Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Stúlkan er fundin

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir [nafn fjarlægt], 15 ára. Síðast er vitað um ferðir hennar í Urriðaholti í Garðabæ í gærkvöld. Hún er um 160 sm á hæð með dökkt, sítt hár. Hún er dökklædd, úlpa og buxur, og í svörtum skóm.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar, eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

————————————-
Búið er að finna stúlkuna

Fréttin hefur verið uppfært

27 karlmenn handteknir í barnaníðsaðgerð lögreglu – MYNDBAND

Austin Maddox var handtekinn af lögreglu

Hafnaboltaleikmaðurinn fyrrverandi Austin Maddox var í seinasta mánuði handtekinn í barnaníðsgildru sem var lögð í Flórída og hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota.

Lögreglan í Jacksonville greindi frá því mánudaginn að gildran sem nefndist „Operation Valiant Knights“ hafi staðið yfir í fimm daga og endað með því að 27 karlmenn hafi verið handteknir eftir að hafa mælt sér mót við börn undir lögaldri með þeim tilgangi að stunda með þeim kynlíf.

Maddox sem spilaði með hafnaboltaliðinu Boston Red Sox þarf að borga tæplega 42 milljónir í tryggingu til að losna úr gæsluvarðhaldi. Í myndbandi sem lögreglan birti sést Maddox stíga úr bíl sínum og labba inn í hús þar sem hann hélt að 14 ára stelpa biði eftir sér. Um leið og hann opnaði hurðina var hann tæklaður af lögreglumönnum og settur í handjárn.

Baldur varð bóndi 13 ára gamall: „Felix er frábær heimilis DJ“

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi

Baldur Þórhallsson er mjög heimakær og kann ekki aðeins á þvottavél, heldur þurrkara líka. Hann er alæta á tónlist og segir Felix frábæran „heimilis Dj“. Uppáhalds ljóð Baldurs er ljóð eftir maka hans, Felix Bergsson og stærstu stundirnar í lífi hans eru barneignirnar og barnabörnin.

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Ég er alinn upp á bænum Ægissíðu í Rangárvallasýslu og er mjög heimakær
maður. Bærinn er enn í eigu fjölskyldu okkar og þangað er alltaf gott að
koma. Hér koma auðvitað margir staðir til greina, en ég væri að skrökva
ef ég segi eitthvað annað en það.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Enginn leiðtogi er ómissandi og regluleg endurnýjun kjörinna fulltrúa er
merki um heilbrigt lýðræði. Að lokum er það hins vegar þjóðin sem ræður
því hversu lengi valdhafar sitja í sínum stólum. Við höfum þó nokkur
dæmi um að forsetar sitji lengur en tvö kjörtímabil og hlotið töluvert
fylgi í fleiri en tvö kjörtímabil. Hvort að forseti eigi að sitja lengur
en tvö kjörtímabil er því alltaf ákvörðun þjóðarinnar, og ég treysti
þjóðinni fullkomlega fyrir því verkefni.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Ég myndi vilja sjá aukna valddreifingu tryggða svo að heimamenn fái
meiru ráðið um sín málefni. Ákvarðanir eiga að vera teknar sem næst þeim
sem þær ákvarðanir hafa áhrif á.

Hver er þinn uppáhaldsforseti?

Nelson Mandela.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda
frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Ég tel að við þurfum að nálgast svona breytingar mjög varfærnislega. Að
margir vilji í framboð er ekki galli á lýðræðinu, heldur
styrkleikamerki. Ég tel að fjöldi einstaklinga sem hafa náð að safna
nauðsynlegum meðmælum í undanförnum kosningum hafi ekki verið of mikill.
Þá myndi ég segja það varhugavert að forsetar eða forsetaframbjóðendur
hafi aðkomu eða skoðanir á því að gera öðrum erfiðara fyrir að bjóða sig
fram.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Afi minn, Þorgils Jónsson. Hann var bóndi á Ægissíðu þar til hann
veiktist og ég tók við búinu af honum 13 ára gamall. Ég áttaði mig
kannski ekki á því fyrr en löngu seinna hvað það var margt í hans fari
sem smitaðist yfir á mig, og ég tel mig mjög heppinn að hafa fengið
tækifæri til þess að læra af honum.

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Ég er algjör alæta á tónlist. En svo bý ég auðvitað með Felix Bergssyni
og fæ því bara frekar lítið að segja um tónlistarval á heimilinu og í
bílnum. Felix er frábær heimilis DJ og ég kvarta ekki yfir þessari
verkaskiptingu.

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Nei.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á
sínum tíma?

Já. Ég tel það eina grundvallarskyldu forseta að standa vörð um þjóðina.
Ef það gerist að Alþingi gengur fram af sér og setur lög í landinu sem
ganga á grundvallarréttindi einstaklinga, þá ber forseta að vísa þeim
málum til þjóðarinnar.

Fyrsta málið sem Ólafur Ragnar synjaði staðfestingu fjallaði um
fjölmiðla. Fjölmiðlafrelsi er hornsteinn lýðræðis í landinu og hvers
kyns takmörkun á starfsemi þeirra er mál sem á heima hjá þjóðinni sem
svo tekur afstöðu með eða á móti.

Mér finnst svo það sama eiga við í málum þar sem gjá hefur myndast milli
þings og þjóðar. Þar ætti forseti að beita sér þannig að niðurstaða
fáist sem fólkið í landinu getur unað við. Icesave málin voru t.d.
þannig vaxin og Ólafur Ragnar gerði rétt þar.

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Stærstu stundirnar voru að eignast börn og barnabörn, að sjálfsögðu. Það
er alveg einstök lukka í lífinu að fá að njóta þess að fylgjast með
börnum sínum vaxa og dafna og fá svo barnabörn í hendurnar. Það jafnast
ekkert á við það.

Hver eru mestu vonbrigðin?

Júróvisjón. Aftur og aftur.

Fallegasta ljóðið?

Augun þín eftir Felix Bergsson.

Besta skáldsagan?

Bróðir minn ljónshjarta

Hvað er það besta við Ísland?

Íslensk náttúra er auðvitað það besta við Ísland.

Kanntu á þvottavél?

Já. Og þurrkara líka!

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Ég myndi vilja sjá jákvæðari og lausnarmiðaðri umræðu. Mér finnst ég
skynja aukna skautun í samfélaginu. Mér finnst hópar vera að dragast frá
hvorum öðrum frekar en hitt og tel það mjög varhugaverða þróun. Mín eina
ósk væri því að þjóðfélagsumræða færðist í jákvæðari búning sem yrði svo
til þess fleiri tæki þátt í umræðum um samfélagsmál. Lykillinn að góðum
lausnum á flóknum málum sem eru á sveimi í dag og munu koma upp í
framtíðinni er aðkoma sem allra flesta að slíkum lausnum. Jákvæðni og
lausnarmiðuð umræða er þannig algjört lykilatriði og eitthvað sem
forsetinn getur og á að beita sér fyrir.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Helsta hlutverk forseta er að veita stjórnvöldum aðhald, t.d. við myndun
ríkisstjórna. Þess vegna má forseti aldrei verða meðvirkur með öðrum
valdhöfum í landinu. Forseti er eini þjóðkjörni fulltrúi þjóðarinnar og
er því eini embættismaðurinn sem er í beinu og milliliðalausu sambandi
við þjóðina.

Hann þarf alltaf að vera tilbúinn til þess að taka í neyðarhemilinn ef
Alþingi eða framkvæmdavaldið fer fram úr sér í sínum störfum.

Borðarðu þorramat?

Já. Ég borða mjög mikinn þorramat.

Ertu rómantísk/ur?

Já. Mér finnst ég hafa staðið mig býsna vel í því í gegnum árin. Hvort
að mér hafi raunverulega tekist það eða að Felix taki bara viljann fyrir
verkið, því verður Felix auðvitað að svara. En jú, mér finnst það og mér
finnst það mikilvægt.

Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta
Íslands?

Því ég vil standa vörð um lýðræðið, mannréttindi allra í samfélaginu,
menningu okkar og samheldni með því að tryggja að landið sé og verði
alltaf ein heild. Það gerum við með því að draga það fram sem sameinar
okkar frekar en það sem sundrar. Þá finnst mér mikilvægt að forseti sé
aldrei meðvirkur með ráðandi öflum í landinu og að allar hans ákvarðanir
séu teknar með hag heildarinnar í huga.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur, svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Nú á aðeins einn frambjóðandi eftir að svara spurningalistanum en það er ísdrottningin sjálf, Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Kjósi hún að svara mun Mannlíf birta svörin á næstu dögum.

Skáld Höllu ritskoðað

Halla Hrund Logadóttir.

Kristján Hreinsson skerjafjarðarskáld hefur vakið athygli fyrir þá elju sína að hafa undanfarnar vikur birt eina vísu á dag til stuðnings Höllu Hrundar Logadóttur, orkumálastjóra og forsetaframbjóðanda. Fölskvalaus aðdáum skáldsins hefur hreyft við mörgum og örugglega laðað að einhverja kjósendur.

Athygli vakti fyrir helgi að allar vísurnar hurfu af Facebook á einu bretti og svo virtist sem skáldið hefði snúið baki við Höllu Hrund. DV kannaði málið og hafði samband við Kristján sem upplýsti að hann hefði orðið fyrir slíkum óþægindum að hann hefði tekið út vísurnar. „…Svo er það svar mitt að áfram styð ég Höllu Hrund. En vísurnar tók ég út vegna þess að aðkastið var farið að færast í aukana. Á hverjum degi mátti ég eyða margs konar óhróðri og aðdróttunum vegna þess að ég orti vísur til stuðnings Höllu Hrund,“ var svar skáldsins sem varaði jafnframt eindregið við að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem hann segir að njóti stuðnings valdaelítunnar og hafi svikið fjölda loforða. Kristján hefur samkvæmt þessu verið ritskoðaður af illa þenkjandi fólki.

Háspenna er hlaupin í forsetakosningar eftir að birt var könnun þess umdeilda könnunarfyrirtækis, Prósents, sem sýnir að Katrín er komin á toppinn og Halla Hrund hefur mælst með minna fylgi en nokkru sinni áður. Fjórir frambjóðendur eru nú á svipuðum slóðum með í kringum 20 prósenta fylgi. Fólk bíður nú spennt eftir vikulegri könnun Gallup í vikunni sem varpar ljósi á stöðuna …

Nágranni með slökkvitæki til bjargar í blokkinni – Ölvaðir og dópaðir ökumenn í klær lögreglunnar

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Litlu mátti muna að illa færi þegar kviknaði í úrt frá olíu á eldavél í fjölbýlishúsi. Dökkur reykur gaus upp. Snarráður íbúi kom með slökkvitæki og náði að fyrirbyggja stórtjón áður en lögregla og slökkvilið komu á vettvang. í Tilkynnt um dökkan reyk í heimahúsi þar sem kviknað hafði í olíu á eldavél.

Innbrotsþjófur var á ferð í verslun á svæði Hafnafjarðarlögreglunnar. Málið í rannsókn.

Ökumaður handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál hans ert komið í hefðbundið ferli. Annar slíkur var gripinn á svæði Hafnarfjarðarlögreglunnar, grunaður um a’ð valda háska í umferðinni með þvi að aka undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Hann var látinn laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni. Þriðji ökumaðurinn var handtekinn. Sá er grunaður um ölvunarakstur. Hann verður látinn sæta ábyrgð.

Ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið án gildra ökuréttinda í annað sinn.

Ariana Grande dásamar Hrafnhildi á Instagram

Ariana Grande hreifst af hæfileikum Hrafnhildar - Myndin er samsett

Tónlistarkonan Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok en í lok mars setti hún upptöku af sér að syngja lagið We Can’t Be Friends eftir Ariana Grande og hefur verið horft á myndbandið næstum átta milljón sinnum á þeim tíma.

Ariana Grande er meðal þeirra sem hafa séð myndbandið og deildi hún því með fylgjendum sínum á Instagram í gær en tæplega 380 milljónir einstaklingar fylgja poppstjörnunni á þeim samfélagsmiðli en við myndband Hrafnhildir skrifaði stjarnan einfaldlega: „beautiful“. Hrafnhildur, sem notast við listamannanafnið Raven, hefur verið að gera tónlist árum saman og er líklega þekktust fyrir að hafa unnið söngkeppni framhaldsskólanna árið 2016 með hljómsveitinni Náttsól en í henni voru einnig Elín Hall og Guðrún Ólafsdóttir.

Ariana sagði útgáfu Hrafnhildar fallega

Hrafnhildur er ennþá á fullu að gera tónlist en seinasta plata hennar kom út árið 2021 og er hægt að hlusta á hana hér fyrir neðan.

Arnar Þór endurhlóð batteríin undir rótum Snæfellsjökuls

Arnar Þór.

Það er allt á fullu hjá Arnari Þór sem fór í ferðalag á Snæfellsnesið með konunni sinni Hrafnhildi Sigurðardóttir um hvítasunnuhelgina.

Þar endurhlóð hann batteríin undir rótum Snæfellsjökuls.

Á Ólafsvík hélt hann góðan fund og hitti gott fólk.

Þau hjónin fóru um Snæfellsnesið og hittu bændurnar á Snorrastöðum. Þar eru kýr, geitur og kindur og halda þau úti kornrækt. Á meðan á heimsókn þeirra stóð fæddist lamb.

Á bakaleiðinni hittu þau á prestinn á Staðarstað, en pabbi Hrafnhildar var í sveit á Staðarstað þar sem að Þorgrímur Þórólfsson var prestur en hann var ömmubróðir Hrafnhildar.

Eftir helgina er Arnar Þór fullur orku og eldmóði, tilbúinn í næstu skref.

Myndirnar tók Håkon Broder Lund.

Kona datt af hestbaki – Flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til frekari skoðunar

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Lögreglustöð 1

Ökumaður stöðvaður í hverfi 104 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku. Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að áreita fólk í verslun í hverfi 101, hann farinn er lögreglan kom á vettvang. Tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í hverfi 105, minniháttar meiðsli – einn aðili handtekinn.

Lögreglustöð 2

Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, hann var vistaðu í fangageymslu. Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 221, einn aðili handtekinn og vistaður í fangageymslu. Tilkynnt um konu er dettur af hestbaki í hverfi 210, með áverka á hendi og öxl, og kvartar um verk í höfði, flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Lögreglustöð 3

Almennt eftirlit.

Lögreglustöð 4

Ökumaður stöðvaður í hverfi 161 grunaður um að aka bifreið sviptur ökuréttindum, afgreitt með vettvangsformi

Ólétta Elín Metta

Elín Metta og Sigurður eiga von á barni - Mynd: Facebook

Knattspyrnukonan og læknaneminn Elín Metta Jensen og Sigurður Tómasson, verkefnastjóri hjá Vex, hafa tilkynnt að þau eigi von á barni en það gerðu þau á samfélagsmiðlinum Facebook.

Elín Metta hefur verið ein besta knattspyrnukona landsins á öldinni en hún hefur spilað 189 leiki í efstu deild kvenna og skorað í þeim 134 mörk. Þá hefur hún einnig spilað 62 landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað í þeim 16 mörk. Elín Metta er uppalin Valsari og hefur spilað allan sinn feril með Val ef undanskilið er árið 2023 þegar hún spilaði með Þrótti.

Elín Metta spilaði með Íslandi á EM 2022

„Ólögmætur gjafagjörningur“ sem kemur líklega til með að kosta ríkissjóð hálfan milljarð króna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, vill leyfa veðmál á Íslandi

Komið er á daginn að stjórn Lögreglustjórafélags Íslands varaði þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, við að starfslokasamningar Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra við nokkra undirmenn væru mjög líklega ólöglegir; sömu sögu má segja um ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem og sérfræðinga innan fjármálaráðuneytis.

Er þetta á meðal þess er kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar um málið; en þar er vísað til gagna innan úr fjármálaráðuneyti, er sýna fram á viðvörunarorð embættismanna um starfslokasamningana – sem hafa nú verið dæmdir ólöglegir.

Það var niðurstaða Hæstaréttar í dómi sem féll í lok mars á þessu ári; var komist að þeirri niðurstöðu að Haraldi ríkislögreglustjóra hafi einfaldlega skort heimild til að hækka laun 9 undirmanna hans hjá lögreglunni.

Undirmennirnir hafi hins vegar tekið við launahækkuninni – ásamt auknum lífeyrisréttindum – í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný.

„Ólögmætur gjafagjörningur,“ var niðurstaða Hæstiréttur, sem kemur líklega til með að kosta ríkissjóð hálfan milljarð króna.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesja

Undir formennsku Úlfars Lúðvíkssonar benti Lögreglustjórafélagið á að starfskjarabreytingarnar stæðust eigi lög; launasetningu lögreglu væri snúið á hvolf, en ljóst er að með samkomulaginu voru undirmennirnir með betri kjör en 7 af 9 lögreglustjórum landsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra lýsti því yfir í kjölfarið að ríkislögreglustjóri hefði haft heimild til að semja með þeim hætti sem hann gerði; það var í nóvember árið 2019 – en samningarnir voru undirritaðir í ágúst sama ár.

Kemur fram að sérfræðingar innan fjármála- og efnahagsráðuneytis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur hafi eigi uppfyllt skilyrði til að breyta kjörum undirmanna; lagði það í hendur embættismanna hjá dómsmálaráðuneyti að beina því til lögreglustjóra að afturkalla samkomulagið.

Sjálf segir Áslaug Arna við Heimildina að best hefði verið að ráðuneytið hlutaðist eigi til um málið; þar sem kjara- og mannauðsmál væru á forræði stofnananna sjálfra; hún hefði hins vegar átt að óska eftir áliti annarra á því hvort fullyrðingar ríkislögreglustjóra stæðust með öllu.

Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir er einstakt afrek

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir Ljósmynd/Bára Kristinsdóttir.

Á nýliðnum aðalfundi Dýraverndarsambandsins var veitt viðurkenningin Dýraverndari ársins fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra.

Dýraverndari ársins 2023 er Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður og einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta.

Dýraverndari ársins er einstök kona, sem er allt í senn dýravinur, hugrökk, áræðin, framsýn og viljasterk. Meðal annars vegna þessara eiginleika stofnaði hún félagið Villikettir. Sú áræðni að stofna félag til bjargar villi- og vergangsköttum á Íslandi sýnir hug og þor einstaklings sem fer ótroðnar slóðir.

Arndís Björg hefur sýnt það og sannað að mikil þörf var á félagi í þágu þessara katta en félagið hefur allt frá stofnun þess komið hundruðum katta til bjargar.

Umræða og viðhorf yfirvalda var fyrir tilkomu félagsins neikvæð gagnvart heimilislausum kisum og leiddi þetta viðhorf til ómannúðlegra útrýmingarherferða eins og segir á vef félagsins Villikatta.

Mikið hefur áunnist í þágu velferðar þessara dýra af hálfu félagsins þau tíu ár sem það hefur starfað.

Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir og stofnun deilda um allt land ásamt samstarfi við sveitarfélög um björgun villi- og vergangskatta með TNR aðferðinni (fanga-gelda-skila) er einstakt afrek.

Jákvætt viðhorf og aukin meðvitund almennings gagnvart mannúðlegri meðferð villikatta hefur aukist til muna og fjölda villtra dýra fækkað vegna kraftmikils starfs Villikatta. ​

Það er mikill heiður fyrir Dýraverndarsamband Íslands að veita Arndísi Björgu Sigurgeirsdóttur viðurkenninguna Dýraverndari ársins 2023, hún er sannarlega vel að henni komin! ​

Vill að Netanjahú verði handtekinn: „Viðbjóðsleg nasistaskrímsli Hamas“

Benjamin Netanyahu

Saksóknari hjá alþjóða sakamáladómstólinn í Haag fer fram á handtökuskipun gegn forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú,

Vill hann einnig að varnarmálaráðherra Ísraels verði tekinn höndum sem og þrír leiðtogar Hamas-samtakanna; mun nefnd dómara við sakamáladómstólinn meta óskir saksóknarans Karim Khan ö og ákveður í framhaldinu hvort handtökuskipun verði gefin út, eins og fram kemur á RÚV.

Áðurnefndur Khan vill að Netanjahú verði handtekinn vegna grunsemda um stríðsglæpi sem og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða Ísraelshers eftir innrás Hamas í Ísrael þann 7. október síðastliðinn.

Er þetta í fyrsta sinn sem alþjóða sakamáladómstóllinn beinir sjónum sínum að leiðtoga ríkis sem er vinveitt Bandaríkjunum.

Netanjahú sem og varnarmálaráðherrann Yoav Gallant eru grunaðir um að standa að gereyðingu; beita hungri sem stríðsvopni og fyrir að ráðast viljandi að almennum borgurum í átökunum á Gaza.

Þeir þrír Hamas-leiðtogarnir er Khan vill sækja til saka eru Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gaza, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, foringi vopnaðs arms Hamas, og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas.

Kemur fram að á meðal ákæruliða gagnvart leiðtogum Hamas eru morð; gíslataka – nauðganir; og kynferðisofbeldi í varðhaldi.

Sagði Khan í viðtali við fréttastofuna CNN að heimurinn hafi orðið meira en skelfingu lostin þann 7. október síðastliðinn. Hins vegar er Ísrael ekki aðildarríki alþjóða sakamáladómstólsins; en dómstóllinn telur sig þó hafa lögsögu á Gaza, í Austur-Jerúsalem, og á Vesturbakkanum, eftir að leiðtogar Palestínu samþykktu skilmála dómstólsins fyrir níu árum síðan.

Utanríkisráðherra Ísraels, Israel Katz, er ævareiður yfir ákvörðun saksóknara og segir að með því að nefna þá Netanjahú og Gallant í sömu svipan og „viðbjóðsleg nasistaskrímsli Hamas“ vera sögulega svívirðu.

Segir Kollu Bergþórs lygara: „Bætist þar í hóp svokallaðs mektarfólks í okkar samfélagi“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Kári Sverris

Forsetaframbjóðandinn og leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafnar því að hún sé að leggja Katrínu Jakobsdóttur fyrrum forsætisráðherra og mótframbjóðanda sinn í einelti.

Hún segist hafa sett fram eðlilega gagnrýni á störf Katrínar, ljóst er að þegar Steinunn Ólína var spá í bjóða sig fram sagði hún hátt og skýrt að hún myndi bjóða sig fram til forseta ef Katrín myndi gera það.

Hins vegar er raunin sú að Steinunn Ólína sagði frá framboði 4. apríl en Katrín degi síðar.

Lík og fram kemur í frétt DV þá var ástæðan fyrir leiðréttingu Steinunnar Ólínu, í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook, að hún sé alls ekki að leggja Katrínu í einelti, pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns á Morgunblaðinu er hún skrifaði í blaðið.

Á meðal þeirra er deilt hafa pistli Kolbrúnar er Líf Magneudóttir borgarfulltrúi VG sem styður Katrínu. Og í honum má þetta finna:

Líf Magneudóttir.

„Meðal forsetaframbjóðenda er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem virðist eiga það eina erindi í baráttuna að minna á hversu hræðileg Katrín Jakobsdóttir er. Eins og harðgreindur maður, sem hefur sannleikann að leiðarljósi, sagði réttilega þá minnir Steinunn Ólína þessa dagana einna mest á eltihrellinn í Baby Reindeer. Og hún kemst upp með það.“

kolbrún bergþórsdóttir.. Mynd: RÚV.is.

Kolbrún vísar þarna í vinsæla þáttaröð á streymisveitunni Netflix.

Steinunn Ólína svarar pistli þessum á Facebook. Það sé deginum ljósara að hún hefur oft gagnrýnt Katrínu duglega; segir það lygi að um einelti sé að ræða:

„Nú er blessunin hún Kolbrún Bergþórs kölluð til starfa til að gera lítið úr ástríðu minni fyrir hag lands og þjóðar. Hún bætist þar í hóp svokallaðs mektarfólks í okkar samfélagi sem lýgur því blákalt að ég hafi gengið fram með eineltistilburðum gagnvart fyrrum forsætisráðherra. Þetta er lygi en ef þessir óvitar halda þessum málflutningi áfram trúa þau eflaust að aðrir muni trúa. Í stjórnartíð fyrrverandi forsætisráðherra lagði hún á ráðin, skrifaði, samþykkti og lagði fram lagareldisfrumvarp úr þeirri sjávarútvegsstefnu sem upp er teiknuð og mun eyðileggja til frambúðar lífríki landsins. Stefnu sem gefur áfram auðlindir, eyðileggur atvinnumöguleika, rústar vistkerfum og vegur að mannréttindum fólks og sjálfstæði Íslendinga.“

Einnig:

„Í stjórnartíð fyrrverandi forsætisráðherra var í stað þess að nýta virkjunarkosti sem samþykktir eru og eru grænir og hreinir lagði hún á ráðin með ríkisstjórn sinni að setja af stað gullgrafaraæði í vindmyllurekstri, sem mun eyðileggja fuglalíf, valda landraski og náttúruspjöllum, eyðileggja ásjónu landsins, skapa engin störf og bara eyðileggingu til frambúðar. Ekkert gerði hún til sporna við sumpart tilbúnum orkuskorti með skynsamlegum lausnum til að koma í veg fyrir vindmylluarðránið fyrirætlaða.“

Og að lokum þetta:

„Fyrrverandi forsætisráðherra ber pólitíska ábyrgð á frumvörpum þeim sem samin voru og lögð eru fram í hennar stjórnartíð og getur ekki vikist undan að hafa ætlað að framselja, leigja, gefa og sumt um aldur og ævi íslenskar náttúruauðlindir til útlendinga og bestu vini þeirra sem eiga og ráða í okkar samfélagi.“

Selur glæsiíbúð sína og er sestur að í sólinni í Sádi-Arabíu – Sjáið myndirnar!

Lík og kom fram fyrst á Smartlandi þá hefur lækn­ir­inn Björn Zoëga sett stórglæsilega íbúð sína við Bólstaðahlíð á sölu.

Björn Zoëga

Íbúðin er engin smásmíði – telur 225 fermetra að stærð; er í húsi sem byggt var fjórum árum eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar.

Svo er það plús óneitanlega að meðfylgj­andi er auka­í­búð sem hægt er að leigja út.

Læknirinn Björn er nú fram­kvæmda­stjóri King Faisal Special­ist Hospital and Rese­arch Centre í Sádi-Ar­ab­íu; var áður for­stjóri Land­spít­al­ans og Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi. Nú er hann fluttur til ­Sádí-Ar­ab­íu.

Björn keypti íbúðina við Bólstaðahlíð árið 2020 og óhætt að segja að hún sé smekk­lega inn­réttuð; búin glæsilegum hús­gögn­um og fallegum lista­verk­um.

 

Hlýtur Tranströmerverðlaunin: „Ljóð hans hafi með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika“

Gyrðir Elíasson.

Góðar fréttir voru að berast núna varðandi bókmenntir á Íslandi.

Gyrðir Elíasson hlýtur Tranströmerverðlaunin 2024.

Já, rétt í morgunsárið áðan var tilkynnt að Gyrðir Elíasson hljóti þessi virtu ljóðaverðlaun og segir í rökstuðningi valnefndar að „ljóð hans hafi með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika þar sem tilveran er fallvölt“.

Tomas Tranströmer.

Tranströmerverðlaunin voru stofnsett 1997 af bænum Västerås í Svíþjóð til til heiðurs ljóðskáldinu Tomas Tranströmer sem þar var búsettur frá 1965 til 2000.

Verðlaunin eru veitt annaðhvert ár og er verðlaunaféð 200.000 sænskar krónur.

Västerås í Svíþjóð.

Verðlaunahafinn er útnefndur af valnefnd og var Tomas Tranströmer virkur í þeirri nefnd og tók þátt í störfum hennar meðan hann lifði. Markmið verðlaunanna er „að verðlauna afburða skáldskap í anda Tranströmers“.

Verðlaunahafar skulu vera frá Norðurlöndum eða löndunum sem liggja að Eystrasalti. Í undantekningar tilvikum er hægt að veita þau höfundum utan þess landsvæðis.

Verðlaunin verða veitt þann 12. október 2024 á Bókmenntahátíðinni í Västerås.

Þess má einnig geta að úrval ljóða Gyrðis kemur út á sænsku síðar á þessu ári í þýðingu Johns Swedenmark hjá forlaginu Pequods.

Soffía Auður Birgisdóttir. doktor í bókmenntafræði.

Það er bókmenntafræðingurinn og doktorinn Soffía Auður Birgisdóttir sem greindi fyrst frá þessu.

Ökumaður sektaður fyrir akstur á göngugötu

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Þetta er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 þann 19. maí til klukkan 05:00 þann 20. maí.

Þegar þetta er ritað gistir einn fangaklefa. Alls eru 39 mál bókuð í kerfum lögreglu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.

Gærkvöldið og nóttin hjá lögreglu með rólegasta móti. Þrátt fyrir frídag á öðrum í hvítasunnu virðast skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar hafa ákveðið að halda hvíldardaginn heilagan og var fátt á ferli í miðbæ Reykjavíkur.

Lögreglustöð 1: Tilkynnt um ungmenni við leik á byggingarsvæði en þau voru farin er lögreglu bar að garði. Einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og tveir aðrir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttir á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Einn ökumaður sektaður fyrir akstur á göngugötu og fyrir að hafa ekið án gildra ökuréttinda.

Lögreglustöð 2: Lögregla kölluð til vegna umferðarslyss. Einn aðili fluttur á slysadeild vegna beinbrots. Málið í rannsókn.

Lögreglustöð 3: Almennu eftirliti sinnt.

Lögreglustöð 4: Almennu eftirliti sinnt.

Katrín eyðir 100 milljónum

||
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Kapphlaupið um Bessastaði stendur nú sem hæst. Fremstir frambjóðendanna eru þær Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem báðar búa yfir miklum þokka og visku sem heillar kjósendur. Mikill munur er þó á fjárráðum þeirra tveggja. Halla Hrund upplýsti í Mannlífi að hún hygðist eyða á bilinu 10 til 20 milljónum króna í slaginn. Katrín fer aftur á móti mikinn og auglýsir á dýrasta tíma í Ríkissjónvarpinu.

Í DV er fullyrt að auglýsingakostnaður Katrínar stefni yfir 100 milljónir króna og stórir aðilar í sjávarútvegi standi að baki henni í slagnum. Sem dæmi um kostnað er bent á að löng sjónvarpsauglýsing hafi „verið sýnd margsinnis á hverju kvöldi í Ríkissjónvarpinu“ og hver birting á RÚV kosti svo á bilinu 4-500 þúsund krónum og  hvert sjónvarpskvöld hlaupi á milljónum.

Óljóst er hverjir hinir stóru aðilar sem DV tilgreinir eru en bent skal á að Katrín auglýsir í Mogganum sem leynt og ljóst styður Katrínu. Mogginn er að mestu í eigu þeirrar umdeildu Guðbjargar Matthíasdóttur hverrar þræðir liggja víða um samfélagið. Svo gæti farið að auglýsingapeningarnir réðu úrslitum um það hver verður næsti forseti Íslands …

Palestínski fáninn málaður við íþróttahús HK: „Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína“

Fáni Palestínu málaður á gangstétt í Kópavogi

Palestínski fáninn hefur verið málaður á gangstéttina við innganginn í íþróttahúsið í Digranesi en klukkan 15:00 hófst leikur Íslands við Ísrael í blaki karla og hefur verið boðað til skyndimótmæla við íþróttahúsið klukkan 17:30. Ísrael hefur á undanförnum mánuðum myrt yfir 30 þúsund Palestínubúa og telja margir því óhæft að landið taki þátt í íþróttaviðburðum á sama tíma.

Af öryggisástæðum ákvað Blaksamband Íslands að áhorfendum yrði ekki hleypt inn á leikinn en leikurinn hefur verið harðlega gagnrýndur af Guðbergi Eyjólfssyni, fyrrverandi fyrirliða blaklandsliðs karla, en hann líkti leiknum í pistli við að keppa við landsliðs Þýskalands á tímum nasista og hvatti blakmenn Íslands til að nota tækifærið til mótmæla. 

„Ekki er hægt að fela sig á bak við að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hefur verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi.

Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingabúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita.

Beggi Blindi dæmdur fyrir að áreita þrjár konur kynferðislega – Áfrýjar til Landsréttar

Bergvin Oddsson oft þekktur sem Beggi Blindi

Bergvin Oddson, betur þekktur sem Beggi Blindi, hefur áfrýjað þremur dómum sem hann hlaut í Héraðsdómi Suðurlands til Landsréttar en hann var dæmdur til fyrir hafa kynferðislega áreitt þrjár konur í Vestmannaeyjum og hlaut hann sjö mánaða dóm sem er skilorðsbundinn til tveggja ára og gert að greiða konunum samtals tæpar tvær milljónir auk vaxta.

Tvær af konunum sem Bergvin áreitti voru starfsmenn á veitingahúsi þar sem Bergvin var yfirmaður. Bergvin neitaði sök í öllum málunum en mat dómsins var að framburður hans væri í öllum tilfellum ótrúverðugur. Í samtali við Mbl.is staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Bergvins, að dómunum verði áfrýjað.

Bergvin hefur verið lengi þekkt nafn á Íslandi en upp úr aldamótum var hann nokkuð þekktur uppistandara og síðar meir formaður Blindrafélags Íslands.

Halla Hrund kallar eftir friði um persónuleg málefni: „Orðnar rosalega miklar valdaklíkur“

Halla Hrund Logadóttir.

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars þá umfjöllun sem frambjóðendur hafa þurft að svara fyrir varðandi persónuleg málefni.

„Það er svo mikilvægt að fólk taki þátt í lýðræðinu og ég vona að okkur beri gæfa til þess að halda hér uppi, sérstaklega af því að við erum lítið samfélag, ákveðni ró og friði hvað persónuleg mál varðar. Auðvitað viljum við fá sem flest fólk til að bjóða sig fram og taka þátt og annað slíkt. Maður sér í Bandaríkunum, þar þarftu að vera ofurefnaður eða efnuð. Þú þarft að vera kominn á vissan aldur til að eiga möguleika. Þetta eru orðnar rosalega miklar valdaklíkur til þess bara að þú getir boðið þig fram og þar eru auðvitað „fake news“ og allt þetta alveg í hæstum hæðum og ég vona það að við náum að halda í heiðarleika og gott samtal.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Stúlkan er fundin

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir [nafn fjarlægt], 15 ára. Síðast er vitað um ferðir hennar í Urriðaholti í Garðabæ í gærkvöld. Hún er um 160 sm á hæð með dökkt, sítt hár. Hún er dökklædd, úlpa og buxur, og í svörtum skóm.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar, eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

————————————-
Búið er að finna stúlkuna

Fréttin hefur verið uppfært

27 karlmenn handteknir í barnaníðsaðgerð lögreglu – MYNDBAND

Austin Maddox var handtekinn af lögreglu

Hafnaboltaleikmaðurinn fyrrverandi Austin Maddox var í seinasta mánuði handtekinn í barnaníðsgildru sem var lögð í Flórída og hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota.

Lögreglan í Jacksonville greindi frá því mánudaginn að gildran sem nefndist „Operation Valiant Knights“ hafi staðið yfir í fimm daga og endað með því að 27 karlmenn hafi verið handteknir eftir að hafa mælt sér mót við börn undir lögaldri með þeim tilgangi að stunda með þeim kynlíf.

Maddox sem spilaði með hafnaboltaliðinu Boston Red Sox þarf að borga tæplega 42 milljónir í tryggingu til að losna úr gæsluvarðhaldi. Í myndbandi sem lögreglan birti sést Maddox stíga úr bíl sínum og labba inn í hús þar sem hann hélt að 14 ára stelpa biði eftir sér. Um leið og hann opnaði hurðina var hann tæklaður af lögreglumönnum og settur í handjárn.

Baldur varð bóndi 13 ára gamall: „Felix er frábær heimilis DJ“

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi

Baldur Þórhallsson er mjög heimakær og kann ekki aðeins á þvottavél, heldur þurrkara líka. Hann er alæta á tónlist og segir Felix frábæran „heimilis Dj“. Uppáhalds ljóð Baldurs er ljóð eftir maka hans, Felix Bergsson og stærstu stundirnar í lífi hans eru barneignirnar og barnabörnin.

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Ég er alinn upp á bænum Ægissíðu í Rangárvallasýslu og er mjög heimakær
maður. Bærinn er enn í eigu fjölskyldu okkar og þangað er alltaf gott að
koma. Hér koma auðvitað margir staðir til greina, en ég væri að skrökva
ef ég segi eitthvað annað en það.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Enginn leiðtogi er ómissandi og regluleg endurnýjun kjörinna fulltrúa er
merki um heilbrigt lýðræði. Að lokum er það hins vegar þjóðin sem ræður
því hversu lengi valdhafar sitja í sínum stólum. Við höfum þó nokkur
dæmi um að forsetar sitji lengur en tvö kjörtímabil og hlotið töluvert
fylgi í fleiri en tvö kjörtímabil. Hvort að forseti eigi að sitja lengur
en tvö kjörtímabil er því alltaf ákvörðun þjóðarinnar, og ég treysti
þjóðinni fullkomlega fyrir því verkefni.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Ég myndi vilja sjá aukna valddreifingu tryggða svo að heimamenn fái
meiru ráðið um sín málefni. Ákvarðanir eiga að vera teknar sem næst þeim
sem þær ákvarðanir hafa áhrif á.

Hver er þinn uppáhaldsforseti?

Nelson Mandela.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda
frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Ég tel að við þurfum að nálgast svona breytingar mjög varfærnislega. Að
margir vilji í framboð er ekki galli á lýðræðinu, heldur
styrkleikamerki. Ég tel að fjöldi einstaklinga sem hafa náð að safna
nauðsynlegum meðmælum í undanförnum kosningum hafi ekki verið of mikill.
Þá myndi ég segja það varhugavert að forsetar eða forsetaframbjóðendur
hafi aðkomu eða skoðanir á því að gera öðrum erfiðara fyrir að bjóða sig
fram.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Afi minn, Þorgils Jónsson. Hann var bóndi á Ægissíðu þar til hann
veiktist og ég tók við búinu af honum 13 ára gamall. Ég áttaði mig
kannski ekki á því fyrr en löngu seinna hvað það var margt í hans fari
sem smitaðist yfir á mig, og ég tel mig mjög heppinn að hafa fengið
tækifæri til þess að læra af honum.

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Ég er algjör alæta á tónlist. En svo bý ég auðvitað með Felix Bergssyni
og fæ því bara frekar lítið að segja um tónlistarval á heimilinu og í
bílnum. Felix er frábær heimilis DJ og ég kvarta ekki yfir þessari
verkaskiptingu.

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Nei.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á
sínum tíma?

Já. Ég tel það eina grundvallarskyldu forseta að standa vörð um þjóðina.
Ef það gerist að Alþingi gengur fram af sér og setur lög í landinu sem
ganga á grundvallarréttindi einstaklinga, þá ber forseta að vísa þeim
málum til þjóðarinnar.

Fyrsta málið sem Ólafur Ragnar synjaði staðfestingu fjallaði um
fjölmiðla. Fjölmiðlafrelsi er hornsteinn lýðræðis í landinu og hvers
kyns takmörkun á starfsemi þeirra er mál sem á heima hjá þjóðinni sem
svo tekur afstöðu með eða á móti.

Mér finnst svo það sama eiga við í málum þar sem gjá hefur myndast milli
þings og þjóðar. Þar ætti forseti að beita sér þannig að niðurstaða
fáist sem fólkið í landinu getur unað við. Icesave málin voru t.d.
þannig vaxin og Ólafur Ragnar gerði rétt þar.

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Stærstu stundirnar voru að eignast börn og barnabörn, að sjálfsögðu. Það
er alveg einstök lukka í lífinu að fá að njóta þess að fylgjast með
börnum sínum vaxa og dafna og fá svo barnabörn í hendurnar. Það jafnast
ekkert á við það.

Hver eru mestu vonbrigðin?

Júróvisjón. Aftur og aftur.

Fallegasta ljóðið?

Augun þín eftir Felix Bergsson.

Besta skáldsagan?

Bróðir minn ljónshjarta

Hvað er það besta við Ísland?

Íslensk náttúra er auðvitað það besta við Ísland.

Kanntu á þvottavél?

Já. Og þurrkara líka!

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Ég myndi vilja sjá jákvæðari og lausnarmiðaðri umræðu. Mér finnst ég
skynja aukna skautun í samfélaginu. Mér finnst hópar vera að dragast frá
hvorum öðrum frekar en hitt og tel það mjög varhugaverða þróun. Mín eina
ósk væri því að þjóðfélagsumræða færðist í jákvæðari búning sem yrði svo
til þess fleiri tæki þátt í umræðum um samfélagsmál. Lykillinn að góðum
lausnum á flóknum málum sem eru á sveimi í dag og munu koma upp í
framtíðinni er aðkoma sem allra flesta að slíkum lausnum. Jákvæðni og
lausnarmiðuð umræða er þannig algjört lykilatriði og eitthvað sem
forsetinn getur og á að beita sér fyrir.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Helsta hlutverk forseta er að veita stjórnvöldum aðhald, t.d. við myndun
ríkisstjórna. Þess vegna má forseti aldrei verða meðvirkur með öðrum
valdhöfum í landinu. Forseti er eini þjóðkjörni fulltrúi þjóðarinnar og
er því eini embættismaðurinn sem er í beinu og milliliðalausu sambandi
við þjóðina.

Hann þarf alltaf að vera tilbúinn til þess að taka í neyðarhemilinn ef
Alþingi eða framkvæmdavaldið fer fram úr sér í sínum störfum.

Borðarðu þorramat?

Já. Ég borða mjög mikinn þorramat.

Ertu rómantísk/ur?

Já. Mér finnst ég hafa staðið mig býsna vel í því í gegnum árin. Hvort
að mér hafi raunverulega tekist það eða að Felix taki bara viljann fyrir
verkið, því verður Felix auðvitað að svara. En jú, mér finnst það og mér
finnst það mikilvægt.

Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta
Íslands?

Því ég vil standa vörð um lýðræðið, mannréttindi allra í samfélaginu,
menningu okkar og samheldni með því að tryggja að landið sé og verði
alltaf ein heild. Það gerum við með því að draga það fram sem sameinar
okkar frekar en það sem sundrar. Þá finnst mér mikilvægt að forseti sé
aldrei meðvirkur með ráðandi öflum í landinu og að allar hans ákvarðanir
séu teknar með hag heildarinnar í huga.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur, svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Nú á aðeins einn frambjóðandi eftir að svara spurningalistanum en það er ísdrottningin sjálf, Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Kjósi hún að svara mun Mannlíf birta svörin á næstu dögum.

Skáld Höllu ritskoðað

Halla Hrund Logadóttir.

Kristján Hreinsson skerjafjarðarskáld hefur vakið athygli fyrir þá elju sína að hafa undanfarnar vikur birt eina vísu á dag til stuðnings Höllu Hrundar Logadóttur, orkumálastjóra og forsetaframbjóðanda. Fölskvalaus aðdáum skáldsins hefur hreyft við mörgum og örugglega laðað að einhverja kjósendur.

Athygli vakti fyrir helgi að allar vísurnar hurfu af Facebook á einu bretti og svo virtist sem skáldið hefði snúið baki við Höllu Hrund. DV kannaði málið og hafði samband við Kristján sem upplýsti að hann hefði orðið fyrir slíkum óþægindum að hann hefði tekið út vísurnar. „…Svo er það svar mitt að áfram styð ég Höllu Hrund. En vísurnar tók ég út vegna þess að aðkastið var farið að færast í aukana. Á hverjum degi mátti ég eyða margs konar óhróðri og aðdróttunum vegna þess að ég orti vísur til stuðnings Höllu Hrund,“ var svar skáldsins sem varaði jafnframt eindregið við að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem hann segir að njóti stuðnings valdaelítunnar og hafi svikið fjölda loforða. Kristján hefur samkvæmt þessu verið ritskoðaður af illa þenkjandi fólki.

Háspenna er hlaupin í forsetakosningar eftir að birt var könnun þess umdeilda könnunarfyrirtækis, Prósents, sem sýnir að Katrín er komin á toppinn og Halla Hrund hefur mælst með minna fylgi en nokkru sinni áður. Fjórir frambjóðendur eru nú á svipuðum slóðum með í kringum 20 prósenta fylgi. Fólk bíður nú spennt eftir vikulegri könnun Gallup í vikunni sem varpar ljósi á stöðuna …

Nágranni með slökkvitæki til bjargar í blokkinni – Ölvaðir og dópaðir ökumenn í klær lögreglunnar

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Litlu mátti muna að illa færi þegar kviknaði í úrt frá olíu á eldavél í fjölbýlishúsi. Dökkur reykur gaus upp. Snarráður íbúi kom með slökkvitæki og náði að fyrirbyggja stórtjón áður en lögregla og slökkvilið komu á vettvang. í Tilkynnt um dökkan reyk í heimahúsi þar sem kviknað hafði í olíu á eldavél.

Innbrotsþjófur var á ferð í verslun á svæði Hafnafjarðarlögreglunnar. Málið í rannsókn.

Ökumaður handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál hans ert komið í hefðbundið ferli. Annar slíkur var gripinn á svæði Hafnarfjarðarlögreglunnar, grunaður um a’ð valda háska í umferðinni með þvi að aka undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Hann var látinn laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni. Þriðji ökumaðurinn var handtekinn. Sá er grunaður um ölvunarakstur. Hann verður látinn sæta ábyrgð.

Ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið án gildra ökuréttinda í annað sinn.

Ariana Grande dásamar Hrafnhildi á Instagram

Ariana Grande hreifst af hæfileikum Hrafnhildar - Myndin er samsett

Tónlistarkonan Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok en í lok mars setti hún upptöku af sér að syngja lagið We Can’t Be Friends eftir Ariana Grande og hefur verið horft á myndbandið næstum átta milljón sinnum á þeim tíma.

Ariana Grande er meðal þeirra sem hafa séð myndbandið og deildi hún því með fylgjendum sínum á Instagram í gær en tæplega 380 milljónir einstaklingar fylgja poppstjörnunni á þeim samfélagsmiðli en við myndband Hrafnhildir skrifaði stjarnan einfaldlega: „beautiful“. Hrafnhildur, sem notast við listamannanafnið Raven, hefur verið að gera tónlist árum saman og er líklega þekktust fyrir að hafa unnið söngkeppni framhaldsskólanna árið 2016 með hljómsveitinni Náttsól en í henni voru einnig Elín Hall og Guðrún Ólafsdóttir.

Ariana sagði útgáfu Hrafnhildar fallega

Hrafnhildur er ennþá á fullu að gera tónlist en seinasta plata hennar kom út árið 2021 og er hægt að hlusta á hana hér fyrir neðan.

Arnar Þór endurhlóð batteríin undir rótum Snæfellsjökuls

Arnar Þór.

Það er allt á fullu hjá Arnari Þór sem fór í ferðalag á Snæfellsnesið með konunni sinni Hrafnhildi Sigurðardóttir um hvítasunnuhelgina.

Þar endurhlóð hann batteríin undir rótum Snæfellsjökuls.

Á Ólafsvík hélt hann góðan fund og hitti gott fólk.

Þau hjónin fóru um Snæfellsnesið og hittu bændurnar á Snorrastöðum. Þar eru kýr, geitur og kindur og halda þau úti kornrækt. Á meðan á heimsókn þeirra stóð fæddist lamb.

Á bakaleiðinni hittu þau á prestinn á Staðarstað, en pabbi Hrafnhildar var í sveit á Staðarstað þar sem að Þorgrímur Þórólfsson var prestur en hann var ömmubróðir Hrafnhildar.

Eftir helgina er Arnar Þór fullur orku og eldmóði, tilbúinn í næstu skref.

Myndirnar tók Håkon Broder Lund.

Kona datt af hestbaki – Flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til frekari skoðunar

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Lögreglustöð 1

Ökumaður stöðvaður í hverfi 104 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku. Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að áreita fólk í verslun í hverfi 101, hann farinn er lögreglan kom á vettvang. Tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í hverfi 105, minniháttar meiðsli – einn aðili handtekinn.

Lögreglustöð 2

Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, hann var vistaðu í fangageymslu. Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 221, einn aðili handtekinn og vistaður í fangageymslu. Tilkynnt um konu er dettur af hestbaki í hverfi 210, með áverka á hendi og öxl, og kvartar um verk í höfði, flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Lögreglustöð 3

Almennt eftirlit.

Lögreglustöð 4

Ökumaður stöðvaður í hverfi 161 grunaður um að aka bifreið sviptur ökuréttindum, afgreitt með vettvangsformi

Ólétta Elín Metta

Elín Metta og Sigurður eiga von á barni - Mynd: Facebook

Knattspyrnukonan og læknaneminn Elín Metta Jensen og Sigurður Tómasson, verkefnastjóri hjá Vex, hafa tilkynnt að þau eigi von á barni en það gerðu þau á samfélagsmiðlinum Facebook.

Elín Metta hefur verið ein besta knattspyrnukona landsins á öldinni en hún hefur spilað 189 leiki í efstu deild kvenna og skorað í þeim 134 mörk. Þá hefur hún einnig spilað 62 landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað í þeim 16 mörk. Elín Metta er uppalin Valsari og hefur spilað allan sinn feril með Val ef undanskilið er árið 2023 þegar hún spilaði með Þrótti.

Elín Metta spilaði með Íslandi á EM 2022

„Ólögmætur gjafagjörningur“ sem kemur líklega til með að kosta ríkissjóð hálfan milljarð króna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, vill leyfa veðmál á Íslandi

Komið er á daginn að stjórn Lögreglustjórafélags Íslands varaði þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, við að starfslokasamningar Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra við nokkra undirmenn væru mjög líklega ólöglegir; sömu sögu má segja um ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem og sérfræðinga innan fjármálaráðuneytis.

Er þetta á meðal þess er kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar um málið; en þar er vísað til gagna innan úr fjármálaráðuneyti, er sýna fram á viðvörunarorð embættismanna um starfslokasamningana – sem hafa nú verið dæmdir ólöglegir.

Það var niðurstaða Hæstaréttar í dómi sem féll í lok mars á þessu ári; var komist að þeirri niðurstöðu að Haraldi ríkislögreglustjóra hafi einfaldlega skort heimild til að hækka laun 9 undirmanna hans hjá lögreglunni.

Undirmennirnir hafi hins vegar tekið við launahækkuninni – ásamt auknum lífeyrisréttindum – í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný.

„Ólögmætur gjafagjörningur,“ var niðurstaða Hæstiréttur, sem kemur líklega til með að kosta ríkissjóð hálfan milljarð króna.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesja

Undir formennsku Úlfars Lúðvíkssonar benti Lögreglustjórafélagið á að starfskjarabreytingarnar stæðust eigi lög; launasetningu lögreglu væri snúið á hvolf, en ljóst er að með samkomulaginu voru undirmennirnir með betri kjör en 7 af 9 lögreglustjórum landsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra lýsti því yfir í kjölfarið að ríkislögreglustjóri hefði haft heimild til að semja með þeim hætti sem hann gerði; það var í nóvember árið 2019 – en samningarnir voru undirritaðir í ágúst sama ár.

Kemur fram að sérfræðingar innan fjármála- og efnahagsráðuneytis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur hafi eigi uppfyllt skilyrði til að breyta kjörum undirmanna; lagði það í hendur embættismanna hjá dómsmálaráðuneyti að beina því til lögreglustjóra að afturkalla samkomulagið.

Sjálf segir Áslaug Arna við Heimildina að best hefði verið að ráðuneytið hlutaðist eigi til um málið; þar sem kjara- og mannauðsmál væru á forræði stofnananna sjálfra; hún hefði hins vegar átt að óska eftir áliti annarra á því hvort fullyrðingar ríkislögreglustjóra stæðust með öllu.

Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir er einstakt afrek

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir Ljósmynd/Bára Kristinsdóttir.

Á nýliðnum aðalfundi Dýraverndarsambandsins var veitt viðurkenningin Dýraverndari ársins fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra.

Dýraverndari ársins 2023 er Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður og einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta.

Dýraverndari ársins er einstök kona, sem er allt í senn dýravinur, hugrökk, áræðin, framsýn og viljasterk. Meðal annars vegna þessara eiginleika stofnaði hún félagið Villikettir. Sú áræðni að stofna félag til bjargar villi- og vergangsköttum á Íslandi sýnir hug og þor einstaklings sem fer ótroðnar slóðir.

Arndís Björg hefur sýnt það og sannað að mikil þörf var á félagi í þágu þessara katta en félagið hefur allt frá stofnun þess komið hundruðum katta til bjargar.

Umræða og viðhorf yfirvalda var fyrir tilkomu félagsins neikvæð gagnvart heimilislausum kisum og leiddi þetta viðhorf til ómannúðlegra útrýmingarherferða eins og segir á vef félagsins Villikatta.

Mikið hefur áunnist í þágu velferðar þessara dýra af hálfu félagsins þau tíu ár sem það hefur starfað.

Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir og stofnun deilda um allt land ásamt samstarfi við sveitarfélög um björgun villi- og vergangskatta með TNR aðferðinni (fanga-gelda-skila) er einstakt afrek.

Jákvætt viðhorf og aukin meðvitund almennings gagnvart mannúðlegri meðferð villikatta hefur aukist til muna og fjölda villtra dýra fækkað vegna kraftmikils starfs Villikatta. ​

Það er mikill heiður fyrir Dýraverndarsamband Íslands að veita Arndísi Björgu Sigurgeirsdóttur viðurkenninguna Dýraverndari ársins 2023, hún er sannarlega vel að henni komin! ​

Vill að Netanjahú verði handtekinn: „Viðbjóðsleg nasistaskrímsli Hamas“

Benjamin Netanyahu

Saksóknari hjá alþjóða sakamáladómstólinn í Haag fer fram á handtökuskipun gegn forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú,

Vill hann einnig að varnarmálaráðherra Ísraels verði tekinn höndum sem og þrír leiðtogar Hamas-samtakanna; mun nefnd dómara við sakamáladómstólinn meta óskir saksóknarans Karim Khan ö og ákveður í framhaldinu hvort handtökuskipun verði gefin út, eins og fram kemur á RÚV.

Áðurnefndur Khan vill að Netanjahú verði handtekinn vegna grunsemda um stríðsglæpi sem og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða Ísraelshers eftir innrás Hamas í Ísrael þann 7. október síðastliðinn.

Er þetta í fyrsta sinn sem alþjóða sakamáladómstóllinn beinir sjónum sínum að leiðtoga ríkis sem er vinveitt Bandaríkjunum.

Netanjahú sem og varnarmálaráðherrann Yoav Gallant eru grunaðir um að standa að gereyðingu; beita hungri sem stríðsvopni og fyrir að ráðast viljandi að almennum borgurum í átökunum á Gaza.

Þeir þrír Hamas-leiðtogarnir er Khan vill sækja til saka eru Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas á Gaza, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, foringi vopnaðs arms Hamas, og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas.

Kemur fram að á meðal ákæruliða gagnvart leiðtogum Hamas eru morð; gíslataka – nauðganir; og kynferðisofbeldi í varðhaldi.

Sagði Khan í viðtali við fréttastofuna CNN að heimurinn hafi orðið meira en skelfingu lostin þann 7. október síðastliðinn. Hins vegar er Ísrael ekki aðildarríki alþjóða sakamáladómstólsins; en dómstóllinn telur sig þó hafa lögsögu á Gaza, í Austur-Jerúsalem, og á Vesturbakkanum, eftir að leiðtogar Palestínu samþykktu skilmála dómstólsins fyrir níu árum síðan.

Utanríkisráðherra Ísraels, Israel Katz, er ævareiður yfir ákvörðun saksóknara og segir að með því að nefna þá Netanjahú og Gallant í sömu svipan og „viðbjóðsleg nasistaskrímsli Hamas“ vera sögulega svívirðu.

Segir Kollu Bergþórs lygara: „Bætist þar í hóp svokallaðs mektarfólks í okkar samfélagi“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Kári Sverris

Forsetaframbjóðandinn og leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafnar því að hún sé að leggja Katrínu Jakobsdóttur fyrrum forsætisráðherra og mótframbjóðanda sinn í einelti.

Hún segist hafa sett fram eðlilega gagnrýni á störf Katrínar, ljóst er að þegar Steinunn Ólína var spá í bjóða sig fram sagði hún hátt og skýrt að hún myndi bjóða sig fram til forseta ef Katrín myndi gera það.

Hins vegar er raunin sú að Steinunn Ólína sagði frá framboði 4. apríl en Katrín degi síðar.

Lík og fram kemur í frétt DV þá var ástæðan fyrir leiðréttingu Steinunnar Ólínu, í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook, að hún sé alls ekki að leggja Katrínu í einelti, pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns á Morgunblaðinu er hún skrifaði í blaðið.

Á meðal þeirra er deilt hafa pistli Kolbrúnar er Líf Magneudóttir borgarfulltrúi VG sem styður Katrínu. Og í honum má þetta finna:

Líf Magneudóttir.

„Meðal forsetaframbjóðenda er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem virðist eiga það eina erindi í baráttuna að minna á hversu hræðileg Katrín Jakobsdóttir er. Eins og harðgreindur maður, sem hefur sannleikann að leiðarljósi, sagði réttilega þá minnir Steinunn Ólína þessa dagana einna mest á eltihrellinn í Baby Reindeer. Og hún kemst upp með það.“

kolbrún bergþórsdóttir.. Mynd: RÚV.is.

Kolbrún vísar þarna í vinsæla þáttaröð á streymisveitunni Netflix.

Steinunn Ólína svarar pistli þessum á Facebook. Það sé deginum ljósara að hún hefur oft gagnrýnt Katrínu duglega; segir það lygi að um einelti sé að ræða:

„Nú er blessunin hún Kolbrún Bergþórs kölluð til starfa til að gera lítið úr ástríðu minni fyrir hag lands og þjóðar. Hún bætist þar í hóp svokallaðs mektarfólks í okkar samfélagi sem lýgur því blákalt að ég hafi gengið fram með eineltistilburðum gagnvart fyrrum forsætisráðherra. Þetta er lygi en ef þessir óvitar halda þessum málflutningi áfram trúa þau eflaust að aðrir muni trúa. Í stjórnartíð fyrrverandi forsætisráðherra lagði hún á ráðin, skrifaði, samþykkti og lagði fram lagareldisfrumvarp úr þeirri sjávarútvegsstefnu sem upp er teiknuð og mun eyðileggja til frambúðar lífríki landsins. Stefnu sem gefur áfram auðlindir, eyðileggur atvinnumöguleika, rústar vistkerfum og vegur að mannréttindum fólks og sjálfstæði Íslendinga.“

Einnig:

„Í stjórnartíð fyrrverandi forsætisráðherra var í stað þess að nýta virkjunarkosti sem samþykktir eru og eru grænir og hreinir lagði hún á ráðin með ríkisstjórn sinni að setja af stað gullgrafaraæði í vindmyllurekstri, sem mun eyðileggja fuglalíf, valda landraski og náttúruspjöllum, eyðileggja ásjónu landsins, skapa engin störf og bara eyðileggingu til frambúðar. Ekkert gerði hún til sporna við sumpart tilbúnum orkuskorti með skynsamlegum lausnum til að koma í veg fyrir vindmylluarðránið fyrirætlaða.“

Og að lokum þetta:

„Fyrrverandi forsætisráðherra ber pólitíska ábyrgð á frumvörpum þeim sem samin voru og lögð eru fram í hennar stjórnartíð og getur ekki vikist undan að hafa ætlað að framselja, leigja, gefa og sumt um aldur og ævi íslenskar náttúruauðlindir til útlendinga og bestu vini þeirra sem eiga og ráða í okkar samfélagi.“

Selur glæsiíbúð sína og er sestur að í sólinni í Sádi-Arabíu – Sjáið myndirnar!

Lík og kom fram fyrst á Smartlandi þá hefur lækn­ir­inn Björn Zoëga sett stórglæsilega íbúð sína við Bólstaðahlíð á sölu.

Björn Zoëga

Íbúðin er engin smásmíði – telur 225 fermetra að stærð; er í húsi sem byggt var fjórum árum eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar.

Svo er það plús óneitanlega að meðfylgj­andi er auka­í­búð sem hægt er að leigja út.

Læknirinn Björn er nú fram­kvæmda­stjóri King Faisal Special­ist Hospital and Rese­arch Centre í Sádi-Ar­ab­íu; var áður for­stjóri Land­spít­al­ans og Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi. Nú er hann fluttur til ­Sádí-Ar­ab­íu.

Björn keypti íbúðina við Bólstaðahlíð árið 2020 og óhætt að segja að hún sé smekk­lega inn­réttuð; búin glæsilegum hús­gögn­um og fallegum lista­verk­um.

 

Hlýtur Tranströmerverðlaunin: „Ljóð hans hafi með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika“

Gyrðir Elíasson.

Góðar fréttir voru að berast núna varðandi bókmenntir á Íslandi.

Gyrðir Elíasson hlýtur Tranströmerverðlaunin 2024.

Já, rétt í morgunsárið áðan var tilkynnt að Gyrðir Elíasson hljóti þessi virtu ljóðaverðlaun og segir í rökstuðningi valnefndar að „ljóð hans hafi með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika þar sem tilveran er fallvölt“.

Tomas Tranströmer.

Tranströmerverðlaunin voru stofnsett 1997 af bænum Västerås í Svíþjóð til til heiðurs ljóðskáldinu Tomas Tranströmer sem þar var búsettur frá 1965 til 2000.

Verðlaunin eru veitt annaðhvert ár og er verðlaunaféð 200.000 sænskar krónur.

Västerås í Svíþjóð.

Verðlaunahafinn er útnefndur af valnefnd og var Tomas Tranströmer virkur í þeirri nefnd og tók þátt í störfum hennar meðan hann lifði. Markmið verðlaunanna er „að verðlauna afburða skáldskap í anda Tranströmers“.

Verðlaunahafar skulu vera frá Norðurlöndum eða löndunum sem liggja að Eystrasalti. Í undantekningar tilvikum er hægt að veita þau höfundum utan þess landsvæðis.

Verðlaunin verða veitt þann 12. október 2024 á Bókmenntahátíðinni í Västerås.

Þess má einnig geta að úrval ljóða Gyrðis kemur út á sænsku síðar á þessu ári í þýðingu Johns Swedenmark hjá forlaginu Pequods.

Soffía Auður Birgisdóttir. doktor í bókmenntafræði.

Það er bókmenntafræðingurinn og doktorinn Soffía Auður Birgisdóttir sem greindi fyrst frá þessu.

Ökumaður sektaður fyrir akstur á göngugötu

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Þetta er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 þann 19. maí til klukkan 05:00 þann 20. maí.

Þegar þetta er ritað gistir einn fangaklefa. Alls eru 39 mál bókuð í kerfum lögreglu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.

Gærkvöldið og nóttin hjá lögreglu með rólegasta móti. Þrátt fyrir frídag á öðrum í hvítasunnu virðast skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar hafa ákveðið að halda hvíldardaginn heilagan og var fátt á ferli í miðbæ Reykjavíkur.

Lögreglustöð 1: Tilkynnt um ungmenni við leik á byggingarsvæði en þau voru farin er lögreglu bar að garði. Einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og tveir aðrir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttir á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Einn ökumaður sektaður fyrir akstur á göngugötu og fyrir að hafa ekið án gildra ökuréttinda.

Lögreglustöð 2: Lögregla kölluð til vegna umferðarslyss. Einn aðili fluttur á slysadeild vegna beinbrots. Málið í rannsókn.

Lögreglustöð 3: Almennu eftirliti sinnt.

Lögreglustöð 4: Almennu eftirliti sinnt.

Katrín eyðir 100 milljónum

||
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Kapphlaupið um Bessastaði stendur nú sem hæst. Fremstir frambjóðendanna eru þær Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem báðar búa yfir miklum þokka og visku sem heillar kjósendur. Mikill munur er þó á fjárráðum þeirra tveggja. Halla Hrund upplýsti í Mannlífi að hún hygðist eyða á bilinu 10 til 20 milljónum króna í slaginn. Katrín fer aftur á móti mikinn og auglýsir á dýrasta tíma í Ríkissjónvarpinu.

Í DV er fullyrt að auglýsingakostnaður Katrínar stefni yfir 100 milljónir króna og stórir aðilar í sjávarútvegi standi að baki henni í slagnum. Sem dæmi um kostnað er bent á að löng sjónvarpsauglýsing hafi „verið sýnd margsinnis á hverju kvöldi í Ríkissjónvarpinu“ og hver birting á RÚV kosti svo á bilinu 4-500 þúsund krónum og  hvert sjónvarpskvöld hlaupi á milljónum.

Óljóst er hverjir hinir stóru aðilar sem DV tilgreinir eru en bent skal á að Katrín auglýsir í Mogganum sem leynt og ljóst styður Katrínu. Mogginn er að mestu í eigu þeirrar umdeildu Guðbjargar Matthíasdóttur hverrar þræðir liggja víða um samfélagið. Svo gæti farið að auglýsingapeningarnir réðu úrslitum um það hver verður næsti forseti Íslands …

Palestínski fáninn málaður við íþróttahús HK: „Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína“

Fáni Palestínu málaður á gangstétt í Kópavogi

Palestínski fáninn hefur verið málaður á gangstéttina við innganginn í íþróttahúsið í Digranesi en klukkan 15:00 hófst leikur Íslands við Ísrael í blaki karla og hefur verið boðað til skyndimótmæla við íþróttahúsið klukkan 17:30. Ísrael hefur á undanförnum mánuðum myrt yfir 30 þúsund Palestínubúa og telja margir því óhæft að landið taki þátt í íþróttaviðburðum á sama tíma.

Af öryggisástæðum ákvað Blaksamband Íslands að áhorfendum yrði ekki hleypt inn á leikinn en leikurinn hefur verið harðlega gagnrýndur af Guðbergi Eyjólfssyni, fyrrverandi fyrirliða blaklandsliðs karla, en hann líkti leiknum í pistli við að keppa við landsliðs Þýskalands á tímum nasista og hvatti blakmenn Íslands til að nota tækifærið til mótmæla. 

„Ekki er hægt að fela sig á bak við að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hefur verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi.

Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingabúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita.

Beggi Blindi dæmdur fyrir að áreita þrjár konur kynferðislega – Áfrýjar til Landsréttar

Bergvin Oddsson oft þekktur sem Beggi Blindi

Bergvin Oddson, betur þekktur sem Beggi Blindi, hefur áfrýjað þremur dómum sem hann hlaut í Héraðsdómi Suðurlands til Landsréttar en hann var dæmdur til fyrir hafa kynferðislega áreitt þrjár konur í Vestmannaeyjum og hlaut hann sjö mánaða dóm sem er skilorðsbundinn til tveggja ára og gert að greiða konunum samtals tæpar tvær milljónir auk vaxta.

Tvær af konunum sem Bergvin áreitti voru starfsmenn á veitingahúsi þar sem Bergvin var yfirmaður. Bergvin neitaði sök í öllum málunum en mat dómsins var að framburður hans væri í öllum tilfellum ótrúverðugur. Í samtali við Mbl.is staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Bergvins, að dómunum verði áfrýjað.

Bergvin hefur verið lengi þekkt nafn á Íslandi en upp úr aldamótum var hann nokkuð þekktur uppistandara og síðar meir formaður Blindrafélags Íslands.

Halla Hrund kallar eftir friði um persónuleg málefni: „Orðnar rosalega miklar valdaklíkur“

Halla Hrund Logadóttir.

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars þá umfjöllun sem frambjóðendur hafa þurft að svara fyrir varðandi persónuleg málefni.

„Það er svo mikilvægt að fólk taki þátt í lýðræðinu og ég vona að okkur beri gæfa til þess að halda hér uppi, sérstaklega af því að við erum lítið samfélag, ákveðni ró og friði hvað persónuleg mál varðar. Auðvitað viljum við fá sem flest fólk til að bjóða sig fram og taka þátt og annað slíkt. Maður sér í Bandaríkunum, þar þarftu að vera ofurefnaður eða efnuð. Þú þarft að vera kominn á vissan aldur til að eiga möguleika. Þetta eru orðnar rosalega miklar valdaklíkur til þess bara að þú getir boðið þig fram og þar eru auðvitað „fake news“ og allt þetta alveg í hæstum hæðum og ég vona það að við náum að halda í heiðarleika og gott samtal.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Raddir