Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Beggi Blindi dæmdur fyrir að áreita þrjár konur kynferðislega – Áfrýjar til Landsréttar

Bergvin Oddsson oft þekktur sem Beggi Blindi

Bergvin Oddson, betur þekktur sem Beggi Blindi, hefur áfrýjað þremur dómum sem hann hlaut í Héraðsdómi Suðurlands til Landsréttar en hann var dæmdur til fyrir hafa kynferðislega áreitt þrjár konur í Vestmannaeyjum og hlaut hann sjö mánaða dóm sem er skilorðsbundinn til tveggja ára og gert að greiða konunum samtals tæpar tvær milljónir auk vaxta.

Tvær af konunum sem Bergvin áreitti voru starfsmenn á veitingahúsi þar sem Bergvin var yfirmaður. Bergvin neitaði sök í öllum málunum en mat dómsins var að framburður hans væri í öllum tilfellum ótrúverðugur. Í samtali við Mbl.is staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Bergvins, að dómunum verði áfrýjað.

Bergvin hefur verið lengi þekkt nafn á Íslandi en upp úr aldamótum var hann nokkuð þekktur uppistandara og síðar meir formaður Blindrafélags Íslands.

Halla Hrund kallar eftir friði um persónuleg málefni: „Orðnar rosalega miklar valdaklíkur“

Halla Hrund Logadóttir.

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars þá umfjöllun sem frambjóðendur hafa þurft að svara fyrir varðandi persónuleg málefni.

„Það er svo mikilvægt að fólk taki þátt í lýðræðinu og ég vona að okkur beri gæfa til þess að halda hér uppi, sérstaklega af því að við erum lítið samfélag, ákveðni ró og friði hvað persónuleg mál varðar. Auðvitað viljum við fá sem flest fólk til að bjóða sig fram og taka þátt og annað slíkt. Maður sér í Bandaríkunum, þar þarftu að vera ofurefnaður eða efnuð. Þú þarft að vera kominn á vissan aldur til að eiga möguleika. Þetta eru orðnar rosalega miklar valdaklíkur til þess bara að þú getir boðið þig fram og þar eru auðvitað „fake news“ og allt þetta alveg í hæstum hæðum og ég vona það að við náum að halda í heiðarleika og gott samtal.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Mun KSÍ brjóta eigin reglur aftur fyrir Albert Guðmundsson?

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Ljósmynd: RÚV-skjáskot

Þann 7. júní næstkomandi mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spila við landslið Englands á Wembly í vináttulandsleik og því er stutt í að Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, muni tilkynna leikmannahóp sinn.

Margur Íslendingur bíður spenntur að sjá hvort að KSÍ hyggist brjóta eigin reglur aftur eins og gert var gegn Ísrael og Úkraínu fyrr á árinu og gefi grænt ljós á að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, verði valinn en hann var í fyrrasumar kærður fyrir kynferðisbrot en leikmenn sem sæta slíkri rannsókn mega ekki keppa fyrir Íslands hönd samkvæmt reglum KSÍ. Málið var látið niður falla og Albert valinn í hópinn en niðurfellingunni var svo áfrýjað og hefur ekki ennþá borist ákvörðun yfirvalda um þá áfrýjun. KSÍ bar fyrir sig óskýru orðalagi í eigin reglum og sagði að Albert hafi ekki sætt rannsókn á þeim tímapunkti sem hann var valinn í hópinn gegn Ísrael og Úkraínu og hafi því verið gjaldgengur að spila leikina. Þá sagði KSÍ að mögulega þyrfti að endurskoða reglur sem snerta á kærumálum.

Kærumálið hefur þó haft lítil áhrif á spilamennsku Alberts á knattspyrnuvellinum en hann er að eiga sitt allra besta tímabil á ferlinum og er einn eftirsóttasti leikmaðurinn á Ítalíu. Sérfræðingar telja það sé nánast ómögulegt að hann verði ekki keyptur af stórliði og þykja Inter Milan, Juventus og Tottenham líklegust til þess eins og staðan er í dag.

Albert hefur spilað 37 landsleik fyrir Íslands hönd og skorað í þeim tíu mörk.

Sakamálið – 23. þáttur: Skapbráði verkamaðurinn í Bournemouth

Samuel Elkins braut blað í sögu Bournemouth á Englandi. Reiði vegna brottrekstrar olli
því að hann banaði yfirmanni sínum. Lögreglan átti erfitt með að trúa játningu Elkins, enda
höfðu smáglæpir verið það eina sem hún hafði þurft að glíma við í kjördæminu.

Við heyrum nú söguna um skapbráða verkamanninn Samuel Elkins …

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið hér

Lögreglumaður í Bandaríkjunum rannsakaður vegna vindlareykinga – MYNDBAND

Lögreglumaður reykti vindil í handtöku

Lögreglumaður í St. Louis í Bandaríkjunum er sætir nú rannsókn vegna hegðunar hans við handtöku á manni fyrir viku síðan. Maðurinn sem var handtekinn neitaði að yfirgefa Marquee Restaurant & Lounge þegar hann var handtekinn af starfsmanni staðarins en sá starfsmaður er lögreglumaður í sínu aðalstarfi.

Í upptöku af handtökunni sést lögreglumaðurinn kveikja sér í vindli meðan hann heldur hinum handtekna niðri. Lögreglan í St. Louis hefur gefið út að rannsókn á málinu sé hafin til skilja betur þær ástæður sem leiddu að handtöku mannsins.

Ekki hefur gefin út ákæra vegna málsins en sá sem var handtekinn var færður í varðhald fyrir að neita yfirgefa stað í einkaeigu og mótþróa við handtöku

Slagsmálahundur réðst á lögreglumenn

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru 88 mál skráð í nótt og hér fyrir neðan eru nokkur þeirra rakin.

Aðili var handtekinn í miðbænum eftir að hafa haft í hótunum við dyravörð og var aðilinn talsvert ölvaður. Við leit á lögreglustöð fundust fíkniefni og vopn í fórum hans og var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt er að ræða við hann. Þá var aðili handtekinn eftir að hafa sparkað í lögreglubifreið. Aðilinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Einnig var einn handtekinn utan við skemmtistað þar sem hann hafði verið að slást inni og höfðu dyraverðir þurft að fjarlægja hann af staðnum. Utan við staðinn veittist hann að lögreglu og var handtekinn og vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um slagsmál utan við skemmtistað. Þegar lögregla kom á staðinn var lögreglu vísað á aðila sem höfðu verið að slást en tókst að leysa málið á vettvangi.

Nokkuð var af málum vegna partíhávaða og unglingadrykkju.

Svo var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Laus eftir hefðbundið ferli.

„Kirkj­an brást og stend­ur í skuld við hinseg­in sam­fé­lagið“

Myndin er samsett

Næsti bisk­up þjóðar­inn­ar, Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, segir um kirkjuna og samkynhneigða:

„Kirkj­an brást. Þar af leiðandi stend­ur hún í skuld við hinseg­in sam­fé­lagið,“.segir hún í viðtali við Morgunblaðið.

Bætir við:

Guðrún Karls Helgudóttir.

„Kirkj­an átti strax að opna faðm sinn fyr­ir fjöl­breyti­leik­an­um. Meiri­hluti presta stóð samt alltaf með hinseg­in sam­fé­lag­inu, það er mik­il­vægt að því sé haldið til haga, þótt kirkj­an sjálf gerði það ekki form­lega fyrr en of seint,“ seg­ir hún.

Það kemur fram að önnur dótt­ir Guðrún­ar er trans:

„Það kom okk­ur mjög á óvart þegar hún sagði okk­ur frá því en það var haustið eft­ir að hún fermd­ist,“ seg­ir Guðrún og heldur áfram:

„Við velj­um ekki hvaða verk­efni við fáum sem for­eldr­ar og verk­efni okk­ar er fyrst og fremst að elska, styðja og standa með börn­un­um okk­ar. Ég hef alltaf verið með op­inn huga fyr­ir því að við mann­fólkið erum alls kon­ar en þetta varð þó til þess að ég finn enn sterk­ar hversu miklu máli það skipt­ir að við tök­um öll­um mann­eskj­um eins og þær eru og ber­um virðingu fyr­ir fjöl­breyti­leik­an­um. Ég held að ný kyn­slóð sé að kenna okk­ur ým­is­legt þegar kem­ur að þessu.“

Starfsmaður Bjarna sparkar í Höllu Hrund

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Ljóst er að aldrei hefur verið meiri harka í kosningabaráttu til embætti forseta Íslands en núna. Líklegt verður að teljast að næsti forseti verði Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir eða Baldur Þórhallsson.

Í gær birti Mannlíf brot úr viðtali sem tekið var við Höllu Hrund en í því ræðir hún andlát bestu vinkonu sinnar sem varð bráðkvödd í fyrra.

Flestir sem tjáðu sig um málið vottuðu Höllu Hrund innilegar samúðarkveðjur en slíkt gerði ekki starfsmaður Bjarna Benediktssonar í forsætisráðuneytinu en starfsmaðurinn er mikill stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur. Sá starfsmaður setti inn athugasemd á Facebook og gerði þar lítið úr sorg Höllu og hæddist að henni …

Arnar Þór kærir skopmynd Vísis: „Framsetningin er hlutdræg og meiðandi“

Arnar Þór Jónsson er formaður Lýðræðisflokksins

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi er allt annað en sáttur með mynd sem Halldór Baldursson teiknari birti fyrr í dag á Vísi og hefur tekið þá ákvörðun að kæra Halldór til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.

Arnar Þór sem er sjálfur fyrrverandi héraðsdómari telur að ýjað sé að því að hann sé nasisti í myndinni sem Halldór teiknaði en alls eru sjö forsetaframbjóðendur á myndinni og er t.d. Jón Gnarr klæddur sem trúður og Ásdís Rán í bikiní með kanínueyru. Arnar greinir frá þessari ákvörðun samfélagsmiðlinum Facebook.

„Í dag birtist á forsíðu Vísis mynd eftir Halldór Baldursson sem brýtur gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Þessa myndbirtingu hef ég kært til siðanefndar félagsins og krafist þess að málið verði tekið til skjótrar meðferðar. Á myndinni er undirrituðum stillt upp í búningi sem augljóslega er ætlað að líta út fyrir að vera búningur alræðissinna. Þessi framsetning er hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg. Undirritaður hefur á síðustu árum ritað tugi greina í blöð og tímarit, samtals ca. 1400 bls. Ekkert í því efni réttlætir þá framsetningu sem sjá má á umræddri mynd Halldórs Baldurssonar. Undirritaður hefur flutt fjölda fyrirlestra og erinda á almennum vettvangi, haldið úti bloggsíðu, flutt útvarpsávörp, mætti í tugi viðtala o.fl. Þar er heldur ekkert sem gefur Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu mína í það samhengi sem þarna getur að líta. Sá búningur sem hér um ræðir er táknmynd alls þess sem ég hef talað gegn, þ.e. valdboðs, stjórnlyndis, ofríkis, kúgunar, mannfyrirlitningar, stjórnlyndis og alræðis. Ég er málsvari klassísks frjálslyndis, frjálsræðis, einstaklingsfrelsis, lýðræðis, mannúðar, manngæsku, mannréttinda og valddreifingar. Framsetning Halldórs og Vísis er gróf aðför að mannorði mínu og þess er krafist að bæði teiknarinn og fjölmiðillinn verði áminntir fyrir brot, rangfærslur leiðréttar, umrædd mynd fjarlægð og ég beðinn afsökunar, bæði formlega og skriflega,“ skrifar dómarinn fyrrverandi.

„Framsetningin er bæði óheiðarleg og ósanngjörn. Hefði Halldór skrifað þetta og vísir birt aðdróttanir þess efnis að undirritaður væri nasisti / fasisti, þá félli það væntanlega undir skilgreiningu á hatursorðræðu, þar sem alið væri andúð og fordómum gegn mér. Framsetningin er hlutdræg og meiðandi. Myndin kristallar ófagleg vinnubrögð og brýtur gegn skyldum blaðamanna með því að grafa undan lýðræðislegri tjáningu og afbaka málefnalega umræðu. Framsetningin brýtur gegn skyldum blaðamanna gagnvart almenningi sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Framsetningin hefur ekki sannleikann að leiðarljósi, brenglar staðreyndir og felur í sér órökstuddar ásakanir. Blaðamaður og fjölmiðillinn hafa ekki gætt að þeirri skyldu sinni að byggja framsetningu sína á áreiðanlegum upplýsingum. Framsetningin styðst ekki við neitt sem kalla mætti hlutlægni. Þegar þetta er ritað hefur Blaðamannafélagið staðfest móttöku á kæru minni,“ skrifar hann að lokum

Alblóðug kona handtekin eftir bílaeltingaleik í Los Angeles – MYNDBAND

Konan var nokkuð illa farin eftir áreksturinn

Kona var handtekin á föstudagsmorgun í Los Angeles eftir háhraða bílaeltingaleik.

Ekki liggur fyrir af hverju lögreglumenn höfðu upphaflega afskipti af konunni en fljótt var ljóst að hún ætlaði sér ekki að stoppa. Bílaeltingaleikurinn stóð lengi yfir og áttu lögreglumenn erfitt með að stoppa bílstjórann í ofsaakstri sínum en hún tók með annars U-beygju og keyrði á móti umferð til lengri tíma.

Endaði hún á að keyra á annan bíl sem varð til þess að bíll hennar stoppaði og voru lögreglumenn fljótir að hoppa til að handtaka konuna, sem reyndist vera alblóðug eftir áreksturinn. Ekki hefur verið gefið út fyrir hvað hún verður ákærð fyrir að en líklegt þykir að hún muni þurfa að dúsa í fangelsi í einhvern tíma.

Konan segir Ástþór „sérstaklega rómantískan“: „Mér leiðast þvottavélar en er hrifin af þvottakonum“

Ástþór (Kristur) Magnússon

Ástþór Magnússon er að sögn eiginkonu hans alveg sérstaklega rómantískur. Hann vill gefa þjóðinni ávísun ef hann kemst á Bessastaði og ætlar að leita friðarsamninga við Rússa, verði hann kosinn forseti. Þá leiðist Ástþóri þvottavélar en er hrifinn af þvottakonum sem hugsa um hann.

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Þingvellir.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Nei.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Aukið lýðræði.

Hver er þinn uppáhaldsforseti?

Enginn þeirra hefur virkjað embættið til friðarmála þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um í hvert stefndi í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var til allra forsetaframbjóðenda og þjóðarinnar fyrir 28 árum. Því erum við nú í hættulegri stöðu, komin í stríð við stórt kjarnorkuveldi, erum að kaupa drápsvopn sem við erum að senda í stríð þúsundir kílómetra í burtu sem hefur ekkert með varnir landsins að gera og þeir sem vopnin okkar eru að drepa hóta nú að svara fyrir sig. Samkvæmt áliti flestra hernaðarsérfræðinga er hætta á að það verði með kjarnorkuvopnum.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Engin þörf á því lýðræðið er fagurt. 

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Ég hef margar góðar fyrirmyndir geri ekki upp á milli þeirra.  

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Give peace a chance. 

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Nei. 

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Já í Icesave var það rétt ákvörðun. 

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Þær eru margar og fallegar.  

Hver eru mestu vonbrigðin?

Hvernig lýðræðið er fótum troðið á Íslandi. 

Fallegasta ljóðið?

Paradís á jörð í bókinni Virkjum Bessastaði. 

Besta skáldsagan?

Held mig við staðreyndir og sannar sögur. 

Hvað er það besta við Ísland?

Landslagið.

Kanntu á þvottavél?

Mér leiðast þvottavélar en er hrifin af þvottakonum sem hugsa vel um mig.

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Að þjóðin fái ávísun frá Bessastöðum eftir að ég hef byggt hér upp nýjan atvinnuveg friðar og lýðræðisþróunar sem mun skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Forsetinn er fulltrúi þjóðarinnar og á að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar á Bessastöðum. Forsetaembættið er þverpólitískt embætti. Sameiningartákn þjóðarinnar, umboðsmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virku lýðræði. Til að þess þarf forsetinn að vera með öllu ótengdur stjórnmálaflokkum og hafa engin önnur hagsmunatengsl sem geta haft áhrif á störf hans. Forsetinn er öryggisventill um leið og hann leiðir fólk saman til að vinna góðum málum brautargengi fyrir þjóðina.

Borðarðu þorramat?

Auðvitað geri ég það eins enda fæddur og uppalinn á Íslandi.

Ertu rómantísk/ur?

Konan mín lýsti því yfir í sjónvarpi að ég væri alveg sérstaklega rómantískur. 

Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands? Bestu kveðjur,

Ef fólk kýs ekki mig þá er það að kasta atkvæði sínu á ófriðarbálið. Það skiptir engu máli fyrir fólk hvern af hinum ellefu það kýs. Það fólk er allt tilbúið til að standa með kjósendum í stríði, en ég er ekki tilbúinn í það. Ég vil sem forseti vinna til friðar og mitt fyrsta verkefni verður að leita friðarsamninga við Rússa. 

Kjósendur eiga ekki að kasta atkvæði í fólk sem ætlar að stimpla hvaða vitleysu sem er frá Alþingi. Hlutverk forseta er að vera öryggisvörður þjóðarinnar, hann er þjóðkjörinn fulltrúi þjóðarinnar og á að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar á Bessastöðum.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur , svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör þeirra frambjóðendanna sem ekki hafa verið nú þegar verið birt, birtast á næstu vikum.

 

59 prósent lesenda Mannlífs ætla til útlanda í sumar

Spánn - myndin tengist fréttinni ekki beint

Nú er stutt í sumarfrí hjá flestum og því ákvað Mannlíf að spyrja í gær hversu ferðaþyrstir lesendur Mannlífs væru í sumar og eru niðurstöðurnar komnar í hús. 59% lesenda ætla að ferðast til útlanda í sumar, 34% ætla ekki að gera það en ennþá eru 7% lesenda Mannlífs óvssir hvort ferðast verði erlendis í sumar.

59.04%
Nei
33.73%
Óviss
7.23%

Besta vinkona Höllu Hrundar varð bráðkvödd í fyrra: „Átti ótrúlegan feril í vísindastarfi“

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi ræddi missi í nýjasta þætti Mannlífs

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars andlát bestu vinkonu sinnar sem lést í fyrra en hún segir það vera sína sárustu lífsreynslu.

Margar sem koma upp í hugann en sú sem kemur fyrst upp í hugann núna er að í gær var ár síðan æskuvinkona varð bráðkvödd, mín nánasta frá því að við vorum hjá dagforeldrum. Hafði líka búið í Bandaríkjunum og hafði verið ákaflega góð vinkona alla tíð.“

„Hildur, alveg eins og dóttir mín Hildur Kristín,“ sagði Halla Hrund þegar hún var spurð út í nafn vinkonunnar. „Hildur Kristín er skírð í höfuðið nokkrum Hildum sem allar voru miklir skörungar. Meðal annars þessi Hildur Hrönn heitin, sem átti ótrúlegan feril í vísindastarfi. Hún var úti að hlaupa og fékk hjartaáfall og dó.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Burnley gerir ekki nýjan samning við Jóhann Berg

Jóhann Berg Guðmundsson fer frá Burnley

Knattspyrnumaðurinn knái Jóhann Berg Guðmundsson mun yfir gefa Burnley en félagið greindi frá því í dag. Jóhann Berg verður 34 ára gamall í október og hefur verið lykilmaður í liði Burnley síðan 2016 en liðið er nýfallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur leikið yfir 200 leiki með liðinu og flesta þeirra í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig leikið með Charlton Athletic, AZ Alkmaar og Breiðabliki sínum meistaraflokksferli. Þá hefur Jóhann einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í rúman áratug en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2008 og hefur spilað 91 landsleik og skorað í þeim átta mörk.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvað hann tekur sér næst fyrir hendur.

Katrín Halldóra þráði að eignast barn: „Ég fór í rannsóknir og alls konar“

Katrín Halldóra Sigurðardóttir Ljósmynd: Albumm.is

Í nýju og einlægu viðtali ræðir söng- og leikkona Katrín Halldóra Sigurðardóttir um ævi sína og störf. Í viðtalinu snertir hún á sambandi sínu við Hallgrím Jón Hallgrímsson en þau hafa verið að stinga saman nefjum í 14 ár.

Maður þarf að eiga góðan maka þegar maður er í svona og ég er svo heppin,“ sagði Katrín við RÚV en hún kynntist Hallgrími þegar hún var í námi og oft hefur lífið verið krefjandi. „Sem á að vera óvanalegt að makar haldist út leikaranám en það gekk einhvern veginn. Þetta var alveg rosalegt álag og ég er fegin að hafa ekki verið með börn á þessum tíma. En við einhvern veginn, við hittumst alltaf af og til. Við höfum okkar leið þegar það er svona álag.“

Katrín ræddi einnig þá erfiðleika að geta barn en í dag er hún tveggja barn móðir ásamt því að vera stjúpmóðir. „Á þessum tíma líka dreymdi mig ekkert heitar en að verða ólétt og eignast barn sko. Ég verð alltaf jafnhissa þegar ég hitti konur sem eru bara: Já við fórum bara heim saman eitt kvöld og ég varð ólétt. Mér finnst það alltaf jafnótrúlegt,“ sagði leikkona fær en hún þurfti að bíða lengi eftir barni að eigin sögn.

„Ég er ein af þeim. En þau koma bara þegar þau vilja koma. Ég fór í rannsóknir og alls konar, það var ekkert að en allt í einu koma þau. Svo bara svo þakklátt þegar þetta loksins gerðist, alveg dásamlegt, en ég er alveg góð.“

Hún segir einnig að afskiptasemi fólks varðandi barneignir séu skrýtin. „Ég sagði einhvern tíma að mig langaði aldrei í börn til að hætta að fá þessar spurningar, ætlarðu ekki að eignast börn? Margar voru að koma upp að mér: Ertu bomm!? Nei, því miður,“ sagði Katrín. „Maður á ekki alltaf að vera að spyrja fólk að svona, maður veit ekkert hvað fólk er að ganga í gegnum.“

Misþyrming í Stykkishólmi

Stykkishólmur - Mynd: Wikipedia

Það verður mikið um að vera í Stykkishólmi daganna 6. – 8. júní en þá verður þungarokkhátíðin SÁTAN haldin. Meðal hljómsveita sem spila á hátíðinni eru Misþyrming, HAM, Sólstarfir og I Adapt ásamt mörgum til viðbótar.

Hljómsveitin Misþyrming hefur í áratug verið ein af mest spennandi rokkhljómsveitum landsins en hún hefur gefið út fjórar plötur á þeim tíma, sem allar hafa hlotið góða dóma og aflað þeim mikilli vinsælda um heim allan. Helst er hægt nefna lögin Orgia og Hælið af plötunni Algleymi en samanlagt hafa þessi tvö lög fengið tæpar tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Þá hefur lagið Blóðhefnd, sem er að finna á nýjustu plötu sveitarinnar, vakið mikla lukku hjá þungarokksaðdáendum

 

Lögreglan skarst í leikinn þegar barn ógnaði starfsfólki matsölustaðar

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Að venju er af ýmsu að taka í dagbók lögreglunnar.

Tilkynnt var um aðila sem er æstur inn á matsölustað. Við afskipti lögreglu gaf aðilinn upp ranga kennitölu og neitaði svo að segja til nafns og hafði verið með ógnandi tilburði við starfsfólk. Við komu á lögreglustöð kom í ljós að aðilinn er 17 ára og komu foreldrar að sækja viðkomandi á lögreglustöðina.

Þá var einnig tilkynnt um slagsmál í miðbænum. Við komu á staðinn ræddi lögregla við vitni sem bentu á upphafsmann slagsmálanna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um öldauðan aðila í strætóskýli. Lögregla fór á staðinn og fékk aðilinn að gista í fangaklefa þangað til hann væri í ástandi til að sjá um sig sjálfur. Sömuleiðis var tilkynnt um slagsmál í miðbænum. Þegar lögregla kom á staðinn voru allir málsaðilar að ganga á brott og virtist enginn slasaður eftir áflogin. Allir á vettvangi afþökkuðu aðstoð lögreglu.

Auk þess voru mörg minniháttar mál, m.a. vegna ölvunar og óláta í miðbænum.

Lögregla var kölluð á stað vegna elds í póstkassa í fjölbýlishúsi. Lögreglan gat slökkt eldinn án aðkomu slökkviliðs og hafði sameign fyllst af reyk. Slökkvilið kom á vettvang skömmu síðar og aðstoðaði við reykræstingu.

Tootsie-stjarnan Dabney Coleman látin: „Sál sem brann af ástríðu, þrá og húmor“

Coleman er fallinn frá - Mynd: Skjáskot Tootsie

Hinn stórkostlegi verðlaunaleikari Dabney Coleman er látinn, 92 ára að aldri. Coleman sló í gegn á 9. áratug síðustu aldar þegar hann lék í myndunum á borð við Tootsie, 9 to 5, WarGames og auðvitað Muppets Take Manhattan. Hann átti einnig góðu gengi að fagna á tíunda áratugnum en þá lék hann í myndunum The Beverly Hillbillies, You’ve Got Mail og Inspector Gadget og þá lék hann einnig skólastjórann Prickly í teiknimyndaþáttunum Recess, sem voru sýndir undir nafninu Skólalíf á Stöð 2.

Á 21. öldinni lék svo stór hlutverk í þáttunum Boardwalk Empire og The Guardian og myndinni Domino.

„Faðir minn eyddi tímanum sínum á jörðinni með forvitinn huga, gjafmilt hjarta og sál sem brann af ástríðu, þrá og húmor sem kom öllum í gott skap,“ sagði Quincy Coleman, dóttir leikarans góða, um andlát föður síns.

 

Svik Katrínar

Helga Þórisdóttir. Mynd / Skjáskot RÚV

Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, var opinská í Forystusætinu í Ríkissjónvarpinu. Þar bar á góma pólitískan þrýsting frá ráðherrum á embætti hennar. „Ég var atyrt,“ sagði hún.

Helga varpaði djúpsprengju þegar hún sagðí frá átökum Persónuverndar við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Stofnunin átti í vök að verjast og þá ekki síst eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi tekið afstöðu með Kára og fyrirtæki hans í deilunni. Ekki varð annað skilið á frásögn Helgu en að Katrín hefði  svikið Persónuvernd fyrir Kára sem lengi hefði átt í harkalegum útistöðum við Persónuvernd.

Kári er opinberlega stuðningsmaður Katrínar og hefur komið fram í auglýsingum til stuðnings henni …

Fálkinn Friðrik elskaði örbylgjueldaða kjötið hennar Ingu: „Við vorum báðir að veiða rjúpu“

Skagaströnd - Mynd: NorthIceland.is

Fólk elskar dýr mismikið. Fólk elskar villt dýr mismikið. En það er ekki algengt að villt dýr elski mannfólkið, sérstaklega ekki fálkar en það er nákvæmlega það sem gerðist árið 1998 þegar fálkinn Friðrik gerði sig heimakominn í Straumnesi á Skagaströnd en það var áttundi veturinn í röð sem Friðrik dvaldi þar.

„Hann er hérna í fæði, það er ekkert flóknara en það. Þegar hann kemur sest hann oftast á rekaviðarhnyðju skammt frá húsinu. Konan stingur þá gjarnan hrossakjöti í örbylgjuofninn og hendir svo bitanum út um gluggann. Síðan fer fálkinn ofan af hnyðjunni og vappar nær glugganum að bitanum og sækir hann,“ sagði Birgir Árnason húsbóndinn í Straumnesi, við DV árið 1998 en bjó hann með Ingu Þorvaldsdóttur, konu sinni. „Hann fær ekkert verra en folaldakjöt og nautalifur og annað sem við fáum sem úrgang úr kjötvinnslunni. Og alltaf er það heitt úr örbylgjuofninum,“ sagði Birgir.

„Yfirleitt kemur fálkinn til okkar um miðjan október,“ sagði húsbóndinn í Straumnesi. „Einu sinni hitti ég hann þegar ég var á rjúpnaveiðum úti á Skaga í október. Við vorum þá báðir að veiða rjúpu, vinirnir. Hann hafði þá ekkert komið til okkar þann vetur. Ég var alveg viss um að þetta væri fálkinn okkar. Ég þekkti fuglinn þegar hann flaug rétt hjá mér -stór, mjög hvítur með gular lappir. Hann sveif yfir mér í marga hringi en settist svo niður hjá bílnum mínum. Hann hefur örugglega þekkt bæði mig og bílinn. Daginn eftir var hann svo mættur heim i Straumnes. Einu sinni sá konan mín fálkann sitja á ljósastaur. Hún gekk að honum og talaði við hann. Fálkinn hreyfði sig ekki. Honum er líka alveg sama þótt við séum í eldhúsglugganum þegar hann kemur að éta. Kettirnir okkar tveir vilja líka gjarnan fá að fylgjast með fálkanum. En honum líkar það greinilega ekki að kettirnir séu að skoða hann.“

Birgir taldi þó líklegt að Friðrik væri í raun og veru kvenkyns en hann hverfi gjarnan stuttu fyrir varptímann og tekur Ólafur Níelsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistoftiun Íslands, undir það.

„Kerlingarnar eru mun stærri en karlarnir. Þetta er mjög merkileg samskipti sem hafa þróast þarna á Skagaströnd,“ sagði Ólafur. „Einu dæmin sem ég veit um þetta vora í nágrenni Reykjavíkur þegar Sigurðirn Klemenzson, kjúklingabóndi á Álftanesi, sem lést í janúar síðastliðinn, var með nokkra fálka í fæði. Það stóð yfir í um tvo áratugi. Sigurður var með fimm fálka þegar mest var. Ég veit annars ekki um hliðstæð dæmi þar sem fólk er með villta fálka á fóðrum.“

Beggi Blindi dæmdur fyrir að áreita þrjár konur kynferðislega – Áfrýjar til Landsréttar

Bergvin Oddsson oft þekktur sem Beggi Blindi

Bergvin Oddson, betur þekktur sem Beggi Blindi, hefur áfrýjað þremur dómum sem hann hlaut í Héraðsdómi Suðurlands til Landsréttar en hann var dæmdur til fyrir hafa kynferðislega áreitt þrjár konur í Vestmannaeyjum og hlaut hann sjö mánaða dóm sem er skilorðsbundinn til tveggja ára og gert að greiða konunum samtals tæpar tvær milljónir auk vaxta.

Tvær af konunum sem Bergvin áreitti voru starfsmenn á veitingahúsi þar sem Bergvin var yfirmaður. Bergvin neitaði sök í öllum málunum en mat dómsins var að framburður hans væri í öllum tilfellum ótrúverðugur. Í samtali við Mbl.is staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Bergvins, að dómunum verði áfrýjað.

Bergvin hefur verið lengi þekkt nafn á Íslandi en upp úr aldamótum var hann nokkuð þekktur uppistandara og síðar meir formaður Blindrafélags Íslands.

Halla Hrund kallar eftir friði um persónuleg málefni: „Orðnar rosalega miklar valdaklíkur“

Halla Hrund Logadóttir.

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars þá umfjöllun sem frambjóðendur hafa þurft að svara fyrir varðandi persónuleg málefni.

„Það er svo mikilvægt að fólk taki þátt í lýðræðinu og ég vona að okkur beri gæfa til þess að halda hér uppi, sérstaklega af því að við erum lítið samfélag, ákveðni ró og friði hvað persónuleg mál varðar. Auðvitað viljum við fá sem flest fólk til að bjóða sig fram og taka þátt og annað slíkt. Maður sér í Bandaríkunum, þar þarftu að vera ofurefnaður eða efnuð. Þú þarft að vera kominn á vissan aldur til að eiga möguleika. Þetta eru orðnar rosalega miklar valdaklíkur til þess bara að þú getir boðið þig fram og þar eru auðvitað „fake news“ og allt þetta alveg í hæstum hæðum og ég vona það að við náum að halda í heiðarleika og gott samtal.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Mun KSÍ brjóta eigin reglur aftur fyrir Albert Guðmundsson?

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Ljósmynd: RÚV-skjáskot

Þann 7. júní næstkomandi mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spila við landslið Englands á Wembly í vináttulandsleik og því er stutt í að Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, muni tilkynna leikmannahóp sinn.

Margur Íslendingur bíður spenntur að sjá hvort að KSÍ hyggist brjóta eigin reglur aftur eins og gert var gegn Ísrael og Úkraínu fyrr á árinu og gefi grænt ljós á að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, verði valinn en hann var í fyrrasumar kærður fyrir kynferðisbrot en leikmenn sem sæta slíkri rannsókn mega ekki keppa fyrir Íslands hönd samkvæmt reglum KSÍ. Málið var látið niður falla og Albert valinn í hópinn en niðurfellingunni var svo áfrýjað og hefur ekki ennþá borist ákvörðun yfirvalda um þá áfrýjun. KSÍ bar fyrir sig óskýru orðalagi í eigin reglum og sagði að Albert hafi ekki sætt rannsókn á þeim tímapunkti sem hann var valinn í hópinn gegn Ísrael og Úkraínu og hafi því verið gjaldgengur að spila leikina. Þá sagði KSÍ að mögulega þyrfti að endurskoða reglur sem snerta á kærumálum.

Kærumálið hefur þó haft lítil áhrif á spilamennsku Alberts á knattspyrnuvellinum en hann er að eiga sitt allra besta tímabil á ferlinum og er einn eftirsóttasti leikmaðurinn á Ítalíu. Sérfræðingar telja það sé nánast ómögulegt að hann verði ekki keyptur af stórliði og þykja Inter Milan, Juventus og Tottenham líklegust til þess eins og staðan er í dag.

Albert hefur spilað 37 landsleik fyrir Íslands hönd og skorað í þeim tíu mörk.

Sakamálið – 23. þáttur: Skapbráði verkamaðurinn í Bournemouth

Samuel Elkins braut blað í sögu Bournemouth á Englandi. Reiði vegna brottrekstrar olli
því að hann banaði yfirmanni sínum. Lögreglan átti erfitt með að trúa játningu Elkins, enda
höfðu smáglæpir verið það eina sem hún hafði þurft að glíma við í kjördæminu.

Við heyrum nú söguna um skapbráða verkamanninn Samuel Elkins …

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið hér

Lögreglumaður í Bandaríkjunum rannsakaður vegna vindlareykinga – MYNDBAND

Lögreglumaður reykti vindil í handtöku

Lögreglumaður í St. Louis í Bandaríkjunum er sætir nú rannsókn vegna hegðunar hans við handtöku á manni fyrir viku síðan. Maðurinn sem var handtekinn neitaði að yfirgefa Marquee Restaurant & Lounge þegar hann var handtekinn af starfsmanni staðarins en sá starfsmaður er lögreglumaður í sínu aðalstarfi.

Í upptöku af handtökunni sést lögreglumaðurinn kveikja sér í vindli meðan hann heldur hinum handtekna niðri. Lögreglan í St. Louis hefur gefið út að rannsókn á málinu sé hafin til skilja betur þær ástæður sem leiddu að handtöku mannsins.

Ekki hefur gefin út ákæra vegna málsins en sá sem var handtekinn var færður í varðhald fyrir að neita yfirgefa stað í einkaeigu og mótþróa við handtöku

Slagsmálahundur réðst á lögreglumenn

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru 88 mál skráð í nótt og hér fyrir neðan eru nokkur þeirra rakin.

Aðili var handtekinn í miðbænum eftir að hafa haft í hótunum við dyravörð og var aðilinn talsvert ölvaður. Við leit á lögreglustöð fundust fíkniefni og vopn í fórum hans og var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt er að ræða við hann. Þá var aðili handtekinn eftir að hafa sparkað í lögreglubifreið. Aðilinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Einnig var einn handtekinn utan við skemmtistað þar sem hann hafði verið að slást inni og höfðu dyraverðir þurft að fjarlægja hann af staðnum. Utan við staðinn veittist hann að lögreglu og var handtekinn og vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um slagsmál utan við skemmtistað. Þegar lögregla kom á staðinn var lögreglu vísað á aðila sem höfðu verið að slást en tókst að leysa málið á vettvangi.

Nokkuð var af málum vegna partíhávaða og unglingadrykkju.

Svo var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Laus eftir hefðbundið ferli.

„Kirkj­an brást og stend­ur í skuld við hinseg­in sam­fé­lagið“

Myndin er samsett

Næsti bisk­up þjóðar­inn­ar, Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, segir um kirkjuna og samkynhneigða:

„Kirkj­an brást. Þar af leiðandi stend­ur hún í skuld við hinseg­in sam­fé­lagið,“.segir hún í viðtali við Morgunblaðið.

Bætir við:

Guðrún Karls Helgudóttir.

„Kirkj­an átti strax að opna faðm sinn fyr­ir fjöl­breyti­leik­an­um. Meiri­hluti presta stóð samt alltaf með hinseg­in sam­fé­lag­inu, það er mik­il­vægt að því sé haldið til haga, þótt kirkj­an sjálf gerði það ekki form­lega fyrr en of seint,“ seg­ir hún.

Það kemur fram að önnur dótt­ir Guðrún­ar er trans:

„Það kom okk­ur mjög á óvart þegar hún sagði okk­ur frá því en það var haustið eft­ir að hún fermd­ist,“ seg­ir Guðrún og heldur áfram:

„Við velj­um ekki hvaða verk­efni við fáum sem for­eldr­ar og verk­efni okk­ar er fyrst og fremst að elska, styðja og standa með börn­un­um okk­ar. Ég hef alltaf verið með op­inn huga fyr­ir því að við mann­fólkið erum alls kon­ar en þetta varð þó til þess að ég finn enn sterk­ar hversu miklu máli það skipt­ir að við tök­um öll­um mann­eskj­um eins og þær eru og ber­um virðingu fyr­ir fjöl­breyti­leik­an­um. Ég held að ný kyn­slóð sé að kenna okk­ur ým­is­legt þegar kem­ur að þessu.“

Starfsmaður Bjarna sparkar í Höllu Hrund

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Ljóst er að aldrei hefur verið meiri harka í kosningabaráttu til embætti forseta Íslands en núna. Líklegt verður að teljast að næsti forseti verði Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir eða Baldur Þórhallsson.

Í gær birti Mannlíf brot úr viðtali sem tekið var við Höllu Hrund en í því ræðir hún andlát bestu vinkonu sinnar sem varð bráðkvödd í fyrra.

Flestir sem tjáðu sig um málið vottuðu Höllu Hrund innilegar samúðarkveðjur en slíkt gerði ekki starfsmaður Bjarna Benediktssonar í forsætisráðuneytinu en starfsmaðurinn er mikill stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur. Sá starfsmaður setti inn athugasemd á Facebook og gerði þar lítið úr sorg Höllu og hæddist að henni …

Arnar Þór kærir skopmynd Vísis: „Framsetningin er hlutdræg og meiðandi“

Arnar Þór Jónsson er formaður Lýðræðisflokksins

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi er allt annað en sáttur með mynd sem Halldór Baldursson teiknari birti fyrr í dag á Vísi og hefur tekið þá ákvörðun að kæra Halldór til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.

Arnar Þór sem er sjálfur fyrrverandi héraðsdómari telur að ýjað sé að því að hann sé nasisti í myndinni sem Halldór teiknaði en alls eru sjö forsetaframbjóðendur á myndinni og er t.d. Jón Gnarr klæddur sem trúður og Ásdís Rán í bikiní með kanínueyru. Arnar greinir frá þessari ákvörðun samfélagsmiðlinum Facebook.

„Í dag birtist á forsíðu Vísis mynd eftir Halldór Baldursson sem brýtur gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Þessa myndbirtingu hef ég kært til siðanefndar félagsins og krafist þess að málið verði tekið til skjótrar meðferðar. Á myndinni er undirrituðum stillt upp í búningi sem augljóslega er ætlað að líta út fyrir að vera búningur alræðissinna. Þessi framsetning er hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg. Undirritaður hefur á síðustu árum ritað tugi greina í blöð og tímarit, samtals ca. 1400 bls. Ekkert í því efni réttlætir þá framsetningu sem sjá má á umræddri mynd Halldórs Baldurssonar. Undirritaður hefur flutt fjölda fyrirlestra og erinda á almennum vettvangi, haldið úti bloggsíðu, flutt útvarpsávörp, mætti í tugi viðtala o.fl. Þar er heldur ekkert sem gefur Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu mína í það samhengi sem þarna getur að líta. Sá búningur sem hér um ræðir er táknmynd alls þess sem ég hef talað gegn, þ.e. valdboðs, stjórnlyndis, ofríkis, kúgunar, mannfyrirlitningar, stjórnlyndis og alræðis. Ég er málsvari klassísks frjálslyndis, frjálsræðis, einstaklingsfrelsis, lýðræðis, mannúðar, manngæsku, mannréttinda og valddreifingar. Framsetning Halldórs og Vísis er gróf aðför að mannorði mínu og þess er krafist að bæði teiknarinn og fjölmiðillinn verði áminntir fyrir brot, rangfærslur leiðréttar, umrædd mynd fjarlægð og ég beðinn afsökunar, bæði formlega og skriflega,“ skrifar dómarinn fyrrverandi.

„Framsetningin er bæði óheiðarleg og ósanngjörn. Hefði Halldór skrifað þetta og vísir birt aðdróttanir þess efnis að undirritaður væri nasisti / fasisti, þá félli það væntanlega undir skilgreiningu á hatursorðræðu, þar sem alið væri andúð og fordómum gegn mér. Framsetningin er hlutdræg og meiðandi. Myndin kristallar ófagleg vinnubrögð og brýtur gegn skyldum blaðamanna með því að grafa undan lýðræðislegri tjáningu og afbaka málefnalega umræðu. Framsetningin brýtur gegn skyldum blaðamanna gagnvart almenningi sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Framsetningin hefur ekki sannleikann að leiðarljósi, brenglar staðreyndir og felur í sér órökstuddar ásakanir. Blaðamaður og fjölmiðillinn hafa ekki gætt að þeirri skyldu sinni að byggja framsetningu sína á áreiðanlegum upplýsingum. Framsetningin styðst ekki við neitt sem kalla mætti hlutlægni. Þegar þetta er ritað hefur Blaðamannafélagið staðfest móttöku á kæru minni,“ skrifar hann að lokum

Alblóðug kona handtekin eftir bílaeltingaleik í Los Angeles – MYNDBAND

Konan var nokkuð illa farin eftir áreksturinn

Kona var handtekin á föstudagsmorgun í Los Angeles eftir háhraða bílaeltingaleik.

Ekki liggur fyrir af hverju lögreglumenn höfðu upphaflega afskipti af konunni en fljótt var ljóst að hún ætlaði sér ekki að stoppa. Bílaeltingaleikurinn stóð lengi yfir og áttu lögreglumenn erfitt með að stoppa bílstjórann í ofsaakstri sínum en hún tók með annars U-beygju og keyrði á móti umferð til lengri tíma.

Endaði hún á að keyra á annan bíl sem varð til þess að bíll hennar stoppaði og voru lögreglumenn fljótir að hoppa til að handtaka konuna, sem reyndist vera alblóðug eftir áreksturinn. Ekki hefur verið gefið út fyrir hvað hún verður ákærð fyrir að en líklegt þykir að hún muni þurfa að dúsa í fangelsi í einhvern tíma.

Konan segir Ástþór „sérstaklega rómantískan“: „Mér leiðast þvottavélar en er hrifin af þvottakonum“

Ástþór (Kristur) Magnússon

Ástþór Magnússon er að sögn eiginkonu hans alveg sérstaklega rómantískur. Hann vill gefa þjóðinni ávísun ef hann kemst á Bessastaði og ætlar að leita friðarsamninga við Rússa, verði hann kosinn forseti. Þá leiðist Ástþóri þvottavélar en er hrifinn af þvottakonum sem hugsa um hann.

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Þingvellir.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Nei.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Aukið lýðræði.

Hver er þinn uppáhaldsforseti?

Enginn þeirra hefur virkjað embættið til friðarmála þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um í hvert stefndi í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var til allra forsetaframbjóðenda og þjóðarinnar fyrir 28 árum. Því erum við nú í hættulegri stöðu, komin í stríð við stórt kjarnorkuveldi, erum að kaupa drápsvopn sem við erum að senda í stríð þúsundir kílómetra í burtu sem hefur ekkert með varnir landsins að gera og þeir sem vopnin okkar eru að drepa hóta nú að svara fyrir sig. Samkvæmt áliti flestra hernaðarsérfræðinga er hætta á að það verði með kjarnorkuvopnum.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Engin þörf á því lýðræðið er fagurt. 

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Ég hef margar góðar fyrirmyndir geri ekki upp á milli þeirra.  

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Give peace a chance. 

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Nei. 

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Já í Icesave var það rétt ákvörðun. 

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Þær eru margar og fallegar.  

Hver eru mestu vonbrigðin?

Hvernig lýðræðið er fótum troðið á Íslandi. 

Fallegasta ljóðið?

Paradís á jörð í bókinni Virkjum Bessastaði. 

Besta skáldsagan?

Held mig við staðreyndir og sannar sögur. 

Hvað er það besta við Ísland?

Landslagið.

Kanntu á þvottavél?

Mér leiðast þvottavélar en er hrifin af þvottakonum sem hugsa vel um mig.

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Að þjóðin fái ávísun frá Bessastöðum eftir að ég hef byggt hér upp nýjan atvinnuveg friðar og lýðræðisþróunar sem mun skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Forsetinn er fulltrúi þjóðarinnar og á að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar á Bessastöðum. Forsetaembættið er þverpólitískt embætti. Sameiningartákn þjóðarinnar, umboðsmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virku lýðræði. Til að þess þarf forsetinn að vera með öllu ótengdur stjórnmálaflokkum og hafa engin önnur hagsmunatengsl sem geta haft áhrif á störf hans. Forsetinn er öryggisventill um leið og hann leiðir fólk saman til að vinna góðum málum brautargengi fyrir þjóðina.

Borðarðu þorramat?

Auðvitað geri ég það eins enda fæddur og uppalinn á Íslandi.

Ertu rómantísk/ur?

Konan mín lýsti því yfir í sjónvarpi að ég væri alveg sérstaklega rómantískur. 

Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands? Bestu kveðjur,

Ef fólk kýs ekki mig þá er það að kasta atkvæði sínu á ófriðarbálið. Það skiptir engu máli fyrir fólk hvern af hinum ellefu það kýs. Það fólk er allt tilbúið til að standa með kjósendum í stríði, en ég er ekki tilbúinn í það. Ég vil sem forseti vinna til friðar og mitt fyrsta verkefni verður að leita friðarsamninga við Rússa. 

Kjósendur eiga ekki að kasta atkvæði í fólk sem ætlar að stimpla hvaða vitleysu sem er frá Alþingi. Hlutverk forseta er að vera öryggisvörður þjóðarinnar, hann er þjóðkjörinn fulltrúi þjóðarinnar og á að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar á Bessastöðum.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur , svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör þeirra frambjóðendanna sem ekki hafa verið nú þegar verið birt, birtast á næstu vikum.

 

59 prósent lesenda Mannlífs ætla til útlanda í sumar

Spánn - myndin tengist fréttinni ekki beint

Nú er stutt í sumarfrí hjá flestum og því ákvað Mannlíf að spyrja í gær hversu ferðaþyrstir lesendur Mannlífs væru í sumar og eru niðurstöðurnar komnar í hús. 59% lesenda ætla að ferðast til útlanda í sumar, 34% ætla ekki að gera það en ennþá eru 7% lesenda Mannlífs óvssir hvort ferðast verði erlendis í sumar.

59.04%
Nei
33.73%
Óviss
7.23%

Besta vinkona Höllu Hrundar varð bráðkvödd í fyrra: „Átti ótrúlegan feril í vísindastarfi“

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi ræddi missi í nýjasta þætti Mannlífs

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars andlát bestu vinkonu sinnar sem lést í fyrra en hún segir það vera sína sárustu lífsreynslu.

Margar sem koma upp í hugann en sú sem kemur fyrst upp í hugann núna er að í gær var ár síðan æskuvinkona varð bráðkvödd, mín nánasta frá því að við vorum hjá dagforeldrum. Hafði líka búið í Bandaríkjunum og hafði verið ákaflega góð vinkona alla tíð.“

„Hildur, alveg eins og dóttir mín Hildur Kristín,“ sagði Halla Hrund þegar hún var spurð út í nafn vinkonunnar. „Hildur Kristín er skírð í höfuðið nokkrum Hildum sem allar voru miklir skörungar. Meðal annars þessi Hildur Hrönn heitin, sem átti ótrúlegan feril í vísindastarfi. Hún var úti að hlaupa og fékk hjartaáfall og dó.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Burnley gerir ekki nýjan samning við Jóhann Berg

Jóhann Berg Guðmundsson fer frá Burnley

Knattspyrnumaðurinn knái Jóhann Berg Guðmundsson mun yfir gefa Burnley en félagið greindi frá því í dag. Jóhann Berg verður 34 ára gamall í október og hefur verið lykilmaður í liði Burnley síðan 2016 en liðið er nýfallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur leikið yfir 200 leiki með liðinu og flesta þeirra í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig leikið með Charlton Athletic, AZ Alkmaar og Breiðabliki sínum meistaraflokksferli. Þá hefur Jóhann einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í rúman áratug en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2008 og hefur spilað 91 landsleik og skorað í þeim átta mörk.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvað hann tekur sér næst fyrir hendur.

Katrín Halldóra þráði að eignast barn: „Ég fór í rannsóknir og alls konar“

Katrín Halldóra Sigurðardóttir Ljósmynd: Albumm.is

Í nýju og einlægu viðtali ræðir söng- og leikkona Katrín Halldóra Sigurðardóttir um ævi sína og störf. Í viðtalinu snertir hún á sambandi sínu við Hallgrím Jón Hallgrímsson en þau hafa verið að stinga saman nefjum í 14 ár.

Maður þarf að eiga góðan maka þegar maður er í svona og ég er svo heppin,“ sagði Katrín við RÚV en hún kynntist Hallgrími þegar hún var í námi og oft hefur lífið verið krefjandi. „Sem á að vera óvanalegt að makar haldist út leikaranám en það gekk einhvern veginn. Þetta var alveg rosalegt álag og ég er fegin að hafa ekki verið með börn á þessum tíma. En við einhvern veginn, við hittumst alltaf af og til. Við höfum okkar leið þegar það er svona álag.“

Katrín ræddi einnig þá erfiðleika að geta barn en í dag er hún tveggja barn móðir ásamt því að vera stjúpmóðir. „Á þessum tíma líka dreymdi mig ekkert heitar en að verða ólétt og eignast barn sko. Ég verð alltaf jafnhissa þegar ég hitti konur sem eru bara: Já við fórum bara heim saman eitt kvöld og ég varð ólétt. Mér finnst það alltaf jafnótrúlegt,“ sagði leikkona fær en hún þurfti að bíða lengi eftir barni að eigin sögn.

„Ég er ein af þeim. En þau koma bara þegar þau vilja koma. Ég fór í rannsóknir og alls konar, það var ekkert að en allt í einu koma þau. Svo bara svo þakklátt þegar þetta loksins gerðist, alveg dásamlegt, en ég er alveg góð.“

Hún segir einnig að afskiptasemi fólks varðandi barneignir séu skrýtin. „Ég sagði einhvern tíma að mig langaði aldrei í börn til að hætta að fá þessar spurningar, ætlarðu ekki að eignast börn? Margar voru að koma upp að mér: Ertu bomm!? Nei, því miður,“ sagði Katrín. „Maður á ekki alltaf að vera að spyrja fólk að svona, maður veit ekkert hvað fólk er að ganga í gegnum.“

Misþyrming í Stykkishólmi

Stykkishólmur - Mynd: Wikipedia

Það verður mikið um að vera í Stykkishólmi daganna 6. – 8. júní en þá verður þungarokkhátíðin SÁTAN haldin. Meðal hljómsveita sem spila á hátíðinni eru Misþyrming, HAM, Sólstarfir og I Adapt ásamt mörgum til viðbótar.

Hljómsveitin Misþyrming hefur í áratug verið ein af mest spennandi rokkhljómsveitum landsins en hún hefur gefið út fjórar plötur á þeim tíma, sem allar hafa hlotið góða dóma og aflað þeim mikilli vinsælda um heim allan. Helst er hægt nefna lögin Orgia og Hælið af plötunni Algleymi en samanlagt hafa þessi tvö lög fengið tæpar tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Þá hefur lagið Blóðhefnd, sem er að finna á nýjustu plötu sveitarinnar, vakið mikla lukku hjá þungarokksaðdáendum

 

Lögreglan skarst í leikinn þegar barn ógnaði starfsfólki matsölustaðar

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Að venju er af ýmsu að taka í dagbók lögreglunnar.

Tilkynnt var um aðila sem er æstur inn á matsölustað. Við afskipti lögreglu gaf aðilinn upp ranga kennitölu og neitaði svo að segja til nafns og hafði verið með ógnandi tilburði við starfsfólk. Við komu á lögreglustöð kom í ljós að aðilinn er 17 ára og komu foreldrar að sækja viðkomandi á lögreglustöðina.

Þá var einnig tilkynnt um slagsmál í miðbænum. Við komu á staðinn ræddi lögregla við vitni sem bentu á upphafsmann slagsmálanna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um öldauðan aðila í strætóskýli. Lögregla fór á staðinn og fékk aðilinn að gista í fangaklefa þangað til hann væri í ástandi til að sjá um sig sjálfur. Sömuleiðis var tilkynnt um slagsmál í miðbænum. Þegar lögregla kom á staðinn voru allir málsaðilar að ganga á brott og virtist enginn slasaður eftir áflogin. Allir á vettvangi afþökkuðu aðstoð lögreglu.

Auk þess voru mörg minniháttar mál, m.a. vegna ölvunar og óláta í miðbænum.

Lögregla var kölluð á stað vegna elds í póstkassa í fjölbýlishúsi. Lögreglan gat slökkt eldinn án aðkomu slökkviliðs og hafði sameign fyllst af reyk. Slökkvilið kom á vettvang skömmu síðar og aðstoðaði við reykræstingu.

Tootsie-stjarnan Dabney Coleman látin: „Sál sem brann af ástríðu, þrá og húmor“

Coleman er fallinn frá - Mynd: Skjáskot Tootsie

Hinn stórkostlegi verðlaunaleikari Dabney Coleman er látinn, 92 ára að aldri. Coleman sló í gegn á 9. áratug síðustu aldar þegar hann lék í myndunum á borð við Tootsie, 9 to 5, WarGames og auðvitað Muppets Take Manhattan. Hann átti einnig góðu gengi að fagna á tíunda áratugnum en þá lék hann í myndunum The Beverly Hillbillies, You’ve Got Mail og Inspector Gadget og þá lék hann einnig skólastjórann Prickly í teiknimyndaþáttunum Recess, sem voru sýndir undir nafninu Skólalíf á Stöð 2.

Á 21. öldinni lék svo stór hlutverk í þáttunum Boardwalk Empire og The Guardian og myndinni Domino.

„Faðir minn eyddi tímanum sínum á jörðinni með forvitinn huga, gjafmilt hjarta og sál sem brann af ástríðu, þrá og húmor sem kom öllum í gott skap,“ sagði Quincy Coleman, dóttir leikarans góða, um andlát föður síns.

 

Svik Katrínar

Helga Þórisdóttir. Mynd / Skjáskot RÚV

Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, var opinská í Forystusætinu í Ríkissjónvarpinu. Þar bar á góma pólitískan þrýsting frá ráðherrum á embætti hennar. „Ég var atyrt,“ sagði hún.

Helga varpaði djúpsprengju þegar hún sagðí frá átökum Persónuverndar við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Stofnunin átti í vök að verjast og þá ekki síst eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi tekið afstöðu með Kára og fyrirtæki hans í deilunni. Ekki varð annað skilið á frásögn Helgu en að Katrín hefði  svikið Persónuvernd fyrir Kára sem lengi hefði átt í harkalegum útistöðum við Persónuvernd.

Kári er opinberlega stuðningsmaður Katrínar og hefur komið fram í auglýsingum til stuðnings henni …

Fálkinn Friðrik elskaði örbylgjueldaða kjötið hennar Ingu: „Við vorum báðir að veiða rjúpu“

Skagaströnd - Mynd: NorthIceland.is

Fólk elskar dýr mismikið. Fólk elskar villt dýr mismikið. En það er ekki algengt að villt dýr elski mannfólkið, sérstaklega ekki fálkar en það er nákvæmlega það sem gerðist árið 1998 þegar fálkinn Friðrik gerði sig heimakominn í Straumnesi á Skagaströnd en það var áttundi veturinn í röð sem Friðrik dvaldi þar.

„Hann er hérna í fæði, það er ekkert flóknara en það. Þegar hann kemur sest hann oftast á rekaviðarhnyðju skammt frá húsinu. Konan stingur þá gjarnan hrossakjöti í örbylgjuofninn og hendir svo bitanum út um gluggann. Síðan fer fálkinn ofan af hnyðjunni og vappar nær glugganum að bitanum og sækir hann,“ sagði Birgir Árnason húsbóndinn í Straumnesi, við DV árið 1998 en bjó hann með Ingu Þorvaldsdóttur, konu sinni. „Hann fær ekkert verra en folaldakjöt og nautalifur og annað sem við fáum sem úrgang úr kjötvinnslunni. Og alltaf er það heitt úr örbylgjuofninum,“ sagði Birgir.

„Yfirleitt kemur fálkinn til okkar um miðjan október,“ sagði húsbóndinn í Straumnesi. „Einu sinni hitti ég hann þegar ég var á rjúpnaveiðum úti á Skaga í október. Við vorum þá báðir að veiða rjúpu, vinirnir. Hann hafði þá ekkert komið til okkar þann vetur. Ég var alveg viss um að þetta væri fálkinn okkar. Ég þekkti fuglinn þegar hann flaug rétt hjá mér -stór, mjög hvítur með gular lappir. Hann sveif yfir mér í marga hringi en settist svo niður hjá bílnum mínum. Hann hefur örugglega þekkt bæði mig og bílinn. Daginn eftir var hann svo mættur heim i Straumnes. Einu sinni sá konan mín fálkann sitja á ljósastaur. Hún gekk að honum og talaði við hann. Fálkinn hreyfði sig ekki. Honum er líka alveg sama þótt við séum í eldhúsglugganum þegar hann kemur að éta. Kettirnir okkar tveir vilja líka gjarnan fá að fylgjast með fálkanum. En honum líkar það greinilega ekki að kettirnir séu að skoða hann.“

Birgir taldi þó líklegt að Friðrik væri í raun og veru kvenkyns en hann hverfi gjarnan stuttu fyrir varptímann og tekur Ólafur Níelsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistoftiun Íslands, undir það.

„Kerlingarnar eru mun stærri en karlarnir. Þetta er mjög merkileg samskipti sem hafa þróast þarna á Skagaströnd,“ sagði Ólafur. „Einu dæmin sem ég veit um þetta vora í nágrenni Reykjavíkur þegar Sigurðirn Klemenzson, kjúklingabóndi á Álftanesi, sem lést í janúar síðastliðinn, var með nokkra fálka í fæði. Það stóð yfir í um tvo áratugi. Sigurður var með fimm fálka þegar mest var. Ég veit annars ekki um hliðstæð dæmi þar sem fólk er með villta fálka á fóðrum.“

Raddir