Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Ólga meðal foreldra vegna heimsóknar fermingarbarna á reðasafnið: „Dóttir mín var í sjokki“

Safngripir safnsins - Mynd: Reðursafnið

Mikil ólga blossaði upp árið 1999 meðal foreldra í Árbænum þegar börn í fermingarfræðslu heimsóttu Hið Íslenzka Reðasafn. „Ég var aldrei hrifinn af þessu. Valið stóð á milli þess að fara á reðasafnið eða á slökkvistöðina,“ sagði séra Þór Hauksson, sóknarprestur i Árbæjarkirkju, um málið við DV árið 1999.

Foreldrar sumra barna voru mjög ósátt við ferðina. „Dóttir mín var í sjokki þegar hún kom heim á sunnudagskvöldið. Ég hélt að hún hefði farið í fermingarundirbúning en þá var hún á reðasafninu,“ sagði ein ónafngreind móðir um ferðina. Séra Þór sagði að tveir ungir menn sem sáu um æskulýðsstarf í Árbæjarkirkju hafi skipulagt ferðina.

„Það verður að líta á þessa ferð sem slæm mistök og ég lofa því að þetta endurtaki sig ekki. Slökkvistöðin hefði verið betri kostur,“ sagði séra Þór. 

„Ef ég hefði séð viðbrögð foreldra fyrir þá hefði þessi ferð aldrei verið farin. Eftir að hafa heimsótt reðasafnið og hlustað þar á fyrirlestur forstöðumannsins um sýningargripina fórum við með krakkana á KFUMK-loftið við Amtmannsstíg og héldum þar helgistund. Þá varð mér ljóst að það voru ekki allir jafnánægðir. Núna dauðsé ég eftir þessu og vildi óska að við hefðum aldrei farið. Slökkvistöðin var eiginlega aldrei inn í myndinni vegna þess að við vorum búin að fara þangað áður og krökkunum þótti það leiðinlegt,“ sagði Guðni Már Harðarson en hann var annar þeirra sem skipulagði ferðina en þá stefndi hann á að fara í guðfræðinám. Guðni er í dag prestur í Lindakirkju í Kópavogi.

Frosti segir viðbrögð Ingibjargar dapurleg: „Þau velja frekar að dylgja áfram um mig“

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gefur lítið fyrir gagnrýni Frosta

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason segir viðbrögð Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, við gagnrýni hans á umfjöllun Heimildarinnar vera dapurleg en Frosti var ósáttur með hvernig blaðið tæklaði umfjöllun um ásökun Eddu Pétursdóttur, fyrrverandi kærustu Frosta, um andlegt ofbeldi og hótanir í hennar garð frá Frosta.

SJÁ NÁNAR: Ingibjörg segir fleiri konur hafa lýst óviðeigandi samskiptum við Frosta: „Það er ofsalega ljótt“

Í viðtali við Vísi segir Frosti meðal annars að Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður Heimildarinnar, hafi brotið siðareglur og hann hafi ekki fengið að segja frá sinni hlið en Ingibjörg vísaði gagnrýni Frosta á bug í Facebook-færslu stuttu eftir að viðtalið við Frosta birtist á Vísi.

Frosti hefur nú svarað Ingibjörgu á Facebook-síðu sinni.

Það er ótrúlega dapurlegt að sjá viðbrögð Ingibjargar Daggar, ritstjóra Heimildarinnar við viðtali við mig í Einkalífinu á Vísi. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort það sé ekki fullkomlega eðlilegt að einhliða yfirlýsing, eins og hún kallar það, komi frá manni í öðrum miðli en þeim sem neitar að greina frá hinni hlið máls – og er þar af leiðandi sjálfur með einhliða umfjöllun. Það má þó segja að það sé gott fyrir almenning að til séu miðlar sem séu reiðubúnir að greina frá fleiri en einni hlið máls, eins og Visir.is og Brotkast.is Heimildin er ekki þar á meðal,“ skrifar Frosti um málið.

„Fagmennskan er ekki meiri en svo að þau velja frekar að dylgja áfram um mig til að klóra yfir þá staðreynd að þau hafi ekki leyft mér að segja mína hlið þegar á mig voru bornar þungar sakir í þeirra miðli. Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta er enn eitt dæmið um það ofbeldi sem ég hef verið að tala um, ofbeldi og kúgunar aktívisma. Það er óneitanlega sérstakt að fólkið sem lætur hæst um að aðrir eigi að betra sig og bæta sé svona algjörlega ófært um að líta í eiginn barm. En auðvitað hentar það ekki narratífinu sem þau vilja halda á lofti. Fagmennskan hefur því vikið fyrir pólitík. Það sést einna best á því að Heimildin telur lógík í því að ef nógu mikið af slúðri sé borið út um einhvern þá eigi viðkomandi ekki að fá að svara fyrir sig á vettvangi þeirra fjölmiðla sem breiði út slúðrið. Það er ekki lógískt að mínu mati,“ skrifar Frosti svo að lokum.

Sendi þingmönnum 160 blaðsíðna umsögn við frumvarp um lagareldi: „Þarfnast verulegrar endurbóta“

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Valdimar Ingi Gunnarsson sendi Alþingismönnum umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar ehf. við frumvarp um lagaeldi sem atvinnuveganefnd Alþingis er nú með til umsagnar.

Umsögnin er heilar 160 blaðsíður með athugasemdum og ábendingum, sem Valdimar vonar að nýtist við að betrumbæta frumvarpið.

Mannlíf fékk senda samantekt úr umsögn Vilhjálms Inga sem lesa má hér fyrir neðan:

Ágætu alþingismenn

Meðfylgjandi er umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar við frumvarp um lagareldi sem nú er til umsagnar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Um 160 blaðsíður með athugasemdum og ábendingum sem vonandi nýtast við að betrumbæta frumvarpið. Þannig að það sé sagt er margt jákvætt og gott við frumvarpið en um það er ekki sértaklega fjallað. Frumvarpið um lagareldi þarfnast þó verulegrar endurbóta ef niðurstaðan á ekki að vera eins og í tilfelli laga um fiskeldi samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.

Til fjárhagslegs ávinnings

Undirbúningur og gerð laga um fiskeldi á árinu 2019 snérist í of miklu mæli um að erlendir fjárfestar og íslenskir fulltrúar þeirra næðu sem mestum fjárhagslegum ávinningi.  Tilgangur með umsögn við frumvarp um lagareldi er einkum að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi fjárhagslegan ávinning fámenns hóps fjárfesta á kostnað umhverfismála og að eigur Íslendinga verði fótum troðið.

Meiri fjárhagslegur ávinningur

Þegar horft er til atriða í frumvarpi um lagareldi er koma inn á fjárhagslegan ávinning má í stuttu máli komast af eftirfarandi niðurstöðu:

  • Færa til eignar: Að vera með ótímabundin rekstrarleyfi, heimild til verðsetningar og heimild til leigu laxahluta færir auðlindin íslenskir firðir nær því að teljast til eignar.
  • Auðlindin einkavædd: Málin munu þróast þannig að um varanlega eign verður að ræða eða sagt með öðrum orðum að arðurinn af auðlindinni íslenskir firðir verður einkavæddur.
  • Erlendri eigu: Það er verið að stuðla að því að laxeldi í sjókvíum á Íslandi verði allt í meirihlutaeigu erlendra fjárfesta  með innleiðingu laxahluta, smitvarnarsvæða og uppboða.
  • Fjárhagslegur ávinningur: Fyrirhugaðar breytingar munu færa laxeldisfyrirtækjunum meirihlutaeigu erlendra aðila tugmilljarða fjárhagslegan ávinning.
  • Sama gjaldtaka: Framleiðslugjald á hvert kg sláturlax kemur til með að vera svipað þrátt fyrir væntingar um aukningu.
  • Uppboð:  Útboð á laxahlutum er sérhannað fyrir Ice Fish Farm, Arnarlax og Arctic Fish  og mun stuðla að sterkari stöðu þeirra og áframhaldandi fjárhagslegum ávinningi á kostnað íslenskra skattgreiðenda.
  • Arðurinn fluttur út: Laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila mun halda sínum meirihluta, selja Íslendingum áfram hluti í félögunum á háu verði og stærsti hluti af arðinum verður fluttur úr landi.

Aftur er varað við

Á árinu 2019 sendi undirritaður öll alþingismönnum tvær ítarlegar greinagerðir þar sem varað var við að samþykkja lög um fiskeldi að óbreyttu. Því miður raungerðist margt af því sem  þar var sagt og látum það ekki endurtaka sig.

Í umsögninni er lögð  áhersla á að gera grein fyrir þróun mála, auka skilning lesanda og vísað er til lesefnis þar sem hægt er að kynna sér málið betur. Jafnframt eru teiknaðar upp mögulegar sviðsmyndir ef frumvarpið verður samþykkt óbreyttu.

Um

Undirritaður hefur unnið við fiskeldi í rúm 30 ár og m.a. komið að fjölmörgum verkefnum fyrir stjórnvöld er tengjast fiskeldi, s.s. skrifum á lögum og reglugerðum. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem átti sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi á tímabilinu 2017-2019. Í byrjun ársins 2022 hóf undirritaður formlega  vinnu við Samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi og þið verðið reglulega upplýst um framganginn.

Yfirlit um málið er að finna á lagareldi.is

Best er að finna allar skýrslur og greinar er tengjast málinu á sjavarutvegur.is.

Maðurinn á bak við stóra kjólamálið reyndi að kyrkja eiginkonu sína: „Einhver mun deyja“

Hvernig er hann eiginlega á litinn?

Maðurinn sem átti stóran þátt í að starta alþjóðlegt rifrildi sem kallað var „Kjólinn sem braut internetið“ situr nú á bak við lás og slá eftir að hafa játað að hafa reynt að kyrkja eiginkonu sína.

Samkvæmt The Guardian játaði Keir Johnson, 38 ára, sig sekan um að stofna lífi eiginkonu sinnar í hættu á fimmtudag, fyrir rétti í Glasgow, þar sem hann viðurkenndi að hafa reynt að kyrkja eiginkonu sína, Grace, sem lifði árásina af. Fréttastofan greinir frá því að Keir muni sitja á bak við lás og slá þar til hann hlýtur dóm þann 6. júní.

Saksóknarar segja að Grace hafi lifað í ótta í nokkurn tíma, en hið skelfilega ástand hafi náð suðumarki í mars 2022, þegar hjónin – sem bjuggu á afskekktri eyju undan Skotlandi – rifust eftir að Grace fór í starfsviðtal á meginlandinu.

Grace sagði yfirvöldum að hún óttaðist um líf sitt eftir að Keir á að hafa hótað henni og sagt: „Einhver mun deyja.“ Hið alvarlega ástand reyndist enn alvarlegra vegna þess að Grace sagði að „engin varanleg lögregla væri á eyjunni“.

Saksóknarar segja að Grace hafi á endanum ferðast til meginlandsins og farið í atvinnuviðtalið. Eftir að hún kom heim nokkrum dögum síðar sagði Keir henni að hann væri að fara frá henni. Í kjölfarið hófst rifrildi, sem að lokum endaði fyrir utan heimili þeirra, og það var þar sem saksóknarar segja að Keir hafi „haldið henni við jörðina og sett bæði hnén á handleggi hennar svo hún gat ekki hreyft sig.“ Hann hafi síðan „byrjaði að kyrkja hana með báðum höndum. Hún gat öskrað til að byrja með og óttaðist um líf sitt og taldi [Keir] hafa ætlað að drepa hana þar sem hann beitti miklum krafti.“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að 45 ára gömlum Bandaríkjamanni

Myndin er samsett
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Patrick Florence Riley, 45 ára, frá Bandaríkjunum.

Rétt í þessu birti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ljósmynd af Patrick Florence Riley, á Facebook-síðu sinni og óskar eftir upplýsingum um ferðir hans.

Patrick Florence Riley
„Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Patricks, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112,“ stóð í tilkynningu lögreglunnar.

Karl III missti bragðskynið í krabbameinsmeðferðinni: „Mjög þakklátur læknateyminu“

Karl III Bretlandskonungur

Karl III Bretakonungur hefur ekki talað mikið um veikindi sín en hann gengst nú undir meðferð vegna ótilgreinds krabbameins. Hann opnaði sig þó svolítið þegar hann heimsótti Flughernaðarsafnið í Middle Wallop í Hampshire.

Í heimsókn sinni á safnið, sem átti sér stað í morgun, ræddi Karl III við uppgjafahermanninn Aaron Mapplebeck en sá sagði konunginum að hann hefði misst bragðskynið á meðan hann var í krabbameinsmeðferð á síðasta ári. Samkvæmt The Daily Mail sagði Karl hermanninum að það sama hafi gerst í hans tilfelli, án þess þó að geta þess hvort það hafi varað tímabundið eða ekki.

Hinn 75 ára gamli konungur byrjaði nýverið að sinna opinberum skyldum sínum aftur en þann 30. apríl síðastliðinn heimsótti hann Macmillan krabbeinsmiðstöðina í Háskólasjúkrahúsi Lundúna ásamt eiginkonu sinni, Kamillu drottningu.

Í heimsókninni sáust hjónin brosandi þegar þau hittu sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk, auk ungs velvildarmanns sem færði konungi blómvönd. Viðburðurinn þjónaði einnig sem tækifæri til að tilkynna Karl sem nýjan verndara Cancer Research UK, stöðu sem hann tekur við af Elísabetu II drottningu heitinni.

Þegar tilkynnt var um endurkomu Karls III til opinberra starfa 26. apríl, sagði í tilkynningu frá Buckingham höll að hans hátign væri „mjög þakklátur læknateymi sínu fyrir áframhaldandi umönnun þeirra og sérfræðiþekkingu.“

Höllin lýsti einnig yfir þakklæti Karls og Kamillu fyrir þann stuðning sem konungsfjölskyldan hefur fengið vegna ýmissa heilsufarsfregna sem fjölskyldan hefur deilt með fjölmiðlum á þessu ári, þar á meðal krabbameinsgreiningu Katrínar Middleton.

„Þeirra hátign eru enn innilega þakklát,“ sagði einnig í yfirlýsingunni, „Fyrir þá miklu góðvild og góðra óska sem þeim hafa borist alls staðar að úr heiminum í gegnum gleði og áskoranir síðasta árs.“

Diljá Péturs og Doddi litli í dómnefnd Íslands í Eurovision

Diljá Pétursdóttir stóð sig með prýði í Eurovision 2023

Gefið hefur verið út hvaða fimm Íslendingar skipuðu dómnefndina sem útdeildi stigum í Eurovision-keppninni sem fór fram um helgina. Þar voru á ferðinni fimm einstaklingar sem allir hafa haft fingur í tónlistarbransanum en þar voru á ferðinni Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður, Marínó Geir Lilliendahl trymbill, Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður, Diljá Pétursdóttir, tónlistarkona og Þórunn Erna Clausen tónlistarkona.

Ákváðu þau að gefa Frakklandi 12 stig, Króatíu 10 stig og Bretlandi 8 stig.

Hægt er að sjá öll stigin hér fyrir neðan:

12 stig: Frakkland
10 stig: Króatía
8 stig: Bretland
7 stig: Írland
6 stig: Sviss
5 stig: Armenía
4 stig: Portúgal
3 stig: Úkraína
2 stig: Þýskaland
1 stig: Svíþjóð

Ingibjörg segir fleiri konur hafa lýst óviðeigandi samskiptum við Frosta: „Það er ofsalega ljótt“

Frosti Logason er ósáttur við þá umfjöllun sem hann fékk í Stundinni

Í gær birti Vísir viðtal við fjölmiðlamanninn Frosta Logason þar sem farið er um víðan völl um undanfarin ár í lífi Frosta. Í viðtalinu ræðir Frosti meðal annars þá umfjöllun sem birtist í Stundinni (nú Heimildinni) árið 2022 en þar sakaði Edda Pétursdóttur, fyrrverandi kærasta Frosta, hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og hótað henni.

Í viðtalinu við Vísi gagnrýnir Frosti vinnubrögð Heimildarinnar en hann er á því að Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður Heimildarinnar, hafi brotið siðareglur og ekki viljað fjalla um hans hlið á málinu.

„Blaðamaður sem gat fjallað um hlið fyrrverandi kærustu minnar og slengt öllu þar upp, hún gat ekki fjallað um hina hliðina. Þetta er auðvitað brot á siðareglum blaðamanna, að veita mér ekki þann rétt að segja mína hlið þegar á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir, en ég nennti ekki að vera að fara að kæra til siðanefndar einhverja kollega mína og svona. En þetta voru vinnubrögðin og það er ofsalega ljótt og lýsir eiginlega bara hversu hræðilegt ástand var á samfélaginu öllu á þessum tíma,“ sagði Frosti um málið.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, var ekki lengi að svara þessum ásökunum Frosta í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ingibjörg greinir meðal annars frá því að blaðamaðurinn hafi verið í samskiptum við fleiri konur, sem ekki hafa komið fram yfir nafni, sem hafi lýst óviðeigandi samskiptum af hálfu Frosta. Því hafi blaðamaðurinn ákveðið, eftir að hafa hitt Frosta á fundi, að ekki væri rétt að birta viðtal við hann um málið að svo stöddu.

Hægt er að lesa alla færslu Ingibjargar um málið hér fyrir neðan.

Boða mótmæli við bandaríska sendiráðið: „Við krefjumst frjálsrar Palestínu!“

Sendiráð Bandaríkjanna

Samtökin Ísland-Palestína standa fyrir mótmælum við bandaríska sendiráðið í Reykjavík á miðvikudaginn.

Þann 15. maí verða haldin mótmæli fyrir framan bandaríska sendiráðið á Engjateig 7. Sá dagur er kallaður Nakba dagurinn af Palestínumönnum en þá minnist fólk fórnarlamba þjóðernishreinsananna í Palestínu árið 1948.

Í viðburðalýsingu samtakanna á Facebook segir:

„15. maí er Nakba dagurinn (Ísl. hörmungarnar), minningardagur fórnarlamba þjóðernishreinsanna í Palestínu árið 1948. Þá voru 750.000 Palestínumanna send á flótta undan árásasveitum Ísraels, hundruðir þorpa lögð í eyði og þurrkuð út og yfir 15.000 manns voru drepin. Hörmungarnir standa ennþá yfir og ætlar Ísrael sér að ljúka því verki sem hófst uppúr 1947. Milljónir Palestínumanna á Gaza eru á flótta og enginn er óhultur undan sprengjuregni Ísraels. Ísraelar hindra allan innfluttning á nauðsynjavörum og hafa komið á allsherjar hungursneyð í Gaza. Eina ástæðan fyrir því að Ísrael fær að fremja þjóðarmorð í Palestínu er vegna stuðnings Bandaríkjanna, sem verja Ísrael með kjafti og klóm í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna og hjá alþjóða dómstólum, en einnig með stórtækum vopnasendingum. Biden forseti gæti stöðvað þjóðarmorðið í dag með því að stöðva vopnasendingar. Við komum því saman á Nakba daginn, miðvikudaginn 15. maí fyrir framan Bandaríska sendiráðið klukkan 17, og krefjumst réttlætis fyrir Palestínu!“

Kröfur mótmælenda eru eftirfarandi, samkvæmt mótmælaboðunum á Facebook:

„VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ BANDARÍKIN LÁTI SAMSTUNDIS AF STUÐNINGI SÍNUM VIÐ STRÍÐSGLÆPARÍKIÐ ÍSRAEL OG STÖÐVI ÞJÓÐARMORÐIÐ – VOPNAHLÉ STRAX!
VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ HERNÁMINU OG HERKVÍNNI SÉ AFLÉTT!
VIÐ KREFJUMST FRJÁLSRAR PALESTÍNU!“

Ásdísi gengur illa að safna styrkjum – Býður VIP í kampavínsklúbbnum fyrir hæstu upphæðina

Ásdís Rán Gunnarsdóttir Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Ásdísi Rán Gunnarsdóttur gengur illa að safna styrkjum fyrir forsetaframboð sitt.

Fellbæski forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir stendur fyrir söfnun á Karoline fund þar sem hún safnar styrkjum fyrir þá „ævintýralegu vegferð að framboði til forseta Íslands“ en markmiðið er að gera hana „samkeppnishæfa hinum frambjóðendunum sem hafa nú töluvert forskot á mig í sínum rándýru markaðsherferðum!“ eins og hún orðar það á síðunni.

Takmark Ásdísar er að safna 6.000 evrum eða 904.980 krónur en nú, þegar átta dagar eru eftir af söfnuninni, hafa einungis 390 evrur, eða 58.823 krónur. Það er sjö prósent af heildar takmarkinu. Því er ljóst að Ásdís Rán á erfitt verk fyrir höndum, ætli hún sér að ná markmiðinu.

Lægsta upphæðin sem hægt er að styrkja Ásdísi með er 1.500 krónur en eins og vaninn er á Karolina fund, eykst ávinningur styrkjanda, eftir því sem styrkurinn hækkar. Hæsti styrkurinn sem boðið er upp á hjá Ásdísi Rán hljóðar upp á 375.000 krónur og kallast Platinum styrkur. Ýmislegt er í boði fyrir þá sem styrkja hana um þá upphæð en því er lýst í eftirfarandi texta: „Ég elska þig! Ég mun hringja stanslaust í þig og ræða við þig um forsetahlutverkið og auðvitað færðu, áritaða mynd eða plaggat, shoutout á samfélagsmiðlum, sýnisferð & dinner á Bessastöðum og VIP í kampavínsklúbbinn.“

Hér má styrkja ísdrottninguna.

Myrkvi gefur út fyrstu smáskífuna af nýrri plötu – Leitar á nýjar slóðir með ljóðrænum vorboða

Myrkvi. Ljósmynd: Melina Rathjen

Myrkvi gaf út fyrstu smáskífuna af nýrri plötu síðastliðinn föstudag, 10. maí. Um er að ræða ljóðrænan vorboði sem vonandi blómstrar í hjörtum landsmanna. Hin eilífa þrá, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Myrkva.

Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius, sem leitar á nýjar slóðir með sinni nýjustu smáskífu, Svartfugl. Lagið markar ákveðin vatnaskil en síðasta plata, Early Warning, var samin með Yngva Holm og byggði á útsetningum fyrrum hljómsveitarmeðlima þeirra í Vio, þar sem tónlistaferill Magnúsar hófst. Sveitin sigraði Músíktilraunir árið 2014 og hlaut á sínum tíma tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Myrkvi leit fyrst dagsins ljós árið 2020 með lagi sem naut mikilla vinsælda, Sér um sig.

Hér fyrir neðan má hlýða á Svartfugl:

Samúel sér eftir rottuummælum sínum: „Rangt af manni í minni stöðu“

Knattspyrnulið Vestra spilar í Bestu deild karla - Mynd: Vestri 2023

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokks karla Vestra, sér eftir orðum sínum um knattspyrnumanninn George Nunn sem spilar með HK en í lok apríl, eftir leik HK og Vestra, gaf Samúel í skyn á samfélagsmiðlum að Nunn væri rotta. Samúel birti myndband af Nunn að labba framhjá leikmanni Vestra sem lá sárþjáður á vellinum og þar sem HK leikmaðurinn lét leikmann Vestra heyra það. „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur!“ skrifaði Samúel svo við færsluna.

Mannlíf hafði samband við Samúel til að spyrja hann nánar út í málið.

Nei, það er ekki ásættanlegt af mér að gera það, enda fjarlægði ég færsluna 5 mínutum eftir að ég skrifaði hana þar sem það er rangt af manni í minni stöðu,“ sagði Samúel um hvort hann ummælin væri ásættanleg fyrir mann í hans stöðu.

„Nei, ég hef ekki gert það,“ sagði formaðurinn þegar hann var spurður hvort hann hafi beðið Nunn afsökunar. „Ég hef rætt við stjórnarmann HK og gert grein fyrir mistökum mínum. Ég á ekki von á því þar sem mér fannst tilburðir mannsins ekki góðir í garð leikmanns sem lá fótbrotinn á vellinum. En að gefa í skyn að hann væri rotta var rangt. Eflaust fínn drengur.“

Vestri er nýliði í Bestu deild karla þetta tímabil og er liðið sem stendur í 10. sæti af 12 og er með sex stig eftir sex leiki. Liðið mætir næst Víking, ríkjandi Íslandsmeisturum, eftir viku á heimavelli Þróttar en heimavöllur Vestra á Ísafirði er ekki leikhæfur.

Kári Stefánsson: „Ekkert sem réttlætir dráp á 17 þúsund börnum“

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. (Mynd: Jón Gústafsson).

Kári Stefánsson segist ósáttur við vinstri stjórnmálaöfl á Íslandi, sem hann segir hafa brugðist hlutverki sínu. Að berjast fyrir þá sem minnst mega sín. Kári, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist til að mynda orðinn háflgerður heimilislæknir fyrir hóp Pólverja sem fái ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og enginn virðist hafa áhuga á að sinna:

„Við erum ekki að tala almennilega máli þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Vinstri flokkarnir eru hættir að vera rödd þeirra sem þeir eiga að berjast fyrir. Það er kominn tími til að búa til nýtt stjórnmálaafl sem raunverulega berst fyrir þeim sem minna mega sín. Og hvaða fólk er það? Meðal annars 25 þúsund Pólverjar. Hvað á það að þýða að hunsa þá eins og við gerum. Fjölmiðlar sýna þessum hóp og þeirra menningu nánast engan áhuga. Ég fer í ræktina nánast daglega uppi í Ögurhvarfi í líkamsræktarstöð þar sem við sem fæddumst á Íslandi erum í minnihluta. Þar koma mjög reglulega til mín menn sem leita til mín af því að þeir fá ekki heilbrigðisþjónustu. Ég hef endað á því að verða heimilislæknir fyrir stóran hóp Pólverja sem æfa í World Class í Ögurhvarfi. Við verðum að sinna þessu fólki almennilega og gera miklu miklu betur.“

Kári segist í þættinum ekkert botna í því að íslensk stjórnvöld hafi tekið þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu. Hann segir að allir eigi að leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að stríðsrekstri sé hætt og að það sé nákvæmlega ekkert sem réttlæti dráp á börnum og ungmennum:

„Það eru til örlög sem eru verri en dauðinn, en það er ekki ásættanlegt að fleiri og fleiri ungir Úkraínumenn og Rússar deyi í þessu stríði árið 2024. Og mér finnst það dapurlegt þegar íslenska ríkið fer að styðja Úkraínumenn með því að hjálpa þeim að kaupa skotfæri. Mér finnst það brjóta í bága við það friðsemdarprinsip sem við höfum haldið í í gegnum árin. Það er hægt að styðja við Úkraínumenn með svo mörgum öðrum leiðum. Fólk fellur í þá gryfju að flokka þetta eftir flokkspólitík og hægri og vinstri, en við verðum að hefja okkur yfir það. Það að Ísland taki þátt í stríði með þessum hætti stangast á við rótgrónar hugmyndir um að við eigum ekki að vera með með her eða taka þátt í stríðsrekstri,“ segir Kári og heldur áfram:

„Ein af ástæðum þess að það vakti ekki meiri athygli og hneykslan að við værum að taka þátt í vopnakaupum er að fjölmiðlarnir á Íslandi eru orðnir svo veikir. Við erum með eitt dagblað og lítið af sterkum ljósvakamiðlum. Blaðamannastéttin er orðin fámenn. Ef við værum með sömu fjölmiðlaflóru og við vorum með fyrir 30 árum hefði þetta orðið mjög stórt mál.“ 

Kári segir að stríðið í Úkraínu og svo það sem er að gerast á Gaza haldi fyrir sér vöku og að það sé ekkert sem réttlæti svo mikið dráp á fólki og ekki síst börnum:

„Svo byrjar annað stríð sem er jafnvel enn furðulegra og enn ógeðfeldara í mínum huga. Það byrjar auðvitað með gífurlega ógeðfelldri árás Hamas á Ísrael sem var ógeðsleg á takmarkalausan máta. Það er erfitt að ímynda sér það hugarástand sem þeir eru í sem fremja slíka árás. En svo bregðast Ísraelsmenn við með því að taka þá ákvörðun að þeir ætli að drepa alla Hamas-liða, sama hvað það kostar. Ef við horfum til þess hvað það hefur kostað í dag, þá eru þeir búnir að drepa svona 17 þúsund börn. Og það er ekkert til í heiminum sem réttlætir það að drepa 17 þúsund börn. Ég tek það fram að margir af mínum bestu vinum eru gyðingar og gyðingar eru á margan hátt mitt uppáhaldsfólk. En það er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessar aðgerðir. Það er bara bull að Ísland standi ekki af fullum þunga á bakvið það að gerð sé krafa um vopnahlé strax. Við verðum að kalla eftir vopnahléi í stríði sem er að valda dauða þúsunda barna. Við getum ekki flokkað svona hluti eftir pólitískum línum.“

Þegar Sölvi spyr Kára út í hergagnaiðnaðinn og hvort það séu ekki öfl sem hreinlega vilji þessi stríð og vilji halda þeim sem lengst segist hann vissulega sammála því að hergagnaiðnaðurinn reyni að hafa áhrif. En hann vill ekki trúa því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu undir hælnum á þeim iðnaði:

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að hergagnaiðnaðurinn hefur reynt að hafa mikil áhrif á þetta og það er engin spurning um að hergagnaiðnaðurinn fitnar  eins og púkinn á fjósbitanum í öllum þessum stríðum. En ég held innst inni að það geti ekki verið rétt að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu að reyna að ýta undir þessi átök. Ég vil ekki trúa því að Bandaríkjunum sé stjórnað af fólki sem vill að þessir hræðilegu hlutir séu að gerast.“

Annað sem Kári kemur inn á þættinum er framtíð íslenskrar tungu. Hann telur það tilgangslaust að reyna að stemma stigu við notkun ensku:

„Fólk hefur áhyggjur af því að tungumál barnanna okkar sé orðið of enskuskotið og fær kvíðakast yfir því. Mín afstaða er eftirfarandi. Við lifum á tímum þar sem bæði börn og fullorðnir í okkar landi lifa í tveimur heimum. Annars vegar á internetinu og hins vegar í raunverulegu lífi. Tungumálið á internetinu er enska. Þar tekst íslenskt fólk á við alþjóðlegan heim og sýnir ef það hefur eitthvað fram að færa. Ég held að það sé gífurlega mikilvægt að við letjum ekki íslensk börn til að nota ensku, af því að ef við gerum það verða þau alveg ,,lost” í netheimum. Þetta er heimur sem heldur áfram að vera til og enska gegnir núna því hlutverki sem Esperanto átti að gegna á sínum tíma. Leiðin til að varðveita íslenskuna er að hugsa um hana eins og gersemi inni í stofu hjá okkur. Við eigum að ætlast til þess að þegar menn noti hana þá geri þeir það rétt, en við eigum ekki að krefjast þess að það sé verið að nota hana þegar það á ekki við.“

Í lok þáttarins er Kári spurður út í það hvort hann hafi aldrei íhugað að fara í stjórnmál:

„Nei, nei nei. Ertu vitlaus drengur. Nú verð ég að endurtaka mig og segja: ,,Hvað á það að þýða að spyrja mig að þessu drengauli”, Segir Kári og hlær og heldur áfram: ,,Nei ég vil alls ekki missa það frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að taka beinan þátt í íslenskri pólitík. Ég hef ofboðslega gaman að vinnunni minni. Ég vinn við einhvern mesta lúxus sem hægt er að hugsa sér. Ég er í vinnu þar sem við erum á hverjum degi að vinna að því að gera uppgötvanir um eðli mannsins.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Kára og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Furðar sig á stuðningi ysta hægri kantsins við Katrínu: „Morgunblaðið hampar henni út í eitt“

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.
Anna Kristjánsdóttir veltir fyrir sér hvað ysti kantur hægrisins sér í Katrínu Jakobsdóttur.

Í nýjustu dagbókarfærslu sinni talar Anna Kristjánsdóttir um Eurovision og svo um forsetakosningabaráttuna á Íslandi. Í þeim kafla Facebook-færslunnar furðar hún sig á stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur úr óvæntri átt, ysta hægrinu.

Anna segist ekki efast um að Katrín sé vel hæf til embættisins en sér þó meinbug á því að fá aðila í forsetastólinn, sem er með „litríka pólitíska fortíð í farteskinu“. Að lokum spaugar hún með slagorð Framsóknarflokksins úr síðustu kosningum og snýr „því upp á margfaldan fallkandidat fyrri forsetakosninga“ og spyr: „Er ekki bara best að kjósa Ástþór?“

Hér má sjá orð Önnu um stuðninginn við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni:

„Undanfarna daga hafa stuðningsyfirlýsingar til handa Katrínu Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands komið frá hinu mætasta fólki þar sem flest hver eru vel þekkt innan samfélagsins. Sjálf er ég ekki í nokkrum vafa um að Katrín sé vel hæf til embættisins þótt ég sjái ákveðin tormerki á því að sjá aðila með litríka pólitíska fortíð í farteskinu.

Svo sé ég að Morgunblaðið undir ritstjórn Davíðs Oddssonar hampar henni út í eitt og í kjölfarið hefi ég séð stuðningsyfirlýsingar frá mönnum á ysta hægrikanti, mönnum á borð við Hannes Hólmstein Gissurarson og Pál Vilhjálmsson lýsa yfir stuðningi henni til handa og ég fer að velta fyrir mér hvað gerir hana svona eftirsóknarverða í augum hægrisins?
Þegar svona er komið sögu fer ég að velta fyrir mér þekktu kosningarslagorði Framsóknarflokksins frá síðustu Alþingiskosningum, sný því upp á margfaldan fallkandidat fyrri forsetakosninga og spyr einfaldlega:
Er ekki bara best að kjósa Ástþór?
(Ofangreind orð má samt ekki túlka sem stuðning minn við Ástþór fremur en einhvern annan).“

Össur Skarphéðinsson tætir stuðningsmann Jóns Gnarr í sig: „Ættu að leiðbeina honum um mannasiði“

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Mikil harka virðist vera færast í kosningabaráttuna en stuðningsmenn forsetaframbjóðenda skrifa eins marga pistla og greinar og þeir komast upp með og eru þeir mismálefnalegir að mati sumra. Gísli Hvanndal Jakobsson, sem er stuðningsmaður Jóns Gnarr og að eigin sögn læknamiðill og andlegur leiðtogi, birti í gær pistill á heimasíðu Fréttatímans þar sem hann gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur harðlega og segir hana vera nýta andlát föður síns til að fá samúðaratkvæði en móðir Gísla lést úr krabbameini í fyrra.

„Auðvitað er þetta sorglegt, ég veit það af eigin raun og Katrín Jakobsdóttir hefur alla mína samúð. En svona leikur til að fá atkvæði er bara ekki rétt og ekki sæmandi nýjum forseta sem stökk úr ráðherrastóli til þess að verða í stærsta embætti á Íslandi vegna eigin metorðagirndar.

Það sjá allir hvað Katrín breytist í framboðinu með sitt gervibros og tugi milljóna ef ekki meira til að vekja athygli á sér. Til að kaupa auglýsingar, skoðanakannanir, ferðast í lúxus og gera hvað sem er til að fá atkvæði.

Myndir þú kjósandi góður nota látna einstaklinga úr fjölskyldu þinni til að fá atkvæði? Til að vekja athygli á þér?“ skrifar Gísli en hann hefur einnig haldið því fram að íslenskir fjölmiðlar séu að sniðganga Jón Gnarr þrátt fyrir að öll tölfræðigögn sýni hið gagnstæða

Subbulegur pistill

Þessi pistill virðist hafa farið mjög í taugarnar á Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, en hann svarar Gísla í athugasemdakerfi Fréttatímanns.

Á frambjóðandi að ljúga ef hún/hann er spurð af blaðamanni um áföll í lífi sínu í viðtali sem er tekið til að skyggnast inn í sálarkirnur viðkomandi? Pistill þinn er óvanalega rætinn af manni, sem hefur atvinnu af því að hugga og lækna. Talaðu fyrir verðleikum frambjóðanda þíns í stað þess að níða skóinn af öðrum. Mér sýnist hann ekki veita af því en það er vel skiljanlegt ef andlegir ráðgjafar hans eru rígfastir í neikvæðni. Vesalings Gnarr að hafa þig í sínu liði!“

Undir þetta tekur maður að nafni Leo og segir pistilinn vera ansi ómerkilegan. „Nákvæmlega. Subbulegur. Þeir sem hann er í sambandi við fyrir handan ættu að leiðbeina honum um mannasiði,“ svarar Össur honum Leo.

Halla safnaði fyrir bílprófi með því að þvo af fjölskyldunni: „Skylda að dansa af og til“

Halla Hrund Ljósmynd: Aðsend

Halla Hrund Logadóttir safnaði fyrir bílprófinu með því að þvo af fjölskyldunni. Hún segir að það sé nauðsynlegt að dansa annað slagið og sér rómantíkina í hversdagsleikanum. Þá er hún sólgin í harðfisk.

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Sveitin mín á Síðu, þó að landið okkar í heild sé gersemi.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Ég myndi telja tvö til fjögur kjörtímabili ákjósanlegan tíma fyrir forseta Íslands.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Það er forsetans að fara eftir leikreglunum, en ekki setja þær. Alþingi Íslendinga setur reglurnar í umboði þjóðarinnar og þaðan kemur valdið. Ég sé ekki fyrir mér neinar grundvallarbreytingar í þeim efnum. Við þurfum hins vegar sem sem samfélag að takast reglulega á við breytingar sem kunna að kalla á viðbrögð. Eitt af því sem við þurfum til að mynda að taka samtal um eru auðlindir þjóðarinnar og finna þeim stað í stjórnarskránni. Það er mín skoðun sem ég fer ekki leynt með, þótt forsetinn sé ekki í framsætinu varðandi slíkar breytingar.

Hver er þinn uppáhalds forseti?

Allir forsetar hafa lagt hönd á plóg og ég á fyrirmyndir í þeim öllum að einhverju leyti.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Mér finnst eðlilegt að fjöldi meðmælenda endurspegli þróun mannfjölda landsins.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Mamma og pabbi, ásamt ömmum mínum og öfum heitnum.

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Ég elska tónlist sem fer vel með stormasömum vetrarkvöldum eins og Ásgeir Trausta, Unu Torfa og fleiri. En líka sönglög sem hægt er að syngja saman á björtum sumarkvöldum í útilegu (allt frá Sálinni yfir í Ellý Vilhjálms). Síðan er skylda að dansa af og til og þá verður að vera eitthvað fjörugt í boði, íslenskir og erlendir smellir.

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Nei.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Já.

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Fæðing dætra minna.

Hver eru mestu vonbrigðin?

Að missa æskuvinkonu mína langt fyrir aldur fram.

Fallegasta ljóðið?

Það sem talar við tilfinningarnar hverju sinni.

Besta skáldsagan?

Salka Valka, Ungfrú Ísland og Flugdrekahlauparinn hittu allar í mark.

Hvað er það besta við Ísland?

Ferska loftið, matgæðin, jarðhitinn og fólkið.

Kanntu á þvottavél?

Heldur betur. Ég lærði snemma á hana til að þvo hestafötin og vann mér inn fyrir bílprófið með því að þvo af fjölskyldunni.

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Að allir Íslendingar geti notið góðrar heilsu og jafnra tækifæra til að láta drauma sína rætast, samfélaginu til heilla.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Að magna tækifæri Íslendinga um allt land heima, og að heiman, og tala fyrir hagsmunum okkar og gildum á alþjóðavettvangi.

Borðarðu þorramat?

Já, á Þorrablótum. Ég er þó sólgin í harðfisk allt árið um kring!

Ertu rómantísk/ur?

Rómantíkin er að mínu mati í hversdagsleikanum. Kertaljós á vetrarkvöldi eða fjallganga að sumri.

Í stuttu máli: hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands?

Ég brenn fyrir Íslandi, hagsmunum almennings, náttúru og samfélagi.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur , svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör þeirra frambjóðendanna sem ekki hafa verið nú þegar verið birt, birtast á næstu vikum.

 

Ástsæl söngkona er látin

Ingibjörg Smith.

Ein vinsælasta söngkona Íslendinga, Ingibjörg Smith, er látin í hárri elli.
Ingibjörg lést 9. maí sl. á heimili sínu í Annapolis í Maryland í Bandaríkjunum. Hún fæddist 23. mars 1929. Ferill hennar er rakinn á Glatkistunni.

Ingibjörg Smith var ein af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands og söng nokkur lög, sem slóu í gegn. Morgunblaðið segir frá andláti hennar í dag og rekur feril hennar lauslega. Ingibjörg söng meðal annars með með hljómsveitum Ólafs Gauks og Björns R. Einarssonar. Hún gaf út plötu árið 1956 þar sem hún söng lagið Við gengum tvö, sem varð mjög
vinsælt. Seinna kom önnur plata út sem hafði að geyma lagið Oft spurði ég mömmu. Það lag sló einnig gegn. Lagið Nú lggur vel á mér varð svo vinsælast hjá landsmönnum árið
1958.

Ingibjörg giftist Paul W. Smith, árið 1949. Fluttust þau til Bandaríkjanna í kjölfarið en komu aftur til Íslands nokkrum árum síðar og settust hér að um tíma.

Þau eignuðust fimm börn: Beverly, Richard, Bernhard og Cynthia eru á lífi en Linda lést barnung. Ingibjörg fluttist síðar aftur til Bandaríkjanna.

Hægt er að hlusta á tónlist Ingibjargar hér

Grátbón Jóns Gnarr

Kapphlaupið um Bessastaði hefur harðnað og tekið á sig nýja mynd. Halla Hrund Logadóttir ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur með 26 prósenta fylgi á bak við sig. Næst kemur Katrín Jakobsdóttir með 19,6 prósent. Í nýrri könnun Prósents kemur í ljós að Halla Tómasdóttir hefur aukið fylgi sitt og er nú komin í 12 prósenta fylgi. Þar með er hún mætt í toppslaginn, rétt eins og þegar Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, lagði hana naumlega á sínum tíma. Flestir spá því nú að Halla Hrund muni sigra í slagnum.

Það er á brattann að sækja hjá Jóni Gnarr sem er með tæplega 14 prósenta fylgi. Jón er þó ekkert á buxunum að gefast upp. Á framboðsfundi sínum á Akureyri átti hann frábært útspil sem Samstöðin endurómaði.  „Kjósið mig – ég grátbið ykkur,“ sagði Jón og uppskar góð viðbrögð …

Dularfullur drykkjumaður missti minnið – Óvelkominn gestur á endurvinnslustöð um nótt

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Ferð gleðimanns á veitingastað í miðborginni í gærkvöld endaði illa. Maðurinn drakk yfir sig og hvarf inn í algleymisástand. Lögregla var kölluð til þar sem ekki tókst að vekja manninn. Hann komst til nokkurar meðvitundar en gat ekki gefið upp hver hann væri og hafði ekki nein skilríki á sér, Hann var því  vistaður í fangaklefa þar sem hann mun dvelja þar til af honum rennur af honum víman og lögregla ber á hann kennsl.

Betur tókst til með annan ofurölvi mann á veitingastað. Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað.  Sá var vakinn og náði hann meðvitund og var vísað út í nóttina.

Enn ein uppákoman varð á veitngastað þegar kallað var eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem var með ógnandi tilburði.

Tilkynnt var um þjófnað úr eigum viðskiptavinar á veitingastað. Einnig var framið innbrot í fyrirtæki.

Óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa óvelkomnum út af hóteli.

Bifreið stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Bifreið stöðvuð þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Reyndist ökumaður vera réttindalaus vegna fyrri afskipta lögreglu.

Tilkynnt um umferðaróhapp en þar hafði bifreið verið ekið á aðra kyrrstæða. Minni háttar tjón urðu á bifreiðum og engin slys á fólki.

Óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun vegna viðskiptavina sem voru til vandræða.

Óskað eftir aðstoð lögreglu að endurvinnslustöð vegna einstaklings sem var inni á svæðinu um miðja nótt.

Bifreið stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður vera án ökuréttinda.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um of hraðan akstur.

Segir Þórdísi engan áhuga hafa á þjóðarmorðinu á Gaza: „Við erum stödd í hruni siðmenningarinnar“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Sólveig Anna Jónsdóttir skýtur bylmingsfast á utanríkisráðherra Íslands í nýrri Facebook-færslu og segir hann hafa „engan áhuga á þeim börnum, konum og mönnum sem að myrt eru“ á Gaza um þessar mundir.

Verkalýðsforinginn Sólveig Anna Jónsdóttir talar um grein eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem birtist í helgarútgáfu Morgunblaðsins. Skýtur hún fast á Þórdísi vegna þess að hún minnist ekki einu orði á þjáningu Gazabúa: „Í helgarútgáfu Morgunblaðsins er grein eftir utanríkisráðherra Íslands, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur. Minnist hún á þjáningar fólksins á Gaza sem að ísraelski herinn murkar lífið úr? Nei, það gerir hún svo sannarlega ekki. Hún hefur engan áhuga á þeim börnum, konum og mönnum sem að myrt eru þar. Hún hvorki sér þau né heyrir. Enda vinnur hún við að senda þau skilaboð til Bandarikjanna nótt sem nýtan dag að Ísland hafi ekki sjálfstæða utanríkisstefnu, sé aðeins leppur bandarískra stjórnvalda. Ekkert annað skiptir máli.“

Sólveig lét þessa sorglegu ljósmynd fylgja færslu sinni en hún sýnir sært barn á Gaza.

Sólveig telur svo upp allt það sem hún segir að skipti ekki Þórdísi máli: „Þjóðarmorð framið á fólki sem hefur enga undakomuleið, endalausar fregnir af myrtum börnum, börn að svelta í hel, börn að deyja vegna þess að sprengjur framleiddar í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafa sprengt gat á höfuð þeirra og ekkert er hægt að gera vegna þess að ísraelski herinn hefur sprengt næstum alla spítala og þeir sem eftir standa geta ekki starfað vegna þess að ísraelsk stjórnvöld, með stuðningi Bandaríkjanna og sameinaðra evrópskara valdasjúkra siðvillinga, koma í veg fyrir að hægt sé að koma sjúkragögnum inn á Gaza;

ekkert af þessu skiptir Þórdísi Kolbrúnu neinu máli. Utanríkisráðherra Íslands lætur einfaldlega eins og þetta sé ekki að eiga sér stað.“

Að lokum segir verkalýðsforinginn að ástandið sem fólk sé að upplifa nú sé sjúkt og að nú sé fólk statt í „hruni siðmenningarinnar“.

„Ástandið sem að við upplifum er svo sjúkt að það er varla hægt að koma að því orðum. Fólki er slátrað í beinni útsendingu á hverjum degi mánuðum saman. Og ekkert er gert til að stöðva glæpinn. Þvert á móti er allt gert til að hægt sé að halda honum áfram.
Við erum stödd í hruni siðmenningarinnar. Og valdastétt okkar tekur markvissan þátt í því að sjá til að siðmenningin hrynji sem hraðast og með sem skelfilegustum afleiðingum. Allt fyrir Ameríku og sadismann sem að hún hefur breitt út um heiminn, sadismann sem að nú ræður algjörum ríkjum í Ísrael. Niður með siðmenninguna, upp með sadismann er slagorð vorra daga. Hræðilegt er að upplifa það.“

Ólga meðal foreldra vegna heimsóknar fermingarbarna á reðasafnið: „Dóttir mín var í sjokki“

Safngripir safnsins - Mynd: Reðursafnið

Mikil ólga blossaði upp árið 1999 meðal foreldra í Árbænum þegar börn í fermingarfræðslu heimsóttu Hið Íslenzka Reðasafn. „Ég var aldrei hrifinn af þessu. Valið stóð á milli þess að fara á reðasafnið eða á slökkvistöðina,“ sagði séra Þór Hauksson, sóknarprestur i Árbæjarkirkju, um málið við DV árið 1999.

Foreldrar sumra barna voru mjög ósátt við ferðina. „Dóttir mín var í sjokki þegar hún kom heim á sunnudagskvöldið. Ég hélt að hún hefði farið í fermingarundirbúning en þá var hún á reðasafninu,“ sagði ein ónafngreind móðir um ferðina. Séra Þór sagði að tveir ungir menn sem sáu um æskulýðsstarf í Árbæjarkirkju hafi skipulagt ferðina.

„Það verður að líta á þessa ferð sem slæm mistök og ég lofa því að þetta endurtaki sig ekki. Slökkvistöðin hefði verið betri kostur,“ sagði séra Þór. 

„Ef ég hefði séð viðbrögð foreldra fyrir þá hefði þessi ferð aldrei verið farin. Eftir að hafa heimsótt reðasafnið og hlustað þar á fyrirlestur forstöðumannsins um sýningargripina fórum við með krakkana á KFUMK-loftið við Amtmannsstíg og héldum þar helgistund. Þá varð mér ljóst að það voru ekki allir jafnánægðir. Núna dauðsé ég eftir þessu og vildi óska að við hefðum aldrei farið. Slökkvistöðin var eiginlega aldrei inn í myndinni vegna þess að við vorum búin að fara þangað áður og krökkunum þótti það leiðinlegt,“ sagði Guðni Már Harðarson en hann var annar þeirra sem skipulagði ferðina en þá stefndi hann á að fara í guðfræðinám. Guðni er í dag prestur í Lindakirkju í Kópavogi.

Frosti segir viðbrögð Ingibjargar dapurleg: „Þau velja frekar að dylgja áfram um mig“

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gefur lítið fyrir gagnrýni Frosta

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason segir viðbrögð Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, við gagnrýni hans á umfjöllun Heimildarinnar vera dapurleg en Frosti var ósáttur með hvernig blaðið tæklaði umfjöllun um ásökun Eddu Pétursdóttur, fyrrverandi kærustu Frosta, um andlegt ofbeldi og hótanir í hennar garð frá Frosta.

SJÁ NÁNAR: Ingibjörg segir fleiri konur hafa lýst óviðeigandi samskiptum við Frosta: „Það er ofsalega ljótt“

Í viðtali við Vísi segir Frosti meðal annars að Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður Heimildarinnar, hafi brotið siðareglur og hann hafi ekki fengið að segja frá sinni hlið en Ingibjörg vísaði gagnrýni Frosta á bug í Facebook-færslu stuttu eftir að viðtalið við Frosta birtist á Vísi.

Frosti hefur nú svarað Ingibjörgu á Facebook-síðu sinni.

Það er ótrúlega dapurlegt að sjá viðbrögð Ingibjargar Daggar, ritstjóra Heimildarinnar við viðtali við mig í Einkalífinu á Vísi. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort það sé ekki fullkomlega eðlilegt að einhliða yfirlýsing, eins og hún kallar það, komi frá manni í öðrum miðli en þeim sem neitar að greina frá hinni hlið máls – og er þar af leiðandi sjálfur með einhliða umfjöllun. Það má þó segja að það sé gott fyrir almenning að til séu miðlar sem séu reiðubúnir að greina frá fleiri en einni hlið máls, eins og Visir.is og Brotkast.is Heimildin er ekki þar á meðal,“ skrifar Frosti um málið.

„Fagmennskan er ekki meiri en svo að þau velja frekar að dylgja áfram um mig til að klóra yfir þá staðreynd að þau hafi ekki leyft mér að segja mína hlið þegar á mig voru bornar þungar sakir í þeirra miðli. Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta er enn eitt dæmið um það ofbeldi sem ég hef verið að tala um, ofbeldi og kúgunar aktívisma. Það er óneitanlega sérstakt að fólkið sem lætur hæst um að aðrir eigi að betra sig og bæta sé svona algjörlega ófært um að líta í eiginn barm. En auðvitað hentar það ekki narratífinu sem þau vilja halda á lofti. Fagmennskan hefur því vikið fyrir pólitík. Það sést einna best á því að Heimildin telur lógík í því að ef nógu mikið af slúðri sé borið út um einhvern þá eigi viðkomandi ekki að fá að svara fyrir sig á vettvangi þeirra fjölmiðla sem breiði út slúðrið. Það er ekki lógískt að mínu mati,“ skrifar Frosti svo að lokum.

Sendi þingmönnum 160 blaðsíðna umsögn við frumvarp um lagareldi: „Þarfnast verulegrar endurbóta“

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Valdimar Ingi Gunnarsson sendi Alþingismönnum umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar ehf. við frumvarp um lagaeldi sem atvinnuveganefnd Alþingis er nú með til umsagnar.

Umsögnin er heilar 160 blaðsíður með athugasemdum og ábendingum, sem Valdimar vonar að nýtist við að betrumbæta frumvarpið.

Mannlíf fékk senda samantekt úr umsögn Vilhjálms Inga sem lesa má hér fyrir neðan:

Ágætu alþingismenn

Meðfylgjandi er umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar við frumvarp um lagareldi sem nú er til umsagnar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Um 160 blaðsíður með athugasemdum og ábendingum sem vonandi nýtast við að betrumbæta frumvarpið. Þannig að það sé sagt er margt jákvætt og gott við frumvarpið en um það er ekki sértaklega fjallað. Frumvarpið um lagareldi þarfnast þó verulegrar endurbóta ef niðurstaðan á ekki að vera eins og í tilfelli laga um fiskeldi samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.

Til fjárhagslegs ávinnings

Undirbúningur og gerð laga um fiskeldi á árinu 2019 snérist í of miklu mæli um að erlendir fjárfestar og íslenskir fulltrúar þeirra næðu sem mestum fjárhagslegum ávinningi.  Tilgangur með umsögn við frumvarp um lagareldi er einkum að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi fjárhagslegan ávinning fámenns hóps fjárfesta á kostnað umhverfismála og að eigur Íslendinga verði fótum troðið.

Meiri fjárhagslegur ávinningur

Þegar horft er til atriða í frumvarpi um lagareldi er koma inn á fjárhagslegan ávinning má í stuttu máli komast af eftirfarandi niðurstöðu:

  • Færa til eignar: Að vera með ótímabundin rekstrarleyfi, heimild til verðsetningar og heimild til leigu laxahluta færir auðlindin íslenskir firðir nær því að teljast til eignar.
  • Auðlindin einkavædd: Málin munu þróast þannig að um varanlega eign verður að ræða eða sagt með öðrum orðum að arðurinn af auðlindinni íslenskir firðir verður einkavæddur.
  • Erlendri eigu: Það er verið að stuðla að því að laxeldi í sjókvíum á Íslandi verði allt í meirihlutaeigu erlendra fjárfesta  með innleiðingu laxahluta, smitvarnarsvæða og uppboða.
  • Fjárhagslegur ávinningur: Fyrirhugaðar breytingar munu færa laxeldisfyrirtækjunum meirihlutaeigu erlendra aðila tugmilljarða fjárhagslegan ávinning.
  • Sama gjaldtaka: Framleiðslugjald á hvert kg sláturlax kemur til með að vera svipað þrátt fyrir væntingar um aukningu.
  • Uppboð:  Útboð á laxahlutum er sérhannað fyrir Ice Fish Farm, Arnarlax og Arctic Fish  og mun stuðla að sterkari stöðu þeirra og áframhaldandi fjárhagslegum ávinningi á kostnað íslenskra skattgreiðenda.
  • Arðurinn fluttur út: Laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila mun halda sínum meirihluta, selja Íslendingum áfram hluti í félögunum á háu verði og stærsti hluti af arðinum verður fluttur úr landi.

Aftur er varað við

Á árinu 2019 sendi undirritaður öll alþingismönnum tvær ítarlegar greinagerðir þar sem varað var við að samþykkja lög um fiskeldi að óbreyttu. Því miður raungerðist margt af því sem  þar var sagt og látum það ekki endurtaka sig.

Í umsögninni er lögð  áhersla á að gera grein fyrir þróun mála, auka skilning lesanda og vísað er til lesefnis þar sem hægt er að kynna sér málið betur. Jafnframt eru teiknaðar upp mögulegar sviðsmyndir ef frumvarpið verður samþykkt óbreyttu.

Um

Undirritaður hefur unnið við fiskeldi í rúm 30 ár og m.a. komið að fjölmörgum verkefnum fyrir stjórnvöld er tengjast fiskeldi, s.s. skrifum á lögum og reglugerðum. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem átti sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi á tímabilinu 2017-2019. Í byrjun ársins 2022 hóf undirritaður formlega  vinnu við Samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi og þið verðið reglulega upplýst um framganginn.

Yfirlit um málið er að finna á lagareldi.is

Best er að finna allar skýrslur og greinar er tengjast málinu á sjavarutvegur.is.

Maðurinn á bak við stóra kjólamálið reyndi að kyrkja eiginkonu sína: „Einhver mun deyja“

Hvernig er hann eiginlega á litinn?

Maðurinn sem átti stóran þátt í að starta alþjóðlegt rifrildi sem kallað var „Kjólinn sem braut internetið“ situr nú á bak við lás og slá eftir að hafa játað að hafa reynt að kyrkja eiginkonu sína.

Samkvæmt The Guardian játaði Keir Johnson, 38 ára, sig sekan um að stofna lífi eiginkonu sinnar í hættu á fimmtudag, fyrir rétti í Glasgow, þar sem hann viðurkenndi að hafa reynt að kyrkja eiginkonu sína, Grace, sem lifði árásina af. Fréttastofan greinir frá því að Keir muni sitja á bak við lás og slá þar til hann hlýtur dóm þann 6. júní.

Saksóknarar segja að Grace hafi lifað í ótta í nokkurn tíma, en hið skelfilega ástand hafi náð suðumarki í mars 2022, þegar hjónin – sem bjuggu á afskekktri eyju undan Skotlandi – rifust eftir að Grace fór í starfsviðtal á meginlandinu.

Grace sagði yfirvöldum að hún óttaðist um líf sitt eftir að Keir á að hafa hótað henni og sagt: „Einhver mun deyja.“ Hið alvarlega ástand reyndist enn alvarlegra vegna þess að Grace sagði að „engin varanleg lögregla væri á eyjunni“.

Saksóknarar segja að Grace hafi á endanum ferðast til meginlandsins og farið í atvinnuviðtalið. Eftir að hún kom heim nokkrum dögum síðar sagði Keir henni að hann væri að fara frá henni. Í kjölfarið hófst rifrildi, sem að lokum endaði fyrir utan heimili þeirra, og það var þar sem saksóknarar segja að Keir hafi „haldið henni við jörðina og sett bæði hnén á handleggi hennar svo hún gat ekki hreyft sig.“ Hann hafi síðan „byrjaði að kyrkja hana með báðum höndum. Hún gat öskrað til að byrja með og óttaðist um líf sitt og taldi [Keir] hafa ætlað að drepa hana þar sem hann beitti miklum krafti.“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að 45 ára gömlum Bandaríkjamanni

Myndin er samsett
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Patrick Florence Riley, 45 ára, frá Bandaríkjunum.

Rétt í þessu birti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ljósmynd af Patrick Florence Riley, á Facebook-síðu sinni og óskar eftir upplýsingum um ferðir hans.

Patrick Florence Riley
„Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Patricks, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112,“ stóð í tilkynningu lögreglunnar.

Karl III missti bragðskynið í krabbameinsmeðferðinni: „Mjög þakklátur læknateyminu“

Karl III Bretlandskonungur

Karl III Bretakonungur hefur ekki talað mikið um veikindi sín en hann gengst nú undir meðferð vegna ótilgreinds krabbameins. Hann opnaði sig þó svolítið þegar hann heimsótti Flughernaðarsafnið í Middle Wallop í Hampshire.

Í heimsókn sinni á safnið, sem átti sér stað í morgun, ræddi Karl III við uppgjafahermanninn Aaron Mapplebeck en sá sagði konunginum að hann hefði misst bragðskynið á meðan hann var í krabbameinsmeðferð á síðasta ári. Samkvæmt The Daily Mail sagði Karl hermanninum að það sama hafi gerst í hans tilfelli, án þess þó að geta þess hvort það hafi varað tímabundið eða ekki.

Hinn 75 ára gamli konungur byrjaði nýverið að sinna opinberum skyldum sínum aftur en þann 30. apríl síðastliðinn heimsótti hann Macmillan krabbeinsmiðstöðina í Háskólasjúkrahúsi Lundúna ásamt eiginkonu sinni, Kamillu drottningu.

Í heimsókninni sáust hjónin brosandi þegar þau hittu sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk, auk ungs velvildarmanns sem færði konungi blómvönd. Viðburðurinn þjónaði einnig sem tækifæri til að tilkynna Karl sem nýjan verndara Cancer Research UK, stöðu sem hann tekur við af Elísabetu II drottningu heitinni.

Þegar tilkynnt var um endurkomu Karls III til opinberra starfa 26. apríl, sagði í tilkynningu frá Buckingham höll að hans hátign væri „mjög þakklátur læknateymi sínu fyrir áframhaldandi umönnun þeirra og sérfræðiþekkingu.“

Höllin lýsti einnig yfir þakklæti Karls og Kamillu fyrir þann stuðning sem konungsfjölskyldan hefur fengið vegna ýmissa heilsufarsfregna sem fjölskyldan hefur deilt með fjölmiðlum á þessu ári, þar á meðal krabbameinsgreiningu Katrínar Middleton.

„Þeirra hátign eru enn innilega þakklát,“ sagði einnig í yfirlýsingunni, „Fyrir þá miklu góðvild og góðra óska sem þeim hafa borist alls staðar að úr heiminum í gegnum gleði og áskoranir síðasta árs.“

Diljá Péturs og Doddi litli í dómnefnd Íslands í Eurovision

Diljá Pétursdóttir stóð sig með prýði í Eurovision 2023

Gefið hefur verið út hvaða fimm Íslendingar skipuðu dómnefndina sem útdeildi stigum í Eurovision-keppninni sem fór fram um helgina. Þar voru á ferðinni fimm einstaklingar sem allir hafa haft fingur í tónlistarbransanum en þar voru á ferðinni Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður, Marínó Geir Lilliendahl trymbill, Þórður Helgi Þórðarson útvarpsmaður, Diljá Pétursdóttir, tónlistarkona og Þórunn Erna Clausen tónlistarkona.

Ákváðu þau að gefa Frakklandi 12 stig, Króatíu 10 stig og Bretlandi 8 stig.

Hægt er að sjá öll stigin hér fyrir neðan:

12 stig: Frakkland
10 stig: Króatía
8 stig: Bretland
7 stig: Írland
6 stig: Sviss
5 stig: Armenía
4 stig: Portúgal
3 stig: Úkraína
2 stig: Þýskaland
1 stig: Svíþjóð

Ingibjörg segir fleiri konur hafa lýst óviðeigandi samskiptum við Frosta: „Það er ofsalega ljótt“

Frosti Logason er ósáttur við þá umfjöllun sem hann fékk í Stundinni

Í gær birti Vísir viðtal við fjölmiðlamanninn Frosta Logason þar sem farið er um víðan völl um undanfarin ár í lífi Frosta. Í viðtalinu ræðir Frosti meðal annars þá umfjöllun sem birtist í Stundinni (nú Heimildinni) árið 2022 en þar sakaði Edda Pétursdóttur, fyrrverandi kærasta Frosta, hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og hótað henni.

Í viðtalinu við Vísi gagnrýnir Frosti vinnubrögð Heimildarinnar en hann er á því að Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður Heimildarinnar, hafi brotið siðareglur og ekki viljað fjalla um hans hlið á málinu.

„Blaðamaður sem gat fjallað um hlið fyrrverandi kærustu minnar og slengt öllu þar upp, hún gat ekki fjallað um hina hliðina. Þetta er auðvitað brot á siðareglum blaðamanna, að veita mér ekki þann rétt að segja mína hlið þegar á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir, en ég nennti ekki að vera að fara að kæra til siðanefndar einhverja kollega mína og svona. En þetta voru vinnubrögðin og það er ofsalega ljótt og lýsir eiginlega bara hversu hræðilegt ástand var á samfélaginu öllu á þessum tíma,“ sagði Frosti um málið.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, var ekki lengi að svara þessum ásökunum Frosta í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ingibjörg greinir meðal annars frá því að blaðamaðurinn hafi verið í samskiptum við fleiri konur, sem ekki hafa komið fram yfir nafni, sem hafi lýst óviðeigandi samskiptum af hálfu Frosta. Því hafi blaðamaðurinn ákveðið, eftir að hafa hitt Frosta á fundi, að ekki væri rétt að birta viðtal við hann um málið að svo stöddu.

Hægt er að lesa alla færslu Ingibjargar um málið hér fyrir neðan.

Boða mótmæli við bandaríska sendiráðið: „Við krefjumst frjálsrar Palestínu!“

Sendiráð Bandaríkjanna

Samtökin Ísland-Palestína standa fyrir mótmælum við bandaríska sendiráðið í Reykjavík á miðvikudaginn.

Þann 15. maí verða haldin mótmæli fyrir framan bandaríska sendiráðið á Engjateig 7. Sá dagur er kallaður Nakba dagurinn af Palestínumönnum en þá minnist fólk fórnarlamba þjóðernishreinsananna í Palestínu árið 1948.

Í viðburðalýsingu samtakanna á Facebook segir:

„15. maí er Nakba dagurinn (Ísl. hörmungarnar), minningardagur fórnarlamba þjóðernishreinsanna í Palestínu árið 1948. Þá voru 750.000 Palestínumanna send á flótta undan árásasveitum Ísraels, hundruðir þorpa lögð í eyði og þurrkuð út og yfir 15.000 manns voru drepin. Hörmungarnir standa ennþá yfir og ætlar Ísrael sér að ljúka því verki sem hófst uppúr 1947. Milljónir Palestínumanna á Gaza eru á flótta og enginn er óhultur undan sprengjuregni Ísraels. Ísraelar hindra allan innfluttning á nauðsynjavörum og hafa komið á allsherjar hungursneyð í Gaza. Eina ástæðan fyrir því að Ísrael fær að fremja þjóðarmorð í Palestínu er vegna stuðnings Bandaríkjanna, sem verja Ísrael með kjafti og klóm í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna og hjá alþjóða dómstólum, en einnig með stórtækum vopnasendingum. Biden forseti gæti stöðvað þjóðarmorðið í dag með því að stöðva vopnasendingar. Við komum því saman á Nakba daginn, miðvikudaginn 15. maí fyrir framan Bandaríska sendiráðið klukkan 17, og krefjumst réttlætis fyrir Palestínu!“

Kröfur mótmælenda eru eftirfarandi, samkvæmt mótmælaboðunum á Facebook:

„VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ BANDARÍKIN LÁTI SAMSTUNDIS AF STUÐNINGI SÍNUM VIÐ STRÍÐSGLÆPARÍKIÐ ÍSRAEL OG STÖÐVI ÞJÓÐARMORÐIÐ – VOPNAHLÉ STRAX!
VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ HERNÁMINU OG HERKVÍNNI SÉ AFLÉTT!
VIÐ KREFJUMST FRJÁLSRAR PALESTÍNU!“

Ásdísi gengur illa að safna styrkjum – Býður VIP í kampavínsklúbbnum fyrir hæstu upphæðina

Ásdís Rán Gunnarsdóttir Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Ásdísi Rán Gunnarsdóttur gengur illa að safna styrkjum fyrir forsetaframboð sitt.

Fellbæski forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir stendur fyrir söfnun á Karoline fund þar sem hún safnar styrkjum fyrir þá „ævintýralegu vegferð að framboði til forseta Íslands“ en markmiðið er að gera hana „samkeppnishæfa hinum frambjóðendunum sem hafa nú töluvert forskot á mig í sínum rándýru markaðsherferðum!“ eins og hún orðar það á síðunni.

Takmark Ásdísar er að safna 6.000 evrum eða 904.980 krónur en nú, þegar átta dagar eru eftir af söfnuninni, hafa einungis 390 evrur, eða 58.823 krónur. Það er sjö prósent af heildar takmarkinu. Því er ljóst að Ásdís Rán á erfitt verk fyrir höndum, ætli hún sér að ná markmiðinu.

Lægsta upphæðin sem hægt er að styrkja Ásdísi með er 1.500 krónur en eins og vaninn er á Karolina fund, eykst ávinningur styrkjanda, eftir því sem styrkurinn hækkar. Hæsti styrkurinn sem boðið er upp á hjá Ásdísi Rán hljóðar upp á 375.000 krónur og kallast Platinum styrkur. Ýmislegt er í boði fyrir þá sem styrkja hana um þá upphæð en því er lýst í eftirfarandi texta: „Ég elska þig! Ég mun hringja stanslaust í þig og ræða við þig um forsetahlutverkið og auðvitað færðu, áritaða mynd eða plaggat, shoutout á samfélagsmiðlum, sýnisferð & dinner á Bessastöðum og VIP í kampavínsklúbbinn.“

Hér má styrkja ísdrottninguna.

Myrkvi gefur út fyrstu smáskífuna af nýrri plötu – Leitar á nýjar slóðir með ljóðrænum vorboða

Myrkvi. Ljósmynd: Melina Rathjen

Myrkvi gaf út fyrstu smáskífuna af nýrri plötu síðastliðinn föstudag, 10. maí. Um er að ræða ljóðrænan vorboði sem vonandi blómstrar í hjörtum landsmanna. Hin eilífa þrá, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Myrkva.

Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius, sem leitar á nýjar slóðir með sinni nýjustu smáskífu, Svartfugl. Lagið markar ákveðin vatnaskil en síðasta plata, Early Warning, var samin með Yngva Holm og byggði á útsetningum fyrrum hljómsveitarmeðlima þeirra í Vio, þar sem tónlistaferill Magnúsar hófst. Sveitin sigraði Músíktilraunir árið 2014 og hlaut á sínum tíma tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Myrkvi leit fyrst dagsins ljós árið 2020 með lagi sem naut mikilla vinsælda, Sér um sig.

Hér fyrir neðan má hlýða á Svartfugl:

Samúel sér eftir rottuummælum sínum: „Rangt af manni í minni stöðu“

Knattspyrnulið Vestra spilar í Bestu deild karla - Mynd: Vestri 2023

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokks karla Vestra, sér eftir orðum sínum um knattspyrnumanninn George Nunn sem spilar með HK en í lok apríl, eftir leik HK og Vestra, gaf Samúel í skyn á samfélagsmiðlum að Nunn væri rotta. Samúel birti myndband af Nunn að labba framhjá leikmanni Vestra sem lá sárþjáður á vellinum og þar sem HK leikmaðurinn lét leikmann Vestra heyra það. „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur!“ skrifaði Samúel svo við færsluna.

Mannlíf hafði samband við Samúel til að spyrja hann nánar út í málið.

Nei, það er ekki ásættanlegt af mér að gera það, enda fjarlægði ég færsluna 5 mínutum eftir að ég skrifaði hana þar sem það er rangt af manni í minni stöðu,“ sagði Samúel um hvort hann ummælin væri ásættanleg fyrir mann í hans stöðu.

„Nei, ég hef ekki gert það,“ sagði formaðurinn þegar hann var spurður hvort hann hafi beðið Nunn afsökunar. „Ég hef rætt við stjórnarmann HK og gert grein fyrir mistökum mínum. Ég á ekki von á því þar sem mér fannst tilburðir mannsins ekki góðir í garð leikmanns sem lá fótbrotinn á vellinum. En að gefa í skyn að hann væri rotta var rangt. Eflaust fínn drengur.“

Vestri er nýliði í Bestu deild karla þetta tímabil og er liðið sem stendur í 10. sæti af 12 og er með sex stig eftir sex leiki. Liðið mætir næst Víking, ríkjandi Íslandsmeisturum, eftir viku á heimavelli Þróttar en heimavöllur Vestra á Ísafirði er ekki leikhæfur.

Kári Stefánsson: „Ekkert sem réttlætir dráp á 17 þúsund börnum“

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. (Mynd: Jón Gústafsson).

Kári Stefánsson segist ósáttur við vinstri stjórnmálaöfl á Íslandi, sem hann segir hafa brugðist hlutverki sínu. Að berjast fyrir þá sem minnst mega sín. Kári, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist til að mynda orðinn háflgerður heimilislæknir fyrir hóp Pólverja sem fái ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og enginn virðist hafa áhuga á að sinna:

„Við erum ekki að tala almennilega máli þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Vinstri flokkarnir eru hættir að vera rödd þeirra sem þeir eiga að berjast fyrir. Það er kominn tími til að búa til nýtt stjórnmálaafl sem raunverulega berst fyrir þeim sem minna mega sín. Og hvaða fólk er það? Meðal annars 25 þúsund Pólverjar. Hvað á það að þýða að hunsa þá eins og við gerum. Fjölmiðlar sýna þessum hóp og þeirra menningu nánast engan áhuga. Ég fer í ræktina nánast daglega uppi í Ögurhvarfi í líkamsræktarstöð þar sem við sem fæddumst á Íslandi erum í minnihluta. Þar koma mjög reglulega til mín menn sem leita til mín af því að þeir fá ekki heilbrigðisþjónustu. Ég hef endað á því að verða heimilislæknir fyrir stóran hóp Pólverja sem æfa í World Class í Ögurhvarfi. Við verðum að sinna þessu fólki almennilega og gera miklu miklu betur.“

Kári segist í þættinum ekkert botna í því að íslensk stjórnvöld hafi tekið þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu. Hann segir að allir eigi að leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að stríðsrekstri sé hætt og að það sé nákvæmlega ekkert sem réttlæti dráp á börnum og ungmennum:

„Það eru til örlög sem eru verri en dauðinn, en það er ekki ásættanlegt að fleiri og fleiri ungir Úkraínumenn og Rússar deyi í þessu stríði árið 2024. Og mér finnst það dapurlegt þegar íslenska ríkið fer að styðja Úkraínumenn með því að hjálpa þeim að kaupa skotfæri. Mér finnst það brjóta í bága við það friðsemdarprinsip sem við höfum haldið í í gegnum árin. Það er hægt að styðja við Úkraínumenn með svo mörgum öðrum leiðum. Fólk fellur í þá gryfju að flokka þetta eftir flokkspólitík og hægri og vinstri, en við verðum að hefja okkur yfir það. Það að Ísland taki þátt í stríði með þessum hætti stangast á við rótgrónar hugmyndir um að við eigum ekki að vera með með her eða taka þátt í stríðsrekstri,“ segir Kári og heldur áfram:

„Ein af ástæðum þess að það vakti ekki meiri athygli og hneykslan að við værum að taka þátt í vopnakaupum er að fjölmiðlarnir á Íslandi eru orðnir svo veikir. Við erum með eitt dagblað og lítið af sterkum ljósvakamiðlum. Blaðamannastéttin er orðin fámenn. Ef við værum með sömu fjölmiðlaflóru og við vorum með fyrir 30 árum hefði þetta orðið mjög stórt mál.“ 

Kári segir að stríðið í Úkraínu og svo það sem er að gerast á Gaza haldi fyrir sér vöku og að það sé ekkert sem réttlæti svo mikið dráp á fólki og ekki síst börnum:

„Svo byrjar annað stríð sem er jafnvel enn furðulegra og enn ógeðfeldara í mínum huga. Það byrjar auðvitað með gífurlega ógeðfelldri árás Hamas á Ísrael sem var ógeðsleg á takmarkalausan máta. Það er erfitt að ímynda sér það hugarástand sem þeir eru í sem fremja slíka árás. En svo bregðast Ísraelsmenn við með því að taka þá ákvörðun að þeir ætli að drepa alla Hamas-liða, sama hvað það kostar. Ef við horfum til þess hvað það hefur kostað í dag, þá eru þeir búnir að drepa svona 17 þúsund börn. Og það er ekkert til í heiminum sem réttlætir það að drepa 17 þúsund börn. Ég tek það fram að margir af mínum bestu vinum eru gyðingar og gyðingar eru á margan hátt mitt uppáhaldsfólk. En það er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessar aðgerðir. Það er bara bull að Ísland standi ekki af fullum þunga á bakvið það að gerð sé krafa um vopnahlé strax. Við verðum að kalla eftir vopnahléi í stríði sem er að valda dauða þúsunda barna. Við getum ekki flokkað svona hluti eftir pólitískum línum.“

Þegar Sölvi spyr Kára út í hergagnaiðnaðinn og hvort það séu ekki öfl sem hreinlega vilji þessi stríð og vilji halda þeim sem lengst segist hann vissulega sammála því að hergagnaiðnaðurinn reyni að hafa áhrif. En hann vill ekki trúa því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu undir hælnum á þeim iðnaði:

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að hergagnaiðnaðurinn hefur reynt að hafa mikil áhrif á þetta og það er engin spurning um að hergagnaiðnaðurinn fitnar  eins og púkinn á fjósbitanum í öllum þessum stríðum. En ég held innst inni að það geti ekki verið rétt að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu að reyna að ýta undir þessi átök. Ég vil ekki trúa því að Bandaríkjunum sé stjórnað af fólki sem vill að þessir hræðilegu hlutir séu að gerast.“

Annað sem Kári kemur inn á þættinum er framtíð íslenskrar tungu. Hann telur það tilgangslaust að reyna að stemma stigu við notkun ensku:

„Fólk hefur áhyggjur af því að tungumál barnanna okkar sé orðið of enskuskotið og fær kvíðakast yfir því. Mín afstaða er eftirfarandi. Við lifum á tímum þar sem bæði börn og fullorðnir í okkar landi lifa í tveimur heimum. Annars vegar á internetinu og hins vegar í raunverulegu lífi. Tungumálið á internetinu er enska. Þar tekst íslenskt fólk á við alþjóðlegan heim og sýnir ef það hefur eitthvað fram að færa. Ég held að það sé gífurlega mikilvægt að við letjum ekki íslensk börn til að nota ensku, af því að ef við gerum það verða þau alveg ,,lost” í netheimum. Þetta er heimur sem heldur áfram að vera til og enska gegnir núna því hlutverki sem Esperanto átti að gegna á sínum tíma. Leiðin til að varðveita íslenskuna er að hugsa um hana eins og gersemi inni í stofu hjá okkur. Við eigum að ætlast til þess að þegar menn noti hana þá geri þeir það rétt, en við eigum ekki að krefjast þess að það sé verið að nota hana þegar það á ekki við.“

Í lok þáttarins er Kári spurður út í það hvort hann hafi aldrei íhugað að fara í stjórnmál:

„Nei, nei nei. Ertu vitlaus drengur. Nú verð ég að endurtaka mig og segja: ,,Hvað á það að þýða að spyrja mig að þessu drengauli”, Segir Kári og hlær og heldur áfram: ,,Nei ég vil alls ekki missa það frelsi sem fylgir því að þurfa ekki að taka beinan þátt í íslenskri pólitík. Ég hef ofboðslega gaman að vinnunni minni. Ég vinn við einhvern mesta lúxus sem hægt er að hugsa sér. Ég er í vinnu þar sem við erum á hverjum degi að vinna að því að gera uppgötvanir um eðli mannsins.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Kára og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Furðar sig á stuðningi ysta hægri kantsins við Katrínu: „Morgunblaðið hampar henni út í eitt“

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.
Anna Kristjánsdóttir veltir fyrir sér hvað ysti kantur hægrisins sér í Katrínu Jakobsdóttur.

Í nýjustu dagbókarfærslu sinni talar Anna Kristjánsdóttir um Eurovision og svo um forsetakosningabaráttuna á Íslandi. Í þeim kafla Facebook-færslunnar furðar hún sig á stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur úr óvæntri átt, ysta hægrinu.

Anna segist ekki efast um að Katrín sé vel hæf til embættisins en sér þó meinbug á því að fá aðila í forsetastólinn, sem er með „litríka pólitíska fortíð í farteskinu“. Að lokum spaugar hún með slagorð Framsóknarflokksins úr síðustu kosningum og snýr „því upp á margfaldan fallkandidat fyrri forsetakosninga“ og spyr: „Er ekki bara best að kjósa Ástþór?“

Hér má sjá orð Önnu um stuðninginn við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni:

„Undanfarna daga hafa stuðningsyfirlýsingar til handa Katrínu Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands komið frá hinu mætasta fólki þar sem flest hver eru vel þekkt innan samfélagsins. Sjálf er ég ekki í nokkrum vafa um að Katrín sé vel hæf til embættisins þótt ég sjái ákveðin tormerki á því að sjá aðila með litríka pólitíska fortíð í farteskinu.

Svo sé ég að Morgunblaðið undir ritstjórn Davíðs Oddssonar hampar henni út í eitt og í kjölfarið hefi ég séð stuðningsyfirlýsingar frá mönnum á ysta hægrikanti, mönnum á borð við Hannes Hólmstein Gissurarson og Pál Vilhjálmsson lýsa yfir stuðningi henni til handa og ég fer að velta fyrir mér hvað gerir hana svona eftirsóknarverða í augum hægrisins?
Þegar svona er komið sögu fer ég að velta fyrir mér þekktu kosningarslagorði Framsóknarflokksins frá síðustu Alþingiskosningum, sný því upp á margfaldan fallkandidat fyrri forsetakosninga og spyr einfaldlega:
Er ekki bara best að kjósa Ástþór?
(Ofangreind orð má samt ekki túlka sem stuðning minn við Ástþór fremur en einhvern annan).“

Össur Skarphéðinsson tætir stuðningsmann Jóns Gnarr í sig: „Ættu að leiðbeina honum um mannasiði“

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Mikil harka virðist vera færast í kosningabaráttuna en stuðningsmenn forsetaframbjóðenda skrifa eins marga pistla og greinar og þeir komast upp með og eru þeir mismálefnalegir að mati sumra. Gísli Hvanndal Jakobsson, sem er stuðningsmaður Jóns Gnarr og að eigin sögn læknamiðill og andlegur leiðtogi, birti í gær pistill á heimasíðu Fréttatímans þar sem hann gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur harðlega og segir hana vera nýta andlát föður síns til að fá samúðaratkvæði en móðir Gísla lést úr krabbameini í fyrra.

„Auðvitað er þetta sorglegt, ég veit það af eigin raun og Katrín Jakobsdóttir hefur alla mína samúð. En svona leikur til að fá atkvæði er bara ekki rétt og ekki sæmandi nýjum forseta sem stökk úr ráðherrastóli til þess að verða í stærsta embætti á Íslandi vegna eigin metorðagirndar.

Það sjá allir hvað Katrín breytist í framboðinu með sitt gervibros og tugi milljóna ef ekki meira til að vekja athygli á sér. Til að kaupa auglýsingar, skoðanakannanir, ferðast í lúxus og gera hvað sem er til að fá atkvæði.

Myndir þú kjósandi góður nota látna einstaklinga úr fjölskyldu þinni til að fá atkvæði? Til að vekja athygli á þér?“ skrifar Gísli en hann hefur einnig haldið því fram að íslenskir fjölmiðlar séu að sniðganga Jón Gnarr þrátt fyrir að öll tölfræðigögn sýni hið gagnstæða

Subbulegur pistill

Þessi pistill virðist hafa farið mjög í taugarnar á Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, en hann svarar Gísla í athugasemdakerfi Fréttatímanns.

Á frambjóðandi að ljúga ef hún/hann er spurð af blaðamanni um áföll í lífi sínu í viðtali sem er tekið til að skyggnast inn í sálarkirnur viðkomandi? Pistill þinn er óvanalega rætinn af manni, sem hefur atvinnu af því að hugga og lækna. Talaðu fyrir verðleikum frambjóðanda þíns í stað þess að níða skóinn af öðrum. Mér sýnist hann ekki veita af því en það er vel skiljanlegt ef andlegir ráðgjafar hans eru rígfastir í neikvæðni. Vesalings Gnarr að hafa þig í sínu liði!“

Undir þetta tekur maður að nafni Leo og segir pistilinn vera ansi ómerkilegan. „Nákvæmlega. Subbulegur. Þeir sem hann er í sambandi við fyrir handan ættu að leiðbeina honum um mannasiði,“ svarar Össur honum Leo.

Halla safnaði fyrir bílprófi með því að þvo af fjölskyldunni: „Skylda að dansa af og til“

Halla Hrund Ljósmynd: Aðsend

Halla Hrund Logadóttir safnaði fyrir bílprófinu með því að þvo af fjölskyldunni. Hún segir að það sé nauðsynlegt að dansa annað slagið og sér rómantíkina í hversdagsleikanum. Þá er hún sólgin í harðfisk.

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Sveitin mín á Síðu, þó að landið okkar í heild sé gersemi.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Ég myndi telja tvö til fjögur kjörtímabili ákjósanlegan tíma fyrir forseta Íslands.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Það er forsetans að fara eftir leikreglunum, en ekki setja þær. Alþingi Íslendinga setur reglurnar í umboði þjóðarinnar og þaðan kemur valdið. Ég sé ekki fyrir mér neinar grundvallarbreytingar í þeim efnum. Við þurfum hins vegar sem sem samfélag að takast reglulega á við breytingar sem kunna að kalla á viðbrögð. Eitt af því sem við þurfum til að mynda að taka samtal um eru auðlindir þjóðarinnar og finna þeim stað í stjórnarskránni. Það er mín skoðun sem ég fer ekki leynt með, þótt forsetinn sé ekki í framsætinu varðandi slíkar breytingar.

Hver er þinn uppáhalds forseti?

Allir forsetar hafa lagt hönd á plóg og ég á fyrirmyndir í þeim öllum að einhverju leyti.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Mér finnst eðlilegt að fjöldi meðmælenda endurspegli þróun mannfjölda landsins.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Mamma og pabbi, ásamt ömmum mínum og öfum heitnum.

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Ég elska tónlist sem fer vel með stormasömum vetrarkvöldum eins og Ásgeir Trausta, Unu Torfa og fleiri. En líka sönglög sem hægt er að syngja saman á björtum sumarkvöldum í útilegu (allt frá Sálinni yfir í Ellý Vilhjálms). Síðan er skylda að dansa af og til og þá verður að vera eitthvað fjörugt í boði, íslenskir og erlendir smellir.

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Nei.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Já.

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Fæðing dætra minna.

Hver eru mestu vonbrigðin?

Að missa æskuvinkonu mína langt fyrir aldur fram.

Fallegasta ljóðið?

Það sem talar við tilfinningarnar hverju sinni.

Besta skáldsagan?

Salka Valka, Ungfrú Ísland og Flugdrekahlauparinn hittu allar í mark.

Hvað er það besta við Ísland?

Ferska loftið, matgæðin, jarðhitinn og fólkið.

Kanntu á þvottavél?

Heldur betur. Ég lærði snemma á hana til að þvo hestafötin og vann mér inn fyrir bílprófið með því að þvo af fjölskyldunni.

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Að allir Íslendingar geti notið góðrar heilsu og jafnra tækifæra til að láta drauma sína rætast, samfélaginu til heilla.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Að magna tækifæri Íslendinga um allt land heima, og að heiman, og tala fyrir hagsmunum okkar og gildum á alþjóðavettvangi.

Borðarðu þorramat?

Já, á Þorrablótum. Ég er þó sólgin í harðfisk allt árið um kring!

Ertu rómantísk/ur?

Rómantíkin er að mínu mati í hversdagsleikanum. Kertaljós á vetrarkvöldi eða fjallganga að sumri.

Í stuttu máli: hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands?

Ég brenn fyrir Íslandi, hagsmunum almennings, náttúru og samfélagi.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir forsetaframbjóðendur , svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör þeirra frambjóðendanna sem ekki hafa verið nú þegar verið birt, birtast á næstu vikum.

 

Ástsæl söngkona er látin

Ingibjörg Smith.

Ein vinsælasta söngkona Íslendinga, Ingibjörg Smith, er látin í hárri elli.
Ingibjörg lést 9. maí sl. á heimili sínu í Annapolis í Maryland í Bandaríkjunum. Hún fæddist 23. mars 1929. Ferill hennar er rakinn á Glatkistunni.

Ingibjörg Smith var ein af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands og söng nokkur lög, sem slóu í gegn. Morgunblaðið segir frá andláti hennar í dag og rekur feril hennar lauslega. Ingibjörg söng meðal annars með með hljómsveitum Ólafs Gauks og Björns R. Einarssonar. Hún gaf út plötu árið 1956 þar sem hún söng lagið Við gengum tvö, sem varð mjög
vinsælt. Seinna kom önnur plata út sem hafði að geyma lagið Oft spurði ég mömmu. Það lag sló einnig gegn. Lagið Nú lggur vel á mér varð svo vinsælast hjá landsmönnum árið
1958.

Ingibjörg giftist Paul W. Smith, árið 1949. Fluttust þau til Bandaríkjanna í kjölfarið en komu aftur til Íslands nokkrum árum síðar og settust hér að um tíma.

Þau eignuðust fimm börn: Beverly, Richard, Bernhard og Cynthia eru á lífi en Linda lést barnung. Ingibjörg fluttist síðar aftur til Bandaríkjanna.

Hægt er að hlusta á tónlist Ingibjargar hér

Grátbón Jóns Gnarr

Kapphlaupið um Bessastaði hefur harðnað og tekið á sig nýja mynd. Halla Hrund Logadóttir ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur með 26 prósenta fylgi á bak við sig. Næst kemur Katrín Jakobsdóttir með 19,6 prósent. Í nýrri könnun Prósents kemur í ljós að Halla Tómasdóttir hefur aukið fylgi sitt og er nú komin í 12 prósenta fylgi. Þar með er hún mætt í toppslaginn, rétt eins og þegar Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, lagði hana naumlega á sínum tíma. Flestir spá því nú að Halla Hrund muni sigra í slagnum.

Það er á brattann að sækja hjá Jóni Gnarr sem er með tæplega 14 prósenta fylgi. Jón er þó ekkert á buxunum að gefast upp. Á framboðsfundi sínum á Akureyri átti hann frábært útspil sem Samstöðin endurómaði.  „Kjósið mig – ég grátbið ykkur,“ sagði Jón og uppskar góð viðbrögð …

Dularfullur drykkjumaður missti minnið – Óvelkominn gestur á endurvinnslustöð um nótt

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Ferð gleðimanns á veitingastað í miðborginni í gærkvöld endaði illa. Maðurinn drakk yfir sig og hvarf inn í algleymisástand. Lögregla var kölluð til þar sem ekki tókst að vekja manninn. Hann komst til nokkurar meðvitundar en gat ekki gefið upp hver hann væri og hafði ekki nein skilríki á sér, Hann var því  vistaður í fangaklefa þar sem hann mun dvelja þar til af honum rennur af honum víman og lögregla ber á hann kennsl.

Betur tókst til með annan ofurölvi mann á veitingastað. Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað.  Sá var vakinn og náði hann meðvitund og var vísað út í nóttina.

Enn ein uppákoman varð á veitngastað þegar kallað var eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem var með ógnandi tilburði.

Tilkynnt var um þjófnað úr eigum viðskiptavinar á veitingastað. Einnig var framið innbrot í fyrirtæki.

Óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa óvelkomnum út af hóteli.

Bifreið stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Bifreið stöðvuð þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Reyndist ökumaður vera réttindalaus vegna fyrri afskipta lögreglu.

Tilkynnt um umferðaróhapp en þar hafði bifreið verið ekið á aðra kyrrstæða. Minni háttar tjón urðu á bifreiðum og engin slys á fólki.

Óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun vegna viðskiptavina sem voru til vandræða.

Óskað eftir aðstoð lögreglu að endurvinnslustöð vegna einstaklings sem var inni á svæðinu um miðja nótt.

Bifreið stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður vera án ökuréttinda.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um of hraðan akstur.

Segir Þórdísi engan áhuga hafa á þjóðarmorðinu á Gaza: „Við erum stödd í hruni siðmenningarinnar“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Sólveig Anna Jónsdóttir skýtur bylmingsfast á utanríkisráðherra Íslands í nýrri Facebook-færslu og segir hann hafa „engan áhuga á þeim börnum, konum og mönnum sem að myrt eru“ á Gaza um þessar mundir.

Verkalýðsforinginn Sólveig Anna Jónsdóttir talar um grein eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem birtist í helgarútgáfu Morgunblaðsins. Skýtur hún fast á Þórdísi vegna þess að hún minnist ekki einu orði á þjáningu Gazabúa: „Í helgarútgáfu Morgunblaðsins er grein eftir utanríkisráðherra Íslands, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur. Minnist hún á þjáningar fólksins á Gaza sem að ísraelski herinn murkar lífið úr? Nei, það gerir hún svo sannarlega ekki. Hún hefur engan áhuga á þeim börnum, konum og mönnum sem að myrt eru þar. Hún hvorki sér þau né heyrir. Enda vinnur hún við að senda þau skilaboð til Bandarikjanna nótt sem nýtan dag að Ísland hafi ekki sjálfstæða utanríkisstefnu, sé aðeins leppur bandarískra stjórnvalda. Ekkert annað skiptir máli.“

Sólveig lét þessa sorglegu ljósmynd fylgja færslu sinni en hún sýnir sært barn á Gaza.

Sólveig telur svo upp allt það sem hún segir að skipti ekki Þórdísi máli: „Þjóðarmorð framið á fólki sem hefur enga undakomuleið, endalausar fregnir af myrtum börnum, börn að svelta í hel, börn að deyja vegna þess að sprengjur framleiddar í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafa sprengt gat á höfuð þeirra og ekkert er hægt að gera vegna þess að ísraelski herinn hefur sprengt næstum alla spítala og þeir sem eftir standa geta ekki starfað vegna þess að ísraelsk stjórnvöld, með stuðningi Bandaríkjanna og sameinaðra evrópskara valdasjúkra siðvillinga, koma í veg fyrir að hægt sé að koma sjúkragögnum inn á Gaza;

ekkert af þessu skiptir Þórdísi Kolbrúnu neinu máli. Utanríkisráðherra Íslands lætur einfaldlega eins og þetta sé ekki að eiga sér stað.“

Að lokum segir verkalýðsforinginn að ástandið sem fólk sé að upplifa nú sé sjúkt og að nú sé fólk statt í „hruni siðmenningarinnar“.

„Ástandið sem að við upplifum er svo sjúkt að það er varla hægt að koma að því orðum. Fólki er slátrað í beinni útsendingu á hverjum degi mánuðum saman. Og ekkert er gert til að stöðva glæpinn. Þvert á móti er allt gert til að hægt sé að halda honum áfram.
Við erum stödd í hruni siðmenningarinnar. Og valdastétt okkar tekur markvissan þátt í því að sjá til að siðmenningin hrynji sem hraðast og með sem skelfilegustum afleiðingum. Allt fyrir Ameríku og sadismann sem að hún hefur breitt út um heiminn, sadismann sem að nú ræður algjörum ríkjum í Ísrael. Niður með siðmenninguna, upp með sadismann er slagorð vorra daga. Hræðilegt er að upplifa það.“

Raddir