Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Albert Guðmundsson ekki valinn í íslenska landsliðið

Albert Guðmundsson var sýknaður í gær

Búið er að tilkynna landsliðshóp íslenska karlalandsliðsins sem mætir Englandi og Hollandi í vináttuleikjum í júní en athygli vekur að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, er ekki í hópnum en samkvæmt reglum KSÍ má hann ekki spila fyrir hönd Íslands þar sem hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Þrátt fyrir þá reglu KSÍ spilaði Albert leiki Íslands gegn Ísrael og Úkraínu fyrr á árinu og sagði KSÍ að óskýrt orðalag í reglum sambandsins hafi leyft Alberti að spila leikina.

Hægt er að sjá hópinn hér fyrir neðan

Markverðir:
Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford FC
Elías Rafn Ólafsson – C. D. Mafra
Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking FK

Varnarmenn:
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby Boldklub
Guðmundur Þórarinsson – OFI Crete F.C.
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland
Daníel Leó Grétarsson – Sonderjyske Fodbold
Hlynur Freyr Karlsson – FK Haugesund
Brynjar Ingi Bjarnason – HamKam
Alfons Sampsted – FC Twente

Miðjumenn:
Bjarki Steinn Bjarkason – Venezia FC
Ísak Bergmann Jóhannesson – Fortuna Düsseldorf
Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley F.C.
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping
Kristian Nökkvi Hlynsson – AFC Ajax
Arnór Sigurðsson – Blackburn Rovers F.C.
Mikael Egill Ellertsson – Venezia FC
Mikael Neville Anderson – AGF
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven

Framherjar:
Orri Steinn Óskarsson – FC Kobenhavn
Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby Boldklub

Fréttalið náði fyrir tilviljun glæp á upptöku – MYNDBAND

Kaylee Staral átti ekki von á þessu - Mynd: Skjáskot

Fréttalið í Milwaukee lentu heldur betur í óvenjulegum aðstæðum fyrr í vikunni en þá var Kayle Staral ásamt myndatökumanni að taka viðtal við konu vegna skotárásar sem hafði átt sér stað fyrir stuttu síðan.

Í viðtalinu heyrist hávært bílhljóð færast nær og nær og allt í einu geysist silfurlitaður bíll framhjá þeim og klessir á kyrrstæðan bíl á gatnamótunum sem Staral stóð við og allt þetta náðist fyrir tilviljun á upptöku.

Strax eftir áreksturinn flúði bílstjórinn vettvang meðan 16 ára piltur skreið út úr farþegasætinu og hann fékk aðstoð nærstaddra að komast út úr bílnum en þeir höfðu stolið bílnum stuttu áður. Einn 57 ára maður sem var í kyrrstæða bílnum slasaðist og þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi vegna ótilgreindra meiðsla.

16 ára pilturinn var handtekinn og leitar lögreglan að bílstjóranum sem flúði.

Baldur bauð kennurum til samtals um málefni barna og ungmenna: „Virkilega ánægjulegt og gagnlegt“

Fundurinn var líflegur og uppbyggilegur að sögn Baldurs. Ljósmynd: Aðsend

Í gær bauð Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi, kennurum til samtals um málefni barna og ungmenna á kosningamiðstöð sinni. Fundurinn var fjölmennur en þar fóru fram uppbyggilegar og líflegar samræður.

Kennarar fjölmenntu á fundinn.
Ljósmynd: Aðsend

„Það var virkilega ánægjulegt og gagnlegt að fá tækifæri til þess að eiga samtal við kennara og fagfólk. Svo sannarlega gott veganesti til framtíðar,“ sagði Baldur Þórhallsson um fundinn.

Í kvöld býður svo Baldur viðbragðsaðilum til samtals um öryggis- og varnarmál á kosningamiðstöðinni sinni á Grensásvegi 16, kl. 17:30-18:30.

Er fundaröðin hluti af samtalsfundum þar sem Baldur mun meðal annars eiga samtal við viðbragðsaðila og heilbrigðisstarfsfólk. Á morgun verður einnig efnt til samtals við Grindvíkinga á kosningamiðstöðinni í Reykjavík kl. 17:30.

 

Kynnir hugvíkkandi efni fyrir Íslendingum – Upplifði sjálfan sig sem Miklahvell

Birgir Örn Sveinsson segist hafa kynnst sjálfum sér upp á nýtt þegar hann var nærri fjóra sólarhringa í algjöru myrkri án matar. Birgir, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir stóran hluta vandamála nútímamannsins stafa af allt of miklu áreiti á skynfærin, sem ræni okkur því að geta slakað almennilega á:

„Ég eyddi nýlega fjórum nóttum og þremur dögum inni í herbergi án nokkurrar birtu. Svokallað „dark retreat“, þar sem þú ert í algjöru myrkri og veist ekki hvort það sé dagur eða nótt. Ég ákvað líka að fasta yfir þennan tíma til þess að útiloka öll áreiti frá skynfærunum. Þetta tók auðvitað á, en það sem mér fannst merkilegast var hvað mér byrjaði að líða vel yfir því að vera laus við allt þetta áreiti sem dynur á okkur. Ég sat bara eða lá og á einhverjum punkti áttaði ég mig á því að það eina sem ég þyrfti að gera væri að slaka almennilega á og mæta sjálfum mér. Það getur gerst að líkaminn framleiði svo mikið melatónín að hann fer á endanum að brjóta það niður í DMT, sem er hugvíkkandi efni sem líkaminn getur framleitt sjálfur. Ég var ekki að gera þetta til þess að ná fram þessum áhrifum, heldur meira bara til að mæta sjálfum mér og skoða hvað er á bakvið allt áreitið og skilyrðingarnar. Við erum flest uppfull af spennu og kvíða, en þegar þú nærð að slaka alveg á gerast magnaðir hlutir. Það fer ekki saman að vera óttasleginn og alveg slakur. Í slakanum ferðu inn í þakklæti og kærleika og sérð hvað þessi ótti okkar er í raun órökréttur.“

Birgir hefur upplifað margt í gegnum tíðina, en segir að eitt það magnaðasta hafi verið þegar verund hans fór úr líkamanum og hann breyttist í vitund sem uppgötvaði svo sjálfa sig:

„Ég er nokkuð samfærður um að Miklihvellur sé að gerast margsinnis á sekúndu og þetta sé allt að gerast ennþá. Ég var fyrir sérstakri reynslu fyrir einhverjum árum sem sat með mér. Þá hljóp verund mín út úr líkamanum og inn í rými sem ég gæti kallað „singularity“ eða eitthvað tóm. Ég var ekki ég og upplifði ekki mig, heldur bara einhvers konar vitund. Svo þegar vitundin uppgötvar sjálfa sig og segir „ég er“ þá sprakk hún í Miklahvelli og ég horfði á veröldina byggjast upp frá þessum hvelli og svo varð ég allt í einu maður og svo varð ég Biggi. Þessi lífsreynsla tók um 45 mínútur, en ég sá hana hægt og það fór allt tímaskyn. Ég hef alltaf haft áhuga á Eðlisfræði og ef að Miklihvellur gerðist, þá þýðir það væntanlega að þú sért þessi hvellur að gerast núna. Alheimurinn er enn að þenjast út,“ segir Birgir og heldur áfram:

„Ég hef alltaf haft áhuga á eðlisfræði og mikið velt því fyrir mér hvernig alheimurinn varð til. Það bendir margt til að fyrst hafi það verið þetta frumhljóð „om“, sem síðan fellur niður í ljós og ljósið tvístrast í þessar bylgjulengdir og þannig verða hlutirnir til. Öll sköpun er einhvers konar takmörkun. Ég er að vinna við að gera tónlist og þegar ég sest niður við tölvuna eru allir möguleikar heimsins opnir. En svo byrjar maður að takmarka hljóðin og þannig verður sköpunin til. Því meira sem maður takmarkar, því sérhæfðari er sköpunin. En í grunninn trúi ég á einingu og að í grunninn séum við öll eitt og á einhvern hátt öll tengd. Það er bara erfitt að ná utan um það og finna það í raun og veru í daglegum veruleika.“

Birgir var einn sá fyrsti til þess að kynna hugvíkkandi efnið Ayahuasca fyrir Íslendingum, eftir að hafa búið um tíma í Perú, þar sem hann lærði undir handleiðslu lækningamanna í Amazon frumskóginum:

„Ég fékk bara mjög skýr skilaboð um að ég ætti að fara og kynna þetta efni fyrir fólkinu mínu á Íslandi. Það var verkefni sem mér var ætlað og ég skilaði því af mér, en hef talsvert mikið stigið út úr þessum heimi á undanförnum árum. Ég hélt lengi athafnir þar sem mikið af fólki kom til mín og ég veit að það fólk hefur síðan tekið sína vegferð lengra og er að vinna með þessi efni. En ég kláraði mitt verkefni þegar kemur að hugvíkkandi efnum og hef ekki fundið mikla þörf fyrir að vinna með þetta á undanförum árum,“ segir Biggi, sem hefur sem fyrr segir upplifað mjög mikið og á vegferð sinni hefur hann sannfærst um það að við séum fjölvíddarverur:

„Ég ætla að bjóða þér inn í nýja heimsmynd. Hvað ef við erum fjölvíddarverur? Við vitum að það er miklu meira þarna úti en við sjáum og nemum. Það er vitað að skynfæri okkar geta bara numið brot af þeirri tíðni sem er til. En ef við tengjumst kjarna okkar nógu sterkt getum við farið að sjá og upplifa meira. Mín tilgáta er að við séum fjölvíddarverur sem eru tengdar inn í marga veruleika í einu. Egóið okkar aftengir okkur frá því að tengjast öllu og við þurfum ákveðinn aðskilnað bara til þess að geta náð utan um tilveruna. Hvar erum við stödd þegar okkur dreymir? Hvaðan koma tilfinningarnar? Hvaðan koma hugsanirnar? Ég upplifi hlutina svolítið þannig að því meira sem ég veit, því sannfærðari verð ég um hvað við vitum rosalega lítið. Alheimurinn er stór og vegir hans eru órannsakanlegir.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Birgi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Hjónin Halldór og Agnes með glænýtt lag: „Heimaiðnaður gjörið svo vel“

Hjónin Halldór Warén og Agnes Brá gáfu út glænýtt lag í dag, Þrátt fyrir allt.

Í fréttatilkynningu frá hjónunum, sem búa á Egilsstöðum segir meðal annars:

„Fyrir nokkrum árum vantaði okkur hjónunum skemmtiatriði í brúðkaup vinafólks okkar , rifjaðist upp lag með John Prine sem gæti hentað vel í gjörninginn, við hringdum í vin okkar Sævar Sigurgeirsson sem smellti út texta sem hæfði tilefninu. Og núna nokkrum brúðkaupum síðar er lagið komið út fyrir alla hina sem ekki var boðið í brúðkaupin sem við höfurm flutt þetta lag í.

En hvernig lag er Þrátt fyrir allt?

„Lagið Þrátt fyrir allt er í bluegrass stíl og lýsir hvernig hjónalífið getur verið köflótt þó undir niðri kraumi alltaf ástarbál.“

Halldór, sem einnig hefur gert garðinn frægann í hljómsveitinni Vax, fékk skoska tónlistarsnillinginn Charles Ross, sem búið hefur fyrir austan um árabil, til að hjálpa sig við hljóðfæraleik í laginu.

„Ég fékk Charles Ross til að spila hin ýmsu hljóðfæri, og ég spila á munnhörpu, bassa ofl, meðgöngutíminn er sennilega búinn að vera ca. ár í upptökum,en það var djúpt á því að Agnes vildi syngja þetta inn á band, henni nóg um að koma fram við ýmis tækfæri og flytja þetta.“

Þau hjónin gerðu svo samning við hvort annað.

„Svo nú á vormánuðum hefur Agnes verið í námi og þurfti að að safna kennslutímum til reynslu , og ég gerði samning , ég kem í tíma hjá þér  ef þú kemur og hljóðritar lagið. Og þar við sat og þetta er útkoman. Upptökur fóru fram í Hjólhýsinu sem við erum með fyrir utan húsið okkar, Baldvin Ab Aalen lagði lagið, blandaði og masteraði. Villi Warén bróðir gerði cover. Myndina tókum við þegar börnin voru farin í skólann og stiltum upp símanum og smelltum af. Þrátt fyrir allt, Heimaiðnaður gjörið svo vel. “

Útgáfudagur lagsins er í dag, 22.mai á www.warenmusic.com og í framhaldinu á helstu steymisveitum

Þess má geta að þetta lag er rökrétt framhald af plötunni Ekki bara fyrir börn sem kom út 2013.

Hér má sjá textamyndband við hið nýja lag:

 

 

Hendrik Hermannsson er látinn

||

Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn, 49 ára að aldri en hann varð bráðkvaddur.

Hendrik var þekktur þjónn og veitingamaður en hann var viðriðinn veitingabransann í um 30 ár. Árið 2021 stofnaði hann fyrirtækið H veitingar sem hefur annast veisluþjónustu og rekið veislueldhús í Reykjavík og á Hvanneyri. Þá hann rak einnig 59 Bistro Bar í Grundarfirði á árum áður. Þá var hann annar eigandi Players í Kópavogi á sínum tíma.

Hendrik Björn Hermannsson
Ljósmynd: hveitingar.is

Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn eins og hann var ætíð kallaður, en þeir feðgar þóttu líkir, bæði í útiliti og hressleika. Hendrik lætur eftir sig soninn Benedikt, fæddur árið 2000.

Mannlíf vottar fjölskyldu og vinum Hendriks innilegar samúðarkveðjur.

Tillögu að nýju og umdeildu merki Þróttar hafnað af félagsmönnum

Meistaraflokkur karla hjá Þrótti árið 2022 - Mynd: Þróttur

Undanfarnar vikur hefur átt sér stað mikil og hörð umræða í Laugardalnum um tillögu stjórnar Þróttar um að félagið taki upp nýtt merki en núverandi merki Þróttar hefur staðið óhaggað síðan 1980. Nýja merkið, sem er teiknað af hönnunarstofunni Farvi, þykir frekar ólíkt gamla merkinu en rauðar og hvítar rendur félagsins eru horfnar á braut í merkinu sem og svört umgjörð og stafir.

Á aðalfundi sem haldinn var í gær var kosið um hvort taka ætti upp nýtt merki en áður en að kosningu kom hélt Bjarnólfur Lárusson, formaður félagsins, ræðu þar sem hann sagði að sú umræða sem hafi átt sér stað um nýtt merki og stjórnina hafi á köflum verið dónaleg og vonaðist til þess að hægt væri að horfa saman á bjartari tíma. Naumur meirihluti félagsmanna sem tóku þátt í kjörinu samþykktu nýtt merki en til að merkinu yrði breytt þurfti 2/3 félagsmanna á fundinum að samþykkja merkið og var tillagan því felld og gamla merkið lifir áfram.

Þess ber að geta að í könnun sem var gerð meðal stuðningsmanna félagsins, sem 270 manns tóku þátt í, vildu aðeins 25% stuðningsmanna Þróttar að nýja merkið yrði samþykkt en aðeins skráðir félagsmenn gátu tekið þátt í kosningu á aðalfundi félagsins.

Tillaga um nýtt merki (til vinstri) og hið gamla

Davíð Snorri ráðinn aðstoðarþjálfari Íslands: „Hefur þjálfað U21 liðið síðan þá við góðan orðstír“

Davíð Snorri Jónsson er nýr aðstoðarþjálfari landsliðs karla í knattspyrnu - Mynd: KSÍ

Knattspyrnuþjálfarinn Davíð Snorri Jónsson er nýr aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu en greint er frá því á heimasíðu KSÍ í morgun. Davíð var þjálfari u21 landsliðs karla en hættir því í starfi. Hann tekur við starfinu af Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem hætti fyrir stuttu til að taka við liði AB í Danmörku.

Hægt er að lesa tilkynningu KSÍ hér fyrir neðan:

„KSÍ hefur gengið frá ráðningu Davíðs Snorra Jónassonar í stöðu aðstoðarþjálfara A landsliðs karla og verður hans fyrsta verkefni með liðinu komandi vináttuleikir gegn Englandi 7. júní og Hollandi 10. júní.

Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1987 og hefur lokið KSÍ Pro gráðu, þjálfaði Leikni R. ásamt Frey Alexanderssyni árin 2013-2015 og komu þeir liðinu í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu þess árið 2015. Davíð þjálfaði U17 landslið karla árin 2018 til 2020 og fór m.a. með liðið alla leið í lokakeppni EM 2019, áður en hann tók við stjórnartaumunum hjá U21 landsliði karla í byrjun árs 2021 og hans fyrsta verkefni með liðinu var úrslitakeppni EM í Ungverjalandi það ár. Hann hefur þjálfað U21 liðið síðan þá við góðan orðstír og fór m.a. með liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023, en færir sig nú um set yfir til A landsliðsins.

KSÍ býður Davíð Snorra velkominn í nýtt hlutverk.

Leit að nýjum þjálfara U21 landsliðs karla er hafin. Næstu leikir liðsins eru í september, þegar undankeppni EM 2025 heldur áfram.“

Spurningar Söru

Halla Hrund Logadóttir

Morgunblaðsmenn hafa verið kátir með þann leka sem er á upplýsingum frá Orkustofnun um eitt og annað sem svert geti ímynd Höllu Hrundar Logadóttur orkumálstjóra og forsetaframbjóðanda. Settur forstjóri í stað Höllu er Sara Lind Guðbergsdóttir sem hefur notið þeirrar náðar hjá Sjálfstæðisflokknum að fá embætti án auglýsingar.

Hermt er að Sara hafi verið iðin við að spyrja undirmenn sína um þau málefni sem helst brenna á henni og flokknum. Ein slík fyrirspurn sem sneri að Höllu Hrund barst undirsáta frá skrifstofu forstjórans. Sá sem varð fyrir spurningunni vildi vita hvert svarið ætti að fara. Svarið var að Morgunblaðið væri að spyrja. Við nánari spurningu var upplýst að það væri Stefán Stefánsson blaðamaður sem væri fyrirspyrjandinn.

Þekkt er að Sara Lind er dugleg að svara fyrirspurnum af ýmsu tagi og á sumpart heiður skilinn fyrir mælgina. Í þessu tilviki er það svo að fyrirspyrjandinn er núverandi eiginmaður hennar og sérstakur áhugamaður um Höllu Hrund og aðra þá samkeppnisaðila Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem líklegir eru til að ógna stöðu hennar sem forsetaefnis …

Fullur rafskútumaður steyptist á höfuðið – Hnífamaður veittist að fólki í miðborginni

Rafskútur geta verið hættulegar ef menn eru ekki með réttu ráði.

Ökumaður rafskútu var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Sá drukkni hélt ekki jafnvægi á rafskútunni og steyptist á höfuðið með þeim afleiðingum að hann slasaðist. Rafskútumaðurinn var laus úr haldi lögreglu eftir að honum hafði verið dregið blóð.

Hnífamaður veittist að fólki í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan var kölluð til og náði hún að stöðva ofbeldismanninn. Blessunarlega er enginn slasaður eftir ágang mannsins.  Hnífamaðurinn var læstur inni í fangaklefa þar sem hann býður þess að nýr dagur rísi og hann verði látinn svara til saka.

Maður nokkur var staðinn að því að stela reiðhjóli í miðborg Reykjarvíkur. Brotist var inn í bifreið á sömu slóðum.

Óprúttnir aðilar köstuðu grjóti í bifreið á svæði Hafnarfjarðarlögreglu. Óljóst er með ástæðu eða tilgang skemmdarverksins.

Lögregla hafði afskipti af þremur leigubifreiðum. Tvær bifreiðanna uppfylltu ekki gæða og tæknikröfur og eiga því von á sekt.

Ragnhildur bjargaði tveimur drengjum frá drukknun á Álftanesi: „Þeir gátu varla talað“

Haukur Daði bendir á vökina - Ragnhildur í neðra vinstra horni - Mynd: BG

Litlu mátti muna þegar Ragnhildur Gunnlaugsdóttir bjargaði lífi tveggja drengja sem höfðu dottið í gegnum ís á Breiðabólstaðatjörn á Álftanesi árið 1990.

Ragnhildur var að fara með systur sinni á hestbak nálægt staðnum þar sem drengirnir fóru í gegnum ísinn. „Það var algjör heppni að stúlkurnar voru að fara á hestbak. Við hefðum sennilega aldrei heyrt í drengjunum hingað inn í hús,“ sögðu foreldrar Ragnhildar við DV um málið.

„Ragnhildur hélt að þetta væri bara eðlileg háreysti frá strákunum. En Anna Heiða, sem er tólf ára, taldi að eitthvað væri að. Það var orðið myrkur. Síðan sáu þær drengina berjast um í vatninu,“ sagði Gunnlaugur Guðmundsson, faðir Ragnhildar. Ragnhildur fór út í vatnið sem náði henni upp á axlir en annar drengurinn var alveg á kafi í ísköldu vatninu.

„Við vorum búnir að leika okkur á svellinu í svolítinn tíma. Þá brotnaði svellið allt í einu undan mér og svo undan Þórólfi Snæ. Ég náði með höfuðið upp úr vatninu en Þórólfur fór alveg á kaf. Hann reyndi að grípa í mig og klifra upp á mig og ná í brúnina á svellinu. Mér var kalt. Ég var líka hræddur. Svo kom Agga. Hún skreið eftir svellinu. En svo datt hún líka niður í vatnið. Þá tók hún í okkur og bar okkur upp úr,“ sagði hinn sex ára gamli Haukur Daði Guðmundsson um björgun Ragnhildar en hún var 17 ára gömul þegar þetta átti sér stað.

„Þeir gátu varla talað, þeir voru svo kaldir,“ sagði Þóra Kjartansdóttir, móðir Þórólfs. „Það var strax komið með drengina hingað og við skelltum þeim í bað – fyrst í volgt vatn en svo heitt. Við höfum margoft bent þeim á að þeir mega ekki vera úti á ótraustum ís. Þeir vissu af því. En þetta getur kannski orðið öðrum víti til varnaðar.“

Ísraelar gerðu útsendingarbúnað AP upptækann: „Þeir eru orðnir brjálaðir“

Yair Lapid

Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, fordæmdi á samfélagsmiðlinum X, hald sem lagt var á á myndavélar og útsendingarbúnað sem tilheyrir Associated Press (AP) af embættismönnum í suðurhluta Ísrael. AP var sakað um að hafa brotið ný fjölmiðlalög með því að veita Al Jazeera myndefni.

„Þetta er ekki Al Jazeera, þetta er bandarískur fjölmiðill sem hefur unnið til 53 Pulitzer-verðlauna,“ skrifaði Lapid. „Þessi ríkisstjórn hegðar sér eins og hún hafi ákveðið að tryggja hvað sem það kostar að Ísrael hafi áhrif á allan heiminn. Þeir eru orðnir brjálaðir“.

Ísraelskir embættismenn notuðu lög erlendra útvarpsstöðva til að loka skrifstofum Al Jazeera þann 5. maí síðastliðinn, auk þess að gera upptækan búnað rásarinnar, banna útsendingar hennar og loka á vefsíður hennar.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Þróttur í hart við Reykjavíkurborg: „Það kemur ekki til greina“

Þróttarar - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Þróttur

Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum var tekin sú ákvörðun að breyta um stefnu í skólamálum í Laugardalnum en til stóð að byggja við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla til að mæta þörfum og fjölgun nemenda og var sú ákvörðun tekin árið 2022 eftir langt samráðsferli við skólastjórnendur og íbúa Laugardals.

Nú hefur verið lagt til að byggður verði sérstakur safnskóli fyrir nemendur í 8. – 10. bekk en ekkert samráð var haft um þessi plön við íbúa eða skólastjórnendur og ber Reykjavíkurborg fyrir sig breyttar aðstæður sem aðalástæðu þess að breytt var um áætlun. Nú hefur íþróttafélagið Þróttur gefið út yfirlýsingu um málið en í henni segir að félagið muni ekki gefa eftir svæði sem tilheyri félaginu en samkvæmt tillögu borgarinnar stendur til að byggja skólann mögulega á milli Skautahallarninnar og AVIS-velli Þróttar. Segir félagið að svæðið tilheyri Þrótti og sé mikilvægt starfsemi félagsins.

Í yfirlýsingunni er einnig sagt að ekkert samráð hafi verið haft við félagið og áform borgarinnar hafi komið félaginu í opna skjöldu.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Þróttar hér fyrir neðan:

„Á fundi Skóla- og frístundaráðs borgarinnar, sem fram fór 13. mars sl., lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum.1 Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla, svokölluð sviðsmynd 4 í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda, dags. í nóvember 2023.2 Í þeirri sviðsmynd er kveðið á um uppbyggingu unglingaskóla í Laugardalnum og koma þrjár lóðir til greina samkvæmt skýrslunni. Lóð nr. 1 í umræddri skýrslu er Þríhyrningurinn en sú lóð er og verður á íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996.

Í ljósi framangreinds hefur laganefnd Þróttar farið yfir samkomulag félagsins við borgina. Telur laganefndin ljóst að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té. Þríhyrningurinn er því og verður hluti af íþróttasvæði Þróttar.

Vill aðalstjórn Þróttar því hér með koma því á framfæri að ekkert samráð hefur verið haft við félagið um umrædd áform borgarinnar og komu þau félaginu í opna skjöldu. Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.

Aðalstjórn Þróttar“

Halla Hrund svarar samsæriskenningunum: „Ég hef auðvitað aldrei starfað fyrir þessi samtök“

Halla Hrund Logadóttir.

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars þær samsæriskenningar sem hafa sprottið upp að hún sé í raun starfsmaður erlendra skuggasamtaka.

„Já, það var í samhengi við World Economic Forum. Ég var tilnefnd og sett á lista sem heitir „Young Global Leaders“ á sínum tíma sem ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa. Mér finnst auðveldast að lýsa þessu í samhengi við Times eða Forbes listana þar sem þú færð einhverja viðurkenningu fyrir að hafa staðið þig vel á einhverju sviði. Ég hef auðvitað aldrei starfað fyrir þessi samtök eða verið í einhverjum launasamskiptum þar. Þannig að mér finnst gott að fá að leiðrétta þann misskilning.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni

Brynjar kvartar yfir þyngdinni: „Konur eru hættar að sýna mér nokkurn áhuga“

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson á við offituvanda að stríða og vill finna sökudólginn.

Fyrrverandi þingmaðurinn grínaktugi, Brynjar Níelsson skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann talar um yfirþyngd sína, sem sé farin að hafa áhrif á daglegt líf hans.

„Nú á ég við mikinn vanda að stríða. Vambarpúkinn herjar á mig með svo miklu offorsi að ég sést úr órafjarlægð. Staðan er sú að allar hreyfingar eru orðnar mjög erfiðar og get illa klætt mig í sokka. Stefnir í að þurfa aðstoð við skeiningar nema tæknin geti bjargað mér. Tek einnig eftir því að konur eru hættar að sýna mér nokkurn áhuga og snúa bara upp á sig þegar ég reyni að daðra við þær.“

En hverjum er um að kenna? Brynjar er með nokkra sökudólga í huga:

„Spurningin er nú hverju er um að kenna. Hefur kerfið brugðist mér og úrræði ekki næg fyrir menn í minni stöðu. Eða Soffíu sem sendir mig veikan manninn oft í búðir þar sem alls konar óhollustu er að finna. Kannski er ábyrgðin foreldra minna sem hafa ekki veitt mér nægt aðhald á uppvaxtarárum. Eina sem ég veit er að þetta er ekki mér að kenna. Það verður einhver annar að taka ábyrgðina á ástandinu. Ég kalla eftir að ríki og sveitarfélög taki sig taki og veiti mér þá aðstoð sem ég þarf.“

Hafa safnað yfir sex milljörðum króna til að rannsaka geðheilsu og krabbamein í blöðruhálskirtli

The Distinguished Gentleman’s Ride (Hefðarfólk á Hjólum) fer fram í Reykjavík laugardaginn 25. maí í sjöunda sinn og er hluti af alþjóðlegum viðburði þar sem mótorhjólafólk kemur saman, snyrtilega klætt, á klassískum mótorhjólum og mótorhjólum í klassískum stíl.

Tilgangurinn með þessum góðgerðarviðburði er að vekja athygli á heilsu karlmanna, þá sérstaklega geðheilsu og krabbameini í blöðruhálskirtli, og um leið safna áheitum sem renna til rannsókna á þessum málefnum á heimsvísu.

Til að skrá sig til þátttöku eða til að styrkja málefnin er hægt að fara á heimsíðu keyrslunnar í Reykjavík, https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik.

The Distinguished Gentleman’s Ride byrjaði í Sidney í Ástralíu árið 2012 og kom til Reykjavíkur árið 2018. Á þessum árum hafa yfir 500.000 hjólarar í yfir 121 landi safnað yfir 6 milljörðum króna sem renna til rannsókna á áðurnefndum málefnum.

Þátttakendur safnast saman á bryggjunni við Granda Mathöll kl: 12:30 þar sem Benedikt Þór Guðmundsson frá Pieta samtökunum mun kynna starfsemi samtakana. Klukkan 13:00 verður lagt af stað í fylgd lögreglu, stuttan hring um Seltjarnarnes og miðbæ Reykjavíkur. Keyrslan mun svo enda í Hjartagarðinum við Laugaveg um kl: 13:45 þar sem Bartónar, karlakór Kaffibarsins mun taka nokkur lög og veitingastaðir í garðinum verða með tilboð fyrir gesti og gangandi. Öll velkomin.

Hvað: The Distinguished Gentlemens Ride (Hefðarfólk á hjólum)

Hvenær: Laugardaginn 25. maí, milli 13:00 og 15:00

Hvar: Grandagarður/Hjartagarður

Dagskrá: – 12.30 safnast saman við Granda mathöll. – 12:45 Benedikt frá Pieta ávarpar viðstadda. – 13:00 Lagt af stað í fylgd lögreglu – 14:00 Endað í Hjartagarðinum milli Laugavegs og Hverfisgötu þar sem hjólin verða til sýnis og karlakórinn Bartónar taka nokkur lög.

Skráning og áheit:

https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik Tengiliðir: – Sigmundur Traustason, 696-7956 – [email protected] – Jóhann G. Jóhannsson, 896-8989 – [email protected] Sjá nánar: Heimasíða DGR: https://www.gentlemansride.com/

Skráningarsíða DGR: https://www.gentlemansride.com/register

Styrktarsíða DGR Reykjavík: https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik

Facebook síða DGR: https://www.facebook.com/gentlemansride

Facebook síða DGR Reykjavík: https://www.facebook.com/hefdarfolkahjolum

Instagram DGR: https://www.instagram.com/gentlemansride/

Instagram DGR Reykjavík: https://www.instagram.com/dgrrvk

Sara Björk kveður Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði tvö tímabil með Juventus

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir knattspyrnulið Juventus á Ítalíu en liðið kvaddi hana á samfélagsmiðlum í dag. Hún spilaði tvö tímabil með liðinu.

Sara Björk hefur undanfarin áratug verið ein besta knattspyrnukona heimsins en hún var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018 og 2020. Sem atvinnumaður hefur hún spilað með FC Malmö, FC Wolfsburg, Olympique Lyonnais og Juventus og unnið marga titla á þeim tíma, meðal annars Meistaradeildina. Þá hefur hún spilað 145 landsleiki fyrir íslenska landsliðið en hún hætti að spila með landsliðinu árið 2022.

Hafdís Björg vill breyta húðflúri: „Hver er bestur í cover up?“

Hafdís og Kleini í Portúgal fyrir stuttu. Ljósmynd: Facebook

Hafdís Björg Kristjánsdóttir leitar að húðflúrara sem getur breytt útliti á húðflúr hjá sér.

Vaxtarræktarkonan og áhrifavaldurinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir er vel skreytt af húðflúrum, rétt eins og unnusti hennar, Kristján Einar Sigurbjörnsson eða Kleini líkt og hann kallar sig. Frægustu húðflúrin þeirra eru sennilega parahúðflúrin sem þau fengu sér nærri sínu alla heilagasta.

Hafdís Björg er fallega skreytt.
Ljósmynd: Facebook

Nýlega óskaði Hafdís Björg eftir upplýsingum um besta húðflúrlistamanninn sem gæti breytt húðflúri (e. cover), í Facebook-grúppunni Tattoo á Íslandi en þar skrifaði hún: „Hver er bestur í cover up?“. Ekki fylgdi færslunni hvaða húðflúr hún vildi breyta en af fjölmörgum er úr að velja hjá ofurkonunni.

Púað á transíþróttakonu eftir sigur – Braut engar reglur

Gallagher braut engar reglur

Margir áhorfendur púuðu á Aayden Gallagher þegar hún kom fyrst í mark í 200 metrahlaupi í menntaskólaíþróttakeppni um helgina í borginni Eugene í Oregon en hún varð ríkismeistari Oregon með sigrinum.

Ástæða þess að púað var á hana er að hún er transkona og telja einhverjar ósanngjarnt að hún keppni við aðrar konur í sömu íþrótt en einnig var púað á hana þegar hún tók á móti verðlaunum sínum.

Rétt er þó að taka fram að hún braut engar reglur og fékk leyfi skólaíþróttaráðs Oregon til að taka þátt. Einhverjir telja þetta enn eitt dæmi um aukið hatur í garð trans fólks en hatursorðræða í garð þeirra er talin hafa aukist til muna undanfarin ár, bæði hérlendis og erlendis.

Hægt er að horfa á myndband af hlaupinu hér fyrir neðan.

Birtir nýjar myndir af illa förnum kindum: „Augað hennar er um það bil að springa út úr höfðinu“

Orð eru óþörf. Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
Steinunn Árnadóttir, orgelleikari og baráttukona heldur áfram að vera rödd fyrir kindurnar á Höfða í Borgarfirði, með nýrri færslu á Facebook.

„Þessi mynd er sérstaklega fyrir settan yfirdýralækni.
Ósköp er þetta horaður kroppur og kalt hefur verið á þessu skinni í frosthörku vetrar!.“ skrifar Steinunn við myndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Í færslunni birtir Steinunn ljósmyndir af kindum í skelfilegu ásigkomulagi í Þverárhlíð en þar er fjöldi kinda frá bænum Höfða, í lausagöngu. Segist hún hafa sent tölvupóst á yfirdýralækni hjá Matvælastofnun, eftirlitsdýralæknis héraðsins og forstjóra Matvælastofnunar og óskað eftir aðstoð við að hjálpa kindunum.

„Nýborin við þjóðveg 522…
en með aðgang að ,, heilnæmu” vatni eins og Mast útvegar öllum kindum í Hryllingssögunni!!“ skrifar Steinunn við ljósmyndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

„Framhaldssagan Hryllingurinn á höfða:

Ég sendi 16.maí póst á YFIRDÝRALÆKNI, eftirlitsdýralækni þessa héraðs og forstjóra Mast og bað um aðstoð vegna kinda í neyð.“

Þannig hefst færsla Steinunnar en með henni birti hún nokkrar ljósmyndir sem hún tók í gær en þar má meðal annars sjá kind með ónýtt auga.

Orð eru óþörf.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
„Ég óskaði sérstaklega eftir að þessi vina (sem mynd fylgir af) fengi dýralæknaaðstoð. Augað hennar er um það bil að springa út úr höfðinu. En eins og áður er nefnt ,,annast“ Matvælastofnun nú þennan Hrylling og er þar með stöðugt og vökulu eftirlit!!
Engin svör bárust.
Engin aðstoð hefur litla vinan fengið. Hún er mikið verri í dag 20.maí en þegar síðasta mynd var tekin.“

„Litli vinurinn á erfitt með að drekka …“ skrifaði Steinunn við myndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Og Steinunn bætir við: „Annað að frétta úr Hryllingnum er að kindur bera við þjóðveg 522 eins og undanfarin ár og undanfarnar vikur(sjá mynd af nýborinn kind í dag 20.maí)

Lömb eru að sjálfsögðu ómerkt. Það hefur alltaf verið svona og breytist ekki þótt Mast sé daglega í kaffi hjá ábúendum.“

„Þar sem settur yfirDÝRLÆKNIR hefur aldrei komið á þessar Hryllingsslóðir finnst mér mikilvægt að hann fái reglulega sendar myndir af þátttakendunum í Hryllingssögunni.
Hér er ein um það bil að stíflast vegna skitu.“ skrifaði Steinunn við myndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Að lokum segir skýtur Steinunn á settan yfirdýralækni hjá Mast.

„Kindur eru komnar á fjall, bornar eða óbornar eða eru í görðum og túnum nágrannabæja. Það hefur líka alltaf verið svona svo það breytist ekki þótt settur yfirdýralæknir segir að stöðugt og vökult eftirlit sé með þessum HRYLLINGI …“

Albert Guðmundsson ekki valinn í íslenska landsliðið

Albert Guðmundsson var sýknaður í gær

Búið er að tilkynna landsliðshóp íslenska karlalandsliðsins sem mætir Englandi og Hollandi í vináttuleikjum í júní en athygli vekur að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, er ekki í hópnum en samkvæmt reglum KSÍ má hann ekki spila fyrir hönd Íslands þar sem hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Þrátt fyrir þá reglu KSÍ spilaði Albert leiki Íslands gegn Ísrael og Úkraínu fyrr á árinu og sagði KSÍ að óskýrt orðalag í reglum sambandsins hafi leyft Alberti að spila leikina.

Hægt er að sjá hópinn hér fyrir neðan

Markverðir:
Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford FC
Elías Rafn Ólafsson – C. D. Mafra
Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking FK

Varnarmenn:
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby Boldklub
Guðmundur Þórarinsson – OFI Crete F.C.
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland
Daníel Leó Grétarsson – Sonderjyske Fodbold
Hlynur Freyr Karlsson – FK Haugesund
Brynjar Ingi Bjarnason – HamKam
Alfons Sampsted – FC Twente

Miðjumenn:
Bjarki Steinn Bjarkason – Venezia FC
Ísak Bergmann Jóhannesson – Fortuna Düsseldorf
Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley F.C.
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping
Kristian Nökkvi Hlynsson – AFC Ajax
Arnór Sigurðsson – Blackburn Rovers F.C.
Mikael Egill Ellertsson – Venezia FC
Mikael Neville Anderson – AGF
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven

Framherjar:
Orri Steinn Óskarsson – FC Kobenhavn
Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby Boldklub

Fréttalið náði fyrir tilviljun glæp á upptöku – MYNDBAND

Kaylee Staral átti ekki von á þessu - Mynd: Skjáskot

Fréttalið í Milwaukee lentu heldur betur í óvenjulegum aðstæðum fyrr í vikunni en þá var Kayle Staral ásamt myndatökumanni að taka viðtal við konu vegna skotárásar sem hafði átt sér stað fyrir stuttu síðan.

Í viðtalinu heyrist hávært bílhljóð færast nær og nær og allt í einu geysist silfurlitaður bíll framhjá þeim og klessir á kyrrstæðan bíl á gatnamótunum sem Staral stóð við og allt þetta náðist fyrir tilviljun á upptöku.

Strax eftir áreksturinn flúði bílstjórinn vettvang meðan 16 ára piltur skreið út úr farþegasætinu og hann fékk aðstoð nærstaddra að komast út úr bílnum en þeir höfðu stolið bílnum stuttu áður. Einn 57 ára maður sem var í kyrrstæða bílnum slasaðist og þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi vegna ótilgreindra meiðsla.

16 ára pilturinn var handtekinn og leitar lögreglan að bílstjóranum sem flúði.

Baldur bauð kennurum til samtals um málefni barna og ungmenna: „Virkilega ánægjulegt og gagnlegt“

Fundurinn var líflegur og uppbyggilegur að sögn Baldurs. Ljósmynd: Aðsend

Í gær bauð Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi, kennurum til samtals um málefni barna og ungmenna á kosningamiðstöð sinni. Fundurinn var fjölmennur en þar fóru fram uppbyggilegar og líflegar samræður.

Kennarar fjölmenntu á fundinn.
Ljósmynd: Aðsend

„Það var virkilega ánægjulegt og gagnlegt að fá tækifæri til þess að eiga samtal við kennara og fagfólk. Svo sannarlega gott veganesti til framtíðar,“ sagði Baldur Þórhallsson um fundinn.

Í kvöld býður svo Baldur viðbragðsaðilum til samtals um öryggis- og varnarmál á kosningamiðstöðinni sinni á Grensásvegi 16, kl. 17:30-18:30.

Er fundaröðin hluti af samtalsfundum þar sem Baldur mun meðal annars eiga samtal við viðbragðsaðila og heilbrigðisstarfsfólk. Á morgun verður einnig efnt til samtals við Grindvíkinga á kosningamiðstöðinni í Reykjavík kl. 17:30.

 

Kynnir hugvíkkandi efni fyrir Íslendingum – Upplifði sjálfan sig sem Miklahvell

Birgir Örn Sveinsson segist hafa kynnst sjálfum sér upp á nýtt þegar hann var nærri fjóra sólarhringa í algjöru myrkri án matar. Birgir, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir stóran hluta vandamála nútímamannsins stafa af allt of miklu áreiti á skynfærin, sem ræni okkur því að geta slakað almennilega á:

„Ég eyddi nýlega fjórum nóttum og þremur dögum inni í herbergi án nokkurrar birtu. Svokallað „dark retreat“, þar sem þú ert í algjöru myrkri og veist ekki hvort það sé dagur eða nótt. Ég ákvað líka að fasta yfir þennan tíma til þess að útiloka öll áreiti frá skynfærunum. Þetta tók auðvitað á, en það sem mér fannst merkilegast var hvað mér byrjaði að líða vel yfir því að vera laus við allt þetta áreiti sem dynur á okkur. Ég sat bara eða lá og á einhverjum punkti áttaði ég mig á því að það eina sem ég þyrfti að gera væri að slaka almennilega á og mæta sjálfum mér. Það getur gerst að líkaminn framleiði svo mikið melatónín að hann fer á endanum að brjóta það niður í DMT, sem er hugvíkkandi efni sem líkaminn getur framleitt sjálfur. Ég var ekki að gera þetta til þess að ná fram þessum áhrifum, heldur meira bara til að mæta sjálfum mér og skoða hvað er á bakvið allt áreitið og skilyrðingarnar. Við erum flest uppfull af spennu og kvíða, en þegar þú nærð að slaka alveg á gerast magnaðir hlutir. Það fer ekki saman að vera óttasleginn og alveg slakur. Í slakanum ferðu inn í þakklæti og kærleika og sérð hvað þessi ótti okkar er í raun órökréttur.“

Birgir hefur upplifað margt í gegnum tíðina, en segir að eitt það magnaðasta hafi verið þegar verund hans fór úr líkamanum og hann breyttist í vitund sem uppgötvaði svo sjálfa sig:

„Ég er nokkuð samfærður um að Miklihvellur sé að gerast margsinnis á sekúndu og þetta sé allt að gerast ennþá. Ég var fyrir sérstakri reynslu fyrir einhverjum árum sem sat með mér. Þá hljóp verund mín út úr líkamanum og inn í rými sem ég gæti kallað „singularity“ eða eitthvað tóm. Ég var ekki ég og upplifði ekki mig, heldur bara einhvers konar vitund. Svo þegar vitundin uppgötvar sjálfa sig og segir „ég er“ þá sprakk hún í Miklahvelli og ég horfði á veröldina byggjast upp frá þessum hvelli og svo varð ég allt í einu maður og svo varð ég Biggi. Þessi lífsreynsla tók um 45 mínútur, en ég sá hana hægt og það fór allt tímaskyn. Ég hef alltaf haft áhuga á Eðlisfræði og ef að Miklihvellur gerðist, þá þýðir það væntanlega að þú sért þessi hvellur að gerast núna. Alheimurinn er enn að þenjast út,“ segir Birgir og heldur áfram:

„Ég hef alltaf haft áhuga á eðlisfræði og mikið velt því fyrir mér hvernig alheimurinn varð til. Það bendir margt til að fyrst hafi það verið þetta frumhljóð „om“, sem síðan fellur niður í ljós og ljósið tvístrast í þessar bylgjulengdir og þannig verða hlutirnir til. Öll sköpun er einhvers konar takmörkun. Ég er að vinna við að gera tónlist og þegar ég sest niður við tölvuna eru allir möguleikar heimsins opnir. En svo byrjar maður að takmarka hljóðin og þannig verður sköpunin til. Því meira sem maður takmarkar, því sérhæfðari er sköpunin. En í grunninn trúi ég á einingu og að í grunninn séum við öll eitt og á einhvern hátt öll tengd. Það er bara erfitt að ná utan um það og finna það í raun og veru í daglegum veruleika.“

Birgir var einn sá fyrsti til þess að kynna hugvíkkandi efnið Ayahuasca fyrir Íslendingum, eftir að hafa búið um tíma í Perú, þar sem hann lærði undir handleiðslu lækningamanna í Amazon frumskóginum:

„Ég fékk bara mjög skýr skilaboð um að ég ætti að fara og kynna þetta efni fyrir fólkinu mínu á Íslandi. Það var verkefni sem mér var ætlað og ég skilaði því af mér, en hef talsvert mikið stigið út úr þessum heimi á undanförnum árum. Ég hélt lengi athafnir þar sem mikið af fólki kom til mín og ég veit að það fólk hefur síðan tekið sína vegferð lengra og er að vinna með þessi efni. En ég kláraði mitt verkefni þegar kemur að hugvíkkandi efnum og hef ekki fundið mikla þörf fyrir að vinna með þetta á undanförum árum,“ segir Biggi, sem hefur sem fyrr segir upplifað mjög mikið og á vegferð sinni hefur hann sannfærst um það að við séum fjölvíddarverur:

„Ég ætla að bjóða þér inn í nýja heimsmynd. Hvað ef við erum fjölvíddarverur? Við vitum að það er miklu meira þarna úti en við sjáum og nemum. Það er vitað að skynfæri okkar geta bara numið brot af þeirri tíðni sem er til. En ef við tengjumst kjarna okkar nógu sterkt getum við farið að sjá og upplifa meira. Mín tilgáta er að við séum fjölvíddarverur sem eru tengdar inn í marga veruleika í einu. Egóið okkar aftengir okkur frá því að tengjast öllu og við þurfum ákveðinn aðskilnað bara til þess að geta náð utan um tilveruna. Hvar erum við stödd þegar okkur dreymir? Hvaðan koma tilfinningarnar? Hvaðan koma hugsanirnar? Ég upplifi hlutina svolítið þannig að því meira sem ég veit, því sannfærðari verð ég um hvað við vitum rosalega lítið. Alheimurinn er stór og vegir hans eru órannsakanlegir.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Birgi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Hjónin Halldór og Agnes með glænýtt lag: „Heimaiðnaður gjörið svo vel“

Hjónin Halldór Warén og Agnes Brá gáfu út glænýtt lag í dag, Þrátt fyrir allt.

Í fréttatilkynningu frá hjónunum, sem búa á Egilsstöðum segir meðal annars:

„Fyrir nokkrum árum vantaði okkur hjónunum skemmtiatriði í brúðkaup vinafólks okkar , rifjaðist upp lag með John Prine sem gæti hentað vel í gjörninginn, við hringdum í vin okkar Sævar Sigurgeirsson sem smellti út texta sem hæfði tilefninu. Og núna nokkrum brúðkaupum síðar er lagið komið út fyrir alla hina sem ekki var boðið í brúðkaupin sem við höfurm flutt þetta lag í.

En hvernig lag er Þrátt fyrir allt?

„Lagið Þrátt fyrir allt er í bluegrass stíl og lýsir hvernig hjónalífið getur verið köflótt þó undir niðri kraumi alltaf ástarbál.“

Halldór, sem einnig hefur gert garðinn frægann í hljómsveitinni Vax, fékk skoska tónlistarsnillinginn Charles Ross, sem búið hefur fyrir austan um árabil, til að hjálpa sig við hljóðfæraleik í laginu.

„Ég fékk Charles Ross til að spila hin ýmsu hljóðfæri, og ég spila á munnhörpu, bassa ofl, meðgöngutíminn er sennilega búinn að vera ca. ár í upptökum,en það var djúpt á því að Agnes vildi syngja þetta inn á band, henni nóg um að koma fram við ýmis tækfæri og flytja þetta.“

Þau hjónin gerðu svo samning við hvort annað.

„Svo nú á vormánuðum hefur Agnes verið í námi og þurfti að að safna kennslutímum til reynslu , og ég gerði samning , ég kem í tíma hjá þér  ef þú kemur og hljóðritar lagið. Og þar við sat og þetta er útkoman. Upptökur fóru fram í Hjólhýsinu sem við erum með fyrir utan húsið okkar, Baldvin Ab Aalen lagði lagið, blandaði og masteraði. Villi Warén bróðir gerði cover. Myndina tókum við þegar börnin voru farin í skólann og stiltum upp símanum og smelltum af. Þrátt fyrir allt, Heimaiðnaður gjörið svo vel. “

Útgáfudagur lagsins er í dag, 22.mai á www.warenmusic.com og í framhaldinu á helstu steymisveitum

Þess má geta að þetta lag er rökrétt framhald af plötunni Ekki bara fyrir börn sem kom út 2013.

Hér má sjá textamyndband við hið nýja lag:

 

 

Hendrik Hermannsson er látinn

||

Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn, 49 ára að aldri en hann varð bráðkvaddur.

Hendrik var þekktur þjónn og veitingamaður en hann var viðriðinn veitingabransann í um 30 ár. Árið 2021 stofnaði hann fyrirtækið H veitingar sem hefur annast veisluþjónustu og rekið veislueldhús í Reykjavík og á Hvanneyri. Þá hann rak einnig 59 Bistro Bar í Grundarfirði á árum áður. Þá var hann annar eigandi Players í Kópavogi á sínum tíma.

Hendrik Björn Hermannsson
Ljósmynd: hveitingar.is

Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn eins og hann var ætíð kallaður, en þeir feðgar þóttu líkir, bæði í útiliti og hressleika. Hendrik lætur eftir sig soninn Benedikt, fæddur árið 2000.

Mannlíf vottar fjölskyldu og vinum Hendriks innilegar samúðarkveðjur.

Tillögu að nýju og umdeildu merki Þróttar hafnað af félagsmönnum

Meistaraflokkur karla hjá Þrótti árið 2022 - Mynd: Þróttur

Undanfarnar vikur hefur átt sér stað mikil og hörð umræða í Laugardalnum um tillögu stjórnar Þróttar um að félagið taki upp nýtt merki en núverandi merki Þróttar hefur staðið óhaggað síðan 1980. Nýja merkið, sem er teiknað af hönnunarstofunni Farvi, þykir frekar ólíkt gamla merkinu en rauðar og hvítar rendur félagsins eru horfnar á braut í merkinu sem og svört umgjörð og stafir.

Á aðalfundi sem haldinn var í gær var kosið um hvort taka ætti upp nýtt merki en áður en að kosningu kom hélt Bjarnólfur Lárusson, formaður félagsins, ræðu þar sem hann sagði að sú umræða sem hafi átt sér stað um nýtt merki og stjórnina hafi á köflum verið dónaleg og vonaðist til þess að hægt væri að horfa saman á bjartari tíma. Naumur meirihluti félagsmanna sem tóku þátt í kjörinu samþykktu nýtt merki en til að merkinu yrði breytt þurfti 2/3 félagsmanna á fundinum að samþykkja merkið og var tillagan því felld og gamla merkið lifir áfram.

Þess ber að geta að í könnun sem var gerð meðal stuðningsmanna félagsins, sem 270 manns tóku þátt í, vildu aðeins 25% stuðningsmanna Þróttar að nýja merkið yrði samþykkt en aðeins skráðir félagsmenn gátu tekið þátt í kosningu á aðalfundi félagsins.

Tillaga um nýtt merki (til vinstri) og hið gamla

Davíð Snorri ráðinn aðstoðarþjálfari Íslands: „Hefur þjálfað U21 liðið síðan þá við góðan orðstír“

Davíð Snorri Jónsson er nýr aðstoðarþjálfari landsliðs karla í knattspyrnu - Mynd: KSÍ

Knattspyrnuþjálfarinn Davíð Snorri Jónsson er nýr aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu en greint er frá því á heimasíðu KSÍ í morgun. Davíð var þjálfari u21 landsliðs karla en hættir því í starfi. Hann tekur við starfinu af Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem hætti fyrir stuttu til að taka við liði AB í Danmörku.

Hægt er að lesa tilkynningu KSÍ hér fyrir neðan:

„KSÍ hefur gengið frá ráðningu Davíðs Snorra Jónassonar í stöðu aðstoðarþjálfara A landsliðs karla og verður hans fyrsta verkefni með liðinu komandi vináttuleikir gegn Englandi 7. júní og Hollandi 10. júní.

Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1987 og hefur lokið KSÍ Pro gráðu, þjálfaði Leikni R. ásamt Frey Alexanderssyni árin 2013-2015 og komu þeir liðinu í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu þess árið 2015. Davíð þjálfaði U17 landslið karla árin 2018 til 2020 og fór m.a. með liðið alla leið í lokakeppni EM 2019, áður en hann tók við stjórnartaumunum hjá U21 landsliði karla í byrjun árs 2021 og hans fyrsta verkefni með liðinu var úrslitakeppni EM í Ungverjalandi það ár. Hann hefur þjálfað U21 liðið síðan þá við góðan orðstír og fór m.a. með liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023, en færir sig nú um set yfir til A landsliðsins.

KSÍ býður Davíð Snorra velkominn í nýtt hlutverk.

Leit að nýjum þjálfara U21 landsliðs karla er hafin. Næstu leikir liðsins eru í september, þegar undankeppni EM 2025 heldur áfram.“

Spurningar Söru

Halla Hrund Logadóttir

Morgunblaðsmenn hafa verið kátir með þann leka sem er á upplýsingum frá Orkustofnun um eitt og annað sem svert geti ímynd Höllu Hrundar Logadóttur orkumálstjóra og forsetaframbjóðanda. Settur forstjóri í stað Höllu er Sara Lind Guðbergsdóttir sem hefur notið þeirrar náðar hjá Sjálfstæðisflokknum að fá embætti án auglýsingar.

Hermt er að Sara hafi verið iðin við að spyrja undirmenn sína um þau málefni sem helst brenna á henni og flokknum. Ein slík fyrirspurn sem sneri að Höllu Hrund barst undirsáta frá skrifstofu forstjórans. Sá sem varð fyrir spurningunni vildi vita hvert svarið ætti að fara. Svarið var að Morgunblaðið væri að spyrja. Við nánari spurningu var upplýst að það væri Stefán Stefánsson blaðamaður sem væri fyrirspyrjandinn.

Þekkt er að Sara Lind er dugleg að svara fyrirspurnum af ýmsu tagi og á sumpart heiður skilinn fyrir mælgina. Í þessu tilviki er það svo að fyrirspyrjandinn er núverandi eiginmaður hennar og sérstakur áhugamaður um Höllu Hrund og aðra þá samkeppnisaðila Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem líklegir eru til að ógna stöðu hennar sem forsetaefnis …

Fullur rafskútumaður steyptist á höfuðið – Hnífamaður veittist að fólki í miðborginni

Rafskútur geta verið hættulegar ef menn eru ekki með réttu ráði.

Ökumaður rafskútu var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Sá drukkni hélt ekki jafnvægi á rafskútunni og steyptist á höfuðið með þeim afleiðingum að hann slasaðist. Rafskútumaðurinn var laus úr haldi lögreglu eftir að honum hafði verið dregið blóð.

Hnífamaður veittist að fólki í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan var kölluð til og náði hún að stöðva ofbeldismanninn. Blessunarlega er enginn slasaður eftir ágang mannsins.  Hnífamaðurinn var læstur inni í fangaklefa þar sem hann býður þess að nýr dagur rísi og hann verði látinn svara til saka.

Maður nokkur var staðinn að því að stela reiðhjóli í miðborg Reykjarvíkur. Brotist var inn í bifreið á sömu slóðum.

Óprúttnir aðilar köstuðu grjóti í bifreið á svæði Hafnarfjarðarlögreglu. Óljóst er með ástæðu eða tilgang skemmdarverksins.

Lögregla hafði afskipti af þremur leigubifreiðum. Tvær bifreiðanna uppfylltu ekki gæða og tæknikröfur og eiga því von á sekt.

Ragnhildur bjargaði tveimur drengjum frá drukknun á Álftanesi: „Þeir gátu varla talað“

Haukur Daði bendir á vökina - Ragnhildur í neðra vinstra horni - Mynd: BG

Litlu mátti muna þegar Ragnhildur Gunnlaugsdóttir bjargaði lífi tveggja drengja sem höfðu dottið í gegnum ís á Breiðabólstaðatjörn á Álftanesi árið 1990.

Ragnhildur var að fara með systur sinni á hestbak nálægt staðnum þar sem drengirnir fóru í gegnum ísinn. „Það var algjör heppni að stúlkurnar voru að fara á hestbak. Við hefðum sennilega aldrei heyrt í drengjunum hingað inn í hús,“ sögðu foreldrar Ragnhildar við DV um málið.

„Ragnhildur hélt að þetta væri bara eðlileg háreysti frá strákunum. En Anna Heiða, sem er tólf ára, taldi að eitthvað væri að. Það var orðið myrkur. Síðan sáu þær drengina berjast um í vatninu,“ sagði Gunnlaugur Guðmundsson, faðir Ragnhildar. Ragnhildur fór út í vatnið sem náði henni upp á axlir en annar drengurinn var alveg á kafi í ísköldu vatninu.

„Við vorum búnir að leika okkur á svellinu í svolítinn tíma. Þá brotnaði svellið allt í einu undan mér og svo undan Þórólfi Snæ. Ég náði með höfuðið upp úr vatninu en Þórólfur fór alveg á kaf. Hann reyndi að grípa í mig og klifra upp á mig og ná í brúnina á svellinu. Mér var kalt. Ég var líka hræddur. Svo kom Agga. Hún skreið eftir svellinu. En svo datt hún líka niður í vatnið. Þá tók hún í okkur og bar okkur upp úr,“ sagði hinn sex ára gamli Haukur Daði Guðmundsson um björgun Ragnhildar en hún var 17 ára gömul þegar þetta átti sér stað.

„Þeir gátu varla talað, þeir voru svo kaldir,“ sagði Þóra Kjartansdóttir, móðir Þórólfs. „Það var strax komið með drengina hingað og við skelltum þeim í bað – fyrst í volgt vatn en svo heitt. Við höfum margoft bent þeim á að þeir mega ekki vera úti á ótraustum ís. Þeir vissu af því. En þetta getur kannski orðið öðrum víti til varnaðar.“

Ísraelar gerðu útsendingarbúnað AP upptækann: „Þeir eru orðnir brjálaðir“

Yair Lapid

Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, fordæmdi á samfélagsmiðlinum X, hald sem lagt var á á myndavélar og útsendingarbúnað sem tilheyrir Associated Press (AP) af embættismönnum í suðurhluta Ísrael. AP var sakað um að hafa brotið ný fjölmiðlalög með því að veita Al Jazeera myndefni.

„Þetta er ekki Al Jazeera, þetta er bandarískur fjölmiðill sem hefur unnið til 53 Pulitzer-verðlauna,“ skrifaði Lapid. „Þessi ríkisstjórn hegðar sér eins og hún hafi ákveðið að tryggja hvað sem það kostar að Ísrael hafi áhrif á allan heiminn. Þeir eru orðnir brjálaðir“.

Ísraelskir embættismenn notuðu lög erlendra útvarpsstöðva til að loka skrifstofum Al Jazeera þann 5. maí síðastliðinn, auk þess að gera upptækan búnað rásarinnar, banna útsendingar hennar og loka á vefsíður hennar.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Þróttur í hart við Reykjavíkurborg: „Það kemur ekki til greina“

Þróttarar - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Þróttur

Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum var tekin sú ákvörðun að breyta um stefnu í skólamálum í Laugardalnum en til stóð að byggja við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla til að mæta þörfum og fjölgun nemenda og var sú ákvörðun tekin árið 2022 eftir langt samráðsferli við skólastjórnendur og íbúa Laugardals.

Nú hefur verið lagt til að byggður verði sérstakur safnskóli fyrir nemendur í 8. – 10. bekk en ekkert samráð var haft um þessi plön við íbúa eða skólastjórnendur og ber Reykjavíkurborg fyrir sig breyttar aðstæður sem aðalástæðu þess að breytt var um áætlun. Nú hefur íþróttafélagið Þróttur gefið út yfirlýsingu um málið en í henni segir að félagið muni ekki gefa eftir svæði sem tilheyri félaginu en samkvæmt tillögu borgarinnar stendur til að byggja skólann mögulega á milli Skautahallarninnar og AVIS-velli Þróttar. Segir félagið að svæðið tilheyri Þrótti og sé mikilvægt starfsemi félagsins.

Í yfirlýsingunni er einnig sagt að ekkert samráð hafi verið haft við félagið og áform borgarinnar hafi komið félaginu í opna skjöldu.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Þróttar hér fyrir neðan:

„Á fundi Skóla- og frístundaráðs borgarinnar, sem fram fór 13. mars sl., lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum.1 Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla, svokölluð sviðsmynd 4 í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda, dags. í nóvember 2023.2 Í þeirri sviðsmynd er kveðið á um uppbyggingu unglingaskóla í Laugardalnum og koma þrjár lóðir til greina samkvæmt skýrslunni. Lóð nr. 1 í umræddri skýrslu er Þríhyrningurinn en sú lóð er og verður á íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996.

Í ljósi framangreinds hefur laganefnd Þróttar farið yfir samkomulag félagsins við borgina. Telur laganefndin ljóst að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té. Þríhyrningurinn er því og verður hluti af íþróttasvæði Þróttar.

Vill aðalstjórn Þróttar því hér með koma því á framfæri að ekkert samráð hefur verið haft við félagið um umrædd áform borgarinnar og komu þau félaginu í opna skjöldu. Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.

Aðalstjórn Þróttar“

Halla Hrund svarar samsæriskenningunum: „Ég hef auðvitað aldrei starfað fyrir þessi samtök“

Halla Hrund Logadóttir.

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars þær samsæriskenningar sem hafa sprottið upp að hún sé í raun starfsmaður erlendra skuggasamtaka.

„Já, það var í samhengi við World Economic Forum. Ég var tilnefnd og sett á lista sem heitir „Young Global Leaders“ á sínum tíma sem ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa. Mér finnst auðveldast að lýsa þessu í samhengi við Times eða Forbes listana þar sem þú færð einhverja viðurkenningu fyrir að hafa staðið þig vel á einhverju sviði. Ég hef auðvitað aldrei starfað fyrir þessi samtök eða verið í einhverjum launasamskiptum þar. Þannig að mér finnst gott að fá að leiðrétta þann misskilning.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni

Brynjar kvartar yfir þyngdinni: „Konur eru hættar að sýna mér nokkurn áhuga“

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson á við offituvanda að stríða og vill finna sökudólginn.

Fyrrverandi þingmaðurinn grínaktugi, Brynjar Níelsson skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann talar um yfirþyngd sína, sem sé farin að hafa áhrif á daglegt líf hans.

„Nú á ég við mikinn vanda að stríða. Vambarpúkinn herjar á mig með svo miklu offorsi að ég sést úr órafjarlægð. Staðan er sú að allar hreyfingar eru orðnar mjög erfiðar og get illa klætt mig í sokka. Stefnir í að þurfa aðstoð við skeiningar nema tæknin geti bjargað mér. Tek einnig eftir því að konur eru hættar að sýna mér nokkurn áhuga og snúa bara upp á sig þegar ég reyni að daðra við þær.“

En hverjum er um að kenna? Brynjar er með nokkra sökudólga í huga:

„Spurningin er nú hverju er um að kenna. Hefur kerfið brugðist mér og úrræði ekki næg fyrir menn í minni stöðu. Eða Soffíu sem sendir mig veikan manninn oft í búðir þar sem alls konar óhollustu er að finna. Kannski er ábyrgðin foreldra minna sem hafa ekki veitt mér nægt aðhald á uppvaxtarárum. Eina sem ég veit er að þetta er ekki mér að kenna. Það verður einhver annar að taka ábyrgðina á ástandinu. Ég kalla eftir að ríki og sveitarfélög taki sig taki og veiti mér þá aðstoð sem ég þarf.“

Hafa safnað yfir sex milljörðum króna til að rannsaka geðheilsu og krabbamein í blöðruhálskirtli

The Distinguished Gentleman’s Ride (Hefðarfólk á Hjólum) fer fram í Reykjavík laugardaginn 25. maí í sjöunda sinn og er hluti af alþjóðlegum viðburði þar sem mótorhjólafólk kemur saman, snyrtilega klætt, á klassískum mótorhjólum og mótorhjólum í klassískum stíl.

Tilgangurinn með þessum góðgerðarviðburði er að vekja athygli á heilsu karlmanna, þá sérstaklega geðheilsu og krabbameini í blöðruhálskirtli, og um leið safna áheitum sem renna til rannsókna á þessum málefnum á heimsvísu.

Til að skrá sig til þátttöku eða til að styrkja málefnin er hægt að fara á heimsíðu keyrslunnar í Reykjavík, https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik.

The Distinguished Gentleman’s Ride byrjaði í Sidney í Ástralíu árið 2012 og kom til Reykjavíkur árið 2018. Á þessum árum hafa yfir 500.000 hjólarar í yfir 121 landi safnað yfir 6 milljörðum króna sem renna til rannsókna á áðurnefndum málefnum.

Þátttakendur safnast saman á bryggjunni við Granda Mathöll kl: 12:30 þar sem Benedikt Þór Guðmundsson frá Pieta samtökunum mun kynna starfsemi samtakana. Klukkan 13:00 verður lagt af stað í fylgd lögreglu, stuttan hring um Seltjarnarnes og miðbæ Reykjavíkur. Keyrslan mun svo enda í Hjartagarðinum við Laugaveg um kl: 13:45 þar sem Bartónar, karlakór Kaffibarsins mun taka nokkur lög og veitingastaðir í garðinum verða með tilboð fyrir gesti og gangandi. Öll velkomin.

Hvað: The Distinguished Gentlemens Ride (Hefðarfólk á hjólum)

Hvenær: Laugardaginn 25. maí, milli 13:00 og 15:00

Hvar: Grandagarður/Hjartagarður

Dagskrá: – 12.30 safnast saman við Granda mathöll. – 12:45 Benedikt frá Pieta ávarpar viðstadda. – 13:00 Lagt af stað í fylgd lögreglu – 14:00 Endað í Hjartagarðinum milli Laugavegs og Hverfisgötu þar sem hjólin verða til sýnis og karlakórinn Bartónar taka nokkur lög.

Skráning og áheit:

https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik Tengiliðir: – Sigmundur Traustason, 696-7956 – [email protected] – Jóhann G. Jóhannsson, 896-8989 – [email protected] Sjá nánar: Heimasíða DGR: https://www.gentlemansride.com/

Skráningarsíða DGR: https://www.gentlemansride.com/register

Styrktarsíða DGR Reykjavík: https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik

Facebook síða DGR: https://www.facebook.com/gentlemansride

Facebook síða DGR Reykjavík: https://www.facebook.com/hefdarfolkahjolum

Instagram DGR: https://www.instagram.com/gentlemansride/

Instagram DGR Reykjavík: https://www.instagram.com/dgrrvk

Sara Björk kveður Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði tvö tímabil með Juventus

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir knattspyrnulið Juventus á Ítalíu en liðið kvaddi hana á samfélagsmiðlum í dag. Hún spilaði tvö tímabil með liðinu.

Sara Björk hefur undanfarin áratug verið ein besta knattspyrnukona heimsins en hún var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018 og 2020. Sem atvinnumaður hefur hún spilað með FC Malmö, FC Wolfsburg, Olympique Lyonnais og Juventus og unnið marga titla á þeim tíma, meðal annars Meistaradeildina. Þá hefur hún spilað 145 landsleiki fyrir íslenska landsliðið en hún hætti að spila með landsliðinu árið 2022.

Hafdís Björg vill breyta húðflúri: „Hver er bestur í cover up?“

Hafdís og Kleini í Portúgal fyrir stuttu. Ljósmynd: Facebook

Hafdís Björg Kristjánsdóttir leitar að húðflúrara sem getur breytt útliti á húðflúr hjá sér.

Vaxtarræktarkonan og áhrifavaldurinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir er vel skreytt af húðflúrum, rétt eins og unnusti hennar, Kristján Einar Sigurbjörnsson eða Kleini líkt og hann kallar sig. Frægustu húðflúrin þeirra eru sennilega parahúðflúrin sem þau fengu sér nærri sínu alla heilagasta.

Hafdís Björg er fallega skreytt.
Ljósmynd: Facebook

Nýlega óskaði Hafdís Björg eftir upplýsingum um besta húðflúrlistamanninn sem gæti breytt húðflúri (e. cover), í Facebook-grúppunni Tattoo á Íslandi en þar skrifaði hún: „Hver er bestur í cover up?“. Ekki fylgdi færslunni hvaða húðflúr hún vildi breyta en af fjölmörgum er úr að velja hjá ofurkonunni.

Púað á transíþróttakonu eftir sigur – Braut engar reglur

Gallagher braut engar reglur

Margir áhorfendur púuðu á Aayden Gallagher þegar hún kom fyrst í mark í 200 metrahlaupi í menntaskólaíþróttakeppni um helgina í borginni Eugene í Oregon en hún varð ríkismeistari Oregon með sigrinum.

Ástæða þess að púað var á hana er að hún er transkona og telja einhverjar ósanngjarnt að hún keppni við aðrar konur í sömu íþrótt en einnig var púað á hana þegar hún tók á móti verðlaunum sínum.

Rétt er þó að taka fram að hún braut engar reglur og fékk leyfi skólaíþróttaráðs Oregon til að taka þátt. Einhverjir telja þetta enn eitt dæmi um aukið hatur í garð trans fólks en hatursorðræða í garð þeirra er talin hafa aukist til muna undanfarin ár, bæði hérlendis og erlendis.

Hægt er að horfa á myndband af hlaupinu hér fyrir neðan.

Birtir nýjar myndir af illa förnum kindum: „Augað hennar er um það bil að springa út úr höfðinu“

Orð eru óþörf. Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
Steinunn Árnadóttir, orgelleikari og baráttukona heldur áfram að vera rödd fyrir kindurnar á Höfða í Borgarfirði, með nýrri færslu á Facebook.

„Þessi mynd er sérstaklega fyrir settan yfirdýralækni.
Ósköp er þetta horaður kroppur og kalt hefur verið á þessu skinni í frosthörku vetrar!.“ skrifar Steinunn við myndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Í færslunni birtir Steinunn ljósmyndir af kindum í skelfilegu ásigkomulagi í Þverárhlíð en þar er fjöldi kinda frá bænum Höfða, í lausagöngu. Segist hún hafa sent tölvupóst á yfirdýralækni hjá Matvælastofnun, eftirlitsdýralæknis héraðsins og forstjóra Matvælastofnunar og óskað eftir aðstoð við að hjálpa kindunum.

„Nýborin við þjóðveg 522…
en með aðgang að ,, heilnæmu” vatni eins og Mast útvegar öllum kindum í Hryllingssögunni!!“ skrifar Steinunn við ljósmyndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

„Framhaldssagan Hryllingurinn á höfða:

Ég sendi 16.maí póst á YFIRDÝRALÆKNI, eftirlitsdýralækni þessa héraðs og forstjóra Mast og bað um aðstoð vegna kinda í neyð.“

Þannig hefst færsla Steinunnar en með henni birti hún nokkrar ljósmyndir sem hún tók í gær en þar má meðal annars sjá kind með ónýtt auga.

Orð eru óþörf.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
„Ég óskaði sérstaklega eftir að þessi vina (sem mynd fylgir af) fengi dýralæknaaðstoð. Augað hennar er um það bil að springa út úr höfðinu. En eins og áður er nefnt ,,annast“ Matvælastofnun nú þennan Hrylling og er þar með stöðugt og vökulu eftirlit!!
Engin svör bárust.
Engin aðstoð hefur litla vinan fengið. Hún er mikið verri í dag 20.maí en þegar síðasta mynd var tekin.“

„Litli vinurinn á erfitt með að drekka …“ skrifaði Steinunn við myndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Og Steinunn bætir við: „Annað að frétta úr Hryllingnum er að kindur bera við þjóðveg 522 eins og undanfarin ár og undanfarnar vikur(sjá mynd af nýborinn kind í dag 20.maí)

Lömb eru að sjálfsögðu ómerkt. Það hefur alltaf verið svona og breytist ekki þótt Mast sé daglega í kaffi hjá ábúendum.“

„Þar sem settur yfirDÝRLÆKNIR hefur aldrei komið á þessar Hryllingsslóðir finnst mér mikilvægt að hann fái reglulega sendar myndir af þátttakendunum í Hryllingssögunni.
Hér er ein um það bil að stíflast vegna skitu.“ skrifaði Steinunn við myndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Að lokum segir skýtur Steinunn á settan yfirdýralækni hjá Mast.

„Kindur eru komnar á fjall, bornar eða óbornar eða eru í görðum og túnum nágrannabæja. Það hefur líka alltaf verið svona svo það breytist ekki þótt settur yfirdýralæknir segir að stöðugt og vökult eftirlit sé með þessum HRYLLINGI …“

Raddir