Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Víðistaðaskóli bregst við barnahrellinum: „Það gladdi mig að finna samtakamátt skólasamfélagins“

Víðistaðaskóli hefur brugðist skjótt við fregnum af árásum karlmanns á nemendur skólans.

Mannlíf sagði frá því fyrir þremur vikum að karlmaður í appelsínugulri úlpu og með yfirvararskegg, hafi veist að börnum í Norðurbæ Hafnarfjarðar og elt þau á röndum. Nýjasta tilvikið gerðist svo í gær þegar karlmaður tók 12 ára stúlku hálstaki þegar hún var á leið í skólann. Hún hafði annað í huga og beit fólið og sparkaði í sköflung hans og losaði sig frá honum og hljóp á brott. Foreldrar og börn eru skelkuð í hverfinu. Ekki var þó hægt að fullyrða að um sama barnahrelli væri að ræða og í hinum tilvikinum. Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári mannsins.

Sjá einnig: Karl með yfirvararskegg herjar á börn í Hafnarfirði:„Fólk slegið og óöruggt að senda börnin ein út“
Sjá einnig: Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla sendi tölvupóst á forsjáraðila barna í skólanum í dag þar sem hún fer yfir þau viðbrögð sem skólinn hefur sýnt í kjölfar árása einstaklings á börn við skólann. Þar segist hún hafa nokkra pósta í kjölfar bréfs sem hún sendi í gær varðandi nýjasta tilfellið. Fer hún svo yfir viðbrögð skólans og nefnir meðal annars að aukið hafi verið við útigæslu í frímínútum og svo er húsinu lokað fyrr á daginn. Lögreglan er einnig í miklu samstarfi við skólann og vaktar hverfið, bæði í merktum og ómerktum bílum.

Hér má lesa póstinn í heild sinni:

Kæru foreldrar, forsjáraðilar barna í Víðistaðaskóla. Það hafa margir haft samband við mig eftir bréfið sem ég sendi ykkur í gær varðandi atvikið þar sem maður veittist að nemanda á leið í skólann í gær. Ég fékk nokkra pósta í kjölfarið þar sem fólk hefur eðlilega áhyggjur og þiggur ráð og eins frásagnir af öðrum atvikum sem hafa átt sér stað áður. Fólk spyr líka hvað er verið að gera og hvað gerir skólinn? Málið var strax tilkynnt til lögreglu sem kynnti sér málavexti vel. Ég hef líka verið í þéttu samstarfi við lögregluna í gær og í dag. Lögreglan er á vaktinni í hverfinu bæði í merktum og ómerktum bílum og fylgist vel með.

Við í skólanum brugðum á það ráð að auka í gæslu í frímínútum á skólalóðinni hjá okkur og skiptast kennarar á að fara á vörslu með skóla- og frístundaliðunum. Við höfum líka bætt gangavörslu innandyra og lokum húsinu fyrr. Allt starfsfólk skólans er upplýst og undirbúið að ræða við börnin út frá þroska og aðstæðum. Það er mikilvægt að fara ekki offari í umræðunni til að skapa ekki hræðslu og kvíða hjá börnunum. Það er mikilvægt er að þau finni að við erum til staðar og gætum öryggis þeirra eftir bestu getu. Það gladdi mig mikið að finna samtakamátt skólasamfélagins okkar og finna sterkt að við erum öll í sama liði að tryggja öryggi barnanna okkar. Í morgun mátti sjá marga foreldra fylgja börnum sínum í skólann og nokkrir foreldrar fóru í foreldrarölt og voru á vakt á göngustígum og leiðum að skólanum. Bestu þakkir fyrir þetta framtak.

Stjórn foreldrafélagsins ætlar að skipuleggja foreldrarölt næstu morgna, virku dagana og við biðjum þá sem geta lagt sitt af mörkum að skrá sig á facebooksíðu foreldrafélagsins svo hægt verði að halda utan um verkefnið. Við vonumst til að fá 6-8 á vakt frá kl. 7:30 í fyrramálið og er mæting við aðalinngang skólans en þar fá þeir sem skrá sig gulu vestin til að auðkenna sig. Hafnarfjarðarbær hefur einnig verið í góðu samstarfi við okkur ásamt lögreglunni sem hefur það hlutverk að upplýsa málið og tryggja öryggi íbúa í hverfinu. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir samstöðuna Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla

Steinunn kærir Matvælastofnun: „Hryllingssagan er að breytast í Hryllingsbaráttu!“

Kind númer 3155 Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Steinunn Árnadóttir er búin að kæra Matvælastofnun til lögreglunnar fyrir illa meðferð á dýrum.

Orgelleikarinn og baráttukonan Steinunn Árnadóttir fór til lögreglunnar í gær og lagði fram kæru á hendur Mast vegna illrar meðferðar á kind númer 3155, í Þverárhlíð.

Sjá einnig: Kindur standa yfir dauðum lömbum sínum í Þverárhlíð – Steinunn Árna sendi sveitarstjórninni bréf

Steinunn hefur verið afar ötul við að benda á hryllilega meðferð á kindum frá bænum Höfða í Borgarfirði sem margar hverjar ganga lausar út um allar tryssur í Þverárhlíðinni. Lömb hafa verið borin undir berum himni og í sumum tilfellum étin af rándýrum sem þar leynast, bæði í lofti og á láði. Skallablettir hafa myndast á sumum kindanna og ýmsar bólgur myndast á öðrum, sem og sýkingar. Steinunn hefur birt reglulegar fréttir af ástandinu og sýnt ljósmyndir, máli sínu til stuðnings. Yfirdýralæknir hjá Mast hefur hins vegar sagt ástandið ýkt af fólki, að ýmislegt þurfi að bæta en að ástandið sé ekki alvarlegt. Þessu er Steinunn og fjölmargir aðrir ósammála.

„Hryllingssagan er að breytast í Hryllingsbaráttu!

Baráttu um að farið sé eftir lögum um velferð dýra !
Vinkona mín númer 3155 er nú orðin opinber persóna.

Nú fjalla lögfræðingar lögreglunnar um hvort Matvælastofnun verði kærð fyrir illa meðferð á dýrum/kind númer 3155.“ Þannig hljóðar ný Facebook-færsla Steinunnar en hún staðfesti í samtali við Mannlíf að hún hefði lagt fram kæru á hendur Mast.

„Á heimasíðu Mast er tilkynning dagsett 10.maí að Mast fari með eftirlit og beri ábyrgð á dýrum á Höfða. Ég sendi beiðni/kröfu til þeirra með mynd af kindinni 16.mai. Engin svör. 20. mai fór ég aftur til að athuga með hana (ásamt myndatöku)og þá er þetta mjög alvarlegt,“ segir Steinunn í samtali við Manníf.

 

Eva Hauks: „Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð?“

Eva Hauksdóttir lögmaður.
Lögmaðurinn Eva Hauksdóttir er ekki hrifin af stofnanamáli.

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði áhugaverða færslu á Facebook í morgun þar sem hún veltir fyrir sér hvers vegna svo margir flæki tungumálið með stofnanamáli. Nefnir hún nokkur dæmi:

„Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð, aðferðafræði þegar átt er við aðferð, afgreiðsuferli þegar átt er við afgreiðslu, stærðargráða þegar átt er við stærð og hugbúnaðarlausnir þegar átt er við hugbúnað?“

Eva gefur svo þeim sem hafa blæti fyrir löngum orðum ráð:

„Ef málnotendur hafa dálæti á löngum orðum þá er alltaf hægt að finna sér ástæðu til að tala um framhaldsskólakennara, miliríkjasamninga, innkirtlasérfræðinga, utanríkisráðuneytið og endurskoðunarfyrirtæki.“

Starfsmaður A4 í glæfraakstri að keyra á móti umferð – MYNDBAND

Starfsmaður A4 var ekki sá eini sem keyrði á móti umferð

Undanfarna daga hafa íbúar Laugardals þurft að glíma við ökufanta sem brjóta umferðarlög þegar þeir keyra um hverfið en mikil aukning á umferðarlagabrotum hafa átt sér stað eftir að gatnaframkvæmdir á hringtorgi á Reykjavegi hófst fyrir stuttu.

Framkvæmdirnar hindra för bíla að keyra af Reykjavegi á Suðurlandsbraut og Engjaveg. Margir bílstjórar láta þó skýrar merkingar ekki stoppa sig og ákveða frekar að brjóta lög með því að keyra á móti umferð í hringtorginu eins og ekkert sé eðlilegra.

Mannlíf hefur undir höndunum myndbönd af nokkrum lögbrjótunum og er einn af þeim sem um ræðir starfsmaður verslunarinnar A4 en eftir að starfsmaðurinn keyrir á móti umferð inn í hringtorgið beygir hann inn á Engjaveg þar sem hann heldur áfram að keyra á móti umferð. Mannlíf hafði samband við A4 til að spyrjast fyrir um hvernig sé tekið á slíkum lögbrotum innanhúss.

„Í þessum tilfelli er lögbrotið umferðalagabrot. Í þeim tilfellum fær starfsmaður formlegt samtal og honum gefst kostur á að útskýra mál sitt. Ef um ítrekuð brot er að ræða kann það að valda brottrekstri. Viðurlög umferðalagabrota eru sektir og punktar í ökuferilsskrá. Starfsmaðurinn sem á í hlut greiðir þá sekt og fær þá punkta sem veittir eru,“ sagði Vilhjálmur Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs og vörustýringar hjá A4, um málið. „A4 harmar að brotið hafi átt sér stað og leggur áherslu á mikilvægi þess að umferðarlög séu virkt.“

 

 

Dánarorsök K-Pop stjörnu opinberuð: „Hjörtu okkar eru mjög þung“

Blessuð sé minning hennar.

Dánarorsök K-Pop stjörnunnar Park Boram hefur verið opinberuð.

Aðdáendur fengu hyggðarfréttir í síðasta mánuði þegar K-Pop stjarnan Park Boram lést skyndilega, aðeins þrítug að aldri.

Niðurstöður krufningar á hinni látna söngkonu benda til þess að andlát Park Boram hafi verið vegna bráðrar áfengiseitrunar, en einnig þjáðist hún af fitulifur og lifrarskemmdum, sem geta hafa átt þátt í dauða hennar.

Söngkonan var á einkasamkomu með tveimur vinum 11. apríl síðast liðinn þegar hún fannst meðvitundarlaus inni á baðherbergi. Skýrsla sem lögreglan í Namyangju sendi frá sér leiddi í ljós að Park fór á klósettið um klukkan 21:55 en vinirnir fóru að hafa áhyggjur þegar hún kom ekki út aftur.

Vinur hennar er sagður hafa farið að athuga með hana og fundið hana meðvitundarlausa yfir vaskinum. Vinir söngkonunnar eru sagðir hafa hringt strax í neyðarlínuna og reynt að framkvæma endurlífgun á Park áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hún var flutt á Hanyang Guri háskólasjúkrahúsið en úrskurðuð látin klukkan 23.17.

Í apríl gaf umboðsskrifstofa Park Boram út yfirlýsingu sem hljóðaði eftirfarandi: „Park Boram yfirgaf okkur skyndilega seint að kvöldi 11. apríl. Hjörtu okkar eru mjög þung þegar við sendum aðdáendum hennar þessar fréttir. Boðað verður til vöku og jarðarfarar eftir viðræður við fjölskyldu söngkonunnar.“

Park Boram varð fræg mjög ung að árum, árið 2010 eftir að hún kom fram í Suður-kóresku söngkeppninni Superstar K2. Söngkonan endaði í topp átta og fjórum árum síðar gaf hún út sitt fyrsta lag.

Mirror sagði frá málinu.

Hér er eitt af lögum Park:

Freyr segir dauðann vera spennandi fyrirbæri: „Skugginn sem fylgir okkur alltaf“

Freyr Eyjólfsson gerir aðra sjónvarpsþáttaröð - Mynd: Skjáskot úr Helgarviðtalinu

Fjölmiðlamaðurinn Freyr Eyjólfsson ræddi margt og mikið í nýju viðtali og þar er meðal annars snert á dauðanum en Freyr gerði sjónvarpsþáttinn Missir sem sýndur var í Sjónvarpi Símans árið 2021 sem fékk góðar viðtökur. Önnur þáttaröð er í bígerð um þessar mundir.

„Þetta eru skemmtileg viðtöl, fólk er opið og hresst, því dauðinn gefur lífinu tilgang. Það markar lífið af að við vitum að það er ekki endalaust,“ sagði fjölmiðlamaðurinn. „Margir myndu halda að það sé niðurdrepandi að búa til sjónvarpsþætti um dauðann, lesa um hann og tala en eftir hvern dag var ég upprifinn og peppaður.“

Að mati hans er dauðinn áhugaverður og spennandi. „Hann er ótrúlega hræðilegur og dularfullur. Hann er skugginn sem fylgir okkur alltaf. Við vitum aldrei hvenær við deyjum en við vitum að við gerum það,“ sagði Freyr í viðtali á RÚV. Í viðtalinu grínast Freyr einnig aðeins og greinir á milli íslenskra iðnaðarmanna og dauðans. „Ég er í framkvæmdum og það getur verið erfitt að díla við íslenska iðnaðarmenn. Munurinn á dauðanum og íslenskum pípara er að sá að dauðinn kemur. Það er ekki víst með píparann.“

En Freyr skilur auðvitað að dauðinn getur verið erfiður og krefjandi. „Að greinast með sjúkdóm er sorgarferli og það er erfitt að þurfa að kveðja fyrr en maður ætlaði og ofboðslega erfitt að kveðja ungt fólk. Það er munur á að fara í jarðarför þar sem ungt fólk er látið eða þar sem við erum að kveðja gamalt fólk,“ sagði Freyr en dauðinn gerir ekki upp á milli fólks. „Hann er ósanngjarn, hræðilegur og miskunnarlaus, sér í lagi þegar börn deyja. Þá er dauðinn mjög miskunnarlaus. En þegar gamalt fólk deyr í sátt er þetta eins og góður vinur að sækja mann.“

Nemandinn sem stakk Ingunni ákærður fyrir tilraun til manndráps:„Mjög sérstakt og skelfilegt atvik“

Ingunn Björnsdóttir stuttu eftir árásina. Ljósmynd: Ingunn Björnsdóttir

Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur og samkennara hennar í Háskólanum í Osló í fyrra hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Sjá einnig: Árásarmaðurinn er norskur: „Ekki dettur okkur samt í hug að alhæfa um Norðmenn“

Karlkyns nemandi á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og alvarlegar líkamsmeiðingar gegn tveimur kennurum, að því er VG greinir frá.

Það var þann 24. ágúst í fyrra sem nemandinn réðist á tvo kennara með hnífi í húsnæði lyfjafræðideildar Oslóarháskóla. Annar þeirra, hin íslenska Ingunn Björnsdóttir slasaðist alvarlega en hinn kennarinn slapp með minniháttar meiðsl.

Neitar sök

Nemandinn neitar sök fyrir tilraun til manndráps en viðurkennir sekt fyrir líkamsmeiðingar, skrifar blaðið.

Það var síðdegis 24. ágúst í fyrra sem nemandinn réðist á hina 64 ára gömlu Ingunni Björnsdóttur, dósents, með hnífi í húsnæði lyfjafræðideildar Oslóarháskóla.

Samkvæmt ákæru skar nemandinn Ingunni Björnsdóttur á háls, stungið hana í kvið og efri hluta líkamans – og veitt níu önnur stungusár á handlegg og fæti Ingunnar.

Ingunn komst lífs af vegna þess að samkennari hennar og fleiri gripu inn í, en hnífurinn stakkst ekki í lífsnauðsynleg líffæri og vegna þess að hún fékk skjóta læknishjálp, segir í ákærunni.

Tilefni er til að sækja hann til saka fyrir að hafa reynt að drepa annað fórnarlambið og fyrir að hafa veitt hinu líkamsmeiðingum sem eru í skilningi laga, alvarlegar, segir Hulda Olsen Karlsdóttir ríkissaksóknari hjá ríkissaksóknarembættinu í Ósló.

Hefur náð sér vel líkamlega

Ingunn Björnsdóttir er frá Íslandi og starfar sem dósent við lyfjafræðideild Háskólans í Ósló.

„Ég hef náð mér mjög vel líkamlega, en ég varð fyrir nokkrum meiðslum sem þurftu aðeins meiri þjálfun til að koma mér í lag aftur. Það gengur ótrúlega vel, en með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í samtali við VG.

„Andlega hefur þetta verið aðeins meira upp og niður, en ég mun bíða þangað til réttarhöldin fara fram með að útskýra þetta nánar,“ bætti hún við.

Stuttu fyrir hnífaárásina er nemandinn sagður hafa fallið á prófinu – og þegar hann fékk ástæðuna fyrir fallinu, réðst hann á kennara sína.

Stúdentinn er einnig ákærður fyrir grófar líkamsmeiðingar gegn kennaranum sem hjálpaði Ingunni er árásin átti sér stað.

Samkvæmt ákæru var samstarfsmaðurinn stunginn nokkrum sinnum í vinstri og hægri framhandlegg.

„Þetta er mjög sérstakt og skelfilegt atvik sem hefði fljótt getað haft banvænar afleiðingar fyrir fórnarlambið ef samstarfsmaðurinn hefði ekki gripið inn í og ​​bjargað lífi hennar með því að yfirbuga gerandann, segir lögmaður kennaranna,“ Hege Salomon, við VG.

 

Bardagakappi fordæmir eineltissegg sem tók barn hálstaki – MYNDBAND

Fórnarlambið var tekið hálstaki - Mynd: Skjáskot

MMA-bardagakappinn Dillon Danis birti í vikunni myndband af eineltisseggi að taka barn hálstaki með þeim hætti að fórnarlambið missti meðvitund.

Í myndbandinu skipar eineltisseggurinn fórnarlambinu að hlýða sér, sem það gerir. Skömmu eftir hálstakið missir fórnarlambið meðvitund og sleppir eineltisseggurinn fórnarlambinu í framhaldinu á jörðina og fer myndatökurmaðurinn að skellihlæja. Ekki liggur þó fyrir hvaða unglingar eru þarna á ferðinni eða hvort lögreglan blandaði sér í málið.

„Mér verður flökurt að sjá svona. Strákurinn hefði getað dáið. Ef við komust að því hvað strákurinn heitir þá skal ég kaupa fyrir hann tíma á Jiu Jitsu námskeiði,“ skrifaði bardagakappinn á Twitter. Einhverjir töldu þó að það væri kaldhæðnislegt að maður sem vinnur við bardagaíþróttir þar sem fólk er tekið hálstökum sé að setja sig á háan hest í þessum málum.

„Ég er fagmaður sem hefur æft Jiu-Jitsu í 15 ár, nota rétta tækni og veit hvenær á að sleppa,“ svaraði Danis.

Viðskiptavinir McDonald’s í áfalli vegna hegðunar starfsmanns – MYNDBAND

Þessi starfsmaður McDonald's ekki með hreinlæti á hreinu - Mynd: Skjáskot

Viðskiptavinir McDonald’s staðar í Brisbane í Ástralíu urðu í vikunni urðu vitni að ótrúlegu atviki sem ætti ekki að viðgangast á veitingastöðum en þá ákvað starfsmaður staðarins að nota hitalampa, sem notaður til að halda frönskum kartöflum heitum, til að þurrka blauta skúringarmoppu.

Debbie Barakat tók myndband af athæfinu en starfsmaðurinn gerði enga tilraun til að fela verknaðinn en slíkt er greinilegt brot á öllum heilsuverndarsjónarmiðum. Að sögn Barakat voru starfsmenn staðarins að teygja sig fram hjá moppunni til að ná í franskar.

Talsmaður McDonald’s í Ástralíu sagði að fyrirtækið taki matvælaöryggi mjög alvarlega og þetta mál hafi nú þegar verið afgreitt innan þess.

Einstaklingur sem var með skotvopn á skemmtistað handtekinn af sérsveitinni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í dagbók lögregluna var ýmislegt að finna

Tilkynnt um þjófnað úr verslun. 3 aðilar að verki, málið leyst á staðnum.

Tilkynnt var um tvo aðila á skemmtistað í miðbænum og að annar þeirra væri með skotvopn í buxunum. Vopnuð lögregla ásamt sérsveit handtóku mennina skömmu síðar þar sem þeir voru komnir í bifreið. Kom í ljós að um eftirlíkingu úr málmi var að ræða. Einnig voru aðilarnir með fíkniefni á sér og annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var aðili handtekinn grunaður um sölu fíkniefna, laus að lokinni skýrslutöku.

Einnig var aðili handtekinn vegna ofbeldis í heimahúsi, einnig nokkuð ölvaður og verður tekin skýrsla af honum þegar rennur af honum.

 Það var einstaklingur handtekinn vegna ofbeldis í heimahúsi, sá reyndi einnig að slá til lögreglumanns.

Aðili var handtekinn stutt frá vettvangi þar sem tilkynnt var um innbrot. Þá voru öryggisverðir að fylgjast með honum og kom þá fram að hann væri mjög ölvaður og að reyna að komst inn í bifreiðar í nágrenninu. Reyndist þetta vera aðili sem lögregla hafði haft afskipti af fyrr um nóttina vegna ölvunar. Þegar komið var á lögreglustöð varð hann mjög ósáttur með að þurfa að vera vistaður í fangaklefa vegna málsins. Endaði hann á því að hóta lögreglumanni öllu illu og reyndi að sparka í annan.

Einar borgarstjóri svíkur börnin

Alexandra Briem borgarfulltrúi

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er ekki velkominn í Laugardalinn að mati margra íbúa hverfisins eftir að skóla- og frístundaráð borgarinnar ákvað fyrr í mánuðinum að svíkja loforð um uppbyggingu á skólastarfi í Laugardalnum. Ákvörðun um framtíð skólamála í Laugardalnum var tekin árið 2022 eftir langt samráð fyrir við íbúa og skólastjórnendur og ríkti mikil gleði í hverfinu vegna þess.

Nú tveimur árum síðar hefur verið breytt um áætlun í óþökk íbúa, barna, skólastjórnenda og íþróttafélaga og var Alexandra Briem borgarfulltrúi ræst út í viðtöl við fjölmiðla til að útskýra málið en gerði aðeins illt verra…

Skagadrama í Árbænum: „Til háborinnar skammar af þjálfara Fylkis“

Fylkisvöllur - Mynd: Fylkir.is

Það andaði köldu milli Ólafs Þórðarsonar, þjálfara ÍA, og Þorláks Árnasonar, þjálfara Fylkis, árið 2004 en DV sagði frá málinu á sínum tíma.

Þannig var mál með vexti að knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson var leikmaður ÍA en félagið samdi við Fylki um að hann mætti æfa með Fylki á undirbúningstímabilinu þar sem undirlagið hjá ÍA væri verra en hjá Fylki og Garðar var slæmur í hnjánum. Þetta var sem sagt gert til að minnka meiðslahættu Garðars.

Fylkir hins vegar keppti æfingaleik og spilaði Garðar með liðinu og voru Skagamenn ósáttir með það og sérstaklega þegar kom í ljós að Garðar meiddist í leiknum. „Ég var negldur niður eftir fimm mínútna leik og tognaði á ökkla. Þetta er samt ekkert alvarlegt og ég verð klár aftur eftir tvær til þrjár vikur,“ sagði Garðar við DV um málið árið 2004. „Ég spurði ekkert um leyfi til þess að spila leikinn. Ég hélt ég væri að fara á eðlilega æfingu en þá kom í ljós að það var æfingaleikur. Láki [Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis] bað mig um að spila síðari hálfleikinn og ég gerði það bara. Ég hafði ekki snert bolta lengi og vantaði smá æfingu þarsem það var leikur daginn eftir.“

Ólafur verður eiga þetta við sjálfan sig

„Ég leyfði honum að æfa með Fylki en ég leyfði honum ekki að spila með Fylki,“ sagði Ólafur Þórðarson. „Ég er ekki par hrifinn af þessari framkomu. Ég hef ekki ákveðið hvort ég geri eitthvað í málinu en það kemur í ljós. Mér finnst það til háborinnar skammar af þjálfara Fylkis að stilla honum upp í leik,“ sagði Ólafur reiður „Það er alveg ljóst að hann æfir ekki meira með þeim. Það er fyrir neðan allar hellur hjá Fylkismönnum að haga sér svona.“

Þorlákur Árnason leit á málið öðrum augum en Ólafur.

„Það er að þeirra ósk að hann er að æfa hjá okkur og við höfum verið að gera ÍA greiða með því að leyfa honum að æfa hjá okkur. Mér finnst það undarlegt ef Ólafur er eitthvað fúll því við vorum að gera honum og Garðari greiða. Það kemur mér mjög á óvart að heyra þetta. Mér finnst ummæli Ólafs fáranleg og ekki svara verð. Hann verður að eiga þetta við sjálfan sig.“

Valgerður er eina atvinnukonan í boxi: „Verður þú að hafa stjórn á tilfinningunum þínum í hringnum“

Nýjasti gestur Arnórs og Gunnars í Alkastinu sem er í boði Þvottahússamsteypunar er engin önnur en Valgerður Guðsteinsdóttir; eina atvinnukonan í hnefaleikum á Íslandi í dag.
Valgerður, sem hefur keppt sem atvinnumanneskja í hnefaleikum í nokkur ár, er að horfa fram að á sinn stærsta bardaga fram að þessu við hina 32 ára gömlu Jordan Dobie. Dobie sem er í 19 sæti á heimslistanum yfir kvenkyns boxara í sínum þyngdarflokk og hefur unnið alla fjóra atvinnumannabardaga sína. Dobie hefur mikla reynslu af bardagaíþróttum og hefur meðal annars orðið heimsmeistari í Muay Thai. Það er því ljóst að Valgerði bíður mikil áskorun.

Valgerður segist aldrei hafa verið í betra formi og er ákveðin í að sigra í þessum bardaga. Frá því að hún byrjaði fyrst að boxa 19 ára gömul hefur hún breyst mikið sem boxari. Þá hafi hún á ákveðnum tímapunkti þurft að taka sjálfan sig alveg í gegn hvað varðar mataræðið þar sem hún fór að nota vörurnar frá Herbalife. Með auknum þroska fór hún einnig að huga meira að andlegri heilsu sem hún segir að sé alveg nauðsynlegt ef þú ætlar að ná langt sem boxari. Álagið sem fylgir bæði undirbúningnum sem og bardaganum sjálfum hverju sinni krefst þess að hausinn sé í lagi og að hægt sé að hugsa skýrt svo að viðbrögð og snerpa séu upp á tíu. Mikil sálfræði fylgir boxinu og beita andstæðingar allskonar aðferðum til að koma hvor úr öðrum úr jafnvægi.

Valgerður á æfingu.
Ljósmynd: Aðsend
Valgerður segist vera „natural burn pitbull“ í boxinu. Hún ræðst á viðfangsefnið eins og skriðdreki og hún segir að þegar hún sé í hringnum detti hún í hálfgert „zone“ þar sem tíminn hverfur og aðeins eitt komist að; sigur! Gunnar spurði hana hvort hún upplifi að verða keyrð áfram af heift eða reiði í bardögum og Valgerður sagði það vera algjört klúður ef svo gerist. Þá missir maður bæði einbeitingu og snerpu og öll þjálfunin fer út um gluggann. Hún segir að um sé að ræða íþrótt sem krefst alls af manni þar sem hugur og líkami verða að vinna saman sem ein heild til að ná árangri. „Þegar þú ert í bardaga þá verður þú að hafa stjórn á tilfinningunum þínum. Af hverju þú ferð þangað, hvað drífur þig áfram, það er annað. En að missa þig í reiði eða pirring eða einhverri heift, það eyðileggur bara fyrir þér.“
Spurð út hvort hún sé einhvern tíman hrædd um að slasa andstæðinginn alvarlega segist hún oft hafa hugsað um það og að hún geti í raun ekki með neinu móti ímyndað sér hvernig hún gæti lifað með því ef svo myndi gerast. Hún undirstrikar þó að báðir aðilar stíga inn í hringinn sem vel þjálfaðir atvinnumenn í toppformi og meðvitaðir um hættuna sem fylgir þessu sporti.
Talið barst að svefnvenjum og Gunnar spurði hana út svefnvörur. Valgerður hefur nýverið fest kaup á nýjum ullar svefndýnu og segir að hún hefði aldrei trúað hvað þetta breytti miklu fyrir hana. Nætursviti, höfuðverkir, stífað nef og bólgur hafi nánst horfið um leið og hún færði sig í yfir í náttúrulega dýnu. Hvíld og svefn sé lykilþáttur í allri endurheimt og hafi gríðarleg áhrif á frammistöðuna í hringnum í því samhengi.
Spurð út í hvar hún ætlar sér að verða eftir 5 ár segist Valgerður ætla að verða orðin heimsmeistari á þeim tíma í sínum þyngdarflokki. Hún er ákveðin og örugg um að það muni takast með yfirvegun, þrautseigju og þrotlausum æfingum. Arnór spurði Valgerði hvaða forsetaframbjóðanda hún myndi velja í bardaga ef hún þyrfti að velja og sagðist hún klárlega allan daginn vilja slást við Ásdísi Rán; þær myndu örugglega báðar hafa gaman af því.
Bardaginn milli Valgerðar og Jordan Dobie verður fer fram á föstudaginn 24 maí og á sér stað á bardagakvöldi hjá Unified Boxing Promotions og verður streymt í beinni á UFC Fightpass.
Valgerður segir mikin kostnað fylgja atvinnumennsku í hnefaleikum, sérstaklega þar sem atvinnu hnefaleikar eru bannaðir með lögum á Íslandi. Hún segir að með þrautseigju nái hún að rétt að halda í við kostnað en er sannfærð um að hún muni uppskera ríkulega fyrir allt sitt erfiði og sé rétt að byrja ferð sína upp heimslistann.
Þeir sem hafa áhuga á að styðja Valgerði geta haft samband í gegnum valgerdurstrongboxing@gmail.com eða í gegnum instagram: @valgerdurgud.

Þetta flotta viðtal við hina mögnuðu afreksmanneskju má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subsribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Víðistaðaskóli. Ljósmyndin tengist fréttinni óbeint.

Karlmaður veittist að tæplega 12 ára stúlku sem var á leið í Víðistaðaskóla í morgun en hún náði að bíta hann og sparka sig lausa. Er þetta fjórða tilfellið um svipað atvik á rúmlega þremur vikum í hverfinu.

Mannlíf sagði frá því á dögunum að maður í appelsínugulri úlpu hefði veist að nokkrum krökkum í Norðurbæ Hafnarfjarðar en talið er að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn. Í morgun var svo tilkynnt um fjórða tilfellið en lögreglan getur þó ekki staðfest að um sama mann sé að ræða.

Sjá einnig: Karl með yfirvararskegg herjar á börn í Hafnarfirði:„Fólk slegið og óöruggt að senda börnin ein út“

Móðir tæplega 12 ára gamallar stúlku skrifaði eftirfarandi færslu á íbúðasíðu hverfisins á Facebook:

„Varúð!

Dóttir mín var á leið í Víðistaðaskóla í morgun (örlítið of sein) og maður kemur aftan að henni, tekur hana hálstaki og fyrir munninn. Hún nær að bíta hann, sparkar aftur fyrir sig og nær þá að rífa sig lausa. Þegar hún sparkar virðist hann blóta en ekki á tungumáli sem dóttir mín skilur. Lýsing hennar passar að nokkru leiti við manninn sem varað var við í byrjun maí en þessi var í svartri úlpu með hettu sem huldi að hluta andlit hans en ekki appelsínugulri.

Þetta var nálægt sparkvellinum við víðistaðaskóla en rétt fyrir utan það svæði sem myndavélar skólans ná á.“

Mannlíf heyrði í Skúla Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjón lögreglunnar í Flatahrauni í Hafnarfirði. Segir hann að málið sé hið fjórða á rúmlega þremur vikum sem tilkynnt hafi verið til lögreglunnar, þar sem karlmaður veitist að börnum. „Við fengum tilkynningu í morgun um það atvik en þar er maður sem veitist að tæplega 12 ára stúlku og hún kemst undan honum. Og við erum í raun bara leitandi að þeim manni og erum með það til rannsóknar. En við erum ekki búin að hafa upp á honum.“

Aðspurður hvort um sé að ræða sama mann og í hinum málunum segir Skúli að ekki sé hægt að staðfesta það með óyggjandi hætti. „Við vitum það í rauninni ekki fyrir víst. Lýsingarnar koma náttúrulega frá börnum og þetta eru flottar lýsingar en þetta ber svo sem ekki allt saman en þetta eru fjórar tilkynningar á rúmlega þremur vikum og við erum í raun með það allt saman undir en við erum ekki búin að hafa upp á honum en erum með þetta til rannsóknar og leggjum áherslu á að hafa upp á þessum manni.“

Móðir stúlkunnar segir í samtali við Mannlíf að dóttir hennar sé mjög brugðið. „Hún er í sjokki og aum í hálsinum og rám eftir hálstakið,“ segir móðirin og bætir við að búið sé að fá áverkavottorð að málið sé komið í kæruferli.

Lögreglumenn mótmæla niðurskurði yfirvalda: „Getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Lögreglumenn mótmæla harðlega fyrirætluðum niðurskurði stjórnvalda til löggæslumála.

Stjórn Landssambands lögreglumanna sendi rétt í þessu frá sér ályktun þar sem fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð í löggæslumálum, er harðlega mótmælt.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði á dögunum að niðurskurðurinn ætti ekki að koma niður á störf lögreglunnar. „Ég skil á vissan hátt áhyggjur þeirra en ég ætla að benda á það í fjármálaáætlun að þá er 60 milljón króna niðurskurður hjá dómstólasýslunni á fjögurra ára tímabili. Þannig að ég bind nú vonir við að þau ættu að geta náð því í starfsemi sinni,“ segir Guðrún í viðtali á RÚV.

Í ályktuninni segir að sú skerðing á fjárframlögum sem boðuð sé til málaflokks löggæslu, geri, að mati lögreglumanna, lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin störf sín, auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast til muna. Þar kemur einnig fram að þær hugmyndir að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast við niðurskurðinn, séu „draumórar“. „Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir orðrétt í ályktuninni.

Aukreitis er kvartað yfir húsnæðismálum í ályktuninni og þar sagt ríkja „ófremdarástand“. Að lokum hvetur stjórnin yfirvöld til þess að „gera betur“ og falla frá fyrirhuguðum niðurskurði og bæta úr húsnæðismálum lögreglunnar.

Hér má lesa ályktunina í heild sinni: 

ÁLYKTUN STJÓRNAR LANDSSAMBANDS LÖGREGLUMANNA 

Stjórn Landssambands lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029 og harmar þá stöðu sem uppi er í húsnæðismálum lögreglunnar á Íslandi. 

Landssamband Lögreglumanna mótmælir harðlega þeim niðurskurði til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029. Að mati lögreglumanna er ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu gerir lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn mun aukast mikið.

Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt. 

Þá hefur um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt er að tekið verði á af festu. Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði. 

Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi. 

Reykjavík 22. maí 2024

Jón Steinar telur að forystumenn KSÍ eigi að segja af sér: „Þetta er alveg furðulegt“

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Ljósmynd: RÚV-skjáskot

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur að forystumenn KSÍ eigi að segja af sér í kjölfar frétta um að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðið en reglur KSÍ banna Albert að spila fyrir Ísland vegna þess að hann sætir rannsóknar vegna kynferðisbrots. Þó spilaði Albert fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Úkraínu fyrr á árinu en þá bar KSÍ fyrir sig óskýru orðalagi í eigin reglum sem leyfðu Alberti að spila.

Þetta er alveg furðulegt. Fyrirsvarsmenn KSÍ sem taka þá ákvörðun að hafa ekki besta íslenska leikmanninn með í landsleik ættu að skammast sín og helst að segja af sér trúnaðarstörfum fyrir sambandið,“ skrifaði Jón Steinar í athugasemdakerfi Mannlífs um málið

Ísland mun spila við England 7. júní og Holland 10. júní á heimavöllum þeirra.

Sjá nánar: Albert Guðmundsson ekki valinn í íslenska landsliðið

Albert Guðmundsson

 

Björn segir skoðun Katrínar augljóslega ranga: „Öfga umræðutækni hjá pólitíkusum“

Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra Mynd: Rúv-skjáskot

Þingmaðurinn knái Björn Leví Gunnarsson veltir fyrir sér orðum Katrín Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra, sem hún lét falla á forsetafundi Morgunblaðsins á Akureyri.

„Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti. Ég held að fólk hafi kynnst mér ágætlega sem stjórnmálamanni og viti ósköp vel að í stjórnmálum myndi ég alltaf gera það sem í raun og veru er gagnrýnt mest, það er að segja að leita lausna, leita málamiðlana, því að þannig virka lýðræðissamfélög,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á fundinum og telur Björn þetta vera mjög áhugaverða skoðun sem þarf að skoða betur.

„Í fyrsta lagi þá held ég að Katrín sé að segja dagsatt þarna. Hún telur sig ekki hafa svikið þjóðina og að svona virki lýðræðissamfélög. Vandinn er að þetta er skoðun en ekki staðreynd,“ skrifar Björn um málið á samfélagsmiðlinum Facebook.

Björn telur að miðað við skoðanakannanir þá sé ljóst mörgum hafi Katrín svikið eitthvað en þó ekki endilega þjóðina en mögulega þær væntingar sem fólk gerði til hennar og nefnir Björn samstarf Vinstri Grænna við Sjálfstæðisflokki og náttúruvernd. Þá segir að hann að skoðun Katrínar og þeirra sem eru á annarri skoðun geti báðar verið sannar.

Röng skoðun Katrínar

„Hitt er áhugaverðara, að svona virki lýðræðissamfélög. Þetta er fullyrðing en ekki skoðun og þessi skoðun er augljóslega röng. Svona virka lýðræðisríki meðal annars. En það skiptir alveg máli hvernig við leitum málamiðlana og til hverra. Það virkar nefnilega ekki þannig að þegar við leitum málamiðlana td í þjóðaratkvæðagreiðslu að við getum bara hunsað niðurstöðuna. Eða að við leitum bara málamiðlana með öðrum flokkum innan meirihluta… og ýmislegt þess háttar.

Ég geri mér svo sem grein fyrir að Katrín meinti þetta kannski nær því sem ég er að lýsa en verk ríkisstjórnar hennar báru þess ekki merki. Og það er kannski það helst sem fólki finnst vera svik. Mér finnst það allavega. Það er bara mín skoðun á þessu.

Smá viðbót: Að fara út í að segjast ekki hafa svikið þjóðina er klassíst öfga umræðutækni hjá pólitíkusum. Lang flestir eru ekkert að ásaka Katrínu um landráð eða eitthvað þvíumlíkt. Smá strámaður í þessu hjá henni. Mjög algengt. Annað dæmi finnst mér um vonbrigði…“

Tjáir sig um Facebook: „Reglunum breytt án þess að notendur séu látnir vita – Þurfum nýja miðla“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur verið að skoða „hegðun“ samfélagsinsmiðilsins Facebook.

Tjáir sig á Facebook um Facebook:

Mark Zuckerberg eigandi og stofnandi Facebook.

„Maður skyldi gera sér grein fyrir því að Facebook hegðar sér býsna mikið öðruvísi en þegar vefurinn var yngri og ferskari.“

Bendir á breytingu:

„Það þýðir til dæmis lítið að deila tenglum núorðið, algóritminn sér til þess að slíkar færslur sökkva eins og steinn. Það sama á við um til dæmis tengla á viðburði. Þetta kemur ýmsum sem voru vanir að nota þessa fídusa á Facebook í vandræði.“

Egill færir í tal að „reglunum er breytt án þess að notendur séu látnir vita – yfirleitt í engu öðru en gróðaskyni.“

Einnig:

„Annað sem ég tók eftir um daginn. Ég birti góðlátlega færslu þar sem sagði frá ferð til Brighton. Rifjaði upp gamla sögu af tilraunum írska lýðveldishersins til að koma breskum forsætisráðherra fyrir kattarnef, notaði skammstöfun yfir þessar sveitir sem nú hafa lagt upp laupana. Hún gerði held ég útslagið.

IRA reyndi að ráða Margaret Thatcher af dögum árið 1984 í Brighton. Hún slapp.

Það var eins og við manninn mælt – færslan lenti í ónáð hjá algóritmanum og fékk lítil viðbrögð. Svona er möndlað með þennan samskiptamáta sem við höfum vanið okkur á – það er auðvitað alveg ferlegt.

Við þurfum nýja miðla.“

Svala og Krummi baksviðs á Mínustónleikum: „Gjörsamlega tryllt og svo fallegt móment“

Mynd / Skjáskot Instagram

Svala Karítas Björgvinsdóttir birti baksviðsmynd af sér með bróður sínum, Krumma, eftir geggjaða tónleika Mínus á dögunum.

Söngdívan Svala Björgvins birti skemmtilega ljósmynd af sér með Krumma, bróður sínum, á Instagram í fyrradag. Myndin var tekin baksviðs á tímamótatónleikum hljómsveitarinnar Mínus, sem hélt tónleika eftir 18 ára hlé. Við færsluna skrifaði Svala eftirfarandi texta:

„Baksviðs með Krumma bró eftir sturlaða tónleika hjá Mínus. Að horfa á þá performa saman í fyrsta skipti í 18 ár var gjörsamlega tryllt og svo fallegt móment sem við í salnum munum aldrei gleyma💜 svo stolt af þér bró og Bjarna, Bjōssa, Frosta og Þresti.“

Sæt systkini.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Cate Blanchett lúmsk á rauða dreglinum: „Smáatriðin skipta máli. Goðsögn“

Cate Blanchett vakti athygli á rauða dreglinum á Cannes kvikmyndahátíðinni í fyrradag. Kjóllinn sem hún klæddist þótti minna mikið á palestínska fánann.

Hin 55 ára stórleikkona gekk rauða dregilinn við frumsýningu á The Apprentice í fyrrakvöld en aðdáendur hennar eru vissir að Jean Paul Gaultier kjóllinn sem hún kæddist, hafi verið sérstaklega hannaður til að sýna samstöðu með Palestínu, vegna þjóðarmorðs Ísraelshers sem hefur verið í gangi frá því að Hamas-liðar frömdu hryðjuverk í Ísrael 7. oktober síðastliðinn.

Grunur kviknaði þegar Cate tók upp kjólfaldinn og sýndi óvenjulega ljósgrænt fóður á innanverðum faldinum. Kjóllinn sjálfur var svartur að framan og ljós að aftan. Þannig að þegar Cate veifaði græna fóðrinu á rauðum dreglinum þótti mörgum þeir sjá þar palestínska fánann.

Ritjóri Vogue Arabia, Livia Firth, birti mynd af Cate á rauða dreglinum, samfélagsmiðli sínum og virtist telja að leikkonan hefði sýnt samstöðu með Palestínu: „ÉG ELSKA ÞIG CATE. #cannesfilmfesteival þegar dregillinn hefur meiningu,“ skrifaði Firth.

Aðrir aðdáendur skrifuðu einnig færslur um atvikið á samfélagsmiðlum sínum. Einn þeirra, Zaharia Jaser sagði: „Þegar ég verð stór vil ég vera Cate Blanchett, sem er það lúmsk að átta sig á því að dregillinn er rauður, svo ég geti bara klæðst svörtum og hvítum kjól með grænni fóðrun, til að koma með jafn sterk skilaboð.“

Annar skrifaði: „Cate Blanchett í Jean Paul Gaultier á Cannes kvikmyndahátiðinni 2024. Smáatriðin skipta máli. Goðsögn.“

Lúmsk Cate eða bara tilviljun?

Aðrir voru þó ekki eins sannfærðir og bentu á að í raun líti kjóllinn út fyrir að vera ljósbleikur að aftan, en ekki hvítur.

Í október var Cate meðal 55 Hollywood-leikara sem skrifuðu undir áskorun til Joe Biden Bandaríkjaforseta, um að ýta á vopnahlé á Gaza.

„Við hvetjum stjórn þína, og alla leiðtoga heimsins, til að heiðra allt líf í landinu helga og hvetja til og greiða fyrir vopnahléi án tafar – bindi enda á loftárásir á Gaza og örugga lausn gísla,“ sagði í bréfinu. Meðal annarra leikara sem skrifuðu undir voru Kristen Stewart, Ramy Youssef, Joaquin Phoenix og Riz Ahmed.

Mánuði síðar hvatti Cate – sem er velvildarsendiherra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR – Evrópuþingið til að véfengja þá „hættulegu goðsögn“ að allir flóttamenn sé á leiðinni til Evrópu.

„Ég er ekki Sýrlendingur. Ég er ekki Úkraínumaður. Ég er ekki Jemeni. Ég er ekki Afgani. Ég er ekki frá Suður-Súdan. Ég er ekki frá Ísrael eða Palestínu,“ sagði hún í upphafi ræðu sinnar. „Ég er ekki stjórnmálamaður. Ég er ekki einu sinni sérfræðingur í málinu. En ég er vitni.“ Og hún hélt áfram: „Og eftir að hafa orðið vitni að mannlegum kostnaði af stríði, ofbeldi og ofsóknum, og heimsótt flóttamenn alls staðar að úr heiminum, get ég ekki litið undan. Ég hvet hvert og eitt ykkar hér í dag til að standa staðfastlega í að ögra hinni hættulegu goðsögn sem er gengur allt of víða og ýtir undir allt of mikinn ótta og fjandskap um að hver einasti flóttamaður sé á leið hingað til Evrópu.

 

 

 

Víðistaðaskóli bregst við barnahrellinum: „Það gladdi mig að finna samtakamátt skólasamfélagins“

Víðistaðaskóli hefur brugðist skjótt við fregnum af árásum karlmanns á nemendur skólans.

Mannlíf sagði frá því fyrir þremur vikum að karlmaður í appelsínugulri úlpu og með yfirvararskegg, hafi veist að börnum í Norðurbæ Hafnarfjarðar og elt þau á röndum. Nýjasta tilvikið gerðist svo í gær þegar karlmaður tók 12 ára stúlku hálstaki þegar hún var á leið í skólann. Hún hafði annað í huga og beit fólið og sparkaði í sköflung hans og losaði sig frá honum og hljóp á brott. Foreldrar og börn eru skelkuð í hverfinu. Ekki var þó hægt að fullyrða að um sama barnahrelli væri að ræða og í hinum tilvikinum. Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári mannsins.

Sjá einnig: Karl með yfirvararskegg herjar á börn í Hafnarfirði:„Fólk slegið og óöruggt að senda börnin ein út“
Sjá einnig: Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla sendi tölvupóst á forsjáraðila barna í skólanum í dag þar sem hún fer yfir þau viðbrögð sem skólinn hefur sýnt í kjölfar árása einstaklings á börn við skólann. Þar segist hún hafa nokkra pósta í kjölfar bréfs sem hún sendi í gær varðandi nýjasta tilfellið. Fer hún svo yfir viðbrögð skólans og nefnir meðal annars að aukið hafi verið við útigæslu í frímínútum og svo er húsinu lokað fyrr á daginn. Lögreglan er einnig í miklu samstarfi við skólann og vaktar hverfið, bæði í merktum og ómerktum bílum.

Hér má lesa póstinn í heild sinni:

Kæru foreldrar, forsjáraðilar barna í Víðistaðaskóla. Það hafa margir haft samband við mig eftir bréfið sem ég sendi ykkur í gær varðandi atvikið þar sem maður veittist að nemanda á leið í skólann í gær. Ég fékk nokkra pósta í kjölfarið þar sem fólk hefur eðlilega áhyggjur og þiggur ráð og eins frásagnir af öðrum atvikum sem hafa átt sér stað áður. Fólk spyr líka hvað er verið að gera og hvað gerir skólinn? Málið var strax tilkynnt til lögreglu sem kynnti sér málavexti vel. Ég hef líka verið í þéttu samstarfi við lögregluna í gær og í dag. Lögreglan er á vaktinni í hverfinu bæði í merktum og ómerktum bílum og fylgist vel með.

Við í skólanum brugðum á það ráð að auka í gæslu í frímínútum á skólalóðinni hjá okkur og skiptast kennarar á að fara á vörslu með skóla- og frístundaliðunum. Við höfum líka bætt gangavörslu innandyra og lokum húsinu fyrr. Allt starfsfólk skólans er upplýst og undirbúið að ræða við börnin út frá þroska og aðstæðum. Það er mikilvægt að fara ekki offari í umræðunni til að skapa ekki hræðslu og kvíða hjá börnunum. Það er mikilvægt er að þau finni að við erum til staðar og gætum öryggis þeirra eftir bestu getu. Það gladdi mig mikið að finna samtakamátt skólasamfélagins okkar og finna sterkt að við erum öll í sama liði að tryggja öryggi barnanna okkar. Í morgun mátti sjá marga foreldra fylgja börnum sínum í skólann og nokkrir foreldrar fóru í foreldrarölt og voru á vakt á göngustígum og leiðum að skólanum. Bestu þakkir fyrir þetta framtak.

Stjórn foreldrafélagsins ætlar að skipuleggja foreldrarölt næstu morgna, virku dagana og við biðjum þá sem geta lagt sitt af mörkum að skrá sig á facebooksíðu foreldrafélagsins svo hægt verði að halda utan um verkefnið. Við vonumst til að fá 6-8 á vakt frá kl. 7:30 í fyrramálið og er mæting við aðalinngang skólans en þar fá þeir sem skrá sig gulu vestin til að auðkenna sig. Hafnarfjarðarbær hefur einnig verið í góðu samstarfi við okkur ásamt lögreglunni sem hefur það hlutverk að upplýsa málið og tryggja öryggi íbúa í hverfinu. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir samstöðuna Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla

Steinunn kærir Matvælastofnun: „Hryllingssagan er að breytast í Hryllingsbaráttu!“

Kind númer 3155 Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Steinunn Árnadóttir er búin að kæra Matvælastofnun til lögreglunnar fyrir illa meðferð á dýrum.

Orgelleikarinn og baráttukonan Steinunn Árnadóttir fór til lögreglunnar í gær og lagði fram kæru á hendur Mast vegna illrar meðferðar á kind númer 3155, í Þverárhlíð.

Sjá einnig: Kindur standa yfir dauðum lömbum sínum í Þverárhlíð – Steinunn Árna sendi sveitarstjórninni bréf

Steinunn hefur verið afar ötul við að benda á hryllilega meðferð á kindum frá bænum Höfða í Borgarfirði sem margar hverjar ganga lausar út um allar tryssur í Þverárhlíðinni. Lömb hafa verið borin undir berum himni og í sumum tilfellum étin af rándýrum sem þar leynast, bæði í lofti og á láði. Skallablettir hafa myndast á sumum kindanna og ýmsar bólgur myndast á öðrum, sem og sýkingar. Steinunn hefur birt reglulegar fréttir af ástandinu og sýnt ljósmyndir, máli sínu til stuðnings. Yfirdýralæknir hjá Mast hefur hins vegar sagt ástandið ýkt af fólki, að ýmislegt þurfi að bæta en að ástandið sé ekki alvarlegt. Þessu er Steinunn og fjölmargir aðrir ósammála.

„Hryllingssagan er að breytast í Hryllingsbaráttu!

Baráttu um að farið sé eftir lögum um velferð dýra !
Vinkona mín númer 3155 er nú orðin opinber persóna.

Nú fjalla lögfræðingar lögreglunnar um hvort Matvælastofnun verði kærð fyrir illa meðferð á dýrum/kind númer 3155.“ Þannig hljóðar ný Facebook-færsla Steinunnar en hún staðfesti í samtali við Mannlíf að hún hefði lagt fram kæru á hendur Mast.

„Á heimasíðu Mast er tilkynning dagsett 10.maí að Mast fari með eftirlit og beri ábyrgð á dýrum á Höfða. Ég sendi beiðni/kröfu til þeirra með mynd af kindinni 16.mai. Engin svör. 20. mai fór ég aftur til að athuga með hana (ásamt myndatöku)og þá er þetta mjög alvarlegt,“ segir Steinunn í samtali við Manníf.

 

Eva Hauks: „Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð?“

Eva Hauksdóttir lögmaður.
Lögmaðurinn Eva Hauksdóttir er ekki hrifin af stofnanamáli.

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði áhugaverða færslu á Facebook í morgun þar sem hún veltir fyrir sér hvers vegna svo margir flæki tungumálið með stofnanamáli. Nefnir hún nokkur dæmi:

„Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð, aðferðafræði þegar átt er við aðferð, afgreiðsuferli þegar átt er við afgreiðslu, stærðargráða þegar átt er við stærð og hugbúnaðarlausnir þegar átt er við hugbúnað?“

Eva gefur svo þeim sem hafa blæti fyrir löngum orðum ráð:

„Ef málnotendur hafa dálæti á löngum orðum þá er alltaf hægt að finna sér ástæðu til að tala um framhaldsskólakennara, miliríkjasamninga, innkirtlasérfræðinga, utanríkisráðuneytið og endurskoðunarfyrirtæki.“

Starfsmaður A4 í glæfraakstri að keyra á móti umferð – MYNDBAND

Starfsmaður A4 var ekki sá eini sem keyrði á móti umferð

Undanfarna daga hafa íbúar Laugardals þurft að glíma við ökufanta sem brjóta umferðarlög þegar þeir keyra um hverfið en mikil aukning á umferðarlagabrotum hafa átt sér stað eftir að gatnaframkvæmdir á hringtorgi á Reykjavegi hófst fyrir stuttu.

Framkvæmdirnar hindra för bíla að keyra af Reykjavegi á Suðurlandsbraut og Engjaveg. Margir bílstjórar láta þó skýrar merkingar ekki stoppa sig og ákveða frekar að brjóta lög með því að keyra á móti umferð í hringtorginu eins og ekkert sé eðlilegra.

Mannlíf hefur undir höndunum myndbönd af nokkrum lögbrjótunum og er einn af þeim sem um ræðir starfsmaður verslunarinnar A4 en eftir að starfsmaðurinn keyrir á móti umferð inn í hringtorgið beygir hann inn á Engjaveg þar sem hann heldur áfram að keyra á móti umferð. Mannlíf hafði samband við A4 til að spyrjast fyrir um hvernig sé tekið á slíkum lögbrotum innanhúss.

„Í þessum tilfelli er lögbrotið umferðalagabrot. Í þeim tilfellum fær starfsmaður formlegt samtal og honum gefst kostur á að útskýra mál sitt. Ef um ítrekuð brot er að ræða kann það að valda brottrekstri. Viðurlög umferðalagabrota eru sektir og punktar í ökuferilsskrá. Starfsmaðurinn sem á í hlut greiðir þá sekt og fær þá punkta sem veittir eru,“ sagði Vilhjálmur Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs og vörustýringar hjá A4, um málið. „A4 harmar að brotið hafi átt sér stað og leggur áherslu á mikilvægi þess að umferðarlög séu virkt.“

 

 

Dánarorsök K-Pop stjörnu opinberuð: „Hjörtu okkar eru mjög þung“

Blessuð sé minning hennar.

Dánarorsök K-Pop stjörnunnar Park Boram hefur verið opinberuð.

Aðdáendur fengu hyggðarfréttir í síðasta mánuði þegar K-Pop stjarnan Park Boram lést skyndilega, aðeins þrítug að aldri.

Niðurstöður krufningar á hinni látna söngkonu benda til þess að andlát Park Boram hafi verið vegna bráðrar áfengiseitrunar, en einnig þjáðist hún af fitulifur og lifrarskemmdum, sem geta hafa átt þátt í dauða hennar.

Söngkonan var á einkasamkomu með tveimur vinum 11. apríl síðast liðinn þegar hún fannst meðvitundarlaus inni á baðherbergi. Skýrsla sem lögreglan í Namyangju sendi frá sér leiddi í ljós að Park fór á klósettið um klukkan 21:55 en vinirnir fóru að hafa áhyggjur þegar hún kom ekki út aftur.

Vinur hennar er sagður hafa farið að athuga með hana og fundið hana meðvitundarlausa yfir vaskinum. Vinir söngkonunnar eru sagðir hafa hringt strax í neyðarlínuna og reynt að framkvæma endurlífgun á Park áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hún var flutt á Hanyang Guri háskólasjúkrahúsið en úrskurðuð látin klukkan 23.17.

Í apríl gaf umboðsskrifstofa Park Boram út yfirlýsingu sem hljóðaði eftirfarandi: „Park Boram yfirgaf okkur skyndilega seint að kvöldi 11. apríl. Hjörtu okkar eru mjög þung þegar við sendum aðdáendum hennar þessar fréttir. Boðað verður til vöku og jarðarfarar eftir viðræður við fjölskyldu söngkonunnar.“

Park Boram varð fræg mjög ung að árum, árið 2010 eftir að hún kom fram í Suður-kóresku söngkeppninni Superstar K2. Söngkonan endaði í topp átta og fjórum árum síðar gaf hún út sitt fyrsta lag.

Mirror sagði frá málinu.

Hér er eitt af lögum Park:

Freyr segir dauðann vera spennandi fyrirbæri: „Skugginn sem fylgir okkur alltaf“

Freyr Eyjólfsson gerir aðra sjónvarpsþáttaröð - Mynd: Skjáskot úr Helgarviðtalinu

Fjölmiðlamaðurinn Freyr Eyjólfsson ræddi margt og mikið í nýju viðtali og þar er meðal annars snert á dauðanum en Freyr gerði sjónvarpsþáttinn Missir sem sýndur var í Sjónvarpi Símans árið 2021 sem fékk góðar viðtökur. Önnur þáttaröð er í bígerð um þessar mundir.

„Þetta eru skemmtileg viðtöl, fólk er opið og hresst, því dauðinn gefur lífinu tilgang. Það markar lífið af að við vitum að það er ekki endalaust,“ sagði fjölmiðlamaðurinn. „Margir myndu halda að það sé niðurdrepandi að búa til sjónvarpsþætti um dauðann, lesa um hann og tala en eftir hvern dag var ég upprifinn og peppaður.“

Að mati hans er dauðinn áhugaverður og spennandi. „Hann er ótrúlega hræðilegur og dularfullur. Hann er skugginn sem fylgir okkur alltaf. Við vitum aldrei hvenær við deyjum en við vitum að við gerum það,“ sagði Freyr í viðtali á RÚV. Í viðtalinu grínast Freyr einnig aðeins og greinir á milli íslenskra iðnaðarmanna og dauðans. „Ég er í framkvæmdum og það getur verið erfitt að díla við íslenska iðnaðarmenn. Munurinn á dauðanum og íslenskum pípara er að sá að dauðinn kemur. Það er ekki víst með píparann.“

En Freyr skilur auðvitað að dauðinn getur verið erfiður og krefjandi. „Að greinast með sjúkdóm er sorgarferli og það er erfitt að þurfa að kveðja fyrr en maður ætlaði og ofboðslega erfitt að kveðja ungt fólk. Það er munur á að fara í jarðarför þar sem ungt fólk er látið eða þar sem við erum að kveðja gamalt fólk,“ sagði Freyr en dauðinn gerir ekki upp á milli fólks. „Hann er ósanngjarn, hræðilegur og miskunnarlaus, sér í lagi þegar börn deyja. Þá er dauðinn mjög miskunnarlaus. En þegar gamalt fólk deyr í sátt er þetta eins og góður vinur að sækja mann.“

Nemandinn sem stakk Ingunni ákærður fyrir tilraun til manndráps:„Mjög sérstakt og skelfilegt atvik“

Ingunn Björnsdóttir stuttu eftir árásina. Ljósmynd: Ingunn Björnsdóttir

Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur og samkennara hennar í Háskólanum í Osló í fyrra hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Sjá einnig: Árásarmaðurinn er norskur: „Ekki dettur okkur samt í hug að alhæfa um Norðmenn“

Karlkyns nemandi á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og alvarlegar líkamsmeiðingar gegn tveimur kennurum, að því er VG greinir frá.

Það var þann 24. ágúst í fyrra sem nemandinn réðist á tvo kennara með hnífi í húsnæði lyfjafræðideildar Oslóarháskóla. Annar þeirra, hin íslenska Ingunn Björnsdóttir slasaðist alvarlega en hinn kennarinn slapp með minniháttar meiðsl.

Neitar sök

Nemandinn neitar sök fyrir tilraun til manndráps en viðurkennir sekt fyrir líkamsmeiðingar, skrifar blaðið.

Það var síðdegis 24. ágúst í fyrra sem nemandinn réðist á hina 64 ára gömlu Ingunni Björnsdóttur, dósents, með hnífi í húsnæði lyfjafræðideildar Oslóarháskóla.

Samkvæmt ákæru skar nemandinn Ingunni Björnsdóttur á háls, stungið hana í kvið og efri hluta líkamans – og veitt níu önnur stungusár á handlegg og fæti Ingunnar.

Ingunn komst lífs af vegna þess að samkennari hennar og fleiri gripu inn í, en hnífurinn stakkst ekki í lífsnauðsynleg líffæri og vegna þess að hún fékk skjóta læknishjálp, segir í ákærunni.

Tilefni er til að sækja hann til saka fyrir að hafa reynt að drepa annað fórnarlambið og fyrir að hafa veitt hinu líkamsmeiðingum sem eru í skilningi laga, alvarlegar, segir Hulda Olsen Karlsdóttir ríkissaksóknari hjá ríkissaksóknarembættinu í Ósló.

Hefur náð sér vel líkamlega

Ingunn Björnsdóttir er frá Íslandi og starfar sem dósent við lyfjafræðideild Háskólans í Ósló.

„Ég hef náð mér mjög vel líkamlega, en ég varð fyrir nokkrum meiðslum sem þurftu aðeins meiri þjálfun til að koma mér í lag aftur. Það gengur ótrúlega vel, en með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í samtali við VG.

„Andlega hefur þetta verið aðeins meira upp og niður, en ég mun bíða þangað til réttarhöldin fara fram með að útskýra þetta nánar,“ bætti hún við.

Stuttu fyrir hnífaárásina er nemandinn sagður hafa fallið á prófinu – og þegar hann fékk ástæðuna fyrir fallinu, réðst hann á kennara sína.

Stúdentinn er einnig ákærður fyrir grófar líkamsmeiðingar gegn kennaranum sem hjálpaði Ingunni er árásin átti sér stað.

Samkvæmt ákæru var samstarfsmaðurinn stunginn nokkrum sinnum í vinstri og hægri framhandlegg.

„Þetta er mjög sérstakt og skelfilegt atvik sem hefði fljótt getað haft banvænar afleiðingar fyrir fórnarlambið ef samstarfsmaðurinn hefði ekki gripið inn í og ​​bjargað lífi hennar með því að yfirbuga gerandann, segir lögmaður kennaranna,“ Hege Salomon, við VG.

 

Bardagakappi fordæmir eineltissegg sem tók barn hálstaki – MYNDBAND

Fórnarlambið var tekið hálstaki - Mynd: Skjáskot

MMA-bardagakappinn Dillon Danis birti í vikunni myndband af eineltisseggi að taka barn hálstaki með þeim hætti að fórnarlambið missti meðvitund.

Í myndbandinu skipar eineltisseggurinn fórnarlambinu að hlýða sér, sem það gerir. Skömmu eftir hálstakið missir fórnarlambið meðvitund og sleppir eineltisseggurinn fórnarlambinu í framhaldinu á jörðina og fer myndatökurmaðurinn að skellihlæja. Ekki liggur þó fyrir hvaða unglingar eru þarna á ferðinni eða hvort lögreglan blandaði sér í málið.

„Mér verður flökurt að sjá svona. Strákurinn hefði getað dáið. Ef við komust að því hvað strákurinn heitir þá skal ég kaupa fyrir hann tíma á Jiu Jitsu námskeiði,“ skrifaði bardagakappinn á Twitter. Einhverjir töldu þó að það væri kaldhæðnislegt að maður sem vinnur við bardagaíþróttir þar sem fólk er tekið hálstökum sé að setja sig á háan hest í þessum málum.

„Ég er fagmaður sem hefur æft Jiu-Jitsu í 15 ár, nota rétta tækni og veit hvenær á að sleppa,“ svaraði Danis.

Viðskiptavinir McDonald’s í áfalli vegna hegðunar starfsmanns – MYNDBAND

Þessi starfsmaður McDonald's ekki með hreinlæti á hreinu - Mynd: Skjáskot

Viðskiptavinir McDonald’s staðar í Brisbane í Ástralíu urðu í vikunni urðu vitni að ótrúlegu atviki sem ætti ekki að viðgangast á veitingastöðum en þá ákvað starfsmaður staðarins að nota hitalampa, sem notaður til að halda frönskum kartöflum heitum, til að þurrka blauta skúringarmoppu.

Debbie Barakat tók myndband af athæfinu en starfsmaðurinn gerði enga tilraun til að fela verknaðinn en slíkt er greinilegt brot á öllum heilsuverndarsjónarmiðum. Að sögn Barakat voru starfsmenn staðarins að teygja sig fram hjá moppunni til að ná í franskar.

Talsmaður McDonald’s í Ástralíu sagði að fyrirtækið taki matvælaöryggi mjög alvarlega og þetta mál hafi nú þegar verið afgreitt innan þess.

Einstaklingur sem var með skotvopn á skemmtistað handtekinn af sérsveitinni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í dagbók lögregluna var ýmislegt að finna

Tilkynnt um þjófnað úr verslun. 3 aðilar að verki, málið leyst á staðnum.

Tilkynnt var um tvo aðila á skemmtistað í miðbænum og að annar þeirra væri með skotvopn í buxunum. Vopnuð lögregla ásamt sérsveit handtóku mennina skömmu síðar þar sem þeir voru komnir í bifreið. Kom í ljós að um eftirlíkingu úr málmi var að ræða. Einnig voru aðilarnir með fíkniefni á sér og annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var aðili handtekinn grunaður um sölu fíkniefna, laus að lokinni skýrslutöku.

Einnig var aðili handtekinn vegna ofbeldis í heimahúsi, einnig nokkuð ölvaður og verður tekin skýrsla af honum þegar rennur af honum.

 Það var einstaklingur handtekinn vegna ofbeldis í heimahúsi, sá reyndi einnig að slá til lögreglumanns.

Aðili var handtekinn stutt frá vettvangi þar sem tilkynnt var um innbrot. Þá voru öryggisverðir að fylgjast með honum og kom þá fram að hann væri mjög ölvaður og að reyna að komst inn í bifreiðar í nágrenninu. Reyndist þetta vera aðili sem lögregla hafði haft afskipti af fyrr um nóttina vegna ölvunar. Þegar komið var á lögreglustöð varð hann mjög ósáttur með að þurfa að vera vistaður í fangaklefa vegna málsins. Endaði hann á því að hóta lögreglumanni öllu illu og reyndi að sparka í annan.

Einar borgarstjóri svíkur börnin

Alexandra Briem borgarfulltrúi

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er ekki velkominn í Laugardalinn að mati margra íbúa hverfisins eftir að skóla- og frístundaráð borgarinnar ákvað fyrr í mánuðinum að svíkja loforð um uppbyggingu á skólastarfi í Laugardalnum. Ákvörðun um framtíð skólamála í Laugardalnum var tekin árið 2022 eftir langt samráð fyrir við íbúa og skólastjórnendur og ríkti mikil gleði í hverfinu vegna þess.

Nú tveimur árum síðar hefur verið breytt um áætlun í óþökk íbúa, barna, skólastjórnenda og íþróttafélaga og var Alexandra Briem borgarfulltrúi ræst út í viðtöl við fjölmiðla til að útskýra málið en gerði aðeins illt verra…

Skagadrama í Árbænum: „Til háborinnar skammar af þjálfara Fylkis“

Fylkisvöllur - Mynd: Fylkir.is

Það andaði köldu milli Ólafs Þórðarsonar, þjálfara ÍA, og Þorláks Árnasonar, þjálfara Fylkis, árið 2004 en DV sagði frá málinu á sínum tíma.

Þannig var mál með vexti að knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson var leikmaður ÍA en félagið samdi við Fylki um að hann mætti æfa með Fylki á undirbúningstímabilinu þar sem undirlagið hjá ÍA væri verra en hjá Fylki og Garðar var slæmur í hnjánum. Þetta var sem sagt gert til að minnka meiðslahættu Garðars.

Fylkir hins vegar keppti æfingaleik og spilaði Garðar með liðinu og voru Skagamenn ósáttir með það og sérstaklega þegar kom í ljós að Garðar meiddist í leiknum. „Ég var negldur niður eftir fimm mínútna leik og tognaði á ökkla. Þetta er samt ekkert alvarlegt og ég verð klár aftur eftir tvær til þrjár vikur,“ sagði Garðar við DV um málið árið 2004. „Ég spurði ekkert um leyfi til þess að spila leikinn. Ég hélt ég væri að fara á eðlilega æfingu en þá kom í ljós að það var æfingaleikur. Láki [Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis] bað mig um að spila síðari hálfleikinn og ég gerði það bara. Ég hafði ekki snert bolta lengi og vantaði smá æfingu þarsem það var leikur daginn eftir.“

Ólafur verður eiga þetta við sjálfan sig

„Ég leyfði honum að æfa með Fylki en ég leyfði honum ekki að spila með Fylki,“ sagði Ólafur Þórðarson. „Ég er ekki par hrifinn af þessari framkomu. Ég hef ekki ákveðið hvort ég geri eitthvað í málinu en það kemur í ljós. Mér finnst það til háborinnar skammar af þjálfara Fylkis að stilla honum upp í leik,“ sagði Ólafur reiður „Það er alveg ljóst að hann æfir ekki meira með þeim. Það er fyrir neðan allar hellur hjá Fylkismönnum að haga sér svona.“

Þorlákur Árnason leit á málið öðrum augum en Ólafur.

„Það er að þeirra ósk að hann er að æfa hjá okkur og við höfum verið að gera ÍA greiða með því að leyfa honum að æfa hjá okkur. Mér finnst það undarlegt ef Ólafur er eitthvað fúll því við vorum að gera honum og Garðari greiða. Það kemur mér mjög á óvart að heyra þetta. Mér finnst ummæli Ólafs fáranleg og ekki svara verð. Hann verður að eiga þetta við sjálfan sig.“

Valgerður er eina atvinnukonan í boxi: „Verður þú að hafa stjórn á tilfinningunum þínum í hringnum“

Nýjasti gestur Arnórs og Gunnars í Alkastinu sem er í boði Þvottahússamsteypunar er engin önnur en Valgerður Guðsteinsdóttir; eina atvinnukonan í hnefaleikum á Íslandi í dag.
Valgerður, sem hefur keppt sem atvinnumanneskja í hnefaleikum í nokkur ár, er að horfa fram að á sinn stærsta bardaga fram að þessu við hina 32 ára gömlu Jordan Dobie. Dobie sem er í 19 sæti á heimslistanum yfir kvenkyns boxara í sínum þyngdarflokk og hefur unnið alla fjóra atvinnumannabardaga sína. Dobie hefur mikla reynslu af bardagaíþróttum og hefur meðal annars orðið heimsmeistari í Muay Thai. Það er því ljóst að Valgerði bíður mikil áskorun.

Valgerður segist aldrei hafa verið í betra formi og er ákveðin í að sigra í þessum bardaga. Frá því að hún byrjaði fyrst að boxa 19 ára gömul hefur hún breyst mikið sem boxari. Þá hafi hún á ákveðnum tímapunkti þurft að taka sjálfan sig alveg í gegn hvað varðar mataræðið þar sem hún fór að nota vörurnar frá Herbalife. Með auknum þroska fór hún einnig að huga meira að andlegri heilsu sem hún segir að sé alveg nauðsynlegt ef þú ætlar að ná langt sem boxari. Álagið sem fylgir bæði undirbúningnum sem og bardaganum sjálfum hverju sinni krefst þess að hausinn sé í lagi og að hægt sé að hugsa skýrt svo að viðbrögð og snerpa séu upp á tíu. Mikil sálfræði fylgir boxinu og beita andstæðingar allskonar aðferðum til að koma hvor úr öðrum úr jafnvægi.

Valgerður á æfingu.
Ljósmynd: Aðsend
Valgerður segist vera „natural burn pitbull“ í boxinu. Hún ræðst á viðfangsefnið eins og skriðdreki og hún segir að þegar hún sé í hringnum detti hún í hálfgert „zone“ þar sem tíminn hverfur og aðeins eitt komist að; sigur! Gunnar spurði hana hvort hún upplifi að verða keyrð áfram af heift eða reiði í bardögum og Valgerður sagði það vera algjört klúður ef svo gerist. Þá missir maður bæði einbeitingu og snerpu og öll þjálfunin fer út um gluggann. Hún segir að um sé að ræða íþrótt sem krefst alls af manni þar sem hugur og líkami verða að vinna saman sem ein heild til að ná árangri. „Þegar þú ert í bardaga þá verður þú að hafa stjórn á tilfinningunum þínum. Af hverju þú ferð þangað, hvað drífur þig áfram, það er annað. En að missa þig í reiði eða pirring eða einhverri heift, það eyðileggur bara fyrir þér.“
Spurð út hvort hún sé einhvern tíman hrædd um að slasa andstæðinginn alvarlega segist hún oft hafa hugsað um það og að hún geti í raun ekki með neinu móti ímyndað sér hvernig hún gæti lifað með því ef svo myndi gerast. Hún undirstrikar þó að báðir aðilar stíga inn í hringinn sem vel þjálfaðir atvinnumenn í toppformi og meðvitaðir um hættuna sem fylgir þessu sporti.
Talið barst að svefnvenjum og Gunnar spurði hana út svefnvörur. Valgerður hefur nýverið fest kaup á nýjum ullar svefndýnu og segir að hún hefði aldrei trúað hvað þetta breytti miklu fyrir hana. Nætursviti, höfuðverkir, stífað nef og bólgur hafi nánst horfið um leið og hún færði sig í yfir í náttúrulega dýnu. Hvíld og svefn sé lykilþáttur í allri endurheimt og hafi gríðarleg áhrif á frammistöðuna í hringnum í því samhengi.
Spurð út í hvar hún ætlar sér að verða eftir 5 ár segist Valgerður ætla að verða orðin heimsmeistari á þeim tíma í sínum þyngdarflokki. Hún er ákveðin og örugg um að það muni takast með yfirvegun, þrautseigju og þrotlausum æfingum. Arnór spurði Valgerði hvaða forsetaframbjóðanda hún myndi velja í bardaga ef hún þyrfti að velja og sagðist hún klárlega allan daginn vilja slást við Ásdísi Rán; þær myndu örugglega báðar hafa gaman af því.
Bardaginn milli Valgerðar og Jordan Dobie verður fer fram á föstudaginn 24 maí og á sér stað á bardagakvöldi hjá Unified Boxing Promotions og verður streymt í beinni á UFC Fightpass.
Valgerður segir mikin kostnað fylgja atvinnumennsku í hnefaleikum, sérstaklega þar sem atvinnu hnefaleikar eru bannaðir með lögum á Íslandi. Hún segir að með þrautseigju nái hún að rétt að halda í við kostnað en er sannfærð um að hún muni uppskera ríkulega fyrir allt sitt erfiði og sé rétt að byrja ferð sína upp heimslistann.
Þeir sem hafa áhuga á að styðja Valgerði geta haft samband í gegnum valgerdurstrongboxing@gmail.com eða í gegnum instagram: @valgerdurgud.

Þetta flotta viðtal við hina mögnuðu afreksmanneskju má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subsribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Víðistaðaskóli. Ljósmyndin tengist fréttinni óbeint.

Karlmaður veittist að tæplega 12 ára stúlku sem var á leið í Víðistaðaskóla í morgun en hún náði að bíta hann og sparka sig lausa. Er þetta fjórða tilfellið um svipað atvik á rúmlega þremur vikum í hverfinu.

Mannlíf sagði frá því á dögunum að maður í appelsínugulri úlpu hefði veist að nokkrum krökkum í Norðurbæ Hafnarfjarðar en talið er að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn. Í morgun var svo tilkynnt um fjórða tilfellið en lögreglan getur þó ekki staðfest að um sama mann sé að ræða.

Sjá einnig: Karl með yfirvararskegg herjar á börn í Hafnarfirði:„Fólk slegið og óöruggt að senda börnin ein út“

Móðir tæplega 12 ára gamallar stúlku skrifaði eftirfarandi færslu á íbúðasíðu hverfisins á Facebook:

„Varúð!

Dóttir mín var á leið í Víðistaðaskóla í morgun (örlítið of sein) og maður kemur aftan að henni, tekur hana hálstaki og fyrir munninn. Hún nær að bíta hann, sparkar aftur fyrir sig og nær þá að rífa sig lausa. Þegar hún sparkar virðist hann blóta en ekki á tungumáli sem dóttir mín skilur. Lýsing hennar passar að nokkru leiti við manninn sem varað var við í byrjun maí en þessi var í svartri úlpu með hettu sem huldi að hluta andlit hans en ekki appelsínugulri.

Þetta var nálægt sparkvellinum við víðistaðaskóla en rétt fyrir utan það svæði sem myndavélar skólans ná á.“

Mannlíf heyrði í Skúla Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjón lögreglunnar í Flatahrauni í Hafnarfirði. Segir hann að málið sé hið fjórða á rúmlega þremur vikum sem tilkynnt hafi verið til lögreglunnar, þar sem karlmaður veitist að börnum. „Við fengum tilkynningu í morgun um það atvik en þar er maður sem veitist að tæplega 12 ára stúlku og hún kemst undan honum. Og við erum í raun bara leitandi að þeim manni og erum með það til rannsóknar. En við erum ekki búin að hafa upp á honum.“

Aðspurður hvort um sé að ræða sama mann og í hinum málunum segir Skúli að ekki sé hægt að staðfesta það með óyggjandi hætti. „Við vitum það í rauninni ekki fyrir víst. Lýsingarnar koma náttúrulega frá börnum og þetta eru flottar lýsingar en þetta ber svo sem ekki allt saman en þetta eru fjórar tilkynningar á rúmlega þremur vikum og við erum í raun með það allt saman undir en við erum ekki búin að hafa upp á honum en erum með þetta til rannsóknar og leggjum áherslu á að hafa upp á þessum manni.“

Móðir stúlkunnar segir í samtali við Mannlíf að dóttir hennar sé mjög brugðið. „Hún er í sjokki og aum í hálsinum og rám eftir hálstakið,“ segir móðirin og bætir við að búið sé að fá áverkavottorð að málið sé komið í kæruferli.

Lögreglumenn mótmæla niðurskurði yfirvalda: „Getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Lögreglumenn mótmæla harðlega fyrirætluðum niðurskurði stjórnvalda til löggæslumála.

Stjórn Landssambands lögreglumanna sendi rétt í þessu frá sér ályktun þar sem fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð í löggæslumálum, er harðlega mótmælt.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði á dögunum að niðurskurðurinn ætti ekki að koma niður á störf lögreglunnar. „Ég skil á vissan hátt áhyggjur þeirra en ég ætla að benda á það í fjármálaáætlun að þá er 60 milljón króna niðurskurður hjá dómstólasýslunni á fjögurra ára tímabili. Þannig að ég bind nú vonir við að þau ættu að geta náð því í starfsemi sinni,“ segir Guðrún í viðtali á RÚV.

Í ályktuninni segir að sú skerðing á fjárframlögum sem boðuð sé til málaflokks löggæslu, geri, að mati lögreglumanna, lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin störf sín, auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast til muna. Þar kemur einnig fram að þær hugmyndir að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast við niðurskurðinn, séu „draumórar“. „Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir orðrétt í ályktuninni.

Aukreitis er kvartað yfir húsnæðismálum í ályktuninni og þar sagt ríkja „ófremdarástand“. Að lokum hvetur stjórnin yfirvöld til þess að „gera betur“ og falla frá fyrirhuguðum niðurskurði og bæta úr húsnæðismálum lögreglunnar.

Hér má lesa ályktunina í heild sinni: 

ÁLYKTUN STJÓRNAR LANDSSAMBANDS LÖGREGLUMANNA 

Stjórn Landssambands lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029 og harmar þá stöðu sem uppi er í húsnæðismálum lögreglunnar á Íslandi. 

Landssamband Lögreglumanna mótmælir harðlega þeim niðurskurði til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029. Að mati lögreglumanna er ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu gerir lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn mun aukast mikið.

Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt. 

Þá hefur um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt er að tekið verði á af festu. Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði. 

Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi. 

Reykjavík 22. maí 2024

Jón Steinar telur að forystumenn KSÍ eigi að segja af sér: „Þetta er alveg furðulegt“

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Ljósmynd: RÚV-skjáskot

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur að forystumenn KSÍ eigi að segja af sér í kjölfar frétta um að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðið en reglur KSÍ banna Albert að spila fyrir Ísland vegna þess að hann sætir rannsóknar vegna kynferðisbrots. Þó spilaði Albert fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Úkraínu fyrr á árinu en þá bar KSÍ fyrir sig óskýru orðalagi í eigin reglum sem leyfðu Alberti að spila.

Þetta er alveg furðulegt. Fyrirsvarsmenn KSÍ sem taka þá ákvörðun að hafa ekki besta íslenska leikmanninn með í landsleik ættu að skammast sín og helst að segja af sér trúnaðarstörfum fyrir sambandið,“ skrifaði Jón Steinar í athugasemdakerfi Mannlífs um málið

Ísland mun spila við England 7. júní og Holland 10. júní á heimavöllum þeirra.

Sjá nánar: Albert Guðmundsson ekki valinn í íslenska landsliðið

Albert Guðmundsson

 

Björn segir skoðun Katrínar augljóslega ranga: „Öfga umræðutækni hjá pólitíkusum“

Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra Mynd: Rúv-skjáskot

Þingmaðurinn knái Björn Leví Gunnarsson veltir fyrir sér orðum Katrín Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra, sem hún lét falla á forsetafundi Morgunblaðsins á Akureyri.

„Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti. Ég held að fólk hafi kynnst mér ágætlega sem stjórnmálamanni og viti ósköp vel að í stjórnmálum myndi ég alltaf gera það sem í raun og veru er gagnrýnt mest, það er að segja að leita lausna, leita málamiðlana, því að þannig virka lýðræðissamfélög,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á fundinum og telur Björn þetta vera mjög áhugaverða skoðun sem þarf að skoða betur.

„Í fyrsta lagi þá held ég að Katrín sé að segja dagsatt þarna. Hún telur sig ekki hafa svikið þjóðina og að svona virki lýðræðissamfélög. Vandinn er að þetta er skoðun en ekki staðreynd,“ skrifar Björn um málið á samfélagsmiðlinum Facebook.

Björn telur að miðað við skoðanakannanir þá sé ljóst mörgum hafi Katrín svikið eitthvað en þó ekki endilega þjóðina en mögulega þær væntingar sem fólk gerði til hennar og nefnir Björn samstarf Vinstri Grænna við Sjálfstæðisflokki og náttúruvernd. Þá segir að hann að skoðun Katrínar og þeirra sem eru á annarri skoðun geti báðar verið sannar.

Röng skoðun Katrínar

„Hitt er áhugaverðara, að svona virki lýðræðissamfélög. Þetta er fullyrðing en ekki skoðun og þessi skoðun er augljóslega röng. Svona virka lýðræðisríki meðal annars. En það skiptir alveg máli hvernig við leitum málamiðlana og til hverra. Það virkar nefnilega ekki þannig að þegar við leitum málamiðlana td í þjóðaratkvæðagreiðslu að við getum bara hunsað niðurstöðuna. Eða að við leitum bara málamiðlana með öðrum flokkum innan meirihluta… og ýmislegt þess háttar.

Ég geri mér svo sem grein fyrir að Katrín meinti þetta kannski nær því sem ég er að lýsa en verk ríkisstjórnar hennar báru þess ekki merki. Og það er kannski það helst sem fólki finnst vera svik. Mér finnst það allavega. Það er bara mín skoðun á þessu.

Smá viðbót: Að fara út í að segjast ekki hafa svikið þjóðina er klassíst öfga umræðutækni hjá pólitíkusum. Lang flestir eru ekkert að ásaka Katrínu um landráð eða eitthvað þvíumlíkt. Smá strámaður í þessu hjá henni. Mjög algengt. Annað dæmi finnst mér um vonbrigði…“

Tjáir sig um Facebook: „Reglunum breytt án þess að notendur séu látnir vita – Þurfum nýja miðla“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur verið að skoða „hegðun“ samfélagsinsmiðilsins Facebook.

Tjáir sig á Facebook um Facebook:

Mark Zuckerberg eigandi og stofnandi Facebook.

„Maður skyldi gera sér grein fyrir því að Facebook hegðar sér býsna mikið öðruvísi en þegar vefurinn var yngri og ferskari.“

Bendir á breytingu:

„Það þýðir til dæmis lítið að deila tenglum núorðið, algóritminn sér til þess að slíkar færslur sökkva eins og steinn. Það sama á við um til dæmis tengla á viðburði. Þetta kemur ýmsum sem voru vanir að nota þessa fídusa á Facebook í vandræði.“

Egill færir í tal að „reglunum er breytt án þess að notendur séu látnir vita – yfirleitt í engu öðru en gróðaskyni.“

Einnig:

„Annað sem ég tók eftir um daginn. Ég birti góðlátlega færslu þar sem sagði frá ferð til Brighton. Rifjaði upp gamla sögu af tilraunum írska lýðveldishersins til að koma breskum forsætisráðherra fyrir kattarnef, notaði skammstöfun yfir þessar sveitir sem nú hafa lagt upp laupana. Hún gerði held ég útslagið.

IRA reyndi að ráða Margaret Thatcher af dögum árið 1984 í Brighton. Hún slapp.

Það var eins og við manninn mælt – færslan lenti í ónáð hjá algóritmanum og fékk lítil viðbrögð. Svona er möndlað með þennan samskiptamáta sem við höfum vanið okkur á – það er auðvitað alveg ferlegt.

Við þurfum nýja miðla.“

Svala og Krummi baksviðs á Mínustónleikum: „Gjörsamlega tryllt og svo fallegt móment“

Mynd / Skjáskot Instagram

Svala Karítas Björgvinsdóttir birti baksviðsmynd af sér með bróður sínum, Krumma, eftir geggjaða tónleika Mínus á dögunum.

Söngdívan Svala Björgvins birti skemmtilega ljósmynd af sér með Krumma, bróður sínum, á Instagram í fyrradag. Myndin var tekin baksviðs á tímamótatónleikum hljómsveitarinnar Mínus, sem hélt tónleika eftir 18 ára hlé. Við færsluna skrifaði Svala eftirfarandi texta:

„Baksviðs með Krumma bró eftir sturlaða tónleika hjá Mínus. Að horfa á þá performa saman í fyrsta skipti í 18 ár var gjörsamlega tryllt og svo fallegt móment sem við í salnum munum aldrei gleyma💜 svo stolt af þér bró og Bjarna, Bjōssa, Frosta og Þresti.“

Sæt systkini.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Cate Blanchett lúmsk á rauða dreglinum: „Smáatriðin skipta máli. Goðsögn“

Cate Blanchett vakti athygli á rauða dreglinum á Cannes kvikmyndahátíðinni í fyrradag. Kjóllinn sem hún klæddist þótti minna mikið á palestínska fánann.

Hin 55 ára stórleikkona gekk rauða dregilinn við frumsýningu á The Apprentice í fyrrakvöld en aðdáendur hennar eru vissir að Jean Paul Gaultier kjóllinn sem hún kæddist, hafi verið sérstaklega hannaður til að sýna samstöðu með Palestínu, vegna þjóðarmorðs Ísraelshers sem hefur verið í gangi frá því að Hamas-liðar frömdu hryðjuverk í Ísrael 7. oktober síðastliðinn.

Grunur kviknaði þegar Cate tók upp kjólfaldinn og sýndi óvenjulega ljósgrænt fóður á innanverðum faldinum. Kjóllinn sjálfur var svartur að framan og ljós að aftan. Þannig að þegar Cate veifaði græna fóðrinu á rauðum dreglinum þótti mörgum þeir sjá þar palestínska fánann.

Ritjóri Vogue Arabia, Livia Firth, birti mynd af Cate á rauða dreglinum, samfélagsmiðli sínum og virtist telja að leikkonan hefði sýnt samstöðu með Palestínu: „ÉG ELSKA ÞIG CATE. #cannesfilmfesteival þegar dregillinn hefur meiningu,“ skrifaði Firth.

Aðrir aðdáendur skrifuðu einnig færslur um atvikið á samfélagsmiðlum sínum. Einn þeirra, Zaharia Jaser sagði: „Þegar ég verð stór vil ég vera Cate Blanchett, sem er það lúmsk að átta sig á því að dregillinn er rauður, svo ég geti bara klæðst svörtum og hvítum kjól með grænni fóðrun, til að koma með jafn sterk skilaboð.“

Annar skrifaði: „Cate Blanchett í Jean Paul Gaultier á Cannes kvikmyndahátiðinni 2024. Smáatriðin skipta máli. Goðsögn.“

Lúmsk Cate eða bara tilviljun?

Aðrir voru þó ekki eins sannfærðir og bentu á að í raun líti kjóllinn út fyrir að vera ljósbleikur að aftan, en ekki hvítur.

Í október var Cate meðal 55 Hollywood-leikara sem skrifuðu undir áskorun til Joe Biden Bandaríkjaforseta, um að ýta á vopnahlé á Gaza.

„Við hvetjum stjórn þína, og alla leiðtoga heimsins, til að heiðra allt líf í landinu helga og hvetja til og greiða fyrir vopnahléi án tafar – bindi enda á loftárásir á Gaza og örugga lausn gísla,“ sagði í bréfinu. Meðal annarra leikara sem skrifuðu undir voru Kristen Stewart, Ramy Youssef, Joaquin Phoenix og Riz Ahmed.

Mánuði síðar hvatti Cate – sem er velvildarsendiherra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR – Evrópuþingið til að véfengja þá „hættulegu goðsögn“ að allir flóttamenn sé á leiðinni til Evrópu.

„Ég er ekki Sýrlendingur. Ég er ekki Úkraínumaður. Ég er ekki Jemeni. Ég er ekki Afgani. Ég er ekki frá Suður-Súdan. Ég er ekki frá Ísrael eða Palestínu,“ sagði hún í upphafi ræðu sinnar. „Ég er ekki stjórnmálamaður. Ég er ekki einu sinni sérfræðingur í málinu. En ég er vitni.“ Og hún hélt áfram: „Og eftir að hafa orðið vitni að mannlegum kostnaði af stríði, ofbeldi og ofsóknum, og heimsótt flóttamenn alls staðar að úr heiminum, get ég ekki litið undan. Ég hvet hvert og eitt ykkar hér í dag til að standa staðfastlega í að ögra hinni hættulegu goðsögn sem er gengur allt of víða og ýtir undir allt of mikinn ótta og fjandskap um að hver einasti flóttamaður sé á leið hingað til Evrópu.

 

 

 

Raddir