Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Kona hékk fram af brú í vörubíl í 45 mínútur eftir árekstur – MYNDBAND

Thomas var föst í vörubílnum í 45 mínútur

Ný upptaka úr umferðarslysi sem átti sér stað í febrúar sýnir ofurhræðslu Sydney Thomas sem var að keyra vörubíl yfir brú.

Thomas sem er reynslumikill vörubílstjóri var að keyra yfir Clark Memorial brúnna í Kentucky í Bandaríkjunum þegar bíll, sem var að koma á móti henni, keyrði á vörubílinn sem hún var að keyra. Við áreksturinn missti Thomas stjórn á vörubílnum og keyrði framhluti vörubílsins fram af brúnni og hékk vörubíllinn þar fastur en rúmlega 30 metra fall er í ánna undir brúnni.

Thomas þurfti að bíða í 45 mínútur eftir vera bjargað úr vörubílnum af slökkviliðsmönnum. Ökumaður bílsins sem keyrði á Thomas hefur verið ákærður fyrir fjögur mismunandi umferðarbrot og verður mál hans tekið fyrir í júní.

Frambjóðendum slaufað í kappræðum Stöðvar 2: „Halla Tómasar hefur gengið fram fyrir skjöldu“

Hinir útvöldu í kappræðuþætti Stöðvar 2.
Kappræður Stöðvar 2 sem haldnar voru í gærkvöld lögðust misvel í fólk. Aðeins þeim efstu í skoðanakönnunum var boðið til þátttöku í pallborði Stöðvar 2 þar sem Heimir Már Pétursson var spyrjandi. Þeir sem hlutu þá náð að fá að svara áhorfendum eru Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir  Meðal þeirra sem gagnrýna slaufunina er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi sem þakkaði Arnar Þór Jónssyni og Höllu Tómasdóttur fyrir að benda á meinsemdina.

Arnari þakkað

„Arnar á þakkir skildar fyrir að benda á ósanngirnina í því að öllum frambjóðendum sé ekki boðið til þátttöku í pallborði Stöðvar 2. Rausnarlegt af honum. Einnig veit ég að Halla Tómasar hefur gengið fram fyrir skjöldu og hvatt til að allir frambjóðendur séu kallaðir til þegar pallborðsstjórar í einkaklúbbum hleypa aðeins sumum að. Sanngjörn og réttsýn kona, Halla T.,“skrifar Steinunn Ólína á Facebook og margir tóku undir með henni.

Steinunn Ólína ætlar að bregðast við slaufun Stöðvar 2 með því að svara spurningum Stöðvar 2 á Facebooksíðu sinni í dag.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Ljósmynd: Kári Sverris
„Ég mun auðvitað nýta tækifærið og svara þeim spurningum sem fyrir frambjóðendur voru lagðar í hádeginu hér á Facebook á morgun klukkan 12:25-13:00 á 5. hádegisfundi mínum,“ skrifar hún.
Aðrir sem slaufað var í umræðuþættinum eru Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Athygli vakti að forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán hlaut þá náð hjá eigendum Stöðvar 2 að fá að borða kjúklingavængi og svara samtímis spurningum á Vísi sem haldið er úti af eigendum Stöðvar 2.

Vopnað par braut rúðu

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Fólki í fjölbýlishúsi brá í brún þegar par reyndi með tilheyrandi hávaða að brjóta rúðu í sameign fjölbýlishúss í nótt. Lögreglan brá skjótt við og við og fólkið fannst skömmu síðar á bifreið og var umsviflaust handtekið vegna málsins. Við vinnslu málsins kom í ljós að annar aðilinn var með vopn og fíkniefni meðferðis auk þess að vera grunaður um fleiri brot. Sá var læstur inni í fangaklefa á meðan málið er í rannókn.

Seinheppinn reiðhjólaþjófur sást við iðju sína utan við vinnusvæði fyrirtækis. Þar hafði hjóli verið stolið. Lögregla hafði grun um hver þjófurinn væri og fannst hjólið skömmu síðar fyrir utan heimili viðkomandi. Málið er í rannsókn.

Hulduher gegn Katrínu

Hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra er nánast allur sameinaður gegn framboði Katrínar Jakobsdóttur og má ekki til þess hugsa að hún verði forseti. Ástæðan er aðallega sú að Katrín greiddi atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi þar sem hann var sakaður um embættisafglöp í tengslum við Hrunið.

Sjálfur eru Geir og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir og dætur þeirra í stuðningsmannaliði Höllu Hrundar Logadóttur. Þá er hulduhershöfðinginn Jón Kristinn Snæhólm eindreginn stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar prófessors.

Óljóst er hvorum megin garðs Guðlaugur Þór liggur en talið er ólíklegt að hann styðji Katrínu og fylgi sömu línu og menn Bjarna Benediktssonar formanns. Guðlaugur á þó þann þátt í stríðinu um Bessastaði að hann setti þá umdeildu Söru Lind Guðbergsdóttur sem forstjóra Orkumálastofnunnar í fjarveru Höllu Hrundar …

Halldór sá tveggja ára stelpu falla af þriðju hæð í Breiðholti: „Ég sat með skjálfta“

Breiðholt. Myndin tengist ekki fréttinni beint - Mynd: Reykjavíkurborg

Betur fór en áhorfðist árið 1998 þegar hin tveggja ára gamla Kristný Huld Einarsdóttir féll af svölum á þriðju hæð í Fellahverfi í Breiðholti en Kristný var gestkomandi í íbúðinni.

Halldór Guðmundsson varð vitni að atvikinu og lýsti því fyrir DV. „Ég sá eitthvað falla fram hjá glugganum mínum og var ekki viss um hvort það væri barn. Ég hljóp út á svalirnar og sá að þar lá lítil stúlka fyrir neðan. Ég stirðnaði allur upp,“ en Kristný féll sjö metra og skall á jörðinni. Samkvæmt sjónarvottum missti hún andann en slasaðist ekki að öðru leyti. Skammt frá lendingarstað Kristnýjar stendur steyptur brunnur með járnloki og því ljóst að litlu mátti muna.

„Ég sat með skjálfta í nokkra klukkutíma eftir á. Þetta hefði alveg eins getað verið barnið mitt,“ sagði Halldór en hann sagðist ekki sjálfur hafa haft tök á því að athuga með ungu stúlkuna þar sem hann var sjálfur með barn í sinni íbúð.

Reglugerð ekki afturvirk

Í frétt DV er einnig rætt um að árið 1998 hafi verið samþykkt ný byggingarreglugerð þar sem bannað var að hafa op á svalahandriðum breiðari en tíu sentímetra en opið á svölunum sem Kristný datt í gegnum var 17 sentímetra breitt. Reglugerðin var hins vegar ekki afturvirk.

„Það er fullt af varasömum húsum sem byggð voru áður en reglugerðir fóru að taka á þessu nógu vel. Svo hafa líka átt sér stað atvik innandyra, þar sem börn hafa náð að pota líkamanum í gegn en hangið á höfðinu og nánast hengt sig,“ sagði Herdís Storgaard, slysavarnafulltrúi barna, um málið. „Að mínu mati ætti svona lagað að vera afturvirkt, þetta er það mikilvægt.“

Eigandi Ítalíu skuldar starfsfólki laun: „Ég trúi ekki að þetta sé að gerast á Íslandi“

Eigandi veitingastaðarins Ítalía á Frakkarstíg í Reykjavík, skuldar nokkrum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum laun. Einn þeirra stígur fram undir nafni og vill fá launin sín.

Salome Berelidze, frá Georgíu skrifaði færslu í gærkvöldi á Facebook-grúppuna Vinna með litlum fyrirvara en hún segir farir sínar ekki sléttar gagnvart veitingastaðnum Ítalía, þar sem hún vann í aukavinnu, þar til nýlega.

Færslan er svohljóðandi (í íslenskri þýðingu):

„Ég ætla ekki að vera nafnlaus núna … ég birti hér öll skjáskotin sem ég hef frá fyrirtækinu sem ég vann hjá en fékk ekki laun … þeir eru bókstaflega að ljúga að mér … og líka að öðru starfsfólki, og þeir borga ekki heldur í stéttarfélagið eða skatta, veitingastaðurinn heitir Italia. Fyrirtækið heitir Opera Service efh… Ég trúi ekki að þetta sé að gerast á Íslandi. Þeir segja að ef við förum með þetta í stéttarfélagið, þá munu stéttarfélagið ekkert gera!!! Haldið ykkur fjarri veitingastaðnum… Þetta er klikkun … „Í stuttu máli“: Ég er að spyrja „framkvæmdarstjórann“ hvenær ég fái launin, hann segist ekki vita það því hann sjái ekki um launagreiðslur, að ég eigi að spyrja endurskoðandann um upplýsingar, hann segir mér að hann geti það ekki… þá spyr ég aftur og er beðin um að brjóta ekki á friðhelgi hans og hringja ekki í einkanúmer hans: hringdi og svaraði af því að hann þekkti ekki númerið mitt, eftir að ég sagði honum hver ég væri, sagðist hann ætla að heyra í einhverjum Björgvini, eftir að ég skrifaði færslu hér undir nafnleynd og sendi skjáskot af færslunni til eigandans, lét hann mig loksins fá tölvupóst þessa Björgvins … ég sendi honum tölvupóst og hann er hissa á að ég sé að senda honum tölvupóst … hann sé ekki einu sinni löggiltur endurskoðandi? Í alvörunni?!!!

Fékk aldrei launaseðil

Mannlíf ræddi við Salome sem staðfestir færslu sína og segist eiga inni um 130.000 krónur. „Ég byrjaði að vinna þar þegar hin nýja Italia opnaði, í lok janúar,“ segir Salome í samtali við Mannlíf, og heldur áfram. „Ég vann þar í aukavinnu en ég er í fullri vinnu á Messanum. Vegna þess að þetta var nýr veitingastaður þá var ég ekki að ýta mikið á að fá samning og ég hef engan samning. Ég vann 2-2-3 kvöldvaktir og um helgar frá opnun til lokunar.“

Salome segist ekki hafa fengið launaseðil eftir fyrsta mánuðinn. „Ég hugsaði bara „ok“, en eftir mánuð númer tvö, spurði ég aftur og framkvæmdarstjórinn sýndi mér launaseðil frá löngu færi, á fartölvu sinni. Ég vildi taka ljósmynd af honum en hann bannaði mér það. Þetta var farið að vera verulega skrítið fannst mér. Þannig að ég sagði þeim að ég ætlaði að hætta en að ég myndi vinna þær vaktir sem var búið að úthluta mér fyrir aprílmánuð. Ég vann þrjá rauða daga í apríl. En í byrjun maí byrjaði allt ruglið.“

Salome segir að þrír aðrir starfsmenn eigi einnig inni laun hjá fyrirtækinu, til dæmis eigi einn inni um 350.000 krónur og annar 300.000 krónur. „En þetta snýst ekki lengur um peninga,“ segir Salome við Mannlíf og heldur áfram: „Heldur um framkomu þeirra við starfsfólkið“. Salome vildi endilega láta það koma fram að hún sé afar þakklát fyrir þann stuðning sem fólk hafi sýnt henni á Facebook.

Tæknileg vandamál

Mannlíf ræddi við eiganda Ítalíu, Elvar Ingimarsson en hann opnaði einnig veitingastaðinn Geitin í Garðabæ í byrjun árs. Mannlíf spurði hann hvort það sé rétt að starfsfólk eigi inni laun hjá honum. „Já það er eitthvað,“ sagði Elvar og hélt áfram: „Það er verið að borga það í dag eða á morgun, þannig að þetta er ekki eitthvað … ég veit ekki hvað henni gekk til, þetta er aukamanneskja sem var látin fara fyrir löngu síðan og átti einhverja tíma inni.“

Mannlíf: „Mér skilst að það séu fleira starfsfólk sem eigi inni laun.“

Elvar: „Já, þetta er lið sem er með okkur alltaf og það er búið að lenda í veseni á staðnum, tæknilega og launakostnaðurinn hækkaði mikið.“

Tölvupóstssamskipti Salome og Elvars.
Skjáskot: Facebook

Þegar Mannlíf spurði Elvar út í tölvupóstssamskipti milli hans og Salome frá 10 maí síðastliðnum, þar sem hann fullyrðir við hana að hún fái greitt þann dag, dæsti Elvar en svaraði svo: „Við klárum þetta. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist hjá okkur, að launin komi seint en það er bara eins og staðar er í dag með þetta, það er bara búið að vera rosalega rólegt og plús við lentum í þessu veseni þarna. Og launakostnaðurinn er svakalegur. Ég var búinn að segja fólkinu frá þessu, vaktstjórunum að þetta verður tough, næstu mánaðarmót, aftur, búið ykkur undir það bara. En þetta lagast nú samt.“

Eiríkur var hætt kominn í köfun í Silfru: „Þá sá ég að þetta er eins svart og svart verður“

Eiríkur Ingi Jóhannsson var á meðal þeirra sem komu að hörmulegu slysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. janúar 2021 þar sem bifreið með fjölskyldu frá Flateyri hafði oltið og lent úti í sjó. Eiríkur Ingi vakti þjóðarathygli þegar hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst. Hann brást skjótt við og synti að bifreiðinni. Honum tókst að ná konu og barni úr bílnum.

Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi segir sögu sína í Sjóaranum í seinni hluta frásagnar sinnar.

Eiríkur Ingi er vanur kafari en eitt sinn þegar hann kafaði í Silfru með vini sínum, lenti hann í lífsháska.

„Það var köfun númer 27,“ sagði Eiríkur Ingi í upphafi frásagnar hans um lífsháska sem hann lenti í við köfun á Þingvöllum. „Þá var ég og félagi minn á Þingvöllum og tókum Silfru. Og svo sáum við að það var hægt að koma aftur að landi, undir stað sem heitir Silfurhóll. Það var sprunga þar og við ákváðum að kíkja inn í þessa sprungu. Og við gerðum það og fórum alltaf lengra og lengra inn.“ Eiríkur var aðeins með lítið ljós með sér, sem átti það til að svíkja hann, þannig að hann ákvað að hafa kveikt á því á meðan hann væri á kafi, ekki fikta í tökkunum. „Svo förum við alltaf lengra og lengra inn í hellinn og þá var bara smá píra af birtu þarna og við bara með þetta ræfilslega ljós.“

Eiríkur Ingi sér svo lítið og þröngt op í hellinum sem fer lengra inn og ákveður að kíkja þangað. Gaf hann félaga sínum merki um að hann ætlaði að kíkja í stuttu stund og að vinurinn ætti að bíða á meðan. „Og ég tróð mér í gegnum þetta gat. Og þar var hellir, svona gamaldags herbergi að stærð. Kannski fjórir metrar á breidd og tveir og hálfur eða þrír á hæð eða eitthvað. Og ég er kominn þarna inn og fer í endann á honum. Og sé þá opið hverfa í drullu. Það gruggaðist allt upp. Þá hugsaði ég með mér, „Hvað geri ég nú?“.“

Forsetaframbjóðandinn sá svo annað minna op í hellinum og ákvað að sjá hvort hann sæi ljós þaðan, sem reyndist ekki vera. „Þá sá ég að þetta er eins svart og svart verður.“ Ákvað Eiríkur þá að betra væri að reyna frekar að finna aftur opið sem hann kom inn um. Byrjaði hann á því að leita með höndunum að opinu enda sá hann lítið annað en grugg. „En ég er ekkert að finna þetta. Og þá fer pumpan af stað og adrenalínið þannig að maður var orðinn hræddur. Þá hugsaði ég með mér „Heyrðu, ég ætla að bakka núna og róa mig“. Þegar maður er í kafi, þá er að reyna á svo mörg skynfæri hjá þér að maður er fljótur að missa áttir.“

Segist Eiríkur hafa beðið til Guðs um að komast út aftur og lofaði að gera þetta ekki aftur. Þegar hann var búinn að róa sig ákveður hann að leita í annað sinn að opinu. Þá hafði félagi hans tekið eftir bjarmanum frá ljósi Eiríks í fyrri leitinni og beðið hinum megin eftir að sjá ljósið aftur. „Svo næst verð ég var við að allt í einu birtist þessi hendi fyrir framan mig og ég gríp í hana. Þá var hann hinum megin í gjótunni að teygja sig eins langt og hann getur inn. Þannig að ég gríp í hann og ég er ekki að grínast, að þegar ég greip utan um höndina á honum, kom svona fjúff yfir mig,“ sagði Eiríkur og sýndi með handbragði hvernig sælutilfinning þeyttist yfir hann. „Þetta er í lagi, þetta bjargast“.

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Glúmur gefur upp nafnið: „Svarar gribbunni á RÚV málefnalega“

Glúmur Baldvinsson.

Snilldarpenninn og eðaltöffarinn Glúmur Baldvinsson hefur gert upp hug sinn varðandi hvern hann ætlar að kjósa sem forseta Íslands.

Glúmi er hérmeð gefið orðið:

„Ég ætla að kjósa Höllu Hrund því hún ein virðist átta sig á eðli embættis Forseta Íslands.“

Bætir við:

„Hún skilur að Forseti ræður hvorki utanríkisstefnu eður efnahagsstefnu þjóðarinnar einsog hinir frambjóðendur virðast halda. Og ekki loftslagsstefnu.“

Heldur áfram:

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mynd: Facebook.

„En tilbúin að verja lýðræðið ef þurfa þykir. Svarar gribbunni á RÚV málefnalega. Ekki tengd Davíð Oddssyni og Hannesi Hólmsteini og Brynjari Níelssyni og skrímslum XD. Og Covid fasistunum Kára, Þórólfi og hlýðum Víði.“

Davíð Oddsson
Ljósmynd: Facebook

Niðurstaðan:

„En fyrst og síðast kýs ég hana því mér sýnist hún góð manneskja. Það nægir mér!“

Kvendansari kyrktur af kærastanum í kynlífsleik: „Við erum algjörlega niðurbrotin“

Georgia May Brooke Ljósmynd: Facebook.

Atvinnudansari lést á hryllilegan hátt þegar hún var kyrkt í miðjum kynlífsathöfnum. Kærasti hennar tók sitt eigið líf stuttu síðar.

Hin 26 ára Georgia May Brooke, frá Ossett í Vestur Jórvíkurskíri lést föstudaginn 4. febrúar árið 2022. Kærasti hennar, Luke Cannon, fannst látinn seinna þann dag en hann hafði þá framið sjálfsvíg. Dánardómstjóri sagði frá niðurstöðu sinni í dag en hann komst að því að um manndráp sé að ræða í tilfelli Brooke.

Rannsóknin leiddi í ljós að kyrking hafi dregi Georgiu til dauða, ásamt notkun hennar á „partýlyfinu“ GHB og kókaíni. Í réttarsal vegna málsins í Bradford sagði móðir Georgiu, Samantha Beaumont, á tilfinningaþrunginn hátt frá lífi dóttur sinnar og afrekum.

Með tárfylltum augum lýsti Samantha dóttur sinni sem hæfileikaríkum og duglegum dansara sem hefði skarað fram úr í dansprófum og unnið sér inn námsstyrk við virtan sviðslistaskóla í Lundúnum. Hún hafði starfað sem dansari á Krít og var spennt að snúa aftur til Grikklands þegar hún lést.

Georgia was a professional dancer
Georgia var atvinnudansari

Missirinn skyldi fjölskylduna eftir í molum, sagði Samantha, samkvæmt Yorkshire Live. „Áhrifin á fjölskyldu mína hafa verið gríðarleg. Við erum algjörlega niðurbrotin. Georgia er farin og skilur eftir sig stórt gat.“

Samantha sagði einnig frá því hvernig persónuleiki dóttur sinnar breyttist eftir að hún hitti Luke, og lýsti hegðun hans sem „manískri og ofvirkri“ á meðan Georgia varð „undirgefin“. Hún sakaði Luke um að vera „stjórnandi“.

Eftir hörmulegt andlát Georgíu upplýsti móðir hennar Samantha að henni hafi verið tilkynnt að dóttir hennar hefði verið „kyrkt við kynlíf“ og hún telur að Luke hafi borið ábyrgð á fráfalli hennar. Sjúkraliðar voru kallaðir í hús í Thornbury, Bradford, þar sem þeir fundu Georgiu í hjartastoppi.

The inquest revealed that Georgia's death was caused by 'manual strangulation'

Kærasti hennar, Luke, játaði fyrir sjúkraliða að hafa neytt áfengis og „kynlífslyfja“ sem kallast „G“ – GHB. Læknir, sem skoðaði Georgiu í Bradford Royal bráðadeildiinni, sagði að svo virtist sem Georgia hefði verið látin í lengri tíma en Luke hafði gefið til kynna. Rannsókn leiddi í ljós fjólublá „bindisfar“ um háls Georgiu.

Hjúkrunarfræðingur, sem ræddi við Luke, upplýsti að hann hafi viðurkennt að þau hefðu notað GHB fyrir „vellíðunartilfinningu“ á innilegum augnablikum þeirra. Hjúkrunarfræðingurinn lýsti Luke sem æstum, líkt og einhvern sem væri undir áhrifum kókaíns. Hjúkrunarfræðingurinn upplýsti ennfremur að Luke minntist á að Georgia hefði byrjað að finna fyrir mæði áður en hún missti meðvitund. Luke yfirgaf síðan sjúkrahúsinu í gegnum brunaútgang og fannst síðar hengdur í nágrenninu.

Í yfirlýsingu lýsti vinur sambandi Georgiu og Luke sem kynlífi og eiturlyfja sambandi og bætti við að þau stunduðu oft það að „kæfa hvort annað“. Vinurinn lýsti Luke sem „stjórnsömum“ og að hann hafi verið „kjaftfor kvennabósi“.

Í réttinum kom fram að á meðan sumir þekktu Luke sem fasteignasala, sagði eitt vitni að hann hefði verið viðriðinn eiturlyfjasölu. Leigusali hans upplýsti að Luke hefði áður starfað sem einkaþjálfari og átt sína eigin líkamsræktarstöð.

 

 

Starfsmaður Amazon reyndi að myrða yfirmann sinn – MYNDBAND

Ali Hamsa Yusuf hitti ekki yfirmann sinn af stuttu færi - Mynd: Skjáskot

Starfsmaður Amazon í Ohio-fylki í Bandaríkjunum reyndi í vikunni að skjóta yfirmann sinn af stuttu færi en missti marks.

Hinn 22 ára Ali Hamsa Yusuf mætti með byssu í vinnu sína í vöruhúsi Amazon og í upptöku úr öryggismyndavél sést hann lauma sér fyrir aftan yfirmann sinn og reynir að skjóta hann af ótrúlega stuttu færi en erfitt er að skilja hvernig Yusuf náði ekki að hitta yfirmann sinn úr svo stuttu færi.

Eftir að hafa klikkað á skotinu hlaupa mennirnir tveir í sitthvora áttina og flúði Yusuf vettvang. Hann var síðar stöðvaður af lögreglu á bíl sínum. Þegar hann gerði tilraun til að flýja undan lögreglunni skaut hann lögreglumann og var á endanum skotinn af öðrum lögreglumönnum og lést hann af völdum þess.

Lögreglan segir að ekki liggi fyrir af hverju Yusuf hafi ætlað að myrða yfirmann sinn. Lögreglumaðurinn sem var skotinn hlaut minni háttar meiðsli en skot Yusuf hæfði skothelt vesti lögreglumannsins.

Kanna hvort flutningaskip hafi hvolft bátnum:„Það var svolítið myrkur en ég sá svo rekald í sjónum“

Hadda marar hálf í kafi eftir áreksturinn. Ljósmynd Gísli Reynisson

Arnar Magnússon, vélstjóri úr Garðinum, hélt fyrst að um fljótandi gám væri að ræða þegar hann kom á strandveiðibát sínum að öðrum slíkum báti á hvolfi sex sjómílur norðvestur af Garðskaga. Erlendu flutningsskipi hefur verið stefnt til hafnar í Vestmannaeyjum vegna málsins.

Sjá einnig: Búið að draga strandveiðibátinn að landi – Bjargvætturinn sigldi aftur til veiða

Samkvæmt RÚV verður tekin skýrsla af áhöfn erlenda flutningsskipsins í Vestmannaeyjum en verið er að rannsaka hvort sigling skipsins hafi ollið því að bátnum Hadda HF hvoldi í nótt. Skipið og báturinn voru á svipuðum slóðum.

Maðurinn sem bjargaði Þorvaldi Árnasyni, skipstjóra og eiganda Hadda HF, sagði í viðtali við Víkurfréttir að hann hefði séð rekald í sjónum og talið að þetta væri gámur á floti.

„Við vorum á svipuðum tíma út en hann gengur aðeins hraðar hjá honum og hann var því aðeins á undan mér og var kominn utar en ég. Það var svolítið myrkur en ég sá svo rekald í sjónum og sagði við sjálfan mig, „er þetta gámur?“ því þeir eru alltaf að missa gáma í sjóinn. Það var fraktflutningaskip nýbúið að fara hérna hjá. Þegar ég kem nær sé ég að þetta er bátur á hvolfi,“ segir Arnar Magnússon sem stundar strandveiðar frá Sandgerði. 

 

 

 

Búið að draga strandveiðibátinn að landi – Bjargvætturinn sigldi aftur til veiða

Hadda HF dregin að landi. Ljósmynd: Gísli Reynisson

Búið er að koma strandveiðibátnum Hadda HF til hafnar við Sandgerði en hann sökk í nótt norðvestur af Garðskaga.

Samkvæmt Aflafréttum er báturinn glænýr en hann var smíðaður árið 2023. Eins og fram hefur komið í fréttum barst neyðarkall klukkan 02:42 um að báturinn væri að sökkva. Strandveiðimaður sem var í grenndinni bjargaði skipstjóra Hadda HF um borð og sigldi með hann á Sandgerðahöfn þar sem sjúkrabíll beið hans.

Hadda dregin.
Ljósmynd Gísli Reynisson

Áhöfn björgunarbátsins Ásgríms S Halldórssonar náði að draga bátinn, sem maraði í hálfu kafi, til hafnar í Sandgerði um hálf átta leytið í morgun.

Fram kemur hjá Aflafréttum að nafnið á bátnum sé komið frá móður eigandans af bátnum sem hét Halldóra Þorvaldsdóttir frá Landakoti í Sandgerði en maður hennar var Árni Árnason en þau Hadda og Árni gerðu bátinn Hjördísi GK frá Sandgerði lengi vel út en sá bátur sökk 1990 en mannbjörg varð í sjóslysinu.

Hadda marar hálf í kafi.
Ljósmynd Gísli Reynisson

Eigandi og skipstjóri bátsins, Þorvaldur Árnason náði að koma sér í sjógalla áður en hann fór í sjóinn og var orðinn kaldur þegar honum var bjargað um borð í strandveiðibátinn sem kom fyrst á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum Mannlífs hélt bjargvætturinn aftur á sjóinn eftir að hafa siglt með Þorvald í land.

Lögreglan tók þátt í aðgerð FBI: „Um var að ræða skipulagða brotastarfsemi“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er sagt frá því að hún hafi tekið þátt í aðgerð með FBI sem snérist um skipulagða glæpastarfsemi.

Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum þar sem tekin var niður vefsíða, breachforums.is, sem var m.a. notuð til að selja stolin gögn úr innbrotum í tölvukerfi. Um var að ræða skipulagða brotastarfsemi, sem sneri að peningaþvætti, hilmingu o.fl., en viðskiptin fóru fram með rafeyri. Aðgerðin, sem var stýrt af bandarísku alríkislögreglunni, var unnin í samvinnu yfirvalda í sjö löndum. Hér heima naut lögreglan aðstoðar frá Internet á Íslandi, ISNIC. Málið féll undir að vera misnotkun á íslenskum innviðum og var þetta liður í að verja þá.“

Strandveiðimaður bjargaði öðrum er bátur hans sökk norðvestur af Garðskaga

Garðskagi. Ljósmynd: Icelandicinfo.is

Á þriðja tímanum í nótt sökk strandveiðibátur norðvestur af Garðskaga en sjómaður á nálægum bát bjargaði lífi strandveiðimannsins.

Samkvæmt heimasíðu Landhelgisgæslunnar barst stjórnstöð hennar neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan 02:42, um að bátur í grendinni væri að sökkva um sex sjómílur norðvestur af Garðskagavita. Var þyrlusveit Gæslunnar kölluð strax út á hæsta forgangi auk sjóbjörgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum. Þá voru nálæg fiskiskip og bátar beðin um að halda á staðinn.

Stuttu eftir að neyðarkallið barst Gæslunni hafði tilkynnandi aftur samband og lét vita að hann væri búinn að bjarga manninum úr sjónum en honum hafði tekist að komast í björgunargalla áður en bátur hans sökk. Var maðurinn kaldur eftir veruna í sjónum og beið sjúkrabíll hans á bryggjunni á Sandgerði. Bjargvættur mannsins sigldi honum þangað. Báturinn marar í hálfu kafi samkvæmt Gæslunni og þegar færslan var skrifuð á heimasíðu hennar ætluðu sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar að freista þess að draga hann til hafnar.

Í lok færslunnar kom Landhelgisgæslan á framfæri sérstökum þökkum til skipstjóra strandveiðibátsins sem sýndi „snarræði við björgun mannsins“, auk annarra viðbragðsaðila sem brugðust við með „skjótum og fumlausum hætti“.

 

Bergur Þór ráðinn sem leikhússtjóri: „Nú verður gaman“

Bergur Þór Ingólfsson þurfti að róta í eigin saur - Mynd: mak.is

Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar en hann tekur við Mörtu Nordal sem hefur gegnt starfinu undanfarin sex ár.

Bergur er þaulreyndur leikari og leikstjóri og leikstýrði meðal annars stórsýningunum Mary Poppins, Billy Elliot og Matthildi en Bergur hefur verið fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu frá aldamótum.

„Það er mikill heiður og viðurkenning að vera treyst fyrir svo merkri og mikilvægri menningarstofnun sem L.A. er. Ég tek við leikhúsi í toppstandi eftir Mörtu Nordal, hef átt í frábærum samskiptum við verðandi samstarfsfólk mitt hjá MAK og finn til mikillar eftirvæntingar fyrir því sem framundan er. Akureyri er yndislegur, fallegur og spennandi bær. Ég hlakka til að flytja norður og setja upp skemmtilegar, áríðandi og lifandi leiksýningar. Nú verður gaman,“ sagði Bergur Þór í fréttatilkynningu um ráðninguna

„Hann kemur með mikla þekkingu og reynslu af starfi leikhúsa og hefur verið afar farsæll í sínum störfum. Ég hlakka mikið til samstarfsins og að sjá Berg í nýju hlutverki hér fyrir norðan,“ sagði Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, um málið.

Svarar þeim sem tala um heimtufrekju Grindvíkinga: „Hef engan áhuga á slíku fólki“

Fasteign í Grindavík Mynd/ Reynir Traustason
„Fjöldinn allur af fólki stendur í þeirri meiningu að uppkaup ríkisins á húseignum í Grindavík beri að líta á eins og hver önnur fasteignaviðskipti. Skilningurinn verður aldrei meiri en útbúnaðurinn til hugsunar sem fólkið fær í vöggugjöf leyfir.“ Þannig hefst Facebook-færsla samfélagsrýnisins Björns Birgissonar frá Grindavík.

Í færslunni útskýrir Björn hvers vegna kaup ríkisins á húseignum Grindvíkinga er ekki eins og hver önnur fasteignaviðskipti.

„Það er einfaldlega ekkert venjulegt við þessi „viðskipti“. Fyrir það fyrsta vill ríkið ekki kaupa og húseigendur vilja ekki selja. Hvorugur aðilinn var með slíkt í huga fyrir 10. nóvember 2023. Uppkaupin eru neyðarúrræði. Styrkur, en ekki fasteignaviðskipti.“

Þá segir Björn að hin svokölluðu viðskipti snúist um að bjarga einu prósenti þjóðarinnar frá „algjöru efnahagslegu hruni og fjöldagjaldþrotum“.

„Þessi „viðskipti“ snúast ekkert um vilja ríkisins eða fólksins til að kaupa og selja húsnæði.
Þau snúast um að bjarga 1% þjóðarinnar frá algjöru efnahagslegu hruni og fjöldagjaldþrotum góðra þegna í hinu íslenska samfélagi. Fjöldagjaldþrotum af völdum náttúruhamfara.“
Að lokum biður hann fólk sem sakar Grindvíkinga um heimtufrekju að halda sig frá Facebook-síðu hans:

„Ég bið fólk sem ekki skilur þetta og vogar sér að tala um heimtufrekju Grindvíkinga í þessari stöðu að halda sig frá minni síðu. Það er einfaldlega fólk sem getur ekki sett sig í eða skilið þá stöðu sem Grindvíkingar eru í. Hef engan áhuga á slíku fólki.“

Hjörtur Hermannsson sagður á faraldsfæti

Hjörtur Hermannsson mun mögulega skipta um lið

Knattspyrnumaðurinn knái Hjörtur Hermannsson er sagður fer á förum frá liðinu Pisa á Ítalíu en hann hefur aðeins spilað 15 leiki á tímabilinu fyrir liðið.

Í frétt á Fótbolti.net er sagt frá því að ítalska liðið Spezia hafi áhuga á að fá Hjört í sínar raðir en knattspyrnustjóri liðsins var sá sem fékk Hjört til Pisa á sínum tíma en hann á eitt ár eftir að samningi sínum við liðið.

Hjörtur hefur leikið 27 landsleiki fyrir Ísland og spilaði með Fylki, PSV, IFK Göteborg og Brøndby áður en hann gekk til liðs við Pisa árið 2021.

Ísraelar drápu fimm Ísraela

Staðfest hefur verið af AFP-frétta­stof­unni að Ísra­els­her drap fimm her­menn úr eig­in röðum, í árás­um er áttu sér stað á norður­hluta Gasa­svæðis­ins í gær.

Slösuð á sál og líkama.

Gríðarlega hörð átök hafa þar geisað á milli hermanna Ísra­els og liðsmanna Ham­as-sam­tak­anna undanfarna daga. Í gær voru fimm ísraelskir hermenn drepnir fyrir mistök af eigin liðsmönnum í bænum Jabalia. Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafði flúið frá bænum frá því á laugardag, þegar Ísraelsher hóf loftárásir á Jabalia. Hermenn ruddust svo inn í bæinn á nýjan leik á mánudaginn.

AFP-frétta­stof­an fór fram á það við tals­mann Ísra­els­hers að staðfesta þessar fregn­ir um að her­menn­irn­ir fimm höfðu fallið eft­ir skotárás hers­ins: Svaraði hann því ját­andi.

Vígtennur Dags

María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona á RÚV.

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, sýndi á sér nýja hlið þegar hann beinlínis hjólaði í Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur, brottrekinn fréttamann Kveiks, vegna umfjöllunar hennar um gjafmildi hans þar sem kom að innköllun lóða sem áður voru undir bensínstöðvum. Dagur lýsti því að umfjöllun Maríu Sigrúnar væri beinlínis röng í meginatriðum og borgin hefði ekki gefið olíufélögunum rúmlega 10 milljarða króna með gjörningnum. Hann krafðist leiðréttingar og afsökunarbeiðni.

Innan RÚV var farið ítarlega ofan í málið og því hafnað að biðjast afsökunar eða leiðrétta. Dagur, sem fram að þessu hefur verið annálað prúðmenni, situr uppi með þann ímyndarskell að hafa veist ómaklega að Maríu Sigrúnu og klúðrað málum rækilega og kostað borgarbúa stórfé.

Það hvarflar þó ekki að mörgum að hann hafi hagnast á brallinu. Öllu heldur er talið að hann hafi verið plataður upp úr skónum af íslenskum olíufurstum með afleiðingum sem reiknast í milljörðum.

Málið kann að verða Degi þungt í skauti ef hann sækist eftir því að leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi kosningum. Prúðmennið sýndi vígtennurnar og refurinn birtist …

Sjálfstæðismenn í hár saman vegna Katrínar: „Vinstrisnúningur þinn og kossaflens við kommana“

Katrín Jakobsdóttir, Mynd: Róbert Reynisson
Harðar deilur hafa risið á milli Sjálfstæðismanna vegna stuðnings ráðamanna þar við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, styður Katrínu opinberlega. Hann hnjóðaði í Baldur Þórhallsson, prófessor og forsetaframbjóðanda, á Facebook-síðu Jóns Kristins Snæhólm, stjórnmálafræðings og eins af stuðningsmönnum Baldurs, í færslu sem lýsti því að hundaskítur hefði verið skilinn eftir við dyr kosningaskrifstofu Baldurs.

Ég man hvað ég kaus

„Baldur er nú ekki alltaf talsmaður hinna útskúfuðu. Þegar hann var deildarforseti stjórnmálafræðideildar, hélt hann samkvæmi heima hjá sér á kostnað deildarinnar, sem hann bauð öllum kennurum í stjórnmálafræði í nema mér, þótt hann vissi vel, að ég væri á landinu.

Baldur Þórhallsson.

Ég get ekki sagt, að ég hafi tekið það nærri mér, enda völ á ýmsum öðrum samkvæmum í Reykjavík, svo að ekki sé minnst á ró og næði heima hjá sér með góðri bók. En Baldur hélt þetta samkvæmi á kostnað deildarinnar, og þá er það ekki einkasamkvæmi. Þetta var því í senn útskúfun og misnotkun á opinberu fé. Ég hef hins vegar ekki nennt að gera þetta að neinu máli, enda skil ég alveg, að mér sé útskúfað. Mér hefur ekki tekist að vera fyrir neðan öfundina.

Hannes Hólmsteinn

Ég man hins vegar, hvað ég kaus í Icesave-málinu, en ég var eini kennarinn í stjórnmálafræðideild, held ég, sem kaus með Íslandi og á móti Bretlandi,“ skrifaði Hannes Hólmsteinn.

Þú sængar við allt …

Jón Kristinn lét flokksbróður sinn ekki eiga neitt inni hjá sér og rifjaði upp að Katrín hefði reynt að koma Geir Haarde, þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, í fangelsi með því að ákæra hann fyrir Landsdómi.

„Þú verður að jafna þig á þessu boði sem þér var ekki boðið í en ég er þess fullviss að kokteilpartý og snittuát þar sem sérvaldir sölluðu á sig í boði skattgreiðenda hafa verið haldin með þinni nærveru nógu oft. Katrín Jakobs er vel til þess fallin að verða næsti forseti þó að mitt mat sé að Baldur sé henni fremri. Það sem vekur furðu okkar sem hafa stutt þig og varið í gegnum tíðina er vinstrisnúningur þinn og kossaflens við kommanna. Þú sængar við allt það sem við höfum barist á móti. Snittur eru ekki til þess fallnar að selja sál sína. Reyndu svo að útskýra þennan stuðning þinn við vin okkar Geir H. Haarde,“ skrifaði Jón Kristinn sem er einn helsti stuðningsmaður Guðlaugs þ. Þórðarsonar umhverfisráðherra.

Kona hékk fram af brú í vörubíl í 45 mínútur eftir árekstur – MYNDBAND

Thomas var föst í vörubílnum í 45 mínútur

Ný upptaka úr umferðarslysi sem átti sér stað í febrúar sýnir ofurhræðslu Sydney Thomas sem var að keyra vörubíl yfir brú.

Thomas sem er reynslumikill vörubílstjóri var að keyra yfir Clark Memorial brúnna í Kentucky í Bandaríkjunum þegar bíll, sem var að koma á móti henni, keyrði á vörubílinn sem hún var að keyra. Við áreksturinn missti Thomas stjórn á vörubílnum og keyrði framhluti vörubílsins fram af brúnni og hékk vörubíllinn þar fastur en rúmlega 30 metra fall er í ánna undir brúnni.

Thomas þurfti að bíða í 45 mínútur eftir vera bjargað úr vörubílnum af slökkviliðsmönnum. Ökumaður bílsins sem keyrði á Thomas hefur verið ákærður fyrir fjögur mismunandi umferðarbrot og verður mál hans tekið fyrir í júní.

Frambjóðendum slaufað í kappræðum Stöðvar 2: „Halla Tómasar hefur gengið fram fyrir skjöldu“

Hinir útvöldu í kappræðuþætti Stöðvar 2.
Kappræður Stöðvar 2 sem haldnar voru í gærkvöld lögðust misvel í fólk. Aðeins þeim efstu í skoðanakönnunum var boðið til þátttöku í pallborði Stöðvar 2 þar sem Heimir Már Pétursson var spyrjandi. Þeir sem hlutu þá náð að fá að svara áhorfendum eru Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir  Meðal þeirra sem gagnrýna slaufunina er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi sem þakkaði Arnar Þór Jónssyni og Höllu Tómasdóttur fyrir að benda á meinsemdina.

Arnari þakkað

„Arnar á þakkir skildar fyrir að benda á ósanngirnina í því að öllum frambjóðendum sé ekki boðið til þátttöku í pallborði Stöðvar 2. Rausnarlegt af honum. Einnig veit ég að Halla Tómasar hefur gengið fram fyrir skjöldu og hvatt til að allir frambjóðendur séu kallaðir til þegar pallborðsstjórar í einkaklúbbum hleypa aðeins sumum að. Sanngjörn og réttsýn kona, Halla T.,“skrifar Steinunn Ólína á Facebook og margir tóku undir með henni.

Steinunn Ólína ætlar að bregðast við slaufun Stöðvar 2 með því að svara spurningum Stöðvar 2 á Facebooksíðu sinni í dag.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Ljósmynd: Kári Sverris
„Ég mun auðvitað nýta tækifærið og svara þeim spurningum sem fyrir frambjóðendur voru lagðar í hádeginu hér á Facebook á morgun klukkan 12:25-13:00 á 5. hádegisfundi mínum,“ skrifar hún.
Aðrir sem slaufað var í umræðuþættinum eru Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Athygli vakti að forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán hlaut þá náð hjá eigendum Stöðvar 2 að fá að borða kjúklingavængi og svara samtímis spurningum á Vísi sem haldið er úti af eigendum Stöðvar 2.

Vopnað par braut rúðu

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Fólki í fjölbýlishúsi brá í brún þegar par reyndi með tilheyrandi hávaða að brjóta rúðu í sameign fjölbýlishúss í nótt. Lögreglan brá skjótt við og við og fólkið fannst skömmu síðar á bifreið og var umsviflaust handtekið vegna málsins. Við vinnslu málsins kom í ljós að annar aðilinn var með vopn og fíkniefni meðferðis auk þess að vera grunaður um fleiri brot. Sá var læstur inni í fangaklefa á meðan málið er í rannókn.

Seinheppinn reiðhjólaþjófur sást við iðju sína utan við vinnusvæði fyrirtækis. Þar hafði hjóli verið stolið. Lögregla hafði grun um hver þjófurinn væri og fannst hjólið skömmu síðar fyrir utan heimili viðkomandi. Málið er í rannsókn.

Hulduher gegn Katrínu

Hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra er nánast allur sameinaður gegn framboði Katrínar Jakobsdóttur og má ekki til þess hugsa að hún verði forseti. Ástæðan er aðallega sú að Katrín greiddi atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi þar sem hann var sakaður um embættisafglöp í tengslum við Hrunið.

Sjálfur eru Geir og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir og dætur þeirra í stuðningsmannaliði Höllu Hrundar Logadóttur. Þá er hulduhershöfðinginn Jón Kristinn Snæhólm eindreginn stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar prófessors.

Óljóst er hvorum megin garðs Guðlaugur Þór liggur en talið er ólíklegt að hann styðji Katrínu og fylgi sömu línu og menn Bjarna Benediktssonar formanns. Guðlaugur á þó þann þátt í stríðinu um Bessastaði að hann setti þá umdeildu Söru Lind Guðbergsdóttur sem forstjóra Orkumálastofnunnar í fjarveru Höllu Hrundar …

Halldór sá tveggja ára stelpu falla af þriðju hæð í Breiðholti: „Ég sat með skjálfta“

Breiðholt. Myndin tengist ekki fréttinni beint - Mynd: Reykjavíkurborg

Betur fór en áhorfðist árið 1998 þegar hin tveggja ára gamla Kristný Huld Einarsdóttir féll af svölum á þriðju hæð í Fellahverfi í Breiðholti en Kristný var gestkomandi í íbúðinni.

Halldór Guðmundsson varð vitni að atvikinu og lýsti því fyrir DV. „Ég sá eitthvað falla fram hjá glugganum mínum og var ekki viss um hvort það væri barn. Ég hljóp út á svalirnar og sá að þar lá lítil stúlka fyrir neðan. Ég stirðnaði allur upp,“ en Kristný féll sjö metra og skall á jörðinni. Samkvæmt sjónarvottum missti hún andann en slasaðist ekki að öðru leyti. Skammt frá lendingarstað Kristnýjar stendur steyptur brunnur með járnloki og því ljóst að litlu mátti muna.

„Ég sat með skjálfta í nokkra klukkutíma eftir á. Þetta hefði alveg eins getað verið barnið mitt,“ sagði Halldór en hann sagðist ekki sjálfur hafa haft tök á því að athuga með ungu stúlkuna þar sem hann var sjálfur með barn í sinni íbúð.

Reglugerð ekki afturvirk

Í frétt DV er einnig rætt um að árið 1998 hafi verið samþykkt ný byggingarreglugerð þar sem bannað var að hafa op á svalahandriðum breiðari en tíu sentímetra en opið á svölunum sem Kristný datt í gegnum var 17 sentímetra breitt. Reglugerðin var hins vegar ekki afturvirk.

„Það er fullt af varasömum húsum sem byggð voru áður en reglugerðir fóru að taka á þessu nógu vel. Svo hafa líka átt sér stað atvik innandyra, þar sem börn hafa náð að pota líkamanum í gegn en hangið á höfðinu og nánast hengt sig,“ sagði Herdís Storgaard, slysavarnafulltrúi barna, um málið. „Að mínu mati ætti svona lagað að vera afturvirkt, þetta er það mikilvægt.“

Eigandi Ítalíu skuldar starfsfólki laun: „Ég trúi ekki að þetta sé að gerast á Íslandi“

Eigandi veitingastaðarins Ítalía á Frakkarstíg í Reykjavík, skuldar nokkrum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum laun. Einn þeirra stígur fram undir nafni og vill fá launin sín.

Salome Berelidze, frá Georgíu skrifaði færslu í gærkvöldi á Facebook-grúppuna Vinna með litlum fyrirvara en hún segir farir sínar ekki sléttar gagnvart veitingastaðnum Ítalía, þar sem hún vann í aukavinnu, þar til nýlega.

Færslan er svohljóðandi (í íslenskri þýðingu):

„Ég ætla ekki að vera nafnlaus núna … ég birti hér öll skjáskotin sem ég hef frá fyrirtækinu sem ég vann hjá en fékk ekki laun … þeir eru bókstaflega að ljúga að mér … og líka að öðru starfsfólki, og þeir borga ekki heldur í stéttarfélagið eða skatta, veitingastaðurinn heitir Italia. Fyrirtækið heitir Opera Service efh… Ég trúi ekki að þetta sé að gerast á Íslandi. Þeir segja að ef við förum með þetta í stéttarfélagið, þá munu stéttarfélagið ekkert gera!!! Haldið ykkur fjarri veitingastaðnum… Þetta er klikkun … „Í stuttu máli“: Ég er að spyrja „framkvæmdarstjórann“ hvenær ég fái launin, hann segist ekki vita það því hann sjái ekki um launagreiðslur, að ég eigi að spyrja endurskoðandann um upplýsingar, hann segir mér að hann geti það ekki… þá spyr ég aftur og er beðin um að brjóta ekki á friðhelgi hans og hringja ekki í einkanúmer hans: hringdi og svaraði af því að hann þekkti ekki númerið mitt, eftir að ég sagði honum hver ég væri, sagðist hann ætla að heyra í einhverjum Björgvini, eftir að ég skrifaði færslu hér undir nafnleynd og sendi skjáskot af færslunni til eigandans, lét hann mig loksins fá tölvupóst þessa Björgvins … ég sendi honum tölvupóst og hann er hissa á að ég sé að senda honum tölvupóst … hann sé ekki einu sinni löggiltur endurskoðandi? Í alvörunni?!!!

Fékk aldrei launaseðil

Mannlíf ræddi við Salome sem staðfestir færslu sína og segist eiga inni um 130.000 krónur. „Ég byrjaði að vinna þar þegar hin nýja Italia opnaði, í lok janúar,“ segir Salome í samtali við Mannlíf, og heldur áfram. „Ég vann þar í aukavinnu en ég er í fullri vinnu á Messanum. Vegna þess að þetta var nýr veitingastaður þá var ég ekki að ýta mikið á að fá samning og ég hef engan samning. Ég vann 2-2-3 kvöldvaktir og um helgar frá opnun til lokunar.“

Salome segist ekki hafa fengið launaseðil eftir fyrsta mánuðinn. „Ég hugsaði bara „ok“, en eftir mánuð númer tvö, spurði ég aftur og framkvæmdarstjórinn sýndi mér launaseðil frá löngu færi, á fartölvu sinni. Ég vildi taka ljósmynd af honum en hann bannaði mér það. Þetta var farið að vera verulega skrítið fannst mér. Þannig að ég sagði þeim að ég ætlaði að hætta en að ég myndi vinna þær vaktir sem var búið að úthluta mér fyrir aprílmánuð. Ég vann þrjá rauða daga í apríl. En í byrjun maí byrjaði allt ruglið.“

Salome segir að þrír aðrir starfsmenn eigi einnig inni laun hjá fyrirtækinu, til dæmis eigi einn inni um 350.000 krónur og annar 300.000 krónur. „En þetta snýst ekki lengur um peninga,“ segir Salome við Mannlíf og heldur áfram: „Heldur um framkomu þeirra við starfsfólkið“. Salome vildi endilega láta það koma fram að hún sé afar þakklát fyrir þann stuðning sem fólk hafi sýnt henni á Facebook.

Tæknileg vandamál

Mannlíf ræddi við eiganda Ítalíu, Elvar Ingimarsson en hann opnaði einnig veitingastaðinn Geitin í Garðabæ í byrjun árs. Mannlíf spurði hann hvort það sé rétt að starfsfólk eigi inni laun hjá honum. „Já það er eitthvað,“ sagði Elvar og hélt áfram: „Það er verið að borga það í dag eða á morgun, þannig að þetta er ekki eitthvað … ég veit ekki hvað henni gekk til, þetta er aukamanneskja sem var látin fara fyrir löngu síðan og átti einhverja tíma inni.“

Mannlíf: „Mér skilst að það séu fleira starfsfólk sem eigi inni laun.“

Elvar: „Já, þetta er lið sem er með okkur alltaf og það er búið að lenda í veseni á staðnum, tæknilega og launakostnaðurinn hækkaði mikið.“

Tölvupóstssamskipti Salome og Elvars.
Skjáskot: Facebook

Þegar Mannlíf spurði Elvar út í tölvupóstssamskipti milli hans og Salome frá 10 maí síðastliðnum, þar sem hann fullyrðir við hana að hún fái greitt þann dag, dæsti Elvar en svaraði svo: „Við klárum þetta. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist hjá okkur, að launin komi seint en það er bara eins og staðar er í dag með þetta, það er bara búið að vera rosalega rólegt og plús við lentum í þessu veseni þarna. Og launakostnaðurinn er svakalegur. Ég var búinn að segja fólkinu frá þessu, vaktstjórunum að þetta verður tough, næstu mánaðarmót, aftur, búið ykkur undir það bara. En þetta lagast nú samt.“

Eiríkur var hætt kominn í köfun í Silfru: „Þá sá ég að þetta er eins svart og svart verður“

Eiríkur Ingi Jóhannsson var á meðal þeirra sem komu að hörmulegu slysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. janúar 2021 þar sem bifreið með fjölskyldu frá Flateyri hafði oltið og lent úti í sjó. Eiríkur Ingi vakti þjóðarathygli þegar hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst. Hann brást skjótt við og synti að bifreiðinni. Honum tókst að ná konu og barni úr bílnum.

Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi segir sögu sína í Sjóaranum í seinni hluta frásagnar sinnar.

Eiríkur Ingi er vanur kafari en eitt sinn þegar hann kafaði í Silfru með vini sínum, lenti hann í lífsháska.

„Það var köfun númer 27,“ sagði Eiríkur Ingi í upphafi frásagnar hans um lífsháska sem hann lenti í við köfun á Þingvöllum. „Þá var ég og félagi minn á Þingvöllum og tókum Silfru. Og svo sáum við að það var hægt að koma aftur að landi, undir stað sem heitir Silfurhóll. Það var sprunga þar og við ákváðum að kíkja inn í þessa sprungu. Og við gerðum það og fórum alltaf lengra og lengra inn.“ Eiríkur var aðeins með lítið ljós með sér, sem átti það til að svíkja hann, þannig að hann ákvað að hafa kveikt á því á meðan hann væri á kafi, ekki fikta í tökkunum. „Svo förum við alltaf lengra og lengra inn í hellinn og þá var bara smá píra af birtu þarna og við bara með þetta ræfilslega ljós.“

Eiríkur Ingi sér svo lítið og þröngt op í hellinum sem fer lengra inn og ákveður að kíkja þangað. Gaf hann félaga sínum merki um að hann ætlaði að kíkja í stuttu stund og að vinurinn ætti að bíða á meðan. „Og ég tróð mér í gegnum þetta gat. Og þar var hellir, svona gamaldags herbergi að stærð. Kannski fjórir metrar á breidd og tveir og hálfur eða þrír á hæð eða eitthvað. Og ég er kominn þarna inn og fer í endann á honum. Og sé þá opið hverfa í drullu. Það gruggaðist allt upp. Þá hugsaði ég með mér, „Hvað geri ég nú?“.“

Forsetaframbjóðandinn sá svo annað minna op í hellinum og ákvað að sjá hvort hann sæi ljós þaðan, sem reyndist ekki vera. „Þá sá ég að þetta er eins svart og svart verður.“ Ákvað Eiríkur þá að betra væri að reyna frekar að finna aftur opið sem hann kom inn um. Byrjaði hann á því að leita með höndunum að opinu enda sá hann lítið annað en grugg. „En ég er ekkert að finna þetta. Og þá fer pumpan af stað og adrenalínið þannig að maður var orðinn hræddur. Þá hugsaði ég með mér „Heyrðu, ég ætla að bakka núna og róa mig“. Þegar maður er í kafi, þá er að reyna á svo mörg skynfæri hjá þér að maður er fljótur að missa áttir.“

Segist Eiríkur hafa beðið til Guðs um að komast út aftur og lofaði að gera þetta ekki aftur. Þegar hann var búinn að róa sig ákveður hann að leita í annað sinn að opinu. Þá hafði félagi hans tekið eftir bjarmanum frá ljósi Eiríks í fyrri leitinni og beðið hinum megin eftir að sjá ljósið aftur. „Svo næst verð ég var við að allt í einu birtist þessi hendi fyrir framan mig og ég gríp í hana. Þá var hann hinum megin í gjótunni að teygja sig eins langt og hann getur inn. Þannig að ég gríp í hann og ég er ekki að grínast, að þegar ég greip utan um höndina á honum, kom svona fjúff yfir mig,“ sagði Eiríkur og sýndi með handbragði hvernig sælutilfinning þeyttist yfir hann. „Þetta er í lagi, þetta bjargast“.

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Glúmur gefur upp nafnið: „Svarar gribbunni á RÚV málefnalega“

Glúmur Baldvinsson.

Snilldarpenninn og eðaltöffarinn Glúmur Baldvinsson hefur gert upp hug sinn varðandi hvern hann ætlar að kjósa sem forseta Íslands.

Glúmi er hérmeð gefið orðið:

„Ég ætla að kjósa Höllu Hrund því hún ein virðist átta sig á eðli embættis Forseta Íslands.“

Bætir við:

„Hún skilur að Forseti ræður hvorki utanríkisstefnu eður efnahagsstefnu þjóðarinnar einsog hinir frambjóðendur virðast halda. Og ekki loftslagsstefnu.“

Heldur áfram:

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mynd: Facebook.

„En tilbúin að verja lýðræðið ef þurfa þykir. Svarar gribbunni á RÚV málefnalega. Ekki tengd Davíð Oddssyni og Hannesi Hólmsteini og Brynjari Níelssyni og skrímslum XD. Og Covid fasistunum Kára, Þórólfi og hlýðum Víði.“

Davíð Oddsson
Ljósmynd: Facebook

Niðurstaðan:

„En fyrst og síðast kýs ég hana því mér sýnist hún góð manneskja. Það nægir mér!“

Kvendansari kyrktur af kærastanum í kynlífsleik: „Við erum algjörlega niðurbrotin“

Georgia May Brooke Ljósmynd: Facebook.

Atvinnudansari lést á hryllilegan hátt þegar hún var kyrkt í miðjum kynlífsathöfnum. Kærasti hennar tók sitt eigið líf stuttu síðar.

Hin 26 ára Georgia May Brooke, frá Ossett í Vestur Jórvíkurskíri lést föstudaginn 4. febrúar árið 2022. Kærasti hennar, Luke Cannon, fannst látinn seinna þann dag en hann hafði þá framið sjálfsvíg. Dánardómstjóri sagði frá niðurstöðu sinni í dag en hann komst að því að um manndráp sé að ræða í tilfelli Brooke.

Rannsóknin leiddi í ljós að kyrking hafi dregi Georgiu til dauða, ásamt notkun hennar á „partýlyfinu“ GHB og kókaíni. Í réttarsal vegna málsins í Bradford sagði móðir Georgiu, Samantha Beaumont, á tilfinningaþrunginn hátt frá lífi dóttur sinnar og afrekum.

Með tárfylltum augum lýsti Samantha dóttur sinni sem hæfileikaríkum og duglegum dansara sem hefði skarað fram úr í dansprófum og unnið sér inn námsstyrk við virtan sviðslistaskóla í Lundúnum. Hún hafði starfað sem dansari á Krít og var spennt að snúa aftur til Grikklands þegar hún lést.

Georgia was a professional dancer
Georgia var atvinnudansari

Missirinn skyldi fjölskylduna eftir í molum, sagði Samantha, samkvæmt Yorkshire Live. „Áhrifin á fjölskyldu mína hafa verið gríðarleg. Við erum algjörlega niðurbrotin. Georgia er farin og skilur eftir sig stórt gat.“

Samantha sagði einnig frá því hvernig persónuleiki dóttur sinnar breyttist eftir að hún hitti Luke, og lýsti hegðun hans sem „manískri og ofvirkri“ á meðan Georgia varð „undirgefin“. Hún sakaði Luke um að vera „stjórnandi“.

Eftir hörmulegt andlát Georgíu upplýsti móðir hennar Samantha að henni hafi verið tilkynnt að dóttir hennar hefði verið „kyrkt við kynlíf“ og hún telur að Luke hafi borið ábyrgð á fráfalli hennar. Sjúkraliðar voru kallaðir í hús í Thornbury, Bradford, þar sem þeir fundu Georgiu í hjartastoppi.

The inquest revealed that Georgia's death was caused by 'manual strangulation'

Kærasti hennar, Luke, játaði fyrir sjúkraliða að hafa neytt áfengis og „kynlífslyfja“ sem kallast „G“ – GHB. Læknir, sem skoðaði Georgiu í Bradford Royal bráðadeildiinni, sagði að svo virtist sem Georgia hefði verið látin í lengri tíma en Luke hafði gefið til kynna. Rannsókn leiddi í ljós fjólublá „bindisfar“ um háls Georgiu.

Hjúkrunarfræðingur, sem ræddi við Luke, upplýsti að hann hafi viðurkennt að þau hefðu notað GHB fyrir „vellíðunartilfinningu“ á innilegum augnablikum þeirra. Hjúkrunarfræðingurinn lýsti Luke sem æstum, líkt og einhvern sem væri undir áhrifum kókaíns. Hjúkrunarfræðingurinn upplýsti ennfremur að Luke minntist á að Georgia hefði byrjað að finna fyrir mæði áður en hún missti meðvitund. Luke yfirgaf síðan sjúkrahúsinu í gegnum brunaútgang og fannst síðar hengdur í nágrenninu.

Í yfirlýsingu lýsti vinur sambandi Georgiu og Luke sem kynlífi og eiturlyfja sambandi og bætti við að þau stunduðu oft það að „kæfa hvort annað“. Vinurinn lýsti Luke sem „stjórnsömum“ og að hann hafi verið „kjaftfor kvennabósi“.

Í réttinum kom fram að á meðan sumir þekktu Luke sem fasteignasala, sagði eitt vitni að hann hefði verið viðriðinn eiturlyfjasölu. Leigusali hans upplýsti að Luke hefði áður starfað sem einkaþjálfari og átt sína eigin líkamsræktarstöð.

 

 

Starfsmaður Amazon reyndi að myrða yfirmann sinn – MYNDBAND

Ali Hamsa Yusuf hitti ekki yfirmann sinn af stuttu færi - Mynd: Skjáskot

Starfsmaður Amazon í Ohio-fylki í Bandaríkjunum reyndi í vikunni að skjóta yfirmann sinn af stuttu færi en missti marks.

Hinn 22 ára Ali Hamsa Yusuf mætti með byssu í vinnu sína í vöruhúsi Amazon og í upptöku úr öryggismyndavél sést hann lauma sér fyrir aftan yfirmann sinn og reynir að skjóta hann af ótrúlega stuttu færi en erfitt er að skilja hvernig Yusuf náði ekki að hitta yfirmann sinn úr svo stuttu færi.

Eftir að hafa klikkað á skotinu hlaupa mennirnir tveir í sitthvora áttina og flúði Yusuf vettvang. Hann var síðar stöðvaður af lögreglu á bíl sínum. Þegar hann gerði tilraun til að flýja undan lögreglunni skaut hann lögreglumann og var á endanum skotinn af öðrum lögreglumönnum og lést hann af völdum þess.

Lögreglan segir að ekki liggi fyrir af hverju Yusuf hafi ætlað að myrða yfirmann sinn. Lögreglumaðurinn sem var skotinn hlaut minni háttar meiðsli en skot Yusuf hæfði skothelt vesti lögreglumannsins.

Kanna hvort flutningaskip hafi hvolft bátnum:„Það var svolítið myrkur en ég sá svo rekald í sjónum“

Hadda marar hálf í kafi eftir áreksturinn. Ljósmynd Gísli Reynisson

Arnar Magnússon, vélstjóri úr Garðinum, hélt fyrst að um fljótandi gám væri að ræða þegar hann kom á strandveiðibát sínum að öðrum slíkum báti á hvolfi sex sjómílur norðvestur af Garðskaga. Erlendu flutningsskipi hefur verið stefnt til hafnar í Vestmannaeyjum vegna málsins.

Sjá einnig: Búið að draga strandveiðibátinn að landi – Bjargvætturinn sigldi aftur til veiða

Samkvæmt RÚV verður tekin skýrsla af áhöfn erlenda flutningsskipsins í Vestmannaeyjum en verið er að rannsaka hvort sigling skipsins hafi ollið því að bátnum Hadda HF hvoldi í nótt. Skipið og báturinn voru á svipuðum slóðum.

Maðurinn sem bjargaði Þorvaldi Árnasyni, skipstjóra og eiganda Hadda HF, sagði í viðtali við Víkurfréttir að hann hefði séð rekald í sjónum og talið að þetta væri gámur á floti.

„Við vorum á svipuðum tíma út en hann gengur aðeins hraðar hjá honum og hann var því aðeins á undan mér og var kominn utar en ég. Það var svolítið myrkur en ég sá svo rekald í sjónum og sagði við sjálfan mig, „er þetta gámur?“ því þeir eru alltaf að missa gáma í sjóinn. Það var fraktflutningaskip nýbúið að fara hérna hjá. Þegar ég kem nær sé ég að þetta er bátur á hvolfi,“ segir Arnar Magnússon sem stundar strandveiðar frá Sandgerði. 

 

 

 

Búið að draga strandveiðibátinn að landi – Bjargvætturinn sigldi aftur til veiða

Hadda HF dregin að landi. Ljósmynd: Gísli Reynisson

Búið er að koma strandveiðibátnum Hadda HF til hafnar við Sandgerði en hann sökk í nótt norðvestur af Garðskaga.

Samkvæmt Aflafréttum er báturinn glænýr en hann var smíðaður árið 2023. Eins og fram hefur komið í fréttum barst neyðarkall klukkan 02:42 um að báturinn væri að sökkva. Strandveiðimaður sem var í grenndinni bjargaði skipstjóra Hadda HF um borð og sigldi með hann á Sandgerðahöfn þar sem sjúkrabíll beið hans.

Hadda dregin.
Ljósmynd Gísli Reynisson

Áhöfn björgunarbátsins Ásgríms S Halldórssonar náði að draga bátinn, sem maraði í hálfu kafi, til hafnar í Sandgerði um hálf átta leytið í morgun.

Fram kemur hjá Aflafréttum að nafnið á bátnum sé komið frá móður eigandans af bátnum sem hét Halldóra Þorvaldsdóttir frá Landakoti í Sandgerði en maður hennar var Árni Árnason en þau Hadda og Árni gerðu bátinn Hjördísi GK frá Sandgerði lengi vel út en sá bátur sökk 1990 en mannbjörg varð í sjóslysinu.

Hadda marar hálf í kafi.
Ljósmynd Gísli Reynisson

Eigandi og skipstjóri bátsins, Þorvaldur Árnason náði að koma sér í sjógalla áður en hann fór í sjóinn og var orðinn kaldur þegar honum var bjargað um borð í strandveiðibátinn sem kom fyrst á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum Mannlífs hélt bjargvætturinn aftur á sjóinn eftir að hafa siglt með Þorvald í land.

Lögreglan tók þátt í aðgerð FBI: „Um var að ræða skipulagða brotastarfsemi“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er sagt frá því að hún hafi tekið þátt í aðgerð með FBI sem snérist um skipulagða glæpastarfsemi.

Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum þar sem tekin var niður vefsíða, breachforums.is, sem var m.a. notuð til að selja stolin gögn úr innbrotum í tölvukerfi. Um var að ræða skipulagða brotastarfsemi, sem sneri að peningaþvætti, hilmingu o.fl., en viðskiptin fóru fram með rafeyri. Aðgerðin, sem var stýrt af bandarísku alríkislögreglunni, var unnin í samvinnu yfirvalda í sjö löndum. Hér heima naut lögreglan aðstoðar frá Internet á Íslandi, ISNIC. Málið féll undir að vera misnotkun á íslenskum innviðum og var þetta liður í að verja þá.“

Strandveiðimaður bjargaði öðrum er bátur hans sökk norðvestur af Garðskaga

Garðskagi. Ljósmynd: Icelandicinfo.is

Á þriðja tímanum í nótt sökk strandveiðibátur norðvestur af Garðskaga en sjómaður á nálægum bát bjargaði lífi strandveiðimannsins.

Samkvæmt heimasíðu Landhelgisgæslunnar barst stjórnstöð hennar neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan 02:42, um að bátur í grendinni væri að sökkva um sex sjómílur norðvestur af Garðskagavita. Var þyrlusveit Gæslunnar kölluð strax út á hæsta forgangi auk sjóbjörgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum. Þá voru nálæg fiskiskip og bátar beðin um að halda á staðinn.

Stuttu eftir að neyðarkallið barst Gæslunni hafði tilkynnandi aftur samband og lét vita að hann væri búinn að bjarga manninum úr sjónum en honum hafði tekist að komast í björgunargalla áður en bátur hans sökk. Var maðurinn kaldur eftir veruna í sjónum og beið sjúkrabíll hans á bryggjunni á Sandgerði. Bjargvættur mannsins sigldi honum þangað. Báturinn marar í hálfu kafi samkvæmt Gæslunni og þegar færslan var skrifuð á heimasíðu hennar ætluðu sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar að freista þess að draga hann til hafnar.

Í lok færslunnar kom Landhelgisgæslan á framfæri sérstökum þökkum til skipstjóra strandveiðibátsins sem sýndi „snarræði við björgun mannsins“, auk annarra viðbragðsaðila sem brugðust við með „skjótum og fumlausum hætti“.

 

Bergur Þór ráðinn sem leikhússtjóri: „Nú verður gaman“

Bergur Þór Ingólfsson þurfti að róta í eigin saur - Mynd: mak.is

Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar en hann tekur við Mörtu Nordal sem hefur gegnt starfinu undanfarin sex ár.

Bergur er þaulreyndur leikari og leikstjóri og leikstýrði meðal annars stórsýningunum Mary Poppins, Billy Elliot og Matthildi en Bergur hefur verið fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu frá aldamótum.

„Það er mikill heiður og viðurkenning að vera treyst fyrir svo merkri og mikilvægri menningarstofnun sem L.A. er. Ég tek við leikhúsi í toppstandi eftir Mörtu Nordal, hef átt í frábærum samskiptum við verðandi samstarfsfólk mitt hjá MAK og finn til mikillar eftirvæntingar fyrir því sem framundan er. Akureyri er yndislegur, fallegur og spennandi bær. Ég hlakka til að flytja norður og setja upp skemmtilegar, áríðandi og lifandi leiksýningar. Nú verður gaman,“ sagði Bergur Þór í fréttatilkynningu um ráðninguna

„Hann kemur með mikla þekkingu og reynslu af starfi leikhúsa og hefur verið afar farsæll í sínum störfum. Ég hlakka mikið til samstarfsins og að sjá Berg í nýju hlutverki hér fyrir norðan,“ sagði Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, um málið.

Svarar þeim sem tala um heimtufrekju Grindvíkinga: „Hef engan áhuga á slíku fólki“

Fasteign í Grindavík Mynd/ Reynir Traustason
„Fjöldinn allur af fólki stendur í þeirri meiningu að uppkaup ríkisins á húseignum í Grindavík beri að líta á eins og hver önnur fasteignaviðskipti. Skilningurinn verður aldrei meiri en útbúnaðurinn til hugsunar sem fólkið fær í vöggugjöf leyfir.“ Þannig hefst Facebook-færsla samfélagsrýnisins Björns Birgissonar frá Grindavík.

Í færslunni útskýrir Björn hvers vegna kaup ríkisins á húseignum Grindvíkinga er ekki eins og hver önnur fasteignaviðskipti.

„Það er einfaldlega ekkert venjulegt við þessi „viðskipti“. Fyrir það fyrsta vill ríkið ekki kaupa og húseigendur vilja ekki selja. Hvorugur aðilinn var með slíkt í huga fyrir 10. nóvember 2023. Uppkaupin eru neyðarúrræði. Styrkur, en ekki fasteignaviðskipti.“

Þá segir Björn að hin svokölluðu viðskipti snúist um að bjarga einu prósenti þjóðarinnar frá „algjöru efnahagslegu hruni og fjöldagjaldþrotum“.

„Þessi „viðskipti“ snúast ekkert um vilja ríkisins eða fólksins til að kaupa og selja húsnæði.
Þau snúast um að bjarga 1% þjóðarinnar frá algjöru efnahagslegu hruni og fjöldagjaldþrotum góðra þegna í hinu íslenska samfélagi. Fjöldagjaldþrotum af völdum náttúruhamfara.“
Að lokum biður hann fólk sem sakar Grindvíkinga um heimtufrekju að halda sig frá Facebook-síðu hans:

„Ég bið fólk sem ekki skilur þetta og vogar sér að tala um heimtufrekju Grindvíkinga í þessari stöðu að halda sig frá minni síðu. Það er einfaldlega fólk sem getur ekki sett sig í eða skilið þá stöðu sem Grindvíkingar eru í. Hef engan áhuga á slíku fólki.“

Hjörtur Hermannsson sagður á faraldsfæti

Hjörtur Hermannsson mun mögulega skipta um lið

Knattspyrnumaðurinn knái Hjörtur Hermannsson er sagður fer á förum frá liðinu Pisa á Ítalíu en hann hefur aðeins spilað 15 leiki á tímabilinu fyrir liðið.

Í frétt á Fótbolti.net er sagt frá því að ítalska liðið Spezia hafi áhuga á að fá Hjört í sínar raðir en knattspyrnustjóri liðsins var sá sem fékk Hjört til Pisa á sínum tíma en hann á eitt ár eftir að samningi sínum við liðið.

Hjörtur hefur leikið 27 landsleiki fyrir Ísland og spilaði með Fylki, PSV, IFK Göteborg og Brøndby áður en hann gekk til liðs við Pisa árið 2021.

Ísraelar drápu fimm Ísraela

Staðfest hefur verið af AFP-frétta­stof­unni að Ísra­els­her drap fimm her­menn úr eig­in röðum, í árás­um er áttu sér stað á norður­hluta Gasa­svæðis­ins í gær.

Slösuð á sál og líkama.

Gríðarlega hörð átök hafa þar geisað á milli hermanna Ísra­els og liðsmanna Ham­as-sam­tak­anna undanfarna daga. Í gær voru fimm ísraelskir hermenn drepnir fyrir mistök af eigin liðsmönnum í bænum Jabalia. Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafði flúið frá bænum frá því á laugardag, þegar Ísraelsher hóf loftárásir á Jabalia. Hermenn ruddust svo inn í bæinn á nýjan leik á mánudaginn.

AFP-frétta­stof­an fór fram á það við tals­mann Ísra­els­hers að staðfesta þessar fregn­ir um að her­menn­irn­ir fimm höfðu fallið eft­ir skotárás hers­ins: Svaraði hann því ját­andi.

Vígtennur Dags

María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona á RÚV.

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, sýndi á sér nýja hlið þegar hann beinlínis hjólaði í Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur, brottrekinn fréttamann Kveiks, vegna umfjöllunar hennar um gjafmildi hans þar sem kom að innköllun lóða sem áður voru undir bensínstöðvum. Dagur lýsti því að umfjöllun Maríu Sigrúnar væri beinlínis röng í meginatriðum og borgin hefði ekki gefið olíufélögunum rúmlega 10 milljarða króna með gjörningnum. Hann krafðist leiðréttingar og afsökunarbeiðni.

Innan RÚV var farið ítarlega ofan í málið og því hafnað að biðjast afsökunar eða leiðrétta. Dagur, sem fram að þessu hefur verið annálað prúðmenni, situr uppi með þann ímyndarskell að hafa veist ómaklega að Maríu Sigrúnu og klúðrað málum rækilega og kostað borgarbúa stórfé.

Það hvarflar þó ekki að mörgum að hann hafi hagnast á brallinu. Öllu heldur er talið að hann hafi verið plataður upp úr skónum af íslenskum olíufurstum með afleiðingum sem reiknast í milljörðum.

Málið kann að verða Degi þungt í skauti ef hann sækist eftir því að leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi kosningum. Prúðmennið sýndi vígtennurnar og refurinn birtist …

Sjálfstæðismenn í hár saman vegna Katrínar: „Vinstrisnúningur þinn og kossaflens við kommana“

Katrín Jakobsdóttir, Mynd: Róbert Reynisson
Harðar deilur hafa risið á milli Sjálfstæðismanna vegna stuðnings ráðamanna þar við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, styður Katrínu opinberlega. Hann hnjóðaði í Baldur Þórhallsson, prófessor og forsetaframbjóðanda, á Facebook-síðu Jóns Kristins Snæhólm, stjórnmálafræðings og eins af stuðningsmönnum Baldurs, í færslu sem lýsti því að hundaskítur hefði verið skilinn eftir við dyr kosningaskrifstofu Baldurs.

Ég man hvað ég kaus

„Baldur er nú ekki alltaf talsmaður hinna útskúfuðu. Þegar hann var deildarforseti stjórnmálafræðideildar, hélt hann samkvæmi heima hjá sér á kostnað deildarinnar, sem hann bauð öllum kennurum í stjórnmálafræði í nema mér, þótt hann vissi vel, að ég væri á landinu.

Baldur Þórhallsson.

Ég get ekki sagt, að ég hafi tekið það nærri mér, enda völ á ýmsum öðrum samkvæmum í Reykjavík, svo að ekki sé minnst á ró og næði heima hjá sér með góðri bók. En Baldur hélt þetta samkvæmi á kostnað deildarinnar, og þá er það ekki einkasamkvæmi. Þetta var því í senn útskúfun og misnotkun á opinberu fé. Ég hef hins vegar ekki nennt að gera þetta að neinu máli, enda skil ég alveg, að mér sé útskúfað. Mér hefur ekki tekist að vera fyrir neðan öfundina.

Hannes Hólmsteinn

Ég man hins vegar, hvað ég kaus í Icesave-málinu, en ég var eini kennarinn í stjórnmálafræðideild, held ég, sem kaus með Íslandi og á móti Bretlandi,“ skrifaði Hannes Hólmsteinn.

Þú sængar við allt …

Jón Kristinn lét flokksbróður sinn ekki eiga neitt inni hjá sér og rifjaði upp að Katrín hefði reynt að koma Geir Haarde, þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, í fangelsi með því að ákæra hann fyrir Landsdómi.

„Þú verður að jafna þig á þessu boði sem þér var ekki boðið í en ég er þess fullviss að kokteilpartý og snittuát þar sem sérvaldir sölluðu á sig í boði skattgreiðenda hafa verið haldin með þinni nærveru nógu oft. Katrín Jakobs er vel til þess fallin að verða næsti forseti þó að mitt mat sé að Baldur sé henni fremri. Það sem vekur furðu okkar sem hafa stutt þig og varið í gegnum tíðina er vinstrisnúningur þinn og kossaflens við kommanna. Þú sængar við allt það sem við höfum barist á móti. Snittur eru ekki til þess fallnar að selja sál sína. Reyndu svo að útskýra þennan stuðning þinn við vin okkar Geir H. Haarde,“ skrifaði Jón Kristinn sem er einn helsti stuðningsmaður Guðlaugs þ. Þórðarsonar umhverfisráðherra.

Raddir