Þriðjudagur 25. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Svona lítur samstarf Acne Studios og Mulberry út

Sænska merkið Acne Studios og breska merkið Mulberry sameina krafta sína í nýrri línu sem leit dagsins ljós í dag.

 

Samstarfslínu Acne og Mulberry er líst sem „vináttusamstarfi“. Í henni er að finna nokkrar af klassískustu töskum merkjanna með uppfærðu sniði. Sem dæmi má nefna Musubi-töskuna frá Acne og Bayswater frá Mulberry.

„Línan snýst um vináttu og frelsi okkar til að gera það sem við viljum,“ er haft eftir Jonny Johansson, listrænum stjórnanda Acne, í frétt Independent. „Línan er eins og samtal á milli Acne og Mulberry.“

Línan kemur í takmörkuðu upplagi. Hana má skoða í heild sinni hér.

Bayswater-taskan frá Mulberry var innblásturinn hérna.

Umferðarslys í Suðursveit – Þjóðvegur 1 lokaður

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss á þjóðvegi 1 í Suðursveit. Þar rákust saman vörubifreið og fólksbifreið sem komu úr gagnstæðum áttum.

 

Tvennt var í fólksbifreiðinni, erlendir ferðamenn, og eru bæði slösuð en þó með meðvitund. Meiðsl ökumanns vörubifreiðarinnar eru minni, ef einhver. Þyrla LHG er á leið austur að Hala og er stefnt á að taka sjúklingana þar um borð og flytja til Reykjavíkur. Þjóðvegurinn um slysstað er lokaður sem stendur.

Nánari upplýsingar verða gefnar um leið og þær berast, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Árbæjarskóli og Háteigsskóli keppa til úrslita í Skrekk

|
Atriði Háteigsskóla|Atriði Árbæjarskóla.

Árbæjarskóli og Háteigsskóli komust áfram í úrslit í Skrekk, en fyrsta undanúrslitakvöld hæfileikakeppninnar fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

 

Átta skólar tóku þátt í gær: Árbæjarskóli, Háteigsskóli, Hólabrekkuskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Norðlingaskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli.

Alls taka 24 grunnskólar taka þátt í keppninni í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita 11. nóvember. Annað og þriðja undanúrslitakvöld keppninnar fara fram í kvöld og á morgun.

Atriði Árbæjarskóla.

„Yfir 600 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Dómnefnd í undanúrslitum skipa Greta Salóme, Donna Cruz, Ernesto Camilo, Viktor Örn Hjálmarsson og Sigfríður Björnsdóttir, formaður dómnefndar.

Svikapóstur sem tilkynnir um endurgreiðslu

Í nýrri tilkynningu á vef Ríkisskattstjóra (RSK) er fólk varað við svikatölvupósti sem merktur er embættinu.

 

Í tilkynningunni kemur fram að í tölvupóstinum, sem er látinn líta út fyrir að vera frá RSK, er fólki greint frá því að það eigi von á endurgreiðslu frá skattinum. „Enn á ný hafa einhverjum landsmönnum borist falskir tölvupóstar sem sagðir eru koma frá ríkisskattstjóra, þar sem tilkynnt er um meinta endurgreiðslu skatta,“ segir á vef RSK.

Í tilkynningunni er því komið á framfæri að umrædd bréf eru ekki á vegum embættisins og er fólk hvatt til að opna ekki viðhengi eða hlekki sem gætu fylgt póstinum. „Því er beint til fólks að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstinum sem kunna að innihalda óværu.“

Friðrik Jens var aðeins 20 ára þegar hann lést: „Einstakur persónuleiki bæði ljúfur og góður“

Mynd/Pixabay

Friðrik Jens Guðmundsson lést á heimili sínu 2. apríl, hann var aðeins tvítugur að aldri.

 

Á afmælisdegi hans, 3. nóvember, birti fjölskylda hans myndband til minningar um Friðrik Jens og gaf jafnframt Eitt líf samtökunum 400 þúsund krónur að gjöf.

„Friðrik var einstakur persónuleiki bæði ljúfur og góður, fallegur, stoltur, með mikla réttlætiskennd og mátti ekkert aumt sjá og vildi hjálpa öllum, við erum óendanlega stolt af drengnum okkar,“ skrifar móðir hans, Helga Óskarsdóttir og fjölskylda með myndbandinu.

„Við söknum þess að geta knúsað drenginn okkar og sagt einu sinni enn hvað við elskum hann mikið, við vonum á hverjum degi að við vöknum af þessari martröð en sem gerist víst ekki. Fæðingardegi Friðriks munum við fagna alltaf þvi hann var óska sonur sem kom þennan dag fyrir 21 árum. Við eigum yndislegar 20 ára minningar um góðan dreng sem við erum óendanlega þakklát fyrir en við gerðum mjög margt saman á þessum 20 árum.“

https://www.facebook.com/1268036460/videos/10220140620126909/

„Í anda hans að gleðja aðra“

Fjölskyldan hefur undanfarið framkallað fjölda mynda af Friðriki Jens, en flestar myndir af honum voru á rafrænu formi. „Við höfum undanfarna daga framkallað og sett í albúm 800 myndir af honum sem ylja okkur en minningarnar eru í hjarta okkar sem aldrei gleymast.“

Í tilefni af afmælinu hans var herberginu hans breytt í leikherbergi fyrir barnabörnin foreldra hans, „sem honum þótti gífurlega vænt um en það er í hans anda að gleðja aðra,“ auk þess sem móðir hans lagði 400 þúsund krónur inn á reikning Eitt líf í nafni Friðriks Jens til þess að heiðra minningu hans.

„Þetta er framlag fjölskyldu hans ásamt vinkvennahópi mínum og er það til forvarnarstarfa með von um að það megi fækka þeim foreldrum sem eru í sömu sporum og við. Með þessu myndbandi viljum við heiðra minningu yndislega drengsins okkar, bróður, frænda og mág sem við söknum óendanlega.“

WAB verður Play

|
|Vefsíðan FLYPLAY.com er heimasíða flugfélagsins Play

Nýja íslenska flugfélagið heitir Play.

 

Forsvarsmenn félagsins sem hingað til hefur gengið undir nafninu WAB kynntu áform sín á blaðamannafundi í Perlunni.

Stofnendur félagsins Arnar Már, forstjóri, Þóroddur Ari meðeigandi, Bogi Guðmundsson og  Sveinn Ingi kynntu áformin.

Í upphafi fundar kom fram að rauður er þemalitur nýja flugfélagsins. Ástæðan er „ástríða“ og vísun í eldgos. Nýja flugfélagið heitir þá Play.

„Þemað skiptir gríðarlega miklu máli,“ sagði Arnar Már.

Arnar fór yfir fókus nýja flugfélagsins. Þar nefndi hann: stundvísi, einfaldleika, hagstætt verð og gleði. „Við ætlum að vera á áætlun,“ sagði hann meðal annars. „Við förum til útlanda til þess að leika okkur,“ bætti hann við.

„Við ætlum að vera á áætlun.“

Play mun fljúga nýlegum Airbus A320 vélum, um leiguvélar er að ræða. Play er á lokametrunum í undirbúning. Verið er að ganga frá flugrekstrarleyfi og ýmsum samningum að sögn Arnars.

Gefa ekki upp nákvæma áfángastaði að svo stöddu.

Vefsíðan FLYPLAY.com er heimasíða flugfélagsins Play. Áætla að hefja sölu flugmiða í nóvember.

Vefsíðan FLYPLAY.com er heimasíða flugfélagsins Play.

„Við þurfum gríðarlega mikið af starfsfólki,“ sagði Arnar í svari við spurningu blaðamanns og benti á að hægt er að sækja um starf hjá Play á vefnum.

María Margrét Jóhannsdóttir, stýrði fundinum en hún var áður verkefnastjóri á samskiptasviði flugfélagsins WOW air.

Bókatíðindi – biðin styttist

|
|

Það styttist í Bókatíðindi 2019, en yfirlitsrit Félags íslenskra bókaútgefenda yfir bækur gefnar út á árinu eru ómissandi uppflettirit fyrir bókaunnendur og fleiri.

 

Halldór Baldursson og Ámundi Sigurðsson hanna kápuna.

Rafræna útgáfan er klár og fáanleg á pdf formi hér. Dreifing á prentaðri útgáfu er fyrirhuguð 18. – 19. nóvember, upplag er 125 þúsund eintök.

Gleðileg bókatíðindi.

Kasólétt kona neydd í flug

Konan á kvennadeild Landspítalans.

Samtökin No Borders segja yfirvöld hafa gert tilraun til að flytja 26 ára albanska konu á 35.-36. viku meðgöngu úr landi í nótt. Var þetta gert þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum hefði mælt gegn því að hún flygi.

Konan var hér á landi ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára barni.

Samkvæmt upplýsingum frá No Borders hefur ekkert heyrst frá fjölskyldunni síðan kl. 5 í nótt.

Telja þau líklegt að fjölskyldan sé farin úr landi.

Mannlíf hefur reynt að fá viðbrögð hjá ríkisstjórninni og Útlendingastofnun. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, benti á dómsmálaráðuneytið en upplýsingafulltrúi þess, Hafliði Helgason, sagðist engar upplýsingar hafa.

Sagði hann málið á forræði Útlendingastofnunar en benti á aðstoðarmann ráðherra fyrir pólitískt svar. Hafliði staðfesti að ráðuneytinu hefði ekki borist formlegt erindi vegna málsins.

Hvorki Eydís Arna Líndal, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, né Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar hafa svarað í síma.

Samkvæmt No Borders mætti lögregla um kl. 18 í gærkvöldi í lokað úrræði Útlendingastofnunar og hugðist fylgja fjölskyldunni úr landi. Varð konunni mikið við og fékk leyfi til að leita á Landspítalann en var tilkynnt að hún yrði sótt seinna um nóttina.

Nýjasta vottorðið á að gilda

Að því er fram kemur á Facebook-síðu No Borders fékk konan vottorð á kvennadeild spítalans um hversu langt hún væri gengin með barnið og tilmæli um að fljúga ekki. Lögreglan hafi hins vegar ákveðið að styðjast við mat trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar, sem hafi sagt konuna mega fljúga. Konan kannast ekki við að hafa hitt viðkomandi lækni.

mbl.is hefur eftir Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingarljónust Landspítalans, að vafasamt sé að skrifa upp á vottorð þess efnis að konu sé óhætt að fljúga eftir 36 vikna meðgöngu.

„Oft erum við beðin um að skrifa vott­orð um það að kon­um sé óhætt að fara í flug og svona al­mennt séð þá er maður til­bú­inn að skrifa upp á það fram að 36 vik­um. Það er svo­lítið vafa­samt að skrifa upp á vott­orð eft­ir þann tíma ef maður er með töl­fræðina í huga,“ segir Hulda.

Þá segir hún að nýjasta útgefna vottorð ætti að gilda.

Skúli óskar aðstandendum PLAY til lukku

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW air, óskar aðstandendum nýja flugfélagsins PLAY til hamingju.

 

Skúli sendir forsvarsmönnum PLAY kveðju í færslu á Facebook.

„Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga! Ég dáist að þrautseigju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika,“ skrifar hann meðal annars.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan:

PLAY gefur 1.000 flugmiða

|

Nýja flugfélagið PLAY ætlar að gefa 1.000 flugmiða.

 

Forsvarsmenn nýja flugfélagsins PLAY kynntu áform sín á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Þar kom meðal annars fram að flugfélagið PLAY ætli að byrja á að gefa 1.000 flugmiða á vefsíðu sinni.

„Hvorki meira né minna,“ sagði forstjóri PLAY, Arnar Már Magnússon, á fundinum þegar hann greindi frá þessu.

Hægt er að skrá sig til leiks á vef PLAY og komast þannig í pottinn.  „Drífðu þig fremst í röðina! til að fá upplýsingar um hvenær sala hefst. Á síðunni okkar verða 1.000 frímiðar í boði, þú finnur þá í bókunarferlinu,“ segir á vefnum um gjafaleikinn.

Miðasala á vef PLAY hefst síðar í þessum mánuði.

Sjá einnig: WAB verður Play

Karlar 10 þúsund fleiri en konur

Íslendingar eru orðnir 362.860 samkvæmt tölum Hafstofunnar í lok september og var fjölgunin 2.470 á þriðja ársfjórðungi 2019.

 

Karlar eru  186.220 og konur 176.640. Karlar eru því 9580 fleiri en konur.

Kemur þetta fram í Fréttablaðinu í dag.

232.070 manns búa á höfuðborgarsvæðinu, en 130.790 utan þess. Alls fæddust 1.250 börn á ársfjórðungnum en 540 Íslendingar létust. Á sama tíma f luttust 1.560 til landsins umfram brottflutta.

 

 

 

Leitað að manni vegna líkamsárásar

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um líkamsárás um hálffjögur í nótt. Ókunnugur maður réðst á konu fyrir utan verslun i hverfi 101 og veitti henni áverka. Konan gat gefið góða lýsingu á árásarmanninum en hann hefur ekki enn fundist.

 

Klukkan 18 var tilkynnt að glerlistaverki og mögulega fleiri verkum hafi verið stolið úr galleríi í hverfi 101. Laust fyrir fimm í morgun var tilkynnt um grunsamlegar mannferðir í hverfi 108. Þrítugur karlmaður var handtekinn á vettvangi grunaður um þjófnað úr nokkrum bifreiðum og var maðurinn vistaður í fangageymslu.

 

 

Langi Seli og Skuggarnir í Petersen-svítunni

Langi Seli og Skuggarnir halda tónleika á miðvikudaginn í Petersen-svítunni.

 

Miðvikudaginn 6. nóvember munu eðaltöffararnir í hljómsveitinni Langi Seli og Skuggarnir halda uppi stemningunni á Petersen-svítunni.

Langi Seli og Skuggarnir er rúmlega 30 ára gömul hljómsveit sem spilar sína frumsömdu tónlist með tilbrigðum við rokkabillíið og rokksöguna.

Stuðið á Petersen hefst klukkan 21. Enginn aðgangseyrir.

Aðgát skal höfð í nærveru unglings

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Sonur minn fermdist í vor. Ekki hefði mig grunað að það yrði svona erfitt að finna föt á hann í réttri stærð. Það í sjálfu sér væri í lagi en ekki það dónalega viðmót starfsfólks tískuverslana sem mætti okkur. Ég var stundum gráti næst í búðunum og syni mínum leið örugglega enn verr.

 

Sonur minn, þrettán ára, er ekki sérlega hár í loftinu. Frá fæðingu hefur hann verið rétt undir meðallagi og er enn minnstur í vinahópnum sínum. Það á eftir að togna úr honum á næstu tveimur árum, veit ég, og hann er sannarlega ekki óeðlilega lágvaxinn. Bróðir minn var langminnstur fermingarbræðra sinna á sínum tíma og tók vaxtarkippinn sinn þegar hann var að verða sextán ára og er núna tæplega 1,80 á hæð. Hann var svipað hár á fermingardaginn sinn og sonur minn er núna en ég held að mamma hafi ekki lent í neinum vandræðum þegar hún keypti á hann fermingarfötin. Ég vildi að ég gæti sagt hið sama. Leitin að fermingarfötum á son minn hefur verið sannkölluð þrautaganga og ég hef varla tölu á þeim búðum þar sem við höfum mætt dónalegu viðmóti. Að finna föt í stærð sonar mín hefur verið hreint út sagt algjör martröð og ekki síst viðbrögð starfsfólks við hæð hans.

Niðurlægjandi fataleiðangur

Nokkrum mánuðum fyrir ferminguna fórum við mæðginin í fataleiðangur. Ég vildi vera á góðum tíma því ég er ekki týpan sem gerir allt á síðustu stundu. Það er líka mikilvægt að krakkar séu ánægðir með fermingarfötin sín og því mikilvægt að leita þar til þau réttu finnast. Fermingarmyndirnar okkar lifa lengi með okkur og því um að gera að vera ánægður með sig á allan hátt.

Við þræddum allar unglingabúðirnar í Kringlunni og Smáralind. Þar eru jú búðirnar þar sem vinir hans á sama aldri kaupa sér fötin. Okkur til mikillar furðu fundum við ekkert sem passaði á hann. Mikill meirihluti starfsmanna þessara verslana sýndu okkur einstaklega leiðinlega framkomu. Eins og sonur minn vissi ekki sjálfur að hann væri lágvaxinn var eins og starfsmönnum búðanna fyndist nauðsyn að benda honum á það um leið og þeir sögðu að ekkert væri til sem passaði á hann. Mér er sérstaklega minnisstæður einn starfsmaðurinn sem gekk með okkur um alla búð og sagði við mig með reglulegu millibili: „Neeei, við eigum ekkert svona lítið eins og á hann,“ eða: „Jaaaa, nei, ekkert svona lítið,“ eða: „Þetta er það minnsta sem við eigum og ég held að ekki einu sinni það passi á hann.“ Starfsfólkið talaði sjaldnast við son minn, heldur um hann við mig sem gerði niðurlæginguna meiri.

Strákurinn minn var í algjöru uppnámi eftir þennan vægast sagt ömurlega verslunarleiðangur og sagðist hata hvernig hann liti út, hata að vera svona lágvaxinn. Þessi leið mín til að vera snemma á ferð með kaupin á fermingarfatnaði hans misheppnaðist algjörlega og gerði ekkert nema svekkja okkur mæðginin.

„Enginn svona grannur komið hingað …“

Þegar auglýst var að fermingarfötin væru komin í búðir fagnaði ég því og hugsaði með mér að það þýddi að eitthvað úrval af stærðum hlyti að vera til.

Enn á ný fórum við mæðginin í bæinn til að finna fermingarföt á hann. Vegna fyrri reynslu okkar nokkrum mánuðum áður, var sonur minn ekki sérlega áfjáður í að koma með. Við pabbi hans báðum hann um að vera jákvæðan og með opinn huga og það var drengurinn í upphafi ferðarinnar.

Ég vildi vera betur viðbúin en síðast svo ég hringdi í ákveðna verslun í bænum til að athuga með stærðir og hvort til væru föt í númeri drengsins. Starfsmaðurinn sem svaraði í símann sagði mér að verslunin væri með lagersölu á öðrum stað, þar sem góðan afslátt væri að fá og það væru pottþétt til föt þar í þeirri stærð sem ég spurði um. Við fórum með drenginn beint í þessa lagersölu og vorum heldur betur bjartsýn. Að fá föt í réttri stærð og þar að auki á góðu verði, hljómaði vel.

Þegar við komum inn í búðina kom starfsmaður til okkar og bauð fram aðstoð sína. Við sögðumst vera að leita að fermingarfötum. Starfsmaðurinn leit á drenginn, mældi hann út með augunum og sagði svo: „Við eigum ekkert svona lítið, eins og á hann.“

Ég varð hissa, spurði hvort hann væri viss því ég hefði hringt á undan mér, talað við starfsmann og spurst fyrir um þetta áður en ég kom. Mér hefði verið sagt að til væru föt í þessu númeri.

Þá bar að annan starfsmann og þeir töluðu eitthvað saman. Seinni afgreiðslumaðurinn mældi drenginn út með augunum eins og sá fyrri og sagði: „Hann er mjög grannur, það hefur bara enginn svona grannur komið hingað inn …“ Áður en hann gat haldið áfram stoppaði ég hann af og sagði: „Fyrirgefið, en ég bara verð að segja að mér finnst þið báðir mjög dónalegir! Þetta sem þið eruð að segja er mjög særandi, svona segir maður ekki við neinn sama hvort hann sé lítill, stór, feitur eða hvað. Hvernig væri að segja: Ég skal sjá hvað við eigum til, og gefa honum séns á að komast sjálfur að því hvort eitthvað passi á hann eða ekki. Munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Því næst létum við okkur hverfa út, ekki sátt við framkomuna við okkur. Við gáfumst samt ekki upp og leitin hélt áfram.

Úrbætur óskast

Ef þú ynnir í fataverslun myndir þú segja við manneskju í yfirþyngd sem væri að koma að máta föt og kaupa hjá þér: „Við eigum ekkert nógu stórt á þig,“ eða: „Það hefur enginn svona feitur komið inn í þessa búð?“ Ef þessi manneskja væri barnið þitt, hvernig myndir þú bregðast við?

Sem foreldri vill maður sjá að börnunum manns líði vel, hafi sjálfstraust og séu sátt í eigin líkama. Unglingur sem er að vera fullorðinn er á viðkvæmum aldri. Hann er að kynnast hver hann er, bæði í eigin augum og annarra. Umhverfið mótar unglinginn líka, því er ekki hægt að neita.

Þegar fermingarnar nálgast bíða spenntir krakkar með tilhlökkun eftir þessum stóra degi í lífi þeirra. Þó að þetta sé kannski ekki mikið tiltökumál í augum flestra foreldra er þetta stór dagur fyrir krakkana. Þau eru ekki lengur börn, heldur teljast í fullorðinna manna tölu og því ber að fagna.

Mig langaði að vekja athygli á þessu því að það er mjög mikilvægt hvernig við komum fram við aðra. Búðarferðirnar okkar í aðdraganda ferminganna hafa hreint út sagt valdið okkur báðum miklum kvíða og ég hef gengið með tárvotan son minn út úr verslun vegna framkomu starfsfólks við hann.

Mig langar til að miðla þessari sögu sérstaklega með verslunareigendum og biðja þá um að skoða þessi mál vel og vonandi bæta úr. Það á enginn að þurfa að fara með tárin í augunum út úr nokkurri verslun vegna dónalegrar framkomu afgreiðslufólks.

Þýðingum íslenskra bóka fjölgar verulega

|||||||
Íslenskar bækur í enskri þýðingu|Búrið á ensku|Elín ýmislegt á ensku|Heiða

Bækur eftir íslenska höfunda ferðast víða um heiminn og eru þýddar á æ fleiri tungumál, en þau eru nú orðin um fimmtíu talsins. Þýðingum hefur fjölgað verulega og hafa þrefaldast á síðustu tíu árum.

 

Hátt í fjörutíu bækur eru nýkomnar út eða væntanlegar á enskri tungu, í Bretlandi og Bandaríkjunum og þar gefur að líta skáldsögur, ljóð, glæpasögur, barnabækur og bækur almenns efnis eftir bæði þekkta höfunda, sem og höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Flestar þessara bóka hafa hlotið þýðingastyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, segir í tilkynningu Miðstöðvarinnar.

Sumarljós og svo kemur nóttin á ensku

Skáldsögur

  • Ungfrú Ísland (e. Miss Iceland) & Ör (e. Hotel Silence) eftir Auði Övu Ólafsdóttur í þýðingu Brian FitzGibbon, útgefendur eru Pushkin Press í Bretlandi og Grove Atlantic í Bandaríkjunum.
  • CoDex 1962 eftir Sjón í þýðingu Victoriu Cribb, útgefendur Sceptre í Bretlandi og FSG í Bandaríkjunum.
  • Sumarljós og svo kemur nóttin (e. Summer Light, and Then Comes the Night) & Eitthvað á stærð við alheiminn (e. About the Size of the Universe) eftir Jón Kalman Stefánsson í þýðingu Philip Roughton. Útgefandi Quercus Books/MacLehose Press.
  • Stormfuglar (e. Stormbirds) eftir Einar Kárason í þýðingu Philip Roughton, útgefandi MacLehose Press.
  • Elín, ýmislegt (e. A Fist or a Heart) eftir Kristínu Eiríksdóttur í þýðingu Larissu Kyzer, útgefandi er Amazon Crossing.
  • Konan við 1000° (e. Woman at 1000 Degrees) eftir Hallgrím Helgason í þýðingu Brian FitzGibbon, útgefandi er Algonquin Books.
  • Kvika (e. Magma) eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Þýðandi er Megan A. Matich, útgefandi er Picados í Bretlandi og Grove Atlantic/Black Cat í Bandaríkjunum.
  • Smartís (e. Smarties) eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í útgáfu The Emma Press.
  • Stóri skjálfti (e. Aftershock) eftir Auði Jónsdóttur í þýðingu Megan A. Matich, útgefandi er Dottir Press.
  • Valeyrarvalsinn (e. And the Wind Sees All) eftir Guðmund Andra Thorsson í þýðingu Bjargar Árnadóttur og Andrew Cauthery. Útgefandi er Peirene Press.
  • Kompa (e. That Little Dark Room) eftir Sigrúnu Pálsdóttur í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Open Letter.
  • Sögumaður (e. Narrator) eftir Braga Ólafsson í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Open Letter.
  • Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Deep Vellum.
  • Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur, þýðandi Kara Billey Thordarson og útgefandi Partus Press.
  • Millilending eftir Jónas Reyni Gunnarsson í þýðingu Völu Thorodds, útgefandi er Partus Press.
Búrið á ensku

Glæpasögur

  • Skuggasund (e. The Shadow District) & Þýska húsið (e. The Shadow Killer) eftir Arnald Indriðason. Þýðandi er Victoria Cribb og útgefendur WF Howes í Bretlandi og Thomas Dunne í Bandaríkjunum.
  • Gatið (e. The Hole) & Brúðan (e. The Doll) eftir Yrsu Sigurðardóttur í þýðingu Victoriu Cribb og útgáfu Hodder & Stoughton.
  • Búrið (e. Cage) & Svik (e. Betrayal) eftir Lilju Sigurðardóttur í þýðingu Quentin Bates, útgefandi er Orenda Books.
  • Dimma (e. Darkness) & Drungi (e. The Island) eftir Ragnar Jónasson í þýðingu Quentin Bates, útgefandi er St. Martin’s Press.
  • Marrið í stiganum (e. The Creak on the Stairs) eftir Evu Björg Ægisdóttur í þýðingu Quentin Bates, útgefandi er Orenda Books.
  • Svartigaldur (e. Black Magic) eftir Stefán Mána í útgáfu Amazon Crossing.
Sögumaður á ensku

Ljóð

  • Drápa (e. Drápa) & Sálumessa (e. Requiem) eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í þýðingu Rory McTurk. Útgefandi er ARC Publication.
  • Safn ljóða; Waitress in Fall eftir Kristínu Ómarsdóttur í þýðingu Völu Thorodds og útgefið af Carcanet.
Tímakistan á ensku

Barna – og ungmennabækur

  • Tímakistan (e. The Casket of Time) eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Bjargar Árnadóttur og Andrew Cauthery, útgefandi Restless Books.
Heiða, fjalldalabóndinn á ensku

Bækur almenns efnis

  • Um tímann og vatnið (e. On Time and Water) eftir Andra Snæ Magnason, þýðandi er Lytton Smith og útgefandi Open Letter.
  • Heiða, fjalldalabóndinn (e. Heida: A Shepherd at the Edge of the World) eftir Steinunni Sigurðardóttur í þýðingu Philip Roughton. Útgefandi er John Murray.
  • Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur eftir Guðnýju Hallgrímsdóttur. Þýðandi er Anna Yates og útgefandi Routledge, Taylor & Francis Group.
  • Mörk – saga mömmu (e. And the Swans Began to Sing) eftir Þóru Karítas Árnadóttur, þýðendur eru Áslaug Torfadóttir og Helen Priscilla Matthews og útgefandi er Wild Pressed Books.
Ör á ensku
Elín ýmislegt á ensku

 

Skrautlegar á evrópsku MTV-hátíðinni

|
Leikkonan Natasha Lyonne lét sig ekki vanta á Emmy-verðlaunahátíðina í nótt. Hún hlaut tvær tilnefningar. 

Evrópsku MTV-tónlistarverðlaunin voru veitt í Sevilla á Spáni um helgina. Eins og við var að búast voru stjörnurnar ansi skrautlegar í klæðnaði á rauða dreglinum.

 

 

Breska söngkonan Dua Lipa klæddist bláu á hátíðinni. Mynd / EPA
Spænska söngkonan Rosalia mætti í doppóttu dressi frá Balmain. Mynd / EPA
Nicole Scherzinger klæddist rauðum pallíettukjól í byrjun kvölds. Mynd / EPA
Nicole Scherzinger í dressi númer tvö. Mynd /EPA
Söng- og leikkonan J Mena mætti í áhugaverðum topp.
Rapparinn Loredana . Mynd /EPA
Fyrirsætan Joan Smalls. Mynd / EPA
Söngkonan Becky G klæddist kjól úr nýjustu línu H&M. Mynd / EPA

Tók fimm daga að reisa húsið

Hjónin Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Samúel Örn Erlingsson eru mörgum kunn. Þau ventu sínu kvæði í kross og ákváðu að flytjast út fyrir ys og þys höfuðborgarsvæðisins. Þau reistu sér fallegt hús um tveimur kílómetrum austan við Hellu og stendur á brekkubrún vestan við Varmadal. Hús og híbýli kíkti í heimsókn.

 

Húsið sem Ásta og Samúel reistu sér ber heitið Björtuloft og klæðir nafnið húsið einstaklega vel.

Hjónin fóru þá leið við byggingu hússins að reisa einingahús úr forframleiddum einingum frá Bretlandi. Slík hús hafa rutt sér til rúms síðustu árin enda þykja þau hagkvæm lausn þar sem byggingartíminn er mikið styttri ásamt því að timburhús eru talin mjög heilsusamleg að búa í.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að kaupa einingahús frá Bretlandi?

„Sú hugmynd kviknaði á körfuboltaæfingu. Félagi minn þar, Pétur Stefánsson, starfar hjá bresk-íslenska verslunarráðinu og kynnti okkur félögunum þennan möguleika. Við slógum á endanum til, þrír félagar ásamt mökum okkar og fluttum inn hús frá breska fyrirtækinu Frame and Log Cabins Company. ( www.frameandlogcabins.co.uk/ ) Tvö þeirra standa við Hróarslæk og eitt í Úthlíð í Biskupstungum.“

Mynd / Hákon Davíð

Hvað tók langan tíma að reisa húsið?

„Það tók fimm daga að reisa. Það gerðu þrír starfsmenn Frame and Log, þeir settu líka milliloft og milliveggi. Meistari Magnús Kristjánsson í Helluverki reisti húsið með krananum sínum, en hann gróf líka fyrir húsinu. En áður þurfti að grafa fyrir og steypa grunn, á eftir þurfti að setja í glugga, þétta og klæða þak og veggi. Húsið reis í lok október 2017, en svo tók við erfiður vetur. Það náðist ekki að loka húsinu endanlega fyrr en í apríl.“

 Lestu viðtalið í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í nýjasta Hús og híbýli.

Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Kate Walsh á Íslandi

Mynd / EPA

Grey’s Anatomy-leikkonan Kate Walsh er stödd á Íslandi.

 

Bandaríska leikkonan Kate Walsh er stödd á Íslandi ásamt æskuvinkonu sinni. Þær hafa verið nokkuð duglegar að birta myndir og myndbönd á Instagram á ferðalagi sínu.

Í gær skoðuðu þær meðal annars Jökulsárlón og í dag röltu þær um miðbæ Reykjavíkur.

Þess má geta að Kate Walsh er þekktust fyrir hlutverk sitt sem læknirinn Addison Montgomery í læknaþáttunum Grey’s Anatomy.

View this post on Instagram

Winter is coming… #iceland

A post shared by Kate Walsh (@katewalsh) on

https://www.instagram.com/p/B4VfiTMnNLc/

Þrjú góð ráð fyrir múffubakstur

Það er einstaklega fljótlegt og einfalt að baka múffur. Það ætti ekki að taka mikið meira en 30-40 mínútur frá upphafi til enda. En hér koma þrjú góð ráð sem koma sér vel áður en hafist er handa við múffubakstur,

 

Múffuform eru mjög mismunandi að stærð og gerð og því þarf að taka tillit til þess varðandi baksturstímann. Svört form hitna meira en ljós form. Silíkonform eru einnig mjög misjöfn að gerð og síðan eru til óteljandi stærðir.

Gott ráð þegar kemur að múffudeigi er að hræra það eins lítið og hægt er að komast upp með. Þurrefnum er blandað saman í skál og blautefnum í annarri, síðan er þessu blandað létt saman með sleikju eða sleif í nokkrum handtökum. Gott er að telja í huganum og miða við að hræra ekki oftar en svona tíu sinnum. Það er í fínu lagi þó að deigið sé kekkjótt og ekki alveg fullkomlega samlagað. Kökurnar verða léttari í sér og betri ef deigið er ekki ofhrært.

Hægt er að nota bökunarpappír í staðinn fyrir sérstök múffu-pappaform. Klippið bökunarpappír í ferninga sem passa ofan í formin og standa vel upp úr þegar þeim hefur verið komið fyrir ofan í holunni. Best er að setja pappírinn í formið jafnóðum og deiginu er skipt niður í það því bökunarpappírinn helst ekkert sérstaklega vel á sínum stað án deigsins.

Sjá einnig: Orkumúffur með bláberjum – Gott millimál

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Íris Dögg Einarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Skýrari stefna, sterkari saman!

Höfundur / Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Á kraftmiklum aðalfundi Neytendasamtakanna síðastliðinn laugardag var einróma samþykkt ný grunnstefna þeirra. Stefnan endurspeglar raunverulegt starf samtakanna og byggir á breiðum grunni. Í grunnstefnunni er ekki tekið á, eða farið ofan í, einstök málefni, en hana er þess í stað hægt að nota sem mælistiku á þau öll mál sem Neytendasamtökin glíma við hverju sinni.

Hingað til hefur verið mótuð sértæk stefna í nánast hverju máli fyrir sig. Því hefur verið lýst á þann veg að oft hafi stefna samtakanna endurspeglað áhugasvið einstakra drífandi félagsmanna og jafnvel hafi sumir málefnahópar verið yfirteknir af ötulum félaga sem hafi mótað stefnu eftir eigin höfði. Þannig var meðal annars til stefna um innihaldslýsingar hveitipakka og rýmingaráætlun Reykjavíkur ef til náttúruhamfara kæmi. Segja má að þessi vinnubrögð hafi endurspeglað tíðarandann sem þau spruttu úr. Þing samtakanna var haldið annaðhvert ár, samskipti þyngri og fátíðari en nú gerist. Þing hafa verið aflögð en framvegis verða aðalfundir á hverju ári þar sem kosið verður um helming stjórnar, og annað hvert ár um formann. Þá eru eðli samskipta í dag á þann veg að félagsmenn, sem og aðrir neytendur, geta látið álit sitt í ljós mun örar en áður. En það sem meira var, þá brá það við að stefnan endurspeglaði ekki raunverulegt starf samtakanna. Þannig hafa samtökin til dæmis ekki haft neina eiginlega stefnu varðandi smálán en hafa þrátt fyrir það barist hatrammlega gegn þeim í þann áratug sem þau hafa verið við lýði á Íslandi.

Grunnkröfur neytenda leiðarvísir til framtíðar

Leiðarvísir og grunnur að starfi Neytendasamtakanna eru nú átta grunnkröfur neytenda, settar fram af Sameinuðu þjóðunum. Allur almenningur, án tillits til tekna eða félagslegrar stöðu, á að njóta lágmarksréttinda sem neytendur en þau eru: Réttur til að fá grunnþörfum mætt, réttur til öryggis, réttur til upplýsinga, réttur til að velja, réttur til áheyrnar, réttur til úrlausnar, réttur til neytendafræðslu og réttur til heilbrigðs umhverfis. Þá bæta Neytendasamtökin við níundu grunnkröfunni sem er rétturinn til stafrænnar neytendaverndar.

„Leiðarvísir og grunnur að starfi Neytendasamtakanna eru nú átta grunnkröfur neytenda settar fram af Sameinuðu þjóðunum.“

Sjálfbærni er sífellt að verða mikilvægari í neytendahreyfingum um heim allan.  Þess vegna líta Neytendasamtökin einnig til hinna 17 heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nánari upplýsingar um grunnstefnu Neytendasamtakanna og útfærslu hennar er að fá á vef samtakanna  www.ns.is.

Grunnstefnunni er ætlað vera raunverulegur vegvísir fyrir félaga, starfsmenn og stjórnendur, en síðast en ekki síst ráðandi öfl í stjórnmálum og viðskiptum – svo þau skilji hlutverk Neytendasamtakanna, markmið þeirra og mikilvægi fyrir okkur öll og við getum öll unnið að þeim saman. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem borin eru uppi af félagsgjöldum. Viljirðu leggja neytendabaráttunni lið, íhugaðu að skrá þig í Neytendasamtökin. Með skýrari stefnu erum við sterkari saman.

Svona lítur samstarf Acne Studios og Mulberry út

Sænska merkið Acne Studios og breska merkið Mulberry sameina krafta sína í nýrri línu sem leit dagsins ljós í dag.

 

Samstarfslínu Acne og Mulberry er líst sem „vináttusamstarfi“. Í henni er að finna nokkrar af klassískustu töskum merkjanna með uppfærðu sniði. Sem dæmi má nefna Musubi-töskuna frá Acne og Bayswater frá Mulberry.

„Línan snýst um vináttu og frelsi okkar til að gera það sem við viljum,“ er haft eftir Jonny Johansson, listrænum stjórnanda Acne, í frétt Independent. „Línan er eins og samtal á milli Acne og Mulberry.“

Línan kemur í takmörkuðu upplagi. Hana má skoða í heild sinni hér.

Bayswater-taskan frá Mulberry var innblásturinn hérna.

Umferðarslys í Suðursveit – Þjóðvegur 1 lokaður

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú við störf á vettvangi umferðarslyss á þjóðvegi 1 í Suðursveit. Þar rákust saman vörubifreið og fólksbifreið sem komu úr gagnstæðum áttum.

 

Tvennt var í fólksbifreiðinni, erlendir ferðamenn, og eru bæði slösuð en þó með meðvitund. Meiðsl ökumanns vörubifreiðarinnar eru minni, ef einhver. Þyrla LHG er á leið austur að Hala og er stefnt á að taka sjúklingana þar um borð og flytja til Reykjavíkur. Þjóðvegurinn um slysstað er lokaður sem stendur.

Nánari upplýsingar verða gefnar um leið og þær berast, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Árbæjarskóli og Háteigsskóli keppa til úrslita í Skrekk

|
Atriði Háteigsskóla|Atriði Árbæjarskóla.

Árbæjarskóli og Háteigsskóli komust áfram í úrslit í Skrekk, en fyrsta undanúrslitakvöld hæfileikakeppninnar fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

 

Átta skólar tóku þátt í gær: Árbæjarskóli, Háteigsskóli, Hólabrekkuskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Norðlingaskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli.

Alls taka 24 grunnskólar taka þátt í keppninni í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita 11. nóvember. Annað og þriðja undanúrslitakvöld keppninnar fara fram í kvöld og á morgun.

Atriði Árbæjarskóla.

„Yfir 600 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Dómnefnd í undanúrslitum skipa Greta Salóme, Donna Cruz, Ernesto Camilo, Viktor Örn Hjálmarsson og Sigfríður Björnsdóttir, formaður dómnefndar.

Svikapóstur sem tilkynnir um endurgreiðslu

Í nýrri tilkynningu á vef Ríkisskattstjóra (RSK) er fólk varað við svikatölvupósti sem merktur er embættinu.

 

Í tilkynningunni kemur fram að í tölvupóstinum, sem er látinn líta út fyrir að vera frá RSK, er fólki greint frá því að það eigi von á endurgreiðslu frá skattinum. „Enn á ný hafa einhverjum landsmönnum borist falskir tölvupóstar sem sagðir eru koma frá ríkisskattstjóra, þar sem tilkynnt er um meinta endurgreiðslu skatta,“ segir á vef RSK.

Í tilkynningunni er því komið á framfæri að umrædd bréf eru ekki á vegum embættisins og er fólk hvatt til að opna ekki viðhengi eða hlekki sem gætu fylgt póstinum. „Því er beint til fólks að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstinum sem kunna að innihalda óværu.“

Friðrik Jens var aðeins 20 ára þegar hann lést: „Einstakur persónuleiki bæði ljúfur og góður“

Mynd/Pixabay

Friðrik Jens Guðmundsson lést á heimili sínu 2. apríl, hann var aðeins tvítugur að aldri.

 

Á afmælisdegi hans, 3. nóvember, birti fjölskylda hans myndband til minningar um Friðrik Jens og gaf jafnframt Eitt líf samtökunum 400 þúsund krónur að gjöf.

„Friðrik var einstakur persónuleiki bæði ljúfur og góður, fallegur, stoltur, með mikla réttlætiskennd og mátti ekkert aumt sjá og vildi hjálpa öllum, við erum óendanlega stolt af drengnum okkar,“ skrifar móðir hans, Helga Óskarsdóttir og fjölskylda með myndbandinu.

„Við söknum þess að geta knúsað drenginn okkar og sagt einu sinni enn hvað við elskum hann mikið, við vonum á hverjum degi að við vöknum af þessari martröð en sem gerist víst ekki. Fæðingardegi Friðriks munum við fagna alltaf þvi hann var óska sonur sem kom þennan dag fyrir 21 árum. Við eigum yndislegar 20 ára minningar um góðan dreng sem við erum óendanlega þakklát fyrir en við gerðum mjög margt saman á þessum 20 árum.“

https://www.facebook.com/1268036460/videos/10220140620126909/

„Í anda hans að gleðja aðra“

Fjölskyldan hefur undanfarið framkallað fjölda mynda af Friðriki Jens, en flestar myndir af honum voru á rafrænu formi. „Við höfum undanfarna daga framkallað og sett í albúm 800 myndir af honum sem ylja okkur en minningarnar eru í hjarta okkar sem aldrei gleymast.“

Í tilefni af afmælinu hans var herberginu hans breytt í leikherbergi fyrir barnabörnin foreldra hans, „sem honum þótti gífurlega vænt um en það er í hans anda að gleðja aðra,“ auk þess sem móðir hans lagði 400 þúsund krónur inn á reikning Eitt líf í nafni Friðriks Jens til þess að heiðra minningu hans.

„Þetta er framlag fjölskyldu hans ásamt vinkvennahópi mínum og er það til forvarnarstarfa með von um að það megi fækka þeim foreldrum sem eru í sömu sporum og við. Með þessu myndbandi viljum við heiðra minningu yndislega drengsins okkar, bróður, frænda og mág sem við söknum óendanlega.“

WAB verður Play

|
|Vefsíðan FLYPLAY.com er heimasíða flugfélagsins Play

Nýja íslenska flugfélagið heitir Play.

 

Forsvarsmenn félagsins sem hingað til hefur gengið undir nafninu WAB kynntu áform sín á blaðamannafundi í Perlunni.

Stofnendur félagsins Arnar Már, forstjóri, Þóroddur Ari meðeigandi, Bogi Guðmundsson og  Sveinn Ingi kynntu áformin.

Í upphafi fundar kom fram að rauður er þemalitur nýja flugfélagsins. Ástæðan er „ástríða“ og vísun í eldgos. Nýja flugfélagið heitir þá Play.

„Þemað skiptir gríðarlega miklu máli,“ sagði Arnar Már.

Arnar fór yfir fókus nýja flugfélagsins. Þar nefndi hann: stundvísi, einfaldleika, hagstætt verð og gleði. „Við ætlum að vera á áætlun,“ sagði hann meðal annars. „Við förum til útlanda til þess að leika okkur,“ bætti hann við.

„Við ætlum að vera á áætlun.“

Play mun fljúga nýlegum Airbus A320 vélum, um leiguvélar er að ræða. Play er á lokametrunum í undirbúning. Verið er að ganga frá flugrekstrarleyfi og ýmsum samningum að sögn Arnars.

Gefa ekki upp nákvæma áfángastaði að svo stöddu.

Vefsíðan FLYPLAY.com er heimasíða flugfélagsins Play. Áætla að hefja sölu flugmiða í nóvember.

Vefsíðan FLYPLAY.com er heimasíða flugfélagsins Play.

„Við þurfum gríðarlega mikið af starfsfólki,“ sagði Arnar í svari við spurningu blaðamanns og benti á að hægt er að sækja um starf hjá Play á vefnum.

María Margrét Jóhannsdóttir, stýrði fundinum en hún var áður verkefnastjóri á samskiptasviði flugfélagsins WOW air.

Bókatíðindi – biðin styttist

|
|

Það styttist í Bókatíðindi 2019, en yfirlitsrit Félags íslenskra bókaútgefenda yfir bækur gefnar út á árinu eru ómissandi uppflettirit fyrir bókaunnendur og fleiri.

 

Halldór Baldursson og Ámundi Sigurðsson hanna kápuna.

Rafræna útgáfan er klár og fáanleg á pdf formi hér. Dreifing á prentaðri útgáfu er fyrirhuguð 18. – 19. nóvember, upplag er 125 þúsund eintök.

Gleðileg bókatíðindi.

Kasólétt kona neydd í flug

Konan á kvennadeild Landspítalans.

Samtökin No Borders segja yfirvöld hafa gert tilraun til að flytja 26 ára albanska konu á 35.-36. viku meðgöngu úr landi í nótt. Var þetta gert þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum hefði mælt gegn því að hún flygi.

Konan var hér á landi ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára barni.

Samkvæmt upplýsingum frá No Borders hefur ekkert heyrst frá fjölskyldunni síðan kl. 5 í nótt.

Telja þau líklegt að fjölskyldan sé farin úr landi.

Mannlíf hefur reynt að fá viðbrögð hjá ríkisstjórninni og Útlendingastofnun. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, benti á dómsmálaráðuneytið en upplýsingafulltrúi þess, Hafliði Helgason, sagðist engar upplýsingar hafa.

Sagði hann málið á forræði Útlendingastofnunar en benti á aðstoðarmann ráðherra fyrir pólitískt svar. Hafliði staðfesti að ráðuneytinu hefði ekki borist formlegt erindi vegna málsins.

Hvorki Eydís Arna Líndal, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, né Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar hafa svarað í síma.

Samkvæmt No Borders mætti lögregla um kl. 18 í gærkvöldi í lokað úrræði Útlendingastofnunar og hugðist fylgja fjölskyldunni úr landi. Varð konunni mikið við og fékk leyfi til að leita á Landspítalann en var tilkynnt að hún yrði sótt seinna um nóttina.

Nýjasta vottorðið á að gilda

Að því er fram kemur á Facebook-síðu No Borders fékk konan vottorð á kvennadeild spítalans um hversu langt hún væri gengin með barnið og tilmæli um að fljúga ekki. Lögreglan hafi hins vegar ákveðið að styðjast við mat trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar, sem hafi sagt konuna mega fljúga. Konan kannast ekki við að hafa hitt viðkomandi lækni.

mbl.is hefur eftir Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingarljónust Landspítalans, að vafasamt sé að skrifa upp á vottorð þess efnis að konu sé óhætt að fljúga eftir 36 vikna meðgöngu.

„Oft erum við beðin um að skrifa vott­orð um það að kon­um sé óhætt að fara í flug og svona al­mennt séð þá er maður til­bú­inn að skrifa upp á það fram að 36 vik­um. Það er svo­lítið vafa­samt að skrifa upp á vott­orð eft­ir þann tíma ef maður er með töl­fræðina í huga,“ segir Hulda.

Þá segir hún að nýjasta útgefna vottorð ætti að gilda.

Skúli óskar aðstandendum PLAY til lukku

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW air, óskar aðstandendum nýja flugfélagsins PLAY til hamingju.

 

Skúli sendir forsvarsmönnum PLAY kveðju í færslu á Facebook.

„Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga! Ég dáist að þrautseigju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika,“ skrifar hann meðal annars.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan:

PLAY gefur 1.000 flugmiða

|

Nýja flugfélagið PLAY ætlar að gefa 1.000 flugmiða.

 

Forsvarsmenn nýja flugfélagsins PLAY kynntu áform sín á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Þar kom meðal annars fram að flugfélagið PLAY ætli að byrja á að gefa 1.000 flugmiða á vefsíðu sinni.

„Hvorki meira né minna,“ sagði forstjóri PLAY, Arnar Már Magnússon, á fundinum þegar hann greindi frá þessu.

Hægt er að skrá sig til leiks á vef PLAY og komast þannig í pottinn.  „Drífðu þig fremst í röðina! til að fá upplýsingar um hvenær sala hefst. Á síðunni okkar verða 1.000 frímiðar í boði, þú finnur þá í bókunarferlinu,“ segir á vefnum um gjafaleikinn.

Miðasala á vef PLAY hefst síðar í þessum mánuði.

Sjá einnig: WAB verður Play

Karlar 10 þúsund fleiri en konur

Íslendingar eru orðnir 362.860 samkvæmt tölum Hafstofunnar í lok september og var fjölgunin 2.470 á þriðja ársfjórðungi 2019.

 

Karlar eru  186.220 og konur 176.640. Karlar eru því 9580 fleiri en konur.

Kemur þetta fram í Fréttablaðinu í dag.

232.070 manns búa á höfuðborgarsvæðinu, en 130.790 utan þess. Alls fæddust 1.250 börn á ársfjórðungnum en 540 Íslendingar létust. Á sama tíma f luttust 1.560 til landsins umfram brottflutta.

 

 

 

Leitað að manni vegna líkamsárásar

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um líkamsárás um hálffjögur í nótt. Ókunnugur maður réðst á konu fyrir utan verslun i hverfi 101 og veitti henni áverka. Konan gat gefið góða lýsingu á árásarmanninum en hann hefur ekki enn fundist.

 

Klukkan 18 var tilkynnt að glerlistaverki og mögulega fleiri verkum hafi verið stolið úr galleríi í hverfi 101. Laust fyrir fimm í morgun var tilkynnt um grunsamlegar mannferðir í hverfi 108. Þrítugur karlmaður var handtekinn á vettvangi grunaður um þjófnað úr nokkrum bifreiðum og var maðurinn vistaður í fangageymslu.

 

 

Langi Seli og Skuggarnir í Petersen-svítunni

Langi Seli og Skuggarnir halda tónleika á miðvikudaginn í Petersen-svítunni.

 

Miðvikudaginn 6. nóvember munu eðaltöffararnir í hljómsveitinni Langi Seli og Skuggarnir halda uppi stemningunni á Petersen-svítunni.

Langi Seli og Skuggarnir er rúmlega 30 ára gömul hljómsveit sem spilar sína frumsömdu tónlist með tilbrigðum við rokkabillíið og rokksöguna.

Stuðið á Petersen hefst klukkan 21. Enginn aðgangseyrir.

Aðgát skal höfð í nærveru unglings

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Sonur minn fermdist í vor. Ekki hefði mig grunað að það yrði svona erfitt að finna föt á hann í réttri stærð. Það í sjálfu sér væri í lagi en ekki það dónalega viðmót starfsfólks tískuverslana sem mætti okkur. Ég var stundum gráti næst í búðunum og syni mínum leið örugglega enn verr.

 

Sonur minn, þrettán ára, er ekki sérlega hár í loftinu. Frá fæðingu hefur hann verið rétt undir meðallagi og er enn minnstur í vinahópnum sínum. Það á eftir að togna úr honum á næstu tveimur árum, veit ég, og hann er sannarlega ekki óeðlilega lágvaxinn. Bróðir minn var langminnstur fermingarbræðra sinna á sínum tíma og tók vaxtarkippinn sinn þegar hann var að verða sextán ára og er núna tæplega 1,80 á hæð. Hann var svipað hár á fermingardaginn sinn og sonur minn er núna en ég held að mamma hafi ekki lent í neinum vandræðum þegar hún keypti á hann fermingarfötin. Ég vildi að ég gæti sagt hið sama. Leitin að fermingarfötum á son minn hefur verið sannkölluð þrautaganga og ég hef varla tölu á þeim búðum þar sem við höfum mætt dónalegu viðmóti. Að finna föt í stærð sonar mín hefur verið hreint út sagt algjör martröð og ekki síst viðbrögð starfsfólks við hæð hans.

Niðurlægjandi fataleiðangur

Nokkrum mánuðum fyrir ferminguna fórum við mæðginin í fataleiðangur. Ég vildi vera á góðum tíma því ég er ekki týpan sem gerir allt á síðustu stundu. Það er líka mikilvægt að krakkar séu ánægðir með fermingarfötin sín og því mikilvægt að leita þar til þau réttu finnast. Fermingarmyndirnar okkar lifa lengi með okkur og því um að gera að vera ánægður með sig á allan hátt.

Við þræddum allar unglingabúðirnar í Kringlunni og Smáralind. Þar eru jú búðirnar þar sem vinir hans á sama aldri kaupa sér fötin. Okkur til mikillar furðu fundum við ekkert sem passaði á hann. Mikill meirihluti starfsmanna þessara verslana sýndu okkur einstaklega leiðinlega framkomu. Eins og sonur minn vissi ekki sjálfur að hann væri lágvaxinn var eins og starfsmönnum búðanna fyndist nauðsyn að benda honum á það um leið og þeir sögðu að ekkert væri til sem passaði á hann. Mér er sérstaklega minnisstæður einn starfsmaðurinn sem gekk með okkur um alla búð og sagði við mig með reglulegu millibili: „Neeei, við eigum ekkert svona lítið eins og á hann,“ eða: „Jaaaa, nei, ekkert svona lítið,“ eða: „Þetta er það minnsta sem við eigum og ég held að ekki einu sinni það passi á hann.“ Starfsfólkið talaði sjaldnast við son minn, heldur um hann við mig sem gerði niðurlæginguna meiri.

Strákurinn minn var í algjöru uppnámi eftir þennan vægast sagt ömurlega verslunarleiðangur og sagðist hata hvernig hann liti út, hata að vera svona lágvaxinn. Þessi leið mín til að vera snemma á ferð með kaupin á fermingarfatnaði hans misheppnaðist algjörlega og gerði ekkert nema svekkja okkur mæðginin.

„Enginn svona grannur komið hingað …“

Þegar auglýst var að fermingarfötin væru komin í búðir fagnaði ég því og hugsaði með mér að það þýddi að eitthvað úrval af stærðum hlyti að vera til.

Enn á ný fórum við mæðginin í bæinn til að finna fermingarföt á hann. Vegna fyrri reynslu okkar nokkrum mánuðum áður, var sonur minn ekki sérlega áfjáður í að koma með. Við pabbi hans báðum hann um að vera jákvæðan og með opinn huga og það var drengurinn í upphafi ferðarinnar.

Ég vildi vera betur viðbúin en síðast svo ég hringdi í ákveðna verslun í bænum til að athuga með stærðir og hvort til væru föt í númeri drengsins. Starfsmaðurinn sem svaraði í símann sagði mér að verslunin væri með lagersölu á öðrum stað, þar sem góðan afslátt væri að fá og það væru pottþétt til föt þar í þeirri stærð sem ég spurði um. Við fórum með drenginn beint í þessa lagersölu og vorum heldur betur bjartsýn. Að fá föt í réttri stærð og þar að auki á góðu verði, hljómaði vel.

Þegar við komum inn í búðina kom starfsmaður til okkar og bauð fram aðstoð sína. Við sögðumst vera að leita að fermingarfötum. Starfsmaðurinn leit á drenginn, mældi hann út með augunum og sagði svo: „Við eigum ekkert svona lítið, eins og á hann.“

Ég varð hissa, spurði hvort hann væri viss því ég hefði hringt á undan mér, talað við starfsmann og spurst fyrir um þetta áður en ég kom. Mér hefði verið sagt að til væru föt í þessu númeri.

Þá bar að annan starfsmann og þeir töluðu eitthvað saman. Seinni afgreiðslumaðurinn mældi drenginn út með augunum eins og sá fyrri og sagði: „Hann er mjög grannur, það hefur bara enginn svona grannur komið hingað inn …“ Áður en hann gat haldið áfram stoppaði ég hann af og sagði: „Fyrirgefið, en ég bara verð að segja að mér finnst þið báðir mjög dónalegir! Þetta sem þið eruð að segja er mjög særandi, svona segir maður ekki við neinn sama hvort hann sé lítill, stór, feitur eða hvað. Hvernig væri að segja: Ég skal sjá hvað við eigum til, og gefa honum séns á að komast sjálfur að því hvort eitthvað passi á hann eða ekki. Munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Því næst létum við okkur hverfa út, ekki sátt við framkomuna við okkur. Við gáfumst samt ekki upp og leitin hélt áfram.

Úrbætur óskast

Ef þú ynnir í fataverslun myndir þú segja við manneskju í yfirþyngd sem væri að koma að máta föt og kaupa hjá þér: „Við eigum ekkert nógu stórt á þig,“ eða: „Það hefur enginn svona feitur komið inn í þessa búð?“ Ef þessi manneskja væri barnið þitt, hvernig myndir þú bregðast við?

Sem foreldri vill maður sjá að börnunum manns líði vel, hafi sjálfstraust og séu sátt í eigin líkama. Unglingur sem er að vera fullorðinn er á viðkvæmum aldri. Hann er að kynnast hver hann er, bæði í eigin augum og annarra. Umhverfið mótar unglinginn líka, því er ekki hægt að neita.

Þegar fermingarnar nálgast bíða spenntir krakkar með tilhlökkun eftir þessum stóra degi í lífi þeirra. Þó að þetta sé kannski ekki mikið tiltökumál í augum flestra foreldra er þetta stór dagur fyrir krakkana. Þau eru ekki lengur börn, heldur teljast í fullorðinna manna tölu og því ber að fagna.

Mig langaði að vekja athygli á þessu því að það er mjög mikilvægt hvernig við komum fram við aðra. Búðarferðirnar okkar í aðdraganda ferminganna hafa hreint út sagt valdið okkur báðum miklum kvíða og ég hef gengið með tárvotan son minn út úr verslun vegna framkomu starfsfólks við hann.

Mig langar til að miðla þessari sögu sérstaklega með verslunareigendum og biðja þá um að skoða þessi mál vel og vonandi bæta úr. Það á enginn að þurfa að fara með tárin í augunum út úr nokkurri verslun vegna dónalegrar framkomu afgreiðslufólks.

Þýðingum íslenskra bóka fjölgar verulega

|||||||
Íslenskar bækur í enskri þýðingu|Búrið á ensku|Elín ýmislegt á ensku|Heiða

Bækur eftir íslenska höfunda ferðast víða um heiminn og eru þýddar á æ fleiri tungumál, en þau eru nú orðin um fimmtíu talsins. Þýðingum hefur fjölgað verulega og hafa þrefaldast á síðustu tíu árum.

 

Hátt í fjörutíu bækur eru nýkomnar út eða væntanlegar á enskri tungu, í Bretlandi og Bandaríkjunum og þar gefur að líta skáldsögur, ljóð, glæpasögur, barnabækur og bækur almenns efnis eftir bæði þekkta höfunda, sem og höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Flestar þessara bóka hafa hlotið þýðingastyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, segir í tilkynningu Miðstöðvarinnar.

Sumarljós og svo kemur nóttin á ensku

Skáldsögur

  • Ungfrú Ísland (e. Miss Iceland) & Ör (e. Hotel Silence) eftir Auði Övu Ólafsdóttur í þýðingu Brian FitzGibbon, útgefendur eru Pushkin Press í Bretlandi og Grove Atlantic í Bandaríkjunum.
  • CoDex 1962 eftir Sjón í þýðingu Victoriu Cribb, útgefendur Sceptre í Bretlandi og FSG í Bandaríkjunum.
  • Sumarljós og svo kemur nóttin (e. Summer Light, and Then Comes the Night) & Eitthvað á stærð við alheiminn (e. About the Size of the Universe) eftir Jón Kalman Stefánsson í þýðingu Philip Roughton. Útgefandi Quercus Books/MacLehose Press.
  • Stormfuglar (e. Stormbirds) eftir Einar Kárason í þýðingu Philip Roughton, útgefandi MacLehose Press.
  • Elín, ýmislegt (e. A Fist or a Heart) eftir Kristínu Eiríksdóttur í þýðingu Larissu Kyzer, útgefandi er Amazon Crossing.
  • Konan við 1000° (e. Woman at 1000 Degrees) eftir Hallgrím Helgason í þýðingu Brian FitzGibbon, útgefandi er Algonquin Books.
  • Kvika (e. Magma) eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Þýðandi er Megan A. Matich, útgefandi er Picados í Bretlandi og Grove Atlantic/Black Cat í Bandaríkjunum.
  • Smartís (e. Smarties) eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í útgáfu The Emma Press.
  • Stóri skjálfti (e. Aftershock) eftir Auði Jónsdóttur í þýðingu Megan A. Matich, útgefandi er Dottir Press.
  • Valeyrarvalsinn (e. And the Wind Sees All) eftir Guðmund Andra Thorsson í þýðingu Bjargar Árnadóttur og Andrew Cauthery. Útgefandi er Peirene Press.
  • Kompa (e. That Little Dark Room) eftir Sigrúnu Pálsdóttur í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Open Letter.
  • Sögumaður (e. Narrator) eftir Braga Ólafsson í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Open Letter.
  • Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Deep Vellum.
  • Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur, þýðandi Kara Billey Thordarson og útgefandi Partus Press.
  • Millilending eftir Jónas Reyni Gunnarsson í þýðingu Völu Thorodds, útgefandi er Partus Press.
Búrið á ensku

Glæpasögur

  • Skuggasund (e. The Shadow District) & Þýska húsið (e. The Shadow Killer) eftir Arnald Indriðason. Þýðandi er Victoria Cribb og útgefendur WF Howes í Bretlandi og Thomas Dunne í Bandaríkjunum.
  • Gatið (e. The Hole) & Brúðan (e. The Doll) eftir Yrsu Sigurðardóttur í þýðingu Victoriu Cribb og útgáfu Hodder & Stoughton.
  • Búrið (e. Cage) & Svik (e. Betrayal) eftir Lilju Sigurðardóttur í þýðingu Quentin Bates, útgefandi er Orenda Books.
  • Dimma (e. Darkness) & Drungi (e. The Island) eftir Ragnar Jónasson í þýðingu Quentin Bates, útgefandi er St. Martin’s Press.
  • Marrið í stiganum (e. The Creak on the Stairs) eftir Evu Björg Ægisdóttur í þýðingu Quentin Bates, útgefandi er Orenda Books.
  • Svartigaldur (e. Black Magic) eftir Stefán Mána í útgáfu Amazon Crossing.
Sögumaður á ensku

Ljóð

  • Drápa (e. Drápa) & Sálumessa (e. Requiem) eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í þýðingu Rory McTurk. Útgefandi er ARC Publication.
  • Safn ljóða; Waitress in Fall eftir Kristínu Ómarsdóttur í þýðingu Völu Thorodds og útgefið af Carcanet.
Tímakistan á ensku

Barna – og ungmennabækur

  • Tímakistan (e. The Casket of Time) eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Bjargar Árnadóttur og Andrew Cauthery, útgefandi Restless Books.
Heiða, fjalldalabóndinn á ensku

Bækur almenns efnis

  • Um tímann og vatnið (e. On Time and Water) eftir Andra Snæ Magnason, þýðandi er Lytton Smith og útgefandi Open Letter.
  • Heiða, fjalldalabóndinn (e. Heida: A Shepherd at the Edge of the World) eftir Steinunni Sigurðardóttur í þýðingu Philip Roughton. Útgefandi er John Murray.
  • Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur eftir Guðnýju Hallgrímsdóttur. Þýðandi er Anna Yates og útgefandi Routledge, Taylor & Francis Group.
  • Mörk – saga mömmu (e. And the Swans Began to Sing) eftir Þóru Karítas Árnadóttur, þýðendur eru Áslaug Torfadóttir og Helen Priscilla Matthews og útgefandi er Wild Pressed Books.
Ör á ensku
Elín ýmislegt á ensku

 

Skrautlegar á evrópsku MTV-hátíðinni

|
Leikkonan Natasha Lyonne lét sig ekki vanta á Emmy-verðlaunahátíðina í nótt. Hún hlaut tvær tilnefningar. 

Evrópsku MTV-tónlistarverðlaunin voru veitt í Sevilla á Spáni um helgina. Eins og við var að búast voru stjörnurnar ansi skrautlegar í klæðnaði á rauða dreglinum.

 

 

Breska söngkonan Dua Lipa klæddist bláu á hátíðinni. Mynd / EPA
Spænska söngkonan Rosalia mætti í doppóttu dressi frá Balmain. Mynd / EPA
Nicole Scherzinger klæddist rauðum pallíettukjól í byrjun kvölds. Mynd / EPA
Nicole Scherzinger í dressi númer tvö. Mynd /EPA
Söng- og leikkonan J Mena mætti í áhugaverðum topp.
Rapparinn Loredana . Mynd /EPA
Fyrirsætan Joan Smalls. Mynd / EPA
Söngkonan Becky G klæddist kjól úr nýjustu línu H&M. Mynd / EPA

Tók fimm daga að reisa húsið

Hjónin Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Samúel Örn Erlingsson eru mörgum kunn. Þau ventu sínu kvæði í kross og ákváðu að flytjast út fyrir ys og þys höfuðborgarsvæðisins. Þau reistu sér fallegt hús um tveimur kílómetrum austan við Hellu og stendur á brekkubrún vestan við Varmadal. Hús og híbýli kíkti í heimsókn.

 

Húsið sem Ásta og Samúel reistu sér ber heitið Björtuloft og klæðir nafnið húsið einstaklega vel.

Hjónin fóru þá leið við byggingu hússins að reisa einingahús úr forframleiddum einingum frá Bretlandi. Slík hús hafa rutt sér til rúms síðustu árin enda þykja þau hagkvæm lausn þar sem byggingartíminn er mikið styttri ásamt því að timburhús eru talin mjög heilsusamleg að búa í.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að kaupa einingahús frá Bretlandi?

„Sú hugmynd kviknaði á körfuboltaæfingu. Félagi minn þar, Pétur Stefánsson, starfar hjá bresk-íslenska verslunarráðinu og kynnti okkur félögunum þennan möguleika. Við slógum á endanum til, þrír félagar ásamt mökum okkar og fluttum inn hús frá breska fyrirtækinu Frame and Log Cabins Company. ( www.frameandlogcabins.co.uk/ ) Tvö þeirra standa við Hróarslæk og eitt í Úthlíð í Biskupstungum.“

Mynd / Hákon Davíð

Hvað tók langan tíma að reisa húsið?

„Það tók fimm daga að reisa. Það gerðu þrír starfsmenn Frame and Log, þeir settu líka milliloft og milliveggi. Meistari Magnús Kristjánsson í Helluverki reisti húsið með krananum sínum, en hann gróf líka fyrir húsinu. En áður þurfti að grafa fyrir og steypa grunn, á eftir þurfti að setja í glugga, þétta og klæða þak og veggi. Húsið reis í lok október 2017, en svo tók við erfiður vetur. Það náðist ekki að loka húsinu endanlega fyrr en í apríl.“

 Lestu viðtalið í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í nýjasta Hús og híbýli.

Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Kate Walsh á Íslandi

Mynd / EPA

Grey’s Anatomy-leikkonan Kate Walsh er stödd á Íslandi.

 

Bandaríska leikkonan Kate Walsh er stödd á Íslandi ásamt æskuvinkonu sinni. Þær hafa verið nokkuð duglegar að birta myndir og myndbönd á Instagram á ferðalagi sínu.

Í gær skoðuðu þær meðal annars Jökulsárlón og í dag röltu þær um miðbæ Reykjavíkur.

Þess má geta að Kate Walsh er þekktust fyrir hlutverk sitt sem læknirinn Addison Montgomery í læknaþáttunum Grey’s Anatomy.

View this post on Instagram

Winter is coming… #iceland

A post shared by Kate Walsh (@katewalsh) on

https://www.instagram.com/p/B4VfiTMnNLc/

Þrjú góð ráð fyrir múffubakstur

Það er einstaklega fljótlegt og einfalt að baka múffur. Það ætti ekki að taka mikið meira en 30-40 mínútur frá upphafi til enda. En hér koma þrjú góð ráð sem koma sér vel áður en hafist er handa við múffubakstur,

 

Múffuform eru mjög mismunandi að stærð og gerð og því þarf að taka tillit til þess varðandi baksturstímann. Svört form hitna meira en ljós form. Silíkonform eru einnig mjög misjöfn að gerð og síðan eru til óteljandi stærðir.

Gott ráð þegar kemur að múffudeigi er að hræra það eins lítið og hægt er að komast upp með. Þurrefnum er blandað saman í skál og blautefnum í annarri, síðan er þessu blandað létt saman með sleikju eða sleif í nokkrum handtökum. Gott er að telja í huganum og miða við að hræra ekki oftar en svona tíu sinnum. Það er í fínu lagi þó að deigið sé kekkjótt og ekki alveg fullkomlega samlagað. Kökurnar verða léttari í sér og betri ef deigið er ekki ofhrært.

Hægt er að nota bökunarpappír í staðinn fyrir sérstök múffu-pappaform. Klippið bökunarpappír í ferninga sem passa ofan í formin og standa vel upp úr þegar þeim hefur verið komið fyrir ofan í holunni. Best er að setja pappírinn í formið jafnóðum og deiginu er skipt niður í það því bökunarpappírinn helst ekkert sérstaklega vel á sínum stað án deigsins.

Sjá einnig: Orkumúffur með bláberjum – Gott millimál

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Íris Dögg Einarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Skýrari stefna, sterkari saman!

Höfundur / Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Á kraftmiklum aðalfundi Neytendasamtakanna síðastliðinn laugardag var einróma samþykkt ný grunnstefna þeirra. Stefnan endurspeglar raunverulegt starf samtakanna og byggir á breiðum grunni. Í grunnstefnunni er ekki tekið á, eða farið ofan í, einstök málefni, en hana er þess í stað hægt að nota sem mælistiku á þau öll mál sem Neytendasamtökin glíma við hverju sinni.

Hingað til hefur verið mótuð sértæk stefna í nánast hverju máli fyrir sig. Því hefur verið lýst á þann veg að oft hafi stefna samtakanna endurspeglað áhugasvið einstakra drífandi félagsmanna og jafnvel hafi sumir málefnahópar verið yfirteknir af ötulum félaga sem hafi mótað stefnu eftir eigin höfði. Þannig var meðal annars til stefna um innihaldslýsingar hveitipakka og rýmingaráætlun Reykjavíkur ef til náttúruhamfara kæmi. Segja má að þessi vinnubrögð hafi endurspeglað tíðarandann sem þau spruttu úr. Þing samtakanna var haldið annaðhvert ár, samskipti þyngri og fátíðari en nú gerist. Þing hafa verið aflögð en framvegis verða aðalfundir á hverju ári þar sem kosið verður um helming stjórnar, og annað hvert ár um formann. Þá eru eðli samskipta í dag á þann veg að félagsmenn, sem og aðrir neytendur, geta látið álit sitt í ljós mun örar en áður. En það sem meira var, þá brá það við að stefnan endurspeglaði ekki raunverulegt starf samtakanna. Þannig hafa samtökin til dæmis ekki haft neina eiginlega stefnu varðandi smálán en hafa þrátt fyrir það barist hatrammlega gegn þeim í þann áratug sem þau hafa verið við lýði á Íslandi.

Grunnkröfur neytenda leiðarvísir til framtíðar

Leiðarvísir og grunnur að starfi Neytendasamtakanna eru nú átta grunnkröfur neytenda, settar fram af Sameinuðu þjóðunum. Allur almenningur, án tillits til tekna eða félagslegrar stöðu, á að njóta lágmarksréttinda sem neytendur en þau eru: Réttur til að fá grunnþörfum mætt, réttur til öryggis, réttur til upplýsinga, réttur til að velja, réttur til áheyrnar, réttur til úrlausnar, réttur til neytendafræðslu og réttur til heilbrigðs umhverfis. Þá bæta Neytendasamtökin við níundu grunnkröfunni sem er rétturinn til stafrænnar neytendaverndar.

„Leiðarvísir og grunnur að starfi Neytendasamtakanna eru nú átta grunnkröfur neytenda settar fram af Sameinuðu þjóðunum.“

Sjálfbærni er sífellt að verða mikilvægari í neytendahreyfingum um heim allan.  Þess vegna líta Neytendasamtökin einnig til hinna 17 heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nánari upplýsingar um grunnstefnu Neytendasamtakanna og útfærslu hennar er að fá á vef samtakanna  www.ns.is.

Grunnstefnunni er ætlað vera raunverulegur vegvísir fyrir félaga, starfsmenn og stjórnendur, en síðast en ekki síst ráðandi öfl í stjórnmálum og viðskiptum – svo þau skilji hlutverk Neytendasamtakanna, markmið þeirra og mikilvægi fyrir okkur öll og við getum öll unnið að þeim saman. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem borin eru uppi af félagsgjöldum. Viljirðu leggja neytendabaráttunni lið, íhugaðu að skrá þig í Neytendasamtökin. Með skýrari stefnu erum við sterkari saman.