Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Svik Katrínar

Helga Þórisdóttir. Mynd / Skjáskot RÚV

Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, var opinská í Forystusætinu í Ríkissjónvarpinu. Þar bar á góma pólitískan þrýsting frá ráðherrum á embætti hennar. „Ég var atyrt,“ sagði hún.

Helga varpaði djúpsprengju þegar hún sagðí frá átökum Persónuverndar við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Stofnunin átti í vök að verjast og þá ekki síst eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi tekið afstöðu með Kára og fyrirtæki hans í deilunni. Ekki varð annað skilið á frásögn Helgu en að Katrín hefði  svikið Persónuvernd fyrir Kára sem lengi hefði átt í harkalegum útistöðum við Persónuvernd.

Kári er opinberlega stuðningsmaður Katrínar og hefur komið fram í auglýsingum til stuðnings henni …

Fálkinn Friðrik elskaði örbylgjueldaða kjötið hennar Ingu: „Við vorum báðir að veiða rjúpu“

Skagaströnd - Mynd: NorthIceland.is

Fólk elskar dýr mismikið. Fólk elskar villt dýr mismikið. En það er ekki algengt að villt dýr elski mannfólkið, sérstaklega ekki fálkar en það er nákvæmlega það sem gerðist árið 1998 þegar fálkinn Friðrik gerði sig heimakominn í Straumnesi á Skagaströnd en það var áttundi veturinn í röð sem Friðrik dvaldi þar.

„Hann er hérna í fæði, það er ekkert flóknara en það. Þegar hann kemur sest hann oftast á rekaviðarhnyðju skammt frá húsinu. Konan stingur þá gjarnan hrossakjöti í örbylgjuofninn og hendir svo bitanum út um gluggann. Síðan fer fálkinn ofan af hnyðjunni og vappar nær glugganum að bitanum og sækir hann,“ sagði Birgir Árnason húsbóndinn í Straumnesi, við DV árið 1998 en bjó hann með Ingu Þorvaldsdóttur, konu sinni. „Hann fær ekkert verra en folaldakjöt og nautalifur og annað sem við fáum sem úrgang úr kjötvinnslunni. Og alltaf er það heitt úr örbylgjuofninum,“ sagði Birgir.

„Yfirleitt kemur fálkinn til okkar um miðjan október,“ sagði húsbóndinn í Straumnesi. „Einu sinni hitti ég hann þegar ég var á rjúpnaveiðum úti á Skaga í október. Við vorum þá báðir að veiða rjúpu, vinirnir. Hann hafði þá ekkert komið til okkar þann vetur. Ég var alveg viss um að þetta væri fálkinn okkar. Ég þekkti fuglinn þegar hann flaug rétt hjá mér -stór, mjög hvítur með gular lappir. Hann sveif yfir mér í marga hringi en settist svo niður hjá bílnum mínum. Hann hefur örugglega þekkt bæði mig og bílinn. Daginn eftir var hann svo mættur heim i Straumnes. Einu sinni sá konan mín fálkann sitja á ljósastaur. Hún gekk að honum og talaði við hann. Fálkinn hreyfði sig ekki. Honum er líka alveg sama þótt við séum í eldhúsglugganum þegar hann kemur að éta. Kettirnir okkar tveir vilja líka gjarnan fá að fylgjast með fálkanum. En honum líkar það greinilega ekki að kettirnir séu að skoða hann.“

Birgir taldi þó líklegt að Friðrik væri í raun og veru kvenkyns en hann hverfi gjarnan stuttu fyrir varptímann og tekur Ólafur Níelsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistoftiun Íslands, undir það.

„Kerlingarnar eru mun stærri en karlarnir. Þetta er mjög merkileg samskipti sem hafa þróast þarna á Skagaströnd,“ sagði Ólafur. „Einu dæmin sem ég veit um þetta vora í nágrenni Reykjavíkur þegar Sigurðirn Klemenzson, kjúklingabóndi á Álftanesi, sem lést í janúar síðastliðinn, var með nokkra fálka í fæði. Það stóð yfir í um tvo áratugi. Sigurður var með fimm fálka þegar mest var. Ég veit annars ekki um hliðstæð dæmi þar sem fólk er með villta fálka á fóðrum.“

Halla Hrund svarar fyrir sig – Harmonikkuleikarinn sem vill verða forseti

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Halla Hrund svarar hér öllum spurningunum sem hafa dunið á henni. Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Besta vinkona hennar varð bráðkvödd á síðasta ári.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Lætur Víði heyra það: „Ég segi fuck off og segðu einhverjum öðrum þessa grautfúlu skoðun þína“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur er í stuði eins og endranær; og við njótum skrifa hans:

„Maður er nefndur Víðir. Lögreglumaður. Sá hefur verið í sífelldum fréttum hérlendis í næstum fimm ár. Lengur en ég vil muna. Og vegna hvers? Jú vegna hamfara og hörmunga og dauða og djöfuls.“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna.

Heldur áfram:

„Og okkur sagt að hlýða þessum téða Víði. Og ókei. Hlýðum Víði er svartidauði ríður yfir og spænska veikin og þegar Katla og Laki gjósa. Og lúsmý herjar á þjóðina. Og skógeldar geisa vegna hnattrænnar hlýnunar. En þegar þessum sama Víði dettur til hugar að beina þeim tilmælum til fólksins að kjósa ákveðinn Forseta sem kallast Katrín þá keyrir um þverbak og tólfunum kastað.“

Þetta er ekki gott að mati Glúms:

„Þá er nóg komið og ég segi: Fuck off og segðu einhverjum öðrum þessa grautfúlu skoðun þína. Og haltu þig við náttúruhamfarir eins og Katrínu Jakobsdóttur.“

Kallar fólk í valdastöðum til ábyrgðar: „Grimmd íslenska ríkisins er eitthvað sem ég skil ekki“

Hryggðarmynd. Ljósmynd: Valur Grettisson - RÚV

Drífa Snædal, talskona Stígamóta kallar yfirvöld til ábyrgðar gagnvart nígerísku konunum þremur sem neyddar voru úr landi á mánudaginn var. Segir hún söguna „sem verður að segja“.

„Sagan sem verður að segja:

Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur.“ Þannig hefst eldræða Drífa Snædal sem hún birti í Facebook-færslu í dag.

Drífa heldur áfram:

„Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum.“

Þá segir hún frá erfiðleikum sem beið kvennanna þegar þær lentu á flugvellinum á Lagos, allslausar og hræddar:

„Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt.

Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það.“

Því næst segist Drífa ekki skilja grimmd íslenskra yfirvalda gagnvart konunum.

„Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti.“

Drífa segir að þetta sé manngerður vandi og kallar fólk til ábyrgðar.

„Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna.

Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina.“

Að lokum fer Drífa fram á að mál kvennann falli ekki í gleymsku hjá þjóðinni.

„Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni.“

Mikill viðbúnaður við bandaríska sendiráðið

Mikill viðbúnaður við sendiráðið. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Áhyggjufullir vegfarendur höfðu samband við Mannlíf vegna fjölda viðbragðsaðila við bandaríska sendiráðið í Reykjavík. Tveir slökkviliðsbílar voru þar mættir ásamt tveimur sjúkrabílum.

Slökkviliðsbíll við sendiráðið.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannlíf kíkti á bandaríska sendiráðið á Engjateig í Reykjavík, eftir að ábendingar bárust frá vegfarendum sem höfðu áhyggjur vegna sjúka- og slökkviliðsbíla við sendiráðið. Við fyrstu sýn var vel hægt að ímynda sér að eitthvað grafalvarlegt hafði gerst, tveir vígalegir slökkviliðsbílar voru nærri inngangshliði sendiráðsins, jafn margir sjúkrabílar voru þar nálægt sem og sjúkrabörur á hjólum. Þá voru þó nokkrir slökkviliðsmenn á lóð sendiráðsins. En sem betur fer var ekki um neitt alvarlegt að ræða, nema síður sé.

Sjúkrabörur við bandaríska sendiráðið.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

„Þetta er bara æfing,“ sagði sallarólegur slökkviliðsmaður sem stóð við innganghliðið, aðspurður um hvað væri í eiginlega í gangi. Þegar hann var spurður um það hvað væri verið að æfa svaraði hann: „Bara viðbrögð við eld og þess háttar“. Bætti hann við að slíkar æfingar væru nokkuð reglulegar.

Þá vitum við það, ekkert að óttast.

Chris Pratt í rusli vegna andláts áhættuleikara: „Ég mun aldrei gleyma hörku hans“

Hollywood-leikarinn Chris Pratt syrgir dauða kærs vinar síns og samstarfsmanns. Fréttir bárust í gær að áhættuleikarinn Tony McFarr hefði óvænt látist, aðeins 47 ára gamall.

Í nýrri færslu í Instagram-story hjá Pratt, segist hann vera „eyðilagður“ eftir fregnirnar.

„Við unnum saman í fjölda kvikmynda. Við golfuðum, drukkum viskí, reyktum vindla, og eyddum óteljandi klukkustundum saman á setti,“ segir Pratt. „Ég mun aldrei gleyma hörku hans“.

Hasarmyndastjarnan minnist einng þegar tökur á Guardians of the Galaxy 2 stóðu yfir og segir að fyrrverandi áhættuleikari hans hafi „tekið óhugnalegt skot í höfuðið“ og þurft að fá „nokkur hefti í hausinn á sér“.

Hann sagði að McFarr hafi stuttu síðar snúið aftur til starfa, og kallaði hinn látna áhættuleikara „algjöran fola“.

„Hann var alltaf heiðursmaður og fagmaður,“ sagði Pratt. „Hans verður saknað. Bænir mínar fara til vina hans og fjölskyldu, sérstaklega dóttur hans.“ Pratt deildi einnig fjölmörgum ljósmyndum af þeim félögum, klæddum í sömu búningana við upptökur á hinum ýmsum kvikmyndum.

McFarr lést á heimili sínu í Flórída á mánudaginn. Andlátið var staðfest af móður hans, Donnu, sem deildi fréttunum með TMZ þar sem hún sagði son sinn hafa verið „virkan og heilbrigðan“ og að dauði hans hafi verið „óvæntur“.

Amnesty fordæmir brottvísanir mansalsþolenda: „Harmar ómann­úð­lega meðferð stjórn­valda“ 

Konurnar þrjár frá Nígeríu.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fordæmir brott­vís­anir íslenskra stjórn­valda á umsækj­endum um alþjóð­lega vernd sem eru mansals­þo­lendur. Kemur þetta fram í tilkynningu frá deildinni.

Á dögunum var þremur konum frá Nígeríu vísað frá Íslandi og þær sendar aftur til Nígeríu, ásamt karlmanni sem einnig fékk synjun um hæli hér á landi. Konurnar segjast allar þolendur mansals en ein þeirra, Blessing Newton er með sex æxli í legi og þarf á bráðaþjónustu að halda.

Í yfirlýsingu Íslandsdeildar Amnesty International segir meðal annars:

„Deildin harmar þá ómann­úð­legu og vanvirð­andi meðferð stjórn­valda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækj­enda sem sviptur var frelsi sínu og þving­aður var úr landi aðfaranótt 14. maí sl. Íslands­deildin hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­anir viðkvæmra hópa og harð­neskju­lega stefnu íslenskra stjórn­valda í málum einstak­linga í sérstak­lega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóð­lega vernd á Íslandi.“

Þá er vísað í skýrslu Evrópuráðsins um kynbundið umsóknir um alþjóðlega vernd en þar kemur fram að ofsóknir á hendur konum og stúlkum séu oft á tíðum öðruvísi en ofsóknir sem karlmenn verða fyrir. Þar segir að konur og stúlkur eigi frekar á hættu að verða fyrir kynbundnum ofsóknum og ofbeldi á borð við kynferðisofbeldi, þvinguð hjónabönd og mansal. Segir ennfremur að þing Evrópuráðsins kalli eftir því að kynbundið ofbeld, sem og kynbundnar ofsóknir verði metnar á viðeigandi hátt við meðferð hælisumsókna í aðildarrikjum þess.

„Þá er Ísland einnig aðili að Palermósamn­ingnum auk bókana við hann, þar á meðal bókunar til að koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn. Samkvæmt Istan­búl­samn­ingnum skulu aðild­ar­ríki gera nauð­syn­legar ráðstaf­anir, með laga­setn­ingu eða öðrum hætti, til að virða þá megin­reglu í samræmi við skyldur þjóða­réttar að vísa hælis­leit­anda ekki aftur þangað sem líf hans eða frelsi kann að vera í hættu.“

Að lokum hvetur Íslandsdeildin íslensk yfirvöld til að enduskoða „harðneskjulega stefnu sína“:

Deildin áréttar jafn­framt mikil­vægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum um alþjóð­lega vernd á Íslandi. Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flótta­fólks. Það er stað­reynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstak­lega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjöl­þættri mismunun, svo sem kynbund­inni mismunun og kynferð­is­legu ofbeldi.  

Með vísan til fram­an­greindra viðmiða, umfjöll­unar um aðstæður mansals­þo­lenda og einstak­lings­bund­inna aðstæðna umsækj­enda hvetur Íslands­deild Amnesty Internati­onal íslensk stjórn­völd til að endur­skoða harð­neskju­lega stefnu sína varð­andi brott­vís­anir þeirra umsækj­enda um alþjóð­lega vernd á Íslandi sem eru í sérstak­lega viðkvæmri stöðu, sbr. mansals­fórn­ar­lömb.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni.

Umboðsmaður barna segir að börn eigi að njóti réttar síns til menntunar: „Foreldrar beri ábyrgð“

Salvör Nordal, umboðsmaður barna - Mynd: Skjáskot N4

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grundvallaratriði að njóti réttar síns til menntunar en mikil umræða hefur skapast undanfarna mánuði vegna leyfa barna frá skóla. Algengasta ástæða leyfanna eru ferðalög barna til útlanda með foreldrum eða forráðamönnum sínum og eru dæmi um að börn hafi farið erlendis í fimm vikur í senn á skólatíma. Þá kemur það reglulega fyrir að börnin sinni ekki námi sínu, sem kennarar setja þeim fyrir, meðan þau eru í leyfi.

Telja sumir kennarar og skólastjórnendur að vinna þurfi markvisst að því koma foreldrum í skilning um að löng óþarfa fjarvera frá skóla geti haft mjög neikvæð áhrif á nám og andlega heilsu barna en engar reglur eru í lögum um grunnskóla um leyfi barna annað en að það sé mat skólastjóra hvers skóla að veita slíkt. Því getur verið mikill munur á leyfisveitingum milli skóla.

Stjórnendur og kennarar vilja aukna virðingu fyrir námi

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við Mannlíf að best væri að sem minnst rof væri á námi barna og þá sagði rektor Menntaskólans við Hamrahlíð að auka þurfi virðingu foreldra og nemanda fyrir námi.

„Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi,“ skrifaði Steinn Jóhannsson, rektor MH, í pistli um málið.

Í könnun sem Mannlíf gerði um málið vilja 75% lesenda Mannlífs banna margra vikna leyfi barna á skólatíma.

Foreldrar beri ábyrgð á því þegar börn missi úr námi

„Það er grundvallaratriði að börn njóti réttar síns til menntunar,“ sagði Salvör í samtali við Mannlíf um málið. „Stjórnendur grunnskóla og foreldrar gegna þar mikilvægu hlutverki. Varðandi frí vegna utanlandsferða á skólatíma er í 15. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 fjallað um skólaskyldu og kemur þar m.a. fram að skólastjóra sé heimilt að veita tímabundna undanþágu frá skólasókn sækist foreldrar eftir því svo lengi sem gildar ástæður liggi þar að baki. Í greinargerð með lögunum kemur fram að gildar ástæður geti t.d. verið ferðalög fjölskyldu. Þá kemur jafnframt fram í lögunum að foreldrar beri ábyrgð á því að nemandi vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur. Það er því á ábyrgð skólastjóra að leggja einstaklingsbundið mat á það hvort forsvaranlegt sé að veita umrædda undanþágu með hliðsjón af því sem er barninu fyrir bestu og síðan foreldra að sinna námi barnsins sé slík undanþága veitt. Ef ekki næst samkomulag milli foreldra og skólastjóra um slíka undanþágu geta foreldrar kært synjun skólastjóra til mennta- og barnamálaráðherra samkvæmt fyrirmælum 47. gr. laga um grunnskóla. Að öðru leiti vísar umboðsmaður barna til mennta- og barnamálaráðherra sem fer með almenna yfirstjórn og eftirlit með starfsemi grunnskóla,“ en Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um málið.

Salvör segir þó að frí vegna utanlandsferða hafi ekki verið í forgangi hjá embætti umboðsmanns barna hingað til.

„Frí barna í skólum hefur ekki verið á forgangslista hjá umboðsmanni barna. Embættið hefur frekar beint sjónum sínum að skólaforðun af öðrum ástæðum og lagt áherslu á að litið sé á frávik frá skólasókn barna með heildstæðum hætt. Sérstaklega hefur embættið bent á að setja þurfi fram og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem stuðla að því að börn fái stuðning við hæfi, líkt og skólum er skylt að gera samkvæmt grunnskólalögum og reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010. Út frá þeim málum sem umboðsmaður barna hefur fengið ábendingar um má leiða að því líkur að ástæða endurtekinna fjarvista hjá mörgum börnum sé sú að þau fái ekki viðunandi stuðning innan skólans. Þá má bæta við að börn sem einhverra hluta vegna ekki fá viðunandi þjónustu eða stuðning í leik- og grunnskóla, eru líklegri til að hverfa frá framhaldsskólanámi en önnur börn. Því er mikilvægt að tryggja samfelldan stuðning og eftirfylgni fyrir sérhvert barn eftir þörfum hvers og eins.“

Biggi í Maus glímir við minnisleysi

Biggi í Maus gaf út nýtt lag í vikunni

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm ný íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Már Gunnarsson – Stay
Tófa – Clogging
Agla – Einhver sem ég get treyst
Biggi Maus – I don’t remember your name
Hildur – Alltaf eitthvað





Ofurfyrirsæta segist vera með geirvörtur: „Ég er hreinskilin“

Paige Spiranac segist svo sannarlega vera með geirvörtur

Fyrirsætan og golfáhrifavaldurinn Paige Spirnac greindi frá því í Spurt & Svarað sem hún hélt samfélagsmiðlinum Instagram að hún væri svo sannarlega með geirvörtur en undanfarna mánuði hafa samsæriskenningasmiðir haldið því fram að hún sé geirvörtulaus.

„Ég svara þessum spurningum vegna þess mér finnst þær fyndnar og ég er hreinskilin,“ sagði Spiranac „Ég fór á internetið og þá sá ég smellubeitufyrirsögnina „Paige Spiranac er geirvörulaus“,“ en hún hefur í gegnum árin mátt þola miklar umræður um brjóstin sín. Hún hefur einnig þurft að neita því ítrekað að hún hafi farið í lýtaaðgerðir.

Paige Spirnac var á sínum tíma atvinnumaður í golfi og var valinn kynþokkafyllsta kona heims árið 2022 af tímaritinu Maxim og var þar með fyrsta íþróttakonan til að hljóta þann heiður. 

Bendir á staðreynd um forsetahlutverkið: „Hví er tíma frambjóðenda eytt í að ræða þungunarrof?“

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er maður víðsýnn og vel lesinn; hefur áhuga á samfélagsmálum og er óhræddur um að tjá sig um þau:

Egill Helgason.

„Þrátt fyrir allt tal frambjóðenda er ekki í valdi forseta að sameina þjóðina,“ segir hann í nýlegri Facebook-færslu.

Bætir því við að á „forsetastóli hefur setið ágætis fólk en það hefur ekki sameinað eitt eða neitt. Forseti getur stundum lagt gott til – og það gerir Guðni ágætlega.“

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti og ein glæsilegasta kona landsins, ber aldurinn einstaklega vel. Mynd / EPA

Egill segir að „þrátt fyrir titilinn hefur forsetinn yfirleitt ekki forystu um mál og það er nær ómögulegt fyrir hann að stuðla að sátt um deiluefni.“

Að lokum bendir hann svo á athyglisverða staðreynd:

„Hví er tíma frambjóðenda eytt í að ræða þungunarrof? Það er ekki mál sem er í verkahring forseta.“

Er Katrín Jakobsdóttir í Þjóðkirkjunni?

Katrín Jakobsdóttir.

Um þessar mundir er baráttan um Bessastaði að harðan til muna. Margir eru um hituna og það hefur margt athyglisvert komið fram – Til dæmis þetta, sem Eiríkur Jónsson var fyrstur með:

Eiríkur Jónsson. Án hliðstæðu.

„Á fundi með forsetaframbjóendum í dag voru þeir spurðir hvort þeir væru í Þjóðkirkjunni.“

Svarið var svona eftir áðurnefnda spurningu:

Katrín Jakobsdóttir svaraði: „Ég er ekki sjálf í Þjóðkirkjunni. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem fólk var almennt ekki í Þjóðkirkjunni. Ég hef alið börnin mín upp þannig að þau taki sjálfstæðar ákvarðanir í þeim efnum og það hafa tveir af mínum þremur sonum ákveðið að ganga í Þjóðkirkjuna. En ég get alveg sagt það að ég á mína trú og fer í messur reglulega og sæki þar sálarró.“

Segir frambjóðanda með tröll á sínum snærum: „Það er einhver sem segir ekki satt um það“ 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er glæsileg kona.

Halla Tómasdóttir segir einhver þeirra fimm forsetaefna sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 í gær, með henni, sé að ljúga því að þau hafi ekki tröll á sínum snærum sem notaðir séu til að ata aur á aðra frambjóðendur.

Heimir Már Karlsson, sem stjórnaði kappræðunum spurði forsetaefnin sex hvort það væru nettröll á þeirra snærum sem ati aur á aðra. Ekkert þeirra vildi gangast við slíkt.

Arnar Þór Jónsson kvaðst hafa beðið stuðningsmenn sína, skriflega, um að grafa ekki undan öðrum frambjóðendum því óábyrgt sé að dreifa kjaftasögum. Jóni Gnarr fannst spurningin kjánaleg. „Nei, hvernig dettur þér það í hug? Og þó svo að einhver sé með tröll á sínum snærum myndi hann ekki viðurkenna það fyrir þér,“ sagði Jón og hló. Þá

Þá sagði Halla Hrund ekki kannast við nein tröll nema þau sem búi í fjöllunum.

Halla Tómasdóttir neitaði því einnig en bætti við: „Það eru augljóslega einhver tröll því ég held að allir sem hér standa hafi orðið fyrir þeim. Það er einhver sem segir ekki satt um það.“

Þau Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson sögðust bæði tala fyrir málefnalegri umræðu í sínum stuðningshópum. „Einhvers staðar leynast tröllin en þau munu frjósa þegar sólin kemur upp,“ sagði Baldur.

Mannlíf sendi tölvupóst á Höllu Tómasdóttur og spurði hana nánar út í orð hennar og vildi vita hvaða frambjóðanda hún væri að tala um. Vigdís Jóhannsdóttir, kosningastjóri Höllu svaraði um hæl: „Þykist vita að þið blaðamenn sjáið og heyrið það sama og öll framboðsteymin. Við erum með fullan fókus á okkar framboði og tókum ákvörðun um að vera alltaf þar þegar Halla gaf kost á sér. Það þýðir að við setjum ekki orku í að ræða önnur framboð.“

Ætlar þú erlendis í sumar?

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Nú er stutt í sumarfrí hjá flestum Íslendingum og þrátt fyrir að nánast allt séð hægt að gera á þessu stórkostlega landi þyrstir margan Íslendinginn að komast til útlanda, hvort sem það er á sólarströnd á Tenerife, menningarferð til Parísar eða skíðaferð í Sviss. Í raun allt milli himins og jarðar.

Því spyrjum við lesendur Mannlífs: Ætlar þú erlendis í sumar?

Hægt er að kjósa þar til 12:00 laugardaginn 18. maí.

This poll has ended (since 6 months).
59.04%
Nei
33.73%
Óviss
7.23%

Ástþór veður í skoðanakannanirnar: „Það hringdi í mig taugaæstur maður frá þessari biluðu Maskínu“

Ástþór (Kristur) Magnússon

Stöð 2 og Morgunblaðið mismunar forsetaframbjóðendum á forsendum skoðanakannana að sögn Ástþórs Magnússonar, sem var í viðtali hjá Útvarpi Sögu.

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi segir Morgunblaðið og Stöð 2 brjóta gegn lýðræðinu á sama tíma og fjölmiðlarnir fá á annað hundrað milljónir frá hinu opinbera í þeim tilgangi að styrkja lýðræðislega umræðu. Forsendur skoðanakannana er dæmi um þetta að sögn Ástþórs.

„Það er búið að vera að spila mikið með þjóðina með þessum könnunum í aðdraganda forsetakosninganna,“ segir Ástþór í viðtalinu sem Arnþrúður Karlsdóttir tók. Og hélt áfram: „Og þær byrjuðu nú þannig að þær komu frá ákveðnum framboðum. Ef ég man rétt var sú fyrsta frá Baldri.“

Arnþrúður Karlsdóttir: „En þeir voru heiðarlegir með það.“

Ástþór: „En þessu var slegið upp í fyrirsögnum til að búa til vissan veruleika og mitt nafn var til dæmis aldrei með í þeim könnunum. Svo er til einhver snabiluð Maskína, sem býr til kannanir.“

Arnþrúður: „Veistu hverjir eru eigendur þar?“

Ástþór: „Nei ég þekki það ekki. Þú veist það kannski?“

Arnþrúður: „Já. Þú ættir að athuga hverjir eru eigendur.“

Ástþór: „Viltu ekki bara segja hlustendum það?“

Arnþrúður: „Já, nei, nei, nei.“

Ástþór: „Arnþrúður, þú þarft nú að vera heiðarleg við þína hlustendur. Þú verður að segja frá því ef þú hefur upplýsingar.“

Arnþrúður: „Já ég vil hafa það allt staðfest.“

Ástþór: „Já, já. En það hringdi einhver í mig núna, nokkuð taugaæstur maður frá þessari biluðu Maskínu og var að reyna að biðja mig um að hætta með auglýsingu sem fór í loftið í gær á samfélagsmiðlum. Þar er ég að kynna nýja könnun og er að segja hvernig Maskína hannar niðurstöður eftir því sem maður vill. Og fólk getur kynnt sér þetta, það er inni á Facebook-síðu framboðsins, Forseti 2024.“

Þá segir Ástþór að Stöð 2 sé að „leika sama leikinn og 2016“ með því ætla að ræða aðeins við þá frambjóðendur sem mælast hvað hæst í könnunum Maskínu, sem séu ekki áreiðanlegar þar sem, að sögn Ástþórs, er hægt að stýra niðurstöðunum þeirra. Nefnir hann einnig bein tengsl Gallup inn í framboð Katrínar Jakobsdóttur. Morgunblaðið fær einnig á baukinn hjá Ástþóri en hann segir að í hringferð blaðsins um landið sé aðeins rætt við þá frambjóðendur sem valdir voru samkvæmt fylgi þeirra í skoðanakönnunum.

Segir Ástþór að bæði Stöð 2 og Morgunblaðið sé með þessu að misnota það fé sem fjölmiðlar fá, beinlínis með þeim skilyrðum að féið sé notað til að styrkja lýðræðislega umræðu. Bendir hann einnig á að Fjölmiðlanefnd hafi gefið út leiðbeiningar til fjölmiðla varðandi kosningaumfjöllun og að þar sé sérstaklega minnst á að gæta þurfi jafnræðis meðal framboða. Segir hann að ofangreindir fjölmiðlar ættu að skila styrkjunum aftur til ríkisins, þar sem þeir séu að hampa sumum frambjóðendum en öðrum ekki.

 

 

Móðir látna fangans stígur fram: „Sumir hlutir verða ekki aftur teknir“

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni í byrjun maí

Þann 6. maí lést Ingvi Hrafn Tómasson á Litla Hrauni eftir að hafa tekið eigið lífið og hefur ýmsum spurningum varðandi hvernig meðferð Ingvi fékk í kerfinu verið ósvarað. Berglind Viggósdóttir, móðir Ingva, gagnrýnir fangelsismálayfirvöld fyrir hvernig tekið var á málum Ingva en hann var í afplánun á Vernd og kominn í vinnu.

Sjá nánar: Vill draga yfirvöld til ábyrgðar vegna dauða sonar hans: „Ingvi var settur inn án dóms og laga“

Svo kom skellurinn, í lok apríl er hann ásakaður um afbrot, athugið sérstaklega – ásakaður. Fangelsismálastofnun tekur ákvörðun um það hvort Ingvi Hrafn gæti ekki verið lengur í opnu úrræði og skyldi fara aftur inn í lokað fangelsi. Þarna er rannsókn á frumstigi og neitaði Ingvi Hrafn staðfastlega að hafa brotið af sér. En þar sem að hann er í afplánum þá skiptir það engu máli hvort hann er sekur og eða saklaus, hann var sviptur frelsinu og inn skyldi hann fara. Geðþóttarákvörðun hefur þarna allt um það að segja hvort hann fái að halda áfram að vera nokkuð frjáls maður í afplánun í opnu úrræði, í sinni vinnu og að leggja til samfélagsins. Þá hlýtur að skipta máli hvernig embættin ræða saman – lágu frammi einhver sönnunargögn sem studdu það að Ingvi skyldi sviptur frelsi, eða ekki. Lögregla handtók hann um 2 klst. eftir meint brot – á grundvelli þess að kæra hefði borist. Fleiri voru sönnunargögnin ekki. Hefði hinn almenni og gegni borgari verið í sömu stöðu, hefði hann gengið út af lögreglustöðinni á Hverfisgötu að lokinni skýrslutöku og beðið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar heima hjá sér,“ skrifar Berglind í pistli sem hún birti á Vísi.

Hún segir það sé gífurlegt áfall fyrir einstakling eins og Ingva að finna fyrir frelsi og vera kippt aftur í fangelsi án dóms og sönnunargagna. Að sögn Berglindar óskaði Ingvi eftir að fá tíma hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

„Viðtalið fór aldrei fram þann 6. maí því þegar að fangaverðir opnuðu klefa hans að morgni 5. maí fannst Ingvi Hrafn látinn í klefa sínum á Litla Hrauni og hafði tekið sitt eigið líf.

Dagurinn 5. maí var alltaf þungbær fyrir Ingva Hrafn, en bróðir hans lést á þessum degi fyrir 6 árum síðan. Nú er ég búin að missa annan son, son sem kerfið brást og hefði verið hægt að bjarga.“

Í pistlinum kallar hún eftir því að yfirvöld bæti geðheilsuteymi í fangelsum landsins, það sé lágmarksvirðing sem þurfi að sýna föngum.

„Ég hef misst son, og syni ef út í það er farið. Sumir hlutir verða ekki aftur teknir. Það er einlæg ósk mín að fráfall Ingva Hrafns hafi áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og tengdri þjónustu þeirra. Mín barátta er rétt að byrja,“ skrifar hún að lokum.

Kona hékk fram af brú í vörubíl í 45 mínútur eftir árekstur – MYNDBAND

Thomas var föst í vörubílnum í 45 mínútur

Ný upptaka úr umferðarslysi sem átti sér stað í febrúar sýnir ofurhræðslu Sydney Thomas sem var að keyra vörubíl yfir brú.

Thomas sem er reynslumikill vörubílstjóri var að keyra yfir Clark Memorial brúnna í Kentucky í Bandaríkjunum þegar bíll, sem var að koma á móti henni, keyrði á vörubílinn sem hún var að keyra. Við áreksturinn missti Thomas stjórn á vörubílnum og keyrði framhluti vörubílsins fram af brúnni og hékk vörubíllinn þar fastur en rúmlega 30 metra fall er í ánna undir brúnni.

Thomas þurfti að bíða í 45 mínútur eftir vera bjargað úr vörubílnum af slökkviliðsmönnum. Ökumaður bílsins sem keyrði á Thomas hefur verið ákærður fyrir fjögur mismunandi umferðarbrot og verður mál hans tekið fyrir í júní.

Frambjóðendum slaufað í kappræðum Stöðvar 2: „Halla Tómasar hefur gengið fram fyrir skjöldu“

Hinir útvöldu í kappræðuþætti Stöðvar 2.
Kappræður Stöðvar 2 sem haldnar voru í gærkvöld lögðust misvel í fólk. Aðeins þeim efstu í skoðanakönnunum var boðið til þátttöku í pallborði Stöðvar 2 þar sem Heimir Már Pétursson var spyrjandi. Þeir sem hlutu þá náð að fá að svara áhorfendum eru Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir  Meðal þeirra sem gagnrýna slaufunina er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi sem þakkaði Arnar Þór Jónssyni og Höllu Tómasdóttur fyrir að benda á meinsemdina.

Arnari þakkað

„Arnar á þakkir skildar fyrir að benda á ósanngirnina í því að öllum frambjóðendum sé ekki boðið til þátttöku í pallborði Stöðvar 2. Rausnarlegt af honum. Einnig veit ég að Halla Tómasar hefur gengið fram fyrir skjöldu og hvatt til að allir frambjóðendur séu kallaðir til þegar pallborðsstjórar í einkaklúbbum hleypa aðeins sumum að. Sanngjörn og réttsýn kona, Halla T.,“skrifar Steinunn Ólína á Facebook og margir tóku undir með henni.

Steinunn Ólína ætlar að bregðast við slaufun Stöðvar 2 með því að svara spurningum Stöðvar 2 á Facebooksíðu sinni í dag.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Ljósmynd: Kári Sverris
„Ég mun auðvitað nýta tækifærið og svara þeim spurningum sem fyrir frambjóðendur voru lagðar í hádeginu hér á Facebook á morgun klukkan 12:25-13:00 á 5. hádegisfundi mínum,“ skrifar hún.
Aðrir sem slaufað var í umræðuþættinum eru Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Athygli vakti að forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán hlaut þá náð hjá eigendum Stöðvar 2 að fá að borða kjúklingavængi og svara samtímis spurningum á Vísi sem haldið er úti af eigendum Stöðvar 2.

Vopnað par braut rúðu

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Fólki í fjölbýlishúsi brá í brún þegar par reyndi með tilheyrandi hávaða að brjóta rúðu í sameign fjölbýlishúss í nótt. Lögreglan brá skjótt við og við og fólkið fannst skömmu síðar á bifreið og var umsviflaust handtekið vegna málsins. Við vinnslu málsins kom í ljós að annar aðilinn var með vopn og fíkniefni meðferðis auk þess að vera grunaður um fleiri brot. Sá var læstur inni í fangaklefa á meðan málið er í rannókn.

Seinheppinn reiðhjólaþjófur sást við iðju sína utan við vinnusvæði fyrirtækis. Þar hafði hjóli verið stolið. Lögregla hafði grun um hver þjófurinn væri og fannst hjólið skömmu síðar fyrir utan heimili viðkomandi. Málið er í rannsókn.

Svik Katrínar

Helga Þórisdóttir. Mynd / Skjáskot RÚV

Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, var opinská í Forystusætinu í Ríkissjónvarpinu. Þar bar á góma pólitískan þrýsting frá ráðherrum á embætti hennar. „Ég var atyrt,“ sagði hún.

Helga varpaði djúpsprengju þegar hún sagðí frá átökum Persónuverndar við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Stofnunin átti í vök að verjast og þá ekki síst eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi tekið afstöðu með Kára og fyrirtæki hans í deilunni. Ekki varð annað skilið á frásögn Helgu en að Katrín hefði  svikið Persónuvernd fyrir Kára sem lengi hefði átt í harkalegum útistöðum við Persónuvernd.

Kári er opinberlega stuðningsmaður Katrínar og hefur komið fram í auglýsingum til stuðnings henni …

Fálkinn Friðrik elskaði örbylgjueldaða kjötið hennar Ingu: „Við vorum báðir að veiða rjúpu“

Skagaströnd - Mynd: NorthIceland.is

Fólk elskar dýr mismikið. Fólk elskar villt dýr mismikið. En það er ekki algengt að villt dýr elski mannfólkið, sérstaklega ekki fálkar en það er nákvæmlega það sem gerðist árið 1998 þegar fálkinn Friðrik gerði sig heimakominn í Straumnesi á Skagaströnd en það var áttundi veturinn í röð sem Friðrik dvaldi þar.

„Hann er hérna í fæði, það er ekkert flóknara en það. Þegar hann kemur sest hann oftast á rekaviðarhnyðju skammt frá húsinu. Konan stingur þá gjarnan hrossakjöti í örbylgjuofninn og hendir svo bitanum út um gluggann. Síðan fer fálkinn ofan af hnyðjunni og vappar nær glugganum að bitanum og sækir hann,“ sagði Birgir Árnason húsbóndinn í Straumnesi, við DV árið 1998 en bjó hann með Ingu Þorvaldsdóttur, konu sinni. „Hann fær ekkert verra en folaldakjöt og nautalifur og annað sem við fáum sem úrgang úr kjötvinnslunni. Og alltaf er það heitt úr örbylgjuofninum,“ sagði Birgir.

„Yfirleitt kemur fálkinn til okkar um miðjan október,“ sagði húsbóndinn í Straumnesi. „Einu sinni hitti ég hann þegar ég var á rjúpnaveiðum úti á Skaga í október. Við vorum þá báðir að veiða rjúpu, vinirnir. Hann hafði þá ekkert komið til okkar þann vetur. Ég var alveg viss um að þetta væri fálkinn okkar. Ég þekkti fuglinn þegar hann flaug rétt hjá mér -stór, mjög hvítur með gular lappir. Hann sveif yfir mér í marga hringi en settist svo niður hjá bílnum mínum. Hann hefur örugglega þekkt bæði mig og bílinn. Daginn eftir var hann svo mættur heim i Straumnes. Einu sinni sá konan mín fálkann sitja á ljósastaur. Hún gekk að honum og talaði við hann. Fálkinn hreyfði sig ekki. Honum er líka alveg sama þótt við séum í eldhúsglugganum þegar hann kemur að éta. Kettirnir okkar tveir vilja líka gjarnan fá að fylgjast með fálkanum. En honum líkar það greinilega ekki að kettirnir séu að skoða hann.“

Birgir taldi þó líklegt að Friðrik væri í raun og veru kvenkyns en hann hverfi gjarnan stuttu fyrir varptímann og tekur Ólafur Níelsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistoftiun Íslands, undir það.

„Kerlingarnar eru mun stærri en karlarnir. Þetta er mjög merkileg samskipti sem hafa þróast þarna á Skagaströnd,“ sagði Ólafur. „Einu dæmin sem ég veit um þetta vora í nágrenni Reykjavíkur þegar Sigurðirn Klemenzson, kjúklingabóndi á Álftanesi, sem lést í janúar síðastliðinn, var með nokkra fálka í fæði. Það stóð yfir í um tvo áratugi. Sigurður var með fimm fálka þegar mest var. Ég veit annars ekki um hliðstæð dæmi þar sem fólk er með villta fálka á fóðrum.“

Halla Hrund svarar fyrir sig – Harmonikkuleikarinn sem vill verða forseti

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Halla Hrund svarar hér öllum spurningunum sem hafa dunið á henni. Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Besta vinkona hennar varð bráðkvödd á síðasta ári.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Lætur Víði heyra það: „Ég segi fuck off og segðu einhverjum öðrum þessa grautfúlu skoðun þína“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur er í stuði eins og endranær; og við njótum skrifa hans:

„Maður er nefndur Víðir. Lögreglumaður. Sá hefur verið í sífelldum fréttum hérlendis í næstum fimm ár. Lengur en ég vil muna. Og vegna hvers? Jú vegna hamfara og hörmunga og dauða og djöfuls.“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna.

Heldur áfram:

„Og okkur sagt að hlýða þessum téða Víði. Og ókei. Hlýðum Víði er svartidauði ríður yfir og spænska veikin og þegar Katla og Laki gjósa. Og lúsmý herjar á þjóðina. Og skógeldar geisa vegna hnattrænnar hlýnunar. En þegar þessum sama Víði dettur til hugar að beina þeim tilmælum til fólksins að kjósa ákveðinn Forseta sem kallast Katrín þá keyrir um þverbak og tólfunum kastað.“

Þetta er ekki gott að mati Glúms:

„Þá er nóg komið og ég segi: Fuck off og segðu einhverjum öðrum þessa grautfúlu skoðun þína. Og haltu þig við náttúruhamfarir eins og Katrínu Jakobsdóttur.“

Kallar fólk í valdastöðum til ábyrgðar: „Grimmd íslenska ríkisins er eitthvað sem ég skil ekki“

Hryggðarmynd. Ljósmynd: Valur Grettisson - RÚV

Drífa Snædal, talskona Stígamóta kallar yfirvöld til ábyrgðar gagnvart nígerísku konunum þremur sem neyddar voru úr landi á mánudaginn var. Segir hún söguna „sem verður að segja“.

„Sagan sem verður að segja:

Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur.“ Þannig hefst eldræða Drífa Snædal sem hún birti í Facebook-færslu í dag.

Drífa heldur áfram:

„Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum.“

Þá segir hún frá erfiðleikum sem beið kvennanna þegar þær lentu á flugvellinum á Lagos, allslausar og hræddar:

„Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt.

Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það.“

Því næst segist Drífa ekki skilja grimmd íslenskra yfirvalda gagnvart konunum.

„Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti.“

Drífa segir að þetta sé manngerður vandi og kallar fólk til ábyrgðar.

„Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna.

Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina.“

Að lokum fer Drífa fram á að mál kvennann falli ekki í gleymsku hjá þjóðinni.

„Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni.“

Mikill viðbúnaður við bandaríska sendiráðið

Mikill viðbúnaður við sendiráðið. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Áhyggjufullir vegfarendur höfðu samband við Mannlíf vegna fjölda viðbragðsaðila við bandaríska sendiráðið í Reykjavík. Tveir slökkviliðsbílar voru þar mættir ásamt tveimur sjúkrabílum.

Slökkviliðsbíll við sendiráðið.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannlíf kíkti á bandaríska sendiráðið á Engjateig í Reykjavík, eftir að ábendingar bárust frá vegfarendum sem höfðu áhyggjur vegna sjúka- og slökkviliðsbíla við sendiráðið. Við fyrstu sýn var vel hægt að ímynda sér að eitthvað grafalvarlegt hafði gerst, tveir vígalegir slökkviliðsbílar voru nærri inngangshliði sendiráðsins, jafn margir sjúkrabílar voru þar nálægt sem og sjúkrabörur á hjólum. Þá voru þó nokkrir slökkviliðsmenn á lóð sendiráðsins. En sem betur fer var ekki um neitt alvarlegt að ræða, nema síður sé.

Sjúkrabörur við bandaríska sendiráðið.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

„Þetta er bara æfing,“ sagði sallarólegur slökkviliðsmaður sem stóð við innganghliðið, aðspurður um hvað væri í eiginlega í gangi. Þegar hann var spurður um það hvað væri verið að æfa svaraði hann: „Bara viðbrögð við eld og þess háttar“. Bætti hann við að slíkar æfingar væru nokkuð reglulegar.

Þá vitum við það, ekkert að óttast.

Chris Pratt í rusli vegna andláts áhættuleikara: „Ég mun aldrei gleyma hörku hans“

Hollywood-leikarinn Chris Pratt syrgir dauða kærs vinar síns og samstarfsmanns. Fréttir bárust í gær að áhættuleikarinn Tony McFarr hefði óvænt látist, aðeins 47 ára gamall.

Í nýrri færslu í Instagram-story hjá Pratt, segist hann vera „eyðilagður“ eftir fregnirnar.

„Við unnum saman í fjölda kvikmynda. Við golfuðum, drukkum viskí, reyktum vindla, og eyddum óteljandi klukkustundum saman á setti,“ segir Pratt. „Ég mun aldrei gleyma hörku hans“.

Hasarmyndastjarnan minnist einng þegar tökur á Guardians of the Galaxy 2 stóðu yfir og segir að fyrrverandi áhættuleikari hans hafi „tekið óhugnalegt skot í höfuðið“ og þurft að fá „nokkur hefti í hausinn á sér“.

Hann sagði að McFarr hafi stuttu síðar snúið aftur til starfa, og kallaði hinn látna áhættuleikara „algjöran fola“.

„Hann var alltaf heiðursmaður og fagmaður,“ sagði Pratt. „Hans verður saknað. Bænir mínar fara til vina hans og fjölskyldu, sérstaklega dóttur hans.“ Pratt deildi einnig fjölmörgum ljósmyndum af þeim félögum, klæddum í sömu búningana við upptökur á hinum ýmsum kvikmyndum.

McFarr lést á heimili sínu í Flórída á mánudaginn. Andlátið var staðfest af móður hans, Donnu, sem deildi fréttunum með TMZ þar sem hún sagði son sinn hafa verið „virkan og heilbrigðan“ og að dauði hans hafi verið „óvæntur“.

Amnesty fordæmir brottvísanir mansalsþolenda: „Harmar ómann­úð­lega meðferð stjórn­valda“ 

Konurnar þrjár frá Nígeríu.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fordæmir brott­vís­anir íslenskra stjórn­valda á umsækj­endum um alþjóð­lega vernd sem eru mansals­þo­lendur. Kemur þetta fram í tilkynningu frá deildinni.

Á dögunum var þremur konum frá Nígeríu vísað frá Íslandi og þær sendar aftur til Nígeríu, ásamt karlmanni sem einnig fékk synjun um hæli hér á landi. Konurnar segjast allar þolendur mansals en ein þeirra, Blessing Newton er með sex æxli í legi og þarf á bráðaþjónustu að halda.

Í yfirlýsingu Íslandsdeildar Amnesty International segir meðal annars:

„Deildin harmar þá ómann­úð­legu og vanvirð­andi meðferð stjórn­valda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækj­enda sem sviptur var frelsi sínu og þving­aður var úr landi aðfaranótt 14. maí sl. Íslands­deildin hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­anir viðkvæmra hópa og harð­neskju­lega stefnu íslenskra stjórn­valda í málum einstak­linga í sérstak­lega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóð­lega vernd á Íslandi.“

Þá er vísað í skýrslu Evrópuráðsins um kynbundið umsóknir um alþjóðlega vernd en þar kemur fram að ofsóknir á hendur konum og stúlkum séu oft á tíðum öðruvísi en ofsóknir sem karlmenn verða fyrir. Þar segir að konur og stúlkur eigi frekar á hættu að verða fyrir kynbundnum ofsóknum og ofbeldi á borð við kynferðisofbeldi, þvinguð hjónabönd og mansal. Segir ennfremur að þing Evrópuráðsins kalli eftir því að kynbundið ofbeld, sem og kynbundnar ofsóknir verði metnar á viðeigandi hátt við meðferð hælisumsókna í aðildarrikjum þess.

„Þá er Ísland einnig aðili að Palermósamn­ingnum auk bókana við hann, þar á meðal bókunar til að koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn. Samkvæmt Istan­búl­samn­ingnum skulu aðild­ar­ríki gera nauð­syn­legar ráðstaf­anir, með laga­setn­ingu eða öðrum hætti, til að virða þá megin­reglu í samræmi við skyldur þjóða­réttar að vísa hælis­leit­anda ekki aftur þangað sem líf hans eða frelsi kann að vera í hættu.“

Að lokum hvetur Íslandsdeildin íslensk yfirvöld til að enduskoða „harðneskjulega stefnu sína“:

Deildin áréttar jafn­framt mikil­vægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum um alþjóð­lega vernd á Íslandi. Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flótta­fólks. Það er stað­reynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstak­lega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjöl­þættri mismunun, svo sem kynbund­inni mismunun og kynferð­is­legu ofbeldi.  

Með vísan til fram­an­greindra viðmiða, umfjöll­unar um aðstæður mansals­þo­lenda og einstak­lings­bund­inna aðstæðna umsækj­enda hvetur Íslands­deild Amnesty Internati­onal íslensk stjórn­völd til að endur­skoða harð­neskju­lega stefnu sína varð­andi brott­vís­anir þeirra umsækj­enda um alþjóð­lega vernd á Íslandi sem eru í sérstak­lega viðkvæmri stöðu, sbr. mansals­fórn­ar­lömb.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni.

Umboðsmaður barna segir að börn eigi að njóti réttar síns til menntunar: „Foreldrar beri ábyrgð“

Salvör Nordal, umboðsmaður barna - Mynd: Skjáskot N4

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grundvallaratriði að njóti réttar síns til menntunar en mikil umræða hefur skapast undanfarna mánuði vegna leyfa barna frá skóla. Algengasta ástæða leyfanna eru ferðalög barna til útlanda með foreldrum eða forráðamönnum sínum og eru dæmi um að börn hafi farið erlendis í fimm vikur í senn á skólatíma. Þá kemur það reglulega fyrir að börnin sinni ekki námi sínu, sem kennarar setja þeim fyrir, meðan þau eru í leyfi.

Telja sumir kennarar og skólastjórnendur að vinna þurfi markvisst að því koma foreldrum í skilning um að löng óþarfa fjarvera frá skóla geti haft mjög neikvæð áhrif á nám og andlega heilsu barna en engar reglur eru í lögum um grunnskóla um leyfi barna annað en að það sé mat skólastjóra hvers skóla að veita slíkt. Því getur verið mikill munur á leyfisveitingum milli skóla.

Stjórnendur og kennarar vilja aukna virðingu fyrir námi

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við Mannlíf að best væri að sem minnst rof væri á námi barna og þá sagði rektor Menntaskólans við Hamrahlíð að auka þurfi virðingu foreldra og nemanda fyrir námi.

„Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi,“ skrifaði Steinn Jóhannsson, rektor MH, í pistli um málið.

Í könnun sem Mannlíf gerði um málið vilja 75% lesenda Mannlífs banna margra vikna leyfi barna á skólatíma.

Foreldrar beri ábyrgð á því þegar börn missi úr námi

„Það er grundvallaratriði að börn njóti réttar síns til menntunar,“ sagði Salvör í samtali við Mannlíf um málið. „Stjórnendur grunnskóla og foreldrar gegna þar mikilvægu hlutverki. Varðandi frí vegna utanlandsferða á skólatíma er í 15. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 fjallað um skólaskyldu og kemur þar m.a. fram að skólastjóra sé heimilt að veita tímabundna undanþágu frá skólasókn sækist foreldrar eftir því svo lengi sem gildar ástæður liggi þar að baki. Í greinargerð með lögunum kemur fram að gildar ástæður geti t.d. verið ferðalög fjölskyldu. Þá kemur jafnframt fram í lögunum að foreldrar beri ábyrgð á því að nemandi vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur. Það er því á ábyrgð skólastjóra að leggja einstaklingsbundið mat á það hvort forsvaranlegt sé að veita umrædda undanþágu með hliðsjón af því sem er barninu fyrir bestu og síðan foreldra að sinna námi barnsins sé slík undanþága veitt. Ef ekki næst samkomulag milli foreldra og skólastjóra um slíka undanþágu geta foreldrar kært synjun skólastjóra til mennta- og barnamálaráðherra samkvæmt fyrirmælum 47. gr. laga um grunnskóla. Að öðru leiti vísar umboðsmaður barna til mennta- og barnamálaráðherra sem fer með almenna yfirstjórn og eftirlit með starfsemi grunnskóla,“ en Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um málið.

Salvör segir þó að frí vegna utanlandsferða hafi ekki verið í forgangi hjá embætti umboðsmanns barna hingað til.

„Frí barna í skólum hefur ekki verið á forgangslista hjá umboðsmanni barna. Embættið hefur frekar beint sjónum sínum að skólaforðun af öðrum ástæðum og lagt áherslu á að litið sé á frávik frá skólasókn barna með heildstæðum hætt. Sérstaklega hefur embættið bent á að setja þurfi fram og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem stuðla að því að börn fái stuðning við hæfi, líkt og skólum er skylt að gera samkvæmt grunnskólalögum og reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010. Út frá þeim málum sem umboðsmaður barna hefur fengið ábendingar um má leiða að því líkur að ástæða endurtekinna fjarvista hjá mörgum börnum sé sú að þau fái ekki viðunandi stuðning innan skólans. Þá má bæta við að börn sem einhverra hluta vegna ekki fá viðunandi þjónustu eða stuðning í leik- og grunnskóla, eru líklegri til að hverfa frá framhaldsskólanámi en önnur börn. Því er mikilvægt að tryggja samfelldan stuðning og eftirfylgni fyrir sérhvert barn eftir þörfum hvers og eins.“

Biggi í Maus glímir við minnisleysi

Biggi í Maus gaf út nýtt lag í vikunni

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm ný íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Már Gunnarsson – Stay
Tófa – Clogging
Agla – Einhver sem ég get treyst
Biggi Maus – I don’t remember your name
Hildur – Alltaf eitthvað





Ofurfyrirsæta segist vera með geirvörtur: „Ég er hreinskilin“

Paige Spiranac segist svo sannarlega vera með geirvörtur

Fyrirsætan og golfáhrifavaldurinn Paige Spirnac greindi frá því í Spurt & Svarað sem hún hélt samfélagsmiðlinum Instagram að hún væri svo sannarlega með geirvörtur en undanfarna mánuði hafa samsæriskenningasmiðir haldið því fram að hún sé geirvörtulaus.

„Ég svara þessum spurningum vegna þess mér finnst þær fyndnar og ég er hreinskilin,“ sagði Spiranac „Ég fór á internetið og þá sá ég smellubeitufyrirsögnina „Paige Spiranac er geirvörulaus“,“ en hún hefur í gegnum árin mátt þola miklar umræður um brjóstin sín. Hún hefur einnig þurft að neita því ítrekað að hún hafi farið í lýtaaðgerðir.

Paige Spirnac var á sínum tíma atvinnumaður í golfi og var valinn kynþokkafyllsta kona heims árið 2022 af tímaritinu Maxim og var þar með fyrsta íþróttakonan til að hljóta þann heiður. 

Bendir á staðreynd um forsetahlutverkið: „Hví er tíma frambjóðenda eytt í að ræða þungunarrof?“

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er maður víðsýnn og vel lesinn; hefur áhuga á samfélagsmálum og er óhræddur um að tjá sig um þau:

Egill Helgason.

„Þrátt fyrir allt tal frambjóðenda er ekki í valdi forseta að sameina þjóðina,“ segir hann í nýlegri Facebook-færslu.

Bætir því við að á „forsetastóli hefur setið ágætis fólk en það hefur ekki sameinað eitt eða neitt. Forseti getur stundum lagt gott til – og það gerir Guðni ágætlega.“

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti og ein glæsilegasta kona landsins, ber aldurinn einstaklega vel. Mynd / EPA

Egill segir að „þrátt fyrir titilinn hefur forsetinn yfirleitt ekki forystu um mál og það er nær ómögulegt fyrir hann að stuðla að sátt um deiluefni.“

Að lokum bendir hann svo á athyglisverða staðreynd:

„Hví er tíma frambjóðenda eytt í að ræða þungunarrof? Það er ekki mál sem er í verkahring forseta.“

Er Katrín Jakobsdóttir í Þjóðkirkjunni?

Katrín Jakobsdóttir.

Um þessar mundir er baráttan um Bessastaði að harðan til muna. Margir eru um hituna og það hefur margt athyglisvert komið fram – Til dæmis þetta, sem Eiríkur Jónsson var fyrstur með:

Eiríkur Jónsson. Án hliðstæðu.

„Á fundi með forsetaframbjóendum í dag voru þeir spurðir hvort þeir væru í Þjóðkirkjunni.“

Svarið var svona eftir áðurnefnda spurningu:

Katrín Jakobsdóttir svaraði: „Ég er ekki sjálf í Þjóðkirkjunni. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem fólk var almennt ekki í Þjóðkirkjunni. Ég hef alið börnin mín upp þannig að þau taki sjálfstæðar ákvarðanir í þeim efnum og það hafa tveir af mínum þremur sonum ákveðið að ganga í Þjóðkirkjuna. En ég get alveg sagt það að ég á mína trú og fer í messur reglulega og sæki þar sálarró.“

Segir frambjóðanda með tröll á sínum snærum: „Það er einhver sem segir ekki satt um það“ 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er glæsileg kona.

Halla Tómasdóttir segir einhver þeirra fimm forsetaefna sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 í gær, með henni, sé að ljúga því að þau hafi ekki tröll á sínum snærum sem notaðir séu til að ata aur á aðra frambjóðendur.

Heimir Már Karlsson, sem stjórnaði kappræðunum spurði forsetaefnin sex hvort það væru nettröll á þeirra snærum sem ati aur á aðra. Ekkert þeirra vildi gangast við slíkt.

Arnar Þór Jónsson kvaðst hafa beðið stuðningsmenn sína, skriflega, um að grafa ekki undan öðrum frambjóðendum því óábyrgt sé að dreifa kjaftasögum. Jóni Gnarr fannst spurningin kjánaleg. „Nei, hvernig dettur þér það í hug? Og þó svo að einhver sé með tröll á sínum snærum myndi hann ekki viðurkenna það fyrir þér,“ sagði Jón og hló. Þá

Þá sagði Halla Hrund ekki kannast við nein tröll nema þau sem búi í fjöllunum.

Halla Tómasdóttir neitaði því einnig en bætti við: „Það eru augljóslega einhver tröll því ég held að allir sem hér standa hafi orðið fyrir þeim. Það er einhver sem segir ekki satt um það.“

Þau Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson sögðust bæði tala fyrir málefnalegri umræðu í sínum stuðningshópum. „Einhvers staðar leynast tröllin en þau munu frjósa þegar sólin kemur upp,“ sagði Baldur.

Mannlíf sendi tölvupóst á Höllu Tómasdóttur og spurði hana nánar út í orð hennar og vildi vita hvaða frambjóðanda hún væri að tala um. Vigdís Jóhannsdóttir, kosningastjóri Höllu svaraði um hæl: „Þykist vita að þið blaðamenn sjáið og heyrið það sama og öll framboðsteymin. Við erum með fullan fókus á okkar framboði og tókum ákvörðun um að vera alltaf þar þegar Halla gaf kost á sér. Það þýðir að við setjum ekki orku í að ræða önnur framboð.“

Ætlar þú erlendis í sumar?

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Nú er stutt í sumarfrí hjá flestum Íslendingum og þrátt fyrir að nánast allt séð hægt að gera á þessu stórkostlega landi þyrstir margan Íslendinginn að komast til útlanda, hvort sem það er á sólarströnd á Tenerife, menningarferð til Parísar eða skíðaferð í Sviss. Í raun allt milli himins og jarðar.

Því spyrjum við lesendur Mannlífs: Ætlar þú erlendis í sumar?

Hægt er að kjósa þar til 12:00 laugardaginn 18. maí.

This poll has ended (since 6 months).
59.04%
Nei
33.73%
Óviss
7.23%

Ástþór veður í skoðanakannanirnar: „Það hringdi í mig taugaæstur maður frá þessari biluðu Maskínu“

Ástþór (Kristur) Magnússon

Stöð 2 og Morgunblaðið mismunar forsetaframbjóðendum á forsendum skoðanakannana að sögn Ástþórs Magnússonar, sem var í viðtali hjá Útvarpi Sögu.

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi segir Morgunblaðið og Stöð 2 brjóta gegn lýðræðinu á sama tíma og fjölmiðlarnir fá á annað hundrað milljónir frá hinu opinbera í þeim tilgangi að styrkja lýðræðislega umræðu. Forsendur skoðanakannana er dæmi um þetta að sögn Ástþórs.

„Það er búið að vera að spila mikið með þjóðina með þessum könnunum í aðdraganda forsetakosninganna,“ segir Ástþór í viðtalinu sem Arnþrúður Karlsdóttir tók. Og hélt áfram: „Og þær byrjuðu nú þannig að þær komu frá ákveðnum framboðum. Ef ég man rétt var sú fyrsta frá Baldri.“

Arnþrúður Karlsdóttir: „En þeir voru heiðarlegir með það.“

Ástþór: „En þessu var slegið upp í fyrirsögnum til að búa til vissan veruleika og mitt nafn var til dæmis aldrei með í þeim könnunum. Svo er til einhver snabiluð Maskína, sem býr til kannanir.“

Arnþrúður: „Veistu hverjir eru eigendur þar?“

Ástþór: „Nei ég þekki það ekki. Þú veist það kannski?“

Arnþrúður: „Já. Þú ættir að athuga hverjir eru eigendur.“

Ástþór: „Viltu ekki bara segja hlustendum það?“

Arnþrúður: „Já, nei, nei, nei.“

Ástþór: „Arnþrúður, þú þarft nú að vera heiðarleg við þína hlustendur. Þú verður að segja frá því ef þú hefur upplýsingar.“

Arnþrúður: „Já ég vil hafa það allt staðfest.“

Ástþór: „Já, já. En það hringdi einhver í mig núna, nokkuð taugaæstur maður frá þessari biluðu Maskínu og var að reyna að biðja mig um að hætta með auglýsingu sem fór í loftið í gær á samfélagsmiðlum. Þar er ég að kynna nýja könnun og er að segja hvernig Maskína hannar niðurstöður eftir því sem maður vill. Og fólk getur kynnt sér þetta, það er inni á Facebook-síðu framboðsins, Forseti 2024.“

Þá segir Ástþór að Stöð 2 sé að „leika sama leikinn og 2016“ með því ætla að ræða aðeins við þá frambjóðendur sem mælast hvað hæst í könnunum Maskínu, sem séu ekki áreiðanlegar þar sem, að sögn Ástþórs, er hægt að stýra niðurstöðunum þeirra. Nefnir hann einnig bein tengsl Gallup inn í framboð Katrínar Jakobsdóttur. Morgunblaðið fær einnig á baukinn hjá Ástþóri en hann segir að í hringferð blaðsins um landið sé aðeins rætt við þá frambjóðendur sem valdir voru samkvæmt fylgi þeirra í skoðanakönnunum.

Segir Ástþór að bæði Stöð 2 og Morgunblaðið sé með þessu að misnota það fé sem fjölmiðlar fá, beinlínis með þeim skilyrðum að féið sé notað til að styrkja lýðræðislega umræðu. Bendir hann einnig á að Fjölmiðlanefnd hafi gefið út leiðbeiningar til fjölmiðla varðandi kosningaumfjöllun og að þar sé sérstaklega minnst á að gæta þurfi jafnræðis meðal framboða. Segir hann að ofangreindir fjölmiðlar ættu að skila styrkjunum aftur til ríkisins, þar sem þeir séu að hampa sumum frambjóðendum en öðrum ekki.

 

 

Móðir látna fangans stígur fram: „Sumir hlutir verða ekki aftur teknir“

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni í byrjun maí

Þann 6. maí lést Ingvi Hrafn Tómasson á Litla Hrauni eftir að hafa tekið eigið lífið og hefur ýmsum spurningum varðandi hvernig meðferð Ingvi fékk í kerfinu verið ósvarað. Berglind Viggósdóttir, móðir Ingva, gagnrýnir fangelsismálayfirvöld fyrir hvernig tekið var á málum Ingva en hann var í afplánun á Vernd og kominn í vinnu.

Sjá nánar: Vill draga yfirvöld til ábyrgðar vegna dauða sonar hans: „Ingvi var settur inn án dóms og laga“

Svo kom skellurinn, í lok apríl er hann ásakaður um afbrot, athugið sérstaklega – ásakaður. Fangelsismálastofnun tekur ákvörðun um það hvort Ingvi Hrafn gæti ekki verið lengur í opnu úrræði og skyldi fara aftur inn í lokað fangelsi. Þarna er rannsókn á frumstigi og neitaði Ingvi Hrafn staðfastlega að hafa brotið af sér. En þar sem að hann er í afplánum þá skiptir það engu máli hvort hann er sekur og eða saklaus, hann var sviptur frelsinu og inn skyldi hann fara. Geðþóttarákvörðun hefur þarna allt um það að segja hvort hann fái að halda áfram að vera nokkuð frjáls maður í afplánun í opnu úrræði, í sinni vinnu og að leggja til samfélagsins. Þá hlýtur að skipta máli hvernig embættin ræða saman – lágu frammi einhver sönnunargögn sem studdu það að Ingvi skyldi sviptur frelsi, eða ekki. Lögregla handtók hann um 2 klst. eftir meint brot – á grundvelli þess að kæra hefði borist. Fleiri voru sönnunargögnin ekki. Hefði hinn almenni og gegni borgari verið í sömu stöðu, hefði hann gengið út af lögreglustöðinni á Hverfisgötu að lokinni skýrslutöku og beðið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar heima hjá sér,“ skrifar Berglind í pistli sem hún birti á Vísi.

Hún segir það sé gífurlegt áfall fyrir einstakling eins og Ingva að finna fyrir frelsi og vera kippt aftur í fangelsi án dóms og sönnunargagna. Að sögn Berglindar óskaði Ingvi eftir að fá tíma hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

„Viðtalið fór aldrei fram þann 6. maí því þegar að fangaverðir opnuðu klefa hans að morgni 5. maí fannst Ingvi Hrafn látinn í klefa sínum á Litla Hrauni og hafði tekið sitt eigið líf.

Dagurinn 5. maí var alltaf þungbær fyrir Ingva Hrafn, en bróðir hans lést á þessum degi fyrir 6 árum síðan. Nú er ég búin að missa annan son, son sem kerfið brást og hefði verið hægt að bjarga.“

Í pistlinum kallar hún eftir því að yfirvöld bæti geðheilsuteymi í fangelsum landsins, það sé lágmarksvirðing sem þurfi að sýna föngum.

„Ég hef misst son, og syni ef út í það er farið. Sumir hlutir verða ekki aftur teknir. Það er einlæg ósk mín að fráfall Ingva Hrafns hafi áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og tengdri þjónustu þeirra. Mín barátta er rétt að byrja,“ skrifar hún að lokum.

Kona hékk fram af brú í vörubíl í 45 mínútur eftir árekstur – MYNDBAND

Thomas var föst í vörubílnum í 45 mínútur

Ný upptaka úr umferðarslysi sem átti sér stað í febrúar sýnir ofurhræðslu Sydney Thomas sem var að keyra vörubíl yfir brú.

Thomas sem er reynslumikill vörubílstjóri var að keyra yfir Clark Memorial brúnna í Kentucky í Bandaríkjunum þegar bíll, sem var að koma á móti henni, keyrði á vörubílinn sem hún var að keyra. Við áreksturinn missti Thomas stjórn á vörubílnum og keyrði framhluti vörubílsins fram af brúnni og hékk vörubíllinn þar fastur en rúmlega 30 metra fall er í ánna undir brúnni.

Thomas þurfti að bíða í 45 mínútur eftir vera bjargað úr vörubílnum af slökkviliðsmönnum. Ökumaður bílsins sem keyrði á Thomas hefur verið ákærður fyrir fjögur mismunandi umferðarbrot og verður mál hans tekið fyrir í júní.

Frambjóðendum slaufað í kappræðum Stöðvar 2: „Halla Tómasar hefur gengið fram fyrir skjöldu“

Hinir útvöldu í kappræðuþætti Stöðvar 2.
Kappræður Stöðvar 2 sem haldnar voru í gærkvöld lögðust misvel í fólk. Aðeins þeim efstu í skoðanakönnunum var boðið til þátttöku í pallborði Stöðvar 2 þar sem Heimir Már Pétursson var spyrjandi. Þeir sem hlutu þá náð að fá að svara áhorfendum eru Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir  Meðal þeirra sem gagnrýna slaufunina er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi sem þakkaði Arnar Þór Jónssyni og Höllu Tómasdóttur fyrir að benda á meinsemdina.

Arnari þakkað

„Arnar á þakkir skildar fyrir að benda á ósanngirnina í því að öllum frambjóðendum sé ekki boðið til þátttöku í pallborði Stöðvar 2. Rausnarlegt af honum. Einnig veit ég að Halla Tómasar hefur gengið fram fyrir skjöldu og hvatt til að allir frambjóðendur séu kallaðir til þegar pallborðsstjórar í einkaklúbbum hleypa aðeins sumum að. Sanngjörn og réttsýn kona, Halla T.,“skrifar Steinunn Ólína á Facebook og margir tóku undir með henni.

Steinunn Ólína ætlar að bregðast við slaufun Stöðvar 2 með því að svara spurningum Stöðvar 2 á Facebooksíðu sinni í dag.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Ljósmynd: Kári Sverris
„Ég mun auðvitað nýta tækifærið og svara þeim spurningum sem fyrir frambjóðendur voru lagðar í hádeginu hér á Facebook á morgun klukkan 12:25-13:00 á 5. hádegisfundi mínum,“ skrifar hún.
Aðrir sem slaufað var í umræðuþættinum eru Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Athygli vakti að forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán hlaut þá náð hjá eigendum Stöðvar 2 að fá að borða kjúklingavængi og svara samtímis spurningum á Vísi sem haldið er úti af eigendum Stöðvar 2.

Vopnað par braut rúðu

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Fólki í fjölbýlishúsi brá í brún þegar par reyndi með tilheyrandi hávaða að brjóta rúðu í sameign fjölbýlishúss í nótt. Lögreglan brá skjótt við og við og fólkið fannst skömmu síðar á bifreið og var umsviflaust handtekið vegna málsins. Við vinnslu málsins kom í ljós að annar aðilinn var með vopn og fíkniefni meðferðis auk þess að vera grunaður um fleiri brot. Sá var læstur inni í fangaklefa á meðan málið er í rannókn.

Seinheppinn reiðhjólaþjófur sást við iðju sína utan við vinnusvæði fyrirtækis. Þar hafði hjóli verið stolið. Lögregla hafði grun um hver þjófurinn væri og fannst hjólið skömmu síðar fyrir utan heimili viðkomandi. Málið er í rannsókn.

Raddir