Föstudagur 20. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Karl Sigurðsson er látinn

|
|

Karl Sigurðsson frá Ísafirði er látinn, 106 ára að aldri.

Karl Sigurðsson

Karl fæddist á Ísafirði árið 1918, í húsi sem kallast Rómaborg og tilheyrir nú Sundstræti. Samkvæmt BB.is flutti fjölskylda Karls út í Hnífsdal á fyrsta ári hans en þar bjó hann mestan part ævi sinnar. Karl átti gæfusaman skipstjóraferil en lengst af var hann á Mími eða í 25 ár.

Eiginkona hans var Kristjana Hjartardóttir en hún lést 2013. Fyrir átti hún einn son, Grétar en saman áttu þau að auki fimm börn. Það eru þau Ásgeir Kristján, Guðrún, Hjördís, Sigríður Ingibjörg og Halldóra.

Karl var heiðursfélagi í félagi eldri borgara á Ísafirði og nágrenni.

Ættingjar gíslanna láta Netanyahu heyra það:„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórninni mistekist“

Gíslarnir sem fundust drepin á Gaza.

Samtök aðstandenda ísraelskra gísla segja að gíslarnir sex sem fundust látnir á Gaza, væru á lífi ef ríkisstjórn Netanyahu hefði skrifað undir vopnahléssamninginn við Hamas.

„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórnininni undir forystu Netanyahus mistekist að gera það sem ríkisstjórninni er ætlað að gera, að skila sonum sínum og dætrum heim. Samningur um endurkomu gíslanna hefur verið á borðinu í meira en tvo mánuði,“ sagði hópurinn í færslu á X.

Og hópurinn hélt áfram: „Ef það væri ekki fyrir skemmdarverkamennina, afsakanirnar og spunann, væru gíslarnir sem fundust látnir í morgun líklega á lífi.“

Því næst beindi hópurinn spjótum sínum beint að forsetisráðherranum: „Netanyahu: nóg af afsökunum. Nóg um spuna. Nóg komið af því að yfirgefa gíslana. Tíminn er kominn til að sækja gíslana okkar heim, að þeir sem lifa fái endurhæfingu og að hinir föllnu og myrtu verðo færðir til grafar í landi sínu.“

Gríðarleg pressa er á Netanyahu en verkalýðsfélög í Ísrael hafa boðað alsherjar verkfall til að knýja ríkisstjórnina til að semja um vopnahlé.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Svala er tilbúin fyrir haustið: „Fullkomið outfit fyrir gula viðvōrun“

Svala Björvins er ein frægasta söngkonan Íslands

Poppdíva Íslands, Svala Karítas Björgvinsdóttir birti ljósmynd af sér í geggjuðu „outfitti“ á Instagram.

Svala Björgvins, poppdíva Íslands númer eitt, er dugleg að birta ljósmyndir á Instagram en hún hefur lengi verið þekkt fyrir stórkostlegt tískuvit en fötin sem hún klæðist þykja bæði kynþokkafull og frumleg.

Nýjustu ljósmyndina birti hún í gær en þar má sjá hana í enn einum frábærum klæðnaðinum en við myndina skrifar hún: „Fullkomið outfit fyrir gula viðvōrun“.

Annars hefur Svala verið að vinna að nýrri tónlist undanfarið ár en lagið Time kom út í fyrra.

Bresk leikkona segist vera fórnarlamb Jimmy Savile: „Þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér“

Viðbjóðurinn Jimmy Savile.

Breska leikkonan Daniella Westbrook hefur nú opnað sig og sagt frá því að þáttastjórnandinn og barnaníðingnum Jimmy Savile hafi misnotað hana.

Fyrrum leikkona EastEnders þáttanna segist hafa verið misnotuð sem barn frá níu til 14 ára aldurs og hafa staðið oft augliti til auglitis við suma ofbeldismennina síðar á ævinni. Í einlægu viðtali sagði hin 51 árs gamla leikkona að Savile hafi einu sinni beðið hana um að sitja við hlið sér á meðan hún kom fram í írskum spjallþætti, sem hún neitaði að gera.

Daniella Westbrook

Í nýju viðtali sagði hún frá því hvernig hún hélt opinberuninni leyndri þar sem hún óttaðist að það að deila því sem hafði gerst myndi fá hana til að vilja binda enda á líf sitt. Þegar hún var spurð hvort hún hefði séð einhvern af ofbeldismönnum sínum þegar hún var orðin eldri sagði Westbrook: „Já. Ég fór í þátt í Belfast, spjallþátt, þeir reyndu að láta mig sitja við hliðina á Jimmy Savile.

„Hann sagði „Komdu hingað Danniella, þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér,“ og ég sagði „Ég myndi ekki sitja við hliðina á þér ef ég væri að deyja“ … hann var einn af þeim,“ sagði hún í viðtali í The Lewis Nicholls Show þættinum. Fyrrum BBC þáttastjórnandinn Savile var  afhjúpaður sem barnaníðingur, nauðgari og raðmisnotari eftir dauða hans.

Nýlega hefur enn og aftur verið sagt frá raunverulegu umfangi hryllilegra glæpa hans gegn unglingsstúlkum, ungum konum, yngri stúlkum, drengjum, veiku fólki, fötluðu fólki og jafnvel látnum í BBC þáttaröðinni, The Reckoning þar sem leikarinn ​​Steve Coogan tekst á við hlutverk sitt sem hinn viðurstyggilegi kynferðisafbrotamaður.

Árið 2000 upplýsti Savile heimildaþáttakonunginn Louis Theroux að hann hefði átt nokkrar kærustur á lífsleiðinni. En árið 2001, aðeins einu ári eftir að heimildarmynd hans kom út, hitti hann tvær konur, á fertugsaldri, sem játuðu að vera kærustu Savile, en önnur þeirra var aðeins 15 ára þegar þau voru í sambandi.

Á hinu alræmda geðsjúkrahúsi Broadmoor sagði einn hjúkrunarfræðingur við rannsakanda að Savile hefði montað sig á að hafa „fíflast með“ sumum líkunum í líkhúsinu en Savile vingaðist við yfirmenn og starfsmenn sjúkrahúsa á borð við Broadmoor til að fá aðgang að sjúklingum, undir því yfirskyni að hann kæmi þangað til a’ skemmta og heimsækja sjúklingana. Rannsókn leiddi síðar í ljós að áhugi hans á látnu fólki hefði ekki verið „innan viðurkenndra marka“.

Savile lést 84 ára að aldri í október 2011. Í gegnum allan ferilinn stóð Savile frammi fyrir fjölda ásökunum um kynferðisofbeldi en fyrsta þekkta málið var skoðað árið 1958, en ekki þóttu vera nægar sannanir til að fara lengra með það.

Eftir dauða hans voru ásakanir, þær elstu frá árinu 1963 gerðar á hendur honum og opinber rannsókn hófst árið 2012. Í október sama ár sagði lögreglan að hún væri að skoða 400 ábendingar og að fjöldi meintra fórnarlamba væri um 450.

The Mirror sagði frá málinu.

Kaleo í nýrri kitlu úr fimmtu þáttaseríu Yellowstone – MYNDBAND

Kaleo

Í kitlu (e. teaser) fyrir væntanlega seríu af hinum vinsælu stjónvarpsþáttum, Yellowstone, er að finna lag íslensku hljómsveitarinnar KALEO, en lagið heitir USA Today.

Í laginu, sem kom út fyrr í sumar, er að finna ádeilu á síendurteknar skotárasir í Bandaríkjunum. Yellowstone er ein vinsælasta sjónvarpssería Bandaríkjanna og er næsta sería, sem er sú fimmta og jafnframt sú síðasta, væntanleg í sýningar í nóvember í Bandaríkjunum.

Yellowstone er nútíma vestri sem fjallar um átök milli hópa meðfram sameiginlegum landamærum Yellowstone Dutton Ranch, stórs nautgripabúgarðs, Broken Rock Indian friðlandsins, Yellowstone þjóðgarðsins og landhönnuði. Stórleikarinn Kevin Costner leikur aðalhlutverkið en þar eru einnig leikarar á borð við Luke Grimes, Kelly Reilly, Wes Bentley, Cole Hauser, Kelsey Asbille og Gil Birmingham.

Hægt er að sjá kitluna hér að neðan.

Reyndi að stinga einstakling á hátíðinni Í túninu heima í gær – Berserki vísað af hóteli

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Einstaklingur réðist á aðila á hátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ í nótt, með hnífi en viðkomandi slapp við áverka þó að fatnaður hafi skorist. Gerandinn náðist ekki og lögreglan hefur ekki upplýsingar um hann að svo stöddu.

Lögregla var með talsverðan viðbúnað vegna hátíðarinnar Í túninu heima en nokkuð var um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna en engar alvarlegar líkamsárásir áttu sér stað. Talsverður verkefnafjöldi fylgdi þó hátíðinni.

Rétt fyrir tíu í gærkvöldi barst lögreglunni við Hlemm tilkynning um mann sem réðist að fólki með kylfu fyrir utan krá í hverfinu. Var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum vegna málsins.

Þá gekk maður berserksgang á hóteli rétt upp úr ellefu í gærkvöldi. Hafði hann verið með ógnandi tilburði við starfsfólk en að lokum reyndist nóg að vísa honum af vettvangi.

Rétt fyrir klukkan tvö í nótt varð aðili valdur að umferðaróhappi og reyndi að ganga á brott af vettvangi. Fannst hann skammt frá vettvangi og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknarinnar.

01:51 Aðili verður valdur að umferðaróhappi og reynir að ganga á brott af vettvangi. Aðilinn fannst skammt frá vettvangi og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um keyrslu undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig hafa vopn í fórum sínum sem lögreglan handlagði.

Í Hafnarfirði var aðili handtekinn með fíkniefni í sínum fórum en hann var grunaður um sölu og dreifingu þeirra. Var hann vistaður í fangeklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni í Hafnarfirði tilkynning rétt fyrir fjögur í nótt um æstan mann við krá. Var maðurinn mjög æstur þegar lögreglu bar að garði og ekki hægt að ræða við hann. Var hann handtekinn og vistaður vegna ástandsins.

Bjarni skammar ungliða

Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, reyndi að sannfæra fulltrúa á flokksráðsfundi í gær um að fylgishrun flokksins væri flestum öðru að kenna en honum sjálfum. Hann kom víða við í ræðu sinni og mátti skilja að fylgi upp á rúm 13 prósent væri birtingarmynd á léttum mótbyr. Þá hjólaði hann í ungliða Sambands ungra Sjálfstæðismanna sem auglýstu opinberlega eftir „plani“ til að reisa flokkinn úr öskunni. Bjarni sagði eitthvað í þá veru að ekki dygði að fórna höndum og taka bakföll. Ungliðarnir sjálfir yrðu að leggja til lausnir. Sjálfur var Bjarni með þá lausn að passa upp á landamærin og bægja þannig flóttamönnum frá.

Bjarni beindi spjótum sínum að Degi B. Eggertssyni, fráfarandi borgarstjóra, og vegna orlofsmála hans. Hann nefndi ekki að Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans, og fjölmargir aðrir leiðtogar Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnum hafa þegið samskonar dúsur og Davíð og sópaði til sín milljónum ad orlofspeningum. Þá fann hann Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, það til lasts að flokkur hennar sat hjá við afgreiðslu á útlendingafrumvarpinu og sagði aulabrandara um að Kristrún hefði þá verið á tónleikum með Taylor Swift.

Stóra spurningin sem brennur á Sjálfstæðismönnum er sú hvenær Bjarni ætli að víkja og axla þannig ábyrgð. Ljóst var af ræðu hans að hann er ekkert á förum. Hann ætlar að klára kjörtímabilið fram á næsta haust sem forsætisráðherra í boði Vinstri-grænna en láta vita tímanlega hvort hann muni víkja sem formaður …

Vasilii segist hafa verið sendur fárveikur heim af HSS: „Ég var með öll einkenni heilablóðfalls“

Vasilii Sopilnyak Ljósmynd: Aðsend

Vasilii Sopilnyak, 64 ára gamall Úkraínumaður sem býr hér á landi segir mistök íslenskra lækna hefðu getað kostað hann lífið.

Í upphafi stríðsins í Úkraínu, bauð Vasilii sig fram í þjóðvarnarliðið, en hann þurfti að fæða fjölskyldu sína og neyddist til að fara til útlanda en hann á konu og börn. Um leið og Vasilii fékk dvalarleyfi hér á landi hóf hann að vinna. Hann hefur unnið á byggingarsvæðum, smíðað vegi, þvegið bíla, unnið í fiskvinnslu og svo framvegis. En svo veiktist hann.

„Þann 23. apríl fór ég á heilsugæslustöð í Keflavík og kvartaði undan vanlíðan og sagði þeim að ég hefði glímt við slagæðavandamál í mörg ár. Mér var sagt að mér yrði vísað til hjartalæknis, en engin tilvísun barst. Í júní flutti ég til Neskaupstaðar, kom illa farinn á spítalann og sagði þeim frá einkennum mínum aftur,“ segir Vasilii í samtali við Mannlíf. Og hann heldur áfram:

„Mér var lofað að ég fengi tíma hjá hjartalækni og sagt að læknirinn myndi hitta mig í september eða október. Þann 23. desember lauk samningi mínum hjá Síldarvinnslunni. Ég fór þá til Úkraínu og í lok janúar fékk ég heilablóðfall.“

Endurkoman til Íslands

Eftir að hafa legið á spítala í mánuð kom Vasilli aftur til Íslands.

„Ég var á sjúkrahúsi í mánuð. Þann 24. mars kom ég aftur til Íslands og kom með allar sjúkrahússkýrslurnar með mér. Ég bað lækninn um að gera segulómskoðun til að staðfesta veikindi mín. Í apríl og maí fór ég ítrekað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kvartaði undan endurteknum köfnunarköstum og útskýrði fyrir læknum að ég væri með hjartaöng. Læknirinn sagði mér að það væri bara stress við að flytja til annars lands. Köstin hættu ekki og ég þurfti að fara á sjúkrahús nokkrum sinnum. Sem betur fer hlustaði Stefán læknir á kvartanir mínar og vísaði mér í segulómun. Niðurstaðan var sú að kransæðin væri 90 prósent stífluð. Ég fékk ekki tíma hjá Stefáni fyrr en þremur vikum síðar, sem vísaði mér á Landspítalann.“

Þegar á Landspítalann var komið var Vasilii fljótlega sendur í bráðauppskurð, hann var að deyja.

„Þegar ég kom á spítalann var ég lagður upp í rúm, settur var skynjara á mig og ég var skoðuður í klukkutíma. Svo kom hjúkrunarfræðingur og sagði mér að ég yrði fluttur með sjúkrabíl á hjartastöð og að bráðaaðgerð yrði framkvæmd því ég væri með banvænan sjúkdóm, ég gæti dáið.“

Veikari en hann hefði þurft að vera

Vasilii er nú afar veikur og hefur verið í veikindaleyfi síðustu átta mánuði.

„Ég hef farið til lækna síðastliðið eitt ár vegna mjög slæmrar heilsu. Vegna þess að ég var ekki rétt greindur í tæka tíð er ég búinn að vera í veikindaleyfi í 8 mánuði, fékk heilablóðfall og var mjög nálægt því að fá hjartaáfall. Og á endanum hefði ég bara getað dáið.“

Aðspurður segist Vasilii ekki endilega telja að mistök læknanna hafi tengst því að hann sé útlendingur en finnst skrítið að læknirinn á HSS hafi sagt honum að það væri allt í lagi með hann, hann væri bara stressaður vegna flutninga í annað land og að hann vildi bara ekki vinna. „Ég var með öll einkenni heilablóðfalls en hann gaf mér bara vottorð fyrir þriggja daga veikindaleyfi, það var allt.“ Vasilii líður orðið aðeins betur en fær þó enn köst. Hann er enn óvinnufær og getur ekki borgað lögmönnum sínum. Algjör þögn ríkir hjá trygginafélagi hans að sögn Vasilii. „Ef þeir hefðu að minnsta kosti greint hann í tæka tíð eða í það minnsta sent hann í MRI skanna, í stað þess að tala um sálfræðilegan kvilla, þá hefði hann getað forðast þessar afleiðingar,“ segir vinkona Vasilii sem Mannlíf ræddi við.

Vill ekki að aðrir lendi í því sama

Vasilii segist ekki reiður og að hann vilji ekki kvarta en kemst þó við þegar hann hugsar út í óréttlætið og skort á skilningi á því hvers vegna þetta getur gerst.

„Ég hef þegar verið á barmi dauðans. Núna er ég rólegur yfir þessu, en þegar ég hugsa um annað fólk sem gæti dáið vegna rangrar greiningar þá finnst mér ég verða að vara það við.“

Hann endurtekur oft eins konar retoríska spurningu „Hvernig var hægt að sjá öll einkenni heilablóðfalls hjá manni og leyfa honum bara að fara heim? Og þegar ég var aftur kominn í lífshættu og liggjandi á sjúkrahússsófanum í Reykjavík, ákváðu læknarnir loksins að leggja mig inn á sjúkrahús, sögðu að allt annað væri nú banvænt fyrir mig. Í alvöru? Ekki fyrr en núna?“ Bætir hann við: „Ég tek hattinn ofan fyrir þessu teymi hjartalækna … en ef samstarfsmenn þeirra hefðu einfaldlega ávísað mér í viðeigandi meðferð eða sent mig í prufur fyrr, hefði verið hægt að forðast þetta allt.“

Að lokum segist Vasilii vilja koma í veg fyrir að aðrir lendi í því sama.

„Ég er bara að segja að ef ekki verður gripið til aðgerða mun fólk á Íslandi halda áfram að þjást vegna vanhæfni lækna. Ertu viss um að í dag sértu ekki að lama eitthvað heldur lækna það?“

 

 

Boða mótmæli gegn valdníðslu og ofbeldi lögreglu: „Slíkir einstaklingar ekki starfi sínu vaxnir“

Piparúða spreyjað á mótmælendur. Mynd: RÚV-skjáskot

No Borders Iceland boðar til friðsamlegra mótmæla við lögreglustöðina við Hlemm gegn valdníðslu og ofbeldi lögreglu þriðjudaginn 3. september klukkan 17:00.

No Borders Iceland, sem er hreyfing aðgerðasinna sem berjast fyrir réttindum flóttafólks og opnun landamæra, boða nú til friðsamlegra mótmæla við lögreglustöðina við Hlemm. Fjórum meginmálum verður krafist á mótmælunum og eru það eftirfarandi mál: Að 19. grein lögreglulaga verði felld úr gildi, að vopnavæðingu lögreglu verði hætt, að fallið verð frá öllum áformum um fangabúðir ætluðum fullorðnu fólki og börnum á flótta og að lögreglufólk axli persónulega ábyrgð á þátttöku sinni í níðingsverkum, eins og það er orðað.

Hér má lesa yfirlýsingu hreyfingarinnar í heild sinni:

No Borders Iceland boðar til friðsamlegra mótmæla við lögreglustöðina við Hlemm gegn valdníðslu og ofbeldi lögreglu. Ítrekuð harkaleg viðbrögð yfirvalda við lögmætum kröfum almennings fyrir réttlæti, mannhelgi og stuðningi við fólk á flótta. Þessar aðgerðir, ásamt áformum um frekari vopnavæðingu, fangabúðum ætluðum fullorðnu fólki og börnum á flótta og nýsamþykkt lög um forvirkar rannsóknarheimildir, gefa tilefni til mótmæla gegn aðför lögregluyfirvalda að frelsi og réttindum í samfélaginu.

19. grein lögreglulaga og aðför að tjáningarfrelsinu

Þess er krafist að 19. grein lögreglulaga verði felld úr gildi. Hún skyldar almenning til að hlýða lögreglunni án skilyrða. Engum er treystandi fyrir slíku alræðisvaldi, sama hver meintur ásetningur kann að vera. Lögreglan hefur ítrekað beitt því valdi sem greinin færir henni til þess að afnema réttinn til tjáningarfrelsis og mótmæla að eigin geðþótta. Nýleg dæmi eru tilefnislausar árásir lögreglu á almenna borgara við mótmæli í skuggasundi þann 31. maí þar sem lögreglu beytti piparúða gegn friðsömum mótmælendum. Þeir atburðir endurtóku sig síðar 12.júní en þar beytti lögregla einnig piparúða gegn þeim þingmönnum sem hún þóttist standa vörð um.

Það að lögreglan reyni að draga fram þá mynd að mótmælendur séu hættulegir og vafasamir einstaklingar sem eiga allt ofbeldi skilið er stórhættulegt lýðræðinu og tjáningarfrelsinu.

Kynþáttafordómar og ofbeldi gegn jaðarsettum

Þess er krafist að fallið verði frá öllum áformum um fangabúðir fyrir fólk á flótta þar sem lögreglu verður heimilað að færa börn í varðhald. Áformin eru knúin áfram af kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Þeirri hugmynd þrælahaldsins að hvít yfirstétt geti hneppt brúnt eða svart fólk í fjötra að eigin geðþótta er harðlega mótmælt.

Vopnavæðing og valdbeiting lögreglu bitnar verst á þeim hópum samfélagsins sem nú þegar verða fyrir hvað mestri mismunun, þá má líka nefna fólk með fíknivanda og geðræn vandmál.

Ábyrgðarleysi og valdafíkn

Lögreglan hefur sífellt falið sig á bakvið þá staðhæfingu að þau séu aðeins að fara eftir skipunum þegar kemur að því að framkvæma níðingsverk. Þegar öllu er á botni hvolft þá eru það ekki ráðamenn sem sjá um að á leita að fylgdarlausum börnum á flótta í felum þegar brottvísa á þeim úr landi.

Staðhæfing lögreglufólks byggir augljóslega á sandi í ljósi þess að í siðareglum lögreglu er það tekið skýrt fram að:

„Starfsmönnum lögreglu er skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um störf sín, svo framarlega að þau brjóti ekki alvarlega gegnsiðferðiskennd hans.“

Ef að níðingsverk á borð við það að senda fylgdarlaus börn á flótta aftur í hættulegar aðstæður fara ekki gegn siðferðislegum áttavita lögreglufólks sem hefur það hlutverk að tryggja öryggi almennings þá er það dagsins ljóst að slíkir einstaklingar séu ekki starfi sínu vaxnir.

Mætum öll fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og látum í okkur heyra! Einnig er því lögreglufólki sem siðferðislega ofbýður starf sitt velkomið að segja upp störfum og leggja okkur mótmælendum lið.

 

Segir Dag búa leigufrítt í höfði Davíðs Oddssonar:„Þetta er auðvitað ákveðinn skellur fyrir hægrið“

Davíð Oddsson Ljósmynd: Facebook

Teitur Atlason skýtur föstum skotum á Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins og segir Dag B. Eggertsson búa leigufrítt í höfði ritstjórans.

Á dögunum skrifaði Davíð Oddsson leiðara í Morgunblaðinu þar sem hann húðskammaðist út í Dag B. Eggertsson vegna orlofsmála Dags. Teitur Atlason, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, segir hinn aldna ritstjóra hafa verið „hamslausan af reiði“ í leiðaranum. En svo kom uppljóstrun Vísis fram, Davíð þáði enn hærri upphæð en Dagur þegar hann lét af störfum sem borgarstjóri Reykjavíkur.

„Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og strandkapteinn úr Seðlabankanum fór mikinn í leiðara fyrir um það bil viku þegar orlofsmál Dags B. Eggertssonar komust í fréttirnar.  Hann fékk svakalega summu borgaða við starfslok sem var óúttekið orlof.

Við nánari skoðun kom í raun ekkert merkilegt í ljós nema að efstu lög embættiskerfisins á Íslandi nýtur virkilega góðra kjara. En það er svo sem enginn frétt. 

Davíð Oddson var hamslaus af reiði og kallaði. Dagur B. Eggertsson „yfirgengilega orlofssugu“ auk annara orða sem afhjúpuðu svolítið þá staðreynd að Dagur B. Eggertsson býr leigufrítt inn í höfði Davíðs Oddsonar.“

Þannig hefst færsla Teits á Facebook. Minnist hann síðan á uppljóstrun Vísis, þar sem fram kemur að Davíð fékk mun hærri upphæð greidda fyrir ótekið orlof en læknirinn.

„Blaðamenn Vísis voru klókir og spurðust fyrir um ógeitt orlof annara borgarstjóra.

Svarið kom í dag.

Davíð Oddson fékk miklu hærri upphæð greidda í ótekið orlof en Dagur B. Eggertsson. “

Teitur segist vita hvernig „hægrið“ muni bregðast við uppljóstruninni:

„Þetta er auðvitað ákveðinn skellur fyrir hægrið, en ég veit hvert fókusinn fer í kjölfarið.  Þau beina sjónum sínum að fréttastofu RÚV og saka þau um hlutdræni og ofsóknir. . .

Lífið er stundum alveg yndislega fyrirsjáanlegt. RÚV verður kennt um þegar Vísir stendur sig vel.“

 

Guðlaugur Þór viðurkennir hraðakstur: „Við eigum auðvitað alltaf að passa okkur“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra hefur nú viðurkennt að bílstjóri hans hafi keyrt yfir hámarkshraða á leið hans á sumarfund ríkisstjórnarinnar fyrir helgi.

RÚV segir frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra telji það miður að bíl sem hann var farþegi í, hafi verið ekið yfir hámarkshraða en ráðherrann var á leið á sumarfund ríkisstjórnarinnar á Sauðárkróki fyrir helgi. Birti hann sjálfur ljósmynd á Instagram-síðu sinni sem hann tók í bifreið sinni en þar sést að hraðamælirinn sýnir 110 kílómetra á klukkustund.

„Við eigum auðvitað alltaf að passa okkur. Það liggur alveg fyrir. Það var ekki gert í þessu tilfelli og það er mjög miður,“ segir hann í samtali við RÚV.

Mbl.is sagði frá málinu á dögunum, birti skjáskot af myndinni og greindi frá því að ef leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómótrar á klukkustund, þar sem ráðherra var á ferð, myndi hraðasektin vera 50. þúsund krónur.

mbl.is

„Ég var ekki að keyra en ég sat í þessum bíl. En það er alltaf verkefni að sjá til þess að fara að hámarkshraða og við þekkjum það,“ segir Guðlaugur Þór.

Aðspurður hvort myndbirtingin hafi verið óheppileg, svaraði Guðlaugur:

„Já, já. Það er enginn vafi.“

Bryndís Klara er látin aðeins 17 ára – Fjölskyldan þakkar þeim sem reyndu að bjarga lífi hennar

Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni á laugardagskvöld fyrir tæpri viku er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Stúlkan hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Frá þessu greinir í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir að fjölskylda Bryndísar Klöru vilji koma á framfæri þakklæti til allra sem reyndu eftir fremsta megni að bjarga lífi Bryndísar Klöru, sérstaklega starfsfólki Landspítalans og þeim sem komu að fyrstu hjálp á vettvangi.  Hjálp þeirra hafi verið ómetanleg.

Stunguárásin átti sér stað í Skúlagötu í Reykjavík. Sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er einnig grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar. Pilturinn var handtekinn eftir árásina á Bryndisi Klöru og tvö önnur ungmenni. Hann er nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.

Eiturbyrlun í Dúkskoti – „Glitti í spýjuna í myrkri sem á maurildi sæi“

Þann 13. nóvember, 1913, lést karlmaður á Landakotsspítala. Fannst lögreglu og læknum sitthvað grunsamlegt við andlát mannsins. Að krufningu lokinni og í ljósi niðurstöðu hennar, sá lögregla sér ekki fært annað en að taka málið til rannsóknar. Banamein mannsins var fosfóreitrun.

Í Morgunblaðinu 17. nóvember sama ár var haft á orði að voðaatburður hefði átt sér stað „sem eigi á sinn líka í annálum Reykjavíkur eða landsins, og þó víðar sé leitað.“

Í Morgunblaðinu hafði birst smágrein tveimur dögum fyrr þar sem greint hafði verið frá andláti Eyjólfs Jónssonar verkamanns, sem bjó í Dúkskoti, og sagt að grunur léki á að eitrað hefði verið fyrir honum. Í fréttinni 17. nóvember segir síðan: „Oss var þá kunnugt um, hvað um var að vera, en eftir tilmælum lögreglustjóra var eigi meira af þessu sagt þá.“

Eyjólfur Jónsson var 48 ára gamall, ættaður frá Barðaströnd. Hann var talinn hamhleypa til vinnu, en aurasál mikil og sínkur þegar um fé var að ræða. Hann bjó sem fyrr segir í Dúkskoti, Vesturgötu 13.

Eyjólfur var talinn sterkefnaður, hafði lánað mönnum fé og segir sagan að hann hafi einnig átt jarðir.Allt um það. Rannsókn leiddi í ljós, að Eyjólfur Jónsson hafði síðdegis, laugar- daginn 10. nóvember, heimsótt systur sína, Júlíönu Jónsdóttur, sem þá bjó með Jóni nokkrum Jónssyni á Brekkustíg, fyrir vestan bæ. Sagan segir að umræddur Jón hafi verið „ófús til vinnu og eigi allur þar sem hann er séður.“ Þegar þarna var komið sögu var Júlíana 46 ára.

Skyr með brennivíni

Laugardaginn 1. nóvember heimsótti Eyjólfur systur sína, liðið var á dag, klukkan á milli fimm og sex, og bauð Júlíana bróður sínum að borða og bar fyrir hann skyr. Júlíana blandaði skyrið dufti, hvítu að lit, sagði Eyjólfur síðar, og fannst honum óbragð að því.

„Hvaða vitleysa,“ á Júlíana að hafa svarað umkvörtunum bróður síns. Setti hún þá brennivín í skyrið og sagði: „Ég setti dálítið brennivín saman við það. Láttu matinn í þig. Þú hefir gott af brennivíninu.“ Og það gerði Eyjólfur svikalaust.

Í Landsyfirréttardómum og hæstaréttar- dómum í íslenzkum málum, tbl. 01.01. 1917, segir his vegar að Júlíana hafi gefið bróður sínum kaffi með brennivíni út í eftir að hann hafði klárað skyrið.

Eftir að hafa klárað skyrið fór Eyjólfur sem leið lá niður í Iðnó, fékk sér þar aðra máltíð og hélt síðan heim til sín.

Grunar Júlíönu um græsku

Um kvöldið fékk Eyjólfur innantökur og seldi upp. Var um „sárar kvalir fyrir bringspalirnar með áköfum uppköstum, og glitti í spýjuna í myrkri sem á maurildi sæi“ og varð þar ekkert lát á fyrr en undir morgun sunnudags. Taldi Eyjólfur víst að Júlíana hefði gefið honum einhverja ólyfjan og staulaðist á fætur þrátt fyrir að því færi fjarri að heilsan væri í lagi.

Dúkskot árið 1925.

Fór Eyjólfur heim til systur sinnar, en hún geymdi fyrir hann kistu sem innihélt meðal annars sparisjóðsbók með 705 krónum auk einhverra peninga. Eyjólfur grunaði systur sína um græsku og í ljós kom að sá grunur var réttlætanlegur; í kistunni var hvorki að finna sparisjóðsbókina né peningana.

Rænulaus á sjúkrahús

Í votta viðurvist krafði Eyjólfur systur sína bókarinnar og peninganna og þorði hún ekki öðru en að gera eins og hann bauð og lét hvort tveggja af hendi. Sparisjóðs- bókina hafði Júlíana geymt í kommóðuskúffu sinni.

Hafði þetta engan eftirmála og urðu næstu dagar tíðindalitlir. Að kvöldi 4. nóvember varð þar breyting þar á. Kvartaði Eyjólfur um veikindi og var Jón H. Sigurðsson héraðslæknir sóttur. Hann sinnti Eyjólfi alla vikuna, en sífellt dró af Eyjólfi og var hann að lokum, 11. nóvember, fluttur rænulaus á sjúkrahús. Þar skildi hann við tveimur dögum síðar, fimmtudaginn 13. nóvember.

Vitnisburður deyjandi manns

Á meðan Eyjólfur lá veikur heima hafði hann orð á því að hann teldi orsök veikinda sinna vera ólyfjan sem systir hans hafði sett út í skyrið. Hann bað þó menn þess lengstra orða að gera Júlíönu ekkert mein, átti hann enda von á að hann mundi braggast með tímanum.

Eyjólfi varð ekki að ósk sinni og andaðist, sem fyrr segir, 13. nóvember. Líkið var krufið og kom í ljós greinileg eitrun í öllum líkamanum. Flest benti til að eitrunin stafaði af fosfór, sem er seinverkandi.

Slær í brýnu

Böndin bárust að systur Eyjólfs og leitaði lögregla sér ýmiss konar upplýsinga á föstu- og laugardegi eftir andlát Eyjólfs. Í Landsyfirréttardómum og hæstaréttar- dómum í íslenzkum málum, tbl. 01.01. 1917, segir að sunnudaginn 5. október hafi Eyjólfur komið til systur sinnar þeirra erinda að ná þar í skjal sem átti að vera í kofforti sem hún geymdi fyrir hann. Þau systkin leituðu bæði í koffortinu en fundu eigi umrætt skjal. „Varð Eyjólfur þá reiður og bar upp á [systur sína], að [Júlíana og Jón] hefðu stolið skjalinu og ef til vill fleiru úr kuffortinu.“

Jón var ekki heima í þetta skipti, en Eyjólfur hafði í heitingum við systur sína þegar hann fór frá henni.

Morðhótanir á báða bóga

Síðar bar Eyjólf að garði heima hjá þeim skötuhjúum, annað sinnið daginn þann, og vildi leita betur að skjalinu. Jón var þá heima og upp komu illdeilur með þeim. Eyjólfur hugðist koma Jóni úr húsi og deilurnar urðu að áflogum.

Júlíana „greip þá í handlegginn á Eyjólfi, en hann barði hana með höndum og fótum; lauk svo að [Júlíana og Jón] komu Eyjólfi út.“

Flugu þá stór orð á báða bóga; sagðist Eyjólfur myndu drepa þau bæði og „Jón sagði þá einnig að rétt væri að drepa Eyjólf.“

Júlíana vildi í kjölfarið stefna Eyjólfi fyrir aðfarirnar, en að hennar sögn, síðar, var Jón því mótfallinn; slíkt yrði slæmt afspurnar. Þess í stað eggjaði hann hana til að ráða Eyjólfi bana. Fann hann það ráð að Júlíana skyldi „narra Eyjólf út á hafnargarðinn, sem verið var að hlaða úr í Örfirisey, hrinda honum niður af garðinum í sjóinn.“

Sjálfur vildi Jón þó ekki koma nálægt því að hrinda tillögu sinni í framkvæmd. Júlíana treysti sér ekki til verknaðarins og stakk þá Jón upp á eitri.

Urðu þau sammála um þá ráðagerð, en enn og aftur vildi Jón ekki koma nálægt því frekar; Júlíana „gæti sjálf keypt eða látið annan kaupa fyrir sig rottueitur í lyfjabúðinni.“

Og sú varð síðan raunin.

Skýlaus játning

Hvað sem öllu þessu líður þá urðu mála- lyktir að lokinni eftirgrennslan lögreglu þær, að um miðaftan, laugardaginn 15. nóvember, fór lögregla að heimili Júlíönu og tók hana fasta. Hún var síðan sett í varðhald.

Réttarhald yfir Júlíönu frestaðist því hún kvartaði sáran yfir lasleika, en þegar málið kom loks fyrir rétt, játaði hún tafarlaust að hafa byrlað Eyjólfi, bróður sínum, eitur. Sagðist hún hafa sett rottueitur í skyrið sem hún bar honum. Það hefði hún gert af ásettu ráði, með það fyrir augum að stytta honum aldur og komast þannig yfir fjármuni hans.

Sýndi Júlíana mikla iðrun við réttarhaldið.

Ekki ein í ráðum?

Jón var að sjálfsögðu handtekinn líka, en kom af fjöllum, sagðist ekkert um málið vita og „[h]ló hann að misgripum þeim, sem lögreglan væri að gera, er hún tæki sig fastan.“

Sagði Jón framburð Júlíönu allan ósannindi ein og sagðist hvorki hafa stungið upp á né eggjað hana til verknaðarins, hvað þá verið í vitorði með henni.

Jón sagði þó að hann hefði í eitt skipti heyrt Júlíönu stinga upp á því að gefa Eyjólfi eitur í kaffi og að hún hefði beðið hann að kaupa rottueitur til að byrla honum, en hann hefði vísað á bug öllu slíku ráðabruggi. Reyndar sagðist hann eftir á hafa talið litla alvöru vera að baki þessum vangaveltum hennar.

Sekt og sakleysi

Ekkert fannst við rannsókn málsins sem með óyggjandi hætti bendlaði Jón við glæpinn og var því eigi talið sannað að hann hefði verið meðsekur Júlíönu. Júlíana var hins vegar sakfelld og talið fullsannað að hún hefði með „ráðnum huga svift bróður sinn, Eyjólf Jónsson, lífi“ og héraðsdómarinn ákvað „refsingu hennar líflát.“

Dómurinn yfir Júlíönu Jónsdóttur var síðar mildaður.

Heimildir: Öldin tuttugasta, Landsyfirréttar- dómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum, tbl. 01. 01. 1917, Morgunblaðið 16. tbl (17.11. 1913)

 

 

Myrkvi lítur inn á við í glænýju lagi:„Sker út hjarta og skil það eftir, eigin sjálfsmynd innantóm“

Myrkvi. Ljósmynd: Melina Rathjen

Tónlistarmaðurinn Myrkvi gaf út smáskífuna Sjálfsmynd í gær. Þar lýtur hann inn á við lítur inn á við. Lagið er af breiðskífunni Rykfall sem er væntanleg á næstunni.

„Sker út hjarta og skil það eftir, eigin sjálfsmynd innantóm.“ Þannig hefst nýjasta smáskífa Myrkva en í viðlögunum dregur ský frá sólu, því jafnvel þó lífið sé ósanngjarnt, þá er það nú alveg ágætt. „Þó ekkert gangi og ég sé ástfanginn, þrátt fyrir stressið og mína bresti.“

Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius. Breiðskífan Rykfall er væntanleg. Hún er töluvert frábrugðin síðustu plötu, Early Warning, sem var samin með Yngva Holm og byggði á útsetningum fyrrum hljómsveitarmeðlima þeirra í Vio, þar sem tónlistaferill Magnúsar hófst. Sveitin sigraði Músíktilraunir árið 2014 og hlaut á sínum tíma tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Myrkvi leit fyrst dagsins ljós árið 2020 með lagi sem naut mikilla vinsælda, Sér um sig.

Sjálfsmynd má heyra hér á Spotify.

Listmálarinn Torfi Jónsson er látinn

Listmálarinn og kennarinn Torfi Jónsson, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. ágúst síðastliðinn. Hann var 89 ára.

Það var á Eyrarbakka 2. apríl árið 1935 sem Torfi fæddist en foreldar hans voru Hanna Al­vilda Ingi­leif Helga­son, fædd 1910, dáin 1999, og Jón S. Helga­son stór­kaupmaður, fæddur 1903, dáinn 1976. Systkini Torfa eru Helgi V., dáinn 2021, Hall­grím­ur G. og Sig­ur­veig.

Árið 1954 útskrifaðist Torfi úr Verzlunarskóla Íslands en hann sótti einnig í kjölfarið ýmis námskeið í Handíðaskólanum en Torfi hafði málað myndir og teiknað frá barnæsku, auk þess að starf við rekstur foreldra sinna. Þá stundaði hann nám við Listaháskólann í Hamborg 1958-61 í grafískri hönnun en þar kynntist hann og tileinkaði sér skrautskrift, leturfræði og bókagerð. Þegar Torfi kom aftur heim stofnaði hann hönnunarstofu í Reykjavík sem hann rak til ársins 1977.

Í fjölmörg ár kenndi Torfi hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var þar skólastjóri  frá 1982 til 1986. Seinna kenndi hann við Iðnskólann þar til hann fór á eftirlaun. Að auki starfaði Torfi sem bókahönnuður.

Fram kemur í andlátsfrétt Mbl.is haslaði Torfi snemma á ferlinum sér völl á erlendis með þátttöku í fjölda samsýninga og vann hann til verðlauna fyrir verk sín. Þá var hann eftirsóttur skrautskriftarkennari, bæði á Íslandi og í Þýskalandi þar sem hann kenndi námskeið í ein 13 ár. Torfi málaði fjölmargar stórar vatnslitamyndir úti í náttúrunni víða um land en fyrstu einkasýninguna hélt hann á Loftinu á Skólavörðustíg árið 1965. Eftir það hélt hann margar annarra sýninga, þá síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2018.

Torfi læt­ur eft­ir sig fimm börn, 13, barna­börn og 14 barna­barna­börn. Son­ur hans og Stein­unn­ar Jóns­dótt­ur er Hörður Ingi, húsa­smíðameist­ari, fæddur 1956. Með fyrri eig­in­konu, Elsu Heike Jóakims­dótt­ur Hart­mann, eignaðist hann Svandísi, há­greiðslu­meist­ara, fædd 1960, Krist­ínu, kenn­ara, list­mál­ara og út­still­inga­hönnuð, fædd 1961, og Jó­hann Ludwig, lista­mann, fæddur 1965. Með seinni eig­in­konu sinni, Jón­ínu Helgu Gísla­dótt­ur pí­anó­leik­ara, dáin 2009, eignaðist hann Guðrúnu Ingu, lög­fræðing, fædd 1982.

Útför Torfa fer fram frá Foss­vogs­kirkju 10. sept­em­ber klukk­an 13.

Anna og ameríski bangsinn: „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði“

Anna Kristjánsdóttir
Í dagbókarfærslu gærdagsins, rifjar Anna Kristjánsdóttir upp þegar hún var beðin um að kynna stöðu orkumála á Íslandi fyrir bandarískan gest Reykjavík Bear Festival árið 2006.

„Þessa dagana er haldin í Reykjavík bjarnahátíð, þó ekki kennd við Bjarna Ben, heldur byrjaði þetta með því að sumir samkynhneigðir karlmenn sem ekki voru á kafi í líkamsrækt til að ganga í augun á öðrum strákum fóru að hópast saman, margir þéttvaxnir, loðnir og ekki alveg dæmigerðir fyrir það sem margir telja staðalímynd fyrir homma.“ Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu Kristjánsdóttur, vélstjóra og húmorista en færslurnar hefur hún birt á Facebook frá því að hún flutti til Tenerife fyrir nokkrum árum. Og Anna hélt áfram:

„Annað árið sem þeir komu saman í Reykjavík, þ.e. 2006, hafði Frosti fyrrum (eða síðar) formaður Samtakanna 78 samband við mig og bað mig fyrir einn af þessum myndarlegu mönnum. Sá hét David Quick, hafði starfað lengi fyrir bandarísk stjórnvöld í orkumálum meðal frumbyggja og hann vildi fá að kynna sér stöðu orkumála á Íslandi.“

Anna segir síðan frá því hvað hún sýndi bangsanum, borholdu RG-5 við Hátún 10 í Reykjavík, í gömlu Elliðaárstöðina og fleira. „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði og hann var yfir sig þakklátur fyrir dagslanga kynninguna á verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur.“

David Quick.
Ljósmynd: Facebook

Þegar Anna byrjaði á Facebook, meðal fyrstu Íslendinga, árið 2007, var bandaríski bangsinn fljótur að senda henni vinabeiðni.

„Þegar ég byrjaði á Facebook haustið 2007 var hann einn þeirra fyrstu til að sækjast eftir vináttu við mig, og spjölluðum við stundum saman um sameiginlegt áhugamál okkar, þ.e. orkumál. Nokkrum árum síðar hætti ég að heyra í honum og ekki kom hann aftur til Íslands. Síðar frétti ég að hann væri látinn, en eitt er á hreinu, að ef allir birnir eru jafnþægilegir og skemmtilegir og David Quick, þá þykir mér miður að fá ekki að taka þátt í Reykjavík Bear Festival, en eins og gefur að skilja er þetta karlaklúbbur og ekkert endilega hommaklúbbur, eða eins og sagt er, cis karlar eru líka velkomnir.

En umfram allt, þið sem hafið staðið að þessari hátíð, njótið hátíðarinnar.“

Rekstur Heimildarinnar orðinn sjálfbær – Hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári

Heimildin. Ljósmynd: Facebook

Heimildin hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári. Viðsnúningur hefur því orðið í rekstri sameinaðs félags Stundarinnar og Kjarnans árið 2023 og reksturinn orðinn sjálfbær.

Heimildin segir frá því í frétt sinni að Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina og Vísbendingu, hafi skilað jákvæðri afkomu á síðsta ári, á fyrsta rekstrarári félagsins eftir að fjölmiðlarnir Stundin og Kjarninn sameinuðustu í byrjun árs 2023.

Fram kemur í skýrslu stjórnar sem fylgir ásreikningi útgáfufélagsins, að viðsnúningur hafi orðið í rekstri félagsins en rekstrarhagnaður var 17,7 milljónir króna fyrir fjármagnsliði. Endnanleg afkoma eftir fjármagnsliði og skatta var 11 milljóna króna hagnaður.

Í yfirlýsingu aðstandenda félagsins fyrir samruma í lok árs 2022 kom fram að markmiðið væri sjálfbær rekstur og þannig sjálfstæð blaðamennska og má því segja að afkoman sé í samræmi við þær yfirlýsingar. Í yfirlýsingunni sagði meðal annars: „Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta.“ Þar á Heimildin við Morgunblaðið helst, en Árvakur, sem gefur út blaðið er í meirihlutaeign auðkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur.

Fram kemur í frétt Heimildarinnar að tekjuvöxtur félagsins milli ára hafi verið 38 prósent samanborðið við rekstur Kjarnans miðla ehf. og Útgáfufélags Stundarinnar ehf. Tekjur sameinaðs félags námu alls rúmum hálfum milljarði króna á árinu 2023 en meðalfjöldi starfsmanna var 25.

Árið á undan, 2022, höfðu bæði samrunafélögin verið rekin með tapi. Útgáfufélagið Stundin ehf., tapaði 39,8 milljónum króna á árinu 2022, en þá er talið með breytt uppgjör orlofsskuldabindinga og áhrif tekjuskattsinneignar, eftir ýmist lítið tap eða hagnað árin á undan. Hitt samrunafélagið, Kjarninn miðlar, hafði tapað 11,2 milljónum sama ár.

Síðastliðinn miðvikudagd var aðalfundur útgáfunnar en þá voru endurkjörin í stjórn félagsins þau Elín Ragnarsdóttir, formaður, Heiða B. Heiðarsdóttir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ritstjóri Heimildarinnar er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og ritstjóri Vísbendingar Ásgeir Brynjar Torfason. Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins er Jón Trausti Reynisson.

Enginn eigandi Sameinaða útgáfufélagsins, sem er í dreifðu eignarhaldi, er með meira en 7,6 prósent hlut.

Fram kemur einnig fram í skýrslu stjórnar félagsins að félagið starfi meðal annars á dagblaðamarkaði, þar sem „helsti keppinautur félagsins er nú í einokunarstöðu á sviði prentunar og dreifingar dagblaða“. Einnig er minnst á að blaðamenn útgáfunnar hafi sætt langvarandi lögreglurannsókn eftir umfjöllun um starfsemi útgerðarfélagsins Samherja.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra hóf í febrúar 2022 rannsókn á blaðamönnum, þar á meðal fjórum blaðamönnum Heimildarinnar, í tengslum við umfjöllun og gögn er varða almannatengslaherferð útgerðarfélagsins Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um mútumál útgerðarinnar. Við útgáfu ársreiknings þessa, tveimur og hálfu ári síðar, var rannsókninni á blaðamönnunum enn við haldið án niðurstöðu.“

Getuleysi Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson Mynd / Alþingi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á ekki sjö dagana sæla nú þegar skuggi fylgishruns fylgir honum hvert sem hann fer. Tvær kannanir sýna skelfilega stöðu hins forna valdaflokks sem jafnvel hefur mælst minni en Miðflokkurinn, popúlistaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Fylgishrun flokksins er enn alvarlegra þegar litið er til kannana í höfuðborginni þar sem versta tilfellið sýnir hann á meðal smáflokka. Bjarni hefur gjarnan verið kokhraustur þegar fallandi fylgi flokksins ber á góma. Nú hefur orðið á nokkur breyting og hann segir að flokksmenn þurfi að líta inn á við. Þessi meinta auðmýkt birtist líka á sínum tíma þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði atlögu að formannsembættinu. Bjarni birtist þá landsmönnum í sjónvarpsviðtali, depurðin uppmáluð, og uppskar samúðarfylgi sem fleytti honum áfram sem formanni og Hanna Birna fór seinna sína leið sem útlagi í pólitík.

Nú er hún Bjarnabúð stekkur. Á flokksráðsfundi í dag þarf Bjarni að sannfæra sitt fólk um að hann sé hæfur til að reisa flokkinn úr rústunum. Það gæti þó orðið honum erfitt þar sem gríðarleg óánægja er með framgöngu hans og örlög flokksins sem einu sinni var stór. Það getur þó bjargað honum að enginn er í sjónmáli til að taka við af honum. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem skoraði hann á hólm og tapaði, ber í dag mörg þau merki að kjarkur hans til slíkra átaka sé á þrotum.

Loks ber að nefna að Bjarni hefur það orð á sér að hann sé teflónhúðaður og ódrepandi í pólitík. Spillingin loðir illa við hann og hæfileikinn til að lifa af getuleysið er ótvíræður …

Skemmtistaðaskelfir handtekinn fyrir ítrekuð leiðindi – Rúntaði um miðbæinn á golfbíl

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan stöðvaði þó nokkra ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Í miðbænum hafði lögreglan afskipti af hópslagsmálum en ekki fylgdi dagbókarfærslu lögreglunnar hverjar málalyktir urðu. Einnig barst lögreglu tilkynning um hóp manna sem réðist á einn einstakling í miðbænum en fantarnir hlupu af vettvangi. Náðist atvikið að hluta til á myndband og er í rannsókn.

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun barst tilkynning um unga aðila keyrandi golfbíl um götur bæjarins og fór lögreglan að kanna málið. Ekki fylgir sögunni hvernig málið endaði.

Í Hafnarfirði var sótölvaður einstaklingur að ónáða gesti og gangandi við krá, upp úr miðnætti en fjölmargar tilkynningar bárust vegna hans. Eftir að lögreglan hafði gert heiðarlegar tilraunir til þess að vísa manninum heim eða reyna að aka honum þangað, var ákveðið að hann myndi gista fangageymslur vegna ástands.

Tveimur klukkustundum síðar barst lögreglunni önnur tilkynning vegna svartölvaðs manns sem var til ama utan við skemmtistað í Hafnarfirði en starfsmenn staðarins óskuðu eftir aðstoð. Var skemmtistaðaskelfirinn fluttur á lögreglustöð til viðræðna og honum gefið tækifæri til að ganga sína leið. Manngarmurinn gekk hins vegar rakleiðis aftur á skemmtistaðinn og hélt áfram uppteknum hætti. Var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglunni sem annast Kópavog og Breiðholt barst tilkynning rétt fyrir eitt í nótt um innbrot en þegar lögreglan mætti á vettvanginn var búið að spenna upp glugga en þegar dagbókarfærslan var rituð var ekki vitað hvort og þá hvað hafi verið tekið en málið er í rannsókn.

 

 

Þrír unglingspiltar réðust á Leó í vinnunni: „Alvöru fantar á ferðinni“

Lögreglan - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Lára Garðarsdóttir

„Þetta er nú orðið einum of amerískt fyrir minn smekk,“ sagði Leó Ólason við DV árið 1992 þegar unglingspiltar réðust á hann í myndbandsleigu hans.

Forsaga málsins er sú að piltarnir, sem voru alls fjórir talsins, voru fastagestir á leigunni. Þeir brutust inn í leiguna og stálu tékkhefti og var málið kært til lögreglu en drengirnir voru á aldrinum 16 til 20 ára.

„Þeir eru núna að hefna sín fyrir að við skyldu gera mál úr innbrotinu. Þetta er nákvæmlega og í bíómyndunum. Þeir byrjuðu á símaati og hótunum og á endanum söfnuðu þeir liði og réðust hér inn. Þeir röðuðu sér upp fyrir framan mig og þegar ég bað um að koma sér út því nærveru þeirra væri ekki æskt þá svöruðu þeir með skætingi. Þeir réðust svo þrír á mig og upp úr því hófust stympingar og hrindingar. Það var eins og eftir loftárás hér þegar þeir voru farnir. Hillur, spólur og plaköt í einum graut. Það var hérna fólk þegar þeir réðust inn en það flúði á hlaupum,“ sagði Leó um árásina og að lögreglan hafi rætt við drengina en hann ætti allt eins og von á því að þetta gæti gerst aftur. Hann tók þá ákvörðun að fá sér aðstoðarmann í afgreiðsluna til öryggis

„Strákarnir létu hafa það eftir sér að næsta verði alvöru fantar á ferðinni. Ég hef yfirleitt verið einn hérna kvöldin og mér hefur fundist það í allt í lagi en þetta orðið svo bíómyndakennt að maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði kvikmyndaunnandinn að lokum.

Karl Sigurðsson er látinn

|
|

Karl Sigurðsson frá Ísafirði er látinn, 106 ára að aldri.

Karl Sigurðsson

Karl fæddist á Ísafirði árið 1918, í húsi sem kallast Rómaborg og tilheyrir nú Sundstræti. Samkvæmt BB.is flutti fjölskylda Karls út í Hnífsdal á fyrsta ári hans en þar bjó hann mestan part ævi sinnar. Karl átti gæfusaman skipstjóraferil en lengst af var hann á Mími eða í 25 ár.

Eiginkona hans var Kristjana Hjartardóttir en hún lést 2013. Fyrir átti hún einn son, Grétar en saman áttu þau að auki fimm börn. Það eru þau Ásgeir Kristján, Guðrún, Hjördís, Sigríður Ingibjörg og Halldóra.

Karl var heiðursfélagi í félagi eldri borgara á Ísafirði og nágrenni.

Ættingjar gíslanna láta Netanyahu heyra það:„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórninni mistekist“

Gíslarnir sem fundust drepin á Gaza.

Samtök aðstandenda ísraelskra gísla segja að gíslarnir sex sem fundust látnir á Gaza, væru á lífi ef ríkisstjórn Netanyahu hefði skrifað undir vopnahléssamninginn við Hamas.

„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórnininni undir forystu Netanyahus mistekist að gera það sem ríkisstjórninni er ætlað að gera, að skila sonum sínum og dætrum heim. Samningur um endurkomu gíslanna hefur verið á borðinu í meira en tvo mánuði,“ sagði hópurinn í færslu á X.

Og hópurinn hélt áfram: „Ef það væri ekki fyrir skemmdarverkamennina, afsakanirnar og spunann, væru gíslarnir sem fundust látnir í morgun líklega á lífi.“

Því næst beindi hópurinn spjótum sínum beint að forsetisráðherranum: „Netanyahu: nóg af afsökunum. Nóg um spuna. Nóg komið af því að yfirgefa gíslana. Tíminn er kominn til að sækja gíslana okkar heim, að þeir sem lifa fái endurhæfingu og að hinir föllnu og myrtu verðo færðir til grafar í landi sínu.“

Gríðarleg pressa er á Netanyahu en verkalýðsfélög í Ísrael hafa boðað alsherjar verkfall til að knýja ríkisstjórnina til að semja um vopnahlé.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Svala er tilbúin fyrir haustið: „Fullkomið outfit fyrir gula viðvōrun“

Svala Björvins er ein frægasta söngkonan Íslands

Poppdíva Íslands, Svala Karítas Björgvinsdóttir birti ljósmynd af sér í geggjuðu „outfitti“ á Instagram.

Svala Björgvins, poppdíva Íslands númer eitt, er dugleg að birta ljósmyndir á Instagram en hún hefur lengi verið þekkt fyrir stórkostlegt tískuvit en fötin sem hún klæðist þykja bæði kynþokkafull og frumleg.

Nýjustu ljósmyndina birti hún í gær en þar má sjá hana í enn einum frábærum klæðnaðinum en við myndina skrifar hún: „Fullkomið outfit fyrir gula viðvōrun“.

Annars hefur Svala verið að vinna að nýrri tónlist undanfarið ár en lagið Time kom út í fyrra.

Bresk leikkona segist vera fórnarlamb Jimmy Savile: „Þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér“

Viðbjóðurinn Jimmy Savile.

Breska leikkonan Daniella Westbrook hefur nú opnað sig og sagt frá því að þáttastjórnandinn og barnaníðingnum Jimmy Savile hafi misnotað hana.

Fyrrum leikkona EastEnders þáttanna segist hafa verið misnotuð sem barn frá níu til 14 ára aldurs og hafa staðið oft augliti til auglitis við suma ofbeldismennina síðar á ævinni. Í einlægu viðtali sagði hin 51 árs gamla leikkona að Savile hafi einu sinni beðið hana um að sitja við hlið sér á meðan hún kom fram í írskum spjallþætti, sem hún neitaði að gera.

Daniella Westbrook

Í nýju viðtali sagði hún frá því hvernig hún hélt opinberuninni leyndri þar sem hún óttaðist að það að deila því sem hafði gerst myndi fá hana til að vilja binda enda á líf sitt. Þegar hún var spurð hvort hún hefði séð einhvern af ofbeldismönnum sínum þegar hún var orðin eldri sagði Westbrook: „Já. Ég fór í þátt í Belfast, spjallþátt, þeir reyndu að láta mig sitja við hliðina á Jimmy Savile.

„Hann sagði „Komdu hingað Danniella, þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér,“ og ég sagði „Ég myndi ekki sitja við hliðina á þér ef ég væri að deyja“ … hann var einn af þeim,“ sagði hún í viðtali í The Lewis Nicholls Show þættinum. Fyrrum BBC þáttastjórnandinn Savile var  afhjúpaður sem barnaníðingur, nauðgari og raðmisnotari eftir dauða hans.

Nýlega hefur enn og aftur verið sagt frá raunverulegu umfangi hryllilegra glæpa hans gegn unglingsstúlkum, ungum konum, yngri stúlkum, drengjum, veiku fólki, fötluðu fólki og jafnvel látnum í BBC þáttaröðinni, The Reckoning þar sem leikarinn ​​Steve Coogan tekst á við hlutverk sitt sem hinn viðurstyggilegi kynferðisafbrotamaður.

Árið 2000 upplýsti Savile heimildaþáttakonunginn Louis Theroux að hann hefði átt nokkrar kærustur á lífsleiðinni. En árið 2001, aðeins einu ári eftir að heimildarmynd hans kom út, hitti hann tvær konur, á fertugsaldri, sem játuðu að vera kærustu Savile, en önnur þeirra var aðeins 15 ára þegar þau voru í sambandi.

Á hinu alræmda geðsjúkrahúsi Broadmoor sagði einn hjúkrunarfræðingur við rannsakanda að Savile hefði montað sig á að hafa „fíflast með“ sumum líkunum í líkhúsinu en Savile vingaðist við yfirmenn og starfsmenn sjúkrahúsa á borð við Broadmoor til að fá aðgang að sjúklingum, undir því yfirskyni að hann kæmi þangað til a’ skemmta og heimsækja sjúklingana. Rannsókn leiddi síðar í ljós að áhugi hans á látnu fólki hefði ekki verið „innan viðurkenndra marka“.

Savile lést 84 ára að aldri í október 2011. Í gegnum allan ferilinn stóð Savile frammi fyrir fjölda ásökunum um kynferðisofbeldi en fyrsta þekkta málið var skoðað árið 1958, en ekki þóttu vera nægar sannanir til að fara lengra með það.

Eftir dauða hans voru ásakanir, þær elstu frá árinu 1963 gerðar á hendur honum og opinber rannsókn hófst árið 2012. Í október sama ár sagði lögreglan að hún væri að skoða 400 ábendingar og að fjöldi meintra fórnarlamba væri um 450.

The Mirror sagði frá málinu.

Kaleo í nýrri kitlu úr fimmtu þáttaseríu Yellowstone – MYNDBAND

Kaleo

Í kitlu (e. teaser) fyrir væntanlega seríu af hinum vinsælu stjónvarpsþáttum, Yellowstone, er að finna lag íslensku hljómsveitarinnar KALEO, en lagið heitir USA Today.

Í laginu, sem kom út fyrr í sumar, er að finna ádeilu á síendurteknar skotárasir í Bandaríkjunum. Yellowstone er ein vinsælasta sjónvarpssería Bandaríkjanna og er næsta sería, sem er sú fimmta og jafnframt sú síðasta, væntanleg í sýningar í nóvember í Bandaríkjunum.

Yellowstone er nútíma vestri sem fjallar um átök milli hópa meðfram sameiginlegum landamærum Yellowstone Dutton Ranch, stórs nautgripabúgarðs, Broken Rock Indian friðlandsins, Yellowstone þjóðgarðsins og landhönnuði. Stórleikarinn Kevin Costner leikur aðalhlutverkið en þar eru einnig leikarar á borð við Luke Grimes, Kelly Reilly, Wes Bentley, Cole Hauser, Kelsey Asbille og Gil Birmingham.

Hægt er að sjá kitluna hér að neðan.

Reyndi að stinga einstakling á hátíðinni Í túninu heima í gær – Berserki vísað af hóteli

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Einstaklingur réðist á aðila á hátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ í nótt, með hnífi en viðkomandi slapp við áverka þó að fatnaður hafi skorist. Gerandinn náðist ekki og lögreglan hefur ekki upplýsingar um hann að svo stöddu.

Lögregla var með talsverðan viðbúnað vegna hátíðarinnar Í túninu heima en nokkuð var um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna en engar alvarlegar líkamsárásir áttu sér stað. Talsverður verkefnafjöldi fylgdi þó hátíðinni.

Rétt fyrir tíu í gærkvöldi barst lögreglunni við Hlemm tilkynning um mann sem réðist að fólki með kylfu fyrir utan krá í hverfinu. Var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum vegna málsins.

Þá gekk maður berserksgang á hóteli rétt upp úr ellefu í gærkvöldi. Hafði hann verið með ógnandi tilburði við starfsfólk en að lokum reyndist nóg að vísa honum af vettvangi.

Rétt fyrir klukkan tvö í nótt varð aðili valdur að umferðaróhappi og reyndi að ganga á brott af vettvangi. Fannst hann skammt frá vettvangi og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknarinnar.

01:51 Aðili verður valdur að umferðaróhappi og reynir að ganga á brott af vettvangi. Aðilinn fannst skammt frá vettvangi og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um keyrslu undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig hafa vopn í fórum sínum sem lögreglan handlagði.

Í Hafnarfirði var aðili handtekinn með fíkniefni í sínum fórum en hann var grunaður um sölu og dreifingu þeirra. Var hann vistaður í fangeklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni í Hafnarfirði tilkynning rétt fyrir fjögur í nótt um æstan mann við krá. Var maðurinn mjög æstur þegar lögreglu bar að garði og ekki hægt að ræða við hann. Var hann handtekinn og vistaður vegna ástandsins.

Bjarni skammar ungliða

Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, reyndi að sannfæra fulltrúa á flokksráðsfundi í gær um að fylgishrun flokksins væri flestum öðru að kenna en honum sjálfum. Hann kom víða við í ræðu sinni og mátti skilja að fylgi upp á rúm 13 prósent væri birtingarmynd á léttum mótbyr. Þá hjólaði hann í ungliða Sambands ungra Sjálfstæðismanna sem auglýstu opinberlega eftir „plani“ til að reisa flokkinn úr öskunni. Bjarni sagði eitthvað í þá veru að ekki dygði að fórna höndum og taka bakföll. Ungliðarnir sjálfir yrðu að leggja til lausnir. Sjálfur var Bjarni með þá lausn að passa upp á landamærin og bægja þannig flóttamönnum frá.

Bjarni beindi spjótum sínum að Degi B. Eggertssyni, fráfarandi borgarstjóra, og vegna orlofsmála hans. Hann nefndi ekki að Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans, og fjölmargir aðrir leiðtogar Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnum hafa þegið samskonar dúsur og Davíð og sópaði til sín milljónum ad orlofspeningum. Þá fann hann Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, það til lasts að flokkur hennar sat hjá við afgreiðslu á útlendingafrumvarpinu og sagði aulabrandara um að Kristrún hefði þá verið á tónleikum með Taylor Swift.

Stóra spurningin sem brennur á Sjálfstæðismönnum er sú hvenær Bjarni ætli að víkja og axla þannig ábyrgð. Ljóst var af ræðu hans að hann er ekkert á förum. Hann ætlar að klára kjörtímabilið fram á næsta haust sem forsætisráðherra í boði Vinstri-grænna en láta vita tímanlega hvort hann muni víkja sem formaður …

Vasilii segist hafa verið sendur fárveikur heim af HSS: „Ég var með öll einkenni heilablóðfalls“

Vasilii Sopilnyak Ljósmynd: Aðsend

Vasilii Sopilnyak, 64 ára gamall Úkraínumaður sem býr hér á landi segir mistök íslenskra lækna hefðu getað kostað hann lífið.

Í upphafi stríðsins í Úkraínu, bauð Vasilii sig fram í þjóðvarnarliðið, en hann þurfti að fæða fjölskyldu sína og neyddist til að fara til útlanda en hann á konu og börn. Um leið og Vasilii fékk dvalarleyfi hér á landi hóf hann að vinna. Hann hefur unnið á byggingarsvæðum, smíðað vegi, þvegið bíla, unnið í fiskvinnslu og svo framvegis. En svo veiktist hann.

„Þann 23. apríl fór ég á heilsugæslustöð í Keflavík og kvartaði undan vanlíðan og sagði þeim að ég hefði glímt við slagæðavandamál í mörg ár. Mér var sagt að mér yrði vísað til hjartalæknis, en engin tilvísun barst. Í júní flutti ég til Neskaupstaðar, kom illa farinn á spítalann og sagði þeim frá einkennum mínum aftur,“ segir Vasilii í samtali við Mannlíf. Og hann heldur áfram:

„Mér var lofað að ég fengi tíma hjá hjartalækni og sagt að læknirinn myndi hitta mig í september eða október. Þann 23. desember lauk samningi mínum hjá Síldarvinnslunni. Ég fór þá til Úkraínu og í lok janúar fékk ég heilablóðfall.“

Endurkoman til Íslands

Eftir að hafa legið á spítala í mánuð kom Vasilli aftur til Íslands.

„Ég var á sjúkrahúsi í mánuð. Þann 24. mars kom ég aftur til Íslands og kom með allar sjúkrahússkýrslurnar með mér. Ég bað lækninn um að gera segulómskoðun til að staðfesta veikindi mín. Í apríl og maí fór ég ítrekað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kvartaði undan endurteknum köfnunarköstum og útskýrði fyrir læknum að ég væri með hjartaöng. Læknirinn sagði mér að það væri bara stress við að flytja til annars lands. Köstin hættu ekki og ég þurfti að fara á sjúkrahús nokkrum sinnum. Sem betur fer hlustaði Stefán læknir á kvartanir mínar og vísaði mér í segulómun. Niðurstaðan var sú að kransæðin væri 90 prósent stífluð. Ég fékk ekki tíma hjá Stefáni fyrr en þremur vikum síðar, sem vísaði mér á Landspítalann.“

Þegar á Landspítalann var komið var Vasilii fljótlega sendur í bráðauppskurð, hann var að deyja.

„Þegar ég kom á spítalann var ég lagður upp í rúm, settur var skynjara á mig og ég var skoðuður í klukkutíma. Svo kom hjúkrunarfræðingur og sagði mér að ég yrði fluttur með sjúkrabíl á hjartastöð og að bráðaaðgerð yrði framkvæmd því ég væri með banvænan sjúkdóm, ég gæti dáið.“

Veikari en hann hefði þurft að vera

Vasilii er nú afar veikur og hefur verið í veikindaleyfi síðustu átta mánuði.

„Ég hef farið til lækna síðastliðið eitt ár vegna mjög slæmrar heilsu. Vegna þess að ég var ekki rétt greindur í tæka tíð er ég búinn að vera í veikindaleyfi í 8 mánuði, fékk heilablóðfall og var mjög nálægt því að fá hjartaáfall. Og á endanum hefði ég bara getað dáið.“

Aðspurður segist Vasilii ekki endilega telja að mistök læknanna hafi tengst því að hann sé útlendingur en finnst skrítið að læknirinn á HSS hafi sagt honum að það væri allt í lagi með hann, hann væri bara stressaður vegna flutninga í annað land og að hann vildi bara ekki vinna. „Ég var með öll einkenni heilablóðfalls en hann gaf mér bara vottorð fyrir þriggja daga veikindaleyfi, það var allt.“ Vasilii líður orðið aðeins betur en fær þó enn köst. Hann er enn óvinnufær og getur ekki borgað lögmönnum sínum. Algjör þögn ríkir hjá trygginafélagi hans að sögn Vasilii. „Ef þeir hefðu að minnsta kosti greint hann í tæka tíð eða í það minnsta sent hann í MRI skanna, í stað þess að tala um sálfræðilegan kvilla, þá hefði hann getað forðast þessar afleiðingar,“ segir vinkona Vasilii sem Mannlíf ræddi við.

Vill ekki að aðrir lendi í því sama

Vasilii segist ekki reiður og að hann vilji ekki kvarta en kemst þó við þegar hann hugsar út í óréttlætið og skort á skilningi á því hvers vegna þetta getur gerst.

„Ég hef þegar verið á barmi dauðans. Núna er ég rólegur yfir þessu, en þegar ég hugsa um annað fólk sem gæti dáið vegna rangrar greiningar þá finnst mér ég verða að vara það við.“

Hann endurtekur oft eins konar retoríska spurningu „Hvernig var hægt að sjá öll einkenni heilablóðfalls hjá manni og leyfa honum bara að fara heim? Og þegar ég var aftur kominn í lífshættu og liggjandi á sjúkrahússsófanum í Reykjavík, ákváðu læknarnir loksins að leggja mig inn á sjúkrahús, sögðu að allt annað væri nú banvænt fyrir mig. Í alvöru? Ekki fyrr en núna?“ Bætir hann við: „Ég tek hattinn ofan fyrir þessu teymi hjartalækna … en ef samstarfsmenn þeirra hefðu einfaldlega ávísað mér í viðeigandi meðferð eða sent mig í prufur fyrr, hefði verið hægt að forðast þetta allt.“

Að lokum segist Vasilii vilja koma í veg fyrir að aðrir lendi í því sama.

„Ég er bara að segja að ef ekki verður gripið til aðgerða mun fólk á Íslandi halda áfram að þjást vegna vanhæfni lækna. Ertu viss um að í dag sértu ekki að lama eitthvað heldur lækna það?“

 

 

Boða mótmæli gegn valdníðslu og ofbeldi lögreglu: „Slíkir einstaklingar ekki starfi sínu vaxnir“

Piparúða spreyjað á mótmælendur. Mynd: RÚV-skjáskot

No Borders Iceland boðar til friðsamlegra mótmæla við lögreglustöðina við Hlemm gegn valdníðslu og ofbeldi lögreglu þriðjudaginn 3. september klukkan 17:00.

No Borders Iceland, sem er hreyfing aðgerðasinna sem berjast fyrir réttindum flóttafólks og opnun landamæra, boða nú til friðsamlegra mótmæla við lögreglustöðina við Hlemm. Fjórum meginmálum verður krafist á mótmælunum og eru það eftirfarandi mál: Að 19. grein lögreglulaga verði felld úr gildi, að vopnavæðingu lögreglu verði hætt, að fallið verð frá öllum áformum um fangabúðir ætluðum fullorðnu fólki og börnum á flótta og að lögreglufólk axli persónulega ábyrgð á þátttöku sinni í níðingsverkum, eins og það er orðað.

Hér má lesa yfirlýsingu hreyfingarinnar í heild sinni:

No Borders Iceland boðar til friðsamlegra mótmæla við lögreglustöðina við Hlemm gegn valdníðslu og ofbeldi lögreglu. Ítrekuð harkaleg viðbrögð yfirvalda við lögmætum kröfum almennings fyrir réttlæti, mannhelgi og stuðningi við fólk á flótta. Þessar aðgerðir, ásamt áformum um frekari vopnavæðingu, fangabúðum ætluðum fullorðnu fólki og börnum á flótta og nýsamþykkt lög um forvirkar rannsóknarheimildir, gefa tilefni til mótmæla gegn aðför lögregluyfirvalda að frelsi og réttindum í samfélaginu.

19. grein lögreglulaga og aðför að tjáningarfrelsinu

Þess er krafist að 19. grein lögreglulaga verði felld úr gildi. Hún skyldar almenning til að hlýða lögreglunni án skilyrða. Engum er treystandi fyrir slíku alræðisvaldi, sama hver meintur ásetningur kann að vera. Lögreglan hefur ítrekað beitt því valdi sem greinin færir henni til þess að afnema réttinn til tjáningarfrelsis og mótmæla að eigin geðþótta. Nýleg dæmi eru tilefnislausar árásir lögreglu á almenna borgara við mótmæli í skuggasundi þann 31. maí þar sem lögreglu beytti piparúða gegn friðsömum mótmælendum. Þeir atburðir endurtóku sig síðar 12.júní en þar beytti lögregla einnig piparúða gegn þeim þingmönnum sem hún þóttist standa vörð um.

Það að lögreglan reyni að draga fram þá mynd að mótmælendur séu hættulegir og vafasamir einstaklingar sem eiga allt ofbeldi skilið er stórhættulegt lýðræðinu og tjáningarfrelsinu.

Kynþáttafordómar og ofbeldi gegn jaðarsettum

Þess er krafist að fallið verði frá öllum áformum um fangabúðir fyrir fólk á flótta þar sem lögreglu verður heimilað að færa börn í varðhald. Áformin eru knúin áfram af kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Þeirri hugmynd þrælahaldsins að hvít yfirstétt geti hneppt brúnt eða svart fólk í fjötra að eigin geðþótta er harðlega mótmælt.

Vopnavæðing og valdbeiting lögreglu bitnar verst á þeim hópum samfélagsins sem nú þegar verða fyrir hvað mestri mismunun, þá má líka nefna fólk með fíknivanda og geðræn vandmál.

Ábyrgðarleysi og valdafíkn

Lögreglan hefur sífellt falið sig á bakvið þá staðhæfingu að þau séu aðeins að fara eftir skipunum þegar kemur að því að framkvæma níðingsverk. Þegar öllu er á botni hvolft þá eru það ekki ráðamenn sem sjá um að á leita að fylgdarlausum börnum á flótta í felum þegar brottvísa á þeim úr landi.

Staðhæfing lögreglufólks byggir augljóslega á sandi í ljósi þess að í siðareglum lögreglu er það tekið skýrt fram að:

„Starfsmönnum lögreglu er skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um störf sín, svo framarlega að þau brjóti ekki alvarlega gegnsiðferðiskennd hans.“

Ef að níðingsverk á borð við það að senda fylgdarlaus börn á flótta aftur í hættulegar aðstæður fara ekki gegn siðferðislegum áttavita lögreglufólks sem hefur það hlutverk að tryggja öryggi almennings þá er það dagsins ljóst að slíkir einstaklingar séu ekki starfi sínu vaxnir.

Mætum öll fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og látum í okkur heyra! Einnig er því lögreglufólki sem siðferðislega ofbýður starf sitt velkomið að segja upp störfum og leggja okkur mótmælendum lið.

 

Segir Dag búa leigufrítt í höfði Davíðs Oddssonar:„Þetta er auðvitað ákveðinn skellur fyrir hægrið“

Davíð Oddsson Ljósmynd: Facebook

Teitur Atlason skýtur föstum skotum á Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins og segir Dag B. Eggertsson búa leigufrítt í höfði ritstjórans.

Á dögunum skrifaði Davíð Oddsson leiðara í Morgunblaðinu þar sem hann húðskammaðist út í Dag B. Eggertsson vegna orlofsmála Dags. Teitur Atlason, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, segir hinn aldna ritstjóra hafa verið „hamslausan af reiði“ í leiðaranum. En svo kom uppljóstrun Vísis fram, Davíð þáði enn hærri upphæð en Dagur þegar hann lét af störfum sem borgarstjóri Reykjavíkur.

„Davíð Oddson ritstjóri Morgunblaðsins og strandkapteinn úr Seðlabankanum fór mikinn í leiðara fyrir um það bil viku þegar orlofsmál Dags B. Eggertssonar komust í fréttirnar.  Hann fékk svakalega summu borgaða við starfslok sem var óúttekið orlof.

Við nánari skoðun kom í raun ekkert merkilegt í ljós nema að efstu lög embættiskerfisins á Íslandi nýtur virkilega góðra kjara. En það er svo sem enginn frétt. 

Davíð Oddson var hamslaus af reiði og kallaði. Dagur B. Eggertsson „yfirgengilega orlofssugu“ auk annara orða sem afhjúpuðu svolítið þá staðreynd að Dagur B. Eggertsson býr leigufrítt inn í höfði Davíðs Oddsonar.“

Þannig hefst færsla Teits á Facebook. Minnist hann síðan á uppljóstrun Vísis, þar sem fram kemur að Davíð fékk mun hærri upphæð greidda fyrir ótekið orlof en læknirinn.

„Blaðamenn Vísis voru klókir og spurðust fyrir um ógeitt orlof annara borgarstjóra.

Svarið kom í dag.

Davíð Oddson fékk miklu hærri upphæð greidda í ótekið orlof en Dagur B. Eggertsson. “

Teitur segist vita hvernig „hægrið“ muni bregðast við uppljóstruninni:

„Þetta er auðvitað ákveðinn skellur fyrir hægrið, en ég veit hvert fókusinn fer í kjölfarið.  Þau beina sjónum sínum að fréttastofu RÚV og saka þau um hlutdræni og ofsóknir. . .

Lífið er stundum alveg yndislega fyrirsjáanlegt. RÚV verður kennt um þegar Vísir stendur sig vel.“

 

Guðlaugur Þór viðurkennir hraðakstur: „Við eigum auðvitað alltaf að passa okkur“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra hefur nú viðurkennt að bílstjóri hans hafi keyrt yfir hámarkshraða á leið hans á sumarfund ríkisstjórnarinnar fyrir helgi.

RÚV segir frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra telji það miður að bíl sem hann var farþegi í, hafi verið ekið yfir hámarkshraða en ráðherrann var á leið á sumarfund ríkisstjórnarinnar á Sauðárkróki fyrir helgi. Birti hann sjálfur ljósmynd á Instagram-síðu sinni sem hann tók í bifreið sinni en þar sést að hraðamælirinn sýnir 110 kílómetra á klukkustund.

„Við eigum auðvitað alltaf að passa okkur. Það liggur alveg fyrir. Það var ekki gert í þessu tilfelli og það er mjög miður,“ segir hann í samtali við RÚV.

Mbl.is sagði frá málinu á dögunum, birti skjáskot af myndinni og greindi frá því að ef leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómótrar á klukkustund, þar sem ráðherra var á ferð, myndi hraðasektin vera 50. þúsund krónur.

mbl.is

„Ég var ekki að keyra en ég sat í þessum bíl. En það er alltaf verkefni að sjá til þess að fara að hámarkshraða og við þekkjum það,“ segir Guðlaugur Þór.

Aðspurður hvort myndbirtingin hafi verið óheppileg, svaraði Guðlaugur:

„Já, já. Það er enginn vafi.“

Bryndís Klara er látin aðeins 17 ára – Fjölskyldan þakkar þeim sem reyndu að bjarga lífi hennar

Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni á laugardagskvöld fyrir tæpri viku er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Stúlkan hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. Frá þessu greinir í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir að fjölskylda Bryndísar Klöru vilji koma á framfæri þakklæti til allra sem reyndu eftir fremsta megni að bjarga lífi Bryndísar Klöru, sérstaklega starfsfólki Landspítalans og þeim sem komu að fyrstu hjálp á vettvangi.  Hjálp þeirra hafi verið ómetanleg.

Stunguárásin átti sér stað í Skúlagötu í Reykjavík. Sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er einnig grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar. Pilturinn var handtekinn eftir árásina á Bryndisi Klöru og tvö önnur ungmenni. Hann er nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.

Eiturbyrlun í Dúkskoti – „Glitti í spýjuna í myrkri sem á maurildi sæi“

Þann 13. nóvember, 1913, lést karlmaður á Landakotsspítala. Fannst lögreglu og læknum sitthvað grunsamlegt við andlát mannsins. Að krufningu lokinni og í ljósi niðurstöðu hennar, sá lögregla sér ekki fært annað en að taka málið til rannsóknar. Banamein mannsins var fosfóreitrun.

Í Morgunblaðinu 17. nóvember sama ár var haft á orði að voðaatburður hefði átt sér stað „sem eigi á sinn líka í annálum Reykjavíkur eða landsins, og þó víðar sé leitað.“

Í Morgunblaðinu hafði birst smágrein tveimur dögum fyrr þar sem greint hafði verið frá andláti Eyjólfs Jónssonar verkamanns, sem bjó í Dúkskoti, og sagt að grunur léki á að eitrað hefði verið fyrir honum. Í fréttinni 17. nóvember segir síðan: „Oss var þá kunnugt um, hvað um var að vera, en eftir tilmælum lögreglustjóra var eigi meira af þessu sagt þá.“

Eyjólfur Jónsson var 48 ára gamall, ættaður frá Barðaströnd. Hann var talinn hamhleypa til vinnu, en aurasál mikil og sínkur þegar um fé var að ræða. Hann bjó sem fyrr segir í Dúkskoti, Vesturgötu 13.

Eyjólfur var talinn sterkefnaður, hafði lánað mönnum fé og segir sagan að hann hafi einnig átt jarðir.Allt um það. Rannsókn leiddi í ljós, að Eyjólfur Jónsson hafði síðdegis, laugar- daginn 10. nóvember, heimsótt systur sína, Júlíönu Jónsdóttur, sem þá bjó með Jóni nokkrum Jónssyni á Brekkustíg, fyrir vestan bæ. Sagan segir að umræddur Jón hafi verið „ófús til vinnu og eigi allur þar sem hann er séður.“ Þegar þarna var komið sögu var Júlíana 46 ára.

Skyr með brennivíni

Laugardaginn 1. nóvember heimsótti Eyjólfur systur sína, liðið var á dag, klukkan á milli fimm og sex, og bauð Júlíana bróður sínum að borða og bar fyrir hann skyr. Júlíana blandaði skyrið dufti, hvítu að lit, sagði Eyjólfur síðar, og fannst honum óbragð að því.

„Hvaða vitleysa,“ á Júlíana að hafa svarað umkvörtunum bróður síns. Setti hún þá brennivín í skyrið og sagði: „Ég setti dálítið brennivín saman við það. Láttu matinn í þig. Þú hefir gott af brennivíninu.“ Og það gerði Eyjólfur svikalaust.

Í Landsyfirréttardómum og hæstaréttar- dómum í íslenzkum málum, tbl. 01.01. 1917, segir his vegar að Júlíana hafi gefið bróður sínum kaffi með brennivíni út í eftir að hann hafði klárað skyrið.

Eftir að hafa klárað skyrið fór Eyjólfur sem leið lá niður í Iðnó, fékk sér þar aðra máltíð og hélt síðan heim til sín.

Grunar Júlíönu um græsku

Um kvöldið fékk Eyjólfur innantökur og seldi upp. Var um „sárar kvalir fyrir bringspalirnar með áköfum uppköstum, og glitti í spýjuna í myrkri sem á maurildi sæi“ og varð þar ekkert lát á fyrr en undir morgun sunnudags. Taldi Eyjólfur víst að Júlíana hefði gefið honum einhverja ólyfjan og staulaðist á fætur þrátt fyrir að því færi fjarri að heilsan væri í lagi.

Dúkskot árið 1925.

Fór Eyjólfur heim til systur sinnar, en hún geymdi fyrir hann kistu sem innihélt meðal annars sparisjóðsbók með 705 krónum auk einhverra peninga. Eyjólfur grunaði systur sína um græsku og í ljós kom að sá grunur var réttlætanlegur; í kistunni var hvorki að finna sparisjóðsbókina né peningana.

Rænulaus á sjúkrahús

Í votta viðurvist krafði Eyjólfur systur sína bókarinnar og peninganna og þorði hún ekki öðru en að gera eins og hann bauð og lét hvort tveggja af hendi. Sparisjóðs- bókina hafði Júlíana geymt í kommóðuskúffu sinni.

Hafði þetta engan eftirmála og urðu næstu dagar tíðindalitlir. Að kvöldi 4. nóvember varð þar breyting þar á. Kvartaði Eyjólfur um veikindi og var Jón H. Sigurðsson héraðslæknir sóttur. Hann sinnti Eyjólfi alla vikuna, en sífellt dró af Eyjólfi og var hann að lokum, 11. nóvember, fluttur rænulaus á sjúkrahús. Þar skildi hann við tveimur dögum síðar, fimmtudaginn 13. nóvember.

Vitnisburður deyjandi manns

Á meðan Eyjólfur lá veikur heima hafði hann orð á því að hann teldi orsök veikinda sinna vera ólyfjan sem systir hans hafði sett út í skyrið. Hann bað þó menn þess lengstra orða að gera Júlíönu ekkert mein, átti hann enda von á að hann mundi braggast með tímanum.

Eyjólfi varð ekki að ósk sinni og andaðist, sem fyrr segir, 13. nóvember. Líkið var krufið og kom í ljós greinileg eitrun í öllum líkamanum. Flest benti til að eitrunin stafaði af fosfór, sem er seinverkandi.

Slær í brýnu

Böndin bárust að systur Eyjólfs og leitaði lögregla sér ýmiss konar upplýsinga á föstu- og laugardegi eftir andlát Eyjólfs. Í Landsyfirréttardómum og hæstaréttar- dómum í íslenzkum málum, tbl. 01.01. 1917, segir að sunnudaginn 5. október hafi Eyjólfur komið til systur sinnar þeirra erinda að ná þar í skjal sem átti að vera í kofforti sem hún geymdi fyrir hann. Þau systkin leituðu bæði í koffortinu en fundu eigi umrætt skjal. „Varð Eyjólfur þá reiður og bar upp á [systur sína], að [Júlíana og Jón] hefðu stolið skjalinu og ef til vill fleiru úr kuffortinu.“

Jón var ekki heima í þetta skipti, en Eyjólfur hafði í heitingum við systur sína þegar hann fór frá henni.

Morðhótanir á báða bóga

Síðar bar Eyjólf að garði heima hjá þeim skötuhjúum, annað sinnið daginn þann, og vildi leita betur að skjalinu. Jón var þá heima og upp komu illdeilur með þeim. Eyjólfur hugðist koma Jóni úr húsi og deilurnar urðu að áflogum.

Júlíana „greip þá í handlegginn á Eyjólfi, en hann barði hana með höndum og fótum; lauk svo að [Júlíana og Jón] komu Eyjólfi út.“

Flugu þá stór orð á báða bóga; sagðist Eyjólfur myndu drepa þau bæði og „Jón sagði þá einnig að rétt væri að drepa Eyjólf.“

Júlíana vildi í kjölfarið stefna Eyjólfi fyrir aðfarirnar, en að hennar sögn, síðar, var Jón því mótfallinn; slíkt yrði slæmt afspurnar. Þess í stað eggjaði hann hana til að ráða Eyjólfi bana. Fann hann það ráð að Júlíana skyldi „narra Eyjólf út á hafnargarðinn, sem verið var að hlaða úr í Örfirisey, hrinda honum niður af garðinum í sjóinn.“

Sjálfur vildi Jón þó ekki koma nálægt því að hrinda tillögu sinni í framkvæmd. Júlíana treysti sér ekki til verknaðarins og stakk þá Jón upp á eitri.

Urðu þau sammála um þá ráðagerð, en enn og aftur vildi Jón ekki koma nálægt því frekar; Júlíana „gæti sjálf keypt eða látið annan kaupa fyrir sig rottueitur í lyfjabúðinni.“

Og sú varð síðan raunin.

Skýlaus játning

Hvað sem öllu þessu líður þá urðu mála- lyktir að lokinni eftirgrennslan lögreglu þær, að um miðaftan, laugardaginn 15. nóvember, fór lögregla að heimili Júlíönu og tók hana fasta. Hún var síðan sett í varðhald.

Réttarhald yfir Júlíönu frestaðist því hún kvartaði sáran yfir lasleika, en þegar málið kom loks fyrir rétt, játaði hún tafarlaust að hafa byrlað Eyjólfi, bróður sínum, eitur. Sagðist hún hafa sett rottueitur í skyrið sem hún bar honum. Það hefði hún gert af ásettu ráði, með það fyrir augum að stytta honum aldur og komast þannig yfir fjármuni hans.

Sýndi Júlíana mikla iðrun við réttarhaldið.

Ekki ein í ráðum?

Jón var að sjálfsögðu handtekinn líka, en kom af fjöllum, sagðist ekkert um málið vita og „[h]ló hann að misgripum þeim, sem lögreglan væri að gera, er hún tæki sig fastan.“

Sagði Jón framburð Júlíönu allan ósannindi ein og sagðist hvorki hafa stungið upp á né eggjað hana til verknaðarins, hvað þá verið í vitorði með henni.

Jón sagði þó að hann hefði í eitt skipti heyrt Júlíönu stinga upp á því að gefa Eyjólfi eitur í kaffi og að hún hefði beðið hann að kaupa rottueitur til að byrla honum, en hann hefði vísað á bug öllu slíku ráðabruggi. Reyndar sagðist hann eftir á hafa talið litla alvöru vera að baki þessum vangaveltum hennar.

Sekt og sakleysi

Ekkert fannst við rannsókn málsins sem með óyggjandi hætti bendlaði Jón við glæpinn og var því eigi talið sannað að hann hefði verið meðsekur Júlíönu. Júlíana var hins vegar sakfelld og talið fullsannað að hún hefði með „ráðnum huga svift bróður sinn, Eyjólf Jónsson, lífi“ og héraðsdómarinn ákvað „refsingu hennar líflát.“

Dómurinn yfir Júlíönu Jónsdóttur var síðar mildaður.

Heimildir: Öldin tuttugasta, Landsyfirréttar- dómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum, tbl. 01. 01. 1917, Morgunblaðið 16. tbl (17.11. 1913)

 

 

Myrkvi lítur inn á við í glænýju lagi:„Sker út hjarta og skil það eftir, eigin sjálfsmynd innantóm“

Myrkvi. Ljósmynd: Melina Rathjen

Tónlistarmaðurinn Myrkvi gaf út smáskífuna Sjálfsmynd í gær. Þar lýtur hann inn á við lítur inn á við. Lagið er af breiðskífunni Rykfall sem er væntanleg á næstunni.

„Sker út hjarta og skil það eftir, eigin sjálfsmynd innantóm.“ Þannig hefst nýjasta smáskífa Myrkva en í viðlögunum dregur ský frá sólu, því jafnvel þó lífið sé ósanngjarnt, þá er það nú alveg ágætt. „Þó ekkert gangi og ég sé ástfanginn, þrátt fyrir stressið og mína bresti.“

Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius. Breiðskífan Rykfall er væntanleg. Hún er töluvert frábrugðin síðustu plötu, Early Warning, sem var samin með Yngva Holm og byggði á útsetningum fyrrum hljómsveitarmeðlima þeirra í Vio, þar sem tónlistaferill Magnúsar hófst. Sveitin sigraði Músíktilraunir árið 2014 og hlaut á sínum tíma tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Myrkvi leit fyrst dagsins ljós árið 2020 með lagi sem naut mikilla vinsælda, Sér um sig.

Sjálfsmynd má heyra hér á Spotify.

Listmálarinn Torfi Jónsson er látinn

Listmálarinn og kennarinn Torfi Jónsson, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. ágúst síðastliðinn. Hann var 89 ára.

Það var á Eyrarbakka 2. apríl árið 1935 sem Torfi fæddist en foreldar hans voru Hanna Al­vilda Ingi­leif Helga­son, fædd 1910, dáin 1999, og Jón S. Helga­son stór­kaupmaður, fæddur 1903, dáinn 1976. Systkini Torfa eru Helgi V., dáinn 2021, Hall­grím­ur G. og Sig­ur­veig.

Árið 1954 útskrifaðist Torfi úr Verzlunarskóla Íslands en hann sótti einnig í kjölfarið ýmis námskeið í Handíðaskólanum en Torfi hafði málað myndir og teiknað frá barnæsku, auk þess að starf við rekstur foreldra sinna. Þá stundaði hann nám við Listaháskólann í Hamborg 1958-61 í grafískri hönnun en þar kynntist hann og tileinkaði sér skrautskrift, leturfræði og bókagerð. Þegar Torfi kom aftur heim stofnaði hann hönnunarstofu í Reykjavík sem hann rak til ársins 1977.

Í fjölmörg ár kenndi Torfi hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var þar skólastjóri  frá 1982 til 1986. Seinna kenndi hann við Iðnskólann þar til hann fór á eftirlaun. Að auki starfaði Torfi sem bókahönnuður.

Fram kemur í andlátsfrétt Mbl.is haslaði Torfi snemma á ferlinum sér völl á erlendis með þátttöku í fjölda samsýninga og vann hann til verðlauna fyrir verk sín. Þá var hann eftirsóttur skrautskriftarkennari, bæði á Íslandi og í Þýskalandi þar sem hann kenndi námskeið í ein 13 ár. Torfi málaði fjölmargar stórar vatnslitamyndir úti í náttúrunni víða um land en fyrstu einkasýninguna hélt hann á Loftinu á Skólavörðustíg árið 1965. Eftir það hélt hann margar annarra sýninga, þá síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2018.

Torfi læt­ur eft­ir sig fimm börn, 13, barna­börn og 14 barna­barna­börn. Son­ur hans og Stein­unn­ar Jóns­dótt­ur er Hörður Ingi, húsa­smíðameist­ari, fæddur 1956. Með fyrri eig­in­konu, Elsu Heike Jóakims­dótt­ur Hart­mann, eignaðist hann Svandísi, há­greiðslu­meist­ara, fædd 1960, Krist­ínu, kenn­ara, list­mál­ara og út­still­inga­hönnuð, fædd 1961, og Jó­hann Ludwig, lista­mann, fæddur 1965. Með seinni eig­in­konu sinni, Jón­ínu Helgu Gísla­dótt­ur pí­anó­leik­ara, dáin 2009, eignaðist hann Guðrúnu Ingu, lög­fræðing, fædd 1982.

Útför Torfa fer fram frá Foss­vogs­kirkju 10. sept­em­ber klukk­an 13.

Anna og ameríski bangsinn: „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði“

Anna Kristjánsdóttir
Í dagbókarfærslu gærdagsins, rifjar Anna Kristjánsdóttir upp þegar hún var beðin um að kynna stöðu orkumála á Íslandi fyrir bandarískan gest Reykjavík Bear Festival árið 2006.

„Þessa dagana er haldin í Reykjavík bjarnahátíð, þó ekki kennd við Bjarna Ben, heldur byrjaði þetta með því að sumir samkynhneigðir karlmenn sem ekki voru á kafi í líkamsrækt til að ganga í augun á öðrum strákum fóru að hópast saman, margir þéttvaxnir, loðnir og ekki alveg dæmigerðir fyrir það sem margir telja staðalímynd fyrir homma.“ Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu Kristjánsdóttur, vélstjóra og húmorista en færslurnar hefur hún birt á Facebook frá því að hún flutti til Tenerife fyrir nokkrum árum. Og Anna hélt áfram:

„Annað árið sem þeir komu saman í Reykjavík, þ.e. 2006, hafði Frosti fyrrum (eða síðar) formaður Samtakanna 78 samband við mig og bað mig fyrir einn af þessum myndarlegu mönnum. Sá hét David Quick, hafði starfað lengi fyrir bandarísk stjórnvöld í orkumálum meðal frumbyggja og hann vildi fá að kynna sér stöðu orkumála á Íslandi.“

Anna segir síðan frá því hvað hún sýndi bangsanum, borholdu RG-5 við Hátún 10 í Reykjavík, í gömlu Elliðaárstöðina og fleira. „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði og hann var yfir sig þakklátur fyrir dagslanga kynninguna á verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur.“

David Quick.
Ljósmynd: Facebook

Þegar Anna byrjaði á Facebook, meðal fyrstu Íslendinga, árið 2007, var bandaríski bangsinn fljótur að senda henni vinabeiðni.

„Þegar ég byrjaði á Facebook haustið 2007 var hann einn þeirra fyrstu til að sækjast eftir vináttu við mig, og spjölluðum við stundum saman um sameiginlegt áhugamál okkar, þ.e. orkumál. Nokkrum árum síðar hætti ég að heyra í honum og ekki kom hann aftur til Íslands. Síðar frétti ég að hann væri látinn, en eitt er á hreinu, að ef allir birnir eru jafnþægilegir og skemmtilegir og David Quick, þá þykir mér miður að fá ekki að taka þátt í Reykjavík Bear Festival, en eins og gefur að skilja er þetta karlaklúbbur og ekkert endilega hommaklúbbur, eða eins og sagt er, cis karlar eru líka velkomnir.

En umfram allt, þið sem hafið staðið að þessari hátíð, njótið hátíðarinnar.“

Rekstur Heimildarinnar orðinn sjálfbær – Hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári

Heimildin. Ljósmynd: Facebook

Heimildin hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári. Viðsnúningur hefur því orðið í rekstri sameinaðs félags Stundarinnar og Kjarnans árið 2023 og reksturinn orðinn sjálfbær.

Heimildin segir frá því í frétt sinni að Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina og Vísbendingu, hafi skilað jákvæðri afkomu á síðsta ári, á fyrsta rekstrarári félagsins eftir að fjölmiðlarnir Stundin og Kjarninn sameinuðustu í byrjun árs 2023.

Fram kemur í skýrslu stjórnar sem fylgir ásreikningi útgáfufélagsins, að viðsnúningur hafi orðið í rekstri félagsins en rekstrarhagnaður var 17,7 milljónir króna fyrir fjármagnsliði. Endnanleg afkoma eftir fjármagnsliði og skatta var 11 milljóna króna hagnaður.

Í yfirlýsingu aðstandenda félagsins fyrir samruma í lok árs 2022 kom fram að markmiðið væri sjálfbær rekstur og þannig sjálfstæð blaðamennska og má því segja að afkoman sé í samræmi við þær yfirlýsingar. Í yfirlýsingunni sagði meðal annars: „Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta.“ Þar á Heimildin við Morgunblaðið helst, en Árvakur, sem gefur út blaðið er í meirihlutaeign auðkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur.

Fram kemur í frétt Heimildarinnar að tekjuvöxtur félagsins milli ára hafi verið 38 prósent samanborðið við rekstur Kjarnans miðla ehf. og Útgáfufélags Stundarinnar ehf. Tekjur sameinaðs félags námu alls rúmum hálfum milljarði króna á árinu 2023 en meðalfjöldi starfsmanna var 25.

Árið á undan, 2022, höfðu bæði samrunafélögin verið rekin með tapi. Útgáfufélagið Stundin ehf., tapaði 39,8 milljónum króna á árinu 2022, en þá er talið með breytt uppgjör orlofsskuldabindinga og áhrif tekjuskattsinneignar, eftir ýmist lítið tap eða hagnað árin á undan. Hitt samrunafélagið, Kjarninn miðlar, hafði tapað 11,2 milljónum sama ár.

Síðastliðinn miðvikudagd var aðalfundur útgáfunnar en þá voru endurkjörin í stjórn félagsins þau Elín Ragnarsdóttir, formaður, Heiða B. Heiðarsdóttir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ritstjóri Heimildarinnar er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og ritstjóri Vísbendingar Ásgeir Brynjar Torfason. Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins er Jón Trausti Reynisson.

Enginn eigandi Sameinaða útgáfufélagsins, sem er í dreifðu eignarhaldi, er með meira en 7,6 prósent hlut.

Fram kemur einnig fram í skýrslu stjórnar félagsins að félagið starfi meðal annars á dagblaðamarkaði, þar sem „helsti keppinautur félagsins er nú í einokunarstöðu á sviði prentunar og dreifingar dagblaða“. Einnig er minnst á að blaðamenn útgáfunnar hafi sætt langvarandi lögreglurannsókn eftir umfjöllun um starfsemi útgerðarfélagsins Samherja.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra hóf í febrúar 2022 rannsókn á blaðamönnum, þar á meðal fjórum blaðamönnum Heimildarinnar, í tengslum við umfjöllun og gögn er varða almannatengslaherferð útgerðarfélagsins Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um mútumál útgerðarinnar. Við útgáfu ársreiknings þessa, tveimur og hálfu ári síðar, var rannsókninni á blaðamönnunum enn við haldið án niðurstöðu.“

Getuleysi Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson Mynd / Alþingi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á ekki sjö dagana sæla nú þegar skuggi fylgishruns fylgir honum hvert sem hann fer. Tvær kannanir sýna skelfilega stöðu hins forna valdaflokks sem jafnvel hefur mælst minni en Miðflokkurinn, popúlistaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Fylgishrun flokksins er enn alvarlegra þegar litið er til kannana í höfuðborginni þar sem versta tilfellið sýnir hann á meðal smáflokka. Bjarni hefur gjarnan verið kokhraustur þegar fallandi fylgi flokksins ber á góma. Nú hefur orðið á nokkur breyting og hann segir að flokksmenn þurfi að líta inn á við. Þessi meinta auðmýkt birtist líka á sínum tíma þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði atlögu að formannsembættinu. Bjarni birtist þá landsmönnum í sjónvarpsviðtali, depurðin uppmáluð, og uppskar samúðarfylgi sem fleytti honum áfram sem formanni og Hanna Birna fór seinna sína leið sem útlagi í pólitík.

Nú er hún Bjarnabúð stekkur. Á flokksráðsfundi í dag þarf Bjarni að sannfæra sitt fólk um að hann sé hæfur til að reisa flokkinn úr rústunum. Það gæti þó orðið honum erfitt þar sem gríðarleg óánægja er með framgöngu hans og örlög flokksins sem einu sinni var stór. Það getur þó bjargað honum að enginn er í sjónmáli til að taka við af honum. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem skoraði hann á hólm og tapaði, ber í dag mörg þau merki að kjarkur hans til slíkra átaka sé á þrotum.

Loks ber að nefna að Bjarni hefur það orð á sér að hann sé teflónhúðaður og ódrepandi í pólitík. Spillingin loðir illa við hann og hæfileikinn til að lifa af getuleysið er ótvíræður …

Skemmtistaðaskelfir handtekinn fyrir ítrekuð leiðindi – Rúntaði um miðbæinn á golfbíl

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan stöðvaði þó nokkra ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Í miðbænum hafði lögreglan afskipti af hópslagsmálum en ekki fylgdi dagbókarfærslu lögreglunnar hverjar málalyktir urðu. Einnig barst lögreglu tilkynning um hóp manna sem réðist á einn einstakling í miðbænum en fantarnir hlupu af vettvangi. Náðist atvikið að hluta til á myndband og er í rannsókn.

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun barst tilkynning um unga aðila keyrandi golfbíl um götur bæjarins og fór lögreglan að kanna málið. Ekki fylgir sögunni hvernig málið endaði.

Í Hafnarfirði var sótölvaður einstaklingur að ónáða gesti og gangandi við krá, upp úr miðnætti en fjölmargar tilkynningar bárust vegna hans. Eftir að lögreglan hafði gert heiðarlegar tilraunir til þess að vísa manninum heim eða reyna að aka honum þangað, var ákveðið að hann myndi gista fangageymslur vegna ástands.

Tveimur klukkustundum síðar barst lögreglunni önnur tilkynning vegna svartölvaðs manns sem var til ama utan við skemmtistað í Hafnarfirði en starfsmenn staðarins óskuðu eftir aðstoð. Var skemmtistaðaskelfirinn fluttur á lögreglustöð til viðræðna og honum gefið tækifæri til að ganga sína leið. Manngarmurinn gekk hins vegar rakleiðis aftur á skemmtistaðinn og hélt áfram uppteknum hætti. Var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglunni sem annast Kópavog og Breiðholt barst tilkynning rétt fyrir eitt í nótt um innbrot en þegar lögreglan mætti á vettvanginn var búið að spenna upp glugga en þegar dagbókarfærslan var rituð var ekki vitað hvort og þá hvað hafi verið tekið en málið er í rannsókn.

 

 

Þrír unglingspiltar réðust á Leó í vinnunni: „Alvöru fantar á ferðinni“

Lögreglan - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Lára Garðarsdóttir

„Þetta er nú orðið einum of amerískt fyrir minn smekk,“ sagði Leó Ólason við DV árið 1992 þegar unglingspiltar réðust á hann í myndbandsleigu hans.

Forsaga málsins er sú að piltarnir, sem voru alls fjórir talsins, voru fastagestir á leigunni. Þeir brutust inn í leiguna og stálu tékkhefti og var málið kært til lögreglu en drengirnir voru á aldrinum 16 til 20 ára.

„Þeir eru núna að hefna sín fyrir að við skyldu gera mál úr innbrotinu. Þetta er nákvæmlega og í bíómyndunum. Þeir byrjuðu á símaati og hótunum og á endanum söfnuðu þeir liði og réðust hér inn. Þeir röðuðu sér upp fyrir framan mig og þegar ég bað um að koma sér út því nærveru þeirra væri ekki æskt þá svöruðu þeir með skætingi. Þeir réðust svo þrír á mig og upp úr því hófust stympingar og hrindingar. Það var eins og eftir loftárás hér þegar þeir voru farnir. Hillur, spólur og plaköt í einum graut. Það var hérna fólk þegar þeir réðust inn en það flúði á hlaupum,“ sagði Leó um árásina og að lögreglan hafi rætt við drengina en hann ætti allt eins og von á því að þetta gæti gerst aftur. Hann tók þá ákvörðun að fá sér aðstoðarmann í afgreiðsluna til öryggis

„Strákarnir létu hafa það eftir sér að næsta verði alvöru fantar á ferðinni. Ég hef yfirleitt verið einn hérna kvöldin og mér hefur fundist það í allt í lagi en þetta orðið svo bíómyndakennt að maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði kvikmyndaunnandinn að lokum.

Raddir