Þriðjudagur 25. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

„Miðað við það sem Atli Rafn hefur þurft að ganga í gegnum…þá er alveg á hreinu að þessi fjárhæð bætir ekki hans tjón“

„Alltaf þegar verða einhverjar hreyfingar í samfélaginu

Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar í málinu gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra, segir það engum vafa undirorpið að brotið hafi verið á rétti Atla Rafns með fyrirvaralausri uppsögn án þess að hann væri upplýstur um meintar sakir sínar.

 

Einu þolendurnir sem hafi verið nafngreindir í þessu máli og sé alveg víst að séu til séu Atli og fjölskylda hans. Það sé ekki hægt að breyta reglum samfélagsins að geðþótta í takt við þær átakshreyfingar sem séu í gangi á hverjum tíma.

Viðtal við Einar Þór er hluti af stærri umfjöllun í nýjasta Mannlíf.

„Mál Atla Rafns er ekki kynferðisbrotamál,“ segir lögmaður Atla Rafns, Einar Þór Sverrisson, og vill undirstrika að málið snúist um brot á löggjöf í vinnurétti. Spurður hvernig Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hefði átt að bregðast við kvörtunum annarra starfsmanna vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Atla Rafns segir Einar að það séu alveg skýrar reglur um hvernig bregðast skuli við í slíkum málum í reglugerð sem gefin er út af ríkinu og hann segir gilda um alla atvinnurekendur í landinu, hvort sem þeir séu á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða einkaaðila.

Ekki háar miskabætur

Nú hefur staðið mikill styr um upphæð þeirra bóta sem Atla Rafni voru dæmdar í héraðsdómi en Einar segir þá umræðu byggða á dálitlum misskilningi.

„Honum voru dæmdar 5,5 milljónir samkvæmt dómsorði,“ útskýrir hann. „Fjórar af þeim milljónum voru fjártjónsbætur vegna atvinnumissis og síðan ein og hálf milljón í miskabætur. Miðað við það sem Atli Rafn hefur þurft að ganga í gegnum, þar sem hann var gerður að nokkurs konar holdgervingi gerenda í #metoo-byltingunni, úthrópaður sem einhver kynferðisbrotamaður og svertur eins mikið og menn geta orðið, þá er alveg á hreinu að þessi fjárhæð bætir ekki hans tjón. Hitt er svo aftur annað mál að miskabætur í íslensku réttarkerfi eru almennt mjög lágar og þar með talið í alvarlegum kynferðisbrotamálum þar sem illa leiknir þolendur fá smánarlega lágar bætur. En það má undirstrika það að Atla voru ekki dæmdar 5,5 milljónir í miskabætur.“

Lestu viðtalið við Einar Þór í heild sinni í nýjasta Mannlíf.

Verkfall hefst kl. 10-BÍ ósammála SA um útfærslu verkfalls

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

„Við leggjum alla áherslu á þetta fari vel fram og verði okkur öllum til sóma þegar upp er staðið.  Vinnudeilur geta verið erfiðar þess vegna vöndum við okkur.  Ég hef skrifað yfirmönnum á ritstjórnum í þrígang og lagt áherslu á þetta sjónarmið okkar og á ekki von á öðru en allt fari vel fram.  Verðið þið var við eitthvað sem þið teljið að sé vafasamt og geti verið verkfallsbrot skráið þið það hjá ykkur og tilkynnið félaginu og við förum yfir það að lokinni vinnustöðvun.“

 

Þetta segir í fjölpósti sem Hjálmar Jónsson formaður BÍ sendi starfsmönnum á fjölmiðlum sem fara í verkfall í dag.  Þar kemur jafnframt fram að formaður BÍ hefur í þrígang skrifað yfirmönnum á ritstjórnum bréf um þessi mál og kveðst hann því ekki eiga von á öðru en að hlutirnir gangi vel fyrir sig.

Í frétt á vef BÍ segir að íhádeginu í gær  hafði Blaðamannafélagið hins vegar fregnir af dreifibréfi frá SA um framkvæmd verkfalls, sem er hér meðfylgjandi.  Afstaðan sem þar kemur fram hefur hins vegar ekki borist BÍ með formlegum hætti, þrátt fyrir óskað hafi verið eftir afstöðu atvinnurekenda blaðamanna til framkvæmda verkfallsins, seinast snemma í morgun.  Blaðamannafélagið hefur heimildir fyrir því að þessari túlkun á framkvæmd verkfalls hafi að minnsta kosti verið dreift á RÚV og Morgunblaðinu.

Þar kemur m.a. fram sá skilningur að verkfallið nái ekki til starfa eða starfsgreina og er ekki annað að skilja en að utanfélagsfólk geti þá sinnt þeirri starfsemi sem verkfallið nær til. Og því jafnframt haldið fram að verktakar megi vinna og ganga í störf fstráðinna blaðamanna.

Hjálmar segir ótrúlegt að verða vitni að framgangi SA í þessu máli öllu, Barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því á síðustu öld hafi löngum snúist um það að verkfallsrétturinn sé virtur.  Knúið hafi verið fram að þegar farið er í verkföll þá nái slík verkföll til þeirrar starfa sem undir starfsgreinina heyra. Utanfélagsfólk sé að sjálfsögðu bundið af verkföllum annars væru vinnustöðvun til lítils.

Félagið hefur þegar óskað eftir afstöðu lögmanns BÍ til lagatúlkunar SA.

„Það er ekki mikil reisn yfir fólki sem svona hagar sér og reynir með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að löglega boðuð vinnustöðvun nái fram að ganga og neitar jafnframt að semja við blaðamenn um það sama og samið hefur verið við aðrar starfsstéttir,“ sagði Hjálmar ennfremur.

Hann sagði BÍ að sjálfsögðu munu fara að lögum og vonast til að framkvæmdin myndi ganga vel, en túlkun SA væri vissulega ekki uppörvandi.

 

Hér má sjá túlkun SA sem Morgunblaðið kveðst munu byggja á:

Verkfallsboðun fyrir 8., 15. og 22. nóvember n.k. tekur til ljósmyndara og tökumanna Árvakurs hf., Ríkisútvarpsins ohf., Sýnar hf. og Torgs ehf. og þeirra blaða- og fréttamanna sem starfa hjá netmiðlum þeirra.

SA árétta að það eru félagsmenn Blaðamannafélagsins á vefmiðlum sem leggja niður störf. Starfið sjálft fer ekki í verkfall og vefurinn lokast ekki. Verkfall nær hvorki til félagsmanna annarra stéttarfélaga eða ófélagsbundinna starfsmanna vefmiðlanna.

Verkfall nær ekki til starfa eða starfsgreina, einungis þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til.

Verkfall nær til félagsmanna þess stéttarfélags sem boðar verkfall, ekki annarra, sbr. m.a. dóma Félagsdóms í málum nr. 8/1944, 4/1987 og 11/1997.

Félagsmenn í öðrum stéttarfélögum eiga að sinna störfum sínum eins og áður.

Stjórnendum er heimilt að ganga í störf starfsmanna í verkfalli, sbr. m.a. dóma Hæstaréttar í málum nr. 151/1985, 287/1989 og 3/1992. Þeim sem hafa á hendi framkvæmdastjórn fyrirtækja er heimilt að ganga í störfin óháð félagsaðild enda falla þeir utan gildissviðs kjarasamninga og verkfallsboðun nær þ.a.l. ekki til þeirra. Stjórnendur einstakra þátta atvinnurekstrar er einnig heimilt að ganga í störfin standi þeir utan BÍ.

Ef stjórnandi fellur undir gildissvið kjarasamnings og er félagsbundinn í stéttarfélagi í verkfalli þá leggur hann niður störf eins og aðrir félagsmenn.

Útgefendur þurfa að meta hvernig þeir nýta starfskrafta félagsmanna BÍ sem sinna öðrum störfum auk vefmiðla. Ef starf við vefmiðla er að fullu aðskilið frá öðrum störfum leggja þeir niður störf tiltekinn hluta dagsins og falla þá af launaskrá. Ef starf á vefmiðli er samþætt öðrum störfum er umdeilanlegt hvort verkfallsboðun geti náð til þeirra. Útgefendur munu þó ekki að sinni að gera athugasemd við það að þeir blaðamenn leggi niður störf.

 

Flutningsbann sett á bæinn Dísukot vegna meints ólöglegs innflutnings

Matvælastofnun hefur sett flutningsbann á alla alifugla frá bænum Dísukoti í Þykkvabæ. Ástæðan er meintur ólöglegur innflutningur kalkúnafrjóeggja frá Færeyjum á síðasta ári. Bannið miðar að því að koma í veg fyrir mögulega dreifingu smitsjúkdóma í aðra alifugla.

Þetta kemur fram á á vef MAST. Það sgir að undan eggjunum eru komnir svartir kalkúnar.

Í lögum um innflutning dýra kemur fram að óheimilt sé að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra. Á vef MAST kemur fram að verið sé að afla upplýsinga um innflutninginn og aðkomu og ábyrgð hlutaðeigandi aðila.

Glerþök og kjallarar

Höfundur / Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík

Þegar ég var yngri fannst mér Reykjavíkurborg koma fram af virðingarleysi gagnvart stórum hluta af starfsfólki sínu. Mamma mín sem vann fullan dag á leikskóla sem ófaglærður starfskraftur og skúraði leikskólann eftir lokun var samt bláfátæk. Nú, mörgum árum síðar, blasir sami veruleiki við mörgum sem starfa á láglaunavinnustöðum, einkum konum þar sem um hefðbundna kvennastétt er að ræða. Konur halda uppi mörgum af grunnstoðum samfélagsins líkt og leikskólum og það er komið fram við þær eins og einnota vinnuvélar sem megi skipta út hvenær sem er. Þannig blasir myndin við mér þegar við vitum að lág laun leiða til gríðarlegs álags. Tölur síðustu ára sýna að fjölgun öryrkja hefur mest verið hjá konum 50 ára og eldri. Móðir mín er einmitt ein slík kona í hópi öryrkja m.a. vegna andlegs álags í kjölfar fjárhagslegra áhyggna vegna lágra launa. Ætli lág laun og örmögnun spili ekki hér inn í sem ástæður sem leiða til örorku?

Reykjavíkurborg gefur sig út fyrir að vera mikil jafnréttisborg, hún hefur m.a. sett sér þau markmið að vinna eftir kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun. Um daginn var ég spurð að því hvort það yrði ekki auðveldara að hækka laun kvennastétta ef fleiri konur væru við völd. Nú hafa aldrei fleiri konur verið kosnar í borgarstjórn en það hefur verið lítill sem enginn vilji hjá borgarmeirihlutanum að hækka lægstu launin. Tilraunir til að skapa umræðu um hvað telst vera ásættanlegt launabil á milli hinna hæst- og lægstlaunuðu innan borgarinnar hafa að sama skapi skilað litlu. Sem dæmi má nefna að hæstlaunaði borgarfulltrúinn, að undanskildum borgarstjóra er með um 1,7 milljónir í mánaðarlaun og þar af er hún með rúmlega 400.000 þúsund krónur fyrir stjórnarsetu á vegum Reykjavíkurborgar, sem eitt og sér er miklu hærra en grunnlaun ófaglærðra á leikskólum borgarinnar.

„Nú hafa aldrei fleiri konur verið kosnar í borgarstjórn en það hefur verið lítill sem enginn vilji hjá borgarmeirihlutanum að hækka lægstu launin.“

Í baráttunni fyrir því að brjóta glerþökin, höfum við gleymt konunum í kjallaranum sem þurfa að sópa upp glerbrotin. Ég gleymi aldrei þessari myndlíkingu sem ég las einu sinni í grein, mér fannst hún svo öflug og lýsir þeirri jafnréttisbaráttu sem hefur verið ráðandi. Höfuðáherslan hefur verið á þarfir og væntingar millistéttarkvenna sem hafa það gott fjárhagslega og unnið hefur verið að því að fjölga þeim í æðstu stjórnunar- og valdastöðum þar sem hallar á þær. Í baráttunni upp á toppinn, höfum við gleymt konunum á botninum. Ég spyr því, hversu langt nær jafnréttið? Hversu mikið tökum við tillit til efnahagslegrar stöðu í jafnréttisáætlunum? Leiðarljós kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar snýr að réttlátri dreifingu gæða og fjármuna með tilliti til þarfa borgarbúa. Ef Reykjavíkurborg notar það sem greiningartæki á launaseðla ófaglærðra kvenna á leikskólum borgarinnar, myndi borgin þá komast að því að láglaunastefna hennar viðheldur efnahagslegri kúgun kvenna?

Alveg hægt að minnka sorp í desember

|
|epa03674576 French actress Sarah Biasini and Patrick-Louis Vuitton pose at the opening of a new store of the French fashion label Louis Vuitton in Munich

Þann 21. nóvember mun sjálfbærnifræðingurinn Hildur Hreinsdóttir vera með fræðslu í Borgarbókasafninu Sólheimum um aðferðir til að halda umhverfisvæn jól og draga út notkun plasts og einnota hluta.

 

Fræðslan er haldin undir yfirskriftinni Lífsstílskaffi | Umhverfisvænni jól. „Ég mun aðallega fjalla um plastnotkun okkar og þennan hefðbundna lífsstíl sem við lifum og ég mun einnig koma inn á þetta helsta sem við erum að fást við í desember, matur og drykkur, gjafir og innpökkun, jólakort og jóladagatöl,“ segir Hildur í samtali við Mannlíf þegar hún er spurð út í þá hluti sem hún mun taka fyrir á lífsstílskaffinu.

Hildur er í framkvæmdahópi Plastlauss septembers og heldur marga fyrirlestra um plast í framhaldsskólum í september. Hún segir hugmyndina að fræðslunni um umhverfisvæn jól hafa kviknað í tengslum við Plastlausan september. „Þegar september var að ljúka vildum við í Plastlausum september vera með einn lokaviðburð á bókasafni og ég setti mig í samband við bókasöfnin. Hún María á Sólheimasafni spurði mig þá hvort ég gæti haft fyrirlestur í nóvember um plastlausan lífsstíl og mér datt þá í hug að tengja það við jólaundirbúninginn.“

Margt fólk komið vel á veg

Hildur segir margt fólk vera áhugasamt um hvernig hægt er að halda jól á umhverfisvænan hátt. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að verða meðvitaðir um það að við verðum öll að gera það sem við getum í umhverfismálunum. Margir eru komnir langt á veg með að breyta sínu neyslumynstri og vantar fleiri hugmyndir en svo eru aðrir sem koma á svona viðburð til að fræðast um það hvernig á að byrja. Það er erfiðara að draga úr neyslu, minnka sorp og plastnotkun í desember en það er samt alveg hægt og ég vona að sem flestir komi til að fræðast meira um það.“

Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 17:30 til 18:30.

Saga vita á Íslandi sögð í heimildarmyndinni Ljósmál

Heimildarmyndin Ljósmál verður fumsýnd 10. nóvember í Bíó Paradís. Í myndinni er saga vita á Íslandi rakin.

 

„Yfir vitum hvílir dulúð þar sem þeir standa í stórbrotnu umhverfi á mörkum lands og sjávar og laða að sér fólk hvaðanæva úr heiminum. Þeir geyma sögu um það hvernig Ísland varð númtímasamfélag, fanga ímyndunaraflið og eru endalaus innblástur um fortíð og framtíð,“ segir um myndina á vef Bíó Paradís.

Leikstjóri er Einar Þór Gunnlaugsson og handritshöfundur er Kristján Sveinsson.

Þess má geta að árið 1878 blikkaði í fyrsta sinn vitaljós á Íslandsströndum. Það var á Valahnjúk á Reykjanesi. Nú eru ljósvitar á Íslandi alls 104 talsins en er þá ótalinn fjöldi innsiglinga- og hafnarvita í eigu og umsjá sveitarfélaga.

Andvökunætur vegna glæpa

Svefnsérfræðingar hafa undanfarið keppst við að benda fólki á að ekki er æskilegt að fara með snjalltæki í rúmið. Bláa ljósið sem endurkastast af skjánum vekur heilann. Þá er betra að grípa góða bók til að róa sig niður nema það sé æsispennandi glæpasaga.

 

Stórskemmtileg sakamálasaga

Urðarköttur eftir Ármann Jakobsson er lipurlega skrifuð og af mikilli kímni. Þetta er gamaldags sakamálasaga þar sem fléttan skiptir öllu og tengsl persónanna eru lykillinn að lausninni. Lögreglumennirnir Kristín og Bjarni eru í aðalhlutverki í rannsókn málsins og lesendur komast nær einkalífi þeirra og fá að vita meira en í fyrri bókinni um þau, Útlagamorðin.

Urðarköttur eftir Ármann Jakobsson

Að þessu sinni rannsaka þau morð á lítilli háskólastofnun en þegar lík ungrar framakonu finnst í tjörn kemur í ljós að fórnarlömbin tvö hafa tala saman í síma. Það flækir svo málin enn frekar að fyrstu vísbendingar tengjast gamalli þjóðsögu og einni af minna þekktri Íslendingasögu. Þetta er frumleg og stórskemmtileg sakamálasaga sem óhætt er að mæla með. Útg. Bjartur

Undir helkaldri sól

Aðalsmerki góðra sakamálasagna er flókin flétta þar sem lesandinn þarf að þræða ótal anga og línur þar til allt gengur upp að lokum og þá auðvitað á mjög óvæntan hátt. Lilja Sigurðardóttir er margverðlaunaður spennusagnahöfundur og henni bregst ekki bogalistin í Helköld sól.

Helköld sól eftir Lilju Sigurðardóttur.

Þetta er stórskemmtileg saga og einstaklega vel unnin. Áróra er snillingur í að rekja vel faldar peningaslóðir. Þegar Ísafold, systir hennar, hverfur heldur hún til Íslands í leit að henni en ferðin reynist örlagarík í mörgum skilningi. Við kynnumst einnig nágrönnum Ísafoldar og komumst að því að í venjulegu íslensku fjölbýlishúsi kraumar margt undir yfirborðinu. Útg. JPV

Spennandi Aisha

Afar spennandi bók um lögreglumanninn Axel Steen og samstarfsfólk hans sem rannsakar óhugnanlegt morð. Rannsóknin teygir anga sína víða en þegar hún beinist að þriggja ára gömlu hryðjuverkamáli verða ýmsar óvæntar hindranir í veginum og einkamálin eru ekki síður flókin. Aisha, sú fyrsta sem þýdd er á íslensku, er reyndar fjórða bókin í bókaflokknum en hver bók er sjálfstæð saga. Þessi bókaflokkur lofar mjög góðu en bókina hefði mátt lesa mun betur yfir. Ólafur Arnarson þýddi. Krummi bókaútgáfa, 2019.

Aisha eftir Jesper Stein.

Morðgáta á Akranesi

Þessi bók fjallar um lögreglukonuna Elmu og samstarfsmenn hennar á Akranesi sem standa frammi fyrir flókinni morðgátu. Einstæð móðir sem hvarf og var talin hafa svipt sig lífi reynist hafa verið myrt þegar lík hennar loks finnst. Þeir sem tengjast málinu virðast margir halda einhverju leyndu sem auðveldar ekki rannsóknina. Sem Skagakona hafði ég sérlega gaman af því að lesa morðsögu sem gerist í heimabæ mínum og drakk hana í mig. Þetta skemmtilega tvist sem kemur í seinni hluta bókarinnar var sannarlega óvænt og vel gert. Veröld, 2019.

Stelpur sem ljúga eftir Evu Björg Ægisdóttur.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir og Guðríður Haraldsdóttir

Pylsubrauðbitar með sinnepssósu í partíið

Fallegt brauð er nauðsynlegt á veisluborðið ásamt því að vera góð leið til þess að drýgja veitingarnar. Allir elska nýbakað brauð. Hér kemur uppskrift að einu skemmtilegu brauði með pylsubitum.

 

Pylsubrauðbitar með sinnepssósu
u.þ.b. 24 stk.

Það verður varla einfaldara!

1 pk. tilbúið pítsudeig
1 pk. beikonpyslur
2 msk. smjör

Skerið pylsurnar í bita og skerið pítsudeigið í jafnmarga þríhyrninga. Vefjið hvern pylsubita inn í deigið og raðið í stórt smurt smelluform og setjið bökunarpappír í botninn.

Raðið pylsubrauðbitunum þannig að það sé pláss í miðjunni fyrir skál. Eins má auðvitað raða bitunum í hring beint á plötuna, sérstaklega ef uppskriftin er margfölduð og gera þá stærri „krans“.

Gott er að setja krukku, skál eða lítið eldfast mót á hvolf í miðjuna og vefja bökunarpappír utan um þannig að brauðið festist ekki við. Látið standa undir röku stykki í a.m.k. 1 klst. Hitið ofn í 190°C. Bakið í 25-30 mín.

Látið kólna lítillega, færið varlega yfir á fallegan disk eða bakka og setjið skál með sinnepssósunni í miðjuna.

Sinnepssósa:

½ dl dijon-sinnep
½ dl hunang
½ dl majónes
1 msk. hvítvínsedik
½ tsk. cayenne-pipar

Blandið öllu vel saman.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Reiknaðu út kolefnissporið þitt og fáðu upplýsingar um hvernig þú minnkar það

Með kolefnisreiknivél Eflu og Orkuveitu Reykjavíkur getur fólk auðveldlega reiknað út kolefnissporið sitt. Reiknivélin tekur mið af íslenskum aðstæðum.

 

Aðeins tekur nokkrar mínútur að svara spurningum og fá niðurstöður. Spurningarnar taka meðal annars mið af ferða- og matarvenjum. Þá er einnig spurt út í kaup viðkomandi á þjónustu og vörum.

„Neysludrifið kolefnisspor hins almenna íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti nú þegar að vera um 4 tonn CO₂ ígilda til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsamkomulagsins,“ segir á vef kolefnisreiknisins.

Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir fá þátttakendur upplýsingar um hvernig má minnka kolefnissporið.

Skora á fjölmiðlafyrirtæki að hagræða ekki í launum

Hjálmar Jónsson formaður BÍ og stjórnendur Stundarinnar

Blaðamannafélag Íslands og Útgáfufélag Stundarinnar skrifuðu undir kjarasamning seinnipartinn í dag sem er í öllum aðalatriðum samhljóða þeim samningum sem félagið hefur gert að undanförnu við Birting og Kjarnann.

 

„Við sem stýrum Stundinni skorum á önnur fjölmiðlafyrirtæki að freista þess að hagræða með öðrum hætti en launum starfandi blaðamanna,“ sagði Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar í samtali við press.is. að lokinni undirritun. „Þannig hefur Stundin til dæmis takmarkað útgáfutíðni og kappkostað að yfirbygging og stjórnunarkostnaður sé í lágmarki.

Þó svo að fjölmiðlafyrirtæki eigi erfitt með að borga há laun er ýmislegt hægt að gera til þess að hindra atgervisflótta úr blaðamennsku. Það skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið, því besta leiðin til að tryggja gagnsæi og gott upplýsingaflæði til almennings er að viðhalda sterkum kjarna af íslenskum fagblaðamönnum sem geta lifað fjárhagslega sjálfbæru lífi.  Auk þess hvetjum við stjórnvöld til þess að tryggja að starfsaðstæður íslenskra fjölmiðla og blaðamanna nálgist aðrar norrænar þjóðir, bæði réttarfarslega og fjárhagslega,“ sagði Jón Trausti ennfremur.

Viðræður standa yfir við aðra smærri fjölmiðla, svo sem DV, Bændablaðið og Viðskiptablaðið og ganga þær vel, þó þær hafi ekki enn skilað niðurstöðu.

Viðræður við SA vegna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV eru strand og hefst boðuð fjögurra tíma vinnustöðvun á þessum miðlum í fyrramálið klukkan 10.

Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins ósammála

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki ekki mikla reisn yfir því fólki sem reynir að koma í veg fyrir að boðuð vinnustöðvun nái fram að ganga.

 

Blaðamannafélag Íslands (BÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) eru ósammála um hvernig útfæra eigi verkföllin sem blaða- og tökumenn á visir.is, mbl.is, frettabladid.is og ruv.is fara í á morgun, föstudag, á milli klukkan 10:00 til 14:00. Þetta kemur fram í grein vef BÍ.

Þar segir að formaður BÍ hafi heimild fyrir því að SA hafi sent bréf á ritstjórnir þeirra miðla sem verkfallið nær til. Í umræddu bréfi segir m.a.: „verkfall nær ekki til starfa eða starfsgreina, einungis þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til,“ og „félagsmenn í öðrum stéttarfélögum eiga að sinna störfum sínum eins og áður.“

Í grein BÍ kemur fram að félagið sé ósammála þessari túlkun í bréfi SA.

„Það er ekki mikil reisn yfir fólki sem svona hagar sér og reynir með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að löglega boðuð vinnustöðvun nái fram að ganga og neitar jafnframt að semja við blaðamenn um það sama og samið hefur verið við aðrar starfsstéttir,“ er haft eftir Hjálmari Jónssyni, formanni BÍ, á vef félagsins um verkföllin.

Bréf SA má lesa á vef BÍ. 

Sjá einnig: Blaðamenn samþykktu að fara í verk­fall

Vogue með umfjöllun um fatastíl Bjarkar: „Hún gefur framúrstefnulegum hönnuðum tækifæri og sýnileika“

||
Mynd / EPA|epa01120852 Bjork from Iceland performs at the Austin City Limits music festival in Austin

„Björk og tíska…þarf að segja eitthvað meira?“ Svona hefst umfjöllun Vogue um fatastíl Bjarkar Guðmundsdóttur.

 

Með umfjöllun Vogue fylgir myndaalbúm sem gefur lesendum innsýn inn í hvernig stíll Bjarkar hefur þróast í gegnum árin. Í umfjölluninni er stíl hennar lýst sem frjálslegum og fjölbreyttum.

Þá hrósar blaðakonan Liard Borrelli-Persson Björk fyrir að styðja vel við nýja og minni hönnuði sem fara ótroðnar slóðir. Í umfjöllunina skrifar Liard meðal annars: „…hún gefur framúrstefnulegum hönnuðum tækifæri og sýnileika.“

Björk á Hróarskeldu árið 2012. Mynd /EPA

Liard tekur þó fram að Björk sé líka dugleg að klæðast hönnun frá stórum og þekktum tískuhúsum.

Umfjöllunina í heild sinni og myndasafnið má sjá á vef Vogue.

Selurinn Snorri dauður

Selurinn Snorri, sem búið hefur í Húsdýragarðinum frá árinu 1990, er allur. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

 

„Á dögunum gerðist hið óumflýjanlega að brimillinn Snorri sem búið hefur í Húsdýragarðinum frá 1990 kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna. Snorri náði háum aldri, en hann var fæddur 1989 og var því þrítugur þegar hann kvaddi,“ segir meðal annars í færslunni.

Þar segir einnig að undanfarna mánuði hafi Snorri verið slappur. „Síðustu mánuðina hafði Snorri sýnt merki þess að aldurinn væri farinn að færast yfir og heilsu hans fór hratt hrakandi síðustu dagana.“

Refurinn Ottó slapp úr loðdýrabúi: „Hann er ljúfur, forvitinn og félagslyndur“

Nokkrir meðlimir úr Samtökum grænkera á Íslandi eru um þessar mundir staddir í Finnlandi. Valgerður Árnadóttir, varaformaður samtakanna, er ein þeirra. Í heimsókn sinni til Finnlands heimsótti hópurinn dýraathvarfið Eläinsuojelukeskus Tuulispää og þar kynntust þau refnum Ottó.

 

„Samtök grænkera á Íslandi, í Finnlandi og Eistlandi fengu samstarfsstyrk frá Norrænu ráðherranefndinni og við erum núna í Finnlandi að kynna okkur starfssemi samtakanna hér og á leið til Eistlands í sama tilgangi á morgun,“ segir Valgerður.

Spurð út í dýraathvarfið sem hópurinn heimsótti í gær segir Valgerður: „Eläinsuojelukeskus Tuulispää dýraathvarfið er það þekktasta og stærsta í Finnlandi og hýsir um 70 dýr, aðallega húsdýr en einnig refi og minnka sem sloppið hafa frá loðdýrabúum.“

Hún segir refinn Ottó hafa hitt hana í hjartastað. „Ottó er silfurrefur eða svokallaður Blue fox og fannst árið 2015 í nágrenni við loðdýrabú hér í Finnlandi. Það er augljóst að hann hefur sloppið frá loðdýrabúi vegna þess að refir eins og hann finnast ekki villtir í náttúrunni. Þessa tegund er bæði búið að rækta þannig þeir hafa óeðlilega mikinn feld miðað við stærð og fætur þeirra verða vanskapaðir eftir að hafa alist upp í stálgrindarbúri,“ útskýrir Valgerður.

„Nýlega þurfti að svæfa félaga hans sem einnig bjó í athvarfinu vegna þess að fætur hans gáfu sig enda veikburða eftir vistina í búrinu, fæturnir þoldu ekki þunga búksins. Ottó er því eini refurinn í athvarfinu eins og er. En hann er ljúfur, forvitinn og félagslyndur, leikur sér við fólk og eltir það þó hann vilji ekki mikið klapp.“

Ottó fannst árið 2015 í nágrenni við loðdýrabú í Finnlandi. Hann býr núna í dýra athvarfinu Eläinsuojelukeskus Tuulispää.

Ef Ottó hefði ekki sloppið úr loðdýrabúinu á sínum tíma væri feldur hans ef til vill orðinn að loðskrauti á úlpuhettu í dag.

„Ég held að fólk sé almennt aftengt við vörur sem það kaupir í verslunum, hvort sem það er í kjötborðinu eða í fataversluninni. Það hugsar ekki út í það að loðkraginn á úlpunni eða pelsinn var eitt sinn lifandi dýr með vitund og þarfir á við hunda og ketti. Fólki býður við hundaáti og reiðist þegar það heyrir af illri meðferð gæludýra en tengir ekki sömu tilfinningar við litlu bræður hundanna sem enn eru fastir í litlum stálbúrum um allan heim. Ég trúi ekki að fólk sé í eðli sínu vont og að því sé sama, ég held að það sé í alvöru ekki að tengja. Enda er þetta nákvæmlega það viðhorf sem bransinn berst við að viðhalda.“

„Það hugsar ekki út í það að loðkraginn á úlpunni eða pelsinn var eitt sinn lifandi dýr með vitund og þarfir á við hunda og ketti.“

Valgerður tekur þó fram að mörg stærstu og vinsælustu tískuhús heims hafa sagt skilið við loðfeldinn og veiti vonandi hönnuðum og fyrirtækjum víða um heim innblástur til að gera slíkt hið sama.

Ottó er ræktaður þannig að hann hefur óeðlilega mikinn feld.

„Notkun loðfelda er sem betur fer á undanhaldi hjá stærstu tískuhúsum heims, Armani, Gucci, Michael Kors, Hugo Boss og fleiri hafa gefið út að þau muni aldrei aftur nota ekta loðfeld. Sama á við um flest útivistarmerki, sem dæmi má nefna Patagonia, North Face og Fjällräven. Þess vegna skýtur það skökku við að íslenskir fataframleiðendur á borð við 66°Norður og Cintamani séu enn að nota loðfeldi. Það er bara alls ekki í tísku heldur einhver furðuleg gamaldags stefna eigenda þessarra fyrirtækja,“ segir Valgerður sem þekkir bransann vel en hún vann hjá 66°Norður sem innkaupastjóri.

„Þá sá um að versla hráefni í framleiðsluna. Ég veit fyrir víst að gerviloðið seldist jafn vel ef ekki betur en dýraloðkragar og að hönnunardeild fyrirtækisins vildi ásamt fleirum innan fyrirtækisins stefna í þá átt að hætta að nota loðfeldi. Þrátt fyrir þetta ákvað stjórn fyrirtækisins að bæta í loðfeldanotkun frekar en að draga úr henni á þeim forsendum að það vildi vera þekkt „lúxus” vörumerki.“

Valgerði þykir þetta sorgleg staðreynd. „Þetta er sorglegt þar sem 66°Norður er að gera góða hluti á mörgum sviðum, kaupir umhverfisvottuð gæðaefni og fleira. Ég er viss um að túristarnir kaupi ekki minna af hinum útivistarmerkjunum sem ég nefndi. Þetta er spurning um að fyrirtæki sýni ábyrgð og hafi einhverjar siðferðislegar viðmiðunarreglur.“

Valgerður tekur fram að hún hafi hingað til hikað við að tjá sig um loðfeldinn sem 66°Norður notar mikið. „Mér þykir vænt um fyrrum samstarfsfélaga mína og veit að þau eru mörg hver ósammála þessari stefnu rétt eins og ég. En þegar ég hitti Ottó þá brast stíflan, ég hugsaði bara: ef ég segi ekki frá honum, frá örlögum milljóna bræðra hans og systra um allan heim sem ekki sluppu úr klóm loðdýrabænda, hver gerir það þá?“

Að lokum bendir Valgerður áhugasömum á skýrslu frá samtökunum Animalia og Noah þar sem svokölluð „velferðarbú“ eru afhjúpuð.

„Finnland er afkastamest í loðfeldaframleiðslu í Evrópu og notar það í markaðssetningu að vera með einhverskonar dýravelferðarvottanir á borð við þær sem fyrirtækið Saga furs nota. 66°Norður versla einmitt við Saga furs. Það er þó löngu búið að afhjúpa þessi svokölluðu „velferðarbú“ Saga furs. Í skýrslunni má meðal annars sjá myndir sem sýna að alls ekki er verið að huga að velferð dýranna heldur er þetta vel markaðssett lygi til að sannfæra kaupendur um að dýrin í loðdýraiðnaðinum á Norðurlöndum hafi það betra en dýr í iðnaðinum annars staðar í heiminum.“

Umrædda skýrslu má sjá hér.

Ógnar Facebook lýðræðinu?

Facebook er landamæralaust fyrirtæki notað í öllum löndum heims – fyrir utan einhverjar takmarkanir í Kína og Íran að ógleymdu Norður Kóreu þar sem netið er bannað. Notendur eru yfir 2.4 billjónir á heimsvísu sem þýðir að Facebook er stærsti samfélagsmiðlinn og ef Facebook væri land væri það stærra en Kína. Því er auðvelt að sjá hversu mikilvægur auglýsingarmarkaður miðilsins er. Einn tæknivinur sagði eitt sinn við mig – þegar ég var að vandræðast með að setja upp heimasíðu í prófkjöri – að Facebook væri í raun nýja internetið. Sú setning hefur lengi setið í mér m.a. vegna þess að Facebook er einkafyrirtæki á markaði og hagar sér sem slíkt – en ekki samfélagsleg stofnun.

Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu sem vekja upp stórar siðferðislegar spurningar um reksturinn. Frægast er Cambridge Analytica málið, þar sem ráðgjafafyrirtæki sem vann fyrir Trump komst í hrágögn um 87 milljónir notenda Facebook, án þess að nokkur vissi í gegnum forrit þriðja aðila. Þá skrifaði ég pistil um daginn um símahleranir í auglýsingatilgangi. Fyrir nokkrum dögum kom svo í ljós að ef bandarískir þingmenn setja rangar fréttir á Facebook, sumsé dreifa lygi – t.d. að repúblikanar séu með græna sáttmálanum – er ekkert sem yfirmenn fyrirtækisins geta gert eða gera. Líklega ekkert var reyndar svar Mark Zuckerberger forstjóra Facebook þegar spurningin var borin upp af þingkonunni Alexandriu Ocasio Cortez.

Téður Zuckerberger hélt ræðu um daginn í Oxford háskóla og sagði m.a. að fólk verði sjálft að bera ábyrgð á því efni sem það birtir, en ekki eigi að færa ábyrgðina yfir á Facebook eða önnur tæknifyrirtæki að fara yfir staðreyndir á birtu efni.

Já, þessi ræða hringir kunnuglegum bjöllum. Ég meina kommon: „Látum markaðinn um þetta“. Treystum fólki sjálfu að sía hismið frá kjarnanum – hér sannleikann. En spurningin er hvort þriðji aðili beri enga ábyrgð gagnvart sannleikanum? Ef ég sel aðgang að einkasíðunni minni þar sem birt eru ósannindi get ég þá bara sagt: „það er ekki mitt að vera fara yfir staðreyndir, það er á ábyrð lesenda að ákveða hverju þeir trúa“. Ef ég býð öfgahóp nýnasista að vera með opinn fund heima hjá mér gegn greiðslu ber ég þá enga ábyrgð á þeim boðskap sem þar er breiddur út? Hljómar það ekki eitthvað rangt – eins og skítbuxnaviðhorf.

Þetta er þó ekkert einfalt eins og almennt þegar tjáningarfrelsið er undir. Það er snúið að finna mörkin. Það er eitt að vera með eigin færslur á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter og bulla þar rugl – væntanlega að virtum ærumeiðingarreglum hér í landi – en það er annað þegar þú ert hreinlega farinn að hafa hluti að atvinnu. Þá hlýtur að skipta máli hvort þú ert að dreifa lygum og þiggja greiðslu fyrir. T.d. ef dreifingaraðilinn veit hreinlega að um ósannindi er að ræða ber hann enga ábyrgð á að hafa slíkar upplýsingar í dreifingu? Samkvæmt Zuckerberger er svarið – líklega ekki. Þessi þróun er varhugaverð vegna þess að hún ýtir undir ábyrgðarleysisamfélagið. Allt má – en enginn ber ábyrgð. En ógnar það í sjálfu sér lýðræðinu? Svarið mitt er já. Ef kosningarétturinn er grundvallarforsenda í lýðræðissamfélagi hlýtur að vera skylda hins opinbera að verja hann a.m.k. kjósendur fyrir dreifingu á lygi og bulli að því marki sem við verður komið – en ekki að það sé ekki samfélagslega samþykkt að dreifa ósannindum og áróðri á frjálsu markaðstorgi. Það heitir á góðri ensku: „manipulation“. Stjórnmálamenn sem þykja vænt um lýðræðið geta ekki yppt öxlum og leyft Mark Zuckerberger að ákveða leikreglur samfélagsins.

Hér skiptir jafnframt máli að Facebook er ekki bara stærsta landið heldur sennilega eitt stærsta gagnasafn heims af persónuupplýsingum. Það er enda aðalsöluvara fyrirtækisins, gögn – sem eru það verðmætasta sem til er á 21. öldinni. Facebook nær í allskonar gögn um okkar hegðun með sínum eftirlitskapítalisma á fremur óljósan hátt –  raunsannur stóri bróðir sem fylgist með öllu. Nóg er að haka við einhverja 50 síðna skilmála sem engin les til að nota forrit sem svo ná í upplýsingar um okkar nethegðun. Síðan skipar Facebook okkur á bása í bergmálsklefa eins og þær reglulegu kýr sem við erum, sýnir okkur ákveðna hluta umræðunnar en ekki raunverulegt litróf hennar á sama hátt og það otar að okkur vörum. Vissulega er okkur frjálst að vera á facebook, en þegar facebook er orðið sjálft internetið og við orðin háð því um flesta hluti er það hægara sagt en gert að tékka sig út.

Að mörgu leyti er ég sátt við að sjá ekki umræðuna frá þjóðernissinnuðum rasistum en hins vegar er fjölbreytni merki heilbrigðrar og raunverulegrar lýðræðisumræðu. Forsenda lýðræðisins er að kjósendur hafi ákveðið umboð en séu ekki misnotaðir af áróðursvélum og fái að sjá raunveruleikann og allan hluta markaðstorgins en ekki að hluta hans sé sópað undir teppi af algórytmum áhugans. Tæknirisar mega ekki vera í einokunarstöðu við notkun á gögnum sem þeir selja hvert sem er  – og bera svo enga ábyrgð á því valdi. Það er ekki nóg að vona bara að Mark Zuckerberger sé nú ágætur náungi. Þó Facebook sé sannarlega hipp og kúl, er það orðið meira eins og nýaldar villta vestrið. Það ógnar lýðræðinu –  öllu heldur það leikreglnaleysi sem virðist þar ríkja sem grefur undan því að ákveðin undirstöðugildi samfélagsins séu virt og vernduð.

Edda Björg í Vorið vaknar

Edda Björg Eyjólfsdóttir

Leikkonan landsþekkta, Edda Björg Eyjólfsdóttir, verður á meðal leikara í verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í byrjun næsta árs.

 

Vorið vaknar fjallar um fyrstu kynlífsreynslu, skólakerfið, kvíða og frelsisþrá unglinga í afturhaldssömu og þröngsýnu samfélagi 19. aldarinnar sem leyfir engin frávik frá hinu viðtekna.

Uppfærsla söngleiksins á Broadway árið 2006, hlaut átta Tony verðlaun og þar á meðal sem besti nýi söngleikurinn. Uppsetningin vann þar að auki fjölda annarra verðlauna og tilnefninga og hefur farið sigurför um heiminn allar götur síðan. Vorið vaknar er nú sett upp í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi á Íslandi.

Aðrir leikarar eru Þorsteinn Bachmann, Ahd Tamini, Ari Orrason, Árni Beinteinn Árnason, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Eik Haraldsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Rúnar Kristinn Rúnarsson, Viktoría Sigurðardóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Marta Nordal leikstýrir.

Yfirlýsing UNICEF vegna albönsku fjölskyldunnar: Skylda stjórnvalda að meta það sem er barni fyrir bestu

Advania er til húsa í Borgartúni 28.

„Í ljósi nýlegra frétta af brottflutningi fjölskyldu úr landi bendir UNICEF á Íslandi stjórnvöldum á skyldu þeirra til að meta það sem barni er fyrir bestu þegar ákvarðanir eru teknar. Á þetta við um allar ákvarðanir, um öll börn, á öllum stjórnsýslustigum og við allar aðstæður,“

 

segir í yfirlýsingu sem UNICEF á Íslandi, íslensk landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í gærkvöldi.

Brottflutningur vegna ákvarðana sem byggja á Útlendingalögum felur í eðli sínu nauðung sem getur haft varanleg áhrif á líf og þroska barns, ef illa er að málum staðið. UNICEF á Íslandi hvetur embætti Ríkislögreglustjóra til þess að endurskoða verklag við brottflutning fjölskyldna og fræða starfsfólk um réttindi barnsins. Starfsfólk UNICEF býður fram aðstoð við slíka fræðslu og samtal um framkvæmd laga og reglna er varða börn sem flutt eru nauðug úr landi.

Sjá einnig: „Verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura

Áhyggjur af aðgengi umsækjenda um alþjóðlega vernd að heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Þá lýsir UNICEF yfir stuðningi við fyrirætlanir dómsmálaráðherra og Landlæknis að kanna nánar fyrrnefndan brottflutning. UNICEF hefur áhyggjur af aðgengi umsækjenda um alþjóðlega vernd að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Fyrr á árinu ræddi UNICEF við fjölda barna og foreldra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og kom skýrt fram að aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert og hefur það í einhverjum tilfellum leitt alvarlegs heilsubrests.

Að lokum bendir UNICEF á Íslandi enn og aftur á að lög, reglur og samningar, sem tryggja réttindi barna sem sækja um vernd, eru í gildi á Íslandi. Framkvæmd laganna þarf hins vegar að bæta á öllum sviðum, með skýrum skilaboðum ríkisstjórnarinnar um að réttindi barna séu virt á Íslandi.

„Ég vil bara gleðja fólk“ 

|
Mynd / Unnur Magna|Mynd / Unnur Magna

Grínsketsar sem leikarinn Vilhelm Neto gerir hafa náð töluverðum vinsældum á Instagram undanfarið. Um stutt myndbönd er að ræða þar sem Vilhelm gerir grín af m.a. málefnum líðandi stundar og hinum ýmsum týpum. Markmiðið með sketsunum er að gleðja fólk.

 

Leikarinn Vilhelm Neto lærði leiklist í Kaupmannahöfn og útskrifaðist í sumar. Spurður úr í hvað hann hefur verið að gera síðan hann útskrifaðist segir hann: „Ég er búinn að vera á fullu síðan ég kom aftur til Íslands. Ég er búinn að vera að semja uppistand með Stefáni Inga og Hákoni Erni og gera hlaðvarp fyrir RÚV Núll sem heitir Já OK! með Fjölni Gíslasyni. Svo eru fleiri járn í eldinum, spennandi verkefni sem eru samt leyndó.“

Til viðbótar við þetta birtir Vilhelm reglulega sketsa á Instagram sem njóta mikilla vinsælda. „Ég byrjaði að gera sketsa fyrir nokkrum árum, þá byrjaði ég á snjallsímaforritinu Vine, þegar það var ennþá til.“

Þegar Vine hætti árið 2017 fór Vilhelm að notast við Twitter. „Ég sá að fólki fannst það sem ég var að gera skemmtilegt og var að fíla sketsana. Þannig að ég ákvað að kýla á það að setja þá alla á Instagram.“

Mynd / Unnur Magna

Vilhelm byrjaði að birta myndböndin sín á Instagram sumarið 2019. Í dag fylgja tæplega 13.000 manns honum þar. „Ég er mjög þakklátur fyrir alla þessa athygli. Ég vil bara gleðja fólk,“ segir hann.

Úthverfamamman og finnski pabbinn vinsæl

Þegar Vilhelm er spurður út í hvaða skets frá honum hefur verið vinsælastur hugsar hann sig um og svarar svo. „Rappeftirhermurnar fengu mikla athygli. Og baggkóngurinn, fólk er enn þá að vísa í það við mig niðri í bæ,“ segir hann og hlær. „Sketsinn um gengi íslensku krónunnar var líka vinsæll, ég er smá stoltur af honum,“ bætir hann við.

View this post on Instagram

Íslenska gengið

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

Sketsarnir sem Vilhelm gerði með Ingunni vinkonu sinni eru líka í uppáhaldi hjá honum að hans sögn.

„Svo eru það nokkrir karakterar sem hafa vakið athygli og fengið mikið áhorf, t.d. úthverfamamman og finnski pabbinn.“

View this post on Instagram

Úthverfamamman

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

View this post on Instagram

Finnskur pabbi í sólarlandaferð.

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

Annars segist Vilhelm ekki vilja velta sér mikið upp úr áhorfstölum. „Ég reyni að telja áhorfin ekki, þá verð ég smá geðveikur,“ segir hann og hlær. „Ef ég fer að hugsa of mikið um viðbrögðin og skoða stöðuna reglulega þá verð ég bara stressaður yfir þessu.“

Talandi um stress, Vilhelm viðurkennir að hann finni fyrir stressi þegar hann er ekki búinn að birta nýjan skets á Instagram í langan tíma. „Ef fólk fer að ýta á mig og spyrja hvenær ég ætli að birta nýjan skets þá fyrst verð ég stressaður,“ segir hann og hlær.

Vill ekki særa

Aðspurður hvort hann ritskoði sig mikið áður en hann birtir nýtt myndband á Instagram segir hann: „Nei, nema það að ég passa mig á að gera ekki grín sem niðurlægir. Áður en ég birti skets þá spyr ég mig hvort einhverjum gæti liðið illa vegna myndbandsins. Ég vil ekki særa fólk…vera einhver leiðinleg týpa sem er alltaf að móðga.“

„Áður en ég birti þá spyr ég mig hvort einhverjum gæti liðið illa vegna myndbandsins.“

Vilhelm segist ekki hafa lent í því að móðga fólk með sketsum sínum. „Nei, ég hef verið frekar heppinn með það. Ég hef reyndar sjálfur fengið efasemdir og eytt skets sem mér fannst ekki í lagi.“

Uppistandssýningar fram undan

Að lokum bendir Vilhelm áhugasömum á uppistandssýningarnar Endurmenntun sem eru fram undan. „Við Stefán og Hákon verðum með uppistand á Akureyri 21. nóvember á Græna Hattinum. Á Rifi á Snæfellsnesi 22. nóvember og á Kex Hostel 23. nóvember.

„Það gerir það enginn að gamni sínu að fara í verkfall“

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

„Við erum auðvitað að feta nýja braut,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um verkföll blaðamanna.

 

Klukkan 17.00 í dag verður upplýsingafundur haldinn í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands (BÍ) vegna verkfalls blaðamanna á föstudaginn á milli 10:00 og 14:00. Verkfallið tekur til blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna sem starfa á mbl.isfrettabladid.isvisir.is og ruv.is.

Hjálmar Jónsson formaður BÍ mun á fundinum svara þeim spurningum sem kunna að vakna um málið.

„Við erum auðvitað að feta nýja braut, við höfum ekki farið í verkfall í 41 ár. Aldrei síðan netmiðlar komu til sögunnar. Þannig að það gætu einhverjar spurningar vaknað,“ segir Hjálmar í samtali við Mannlíf.

Hann tekur þó fram að málið sé einfalt. „Það fer ekkert efni inn á netið á þessum miðlum á milli klukkan 10:00 og 14:00 á föstudaginn. Og tökumenn og ljósmyndarar fara ekki í tökur á þessi tímabili. Og þetta á líka við um verktaka.“

Spurður út í hvernig hann sjái fyrir sér að miðlarnir sem um ræðir framkvæmi verkfallið segir Hjálmar: „Mér þykir líklegt að blaðamenn birti tilkynningu þar sem fólk er minnt á að ekki verði fluttar fréttir á milli klukkan 10.00 og 14:00 þennan dag.“

Hjálmar segir ágætt hljóð í þeim blaða- og fréttamönnum, ljósmyndurum og tökumönnum sem eru á leið í verkfall. „Það er hugur í mönnum. En það gerir það enginn að gamni sínu að fara í verkfall.“

Sjá einnig: Blaðamenn samþykktu að fara í verk­fall

„Verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura“

Advania er til húsa í Borgartúni 28.

Albanska konan sem var flutt úr landi í vikunni ásamt manni sínum og tveggja ára barni er nú undir eftirliti lækna á spítala í Albaníu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðunni Réttur Barna á Flótta. Konan er komin  35.-36. vikur á leið.

 

Í færslunni segir m.a.: „Vegna langs og þreytandi ferðalags er hún núna í skoðun með mikla samdrætti og á í hættu á að fara af stað. Við erum með mynd af vottorði frá læknum sem sáu um hana og hún verður nú flutt á annan spítala þar sem verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura. Þar sem hennar fyrri fæðing var með keisara fannst læknunum mikilvægt að færa hana yfir á aðra stofnun.“

Þess má geta að er fram kemur á Facebook-síðu No Borders fékk konan vottorð á kvennadeild Landspítalans um hversu langt hún væri gengin með barnið og tilmæli um að fljúga ekki. Lögreglan hafi hins vegar ákveðið að styðjast við mat trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar, sem hafi sagt konuna mega fljúga. Konan kannast ekki við að hafa hitt viðkomandi lækni.

Málefni konunnar hafa vakið hörð viðbrögð í vikunni í ljósi þess að Útlend­inga­stofn­un sendi konuna í flug þrátt fyr­ir lækn­is­vott­orð um að það væri óráðlegt.

Nýjustu færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Sjá einnig: Fjölskyldan komin til Albaníu

„Miðað við það sem Atli Rafn hefur þurft að ganga í gegnum…þá er alveg á hreinu að þessi fjárhæð bætir ekki hans tjón“

„Alltaf þegar verða einhverjar hreyfingar í samfélaginu

Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar í málinu gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra, segir það engum vafa undirorpið að brotið hafi verið á rétti Atla Rafns með fyrirvaralausri uppsögn án þess að hann væri upplýstur um meintar sakir sínar.

 

Einu þolendurnir sem hafi verið nafngreindir í þessu máli og sé alveg víst að séu til séu Atli og fjölskylda hans. Það sé ekki hægt að breyta reglum samfélagsins að geðþótta í takt við þær átakshreyfingar sem séu í gangi á hverjum tíma.

Viðtal við Einar Þór er hluti af stærri umfjöllun í nýjasta Mannlíf.

„Mál Atla Rafns er ekki kynferðisbrotamál,“ segir lögmaður Atla Rafns, Einar Þór Sverrisson, og vill undirstrika að málið snúist um brot á löggjöf í vinnurétti. Spurður hvernig Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, hefði átt að bregðast við kvörtunum annarra starfsmanna vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Atla Rafns segir Einar að það séu alveg skýrar reglur um hvernig bregðast skuli við í slíkum málum í reglugerð sem gefin er út af ríkinu og hann segir gilda um alla atvinnurekendur í landinu, hvort sem þeir séu á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða einkaaðila.

Ekki háar miskabætur

Nú hefur staðið mikill styr um upphæð þeirra bóta sem Atla Rafni voru dæmdar í héraðsdómi en Einar segir þá umræðu byggða á dálitlum misskilningi.

„Honum voru dæmdar 5,5 milljónir samkvæmt dómsorði,“ útskýrir hann. „Fjórar af þeim milljónum voru fjártjónsbætur vegna atvinnumissis og síðan ein og hálf milljón í miskabætur. Miðað við það sem Atli Rafn hefur þurft að ganga í gegnum, þar sem hann var gerður að nokkurs konar holdgervingi gerenda í #metoo-byltingunni, úthrópaður sem einhver kynferðisbrotamaður og svertur eins mikið og menn geta orðið, þá er alveg á hreinu að þessi fjárhæð bætir ekki hans tjón. Hitt er svo aftur annað mál að miskabætur í íslensku réttarkerfi eru almennt mjög lágar og þar með talið í alvarlegum kynferðisbrotamálum þar sem illa leiknir þolendur fá smánarlega lágar bætur. En það má undirstrika það að Atla voru ekki dæmdar 5,5 milljónir í miskabætur.“

Lestu viðtalið við Einar Þór í heild sinni í nýjasta Mannlíf.

Verkfall hefst kl. 10-BÍ ósammála SA um útfærslu verkfalls

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

„Við leggjum alla áherslu á þetta fari vel fram og verði okkur öllum til sóma þegar upp er staðið.  Vinnudeilur geta verið erfiðar þess vegna vöndum við okkur.  Ég hef skrifað yfirmönnum á ritstjórnum í þrígang og lagt áherslu á þetta sjónarmið okkar og á ekki von á öðru en allt fari vel fram.  Verðið þið var við eitthvað sem þið teljið að sé vafasamt og geti verið verkfallsbrot skráið þið það hjá ykkur og tilkynnið félaginu og við förum yfir það að lokinni vinnustöðvun.“

 

Þetta segir í fjölpósti sem Hjálmar Jónsson formaður BÍ sendi starfsmönnum á fjölmiðlum sem fara í verkfall í dag.  Þar kemur jafnframt fram að formaður BÍ hefur í þrígang skrifað yfirmönnum á ritstjórnum bréf um þessi mál og kveðst hann því ekki eiga von á öðru en að hlutirnir gangi vel fyrir sig.

Í frétt á vef BÍ segir að íhádeginu í gær  hafði Blaðamannafélagið hins vegar fregnir af dreifibréfi frá SA um framkvæmd verkfalls, sem er hér meðfylgjandi.  Afstaðan sem þar kemur fram hefur hins vegar ekki borist BÍ með formlegum hætti, þrátt fyrir óskað hafi verið eftir afstöðu atvinnurekenda blaðamanna til framkvæmda verkfallsins, seinast snemma í morgun.  Blaðamannafélagið hefur heimildir fyrir því að þessari túlkun á framkvæmd verkfalls hafi að minnsta kosti verið dreift á RÚV og Morgunblaðinu.

Þar kemur m.a. fram sá skilningur að verkfallið nái ekki til starfa eða starfsgreina og er ekki annað að skilja en að utanfélagsfólk geti þá sinnt þeirri starfsemi sem verkfallið nær til. Og því jafnframt haldið fram að verktakar megi vinna og ganga í störf fstráðinna blaðamanna.

Hjálmar segir ótrúlegt að verða vitni að framgangi SA í þessu máli öllu, Barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því á síðustu öld hafi löngum snúist um það að verkfallsrétturinn sé virtur.  Knúið hafi verið fram að þegar farið er í verkföll þá nái slík verkföll til þeirrar starfa sem undir starfsgreinina heyra. Utanfélagsfólk sé að sjálfsögðu bundið af verkföllum annars væru vinnustöðvun til lítils.

Félagið hefur þegar óskað eftir afstöðu lögmanns BÍ til lagatúlkunar SA.

„Það er ekki mikil reisn yfir fólki sem svona hagar sér og reynir með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að löglega boðuð vinnustöðvun nái fram að ganga og neitar jafnframt að semja við blaðamenn um það sama og samið hefur verið við aðrar starfsstéttir,“ sagði Hjálmar ennfremur.

Hann sagði BÍ að sjálfsögðu munu fara að lögum og vonast til að framkvæmdin myndi ganga vel, en túlkun SA væri vissulega ekki uppörvandi.

 

Hér má sjá túlkun SA sem Morgunblaðið kveðst munu byggja á:

Verkfallsboðun fyrir 8., 15. og 22. nóvember n.k. tekur til ljósmyndara og tökumanna Árvakurs hf., Ríkisútvarpsins ohf., Sýnar hf. og Torgs ehf. og þeirra blaða- og fréttamanna sem starfa hjá netmiðlum þeirra.

SA árétta að það eru félagsmenn Blaðamannafélagsins á vefmiðlum sem leggja niður störf. Starfið sjálft fer ekki í verkfall og vefurinn lokast ekki. Verkfall nær hvorki til félagsmanna annarra stéttarfélaga eða ófélagsbundinna starfsmanna vefmiðlanna.

Verkfall nær ekki til starfa eða starfsgreina, einungis þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til.

Verkfall nær til félagsmanna þess stéttarfélags sem boðar verkfall, ekki annarra, sbr. m.a. dóma Félagsdóms í málum nr. 8/1944, 4/1987 og 11/1997.

Félagsmenn í öðrum stéttarfélögum eiga að sinna störfum sínum eins og áður.

Stjórnendum er heimilt að ganga í störf starfsmanna í verkfalli, sbr. m.a. dóma Hæstaréttar í málum nr. 151/1985, 287/1989 og 3/1992. Þeim sem hafa á hendi framkvæmdastjórn fyrirtækja er heimilt að ganga í störfin óháð félagsaðild enda falla þeir utan gildissviðs kjarasamninga og verkfallsboðun nær þ.a.l. ekki til þeirra. Stjórnendur einstakra þátta atvinnurekstrar er einnig heimilt að ganga í störfin standi þeir utan BÍ.

Ef stjórnandi fellur undir gildissvið kjarasamnings og er félagsbundinn í stéttarfélagi í verkfalli þá leggur hann niður störf eins og aðrir félagsmenn.

Útgefendur þurfa að meta hvernig þeir nýta starfskrafta félagsmanna BÍ sem sinna öðrum störfum auk vefmiðla. Ef starf við vefmiðla er að fullu aðskilið frá öðrum störfum leggja þeir niður störf tiltekinn hluta dagsins og falla þá af launaskrá. Ef starf á vefmiðli er samþætt öðrum störfum er umdeilanlegt hvort verkfallsboðun geti náð til þeirra. Útgefendur munu þó ekki að sinni að gera athugasemd við það að þeir blaðamenn leggi niður störf.

 

Flutningsbann sett á bæinn Dísukot vegna meints ólöglegs innflutnings

Matvælastofnun hefur sett flutningsbann á alla alifugla frá bænum Dísukoti í Þykkvabæ. Ástæðan er meintur ólöglegur innflutningur kalkúnafrjóeggja frá Færeyjum á síðasta ári. Bannið miðar að því að koma í veg fyrir mögulega dreifingu smitsjúkdóma í aðra alifugla.

Þetta kemur fram á á vef MAST. Það sgir að undan eggjunum eru komnir svartir kalkúnar.

Í lögum um innflutning dýra kemur fram að óheimilt sé að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra. Á vef MAST kemur fram að verið sé að afla upplýsinga um innflutninginn og aðkomu og ábyrgð hlutaðeigandi aðila.

Glerþök og kjallarar

Höfundur / Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík

Þegar ég var yngri fannst mér Reykjavíkurborg koma fram af virðingarleysi gagnvart stórum hluta af starfsfólki sínu. Mamma mín sem vann fullan dag á leikskóla sem ófaglærður starfskraftur og skúraði leikskólann eftir lokun var samt bláfátæk. Nú, mörgum árum síðar, blasir sami veruleiki við mörgum sem starfa á láglaunavinnustöðum, einkum konum þar sem um hefðbundna kvennastétt er að ræða. Konur halda uppi mörgum af grunnstoðum samfélagsins líkt og leikskólum og það er komið fram við þær eins og einnota vinnuvélar sem megi skipta út hvenær sem er. Þannig blasir myndin við mér þegar við vitum að lág laun leiða til gríðarlegs álags. Tölur síðustu ára sýna að fjölgun öryrkja hefur mest verið hjá konum 50 ára og eldri. Móðir mín er einmitt ein slík kona í hópi öryrkja m.a. vegna andlegs álags í kjölfar fjárhagslegra áhyggna vegna lágra launa. Ætli lág laun og örmögnun spili ekki hér inn í sem ástæður sem leiða til örorku?

Reykjavíkurborg gefur sig út fyrir að vera mikil jafnréttisborg, hún hefur m.a. sett sér þau markmið að vinna eftir kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun. Um daginn var ég spurð að því hvort það yrði ekki auðveldara að hækka laun kvennastétta ef fleiri konur væru við völd. Nú hafa aldrei fleiri konur verið kosnar í borgarstjórn en það hefur verið lítill sem enginn vilji hjá borgarmeirihlutanum að hækka lægstu launin. Tilraunir til að skapa umræðu um hvað telst vera ásættanlegt launabil á milli hinna hæst- og lægstlaunuðu innan borgarinnar hafa að sama skapi skilað litlu. Sem dæmi má nefna að hæstlaunaði borgarfulltrúinn, að undanskildum borgarstjóra er með um 1,7 milljónir í mánaðarlaun og þar af er hún með rúmlega 400.000 þúsund krónur fyrir stjórnarsetu á vegum Reykjavíkurborgar, sem eitt og sér er miklu hærra en grunnlaun ófaglærðra á leikskólum borgarinnar.

„Nú hafa aldrei fleiri konur verið kosnar í borgarstjórn en það hefur verið lítill sem enginn vilji hjá borgarmeirihlutanum að hækka lægstu launin.“

Í baráttunni fyrir því að brjóta glerþökin, höfum við gleymt konunum í kjallaranum sem þurfa að sópa upp glerbrotin. Ég gleymi aldrei þessari myndlíkingu sem ég las einu sinni í grein, mér fannst hún svo öflug og lýsir þeirri jafnréttisbaráttu sem hefur verið ráðandi. Höfuðáherslan hefur verið á þarfir og væntingar millistéttarkvenna sem hafa það gott fjárhagslega og unnið hefur verið að því að fjölga þeim í æðstu stjórnunar- og valdastöðum þar sem hallar á þær. Í baráttunni upp á toppinn, höfum við gleymt konunum á botninum. Ég spyr því, hversu langt nær jafnréttið? Hversu mikið tökum við tillit til efnahagslegrar stöðu í jafnréttisáætlunum? Leiðarljós kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar snýr að réttlátri dreifingu gæða og fjármuna með tilliti til þarfa borgarbúa. Ef Reykjavíkurborg notar það sem greiningartæki á launaseðla ófaglærðra kvenna á leikskólum borgarinnar, myndi borgin þá komast að því að láglaunastefna hennar viðheldur efnahagslegri kúgun kvenna?

Alveg hægt að minnka sorp í desember

|
|epa03674576 French actress Sarah Biasini and Patrick-Louis Vuitton pose at the opening of a new store of the French fashion label Louis Vuitton in Munich

Þann 21. nóvember mun sjálfbærnifræðingurinn Hildur Hreinsdóttir vera með fræðslu í Borgarbókasafninu Sólheimum um aðferðir til að halda umhverfisvæn jól og draga út notkun plasts og einnota hluta.

 

Fræðslan er haldin undir yfirskriftinni Lífsstílskaffi | Umhverfisvænni jól. „Ég mun aðallega fjalla um plastnotkun okkar og þennan hefðbundna lífsstíl sem við lifum og ég mun einnig koma inn á þetta helsta sem við erum að fást við í desember, matur og drykkur, gjafir og innpökkun, jólakort og jóladagatöl,“ segir Hildur í samtali við Mannlíf þegar hún er spurð út í þá hluti sem hún mun taka fyrir á lífsstílskaffinu.

Hildur er í framkvæmdahópi Plastlauss septembers og heldur marga fyrirlestra um plast í framhaldsskólum í september. Hún segir hugmyndina að fræðslunni um umhverfisvæn jól hafa kviknað í tengslum við Plastlausan september. „Þegar september var að ljúka vildum við í Plastlausum september vera með einn lokaviðburð á bókasafni og ég setti mig í samband við bókasöfnin. Hún María á Sólheimasafni spurði mig þá hvort ég gæti haft fyrirlestur í nóvember um plastlausan lífsstíl og mér datt þá í hug að tengja það við jólaundirbúninginn.“

Margt fólk komið vel á veg

Hildur segir margt fólk vera áhugasamt um hvernig hægt er að halda jól á umhverfisvænan hátt. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að verða meðvitaðir um það að við verðum öll að gera það sem við getum í umhverfismálunum. Margir eru komnir langt á veg með að breyta sínu neyslumynstri og vantar fleiri hugmyndir en svo eru aðrir sem koma á svona viðburð til að fræðast um það hvernig á að byrja. Það er erfiðara að draga úr neyslu, minnka sorp og plastnotkun í desember en það er samt alveg hægt og ég vona að sem flestir komi til að fræðast meira um það.“

Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 17:30 til 18:30.

Saga vita á Íslandi sögð í heimildarmyndinni Ljósmál

Heimildarmyndin Ljósmál verður fumsýnd 10. nóvember í Bíó Paradís. Í myndinni er saga vita á Íslandi rakin.

 

„Yfir vitum hvílir dulúð þar sem þeir standa í stórbrotnu umhverfi á mörkum lands og sjávar og laða að sér fólk hvaðanæva úr heiminum. Þeir geyma sögu um það hvernig Ísland varð númtímasamfélag, fanga ímyndunaraflið og eru endalaus innblástur um fortíð og framtíð,“ segir um myndina á vef Bíó Paradís.

Leikstjóri er Einar Þór Gunnlaugsson og handritshöfundur er Kristján Sveinsson.

Þess má geta að árið 1878 blikkaði í fyrsta sinn vitaljós á Íslandsströndum. Það var á Valahnjúk á Reykjanesi. Nú eru ljósvitar á Íslandi alls 104 talsins en er þá ótalinn fjöldi innsiglinga- og hafnarvita í eigu og umsjá sveitarfélaga.

Andvökunætur vegna glæpa

Svefnsérfræðingar hafa undanfarið keppst við að benda fólki á að ekki er æskilegt að fara með snjalltæki í rúmið. Bláa ljósið sem endurkastast af skjánum vekur heilann. Þá er betra að grípa góða bók til að róa sig niður nema það sé æsispennandi glæpasaga.

 

Stórskemmtileg sakamálasaga

Urðarköttur eftir Ármann Jakobsson er lipurlega skrifuð og af mikilli kímni. Þetta er gamaldags sakamálasaga þar sem fléttan skiptir öllu og tengsl persónanna eru lykillinn að lausninni. Lögreglumennirnir Kristín og Bjarni eru í aðalhlutverki í rannsókn málsins og lesendur komast nær einkalífi þeirra og fá að vita meira en í fyrri bókinni um þau, Útlagamorðin.

Urðarköttur eftir Ármann Jakobsson

Að þessu sinni rannsaka þau morð á lítilli háskólastofnun en þegar lík ungrar framakonu finnst í tjörn kemur í ljós að fórnarlömbin tvö hafa tala saman í síma. Það flækir svo málin enn frekar að fyrstu vísbendingar tengjast gamalli þjóðsögu og einni af minna þekktri Íslendingasögu. Þetta er frumleg og stórskemmtileg sakamálasaga sem óhætt er að mæla með. Útg. Bjartur

Undir helkaldri sól

Aðalsmerki góðra sakamálasagna er flókin flétta þar sem lesandinn þarf að þræða ótal anga og línur þar til allt gengur upp að lokum og þá auðvitað á mjög óvæntan hátt. Lilja Sigurðardóttir er margverðlaunaður spennusagnahöfundur og henni bregst ekki bogalistin í Helköld sól.

Helköld sól eftir Lilju Sigurðardóttur.

Þetta er stórskemmtileg saga og einstaklega vel unnin. Áróra er snillingur í að rekja vel faldar peningaslóðir. Þegar Ísafold, systir hennar, hverfur heldur hún til Íslands í leit að henni en ferðin reynist örlagarík í mörgum skilningi. Við kynnumst einnig nágrönnum Ísafoldar og komumst að því að í venjulegu íslensku fjölbýlishúsi kraumar margt undir yfirborðinu. Útg. JPV

Spennandi Aisha

Afar spennandi bók um lögreglumanninn Axel Steen og samstarfsfólk hans sem rannsakar óhugnanlegt morð. Rannsóknin teygir anga sína víða en þegar hún beinist að þriggja ára gömlu hryðjuverkamáli verða ýmsar óvæntar hindranir í veginum og einkamálin eru ekki síður flókin. Aisha, sú fyrsta sem þýdd er á íslensku, er reyndar fjórða bókin í bókaflokknum en hver bók er sjálfstæð saga. Þessi bókaflokkur lofar mjög góðu en bókina hefði mátt lesa mun betur yfir. Ólafur Arnarson þýddi. Krummi bókaútgáfa, 2019.

Aisha eftir Jesper Stein.

Morðgáta á Akranesi

Þessi bók fjallar um lögreglukonuna Elmu og samstarfsmenn hennar á Akranesi sem standa frammi fyrir flókinni morðgátu. Einstæð móðir sem hvarf og var talin hafa svipt sig lífi reynist hafa verið myrt þegar lík hennar loks finnst. Þeir sem tengjast málinu virðast margir halda einhverju leyndu sem auðveldar ekki rannsóknina. Sem Skagakona hafði ég sérlega gaman af því að lesa morðsögu sem gerist í heimabæ mínum og drakk hana í mig. Þetta skemmtilega tvist sem kemur í seinni hluta bókarinnar var sannarlega óvænt og vel gert. Veröld, 2019.

Stelpur sem ljúga eftir Evu Björg Ægisdóttur.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir og Guðríður Haraldsdóttir

Pylsubrauðbitar með sinnepssósu í partíið

Fallegt brauð er nauðsynlegt á veisluborðið ásamt því að vera góð leið til þess að drýgja veitingarnar. Allir elska nýbakað brauð. Hér kemur uppskrift að einu skemmtilegu brauði með pylsubitum.

 

Pylsubrauðbitar með sinnepssósu
u.þ.b. 24 stk.

Það verður varla einfaldara!

1 pk. tilbúið pítsudeig
1 pk. beikonpyslur
2 msk. smjör

Skerið pylsurnar í bita og skerið pítsudeigið í jafnmarga þríhyrninga. Vefjið hvern pylsubita inn í deigið og raðið í stórt smurt smelluform og setjið bökunarpappír í botninn.

Raðið pylsubrauðbitunum þannig að það sé pláss í miðjunni fyrir skál. Eins má auðvitað raða bitunum í hring beint á plötuna, sérstaklega ef uppskriftin er margfölduð og gera þá stærri „krans“.

Gott er að setja krukku, skál eða lítið eldfast mót á hvolf í miðjuna og vefja bökunarpappír utan um þannig að brauðið festist ekki við. Látið standa undir röku stykki í a.m.k. 1 klst. Hitið ofn í 190°C. Bakið í 25-30 mín.

Látið kólna lítillega, færið varlega yfir á fallegan disk eða bakka og setjið skál með sinnepssósunni í miðjuna.

Sinnepssósa:

½ dl dijon-sinnep
½ dl hunang
½ dl majónes
1 msk. hvítvínsedik
½ tsk. cayenne-pipar

Blandið öllu vel saman.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Reiknaðu út kolefnissporið þitt og fáðu upplýsingar um hvernig þú minnkar það

Með kolefnisreiknivél Eflu og Orkuveitu Reykjavíkur getur fólk auðveldlega reiknað út kolefnissporið sitt. Reiknivélin tekur mið af íslenskum aðstæðum.

 

Aðeins tekur nokkrar mínútur að svara spurningum og fá niðurstöður. Spurningarnar taka meðal annars mið af ferða- og matarvenjum. Þá er einnig spurt út í kaup viðkomandi á þjónustu og vörum.

„Neysludrifið kolefnisspor hins almenna íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti nú þegar að vera um 4 tonn CO₂ ígilda til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsamkomulagsins,“ segir á vef kolefnisreiknisins.

Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir fá þátttakendur upplýsingar um hvernig má minnka kolefnissporið.

Skora á fjölmiðlafyrirtæki að hagræða ekki í launum

Hjálmar Jónsson formaður BÍ og stjórnendur Stundarinnar

Blaðamannafélag Íslands og Útgáfufélag Stundarinnar skrifuðu undir kjarasamning seinnipartinn í dag sem er í öllum aðalatriðum samhljóða þeim samningum sem félagið hefur gert að undanförnu við Birting og Kjarnann.

 

„Við sem stýrum Stundinni skorum á önnur fjölmiðlafyrirtæki að freista þess að hagræða með öðrum hætti en launum starfandi blaðamanna,“ sagði Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar í samtali við press.is. að lokinni undirritun. „Þannig hefur Stundin til dæmis takmarkað útgáfutíðni og kappkostað að yfirbygging og stjórnunarkostnaður sé í lágmarki.

Þó svo að fjölmiðlafyrirtæki eigi erfitt með að borga há laun er ýmislegt hægt að gera til þess að hindra atgervisflótta úr blaðamennsku. Það skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið, því besta leiðin til að tryggja gagnsæi og gott upplýsingaflæði til almennings er að viðhalda sterkum kjarna af íslenskum fagblaðamönnum sem geta lifað fjárhagslega sjálfbæru lífi.  Auk þess hvetjum við stjórnvöld til þess að tryggja að starfsaðstæður íslenskra fjölmiðla og blaðamanna nálgist aðrar norrænar þjóðir, bæði réttarfarslega og fjárhagslega,“ sagði Jón Trausti ennfremur.

Viðræður standa yfir við aðra smærri fjölmiðla, svo sem DV, Bændablaðið og Viðskiptablaðið og ganga þær vel, þó þær hafi ekki enn skilað niðurstöðu.

Viðræður við SA vegna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV eru strand og hefst boðuð fjögurra tíma vinnustöðvun á þessum miðlum í fyrramálið klukkan 10.

Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins ósammála

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki ekki mikla reisn yfir því fólki sem reynir að koma í veg fyrir að boðuð vinnustöðvun nái fram að ganga.

 

Blaðamannafélag Íslands (BÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) eru ósammála um hvernig útfæra eigi verkföllin sem blaða- og tökumenn á visir.is, mbl.is, frettabladid.is og ruv.is fara í á morgun, föstudag, á milli klukkan 10:00 til 14:00. Þetta kemur fram í grein vef BÍ.

Þar segir að formaður BÍ hafi heimild fyrir því að SA hafi sent bréf á ritstjórnir þeirra miðla sem verkfallið nær til. Í umræddu bréfi segir m.a.: „verkfall nær ekki til starfa eða starfsgreina, einungis þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til,“ og „félagsmenn í öðrum stéttarfélögum eiga að sinna störfum sínum eins og áður.“

Í grein BÍ kemur fram að félagið sé ósammála þessari túlkun í bréfi SA.

„Það er ekki mikil reisn yfir fólki sem svona hagar sér og reynir með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að löglega boðuð vinnustöðvun nái fram að ganga og neitar jafnframt að semja við blaðamenn um það sama og samið hefur verið við aðrar starfsstéttir,“ er haft eftir Hjálmari Jónssyni, formanni BÍ, á vef félagsins um verkföllin.

Bréf SA má lesa á vef BÍ. 

Sjá einnig: Blaðamenn samþykktu að fara í verk­fall

Vogue með umfjöllun um fatastíl Bjarkar: „Hún gefur framúrstefnulegum hönnuðum tækifæri og sýnileika“

||
Mynd / EPA|epa01120852 Bjork from Iceland performs at the Austin City Limits music festival in Austin

„Björk og tíska…þarf að segja eitthvað meira?“ Svona hefst umfjöllun Vogue um fatastíl Bjarkar Guðmundsdóttur.

 

Með umfjöllun Vogue fylgir myndaalbúm sem gefur lesendum innsýn inn í hvernig stíll Bjarkar hefur þróast í gegnum árin. Í umfjölluninni er stíl hennar lýst sem frjálslegum og fjölbreyttum.

Þá hrósar blaðakonan Liard Borrelli-Persson Björk fyrir að styðja vel við nýja og minni hönnuði sem fara ótroðnar slóðir. Í umfjöllunina skrifar Liard meðal annars: „…hún gefur framúrstefnulegum hönnuðum tækifæri og sýnileika.“

Björk á Hróarskeldu árið 2012. Mynd /EPA

Liard tekur þó fram að Björk sé líka dugleg að klæðast hönnun frá stórum og þekktum tískuhúsum.

Umfjöllunina í heild sinni og myndasafnið má sjá á vef Vogue.

Selurinn Snorri dauður

Selurinn Snorri, sem búið hefur í Húsdýragarðinum frá árinu 1990, er allur. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

 

„Á dögunum gerðist hið óumflýjanlega að brimillinn Snorri sem búið hefur í Húsdýragarðinum frá 1990 kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna. Snorri náði háum aldri, en hann var fæddur 1989 og var því þrítugur þegar hann kvaddi,“ segir meðal annars í færslunni.

Þar segir einnig að undanfarna mánuði hafi Snorri verið slappur. „Síðustu mánuðina hafði Snorri sýnt merki þess að aldurinn væri farinn að færast yfir og heilsu hans fór hratt hrakandi síðustu dagana.“

Refurinn Ottó slapp úr loðdýrabúi: „Hann er ljúfur, forvitinn og félagslyndur“

Nokkrir meðlimir úr Samtökum grænkera á Íslandi eru um þessar mundir staddir í Finnlandi. Valgerður Árnadóttir, varaformaður samtakanna, er ein þeirra. Í heimsókn sinni til Finnlands heimsótti hópurinn dýraathvarfið Eläinsuojelukeskus Tuulispää og þar kynntust þau refnum Ottó.

 

„Samtök grænkera á Íslandi, í Finnlandi og Eistlandi fengu samstarfsstyrk frá Norrænu ráðherranefndinni og við erum núna í Finnlandi að kynna okkur starfssemi samtakanna hér og á leið til Eistlands í sama tilgangi á morgun,“ segir Valgerður.

Spurð út í dýraathvarfið sem hópurinn heimsótti í gær segir Valgerður: „Eläinsuojelukeskus Tuulispää dýraathvarfið er það þekktasta og stærsta í Finnlandi og hýsir um 70 dýr, aðallega húsdýr en einnig refi og minnka sem sloppið hafa frá loðdýrabúum.“

Hún segir refinn Ottó hafa hitt hana í hjartastað. „Ottó er silfurrefur eða svokallaður Blue fox og fannst árið 2015 í nágrenni við loðdýrabú hér í Finnlandi. Það er augljóst að hann hefur sloppið frá loðdýrabúi vegna þess að refir eins og hann finnast ekki villtir í náttúrunni. Þessa tegund er bæði búið að rækta þannig þeir hafa óeðlilega mikinn feld miðað við stærð og fætur þeirra verða vanskapaðir eftir að hafa alist upp í stálgrindarbúri,“ útskýrir Valgerður.

„Nýlega þurfti að svæfa félaga hans sem einnig bjó í athvarfinu vegna þess að fætur hans gáfu sig enda veikburða eftir vistina í búrinu, fæturnir þoldu ekki þunga búksins. Ottó er því eini refurinn í athvarfinu eins og er. En hann er ljúfur, forvitinn og félagslyndur, leikur sér við fólk og eltir það þó hann vilji ekki mikið klapp.“

Ottó fannst árið 2015 í nágrenni við loðdýrabú í Finnlandi. Hann býr núna í dýra athvarfinu Eläinsuojelukeskus Tuulispää.

Ef Ottó hefði ekki sloppið úr loðdýrabúinu á sínum tíma væri feldur hans ef til vill orðinn að loðskrauti á úlpuhettu í dag.

„Ég held að fólk sé almennt aftengt við vörur sem það kaupir í verslunum, hvort sem það er í kjötborðinu eða í fataversluninni. Það hugsar ekki út í það að loðkraginn á úlpunni eða pelsinn var eitt sinn lifandi dýr með vitund og þarfir á við hunda og ketti. Fólki býður við hundaáti og reiðist þegar það heyrir af illri meðferð gæludýra en tengir ekki sömu tilfinningar við litlu bræður hundanna sem enn eru fastir í litlum stálbúrum um allan heim. Ég trúi ekki að fólk sé í eðli sínu vont og að því sé sama, ég held að það sé í alvöru ekki að tengja. Enda er þetta nákvæmlega það viðhorf sem bransinn berst við að viðhalda.“

„Það hugsar ekki út í það að loðkraginn á úlpunni eða pelsinn var eitt sinn lifandi dýr með vitund og þarfir á við hunda og ketti.“

Valgerður tekur þó fram að mörg stærstu og vinsælustu tískuhús heims hafa sagt skilið við loðfeldinn og veiti vonandi hönnuðum og fyrirtækjum víða um heim innblástur til að gera slíkt hið sama.

Ottó er ræktaður þannig að hann hefur óeðlilega mikinn feld.

„Notkun loðfelda er sem betur fer á undanhaldi hjá stærstu tískuhúsum heims, Armani, Gucci, Michael Kors, Hugo Boss og fleiri hafa gefið út að þau muni aldrei aftur nota ekta loðfeld. Sama á við um flest útivistarmerki, sem dæmi má nefna Patagonia, North Face og Fjällräven. Þess vegna skýtur það skökku við að íslenskir fataframleiðendur á borð við 66°Norður og Cintamani séu enn að nota loðfeldi. Það er bara alls ekki í tísku heldur einhver furðuleg gamaldags stefna eigenda þessarra fyrirtækja,“ segir Valgerður sem þekkir bransann vel en hún vann hjá 66°Norður sem innkaupastjóri.

„Þá sá um að versla hráefni í framleiðsluna. Ég veit fyrir víst að gerviloðið seldist jafn vel ef ekki betur en dýraloðkragar og að hönnunardeild fyrirtækisins vildi ásamt fleirum innan fyrirtækisins stefna í þá átt að hætta að nota loðfeldi. Þrátt fyrir þetta ákvað stjórn fyrirtækisins að bæta í loðfeldanotkun frekar en að draga úr henni á þeim forsendum að það vildi vera þekkt „lúxus” vörumerki.“

Valgerði þykir þetta sorgleg staðreynd. „Þetta er sorglegt þar sem 66°Norður er að gera góða hluti á mörgum sviðum, kaupir umhverfisvottuð gæðaefni og fleira. Ég er viss um að túristarnir kaupi ekki minna af hinum útivistarmerkjunum sem ég nefndi. Þetta er spurning um að fyrirtæki sýni ábyrgð og hafi einhverjar siðferðislegar viðmiðunarreglur.“

Valgerður tekur fram að hún hafi hingað til hikað við að tjá sig um loðfeldinn sem 66°Norður notar mikið. „Mér þykir vænt um fyrrum samstarfsfélaga mína og veit að þau eru mörg hver ósammála þessari stefnu rétt eins og ég. En þegar ég hitti Ottó þá brast stíflan, ég hugsaði bara: ef ég segi ekki frá honum, frá örlögum milljóna bræðra hans og systra um allan heim sem ekki sluppu úr klóm loðdýrabænda, hver gerir það þá?“

Að lokum bendir Valgerður áhugasömum á skýrslu frá samtökunum Animalia og Noah þar sem svokölluð „velferðarbú“ eru afhjúpuð.

„Finnland er afkastamest í loðfeldaframleiðslu í Evrópu og notar það í markaðssetningu að vera með einhverskonar dýravelferðarvottanir á borð við þær sem fyrirtækið Saga furs nota. 66°Norður versla einmitt við Saga furs. Það er þó löngu búið að afhjúpa þessi svokölluðu „velferðarbú“ Saga furs. Í skýrslunni má meðal annars sjá myndir sem sýna að alls ekki er verið að huga að velferð dýranna heldur er þetta vel markaðssett lygi til að sannfæra kaupendur um að dýrin í loðdýraiðnaðinum á Norðurlöndum hafi það betra en dýr í iðnaðinum annars staðar í heiminum.“

Umrædda skýrslu má sjá hér.

Ógnar Facebook lýðræðinu?

Facebook er landamæralaust fyrirtæki notað í öllum löndum heims – fyrir utan einhverjar takmarkanir í Kína og Íran að ógleymdu Norður Kóreu þar sem netið er bannað. Notendur eru yfir 2.4 billjónir á heimsvísu sem þýðir að Facebook er stærsti samfélagsmiðlinn og ef Facebook væri land væri það stærra en Kína. Því er auðvelt að sjá hversu mikilvægur auglýsingarmarkaður miðilsins er. Einn tæknivinur sagði eitt sinn við mig – þegar ég var að vandræðast með að setja upp heimasíðu í prófkjöri – að Facebook væri í raun nýja internetið. Sú setning hefur lengi setið í mér m.a. vegna þess að Facebook er einkafyrirtæki á markaði og hagar sér sem slíkt – en ekki samfélagsleg stofnun.

Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu sem vekja upp stórar siðferðislegar spurningar um reksturinn. Frægast er Cambridge Analytica málið, þar sem ráðgjafafyrirtæki sem vann fyrir Trump komst í hrágögn um 87 milljónir notenda Facebook, án þess að nokkur vissi í gegnum forrit þriðja aðila. Þá skrifaði ég pistil um daginn um símahleranir í auglýsingatilgangi. Fyrir nokkrum dögum kom svo í ljós að ef bandarískir þingmenn setja rangar fréttir á Facebook, sumsé dreifa lygi – t.d. að repúblikanar séu með græna sáttmálanum – er ekkert sem yfirmenn fyrirtækisins geta gert eða gera. Líklega ekkert var reyndar svar Mark Zuckerberger forstjóra Facebook þegar spurningin var borin upp af þingkonunni Alexandriu Ocasio Cortez.

Téður Zuckerberger hélt ræðu um daginn í Oxford háskóla og sagði m.a. að fólk verði sjálft að bera ábyrgð á því efni sem það birtir, en ekki eigi að færa ábyrgðina yfir á Facebook eða önnur tæknifyrirtæki að fara yfir staðreyndir á birtu efni.

Já, þessi ræða hringir kunnuglegum bjöllum. Ég meina kommon: „Látum markaðinn um þetta“. Treystum fólki sjálfu að sía hismið frá kjarnanum – hér sannleikann. En spurningin er hvort þriðji aðili beri enga ábyrgð gagnvart sannleikanum? Ef ég sel aðgang að einkasíðunni minni þar sem birt eru ósannindi get ég þá bara sagt: „það er ekki mitt að vera fara yfir staðreyndir, það er á ábyrð lesenda að ákveða hverju þeir trúa“. Ef ég býð öfgahóp nýnasista að vera með opinn fund heima hjá mér gegn greiðslu ber ég þá enga ábyrgð á þeim boðskap sem þar er breiddur út? Hljómar það ekki eitthvað rangt – eins og skítbuxnaviðhorf.

Þetta er þó ekkert einfalt eins og almennt þegar tjáningarfrelsið er undir. Það er snúið að finna mörkin. Það er eitt að vera með eigin færslur á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter og bulla þar rugl – væntanlega að virtum ærumeiðingarreglum hér í landi – en það er annað þegar þú ert hreinlega farinn að hafa hluti að atvinnu. Þá hlýtur að skipta máli hvort þú ert að dreifa lygum og þiggja greiðslu fyrir. T.d. ef dreifingaraðilinn veit hreinlega að um ósannindi er að ræða ber hann enga ábyrgð á að hafa slíkar upplýsingar í dreifingu? Samkvæmt Zuckerberger er svarið – líklega ekki. Þessi þróun er varhugaverð vegna þess að hún ýtir undir ábyrgðarleysisamfélagið. Allt má – en enginn ber ábyrgð. En ógnar það í sjálfu sér lýðræðinu? Svarið mitt er já. Ef kosningarétturinn er grundvallarforsenda í lýðræðissamfélagi hlýtur að vera skylda hins opinbera að verja hann a.m.k. kjósendur fyrir dreifingu á lygi og bulli að því marki sem við verður komið – en ekki að það sé ekki samfélagslega samþykkt að dreifa ósannindum og áróðri á frjálsu markaðstorgi. Það heitir á góðri ensku: „manipulation“. Stjórnmálamenn sem þykja vænt um lýðræðið geta ekki yppt öxlum og leyft Mark Zuckerberger að ákveða leikreglur samfélagsins.

Hér skiptir jafnframt máli að Facebook er ekki bara stærsta landið heldur sennilega eitt stærsta gagnasafn heims af persónuupplýsingum. Það er enda aðalsöluvara fyrirtækisins, gögn – sem eru það verðmætasta sem til er á 21. öldinni. Facebook nær í allskonar gögn um okkar hegðun með sínum eftirlitskapítalisma á fremur óljósan hátt –  raunsannur stóri bróðir sem fylgist með öllu. Nóg er að haka við einhverja 50 síðna skilmála sem engin les til að nota forrit sem svo ná í upplýsingar um okkar nethegðun. Síðan skipar Facebook okkur á bása í bergmálsklefa eins og þær reglulegu kýr sem við erum, sýnir okkur ákveðna hluta umræðunnar en ekki raunverulegt litróf hennar á sama hátt og það otar að okkur vörum. Vissulega er okkur frjálst að vera á facebook, en þegar facebook er orðið sjálft internetið og við orðin háð því um flesta hluti er það hægara sagt en gert að tékka sig út.

Að mörgu leyti er ég sátt við að sjá ekki umræðuna frá þjóðernissinnuðum rasistum en hins vegar er fjölbreytni merki heilbrigðrar og raunverulegrar lýðræðisumræðu. Forsenda lýðræðisins er að kjósendur hafi ákveðið umboð en séu ekki misnotaðir af áróðursvélum og fái að sjá raunveruleikann og allan hluta markaðstorgins en ekki að hluta hans sé sópað undir teppi af algórytmum áhugans. Tæknirisar mega ekki vera í einokunarstöðu við notkun á gögnum sem þeir selja hvert sem er  – og bera svo enga ábyrgð á því valdi. Það er ekki nóg að vona bara að Mark Zuckerberger sé nú ágætur náungi. Þó Facebook sé sannarlega hipp og kúl, er það orðið meira eins og nýaldar villta vestrið. Það ógnar lýðræðinu –  öllu heldur það leikreglnaleysi sem virðist þar ríkja sem grefur undan því að ákveðin undirstöðugildi samfélagsins séu virt og vernduð.

Edda Björg í Vorið vaknar

Edda Björg Eyjólfsdóttir

Leikkonan landsþekkta, Edda Björg Eyjólfsdóttir, verður á meðal leikara í verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í byrjun næsta árs.

 

Vorið vaknar fjallar um fyrstu kynlífsreynslu, skólakerfið, kvíða og frelsisþrá unglinga í afturhaldssömu og þröngsýnu samfélagi 19. aldarinnar sem leyfir engin frávik frá hinu viðtekna.

Uppfærsla söngleiksins á Broadway árið 2006, hlaut átta Tony verðlaun og þar á meðal sem besti nýi söngleikurinn. Uppsetningin vann þar að auki fjölda annarra verðlauna og tilnefninga og hefur farið sigurför um heiminn allar götur síðan. Vorið vaknar er nú sett upp í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi á Íslandi.

Aðrir leikarar eru Þorsteinn Bachmann, Ahd Tamini, Ari Orrason, Árni Beinteinn Árnason, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Eik Haraldsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Rúnar Kristinn Rúnarsson, Viktoría Sigurðardóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Marta Nordal leikstýrir.

Yfirlýsing UNICEF vegna albönsku fjölskyldunnar: Skylda stjórnvalda að meta það sem er barni fyrir bestu

Advania er til húsa í Borgartúni 28.

„Í ljósi nýlegra frétta af brottflutningi fjölskyldu úr landi bendir UNICEF á Íslandi stjórnvöldum á skyldu þeirra til að meta það sem barni er fyrir bestu þegar ákvarðanir eru teknar. Á þetta við um allar ákvarðanir, um öll börn, á öllum stjórnsýslustigum og við allar aðstæður,“

 

segir í yfirlýsingu sem UNICEF á Íslandi, íslensk landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í gærkvöldi.

Brottflutningur vegna ákvarðana sem byggja á Útlendingalögum felur í eðli sínu nauðung sem getur haft varanleg áhrif á líf og þroska barns, ef illa er að málum staðið. UNICEF á Íslandi hvetur embætti Ríkislögreglustjóra til þess að endurskoða verklag við brottflutning fjölskyldna og fræða starfsfólk um réttindi barnsins. Starfsfólk UNICEF býður fram aðstoð við slíka fræðslu og samtal um framkvæmd laga og reglna er varða börn sem flutt eru nauðug úr landi.

Sjá einnig: „Verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura

Áhyggjur af aðgengi umsækjenda um alþjóðlega vernd að heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Þá lýsir UNICEF yfir stuðningi við fyrirætlanir dómsmálaráðherra og Landlæknis að kanna nánar fyrrnefndan brottflutning. UNICEF hefur áhyggjur af aðgengi umsækjenda um alþjóðlega vernd að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Fyrr á árinu ræddi UNICEF við fjölda barna og foreldra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og kom skýrt fram að aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert og hefur það í einhverjum tilfellum leitt alvarlegs heilsubrests.

Að lokum bendir UNICEF á Íslandi enn og aftur á að lög, reglur og samningar, sem tryggja réttindi barna sem sækja um vernd, eru í gildi á Íslandi. Framkvæmd laganna þarf hins vegar að bæta á öllum sviðum, með skýrum skilaboðum ríkisstjórnarinnar um að réttindi barna séu virt á Íslandi.

„Ég vil bara gleðja fólk“ 

|
Mynd / Unnur Magna|Mynd / Unnur Magna

Grínsketsar sem leikarinn Vilhelm Neto gerir hafa náð töluverðum vinsældum á Instagram undanfarið. Um stutt myndbönd er að ræða þar sem Vilhelm gerir grín af m.a. málefnum líðandi stundar og hinum ýmsum týpum. Markmiðið með sketsunum er að gleðja fólk.

 

Leikarinn Vilhelm Neto lærði leiklist í Kaupmannahöfn og útskrifaðist í sumar. Spurður úr í hvað hann hefur verið að gera síðan hann útskrifaðist segir hann: „Ég er búinn að vera á fullu síðan ég kom aftur til Íslands. Ég er búinn að vera að semja uppistand með Stefáni Inga og Hákoni Erni og gera hlaðvarp fyrir RÚV Núll sem heitir Já OK! með Fjölni Gíslasyni. Svo eru fleiri járn í eldinum, spennandi verkefni sem eru samt leyndó.“

Til viðbótar við þetta birtir Vilhelm reglulega sketsa á Instagram sem njóta mikilla vinsælda. „Ég byrjaði að gera sketsa fyrir nokkrum árum, þá byrjaði ég á snjallsímaforritinu Vine, þegar það var ennþá til.“

Þegar Vine hætti árið 2017 fór Vilhelm að notast við Twitter. „Ég sá að fólki fannst það sem ég var að gera skemmtilegt og var að fíla sketsana. Þannig að ég ákvað að kýla á það að setja þá alla á Instagram.“

Mynd / Unnur Magna

Vilhelm byrjaði að birta myndböndin sín á Instagram sumarið 2019. Í dag fylgja tæplega 13.000 manns honum þar. „Ég er mjög þakklátur fyrir alla þessa athygli. Ég vil bara gleðja fólk,“ segir hann.

Úthverfamamman og finnski pabbinn vinsæl

Þegar Vilhelm er spurður út í hvaða skets frá honum hefur verið vinsælastur hugsar hann sig um og svarar svo. „Rappeftirhermurnar fengu mikla athygli. Og baggkóngurinn, fólk er enn þá að vísa í það við mig niðri í bæ,“ segir hann og hlær. „Sketsinn um gengi íslensku krónunnar var líka vinsæll, ég er smá stoltur af honum,“ bætir hann við.

View this post on Instagram

Íslenska gengið

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

Sketsarnir sem Vilhelm gerði með Ingunni vinkonu sinni eru líka í uppáhaldi hjá honum að hans sögn.

„Svo eru það nokkrir karakterar sem hafa vakið athygli og fengið mikið áhorf, t.d. úthverfamamman og finnski pabbinn.“

View this post on Instagram

Úthverfamamman

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

View this post on Instagram

Finnskur pabbi í sólarlandaferð.

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto) on

Annars segist Vilhelm ekki vilja velta sér mikið upp úr áhorfstölum. „Ég reyni að telja áhorfin ekki, þá verð ég smá geðveikur,“ segir hann og hlær. „Ef ég fer að hugsa of mikið um viðbrögðin og skoða stöðuna reglulega þá verð ég bara stressaður yfir þessu.“

Talandi um stress, Vilhelm viðurkennir að hann finni fyrir stressi þegar hann er ekki búinn að birta nýjan skets á Instagram í langan tíma. „Ef fólk fer að ýta á mig og spyrja hvenær ég ætli að birta nýjan skets þá fyrst verð ég stressaður,“ segir hann og hlær.

Vill ekki særa

Aðspurður hvort hann ritskoði sig mikið áður en hann birtir nýtt myndband á Instagram segir hann: „Nei, nema það að ég passa mig á að gera ekki grín sem niðurlægir. Áður en ég birti skets þá spyr ég mig hvort einhverjum gæti liðið illa vegna myndbandsins. Ég vil ekki særa fólk…vera einhver leiðinleg týpa sem er alltaf að móðga.“

„Áður en ég birti þá spyr ég mig hvort einhverjum gæti liðið illa vegna myndbandsins.“

Vilhelm segist ekki hafa lent í því að móðga fólk með sketsum sínum. „Nei, ég hef verið frekar heppinn með það. Ég hef reyndar sjálfur fengið efasemdir og eytt skets sem mér fannst ekki í lagi.“

Uppistandssýningar fram undan

Að lokum bendir Vilhelm áhugasömum á uppistandssýningarnar Endurmenntun sem eru fram undan. „Við Stefán og Hákon verðum með uppistand á Akureyri 21. nóvember á Græna Hattinum. Á Rifi á Snæfellsnesi 22. nóvember og á Kex Hostel 23. nóvember.

„Það gerir það enginn að gamni sínu að fara í verkfall“

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

„Við erum auðvitað að feta nýja braut,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um verkföll blaðamanna.

 

Klukkan 17.00 í dag verður upplýsingafundur haldinn í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands (BÍ) vegna verkfalls blaðamanna á föstudaginn á milli 10:00 og 14:00. Verkfallið tekur til blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna sem starfa á mbl.isfrettabladid.isvisir.is og ruv.is.

Hjálmar Jónsson formaður BÍ mun á fundinum svara þeim spurningum sem kunna að vakna um málið.

„Við erum auðvitað að feta nýja braut, við höfum ekki farið í verkfall í 41 ár. Aldrei síðan netmiðlar komu til sögunnar. Þannig að það gætu einhverjar spurningar vaknað,“ segir Hjálmar í samtali við Mannlíf.

Hann tekur þó fram að málið sé einfalt. „Það fer ekkert efni inn á netið á þessum miðlum á milli klukkan 10:00 og 14:00 á föstudaginn. Og tökumenn og ljósmyndarar fara ekki í tökur á þessi tímabili. Og þetta á líka við um verktaka.“

Spurður út í hvernig hann sjái fyrir sér að miðlarnir sem um ræðir framkvæmi verkfallið segir Hjálmar: „Mér þykir líklegt að blaðamenn birti tilkynningu þar sem fólk er minnt á að ekki verði fluttar fréttir á milli klukkan 10.00 og 14:00 þennan dag.“

Hjálmar segir ágætt hljóð í þeim blaða- og fréttamönnum, ljósmyndurum og tökumönnum sem eru á leið í verkfall. „Það er hugur í mönnum. En það gerir það enginn að gamni sínu að fara í verkfall.“

Sjá einnig: Blaðamenn samþykktu að fara í verk­fall

„Verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura“

Advania er til húsa í Borgartúni 28.

Albanska konan sem var flutt úr landi í vikunni ásamt manni sínum og tveggja ára barni er nú undir eftirliti lækna á spítala í Albaníu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðunni Réttur Barna á Flótta. Konan er komin  35.-36. vikur á leið.

 

Í færslunni segir m.a.: „Vegna langs og þreytandi ferðalags er hún núna í skoðun með mikla samdrætti og á í hættu á að fara af stað. Við erum með mynd af vottorði frá læknum sem sáu um hana og hún verður nú flutt á annan spítala þar sem verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura. Þar sem hennar fyrri fæðing var með keisara fannst læknunum mikilvægt að færa hana yfir á aðra stofnun.“

Þess má geta að er fram kemur á Facebook-síðu No Borders fékk konan vottorð á kvennadeild Landspítalans um hversu langt hún væri gengin með barnið og tilmæli um að fljúga ekki. Lögreglan hafi hins vegar ákveðið að styðjast við mat trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar, sem hafi sagt konuna mega fljúga. Konan kannast ekki við að hafa hitt viðkomandi lækni.

Málefni konunnar hafa vakið hörð viðbrögð í vikunni í ljósi þess að Útlend­inga­stofn­un sendi konuna í flug þrátt fyr­ir lækn­is­vott­orð um að það væri óráðlegt.

Nýjustu færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Sjá einnig: Fjölskyldan komin til Albaníu