Miðvikudagur 26. febrúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Stefán Óli húðskammar Stefán Einar: „Á dauða mínum átti ég von“

Samsett mynd: Stefán Einar til vinstri og Stefán Óli til hægri

„Mbl.is er að dæla út fréttum í miðri vinnustöðvun og grafa þannig undan kjarabaráttu samstarfsmanna sinna? Hafa blaðamennirnir sem skrifa fréttirnar ekki manndóm til að setja nafnið sitt við þær? Á dauða mínum átti ég von,”

Segir Stefán Óli Jónsson, blaðamaður á Vísi í færslu á Twitter.


Vísar Stefán Óli þar til meintra verkfallsbrota blaðamanna á Mbl.is. Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og K100, fyrir félagsdóm og verður þingfesting þriðjudaginn 19. nóvember. Í stefnunni er þess krafist að Árvakur verði dæmdur ti greiðslu sektar í ríkissjóð. Í stefnu BÍ eru níu blaðamenn nefndir á nafn og hvaða fréttir birtust í þeirra nafni á meðan á vinnustöðvun stóð föstudaginn 8. nóvember milli kl. 10 og 14.

„Það er samt ógeðslega kúl að fyrrverandi formaður VR, verkalýðsforinginn og siðfræðingurinn hann nafni minn sem er með c.a. tvöföld laun venjulegs blaðamanns, sé sagður fremstur í flokki verkfallsbrjóta. Ljóðrænt,” segir Stefán Óli og vísar þar til nafna síns, Stefáns Einars.


Ekki stendur á svari frá Stefáni Einari: „Það er vont ef fréttaflutningur þinn byggir á því sem sagt er en ekki skeytt um staðreyndir mála. Svo er það sérstakt rannsóknarefni ef ég er á tvöföldum launum blaðamanna. Ekki hef ég fengið að njóta þeirra ef satt reynist.”

„Þú verður að eiga það sem fram kemur í kæru BÍ við BÍ og Fréttablaðið (en ég starfa ekki þar). Samkvæmt Tekjublaðinu varstu með 866 þúsund á mánuði í fyrra, sem er nú ca. tvöföld launin mín og samstarfsmanna minna á gólfinu,” segir Stefán Óli.

Sjá einnig: Stefán Einar: „Hjálmar Jónsson er bara enginn verkstjóri yfir mér“

Stefán Einar: „Hjálmar Jónsson er bara enginn verkstjóri yfir mér“

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, neitar því ekki í samtali við Stundina að bera ábyrgð á fréttum sem birst hafa á vefmiðli  Morgunblaðsins, mbl.is, á meðan verkfalli blaðamanna stendur. Telur Stefán að það sé ekki verkfallsbrot.

 

„Hjálmar Jónsson er bara enginn verkstjóri yfir mér eða öðru starfsfólki hér,“ segir Stefán Einar í samtali við Stundina, en Hjálmar er sem kunnugt er formaður Blaðamannafélags Íslands og hefur lýst yfir vonbrigðum með hversu illa hafi tekist að framfylgja vinnustöðvun mbl.is.

Annað verkfall blaðamanna í Blaðamannafélagi Íslands hófst í morgun klukkan 10. Þrátt fyrir það hafa margar fréttir birst á mbl.is, eftir að verkfallið hófst og þykir það brjóta í bága við túlkun og viðmið Blaðamannfélagsins á framkvæmd verkfallsins.

Fyrra verkfallið var síðastliðinn föstudag og stóð yfir í fjóra tíma. Á þeim tíma birtist á þriðja tug frétta á mbl.is. Blaðamannafélag Íslands túlkar birtingu greinanna sem verkfallsbrot og hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, fyrir Félagsdóm vegna verkfallsbrota.

Í frétt Stundarinnar er greint frá því að samkvæmt stefnu Blaðmannafélagsins sé Stefán Einar einn þeirra blaðamanna sem hafi brotið verkfallið, en grein eftir hann, Hægir á eignaaukningunni, birtist klukkan 11 síðasta föstudag, þ.e. klukkutíma eftir að verkfall hófst.

Í samtali við Stundina kveðst Stefán Einar bera ábyrgð á birtingu fréttarinnar. „Ég skrifaði þessa frétt og þú getur bara flett upp á því sjálfur á mbl.is að hún birtist á þessum tíma,“ segir verkalýðsforinginn fyrrverandi.

Verkfall blaðamanna Blaðamannafélags Íslands, sem starfa á visir.is, mbl.is, frettabladid.is og ruv.is stendur yfir til klukkan 18 í dag.

Kaffi- og bananabrauð með brúnuðu smjöri

Stundum eru einföldustu brauðin eða kökurnar sem eru hrærðar saman í einni eða tveimur skálum og bakaðar í einföldu formi sem höfða mest til okkar og passa einstaklega vel með kaffi- eða tebolla.

 

Hefðin að bera eitthvað sætt fram með kaffinu er löng og mörg okkar eiga góðar minningar af afslöppuðum eftirmiðdögum þar sem gestgjafinn bar fram einfalt brauð eða köku bakaða í brauðformi ásamt kaffi. Uppskriftin hér er einföld í útfærslu og verður vonandi borin fram á rólegum sunnudegi yfir spjalli og góðu kaffi.

Kaffi- og bananabrauð með brúnuðu smjöri
u.þ.b. 12 sneiðar

170 g smjör
250 g hveiti
150 g ljós púðursykur
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
1 tsk. kanill
2 tsk. instant-kaffiduft
2 egg
1 tsk. vanilludropar
½ dl ab-mjólk
3 vel þroskaðir bananar, stappaðir

Hitið ofn í 180°C. Smyrjið u.þ.b. 24 cm brauðform og setjið til hliðar. Setjið smjörið í pott eða á pönnu yfir meðalháum hita, bíðið þar til smjörið bráðnar og froða fer að myndast í pottinum.

Takið af hitanum þegar smjörið gefur frá sér hnetukenndan ilm og hefur brúnast. Setjið til hliðar og látið kólna. Hrærið saman hveiti, sykur, matarsóda, salt, kanil og instant-kaffiduft. Takið fram aðra skál og hrærið saman egg, vanilludropa og ab-mjólk.

Blandið stöppuðu banönunum saman við ásamt kælda brúnaða smjörinu. Hrærið saman blaut- og þurrefni með sleikju og hellið deiginu í formið.

Bakið í miðjum ofni í 50-60 mín. eða þar til kökuprjónn kemur hreinn út.

 

Bilun í netþjónustu Nova

Bilun veldur því að netþjónusta Nova liggur niðri. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur netið legið niðri í um 30 mínútur.

Mikil álag er á þjónustuveri Nova en samkvæmt símsvara Nova er verið að vinna hörðum höndum að viðgerð.

Gunnar Bragi gagnrýnir stríðsfyrirsagnir fjölmiðla: „Athygliskeppnin er eins og aurskriða sem engu eirir“

Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, segist hugsa til starfsmanna Samherja ­sem horfi nú á stríðs­fyr­ir­sagnir um fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.

 

„Það er slæmt fyrir okkur öll þegar eitt af öfl­ug­ustu fyr­ir­tækjum lands­ins er sakað um vafa­sama við­skipta­hætti. Eðli­legt er að þeir sem ábyrgð bera svari fyrir það. Þeir og aðrir sem að fyr­ir­tæk­inu standa eða starfa hjá því eiga fjöl­skyld­ur, börn sem skilja ekki orðin sem notuð eru eða hvers vegna fjöl­skyldu­fað­ir­inn eða móð­irin bland­ast inn í þá umræðu sem búin var til með æsifrétta­stíln­um. Æsingur fjöl­mið­ils­ins til að ná athygl­inni er stundum svo mik­ill að annað skiptir ekki máli. Athygl­iskeppnin er eins og aur­skriða sem engu eirir og síst sann­leik­anum sem kannski kemur í ljós seint og um síð­ir,“ segir Gunnar Bragi í grein sem hann skrifar i Morgunblaðinu í dag. Kjarninn fjallaði einnig um grein Gunnars Braga.

Gagn­rýnir sérstakt samband RÚV og Stundarinnar

Gunnar Bragi gagnrýnir enn fremur það sem hann kallar sér­stakt sam­band milli Rík­is­út­varps­ins og Stund­ar­inn­ar, sem birtu bæði umfjall­anir um ætl­aðar mútu­greiðsl­ur, skatt­svik og pen­inga­þvætti Sam­herja í tengslum við við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.

Segir hann RÚV og Stundina hafa áður sængað saman „og þá mat­reitt málin eftir eigin höfði til þess eins að gera hlut­ina enn verri. Því er mik­il­vægt að bíða eftir heild­ar­mynd­inni áður en opin­berar aftökur hefj­ast.“ Gunnar Bragi til­greinir þó ekki hvaða umfjöllun hann er að vísa þar í.

Hann gagnrýnir síðan fjölmiðla almennt og segir æsing þeirra til að ná athygli oft svo mikinn að annað skipti ekki máli. „At­hygl­iskeppnin er eins og aur­skriða sem engu eirir og síst sann­leik­anum sem kannski kemur í ljós seint og um síð­ir. Á þá ekki að upp­lýsa um það sem miður fer eða þegar líkur eru á ein­hverju broti? Jú, svo sann­ar­lega en hvernig það er gert skiptir máli.“ En líkt og áður tiltekur hann engin dæmi.

Segir styrki til fjöl­miðla galna hug­mynd

Að lokum opin­berar Gunnar Bragi það að Mið­flokk­ur­inn hafi lagt fram til­lögu um að hætt yrði við að styrkja einka­rekna fjöl­miðla um allt að 400 millj­ónir króna í heild við fjár­laga­vinn­una, en frum­varp um slíka styrki hefur verið dreift á Alþingi og til stendur að mæla fyrir því á næst­unn­i.

Segir hann styrk­ina vera galna hug­mynd þegar ríkið sé þegar að setja um fimm millj­arða króna í Rík­is­út­varp­ið. „Það að reyna að koma öllum fjöl­miðlum á rík­is­spen­ann minnir óþægi­lega á sam­fé­lög þar sem stjórn­völd reyna að stýra öllum fjöl­miðl­um. Fjöl­miðlar verða að geta starfað án rík­is­styrkja. Mið­flokk­ur­inn mun á næst­unni kynna hug­mynd að því hvernig efla megi einka­rekna fjöl­miðla án þess að binda þá á rík­is­jöt­una.“

Fyrrverandi formaður stéttarfélags verkfallsbrjótur

Stefán Einar birtir frétt með fyrirsögninni Hæg­ir á eigna­aukn­ing­unni á mbl.is á meðan á vinnustöðvum stóð þann 8. nóvember.

Stéttarfélagið Blaðamannafélag Íslands (BÍ) hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins fyrir félagsdóm vegna verkfallsbrota sem framin voru síðasta föstudag þegar verkfallsaðgerðir BÍ stóðu yfir. Önnur lota vinnustöðvunar BÍ stendur núna yfir.

Í stefnunni kemur fram að alls er um að ræða brot í yfir 20 liðum sem framin voru af níu einstaklingum.

Blaðamennirnir sem um ræðir eru Auðun Georg Ólafsson, Stefán Einar Stefánsson, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Baldur Arnarsson, Sonja Sif Þórólfsdóttir, Aron Þórður Albertsson, Þóra Kolbrá Sigurðardóttir, Ásgeir Ingvarsson og Lilja Ósk Sigurðardóttir.

Stefnuna má lesa í heild sinni hér.

Það vekur athygli að Stefán Einar Stefánsson er á listanum. Hann er félagsmaður í BÍ. Í stefnunni kemur fram að hann skrifaði frétt með fyrirsögninni Hæg­ir á eigna­aukn­ing­unni og birtir klukkan 11.00 á meðan á vinnustöðvun stóð.

Stefán Einar Stefánsson var for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, um tveggja ára skeið, frá 2011 til 2013.

Uppfært klukkan 21.54:

Mannlífi hefur borist þær upplýsingar frá BÍ að lögmaður félagsins hafi gert ráðstafanir til þess að nöfn þeirra Guðrúnar Selmu Sigurjónsdóttir og Lilju Óskar Sigurðardóttir verði fjarlægð úr stefnu BÍ gegn Árvakri eftir að í ljós kom að tilbúnar fréttir þeirra voru birtar á vef mbl.is án þeirrar vitundar á meðan á vinnustöðvun stóð þann 8. nóvember.

Genki Instruments hlaut Hönnunarverðlaun Íslands

Genki Instruments hlaut í gærkvöld Hönnunarverðlaun Íslands 2019 sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Iðnó. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra afhenti verðlaunin. Genki Instruments hlaut aðalverðlaunin fyrir Wave hringinn sem hannaður er til að auka upplifun og túlkun í tónlist.

 

Í áliti dómnefndar segir meðal annars að Genki Instruments sé framsækið og hönnunardrifið tónlistartæknifyrirtæki þar sem hönnun, tækni, verkfræði og tónlist renna saman í eitt. Að fyrirtækinu standa Ólafur Bogason, Haraldur Þórir Hugosson, Jón Helgi Hólmgeirsson og Daníel Grétarsson.

„Wave er einstakt dæmi um framsækna hugmynd frumkvöðlafyrirtækis þar sem rannsókn, þróun og prófanir í gegnum allt hönnunarferlið skilar algerlega nýrri upplifun til notenda sem hefur hlotið lof víða um heim,“ segir janframt í áliti dómnefndarinnar.

Omnom súkkulaðigerð hlaut verðlaunin Besta fjárfesting í hönnun 2019. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019 og var það Onmnom súkkulaðigerð sem hlutu þau verðlaun að þessu sinni en Omnom framleiðir handgert súkkulaði. Fyrirtækið var stofnað af Kjartani Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni árið 2013 og hefur síðan þá lagt kapp sitt á að bjóða neytendum upp á gæði og góða upplifun. Árangur fyrirtækisins undirstrikar einnig mikilvægi hönnunar sem þátt í verðmætasköpun. Í umsögn dómnefndar segir:

„Ferlið á bak við vöruþróun er spennandi en Omnom hefur frá byrjun unnið með hönnuðum í öllu framleiðsluferlinu að heildrænni vöruupplifun, hvort sem það er súkkulaðið sjálft eða með vandaðri hönnun á umbúðum og framsetningu í verslunum. Slík samvinna í öllu ferlinu er skýrt dæmi um hvernig hönnun getur haft afgerandi áhrif á vaxtarsögu og velgengni fyrirtækis.“

Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Í fyrsta sinn voru veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands sem Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut. Manfreð er einn ástsælasti arkitekt Íslands og hefur hann markað djúp spor í sögu arkitektúrs á Íslandi eins og fram kemur í áliti dómnefndarinnar.

„Hönnun og byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar eru meðal bestu dæma um góðan arkitektúr á Íslandi en verkin bera vitni um vandaða hönnun og arkitektúr þar sem efni, form og samhengi skapa eina órjúfanlega heild.“

Í álitinu er einnig minnst á einstakan starfsferil Manfreðs sem spannar yfir 60 ár og endurspeglar hann áræðni í fjölbreyttum verkefnum og metnaðarfulla listræna og faglega sýn. Þar segir jafnframt:

„Eftir Manfreð liggur fjöldi tímamótaverka sem bera vott um einstaka hæfni til að takast á við margvíslegar áskoranir staðhátta og uppbyggingar í ungu samfélagi.“

Hönnunarverðlaun Íslands hafa verið veitt árlega frá árinu 2014 og varpa þau ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi en einnig beina þau sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Að verðlaununum standa Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands með stuðningi frá Landsvirkjun og Samtökum Iðnaðarins.

Í dómnefndinni í ár sátu Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, formaður dómnefndar og hönnuður, Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, Daniel Golling sýningarstjóri sænska arkitektúrsafnsins og Edda Björk Ragnarsdóttir frá Samtökum Iðnaðarins.

Mikið álag á bráðamóttöku vegna umferðarslysa

Mikið álag er á Landspítala núna, einkum bráðamóttöku í Fossvogi, vegna fjölda sjúklinga sem komið hefur til spítalans upp á síðkastið, einkum þó í dag, föstudaginn 15. nóvember 2019, í kjölfar alvarlegra umferðarslysa.

 

Á tíunda tímanum í morgun varð fjögurra bíla árekstur á Suðurlandsvegi við Heiðmerkurveg, ökumaður fór út af á hjáleið um Hafravatnsleið vegna hálku og ekið var á gangandi vegfaranda við Skeiðarvog á morgun. Allir slasaðir voru fluttir á bráðamóttöku.

Fólk sem leitar á bráðamóttökuna má því gera ráð fyrir óvenju langri bið eftir þjónustu en sjúklingum er forgangsraðað eftir bráðleika. Búast má við að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengi eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina.

„Þessi frétt er algjörlega röng“

|||||||
Myndir /EPA|epa07399016 A model presents a creation from the Fall/Winter 2019/20 Women's collection by Italian designer Maria Grazia Chiuri for Dior fashion house during the Paris Fashion Week

Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni hf segir að fréttir um að framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafði beðið Samherja um ráð til að blekkja út veiðiheinildir séu byggðar á misskilningi.

 

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, óskaði eftir leiðbeiningum frá stjórnendum Samherja varðandi það hvernig blekkja mætti Grænlendinga til að komast yfir veiðiheimildir og velvild heimamanna. Fréttablaðið segir frá þessu og vísar í tölvupóst frá Gunnþóri til til Aðalsteins Helgasonar, Jóhannesar Stefánssonar og annars starfsmanns Samherja.

Síldarvinnslan hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að um villandi og rangan fréttaflutning sé að ræða.

„Þessi frétt er algjörlega röng og í reyndinni merkilegt hvernig blaðamaður getur lesið þetta út úr þeim tölvupósti sem vitnað er til,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Þar segir einnig að tölvupósturinn hafi einfaldlega snúist um að fá ráð hvað uppbyggingu og rekstur vinnslufyrirtækja varðar en að samskiptin hafi verið slitin úr samhengi.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
Í morgun birtist frétt um að Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hefði óskað eftir leiðbeiningum frá Samherja hinn 30. apríl árið 2014 varðandi það hvernig blekkja mætti Grænlendinga til að komast yfir veiðiheimildir og kvóta. Þessi frétt er algjörlega röng og í reyndinni merkilegt hvernig blaðamaður getur lesið þetta út úr þeim tölvupósti sem vitnað er til.
Síldarvinnslan hf. hefur átt í farsælu samstarfi við Grænlendinga frá árinu 2003 við rekstur útgerðarfyrirtækis. Árið 2012 festi stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, Polar Seafood, kaup á meirihlutanum í útgerðarfyrirtækinu sem þá fékk nafnið Polar Pelagic, en Síldarvinnslan á þriðjungs hlut í því. Stjórn Polar Seafood hefur alla tíð sinnt öllum samskiptum fyrirtækisins við grænlensk stjórnvöld. Stjórnarformaður Polar Seafood er Henrik Leth en hann hefur lengi verið einn af helstu forystumönnum grænlensks sjávarútvegs.
Árið 2014 hafði Henrik Leth samband við Gunnþór Ingvason og tjáði honum að á Grænlandi væri í umræðunni að einhverjir áformuðu að koma upp fiskimjöls- og uppsjávarvinnslu í Ammasalik á austurströnd landsins.  Taldi Henrik þessi áform mjög óraunhæf og áleit að þau væru sett fram í þeim tilgangi að ná kvóta hjá grænlenskum stjórnvöldum. Til þess að fá nánari upplýsingar um tæknileg málefni og kostnað við uppbyggingu eins og þessa leitaði hann til Gunnþórs Ingvasonar. Gunnþór vissi að Samherji hefði nýlega látið gera áætlanir um slíka uppbyggingu í Marokkó og einfaldast væri að skoða þær. Sendi hann Samherjamönnum tölvupóst þar sem hann bað um að fá þessar upplýsingar þó þær ættu við um uppbyggingu í Afríku. Þar með var málinu lokið að hans hálfu.
Henrik Leth segir eftirfarandi um þetta: „Ég leitaði til Gunnþórs um upplýsingar einfaldlega vegna þess að Síldarvinnslan hefur mikla reynslu og þekkingu á uppbyggingu og rekstri vinnslufyrirtækja. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að hægt væri að búa til svona neikvæða frétt um greiðvikni hans í minn garð. Þetta er sorglegt dæmi um óvönduð vinnubrögð fjölmiðla.“ 
Af framansögðu má ljóst vera að orð Gunnþórs Ingvasonar í tölvupóstinum voru slitin úr samhengi í umræddri frétt. Síldarvinnslan harmar þann villandi og meiðandi málflutning sem birtist í fréttinni.

Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið: „Munur á að græða peninga og vera gráðugur“

Mynd / Skjáskot Hringbraut

Mar­grét Krist­­manns­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri P­faff og fyrr­ver­andi vara­for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) segir að Sam­herj­a­málið láti við­skipta­lífið í heild sinni líta illa út.

Margrét vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki. Margrét var í viðtali í Morgunútvarpinu í morgun og Kjarninn fjallaði einnig um málið.

Margrét segir að þegar svona alvar­leg mál komi upp þá SA að stíga fram og tala fyrir hönd atvinnu­lífs­ins.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sendu frá sér yfir­lýs­ingu dag­inn eft­ir Kveiks­þátt­inn. Í yfir­lýs­ing­unni kom fram að þetta mál væri mjög alvar­legt og gæti ekki aðeins skaðað orð­spor íslensks sjáv­ar­út­vegs heldur einnig orð­spor Íslands í heild sinni.

„Við vitum alveg að Sam­herj­a­menn eru ekki skap­lausir menn. Þannig það er miklu betra vera í liði með Sam­herj­a­mönnum heldur en á mót­i,“ segir Mar­grét aðspurð af hverju hún telji að SA hafi ekki séð sér fært að tjá sig um þetta mál og að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi að hennar mati alltaf haft miklu meira vægi innan sam­tak­anna en atkvæða­vægi þeirra hefur sagt til um.

Hún bend­ir enn frem­ur á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé með 10 til 15 pró­sent vægi innan SA. „Það eru 85 pró­sent aðrir í atvinnu­líf­inu sem vilja að SA stígi fram og lýsi því yfir að þetta sé með öllu óásætt­an­leg og að svona starfi ekki alvöru fyr­ir­tæki.“

Munur á að græða pen­inga og vera gráð­ug­ur 

Mar­grét segir jafn­framt að það sé him­inn og haf á milli þess að græða pen­inga og vera gráð­ug­ur. Hún segir að Sam­herj­a­mál­ið ­sýni svo mikla græðgi og að það sé ein af ástæð­unum af hverju íslenska þjóðin sé svona reið.

„Þarna fer eitt rík­asta fyr­ir­tæki Íslands að arð­ræna eitt ­fá­tæk­asta land í heimi. Eitt­hvað sem við getum ekki sætt okkur við og engan veg­inn sam­þykkt,“ segir Mar­grét og bendir á að Sam­herji hafi getað rekið arð­bæra útgerð í Namibíu en einnig greitt skatta og stutt upp­bygg­ingu í land­in­u. „Na­mibía hefði getað verið þeirra Siglu­fjörð­ur.“

Aðspurð um tölvu­póst Síld­ar­vinnsl­unnar til Sam­herja um ráð­legg­ingar um hvernig væri best að blekkja Græn­lend­inga, greint var frá í dag, segir Mar­grét þetta vera hryll­ings­sögu. „Ef fleiri svona mál koma upp þá er þetta eitt­hvað sem er miklu alvar­lega en við gerum okkur grein fyrir í dag.“

Sjá einnig: Gunnþór bað Samherjamenn um ráð til að blekkja Grænlendinga: „Reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum“

Fórnarlamba umferðarslysa minnst

Á sunnudag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Víða um land halda slysavarnadeildir og björgunarsveitir minningarathafnir í sínum bæjarfélögum.

 

Höfuðborgarsvæðið
Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kl. 14.  Að þessu sinni er það  Hjálparsveit skáta í Reykjavik sem hefur umsjón með aðkomu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Slysavarnadeildirnar í Reykjavík og á Seltjarnanesi bjóða upp á kaffi og kleinur að athöfn lokinni í búðatjaldi HSSR við spítalann.

Reykjanes
Slysavarnadeildir í Grindavík, Garði og Reykjanesbæ í samstarfi við björgunarsveitir á svæðinu eru með sameiginlegan viðburð í Njarðvík í ár. Haldin verður miningarstund kl. 20.00 í Ytri Njarðvíkurkirkju, hundruð kerti og kaffi á eftir í sal kirkjunnar.

Dalvík
Í samstarfi slysavarnadeildar og björgunarsveitar á Dalvík verður slysavarnamessa í Dalvíkurkirkju sem hefst kl. 11:00.  Felix Jósafatsson fyrrum varðstjóri á Dalvík mun flytja erindi. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur að messu lokinni.

Eskifjörður
Björgunarsveitin Brimrún og Slysavarnadeildin Hafrún á Eskifirði verða með viðburð í tilefni dagsins. Hefst hann með Slysavarnarmessu í Eskifjarðakirkju kl. 11. Þar sem fórnalamba umferðaslysa verða minnst. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur í safnaðarheimilinu eftir messu og verður ma. ávarp frá fulltrúa bæjarstjórnar. Fulltrúar annara viðbragðsaðila verða á staðnum.

Ólafsfjörður
Á Ólafsfirði verður komið saman kl. 14 við Minningnarsteininn í kirkjugarðinum.  Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur Ólafsfjarðar, mun segja nokkur orð og að því loknu munum við minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni með einnar mínútu þögn.  Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði býður gestum upp á kaffi, kakó og vöfflur í félagshúsi sínu eftir athöfnina.

Siglufjörður
Slysavarnadeildin Vörn mun standa fyrir minningarathöfn í samstarfi við Björgunarsveitina Stráka. Minningarathöfnin mun fara fram við kirkjutröppurnar fyrir neðan Siglufjarðarkirkju kl 17 þann 17. nóvember. Anna Hulda djákni mun segja nokkur orð og munum við taka einnar mínútu þögn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni.

Patreksfjörður
Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin á endanum á Patreksfirði (Þar sem skemmtiferðaskipin leggja að) kl. 14. Boðað er til mínútuþagnar kl. 14.15.  Að lokinni athöfn er boðið upp á kaffi og konfekt í Sigurðarbúð, húsi Björgunarsveitarinnar Blakks.

Björgunarsveitin Blakkur, HVEST Patreksfirði, Lögreglan á Vestfjörðum, Rauði Krossinn í Barðastrandasýslu, Sjúkraflutningamenn, Slökkvilið Vesturbyggðar og Slysavarnadeildin Unnur.

Mývatnssveit
Slysavarnadeildin Hringur í Mývatnssveit verður með athöfn kl. 14:30 að Múlavegi 2 þar sem kveikt verður á kertum og mínútuþögn. Boðið verður upp á vöfflukaffi í húsnæði deildarinnar og gestum gefst einnig  kostur á að skoða það.

Breiðdalsvík
Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík mun standa fyrir athöfn við Lækjarkot kl. 16. Fólk er hvatt til að koma með mæta með friðarkerti og að loknu erindi sóknarprestsins verður boðið upp á kakó og smákökur.

Árnessýsla
Björgunarsveitir í Árnessýslu standa fyrir minningarathöfn við Kögunarhól kl. 14.00. Kveikt verður á kertum og fórnarlamba umferðarslysa minnst.  Ræðumenn munu koma fram og tala.

Björgunarfélag Árborgar, Björgunarsveit Biskupstungna, Björgunarfélagið Eyvindur, Hjálparsveit skáta Hveragerði, Björgunarsveitin Ingunn, Björgunarsveitin Mannbjörg, Björgunarsveitin Sigurgeir, Hjálparsveitin Tintron, Heilbrigðisstofnun suðurlands, Brunavarnir Árnessýslu, Lögreglan á suðurlandi.

Vestmannaeyjar
Slysavarnadeildin Eykyndill í Vestmannaeyjum mun standa fyrir athöfn þar sem messað verður í Landakirkju kl. 14 og boðið upp á kaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

Dalasýsla
Björgunarsveitin Ósk og Slysavarnadeild Dalasýslu standa fyrir minningarathöfn í Búðardal. Nákvæmari upplýsingar liggja  ekki fyrir en fólk er hvatt til að afla sér upplýsinga hjá skipuleggendum.

Höfn í Hornafirði
Minningarathöfn verður við þyrlupallinn á Höfn kl. 11.  Í Hafnarkirkju verður svo messað kl. 14  og er messan tileinkuð minningu fórnarlamba umferðarslysa.

Það eru Björgunarfélag Hornafjarðar, Slysavarnadeildin framtíðin, Lögreglan og Hafnarsókn sem standa að minningardeginum.

„Það er rússnesk rúlletta að taka inn þessi hormón“

|||
|||Ýmsar sögusagnir eru á kreiki um að þekkt fólk í skemmanabransanum noti vaxtarhormón til að viðhalda æskuljóma sínum. Sylvester Stallone hefur til að mynda gengist við því að nota slík hormón.

Vinsældir svokallaðra vaxtarhormóna (HGH, human growth hormone) hafa aukist jafnt og þétt á Íslandi en efnið hefur verið vinsælt um árabil í Hollywood á meðal fræga fólksins sem notar það til að viðhalda æskuljóma sínum. Sérfræðingar vara við alvarlegum afleiðingum ef vaxtarhormón eru notuð án eftirlits.

 

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands (Anti-Doping Iceland), staðfestir í samtali við Mannlíf að notkun vaxtarhormóna hafi aukist hér á landi en tekur fram að misnotkun þess sé ekki jafnmikil og á anabólískum sterum. „Maður heyrir að það séu margir að koma með vaxtahormón til landsins; fólk segist vera með 30 daga skammt, sem er leyfilegur skammtur, uppáskrifaðan af læknum úti og að hormónin séu til einkaneyslu. Við nánari athugun er hins vegar að koma í ljós að skammtarnir eru sumir hverjir stærri, sem stangast á við lög,“ segir Birgir.

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands (Anti-Doping Iceland).

„Ekkert mál að panta þetta á Netinu“

Að sögn Birgis má meðal annars rekja vinsældir vaxtarhormóna til útlitsdýrkunar í samfélaginu og segir hann að notendur séu fyrst og fremst ungt fólk sem vill líta betur út. „Byrjunaraldurinn færist alltaf neðar og neðar. Það er auðvitað viss samfélagslegur þrýstingur á ungt fólk að líta út á ákveðinn hátt, útlitsdýrkunin sem er í gangi í samfélaginu virðist hafa einna mest áhrif á það og ýta undir neyslu ólöglegra frammistöðubætandi efna (performance enhancing drugs) og lyfjamisnotkun, þar á meðal vaxtarhormóna, en það er vel þekkt að fólk tekur vaxtarhormón til að bæta útlitið.“

„Við erum eyja en það er ekkert mál að panta þetta á Netinu og fá sendingu næsta dag.“

Þá segist Birgir vita til þess að fólk sé í auknum mæli að flytja vaxtarhormón ólöglega til landsins, líklega frá Evrópu og að framboðið sé sífellt að aukast. „Við erum eyja en það er ekkert mál að panta þetta á Netinu og fá sendingu næsta dag,“ segir hann og bætir við að eftirlitslaus notkun á vaxtarhormónum geti valdið ýmsum alvarlegum aukaverkunum sem geta komið fram löngu síðar. Í því samhengi má nefna að mögulegar aukaverkanir eru m.a. vöxtur innri líffæra og uppsafnaður vefjavökvi sem getur leitt til hjartabilunar. Þá getur langtímanotkun leitt til aukinnar hættu á krabbameini, sérstaklega í meltingarveginum. Það er rússnesk rúlletta að taka inn þessi hormón.“

Notað sem yngingarlyf

„Fólk er að taka hormónin til að bæta útlitið, til að vera flott og meira fit. Það er að nota þau sem yngingarlyf. Svo er fólk í íþróttum líka að taka þessi hormón, fólk sem er nota þau til flýta fyrir bata eftir meiðsli, til að flýta fyrir endurnýjun frumna.“ Þetta segir viðmælandi Mannlífs sem þekkir til notkunar vaxtarhormóna meðal fólks á miðjum aldri en vill ekki koma fram undir nafni. Viðkomandi segir að fólk geymi efnið í ísskápnum hjá sér og sprauti sig með því daglega og fullyrði að það sjái árangur af notkun þess. „Fólk talar um að notkun þessara hormóna sé að skila árangri, að notkun þeirra hægi til dæmis á öldrun, húðin sé betri fyrir vikið, minnið sé betra og þar fram eftir götum,“ segir hann og bætir við að fólk sé almennt meðvitað um hugsanlegar aukaverkanir en það sé engin hindrun. „Fólk er meðvitað um hættuna en lætur það ekki stoppa sig.“

Keypt á svörtum markaði

Heimildir Mannlífs herma að 30 daga skammtur kosti á bilinu 100–200 þúsund krónur. Það er í samræmi við þær tölur sem hafa áður verið nefndar í fjölmiðlum á Íslandi. Í viðtali við Guðmund Ómarsson á Vísi árið 2015 lýsir Guðmundur til dæmis því hvernig hann keypti vaxtarhormón á svörtum markaði eftir að hafa veikst af myglusveppi. Guðmundur greiddi 150 þúsund fyrir mánaðarskammt og sagði það vera hverrar krónu virði því hann hafi náð talsverðum bata eftir notkun efnisins. Hann reyndi að fá vaxtarhormón uppáskrifuð hjá lækni en án árangurs.

Vegna þess að náttúruleg HGH-gildi líkamans lækka með aldrinum hafa sumir svokallaðir öldrunarsérfræðingar fullyrt að HGH-vörur geti snúið við aldurstengdri líkamlegri hnignun en tekið skal fram að slíkar fullyrðingar eru ósannaðar. Notkun HGH í þeim tilgangi að hægja á öldrun er enda ekki samþykkt af Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA).

Fullyrðingar um undraefni sem „hægja á öldrun“ varasamar

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur skrifar á doktor.is að skortur á vaxtarhormónum (HGH) valdi því að börn vaxi ekki eðlilega og að hjá fullorðnum geti lyfið haft jákvæð áhrif á líkamsvöxt ef um skort á hormóninu er að ræða. Óvíst sé hins vegar hvort það hafi afgerandi jákvæð áhrif á heilbrigða einstaklinga. Vaxtarhormón er lyfseðilskylt lyf og mega eingöngu sérfræðingar í efnaskipta- og innkirtlasjúkdómum eða barnaefnaskiptasjúkdómum ávísa því.

Vaxtarhormón er mjög viðkvæmt í lausn og brotnar hratt niður. Það er því alltaf afgreitt sem þurrefni og vökvanum blandað í skömmu fyrir notkun og verður að gefa lyfið inn sem stungulyf þar sem það brotnar niður í meltingarfærum.

„Vörur sem auglýstar eru á erlendum heimasíðum á Netinu og kallað Human Growth Hormone inniheldur mjög líklega ekki neitt eiginlegt vaxtarhormón. Þar fyrir utan held ég að allir ættu að taka varlega fullyrðingum um undraefni sem „hægja á öldrun, minnka hrukkur o.s.frv.“ Undantekningarlítið er þar um að ræða loforð sem ekki er hægt að standa við,“ skrifar Finnbogi.

Þess má geta að notkun vaxtarhormóna í miklu magni getur leitt til aukins hárvaxtar, meiri svitamyndunar og feitari húðar. Beinvöxtur getur aukist og tannlos getur átt sér stað. Eyru, hendur og fætur geta stækkað með tímanum samhliða notkun. Vöxtur innri líffæra og uppsafnaður vefjavökvi getur leitt til hjartabilunar. Langtímanotkun getur einnig leitt til aukinnar hættu á krabbameini, þá einkum í meltingarvegi.

Ýmsar sögusagnir eru á kreiki um að þekkt fólk í skemmanabransanum noti vaxtarhormón til að viðhalda æskuljóma sínum. Sylvester Stallone hefur til að mynda gengist við því að nota slík hormón.

 

 

 

„ Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum“

„Félag fréttamanna lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands. Félagið styður heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“

Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu frá Félagi fréttamanna til BÍ.

„Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk. Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum.“

Undir stuðningsyfirlýsinguna skrifar Alma Ómarsdóttir formaður fyrir hönd Félags fréttamanna.

„Það er ekki hægt að gefa neina uppskrift að því hvernig á að syrgja“

|
Haukur Örn Birgisson

Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og forseti Golfsambands Íslands, og Guðríður Magndís Guðmundsdóttir, sambýliskona hans, eignuðust andvana tvíbura í lok október eftir rúmlega tuttugu og tveggja vikna meðgöngu. Ekkert hafði bent til þess að eitthvað væri að og áfallið því enn meira en ella. Haukur lýsti upplifuninni af því að missa drengina í Bakþönkum Fréttablaðsins og segist aldrei hafa órað fyrir þeim viðbrögðum sem pistillinn fékk. Það sé ekki líkt honum að bera tilfinningar sínar á torg með slíkum hætti.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hann þá erfiðu lífsreynslu að eignast og missa syni sína á sama tíma og hvaða áhrif sú reynsla hefur haft á hann og hans nánustu.

Drengirnir voru krufðir en þegar viðtalið fer fram liggja niðurstöður krufningarinnar ekki fyrir og Haukur og Guðríður vita enn ekki hvað olli dauða þeirra. Þau ákváðu að láta brenna þá og setja duftkerin í gröf afa Guðríðar, sem lést fyrir skömmu, og sú athöfn stendur einmitt fyrir dyrum daginn eftir að viðtalið fer fram. Haukur segist gera ráð fyrir því að sá dagur verði erfiður, en um leið sé gott að kveðja þá með þessum hætti og loka ferlinu. En hvað tekur svo við?

„Ég satt best að segja veit það ekki,“ segir hann. „Ég veit að það munu koma erfiðir dagar. Jólin eru fram undan, sem eru alltaf tilfinningaþrunginn tími, svo kemur settur fæðingardagur í lok janúar sem verður auðvitað líka erfitt og svo áfram og áfram. Ég held ekki að það sé hægt að gera neinar áætlanir um það hvernig maður kemst í gegnum svona sorgarferli. Ég held mér í þessi orð prestsins sem ég vitnaði til hér áðan og treysti því að ég muni vita hvað ég á að gera þegar ég þarf að gera það. Þessir menn sem ég talaði um áðan, feður sem hafa misst börn og sendu mér pósta og skilaboð eftir pistilinn hafa bent á ýmis ráð, en ég held að hver og einn verði að takast á við þetta með sínum hætti, það er ekki hægt að gefa neina uppskrift að því hvernig á að syrgja. Það er bara hægt að halda áfram, einn dag í einu.“

„Ég er ekki opinn maður og það er ekki líkt mér að bera tilfinningar mínar á torg. Ég skrifaði pistilinn strax kvöldið sem við komum heim af spítalanum en var í fjóra daga að velta því fyrir mér hvort ég ætti að birta hann.“ Mynd / Hallur Karlsson

BÍ stefnir Árvakri fyrir félagsdóm

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins fyrir félagsdóm vegna verkfallsbrota sem framin voru síðasta föstudag þegar verkfallsaðgerðir BÍ stóðu yfir.

 

Alls er um að ræða brot  í yfir 20 liðum sem framin voru af níu einstaklingum.  Í stefnunni er þess krafist að viðurkennt sé með dómi að Árvakur hafi brotið gegn lögum um stéttafélög og vinnudeilur og verði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóðs og greiðslu málskostnaðar.

Stefnuna má lesa hér.

Málið verður þingfest þriðjudaginn 19. nóvember. Í dag hefst önnur lota vinnustöðvunar BÍ og mun hún standa í átta klukkustundir frá klukkan 10 til 18, en sáttafundur í gær skilaði ekki árangri.

Alþjóðasamband blaðamanna sendi baráttukveðjur

Younes Mjahed forseti IFJ.

Blaðamannafélagi Íslands (BÍ) hefur borist stuðningsyfirlýsing frá Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) vegna yfirstandandi kjarabaráttu og verkfallsaðgerða. Þetta kemur fram á vef BÍ.

Í bréfi sem Younes Mjahed forseti IFJ sendi Hjálmari Jónssyni formanni BÍ eru fyrir hönd blaðamannasamtaka um allan heim sendar baráttukveðjur til félaga BÍ og aðdáun lýst á þeim aðgerðum sem félagið hefur farið í til að bæta kjör stéttarinnar.

Forsetinn kveðst stoltur bjóða fram stuðning IFJ í yfirstandandi verkfallsaðgerðum og óskar blaðamönnum góðs gengis í baráttunni.

Í yfirlýsingunni segir að félagið styðji verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins.

Önn­ur lota vinnu­stöðvun­ar BÍ hefst klukk­an 10:00 í dag og stendur yfir í átta klukkustundir.

Samherji opinberaður

Samherjamenn eru lögsóttir í Namibíu.

Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í. Samherji hefur nú verið opinberað fyrir að hafa greitt mútur til að komast yfir kvóta í Namibíu og stundað stórfellda skattasniðgöngu til að hámarka arð sinn af þeim kvóta. Afleiðingarnar af þessu eru þegar orðnar margháttaðar.

Beinar afleiðingar opinberunnarinnar hafa líka verið miklar. Innan við sólarhring eftir að Kveiksþættinum lauk voru Bern­hardt Esau, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Sacky Shang­hala, dóms­mála­ráð­herra lands­ins, sem báðir voru þiggjendur þess fjár sem Samherji greiddi fyrir aðgengi að kvóta, búnir að segja af sér. Þingkosningar eru framundan í Namibíu í lok mánaðarins og málið tröllríður nú öllum fjölmiðlum í landinu. Ekki er búist við því að Swapo-flokkurinn, sem hefur verið nær einráður í Namibíu frá því að landið fékk sjálfstæði, missi völdin vegna málsins en viðbúið er að það mun reynast flokknum erfitt. Hversu erfitt mun koma í ljós fyrir komandi mánaðarmót.

Á Íslandi hefur Þorsteinn Már stigið tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn fyrirtækisins á eigin athæfi stendur yfir. Það gerði hann í gær, fimmtudag, til að tryggja „sem best hlutleysi rannsóknarinnar.“

Enn er óljóst hversu víðfeðm önnur áhrif af málinu verða. Ljóst er að peningaþvættisrannsóknin í Noregi getur skapað mikil vandræði fyrir Samherja og alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins, skili hún þeirri niðurstöðu að fjármunir hafi verið þvættaðir í gegnum norskan ríkisbanka. Auk þess má búast við því að geta Samherja til að komast yfir alþjóðlegan kvóta, t.d. innan Evrópusambandsins, muni takmarkast í ljósi þess að starfsmaður fyrirtækisisins hefur lýst stórfelldum mútugreiðslum og skattsvikum þess í Namibíu. Þá telja viðmælendur Kjarnans, sem starfa í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, fyrirsjáanlegt að málið geti haft áhrif á önnur íslensk fyrirtæki alþjóðlega, einkum í sjávarútvegi. Sérstaklega vegna þess að opinberunin á Samherja kom strax í kjölfar þess að Ísland var sett á gráan lista vegna ónógra peningavarna, en sú aðgerð er þegar farin að valda einhverjum íslenskum fyrirtækjum erfiðleikum í samskiptum við viðskiptavini sína.

Við blasir að málið mun valda Íslandi orðsporshnekki alþjóðlega. Það bætist við önnur mál sem hafa verið lituð í spillingarlitum og hafa vakið athygli á Íslandi langt út fyrir landssteinanna, svo sem bankahrunið og Panama-skjölin, sem sýndu að aflandsfélagaeign var einhverskonar þjóðaríþrótt hjá ákveðnu lagi fjármagnseigenda á Íslandi.

Á Íslandi er almenningur í áfalli og í gær fór fram sérstök umræða á Alþingi um spillingu, sem var sérstaklega sett á dagskrá vegna Samherja.

Nánar í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í beinni

Opinn kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hefst kl. 9 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Reiknað er með því að fundurinn standi í tvær klukkustundir.

 

Reykjavíkurborg streymir fundinum og má sjá streymið hér:

Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla sé lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.

„Alls eru 4.164 íbúðir á framkvæmdastigi víðs vegar um borgina. Þar af eru um 2.500 í byggingu fyrir almennan markað og rúmlega 1.600 á vegum húsnæðisfélaga. Til að setja þetta í samhengi má benda á að í dag eru um 54.000 íbúðir í borginni,“ segir í tilkynningu frá borginni.

Dagskrá:

Uppbygging íbúða í Reykjavík.
-Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ný búsetuform í borgum.
-Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta

Húsnæðisuppbygging í hverfaskipulagi.
-Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs

Gunnþór bað Samherjamenn um ráð til að blekkja Grænlendinga: „Reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum“

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

„Sælir félagar. Þannig er mál með vexti að vinir okkar í Grænlandi, Henrik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjárfestingum, veiðum, vinnslu og hafnarmannvirkjum ef menn myndu vera setja upp fiskimjöls og uppsjávarverksmiðju í Ammasalik austurströnd Grænlands.“

 

Á þessum orðum hefst tölvupóstur sem Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sendi 30. apríl 2014 til Aðalsteins Helgasonar, Jóhannesar Stefánssonar og manns hjá Samherja sem hefur netfangið [email protected]

Tölvupósturinn sem ber yfirskriftina Að nema nýjar lendur er hluti skjala sem Wikileaks hefur birt. Henrik Leth er stjórnarformaður Polar Seafood sem mun vera stærsta fyrirtæki í einkaeigu á Grænlandi.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag.

„Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru einhverjir heimamenn í Grænlandi með einhverja með sér í því að reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum með því að þykjast vera fara byggja upp á Austur Grænlandi,“ undirstrikar Gunnþór í pósti sínum. „Eigið þið ekki tilbúna einhverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afríku?“

Samherjamenn tóku vel í beiðnina og svarar Jóhannes: „Það er kannski spurning um að taka frá Marokkó, hvað segirðu um það?“ og beinir þá spurningunni til áðurnefnds Sigga.

„Gunnþór, ertu að leitast eftir einhverju ýtarlegu eða bara í kynningarformi?“ spyr hann síðan stjórnanda Síldarvinnslunnar.

„Nei, bara punktum hvað þarf,“ svarar Gunnþór.

Aðalsteinn Helgason var einn af lykilstarfsmönnum Samherja í á þriðja áratug þar til hann lét af störfum 2016.

Gunnþór vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir.

Handan bíbbsins

|
|

Það er föstudagur, klukkan er fjögur. Ég er mætt ásamt samborgurum mínum í stórmarkaðinn. Það ríkir kurteisi við innganginn, fyrst þú, svo ég. Inn hér, út þarna. Það heyrist svjúss í rennihurðinni og leiðin er greið.

 

Ég næ í innkaupakerru úr þráðbeinni runu á skilgreindu svæði þar sem allar þjónandi innkaupakerrur bíða eftir að uppfylla örlög sín. Ég þræði langa ganga með háum hillum af þéttröðuðum niðursuðudósum, litaflokkuðu margs konar sjampói og númerastöfluðum bleiupökkum. Allt er á sínum stað, skipulega og nákvæmlega. Ekki róta, ekki stoppa á miðjum gangi, taktu fremst, fylgdu reglunum.

Ég fylli kerruna og fer í kassaröðina. Þar bíða allir prúðir og stilltir. Dauft bíbb ómar frá vöruskannanum í fjarska. Það vottar fyrir ókyrrð. Röðin mjakast. Bíbb. Spennan magnast. Bíbb, bíbb. Maðurinn á undan mér tæmir úr sinni kerru á færibandið. Hann teygir sig í „Næsti“ skiltið. Ég dreg andann. Bless skipulag, bless siðareglur. Skiltið lendir á færibandinu. Halló anarkía. It´s go time!

Ég fleygi mér á kerruna og hamstola hendi ég vörum á færibandið, bíbb, verð að halda í við kassapiltinn, bíbb, efri vörin svitnar, bíbb, kívíin skrölta eftir bandinu. Ég góla eftir poka, bíbb, pokinn kemur fljúgandi, hvert fór hann, bíbb, kassapilturinn æpir tölur, ég borga, verð að muna pinnið, ekki tefja ferlið, bíbb, bíbb, vörur frá næsta manni streyma nú í gegn, bíbb, bíbb, bíbb, ég er komin á pokasvæðið, handan bíbbsins, þar sem ekkert ríkir nema glundroði og ringulreið. Hver á þessi dömubindi? Er þetta lýsið mitt? Keypti ég þessa peru? Er ég að gleyma veskinu?

Ég hendi af handahófi í pokana og með organdi ofurkröftum, einurð og elju brýst ég í gegnum haf yfirgefinna innkaupakerra sem loka leiðinni að útganginum. Ég skal ná út, ég skal ná heim til barnanna minna, ég skal komast í helgarfrí og poppa, eða borða harðfisk, bara svona allt eftir því hvað lendir í pokanum, því þannig er það handan bíbbsins, að mitt verður þitt og þitt mitt.

Góða helgi.

 

Stefán Óli húðskammar Stefán Einar: „Á dauða mínum átti ég von“

Samsett mynd: Stefán Einar til vinstri og Stefán Óli til hægri

„Mbl.is er að dæla út fréttum í miðri vinnustöðvun og grafa þannig undan kjarabaráttu samstarfsmanna sinna? Hafa blaðamennirnir sem skrifa fréttirnar ekki manndóm til að setja nafnið sitt við þær? Á dauða mínum átti ég von,”

Segir Stefán Óli Jónsson, blaðamaður á Vísi í færslu á Twitter.


Vísar Stefán Óli þar til meintra verkfallsbrota blaðamanna á Mbl.is. Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og K100, fyrir félagsdóm og verður þingfesting þriðjudaginn 19. nóvember. Í stefnunni er þess krafist að Árvakur verði dæmdur ti greiðslu sektar í ríkissjóð. Í stefnu BÍ eru níu blaðamenn nefndir á nafn og hvaða fréttir birtust í þeirra nafni á meðan á vinnustöðvun stóð föstudaginn 8. nóvember milli kl. 10 og 14.

„Það er samt ógeðslega kúl að fyrrverandi formaður VR, verkalýðsforinginn og siðfræðingurinn hann nafni minn sem er með c.a. tvöföld laun venjulegs blaðamanns, sé sagður fremstur í flokki verkfallsbrjóta. Ljóðrænt,” segir Stefán Óli og vísar þar til nafna síns, Stefáns Einars.


Ekki stendur á svari frá Stefáni Einari: „Það er vont ef fréttaflutningur þinn byggir á því sem sagt er en ekki skeytt um staðreyndir mála. Svo er það sérstakt rannsóknarefni ef ég er á tvöföldum launum blaðamanna. Ekki hef ég fengið að njóta þeirra ef satt reynist.”

„Þú verður að eiga það sem fram kemur í kæru BÍ við BÍ og Fréttablaðið (en ég starfa ekki þar). Samkvæmt Tekjublaðinu varstu með 866 þúsund á mánuði í fyrra, sem er nú ca. tvöföld launin mín og samstarfsmanna minna á gólfinu,” segir Stefán Óli.

Sjá einnig: Stefán Einar: „Hjálmar Jónsson er bara enginn verkstjóri yfir mér“

Stefán Einar: „Hjálmar Jónsson er bara enginn verkstjóri yfir mér“

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, neitar því ekki í samtali við Stundina að bera ábyrgð á fréttum sem birst hafa á vefmiðli  Morgunblaðsins, mbl.is, á meðan verkfalli blaðamanna stendur. Telur Stefán að það sé ekki verkfallsbrot.

 

„Hjálmar Jónsson er bara enginn verkstjóri yfir mér eða öðru starfsfólki hér,“ segir Stefán Einar í samtali við Stundina, en Hjálmar er sem kunnugt er formaður Blaðamannafélags Íslands og hefur lýst yfir vonbrigðum með hversu illa hafi tekist að framfylgja vinnustöðvun mbl.is.

Annað verkfall blaðamanna í Blaðamannafélagi Íslands hófst í morgun klukkan 10. Þrátt fyrir það hafa margar fréttir birst á mbl.is, eftir að verkfallið hófst og þykir það brjóta í bága við túlkun og viðmið Blaðamannfélagsins á framkvæmd verkfallsins.

Fyrra verkfallið var síðastliðinn föstudag og stóð yfir í fjóra tíma. Á þeim tíma birtist á þriðja tug frétta á mbl.is. Blaðamannafélag Íslands túlkar birtingu greinanna sem verkfallsbrot og hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, fyrir Félagsdóm vegna verkfallsbrota.

Í frétt Stundarinnar er greint frá því að samkvæmt stefnu Blaðmannafélagsins sé Stefán Einar einn þeirra blaðamanna sem hafi brotið verkfallið, en grein eftir hann, Hægir á eignaaukningunni, birtist klukkan 11 síðasta föstudag, þ.e. klukkutíma eftir að verkfall hófst.

Í samtali við Stundina kveðst Stefán Einar bera ábyrgð á birtingu fréttarinnar. „Ég skrifaði þessa frétt og þú getur bara flett upp á því sjálfur á mbl.is að hún birtist á þessum tíma,“ segir verkalýðsforinginn fyrrverandi.

Verkfall blaðamanna Blaðamannafélags Íslands, sem starfa á visir.is, mbl.is, frettabladid.is og ruv.is stendur yfir til klukkan 18 í dag.

Kaffi- og bananabrauð með brúnuðu smjöri

Stundum eru einföldustu brauðin eða kökurnar sem eru hrærðar saman í einni eða tveimur skálum og bakaðar í einföldu formi sem höfða mest til okkar og passa einstaklega vel með kaffi- eða tebolla.

 

Hefðin að bera eitthvað sætt fram með kaffinu er löng og mörg okkar eiga góðar minningar af afslöppuðum eftirmiðdögum þar sem gestgjafinn bar fram einfalt brauð eða köku bakaða í brauðformi ásamt kaffi. Uppskriftin hér er einföld í útfærslu og verður vonandi borin fram á rólegum sunnudegi yfir spjalli og góðu kaffi.

Kaffi- og bananabrauð með brúnuðu smjöri
u.þ.b. 12 sneiðar

170 g smjör
250 g hveiti
150 g ljós púðursykur
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
1 tsk. kanill
2 tsk. instant-kaffiduft
2 egg
1 tsk. vanilludropar
½ dl ab-mjólk
3 vel þroskaðir bananar, stappaðir

Hitið ofn í 180°C. Smyrjið u.þ.b. 24 cm brauðform og setjið til hliðar. Setjið smjörið í pott eða á pönnu yfir meðalháum hita, bíðið þar til smjörið bráðnar og froða fer að myndast í pottinum.

Takið af hitanum þegar smjörið gefur frá sér hnetukenndan ilm og hefur brúnast. Setjið til hliðar og látið kólna. Hrærið saman hveiti, sykur, matarsóda, salt, kanil og instant-kaffiduft. Takið fram aðra skál og hrærið saman egg, vanilludropa og ab-mjólk.

Blandið stöppuðu banönunum saman við ásamt kælda brúnaða smjörinu. Hrærið saman blaut- og þurrefni með sleikju og hellið deiginu í formið.

Bakið í miðjum ofni í 50-60 mín. eða þar til kökuprjónn kemur hreinn út.

 

Bilun í netþjónustu Nova

Bilun veldur því að netþjónusta Nova liggur niðri. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur netið legið niðri í um 30 mínútur.

Mikil álag er á þjónustuveri Nova en samkvæmt símsvara Nova er verið að vinna hörðum höndum að viðgerð.

Gunnar Bragi gagnrýnir stríðsfyrirsagnir fjölmiðla: „Athygliskeppnin er eins og aurskriða sem engu eirir“

Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, segist hugsa til starfsmanna Samherja ­sem horfi nú á stríðs­fyr­ir­sagnir um fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.

 

„Það er slæmt fyrir okkur öll þegar eitt af öfl­ug­ustu fyr­ir­tækjum lands­ins er sakað um vafa­sama við­skipta­hætti. Eðli­legt er að þeir sem ábyrgð bera svari fyrir það. Þeir og aðrir sem að fyr­ir­tæk­inu standa eða starfa hjá því eiga fjöl­skyld­ur, börn sem skilja ekki orðin sem notuð eru eða hvers vegna fjöl­skyldu­fað­ir­inn eða móð­irin bland­ast inn í þá umræðu sem búin var til með æsifrétta­stíln­um. Æsingur fjöl­mið­ils­ins til að ná athygl­inni er stundum svo mik­ill að annað skiptir ekki máli. Athygl­iskeppnin er eins og aur­skriða sem engu eirir og síst sann­leik­anum sem kannski kemur í ljós seint og um síð­ir,“ segir Gunnar Bragi í grein sem hann skrifar i Morgunblaðinu í dag. Kjarninn fjallaði einnig um grein Gunnars Braga.

Gagn­rýnir sérstakt samband RÚV og Stundarinnar

Gunnar Bragi gagnrýnir enn fremur það sem hann kallar sér­stakt sam­band milli Rík­is­út­varps­ins og Stund­ar­inn­ar, sem birtu bæði umfjall­anir um ætl­aðar mútu­greiðsl­ur, skatt­svik og pen­inga­þvætti Sam­herja í tengslum við við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.

Segir hann RÚV og Stundina hafa áður sængað saman „og þá mat­reitt málin eftir eigin höfði til þess eins að gera hlut­ina enn verri. Því er mik­il­vægt að bíða eftir heild­ar­mynd­inni áður en opin­berar aftökur hefj­ast.“ Gunnar Bragi til­greinir þó ekki hvaða umfjöllun hann er að vísa þar í.

Hann gagnrýnir síðan fjölmiðla almennt og segir æsing þeirra til að ná athygli oft svo mikinn að annað skipti ekki máli. „At­hygl­iskeppnin er eins og aur­skriða sem engu eirir og síst sann­leik­anum sem kannski kemur í ljós seint og um síð­ir. Á þá ekki að upp­lýsa um það sem miður fer eða þegar líkur eru á ein­hverju broti? Jú, svo sann­ar­lega en hvernig það er gert skiptir máli.“ En líkt og áður tiltekur hann engin dæmi.

Segir styrki til fjöl­miðla galna hug­mynd

Að lokum opin­berar Gunnar Bragi það að Mið­flokk­ur­inn hafi lagt fram til­lögu um að hætt yrði við að styrkja einka­rekna fjöl­miðla um allt að 400 millj­ónir króna í heild við fjár­laga­vinn­una, en frum­varp um slíka styrki hefur verið dreift á Alþingi og til stendur að mæla fyrir því á næst­unn­i.

Segir hann styrk­ina vera galna hug­mynd þegar ríkið sé þegar að setja um fimm millj­arða króna í Rík­is­út­varp­ið. „Það að reyna að koma öllum fjöl­miðlum á rík­is­spen­ann minnir óþægi­lega á sam­fé­lög þar sem stjórn­völd reyna að stýra öllum fjöl­miðl­um. Fjöl­miðlar verða að geta starfað án rík­is­styrkja. Mið­flokk­ur­inn mun á næst­unni kynna hug­mynd að því hvernig efla megi einka­rekna fjöl­miðla án þess að binda þá á rík­is­jöt­una.“

Fyrrverandi formaður stéttarfélags verkfallsbrjótur

Stefán Einar birtir frétt með fyrirsögninni Hæg­ir á eigna­aukn­ing­unni á mbl.is á meðan á vinnustöðvum stóð þann 8. nóvember.

Stéttarfélagið Blaðamannafélag Íslands (BÍ) hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins fyrir félagsdóm vegna verkfallsbrota sem framin voru síðasta föstudag þegar verkfallsaðgerðir BÍ stóðu yfir. Önnur lota vinnustöðvunar BÍ stendur núna yfir.

Í stefnunni kemur fram að alls er um að ræða brot í yfir 20 liðum sem framin voru af níu einstaklingum.

Blaðamennirnir sem um ræðir eru Auðun Georg Ólafsson, Stefán Einar Stefánsson, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Baldur Arnarsson, Sonja Sif Þórólfsdóttir, Aron Þórður Albertsson, Þóra Kolbrá Sigurðardóttir, Ásgeir Ingvarsson og Lilja Ósk Sigurðardóttir.

Stefnuna má lesa í heild sinni hér.

Það vekur athygli að Stefán Einar Stefánsson er á listanum. Hann er félagsmaður í BÍ. Í stefnunni kemur fram að hann skrifaði frétt með fyrirsögninni Hæg­ir á eigna­aukn­ing­unni og birtir klukkan 11.00 á meðan á vinnustöðvun stóð.

Stefán Einar Stefánsson var for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, um tveggja ára skeið, frá 2011 til 2013.

Uppfært klukkan 21.54:

Mannlífi hefur borist þær upplýsingar frá BÍ að lögmaður félagsins hafi gert ráðstafanir til þess að nöfn þeirra Guðrúnar Selmu Sigurjónsdóttir og Lilju Óskar Sigurðardóttir verði fjarlægð úr stefnu BÍ gegn Árvakri eftir að í ljós kom að tilbúnar fréttir þeirra voru birtar á vef mbl.is án þeirrar vitundar á meðan á vinnustöðvun stóð þann 8. nóvember.

Genki Instruments hlaut Hönnunarverðlaun Íslands

Genki Instruments hlaut í gærkvöld Hönnunarverðlaun Íslands 2019 sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Iðnó. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra afhenti verðlaunin. Genki Instruments hlaut aðalverðlaunin fyrir Wave hringinn sem hannaður er til að auka upplifun og túlkun í tónlist.

 

Í áliti dómnefndar segir meðal annars að Genki Instruments sé framsækið og hönnunardrifið tónlistartæknifyrirtæki þar sem hönnun, tækni, verkfræði og tónlist renna saman í eitt. Að fyrirtækinu standa Ólafur Bogason, Haraldur Þórir Hugosson, Jón Helgi Hólmgeirsson og Daníel Grétarsson.

„Wave er einstakt dæmi um framsækna hugmynd frumkvöðlafyrirtækis þar sem rannsókn, þróun og prófanir í gegnum allt hönnunarferlið skilar algerlega nýrri upplifun til notenda sem hefur hlotið lof víða um heim,“ segir janframt í áliti dómnefndarinnar.

Omnom súkkulaðigerð hlaut verðlaunin Besta fjárfesting í hönnun 2019. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019 og var það Onmnom súkkulaðigerð sem hlutu þau verðlaun að þessu sinni en Omnom framleiðir handgert súkkulaði. Fyrirtækið var stofnað af Kjartani Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni árið 2013 og hefur síðan þá lagt kapp sitt á að bjóða neytendum upp á gæði og góða upplifun. Árangur fyrirtækisins undirstrikar einnig mikilvægi hönnunar sem þátt í verðmætasköpun. Í umsögn dómnefndar segir:

„Ferlið á bak við vöruþróun er spennandi en Omnom hefur frá byrjun unnið með hönnuðum í öllu framleiðsluferlinu að heildrænni vöruupplifun, hvort sem það er súkkulaðið sjálft eða með vandaðri hönnun á umbúðum og framsetningu í verslunum. Slík samvinna í öllu ferlinu er skýrt dæmi um hvernig hönnun getur haft afgerandi áhrif á vaxtarsögu og velgengni fyrirtækis.“

Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Í fyrsta sinn voru veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands sem Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut. Manfreð er einn ástsælasti arkitekt Íslands og hefur hann markað djúp spor í sögu arkitektúrs á Íslandi eins og fram kemur í áliti dómnefndarinnar.

„Hönnun og byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar eru meðal bestu dæma um góðan arkitektúr á Íslandi en verkin bera vitni um vandaða hönnun og arkitektúr þar sem efni, form og samhengi skapa eina órjúfanlega heild.“

Í álitinu er einnig minnst á einstakan starfsferil Manfreðs sem spannar yfir 60 ár og endurspeglar hann áræðni í fjölbreyttum verkefnum og metnaðarfulla listræna og faglega sýn. Þar segir jafnframt:

„Eftir Manfreð liggur fjöldi tímamótaverka sem bera vott um einstaka hæfni til að takast á við margvíslegar áskoranir staðhátta og uppbyggingar í ungu samfélagi.“

Hönnunarverðlaun Íslands hafa verið veitt árlega frá árinu 2014 og varpa þau ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi en einnig beina þau sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Að verðlaununum standa Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands með stuðningi frá Landsvirkjun og Samtökum Iðnaðarins.

Í dómnefndinni í ár sátu Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, formaður dómnefndar og hönnuður, Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, Daniel Golling sýningarstjóri sænska arkitektúrsafnsins og Edda Björk Ragnarsdóttir frá Samtökum Iðnaðarins.

Mikið álag á bráðamóttöku vegna umferðarslysa

Mikið álag er á Landspítala núna, einkum bráðamóttöku í Fossvogi, vegna fjölda sjúklinga sem komið hefur til spítalans upp á síðkastið, einkum þó í dag, föstudaginn 15. nóvember 2019, í kjölfar alvarlegra umferðarslysa.

 

Á tíunda tímanum í morgun varð fjögurra bíla árekstur á Suðurlandsvegi við Heiðmerkurveg, ökumaður fór út af á hjáleið um Hafravatnsleið vegna hálku og ekið var á gangandi vegfaranda við Skeiðarvog á morgun. Allir slasaðir voru fluttir á bráðamóttöku.

Fólk sem leitar á bráðamóttökuna má því gera ráð fyrir óvenju langri bið eftir þjónustu en sjúklingum er forgangsraðað eftir bráðleika. Búast má við að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengi eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina.

„Þessi frétt er algjörlega röng“

|||||||
Myndir /EPA|epa07399016 A model presents a creation from the Fall/Winter 2019/20 Women's collection by Italian designer Maria Grazia Chiuri for Dior fashion house during the Paris Fashion Week

Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni hf segir að fréttir um að framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafði beðið Samherja um ráð til að blekkja út veiðiheinildir séu byggðar á misskilningi.

 

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, óskaði eftir leiðbeiningum frá stjórnendum Samherja varðandi það hvernig blekkja mætti Grænlendinga til að komast yfir veiðiheimildir og velvild heimamanna. Fréttablaðið segir frá þessu og vísar í tölvupóst frá Gunnþóri til til Aðalsteins Helgasonar, Jóhannesar Stefánssonar og annars starfsmanns Samherja.

Síldarvinnslan hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að um villandi og rangan fréttaflutning sé að ræða.

„Þessi frétt er algjörlega röng og í reyndinni merkilegt hvernig blaðamaður getur lesið þetta út úr þeim tölvupósti sem vitnað er til,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Þar segir einnig að tölvupósturinn hafi einfaldlega snúist um að fá ráð hvað uppbyggingu og rekstur vinnslufyrirtækja varðar en að samskiptin hafi verið slitin úr samhengi.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
Í morgun birtist frétt um að Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hefði óskað eftir leiðbeiningum frá Samherja hinn 30. apríl árið 2014 varðandi það hvernig blekkja mætti Grænlendinga til að komast yfir veiðiheimildir og kvóta. Þessi frétt er algjörlega röng og í reyndinni merkilegt hvernig blaðamaður getur lesið þetta út úr þeim tölvupósti sem vitnað er til.
Síldarvinnslan hf. hefur átt í farsælu samstarfi við Grænlendinga frá árinu 2003 við rekstur útgerðarfyrirtækis. Árið 2012 festi stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, Polar Seafood, kaup á meirihlutanum í útgerðarfyrirtækinu sem þá fékk nafnið Polar Pelagic, en Síldarvinnslan á þriðjungs hlut í því. Stjórn Polar Seafood hefur alla tíð sinnt öllum samskiptum fyrirtækisins við grænlensk stjórnvöld. Stjórnarformaður Polar Seafood er Henrik Leth en hann hefur lengi verið einn af helstu forystumönnum grænlensks sjávarútvegs.
Árið 2014 hafði Henrik Leth samband við Gunnþór Ingvason og tjáði honum að á Grænlandi væri í umræðunni að einhverjir áformuðu að koma upp fiskimjöls- og uppsjávarvinnslu í Ammasalik á austurströnd landsins.  Taldi Henrik þessi áform mjög óraunhæf og áleit að þau væru sett fram í þeim tilgangi að ná kvóta hjá grænlenskum stjórnvöldum. Til þess að fá nánari upplýsingar um tæknileg málefni og kostnað við uppbyggingu eins og þessa leitaði hann til Gunnþórs Ingvasonar. Gunnþór vissi að Samherji hefði nýlega látið gera áætlanir um slíka uppbyggingu í Marokkó og einfaldast væri að skoða þær. Sendi hann Samherjamönnum tölvupóst þar sem hann bað um að fá þessar upplýsingar þó þær ættu við um uppbyggingu í Afríku. Þar með var málinu lokið að hans hálfu.
Henrik Leth segir eftirfarandi um þetta: „Ég leitaði til Gunnþórs um upplýsingar einfaldlega vegna þess að Síldarvinnslan hefur mikla reynslu og þekkingu á uppbyggingu og rekstri vinnslufyrirtækja. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að hægt væri að búa til svona neikvæða frétt um greiðvikni hans í minn garð. Þetta er sorglegt dæmi um óvönduð vinnubrögð fjölmiðla.“ 
Af framansögðu má ljóst vera að orð Gunnþórs Ingvasonar í tölvupóstinum voru slitin úr samhengi í umræddri frétt. Síldarvinnslan harmar þann villandi og meiðandi málflutning sem birtist í fréttinni.

Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið: „Munur á að græða peninga og vera gráðugur“

Mynd / Skjáskot Hringbraut

Mar­grét Krist­­manns­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri P­faff og fyrr­ver­andi vara­for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) segir að Sam­herj­a­málið láti við­skipta­lífið í heild sinni líta illa út.

Margrét vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki. Margrét var í viðtali í Morgunútvarpinu í morgun og Kjarninn fjallaði einnig um málið.

Margrét segir að þegar svona alvar­leg mál komi upp þá SA að stíga fram og tala fyrir hönd atvinnu­lífs­ins.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sendu frá sér yfir­lýs­ingu dag­inn eft­ir Kveiks­þátt­inn. Í yfir­lýs­ing­unni kom fram að þetta mál væri mjög alvar­legt og gæti ekki aðeins skaðað orð­spor íslensks sjáv­ar­út­vegs heldur einnig orð­spor Íslands í heild sinni.

„Við vitum alveg að Sam­herj­a­menn eru ekki skap­lausir menn. Þannig það er miklu betra vera í liði með Sam­herj­a­mönnum heldur en á mót­i,“ segir Mar­grét aðspurð af hverju hún telji að SA hafi ekki séð sér fært að tjá sig um þetta mál og að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi að hennar mati alltaf haft miklu meira vægi innan sam­tak­anna en atkvæða­vægi þeirra hefur sagt til um.

Hún bend­ir enn frem­ur á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé með 10 til 15 pró­sent vægi innan SA. „Það eru 85 pró­sent aðrir í atvinnu­líf­inu sem vilja að SA stígi fram og lýsi því yfir að þetta sé með öllu óásætt­an­leg og að svona starfi ekki alvöru fyr­ir­tæki.“

Munur á að græða pen­inga og vera gráð­ug­ur 

Mar­grét segir jafn­framt að það sé him­inn og haf á milli þess að græða pen­inga og vera gráð­ug­ur. Hún segir að Sam­herj­a­mál­ið ­sýni svo mikla græðgi og að það sé ein af ástæð­unum af hverju íslenska þjóðin sé svona reið.

„Þarna fer eitt rík­asta fyr­ir­tæki Íslands að arð­ræna eitt ­fá­tæk­asta land í heimi. Eitt­hvað sem við getum ekki sætt okkur við og engan veg­inn sam­þykkt,“ segir Mar­grét og bendir á að Sam­herji hafi getað rekið arð­bæra útgerð í Namibíu en einnig greitt skatta og stutt upp­bygg­ingu í land­in­u. „Na­mibía hefði getað verið þeirra Siglu­fjörð­ur.“

Aðspurð um tölvu­póst Síld­ar­vinnsl­unnar til Sam­herja um ráð­legg­ingar um hvernig væri best að blekkja Græn­lend­inga, greint var frá í dag, segir Mar­grét þetta vera hryll­ings­sögu. „Ef fleiri svona mál koma upp þá er þetta eitt­hvað sem er miklu alvar­lega en við gerum okkur grein fyrir í dag.“

Sjá einnig: Gunnþór bað Samherjamenn um ráð til að blekkja Grænlendinga: „Reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum“

Fórnarlamba umferðarslysa minnst

Á sunnudag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Víða um land halda slysavarnadeildir og björgunarsveitir minningarathafnir í sínum bæjarfélögum.

 

Höfuðborgarsvæðið
Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kl. 14.  Að þessu sinni er það  Hjálparsveit skáta í Reykjavik sem hefur umsjón með aðkomu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Slysavarnadeildirnar í Reykjavík og á Seltjarnanesi bjóða upp á kaffi og kleinur að athöfn lokinni í búðatjaldi HSSR við spítalann.

Reykjanes
Slysavarnadeildir í Grindavík, Garði og Reykjanesbæ í samstarfi við björgunarsveitir á svæðinu eru með sameiginlegan viðburð í Njarðvík í ár. Haldin verður miningarstund kl. 20.00 í Ytri Njarðvíkurkirkju, hundruð kerti og kaffi á eftir í sal kirkjunnar.

Dalvík
Í samstarfi slysavarnadeildar og björgunarsveitar á Dalvík verður slysavarnamessa í Dalvíkurkirkju sem hefst kl. 11:00.  Felix Jósafatsson fyrrum varðstjóri á Dalvík mun flytja erindi. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur að messu lokinni.

Eskifjörður
Björgunarsveitin Brimrún og Slysavarnadeildin Hafrún á Eskifirði verða með viðburð í tilefni dagsins. Hefst hann með Slysavarnarmessu í Eskifjarðakirkju kl. 11. Þar sem fórnalamba umferðaslysa verða minnst. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur í safnaðarheimilinu eftir messu og verður ma. ávarp frá fulltrúa bæjarstjórnar. Fulltrúar annara viðbragðsaðila verða á staðnum.

Ólafsfjörður
Á Ólafsfirði verður komið saman kl. 14 við Minningnarsteininn í kirkjugarðinum.  Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur Ólafsfjarðar, mun segja nokkur orð og að því loknu munum við minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni með einnar mínútu þögn.  Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði býður gestum upp á kaffi, kakó og vöfflur í félagshúsi sínu eftir athöfnina.

Siglufjörður
Slysavarnadeildin Vörn mun standa fyrir minningarathöfn í samstarfi við Björgunarsveitina Stráka. Minningarathöfnin mun fara fram við kirkjutröppurnar fyrir neðan Siglufjarðarkirkju kl 17 þann 17. nóvember. Anna Hulda djákni mun segja nokkur orð og munum við taka einnar mínútu þögn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni.

Patreksfjörður
Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin á endanum á Patreksfirði (Þar sem skemmtiferðaskipin leggja að) kl. 14. Boðað er til mínútuþagnar kl. 14.15.  Að lokinni athöfn er boðið upp á kaffi og konfekt í Sigurðarbúð, húsi Björgunarsveitarinnar Blakks.

Björgunarsveitin Blakkur, HVEST Patreksfirði, Lögreglan á Vestfjörðum, Rauði Krossinn í Barðastrandasýslu, Sjúkraflutningamenn, Slökkvilið Vesturbyggðar og Slysavarnadeildin Unnur.

Mývatnssveit
Slysavarnadeildin Hringur í Mývatnssveit verður með athöfn kl. 14:30 að Múlavegi 2 þar sem kveikt verður á kertum og mínútuþögn. Boðið verður upp á vöfflukaffi í húsnæði deildarinnar og gestum gefst einnig  kostur á að skoða það.

Breiðdalsvík
Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík mun standa fyrir athöfn við Lækjarkot kl. 16. Fólk er hvatt til að koma með mæta með friðarkerti og að loknu erindi sóknarprestsins verður boðið upp á kakó og smákökur.

Árnessýsla
Björgunarsveitir í Árnessýslu standa fyrir minningarathöfn við Kögunarhól kl. 14.00. Kveikt verður á kertum og fórnarlamba umferðarslysa minnst.  Ræðumenn munu koma fram og tala.

Björgunarfélag Árborgar, Björgunarsveit Biskupstungna, Björgunarfélagið Eyvindur, Hjálparsveit skáta Hveragerði, Björgunarsveitin Ingunn, Björgunarsveitin Mannbjörg, Björgunarsveitin Sigurgeir, Hjálparsveitin Tintron, Heilbrigðisstofnun suðurlands, Brunavarnir Árnessýslu, Lögreglan á suðurlandi.

Vestmannaeyjar
Slysavarnadeildin Eykyndill í Vestmannaeyjum mun standa fyrir athöfn þar sem messað verður í Landakirkju kl. 14 og boðið upp á kaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

Dalasýsla
Björgunarsveitin Ósk og Slysavarnadeild Dalasýslu standa fyrir minningarathöfn í Búðardal. Nákvæmari upplýsingar liggja  ekki fyrir en fólk er hvatt til að afla sér upplýsinga hjá skipuleggendum.

Höfn í Hornafirði
Minningarathöfn verður við þyrlupallinn á Höfn kl. 11.  Í Hafnarkirkju verður svo messað kl. 14  og er messan tileinkuð minningu fórnarlamba umferðarslysa.

Það eru Björgunarfélag Hornafjarðar, Slysavarnadeildin framtíðin, Lögreglan og Hafnarsókn sem standa að minningardeginum.

„Það er rússnesk rúlletta að taka inn þessi hormón“

|||
|||Ýmsar sögusagnir eru á kreiki um að þekkt fólk í skemmanabransanum noti vaxtarhormón til að viðhalda æskuljóma sínum. Sylvester Stallone hefur til að mynda gengist við því að nota slík hormón.

Vinsældir svokallaðra vaxtarhormóna (HGH, human growth hormone) hafa aukist jafnt og þétt á Íslandi en efnið hefur verið vinsælt um árabil í Hollywood á meðal fræga fólksins sem notar það til að viðhalda æskuljóma sínum. Sérfræðingar vara við alvarlegum afleiðingum ef vaxtarhormón eru notuð án eftirlits.

 

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands (Anti-Doping Iceland), staðfestir í samtali við Mannlíf að notkun vaxtarhormóna hafi aukist hér á landi en tekur fram að misnotkun þess sé ekki jafnmikil og á anabólískum sterum. „Maður heyrir að það séu margir að koma með vaxtahormón til landsins; fólk segist vera með 30 daga skammt, sem er leyfilegur skammtur, uppáskrifaðan af læknum úti og að hormónin séu til einkaneyslu. Við nánari athugun er hins vegar að koma í ljós að skammtarnir eru sumir hverjir stærri, sem stangast á við lög,“ segir Birgir.

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands (Anti-Doping Iceland).

„Ekkert mál að panta þetta á Netinu“

Að sögn Birgis má meðal annars rekja vinsældir vaxtarhormóna til útlitsdýrkunar í samfélaginu og segir hann að notendur séu fyrst og fremst ungt fólk sem vill líta betur út. „Byrjunaraldurinn færist alltaf neðar og neðar. Það er auðvitað viss samfélagslegur þrýstingur á ungt fólk að líta út á ákveðinn hátt, útlitsdýrkunin sem er í gangi í samfélaginu virðist hafa einna mest áhrif á það og ýta undir neyslu ólöglegra frammistöðubætandi efna (performance enhancing drugs) og lyfjamisnotkun, þar á meðal vaxtarhormóna, en það er vel þekkt að fólk tekur vaxtarhormón til að bæta útlitið.“

„Við erum eyja en það er ekkert mál að panta þetta á Netinu og fá sendingu næsta dag.“

Þá segist Birgir vita til þess að fólk sé í auknum mæli að flytja vaxtarhormón ólöglega til landsins, líklega frá Evrópu og að framboðið sé sífellt að aukast. „Við erum eyja en það er ekkert mál að panta þetta á Netinu og fá sendingu næsta dag,“ segir hann og bætir við að eftirlitslaus notkun á vaxtarhormónum geti valdið ýmsum alvarlegum aukaverkunum sem geta komið fram löngu síðar. Í því samhengi má nefna að mögulegar aukaverkanir eru m.a. vöxtur innri líffæra og uppsafnaður vefjavökvi sem getur leitt til hjartabilunar. Þá getur langtímanotkun leitt til aukinnar hættu á krabbameini, sérstaklega í meltingarveginum. Það er rússnesk rúlletta að taka inn þessi hormón.“

Notað sem yngingarlyf

„Fólk er að taka hormónin til að bæta útlitið, til að vera flott og meira fit. Það er að nota þau sem yngingarlyf. Svo er fólk í íþróttum líka að taka þessi hormón, fólk sem er nota þau til flýta fyrir bata eftir meiðsli, til að flýta fyrir endurnýjun frumna.“ Þetta segir viðmælandi Mannlífs sem þekkir til notkunar vaxtarhormóna meðal fólks á miðjum aldri en vill ekki koma fram undir nafni. Viðkomandi segir að fólk geymi efnið í ísskápnum hjá sér og sprauti sig með því daglega og fullyrði að það sjái árangur af notkun þess. „Fólk talar um að notkun þessara hormóna sé að skila árangri, að notkun þeirra hægi til dæmis á öldrun, húðin sé betri fyrir vikið, minnið sé betra og þar fram eftir götum,“ segir hann og bætir við að fólk sé almennt meðvitað um hugsanlegar aukaverkanir en það sé engin hindrun. „Fólk er meðvitað um hættuna en lætur það ekki stoppa sig.“

Keypt á svörtum markaði

Heimildir Mannlífs herma að 30 daga skammtur kosti á bilinu 100–200 þúsund krónur. Það er í samræmi við þær tölur sem hafa áður verið nefndar í fjölmiðlum á Íslandi. Í viðtali við Guðmund Ómarsson á Vísi árið 2015 lýsir Guðmundur til dæmis því hvernig hann keypti vaxtarhormón á svörtum markaði eftir að hafa veikst af myglusveppi. Guðmundur greiddi 150 þúsund fyrir mánaðarskammt og sagði það vera hverrar krónu virði því hann hafi náð talsverðum bata eftir notkun efnisins. Hann reyndi að fá vaxtarhormón uppáskrifuð hjá lækni en án árangurs.

Vegna þess að náttúruleg HGH-gildi líkamans lækka með aldrinum hafa sumir svokallaðir öldrunarsérfræðingar fullyrt að HGH-vörur geti snúið við aldurstengdri líkamlegri hnignun en tekið skal fram að slíkar fullyrðingar eru ósannaðar. Notkun HGH í þeim tilgangi að hægja á öldrun er enda ekki samþykkt af Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA).

Fullyrðingar um undraefni sem „hægja á öldrun“ varasamar

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur skrifar á doktor.is að skortur á vaxtarhormónum (HGH) valdi því að börn vaxi ekki eðlilega og að hjá fullorðnum geti lyfið haft jákvæð áhrif á líkamsvöxt ef um skort á hormóninu er að ræða. Óvíst sé hins vegar hvort það hafi afgerandi jákvæð áhrif á heilbrigða einstaklinga. Vaxtarhormón er lyfseðilskylt lyf og mega eingöngu sérfræðingar í efnaskipta- og innkirtlasjúkdómum eða barnaefnaskiptasjúkdómum ávísa því.

Vaxtarhormón er mjög viðkvæmt í lausn og brotnar hratt niður. Það er því alltaf afgreitt sem þurrefni og vökvanum blandað í skömmu fyrir notkun og verður að gefa lyfið inn sem stungulyf þar sem það brotnar niður í meltingarfærum.

„Vörur sem auglýstar eru á erlendum heimasíðum á Netinu og kallað Human Growth Hormone inniheldur mjög líklega ekki neitt eiginlegt vaxtarhormón. Þar fyrir utan held ég að allir ættu að taka varlega fullyrðingum um undraefni sem „hægja á öldrun, minnka hrukkur o.s.frv.“ Undantekningarlítið er þar um að ræða loforð sem ekki er hægt að standa við,“ skrifar Finnbogi.

Þess má geta að notkun vaxtarhormóna í miklu magni getur leitt til aukins hárvaxtar, meiri svitamyndunar og feitari húðar. Beinvöxtur getur aukist og tannlos getur átt sér stað. Eyru, hendur og fætur geta stækkað með tímanum samhliða notkun. Vöxtur innri líffæra og uppsafnaður vefjavökvi getur leitt til hjartabilunar. Langtímanotkun getur einnig leitt til aukinnar hættu á krabbameini, þá einkum í meltingarvegi.

Ýmsar sögusagnir eru á kreiki um að þekkt fólk í skemmanabransanum noti vaxtarhormón til að viðhalda æskuljóma sínum. Sylvester Stallone hefur til að mynda gengist við því að nota slík hormón.

 

 

 

„ Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum“

„Félag fréttamanna lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands. Félagið styður heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“

Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu frá Félagi fréttamanna til BÍ.

„Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk. Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum.“

Undir stuðningsyfirlýsinguna skrifar Alma Ómarsdóttir formaður fyrir hönd Félags fréttamanna.

„Það er ekki hægt að gefa neina uppskrift að því hvernig á að syrgja“

|
Haukur Örn Birgisson

Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og forseti Golfsambands Íslands, og Guðríður Magndís Guðmundsdóttir, sambýliskona hans, eignuðust andvana tvíbura í lok október eftir rúmlega tuttugu og tveggja vikna meðgöngu. Ekkert hafði bent til þess að eitthvað væri að og áfallið því enn meira en ella. Haukur lýsti upplifuninni af því að missa drengina í Bakþönkum Fréttablaðsins og segist aldrei hafa órað fyrir þeim viðbrögðum sem pistillinn fékk. Það sé ekki líkt honum að bera tilfinningar sínar á torg með slíkum hætti.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hann þá erfiðu lífsreynslu að eignast og missa syni sína á sama tíma og hvaða áhrif sú reynsla hefur haft á hann og hans nánustu.

Drengirnir voru krufðir en þegar viðtalið fer fram liggja niðurstöður krufningarinnar ekki fyrir og Haukur og Guðríður vita enn ekki hvað olli dauða þeirra. Þau ákváðu að láta brenna þá og setja duftkerin í gröf afa Guðríðar, sem lést fyrir skömmu, og sú athöfn stendur einmitt fyrir dyrum daginn eftir að viðtalið fer fram. Haukur segist gera ráð fyrir því að sá dagur verði erfiður, en um leið sé gott að kveðja þá með þessum hætti og loka ferlinu. En hvað tekur svo við?

„Ég satt best að segja veit það ekki,“ segir hann. „Ég veit að það munu koma erfiðir dagar. Jólin eru fram undan, sem eru alltaf tilfinningaþrunginn tími, svo kemur settur fæðingardagur í lok janúar sem verður auðvitað líka erfitt og svo áfram og áfram. Ég held ekki að það sé hægt að gera neinar áætlanir um það hvernig maður kemst í gegnum svona sorgarferli. Ég held mér í þessi orð prestsins sem ég vitnaði til hér áðan og treysti því að ég muni vita hvað ég á að gera þegar ég þarf að gera það. Þessir menn sem ég talaði um áðan, feður sem hafa misst börn og sendu mér pósta og skilaboð eftir pistilinn hafa bent á ýmis ráð, en ég held að hver og einn verði að takast á við þetta með sínum hætti, það er ekki hægt að gefa neina uppskrift að því hvernig á að syrgja. Það er bara hægt að halda áfram, einn dag í einu.“

„Ég er ekki opinn maður og það er ekki líkt mér að bera tilfinningar mínar á torg. Ég skrifaði pistilinn strax kvöldið sem við komum heim af spítalanum en var í fjóra daga að velta því fyrir mér hvort ég ætti að birta hann.“ Mynd / Hallur Karlsson

BÍ stefnir Árvakri fyrir félagsdóm

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins fyrir félagsdóm vegna verkfallsbrota sem framin voru síðasta föstudag þegar verkfallsaðgerðir BÍ stóðu yfir.

 

Alls er um að ræða brot  í yfir 20 liðum sem framin voru af níu einstaklingum.  Í stefnunni er þess krafist að viðurkennt sé með dómi að Árvakur hafi brotið gegn lögum um stéttafélög og vinnudeilur og verði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóðs og greiðslu málskostnaðar.

Stefnuna má lesa hér.

Málið verður þingfest þriðjudaginn 19. nóvember. Í dag hefst önnur lota vinnustöðvunar BÍ og mun hún standa í átta klukkustundir frá klukkan 10 til 18, en sáttafundur í gær skilaði ekki árangri.

Alþjóðasamband blaðamanna sendi baráttukveðjur

Younes Mjahed forseti IFJ.

Blaðamannafélagi Íslands (BÍ) hefur borist stuðningsyfirlýsing frá Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) vegna yfirstandandi kjarabaráttu og verkfallsaðgerða. Þetta kemur fram á vef BÍ.

Í bréfi sem Younes Mjahed forseti IFJ sendi Hjálmari Jónssyni formanni BÍ eru fyrir hönd blaðamannasamtaka um allan heim sendar baráttukveðjur til félaga BÍ og aðdáun lýst á þeim aðgerðum sem félagið hefur farið í til að bæta kjör stéttarinnar.

Forsetinn kveðst stoltur bjóða fram stuðning IFJ í yfirstandandi verkfallsaðgerðum og óskar blaðamönnum góðs gengis í baráttunni.

Í yfirlýsingunni segir að félagið styðji verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins.

Önn­ur lota vinnu­stöðvun­ar BÍ hefst klukk­an 10:00 í dag og stendur yfir í átta klukkustundir.

Samherji opinberaður

Samherjamenn eru lögsóttir í Namibíu.

Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í. Samherji hefur nú verið opinberað fyrir að hafa greitt mútur til að komast yfir kvóta í Namibíu og stundað stórfellda skattasniðgöngu til að hámarka arð sinn af þeim kvóta. Afleiðingarnar af þessu eru þegar orðnar margháttaðar.

Beinar afleiðingar opinberunnarinnar hafa líka verið miklar. Innan við sólarhring eftir að Kveiksþættinum lauk voru Bern­hardt Esau, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Sacky Shang­hala, dóms­mála­ráð­herra lands­ins, sem báðir voru þiggjendur þess fjár sem Samherji greiddi fyrir aðgengi að kvóta, búnir að segja af sér. Þingkosningar eru framundan í Namibíu í lok mánaðarins og málið tröllríður nú öllum fjölmiðlum í landinu. Ekki er búist við því að Swapo-flokkurinn, sem hefur verið nær einráður í Namibíu frá því að landið fékk sjálfstæði, missi völdin vegna málsins en viðbúið er að það mun reynast flokknum erfitt. Hversu erfitt mun koma í ljós fyrir komandi mánaðarmót.

Á Íslandi hefur Þorsteinn Már stigið tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn fyrirtækisins á eigin athæfi stendur yfir. Það gerði hann í gær, fimmtudag, til að tryggja „sem best hlutleysi rannsóknarinnar.“

Enn er óljóst hversu víðfeðm önnur áhrif af málinu verða. Ljóst er að peningaþvættisrannsóknin í Noregi getur skapað mikil vandræði fyrir Samherja og alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins, skili hún þeirri niðurstöðu að fjármunir hafi verið þvættaðir í gegnum norskan ríkisbanka. Auk þess má búast við því að geta Samherja til að komast yfir alþjóðlegan kvóta, t.d. innan Evrópusambandsins, muni takmarkast í ljósi þess að starfsmaður fyrirtækisisins hefur lýst stórfelldum mútugreiðslum og skattsvikum þess í Namibíu. Þá telja viðmælendur Kjarnans, sem starfa í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, fyrirsjáanlegt að málið geti haft áhrif á önnur íslensk fyrirtæki alþjóðlega, einkum í sjávarútvegi. Sérstaklega vegna þess að opinberunin á Samherja kom strax í kjölfar þess að Ísland var sett á gráan lista vegna ónógra peningavarna, en sú aðgerð er þegar farin að valda einhverjum íslenskum fyrirtækjum erfiðleikum í samskiptum við viðskiptavini sína.

Við blasir að málið mun valda Íslandi orðsporshnekki alþjóðlega. Það bætist við önnur mál sem hafa verið lituð í spillingarlitum og hafa vakið athygli á Íslandi langt út fyrir landssteinanna, svo sem bankahrunið og Panama-skjölin, sem sýndu að aflandsfélagaeign var einhverskonar þjóðaríþrótt hjá ákveðnu lagi fjármagnseigenda á Íslandi.

Á Íslandi er almenningur í áfalli og í gær fór fram sérstök umræða á Alþingi um spillingu, sem var sérstaklega sett á dagskrá vegna Samherja.

Nánar í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í beinni

Opinn kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hefst kl. 9 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Reiknað er með því að fundurinn standi í tvær klukkustundir.

 

Reykjavíkurborg streymir fundinum og má sjá streymið hér:

Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla sé lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.

„Alls eru 4.164 íbúðir á framkvæmdastigi víðs vegar um borgina. Þar af eru um 2.500 í byggingu fyrir almennan markað og rúmlega 1.600 á vegum húsnæðisfélaga. Til að setja þetta í samhengi má benda á að í dag eru um 54.000 íbúðir í borginni,“ segir í tilkynningu frá borginni.

Dagskrá:

Uppbygging íbúða í Reykjavík.
-Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ný búsetuform í borgum.
-Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta

Húsnæðisuppbygging í hverfaskipulagi.
-Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs

Gunnþór bað Samherjamenn um ráð til að blekkja Grænlendinga: „Reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum“

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

„Sælir félagar. Þannig er mál með vexti að vinir okkar í Grænlandi, Henrik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjárfestingum, veiðum, vinnslu og hafnarmannvirkjum ef menn myndu vera setja upp fiskimjöls og uppsjávarverksmiðju í Ammasalik austurströnd Grænlands.“

 

Á þessum orðum hefst tölvupóstur sem Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sendi 30. apríl 2014 til Aðalsteins Helgasonar, Jóhannesar Stefánssonar og manns hjá Samherja sem hefur netfangið [email protected]

Tölvupósturinn sem ber yfirskriftina Að nema nýjar lendur er hluti skjala sem Wikileaks hefur birt. Henrik Leth er stjórnarformaður Polar Seafood sem mun vera stærsta fyrirtæki í einkaeigu á Grænlandi.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag.

„Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru einhverjir heimamenn í Grænlandi með einhverja með sér í því að reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum með því að þykjast vera fara byggja upp á Austur Grænlandi,“ undirstrikar Gunnþór í pósti sínum. „Eigið þið ekki tilbúna einhverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afríku?“

Samherjamenn tóku vel í beiðnina og svarar Jóhannes: „Það er kannski spurning um að taka frá Marokkó, hvað segirðu um það?“ og beinir þá spurningunni til áðurnefnds Sigga.

„Gunnþór, ertu að leitast eftir einhverju ýtarlegu eða bara í kynningarformi?“ spyr hann síðan stjórnanda Síldarvinnslunnar.

„Nei, bara punktum hvað þarf,“ svarar Gunnþór.

Aðalsteinn Helgason var einn af lykilstarfsmönnum Samherja í á þriðja áratug þar til hann lét af störfum 2016.

Gunnþór vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir.

Handan bíbbsins

|
|

Það er föstudagur, klukkan er fjögur. Ég er mætt ásamt samborgurum mínum í stórmarkaðinn. Það ríkir kurteisi við innganginn, fyrst þú, svo ég. Inn hér, út þarna. Það heyrist svjúss í rennihurðinni og leiðin er greið.

 

Ég næ í innkaupakerru úr þráðbeinni runu á skilgreindu svæði þar sem allar þjónandi innkaupakerrur bíða eftir að uppfylla örlög sín. Ég þræði langa ganga með háum hillum af þéttröðuðum niðursuðudósum, litaflokkuðu margs konar sjampói og númerastöfluðum bleiupökkum. Allt er á sínum stað, skipulega og nákvæmlega. Ekki róta, ekki stoppa á miðjum gangi, taktu fremst, fylgdu reglunum.

Ég fylli kerruna og fer í kassaröðina. Þar bíða allir prúðir og stilltir. Dauft bíbb ómar frá vöruskannanum í fjarska. Það vottar fyrir ókyrrð. Röðin mjakast. Bíbb. Spennan magnast. Bíbb, bíbb. Maðurinn á undan mér tæmir úr sinni kerru á færibandið. Hann teygir sig í „Næsti“ skiltið. Ég dreg andann. Bless skipulag, bless siðareglur. Skiltið lendir á færibandinu. Halló anarkía. It´s go time!

Ég fleygi mér á kerruna og hamstola hendi ég vörum á færibandið, bíbb, verð að halda í við kassapiltinn, bíbb, efri vörin svitnar, bíbb, kívíin skrölta eftir bandinu. Ég góla eftir poka, bíbb, pokinn kemur fljúgandi, hvert fór hann, bíbb, kassapilturinn æpir tölur, ég borga, verð að muna pinnið, ekki tefja ferlið, bíbb, bíbb, vörur frá næsta manni streyma nú í gegn, bíbb, bíbb, bíbb, ég er komin á pokasvæðið, handan bíbbsins, þar sem ekkert ríkir nema glundroði og ringulreið. Hver á þessi dömubindi? Er þetta lýsið mitt? Keypti ég þessa peru? Er ég að gleyma veskinu?

Ég hendi af handahófi í pokana og með organdi ofurkröftum, einurð og elju brýst ég í gegnum haf yfirgefinna innkaupakerra sem loka leiðinni að útganginum. Ég skal ná út, ég skal ná heim til barnanna minna, ég skal komast í helgarfrí og poppa, eða borða harðfisk, bara svona allt eftir því hvað lendir í pokanum, því þannig er það handan bíbbsins, að mitt verður þitt og þitt mitt.

Góða helgi.