Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Tískukóngur hélt íslenskri fyrirsætu í gíslingu: „Ógeðslegur furðufugl“

Tískukóngurinn Georges Marciano hélt Þórunni í gíslingu

Íslensk fyrirsæta lenti heldur betur í ömurlegri lífsreynslu árið 2004 en þá fór hún í páskaferð til Los Angeles þar sem hún komst í kynni við Georges Marciano en hann stofnaði fataverslunina Guess?

DV greindi frá því árið 2004 að Marciano hafi ekki leyft henni að hringja eða taka á móti símtölum og neitað henni um að fara einni út úr húsi. Fyrirsætan var í Los Angeles til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði sem au pair barnapía í Los Angeles. Þórunn vildi lítið tjá sig um samskipti sín við Marciano en sagð að hann hafi gefið henni úr sem kostaði 300 þúsund krónur árið 2004. Þá lýsti hún honum sem „ógeðslegum furðufugli.“

Hún eyddi föstudeginum langa á heimili hans og þar sem þau horfðu saman á Britney Spears myndbönd. Það runnu á hana tvær grímur á fyrirsætuna þegar Marciano bauð henni, vinkonu hennar og börnum sínum út að borða en þegar á staðinn var komið voru þau aðeins tvö og búið að koma þeim fyrir í einkabás.

Eftir kvöldmatinn hafði fyrirsætan samband við vinkonu sína og í framhaldi því var haft samband við lögregluna en hún brást skjótt við og frelsaði fyrirsætuna.  

Hetjudáð í Skötufirði: „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina“

Eiríkur Ingi Jóhannsson var á meðal þeirra sem komu að hörmulegu slysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. janúar 2021 þar sem bifreið með fjölskyldu frá Flateyri hafði oltið og lent úti í sjó. Eiríkur Ingi vakti þjóðarathygli þegar hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst. Hann brást skjótt við og synti að bifreiðinni. Honum tókst að ná konu og barni úr bílnum.

Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi segir sögu sína í Sjóaranum í seinni hluta frásagnar sinnar.

„Þegar ég kem að slysinu marrar bíllinn alveg á bólakafi, nema aftasti hlutinn, brettið er þurrt,“ segir Eiríkur Ingi þegar hann rifjar upp bílslysið í Skötufirði sem hann kom að. „Og maðurinn situr ofan á afturbrettinu en yfir rúðunni marrar svona mikill sjór,“ bætir hann við og sýnir með fingrunum hversu mikið sjórinn náði yfir bílinn. Eiríkur Ingi syndi að bílnum með spotta og batt við bílinn en þá var búið að tjá honum að kona mannsins og barn væru enn í bílnum. „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina því hún var búin að beyglast eitthvað til í veltunni. Þannig að ég ákvað að brjóta rúðuna og geri það bara strax, með hnífnum sem ég tók með mér. Og það sat svolítið djúpt í manni að maður þyrfti kannski að fara inn í bílinn.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Stærsta hlutverk Rúriks Gíslasonar á ferlinum – Sjáið myndirnar!

Rúrik Gíslason er sjóðheitur.

Ofurkrúttið, bangsastrákurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gísla­son – einnig leik­ari sem og tón­list­armaður – er eft­ir­sótt­ur og með ótal járn í eldinum; Rúrik er  sem stendur stadd­ur í borginni hollensku og vel reyktu, Amster­dam, við tök­ur á nýrri ­mynd; seg­ir Rúrik að hlut­verkið sé það stærsta hingað til á ferlinum.

Frá þessu greindi Rúrik á In­sta­gram-síðu sinni í gær: Þá var hann með svo­kallað Q & A (beinar spurningar og bein svör) – þar sem hann gaf aðdáendum sín­um tæki­færi til að spyrja hann um nánast hvað sem er.

Rúrik Gíslason.

Einn hinna for­vit­nu vildi fá meiri upp­lýs­ing­ar um kvik­mynda­verk­efnið; sem og önn­ur framtíðarplön – en Rúrik gat ekki veitt meiri upp­lýs­ing­ar að svo stöddu.

Rúrik sem Tarzan
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Rúrik nefndi að þetta væri fyrsta aðal­hlut­verkið hans í kvikmynd; sagðist spennt­ur fyr­ir fram­hald­inu og framtíðinni.

Áður hefur Rúrik tekið þátt í nokkr­um kvik­mynda- og sjón­varps­verk­efn­um; hér­lend­is og er­lend­is; fór Rúrik meðal ann­ars með hlut­verk í ís­lensku gaman­has­ar­mynd­inni Leyni­lögg­an sem og sjón­varpsþáttaröðinni IceGuys.

Þá muna margir eftir því að Rúrik dansaði til sig­urs í þýsku út­gáf­unni af Let’s Dance.

Ekki haft samráð við skólastjórnendur vegna breytinga: „Vekja athygli á þessu óheppilega vinnulagi“

Nemendur við leik í Laugarnesskóla. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Núverandi borgarstjórnarmeirihluti hafði ekki samráð við skólastjórnendur þriggja skóla í Laugardalnum vegna breytta áætlana en þetta kemur fram í bókun sem áheyrnarfulltrúi skólanna lagði fram á fundi skóla- og frístundasviði.

Eftir langt og ítarlegt samráð við íbúa Laugardals og stjórnendur skóla, félagsmiðstöðva og frístundamiðstöðva var tekin sú ákvörðun árið 2022 að heppilegast væri að framtíð skólastarfs í hverfinu yrði byggt upp með þeim hætti að Laugarnesskóli, Laugalækjarskóli og Langholtsskóli myndu halda áfram störfum, að miklu leyti, í óbreyttri mynd en byggt yrði við skólanna til að mæta þörfum og fjölgun nemenda.

Safnskóli verður byggður

Í gær var sú ákvörðun dregin til baka á fundi skóla- og frístundaráðs og ber meirihlutinn fyrir sig breyttum forsendum. Nú stendur til að byggður verði nýr safnskóli sem verði aðeins fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Í þetta sinn var hins vegar ekki haft samráð við íbúa eða skólastjórnendur en greint er frá því í bókun sem lögð var fram á fundinum.

„Á sínum tíma áttu skólastjórar Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla ríkan þátt í starfshópi og samráðsferli um framtíðarskipan skólamála í Laugardal. Sá starfshópur skilaði af sér skýrslu sem var kynnt fyrir tæpum tveimur árum þar sem ákveðnar voru aðgerðir sem beðið hefur verið eftir að ráðist verði í. Félag skólastjórnenda í Reykjavík vill vekja athygli á því að skólastjórar skólanna áttu ekki sæti í þeim starfshópi sem nú kynnir niðurstöður sínar, né vissu af þeirri vinnu sem var í gangi. Þessi bókun er gerð til að vekja athygli á þessu óheppilega vinnulagi.“

Jón Gnarr minnist móður sinnar: „Hef aldrei eytt þér úr símanum mínum“

Jón Gnarr minnist móður sinnar í fallegri Facebook-færslu og segir að sennilega hafi hann orðið grínisti til að gleðja hana.

Mæðradagurinn var haldinn víða um lönd í fyrradag og kepptust notendur samfélagsmiðlanna við að birta ljósmyndir af mæðrum sínum eða barnsmæðrum og skrifa falleg orð, enda ekkert sjálfsagðara. Jón Gnarr lét ekki sitt eftir liggja og birti fallegan texta um móður sína Bjarneyjar Ágústu Jónsdóttur, sem lést fyrir 15 árum síðan.

„Mamma mín Bjarney Ágústa Jónsdóttir. Konan sem bjó mig til inní sér og kom mér útí lífið. Það sem ég sakna þín alltaf elsku fallega mamma mín. Ég á ennþá varalitinn þinn og hef aldrei eytt þér úr símanum mínum þó það séu 15 ár síðan þú fórst til Sumarlandsins. Skoða það alltaf í símanum mínum þegar ég kem frá útlöndum því ég var vanur að hringja alltaf í þig til að segja þér að ég væri lentur.“ Þannig hefst hin ljúfsára færsla Jóns. Segir hann svo að þrautseigjuna og staðfestuna hafi hann frá henni.

Bjarney Ágústa Jónsdóttir
„Hugsa svo oft til þín elsku mamma. Þrautseigjuna og staðfestuna hef ég skuldlaust frá þér og er svo stoltur af því að vera líkur þér. Lífið var þér oft erfitt og ég sjálfur var þér oft erfiður sem barn og unglingur. En ég veit að þú veist að ég gat ekkert að því gert. Það var líka oft gaman hjá okkur, td. þegar við sungum saman með Kenny Rogers og Meat Loaf
Ég held stundum að ég hafi orðið grínisti til að gleðja þig og einhvernveginn bæta fyrir allt. Þér fannst líka gaman að þessu öllu.“

Að lokum segist Jón ætla að vera með varalitinn hennar í vasanum á mæðradaginn.

„Hvíldu í friði elsku mamma og vonandi sjáumst við aftur einn daginn. Ég verð með varalitinn þinn í vasanum í dag.

Dularfullt óp bjargaði lífi Glúms í gær: „Hrollurinn læðist enn um mig“

Glúmur Baldvinsson
Glúmur Baldvinsson komst nærri dauðanum í gær. Frá því segir hann á Facebook.

„Í dag munaði broti úr sekúndu að ég væri steindauður og ekki til frásagnar um atvikið.“ Þannig hefst færsla Glúms Baldvinssonar alþjóðastjórnmálafræðings, sem birtist á Facebook í gær. Segist hann hafa verið að á suðurströndinni undi Eyjafjallajökli og ætlaði sér að aka inn á þjóðveginn frá bílaplani Gamla fjóssins, veitingastaðar á svæðinu.

„Var á suðurströndinni við veitingastaðinn Gamla fjósið undir Eyjafjallajökli. Ætlaði að aka af planinu inná þjóðveginn og leit til beggja átta. Sá bíl koma úr vestri og sá gaf stefnuljós inná planið svo ég taldi all clear og steig á bensingjöfina. Og í þann mund heyrði ég órætt óp og ég snarhemlaði og kom í veg fyrir að vera vera dúndraður niður af bíl sem kom úr austri á ógnarhraða. Hann var mér ósýnilegur sekúndubroti áður. Ég skil ekki enn hvernig ég nam þetta óræða óp úr fjarskanum og hvaðan það kom.“

Að lokum segir Glúmur að hrollurinn læðist enn um hann.

„Ég er fyrst núna að átta mig á hversu mjóu munaði á milli lífs og dauða. Hrollurinn læðist enn um mig.“

Elín Hall glímir við sorgina hennar Unu: „Ég nenni ekki þessum feluleik lengur“

Elín Hall fer með hlutverk Unu - Mynd: Skjáskot

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarssonar verður frumsýnd á morgun á Cannes kvikmyndahátíðinni og hefur í tilefni þess verið gefin út ný stikla.

Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússibanaferð tilfinninga, þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Nokkuð ljóst er að hádramatíska mynd er að ræða ef stiklan gefur rétta mynd en upphafsorð stiklubnar koma frá Unu og segir hún: „Ég nenni ekki þessum feluleik lengur“

Meðal aðalhlutverk fer Elín Hall. Aðrir leikarar eru Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson.

 

Yfirvöld svara fyrir skipan Söru Lindar – Álag, verkefnaþungi og halli í leyfisveitingum

Sara Lind Guðbergsdóttir hætt hjá ríkinu

Ákveðið var að ráða tímabundinn Orkumálastjóra í fjarveru Höllu Hrundar Logadóttur, vegna mikils álags og halla í leyfisveitingum. Þetta kemur fram í svörum umhverfis, orku- og loftlagsmálaráðuneytinu við spurningu Mannlífs.

Mannlíf fjallaði um ósammræmi í forstjóramálum ríkisstofnanna á dögunum en athygli vakti þegar Sara Lind Guðgeirsdóttir var sett sem tímabundinn forstjóri Orkumálastofnunar, á meðan Halla Hrund stendur í forsetakosningabaráttu. Helga Þórisdóttir, sem einnig er í framboði til forseta, fór einnig í leyfi sem forstjóri Persónuverndar en þar á bæ hljóp staðgengill hennar í skarðið á meðan á kosningabaráttunni stendur.

Sjá einnig: Sláandi ósamræmi í forstjóramálum – Sara sett í stað Höllu en enginn fyrir Helgu

Anna Sigríður Einarsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis, orku- og loftlagsmálaráðuneytinu, svaraði Mannlífi sem spurði að dögunum út í ástæðuna fyrir því að forstjóri hafi verið settur tímabundið í stað Höllu Hrundar en ekki í tilfelli Helgu Þórisdóttur. Samkvæmt svarinu er ástæðan meðal annars sú að mikið álag hvílir á Orkumálastofnunar, halli sé á leyfisveitingum og að ekki hafi verið skilgreindur staðgengill hjá stofnuninni.

„Að tekni tilliti til mikils álags, verkefnaþunga og halla í leyfisveitingum hjá Orkustofnun og þar sem ekki var skilgreindur staðgengill orkumálastjóra hjá stofnuninni, þá var það mat ráðuneytisins að rétt væri á meðan á leyfi Höllu Hrundar stendur, að setja tímabundið í embætti orkumálastjóra. Settur orkumálastjóri vinnur hörðum höndum að því að vinna á halla í leyfisveitingum líkt og fram kom í fréttatilkynningu um skipun Söru Lindar Guðbergsdóttur.“

Mannlíf bíður eftir svörum frá dómsmálaráðuneytingu varðandi ástæðuna fyrir því að staðgengill forstjóra var látinn duga fyrir Persónuvernd.

Íþróttaálfurinn Magnús eignast Latabæ aftur

Magnús Scheving eignast Latabæ aftur

Magnús Scheving hefur eignast vörumerki Latabæjar aftur en hann seldi vörumerkið til Turner-samsteypurnar árið 2011. Undir þetta falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi um heim allan.

Þættirnir um Latabæ náðum miklum vinsældum um heim allan og voru þættirnir sýndir í 170 löndum á sínum tíma en alls voru framleiddir 78 þættir frá 2004 til 2014. Nánast öll framleiðsan fór fram á Íslandi og var mikil lyftistöng fyrir íslenska kvikmyndagerð.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvort að Magnús muni búa til fleiri sjónvarpsþætti, bækur, leikrit eða buff með persónum Latabæjar.

Sigríður dýralæknir „algjörlega ósammála“ MAST: „Þarna eru dýr sem þjást“

Ær með nýfætt lamb sem hún bar úti. Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir er „algjörlega ósammála“ setts yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun, sem segir ástandið á kindunum í Þverárhlíð sé ýkt.

Þorvaldur H. Þórðarson, settur yfirdýralæknir hjá MAST sagði í fréttum í gær að stofnunin hafi farið fram á að gerðar verði talsverðar umbætur á sauðfjárbúskapi bóndabæjarins Höfða í Borgarfirði en hann telji ástandið ekki eins slæmt og fólk hefur haldið fram. Segir hann það ýkt.

Steinunn Árnadóttir, sem hefur haft sig hvað mest í frammi í málinu, fór ásamt dýralækninum Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur í Þverárhlíð og skoðuðu aðstæður kindanna og voru báðar sammála um að ástandið sé grafalvarlegt.

„Ég mátti til að skoða aðstæður í Þverárhlíð eftir að hafa hlustað á settan yfirdýralækni í hádegisfréttum Bylgjunnar,“ segir Steinunn í Facebook-færslu frá því í gærkvöldi. Og heldur áfram: „Kom þetta meðal annars fram hjá settum yfirdýralækni:

„Við teljum að við séum að sinna skyldum okkar að fullu“
„Ástandið ekki eins slæmt og menn vilja vera láta“
„Fé sem sýna skallamerki eru ekki merki um veikindi“

„Ekki mikið um vanhöld eða hor á fé“.“

En Steinunn tók þó eftir nokkrum breytingum á ferð sinni um svæðið:

„Breytingar sem ég sá að eitt kar var komið nýtt og rann þar alveg ,,heilnæmt vatn“ (sjá af heimasíðu Mast)
Búið er að merkja einhver lömb.

En myndirnar tala sínu máli sem endra nær. Ég hafði dýralækni með mér í för og var hún í miklu uppnámi að sjá þessar aðstæður.“

Þá segir Steinunn að hópur af kindum sé kominn á næstu bæi og jarðir og að nágrannarnir hafi ekki undan að keyra þeim til heim.

„Kindurnar eru komnar í hópum á næstu bæi og jarðir. Nágrannar hafa ekki undan að keyra heim eða tilsegja umkomulaust, illa hirt fé úr þessari Hryllingssögu.

Nýfætt lamb í vegkantinum með móður sinni. Ekkert fóður nálægt. Lítið lamb án móður jarmaði án afláts. Eigandinn var beðinn af dýralækninum að sinna þessu lambi. Það bar ekki árangur. Þrjátíu hrafnar voru nokkuð glaðir í svifi yfir kræsingar. Það má kannski segja að Hryllingsbúið sé alveg sérstaklega hrafnvænt.“

Kind sem yfirdýralæknir MAST segir í lagi með.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Að lokum segir Steinunn að kindurnar frá bænum séu ekki 300 eins og eigandinn sagði í fréttum Bylgjunnar, heldur mun fleiri.

„Ég var beðin sérstaklega að það kæmi fram að fórnarlömbin í þessari Hryllingssögu eru ekki 300 eins og eigandinn laug til um í fréttum Bylgjunnar. Talan er ca 760 stk. Það er þetta með lygina!“

Ljótt að sjá.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknirinn sem fór með Steinunni í Þverárhlíð í gær, skrifaði einnig Facebook-færslu þar sem hún segist „Algjörlega ósammála“ setts yfirdýralæknis hjá MAST, um að ástandið sé ýkt:

„Í dag sá ég ömurlega búskaparhætti, þar sem dýr þjást. Skýtið að settur yfirdýralæknir finnist þetta ástand ýkt. Ég er algjörlega ósammála honum. Þarna eru dýr sem þjást. Eins ömurlegt og það hljómar. Lítið lamb ný fætt. Blautt. 2. gráðu loft hiti. Þrjátíu hrafnar sveimandi yfir umkomulausu dýrunum. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir.“

Mannlíf ræddi við Sigríði Ingu og spurði hana nánar út í færsluna. Sigríður stendur við færsluna og segir: „Það er búið að vera að bera úti. Í gær var eitt lítið lamb þarna, nýfætt og ennþá blautt og það voru um fimm gráður en útaf vindkælingunni var um tveggja gráður hiti. Og svo var annað lamb þarna sem hafði orðið viðskila við móður sína og það þarf auðvitað að finna út úr því en það var enginn að gera það. Og þetta lamb bara jarmaði þarna og á þriðja tug hrafna vafrandi þarna yfir. Það var eitt lokað af í girðingu og enginn að hugsa um þetta lamb. Mér finnst þetta mjög sorglegt.“

Umkomulaust lamb.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Þá nefndi Sigríður annað dæmi: „Ég tók sérstaklega eftir einu. Það var kind þarna sem var með tvö lömb, sem litu vel út en hún var bara á fullu að bíta gras því það er svo lítið gras komið og hún hafði varla undan að éta því það er svo lítið sem hún fær í einu. En ég get svo sem ekkert vitað hvernig holdarfarið á henni var en þetta eru mjög óvenjulegar aðstæður.“

Mannlíf spurði Sigríði nánar út í orð yfirdýralæknisins sem sagði ástandið ýkt af fólki. „Ég er ekki sammála því að það sé allt í lagi. Ég er ekki sammála því, væntanlega. Og ef þeir eru með eitthvað í ferli þá geta þeir bara verið með það en ég get ekki séð að einhver sé að fylgjast með þessu. Hvernig geturðu fylgst með ám úti um allar trissur í burði? Allir mínir bændur eru með kindurnar í húsi og þegar þær eru búnar að bera og það er komið gott veður, þá fara þær út og allt í fínu lagi.“

Holdafar Ísaks á vörum íslenskra sparkspekinga: „Ég var í smá sjokki“

Ísak (til vinstri) er samningsbundin Rosenborg en spilar með Blikum í Bestu deild karla í sumar - Myndin af honum er frá því í fyrra

Holdafar Ísaks Þorvaldssonar, leikmanns Breiðabliks, er eitt helsta umræðuefni sparkspekinga á Íslandi en Ísak var um seinustu að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Breiðablik á tímabilinu. Ísak, sem er á láni frá norska liðinu Rosenborg, hefur verið að glíma við meiðsli og fór í aðgerð vegna kviðslits í janúar.

Ýmsir sparkspekingar hafa miklar áhyggjur af ástandinu á knattspyrnumanninum. Í hlaðvarpsþættinum Innkastið spurði íþróttablaðamaðurinn Sæbjörn Steinke hvernig Ísak hafi staðið sig í leiknum um helgina.

„Ekki sérstaklega vel. Hann er ekki í nægilega góðu standi,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net.

„Hann er bara í slæmu standi. Mér fannst hann bara þéttur á vellinum. Ég var í smá sjokki og þessi hvíti búningur var ekki að hjálpa honum. Ég skil ekki hvernig hann getur dottið í þetta stand sem atvinnumaður,“ sagði Valur Gunnarsson, fyrrum markmaður Leiknis, um Ísak. 

Í Stúkunni sem er sýnd á Stöð 2 Sport var holdafar Ísaks einnig rætt af sérfræðingum þáttarins.

„Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert Brynjar Ingason, fyrrum leikmaður Fylkis og FH, í þættinum.

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar

Haukur Morthens

Hinn 17. maí næstkomandi verða liðin 100 ár frá fæðingu eins virtasta tónlistarmanns landsins, Hauks Morthens (17. maí 1924 – 13. október 1992). Af því tilefni verða stórtónleikar haldnir í Eldborgarsal Hörpu.

Aðstandendur tónleikanna sendi fréttatilkynningu á Mannlíf en þar er meðal annars farið yfir feril Hauks í stuttu máli:

„Ferðalag Hauks í gegnum tónlistina hófst þegar hann var aðeins aðeins 11 ára þegar hann kom fyrst fram með drengjakór Reykjavíkur. 19 ára gamall hóf Haukur atvinnuferil sinn með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og varð fljótt einn frægasti, ástsælasti og áhrifamesti söngvari Íslands. Hann risti nafn sitt djúpt inn í annál íslenskrar tónlistarsögu, ekki bara sem flytjandi heldur sem frumkvöðull og hugsjónamaður.“

Haukur Morthens

Þá segir einnig í tilkynningunni að Haukur hafi farið ótroðnar slóðir á ferli sínum:

„Haukur Morthens var margþættur hæfileikamaður sem bar marga hatta. Hann fór ótroðnar slóðir bæði heima og erlendis. sá fyrsti sem gerði dægurlagasöng að atvinnu og um leið fyrstur slíkra til að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi, hann var jafnframt lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, skrifaði um tónlist í blöð og tímarit, flutti inn erlent tónlistarfólk, hélt tónleika og var með eigið útgáfufyrirtæki um tíma. Haukur var  fagmaður og reglumaður fram í fingurgóma.“

Í tilefni af afmælinu verður blásið til sannkallaðra stórtónleika í glæsilegasta tónleikasal landsins, Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 26.maí, eins og það er orðað í tilkynningunni.    

Söngvararnir sem fram koma á tónleikunum eru ekki af verri endanum en það eru þau Jógvan Hansen, Bogomil Font, Valdimar Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir ásamt hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar. Sérstakir gestir verða meðlimir Karlakórs Kjalnesinga. „Allt verður gert til að skapa hugguleg stund í Eldborg til að heiðra minningu meistara Hauks Morthens,“ segir í tilkynningunni.

Valdimar Guðmundsson, Bogomil Font, Unnur Birna og Jógvan

Að lokum segir í fréttatilkynningunni: „Vertu með þegar við minnumst og gleðjumst yfir arfleifð eins ástsælasta dægurlagasöngvara Íslands Hauks Morthens. Hægt er að næla sér í hér og í miðasölu Hörpu þar sem síminn er 5285050.“

 

 

 

Steve Buscemi kýldur í andlitið í New York – Lögreglan birtir ljósmyndir af hinum grunaða

Steve Buscemi

Stórleikarinn Steve Buscemi var kýldur í andlitið á göngu sinni á götum úti í New York á miðvikudaginn. Lögreglan leitar árásarmannsins.

Lögreglan í New York sagði CNN að hún væri að rannsaka árásina, sem gerðist síðastliðinn miðvikudag og er sú nýjasta í röð tilviljanakenndra árása í borginni.

Í síðasta mánuði talaði CNN við sex konur sem sögðust hafa verið kýldar í andlitið upp úr þurru á meðan þær gengu um stræti New York borgar.

„Buscemi varð fyrir líkamsárás í miðbæ Manhattan, enn eitt fórnarlamb tilviljunarkennds ofbeldisverks í borginni,“ sagði talsmaður hans í yfirlýsingu til CNN.

„Hann er í lagi og metur velfarnaðaróskir allra, en honum þykir þetta ótrúlega leiðinlegt fyrir alla sem hafa lent í þessu á göngu sinni í NY,“ sagði í yfirlýsingunni.

Samkvæmt NYPD voru lögreglumenn kallaðir á vettvang við 369 3rd Avenue rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 8. maí. „Við komuna var lögreglumönnum tilkynnt að 66 ára karlmaður hafi verið sleginn í andlitið af óþekktum einstaklingi,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar.

„Sjúkraliðar brugðust við og flutti fórnarlambið á sjúkrahús, í stöðugu ástandi til meðferðar vegna mars, bólgna og blæðingar í vinstra auga,“ sagði NYPD. „Ekki hefur enn verið neinn handtekinn, og rannsókn er enn í fullu gangi.“

„Einstaklingnum er lýst sem karlmanni með dökkt yfirbragð, klæddur dökkri hafnaboltahettu, bláum stuttermabol, svörtum buxum, hvítum strigaskóm og með bókatösku,“ að sögn lögreglu.

Sá grunaði

Lögreglan hefur beðið almenning um aðstoð við að bera kennsl á hinn grunaða.

Buscemi fæddist í Brooklyn, New York. Hann er þekktastur fyrir að leika í kvikmyndum eins og „Reservoir Dogs“ (1992) og „Fargo“ (1996), auk sjónvarpsþátta þar á meðal „Boardwalk Empire“ og „30 Rock“. Þá vakti hann aðdáun margra í kringum 11. september 2001 en hann hjálpaði slökkviliðinu við hjálparstörf en hann starfaði sem slökkviliðsmaður í New York, áður en hann sló í gegn sem leikari.

Ástþór telur að Íslandi verði tortímt á næsta ári – Ætlar að semja við Pútin

Ástþór (Kristur) Magnússon

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur miklar áhyggjur af því að Rússland muni sprengja kjarnorkusprengju á Íslandi og telur að það muni gerast á næsta ári.

„Í dag er verið að nota byssukúlur sem íslenska þjóðin hefur borgað fyrir, þær eru notaðar í skriðdreka sem eru að skjóta inn í Rússland og drepa þar fólk. Það er mikil reiði þar. Það er búið að skilgreina Ísland frá því að vera friðarríki og vinaþjóð Rússa yfir í að vera óvinaþjóð,“ sagði Ástþór í viðtali á RÚV um hlutverk forseta Íslands en hann telur að verði hann kjörinn forseti geti hann samið við Pútín og verður það hans fyrsta verk.

„Ég tel að Ísland hafi þá rödd og þá virðingu að tala fyrir friði.“

Þá telur Ástþór að Úkraína geti orðið að hlutlausu sambandslýðveldi og að hann muni reyna leysa þær deilur og átök sem hafa geisað í Palestínu og Ísrael. „Ég held að það muni reyndar taka aðeins lengri tíma en Úkraínudeilan. Ég held að hún sé frekar einföld að leysa.“

Hvalfjarðargöng lokuð annað kvöld vegna brunaæfingar: „Beðist er velvirðingar á óþægindum“

Hvalfjarðargöng

Í tilkynningu frá Vegagerðinni er greint frá því að Hvalfjarðargöng verði lokuð frá 21:00 til 23:00 vegna brunaæfingar og bílstjórum bent á að nota hjáleið um Hvalfjörð á meðan.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Vegagerðarinnar hér fyrir neðan:

„Göngin um Hvalfjörð verða lokuð miðvikudaginn 15. maí frá klukkan 21-23 vegna umfangsmikillar brunaæfingar á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Hjáleið verður um Hvalfjörð (47) meðan á æfingunni stendur. Lokanir verða við gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðavegar í Leirársveit og við gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðavegar á Kjalarnesi.

Vegfarendur eru beðnir um að taka tillit til þessa í ferðaáætlunum sínum. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.“

Konurnar frá Nígeríu sendar nauðugar úr landi í nótt: „Blessing er í dag með æxli í kviðarholi“

Blessing var send af landi brott í nótt.
Mótmælt var á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld þegar konurnar þrjár frá Nígeríu, Blessing, Esther og Mary voru sendar nauðugar úr landi eftir að þær höfðu dvalið ólöglega á landinu undanfarin ár. Konurnar voru handteknar í síðustu viku og vistaðar í ríkisfangelsinu á Hólmsheiði. Í gær voru þær sendar úr landi. Fulltrúar No Borfers samtakanna mótmæltu en allt kom fyrir ekki. Baráttukonan Sema Erla Serdaroglu staðfestir að brottrekstur kvennanna hafi gengið eftir í gær. Hún segir á Facebook að ein kvennanna, Blessing, sé sárveik.
„Blessing kom til Íslands árið 2018 í leit að vernd frá mansali. Blessing er í dag með æxli í kviðarholi sem fer stækkandi og kallar á greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Blessing getur ekki gengið vegna veikinda sinna,“ skrifar Sema Erla.
Konurnar þrjár frá Nígeríu.
Hún hefur eftir lækni að Blessing sé ekki ferðafær af heilsufarsástæðum og að brottvísun ógni lífi hennar. Þrátt fyrir þetta var hún send úr landi.
„Útlendingastofnun telur það að stofna lífi fólks í hættu með beinum hætti einfaldlega ekki vera ástæðu til að fresta brottvísun. Svona koma íslensk stjórnvöld fram við konur á flótta. Svona kemur ríkisstjórnin fram við þolendur nauðgunarmansals. Þvílík ævarandi svívirða sem valdhafa halda áfram að kalla yfir land og þjóð,“ skrifaði Sema Erla.
Hún upplýsir að sumarið 2023 hafi konurnar verið sviptar rétti til húsnæðis, heilbrigðisþjónustu og „í raun allra grundvallarmannréttinda“. Sema Erla hefur eftir talskonu Stígamóta að þetta sé gróft brot á alþjóðaskuldbindingum Íslands.

Strengjabrúður Kára

Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson

Það vakti furðu margra þegar Kári Stefánsson, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason lýstu því yfir í síðustu viku að þeir styddu framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, til forseta Íslands en þremenningarnir voru lykilmenn ásamt Ölmu Möller í öllum COVID-tengdum ákvörðunum sem teknar voru meðan faraldurinn geisaði yfir. Stuðningsmenn annarra frambjóðenda hafa sagt stuðningsyfirlýsinguna óviðeigandi og að það sé illa gert að nýta sér faraldurinn til atkvæðaveiða.

Þá vakti einnig athygli að Kári lýsti því síðar yfir að hann bæri ábyrgð á stuðningi Þórólfs og Víðis eins og þeir væru ekki fullorðnir menn sem gætu ekki tekið ákvörðun án samþykkis Kára…

Katrín fær Marshallaðstoð

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mynd: Facebook.

Mikil harka er í toppslagnum á milli Katrínar Jakobsdóttur, fráfareandi forsætisráðherra, og Höllu Hrundar Logadóttur, sem leiðir í baráttunni um Bessastaði. Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins hamast á Höllu og allskyns hyski hnjóðar í Katrínu. Báðar eru hinar frambærilegustu og hæfar til að taka við sprotanum af Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta Íslands þótt ýmum þyki sem pólitísk fortíð þvælist fyrir Katrínu.

Ýmislegt er gert til að laða að kjósendur og skapa tryggð. Athugli vakti að hartnær 150 manns mættu með Höllu á Úlfarsfell í síðustu viku þar sem frambjóðandinn messaði yfir sínu fólki.

Nú hafa stuðningsmenn Katrínar ákveðið að skáka Höllu Hrund. Róbert Marshall, fyrrverandi ráðgjafi ríkisstjórnar Katrínar, kemur til aðstoðar og mun leiða göngu Katrínar og stuðningsmanna hennar á Mosfell á morgun. Fylgismenn Katrínar eru af ýmsu og mismunandi sauðahúsi. Þar ganga saman hönd í hönd, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi. Hannes er farinn af landi brott og búinn að kjósa en reiknað er með að Vilhjálmur mæti og sýni þannig tryggð sína …

Ólga meðal foreldra vegna heimsóknar fermingarbarna á reðasafnið: „Dóttir mín var í sjokki“

Safngripir safnsins - Mynd: Reðursafnið

Mikil ólga blossaði upp árið 1999 meðal foreldra í Árbænum þegar börn í fermingarfræðslu heimsóttu Hið Íslenzka Reðasafn. „Ég var aldrei hrifinn af þessu. Valið stóð á milli þess að fara á reðasafnið eða á slökkvistöðina,“ sagði séra Þór Hauksson, sóknarprestur i Árbæjarkirkju, um málið við DV árið 1999.

Foreldrar sumra barna voru mjög ósátt við ferðina. „Dóttir mín var í sjokki þegar hún kom heim á sunnudagskvöldið. Ég hélt að hún hefði farið í fermingarundirbúning en þá var hún á reðasafninu,“ sagði ein ónafngreind móðir um ferðina. Séra Þór sagði að tveir ungir menn sem sáu um æskulýðsstarf í Árbæjarkirkju hafi skipulagt ferðina.

„Það verður að líta á þessa ferð sem slæm mistök og ég lofa því að þetta endurtaki sig ekki. Slökkvistöðin hefði verið betri kostur,“ sagði séra Þór. 

„Ef ég hefði séð viðbrögð foreldra fyrir þá hefði þessi ferð aldrei verið farin. Eftir að hafa heimsótt reðasafnið og hlustað þar á fyrirlestur forstöðumannsins um sýningargripina fórum við með krakkana á KFUMK-loftið við Amtmannsstíg og héldum þar helgistund. Þá varð mér ljóst að það voru ekki allir jafnánægðir. Núna dauðsé ég eftir þessu og vildi óska að við hefðum aldrei farið. Slökkvistöðin var eiginlega aldrei inn í myndinni vegna þess að við vorum búin að fara þangað áður og krökkunum þótti það leiðinlegt,“ sagði Guðni Már Harðarson en hann var annar þeirra sem skipulagði ferðina en þá stefndi hann á að fara í guðfræðinám. Guðni er í dag prestur í Lindakirkju í Kópavogi.

Frosti segir viðbrögð Ingibjargar dapurleg: „Þau velja frekar að dylgja áfram um mig“

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gefur lítið fyrir gagnrýni Frosta

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason segir viðbrögð Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, við gagnrýni hans á umfjöllun Heimildarinnar vera dapurleg en Frosti var ósáttur með hvernig blaðið tæklaði umfjöllun um ásökun Eddu Pétursdóttur, fyrrverandi kærustu Frosta, um andlegt ofbeldi og hótanir í hennar garð frá Frosta.

SJÁ NÁNAR: Ingibjörg segir fleiri konur hafa lýst óviðeigandi samskiptum við Frosta: „Það er ofsalega ljótt“

Í viðtali við Vísi segir Frosti meðal annars að Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður Heimildarinnar, hafi brotið siðareglur og hann hafi ekki fengið að segja frá sinni hlið en Ingibjörg vísaði gagnrýni Frosta á bug í Facebook-færslu stuttu eftir að viðtalið við Frosta birtist á Vísi.

Frosti hefur nú svarað Ingibjörgu á Facebook-síðu sinni.

Það er ótrúlega dapurlegt að sjá viðbrögð Ingibjargar Daggar, ritstjóra Heimildarinnar við viðtali við mig í Einkalífinu á Vísi. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort það sé ekki fullkomlega eðlilegt að einhliða yfirlýsing, eins og hún kallar það, komi frá manni í öðrum miðli en þeim sem neitar að greina frá hinni hlið máls – og er þar af leiðandi sjálfur með einhliða umfjöllun. Það má þó segja að það sé gott fyrir almenning að til séu miðlar sem séu reiðubúnir að greina frá fleiri en einni hlið máls, eins og Visir.is og Brotkast.is Heimildin er ekki þar á meðal,“ skrifar Frosti um málið.

„Fagmennskan er ekki meiri en svo að þau velja frekar að dylgja áfram um mig til að klóra yfir þá staðreynd að þau hafi ekki leyft mér að segja mína hlið þegar á mig voru bornar þungar sakir í þeirra miðli. Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta er enn eitt dæmið um það ofbeldi sem ég hef verið að tala um, ofbeldi og kúgunar aktívisma. Það er óneitanlega sérstakt að fólkið sem lætur hæst um að aðrir eigi að betra sig og bæta sé svona algjörlega ófært um að líta í eiginn barm. En auðvitað hentar það ekki narratífinu sem þau vilja halda á lofti. Fagmennskan hefur því vikið fyrir pólitík. Það sést einna best á því að Heimildin telur lógík í því að ef nógu mikið af slúðri sé borið út um einhvern þá eigi viðkomandi ekki að fá að svara fyrir sig á vettvangi þeirra fjölmiðla sem breiði út slúðrið. Það er ekki lógískt að mínu mati,“ skrifar Frosti svo að lokum.

Tískukóngur hélt íslenskri fyrirsætu í gíslingu: „Ógeðslegur furðufugl“

Tískukóngurinn Georges Marciano hélt Þórunni í gíslingu

Íslensk fyrirsæta lenti heldur betur í ömurlegri lífsreynslu árið 2004 en þá fór hún í páskaferð til Los Angeles þar sem hún komst í kynni við Georges Marciano en hann stofnaði fataverslunina Guess?

DV greindi frá því árið 2004 að Marciano hafi ekki leyft henni að hringja eða taka á móti símtölum og neitað henni um að fara einni út úr húsi. Fyrirsætan var í Los Angeles til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði sem au pair barnapía í Los Angeles. Þórunn vildi lítið tjá sig um samskipti sín við Marciano en sagð að hann hafi gefið henni úr sem kostaði 300 þúsund krónur árið 2004. Þá lýsti hún honum sem „ógeðslegum furðufugli.“

Hún eyddi föstudeginum langa á heimili hans og þar sem þau horfðu saman á Britney Spears myndbönd. Það runnu á hana tvær grímur á fyrirsætuna þegar Marciano bauð henni, vinkonu hennar og börnum sínum út að borða en þegar á staðinn var komið voru þau aðeins tvö og búið að koma þeim fyrir í einkabás.

Eftir kvöldmatinn hafði fyrirsætan samband við vinkonu sína og í framhaldi því var haft samband við lögregluna en hún brást skjótt við og frelsaði fyrirsætuna.  

Hetjudáð í Skötufirði: „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina“

Eiríkur Ingi Jóhannsson var á meðal þeirra sem komu að hörmulegu slysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. janúar 2021 þar sem bifreið með fjölskyldu frá Flateyri hafði oltið og lent úti í sjó. Eiríkur Ingi vakti þjóðarathygli þegar hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst. Hann brást skjótt við og synti að bifreiðinni. Honum tókst að ná konu og barni úr bílnum.

Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi segir sögu sína í Sjóaranum í seinni hluta frásagnar sinnar.

„Þegar ég kem að slysinu marrar bíllinn alveg á bólakafi, nema aftasti hlutinn, brettið er þurrt,“ segir Eiríkur Ingi þegar hann rifjar upp bílslysið í Skötufirði sem hann kom að. „Og maðurinn situr ofan á afturbrettinu en yfir rúðunni marrar svona mikill sjór,“ bætir hann við og sýnir með fingrunum hversu mikið sjórinn náði yfir bílinn. Eiríkur Ingi syndi að bílnum með spotta og batt við bílinn en þá var búið að tjá honum að kona mannsins og barn væru enn í bílnum. „Ég sá strax að það var ekki hægt að opna hurðina því hún var búin að beyglast eitthvað til í veltunni. Þannig að ég ákvað að brjóta rúðuna og geri það bara strax, með hnífnum sem ég tók með mér. Og það sat svolítið djúpt í manni að maður þyrfti kannski að fara inn í bílinn.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Stærsta hlutverk Rúriks Gíslasonar á ferlinum – Sjáið myndirnar!

Rúrik Gíslason er sjóðheitur.

Ofurkrúttið, bangsastrákurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gísla­son – einnig leik­ari sem og tón­list­armaður – er eft­ir­sótt­ur og með ótal járn í eldinum; Rúrik er  sem stendur stadd­ur í borginni hollensku og vel reyktu, Amster­dam, við tök­ur á nýrri ­mynd; seg­ir Rúrik að hlut­verkið sé það stærsta hingað til á ferlinum.

Frá þessu greindi Rúrik á In­sta­gram-síðu sinni í gær: Þá var hann með svo­kallað Q & A (beinar spurningar og bein svör) – þar sem hann gaf aðdáendum sín­um tæki­færi til að spyrja hann um nánast hvað sem er.

Rúrik Gíslason.

Einn hinna for­vit­nu vildi fá meiri upp­lýs­ing­ar um kvik­mynda­verk­efnið; sem og önn­ur framtíðarplön – en Rúrik gat ekki veitt meiri upp­lýs­ing­ar að svo stöddu.

Rúrik sem Tarzan
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Rúrik nefndi að þetta væri fyrsta aðal­hlut­verkið hans í kvikmynd; sagðist spennt­ur fyr­ir fram­hald­inu og framtíðinni.

Áður hefur Rúrik tekið þátt í nokkr­um kvik­mynda- og sjón­varps­verk­efn­um; hér­lend­is og er­lend­is; fór Rúrik meðal ann­ars með hlut­verk í ís­lensku gaman­has­ar­mynd­inni Leyni­lögg­an sem og sjón­varpsþáttaröðinni IceGuys.

Þá muna margir eftir því að Rúrik dansaði til sig­urs í þýsku út­gáf­unni af Let’s Dance.

Ekki haft samráð við skólastjórnendur vegna breytinga: „Vekja athygli á þessu óheppilega vinnulagi“

Nemendur við leik í Laugarnesskóla. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Núverandi borgarstjórnarmeirihluti hafði ekki samráð við skólastjórnendur þriggja skóla í Laugardalnum vegna breytta áætlana en þetta kemur fram í bókun sem áheyrnarfulltrúi skólanna lagði fram á fundi skóla- og frístundasviði.

Eftir langt og ítarlegt samráð við íbúa Laugardals og stjórnendur skóla, félagsmiðstöðva og frístundamiðstöðva var tekin sú ákvörðun árið 2022 að heppilegast væri að framtíð skólastarfs í hverfinu yrði byggt upp með þeim hætti að Laugarnesskóli, Laugalækjarskóli og Langholtsskóli myndu halda áfram störfum, að miklu leyti, í óbreyttri mynd en byggt yrði við skólanna til að mæta þörfum og fjölgun nemenda.

Safnskóli verður byggður

Í gær var sú ákvörðun dregin til baka á fundi skóla- og frístundaráðs og ber meirihlutinn fyrir sig breyttum forsendum. Nú stendur til að byggður verði nýr safnskóli sem verði aðeins fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Í þetta sinn var hins vegar ekki haft samráð við íbúa eða skólastjórnendur en greint er frá því í bókun sem lögð var fram á fundinum.

„Á sínum tíma áttu skólastjórar Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla ríkan þátt í starfshópi og samráðsferli um framtíðarskipan skólamála í Laugardal. Sá starfshópur skilaði af sér skýrslu sem var kynnt fyrir tæpum tveimur árum þar sem ákveðnar voru aðgerðir sem beðið hefur verið eftir að ráðist verði í. Félag skólastjórnenda í Reykjavík vill vekja athygli á því að skólastjórar skólanna áttu ekki sæti í þeim starfshópi sem nú kynnir niðurstöður sínar, né vissu af þeirri vinnu sem var í gangi. Þessi bókun er gerð til að vekja athygli á þessu óheppilega vinnulagi.“

Jón Gnarr minnist móður sinnar: „Hef aldrei eytt þér úr símanum mínum“

Jón Gnarr minnist móður sinnar í fallegri Facebook-færslu og segir að sennilega hafi hann orðið grínisti til að gleðja hana.

Mæðradagurinn var haldinn víða um lönd í fyrradag og kepptust notendur samfélagsmiðlanna við að birta ljósmyndir af mæðrum sínum eða barnsmæðrum og skrifa falleg orð, enda ekkert sjálfsagðara. Jón Gnarr lét ekki sitt eftir liggja og birti fallegan texta um móður sína Bjarneyjar Ágústu Jónsdóttur, sem lést fyrir 15 árum síðan.

„Mamma mín Bjarney Ágústa Jónsdóttir. Konan sem bjó mig til inní sér og kom mér útí lífið. Það sem ég sakna þín alltaf elsku fallega mamma mín. Ég á ennþá varalitinn þinn og hef aldrei eytt þér úr símanum mínum þó það séu 15 ár síðan þú fórst til Sumarlandsins. Skoða það alltaf í símanum mínum þegar ég kem frá útlöndum því ég var vanur að hringja alltaf í þig til að segja þér að ég væri lentur.“ Þannig hefst hin ljúfsára færsla Jóns. Segir hann svo að þrautseigjuna og staðfestuna hafi hann frá henni.

Bjarney Ágústa Jónsdóttir
„Hugsa svo oft til þín elsku mamma. Þrautseigjuna og staðfestuna hef ég skuldlaust frá þér og er svo stoltur af því að vera líkur þér. Lífið var þér oft erfitt og ég sjálfur var þér oft erfiður sem barn og unglingur. En ég veit að þú veist að ég gat ekkert að því gert. Það var líka oft gaman hjá okkur, td. þegar við sungum saman með Kenny Rogers og Meat Loaf
Ég held stundum að ég hafi orðið grínisti til að gleðja þig og einhvernveginn bæta fyrir allt. Þér fannst líka gaman að þessu öllu.“

Að lokum segist Jón ætla að vera með varalitinn hennar í vasanum á mæðradaginn.

„Hvíldu í friði elsku mamma og vonandi sjáumst við aftur einn daginn. Ég verð með varalitinn þinn í vasanum í dag.

Dularfullt óp bjargaði lífi Glúms í gær: „Hrollurinn læðist enn um mig“

Glúmur Baldvinsson
Glúmur Baldvinsson komst nærri dauðanum í gær. Frá því segir hann á Facebook.

„Í dag munaði broti úr sekúndu að ég væri steindauður og ekki til frásagnar um atvikið.“ Þannig hefst færsla Glúms Baldvinssonar alþjóðastjórnmálafræðings, sem birtist á Facebook í gær. Segist hann hafa verið að á suðurströndinni undi Eyjafjallajökli og ætlaði sér að aka inn á þjóðveginn frá bílaplani Gamla fjóssins, veitingastaðar á svæðinu.

„Var á suðurströndinni við veitingastaðinn Gamla fjósið undir Eyjafjallajökli. Ætlaði að aka af planinu inná þjóðveginn og leit til beggja átta. Sá bíl koma úr vestri og sá gaf stefnuljós inná planið svo ég taldi all clear og steig á bensingjöfina. Og í þann mund heyrði ég órætt óp og ég snarhemlaði og kom í veg fyrir að vera vera dúndraður niður af bíl sem kom úr austri á ógnarhraða. Hann var mér ósýnilegur sekúndubroti áður. Ég skil ekki enn hvernig ég nam þetta óræða óp úr fjarskanum og hvaðan það kom.“

Að lokum segir Glúmur að hrollurinn læðist enn um hann.

„Ég er fyrst núna að átta mig á hversu mjóu munaði á milli lífs og dauða. Hrollurinn læðist enn um mig.“

Elín Hall glímir við sorgina hennar Unu: „Ég nenni ekki þessum feluleik lengur“

Elín Hall fer með hlutverk Unu - Mynd: Skjáskot

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarssonar verður frumsýnd á morgun á Cannes kvikmyndahátíðinni og hefur í tilefni þess verið gefin út ný stikla.

Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússibanaferð tilfinninga, þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Nokkuð ljóst er að hádramatíska mynd er að ræða ef stiklan gefur rétta mynd en upphafsorð stiklubnar koma frá Unu og segir hún: „Ég nenni ekki þessum feluleik lengur“

Meðal aðalhlutverk fer Elín Hall. Aðrir leikarar eru Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson.

 

Yfirvöld svara fyrir skipan Söru Lindar – Álag, verkefnaþungi og halli í leyfisveitingum

Sara Lind Guðbergsdóttir hætt hjá ríkinu

Ákveðið var að ráða tímabundinn Orkumálastjóra í fjarveru Höllu Hrundar Logadóttur, vegna mikils álags og halla í leyfisveitingum. Þetta kemur fram í svörum umhverfis, orku- og loftlagsmálaráðuneytinu við spurningu Mannlífs.

Mannlíf fjallaði um ósammræmi í forstjóramálum ríkisstofnanna á dögunum en athygli vakti þegar Sara Lind Guðgeirsdóttir var sett sem tímabundinn forstjóri Orkumálastofnunar, á meðan Halla Hrund stendur í forsetakosningabaráttu. Helga Þórisdóttir, sem einnig er í framboði til forseta, fór einnig í leyfi sem forstjóri Persónuverndar en þar á bæ hljóp staðgengill hennar í skarðið á meðan á kosningabaráttunni stendur.

Sjá einnig: Sláandi ósamræmi í forstjóramálum – Sara sett í stað Höllu en enginn fyrir Helgu

Anna Sigríður Einarsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis, orku- og loftlagsmálaráðuneytinu, svaraði Mannlífi sem spurði að dögunum út í ástæðuna fyrir því að forstjóri hafi verið settur tímabundið í stað Höllu Hrundar en ekki í tilfelli Helgu Þórisdóttur. Samkvæmt svarinu er ástæðan meðal annars sú að mikið álag hvílir á Orkumálastofnunar, halli sé á leyfisveitingum og að ekki hafi verið skilgreindur staðgengill hjá stofnuninni.

„Að tekni tilliti til mikils álags, verkefnaþunga og halla í leyfisveitingum hjá Orkustofnun og þar sem ekki var skilgreindur staðgengill orkumálastjóra hjá stofnuninni, þá var það mat ráðuneytisins að rétt væri á meðan á leyfi Höllu Hrundar stendur, að setja tímabundið í embætti orkumálastjóra. Settur orkumálastjóri vinnur hörðum höndum að því að vinna á halla í leyfisveitingum líkt og fram kom í fréttatilkynningu um skipun Söru Lindar Guðbergsdóttur.“

Mannlíf bíður eftir svörum frá dómsmálaráðuneytingu varðandi ástæðuna fyrir því að staðgengill forstjóra var látinn duga fyrir Persónuvernd.

Íþróttaálfurinn Magnús eignast Latabæ aftur

Magnús Scheving eignast Latabæ aftur

Magnús Scheving hefur eignast vörumerki Latabæjar aftur en hann seldi vörumerkið til Turner-samsteypurnar árið 2011. Undir þetta falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi um heim allan.

Þættirnir um Latabæ náðum miklum vinsældum um heim allan og voru þættirnir sýndir í 170 löndum á sínum tíma en alls voru framleiddir 78 þættir frá 2004 til 2014. Nánast öll framleiðsan fór fram á Íslandi og var mikil lyftistöng fyrir íslenska kvikmyndagerð.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvort að Magnús muni búa til fleiri sjónvarpsþætti, bækur, leikrit eða buff með persónum Latabæjar.

Sigríður dýralæknir „algjörlega ósammála“ MAST: „Þarna eru dýr sem þjást“

Ær með nýfætt lamb sem hún bar úti. Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir er „algjörlega ósammála“ setts yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun, sem segir ástandið á kindunum í Þverárhlíð sé ýkt.

Þorvaldur H. Þórðarson, settur yfirdýralæknir hjá MAST sagði í fréttum í gær að stofnunin hafi farið fram á að gerðar verði talsverðar umbætur á sauðfjárbúskapi bóndabæjarins Höfða í Borgarfirði en hann telji ástandið ekki eins slæmt og fólk hefur haldið fram. Segir hann það ýkt.

Steinunn Árnadóttir, sem hefur haft sig hvað mest í frammi í málinu, fór ásamt dýralækninum Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur í Þverárhlíð og skoðuðu aðstæður kindanna og voru báðar sammála um að ástandið sé grafalvarlegt.

„Ég mátti til að skoða aðstæður í Þverárhlíð eftir að hafa hlustað á settan yfirdýralækni í hádegisfréttum Bylgjunnar,“ segir Steinunn í Facebook-færslu frá því í gærkvöldi. Og heldur áfram: „Kom þetta meðal annars fram hjá settum yfirdýralækni:

„Við teljum að við séum að sinna skyldum okkar að fullu“
„Ástandið ekki eins slæmt og menn vilja vera láta“
„Fé sem sýna skallamerki eru ekki merki um veikindi“

„Ekki mikið um vanhöld eða hor á fé“.“

En Steinunn tók þó eftir nokkrum breytingum á ferð sinni um svæðið:

„Breytingar sem ég sá að eitt kar var komið nýtt og rann þar alveg ,,heilnæmt vatn“ (sjá af heimasíðu Mast)
Búið er að merkja einhver lömb.

En myndirnar tala sínu máli sem endra nær. Ég hafði dýralækni með mér í för og var hún í miklu uppnámi að sjá þessar aðstæður.“

Þá segir Steinunn að hópur af kindum sé kominn á næstu bæi og jarðir og að nágrannarnir hafi ekki undan að keyra þeim til heim.

„Kindurnar eru komnar í hópum á næstu bæi og jarðir. Nágrannar hafa ekki undan að keyra heim eða tilsegja umkomulaust, illa hirt fé úr þessari Hryllingssögu.

Nýfætt lamb í vegkantinum með móður sinni. Ekkert fóður nálægt. Lítið lamb án móður jarmaði án afláts. Eigandinn var beðinn af dýralækninum að sinna þessu lambi. Það bar ekki árangur. Þrjátíu hrafnar voru nokkuð glaðir í svifi yfir kræsingar. Það má kannski segja að Hryllingsbúið sé alveg sérstaklega hrafnvænt.“

Kind sem yfirdýralæknir MAST segir í lagi með.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Að lokum segir Steinunn að kindurnar frá bænum séu ekki 300 eins og eigandinn sagði í fréttum Bylgjunnar, heldur mun fleiri.

„Ég var beðin sérstaklega að það kæmi fram að fórnarlömbin í þessari Hryllingssögu eru ekki 300 eins og eigandinn laug til um í fréttum Bylgjunnar. Talan er ca 760 stk. Það er þetta með lygina!“

Ljótt að sjá.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknirinn sem fór með Steinunni í Þverárhlíð í gær, skrifaði einnig Facebook-færslu þar sem hún segist „Algjörlega ósammála“ setts yfirdýralæknis hjá MAST, um að ástandið sé ýkt:

„Í dag sá ég ömurlega búskaparhætti, þar sem dýr þjást. Skýtið að settur yfirdýralæknir finnist þetta ástand ýkt. Ég er algjörlega ósammála honum. Þarna eru dýr sem þjást. Eins ömurlegt og það hljómar. Lítið lamb ný fætt. Blautt. 2. gráðu loft hiti. Þrjátíu hrafnar sveimandi yfir umkomulausu dýrunum. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir.“

Mannlíf ræddi við Sigríði Ingu og spurði hana nánar út í færsluna. Sigríður stendur við færsluna og segir: „Það er búið að vera að bera úti. Í gær var eitt lítið lamb þarna, nýfætt og ennþá blautt og það voru um fimm gráður en útaf vindkælingunni var um tveggja gráður hiti. Og svo var annað lamb þarna sem hafði orðið viðskila við móður sína og það þarf auðvitað að finna út úr því en það var enginn að gera það. Og þetta lamb bara jarmaði þarna og á þriðja tug hrafna vafrandi þarna yfir. Það var eitt lokað af í girðingu og enginn að hugsa um þetta lamb. Mér finnst þetta mjög sorglegt.“

Umkomulaust lamb.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Þá nefndi Sigríður annað dæmi: „Ég tók sérstaklega eftir einu. Það var kind þarna sem var með tvö lömb, sem litu vel út en hún var bara á fullu að bíta gras því það er svo lítið gras komið og hún hafði varla undan að éta því það er svo lítið sem hún fær í einu. En ég get svo sem ekkert vitað hvernig holdarfarið á henni var en þetta eru mjög óvenjulegar aðstæður.“

Mannlíf spurði Sigríði nánar út í orð yfirdýralæknisins sem sagði ástandið ýkt af fólki. „Ég er ekki sammála því að það sé allt í lagi. Ég er ekki sammála því, væntanlega. Og ef þeir eru með eitthvað í ferli þá geta þeir bara verið með það en ég get ekki séð að einhver sé að fylgjast með þessu. Hvernig geturðu fylgst með ám úti um allar trissur í burði? Allir mínir bændur eru með kindurnar í húsi og þegar þær eru búnar að bera og það er komið gott veður, þá fara þær út og allt í fínu lagi.“

Holdafar Ísaks á vörum íslenskra sparkspekinga: „Ég var í smá sjokki“

Ísak (til vinstri) er samningsbundin Rosenborg en spilar með Blikum í Bestu deild karla í sumar - Myndin af honum er frá því í fyrra

Holdafar Ísaks Þorvaldssonar, leikmanns Breiðabliks, er eitt helsta umræðuefni sparkspekinga á Íslandi en Ísak var um seinustu að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Breiðablik á tímabilinu. Ísak, sem er á láni frá norska liðinu Rosenborg, hefur verið að glíma við meiðsli og fór í aðgerð vegna kviðslits í janúar.

Ýmsir sparkspekingar hafa miklar áhyggjur af ástandinu á knattspyrnumanninum. Í hlaðvarpsþættinum Innkastið spurði íþróttablaðamaðurinn Sæbjörn Steinke hvernig Ísak hafi staðið sig í leiknum um helgina.

„Ekki sérstaklega vel. Hann er ekki í nægilega góðu standi,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net.

„Hann er bara í slæmu standi. Mér fannst hann bara þéttur á vellinum. Ég var í smá sjokki og þessi hvíti búningur var ekki að hjálpa honum. Ég skil ekki hvernig hann getur dottið í þetta stand sem atvinnumaður,“ sagði Valur Gunnarsson, fyrrum markmaður Leiknis, um Ísak. 

Í Stúkunni sem er sýnd á Stöð 2 Sport var holdafar Ísaks einnig rætt af sérfræðingum þáttarins.

„Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert Brynjar Ingason, fyrrum leikmaður Fylkis og FH, í þættinum.

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar

Haukur Morthens

Hinn 17. maí næstkomandi verða liðin 100 ár frá fæðingu eins virtasta tónlistarmanns landsins, Hauks Morthens (17. maí 1924 – 13. október 1992). Af því tilefni verða stórtónleikar haldnir í Eldborgarsal Hörpu.

Aðstandendur tónleikanna sendi fréttatilkynningu á Mannlíf en þar er meðal annars farið yfir feril Hauks í stuttu máli:

„Ferðalag Hauks í gegnum tónlistina hófst þegar hann var aðeins aðeins 11 ára þegar hann kom fyrst fram með drengjakór Reykjavíkur. 19 ára gamall hóf Haukur atvinnuferil sinn með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og varð fljótt einn frægasti, ástsælasti og áhrifamesti söngvari Íslands. Hann risti nafn sitt djúpt inn í annál íslenskrar tónlistarsögu, ekki bara sem flytjandi heldur sem frumkvöðull og hugsjónamaður.“

Haukur Morthens

Þá segir einnig í tilkynningunni að Haukur hafi farið ótroðnar slóðir á ferli sínum:

„Haukur Morthens var margþættur hæfileikamaður sem bar marga hatta. Hann fór ótroðnar slóðir bæði heima og erlendis. sá fyrsti sem gerði dægurlagasöng að atvinnu og um leið fyrstur slíkra til að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi, hann var jafnframt lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, skrifaði um tónlist í blöð og tímarit, flutti inn erlent tónlistarfólk, hélt tónleika og var með eigið útgáfufyrirtæki um tíma. Haukur var  fagmaður og reglumaður fram í fingurgóma.“

Í tilefni af afmælinu verður blásið til sannkallaðra stórtónleika í glæsilegasta tónleikasal landsins, Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 26.maí, eins og það er orðað í tilkynningunni.    

Söngvararnir sem fram koma á tónleikunum eru ekki af verri endanum en það eru þau Jógvan Hansen, Bogomil Font, Valdimar Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir ásamt hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar. Sérstakir gestir verða meðlimir Karlakórs Kjalnesinga. „Allt verður gert til að skapa hugguleg stund í Eldborg til að heiðra minningu meistara Hauks Morthens,“ segir í tilkynningunni.

Valdimar Guðmundsson, Bogomil Font, Unnur Birna og Jógvan

Að lokum segir í fréttatilkynningunni: „Vertu með þegar við minnumst og gleðjumst yfir arfleifð eins ástsælasta dægurlagasöngvara Íslands Hauks Morthens. Hægt er að næla sér í hér og í miðasölu Hörpu þar sem síminn er 5285050.“

 

 

 

Steve Buscemi kýldur í andlitið í New York – Lögreglan birtir ljósmyndir af hinum grunaða

Steve Buscemi

Stórleikarinn Steve Buscemi var kýldur í andlitið á göngu sinni á götum úti í New York á miðvikudaginn. Lögreglan leitar árásarmannsins.

Lögreglan í New York sagði CNN að hún væri að rannsaka árásina, sem gerðist síðastliðinn miðvikudag og er sú nýjasta í röð tilviljanakenndra árása í borginni.

Í síðasta mánuði talaði CNN við sex konur sem sögðust hafa verið kýldar í andlitið upp úr þurru á meðan þær gengu um stræti New York borgar.

„Buscemi varð fyrir líkamsárás í miðbæ Manhattan, enn eitt fórnarlamb tilviljunarkennds ofbeldisverks í borginni,“ sagði talsmaður hans í yfirlýsingu til CNN.

„Hann er í lagi og metur velfarnaðaróskir allra, en honum þykir þetta ótrúlega leiðinlegt fyrir alla sem hafa lent í þessu á göngu sinni í NY,“ sagði í yfirlýsingunni.

Samkvæmt NYPD voru lögreglumenn kallaðir á vettvang við 369 3rd Avenue rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 8. maí. „Við komuna var lögreglumönnum tilkynnt að 66 ára karlmaður hafi verið sleginn í andlitið af óþekktum einstaklingi,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar.

„Sjúkraliðar brugðust við og flutti fórnarlambið á sjúkrahús, í stöðugu ástandi til meðferðar vegna mars, bólgna og blæðingar í vinstra auga,“ sagði NYPD. „Ekki hefur enn verið neinn handtekinn, og rannsókn er enn í fullu gangi.“

„Einstaklingnum er lýst sem karlmanni með dökkt yfirbragð, klæddur dökkri hafnaboltahettu, bláum stuttermabol, svörtum buxum, hvítum strigaskóm og með bókatösku,“ að sögn lögreglu.

Sá grunaði

Lögreglan hefur beðið almenning um aðstoð við að bera kennsl á hinn grunaða.

Buscemi fæddist í Brooklyn, New York. Hann er þekktastur fyrir að leika í kvikmyndum eins og „Reservoir Dogs“ (1992) og „Fargo“ (1996), auk sjónvarpsþátta þar á meðal „Boardwalk Empire“ og „30 Rock“. Þá vakti hann aðdáun margra í kringum 11. september 2001 en hann hjálpaði slökkviliðinu við hjálparstörf en hann starfaði sem slökkviliðsmaður í New York, áður en hann sló í gegn sem leikari.

Ástþór telur að Íslandi verði tortímt á næsta ári – Ætlar að semja við Pútin

Ástþór (Kristur) Magnússon

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur miklar áhyggjur af því að Rússland muni sprengja kjarnorkusprengju á Íslandi og telur að það muni gerast á næsta ári.

„Í dag er verið að nota byssukúlur sem íslenska þjóðin hefur borgað fyrir, þær eru notaðar í skriðdreka sem eru að skjóta inn í Rússland og drepa þar fólk. Það er mikil reiði þar. Það er búið að skilgreina Ísland frá því að vera friðarríki og vinaþjóð Rússa yfir í að vera óvinaþjóð,“ sagði Ástþór í viðtali á RÚV um hlutverk forseta Íslands en hann telur að verði hann kjörinn forseti geti hann samið við Pútín og verður það hans fyrsta verk.

„Ég tel að Ísland hafi þá rödd og þá virðingu að tala fyrir friði.“

Þá telur Ástþór að Úkraína geti orðið að hlutlausu sambandslýðveldi og að hann muni reyna leysa þær deilur og átök sem hafa geisað í Palestínu og Ísrael. „Ég held að það muni reyndar taka aðeins lengri tíma en Úkraínudeilan. Ég held að hún sé frekar einföld að leysa.“

Hvalfjarðargöng lokuð annað kvöld vegna brunaæfingar: „Beðist er velvirðingar á óþægindum“

Hvalfjarðargöng

Í tilkynningu frá Vegagerðinni er greint frá því að Hvalfjarðargöng verði lokuð frá 21:00 til 23:00 vegna brunaæfingar og bílstjórum bent á að nota hjáleið um Hvalfjörð á meðan.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Vegagerðarinnar hér fyrir neðan:

„Göngin um Hvalfjörð verða lokuð miðvikudaginn 15. maí frá klukkan 21-23 vegna umfangsmikillar brunaæfingar á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Hjáleið verður um Hvalfjörð (47) meðan á æfingunni stendur. Lokanir verða við gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðavegar í Leirársveit og við gatnamót Hringvegar og Hvalfjarðavegar á Kjalarnesi.

Vegfarendur eru beðnir um að taka tillit til þessa í ferðaáætlunum sínum. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.“

Konurnar frá Nígeríu sendar nauðugar úr landi í nótt: „Blessing er í dag með æxli í kviðarholi“

Blessing var send af landi brott í nótt.
Mótmælt var á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld þegar konurnar þrjár frá Nígeríu, Blessing, Esther og Mary voru sendar nauðugar úr landi eftir að þær höfðu dvalið ólöglega á landinu undanfarin ár. Konurnar voru handteknar í síðustu viku og vistaðar í ríkisfangelsinu á Hólmsheiði. Í gær voru þær sendar úr landi. Fulltrúar No Borfers samtakanna mótmæltu en allt kom fyrir ekki. Baráttukonan Sema Erla Serdaroglu staðfestir að brottrekstur kvennanna hafi gengið eftir í gær. Hún segir á Facebook að ein kvennanna, Blessing, sé sárveik.
„Blessing kom til Íslands árið 2018 í leit að vernd frá mansali. Blessing er í dag með æxli í kviðarholi sem fer stækkandi og kallar á greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Blessing getur ekki gengið vegna veikinda sinna,“ skrifar Sema Erla.
Konurnar þrjár frá Nígeríu.
Hún hefur eftir lækni að Blessing sé ekki ferðafær af heilsufarsástæðum og að brottvísun ógni lífi hennar. Þrátt fyrir þetta var hún send úr landi.
„Útlendingastofnun telur það að stofna lífi fólks í hættu með beinum hætti einfaldlega ekki vera ástæðu til að fresta brottvísun. Svona koma íslensk stjórnvöld fram við konur á flótta. Svona kemur ríkisstjórnin fram við þolendur nauðgunarmansals. Þvílík ævarandi svívirða sem valdhafa halda áfram að kalla yfir land og þjóð,“ skrifaði Sema Erla.
Hún upplýsir að sumarið 2023 hafi konurnar verið sviptar rétti til húsnæðis, heilbrigðisþjónustu og „í raun allra grundvallarmannréttinda“. Sema Erla hefur eftir talskonu Stígamóta að þetta sé gróft brot á alþjóðaskuldbindingum Íslands.

Strengjabrúður Kára

Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson

Það vakti furðu margra þegar Kári Stefánsson, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason lýstu því yfir í síðustu viku að þeir styddu framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, til forseta Íslands en þremenningarnir voru lykilmenn ásamt Ölmu Möller í öllum COVID-tengdum ákvörðunum sem teknar voru meðan faraldurinn geisaði yfir. Stuðningsmenn annarra frambjóðenda hafa sagt stuðningsyfirlýsinguna óviðeigandi og að það sé illa gert að nýta sér faraldurinn til atkvæðaveiða.

Þá vakti einnig athygli að Kári lýsti því síðar yfir að hann bæri ábyrgð á stuðningi Þórólfs og Víðis eins og þeir væru ekki fullorðnir menn sem gætu ekki tekið ákvörðun án samþykkis Kára…

Katrín fær Marshallaðstoð

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mynd: Facebook.

Mikil harka er í toppslagnum á milli Katrínar Jakobsdóttur, fráfareandi forsætisráðherra, og Höllu Hrundar Logadóttur, sem leiðir í baráttunni um Bessastaði. Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins hamast á Höllu og allskyns hyski hnjóðar í Katrínu. Báðar eru hinar frambærilegustu og hæfar til að taka við sprotanum af Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta Íslands þótt ýmum þyki sem pólitísk fortíð þvælist fyrir Katrínu.

Ýmislegt er gert til að laða að kjósendur og skapa tryggð. Athugli vakti að hartnær 150 manns mættu með Höllu á Úlfarsfell í síðustu viku þar sem frambjóðandinn messaði yfir sínu fólki.

Nú hafa stuðningsmenn Katrínar ákveðið að skáka Höllu Hrund. Róbert Marshall, fyrrverandi ráðgjafi ríkisstjórnar Katrínar, kemur til aðstoðar og mun leiða göngu Katrínar og stuðningsmanna hennar á Mosfell á morgun. Fylgismenn Katrínar eru af ýmsu og mismunandi sauðahúsi. Þar ganga saman hönd í hönd, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi. Hannes er farinn af landi brott og búinn að kjósa en reiknað er með að Vilhjálmur mæti og sýni þannig tryggð sína …

Ólga meðal foreldra vegna heimsóknar fermingarbarna á reðasafnið: „Dóttir mín var í sjokki“

Safngripir safnsins - Mynd: Reðursafnið

Mikil ólga blossaði upp árið 1999 meðal foreldra í Árbænum þegar börn í fermingarfræðslu heimsóttu Hið Íslenzka Reðasafn. „Ég var aldrei hrifinn af þessu. Valið stóð á milli þess að fara á reðasafnið eða á slökkvistöðina,“ sagði séra Þór Hauksson, sóknarprestur i Árbæjarkirkju, um málið við DV árið 1999.

Foreldrar sumra barna voru mjög ósátt við ferðina. „Dóttir mín var í sjokki þegar hún kom heim á sunnudagskvöldið. Ég hélt að hún hefði farið í fermingarundirbúning en þá var hún á reðasafninu,“ sagði ein ónafngreind móðir um ferðina. Séra Þór sagði að tveir ungir menn sem sáu um æskulýðsstarf í Árbæjarkirkju hafi skipulagt ferðina.

„Það verður að líta á þessa ferð sem slæm mistök og ég lofa því að þetta endurtaki sig ekki. Slökkvistöðin hefði verið betri kostur,“ sagði séra Þór. 

„Ef ég hefði séð viðbrögð foreldra fyrir þá hefði þessi ferð aldrei verið farin. Eftir að hafa heimsótt reðasafnið og hlustað þar á fyrirlestur forstöðumannsins um sýningargripina fórum við með krakkana á KFUMK-loftið við Amtmannsstíg og héldum þar helgistund. Þá varð mér ljóst að það voru ekki allir jafnánægðir. Núna dauðsé ég eftir þessu og vildi óska að við hefðum aldrei farið. Slökkvistöðin var eiginlega aldrei inn í myndinni vegna þess að við vorum búin að fara þangað áður og krökkunum þótti það leiðinlegt,“ sagði Guðni Már Harðarson en hann var annar þeirra sem skipulagði ferðina en þá stefndi hann á að fara í guðfræðinám. Guðni er í dag prestur í Lindakirkju í Kópavogi.

Frosti segir viðbrögð Ingibjargar dapurleg: „Þau velja frekar að dylgja áfram um mig“

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gefur lítið fyrir gagnrýni Frosta

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason segir viðbrögð Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, við gagnrýni hans á umfjöllun Heimildarinnar vera dapurleg en Frosti var ósáttur með hvernig blaðið tæklaði umfjöllun um ásökun Eddu Pétursdóttur, fyrrverandi kærustu Frosta, um andlegt ofbeldi og hótanir í hennar garð frá Frosta.

SJÁ NÁNAR: Ingibjörg segir fleiri konur hafa lýst óviðeigandi samskiptum við Frosta: „Það er ofsalega ljótt“

Í viðtali við Vísi segir Frosti meðal annars að Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður Heimildarinnar, hafi brotið siðareglur og hann hafi ekki fengið að segja frá sinni hlið en Ingibjörg vísaði gagnrýni Frosta á bug í Facebook-færslu stuttu eftir að viðtalið við Frosta birtist á Vísi.

Frosti hefur nú svarað Ingibjörgu á Facebook-síðu sinni.

Það er ótrúlega dapurlegt að sjá viðbrögð Ingibjargar Daggar, ritstjóra Heimildarinnar við viðtali við mig í Einkalífinu á Vísi. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort það sé ekki fullkomlega eðlilegt að einhliða yfirlýsing, eins og hún kallar það, komi frá manni í öðrum miðli en þeim sem neitar að greina frá hinni hlið máls – og er þar af leiðandi sjálfur með einhliða umfjöllun. Það má þó segja að það sé gott fyrir almenning að til séu miðlar sem séu reiðubúnir að greina frá fleiri en einni hlið máls, eins og Visir.is og Brotkast.is Heimildin er ekki þar á meðal,“ skrifar Frosti um málið.

„Fagmennskan er ekki meiri en svo að þau velja frekar að dylgja áfram um mig til að klóra yfir þá staðreynd að þau hafi ekki leyft mér að segja mína hlið þegar á mig voru bornar þungar sakir í þeirra miðli. Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta er enn eitt dæmið um það ofbeldi sem ég hef verið að tala um, ofbeldi og kúgunar aktívisma. Það er óneitanlega sérstakt að fólkið sem lætur hæst um að aðrir eigi að betra sig og bæta sé svona algjörlega ófært um að líta í eiginn barm. En auðvitað hentar það ekki narratífinu sem þau vilja halda á lofti. Fagmennskan hefur því vikið fyrir pólitík. Það sést einna best á því að Heimildin telur lógík í því að ef nógu mikið af slúðri sé borið út um einhvern þá eigi viðkomandi ekki að fá að svara fyrir sig á vettvangi þeirra fjölmiðla sem breiði út slúðrið. Það er ekki lógískt að mínu mati,“ skrifar Frosti svo að lokum.

Raddir