Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Heimsókn í versta vaxmyndasafn heims – MYNDIR

Fyrir 10 árum síðan var lokað versta vaxmyndasafni heims, Louis Tussauds House of Wax, á Yarmouth-svæðinu í Norfolk á Englandi, 58 árum eftir að það var opnað. Ljósmyndir frá safninu lifa þó enn góðu lífi á samfélagsmiðlum.

Louis Tussauds House of Wax var án efa versta vaxmyndasafn heims en safnið öðlaðist költstöðu meðal gesta en fólk hópaðist þangað til þess að hlæja sig máttlaust. Fyrir tíu árum var safninu þó lokað, en síðan þá birtast ljósmyndir þaðan reglulega á samfélagsmiðlum og vekja alltaf athygli.

Hér má sjá brot af þeim óhugnaði sem leyndist á safninu:

Þessi er reyndar ágæt … Jóhannes Páll páfi II.
Drakúla? Michael Sheen? Nei … Tony Blair.
Matthew Broderick? Sean Heys? Neibb. Þetta er John Major.
Þótt ótrúlegt sé, á þetta að vera Michael Owen.
Kylie Minogue gjörið svo vel!
The Monkees? The Rolling Stones? Nei, einhverra hluta vegna eru þetta Bítlarnir.
Dionne Warwick? Little Richard? Nei, nei, þetta er konungur poppsins, Michael Jackson.
Burt Reynolds? Engelbert Humperdinck? Nei, hvorugir (eða báðir?). Þetta er Sean Connery.
Þótt ótrúlegt sé, er þetta nokkuð líkt fyrirmyndinni, Boy George.
Það er eins og Beckham hjónunum hafi verið lýst í gegnum síma fyrir blindum myndhöggvara.
Alec Baldwin í hlutverki Elísabetar Bretlandsdrottningar
Þessi hryggðarmynd á að vera Mussolini.
Vilhjálmur Bretaprins gjörsovel!
Þetta er ekki pósturinn Páll, þetta er Karl III Bretakonungur.
Ef maður pírir augun og slekkur ljósin, líkist þetta nokkuð fyrirmyndinni, Díönu prinessu.
Steven Seagal? Nei, þetta á að vera kóngurinn sjálfur, Elvis.
Mr. Has Bean?

 

Einar minnir á fortíð Höllu Tómasdóttur: „Var í forystu útrásarkórsins fyrir hrun“

Einar Steingrímsson stærðfræðingur og samfélagsrýnir er ekki hrifinn af Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og bendir á tengsl hennar við Hrunið.

Hinn orðhagi stærðfræðingur, Einar Steingrímsson skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann minnir Facebook-vini sína á fortíð Höllu Tómasdóttur sem var framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs fyrir Hrun. Vitnar hann í færslu sinni í orð Höllu frá árinu 2007, þar sem hún talar um höft og íþyngjandi reglur sem verði „aflétt af öllum atvinnuvegum“.

Hér má lesa færslu Einars:

„Halla Tómasdóttir var í forystu útrásarkórsins fyrir hrun. Hefur hún eitthvað sagt núna um afstöðu sína í þessum málum, þar sem stjórnvöld áttu að þjóna hagsmunum víðskiptalífsins (þ.e.a.s. þeirra sem eiga það) en fjármagns- og fyrirtækjeigendur hins vegar að fá bara að ráða því sem þeir vildu?:“Stjórnvöld og viðskiptalífið vinni að langtímauppbyggingu ímyndar Íslands.“ „Höftum og íþyngjandi reglum verði aflétt af öllum atvinnuvegum og viðskiptalífinu verði í auknum mæli gefinn kostur á að setja sér sjálft reglur“.“

Dr. Mads Gilbert með fyrirlestur í Háskólabíói – Starfaði á Gaza í miðjum árásum Ísraela

Dr. Mads Gilbert

Félagið Ísland-Palestína boðar til tveggja opinna funda á Íslandi með Dr. Mads Gilbert, heimsþekktum lækni og baráttumanni fyrir Palestínu. Dr. Gilbert mun flytja fyrirlestur með yfirskriftinni: „Gaza 2024: A catastrophic man-made disaster. What can we do? 

Mads Gilbert verður með fyrirlestur í Háskólabíói, í kvöld klukkan 20:00 og síðan á Akureyri tveimur dögum síðar, í Menningarhúsinu Hofi 29 maí klukkan 19:30 Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

En hver er Mads Gilbert?

Í fréttatilkynningu frá samtökunum Ísland-Palestína segir eftirfarandi:

Dr. Mads Gilbert er margverðlaunaður norskur læknir og prófessor emeritus. Hann er sérfræðingur í svæfinga-og bráðalækningum við The Arctic University of Norway og yfirlæknir á bráðamóttökunni á háskólasjúkrahúsinu í Tromsö í Noregi.Frá árinu 1981 hefur Mads verið verið virkur í samstöðu með Palestínumönnum,sérstaklega á sviði heilbrigðismála og aðallega á Gaza síðustu tuttugu ár. Mads starfaði á Shifa sjúkrahúsinu á meðan á árásum Ísraelshers á Gaza stóð 2006, 2009, 2012 og 2014. Eftir 7. október 2023 ferðaðist hann til Egyptalands með neyðarskurðteymi NORWAC til að vinna á Gaza, en Ísraelsher meinaði honum aðgang að Gaza. Hann er höfundur bókanna „Eyes on Gaza“ og „Night in Gaza“. Árásir Ísraelshers á Gaza hafa staðið yfir í sjö mánuði. Nýjustu tölur herma að 34.500 manns hafa verið myrtir í loftárásum, þar af eru yfir 13 þúsund börn. Þúsundir barna liggja enn undir rústum heimila sinna en meðalaldur fórnarlambanna er 5 ár. Ísrael hefur lokað nær algjörlega fyrir flutning á vatni, mat, eldsneyti, rafmagni og öðrum nauðsynjum. Nær öll sjúkrahús eru eyðilögð og allir 12 háskólar Gaza eru rústir einar. Læknar framkvæma aðgerðir án verkjalyfja, börn deyja af næringaskorti og af 2.2 milljónum íbúum Gaza eru 1.7 milljón manns á vergangi og þar af minnst 17 þúsund munaðarlaus börn. Ísrael hefur eyðilagt nær alla innviði Gaza, lokað fólkið af án flóttaleiða og lætur sprengjum rigna yfir fólk á flótta. Aldrei hafa fleiri starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna né blaðamenn verið drepnir á svona stuttum tíma.

 

Ástþór hefur eytt 7,8 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlunum – Ásdís Rán aðeins 130 krónum

Ástþór Magnússon hefur gert margar atlögur að forsetaembættinu. Mynd: Facebook.

Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta af forsetaframbjóðendunum. Þetta kemur fram í nýjum mælingum auglýsingastofunnar og framleiðslufyrirtækisins SAHARA.

Á vef SAHARA má sjá niðurstöður frá mælingum fyrirtækisins á því hversu miklu fé forsetaframbjóðendur verja í auglýsingar á miðlum Meta, en það er google, Facebook, Instagram og fleiri miðlar, síðustu 90 daga.

Eftirfarandi texta má finna á síðu fyrirtækisins:

SAHARA hefur sett upp mælaborð sem fylgist með því í rauntíma hvað frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru að gera á Google, Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Mælaborðið, sem er beintengt við gögn hjá Google og Meta, er öllum aðgengilegt á slóðinni sahara.is/kosningar24 

Auk samanburðar á því hve miklu fé frambjóðendur verja í auglýsingar á miðlum Meta, sýnir mælaborð SAHARA m.a. upplýsingar um þróun á fjölda fylgjenda allra frambjóðenda á samfélagsmiðlum og hvernig áhugi er á viðkomandi, byggt á leitum í leitarvél Google.

Samkvæmt mælingum SAHARA hefur Ástþór Magnússon eytt lang mestu fé í auglýsingar á miðlum Meta eða um 7,8 milljónum króna. Næst kemur Halla Hrund Logadóttir sem eytt hefur um 519.5 þúsund krónum en nafna hennar Tómasdóttir er þriðji frambjóðandinn á listanum en hún hefur eytt um 508 þúsund krónum í auglýsingar á miðlunum. Jón Gnarr hefur svo eytt 504,7 þúsund krónum, Baldur 411,4 þúsund krónum, Helga Þórisdóttir 338,2 þúsund og Katrín Jakobsdóttir 237 þúsund krónum.

Þrír neðstu frambjóðaendurnir á listanum hafa eytt sáralitlum pening í auglýsingar á samfélagsmiðlunum en Arnar Þór Jónsson hefur aðeins eytt 23.700 þúsund krónum, Viktor Traustason hefur eytt 9.800 krónum. Lestinar rekur ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem samkvæmt mælingum SAHARA hefur aðeins eytt 130 krónum í auglýsingar á samfélagsmiðlunum. Af einhverjum ástæðum vantar þau Steinunni Ólína Þorsteinsdóttur og Eirík Inga Jóhannsson á lista fyrirtæsins en mögulega þýðir það að þau hafi ekki eytt krónu í auglýsingar á miðlunum.

Hér má sjá listann:


Kakódrottningin Júlía: „Hristi upp í fólki með því að vera algjörlega ég sjálf“

Júlía Óttarsdóttir

Júlía Óttarsdóttir gjörbreytti um lífsstíl aðeins 19 ára gömul og fór frá djammi og stórreykingum yfir í að halda kakóseremóníur fyrir Íslendinga. Júlía, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa fundið köllun í að breyta lífi sínu og að eftir það hafi hún aldrei snúið við:

„Það gerist í lífi okkar allra að við fáum kall til að vakna til vitundar, en svo er bara spurning hvort við séum nógu tengd til þess að hlusta. Ég fékk þetta kall þegar ég var mjög ung og hlýddi því sem betur fer. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var 19 ára gömul. Mér leið eins og ég yrði að komast aðeins í burtu frá Íslandi. Ég var byrjuð að djamma og það var mjög gaman, en svo varð það meira og meira og á einhverjum punkti varð það of mikið fyrir mig. Ég fann að það væri eitthvað meira í lífinu en bara þessi lífsstíll og það var eitthvað að kalla mig í aðra átt. Þannig að ég flutti til systur minnar í Danmörku, þar sem ég var allt í einu komin bara út í náttúruna, byrjuð að borða hollan mat, hægja á öllu og allt breyttist. Ég hafði alltaf verið mikið náttúrubarn, en tengingin hafði rofnað, en þarna kviknaði hún aftur og hægt og rólega breyttist allt. Ég hafði verið að reykja pakka á dag, en ég hætti bæði að reykja og drekka á þessu tímabili og ég fann hvernig ég fór öll að endurnærast og tengjast upp á nýtt. Ég trúi því að við séum öll náttúrubörn og getum tengt okkur við innsæið með því að tengjast móður jörð. En aftengingin er orðin mikil út af lífsstílnum okkar. Hvort sem það er matarræði, streita, of lítil hvíld, hreyfingarleysi eða skortur á nánd.“ segir Júlía, sem fékk að kynnast alls kyns óhefðbundnum hlutum í Danmörku. Eitt af því var að fara í kakóseremóníu:

„Ég var nýkomin til Kaupmannahfnar og þar er mér boðið í kakóseremóníu í fyrsta skipti. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað að slá til og láta koma mér á óvart. Það má segja að það hafi ekki verið aftur snúið eftir það. Ég endaði svo í Gvatemala, þar sem ég lærði allt sem hægt er að læra um þessa mögnuðu plöntu og hvernig er hægt að vinna með hana. Fyrst þegar ég kom með þetta til Íslands og byrjaði að halda seremíóníur fann ég hvað fólki fannst þetta skrýtið og það var góð æfing í áliti annarra. En hægt og rólega hefur þetta gjörbreyst og fólk er upp til hópa orðið mjög opið í dag,“ segir Júlía sem lærði af heimafólki hvernig ætti að vinna með kakó-plöntuna og hefur í meira en tíu ár haldið kakó-seremóníur á Íslandi. Hún segir að fyrst um sinn hafi hún fengið góða æfingu í áliti annarra, sem sé frábær skóli:

„Ég finn mikla breytingu, en það er samt örugglega ennþá fullt af fólki sem dæmir mig fyrir það sem ég er að gera. Hvort sem það er að vera allsber úti í náttúrunni, halda kakóseremóníur eða annað. En mér er bara skítsama. Af hverju ætti ég að vera að gefa lífsorkuna mína í ótta við álit annarra. Það er eiginlega bara alveg galið ef maður hugsar um það. Fyrst var þetta alveg æfing og ég fann dómhörkuna mjög vel, en núna lít ég nánast á það sem skyldu mína að hrista aðeins upp í fólki með því að vera ég sjálf.“

Júlía segist trúa því að fólk sé að vakna til vitundar um að taka ábyrgð á eigin lífi og eigin hegðun:

„Við lifum á tímum þar sem sjálfsábyrgð er algjört lykilatriði. Við höfum lifað í þeirri trú að kerfið muni einhvern vegin bjarga okkur, eða að það sé einhver að passa upp á okkur, en það er ekki þannig. Við verðum sjálf að taka ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Við getum ekki bara gefið kraftinn okkar frá okkur með því að fara í sömu átt og allir hinir og treysta því að einhver annar muni bjarga okkur. Við búum í heimi sem er uppfullur af eiturefnum, skökku matarræði og slæmum lífsstíl, en svo verðum við steinhissa ef við verðum kvíðin eða þunglynd og gerum ekki tengingu við lífsstílinn.“

„Leiðin áfram er að við byrjum að átta okkur á því að innst inni erum við öll eitt og við erum öll í þessu saman. Þessi aðskilnaður sem stöðugt er verið að selja okkur inn í gerir engum gott. Við og hinir virðist hafa verið lögmálið í langan tíma, en ég trúi því að við séum að vakna til vitundar um að aðskilnaður og dómharka er það sem hefur búið til flest okkar vandamál í gegnum mannkynssöguna. Þegar maður bendir á aðra þá eru þrír fingur að benda til baka á mann sjálfan. Það er gott að vera alveg viss um að maður sé búinn að taka til hjá sjálfum sér áður en maður bendir á aðra og dæmir annað fólk. En vakningin er hafin og ég er sannfærð um að það verður ekki aftur snúið og að það er eitthvað mjög fallegt framundan.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Júlíu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

General Hospital leikari skotinn til bana – Lögreglan leitar enn að morðingjunum

Blessuð sé minning hans

Brynjar ætlar að kjósa Katrínu: „Mér finnst hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi“

Brynjar Níelsson Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Brynjar Níelsson hefur bæst í hóp þeirra hægri manna sem styðja Katrínu Jakobsdóttur í baráttu hennar um Bessastaði.

Í gær skrifaði Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hann lýsir „sínum forseta“. Hvergir nefnir hann Katrínu Jakobsdóttur á nafn en engum dylst um hvaða frambjóðanda hann talar um.

„Ég er gjarnan spurður um hvern ég ætli að kjósa í komandi forsetakosningum. Svarið sem allir fá er nokkurn veginn svona: Ég kýs þann sem veit að við búum við þingræði og þekkir stjórnskipan landsins og hlutverk forsetans í henni. Reynsla og þekking í þessum efnum eru mjög mikilvægir kostir. Minn forseti þarf að vita að hann hefur ekki völd en geti haft áhrif til góðs fyrir land og þjóð, bæði heima og erlendis. Reynsla í alþjóðlegum samskiptum er tvímælalaust kostur í þessu embætti.“ Þannig hefst mærufærsla Brynjars.

Næst talar Brynjar um sjarma sem forsetinn þarf að búa yfir og tekur fram að honum þyki „hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi“.

„Mínum forseta þarf að þykja vænt um þjóðina og gæta hagsmuna hennar þegar tækifæri gefast. Standa vörð um íslenska tungu og menningararfleifð þjóðarinnar. Það er ekki nóg að klæðast lopapeysu öðru hvoru. Forseti þarf að bjóða af sér góðan þokka, sem er ástæðan fyrir því að ég bauð mig ekki fram, og þarf að vera sjarmerandi þegar við á. Sitt sýnist hverjum um þokka og sjarma. Mér finnst hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi en öðrum kannski ekki. Minn forseti þarf að vera sæmilega vel gefinn, með góða dómgreind og skynsamur og kann að hlusta. Minn forseti má ekki vera stíflaður úr frekju og halda að hann ráði öllu.“

Að lokum segist Brynjar gleðjast yfir fjölda frambjóðanda en að það sé aðeins einn frambjóðandi sem hann hafi dansað við.

„Þar sem forsetaembættið er ekki valdaembætti kýs ég ekki endilega forseta sem samræmist best pólitískri hugmyndafræði minni heldur þann sem er þeim kostum búinn sem ég reifa hér að framan. Ég hef nú ekkert annað en gott að segja um alla þessa frambjóðendur og gleðst yfir því að svona margir vilji þjóna okkur í þessu embætti. En það er samt bara einn frambjóðandi sem ég hef dansað við. Hann hefur alla þá kosti sem prýða má góðan og öflugan forseta. Þeir sem ekki hafa áttað sig á hver er minn forseti þurfa að lesa þessa færslu aftur.“

Ísraelsher drap 40 í sprengjuárás á tjaldbúðir: „Við sáum brennd lík og sundurskorna útlimi“

Frá vettvangi glæpsins.

Um 40 Palestínumenn voru drepnir í sprengjuárás Ísraelshers á tjaldbúðir flóttafólks í borginni Rafah á Gaza-ströndinni, þar af fjöldi barna.

Árásin á Palestínumenn sem voru á flótta á Tal as-Sultan svæðinu í Rafah er ein sú mannskæðasta síðan stríðið hófst á Gaza. Stórar sprengjur voru notaðar á tjaldbúðirnar, sem varð til þess að fórnarlömbin voru rifið í tætlur.

„Við náðum fjölda barnapíslarvotta úr sprengjuárás Ísraelsmanna, þar á meðal barn án höfuðs og börn sem eru í bútum,“ sagði palestínskur sjúkraliði í samtali við Anadolu.

Mohammad al-Mughayyir, háttsettur embættismaður hjá almannavarnastofnun Gaza, sagði við AFP: „Við sáum brennd lík og sundurskorna útlimi … Við sáum líka tilfelli af aflimunum, særðum börnum, konum og öldruðum.

Ríkisfjölmiðlaskrifstofan á Gaza sagði fyrr í dag að bandarískar, 2.000 punda sprengjur hafi verið notaðar við árásina – sem ísraelski herinn fullyrðir að hafi verið framkvæmd í samræmi við alþjóðalög.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Ósammála um orsök rútuslyss Lionsmanna í Dynki: „Mín­ir menn sáu ekki þess merki“

Frá vettvangi slyssins. Ljósmynd: RÚV – Hákon Pálsson - Skjáskot

Vegagerðin segir ekkert benda til þess að vegurinn hafi gefið sig þegar rútuslys varð í Rangárvallasýslu í fyrradag, eins og lögreglan hefur haldið fram.

Jón Gunn­ar Þór­halls­son yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi sagði í viðtali við Vísi að vísbendingar væru um að vegurinn hafi gefið sig að hluta þegar rúta, sem full var af Íslendingum úr Lionsklúbbinum Dynki, 27 talsins, valt með þeim afleiðingum að öll þau sem voru í rútunni voru flutt á sjúkrahús. Enginn lést í slysinu en allir slösuðust, mismikið þó. Sjö voru fluttir með þyrlu

„En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson í samtali við Vísi.

Þessu er G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar ósammála. Í samtali við mbl.is segir hann sína menn ekki hafa séð nein merki um slíkt:

„Mín­ir menn sáu ekki þess merki að veg­ur­inn hefði gefið sig. Rút­an er þarna ut­ar­lega á mjó­um vegi, það eru lé­leg­ar sjón­lengd­ir þarna fram und­an, en við sjá­um þess ekki merki að veg­ur­inn sjálf­ur hafi farið und­an rút­unni,“ seg­ir hann.

Tók hann þó fram að enn eigi eftir að rannsaka orsök slyssins og að Vegerðing haldi áfram að fara yfir málið. Að hans mati sé of snemmt að segja til um ástæður slyssins.

 

 

Nakinn maður hristi sig og skók á almannafæri – Skemmdavargar í Garðabæ

Maður nokkur missti stjórn á siðsemi sinni og reif sig úr fötunum í austurborg Reykjavíkur. Sá nakti hóg síðan að hrista sig og skaka sér á almannafæri. Lögreglan kom og tók hann úr umferð. S´anakti fékk tiltal frá varðstjóra en var síðan hleypt, fullkæddum út í nóttina.

Brotist var inn í geymslur á sama svæði. Eigendur voru að heiman. Þjófurinn hafði á brott með sér reiðhjól.

Í miðborg Reykjavíkur voru menn í þeim háskaleik að sveifla loftbyssum og hleypa af skotum. Athæfi þeirra var stöðvað en óljóst með viðurlög.

Tilkynnt um skemmdarverk í Garðabæ. Skemmdarvargar brutu nokkrar rúður. Þeir fundust ekki, þrátt fyrir leit.

Tilkynnt um fjársvik í Kópavogi. Einstaklingur lét sig hafa það að stinga af frá leigubifreið án þess að greiða fyrir fargjaldið. Svikahrappurinn fannst og má eiga von á kæru vegna málsins.

Katrín missir fylgi

Halla Hrund Logadóttir

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, missir flugið ef marka má nýja netkönnun Prósents. Katrín mælist nú vera í þriðja sæti en Halla Hrund Logadóttir er aftur komin í fyrsta sæti eftir að hafa tekið dýfu. Halla Tómasdóttir heldur síðan áfram að styrkja sig og er í öðru sæti þegar tæp vika er til kosninga.

Sáralitlu munar á frambjóðendunum þremur. Halla Hrund er með 21 prósent, Halla Tómasdóttir er með 20,2 prósent og Katrín er með 20,1 prósent. Ekki er því tölfræðilegur munur á þeim þremur og stefnir í spennandi kosningar.  Baldur Þórhallsson prófessor kemur á hæla þeirra og mælist með 16,9 prósenta fylgi. Jón Gnarr heldur áfram að missa fylgi og er ekki lengur að spila í efstu deild.

Engin leið er að spá fyrir um lokaniðurstöðuna um næstu helgi. Katrín hefur notið struðnings ráðandi hóps Sjálfstæðismanna og Mogginn hefur lagt henni lið með furðufréttum um Höllu Hrund, helsta andstæðing hennar. Hið óvænta er gengi Höllu Tómasdóttiur sem hægt og sígandi hefur unnið á en kann að vera að toppa of snemma …

Segir ljóst hver verði næsti forseti Íslands: „Þetta eru leið tíðindi fyrir 75 prósent þjóðarinnar“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

„Nú er nokk ljóst að Katrín mun verða okkar næsti Forseti á sama tíma og Bjarni Ben er forsætisráðherra,“ segir Glúmur Baldvinsson og heldur áfram:

Katrín Jakobsdóttir.

„Yfir þessu kætist Samherji sem borgar brúsann og Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddsson og allt Valhallarliðið. Allir hinir vatnsgreiddu Heimdellingar með karisma á við hurðarhún.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mynd: Facebook.

Hann segir þetta vera „leið tíðindi fyrir 75 prósent þjóðarinnar. Því skora ég enn og aftur á Jón Gnarr að draga framboð sitt tilbaka. Ég kysi hann ætti hann sjens en hann á ekki sjens nema þann að gera gæfumuninn og koma í veg fyrir kjör Katrínar. Jón Gnarr ég biðla til þín að gera þjóðinni þann greiða. Plís Jón.

Arnar Þór Jónsson.

Þá fyrst ertu þjóðhetja. Og ég biðla einnig til frænda míns Arnars að gera slíkt hið sama.“

Lífsreynslusagan: „Þegar hann fór að leggja á mig hendur sagði ég hingað og ekki lengra“

Þegar þessi saga gerðist, var ég á miðjum aldri.

Ég var mjög brotin eftir skilnað og var að ná áttum með alltof mikið á mínum herðum.

Ég á tvö börn sem voru á mínu framfæri, en við skilnað var það samkomulag okkar hjóna að hann borgaði ekki meðlag með börnunum.

Ég var vel efnuð kona á þessum tíma átti lúxusíbúð á besta stað bæjarins, einnig átti ég aðra íbúð fyrir starfsfólk mitt.

Ég rak tvö fyrirtæki á þessum tíma. Allir sáu, sem mig þekktu að ég var þreytuleg og við það að bugast.

Eitt vetrarkvöld þegar ég sat ein heima, komu vinkonur til mín og vildu fá mig með út á lifið. Ég sló til. Við fórum á vinsælan skemmtistað í miðborginni. Ekki vorum við búnar að vera lengi þar inni, þegar mjög huggulegur maður kemur til að bjóða mér upp í dans. Eftir dansin settist hann hjá okkur, við spjölluðum og dönsuðum allt kvöldið. Ég gaf honum símanúmer mitt, síðan kvöddumst við. Ég fór til vinnu daginn eftir og var ekki búin að vinna fyrr enn seint um kvöldið. Þegar heim kom beið hann fyrir utan. Ég bauð honum inn og við spjölluðum frameftir. Svona hélt þetta áfram í nokkuð langan tíma.

Ég var orðin ástfangin, hann líka að eigin sögn. Hann átti góða íbúð og flottann blæjubíl. Hann fór að vera meira heima hjá mér. Eitt skipti er ég kom heim eftir vinnu var nafnið hans komið á mína bjöllu og það efst. Viðvörun. Allt gekk þetta vel í byrjun og á endanum giftum við okkur. Ég gerði kaupmála sem var þinglýst um að þetta væri mín séreign.

Eftir giftingu seldi ég íbúðina, við keyptum okkur einbílishús. Hann var duglegur að laga húsið sem hann átti ekkert í, sagði hann. Á endanum rifti ég mínum kaupmála.

Fljótlega eftir það fór hann að ráðskast með allt. Þegar hann kom inn í mitt bú átti hann ekkert, var í félagsíbúð og sportarinn allur í skuld. Ég hafði náð mér í ómerkilegan pokakall!

Enginn mátti tala við mig, ekki einu sinni fjölskyldan, allir voru að spilla mér sagði hann. Þegar hann fór að leggja á mig hendur sagði ég hingað og ekki lengra. Ég vil skilnað.

Það var akkúrat það galdraorð sem hann var að bíða eftir.

Allt það sem ég átti fyrir átti hann nú helming í við skilnað. Ég vildi ekki gefast upp og réði mér lögfræðing. Skilnaðurinn okkar tók fjögur ár og fór fyrir Hæstarétt á endanum. Þegar upp var staðið eftir allan þann tíma tóku lögfræðingar og skiptastjóri nánast allt það sem ég átti.

Ég vil segja þessa sögu öðrum konum og já körlum líka. Að ástin getur verið blind. Pokakallinn minn fékk þó minna en hann hefur ætlað sér.

ÞAð ER ÉG SÁTT VIÐ.

 

 

Einstaklingurinn er þekktur fyrir að lauma sér inn á gistiheimili og hótel til að fá sér blund

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær.

Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot á byggingarsvæði snemma í póstnúmeri 101. Lögregla fór á vettvang á forgangi, handtók einn einstakling sem var búinn að safna saman munum inni á byggingarsvæðinu. Einstaklingurinn fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður sökum ástands en ekki var hægt að yfirheyra hann. Einstaklingurinn fékk því að sofa úr sér en þegar þessi tölvupóstur er ritaður er einstaklingurinn búinn í skýrslutöku og nýfarinn út í góða veðrið.

Lögregla sinnir umferðarslysi þar sem ekki varð slys á fólki, einungis minniháttar eignatjón. Skýrsla rituð um málið.

Tilkynnt um aðila sem svaf ölvunarsvefni við sundlaug í austurhluta bæjarins. Aðili fjarlægður út af hóteli í miðborginni. Einstaklingurinn þekktur fyrir það að lauma sér inn á gistiheimili og hótel til að fá sér blund.

Einstaklingur rænulaus vegna áfengisneyslu á bekk í miðborginni. Óskað var eftir sjúkraliði á vettvang til að skoða hann frekar.

Ölvaður einstaklingur til vandræða í anddyri hótels í miðborginni. Lögregla fer á vettvang og vísar aðilanum út.

Tilkynnt um árekstur og afstungu í hverfi 104, lögregla fer á vettvang til að rannsaka málið.

Tilkynnt um eignaspjöll á byggingarsvæði í miðborginni. Í tilkynningu kemur fram að aðili sé að brjóta rúður. Lögregla rannsakar málið. Lögregla fer á vettvang þar sem tilkynnt var um ágreining milli vinnuveitanda og fyrrum starfsmanns. Einn aðili grunaður um fjársvik og hinn um eignaspjöll og líkamsárás. Lögregla ritar skýrslu um málið.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær.

Eftirlit með umferð þar sem ökumenn voru látnir blása. Einum ökumanni gert að stöðva akstur þar sem hann blés undir refsimörkum.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt.

Lögregla sinnir umferðarslysi þar sem bifreið var ekið á vegg. Einn aðili slasaður og fastur í bifreið. Slökkvilið losar ökumanninn úr bifreiðinni og flytur hann til frekari aðhlynningar á Bráðamóttöku. Lögregla fór einnig á Bráðamóttökuna til að tryggja blóðsýni úr ökumanni þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Sýni tryggð vegna rannsókn þessa máls. Líðan ökumanns óþekkt þegar þessi tölvupóstur er ritaður.

Tilkynnt um ölvaðan einstakling til vandræða í verslun í Kópavogi. Lögregla fer á vettvang og ræðir við einstaklinginn sem hafði verið tilkynntur fyrr um daginn. Að viðræðum loknum stóð aðilinn upp og gekk á brott.

Tilkynnt um ungmenni uppi á þaki fasteignar. Lögregla fer á vettvang.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær.

Tilkynnt um umferðarslys þar sem ekið er á reiðhjólamann. Ástand og líðan er óþekkt þegar þessi tölvupóstur er ritaður.

En kannski er sumt mér að kenna?… Og það er allt í lagi

Eftir ofbeldi, misnotkun, áreiti og áföll eyðum við flest miklum tíma í sjálfsvinnu.

Í þeirri vinnu felst heilunin og í heiluninni er oft talað um að skila skömminni, færa ábyrgðina á réttan stað og losna við hugsunina um að það sem gerðist hafi verið okkur sjálfum að kenna.

Það er talað um að fyrirgefa.

Tengið þið við það?

Finnst ykkur erfitt að fyrirgefa þeim sem hafa brotið ykkur? Finnst ykkur það eðlilegt?

Af minni reynslu af slíkri sjálfsvinnu var það aðallega fyrirgefningin gagnvart sjálfum mér sem ég þurfti á að halda. Skömmin og samviskubitið sem ég hafði rogast með á bakinu í fleiri ár var orðið svo þungur biti. Þegar ég náði sjálfsfyrirgefningunni þá var eins og einhver hafi lyft bitanum af mér og ég gat andað. Losunin varð það mikil að ég brast í grát. En það var einnig vegna þess ég áttaði mig á hve vondur ég hafði verið við mig í huganum í mörg ár. 

Ég fattaði það bara ekki að ég var orðinn að mínum eigin geranda.

Gerandi minn skiptir mig engu máli. Þarna var ég ennþá lifandi og með framtíð höndunum á mér sem ég gat mótað á þann veg sem ég vildi. Gerandi minn hefur ekkert að gera með það.

Ég var alltaf að brjóta hugann um þessa skömm og ábyrgð. Fólk sagði við mig: Það var ekki þér að kenna. Þetta var ekki þér að kenna.

Og það var ákveðin hughreysting í sjálfu sér að heyra. En innst inni var ég ekki viss um hvort ég trúði því. Og ég er það ekki ennþá.

Ég lenti í aðstæðum þar sem ég varð fyrir misnotkun. Það sem ég hef burðast með er skömmin út frá ákvörðunum sem leiddi mig í þær aðstæður. Kannski þarf fólk að lesa þessa setningu tvisvar.

Semsagt, ég sjálfur hef tekið vafasamar ákvarðanir sem koma mér í aðstæður sem eru ekki aðstæður sem ég vil vera í. En svo gerist eitthvað og þá er erfitt að snúa við.

Af hverju kem ég mér í þessar aðstæður?

Ástæðan er sú að ég er brotinn einstaklingur, eða var. Ég er þó nokkuð vel púslaður saman í dag. Athyglin nærði mig og ég leyfði aðstæðum að þróast lengra en ég hefði átt að gera. Innst inni vissi ég að eitthvað væri að. Eitthvað var bogið og rangt við hegðunina sem ég var vitni að og viðvörunarbjöllur voru að klingja en ég heyrði ekki almennilega í þeim. Egóið mitt var að flækjast fyrir mér. 

Þannig að ég hef lært af minni eigin mistnotkun að hugsa betur um sjálfan mig almennt svo að ég þurfi ekki á svona óheilbrigðri athygli að halda. Komi mér ekki í aðstæður þar sem fólk vill manni ekkert gott.

Ef lesendur hafa horft á þættina Baby Reindeer á Netflix þá finnst mér aðalpersónan þar svolítið tækla þessa skömm, eigin fordóma og eigin ábyrgð á aðstæðum nokkuð vel.

En höfum það á hreinu að það sem svo gerist í þessum tilteknum aðstæðum er ekki á okkar ábyrgð. Ef einhver brýtur á okkur. Sama í hvaða umhverfi það er þá er það ábyrgð þess sem brýtur á okkur. Sú manneskja tekur ákvarðanir sem fara gegn okkar vilja, misnotar sér jafnvel ástand okkar til að svala einhverri persónulegri þörf. Eða svala egóinu.

Þetta er smá flókið. En ég skrifa sem þolandi ofbeldis í þessu tilfelli.

Ég vil meina að ég beri ávallt ábyrgð á sjálfum mér og því sem ég geri. Tökum áfengisneyslu og aðstæður sem henni fylgja sem dæmi. Ég ber ábyrgð á því hvort ég drekki áfengi. Hvort ég drekki mikið eða lítið. Ég ber ábyrgð á því að átta mig á því hvort ég geti höndlað áfengi eða ekki. Það er á minni ábyrgð að gera eitthvað í áfengisneyslu minni ef ég er ávallt að lenda í því að geta ekki hætt að drekka þegar víman er orðin of mikil. Því getur ekki neinn annar stjórnað.

Aðrir geta haft áhrif á mig og leitt mig áfram í þeirri vegferð og stutt mig en ég þarf að vinna vinnuna sem snýr að því að annaðhvort hætta að neyta áfengis eða læra að neyta þess í hófi. Hinum megin við neysluna er ofneyslan sem er oft þess valdandi að við missum stjórn á raunveruleika okkar og umhverfi. Við verðum kærulaus og missum sjónar á því hver okkar gildi eru. Við missum raunvitund. Í því ástandi gætum við látist tilleiðast í athæfi sem við annars myndum aldrei taka þátt í.

Ef við tökum í taumana hjá okkur sjálfum og skoðum hvað er raunverulega að og hlúum að því þá ættum við aldrei að koma okkur í þannig aðstæður. Af því við höfum fundið sjálfsvirðingu okkar og gildi. Við höfum fundið okkar forgangsröðun.

Sjálfstyrking og sjálfsábyrgð er grundvöllurinn sem við verðum að efla betur á unglingsárum.

Bæði til að skapa einstaklinga sem þekkja sitt eigið virði, eru ólíklegri til að vilja flýja raunveruleikann og einnig einstaklinga sem eru ólíklegri til að vilja skaða aðra.

Ég vil ekki meina að kynferðisofbeldi, misnotkun og annarskonar árás sem við verðum fyrir sé okkur að kenna. Alls ekki. Ég er að tala um þá þætti sem við getum tekið í okkar eigin hendur. Þá þætti af okkar lífi sem við getum stjórnað ef við leggjum þá vinnu á okkur.

Ábyrgð og skömm í tilfelli kynferðisofbeldis er á herðum þess sem fremur ofbeldið. Við sem þolendur, sem lifum verknaðinn af verðum að finna leið til að horfast í augu við okkur sjálf ef við ætlum að lifa áfram heil. 

Hverju getum við stjórnað í eigin lífi?

Er allt öðrum að kenna og á ábyrgð annarra?

Eða er stundum eitthvað bara okkur sjálfum að kenna – og getum við gert eitthvað í því?

Ég hef tekið þennan pól í hæðina til að forða mér frá því að lifa sem fórnarlamb. Því ég vil það ekki. Ég hef of mikla ástríðu fyrir lífinu. Ég hef talað um það áður og oft fengið á mig einkaskilaboð þar sem fólk er ósammála mér og er triggerað af því að hlusta á mig. Finnst ég gera lítið úr þolendum ofbeldis og þeim sársauka sem þeir bera. EN ég er sjálfur þolandi. Ég hef rétt á að tala um hvernig ég tækla mína úrvinnslu og ég hef rétt á að vera á þeim stað sem ég er á í dag. Ég get ekki borið ábyrgð á hvernig aðrir vinna úr áföllum sínum. Það eina sem ég get borið ábyrgð á er hvernig ég geri það og hvernig ég deili því áfram sem hefur gagnast mér. Vonandi eru einhverjir sem lesa og taka að sér þá ábyrgð sem þeir eiga í eigin lífi. Kannski er tíminn núna þar sem þú getur skrifað niður hvernig þér líður. Brotið það niður í búta. Tengt það við fortíðina. Skoðað hvernig fortíðin er að angra þig í dag og af hverju. Hvernig þú getur breytt hugsunum sem fylgja sem gagnast þér ekki í núinu. Farið á netið og lesið þér til um það sem þú ert að upplifa. Hringt á sálfræðistofu og óskað eftir aðstoð.

Þú mátt lifa. Þú mátt harka af þér og dusta af þér áföllin þín. Þau eru þarna áfram en þú þarft ekki að lifa inn í þeim. Því þau eru liðin. Það er enginn sem segir að lífið sé auðvelt en það er vissulega áhugavert og fallegt að lifa því þrátt fyrir það. Og þú getur verið brothættur einstaklingur en sterkur á sama tíma. En það er ekkert aðdáunarvert við það að nota misnotkun þína sem persónuleika þinn og kenna henni um allt það sem illa fer í þínu lífi. Það er aðdáunarvert að sjá þig gráta, reyna að byggja þig upp, fylgjast með sigrunum þínum, stórum og smáum. Það er aðdáunarvert að fylgjast með þér reyna að vinna þig frá áfalli þínu. Því ég er að gera það líka. Við erum öll að gera það líka. Og ekkert okkar er í raun betri en þú í þeirri vinnu. Ekkert okkar betra en annað í því að lifa. Því öllu lífi fylgja áföll.

Spurningin er bara hvort við séum skipstjórinn á skútunni okkar sem siglir okkur í gegnum öldurnar eða hvort öldurnar taki yfir og fari með okkur í hið endalausa óveður.

Friðrik Agni Árnason

 

Stjórnendum hér á landi sem eru á móti íslensku krónunni fjölgar

Það kemur fram á Heimildinni að alls um 45 prósent þeirra stjórnenda er svöruðu nýlegri stjórnendakönnun Prósents eru andvígir því að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill íslensku þjóðarinnar.

Eitthvað Um 39 prósent voru hlynnt krónunni; en 16 prósent að þeir væru ekki með ákveðna skoðun á málinu er eftir Því var leitað.

Er svörin eru brotin niður eftir atvinnugreinum kemur á daginn að það voru aðeins stjórnendur í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum sem voru í meirihluta hlynntir íslensku krónunni sem gjaldmiðli – þótt þar skeiki eigi miklu.

Hjá rekstraraðilum veitinga- og gististaða eru 52 prósent andvíg því að halda krónunni; 26 prósent voru hlynntir.

Er sami hópur var spurður hversu líklegt hann teldi að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslands kom í ljós að 55 prósent töldu það líklegt; einungis 32 prósent að það væri ólíklegt.

 

Ís­lend­ing­ur­inn er ennþá á sjúkra­hús­inu í Bang­kok – Fimm enn á gjörgæslu

Íslendingurinn sem slasaðist er farþegaþota Singapore Airlines lenti í svakalegri ókyrrð á þriðjudag liggur á sjúkrahúsi í Bangkok í Tælandi.

Einn lést og fleiri en sjötíu slösuðust er vélin féll niður tvo kílómetra á flugi frá Singapúr til London.

Vélin lenti í Bangkok, en þar var slösuðum farþegum komið á sjúkrahús.

Enn voru 41 inniliggjandi á sjúkrahúsum í borginni í morgun; alls eru fimm á gjörgæslu en Íslendingurinn er ekki þeirra á meðal.

Telur hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum sé að flækjast fyrir verkefninu

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ferðmálafræðingurinn og leiðsögumaðurinn Guðmundur Björnsson ritaði grein er fjallar um samgöngur á milli Reykjavíkur og Keflavíkur.

„Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum.“

Guðmundur Björnsson

Heldur áfram:

„Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir:

1. Tímasparnaður og þægindi. Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur​​​​. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina.

2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki. Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum​​​​. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa.

3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða​​.

4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári​​. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar​​.

5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa​​.“

Hann segir ennfremur að „kostnaður við verkefnið – heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra)​​​​. Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi.

Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar​​. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu​​.“

Guðmundur segir að „árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar​​​​. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins​​. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu?

Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat.

En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk?​ Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar?“

Grayson Murray er allur aðeins þrítugur að aldri

Grayson Murray.

Bandaríski kylfingurinn Grayson Murray, lést í gær, aðeins þrítugur að aldri; ekki hefur enn verið greint frá dánarosök hans.

Murray hætti keppni í fyrradag á PGA-móti í Texas er hann átti einungis eftir að spila tvær holur.

Murray – sem hefur glímt við áfengisvandamál og þunglyndi – gagnrýndi forystu PGA-mótaraðarinnar harðlega fyrir um þremur árum fyrir að styðja alls ekki nógu vel við atvinnukylfinga sem glíma við slíkan vanda.

Murray sagði eftir sigur sinn á PGA- móti í janúar frá andlegum veikindum sínum; lýsti þrautagöngu sinni og foreldra sinna síðastliðin ár.

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni er hann er sakaður um að hafa framið á heimili þeirra.

Er manninum gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta á rassinn; í eitt skipti nuddað rass hennar og læri.

Ekki liggur fyrir hversu langt tímabil misnotkunin á að hafa staðis yfir.

Ekki kemur fram hversu gömul stúlkan var er brotin voru framin; maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Embætti héraðssaksóknara höfðar málið; krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar sem og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.

Heimsókn í versta vaxmyndasafn heims – MYNDIR

Fyrir 10 árum síðan var lokað versta vaxmyndasafni heims, Louis Tussauds House of Wax, á Yarmouth-svæðinu í Norfolk á Englandi, 58 árum eftir að það var opnað. Ljósmyndir frá safninu lifa þó enn góðu lífi á samfélagsmiðlum.

Louis Tussauds House of Wax var án efa versta vaxmyndasafn heims en safnið öðlaðist költstöðu meðal gesta en fólk hópaðist þangað til þess að hlæja sig máttlaust. Fyrir tíu árum var safninu þó lokað, en síðan þá birtast ljósmyndir þaðan reglulega á samfélagsmiðlum og vekja alltaf athygli.

Hér má sjá brot af þeim óhugnaði sem leyndist á safninu:

Þessi er reyndar ágæt … Jóhannes Páll páfi II.
Drakúla? Michael Sheen? Nei … Tony Blair.
Matthew Broderick? Sean Heys? Neibb. Þetta er John Major.
Þótt ótrúlegt sé, á þetta að vera Michael Owen.
Kylie Minogue gjörið svo vel!
The Monkees? The Rolling Stones? Nei, einhverra hluta vegna eru þetta Bítlarnir.
Dionne Warwick? Little Richard? Nei, nei, þetta er konungur poppsins, Michael Jackson.
Burt Reynolds? Engelbert Humperdinck? Nei, hvorugir (eða báðir?). Þetta er Sean Connery.
Þótt ótrúlegt sé, er þetta nokkuð líkt fyrirmyndinni, Boy George.
Það er eins og Beckham hjónunum hafi verið lýst í gegnum síma fyrir blindum myndhöggvara.
Alec Baldwin í hlutverki Elísabetar Bretlandsdrottningar
Þessi hryggðarmynd á að vera Mussolini.
Vilhjálmur Bretaprins gjörsovel!
Þetta er ekki pósturinn Páll, þetta er Karl III Bretakonungur.
Ef maður pírir augun og slekkur ljósin, líkist þetta nokkuð fyrirmyndinni, Díönu prinessu.
Steven Seagal? Nei, þetta á að vera kóngurinn sjálfur, Elvis.
Mr. Has Bean?

 

Einar minnir á fortíð Höllu Tómasdóttur: „Var í forystu útrásarkórsins fyrir hrun“

Einar Steingrímsson stærðfræðingur og samfélagsrýnir er ekki hrifinn af Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og bendir á tengsl hennar við Hrunið.

Hinn orðhagi stærðfræðingur, Einar Steingrímsson skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann minnir Facebook-vini sína á fortíð Höllu Tómasdóttur sem var framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs fyrir Hrun. Vitnar hann í færslu sinni í orð Höllu frá árinu 2007, þar sem hún talar um höft og íþyngjandi reglur sem verði „aflétt af öllum atvinnuvegum“.

Hér má lesa færslu Einars:

„Halla Tómasdóttir var í forystu útrásarkórsins fyrir hrun. Hefur hún eitthvað sagt núna um afstöðu sína í þessum málum, þar sem stjórnvöld áttu að þjóna hagsmunum víðskiptalífsins (þ.e.a.s. þeirra sem eiga það) en fjármagns- og fyrirtækjeigendur hins vegar að fá bara að ráða því sem þeir vildu?:“Stjórnvöld og viðskiptalífið vinni að langtímauppbyggingu ímyndar Íslands.“ „Höftum og íþyngjandi reglum verði aflétt af öllum atvinnuvegum og viðskiptalífinu verði í auknum mæli gefinn kostur á að setja sér sjálft reglur“.“

Dr. Mads Gilbert með fyrirlestur í Háskólabíói – Starfaði á Gaza í miðjum árásum Ísraela

Dr. Mads Gilbert

Félagið Ísland-Palestína boðar til tveggja opinna funda á Íslandi með Dr. Mads Gilbert, heimsþekktum lækni og baráttumanni fyrir Palestínu. Dr. Gilbert mun flytja fyrirlestur með yfirskriftinni: „Gaza 2024: A catastrophic man-made disaster. What can we do? 

Mads Gilbert verður með fyrirlestur í Háskólabíói, í kvöld klukkan 20:00 og síðan á Akureyri tveimur dögum síðar, í Menningarhúsinu Hofi 29 maí klukkan 19:30 Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

En hver er Mads Gilbert?

Í fréttatilkynningu frá samtökunum Ísland-Palestína segir eftirfarandi:

Dr. Mads Gilbert er margverðlaunaður norskur læknir og prófessor emeritus. Hann er sérfræðingur í svæfinga-og bráðalækningum við The Arctic University of Norway og yfirlæknir á bráðamóttökunni á háskólasjúkrahúsinu í Tromsö í Noregi.Frá árinu 1981 hefur Mads verið verið virkur í samstöðu með Palestínumönnum,sérstaklega á sviði heilbrigðismála og aðallega á Gaza síðustu tuttugu ár. Mads starfaði á Shifa sjúkrahúsinu á meðan á árásum Ísraelshers á Gaza stóð 2006, 2009, 2012 og 2014. Eftir 7. október 2023 ferðaðist hann til Egyptalands með neyðarskurðteymi NORWAC til að vinna á Gaza, en Ísraelsher meinaði honum aðgang að Gaza. Hann er höfundur bókanna „Eyes on Gaza“ og „Night in Gaza“. Árásir Ísraelshers á Gaza hafa staðið yfir í sjö mánuði. Nýjustu tölur herma að 34.500 manns hafa verið myrtir í loftárásum, þar af eru yfir 13 þúsund börn. Þúsundir barna liggja enn undir rústum heimila sinna en meðalaldur fórnarlambanna er 5 ár. Ísrael hefur lokað nær algjörlega fyrir flutning á vatni, mat, eldsneyti, rafmagni og öðrum nauðsynjum. Nær öll sjúkrahús eru eyðilögð og allir 12 háskólar Gaza eru rústir einar. Læknar framkvæma aðgerðir án verkjalyfja, börn deyja af næringaskorti og af 2.2 milljónum íbúum Gaza eru 1.7 milljón manns á vergangi og þar af minnst 17 þúsund munaðarlaus börn. Ísrael hefur eyðilagt nær alla innviði Gaza, lokað fólkið af án flóttaleiða og lætur sprengjum rigna yfir fólk á flótta. Aldrei hafa fleiri starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna né blaðamenn verið drepnir á svona stuttum tíma.

 

Ástþór hefur eytt 7,8 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlunum – Ásdís Rán aðeins 130 krónum

Ástþór Magnússon hefur gert margar atlögur að forsetaembættinu. Mynd: Facebook.

Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta af forsetaframbjóðendunum. Þetta kemur fram í nýjum mælingum auglýsingastofunnar og framleiðslufyrirtækisins SAHARA.

Á vef SAHARA má sjá niðurstöður frá mælingum fyrirtækisins á því hversu miklu fé forsetaframbjóðendur verja í auglýsingar á miðlum Meta, en það er google, Facebook, Instagram og fleiri miðlar, síðustu 90 daga.

Eftirfarandi texta má finna á síðu fyrirtækisins:

SAHARA hefur sett upp mælaborð sem fylgist með því í rauntíma hvað frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru að gera á Google, Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Mælaborðið, sem er beintengt við gögn hjá Google og Meta, er öllum aðgengilegt á slóðinni sahara.is/kosningar24 

Auk samanburðar á því hve miklu fé frambjóðendur verja í auglýsingar á miðlum Meta, sýnir mælaborð SAHARA m.a. upplýsingar um þróun á fjölda fylgjenda allra frambjóðenda á samfélagsmiðlum og hvernig áhugi er á viðkomandi, byggt á leitum í leitarvél Google.

Samkvæmt mælingum SAHARA hefur Ástþór Magnússon eytt lang mestu fé í auglýsingar á miðlum Meta eða um 7,8 milljónum króna. Næst kemur Halla Hrund Logadóttir sem eytt hefur um 519.5 þúsund krónum en nafna hennar Tómasdóttir er þriðji frambjóðandinn á listanum en hún hefur eytt um 508 þúsund krónum í auglýsingar á miðlunum. Jón Gnarr hefur svo eytt 504,7 þúsund krónum, Baldur 411,4 þúsund krónum, Helga Þórisdóttir 338,2 þúsund og Katrín Jakobsdóttir 237 þúsund krónum.

Þrír neðstu frambjóðaendurnir á listanum hafa eytt sáralitlum pening í auglýsingar á samfélagsmiðlunum en Arnar Þór Jónsson hefur aðeins eytt 23.700 þúsund krónum, Viktor Traustason hefur eytt 9.800 krónum. Lestinar rekur ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem samkvæmt mælingum SAHARA hefur aðeins eytt 130 krónum í auglýsingar á samfélagsmiðlunum. Af einhverjum ástæðum vantar þau Steinunni Ólína Þorsteinsdóttur og Eirík Inga Jóhannsson á lista fyrirtæsins en mögulega þýðir það að þau hafi ekki eytt krónu í auglýsingar á miðlunum.

Hér má sjá listann:


Kakódrottningin Júlía: „Hristi upp í fólki með því að vera algjörlega ég sjálf“

Júlía Óttarsdóttir

Júlía Óttarsdóttir gjörbreytti um lífsstíl aðeins 19 ára gömul og fór frá djammi og stórreykingum yfir í að halda kakóseremóníur fyrir Íslendinga. Júlía, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa fundið köllun í að breyta lífi sínu og að eftir það hafi hún aldrei snúið við:

„Það gerist í lífi okkar allra að við fáum kall til að vakna til vitundar, en svo er bara spurning hvort við séum nógu tengd til þess að hlusta. Ég fékk þetta kall þegar ég var mjög ung og hlýddi því sem betur fer. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var 19 ára gömul. Mér leið eins og ég yrði að komast aðeins í burtu frá Íslandi. Ég var byrjuð að djamma og það var mjög gaman, en svo varð það meira og meira og á einhverjum punkti varð það of mikið fyrir mig. Ég fann að það væri eitthvað meira í lífinu en bara þessi lífsstíll og það var eitthvað að kalla mig í aðra átt. Þannig að ég flutti til systur minnar í Danmörku, þar sem ég var allt í einu komin bara út í náttúruna, byrjuð að borða hollan mat, hægja á öllu og allt breyttist. Ég hafði alltaf verið mikið náttúrubarn, en tengingin hafði rofnað, en þarna kviknaði hún aftur og hægt og rólega breyttist allt. Ég hafði verið að reykja pakka á dag, en ég hætti bæði að reykja og drekka á þessu tímabili og ég fann hvernig ég fór öll að endurnærast og tengjast upp á nýtt. Ég trúi því að við séum öll náttúrubörn og getum tengt okkur við innsæið með því að tengjast móður jörð. En aftengingin er orðin mikil út af lífsstílnum okkar. Hvort sem það er matarræði, streita, of lítil hvíld, hreyfingarleysi eða skortur á nánd.“ segir Júlía, sem fékk að kynnast alls kyns óhefðbundnum hlutum í Danmörku. Eitt af því var að fara í kakóseremóníu:

„Ég var nýkomin til Kaupmannahfnar og þar er mér boðið í kakóseremóníu í fyrsta skipti. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað að slá til og láta koma mér á óvart. Það má segja að það hafi ekki verið aftur snúið eftir það. Ég endaði svo í Gvatemala, þar sem ég lærði allt sem hægt er að læra um þessa mögnuðu plöntu og hvernig er hægt að vinna með hana. Fyrst þegar ég kom með þetta til Íslands og byrjaði að halda seremíóníur fann ég hvað fólki fannst þetta skrýtið og það var góð æfing í áliti annarra. En hægt og rólega hefur þetta gjörbreyst og fólk er upp til hópa orðið mjög opið í dag,“ segir Júlía sem lærði af heimafólki hvernig ætti að vinna með kakó-plöntuna og hefur í meira en tíu ár haldið kakó-seremóníur á Íslandi. Hún segir að fyrst um sinn hafi hún fengið góða æfingu í áliti annarra, sem sé frábær skóli:

„Ég finn mikla breytingu, en það er samt örugglega ennþá fullt af fólki sem dæmir mig fyrir það sem ég er að gera. Hvort sem það er að vera allsber úti í náttúrunni, halda kakóseremóníur eða annað. En mér er bara skítsama. Af hverju ætti ég að vera að gefa lífsorkuna mína í ótta við álit annarra. Það er eiginlega bara alveg galið ef maður hugsar um það. Fyrst var þetta alveg æfing og ég fann dómhörkuna mjög vel, en núna lít ég nánast á það sem skyldu mína að hrista aðeins upp í fólki með því að vera ég sjálf.“

Júlía segist trúa því að fólk sé að vakna til vitundar um að taka ábyrgð á eigin lífi og eigin hegðun:

„Við lifum á tímum þar sem sjálfsábyrgð er algjört lykilatriði. Við höfum lifað í þeirri trú að kerfið muni einhvern vegin bjarga okkur, eða að það sé einhver að passa upp á okkur, en það er ekki þannig. Við verðum sjálf að taka ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Við getum ekki bara gefið kraftinn okkar frá okkur með því að fara í sömu átt og allir hinir og treysta því að einhver annar muni bjarga okkur. Við búum í heimi sem er uppfullur af eiturefnum, skökku matarræði og slæmum lífsstíl, en svo verðum við steinhissa ef við verðum kvíðin eða þunglynd og gerum ekki tengingu við lífsstílinn.“

„Leiðin áfram er að við byrjum að átta okkur á því að innst inni erum við öll eitt og við erum öll í þessu saman. Þessi aðskilnaður sem stöðugt er verið að selja okkur inn í gerir engum gott. Við og hinir virðist hafa verið lögmálið í langan tíma, en ég trúi því að við séum að vakna til vitundar um að aðskilnaður og dómharka er það sem hefur búið til flest okkar vandamál í gegnum mannkynssöguna. Þegar maður bendir á aðra þá eru þrír fingur að benda til baka á mann sjálfan. Það er gott að vera alveg viss um að maður sé búinn að taka til hjá sjálfum sér áður en maður bendir á aðra og dæmir annað fólk. En vakningin er hafin og ég er sannfærð um að það verður ekki aftur snúið og að það er eitthvað mjög fallegt framundan.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Júlíu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

General Hospital leikari skotinn til bana – Lögreglan leitar enn að morðingjunum

Blessuð sé minning hans

Brynjar ætlar að kjósa Katrínu: „Mér finnst hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi“

Brynjar Níelsson Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Brynjar Níelsson hefur bæst í hóp þeirra hægri manna sem styðja Katrínu Jakobsdóttur í baráttu hennar um Bessastaði.

Í gær skrifaði Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hann lýsir „sínum forseta“. Hvergir nefnir hann Katrínu Jakobsdóttur á nafn en engum dylst um hvaða frambjóðanda hann talar um.

„Ég er gjarnan spurður um hvern ég ætli að kjósa í komandi forsetakosningum. Svarið sem allir fá er nokkurn veginn svona: Ég kýs þann sem veit að við búum við þingræði og þekkir stjórnskipan landsins og hlutverk forsetans í henni. Reynsla og þekking í þessum efnum eru mjög mikilvægir kostir. Minn forseti þarf að vita að hann hefur ekki völd en geti haft áhrif til góðs fyrir land og þjóð, bæði heima og erlendis. Reynsla í alþjóðlegum samskiptum er tvímælalaust kostur í þessu embætti.“ Þannig hefst mærufærsla Brynjars.

Næst talar Brynjar um sjarma sem forsetinn þarf að búa yfir og tekur fram að honum þyki „hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi“.

„Mínum forseta þarf að þykja vænt um þjóðina og gæta hagsmuna hennar þegar tækifæri gefast. Standa vörð um íslenska tungu og menningararfleifð þjóðarinnar. Það er ekki nóg að klæðast lopapeysu öðru hvoru. Forseti þarf að bjóða af sér góðan þokka, sem er ástæðan fyrir því að ég bauð mig ekki fram, og þarf að vera sjarmerandi þegar við á. Sitt sýnist hverjum um þokka og sjarma. Mér finnst hæfilegar geiflur og grettur sjarmerandi en öðrum kannski ekki. Minn forseti þarf að vera sæmilega vel gefinn, með góða dómgreind og skynsamur og kann að hlusta. Minn forseti má ekki vera stíflaður úr frekju og halda að hann ráði öllu.“

Að lokum segist Brynjar gleðjast yfir fjölda frambjóðanda en að það sé aðeins einn frambjóðandi sem hann hafi dansað við.

„Þar sem forsetaembættið er ekki valdaembætti kýs ég ekki endilega forseta sem samræmist best pólitískri hugmyndafræði minni heldur þann sem er þeim kostum búinn sem ég reifa hér að framan. Ég hef nú ekkert annað en gott að segja um alla þessa frambjóðendur og gleðst yfir því að svona margir vilji þjóna okkur í þessu embætti. En það er samt bara einn frambjóðandi sem ég hef dansað við. Hann hefur alla þá kosti sem prýða má góðan og öflugan forseta. Þeir sem ekki hafa áttað sig á hver er minn forseti þurfa að lesa þessa færslu aftur.“

Ísraelsher drap 40 í sprengjuárás á tjaldbúðir: „Við sáum brennd lík og sundurskorna útlimi“

Frá vettvangi glæpsins.

Um 40 Palestínumenn voru drepnir í sprengjuárás Ísraelshers á tjaldbúðir flóttafólks í borginni Rafah á Gaza-ströndinni, þar af fjöldi barna.

Árásin á Palestínumenn sem voru á flótta á Tal as-Sultan svæðinu í Rafah er ein sú mannskæðasta síðan stríðið hófst á Gaza. Stórar sprengjur voru notaðar á tjaldbúðirnar, sem varð til þess að fórnarlömbin voru rifið í tætlur.

„Við náðum fjölda barnapíslarvotta úr sprengjuárás Ísraelsmanna, þar á meðal barn án höfuðs og börn sem eru í bútum,“ sagði palestínskur sjúkraliði í samtali við Anadolu.

Mohammad al-Mughayyir, háttsettur embættismaður hjá almannavarnastofnun Gaza, sagði við AFP: „Við sáum brennd lík og sundurskorna útlimi … Við sáum líka tilfelli af aflimunum, særðum börnum, konum og öldruðum.

Ríkisfjölmiðlaskrifstofan á Gaza sagði fyrr í dag að bandarískar, 2.000 punda sprengjur hafi verið notaðar við árásina – sem ísraelski herinn fullyrðir að hafi verið framkvæmd í samræmi við alþjóðalög.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Ósammála um orsök rútuslyss Lionsmanna í Dynki: „Mín­ir menn sáu ekki þess merki“

Frá vettvangi slyssins. Ljósmynd: RÚV – Hákon Pálsson - Skjáskot

Vegagerðin segir ekkert benda til þess að vegurinn hafi gefið sig þegar rútuslys varð í Rangárvallasýslu í fyrradag, eins og lögreglan hefur haldið fram.

Jón Gunn­ar Þór­halls­son yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi sagði í viðtali við Vísi að vísbendingar væru um að vegurinn hafi gefið sig að hluta þegar rúta, sem full var af Íslendingum úr Lionsklúbbinum Dynki, 27 talsins, valt með þeim afleiðingum að öll þau sem voru í rútunni voru flutt á sjúkrahús. Enginn lést í slysinu en allir slösuðust, mismikið þó. Sjö voru fluttir með þyrlu

„En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson í samtali við Vísi.

Þessu er G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar ósammála. Í samtali við mbl.is segir hann sína menn ekki hafa séð nein merki um slíkt:

„Mín­ir menn sáu ekki þess merki að veg­ur­inn hefði gefið sig. Rút­an er þarna ut­ar­lega á mjó­um vegi, það eru lé­leg­ar sjón­lengd­ir þarna fram und­an, en við sjá­um þess ekki merki að veg­ur­inn sjálf­ur hafi farið und­an rút­unni,“ seg­ir hann.

Tók hann þó fram að enn eigi eftir að rannsaka orsök slyssins og að Vegerðing haldi áfram að fara yfir málið. Að hans mati sé of snemmt að segja til um ástæður slyssins.

 

 

Nakinn maður hristi sig og skók á almannafæri – Skemmdavargar í Garðabæ

Maður nokkur missti stjórn á siðsemi sinni og reif sig úr fötunum í austurborg Reykjavíkur. Sá nakti hóg síðan að hrista sig og skaka sér á almannafæri. Lögreglan kom og tók hann úr umferð. S´anakti fékk tiltal frá varðstjóra en var síðan hleypt, fullkæddum út í nóttina.

Brotist var inn í geymslur á sama svæði. Eigendur voru að heiman. Þjófurinn hafði á brott með sér reiðhjól.

Í miðborg Reykjavíkur voru menn í þeim háskaleik að sveifla loftbyssum og hleypa af skotum. Athæfi þeirra var stöðvað en óljóst með viðurlög.

Tilkynnt um skemmdarverk í Garðabæ. Skemmdarvargar brutu nokkrar rúður. Þeir fundust ekki, þrátt fyrir leit.

Tilkynnt um fjársvik í Kópavogi. Einstaklingur lét sig hafa það að stinga af frá leigubifreið án þess að greiða fyrir fargjaldið. Svikahrappurinn fannst og má eiga von á kæru vegna málsins.

Katrín missir fylgi

Halla Hrund Logadóttir

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, missir flugið ef marka má nýja netkönnun Prósents. Katrín mælist nú vera í þriðja sæti en Halla Hrund Logadóttir er aftur komin í fyrsta sæti eftir að hafa tekið dýfu. Halla Tómasdóttir heldur síðan áfram að styrkja sig og er í öðru sæti þegar tæp vika er til kosninga.

Sáralitlu munar á frambjóðendunum þremur. Halla Hrund er með 21 prósent, Halla Tómasdóttir er með 20,2 prósent og Katrín er með 20,1 prósent. Ekki er því tölfræðilegur munur á þeim þremur og stefnir í spennandi kosningar.  Baldur Þórhallsson prófessor kemur á hæla þeirra og mælist með 16,9 prósenta fylgi. Jón Gnarr heldur áfram að missa fylgi og er ekki lengur að spila í efstu deild.

Engin leið er að spá fyrir um lokaniðurstöðuna um næstu helgi. Katrín hefur notið struðnings ráðandi hóps Sjálfstæðismanna og Mogginn hefur lagt henni lið með furðufréttum um Höllu Hrund, helsta andstæðing hennar. Hið óvænta er gengi Höllu Tómasdóttiur sem hægt og sígandi hefur unnið á en kann að vera að toppa of snemma …

Segir ljóst hver verði næsti forseti Íslands: „Þetta eru leið tíðindi fyrir 75 prósent þjóðarinnar“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

„Nú er nokk ljóst að Katrín mun verða okkar næsti Forseti á sama tíma og Bjarni Ben er forsætisráðherra,“ segir Glúmur Baldvinsson og heldur áfram:

Katrín Jakobsdóttir.

„Yfir þessu kætist Samherji sem borgar brúsann og Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddsson og allt Valhallarliðið. Allir hinir vatnsgreiddu Heimdellingar með karisma á við hurðarhún.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mynd: Facebook.

Hann segir þetta vera „leið tíðindi fyrir 75 prósent þjóðarinnar. Því skora ég enn og aftur á Jón Gnarr að draga framboð sitt tilbaka. Ég kysi hann ætti hann sjens en hann á ekki sjens nema þann að gera gæfumuninn og koma í veg fyrir kjör Katrínar. Jón Gnarr ég biðla til þín að gera þjóðinni þann greiða. Plís Jón.

Arnar Þór Jónsson.

Þá fyrst ertu þjóðhetja. Og ég biðla einnig til frænda míns Arnars að gera slíkt hið sama.“

Lífsreynslusagan: „Þegar hann fór að leggja á mig hendur sagði ég hingað og ekki lengra“

Þegar þessi saga gerðist, var ég á miðjum aldri.

Ég var mjög brotin eftir skilnað og var að ná áttum með alltof mikið á mínum herðum.

Ég á tvö börn sem voru á mínu framfæri, en við skilnað var það samkomulag okkar hjóna að hann borgaði ekki meðlag með börnunum.

Ég var vel efnuð kona á þessum tíma átti lúxusíbúð á besta stað bæjarins, einnig átti ég aðra íbúð fyrir starfsfólk mitt.

Ég rak tvö fyrirtæki á þessum tíma. Allir sáu, sem mig þekktu að ég var þreytuleg og við það að bugast.

Eitt vetrarkvöld þegar ég sat ein heima, komu vinkonur til mín og vildu fá mig með út á lifið. Ég sló til. Við fórum á vinsælan skemmtistað í miðborginni. Ekki vorum við búnar að vera lengi þar inni, þegar mjög huggulegur maður kemur til að bjóða mér upp í dans. Eftir dansin settist hann hjá okkur, við spjölluðum og dönsuðum allt kvöldið. Ég gaf honum símanúmer mitt, síðan kvöddumst við. Ég fór til vinnu daginn eftir og var ekki búin að vinna fyrr enn seint um kvöldið. Þegar heim kom beið hann fyrir utan. Ég bauð honum inn og við spjölluðum frameftir. Svona hélt þetta áfram í nokkuð langan tíma.

Ég var orðin ástfangin, hann líka að eigin sögn. Hann átti góða íbúð og flottann blæjubíl. Hann fór að vera meira heima hjá mér. Eitt skipti er ég kom heim eftir vinnu var nafnið hans komið á mína bjöllu og það efst. Viðvörun. Allt gekk þetta vel í byrjun og á endanum giftum við okkur. Ég gerði kaupmála sem var þinglýst um að þetta væri mín séreign.

Eftir giftingu seldi ég íbúðina, við keyptum okkur einbílishús. Hann var duglegur að laga húsið sem hann átti ekkert í, sagði hann. Á endanum rifti ég mínum kaupmála.

Fljótlega eftir það fór hann að ráðskast með allt. Þegar hann kom inn í mitt bú átti hann ekkert, var í félagsíbúð og sportarinn allur í skuld. Ég hafði náð mér í ómerkilegan pokakall!

Enginn mátti tala við mig, ekki einu sinni fjölskyldan, allir voru að spilla mér sagði hann. Þegar hann fór að leggja á mig hendur sagði ég hingað og ekki lengra. Ég vil skilnað.

Það var akkúrat það galdraorð sem hann var að bíða eftir.

Allt það sem ég átti fyrir átti hann nú helming í við skilnað. Ég vildi ekki gefast upp og réði mér lögfræðing. Skilnaðurinn okkar tók fjögur ár og fór fyrir Hæstarétt á endanum. Þegar upp var staðið eftir allan þann tíma tóku lögfræðingar og skiptastjóri nánast allt það sem ég átti.

Ég vil segja þessa sögu öðrum konum og já körlum líka. Að ástin getur verið blind. Pokakallinn minn fékk þó minna en hann hefur ætlað sér.

ÞAð ER ÉG SÁTT VIÐ.

 

 

Einstaklingurinn er þekktur fyrir að lauma sér inn á gistiheimili og hótel til að fá sér blund

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær.

Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot á byggingarsvæði snemma í póstnúmeri 101. Lögregla fór á vettvang á forgangi, handtók einn einstakling sem var búinn að safna saman munum inni á byggingarsvæðinu. Einstaklingurinn fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður sökum ástands en ekki var hægt að yfirheyra hann. Einstaklingurinn fékk því að sofa úr sér en þegar þessi tölvupóstur er ritaður er einstaklingurinn búinn í skýrslutöku og nýfarinn út í góða veðrið.

Lögregla sinnir umferðarslysi þar sem ekki varð slys á fólki, einungis minniháttar eignatjón. Skýrsla rituð um málið.

Tilkynnt um aðila sem svaf ölvunarsvefni við sundlaug í austurhluta bæjarins. Aðili fjarlægður út af hóteli í miðborginni. Einstaklingurinn þekktur fyrir það að lauma sér inn á gistiheimili og hótel til að fá sér blund.

Einstaklingur rænulaus vegna áfengisneyslu á bekk í miðborginni. Óskað var eftir sjúkraliði á vettvang til að skoða hann frekar.

Ölvaður einstaklingur til vandræða í anddyri hótels í miðborginni. Lögregla fer á vettvang og vísar aðilanum út.

Tilkynnt um árekstur og afstungu í hverfi 104, lögregla fer á vettvang til að rannsaka málið.

Tilkynnt um eignaspjöll á byggingarsvæði í miðborginni. Í tilkynningu kemur fram að aðili sé að brjóta rúður. Lögregla rannsakar málið. Lögregla fer á vettvang þar sem tilkynnt var um ágreining milli vinnuveitanda og fyrrum starfsmanns. Einn aðili grunaður um fjársvik og hinn um eignaspjöll og líkamsárás. Lögregla ritar skýrslu um málið.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær.

Eftirlit með umferð þar sem ökumenn voru látnir blása. Einum ökumanni gert að stöðva akstur þar sem hann blés undir refsimörkum.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt.

Lögregla sinnir umferðarslysi þar sem bifreið var ekið á vegg. Einn aðili slasaður og fastur í bifreið. Slökkvilið losar ökumanninn úr bifreiðinni og flytur hann til frekari aðhlynningar á Bráðamóttöku. Lögregla fór einnig á Bráðamóttökuna til að tryggja blóðsýni úr ökumanni þar sem hann var grunaður um ölvunarakstur. Sýni tryggð vegna rannsókn þessa máls. Líðan ökumanns óþekkt þegar þessi tölvupóstur er ritaður.

Tilkynnt um ölvaðan einstakling til vandræða í verslun í Kópavogi. Lögregla fer á vettvang og ræðir við einstaklinginn sem hafði verið tilkynntur fyrr um daginn. Að viðræðum loknum stóð aðilinn upp og gekk á brott.

Tilkynnt um ungmenni uppi á þaki fasteignar. Lögregla fer á vettvang.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær.

Tilkynnt um umferðarslys þar sem ekið er á reiðhjólamann. Ástand og líðan er óþekkt þegar þessi tölvupóstur er ritaður.

En kannski er sumt mér að kenna?… Og það er allt í lagi

Eftir ofbeldi, misnotkun, áreiti og áföll eyðum við flest miklum tíma í sjálfsvinnu.

Í þeirri vinnu felst heilunin og í heiluninni er oft talað um að skila skömminni, færa ábyrgðina á réttan stað og losna við hugsunina um að það sem gerðist hafi verið okkur sjálfum að kenna.

Það er talað um að fyrirgefa.

Tengið þið við það?

Finnst ykkur erfitt að fyrirgefa þeim sem hafa brotið ykkur? Finnst ykkur það eðlilegt?

Af minni reynslu af slíkri sjálfsvinnu var það aðallega fyrirgefningin gagnvart sjálfum mér sem ég þurfti á að halda. Skömmin og samviskubitið sem ég hafði rogast með á bakinu í fleiri ár var orðið svo þungur biti. Þegar ég náði sjálfsfyrirgefningunni þá var eins og einhver hafi lyft bitanum af mér og ég gat andað. Losunin varð það mikil að ég brast í grát. En það var einnig vegna þess ég áttaði mig á hve vondur ég hafði verið við mig í huganum í mörg ár. 

Ég fattaði það bara ekki að ég var orðinn að mínum eigin geranda.

Gerandi minn skiptir mig engu máli. Þarna var ég ennþá lifandi og með framtíð höndunum á mér sem ég gat mótað á þann veg sem ég vildi. Gerandi minn hefur ekkert að gera með það.

Ég var alltaf að brjóta hugann um þessa skömm og ábyrgð. Fólk sagði við mig: Það var ekki þér að kenna. Þetta var ekki þér að kenna.

Og það var ákveðin hughreysting í sjálfu sér að heyra. En innst inni var ég ekki viss um hvort ég trúði því. Og ég er það ekki ennþá.

Ég lenti í aðstæðum þar sem ég varð fyrir misnotkun. Það sem ég hef burðast með er skömmin út frá ákvörðunum sem leiddi mig í þær aðstæður. Kannski þarf fólk að lesa þessa setningu tvisvar.

Semsagt, ég sjálfur hef tekið vafasamar ákvarðanir sem koma mér í aðstæður sem eru ekki aðstæður sem ég vil vera í. En svo gerist eitthvað og þá er erfitt að snúa við.

Af hverju kem ég mér í þessar aðstæður?

Ástæðan er sú að ég er brotinn einstaklingur, eða var. Ég er þó nokkuð vel púslaður saman í dag. Athyglin nærði mig og ég leyfði aðstæðum að þróast lengra en ég hefði átt að gera. Innst inni vissi ég að eitthvað væri að. Eitthvað var bogið og rangt við hegðunina sem ég var vitni að og viðvörunarbjöllur voru að klingja en ég heyrði ekki almennilega í þeim. Egóið mitt var að flækjast fyrir mér. 

Þannig að ég hef lært af minni eigin mistnotkun að hugsa betur um sjálfan mig almennt svo að ég þurfi ekki á svona óheilbrigðri athygli að halda. Komi mér ekki í aðstæður þar sem fólk vill manni ekkert gott.

Ef lesendur hafa horft á þættina Baby Reindeer á Netflix þá finnst mér aðalpersónan þar svolítið tækla þessa skömm, eigin fordóma og eigin ábyrgð á aðstæðum nokkuð vel.

En höfum það á hreinu að það sem svo gerist í þessum tilteknum aðstæðum er ekki á okkar ábyrgð. Ef einhver brýtur á okkur. Sama í hvaða umhverfi það er þá er það ábyrgð þess sem brýtur á okkur. Sú manneskja tekur ákvarðanir sem fara gegn okkar vilja, misnotar sér jafnvel ástand okkar til að svala einhverri persónulegri þörf. Eða svala egóinu.

Þetta er smá flókið. En ég skrifa sem þolandi ofbeldis í þessu tilfelli.

Ég vil meina að ég beri ávallt ábyrgð á sjálfum mér og því sem ég geri. Tökum áfengisneyslu og aðstæður sem henni fylgja sem dæmi. Ég ber ábyrgð á því hvort ég drekki áfengi. Hvort ég drekki mikið eða lítið. Ég ber ábyrgð á því að átta mig á því hvort ég geti höndlað áfengi eða ekki. Það er á minni ábyrgð að gera eitthvað í áfengisneyslu minni ef ég er ávallt að lenda í því að geta ekki hætt að drekka þegar víman er orðin of mikil. Því getur ekki neinn annar stjórnað.

Aðrir geta haft áhrif á mig og leitt mig áfram í þeirri vegferð og stutt mig en ég þarf að vinna vinnuna sem snýr að því að annaðhvort hætta að neyta áfengis eða læra að neyta þess í hófi. Hinum megin við neysluna er ofneyslan sem er oft þess valdandi að við missum stjórn á raunveruleika okkar og umhverfi. Við verðum kærulaus og missum sjónar á því hver okkar gildi eru. Við missum raunvitund. Í því ástandi gætum við látist tilleiðast í athæfi sem við annars myndum aldrei taka þátt í.

Ef við tökum í taumana hjá okkur sjálfum og skoðum hvað er raunverulega að og hlúum að því þá ættum við aldrei að koma okkur í þannig aðstæður. Af því við höfum fundið sjálfsvirðingu okkar og gildi. Við höfum fundið okkar forgangsröðun.

Sjálfstyrking og sjálfsábyrgð er grundvöllurinn sem við verðum að efla betur á unglingsárum.

Bæði til að skapa einstaklinga sem þekkja sitt eigið virði, eru ólíklegri til að vilja flýja raunveruleikann og einnig einstaklinga sem eru ólíklegri til að vilja skaða aðra.

Ég vil ekki meina að kynferðisofbeldi, misnotkun og annarskonar árás sem við verðum fyrir sé okkur að kenna. Alls ekki. Ég er að tala um þá þætti sem við getum tekið í okkar eigin hendur. Þá þætti af okkar lífi sem við getum stjórnað ef við leggjum þá vinnu á okkur.

Ábyrgð og skömm í tilfelli kynferðisofbeldis er á herðum þess sem fremur ofbeldið. Við sem þolendur, sem lifum verknaðinn af verðum að finna leið til að horfast í augu við okkur sjálf ef við ætlum að lifa áfram heil. 

Hverju getum við stjórnað í eigin lífi?

Er allt öðrum að kenna og á ábyrgð annarra?

Eða er stundum eitthvað bara okkur sjálfum að kenna – og getum við gert eitthvað í því?

Ég hef tekið þennan pól í hæðina til að forða mér frá því að lifa sem fórnarlamb. Því ég vil það ekki. Ég hef of mikla ástríðu fyrir lífinu. Ég hef talað um það áður og oft fengið á mig einkaskilaboð þar sem fólk er ósammála mér og er triggerað af því að hlusta á mig. Finnst ég gera lítið úr þolendum ofbeldis og þeim sársauka sem þeir bera. EN ég er sjálfur þolandi. Ég hef rétt á að tala um hvernig ég tækla mína úrvinnslu og ég hef rétt á að vera á þeim stað sem ég er á í dag. Ég get ekki borið ábyrgð á hvernig aðrir vinna úr áföllum sínum. Það eina sem ég get borið ábyrgð á er hvernig ég geri það og hvernig ég deili því áfram sem hefur gagnast mér. Vonandi eru einhverjir sem lesa og taka að sér þá ábyrgð sem þeir eiga í eigin lífi. Kannski er tíminn núna þar sem þú getur skrifað niður hvernig þér líður. Brotið það niður í búta. Tengt það við fortíðina. Skoðað hvernig fortíðin er að angra þig í dag og af hverju. Hvernig þú getur breytt hugsunum sem fylgja sem gagnast þér ekki í núinu. Farið á netið og lesið þér til um það sem þú ert að upplifa. Hringt á sálfræðistofu og óskað eftir aðstoð.

Þú mátt lifa. Þú mátt harka af þér og dusta af þér áföllin þín. Þau eru þarna áfram en þú þarft ekki að lifa inn í þeim. Því þau eru liðin. Það er enginn sem segir að lífið sé auðvelt en það er vissulega áhugavert og fallegt að lifa því þrátt fyrir það. Og þú getur verið brothættur einstaklingur en sterkur á sama tíma. En það er ekkert aðdáunarvert við það að nota misnotkun þína sem persónuleika þinn og kenna henni um allt það sem illa fer í þínu lífi. Það er aðdáunarvert að sjá þig gráta, reyna að byggja þig upp, fylgjast með sigrunum þínum, stórum og smáum. Það er aðdáunarvert að fylgjast með þér reyna að vinna þig frá áfalli þínu. Því ég er að gera það líka. Við erum öll að gera það líka. Og ekkert okkar er í raun betri en þú í þeirri vinnu. Ekkert okkar betra en annað í því að lifa. Því öllu lífi fylgja áföll.

Spurningin er bara hvort við séum skipstjórinn á skútunni okkar sem siglir okkur í gegnum öldurnar eða hvort öldurnar taki yfir og fari með okkur í hið endalausa óveður.

Friðrik Agni Árnason

 

Stjórnendum hér á landi sem eru á móti íslensku krónunni fjölgar

Það kemur fram á Heimildinni að alls um 45 prósent þeirra stjórnenda er svöruðu nýlegri stjórnendakönnun Prósents eru andvígir því að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill íslensku þjóðarinnar.

Eitthvað Um 39 prósent voru hlynnt krónunni; en 16 prósent að þeir væru ekki með ákveðna skoðun á málinu er eftir Því var leitað.

Er svörin eru brotin niður eftir atvinnugreinum kemur á daginn að það voru aðeins stjórnendur í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum sem voru í meirihluta hlynntir íslensku krónunni sem gjaldmiðli – þótt þar skeiki eigi miklu.

Hjá rekstraraðilum veitinga- og gististaða eru 52 prósent andvíg því að halda krónunni; 26 prósent voru hlynntir.

Er sami hópur var spurður hversu líklegt hann teldi að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslands kom í ljós að 55 prósent töldu það líklegt; einungis 32 prósent að það væri ólíklegt.

 

Ís­lend­ing­ur­inn er ennþá á sjúkra­hús­inu í Bang­kok – Fimm enn á gjörgæslu

Íslendingurinn sem slasaðist er farþegaþota Singapore Airlines lenti í svakalegri ókyrrð á þriðjudag liggur á sjúkrahúsi í Bangkok í Tælandi.

Einn lést og fleiri en sjötíu slösuðust er vélin féll niður tvo kílómetra á flugi frá Singapúr til London.

Vélin lenti í Bangkok, en þar var slösuðum farþegum komið á sjúkrahús.

Enn voru 41 inniliggjandi á sjúkrahúsum í borginni í morgun; alls eru fimm á gjörgæslu en Íslendingurinn er ekki þeirra á meðal.

Telur hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum sé að flækjast fyrir verkefninu

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ferðmálafræðingurinn og leiðsögumaðurinn Guðmundur Björnsson ritaði grein er fjallar um samgöngur á milli Reykjavíkur og Keflavíkur.

„Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum.“

Guðmundur Björnsson

Heldur áfram:

„Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir:

1. Tímasparnaður og þægindi. Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur​​​​. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina.

2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki. Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum​​​​. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa.

3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða​​.

4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári​​. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar​​.

5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa​​.“

Hann segir ennfremur að „kostnaður við verkefnið – heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra)​​​​. Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi.

Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar​​. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu​​.“

Guðmundur segir að „árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar​​​​. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins​​. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu?

Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat.

En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk?​ Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar?“

Grayson Murray er allur aðeins þrítugur að aldri

Grayson Murray.

Bandaríski kylfingurinn Grayson Murray, lést í gær, aðeins þrítugur að aldri; ekki hefur enn verið greint frá dánarosök hans.

Murray hætti keppni í fyrradag á PGA-móti í Texas er hann átti einungis eftir að spila tvær holur.

Murray – sem hefur glímt við áfengisvandamál og þunglyndi – gagnrýndi forystu PGA-mótaraðarinnar harðlega fyrir um þremur árum fyrir að styðja alls ekki nógu vel við atvinnukylfinga sem glíma við slíkan vanda.

Murray sagði eftir sigur sinn á PGA- móti í janúar frá andlegum veikindum sínum; lýsti þrautagöngu sinni og foreldra sinna síðastliðin ár.

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni er hann er sakaður um að hafa framið á heimili þeirra.

Er manninum gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta á rassinn; í eitt skipti nuddað rass hennar og læri.

Ekki liggur fyrir hversu langt tímabil misnotkunin á að hafa staðis yfir.

Ekki kemur fram hversu gömul stúlkan var er brotin voru framin; maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Embætti héraðssaksóknara höfðar málið; krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar sem og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.

Raddir