Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Segir lögregluna ekki hafa gætt meðalhófs í gær: „Óþægindi ráðherra réttlæta ekki þessi viðbrögð“

Piparúða spreyjað á mótmælendur. Mynd: RÚV-skjáskot

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, segir valdbeiting lögreglunnar gagnvart mótmælendum í gærmorgun, „ekki í samræmi við meðalhóf“.

Varaþingkonan skrifaði færslu á X-inu (fyrrum Twitter), þar sem hún talar um piparúðanotkun lögreglunnar, sem og líkamlega valdbeitingu sem hún beitti gegn mótmælendum í gær sem gerðu tilraun til þess að koma í veg fyrir að ráðherrar gætu keyrt á ríkisstjórnarfund í Skuggasundi 3, með því meðal annars leggjast á götuna.

Sjá einnig: Mótmælendur í líkamlegu og andlegu áfalli: „Barsmíðarnar alfarið geðþóttaákvarðanir lögreglumanna“

Lenya Rún spyr áleitinnar spurningar í lok færslu sinnar, varðandi rafvopnavæðingu lögreglunnar en færsluna má sjá hér:

„Óþægindin sem ráðherrar urðu fyrir vegna mótmælanna réttlæta ekki þessi viðbrögð gagnvart mótmælendum. Piparúði og líkamleg valdbeiting gagnvart fólki sem neitar að færa sig er ekki í samræmi við meðalhóf. Hvernig eykur þetta traust fólks gagnvart rafvopnavæðingu lögreglunnar?“

Skólahjúkrunarfræðingur handjárnaði þroskahamlaða stjúpdóttur sína við rúm

Hin grunaða

Gleðilegan kosningardag

Forsetakosningarnar í ár hafa verið þær skemmtilegustu sem ég man eftir. Margir að bjóða fram krafta sína og flestir af þeim hafa sitt hvað að bjóða. Jón Gnarr toppaði framboð sitt í gærkveldi með magnaðri frammistöðu og sýndi okkur hversu hæfur hann er í embættið. Katrín sýndi okkur líka að hún er öflug, glæsileg og skarpgreind kona sem stendur vel í fæturnar þrátt fyrir mikið mótlæti og óvenju hatursfulla og óbilgjarna orðræðu. Halla Tómasar er mögnuð og björt þrátt fyrir að minna stundum á Herbalife sölumann hefur henni tekist að vera nokkuð landsmóðursleg. Mig langar einmitt í landsmóður á Bessastaði og ég kaus Katrínu eftir nokkra umhugsun og langaði oft að kjósa aðra líka og ég trúi að hún verði flottur forseti sem getur staðið í lappirnar þegar á móti blæs og hefur svo sannarlega sýnt okkur það. Gleðilegan kosningadag kæru landsmenn.

Snorri Ásmundsson

Glúmur hefur valið sér forseta og hjólar í Bubba: „Stál og hnífur my arse!“

Glúmur Baldvinsson.
Glúmur Baldvinsson hjólar í Bubba Morthens í nýlegri Facebook-færslu. Í annarri færslu segist hann vera búinn að ákveða hvern hann mun kjósa í dag til embættis forseta Íslands.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Glúmur Baldvinsson er síður en svo sáttur við Bubba Morthens, sem kvartaði á dögunum undan hótunum og ljótum skilaboðum sem honum hefur borist eftir að hann lýsti yfir stuðningi sínum við Katrínu Jakobsdóttur í forsetakosningunum. Glúmi finnst kvartið koma úr harðri átt en Bubbi var sjálfur dæmdur fyrir meiðyrði árið 2018.

„Bubbi er þekktur fyrir sín hjartnæmu ljóð og texta einsog Sumarið er tíminn, Kona og Þessi fallegi dagur og þessi fallegi maður sem hann orti um mig. En svo á hann aðrar dekkri hliðar þar sem hann hraunar yfir fólk með ljótustu orðum sem íslensk tunga hefur uppá að bjóða sem ég vil ekki hafa hér eftir. Svo ljót orð hefur hann látið falla á samfélagsmiðlum að hann hefur grætt fólk. Aðallega ungar konur.“

Þannig hefst færsla Glúms. Segir hann einnig að Bubbi sé hræsnari:

„Bubbi er tvöfaldur í roðinu. Þykist hata valdið öðrum þræði en sleikir það upp hinum þræðinum. Hann elskar ríkt fólk og valdamikið einsog Jón Ásgeir og Katrínu Jakobsdóttur en þykist samt syngja fyrir lítilmagnann. Hann er sumsé hræsnari sem veiðir í dýrustu ám landsins á meðan hann þykist berjast gegn valdastéttinni. Allt til að eiga fyrir salti í grautinn. Og Range Rover. Bubbi er eins og Kata sem hann nú elskar svikari við málstaðinn. Öll prinsip fokin útí veður og vind líkt og öll stefnumál og prinsip Nató Kötu. Eftir standa þau nakin karl og kona sem völdu valdið fram yfir yfirlýstar hugsjónir. Svo Bubbi: Hættu að væla. Pönkið þitt er fyrir löngu dautt og þú bara einsog hinir að þjónka valdinu. Aumkunarverðari verða örlögin ekki.

Stál og hnífur my arse!“

Í færslu sem Glúmur birti í gærkvöldi segist hann vera búinn að ákveða hvern hann kjósi í forsetakostningunum í dag:

„Jæja þá hefi ég gert upp hug minn. Ég kýs ekki Katrínu því hún er of nátengd valdinu og fór fyrir og varði einhverja spilltustu ríkisstjórn sem hér hefur setið frá upphafi. Ég kýs ekki Höllu Tómasdóttur því hún er of tengd alþjóðlegu auðvaldi og skattsvikurum sem fela auð sinn í skattaparadísum. Og gortar sig af því.
Svo niðurstaðan er þessi: Ég kýs Höllu Hrund því hún er einlæg og greind og tengist ekki íslenskri eða alþjóðlegri mafiu.
Og fyrst og síðast kýs ég hana því hún orkar á mig sem góð manneskja. Um hana mun ríkja friður á meðal þjóðarinnar.“

Eitruð lítil pilla – Vísitölufjölskylda í vanda

Vísitölufjölskyldan Ljósmynd: Borgarleikhúsið

Í lok febrúar fór ég á frumsýningu Borgarleikhússins á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla í leikstjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur, en lögin í sýningunni eru öll eftir kanadísku söngkonuna Alanis Morissette sem skaust upp á stjörnuhimininn með látum á tíunda áratug síðustu aldar. Söngleikurinn er saminn af þeim Alanis Morissette og Diablo Cody og var fyrst frumsýndur á Broadway árið 2019 og sló rækilega í gegn.

Ég var mjög spenntur fyrir sýningunni, en Alanis á sérstakan stað í hjarta mér og ég hlustaði oftar á Jagget Little Pill-plötu hennar en eðilegt gæti talist. Ég á líka gríðarlega margar minningar sem tengjast lögum hennar. Ég missti til dæmis sveindóminn á meðan Jagget Little Pill var á fóninum. Þá lét vinkona mín frá Akureyri og síðar kærasta mín, mig vita að hún væri hrifin af mér með því að senda mér jólakort með texta úr laginu Head Over Feet, en þar segir meðal annars:

„You’ve already won me over
In spite of me
And don’t be alarmed if I fall
Head over feet
And don’t be surprised if I love you
For all that you are
I couldn’t help it
It’s all your fault“

Ekki vantar rómantíkina!

En sem sagt, þarna var ég kominn til að sjá söngleik byggðan á lögum Alanis Morissette. Söguþráðurinn er eins „woke“ og hægt er og gæti það pirrað einhverja en ekki hann mig. Fjallar söngleikurinn um vísitölufjölskyldu þar sem í fyrstu virðist allt í sóma. Kemur svo á daginn að svo er aldeilis ekki, pabbinn, sem leikinn er af Vali Frey Einarssyni, er háður klámi, mamman, sem leikin er af Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, er háð Oxycontin-töflum, dóttirin, sem leikin er af Aldísi Amah Hamilton, á í vandræðum í ástalífinu og sonurinn, sem leikinn er af Sigurði Ingvarssyni, varð vitni að nauðgun en gerði ekkert til að stöðva hana. Sem sagt, allt í hakki.

Í byrjun átti ég nokkuð erfitt með að hrista af mér kjánahrollinn þegar ég heyrði fyrstu lögin sungin á íslensku. Í raun skemmdi það í fyrstu fortíðarþrá fyrir mér, en svo komst ég yfir það. Eftir tvö til þrjú lög var ég búinn að sætta mig við að þau væru á íslensku og gat notið mín að fullu. Söngurinn var einfaldlega frábær, en sú sem stjarnan sem skein hvað bjartast var Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverki fyrirmyndarmóðurinnar Mary Jane, en hún sneri aftur á svið eftir talsvert hlé. Atriðið með henni rétt fyrir hlé framkallaði meira að segja tár á hvarmi. Elín Hall var einnig stórgóð í hlutverki sínu sem Bella, en sönghæfileikar hennar fengu aldeilis að njóta sín í sýningunni. Þá var Íris Tanja Flygenring frábær í hlutverki Jo og kröftug söngrödd hennar bókstaflega fyllti salinn þegar hún hóf upp raustina. Aðrir leikarar skiluðu sínu af myndarbrag, eins og Aldís Amah Hamilton í hlutverki Frankie, tvíkynhneigðrar dóttur þeirra Mary Jane og Steve, sem komst vel frá hlutverki sínu og Sigurður Ingvarsson í hlutverki Nicks, bróður Frankie, og greinilegt að hann hefur lært margt af föður sínum, Ingvari E. Sigurðssyni. Danskóreógrafían í söngleiknum var mjög flott, en Saga Sigurðardóttir á heiðurinn af henni. Þýðingin var í höndum þeirra Matthíasar Tryggva Haraldssonar og Ingólfs Eiríkssonar, hún var fín á köflum en alls ekki alltaf. Stundum fannst mér sem textinn væri svolítið þvingaður, en í heildina var þetta ágætt.

Þegar tjaldið féll í lok söngleiksins vildi ég meira og það segir ýmislegt um upplifun mína. Sýningin er stórskemmtileg, hún er „relevant“, svo maður sletti aðeins, tekur á málum sem brenna á samfélaginu, nándarleysi í samböndum, kynhneigð, rasisma, fíknisjúkdómum, nauðgunarmenningunni og fleiru sem vert er að skoða í kjölinn. Lögin eru frábær, söngurinn stórkostlegur, leikurinn góður og sviðsmyndin geggjuð. Ef ég ætti að gefa sýningunni stjörnur myndi ég gefa henni 4 af 5.

Pistill þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.

Innbrotsþjófur reyndist perufullur íbúi sem fór húsavillt – Eftirlýstur aðili með vesen í verslun

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Sótölvuð kona var til vandræða fyrir utan verslun í hverfi 108 í gærkvöldi en lögreglan kom henni í húsaskjól.

Grunsamlegur aðili sást fara á milli húsa í Seltjarnarnesi og taka í hurðarhúna. Lögreglan mætti á vettvang en var þá aðilinn búinn að láta sig hverfa.

Perudrukkinn aðili í mjög annarlegu ástandi var til vandræða fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Var hann handtekinn og kastað í steinninn þar sem ekki var hægt að koma honum í annað húsaskjól.

Aðili var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl eftir að hann féll fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur og fékk skurð á höfuðið.

Leigubílstjóri bað um aðstoð í Hafnarfirði vegna farþega sem var til vandræða. Fékk sá aðili að lokum far til síns heima í lögreglubifreið.

Tveir ökumenn voru stoppaði í Hafnarfirði og Garðabæ, annar þeirra drukkinn undir stýri og hinn bæði undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Stjörnufullur maður reyndi að komast inn í hús í Hafnarfirði en þegar lögreglan ræddi við hann kom í ljós að hann hafði farið húsavillt. Var manngreyinu fylgt í rétt hús.

Í neðra Breiðholti var aðili til vandræða í verslun og var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa. Reyndist hann eftirlýstur vegna annarra mála sem hann átti eftir að svara fyrir.

Mígandi fullur maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hann áreitti farþega í strætó en maðurinn var með öllu óviðræðu hæfur.

Valgeir í vandræðum

Vandræðaástand skapaðist í sjónvarpssal í gærkvöld þegar Ástþór Magnússon missti stjórn á sér og fordæmdi hástöfum fyrirkomulag kappræðna sem að þessu sinni var þannig að frambjóðendum var mismunað. Ástþór var settur í tossabekk ásamt þeim Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, Eiríki Inga Jóhannssyni, Helgu Þórisdóttur, Steninni Ólínu Þorsteinsdóttur og Viktori Traustasyni. Í fyrri umferð fengur þeir frambjóðendur að mæta sem höfðu skorað hæst í skoðanakönnunum.

Ástþór var gríðarlega óánægður með þetta fyrirkomulag og þuldi upp af blöðum fréttir um að Ísland gæti verið skotmark kjarnorkuveldisins Rússlands. Þá lýsti hann því yfir að einn úr hópi efri deildarinnar væri landráðamaður. Væntanlega var hann þar að vísa til Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og vopnakaupa á hennar vakt sem forsætisráðherra. Hann vildi mæta henni í kappræðum en tryggt hafði verið að hún slyppi út úr sjónvarpssal án þess að Ástþór yrði á vegi hennar.

Stjórnendur þáttarins, Sigríður Halgalín Björnsdóttir og Valgeir Örn Ragnarsson réðu ekkerft við ástandið vegna þessa og stjórnleysi einkenndi þáttinn. Valgeir Örn var í vandræðum og bar þess merki að hann hefði enga forskrift um það hvernig bregðast skyldi við í aðstæðum sem þessum …

Sjóarinn er mættur, brakandi ferskur

Nýtt tölublað Sjóarans er komið út. Í blaðinu er að finna fjölda viðtala við sjómenn, pistla, sakamálasögu og margt fleira. Stórkemmtilegt blað, stútfullt af góðu efni.

Blaðinu var dreift ókeypis í verslunum Bónuss um allt land.

Blaðið er hægt að lesa hér

Laddi sagði Leoncie ljúga til um nauðgunartilraun: „Þá urðu fyrir ber brjóst söngkonunnar“

Laddi var ósáttur með lygar um Jón Ólafsson - Mynd: Skjáskot N4

Það kom heldur upp óvænt atvik árið 2004 þegar söngkonan Leoncie var í viðtali í sjónvarpsþættinum Ísland í Bítið en DV greindi frá málinu á sínum tíma.

Söngkonan var meðal annars út í frétt DV frá 1991 þar sem var sagt frá því að hún hefði komið fram sem strippari í steggjun Jón Ólafssonar tónlistarmanns. Var svar hennar á þann veg að hún hafi verið áreitt af Jón og sagði að atburðinn tilraun til nauðgunar og sagði mörg vitni hafa verið að því og nefndi Ladda sem vitni.

Laddi var allt annað en sáttur með orð Leoncie. „Það eina sem gerðist var að bundið var fyrir augun á Jóni og hann sat í stól úti á miðju gólfi. Á þessum tíma gaf Leoncie sig út fyrir að mæta í svona samkvæmi og stripplast. Leikurinn gekk út á að Jón átti að finna eitthvað með höndunum og þá urðu fyrir ber brjóst söngkonunnar. Þegar svo bindið var tekið frá augum Jóns sá hann hvað var og brá að vonum. Annað er tómt rugl,“ sagði Laddi við DV árið 2004.

„Það er á hreinu að hún kemur ekki aftur í þennan þátt. Hún hefur fyrirgert öllum sínum rétti,“ sagði Heimir Karlsson, einn af stjórnendum þáttarins, um atvikið. Inga Lind Karlsdóttir sem stýrði þættinum með Heimi tók undir orð hans. „Ég sé mest eftir því núna að hafa ekki hent henni öfugri út eftir að hún lét út úr sér þennan óhróður um Jón Ólafsson.“

Jón vildi ekki tjá sig um orð Leoncie.

Eiginkonan ver Arnar Þór: „Furða mig á hve orðljótar samræður hér eru“

Arnar Þór og Hrafnhildur Ljósmynd: Arnarthor.is skjáskot
Eiginkona Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda ver eiginmann sinn í Mæðratips-hópnum á Facebook.

Í dag birti Hrafnhildur Sigurðardóttir, eiginkona Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda, færslu inni á Mæðratips þar sem hún tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn og furðar sig á orðljótri samræður í Facebook-hópnum. „Ég er knúin til að skrifa hér inn nokkrar línur eftir að hafa lesið fjölmargar færslur þar sem margar ykkar talið bæði illa og ómálefnalega um manninn minn Arnar Þór Jónsson,“ skrifar Hrafnhildur og segist þekkja mann sinn best. „Þau orð sem hafa fallið hér um hann eiga ekki við rök að styðjast og furða ég mig á hve orðljótar samræður hér eru.“

Hrafnhildur segir síðan að samfélagið verði að vanda sig betur í skrifum um aðra og óskar sér að Íslendingar geti „borið gæfa til að bera meiri virðingu fyrir öllum sem hér búa“.

Hér má sjá færsluna í heild sinni:

„Kæru konur. Ég er knúin til að skrifa hér inn nokkrar línur eftir að hafa lesið fjölmargar færslur þar sem margar ykkar talið bæði illa og ómálefnalega um manninn minn Arnar Þór Jónsson. Ég þekki manninn best allra enda höfum við deilt ævinni saman síðan 1990. Þau orð sem hafa fallið hér um hann eiga ekki við rök að styðjast og furða ég mig á hve orðljótar samræður hér eru. Við sem samfélag þurfum að vanda okkur betur í því hvernig við skrifum um aðra og við aðra, einnig hvað við segjum um og við aðra. Ég á mér þá ósk að við Íslendingar getum borið gæfa til að bera meiri virðingu fyrir öllum sem hér búa. Vöndum okkur í samskiptum og eigum uppbyggilegar samræður um menn og málefni. Það er sjálfsagt að gagnrýna og koma með athugasemdir en við skulum ekki hjóla í manninn heldur málefnið, kynna okkur vel hvað er satt og rétt, hvað hefur verið sagt og hvað afbakað. Ég vona að okkur öllum beri gæfa til að velja okkur forseta sem þjóðin sammælist um að sé hæfastur í starfið, höldum friðinn og vöxum sem þjóð.“

Hugvekja tengd piparkötu

Séra Skírnir Garðarsson.

Mér,  Skírni Garðarssyni, að eðlisfari rólyndum manni og dagfarsprúðum, er nú brugðið vegna hörku lögreglunnar í garð óvopnaðra mótmælenda. Lítum á málið. llugi Jökulsson skrifar í dag: „Það að lögreglumenn skuli ganga svona harkalega fram gegn fólki sem mótmælir með því að tefja för bíla er algjörlega forkastanlegt og tilhugsunin er hryllileg þegar maður hugsar til þess að svona gæjar verði með rafbyssur sem stórslasa fólk. Þetta er líka hluti af stjórnmálaarfleifð Katrínar Jakobsdóttur sem nú vill láta kjósa sig sem forseta Íslands, en vopnaskak lögreglu og rafbyssur órjúfanlegur hluti af stjórnartíð hennar. Nei takk!“

Ég er sammála Illuga en ekki hissa á framferði lögreglunnar í þessu samhengi því lögreglan hefur sín fyrirmæli úr stjórnmálaarfleifð þeirrar ríkisstjórnar sem Katrín Jakobsdóttir (mætti nú kalla hana piparkötu, innsk mitt), stýrði. Valdbeiting bitnar þarna á konum, mæðrum og ungu fólki, sem er náttúrulega eins og hverjir aðrir óþekktarormar í augum valdaelítunnar. Mitt ráð til þessarra jaðarhópa er nú: 

Konur og unglingar: Ekki kjósa Katrínu á Bessastaði. 

Mér er minnisstætt að ég í miðri búsáhaldabyltingunni átti erindi niður í Dómkirkju, en ég vann hjá þjóðkirkjunni á þessum árum. Kirkjan var læst en ég slapp inn bakdyramegin. Ég spurði dómkirkjuprestinn um hvað honum sýndist um mannfjöldann á Austurvelli. „Ekkert sérstakt“, svaraði hann, „bara að skríllinn haldi sig fjarri kirkjunni, hingað er hann ekki velkominn“. Tilvitnun lýkur. Svo bandaði hann hendinni og seildist í söngvatnsfleyg og tvö staup. Yfir skálinni hvíldi taugaveikluð stemming. Klerkur vissi hug minn og fátt varð um kveðjur.

Valdaelítan á skerinu er fyrir löngu farin að fara í taugarnar á almenningi og flottræfilsháttur elítunnar líka. Ég er ekki bjartsýnn á að þetta endi öðruvísi en með alvarlegum árekstrum og fróðlegt að fylgjast með víggirðingavæðingu Bessastaða, verði Katrín kosin. Bykó yrði að opna útibú á Álftanesi og auka framboð af vírlykkjum og gaddavír. Rekavið frá Dalvík mætti svo kljúfa í girðingarstaura og þannig ná kostnaði niður. Gleðilegt sumar. 

Þetta ritar pastor emeritus Skírnir Garðarsson.

 

Mótmælendur í líkamlegu og andlegu áfalli: „Barsmíðarnar alfarið geðþóttaákvarðanir lögreglumanna“

Lögreglan fór offorsi að mati mótmælenda í morgun þegar piparúða var beitt gegn þeim fyrir utan Skuggasund 3 þar sem ríkisstjórnarfundur var fyrirhugaður. Myndband birtist á Facebook í dag sem virðist renna stoðir undir fullyrðingar mótmælendanna.

Þó nokkur fjöldi friðsælla mótmælenda varð fyrir bæði stimpingum og piparúðaspreyji lögreglunnar eftir að þeir neituðu að færa sig af götunni. Mótmælin voru haldin til að pressa á að ríkisstjórnin beitti sér gegn þjóðamorði Ísraela á Palestínumönnum. Þrír mótmælendur voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar. Samkvæmt heimildum Mannlífs eru mótmælendurnir í áfalli, bæði líkamlegu og andlegu.

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Arnar Rúnar Marteinsson sagði í samtali við RÚV að alltaf sé reynt að halda valdbeitingu í lágmarki þegar tekist er á við mótmælendur. Áður en piparúðunum var beitt, reyndi lögreglan að bregðast við aðgerðum þeirra án valdbeitingar, að sögn Arnars.

Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ávallt sé reynt að halda valdbeitingu í lágmarki þegar tekist er á við mótmælendur. Reynt hafi verið að bregðast við aðgerðum mótmælenda án valdbeitingar áður en lögregla greip til þess að beita piparúða.

Samtökin No Borders Iceland birtu myndband í dag á Facebook þar sem bent er á að lögreglan beiti piparúða gegn mótmælendum eftir að ráðherrabifreið er búin að aka framhjá þeim. „Engin hætta stafaði af neinum og engin voru handtekin“.

Hér má sjá textann sem fylgdi myndskeiðinu og fyrir neðan hann má sjá myndskeiðið:

„Takið eftir að lögregla grípur til ofbeldis og beitir piparúða gegn mótmælendum eftir að bíll ráðherra hefur ekið framhjá. Engin hætta stafaði af neinum og engin voru handtekin. Þessar barsmíðar voru alfarið geðþóttaákvarðanir lögreglumanna og aðför að grundvallarrétti almennings til að mótmæla.“

Eminem gefur út nýtt lag og tónlistarmyndband

Eminem heldur áfram að gefa út frábæra tónlist

Eminem, vinsælasti rappari allra tíma, gaf út nýtt lag og tónlistarmyndband fyrr í dag og heitir lagið Houdini og verður að finna á 12. breiðskífu rapparans en hún nefnist The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) og kemur út í sumar.

Mikil spenna hefur ríkt hjá rappunnendum vegna plötunnar en Eminem gaf seinast út plötu árið 2020 og sló sú plata heldur betur í gegn eins og flestar hans plötur hafa gert hingað til. Almennt er talið að Eminem hafi selt 330 milljónir platna á ferlinum og er hann einn af tíu vinsælustu tónlistarmönnum allra tíma ef tekið er mið af slíku.

 

Síleskt knattspyrnulið mótmælti barnamorðum Ísraela á táknrænan hátt: „Gæsahúð út um allt!“

Víða um lönd mótmælir fólk þjóðarmorði Ísraelshers á Gaza, hvort sem er á götum úti, á samfélagsmiðlunum, á verðlaunaafhendingum, íþróttaviðburðum, í fjölmiðlum og víðar. Knattspyrnuliðið Deportivo Palestino frá Síle mótmælti á afar táknrænan hátt fyrir tveimur dögum.

Þegar knattspyrnulið ganga inn á völlinn leiða leikmenn yfirleitt börn, úr yngri flokkunum með sér inn á völlinn. Síleska knattspyrnuliðið Deportivo Palestino, sem leikur í úrvalsdeild landsins, gekk hins vegar inn á völlinn er liðið mætti Unión Española á föstudaginn, leiðandi „drauga börn“ frá Palestínu og vildu þannig minna á öll þau börn sem drepin hafa verið af Ísraelsher frá 7. október en nú er talið að minnsta kosti 15.000 börn hafi verið drepin en talan hækkar á hverjum einasta klukkutíma.

Myndband af atvikinu hefur nú farið í dreifingu á samfélagsmiðlunum en við Instagram-pósti þar sem myndbandið birtist skrifaði einn: „Guð minn góður, gæsahúð út um allt!!!“

Hér má sjá hinu táknrænu mótmæli Deportivo Palestino:

Atvinnukylfingur drap fugl í golfmóti – MYNDBAND

Isi Gabsa drap óvart fugl

Atvinnukylfingurinn Isi Gabsa lenti heldur betur í leiðinlegu atviki í gær á U.S. Open golfmóti kvenna í gær.

Þar var hún að slá högg á 12. holu á Lancaster golfvellinum í Pennsylvaníu fylki þegar hún varð fyrir því óláni að golfkúla hennar lenti á fugli sem hafði komið sér fyrir á golfvellinum og dó fuglinn við höggið. Lýsendur sjónvarpsútsendingar voru eðlilega slegnir yfir þessu.

„Af öllu því skrýtna sem við höfum séð á 12. holu þá er þessi dapurlegi atburður sá skrýtnasti,“ sagði Brandel Chamblee um atvikið og tók meðlýsandi hans undir með honum. „Skelfilegt. Þetta er ekki eitthvað sem þú vilt sjá á golfvelli.“

 

Halla Hrund fagnar 10 ára brúðkaupsafmæli: „Kristján er frábær dansfélagi í gegnum lífið“

Halla Hrund og Kristján Freyr dansa saman í gengum lífið Ljósmynd: Facebook
Halla Hrund Logadóttir og Kristján Freyr Kristjánsson fagna 10 ára brúðkaupsafmæli sínu í dag.

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir skrifaði rétt í þessu fallega Facebook-færslu þar sem hún segir frá 10 ára brúðkaupsafmæli hennar og eiginmanns hennar, Kristjáns Freys Kristjánssonar. Í færslunni segir hún meðal annars að lífið sé „ekki alltaf salsa eða tangó“ heldur stundum „tregafullur vals“.

Halla Hrund og Kristján Freyr á brúðkaupsdaginn.
Ljósmynd: Facebook

Hér má sjá fallegu orð Höllu Hrundar í heild sinni:

„Í dag fögnum við 10 ára brúðkaupsafmæli. Ævintýrið okkar byrjaði í dansi á Þjóðhátíð og síðan þá höfum við tekið ófá danssporin saman, stofnað fjölskyldu, byggt upp heimili, ferðast um heiminn og farið saman í gegnum svo margt.

Lífið er ekki alltaf salsa eða tangó, stundum er það tregafullur vals, stundum leiði ég og stundum leiðir Kristján en við komumst alltaf í gegnum sporin, saman.
Ég er svo þakklát fyrir þessi tíu ár, fyrir þetta ævintýri sem við eigum saman. Kristján er frábær dansfélagi í gegnum lífið og ég er svo óendanlega þakklát að hafa minn besta vin og stelpurnar okkar tvær mér við hlið hvern dag.“

Tvítugur maður fannst látinn í Fnjóská

Tvítugur maður sem féll í Fnjóská fannst látinn rétt fyrir hádegi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar er sagt frá því að hann hafi fundist norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi og að leitarhópar hafi verið afturkallaðir. Um 200 hafa tekið þátt í leitinni og voru aðstæður erfiðar. Maðurinn féll í Fnjóská úr gili skammt frá Pálsgerði en hann var þar með þremur vinum sínum og stóð leitin yfir frá klukkan 18:30 í gær.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.

Segir flóttafólki haldið í limbói á Íslandi: „Þetta fólk gæti verið í vinnu og vill ekkert frekar“

Eva Hauksdóttir lögmaður bendir á rökleysi Útlendingastofnunar í málefnum flóttafólks sem stofnunin vill senda úr landi.

Á dögunum kom frétt hjá Vísi þar sem sagt var frá því að um 200 einstaklingar bíði eftir að vera flutt úr landi í þvinguðum brottflutningi. Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði Facebook-færslu og hlekkjaði á frétt Vísis en í færslunni fer hún yfir staðreyndina í málinu:

„Það vantar inn í þessa frétt að í mörgum tilvikum er ástæðan fyrir því að fólk er hér enn, mörgum vikum eftir að hafa dregið umsókn til baka (ekki sjálfviljugt heldur af því að því eru settir afarkostir) af því að viðtökuríkið neitar að taka við þeim.“

Bendir Eva á rök Útlendingstofnunar, sem standast ekki skoðun:

„Rökin UTL eru þessi: „Þú verður að fara af því að það er annað öruggt land þar sem þú mátt vera.“ Svo þegar kemur í ljós að nei, þú mátt reyndar heldur ekki vera þar, þá er niðurstaðan sú að þú mátt hvergi vera. Viðbrögð yfirvalda eru þau að fólki er haldið í limbói á Íslandi. Það er réttindalaust og því ekki annað í boði en að veita því fæði, skjól og lágmarks læknisþjónustu. Flest þetta fólk gæti verið í vinnu eða námi og vill ekkert frekar.“

Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands?

Kosið verður um nýjan forseta Íslands á morgun og er baráttan um Bessastaði jöfn og spennandi og spyr Mannlíf því lesendur um álit í þriðja og síðasta skipti varðandi forsetakosningar 2024. Mannlíf hefur áður kannað huga lesenda um næsta forseta og í fyrstu könnun sigraði Baldur Þórhallsson og í þeirri seinni sigraði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Hægt er að kjósa þar til klukkan 12:00 þann 1. júní

This poll has ended (since 5 months).
Halla Hrund Loga­dótt­ir
33.58%
Katrín Jak­obs­dótt­ir
23.59%
Halla Tóm­as­dótt­ir
21.78%
Bald­ur Þór­halls­son
7.26%
Arnar Þór Jónsson
6.35%
Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir
3.45%
Jón Gn­arr
2.54%
Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir
0.91%
Viktor Traustason
0.18%
Helga Þóris­dótt­ir
0.18%
Ástþór Magnús­son Wium
0.18%
Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son
0.00%

Frægir fylgjendur forsetaframbjóðenda – Hver kýs hvern?

Hver flytur inn á Bessastaði eftir kosningar?

Mannlíf tók saman hvaða þjóðþekktu einstaklingar styðja hvaða forsetaframbjóðanda, nú þegar stutt er í kosningar.

Fjölmargir hafa síðustu vikur verið duglegir að láta í ljós stuðning sinn við hina og þessa forsetaframbjóðendur en kosningin fer fram á laugardaginn. Bæði hefur sótsvartur almúginn tjáð sig á Facebook og öðrum miðlum, og látið í ljós ánægju sína og samþykkti við þann forsetaframbjóðanda sem þeim lýst best á, sem og fræga og fallega fólkið.

Hér er listi yfir þekkta stuðningsmenn þeirra frambjóðenda sem hvað mest hafa verið áberandi í kosningabaráttunni en athugið, listinn er alls ekki tæmandi.

Ástþór Magnússon

Hafsteinn Þór Guðjónsson tónlistarmaður eða Haffi Haff eins og hann kallar sig hefur birst í auglýsingum Ástþórs Magnússonar og meðal annars sungið og dansað þar.

Haffi Haff
Ljósmynd: Facebook

Egill Helgason fjölmiðlamaður mærði Ástþór í skemmtiþætti Gísla Marteins á RÚV vegna friðarboðskaps hans. Hann hefur þó aldrei sagst ætla að kjósa Ástþór.

Egill Helgason

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus sagðist á dögunum hafa verið sammála Ástþóri í einu og öllu þegar forsetaframbjóðandinn var í viðtali í Speglinum á Rás 2. Eiríkur dró þó heldur í land stuttu síðar og tók fram að þó að hann sé sammála Ástþóri, ætli hann sér ekki að kjósa hann.

Eiríkur Rögnvaldsson


Arnar Þór Jónsson

Eygló Egilsdóttir – eigandi Jakkafatajóga skrifaði grein á Vísi þar sem hún lýsti eftir stuðningi við Arnar Þór.

Eygló Egilsdóttir
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður byrjaði á að lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur en hætti svo við og sagði Arnar Þór vera þann eina sem kæmi til greina sem næsti forseti Íslands.

Jón Steinar Gunnlaugsson


Baldur Þórhallsson

Gunnar Helgason rithöfundur styður Baldur og Felix alla leið, enda gamall vinur og samstarfsmaður Felix.

Gunnar Helgason
Ljósmynd: Þjóðleikhúsið

Sigga Beinteins söngkona ætlar að hjálpa Baldri að „brjóta glerþakið“ eins og sjá má á nýlegu myndbandi sem birst hefur á samfélagsmiðlunum.

Sigga Beinteins
Ljósmynd: Facebook

Már Gunnarsson söngvari og sundkappi styður Baldur af krafti.

Már Gunnarsson

 

Halla Hrund Logadóttir

Geir Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra ætlar sér að kjósa Höllu Hrund.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra styður einnig Höllu Hrund.

Jóhanna Sigurðardóttir

Guðmundur Guðmundsson handboltahetja segist velja Höllu Hrund í sitt lið.

Guðmundur Guðmundsson


Halla Tómasdóttir

Kristján Jóhannsson óperusöngvari er mjög hrifinn af Höllu T.

Mynd / Skjáskot.

Guðmundur Karl Brynjarsson prestur og fyrrverandi biskupsefni styður Höllu T. alla leið.

Séra Guðmundur Karl Brynjarsson. Skjáskot Víkurfréttir

Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar og frumkvöðull ætlar að kjósa Höllu T.

Margrét Pála
Mynd / Facebook


Jón Gnarr

Sigurjón Kjartansson styður hinn höfuðið í Tvíhöfða, Jón Gnarr.

Sigurjón Kjartansson

Flosi Þorgeirsson, gítarleikari, sagnfræðingur og hlaðvarpsstjarna styður Jón Gnarr alla leið á Bessastaði.

Flosi Þorgeirsson.

Svala Björgvinsdóttir söngdíva er stuðningskona Jóns.

Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri styður fóstbróður sinn, Jón.

Nanna Rögnvaldsdóttir rithöfundur vill fá Jón á Bessastaði.

Edda Björgvins og Björgvin Franz Gíslason, leikarar og mæðgin styðja Jón með ráðum og dáðum.

Mæðginin frábæru.
Mynd: Facebook-skjáskot


Katrín Jakobsdóttir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor á eftirlaunum er mikill stuðningsmaður Katrínar og hefur meira að segja nú þegar kosið hana.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mynd: Facebook.

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi styður Katrínu til embættis forseta.

Vilhjálmur Birgisson.

Ragnar Kjartansson listamaður skrifaði heila grein í Vísi til stuðnings Katrínar Jak.

Ragnar Kjartansson, listamaður. Mynd.Skjáskot/RÚV

Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að kjósa Katrínu.

Brynjar Níelsson
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar styður sína konu, Katrínu Jak á Bessastaði.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.


Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona ætlar að kjósa Steinunni Ólínu.

Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari kýs Steinunni á morgun.

Spessi.

Segir lögregluna ekki hafa gætt meðalhófs í gær: „Óþægindi ráðherra réttlæta ekki þessi viðbrögð“

Piparúða spreyjað á mótmælendur. Mynd: RÚV-skjáskot

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, segir valdbeiting lögreglunnar gagnvart mótmælendum í gærmorgun, „ekki í samræmi við meðalhóf“.

Varaþingkonan skrifaði færslu á X-inu (fyrrum Twitter), þar sem hún talar um piparúðanotkun lögreglunnar, sem og líkamlega valdbeitingu sem hún beitti gegn mótmælendum í gær sem gerðu tilraun til þess að koma í veg fyrir að ráðherrar gætu keyrt á ríkisstjórnarfund í Skuggasundi 3, með því meðal annars leggjast á götuna.

Sjá einnig: Mótmælendur í líkamlegu og andlegu áfalli: „Barsmíðarnar alfarið geðþóttaákvarðanir lögreglumanna“

Lenya Rún spyr áleitinnar spurningar í lok færslu sinnar, varðandi rafvopnavæðingu lögreglunnar en færsluna má sjá hér:

„Óþægindin sem ráðherrar urðu fyrir vegna mótmælanna réttlæta ekki þessi viðbrögð gagnvart mótmælendum. Piparúði og líkamleg valdbeiting gagnvart fólki sem neitar að færa sig er ekki í samræmi við meðalhóf. Hvernig eykur þetta traust fólks gagnvart rafvopnavæðingu lögreglunnar?“

Skólahjúkrunarfræðingur handjárnaði þroskahamlaða stjúpdóttur sína við rúm

Hin grunaða

Gleðilegan kosningardag

Forsetakosningarnar í ár hafa verið þær skemmtilegustu sem ég man eftir. Margir að bjóða fram krafta sína og flestir af þeim hafa sitt hvað að bjóða. Jón Gnarr toppaði framboð sitt í gærkveldi með magnaðri frammistöðu og sýndi okkur hversu hæfur hann er í embættið. Katrín sýndi okkur líka að hún er öflug, glæsileg og skarpgreind kona sem stendur vel í fæturnar þrátt fyrir mikið mótlæti og óvenju hatursfulla og óbilgjarna orðræðu. Halla Tómasar er mögnuð og björt þrátt fyrir að minna stundum á Herbalife sölumann hefur henni tekist að vera nokkuð landsmóðursleg. Mig langar einmitt í landsmóður á Bessastaði og ég kaus Katrínu eftir nokkra umhugsun og langaði oft að kjósa aðra líka og ég trúi að hún verði flottur forseti sem getur staðið í lappirnar þegar á móti blæs og hefur svo sannarlega sýnt okkur það. Gleðilegan kosningadag kæru landsmenn.

Snorri Ásmundsson

Glúmur hefur valið sér forseta og hjólar í Bubba: „Stál og hnífur my arse!“

Glúmur Baldvinsson.
Glúmur Baldvinsson hjólar í Bubba Morthens í nýlegri Facebook-færslu. Í annarri færslu segist hann vera búinn að ákveða hvern hann mun kjósa í dag til embættis forseta Íslands.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Glúmur Baldvinsson er síður en svo sáttur við Bubba Morthens, sem kvartaði á dögunum undan hótunum og ljótum skilaboðum sem honum hefur borist eftir að hann lýsti yfir stuðningi sínum við Katrínu Jakobsdóttur í forsetakosningunum. Glúmi finnst kvartið koma úr harðri átt en Bubbi var sjálfur dæmdur fyrir meiðyrði árið 2018.

„Bubbi er þekktur fyrir sín hjartnæmu ljóð og texta einsog Sumarið er tíminn, Kona og Þessi fallegi dagur og þessi fallegi maður sem hann orti um mig. En svo á hann aðrar dekkri hliðar þar sem hann hraunar yfir fólk með ljótustu orðum sem íslensk tunga hefur uppá að bjóða sem ég vil ekki hafa hér eftir. Svo ljót orð hefur hann látið falla á samfélagsmiðlum að hann hefur grætt fólk. Aðallega ungar konur.“

Þannig hefst færsla Glúms. Segir hann einnig að Bubbi sé hræsnari:

„Bubbi er tvöfaldur í roðinu. Þykist hata valdið öðrum þræði en sleikir það upp hinum þræðinum. Hann elskar ríkt fólk og valdamikið einsog Jón Ásgeir og Katrínu Jakobsdóttur en þykist samt syngja fyrir lítilmagnann. Hann er sumsé hræsnari sem veiðir í dýrustu ám landsins á meðan hann þykist berjast gegn valdastéttinni. Allt til að eiga fyrir salti í grautinn. Og Range Rover. Bubbi er eins og Kata sem hann nú elskar svikari við málstaðinn. Öll prinsip fokin útí veður og vind líkt og öll stefnumál og prinsip Nató Kötu. Eftir standa þau nakin karl og kona sem völdu valdið fram yfir yfirlýstar hugsjónir. Svo Bubbi: Hættu að væla. Pönkið þitt er fyrir löngu dautt og þú bara einsog hinir að þjónka valdinu. Aumkunarverðari verða örlögin ekki.

Stál og hnífur my arse!“

Í færslu sem Glúmur birti í gærkvöldi segist hann vera búinn að ákveða hvern hann kjósi í forsetakostningunum í dag:

„Jæja þá hefi ég gert upp hug minn. Ég kýs ekki Katrínu því hún er of nátengd valdinu og fór fyrir og varði einhverja spilltustu ríkisstjórn sem hér hefur setið frá upphafi. Ég kýs ekki Höllu Tómasdóttur því hún er of tengd alþjóðlegu auðvaldi og skattsvikurum sem fela auð sinn í skattaparadísum. Og gortar sig af því.
Svo niðurstaðan er þessi: Ég kýs Höllu Hrund því hún er einlæg og greind og tengist ekki íslenskri eða alþjóðlegri mafiu.
Og fyrst og síðast kýs ég hana því hún orkar á mig sem góð manneskja. Um hana mun ríkja friður á meðal þjóðarinnar.“

Eitruð lítil pilla – Vísitölufjölskylda í vanda

Vísitölufjölskyldan Ljósmynd: Borgarleikhúsið

Í lok febrúar fór ég á frumsýningu Borgarleikhússins á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla í leikstjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur, en lögin í sýningunni eru öll eftir kanadísku söngkonuna Alanis Morissette sem skaust upp á stjörnuhimininn með látum á tíunda áratug síðustu aldar. Söngleikurinn er saminn af þeim Alanis Morissette og Diablo Cody og var fyrst frumsýndur á Broadway árið 2019 og sló rækilega í gegn.

Ég var mjög spenntur fyrir sýningunni, en Alanis á sérstakan stað í hjarta mér og ég hlustaði oftar á Jagget Little Pill-plötu hennar en eðilegt gæti talist. Ég á líka gríðarlega margar minningar sem tengjast lögum hennar. Ég missti til dæmis sveindóminn á meðan Jagget Little Pill var á fóninum. Þá lét vinkona mín frá Akureyri og síðar kærasta mín, mig vita að hún væri hrifin af mér með því að senda mér jólakort með texta úr laginu Head Over Feet, en þar segir meðal annars:

„You’ve already won me over
In spite of me
And don’t be alarmed if I fall
Head over feet
And don’t be surprised if I love you
For all that you are
I couldn’t help it
It’s all your fault“

Ekki vantar rómantíkina!

En sem sagt, þarna var ég kominn til að sjá söngleik byggðan á lögum Alanis Morissette. Söguþráðurinn er eins „woke“ og hægt er og gæti það pirrað einhverja en ekki hann mig. Fjallar söngleikurinn um vísitölufjölskyldu þar sem í fyrstu virðist allt í sóma. Kemur svo á daginn að svo er aldeilis ekki, pabbinn, sem leikinn er af Vali Frey Einarssyni, er háður klámi, mamman, sem leikin er af Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, er háð Oxycontin-töflum, dóttirin, sem leikin er af Aldísi Amah Hamilton, á í vandræðum í ástalífinu og sonurinn, sem leikinn er af Sigurði Ingvarssyni, varð vitni að nauðgun en gerði ekkert til að stöðva hana. Sem sagt, allt í hakki.

Í byrjun átti ég nokkuð erfitt með að hrista af mér kjánahrollinn þegar ég heyrði fyrstu lögin sungin á íslensku. Í raun skemmdi það í fyrstu fortíðarþrá fyrir mér, en svo komst ég yfir það. Eftir tvö til þrjú lög var ég búinn að sætta mig við að þau væru á íslensku og gat notið mín að fullu. Söngurinn var einfaldlega frábær, en sú sem stjarnan sem skein hvað bjartast var Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverki fyrirmyndarmóðurinnar Mary Jane, en hún sneri aftur á svið eftir talsvert hlé. Atriðið með henni rétt fyrir hlé framkallaði meira að segja tár á hvarmi. Elín Hall var einnig stórgóð í hlutverki sínu sem Bella, en sönghæfileikar hennar fengu aldeilis að njóta sín í sýningunni. Þá var Íris Tanja Flygenring frábær í hlutverki Jo og kröftug söngrödd hennar bókstaflega fyllti salinn þegar hún hóf upp raustina. Aðrir leikarar skiluðu sínu af myndarbrag, eins og Aldís Amah Hamilton í hlutverki Frankie, tvíkynhneigðrar dóttur þeirra Mary Jane og Steve, sem komst vel frá hlutverki sínu og Sigurður Ingvarsson í hlutverki Nicks, bróður Frankie, og greinilegt að hann hefur lært margt af föður sínum, Ingvari E. Sigurðssyni. Danskóreógrafían í söngleiknum var mjög flott, en Saga Sigurðardóttir á heiðurinn af henni. Þýðingin var í höndum þeirra Matthíasar Tryggva Haraldssonar og Ingólfs Eiríkssonar, hún var fín á köflum en alls ekki alltaf. Stundum fannst mér sem textinn væri svolítið þvingaður, en í heildina var þetta ágætt.

Þegar tjaldið féll í lok söngleiksins vildi ég meira og það segir ýmislegt um upplifun mína. Sýningin er stórskemmtileg, hún er „relevant“, svo maður sletti aðeins, tekur á málum sem brenna á samfélaginu, nándarleysi í samböndum, kynhneigð, rasisma, fíknisjúkdómum, nauðgunarmenningunni og fleiru sem vert er að skoða í kjölinn. Lögin eru frábær, söngurinn stórkostlegur, leikurinn góður og sviðsmyndin geggjuð. Ef ég ætti að gefa sýningunni stjörnur myndi ég gefa henni 4 af 5.

Pistill þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.

Innbrotsþjófur reyndist perufullur íbúi sem fór húsavillt – Eftirlýstur aðili með vesen í verslun

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Sótölvuð kona var til vandræða fyrir utan verslun í hverfi 108 í gærkvöldi en lögreglan kom henni í húsaskjól.

Grunsamlegur aðili sást fara á milli húsa í Seltjarnarnesi og taka í hurðarhúna. Lögreglan mætti á vettvang en var þá aðilinn búinn að láta sig hverfa.

Perudrukkinn aðili í mjög annarlegu ástandi var til vandræða fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Var hann handtekinn og kastað í steinninn þar sem ekki var hægt að koma honum í annað húsaskjól.

Aðili var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl eftir að hann féll fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur og fékk skurð á höfuðið.

Leigubílstjóri bað um aðstoð í Hafnarfirði vegna farþega sem var til vandræða. Fékk sá aðili að lokum far til síns heima í lögreglubifreið.

Tveir ökumenn voru stoppaði í Hafnarfirði og Garðabæ, annar þeirra drukkinn undir stýri og hinn bæði undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Stjörnufullur maður reyndi að komast inn í hús í Hafnarfirði en þegar lögreglan ræddi við hann kom í ljós að hann hafði farið húsavillt. Var manngreyinu fylgt í rétt hús.

Í neðra Breiðholti var aðili til vandræða í verslun og var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa. Reyndist hann eftirlýstur vegna annarra mála sem hann átti eftir að svara fyrir.

Mígandi fullur maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hann áreitti farþega í strætó en maðurinn var með öllu óviðræðu hæfur.

Valgeir í vandræðum

Vandræðaástand skapaðist í sjónvarpssal í gærkvöld þegar Ástþór Magnússon missti stjórn á sér og fordæmdi hástöfum fyrirkomulag kappræðna sem að þessu sinni var þannig að frambjóðendum var mismunað. Ástþór var settur í tossabekk ásamt þeim Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, Eiríki Inga Jóhannssyni, Helgu Þórisdóttur, Steninni Ólínu Þorsteinsdóttur og Viktori Traustasyni. Í fyrri umferð fengur þeir frambjóðendur að mæta sem höfðu skorað hæst í skoðanakönnunum.

Ástþór var gríðarlega óánægður með þetta fyrirkomulag og þuldi upp af blöðum fréttir um að Ísland gæti verið skotmark kjarnorkuveldisins Rússlands. Þá lýsti hann því yfir að einn úr hópi efri deildarinnar væri landráðamaður. Væntanlega var hann þar að vísa til Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og vopnakaupa á hennar vakt sem forsætisráðherra. Hann vildi mæta henni í kappræðum en tryggt hafði verið að hún slyppi út úr sjónvarpssal án þess að Ástþór yrði á vegi hennar.

Stjórnendur þáttarins, Sigríður Halgalín Björnsdóttir og Valgeir Örn Ragnarsson réðu ekkerft við ástandið vegna þessa og stjórnleysi einkenndi þáttinn. Valgeir Örn var í vandræðum og bar þess merki að hann hefði enga forskrift um það hvernig bregðast skyldi við í aðstæðum sem þessum …

Sjóarinn er mættur, brakandi ferskur

Nýtt tölublað Sjóarans er komið út. Í blaðinu er að finna fjölda viðtala við sjómenn, pistla, sakamálasögu og margt fleira. Stórkemmtilegt blað, stútfullt af góðu efni.

Blaðinu var dreift ókeypis í verslunum Bónuss um allt land.

Blaðið er hægt að lesa hér

Laddi sagði Leoncie ljúga til um nauðgunartilraun: „Þá urðu fyrir ber brjóst söngkonunnar“

Laddi var ósáttur með lygar um Jón Ólafsson - Mynd: Skjáskot N4

Það kom heldur upp óvænt atvik árið 2004 þegar söngkonan Leoncie var í viðtali í sjónvarpsþættinum Ísland í Bítið en DV greindi frá málinu á sínum tíma.

Söngkonan var meðal annars út í frétt DV frá 1991 þar sem var sagt frá því að hún hefði komið fram sem strippari í steggjun Jón Ólafssonar tónlistarmanns. Var svar hennar á þann veg að hún hafi verið áreitt af Jón og sagði að atburðinn tilraun til nauðgunar og sagði mörg vitni hafa verið að því og nefndi Ladda sem vitni.

Laddi var allt annað en sáttur með orð Leoncie. „Það eina sem gerðist var að bundið var fyrir augun á Jóni og hann sat í stól úti á miðju gólfi. Á þessum tíma gaf Leoncie sig út fyrir að mæta í svona samkvæmi og stripplast. Leikurinn gekk út á að Jón átti að finna eitthvað með höndunum og þá urðu fyrir ber brjóst söngkonunnar. Þegar svo bindið var tekið frá augum Jóns sá hann hvað var og brá að vonum. Annað er tómt rugl,“ sagði Laddi við DV árið 2004.

„Það er á hreinu að hún kemur ekki aftur í þennan þátt. Hún hefur fyrirgert öllum sínum rétti,“ sagði Heimir Karlsson, einn af stjórnendum þáttarins, um atvikið. Inga Lind Karlsdóttir sem stýrði þættinum með Heimi tók undir orð hans. „Ég sé mest eftir því núna að hafa ekki hent henni öfugri út eftir að hún lét út úr sér þennan óhróður um Jón Ólafsson.“

Jón vildi ekki tjá sig um orð Leoncie.

Eiginkonan ver Arnar Þór: „Furða mig á hve orðljótar samræður hér eru“

Arnar Þór og Hrafnhildur Ljósmynd: Arnarthor.is skjáskot
Eiginkona Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda ver eiginmann sinn í Mæðratips-hópnum á Facebook.

Í dag birti Hrafnhildur Sigurðardóttir, eiginkona Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda, færslu inni á Mæðratips þar sem hún tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn og furðar sig á orðljótri samræður í Facebook-hópnum. „Ég er knúin til að skrifa hér inn nokkrar línur eftir að hafa lesið fjölmargar færslur þar sem margar ykkar talið bæði illa og ómálefnalega um manninn minn Arnar Þór Jónsson,“ skrifar Hrafnhildur og segist þekkja mann sinn best. „Þau orð sem hafa fallið hér um hann eiga ekki við rök að styðjast og furða ég mig á hve orðljótar samræður hér eru.“

Hrafnhildur segir síðan að samfélagið verði að vanda sig betur í skrifum um aðra og óskar sér að Íslendingar geti „borið gæfa til að bera meiri virðingu fyrir öllum sem hér búa“.

Hér má sjá færsluna í heild sinni:

„Kæru konur. Ég er knúin til að skrifa hér inn nokkrar línur eftir að hafa lesið fjölmargar færslur þar sem margar ykkar talið bæði illa og ómálefnalega um manninn minn Arnar Þór Jónsson. Ég þekki manninn best allra enda höfum við deilt ævinni saman síðan 1990. Þau orð sem hafa fallið hér um hann eiga ekki við rök að styðjast og furða ég mig á hve orðljótar samræður hér eru. Við sem samfélag þurfum að vanda okkur betur í því hvernig við skrifum um aðra og við aðra, einnig hvað við segjum um og við aðra. Ég á mér þá ósk að við Íslendingar getum borið gæfa til að bera meiri virðingu fyrir öllum sem hér búa. Vöndum okkur í samskiptum og eigum uppbyggilegar samræður um menn og málefni. Það er sjálfsagt að gagnrýna og koma með athugasemdir en við skulum ekki hjóla í manninn heldur málefnið, kynna okkur vel hvað er satt og rétt, hvað hefur verið sagt og hvað afbakað. Ég vona að okkur öllum beri gæfa til að velja okkur forseta sem þjóðin sammælist um að sé hæfastur í starfið, höldum friðinn og vöxum sem þjóð.“

Hugvekja tengd piparkötu

Séra Skírnir Garðarsson.

Mér,  Skírni Garðarssyni, að eðlisfari rólyndum manni og dagfarsprúðum, er nú brugðið vegna hörku lögreglunnar í garð óvopnaðra mótmælenda. Lítum á málið. llugi Jökulsson skrifar í dag: „Það að lögreglumenn skuli ganga svona harkalega fram gegn fólki sem mótmælir með því að tefja för bíla er algjörlega forkastanlegt og tilhugsunin er hryllileg þegar maður hugsar til þess að svona gæjar verði með rafbyssur sem stórslasa fólk. Þetta er líka hluti af stjórnmálaarfleifð Katrínar Jakobsdóttur sem nú vill láta kjósa sig sem forseta Íslands, en vopnaskak lögreglu og rafbyssur órjúfanlegur hluti af stjórnartíð hennar. Nei takk!“

Ég er sammála Illuga en ekki hissa á framferði lögreglunnar í þessu samhengi því lögreglan hefur sín fyrirmæli úr stjórnmálaarfleifð þeirrar ríkisstjórnar sem Katrín Jakobsdóttir (mætti nú kalla hana piparkötu, innsk mitt), stýrði. Valdbeiting bitnar þarna á konum, mæðrum og ungu fólki, sem er náttúrulega eins og hverjir aðrir óþekktarormar í augum valdaelítunnar. Mitt ráð til þessarra jaðarhópa er nú: 

Konur og unglingar: Ekki kjósa Katrínu á Bessastaði. 

Mér er minnisstætt að ég í miðri búsáhaldabyltingunni átti erindi niður í Dómkirkju, en ég vann hjá þjóðkirkjunni á þessum árum. Kirkjan var læst en ég slapp inn bakdyramegin. Ég spurði dómkirkjuprestinn um hvað honum sýndist um mannfjöldann á Austurvelli. „Ekkert sérstakt“, svaraði hann, „bara að skríllinn haldi sig fjarri kirkjunni, hingað er hann ekki velkominn“. Tilvitnun lýkur. Svo bandaði hann hendinni og seildist í söngvatnsfleyg og tvö staup. Yfir skálinni hvíldi taugaveikluð stemming. Klerkur vissi hug minn og fátt varð um kveðjur.

Valdaelítan á skerinu er fyrir löngu farin að fara í taugarnar á almenningi og flottræfilsháttur elítunnar líka. Ég er ekki bjartsýnn á að þetta endi öðruvísi en með alvarlegum árekstrum og fróðlegt að fylgjast með víggirðingavæðingu Bessastaða, verði Katrín kosin. Bykó yrði að opna útibú á Álftanesi og auka framboð af vírlykkjum og gaddavír. Rekavið frá Dalvík mætti svo kljúfa í girðingarstaura og þannig ná kostnaði niður. Gleðilegt sumar. 

Þetta ritar pastor emeritus Skírnir Garðarsson.

 

Mótmælendur í líkamlegu og andlegu áfalli: „Barsmíðarnar alfarið geðþóttaákvarðanir lögreglumanna“

Lögreglan fór offorsi að mati mótmælenda í morgun þegar piparúða var beitt gegn þeim fyrir utan Skuggasund 3 þar sem ríkisstjórnarfundur var fyrirhugaður. Myndband birtist á Facebook í dag sem virðist renna stoðir undir fullyrðingar mótmælendanna.

Þó nokkur fjöldi friðsælla mótmælenda varð fyrir bæði stimpingum og piparúðaspreyji lögreglunnar eftir að þeir neituðu að færa sig af götunni. Mótmælin voru haldin til að pressa á að ríkisstjórnin beitti sér gegn þjóðamorði Ísraela á Palestínumönnum. Þrír mótmælendur voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar. Samkvæmt heimildum Mannlífs eru mótmælendurnir í áfalli, bæði líkamlegu og andlegu.

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Arnar Rúnar Marteinsson sagði í samtali við RÚV að alltaf sé reynt að halda valdbeitingu í lágmarki þegar tekist er á við mótmælendur. Áður en piparúðunum var beitt, reyndi lögreglan að bregðast við aðgerðum þeirra án valdbeitingar, að sögn Arnars.

Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ávallt sé reynt að halda valdbeitingu í lágmarki þegar tekist er á við mótmælendur. Reynt hafi verið að bregðast við aðgerðum mótmælenda án valdbeitingar áður en lögregla greip til þess að beita piparúða.

Samtökin No Borders Iceland birtu myndband í dag á Facebook þar sem bent er á að lögreglan beiti piparúða gegn mótmælendum eftir að ráðherrabifreið er búin að aka framhjá þeim. „Engin hætta stafaði af neinum og engin voru handtekin“.

Hér má sjá textann sem fylgdi myndskeiðinu og fyrir neðan hann má sjá myndskeiðið:

„Takið eftir að lögregla grípur til ofbeldis og beitir piparúða gegn mótmælendum eftir að bíll ráðherra hefur ekið framhjá. Engin hætta stafaði af neinum og engin voru handtekin. Þessar barsmíðar voru alfarið geðþóttaákvarðanir lögreglumanna og aðför að grundvallarrétti almennings til að mótmæla.“

Eminem gefur út nýtt lag og tónlistarmyndband

Eminem heldur áfram að gefa út frábæra tónlist

Eminem, vinsælasti rappari allra tíma, gaf út nýtt lag og tónlistarmyndband fyrr í dag og heitir lagið Houdini og verður að finna á 12. breiðskífu rapparans en hún nefnist The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) og kemur út í sumar.

Mikil spenna hefur ríkt hjá rappunnendum vegna plötunnar en Eminem gaf seinast út plötu árið 2020 og sló sú plata heldur betur í gegn eins og flestar hans plötur hafa gert hingað til. Almennt er talið að Eminem hafi selt 330 milljónir platna á ferlinum og er hann einn af tíu vinsælustu tónlistarmönnum allra tíma ef tekið er mið af slíku.

 

Síleskt knattspyrnulið mótmælti barnamorðum Ísraela á táknrænan hátt: „Gæsahúð út um allt!“

Víða um lönd mótmælir fólk þjóðarmorði Ísraelshers á Gaza, hvort sem er á götum úti, á samfélagsmiðlunum, á verðlaunaafhendingum, íþróttaviðburðum, í fjölmiðlum og víðar. Knattspyrnuliðið Deportivo Palestino frá Síle mótmælti á afar táknrænan hátt fyrir tveimur dögum.

Þegar knattspyrnulið ganga inn á völlinn leiða leikmenn yfirleitt börn, úr yngri flokkunum með sér inn á völlinn. Síleska knattspyrnuliðið Deportivo Palestino, sem leikur í úrvalsdeild landsins, gekk hins vegar inn á völlinn er liðið mætti Unión Española á föstudaginn, leiðandi „drauga börn“ frá Palestínu og vildu þannig minna á öll þau börn sem drepin hafa verið af Ísraelsher frá 7. október en nú er talið að minnsta kosti 15.000 börn hafi verið drepin en talan hækkar á hverjum einasta klukkutíma.

Myndband af atvikinu hefur nú farið í dreifingu á samfélagsmiðlunum en við Instagram-pósti þar sem myndbandið birtist skrifaði einn: „Guð minn góður, gæsahúð út um allt!!!“

Hér má sjá hinu táknrænu mótmæli Deportivo Palestino:

Atvinnukylfingur drap fugl í golfmóti – MYNDBAND

Isi Gabsa drap óvart fugl

Atvinnukylfingurinn Isi Gabsa lenti heldur betur í leiðinlegu atviki í gær á U.S. Open golfmóti kvenna í gær.

Þar var hún að slá högg á 12. holu á Lancaster golfvellinum í Pennsylvaníu fylki þegar hún varð fyrir því óláni að golfkúla hennar lenti á fugli sem hafði komið sér fyrir á golfvellinum og dó fuglinn við höggið. Lýsendur sjónvarpsútsendingar voru eðlilega slegnir yfir þessu.

„Af öllu því skrýtna sem við höfum séð á 12. holu þá er þessi dapurlegi atburður sá skrýtnasti,“ sagði Brandel Chamblee um atvikið og tók meðlýsandi hans undir með honum. „Skelfilegt. Þetta er ekki eitthvað sem þú vilt sjá á golfvelli.“

 

Halla Hrund fagnar 10 ára brúðkaupsafmæli: „Kristján er frábær dansfélagi í gegnum lífið“

Halla Hrund og Kristján Freyr dansa saman í gengum lífið Ljósmynd: Facebook
Halla Hrund Logadóttir og Kristján Freyr Kristjánsson fagna 10 ára brúðkaupsafmæli sínu í dag.

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir skrifaði rétt í þessu fallega Facebook-færslu þar sem hún segir frá 10 ára brúðkaupsafmæli hennar og eiginmanns hennar, Kristjáns Freys Kristjánssonar. Í færslunni segir hún meðal annars að lífið sé „ekki alltaf salsa eða tangó“ heldur stundum „tregafullur vals“.

Halla Hrund og Kristján Freyr á brúðkaupsdaginn.
Ljósmynd: Facebook

Hér má sjá fallegu orð Höllu Hrundar í heild sinni:

„Í dag fögnum við 10 ára brúðkaupsafmæli. Ævintýrið okkar byrjaði í dansi á Þjóðhátíð og síðan þá höfum við tekið ófá danssporin saman, stofnað fjölskyldu, byggt upp heimili, ferðast um heiminn og farið saman í gegnum svo margt.

Lífið er ekki alltaf salsa eða tangó, stundum er það tregafullur vals, stundum leiði ég og stundum leiðir Kristján en við komumst alltaf í gegnum sporin, saman.
Ég er svo þakklát fyrir þessi tíu ár, fyrir þetta ævintýri sem við eigum saman. Kristján er frábær dansfélagi í gegnum lífið og ég er svo óendanlega þakklát að hafa minn besta vin og stelpurnar okkar tvær mér við hlið hvern dag.“

Tvítugur maður fannst látinn í Fnjóská

Tvítugur maður sem féll í Fnjóská fannst látinn rétt fyrir hádegi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar er sagt frá því að hann hafi fundist norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi og að leitarhópar hafi verið afturkallaðir. Um 200 hafa tekið þátt í leitinni og voru aðstæður erfiðar. Maðurinn féll í Fnjóská úr gili skammt frá Pálsgerði en hann var þar með þremur vinum sínum og stóð leitin yfir frá klukkan 18:30 í gær.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.

Segir flóttafólki haldið í limbói á Íslandi: „Þetta fólk gæti verið í vinnu og vill ekkert frekar“

Eva Hauksdóttir lögmaður bendir á rökleysi Útlendingastofnunar í málefnum flóttafólks sem stofnunin vill senda úr landi.

Á dögunum kom frétt hjá Vísi þar sem sagt var frá því að um 200 einstaklingar bíði eftir að vera flutt úr landi í þvinguðum brottflutningi. Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði Facebook-færslu og hlekkjaði á frétt Vísis en í færslunni fer hún yfir staðreyndina í málinu:

„Það vantar inn í þessa frétt að í mörgum tilvikum er ástæðan fyrir því að fólk er hér enn, mörgum vikum eftir að hafa dregið umsókn til baka (ekki sjálfviljugt heldur af því að því eru settir afarkostir) af því að viðtökuríkið neitar að taka við þeim.“

Bendir Eva á rök Útlendingstofnunar, sem standast ekki skoðun:

„Rökin UTL eru þessi: „Þú verður að fara af því að það er annað öruggt land þar sem þú mátt vera.“ Svo þegar kemur í ljós að nei, þú mátt reyndar heldur ekki vera þar, þá er niðurstaðan sú að þú mátt hvergi vera. Viðbrögð yfirvalda eru þau að fólki er haldið í limbói á Íslandi. Það er réttindalaust og því ekki annað í boði en að veita því fæði, skjól og lágmarks læknisþjónustu. Flest þetta fólk gæti verið í vinnu eða námi og vill ekkert frekar.“

Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands?

Kosið verður um nýjan forseta Íslands á morgun og er baráttan um Bessastaði jöfn og spennandi og spyr Mannlíf því lesendur um álit í þriðja og síðasta skipti varðandi forsetakosningar 2024. Mannlíf hefur áður kannað huga lesenda um næsta forseta og í fyrstu könnun sigraði Baldur Þórhallsson og í þeirri seinni sigraði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Hægt er að kjósa þar til klukkan 12:00 þann 1. júní

This poll has ended (since 5 months).
Halla Hrund Loga­dótt­ir
33.58%
Katrín Jak­obs­dótt­ir
23.59%
Halla Tóm­as­dótt­ir
21.78%
Bald­ur Þór­halls­son
7.26%
Arnar Þór Jónsson
6.35%
Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir
3.45%
Jón Gn­arr
2.54%
Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir
0.91%
Ástþór Magnús­son Wium
0.18%
Helga Þóris­dótt­ir
0.18%
Viktor Traustason
0.18%
Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son
0.00%

Frægir fylgjendur forsetaframbjóðenda – Hver kýs hvern?

Hver flytur inn á Bessastaði eftir kosningar?

Mannlíf tók saman hvaða þjóðþekktu einstaklingar styðja hvaða forsetaframbjóðanda, nú þegar stutt er í kosningar.

Fjölmargir hafa síðustu vikur verið duglegir að láta í ljós stuðning sinn við hina og þessa forsetaframbjóðendur en kosningin fer fram á laugardaginn. Bæði hefur sótsvartur almúginn tjáð sig á Facebook og öðrum miðlum, og látið í ljós ánægju sína og samþykkti við þann forsetaframbjóðanda sem þeim lýst best á, sem og fræga og fallega fólkið.

Hér er listi yfir þekkta stuðningsmenn þeirra frambjóðenda sem hvað mest hafa verið áberandi í kosningabaráttunni en athugið, listinn er alls ekki tæmandi.

Ástþór Magnússon

Hafsteinn Þór Guðjónsson tónlistarmaður eða Haffi Haff eins og hann kallar sig hefur birst í auglýsingum Ástþórs Magnússonar og meðal annars sungið og dansað þar.

Haffi Haff
Ljósmynd: Facebook

Egill Helgason fjölmiðlamaður mærði Ástþór í skemmtiþætti Gísla Marteins á RÚV vegna friðarboðskaps hans. Hann hefur þó aldrei sagst ætla að kjósa Ástþór.

Egill Helgason

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus sagðist á dögunum hafa verið sammála Ástþóri í einu og öllu þegar forsetaframbjóðandinn var í viðtali í Speglinum á Rás 2. Eiríkur dró þó heldur í land stuttu síðar og tók fram að þó að hann sé sammála Ástþóri, ætli hann sér ekki að kjósa hann.

Eiríkur Rögnvaldsson


Arnar Þór Jónsson

Eygló Egilsdóttir – eigandi Jakkafatajóga skrifaði grein á Vísi þar sem hún lýsti eftir stuðningi við Arnar Þór.

Eygló Egilsdóttir
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður byrjaði á að lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur en hætti svo við og sagði Arnar Þór vera þann eina sem kæmi til greina sem næsti forseti Íslands.

Jón Steinar Gunnlaugsson


Baldur Þórhallsson

Gunnar Helgason rithöfundur styður Baldur og Felix alla leið, enda gamall vinur og samstarfsmaður Felix.

Gunnar Helgason
Ljósmynd: Þjóðleikhúsið

Sigga Beinteins söngkona ætlar að hjálpa Baldri að „brjóta glerþakið“ eins og sjá má á nýlegu myndbandi sem birst hefur á samfélagsmiðlunum.

Sigga Beinteins
Ljósmynd: Facebook

Már Gunnarsson söngvari og sundkappi styður Baldur af krafti.

Már Gunnarsson

 

Halla Hrund Logadóttir

Geir Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra ætlar sér að kjósa Höllu Hrund.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra styður einnig Höllu Hrund.

Jóhanna Sigurðardóttir

Guðmundur Guðmundsson handboltahetja segist velja Höllu Hrund í sitt lið.

Guðmundur Guðmundsson


Halla Tómasdóttir

Kristján Jóhannsson óperusöngvari er mjög hrifinn af Höllu T.

Mynd / Skjáskot.

Guðmundur Karl Brynjarsson prestur og fyrrverandi biskupsefni styður Höllu T. alla leið.

Séra Guðmundur Karl Brynjarsson. Skjáskot Víkurfréttir

Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar og frumkvöðull ætlar að kjósa Höllu T.

Margrét Pála
Mynd / Facebook


Jón Gnarr

Sigurjón Kjartansson styður hinn höfuðið í Tvíhöfða, Jón Gnarr.

Sigurjón Kjartansson

Flosi Þorgeirsson, gítarleikari, sagnfræðingur og hlaðvarpsstjarna styður Jón Gnarr alla leið á Bessastaði.

Flosi Þorgeirsson.

Svala Björgvinsdóttir söngdíva er stuðningskona Jóns.

Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri styður fóstbróður sinn, Jón.

Nanna Rögnvaldsdóttir rithöfundur vill fá Jón á Bessastaði.

Edda Björgvins og Björgvin Franz Gíslason, leikarar og mæðgin styðja Jón með ráðum og dáðum.

Mæðginin frábæru.
Mynd: Facebook-skjáskot


Katrín Jakobsdóttir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor á eftirlaunum er mikill stuðningsmaður Katrínar og hefur meira að segja nú þegar kosið hana.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mynd: Facebook.

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi styður Katrínu til embættis forseta.

Vilhjálmur Birgisson.

Ragnar Kjartansson listamaður skrifaði heila grein í Vísi til stuðnings Katrínar Jak.

Ragnar Kjartansson, listamaður. Mynd.Skjáskot/RÚV

Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að kjósa Katrínu.

Brynjar Níelsson
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar styður sína konu, Katrínu Jak á Bessastaði.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.


Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona ætlar að kjósa Steinunni Ólínu.

Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari kýs Steinunni á morgun.

Spessi.

Raddir