Tvítugur maður sem féll í Fnjóská fannst látinn rétt fyrir hádegi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar er sagt frá því að hann hafi fundist norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi og að leitarhópar hafi verið afturkallaðir. Um 200 hafa tekið þátt í leitinni og voru aðstæður erfiðar. Maðurinn féll í Fnjóská úr gili skammt frá Pálsgerði en hann var þar með þremur vinum sínum og stóð leitin yfir frá klukkan 18:30 í gær.
Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.
Tvítugur maður fannst látinn í Fnjóská
Segir flóttafólki haldið í limbói á Íslandi: „Þetta fólk gæti verið í vinnu og vill ekkert frekar“
Eva Hauksdóttir lögmaður bendir á rökleysi Útlendingastofnunar í málefnum flóttafólks sem stofnunin vill senda úr landi.
Á dögunum kom frétt hjá Vísi þar sem sagt var frá því að um 200 einstaklingar bíði eftir að vera flutt úr landi í þvinguðum brottflutningi. Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði Facebook-færslu og hlekkjaði á frétt Vísis en í færslunni fer hún yfir staðreyndina í málinu:
„Það vantar inn í þessa frétt að í mörgum tilvikum er ástæðan fyrir því að fólk er hér enn, mörgum vikum eftir að hafa dregið umsókn til baka (ekki sjálfviljugt heldur af því að því eru settir afarkostir) af því að viðtökuríkið neitar að taka við þeim.“
Bendir Eva á rök Útlendingstofnunar, sem standast ekki skoðun:
„Rökin UTL eru þessi: „Þú verður að fara af því að það er annað öruggt land þar sem þú mátt vera.“ Svo þegar kemur í ljós að nei, þú mátt reyndar heldur ekki vera þar, þá er niðurstaðan sú að þú mátt hvergi vera. Viðbrögð yfirvalda eru þau að fólki er haldið í limbói á Íslandi. Það er réttindalaust og því ekki annað í boði en að veita því fæði, skjól og lágmarks læknisþjónustu. Flest þetta fólk gæti verið í vinnu eða námi og vill ekkert frekar.“
Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands?
Kosið verður um nýjan forseta Íslands á morgun og er baráttan um Bessastaði jöfn og spennandi og spyr Mannlíf því lesendur um álit í þriðja og síðasta skipti varðandi forsetakosningar 2024. Mannlíf hefur áður kannað huga lesenda um næsta forseta og í fyrstu könnun sigraði Baldur Þórhallsson og í þeirri seinni sigraði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Hægt er að kjósa þar til klukkan 12:00 þann 1. júní
Frægir fylgjendur forsetaframbjóðenda – Hver kýs hvern?
Mannlíf tók saman hvaða þjóðþekktu einstaklingar styðja hvaða forsetaframbjóðanda, nú þegar stutt er í kosningar.
Fjölmargir hafa síðustu vikur verið duglegir að láta í ljós stuðning sinn við hina og þessa forsetaframbjóðendur en kosningin fer fram á laugardaginn. Bæði hefur sótsvartur almúginn tjáð sig á Facebook og öðrum miðlum, og látið í ljós ánægju sína og samþykkti við þann forsetaframbjóðanda sem þeim lýst best á, sem og fræga og fallega fólkið.
Hér er listi yfir þekkta stuðningsmenn þeirra frambjóðenda sem hvað mest hafa verið áberandi í kosningabaráttunni en athugið, listinn er alls ekki tæmandi.
Ástþór Magnússon
Hafsteinn Þór Guðjónsson tónlistarmaður eða Haffi Haff eins og hann kallar sig hefur birst í auglýsingum Ástþórs Magnússonar og meðal annars sungið og dansað þar.
Egill Helgason fjölmiðlamaður mærði Ástþór í skemmtiþætti Gísla Marteins á RÚV vegna friðarboðskaps hans. Hann hefur þó aldrei sagst ætla að kjósa Ástþór.
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus sagðist á dögunum hafa verið sammála Ástþóri í einu og öllu þegar forsetaframbjóðandinn var í viðtali í Speglinum á Rás 2. Eiríkur dró þó heldur í land stuttu síðar og tók fram að þó að hann sé sammála Ástþóri, ætli hann sér ekki að kjósa hann.
Arnar Þór Jónsson
Eygló Egilsdóttir – eigandi Jakkafatajóga skrifaði grein á Vísi þar sem hún lýsti eftir stuðningi við Arnar Þór.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður byrjaði á að lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur en hætti svo við og sagði Arnar Þór vera þann eina sem kæmi til greina sem næsti forseti Íslands.
Baldur Þórhallsson
Gunnar Helgason rithöfundur styður Baldur og Felix alla leið, enda gamall vinur og samstarfsmaður Felix.
Sigga Beinteins söngkona ætlar að hjálpa Baldri að „brjóta glerþakið“ eins og sjá má á nýlegu myndbandi sem birst hefur á samfélagsmiðlunum.
Már Gunnarsson söngvari og sundkappi styður Baldur af krafti.
Halla Hrund Logadóttir
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra ætlar sér að kjósa Höllu Hrund.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra styður einnig Höllu Hrund.
Guðmundur Guðmundsson handboltahetja segist velja Höllu Hrund í sitt lið.
Halla Tómasdóttir
Kristján Jóhannsson óperusöngvari er mjög hrifinn af Höllu T.
Guðmundur Karl Brynjarsson prestur og fyrrverandi biskupsefni styður Höllu T. alla leið.
Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar og frumkvöðull ætlar að kjósa Höllu T.
Jón Gnarr
Sigurjón Kjartansson styður hinn höfuðið í Tvíhöfða, Jón Gnarr.
Flosi Þorgeirsson, gítarleikari, sagnfræðingur og hlaðvarpsstjarna styður Jón Gnarr alla leið á Bessastaði.
Svala Björgvinsdóttir söngdíva er stuðningskona Jóns.
Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri styður fóstbróður sinn, Jón.
Nanna Rögnvaldsdóttir rithöfundur vill fá Jón á Bessastaði.
Edda Björgvins og Björgvin Franz Gíslason, leikarar og mæðgin styðja Jón með ráðum og dáðum.
Katrín Jakobsdóttir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor á eftirlaunum er mikill stuðningsmaður Katrínar og hefur meira að segja nú þegar kosið hana.
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi styður Katrínu til embættis forseta.
Ragnar Kjartansson listamaður skrifaði heila grein í Vísi til stuðnings Katrínar Jak.
Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að kjósa Katrínu.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar styður sína konu, Katrínu Jak á Bessastaði.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona ætlar að kjósa Steinunni Ólínu.
Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari kýs Steinunni á morgun.
Eltihrellir Bríetar
Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.
Bríet og Birnir – Stalker
Prince of the City – How You Feel Like
Daníel Alvin og Gunnar Pétur – Blár fugl
Vicky – Anda
Dópamín – Barbara
Fyrrum NBA-leikmaður látinn eftir bílslys – Aðeins 33 ára gamall
Körfuboltamaðurinn Drew Gordon er látinn en umboðsmaður Gordon staðfesti það í samtali við ESPN.
Gordon sem var aðeins 33 ára gamall lést í gær eftir að hafa lent í bílslysi. Gordon átti góðan feril sem körfuboltamaður og spilaði í stærstu deildum heimsins. Þó er hann sennilega þekktastur fyrir að hafa spila með liðinu Philadelphia 76ers tímabilið 2014-2015 en þá lék hann níu leiki með liðinu. Aaron Gordon, yngri bróðir hans, spilar lykilhlutverk með Denver Nuggets í NBA-deildinni.
Drew Gordon lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Mogginn með Katrínu
Fáum dylst að Davíð Oddssyni og félögum hans er mikið í mun að koma Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, á Bessastaði. Blaðið hefur að margra mati leynt og ljóst beitt sér gegn þeim frambjóðendum sem taldir eru ógna Katrínu. Blaðamaðurinn og spyrillinn Stefán E. Stefánsson hefur haft sig þar mest í frammi og þá sérstaklega gegn Höllu Hrund Logadóttur sem fengið hefur að finna fyrir töktum spyrilsins sem gjarnan er vopnaður upplýsingum innan úr Orkustofnun hvar eiginkona hans, Sara Lind Guðbergsdóttir, er við stjórnvölinn í fjarveru Höllu Hrundar.
Þegar Katrín Jakobsdóttir á í hlut eru vettlingatökin uppi og hún er ekki krafin skýringa á neinu sem snýr að umdeildum stjórnmálaferli og því að upphefja Bjarna Benediktsson í forrsætisráðuneytið.
Katrín hefur reyndar spilað kosningabaráttu sína af miklum klókindum. Þannig hefur hún ævinlega bent á aðra ráðherra þegar spurt er um verk ríkisstjórnarinnar og afstöðu sína. Hún kemst upp með það …
Leitin að unga manninum sem féll í Fnjóská árangurslaus – Fjölmenni leitar við erfiðar aðstæður
Þóra áhyggjufull vegna fullra flugfarþega: „Ganga berserksgang í háloftunum“
Í frétt DV frá árinu 1998 var rætt við Þóru Sen, skrifstofustjóra Flugfreyjufélagi Íslands, um að ofbeldi flugfarþega hafa verið aukast á þeim tíma.
„Vaxandi ofbeldi og yfirgangur farþega í flugvélum er orðið mjög mikið áhyggjuefni hjá áhafnarmeðlimum hér heima sem og erlendis. Flugþjónar og flugfreyjur eru því miður illa sett ef farþegar ganga berserksgang í háloftunum. Þetta er gríðarlegt öryggisatriði því þetta varðar öryggi allra farþega sem eru um borð í flugvélum. Ef ekkert verður að gert þá gæti þetta endað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þóra við DV um málið.
Í fréttinni eru rifjuð upp þrjú alvarleg atvik sem komu upp á árinu þar sem farþegar ógnuðu öryggi annarra farþega eða áhafnar vélarinnar á vegum Flugleiða. Sagt er frá Bandaríkjamanni sem sparkaði upp hurð á flugstjórnarklefa vélarinnar sem hann var í en hann var á endanum yfirbugaður af áhöfn. Þá var einnig sagt frá farþega sem sturlaðist þegar honum var meinað að reykja og hóf að henda koddum og hrækja á aðra farþega. Maðurinn var bundinn niður og teppi sett yfir höfuð hans.
Þóra sagði einnig frá málþingi sem hún sótti á vegum Alþjóðasamtaka flugfreyja og flugþjóna og þar voru þessi ofbeldismál farþegar rædd.
„Á málþinginu kom fram að óhófleg áfengisdrykkja spilar stóra rullu í ósæmilegri hegðun farþega. Dæmi eru um að farþegar fari í eigin áfengi fríhafnartolls ef þeir fái ekki fleiri drykki hjá flugfreyjum um borð. Það eru einnig til dæmi þess að fólk sem neytir lyfja drekkur síðan áfengi sem er auðvitað af hinu slæma. Það var einnig mikið rætt um að streita og spenna komi við sögu. Það kom einnig fram á málþinginu að virkja þarf betur flugvallarstarfsmenn og láta þá fylgjast betur með farþegum á flugvöllum. Ef þeir sjái einhverja farþega sem haga sér undarlega þá séu þeir frekar kyrrsettir en að þeim sé hleypt upp í flugvélar,“ sagði Þóra.
Sævar Sævarsson: „Aldrei orðið vitni af því í oddaleik að annað liðið er nánast dæmt úr leik“
Sævar Sævarsson, körfuboltasérfræðingur úr þættinum vinsæla á Stöð 2 – Körfuboltakvöld – var afar ósáttur við dómgæsluna í oddaleik Vals og Grindavíkur sem fram fór í gærkvöld og endaði með sigri Valsmanna.
Sævar, sem er lögfræðingur að mennt og þekktur fyrir góða yfirsýn, skemmtilega vinkla og þrælgóðan húmor í áðurnefndum þætti.
Hann lét þetta flakka í gærkvöld:
„Hef horft á marga körfuboltaleiki en aldrei hef ég orðið vitni af því í oddaleik að annað liðið er nánast dæmt úr leik. Það er að gerast núna. Og því miður virðist of seint fyrir dómara að “bjarga andlitinu”…„“
Katrín neitar að skrifa undir kröfubréf frambjóðenda: „Hún mun alltaf taka sér stöðu með valdinu“
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er mjög ósátt við Katrínu Jakobsdóttur, sem ein forsetaframbjóðenda neitar að skrifa undir kröfubréf til RÚV vegna fyrirkomulags á síðari kappræðum RÚV.
Í nýlegri Facebook-færslu segir forsetaframbjóðandinn skeleggi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir frá því sem hún kallar „vonbrigði dagsins“.:
„Vonbrigði dagsins
Í gær sendu ellefu frambjóðendur kröfu á hendur RÚV um að sama fyrirkomulag verði á síðari kappræðum RÚV svo þjóðin geti á lýðræðislegan hátt fyrirhitt alla frambjóðendur á sömu stundu.“
Segir hún Katrínu nú hafa tekið afstöðu í málinu:
Í svari hennar segir, að hún hafi verið ánægð með fyrirkomulag fyrri kappræðna en að hún treysti RÚV fyrir ákvarðanatöku hvað þetta mál varðar.“
Því næst spyr Steinunn hvort þetta sé „birtingarmynd þess sem koma skal“:
Fordæma árásir á sjúkrabíla á Gaza: „Gerendur þessa stríðsglæps verði dregnir til ábyrgðar“
Rauði hálfmáninn í Palestínu (PRCS) fordæmir í yfirlýsingu árás Ísraelshers á einn af sjúkrabílum sínum á Tal al-Sultan svæðinu í suðurhluta Gaza, nálægt borginni Rafah, sem drap sjúkraliða sem í bílnum voru.
Í yfirlýsingunni segir að ísraelskar sprengjur hafi lent á einum af þremur sjúkrabílum sem allir voru að bregðast við neyðarkalli. Sprengjan lenti framan á sjúkrabílnum og þegar aðrar áhafnir reyndu að slökkva eldinn og hlúa að sjúkraliðunum tveimur sem voru inni í bílnum, skutu ísraelskir hermenn ítrekað á þá og neyddu þá til að hverfa af vettvangi.
Áhöfn PRCS tókst ekki að endurheimta lík látinna samstarfsmanna sinna fyrr en í morgun.
Hópurinn kallaði eftir því að „gerendur þessa stríðsglæps verði dregnir til ábyrgðar“ og að rannsókn yrði tafarlaus hafin á atvikinu sem myndi sjá til þess að réttlætinu yrði fullnægt fyrir hina föllnu sjúkraliða.
Al Jazeera sagði frá málinu.
Margrét stýrir samtökum bænda: „Gegna lykilhlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar“
Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Bændasamtakanna en alls 28 manns sem sóttu um starfið. Margrét tekur við af Övari Þór Ólafssyni sem tók tímabundið við stöðinni samhliða störfum sínum sem fjármálastjóri samtakanna en Margrét hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi.
Margrét er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi en hún hefur undanfarin sex ár starfað hjá PwC á skatta- og lögfræðisviði fyrirtækisins en hún starfaði þar áður hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
„Það er afar ánægjulegt að fá Margréti Ágústu til þessa starfs. Ég er ekki í nokkrum vafa um að lögfræðileg sérþekking hennar, m.a. í skatta- og Evrópurétti, auk tollalöggjafar bæði hérlendis og erlendis, mun nýtast okkur með margvíslegum hætti. Stjórn Bændasamtakanna er staðráðin í að taka hraustlega til hendinni á næstu misserum og árum. Margrét Ágústa á eftir að verða dýrmætur liðsauki í þeim verkefnum,“ sagði Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, um ráðningu Margrétar.
„Frá blautu barnsbeini hef ég borið djúpa virðingu fyrir bændum og störfum þeirra. Mér þykir því sérstaklega vænt um það traust sem mér hefur verið sýnt með þessari ráðningu. Engum dylst mikilvægi þess að íslenskur landbúnaður geti áfram staðið vörð um afdráttarlaus gæði og hreinleika framleiðslu sinnar ásamt því að gegna lykilhlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar. Við okkur blasa fjölmörg sóknarfæri og í þeim efnum geta Bændasamtökin skipt miklu máli með margvíslegum hætti. Ég er full tilhlökkunar að bretta upp ermar og taka kröftugan þátt í því mikilvæga verkefni ásamt starfsfólki og stjórn samtakanna. Ekki síður hlakka ég til þess samtals og samstarfs við bændur sem bíður mín í takti við þá áherslu stjórnarinnar að grasrótin stýri ávallt ferðinni,“ sagði Margrét sjálf um ráðninguna.
Einlægur Jón um Jógu sína: „Samband okkar byggir á trausti, vináttu og virðingu“
Jón Gnarr opnar sig um eiginkonu sína, Jógu í nýrri Facebook-færslu.
Forsetaframbjóðandinn og leikarinn Jón Gnarr skrifaði langa og einlæga Facebook-færslu þar sem hann talar um eiginkonu sína sem hann hefur verið með í um 25 ár.
„Við hjónin höfum verið samferða í lífinu í aldarfjórðung. Við höfum aldrei skilið en frekar reynt að leggja okkur fram um að skilja hvort annað. Ég segi oft í gríni að hún hafi séð mig einsog margir sem sjá gamlan bíl og hugsa „Þennan mætti nú gera upp“.“ Þannig hefst færsla Jóns. Síðan segir Jón frá því hvernig þau kynntust og eys yfir hana lofi:
Því næst fer Jón yfir það hversu illa hann hafi verið staddur í lífinu þegar leiðir þeirra Jógu lágu saman.
Jón segir einnig frá köllun Jógu, sem hann segir að sé sú sama og hann hafi; „Að standa með fólki sem er veikt, hrakið og einmana“.
Að lokum lýsir Jón sambandi þeirra hjóna:
Hafnarfjarðarbær leggur niður Hamarinn: „Við erum rekin og öllu hent í ruslið“
Óskar Steinn Ómarsson var rétt í þessu að segja frá niðurskurði hjá Hafnarfjarðarbæ sem bitnar á ungu fólki í bænum.
„Seinni partinn í gær fékk ég símtal frá mannauðsdeild Hafnarfjarðarbæjar. Mér var tilkynnt að fræðsluráð hefði, fyrr um daginn, ákveðið á fundi að leggja niður Hamarinn ungmennahús og segja upp mér og öðrum sem þar starfa.“
Óskar nefnir að „tillaga meirihluta fræðsluráðs var lögð fram, öllum að óvörum, í formi minnisblaðs sem unnið hafði verið fyrir luktum dyrum. Án aðkomu minnihlutans í fræðsluráði og án samráðs við okkur sem störfum í geiranum eða ungmenni sem nýta sér þjónustuna.“
Það sem Óskari þykir „einna verst er að ákvörðunin var tekin án nokkurs samráðs við ungmennaráð Hafnarfjarðar, sem hefur á síðustu misserum kallað eftir samráði við bæjaryfirvöld og komið með vel ígrundaðar tillögur um framtíðarfyrirkomulag ungmennahúsa í Hafnarfirði. Það er blaut tuska í andlit ungmennanna að þau hafi talað fyrir daufum eyrum og meirihluti bæjarstjórnar haft önnur áform allan tímann.“
Sjálfur byrjaði Óskar „að vinna með ungmennaráði Hafnarfjarðar haustið 2019 og fór í framhaldinu að sinna ýmsum öðrum verkefnum í Hamrinum ungmennahúsi, en Hamarinn var opnaður í kjölfar tillögu ungmennaráðs um stofnun ungmennahúss í Hafnarfirði. Ég hef meðal annars komið að því að setja af stað starf fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði og tekið þátt í Úti-Hamrinum, útivistarverkefni sem Margrét Gauja okkar kom af stað og hefur hjálpað svo mörgum ungmennum að kynnast náttúru Íslands og áhrifum útivistar á andlega heilsu.“
Hann segir að aðal verkefni hans „í Hamrinum hefur sem fyrr segir verið að aðstoða ungmennaráð Hafnarfjarðar í störfum sínum. Aðstoða þau við að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og koma hugmyndum sínum á framfæri. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að vinna með þessum ótrúlegu ungmennum, fylgja þeim í samstarfs- og ungmennaskiptaverkefnum bæði hérlendis og út fyrir landsteinana, hjálpa þeim að koma hugmyndum sínum í orð og leiðbeina þeim um stjórnsýslu bæjarins.“
Hann rekur endahnútinn á krafmikilli færslu sinni með þessum orðum:
„Það er með ólíkindum að meirihluti bæjarstjórnar hafi ákveðið að virða þau að vettugi og neita þeim um aðkomu að ákvörðun að þessari stærðargráðu. Framtíð ungmennaráðsins er óráðin og ekki að skilja á minnisblaði fræðsluráðs að því hafi verið gefinn nokkur gaumur hvar starfsemi þess lendir í þessum breytingum eða hvort við í Hamrinum eða einhver annar muni bera ábyrgð á því. Það eina sem við vitum er að við erum rekin og öllu því frábæra ungmennastarfi sem við höfum byggt upp á undanförnum árum verður hent í ruslið eftir sumarfrí.“
Halla Hrund og Katrín hart gagnrýndar: „Ekki hægt að kalla þjóðarmorð neitt annað en þjóðarmorð“
Heimildin var með kappræður þeirra forsetaframbjóðenda sem mælst hafa með yfir tvö prósent fylgi í skoðanakönnunum, á dögunum en Andri Sigurðsson skrifaði Facebook-færslu um eitt ákveðið atriði sem þar kom fram, sem vakið hefur athygli.
„Samkvæmt Heimildinni vill Halla Hrund og Katrín Jakobsdóttir ekki kalla þjóðarmorðið á Gaza sínu rétta nafni. „Hvorki Halla Hrund Logadóttir né Katrín Jakobsdóttir vildu fullyrða að um þjóðarmorð væri að ræða“,“ skrifar Andri í upphafi færslunnar.
Andri fer svo yfir það sem hann kallar hughyggju:
Segir hann að það þýði ekki að kjósa taktískt „ef valkostirnir eru ekki mikið skárri“ og telur svo upp valkostina sem hugnast honum ekki.
Að lokum lýsir Andri yfir stuðningi við Steinunni Ólína Þorsteinsdóttur:
Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt 26 sinnum þegar þetta er skrifað og þó nokkrir hafa skrifað athugasemdir við hana. Þar á meðal Steinunn Ólína sjálf: „Það er ekki hægt að kalla þjóðarmorð neitt annað en þjóðarmorð.“
Að minnsta kosti 36.000 Palestínumenn hafa verið drepnir frá 7. október, þar af að minnsta kosti 15.000 börn.
Setuverkfall hafið í utanríkisráðuneytinu: „Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn!“
Setuverkfall stendur yfir í utanríkisráðuneytinu þar sem mótmælendur hafa komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins til að mótmæla aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda hvað varðar þjóðarmorðið á Gaza
Hér má sjá yfirlýsingu mótmælenda:
Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði. Íslensk yfirvöld verða að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum árásum Ísraels á Palestínu. Með aðgerðaleysi sínu gera yfirvöld almenning samsekan í þjóðarmorði. Meirihluti almennings er á móti þjóðarmorðinu á Gaza og vilja að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. Siðferðislegur brestur yfirvalda er algjör.
Þann 13. október sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, á miðlinum X: „Alþjóðalög kveða á um réttindi og skyldur. Bæði eru heilög.“ Hvað ber íslenskum yfirvöldum að gera þegar þessi heilögu réttindi og skyldur eru virt að vettugi?
Ísland á aðild að Alþjóðadómstólnum og Alþjóða sakamáladómstólnum, sem báðir hafa úrskurðað um að Ísrael beri að stöðva allar árásir í Palestínu, bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, og hleypa tafarlaust inn mannúðaraðstoð í gegnum landamærin hjá Rafah. Þá hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökutilskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. En hvað gerir Ísrael eftir slík fyrirmæli?
Ísrael hefur ekki einungis hundsað tilskipanir dómstólanna heldur stóraukið á árásir í kjölfar þeirra, nú síðast með hryllilegri loftárás á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah þann 26. maí. Árásin var gerð á svæði sem Ísrael lofaði að ætti að vera öruggt og voru þar fjöldi saklausra borgara, barna!, sem brennd voru lifandi. Enn er ekkert lát á árásum Ísraels á Rafah í sjónmáli. Í kjölfarið sagði utanríkisráðherra að íslensk yfirv öld kalli eftir því að skipanir Alþjóðadómstólsins séu virtar og að komið sé á tafarlausu vopnahléi. Í kvöldfréttum sama dag nefnir hún ekki eina einustu aðgerð sem íslensk stjórnvöld ætla að ráðast í til að þrýsta á um að svo verði, heldur ýjar eingöngu að því að ákveði Evrópusambandið að grípa til aðgerða gæti verið að Ísland styðji þær.
Ísland tók frumkvæði árið 2011 með því að verða fyrst vestur-evrópskra þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstæða þjóð. Íslandi ber skylda til þess að framfylgja viðurkenningu okkar á Palestínu sem fullvalda ríki, annað er sýndarmennska og hræsni. Nýlega viðurkenndu Noregur, Írland og Spánn sjálfstæði Palestínu. Það er ekkert því til fyrirstöðu, annað en pólitískur vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, að við höfum nú frumkvæði að samstarfi við þessar þjóðir og tökum til aðgerða til að knýja á um tafarlaust, varanlegt vopnahlé á Gaza, endalok hernáms Ísraels í Palestínu og að réttur palestínsks flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna og eigna sé tryggður, eins og samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 194 gerir ráð fyrir.
Þar sem íslensk yfirvöld virðast ófær um að kortleggja sjálf slíkar aðgerðir, eru hér dæmi. Við krefjumst þess að:
- Settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki.
- Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki.
- Að Ísland styðja málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis við Alþjóðadómstólinn.
- Að utanríkisráðherra hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um að samhæfa aðgerðir.
Til að sýna fordæmi um stuðning við palestínsku þjóðina í verki skipuleggjum við setumótmæli í Utanríkisráðuneytinu. Lífið getur ekki gengið sinn vanagang á meðan þjóðarmorð á sér stað, þegar tugir þúsunda hafa verið myrt og særð með kerfisbundnum hætti. Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn! Því munum við trufla eðlilegan gang yfirvalda þar til þau bregðast við í samræmi við siðferðislegar skyldur og lagalegar skuldbindingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Þessi aðgerð er einn liður að því markmiði.
Lifi frjáls Palestína!
Hér má svo sjá myndskeið frá mótmælunum: Video (2)
Leikskóli í slæmum málum eftir að barn komst í kókaínpoka starfsmanns
Leikskólinn KinderCare í Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum er í vondum málum eftir að kókaín fannst í þvagi eins árs gamals drengs sem sækir leikskólann.
Fyrr í mánuðinum hringdi starfsmaður leikskólans í Kimberly Hopson, móður drengsins, og tilkynnti að hann væri orðinn mjög veikur og hún þyrfti að koma sækja son sinn. Þegar Hopson mætti var strákurinn þakinn marblettum og sárum. Í framhaldi af því fór hún með son sinn á sjúkrahús þar sem ýmsar rannsóknir voru framkvæmdar og fannst kókaíni í þvagi drengsins. Þá var haft samband við lögreglu bæjarsins og við leit á leikskólanum fann lögreglan poka af kókaíni sem starfsmaður hafði komið með og er talið að sonur Hopson hafi komst í pokann.
Leikskólinn hefur beðist afsökunar á atvikinu og sagst ætla að borga fyrir allan lækniskostnað en Hopson hefur gefið það út að hún muni fara í mál við leikskólann. Leikskólinn hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið.
Vinkona Johnny Wactor lýsir síðustu augnablikum hans: „Af okkur stafaði engin ógn“
Sagt var frá því á dögunum að General Hospital leikarinn Johnny Wactor hafi verið skotinn til bana í Los Angeles, eftir að hafa beðið menn sem voru að reyna að stela hvarfakúti úr bíl hans, að fara í burtu frá bílnum. Vinkona hans og samstarfskona lýsir nú síðustu augnablikum hans en hún var með honum þegar hinn hryllilegi atburður átti sér stað.
Vinirnir unnu saman sem barþjónar og voru að koma af vakt þegar þau sáu nokkra karlmenn vesenast við bíl Johnny.
„Vinur minn til átta ára fór úr því að hlæja með mér, vinna hlið við hlið við mig, yfirgefa barþjónavaktina okkar með mér og ganga að bílunum okkar með mér,“ skrifaði vinkonan, Anita Joy á Instagram 29. maí, „yfir í það að deyja í fanginu á mér á götum miðborgar Los Angeles, klukkan 3 að morgni.“
Joy sagði atvikið hafa gerst „á einu augnabliki“ þegar hún og Wactor nálguðust menn sem voru að fikta í bíl hans.
„Við nálguðumst mennina varlega, spurðum hvað þeir væru að gera, í fyrstu héldum við að verið væri að draga bílinn,“ skrifaði hún. „Af okkur stafaði engin ógn og Johnny hélt ró sinni eins og hann gerði alltaf, sagði einfaldlega að þetta væri bíllinn hans og að þeir þyrftu að fara í burtu. Hendur opnar friðsamlega til hliðar.“
Hún tók fram að Wactor hafi staðið á milli hennar og mannsins sem skaut hann, sem verndaði hana fyrir ofbeldi.
„Þegar ég heyrði skotið óma inn í nóttina, féll hann kröftuglega aftur á bak í fangið á mér,“ rifjaði hún upp. „Þegar ég greip í hann, hrópaði ég „Elskan, er allt í lagi?“ Og hann svaraði bara: „Nei! Skotinn!“ Við veltumst út á götu þar sem ég ýtti fótunum undir hann og reyndi að halda líkama hans uppi á meðan ég öskraði á hjálp og öskraði á hann að vera áfram með mér.“
Einn öryggisvarðanna á vinnustaðnum þeirra hljóp til þeirra eftir að hafa hringt í neyðarlínuna. Vinnufélagarnir tveir reyndu að bjarga Wactor með því að framkvæma endurlífgun á meðan þeir biðu eftir að lögreglan kæmi.
„Við bundum gallaakkann minn utan um hann til að stöðva blæðingarnar,“ hélt hún áfram. „Þetta var of nálægt færi, of mikið sár til að hann gæti lifað það af en Guð minn góður, hann barðist fyrir að halda lífi. Ég er gjörsamlega miður mín og svo ótrúlega reið. Það eina sem veitir mér frið er að ég var með honum og hann lenti ekki einn í þessu. Það eina sem mun veita mér ró mun vera að sjá þessa hræðilegu menn dregna fyrir rétt.“
Joy hélt áfram að heiðra manneskjuna sem Wactor var, og hrósaði hversu „gegnheill“ Siberia-leikarinn var og hæfileika hans „til að láta hverjum og einum líða svo sérstökum í augum hans“.
Og hún hélt áfram:
„Orkan hans var segulmögnuð og dró þig svo áreynslulaust inn – þú varst öruggur hjá honum,“ sagði hún. „Hann kom fram við alla af ást, virðingu, samúð og hann „sá“ þig í raun. Hann var fallegur, aulalegur fyrir allan peninginn, fullur af vinnusiðferði og gildum.“
Joy rifjar upp hvernig hann kallaði hana ástúðlega „Aníta Bonita,“. „Ég vona að endurhljómun raddar hans, að segja þetta í hvert skipti sem ég sá hann, fari aldrei úr minni mínu. Johnny lét mann falla algjörlega fyrir sér um leið og maður leit í stóru, bláu augu hans, og fyrir neðan þau aulalegt glott. Algjörlega einn besti maður sem ég hef kynnst.“
Johnny Wacktor var aðeins 37 ára er hann lést.
Hógvær Freyr hrósar þjálfara Vals: „Óskar er kóngurinn“
Mikil umræða hefur skapast undanfarnar vikur í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um góðan árangur íslenskra íþróttaþjálfara á árinu og hefur árangur Freys Alexanderssonar, þjálfara knattspyrnuliðsins K.V. Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni, ekki farið framhjá neinum íþróttaaðdáanda en hann tók við liðinu í janúar þegar liðið var í neðsta sæti deildarinnar og hafði ekki unnið leik í þrjá mánuði en undir stjórn hans tókst honum að bjarga liðinu frá falli.
Hafa einhverjir sófasérfræðingar sagt að Freyr muni án nokkurs vafa vera kosinn þjálfari ársins en sjálfur telur Freyr að Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, standi honum framar þetta árið en Óskar gerði Val að Evrópubikarmeistarum og er það fyrsta sinn sem íslenskt lið vinnur Evrópukeppni í handbolta.
Í færslu á Twitter segir Freyr einfaldlega: „Óskar er kóngurinn. Ég og Finnur mætum bara í partyið“
Tvítugur maður fannst látinn í Fnjóská
Tvítugur maður sem féll í Fnjóská fannst látinn rétt fyrir hádegi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar er sagt frá því að hann hafi fundist norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi og að leitarhópar hafi verið afturkallaðir. Um 200 hafa tekið þátt í leitinni og voru aðstæður erfiðar. Maðurinn féll í Fnjóská úr gili skammt frá Pálsgerði en hann var þar með þremur vinum sínum og stóð leitin yfir frá klukkan 18:30 í gær.
Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.
Segir flóttafólki haldið í limbói á Íslandi: „Þetta fólk gæti verið í vinnu og vill ekkert frekar“
Eva Hauksdóttir lögmaður bendir á rökleysi Útlendingastofnunar í málefnum flóttafólks sem stofnunin vill senda úr landi.
Á dögunum kom frétt hjá Vísi þar sem sagt var frá því að um 200 einstaklingar bíði eftir að vera flutt úr landi í þvinguðum brottflutningi. Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði Facebook-færslu og hlekkjaði á frétt Vísis en í færslunni fer hún yfir staðreyndina í málinu:
„Það vantar inn í þessa frétt að í mörgum tilvikum er ástæðan fyrir því að fólk er hér enn, mörgum vikum eftir að hafa dregið umsókn til baka (ekki sjálfviljugt heldur af því að því eru settir afarkostir) af því að viðtökuríkið neitar að taka við þeim.“
Bendir Eva á rök Útlendingstofnunar, sem standast ekki skoðun:
„Rökin UTL eru þessi: „Þú verður að fara af því að það er annað öruggt land þar sem þú mátt vera.“ Svo þegar kemur í ljós að nei, þú mátt reyndar heldur ekki vera þar, þá er niðurstaðan sú að þú mátt hvergi vera. Viðbrögð yfirvalda eru þau að fólki er haldið í limbói á Íslandi. Það er réttindalaust og því ekki annað í boði en að veita því fæði, skjól og lágmarks læknisþjónustu. Flest þetta fólk gæti verið í vinnu eða námi og vill ekkert frekar.“
Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands?
Kosið verður um nýjan forseta Íslands á morgun og er baráttan um Bessastaði jöfn og spennandi og spyr Mannlíf því lesendur um álit í þriðja og síðasta skipti varðandi forsetakosningar 2024. Mannlíf hefur áður kannað huga lesenda um næsta forseta og í fyrstu könnun sigraði Baldur Þórhallsson og í þeirri seinni sigraði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Hægt er að kjósa þar til klukkan 12:00 þann 1. júní
Frægir fylgjendur forsetaframbjóðenda – Hver kýs hvern?
Mannlíf tók saman hvaða þjóðþekktu einstaklingar styðja hvaða forsetaframbjóðanda, nú þegar stutt er í kosningar.
Fjölmargir hafa síðustu vikur verið duglegir að láta í ljós stuðning sinn við hina og þessa forsetaframbjóðendur en kosningin fer fram á laugardaginn. Bæði hefur sótsvartur almúginn tjáð sig á Facebook og öðrum miðlum, og látið í ljós ánægju sína og samþykkti við þann forsetaframbjóðanda sem þeim lýst best á, sem og fræga og fallega fólkið.
Hér er listi yfir þekkta stuðningsmenn þeirra frambjóðenda sem hvað mest hafa verið áberandi í kosningabaráttunni en athugið, listinn er alls ekki tæmandi.
Ástþór Magnússon
Hafsteinn Þór Guðjónsson tónlistarmaður eða Haffi Haff eins og hann kallar sig hefur birst í auglýsingum Ástþórs Magnússonar og meðal annars sungið og dansað þar.
Egill Helgason fjölmiðlamaður mærði Ástþór í skemmtiþætti Gísla Marteins á RÚV vegna friðarboðskaps hans. Hann hefur þó aldrei sagst ætla að kjósa Ástþór.
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus sagðist á dögunum hafa verið sammála Ástþóri í einu og öllu þegar forsetaframbjóðandinn var í viðtali í Speglinum á Rás 2. Eiríkur dró þó heldur í land stuttu síðar og tók fram að þó að hann sé sammála Ástþóri, ætli hann sér ekki að kjósa hann.
Arnar Þór Jónsson
Eygló Egilsdóttir – eigandi Jakkafatajóga skrifaði grein á Vísi þar sem hún lýsti eftir stuðningi við Arnar Þór.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður byrjaði á að lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur en hætti svo við og sagði Arnar Þór vera þann eina sem kæmi til greina sem næsti forseti Íslands.
Baldur Þórhallsson
Gunnar Helgason rithöfundur styður Baldur og Felix alla leið, enda gamall vinur og samstarfsmaður Felix.
Sigga Beinteins söngkona ætlar að hjálpa Baldri að „brjóta glerþakið“ eins og sjá má á nýlegu myndbandi sem birst hefur á samfélagsmiðlunum.
Már Gunnarsson söngvari og sundkappi styður Baldur af krafti.
Halla Hrund Logadóttir
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra ætlar sér að kjósa Höllu Hrund.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra styður einnig Höllu Hrund.
Guðmundur Guðmundsson handboltahetja segist velja Höllu Hrund í sitt lið.
Halla Tómasdóttir
Kristján Jóhannsson óperusöngvari er mjög hrifinn af Höllu T.
Guðmundur Karl Brynjarsson prestur og fyrrverandi biskupsefni styður Höllu T. alla leið.
Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar og frumkvöðull ætlar að kjósa Höllu T.
Jón Gnarr
Sigurjón Kjartansson styður hinn höfuðið í Tvíhöfða, Jón Gnarr.
Flosi Þorgeirsson, gítarleikari, sagnfræðingur og hlaðvarpsstjarna styður Jón Gnarr alla leið á Bessastaði.
Svala Björgvinsdóttir söngdíva er stuðningskona Jóns.
Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri styður fóstbróður sinn, Jón.
Nanna Rögnvaldsdóttir rithöfundur vill fá Jón á Bessastaði.
Edda Björgvins og Björgvin Franz Gíslason, leikarar og mæðgin styðja Jón með ráðum og dáðum.
Katrín Jakobsdóttir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor á eftirlaunum er mikill stuðningsmaður Katrínar og hefur meira að segja nú þegar kosið hana.
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi styður Katrínu til embættis forseta.
Ragnar Kjartansson listamaður skrifaði heila grein í Vísi til stuðnings Katrínar Jak.
Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að kjósa Katrínu.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar styður sína konu, Katrínu Jak á Bessastaði.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona ætlar að kjósa Steinunni Ólínu.
Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari kýs Steinunni á morgun.
Eltihrellir Bríetar
Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.
Bríet og Birnir – Stalker
Prince of the City – How You Feel Like
Daníel Alvin og Gunnar Pétur – Blár fugl
Vicky – Anda
Dópamín – Barbara
Fyrrum NBA-leikmaður látinn eftir bílslys – Aðeins 33 ára gamall
Körfuboltamaðurinn Drew Gordon er látinn en umboðsmaður Gordon staðfesti það í samtali við ESPN.
Gordon sem var aðeins 33 ára gamall lést í gær eftir að hafa lent í bílslysi. Gordon átti góðan feril sem körfuboltamaður og spilaði í stærstu deildum heimsins. Þó er hann sennilega þekktastur fyrir að hafa spila með liðinu Philadelphia 76ers tímabilið 2014-2015 en þá lék hann níu leiki með liðinu. Aaron Gordon, yngri bróðir hans, spilar lykilhlutverk með Denver Nuggets í NBA-deildinni.
Drew Gordon lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Mogginn með Katrínu
Fáum dylst að Davíð Oddssyni og félögum hans er mikið í mun að koma Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, á Bessastaði. Blaðið hefur að margra mati leynt og ljóst beitt sér gegn þeim frambjóðendum sem taldir eru ógna Katrínu. Blaðamaðurinn og spyrillinn Stefán E. Stefánsson hefur haft sig þar mest í frammi og þá sérstaklega gegn Höllu Hrund Logadóttur sem fengið hefur að finna fyrir töktum spyrilsins sem gjarnan er vopnaður upplýsingum innan úr Orkustofnun hvar eiginkona hans, Sara Lind Guðbergsdóttir, er við stjórnvölinn í fjarveru Höllu Hrundar.
Þegar Katrín Jakobsdóttir á í hlut eru vettlingatökin uppi og hún er ekki krafin skýringa á neinu sem snýr að umdeildum stjórnmálaferli og því að upphefja Bjarna Benediktsson í forrsætisráðuneytið.
Katrín hefur reyndar spilað kosningabaráttu sína af miklum klókindum. Þannig hefur hún ævinlega bent á aðra ráðherra þegar spurt er um verk ríkisstjórnarinnar og afstöðu sína. Hún kemst upp með það …
Leitin að unga manninum sem féll í Fnjóská árangurslaus – Fjölmenni leitar við erfiðar aðstæður
Þóra áhyggjufull vegna fullra flugfarþega: „Ganga berserksgang í háloftunum“
Í frétt DV frá árinu 1998 var rætt við Þóru Sen, skrifstofustjóra Flugfreyjufélagi Íslands, um að ofbeldi flugfarþega hafa verið aukast á þeim tíma.
„Vaxandi ofbeldi og yfirgangur farþega í flugvélum er orðið mjög mikið áhyggjuefni hjá áhafnarmeðlimum hér heima sem og erlendis. Flugþjónar og flugfreyjur eru því miður illa sett ef farþegar ganga berserksgang í háloftunum. Þetta er gríðarlegt öryggisatriði því þetta varðar öryggi allra farþega sem eru um borð í flugvélum. Ef ekkert verður að gert þá gæti þetta endað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þóra við DV um málið.
Í fréttinni eru rifjuð upp þrjú alvarleg atvik sem komu upp á árinu þar sem farþegar ógnuðu öryggi annarra farþega eða áhafnar vélarinnar á vegum Flugleiða. Sagt er frá Bandaríkjamanni sem sparkaði upp hurð á flugstjórnarklefa vélarinnar sem hann var í en hann var á endanum yfirbugaður af áhöfn. Þá var einnig sagt frá farþega sem sturlaðist þegar honum var meinað að reykja og hóf að henda koddum og hrækja á aðra farþega. Maðurinn var bundinn niður og teppi sett yfir höfuð hans.
Þóra sagði einnig frá málþingi sem hún sótti á vegum Alþjóðasamtaka flugfreyja og flugþjóna og þar voru þessi ofbeldismál farþegar rædd.
„Á málþinginu kom fram að óhófleg áfengisdrykkja spilar stóra rullu í ósæmilegri hegðun farþega. Dæmi eru um að farþegar fari í eigin áfengi fríhafnartolls ef þeir fái ekki fleiri drykki hjá flugfreyjum um borð. Það eru einnig til dæmi þess að fólk sem neytir lyfja drekkur síðan áfengi sem er auðvitað af hinu slæma. Það var einnig mikið rætt um að streita og spenna komi við sögu. Það kom einnig fram á málþinginu að virkja þarf betur flugvallarstarfsmenn og láta þá fylgjast betur með farþegum á flugvöllum. Ef þeir sjái einhverja farþega sem haga sér undarlega þá séu þeir frekar kyrrsettir en að þeim sé hleypt upp í flugvélar,“ sagði Þóra.
Sævar Sævarsson: „Aldrei orðið vitni af því í oddaleik að annað liðið er nánast dæmt úr leik“
Sævar Sævarsson, körfuboltasérfræðingur úr þættinum vinsæla á Stöð 2 – Körfuboltakvöld – var afar ósáttur við dómgæsluna í oddaleik Vals og Grindavíkur sem fram fór í gærkvöld og endaði með sigri Valsmanna.
Sævar, sem er lögfræðingur að mennt og þekktur fyrir góða yfirsýn, skemmtilega vinkla og þrælgóðan húmor í áðurnefndum þætti.
Hann lét þetta flakka í gærkvöld:
„Hef horft á marga körfuboltaleiki en aldrei hef ég orðið vitni af því í oddaleik að annað liðið er nánast dæmt úr leik. Það er að gerast núna. Og því miður virðist of seint fyrir dómara að “bjarga andlitinu”…„“
Katrín neitar að skrifa undir kröfubréf frambjóðenda: „Hún mun alltaf taka sér stöðu með valdinu“
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er mjög ósátt við Katrínu Jakobsdóttur, sem ein forsetaframbjóðenda neitar að skrifa undir kröfubréf til RÚV vegna fyrirkomulags á síðari kappræðum RÚV.
Í nýlegri Facebook-færslu segir forsetaframbjóðandinn skeleggi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir frá því sem hún kallar „vonbrigði dagsins“.:
„Vonbrigði dagsins
Í gær sendu ellefu frambjóðendur kröfu á hendur RÚV um að sama fyrirkomulag verði á síðari kappræðum RÚV svo þjóðin geti á lýðræðislegan hátt fyrirhitt alla frambjóðendur á sömu stundu.“
Segir hún Katrínu nú hafa tekið afstöðu í málinu:
Í svari hennar segir, að hún hafi verið ánægð með fyrirkomulag fyrri kappræðna en að hún treysti RÚV fyrir ákvarðanatöku hvað þetta mál varðar.“
Því næst spyr Steinunn hvort þetta sé „birtingarmynd þess sem koma skal“:
Fordæma árásir á sjúkrabíla á Gaza: „Gerendur þessa stríðsglæps verði dregnir til ábyrgðar“
Rauði hálfmáninn í Palestínu (PRCS) fordæmir í yfirlýsingu árás Ísraelshers á einn af sjúkrabílum sínum á Tal al-Sultan svæðinu í suðurhluta Gaza, nálægt borginni Rafah, sem drap sjúkraliða sem í bílnum voru.
Í yfirlýsingunni segir að ísraelskar sprengjur hafi lent á einum af þremur sjúkrabílum sem allir voru að bregðast við neyðarkalli. Sprengjan lenti framan á sjúkrabílnum og þegar aðrar áhafnir reyndu að slökkva eldinn og hlúa að sjúkraliðunum tveimur sem voru inni í bílnum, skutu ísraelskir hermenn ítrekað á þá og neyddu þá til að hverfa af vettvangi.
Áhöfn PRCS tókst ekki að endurheimta lík látinna samstarfsmanna sinna fyrr en í morgun.
Hópurinn kallaði eftir því að „gerendur þessa stríðsglæps verði dregnir til ábyrgðar“ og að rannsókn yrði tafarlaus hafin á atvikinu sem myndi sjá til þess að réttlætinu yrði fullnægt fyrir hina föllnu sjúkraliða.
Al Jazeera sagði frá málinu.
Margrét stýrir samtökum bænda: „Gegna lykilhlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar“
Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Bændasamtakanna en alls 28 manns sem sóttu um starfið. Margrét tekur við af Övari Þór Ólafssyni sem tók tímabundið við stöðinni samhliða störfum sínum sem fjármálastjóri samtakanna en Margrét hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi.
Margrét er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi en hún hefur undanfarin sex ár starfað hjá PwC á skatta- og lögfræðisviði fyrirtækisins en hún starfaði þar áður hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
„Það er afar ánægjulegt að fá Margréti Ágústu til þessa starfs. Ég er ekki í nokkrum vafa um að lögfræðileg sérþekking hennar, m.a. í skatta- og Evrópurétti, auk tollalöggjafar bæði hérlendis og erlendis, mun nýtast okkur með margvíslegum hætti. Stjórn Bændasamtakanna er staðráðin í að taka hraustlega til hendinni á næstu misserum og árum. Margrét Ágústa á eftir að verða dýrmætur liðsauki í þeim verkefnum,“ sagði Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, um ráðningu Margrétar.
„Frá blautu barnsbeini hef ég borið djúpa virðingu fyrir bændum og störfum þeirra. Mér þykir því sérstaklega vænt um það traust sem mér hefur verið sýnt með þessari ráðningu. Engum dylst mikilvægi þess að íslenskur landbúnaður geti áfram staðið vörð um afdráttarlaus gæði og hreinleika framleiðslu sinnar ásamt því að gegna lykilhlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar. Við okkur blasa fjölmörg sóknarfæri og í þeim efnum geta Bændasamtökin skipt miklu máli með margvíslegum hætti. Ég er full tilhlökkunar að bretta upp ermar og taka kröftugan þátt í því mikilvæga verkefni ásamt starfsfólki og stjórn samtakanna. Ekki síður hlakka ég til þess samtals og samstarfs við bændur sem bíður mín í takti við þá áherslu stjórnarinnar að grasrótin stýri ávallt ferðinni,“ sagði Margrét sjálf um ráðninguna.
Einlægur Jón um Jógu sína: „Samband okkar byggir á trausti, vináttu og virðingu“
Jón Gnarr opnar sig um eiginkonu sína, Jógu í nýrri Facebook-færslu.
Forsetaframbjóðandinn og leikarinn Jón Gnarr skrifaði langa og einlæga Facebook-færslu þar sem hann talar um eiginkonu sína sem hann hefur verið með í um 25 ár.
„Við hjónin höfum verið samferða í lífinu í aldarfjórðung. Við höfum aldrei skilið en frekar reynt að leggja okkur fram um að skilja hvort annað. Ég segi oft í gríni að hún hafi séð mig einsog margir sem sjá gamlan bíl og hugsa „Þennan mætti nú gera upp“.“ Þannig hefst færsla Jóns. Síðan segir Jón frá því hvernig þau kynntust og eys yfir hana lofi:
Því næst fer Jón yfir það hversu illa hann hafi verið staddur í lífinu þegar leiðir þeirra Jógu lágu saman.
Jón segir einnig frá köllun Jógu, sem hann segir að sé sú sama og hann hafi; „Að standa með fólki sem er veikt, hrakið og einmana“.
Að lokum lýsir Jón sambandi þeirra hjóna:
Hafnarfjarðarbær leggur niður Hamarinn: „Við erum rekin og öllu hent í ruslið“
Óskar Steinn Ómarsson var rétt í þessu að segja frá niðurskurði hjá Hafnarfjarðarbæ sem bitnar á ungu fólki í bænum.
„Seinni partinn í gær fékk ég símtal frá mannauðsdeild Hafnarfjarðarbæjar. Mér var tilkynnt að fræðsluráð hefði, fyrr um daginn, ákveðið á fundi að leggja niður Hamarinn ungmennahús og segja upp mér og öðrum sem þar starfa.“
Óskar nefnir að „tillaga meirihluta fræðsluráðs var lögð fram, öllum að óvörum, í formi minnisblaðs sem unnið hafði verið fyrir luktum dyrum. Án aðkomu minnihlutans í fræðsluráði og án samráðs við okkur sem störfum í geiranum eða ungmenni sem nýta sér þjónustuna.“
Það sem Óskari þykir „einna verst er að ákvörðunin var tekin án nokkurs samráðs við ungmennaráð Hafnarfjarðar, sem hefur á síðustu misserum kallað eftir samráði við bæjaryfirvöld og komið með vel ígrundaðar tillögur um framtíðarfyrirkomulag ungmennahúsa í Hafnarfirði. Það er blaut tuska í andlit ungmennanna að þau hafi talað fyrir daufum eyrum og meirihluti bæjarstjórnar haft önnur áform allan tímann.“
Sjálfur byrjaði Óskar „að vinna með ungmennaráði Hafnarfjarðar haustið 2019 og fór í framhaldinu að sinna ýmsum öðrum verkefnum í Hamrinum ungmennahúsi, en Hamarinn var opnaður í kjölfar tillögu ungmennaráðs um stofnun ungmennahúss í Hafnarfirði. Ég hef meðal annars komið að því að setja af stað starf fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði og tekið þátt í Úti-Hamrinum, útivistarverkefni sem Margrét Gauja okkar kom af stað og hefur hjálpað svo mörgum ungmennum að kynnast náttúru Íslands og áhrifum útivistar á andlega heilsu.“
Hann segir að aðal verkefni hans „í Hamrinum hefur sem fyrr segir verið að aðstoða ungmennaráð Hafnarfjarðar í störfum sínum. Aðstoða þau við að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og koma hugmyndum sínum á framfæri. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að vinna með þessum ótrúlegu ungmennum, fylgja þeim í samstarfs- og ungmennaskiptaverkefnum bæði hérlendis og út fyrir landsteinana, hjálpa þeim að koma hugmyndum sínum í orð og leiðbeina þeim um stjórnsýslu bæjarins.“
Hann rekur endahnútinn á krafmikilli færslu sinni með þessum orðum:
„Það er með ólíkindum að meirihluti bæjarstjórnar hafi ákveðið að virða þau að vettugi og neita þeim um aðkomu að ákvörðun að þessari stærðargráðu. Framtíð ungmennaráðsins er óráðin og ekki að skilja á minnisblaði fræðsluráðs að því hafi verið gefinn nokkur gaumur hvar starfsemi þess lendir í þessum breytingum eða hvort við í Hamrinum eða einhver annar muni bera ábyrgð á því. Það eina sem við vitum er að við erum rekin og öllu því frábæra ungmennastarfi sem við höfum byggt upp á undanförnum árum verður hent í ruslið eftir sumarfrí.“
Halla Hrund og Katrín hart gagnrýndar: „Ekki hægt að kalla þjóðarmorð neitt annað en þjóðarmorð“
Heimildin var með kappræður þeirra forsetaframbjóðenda sem mælst hafa með yfir tvö prósent fylgi í skoðanakönnunum, á dögunum en Andri Sigurðsson skrifaði Facebook-færslu um eitt ákveðið atriði sem þar kom fram, sem vakið hefur athygli.
„Samkvæmt Heimildinni vill Halla Hrund og Katrín Jakobsdóttir ekki kalla þjóðarmorðið á Gaza sínu rétta nafni. „Hvorki Halla Hrund Logadóttir né Katrín Jakobsdóttir vildu fullyrða að um þjóðarmorð væri að ræða“,“ skrifar Andri í upphafi færslunnar.
Andri fer svo yfir það sem hann kallar hughyggju:
Segir hann að það þýði ekki að kjósa taktískt „ef valkostirnir eru ekki mikið skárri“ og telur svo upp valkostina sem hugnast honum ekki.
Að lokum lýsir Andri yfir stuðningi við Steinunni Ólína Þorsteinsdóttur:
Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt 26 sinnum þegar þetta er skrifað og þó nokkrir hafa skrifað athugasemdir við hana. Þar á meðal Steinunn Ólína sjálf: „Það er ekki hægt að kalla þjóðarmorð neitt annað en þjóðarmorð.“
Að minnsta kosti 36.000 Palestínumenn hafa verið drepnir frá 7. október, þar af að minnsta kosti 15.000 börn.
Setuverkfall hafið í utanríkisráðuneytinu: „Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn!“
Setuverkfall stendur yfir í utanríkisráðuneytinu þar sem mótmælendur hafa komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins til að mótmæla aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda hvað varðar þjóðarmorðið á Gaza
Hér má sjá yfirlýsingu mótmælenda:
Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði. Íslensk yfirvöld verða að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum árásum Ísraels á Palestínu. Með aðgerðaleysi sínu gera yfirvöld almenning samsekan í þjóðarmorði. Meirihluti almennings er á móti þjóðarmorðinu á Gaza og vilja að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. Siðferðislegur brestur yfirvalda er algjör.
Þann 13. október sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, á miðlinum X: „Alþjóðalög kveða á um réttindi og skyldur. Bæði eru heilög.“ Hvað ber íslenskum yfirvöldum að gera þegar þessi heilögu réttindi og skyldur eru virt að vettugi?
Ísland á aðild að Alþjóðadómstólnum og Alþjóða sakamáladómstólnum, sem báðir hafa úrskurðað um að Ísrael beri að stöðva allar árásir í Palestínu, bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, og hleypa tafarlaust inn mannúðaraðstoð í gegnum landamærin hjá Rafah. Þá hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökutilskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. En hvað gerir Ísrael eftir slík fyrirmæli?
Ísrael hefur ekki einungis hundsað tilskipanir dómstólanna heldur stóraukið á árásir í kjölfar þeirra, nú síðast með hryllilegri loftárás á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah þann 26. maí. Árásin var gerð á svæði sem Ísrael lofaði að ætti að vera öruggt og voru þar fjöldi saklausra borgara, barna!, sem brennd voru lifandi. Enn er ekkert lát á árásum Ísraels á Rafah í sjónmáli. Í kjölfarið sagði utanríkisráðherra að íslensk yfirv öld kalli eftir því að skipanir Alþjóðadómstólsins séu virtar og að komið sé á tafarlausu vopnahléi. Í kvöldfréttum sama dag nefnir hún ekki eina einustu aðgerð sem íslensk stjórnvöld ætla að ráðast í til að þrýsta á um að svo verði, heldur ýjar eingöngu að því að ákveði Evrópusambandið að grípa til aðgerða gæti verið að Ísland styðji þær.
Ísland tók frumkvæði árið 2011 með því að verða fyrst vestur-evrópskra þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstæða þjóð. Íslandi ber skylda til þess að framfylgja viðurkenningu okkar á Palestínu sem fullvalda ríki, annað er sýndarmennska og hræsni. Nýlega viðurkenndu Noregur, Írland og Spánn sjálfstæði Palestínu. Það er ekkert því til fyrirstöðu, annað en pólitískur vilji íslensku ríkisstjórnarinnar, að við höfum nú frumkvæði að samstarfi við þessar þjóðir og tökum til aðgerða til að knýja á um tafarlaust, varanlegt vopnahlé á Gaza, endalok hernáms Ísraels í Palestínu og að réttur palestínsks flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna og eigna sé tryggður, eins og samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 194 gerir ráð fyrir.
Þar sem íslensk yfirvöld virðast ófær um að kortleggja sjálf slíkar aðgerðir, eru hér dæmi. Við krefjumst þess að:
- Settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki.
- Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki.
- Að Ísland styðja málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis við Alþjóðadómstólinn.
- Að utanríkisráðherra hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um að samhæfa aðgerðir.
Til að sýna fordæmi um stuðning við palestínsku þjóðina í verki skipuleggjum við setumótmæli í Utanríkisráðuneytinu. Lífið getur ekki gengið sinn vanagang á meðan þjóðarmorð á sér stað, þegar tugir þúsunda hafa verið myrt og særð með kerfisbundnum hætti. Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn! Því munum við trufla eðlilegan gang yfirvalda þar til þau bregðast við í samræmi við siðferðislegar skyldur og lagalegar skuldbindingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Þessi aðgerð er einn liður að því markmiði.
Lifi frjáls Palestína!
Hér má svo sjá myndskeið frá mótmælunum: Video (2)
Leikskóli í slæmum málum eftir að barn komst í kókaínpoka starfsmanns
Leikskólinn KinderCare í Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum er í vondum málum eftir að kókaín fannst í þvagi eins árs gamals drengs sem sækir leikskólann.
Fyrr í mánuðinum hringdi starfsmaður leikskólans í Kimberly Hopson, móður drengsins, og tilkynnti að hann væri orðinn mjög veikur og hún þyrfti að koma sækja son sinn. Þegar Hopson mætti var strákurinn þakinn marblettum og sárum. Í framhaldi af því fór hún með son sinn á sjúkrahús þar sem ýmsar rannsóknir voru framkvæmdar og fannst kókaíni í þvagi drengsins. Þá var haft samband við lögreglu bæjarsins og við leit á leikskólanum fann lögreglan poka af kókaíni sem starfsmaður hafði komið með og er talið að sonur Hopson hafi komst í pokann.
Leikskólinn hefur beðist afsökunar á atvikinu og sagst ætla að borga fyrir allan lækniskostnað en Hopson hefur gefið það út að hún muni fara í mál við leikskólann. Leikskólinn hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið.
Vinkona Johnny Wactor lýsir síðustu augnablikum hans: „Af okkur stafaði engin ógn“
Sagt var frá því á dögunum að General Hospital leikarinn Johnny Wactor hafi verið skotinn til bana í Los Angeles, eftir að hafa beðið menn sem voru að reyna að stela hvarfakúti úr bíl hans, að fara í burtu frá bílnum. Vinkona hans og samstarfskona lýsir nú síðustu augnablikum hans en hún var með honum þegar hinn hryllilegi atburður átti sér stað.
Vinirnir unnu saman sem barþjónar og voru að koma af vakt þegar þau sáu nokkra karlmenn vesenast við bíl Johnny.
„Vinur minn til átta ára fór úr því að hlæja með mér, vinna hlið við hlið við mig, yfirgefa barþjónavaktina okkar með mér og ganga að bílunum okkar með mér,“ skrifaði vinkonan, Anita Joy á Instagram 29. maí, „yfir í það að deyja í fanginu á mér á götum miðborgar Los Angeles, klukkan 3 að morgni.“
Joy sagði atvikið hafa gerst „á einu augnabliki“ þegar hún og Wactor nálguðust menn sem voru að fikta í bíl hans.
„Við nálguðumst mennina varlega, spurðum hvað þeir væru að gera, í fyrstu héldum við að verið væri að draga bílinn,“ skrifaði hún. „Af okkur stafaði engin ógn og Johnny hélt ró sinni eins og hann gerði alltaf, sagði einfaldlega að þetta væri bíllinn hans og að þeir þyrftu að fara í burtu. Hendur opnar friðsamlega til hliðar.“
Hún tók fram að Wactor hafi staðið á milli hennar og mannsins sem skaut hann, sem verndaði hana fyrir ofbeldi.
„Þegar ég heyrði skotið óma inn í nóttina, féll hann kröftuglega aftur á bak í fangið á mér,“ rifjaði hún upp. „Þegar ég greip í hann, hrópaði ég „Elskan, er allt í lagi?“ Og hann svaraði bara: „Nei! Skotinn!“ Við veltumst út á götu þar sem ég ýtti fótunum undir hann og reyndi að halda líkama hans uppi á meðan ég öskraði á hjálp og öskraði á hann að vera áfram með mér.“
Einn öryggisvarðanna á vinnustaðnum þeirra hljóp til þeirra eftir að hafa hringt í neyðarlínuna. Vinnufélagarnir tveir reyndu að bjarga Wactor með því að framkvæma endurlífgun á meðan þeir biðu eftir að lögreglan kæmi.
„Við bundum gallaakkann minn utan um hann til að stöðva blæðingarnar,“ hélt hún áfram. „Þetta var of nálægt færi, of mikið sár til að hann gæti lifað það af en Guð minn góður, hann barðist fyrir að halda lífi. Ég er gjörsamlega miður mín og svo ótrúlega reið. Það eina sem veitir mér frið er að ég var með honum og hann lenti ekki einn í þessu. Það eina sem mun veita mér ró mun vera að sjá þessa hræðilegu menn dregna fyrir rétt.“
Joy hélt áfram að heiðra manneskjuna sem Wactor var, og hrósaði hversu „gegnheill“ Siberia-leikarinn var og hæfileika hans „til að láta hverjum og einum líða svo sérstökum í augum hans“.
Og hún hélt áfram:
„Orkan hans var segulmögnuð og dró þig svo áreynslulaust inn – þú varst öruggur hjá honum,“ sagði hún. „Hann kom fram við alla af ást, virðingu, samúð og hann „sá“ þig í raun. Hann var fallegur, aulalegur fyrir allan peninginn, fullur af vinnusiðferði og gildum.“
Joy rifjar upp hvernig hann kallaði hana ástúðlega „Aníta Bonita,“. „Ég vona að endurhljómun raddar hans, að segja þetta í hvert skipti sem ég sá hann, fari aldrei úr minni mínu. Johnny lét mann falla algjörlega fyrir sér um leið og maður leit í stóru, bláu augu hans, og fyrir neðan þau aulalegt glott. Algjörlega einn besti maður sem ég hef kynnst.“
Johnny Wacktor var aðeins 37 ára er hann lést.
Hógvær Freyr hrósar þjálfara Vals: „Óskar er kóngurinn“
Mikil umræða hefur skapast undanfarnar vikur í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um góðan árangur íslenskra íþróttaþjálfara á árinu og hefur árangur Freys Alexanderssonar, þjálfara knattspyrnuliðsins K.V. Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni, ekki farið framhjá neinum íþróttaaðdáanda en hann tók við liðinu í janúar þegar liðið var í neðsta sæti deildarinnar og hafði ekki unnið leik í þrjá mánuði en undir stjórn hans tókst honum að bjarga liðinu frá falli.
Hafa einhverjir sófasérfræðingar sagt að Freyr muni án nokkurs vafa vera kosinn þjálfari ársins en sjálfur telur Freyr að Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, standi honum framar þetta árið en Óskar gerði Val að Evrópubikarmeistarum og er það fyrsta sinn sem íslenskt lið vinnur Evrópukeppni í handbolta.
Í færslu á Twitter segir Freyr einfaldlega: „Óskar er kóngurinn. Ég og Finnur mætum bara í partyið“