Í Bryggjuhverfinu í Reykjavík eru stúdentagarðar sem falla vel að umhverfinu og eru í góðu samræmi við nærliggjandi byggingar en þar búa þau Helena Ósk Óskarsdóttir og Hafþór Eggertsson.
Helena Ósk Óskarsdóttir.
„Mörgum finnst ekki taka því þegar þeir búa í stúdentaíbúðum að gera þær fínar vegna þess að dvalartíminn þar er oft frekar stuttur í heildarsamhenginu,‘‘ segir Helena og bætir við að það sé samt sem áður afar mikilvægt að líða vel heima hjá sér.
Þess vegna hafi hún strax tekið þá stefnu að gera heimilið eins notalegt og hún gæti þrátt fyrir að ætlun hennar og Hafþórs sé einungis að búa í íbúðinni í nokkur ár.
Að búa í stúdentaíbúð setur fólki ýmsar skorður en til dæmis má ekki negla nagla í veggi og þarf því að finna aðrar lausnir. Þyngstu myndunum sem ekki er hægt að hengja öðruvísi upp en með nöglum kom Helena fyrir á skemmtilegan hátt á bekk í stofunni. Það er því vel hægt að finna góðar lausnir og aðlaga sig aðstæðunum.
Helena segir einnig að það sé afar mikilvægt að geta gert gott úr því sem maður hefur, vera lausnamiðaður og nýtinn.
Lestu viðtalið við Helenu í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í 11. tölublaði Húsa og híbýla sem fæst á næsta sölustað en á fimmtudaginn 21. nóvember kemur jólablaðið út.
Stjórn Isavia samþykkti fyrir helgi að stofna sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi. Verður þá samkeppnisrekstur á Keflavíkurflugvelli aðskilinn frá rekstri innanlandsflugvalla og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi. Fríhöfnin verður áfram rekin í sömu mynd.
„Ef það á að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli þá er þetta nauðsynlegt skref í þá átt. Það hefur alltaf verið ljóst að skiptingin innan Isavia, starfsemin í kringum Keflavíkurflugvöll er alveg sér á báti. Innanlandsflugið er niðurgreitt og enginn vilji meðal einkaaðila að fara þangað inn,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. „Lofthelgin verður alltaf á hendi ríkisins. Þessi skerping á skiptingu Isavia er alveg gefin og alveg í takt við fyrri yfirlýsingar.“
Fyrirtækið Domavia mun sjá um innanlandsflug eftir áramót.
„Það er alveg hægt að gera þessa skiptingu innan fyrirtækisins, en það er athyglisvert að setja þetta í dótturfélög. Með því skapast grundvöllur fyrir því að hleypa einkaaðilum að borðinu. Ef það er vilji stjórnvalda á hverjum tíma,“ segir Sveinn og telur að skiptingin sé skynsamleg burtséð frá eignarhaldinu. Bætir hann við að ekki þurfi að stíga fleiri skref áður en hægt er að hleypa fjárfestum að borðinu, þetta snúist bara um pólitískan vilja.
Bankareikningar tveggja svokallaðra hákarla í Naibíu hafa verið frystir vegna rannsóknar á meintri mútuþægni þeirra í Samherjamálinu.
Kemur þetta fram í The Namibian, en Kjarninn greindi frá fyrst.
Einstaklingarnir sem um ræði eru Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, og Tamson Hatukulipi, kallaður Fitty. Fitty er tengdasonur Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu, en sagði sig úr embætti á miðvikudag. Mynd / Skjáskot RÚV
Í Kveikþættinum sem fjallaði um Samherjamálið fyrir tæpri viku kom að Fitty hefði kynnt lykilstjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum, og þeir ásamt Shangala og James Hatukulipi, hafi síðan myndað kjarnann í hópi valdamanna í Namibíu sem tók við mútugreiðslum frá Samherja fyrir ódýrt aðgengi að hrossamakrílskvóta í landinu. Greiðslurnar námu að minnsta kosti 1,4 milljörðum króna.
Samherjamálið er nú til rannsóknar í þremur löndum: Namibíu, Íslandi og Noregi. Grunur er um að auk mútugreiðslna hafi Samherji stundað umfangsmikla skattasniðgöngu og peningaþvætti.
Lögreglan hafði í nægu að snúast á næturvaktinni, en fjörutíu mál komu á borð hennar frá klukkan 19-5 í nótt og gistu sex manns fangaklefa fyrir ýmis brot.
Lögreglan í Kópavogi stöðvaði bifreið og reyndust ökumaður og farþegi vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Fíkniefni og ólögleg lyf fundust í fórum þeirra ásamt því að vopn fundust á þeim.
Í sama hverfi var útlendingur handtekinn vegna gruns um ólöglega dvöl á landinu, og var hann vistaður í fangaklefa. Annar var handtekinn í miðbænum og gat sá heldur ekki gert grein fyrir dvöl sinni hér á landi ásamt því að vera með fíkniefni meðferðis, var hann vistaður í fangaklefa.
Nokkrir ökumenn voru einnig handteknir undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis og sumir þeirra voru einnig án ökuréttinda.
Bókin Ekkert að fela – Á slóð Samherja í Afríku eftir Aðalstein Kjartansson, Helga Seljan og Stefán Aðalstein Drengsson kemur út í dag á vegum Vöku Helgafells.
Bókin er skrifuð af þremenningunum, teyminu á bak við umfjöllun Kveiks um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku sem sýnd var á RÚV á þriðjudagskvöld.
Bókin er ítarleg umfjöllun um Samherjamálið og byggir hún meðal annars á gögnum sem höfundarnir fengu aðganga að í gegnum samstarf sitt við Wikileaks, Al Al Jazeera og Stundina.
Bókin setur, söguna sem Jóhannes Stefánsson ljóstraði upp um, söguna sem gögnin og tölvupóstarnir sem Wikileaks hefur nú birt að hluta á netinu, en þeir hlaupa á tugum þúsunda og söguna sem um öll hin púslin sem teymið fann við margra mánaða vinnu sína, saman á heildrænan og ítarlegan hátt og í mun víðara samhengi.
Bókin Ekkert að fela – Á slóð Samherja í Afríku eftir Aðalstein Kjartansson, Helga Seljan og Stefán Aðlstein Drengsson.
Í bókinni eru helstu niðurstöður Samherjaskjalanna svokölluðu dregnar saman og ítarlega gert grein fyrir vafasömum vinnubrögðum útgerðarfyrirtækisins við Afríkustrendur. Niðurstöðurnar eru sláandi og strax orðið ljóst að málið mun hafa áhrif á stjórnmála- og atvinnulíf þeirra landa sem koma við sögu.
Höfundar afsala sér öllum greiðslum vegna útgáfunnar og stefnt skal að því að höfundarlaun renni til hjálparstofnunar eða mannúðarsamtaka sem beita sér í Afríku.
Vatn er ein af mikilvægustu auðlindum jarðar og sífellt heyrast fleiri raddir sem benda á að innan fárra ára gætu vatnsauðlindir orðið jafnefnahagslega mikilvægar og olíuauðlindir eru nú. Mikilvægi þess að tryggja samfélagslegt eignarhald á vatni hefur því reglulega ratað í umræðuna, bæði erlendis og á Íslandi. Samþykkt sem Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér árið 2010 skilgreinir aðgang að hreinu vatni sem mannréttindi, en enn er langt frá því að þeir sem nýta vatnsuppsprettur sem gróðaleið fari eftir þeirri samþykkt. En hvað er til ráða og hvar er Ísland statt í þessu mikilvæga máli?
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir. Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Í íslenskum lögum um nýtingu vatns er ríki og sveitarfélögum tryggður réttur til að seilast í vatn á landi í einkaeigu en landeigendur eiga þá rétt á bótum fyrir þá nýtingu, hvort sem um er að ræða lagningu vatnsveitna eða til nýtingar í orkuframleiðslu. Ef ekki semst um greiðslu, þá er heimild til þess í lögum að ráðherra beiti sérstökum úrræðum um eignarnám.
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, lýsti því yfir í viðtali við Frjálsa verslun í ágúst á þessu ári að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004 og því sé verið að vinna tillögur að hugsanlegum breytingum á lögum og regluverki um landakaup.
„Á vegum forsætisráðuneytisins er unnið að heildarendurskoðun löggjafar um jarðir og fasteignir og ég á von á að þær tillögur liggi fyrir öðru hvorum megin við áramót.“
Í skriflegu svari forsætisráðherra við fyrirspurn Mannlífs vegna málsins segir: „Það liggur fyrir bæði pólitískur og almennur vilji til að setja skýrar lagaheimildir þannig að unnt sé að takmarka landa- og jarðakaup, t.d. til að koma í veg fyrir samþjöppun eignarhalds á landi. Á vegum forsætisráðuneytisins er unnið að heildarendurskoðun löggjafar um jarðir og fasteignir og ég á von á að þær tillögur liggi fyrir öðru hvorum megin við áramót. Á alþjóðavettvangi sjáum við aukna ásælni í land og þau réttindi sem fylgja landareignum, þar á meðal möguleg vatnsréttindi. Ég tel að við séum lánsöm að hafa sett þjóðlendulögin á sínum tíma en vegna þeirra eru 40% af landinu í almannaeigu og þar með auðlindirnar sem þar eru. Bæði stjórnarskrá og EES-samningurinn veita svigrúm til að setja reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna og ýmsar leiðir eru færar í þeim efnum.“
Grunsemdir um að erlendir auðmenn ásælist vatnsréttindi
Ljóst er að vaxandi óánægju gætir með síaukin landakaup erlendra auðmanna hérlendis og á aðalfundi Landssambands veiðifélaga, sem haldinn var á Sauðárkróki 13. júní síðastliðinn, var Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, ómyrkur í máli um þær grunsemdir að þeir ásælist vatnsréttindin og lífsnauðsynlegt sé að ríkisvaldið grípi inn í sem fyrst.
Jóhannes gerir meðal annars kaup breska auðkýfingsins James Ratcliffe á meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum, með Jökulsá á Fjöllum innanborðs, að umtalsefni og átelur stjórnvöld fyrir að hafa ekki gripið inn í til að stöðva þau.
„Grímsstaðir á Fjöllum er stærsta einstaka fersksvatnsforðabúr í Evrópu. Hafi einhvern tíma verið ástæða fyrir ríkið að koma að málum þá var það við sölu á þeirri jörð. Ríkið átti síðan einfaldlega að lýsa þetta land sem þjóðlendu,“ segir Jóhannes.
Harðar tekist á um nýtingu vatns víða í heiminum
Þessi umræða er langt því frá bundin við Ísland og er sífellt harðar tekist á um nýtingu vatns og vatnsréttindi víða í heiminum. Alþjóðlega stórfyrirtækið Nestlé var til dæmis nýverið harðlega gagnrýnt vegna fyrirætlana um að nýta daglega yfir milljón gallon af vatni úr Santa Fe-ánni í Flórída og tappa því á flöskur í hagnaðarskyni. Gagnrýnendur óttast að vatnsuppsrettan þoli ekki slíka nýtingu eins og fram kom í ítarlegri úttekt breska blaðsins The Guardian.
Peter Brabeck,.
Þá vöktu ummæli fyrrverandi stjórnarmanns Nestlé, Peter Brabeck, gríðarlega reiði þegar hann gerði lítið úr því sjónarmiði að aðgangur að heilnæmu drykkjarvatni ætti að vera skilgreindur sem sjálfsögð mannréttindi. Hann sagði að vatn væri eins og hver önnur neysluvara og ætti að hafa markaðsvirði.
Ummæli Brabecks eru í hrópandi mótsögn við samþykkt Sameinuðu þjóðanna um að allir, karlar, konur og börn, eigi að hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni og öruggri hreinlætisaðstöðu.
Í greinargerð sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í tilefni alþjóðadags vatnsins, sem haldin er í mars á hverju ári, kemur fram að yfir tveir milljarðar manna lifi í dag án öruggs neysluvatns og allt að fjórir milljarðar upplifi alvarlegan vatnsskort að minnsta kosti einn mánuð á ári. Yfir sjö hundruð börn undir fimm ára aldri deyja daglega vegna kvilla sem tengjast óöruggu drykkjarvatni og ófullnægjandi hreinlætisaðstöðu. Ef fram heldur sem horfir er talið að árið 2030 muni um sjö hundruð milljónir manna um heim allan hafa þurft að flýja heimkynni sín vegna vatnsskorts.
Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þessi lentu á lista.
Góð vika – sigurvegarar Skrekks
Íbúar í Kópavogsbæ hafa ærna ástæðu til að gleðjast um þessar mundir þar sem bærinn hefur ákveðið að lækka fasteignagjöld. Lífið leikur sömuleiðis við Dísellu Lárusdóttur þessa dagana en hún hefur fengið góða dóma vestanhafs fyrir söng í óperu bandaríska tónskáldsins Philips Glass, Akhnaten, sem sýnd er í Metropolitan-óperunni í New York. Ingvar E. Sigurðsson getur líka glaðst enda tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í Hvítur, hvítur dagur. En Mannlíf ætlar að eftirláta krökkunum í Hlíðarskóla þennan dálk eftir að þau sigruðu Skrekk, hæfileikahátíð skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, með einlægu og fallegu atriði sem fjallar um mikilvægi þess að eiga góða að þegar stigið er fram sem hinsegin einstaklingur. Með ungt fólk eins og þetta í brúnni er framtíðin björt.
Slæm vika – Samherji
Það er ekki langt síðan Samherjamenn höfðu ástæðu til að skála í kampavíni þegar erkióvinur þeirra, Már Guðmundsson, yfirgaf Seðlabanka Íslands en nú er staðan heldur betur breytt. Í vikunni sviptu Stundin og Kveikur hulunni af mútugreiðslum útgerðarfélagsins til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til að ná undir sig eftirsóttum fiskveiðikvóta. Var enn fremur greint frá því að fyrirtækið hafi notfært sér skattaskjól til þess að koma hagnaði úr landi. Mikil reiði hefur gripið um sig meðal þjóðarinnar vegna málsins, þar sem Samherjamenn hafa verið kallaðir ýmsum miður fallegum nöfnum á samfélagsmiðlum, „gráðugir arðræningjar“ og þaðan af verra. Tilraun Samherja til að skella skuldinni á uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherjafélaganna í Namibíu, fór heldur ekki vel í fólk og ef fram heldur sem horfir er viðbúið að Samherjamenn verði tíðir gestir í þessum dálki á næstunni.
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, er í áfalli yfir umfjöllun fjölmiðla um Samherjaskjölin, en hann lét þessi ummæli falla í vikunni. Hér eru fleiri áhugaverð ummæli sem féllu á dögunum.
„Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heimsvaldasinnuðum, gráðugum arðræningjum sem einskis svífast. Körlum sem þykjast samfélagslega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afríku.“
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Íslenskt arðrán á fátæku fólki.“
Viðar Eggertsson leikhússtjóri.
„Á næstu dögum munum við sjá skýrar línur og hvernig pólitíkin skiptist á Íslandi milli þeirra sem ætla að líða svona aðferðir og þeirra sem standa fyrir það að svona líðist ekki.“
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.
„Við teljum jafnframt að RÚV sé ekki að sinna hlutleysisskyldu sinni.“
Þorsteinn Már, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið, áður en Kveikur fjallaði um Samherja í RÚV á þriðjudagskvöld.
„RÚV virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki í fullkomlega misheppnaðri rannsóknarblaðamennsku, þar sem fréttamenn eru að glíma við verkefni sem þeir ráða ekki við.“
Brynjar Nílesson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill aðskilja ríki og RÚV.
„Namibískir dagar á Dalvík hljómar ekki alveg eins þjált og Fiskidagurinn mikli.“
Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður slær á létta strengi.
„Það er nokkuð um liðið síðan ég fór að velta fyrir mér hvaða munur væru á stefnu og orðræðu Sjálfstæðisflokksins nú og áherslum Samfylkingarinnar ca 2007. Ég hef ekki enn fundið þennan mun en ég held áfram að leita.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Vitleysingaspítalinn taka tvö er kominn á dagskrá.“
Leiðarhöfundur Morgunblaðsins, sem talinn er vera ritstjórinn Davíð Oddsson, um endurskoðun stjórnarskrár.
„Er það alltaf kennaranum að kenna ef krakkinn drullar á sig í stærðfræðiprófi?“
Jóhann Gunnar Einarsson, í þættinum Seinni bylgjan, fer hörðum orðum um frammistöðu handboltaliðs Stjörnunnar í leiknum gegn Fram í Olísdeild karla síðasta laugardagskvöld. Stjarnan var lengi vel yfir en leikurinn endaði með jafntefli á lokamínútunum.
„Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni.“
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannfélags Íslands, um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og RÚV.
Indíana Hreinsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar, kynnir blómlegt menningarlíf í höfuðstað Norðurlands fyrir landsmönnum. Indiana starfaði áður sem blaðamaður til fjölda ára. Hér ljóstrar hún upp fimm staðreyndum um sjálfa sig.
„Ég elska að tala um mat, lesa hollar uppskriftir og horfa á meistarakokka í sjónvarpinu útbúa framandi veislur. Það sem mér finnst best er samt eitthvað gamaldags, eins og gróf hrossabjúgu, kjötfars og sviðinn og reyttur svartfugl.“
„Þrátt fyrir að vera ógurlega klígjugjörn (veit ekkert verra en hár í mat) get ég knúsað hvaða kisa sem er. Enda lít ég á kisur sem nær guðlegar verur.“
„Eftir að hafa starfað sem blaðamaður í 15 ár er erfitt að losa við forvitnina. Ég er oft skömmuð fyrir að taka viðtal við fólk þegar ég held að við séum bara að ræða saman.“
„Var einu sinni Eyjafjarðarmeistari í kvennaflokki í borðtennis. Grenivíkurstelpurnar, sem voru langbestar á þessum tíma, voru í burtu í keppnisferð þegar ég kom, sá og sigraði. Hef, ótrúlegt en satt, ekki tekið upp spaða í líklega 20 ár. Þarf að bæta úr því sem fyrst.“
„Þótt starfsheiti mitt sé kynningar- og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar er ég líka kynningar- og markaðsstjóri Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Menningarstofnanirnar þrjár sameinuðust í Menningarfélag Akureyrar árið 2014.“
Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitekt FHI, hefur áralanga reynslu af hönnun fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hún hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín til dæmis fyrir húsgögnin í almenna rýminu í Hörpu sem hún hannaði ásamt Kristínu Aldan Guðmundsdóttur. Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitekt FHI, segir að efnisval skiptir öllu við hönnun á eldhúsi.
Eldhúsið sem við sýnum hér var hannað af Helgu árið 2014 fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Skipulaginu þurfti að breyta mikið til þess að skapa sem mest vinnupláss og innréttingarnar eru sérsmíðaðar úr hnotu sem gefur rýminu hlýlegan blæ.
Hvernig var eldhúsið áður? „Skipulaginu var gjörsamlega umturnað en fyrir voru þetta tvö herbergi, eldhús og borðstofa. Þessu var svo breytt í eitt stórt rými með stórri og góðri innréttingu.“
Hvaða hugmynd lagðir þú upp með?
„Ég lagði upp með þá hugmynd að hafa mikið skápapláss, gott vinnurými og skipulag. Ásamt því að hafa allt efnisval fallegt, hlýlegt og sígilt.“
Hverjar voru óskir eigenda varðandi hönnunina?
„Hlýlegt og fallegt eldhús með mjög góðu vinnuplássi.“
Hvað finnst þér mikilvægast að hafa í huga þegar eldhús er hannað?
„Efnisvalið er mikilvægt, að valin séu efni sem auðvelt sé að umgangast, t.d. varðandi þrif og endingu. Eins skiptir skipulagið og lýsingin mjög miklu máli við hönnun á eldhúsi.“
Hvað er það besta við þetta tiltekna eldhús?
„Hvað það er opið og nóg pláss fyrir alla og svo allt þetta mikla vinnupláss en það er alltaf gott að hafa nóg af því.“
Hvernig er efnisvalið og hvað réði því?
„Innréttingin er úr hnotu og borðplatan er kvartssteinn frá Fígaró. Við vildum hafa innréttinguna úr hlýlegum við, ekki of dökka og ekki of ljósa og varð því hnotan fyrir valinu en það er alltaf einhver glæsileiki yfir henni. Ég lét setja örlítið af svörtu út í lakkið til að sporna við þessari gulnun sem gerist of með hnotuna en þannig heldur hún litnum betur.“
Hvernig myndir þú lýsa stílnum á eldhúsinu? „Einföldum og sígildum.“
Sérsmíðaðar af Jóhanni hjá KJK innréttingum. Ofnar og helluborð: Siemens Blöndunartæki: Talis S Variarc frá Ísleifi Jónssyni. Borðplata: Kvartsteinn frá Fígaró.
Hefðin að bera eitthvað sætt fram með kaffinu er löng og mörg okkar eiga góðar minningar af afslöppuðum eftirmiðdögum þar sem gestgjafinn bar fram einfalt brauð eða köku bakaða í brauðformi ásamt kaffi. Hér er uppskrift sem er svo sannarlega vert að prófa.
Plómukaka með kardimommum
u.þ.b. 16 bitar
160 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
1½ tsk. kardimommur
½ tsk. salt
120 g smjör, mjúkt
150 g sykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1 dl ab-mjólk
4-5 plómur, skornar í tvennt og steinninn fjarlægður
Hitið ofn í 180°C. Smyrjið ferningslaga kökuform sem er u.þ.b. 22×22 cm og setjið til hliðar. Hrærið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, kardimommur og salt í skál. Þeytið saman smjör og sykur þar til það er ljóst og kremkennt, u.þ.b. 3-5 mín. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og hrærið vel saman á milli. Þeytið vanilludropana saman við. Bætið við helmingnum af þurrefnunum og hrærið þar til allt hefur samlagast, hellið ab-mjólkinni út í og hrærið. Hellið afganginum af þurrefnunum út í og blandið öllu vel saman en passið þó að ofhræra ekki deigið. Hellið deiginu ofan í formið og raðið plómuhelmingunum þétt ofan á. Bakið í miðjum ofni í 50-60 mín., eða þar til kökuprjónn kemur hreinn út.
Gott er að húða plómuhelmingana aðeins með hveiti svo þeir falli ekki í botninn á kökunni.
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari sendi nýverið frá sér jassplötuna Gangandi bassi.
Næstkomandi sunnudag, 17. nóvember, fagnar Tómas útgáfunni með tónleikum í Kaldalóni, Hörpu. Þar flytur hann tónlistina af nýju plötunni ásamt félögum sínum, þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Ómari Guðjónssyni gítarleikara og slagverksleikaranum Sigtryggi Baldurssyni.
Rithöfundurinn Halldór Guðmundsson skrifar umsögn um tónlistina sem fylgir plötunni og með hliðsjón af henni má búast við góðu yfirliti „yfir feril Tómasar“ á tónleikunum og melódískari tónlist en Tómas er kannski þekktur fyrir. „Hann vitnar óhikað í jazzbiblíuna og laglínurnar eru hver annarri betri, líka við þær óvenjulegu aðstæður að vera bornar fram af bassanum, stundum í afar fínu samspili víð gítarinn,“ skrifar Guðmundur, en tónleikarnir í Kaldalóni hefjast á sunnudag klukkan 17.
Þess má geta að platan Gangandi bassi er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.
Náttúran er okkur flestum hugleikin en sennilega hugsum við flest um krókóttar leiðir og fallegt víðsýni á íslenska hálendinu þegar hún kemur okkur í hug. Blaðamaður þekkir ekki vel til íslenskrar náttúru fyrir utan að hafa verið í sveit norður á Ströndum í barnæsku, en átti þar upplifanir sem skutu rótum. Ólafi Ólafssyni náttúruunnanda fannst nóg um um fáfræði hans um nágrenni höfuðborgarsvæðisins og tók hann í góðan bíltúr um Krýsuvík og Reykjanesskagann.
Ólafur Ólafsson, ferðalangur og náttúruunnandi. Á bak við hana er fúll pyttur en lyktin vísar til brennisteins sem kemur frá hverunum.
Blaðamaður varð gjörsamlega heillaður af þessu umhverfi, sem var stórkostlegt, svona rétt í bakgarðinum hjá honum. Hann ákvað í samráði við Ólaf að að hafa samband við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing og tala um jarðskjálftanáttúru almennt og svo auðvitað Reykjaneshrygginn. Kristín hefur haft mikinn áhuga á náttúrunni frá því hún man eftir sér.
,,Ég ólst upp í Breiðholtinu í nágrenni við móa og læk sem ég lék mér mikið við sem barn. Ég var líklega sjö ára þegar ég sagði öllum sem heyra vildu að ég ætlaði að verða stjörnufræðingur. Ég safnaði plöntum, þurrkaði og pressaði og límdi inn í stílabók með hjálp pabba þegar ég var smástelpa. Ég fletti plöntunum upp í Íslenskri flóru og merkti þær með nafni samviskusamlega í bókina mína. Ég var líka heilluð af hrauni og gjám og safnaði steinum. Mamma og pabbi voru kennarar og mamma var sérstaklega ötul við að kenna nöfnin á fjöllunum og útskýra fyrirbæri eins og gervigíga og hraunreipi.
Í skóla hafði ég mikinn áhuga á náttúrufögum og mestan áhuga hafði ég á ferlum og myndunum, ég vildi skilja hvernig fyrirbærin mynduðust, en hafði minni áhuga á fögum þar sem áherslan var lögð á upptalningar og skilgreiningar. Ég var á eðlisfræðibraut í menntaskóla og fór svo í jarðeðlisfræði í Háskóla Íslands. Þar er margt skemmtilegt kennt og m.a. grunnur í jarðskjálftafræði. Ég var heppin að fá góða kennara og leiðbeinendur og í gegnum þá fékk ég sumarvinnu í tengslum við jarðskjálftamælingar. Ég fór síðar í nám til Svíþjóðar í jarðskjálftafræði. Doktorsverkefnið fjallaði að mestu um jarðskjálfta í eldstöðinni Kötlu. Í dag vinn ég í náttúruváreftirlitinu á Veðurstofu Íslands þar sem við m.a. fylgjumst með jarðskjálftavirkni á öllu landinu.“
„Ég hef mikið dálæti á Búrfellsgjá og fer þangað iðulega með erlenda gesti. Hraunmyndanirnar þar eru einstakar og gjáin sjálf, þó að hún sé um átta þúsund ára, í raun ekkert mjög ólík þeirri sem myndaðist í Holuhrauni fyrir fjórum árum.“
Fjölbreytt starf en um leið sérhæft
En hverjar skyldu megináherslurnar í starfi jarðskjálftafræðingsins vera? ,,Jarðskjálftafræðin er mjög breitt fag og tiltölulega gömul fræðigrein. Yfirleitt eru jarðskjálftafræðingar frekar sérhæfðir þar sem námið er langt og fræðin flókin. Eitt meginverkefni jarðskjálftafræðinnar er að rannsaka upptök jarðskjálfta, reikna staðsetningu, stærð og hreyfingu í upptökum. Við getum ekki enn spáð fyrir um jarðskjálfta en hugsanlega verður það hægt í framtíðinni. Við getum líka nýtt okkur jarðskjálfta til að átta okkur betur á innri gerð jarðar og sér í lagi til að skoða byggingu jarðskorpunnar. Sem dæmi þá er hægt að nota jarðskjálftagögn til að fá upp mynd af innri gerð eldstöðva, nánast eins og sónarmynd af fóstri, til að átta okkur á því hvort og þá hvar og hversu mikil kvika er inni í fjallinu. Í dag er ég að vinna í rannsóknarverkefni sem notar samfelldan jarðóróa eða jarðsuð til að reikna hvort og þá hvernig jarðskorpan breytist á stuttum tíma (milli mánaða). Hugsanlega verður hægt að nota aðferðina við að greina upphaf eldgosa, þegar kvikuflæði inn í eldstöðina eykst og kvikuþrýstingur byggist upp.“
Skiptir það miklu fyrir eldfjallaland eins og Ísland að hafa jarðskjálftafræðinga og þá hvernig?
,,Það skiptir miklu máli fyrir Ísland að hafa menntaða jarðskjálftafræðinga. Á Íslandi eru þrjátíu og tvær virkar eldstöðvar og að meðaltali eldgos á fimm ára fresti. Þá eru tvö brotabelti, Suðurlandsbrotabeltið og Tjörnesbrotabeltið, þar sem geta orðið skjálftar sem geta valdið miklu tjóni. Jarðskjálftafræðin hefur reynst mjög vel við að greina forboða eldgosa, nú síðast í Bárðarbungu þegar eldgos braust út í Holuhrauni. Veðurstofa Íslands ber ábyrgð á náttúruváreftirliti, þar með að reka jarðskjálftamæla um allt land og greina forboða náttúruváratburði, ekki bara vegna eldgosa heldur líka vegna skriðuhættu og flóðahættu en þar hafa jarðskjálftamælar nýst vel. Það segir sig sjálft að þekking verður að vera til staðar til að reka jarðskjálftakerfi og mæla forboða.“
Reykjanesskaginn er mjög áhugaverður
En aftur að Reykjanesskaganum. Hvað er vitað um myndun hans, hversu gamall er hann, hvenær gaus þar síðast, er það vitað? Er enn virkni í honum og hvar þá. ,,Reykjanesskaginn er mjög áhugaverður. Eftir honum liggur gos- og rekbelti sem liggur allt frá Reykjanestá og norðaustur eftir til Þingvalla. Þetta belti markar flekaskil milli Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans. Þessir flekar færast í sundur um 2 cm á ári að meðaltali. Flekaskilin eru í raun framhald af Atlantshafshryggnum sem má segja að gangi á land við Reykjanestána.
„Ég var líka heilluð af hrauni og gjám og safnaði steinum. Mamma og pabbi voru kennarar og mamma var sérstaklega ötul við að kenna nöfnin á fjöllunum og útskýra fyrirbæri eins og gervigíga og hraunreipi.“
Jarðskjálftasprungur sem liggja nánast í norður-suður, liggja einnig eftir Skaganum og krossa sums staðar gossprungurnar. Þessi fyrirbæri eru tiltölulega aðgengileg og augljós þegar manni er bent á þau og njóta sín vel í gróðursnauðu umhverfinu.
Það má segja að Reykjanesskaginn sé einstakt sýnidæmi um landrek og gosvirkni. Mikil gosvirkni gekk yfir Reykjanesskagann fyrir um þúsund árum sem hófst skammt frá Henglinum og færðist hægt suðvestur eftir Skaganum. Hrinan stóð yfir í um tvö hundruð ár. Virknin í dag lýsir sér í jarðhitavirkni á nokkrum stöðum (Krísuvík, Svartsengi, Reykjanes) og jarðskjálftavirkni eftir öllum Skaganum. Á hverju ári verða nokkrir jarðskjálftar á Reykjanesskaganum sem finnast vel í byggð. Tímabil gosvirkni mun endurtaka sig aftur í framtíðinni en engin merki eru um að það muni gerast á næstunni.
Á Reykjanesskaganum eru mjög áhugaverðir staðir sem vert er að skoða. Ég hef mikið dálæti á Búrfellsgjá og fer þangað iðulega með erlenda gesti. Hraunmyndanirnar þar eru einstakar og gjáin sjálf, þó að hún sé um átta þúsund ára, í raun ekkert mjög ólík þeirri sem myndaðist í Holuhrauni fyrir fjórum árum. Eldvörpin eru einnig falleg og hjúpuð dulúð. Undanfarin sumur höfum við fjölskyldan gengið að Gömlu Krísuvík sem ég get líka mælt með. Auðveld ganga og áhugaverð saga um byggð sem varð frá að hörfa vegna eldvirkni og hraunstraums.“
Unnur blaðamaður og Ólafur, ferðafélagi og náttúrunnandi, þakka Kristínu kærlega fyrir þessar áhugaverðu upplýsingar og hlakka þegar til næstu ferðar á Reykjaneskaganum með þær í farteskinu sem og á aðra staði sem hafa haft gosvirkni. Það tekur aðeins um 15 mínútur að komast í paradísina frá Völlunum í Hafnarfirði. Það er svo mikið að skoða og fyrir höfuðborgarbúa er þessi stórkostlega náttúra hreint og beint í bakgarðinum við heimili þeirra.
Höfundur / Unnur Hrefna Jóhannesdóttir Aðalmynd er af Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing.
Í vikunni var greint frá því að þrír stjórnmálaflokkar hefðu lagt fram þingsályktunartillögu um að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd Alþingis sem á að rannsaka hina svokölluðu fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Á meðal annarra sem nýttu sér fjárfestingarleiðina var félag í eigu Samherja.
Fjárfestingarleiðini var við lýði á árunum 2012 til 2015 og gerði meðal annars Íslendingum sem áttu peninga erlendis, meðal annars í skattaskjólum, kleift að flytja þá peninga inn í íslenskt hagkerfi með allt að 20 prósent virðisaukningu. Viðkomandi gátu líka margir hverjir leyst út mikinn gengishagnað, enda höfðu þeir flutt fjármagnið út áður en krónan féll í hruninu. Þá fengu þeir ákveðið heilbrigðisvottorð um að peningarnir væru „hreinir“ með því að nýta sér leiðina, en umfjallanir Kjarnans á síðustu árum hafa sýnt að lítið sem ekkert var gert til að kanna raunverulegan uppruna þeirra fjármuna sem komu til landsins í gegnum leiðina. Alls var um að ræða 206 milljarða króna. Þar af komu íslenskir aðilar með 72 milljarða króna.
Í tillögunni er farið fram á að nefndin geri grein fyrir því hvaðan fjármagnið sem flutt var til landsins með fjárfestingarleiðinni kom, hvaða einstaklingar eða félög voru skráð fyrir fjármagninu sem flutt var til landsins, hvernig fénu sem flutt var inn til landsins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efnahagslíf. Þar er einnig kallað eftir að upplýsingar verði dregnar fram um hvort ríkissjóður hafi orðið af skatttekjum vegna leiðarinnar og þá hversu mikið það tap var, hvort að samþykkt tilboð í útboðum fjárfestingarleiðarinnar kunni í einhverjum tilvikum að hafa brotið gegn skilmálum hennar og hvort fjárfestingarleiðin kunni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskattlögðum eignum Íslendinga á aflandssvæðum aftur til landsins, til að stunda peningaþvætti eða misnotuð með öðrum hætti.
Á meðal annarra sem nýttu sér fjárfestingarleiðina var félag í eigu Samherja. Um er að ræða félagið Esju Seafood á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu. Esja Seafood lánaði öðru félagið Samherja, Kaldbaki, um tvo milljarða króna árið 2012 í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Í Stundinni á þriðjudag var greint frá því að Kaldbakur hafi meðal annars lánað enn öðru félagi Samherja, Kattanefi ehf., 300 milljónir króna til að fjárfesta í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Það félag var svo selt til Ramses II ehf., félags í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, árið 2017, á 325 milljónir króna. Samherji lánaði Ramses II fyrir kaupunum.
Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og forseti Golfsambands Íslands, og Guðríður Magndís Guðmundsdóttir, sambýliskona hans, eignuðust andvana tvíbura í lok október eftir rúmlega tuttugu og tveggja vikna meðgöngu. Ekkert hafði bent til þess að eitthvað væri að og áfallið því enn meira en ella. Haukur lýsti upplifuninni af því að missa drengina í Bakþönkum Fréttablaðsins og segist aldrei hafa órað fyrir þeim viðbrögðum sem pistillinn fékk.
Í vikunni eftir að drengirnir fæddust birti Haukur Bakþanka í Fréttablaðinu um þá upplifun að fara tómhentur heim af fæðingardeildinni. Hvað kom til að hann ákvað að gera það?
„Ég veit það í rauninni ekki,“ segir hann hugsi. „Ég er ekki opinn maður og það er ekki líkt mér að bera tilfinningar mínar á torg. Ég skrifaði pistilinn strax kvöldið sem við komum heim af spítalanum en var í fjóra daga að velta því fyrir mér hvort ég ætti að birta hann. Ég held að ákvörðunin um að gera það hafi mestmegnis sprottið af þörf fyrir að láta fólk vita af þessu, hlífa mér og öðrum við vandræðalegum samtölum og símtölum. Það má segja að þetta hafi verið einskonar sjálfsbjargarviðleitni. Ég hafði fyrr í haust skrifað pistil um að ég ætti von á tvíburum, grínast með að ég þyrfti að fá mér ljótan fjölskyldubíl og verið svona á léttu nótunum, og mér fannst einhvern veginn að það væri eðlilegt framhald að láta fólk vita af því að svo yrði ekki.“
„Fólk setti sig í samband við mig eftir ýmsum leiðum til að votta mér samúð og stuðning og deila eigin reynslu af því að hafa lent í þessum aðstæðum, alls konar fólk sem ég þekki ekki neitt. Mér þykir óskaplega vænt um það og það hefur veitt mér mikinn styrk í þessu ferli.“
Viðbrögðin við pistlinum voru gríðarmikil, læk og komment hrönnuðust upp og hver einasti vefmiðill landsins tók pistilinn upp á sína arma og skrifaði frétt um málið. Haukur segir það hafa komið sér mjög á óvart hversu mikla athygli þetta vakti og hvernig fólk brást við.
„Ég hef verið að skrifa þessa Bakþanka í Fréttablaðið í um það bil tvö ár og maður þykist góður ef maður fær hundrað læk á hvern pistil,“ segir hann. „Viðbrögðin við þessum pistli voru svo miklu meiri en mig hafði órað fyrir og ég var eiginlega bara alveg steinhissa á þeim. Fólk setti sig í samband við mig eftir ýmsum leiðum til að votta mér samúð og stuðning og deila eigin reynslu af því að hafa lent í þessum aðstæðum, alls konar fólk sem ég þekki ekki neitt. Mér þykir óskaplega vænt um það og það hefur veitt mér mikinn styrk í þessu ferli. Menn sem hafa upplifað þetta hafa sent mér tölvupósta og skilaboð, sýnt mér samhygð og gefið góð ráð og hver einasta manneskja sem hefur brugðist við pistlinum hefur gert það með kærleika og hlýju.“
Heimurinn hefur einhvern veginn minnkað síðustu áratugi og við erum meðvitaðri, eða höfum a.m.k. tækifæri til að vera meðvitaðri en nokkurn tíma um aðstæður og líðan fólks um allan heim. Hörmungar eins og stríð, náttúruhamfarir, glæpir, limlestingar kvenna og hryðjuverk eru hluti af daglegum fréttalestri. Fréttir af hryðjuverkum fá gjarna mikla athygli enda eru hryðjuverk hræðileg og ógnvekjandi en þeirra helsta markmið er að koma samfélögum úr jafnvægi og skapa hræðslu. Þannig má breyta skoðunum almennings, markmiðum og orðræðu stjórnmálanna og minnka samstöðu og samkennd í samfélögum. Tortryggin og hrædd manneskja býr við skert frelsi og samfélög þar sem fólk er hrætt, eiga á hættu að verða lokuð og dæmandi í stað þess að vera opin og forvitin um mismunandi hefðir, venjur og menningarheima. Samkennd og kærleikur breytist í fyrirvara og fordóma.
„Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvernig við ætlum að stuðla að því að fólk frá mismunandi menningarheimum geti búið saman í sátt og samlyndi.“
Gefandi fjölbreytileiki
Það er að mörgu leyti mjög fallegt að meginhluti íbúa jarðar telur einmitt menningu síns lands eða þjóðfélags þá ákjósanlegustu. Hin hliðin á þeim peningi er hins vegar sú að ýmsir vilja af sömu ástæðu ógjarna fá fólk frá öðrum menningarheimi til sín. Á sama tíma finnst meginhluta íbúa jarðar að þeim eigi að standa til boða að flytja til annarra menningarheima. Í þessu er skemmtileg þversögn sem að mörgu leyti er skiljanleg, við elskum okkar menningu og ef við trúum því að henni sé ógnað með þátttöku fólks frá öðrum menningarheimum er skiljanlegt að við viljum loka á alla sem ekki líta út eða tala eins og við eða gætu breytt því sem við þekkjum svo vel. Þarna förum við Íslendingar, rétt eins og aðrar þjóðir, á mis við að nýta hæfileika og þekkingu fólks sem vill eða neyðist til að flytja á milli landa og þeirra sem hér vilja búa og deila með okkur menningu Íslands.
Mennska í stað hræðslu
Ástand jarðarinnar í kjölfar loftslagsbreytinga, alþjóðavæðingar og fjórðu iðnbyltingarinnar mun kalla á mikla fólksflutninga í nálægri framtíð og sú þróun er þegar hafin. Í því felast líka tækifæri fyrir lítið land eins og Ísland, til að mynda til að auðga sína menningu og og getu íslensks samfélags til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Við þurfum róttækar breytingar þar sem við látum ekki hræðslu stjórna okkar stefnu, heldur mennsku, kærleika og hugvit. Opið samfélag þar sem fólk er tilbúið til að læra hvert af öðru, sýnir menningu ólíkra hópa áhuga og upplifir samstöðu, stuðlar að aukinni hagsæld og hamingju. Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvernig við ætlum að stuðla að því að fólk frá mismunandi menningarheimum geti búið saman í sátt og samlyndi og með því grætt á þeim fjölbreytileika og grósku sem slík samfélög skapa.
Höfundur er borgarfulltrúi og varaformður Samfylkingarinnar.
Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikaröð á miðvikudagskvöldum á Björtuloftum í Hörpu í vetur. Alls verða 14 tónleikar í tónleikaröðinni og er dagskráin, sem þykir vera fjölbreytt og metnaðarfull, gott dæmi um þá grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf.
Múlinn er á sínu 23. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT-sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.
Tónleikar Múlans fara fram á miðvikudagskvöldum á Björtuloftum sem er á 5. hæð Hörpu, og er almennt miðaverð 2.500 krónur en 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást í miðasölu Hörpu og á harpa.is og tix.is.
Í nýrri tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands (BÍ) er sagt frá því að þrjár blaðakonur hjá mbl.is hafi verið ranglega ásakaðar um verkfallsbrot í stefnu BÍ gegn Árvakri vegna verkfallsbrota þann 8. nóvember. Blaðakonurnar sem um ræðir höfðu lagt niður störf klukkan 10:00 en fréttir í þeirra nafni voru birtar á meðan á vinnustöðvun stóð.
BÍ hefur falið lögmanni sínum að laga stefnuna og fjarlægja nöfn kvennanna úr henni.
„Árvakur verður krafinn skýringa á því hver beri ábyrgð á og hafi staðið á bakvið birtingu fréttanna að blaðakonunum forspurðum á meðan vinnustöðvunin stóð yfir,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá eru blaðakonurnar beðnar afsökunar.
Blaðakonurnar sem um ræðir eru Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir.
„Ég myndi aldrei vinna gegn baráttu sem ég styð. Það er verið að berjast fyrir mínum kjörum í framtíðinni,“ er haft eftir Sonju Sif í tilkynningu BÍ.
Þess má geta að önnur lota í vinnustöðvun BÍ fór fram í gær og hélt Árvakur uppteknum hætti. Ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10:00 og 18:00 er fram kemur á vef BÍ. Þar segir: „Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu. Aflað verður frekari gagna um þessi brot og verður þeim bætt við þau gögn sem lögð verða fram í Félagsdómi við þingfestingu málsins á þriðjudaginn kemur.“
Eldhúsið er oft kallað hjarta heimilisins og er sá staður þar sem fjölskyldan kemur saman til að elda og borða. Þegar kemur að hönnun og skipulagningu eldhúss er notagildi oft ofarlega á baugi. Hér eru nokkur góð ráð og fallegir hlutir fyrir eldhúsið.
Gott er að blanda saman lokuðum skápum og opnum hillum. Í opnum hillum er til dæmis sniðugt að geyma fallega muni, plöntur og uppskriftabækur. Mynd / Kristinn MagnússonBúðu til góða eldunaraðstöðu þar sem allt er við höndina. Sniðugt er að nýta vegginn fyrir aftan eldavélina til að hengja potta, pönnur, kryddjurtir og hvað annað upp. Mynd / Hákon DavíðNotaðu velmerktar krukkur eða önnur fjölnota ílát undir pasta, hveiti, grjón og fleira þvíumlíkt. Þannig er auðvelt að halda góðu skipulagi í skápum og skúffum.
Vetur konugur er farinn að láta að sér kveða í Reykjavík. Fatnaður vegfarenda bar þess merki þegar Unnur Magna ljósmyndari kíkti á götutískuna.
Steinunn Ólína (23): „Ég kaupi mjög mikið notað. Mér finnst það mjög kósí og langskemmtilegast að versla svoleiðis. Maður þarf ekki að sækja einhverja sérstaka verslun því það er svo mikið samansafn af alls konar á nytjamörkuðum og þá sér maður betur hvað það er sem heillar mann.“
Jakki: „Notaður, sennilega keyptur í Hertex.“ Rauð peysa: „Keypt í nytjamarkaði Hertex við Vínlandsleið.“ Ullarsamfestingur: „United Colors of Benetton á Spáni.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góðan frakka eða kápu því það klárar oft lúkkið, sérstaklega á Íslandi. En fínir síðkjólar eru líka nauðsynlegir. Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Ég kann að meta það að hafa lært að vera þolinmóð og sýna tillit gagnvart mér sjálfri og öðrum því hlutirnir bara taka sinn tíma.“
Katrín Björk Proppé-Bailey.
Gulur kjóll: „H&M í Skotlandi.“ Sokkabuxur: „H&M.“ Skór: „Dr. Martens-veganskór.“ Eyrnalokkar: „Medina Glass, handmade, gjöf frá vinum sem búa í Vancouver í Kanada, og ég fékk bara rétt áðan.“ Kaupir þú mikið af notuðum flíkum? „Já, ég reyni það, fer á fatamarkaði og nýti mér trendnet-markaðina og versla oft í Extraloppunni.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Fallegan kjól og flotta, góða skó.“ Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Að ég er jákvæð og með gott skopskyn.“
Antonía Berg (24). „Ég kaupi nánast eingöngu notuð föt.“
Frakki: „Notaður, keyptur hjá Jörmundi.“ Kjóll: „COS, keyptur fyrir löngu.“ Buxur: „Þægilegar jógaleggings; ég man ekkert hvaðan þær eru.“ Skór: „Vagabond.“ Sólgleraugu: „Úr Tiger, held ég. Þau voru gjöf þegar ég, Sunna Axels og Brynja Kristins opnuðum Flæði, nýja galleríið á Hverfisgötu 3.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góða kápu.“ Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Drifkraftinn.“
Alexandra Íris (25)
Peysa: „Keypt í Icewear.“ Buxur: „GAP, keyptar á Flórída.“ Trefill: „Rammagerðin.“ Skór: „NIKE, keyptir á Flórída.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góða kápu í yfirstærð eða góða of stóra peysu, þær nýtast vel við öll tækifæri.“ Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Eins og er er það kollurinn; nýleg skyndiákvörðun.“
Hrafndís Maríudóttir. 32 ára, ljósmyndari en vinnur einnig í dagþjónusta fyrir fatlaða & er sölukona í fataverslun. Hún segir fötin sín koma héðan og þaðan.
Hælaskórnir: „Extraloppan, Smáralind.“ Svartar gallabuxur: „H&M.“ Hvít skyrta: „Pull&Bear.“ Jakki: „Gjöf, en er frá merkinu Atmosphere í Primark.“ Skart: „Hringar & hálsmen úr H&M – úrið var útskriftargjöf frá litlu systir minni.“ Verslar þú mikið í Extraloppunni? „Já, ég elska Extraloppuna, ég held að ég sé búin að kaupa mér 15 pör af skóm þar síðan hún opnaði.“ Kaupir þú mikið af notuðum flíkum, ferð á markaði og endurnýtir? „Já, ég geri svolítið af því. Mér finnst það mjög skemmtileg menning.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Svartar háar leggins, svartan blúndukjól, síða kósí peysu, stóran jakka og hælaskó.“ Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Þolinmæðina sem ég hef alla daga, og svo hef ég óbilandi trú á sjálfri mér.“
Í Bryggjuhverfinu í Reykjavík eru stúdentagarðar sem falla vel að umhverfinu og eru í góðu samræmi við nærliggjandi byggingar en þar búa þau Helena Ósk Óskarsdóttir og Hafþór Eggertsson.
Helena Ósk Óskarsdóttir.
„Mörgum finnst ekki taka því þegar þeir búa í stúdentaíbúðum að gera þær fínar vegna þess að dvalartíminn þar er oft frekar stuttur í heildarsamhenginu,‘‘ segir Helena og bætir við að það sé samt sem áður afar mikilvægt að líða vel heima hjá sér.
Þess vegna hafi hún strax tekið þá stefnu að gera heimilið eins notalegt og hún gæti þrátt fyrir að ætlun hennar og Hafþórs sé einungis að búa í íbúðinni í nokkur ár.
Að búa í stúdentaíbúð setur fólki ýmsar skorður en til dæmis má ekki negla nagla í veggi og þarf því að finna aðrar lausnir. Þyngstu myndunum sem ekki er hægt að hengja öðruvísi upp en með nöglum kom Helena fyrir á skemmtilegan hátt á bekk í stofunni. Það er því vel hægt að finna góðar lausnir og aðlaga sig aðstæðunum.
Helena segir einnig að það sé afar mikilvægt að geta gert gott úr því sem maður hefur, vera lausnamiðaður og nýtinn.
Lestu viðtalið við Helenu í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í 11. tölublaði Húsa og híbýla sem fæst á næsta sölustað en á fimmtudaginn 21. nóvember kemur jólablaðið út.
Stjórn Isavia samþykkti fyrir helgi að stofna sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi. Verður þá samkeppnisrekstur á Keflavíkurflugvelli aðskilinn frá rekstri innanlandsflugvalla og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi. Fríhöfnin verður áfram rekin í sömu mynd.
„Ef það á að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli þá er þetta nauðsynlegt skref í þá átt. Það hefur alltaf verið ljóst að skiptingin innan Isavia, starfsemin í kringum Keflavíkurflugvöll er alveg sér á báti. Innanlandsflugið er niðurgreitt og enginn vilji meðal einkaaðila að fara þangað inn,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. „Lofthelgin verður alltaf á hendi ríkisins. Þessi skerping á skiptingu Isavia er alveg gefin og alveg í takt við fyrri yfirlýsingar.“
Fyrirtækið Domavia mun sjá um innanlandsflug eftir áramót.
„Það er alveg hægt að gera þessa skiptingu innan fyrirtækisins, en það er athyglisvert að setja þetta í dótturfélög. Með því skapast grundvöllur fyrir því að hleypa einkaaðilum að borðinu. Ef það er vilji stjórnvalda á hverjum tíma,“ segir Sveinn og telur að skiptingin sé skynsamleg burtséð frá eignarhaldinu. Bætir hann við að ekki þurfi að stíga fleiri skref áður en hægt er að hleypa fjárfestum að borðinu, þetta snúist bara um pólitískan vilja.
Bankareikningar tveggja svokallaðra hákarla í Naibíu hafa verið frystir vegna rannsóknar á meintri mútuþægni þeirra í Samherjamálinu.
Kemur þetta fram í The Namibian, en Kjarninn greindi frá fyrst.
Einstaklingarnir sem um ræði eru Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, og Tamson Hatukulipi, kallaður Fitty. Fitty er tengdasonur Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu, en sagði sig úr embætti á miðvikudag. Mynd / Skjáskot RÚV
Í Kveikþættinum sem fjallaði um Samherjamálið fyrir tæpri viku kom að Fitty hefði kynnt lykilstjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum, og þeir ásamt Shangala og James Hatukulipi, hafi síðan myndað kjarnann í hópi valdamanna í Namibíu sem tók við mútugreiðslum frá Samherja fyrir ódýrt aðgengi að hrossamakrílskvóta í landinu. Greiðslurnar námu að minnsta kosti 1,4 milljörðum króna.
Samherjamálið er nú til rannsóknar í þremur löndum: Namibíu, Íslandi og Noregi. Grunur er um að auk mútugreiðslna hafi Samherji stundað umfangsmikla skattasniðgöngu og peningaþvætti.
Lögreglan hafði í nægu að snúast á næturvaktinni, en fjörutíu mál komu á borð hennar frá klukkan 19-5 í nótt og gistu sex manns fangaklefa fyrir ýmis brot.
Lögreglan í Kópavogi stöðvaði bifreið og reyndust ökumaður og farþegi vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Fíkniefni og ólögleg lyf fundust í fórum þeirra ásamt því að vopn fundust á þeim.
Í sama hverfi var útlendingur handtekinn vegna gruns um ólöglega dvöl á landinu, og var hann vistaður í fangaklefa. Annar var handtekinn í miðbænum og gat sá heldur ekki gert grein fyrir dvöl sinni hér á landi ásamt því að vera með fíkniefni meðferðis, var hann vistaður í fangaklefa.
Nokkrir ökumenn voru einnig handteknir undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis og sumir þeirra voru einnig án ökuréttinda.
Bókin Ekkert að fela – Á slóð Samherja í Afríku eftir Aðalstein Kjartansson, Helga Seljan og Stefán Aðalstein Drengsson kemur út í dag á vegum Vöku Helgafells.
Bókin er skrifuð af þremenningunum, teyminu á bak við umfjöllun Kveiks um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku sem sýnd var á RÚV á þriðjudagskvöld.
Bókin er ítarleg umfjöllun um Samherjamálið og byggir hún meðal annars á gögnum sem höfundarnir fengu aðganga að í gegnum samstarf sitt við Wikileaks, Al Al Jazeera og Stundina.
Bókin setur, söguna sem Jóhannes Stefánsson ljóstraði upp um, söguna sem gögnin og tölvupóstarnir sem Wikileaks hefur nú birt að hluta á netinu, en þeir hlaupa á tugum þúsunda og söguna sem um öll hin púslin sem teymið fann við margra mánaða vinnu sína, saman á heildrænan og ítarlegan hátt og í mun víðara samhengi.
Bókin Ekkert að fela – Á slóð Samherja í Afríku eftir Aðalstein Kjartansson, Helga Seljan og Stefán Aðlstein Drengsson.
Í bókinni eru helstu niðurstöður Samherjaskjalanna svokölluðu dregnar saman og ítarlega gert grein fyrir vafasömum vinnubrögðum útgerðarfyrirtækisins við Afríkustrendur. Niðurstöðurnar eru sláandi og strax orðið ljóst að málið mun hafa áhrif á stjórnmála- og atvinnulíf þeirra landa sem koma við sögu.
Höfundar afsala sér öllum greiðslum vegna útgáfunnar og stefnt skal að því að höfundarlaun renni til hjálparstofnunar eða mannúðarsamtaka sem beita sér í Afríku.
Vatn er ein af mikilvægustu auðlindum jarðar og sífellt heyrast fleiri raddir sem benda á að innan fárra ára gætu vatnsauðlindir orðið jafnefnahagslega mikilvægar og olíuauðlindir eru nú. Mikilvægi þess að tryggja samfélagslegt eignarhald á vatni hefur því reglulega ratað í umræðuna, bæði erlendis og á Íslandi. Samþykkt sem Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér árið 2010 skilgreinir aðgang að hreinu vatni sem mannréttindi, en enn er langt frá því að þeir sem nýta vatnsuppsprettur sem gróðaleið fari eftir þeirri samþykkt. En hvað er til ráða og hvar er Ísland statt í þessu mikilvæga máli?
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir. Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Í íslenskum lögum um nýtingu vatns er ríki og sveitarfélögum tryggður réttur til að seilast í vatn á landi í einkaeigu en landeigendur eiga þá rétt á bótum fyrir þá nýtingu, hvort sem um er að ræða lagningu vatnsveitna eða til nýtingar í orkuframleiðslu. Ef ekki semst um greiðslu, þá er heimild til þess í lögum að ráðherra beiti sérstökum úrræðum um eignarnám.
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, lýsti því yfir í viðtali við Frjálsa verslun í ágúst á þessu ári að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004 og því sé verið að vinna tillögur að hugsanlegum breytingum á lögum og regluverki um landakaup.
„Á vegum forsætisráðuneytisins er unnið að heildarendurskoðun löggjafar um jarðir og fasteignir og ég á von á að þær tillögur liggi fyrir öðru hvorum megin við áramót.“
Í skriflegu svari forsætisráðherra við fyrirspurn Mannlífs vegna málsins segir: „Það liggur fyrir bæði pólitískur og almennur vilji til að setja skýrar lagaheimildir þannig að unnt sé að takmarka landa- og jarðakaup, t.d. til að koma í veg fyrir samþjöppun eignarhalds á landi. Á vegum forsætisráðuneytisins er unnið að heildarendurskoðun löggjafar um jarðir og fasteignir og ég á von á að þær tillögur liggi fyrir öðru hvorum megin við áramót. Á alþjóðavettvangi sjáum við aukna ásælni í land og þau réttindi sem fylgja landareignum, þar á meðal möguleg vatnsréttindi. Ég tel að við séum lánsöm að hafa sett þjóðlendulögin á sínum tíma en vegna þeirra eru 40% af landinu í almannaeigu og þar með auðlindirnar sem þar eru. Bæði stjórnarskrá og EES-samningurinn veita svigrúm til að setja reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna og ýmsar leiðir eru færar í þeim efnum.“
Grunsemdir um að erlendir auðmenn ásælist vatnsréttindi
Ljóst er að vaxandi óánægju gætir með síaukin landakaup erlendra auðmanna hérlendis og á aðalfundi Landssambands veiðifélaga, sem haldinn var á Sauðárkróki 13. júní síðastliðinn, var Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, ómyrkur í máli um þær grunsemdir að þeir ásælist vatnsréttindin og lífsnauðsynlegt sé að ríkisvaldið grípi inn í sem fyrst.
Jóhannes gerir meðal annars kaup breska auðkýfingsins James Ratcliffe á meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum, með Jökulsá á Fjöllum innanborðs, að umtalsefni og átelur stjórnvöld fyrir að hafa ekki gripið inn í til að stöðva þau.
„Grímsstaðir á Fjöllum er stærsta einstaka fersksvatnsforðabúr í Evrópu. Hafi einhvern tíma verið ástæða fyrir ríkið að koma að málum þá var það við sölu á þeirri jörð. Ríkið átti síðan einfaldlega að lýsa þetta land sem þjóðlendu,“ segir Jóhannes.
Harðar tekist á um nýtingu vatns víða í heiminum
Þessi umræða er langt því frá bundin við Ísland og er sífellt harðar tekist á um nýtingu vatns og vatnsréttindi víða í heiminum. Alþjóðlega stórfyrirtækið Nestlé var til dæmis nýverið harðlega gagnrýnt vegna fyrirætlana um að nýta daglega yfir milljón gallon af vatni úr Santa Fe-ánni í Flórída og tappa því á flöskur í hagnaðarskyni. Gagnrýnendur óttast að vatnsuppsrettan þoli ekki slíka nýtingu eins og fram kom í ítarlegri úttekt breska blaðsins The Guardian.
Peter Brabeck,.
Þá vöktu ummæli fyrrverandi stjórnarmanns Nestlé, Peter Brabeck, gríðarlega reiði þegar hann gerði lítið úr því sjónarmiði að aðgangur að heilnæmu drykkjarvatni ætti að vera skilgreindur sem sjálfsögð mannréttindi. Hann sagði að vatn væri eins og hver önnur neysluvara og ætti að hafa markaðsvirði.
Ummæli Brabecks eru í hrópandi mótsögn við samþykkt Sameinuðu þjóðanna um að allir, karlar, konur og börn, eigi að hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni og öruggri hreinlætisaðstöðu.
Í greinargerð sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í tilefni alþjóðadags vatnsins, sem haldin er í mars á hverju ári, kemur fram að yfir tveir milljarðar manna lifi í dag án öruggs neysluvatns og allt að fjórir milljarðar upplifi alvarlegan vatnsskort að minnsta kosti einn mánuð á ári. Yfir sjö hundruð börn undir fimm ára aldri deyja daglega vegna kvilla sem tengjast óöruggu drykkjarvatni og ófullnægjandi hreinlætisaðstöðu. Ef fram heldur sem horfir er talið að árið 2030 muni um sjö hundruð milljónir manna um heim allan hafa þurft að flýja heimkynni sín vegna vatnsskorts.
Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þessi lentu á lista.
Góð vika – sigurvegarar Skrekks
Íbúar í Kópavogsbæ hafa ærna ástæðu til að gleðjast um þessar mundir þar sem bærinn hefur ákveðið að lækka fasteignagjöld. Lífið leikur sömuleiðis við Dísellu Lárusdóttur þessa dagana en hún hefur fengið góða dóma vestanhafs fyrir söng í óperu bandaríska tónskáldsins Philips Glass, Akhnaten, sem sýnd er í Metropolitan-óperunni í New York. Ingvar E. Sigurðsson getur líka glaðst enda tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í Hvítur, hvítur dagur. En Mannlíf ætlar að eftirláta krökkunum í Hlíðarskóla þennan dálk eftir að þau sigruðu Skrekk, hæfileikahátíð skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, með einlægu og fallegu atriði sem fjallar um mikilvægi þess að eiga góða að þegar stigið er fram sem hinsegin einstaklingur. Með ungt fólk eins og þetta í brúnni er framtíðin björt.
Slæm vika – Samherji
Það er ekki langt síðan Samherjamenn höfðu ástæðu til að skála í kampavíni þegar erkióvinur þeirra, Már Guðmundsson, yfirgaf Seðlabanka Íslands en nú er staðan heldur betur breytt. Í vikunni sviptu Stundin og Kveikur hulunni af mútugreiðslum útgerðarfélagsins til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til að ná undir sig eftirsóttum fiskveiðikvóta. Var enn fremur greint frá því að fyrirtækið hafi notfært sér skattaskjól til þess að koma hagnaði úr landi. Mikil reiði hefur gripið um sig meðal þjóðarinnar vegna málsins, þar sem Samherjamenn hafa verið kallaðir ýmsum miður fallegum nöfnum á samfélagsmiðlum, „gráðugir arðræningjar“ og þaðan af verra. Tilraun Samherja til að skella skuldinni á uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherjafélaganna í Namibíu, fór heldur ekki vel í fólk og ef fram heldur sem horfir er viðbúið að Samherjamenn verði tíðir gestir í þessum dálki á næstunni.
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, er í áfalli yfir umfjöllun fjölmiðla um Samherjaskjölin, en hann lét þessi ummæli falla í vikunni. Hér eru fleiri áhugaverð ummæli sem féllu á dögunum.
„Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heimsvaldasinnuðum, gráðugum arðræningjum sem einskis svífast. Körlum sem þykjast samfélagslega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afríku.“
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Íslenskt arðrán á fátæku fólki.“
Viðar Eggertsson leikhússtjóri.
„Á næstu dögum munum við sjá skýrar línur og hvernig pólitíkin skiptist á Íslandi milli þeirra sem ætla að líða svona aðferðir og þeirra sem standa fyrir það að svona líðist ekki.“
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.
„Við teljum jafnframt að RÚV sé ekki að sinna hlutleysisskyldu sinni.“
Þorsteinn Már, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið, áður en Kveikur fjallaði um Samherja í RÚV á þriðjudagskvöld.
„RÚV virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki í fullkomlega misheppnaðri rannsóknarblaðamennsku, þar sem fréttamenn eru að glíma við verkefni sem þeir ráða ekki við.“
Brynjar Nílesson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill aðskilja ríki og RÚV.
„Namibískir dagar á Dalvík hljómar ekki alveg eins þjált og Fiskidagurinn mikli.“
Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður slær á létta strengi.
„Það er nokkuð um liðið síðan ég fór að velta fyrir mér hvaða munur væru á stefnu og orðræðu Sjálfstæðisflokksins nú og áherslum Samfylkingarinnar ca 2007. Ég hef ekki enn fundið þennan mun en ég held áfram að leita.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Vitleysingaspítalinn taka tvö er kominn á dagskrá.“
Leiðarhöfundur Morgunblaðsins, sem talinn er vera ritstjórinn Davíð Oddsson, um endurskoðun stjórnarskrár.
„Er það alltaf kennaranum að kenna ef krakkinn drullar á sig í stærðfræðiprófi?“
Jóhann Gunnar Einarsson, í þættinum Seinni bylgjan, fer hörðum orðum um frammistöðu handboltaliðs Stjörnunnar í leiknum gegn Fram í Olísdeild karla síðasta laugardagskvöld. Stjarnan var lengi vel yfir en leikurinn endaði með jafntefli á lokamínútunum.
„Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni.“
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannfélags Íslands, um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og RÚV.
Indíana Hreinsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar, kynnir blómlegt menningarlíf í höfuðstað Norðurlands fyrir landsmönnum. Indiana starfaði áður sem blaðamaður til fjölda ára. Hér ljóstrar hún upp fimm staðreyndum um sjálfa sig.
„Ég elska að tala um mat, lesa hollar uppskriftir og horfa á meistarakokka í sjónvarpinu útbúa framandi veislur. Það sem mér finnst best er samt eitthvað gamaldags, eins og gróf hrossabjúgu, kjötfars og sviðinn og reyttur svartfugl.“
„Þrátt fyrir að vera ógurlega klígjugjörn (veit ekkert verra en hár í mat) get ég knúsað hvaða kisa sem er. Enda lít ég á kisur sem nær guðlegar verur.“
„Eftir að hafa starfað sem blaðamaður í 15 ár er erfitt að losa við forvitnina. Ég er oft skömmuð fyrir að taka viðtal við fólk þegar ég held að við séum bara að ræða saman.“
„Var einu sinni Eyjafjarðarmeistari í kvennaflokki í borðtennis. Grenivíkurstelpurnar, sem voru langbestar á þessum tíma, voru í burtu í keppnisferð þegar ég kom, sá og sigraði. Hef, ótrúlegt en satt, ekki tekið upp spaða í líklega 20 ár. Þarf að bæta úr því sem fyrst.“
„Þótt starfsheiti mitt sé kynningar- og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar er ég líka kynningar- og markaðsstjóri Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Menningarstofnanirnar þrjár sameinuðust í Menningarfélag Akureyrar árið 2014.“
Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitekt FHI, hefur áralanga reynslu af hönnun fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hún hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín til dæmis fyrir húsgögnin í almenna rýminu í Hörpu sem hún hannaði ásamt Kristínu Aldan Guðmundsdóttur. Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitekt FHI, segir að efnisval skiptir öllu við hönnun á eldhúsi.
Eldhúsið sem við sýnum hér var hannað af Helgu árið 2014 fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Skipulaginu þurfti að breyta mikið til þess að skapa sem mest vinnupláss og innréttingarnar eru sérsmíðaðar úr hnotu sem gefur rýminu hlýlegan blæ.
Hvernig var eldhúsið áður? „Skipulaginu var gjörsamlega umturnað en fyrir voru þetta tvö herbergi, eldhús og borðstofa. Þessu var svo breytt í eitt stórt rými með stórri og góðri innréttingu.“
Hvaða hugmynd lagðir þú upp með?
„Ég lagði upp með þá hugmynd að hafa mikið skápapláss, gott vinnurými og skipulag. Ásamt því að hafa allt efnisval fallegt, hlýlegt og sígilt.“
Hverjar voru óskir eigenda varðandi hönnunina?
„Hlýlegt og fallegt eldhús með mjög góðu vinnuplássi.“
Hvað finnst þér mikilvægast að hafa í huga þegar eldhús er hannað?
„Efnisvalið er mikilvægt, að valin séu efni sem auðvelt sé að umgangast, t.d. varðandi þrif og endingu. Eins skiptir skipulagið og lýsingin mjög miklu máli við hönnun á eldhúsi.“
Hvað er það besta við þetta tiltekna eldhús?
„Hvað það er opið og nóg pláss fyrir alla og svo allt þetta mikla vinnupláss en það er alltaf gott að hafa nóg af því.“
Hvernig er efnisvalið og hvað réði því?
„Innréttingin er úr hnotu og borðplatan er kvartssteinn frá Fígaró. Við vildum hafa innréttinguna úr hlýlegum við, ekki of dökka og ekki of ljósa og varð því hnotan fyrir valinu en það er alltaf einhver glæsileiki yfir henni. Ég lét setja örlítið af svörtu út í lakkið til að sporna við þessari gulnun sem gerist of með hnotuna en þannig heldur hún litnum betur.“
Hvernig myndir þú lýsa stílnum á eldhúsinu? „Einföldum og sígildum.“
Sérsmíðaðar af Jóhanni hjá KJK innréttingum. Ofnar og helluborð: Siemens Blöndunartæki: Talis S Variarc frá Ísleifi Jónssyni. Borðplata: Kvartsteinn frá Fígaró.
Hefðin að bera eitthvað sætt fram með kaffinu er löng og mörg okkar eiga góðar minningar af afslöppuðum eftirmiðdögum þar sem gestgjafinn bar fram einfalt brauð eða köku bakaða í brauðformi ásamt kaffi. Hér er uppskrift sem er svo sannarlega vert að prófa.
Plómukaka með kardimommum
u.þ.b. 16 bitar
160 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
1½ tsk. kardimommur
½ tsk. salt
120 g smjör, mjúkt
150 g sykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1 dl ab-mjólk
4-5 plómur, skornar í tvennt og steinninn fjarlægður
Hitið ofn í 180°C. Smyrjið ferningslaga kökuform sem er u.þ.b. 22×22 cm og setjið til hliðar. Hrærið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, kardimommur og salt í skál. Þeytið saman smjör og sykur þar til það er ljóst og kremkennt, u.þ.b. 3-5 mín. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og hrærið vel saman á milli. Þeytið vanilludropana saman við. Bætið við helmingnum af þurrefnunum og hrærið þar til allt hefur samlagast, hellið ab-mjólkinni út í og hrærið. Hellið afganginum af þurrefnunum út í og blandið öllu vel saman en passið þó að ofhræra ekki deigið. Hellið deiginu ofan í formið og raðið plómuhelmingunum þétt ofan á. Bakið í miðjum ofni í 50-60 mín., eða þar til kökuprjónn kemur hreinn út.
Gott er að húða plómuhelmingana aðeins með hveiti svo þeir falli ekki í botninn á kökunni.
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari sendi nýverið frá sér jassplötuna Gangandi bassi.
Næstkomandi sunnudag, 17. nóvember, fagnar Tómas útgáfunni með tónleikum í Kaldalóni, Hörpu. Þar flytur hann tónlistina af nýju plötunni ásamt félögum sínum, þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Ómari Guðjónssyni gítarleikara og slagverksleikaranum Sigtryggi Baldurssyni.
Rithöfundurinn Halldór Guðmundsson skrifar umsögn um tónlistina sem fylgir plötunni og með hliðsjón af henni má búast við góðu yfirliti „yfir feril Tómasar“ á tónleikunum og melódískari tónlist en Tómas er kannski þekktur fyrir. „Hann vitnar óhikað í jazzbiblíuna og laglínurnar eru hver annarri betri, líka við þær óvenjulegu aðstæður að vera bornar fram af bassanum, stundum í afar fínu samspili víð gítarinn,“ skrifar Guðmundur, en tónleikarnir í Kaldalóni hefjast á sunnudag klukkan 17.
Þess má geta að platan Gangandi bassi er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.
Náttúran er okkur flestum hugleikin en sennilega hugsum við flest um krókóttar leiðir og fallegt víðsýni á íslenska hálendinu þegar hún kemur okkur í hug. Blaðamaður þekkir ekki vel til íslenskrar náttúru fyrir utan að hafa verið í sveit norður á Ströndum í barnæsku, en átti þar upplifanir sem skutu rótum. Ólafi Ólafssyni náttúruunnanda fannst nóg um um fáfræði hans um nágrenni höfuðborgarsvæðisins og tók hann í góðan bíltúr um Krýsuvík og Reykjanesskagann.
Ólafur Ólafsson, ferðalangur og náttúruunnandi. Á bak við hana er fúll pyttur en lyktin vísar til brennisteins sem kemur frá hverunum.
Blaðamaður varð gjörsamlega heillaður af þessu umhverfi, sem var stórkostlegt, svona rétt í bakgarðinum hjá honum. Hann ákvað í samráði við Ólaf að að hafa samband við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing og tala um jarðskjálftanáttúru almennt og svo auðvitað Reykjaneshrygginn. Kristín hefur haft mikinn áhuga á náttúrunni frá því hún man eftir sér.
,,Ég ólst upp í Breiðholtinu í nágrenni við móa og læk sem ég lék mér mikið við sem barn. Ég var líklega sjö ára þegar ég sagði öllum sem heyra vildu að ég ætlaði að verða stjörnufræðingur. Ég safnaði plöntum, þurrkaði og pressaði og límdi inn í stílabók með hjálp pabba þegar ég var smástelpa. Ég fletti plöntunum upp í Íslenskri flóru og merkti þær með nafni samviskusamlega í bókina mína. Ég var líka heilluð af hrauni og gjám og safnaði steinum. Mamma og pabbi voru kennarar og mamma var sérstaklega ötul við að kenna nöfnin á fjöllunum og útskýra fyrirbæri eins og gervigíga og hraunreipi.
Í skóla hafði ég mikinn áhuga á náttúrufögum og mestan áhuga hafði ég á ferlum og myndunum, ég vildi skilja hvernig fyrirbærin mynduðust, en hafði minni áhuga á fögum þar sem áherslan var lögð á upptalningar og skilgreiningar. Ég var á eðlisfræðibraut í menntaskóla og fór svo í jarðeðlisfræði í Háskóla Íslands. Þar er margt skemmtilegt kennt og m.a. grunnur í jarðskjálftafræði. Ég var heppin að fá góða kennara og leiðbeinendur og í gegnum þá fékk ég sumarvinnu í tengslum við jarðskjálftamælingar. Ég fór síðar í nám til Svíþjóðar í jarðskjálftafræði. Doktorsverkefnið fjallaði að mestu um jarðskjálfta í eldstöðinni Kötlu. Í dag vinn ég í náttúruváreftirlitinu á Veðurstofu Íslands þar sem við m.a. fylgjumst með jarðskjálftavirkni á öllu landinu.“
„Ég hef mikið dálæti á Búrfellsgjá og fer þangað iðulega með erlenda gesti. Hraunmyndanirnar þar eru einstakar og gjáin sjálf, þó að hún sé um átta þúsund ára, í raun ekkert mjög ólík þeirri sem myndaðist í Holuhrauni fyrir fjórum árum.“
Fjölbreytt starf en um leið sérhæft
En hverjar skyldu megináherslurnar í starfi jarðskjálftafræðingsins vera? ,,Jarðskjálftafræðin er mjög breitt fag og tiltölulega gömul fræðigrein. Yfirleitt eru jarðskjálftafræðingar frekar sérhæfðir þar sem námið er langt og fræðin flókin. Eitt meginverkefni jarðskjálftafræðinnar er að rannsaka upptök jarðskjálfta, reikna staðsetningu, stærð og hreyfingu í upptökum. Við getum ekki enn spáð fyrir um jarðskjálfta en hugsanlega verður það hægt í framtíðinni. Við getum líka nýtt okkur jarðskjálfta til að átta okkur betur á innri gerð jarðar og sér í lagi til að skoða byggingu jarðskorpunnar. Sem dæmi þá er hægt að nota jarðskjálftagögn til að fá upp mynd af innri gerð eldstöðva, nánast eins og sónarmynd af fóstri, til að átta okkur á því hvort og þá hvar og hversu mikil kvika er inni í fjallinu. Í dag er ég að vinna í rannsóknarverkefni sem notar samfelldan jarðóróa eða jarðsuð til að reikna hvort og þá hvernig jarðskorpan breytist á stuttum tíma (milli mánaða). Hugsanlega verður hægt að nota aðferðina við að greina upphaf eldgosa, þegar kvikuflæði inn í eldstöðina eykst og kvikuþrýstingur byggist upp.“
Skiptir það miklu fyrir eldfjallaland eins og Ísland að hafa jarðskjálftafræðinga og þá hvernig?
,,Það skiptir miklu máli fyrir Ísland að hafa menntaða jarðskjálftafræðinga. Á Íslandi eru þrjátíu og tvær virkar eldstöðvar og að meðaltali eldgos á fimm ára fresti. Þá eru tvö brotabelti, Suðurlandsbrotabeltið og Tjörnesbrotabeltið, þar sem geta orðið skjálftar sem geta valdið miklu tjóni. Jarðskjálftafræðin hefur reynst mjög vel við að greina forboða eldgosa, nú síðast í Bárðarbungu þegar eldgos braust út í Holuhrauni. Veðurstofa Íslands ber ábyrgð á náttúruváreftirliti, þar með að reka jarðskjálftamæla um allt land og greina forboða náttúruváratburði, ekki bara vegna eldgosa heldur líka vegna skriðuhættu og flóðahættu en þar hafa jarðskjálftamælar nýst vel. Það segir sig sjálft að þekking verður að vera til staðar til að reka jarðskjálftakerfi og mæla forboða.“
Reykjanesskaginn er mjög áhugaverður
En aftur að Reykjanesskaganum. Hvað er vitað um myndun hans, hversu gamall er hann, hvenær gaus þar síðast, er það vitað? Er enn virkni í honum og hvar þá. ,,Reykjanesskaginn er mjög áhugaverður. Eftir honum liggur gos- og rekbelti sem liggur allt frá Reykjanestá og norðaustur eftir til Þingvalla. Þetta belti markar flekaskil milli Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans. Þessir flekar færast í sundur um 2 cm á ári að meðaltali. Flekaskilin eru í raun framhald af Atlantshafshryggnum sem má segja að gangi á land við Reykjanestána.
„Ég var líka heilluð af hrauni og gjám og safnaði steinum. Mamma og pabbi voru kennarar og mamma var sérstaklega ötul við að kenna nöfnin á fjöllunum og útskýra fyrirbæri eins og gervigíga og hraunreipi.“
Jarðskjálftasprungur sem liggja nánast í norður-suður, liggja einnig eftir Skaganum og krossa sums staðar gossprungurnar. Þessi fyrirbæri eru tiltölulega aðgengileg og augljós þegar manni er bent á þau og njóta sín vel í gróðursnauðu umhverfinu.
Það má segja að Reykjanesskaginn sé einstakt sýnidæmi um landrek og gosvirkni. Mikil gosvirkni gekk yfir Reykjanesskagann fyrir um þúsund árum sem hófst skammt frá Henglinum og færðist hægt suðvestur eftir Skaganum. Hrinan stóð yfir í um tvö hundruð ár. Virknin í dag lýsir sér í jarðhitavirkni á nokkrum stöðum (Krísuvík, Svartsengi, Reykjanes) og jarðskjálftavirkni eftir öllum Skaganum. Á hverju ári verða nokkrir jarðskjálftar á Reykjanesskaganum sem finnast vel í byggð. Tímabil gosvirkni mun endurtaka sig aftur í framtíðinni en engin merki eru um að það muni gerast á næstunni.
Á Reykjanesskaganum eru mjög áhugaverðir staðir sem vert er að skoða. Ég hef mikið dálæti á Búrfellsgjá og fer þangað iðulega með erlenda gesti. Hraunmyndanirnar þar eru einstakar og gjáin sjálf, þó að hún sé um átta þúsund ára, í raun ekkert mjög ólík þeirri sem myndaðist í Holuhrauni fyrir fjórum árum. Eldvörpin eru einnig falleg og hjúpuð dulúð. Undanfarin sumur höfum við fjölskyldan gengið að Gömlu Krísuvík sem ég get líka mælt með. Auðveld ganga og áhugaverð saga um byggð sem varð frá að hörfa vegna eldvirkni og hraunstraums.“
Unnur blaðamaður og Ólafur, ferðafélagi og náttúrunnandi, þakka Kristínu kærlega fyrir þessar áhugaverðu upplýsingar og hlakka þegar til næstu ferðar á Reykjaneskaganum með þær í farteskinu sem og á aðra staði sem hafa haft gosvirkni. Það tekur aðeins um 15 mínútur að komast í paradísina frá Völlunum í Hafnarfirði. Það er svo mikið að skoða og fyrir höfuðborgarbúa er þessi stórkostlega náttúra hreint og beint í bakgarðinum við heimili þeirra.
Höfundur / Unnur Hrefna Jóhannesdóttir Aðalmynd er af Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing.
Í vikunni var greint frá því að þrír stjórnmálaflokkar hefðu lagt fram þingsályktunartillögu um að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd Alþingis sem á að rannsaka hina svokölluðu fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Á meðal annarra sem nýttu sér fjárfestingarleiðina var félag í eigu Samherja.
Fjárfestingarleiðini var við lýði á árunum 2012 til 2015 og gerði meðal annars Íslendingum sem áttu peninga erlendis, meðal annars í skattaskjólum, kleift að flytja þá peninga inn í íslenskt hagkerfi með allt að 20 prósent virðisaukningu. Viðkomandi gátu líka margir hverjir leyst út mikinn gengishagnað, enda höfðu þeir flutt fjármagnið út áður en krónan féll í hruninu. Þá fengu þeir ákveðið heilbrigðisvottorð um að peningarnir væru „hreinir“ með því að nýta sér leiðina, en umfjallanir Kjarnans á síðustu árum hafa sýnt að lítið sem ekkert var gert til að kanna raunverulegan uppruna þeirra fjármuna sem komu til landsins í gegnum leiðina. Alls var um að ræða 206 milljarða króna. Þar af komu íslenskir aðilar með 72 milljarða króna.
Í tillögunni er farið fram á að nefndin geri grein fyrir því hvaðan fjármagnið sem flutt var til landsins með fjárfestingarleiðinni kom, hvaða einstaklingar eða félög voru skráð fyrir fjármagninu sem flutt var til landsins, hvernig fénu sem flutt var inn til landsins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efnahagslíf. Þar er einnig kallað eftir að upplýsingar verði dregnar fram um hvort ríkissjóður hafi orðið af skatttekjum vegna leiðarinnar og þá hversu mikið það tap var, hvort að samþykkt tilboð í útboðum fjárfestingarleiðarinnar kunni í einhverjum tilvikum að hafa brotið gegn skilmálum hennar og hvort fjárfestingarleiðin kunni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskattlögðum eignum Íslendinga á aflandssvæðum aftur til landsins, til að stunda peningaþvætti eða misnotuð með öðrum hætti.
Á meðal annarra sem nýttu sér fjárfestingarleiðina var félag í eigu Samherja. Um er að ræða félagið Esju Seafood á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu. Esja Seafood lánaði öðru félagið Samherja, Kaldbaki, um tvo milljarða króna árið 2012 í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Í Stundinni á þriðjudag var greint frá því að Kaldbakur hafi meðal annars lánað enn öðru félagi Samherja, Kattanefi ehf., 300 milljónir króna til að fjárfesta í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Það félag var svo selt til Ramses II ehf., félags í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, árið 2017, á 325 milljónir króna. Samherji lánaði Ramses II fyrir kaupunum.
Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og forseti Golfsambands Íslands, og Guðríður Magndís Guðmundsdóttir, sambýliskona hans, eignuðust andvana tvíbura í lok október eftir rúmlega tuttugu og tveggja vikna meðgöngu. Ekkert hafði bent til þess að eitthvað væri að og áfallið því enn meira en ella. Haukur lýsti upplifuninni af því að missa drengina í Bakþönkum Fréttablaðsins og segist aldrei hafa órað fyrir þeim viðbrögðum sem pistillinn fékk.
Í vikunni eftir að drengirnir fæddust birti Haukur Bakþanka í Fréttablaðinu um þá upplifun að fara tómhentur heim af fæðingardeildinni. Hvað kom til að hann ákvað að gera það?
„Ég veit það í rauninni ekki,“ segir hann hugsi. „Ég er ekki opinn maður og það er ekki líkt mér að bera tilfinningar mínar á torg. Ég skrifaði pistilinn strax kvöldið sem við komum heim af spítalanum en var í fjóra daga að velta því fyrir mér hvort ég ætti að birta hann. Ég held að ákvörðunin um að gera það hafi mestmegnis sprottið af þörf fyrir að láta fólk vita af þessu, hlífa mér og öðrum við vandræðalegum samtölum og símtölum. Það má segja að þetta hafi verið einskonar sjálfsbjargarviðleitni. Ég hafði fyrr í haust skrifað pistil um að ég ætti von á tvíburum, grínast með að ég þyrfti að fá mér ljótan fjölskyldubíl og verið svona á léttu nótunum, og mér fannst einhvern veginn að það væri eðlilegt framhald að láta fólk vita af því að svo yrði ekki.“
„Fólk setti sig í samband við mig eftir ýmsum leiðum til að votta mér samúð og stuðning og deila eigin reynslu af því að hafa lent í þessum aðstæðum, alls konar fólk sem ég þekki ekki neitt. Mér þykir óskaplega vænt um það og það hefur veitt mér mikinn styrk í þessu ferli.“
Viðbrögðin við pistlinum voru gríðarmikil, læk og komment hrönnuðust upp og hver einasti vefmiðill landsins tók pistilinn upp á sína arma og skrifaði frétt um málið. Haukur segir það hafa komið sér mjög á óvart hversu mikla athygli þetta vakti og hvernig fólk brást við.
„Ég hef verið að skrifa þessa Bakþanka í Fréttablaðið í um það bil tvö ár og maður þykist góður ef maður fær hundrað læk á hvern pistil,“ segir hann. „Viðbrögðin við þessum pistli voru svo miklu meiri en mig hafði órað fyrir og ég var eiginlega bara alveg steinhissa á þeim. Fólk setti sig í samband við mig eftir ýmsum leiðum til að votta mér samúð og stuðning og deila eigin reynslu af því að hafa lent í þessum aðstæðum, alls konar fólk sem ég þekki ekki neitt. Mér þykir óskaplega vænt um það og það hefur veitt mér mikinn styrk í þessu ferli. Menn sem hafa upplifað þetta hafa sent mér tölvupósta og skilaboð, sýnt mér samhygð og gefið góð ráð og hver einasta manneskja sem hefur brugðist við pistlinum hefur gert það með kærleika og hlýju.“
Heimurinn hefur einhvern veginn minnkað síðustu áratugi og við erum meðvitaðri, eða höfum a.m.k. tækifæri til að vera meðvitaðri en nokkurn tíma um aðstæður og líðan fólks um allan heim. Hörmungar eins og stríð, náttúruhamfarir, glæpir, limlestingar kvenna og hryðjuverk eru hluti af daglegum fréttalestri. Fréttir af hryðjuverkum fá gjarna mikla athygli enda eru hryðjuverk hræðileg og ógnvekjandi en þeirra helsta markmið er að koma samfélögum úr jafnvægi og skapa hræðslu. Þannig má breyta skoðunum almennings, markmiðum og orðræðu stjórnmálanna og minnka samstöðu og samkennd í samfélögum. Tortryggin og hrædd manneskja býr við skert frelsi og samfélög þar sem fólk er hrætt, eiga á hættu að verða lokuð og dæmandi í stað þess að vera opin og forvitin um mismunandi hefðir, venjur og menningarheima. Samkennd og kærleikur breytist í fyrirvara og fordóma.
„Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvernig við ætlum að stuðla að því að fólk frá mismunandi menningarheimum geti búið saman í sátt og samlyndi.“
Gefandi fjölbreytileiki
Það er að mörgu leyti mjög fallegt að meginhluti íbúa jarðar telur einmitt menningu síns lands eða þjóðfélags þá ákjósanlegustu. Hin hliðin á þeim peningi er hins vegar sú að ýmsir vilja af sömu ástæðu ógjarna fá fólk frá öðrum menningarheimi til sín. Á sama tíma finnst meginhluta íbúa jarðar að þeim eigi að standa til boða að flytja til annarra menningarheima. Í þessu er skemmtileg þversögn sem að mörgu leyti er skiljanleg, við elskum okkar menningu og ef við trúum því að henni sé ógnað með þátttöku fólks frá öðrum menningarheimum er skiljanlegt að við viljum loka á alla sem ekki líta út eða tala eins og við eða gætu breytt því sem við þekkjum svo vel. Þarna förum við Íslendingar, rétt eins og aðrar þjóðir, á mis við að nýta hæfileika og þekkingu fólks sem vill eða neyðist til að flytja á milli landa og þeirra sem hér vilja búa og deila með okkur menningu Íslands.
Mennska í stað hræðslu
Ástand jarðarinnar í kjölfar loftslagsbreytinga, alþjóðavæðingar og fjórðu iðnbyltingarinnar mun kalla á mikla fólksflutninga í nálægri framtíð og sú þróun er þegar hafin. Í því felast líka tækifæri fyrir lítið land eins og Ísland, til að mynda til að auðga sína menningu og og getu íslensks samfélags til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Við þurfum róttækar breytingar þar sem við látum ekki hræðslu stjórna okkar stefnu, heldur mennsku, kærleika og hugvit. Opið samfélag þar sem fólk er tilbúið til að læra hvert af öðru, sýnir menningu ólíkra hópa áhuga og upplifir samstöðu, stuðlar að aukinni hagsæld og hamingju. Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvernig við ætlum að stuðla að því að fólk frá mismunandi menningarheimum geti búið saman í sátt og samlyndi og með því grætt á þeim fjölbreytileika og grósku sem slík samfélög skapa.
Höfundur er borgarfulltrúi og varaformður Samfylkingarinnar.
Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikaröð á miðvikudagskvöldum á Björtuloftum í Hörpu í vetur. Alls verða 14 tónleikar í tónleikaröðinni og er dagskráin, sem þykir vera fjölbreytt og metnaðarfull, gott dæmi um þá grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf.
Múlinn er á sínu 23. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT-sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.
Tónleikar Múlans fara fram á miðvikudagskvöldum á Björtuloftum sem er á 5. hæð Hörpu, og er almennt miðaverð 2.500 krónur en 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást í miðasölu Hörpu og á harpa.is og tix.is.
Í nýrri tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands (BÍ) er sagt frá því að þrjár blaðakonur hjá mbl.is hafi verið ranglega ásakaðar um verkfallsbrot í stefnu BÍ gegn Árvakri vegna verkfallsbrota þann 8. nóvember. Blaðakonurnar sem um ræðir höfðu lagt niður störf klukkan 10:00 en fréttir í þeirra nafni voru birtar á meðan á vinnustöðvun stóð.
BÍ hefur falið lögmanni sínum að laga stefnuna og fjarlægja nöfn kvennanna úr henni.
„Árvakur verður krafinn skýringa á því hver beri ábyrgð á og hafi staðið á bakvið birtingu fréttanna að blaðakonunum forspurðum á meðan vinnustöðvunin stóð yfir,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá eru blaðakonurnar beðnar afsökunar.
Blaðakonurnar sem um ræðir eru Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir.
„Ég myndi aldrei vinna gegn baráttu sem ég styð. Það er verið að berjast fyrir mínum kjörum í framtíðinni,“ er haft eftir Sonju Sif í tilkynningu BÍ.
Þess má geta að önnur lota í vinnustöðvun BÍ fór fram í gær og hélt Árvakur uppteknum hætti. Ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10:00 og 18:00 er fram kemur á vef BÍ. Þar segir: „Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu. Aflað verður frekari gagna um þessi brot og verður þeim bætt við þau gögn sem lögð verða fram í Félagsdómi við þingfestingu málsins á þriðjudaginn kemur.“
Eldhúsið er oft kallað hjarta heimilisins og er sá staður þar sem fjölskyldan kemur saman til að elda og borða. Þegar kemur að hönnun og skipulagningu eldhúss er notagildi oft ofarlega á baugi. Hér eru nokkur góð ráð og fallegir hlutir fyrir eldhúsið.
Gott er að blanda saman lokuðum skápum og opnum hillum. Í opnum hillum er til dæmis sniðugt að geyma fallega muni, plöntur og uppskriftabækur. Mynd / Kristinn MagnússonBúðu til góða eldunaraðstöðu þar sem allt er við höndina. Sniðugt er að nýta vegginn fyrir aftan eldavélina til að hengja potta, pönnur, kryddjurtir og hvað annað upp. Mynd / Hákon DavíðNotaðu velmerktar krukkur eða önnur fjölnota ílát undir pasta, hveiti, grjón og fleira þvíumlíkt. Þannig er auðvelt að halda góðu skipulagi í skápum og skúffum.
Vetur konugur er farinn að láta að sér kveða í Reykjavík. Fatnaður vegfarenda bar þess merki þegar Unnur Magna ljósmyndari kíkti á götutískuna.
Steinunn Ólína (23): „Ég kaupi mjög mikið notað. Mér finnst það mjög kósí og langskemmtilegast að versla svoleiðis. Maður þarf ekki að sækja einhverja sérstaka verslun því það er svo mikið samansafn af alls konar á nytjamörkuðum og þá sér maður betur hvað það er sem heillar mann.“
Jakki: „Notaður, sennilega keyptur í Hertex.“ Rauð peysa: „Keypt í nytjamarkaði Hertex við Vínlandsleið.“ Ullarsamfestingur: „United Colors of Benetton á Spáni.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góðan frakka eða kápu því það klárar oft lúkkið, sérstaklega á Íslandi. En fínir síðkjólar eru líka nauðsynlegir. Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Ég kann að meta það að hafa lært að vera þolinmóð og sýna tillit gagnvart mér sjálfri og öðrum því hlutirnir bara taka sinn tíma.“
Katrín Björk Proppé-Bailey.
Gulur kjóll: „H&M í Skotlandi.“ Sokkabuxur: „H&M.“ Skór: „Dr. Martens-veganskór.“ Eyrnalokkar: „Medina Glass, handmade, gjöf frá vinum sem búa í Vancouver í Kanada, og ég fékk bara rétt áðan.“ Kaupir þú mikið af notuðum flíkum? „Já, ég reyni það, fer á fatamarkaði og nýti mér trendnet-markaðina og versla oft í Extraloppunni.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Fallegan kjól og flotta, góða skó.“ Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Að ég er jákvæð og með gott skopskyn.“
Antonía Berg (24). „Ég kaupi nánast eingöngu notuð föt.“
Frakki: „Notaður, keyptur hjá Jörmundi.“ Kjóll: „COS, keyptur fyrir löngu.“ Buxur: „Þægilegar jógaleggings; ég man ekkert hvaðan þær eru.“ Skór: „Vagabond.“ Sólgleraugu: „Úr Tiger, held ég. Þau voru gjöf þegar ég, Sunna Axels og Brynja Kristins opnuðum Flæði, nýja galleríið á Hverfisgötu 3.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góða kápu.“ Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Drifkraftinn.“
Alexandra Íris (25)
Peysa: „Keypt í Icewear.“ Buxur: „GAP, keyptar á Flórída.“ Trefill: „Rammagerðin.“ Skór: „NIKE, keyptir á Flórída.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Góða kápu í yfirstærð eða góða of stóra peysu, þær nýtast vel við öll tækifæri.“ Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Eins og er er það kollurinn; nýleg skyndiákvörðun.“
Hrafndís Maríudóttir. 32 ára, ljósmyndari en vinnur einnig í dagþjónusta fyrir fatlaða & er sölukona í fataverslun. Hún segir fötin sín koma héðan og þaðan.
Hælaskórnir: „Extraloppan, Smáralind.“ Svartar gallabuxur: „H&M.“ Hvít skyrta: „Pull&Bear.“ Jakki: „Gjöf, en er frá merkinu Atmosphere í Primark.“ Skart: „Hringar & hálsmen úr H&M – úrið var útskriftargjöf frá litlu systir minni.“ Verslar þú mikið í Extraloppunni? „Já, ég elska Extraloppuna, ég held að ég sé búin að kaupa mér 15 pör af skóm þar síðan hún opnaði.“ Kaupir þú mikið af notuðum flíkum, ferð á markaði og endurnýtir? „Já, ég geri svolítið af því. Mér finnst það mjög skemmtileg menning.“ Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í fataskápnum? „Svartar háar leggins, svartan blúndukjól, síða kósí peysu, stóran jakka og hælaskó.“ Hvað ertu ánægðust með í eigin fari? „Þolinmæðina sem ég hef alla daga, og svo hef ég óbilandi trú á sjálfri mér.“