Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sonamissir Tómasar Ingvasonar: Enginn hlustaði á neyðarkall fangans EINKAVIÐTAL

Þann 5. maí síðastliðinn fékk Tómas Ingvason matreiðslumaðurþá harmafregn að sonur hans, Ingvi Hrafn, hefði tekið líf sitt á Litla-Hrauni. Tveimur dögum áður hafði hann beðið um aðstoð vegna andlegra erfiðleika. Enginn tók marka á neyðarkalli hans. Honum var sagt að bíða.

Sléttum sex árum áður lést annar sonur hans sviplega á Spáni, aðeins þrítugur að aldri.

Syrgjandi faðir berst nú fyrir því að aðdragandinn að andláti Ingva verði rannsakaður og fólk kallað til ábyrgðar. Tómas segir sögu sína og sona sinna í einkaviðtali í Mannlífinu. Jarðarför Ingva Hrafns heitins fór fram í gær.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Hæðast að bílastæðagjaldi við Egilsstaðaflugvöll:„Sýna andrúmsloftið á Austurlandi gagnvart Isavia“

Austfirðingar sem eru á móti fyrirhugaðu bílastæðagjaldi Isavia við Egilsstaðaflugvöll gera grín að hugmyndinni í nýrri Facebook-færslu.

„Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun.
Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðleyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum EGS.“ Þetta skrifar Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi við ljósmynd sem þekktur gárungi á Héraði gerði, í Facebook-hóp þar sem sem mótmælendur bílastæðagjalds Isavia við Egilsstaðaflugvöll eru saman komnir.

Hér má sjá ljósmyndina:

Ungir Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð birtu einnig mynd þar sem gert er gys að fyrirhuguð bílastæðagjaldi:

Þröstur segir í samtali við Mannlíf að myndirnar tvær sýni vel hvað Austfirðingum finnst um Isavia: „Þessar tvær sýna svona andrúmsloftið á Austurlandi gagnvart Isavia.“

Barátta Tómasar Ingvasonar – Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns

Tómas Ingvason

„Mér er neitað um að sjá sjálfsvígsbréf sonar míns í heild sinni,“ segir Tómas Ingvason, faðir Ingva Hrafns Tómassonar sem lést 31 árs í fangelsinu á Litla-Hrauni tveimur dögum eftir að hann bað árangurslaust um hjálp vegna andlegra erfiðleika í kjölfar þess að hann var kærður og frelsissviptur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. Tómas hefur óskað eftir því að sjá kveðjubréf sonar síns í heild sinni en fær engin svör önnur en þau að vegna rannsóknarhagsmuna verði lögreglan að halda bréfinu.

„Löggan svarar engu,“ segir Tómas í samtali við Mannlíf.

Sonur Tómasar lést sama dag og bróðir hans lést sviplega fyrir sex árum. Jarðarför Ingva Hrafns fór fram í gær.

Í kvöld kl. 20 birtist einkaviðtal við Tómas á hlaðvarpi Mannlífs þar sem hann rekur sorgarsöguna að baki andláti tveggja sona sinna og lýsir baráttu sinni fyrir réttlæti og úrbótum.

Baldur og Felix heimsóttu varðskip Landhelgisgæslunnar: „Verkefnin aukast og ábyrgðin með“

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson með Friðriki Höskuldssyni, fyrsta stýrimanni á Freyju

Baldur og Felix heimsóttu varðskipið Freyju og Friðrik Höskuldsson, fyrsti stýrimaður, sýndi þeim skipið og fræddi um störf Landhelgisgæslunnar.

Baldur Þórhallsson og Friðrik Höskuldsson, fyrsti stýrimaður
„Þetta var mjög merkileg heimsókn og hjálpaði mér mikið að skilja áskoranir okkar í öryggismálum. Landhelgisgæslan er þar í broddi fylkingar í svo fjölbreyttum málum. Þar skiptir gæslan miklu í baráttunni okkar við náttúruöflin sem leika stundum heilu byggðalögin illa, við öryggi sjómanna í kringum landið en einnig í að hafa eftirlit með hafsvæðunum okkar. Verkefnin aukast og ábyrgðin með. Við þurfum að tryggja að Landhelgisgæslan geti verið ávallt viðbúin þegar á þarf að halda,“ sagði Baldur um heimsóknina.

Maðurinn á bakvið Super Size Me látinn, 53 ára: „Þetta var sorglegur dagur“

Morgan Spurlock

Leikstjórinn Morgan Spurlock er látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var aðeins 53 ára.

Morgan Spurlock sló í gegn fyrir tveimur áratugum með heimildarmyndina Super Size Me, þar sem hann skoðaði áhrif þess fyrir heilsu sína, að borða mat frá McDonald´s skyndibitakeðjunni í heilan mánuð.

Fjölskylda leikstjórans staðfesti að hann hefði látist í New York í gær, eftir veikindi.

„Þetta var sorglegur dagur, þegar við kvöddum Morgan bróður minn,“ sagði bróðir hans og  samstarfsmaður Craig Spurlock í yfirlýsingu sem NBC News fékk senda í dag. „Morgan gaf svo mikið með list sinni, hugmyndum og örlæti. Heimurinn hefur misst sannan skapandi snilling og sérstakan mann,“ hélt hann áfram. „Ég er svo stoltur af því að hafa unnið með honum.“

Morgan vakti gríðarlega athygli eftir að Super Size Me kom út í maí 2004, þar sem hann sagði frá heilsuferð sinni þegar hann borðaði McDonald’s mat í mánuð. Verkefnið, sem varpar ljósi á áhyggjur af skyndibitaiðnaðinum, hlaut óskarstilnefningu fyrir bestu heimildarmyndina og var síðar fylgt eftir með Super Size Me 2: Holy Chicken! árið 2017.

Morgan lætur eftir sig börnin Laken, 17 ára, sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alex Jamieson og Kallen, 8 ára, sem hann á með maka sínum Söru Bernstein.

Þó að Morgan hafi að mestu haldið sig frá kastljósinu árin fyrir andlát hans, var síðasta Instagram færsla hans tileinkuð elsta syni hans.

„Til hamingju með afmælið Laken!“ skrifaði hann í desember 2022. „Ég elska þá skapandi, hvetjandi og ástríðufullu manneskju sem þú ert orðinn (svo ekki sé minnst á að vera svona epískur stóri bróðir). Við erum svo heppin að hafa þig í lífi okkar – fáðu nú ökuleyfið þitt svo þú getir keyrt mig um!“

Afturhvarf Morgan úr hinu opinbera lífi kom í kjölfarið af því að hann skrifaði opið bréf í desember 2017 þar sem hann viðurkenndi kynferðisbrot.

„Þegar ég sit og horfi á hetju eftir hetju, mann eftir mann falla vegna fortíðarbrota þeirra, sit ég ekki hjá og velti fyrir mér „hver verður næstur?“ Ég velti því fyrir mér, „hvenær munu þeir sækja mig?“,“ skrifaði hann á sínum tíma og vísaði til fyrirsagna um vafasama hegðun í Hollywood. „Sjáðu til, ég skil, eftir mánuði af þessum opinberunum, að ég er ekki einhver saklaus áhorfandi, ég er líka hluti af vandamálinu.“

Í kjölfar játningarinnar ákvað hann að yfirgefa framleiðslufyrirtæki sitt, Warrior Poets.

Eins og samstarfsaðilar fyrirtækisins Jeremy Chilnick og Matthew Galkin sögðu E! News á þeim tíma: „Fyrir hönd Warrior Poets höfum við sem samstarfsaðilar alltaf stutt fyrirtækið okkar og viðleitni þess. Frá og með deginum í dag mun Morgan Spurlock láta af störfum þegar í stað. Við munum halda áfram að leiða fyrirtækið sem jafnir samstarfsaðilar og framleiða, dreifa og skapa frá sjálfstæða framleiðslufyrirtækinu okkar.“

E! News sagði frá andlátinu.

 

Alþjóðadómsstóllinn í Haag – Ísrael skipað að hætta árásum á Rafah

Eyðileggingin á Gaza er gríðarleg.

Ísrael verður að hætta öllum hernaðaraðgerðum sínum í borginni Rafah, vegna þess að þær hafa í för með sér of mikla hættu fyrir palenstínsku þjóðina. Þetta er niðurstaða Alþjóðadómsstólsins í Haag.

Dómstóllinn kvað upp niðurstöðu sína eftir hádegi í dag en um er að ræða bráðabirgðaúrskurð í máli Suður-Afríku gegn Ísraelsríki.

Ísrael er einnig skipað í úrskurðinum, að opna landamærin sem liggja frá Rafah að Egyptalandi, svo tryggja megi mannúðaraðstoð til borgarinnar. Þá var Ísrael gert að koma fyrir dómstólinn eftir mánuð og gefa skýrlu um það hvernig eða hvort ríkið hafi framfylgt úrskurðinum.

Ísrael getur ekki áfrýjað úrskurði dómsstólsins þar sem ríkið er ekki með aðild að honum. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu lagalega bindandi, hefur hann ekki heimild til að framfylgja þeim með valdi. Það er þó hægt að gera með því að bera úrskurðina fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en ólíkt ályktunum Allsherjaþingsins, eru ályktanir Öryggisráðsins bindandi. Þýðir það að öll aðilarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið samþykki sitt um að vera bundin af ákvörðunum ráðsins og vera tilbúin að framkvæma þær ákvarðanir.

Líkurnar á því að ályktun falli gegn Ísrael í Öryggisráðinu eru þó hverfandi í ljósi þess að Bandaríkin hafa hvað eftir annað beitt neitunarvaldi sínu í ráðinu, til að verja Ísrael.

Frá því á síðasta ári hefur Suður-Afríka sótt mál gegn Ísrael fyrir Alþjóðadómsstólinn en þar er Ísrael sakað um að fremja þjóðarmorð á Palestínumönnum í árásarstríði sínu gegn Hamas-liðum. Ísrael hefur krafist þess að málið gegn þeim verði fellt niður og segjast vera í fullum rétti til að verja sig gegn Hamas.

RÚV sagði frá málinu.

Leigubílstjóri á Akureyri sendur í leyfi vegna rannsóknar lögreglu

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Leigubílsstjóri á Akureyri er í tímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar lögreglunnar á meintum brotum hans í starfi.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur leigubílsstjórinn verið kærður til lögreglu fyrir meint óljóst brot gegn farþega. Mannlíf sendi spurningu á leigubílastöðina þar sem maðurinn vinnur og spurði hvort rétt sé að bílstjóri á þeirra vegum sé í leyfi vegna rannsókar lögreglu á máli tengdu honum og barst eftirfarandi svar:

„Góðan daginn. Leigubílastöðin hefur vísað leigubílstjóra tímabundið frá störfum af stöðinni vegna máls sem er í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri.“

Mannlíf sendi einnig sambærilega spurningu á lögregluna á Akureyri en af einhverjum ástæðum vildi Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri ekki staðfesta þetta. „Nei, þetta get ég ekki staðfest,“ skrifaði Skarphéðinn.

Leigubílsstjórinn vildi ekki tjá sig við Mannlíf en sagðist vera með lögfræðing í málinu.

Hefðarfólk á hjólum styrkir krabbameinsrannsóknir: „Við erum ekki leðurklædd vélmenni“

The Distinguished Gentlemans Ride eða DGR (ísl: Hefðarfólk á Hjólum) fer fram í Reykjavík laugardaginn 25. maí í sjöunda sinn á Íslandi. DGR er alþjóðlegur viðburður þar sem mótorhjólafólk kemur saman, snyrtilega klætt, á klassískum mótorhjólum og mótorhjólum í klassískum stíl til að vekja athygli á heilsu karlmanna, þá sérstaklega geðheilsu og krabbameini í blöðruhálskirtli, og um leið safna áheitum sem renna til rannsókna á þessum málefnum á heimsvísu.

María Guðrún Sveinsdóttir er verslunarstjóri tískuvöruverslunarinar Companys í Kringlunni og hún er ein af fáum konum sem hefur tekið þá í Distinguished Gentlemans ride á hverju ári.

„Hver vill ekki styrkja rannsóknum á krabbameini hjá körlum og bættari geðheilsu“ segir María brosandi og heldur áfram:

„Þar veitir þeim ekki af smá stuðningi. En fyrir mig er þátttaka í DGR líka að beina athygli að mótorhjólamenningu og mótorhjólafólki í umferðinni. Í DGR fer maður úr hefðbundna öryggisgallanum og í snyrtileg fín föt, og fyrir utan hvað það er gaman að fórna sér fyrir málstaðinn og frjósa úr kulda einn lítinn hring um Reykjavík, þá finnst mér DGR líka sýna hvað fjölbreytileiki mótorhólafólks á Íslandi er mikill og að við erum ekki leðurklædd vélmenni“ segir hún og bætir við:

„Venjulega á mótorhólum er fólk dálítið andlitslaust með lokaðan hjálm. En við erum fólk sem notar mótorhjól sem farartæki og við erum viðkvæmari í umferðinni en fólk á öðrum farartækjum; við erum ekki með veltigrind – loftpúða og öryggisbelti, og það þarf lítið til að illa fari.“

María bætir því við að hún sé „búin að vera á mótorhjóli í nokkur ár og ég upplifi töluvert meiri dónaskap og að minni virðing sé borinn fyrir mér í umferðinni á mótorhjóli en þegar ég er á bíl. Á mótorhjóli tekst maður á við veður og vind ásamt því að vera í umferðinni. Þannig er ég meira meðvituð og skynja um leið og bílstjóri nálægt mér er ekki með fulla athygli á akstrinum. Bílstjórar þurfa kannski ekki að vera eins vakandi en þá er líka skrítið af hverju það er meira flautað á mig, keyrt í veg fyrir mig og jafnvel ekki skipt um akrein til að taka fram úr. Það má alveg biðla til bílstjóra að sýna okkur mótorhjólafólki meiri nærgætni.“

Að lokum nefnir María að hún vilji fá fleiri konur með í hópinn:

„Mig langar að biðla til mótorhjólakvenna að koma og vera með okkur á næsta DGR sem verður á morgun; þá endum við í Hjartagarðinum um klukkan tvö, og þeir sem vilja geta komið og skoðað flott mótorhjól og prúðbúið mótorhjólafólk.“

Hægt er að skoða myndbönd á Tiktok eða Youtube frá DGR í öðrum löndum og sjá stemninguna og stílinn á liðinu.

Hér er hægt að finna allar upplýsingar á facebook

https://www.facebook.com/hefdarfolkahjolum

Hafdís og Kleini ekki hætt saman: „Styttist í brúðkaup hjá þessum lúðum“

Hafdís og Kleini á góðri stund. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, vaxtaræktarkona og áhrifavaldur, fanns sig knúna til að tilkynna að hún og unnusti hennar, Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, séu hætt saman. Þvert á móti undibúa þau brúðkaup sitt.

Á dögunum sagði Mannlíf frá því að Hafdís Björg hafi auglýst eftir upplýsingum á Facebook um húðflúrara sem gæti tekið að sér svokallað „cover up“ húðflúr en þá er gömlu húðflúri breytt í annað húðflúr. Einhverjir á samfélagsmiðlunum veltu fyrir sér hvaða húðflúr hún vildi láta breyta en Hafdís er afar vel skreytt af húðflúrum. Hennar frægasta er þó líklegast nafn Kleina sem hún lét húðflúra nærri nára sínum, en Kleini lét sömuleiðis húðflúra nafn hennar við sinn nára.

Hafdís birti í gær skjáskot í story á Instagram-reikningi sínum þar sem sjá má fyrirspurn blaðakonu Vísis, sem spyr Hafdísi hvort hún og Kleini séu hætt saman.

Þá sagði Hafdís frá því að hafa verið skömmuð fyrir að birta fyrirspurn um „cover up“ húðflúrara undir nafni og sagðist hún ekki gera það aftur, og birti svo skjáskot af frétt Mannlífs.

Tók hún svo að lokum af allan vafa og sagði hreint út að þau Kleini væru ekki að hætta saman, heldur styttis í brúðkaup. Og þá vitum við það.

Safna fyrir varanlegu skjóli fyrir konurnar í Nígeríu: „Án peninga, skilríkja eða bjargráða“

Drífa Snædal talskona Stígamóta
Drífa Snædal og Solaris safna nú fyrir varanlegu skjóli fyrir nígerísku konurnar þrjár sem hent var úr landi á dögunum en þær segjast fórnarlömb mansals.

Talskona Stígamóta, Drífa Snædal skrifaði færlu á Facebook þar sem hún segir frá formlegri söfnun sem farin sé í gang en ætlunin sé að hjálpa konunum þremur frá Nígeríu, sem á dögunum var vísað frá landi, eftir nokkurra ára dvöl en þær eru taldar fórnarlömb mansals. Ein þeirra, Blessing Newton er með sex æxli í legi og í sárri þörf eftir bráðaþjónustu vegna þess.

Samkvæmt Drífu enduðu konurnar á götunni í Nígeríu í síðustu viku, peninga og skilríkjalausar. Hér má lesa færsluna:

„Elsku þið öll. Nú stöndum við nokkur í ströngu að aðstoða þrjá þolendur mansals sem enduðu á götunni í Nígeríu í síðustu viku, án peninga, skilríkja eða bjargráða. Við erum að kaupa mat og hótel fyrir þær og erum að leita að athvarfi til lengri tíma og erum vongóð að það hafist á næstu dögum. Kostnaðurinn er fljótur að vinda upp á sig og því hefjum við óformlega söfnun innan okkar tengslanets núna en formleg söfnun fer af staðar á næstu dögum. Solaris ætlar að halda utanum þetta fyrir okkur og margt smátt gerir eitt stórt. Öll framlög vel þegin og nýtast fólki í mikilli neyð. Megið gjarnan deila.

Banki: 0515-14-007471
Kennitala: 600217-0380

Kristján Hreinsson gefur út tvær rafbækur í dag: „Fimmtíu ára ferli ber að fagna!“

Kristján Hreinsson.

Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson fagnar hálfrar aldar ferli sínum á ritvellinum, með útgáfu tveggja rafbóka.

Önnur bókin sem Kristján gefur út í dag er vísnakverið HALLA HRUND – MINN FORSETI en hin er skáldsagan FJALLKONAN.

í fréttatilkynningu frá skáldinu kemur fram að Kristján hafi um ævina gefið út um það bil nítíu bækur af ýmsum toga. Á hann nærri 1000 útgefna söngtexta og margs konar tækifæriskveðskap í bókum, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Í ár er liðin hálf öld frá útkomu hans fyrstu bókar. Fimmtíu ára ferli ber að fagna!“ segir þar einnig.

Á vefsíðunni timarit.com má sjá lýsingar á bókunum. Fjallkonunni er lýst á eftirfarandi hátt:

Fjallkonan er skáldsaga sem sækir efni beint og óbeint í atburði sem áttu sér stað og stund í raun og veru. Hildur Sara Sigþórsdóttir, ung leikkona og kennari, vaknar í tjaldi á Eyjafjallajökli að morgni.

Þegar gos er að hefjast. Hún er ein og yfirgefin, ferðafélagar hennar eru horfnir. Hún getur í fyrstu ekki áttað sig á því hvað er að
gerast. Smátt og smátt nær hún áttum og sér að hún muni þurfa að leita allra leiða til að lifa af. Hún leggur af stað út í óvissuna…

Vísnabókinni um Höllu Hrund er lýst á eftirfarandi hátt:

Kristján Hreinsson skáld, hefur ort fjölda vísna (yfir 40 vísur) um Höllu Hrund, forsetaframbjóðanda. Bæði hvatningar og lofkvæði.
Hann hefur birt vísurnar á Facebook síðunni sinni en þar sem nú hillir undir stóra daginn, ákvað hann að safna öllum vísunum í eitt rit til að auðvelda fólki aðgengi að þeim.

Það ber að vekja athygli á því að útgáfan er með öllu ótengd skipulagðri kosningabaráttu Höllu Hrundar. Vísnaheftið er FRÍTT

Hér má nálgast bækurnar.

Þór Sigurðsson er fallinn frá

Þór Sigurðsson, offsetljósmyndari, söngvari, hestamaður og fyrrverandi starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri er látinn, tæplega 75 ára að aldri.

Þór fæddist þann 9. júní árið 1949 á Akureyri og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðinn þriðjudag, 21. maí, eftir nokkurra ára krabbameinsbaráttu. Akureyri.net sagði frá andlátinu.

Foreldar hans voru Siguurður O. Björnsson prensmiðjustjóri á Akureyri og Kristín Bjarnadóttir húsmóðir. Eiginkona Þórs var Herdís Stefánsdóttir frá Sauðárkróki en hún lést árið 1999.

Börn Þórs og Herdísar eru, 1) Stefán Þórsson fæddur 16. október 1974, synir hans eru Daníel Semjonov Stefánsson fæddur 2006 og Gabriel Þór Stefánsson fæddur 2011. Þeir eru allir búsettir Árósum í Danmörku. 2) Sigurður Þórsson fæddur 27. nóvember 1978, búsettur á Akureyri. 3) Þórdís Þórsdóttir fædd 14. september 1989, búsett á Akureyri.

Þá eru systkin Þórs þau Geir S. Björnsson fæddur 1924, dáinn 1993, Bjarni Sigurðsson fæddur 1934, dáinn 1996, Sólveig Sigurðardóttir fædd 1936, dáin 1991, Ingibjörg Sigurðardóttir fædd 1940, Ragnar Sigurðsson fæddur 1942 og Oddur Sigurðsson fæddur 1945.

Fram kemur í andlátsfrétt Akureyri.net að Þór hafi verið menntaður offsetljósmyndari og filmugerðarmaður og starfaði á sínum tíma í fyrirtæki föður síns, Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Seinna meir starfaði Þór lengi á Minjasafninu á Akureyri. Þá var hann þekktur hestamaður, einn stofnenda og fyrsti formaður hestamannafélagsins Fjölnis á Akureyri. Síðar sameinaðir það félag hestamannafélagsins Létti. Þór varð varaformaður Léttis við sameininguna. Þótti Þór aukreitis mjög góður söngvari en hann var þekktur fyrir mikla og djúpa bassarödd. Söng hann með flestum kórum Akureyrar í gegnum tíðina, oftar en ekki einsöng.

 

Ástþór fær stuðning úr óvæntri átt: „Svei mér ef ég var ekki sammála honum“

Ástþór Magnússon hefur gert margar atlögur að forsetaembættinu. Mynd: Facebook.

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi og friðarsinni, hefur átt erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni. Sárafáir hafa lýst yfir stuðningi við hann og mælingar sína að hann er aðeins með fylgi sem telur rúmlega 1 prósent. Ástþóri barst stuðningur úr óvæntri átt í gær þegar Eiríkur Rögnvaldsson prófessor tók af skarið.

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor.

„Ég heyrði viðtal við Ástþór í Speglinum. Svei mér ef ég var ekki sammála honum í einu og öllu. Kannski er hans tími kominn,“ skrifar Eiríkur á Facebook. Margir skrifa athugasemdir undir yfirlýsinguna og sýnist sitt hverjum.

Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum tekur undir með Eiríki.

„Ástþór hefur mikið til síns máls. Það gengur ekki að lauma þjóðinni inn í stríðsrekstur austur í Rússlandi. Það er algjörlega óafsakanlegt að Ísland brjóti stjórnarskrána með þessum óbeinu árásum á Rússa,“ skrifar hann.

Útivistargarpurinn Þorvaldur V. Þórsson er á allt öðru máli og telur að Ástþór sé „ekki með öllum mjalla“.

Kristín Jónsdóttir, yfirlýstur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar, tekur undir með Eiríki en með herkjum þó.

„Ég er enn að jafna mig á því hvað ég var sammála honum í kappræðum á dögunum. En reyndar bara í einu máli,“ skrifar hún í athugasemd.

Þess er skemmst að minnast að Egill Helgason opnaði sig um aðdáun á Ástþóri í þættinum Vikan með Gísla Marteini.

Vill ekki framboð án Höllu og Ástþórs út öldina: „Gott væri að Richard Branson héldi í hönd beggja“

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er glæsileg kona.

Glúmur Baldvinsson vill hjá þau Höllu Tómasdóttur og Ástþór Magnússon í öllum forsetakosningum á þessari öld.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn og háðfuglinn Glúmur Baldvinsson skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann viðrar þann draum sinn um að Halla Tómasdóttir og Ástþór Magnússon bjóði sig fram í öllum forsetakosningum sem eftir eru á þessari öld. Segist hann einnig vona að hinn umdeildi milljarðamæringur og vinur Höllu, Richard Branson haldi í hönd beggja í þeim kosningabaráttum.

„Ég vonast til að sjá Höllu Tómasdóttur í framboði til forseta í öllum forsetakosningum sem eftir eru á þessari öld. Og helst næstu öld líka. Ásamt vitaskuld Ástþóri. Gott væri að Richard Branson héldi í hönd beggja. Vona að ég hafi atkvæðisrétt þá.“

Ljósin kvikna sem betur fer hjá Sölku Sól í bríaríi

Salka Sól Mynd / Mummi Lú

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Kig & Husk – Fer sem fer (Solitaire)
Salka Sól – Sólin og ég
Dr. Gunni og Salóme Katrín – Í bríaríi
Frumburður – Ljósin kvikna
Drápa – Empty





Bílaníðingur barði ökumann í höfuðið með bjórglasi – Þjófurinn sofnaði hálfur út úr bifreiðinni

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Hann var seinheppinn þjófurinn sem ætlaði að halda heim í bæli með góss sitt. Hann komst að bifreið sinni í bílakjallara en þar þraut hann örendi og hann lognaðist út af, hálfur inni og hálfur úti. Lögreglan kom þannig að honum. Þýfi var utan bifreiðarinnar. Í ljós kom að maðurinn var á valdi vímuefna.Lögreglan vakti hann og krafist skýringa en fátt var um svör. Hann handtekinn vegna málsins og læstur inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Alls voru átta manns læstiri nni í fangaklefa í nótt af margvíslegum ástæðum. Með nýjum degi munu þeir svara til saka og horfast í augu við atburði næturinnar.

Tilkynnt var um ölvaðan aðila að ónáða gesti verslunar í Skeifunni. Starfsmaður skarst í leikinn og reyndi að vísa manninum á dyr. Fór það ekki betur en að maðurinn veittist að starfsmanninum með ofbeldi í tvígang. Lögregla kom svo skömmu seinna á vettvang og handtók manninn. Ekki vitað um ástand starfsmannsins, samkvæmt dagbók lögreglunnar Þjófur var staðinn að verki í matvöruverslun. Málið var afgreitt á staðnum.

Þrír voru stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áhrifum ágengis eða fíkniefna. Blóð var dregið úr þeim.

Ofbeldisseguur var handtekinn í miðbænum eftir að hafa sparkað í bifreið og þegar ökumaðurinn fór út úr bifreiðinni. Bílaníðingurinn réðst síðan á ökumanninn og og sló hann í höfuðið með bjórglasi.

Slagsmál brutust út fyrir utan skyndibitastað í miðbænum í nótt.

Kveikt var í kamri utan við vinnuskúr í Kópavoginum. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang.

Tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni. Þjófurinn var nýfarinn þegar lögregla kom á vettvang. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Málið í rannsókn.

Óli Björn múlbundinn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra, hefur unnið stórsigur í hvalveiðibannsmálinu. Svandís bannaði hvalveiðar á síðasta ári og uppskar hávær mótmæli samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Þingmennirnir Óli Björn Kárason og Teitur Björn Einarsson höfðu uppi stór orð um valdníðslu ráðherrans.

Þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp þann úrskurð að ráðherrann hefði farið á svig við lög með banninu var boðað vantraust á Svandísi. Það var afturkallað þegar hún veiktist og Katrín Jakobsdóttir tók við um stundarsakir. Hún fór svo í forsetaframboð og Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen tók við ráðherraembættinu og hvalamálinu. Himinhá skaðabótakrafa vofir yfir ríkinu.

Það undarlega er að eftir uppnámið og úrskurðinn hefur ekkert gerst og Hvalur hf. hefur ekki fengið leyfi til veiðanna sem áttu að öllu óbreyttu hefjast eftir viku. Bjarkey dregur lappirnar. Þá hefur vakið athygli að orðhákarnir Óli Björn og Teitur Björn eru sem múlbundnir og láta gott heita. Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram í skugga stórsigurs VG eins og ekkert hafi í skorist. Lömbin eru þögnuð …

Guðbjörn ósáttur með mismunun Fiskistofu: „Það er auðvitað tómt bull“

Skip fyrir Vestan Ljósmynd: verkvest.is - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Árið 2000 voru sjómenn á smærri skipum sviptir veiðileyfi fyrir að hafa veitt meira en kvóti leyfði en þeir töldu Fiskistofu gera upp á milli manna.

„Fiskistofa er í herferð og sviptir útgerðarmenn veiðiheimildum fyrir tittlingaskít. Það versta er þó að útgerðarmönnum er mismunað með þeim hætti að stórútgerðir fá gjarnan að veiða þó skip þeirra séu komin yfir kvóta en smærri útgerðarmenn eru hundeltir,“ sagði Guðbjöm Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra fiskiskipaeigenda, við DV um málið á sínum tíma en alls höfðu 33 skip verið svipt veiðileyfi og meirihluti þeirra kvótalítil skip.

Samtökin kröfðust þessa að Umboðsmaður Alþingis blandaði sér í málið en samtök töldu að þáverandi fiskveiðilög brytu gegn stjórnarskrá auk þess að Fiskistofa mismuni þeim sem minni eru.

„Við erum með það til alvarlegrar skoðunar að kæra Fiskistofu. Ég get staðið við að hún hefur leyft skipi að róa þrátt fyrir hundraða tonna umframafla á sama tíma og aðrir eru sviptir veiðileyfi fyrir að fara nokkum kíló fram úr kvótanum. Þegar ég hringdi i Fiskistofumenn vegna þessa báru þeir við tímaskorti. Það er auðvitað tómt bull og þeir vilja einfaldlega ekki svipta góðkunningja sína veiðileyfi,“ sagði Guðbjörn að lokum.

Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við DV.

„Hjá okkur gildir að það eru sömu viðurlög við sömu brotum. Þar skiptir engu hvort sá brotlegi er stór eða smár.“

„Kramer“ opnar sig um krabbameinsbaráttu sína: „Er einhver leið til að framlengja lífið svolítið?“

Cosmo Kramer

Seinfeld stjarnan Michael Richards opnaði sig nýverið um krabbameinsbaráttu sem hann háði í leyni árið 2018.

Hinn 74 ára grínisti, sem lang þekktastur er fyrir að leika hinn óborganlega Cosmo Kramer í Seinfeld þáttunum, minnist augnabliksins þegar hann fréttir að hann hefði mælst með hækkað PSA-gildi í blöðruhálsinum, í venjubundnu eftirliti. Greiningin hafi verið áfall.

„Ég hugsaði, jæja, þetta er minn tími. Ég er tilbúinn að fara,“ minnist hann í viðtali við People. En svo hafi hann breytt viðhorfi sínu þegar hann hugsaði til ungs sonar sín, sem hann á með Beth Skipp.

Hann segist hafa spurt lækninn: „Ég á einn níu ára, og ég væri til í að vera til staðar fyrir hann. Er einhver leið til að framlengja lífið svolítið?“

Í ljósi þess hversu alvarlegt ástand hans er, mælti læknir Richards með tafarlausum og aggressívum aðgerðum. Sýnt hafði verið fram á niðurstöður úr vefjasýni, sem varð til þess að ákveðið var að fjarlægja allan blöðruhálskirtilinn. „Það varð að koma í veg fyrir það fljótt,“ útskýrir Richards. „Ég þurfti að fara í aðgerð. Ef ég hefði ekki gert það hefði ég líklega verið dáinn eftir um átta mánuði.“

Við að horfast í augu við dauðleikann fékk Richards innblástur til að kafa djúpt í fortíð sína. Hann skrifaði minningargrein, Inngangar og útgönguleiðir, þar sem hann nýtti sér texta úr yfir 40 dagbókum sem hann hafði haldið um ævina.

Minningarbók Richards, sem á að koma út 4. júní, fjallar einnig um myrkan kafla á ferlinum: Hið alræmda kynþáttahaturs kast hans árið 2006 á uppistandsstaðnum Laugh Factory. Atvikið átti sér stað eftir að áhorfandi truflaði hann í miðju uppistandi. Richards ígrundar atburðinn og skrifar: „Hann lagðist lágt og ég lagðist enn neðar. Við enduðum báðir neðst í tunnunni.“

Í kjölfar hneykslismálsins buðu þau Jerry Seinfeld, Jason Alexander og Julia Louis-Dreyfus, meðleikarar Richards í Seinfeld, honum stuðning sinn. Þrátt fyrir stuðning þeirra skammaðsit Richards sín og hafði áhyggjur af áhrifum aðgerða hans á samstarfsmenn sína.

„Ég hafði áhyggjur af því að sóðaskapurinn minn myndi leka yfir á þau,“ viðurkennir hann.

Richards kom nýlega fram í fyrsta skiptið á rauða dreglinum í átta ár er hann mætti á frumsýningu á kvikmynd Jerry Seinfeld, Unfrosted í Los Angeles. Hinn 74 ára gamli leikari faðmaði hinn 70 ára Seinfeld innilega áður en hann stillti sér upp fyrir ljósmyndir og veitti aðdáendahópnum athygli sína.

Richards og Seinfeld

 

Ástþór líkt við sjálfan Krist í nýju lagi: „Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“

Ástþór (Kristur) Magnússon

Fyrsti íslenski sumarsmellur ársins er kominn fram á sjónarsviðið og er óhætt að segja að hann komi úr afar óvæntri átt. Frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda.

Lag sem Ástþór Magnússon birti fyrir tveimur dögum á Facebook og á kosningasíðu sinni, hefur heldur betur slegið í gegn og gengur nú manna í millum á samfélagsmiðlunum. Þykir það grípandi, vera með fallegan boðskap og svo er mikið lagt í myndbandið.

Textinn er saminn af ónafngreindum stuðningsmönnum Ástþórs en lagið barst honum í tölvupósti. Nafnið á laginu er að því er virðist: Forseti Íslands, boðberi friðar í anda Krists. Lagið virðist vera samið og sungið af gervigreindarforriti, á borð við þau sem Mannlíf hefur áður fjallað um en þó er ekki loku fyrir því skotið að erlendur englakór hafi tekið sig saman og sungið lagið inn á segulband.

Lagið flokkast undir kristilega tónlist en í upphafi myndbandsins sem fylgir laginu og Ástþór birtir á kosningasíðu sinni, og mikið er lagt í, er klippa frá kosningamyndbandi hans frá árinu 1996. „Við vitum að Jesús Kristur er kærleikurinn. Þann sannleika bíður okkar að flytja heimsbyggðinni,“ segir Ástþór og svo hefst lagið.

Við fyrstu hlustun virðist textinn nokkuð einfaldur en ef grafið er niður fyrir yfirborðið kemur í ljós að hann er talsvert dýpri. Í laginu er nafn hans tekið í sundur, „hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“ en Ástþór hefur í kosningabaráttu sinni talað fyrir ást á friði og mannkyninu, Þór er þrumuguð en Ástþór vill þruma ást yfir heimsbyggðina. Svo er hann sannarlega sonur Magnúsar en Magnús þýðir Hinn mikli, en Ástþór er þekktur fyrir mikinn persónuleika. Tvisvar sinnum í textanum er Ástþór gefið millinafnið Kristur, þannig að ekki er honum aðeins líkt við hinn norræna þrumuguð Þór, heldur einnig Jesús Krist. Minna má það ekki vera.

Hér má lesa textann:

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór. Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag – Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór.  Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag- Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Mannlíf hafði samband við Ástþór og spurði hann hvað honum fyndist um lagið. „Flott lag,“ svaraði hann að bragði. Aðspurður út í samlíkinguna við Jesús Krist svaraði hann í lengra máli: „Ég hef sagt að forsetinn er verndari kristninnar á Íslandi og ég mun setja kross á Bessastaðakirkju og friðarboðskapurinn byggir á kærleika og umburðarlyndi sem Kristur kenndi okkur og sem var fyrirmynd friðar sem við fengum í vöggugjöf á Alþingi árið 1000 þegar borgarastyrjöld var afstýrt með einstaka umburðarlyndi og kærleika. Þetta er jólaguðspjall okkar íslendinga sem forsetinn þarf að kynna heimsbyggðina til að vinna frið brautargengi.“

Hér má svo sjá og heyra herlegheitin en lesendur eru varaðir við, þetta mun límast við heilann.

Sonamissir Tómasar Ingvasonar: Enginn hlustaði á neyðarkall fangans EINKAVIÐTAL

Þann 5. maí síðastliðinn fékk Tómas Ingvason matreiðslumaðurþá harmafregn að sonur hans, Ingvi Hrafn, hefði tekið líf sitt á Litla-Hrauni. Tveimur dögum áður hafði hann beðið um aðstoð vegna andlegra erfiðleika. Enginn tók marka á neyðarkalli hans. Honum var sagt að bíða.

Sléttum sex árum áður lést annar sonur hans sviplega á Spáni, aðeins þrítugur að aldri.

Syrgjandi faðir berst nú fyrir því að aðdragandinn að andláti Ingva verði rannsakaður og fólk kallað til ábyrgðar. Tómas segir sögu sína og sona sinna í einkaviðtali í Mannlífinu. Jarðarför Ingva Hrafns heitins fór fram í gær.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Hæðast að bílastæðagjaldi við Egilsstaðaflugvöll:„Sýna andrúmsloftið á Austurlandi gagnvart Isavia“

Austfirðingar sem eru á móti fyrirhugaðu bílastæðagjaldi Isavia við Egilsstaðaflugvöll gera grín að hugmyndinni í nýrri Facebook-færslu.

„Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun.
Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðleyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum EGS.“ Þetta skrifar Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi við ljósmynd sem þekktur gárungi á Héraði gerði, í Facebook-hóp þar sem sem mótmælendur bílastæðagjalds Isavia við Egilsstaðaflugvöll eru saman komnir.

Hér má sjá ljósmyndina:

Ungir Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð birtu einnig mynd þar sem gert er gys að fyrirhuguð bílastæðagjaldi:

Þröstur segir í samtali við Mannlíf að myndirnar tvær sýni vel hvað Austfirðingum finnst um Isavia: „Þessar tvær sýna svona andrúmsloftið á Austurlandi gagnvart Isavia.“

Barátta Tómasar Ingvasonar – Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns

Tómas Ingvason

„Mér er neitað um að sjá sjálfsvígsbréf sonar míns í heild sinni,“ segir Tómas Ingvason, faðir Ingva Hrafns Tómassonar sem lést 31 árs í fangelsinu á Litla-Hrauni tveimur dögum eftir að hann bað árangurslaust um hjálp vegna andlegra erfiðleika í kjölfar þess að hann var kærður og frelsissviptur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. Tómas hefur óskað eftir því að sjá kveðjubréf sonar síns í heild sinni en fær engin svör önnur en þau að vegna rannsóknarhagsmuna verði lögreglan að halda bréfinu.

„Löggan svarar engu,“ segir Tómas í samtali við Mannlíf.

Sonur Tómasar lést sama dag og bróðir hans lést sviplega fyrir sex árum. Jarðarför Ingva Hrafns fór fram í gær.

Í kvöld kl. 20 birtist einkaviðtal við Tómas á hlaðvarpi Mannlífs þar sem hann rekur sorgarsöguna að baki andláti tveggja sona sinna og lýsir baráttu sinni fyrir réttlæti og úrbótum.

Baldur og Felix heimsóttu varðskip Landhelgisgæslunnar: „Verkefnin aukast og ábyrgðin með“

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson með Friðriki Höskuldssyni, fyrsta stýrimanni á Freyju

Baldur og Felix heimsóttu varðskipið Freyju og Friðrik Höskuldsson, fyrsti stýrimaður, sýndi þeim skipið og fræddi um störf Landhelgisgæslunnar.

Baldur Þórhallsson og Friðrik Höskuldsson, fyrsti stýrimaður
„Þetta var mjög merkileg heimsókn og hjálpaði mér mikið að skilja áskoranir okkar í öryggismálum. Landhelgisgæslan er þar í broddi fylkingar í svo fjölbreyttum málum. Þar skiptir gæslan miklu í baráttunni okkar við náttúruöflin sem leika stundum heilu byggðalögin illa, við öryggi sjómanna í kringum landið en einnig í að hafa eftirlit með hafsvæðunum okkar. Verkefnin aukast og ábyrgðin með. Við þurfum að tryggja að Landhelgisgæslan geti verið ávallt viðbúin þegar á þarf að halda,“ sagði Baldur um heimsóknina.

Maðurinn á bakvið Super Size Me látinn, 53 ára: „Þetta var sorglegur dagur“

Morgan Spurlock

Leikstjórinn Morgan Spurlock er látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var aðeins 53 ára.

Morgan Spurlock sló í gegn fyrir tveimur áratugum með heimildarmyndina Super Size Me, þar sem hann skoðaði áhrif þess fyrir heilsu sína, að borða mat frá McDonald´s skyndibitakeðjunni í heilan mánuð.

Fjölskylda leikstjórans staðfesti að hann hefði látist í New York í gær, eftir veikindi.

„Þetta var sorglegur dagur, þegar við kvöddum Morgan bróður minn,“ sagði bróðir hans og  samstarfsmaður Craig Spurlock í yfirlýsingu sem NBC News fékk senda í dag. „Morgan gaf svo mikið með list sinni, hugmyndum og örlæti. Heimurinn hefur misst sannan skapandi snilling og sérstakan mann,“ hélt hann áfram. „Ég er svo stoltur af því að hafa unnið með honum.“

Morgan vakti gríðarlega athygli eftir að Super Size Me kom út í maí 2004, þar sem hann sagði frá heilsuferð sinni þegar hann borðaði McDonald’s mat í mánuð. Verkefnið, sem varpar ljósi á áhyggjur af skyndibitaiðnaðinum, hlaut óskarstilnefningu fyrir bestu heimildarmyndina og var síðar fylgt eftir með Super Size Me 2: Holy Chicken! árið 2017.

Morgan lætur eftir sig börnin Laken, 17 ára, sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alex Jamieson og Kallen, 8 ára, sem hann á með maka sínum Söru Bernstein.

Þó að Morgan hafi að mestu haldið sig frá kastljósinu árin fyrir andlát hans, var síðasta Instagram færsla hans tileinkuð elsta syni hans.

„Til hamingju með afmælið Laken!“ skrifaði hann í desember 2022. „Ég elska þá skapandi, hvetjandi og ástríðufullu manneskju sem þú ert orðinn (svo ekki sé minnst á að vera svona epískur stóri bróðir). Við erum svo heppin að hafa þig í lífi okkar – fáðu nú ökuleyfið þitt svo þú getir keyrt mig um!“

Afturhvarf Morgan úr hinu opinbera lífi kom í kjölfarið af því að hann skrifaði opið bréf í desember 2017 þar sem hann viðurkenndi kynferðisbrot.

„Þegar ég sit og horfi á hetju eftir hetju, mann eftir mann falla vegna fortíðarbrota þeirra, sit ég ekki hjá og velti fyrir mér „hver verður næstur?“ Ég velti því fyrir mér, „hvenær munu þeir sækja mig?“,“ skrifaði hann á sínum tíma og vísaði til fyrirsagna um vafasama hegðun í Hollywood. „Sjáðu til, ég skil, eftir mánuði af þessum opinberunum, að ég er ekki einhver saklaus áhorfandi, ég er líka hluti af vandamálinu.“

Í kjölfar játningarinnar ákvað hann að yfirgefa framleiðslufyrirtæki sitt, Warrior Poets.

Eins og samstarfsaðilar fyrirtækisins Jeremy Chilnick og Matthew Galkin sögðu E! News á þeim tíma: „Fyrir hönd Warrior Poets höfum við sem samstarfsaðilar alltaf stutt fyrirtækið okkar og viðleitni þess. Frá og með deginum í dag mun Morgan Spurlock láta af störfum þegar í stað. Við munum halda áfram að leiða fyrirtækið sem jafnir samstarfsaðilar og framleiða, dreifa og skapa frá sjálfstæða framleiðslufyrirtækinu okkar.“

E! News sagði frá andlátinu.

 

Alþjóðadómsstóllinn í Haag – Ísrael skipað að hætta árásum á Rafah

Eyðileggingin á Gaza er gríðarleg.

Ísrael verður að hætta öllum hernaðaraðgerðum sínum í borginni Rafah, vegna þess að þær hafa í för með sér of mikla hættu fyrir palenstínsku þjóðina. Þetta er niðurstaða Alþjóðadómsstólsins í Haag.

Dómstóllinn kvað upp niðurstöðu sína eftir hádegi í dag en um er að ræða bráðabirgðaúrskurð í máli Suður-Afríku gegn Ísraelsríki.

Ísrael er einnig skipað í úrskurðinum, að opna landamærin sem liggja frá Rafah að Egyptalandi, svo tryggja megi mannúðaraðstoð til borgarinnar. Þá var Ísrael gert að koma fyrir dómstólinn eftir mánuð og gefa skýrlu um það hvernig eða hvort ríkið hafi framfylgt úrskurðinum.

Ísrael getur ekki áfrýjað úrskurði dómsstólsins þar sem ríkið er ekki með aðild að honum. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu lagalega bindandi, hefur hann ekki heimild til að framfylgja þeim með valdi. Það er þó hægt að gera með því að bera úrskurðina fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en ólíkt ályktunum Allsherjaþingsins, eru ályktanir Öryggisráðsins bindandi. Þýðir það að öll aðilarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið samþykki sitt um að vera bundin af ákvörðunum ráðsins og vera tilbúin að framkvæma þær ákvarðanir.

Líkurnar á því að ályktun falli gegn Ísrael í Öryggisráðinu eru þó hverfandi í ljósi þess að Bandaríkin hafa hvað eftir annað beitt neitunarvaldi sínu í ráðinu, til að verja Ísrael.

Frá því á síðasta ári hefur Suður-Afríka sótt mál gegn Ísrael fyrir Alþjóðadómsstólinn en þar er Ísrael sakað um að fremja þjóðarmorð á Palestínumönnum í árásarstríði sínu gegn Hamas-liðum. Ísrael hefur krafist þess að málið gegn þeim verði fellt niður og segjast vera í fullum rétti til að verja sig gegn Hamas.

RÚV sagði frá málinu.

Leigubílstjóri á Akureyri sendur í leyfi vegna rannsóknar lögreglu

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Leigubílsstjóri á Akureyri er í tímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar lögreglunnar á meintum brotum hans í starfi.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur leigubílsstjórinn verið kærður til lögreglu fyrir meint óljóst brot gegn farþega. Mannlíf sendi spurningu á leigubílastöðina þar sem maðurinn vinnur og spurði hvort rétt sé að bílstjóri á þeirra vegum sé í leyfi vegna rannsókar lögreglu á máli tengdu honum og barst eftirfarandi svar:

„Góðan daginn. Leigubílastöðin hefur vísað leigubílstjóra tímabundið frá störfum af stöðinni vegna máls sem er í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri.“

Mannlíf sendi einnig sambærilega spurningu á lögregluna á Akureyri en af einhverjum ástæðum vildi Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri ekki staðfesta þetta. „Nei, þetta get ég ekki staðfest,“ skrifaði Skarphéðinn.

Leigubílsstjórinn vildi ekki tjá sig við Mannlíf en sagðist vera með lögfræðing í málinu.

Hefðarfólk á hjólum styrkir krabbameinsrannsóknir: „Við erum ekki leðurklædd vélmenni“

The Distinguished Gentlemans Ride eða DGR (ísl: Hefðarfólk á Hjólum) fer fram í Reykjavík laugardaginn 25. maí í sjöunda sinn á Íslandi. DGR er alþjóðlegur viðburður þar sem mótorhjólafólk kemur saman, snyrtilega klætt, á klassískum mótorhjólum og mótorhjólum í klassískum stíl til að vekja athygli á heilsu karlmanna, þá sérstaklega geðheilsu og krabbameini í blöðruhálskirtli, og um leið safna áheitum sem renna til rannsókna á þessum málefnum á heimsvísu.

María Guðrún Sveinsdóttir er verslunarstjóri tískuvöruverslunarinar Companys í Kringlunni og hún er ein af fáum konum sem hefur tekið þá í Distinguished Gentlemans ride á hverju ári.

„Hver vill ekki styrkja rannsóknum á krabbameini hjá körlum og bættari geðheilsu“ segir María brosandi og heldur áfram:

„Þar veitir þeim ekki af smá stuðningi. En fyrir mig er þátttaka í DGR líka að beina athygli að mótorhjólamenningu og mótorhjólafólki í umferðinni. Í DGR fer maður úr hefðbundna öryggisgallanum og í snyrtileg fín föt, og fyrir utan hvað það er gaman að fórna sér fyrir málstaðinn og frjósa úr kulda einn lítinn hring um Reykjavík, þá finnst mér DGR líka sýna hvað fjölbreytileiki mótorhólafólks á Íslandi er mikill og að við erum ekki leðurklædd vélmenni“ segir hún og bætir við:

„Venjulega á mótorhólum er fólk dálítið andlitslaust með lokaðan hjálm. En við erum fólk sem notar mótorhjól sem farartæki og við erum viðkvæmari í umferðinni en fólk á öðrum farartækjum; við erum ekki með veltigrind – loftpúða og öryggisbelti, og það þarf lítið til að illa fari.“

María bætir því við að hún sé „búin að vera á mótorhjóli í nokkur ár og ég upplifi töluvert meiri dónaskap og að minni virðing sé borinn fyrir mér í umferðinni á mótorhjóli en þegar ég er á bíl. Á mótorhjóli tekst maður á við veður og vind ásamt því að vera í umferðinni. Þannig er ég meira meðvituð og skynja um leið og bílstjóri nálægt mér er ekki með fulla athygli á akstrinum. Bílstjórar þurfa kannski ekki að vera eins vakandi en þá er líka skrítið af hverju það er meira flautað á mig, keyrt í veg fyrir mig og jafnvel ekki skipt um akrein til að taka fram úr. Það má alveg biðla til bílstjóra að sýna okkur mótorhjólafólki meiri nærgætni.“

Að lokum nefnir María að hún vilji fá fleiri konur með í hópinn:

„Mig langar að biðla til mótorhjólakvenna að koma og vera með okkur á næsta DGR sem verður á morgun; þá endum við í Hjartagarðinum um klukkan tvö, og þeir sem vilja geta komið og skoðað flott mótorhjól og prúðbúið mótorhjólafólk.“

Hægt er að skoða myndbönd á Tiktok eða Youtube frá DGR í öðrum löndum og sjá stemninguna og stílinn á liðinu.

Hér er hægt að finna allar upplýsingar á facebook

https://www.facebook.com/hefdarfolkahjolum

Hafdís og Kleini ekki hætt saman: „Styttist í brúðkaup hjá þessum lúðum“

Hafdís og Kleini á góðri stund. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, vaxtaræktarkona og áhrifavaldur, fanns sig knúna til að tilkynna að hún og unnusti hennar, Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, séu hætt saman. Þvert á móti undibúa þau brúðkaup sitt.

Á dögunum sagði Mannlíf frá því að Hafdís Björg hafi auglýst eftir upplýsingum á Facebook um húðflúrara sem gæti tekið að sér svokallað „cover up“ húðflúr en þá er gömlu húðflúri breytt í annað húðflúr. Einhverjir á samfélagsmiðlunum veltu fyrir sér hvaða húðflúr hún vildi láta breyta en Hafdís er afar vel skreytt af húðflúrum. Hennar frægasta er þó líklegast nafn Kleina sem hún lét húðflúra nærri nára sínum, en Kleini lét sömuleiðis húðflúra nafn hennar við sinn nára.

Hafdís birti í gær skjáskot í story á Instagram-reikningi sínum þar sem sjá má fyrirspurn blaðakonu Vísis, sem spyr Hafdísi hvort hún og Kleini séu hætt saman.

Þá sagði Hafdís frá því að hafa verið skömmuð fyrir að birta fyrirspurn um „cover up“ húðflúrara undir nafni og sagðist hún ekki gera það aftur, og birti svo skjáskot af frétt Mannlífs.

Tók hún svo að lokum af allan vafa og sagði hreint út að þau Kleini væru ekki að hætta saman, heldur styttis í brúðkaup. Og þá vitum við það.

Safna fyrir varanlegu skjóli fyrir konurnar í Nígeríu: „Án peninga, skilríkja eða bjargráða“

Drífa Snædal talskona Stígamóta
Drífa Snædal og Solaris safna nú fyrir varanlegu skjóli fyrir nígerísku konurnar þrjár sem hent var úr landi á dögunum en þær segjast fórnarlömb mansals.

Talskona Stígamóta, Drífa Snædal skrifaði færlu á Facebook þar sem hún segir frá formlegri söfnun sem farin sé í gang en ætlunin sé að hjálpa konunum þremur frá Nígeríu, sem á dögunum var vísað frá landi, eftir nokkurra ára dvöl en þær eru taldar fórnarlömb mansals. Ein þeirra, Blessing Newton er með sex æxli í legi og í sárri þörf eftir bráðaþjónustu vegna þess.

Samkvæmt Drífu enduðu konurnar á götunni í Nígeríu í síðustu viku, peninga og skilríkjalausar. Hér má lesa færsluna:

„Elsku þið öll. Nú stöndum við nokkur í ströngu að aðstoða þrjá þolendur mansals sem enduðu á götunni í Nígeríu í síðustu viku, án peninga, skilríkja eða bjargráða. Við erum að kaupa mat og hótel fyrir þær og erum að leita að athvarfi til lengri tíma og erum vongóð að það hafist á næstu dögum. Kostnaðurinn er fljótur að vinda upp á sig og því hefjum við óformlega söfnun innan okkar tengslanets núna en formleg söfnun fer af staðar á næstu dögum. Solaris ætlar að halda utanum þetta fyrir okkur og margt smátt gerir eitt stórt. Öll framlög vel þegin og nýtast fólki í mikilli neyð. Megið gjarnan deila.

Banki: 0515-14-007471
Kennitala: 600217-0380

Kristján Hreinsson gefur út tvær rafbækur í dag: „Fimmtíu ára ferli ber að fagna!“

Kristján Hreinsson.

Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson fagnar hálfrar aldar ferli sínum á ritvellinum, með útgáfu tveggja rafbóka.

Önnur bókin sem Kristján gefur út í dag er vísnakverið HALLA HRUND – MINN FORSETI en hin er skáldsagan FJALLKONAN.

í fréttatilkynningu frá skáldinu kemur fram að Kristján hafi um ævina gefið út um það bil nítíu bækur af ýmsum toga. Á hann nærri 1000 útgefna söngtexta og margs konar tækifæriskveðskap í bókum, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Í ár er liðin hálf öld frá útkomu hans fyrstu bókar. Fimmtíu ára ferli ber að fagna!“ segir þar einnig.

Á vefsíðunni timarit.com má sjá lýsingar á bókunum. Fjallkonunni er lýst á eftirfarandi hátt:

Fjallkonan er skáldsaga sem sækir efni beint og óbeint í atburði sem áttu sér stað og stund í raun og veru. Hildur Sara Sigþórsdóttir, ung leikkona og kennari, vaknar í tjaldi á Eyjafjallajökli að morgni.

Þegar gos er að hefjast. Hún er ein og yfirgefin, ferðafélagar hennar eru horfnir. Hún getur í fyrstu ekki áttað sig á því hvað er að
gerast. Smátt og smátt nær hún áttum og sér að hún muni þurfa að leita allra leiða til að lifa af. Hún leggur af stað út í óvissuna…

Vísnabókinni um Höllu Hrund er lýst á eftirfarandi hátt:

Kristján Hreinsson skáld, hefur ort fjölda vísna (yfir 40 vísur) um Höllu Hrund, forsetaframbjóðanda. Bæði hvatningar og lofkvæði.
Hann hefur birt vísurnar á Facebook síðunni sinni en þar sem nú hillir undir stóra daginn, ákvað hann að safna öllum vísunum í eitt rit til að auðvelda fólki aðgengi að þeim.

Það ber að vekja athygli á því að útgáfan er með öllu ótengd skipulagðri kosningabaráttu Höllu Hrundar. Vísnaheftið er FRÍTT

Hér má nálgast bækurnar.

Þór Sigurðsson er fallinn frá

Þór Sigurðsson, offsetljósmyndari, söngvari, hestamaður og fyrrverandi starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri er látinn, tæplega 75 ára að aldri.

Þór fæddist þann 9. júní árið 1949 á Akureyri og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðinn þriðjudag, 21. maí, eftir nokkurra ára krabbameinsbaráttu. Akureyri.net sagði frá andlátinu.

Foreldar hans voru Siguurður O. Björnsson prensmiðjustjóri á Akureyri og Kristín Bjarnadóttir húsmóðir. Eiginkona Þórs var Herdís Stefánsdóttir frá Sauðárkróki en hún lést árið 1999.

Börn Þórs og Herdísar eru, 1) Stefán Þórsson fæddur 16. október 1974, synir hans eru Daníel Semjonov Stefánsson fæddur 2006 og Gabriel Þór Stefánsson fæddur 2011. Þeir eru allir búsettir Árósum í Danmörku. 2) Sigurður Þórsson fæddur 27. nóvember 1978, búsettur á Akureyri. 3) Þórdís Þórsdóttir fædd 14. september 1989, búsett á Akureyri.

Þá eru systkin Þórs þau Geir S. Björnsson fæddur 1924, dáinn 1993, Bjarni Sigurðsson fæddur 1934, dáinn 1996, Sólveig Sigurðardóttir fædd 1936, dáin 1991, Ingibjörg Sigurðardóttir fædd 1940, Ragnar Sigurðsson fæddur 1942 og Oddur Sigurðsson fæddur 1945.

Fram kemur í andlátsfrétt Akureyri.net að Þór hafi verið menntaður offsetljósmyndari og filmugerðarmaður og starfaði á sínum tíma í fyrirtæki föður síns, Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Seinna meir starfaði Þór lengi á Minjasafninu á Akureyri. Þá var hann þekktur hestamaður, einn stofnenda og fyrsti formaður hestamannafélagsins Fjölnis á Akureyri. Síðar sameinaðir það félag hestamannafélagsins Létti. Þór varð varaformaður Léttis við sameininguna. Þótti Þór aukreitis mjög góður söngvari en hann var þekktur fyrir mikla og djúpa bassarödd. Söng hann með flestum kórum Akureyrar í gegnum tíðina, oftar en ekki einsöng.

 

Ástþór fær stuðning úr óvæntri átt: „Svei mér ef ég var ekki sammála honum“

Ástþór Magnússon hefur gert margar atlögur að forsetaembættinu. Mynd: Facebook.

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi og friðarsinni, hefur átt erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni. Sárafáir hafa lýst yfir stuðningi við hann og mælingar sína að hann er aðeins með fylgi sem telur rúmlega 1 prósent. Ástþóri barst stuðningur úr óvæntri átt í gær þegar Eiríkur Rögnvaldsson prófessor tók af skarið.

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor.

„Ég heyrði viðtal við Ástþór í Speglinum. Svei mér ef ég var ekki sammála honum í einu og öllu. Kannski er hans tími kominn,“ skrifar Eiríkur á Facebook. Margir skrifa athugasemdir undir yfirlýsinguna og sýnist sitt hverjum.

Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum tekur undir með Eiríki.

„Ástþór hefur mikið til síns máls. Það gengur ekki að lauma þjóðinni inn í stríðsrekstur austur í Rússlandi. Það er algjörlega óafsakanlegt að Ísland brjóti stjórnarskrána með þessum óbeinu árásum á Rússa,“ skrifar hann.

Útivistargarpurinn Þorvaldur V. Þórsson er á allt öðru máli og telur að Ástþór sé „ekki með öllum mjalla“.

Kristín Jónsdóttir, yfirlýstur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar, tekur undir með Eiríki en með herkjum þó.

„Ég er enn að jafna mig á því hvað ég var sammála honum í kappræðum á dögunum. En reyndar bara í einu máli,“ skrifar hún í athugasemd.

Þess er skemmst að minnast að Egill Helgason opnaði sig um aðdáun á Ástþóri í þættinum Vikan með Gísla Marteini.

Vill ekki framboð án Höllu og Ástþórs út öldina: „Gott væri að Richard Branson héldi í hönd beggja“

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er glæsileg kona.

Glúmur Baldvinsson vill hjá þau Höllu Tómasdóttur og Ástþór Magnússon í öllum forsetakosningum á þessari öld.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn og háðfuglinn Glúmur Baldvinsson skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann viðrar þann draum sinn um að Halla Tómasdóttir og Ástþór Magnússon bjóði sig fram í öllum forsetakosningum sem eftir eru á þessari öld. Segist hann einnig vona að hinn umdeildi milljarðamæringur og vinur Höllu, Richard Branson haldi í hönd beggja í þeim kosningabaráttum.

„Ég vonast til að sjá Höllu Tómasdóttur í framboði til forseta í öllum forsetakosningum sem eftir eru á þessari öld. Og helst næstu öld líka. Ásamt vitaskuld Ástþóri. Gott væri að Richard Branson héldi í hönd beggja. Vona að ég hafi atkvæðisrétt þá.“

Ljósin kvikna sem betur fer hjá Sölku Sól í bríaríi

Salka Sól Mynd / Mummi Lú

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Kig & Husk – Fer sem fer (Solitaire)
Salka Sól – Sólin og ég
Dr. Gunni og Salóme Katrín – Í bríaríi
Frumburður – Ljósin kvikna
Drápa – Empty





Bílaníðingur barði ökumann í höfuðið með bjórglasi – Þjófurinn sofnaði hálfur út úr bifreiðinni

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Hann var seinheppinn þjófurinn sem ætlaði að halda heim í bæli með góss sitt. Hann komst að bifreið sinni í bílakjallara en þar þraut hann örendi og hann lognaðist út af, hálfur inni og hálfur úti. Lögreglan kom þannig að honum. Þýfi var utan bifreiðarinnar. Í ljós kom að maðurinn var á valdi vímuefna.Lögreglan vakti hann og krafist skýringa en fátt var um svör. Hann handtekinn vegna málsins og læstur inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Alls voru átta manns læstiri nni í fangaklefa í nótt af margvíslegum ástæðum. Með nýjum degi munu þeir svara til saka og horfast í augu við atburði næturinnar.

Tilkynnt var um ölvaðan aðila að ónáða gesti verslunar í Skeifunni. Starfsmaður skarst í leikinn og reyndi að vísa manninum á dyr. Fór það ekki betur en að maðurinn veittist að starfsmanninum með ofbeldi í tvígang. Lögregla kom svo skömmu seinna á vettvang og handtók manninn. Ekki vitað um ástand starfsmannsins, samkvæmt dagbók lögreglunnar Þjófur var staðinn að verki í matvöruverslun. Málið var afgreitt á staðnum.

Þrír voru stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áhrifum ágengis eða fíkniefna. Blóð var dregið úr þeim.

Ofbeldisseguur var handtekinn í miðbænum eftir að hafa sparkað í bifreið og þegar ökumaðurinn fór út úr bifreiðinni. Bílaníðingurinn réðst síðan á ökumanninn og og sló hann í höfuðið með bjórglasi.

Slagsmál brutust út fyrir utan skyndibitastað í miðbænum í nótt.

Kveikt var í kamri utan við vinnuskúr í Kópavoginum. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang.

Tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni. Þjófurinn var nýfarinn þegar lögregla kom á vettvang. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Málið í rannsókn.

Óli Björn múlbundinn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra, hefur unnið stórsigur í hvalveiðibannsmálinu. Svandís bannaði hvalveiðar á síðasta ári og uppskar hávær mótmæli samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Þingmennirnir Óli Björn Kárason og Teitur Björn Einarsson höfðu uppi stór orð um valdníðslu ráðherrans.

Þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp þann úrskurð að ráðherrann hefði farið á svig við lög með banninu var boðað vantraust á Svandísi. Það var afturkallað þegar hún veiktist og Katrín Jakobsdóttir tók við um stundarsakir. Hún fór svo í forsetaframboð og Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen tók við ráðherraembættinu og hvalamálinu. Himinhá skaðabótakrafa vofir yfir ríkinu.

Það undarlega er að eftir uppnámið og úrskurðinn hefur ekkert gerst og Hvalur hf. hefur ekki fengið leyfi til veiðanna sem áttu að öllu óbreyttu hefjast eftir viku. Bjarkey dregur lappirnar. Þá hefur vakið athygli að orðhákarnir Óli Björn og Teitur Björn eru sem múlbundnir og láta gott heita. Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram í skugga stórsigurs VG eins og ekkert hafi í skorist. Lömbin eru þögnuð …

Guðbjörn ósáttur með mismunun Fiskistofu: „Það er auðvitað tómt bull“

Skip fyrir Vestan Ljósmynd: verkvest.is - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Árið 2000 voru sjómenn á smærri skipum sviptir veiðileyfi fyrir að hafa veitt meira en kvóti leyfði en þeir töldu Fiskistofu gera upp á milli manna.

„Fiskistofa er í herferð og sviptir útgerðarmenn veiðiheimildum fyrir tittlingaskít. Það versta er þó að útgerðarmönnum er mismunað með þeim hætti að stórútgerðir fá gjarnan að veiða þó skip þeirra séu komin yfir kvóta en smærri útgerðarmenn eru hundeltir,“ sagði Guðbjöm Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra fiskiskipaeigenda, við DV um málið á sínum tíma en alls höfðu 33 skip verið svipt veiðileyfi og meirihluti þeirra kvótalítil skip.

Samtökin kröfðust þessa að Umboðsmaður Alþingis blandaði sér í málið en samtök töldu að þáverandi fiskveiðilög brytu gegn stjórnarskrá auk þess að Fiskistofa mismuni þeim sem minni eru.

„Við erum með það til alvarlegrar skoðunar að kæra Fiskistofu. Ég get staðið við að hún hefur leyft skipi að róa þrátt fyrir hundraða tonna umframafla á sama tíma og aðrir eru sviptir veiðileyfi fyrir að fara nokkum kíló fram úr kvótanum. Þegar ég hringdi i Fiskistofumenn vegna þessa báru þeir við tímaskorti. Það er auðvitað tómt bull og þeir vilja einfaldlega ekki svipta góðkunningja sína veiðileyfi,“ sagði Guðbjörn að lokum.

Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við DV.

„Hjá okkur gildir að það eru sömu viðurlög við sömu brotum. Þar skiptir engu hvort sá brotlegi er stór eða smár.“

„Kramer“ opnar sig um krabbameinsbaráttu sína: „Er einhver leið til að framlengja lífið svolítið?“

Cosmo Kramer

Seinfeld stjarnan Michael Richards opnaði sig nýverið um krabbameinsbaráttu sem hann háði í leyni árið 2018.

Hinn 74 ára grínisti, sem lang þekktastur er fyrir að leika hinn óborganlega Cosmo Kramer í Seinfeld þáttunum, minnist augnabliksins þegar hann fréttir að hann hefði mælst með hækkað PSA-gildi í blöðruhálsinum, í venjubundnu eftirliti. Greiningin hafi verið áfall.

„Ég hugsaði, jæja, þetta er minn tími. Ég er tilbúinn að fara,“ minnist hann í viðtali við People. En svo hafi hann breytt viðhorfi sínu þegar hann hugsaði til ungs sonar sín, sem hann á með Beth Skipp.

Hann segist hafa spurt lækninn: „Ég á einn níu ára, og ég væri til í að vera til staðar fyrir hann. Er einhver leið til að framlengja lífið svolítið?“

Í ljósi þess hversu alvarlegt ástand hans er, mælti læknir Richards með tafarlausum og aggressívum aðgerðum. Sýnt hafði verið fram á niðurstöður úr vefjasýni, sem varð til þess að ákveðið var að fjarlægja allan blöðruhálskirtilinn. „Það varð að koma í veg fyrir það fljótt,“ útskýrir Richards. „Ég þurfti að fara í aðgerð. Ef ég hefði ekki gert það hefði ég líklega verið dáinn eftir um átta mánuði.“

Við að horfast í augu við dauðleikann fékk Richards innblástur til að kafa djúpt í fortíð sína. Hann skrifaði minningargrein, Inngangar og útgönguleiðir, þar sem hann nýtti sér texta úr yfir 40 dagbókum sem hann hafði haldið um ævina.

Minningarbók Richards, sem á að koma út 4. júní, fjallar einnig um myrkan kafla á ferlinum: Hið alræmda kynþáttahaturs kast hans árið 2006 á uppistandsstaðnum Laugh Factory. Atvikið átti sér stað eftir að áhorfandi truflaði hann í miðju uppistandi. Richards ígrundar atburðinn og skrifar: „Hann lagðist lágt og ég lagðist enn neðar. Við enduðum báðir neðst í tunnunni.“

Í kjölfar hneykslismálsins buðu þau Jerry Seinfeld, Jason Alexander og Julia Louis-Dreyfus, meðleikarar Richards í Seinfeld, honum stuðning sinn. Þrátt fyrir stuðning þeirra skammaðsit Richards sín og hafði áhyggjur af áhrifum aðgerða hans á samstarfsmenn sína.

„Ég hafði áhyggjur af því að sóðaskapurinn minn myndi leka yfir á þau,“ viðurkennir hann.

Richards kom nýlega fram í fyrsta skiptið á rauða dreglinum í átta ár er hann mætti á frumsýningu á kvikmynd Jerry Seinfeld, Unfrosted í Los Angeles. Hinn 74 ára gamli leikari faðmaði hinn 70 ára Seinfeld innilega áður en hann stillti sér upp fyrir ljósmyndir og veitti aðdáendahópnum athygli sína.

Richards og Seinfeld

 

Ástþór líkt við sjálfan Krist í nýju lagi: „Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“

Ástþór (Kristur) Magnússon

Fyrsti íslenski sumarsmellur ársins er kominn fram á sjónarsviðið og er óhætt að segja að hann komi úr afar óvæntri átt. Frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda.

Lag sem Ástþór Magnússon birti fyrir tveimur dögum á Facebook og á kosningasíðu sinni, hefur heldur betur slegið í gegn og gengur nú manna í millum á samfélagsmiðlunum. Þykir það grípandi, vera með fallegan boðskap og svo er mikið lagt í myndbandið.

Textinn er saminn af ónafngreindum stuðningsmönnum Ástþórs en lagið barst honum í tölvupósti. Nafnið á laginu er að því er virðist: Forseti Íslands, boðberi friðar í anda Krists. Lagið virðist vera samið og sungið af gervigreindarforriti, á borð við þau sem Mannlíf hefur áður fjallað um en þó er ekki loku fyrir því skotið að erlendur englakór hafi tekið sig saman og sungið lagið inn á segulband.

Lagið flokkast undir kristilega tónlist en í upphafi myndbandsins sem fylgir laginu og Ástþór birtir á kosningasíðu sinni, og mikið er lagt í, er klippa frá kosningamyndbandi hans frá árinu 1996. „Við vitum að Jesús Kristur er kærleikurinn. Þann sannleika bíður okkar að flytja heimsbyggðinni,“ segir Ástþór og svo hefst lagið.

Við fyrstu hlustun virðist textinn nokkuð einfaldur en ef grafið er niður fyrir yfirborðið kemur í ljós að hann er talsvert dýpri. Í laginu er nafn hans tekið í sundur, „hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“ en Ástþór hefur í kosningabaráttu sinni talað fyrir ást á friði og mannkyninu, Þór er þrumuguð en Ástþór vill þruma ást yfir heimsbyggðina. Svo er hann sannarlega sonur Magnúsar en Magnús þýðir Hinn mikli, en Ástþór er þekktur fyrir mikinn persónuleika. Tvisvar sinnum í textanum er Ástþór gefið millinafnið Kristur, þannig að ekki er honum aðeins líkt við hinn norræna þrumuguð Þór, heldur einnig Jesús Krist. Minna má það ekki vera.

Hér má lesa textann:

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór. Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag – Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór.  Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag- Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Mannlíf hafði samband við Ástþór og spurði hann hvað honum fyndist um lagið. „Flott lag,“ svaraði hann að bragði. Aðspurður út í samlíkinguna við Jesús Krist svaraði hann í lengra máli: „Ég hef sagt að forsetinn er verndari kristninnar á Íslandi og ég mun setja kross á Bessastaðakirkju og friðarboðskapurinn byggir á kærleika og umburðarlyndi sem Kristur kenndi okkur og sem var fyrirmynd friðar sem við fengum í vöggugjöf á Alþingi árið 1000 þegar borgarastyrjöld var afstýrt með einstaka umburðarlyndi og kærleika. Þetta er jólaguðspjall okkar íslendinga sem forsetinn þarf að kynna heimsbyggðina til að vinna frið brautargengi.“

Hér má svo sjá og heyra herlegheitin en lesendur eru varaðir við, þetta mun límast við heilann.

Raddir