Miðvikudagur 26. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Myndband: Geggjaður grænn gimlet

Hér kemur uppskrift að einum sérlega skemmtilegum kokteil sem hver sem er getur gert.

 

Aragúla gimlet
1 drykkur

60 ml The Botanist-gin
30 ml límónusafi
20 ml sykursíróp
klaki
1 hnefafylli klettakál

Setjið gin, límónusafa og sykursíróp í hristara og fyllið til hálfs með klaka, setjið klettakálið ofan á klakana og lokið hristaranum vel.

Hristið þar til hristarinn verður hrímaður og kaldur og hellið síðan í gegnum síu í kælt glas. Skreytið með límónusneið eða klettakálsblaði.

Sykursíróp

1 dl sykur
1 dl vatn

Sjóðið sykur og vatn saman í litlum potti þar til sírópið er orðið mjög heitt og sykurinn hefur leysts upp. Setjið til hliðar og látið kólna alveg. Geymið í kæli.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Opnunarhóf Sambúðarinnar

Sambúðin opnar með pompi og prakt á morgun og af því tilefni er blásið til opnunarhófs í versluninni að Sundaborg 1 á milli kl. 17:00 og 20:00.

 

Sambúðin er sameiginleg verslun í eigu netverslananna Hríslu, Lauuf, Menu og Modibodi en þar fást alls konar umhverfisvænar vörur fyrir heimili og líkamann ásamt gjafavöru, barnavörum, hreinlætisvörum svo eitthvað sé nefnt.

 

Sambúðin er sameiginleg verslun í eigu fjögurra netverslana.

Boðið verður upp á léttar veitingar ásamt ýmsum opnunartilboðum.

Spyr hvort Bjarni þurfi á sjálfsskoðun að halda

Helga Vala Helgadóttir skrifar pistil um ummæli sem Bjarni Benediktsson lét falla um viðskipti Samherja í Namibíu.

 

„Það er nú kannski líka það sem er slá­andi og svo sem lengi vitað að spill­ing­in í þess­um lönd­um – auðvitað er rót vand­ans í þessu til­tekna máli veikt og spillt stjórn­kerfi í land­inu. Það virðist vera ein­hvers kon­ar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann tjáði sig um viðskipti útgerðafélagsins Samherja í Afríku.

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skrifar pistil um ummæli Bjarna. Pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég hlustaði á Bjarna Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, tjá sig í fyrsta sinn um upp­ljóstrun Wiki­leaks, Kveiks og Stund­ar­inn­ar á meintu fram­ferði út­gerðarris­ans Sam­herja í Afr­íku­rík­inu Namib­íu,“ skrifar Helga Vala í pistil sinn.

Hún túlkar þá ummæli Bjarna: „Með öðrum orðum er fjár­málaráðherra að segja að mögu­legt mútu­brot, pen­ingaþvætti, skatta­laga­brot og fleira sem fyr­ir­svars­menn Sam­herja eru nú grunaðir um að hafa ástundað í einu fá­tæk­asta ríki heims, megi rekja til spillts stjórn­kerf­is þar í landi. Að þetta sé, svo vísað sé til orða ráðherr­ans, ekki á nokk­urn hátt afrakst­ur þeirr­ar sjáv­ar­út­vegs­stefnu sem rek­in hef­ur verið hér á landi, aðallega í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ekki held­ur vegna þess hvernig stór­út­gerðinni hef­ur verið gert kleift að sölsa und­ir sig all­ar fisk­veiðiheim­ild­ir lands­ins árum sam­an, held­ur af því að stjórn­mála­menn suður í Afr­íku séu bara svona spillt­ir,“ skrifar hún meðal annars.

Helga varpar fram spurningu í lok pistilsins. „Má ætla að fjár­málaráðherra þurfi á smá sjálfs­skoðun að halda?“

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson vakti athygli á ummælum Bjarna á Twitter.

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Þorsteini blöskrar umræðan

Þorsteinn Már Baldvinsson

Þorsteini Má Baldvinssyni, fyrrverandi forstjóra Samherja, blöskrar umræðan í kjölfar umfjöllunar RÚV og Stundarinnar um viðskipti Samherja í Namibíu.

 

„Samherji er ekkert sálarlaust fyrirtæki,“ sagði Þorsteinn Már í samtali við fréttamann Vísis í dag. „Þessar árásir hér á Íslandi á starfsfólk og fjölskyldur þeirra finnst mér fulllangt gengið,” sagði Þorsteinn aðspurður um af hverju hann stígur til hliðar sem forstjóri Samherja.

Þorsteini blöskrar umræðan að hans sögn og tekur sem dæmi að þingmenn séu að krefjast þess að eignir Samherja verði kyrrsettar á meðan á rannsókn málsins stendur. Þá skorar hann á fólk að gæta orða sinna.

Sjá einnig: Vill að eignir Samherja verði frystar og að Kristján Þór stígi til hliðar

Þegar hann var spurður út í frásögn Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja, í þætti Kveiks og umfjöllun Stundarinnar sagði Þorsteinn: „Heimildarmaðurinn, það er að segja Jóhannes Stefánsson, það er kannski ekki allt rétt og satt sem hann segir.“

Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni á vef Vísis.

Sættir sig ekki við taprekstur

Svava Johansen, eigandi NTC sem rekur meðal annars verslanirnar Sautján, Evu og GK Reykjavík, reiknar með að afkoma ársins 2019 verði betri en í fyrra en samkvæmt ársreikningi NTC fyrir árið 2018 nam tap félagsins þá 26 milljónum króna.

Svava segir afkomu ársins 2018 hafi verið vonbrigði en segir að stjórn NTC sætti sig ekki við taprekstur á rekstrarárinu 2019. Þessu greinir hún frá í ítarlegu viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Svava segir launa- og leigukostnað ársins 2018 hafa étið upp allan hagnað. „Við höfum lagt enn meira á okkur þetta árið til að reyna að halda kostnaðinum betur í skefjum,“ segir Svava í samtali við VB.

Stjörnurnar munu sötra á íslensku vatni á Golden Globe

||
|epa01221891 Handout photograph made available by the Hollywood Foreign Press Association (HFPA) showing the stage at the at the 65th Golden Globe Awards at the Beverly Hilton Hotel in Beverly Hills

Vatnsfyrirtækið Icelandic Glacial verður styrktaraðili Golden Globe-hátíðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Icelandic Glacial.

Þar segir að stjörnurnar á Golden Globe munu sötra á Icelandic Glacial-vatni á hátíðinni sem verður haldin í 77. sinn í janúar.

Gestir hátíðarinnar munu fá Icelandic Glacial-vatn um leið og þeir mæta á rauða dregilinn og þá verða glerflöskur frá fyrirtækinu á öllum borðum í salnum á meðan á hátíðinni stendur er fram kemur í tilkynningunni.

Þess má geta að vatnsframleiðandinn Fiji var styrktaraðili á Golden Globe í fyrra. Aðferðir Fiji til að kynna vatnið á hátíðinni voru umdeildar.

Kynningin snerist um að leikkona að nafni Kelleth Cutbert kom sér fyrir í bakgrunni ótal mynda sem teknar voru af fræga fólkinu á rauða dreglinum á Golden Globe.

Sjá einnig: Jamie Lee Curtis óánægð með kynningaraðferðina

Lögreglan tekur nýja tækni í notkun

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglan hefur tekið í notkun nýja tækni og hér eftir verður hægt að nálgast upplýsingar um sektir í pósthólfi á island.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi.

 

Einstaklingar sem fá sekt munu fá tilkynninguna um hana með tölvupósti, og geta síðan farið á vefsíðuna og séð sektarboðið þar.

„Það er aldrei gleðiefni að fá sekt fyrir umferðarlagabrot, en þó skiptir máli að geta nálgast allar upplýsingar um málið með eins auðveldum hætti og unnt er,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

„Vonandi þurfa samt sem fæstir að nýta sér þessa auknu þjónustu.“

Nýjasta jólaauglýsing John Lewis komin út

Nýjasta jólaauglýsing verslunarkeðjunnar John Lewis er komin út. Í aðdraganda jólanna bíður margt fólk spennt eftir jólaauglýsingu John Lewis enda þykja þær einstaklega glæsilegar og hjartnæmar.

Nýjustu auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.

Katrín fær rafknúinn Benz-jeppa í næsta mánuði

Stjórnarráðið hefur keypt Mercedes-Benz EQC rafknúinn sportjeppa fyrir Katrínu Jakobsdóttur á 7,5 milljónir. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu. Katrín fær nýja jeppan afhentan í næsta mánuði.

Þess má geta að listaverð Mercedes-Benz EQC jeppans er frá 9,3 og upp í 11,5 milljónir króna, og því var veittur afsláttur á bilinu 20% og 35%.

Ár er síðan ríkisstjórnin ákvað að skipta yfir í rafbíla næst þegar ráðherrabílarnir yrðuendurnýjaðir.

Meðfylgjandi er myndband af YouTube-síðu Mercedes Benz þar sem EQC-jeppinn er prufukeyrður. Bíllinn mun vera afar kraftmikill.

Chris Pratt er á Íslandi: „Það er kalt!“

Mynd / EPA

Bandaríski leikarinn Chris Pratt er staddur á Íslandi í tökum fyrir kvikmyndina The Tomorrow War.

Chris birti myndband á Instagram fyrr í dag og sýndi fylgjendum sýnum íslenskt landslag og bað fólk um að giska hvar hann væri staddur.

„Það er kalt,“ sagði hann þegar hann gaf fylgjendum sínum vísbendingu. „Ef þú giskaðir á Ísland þá giskaðir þú rétt,“ bætti hann við.

The Tomorrow War kemur út í desember 2020.

Þorsteinn Már stígur til hliðar

Þorsteinn Már Baldvinsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, stígur til hliðar á meðan á rannsókn viðskipta Samherja í Namibíu stendur yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. „Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Þá kemur fram að Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group, taki tímabundið við stöðu forstjóra Samherja.

„Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins,” er þá haft eftir Björgólfi í tilkynningunni.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni á vef Samherja.

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Spilling tekin fyrir á Alþingi

Sérstök umræða fer fram á Alþingi í dag um spillingu.

RÚV greinir frá því að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hafi óskað eftir umræðunni í gær eftir að fréttir bárust af greiðslum Samherja til stjórnmálamanna og hátt settra embættismanna í Namibíu.

Eins og kunnugt er greindu Stundin og fréttaskýringarþátturinn Kveikur fyrr í vikunni frá því að útgerðarfélagið Samherji stundi stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig eftirsóttan fiskveiðikvóta. Eins að Samherji hafi notfært sér skattaskjól í þeim tilgangi að koma hagnaði úr landi.

Hefur málið vakið upp hörð viðbrögð í samfélaginu og eins utan landsteinanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa til að mynda sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að málið geti haft skaðleg áhrif á orðspor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á alþjóðlegum markaði.

Af þeim sökum verður fjallað um málið á Alþingi í dag, en umræður hefjast klukkan 11. Til andsvara í umræðunni verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Sjálfs er höndin hollust

„Sjáið´i! Við erum með geislasverð!“ æpti dóttir mín þar sem hún kom hlaupandi fram úr svefnherberginu mínu með fjólubláa kanínutitrarann minn í annarri hendi og systir hennar á eftir með annan kolbikasvartan og rifflaðan. Þær áttuðu sig auðvitað ekki á því að þær héldu alls ekki á geislasverðum en veislugestirnir áttuðu sig strax.

 

Já, ég átti eftir að minnast á að þetta gerðist í miðju afmælisboði og þarna voru meðal annars foreldrar mínir og afi og amma og fleiri ágætir gestir. Og jú, mikið rétt. Það var auðvitað búið að kveikja á kanínutitraranum sem lýstist upp innan frá og gaf frá sér hljóð þar sem hann snerist og titraði. Geislasverðin svokölluðu vöktu reyndar kátínu meðal flestra en móðir mín hafði engan húmor fyrir þessu og skildi ekki í mér að geyma ekki svona lagað á stað þar sem börn ná ekki til.

Þetta er auðvitað fyndið núna þegar ég hugsa til baka en mér fannst þetta ekkert voðalega fyndið á þessu augnabliki. Þið getið líka ímyndað ykkur hvort bróðir minn hafi ekki verið glaður að geta strítt mér á þessu lengi á eftir, og gerir reyndar enn, og vinkonur mínar taka auðvitað kast í hvert sinn sem þetta er rifjað upp. Enda eru afmælisveislur hjá mér ekki kallaðar neitt annað en kynlífstækjakynningar eftir þetta. Það þótti auðvitað ekki síður fyndið en geislasverðin svokölluðu að ég hafði bakað afmælisköku sem var eins og kanínuhaus, alveg óvart í stíl við kanínutitrarann.

Sóðastelpa

Ef þú átt móður sem lætur eins og mín getur stundum látið, gætirðu fundið fyrir samviskubiti við það að eiga gæðastund með sjálfri/sjálfum þér. Mamma sagði til dæmis bróður mínum að typpið á honum myndi minnka og jafnvel detta af ef hann væri að stunda þennan ósóma sem sjálfsfróun að hennar mati var (og er ábyggilega enn). Það tók mig alveg dágóðan tíma að hætta að hugsa um sjálfsfróun sem eitthvað ljótt og ógeðslegt og ég veit um fólk sem hefur hreinlega þurft að ræða svipaða hluti hjá sálfræðingi. Svona hugarfar getur haft alls kyns áhrif, þar á meðal á kynlíf sem maður stundar með öðrum.

Ég man að ég henti fyrsta titraranum sem ég keypti mér. Ég var búin að nota hann nokkrum sinnum þegar hann fékk að fljúga í ruslið. Ég henti honum samt ekki af því að hann væri úr sér genginn heldur af því að ég skammaðist mín fyrir að nota hann. Fannst þetta allt í einu eitthvað ljótt og sóðalegt. Ég er ekki frá því að ég hafi heyrt í henni móður minni segja eitthvað á borð við: Þótt fyrr hefði verið, sóðastelpa! En svo því sé haldið til haga, þá er hún móðir mín alveg yndisleg þótt ég stórefi að hún hafi nokkurn tíma „snert sig þarna niðri“ fyrir framan hann föður minn og hún lítur pottþétt á sjálfsfróun sem eina af höfuðsyndunum.

Sjálfsfróun er hið besta mál

Rannsóknir hafa sýnt fram á að meirihluti fólks stundar sjálfsfróun. Ég man eftir að hafa séð niðurstöður rannsóknar í tímaritinu Journal of Sexual Medicine og þar sögðust rúmlega 90% karlanna sem tóku þátt í rannsókninni og rúmlega 80% kvennanna stunda sjálfsfróun. Enda gerir hún okkur bara gott. Jafnvel þótt við séum í sambandi er hún hið besta mál. Og nei, sjálfsfróun veldur því ekki að á okkur vaxi aukafingur eða að typpið detti af, eins og sumir vilja kannski meina í hræðsluáróðri sínum í uppeldi barna. Sjálfsfróun er fyrir það fyrsta öruggasta kynlífið; kona á hvorki á hættu að verða ólétt né karlmaður að barna einhverja og það er ekki hætta á að smita sjálfan sig af kynsjúkdómi þegar hún er stunduð. Aftur á móti getur hún til dæmis minnkað streitu, hjálpað manni að sofa betur, styrkt grindarbotninn og losað um kynferðislega spennu.

Sjálfsfróun getur líka hjálpað manni að átta sig á því hvað manni finnst gott í kynlífi og hvað örvar mann kynferðislega. Sem er til bóta þegar maður stundar kynlíf með öðrum því þegar maður veit hvað maður fílar og hvað þarf til að maður nái fullnægingu er auðveldara að leiðbeina og segja bólfélaganum til um það hvað manni finnst gott.

Titrandi nærbuxur

Höndin getur orðið þreytt og þess vegna er fínt að nýta sér tæknina og nýjustu græjurnar.

Sjálfs er höndin hollust, segir máltækið. En höndin getur orðið þreytt og þess vegna er fínt að nýta sér tæknina og nýjustu græjurnar. Í dag er ekkert mál að finna sér kynlífstæki við hæfi og hægt að kaupa þau á Netinu án þess að sendilinn einu sinni gruni hvað sé í pakkanum þegar hann keyrir hann upp að dyrum.

Versta er að þau geta verið dálítið dýr svo það er alltaf smááhætta sem maður tekur við að kaupa sér eitthvert tæki án þess að vita hvort það henti manni. En ég er dugleg að lesa mér til á Netinu og leita á Google. Það er fullt af konum (og sjálfsagt körlum líka) sem eru að prófa þessar græjur og skrifa um sína upplifun, góða og slæma.

„Einn af mínum fyrrverandi bólfélögum gaf mér nærbuxur með innbyggðum titrara sem hann stjórnaði með fjarstýringu.“

Mér finnst til dæmis skipta máli að það sé gott að þrífa kynlífstækin mín og að þau séu ekki mjög hávær. Það getur alveg eyðilagt stemninguna að hlusta á hávært suðið í þeim, jafnvel svo hátt að það heyrist á milli herbergja. Einn af mínum fyrrverandi bólfélögum gaf mér nærbuxur með innbyggðum titrara sem hann stjórnaði með fjarstýringu. Það var skemmtileg upplifun að klæðast þeim naríum. Hann manaði mig eitt sinn til að vera í þeim á tónleikum sem við vorum boðin á í Hörpu á vegum vinnunnar hans. Mér leið dálítið eins og Abby í kvikmyndinni The Ugly Truth, þegar hún klæddist slíkum nærbuxum og krakkinn náði í fjarstýringuna.

Löngu hætt að nenna þessu fikti

Ekki eru þó allar konur sem stunda sjálfsfróun og það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því. Kynlífsráðgjafinn Lucy Beresford segir að ein aðalástæðan sé lítil kynlífshvöt en það geti einnig verið vegna þess að konur finni fyrir skömm eða hreinlega langi það bara ekki eða kunni það jafnvel ekki.

Ein vinkona mín segist löngu hætt að nenna öllu svona fikti við sjálfa sig. Hún kjósi frekar að slaka á yfir Grey’s Anatomy eða yfir eldamennskunni í eldhúsinu (hvernig sem hún fer nú að því að finna slökun í því). Hún hefur þó sagt mér að hún hafi fundið fyrir fordómum nokkurra vinkvenna þegar hún sagðist ekki nenna á kynlífstækjakynningu sem vinkvennahópurinn ætlaði að bóka fyrir gæsapartí. Hún hafi fengið að heyra það að hún væri tepra og þar fram eftir götunum. 

Fólk má auðvitað hafa hlutina nákvæmlega eins og það vill, eða vill ekki. Í stuttu máli sagt mælir ekkert á móti sjálfsfróun. Ekki neitt. Þú getur fróað þér einu sinni í viku, einu sinni á dag, einu sinni í mánuði eða aldrei. Já, það er líka í lagi að stunda aldrei sjálfsfróun; það er engin kvöð að gera það og sjálfsfróunar er ekki getið í neinum lögum sem Alþingi hefur sett.

Sjálfsfróun getur þó orðið of mikið af hinu góða og ef hún er farin að þvælast fyrir þér í daglegu lífi; er til dæmis farin að hafa áhrif á vinnuna, félagslífið eða eitthvað slíkt og er farin að valda þér áhyggjum, ættirðu kannski að leita til fagaðila.

Vissir þú?

  • -Að á tímum Forn-Grikkja var talið að móðursýki (e. hysteria, dregið af gríska orðinu uterus sem merkir móðurlíf) ylli þreytu, taugaveiklun og þunglyndi hjá konum. Gervigetnaðarlimir voru notaðir til lækninga þar sem dregin var sú ályktun að kvillarnir tengdust móðurlífinu.
  • -Að þótt annað mætti halda taldist það hvorki sjálfsfróun né nokkuð kynferðislegt að örva snípinn á Viktoríutímanum heldur var það talið lækningameðal við móðursýki, rétt eins og hjá Forn-Grikkjum. Því fengu konur svokallað mjaðmanudd. Lækningin sem fékkst við mjaðmanuddið virkaði auðvitað bara í takmarkaðan tíma svo þær móðursjúku urðu því fastakúnnar hjá þeim sem buðu upp á slíkt nudd.
  • -Um miðja nítjándu öld flykktust konur í heilsulindir til að fara í svokölluð mjaðmaböð þar sem vatnsbunu var beint milli fóta þeirra og sögðust koma þaðan út jafnkátar og -glaðar og hefðu þær drukkið kampavín.
  • -Fyrsti titrarinn kom fram á sjónvarsviðið árið 1869 og var gufuknúinn. Titrararnir héldu áfram að þróast, í lækningalegum tilgangi, og fóru úr því að vera risastórir og níðþungir yfir í það að vera fisléttir og jafnvel pínulitlir. Svo litlir að við konur getum haft einn slíkan í samkvæmisveskinu, ef ske kynni að við fengjum einhvers konar móðursýkiskast.

Góð ráð: Jólaundirbúningur hafinn

Hér koma nokkur góð ráð fyrir það fólk sem vill taka jólaundirbúninginn föstum tökum.

 

Fyrstu vikurnar í nóvember

Pantaðu myndatöku. Ef þú ætlar að senda jólakort með mynd af fjölskyldunni á skaltu reyna að komast í myndatöku með hana núna.

Skrifaðu gjafalista og hafðu augun opin þegar þú ert á annað borð í verslunarleiðangri. Það er ekki enn orðið stressandi að fara í búðir.

Jólagjafir til útlanda. Ef þú þarft að senda jólagjafir til útlanda þarftu að fara að undirbúa sendinguna.

Hársnyrting. Pantaðu tíma hjá hárgreiðslukonunni ef þú ætlar að láta snyrta á þér hárið fyrir jólin.

Hreingerning. Athugaðu hvenær krakkarnir verða búnir í jólaprófunum og semdu núna um aðstoð við jólahreingerningu þegar þar að kemur.

Í lok nóvember

Aðventustjakinn. Kannaðu hvort kaupa þurfi ljósaperur í aðventustjakann.

Matur. Eldaðu mat sem hægt er að frysta, ef þú ætlar að hafa slíkan á borðum um hátíðirnar.

Bakstur. Bakaðu smákökurnar núna eða í byrjun desember. Það er skemmtilegast að borða þær á aðventunni á meðan á öðrum jólaundirbúningi stendur. Krökkum í próflestri þykir einnig gaman og gott að narta í þær.

Blóm. Kauptu hýasintur og jólastjörnu.

Í byrjun desember

Jólagjafir. Ef þú ert ekki þegar búin að kaupa flestar jólagjafir væri gott að ljúka því nú. Það er þó gaman að geyma kaup á einni til tveimur þar til síðustu dagana fyrir jól.

Komdu í veg fyrir stress með því að kaupa jólagjafirnar tímanlega.

Vínbúðin. Til þess að lenda ekki í biðröð í vínbúðinni rétt fyrir jól er gott að ljúka innkaupum þar sem fyrst, einnig kaupum á áramótavíninu.

Föndur. Ef smáfólkið langar til að föndra fyrir jólin er upplagt að gera það í desemberbyrjun.

Mikilvægt að mál Samherja verði rannsakað

|
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja mikilvægt að viðskipti Samherja í Namibíu verði rannsakað.

 

Í yfirlýsingu sem SFS hefur sent frá sér árétta samtökin að það sé mikilvægt að allir félagsmenn fari eftir lögum og reglum. SFS segja á­sak­an­ir á hend­ur Sam­herj­a al­var­leg­ar og að það sé fyr­ir­tæk­is­ins að bregð­ast við þeim. Þá segir að málið geti haft skaðleg áhrif á orðspor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á alþjólegum markaði.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar undir yfirlýsinguna.

Yfir­lýs­ing SFS má lesa hér fyrir neðan:

Reykj­a­vík 13. nóv­emb­er 2019
Sam­tök fyr­ir­tækj­a í sjáv­ar­út­veg­i vilj­a taka fram vegn­a um­ræð­u um starf­sem­i Sam­herj­a hf. í Afrík­u, að það hef­ur ætíð ver­ið af­stað­a sam­tak­ann­a að all­ir fé­lags­menn skul­i fara að lög­um og eft­ir regl­um. Gild­ir þá einu hvar við­kom­and­i starf­sem­i fer fram, á Ís­land­i eða í út­lönd­um.

Hvað varð­ar fram­komn­ar á­sak­an­ir á hend­ur Sam­herj­a hf., þá eru þær í eðli sínu al­var­leg­ar og það er fyr­ir­tæk­is­ins að bregð­ast við þeim. Ljóst er að mál af þess­u tagi get­ur haft á­hrif á orð­spor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs og stöð­u á al­þjóð­leg­um mark­að­i. Því er brýnt að mál­ið verð­i rann­sak­að og hið rétt­a komi fram. Það er allr­a hag­ur, ekki síst þeirr­a sem born­ir eru þung­um sök­um.

Heið­rún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmd­a­stjór­i SFS

Vill að eignir Samherja verði frystar og að Kristján Þór stígi til hliðar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill að eignir Samherja verði frystar á meðan á rannsókn á viðskiptum Samherja í Namibíu stendur. Þetta segir hún í færslu á Facebook.

„Um er að ræða rannsókn á mögulegu mútubroti, peningaþvætti og skattalagabrotum. Hér er ekki um einhverja sjoppu að ræða heldur milljarðafyrirtæki með umtalsverð umsvif í fjölda ríkja og skattaskjólssvæðum,“ skrifar hún meðal annars.

Helga setur þá rannsókn á meintum skattalagabrotum hljómsveitarinnar Sigurrós í samhengi við mál Samherja. „Minni á að eignir dægurlagahljómsveitarinnar Sigurrósar voru frystar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum hljómsveitarmeðlima sem varðaði nokkra tugi/hundruð milljóna.“

Helga bætir við að henni þyki ekkert annað koma til greina en að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja, stígi til hliðar.

Færslu Helgu má sjá hér fyrir neðan.

Hönnunarverðlaun Íslands afhent á morgun

Hönnunarverðlaun Íslands 2019 verða afhent við hátíðalega athöfn á morgun klukkan 18:00 í Iðnó en Hönnunarmiðstöð Íslands ásamt Listaháskóla Íslands og Hönnunarsafni Íslands standa að verðlaununum með stuðningi frá Landsvirkjun og Samtökum Iðnaðarins.

 

Ásamt aðalverðlaunum kvöldsins verður veitt viðurkenning fyrir Bestu fjárfestingu í hönnun árið 2019.

Basalt arkitektar hlutu Hönnunarverðlaun Íslands í fyrra.

Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands verða einnig veitt í fyrsta skiptið og kynnir kvöldsins er Greipur Gíslason.

Tilnefningarnar eru fimm talsins og er hægt að sjá þær hér.

Einnig skal athygli vakin á því að fyrr um daginn fer fram málþing tengt verðlaununum og að verðlaunaafhendingu lokinni heldur gleðin áfram í útgáfuhófi tíunda tölublaðs HA, tímarits um íslenska hönnun og arkitektúr.

Sjö góð bakstursráð

Hér koma nokkur góð ráð sem koma sér vel þegar á að fara að baka.

 

1.Góðir bakarar nota gjarnan fleiri en eitt ráð þegar kemur að því að athuga hvort kakan er bökuð. Hvernig kakan lítur út, hvernig hún lyktar og hvernig hún er viðkomu.

2. Stundum á maður ekki stærðina á forminu sem gefin er upp í uppskriftinni. Þá þarf að hafa í huga að þegar stærðinni er breytt breytist bökunartíminn. Stærra form getur þýtt skemmri bökunartíma og minna form lengri.

3. Notið alltaf egg við stofuhita. Ef þið eruð í tímahraki er gott að leggja þau í heitt vatn úr krananum í skál í 5 mínútur. Svampbotnar og kökur þar sem egg og sykur eru þeytt saman heppnast miklu betur ef eggin eru ekki köld.

4. Til að koma í veg fyrir að kaka falli er gott ráð að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínútur af bökunartímanum.

5. Passið vel að skálin sem á að þeyta eggjahvíturnar í sé alveg hrein. Örlítil fita í skálinni getur orðið til þess að hvíturnar stífna ekki. Eggjahvítur verða að vera alveg aðskildar frá rauðunum, smávegis arða af rauðu getur eyðilagt allt.

6. Uppskriftin kallar á mjúkt smjör og smjörið er glerhart í ísskápnum. Gott ráð er að raspa á rifjárni það magn af smjöri sem þarf í uppskriftina.

7. Það er mikið atriði að lesa vel yfir alla uppskriftina áður en byrjað er að baka. Síðan skulið þið taka allt til sem er í uppskriftinni. Sumum finnst gott að raða hráefninu upp í þeirri röð sem á að nota það. Farið síðan yfir tímann sem gefinn er í baksturinn. Það er ekki gaman að lenda í tímaþröng og kakan ekki tilbúin í ofninum.

Texti / Sigríður Björk Bragadóttir

 

Halda bingó og safna fyrir hænsnabúi

|
|Anna Þóra Baldursdóttir

Hópur kvenna er þessa stundina að undirbúa bingó til styrktar Haven Rescue Home í Kenýa. Haven Rescue Home er heimili fyrir stúlkur, 18 ára og yngri, sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna. Markmiðið er að safna 450.000 krónum og setja upp hænsnabú fyrir ágóðann.

 

„Í Kenýa ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu. Ríkjandi hugarfar í Kenýa er að þegar þú ert orðin móðir þá sé skólagöngunni lokið.

Anna Þóra Baldursdóttir er stofnandi Haven Rescue Home.. Mynd / Hákon Davíð

Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa því hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér. Mörg heimili taka við ungabörnum sem fjölskyldur gefa frá sér en aðeins örfá heimili aðstoða bæði móður og barn saman,“ segir Hafdís Ósk Baldursdóttir í samtali við Mannlíf.

Hafdís Ósk er ein þeirra sem stendur að bingóinu en systir hennar, Anna Þóra Baldursdóttir, er einn stofnandi Haven Rescue Home. Anna Þóra stofnaði heimilið með kenískri samstarfskonu sinni.

Þess má geta að Anna Þóra sagði frá lífinu í Kenía og Haven Rescue Home í viðtali við Vikuna í október í fyrra. 

„Á meðan stelpurnar á Haven Rescue Home klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inni á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt aftur út sem sterkari einstaklingar,“ útskýrir Hafdís Ósk.

Tilvalið að halda bingó

„Styrktarfélag Haven Rescue Home hefur síðustu mánuði verið að leggja höfuðið í bleyti varðandi fjáröflun fyrir heimilið. Heimilið er eingöngu rekið á styrkjum, mánaðarlegum boðgreiðslum og styrkjum frá einstaklingum,“ segir Hafdís Ósk. „Okkur fannst upplagt að skipuleggja bingó og safna þannig.“

„Fyrsti áfanginn í því að setja upp hænsnabú sem skapar tekjur.“

Hópurinn sem stendur að bingóinu hefur sett sér það markmið að safna 450.000 krónum. „Draumurinn er að gera reksturinn sjálfbæran að mestu. Fyrsti áfanginn í því að setja upp hænsnabú sem skapar tekjur. Áætlað er að heildarkostnaður muni nema 450.000 krónum. Því leggjum við upp með að safna þeirri upphæð,” útskýrir Hafdís Ósk.

Hún segir undirbúning bingósins hafa gengið vel og margt fólk er tilbúið að leggja verkefninu lið. „Vinningarnir hrúgast inn og stefnir þetta í mjög veglegt bingó.”

Bingóið verður haldið 23. nóvember klukkan 15:00. í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.

45 þúsund hafa skráð sig á póstlista PLAY

|

Á rúmri viku hafa 45.000 einstaklingar skráð sig á póstlista nýja flugfélagsins PLAY. Þeir sem hafa skráð sig á póstlistann fengu tölvupóst fyrr í dag þess efnis að sala flugmiða mun hefjast bráðlega.

Í póstinum mátti einnig finna leiðbeiningar um hvernig fólk getur freistað þess að finna frímiða á vef PLAY en forsvarsmenn flugfélagsins ætla að gefa 1.000 flugmiða þegar sala hefst.

„Þegar við höfum opnað fyrir sölu getur þú farið inn á heimasíðuna okkar www.flyplay.com og bókað flug á undan öllum öðrum. Í bókunarvélinni eru 1.000 frímiðar og það er fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir í fréttabréfinu sem var sent út í dag.

Þá fylgja leiðbeiningar þar sem kemur m.a. fram að frímiðar verða faldir á völdum dagsetningum í bókunarvélinni og tekið er fram að sá sem finnur frímiða á vef PLAY gæti þurft að greiða fullt gjald fyrir flug til baka.

Sjá einnig: PLAY gefur 1.000 flugmiða

Myndband: Geggjaður grænn gimlet

Hér kemur uppskrift að einum sérlega skemmtilegum kokteil sem hver sem er getur gert.

 

Aragúla gimlet
1 drykkur

60 ml The Botanist-gin
30 ml límónusafi
20 ml sykursíróp
klaki
1 hnefafylli klettakál

Setjið gin, límónusafa og sykursíróp í hristara og fyllið til hálfs með klaka, setjið klettakálið ofan á klakana og lokið hristaranum vel.

Hristið þar til hristarinn verður hrímaður og kaldur og hellið síðan í gegnum síu í kælt glas. Skreytið með límónusneið eða klettakálsblaði.

Sykursíróp

1 dl sykur
1 dl vatn

Sjóðið sykur og vatn saman í litlum potti þar til sírópið er orðið mjög heitt og sykurinn hefur leysts upp. Setjið til hliðar og látið kólna alveg. Geymið í kæli.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Opnunarhóf Sambúðarinnar

Sambúðin opnar með pompi og prakt á morgun og af því tilefni er blásið til opnunarhófs í versluninni að Sundaborg 1 á milli kl. 17:00 og 20:00.

 

Sambúðin er sameiginleg verslun í eigu netverslananna Hríslu, Lauuf, Menu og Modibodi en þar fást alls konar umhverfisvænar vörur fyrir heimili og líkamann ásamt gjafavöru, barnavörum, hreinlætisvörum svo eitthvað sé nefnt.

 

Sambúðin er sameiginleg verslun í eigu fjögurra netverslana.

Boðið verður upp á léttar veitingar ásamt ýmsum opnunartilboðum.

Spyr hvort Bjarni þurfi á sjálfsskoðun að halda

Helga Vala Helgadóttir skrifar pistil um ummæli sem Bjarni Benediktsson lét falla um viðskipti Samherja í Namibíu.

 

„Það er nú kannski líka það sem er slá­andi og svo sem lengi vitað að spill­ing­in í þess­um lönd­um – auðvitað er rót vand­ans í þessu til­tekna máli veikt og spillt stjórn­kerfi í land­inu. Það virðist vera ein­hvers kon­ar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann tjáði sig um viðskipti útgerðafélagsins Samherja í Afríku.

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skrifar pistil um ummæli Bjarna. Pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég hlustaði á Bjarna Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, tjá sig í fyrsta sinn um upp­ljóstrun Wiki­leaks, Kveiks og Stund­ar­inn­ar á meintu fram­ferði út­gerðarris­ans Sam­herja í Afr­íku­rík­inu Namib­íu,“ skrifar Helga Vala í pistil sinn.

Hún túlkar þá ummæli Bjarna: „Með öðrum orðum er fjár­málaráðherra að segja að mögu­legt mútu­brot, pen­ingaþvætti, skatta­laga­brot og fleira sem fyr­ir­svars­menn Sam­herja eru nú grunaðir um að hafa ástundað í einu fá­tæk­asta ríki heims, megi rekja til spillts stjórn­kerf­is þar í landi. Að þetta sé, svo vísað sé til orða ráðherr­ans, ekki á nokk­urn hátt afrakst­ur þeirr­ar sjáv­ar­út­vegs­stefnu sem rek­in hef­ur verið hér á landi, aðallega í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ekki held­ur vegna þess hvernig stór­út­gerðinni hef­ur verið gert kleift að sölsa und­ir sig all­ar fisk­veiðiheim­ild­ir lands­ins árum sam­an, held­ur af því að stjórn­mála­menn suður í Afr­íku séu bara svona spillt­ir,“ skrifar hún meðal annars.

Helga varpar fram spurningu í lok pistilsins. „Má ætla að fjár­málaráðherra þurfi á smá sjálfs­skoðun að halda?“

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson vakti athygli á ummælum Bjarna á Twitter.

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Þorsteini blöskrar umræðan

Þorsteinn Már Baldvinsson

Þorsteini Má Baldvinssyni, fyrrverandi forstjóra Samherja, blöskrar umræðan í kjölfar umfjöllunar RÚV og Stundarinnar um viðskipti Samherja í Namibíu.

 

„Samherji er ekkert sálarlaust fyrirtæki,“ sagði Þorsteinn Már í samtali við fréttamann Vísis í dag. „Þessar árásir hér á Íslandi á starfsfólk og fjölskyldur þeirra finnst mér fulllangt gengið,” sagði Þorsteinn aðspurður um af hverju hann stígur til hliðar sem forstjóri Samherja.

Þorsteini blöskrar umræðan að hans sögn og tekur sem dæmi að þingmenn séu að krefjast þess að eignir Samherja verði kyrrsettar á meðan á rannsókn málsins stendur. Þá skorar hann á fólk að gæta orða sinna.

Sjá einnig: Vill að eignir Samherja verði frystar og að Kristján Þór stígi til hliðar

Þegar hann var spurður út í frásögn Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja, í þætti Kveiks og umfjöllun Stundarinnar sagði Þorsteinn: „Heimildarmaðurinn, það er að segja Jóhannes Stefánsson, það er kannski ekki allt rétt og satt sem hann segir.“

Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni á vef Vísis.

Sættir sig ekki við taprekstur

Svava Johansen, eigandi NTC sem rekur meðal annars verslanirnar Sautján, Evu og GK Reykjavík, reiknar með að afkoma ársins 2019 verði betri en í fyrra en samkvæmt ársreikningi NTC fyrir árið 2018 nam tap félagsins þá 26 milljónum króna.

Svava segir afkomu ársins 2018 hafi verið vonbrigði en segir að stjórn NTC sætti sig ekki við taprekstur á rekstrarárinu 2019. Þessu greinir hún frá í ítarlegu viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Svava segir launa- og leigukostnað ársins 2018 hafa étið upp allan hagnað. „Við höfum lagt enn meira á okkur þetta árið til að reyna að halda kostnaðinum betur í skefjum,“ segir Svava í samtali við VB.

Stjörnurnar munu sötra á íslensku vatni á Golden Globe

||
|epa01221891 Handout photograph made available by the Hollywood Foreign Press Association (HFPA) showing the stage at the at the 65th Golden Globe Awards at the Beverly Hilton Hotel in Beverly Hills

Vatnsfyrirtækið Icelandic Glacial verður styrktaraðili Golden Globe-hátíðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Icelandic Glacial.

Þar segir að stjörnurnar á Golden Globe munu sötra á Icelandic Glacial-vatni á hátíðinni sem verður haldin í 77. sinn í janúar.

Gestir hátíðarinnar munu fá Icelandic Glacial-vatn um leið og þeir mæta á rauða dregilinn og þá verða glerflöskur frá fyrirtækinu á öllum borðum í salnum á meðan á hátíðinni stendur er fram kemur í tilkynningunni.

Þess má geta að vatnsframleiðandinn Fiji var styrktaraðili á Golden Globe í fyrra. Aðferðir Fiji til að kynna vatnið á hátíðinni voru umdeildar.

Kynningin snerist um að leikkona að nafni Kelleth Cutbert kom sér fyrir í bakgrunni ótal mynda sem teknar voru af fræga fólkinu á rauða dreglinum á Golden Globe.

Sjá einnig: Jamie Lee Curtis óánægð með kynningaraðferðina

Lögreglan tekur nýja tækni í notkun

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglan hefur tekið í notkun nýja tækni og hér eftir verður hægt að nálgast upplýsingar um sektir í pósthólfi á island.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi.

 

Einstaklingar sem fá sekt munu fá tilkynninguna um hana með tölvupósti, og geta síðan farið á vefsíðuna og séð sektarboðið þar.

„Það er aldrei gleðiefni að fá sekt fyrir umferðarlagabrot, en þó skiptir máli að geta nálgast allar upplýsingar um málið með eins auðveldum hætti og unnt er,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

„Vonandi þurfa samt sem fæstir að nýta sér þessa auknu þjónustu.“

Nýjasta jólaauglýsing John Lewis komin út

Nýjasta jólaauglýsing verslunarkeðjunnar John Lewis er komin út. Í aðdraganda jólanna bíður margt fólk spennt eftir jólaauglýsingu John Lewis enda þykja þær einstaklega glæsilegar og hjartnæmar.

Nýjustu auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.

Katrín fær rafknúinn Benz-jeppa í næsta mánuði

Stjórnarráðið hefur keypt Mercedes-Benz EQC rafknúinn sportjeppa fyrir Katrínu Jakobsdóttur á 7,5 milljónir. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu. Katrín fær nýja jeppan afhentan í næsta mánuði.

Þess má geta að listaverð Mercedes-Benz EQC jeppans er frá 9,3 og upp í 11,5 milljónir króna, og því var veittur afsláttur á bilinu 20% og 35%.

Ár er síðan ríkisstjórnin ákvað að skipta yfir í rafbíla næst þegar ráðherrabílarnir yrðuendurnýjaðir.

Meðfylgjandi er myndband af YouTube-síðu Mercedes Benz þar sem EQC-jeppinn er prufukeyrður. Bíllinn mun vera afar kraftmikill.

Chris Pratt er á Íslandi: „Það er kalt!“

Mynd / EPA

Bandaríski leikarinn Chris Pratt er staddur á Íslandi í tökum fyrir kvikmyndina The Tomorrow War.

Chris birti myndband á Instagram fyrr í dag og sýndi fylgjendum sýnum íslenskt landslag og bað fólk um að giska hvar hann væri staddur.

„Það er kalt,“ sagði hann þegar hann gaf fylgjendum sínum vísbendingu. „Ef þú giskaðir á Ísland þá giskaðir þú rétt,“ bætti hann við.

The Tomorrow War kemur út í desember 2020.

Þorsteinn Már stígur til hliðar

Þorsteinn Már Baldvinsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, stígur til hliðar á meðan á rannsókn viðskipta Samherja í Namibíu stendur yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. „Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Þá kemur fram að Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group, taki tímabundið við stöðu forstjóra Samherja.

„Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins,” er þá haft eftir Björgólfi í tilkynningunni.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni á vef Samherja.

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Spilling tekin fyrir á Alþingi

Sérstök umræða fer fram á Alþingi í dag um spillingu.

RÚV greinir frá því að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hafi óskað eftir umræðunni í gær eftir að fréttir bárust af greiðslum Samherja til stjórnmálamanna og hátt settra embættismanna í Namibíu.

Eins og kunnugt er greindu Stundin og fréttaskýringarþátturinn Kveikur fyrr í vikunni frá því að útgerðarfélagið Samherji stundi stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig eftirsóttan fiskveiðikvóta. Eins að Samherji hafi notfært sér skattaskjól í þeim tilgangi að koma hagnaði úr landi.

Hefur málið vakið upp hörð viðbrögð í samfélaginu og eins utan landsteinanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa til að mynda sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að málið geti haft skaðleg áhrif á orðspor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á alþjóðlegum markaði.

Af þeim sökum verður fjallað um málið á Alþingi í dag, en umræður hefjast klukkan 11. Til andsvara í umræðunni verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Sjálfs er höndin hollust

„Sjáið´i! Við erum með geislasverð!“ æpti dóttir mín þar sem hún kom hlaupandi fram úr svefnherberginu mínu með fjólubláa kanínutitrarann minn í annarri hendi og systir hennar á eftir með annan kolbikasvartan og rifflaðan. Þær áttuðu sig auðvitað ekki á því að þær héldu alls ekki á geislasverðum en veislugestirnir áttuðu sig strax.

 

Já, ég átti eftir að minnast á að þetta gerðist í miðju afmælisboði og þarna voru meðal annars foreldrar mínir og afi og amma og fleiri ágætir gestir. Og jú, mikið rétt. Það var auðvitað búið að kveikja á kanínutitraranum sem lýstist upp innan frá og gaf frá sér hljóð þar sem hann snerist og titraði. Geislasverðin svokölluðu vöktu reyndar kátínu meðal flestra en móðir mín hafði engan húmor fyrir þessu og skildi ekki í mér að geyma ekki svona lagað á stað þar sem börn ná ekki til.

Þetta er auðvitað fyndið núna þegar ég hugsa til baka en mér fannst þetta ekkert voðalega fyndið á þessu augnabliki. Þið getið líka ímyndað ykkur hvort bróðir minn hafi ekki verið glaður að geta strítt mér á þessu lengi á eftir, og gerir reyndar enn, og vinkonur mínar taka auðvitað kast í hvert sinn sem þetta er rifjað upp. Enda eru afmælisveislur hjá mér ekki kallaðar neitt annað en kynlífstækjakynningar eftir þetta. Það þótti auðvitað ekki síður fyndið en geislasverðin svokölluðu að ég hafði bakað afmælisköku sem var eins og kanínuhaus, alveg óvart í stíl við kanínutitrarann.

Sóðastelpa

Ef þú átt móður sem lætur eins og mín getur stundum látið, gætirðu fundið fyrir samviskubiti við það að eiga gæðastund með sjálfri/sjálfum þér. Mamma sagði til dæmis bróður mínum að typpið á honum myndi minnka og jafnvel detta af ef hann væri að stunda þennan ósóma sem sjálfsfróun að hennar mati var (og er ábyggilega enn). Það tók mig alveg dágóðan tíma að hætta að hugsa um sjálfsfróun sem eitthvað ljótt og ógeðslegt og ég veit um fólk sem hefur hreinlega þurft að ræða svipaða hluti hjá sálfræðingi. Svona hugarfar getur haft alls kyns áhrif, þar á meðal á kynlíf sem maður stundar með öðrum.

Ég man að ég henti fyrsta titraranum sem ég keypti mér. Ég var búin að nota hann nokkrum sinnum þegar hann fékk að fljúga í ruslið. Ég henti honum samt ekki af því að hann væri úr sér genginn heldur af því að ég skammaðist mín fyrir að nota hann. Fannst þetta allt í einu eitthvað ljótt og sóðalegt. Ég er ekki frá því að ég hafi heyrt í henni móður minni segja eitthvað á borð við: Þótt fyrr hefði verið, sóðastelpa! En svo því sé haldið til haga, þá er hún móðir mín alveg yndisleg þótt ég stórefi að hún hafi nokkurn tíma „snert sig þarna niðri“ fyrir framan hann föður minn og hún lítur pottþétt á sjálfsfróun sem eina af höfuðsyndunum.

Sjálfsfróun er hið besta mál

Rannsóknir hafa sýnt fram á að meirihluti fólks stundar sjálfsfróun. Ég man eftir að hafa séð niðurstöður rannsóknar í tímaritinu Journal of Sexual Medicine og þar sögðust rúmlega 90% karlanna sem tóku þátt í rannsókninni og rúmlega 80% kvennanna stunda sjálfsfróun. Enda gerir hún okkur bara gott. Jafnvel þótt við séum í sambandi er hún hið besta mál. Og nei, sjálfsfróun veldur því ekki að á okkur vaxi aukafingur eða að typpið detti af, eins og sumir vilja kannski meina í hræðsluáróðri sínum í uppeldi barna. Sjálfsfróun er fyrir það fyrsta öruggasta kynlífið; kona á hvorki á hættu að verða ólétt né karlmaður að barna einhverja og það er ekki hætta á að smita sjálfan sig af kynsjúkdómi þegar hún er stunduð. Aftur á móti getur hún til dæmis minnkað streitu, hjálpað manni að sofa betur, styrkt grindarbotninn og losað um kynferðislega spennu.

Sjálfsfróun getur líka hjálpað manni að átta sig á því hvað manni finnst gott í kynlífi og hvað örvar mann kynferðislega. Sem er til bóta þegar maður stundar kynlíf með öðrum því þegar maður veit hvað maður fílar og hvað þarf til að maður nái fullnægingu er auðveldara að leiðbeina og segja bólfélaganum til um það hvað manni finnst gott.

Titrandi nærbuxur

Höndin getur orðið þreytt og þess vegna er fínt að nýta sér tæknina og nýjustu græjurnar.

Sjálfs er höndin hollust, segir máltækið. En höndin getur orðið þreytt og þess vegna er fínt að nýta sér tæknina og nýjustu græjurnar. Í dag er ekkert mál að finna sér kynlífstæki við hæfi og hægt að kaupa þau á Netinu án þess að sendilinn einu sinni gruni hvað sé í pakkanum þegar hann keyrir hann upp að dyrum.

Versta er að þau geta verið dálítið dýr svo það er alltaf smááhætta sem maður tekur við að kaupa sér eitthvert tæki án þess að vita hvort það henti manni. En ég er dugleg að lesa mér til á Netinu og leita á Google. Það er fullt af konum (og sjálfsagt körlum líka) sem eru að prófa þessar græjur og skrifa um sína upplifun, góða og slæma.

„Einn af mínum fyrrverandi bólfélögum gaf mér nærbuxur með innbyggðum titrara sem hann stjórnaði með fjarstýringu.“

Mér finnst til dæmis skipta máli að það sé gott að þrífa kynlífstækin mín og að þau séu ekki mjög hávær. Það getur alveg eyðilagt stemninguna að hlusta á hávært suðið í þeim, jafnvel svo hátt að það heyrist á milli herbergja. Einn af mínum fyrrverandi bólfélögum gaf mér nærbuxur með innbyggðum titrara sem hann stjórnaði með fjarstýringu. Það var skemmtileg upplifun að klæðast þeim naríum. Hann manaði mig eitt sinn til að vera í þeim á tónleikum sem við vorum boðin á í Hörpu á vegum vinnunnar hans. Mér leið dálítið eins og Abby í kvikmyndinni The Ugly Truth, þegar hún klæddist slíkum nærbuxum og krakkinn náði í fjarstýringuna.

Löngu hætt að nenna þessu fikti

Ekki eru þó allar konur sem stunda sjálfsfróun og það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því. Kynlífsráðgjafinn Lucy Beresford segir að ein aðalástæðan sé lítil kynlífshvöt en það geti einnig verið vegna þess að konur finni fyrir skömm eða hreinlega langi það bara ekki eða kunni það jafnvel ekki.

Ein vinkona mín segist löngu hætt að nenna öllu svona fikti við sjálfa sig. Hún kjósi frekar að slaka á yfir Grey’s Anatomy eða yfir eldamennskunni í eldhúsinu (hvernig sem hún fer nú að því að finna slökun í því). Hún hefur þó sagt mér að hún hafi fundið fyrir fordómum nokkurra vinkvenna þegar hún sagðist ekki nenna á kynlífstækjakynningu sem vinkvennahópurinn ætlaði að bóka fyrir gæsapartí. Hún hafi fengið að heyra það að hún væri tepra og þar fram eftir götunum. 

Fólk má auðvitað hafa hlutina nákvæmlega eins og það vill, eða vill ekki. Í stuttu máli sagt mælir ekkert á móti sjálfsfróun. Ekki neitt. Þú getur fróað þér einu sinni í viku, einu sinni á dag, einu sinni í mánuði eða aldrei. Já, það er líka í lagi að stunda aldrei sjálfsfróun; það er engin kvöð að gera það og sjálfsfróunar er ekki getið í neinum lögum sem Alþingi hefur sett.

Sjálfsfróun getur þó orðið of mikið af hinu góða og ef hún er farin að þvælast fyrir þér í daglegu lífi; er til dæmis farin að hafa áhrif á vinnuna, félagslífið eða eitthvað slíkt og er farin að valda þér áhyggjum, ættirðu kannski að leita til fagaðila.

Vissir þú?

  • -Að á tímum Forn-Grikkja var talið að móðursýki (e. hysteria, dregið af gríska orðinu uterus sem merkir móðurlíf) ylli þreytu, taugaveiklun og þunglyndi hjá konum. Gervigetnaðarlimir voru notaðir til lækninga þar sem dregin var sú ályktun að kvillarnir tengdust móðurlífinu.
  • -Að þótt annað mætti halda taldist það hvorki sjálfsfróun né nokkuð kynferðislegt að örva snípinn á Viktoríutímanum heldur var það talið lækningameðal við móðursýki, rétt eins og hjá Forn-Grikkjum. Því fengu konur svokallað mjaðmanudd. Lækningin sem fékkst við mjaðmanuddið virkaði auðvitað bara í takmarkaðan tíma svo þær móðursjúku urðu því fastakúnnar hjá þeim sem buðu upp á slíkt nudd.
  • -Um miðja nítjándu öld flykktust konur í heilsulindir til að fara í svokölluð mjaðmaböð þar sem vatnsbunu var beint milli fóta þeirra og sögðust koma þaðan út jafnkátar og -glaðar og hefðu þær drukkið kampavín.
  • -Fyrsti titrarinn kom fram á sjónvarsviðið árið 1869 og var gufuknúinn. Titrararnir héldu áfram að þróast, í lækningalegum tilgangi, og fóru úr því að vera risastórir og níðþungir yfir í það að vera fisléttir og jafnvel pínulitlir. Svo litlir að við konur getum haft einn slíkan í samkvæmisveskinu, ef ske kynni að við fengjum einhvers konar móðursýkiskast.

Góð ráð: Jólaundirbúningur hafinn

Hér koma nokkur góð ráð fyrir það fólk sem vill taka jólaundirbúninginn föstum tökum.

 

Fyrstu vikurnar í nóvember

Pantaðu myndatöku. Ef þú ætlar að senda jólakort með mynd af fjölskyldunni á skaltu reyna að komast í myndatöku með hana núna.

Skrifaðu gjafalista og hafðu augun opin þegar þú ert á annað borð í verslunarleiðangri. Það er ekki enn orðið stressandi að fara í búðir.

Jólagjafir til útlanda. Ef þú þarft að senda jólagjafir til útlanda þarftu að fara að undirbúa sendinguna.

Hársnyrting. Pantaðu tíma hjá hárgreiðslukonunni ef þú ætlar að láta snyrta á þér hárið fyrir jólin.

Hreingerning. Athugaðu hvenær krakkarnir verða búnir í jólaprófunum og semdu núna um aðstoð við jólahreingerningu þegar þar að kemur.

Í lok nóvember

Aðventustjakinn. Kannaðu hvort kaupa þurfi ljósaperur í aðventustjakann.

Matur. Eldaðu mat sem hægt er að frysta, ef þú ætlar að hafa slíkan á borðum um hátíðirnar.

Bakstur. Bakaðu smákökurnar núna eða í byrjun desember. Það er skemmtilegast að borða þær á aðventunni á meðan á öðrum jólaundirbúningi stendur. Krökkum í próflestri þykir einnig gaman og gott að narta í þær.

Blóm. Kauptu hýasintur og jólastjörnu.

Í byrjun desember

Jólagjafir. Ef þú ert ekki þegar búin að kaupa flestar jólagjafir væri gott að ljúka því nú. Það er þó gaman að geyma kaup á einni til tveimur þar til síðustu dagana fyrir jól.

Komdu í veg fyrir stress með því að kaupa jólagjafirnar tímanlega.

Vínbúðin. Til þess að lenda ekki í biðröð í vínbúðinni rétt fyrir jól er gott að ljúka innkaupum þar sem fyrst, einnig kaupum á áramótavíninu.

Föndur. Ef smáfólkið langar til að föndra fyrir jólin er upplagt að gera það í desemberbyrjun.

Mikilvægt að mál Samherja verði rannsakað

|
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja mikilvægt að viðskipti Samherja í Namibíu verði rannsakað.

 

Í yfirlýsingu sem SFS hefur sent frá sér árétta samtökin að það sé mikilvægt að allir félagsmenn fari eftir lögum og reglum. SFS segja á­sak­an­ir á hend­ur Sam­herj­a al­var­leg­ar og að það sé fyr­ir­tæk­is­ins að bregð­ast við þeim. Þá segir að málið geti haft skaðleg áhrif á orðspor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á alþjólegum markaði.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar undir yfirlýsinguna.

Yfir­lýs­ing SFS má lesa hér fyrir neðan:

Reykj­a­vík 13. nóv­emb­er 2019
Sam­tök fyr­ir­tækj­a í sjáv­ar­út­veg­i vilj­a taka fram vegn­a um­ræð­u um starf­sem­i Sam­herj­a hf. í Afrík­u, að það hef­ur ætíð ver­ið af­stað­a sam­tak­ann­a að all­ir fé­lags­menn skul­i fara að lög­um og eft­ir regl­um. Gild­ir þá einu hvar við­kom­and­i starf­sem­i fer fram, á Ís­land­i eða í út­lönd­um.

Hvað varð­ar fram­komn­ar á­sak­an­ir á hend­ur Sam­herj­a hf., þá eru þær í eðli sínu al­var­leg­ar og það er fyr­ir­tæk­is­ins að bregð­ast við þeim. Ljóst er að mál af þess­u tagi get­ur haft á­hrif á orð­spor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs og stöð­u á al­þjóð­leg­um mark­að­i. Því er brýnt að mál­ið verð­i rann­sak­að og hið rétt­a komi fram. Það er allr­a hag­ur, ekki síst þeirr­a sem born­ir eru þung­um sök­um.

Heið­rún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmd­a­stjór­i SFS

Vill að eignir Samherja verði frystar og að Kristján Þór stígi til hliðar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill að eignir Samherja verði frystar á meðan á rannsókn á viðskiptum Samherja í Namibíu stendur. Þetta segir hún í færslu á Facebook.

„Um er að ræða rannsókn á mögulegu mútubroti, peningaþvætti og skattalagabrotum. Hér er ekki um einhverja sjoppu að ræða heldur milljarðafyrirtæki með umtalsverð umsvif í fjölda ríkja og skattaskjólssvæðum,“ skrifar hún meðal annars.

Helga setur þá rannsókn á meintum skattalagabrotum hljómsveitarinnar Sigurrós í samhengi við mál Samherja. „Minni á að eignir dægurlagahljómsveitarinnar Sigurrósar voru frystar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum hljómsveitarmeðlima sem varðaði nokkra tugi/hundruð milljóna.“

Helga bætir við að henni þyki ekkert annað koma til greina en að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja, stígi til hliðar.

Færslu Helgu má sjá hér fyrir neðan.

Hönnunarverðlaun Íslands afhent á morgun

Hönnunarverðlaun Íslands 2019 verða afhent við hátíðalega athöfn á morgun klukkan 18:00 í Iðnó en Hönnunarmiðstöð Íslands ásamt Listaháskóla Íslands og Hönnunarsafni Íslands standa að verðlaununum með stuðningi frá Landsvirkjun og Samtökum Iðnaðarins.

 

Ásamt aðalverðlaunum kvöldsins verður veitt viðurkenning fyrir Bestu fjárfestingu í hönnun árið 2019.

Basalt arkitektar hlutu Hönnunarverðlaun Íslands í fyrra.

Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands verða einnig veitt í fyrsta skiptið og kynnir kvöldsins er Greipur Gíslason.

Tilnefningarnar eru fimm talsins og er hægt að sjá þær hér.

Einnig skal athygli vakin á því að fyrr um daginn fer fram málþing tengt verðlaununum og að verðlaunaafhendingu lokinni heldur gleðin áfram í útgáfuhófi tíunda tölublaðs HA, tímarits um íslenska hönnun og arkitektúr.

Sjö góð bakstursráð

Hér koma nokkur góð ráð sem koma sér vel þegar á að fara að baka.

 

1.Góðir bakarar nota gjarnan fleiri en eitt ráð þegar kemur að því að athuga hvort kakan er bökuð. Hvernig kakan lítur út, hvernig hún lyktar og hvernig hún er viðkomu.

2. Stundum á maður ekki stærðina á forminu sem gefin er upp í uppskriftinni. Þá þarf að hafa í huga að þegar stærðinni er breytt breytist bökunartíminn. Stærra form getur þýtt skemmri bökunartíma og minna form lengri.

3. Notið alltaf egg við stofuhita. Ef þið eruð í tímahraki er gott að leggja þau í heitt vatn úr krananum í skál í 5 mínútur. Svampbotnar og kökur þar sem egg og sykur eru þeytt saman heppnast miklu betur ef eggin eru ekki köld.

4. Til að koma í veg fyrir að kaka falli er gott ráð að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínútur af bökunartímanum.

5. Passið vel að skálin sem á að þeyta eggjahvíturnar í sé alveg hrein. Örlítil fita í skálinni getur orðið til þess að hvíturnar stífna ekki. Eggjahvítur verða að vera alveg aðskildar frá rauðunum, smávegis arða af rauðu getur eyðilagt allt.

6. Uppskriftin kallar á mjúkt smjör og smjörið er glerhart í ísskápnum. Gott ráð er að raspa á rifjárni það magn af smjöri sem þarf í uppskriftina.

7. Það er mikið atriði að lesa vel yfir alla uppskriftina áður en byrjað er að baka. Síðan skulið þið taka allt til sem er í uppskriftinni. Sumum finnst gott að raða hráefninu upp í þeirri röð sem á að nota það. Farið síðan yfir tímann sem gefinn er í baksturinn. Það er ekki gaman að lenda í tímaþröng og kakan ekki tilbúin í ofninum.

Texti / Sigríður Björk Bragadóttir

 

Halda bingó og safna fyrir hænsnabúi

|
|Anna Þóra Baldursdóttir

Hópur kvenna er þessa stundina að undirbúa bingó til styrktar Haven Rescue Home í Kenýa. Haven Rescue Home er heimili fyrir stúlkur, 18 ára og yngri, sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna. Markmiðið er að safna 450.000 krónum og setja upp hænsnabú fyrir ágóðann.

 

„Í Kenýa ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu. Ríkjandi hugarfar í Kenýa er að þegar þú ert orðin móðir þá sé skólagöngunni lokið.

Anna Þóra Baldursdóttir er stofnandi Haven Rescue Home.. Mynd / Hákon Davíð

Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa því hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér. Mörg heimili taka við ungabörnum sem fjölskyldur gefa frá sér en aðeins örfá heimili aðstoða bæði móður og barn saman,“ segir Hafdís Ósk Baldursdóttir í samtali við Mannlíf.

Hafdís Ósk er ein þeirra sem stendur að bingóinu en systir hennar, Anna Þóra Baldursdóttir, er einn stofnandi Haven Rescue Home. Anna Þóra stofnaði heimilið með kenískri samstarfskonu sinni.

Þess má geta að Anna Þóra sagði frá lífinu í Kenía og Haven Rescue Home í viðtali við Vikuna í október í fyrra. 

„Á meðan stelpurnar á Haven Rescue Home klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inni á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt aftur út sem sterkari einstaklingar,“ útskýrir Hafdís Ósk.

Tilvalið að halda bingó

„Styrktarfélag Haven Rescue Home hefur síðustu mánuði verið að leggja höfuðið í bleyti varðandi fjáröflun fyrir heimilið. Heimilið er eingöngu rekið á styrkjum, mánaðarlegum boðgreiðslum og styrkjum frá einstaklingum,“ segir Hafdís Ósk. „Okkur fannst upplagt að skipuleggja bingó og safna þannig.“

„Fyrsti áfanginn í því að setja upp hænsnabú sem skapar tekjur.“

Hópurinn sem stendur að bingóinu hefur sett sér það markmið að safna 450.000 krónum. „Draumurinn er að gera reksturinn sjálfbæran að mestu. Fyrsti áfanginn í því að setja upp hænsnabú sem skapar tekjur. Áætlað er að heildarkostnaður muni nema 450.000 krónum. Því leggjum við upp með að safna þeirri upphæð,” útskýrir Hafdís Ósk.

Hún segir undirbúning bingósins hafa gengið vel og margt fólk er tilbúið að leggja verkefninu lið. „Vinningarnir hrúgast inn og stefnir þetta í mjög veglegt bingó.”

Bingóið verður haldið 23. nóvember klukkan 15:00. í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.

45 þúsund hafa skráð sig á póstlista PLAY

|

Á rúmri viku hafa 45.000 einstaklingar skráð sig á póstlista nýja flugfélagsins PLAY. Þeir sem hafa skráð sig á póstlistann fengu tölvupóst fyrr í dag þess efnis að sala flugmiða mun hefjast bráðlega.

Í póstinum mátti einnig finna leiðbeiningar um hvernig fólk getur freistað þess að finna frímiða á vef PLAY en forsvarsmenn flugfélagsins ætla að gefa 1.000 flugmiða þegar sala hefst.

„Þegar við höfum opnað fyrir sölu getur þú farið inn á heimasíðuna okkar www.flyplay.com og bókað flug á undan öllum öðrum. Í bókunarvélinni eru 1.000 frímiðar og það er fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir í fréttabréfinu sem var sent út í dag.

Þá fylgja leiðbeiningar þar sem kemur m.a. fram að frímiðar verða faldir á völdum dagsetningum í bókunarvélinni og tekið er fram að sá sem finnur frímiða á vef PLAY gæti þurft að greiða fullt gjald fyrir flug til baka.

Sjá einnig: PLAY gefur 1.000 flugmiða