Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sjálfstæðismenn í hár saman vegna Katrínar: „Vinstrisnúningur þinn og kossaflens við kommana“

Katrín Jakobsdóttir, Mynd: Róbert Reynisson
Harðar deilur hafa risið á milli Sjálfstæðismanna vegna stuðnings ráðamanna þar við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, styður Katrínu opinberlega. Hann hnjóðaði í Baldur Þórhallsson, prófessor og forsetaframbjóðanda, á Facebook-síðu Jóns Kristins Snæhólm, stjórnmálafræðings og eins af stuðningsmönnum Baldurs, í færslu sem lýsti því að hundaskítur hefði verið skilinn eftir við dyr kosningaskrifstofu Baldurs.

Ég man hvað ég kaus

„Baldur er nú ekki alltaf talsmaður hinna útskúfuðu. Þegar hann var deildarforseti stjórnmálafræðideildar, hélt hann samkvæmi heima hjá sér á kostnað deildarinnar, sem hann bauð öllum kennurum í stjórnmálafræði í nema mér, þótt hann vissi vel, að ég væri á landinu.

Baldur Þórhallsson.

Ég get ekki sagt, að ég hafi tekið það nærri mér, enda völ á ýmsum öðrum samkvæmum í Reykjavík, svo að ekki sé minnst á ró og næði heima hjá sér með góðri bók. En Baldur hélt þetta samkvæmi á kostnað deildarinnar, og þá er það ekki einkasamkvæmi. Þetta var því í senn útskúfun og misnotkun á opinberu fé. Ég hef hins vegar ekki nennt að gera þetta að neinu máli, enda skil ég alveg, að mér sé útskúfað. Mér hefur ekki tekist að vera fyrir neðan öfundina.

Hannes Hólmsteinn

Ég man hins vegar, hvað ég kaus í Icesave-málinu, en ég var eini kennarinn í stjórnmálafræðideild, held ég, sem kaus með Íslandi og á móti Bretlandi,“ skrifaði Hannes Hólmsteinn.

Þú sængar við allt …

Jón Kristinn lét flokksbróður sinn ekki eiga neitt inni hjá sér og rifjaði upp að Katrín hefði reynt að koma Geir Haarde, þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, í fangelsi með því að ákæra hann fyrir Landsdómi.

„Þú verður að jafna þig á þessu boði sem þér var ekki boðið í en ég er þess fullviss að kokteilpartý og snittuát þar sem sérvaldir sölluðu á sig í boði skattgreiðenda hafa verið haldin með þinni nærveru nógu oft. Katrín Jakobs er vel til þess fallin að verða næsti forseti þó að mitt mat sé að Baldur sé henni fremri. Það sem vekur furðu okkar sem hafa stutt þig og varið í gegnum tíðina er vinstrisnúningur þinn og kossaflens við kommanna. Þú sængar við allt það sem við höfum barist á móti. Snittur eru ekki til þess fallnar að selja sál sína. Reyndu svo að útskýra þennan stuðning þinn við vin okkar Geir H. Haarde,“ skrifaði Jón Kristinn sem er einn helsti stuðningsmaður Guðlaugs þ. Þórðarsonar umhverfisráðherra.

Hafnaði ásökunum um spillingu vegna kaupa á prestssetri: „Það er skítalykt af þessu máli“

Séra Guðmundur Karl Brynjarsson. Skjáskot Víkurfréttir

Mikið ósætti ríkti á Skagaströnd árið 1998 þegar prestsetrasjóður keypti nýtt prestsetur í sveitarfélaginu en DV greindi frá málinu árið 1998.

Íbúar Skagastrandar töldu að illa hafi verið staðið að vali á nýju húsnæði en mörgum þótti sérstakt að ákveðið hafi verið að kaupa hús af systur oddvita sveitarfélagsins, sem var sömuleiðis dóttir fyrrverandi oddvita, sem viðmælendur DV sögðu að væri hluti af valdamestu ætti Skagafjarðar. 11 hús voru auglýst sem væntanlegt prestsetur en aðeins voru átta hús skoðuð.

„Ég auglýsti mitt hús en það var ekki einu sinni skoðað. Maður hefur það auðvitað á tilfinningunni að þetta hafi verið ákveðið fyrirfram,“ sagði einn íbúa Skagastrandar í samtali við DV um málið. „Ég kalla þetta ekkert annað en leikaraskap því það var alltaf vitað að húsið að Hólabraut 30 yrði keypt. Það er skítalykt af þessu máli,“ sagði annar íbúi.

„Það hefur verið óánægja meðal íbúa hér á Skagaströnd út af þessu máli. Það myndaðist óþarfa spenna á milli margra íbúa sem vildu selja. Eftir á finnst manni þetta bara hafa verið sýndarmennsku hjá Biskupsstofu. Ég held að það hafi aldrei staðið til að kaupa annað hús en þetta. Mörgum íbúum líður eins og þeir hafi hreinlega verið hafðir að flflum,“ sagði viðmælandi DV sem hafði sett húsið sitt til sölu.

Séran sáttur með gamla

Þá töldu einhverjir að það hafi í raun verið algjör óþarfi að kaupa nýtt prestssetur þar sem það setrið hafi verið í góðu standi. Séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sem var þá nýskipaður sóknarprestur á Skagaströnd, sagði við DV að hann hafi ekki gert neinar kröfur um nýtt húsnæði og hefði vel geta búið á gamla setrinu en séra Guðmundur er í dag sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi og tapaði nýlega í kjöri til embættis biskups Íslands.

„Ég kannast aðeins við óánægju einhverra íbúa Skagastrandar vegna þessa máls en ég vísa allri gagnrýni og samsæriskenningum íbúanna til föðurhúsanna. Það var faglega staðið að þessu máli og fagmenn fengnir til að skoða og meta þau hús sem komu til greina. Það er því ekkert óeðlilegt á ferðinni. Það var fyrst boðið í annað hús en tilboðinu var hafnað. Því var ákveðið að kaupa þetta hús enda teljum við þetta mjög góð kaup. Ég veit ekki til þess að það sé neitt samband á milli prestssetrasjóðs og oddvita Skagastrandar,“ sagði Guðmundur Þór Guðmundsson, formaður stjórnar prestssetrasjóðs, um kaupin.

Skotmaðurinn reyndi að stofna stjórnmálaflokk gegn ofbeldi: „Verum óánægð, en ekki ofbeldisfull!“

Lífverðir Fico komu honum inn í bíl rétt eftir árásina.

Maðurinn sem skaut forsætisráðherra Slóvakíu er 71 árs og er frá Levice. Þetta kemur fram í frétt Denník N og öðrum slóveskum fréttamiðlum.

Samkvæmt þeim miðlum var skotmaðurinn meðlimur í svokölluðum Regnbogabókmenntaklúbbi vinstri manna og orti ljóð. Á árum áður starfaði maðurinn sem öryggsivörður í verslunarmiðstöð. Fyrir átta árum tilkynnti hann á veraldarvefnum, að hann væri að safna undirskriftum svo hann geti stofnað stjórnmálaflokkinn Hnutie proti nasiliu eða Hreyfing gegn ofbeldi.

„Ofbeldi er oft viðbrögð fólks, í formi tjáningar vegna einfaldrar óánægju með stöðu mála. Verum óánægð, en ekki ofbeldisfull!,“ skrifaði hann á sínum tíma. Lögreglan handtók hann eftir skotárásina.

Forsætisráðherrann, Robert Fica, er þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu.

KA dæmt til að greiða Arnari Grétarssyni tæpar 11 milljónir

Arnar Grétarsson þjálfaði KA í tvö ár - Mynd: Sævar Geir/KA

Íþróttafélagið KA á Akureyri hefur dæmt til að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara félagsins, 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta en dæmt var í málinu í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

KA þarf einnig að borga Arnari tvær milljónir króna í málskostnað.

Arnar fór í mál við félagið fyrr á árinu en hann taldi sig eiga inni bónusgreiðslur hjá félaginu vegna árangurs sem félagið náði undir hans stjórn. Arnar, sem þjálfar Val, núna þjálfaði KA í rúm tvö ár og náði frábærum árangri með félagið og endaði liðið í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu árið 2022 og vann því sér inn sæti í Sambandsdeildinni, sem er á vegum UEFA.

Nýjar uppistandssýningar á Græna Hattinum: „Trúi ekki öðru en fólk eigi eftir að taka vel í þetta“

Arnór Daði. Ljósmynd: Emily Pitts

Uppistandarinn Arnór Daði ætlar að hefja reglulegar sýningar á Græna Hattinum á Akureyri.

Nú er uppistandarinn Arnór Daði fluttur norður á Akureyri með konunni sinni og fjögurra ára dóttir á meðan kona hans klárar hjúkrunarfræði í HA, að því er fram kemur í tilkynningu frá grínistanum. „Þau njóta þess að þurfa ekki að sitja í umferð og góðs baklands þar sem Arnór er fæddur og uppalinn í næsta nágrenni, á Hauganesi.“

Samkvæmt tilkynningunni blómstrar allt á Akureyri um þessar mundir, fyrir utan það að þar skortir góðar uppistandssýningar. Arnór ætlar þess vegna að taka málin í sínar eigin hendur og byrja með reglulegar sýningar á Græna Hattinum sem heita „Geggjað Læn-öpp“. Arnór Daði er kynnir kvöldsins og fær með sér þrjá þrælreynda grínista sem ferjaðir verða að sunnan til að skapa alvöru „comedy-klúbb stemningu,“ eins og það er orðað í tilkynningunni en þar kemur einnig fram að Græni Hatturinn sé „svo sannarlega fullkominn staður fyrir þannig fíling.“

Þá kemur aukreitis fram að Grín-þorsti Akureyringa sé „svo svakalegur að fyrirtækin B.Jensen og Hótel Kjarnalundur stukku beint á tækifærið til að sponsa þessi kvöld.“

Fyrsta sýning verður 23. maí og verða grínistarnir sem fram koma af dýrari gerðinni. Bjarni Gautur stígur fyrstur á stokk en þeir sem hafa fylgst með uppistand senu Reykjavíkur þekkja vel til húmors hans. Næstur er hinn margverðlaunaðu sprellari, Mauricio Villavizar og síðast en alls ekki síst, sigurvegari Íslandsmótsins í uppistandi árið 2020, Greipur Hjaltason. Greipur hefur gert garðinn frægan á TikTok upp á síðkastið en hann þykir afar góður uppistandari.

„Ég trúi ekki öðru en fólk eigi eftir að taka vel í þetta hérna. Lista og leikhúsmenning hefur lengi vel verið vinsæl á Akureyri og smá uppistand væri fín og velkomin viðbót,“ segir Arnór Daði í samtali við Mannlíf.

Grammy-verðlaunahafi tekur við Sinfóníuhljómsveit Íslands

Barbara Hannigan - Mynd: Ari Magg

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur ráðið Barbara Hannigan sem aðalhljómsveitarstjóra og listrænan stjórnanda sveitarinnar en hún hefur störf í ágúst 2026 og tekur við af Eva Ollikainen sem hefur stýrt sveitinni síðan 2020.

Hannigan er óreynd þegar kemur að hlutverki aðalhljómsveitarstjórnun en hún hefur þó mikla reynslu á tengdum sviðum. Hún mun stjórna hljómsveitinni á sex áskriftartónleikum á hverju ári og hljóðrita og stjórna henni á tónleikaferðum. Hannigan mun einnig koma að vali á verkefnum og dagskrágerð sem listrænn stjórnandi.

Hannigan hlaut Grammy-verðlaun árið 2018 fyrir plötuna Crazy Girl Crazy.

 

Forsætisráðherra Slóvakíu á sjúkrahúsi eftir skotárás – Ekki vitað um líðan hans

Robert Fico

Forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, særðist í skotárás í morgun. Var hann fluttur á sjúkrahús en ekki er vitað um ástand hans. Skotmaðurinn var handtekinn.

Skotmaðurinn.

Í frétt RÚV segir að Fico, sem tók við embætti forsætisráðherra í annað skiptið í vetur, hafi verið að koma af ríkisstjórnarfundi í bændum Handlova þegar hann var skotinn.

Fico ku hafa verið að tala við lítinn hóp stuðningsmanna er hann var skotinn. Engin læti hafi verið á vettvangi og en einungis einn aðili hafi haldið á skilti gegn forsætisráðherranum.

Að sögn slóvaska miðilsins Aktuality var Fico að tala við lítinn hóp stuðningsmanna þegar hann var skotinn. Engin háreysti hafði verið á vettvangi, og aðeins einn viðstaddra hafi haldið uppi skilti gegn Fico.

BBC segir að kona sem var vitni að árásinni hafi heyrt þrjá eða fjóra skothvelli áður en Fico féll til jarðar. Sagðist hún hafa séð skotsár á kvið hans og höfuð.

Upphaflega var honum böðlað inn í bifreið af öryggisteymi hans en síðar var honum flogið á sjúkrahús í þyrlu.

Lífverðir Fico komu honum inn í bíl rétt eftir árásina.

Fráfarandi forseti Slóvakíu, Zuzana Caputova sagðist í morgun vera hneyksluð yfir hinni „hrottalegu og miskunnarlausu“ árás á forsætisráðherrann og óskaði honum styrks til að jafna sig.

Fico komast aftur til valda í Slóvakíu eftir síðustu þingkosningar, í september 2023. Fyrstu mánuðir hans sem forsætisráðherra hafa reynst mjög umdeildir, pólitískt séð. Í janúar stöðvaði hann hernaðaraðstoð til Úkraínu og í síðasta mánuði knúði hann í gegn áform um að leggja niður RTVS, opinbera útvarpsstöð.

Fundinn heill á húfi

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn á fimmtugsaldri sem var auglýst eftir í gær hafi fundist heill að húfi og þakkar lögreglan fólki fyrir veitta aðstoð.

Skoða staðsetningu fyrir skrúðgarð í Fellabæ

Hinn fagri Fellabær Ljósmynd: icelandroadguide.com

Yfirvöld í Múlaþingi skoða nú hvort hentugt sé að gera almenningas- eða skrúðgarð á grónu svæði út frá atvinnulóð að Lagarbraut í Fellabæ.

Ein þeirra hugmynda sem bárust frá íbúum Múlaþings vegna samfélagsverkefna heimastjóran sveitarfélagsins, var sú að almennings- eða skrúðgarður myndi rísa í hinum fagra Fellabæ. Í verkefninu gefst almenningi á hverjum stað fyrir sig, möguleiki á að koma hugmyndum sínum á framfæri, fá umfjöllun og umræðu innan stjórnkerfisins og í kjölfarið, mögulega sjá hugmyndina verða að veruleika. Austurfrétt fjallar um málið.

Mögulegt svæði undir skrúðgarð.
Ljósmynd: Albert Örn Eyþórsson

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs barst upphaflega fyrirspurn um hvort það mætti ekki nýta svæðið að Lagarbraut 5 í Fellabæ undir almennings- eða skrúðgarð en lóðin er auð og ónotuð og hefur verið um langt skeið. Nær eingöngu eru atvinnuhúsnæði við Lagarbraut en þar eru meðal annars fyrirtæki á borð við Rammalausnir Sigrúnar, Frumherji og bílaleiga Höldurs. Um skamma hríð var þar einnig Rúmfatalagerinn til húsa en síðan eru liðin fjölmörg ár.

Fjallað var um hugmyndina fyrir skömmu í Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings en ekki taldi ráðið forsendur vera fyrir því að setja upp slíkan garð á lóðinni. Þó fékk ráðið verkefnastjóra umhverfismála og garðyrkjustjóra sveitarfélagsins til að að skoða hvort grænt svæði meðfram útvisistarstíg fyrir ofan Lagarbraut 7 og að Fjóluhvammi, gæti mögulega hentað undir almenningsgarð.

Jóhannes Karl yfirgefur Ísland

Jóhannes Karl Guðjónsson knattspyrnuþjálfari

Knattspyrnuþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson er hættur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en greint er frá þessu í tilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Jóhannes mun halda til Danmerkur og tekur við liði AB sem spilar í dönsku þriðjudeildinni. Jóhannes var lengi einn af bestu knattspyrnumönnum Íslands en hann spilaði með Burnley, Aston Villa og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni og Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni. Þá lék hann 34 landsleiki fyrir íslenska landsliðið.

Hægt er að lesa alla tilkynningu KSÍ hér fyrir neðan:

„Jóhannes Karl Guðjónsson hefur hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla og mun hann taka við þjálfun liðs AB í Danmörku.  Jóhannes Karl lætur af störfum frá og með deginum í dag og verður því ekki með A landsliði karla í næsta verkefni liðsins, sem eru tveir vináttuleikir ytra í næsta mánuði – gegn Englandi 7. júní í London og gegn Hollandi 10. júní í Rotterdam. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins sem allra fyrst.

Skagamaðurinn Jóhannes Karl var ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í janúar 2022. Þjálfaraferilinn hóf hann hjá HK árið 2016 og var þar við stjórnvölinn þar til hann sneri heim á Skagann árið 2018 og tók við liði ÍA, sem hann stýrði þar til hann hóf störf með landsliðinu.

KSÍ þakkar Jóhannesi Karli fyrir góð störf með landsliðinu og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.“

Egil langar í smá visku: „Það er ábyggilega hægt að nota gervigreind til að framleiða svona frasa“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er kominn með leiða á frösum þeim er honum þykja einkenna kosningabaráttuna um Bessastaði þetta vorið.

Nefnir þreytta frasa: „Þjóðin á að geta hallað sér að forsetanum þegar á móti blæs.“ „Forsetinn á að hjálpa tækifærum Íslands að vaxa.“ „Forsetinn á að horfa yfir öxlina á þinginu.“

Katrín Jakobsdóttir.

Bætir svo við:

„Sýnishorn af selvfölgeligheder sem frambjóðendur flíka þessa dagana. Það er ábyggilega hægt að nota gervigreind til að framleiða svona frasa.“

Baldur Þórhallsson.

Endar á þessum orðum:

Jón Gnarr í íslenska þjóðbúningnum

„Ég held mig langi í smá visku – ekki bara frasa og metorðagirnd. Þarf ekki að vera óyfirstíganlegt.“

Halla Hrund
Ljósmynd: Aðsend

Yfirvöld sáu ekki ástæðu til að setja forstjóra í fjarveru Helgu

Helga Þórisdóttir. Ljósmynd: helgathorisdottir.is

Dómsmálaráðuneytið taldi ekki ástæðu vera fyrir því að setja utanaðkomandi forstjóra yfir Persónuvernd, fram að forsetakosningum.

Eins og fram hefur komið í fréttum var Sara Lind Guðgeirsdóttir sett sem forstjóri yfir Orkumálastofnun tímabundið, á meðan Halla Hrund Logadóttir er í forsetaframboði. Athygli vakti að ekki hafi verið settur forstjóri í fjarveru annars forsetaframbjóðanda, Helgu Þórisdóttur sem gengt hefur embætti forstjóra Persónuverndar síðustu átta árin. Staðgengill innan stofnunarinnar var fenginn til að stíga inn í störf Helgu, á meðan á kosningabaráttunni stendur.

Sjá einnig: Yfirvöld svara fyrir skipan Söru Lindar – Álag, verkefnaþungi og halli í leyfisveitingum

Mannlíf barst skriflegt svar frá Dómsmálaráðuneytinu, sem Persónuvernd heyrir undir en miðillinn spurði hvers vegna ekki hafi verið settur tímabundinn forstjóri í stað Helgu, líkt og gert hafi verið í tilfelli Höllu Hrundar. Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki hafi verið talin ástæða til að setja utanaðkomandi forstjóra í þann stutta tíma sem var til forsetakosninga.

Svarið má lesa hér:

„Helga Þórisdóttir óskaði eftir leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar frá og með 27. mars 2024. Staðgengill forstjóra í hennar fjarveru er Helga Sigríður Þórhallsdóttir, lögfræðingur, sem hefur starfað hjá stofnuninni síðan 2015, nú síðast sem sviðsstjóri alþjóða- og fræðslusviðs. Ekki var talin ástæða til að auglýsa eftir eða setja utanaðkomandi forstjóra í þessa rétt rúmu tvo mánuði sem voru til forsetakosninga.“

Hundaskít sturtað fyrir framan kosningaskrifstofu Baldurs: „Við þorum, við viljum og við getum“

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi

Poki, troðfullur af hundaskít var sturtað fyrir framan kosningaskrifstofu Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda í gærmorgun. Frá þessu segir Jón Kristinn Snæhólm, stjórnmálafræðingur.

Einn helsti stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, Jón Kristinn Snæhólm, stjórnmálafræðingur, skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann segir frá því að poki, fullur af hundaskít hafi legið fyrir framan kosningaskrifstofu Baldurs í gærmorgun. Fer hann fyrst yfir hugmyndir sínar um forsetakosningar á Íslandi:

„Fullur poki af skít!

Í dag ákváðum við Erla og Teddý að fara í kaffi á kosningaskrifstofu stuðningsfólks þeirra Baldurs og Felix. Í mínum huga eru forsetakosningar á Íslandi, kosningar þar sem fólkið í landinu, velur sér þjóðarleiðtoga í samræmi við þá þjóðarímynd sem það vill að beri hróður landsins sem víðast. Ísland hefur rutt brautina í mörgum málefnum. Þannig var kjör Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands gríðarlegt framlag í jafnréttisbaráttu kvenna um allann heiminn og olli byltingu gegn ríkjandi hugarfari þar sem konur voru ekki taldar hæfar til að veita þjóðríkjum forystu. Vigdís Finnbogadóttir, einstæð móðir, kom sá og sigraði, ruddi brautina og hróður Íslands barst um heimsbyggð alla. Nú höfum við þetta tækifæri aftur sem þjóð.“

Því næst mærir Jón Kristinn sinn mann og hvetur fólk til að kjósa Baldur.

„Okkur gefst þetta tækifæri NÚNA og við sem þjóð skulum nýta það með því að kjósa Baldur Þórhallsson sem forseta okkar. Baldur er ekki bara hámenntaður fræðimaður með djúpan skilning á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna heldur ötull talsmaður mannréttinda, sérstaklega þeirra sem sæta ofsóknum víða um heim vegna kynhneigðar sinnar.

Stjórnkerfi Íslands kann Baldur utanað. Kosningarnar 1. júní eru því ekki einkamál okkar Íslendinga, heldur gríðarlegt stökk fyrir mannréttindum heimsins.“

Síðan kemur Jón Kristinn loksins að hundaskítnum:

„Í morgun var fullum poka af hundaskít sturtað fyrir framan hurðina á kosningaskrifstofu okkar. Annarstaðar í heiminum er baráttufólki fyrir mannréttindum stungið í steininn, smánað og pyntað. Rísum undir nafni sem brautryðjendur frelsis, mannréttinda og mannhelgi. Horfum framan í heiminn og segjum stolt: Við þorum, við viljum og við getum.
Þessvegna sendum við Baldur á Bessastaði 1. júní.“

Grétar segir íbúa Laugardals svikna: „Vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið“

Laugalækjarskóli - Mynd: Reykjavíkurborg

Eins og Mannlíf fjallaði um í gær hefur Reykjavíkurborg breytt áætlun sinni um uppbyggingu skólastarfs í Laugardalnum sem samþykkt var árið 2022 eftir ítarlegt samráð fyrir íbúa og skólastjórnendur hverfisins. Upprunalega samþykktin snérist um að skólastarf í Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla myndi að mestu leyti haldast óbreytt en byggt yrði við skólanna til að mæta auknum þörfum og fjölda nemenda.

Í fyrradag var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að hætta við þá áætlun og byggja frekar nýjan safnskóla í Laugardalnum og yrðu því skólarnir þrír aðeins ætlaðir fyrir nemendur í 1. – 7. bekk en var þetta ákveðið án samráðs við íbúa og skólastjórnendur og kom í ljós að skólastjórnendur vissu ekki að málið væri yfirhöfuð í endurskoðun.

Grétar Már Axelsson, fulltrúi foreldrafélag í íbúaráði Laugardals, segir borgina svíkja íbúa Laugardals í pistli sem hann birti á Vísi í dag.

Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. Í kjölfarið hafa borgaryfirvöld dregið íbúa hverfisins á asnaeyrum í tæp tvö ár á meðan þeir biðu eftir framgangi mála. Ítrekuðum óskum um upplýsingar varðandi stöðu og þróun mála var mætt með ærandi þögn,“ og skrifar Grétar að þessi u-beygja borgarinnar sé ísköld gusa og þvert á allt samráð sem staðið hefur verið fyrir.

„Borgin hefur vanhirt að viðhalda húsnæði skólanna um áratuga skeið. Stefna sem er algjörlega gjaldþrota. Börnin okkar og starfsmenn skólanna þurfa að sækja nám og vinnu í heilsuspillandi húsnæði. Svör um endurbætur og viðgerðir eru þokukennd og óáþreifanleg. Það er hægt að gera svo margfalt betur,“ heldur Grétar áfram.

Breyttar forsendur eru aðalástæða fyrir stefnubreytingu borgarinnar en gefur Grétar lítið fyrir þá afsökun og segir að það sé æpandi skortur á heildstæðri áætlun.

„Það er morgunljóst að borgaryfirvöld ætluðu aldrei að framkvæma neitt af því sem ákveðið hafði verið, ekkert hefur verið gert til að undirbúa framkvæmdir. Borgaryfirvöld eru grímulaust að snúa baki við óskum íbúanna og henda öllu samráði út í veður og vind. Svikin eru stór og vonbrigðin eru mikil. Samtal borgarinnar við íbúa Laugardals er brotið, vantraustið verðskuldað og vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið áþreifanleg,“ skrifar Grétar að lokum.

Helstu vonbrigði Viktors: „Að Selma hafi verið rænd sigrinum í Evrósjón“

Viktor Traustason Ljósmynd: Viktor Traustason - Wikipedia

Ólafur Ragnar Grímsson er uppáhalds forseti Viktors Traustasonar, forsetaframbjóðanda. Helsta fyrirmynd hans er kvikmyndakarakter og hann borðar þorramat en bara þegar hann er í boði. Þá vill hann breikka þjóðveginn og heldur upp á ljóðið Slysaskot í Palestínu.

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Kólusbotnar.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Í stjórnarskrá er engin krafa um það að forseti sitji lengur en kjörtímabilið eftir að hann er kjörinn. Einnig er það ekki ákvörðun sem forseti sjálfur getur tekið heldur þarf hann ávallt umboð frá kjósendum.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Fyrst, þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem ráðherrar eru ekki að sinna þingmennsku. Næst, málskotsrétt sem er ekki byggður á geðþótta einnar manneskju, svo að þjóðin geti stöðvað þingmenn þegar starf þeirra samræmist ekki vilja þjóðarinnar. Að lokum, að öll atkvæði í kosningum fái vægi þannig að þingmenn geti ekki lengur myndað meirihluta á þingi án þess að hafa einnig hlotið umboð frá meirihluta kjósenda.

Hver er þinn uppáhaldsforseti?

Ólafur Ragnar. Hann skaut máli til þjóðarinnar, veitti ráðherrum lausn og skipaði ráðherra sem ekki voru þingmenn.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Ég veit það ekki. Ég hef aldrei séð greiningu á mögulegum áhrifum þess. Ég hef ekki heldur séð greiningu frá því þessi fjöldi var upprunalega ákveðinn. Ég er ekki heldur með það á hreinu hver tilgangurinn með þessum fjölda er, en það er ekki sjálfgefið að þessi tala sé í föstu hlutfalli við fólksfjölda.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Dr. Alan Grant. Hann er vísindamaður sem vinnur með höndunum og berst við risaeðlur á meðan hann bjargar börnum.

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Flakka á milli diskófönks, hoppskopps, köntrý og vagg og veltu.

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Ég hef gert alls kyns hluti en ég sé ekki ástæðu til þess að fara út í smáatriði. Verum fyrirmynd.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu staðfesti það tvímælalaust.

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Síðustu tvær vikur hafa verið mjög lengi að líða.

Hver eru mestu vonbrigðin?

Að Selma hafi verið rænd sigrinum í Evrósjón.

Fallegasta ljóðið?

Hótel Jörð og Slysaskot í Palestínu hafa alltaf verið í uppáhaldi.

Besta skáldsagan?

Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder hafði mikil áhrif á mig sem barn.

Hvað er það besta við Ísland?

Ef að maður keyrir beint nógu lengi endar maður aftur á sama stað.

Kanntu á þvottavél?

Ég kann á nokkrar slíkar.

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Breiðari hringveg.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Forseti þarf að skipa ráðherra, skrifa undir lög og stefna saman Alþingi.

Borðarðu þorramat?

Þegar hann er í boði.

Ertu rómantísk/ur?

Já, en ég reyni samt að takmarka mig ekki við eina bókmenntastefnu.

Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands?

Það sem ég hef fram á að bjóða eru skýr og einföld stefnumál sem stuðla að þverpólitískri sátt og pólitískum stöðugleika.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur, svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör þeirra frambjóðendanna sem ekki hafa verið nú þegar verið birt, birtast á næstu vikum, svari þau á annað borð.

Sex ungmenni særð eftir skotárás í Texas – MYNDBAND

Sex ungmenni urðu fyrir skot - Mynd: Skjáskot

Litlu mátti muna fyrir níu ára gamlan strák í Fort Worth í Texas þegar húsið hans varð fyrir skotárás fyrr í maí en alls var fjórum skotum skotið í hús stráksins. Slapp strákurinn alveg ómeiddur. Viðbrögð stráksins eru sögð hafa verið til fyrirmyndar en um leið og hann heyrði skothljóðin beygði hann sig niður í sófanum sem hann sat í og kom sér fljótt í skjól.

Því miður sluppu sex önnur ungmenni ekki jafn vel og strákurinn en myndavél fyrir utan húsið náði skotárásinni á upptöku. Hægt er að horfa á upptökuna hér en við vörum við efni myndbandsins.

„Ég er glaður að ég varð ekki fyrir skoti en mér líður illa vegna krakkanna sem voru skotinn,“ sagði níu ára strákurinn í samtali við fjölmiðla í Bandaríkjunum en ekkert ungmennanna er talið í lífshættu eftir skotárásina.

Samkvæmt lögreglunni í Fort Worth keyrðu árásarmennirnir rauðum Kia Soul framhjá hópnum þegar þeir hófu skotárásina en ekki neinar handtökur hafa verið gerðar.

Jóhanna grimm við Höllu

Halla Hrund Logadóttir. Mynd: Skjáskot af RÚV.

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir þótti komast vel frá forystusætinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöld þar sem fréttaþulurinn Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir læsti járnklónum í hana. Hallgrímur Helgason rithöfundur lýsti undrun sinni á undarlegum spurningum.

„Furðulegar spurningar satt að segja – Afhverju fórstu til Argentínu? Hvar viltu virkja? – og vottur af yfirlæti. Undirtextinn: Hvað ert þú nú að vilja upp á dekk, vina mín? HH svaraði þó vel og komst vel frá þessu,“ skrifaði Hallgrímur á Facebook og uppskar fjölda athugasemda þeirra seme voru sammála honum. Sumir létu í ljósi vanþóknun á yfirlæti elítukonunnar Jóhönnu gegn alþýðukonunni Höllu.

Á meðal þeirra sem lögðu orð í belg var þingmaðurinn fyrrverandi, Þór Saari, sem undrast að Jóhanna haldi vinnunni sinni á RÚV. „Það er skandall og skömm að, að Jóhanna Vigdís skuli hafa starfað á fréttastofunni lengur en í fimm daga,“ skrifaði Þór upp uppskar velþóknun. Það er hiti að færast í baráttuna …

 

Nótt þjófanna í Reykjavík – Ofbeldisseggur með kylfu og piparúða slasaði tvo

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Þjófar voru víða á ferli í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Seint í gærkvöld var maður handtekinn, grunaður um innbrot í heimahús. Hann var gómaður skammt frá innbrotsstað með peninga og verðmæti sem hann gat ekki gert grein fyrir. Þjófurinn var í afar annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa þar sem hann hvílir á gúmmídýnu þar til hægt verður að ræða við hann með nýjum degi.

Annar þjófur var á ferðinni laust eftir klukkan tvö í nótt. Þjófavarnakerfi fór í gang við innbrotið. Lögregla fór strax á staðinn og náði manni á vettvangi. Sá er grunaður um innbrotið. Maðurinn var með þýfi á sér. Hann var vistaður í fangaklefa, rétt eins og kollega hans fyrr um kvöldið.

Upp úr klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um innbrot í kjörbúð þar sem fleiri en einn þjófur voru á ferð. Tilkynnandi gat lýst mönnunum sem voru að brjóta sér leið inn í verslunina. Tveir aðilar voru handteknir skammt frá vettvangi grunaðir um innbrotið.

Tilkynnt um líkamsárás í gærkvöld þar sem árásaraðili beitti piparúða og kylfu. Tvö fórnarlömb voru flutt á slysadeild . Málið er í rannsókn.

Ökumaður var stöðvaður við akstur, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.  Þá hafði hann ekki öðlast ökuréttindi. Sá próflausi var látinn laus eftir hefðbundið ferli.

Tískukóngur hélt íslenskri fyrirsætu í gíslingu: „Ógeðslegur furðufugl“

Tískukóngurinn Georges Marciano hélt Þórunni í gíslingu

Íslensk fyrirsæta lenti heldur betur í ömurlegri lífsreynslu árið 2004 en þá fór hún í páskaferð til Los Angeles þar sem hún komst í kynni við Georges Marciano en hann stofnaði fataverslunina Guess?

DV greindi frá því árið 2004 að Marciano hafi ekki leyft henni að hringja eða taka á móti símtölum og neitað henni um að fara einni út úr húsi. Fyrirsætan var í Los Angeles til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði sem au pair barnapía í Los Angeles. Þórunn vildi lítið tjá sig um samskipti sín við Marciano en sagð að hann hafi gefið henni úr sem kostaði 300 þúsund krónur árið 2004. Þá lýsti hún honum sem „ógeðslegum furðufugli.“

Hún eyddi föstudeginum langa á heimili hans og þar sem þau horfðu saman á Britney Spears myndbönd. Það runnu á hana tvær grímur á fyrirsætuna þegar Marciano bauð henni, vinkonu hennar og börnum sínum út að borða en þegar á staðinn var komið voru þau aðeins tvö og búið að koma þeim fyrir í einkabás.

Eftir kvöldmatinn hafði fyrirsætan samband við vinkonu sína og í framhaldi því var haft samband við lögregluna en hún brást skjótt við og frelsaði fyrirsætuna.  

Hetjudáð í Skötufirði: „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina“

Eiríkur Ingi Jóhannsson var á meðal þeirra sem komu að hörmulegu slysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. janúar 2021 þar sem bifreið með fjölskyldu frá Flateyri hafði oltið og lent úti í sjó. Eiríkur Ingi vakti þjóðarathygli þegar hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst. Hann brást skjótt við og synti að bifreiðinni. Honum tókst að ná konu og barni úr bílnum.

Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi segir sögu sína í Sjóaranum í seinni hluta frásagnar sinnar.

„Þegar ég kem að slysinu marrar bíllinn alveg á bólakafi, nema aftasti hlutinn, brettið er þurrt,“ segir Eiríkur Ingi þegar hann rifjar upp bílslysið í Skötufirði sem hann kom að. „Og maðurinn situr ofan á afturbrettinu en yfir rúðunni marrar svona mikill sjór,“ bætir hann við og sýnir með fingrunum hversu mikið sjórinn náði yfir bílinn. Eiríkur Ingi syndi að bílnum með spotta og batt við bílinn en þá var búið að tjá honum að kona mannsins og barn væru enn í bílnum. „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina því hún var búin að beyglast eitthvað til í veltunni. Þannig að ég ákvað að brjóta rúðuna og geri það bara strax, með hnífnum sem ég tók með mér. Og það sat svolítið djúpt í manni að maður þyrfti kannski að fara inn í bílinn.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Sjálfstæðismenn í hár saman vegna Katrínar: „Vinstrisnúningur þinn og kossaflens við kommana“

Katrín Jakobsdóttir, Mynd: Róbert Reynisson
Harðar deilur hafa risið á milli Sjálfstæðismanna vegna stuðnings ráðamanna þar við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, styður Katrínu opinberlega. Hann hnjóðaði í Baldur Þórhallsson, prófessor og forsetaframbjóðanda, á Facebook-síðu Jóns Kristins Snæhólm, stjórnmálafræðings og eins af stuðningsmönnum Baldurs, í færslu sem lýsti því að hundaskítur hefði verið skilinn eftir við dyr kosningaskrifstofu Baldurs.

Ég man hvað ég kaus

„Baldur er nú ekki alltaf talsmaður hinna útskúfuðu. Þegar hann var deildarforseti stjórnmálafræðideildar, hélt hann samkvæmi heima hjá sér á kostnað deildarinnar, sem hann bauð öllum kennurum í stjórnmálafræði í nema mér, þótt hann vissi vel, að ég væri á landinu.

Baldur Þórhallsson.

Ég get ekki sagt, að ég hafi tekið það nærri mér, enda völ á ýmsum öðrum samkvæmum í Reykjavík, svo að ekki sé minnst á ró og næði heima hjá sér með góðri bók. En Baldur hélt þetta samkvæmi á kostnað deildarinnar, og þá er það ekki einkasamkvæmi. Þetta var því í senn útskúfun og misnotkun á opinberu fé. Ég hef hins vegar ekki nennt að gera þetta að neinu máli, enda skil ég alveg, að mér sé útskúfað. Mér hefur ekki tekist að vera fyrir neðan öfundina.

Hannes Hólmsteinn

Ég man hins vegar, hvað ég kaus í Icesave-málinu, en ég var eini kennarinn í stjórnmálafræðideild, held ég, sem kaus með Íslandi og á móti Bretlandi,“ skrifaði Hannes Hólmsteinn.

Þú sængar við allt …

Jón Kristinn lét flokksbróður sinn ekki eiga neitt inni hjá sér og rifjaði upp að Katrín hefði reynt að koma Geir Haarde, þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, í fangelsi með því að ákæra hann fyrir Landsdómi.

„Þú verður að jafna þig á þessu boði sem þér var ekki boðið í en ég er þess fullviss að kokteilpartý og snittuát þar sem sérvaldir sölluðu á sig í boði skattgreiðenda hafa verið haldin með þinni nærveru nógu oft. Katrín Jakobs er vel til þess fallin að verða næsti forseti þó að mitt mat sé að Baldur sé henni fremri. Það sem vekur furðu okkar sem hafa stutt þig og varið í gegnum tíðina er vinstrisnúningur þinn og kossaflens við kommanna. Þú sængar við allt það sem við höfum barist á móti. Snittur eru ekki til þess fallnar að selja sál sína. Reyndu svo að útskýra þennan stuðning þinn við vin okkar Geir H. Haarde,“ skrifaði Jón Kristinn sem er einn helsti stuðningsmaður Guðlaugs þ. Þórðarsonar umhverfisráðherra.

Hafnaði ásökunum um spillingu vegna kaupa á prestssetri: „Það er skítalykt af þessu máli“

Séra Guðmundur Karl Brynjarsson. Skjáskot Víkurfréttir

Mikið ósætti ríkti á Skagaströnd árið 1998 þegar prestsetrasjóður keypti nýtt prestsetur í sveitarfélaginu en DV greindi frá málinu árið 1998.

Íbúar Skagastrandar töldu að illa hafi verið staðið að vali á nýju húsnæði en mörgum þótti sérstakt að ákveðið hafi verið að kaupa hús af systur oddvita sveitarfélagsins, sem var sömuleiðis dóttir fyrrverandi oddvita, sem viðmælendur DV sögðu að væri hluti af valdamestu ætti Skagafjarðar. 11 hús voru auglýst sem væntanlegt prestsetur en aðeins voru átta hús skoðuð.

„Ég auglýsti mitt hús en það var ekki einu sinni skoðað. Maður hefur það auðvitað á tilfinningunni að þetta hafi verið ákveðið fyrirfram,“ sagði einn íbúa Skagastrandar í samtali við DV um málið. „Ég kalla þetta ekkert annað en leikaraskap því það var alltaf vitað að húsið að Hólabraut 30 yrði keypt. Það er skítalykt af þessu máli,“ sagði annar íbúi.

„Það hefur verið óánægja meðal íbúa hér á Skagaströnd út af þessu máli. Það myndaðist óþarfa spenna á milli margra íbúa sem vildu selja. Eftir á finnst manni þetta bara hafa verið sýndarmennsku hjá Biskupsstofu. Ég held að það hafi aldrei staðið til að kaupa annað hús en þetta. Mörgum íbúum líður eins og þeir hafi hreinlega verið hafðir að flflum,“ sagði viðmælandi DV sem hafði sett húsið sitt til sölu.

Séran sáttur með gamla

Þá töldu einhverjir að það hafi í raun verið algjör óþarfi að kaupa nýtt prestssetur þar sem það setrið hafi verið í góðu standi. Séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sem var þá nýskipaður sóknarprestur á Skagaströnd, sagði við DV að hann hafi ekki gert neinar kröfur um nýtt húsnæði og hefði vel geta búið á gamla setrinu en séra Guðmundur er í dag sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi og tapaði nýlega í kjöri til embættis biskups Íslands.

„Ég kannast aðeins við óánægju einhverra íbúa Skagastrandar vegna þessa máls en ég vísa allri gagnrýni og samsæriskenningum íbúanna til föðurhúsanna. Það var faglega staðið að þessu máli og fagmenn fengnir til að skoða og meta þau hús sem komu til greina. Það er því ekkert óeðlilegt á ferðinni. Það var fyrst boðið í annað hús en tilboðinu var hafnað. Því var ákveðið að kaupa þetta hús enda teljum við þetta mjög góð kaup. Ég veit ekki til þess að það sé neitt samband á milli prestssetrasjóðs og oddvita Skagastrandar,“ sagði Guðmundur Þór Guðmundsson, formaður stjórnar prestssetrasjóðs, um kaupin.

Skotmaðurinn reyndi að stofna stjórnmálaflokk gegn ofbeldi: „Verum óánægð, en ekki ofbeldisfull!“

Lífverðir Fico komu honum inn í bíl rétt eftir árásina.

Maðurinn sem skaut forsætisráðherra Slóvakíu er 71 árs og er frá Levice. Þetta kemur fram í frétt Denník N og öðrum slóveskum fréttamiðlum.

Samkvæmt þeim miðlum var skotmaðurinn meðlimur í svokölluðum Regnbogabókmenntaklúbbi vinstri manna og orti ljóð. Á árum áður starfaði maðurinn sem öryggsivörður í verslunarmiðstöð. Fyrir átta árum tilkynnti hann á veraldarvefnum, að hann væri að safna undirskriftum svo hann geti stofnað stjórnmálaflokkinn Hnutie proti nasiliu eða Hreyfing gegn ofbeldi.

„Ofbeldi er oft viðbrögð fólks, í formi tjáningar vegna einfaldrar óánægju með stöðu mála. Verum óánægð, en ekki ofbeldisfull!,“ skrifaði hann á sínum tíma. Lögreglan handtók hann eftir skotárásina.

Forsætisráðherrann, Robert Fica, er þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu.

KA dæmt til að greiða Arnari Grétarssyni tæpar 11 milljónir

Arnar Grétarsson þjálfaði KA í tvö ár - Mynd: Sævar Geir/KA

Íþróttafélagið KA á Akureyri hefur dæmt til að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara félagsins, 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta en dæmt var í málinu í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

KA þarf einnig að borga Arnari tvær milljónir króna í málskostnað.

Arnar fór í mál við félagið fyrr á árinu en hann taldi sig eiga inni bónusgreiðslur hjá félaginu vegna árangurs sem félagið náði undir hans stjórn. Arnar, sem þjálfar Val, núna þjálfaði KA í rúm tvö ár og náði frábærum árangri með félagið og endaði liðið í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu árið 2022 og vann því sér inn sæti í Sambandsdeildinni, sem er á vegum UEFA.

Nýjar uppistandssýningar á Græna Hattinum: „Trúi ekki öðru en fólk eigi eftir að taka vel í þetta“

Arnór Daði. Ljósmynd: Emily Pitts

Uppistandarinn Arnór Daði ætlar að hefja reglulegar sýningar á Græna Hattinum á Akureyri.

Nú er uppistandarinn Arnór Daði fluttur norður á Akureyri með konunni sinni og fjögurra ára dóttir á meðan kona hans klárar hjúkrunarfræði í HA, að því er fram kemur í tilkynningu frá grínistanum. „Þau njóta þess að þurfa ekki að sitja í umferð og góðs baklands þar sem Arnór er fæddur og uppalinn í næsta nágrenni, á Hauganesi.“

Samkvæmt tilkynningunni blómstrar allt á Akureyri um þessar mundir, fyrir utan það að þar skortir góðar uppistandssýningar. Arnór ætlar þess vegna að taka málin í sínar eigin hendur og byrja með reglulegar sýningar á Græna Hattinum sem heita „Geggjað Læn-öpp“. Arnór Daði er kynnir kvöldsins og fær með sér þrjá þrælreynda grínista sem ferjaðir verða að sunnan til að skapa alvöru „comedy-klúbb stemningu,“ eins og það er orðað í tilkynningunni en þar kemur einnig fram að Græni Hatturinn sé „svo sannarlega fullkominn staður fyrir þannig fíling.“

Þá kemur aukreitis fram að Grín-þorsti Akureyringa sé „svo svakalegur að fyrirtækin B.Jensen og Hótel Kjarnalundur stukku beint á tækifærið til að sponsa þessi kvöld.“

Fyrsta sýning verður 23. maí og verða grínistarnir sem fram koma af dýrari gerðinni. Bjarni Gautur stígur fyrstur á stokk en þeir sem hafa fylgst með uppistand senu Reykjavíkur þekkja vel til húmors hans. Næstur er hinn margverðlaunaðu sprellari, Mauricio Villavizar og síðast en alls ekki síst, sigurvegari Íslandsmótsins í uppistandi árið 2020, Greipur Hjaltason. Greipur hefur gert garðinn frægan á TikTok upp á síðkastið en hann þykir afar góður uppistandari.

„Ég trúi ekki öðru en fólk eigi eftir að taka vel í þetta hérna. Lista og leikhúsmenning hefur lengi vel verið vinsæl á Akureyri og smá uppistand væri fín og velkomin viðbót,“ segir Arnór Daði í samtali við Mannlíf.

Grammy-verðlaunahafi tekur við Sinfóníuhljómsveit Íslands

Barbara Hannigan - Mynd: Ari Magg

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur ráðið Barbara Hannigan sem aðalhljómsveitarstjóra og listrænan stjórnanda sveitarinnar en hún hefur störf í ágúst 2026 og tekur við af Eva Ollikainen sem hefur stýrt sveitinni síðan 2020.

Hannigan er óreynd þegar kemur að hlutverki aðalhljómsveitarstjórnun en hún hefur þó mikla reynslu á tengdum sviðum. Hún mun stjórna hljómsveitinni á sex áskriftartónleikum á hverju ári og hljóðrita og stjórna henni á tónleikaferðum. Hannigan mun einnig koma að vali á verkefnum og dagskrágerð sem listrænn stjórnandi.

Hannigan hlaut Grammy-verðlaun árið 2018 fyrir plötuna Crazy Girl Crazy.

 

Forsætisráðherra Slóvakíu á sjúkrahúsi eftir skotárás – Ekki vitað um líðan hans

Robert Fico

Forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, særðist í skotárás í morgun. Var hann fluttur á sjúkrahús en ekki er vitað um ástand hans. Skotmaðurinn var handtekinn.

Skotmaðurinn.

Í frétt RÚV segir að Fico, sem tók við embætti forsætisráðherra í annað skiptið í vetur, hafi verið að koma af ríkisstjórnarfundi í bændum Handlova þegar hann var skotinn.

Fico ku hafa verið að tala við lítinn hóp stuðningsmanna er hann var skotinn. Engin læti hafi verið á vettvangi og en einungis einn aðili hafi haldið á skilti gegn forsætisráðherranum.

Að sögn slóvaska miðilsins Aktuality var Fico að tala við lítinn hóp stuðningsmanna þegar hann var skotinn. Engin háreysti hafði verið á vettvangi, og aðeins einn viðstaddra hafi haldið uppi skilti gegn Fico.

BBC segir að kona sem var vitni að árásinni hafi heyrt þrjá eða fjóra skothvelli áður en Fico féll til jarðar. Sagðist hún hafa séð skotsár á kvið hans og höfuð.

Upphaflega var honum böðlað inn í bifreið af öryggisteymi hans en síðar var honum flogið á sjúkrahús í þyrlu.

Lífverðir Fico komu honum inn í bíl rétt eftir árásina.

Fráfarandi forseti Slóvakíu, Zuzana Caputova sagðist í morgun vera hneyksluð yfir hinni „hrottalegu og miskunnarlausu“ árás á forsætisráðherrann og óskaði honum styrks til að jafna sig.

Fico komast aftur til valda í Slóvakíu eftir síðustu þingkosningar, í september 2023. Fyrstu mánuðir hans sem forsætisráðherra hafa reynst mjög umdeildir, pólitískt séð. Í janúar stöðvaði hann hernaðaraðstoð til Úkraínu og í síðasta mánuði knúði hann í gegn áform um að leggja niður RTVS, opinbera útvarpsstöð.

Fundinn heill á húfi

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn á fimmtugsaldri sem var auglýst eftir í gær hafi fundist heill að húfi og þakkar lögreglan fólki fyrir veitta aðstoð.

Skoða staðsetningu fyrir skrúðgarð í Fellabæ

Hinn fagri Fellabær Ljósmynd: icelandroadguide.com

Yfirvöld í Múlaþingi skoða nú hvort hentugt sé að gera almenningas- eða skrúðgarð á grónu svæði út frá atvinnulóð að Lagarbraut í Fellabæ.

Ein þeirra hugmynda sem bárust frá íbúum Múlaþings vegna samfélagsverkefna heimastjóran sveitarfélagsins, var sú að almennings- eða skrúðgarður myndi rísa í hinum fagra Fellabæ. Í verkefninu gefst almenningi á hverjum stað fyrir sig, möguleiki á að koma hugmyndum sínum á framfæri, fá umfjöllun og umræðu innan stjórnkerfisins og í kjölfarið, mögulega sjá hugmyndina verða að veruleika. Austurfrétt fjallar um málið.

Mögulegt svæði undir skrúðgarð.
Ljósmynd: Albert Örn Eyþórsson

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs barst upphaflega fyrirspurn um hvort það mætti ekki nýta svæðið að Lagarbraut 5 í Fellabæ undir almennings- eða skrúðgarð en lóðin er auð og ónotuð og hefur verið um langt skeið. Nær eingöngu eru atvinnuhúsnæði við Lagarbraut en þar eru meðal annars fyrirtæki á borð við Rammalausnir Sigrúnar, Frumherji og bílaleiga Höldurs. Um skamma hríð var þar einnig Rúmfatalagerinn til húsa en síðan eru liðin fjölmörg ár.

Fjallað var um hugmyndina fyrir skömmu í Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings en ekki taldi ráðið forsendur vera fyrir því að setja upp slíkan garð á lóðinni. Þó fékk ráðið verkefnastjóra umhverfismála og garðyrkjustjóra sveitarfélagsins til að að skoða hvort grænt svæði meðfram útvisistarstíg fyrir ofan Lagarbraut 7 og að Fjóluhvammi, gæti mögulega hentað undir almenningsgarð.

Jóhannes Karl yfirgefur Ísland

Jóhannes Karl Guðjónsson knattspyrnuþjálfari

Knattspyrnuþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson er hættur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en greint er frá þessu í tilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Jóhannes mun halda til Danmerkur og tekur við liði AB sem spilar í dönsku þriðjudeildinni. Jóhannes var lengi einn af bestu knattspyrnumönnum Íslands en hann spilaði með Burnley, Aston Villa og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni og Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni. Þá lék hann 34 landsleiki fyrir íslenska landsliðið.

Hægt er að lesa alla tilkynningu KSÍ hér fyrir neðan:

„Jóhannes Karl Guðjónsson hefur hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla og mun hann taka við þjálfun liðs AB í Danmörku.  Jóhannes Karl lætur af störfum frá og með deginum í dag og verður því ekki með A landsliði karla í næsta verkefni liðsins, sem eru tveir vináttuleikir ytra í næsta mánuði – gegn Englandi 7. júní í London og gegn Hollandi 10. júní í Rotterdam. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins sem allra fyrst.

Skagamaðurinn Jóhannes Karl var ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í janúar 2022. Þjálfaraferilinn hóf hann hjá HK árið 2016 og var þar við stjórnvölinn þar til hann sneri heim á Skagann árið 2018 og tók við liði ÍA, sem hann stýrði þar til hann hóf störf með landsliðinu.

KSÍ þakkar Jóhannesi Karli fyrir góð störf með landsliðinu og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.“

Egil langar í smá visku: „Það er ábyggilega hægt að nota gervigreind til að framleiða svona frasa“

Egill Helgason.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er kominn með leiða á frösum þeim er honum þykja einkenna kosningabaráttuna um Bessastaði þetta vorið.

Nefnir þreytta frasa: „Þjóðin á að geta hallað sér að forsetanum þegar á móti blæs.“ „Forsetinn á að hjálpa tækifærum Íslands að vaxa.“ „Forsetinn á að horfa yfir öxlina á þinginu.“

Katrín Jakobsdóttir.

Bætir svo við:

„Sýnishorn af selvfölgeligheder sem frambjóðendur flíka þessa dagana. Það er ábyggilega hægt að nota gervigreind til að framleiða svona frasa.“

Baldur Þórhallsson.

Endar á þessum orðum:

Jón Gnarr í íslenska þjóðbúningnum

„Ég held mig langi í smá visku – ekki bara frasa og metorðagirnd. Þarf ekki að vera óyfirstíganlegt.“

Halla Hrund
Ljósmynd: Aðsend

Yfirvöld sáu ekki ástæðu til að setja forstjóra í fjarveru Helgu

Helga Þórisdóttir. Ljósmynd: helgathorisdottir.is

Dómsmálaráðuneytið taldi ekki ástæðu vera fyrir því að setja utanaðkomandi forstjóra yfir Persónuvernd, fram að forsetakosningum.

Eins og fram hefur komið í fréttum var Sara Lind Guðgeirsdóttir sett sem forstjóri yfir Orkumálastofnun tímabundið, á meðan Halla Hrund Logadóttir er í forsetaframboði. Athygli vakti að ekki hafi verið settur forstjóri í fjarveru annars forsetaframbjóðanda, Helgu Þórisdóttur sem gengt hefur embætti forstjóra Persónuverndar síðustu átta árin. Staðgengill innan stofnunarinnar var fenginn til að stíga inn í störf Helgu, á meðan á kosningabaráttunni stendur.

Sjá einnig: Yfirvöld svara fyrir skipan Söru Lindar – Álag, verkefnaþungi og halli í leyfisveitingum

Mannlíf barst skriflegt svar frá Dómsmálaráðuneytinu, sem Persónuvernd heyrir undir en miðillinn spurði hvers vegna ekki hafi verið settur tímabundinn forstjóri í stað Helgu, líkt og gert hafi verið í tilfelli Höllu Hrundar. Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki hafi verið talin ástæða til að setja utanaðkomandi forstjóra í þann stutta tíma sem var til forsetakosninga.

Svarið má lesa hér:

„Helga Þórisdóttir óskaði eftir leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar frá og með 27. mars 2024. Staðgengill forstjóra í hennar fjarveru er Helga Sigríður Þórhallsdóttir, lögfræðingur, sem hefur starfað hjá stofnuninni síðan 2015, nú síðast sem sviðsstjóri alþjóða- og fræðslusviðs. Ekki var talin ástæða til að auglýsa eftir eða setja utanaðkomandi forstjóra í þessa rétt rúmu tvo mánuði sem voru til forsetakosninga.“

Hundaskít sturtað fyrir framan kosningaskrifstofu Baldurs: „Við þorum, við viljum og við getum“

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi

Poki, troðfullur af hundaskít var sturtað fyrir framan kosningaskrifstofu Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda í gærmorgun. Frá þessu segir Jón Kristinn Snæhólm, stjórnmálafræðingur.

Einn helsti stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, Jón Kristinn Snæhólm, stjórnmálafræðingur, skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann segir frá því að poki, fullur af hundaskít hafi legið fyrir framan kosningaskrifstofu Baldurs í gærmorgun. Fer hann fyrst yfir hugmyndir sínar um forsetakosningar á Íslandi:

„Fullur poki af skít!

Í dag ákváðum við Erla og Teddý að fara í kaffi á kosningaskrifstofu stuðningsfólks þeirra Baldurs og Felix. Í mínum huga eru forsetakosningar á Íslandi, kosningar þar sem fólkið í landinu, velur sér þjóðarleiðtoga í samræmi við þá þjóðarímynd sem það vill að beri hróður landsins sem víðast. Ísland hefur rutt brautina í mörgum málefnum. Þannig var kjör Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands gríðarlegt framlag í jafnréttisbaráttu kvenna um allann heiminn og olli byltingu gegn ríkjandi hugarfari þar sem konur voru ekki taldar hæfar til að veita þjóðríkjum forystu. Vigdís Finnbogadóttir, einstæð móðir, kom sá og sigraði, ruddi brautina og hróður Íslands barst um heimsbyggð alla. Nú höfum við þetta tækifæri aftur sem þjóð.“

Því næst mærir Jón Kristinn sinn mann og hvetur fólk til að kjósa Baldur.

„Okkur gefst þetta tækifæri NÚNA og við sem þjóð skulum nýta það með því að kjósa Baldur Þórhallsson sem forseta okkar. Baldur er ekki bara hámenntaður fræðimaður með djúpan skilning á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna heldur ötull talsmaður mannréttinda, sérstaklega þeirra sem sæta ofsóknum víða um heim vegna kynhneigðar sinnar.

Stjórnkerfi Íslands kann Baldur utanað. Kosningarnar 1. júní eru því ekki einkamál okkar Íslendinga, heldur gríðarlegt stökk fyrir mannréttindum heimsins.“

Síðan kemur Jón Kristinn loksins að hundaskítnum:

„Í morgun var fullum poka af hundaskít sturtað fyrir framan hurðina á kosningaskrifstofu okkar. Annarstaðar í heiminum er baráttufólki fyrir mannréttindum stungið í steininn, smánað og pyntað. Rísum undir nafni sem brautryðjendur frelsis, mannréttinda og mannhelgi. Horfum framan í heiminn og segjum stolt: Við þorum, við viljum og við getum.
Þessvegna sendum við Baldur á Bessastaði 1. júní.“

Grétar segir íbúa Laugardals svikna: „Vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið“

Laugalækjarskóli - Mynd: Reykjavíkurborg

Eins og Mannlíf fjallaði um í gær hefur Reykjavíkurborg breytt áætlun sinni um uppbyggingu skólastarfs í Laugardalnum sem samþykkt var árið 2022 eftir ítarlegt samráð fyrir íbúa og skólastjórnendur hverfisins. Upprunalega samþykktin snérist um að skólastarf í Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla myndi að mestu leyti haldast óbreytt en byggt yrði við skólanna til að mæta auknum þörfum og fjölda nemenda.

Í fyrradag var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að hætta við þá áætlun og byggja frekar nýjan safnskóla í Laugardalnum og yrðu því skólarnir þrír aðeins ætlaðir fyrir nemendur í 1. – 7. bekk en var þetta ákveðið án samráðs við íbúa og skólastjórnendur og kom í ljós að skólastjórnendur vissu ekki að málið væri yfirhöfuð í endurskoðun.

Grétar Már Axelsson, fulltrúi foreldrafélag í íbúaráði Laugardals, segir borgina svíkja íbúa Laugardals í pistli sem hann birti á Vísi í dag.

Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. Í kjölfarið hafa borgaryfirvöld dregið íbúa hverfisins á asnaeyrum í tæp tvö ár á meðan þeir biðu eftir framgangi mála. Ítrekuðum óskum um upplýsingar varðandi stöðu og þróun mála var mætt með ærandi þögn,“ og skrifar Grétar að þessi u-beygja borgarinnar sé ísköld gusa og þvert á allt samráð sem staðið hefur verið fyrir.

„Borgin hefur vanhirt að viðhalda húsnæði skólanna um áratuga skeið. Stefna sem er algjörlega gjaldþrota. Börnin okkar og starfsmenn skólanna þurfa að sækja nám og vinnu í heilsuspillandi húsnæði. Svör um endurbætur og viðgerðir eru þokukennd og óáþreifanleg. Það er hægt að gera svo margfalt betur,“ heldur Grétar áfram.

Breyttar forsendur eru aðalástæða fyrir stefnubreytingu borgarinnar en gefur Grétar lítið fyrir þá afsökun og segir að það sé æpandi skortur á heildstæðri áætlun.

„Það er morgunljóst að borgaryfirvöld ætluðu aldrei að framkvæma neitt af því sem ákveðið hafði verið, ekkert hefur verið gert til að undirbúa framkvæmdir. Borgaryfirvöld eru grímulaust að snúa baki við óskum íbúanna og henda öllu samráði út í veður og vind. Svikin eru stór og vonbrigðin eru mikil. Samtal borgarinnar við íbúa Laugardals er brotið, vantraustið verðskuldað og vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið áþreifanleg,“ skrifar Grétar að lokum.

Helstu vonbrigði Viktors: „Að Selma hafi verið rænd sigrinum í Evrósjón“

Viktor Traustason Ljósmynd: Viktor Traustason - Wikipedia

Ólafur Ragnar Grímsson er uppáhalds forseti Viktors Traustasonar, forsetaframbjóðanda. Helsta fyrirmynd hans er kvikmyndakarakter og hann borðar þorramat en bara þegar hann er í boði. Þá vill hann breikka þjóðveginn og heldur upp á ljóðið Slysaskot í Palestínu.

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Kólusbotnar.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Í stjórnarskrá er engin krafa um það að forseti sitji lengur en kjörtímabilið eftir að hann er kjörinn. Einnig er það ekki ákvörðun sem forseti sjálfur getur tekið heldur þarf hann ávallt umboð frá kjósendum.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Fyrst, þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem ráðherrar eru ekki að sinna þingmennsku. Næst, málskotsrétt sem er ekki byggður á geðþótta einnar manneskju, svo að þjóðin geti stöðvað þingmenn þegar starf þeirra samræmist ekki vilja þjóðarinnar. Að lokum, að öll atkvæði í kosningum fái vægi þannig að þingmenn geti ekki lengur myndað meirihluta á þingi án þess að hafa einnig hlotið umboð frá meirihluta kjósenda.

Hver er þinn uppáhaldsforseti?

Ólafur Ragnar. Hann skaut máli til þjóðarinnar, veitti ráðherrum lausn og skipaði ráðherra sem ekki voru þingmenn.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Ég veit það ekki. Ég hef aldrei séð greiningu á mögulegum áhrifum þess. Ég hef ekki heldur séð greiningu frá því þessi fjöldi var upprunalega ákveðinn. Ég er ekki heldur með það á hreinu hver tilgangurinn með þessum fjölda er, en það er ekki sjálfgefið að þessi tala sé í föstu hlutfalli við fólksfjölda.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Dr. Alan Grant. Hann er vísindamaður sem vinnur með höndunum og berst við risaeðlur á meðan hann bjargar börnum.

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Flakka á milli diskófönks, hoppskopps, köntrý og vagg og veltu.

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Ég hef gert alls kyns hluti en ég sé ekki ástæðu til þess að fara út í smáatriði. Verum fyrirmynd.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu staðfesti það tvímælalaust.

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Síðustu tvær vikur hafa verið mjög lengi að líða.

Hver eru mestu vonbrigðin?

Að Selma hafi verið rænd sigrinum í Evrósjón.

Fallegasta ljóðið?

Hótel Jörð og Slysaskot í Palestínu hafa alltaf verið í uppáhaldi.

Besta skáldsagan?

Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder hafði mikil áhrif á mig sem barn.

Hvað er það besta við Ísland?

Ef að maður keyrir beint nógu lengi endar maður aftur á sama stað.

Kanntu á þvottavél?

Ég kann á nokkrar slíkar.

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Breiðari hringveg.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Forseti þarf að skipa ráðherra, skrifa undir lög og stefna saman Alþingi.

Borðarðu þorramat?

Þegar hann er í boði.

Ertu rómantísk/ur?

Já, en ég reyni samt að takmarka mig ekki við eina bókmenntastefnu.

Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands?

Það sem ég hef fram á að bjóða eru skýr og einföld stefnumál sem stuðla að þverpólitískri sátt og pólitískum stöðugleika.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur, svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör þeirra frambjóðendanna sem ekki hafa verið nú þegar verið birt, birtast á næstu vikum, svari þau á annað borð.

Sex ungmenni særð eftir skotárás í Texas – MYNDBAND

Sex ungmenni urðu fyrir skot - Mynd: Skjáskot

Litlu mátti muna fyrir níu ára gamlan strák í Fort Worth í Texas þegar húsið hans varð fyrir skotárás fyrr í maí en alls var fjórum skotum skotið í hús stráksins. Slapp strákurinn alveg ómeiddur. Viðbrögð stráksins eru sögð hafa verið til fyrirmyndar en um leið og hann heyrði skothljóðin beygði hann sig niður í sófanum sem hann sat í og kom sér fljótt í skjól.

Því miður sluppu sex önnur ungmenni ekki jafn vel og strákurinn en myndavél fyrir utan húsið náði skotárásinni á upptöku. Hægt er að horfa á upptökuna hér en við vörum við efni myndbandsins.

„Ég er glaður að ég varð ekki fyrir skoti en mér líður illa vegna krakkanna sem voru skotinn,“ sagði níu ára strákurinn í samtali við fjölmiðla í Bandaríkjunum en ekkert ungmennanna er talið í lífshættu eftir skotárásina.

Samkvæmt lögreglunni í Fort Worth keyrðu árásarmennirnir rauðum Kia Soul framhjá hópnum þegar þeir hófu skotárásina en ekki neinar handtökur hafa verið gerðar.

Jóhanna grimm við Höllu

Halla Hrund Logadóttir. Mynd: Skjáskot af RÚV.

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir þótti komast vel frá forystusætinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöld þar sem fréttaþulurinn Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir læsti járnklónum í hana. Hallgrímur Helgason rithöfundur lýsti undrun sinni á undarlegum spurningum.

„Furðulegar spurningar satt að segja – Afhverju fórstu til Argentínu? Hvar viltu virkja? – og vottur af yfirlæti. Undirtextinn: Hvað ert þú nú að vilja upp á dekk, vina mín? HH svaraði þó vel og komst vel frá þessu,“ skrifaði Hallgrímur á Facebook og uppskar fjölda athugasemda þeirra seme voru sammála honum. Sumir létu í ljósi vanþóknun á yfirlæti elítukonunnar Jóhönnu gegn alþýðukonunni Höllu.

Á meðal þeirra sem lögðu orð í belg var þingmaðurinn fyrrverandi, Þór Saari, sem undrast að Jóhanna haldi vinnunni sinni á RÚV. „Það er skandall og skömm að, að Jóhanna Vigdís skuli hafa starfað á fréttastofunni lengur en í fimm daga,“ skrifaði Þór upp uppskar velþóknun. Það er hiti að færast í baráttuna …

 

Nótt þjófanna í Reykjavík – Ofbeldisseggur með kylfu og piparúða slasaði tvo

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Þjófar voru víða á ferli í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Seint í gærkvöld var maður handtekinn, grunaður um innbrot í heimahús. Hann var gómaður skammt frá innbrotsstað með peninga og verðmæti sem hann gat ekki gert grein fyrir. Þjófurinn var í afar annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa þar sem hann hvílir á gúmmídýnu þar til hægt verður að ræða við hann með nýjum degi.

Annar þjófur var á ferðinni laust eftir klukkan tvö í nótt. Þjófavarnakerfi fór í gang við innbrotið. Lögregla fór strax á staðinn og náði manni á vettvangi. Sá er grunaður um innbrotið. Maðurinn var með þýfi á sér. Hann var vistaður í fangaklefa, rétt eins og kollega hans fyrr um kvöldið.

Upp úr klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um innbrot í kjörbúð þar sem fleiri en einn þjófur voru á ferð. Tilkynnandi gat lýst mönnunum sem voru að brjóta sér leið inn í verslunina. Tveir aðilar voru handteknir skammt frá vettvangi grunaðir um innbrotið.

Tilkynnt um líkamsárás í gærkvöld þar sem árásaraðili beitti piparúða og kylfu. Tvö fórnarlömb voru flutt á slysadeild . Málið er í rannsókn.

Ökumaður var stöðvaður við akstur, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.  Þá hafði hann ekki öðlast ökuréttindi. Sá próflausi var látinn laus eftir hefðbundið ferli.

Tískukóngur hélt íslenskri fyrirsætu í gíslingu: „Ógeðslegur furðufugl“

Tískukóngurinn Georges Marciano hélt Þórunni í gíslingu

Íslensk fyrirsæta lenti heldur betur í ömurlegri lífsreynslu árið 2004 en þá fór hún í páskaferð til Los Angeles þar sem hún komst í kynni við Georges Marciano en hann stofnaði fataverslunina Guess?

DV greindi frá því árið 2004 að Marciano hafi ekki leyft henni að hringja eða taka á móti símtölum og neitað henni um að fara einni út úr húsi. Fyrirsætan var í Los Angeles til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði sem au pair barnapía í Los Angeles. Þórunn vildi lítið tjá sig um samskipti sín við Marciano en sagð að hann hafi gefið henni úr sem kostaði 300 þúsund krónur árið 2004. Þá lýsti hún honum sem „ógeðslegum furðufugli.“

Hún eyddi föstudeginum langa á heimili hans og þar sem þau horfðu saman á Britney Spears myndbönd. Það runnu á hana tvær grímur á fyrirsætuna þegar Marciano bauð henni, vinkonu hennar og börnum sínum út að borða en þegar á staðinn var komið voru þau aðeins tvö og búið að koma þeim fyrir í einkabás.

Eftir kvöldmatinn hafði fyrirsætan samband við vinkonu sína og í framhaldi því var haft samband við lögregluna en hún brást skjótt við og frelsaði fyrirsætuna.  

Hetjudáð í Skötufirði: „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina“

Eiríkur Ingi Jóhannsson var á meðal þeirra sem komu að hörmulegu slysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. janúar 2021 þar sem bifreið með fjölskyldu frá Flateyri hafði oltið og lent úti í sjó. Eiríkur Ingi vakti þjóðarathygli þegar hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst. Hann brást skjótt við og synti að bifreiðinni. Honum tókst að ná konu og barni úr bílnum.

Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi segir sögu sína í Sjóaranum í seinni hluta frásagnar sinnar.

„Þegar ég kem að slysinu marrar bíllinn alveg á bólakafi, nema aftasti hlutinn, brettið er þurrt,“ segir Eiríkur Ingi þegar hann rifjar upp bílslysið í Skötufirði sem hann kom að. „Og maðurinn situr ofan á afturbrettinu en yfir rúðunni marrar svona mikill sjór,“ bætir hann við og sýnir með fingrunum hversu mikið sjórinn náði yfir bílinn. Eiríkur Ingi syndi að bílnum með spotta og batt við bílinn en þá var búið að tjá honum að kona mannsins og barn væru enn í bílnum. „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina því hún var búin að beyglast eitthvað til í veltunni. Þannig að ég ákvað að brjóta rúðuna og geri það bara strax, með hnífnum sem ég tók með mér. Og það sat svolítið djúpt í manni að maður þyrfti kannski að fara inn í bílinn.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Raddir