Þriðjudagur 25. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Segja af sér í kjölfar umfjöllunar um mútugreiðslur Samherja

|
Skjáskot / RÚV

Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra landsins, sögðu í dag af sér embætti. Þessu greina namibískir miðlar frá.

Bernhard og Sacky segja af sér í kjölfar umfjöllunar RÚV, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks um viðskipti Samherja í Namibíu þar sem kemur fram að þeir hafi þegið mútur frá dótturfélögum Samherja.

 

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Var með nagandi samviskubit

|
Mynd / Wikileaks

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, tók ákvörðun um að gerast uppljóstrari í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um viðskiptahætti Samherja. Hann segist hafa verið með nagandi samviskubit yfir vinnu sinni fyrir Samherja.

 

„Þetta er bara glæpastarfsemi,“ sagði Jóhannes um viðskipti Samherja í Namibíu í samtali við Helga Seljan í þætti Kveiks sem sýndur var á Rúv í gær. Þá viðurkenndi hann að hafa brotið lög fyrir hönd Samherja á meðan hann starfaði hjá fyrirtækinu.

Í samtali við Stundina segir Jóhannes að hann hafi verið með nagandi samviskubit eftir að hann hætti hjá Samherja.

„Ég lék algjört lykilhlutverk í því að semja við þessar kvótagrúppur svo Samherji kæmist inn í landið. Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi hafa á minni samvisku. Árið 2017 er þetta að angra mig og ég hugsaði: Spilling og þessi efnahagbrot eru bara ekki góð.“

Getur átt von á að vera sóttur til saka

Mannlíf heyrði í Ómari R. Valdimarssyni lögmanni í gær.

Getur Jóhannes átt von á að vera sóttur til saka?

„Já,“ sagði Ómar, en tók fram það verði að líkindum horft til refsilækkunarsjónarmiða hvað hann varði. Erfitt sé að að meta hver hans hlutur var nákvæmlega.

Sjá einnig: Samherjamálið: Málsaðilar gætu átt þungar refsingar yfir höfði sér

Hörð viðbrögð við umfjöllun um Samherja – „Íslenskt arðrán á fátæku fólki“

Umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi um Samherja, þar sem staðhæft er að stjórnmálamönnum og embættismönnum hafi verið greiddar hundruð milljóna króna í mútur til að fá úthlutaða fiskveiðikvóta við Namibíu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og um fátt var meira rætt í gærkvöldi manna á milli og á samfélagsmiðlum.

 

Fjöldi einstaklinga tjáði sig um málið á Facebook í gær:

„Hver eru næstu skref þjóðar sem í kvöld fékk innsýn í starfsemi og starfshætti stórfyrirtækis sem hagnast hefur ævintýralega á sjávarauðlind íslensku þjóðarinnar?,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

„Þvílíkt hugmyndaflug eða hvaðan í ósköpunum ætli Þorsteinn Már hafi eiginlega fengið þessa hugmynd að kvótakerfi geti framkallað ofsagróða og til að það geti gengið smurt þurfi að væta gogga valdhafa?,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Vísi.

„BEHAVING LIKE THE LOWEST OF THE LOW. Íslenskt arðrán á fátæku fólki,“ segir Viðar Eggertsson leikhússtjóri.

„Samherji fær ekki nægilegan afslátt af íslenskum auðlindum, þeir virðast þurfa að arðræna almenning í Namibíu og Angóla og flytja gróðan í skattaskjól. Hversu brenglaðir eru hvatarnir í kerfi sem skilar til samfélagsins svona botnlausri græðgi og svívirðilegri vanvirðingu og skeytingarleysi fyrir mannslífum?,“ segir Halldóra Mogensen þingmaður Pírata.

Tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson slær á létta strengi: „Namibískir dagar á Dalvík hljómar ekki alveg eins þjált og Fiskidagurinn mikli.“

Gunnar Smári Egilsson leggur til að skattrannsóknarstjóri fari í yfirvinnu: „Þar sem mútur eru ekki frádráttarbærar frá skatti væri klókt af skattrannsóknarstjóra að taka bókhald og öll gögn Samherja í nótt. Þangað má örugglega sækja hundruð milljóna í ríkissjóðs, bara af þeim málum sem Kveikur/Stundin eru að fjalla um. Svo má senda málið til saksóknara, en ekki er hægt að greiða stórar mútur út úr fyrirtækjum án þess að falsa bókhald.“

Drífa Snædal formaður ASÍ segir um umfjöllun Kveiks: „Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heimsvaldasinnuðum, gráðugum arðræningjum sem einskis svífast. Körlum sem þykjast samfélagslega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afríku. Körlum sem komu í kjölfar vel heppnaðar þróunarsamvinnu og ryksuguðu upp auðlindir í eigin þágu, höguðu sér eins og svívirðilegustu nýlenduherrar. Þróunarsamvinnunni var hætt vegna hrunsins sem varð einmitt vegna svona hegðunar. Ógeðslegt!“

„Ég var að horfa á Kveik sem ásamt Stundinni afhjúpuðu spillingu og mútugreiðslur eins stærsta útgerðarfyrirtækis Íslands, Samherja. Engin stjórnmálamanneskja sem vill láta taka sig alvarlega er að hugsa um neitt annað í dag en hvernig verði brugðist við þessu. Á næstu dögum munum við sjá skýrar línur í íslenskum stjórnmálum og hvernig pólitíkin skiptist á Íslandi milli þeirra sem ætla að verja og líða svona aðferðir og þeirra sem standa fyrir það að svona líðist ekki,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn.

Blaðamönnum hrósað

Nokkrir hrósuðu fréttamönnum og blaðamönnum:

„Ég er alveg dösuð eftir allt upplýsingaflæðið. Blaðamennirnir sem stóðu að þessu eru meistarar og hafi einhver efast um gildi góðra blaðamanna, þá ætti sá efi að farinn núna.
En mikið væri gott að búa í landi þar sem það væri hægt að treysta því að það yrðu afleiðingar eftir svona risa uppljóstrun. Ætli það sé séns á því?,“ skrifar Heiða B. Heiðars.

„Kveikur kvöldsins er enn ein staðfesting þess hversu mikilvægt er að við eigum sjálfstætt Ríkisútvarp. Og engin furða þó að voldug öfl í landinu vilji það feigt,“ segir Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi.

Fréttirnar voru síðan snöggar að slá þessu upp í kaldhæðið grín.

Samherjamálið: Málsaðilar gætu átt þungar refsingar yfir höfði sér

Þorsteinn Már Baldvinsson

Útgerðarfélagið Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig eftirsóttan fiskveiðikvóta. Eins hefur Samherji notfært sér skattaskjól í þeim tilgangi að koma hagnaði úr landi. Þetta kemur fram í umfjöllununum Stundarinnar og fréttaskýringarþáttarins Kveik á RÚV. Lögmaður segir að málsaðilar geti átt yfir höfði sér þungar refsingar.

 

„Ef það sem fram kom í Kveik verður staðfest eða sannreynt af lögregluyfirvöldum á Íslandi geta þeir aðilar sem að málinu koma átt þungar fangelsisrefsingar yfir höfði sér. Við múturgreiðslum sem þeim sem lýst var í Kveik liggur fimm ára fangelsisrefsing við, samkvæmt almennum hegningarlögum,“ segir Ómar R. Valdimarsson lögmaður, spurður út  í málið.

Hann bætir við að hægt sé að koma slíkri refsingu við þó brotin hafi verið framin í öðru landi, enda áskilji Ísland sér refsilögsögu sem nær út fyrir landssteinana í málum sem þessum.

Reiknar hann þá með að aðilarnir verði sóttir til saka hérlendis?
„Já, ég reikna með þvi að lögregla muni taka málið til skoðunar,“ svarar Ómar en segir erfitt að segja til um hvað rannsókn á málinu muni taka langan tíma. „Rannsóknir í svona málum geta staðið yfir í mjög langan tíma. Jafnvel tvö-þrjú ár, auðveldlega. Við höfum sem viðmið bankahrunsmálin, sem voru næstum í heilan áratug í rannsókn,“ bendir hann á.

Í þætti Kveiks stígur fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, fram og viðurkennir að hafa brotið lög fyrir hönd Samherja. „Þetta er bara glæpastarfsemi, skipulögð glæpastarfsemi,“ sagði hann í samtali við Kveik. Getur Jóhannes átt von á að vera sóttur til saka?
„Já,“ segir Ómar, en tekur fram það verði að líkindum horft til refsilækkunarsjónarmiða hvað hann varði. Erfitt sé að að meta hver hans hlutur var nákvæmlega, á meðan allt er ekki komið upp á yfirborðið.

„Þetta er bara glæpastarfsemi“

Þorsteinn Már Baldvinsson. Mynd / Kjarninn

„Þetta er bara glæpastarfsemi, skipulögð glæpastarfsemi,“ segir fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu um viðskipti Samherja í Namibíu.

 

Útgerðarfélagið Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig eftirsóttan fiskveiðikvóta. Eins hefur Samherji notfært sér skattaskjól í þeim tilgangi að koma hagnaði úr landi. Þetta kemur fram í umfjöllum Stundarinnar sem er birt í kvöld í óhefðbundinni útgáfu.

Samhliða sérútgáfu Stundarinnar fjallar fréttaskýringaþátturinn Kveikur um málið í kvöld. Kveikur er á dagskrá á RÚV. Í umfjöllun Stundarinnar og Kveiks eru skattaskjólsviðskipti Samherja rakin. Umfjöllinun er unnin í samstarfi við Wikileaks og Al Jazeera.

Afríkustarfsemi Samherja hefur reynst fyrirtækinu arðbær. Fyrrverandi verkefnastjóri Samherja ákvað að stíga fram fyrir umfjöllun Kveiks. „Þetta er bara glæpastarfsemi, skipulögð glæpastarfsemi,“ sagði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnisstjóri Samherja í Namibíu í samtali við Kveik. Hann viðurkennir að hafa brotið lög fyrir hönd Samherja.

„Framferði Samherja í Namibíu ber öll merki dæmigerðrar spillingar,“ sagði Daniel Balint-Kurti yfirrannsakandi hjá Global Witness. Hann segir umsvif Samherja í Namibíu ekki vera í samhengi við skilyrði þar í landi og segir Samherja sýna „svívirðilega hegðun“.

„Stjórnvöld eru spillt“

Kveikur ræddi þá við namibískan mann að nafni Eddy. Hann rekur verslun og bílaþvottastöð. Hann segir auðlindir Namibíu vera miklar en að samfélagið njóti ekki góðs af þar sem spillingin sé mikil. „Stjórnvöld eru spillt,“ sagði Eddy.

Sjá einnig: Vilja vita hvert millfærslurnar af reikningi Arcticnam fóru

Vildu ekki tjá sig

|
Skjáskot / RÚV

Stundin og Kveikur fjallar um mútugreiðslur og skattaskjólsviðskipti útgerðarfélagsins Samherja í ítarlegri umfjöllun sem birt var í kvöld.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti hluthafa Samherja, vildi ekki tjá sig um mútugreiðslunnar í Namibíu við Kveik eða Stundina.

Umsjónarmenn Kveiks óskuðu eftir viðbrögðum frá Þorsteini í lok október. Viðbrögð Þorsteins voru sýnd í þætti Kveiks. „Þetta er mjög hérna, þakka ykkur fyrir bara, ég ætla að fá mér kaffisopa hérna,“ sagði Þorsteinn Már, áður en hann gekk inn á kaffihús.

Kristján Vilhelmsson, hinn aðaleigandi Samherja og útgerðarstjóri félagsins á Íslandi, hefur heldur ekki viljað tjá sig er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar.

„Ég hef bara engan áhuga á því,“ sagði Kristján þegar blaðamaður Stundarinnar spurði hann af hverju hann vildi ekki tjá sig.

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Samherji sagður stunda stórfelldar mútugreiðslur

Útgerðarfélagið Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Afríkuríkinu Namibíu til þess að ná undir sig fiskveiðikvóta, samkvæmt Stundinni. Stundin greinir frá þessu í úttekt í nýjasta tölublaði sínu.

Þar kemur fram ađ Samherji, sem er umsvifamesta útgerðarfélag Íslands með um 111 milljarða króna eigið fé, hafi á síðustu árum greitt á annan milljarð króna í mútur og í blaðinu er farið út í flókið net skattaskjólaviðskipta Samherja. Fjallað verđur um málið í Kveik á RÚV.

Júlí Heiðar er Melcior

Júlí Heiðar

Leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson leikur Melcior í verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar setur upp í Samkomuhúsinu í janúar.

 

Júlí Heiðar útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Hann lék til að mynda í kvikmyndinni Webcam og hefur tekið þátt í uppfærslum Borgar- og Þjóðleikhússins. Júlí sér auk þess um fræðsluþættina KLINK sem sýndir eru á Rúv Núll. Þættirnir fjalla um fjármál og eru ætlaðir ungu fólki.

„Það er geggjað að vera kominn norður. Ég hef alltaf kunnað vel við mig á Akureyri og hlakka ég mikið til að búa hérna næstu mánuðina. Það er líka æðislegt að fá að koma fram hjá Leikfélagi Akureyrar í frábæru verki með öllu þessu hæfileikaríka samstarfsfólki,“ segir Júlí Heiðar sem er spenntur fyrir að koma til Akureyrar og leika í Samkomuhúsinu.

Vorið vaknar fjallar um afturhaldssamt og þröngsýnt samfélag 19. aldar. Vinunum Melchior, Moritz og Wendlu gengur misvel að fóta sig í harðneskjulegum heimi fullorðna fólksins og verða ýmist fórnarlömb eða sigurvegarar. Vorið vaknar fjallar um fyrstu kynlífsreynsluna, skólakerfið, kvíða og frelsisþrá þar sem tilfinningum krakkanna er fundinn farvegur í melódískri rokktónlist sem endurspeglar þeirra innra líf.

Uppfærsla söngleiksins á Broadway árið 2006 hlaut átta Tony verðlaun og þar á meðal sem besti nýi söngleikurinn. Uppsetningin vann þar að auki fjölda annarra verðlauna og tilnefninga og hefur farið sigurför um heiminn allar götur síðan. Vorið vaknar er nú sett upp í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi á Íslandi. Aðrir leikarar eru Ahd Tamini, Ari Orrason, Árni Beinteinn Árnason, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eik Haraldsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Rúnar Kristinn Rúnarsson, Viktoría Sigurðardóttir, Þorsteinn Bachmann og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Marta Nordal leikstýrir.

„Ég stressast upp og fagna innra með mér þegar ég slepp í gegn“

Mynd / Unsplash

Haukur Örn Birgisson lögfræðingur og forseti Golfsambands Íslands lýsir reynslu af samskiptum við þrjár starfsstéttir í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Líklegt er að margir tengi við skrif Hauks Arnars því þó starfsstéttirnar séu allar þarfar og starfsmenn sinni starfi sínu af alúð þá er eitthvað við þessi verkefni sem stressar mann upp. Ertu að tengja?

Til eru starfstéttir hér á landi sem valda stressi. Hér er vitaskuld átt við tannlækna, tollverði á Keflavíkurflugvelli og þá sem vinna við bifreiðaskoðun. Þetta er tæmandi listi. Líklegast er þetta besta fólk en ég er skítstressaður þegar ég hitti það í vinnunni.

Ég fer til tannlæknis einu sinni á ári. Ónotin byrja um leið og tíminn er bókaður. Skemmdalaus árum saman hef ég engu að kvíða en geri það samt. Á leiðinni út úr húsi þríf ég tennurnar einstaklega vel með þráðum og kropptólum sem finnast djúpt í skúffunni. Eins og það breyti einhverju úr þessu. Ég vil samt ekki valda tannlækninum vonbrigðum og ég ber ótta minn í hljóði á meðan hún leitar að Karíusi.

Að fara með bílinn í skoðun er eins og að fara í próf. Með öndina í hálsinum fylgist ég, í gegnum glerið, með manninum skoða bílinn. Ég veit alveg hvað amar að bílnum en ég vonast til að hann komi ekki auga á það. Þegar hann teygir sig eftir númeraplötulímmiðanum fæ ég hland fyrir hjartað af kvíða yfir litnum. Spennufallið hellist yfir mig þegar miðinn er kominn á og starfsmaðurinn færir sig loks frá.

Ég hef aldrei smyglað fíkniefnum til landsins og það stendur ekki til. Mér líður samt alltaf eins og glæpamanni þegar ég labba fram hjá steindauðu speglagleri tollvarðanna. Er einhver þarna á bak við og ætli þeir stoppi mig að þessu sinni? Ég reyni að ganga, hversdagslegur í fari, fram hjá rúðunni og hugsa um það eitt hvert ég á að horfa. Með ekkert að fela, stressast ég upp og fagna innra með mér þegar ég slepp í gegn.

Ísland tekur á móti 85 flóttamönnum á næsta ári

Ríkisstjórn Íslands samþykkti síðasta föstudag tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna á næsta ári.

Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flóttafólki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar SÞ var ákveðið að tekið yrði á móti einstaklingum frá þremur svæðum. Þ.e. sýrlensku flóttafólki sem er í Líbanon, flóttafólki frá Kenía og afgönsku flóttafólki sem er í Íran.

Í tilkynningunni segir að íslensk stjórnvöld hafa eflt móttöku flóttafólks markvisst frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 einstaklingum. Frá árinu 2015 hafa fimmtán sveitarfélög tekið á móti hópum og þar af voru sjö sveitarfélög að taka á móti kvótaflóttafólki í fyrsta sinn. Meiri hlutinn kom frá Sýrlandi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamerún.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skilgreinir nú 19,9 milljónir einstaklinga sem flóttafólk og áætlar stofnunin að af þeim séu 1,44 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól sem kvótaflóttafólk. Eingöngu 4% af þeim einstaklingum komust í öruggt skjól á síðasta ári.

Hollara konfekt með trönuberjum, pistasíuhnetum og hvítu súkkulaði

Dásamlegt trönuberjakonfekt í hollari kantinum.

 

Hollara konfekt með trönuberjum, pistasíuhnetum og hvítu súkkulaði
u.þ.b. 60 stk.

100 g mjúkar döðlur
½ dl hunang
3 msk. chia-fræ (má sleppa)
½ tsk. salt
1 ½ dl haframjöl eða múslí að eigin vali
1 dl pistasíuhnetur, gróft saxaðar
1 dl þurrkuð trönuber, gróft skorin
200 g hvítt súkkulaði
2-3 msk. trönuber til skrauts

Setjið döðlur, hunang, chia-fræ og salt saman í matvinnsluvél og maukið vel saman. Bætið haframjöli eða múslí út í ásamt pistasíuhnetum og trönuberjum og blandið vel.

Best  er að nota fingurna til þess að kremja þetta vel saman. Setjið bökunarpappír í form sem er u.þ.b.17×26 cm og þrýstið deiginu vel ofan í formið. Látið í kæli á meðan súkkulaðið er brætt varlega yfir vatnsbaði.

Dreifið súkkulaðinu jafnt yfir og skreytið gjarnan með trönuberjum. Látið kólna þar til súkkulaðið hefur harðnað. Skerið í litla bita.

Eins mætti gjarnan saxa súkkulaðið smátt, blanda því saman við deigið og móta t.d. litlar kúlur.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Vilja vita hvert millfærslurnar af reikningi Arcticnam fóru

|
Skjáskot / RÚV

Mál sem tengjast félagi í eigu Samherja og fyrirtækja í Namibíu hafa undanfarið verið til rannsóknar af spillingarnefnd þar í landi.

 

Nefnd um varnir gegn spillingu (Anti Corruption Commision) hefur undanfarið haft til rannsóknar mál sem tengjast spillingu í namibískum sjávarútvegi, þar á meðal peningagreiðslur af reikningi Articnam, sem er félag í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og namibískra fyrirtækja, að því er fram kemur á RÚV. Þar er greint frá því að Namibískir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsókn á því hvert 60 milljónir namibískra dollara, sem samsvarar um hálfum milljarði íslenskra króna, voru millifærðar af reikningi Arcticnam, fyrir þremur árum.

Fjölmiðllinn Namibian greindi frá því í september að Sharon Neumbo, stjórnarformaður Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, hafi leitað til lögreglu í sama mánuði vegna milljónamillifærslu út af reikningum Arcticnam. Taldi Neumbo færsluna vera ólöglega. Í frétt The Namibian segist Neumbo hafa undir höndum gögn sem sýni að féð hafi verið millifært í þremur greiðslum til tveggja íslenskra fyrirtækja, annað í Namibíu en hitt á Máritíus. Var Neumbo sjálf síðan handtekin grunuð um spillingu, nánar tiltekið fyrir að hafa svikið hundruð þúsund namibískra dala út úr eigin félagi, en var sleppt úr varðhaldi stuttu síðar.

Félög tengd Samherja hafa árum saman stundað fiskveiðar við vesturströnd Afríku og í gær sendi Samherji frá sér yfirlýsingu vegna væntanlegrar umfjöllunar fjölmiðla um meint brot er varða starfsemi útgerðarinnar í Namibíu. Þar segir meðal annars að forráðamenn Samherja hafi orðið þess áskynja að ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu árið 2016 og af þeim sökum hafi fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður verið sendur þangað til að kanna málið. Nokkurra mánaða vinna hafi leitt til þess að stjórnanda Samherja í Namibíu var sagt upp störfum, vegna óásættanlegrar framgöngu hans og hegðunar.

Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Samherji ætli ekki að tjá sig um einstakar ásakanir fyrr en niðurstaða ítarlegrar rannsóknar alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi útgerðarinnar í Afríku liggur fyrir.

Í auglýsingu fyrir fréttaskýringaþáttinn Kveik, sem verður sýndur í lengri útgáfu kvöld, kemur fram að „hulunni verði svipt af vafasömum starfsháttum íslensks stórfyrirtækis„. Þá má geta þess að Stundin hefur boðað ítarlega útgáfu blaðisins á óhefðbundnum tíma í kvöld.

„Útkoman verður stundum súrrealísk“

||||
Mynd / Aðsend / Mynd / Kristín Pétursdóttir||||

Myndlistarkonan Helga Páley Friðþjófsdóttir opnaði sýninguna Innan girðingar í Ásmundarsal um helgina. „Þetta eru allt tvívíð verk, málverk á plötu og verk sem eru skorin út í við. Hress og kaótísk verk í bland við minimalísk verk,“ segir Helga þegar hún er spurð út í hvernig verk hún sýnir.

 

Sýning Helgu er hluti af sýningaseríunni Í Kring, verk sýningarinnar hanga uppi á þremur stöðum, þ.e. á Reykjavík Roasters á Kárastíg 1, í Brautarholti 2 og á Ásmundarsal.

„Hugmyndin að sýningunni kom út frá byggingarsvæðum. Ég hjóla fram hjá nokkrum á leið upp á vinnustofuna mína og finnst gaman að sjá allt byggingarefnið sem er notað. Fyrir mér hafa þessi plaströr og stálbitar engan augljósan tilgang, ólíkt því þegar þú gengur um hverfið þitt þar sem þú rekst t.d. á bekki og sólpalla og allt er einhvern veginn fullmótað,“ segir Helga.

Myndlistarkonan Helga Páley opnaði sýninguna Innan girðingar um helgina.

„Þessi svæði gefa einskonar leyfi fyrir óreiðu og eru millibilsástand fyrir eitthvað varanlegt. Allt ferlið á bak við það að byggja hús er eftir ströngustu verkreglum enn fyrir utanaðkomandi er þetta ekki eins skýrt.“

Byggingarsvæði hafa lengi heillað Helgu. „Þegar ég var krakki þá voru byggingarsvæði mest spennandi leikvöllurinn. Þá gaf maður hlutum nýjan tilgang. Með þessari sýningu er ég að leika mér með þessi form og efni og leyfi mér að skálda og leika mér með þau. Útkoman verður stundum súrrealísk.“

„Í staðinn fyrir að nota byggingarefnið til að byggja hús fór ég að stafla þeim upp í píramída og búa til skúlptúra.“

„Þetta eru allt tvívíð verk, málverk á plötu og verk sem eru skorin út í við.“

Aðspurð hvaðan innblásturinn kemur segir Helga: „Frá svo mörgu, þarf ekki að vera merkilegt stundum er það einhver litur eða áferð sem kitlar mann og getur verið kveikjan að næstu mynd. Um daginn var ég að vinna á Illustrator sem mér fannst mjög frústrerandi því þar þarf maður að hugsa meira í formum enn línum. Ég varð að vinna innan einhverra takmarkanna frá því sem maður kann og finna nýjar leiðir að lokaútkomunni,“ útskýrir Helga.

Hún tekur þá innblásturinn að sýningunni Innan girðingar sem dæmi:

„Þegar ég var að vinna í Illustrator var það skemmtilegasta sem ég gerði að búa til einn hlut og stafla honum ofan á annan, gera þannig eitthvað mjög heimskulegt en svo fullnægjandi. Þetta yfirfærðist svo í verkin á sýningunni því þar fór ég að stafla formum ofan á hvort annað. Í staðinn fyrir að nota byggingarefnið til að byggja hús fór ég að stafla þeim upp í píramída og búa til skúlptúra.“

Mynd / Aðsend

Áttu þér uppáhaldsverk á sýningunni?

„Haugurinn með derhúfuna. Þetta er abstrakt verk, en með því að setja derhúfu inn á það tekur það einhvern veginn alvarleikann af því og gerir það hressara. Enn annars er það oftast nýjasta verkið sem er í uppáhaldi, því þá hugsar maður já, þetta er að koma og það heldur manni spenntum fyrir framhaldinu.“

Verk Helgu sem hanga á Reykjavík Roasters í Brautarholti.

Helga Páley verður með leiðsögn og spjall um sýninguna á föstudaginn, 15. nóvember, klukkan 17:00 í Brautarholti 2.

Hlíðaskóli sigraði Skrekk

||
||

Hlíðaskóli sigraði Skrekk hæfileikakeppni grunnskólanna í gær, en skólinn hefur tvisvar áður unnið til verðlaunanna.

 

Siguratriðið úr Hlíðaskóla, Þið eruð ekki ein, fjallaði um kynsegin og hinsegin tilfinningar unglinga og viðbrögð samfélagsins við einstaklingum sem skilgreina sig utan tvíhyggju kynjakerfisins.

Átta skólar kepptu til úrslita á lokakvöldinu Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli og Seljaskóli. Vel á þriðja hundrað unglingar stigu á svið á lokahátíðinni þar sem Skrekkur var haldinn í 30. sinn.

Dómnefnd skipuðu stjórnendur menningarhúsa í borginni; Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins, Hörpu, Íslenska dansflokksins og ungmenni úr ungmennaráði Samfés. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti nemendum Hlíðaskóla verðlaunin.

Horfa má á siguratriðið hér.

Íslenskt landslag áberandi í nýjasta myndbandi Weezer

|
Magnúsi Jónssyni (t.h.) bregður fyrir í myndbandinu við California Snow.|Skjáskot úr nýjasta tónlistarmyndbandi Weezer.

Bandaríska hljómsveitin Weezer sendi frá sér myndband við lagið California Snow í gær. Íslenskt landslag leikur stórt hlutverk í myndbandinu.

 

Lagið California Snow er þemalag kvikmyndarinnar Spell sem fjallar um bandarískan listamann að nafni Benny sem ferðast til Íslands í kjölfar andláts unnustu sinnar.

Leikstjóri Spell er Brendan Walter, en Walter er hvað þekktastur fyrir gerð tónlistarmyndbanda, m.a. fyrir Weezer. Walter leikstýrir einnig myndbandinu við lagið California Show.

Skjáskot úr nýjasta tónlistarmyndbandi Weezer.

Hópur íslenskra leikara fer með hlutverk í Spell, m.a. Birna Rún Eiríksdóttir og Magnús Jónsson.

Myndbandið við California Snow má sjá hér fyrir neðan:

Stiklu fyrir myndina Spell má sjá hér:

Kór Lindakirkju afhenti Eitt líf hálfa milljón

||
||

Kór Lindakirkju bauð til tónlistarveislu sunnudaginn 3. nóvember. Flutt var blanda af kraftmikilli gospeltónlist undir dyggri stjórn Óskars Einarssonar.

 

Einsöngvarar úr röðum kórfélaga stigu á stokk og hljómsveitin var skipuð: Óskar Einarsson, píanó, Páll E. Pálsson, bassi, Brynjólfur Snorrason, slagverk og Andreas Hellkvist, hammond.

Aðgangur á tónleikana var ókeypis en tekið var við frjálsum framlögum til styrktar forvarnarverkefninu Eitt líf/Minningarsjóði Einars Darra.

Viku seinna, sunnudaginn 10. nóvember mætti síðan faðir Einars Darra, Óskar Vídalín, og tók við hálfri milljón sem kór Lindakirkju safnaði fyrir Eitt líf/Minningarsjóð Einars Darra. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir sá um afhendingu á söfnunarfénu fyrir hönd kórsins.

Ásta Sóllilja afhendir Óskari söfnunarféð.

Lindakirkja var upplýst að utan í bleikum lit sem var uppáhaldslitur Einars Darra, bæði á tónleikunum og sunnudaginn 10. nóvember. Lindakirkja er komin með útilýsingu sem lýsir kirkjuna upp og hægt er að velja nokkra liti en bleikur var valinn fyrir Einar Darra.

Reykjavík hlýtur gullverðlaun sem Destination 2020

Reykjavík hlaut á sunnudag gullverðlaun sem Destination 2020 á Travel News Market, stærstu ferðasýningu sem haldin er í Svíþjóð.

 

Kemur þetta fram á vef Reykjavíkurborgar.

 

Gullverðlaunin voru veitt í flokknum “premium” fyrir helgarferð sem merkir að flestir premium ferðamenn segjast vilja ferðast til Íslands í helgarferð, eða alls 18.1%. Í öðru sæti var Róm og París í þriðja sæti.

Samkvæmt skilgreiningu alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins YouGov sem gerði könnunina eru Premium ferðamenn þeir sem vilja fyrst og fremst einstaka upplifun og eru tilbúnir að verja meiri fjármunum meira til þess að ná því markmiði. Einnig voru veitt verðlaun í flokknum Budgetresenär, þ.e. ferðamenn sem vilja ferðast á ódýran máta og flokknum Trygghet, ferðamenn sem kjósa öryggi s.s. pakkaferðir. Undirflokkar voru helgarferð, vikuferð og langferð.

Könnunin var lögð fyrir í september og voru rúmlega tvö þúsund Svíar í úrtakinu. Könnunin var gerð á vegum Travel News sem er stærsta fagtímarit Svíþjóðar á sviði ferðaþjónustu. Tilgangur könnunarinnar var að komast að því hvaða áfangastaðir eru vinsælastir í dag meðal sænskra ferðamanna.

Sendiráð Íslands í Svíþjóð tók þátt í sýningunni og kynnti land og þjóð fyrir áhugasömum aðilum úr ferðaþjónustunni.

Sjá frétt Travel News um verðlaunin

 

Glamúr og glæsileiki allsráðandi á People’s Choice Awards

Kris Jenner

Hátíðin People’s Choice Awards var haldin í Kaliforníu um helgina í 45. sinn. Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyrir afrek í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlist.

Glamúrinn var við völd á rauða dreglinum og voru pallíettur og glimmer áberandi. Hér koma nokkur skemmtileg dress sem vöktu athygli á hátíðinni.

Söngkonan Gwen Stefani klæddist hvítum kjól frá Vera Wang. Mynd /EPA
Leikkonan Storm Reid klæddist einstökum kjól frá Iris van Herpen. Mynd /EPA
Söngkonan Pink var töff í svartri dragt. Mynd / EPA
Söngkonan Kelly Rowland klæddist áhugaverðum kjól frá Iris van Herpen. Mynd /EPA
Sjónvarpskonan Giuliana Rancic í bleikum Alexandre Vauthier kjól.
Leikkonan Carissa Culiner. Mynd /EPA
Sjónvarpskonan Giuliana Rancic í Alexandre Vauthier kjól. Mynd /EPA
Leikkonan Brittany Snow klæddist glamúrkjól frá Temperley London. Mynd EPA
Kris Jenner og Corey Gamble. Mynd /EPA
Khloe Kardashian mætti í gegnsæju. Mynd /EPA
Dragtin sem Kourtney Kardashian klæddist glitraði á rauða dreglinum. Mynd /EPA
Kim Kardashian klæddist Versace-kjól. Mynd EPA

Í leit að sökudólgi

Slys gerast. Það vitum við en oft er mjög erfitt að sætta sig við þau engu að síður. Þau eru eftir atvikum leiðinleg, slæm eða hræðileg. En sama hverjar afleiðingarnar eru þá hjálpar aldrei að bregðast við með því að leggja af stað í leit að sökudólgi. Sú tilhneiging er þó alltaf fyrir hendi og yfirleitt fyrsta viðbragð okkar flestra. Hvað er samt unnið með því að ásaka einhvern og fyllast reiði í hans garð? Jafnvel þótt slysið megi að einhverju leyti rekja til gerða einhvers eða einhverra hendir það alltaf vegna margra samverkandi þátta. Eitthvað stuðlar vissulega að því en það er ekki hægt að ásaka manneskju fyrir gerðir sem aldrei var ætlað meiða eða valda skaða. Hafi ásetningur legið að baki er nefnilega ekki lengur um slys að ræða heldur glæp og það er annað mál.

Katrín Mixa upplifði sig fasta í ákveðnu fari, staðnaða og hana langaði að brjóta upp mynstrið, ögra sjálfri sér og finna með því aftur ástríðuna fyrir lífinu. Hún ákvað að halda í hjálparstarf til Palestínu en móðir hennar var mjög ósátt við þá ákvörðun. Katrínu fannst erfitt að skilja þannig við hana en hélt sínu striki. Þegar móðir hennar stórslasaðist í bílslysi á leið heim eftir að hafa ekið með henni út á flugvöll flugu öll áform út um gluggann. Ekki kom annað til greina en að snúa við og reyna eftir bestu getu að vinnu úr þeim skelfilega veruleika sem nú blasti við.

„Þegar móðir hennar stórslasaðist í bílslysi á leið heim eftir að hafa ekið með henni út á flugvöll flugu öll áform út um gluggann.“

Eins og nærri má geta var öll fjölskyldan í áfalli og þegar þannig stendur á geta menn ekki alltaf stjórnað tilfinningum sínum. Katrín kenndi sér um slysið og þar sem fjölskyldan fékk litla hjálp við að vinna úr áfallinu urðu afleiðingarnar verri en ella. Í dag er hún 75% öryrki og hún telur að heilsubresturinn sé fyrst og fremst tilkominn vegna þess álags sem hún bjó við eftir þetta. Þótt hún og móðir hennar hafi náð að ræða út um málin sín á milli hvíldi sektarkenndin þungt á Katrínu. Læknar ávísuðu ýmsum lyfjum en þau gerðu illt verra að mati hennar og einnig tilraunir til að deyfa sig með áfengi. Móðir hennar lést fyrir tveimur árum eftir skammvinn veikindi og í dag er dóttir hennar ákveðin í að tileinka sér þá stóísku ró og æðruleysi sem einkenndi hana síðustu árin. Þrátt fyrir að að geta aðeins hreyft höfuð og andlit og lítillega handleggina setti móðir Katrínar svip á umhverfi sitt hvar sem hún var og hafði djúpstæð áhrif á samferðafólkið. Það er eftirsóknarverður eiginleiki og sýnir að hægt er að sigrast á öllu mótlæti.

Sjá einnig: Þegar lífið breytist á augabragði

Setningarnar máttu hvorki vera flóknar né of langar

|||||||||
|epa04556482 Emma Stone arrives for the 72nd Annual Golden Globe Awards at the Beverly Hilton Hotel

Bókin Nýjar slóðir er skrifuð fyrir fólk af erlendum uppruna sem hefur lært grunninn í íslensku.

 

Nýlega kom bókin Nýjar slóðir út. Bókin er skrifuð fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið að læra grunninn í íslensku. Höfundur bókarinnar, Kristín Guðmundsdóttir, segir skort hafa verið á bókum sem þessum fyrir fullorðna.

Nýjar slóðir inniheldur 12 sjálfstæðar léttlestrarsögur af ýmsu tagi. „Sögurnar koma inn á íslenska málfræði, sögu, menningu og fleira sem við kemur okkar samfélagi,“ segir hún.

Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar spænsk vinkona Kristínar, Becky, sagði Kristínu að það vantaði léttlestrarbækur á markaðinn fyrir fólk sem hefur lært íslensku. Kristín ákvað að stökkva á tækifærið og skrifa bók fyrir þennan hóp. „Fram til þessa hefur þessi markhópur verið óplægður akur og er þess virði að vekja athygli á.“

„Vonandi hjálpar bókin einhverjum þarna úti.“

Spurð út í hvernig það hafi verið að skrifa bókina segir Kristín það hafa verið bæði gaman og áhugavert. „Maður verður að passa sig á að hafa setningarnar hvorki of flóknar né of langar. Ég reyndi að hafa sögurnar fjölbreyttar og skrifaðar þannig að þær myndu vekja áhuga fólks. Svo fléttaði ég sögu Íslands inn í eina og eina sögu enda hef ég áhuga á sögu og menningu,“ segir Kristín. Hún bætir við: „Vonandi hjálpar bókin einhverjum þarna úti.“

Kristín sýndi Becky vinkonu sinni bókina áður en hún kom út og bað um álit. „Ég bar bókina undir Becky og börnin hennar áður en ég gaf hana út. Þau voru mjög ánægð og hvöttu mig áfram. Það gaf mér byr undir báða vængi að halda áfram.“

Kristín bendir á að áhugasamir geti sent henni tölvupóst hafi fólk áhuga á að kaupa bókina, á netfangið [email protected]. „Bókasafn Reykjanesbæjar og Kópavogs eru þegar búin að kaupa hana af mér. Bókin er líka komin á Storytel.is, það var gert svo fólk gæti hlustað á hana með það las. Svo fólk heyri hvernig orðin eru borin fram.“

Segja af sér í kjölfar umfjöllunar um mútugreiðslur Samherja

|
Skjáskot / RÚV

Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra landsins, sögðu í dag af sér embætti. Þessu greina namibískir miðlar frá.

Bernhard og Sacky segja af sér í kjölfar umfjöllunar RÚV, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks um viðskipti Samherja í Namibíu þar sem kemur fram að þeir hafi þegið mútur frá dótturfélögum Samherja.

 

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Var með nagandi samviskubit

|
Mynd / Wikileaks

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, tók ákvörðun um að gerast uppljóstrari í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um viðskiptahætti Samherja. Hann segist hafa verið með nagandi samviskubit yfir vinnu sinni fyrir Samherja.

 

„Þetta er bara glæpastarfsemi,“ sagði Jóhannes um viðskipti Samherja í Namibíu í samtali við Helga Seljan í þætti Kveiks sem sýndur var á Rúv í gær. Þá viðurkenndi hann að hafa brotið lög fyrir hönd Samherja á meðan hann starfaði hjá fyrirtækinu.

Í samtali við Stundina segir Jóhannes að hann hafi verið með nagandi samviskubit eftir að hann hætti hjá Samherja.

„Ég lék algjört lykilhlutverk í því að semja við þessar kvótagrúppur svo Samherji kæmist inn í landið. Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi hafa á minni samvisku. Árið 2017 er þetta að angra mig og ég hugsaði: Spilling og þessi efnahagbrot eru bara ekki góð.“

Getur átt von á að vera sóttur til saka

Mannlíf heyrði í Ómari R. Valdimarssyni lögmanni í gær.

Getur Jóhannes átt von á að vera sóttur til saka?

„Já,“ sagði Ómar, en tók fram það verði að líkindum horft til refsilækkunarsjónarmiða hvað hann varði. Erfitt sé að að meta hver hans hlutur var nákvæmlega.

Sjá einnig: Samherjamálið: Málsaðilar gætu átt þungar refsingar yfir höfði sér

Hörð viðbrögð við umfjöllun um Samherja – „Íslenskt arðrán á fátæku fólki“

Umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi um Samherja, þar sem staðhæft er að stjórnmálamönnum og embættismönnum hafi verið greiddar hundruð milljóna króna í mútur til að fá úthlutaða fiskveiðikvóta við Namibíu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og um fátt var meira rætt í gærkvöldi manna á milli og á samfélagsmiðlum.

 

Fjöldi einstaklinga tjáði sig um málið á Facebook í gær:

„Hver eru næstu skref þjóðar sem í kvöld fékk innsýn í starfsemi og starfshætti stórfyrirtækis sem hagnast hefur ævintýralega á sjávarauðlind íslensku þjóðarinnar?,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

„Þvílíkt hugmyndaflug eða hvaðan í ósköpunum ætli Þorsteinn Már hafi eiginlega fengið þessa hugmynd að kvótakerfi geti framkallað ofsagróða og til að það geti gengið smurt þurfi að væta gogga valdhafa?,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Vísi.

„BEHAVING LIKE THE LOWEST OF THE LOW. Íslenskt arðrán á fátæku fólki,“ segir Viðar Eggertsson leikhússtjóri.

„Samherji fær ekki nægilegan afslátt af íslenskum auðlindum, þeir virðast þurfa að arðræna almenning í Namibíu og Angóla og flytja gróðan í skattaskjól. Hversu brenglaðir eru hvatarnir í kerfi sem skilar til samfélagsins svona botnlausri græðgi og svívirðilegri vanvirðingu og skeytingarleysi fyrir mannslífum?,“ segir Halldóra Mogensen þingmaður Pírata.

Tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson slær á létta strengi: „Namibískir dagar á Dalvík hljómar ekki alveg eins þjált og Fiskidagurinn mikli.“

Gunnar Smári Egilsson leggur til að skattrannsóknarstjóri fari í yfirvinnu: „Þar sem mútur eru ekki frádráttarbærar frá skatti væri klókt af skattrannsóknarstjóra að taka bókhald og öll gögn Samherja í nótt. Þangað má örugglega sækja hundruð milljóna í ríkissjóðs, bara af þeim málum sem Kveikur/Stundin eru að fjalla um. Svo má senda málið til saksóknara, en ekki er hægt að greiða stórar mútur út úr fyrirtækjum án þess að falsa bókhald.“

Drífa Snædal formaður ASÍ segir um umfjöllun Kveiks: „Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heimsvaldasinnuðum, gráðugum arðræningjum sem einskis svífast. Körlum sem þykjast samfélagslega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afríku. Körlum sem komu í kjölfar vel heppnaðar þróunarsamvinnu og ryksuguðu upp auðlindir í eigin þágu, höguðu sér eins og svívirðilegustu nýlenduherrar. Þróunarsamvinnunni var hætt vegna hrunsins sem varð einmitt vegna svona hegðunar. Ógeðslegt!“

„Ég var að horfa á Kveik sem ásamt Stundinni afhjúpuðu spillingu og mútugreiðslur eins stærsta útgerðarfyrirtækis Íslands, Samherja. Engin stjórnmálamanneskja sem vill láta taka sig alvarlega er að hugsa um neitt annað í dag en hvernig verði brugðist við þessu. Á næstu dögum munum við sjá skýrar línur í íslenskum stjórnmálum og hvernig pólitíkin skiptist á Íslandi milli þeirra sem ætla að verja og líða svona aðferðir og þeirra sem standa fyrir það að svona líðist ekki,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn.

Blaðamönnum hrósað

Nokkrir hrósuðu fréttamönnum og blaðamönnum:

„Ég er alveg dösuð eftir allt upplýsingaflæðið. Blaðamennirnir sem stóðu að þessu eru meistarar og hafi einhver efast um gildi góðra blaðamanna, þá ætti sá efi að farinn núna.
En mikið væri gott að búa í landi þar sem það væri hægt að treysta því að það yrðu afleiðingar eftir svona risa uppljóstrun. Ætli það sé séns á því?,“ skrifar Heiða B. Heiðars.

„Kveikur kvöldsins er enn ein staðfesting þess hversu mikilvægt er að við eigum sjálfstætt Ríkisútvarp. Og engin furða þó að voldug öfl í landinu vilji það feigt,“ segir Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi.

Fréttirnar voru síðan snöggar að slá þessu upp í kaldhæðið grín.

Samherjamálið: Málsaðilar gætu átt þungar refsingar yfir höfði sér

Þorsteinn Már Baldvinsson

Útgerðarfélagið Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig eftirsóttan fiskveiðikvóta. Eins hefur Samherji notfært sér skattaskjól í þeim tilgangi að koma hagnaði úr landi. Þetta kemur fram í umfjöllununum Stundarinnar og fréttaskýringarþáttarins Kveik á RÚV. Lögmaður segir að málsaðilar geti átt yfir höfði sér þungar refsingar.

 

„Ef það sem fram kom í Kveik verður staðfest eða sannreynt af lögregluyfirvöldum á Íslandi geta þeir aðilar sem að málinu koma átt þungar fangelsisrefsingar yfir höfði sér. Við múturgreiðslum sem þeim sem lýst var í Kveik liggur fimm ára fangelsisrefsing við, samkvæmt almennum hegningarlögum,“ segir Ómar R. Valdimarsson lögmaður, spurður út  í málið.

Hann bætir við að hægt sé að koma slíkri refsingu við þó brotin hafi verið framin í öðru landi, enda áskilji Ísland sér refsilögsögu sem nær út fyrir landssteinana í málum sem þessum.

Reiknar hann þá með að aðilarnir verði sóttir til saka hérlendis?
„Já, ég reikna með þvi að lögregla muni taka málið til skoðunar,“ svarar Ómar en segir erfitt að segja til um hvað rannsókn á málinu muni taka langan tíma. „Rannsóknir í svona málum geta staðið yfir í mjög langan tíma. Jafnvel tvö-þrjú ár, auðveldlega. Við höfum sem viðmið bankahrunsmálin, sem voru næstum í heilan áratug í rannsókn,“ bendir hann á.

Í þætti Kveiks stígur fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, fram og viðurkennir að hafa brotið lög fyrir hönd Samherja. „Þetta er bara glæpastarfsemi, skipulögð glæpastarfsemi,“ sagði hann í samtali við Kveik. Getur Jóhannes átt von á að vera sóttur til saka?
„Já,“ segir Ómar, en tekur fram það verði að líkindum horft til refsilækkunarsjónarmiða hvað hann varði. Erfitt sé að að meta hver hans hlutur var nákvæmlega, á meðan allt er ekki komið upp á yfirborðið.

„Þetta er bara glæpastarfsemi“

Þorsteinn Már Baldvinsson. Mynd / Kjarninn

„Þetta er bara glæpastarfsemi, skipulögð glæpastarfsemi,“ segir fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu um viðskipti Samherja í Namibíu.

 

Útgerðarfélagið Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu til þess að ná undir sig eftirsóttan fiskveiðikvóta. Eins hefur Samherji notfært sér skattaskjól í þeim tilgangi að koma hagnaði úr landi. Þetta kemur fram í umfjöllum Stundarinnar sem er birt í kvöld í óhefðbundinni útgáfu.

Samhliða sérútgáfu Stundarinnar fjallar fréttaskýringaþátturinn Kveikur um málið í kvöld. Kveikur er á dagskrá á RÚV. Í umfjöllun Stundarinnar og Kveiks eru skattaskjólsviðskipti Samherja rakin. Umfjöllinun er unnin í samstarfi við Wikileaks og Al Jazeera.

Afríkustarfsemi Samherja hefur reynst fyrirtækinu arðbær. Fyrrverandi verkefnastjóri Samherja ákvað að stíga fram fyrir umfjöllun Kveiks. „Þetta er bara glæpastarfsemi, skipulögð glæpastarfsemi,“ sagði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnisstjóri Samherja í Namibíu í samtali við Kveik. Hann viðurkennir að hafa brotið lög fyrir hönd Samherja.

„Framferði Samherja í Namibíu ber öll merki dæmigerðrar spillingar,“ sagði Daniel Balint-Kurti yfirrannsakandi hjá Global Witness. Hann segir umsvif Samherja í Namibíu ekki vera í samhengi við skilyrði þar í landi og segir Samherja sýna „svívirðilega hegðun“.

„Stjórnvöld eru spillt“

Kveikur ræddi þá við namibískan mann að nafni Eddy. Hann rekur verslun og bílaþvottastöð. Hann segir auðlindir Namibíu vera miklar en að samfélagið njóti ekki góðs af þar sem spillingin sé mikil. „Stjórnvöld eru spillt,“ sagði Eddy.

Sjá einnig: Vilja vita hvert millfærslurnar af reikningi Arcticnam fóru

Vildu ekki tjá sig

|
Skjáskot / RÚV

Stundin og Kveikur fjallar um mútugreiðslur og skattaskjólsviðskipti útgerðarfélagsins Samherja í ítarlegri umfjöllun sem birt var í kvöld.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti hluthafa Samherja, vildi ekki tjá sig um mútugreiðslunnar í Namibíu við Kveik eða Stundina.

Umsjónarmenn Kveiks óskuðu eftir viðbrögðum frá Þorsteini í lok október. Viðbrögð Þorsteins voru sýnd í þætti Kveiks. „Þetta er mjög hérna, þakka ykkur fyrir bara, ég ætla að fá mér kaffisopa hérna,“ sagði Þorsteinn Már, áður en hann gekk inn á kaffihús.

Kristján Vilhelmsson, hinn aðaleigandi Samherja og útgerðarstjóri félagsins á Íslandi, hefur heldur ekki viljað tjá sig er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar.

„Ég hef bara engan áhuga á því,“ sagði Kristján þegar blaðamaður Stundarinnar spurði hann af hverju hann vildi ekki tjá sig.

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Samherji sagður stunda stórfelldar mútugreiðslur

Útgerðarfélagið Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Afríkuríkinu Namibíu til þess að ná undir sig fiskveiðikvóta, samkvæmt Stundinni. Stundin greinir frá þessu í úttekt í nýjasta tölublaði sínu.

Þar kemur fram ađ Samherji, sem er umsvifamesta útgerðarfélag Íslands með um 111 milljarða króna eigið fé, hafi á síðustu árum greitt á annan milljarð króna í mútur og í blaðinu er farið út í flókið net skattaskjólaviðskipta Samherja. Fjallað verđur um málið í Kveik á RÚV.

Júlí Heiðar er Melcior

Júlí Heiðar

Leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson leikur Melcior í verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar setur upp í Samkomuhúsinu í janúar.

 

Júlí Heiðar útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Hann lék til að mynda í kvikmyndinni Webcam og hefur tekið þátt í uppfærslum Borgar- og Þjóðleikhússins. Júlí sér auk þess um fræðsluþættina KLINK sem sýndir eru á Rúv Núll. Þættirnir fjalla um fjármál og eru ætlaðir ungu fólki.

„Það er geggjað að vera kominn norður. Ég hef alltaf kunnað vel við mig á Akureyri og hlakka ég mikið til að búa hérna næstu mánuðina. Það er líka æðislegt að fá að koma fram hjá Leikfélagi Akureyrar í frábæru verki með öllu þessu hæfileikaríka samstarfsfólki,“ segir Júlí Heiðar sem er spenntur fyrir að koma til Akureyrar og leika í Samkomuhúsinu.

Vorið vaknar fjallar um afturhaldssamt og þröngsýnt samfélag 19. aldar. Vinunum Melchior, Moritz og Wendlu gengur misvel að fóta sig í harðneskjulegum heimi fullorðna fólksins og verða ýmist fórnarlömb eða sigurvegarar. Vorið vaknar fjallar um fyrstu kynlífsreynsluna, skólakerfið, kvíða og frelsisþrá þar sem tilfinningum krakkanna er fundinn farvegur í melódískri rokktónlist sem endurspeglar þeirra innra líf.

Uppfærsla söngleiksins á Broadway árið 2006 hlaut átta Tony verðlaun og þar á meðal sem besti nýi söngleikurinn. Uppsetningin vann þar að auki fjölda annarra verðlauna og tilnefninga og hefur farið sigurför um heiminn allar götur síðan. Vorið vaknar er nú sett upp í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi á Íslandi. Aðrir leikarar eru Ahd Tamini, Ari Orrason, Árni Beinteinn Árnason, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eik Haraldsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Rúnar Kristinn Rúnarsson, Viktoría Sigurðardóttir, Þorsteinn Bachmann og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Marta Nordal leikstýrir.

„Ég stressast upp og fagna innra með mér þegar ég slepp í gegn“

Mynd / Unsplash

Haukur Örn Birgisson lögfræðingur og forseti Golfsambands Íslands lýsir reynslu af samskiptum við þrjár starfsstéttir í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Líklegt er að margir tengi við skrif Hauks Arnars því þó starfsstéttirnar séu allar þarfar og starfsmenn sinni starfi sínu af alúð þá er eitthvað við þessi verkefni sem stressar mann upp. Ertu að tengja?

Til eru starfstéttir hér á landi sem valda stressi. Hér er vitaskuld átt við tannlækna, tollverði á Keflavíkurflugvelli og þá sem vinna við bifreiðaskoðun. Þetta er tæmandi listi. Líklegast er þetta besta fólk en ég er skítstressaður þegar ég hitti það í vinnunni.

Ég fer til tannlæknis einu sinni á ári. Ónotin byrja um leið og tíminn er bókaður. Skemmdalaus árum saman hef ég engu að kvíða en geri það samt. Á leiðinni út úr húsi þríf ég tennurnar einstaklega vel með þráðum og kropptólum sem finnast djúpt í skúffunni. Eins og það breyti einhverju úr þessu. Ég vil samt ekki valda tannlækninum vonbrigðum og ég ber ótta minn í hljóði á meðan hún leitar að Karíusi.

Að fara með bílinn í skoðun er eins og að fara í próf. Með öndina í hálsinum fylgist ég, í gegnum glerið, með manninum skoða bílinn. Ég veit alveg hvað amar að bílnum en ég vonast til að hann komi ekki auga á það. Þegar hann teygir sig eftir númeraplötulímmiðanum fæ ég hland fyrir hjartað af kvíða yfir litnum. Spennufallið hellist yfir mig þegar miðinn er kominn á og starfsmaðurinn færir sig loks frá.

Ég hef aldrei smyglað fíkniefnum til landsins og það stendur ekki til. Mér líður samt alltaf eins og glæpamanni þegar ég labba fram hjá steindauðu speglagleri tollvarðanna. Er einhver þarna á bak við og ætli þeir stoppi mig að þessu sinni? Ég reyni að ganga, hversdagslegur í fari, fram hjá rúðunni og hugsa um það eitt hvert ég á að horfa. Með ekkert að fela, stressast ég upp og fagna innra með mér þegar ég slepp í gegn.

Ísland tekur á móti 85 flóttamönnum á næsta ári

Ríkisstjórn Íslands samþykkti síðasta föstudag tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna á næsta ári.

Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flóttafólki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar SÞ var ákveðið að tekið yrði á móti einstaklingum frá þremur svæðum. Þ.e. sýrlensku flóttafólki sem er í Líbanon, flóttafólki frá Kenía og afgönsku flóttafólki sem er í Íran.

Í tilkynningunni segir að íslensk stjórnvöld hafa eflt móttöku flóttafólks markvisst frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 einstaklingum. Frá árinu 2015 hafa fimmtán sveitarfélög tekið á móti hópum og þar af voru sjö sveitarfélög að taka á móti kvótaflóttafólki í fyrsta sinn. Meiri hlutinn kom frá Sýrlandi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamerún.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skilgreinir nú 19,9 milljónir einstaklinga sem flóttafólk og áætlar stofnunin að af þeim séu 1,44 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól sem kvótaflóttafólk. Eingöngu 4% af þeim einstaklingum komust í öruggt skjól á síðasta ári.

Hollara konfekt með trönuberjum, pistasíuhnetum og hvítu súkkulaði

Dásamlegt trönuberjakonfekt í hollari kantinum.

 

Hollara konfekt með trönuberjum, pistasíuhnetum og hvítu súkkulaði
u.þ.b. 60 stk.

100 g mjúkar döðlur
½ dl hunang
3 msk. chia-fræ (má sleppa)
½ tsk. salt
1 ½ dl haframjöl eða múslí að eigin vali
1 dl pistasíuhnetur, gróft saxaðar
1 dl þurrkuð trönuber, gróft skorin
200 g hvítt súkkulaði
2-3 msk. trönuber til skrauts

Setjið döðlur, hunang, chia-fræ og salt saman í matvinnsluvél og maukið vel saman. Bætið haframjöli eða múslí út í ásamt pistasíuhnetum og trönuberjum og blandið vel.

Best  er að nota fingurna til þess að kremja þetta vel saman. Setjið bökunarpappír í form sem er u.þ.b.17×26 cm og þrýstið deiginu vel ofan í formið. Látið í kæli á meðan súkkulaðið er brætt varlega yfir vatnsbaði.

Dreifið súkkulaðinu jafnt yfir og skreytið gjarnan með trönuberjum. Látið kólna þar til súkkulaðið hefur harðnað. Skerið í litla bita.

Eins mætti gjarnan saxa súkkulaðið smátt, blanda því saman við deigið og móta t.d. litlar kúlur.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Vilja vita hvert millfærslurnar af reikningi Arcticnam fóru

|
Skjáskot / RÚV

Mál sem tengjast félagi í eigu Samherja og fyrirtækja í Namibíu hafa undanfarið verið til rannsóknar af spillingarnefnd þar í landi.

 

Nefnd um varnir gegn spillingu (Anti Corruption Commision) hefur undanfarið haft til rannsóknar mál sem tengjast spillingu í namibískum sjávarútvegi, þar á meðal peningagreiðslur af reikningi Articnam, sem er félag í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og namibískra fyrirtækja, að því er fram kemur á RÚV. Þar er greint frá því að Namibískir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsókn á því hvert 60 milljónir namibískra dollara, sem samsvarar um hálfum milljarði íslenskra króna, voru millifærðar af reikningi Arcticnam, fyrir þremur árum.

Fjölmiðllinn Namibian greindi frá því í september að Sharon Neumbo, stjórnarformaður Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, hafi leitað til lögreglu í sama mánuði vegna milljónamillifærslu út af reikningum Arcticnam. Taldi Neumbo færsluna vera ólöglega. Í frétt The Namibian segist Neumbo hafa undir höndum gögn sem sýni að féð hafi verið millifært í þremur greiðslum til tveggja íslenskra fyrirtækja, annað í Namibíu en hitt á Máritíus. Var Neumbo sjálf síðan handtekin grunuð um spillingu, nánar tiltekið fyrir að hafa svikið hundruð þúsund namibískra dala út úr eigin félagi, en var sleppt úr varðhaldi stuttu síðar.

Félög tengd Samherja hafa árum saman stundað fiskveiðar við vesturströnd Afríku og í gær sendi Samherji frá sér yfirlýsingu vegna væntanlegrar umfjöllunar fjölmiðla um meint brot er varða starfsemi útgerðarinnar í Namibíu. Þar segir meðal annars að forráðamenn Samherja hafi orðið þess áskynja að ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu árið 2016 og af þeim sökum hafi fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður verið sendur þangað til að kanna málið. Nokkurra mánaða vinna hafi leitt til þess að stjórnanda Samherja í Namibíu var sagt upp störfum, vegna óásættanlegrar framgöngu hans og hegðunar.

Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Samherji ætli ekki að tjá sig um einstakar ásakanir fyrr en niðurstaða ítarlegrar rannsóknar alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi útgerðarinnar í Afríku liggur fyrir.

Í auglýsingu fyrir fréttaskýringaþáttinn Kveik, sem verður sýndur í lengri útgáfu kvöld, kemur fram að „hulunni verði svipt af vafasömum starfsháttum íslensks stórfyrirtækis„. Þá má geta þess að Stundin hefur boðað ítarlega útgáfu blaðisins á óhefðbundnum tíma í kvöld.

„Útkoman verður stundum súrrealísk“

||||
Mynd / Aðsend / Mynd / Kristín Pétursdóttir||||

Myndlistarkonan Helga Páley Friðþjófsdóttir opnaði sýninguna Innan girðingar í Ásmundarsal um helgina. „Þetta eru allt tvívíð verk, málverk á plötu og verk sem eru skorin út í við. Hress og kaótísk verk í bland við minimalísk verk,“ segir Helga þegar hún er spurð út í hvernig verk hún sýnir.

 

Sýning Helgu er hluti af sýningaseríunni Í Kring, verk sýningarinnar hanga uppi á þremur stöðum, þ.e. á Reykjavík Roasters á Kárastíg 1, í Brautarholti 2 og á Ásmundarsal.

„Hugmyndin að sýningunni kom út frá byggingarsvæðum. Ég hjóla fram hjá nokkrum á leið upp á vinnustofuna mína og finnst gaman að sjá allt byggingarefnið sem er notað. Fyrir mér hafa þessi plaströr og stálbitar engan augljósan tilgang, ólíkt því þegar þú gengur um hverfið þitt þar sem þú rekst t.d. á bekki og sólpalla og allt er einhvern veginn fullmótað,“ segir Helga.

Myndlistarkonan Helga Páley opnaði sýninguna Innan girðingar um helgina.

„Þessi svæði gefa einskonar leyfi fyrir óreiðu og eru millibilsástand fyrir eitthvað varanlegt. Allt ferlið á bak við það að byggja hús er eftir ströngustu verkreglum enn fyrir utanaðkomandi er þetta ekki eins skýrt.“

Byggingarsvæði hafa lengi heillað Helgu. „Þegar ég var krakki þá voru byggingarsvæði mest spennandi leikvöllurinn. Þá gaf maður hlutum nýjan tilgang. Með þessari sýningu er ég að leika mér með þessi form og efni og leyfi mér að skálda og leika mér með þau. Útkoman verður stundum súrrealísk.“

„Í staðinn fyrir að nota byggingarefnið til að byggja hús fór ég að stafla þeim upp í píramída og búa til skúlptúra.“

„Þetta eru allt tvívíð verk, málverk á plötu og verk sem eru skorin út í við.“

Aðspurð hvaðan innblásturinn kemur segir Helga: „Frá svo mörgu, þarf ekki að vera merkilegt stundum er það einhver litur eða áferð sem kitlar mann og getur verið kveikjan að næstu mynd. Um daginn var ég að vinna á Illustrator sem mér fannst mjög frústrerandi því þar þarf maður að hugsa meira í formum enn línum. Ég varð að vinna innan einhverra takmarkanna frá því sem maður kann og finna nýjar leiðir að lokaútkomunni,“ útskýrir Helga.

Hún tekur þá innblásturinn að sýningunni Innan girðingar sem dæmi:

„Þegar ég var að vinna í Illustrator var það skemmtilegasta sem ég gerði að búa til einn hlut og stafla honum ofan á annan, gera þannig eitthvað mjög heimskulegt en svo fullnægjandi. Þetta yfirfærðist svo í verkin á sýningunni því þar fór ég að stafla formum ofan á hvort annað. Í staðinn fyrir að nota byggingarefnið til að byggja hús fór ég að stafla þeim upp í píramída og búa til skúlptúra.“

Mynd / Aðsend

Áttu þér uppáhaldsverk á sýningunni?

„Haugurinn með derhúfuna. Þetta er abstrakt verk, en með því að setja derhúfu inn á það tekur það einhvern veginn alvarleikann af því og gerir það hressara. Enn annars er það oftast nýjasta verkið sem er í uppáhaldi, því þá hugsar maður já, þetta er að koma og það heldur manni spenntum fyrir framhaldinu.“

Verk Helgu sem hanga á Reykjavík Roasters í Brautarholti.

Helga Páley verður með leiðsögn og spjall um sýninguna á föstudaginn, 15. nóvember, klukkan 17:00 í Brautarholti 2.

Hlíðaskóli sigraði Skrekk

||
||

Hlíðaskóli sigraði Skrekk hæfileikakeppni grunnskólanna í gær, en skólinn hefur tvisvar áður unnið til verðlaunanna.

 

Siguratriðið úr Hlíðaskóla, Þið eruð ekki ein, fjallaði um kynsegin og hinsegin tilfinningar unglinga og viðbrögð samfélagsins við einstaklingum sem skilgreina sig utan tvíhyggju kynjakerfisins.

Átta skólar kepptu til úrslita á lokakvöldinu Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli og Seljaskóli. Vel á þriðja hundrað unglingar stigu á svið á lokahátíðinni þar sem Skrekkur var haldinn í 30. sinn.

Dómnefnd skipuðu stjórnendur menningarhúsa í borginni; Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins, Hörpu, Íslenska dansflokksins og ungmenni úr ungmennaráði Samfés. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti nemendum Hlíðaskóla verðlaunin.

Horfa má á siguratriðið hér.

Íslenskt landslag áberandi í nýjasta myndbandi Weezer

|
Magnúsi Jónssyni (t.h.) bregður fyrir í myndbandinu við California Snow.|Skjáskot úr nýjasta tónlistarmyndbandi Weezer.

Bandaríska hljómsveitin Weezer sendi frá sér myndband við lagið California Snow í gær. Íslenskt landslag leikur stórt hlutverk í myndbandinu.

 

Lagið California Snow er þemalag kvikmyndarinnar Spell sem fjallar um bandarískan listamann að nafni Benny sem ferðast til Íslands í kjölfar andláts unnustu sinnar.

Leikstjóri Spell er Brendan Walter, en Walter er hvað þekktastur fyrir gerð tónlistarmyndbanda, m.a. fyrir Weezer. Walter leikstýrir einnig myndbandinu við lagið California Show.

Skjáskot úr nýjasta tónlistarmyndbandi Weezer.

Hópur íslenskra leikara fer með hlutverk í Spell, m.a. Birna Rún Eiríksdóttir og Magnús Jónsson.

Myndbandið við California Snow má sjá hér fyrir neðan:

Stiklu fyrir myndina Spell má sjá hér:

Kór Lindakirkju afhenti Eitt líf hálfa milljón

||
||

Kór Lindakirkju bauð til tónlistarveislu sunnudaginn 3. nóvember. Flutt var blanda af kraftmikilli gospeltónlist undir dyggri stjórn Óskars Einarssonar.

 

Einsöngvarar úr röðum kórfélaga stigu á stokk og hljómsveitin var skipuð: Óskar Einarsson, píanó, Páll E. Pálsson, bassi, Brynjólfur Snorrason, slagverk og Andreas Hellkvist, hammond.

Aðgangur á tónleikana var ókeypis en tekið var við frjálsum framlögum til styrktar forvarnarverkefninu Eitt líf/Minningarsjóði Einars Darra.

Viku seinna, sunnudaginn 10. nóvember mætti síðan faðir Einars Darra, Óskar Vídalín, og tók við hálfri milljón sem kór Lindakirkju safnaði fyrir Eitt líf/Minningarsjóð Einars Darra. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir sá um afhendingu á söfnunarfénu fyrir hönd kórsins.

Ásta Sóllilja afhendir Óskari söfnunarféð.

Lindakirkja var upplýst að utan í bleikum lit sem var uppáhaldslitur Einars Darra, bæði á tónleikunum og sunnudaginn 10. nóvember. Lindakirkja er komin með útilýsingu sem lýsir kirkjuna upp og hægt er að velja nokkra liti en bleikur var valinn fyrir Einar Darra.

Reykjavík hlýtur gullverðlaun sem Destination 2020

Reykjavík hlaut á sunnudag gullverðlaun sem Destination 2020 á Travel News Market, stærstu ferðasýningu sem haldin er í Svíþjóð.

 

Kemur þetta fram á vef Reykjavíkurborgar.

 

Gullverðlaunin voru veitt í flokknum “premium” fyrir helgarferð sem merkir að flestir premium ferðamenn segjast vilja ferðast til Íslands í helgarferð, eða alls 18.1%. Í öðru sæti var Róm og París í þriðja sæti.

Samkvæmt skilgreiningu alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins YouGov sem gerði könnunina eru Premium ferðamenn þeir sem vilja fyrst og fremst einstaka upplifun og eru tilbúnir að verja meiri fjármunum meira til þess að ná því markmiði. Einnig voru veitt verðlaun í flokknum Budgetresenär, þ.e. ferðamenn sem vilja ferðast á ódýran máta og flokknum Trygghet, ferðamenn sem kjósa öryggi s.s. pakkaferðir. Undirflokkar voru helgarferð, vikuferð og langferð.

Könnunin var lögð fyrir í september og voru rúmlega tvö þúsund Svíar í úrtakinu. Könnunin var gerð á vegum Travel News sem er stærsta fagtímarit Svíþjóðar á sviði ferðaþjónustu. Tilgangur könnunarinnar var að komast að því hvaða áfangastaðir eru vinsælastir í dag meðal sænskra ferðamanna.

Sendiráð Íslands í Svíþjóð tók þátt í sýningunni og kynnti land og þjóð fyrir áhugasömum aðilum úr ferðaþjónustunni.

Sjá frétt Travel News um verðlaunin

 

Glamúr og glæsileiki allsráðandi á People’s Choice Awards

Kris Jenner

Hátíðin People’s Choice Awards var haldin í Kaliforníu um helgina í 45. sinn. Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyrir afrek í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlist.

Glamúrinn var við völd á rauða dreglinum og voru pallíettur og glimmer áberandi. Hér koma nokkur skemmtileg dress sem vöktu athygli á hátíðinni.

Söngkonan Gwen Stefani klæddist hvítum kjól frá Vera Wang. Mynd /EPA
Leikkonan Storm Reid klæddist einstökum kjól frá Iris van Herpen. Mynd /EPA
Söngkonan Pink var töff í svartri dragt. Mynd / EPA
Söngkonan Kelly Rowland klæddist áhugaverðum kjól frá Iris van Herpen. Mynd /EPA
Sjónvarpskonan Giuliana Rancic í bleikum Alexandre Vauthier kjól.
Leikkonan Carissa Culiner. Mynd /EPA
Sjónvarpskonan Giuliana Rancic í Alexandre Vauthier kjól. Mynd /EPA
Leikkonan Brittany Snow klæddist glamúrkjól frá Temperley London. Mynd EPA
Kris Jenner og Corey Gamble. Mynd /EPA
Khloe Kardashian mætti í gegnsæju. Mynd /EPA
Dragtin sem Kourtney Kardashian klæddist glitraði á rauða dreglinum. Mynd /EPA
Kim Kardashian klæddist Versace-kjól. Mynd EPA

Í leit að sökudólgi

Slys gerast. Það vitum við en oft er mjög erfitt að sætta sig við þau engu að síður. Þau eru eftir atvikum leiðinleg, slæm eða hræðileg. En sama hverjar afleiðingarnar eru þá hjálpar aldrei að bregðast við með því að leggja af stað í leit að sökudólgi. Sú tilhneiging er þó alltaf fyrir hendi og yfirleitt fyrsta viðbragð okkar flestra. Hvað er samt unnið með því að ásaka einhvern og fyllast reiði í hans garð? Jafnvel þótt slysið megi að einhverju leyti rekja til gerða einhvers eða einhverra hendir það alltaf vegna margra samverkandi þátta. Eitthvað stuðlar vissulega að því en það er ekki hægt að ásaka manneskju fyrir gerðir sem aldrei var ætlað meiða eða valda skaða. Hafi ásetningur legið að baki er nefnilega ekki lengur um slys að ræða heldur glæp og það er annað mál.

Katrín Mixa upplifði sig fasta í ákveðnu fari, staðnaða og hana langaði að brjóta upp mynstrið, ögra sjálfri sér og finna með því aftur ástríðuna fyrir lífinu. Hún ákvað að halda í hjálparstarf til Palestínu en móðir hennar var mjög ósátt við þá ákvörðun. Katrínu fannst erfitt að skilja þannig við hana en hélt sínu striki. Þegar móðir hennar stórslasaðist í bílslysi á leið heim eftir að hafa ekið með henni út á flugvöll flugu öll áform út um gluggann. Ekki kom annað til greina en að snúa við og reyna eftir bestu getu að vinnu úr þeim skelfilega veruleika sem nú blasti við.

„Þegar móðir hennar stórslasaðist í bílslysi á leið heim eftir að hafa ekið með henni út á flugvöll flugu öll áform út um gluggann.“

Eins og nærri má geta var öll fjölskyldan í áfalli og þegar þannig stendur á geta menn ekki alltaf stjórnað tilfinningum sínum. Katrín kenndi sér um slysið og þar sem fjölskyldan fékk litla hjálp við að vinna úr áfallinu urðu afleiðingarnar verri en ella. Í dag er hún 75% öryrki og hún telur að heilsubresturinn sé fyrst og fremst tilkominn vegna þess álags sem hún bjó við eftir þetta. Þótt hún og móðir hennar hafi náð að ræða út um málin sín á milli hvíldi sektarkenndin þungt á Katrínu. Læknar ávísuðu ýmsum lyfjum en þau gerðu illt verra að mati hennar og einnig tilraunir til að deyfa sig með áfengi. Móðir hennar lést fyrir tveimur árum eftir skammvinn veikindi og í dag er dóttir hennar ákveðin í að tileinka sér þá stóísku ró og æðruleysi sem einkenndi hana síðustu árin. Þrátt fyrir að að geta aðeins hreyft höfuð og andlit og lítillega handleggina setti móðir Katrínar svip á umhverfi sitt hvar sem hún var og hafði djúpstæð áhrif á samferðafólkið. Það er eftirsóknarverður eiginleiki og sýnir að hægt er að sigrast á öllu mótlæti.

Sjá einnig: Þegar lífið breytist á augabragði

Setningarnar máttu hvorki vera flóknar né of langar

|||||||||
|epa04556482 Emma Stone arrives for the 72nd Annual Golden Globe Awards at the Beverly Hilton Hotel

Bókin Nýjar slóðir er skrifuð fyrir fólk af erlendum uppruna sem hefur lært grunninn í íslensku.

 

Nýlega kom bókin Nýjar slóðir út. Bókin er skrifuð fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið að læra grunninn í íslensku. Höfundur bókarinnar, Kristín Guðmundsdóttir, segir skort hafa verið á bókum sem þessum fyrir fullorðna.

Nýjar slóðir inniheldur 12 sjálfstæðar léttlestrarsögur af ýmsu tagi. „Sögurnar koma inn á íslenska málfræði, sögu, menningu og fleira sem við kemur okkar samfélagi,“ segir hún.

Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar spænsk vinkona Kristínar, Becky, sagði Kristínu að það vantaði léttlestrarbækur á markaðinn fyrir fólk sem hefur lært íslensku. Kristín ákvað að stökkva á tækifærið og skrifa bók fyrir þennan hóp. „Fram til þessa hefur þessi markhópur verið óplægður akur og er þess virði að vekja athygli á.“

„Vonandi hjálpar bókin einhverjum þarna úti.“

Spurð út í hvernig það hafi verið að skrifa bókina segir Kristín það hafa verið bæði gaman og áhugavert. „Maður verður að passa sig á að hafa setningarnar hvorki of flóknar né of langar. Ég reyndi að hafa sögurnar fjölbreyttar og skrifaðar þannig að þær myndu vekja áhuga fólks. Svo fléttaði ég sögu Íslands inn í eina og eina sögu enda hef ég áhuga á sögu og menningu,“ segir Kristín. Hún bætir við: „Vonandi hjálpar bókin einhverjum þarna úti.“

Kristín sýndi Becky vinkonu sinni bókina áður en hún kom út og bað um álit. „Ég bar bókina undir Becky og börnin hennar áður en ég gaf hana út. Þau voru mjög ánægð og hvöttu mig áfram. Það gaf mér byr undir báða vængi að halda áfram.“

Kristín bendir á að áhugasamir geti sent henni tölvupóst hafi fólk áhuga á að kaupa bókina, á netfangið [email protected]. „Bókasafn Reykjanesbæjar og Kópavogs eru þegar búin að kaupa hana af mér. Bókin er líka komin á Storytel.is, það var gert svo fólk gæti hlustað á hana með það las. Svo fólk heyri hvernig orðin eru borin fram.“