Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sakamálið – 23. þáttur: Tuttugu ára prísund hefðarkonunnar

Lafði Elizabeth Cathcart taldi sig hafa fundið ástina þegar hún kynntist írskum karlmanni, Hugh Maguire að nafni. Elizabeth keypti handa honum ofurstatign og nánast bjargaði honum úr ræsinu.

Þau gengu síðar í hjónaband, en Hugh reyndist hins vegar vera úlfur í sauðargæru og líf Elizabeth varð að helvíti. En það gekk erfiðlega fyrir Hugh að brjóta eiginkonu sína til hlýðni þegar hann reyndi að koma höndum yfir auðæfi hennar.

Óhætt er að segja að málalyktir hafi verið ótrúlegar.

Hlustaðu á allan þáttinn hér.

Rútuslysið rannsakað – Allir sem voru í rútunni eru Íslendingar

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Alls voru 26 farþegar, auk bílstjóra, í rútu er valt út af Rangárvallavegi, við bæinn Stokkalæk, norðan Hvolsvallar rétt fyrir klukkan 17 í gær.

Sjö þeirra voru fluttir í Fossvog með tveimur þyrlum; hinir 20 voru sendir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, á Selfossi og á Hellu.

Allir sem slösuðust í rútuslysinu eru í stöðugu ástandi;

Enn sem komið er eru tildrög slyssins í rannsókn og fram undan eru skýrslutökur.

Þá verður rútan tekin til rannsóknar og hugsanlega rætt við bílstjóra rútunnar í dag.

Allir sem voru í rútunni voru Íslendingar; en ekkert meira er þó vitað um hópinn.

Tilkynnt um aðila að bera sig á miðri götu í hverfi 108

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Nokkrar aðstoðarbeiðnir voru sendar vegna veikinda og annarslegs ástands. Þá bárust níu hávaðakvartanir víða um borgina.

Lögreglustöð 1

Aðili tilkynnir um mann að stela reiðhjólinu sínu í hverfi 105. Lögregla hafði uppi á manninum, hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Laus að lokinni skýrslutöku.

Leigubílstjóri í vandræðum með farþega sem neitaði að borga fyrir þjónustuna. Tilkynnt um aðila að bera sig á miðri götu í hverfi 108. Aðilinn farinn á brott þegar lögreglu bar að. Tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í miðbænum. Lögregla sinnti. Tilkynnt um mann að taka myndir af fjölda fólks án leyfis inni á skemmtistað í miðbænum. Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 108. Málið afgreitt á vettvangi. Fjórir ökumenn handteknir grunaðir um akstur áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna. Allir látnir lausir eftir blóðsýnatöku.

Lögreglustöð 2

Ökumaður handtekinn eftir að hafa reynt að stinga lögreglu af. Ökumaðurinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og ávana- og fíknefna.

Lögreglustöð 3

Tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag. Lögregla sinnti en bifreiðin fannst ekki. Tilkynnt um verulegar skemmdir á bifreið í hverfi 109. Búið var að brjóta allar rúður og fjarlægja framstuðara bifreiðarinnar. Lögregla sinnti og málið í rannsókn.

Lögreglustöð 4

Ökumaður stöðvaður í hverfi 110 fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. Reyndist vera sviptur ökuréttindum. Málið afgreitt á vettvangi. Leigubílstjóri í vandræðum með farþega sem neitaði að borga fyrir þjónustuna. Tvær tilkynningar um ölvunarakstur. Í báðum tilfellum fundust bifreiðarnar ekki.

Arnar hefði stöðvað stólaleik

Arnar Þór Jónsson er formaður Lýðræðisflokksins
Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýndandi hefur séð ljósið í yfirstandandandi forsetakosningum vill að Arnar Þór Jónsson verði næsti forseta lýðveldisins. Þessa niðurstöðu byggir hann á frammistöðu forsetaefnisins í sjónvarpsþætti. Lofið er dýrt kveðið.
„Eldklár og flugmælskur og ekki bara það: málflutningur hans felst að verulegu leyti i hárbeittri og gegnhugsaðri gagnrýni á ruglið, vanhæfnina og siðleysið sem veður uppi i stjórnkerfinu og allt vel hugsandi fólk er löngu komið með upp i kok af,“ skrifar Jón Viðar á Facebook og vísar til þess að Arnar Þór kveðst ekki hafa samþykkti stólaskiptin þegar Katrín Jakobsdóttir kom Bjarna Benediktssyni í stól forsætisráðherra.
„Hugsið ykkur bara ef Guðni Th, þessi væni en ekki alltof atkvæðamikli drengskaparmaður, hefði nú haft döngun i sér að stöðva hina ósvifnu stólaleiki BB og Svandisar sem vöktu óbeit og fyrirltningu þorra landsmanna! Þegar Arnar Þór kveðst myndu hafa gripið þar inni og sett þeim stólinn (ráðherrastólinn) fyrir dyrnar, þá efa ég ekki eitt andartak að hann hefði gert það. Og það er góð tilhugsun að rikisráðsfundirnir verði annað og meira en formlegheitin innantóm og gervilbros framan i ljósmyndara,“ skrifar Jón Viðar og heitir því að atkvæði hans fari á Arnar Þór að óbreyttu til bjargar veikluðu lýðveldi.
Ekki er víst að stuðningur Jóns Viðars dugi til að fleyta Arnari á Bessastaði. Það er nokkur brekka framundan því forsetaefnið hefur aðeins stuðning rúmlega fimm prósenta kjósenda og er þess utan umdeildur fyrir að vera hörundssár og vilja lögsækja skopmyndateiknara …

Glúmur tók Arnar Þór og Facebook á ippon: „Forseti þarf að vera sterk persóna – Case closed“

Glúmur Baldvinsson

Glúmur Baldvinsson segir skemmtilega frá eins og allir vita – en hann segir líka satt frá – eins og þessi orð hans bera glögglega með sér, og í raun allir vita:

„Um daginn ritaði ég póst þar sem ég góðlátlega benti frænda mínum Arnari að leiða skopteikningar hjá sér. Að faðir minn hefði fengið yfir sig holskeflu af slíkum teikningum. Og þær fleiri og andstyggilegri en sú af Arnari. Sagði ég að faðir minn hefði ekki látið þær trufla sína pólitík. Bætti ég við að vilji menn stíga inná hinn pólitíska vígvöll dugir engin viðkvæmni. Forseti þarf að vera sterk persóna.“

Arnar Þór.

Svo var pósti Glúms eytt:

„Um það snerist status minn en nú rétt í þessu tilkynnti FB mér að þessum pósti mínum hefði verið eytt að beiðni hinna hörundsáru og viðkvæmu fylgismönnum Arnars. Ef ekki honum sjálfum. Harma ég það og bað FB að endurbirta þennan status minn og sendi ég þeim ýtarleg rök fyrir því.“

Og að sjálfsögðu á Glúmur lokaorðin – hann á þau alltaf, enda á hann þau skilið – menn sem tjá sig og eru ófeimnir við það uppskera líka vel á svo margan hátt. En hér eru lokaorðin:

„Enda hef ég nú strítt öðrum og nánast öllum pólitíkusum landsins og marga gagnrýnt harkalega en enginn þeirra beðið FB að blanda sér í málið. Pólitík er ekki fyrir viðkvæma og við þurfum allra síst á viðkvæmum forseta að halda. FB hefur svarað mér og samþykkir rökfærslu mína. Ippon. Case closed.“

Rúta með 30 farþegum valt á Rangár­valla­vegi – Sjö fluttir með þyrlu á sjúkrahús

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn að sækja konurnar Mynd/ skjáskot Fréttabladid

Sjö einstaklingar hafa nú verið flutt­ir á Foss­vogs­spít­ala með þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar; rúta með um það bil 30 farþegum valt á Rangár­valla­vegi í dag, ná­lægt Stokka­læk, skömmu ­fyr­ir klukkan 17 í dag.

Björg­un­ar­starf stend­ur yfir; er unnið að því að flytja slasaða af vett­vangi.

Kemur fram að aðstæður voru með þeim hætti að hóp­slysa­áætl­un var virkjuð samstundis; einnig sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð.

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru sendar af stað; fyrri þyrl­an flutti þrjá á Foss­vogs­spít­ala og hin fjóra.

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur sent þrjá sjúkra­flutn­inga­bíla til að aðstoða með sjúkra­flutn­inga, en ekki ligg­ur fyr­ir hvað gerðist nákvæmlega; lög­regl­an á Suður­landi fer með rann­sókn málsins.

Ekki hafa komið fram neinar upplýsingar um líðan fólks eftir slysið og hefur lögreglan ekki viljað svara hvort einhver hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi eða sé alvarlega slasaður.

Binni Glee á batavegi: „Shoutout á fólkið sem gaf mér banana“ – Sjáðu myndirnar!

Binni Glee Mynd / Instagram

Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, lenti í slæmu atviki; féll í yfirlið er hann gekk út úr neðanjarðarlest í Kaupmannahöfn.

Binni var í áfalli eftir atvikið; en þó fór allt vel að lokum.

Hann sagði frá atvikinu í færslu á Instagram; en þar má sjá myndir af Binna liggjandi á jörðinni með tösku undir höfði sér.

Binni er þakklátur þeim sem komu honum til aðstoðar á erfiðri stundu.

„Shoutout á fólkið sem gaf mér banana, vatn, súkkulaði og kaffi. Góð byrjun á ferðinni,“ segir Binni meðal annars.

 

Manchester United er bikarmeistari eftir sigur á nágrönnum sínum

Stórliðið Manchest­er United er enskur bik­ar­meist­ari árið 2024 og það í 13. skipti alls.

United varð í dag bikarmeistari eftir 2-1 sigur gegn nágrönnunum Manchester City.

Leikurinn fór afar fjörlega af stað og eftir um hálftíma sendi Diogo Dalot langa sendingu fram á við og Alejandro Garnacho endaði einn gegn opnu marki og skoraði 1-0.

Síðan, eftir afar vel útfærða sókn skilaði Kobbie Mainoo boltanum í netið fyrir United, 2-0, sem voru hálfleikstölur.

Manchester City herjaði á mark United í síðari hálfleik; en liðinu gekk illa að nýta ágætis fær sín.

Á 87. mínútu lét Jeremy Doku vaða langt fyrir utan teig og boltinn lak framhjá Onana, í markinu hjá United og í netið, 2-1.

Urðu það lokatölur og Manchester United því enskur bikarmeistari árið 2024, í þrettánda sinn.

Það er aðeins Arsenal sem hefur unnið bikarinn oftar en Manchester United; 14 sinnum, en Manchester City hefur unnið hann sjö sinnum.

Vill að lögin séu skýr: „Ég átta mig satt best að segja ekki hvar sú víg­lína ligg­ur í þing­inu“

Hanna Katrín Friðriksson.

„Rík­is­stjórn­in þarf að koma sér sam­an um end­ur­bæt­ur á áfeng­is­lög­um sem all­ir geta sam­ein­ast um. Ef þingið aðhefst ekki þá byrj­ar að molna und­an lög­gjöf­inni, seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son, sem er formaður þing­flokks Viðreisn­ar, í spjalli við mbl.is.

Það hef­ur vakið gremju hjá for­svars­mönn­um ÁTVR að stórverslunin Hag­kaup hyggst hefja net­versl­un á áfengi strax í næsta mánuði.

„Sú staða sem er upp núna, að hug­mynda­ríkt og fram­taks­samt fólk nýti sér glufu í lög­un­um – eins og ég skil þetta – hún er ekki góð. Það er ekki gott held­ur að fylgj­ast með ein­staka ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar kýta um túlk­un nú­gild­andi lög­gjaf­ar í fjöl­miðlum. Það lýs­ir ann­ars veg­ar kæru­leysi þessa stjórn­ar­sam­starf en líka ákveðinni hræðslu og getu­leysi við að fara ofan í þessa lög­gjöf og gera breyt­ing­ar sem við get­um öll sam­ein­ast um,“ sagði Hanna sem tel­ur að sú staða sem sé komin upp nú sýni fram á nauðsyn þess að farið verði rækilega ofan í kjöl­inn á lög­un­u; þau bætt til að eyða óvissu um túlk­un þeirra.

„Ég held að það að hafa ekki haft þor til þess að tak­ast á við þessa breyttu tíma og auknu kröf­ur, aðgengi er­lend­is frá, geti haft það í för með sér að það molni und­an lög­gjöf­inni. Það er auðvitað vont. Ef að þingið tek­ur ekki á þessu máli og fer ofan í lög­gjöf­ina þá sé ég ekki bet­ur en að sú veg­ferð sé að minnsta kosti haf­in.“

Hanna tel­ur meiri­hluta fyr­ir því í þing­inu að skoða lög­gjöf­ina; sér­stak­lega í ljósi þess að ágrein­ing­ur rík­ir á meðal margra varðandi túlk­un lag­anna.

„Mér kem­ur á óvart þegar þetta er rætt hve marg­ir fara í bar­átt­una um rík­isein­ok­un eða ekki, eins og þar liggi víg­lína frek­ar en aðgeng­is­mál og for­varn­ir. Ég átta mig satt best að segja ekki hvar sú víg­lína ligg­ur í þing­inu. Orðræðan er stund­um þannig að svo lengi sem það er rík­isein­ok­un í sölu áfeng­is þá má opna eins mörg úti­bú og hver vill, það má hafa opn­un­ar­tíma eins og mönn­um sýn­ist og svo fram­veg­is,“ seg­ir Hanna sem telur einnig skipta máli að það ríki hér álandi lög­gjöf sem almenningur skilji og fyr­ir­tæki geti fylgt eft­ir; hvað hana varðar þá megi rík­isein­ok­un­in alveg hverfa á braut og; vill Hanna gefa fólki og fyr­ir­tækj­um færi á að vera með eig­in versl­an­ir.

Egill Helgason er viss: „Engar líkur á því að Landsvirkjun verði seld“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er á því að það séu „engar líkur á því að Landsvirkjun verði seld. Um það næst ekki samstaða í ríkisstjórn á Íslandi. Má vera að einn flokk langi að gera það – en aðrir flokkar í samsteypustjórnum munu ekki fallast á það.“

Hann er á þeirri skoðun að nær öruggt sé „að næsta ríkisstjórn sem situr á Íslandi verið samsteypa þriggja eða jafnvel fleiri flokka“ og að fyrir slíkri sölu verði „seint meirihluti á Alþingi – hvað þá meðal þjóðarinnar.“

Alþingishúsið.
Ljósmynd: Sikeri

Egill segir að „þetta er tómt mál að tala um, og enn eitt dæmið um hina furðulegu kosningabaráttu. Ég hef fylgst lengi og vel með stjórnmálum og hef aldrei vitað að umræða um sölu á Landsvirkjun kæmist á neitt flug.“

„Útsetning og samfélagleg vanvirðing stuðla að örstreitu og öráreiti innan Döff samfélagsins“

Mordekaí Elí Esrason.

Verkefnastjóri Félags heyrnarlausra, Mordekaí Elí Esrason, skrifar grein undir yfirskriftinni: Af hverju eigum við að kjósa?

„Á kjördag sitja allir við sama borð, ungir sem aldnir, Döff sem heyrandi, ófatlaðir sem fatlaðir. Samfélagið er eitthvað sem við öll mótum og byggjum upp saman. Með atkvæði þínu ertu að hafa áhrif á framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér finnst bestur og sem þú telur þjóna hagsmunum þínum og þjóðarinnar best.

Ef ákveðinn hópur í samfélaginu kýs ekki, er hætta á að hagsmunir hans fái minni áthygli en annarra. Til dæmis, ef aldraðir kjósa minna en aðrir, þá gætu málefnum þeirra verið gefin minni áhersla eftir kosningar. Hvernig vitum við hvað við ættum að kjósa?“ spyr hann og bætir við:

„Mikilvægt er að kynna sér flokkana sem bjóða sig fram. Flestir þeirra ættu að vera með heimasíður sem auðvelt er að finna. Fyrir kosningar eru einnig málþing og pallborðsumræður þar sem frambjóðendur svara spurningum um helstu málefni. Auk þess er hægt að taka könnun eins og kosningavitann til að fá betri innsýn í hvaða flokkar passa best við þín sjónarmið. Kosningavitinn sýnir þér hvaða flokkum þú átt mest sameiginlegt með.“

Mordekaí nefnir að „í mörgum lýðræðisríkjum er kosning mikilvæg fyrir borgara til að hafa áhrif á málefni samfélagsins. Hins vegar getur atkvæðagreiðsla fyrir marga Döff einstaklinga verið meira eins og skot í myrkri en raunveruleg nýting borgaralegra réttinda þeirra. Þessi aðskilnaður og tilhneiging til að kjósa af handahófi stafar af mörgum samtvinnuðum þáttum sem skapa sérstakar áskoranir fyrir Döff samfélagið. Orsakir eru: Svokölluð „kerfisbundin“ jaðarsetning – Döff einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið “útilokaðir” frá ýmsum þáttum samfélagsins þegar kemur að ákvörðunartöku.

Þessi langvarandi jaðarsetning leiðir til viðtækrar tilfinningar um útskúfun. Þegar stjórnamálakerfið hefur ítrekað brugðist því að taka tillit til þarfa þeirra, er skiljanlegt að sumir Döff/heyrnarskertir kjósendur upplifi að þátttaka þeirra skipti litlu máli.“

Hann færir í tal að „daglegar hindranir í samskiptum, menntun og atvinnulífi ýtir undir það viðhorf að stjórnmálasveiflur leiði sjaldan til áberandi framfara fyrir Döff samfélagið. Hvort sem það er skortur á táknmálstúlkun í stjórnmálalegum rökræðum, óaðgengilegt kosningaefni eða kosningaferlar sem ekki henta þeirra þörfum þá verða þessar viðvarandi hindranir til þess að umhverfi virkar þreytandi og ótengt þeim“ og bætir því við að lítið framboð af Döff í stjórnmálakerfum þýði að sjónarmið þeirra fá ekki stóran sess í umræðunni:

„Án Döff stjórnmálamanna eða sterks stuðnings frá heyrandi stjórnmálmönnum hvað varðar málefni sem eru mikilvæg fyrir Döff samfélagið, svo sem aðgengi, menntun og atvinnulíf, standa þessi málefni yfirleitt utan umræðunnar almennt. Þessi skortur á fyrirmyndum skapar trú á því að enginn frambjóðandi muni í raun gæta að hagsmunum þeirra.

Stöðug útsetning og samfélagleg vanvirðing stuðla að örstreitu og öráreiti innan Döff samfélagsins. Þegar álagið eykst getur það leitt til sinnuleysis eða trúar á það að hefðbundin atkvæðagreiðsla leiði ekki til góðra niðurstaðna. Í einstökum tilfellum getur kosning af handahófi litið út sem mótmæli eða leið til að róta upp í núverandi stöðu sem endurspeglar djúpa þreytu með kerfið.“

Mordekaí segir að „óaðgengilegar upplýsingar um stjórnmál er stór hindrun í því að hægt sé greiða atkvæði á upplýstan hátt. Án aðgengilegra upplýsinga innan stjórnmálakerfisins er erfitt að taka að fullu þátt.

Í einhverjum Döff samfélögum getur fólk haft áhyggjur og verið óttaslegið gagnvart þeim leiðum sem farnar eru innan stjórnmála sem hefur mótast af sameiginlegri reynslu þeirra af útilokun úr samfélaginu og af langri baráttu Döff fólks. Þetta menningarlega sjónarhorn getur haft áhrif á hvernig einstaklingum hegðar sér við atkvæðagreiðslu sem leiðir til afskiptaleysis eða viðkomandi lætur tilviljun ráða um hvað hann kýs. Nokkrar rannsóknir staðfesta þá þætti sem hér hafa verið nefndir og við þurfum að finna lausnir fyrir Döff samfélög, og önnur samfélög sem ekki eiga sér áreiðanlegri fyrirmyndir.“

Hann bendir á að rannsóknarniðurstöður staðfesti ítrekað þær áskoranir sem Döff einstaklingar standa frammi fyrir þegar komi að þátttöku þeirra í stjórnmálum:

„Rannsóknir eftir Smith og al. (2018), Johnson og Payne (2020) og Davis og Schmidt (2019) draga fram kerfisbundnar hindranir og skort framkvæmd sem leiðir til þess að Döff og heyrnarskertir kjósendur upplifa útilokun og útskúfun. Í rannsókn eftir Thompson og al. (2021) er auk þess lögð áhersla á þá þreytu og þau vonbrigði sem Döff einstaklingar upplifa gagnvart þeim leiðum sem farin eru innan stjórnmála, á meðan rannsóknir eftir Jones og Lee (2017) og Kim og Park (2018) sýna hvað óaðgengilegra upplýsingar um stjórnmál og þau áhrif sem menning getur haft á það hvernig einstaklingurinn hegðar sér við atkvæðagreiðslu. Þessar sameiginlegu niðurstöður leggja áherslu á þörfina yfir aukið aðgengi að stjórnmálum, virkar fulltrúa fræðslu og framkvæmd til að efla þátttöku og Döff kjósenda. „Kjörseðilinn er sterkari en byssukúlan,“ sagði Abraham Lincoln.“

Foreldrar Ingva Hrafns skildu þegar hann var fimm ára: „Þetta var örugglega erfitt fyrir þá báða“

Tómas Ingvason berst fyrir réttlæti.

Þann 5. maí síðastliðinn fékk Tómas Ingvason matreiðslumaðurþá harmafregn að sonur hans, Ingvi Hrafn, hefði tekið líf sitt á Litla-Hrauni. Tveimur dögum áður hafði hann beðið um aðstoð vegna andlegra erfiðleika. Enginn tók marka á neiðarkalli hans.

Sléttum sex árum áður lést annar sonur hans sviplega á Spáni, aðeins þrítugur að aldri.

Hann berst nú fyrir því að aðdragandinn að andláti Ingva verði rannsakaður og fólk kallað til ábyrgðar. Tómas segir sögu sína og sona sinna í einkaviðtali í Mannlífinu.

Ingvi Hrafn var bara venjulegt barn að sögn Tómasar en svo skildu foreldrar hans þegar hann var um það bil fimm ára gamall.

Reynir „Heldur þú að þetta hafi fengið á hann?“

Tómas: „Örugglega. Þetta var örugglega erfitt fyrir þá báða.“

Reynir: „Þá ertu að tala um Viggó Emil, sem dó?“

Tómas: „Já, 2018.“

Reynir: „Fannst látinn á hótelherbergi á Spáni.“

Tómas: „Já, niðri á Alicante.“

Reynir: „Og enginn veit hvað gerðist þar?“

Tómas: „Enginn veit.“

Eftir skilnaðinn flutti Tómas til Þýskalands þar sem hann starfaði við hestamennsku. Synir hans heimsóttu hann þar og einnig út til Noregs þegar Tómas flutti þangað.

„En þeir voru ekkert byrjaðir í neyslu þá,“ segir Tómas og átti við það þegar hann bjó í Þýskalandi. Og heldur áfram: „En þetta byrjaði á fikti á kannabis og svo var farið út í harðara efni.“

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Dr. Gunni yfir sig hrifinn af 9Líf: „Mér fannst Bubbi vera orðinn sellout poppstjarna“

||||
Gunnar Lárus Hjálmarsson.

Pönkkóngurinn Dr. Gunni er afar hrifinn af söngleiknum 9Líf sem sýndur hefur verið í Borgarleikhúsinu síðustu ár, við gríðarlegar vinsældir.

„9líf er stórkostleg söngleikjasýning um stærsta núlifandi tónlistarmann okkur á heimavelli. Farið var krónólógískt yfir æfina og hina mismunandi Bubba og hvergi dauðan blett að finna, enda leikarar og band að gera þetta í 240. skipti (án þess að það væri sjáanleg þreyta).“ Þannig hefst gagnrýni Dr. Gunna á Facebook-síðu hans. En söngleikurinn er ekki alveg gallalaus að mati hans:

„Stykkið var vissulega betra fyrir hlé, rétt eins og tónlistarferill viðfangsins. Eina sem ég hef út á þetta að setja er að betur hefði mátt útfæra Hemma Gunn (þessi útgáfa af honum var eins og Heiðar snyrtir), „Rúnar Júl“ var svo sem ekkert líkur fyrirmyndinni heldur – langbest í þessum stælingum var „Silja Aðalsteins“! Dansandi fólk á kantinum gerir svo sem ekkert fyrir mig, en það hljóta einhverjir að fíla svona. En allavega – alveg frábært í það heila.“

Að lokum birtir Doktorinn ljósmynd sem Biggi Baldurs tók af Bubba árið 1980 og skrifar:

„Hér er glæsileg mynd sem Biggi Baldurs tók í Kópavogsbíói 1980 og hefur oft sést áður. Þetta er uppáhalds-Bubbinn minn. Árið eftir var ég náttúrlega orðinn svo öndergránd að mér fannst Bubbi vera orðinn sellout poppstjarna.“

Fornfrægt geðsjúkrahús brennur í Bretlandi: „Vinsamlegast haldið ykkur fjarri svæðinu“

Gríðarmikill eldur logar nú í Broadmoor-spítalanum í Berkshire í Bretlandi en þar hafa sumir af hættulegustu glæpamönnum Bretlands dvalið.

Myndbönd og ljósmyndir frá vettvangi sýna eldtungur loga í sjúkrahúsinu í Crowthorne, Berkshire. Vettvangsaðilar sagði að núverandi sjúkrahússvæði sé öruggt þar sem eldurinn kom upp í mannlausri byggingu á gamla staðnum.

Lögreglan í Thames-dal hefur reynt að hjálpa til við að slökkva eldinn ásamt slökkviliðsmönnum. Íbúar í nágrenninu hafa verið beðnir um að loka gluggum og hurðum. Talsmaður slökkviliðs Berkshire sagði við fjölmiðla: „Við erum að sinna bruna í eyðilagðri byggingu á gamla Broadmoor-sjúkrahúsinu. Núverandi sjúkrahússvæði er ekki fyrir áhrifum. Vinsamlegast haldið ykkur fjarri svæðinu en ef þið ert nálægt, vinsamlegast hafið glugga og hurðir lokaðar.“ Talsmaður lögreglunnar í Thames-dal bætti við: „Á þessu stigi hafa engin áhrif orðið á vegakerfið.“ Þó að nákvæm staðsetning eldsins hafi ekki verið staðfest, virðist hann hafa komið upp í einni af gömlu íbúðarhúsunum vestan megin við samstæðuna sem er frá Viktoríutímabilinu.

Nokkrir af alræmdustu glæpamönnum Bretlands, þar á meðal Ronnie Kray, Jórvíkurskíris-kviðristan Peter Sutcliffe, Charles Bronson og Robert Maudsley, hefur verið haldið í háöryggisgeðsjúkrahúsinu sem nú brennur. Núverandi fangar þar eru til dæmis einn hryðjuverkamannanna sem myrtu Lee Rigby, Michael Adebowale, auk Ian Ball – maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu árið 1974.

Sjúkrahúsið var stofnað árið 1860 með tilkomu Criminal Lunatics Act eða Broadmoor Act, sem reyndu að bæta aðstæður á geðveikrahælum eins og Bedlam eða Bethlehem-sjúkrahúsið. Það var fullbúið árið 1863 og er það elsta háöryggisgeðsjúkrahús í Englandi.

Broadmoor heldur 240 sjúklingum sem eru með geðsjúkdóma eða persónuleikaraskanir. Samkvæmt NHS dvelja flestir sjúklingar á Broadmoor í fimm til sex ár, en sumir dvelja mun lengur.

Sjúklingar eru þá gjarnan fluttir í  aðstöðu þar sem öryggisgæslan er minni ef þeir eru taldir ekki vera sjálfum sér eða öðrum í hættu. Þó það líti út eins og fangelsi er Broadmoore sjúkrahús. Starfsmenn þess eru hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og meðferðaraðilar.

Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar um 60 prósent: „Hverjum á næst að kenna um laskaða innviði?“

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir vekur athygli á frétt mbl.is þar sem fram kemur að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað um 60 prósent á milli ára. Helga Vala spyr hverjum eigi nú að kenna um laskaða innviði.

„Hverjum á næst að kenna um laskaða innviði? Popúlískir stjórnmálamenn byrjuðu á öryrkjunum og svo beindu þau spjótum sínum að fólki á flótta. Verður það gamalt fólk næst eða kannski fólk með fötlun?“ spyr Helga Vala í nýrri Facebook-færslu.

Þá segir lögfræðingurinn að stjórnvöld „kyrji sömu möntruna ár eftir ár“:

„Kyrja sömu möntruna ár eftir ár: það er pólitísk ákvörðun að vanfjármagna grunninnviði okkar.“

Að lokum kemur Helga Vala með áhugaverðan punkt.

„Það er ekki náttúrulögmál að þeir séu eins laskaðir og raun ber vitni.

Það er líka pólitísk ákvörðun að neita að horfast í augu við þann óhemjukostnað sem leggst á ríki, sveitarfélög og allan almenning að halda í örkrónu í smáríkinu Íslandi. Milljarðar til einskis en því miður þá virðist ekki tími til að taka á því glóruleysi.“

Trampólínið fór í loftköstum að húsi nágrannans – Ófriðarseggir og ólátabelgir héldu sig heima

Nótt hinna fljúgandi tampólína að baki.

Átta manns gistu í fangaklefum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrátt fyrir það var nóttin nokkuð rólegt. Lögreglan tekur að ófriðarseggir og ólátabelgir hafi haldið sig heima vegna veðursins sem gekk yfir um helgina.

Nokkur útköll voru á höfuðborgarsvæðinu þar sem þakplötur voru að losna frá og trampólín kominn á flakk. Tilkynnt var um trampólín sem hafði fokið og hékk uppi í tré, engum til gagns. Lögregla fór á vettvang og óskaði eftir aðstoð slökkviliðs sem tók trampólínið niður.

Í Hafnarfirði varð nokkurt uppnám í gær þegar trampólín tókst á loft með eiganda sinn í eftirdragi. Eigandinn náði í miðjum klíðum að hringja í neyðarnúmer og biðja um hjálp þar sem trampólínið var að fjúka í áttina að húsi nágranna hans. Eigandinn kvaðst vera einn og að hann réði ekkert við aðstæðurnar í svo miklum vindi. Lögregla fór á vettvang en gat heldur ekki fært trampólínið vegna veðurhamsins. Á þessu stigi var ekki talið að trampólínið ógnaði nágrannanum lengur. Lögreglan yfirgaf því vettvanginn og ætlaði trampólíneigandinn að hafa samband við maka sinn til að taka það í sundur.

Tilkynnt um nokkra þjófnaði í verslunum og voru þau mál afgreitt á staðnum samkvæmt venju.

Eldur kom upp í langferðabíl við Borgartún. Rútan alveg bruninn og gjörónýt.

Sex manns voru handteknir í átaki lögreglu gegn ólöglegri atvinnustarfsemi. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Dólgur var handtekinn á vettvangi þar sem hann var búinn að brjóta sér leið inn í veitingarstað.

Tveir ofbeldismenn voru í nótt handteknir í sitthvoru málinu fyrir ofbeldi í heimahúsi.

Halla verður forseti

Katrín Jakobsdóttir, Mynd: Róbert Reynisson

Fullkomin óvissa er uppi í forsetakosninginum eftir að undanfarnar kannanir leiddu í ljós að Katrín Jakobsdóttir með með sína fortíð skorar hæst hjá kjósendum með allt að 25 prósenta fylgi. Framan af leiddi Halla Hrund Logadóttir með allt að þriðjungsfylgi en hallað hefur á hana og hún sigið niður í 2-4 sæti.

Hástökkvarinn er aftur á móti Halla Tómasardóttir sem líkt og fyrir átta árum bætir smám saman við sig og er nú á hælum Katrínar og jafningi Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar. Halla var á mörkum þess að sigra Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands, á sínum tíma.

Stöðugt fleiri spá Höllu Tómasardóttur sigri. Þeirra á meðal er fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson sem var afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni við Rauða borðið á Samstöðinni að hún nái að sigra. Halla verður forseti, var boðskapur hans.

Ekki eru allir sammmála þeirri greiningu nú þegar vika er eftir. Langflestir telja að Katrín eigi mesta möguleik en óttast þá að Bessastaðir verði einskonar heimahöfn Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar

Skotið á fréttamann RÚV í Ísrael: „Auðvitað var sjokkerandi að sjá skammbyssu beint að sér“

Kiryat Arba

Fréttakonan Sigrún Ása Markúsdóttir lenti í skuggalegur atviki þegar hún var við störf í ólöglegri landnemabyggð í Ísrael í febrúar árið 1995.

Sigrún Ása var stödd í Ísrael í efnisöflun fyrir sjónvarpsmynd sem hún var að gera fyrir Ríkissjónvarpið, í febrúar 1995 þegar hún lenti í afar óþægilegri lífsreynslu. Hún var þá á ferð í bifreið með myndatökumanni frá Reuters, á leið í viðtal í Hebron. Fyrir aftan bíl þeirra voru arabar á bíl og fyrir framan var gyðingur í bíl. Þegar Sigrún og myndatökumaðurinn óku fram úr bíl gyðingsins, gerði hann sér lítið fyrir og stakk byssu út um bílrúðuna og skaut yfir Sigrúnu og myndatökumanninn, upp í loftið. Ekki varð þeim meint af, að minnsta kosti ekki líkamlega en auðvitað brá þeim. Myndatökumaðurinn var allt annað en sáttur og fór út úr bílnum til að skamma skotmanninn. Sá lét sig hverfa á bíl sínum.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Sigrún Ása Markúsdóttir fréttamaður í lifshættu í Ísrael:

Sjokkerandi að sjá byssu beint að sér -hvorki slösuðumst né særðumst og landneminn keyrði bara burt, segir hún.

„Ég var með myndatökumanni á leið í viðtal á Vesturbakkanum. Fyrir aftan okkur var bíll með aröbum og fyrir framan okkur var bíll með gyðingi. Þegar við ókum fram úr gyðingnum stakk hann skammbyssu út um gluggann og skaut yfir okkur út í loftið. Við hvorki slösuðumst né særðumst og skotið fór ekki einu sinni í bílinn. Þetta var bara geðveikur maður sem skaut út í loftið. Við voru bara í lífshættu nokkrar sekúndur en auðvitað var sjokkerandi að sjá skammbyssu beint að sér,“ segir Sigrún Ása Markúsdóttir, fréttamaður Sjónvarps.

Sigrún Ása Markúsdóttir

Sigrún Ása er um þessar mundir í ísrael að safna efni í sjónvarpsmynd sem verður á dagskrá Sjónvarps eftir tvær vikur. Á miðvikudag var hún á ferð frá borginni Hebron á leið í viðtal í landnemabyggðinni Kiryat Arba þegar skotið var á hana og myndatökumann frá Reuter. Skotmaðurinn fylgdi þeim eftir inn í landnemabyggðina. Um leið og bílarnir stöðvuðust fór myndatökumaðurinn frá Reuter út og hellti sér yfir skotmanninn. „Skotmaðurinn brást við með því að aka burt. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hver við vorum því að þetta er yfirlýst hættusvæði. Þarna eru flestir með vopn í höndunum og það gerist nánast daglega að menn skjóti. Óbreyttum borgurum er ráðlagt að halda sig frá þessum stöðum og þeir fara ekki um svæðið nema þeir eigi sérstakt erindi,“ segir hún og bætir við að þvi miður hafi hún ekki náð atburðinum á band þar sem myndatökumaðurinn hafi setið undir stýri. Sigrún Ása kemur til landsins aftur á þriðjudag en hún er búin að vera nokkra mánuði við efnisöflun í ísrael.

Sonamissir Tómasar Ingvasonar: Enginn hlustaði á neyðarkall fangans EINKAVIÐTAL

Þann 5. maí síðastliðinn fékk Tómas Ingvason matreiðslumaðurþá harmafregn að sonur hans, Ingvi Hrafn, hefði tekið líf sitt á Litla-Hrauni. Tveimur dögum áður hafði hann beðið um aðstoð vegna andlegra erfiðleika. Enginn tók marka á neyðarkalli hans. Honum var sagt að bíða.

Sléttum sex árum áður lést annar sonur hans sviplega á Spáni, aðeins þrítugur að aldri.

Syrgjandi faðir berst nú fyrir því að aðdragandinn að andláti Ingva verði rannsakaður og fólk kallað til ábyrgðar. Tómas segir sögu sína og sona sinna í einkaviðtali í Mannlífinu. Jarðarför Ingva Hrafns heitins fór fram í gær.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Hæðast að bílastæðagjaldi við Egilsstaðaflugvöll:„Sýna andrúmsloftið á Austurlandi gagnvart Isavia“

Austfirðingar sem eru á móti fyrirhugaðu bílastæðagjaldi Isavia við Egilsstaðaflugvöll gera grín að hugmyndinni í nýrri Facebook-færslu.

„Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun.
Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðleyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum EGS.“ Þetta skrifar Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi við ljósmynd sem þekktur gárungi á Héraði gerði, í Facebook-hóp þar sem sem mótmælendur bílastæðagjalds Isavia við Egilsstaðaflugvöll eru saman komnir.

Hér má sjá ljósmyndina:

Ungir Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð birtu einnig mynd þar sem gert er gys að fyrirhuguð bílastæðagjaldi:

Þröstur segir í samtali við Mannlíf að myndirnar tvær sýni vel hvað Austfirðingum finnst um Isavia: „Þessar tvær sýna svona andrúmsloftið á Austurlandi gagnvart Isavia.“

Sakamálið – 23. þáttur: Tuttugu ára prísund hefðarkonunnar

Lafði Elizabeth Cathcart taldi sig hafa fundið ástina þegar hún kynntist írskum karlmanni, Hugh Maguire að nafni. Elizabeth keypti handa honum ofurstatign og nánast bjargaði honum úr ræsinu.

Þau gengu síðar í hjónaband, en Hugh reyndist hins vegar vera úlfur í sauðargæru og líf Elizabeth varð að helvíti. En það gekk erfiðlega fyrir Hugh að brjóta eiginkonu sína til hlýðni þegar hann reyndi að koma höndum yfir auðæfi hennar.

Óhætt er að segja að málalyktir hafi verið ótrúlegar.

Hlustaðu á allan þáttinn hér.

Rútuslysið rannsakað – Allir sem voru í rútunni eru Íslendingar

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Alls voru 26 farþegar, auk bílstjóra, í rútu er valt út af Rangárvallavegi, við bæinn Stokkalæk, norðan Hvolsvallar rétt fyrir klukkan 17 í gær.

Sjö þeirra voru fluttir í Fossvog með tveimur þyrlum; hinir 20 voru sendir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, á Selfossi og á Hellu.

Allir sem slösuðust í rútuslysinu eru í stöðugu ástandi;

Enn sem komið er eru tildrög slyssins í rannsókn og fram undan eru skýrslutökur.

Þá verður rútan tekin til rannsóknar og hugsanlega rætt við bílstjóra rútunnar í dag.

Allir sem voru í rútunni voru Íslendingar; en ekkert meira er þó vitað um hópinn.

Tilkynnt um aðila að bera sig á miðri götu í hverfi 108

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Nokkrar aðstoðarbeiðnir voru sendar vegna veikinda og annarslegs ástands. Þá bárust níu hávaðakvartanir víða um borgina.

Lögreglustöð 1

Aðili tilkynnir um mann að stela reiðhjólinu sínu í hverfi 105. Lögregla hafði uppi á manninum, hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Laus að lokinni skýrslutöku.

Leigubílstjóri í vandræðum með farþega sem neitaði að borga fyrir þjónustuna. Tilkynnt um aðila að bera sig á miðri götu í hverfi 108. Aðilinn farinn á brott þegar lögreglu bar að. Tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í miðbænum. Lögregla sinnti. Tilkynnt um mann að taka myndir af fjölda fólks án leyfis inni á skemmtistað í miðbænum. Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 108. Málið afgreitt á vettvangi. Fjórir ökumenn handteknir grunaðir um akstur áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna. Allir látnir lausir eftir blóðsýnatöku.

Lögreglustöð 2

Ökumaður handtekinn eftir að hafa reynt að stinga lögreglu af. Ökumaðurinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og ávana- og fíknefna.

Lögreglustöð 3

Tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag. Lögregla sinnti en bifreiðin fannst ekki. Tilkynnt um verulegar skemmdir á bifreið í hverfi 109. Búið var að brjóta allar rúður og fjarlægja framstuðara bifreiðarinnar. Lögregla sinnti og málið í rannsókn.

Lögreglustöð 4

Ökumaður stöðvaður í hverfi 110 fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. Reyndist vera sviptur ökuréttindum. Málið afgreitt á vettvangi. Leigubílstjóri í vandræðum með farþega sem neitaði að borga fyrir þjónustuna. Tvær tilkynningar um ölvunarakstur. Í báðum tilfellum fundust bifreiðarnar ekki.

Arnar hefði stöðvað stólaleik

Arnar Þór Jónsson er formaður Lýðræðisflokksins
Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýndandi hefur séð ljósið í yfirstandandandi forsetakosningum vill að Arnar Þór Jónsson verði næsti forseta lýðveldisins. Þessa niðurstöðu byggir hann á frammistöðu forsetaefnisins í sjónvarpsþætti. Lofið er dýrt kveðið.
„Eldklár og flugmælskur og ekki bara það: málflutningur hans felst að verulegu leyti i hárbeittri og gegnhugsaðri gagnrýni á ruglið, vanhæfnina og siðleysið sem veður uppi i stjórnkerfinu og allt vel hugsandi fólk er löngu komið með upp i kok af,“ skrifar Jón Viðar á Facebook og vísar til þess að Arnar Þór kveðst ekki hafa samþykkti stólaskiptin þegar Katrín Jakobsdóttir kom Bjarna Benediktssyni í stól forsætisráðherra.
„Hugsið ykkur bara ef Guðni Th, þessi væni en ekki alltof atkvæðamikli drengskaparmaður, hefði nú haft döngun i sér að stöðva hina ósvifnu stólaleiki BB og Svandisar sem vöktu óbeit og fyrirltningu þorra landsmanna! Þegar Arnar Þór kveðst myndu hafa gripið þar inni og sett þeim stólinn (ráðherrastólinn) fyrir dyrnar, þá efa ég ekki eitt andartak að hann hefði gert það. Og það er góð tilhugsun að rikisráðsfundirnir verði annað og meira en formlegheitin innantóm og gervilbros framan i ljósmyndara,“ skrifar Jón Viðar og heitir því að atkvæði hans fari á Arnar Þór að óbreyttu til bjargar veikluðu lýðveldi.
Ekki er víst að stuðningur Jóns Viðars dugi til að fleyta Arnari á Bessastaði. Það er nokkur brekka framundan því forsetaefnið hefur aðeins stuðning rúmlega fimm prósenta kjósenda og er þess utan umdeildur fyrir að vera hörundssár og vilja lögsækja skopmyndateiknara …

Glúmur tók Arnar Þór og Facebook á ippon: „Forseti þarf að vera sterk persóna – Case closed“

Glúmur Baldvinsson

Glúmur Baldvinsson segir skemmtilega frá eins og allir vita – en hann segir líka satt frá – eins og þessi orð hans bera glögglega með sér, og í raun allir vita:

„Um daginn ritaði ég póst þar sem ég góðlátlega benti frænda mínum Arnari að leiða skopteikningar hjá sér. Að faðir minn hefði fengið yfir sig holskeflu af slíkum teikningum. Og þær fleiri og andstyggilegri en sú af Arnari. Sagði ég að faðir minn hefði ekki látið þær trufla sína pólitík. Bætti ég við að vilji menn stíga inná hinn pólitíska vígvöll dugir engin viðkvæmni. Forseti þarf að vera sterk persóna.“

Arnar Þór.

Svo var pósti Glúms eytt:

„Um það snerist status minn en nú rétt í þessu tilkynnti FB mér að þessum pósti mínum hefði verið eytt að beiðni hinna hörundsáru og viðkvæmu fylgismönnum Arnars. Ef ekki honum sjálfum. Harma ég það og bað FB að endurbirta þennan status minn og sendi ég þeim ýtarleg rök fyrir því.“

Og að sjálfsögðu á Glúmur lokaorðin – hann á þau alltaf, enda á hann þau skilið – menn sem tjá sig og eru ófeimnir við það uppskera líka vel á svo margan hátt. En hér eru lokaorðin:

„Enda hef ég nú strítt öðrum og nánast öllum pólitíkusum landsins og marga gagnrýnt harkalega en enginn þeirra beðið FB að blanda sér í málið. Pólitík er ekki fyrir viðkvæma og við þurfum allra síst á viðkvæmum forseta að halda. FB hefur svarað mér og samþykkir rökfærslu mína. Ippon. Case closed.“

Rúta með 30 farþegum valt á Rangár­valla­vegi – Sjö fluttir með þyrlu á sjúkrahús

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn að sækja konurnar Mynd/ skjáskot Fréttabladid

Sjö einstaklingar hafa nú verið flutt­ir á Foss­vogs­spít­ala með þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar; rúta með um það bil 30 farþegum valt á Rangár­valla­vegi í dag, ná­lægt Stokka­læk, skömmu ­fyr­ir klukkan 17 í dag.

Björg­un­ar­starf stend­ur yfir; er unnið að því að flytja slasaða af vett­vangi.

Kemur fram að aðstæður voru með þeim hætti að hóp­slysa­áætl­un var virkjuð samstundis; einnig sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð.

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru sendar af stað; fyrri þyrl­an flutti þrjá á Foss­vogs­spít­ala og hin fjóra.

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur sent þrjá sjúkra­flutn­inga­bíla til að aðstoða með sjúkra­flutn­inga, en ekki ligg­ur fyr­ir hvað gerðist nákvæmlega; lög­regl­an á Suður­landi fer með rann­sókn málsins.

Ekki hafa komið fram neinar upplýsingar um líðan fólks eftir slysið og hefur lögreglan ekki viljað svara hvort einhver hafi verið úrskurðaður látinn á vettvangi eða sé alvarlega slasaður.

Binni Glee á batavegi: „Shoutout á fólkið sem gaf mér banana“ – Sjáðu myndirnar!

Binni Glee Mynd / Instagram

Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, lenti í slæmu atviki; féll í yfirlið er hann gekk út úr neðanjarðarlest í Kaupmannahöfn.

Binni var í áfalli eftir atvikið; en þó fór allt vel að lokum.

Hann sagði frá atvikinu í færslu á Instagram; en þar má sjá myndir af Binna liggjandi á jörðinni með tösku undir höfði sér.

Binni er þakklátur þeim sem komu honum til aðstoðar á erfiðri stundu.

„Shoutout á fólkið sem gaf mér banana, vatn, súkkulaði og kaffi. Góð byrjun á ferðinni,“ segir Binni meðal annars.

 

Manchester United er bikarmeistari eftir sigur á nágrönnum sínum

Stórliðið Manchest­er United er enskur bik­ar­meist­ari árið 2024 og það í 13. skipti alls.

United varð í dag bikarmeistari eftir 2-1 sigur gegn nágrönnunum Manchester City.

Leikurinn fór afar fjörlega af stað og eftir um hálftíma sendi Diogo Dalot langa sendingu fram á við og Alejandro Garnacho endaði einn gegn opnu marki og skoraði 1-0.

Síðan, eftir afar vel útfærða sókn skilaði Kobbie Mainoo boltanum í netið fyrir United, 2-0, sem voru hálfleikstölur.

Manchester City herjaði á mark United í síðari hálfleik; en liðinu gekk illa að nýta ágætis fær sín.

Á 87. mínútu lét Jeremy Doku vaða langt fyrir utan teig og boltinn lak framhjá Onana, í markinu hjá United og í netið, 2-1.

Urðu það lokatölur og Manchester United því enskur bikarmeistari árið 2024, í þrettánda sinn.

Það er aðeins Arsenal sem hefur unnið bikarinn oftar en Manchester United; 14 sinnum, en Manchester City hefur unnið hann sjö sinnum.

Vill að lögin séu skýr: „Ég átta mig satt best að segja ekki hvar sú víg­lína ligg­ur í þing­inu“

Hanna Katrín Friðriksson.

„Rík­is­stjórn­in þarf að koma sér sam­an um end­ur­bæt­ur á áfeng­is­lög­um sem all­ir geta sam­ein­ast um. Ef þingið aðhefst ekki þá byrj­ar að molna und­an lög­gjöf­inni, seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son, sem er formaður þing­flokks Viðreisn­ar, í spjalli við mbl.is.

Það hef­ur vakið gremju hjá for­svars­mönn­um ÁTVR að stórverslunin Hag­kaup hyggst hefja net­versl­un á áfengi strax í næsta mánuði.

„Sú staða sem er upp núna, að hug­mynda­ríkt og fram­taks­samt fólk nýti sér glufu í lög­un­um – eins og ég skil þetta – hún er ekki góð. Það er ekki gott held­ur að fylgj­ast með ein­staka ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar kýta um túlk­un nú­gild­andi lög­gjaf­ar í fjöl­miðlum. Það lýs­ir ann­ars veg­ar kæru­leysi þessa stjórn­ar­sam­starf en líka ákveðinni hræðslu og getu­leysi við að fara ofan í þessa lög­gjöf og gera breyt­ing­ar sem við get­um öll sam­ein­ast um,“ sagði Hanna sem tel­ur að sú staða sem sé komin upp nú sýni fram á nauðsyn þess að farið verði rækilega ofan í kjöl­inn á lög­un­u; þau bætt til að eyða óvissu um túlk­un þeirra.

„Ég held að það að hafa ekki haft þor til þess að tak­ast á við þessa breyttu tíma og auknu kröf­ur, aðgengi er­lend­is frá, geti haft það í för með sér að það molni und­an lög­gjöf­inni. Það er auðvitað vont. Ef að þingið tek­ur ekki á þessu máli og fer ofan í lög­gjöf­ina þá sé ég ekki bet­ur en að sú veg­ferð sé að minnsta kosti haf­in.“

Hanna tel­ur meiri­hluta fyr­ir því í þing­inu að skoða lög­gjöf­ina; sér­stak­lega í ljósi þess að ágrein­ing­ur rík­ir á meðal margra varðandi túlk­un lag­anna.

„Mér kem­ur á óvart þegar þetta er rætt hve marg­ir fara í bar­átt­una um rík­isein­ok­un eða ekki, eins og þar liggi víg­lína frek­ar en aðgeng­is­mál og for­varn­ir. Ég átta mig satt best að segja ekki hvar sú víg­lína ligg­ur í þing­inu. Orðræðan er stund­um þannig að svo lengi sem það er rík­isein­ok­un í sölu áfeng­is þá má opna eins mörg úti­bú og hver vill, það má hafa opn­un­ar­tíma eins og mönn­um sýn­ist og svo fram­veg­is,“ seg­ir Hanna sem telur einnig skipta máli að það ríki hér álandi lög­gjöf sem almenningur skilji og fyr­ir­tæki geti fylgt eft­ir; hvað hana varðar þá megi rík­isein­ok­un­in alveg hverfa á braut og; vill Hanna gefa fólki og fyr­ir­tækj­um færi á að vera með eig­in versl­an­ir.

Egill Helgason er viss: „Engar líkur á því að Landsvirkjun verði seld“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er á því að það séu „engar líkur á því að Landsvirkjun verði seld. Um það næst ekki samstaða í ríkisstjórn á Íslandi. Má vera að einn flokk langi að gera það – en aðrir flokkar í samsteypustjórnum munu ekki fallast á það.“

Hann er á þeirri skoðun að nær öruggt sé „að næsta ríkisstjórn sem situr á Íslandi verið samsteypa þriggja eða jafnvel fleiri flokka“ og að fyrir slíkri sölu verði „seint meirihluti á Alþingi – hvað þá meðal þjóðarinnar.“

Alþingishúsið.
Ljósmynd: Sikeri

Egill segir að „þetta er tómt mál að tala um, og enn eitt dæmið um hina furðulegu kosningabaráttu. Ég hef fylgst lengi og vel með stjórnmálum og hef aldrei vitað að umræða um sölu á Landsvirkjun kæmist á neitt flug.“

„Útsetning og samfélagleg vanvirðing stuðla að örstreitu og öráreiti innan Döff samfélagsins“

Mordekaí Elí Esrason.

Verkefnastjóri Félags heyrnarlausra, Mordekaí Elí Esrason, skrifar grein undir yfirskriftinni: Af hverju eigum við að kjósa?

„Á kjördag sitja allir við sama borð, ungir sem aldnir, Döff sem heyrandi, ófatlaðir sem fatlaðir. Samfélagið er eitthvað sem við öll mótum og byggjum upp saman. Með atkvæði þínu ertu að hafa áhrif á framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér finnst bestur og sem þú telur þjóna hagsmunum þínum og þjóðarinnar best.

Ef ákveðinn hópur í samfélaginu kýs ekki, er hætta á að hagsmunir hans fái minni áthygli en annarra. Til dæmis, ef aldraðir kjósa minna en aðrir, þá gætu málefnum þeirra verið gefin minni áhersla eftir kosningar. Hvernig vitum við hvað við ættum að kjósa?“ spyr hann og bætir við:

„Mikilvægt er að kynna sér flokkana sem bjóða sig fram. Flestir þeirra ættu að vera með heimasíður sem auðvelt er að finna. Fyrir kosningar eru einnig málþing og pallborðsumræður þar sem frambjóðendur svara spurningum um helstu málefni. Auk þess er hægt að taka könnun eins og kosningavitann til að fá betri innsýn í hvaða flokkar passa best við þín sjónarmið. Kosningavitinn sýnir þér hvaða flokkum þú átt mest sameiginlegt með.“

Mordekaí nefnir að „í mörgum lýðræðisríkjum er kosning mikilvæg fyrir borgara til að hafa áhrif á málefni samfélagsins. Hins vegar getur atkvæðagreiðsla fyrir marga Döff einstaklinga verið meira eins og skot í myrkri en raunveruleg nýting borgaralegra réttinda þeirra. Þessi aðskilnaður og tilhneiging til að kjósa af handahófi stafar af mörgum samtvinnuðum þáttum sem skapa sérstakar áskoranir fyrir Döff samfélagið. Orsakir eru: Svokölluð „kerfisbundin“ jaðarsetning – Döff einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið “útilokaðir” frá ýmsum þáttum samfélagsins þegar kemur að ákvörðunartöku.

Þessi langvarandi jaðarsetning leiðir til viðtækrar tilfinningar um útskúfun. Þegar stjórnamálakerfið hefur ítrekað brugðist því að taka tillit til þarfa þeirra, er skiljanlegt að sumir Döff/heyrnarskertir kjósendur upplifi að þátttaka þeirra skipti litlu máli.“

Hann færir í tal að „daglegar hindranir í samskiptum, menntun og atvinnulífi ýtir undir það viðhorf að stjórnmálasveiflur leiði sjaldan til áberandi framfara fyrir Döff samfélagið. Hvort sem það er skortur á táknmálstúlkun í stjórnmálalegum rökræðum, óaðgengilegt kosningaefni eða kosningaferlar sem ekki henta þeirra þörfum þá verða þessar viðvarandi hindranir til þess að umhverfi virkar þreytandi og ótengt þeim“ og bætir því við að lítið framboð af Döff í stjórnmálakerfum þýði að sjónarmið þeirra fá ekki stóran sess í umræðunni:

„Án Döff stjórnmálamanna eða sterks stuðnings frá heyrandi stjórnmálmönnum hvað varðar málefni sem eru mikilvæg fyrir Döff samfélagið, svo sem aðgengi, menntun og atvinnulíf, standa þessi málefni yfirleitt utan umræðunnar almennt. Þessi skortur á fyrirmyndum skapar trú á því að enginn frambjóðandi muni í raun gæta að hagsmunum þeirra.

Stöðug útsetning og samfélagleg vanvirðing stuðla að örstreitu og öráreiti innan Döff samfélagsins. Þegar álagið eykst getur það leitt til sinnuleysis eða trúar á það að hefðbundin atkvæðagreiðsla leiði ekki til góðra niðurstaðna. Í einstökum tilfellum getur kosning af handahófi litið út sem mótmæli eða leið til að róta upp í núverandi stöðu sem endurspeglar djúpa þreytu með kerfið.“

Mordekaí segir að „óaðgengilegar upplýsingar um stjórnmál er stór hindrun í því að hægt sé greiða atkvæði á upplýstan hátt. Án aðgengilegra upplýsinga innan stjórnmálakerfisins er erfitt að taka að fullu þátt.

Í einhverjum Döff samfélögum getur fólk haft áhyggjur og verið óttaslegið gagnvart þeim leiðum sem farnar eru innan stjórnmála sem hefur mótast af sameiginlegri reynslu þeirra af útilokun úr samfélaginu og af langri baráttu Döff fólks. Þetta menningarlega sjónarhorn getur haft áhrif á hvernig einstaklingum hegðar sér við atkvæðagreiðslu sem leiðir til afskiptaleysis eða viðkomandi lætur tilviljun ráða um hvað hann kýs. Nokkrar rannsóknir staðfesta þá þætti sem hér hafa verið nefndir og við þurfum að finna lausnir fyrir Döff samfélög, og önnur samfélög sem ekki eiga sér áreiðanlegri fyrirmyndir.“

Hann bendir á að rannsóknarniðurstöður staðfesti ítrekað þær áskoranir sem Döff einstaklingar standa frammi fyrir þegar komi að þátttöku þeirra í stjórnmálum:

„Rannsóknir eftir Smith og al. (2018), Johnson og Payne (2020) og Davis og Schmidt (2019) draga fram kerfisbundnar hindranir og skort framkvæmd sem leiðir til þess að Döff og heyrnarskertir kjósendur upplifa útilokun og útskúfun. Í rannsókn eftir Thompson og al. (2021) er auk þess lögð áhersla á þá þreytu og þau vonbrigði sem Döff einstaklingar upplifa gagnvart þeim leiðum sem farin eru innan stjórnmála, á meðan rannsóknir eftir Jones og Lee (2017) og Kim og Park (2018) sýna hvað óaðgengilegra upplýsingar um stjórnmál og þau áhrif sem menning getur haft á það hvernig einstaklingurinn hegðar sér við atkvæðagreiðslu. Þessar sameiginlegu niðurstöður leggja áherslu á þörfina yfir aukið aðgengi að stjórnmálum, virkar fulltrúa fræðslu og framkvæmd til að efla þátttöku og Döff kjósenda. „Kjörseðilinn er sterkari en byssukúlan,“ sagði Abraham Lincoln.“

Foreldrar Ingva Hrafns skildu þegar hann var fimm ára: „Þetta var örugglega erfitt fyrir þá báða“

Tómas Ingvason berst fyrir réttlæti.

Þann 5. maí síðastliðinn fékk Tómas Ingvason matreiðslumaðurþá harmafregn að sonur hans, Ingvi Hrafn, hefði tekið líf sitt á Litla-Hrauni. Tveimur dögum áður hafði hann beðið um aðstoð vegna andlegra erfiðleika. Enginn tók marka á neiðarkalli hans.

Sléttum sex árum áður lést annar sonur hans sviplega á Spáni, aðeins þrítugur að aldri.

Hann berst nú fyrir því að aðdragandinn að andláti Ingva verði rannsakaður og fólk kallað til ábyrgðar. Tómas segir sögu sína og sona sinna í einkaviðtali í Mannlífinu.

Ingvi Hrafn var bara venjulegt barn að sögn Tómasar en svo skildu foreldrar hans þegar hann var um það bil fimm ára gamall.

Reynir „Heldur þú að þetta hafi fengið á hann?“

Tómas: „Örugglega. Þetta var örugglega erfitt fyrir þá báða.“

Reynir: „Þá ertu að tala um Viggó Emil, sem dó?“

Tómas: „Já, 2018.“

Reynir: „Fannst látinn á hótelherbergi á Spáni.“

Tómas: „Já, niðri á Alicante.“

Reynir: „Og enginn veit hvað gerðist þar?“

Tómas: „Enginn veit.“

Eftir skilnaðinn flutti Tómas til Þýskalands þar sem hann starfaði við hestamennsku. Synir hans heimsóttu hann þar og einnig út til Noregs þegar Tómas flutti þangað.

„En þeir voru ekkert byrjaðir í neyslu þá,“ segir Tómas og átti við það þegar hann bjó í Þýskalandi. Og heldur áfram: „En þetta byrjaði á fikti á kannabis og svo var farið út í harðara efni.“

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Dr. Gunni yfir sig hrifinn af 9Líf: „Mér fannst Bubbi vera orðinn sellout poppstjarna“

||||
Gunnar Lárus Hjálmarsson.

Pönkkóngurinn Dr. Gunni er afar hrifinn af söngleiknum 9Líf sem sýndur hefur verið í Borgarleikhúsinu síðustu ár, við gríðarlegar vinsældir.

„9líf er stórkostleg söngleikjasýning um stærsta núlifandi tónlistarmann okkur á heimavelli. Farið var krónólógískt yfir æfina og hina mismunandi Bubba og hvergi dauðan blett að finna, enda leikarar og band að gera þetta í 240. skipti (án þess að það væri sjáanleg þreyta).“ Þannig hefst gagnrýni Dr. Gunna á Facebook-síðu hans. En söngleikurinn er ekki alveg gallalaus að mati hans:

„Stykkið var vissulega betra fyrir hlé, rétt eins og tónlistarferill viðfangsins. Eina sem ég hef út á þetta að setja er að betur hefði mátt útfæra Hemma Gunn (þessi útgáfa af honum var eins og Heiðar snyrtir), „Rúnar Júl“ var svo sem ekkert líkur fyrirmyndinni heldur – langbest í þessum stælingum var „Silja Aðalsteins“! Dansandi fólk á kantinum gerir svo sem ekkert fyrir mig, en það hljóta einhverjir að fíla svona. En allavega – alveg frábært í það heila.“

Að lokum birtir Doktorinn ljósmynd sem Biggi Baldurs tók af Bubba árið 1980 og skrifar:

„Hér er glæsileg mynd sem Biggi Baldurs tók í Kópavogsbíói 1980 og hefur oft sést áður. Þetta er uppáhalds-Bubbinn minn. Árið eftir var ég náttúrlega orðinn svo öndergránd að mér fannst Bubbi vera orðinn sellout poppstjarna.“

Fornfrægt geðsjúkrahús brennur í Bretlandi: „Vinsamlegast haldið ykkur fjarri svæðinu“

Gríðarmikill eldur logar nú í Broadmoor-spítalanum í Berkshire í Bretlandi en þar hafa sumir af hættulegustu glæpamönnum Bretlands dvalið.

Myndbönd og ljósmyndir frá vettvangi sýna eldtungur loga í sjúkrahúsinu í Crowthorne, Berkshire. Vettvangsaðilar sagði að núverandi sjúkrahússvæði sé öruggt þar sem eldurinn kom upp í mannlausri byggingu á gamla staðnum.

Lögreglan í Thames-dal hefur reynt að hjálpa til við að slökkva eldinn ásamt slökkviliðsmönnum. Íbúar í nágrenninu hafa verið beðnir um að loka gluggum og hurðum. Talsmaður slökkviliðs Berkshire sagði við fjölmiðla: „Við erum að sinna bruna í eyðilagðri byggingu á gamla Broadmoor-sjúkrahúsinu. Núverandi sjúkrahússvæði er ekki fyrir áhrifum. Vinsamlegast haldið ykkur fjarri svæðinu en ef þið ert nálægt, vinsamlegast hafið glugga og hurðir lokaðar.“ Talsmaður lögreglunnar í Thames-dal bætti við: „Á þessu stigi hafa engin áhrif orðið á vegakerfið.“ Þó að nákvæm staðsetning eldsins hafi ekki verið staðfest, virðist hann hafa komið upp í einni af gömlu íbúðarhúsunum vestan megin við samstæðuna sem er frá Viktoríutímabilinu.

Nokkrir af alræmdustu glæpamönnum Bretlands, þar á meðal Ronnie Kray, Jórvíkurskíris-kviðristan Peter Sutcliffe, Charles Bronson og Robert Maudsley, hefur verið haldið í háöryggisgeðsjúkrahúsinu sem nú brennur. Núverandi fangar þar eru til dæmis einn hryðjuverkamannanna sem myrtu Lee Rigby, Michael Adebowale, auk Ian Ball – maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu árið 1974.

Sjúkrahúsið var stofnað árið 1860 með tilkomu Criminal Lunatics Act eða Broadmoor Act, sem reyndu að bæta aðstæður á geðveikrahælum eins og Bedlam eða Bethlehem-sjúkrahúsið. Það var fullbúið árið 1863 og er það elsta háöryggisgeðsjúkrahús í Englandi.

Broadmoor heldur 240 sjúklingum sem eru með geðsjúkdóma eða persónuleikaraskanir. Samkvæmt NHS dvelja flestir sjúklingar á Broadmoor í fimm til sex ár, en sumir dvelja mun lengur.

Sjúklingar eru þá gjarnan fluttir í  aðstöðu þar sem öryggisgæslan er minni ef þeir eru taldir ekki vera sjálfum sér eða öðrum í hættu. Þó það líti út eins og fangelsi er Broadmoore sjúkrahús. Starfsmenn þess eru hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og meðferðaraðilar.

Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar um 60 prósent: „Hverjum á næst að kenna um laskaða innviði?“

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir vekur athygli á frétt mbl.is þar sem fram kemur að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað um 60 prósent á milli ára. Helga Vala spyr hverjum eigi nú að kenna um laskaða innviði.

„Hverjum á næst að kenna um laskaða innviði? Popúlískir stjórnmálamenn byrjuðu á öryrkjunum og svo beindu þau spjótum sínum að fólki á flótta. Verður það gamalt fólk næst eða kannski fólk með fötlun?“ spyr Helga Vala í nýrri Facebook-færslu.

Þá segir lögfræðingurinn að stjórnvöld „kyrji sömu möntruna ár eftir ár“:

„Kyrja sömu möntruna ár eftir ár: það er pólitísk ákvörðun að vanfjármagna grunninnviði okkar.“

Að lokum kemur Helga Vala með áhugaverðan punkt.

„Það er ekki náttúrulögmál að þeir séu eins laskaðir og raun ber vitni.

Það er líka pólitísk ákvörðun að neita að horfast í augu við þann óhemjukostnað sem leggst á ríki, sveitarfélög og allan almenning að halda í örkrónu í smáríkinu Íslandi. Milljarðar til einskis en því miður þá virðist ekki tími til að taka á því glóruleysi.“

Trampólínið fór í loftköstum að húsi nágrannans – Ófriðarseggir og ólátabelgir héldu sig heima

Nótt hinna fljúgandi tampólína að baki.

Átta manns gistu í fangaklefum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrátt fyrir það var nóttin nokkuð rólegt. Lögreglan tekur að ófriðarseggir og ólátabelgir hafi haldið sig heima vegna veðursins sem gekk yfir um helgina.

Nokkur útköll voru á höfuðborgarsvæðinu þar sem þakplötur voru að losna frá og trampólín kominn á flakk. Tilkynnt var um trampólín sem hafði fokið og hékk uppi í tré, engum til gagns. Lögregla fór á vettvang og óskaði eftir aðstoð slökkviliðs sem tók trampólínið niður.

Í Hafnarfirði varð nokkurt uppnám í gær þegar trampólín tókst á loft með eiganda sinn í eftirdragi. Eigandinn náði í miðjum klíðum að hringja í neyðarnúmer og biðja um hjálp þar sem trampólínið var að fjúka í áttina að húsi nágranna hans. Eigandinn kvaðst vera einn og að hann réði ekkert við aðstæðurnar í svo miklum vindi. Lögregla fór á vettvang en gat heldur ekki fært trampólínið vegna veðurhamsins. Á þessu stigi var ekki talið að trampólínið ógnaði nágrannanum lengur. Lögreglan yfirgaf því vettvanginn og ætlaði trampólíneigandinn að hafa samband við maka sinn til að taka það í sundur.

Tilkynnt um nokkra þjófnaði í verslunum og voru þau mál afgreitt á staðnum samkvæmt venju.

Eldur kom upp í langferðabíl við Borgartún. Rútan alveg bruninn og gjörónýt.

Sex manns voru handteknir í átaki lögreglu gegn ólöglegri atvinnustarfsemi. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Dólgur var handtekinn á vettvangi þar sem hann var búinn að brjóta sér leið inn í veitingarstað.

Tveir ofbeldismenn voru í nótt handteknir í sitthvoru málinu fyrir ofbeldi í heimahúsi.

Halla verður forseti

Katrín Jakobsdóttir, Mynd: Róbert Reynisson

Fullkomin óvissa er uppi í forsetakosninginum eftir að undanfarnar kannanir leiddu í ljós að Katrín Jakobsdóttir með með sína fortíð skorar hæst hjá kjósendum með allt að 25 prósenta fylgi. Framan af leiddi Halla Hrund Logadóttir með allt að þriðjungsfylgi en hallað hefur á hana og hún sigið niður í 2-4 sæti.

Hástökkvarinn er aftur á móti Halla Tómasardóttir sem líkt og fyrir átta árum bætir smám saman við sig og er nú á hælum Katrínar og jafningi Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar. Halla var á mörkum þess að sigra Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands, á sínum tíma.

Stöðugt fleiri spá Höllu Tómasardóttur sigri. Þeirra á meðal er fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson sem var afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni við Rauða borðið á Samstöðinni að hún nái að sigra. Halla verður forseti, var boðskapur hans.

Ekki eru allir sammmála þeirri greiningu nú þegar vika er eftir. Langflestir telja að Katrín eigi mesta möguleik en óttast þá að Bessastaðir verði einskonar heimahöfn Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar

Skotið á fréttamann RÚV í Ísrael: „Auðvitað var sjokkerandi að sjá skammbyssu beint að sér“

Kiryat Arba

Fréttakonan Sigrún Ása Markúsdóttir lenti í skuggalegur atviki þegar hún var við störf í ólöglegri landnemabyggð í Ísrael í febrúar árið 1995.

Sigrún Ása var stödd í Ísrael í efnisöflun fyrir sjónvarpsmynd sem hún var að gera fyrir Ríkissjónvarpið, í febrúar 1995 þegar hún lenti í afar óþægilegri lífsreynslu. Hún var þá á ferð í bifreið með myndatökumanni frá Reuters, á leið í viðtal í Hebron. Fyrir aftan bíl þeirra voru arabar á bíl og fyrir framan var gyðingur í bíl. Þegar Sigrún og myndatökumaðurinn óku fram úr bíl gyðingsins, gerði hann sér lítið fyrir og stakk byssu út um bílrúðuna og skaut yfir Sigrúnu og myndatökumanninn, upp í loftið. Ekki varð þeim meint af, að minnsta kosti ekki líkamlega en auðvitað brá þeim. Myndatökumaðurinn var allt annað en sáttur og fór út úr bílnum til að skamma skotmanninn. Sá lét sig hverfa á bíl sínum.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Sigrún Ása Markúsdóttir fréttamaður í lifshættu í Ísrael:

Sjokkerandi að sjá byssu beint að sér -hvorki slösuðumst né særðumst og landneminn keyrði bara burt, segir hún.

„Ég var með myndatökumanni á leið í viðtal á Vesturbakkanum. Fyrir aftan okkur var bíll með aröbum og fyrir framan okkur var bíll með gyðingi. Þegar við ókum fram úr gyðingnum stakk hann skammbyssu út um gluggann og skaut yfir okkur út í loftið. Við hvorki slösuðumst né særðumst og skotið fór ekki einu sinni í bílinn. Þetta var bara geðveikur maður sem skaut út í loftið. Við voru bara í lífshættu nokkrar sekúndur en auðvitað var sjokkerandi að sjá skammbyssu beint að sér,“ segir Sigrún Ása Markúsdóttir, fréttamaður Sjónvarps.

Sigrún Ása Markúsdóttir

Sigrún Ása er um þessar mundir í ísrael að safna efni í sjónvarpsmynd sem verður á dagskrá Sjónvarps eftir tvær vikur. Á miðvikudag var hún á ferð frá borginni Hebron á leið í viðtal í landnemabyggðinni Kiryat Arba þegar skotið var á hana og myndatökumann frá Reuter. Skotmaðurinn fylgdi þeim eftir inn í landnemabyggðina. Um leið og bílarnir stöðvuðust fór myndatökumaðurinn frá Reuter út og hellti sér yfir skotmanninn. „Skotmaðurinn brást við með því að aka burt. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hver við vorum því að þetta er yfirlýst hættusvæði. Þarna eru flestir með vopn í höndunum og það gerist nánast daglega að menn skjóti. Óbreyttum borgurum er ráðlagt að halda sig frá þessum stöðum og þeir fara ekki um svæðið nema þeir eigi sérstakt erindi,“ segir hún og bætir við að þvi miður hafi hún ekki náð atburðinum á band þar sem myndatökumaðurinn hafi setið undir stýri. Sigrún Ása kemur til landsins aftur á þriðjudag en hún er búin að vera nokkra mánuði við efnisöflun í ísrael.

Sonamissir Tómasar Ingvasonar: Enginn hlustaði á neyðarkall fangans EINKAVIÐTAL

Þann 5. maí síðastliðinn fékk Tómas Ingvason matreiðslumaðurþá harmafregn að sonur hans, Ingvi Hrafn, hefði tekið líf sitt á Litla-Hrauni. Tveimur dögum áður hafði hann beðið um aðstoð vegna andlegra erfiðleika. Enginn tók marka á neyðarkalli hans. Honum var sagt að bíða.

Sléttum sex árum áður lést annar sonur hans sviplega á Spáni, aðeins þrítugur að aldri.

Syrgjandi faðir berst nú fyrir því að aðdragandinn að andláti Ingva verði rannsakaður og fólk kallað til ábyrgðar. Tómas segir sögu sína og sona sinna í einkaviðtali í Mannlífinu. Jarðarför Ingva Hrafns heitins fór fram í gær.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Hæðast að bílastæðagjaldi við Egilsstaðaflugvöll:„Sýna andrúmsloftið á Austurlandi gagnvart Isavia“

Austfirðingar sem eru á móti fyrirhugaðu bílastæðagjaldi Isavia við Egilsstaðaflugvöll gera grín að hugmyndinni í nýrri Facebook-færslu.

„Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun.
Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðleyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum EGS.“ Þetta skrifar Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi við ljósmynd sem þekktur gárungi á Héraði gerði, í Facebook-hóp þar sem sem mótmælendur bílastæðagjalds Isavia við Egilsstaðaflugvöll eru saman komnir.

Hér má sjá ljósmyndina:

Ungir Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð birtu einnig mynd þar sem gert er gys að fyrirhuguð bílastæðagjaldi:

Þröstur segir í samtali við Mannlíf að myndirnar tvær sýni vel hvað Austfirðingum finnst um Isavia: „Þessar tvær sýna svona andrúmsloftið á Austurlandi gagnvart Isavia.“

Raddir