Sólveig Elvina Sigurðardóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu á sunnudaginn, á Akureyri en þar hefur hún búið frá 18 ára aldri. Af tilefni af þessu merku tímamótum heimsótti bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir, afmælisbarnið og færði henni fagrann blómvönd frá bæjarstjórn Akureyrar, líkt og hefð er fyrir þegar bæjarbúi nær 100 ára aldrinum.
Sólveig fæddist 26. maí 1924 í Ólafsfirði og ól þar manninn til 18 ára aldurs þegar hún flutti til Akureyrar. Þar giftist hún Ottó Aríusi Snæbjörnssyni (1920-2012) og saman eignuðust þau soninn Magnús Aríus sem lést árið 2011 en lét eftir sig þrjú mannvænleg börn sem eiga orðið marga afkomendur.
Sólveig vann 32 ár í Sambandsverksmiðjunum á Gleráreyrum, fyrst í fataverksmiðjunni Heklu en síðan í skógerðinni Iðunni. Í spjalli við Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra lýsti hún því hvílíkt reiðarslag það var þegar verksmiðjunum var lokað og um 800 manns misstu vinnuna.
Sólveig er lífsglöð og mjög ern. Hún segist taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði, eldar sjálf sinn mat og nýtur þess að búa á 4. hæð á fallegum stað með útsýni út Eyjafjörðinn.
Afmælisveislan var haldin með pompi og prakt á sunnudaginn og þá kom meðal annars einn af nágrönnum Sólveigar færandi hendi með afmælisgjöf frá öðrum íbúum fjölbýlishússins. „En hann er nú svo ungur,“ segir Sólveig. „Held að hann sé ekki nema 93ja ára.“
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti í gærkvöldi dæmi um þær viðurstyggilegu skilaboð sem honum hefur borist frá því að hann lýsti opinberlega yfir stuðningi sínum við Katrínu Jakobsdóttur sem nú býður sig fram til embættis forseta.
Sagt var frá frásögn Bubba í fjölmiðlum í gær, af hótunum og viðbjóðslegum skilaboðum sem fólk hefur verið að senda á hann á samfélagsmiðlunum en fólkið virðist afar ósátt við stuðning hans við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda. „Hvað fær fólk til að senda ljót skilaboð, krefja mann um skýringar, hóta manni, ógna manni? Fara inn á heimasíðu manns með dólg, viðhafa orðbragð sem viðkomandi myndi aldrei nota heima hjá sér? Dæmi: Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin? Söngstu ekki um hommana, viðbjóðurinn þinn? Ertu að móti þeim núna? Og margt fleira sem er ekki hafandi eftir. Þetta er stöðugt áreiti frá því að ég lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar.“ Þetta er meðal þess sem Bubbi skrifaði í Facebook-færslu þar sem hann segir frá áreitinu.
Í gærkvöldi bætti hann svo um betur og birti dæmi um slík skilaboð en í þeim stendur einfaldlega: „Hengdu þig bubbi“.
Fjölmargir tjá sig um skjáskot Bubba og eru á einu máli um að þetta sé rangt og að sendandinn þurfi hjálp. Sendandinn, Eiríkur Björnsson er einn af þeim sem skrifar athugasemd en virðist ekki kunna að skammast sín en hann skrifaði: „Bubbi er Bjáni.“
Tónlistamaðurinn magnaði, Bubbi Morthens, lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Bubbi tók sér stöðu við hlið Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors á eftirlaunum, og Kristjáns Þórs Júlíussonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og lýsti stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands.
Bubbi steig skrefinu lengra en Sjálfstæðismennirnir og ljáir auglýsingum Katrínar rödd sína þar sem hann mærir forsætisráðherrann fyrrverandi. Bubbi varð svo fyrir nokkru áfalli þegar nettröll veittust að honum fyrir að styðja Katrínu. Hann barmar sér undan árásunum á Facebook og tiltekur nokkur dæmi.
„Hvað fær fólk til að senda ljót skilaboð, krefja mann um skýringar, hóta manni, ógna manni? Fara inn á heimasíðu manns með dólg, viðhafa orðbragð sem viðkomandi myndi aldrei nota heima hjá sér? Dæmi: Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin? Söngstu ekki um hommana, viðbjóðurinn þinn?“ Ertu á móti þeim núna? Og margt fleira sem er ekki hafandi eftir. Þetta er stöðugt áreiti frá því að ég lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar,“ skrifar Bubbi í færslu á Facebook.
Bubbi er sjálfur þekktur fyrir vægan dólgshátt og að kalla ekki allt ömmu sína í deilum á Netinu. Hann segist þó aldrei myndu hegða sér með þessum hætti.
„Aldrei dytti mér í hug að fara inná síður hjá öðrum með dólg líkt og fólk gerir hjá mér. Ég skulda engum neitt, hvað þá skýringar. Það kveður svo rammt að þessu að fólk veigrar sér við því að lýsa yfir stuðningi við framboð Katrínar opinberlega því það er ráðist á það um leið,“ skrifar Bubbi með grátstafinn í lyklaborðinu …
Seinheppinn búðarþjófur var staðinn að verki við að stela í austurborginni. Lögreglan var kölluð til. Niðurstaðan varð sú að handtaka konuna og færa hana á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem tekin var skýrsla af henni og hún síðan látin laus.
Fleiri búðarþjófar voru á ferli í gærkvöld. Upp komst um að minnsta kosti þrjá aðra sem voru við iðju sína í jafnmörgum hverfum borgarinnar. Mál þeirra voru öll afgreidd á vettvangi og þeim síðan sleppt.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir við akstur þar sem þeir voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Mál þeirra voru afgreidd með sekt. Símtölin eru frekar dýru verði keypt því hinir málglöðu ökumenn þurfa að greiða 40 þúsund krónur hver.
Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður í akstri. Hann reyndist vera réttindalaus. Mál hans afgreitt með sekt og hann sviptur ökutæki sínu.
Íbúum á Grafarholti varð sumum ekki svefnsamt vega hávaða frá nágranna sem spilaði tónlist sína hástöfum. Lögreglan var kölluð til og mætti á vettvang. Íbúinn hávaðasami lofaði að lækka og varð þá allt með kyrrum kjörum.
Tilkynnt var um þjófnað úr bifreið í Úlfarsárdal. Málið var afgreitt á vettvangi.
Sonur Þórunnar Ólafsdóttur frá Ölfusi, týndi rándýrum sérsmíðuðum gleraugum sínum árið 1994 en hann hafði verið að leika sér með frænku sinni. Eftir ítarlega en árangurslausa leit að gleraugunum ákvað Þórunn að leita á náðir miðils.
Þórunn hafði séð Njál Torfason miðil í viðtali í blaði og fengið þá flugu í höfuðið að prufa að hringja í hann og biðja hann um hjálp við að finna gleraugun. Sagðist Njáll vera upptekinn en að hann skyldi hringja síðar. Sem hann og gerði en í símtalinu gerði miðillinn sér lítið fyrir og lýsti eldhúsi Þórunnar og íbúð foreldra hennar sem bjuggu í næsta húsi. Benti Njáll svo Þórunni á mögulegan felustað gleraugnanna og viti menn, þar fundust þau!
Hér má lesa frétt DV um málið á sínum tíma:
Reynslusaga konu í Ölfusi: Miðill fann týnd gleraugu barns „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég skil þetta ekki. Ég þekki ekki manninn og hann ekki mig. Ég leyfi mér að fullyrða að hann hefur ekki komið hingað áður. Þetta er bara yfirnáttúrulegt,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir, sem býr að Hrauni í Ölfusi. Þórhildur upplifði fyrir nokkrum dögum eitt það furðulegasta sem fyrir hana hefur komið að eigin sögn. Það var föstudaginn 13. maí sem sonur Þórunnar var að leika sér ásamt frænku sinni. Sonur hennar notar sterk, sérsmíðuð gleraugu og hafði verið með þau í hulstri þegar hann var að leika sér. Þegar hann kom heim til sín umræddan dag kom í ljós að hann hafði týnt þessu. Móðir hans og fleiri gerðu dauðaleit að gleraugunum þar sem ljóst er að þau eru dýr og langan tíma tekur að framleiða þau. Leitað var úti og inni í á þriðju viku en án árangurs. Meðal annars leitaði Þórunn í læk sem frændsystkinin voru að leika sér í. „Það var búið að snúa öllu við en ekkert gekk. Síðan var ég að lesa eitthvert blað og sá þar viðtal við Njál Torfason og datt í huga að hringja í hann og hugsaði með mér að það gerði þá ekkert til. Það tekur svo langan tíma að smíða þessi gleraugu og fá þau afhent. Ég hringdi því í manninn og hann sagðist ekki hafa tíma til að sinna mér núna en tók niöur númerið og sagðist hafa samband seinna. Svo hringdi hann nokkrum dögum seinna og byrjaði að lýsa eldhúsinu sem er alveg ótrúlegt. Síðan byrjar hann að lýsa heimili foreldra minna sem búa í næsta húsi. Þar er eitt herbergi með ofni og glugga yfir sem hann lýsir. Hann talaði mikið um gluggann og sagði mér að athuga hvort þetta væri ekki bara bak við ofninn eða undir dívaninum. Ég kvaddi hann og dóttir mín og ég fórum beint til foreldra minna og byrjuðum að leita í herberginu. Og viti menn, þar liggur gleraugnahulstrið og gleraugun í,“ segir Þórhildur.
Elísabetu Jökulsdóttur gengur allt í haginn um þessar mundir, eða því sem næst. Hún vinnur nú að glænýrri bók sem fjallar um konu sem flytur til Hveragerðis en kemur sér ekki úr spori sökum kvíða. Sjálf flutti hún einmitt til Hveragerðis og þjáist af kvíða. Mannlíf ræddi við Elísabetu um listina, daginn og veginn. Og kvíðann.
Hin margverðlaunaða skáldkona og rithöfundur, Elísabet Jökulsdóttir er eitt af óskabörnum þjóðarinnar en hún er þekkt fyrir hispursleysi, húmor, einlægni og frumleika, svo fátt eitt sé nefnt. Hún er ekki vön að feta troðnar slóðir, svo mikið er víst.
Þessa dagana er Elísabet í heimsókn í Reykjavík en fer brátt aftur heim í Hveragerði. „Ég segi allt fínt nema ég er alveg ofboðslega eitthvað þreytt og lúin og mig svimar af þreytu. Ég er búin að vera að gera svo mikið, hitta svo marga. Svo fer ég alltaf að sofa klukkan átta en ég fór að sofa klukkan hálf eitt í gær af því að ég var í Silfrinu. En ég hef það voða fínt og það er gaman í bænum. Ég vil ekkert fara aftur heim strax,“ segir Elísabet í samtali við Mannlíf.
Saknaðarilmur, leikrit sem gert er eftir samnefndri bók Elísabetar hefur heldur betur slegið í gegn en nýverið hlaut leikritið flestar tilnefningar Grímuverðlaunanna sem fram fara annað kvöld en skáldið ætlar auðvitað að mæta. „Já, ég ætla að mæta,“ segir Elísabet aðspurð hvort hún ætli að fara á Grímuna. „Maður er bara stoppaður út á götu,“ heldur hún áfram, og á við vinsældir leikritsins. „Ég hitti konu í gær sem fer aldrei í leikhús af prinsipp ástæðum, sagði hún mér en hún hefði farið á þetta og væri alveg í skýjunum.“
Erfiður flutningur
Eins og oft hefur komið fram hér fyrir ofan, flutti Elísabet nýlega til Hveragerðis en hvernig er lífið þar? „Það er bara fínt. Það tók mig átta mánuði að vera í sorgarferli út af gamla húsinu mínu en svo allt í einu reis ég upp og fór að gróðursetja ræturnar og kannski á ég eftir að eiga heima í Hveragerði alla mína ævi, ég veit það ekki. En ég tek alltaf eitt ár í viðbót, one year at a time. En bærinn er voða fallegur, með foss í miðjunni og allan þennan gróður. En Reykjavík er líka voðalega falleg með öll sín tré. Í gamla hverfinu mínu, þar er maður eins og umvafin skógi. En svo hef ég verið með, til að tengjast Hveragerði, ljóðalestur og hljóðfæraslátt á listasafninu, fjórum sinnum í fyrrasumar. Það var voða gaman því maður vildi gefa eitthvað til bæjarfélagsins og tengjast.“
Síðustu ár hefur Elísabet glímt við erfið nýrnaveikindi en henni líður nú orðið betur með nýtt nýra. „Nema ég þarf að sofa voða mikið. En þá er ég með alveg fulla orku. Ég sef alveg tíu, tólf tíma, eins og engill. En þá er ég líka alveg á fullu í tólf tíma, get bara unnið eins og herforingi og ekkert bítur á mig.“
Kvíði í Hveragerði
Elísabet situr alls ekki auðum höndum eins og sést hér að ofan en fyrir utan þess að sækja verðlaunahátíðir og sjónvarpsþætti, situr hún nú við skrif á glænýrri bók.
En um hvað er hún? „Hún er um konu sem flytur til Hveragerðis og lokast inni. Og þá fer hún að rannsaka allar fyrri innilokanir sínar, hvenær hún hafi lokast inni áður. Og hún hefur lokast inni í skaðlegu sambandi og hún hefur lokast inni í skjalatösku föður síns og hún hefur lokast inni í hugmyndum og herbergjum og leikhúsinu og afbrýðissemi og já, ef það er einhvers staðar innilokun þá skellir hún sér á hana þar til allt í einu er komið nóg og hún þolir ekki meira. Þá fer hún að rannsaka þetta, hvernig stendur á þessu. Og mótið er bara búið hjá henni eins og gengur, hvort sem þetta er kulnun eða burn out eða hvað það heitir. Alla vegana er hún algjörlega búin á því í upphafi bókarinnar og fer að rannsaka málið.“
Aðspurð segir Elísabet ekki enn vera komið nafn á bókina en nokkrar hugmyndir séu á lofti: „Ég hef kallað hana Fiðrildin eru komin og svo hef ég kallað hana Hvar sem þú ert en ég kalla hana bara núna Innilokunarkonan en ég veit ekki hvað hún mun koma til með að heita. Fiðrildin eru komin er nú gott og Elísabetarlegt nafn.“
En hvernig kom sagan til?
„Þetta kom bara allt í einu. Ég var búin að labba svo mikið um í íbúðinni í einmanaleika og leiða. Komst ekki út úr húsi og svo allt í einu fór ég bara að skrifa um það. Það var ógeðslega fyndið. Kona sem er að ráfa um og getur ekkert gert, getur ekki eldað mat og ekki farið í sturtu og svona. Og allt í einu varð hún bara kómísk þegar maður fór að skrifa þetta niður.“
Aðspurð hvort skrifin virki eins og þerapía fyrir hana, játar Elísabet því: „Já ég held það. Nú fer maður að komast út úr húsinu.“ Hún segist þó ekki vera orðin alveg full laus við kvíðann. „Ég get farið í sturtu núna en ég verð alltaf að mana mig upp í það. Ég tek alveg klukkutíma í að mana mig upp í það en stundum get ég bara skellt mér í sturtu eins og ég gerði í gamla daga. En ég er ekki farin að elda mat. Fyrst þegar ég kom til Hveragerðist hitaði ég 1944 rétti og ég keypti mér fisk. En nú er fiskbúðin farin og ég er ekki farin að geta eldað mat. Mig langar rosa mikið að geta spælt egg og búið til nautakjötsrétt og pastarétt en ég einhvern veginn fæ mig ekki til þess en þetta er afgangur af þessum kvíða sem ég hef verið með. Kvíðinn er mikið verri en þessi nýrnaveikindi, þau eru nú ekki neitt miðað við þennan kvíða. En ég er farin að geta keyrt, ég hef keyri um eins og herforingi í viku og á eftir að keyra heim á laugardaginn til þess að kjósa. Þannig að þetta kemur allt saman.“
En hvern ætlar Elísabet, sem bauð sig sjálf fram til embættis forseta árið 2016, að kjósa?
„Ég ætla að kjósa Steinunni Ólínu.“
Verðlaunabugun
Eins og áður hefur komið fram hér, er allt á fullu farti hjá Elísabetu þessi misserin en hún spaugar með álagið: „Ég er búin að vera sex mánuði að skrifa þessa sögu og svo hef ég náttúrulega verið að taka á móti verðlaunum og viðurkenningum. Það er mjög mikil bugun í því,“ segir Elísabet og skellir upp úr. „Ég fer bráðum að skrifa um konuna sem bugaðist af verðlaunaafhendingum.“
Það tók stofnanir og samtök sem útdeila viðurkenningum og verðlaunum nokkuð langan tíma að uppgötva Elísabetu sem skáld og rithöfund en fyrsta bók hennar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989. Árið 2008 hlaut hún Fjöruverðlaunin fyrir bókina Heilræði lásasmiðsins og síðan hafa verðlaunin og viðurkenningarnar streymt til hennar. Að spurð hvað henni fyndist um það hversu seint hún fór að hljóta viðurkenningar fyrir verk sín svaraði Elísabet um hæl: „Það fer eftir því hvað maður kallar viðurkenningu. Ég hef gefið út 27 bækur og tvær síðustu voru gefnar út af forlagi og það er allt annað að vera undir handarjaðri forlags heldur en að gefa út sjálfur. Það er svo mikið hark.“
Elísabet seldi bækur sínar lengi vel í Melabúðinni og fékk þar fjölmargar viðurkenningar, frá fólkinu sem hún hitti þar. „Ég var að selja í Melabúðinni og ég fékk fullt af viðurkenningum þar og hitti lesendur sína auglitis til auglitis og átti stefnumót við lesendur eins og einhvern tíma var sagt. Og það var rosalega skemmtilegt. Fólk var að gefa manni viðurkenningu þótt það væri ekki verðlaun á Bessastöðum. Þetta var eitt heljarinnar ævintýri en ég var búin að selja í Melabúðinni í 20 ár og þá var kominn tími til að breyta um, svo maður staðni ekki og fólk fái ekki leið á manni þarna. En ég vil endilega taka það fram að forlagið heldur mjög vel utan um mig og þeir hugsa um mig eins og blóm í eggi og eru voða faglegir og nice líka. Þeir koma bara til Hveragerðis í heimsókn.“
Fyrirmyndirnar
Elísabet kveðst eiga þó nokkrar fyrirmyndir í listinni. „Mér dettur nú í hug Kristín Gunnlaugsdóttir, listmálari. Hún þorir að hafa kúgvendingu í sinni list. Hún fór úr því að mála íkona í kalþólskum stíl yfir í því að sauma risastórar píkumyndir. Mér finnst þetta mjög virðingavert og mér til fyrirmyndar þegar listamenn nenna að brjóta upp, gera eitthvað allt annað. Og svo er það Linda Vilhjálmsdóttir. Hún yrkir allt öðruvísi en ég en hún er mikil fyrirmynd. Hún svona sparar orðin en ég kannski læt þau flakka, öll orðin sem mér dettur í hug. En svo hef ég lært af Lindu að spara stundum orðin og hafa þetta svona beggja blands. Svo get ég nefnt Chaplin líka. Svo var ég að uppgötva nýjan listmálara, hann heitir Jakob Veigar Sigurðsson og hann málar svona kaótískar myndir, eða þú veist, það er svo erfitt að segja að eitthvað sé kaótískt en hann svona lætur allt flakka. Svolítið eins og ég geri sjálf en það er gott þegar maður efast um það hvort maður eigi að láta allt flakka en skoðar svo myndirnar hans.“
Og fyrirmyndirnar eru fleiri: „Ég get líka nefnt Shakespear og Beckett, hann er svo góður að skrifa um ekki neitt og nýja bókin sem ég er að skrifa er kannski svolítið um ekki neitt.“
Þegar Mannlíf spurði Elísabetu hvort það væri eitthvað sem hún vildi segja að lokum, stóð ekki á svörum: „Lifi frjáls Palestína!“.
Allar ljósmyndirnar sem birtast með viðtalinu innihalda setningar úr Saknaðarilmi og eru aðsendar.
Fyrrverandi yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísraels, hótaði aðalsaksóknara Alþjóða sakamáladómstólsins (ICC) til að reyna að fá stríðsglæparannsókn árið 2021 fellda niður, segir í skýrslu sem The Guardian birti í dag.
Yossi Cohen, fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad, hótaði þáverandi saksóknara ICC, Fatou Bensouda, á leynilegum fundum, að því er blaðið The Guardian greindi frá í dag. Skýrslan er í samræmi við aðrar sem benda til þess að Ísrael og helstu vestrænu bandamenn þeirra hafi reynt að þrýsta á alþjóðlegar dómsmálastofnanir.
Leynileg tilraun Cohen til að þrýsta á Bensouda átti sér stað á árunum fyrir ákvörðun hennar um að hefja formlega rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni á hernumdum palestínskum svæðum, segir í skýrslunni en þar er vitnað í fjölmarga nafnlausa heimildarmenn.
Í síðustu viku sótti arftaki Bensouda, Karim Khan, um handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á grundvelli rannsóknarinnar sem hófst árið 2021.
Khan tilkynnti að embætti hans hefði „rökstudda ástæðu“ til að ætla að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant varnarmálaráðherra beri „glæpsamlega ábyrgð“ á „stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni“.
Einn einstaklingur sem var upplýstur um starfsemi Cohen sagði að hann hefði beitt „fyrirlitlegum aðferðum“ gegn Bensouda sem hluta af árangurslausri tilraun til að hræða hana og hafa áhrif á hana.
Samkvæmt heimiildum sem deilt er með embættismönnum ICC er hann sagður hafa sagt henni: „Þú ættir að hjálpa okkur og láta okkur sjá um þig. Þú vilt ekki lenda í hlutum sem gætu truflað öryggi þitt eða fjölskyldu þinnar.“
Khan sótti einnig um handtökuskipanir á hendur þremur leiðtogum Hamas – Yahya Sinwar, Mohammed Diab Ibrahim al-Masri (einnig þekktur sem Deif) og Ismail Haniyeh – fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.
Ísrael er ekki aðili að Alþjóða sakamáladómstólsins og viðurkennir ekki lögsögu þess.
Ísrael hefur einnig verið áskað um þjóðarmorð við Alþjóðadómstólinn (ICJ), æðsta dómstól Sameinuðu þjóðanna, sem, líkt og ICC, hefur aðsetur í Haag.
Sérfræðingar telja að ákærur ICC grafi enn frekar undan lögmæti stríðs Ísraels gegn Gaza og torveldi óvenjulegt samband þeirra við evrópska bandamenn sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Talið er að Bandaríkin, lykilbandamaður Ísraels, muni verja ísraelsk stjórnvöld fyrir afleiðingum alþjóðalagabrota þeirra.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði að aðgerð Khan gegn ísraelskum embættismönnum væri „svívirðileg“. Utanríkisráðherrann Antony Blinken gaf í skyn að Hvíta húsið væri til í að vinna með þingmönnum að lagasetningu til að refsa alþjóðadómstólnum. Nokkrir bandarískir þingmenn hafa einnig hvatt Washington til að beita refsiaðgerðum á hendur ICC eftir beiðni dómstólsins um handtökuskipunina.
Palestínumenn óttast að Ísrael og Bandaríkin muni þrýsta á dómara ICC um að hafna beiðnum Khan.
Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson er kominn heim eftir opinbera heimsókn til Afríkulandsins Malaví. Á lokakvöldinu steig hann dans með frumbyggjum af Ngoni-þjóðflokknum.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands sótti Malaví heim á dögunum, í tilefni 35 ára afmælis þróunarsamvinnu ríkjanna. Þar flutti hann meðal annars opnunarræðu á mannfjöldaráðstefnu Afríku í Lilongwe, höfuðborg Malaví, heimsótti fæðingardeild í héraðssjúkrahúsinu í Mangochi héraði og fleira.
Á lokakvöldi heimsóknarinnar steig Bjarni svo trylltan dans með Ngoni-frumbyggjunum, þó deila megi um danhæfileikana, undir tónum Hr. Hnetusmjörs. Birti hann af því myndskeið sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Með myndskeiðinu skrifaði hann eftirfarandi texta:
„Frá síðasta kvöldi heimsóknar til Malaví. Það hefur verið sannur heiður að heimsækja þetta fallega land og dásamlega fólkið sem þar býr. Malaví er sagt hið hlýja hjarta Afríku – og það eru orð að sönnu.
Í Malaví er glímt við hamfarir, til skiptis þurrka og flóð og ýmsar aðrar efnahagsáskoranir, en landið á ómæld tækifæri í fólki og fallegri náttúru. Við Íslendingar stöndum í dag hvað fremst meðal þjóða í hagsæld og lífskjörum, en það hefur ekki alltaf verið raunin og við notið góðs af stuðningi annarra þjóð þegar á hefur þurft að halda. Okkur er rétt og skylt að deila eigin reynslu og vinna með vinaþjóðum okkar og styðja í baráttu fyrir betri lífskjörum.
Í lok ferðar var 35 árum af þróunarsamvinnu fagnað með mat og tónlistaratriðum. Þjóðsöngurinn átti sinn stað. Ísland ögrum skorið var sungið af kór heimamanna, á íslensku! Hákarl, harðfiskur, sviðasulta og brennivín vöktu mismikla lukku heimafólks, en tónlistin öllu meiri. Svo vinsæll var Kópavogsbúinn @herrahnetusmjor að góður hópur Ngoni-fólks og drjúgur hluti ríkisstjórnar Malaví tók ekki annað í mál en að stíga saman við hann endurtekinn dans. Ég leyfi mér að láta afraksturinn fylgja.“
Knapinn Georgie Campell lést í fyrradag eftir að hafa fallið af hesti sínum í Bicton International Horse Trials-keppninni í suðvestur Englandi. Hún var aðeins 37 ára gömul. „Heilbrigðisstarfsmenn mættu strax eftir að hún féll við girðingu 5b, en því miður var ekki hægt að bjarga henni,“ sagði British Eventing, landsstjórn íþróttarinnar í Bretlandi, í yfirlýsingu sama dag. „Hesturinn, Global Quest, var metinn af dýralæknum á staðnum og var gengi aftur með hann í hesthúsið og er hann ómeiddur.
Stofnunin lauk tilkynningunni með eftirfarandi orðum: „Til að virða friðhelgi fjölskyldunnar á þessum afar erfiðu og sorglega tíma, verður engum frekari upplýsingar veittar.“
Georgie var margverðlaunaður knapi og keppti í meira en 200 mótum, að því er fram kemur í frétt BBC. Eiginmaður hennar Jessie Campbell er einnig knapi en hann keppti fyrir Nýja Sjáland á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.
Hjónin stofnuðu saman Team Campbell Eventing þar sem þau lögðu beindu athygli á reiðferil sinn á sameiginlegum Instagram-reikningi sem inniheldur myndbönd, ljósmyndir og uppfærslur frá keppnum.
Innan við þremur vikum fyrir atvikið birtu þau myndband af henni að æfa með hestinum Global Quest. Við myndbandið sem birtist 5. maí segir með stjörnumerktu emoji, „Global Quest upp á sitt besta“.
Georgie hefur einnig hrósað hestinum fyrir aðra reiðtúra. Í október deildi hún nokkrum myndum af hinum 11 ára hesti og skrifaði: „Frábær vika með Global Quest að gera það sem hann gerir best — að fljúga um XC og gefa mér klassareið.“
„Eftir að hafa lent í meiðslum í byrjun árs og þurft að taka því rólega, skorti okkur smá leikæfingu sem sýndi sig í klæðnaði og [stökki],“ útskýrði hún, „en það var svo frábært að hafa hann svo hressan og hraustan.“
Stefán Pálsson hæðist að þeim sem finna sig knúna til að láta heiminn vita hvern þau ætli sér að kjósa til forseta.
Samfélagsmiðlarnir eru troðfullir af færslum og ljósmyndum þar sem fólk gerir grein fyrir vali sínu í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, bjórsérfræðingur og margt fleira, er þó ekki einn af þeim. Þvert á móti. Í dag skrifaði hann skondna Facebook-færslu þar sem hann gerir grín að „sjálfhverfu“ fólki. Og birtir ljósmynda af sér í skemmtilega ljótri Luton-jólapeysu (þær eiga að vera ljótar).
Hér má sjá færsluna:
„Þetta er Stefán. Eins og margir Íslendingar er Stefán löngu búinn að ákveða sig fyrir forsetakosningarnar. Hann er þó ekki svo sjálfhverfur að finna sig knúinn til að skrifa tíu statusa um það hverja hann ætli að kjósa eða ekki kjósa, hvað þá að hann nenni að rífast og skammast á annara manna veggjum um málefnið. Þess í stað leggur hann sitt af mörkum til að bjarga geðheilsu þjóðarinnar með því að skrifa um fótbolta, teiknimyndasögur og sagnfræði í maímánuði.
Reynið að vera meira eins og Stefán. Jólapeysan er þó valkvæð.“
Óhætt er að segja að forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafi slegið í gegn hjá fjölmörgum í gær, þegar hún mætti í viðtalsþáttinn Forystusætið á RÚV.
Gríðarlega margir hafa tjáð sig um frammistöðu Steinunnar Ólína í þættinum á samfélagsmiðlum en hún þótti standa sig afar vel gegn Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur sem þótti ganga helst til of langt gagnvart Höllu Hrund Logadóttur í sama viðtalsþætti.
Einn þeirra sem dásamað hefur frammistöðu Steinunnar Ólínu, er Atli Þór Fanndal, samskiptastjóri Pírata.
„Ég hef eiginlega sjaldan verið jafn stoltur af því að telja Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur til vina. Frá því að hún ákvað að bjóða fram krafta sína sem forseta hefur hún gengið fram af heiðarleika og ást. Hún hefur neitað að undirgangast áróður um að embætti forseta sé svo ópólitískt að raunar sé bara dónaskapur að tala um nokkuð. Fyrir þetta hefur hún verið kölluð öllum illum nöfnum af slefberum valdsins.“ Þannig hefst Facebook-færsla Atla Þórs en svo heldur hann áfram:
„Steinunn hefur frá fyrsta degi komið hreint og beint fram. Hún hefur rutt veginn fyrir aðra frambjóðendur sem á fyrstu dögum kosningabaráttu voru skammaðir fyrir að svo mikið sem tjá sig um þá fáránlegu stöðu að forsætisráðherra fyrrverandi ætli sér að skipta um kennitölu og lögheimili á meðan við eigum bara að láta það vera að minnast á feril Katrínar og það þrotabú sem hún skilur eftir. Það er ekki alltaf þannig að maður eignist marga vini með því að segja hluti upphátt en maður eignast rétta vini. Steinunn Ólína er enn eitt dæmið um konu sem gefur af sér og er ósérhlífin. Það er aðdáunarvert.“
Að lokum dregur Atli Þór upp nokkur höfuðatriði úr þættinum þar sem hann þótti Steinunn skara framm úr.
„Í þættinum í gær afhjúpaði hún svo snyrtilega og vel það yfirgengilega snobb sem okkur sem ekki erum í réttum flokki mætir í hvert sinn sem við viljum hafa eitthvað um samfélagið að segja. Allt var gert til að geta litið úr málflutningi hennar í viðtalinu og alltaf svaraði hún brosandi og upplýst til baka. Bjarni Benediktsson er ekki kjörinn forsætisráðherra. RÚV notar sjálft skoðanakannanir til að flokka fólk í A og B lið en ekki þegar kemur að því að meta hvort ríkisstjórnin eða Bjarni séu raunverulega með lýðræðislegt mandate. Og já, lagareldi er tilraun til að auka ójöfnuð. Til hamingju Steinunn!“
ALKASTIÐ FÓR Í HEIMAVITJUN Í ÞETTA SKIPTIÐ OG ÞVÍ ERU HLJÓMGÆÐI EKKI EINS OG Á AÐ VENJAST.
Nýjasti gestur Alkastsins, sem er í boði Þvottahúss-samsteypunar, er engin annar en Sævar Kolanduvelu sem einnig gengur undir listamannsnafninu Poetrix. Þetta viðtal krafðist heimavitjunar í fyrsta skiptið í sögu Þvottahússins því Sævar er stórslasaður og á því erfitt með samgöngur. Því fór viðtalið fram í eldhúsinu hjá Sævari í Kópavogi.
Sævar, sem var áberandi fyrir tæpum tveimur áratugum á íslensku rappsenunni, er staddur á tímamótum þar sem líf hans hangir á bláþræði. Fyrir um átta árum síðan varð hann fyrir meiðslum sem ofan á genetískan stoðkerfisgalla er búinn að setja allt stoðkerfið og andlega heilsu hans bókstaflega á hvolf.
Meiðslin lýsa sér þannig að liðband sem heldur saman spjaldhrygg, neðstu hryggjarliðum og mjaðmagrindinni og festir hrygginn við mjöðm, er slitið. Sævar lýsir því svo að vegna þessa séu þessir líkamshlutar hreinlega að rifna sundur og hryggurinn að losna smám saman frá mjöðminni. Slitið veldur því að hryggur hans togast langt umfram eðlilega hreyfigetu, en slíkt kallast á ensku out of save limits og öll liðbönd í baki hans eru hreinlega að rakna upp.
Þetta ferli veldur svo keðjuverkun og er Sævar í dag með að minnsta kosti 16 aukaáverka víðsvegar um líkamann. Til þess að fá bót sinna meina þarf að festa saman á honum spjaldhrygginn, neðstu hryggjarliðina og mjaðmagrind með skrúfum og gera aðgerð á mjaðmakúlunni, sem er farin að losna úr liðnum.
Þá þarf að laga meðfæddan stoðkerfisgalla á neðri ganglim sem hefur mikil áhrif á líkamsbeitingu og er talin vera ein af orsökum þess að liðbandið slitnaði til að byrja með, en stoðkerfisgallinn veldur því að óeðlilegt álag myndast á þetta tiltekna liðband.
Í viðtalinu fer Sævar yfir viðbrögð hins íslenska heilbrigðiskerfis sem, vægast sagt, miðað við lýsingarnar, eru hreint út sagt hræðilegar. Skipti eftir skipti hefur honum verið vísað út af læknum og heilbrigðisstarfsfólki með þau skilaboð að meislin séu af andlegum toga og að hann sé haldin sjúklegri viðurkenningarþörf og athyglissýki. „Síðast þegar ég fór á bráðamóttöku í frekar slæmu ástandi fyrir fjórum mánuðum síðan, þá kom læknir sem sagði að það væri ekkert að mér nema viðurkenningarþörf. Að ég væri með svo mikla þörf fyrir athygli og viðurkenningu, þess vegna væri ég að koma þangað í þessi samtöl, til að fá athygli,“ segir Sævar og Gunnar spyr hvort læknirinn hafi hitt hann áður. Sævar svaraði: „Nei, nei, aldrei hitt hann áður.“ Og Sævar heldur áfram: „Hjúkkur hafa líka komið fram á Bráðamóttökunni og ég sagt að ég sé slasaður og þurfi aðstoð. Þær hafa sagt við mig „Þú ert ekkert slasaður“. Ég hef ekkert hitt þessar hjúkkur áður. Ég get alveg talað í allan dag hversu oft ég hef lent í einhverju sem má kalla ofbeldi af hálfu kerfisins.“
Það sem Sævar vill meina að þurfi að gera er að saga hann allan í sundur og skrúfa saman aftur. Smíða þurfi bæði mjöðm og fótlegg upp á nýtt með öllu sem því fylgir. Einnig segist hann þurfa aðgerð á hálsi en til að vel geti farið þarf að byrja aðgerðirnar neðan frá og vinna sig upp á við til að líkur hans á eðlilegu lífi séu sem bestar.
Hann hefur þegar farið í tvær aðgerðir, þar sem varð að fjarlægja úr honum rif vegna afleidds liðbandaskaða og það farið úr lið, þrengjandi að æðum í hálsinum; lífsógnandi ástand. Þó sú aðgerð hafi bjargað lífi hans á þeim tímapunkti, veikti hún stoðkerfið enn frekar.
Sævar hefur þurft að gera allar rannsóknir sjálfur, og ferðast erlendis í leit að hjálp til að berjast fyrir því að greining sín yrði samþykkt í læknasamfélaginu.
Sævar segist vel skilja viðhorf lækna hér á landi því hann skilji hvað búi að baki því mótlæti og hroka sem hann hefur mætt. Fyrir lækna með margra áratuga langa menntun á bakinu sé það upplifað sem klár ógn við stöðu þeirra sem fagmenn, sem og stöðu þeirra í hálf buguðu heilbrigðiskerfi hér á landi, þegar hér komi einhver strákpjakkur með mikla áfalla- og fíknisögu og beri á borð greiningar sem hann sjálfur hefur greint ásamt anatómískri aðgerðaráætlun.
Hann telur svo vera að engin heilbrigðisstarfsmaður meini neitt illt með þessu heldur sé aðeins um vissan sjálfsvarnarmekanisma að ræða sem framkalli þessi viðbrögð. Gunnar spurði hann hvort hann, með alla sína greind, hefði getað spilað þetta á einhvern annan hátt svo að skilvirkt ávarp eða meðhöndlun hefði átt sér stað. Sævar vill ekki meina að svo sé. Segist hann hafi lengi vel komið með litla sem enga vitneskju um hvað amaði að sér og fullur auðmýktar en eitthvað virtist standa í vegi fyrir því ferli sem hann átti von á að myndi hefjast þegar hann óskaði eftir aðstoð, kvalinn og þjáður.
Staðan á Sævari er sú í dag að söfnun er hafin fyrir 3 aðgerðum sem framkvæmdar verða í Tyrklandi. Aðgerðirnar sem fyrirhugaðar eru hafa verið skipulagðar af tyrkneskum læknum í samræmi við þeirra rannsóknir sem og þeim upplýsingum sem Sævar hafði safnað og greint sjálfur á ástandinu sem tyrknesku læknarnir hafa staðfest að séu réttar. Eftir að teymi af bæklunar- og heila- og taugaskurðlæknum eyddu viku í að fara yfir gögnin, útskýrðu þeir að þeir væru sammála greiningunni, og aðgerða væri þörf til að laga meðfæddan stoðkerfisgalla á neðri ganglim, sem og á mjaðmalið og að lokum að festa saman neðstu þrjá hryggjarliði, spjaldhrygg og mjaðmabein saman og gera stöðugt.
Til að koma í veg fyrir að meiðsli hans versni, en honum hrakar stöðugt, og leiði ekki til lömunar eða þaðan af verra ástands, þarf að safna sjö milljónum króna fyrir lækniskostnað. Hingað til hafa hann og fjölskylda hans þurft að borga enn meira úr eigin vasa.
Þetta hefur verið langt ferðalag, sem hann hefur þurft að leggja líf sitt og aðrar persónulegar vonir til hliðar til að leggja allt sitt átak í – og er nú nálægt því að láta kraftaverkið gerast sem hann hefur beðið eftir.
Til að safna þeim peningum sem til þarf setti Sævar, ásamt góðu fólki sem styður við hann, af stað verkefnið THUGMONK. Það gerir fólki kleift að kaupa vörur og mun afrakstur þessarar sölu renna beint í sjóð sem fjármagna mun þessar þrjár fyrirhuguðu aðgerðir. Sjá hér https://www.karolinafund.com/project/view/6201.
Þetta magnaða viðtal við Sævar má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subsribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.
Tveir létust í heimahúsi í Bolungarvík í gær en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Eins og staðan er nú, er ekki grunur um að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti.
„Okkur er verulega brugðið,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík í samtali við Bæjarins besta. „Þetta er harmleikur sem átti sér stað en rétt að taka fram að ekki er hættuástand. Bolungarvík er friðsælt samfélag“.
Jón Páll segir í samtalinu að „okkar hlutverk er að sýna hluttekningu og vera til staðar fyrir þá sem eiga um sárt að binda.“
Samkvæmt tilkynningu Lögreglunnar á Vestfjörðum óskaði hún eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinarfræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn á málinu. Lauk henni í nótt og fer réttarmeinafræðileg rannsókn fram í kjölfarið. Lögreglan vill ekki gefa frekari upplýsingar um rannsókn sína að sinni.
Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í gær eftir aðstoð sérfræðinga að sunnan við að rannsaka mannslát í Bolungarvík.
Helgi Jenssson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, vildi ekki stjá sig um harmleikinn og hvort um hafi verið að ræða manndráp þegar Ríkisútvarpið leitaði svara. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til í gær vegna málsins.
Huginn Freyr Þorsteinsson, stjórnarformaður könnunarfyrirtækisins Gallup, er jafnframt kosningastjóri Katrínar Jakobsdóttur. Huginn Freyr fer með mikil völd í heimi auglýsinga og skoðanakannana þar sem hann er jafnframt einn eigenda auglýsingastofunnar Aton sem stýrir kosningabaráttu Katrínar.
Nokkrar áhyggjur eru vegna þessarar stöðu þar sem Gallup er í afar viðkvæmri stöðu þar sem kemur að slíkum tengslum og allur vafi í könnunum eða útfærslu þeirra getur stórskaðað fyrirtækið.
Huginn Freyr var á sínum tíma aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns VG. Meðeigendur hans að Gallup eru Valdimar Halldórsson, Agnar Lemacks og Ingvar Sverrisson. Huginn Freyr þykir vera eldklár og mikill fengur fyrir Katrínu að hann skuli standa í stafni framboðsins.
Katrín er í harðri baráttu um forsetaembættið. Hún, Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir eru á svipuðum slóðum í fylgi þótt Halla Hrund leiði …
Nokkuð var um beiðnir um aðstoð við veikt fólk og einstaklinga í annarlegu ástandi í nótt. Alls fékkst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við 55 mál þessa vornótt.
Ökumaður var stöðvaður í austurborginni, sterklega runaður um ölvun við akstur. Honum var dregið blóð og hann síðan látinn laus að lokinni sýnatöku.
Minniháttar eignarspjöll áttu sér stað í miðborginni. Skemmdarvargur gripinn og málið var afgreitt á vettvangi.
Litlu mátti muna að illa færi þegar ekið var á gangandi vegfaranda í Garðabæ. Blessunarlega reyndust meiðsli vera minniháttar. Fórnarlambið var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunnar,
Ökumaður var stöðvaður í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Líkamsárás átti sér stað á svipuðum slóðum. Meið’sli reyndust vera minniháttar og málin gerð upp á vettvangi.
Búðaþjófar voru á ferð í gærkvöld. Tveir voru staðnir að verki og málin gerð upp á staðnum.
Lögreglan í miðborginni og Vesturbænum gerði í gær rassíu til að leita uppi ótryggðar bifreiðar. Klippurnar voru á lofti og skráninganúmer voru fjarlægð, eigendum til mikils ama. Búist er við að leitin að ólöglegum ökutækjum haldi áfram á næstunni.
Þann 19. apríl, árið 1990, átti sér stað atburður í Borgarnesi og í raun mesta mildi að málalyktir urðu ekki hörmulegri en raun bar vitni. Aðfaranótt sumardagsins fyrsta skaut ölvaður lögregluþjónn, á frívakt, úr haglabyssu á bifreið sem ekið var fram hjá fjölbýlishúsi þar í bæ.
Sem fyrr segir var sumardagurinn fyrsti handan hornsins og fjögur ungmenni voru í mesta sakleysi á rúntinum í blokkahverfi bæjarins. Sautján ára stúlku, sem var í bílnum, sagðist síðar svo frá: „Við vorum að keyra um í blokkahverfi þegar ég sá lögregluþjóna fyrir utan innganginn við eitt fjölbýlishúsið við Kveldúlfsgötu. Þeir virtust vera að reyna að komast inn – eitthvað var að. Ég vissi ekkert hvað var að gerast. Við keyrðum síðan eftir götunni og fórum hinum megin við húsið, svalamegin.“
Auk hennar voru í bílnum vinkona hennar, jafngömul, og tveir ungir karlmenn, rúmlega tvítugir að aldri. Að sögn stúlkunnar sagði einn mannanna skyndilega: „Sjáið þið manninn með byssuna.“ Þá litu þau öll upp og einn ungu mannanna sagði: „Sjáið þið manninn með byssuna?“ Á svölum einnar íbúðarinnar stóð maður sem þau vissu deili á og sennilega leist þeim ekki á það sem sáu. „Þá leit ég upp og sá mann, sem við vitum að er lögregluþjónn, úti á svölum með haglabyssu. Sá maður var ekki á vakt,“ sagði fyrrnefnd stúlka í samtali við DV á sínum tíma. Sagði stúlkan að maðurinn á svölunum hefði verið í úlpu og verið með haglabyssu í höndunum. Svalirnar tilheyrðu íbúð á miðhæð fjölbýlishússins. „Hann hafði greinilega verið að skjóta úr byssunni. Þegar hann sá okkur flýtti hann sér að setja önnur skot í byssuna. Hann miðaði síðan á bílinn og hleypti að minnsta kosti einu sinni af. Við beygðum okkur niður til að forðast skothríðina. Ég var á hægri ferð og beygði mig niður og náði því ekki að sjá alveg hvað var fram undan,“ sagði stúlkan sem sat undir stýri bifreiðarinnar. Stúlkan bætti við að þau hefðu orðið dauðskelkuð og skyldi engan undra það.
„Það heyrðust háir hvellir þegar skothríðin dundi á bílnum. Ég tók beygju og var næstum því búin að keyra á annan bíl. Skotin lentu á vinstri afturhluta bílsins. Ég leit aftur upp. Maðurinn virtist þá drífa sig að hlaða byssuna aftur til að skjóta. Ég var svo skelkuð að ég datt eiginlega úr sambandi á tímabili,“ hafði DV eftir stúlkunni.
Þegar þarna var komið sögu var klukkan að ganga fimm um morguninn.
Að sögn stúlkunnar biðu ungmennin ekki boðanna, óku á brott og beint niður á lögreglustöð til að kæra manninn. Þegar þau komu að lögreglustöðinni skoðuðu þau bifreiðina: „Ætli við höfum ekki verið í um fimmtíu metra fjarlægð frá manninum þegar hann skaut á okkur. Ég heyrði mikla hvelli þegar höglin lentu á bílnum. Við skulfum ansi vel á eftir. Þetta var hræðilegt og maður var í algjöru sjokki þegar þetta stóð yfir.“
Sem fyrr segir sáu ungmennin í upphafi þessarar atburðarásar lögregluþjóna við húsið og því ljóst að þeir höfð heyrt af umræddum kollega sínum og því sem hann var að dunda sér við á svölunum.
„Skotmaðurinn hafði eitthvað verið að munda byssuna fyrr um nóttina. Við komum svo aftur að húsinu þegar búið var að ná manninum. Þá voru þrír lögregluþjónar komnir. Þegar skotmaðurinn var leiddur út leit hann á okkur með drápsaugum. Hann var leiddur niður, í Rambó-úlpu, var með bjór í hendinni og gekk óhandjárnaður út,“ sagði stúlkan.
Rúnar Guðjónsson sýslumaður vildi lítið tjá sig við DV og sagði að erfitt væri að segja nokkuð því um væri að ræða starfsmann lögregluembættisins. Gat Rúnar ekki einu sinni upplýst hvort skotglaði lögregluþjóninn hefði verið færður í fangageymslur í kjölfar atviksins.
Í desember sama ár ákærði Ríkissaksóknari umræddan lögregluþjón og var krafist refsingar samkvæmt 4. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. Í henni segir: „Varðhaldi eða fangelsi allt að 4 árum skal sá sæta, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska.“ Einnig var þess krafist að haglabyssa lögregluþjónsins yrði gerð upptæk.
Fyrir 10 árum síðan var lokað versta vaxmyndasafni heims, Louis Tussauds House of Wax, á Yarmouth-svæðinu í Norfolk á Englandi, 58 árum eftir að það var opnað. Ljósmyndir frá safninu lifa þó enn góðu lífi á samfélagsmiðlum.
Louis Tussauds House of Wax var án efa versta vaxmyndasafn heims en safnið öðlaðist költstöðu meðal gesta en fólk hópaðist þangað til þess að hlæja sig máttlaust. Fyrir tíu árum var safninu þó lokað, en síðan þá birtast ljósmyndir þaðan reglulega á samfélagsmiðlum og vekja alltaf athygli.
Hér má sjá brot af þeim óhugnaði sem leyndist á safninu:
Einar Steingrímsson stærðfræðingur og samfélagsrýnir er ekki hrifinn af Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og bendir á tengsl hennar við Hrunið.
Hinn orðhagi stærðfræðingur, Einar Steingrímsson skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann minnir Facebook-vini sína á fortíð Höllu Tómasdóttur sem var framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs fyrir Hrun. Vitnar hann í færslu sinni í orð Höllu frá árinu 2007, þar sem hún talar um höft og íþyngjandi reglur sem verði „aflétt af öllum atvinnuvegum“.
Hér má lesa færslu Einars:
„Halla Tómasdóttir var í forystu útrásarkórsins fyrir hrun. Hefur hún eitthvað sagt núna um afstöðu sína í þessum málum, þar sem stjórnvöld áttu að þjóna hagsmunum víðskiptalífsins (þ.e.a.s. þeirra sem eiga það) en fjármagns- og fyrirtækjeigendur hins vegar að fá bara að ráða því sem þeir vildu?:“Stjórnvöld og viðskiptalífið vinni að langtímauppbyggingu ímyndar Íslands.“ „Höftum og íþyngjandi reglum verði aflétt af öllum atvinnuvegum og viðskiptalífinu verði í auknum mæli gefinn kostur á að setja sér sjálft reglur“.“
Félagið Ísland-Palestína boðar til tveggja opinna funda á Íslandi með Dr. Mads Gilbert, heimsþekktum lækni og baráttumanni fyrir Palestínu. Dr. Gilbert mun flytja fyrirlestur með yfirskriftinni: „Gaza 2024: A catastrophic man-made disaster. What can we do?
Mads Gilbert verður með fyrirlestur í Háskólabíói, í kvöld klukkan 20:00 og síðan á Akureyri tveimur dögum síðar, í Menningarhúsinu Hofi 29 maí klukkan 19:30 Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
En hver er Mads Gilbert?
Í fréttatilkynningu frá samtökunum Ísland-Palestína segir eftirfarandi:
Dr. Mads Gilbert er margverðlaunaður norskur læknir og prófessor emeritus. Hann er sérfræðingur í svæfinga-og bráðalækningum við The Arctic University of Norway og yfirlæknir á bráðamóttökunni á háskólasjúkrahúsinu í Tromsö í Noregi.Frá árinu 1981 hefur Mads verið verið virkur í samstöðu með Palestínumönnum,sérstaklega á sviði heilbrigðismála og aðallega á Gaza síðustu tuttugu ár. Mads starfaði á Shifa sjúkrahúsinu á meðan á árásum Ísraelshers á Gaza stóð 2006, 2009, 2012 og 2014. Eftir 7. október 2023 ferðaðist hann til Egyptalands með neyðarskurðteymi NORWAC til að vinna á Gaza, en Ísraelsher meinaði honum aðgang að Gaza. Hann er höfundur bókanna „Eyes on Gaza“ og „Night in Gaza“. Árásir Ísraelshers á Gaza hafa staðið yfir í sjö mánuði. Nýjustu tölur herma að 34.500 manns hafa verið myrtir í loftárásum, þar af eru yfir 13 þúsund börn. Þúsundir barna liggja enn undir rústum heimila sinna en meðalaldur fórnarlambanna er 5 ár. Ísrael hefur lokað nær algjörlega fyrir flutning á vatni, mat, eldsneyti, rafmagni og öðrum nauðsynjum. Nær öll sjúkrahús eru eyðilögð og allir 12 háskólar Gaza eru rústir einar. Læknar framkvæma aðgerðir án verkjalyfja, börn deyja af næringaskorti og af 2.2 milljónum íbúum Gaza eru 1.7 milljón manns á vergangi og þar af minnst 17 þúsund munaðarlaus börn. Ísrael hefur eyðilagt nær alla innviði Gaza, lokað fólkið af án flóttaleiða og lætur sprengjum rigna yfir fólk á flótta. Aldrei hafa fleiri starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna né blaðamenn verið drepnir á svona stuttum tíma.
Sólveig Elvina Sigurðardóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu á sunnudaginn, á Akureyri en þar hefur hún búið frá 18 ára aldri. Af tilefni af þessu merku tímamótum heimsótti bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir, afmælisbarnið og færði henni fagrann blómvönd frá bæjarstjórn Akureyrar, líkt og hefð er fyrir þegar bæjarbúi nær 100 ára aldrinum.
Sólveig fæddist 26. maí 1924 í Ólafsfirði og ól þar manninn til 18 ára aldurs þegar hún flutti til Akureyrar. Þar giftist hún Ottó Aríusi Snæbjörnssyni (1920-2012) og saman eignuðust þau soninn Magnús Aríus sem lést árið 2011 en lét eftir sig þrjú mannvænleg börn sem eiga orðið marga afkomendur.
Sólveig vann 32 ár í Sambandsverksmiðjunum á Gleráreyrum, fyrst í fataverksmiðjunni Heklu en síðan í skógerðinni Iðunni. Í spjalli við Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra lýsti hún því hvílíkt reiðarslag það var þegar verksmiðjunum var lokað og um 800 manns misstu vinnuna.
Sólveig er lífsglöð og mjög ern. Hún segist taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði, eldar sjálf sinn mat og nýtur þess að búa á 4. hæð á fallegum stað með útsýni út Eyjafjörðinn.
Afmælisveislan var haldin með pompi og prakt á sunnudaginn og þá kom meðal annars einn af nágrönnum Sólveigar færandi hendi með afmælisgjöf frá öðrum íbúum fjölbýlishússins. „En hann er nú svo ungur,“ segir Sólveig. „Held að hann sé ekki nema 93ja ára.“
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti í gærkvöldi dæmi um þær viðurstyggilegu skilaboð sem honum hefur borist frá því að hann lýsti opinberlega yfir stuðningi sínum við Katrínu Jakobsdóttur sem nú býður sig fram til embættis forseta.
Sagt var frá frásögn Bubba í fjölmiðlum í gær, af hótunum og viðbjóðslegum skilaboðum sem fólk hefur verið að senda á hann á samfélagsmiðlunum en fólkið virðist afar ósátt við stuðning hans við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda. „Hvað fær fólk til að senda ljót skilaboð, krefja mann um skýringar, hóta manni, ógna manni? Fara inn á heimasíðu manns með dólg, viðhafa orðbragð sem viðkomandi myndi aldrei nota heima hjá sér? Dæmi: Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin? Söngstu ekki um hommana, viðbjóðurinn þinn? Ertu að móti þeim núna? Og margt fleira sem er ekki hafandi eftir. Þetta er stöðugt áreiti frá því að ég lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar.“ Þetta er meðal þess sem Bubbi skrifaði í Facebook-færslu þar sem hann segir frá áreitinu.
Í gærkvöldi bætti hann svo um betur og birti dæmi um slík skilaboð en í þeim stendur einfaldlega: „Hengdu þig bubbi“.
Fjölmargir tjá sig um skjáskot Bubba og eru á einu máli um að þetta sé rangt og að sendandinn þurfi hjálp. Sendandinn, Eiríkur Björnsson er einn af þeim sem skrifar athugasemd en virðist ekki kunna að skammast sín en hann skrifaði: „Bubbi er Bjáni.“
Tónlistamaðurinn magnaði, Bubbi Morthens, lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Bubbi tók sér stöðu við hlið Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors á eftirlaunum, og Kristjáns Þórs Júlíussonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og lýsti stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands.
Bubbi steig skrefinu lengra en Sjálfstæðismennirnir og ljáir auglýsingum Katrínar rödd sína þar sem hann mærir forsætisráðherrann fyrrverandi. Bubbi varð svo fyrir nokkru áfalli þegar nettröll veittust að honum fyrir að styðja Katrínu. Hann barmar sér undan árásunum á Facebook og tiltekur nokkur dæmi.
„Hvað fær fólk til að senda ljót skilaboð, krefja mann um skýringar, hóta manni, ógna manni? Fara inn á heimasíðu manns með dólg, viðhafa orðbragð sem viðkomandi myndi aldrei nota heima hjá sér? Dæmi: Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin? Söngstu ekki um hommana, viðbjóðurinn þinn?“ Ertu á móti þeim núna? Og margt fleira sem er ekki hafandi eftir. Þetta er stöðugt áreiti frá því að ég lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar,“ skrifar Bubbi í færslu á Facebook.
Bubbi er sjálfur þekktur fyrir vægan dólgshátt og að kalla ekki allt ömmu sína í deilum á Netinu. Hann segist þó aldrei myndu hegða sér með þessum hætti.
„Aldrei dytti mér í hug að fara inná síður hjá öðrum með dólg líkt og fólk gerir hjá mér. Ég skulda engum neitt, hvað þá skýringar. Það kveður svo rammt að þessu að fólk veigrar sér við því að lýsa yfir stuðningi við framboð Katrínar opinberlega því það er ráðist á það um leið,“ skrifar Bubbi með grátstafinn í lyklaborðinu …
Seinheppinn búðarþjófur var staðinn að verki við að stela í austurborginni. Lögreglan var kölluð til. Niðurstaðan varð sú að handtaka konuna og færa hana á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem tekin var skýrsla af henni og hún síðan látin laus.
Fleiri búðarþjófar voru á ferli í gærkvöld. Upp komst um að minnsta kosti þrjá aðra sem voru við iðju sína í jafnmörgum hverfum borgarinnar. Mál þeirra voru öll afgreidd á vettvangi og þeim síðan sleppt.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir við akstur þar sem þeir voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Mál þeirra voru afgreidd með sekt. Símtölin eru frekar dýru verði keypt því hinir málglöðu ökumenn þurfa að greiða 40 þúsund krónur hver.
Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður í akstri. Hann reyndist vera réttindalaus. Mál hans afgreitt með sekt og hann sviptur ökutæki sínu.
Íbúum á Grafarholti varð sumum ekki svefnsamt vega hávaða frá nágranna sem spilaði tónlist sína hástöfum. Lögreglan var kölluð til og mætti á vettvang. Íbúinn hávaðasami lofaði að lækka og varð þá allt með kyrrum kjörum.
Tilkynnt var um þjófnað úr bifreið í Úlfarsárdal. Málið var afgreitt á vettvangi.
Sonur Þórunnar Ólafsdóttur frá Ölfusi, týndi rándýrum sérsmíðuðum gleraugum sínum árið 1994 en hann hafði verið að leika sér með frænku sinni. Eftir ítarlega en árangurslausa leit að gleraugunum ákvað Þórunn að leita á náðir miðils.
Þórunn hafði séð Njál Torfason miðil í viðtali í blaði og fengið þá flugu í höfuðið að prufa að hringja í hann og biðja hann um hjálp við að finna gleraugun. Sagðist Njáll vera upptekinn en að hann skyldi hringja síðar. Sem hann og gerði en í símtalinu gerði miðillinn sér lítið fyrir og lýsti eldhúsi Þórunnar og íbúð foreldra hennar sem bjuggu í næsta húsi. Benti Njáll svo Þórunni á mögulegan felustað gleraugnanna og viti menn, þar fundust þau!
Hér má lesa frétt DV um málið á sínum tíma:
Reynslusaga konu í Ölfusi: Miðill fann týnd gleraugu barns „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég skil þetta ekki. Ég þekki ekki manninn og hann ekki mig. Ég leyfi mér að fullyrða að hann hefur ekki komið hingað áður. Þetta er bara yfirnáttúrulegt,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir, sem býr að Hrauni í Ölfusi. Þórhildur upplifði fyrir nokkrum dögum eitt það furðulegasta sem fyrir hana hefur komið að eigin sögn. Það var föstudaginn 13. maí sem sonur Þórunnar var að leika sér ásamt frænku sinni. Sonur hennar notar sterk, sérsmíðuð gleraugu og hafði verið með þau í hulstri þegar hann var að leika sér. Þegar hann kom heim til sín umræddan dag kom í ljós að hann hafði týnt þessu. Móðir hans og fleiri gerðu dauðaleit að gleraugunum þar sem ljóst er að þau eru dýr og langan tíma tekur að framleiða þau. Leitað var úti og inni í á þriðju viku en án árangurs. Meðal annars leitaði Þórunn í læk sem frændsystkinin voru að leika sér í. „Það var búið að snúa öllu við en ekkert gekk. Síðan var ég að lesa eitthvert blað og sá þar viðtal við Njál Torfason og datt í huga að hringja í hann og hugsaði með mér að það gerði þá ekkert til. Það tekur svo langan tíma að smíða þessi gleraugu og fá þau afhent. Ég hringdi því í manninn og hann sagðist ekki hafa tíma til að sinna mér núna en tók niöur númerið og sagðist hafa samband seinna. Svo hringdi hann nokkrum dögum seinna og byrjaði að lýsa eldhúsinu sem er alveg ótrúlegt. Síðan byrjar hann að lýsa heimili foreldra minna sem búa í næsta húsi. Þar er eitt herbergi með ofni og glugga yfir sem hann lýsir. Hann talaði mikið um gluggann og sagði mér að athuga hvort þetta væri ekki bara bak við ofninn eða undir dívaninum. Ég kvaddi hann og dóttir mín og ég fórum beint til foreldra minna og byrjuðum að leita í herberginu. Og viti menn, þar liggur gleraugnahulstrið og gleraugun í,“ segir Þórhildur.
Elísabetu Jökulsdóttur gengur allt í haginn um þessar mundir, eða því sem næst. Hún vinnur nú að glænýrri bók sem fjallar um konu sem flytur til Hveragerðis en kemur sér ekki úr spori sökum kvíða. Sjálf flutti hún einmitt til Hveragerðis og þjáist af kvíða. Mannlíf ræddi við Elísabetu um listina, daginn og veginn. Og kvíðann.
Hin margverðlaunaða skáldkona og rithöfundur, Elísabet Jökulsdóttir er eitt af óskabörnum þjóðarinnar en hún er þekkt fyrir hispursleysi, húmor, einlægni og frumleika, svo fátt eitt sé nefnt. Hún er ekki vön að feta troðnar slóðir, svo mikið er víst.
Þessa dagana er Elísabet í heimsókn í Reykjavík en fer brátt aftur heim í Hveragerði. „Ég segi allt fínt nema ég er alveg ofboðslega eitthvað þreytt og lúin og mig svimar af þreytu. Ég er búin að vera að gera svo mikið, hitta svo marga. Svo fer ég alltaf að sofa klukkan átta en ég fór að sofa klukkan hálf eitt í gær af því að ég var í Silfrinu. En ég hef það voða fínt og það er gaman í bænum. Ég vil ekkert fara aftur heim strax,“ segir Elísabet í samtali við Mannlíf.
Saknaðarilmur, leikrit sem gert er eftir samnefndri bók Elísabetar hefur heldur betur slegið í gegn en nýverið hlaut leikritið flestar tilnefningar Grímuverðlaunanna sem fram fara annað kvöld en skáldið ætlar auðvitað að mæta. „Já, ég ætla að mæta,“ segir Elísabet aðspurð hvort hún ætli að fara á Grímuna. „Maður er bara stoppaður út á götu,“ heldur hún áfram, og á við vinsældir leikritsins. „Ég hitti konu í gær sem fer aldrei í leikhús af prinsipp ástæðum, sagði hún mér en hún hefði farið á þetta og væri alveg í skýjunum.“
Erfiður flutningur
Eins og oft hefur komið fram hér fyrir ofan, flutti Elísabet nýlega til Hveragerðis en hvernig er lífið þar? „Það er bara fínt. Það tók mig átta mánuði að vera í sorgarferli út af gamla húsinu mínu en svo allt í einu reis ég upp og fór að gróðursetja ræturnar og kannski á ég eftir að eiga heima í Hveragerði alla mína ævi, ég veit það ekki. En ég tek alltaf eitt ár í viðbót, one year at a time. En bærinn er voða fallegur, með foss í miðjunni og allan þennan gróður. En Reykjavík er líka voðalega falleg með öll sín tré. Í gamla hverfinu mínu, þar er maður eins og umvafin skógi. En svo hef ég verið með, til að tengjast Hveragerði, ljóðalestur og hljóðfæraslátt á listasafninu, fjórum sinnum í fyrrasumar. Það var voða gaman því maður vildi gefa eitthvað til bæjarfélagsins og tengjast.“
Síðustu ár hefur Elísabet glímt við erfið nýrnaveikindi en henni líður nú orðið betur með nýtt nýra. „Nema ég þarf að sofa voða mikið. En þá er ég með alveg fulla orku. Ég sef alveg tíu, tólf tíma, eins og engill. En þá er ég líka alveg á fullu í tólf tíma, get bara unnið eins og herforingi og ekkert bítur á mig.“
Kvíði í Hveragerði
Elísabet situr alls ekki auðum höndum eins og sést hér að ofan en fyrir utan þess að sækja verðlaunahátíðir og sjónvarpsþætti, situr hún nú við skrif á glænýrri bók.
En um hvað er hún? „Hún er um konu sem flytur til Hveragerðis og lokast inni. Og þá fer hún að rannsaka allar fyrri innilokanir sínar, hvenær hún hafi lokast inni áður. Og hún hefur lokast inni í skaðlegu sambandi og hún hefur lokast inni í skjalatösku föður síns og hún hefur lokast inni í hugmyndum og herbergjum og leikhúsinu og afbrýðissemi og já, ef það er einhvers staðar innilokun þá skellir hún sér á hana þar til allt í einu er komið nóg og hún þolir ekki meira. Þá fer hún að rannsaka þetta, hvernig stendur á þessu. Og mótið er bara búið hjá henni eins og gengur, hvort sem þetta er kulnun eða burn out eða hvað það heitir. Alla vegana er hún algjörlega búin á því í upphafi bókarinnar og fer að rannsaka málið.“
Aðspurð segir Elísabet ekki enn vera komið nafn á bókina en nokkrar hugmyndir séu á lofti: „Ég hef kallað hana Fiðrildin eru komin og svo hef ég kallað hana Hvar sem þú ert en ég kalla hana bara núna Innilokunarkonan en ég veit ekki hvað hún mun koma til með að heita. Fiðrildin eru komin er nú gott og Elísabetarlegt nafn.“
En hvernig kom sagan til?
„Þetta kom bara allt í einu. Ég var búin að labba svo mikið um í íbúðinni í einmanaleika og leiða. Komst ekki út úr húsi og svo allt í einu fór ég bara að skrifa um það. Það var ógeðslega fyndið. Kona sem er að ráfa um og getur ekkert gert, getur ekki eldað mat og ekki farið í sturtu og svona. Og allt í einu varð hún bara kómísk þegar maður fór að skrifa þetta niður.“
Aðspurð hvort skrifin virki eins og þerapía fyrir hana, játar Elísabet því: „Já ég held það. Nú fer maður að komast út úr húsinu.“ Hún segist þó ekki vera orðin alveg full laus við kvíðann. „Ég get farið í sturtu núna en ég verð alltaf að mana mig upp í það. Ég tek alveg klukkutíma í að mana mig upp í það en stundum get ég bara skellt mér í sturtu eins og ég gerði í gamla daga. En ég er ekki farin að elda mat. Fyrst þegar ég kom til Hveragerðist hitaði ég 1944 rétti og ég keypti mér fisk. En nú er fiskbúðin farin og ég er ekki farin að geta eldað mat. Mig langar rosa mikið að geta spælt egg og búið til nautakjötsrétt og pastarétt en ég einhvern veginn fæ mig ekki til þess en þetta er afgangur af þessum kvíða sem ég hef verið með. Kvíðinn er mikið verri en þessi nýrnaveikindi, þau eru nú ekki neitt miðað við þennan kvíða. En ég er farin að geta keyrt, ég hef keyri um eins og herforingi í viku og á eftir að keyra heim á laugardaginn til þess að kjósa. Þannig að þetta kemur allt saman.“
En hvern ætlar Elísabet, sem bauð sig sjálf fram til embættis forseta árið 2016, að kjósa?
„Ég ætla að kjósa Steinunni Ólínu.“
Verðlaunabugun
Eins og áður hefur komið fram hér, er allt á fullu farti hjá Elísabetu þessi misserin en hún spaugar með álagið: „Ég er búin að vera sex mánuði að skrifa þessa sögu og svo hef ég náttúrulega verið að taka á móti verðlaunum og viðurkenningum. Það er mjög mikil bugun í því,“ segir Elísabet og skellir upp úr. „Ég fer bráðum að skrifa um konuna sem bugaðist af verðlaunaafhendingum.“
Það tók stofnanir og samtök sem útdeila viðurkenningum og verðlaunum nokkuð langan tíma að uppgötva Elísabetu sem skáld og rithöfund en fyrsta bók hennar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989. Árið 2008 hlaut hún Fjöruverðlaunin fyrir bókina Heilræði lásasmiðsins og síðan hafa verðlaunin og viðurkenningarnar streymt til hennar. Að spurð hvað henni fyndist um það hversu seint hún fór að hljóta viðurkenningar fyrir verk sín svaraði Elísabet um hæl: „Það fer eftir því hvað maður kallar viðurkenningu. Ég hef gefið út 27 bækur og tvær síðustu voru gefnar út af forlagi og það er allt annað að vera undir handarjaðri forlags heldur en að gefa út sjálfur. Það er svo mikið hark.“
Elísabet seldi bækur sínar lengi vel í Melabúðinni og fékk þar fjölmargar viðurkenningar, frá fólkinu sem hún hitti þar. „Ég var að selja í Melabúðinni og ég fékk fullt af viðurkenningum þar og hitti lesendur sína auglitis til auglitis og átti stefnumót við lesendur eins og einhvern tíma var sagt. Og það var rosalega skemmtilegt. Fólk var að gefa manni viðurkenningu þótt það væri ekki verðlaun á Bessastöðum. Þetta var eitt heljarinnar ævintýri en ég var búin að selja í Melabúðinni í 20 ár og þá var kominn tími til að breyta um, svo maður staðni ekki og fólk fái ekki leið á manni þarna. En ég vil endilega taka það fram að forlagið heldur mjög vel utan um mig og þeir hugsa um mig eins og blóm í eggi og eru voða faglegir og nice líka. Þeir koma bara til Hveragerðis í heimsókn.“
Fyrirmyndirnar
Elísabet kveðst eiga þó nokkrar fyrirmyndir í listinni. „Mér dettur nú í hug Kristín Gunnlaugsdóttir, listmálari. Hún þorir að hafa kúgvendingu í sinni list. Hún fór úr því að mála íkona í kalþólskum stíl yfir í því að sauma risastórar píkumyndir. Mér finnst þetta mjög virðingavert og mér til fyrirmyndar þegar listamenn nenna að brjóta upp, gera eitthvað allt annað. Og svo er það Linda Vilhjálmsdóttir. Hún yrkir allt öðruvísi en ég en hún er mikil fyrirmynd. Hún svona sparar orðin en ég kannski læt þau flakka, öll orðin sem mér dettur í hug. En svo hef ég lært af Lindu að spara stundum orðin og hafa þetta svona beggja blands. Svo get ég nefnt Chaplin líka. Svo var ég að uppgötva nýjan listmálara, hann heitir Jakob Veigar Sigurðsson og hann málar svona kaótískar myndir, eða þú veist, það er svo erfitt að segja að eitthvað sé kaótískt en hann svona lætur allt flakka. Svolítið eins og ég geri sjálf en það er gott þegar maður efast um það hvort maður eigi að láta allt flakka en skoðar svo myndirnar hans.“
Og fyrirmyndirnar eru fleiri: „Ég get líka nefnt Shakespear og Beckett, hann er svo góður að skrifa um ekki neitt og nýja bókin sem ég er að skrifa er kannski svolítið um ekki neitt.“
Þegar Mannlíf spurði Elísabetu hvort það væri eitthvað sem hún vildi segja að lokum, stóð ekki á svörum: „Lifi frjáls Palestína!“.
Allar ljósmyndirnar sem birtast með viðtalinu innihalda setningar úr Saknaðarilmi og eru aðsendar.
Fyrrverandi yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísraels, hótaði aðalsaksóknara Alþjóða sakamáladómstólsins (ICC) til að reyna að fá stríðsglæparannsókn árið 2021 fellda niður, segir í skýrslu sem The Guardian birti í dag.
Yossi Cohen, fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad, hótaði þáverandi saksóknara ICC, Fatou Bensouda, á leynilegum fundum, að því er blaðið The Guardian greindi frá í dag. Skýrslan er í samræmi við aðrar sem benda til þess að Ísrael og helstu vestrænu bandamenn þeirra hafi reynt að þrýsta á alþjóðlegar dómsmálastofnanir.
Leynileg tilraun Cohen til að þrýsta á Bensouda átti sér stað á árunum fyrir ákvörðun hennar um að hefja formlega rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni á hernumdum palestínskum svæðum, segir í skýrslunni en þar er vitnað í fjölmarga nafnlausa heimildarmenn.
Í síðustu viku sótti arftaki Bensouda, Karim Khan, um handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á grundvelli rannsóknarinnar sem hófst árið 2021.
Khan tilkynnti að embætti hans hefði „rökstudda ástæðu“ til að ætla að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant varnarmálaráðherra beri „glæpsamlega ábyrgð“ á „stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni“.
Einn einstaklingur sem var upplýstur um starfsemi Cohen sagði að hann hefði beitt „fyrirlitlegum aðferðum“ gegn Bensouda sem hluta af árangurslausri tilraun til að hræða hana og hafa áhrif á hana.
Samkvæmt heimiildum sem deilt er með embættismönnum ICC er hann sagður hafa sagt henni: „Þú ættir að hjálpa okkur og láta okkur sjá um þig. Þú vilt ekki lenda í hlutum sem gætu truflað öryggi þitt eða fjölskyldu þinnar.“
Khan sótti einnig um handtökuskipanir á hendur þremur leiðtogum Hamas – Yahya Sinwar, Mohammed Diab Ibrahim al-Masri (einnig þekktur sem Deif) og Ismail Haniyeh – fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.
Ísrael er ekki aðili að Alþjóða sakamáladómstólsins og viðurkennir ekki lögsögu þess.
Ísrael hefur einnig verið áskað um þjóðarmorð við Alþjóðadómstólinn (ICJ), æðsta dómstól Sameinuðu þjóðanna, sem, líkt og ICC, hefur aðsetur í Haag.
Sérfræðingar telja að ákærur ICC grafi enn frekar undan lögmæti stríðs Ísraels gegn Gaza og torveldi óvenjulegt samband þeirra við evrópska bandamenn sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Talið er að Bandaríkin, lykilbandamaður Ísraels, muni verja ísraelsk stjórnvöld fyrir afleiðingum alþjóðalagabrota þeirra.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði að aðgerð Khan gegn ísraelskum embættismönnum væri „svívirðileg“. Utanríkisráðherrann Antony Blinken gaf í skyn að Hvíta húsið væri til í að vinna með þingmönnum að lagasetningu til að refsa alþjóðadómstólnum. Nokkrir bandarískir þingmenn hafa einnig hvatt Washington til að beita refsiaðgerðum á hendur ICC eftir beiðni dómstólsins um handtökuskipunina.
Palestínumenn óttast að Ísrael og Bandaríkin muni þrýsta á dómara ICC um að hafna beiðnum Khan.
Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson er kominn heim eftir opinbera heimsókn til Afríkulandsins Malaví. Á lokakvöldinu steig hann dans með frumbyggjum af Ngoni-þjóðflokknum.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands sótti Malaví heim á dögunum, í tilefni 35 ára afmælis þróunarsamvinnu ríkjanna. Þar flutti hann meðal annars opnunarræðu á mannfjöldaráðstefnu Afríku í Lilongwe, höfuðborg Malaví, heimsótti fæðingardeild í héraðssjúkrahúsinu í Mangochi héraði og fleira.
Á lokakvöldi heimsóknarinnar steig Bjarni svo trylltan dans með Ngoni-frumbyggjunum, þó deila megi um danhæfileikana, undir tónum Hr. Hnetusmjörs. Birti hann af því myndskeið sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Með myndskeiðinu skrifaði hann eftirfarandi texta:
„Frá síðasta kvöldi heimsóknar til Malaví. Það hefur verið sannur heiður að heimsækja þetta fallega land og dásamlega fólkið sem þar býr. Malaví er sagt hið hlýja hjarta Afríku – og það eru orð að sönnu.
Í Malaví er glímt við hamfarir, til skiptis þurrka og flóð og ýmsar aðrar efnahagsáskoranir, en landið á ómæld tækifæri í fólki og fallegri náttúru. Við Íslendingar stöndum í dag hvað fremst meðal þjóða í hagsæld og lífskjörum, en það hefur ekki alltaf verið raunin og við notið góðs af stuðningi annarra þjóð þegar á hefur þurft að halda. Okkur er rétt og skylt að deila eigin reynslu og vinna með vinaþjóðum okkar og styðja í baráttu fyrir betri lífskjörum.
Í lok ferðar var 35 árum af þróunarsamvinnu fagnað með mat og tónlistaratriðum. Þjóðsöngurinn átti sinn stað. Ísland ögrum skorið var sungið af kór heimamanna, á íslensku! Hákarl, harðfiskur, sviðasulta og brennivín vöktu mismikla lukku heimafólks, en tónlistin öllu meiri. Svo vinsæll var Kópavogsbúinn @herrahnetusmjor að góður hópur Ngoni-fólks og drjúgur hluti ríkisstjórnar Malaví tók ekki annað í mál en að stíga saman við hann endurtekinn dans. Ég leyfi mér að láta afraksturinn fylgja.“
Knapinn Georgie Campell lést í fyrradag eftir að hafa fallið af hesti sínum í Bicton International Horse Trials-keppninni í suðvestur Englandi. Hún var aðeins 37 ára gömul. „Heilbrigðisstarfsmenn mættu strax eftir að hún féll við girðingu 5b, en því miður var ekki hægt að bjarga henni,“ sagði British Eventing, landsstjórn íþróttarinnar í Bretlandi, í yfirlýsingu sama dag. „Hesturinn, Global Quest, var metinn af dýralæknum á staðnum og var gengi aftur með hann í hesthúsið og er hann ómeiddur.
Stofnunin lauk tilkynningunni með eftirfarandi orðum: „Til að virða friðhelgi fjölskyldunnar á þessum afar erfiðu og sorglega tíma, verður engum frekari upplýsingar veittar.“
Georgie var margverðlaunaður knapi og keppti í meira en 200 mótum, að því er fram kemur í frétt BBC. Eiginmaður hennar Jessie Campbell er einnig knapi en hann keppti fyrir Nýja Sjáland á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.
Hjónin stofnuðu saman Team Campbell Eventing þar sem þau lögðu beindu athygli á reiðferil sinn á sameiginlegum Instagram-reikningi sem inniheldur myndbönd, ljósmyndir og uppfærslur frá keppnum.
Innan við þremur vikum fyrir atvikið birtu þau myndband af henni að æfa með hestinum Global Quest. Við myndbandið sem birtist 5. maí segir með stjörnumerktu emoji, „Global Quest upp á sitt besta“.
Georgie hefur einnig hrósað hestinum fyrir aðra reiðtúra. Í október deildi hún nokkrum myndum af hinum 11 ára hesti og skrifaði: „Frábær vika með Global Quest að gera það sem hann gerir best — að fljúga um XC og gefa mér klassareið.“
„Eftir að hafa lent í meiðslum í byrjun árs og þurft að taka því rólega, skorti okkur smá leikæfingu sem sýndi sig í klæðnaði og [stökki],“ útskýrði hún, „en það var svo frábært að hafa hann svo hressan og hraustan.“
Stefán Pálsson hæðist að þeim sem finna sig knúna til að láta heiminn vita hvern þau ætli sér að kjósa til forseta.
Samfélagsmiðlarnir eru troðfullir af færslum og ljósmyndum þar sem fólk gerir grein fyrir vali sínu í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, bjórsérfræðingur og margt fleira, er þó ekki einn af þeim. Þvert á móti. Í dag skrifaði hann skondna Facebook-færslu þar sem hann gerir grín að „sjálfhverfu“ fólki. Og birtir ljósmynda af sér í skemmtilega ljótri Luton-jólapeysu (þær eiga að vera ljótar).
Hér má sjá færsluna:
„Þetta er Stefán. Eins og margir Íslendingar er Stefán löngu búinn að ákveða sig fyrir forsetakosningarnar. Hann er þó ekki svo sjálfhverfur að finna sig knúinn til að skrifa tíu statusa um það hverja hann ætli að kjósa eða ekki kjósa, hvað þá að hann nenni að rífast og skammast á annara manna veggjum um málefnið. Þess í stað leggur hann sitt af mörkum til að bjarga geðheilsu þjóðarinnar með því að skrifa um fótbolta, teiknimyndasögur og sagnfræði í maímánuði.
Reynið að vera meira eins og Stefán. Jólapeysan er þó valkvæð.“
Óhætt er að segja að forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafi slegið í gegn hjá fjölmörgum í gær, þegar hún mætti í viðtalsþáttinn Forystusætið á RÚV.
Gríðarlega margir hafa tjáð sig um frammistöðu Steinunnar Ólína í þættinum á samfélagsmiðlum en hún þótti standa sig afar vel gegn Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur sem þótti ganga helst til of langt gagnvart Höllu Hrund Logadóttur í sama viðtalsþætti.
Einn þeirra sem dásamað hefur frammistöðu Steinunnar Ólínu, er Atli Þór Fanndal, samskiptastjóri Pírata.
„Ég hef eiginlega sjaldan verið jafn stoltur af því að telja Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur til vina. Frá því að hún ákvað að bjóða fram krafta sína sem forseta hefur hún gengið fram af heiðarleika og ást. Hún hefur neitað að undirgangast áróður um að embætti forseta sé svo ópólitískt að raunar sé bara dónaskapur að tala um nokkuð. Fyrir þetta hefur hún verið kölluð öllum illum nöfnum af slefberum valdsins.“ Þannig hefst Facebook-færsla Atla Þórs en svo heldur hann áfram:
„Steinunn hefur frá fyrsta degi komið hreint og beint fram. Hún hefur rutt veginn fyrir aðra frambjóðendur sem á fyrstu dögum kosningabaráttu voru skammaðir fyrir að svo mikið sem tjá sig um þá fáránlegu stöðu að forsætisráðherra fyrrverandi ætli sér að skipta um kennitölu og lögheimili á meðan við eigum bara að láta það vera að minnast á feril Katrínar og það þrotabú sem hún skilur eftir. Það er ekki alltaf þannig að maður eignist marga vini með því að segja hluti upphátt en maður eignast rétta vini. Steinunn Ólína er enn eitt dæmið um konu sem gefur af sér og er ósérhlífin. Það er aðdáunarvert.“
Að lokum dregur Atli Þór upp nokkur höfuðatriði úr þættinum þar sem hann þótti Steinunn skara framm úr.
„Í þættinum í gær afhjúpaði hún svo snyrtilega og vel það yfirgengilega snobb sem okkur sem ekki erum í réttum flokki mætir í hvert sinn sem við viljum hafa eitthvað um samfélagið að segja. Allt var gert til að geta litið úr málflutningi hennar í viðtalinu og alltaf svaraði hún brosandi og upplýst til baka. Bjarni Benediktsson er ekki kjörinn forsætisráðherra. RÚV notar sjálft skoðanakannanir til að flokka fólk í A og B lið en ekki þegar kemur að því að meta hvort ríkisstjórnin eða Bjarni séu raunverulega með lýðræðislegt mandate. Og já, lagareldi er tilraun til að auka ójöfnuð. Til hamingju Steinunn!“
ALKASTIÐ FÓR Í HEIMAVITJUN Í ÞETTA SKIPTIÐ OG ÞVÍ ERU HLJÓMGÆÐI EKKI EINS OG Á AÐ VENJAST.
Nýjasti gestur Alkastsins, sem er í boði Þvottahúss-samsteypunar, er engin annar en Sævar Kolanduvelu sem einnig gengur undir listamannsnafninu Poetrix. Þetta viðtal krafðist heimavitjunar í fyrsta skiptið í sögu Þvottahússins því Sævar er stórslasaður og á því erfitt með samgöngur. Því fór viðtalið fram í eldhúsinu hjá Sævari í Kópavogi.
Sævar, sem var áberandi fyrir tæpum tveimur áratugum á íslensku rappsenunni, er staddur á tímamótum þar sem líf hans hangir á bláþræði. Fyrir um átta árum síðan varð hann fyrir meiðslum sem ofan á genetískan stoðkerfisgalla er búinn að setja allt stoðkerfið og andlega heilsu hans bókstaflega á hvolf.
Meiðslin lýsa sér þannig að liðband sem heldur saman spjaldhrygg, neðstu hryggjarliðum og mjaðmagrindinni og festir hrygginn við mjöðm, er slitið. Sævar lýsir því svo að vegna þessa séu þessir líkamshlutar hreinlega að rifna sundur og hryggurinn að losna smám saman frá mjöðminni. Slitið veldur því að hryggur hans togast langt umfram eðlilega hreyfigetu, en slíkt kallast á ensku out of save limits og öll liðbönd í baki hans eru hreinlega að rakna upp.
Þetta ferli veldur svo keðjuverkun og er Sævar í dag með að minnsta kosti 16 aukaáverka víðsvegar um líkamann. Til þess að fá bót sinna meina þarf að festa saman á honum spjaldhrygginn, neðstu hryggjarliðina og mjaðmagrind með skrúfum og gera aðgerð á mjaðmakúlunni, sem er farin að losna úr liðnum.
Þá þarf að laga meðfæddan stoðkerfisgalla á neðri ganglim sem hefur mikil áhrif á líkamsbeitingu og er talin vera ein af orsökum þess að liðbandið slitnaði til að byrja með, en stoðkerfisgallinn veldur því að óeðlilegt álag myndast á þetta tiltekna liðband.
Í viðtalinu fer Sævar yfir viðbrögð hins íslenska heilbrigðiskerfis sem, vægast sagt, miðað við lýsingarnar, eru hreint út sagt hræðilegar. Skipti eftir skipti hefur honum verið vísað út af læknum og heilbrigðisstarfsfólki með þau skilaboð að meislin séu af andlegum toga og að hann sé haldin sjúklegri viðurkenningarþörf og athyglissýki. „Síðast þegar ég fór á bráðamóttöku í frekar slæmu ástandi fyrir fjórum mánuðum síðan, þá kom læknir sem sagði að það væri ekkert að mér nema viðurkenningarþörf. Að ég væri með svo mikla þörf fyrir athygli og viðurkenningu, þess vegna væri ég að koma þangað í þessi samtöl, til að fá athygli,“ segir Sævar og Gunnar spyr hvort læknirinn hafi hitt hann áður. Sævar svaraði: „Nei, nei, aldrei hitt hann áður.“ Og Sævar heldur áfram: „Hjúkkur hafa líka komið fram á Bráðamóttökunni og ég sagt að ég sé slasaður og þurfi aðstoð. Þær hafa sagt við mig „Þú ert ekkert slasaður“. Ég hef ekkert hitt þessar hjúkkur áður. Ég get alveg talað í allan dag hversu oft ég hef lent í einhverju sem má kalla ofbeldi af hálfu kerfisins.“
Það sem Sævar vill meina að þurfi að gera er að saga hann allan í sundur og skrúfa saman aftur. Smíða þurfi bæði mjöðm og fótlegg upp á nýtt með öllu sem því fylgir. Einnig segist hann þurfa aðgerð á hálsi en til að vel geti farið þarf að byrja aðgerðirnar neðan frá og vinna sig upp á við til að líkur hans á eðlilegu lífi séu sem bestar.
Hann hefur þegar farið í tvær aðgerðir, þar sem varð að fjarlægja úr honum rif vegna afleidds liðbandaskaða og það farið úr lið, þrengjandi að æðum í hálsinum; lífsógnandi ástand. Þó sú aðgerð hafi bjargað lífi hans á þeim tímapunkti, veikti hún stoðkerfið enn frekar.
Sævar hefur þurft að gera allar rannsóknir sjálfur, og ferðast erlendis í leit að hjálp til að berjast fyrir því að greining sín yrði samþykkt í læknasamfélaginu.
Sævar segist vel skilja viðhorf lækna hér á landi því hann skilji hvað búi að baki því mótlæti og hroka sem hann hefur mætt. Fyrir lækna með margra áratuga langa menntun á bakinu sé það upplifað sem klár ógn við stöðu þeirra sem fagmenn, sem og stöðu þeirra í hálf buguðu heilbrigðiskerfi hér á landi, þegar hér komi einhver strákpjakkur með mikla áfalla- og fíknisögu og beri á borð greiningar sem hann sjálfur hefur greint ásamt anatómískri aðgerðaráætlun.
Hann telur svo vera að engin heilbrigðisstarfsmaður meini neitt illt með þessu heldur sé aðeins um vissan sjálfsvarnarmekanisma að ræða sem framkalli þessi viðbrögð. Gunnar spurði hann hvort hann, með alla sína greind, hefði getað spilað þetta á einhvern annan hátt svo að skilvirkt ávarp eða meðhöndlun hefði átt sér stað. Sævar vill ekki meina að svo sé. Segist hann hafi lengi vel komið með litla sem enga vitneskju um hvað amaði að sér og fullur auðmýktar en eitthvað virtist standa í vegi fyrir því ferli sem hann átti von á að myndi hefjast þegar hann óskaði eftir aðstoð, kvalinn og þjáður.
Staðan á Sævari er sú í dag að söfnun er hafin fyrir 3 aðgerðum sem framkvæmdar verða í Tyrklandi. Aðgerðirnar sem fyrirhugaðar eru hafa verið skipulagðar af tyrkneskum læknum í samræmi við þeirra rannsóknir sem og þeim upplýsingum sem Sævar hafði safnað og greint sjálfur á ástandinu sem tyrknesku læknarnir hafa staðfest að séu réttar. Eftir að teymi af bæklunar- og heila- og taugaskurðlæknum eyddu viku í að fara yfir gögnin, útskýrðu þeir að þeir væru sammála greiningunni, og aðgerða væri þörf til að laga meðfæddan stoðkerfisgalla á neðri ganglim, sem og á mjaðmalið og að lokum að festa saman neðstu þrjá hryggjarliði, spjaldhrygg og mjaðmabein saman og gera stöðugt.
Til að koma í veg fyrir að meiðsli hans versni, en honum hrakar stöðugt, og leiði ekki til lömunar eða þaðan af verra ástands, þarf að safna sjö milljónum króna fyrir lækniskostnað. Hingað til hafa hann og fjölskylda hans þurft að borga enn meira úr eigin vasa.
Þetta hefur verið langt ferðalag, sem hann hefur þurft að leggja líf sitt og aðrar persónulegar vonir til hliðar til að leggja allt sitt átak í – og er nú nálægt því að láta kraftaverkið gerast sem hann hefur beðið eftir.
Til að safna þeim peningum sem til þarf setti Sævar, ásamt góðu fólki sem styður við hann, af stað verkefnið THUGMONK. Það gerir fólki kleift að kaupa vörur og mun afrakstur þessarar sölu renna beint í sjóð sem fjármagna mun þessar þrjár fyrirhuguðu aðgerðir. Sjá hér https://www.karolinafund.com/project/view/6201.
Þetta magnaða viðtal við Sævar má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subsribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.
Tveir létust í heimahúsi í Bolungarvík í gær en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Eins og staðan er nú, er ekki grunur um að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti.
„Okkur er verulega brugðið,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík í samtali við Bæjarins besta. „Þetta er harmleikur sem átti sér stað en rétt að taka fram að ekki er hættuástand. Bolungarvík er friðsælt samfélag“.
Jón Páll segir í samtalinu að „okkar hlutverk er að sýna hluttekningu og vera til staðar fyrir þá sem eiga um sárt að binda.“
Samkvæmt tilkynningu Lögreglunnar á Vestfjörðum óskaði hún eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinarfræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn á málinu. Lauk henni í nótt og fer réttarmeinafræðileg rannsókn fram í kjölfarið. Lögreglan vill ekki gefa frekari upplýsingar um rannsókn sína að sinni.
Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í gær eftir aðstoð sérfræðinga að sunnan við að rannsaka mannslát í Bolungarvík.
Helgi Jenssson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, vildi ekki stjá sig um harmleikinn og hvort um hafi verið að ræða manndráp þegar Ríkisútvarpið leitaði svara. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til í gær vegna málsins.
Huginn Freyr Þorsteinsson, stjórnarformaður könnunarfyrirtækisins Gallup, er jafnframt kosningastjóri Katrínar Jakobsdóttur. Huginn Freyr fer með mikil völd í heimi auglýsinga og skoðanakannana þar sem hann er jafnframt einn eigenda auglýsingastofunnar Aton sem stýrir kosningabaráttu Katrínar.
Nokkrar áhyggjur eru vegna þessarar stöðu þar sem Gallup er í afar viðkvæmri stöðu þar sem kemur að slíkum tengslum og allur vafi í könnunum eða útfærslu þeirra getur stórskaðað fyrirtækið.
Huginn Freyr var á sínum tíma aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns VG. Meðeigendur hans að Gallup eru Valdimar Halldórsson, Agnar Lemacks og Ingvar Sverrisson. Huginn Freyr þykir vera eldklár og mikill fengur fyrir Katrínu að hann skuli standa í stafni framboðsins.
Katrín er í harðri baráttu um forsetaembættið. Hún, Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir eru á svipuðum slóðum í fylgi þótt Halla Hrund leiði …
Nokkuð var um beiðnir um aðstoð við veikt fólk og einstaklinga í annarlegu ástandi í nótt. Alls fékkst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við 55 mál þessa vornótt.
Ökumaður var stöðvaður í austurborginni, sterklega runaður um ölvun við akstur. Honum var dregið blóð og hann síðan látinn laus að lokinni sýnatöku.
Minniháttar eignarspjöll áttu sér stað í miðborginni. Skemmdarvargur gripinn og málið var afgreitt á vettvangi.
Litlu mátti muna að illa færi þegar ekið var á gangandi vegfaranda í Garðabæ. Blessunarlega reyndust meiðsli vera minniháttar. Fórnarlambið var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunnar,
Ökumaður var stöðvaður í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Líkamsárás átti sér stað á svipuðum slóðum. Meið’sli reyndust vera minniháttar og málin gerð upp á vettvangi.
Búðaþjófar voru á ferð í gærkvöld. Tveir voru staðnir að verki og málin gerð upp á staðnum.
Lögreglan í miðborginni og Vesturbænum gerði í gær rassíu til að leita uppi ótryggðar bifreiðar. Klippurnar voru á lofti og skráninganúmer voru fjarlægð, eigendum til mikils ama. Búist er við að leitin að ólöglegum ökutækjum haldi áfram á næstunni.
Þann 19. apríl, árið 1990, átti sér stað atburður í Borgarnesi og í raun mesta mildi að málalyktir urðu ekki hörmulegri en raun bar vitni. Aðfaranótt sumardagsins fyrsta skaut ölvaður lögregluþjónn, á frívakt, úr haglabyssu á bifreið sem ekið var fram hjá fjölbýlishúsi þar í bæ.
Sem fyrr segir var sumardagurinn fyrsti handan hornsins og fjögur ungmenni voru í mesta sakleysi á rúntinum í blokkahverfi bæjarins. Sautján ára stúlku, sem var í bílnum, sagðist síðar svo frá: „Við vorum að keyra um í blokkahverfi þegar ég sá lögregluþjóna fyrir utan innganginn við eitt fjölbýlishúsið við Kveldúlfsgötu. Þeir virtust vera að reyna að komast inn – eitthvað var að. Ég vissi ekkert hvað var að gerast. Við keyrðum síðan eftir götunni og fórum hinum megin við húsið, svalamegin.“
Auk hennar voru í bílnum vinkona hennar, jafngömul, og tveir ungir karlmenn, rúmlega tvítugir að aldri. Að sögn stúlkunnar sagði einn mannanna skyndilega: „Sjáið þið manninn með byssuna.“ Þá litu þau öll upp og einn ungu mannanna sagði: „Sjáið þið manninn með byssuna?“ Á svölum einnar íbúðarinnar stóð maður sem þau vissu deili á og sennilega leist þeim ekki á það sem sáu. „Þá leit ég upp og sá mann, sem við vitum að er lögregluþjónn, úti á svölum með haglabyssu. Sá maður var ekki á vakt,“ sagði fyrrnefnd stúlka í samtali við DV á sínum tíma. Sagði stúlkan að maðurinn á svölunum hefði verið í úlpu og verið með haglabyssu í höndunum. Svalirnar tilheyrðu íbúð á miðhæð fjölbýlishússins. „Hann hafði greinilega verið að skjóta úr byssunni. Þegar hann sá okkur flýtti hann sér að setja önnur skot í byssuna. Hann miðaði síðan á bílinn og hleypti að minnsta kosti einu sinni af. Við beygðum okkur niður til að forðast skothríðina. Ég var á hægri ferð og beygði mig niður og náði því ekki að sjá alveg hvað var fram undan,“ sagði stúlkan sem sat undir stýri bifreiðarinnar. Stúlkan bætti við að þau hefðu orðið dauðskelkuð og skyldi engan undra það.
„Það heyrðust háir hvellir þegar skothríðin dundi á bílnum. Ég tók beygju og var næstum því búin að keyra á annan bíl. Skotin lentu á vinstri afturhluta bílsins. Ég leit aftur upp. Maðurinn virtist þá drífa sig að hlaða byssuna aftur til að skjóta. Ég var svo skelkuð að ég datt eiginlega úr sambandi á tímabili,“ hafði DV eftir stúlkunni.
Þegar þarna var komið sögu var klukkan að ganga fimm um morguninn.
Að sögn stúlkunnar biðu ungmennin ekki boðanna, óku á brott og beint niður á lögreglustöð til að kæra manninn. Þegar þau komu að lögreglustöðinni skoðuðu þau bifreiðina: „Ætli við höfum ekki verið í um fimmtíu metra fjarlægð frá manninum þegar hann skaut á okkur. Ég heyrði mikla hvelli þegar höglin lentu á bílnum. Við skulfum ansi vel á eftir. Þetta var hræðilegt og maður var í algjöru sjokki þegar þetta stóð yfir.“
Sem fyrr segir sáu ungmennin í upphafi þessarar atburðarásar lögregluþjóna við húsið og því ljóst að þeir höfð heyrt af umræddum kollega sínum og því sem hann var að dunda sér við á svölunum.
„Skotmaðurinn hafði eitthvað verið að munda byssuna fyrr um nóttina. Við komum svo aftur að húsinu þegar búið var að ná manninum. Þá voru þrír lögregluþjónar komnir. Þegar skotmaðurinn var leiddur út leit hann á okkur með drápsaugum. Hann var leiddur niður, í Rambó-úlpu, var með bjór í hendinni og gekk óhandjárnaður út,“ sagði stúlkan.
Rúnar Guðjónsson sýslumaður vildi lítið tjá sig við DV og sagði að erfitt væri að segja nokkuð því um væri að ræða starfsmann lögregluembættisins. Gat Rúnar ekki einu sinni upplýst hvort skotglaði lögregluþjóninn hefði verið færður í fangageymslur í kjölfar atviksins.
Í desember sama ár ákærði Ríkissaksóknari umræddan lögregluþjón og var krafist refsingar samkvæmt 4. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. Í henni segir: „Varðhaldi eða fangelsi allt að 4 árum skal sá sæta, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska.“ Einnig var þess krafist að haglabyssa lögregluþjónsins yrði gerð upptæk.
Fyrir 10 árum síðan var lokað versta vaxmyndasafni heims, Louis Tussauds House of Wax, á Yarmouth-svæðinu í Norfolk á Englandi, 58 árum eftir að það var opnað. Ljósmyndir frá safninu lifa þó enn góðu lífi á samfélagsmiðlum.
Louis Tussauds House of Wax var án efa versta vaxmyndasafn heims en safnið öðlaðist költstöðu meðal gesta en fólk hópaðist þangað til þess að hlæja sig máttlaust. Fyrir tíu árum var safninu þó lokað, en síðan þá birtast ljósmyndir þaðan reglulega á samfélagsmiðlum og vekja alltaf athygli.
Hér má sjá brot af þeim óhugnaði sem leyndist á safninu:
Einar Steingrímsson stærðfræðingur og samfélagsrýnir er ekki hrifinn af Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og bendir á tengsl hennar við Hrunið.
Hinn orðhagi stærðfræðingur, Einar Steingrímsson skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann minnir Facebook-vini sína á fortíð Höllu Tómasdóttur sem var framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs fyrir Hrun. Vitnar hann í færslu sinni í orð Höllu frá árinu 2007, þar sem hún talar um höft og íþyngjandi reglur sem verði „aflétt af öllum atvinnuvegum“.
Hér má lesa færslu Einars:
„Halla Tómasdóttir var í forystu útrásarkórsins fyrir hrun. Hefur hún eitthvað sagt núna um afstöðu sína í þessum málum, þar sem stjórnvöld áttu að þjóna hagsmunum víðskiptalífsins (þ.e.a.s. þeirra sem eiga það) en fjármagns- og fyrirtækjeigendur hins vegar að fá bara að ráða því sem þeir vildu?:“Stjórnvöld og viðskiptalífið vinni að langtímauppbyggingu ímyndar Íslands.“ „Höftum og íþyngjandi reglum verði aflétt af öllum atvinnuvegum og viðskiptalífinu verði í auknum mæli gefinn kostur á að setja sér sjálft reglur“.“
Félagið Ísland-Palestína boðar til tveggja opinna funda á Íslandi með Dr. Mads Gilbert, heimsþekktum lækni og baráttumanni fyrir Palestínu. Dr. Gilbert mun flytja fyrirlestur með yfirskriftinni: „Gaza 2024: A catastrophic man-made disaster. What can we do?
Mads Gilbert verður með fyrirlestur í Háskólabíói, í kvöld klukkan 20:00 og síðan á Akureyri tveimur dögum síðar, í Menningarhúsinu Hofi 29 maí klukkan 19:30 Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
En hver er Mads Gilbert?
Í fréttatilkynningu frá samtökunum Ísland-Palestína segir eftirfarandi:
Dr. Mads Gilbert er margverðlaunaður norskur læknir og prófessor emeritus. Hann er sérfræðingur í svæfinga-og bráðalækningum við The Arctic University of Norway og yfirlæknir á bráðamóttökunni á háskólasjúkrahúsinu í Tromsö í Noregi.Frá árinu 1981 hefur Mads verið verið virkur í samstöðu með Palestínumönnum,sérstaklega á sviði heilbrigðismála og aðallega á Gaza síðustu tuttugu ár. Mads starfaði á Shifa sjúkrahúsinu á meðan á árásum Ísraelshers á Gaza stóð 2006, 2009, 2012 og 2014. Eftir 7. október 2023 ferðaðist hann til Egyptalands með neyðarskurðteymi NORWAC til að vinna á Gaza, en Ísraelsher meinaði honum aðgang að Gaza. Hann er höfundur bókanna „Eyes on Gaza“ og „Night in Gaza“. Árásir Ísraelshers á Gaza hafa staðið yfir í sjö mánuði. Nýjustu tölur herma að 34.500 manns hafa verið myrtir í loftárásum, þar af eru yfir 13 þúsund börn. Þúsundir barna liggja enn undir rústum heimila sinna en meðalaldur fórnarlambanna er 5 ár. Ísrael hefur lokað nær algjörlega fyrir flutning á vatni, mat, eldsneyti, rafmagni og öðrum nauðsynjum. Nær öll sjúkrahús eru eyðilögð og allir 12 háskólar Gaza eru rústir einar. Læknar framkvæma aðgerðir án verkjalyfja, börn deyja af næringaskorti og af 2.2 milljónum íbúum Gaza eru 1.7 milljón manns á vergangi og þar af minnst 17 þúsund munaðarlaus börn. Ísrael hefur eyðilagt nær alla innviði Gaza, lokað fólkið af án flóttaleiða og lætur sprengjum rigna yfir fólk á flótta. Aldrei hafa fleiri starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna né blaðamenn verið drepnir á svona stuttum tíma.