Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

„Guði sé lof að Katrín tapaði – You can’t always get what you want“

Katrín Jakobsdóttir.

Það er bara til einn Glúmur Baldvinsson – og sumir segja mögulega, sem betur fer. En svo eru aðrir sem segja möguleha, þvímiður – en Þeir eru fáir.

Glúmur gefur. Glúmur gleður. Flesta.

Segir:

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

„Guði sé lof að Katrín tapaði. Þjóðin kenndi henni lexíu. You can’t always get what you want. You get what you need. And you get what you deserve. Góða nótt.“

Glúmur er á því að Katrín muni finna sér nýtt starf fljótlega:

Bjarni Benediktsson.

„Bjarni finnur sendiherra embætti fyrir hana hið fyrsta. Verst að Washington er upptekið. En Nató er kannski opið.“

Samsæriskenningar og menningarsvik Reykjavíkur

Árbæjarlaug - Mynd: Reykjavíkurborg

Í góðum málum

Samsæriskenningasmiðir eru góðum málum. Aldrei hefur verið auðveldara fyrir fólk að koma einhvers konar rugli á framfæri og fá einhvern til að hlusta. Eitt af því sem hefur breyst við samsæriskenningasmiði Íslands á 21. öldinni er fólkið á bak við kenningarnar. Þetta voru yfirleitt útúrreyktir vinstrisinnaðir menntskælingar, sem fáir tóku mark á, að röfla um CIA og 11. september. Núna virðast helstu talsmenn samsæriskenninga vera öfgahægrimenn á fertugs- og fimmtugsaldri. En helsti munurinn núna og fyrir 20 árum er að núna fá þessir menn pláss í fjölmiðlum og auðvitað leika samfélagsmiðlar risastórt hlutverk. Sumir þessara einstaklinga hafa gegnt mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Fyrrverandi ráðherrar, dómarar, framhaldsskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og fjölmiðlamenn tjá sig reglulega með hætti sem hefði valdið útskúfun frá fjölskylduboðum fyrir 20 árum, en þessum einstaklingum er þess í stað hampað.  

Í slæmum málum

Menning í Reykjavík er í slæmum málum. Það er fátt sem Íslendingum finnst skemmtilegra en að lesa og fara í sund. Hægt er að segja þessir tveir hlutir séu lykilþáttur í íslenskri menningu og hefur sundmenning á Íslandi náð slíku hámæli að hún var nýlega tilnefnd á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns og skipar sér þar í hóp með sánamenningu Finnlands og hinu franska baguette-brauði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur af sinni miklu visku ákveðið að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík til þess að spara örfáar krónur í stað þess að setja bremsur á hin ýmsu gæluverkefni sem fáir borgarbúar munu nýta. Þá hefur einnig verið tilkynnt að bókasöfnum Reykjavíkur muni verða lokað í þrjár vikur í sumar til þess að hagræða um 40 milljónir króna. Vissulega gerir margt smátt eitt stórt, en þegar það verið að stinga íslenska menningu í bakið og ávinningurinn dugir ekki til þess að kaupa íbúð í Grafarvogi, þá veltir maður fyrir sér hvort að fólkið sem ræður sé hvort tveggja ólæst og ósynt.

Pistill þessi birtist fyrst í nýju blaði Mannlífs sem er hægt að lesa hér.

„Kosningar erlendis hafa meiri áhrif á tilveru okkar en kosningar um valdalítinn forseta hér heima“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir að þótt forsetakosningarnar hér séu afstaðnar sé nóg framundan – í kosningum.

„Veðurstofan spáir hreti alla næstu viku. Forsetakosningarnar búnar. En við skulum átta okkur á því að framundan eru stórar kosningar sem hafa líklega meiri áhrif á líf okkar en kosningarnar í gær.“

Hvað á Egill eiginlega við?

„Ég á við kosningar til Evrópuþingsins 6.-9. júní. Þar er ystahægrið í gríðarlegri framsókn og getur verið mjög afdrifaríkt fyrir Evrópusambandið.“

Egill nefnir einnig „kosningarnar á Bretlandi 4. júlí. Við Íslendingar sækjum svo mikið af fyrirmyndum í okkar pólitík til Bretlands – hugmyndastraumarnir í pólitíkinni liggja frekar þaðan en t.d. frá Norðurlöndunum, sbr. thatcherisma Sjálfstæðisflokksins og blairisma Samfylkingarinnar.“

Thatcher á góðri stundu.

Og svo síðast en ekki síst:

„Loks eru það forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 5. nóvember þar sem Donald Trump getur komist aftur til valda.

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna

Það mun valda skjálfta um allan heim. Sem ég segi – þessar kosningar erlendis munu sennilega hafa meiri áhrif á tilveru okkar og stjórnarfar en kosningar um valdalítinn forseta hér heima.“

Ég er landkrabbi

Gamli Herjólfur - Mynd: Smári McCarthy

Ég er landkrabbi, það er ekki flóknara en svo. Ég ætla ekki segja að ég óttist sjóinn, en ég get heldur ekki sagt að ég óttist hann ekki. Ætli sé ekki hægt að segja að ég beri óttablandna virðingu fyrir hafinu. Í þau skipti sem ég hef neyðst til að stíga um borð í skip hefur það verið á forsendum foreldra minna eða grunnskóla. Yfirleitt hefur það verið til þess að sigla út í einhverja eyju eða skoða hvali. Ég get ekki sagt að ég hafi notið mín sérstaklega án þess þó að hafa verið síælandi. Ferðirnar hafa satt best að segja verið hálfleiðinlegar. Allar nema ein.

Þá var ég 16 ára gamall og var nemandi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Ég tók þá ákvörðun að skrá mig í „skíðaferð“ til Vestmannaeyja, en sú ferð var á vegum nemendafélags FB. Ég var mjög spenntur fyrir ferðinni, en ég almennt séð naut mín mikið í ferðum á vegum nemendafélagsins og var virkur þátttakandi í ýmsum nefndum meðan ég var við í nám í skólanum. Ég hafði hins vegar aldrei komið til Vestmannaeyja áður. Ég fékk far til Þorlákshafnar með Jónasi og Mikael, samnemendum mínum, sem voru miklir djammarar, en sjálfur var ég varla byrjaður að smakka áfengi þó að hin raunverulegi tilgangur ferðarinnar hafi verið að drekka áfengi í miklu magni. Í óhófi jafnvel. Þegar ég hugsa til baka þá skil ég ekki af hverju við fórum til Vestmannaeyja því að allt djammið var inni á hótelinu. En það er hvorki hér né þar.

Ég man þegar ég sá gamla Herjólf í fyrsta skipti. „Er þetta Herjólfur?“ sagði ég upphátt við sjálfan mig, en mér fannst þetta vera algjör dallur. Þegar ég gekk um borð með Jónasi og Mikael áttaði ég mig á því að ég hafði gert þau mistök að gleyma að borða. Ég var of spenntur til að muna það. Þeir félagar sögðu mér að hafa litlar áhyggjur af því. Í Herjólfi væri að finna nóg af góðum mat. Enn í dag velti ég fyrir mér hvort þeir hafi verið að ljúga að mér. Ég pantaði mér hamborgara og gott ef þetta var ekki beikonborgari. Ég borðaði hann með bestu lyst og var Herjólfur ekki lagður á stað úr höfn þegar ég var búinn að háma borgarann í mig.

En þegar Herjólfur hóf siglingu sína breyttist veðrið eins og hendi væri veifað. Ég hef ekki séð annað eins veður nema í kvikmyndum á borð við The Perfect Storm. Kannski eru það ýkjur. Ég varð svo fljótt sjóveikur að ég dauðskammast mín. Allt hringsnerist fyrir augum mínum og ég gekk um eins og ég væri dauðadrukkinn, í háum hælum á skautasvelli. Mér leið þó betur þegar ég var úti á dekki og fékk kaldan vindinn og sjóinn í andlitið en gallinn á gjöf Njarðar var sá að það var mikið frost og ég var illa klæddur. Ég neyddist því þessa tæpu fjóra tíma sem ferðin tók að vera inni að halda á mér hita, þótt mér liði hræðilega þar. Ég er mjög glaður að þetta gerðist fyrir tíma snjallsíma, en ég er nokkuð viss um að ég hefði verið nokkuð vinsælt upptökuefni hjá samnemendum mínum.

Þegar ferðin var rúmlega hálfnuð var nokkuð ljóst barátta mín gegn því að æla væri töpuð og ég tók sprett út á dekk til þess að æla fyrir borð. Sú æla samanstóð mestmegnis af þessum beikonborgara sem ég hafði borðað við upphaf ferðarinnar og mér létti talsvert um leið og ég ældi. Það sem ég tók hins vegar ekki eftir þegar ég hljóp út til að æla var kona sem stóð einhverjum tíu metrum frá ælustað mínum og horfði á öldurnar rísa og síga. Hún var greinilega öllu vön.

Þá gerðist það.

Ælan mín fauk beint í andlit hennar í þeim mikla vindi sem við vorum að sigla upp í. Þetta hefur sennilega verið eins og ef Ólafur Stefánsson hefði kastað ælunni, slíkur var krafturinn.

Ég hef aldrei á ævi minni heyrt annað eins óp og þegar konan áttaði sig á sig hvað hafði gerst. Svo hljóp hún inn í skipið og ég sá hana aldrei aftur. Ég lifði ferðina af, þótt tæpt hafi verið og ég skemmti mér konunglega í Vestmannaeyjum.

Ég hugsa reglulega um þessa konu næstum 20 árum síðar.

Pistill þessi birtist fyrst í nýju blaði Mannlífs sem er hægt að lesa hér.

Sakamálið – 24. þáttur: Morðið í bílskúrnum

Við rannsókn á vettvangi glæpsins fundust blóðslettur í allt að nokkurra feta hæð á veggjum bílskúrsins og því talið yfir allan vafa hafið að morðið hefði átt sér stað þar. Þess utan fannst blóði storkinn hamar ekki fjarri líkinu.

Líkið var verulega rotið og rottubitið þar sem það fannst á bak við stóran kassa í bílskúr í Southampton árið 1929.

Hlustaðu á allan þáttinn hér.

Dólgur á hlaupahjóli slasaði barn og stakk af – Átta læstir inni í fangaklefa á kosninganótt

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Maður á rafmagnshlaupahjóli ók á barn í miðborginni. Eftir slysið stakk dólgurinn af en barnið þurfti að leita hjálpar á slysadeild, og ekur á brott, barnið slasaðist við ákeyrsluna og fékk aðhlynningu á slysadeild.

Mikið var um ölvun og óeðlilega hegðun í miðborginni á kosninganótt. Átta manns gistu fangaklefa. Ofbeldismaður var handtekinn fyrir árása á tvo aðila og læstur inni.

Lögregla var kölluð til vegna manns sem var í mjög annarlegu ástandi sökum ölvunar. Hann var, rétt eins og ofbeldismaðurinn, handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa verið til vandræða.

Manni sem hafið komið sér vel fyrir í stigagangi fjölbýlishúss í miðborginni var vísað á brott.

Enn einn var handtekinn eftir að hafa valdið eignarspjöllum á skemmtistað en hann var óviðræðuhæfur og var vistaður í fangaklefa.

Óróleikinn í miðborginni hélt áfram. Maður nokkur var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna vegna óboðlegrar hegðunar. Þegar þangað var komið trylltist maðurinn og hann því vistaður í fangaklefa.

Maður handtekinn í Breiðholti og hann vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar.

Ölvuðum manni sem var til vandræða í verslunarmiðstöð í Kópavogi var vísað á brott.

Manni sem var ósjálfbjarga sökum ölvunar komið til aðstoða og honum ekið til síns heima.

 

 

Mogginn fordæmdur vegna Höllu

Halla Hrund Logadóttir.

Úrslitin í forsetakosningunum koma mörgum á óvart. Enginn átti von á þeim yfirburðum sem Halla Tómasdóttir sýndi upphaflega þegar á hólminn var komið. Flestir eru sammála um að ástæðan fyrir þeim mikla mun sem blasir við hafi verið súi að fólk kaus taktískt.

Síðustu skoðanakannanir fyrir kjördag sýndu Höllu og Katrínu Jakobsdóttur hnífjafnar. Þeir sem fylgdu skoðanakönnunum og máttu ekki til þess hugsa að Katrín yrði forseti kusu Höllu fremur en að styðja frambjóðendur sem voru í vonlítilli stöðu um að vinna.

Framan af baráttunni var Halla Hrund Logadóttir talin vera sigurstranglegust. Sú staða varð til þess að Mogginn og Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins lögðust á eitt við að sverta frambjóðandann og bakka upp sinn mann, Katrínu Jakobsdóttur. Sama aðferð var notuð til að rakka Baldur Þórhallsson prófgessor sem um tíma þótti sigurstranglegur. Margir hafa orðið til þess að benda á þjóðarskömm Moggans í þessu efni.

„Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli,“ skrifaði Stefán Hilmarsson tónlistarmaður um þá ógeðfelldu framgöngu Morgunblaðsins.

Katrín getur þakkað Morgunblaðinu og því hyski sem þar þrífst innandyra þau örlög sín að hafa tapað stórt. Þjóðin reis upp gegn ófögnuðinum og kaus lægsta samnefnarann fremur en að ganga erinda skrímslanna.

„Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu,“ skrifar Stefán ennfremur í grein á Vísi.

Víst er að margir eru með óbragð í munni eftir þessa kosningabaráttu og inngripa Morgunblaðsins. Þá er jafnljóst að fólk þarf að staldra við gallaðar skoðanakannanir sem eru út og suður en geta haft gríðarleg áhrif á niðurstöður kosninga …

 

Katrín Jakobsdóttir játar ósigur fyrir Höllu Tómasdóttur: „Ég óska henni bara til hamingju“

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Halla Tómasdóttir verður næsti forseti Íslands í ágúst í sumar þegar Guðni Th. Jóhannesson lætur af embætti. Halla hafði fengið um 31,5 prósent atkvæða þegar 128 þúsund atkvæði höfðu verið talin í morgun. Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, var í öðru sæti með 25,9 prósmnet greiddra atkvæða. Halla Hrund Logadóttir var í þriðja sæti með 15,7 prósent atkvæða. Víst er að þetta verða ekki endanleg úrslit en ólíklegt að að mikið frávik verði.

Katrín óskaði Höllu Tómasdóttur til hamingju þegar hún ræddi við RÚV á kosningavöku sinni skömmu í nótt.

„Það falla öll vötn til Dýrafjarðar hér, þannig að mér sýnist Halla Tómasdóttir stefna hraðbyri í að verða næsti forseti Íslands,“ sagði Katrín.

„Ég óska henni bara til hamingju með það og veit að hún verður góður forseti.“

Katrín segir að nú taki við nýtt líf á nýjum vettvangi og segist ekki hafa áhyggjur af öðru en að það verði skemmtilegt. Hún segist ekki vita hvað taki við. Hún hafi lagt allt undir í þessari baráttu og baráttan hafi verið skemmtileg. Katrín segist engu að síður ekki muni bjóða sig aftur fram til forseta. „Nei, þetta geri ég ekki aftur.“

Halla Tómasdóttir með örugga forystu

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er glæsileg kona.

Eftir að 3000 atkvæði hafa verið talin í Norðausturkjördæmi hafa verið talin urðu óvænt tíðindi. Katrín Jakobsdóttir fékk aðeins 800 atkvæði en Halla Tómasdóttir rúmlega þúsund atkvæði eða 35 prósent atkvæða.

Svipuð niðurstaða er eftir fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi þar sem Halla Tómasdóttir leiðir örugglega. Katrín Jakobsdóttir er með aðeins 19 prósent og Halla Hrund Tómasdóttir með einungis 16 prósent. Halla Tómasdóttir er þannig með 37 prósenta fylgi á landsvísu. Þetta gengur þvert á allar spár.

Nóttin er ung og öldungis óvist að svona verði niðurstaðan. Líklegt er þó að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands.

Benóný Ásgrímsson þyrflugmaður: „Nauðsynlegt að vera hræddur í svona starfi“

Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrluflug­maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eignaðist á unglings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið og segir að þótt bresku togarasjómennirnir hafi ekki alltaf verið „gentlemen“ í talstöðinni þá hafi samt viss virðing ríkt á milli manna.

Benóný talar síðan um tímann sem þyrluflugmaður, en eftirminnilegasta björgunin átti sér stað þegar hann bjargaði nokkrum kvígum og þurfti að fljúga niður þröngt gljúfur til að bjarga þeim. Eftirminnilegasta mannbjörgin tengist hins vegar því þegar Dísarfell fórst. „Hún var að mörgu leyti dálítið flókin. Þetta var dálítið sérstakt. Þetta voru erfiðar aðstæður. Það var verið að slaka sigmanninum og allt fullt af svartolíu í sjónum og gámar og innihald gámanna úti um allt.“

Þyrluflugmaðurinn fyrrverandi, sem er lofthræddur við vissar aðstæður, segir að björgunarstörf séu í eðli sínu hættuleg. „Það eru þrjú atriði að mínu mati sem halda manni réttum megin við þá línu sem á ekki að fara yfir. Það er í fyrsta lagi góð þjálfun, það er reynsla og það er góð dómgreind.“

Sjá má allan þáttinn hér.

Gæskur/Gæskan

Ég er Austfirðingur í húð og hár. Það er að segja í móðurætt, en föðurættin er dreifðari. En mestan part ævinnar hef ég búið á Austurlandi og er stoltur af fjórðungnum mínum, þótt ég hafi flutt þaðan í borgina fyrir þó nokkrum árum. Þar á ég enn systkini, móður og fjölda ættingja og vina. Allt sem austfirskt er þykir mér vænt um, flámælskuna, sem því miður er allt að því útdauð, hógværðina (séu Borgfirðingar teknir út fyrir svigann), veðrið, fólkið Austfjarðaþokuna og orð eins og gæskur og gæskan.

Ég tala við mömmu mína nokkrum sinnum í viku, en hún býr í Fellabæ fyrir austan en er Eskfirðingur í grunninn. Hún kveður mig alltaf með orðinu gæskur: „Við heyrumst, gæskur“. Það þykir mér afar vænt um. Þegar ég kom heim í sumarfrí þegar Covid-faraldurinn var í rénun og fór í sund á Egilsstöðum blasti við mér afar austfirsk sjón. Á gólfinu við afgreiðsluna og við heita pottana stóð innan í hjarta: „Tveir metrar gæskur“ og „Tveir metrar gæskan“. Þá fannst mér ég virkilega vera kominn heim. Þegar ég skrifa afmæliskveðjur á Facebook skrifa ég alltaf gæskur eða gæskan, ef ég þekki afmælisbarnið vel. Mér finnst orðið svo hlýlegt. En það eru ekki allir sammála því.

Á dögunum benti ég lesanda Mannlífs, sem hneykslaðist í athugasemdum á frétt, en greinilegt var að lesandinn hafði ekki lesið meira en fyrirsögnina. Ég benti lesandanum kurteisislega á að lesa fréttina: „Lestu fréttina, gæskan“. Reykvískur vinnufélagi minn sagðist hafa verið nálægt því að hringja í mig þegar hann sá þessi orð mín því honum þótti þau svo dónaleg. Það kom á mig fát, enda var ekki ætlun mín að tala niður til konunnar, þvert á móti. Eftir að ég gerði hávísindalega skoðanakönnun á Facebook, komst ég að því, mér til undrunar, að talsverður fjöldi fólks telur það geta verið niðrandi að kalla fólk gæskur eða gæskan. Af þeim 137 Facebook-vinum mínum sem tóku þátt í könnuninni voru 22 sem töldu að orðin gætu verið niðrandi, 111 töldu svo ekki vera og fjórum var drullusama. Þau sem fannst orðið geta verið niðrandi voru langflest ekki frá Austurlandi og oftar en ekki frá Reykjavík og hin flest að austan.

Í raun er hægt að nota hvaða orð á niðurlægjandi hátt, það fer eftir blæbrigðum í röddinni, aðstæðum og fleiru, en það er algjör óþarfi fyrir Reykvíkinga að vera hræddir við orðin gæskur og gæskan. Orðin eru falleg og með hlýja merkingu, en slái maður inn orðinu gæska á orðanetsíðu Árnastofnunar koma upp orð eins og góðmennska, blíða, ástúð og bróðurþel svo eitthvað sé nefnt. Segi ég því við þig lesandi góður, hafðu það gott gæskur/gæskan.

Pistill þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.

Svavar og Magni gefa út nýtt lag: „Þegar við látum hjörtu okkar ráða munum við aldrei tapa“

Nýlega gáfu tónlistarmennirnir Svavar Viðarsson og Magni út nýja lagið sitt Aðeins eitt.

Í fréttatilkynningu segir að lagið sé hvetjandi lag sem fjalli um að sleppa takinu á fortíðinni, umfaðma hamingjuna í núinu og horfa fram á við. „Með hrífandi texta undirstrikar lagið fegurð þess að deila bæði brosi og tárum og minnir okkur á að þegar við látum hjörtu okkar ráða munum við aldrei tapa. Lífið er of stutt fyrir eitthvað minna.“

Aðeins eitt er annað samstarfsverkefni Svavars og Magna, eftir útgáfuna Ekkert hefur breyst sem kom út í  fyrrasumar og hlaut sæti á vinsældarlista Rásar 2.



Á bak við lagið Aðeins eitt er hæfileikaríka tónlistarfólkið Svavar Viðarsson (Lag, texti og útsetningar), Magni Ásgeirsson (Söngur), Vignir Snær Vigfússon (Rafmagns- og kassagítar, útsetningar, upptökustjórn og hljóðblöndun), Benedikt Brynleifsson (Trommur), Helgi Reynir Jónsson (Hljómborð), Erna Hrönn Ólafsdóttir (Bakraddir) og Skonrokk Studios/Sigurdór Guðmundsson (Hljómjöfnun).

Lagið Aðeins eitt er því nú aðgengilegt á streymisveitum og er hér komið til að veita þér innblástur og gleði inn í daginn þinn, eins og það er orðað í tilkynningunni.

 

Íslandspóstur lokar tíu afgreiðslutöðum í dag – Fjölga póstboxum um staðinn

Í dag lokaði afgreiðslutöðum Íslandspóst á tíu stöðum á landinu. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Póstafgreiðslum er lokað á Hvammstanga, Siglufirði, Dalvík, Ólafsfirði, Búðardal, Grundarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Breiðdalsvík og Neskaupstað. Í tilkynningu frá Íslandspósti verður póstboxum fjölgað í staðinn og verður póstur keyrður út í meira mæli.

Aææs verða póstboxin hundrað talsins víðs vegar um landið, að því er fram kemur í tilkynningu Íslandspósts. Enn er unnið að því að koma póstboxum upp á Stöðvarfirði og er áætlað að þau verði tekin til notkunar næsta haust. Í Neskaupsstað hafa póstbox verið stækkuð sökum mikillar notkunar á þeimm en bæði má setja bréf og pakka í póstbox en skanna þarf kóða svo boxið opnist.

Byggðarstofnun segir í tilkynningu að eitt af meginmarkmiðum laga um póstþjónustu sé að tryggja hagkvæma og skilvirka póstþjónustu alls staðar á landinu. Stofnunin gerir ekki athugasemd við lokun pósthúsanna.

Auglýsir eftir nýju deiluefni: „Svo við getum haldið áfram að þrasa út í hið óendanlega“

Anna Kristjánsdóttir.

Anna Kristjánsdóttir spyr í nýjustu dagbókafærslu sinni hvað sé næst á rifrildalista Íslendinga, nú þegar forsetabaráttunni er við það að ljúka.

„Í dag er síðasti dagurinn að sinni sem hægt er að hallmæla eða hrósa frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Klukkan 22.00 í kvöld verður það of seint og að aflokinni talningu verður það ljóst hver verður forseti Íslands næstu fjögur árin. Eftir það verðum við að hætta að rífast um forsetaefnin. Mér þykir þó vænt um þau öll með tölu þó aðallega eitt þeirra sem fær vonandi atkvæði mitt.“ Þannig hefst dagbókarfærsla vélstjórans Önnu Kristjánsdóttur en hún er í heimsókn hér á landi en hún býr á paradísareyjunni Tenerife.

Síðar í færslunni telur Anna upp öll þau frægu málefni sem rifist hefur verið um síðastliðið ár og veltir svo fyrir sér hvað taki nú við, yfir hverju við Íslendingar ættum að rífast næst.
„Enginn nennir að rífast lengur um Júróvisjón, um Íslandsbankasöluna, um eitt og annað sem hefur verið í umræðunni síðasta árið. Þessu til viðbótar stefnir í að umbrotunum á Svartsengisflekanum fari senn að ljúka og of snemmt að byrja að þrasa um Reykjanesflekann né Krýsuvíkurflekann svo ekki sé talað um Bláfjöllin eða Hengil.

Vissulega getum við haldið áfram að rífast um þjóðarmorðin á Gaza, en það umræðuefni hefur verið í umræðunni í nærri 75 ár og verður örugglega næstu 75 árin.“

Að lokum auglýsir Anna eftir hugmyndum frá lesendum:

„Eru einhverjar góðar hugmyndir í gangi sem hægt er að rífast yfir á samfélagsmiðlum næstu mánuðina? Endilega komið með góðar hugmyndir svo við getum haldið áfram að þrasa út í hið óendanlega. Ekki getum við þagað endalaust né talað endalaust um rigninguna á Íslandi.“

Írskur þingmaður hélt tilfinningaþrungna ræðu: „Ég vona að Benjamin Netanyahu brenni í helvíti“

Benjamin Netanyahu

Thomas Goul, þingmaður írska flokksins Sin Fein, hélt tilfinningaþrungna ræðu vegna þess hryllings sem heimsbyggðin horfir upp á frá Gaza um þessar mundir. Sagðist Goul vona að Benjamin Netanyahu muni „brenna í helvíti“ þegar hans tími kemur.

Ræðuna hélt Goul stuttu eftir fréttir af hrottafenginni árás Ísraelshers á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah-borg á Gaza á dögunum en þar létust hátt í fimmtíu manns en mörg þeirra voru brennd til bana. Í einu myndbandi sem barst eftir árásina, sést maður halda á brenndu og höfuðlausu barni sínu en á það myndband minnist þingmaðurinn írski.

„Myndböndin og ljósmyndirnar sem koma þaðan og þú heyrir öskrin í fólkinu. Öskrandi af því að ísraelsk yfirvöld brenndu menn, konur og börn lifandi, brenndu þau lifandi. Og heimurinn horfir á á meðan 15.000 börnum er slátrað. 35.000 menn, konur og börn. Og þetta er ótrúlegt, þetta þjóðarmorð sem er að gerast,“ sagði Goul sem átti erfitt með tilfinningar sínar. Seinna í ræðunni sagði hann um Netanyahu: „Ég vona að Benjamin Netanyahu brenni í helvíti. Ég vona að þegar kæri Guð ákveður loks að tími hans sé kominn, að hann brenni í helvíti fyrir það sem hann hefur gert. Því það sem er að gerast núna er ekki einungis aðskilnaðarstefna, voðaverk og stríðsglæpur, heldur er þetta bara hrottalegt.“

Hér má sjá hina tilfinningaþrungnu ræðu:

Þeir fiska sem róa

Fiskbúð Suðurlands - Mynd: Fiskbúð Suðurlands

Sagan segir að þeir fiski sem róa, en það er fátt sem Íslendingar eru betri í en að fiska og róa. Mannlíf vildi vita hversu háa upphæð fiskbúðir á Ísland rukkuðu fyrir eitt kíló af ýsu. Þá var einnig reynt að fá verð hjá fiskbúðum á landsbyggðinni og virðist sem ýsan sé dýrari á höfuðborgarsvæðinu en öðrum stöðum á landinu. Kjöt & fiskbúð Austurlands býður upp á kíló af ýsu á 2.550 krónur meðan Hafið og Fiskbúð Fúsa, sem eru einmitt staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, rukka 1.140 krónum meira fyrir þeirra kíló af ýsu.

Kjöt- og fiskbúð Austurlands – 2.550
Litla fiskbúðin – 2.590
Fisk Kompaní – 2.990
Fiskbúð Sjávarfangs – „um 3.000 krónur“
Fiskbúð Fjallabyggðar – 3.190
Fiskikóngurinn – 3.300
Fisk & Kjötbúð Reykjaness – 3.390
Fiskbúðin Hafberg – 3.500
Fiskbúð Hólmgeirs – 3.580
Fiskverslun Suðurlands – 3.590
Hafið – 3.690
Fiskbúð Fúsa – 3.690

Verðkönnunin var framkvæmd daganna 8. – 12. apríl

Grein þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.

Brynjar Björn um brottreksturinn: „Það kom upp óheppilegt atvik síðustu helgi“

Brynjar Björn Gunnarsson.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur nú verið rekinn úr starfi þjálfara karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Þetta staðfestir hann við vefmiðilinn 433.is – segir ákvörðunina hafa komið sér mjög á óvart.

Að sögn Brynjars tengist brottreksturinn ekki árangri liðsins undir hans stjórn:

„Ég er ekki búinn að hugsa mikið um þetta, bara sofa og vakna í morgun og ekki fara yfir stöðuna. Kom á óvart, útskýring var ekki fá stig eða þjálfunin eða undirbúningur eða æfingar. Útskýringin var samskipti við annan flokkinn,“ sagði Brynjar.

Hann segir að málið tengist því að einn ungur leikmaður Grindavíkur – sem á föður sem er háttsettur í félaginu, hafi ekki verið í leikmannahóp um síðustu helgi; útskýrir hvað gekk á.

„Það var ekki spilatími þess drengs. Það kom upp óheppilegt atvik síðustu helgi, þar sem 19 leikmenn voru í hóp. Við erum með meiddan leikmann og taka ákvörðun hverjir spila og eru á bekk, það tekur smá tíma og orku. Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta 19 manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn af þessu hjá mér,“ segir svekktur Brynjar sem hefði viljað halda áfram en sendir Grindvíkingum góða kveðju:

„Það er búið að taka ákvörðun og henni verður ekki breytt. Frá mínu sjónarhorni hefði mátt halda áfram. Ég vil þakka fyrir minn tíma og því góða fólki sem ég kynntist, ég vil þakka Stjörnunni, Álftanesi og fleiri liðum fyrir að hjálpa okkur í vetur. Stjarnan voru fyrstir að heyra í mér og bjóða mér aðstöðu, Álftanes og Blikarnir. Blikarnir í körfunni og Víkingar núna og við endum þar. Í þennan tíma frá desember og fram í apríl, þá var Stjarnan og Álftanes að hjálpa okkur rosalega mikið.“

Fiskeldi á Ísland á mannamáli

Sjókvíaeldi - Mynd: Arnarlax

Það er fátt umdeildara á Íslandi þessa dagana en fiskeldi og þá sérstaklega sjókvíaeldi, en fyrirtæki sem starfa við slíkt á Íslandi hafa mátt þola harða gagnrýni frá umhverfisverndarsinnum sem telja að fiskeldið geti mögulega stórskaðað lífríki Íslands. Til dæmis má nefna að stjórnarmeðlimur HSÍ sagði af sér í kjölfar þess að samið var við Arnarlax sem styrktaraðila Handknattleikssambandsins. Þar með er þó ekki sagt að landeldi sé endilega frábær kostur, en báðar tegundir fiskeldis hafa sína kosti og galla.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sett mikið púður og pening í að reyna fá íslensku þjóðina með sér í lið og hafa auglýsingar um að fiskeldi sé að bjarga Vestfjörðum frá glötun verið spilaðar óspart á öllum miðlum.

Málið er hins vegar flókið og ekki allra að kynna sér það auðveldlega, en þó er ljóst að þjóðin verður á næstunni að taka ákvörðun um hvort að fiskeldi eigi sér framtíð á landinu.

Því er um að gera að reyna að setja kosti og áhættuþætti fiskeldis upp á einfaldan máta. Upplýsingar sem þessi umfjöllun styðst við er úr umtalaðri skýrslu sem ber nafnið „Staða og framtíð lagareldis á Íslandi“ og var unnin fyrir Matvælaráðuneytið árið 2023 af Boston Consulting Group.

Sjókvíaeldi – Mynd: Arnarlax

Sjókvíaeldi

Í skýrslunni er talað um að íslenskir firðir henti vel fyrir sjókvíaeldi. Einnig sé á Íslandi þróaður tækniiðnaður tengdur nýtingu sjávarafurða sem nýtist. Að auki er talið að lágt hitastig sjávar geti dregið úr laxalús og þá séu sjúkdómar ekki eins algengir og annars staðar. Aðferðafræði við framleiðslu lax með sjókvíaeldi sé sannreynd aðferð samanborið við aðrar aðferðir til umræðu og að sú tækni sem þörf sé á hafi verið sannreynd.

Áskoranir sem snúa að sjókvíaeldi voru einnig umfjöllunarefni skýrslunnar og er þá fyrst nefnd stærð greinarinnar hérlendis og umfang virðiskeðjunnar í samanburði við aðra markaði, en það geti verið hamlandi. Þá hafi lágt hitastig sjávar áhrif á vaxtarhraða í eldi og almennt sé skilvirkni, eins og staðan er í dag, í framleiðslu þ.a.l. lág. Að auki er tekið fram að regluverk og stjórnkerfið hafi ekki náð að fylgja vexti greinarinnar. Áskoranir tengdar sjúkdómum og laxalús eru líklegri sé þessi framleiðsluaðferð nýtt frekar en aðrar þekktar aðferðir við ræktun á laxi, auk þess sé hætta á slysasleppingum sem geta valdið erfðablöndun við villta stofna ásamt smiti sjúkdóma þeirra á milli.

Landeldi

Á Íslandi er hreinn jarðsjór við gott hitastig aðgengilegur og endurnýjanleg orka fáanleg á góðum kjörum. Lítil áhætta er á umhverfisáhrifum tengdum smitum eða slysasleppingum. Möguleikar til að velja staðsetningu framleiðslu eru meiri og því mögulegt að koma henni fyrir nær mörkuðum og þannig draga úr flutningstíma sem er sérstaklega mikilvægt í viðskiptum með ferskvöru. Í skýrslunni kemur einnig fram að sú stýring á umhverfi sem aðferðir við landeldi bjóða upp á gætu aukið vaxtarhraða ásamt því að bæta heilsu fiska en þó er tekið fram að það sé ósannreynt. Að lokum verða til tækifæri til að skapa verðmæti úr efni sem tapast við aðrar framleiðsluaðferðir í opnum kerfum, t.d. úrgang fisksins sem mögulega gæti hentað vel til áburðarframleiðslu.

Áskoranir tengdar landeldi liggja í upphafi við meiri kostnað við uppbyggingu. Sú tækni sem nauðsynleg er til framleiðslunnar er ósannreynd á þeim stóra skala sem áætlaður er hérlendis og því fjárfestingaráhætta sem gæti tekið langan tíma að skila árangri. Þá séu til dæmi um tæknilegar áskoranir t.d. bilanir í búnaði sem gætu leitt til affalla ásamt mögulegum áskorunum tengdum vatnsnotkun, síun á fráveituvatni og úrgangssöfnun.

Það er vissulega í mörg horn að líta þegar kemur að fiskeldi á Íslandi í dag og klárt mál að fólk mun halda áfram að berjast fram í rauðan dauðann fyrir sinn málstað.

Umdeild samstarf HSÍ við Arnarlax innsiglað með handabandi – Mynd: Arnarlax

Pistill þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.

Lesendur Mannlífs hafa valið sér forseta

Niðurstaða er komin í skoðunarkönnun Mannlífs en spurt var einfaldlega: Hver vilt þú að verður næsti forseti Íslands?

Halla Hrund Logadóttir hlaut flest atkvæði eða 33.58 prósent. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir með 23.59 próstent en þriðja konan, Halla Tómasdóttir fylgir fast á hæla Katrínar með 21.78 prósent fylgi.

Aðrir frambjóðendur ná ekki 10 prósent fylgi en hér fyrir neðan má sjá niðurstöðurnar í heild:

Halla Hrund Loga­dótt­ir
33.58%
Katrín Jak­obs­dótt­ir
23.59%
Halla Tóm­as­dótt­ir
21.78%
Bald­ur Þór­halls­son
7.26%
Arnar Þór Jónsson
6.35%
Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir
3.45%
Jón Gn­arr
2.54%
Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir
0.91%
Viktor Traustason
0.18%
Helga Þóris­dótt­ir
0.18%
Ástþór Magnús­son Wium
0.18%
Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son
0.00%

Segir lögregluna ekki hafa gætt meðalhófs í gær: „Óþægindi ráðherra réttlæta ekki þessi viðbrögð“

Piparúða spreyjað á mótmælendur. Mynd: RÚV-skjáskot

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, segir valdbeiting lögreglunnar gagnvart mótmælendum í gærmorgun, „ekki í samræmi við meðalhóf“.

Varaþingkonan skrifaði færslu á X-inu (fyrrum Twitter), þar sem hún talar um piparúðanotkun lögreglunnar, sem og líkamlega valdbeitingu sem hún beitti gegn mótmælendum í gær sem gerðu tilraun til þess að koma í veg fyrir að ráðherrar gætu keyrt á ríkisstjórnarfund í Skuggasundi 3, með því meðal annars leggjast á götuna.

Sjá einnig: Mótmælendur í líkamlegu og andlegu áfalli: „Barsmíðarnar alfarið geðþóttaákvarðanir lögreglumanna“

Lenya Rún spyr áleitinnar spurningar í lok færslu sinnar, varðandi rafvopnavæðingu lögreglunnar en færsluna má sjá hér:

„Óþægindin sem ráðherrar urðu fyrir vegna mótmælanna réttlæta ekki þessi viðbrögð gagnvart mótmælendum. Piparúði og líkamleg valdbeiting gagnvart fólki sem neitar að færa sig er ekki í samræmi við meðalhóf. Hvernig eykur þetta traust fólks gagnvart rafvopnavæðingu lögreglunnar?“

„Guði sé lof að Katrín tapaði – You can’t always get what you want“

Katrín Jakobsdóttir.

Það er bara til einn Glúmur Baldvinsson – og sumir segja mögulega, sem betur fer. En svo eru aðrir sem segja möguleha, þvímiður – en Þeir eru fáir.

Glúmur gefur. Glúmur gleður. Flesta.

Segir:

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

„Guði sé lof að Katrín tapaði. Þjóðin kenndi henni lexíu. You can’t always get what you want. You get what you need. And you get what you deserve. Góða nótt.“

Glúmur er á því að Katrín muni finna sér nýtt starf fljótlega:

Bjarni Benediktsson.

„Bjarni finnur sendiherra embætti fyrir hana hið fyrsta. Verst að Washington er upptekið. En Nató er kannski opið.“

Samsæriskenningar og menningarsvik Reykjavíkur

Árbæjarlaug - Mynd: Reykjavíkurborg

Í góðum málum

Samsæriskenningasmiðir eru góðum málum. Aldrei hefur verið auðveldara fyrir fólk að koma einhvers konar rugli á framfæri og fá einhvern til að hlusta. Eitt af því sem hefur breyst við samsæriskenningasmiði Íslands á 21. öldinni er fólkið á bak við kenningarnar. Þetta voru yfirleitt útúrreyktir vinstrisinnaðir menntskælingar, sem fáir tóku mark á, að röfla um CIA og 11. september. Núna virðast helstu talsmenn samsæriskenninga vera öfgahægrimenn á fertugs- og fimmtugsaldri. En helsti munurinn núna og fyrir 20 árum er að núna fá þessir menn pláss í fjölmiðlum og auðvitað leika samfélagsmiðlar risastórt hlutverk. Sumir þessara einstaklinga hafa gegnt mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Fyrrverandi ráðherrar, dómarar, framhaldsskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og fjölmiðlamenn tjá sig reglulega með hætti sem hefði valdið útskúfun frá fjölskylduboðum fyrir 20 árum, en þessum einstaklingum er þess í stað hampað.  

Í slæmum málum

Menning í Reykjavík er í slæmum málum. Það er fátt sem Íslendingum finnst skemmtilegra en að lesa og fara í sund. Hægt er að segja þessir tveir hlutir séu lykilþáttur í íslenskri menningu og hefur sundmenning á Íslandi náð slíku hámæli að hún var nýlega tilnefnd á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns og skipar sér þar í hóp með sánamenningu Finnlands og hinu franska baguette-brauði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur af sinni miklu visku ákveðið að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík til þess að spara örfáar krónur í stað þess að setja bremsur á hin ýmsu gæluverkefni sem fáir borgarbúar munu nýta. Þá hefur einnig verið tilkynnt að bókasöfnum Reykjavíkur muni verða lokað í þrjár vikur í sumar til þess að hagræða um 40 milljónir króna. Vissulega gerir margt smátt eitt stórt, en þegar það verið að stinga íslenska menningu í bakið og ávinningurinn dugir ekki til þess að kaupa íbúð í Grafarvogi, þá veltir maður fyrir sér hvort að fólkið sem ræður sé hvort tveggja ólæst og ósynt.

Pistill þessi birtist fyrst í nýju blaði Mannlífs sem er hægt að lesa hér.

„Kosningar erlendis hafa meiri áhrif á tilveru okkar en kosningar um valdalítinn forseta hér heima“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir að þótt forsetakosningarnar hér séu afstaðnar sé nóg framundan – í kosningum.

„Veðurstofan spáir hreti alla næstu viku. Forsetakosningarnar búnar. En við skulum átta okkur á því að framundan eru stórar kosningar sem hafa líklega meiri áhrif á líf okkar en kosningarnar í gær.“

Hvað á Egill eiginlega við?

„Ég á við kosningar til Evrópuþingsins 6.-9. júní. Þar er ystahægrið í gríðarlegri framsókn og getur verið mjög afdrifaríkt fyrir Evrópusambandið.“

Egill nefnir einnig „kosningarnar á Bretlandi 4. júlí. Við Íslendingar sækjum svo mikið af fyrirmyndum í okkar pólitík til Bretlands – hugmyndastraumarnir í pólitíkinni liggja frekar þaðan en t.d. frá Norðurlöndunum, sbr. thatcherisma Sjálfstæðisflokksins og blairisma Samfylkingarinnar.“

Thatcher á góðri stundu.

Og svo síðast en ekki síst:

„Loks eru það forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 5. nóvember þar sem Donald Trump getur komist aftur til valda.

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna

Það mun valda skjálfta um allan heim. Sem ég segi – þessar kosningar erlendis munu sennilega hafa meiri áhrif á tilveru okkar og stjórnarfar en kosningar um valdalítinn forseta hér heima.“

Ég er landkrabbi

Gamli Herjólfur - Mynd: Smári McCarthy

Ég er landkrabbi, það er ekki flóknara en svo. Ég ætla ekki segja að ég óttist sjóinn, en ég get heldur ekki sagt að ég óttist hann ekki. Ætli sé ekki hægt að segja að ég beri óttablandna virðingu fyrir hafinu. Í þau skipti sem ég hef neyðst til að stíga um borð í skip hefur það verið á forsendum foreldra minna eða grunnskóla. Yfirleitt hefur það verið til þess að sigla út í einhverja eyju eða skoða hvali. Ég get ekki sagt að ég hafi notið mín sérstaklega án þess þó að hafa verið síælandi. Ferðirnar hafa satt best að segja verið hálfleiðinlegar. Allar nema ein.

Þá var ég 16 ára gamall og var nemandi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Ég tók þá ákvörðun að skrá mig í „skíðaferð“ til Vestmannaeyja, en sú ferð var á vegum nemendafélags FB. Ég var mjög spenntur fyrir ferðinni, en ég almennt séð naut mín mikið í ferðum á vegum nemendafélagsins og var virkur þátttakandi í ýmsum nefndum meðan ég var við í nám í skólanum. Ég hafði hins vegar aldrei komið til Vestmannaeyja áður. Ég fékk far til Þorlákshafnar með Jónasi og Mikael, samnemendum mínum, sem voru miklir djammarar, en sjálfur var ég varla byrjaður að smakka áfengi þó að hin raunverulegi tilgangur ferðarinnar hafi verið að drekka áfengi í miklu magni. Í óhófi jafnvel. Þegar ég hugsa til baka þá skil ég ekki af hverju við fórum til Vestmannaeyja því að allt djammið var inni á hótelinu. En það er hvorki hér né þar.

Ég man þegar ég sá gamla Herjólf í fyrsta skipti. „Er þetta Herjólfur?“ sagði ég upphátt við sjálfan mig, en mér fannst þetta vera algjör dallur. Þegar ég gekk um borð með Jónasi og Mikael áttaði ég mig á því að ég hafði gert þau mistök að gleyma að borða. Ég var of spenntur til að muna það. Þeir félagar sögðu mér að hafa litlar áhyggjur af því. Í Herjólfi væri að finna nóg af góðum mat. Enn í dag velti ég fyrir mér hvort þeir hafi verið að ljúga að mér. Ég pantaði mér hamborgara og gott ef þetta var ekki beikonborgari. Ég borðaði hann með bestu lyst og var Herjólfur ekki lagður á stað úr höfn þegar ég var búinn að háma borgarann í mig.

En þegar Herjólfur hóf siglingu sína breyttist veðrið eins og hendi væri veifað. Ég hef ekki séð annað eins veður nema í kvikmyndum á borð við The Perfect Storm. Kannski eru það ýkjur. Ég varð svo fljótt sjóveikur að ég dauðskammast mín. Allt hringsnerist fyrir augum mínum og ég gekk um eins og ég væri dauðadrukkinn, í háum hælum á skautasvelli. Mér leið þó betur þegar ég var úti á dekki og fékk kaldan vindinn og sjóinn í andlitið en gallinn á gjöf Njarðar var sá að það var mikið frost og ég var illa klæddur. Ég neyddist því þessa tæpu fjóra tíma sem ferðin tók að vera inni að halda á mér hita, þótt mér liði hræðilega þar. Ég er mjög glaður að þetta gerðist fyrir tíma snjallsíma, en ég er nokkuð viss um að ég hefði verið nokkuð vinsælt upptökuefni hjá samnemendum mínum.

Þegar ferðin var rúmlega hálfnuð var nokkuð ljóst barátta mín gegn því að æla væri töpuð og ég tók sprett út á dekk til þess að æla fyrir borð. Sú æla samanstóð mestmegnis af þessum beikonborgara sem ég hafði borðað við upphaf ferðarinnar og mér létti talsvert um leið og ég ældi. Það sem ég tók hins vegar ekki eftir þegar ég hljóp út til að æla var kona sem stóð einhverjum tíu metrum frá ælustað mínum og horfði á öldurnar rísa og síga. Hún var greinilega öllu vön.

Þá gerðist það.

Ælan mín fauk beint í andlit hennar í þeim mikla vindi sem við vorum að sigla upp í. Þetta hefur sennilega verið eins og ef Ólafur Stefánsson hefði kastað ælunni, slíkur var krafturinn.

Ég hef aldrei á ævi minni heyrt annað eins óp og þegar konan áttaði sig á sig hvað hafði gerst. Svo hljóp hún inn í skipið og ég sá hana aldrei aftur. Ég lifði ferðina af, þótt tæpt hafi verið og ég skemmti mér konunglega í Vestmannaeyjum.

Ég hugsa reglulega um þessa konu næstum 20 árum síðar.

Pistill þessi birtist fyrst í nýju blaði Mannlífs sem er hægt að lesa hér.

Sakamálið – 24. þáttur: Morðið í bílskúrnum

Við rannsókn á vettvangi glæpsins fundust blóðslettur í allt að nokkurra feta hæð á veggjum bílskúrsins og því talið yfir allan vafa hafið að morðið hefði átt sér stað þar. Þess utan fannst blóði storkinn hamar ekki fjarri líkinu.

Líkið var verulega rotið og rottubitið þar sem það fannst á bak við stóran kassa í bílskúr í Southampton árið 1929.

Hlustaðu á allan þáttinn hér.

Dólgur á hlaupahjóli slasaði barn og stakk af – Átta læstir inni í fangaklefa á kosninganótt

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Maður á rafmagnshlaupahjóli ók á barn í miðborginni. Eftir slysið stakk dólgurinn af en barnið þurfti að leita hjálpar á slysadeild, og ekur á brott, barnið slasaðist við ákeyrsluna og fékk aðhlynningu á slysadeild.

Mikið var um ölvun og óeðlilega hegðun í miðborginni á kosninganótt. Átta manns gistu fangaklefa. Ofbeldismaður var handtekinn fyrir árása á tvo aðila og læstur inni.

Lögregla var kölluð til vegna manns sem var í mjög annarlegu ástandi sökum ölvunar. Hann var, rétt eins og ofbeldismaðurinn, handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa verið til vandræða.

Manni sem hafið komið sér vel fyrir í stigagangi fjölbýlishúss í miðborginni var vísað á brott.

Enn einn var handtekinn eftir að hafa valdið eignarspjöllum á skemmtistað en hann var óviðræðuhæfur og var vistaður í fangaklefa.

Óróleikinn í miðborginni hélt áfram. Maður nokkur var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna vegna óboðlegrar hegðunar. Þegar þangað var komið trylltist maðurinn og hann því vistaður í fangaklefa.

Maður handtekinn í Breiðholti og hann vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar.

Ölvuðum manni sem var til vandræða í verslunarmiðstöð í Kópavogi var vísað á brott.

Manni sem var ósjálfbjarga sökum ölvunar komið til aðstoða og honum ekið til síns heima.

 

 

Mogginn fordæmdur vegna Höllu

Halla Hrund Logadóttir.

Úrslitin í forsetakosningunum koma mörgum á óvart. Enginn átti von á þeim yfirburðum sem Halla Tómasdóttir sýndi upphaflega þegar á hólminn var komið. Flestir eru sammála um að ástæðan fyrir þeim mikla mun sem blasir við hafi verið súi að fólk kaus taktískt.

Síðustu skoðanakannanir fyrir kjördag sýndu Höllu og Katrínu Jakobsdóttur hnífjafnar. Þeir sem fylgdu skoðanakönnunum og máttu ekki til þess hugsa að Katrín yrði forseti kusu Höllu fremur en að styðja frambjóðendur sem voru í vonlítilli stöðu um að vinna.

Framan af baráttunni var Halla Hrund Logadóttir talin vera sigurstranglegust. Sú staða varð til þess að Mogginn og Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins lögðust á eitt við að sverta frambjóðandann og bakka upp sinn mann, Katrínu Jakobsdóttur. Sama aðferð var notuð til að rakka Baldur Þórhallsson prófgessor sem um tíma þótti sigurstranglegur. Margir hafa orðið til þess að benda á þjóðarskömm Moggans í þessu efni.

„Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli,“ skrifaði Stefán Hilmarsson tónlistarmaður um þá ógeðfelldu framgöngu Morgunblaðsins.

Katrín getur þakkað Morgunblaðinu og því hyski sem þar þrífst innandyra þau örlög sín að hafa tapað stórt. Þjóðin reis upp gegn ófögnuðinum og kaus lægsta samnefnarann fremur en að ganga erinda skrímslanna.

„Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu,“ skrifar Stefán ennfremur í grein á Vísi.

Víst er að margir eru með óbragð í munni eftir þessa kosningabaráttu og inngripa Morgunblaðsins. Þá er jafnljóst að fólk þarf að staldra við gallaðar skoðanakannanir sem eru út og suður en geta haft gríðarleg áhrif á niðurstöður kosninga …

 

Katrín Jakobsdóttir játar ósigur fyrir Höllu Tómasdóttur: „Ég óska henni bara til hamingju“

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Halla Tómasdóttir verður næsti forseti Íslands í ágúst í sumar þegar Guðni Th. Jóhannesson lætur af embætti. Halla hafði fengið um 31,5 prósent atkvæða þegar 128 þúsund atkvæði höfðu verið talin í morgun. Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, var í öðru sæti með 25,9 prósmnet greiddra atkvæða. Halla Hrund Logadóttir var í þriðja sæti með 15,7 prósent atkvæða. Víst er að þetta verða ekki endanleg úrslit en ólíklegt að að mikið frávik verði.

Katrín óskaði Höllu Tómasdóttur til hamingju þegar hún ræddi við RÚV á kosningavöku sinni skömmu í nótt.

„Það falla öll vötn til Dýrafjarðar hér, þannig að mér sýnist Halla Tómasdóttir stefna hraðbyri í að verða næsti forseti Íslands,“ sagði Katrín.

„Ég óska henni bara til hamingju með það og veit að hún verður góður forseti.“

Katrín segir að nú taki við nýtt líf á nýjum vettvangi og segist ekki hafa áhyggjur af öðru en að það verði skemmtilegt. Hún segist ekki vita hvað taki við. Hún hafi lagt allt undir í þessari baráttu og baráttan hafi verið skemmtileg. Katrín segist engu að síður ekki muni bjóða sig aftur fram til forseta. „Nei, þetta geri ég ekki aftur.“

Halla Tómasdóttir með örugga forystu

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er glæsileg kona.

Eftir að 3000 atkvæði hafa verið talin í Norðausturkjördæmi hafa verið talin urðu óvænt tíðindi. Katrín Jakobsdóttir fékk aðeins 800 atkvæði en Halla Tómasdóttir rúmlega þúsund atkvæði eða 35 prósent atkvæða.

Svipuð niðurstaða er eftir fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi þar sem Halla Tómasdóttir leiðir örugglega. Katrín Jakobsdóttir er með aðeins 19 prósent og Halla Hrund Tómasdóttir með einungis 16 prósent. Halla Tómasdóttir er þannig með 37 prósenta fylgi á landsvísu. Þetta gengur þvert á allar spár.

Nóttin er ung og öldungis óvist að svona verði niðurstaðan. Líklegt er þó að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands.

Benóný Ásgrímsson þyrflugmaður: „Nauðsynlegt að vera hræddur í svona starfi“

Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrluflug­maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eignaðist á unglings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið og segir að þótt bresku togarasjómennirnir hafi ekki alltaf verið „gentlemen“ í talstöðinni þá hafi samt viss virðing ríkt á milli manna.

Benóný talar síðan um tímann sem þyrluflugmaður, en eftirminnilegasta björgunin átti sér stað þegar hann bjargaði nokkrum kvígum og þurfti að fljúga niður þröngt gljúfur til að bjarga þeim. Eftirminnilegasta mannbjörgin tengist hins vegar því þegar Dísarfell fórst. „Hún var að mörgu leyti dálítið flókin. Þetta var dálítið sérstakt. Þetta voru erfiðar aðstæður. Það var verið að slaka sigmanninum og allt fullt af svartolíu í sjónum og gámar og innihald gámanna úti um allt.“

Þyrluflugmaðurinn fyrrverandi, sem er lofthræddur við vissar aðstæður, segir að björgunarstörf séu í eðli sínu hættuleg. „Það eru þrjú atriði að mínu mati sem halda manni réttum megin við þá línu sem á ekki að fara yfir. Það er í fyrsta lagi góð þjálfun, það er reynsla og það er góð dómgreind.“

Sjá má allan þáttinn hér.

Gæskur/Gæskan

Ég er Austfirðingur í húð og hár. Það er að segja í móðurætt, en föðurættin er dreifðari. En mestan part ævinnar hef ég búið á Austurlandi og er stoltur af fjórðungnum mínum, þótt ég hafi flutt þaðan í borgina fyrir þó nokkrum árum. Þar á ég enn systkini, móður og fjölda ættingja og vina. Allt sem austfirskt er þykir mér vænt um, flámælskuna, sem því miður er allt að því útdauð, hógværðina (séu Borgfirðingar teknir út fyrir svigann), veðrið, fólkið Austfjarðaþokuna og orð eins og gæskur og gæskan.

Ég tala við mömmu mína nokkrum sinnum í viku, en hún býr í Fellabæ fyrir austan en er Eskfirðingur í grunninn. Hún kveður mig alltaf með orðinu gæskur: „Við heyrumst, gæskur“. Það þykir mér afar vænt um. Þegar ég kom heim í sumarfrí þegar Covid-faraldurinn var í rénun og fór í sund á Egilsstöðum blasti við mér afar austfirsk sjón. Á gólfinu við afgreiðsluna og við heita pottana stóð innan í hjarta: „Tveir metrar gæskur“ og „Tveir metrar gæskan“. Þá fannst mér ég virkilega vera kominn heim. Þegar ég skrifa afmæliskveðjur á Facebook skrifa ég alltaf gæskur eða gæskan, ef ég þekki afmælisbarnið vel. Mér finnst orðið svo hlýlegt. En það eru ekki allir sammála því.

Á dögunum benti ég lesanda Mannlífs, sem hneykslaðist í athugasemdum á frétt, en greinilegt var að lesandinn hafði ekki lesið meira en fyrirsögnina. Ég benti lesandanum kurteisislega á að lesa fréttina: „Lestu fréttina, gæskan“. Reykvískur vinnufélagi minn sagðist hafa verið nálægt því að hringja í mig þegar hann sá þessi orð mín því honum þótti þau svo dónaleg. Það kom á mig fát, enda var ekki ætlun mín að tala niður til konunnar, þvert á móti. Eftir að ég gerði hávísindalega skoðanakönnun á Facebook, komst ég að því, mér til undrunar, að talsverður fjöldi fólks telur það geta verið niðrandi að kalla fólk gæskur eða gæskan. Af þeim 137 Facebook-vinum mínum sem tóku þátt í könnuninni voru 22 sem töldu að orðin gætu verið niðrandi, 111 töldu svo ekki vera og fjórum var drullusama. Þau sem fannst orðið geta verið niðrandi voru langflest ekki frá Austurlandi og oftar en ekki frá Reykjavík og hin flest að austan.

Í raun er hægt að nota hvaða orð á niðurlægjandi hátt, það fer eftir blæbrigðum í röddinni, aðstæðum og fleiru, en það er algjör óþarfi fyrir Reykvíkinga að vera hræddir við orðin gæskur og gæskan. Orðin eru falleg og með hlýja merkingu, en slái maður inn orðinu gæska á orðanetsíðu Árnastofnunar koma upp orð eins og góðmennska, blíða, ástúð og bróðurþel svo eitthvað sé nefnt. Segi ég því við þig lesandi góður, hafðu það gott gæskur/gæskan.

Pistill þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.

Svavar og Magni gefa út nýtt lag: „Þegar við látum hjörtu okkar ráða munum við aldrei tapa“

Nýlega gáfu tónlistarmennirnir Svavar Viðarsson og Magni út nýja lagið sitt Aðeins eitt.

Í fréttatilkynningu segir að lagið sé hvetjandi lag sem fjalli um að sleppa takinu á fortíðinni, umfaðma hamingjuna í núinu og horfa fram á við. „Með hrífandi texta undirstrikar lagið fegurð þess að deila bæði brosi og tárum og minnir okkur á að þegar við látum hjörtu okkar ráða munum við aldrei tapa. Lífið er of stutt fyrir eitthvað minna.“

Aðeins eitt er annað samstarfsverkefni Svavars og Magna, eftir útgáfuna Ekkert hefur breyst sem kom út í  fyrrasumar og hlaut sæti á vinsældarlista Rásar 2.



Á bak við lagið Aðeins eitt er hæfileikaríka tónlistarfólkið Svavar Viðarsson (Lag, texti og útsetningar), Magni Ásgeirsson (Söngur), Vignir Snær Vigfússon (Rafmagns- og kassagítar, útsetningar, upptökustjórn og hljóðblöndun), Benedikt Brynleifsson (Trommur), Helgi Reynir Jónsson (Hljómborð), Erna Hrönn Ólafsdóttir (Bakraddir) og Skonrokk Studios/Sigurdór Guðmundsson (Hljómjöfnun).

Lagið Aðeins eitt er því nú aðgengilegt á streymisveitum og er hér komið til að veita þér innblástur og gleði inn í daginn þinn, eins og það er orðað í tilkynningunni.

 

Íslandspóstur lokar tíu afgreiðslutöðum í dag – Fjölga póstboxum um staðinn

Í dag lokaði afgreiðslutöðum Íslandspóst á tíu stöðum á landinu. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Póstafgreiðslum er lokað á Hvammstanga, Siglufirði, Dalvík, Ólafsfirði, Búðardal, Grundarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Breiðdalsvík og Neskaupstað. Í tilkynningu frá Íslandspósti verður póstboxum fjölgað í staðinn og verður póstur keyrður út í meira mæli.

Aææs verða póstboxin hundrað talsins víðs vegar um landið, að því er fram kemur í tilkynningu Íslandspósts. Enn er unnið að því að koma póstboxum upp á Stöðvarfirði og er áætlað að þau verði tekin til notkunar næsta haust. Í Neskaupsstað hafa póstbox verið stækkuð sökum mikillar notkunar á þeimm en bæði má setja bréf og pakka í póstbox en skanna þarf kóða svo boxið opnist.

Byggðarstofnun segir í tilkynningu að eitt af meginmarkmiðum laga um póstþjónustu sé að tryggja hagkvæma og skilvirka póstþjónustu alls staðar á landinu. Stofnunin gerir ekki athugasemd við lokun pósthúsanna.

Auglýsir eftir nýju deiluefni: „Svo við getum haldið áfram að þrasa út í hið óendanlega“

Anna Kristjánsdóttir.

Anna Kristjánsdóttir spyr í nýjustu dagbókafærslu sinni hvað sé næst á rifrildalista Íslendinga, nú þegar forsetabaráttunni er við það að ljúka.

„Í dag er síðasti dagurinn að sinni sem hægt er að hallmæla eða hrósa frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Klukkan 22.00 í kvöld verður það of seint og að aflokinni talningu verður það ljóst hver verður forseti Íslands næstu fjögur árin. Eftir það verðum við að hætta að rífast um forsetaefnin. Mér þykir þó vænt um þau öll með tölu þó aðallega eitt þeirra sem fær vonandi atkvæði mitt.“ Þannig hefst dagbókarfærsla vélstjórans Önnu Kristjánsdóttur en hún er í heimsókn hér á landi en hún býr á paradísareyjunni Tenerife.

Síðar í færslunni telur Anna upp öll þau frægu málefni sem rifist hefur verið um síðastliðið ár og veltir svo fyrir sér hvað taki nú við, yfir hverju við Íslendingar ættum að rífast næst.
„Enginn nennir að rífast lengur um Júróvisjón, um Íslandsbankasöluna, um eitt og annað sem hefur verið í umræðunni síðasta árið. Þessu til viðbótar stefnir í að umbrotunum á Svartsengisflekanum fari senn að ljúka og of snemmt að byrja að þrasa um Reykjanesflekann né Krýsuvíkurflekann svo ekki sé talað um Bláfjöllin eða Hengil.

Vissulega getum við haldið áfram að rífast um þjóðarmorðin á Gaza, en það umræðuefni hefur verið í umræðunni í nærri 75 ár og verður örugglega næstu 75 árin.“

Að lokum auglýsir Anna eftir hugmyndum frá lesendum:

„Eru einhverjar góðar hugmyndir í gangi sem hægt er að rífast yfir á samfélagsmiðlum næstu mánuðina? Endilega komið með góðar hugmyndir svo við getum haldið áfram að þrasa út í hið óendanlega. Ekki getum við þagað endalaust né talað endalaust um rigninguna á Íslandi.“

Írskur þingmaður hélt tilfinningaþrungna ræðu: „Ég vona að Benjamin Netanyahu brenni í helvíti“

Benjamin Netanyahu

Thomas Goul, þingmaður írska flokksins Sin Fein, hélt tilfinningaþrungna ræðu vegna þess hryllings sem heimsbyggðin horfir upp á frá Gaza um þessar mundir. Sagðist Goul vona að Benjamin Netanyahu muni „brenna í helvíti“ þegar hans tími kemur.

Ræðuna hélt Goul stuttu eftir fréttir af hrottafenginni árás Ísraelshers á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah-borg á Gaza á dögunum en þar létust hátt í fimmtíu manns en mörg þeirra voru brennd til bana. Í einu myndbandi sem barst eftir árásina, sést maður halda á brenndu og höfuðlausu barni sínu en á það myndband minnist þingmaðurinn írski.

„Myndböndin og ljósmyndirnar sem koma þaðan og þú heyrir öskrin í fólkinu. Öskrandi af því að ísraelsk yfirvöld brenndu menn, konur og börn lifandi, brenndu þau lifandi. Og heimurinn horfir á á meðan 15.000 börnum er slátrað. 35.000 menn, konur og börn. Og þetta er ótrúlegt, þetta þjóðarmorð sem er að gerast,“ sagði Goul sem átti erfitt með tilfinningar sínar. Seinna í ræðunni sagði hann um Netanyahu: „Ég vona að Benjamin Netanyahu brenni í helvíti. Ég vona að þegar kæri Guð ákveður loks að tími hans sé kominn, að hann brenni í helvíti fyrir það sem hann hefur gert. Því það sem er að gerast núna er ekki einungis aðskilnaðarstefna, voðaverk og stríðsglæpur, heldur er þetta bara hrottalegt.“

Hér má sjá hina tilfinningaþrungnu ræðu:

Þeir fiska sem róa

Fiskbúð Suðurlands - Mynd: Fiskbúð Suðurlands

Sagan segir að þeir fiski sem róa, en það er fátt sem Íslendingar eru betri í en að fiska og róa. Mannlíf vildi vita hversu háa upphæð fiskbúðir á Ísland rukkuðu fyrir eitt kíló af ýsu. Þá var einnig reynt að fá verð hjá fiskbúðum á landsbyggðinni og virðist sem ýsan sé dýrari á höfuðborgarsvæðinu en öðrum stöðum á landinu. Kjöt & fiskbúð Austurlands býður upp á kíló af ýsu á 2.550 krónur meðan Hafið og Fiskbúð Fúsa, sem eru einmitt staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, rukka 1.140 krónum meira fyrir þeirra kíló af ýsu.

Kjöt- og fiskbúð Austurlands – 2.550
Litla fiskbúðin – 2.590
Fisk Kompaní – 2.990
Fiskbúð Sjávarfangs – „um 3.000 krónur“
Fiskbúð Fjallabyggðar – 3.190
Fiskikóngurinn – 3.300
Fisk & Kjötbúð Reykjaness – 3.390
Fiskbúðin Hafberg – 3.500
Fiskbúð Hólmgeirs – 3.580
Fiskverslun Suðurlands – 3.590
Hafið – 3.690
Fiskbúð Fúsa – 3.690

Verðkönnunin var framkvæmd daganna 8. – 12. apríl

Grein þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.

Brynjar Björn um brottreksturinn: „Það kom upp óheppilegt atvik síðustu helgi“

Brynjar Björn Gunnarsson.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur nú verið rekinn úr starfi þjálfara karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Þetta staðfestir hann við vefmiðilinn 433.is – segir ákvörðunina hafa komið sér mjög á óvart.

Að sögn Brynjars tengist brottreksturinn ekki árangri liðsins undir hans stjórn:

„Ég er ekki búinn að hugsa mikið um þetta, bara sofa og vakna í morgun og ekki fara yfir stöðuna. Kom á óvart, útskýring var ekki fá stig eða þjálfunin eða undirbúningur eða æfingar. Útskýringin var samskipti við annan flokkinn,“ sagði Brynjar.

Hann segir að málið tengist því að einn ungur leikmaður Grindavíkur – sem á föður sem er háttsettur í félaginu, hafi ekki verið í leikmannahóp um síðustu helgi; útskýrir hvað gekk á.

„Það var ekki spilatími þess drengs. Það kom upp óheppilegt atvik síðustu helgi, þar sem 19 leikmenn voru í hóp. Við erum með meiddan leikmann og taka ákvörðun hverjir spila og eru á bekk, það tekur smá tíma og orku. Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta 19 manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn af þessu hjá mér,“ segir svekktur Brynjar sem hefði viljað halda áfram en sendir Grindvíkingum góða kveðju:

„Það er búið að taka ákvörðun og henni verður ekki breytt. Frá mínu sjónarhorni hefði mátt halda áfram. Ég vil þakka fyrir minn tíma og því góða fólki sem ég kynntist, ég vil þakka Stjörnunni, Álftanesi og fleiri liðum fyrir að hjálpa okkur í vetur. Stjarnan voru fyrstir að heyra í mér og bjóða mér aðstöðu, Álftanes og Blikarnir. Blikarnir í körfunni og Víkingar núna og við endum þar. Í þennan tíma frá desember og fram í apríl, þá var Stjarnan og Álftanes að hjálpa okkur rosalega mikið.“

Fiskeldi á Ísland á mannamáli

Sjókvíaeldi - Mynd: Arnarlax

Það er fátt umdeildara á Íslandi þessa dagana en fiskeldi og þá sérstaklega sjókvíaeldi, en fyrirtæki sem starfa við slíkt á Íslandi hafa mátt þola harða gagnrýni frá umhverfisverndarsinnum sem telja að fiskeldið geti mögulega stórskaðað lífríki Íslands. Til dæmis má nefna að stjórnarmeðlimur HSÍ sagði af sér í kjölfar þess að samið var við Arnarlax sem styrktaraðila Handknattleikssambandsins. Þar með er þó ekki sagt að landeldi sé endilega frábær kostur, en báðar tegundir fiskeldis hafa sína kosti og galla.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sett mikið púður og pening í að reyna fá íslensku þjóðina með sér í lið og hafa auglýsingar um að fiskeldi sé að bjarga Vestfjörðum frá glötun verið spilaðar óspart á öllum miðlum.

Málið er hins vegar flókið og ekki allra að kynna sér það auðveldlega, en þó er ljóst að þjóðin verður á næstunni að taka ákvörðun um hvort að fiskeldi eigi sér framtíð á landinu.

Því er um að gera að reyna að setja kosti og áhættuþætti fiskeldis upp á einfaldan máta. Upplýsingar sem þessi umfjöllun styðst við er úr umtalaðri skýrslu sem ber nafnið „Staða og framtíð lagareldis á Íslandi“ og var unnin fyrir Matvælaráðuneytið árið 2023 af Boston Consulting Group.

Sjókvíaeldi – Mynd: Arnarlax

Sjókvíaeldi

Í skýrslunni er talað um að íslenskir firðir henti vel fyrir sjókvíaeldi. Einnig sé á Íslandi þróaður tækniiðnaður tengdur nýtingu sjávarafurða sem nýtist. Að auki er talið að lágt hitastig sjávar geti dregið úr laxalús og þá séu sjúkdómar ekki eins algengir og annars staðar. Aðferðafræði við framleiðslu lax með sjókvíaeldi sé sannreynd aðferð samanborið við aðrar aðferðir til umræðu og að sú tækni sem þörf sé á hafi verið sannreynd.

Áskoranir sem snúa að sjókvíaeldi voru einnig umfjöllunarefni skýrslunnar og er þá fyrst nefnd stærð greinarinnar hérlendis og umfang virðiskeðjunnar í samanburði við aðra markaði, en það geti verið hamlandi. Þá hafi lágt hitastig sjávar áhrif á vaxtarhraða í eldi og almennt sé skilvirkni, eins og staðan er í dag, í framleiðslu þ.a.l. lág. Að auki er tekið fram að regluverk og stjórnkerfið hafi ekki náð að fylgja vexti greinarinnar. Áskoranir tengdar sjúkdómum og laxalús eru líklegri sé þessi framleiðsluaðferð nýtt frekar en aðrar þekktar aðferðir við ræktun á laxi, auk þess sé hætta á slysasleppingum sem geta valdið erfðablöndun við villta stofna ásamt smiti sjúkdóma þeirra á milli.

Landeldi

Á Íslandi er hreinn jarðsjór við gott hitastig aðgengilegur og endurnýjanleg orka fáanleg á góðum kjörum. Lítil áhætta er á umhverfisáhrifum tengdum smitum eða slysasleppingum. Möguleikar til að velja staðsetningu framleiðslu eru meiri og því mögulegt að koma henni fyrir nær mörkuðum og þannig draga úr flutningstíma sem er sérstaklega mikilvægt í viðskiptum með ferskvöru. Í skýrslunni kemur einnig fram að sú stýring á umhverfi sem aðferðir við landeldi bjóða upp á gætu aukið vaxtarhraða ásamt því að bæta heilsu fiska en þó er tekið fram að það sé ósannreynt. Að lokum verða til tækifæri til að skapa verðmæti úr efni sem tapast við aðrar framleiðsluaðferðir í opnum kerfum, t.d. úrgang fisksins sem mögulega gæti hentað vel til áburðarframleiðslu.

Áskoranir tengdar landeldi liggja í upphafi við meiri kostnað við uppbyggingu. Sú tækni sem nauðsynleg er til framleiðslunnar er ósannreynd á þeim stóra skala sem áætlaður er hérlendis og því fjárfestingaráhætta sem gæti tekið langan tíma að skila árangri. Þá séu til dæmi um tæknilegar áskoranir t.d. bilanir í búnaði sem gætu leitt til affalla ásamt mögulegum áskorunum tengdum vatnsnotkun, síun á fráveituvatni og úrgangssöfnun.

Það er vissulega í mörg horn að líta þegar kemur að fiskeldi á Íslandi í dag og klárt mál að fólk mun halda áfram að berjast fram í rauðan dauðann fyrir sinn málstað.

Umdeild samstarf HSÍ við Arnarlax innsiglað með handabandi – Mynd: Arnarlax

Pistill þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.

Lesendur Mannlífs hafa valið sér forseta

Niðurstaða er komin í skoðunarkönnun Mannlífs en spurt var einfaldlega: Hver vilt þú að verður næsti forseti Íslands?

Halla Hrund Logadóttir hlaut flest atkvæði eða 33.58 prósent. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir með 23.59 próstent en þriðja konan, Halla Tómasdóttir fylgir fast á hæla Katrínar með 21.78 prósent fylgi.

Aðrir frambjóðendur ná ekki 10 prósent fylgi en hér fyrir neðan má sjá niðurstöðurnar í heild:

Halla Hrund Loga­dótt­ir
33.58%
Katrín Jak­obs­dótt­ir
23.59%
Halla Tóm­as­dótt­ir
21.78%
Bald­ur Þór­halls­son
7.26%
Arnar Þór Jónsson
6.35%
Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir
3.45%
Jón Gn­arr
2.54%
Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir
0.91%
Ástþór Magnús­son Wium
0.18%
Helga Þóris­dótt­ir
0.18%
Viktor Traustason
0.18%
Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son
0.00%

Segir lögregluna ekki hafa gætt meðalhófs í gær: „Óþægindi ráðherra réttlæta ekki þessi viðbrögð“

Piparúða spreyjað á mótmælendur. Mynd: RÚV-skjáskot

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, segir valdbeiting lögreglunnar gagnvart mótmælendum í gærmorgun, „ekki í samræmi við meðalhóf“.

Varaþingkonan skrifaði færslu á X-inu (fyrrum Twitter), þar sem hún talar um piparúðanotkun lögreglunnar, sem og líkamlega valdbeitingu sem hún beitti gegn mótmælendum í gær sem gerðu tilraun til þess að koma í veg fyrir að ráðherrar gætu keyrt á ríkisstjórnarfund í Skuggasundi 3, með því meðal annars leggjast á götuna.

Sjá einnig: Mótmælendur í líkamlegu og andlegu áfalli: „Barsmíðarnar alfarið geðþóttaákvarðanir lögreglumanna“

Lenya Rún spyr áleitinnar spurningar í lok færslu sinnar, varðandi rafvopnavæðingu lögreglunnar en færsluna má sjá hér:

„Óþægindin sem ráðherrar urðu fyrir vegna mótmælanna réttlæta ekki þessi viðbrögð gagnvart mótmælendum. Piparúði og líkamleg valdbeiting gagnvart fólki sem neitar að færa sig er ekki í samræmi við meðalhóf. Hvernig eykur þetta traust fólks gagnvart rafvopnavæðingu lögreglunnar?“

Raddir