Þriðjudagur 25. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Magnús Geir verður þjóðleikhússtjóri

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson í starf þjóðleikhússtjóra. Magnús lætur af störfum sem útvarpsstjóri og hefur störf hjá Þjóðleikhúsinu 1. janúar 2020. Hann verður skipaður til fimm ára.

 

Sjö sóttu um starfið; Ari Matthíasson, núverandi þjóðleikhússtjóri, Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri, Guðbjörg Gústafsdóttir, Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri, Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari og rithöfundur, auk Magnúsar.

Þjóðleikhúsráð veitti umsögn en ráðherra skipaði í kjölfarið hæfisnefnd sem mat fjóra hæfasta. Voru þeir boðaðir í viðtal.

„Ég geri ráð fyr­ir því að fyrstu mánuðirn­ir fari í það að móta áhersl­ur, þó ég sé auðvitað með fullt af hug­mynd­um, þá verður það fyrsta verk­efnið að setja mig bet­ur inn í mál­in og hlusta á það góða fólk sem fyr­ir er í hús­inu og svo í sam­starfi við það móta spenn­andi verk­efni og stefnu til framtíðar,“ sagði Magnús í samtali við mbl.is.

 

„Þurftum á stuðningi hvors annars að halda“

Álftnesingarnir Fannar Ingi Friðþjófsson og Jökull Breki Arnarson úr hljómsveitinni Hipsumhaps eiga eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Lífið sem mig langar í. Kapparnir voru einnig að senda frá sér plötuna Best gleymdu leyndarmálin, sem hefur sömuleiðis fengið frábærar viðtökur. Vinirnir stofnuðu bandið í júlí á síðasta ári þegar þeir voru á vissum tímamótum í lífinu sem varð til þess að þeir ákváðu að gefa tónlistinni séns.

 

„Við vorum báðir að vinna í sjálfum okkur og þurftum á stuðningi hvors annars að halda,“ segir Fannar, en hann og Jökull hafa þekkst síðan sumarið 2013. „Fyrst þegar við vorum að kynnast þá leitaði hann mikið til mín með alls konar vangaveltur. Ég er sjö árum eldri en Jökull og hef alltaf verið til staðar fyrir hann. Svo dag einn vaknaði ég upp við það að hann var orðinn tvítugur og ég áttaði mig á því að ég gat líka leitað ráða hjá honum. Vinátta okkar er einstök og við erum heppnir hvor með annan. Vináttan er grunnurinn að öllu saman. Forsendan fyrir tónlistinni.“

„Vinátta okkar er einstök og við erum heppnir hvor með annan. Vináttan er grunnurinn að öllu saman.“

Aðspurður hvort þeir hafi átt von á þeim góðu viðtökum sem tónlist þeirra hefur hlotið og hvort lífið hafi tekið einhvern snúning í kjölfarið, segir Fannar að svo sé ekki. Fyrir utan að þeim líði betur eftir að hafa komið tónlistinni frá sér.

„Fólki finnst þetta allt saman áhugavert og er ófeimið að spyrja spurninga. Við erum byrjaðir að fá bókanir sem er bara jákvætt en við erum nú hvorugur að fara að segja upp vinnunni, í bili,“ útskýrir hann og bætir við að þeir hafi skilið sáttir við við plötuna eftir mikla vinnu. „Eftir útgáfuna höfum við reynt að halda okkur á jörðinni og hlakkað til að sjá hvernig fólk tengdi við plötuna. Nú mánuði eftir útgáfu er búið að vera magnað að fylgjast með hvað viðtökurnar eru góðar og við erum virkilega þakklátir fyrir alla sem eru að hlusta. Sérstaklega þá sem hafa gefið sér tíma til að hafa beint samband og hrósa okkur.“

Textarnir á plötunni eru allir skrifaðir af Fannari sjálfum, nema í laginu Feika brosið, þar sem Jökull á vers. Aðspurður hvert þeir sæki innblástur í tónlistarsköpun sinni svarar Fannar að það sé misjafnt. „Það er ótæmandi listi af tónlist sem við fílum og við höfum ekki verið feimnir við að blanda saman einhverju tvennu ólíku, útkoman á plötunni var því hipsumhaps,“ segir hann og bætir við að oft fái hann innblástur í aðstæðum sem vekja upp nýjar eða blendnar tilfinningar.

Að sögn Fannars fengu þeir alls konar frábært fólk til liðs við sig við gerð plötunnar. „Við erum með hljóðfæraleikara með okkur „live“. Magga Jó, sem á mikið í plötunni með okkur, Bergur, Óli Alexander, Lexi og Eiki. Allt toppmanneskjur,“ segir hann þakklátur. Hann bætir við að bandið hafi haldið útgáfutónleika 20. október síðastliðinn og þar sem það hafi verið uppselt á þá hafi verið ákveðið að halda aðra tónleika 22. nóvember. Auk þess standi til að koma fram á Airwaves.

„Síðan ætlum við bara að hafa gaman, halda áfram að læra eitthvað nýtt og nýta hvert tækifæri sem gefst. Muna að sýna þakklæti fyrir það sem við erum að gera og að lífið er líka meira en tónlist.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Svanhildur Gréta

Bókin um frú Vigdísi: Tré gróðursett fyrir hvert selt eintak

|||
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands

Vigdís Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring teiknara er komin út.

 

Fjallar bókin eins og nafnið gefur til kynna um frú Vigdísi Finnbogadóttur sem kjörin var forseti Íslands árið 1980, og gegndi hún því embætti í fjögur kjörtímatil til ársins 1996. Frú Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna embætti þjóðhöfðingja.

Bókarkápan.

Rán lýsir sjálf tilurð bókarinnar svona: „Upprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. Hún rekst líka á alvöru sverð frá Finnlandi, lærir hrafl í frönsku og kemst að því að einu sinni bjuggu kindur í Reykjavík. Bók um merkilega konu sem dreymdi um að verða skipstjóri en endaði sem forseti.“

Rán Flygenring
Mynd / Sebastian Ziegler

Fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands.

Rán Flygenring er einn fremsti teiknari landsins. Hún hefur myndlýst fjölmargar bækur og er meðal annars myndhöfundur bókanna um Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen, Fugla og Sögunnar um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins sem Angústúra gaf út.

Opna úr bókinni.

Í bókinni um Frú Vigdísi sem Angústúra gefur einnig út lýsir hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum.

 

Kynjaþing fer fram um helgina: lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning

Mynd þingsins í ár: Öll í sama báti eftir Þóreyju Mjallhvíti.

Á morgun, laugardaginn 2. nóvember, verður  Kynjaþing 2019, samráðsvettvangur samtaka sem starfa að jafnrétti og mannréttindum haldið.

 

Þingið fer fram í Norræna húsinu og hefst dagskrá klukkan 13:00. Ókeypis aðgangur er að kynjaþingi og allir velkomnir.

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Kynjaþing var fyrst haldið 2018, en til stendur að þingið verði haldið árlega.

Fjöldamörg samtök standa fyrir viðburðum á Kynjaþingi eins og kemur fram í tilkynningu frá kynjaþinginu: Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni, ASÍ, Dziewuchy Islandia, Femínistafélag HÍ, Femínísk fjármál, Jafnréttisnefnd SHÍ, Kona er nefnd, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, RVK Feminist Film Festival, Samtökin ’78, Sigrún hannyrðapönkari, SÍBS, Stelpur rokka!, Trans Ísland, UAK og W.O.M.E.N. in Iceland.

Dagskráin er fjölbreytt. Á þinginu er rætt um pólsk-íslenskan femínisma, um tengsl kyns og heilsu, sagt frá nýjustu rannsóknum um ofbeldi á Íslandi, fjallað um femínísk stjórnmál, stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, kynjuð fjármál, kynjafræði á öllum skólastigum, samtvinnun jafnréttisbaráttunnar, og fleira.

Á þinginu verður hægt að taka þátt í upptöku á hlaðvarpinu Kona er nefnd og Kvennasögusafn Íslands stendur fyrir sýningu á úrvalsgripum úr sögu kvenna. Femínískt kaffihús er rekið í Norræna húsinu meðan á þinginu stendur og því lýkur á femínísku hænustéli!

Nánari dagskrá Kynjaþings má finna hér.

Þessar sögur þurfa að heyrast

||||||||
Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|

Þóra Karítas Árnadóttir fór í fyrra í ferð til Malaví á vegum UN Women og tók þar viðtöl við brúðir á barnsaldri. Hún segir sögur um þvinguð hjónabönd og kynferðisofbeldið sem þeim fylgir eiga erindi við íslenskan nútímaveruleika.

 

„Að mínu mati þurfa þessar sögur að heyrast og því miður eiga þessar sögur aðrar birtingarmyndir hér heima,“ segir hún ákveðin.

„Bókaskrifin um mömmu voru í raun undirbúningur fyrir þessi viðtöl en sögurnar hérna heima eru meira faldar á bak við veggi á meðan í Malaví tilheyrir þetta úreltum hefðum sem hafa viðgengist þar til nú. Þannig er þetta bæði tækifæri til að hlusta og líka líta í eigin barm, spegla okkar menningu og hugsa upp leiðir til að hlúa betur að fólkinu okkar á öllum aldri sem glímir við mismunandi áskoranir. Það er dýrmætt að hafa fengið að vera hlekkur í þessari keðju sem miðar að því að búa til farveg fyrir rödd kvenna og miðla sögum þeirra í því skyni að styrkja fólk og hvetja, hlúa að því svo það viti að það sé ekki eitt í heiminum og að fólki standi ekki á sama heldur vilji hlusta og breyta því sem breyta þarf. Það hefur til dæmis skipt sköpum í Malaví að yfirvöld þar á svæðinu í samvinnu við UN Women náðu í gegn lagabreytingu árið 2017, þegar lögræðis- og þar með giftingaraldur var hækkaður í 18 ár, og síðan þá er hægt að rifta þvinguðum barnahjónaböndum með markvissum hætti og koma í veg fyrir þau með einföldum upplýsingum um að þau séu ólögleg.“

„Það er dýrmætt að hafa fengið að vera hlekkur í þessari keðju…“

Þóra Karitas viðurkennir að þessi vinna hafi tekið mikið á, það hafi fallið mörg tár og oft hafi hún þurft að fara afsíðis og púsla sér saman eftir að viðtölunum lauk.

„Stúlkurnar sem við töluðum við áttu ótrúlega ólíkar sögur en allar voru þær magnaðar og erfiðast fannst mér að sjá þegar menningin hélt þeim augljóslega niðri og taldi þeim trú um að þær væru bannfærðar og voru jafnvel útskúfaðar eða lagðar í einelti vegna einhvers sem hafði hent þær,“ segir hún og það er auðheyrt að þetta málefni brennur á henni.

„Þá er ég til að mynda að hugsa um stelpu sem fékk fistil eftir hrikalega erfiða barnsfæðingu og hún var útskúfuð og þótti óhrein í augum þorpsins en fyrir tilstilli bróður hennar sem hafði heyrt fræðslu UN Women um að fistill væri læknisfræðilegt fyrirbæri var henni komið til aðstoðar og þar með var heilt þorp menntað í leiðinni.

Lestu viðtalið við Þóru í nýjasta Mannlífi.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint Laurent á Íslandi

Back to the Metal Roots – tónleikaröð Eistnaflugs

Tónlistarhátíðin Eistnaflug kynnir nýja tónleikaröð Back to the Metal Roots. Eistnaflugshátíðin stækkar og mun nú standa fyrir þungarokksviðburðum allt árið um kring.

 

Fyrstu dagsetningar eru klárar og verður því blásið til tónleika á Dillon þann 1. nóvember, 11. janúar og 22. febrúar. Miðaverð á hverja tónleika er 1.700 krónur. Einnig er í boði passi á alla þrenna tónleikana á 4.000 krónur.

Miðafjöldi er takmarkaður en miðasala fer fram á Tix.is. Nánar um dagkrána á Albumm.is.

Rokkmessa á Gauknum – 50 ár síðan Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan hljómsveitin Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu, samnefnda sveitinni, verður haldin sérstök rokkmessa til heiðurs Black Sabbath á Gauknum í kvöld, föstudaginn 1. nóvember.

 

Black Sabbath er talin vera sú hljómsveit sem skapaði þungarokkið á sínum tíma og síðar tónlistarstefnuna „stoner rock“. Á hálfri öld hefur Black Sabbath gefið út nítján stúdíóplötur, sjö tónleikaplötur og þrettán safnplötur ásamt ógrynni af smáskífum og myndböndum. Forsprakkinn Ozzy Osbourne hefur svo átt farsælan sólóferil.

Mörg þekktustu laga Black Sabbath fá að hljóma á rokkmessunni á Gauknum í kvöld. Það eru reynsluboltar í bransanum sem standa að viðburðinum, söngvarinn Jens Ólafsson mun þenja raddböndin, hljómsveitin Thrill of Confusion hitar upp og að messunni lokinni munu plötusnúðar spila rokktónlist.

Upphitun hefst klukkan 22, en sjálf Black Sabbath-messan klukkan 23. Miðinn kostar 2000 krónur í forsölu á midi.is, en 2500 krónur við inngang.

Klassískur réttur – Boeuf Bourgignon

Boeuf Bourgignon er klassísk frönsk uppskrift þar sem nautakjöt er soðið með rauðvíni og grænmeti.

 

Fyrsta skrásetning á þessari vinsælu kjötkássu er þó ekki fyrr en á 19. öld, seinna birtist uppskrift að réttinum í bók franska kokksins Auguste Escoffier. Rétturinn sem upphaflega var dæmigerður sveitaréttur þróaðist síðan í rétt sem mátti finna á bestu veitingahúsum Frakklands.

Uppskrift Escoffiers var viðmiðið og tíðkaðist þá að hægelda stóran kjötbita og bera fram. Seinna meir gerði Julia Child réttinn frægan vestanhafs en í uppskrift hennar voru notaðir litlir kjötbitar eða gúllas og er það sú nálgun sem sést oftast nú til dags.

Rétturinn er tilvalinn helgarréttur þegar kokkurinn hefur nægan tíma til að nostra við að steikja kjötið og leyfa pottréttinum að malla á hellunni eða inni í ofni. Gott er að bera hann fram með soðnum nýjum kartöflum ásamt góðu rauðvínsglasi.

Boeuf Bourgignon

fyrir 4-6

1 ½ kg nautakjöt, skorið í 3 cm stóra bita, t.d. nautahnakki eða gúllas
1 ½ tsk. salt
½ tsk. pipar
150 g gæða beikon, skorið í bita
1 laukur, saxaður
1 stór gulrót, sneidd
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk. timíanlauf
2 tsk. tómatmauk
2 msk. hveiti
1 flaska (750 ml) rauðvín
1 lárviðarlauf
15 perlulaukar, afhýddir
1 msk. ólífuolía
1 dl nautasoð
30 g smjör
300 g sveppir, skornir í þykkar sneiðar
steinselja, söxuð

Hráefnið.

1 Hitið ofn í 160°C án blásturs. Þerrið kjötbitana og saltið þá og piprið, setjið til hliðar og látið standa við stofuhita í hálftíma. Takið fram góðan pott sem má fara inn í ofn, t.d. steypujárnspott, og setjið yfir meðalháan hita. Steikið beikonið í pottinum þar til það verður fallega brúnað og stökkt, ef það fer að brenna við pottinn er gott að setja smávegis ólífuolíu út í pottinn. Veiðið beikonið upp úr pottinum og leggið á eldhúspappír, skiljið fituna eftir í pottinum.

Nautakjötið steikt.

2 Hækkið hitann lítillega undir pottinum og steikið nautakjötið á öllum hliðum upp úr fitunni. Mikilvægt er að hafa gott bil á milli bitanna og því getur þurft að steikja kjötið í tveimur hollum. Setjið kjötið til hliðar.

Grænmetið steikt.

3 Lækkið hitann undir pottinum og steikið lauk og gulrót þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið hvítlauk og timíani út í og steikið í 1 mín. Hrærið tómatmauk og hveiti saman við þar til það samlagast.

Rauðvíni hellt út í.

4 Hellið síðan rauðvíni út í pottinn. Sjóðið í 2-3 mín. til að vínandinn sé gufaður upp áður en kjötinu er bætt í pottinn.

5 Bætið kjötinu og helmingnum af beikoninu út í pottinn og flytjið inn í ofn ásamt lárviðarlaufi og eldið þar til kjötið er orðið lungamjúkt, í u.þ.b. 2 klst. Gott er að snúa kjötinu eftir tæpa klukkustund.

Perlulaukar og sveppir eldaðir.

6 Á meðan kjötið eldast eru perlulaukar og sveppir eldaðir. Setjið 10 g smjör og 1 msk. af ólífuolíu á pönnu og látið yfir meðalháan hita, bætið perlulauknum út á pönnuna þegar smjörið hefur bráðnað. Steikið í u.þ.b. 10 mín. og hrærið í þeim reglulega svo þeir brúnist á öllum hliðum. Hellið 1 dl af nautasoði eða rauðvíni út á pönnuna og saltið og piprið eftir smekk. Hyljið pönnuna til hálfs með loki eða klippið til smjörpappír til að leggja ofan á pönnuna og eldið þar til laukurinn er orðinn alveg mjúkur, u.þ.b. 40-50 mín. Setjið til hliðar. Notið afanginn af smjörinu til að steikja sveppina og saltið þá og piprið eftir smekk. Setjið til hliðar.

Gott er að bera réttinn fram með t.d. brauði.

7 Takið kjötið úr ofninum og blandið perlulauknum, sveppunum og afganginum af beikoninu saman við. Sáldrið steinselju yfir og berið fram. Gott er að bera réttinn fram með nýjum kartöflum eða góðri kartöflumús og brauði.

Texti / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Unnur Magna

11 vilja verða forstjóri Umhverfisstofnunar

Ellefu umsækjendur voru um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn og var umsóknarfrestur til 28. október.

Umsækjendur eru:

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
Kristján Sverrisson, forstjóri
Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi

Valnefnd mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.

 

Koma ánægjulega á óvart

Mynd / Rut Sigurðardóttir

Brynhildur Björnsdóttir, blaðamaður, kabarettsöngkona og gagnrýnandi, mælir hér með hámglápsefni sem hentar vel um hrekkjavöku, án þess þó að vera of hræðilegt.

 

Lucifer

„Frá því ég datt í Ísfólkið sem unglingur hefur persóna Lucifers verið á uppáhaldslista yfir áhugaverð og misskilin illmenni goðsagnaheimsins. Þættirnir fjalla um það þegar Lucifer er orðinn leiður á Víti, fer í frí til Los Angeles og kann svo vel við sig þar að hann stofnar næturklúbb og sekkur sér ofan í lífsins lystisemdir. Fljótlega hætta þær að vera honum nóg og þegar hann kynnist rannsóknarlögreglukonunni Chloé Decker einhendir hann sér í morðrannsóknir. Ýmsar misþekktar persónur í Biblíunni koma við sögu í þáttunum sem fjalla um eðli trúarbragða, illsku og mennsku á mjög skemmtilegan og hressandi hátt. Þættir sem komu mér mjög ánægjulega á óvart og ég bíð spennt eftir fimmtu seríu.“

The Chilling Adventures of Sabrina

„Þær gleðifregnir voru að berast mér að von er á fleiri þáttaröðum um unglingsnornina Sabrinu, frænkur hennar og vini. Þættirnir eru byggðir á myndasögum frá sjöunda áratugnum sem síðar urðu að teiknimynda- og svo sjónvarpsþáttaröðum fyrir börn. Þessir þættir eru þó sannarlega ekki fyrir mjög ung börn þar sem þeir eru bæði blóðugir og óhugnanlegir. En mjög skemmtilegir og grípandi, einkum þegar Sabrína er milli steins hins venjulega samfélags sem hún býr í og sleggju nornasamfélagsins sem hún tilheyrir líka. Kvikmyndataka og útlit þáttanna er líka mjög vel gerð og grípandi blanda af nútíma og nærþátíð. Og svo bara unglingaástir og drama eins og það gerist safaríkast.“

„…þeir eru bæði blóðugir og óhugnanlegir.“

Dark

„Það er gaman að horfa stundum á efni sem hvorki er framleitt í né gerist í Bandaríkjunum. Þýsku sjónvarpsþættirnir Dark eru bæði glæpaþættir og vísindaskáldskapur og vel skrifaðir, vel leiknir og vel hámverðugir.“

„Er það frétt?“

Eftir / Aldísi Schram

„Heimurinn er hættulegur – ekki vegna verka illra manna, heldur hinna sem láta þau afskiptalaus.“

Þessi fleygu orð, sem eignuð eru Albert Einstein, vil ég gera hér að umtalsefni, jafnframt því sem ég þakka heilbrigðisráðherra Íslands fyrir að veita mér það tækifæri að fá að tala hér í dag um þá valdníðuslu og þöggun sem ég hef látlaust sætt sl. 27 ár ár fyrir þær sakir að segja sannleikann. Sem ég geri þó ekki með glöðu geði, því það fæ ég ekki sannað nema með því að sanna sök á valdníðinginn. Sem svo sorglega vill til, að er sjálfur faðir minn, svokallaður. Það er sú pattstaða sem ég hef lengi verið í, en verði ég að velja á milli ættarklíku og sannleikans, vel ég hann.

Ég er sum sé hin illræmda Aldís, ef marka má þann fagnaðarboðskap sem umræddur ákærandi hefur síðustu mánuðina stritað við að breiða út um dóttur sína, mig, að ég í almætti mínu hafi kúgað 22 konur til að ljúga upp á hann kynferðisglæpum.

Sem er sama rullan sem hinn umræddi (þá) hæstvirti maður, þuldi frammi fyrir alþjóð í febrúar árið 2012, sem meintri sönnun þess að hann væri saklaus af ásökunum Guðrúnar Harðardóttur um kynferðisbrot – með þeim tilætlaða árangri að umræðan í kommentakerfum blaðanna snerist næstu mánuðina um mína meintu „geðveiki.“ Er mér er annars mikill heiður af – því eins og sumir vita kallaðist „geðveikt“ fólk hér á öldum fyrir Krist, Guðsfólk – sem það sannanlega er, af minni reynslu að dæma.

En ef einhver rannsóknarblaðamaðurinn hefði gaumgæft þau perrabréf er umræddur sendiherra sendi Guðrúnu Harðardóttur í nafni Sendiráðs Íslands – sem enginn gerði, hefði snarlega komið í ljós að þessi svokölluðu „elskhugabréf“ karlsins til hins móðurlausa barns – sem eru skólabókardæmi um aðferðir þeirra sem níðast á börnum, sanna per se hvern mann hann hefur að geyma.

Mann sem prédikar fyrir barninu þar sem það er aleitt í útlandinu, hið góða hlutskipti hinna „kátu“ hórkvenna – m.a. í því fátæka landi hvers bjargvættur hann segist vera, þ.e. Litháen, og dýr; nánar tiltekið „geithafur“ sem í órum sínum girnist konur „í draumaheimum,“ þ.e. sofandi. Sem svo vill til að er einmitt það sem 6 börn hafa fengið að reyna á eigin skinni, að því er fram kemur á síðunni metoo-jonbaldvin.

Þetta sönnunargagn sem starað hefur á þjóðina í líki organdi barns, hefur mönnum einhvern veginn yfirsést, og ekki að furða, því umræddur fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins er reyndur í pólitískum vélabrögðum og kann aðferðina ad nominem, þ.e. að knésetja sendiboðann, sem á að heita ég.

Og rembist við það enn í þeim tilgangi að beina athyglinni frá glæpunum sínum tuttugu og þremur og að mér, hinni „veiku“ dóttur, á mannorðsaftökupallinum. Og hefur bara tekist það býsna vel, fyrir aðstoð fjórða valdsins, fjölmiðlanna.

Því viðtöl við hann, mér til höfuðs, og greinarskrif, frá og með árinu 2012, eru a.m.k. 66, en viðtölin við mig tvö. Þ.e. það sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir tók í nafni í DV árið 2013 og það sem hetjurnar Helgi Seljan og Sigmar Gumundsson tóku í trássi við yfirboðara sína á RÚV þann 17. janúar sl.  – sem ég nauðbeygð þáði af því sama tilefni að fá komið vörnum við gegndarlausum lygum „föðurins“ og hefur nú stefnt mér fyrir!

Í umræddu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2, rak ég málavexti – ólíkt honum, með vísan í framlögð gögn, sem í allra stystu máli eru þeir að kynferðisbrotaþoli hefur sætt nauðungarvistun að beiðni gerandans, vegna meints „geðhvarfasjúkdóms“ sem hann sannanlega aldrei hefur verið haldinn. Þ.e. ég! En það er einmitt þessum ranga stimpli, sem geðlæknar Landspítalans færðu kynferðisbrotamanninum á silfurfati, sem hann nú hampar frammi fyrir þjóðinni því til marks að hann sé saklaus af ásökunum allar um kynferðisbrot. Snilld!

Reyndar er hún ekki uppfinning umrædds vélráðamanns, þessi aðferð, en sérlega hentug til að velta úr sessi andstæðingum og er, eins og flestar pólitíkur vita, margnotuð.

„Af hverju hefur þá maðurinn aldrei verið kærður, því við búum jú í réttarríki?,“ spyrja varðhundar umrædds barnaníðings – sem taka hann á orðinu í drottningarviðtalinu á RÚV þann 3. febrúar sl. – þar sem mér reiknast til að hann ljúgi á mínútu fresti, að „þetta“ þ.e. níð hans á börnum hafi „aldrei verið kært“ – sem er auðvitað ekki rétt, því í þrígang hef ég reynt að koma lögum yfir þennan síkynferðisbrotamann.

Í fyrsta sinni þann 19. ágúst árið 1992, þá ég hótaði umræddum þáverandi utanríkisráðherra kæru vegna kynferðisbrots hans gagnvart 14 ára stúlku, með þeim málalyktum að ég, frelsissvipt á geðdeild LSH, var á korteri greind með geðhvörf, og látin sæta nauðungarvistun mánaðarlangt, án lagaheimildar, þar sem hún var ekki borin undir æðri yfirvöld (þ.e. ráðuneyti  og  dóm) eins og bar lögræðislögum samkvæmt.

Í annað sinnið þann 13. 4. 2002, er ég tilkynnti (þá ófyrnt) kynferðisbrot þessa þáverandi sendiherra, gagnvart Guðrúnu Harðardóttur til lögreglunnar, með þeim málalyktum að ég, 10 mínútum seinna, var handtekin fyrir beiðni sendiherrafrúarinnar – sem ég hafði nokkrum dögum áður leitt í allan sannleikann um níð hans gagnvart 6 stúlkubörnum, og síðan nauðungarvistuð vegna meintra ranghugmynda um kynferðisbrot sendiherrans, beiðanda nauðungarvistunarinnar.

Í þriðja sinnið þann 8. 10. 2013, er ég lagði fram kæru á hendur umræddum fyrrverandi sendiherra Íslands vegna meiðyrða- og mannréttindabrota hans, er sætti frávísun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af þeirri yfirlýstu ástæðu að kynferðisbrot kærða féllu ekki undir 22. kafla alm. hgl.“ og „að öðru leyti“ þættu hin kærðu brot (og þ.m.t. ólögmætar frelsissviptingar, sem teljast til alvarlegustu brota alm. hgl.) „ekki efni“ í rannsókn.  Þess valdandi að kæra þessi sætti ekki rannsókn.

Ekki frekar en kæra Guðrúnar Harðardóttur, þáverandi sendiheranum á hendur árið 2005, er sætti frávísun árið 2007, af þeirri uppgefnu ástæðu að hin kærðu brot væru ýmist fyrnd eða ættu ekki undir íslenska refsilögsögu.

 

Ég kenni mönnum hugarhik

og helst að sinna öngu.

Það eru verst hin þöglu svik

að þegja við öllu röngu.

 

Svo kvað Arne Garborg.

Búum í höfðingjasleikjuveldi?

Er nema von að ég spyrji?

Er það frétt, að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu – sem sakamálalögum samkvæmt (52. gr.) skal hefja rannsókn út af vitneskju um refsivert brot, hvort sem honum hefur borist kæra eða ekki, og var upplýstur um það þann 7. júní sl., að umræddur gerandi hefur nú verið borinn sökum um kynferðisbrot af 43 aðilum, lætur það afskiptalaust?

Er það frétt, að Hörður Jóhannesson, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri, varð uppvís að því (vegna uppljóstrunar Jóns Baldvins Hannibalssonar þann 4. 2. 2019) að hafa gefið út skjal í nafni „lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu“ þann 5. 1. 2012, upp á þá lygi, lögreglugögnum samkvæmt, að Jón Baldvin og Bryndís Schram hafi „aldrei kallað á lögreglu eða beðið um aðstoð af neinu tagi“ mín vegna“ – eins og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var gert kunnugt um þann 7. júní sl., er hefur látið það afskiptalaust?

Er það frétt, að rannsóknarlögreglan í „samantekt“ sinni á „aðalatriðum“ kæruskýrslu minnar – sem tekin var upp á myndband – er ég nú loks hef í höndum, hefur gerst sek um að leyna þeim upplýsingum sem ég veitti til sönnunar kærunni, með þeim málalyktum að þáverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, yfirmaður fyrrgreinds Harðar Jóhannessonar, byggði þá ákvörðun sína að vísa frá kærunni – eins og síðan ríkissaksóknari sem staðfesti þá ákvörðun, ýmist á röngum eða ófullunægjandi upplýsingum – eins og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var gert kunnfjugt um þann 16. janúar árið 2018, er látið hefur það afskiptalaust?

Mér – sem hef látið dómsmálaráðherra í té gögn er sanna að ofangreindar staðhæfingar eru réttar, finnst þetta vera fréttir.

En þér? Það er spurningin.

Ræðan var flutt á morgunverðarfundinum „Aðgát skal höfð“ sem heilbrigðisráðuneytið hélt á Grand Hótel 31. október. Umfjöllunarefni fundarins voru viðmið í umfjöllun fjölmiðla um geðheilbrigðismál. Höfundur er lögfræðingur, leikkona, kennari og rithöfundur.

Drápa bauð til hrekkjavökuveislu: Ingunn hlaut þýðingarverðlaun ársins

||
Ingunn með verðlaunin og Ásmundur.|Barþjóninn líklega ódauður að sögn Ásmundar.|B'okin Hin ódauðu.

Drápa forlag bauð til hálfgerðrar hrekkjavökuveislu í gær til að fagna útgáfu bókarinnar Hin ódauðu eftir Johan Egerkrans.

 

Veislan, sem fór fram á Gráa kettinum, hæfði tilefninu og mættu vinir og velunnarar Drápu og skemmtu sér.

Í útgáfuteitinu fékk Ingunn Snædal, þýðandi bókarinnar, Þýðingarverðlaun Drápu 2019 fyrir þýðinguna á bókinni.

„Ingunn er mikilvirkur þýðandi sem hefur vakið athygli fyrir fjölbreyttar þýðingar ólíkra bókmenntagerða undanfarin ár. Ingunn á þennan heiður svo sannarlega skilið,“ segir Ásmundur Helgason einn eigenda Drápu og Gráa kattarins.

B’okin Hin ódauðu.

Drápa forlag hefur gefið út bókina Hin ódauðu, eftir hinn sænska Johan Egerkrans. Í bókinni sýnir Johan lesendum einstakt yfirlit yfir vampírur og afturgöngur frá öllum heimsálfum. Johan skrifar textann og teiknar einstakar myndir af hinum ódauðu, þannig að um síður bókarinnar líða hinar mestu furðuskepnur sem hafa lifað í munnmælum þjóða um allan heim. Þannig fá lesendur að kynnast golem, smámennum, helgleypi og hinu furðulega veltihöfði, svo fátt eitt sé talið.

Mikilvægur kafli í bókinni snýr að vörnum gegn hinum ódauðu en ekki síður mikilvægt er að læra að þekkja hin ódauðu frá hinum lifandi.

Bókin var tilnefnd til sem besta bók almenns efnis fyrir ungmenni í Svíþjóð 2018 og nú fá Íslendingar að kynnast þessari einstaklega fallegu, en jafnframt hræðilegu bók Johans Egerkrans.

Barþjóninn líklega ódauður að sögn Ásmundar.

 

Maus setur ný viðmið í endurútgáfum

Hljómsveitin Maus fagnar í dag 20 ára afmæli breiðskífunnar Í þessi sekúndubrot sem ég flýt, með nýrri endurbættri útgáfu af plötunni á Spotify og á vínylplötu í fyrsta skiptið. Hljóð plötunnar var endurunnið frá grunni af Curver Thoroddsen sem studdist við nýjustu tækninýjungar við vinnuna.

 

„Við vorum aldrei algjörlega sáttir við hljóm plötunnar á sínum tíma,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari en geislaplatan seldist í tæplega 4000 eintökum þegar hún kom út um haustið 1999.  „Við ákváðum því að víst að við ætluðum að vera standa í því að þrykkja plötunni á vínyl upp á annað borð að hér væri komið kjörið tækifæri til þess að endurvinna hljóminn upp á nýtt. Ef einhver væri fimmti meðlimurinn í Maus, þá væri það líklegast Curver, þar sem við erum flestir æskuvinir úr Árbænum. Það lá því beinast við að fá hann í verkið,“ útskýrir hann, og bætir við að þeir grófu upp gömlu teipin og byggðu upp hljóminn upp á nýtt út frá þeim.

Metnaðarfullt verk

Í þessi sekúndubrot sem ég flýt, var fylgifiskur plötunnar Lof mér að falla að þínu eyra, sem kom út árið 1997. Eftirvænting eftir plötunni árið 1999 var því mikil og á henni er að finna nokkur af allra vinsælustu lögum Maus. Má þar nefna Kerfisbundna Þrá, Allt sem þú lest er lygi, Dramafíkil og Báturinn minn lekur. Mikill metnaður var lagður í gerð plötunnar við upptökur en á henni eru fjölda aukahljóðfæraleikara. Þar á meðal; Daníel Ágúst Haraldsson sem söng bakraddir, Hildur Guðnadóttir á selló og Samúel Jón Samúelsson sem spilaði á básúnu og útsetti einnig alla strengi og blásturhljóðfæri. Maus vann tvö verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 1999 fyrir útgáfu plötunnar.

20 ár eru síðan breiðskífan Í þessi sekúndubrot sem ég flýt kom út.

„Við erum flest allir miklir vínylnördar sjálfir og leggjum því mikla áherslu á að búa til grip sem er eigulegur.“

„Síðasta vínylútgáfa hjá okkur er alveg uppseld hjá útgefanda og engin áform eru um að pressa fleiri. Við erum flest allir miklir vínylnördar sjálfir og leggjum því mikla áherslu á að búa til grip sem er eigulegur. Þessi er gerð í takmörkuðu magni á frostglærum vinyl, það eru inngreipt leyni-skilaboð á plötunni sjálfri við lok beggja hliða og aðeins 300 stykki voru pressuð,“ útskýrir hann, en platan er komin út á Spotify og í næstu plötubúð.

Að koma nafnlaus fram

Nýfallinn dómur vekur spurningar um það hvernig sætta má trúnað við þolendur og rétt meints geranda til að bera hönd yfir höfuð sér. Eiga þolendur yfirhöfuð þann rétt að stíga nafnlaust fram með ásakanir sínar?

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðssonar leikara gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra vekur áleitnar spurningar um MeToo-byltinguna. Undir myllumerkinu #metoo stigu íslenskar konur úr ýmsum atvinnugreinum fram og greindu, nafnlaust, frá kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Þeirri spurningu er ósvarað hvort hreyfingunni hafi verið ætlað að tryggja að konur gætu sannarlega stigið fram og sagt frá í skjóli nafnleyndar eða hvort tilgangurinn var að vekja umræðu sem yrði til þess að þær gætu stigið fram undir nafni, án þess að þurfa að óttast um afleiðingarnar.

„Kvörtun eða ábending um einelti, kynferðislega áreitni eða annað ofbeldi á vinnustöðum er alvarlegt eðlis. Þess vegna hafa verið settar ítarlegar reglur um skyldur atvinnurekenda við meðferð slíkra mála,“ segir í dómi héraðsdóms í umræddu máli en það var höfðað af Atla Rafni eftir að honum var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu 16. desember 2017. Ástæðan voru ásakanir á hendur leikaranum um kynferðislegt ofbeldi, m.a. frá starfsmönnum leikhússins. LR og Kristín voru dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur.

Í dóminum kemur fram að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að „móttaka kvartana í trausti trúnaðar og nafnleyndar, meðferð þessara upplýsinga hjá Borgarleikhúsinu og synjun þess að upplýsa stefnanda um nöfn kvartendanna hafi samrýmst lögum um persónuvernd.“ Því hefði leikhússtjóra verið óheimilt að upplýsa stefnanda um hvaða einstaklingar hefðu borið hann sökum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að leikhússtjóra hefði átt að vera ljóst að uppsögnin myndi valda Atla Rafni tjóni.

„Samkvæmt reglunum bar stefndu við meðferð málsins án tvímæla að gæta að hagsmunum hlutaðeigandi starfsmanna og þar með talið að gefa stefnanda kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Að því búnu bar að gera ráðstafanir til að stöðva hegðunina, ef hún átti við rök að styðjast, sem og að koma í veg fyrir að hún endurtæki sig. Til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri bar stefndu að upplýsa stefnanda um það hvers eðlis ásakanirnar væru sem borist höfðu, og enn fremur gefa honum kost á að breyta hegðun ef um slíkt væri að ræða,“ segir í dóminum.

„Samkvæmt reglunum bar stefndu við meðferð málsins án tvímæla að gæta að hagsmunum hlutaðeigandi starfsmanna og þar með talið að gefa stefnanda kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.“

Haft var eftir Kristínu að þeir fjórir einstaklingar sem hefðu starfað í leikhúsinu á þessum tíma og leitað til hennar vegna hegðunar Atla Rafns hefðu sagst upplifa mikinn ótta og vanlíðan við að mæta til vinnu vegna nærveru leikarans. Þeir óttuðust að verða fyrir reiði í samfélaginu og um starfsframa sinn. Dómurinn gefur engar vísbendingar um það hvernig sætta eigi þau sjónarmið sem þarna koma fram; trúnað gagnvart þolendum annars vegar og möguleika meints geranda til að bera hönd fyrir höfuð sér hins vegar.

Eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir sagðist lögmaður Atla Rafns í samtali við Fréttablaðið vonast til að það yrði öðrum stjórnendum áminning til framtíðar. Forsvarsmenn Borgarleikhússins ákváðu hins vegar að áfrýja og sögðu í tilkynningu að niðurstaðan „skapaði sértækar skyldur vinnuveitenda gagnvart meintum gerendum umfram þolendur.“ Þá væri nú einnig uppi óvissa um hvort vinnuveitendum væri yfirhöfuð heimilt að taka við kvörtunum í trúnaði og hvernig bregðast ætti við.

Þannig sitja þær spurningar eftir hvort nafnlausar ásakanir hafi eitthvert gildi og hver vilji löggjafans er í þessum efnum.

Nýjar leikreglur?

Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Atli Rafn að MeToo-byltingin hefði orðið til þess að nýjar leikgreglur giltu í samfélaginu. Vísir.is hafði eftir leikaranum að honum hefði verið haldið í algjöru myrkri um ásakanirnar sem hefðu orðið til þess að honum var sagt upp. Uppsögnin hefði haft gríðarleg áhrif á hann persónulega og atvinnumöguleikar hans væru nú í „ruslflokki“.

Atli Rafn vildi ekki kannast við þá hegðun sem á hann var borin en sagðist kannast við eina „lygasögu“ sem var meðal þeirra frásagna sem settar voru fram undir merkjum MeToo. Sagan hefði verið á þá leið að hann hefði verið drukkinn við tökur á kvikmynd og stungið tungunni upp í meðleikkonu sína. Hann hefði fengið þau svör frá leikhússtjóra að sagan sú væri ekki ástæða uppsagnarinnar en sjálfur taldi hann söguna örugglega hafa haft áhrif.

Steinunn Ólína.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var meðal þeirra sem tjáðu sig opinberlega um málið og sagði MeToo-byltinguna til lítils ef konur gætu nú ekki án ótta og kvíða komið fram undir nafni. „Ef ekki, verður þetta mál aldrei leyst og mannorð Atla Rafns eyðilagt fyrir lífstíð á afar vafasömum forsendum. Sem er ólíðandi og svokallaðri MeToo-byltingu til háðungar,“ sagði hún á Facebook áður en dómur féll.

„Ef ekki, verður þetta mál aldrei leyst og mannorð Atla Rafns eyðilagt fyrir lífstíð…“

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona, notaði hins vegar tækifærið til að gagnrýna dómaframkvæmdina í kynferðisbrotamálum. „Nú eru [Atla Rafni] dæmdar hærri bætur en nokkur nauðgunarbrotaþoli í sögu landsins hefur fengið. Hærri en 17 ára stúlka sem var haldið fanginni og nauðgað heila helgi. Hærri en allir hópnauðgunarþolendur Íslands, líka þær sem smituðust af ólæknandi sjúkdómi við ofbeldið. Hærri en allir sem hafa verið misnotaðir og sviptir æsku sinni. Burtséð frá sekt eða sakleysi einstakra manna er þessi heildarmynd rammskökk.“

Sjá einnig: Atli fær 5,5 milljónir í bætur

Mál Slayer gegn Secret Solstice tekið fyrir í dag

Slayer

Fyrirtaka í máli hljómsveitarinnar Slayer gegn tónlistarhátíðinni Secret Solstice fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Slayer stefndi hátíðinni vegna skuldar upp á tæpar 16 milljónir króna.

Það er umboðsskrifstofan K2 Agency sem höfðaði mál, annars vegar gegn Solstice Productions sem hélt hátíðina árið 2018 þegar Slayer spilaði, og hins vegar gegn Live Events sem tók við rekstrinum. Þeim síðari var stefnt þar sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Víkingur Heiðar Arnórsson, sagði að gert yrði upp við alla listamenn hátíðarinnar árið 2018.

Baráttan um lífeyrissjóðina að hefjast af alvöru

Það sverfur að okurlánurum.

Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu fjárfestar og lánveitendur á Íslandi.

 

Eignir íslenskra lífeyrissjóða voru 4.797 milljarðar króna í lok ágúst síðastliðins. Til að átta sig á því hversu hratt eignir kerfisins eru að vaxa nægir að nefna að þær fóru fyrst yfir eitt þúsund milljarða króna í byrjun árs 2005 og yfir tvö þúsund milljarða króna í byrjun árs 2011. Frá því í nóvember 2012 hafa eignirnar tvöfaldast. Sjóðirnir eiga nú rúmlega þriðjung heildarfjármuna á Íslandi.

Þeir eru í eigu sjóðsfélaga en ný og róttæk verkalýðsforysta er á þeirri skoðun að atvinnurekendur hafi allt of mikil áhrif innan þeirra. Í undirbúningi, og í sumum tilvikum í framkvæmd, er að auka áhrif verkalýðshreytingarinnar og sjóðsfélaga í sjóðunum og láta þá horfa af meiri alvöru til annarra þátta en arðsemi í starfsemi sinni.

Þar verði litið bæði fram á við, með breyttum áherslum í fjárfestingum og beitingu hluthafavalds, og aftur á bak með rannsóknum á gjörningum sem grunur sé um að hafi ekki verið framkvæmdir með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi.

Nánar í nýjasta Mannlífi og á vef Kjarnans.

Greiðslumiðlun hf. bregst við fjársvikamáli

Mynd / Facebook

Greiðslumiðlun hf. hefur lokað tímabundið fyrir notkun íslykils sem auðkenningaraðferð inn í Pei greiðslulausnina.

 

Ákvörðun er tekin í kjölfar fjársvikamáls þar sem ung kona, sem er fíkill, náði að skuldsetja móður sína fyrir milljón krónur. Komst konan yfir íslykils-lykilorð móður sinnar og keypti vörur í Elko fyrir fyrrgreinda fjárhæð.

Sjá einnig: Móðir fíkils situr uppi með milljón króna tjón.

Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og í dag. Gagnrýnir móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, að svo auðveldlega sé hægt að stofna til reikningsviðskipta með Pei greiðslulausninni.

Um ákvörðun Greiðslumiðlunar eftir að frétt Fréttablaðsins birtist í gær segir hún: „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið.“

Fréttablaðið hefur óskað eftir frekari upplýsingum um fjölda fjársvikamála sem átt hafa sér stað með greiðslulausninni, sem og heildarupphæð þeirra, en Greiðslumiðlun neitaði að veita þær upplýsingar.

Stendur á traustum grunni

Stofnandi Útfararstofu Reykjavíkur hefur starfað í faginu í 27 ár. Aðalsmerki stofunnar er lágt verð, persónuleg þjónusta og að sömu tveir starfsmennirnir sjá um alla þjónustuna frá a-ö.

 

Útfararstofa Reykjavíkur var sett á laggirnar fyrir fimm árum en stendur á mun eldri og traustari grunni. Stofan er í eigu hjónanna Ísleifs Jónssonar og Steinunnar Stefaníu Magnúsdóttur en sjálfur hefur Ísleifur starfað í greininni í 27 ár.

Stofnandi Útfararstofu Reykjavíkur hefur starfað í faginu í 27 ár.

„Það er því óhætt að segja að við búum yfir dýrmætri reynslu sem nýtist öllum vel sem leita til okkar. Aðalsmerki okkar er lágt verð, persónuleg þjónusta og ekki síst sú staðreynd að við bjóðum alltaf upp á tvo sömu starfsmennina, mig og Steinunni. Það þýðir að eftirlifandi fjölskyldumeðlimir eiga alltaf við sömu tvo starfsmennina í stað þess að skipta hugsanlega við nokkra starfsmenn á ólíkum stigum ferlisins. Auk þess leggjum við alltaf áherslu á að hafa tvo útfararstjóra við athafnir okkar en ekki einn.“

„Reynsla okkar sýnir að þessi atriði skipta aðstandendur miklu máli er þeir líta ásýn ástvinar í hinsta sinn.“

Utan þess nefnir hann þann stóra kost að Steinunn hafi starfað á hárgreiðslu- og snyrtistofum í áratug, bæði hérlendis og erlendis. „Hún leggur sig fram um að gera ásýnd hins látna smekklega, virðulega en látlausa og í stíl við persónuleika hins látna. Reynsla okkar sýnir að þessi atriði skipta aðstandendur miklu máli er þeir líta ásýn ástvinar í hinsta sinn.“

Ómetanleg reynsla

Útfararstofa Reykjavíkur annast útfarir á höfuðborgarsvæðinu og veitir aðstandendum mikilvæga aðstoð við undirbúning og framkvæmd útfararinnar.

Stofan er í eigu hjónanna Ísleifs Jónssonar og Steinunnar Stefaníu Magnúsdóttur.

„Við tvö erum þá með aðstandendum allt ferlið, allt frá að hinn látni er sóttur og að greftrun. Hefðbundið ferlið er þannig að hringt er í útfararstjóra þegar viðkomandi deyr á einhverri stofnun. Við sækjum þann látna og færum í líkhús. Daginn eftir tökum við oftast viðtal við ættingja og ræðum skipulag útfararinnar þar sem m.a. er hugað að helstu tímasetningum, eðli útfararinnar, val á presti, snyrtingu á hinum látna og athöfnina eftir útför.“

Hann segir ýmsar breytingar hafa orðið í greininni undanfarin ár. „Það sem hefur helst breyst á undanförnum árum er að kistulagning og útför eru oftar sama daginn. Þá gæti t.d. kistulagning verið klukkan 11.30 með nánustu ættingjum og vinum og svo útförin sjálf klukkan 13.

Annað sem hefur breyst, frá því ég hóf störf í faginu fyrir 27 árum, er að bálfarir eru miklu algengari en áður. Þegar ég byrjaði voru þær um 15% útfara en í dag eru þær rúmlega 50%. Það sem hefur þó ekki breyst á þessum árum er að útfararþjónustan er alltaf jafnviðkvæm þjónusta þar sem ekkert má út af bera og allt verður að standast 100%.

Á starfsferli mínum hef ég haft umsjón með rúmlega 16.000 útförum þannig að reynslan er svo sannarlega til staðar hjá Útfararstofu Reykjavíkur.“

Allar nánari upplýsingar má finna á usr.is.

Útfararstofa Reykjavíkur
í samstarfi við Stúdío Birtíng

 

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

|
Helga Katrín Stefánsdóttir við dragsterinn Batman. Ingólfur Arnarsson er eigandi þessa tryllitækis. Vélin er 11

Virðing fyrir hinum látna er alltaf í forgrunni hjá fjölskyldufyrirtækinu Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar enda er leiðarljós þess hlýja, auðmýkt og virðing.

 

Gott orðspor skiptir mjög miklu máli í útfararþjónustu og það veit Rúnar Geirmundsson mætavel enda starfað í greininni í nær fjóra áratugi. Hann hóf störf hjá Kirkjugörðunum árið 1983 en stofnaði Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar árið 1990.

Rúnar Geirmundsson.

„Virðing fyrir hinum látna er alltaf í forgrunni hjá okkur. Þannig skiptir í raun ekki máli hvaða trú viðkomandi aðhylltist eða hvort viðkomandi hafi verið trúlaus. Leiðarljós okkar er hlýja, auðmýkt og virðing, algjörlega óháð því hvaða einstaklingur á hlut að máli,“ segir hann.

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar er elsta starfandi útfararþjónustan á höfuðborgarsvæðinu og hefur hann veitt fyrirtækinu forstöðu alla tíð. Fyrirtækið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en hann og eiginkona hans, Kristín Sigurðardóttir, eiga það saman. Hjá þeim starfa svo synir þeirra tveir, Elís og Sigurður.

Gott orðspor spyrst út

Þegar andlát ber að garði er mikilvægt að hafa samband við útfararþjónustu sem fyrst að sögn Rúnars. „Fyrsta skrefið er að flytja hinn látna af dánarstað í líkhús og næst hefst undirbúningur kistulagningarinnar. Daginn eftir heimsækir útfararstjórinn oftast aðstandendur sem leggja yfirleitt fram óskir sínar varðandi framkvæmd kistulagningar og síðan jarðarfarar. Um leið er yfirleitt valinn prestur eða athafnarstjóri og allar helstu athafnir eru tímasettar auk þess sem grafartaka eða bálför er bókuð.“

Að því loknu þarf að taka ákvarðanir um hvaða verkefni falla í hlut starfsmanna. „Við sjáum um allt er lýtur að undirbúningi og framkvæmd útfara, t.d. höldum við utan um öll samskipti við aðstandendur, tónlistarfólk, kirkjur, blómabúðir, kirkjugarða og í raun alla þá sem koma að útförinni.“

„Við leggjum mesta áherslu á að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinarmissi.“

Eftir allan þennan tíma í greininni og þá reynslu sem hann og aðrir starfsmenn hafa öðlast gegnum árin, er ekki við öðru að búast en vönduðum vinnubrögðum og fagmannlegri þjónustu. „Ef maður sinnir sínu starfi vel er það fljótt að spyrjast út,“ segir Rúnar. „Við leggjum mesta áherslu á að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinarmissi. Því þurfum við að gæta að því sem við gerum og segjum og eins að nálgast fólk með hlýju og auðmýkt. Það getur t.d. verið mjög erfitt að bjóða fólki þjónustu gegn greiðslu við þessar aðstæður en þetta hefur lærst í gegnum árin og við tökum mikið tillit til þess hvernig aðstæður eru hverju sinni,“ bætir hann við.

Fallegar kistur á góðu verði

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar leggur ekki bara áherslu á vandaða þjónustu heldur líka á fallegar kistur á sanngjörnu verði sem standast ströngustu kröfur um umhverfisvernd að sögn Rúnars. „Hefðbundnu hvítu og umhverfisvænu kisturnar eru algengastar en það er alltaf spurt um harðviðar kistur, t.d. eik eða mahóní.“

Fyrir stuttu síðan létu þau, fyrst íslenskra útfararstofa, hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum viði í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson trésmið. „Um er að ræða sérstaka kistu og duftker sem er hannað út frá hugmyndinni um íslenska kistu úr alíslenskum við til brennslu og jarðsetningar,“ útskýrir Rúnar. „Kisturnar eru úr viði sem er unninn og þurrkaður í Hallormsstaðaskógi. Kistan er mjög falleg, úr grófum viði, ólökkuð og náttúrleg.“

Þekkir ekkert annað

Annar sonar þeirra hjóna er Elís Rúnarsson sem hefur þrátt fyrir ungan aldur starfað hjá fyrirtækinu í rúma tvo áratugi.

Elís Rúnarsson.

„Ég man ekki eftir öðru en að sjá föður minn starfa í þessu fagi enda var fyrirtækið stofnað þegar ég var níu ára gamall. Fyrir mér var þetta því alltaf hefðbundið starf þótt ég hafi vissulega gert mér snemma grein fyrir því að þetta starf væri mjög krefjandi og krefðist vandvirkni.“

Fyrstu verkefni Elísar hjá fjölskyldufyrirtækinu voru að þrífa bíla og annast einföld viðvik. Síðar tók hann þátt í daglegum störfum með föður sínum og Sigurði eldri bróður sínum. Undanfarinn áratug hefur Elís svo starfað daglega við hlið föður síns við útfaraþjónustu og allan almennan rekstur. „Það eru forréttindi að fá að leggja sitt af mörkum við að aðstoða fólk í krefjandi aðstæðum og að geta boðið fram reynslu okkar og persónulegu þjónustu fjölskyldufyrirtækis á erfiðustu stundum í lífi fólks,“ bætir Elís Rúnarsson við.

Siðareglur mikilvægar

Utan rekstur útfararþjónustunnar er Rúnar Geirmundsson einnig formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Félagið hefur verið starfrækt í yfir áratug og hefur Rúnar verið formaður þess allt frá upphafi. Hann segir aðaltilgang félagsins vera að skapa vettvang til að halda utan um siðreglur útfararstjóra. „Starf mitt felst aðallega í því að halda utan um fundastarf og framfylgja reglum og samþykktum aðalfunda. Ég sæki einnig fundi erlendis enda á félagið í talsverðum erlendum samskiptum. Siðareglur evrópskra útfarastjóra eru til að mynda grunnur íslensku siðareglnanna,“ segir Rúnar. Ekki er lagaskylda fyrir útfararstjóra að vera í félaginu að hans sögn en nánast allir starfandi útfarstjórar eru þó félagsmenn og hafa undirritað siðareglur félagsins.

Nánari upplýsingar má finna á utfarir.is eða í síma 567 9110 allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar
í samstarfi við Stúdíó Birtíng

 

Fagmennska og falleg þjónusta 

|
Vonir standa til að samningar náist við kennara fyrir haustið svo ekki komi til verkfalla|Sigríður Björk Einarsdóttir

Fjölþætt útfararþjónusta krefst fagmennsku og nærgætni. Útfararþjónusta Kirkjugarðanna hefur þjónustað landsmenn í 70 ár.

 

Í hröðu nútímasamfélagi er sífellt vaxandi krafa um fagmennsku og góða þjónustu á flestum sviðum og þar er útfararþjónusta ekki undanskilin. Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna er leitast við að svara þeim kröfum og væntingum t.d. með því að leggja áherslu á þær hliðar þjónustunnar sem snúa að tilfinningum og mýkt, enda er þjónustan viðkvæm og mikilvæg að sögn Sigrúnar Óskarsdóttur, guðfræðings og útfararstjóra. „Með aukinni kröfu um fagmennsku á þessum viðkvæmu stundum býður Útfararstofa Kirkjugarðanna upp á þjónustu reynslumikils starfsfólk sem m.a. sækir hin látnu, klæðir þau og snyrtir og veitir þjónustu við kveðjustundirnar. Það er lögð mikil áhersla á hlýjar móttökur og hefur stofan á að skipa sérfræðinga á sviði sálgæslu, félagsráðgjafar og lögfræði. Fyrirmynd að fagmennsku og hlýjum móttökum í fallegu húsnæði sækjum við til kollega okkar á Norðurlöndum en við erum aðilar að norrænu samstarfi og sækjum reglulega fundi og ráðstefnur til að kynna okkur nýjungar.“

Ný hugmyndafræði 

Meðal helstu sérstöðu Útfararstofu Kirkjugarðanna má nefna háskólamenntaða sérfræðinga, stærð stofunnar og þægilega aðstöðu til að taka á móti aðstandendum bætir Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi við. „Stundum eru einstaka mál sérstaklega viðkvæm, t.d. þegar dauðann hefur borið að skyndilega. Þá höfum við fagfólk til ráðgjafar og gefum aðstandendum svigrúm fyrir þann tíma sem þarf. Þá er annað starfsfólk til taks til þess að sinna því sem þarf til þess að halda starfseminni gangandi allan sólarhringinn. Auk þess bjóðum við upp á vaktsíma og stuttan viðbragðstíma.“

Mynd / Hallur Karlsson

Útfararstofa Kirkjugarðanna leggur áherslu á jafnan hlut karla og kvenna í þjónustunni. „Við höfum tileinkað okkur nýja hugmyndafræði er lýtur að þjónustunni. Stofan hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki og sérfræðingum sem eru tilbúin að leiðbeina, aðstoða og þjóna. Það er ekki okkar að segja hvernig kveðjustundirnar eiga að vera, við hlustum og leggjum okkur fram um að nema þarfir og óskir aðstandenda og fylgja þeim eins og mögulegt er,“ bæta þær við.

Hinstu óskir mikilvægar 

Þær segja Útfararstofu Kirkjugarðanna vera einu útfararstofuna hér á landi sem býður upp á lögfræðiþjónustu en það sé innifalið í þjónustunni að hitta lögfræðing eftir útför til að leiðbeina þeim, sem á þurfa að halda, við uppgjör dánarbús. „Einnig veitum við þjónustu sem við köllum Hinstu ósk en þar bjóðum við einstaklingum til samtals um lífslokin. Einhverjum kann að finnast þetta framandi og jafnvel óþægilegt en í raun finnst flestum eftirlifandi gott að hafa einhverja hugmynd um óskir látinna ástvina sinna þegar kemur að skipulagi útfararinnar,“ segir Sigrún.

„Einnig veitum við þjónustu sem við köllum Hinstu ósk en þar bjóðum við einstaklingum til samtals um lífslokin.“

Dauðinn á ekki að vera tabú 

Í raun fer þjónustan þannig fram að allir eru velkomnir í heimsókn í Vesturhlíð 2 í Reykjavík segir Emilía. „Þar bjóðum við upp á gott kaffi og viðkomandi getur sest niður í einrúmi eða þegið aðstoð sérfræðinga við að fylla út bækling sem hefur yfirskriftina Hinsta ósk. Grundvallaratriði á borð við ákvörðun um bálför eða hefðbundna kistugröf er ákvörðun sem mörgum reynist erfið. Þá er gagnlegt að sú umræða hafi átt sér stað fyrir andlát. Það er heldur ekki lengur sjálfgefið hvar fólk á að hvíla þar sem mun algengara er að fólk flytji á milli landshluta og jafnvel landa. Það er því að mörgu að huga enda kjósa sífellt fleiri þessa þjónustu hjá okkur.“

Einnig er akstur mikilvægur þáttur í þjónustunni að þeirra sögn. „Við leggjum því ríka áherslu á bílarnir okkar séu fallegir gæðavagnar í toppstandi. Á þessu ári höfum við keypt tvo nýja bíla, annars vegar Mercedes Benz-flutningsbíl og svo vorum við að fá til landsins sérútbúinn VOLVO 90. Bíllinn er hinn glæsilegasti og mjög frábrugðinn sambærilegum bílum.“

„Bíllinn er hinn glæsilegasti og mjög frábrugðinn sambærilegum bílum.“

Miklar breytingar í vændum 

Þær eru sammála um að miklar breytingar séu í vændum innan útfararþjónustunnar á næstu árum. „Þar munum við kappkosta að mæta þörfum og breytingum varðandi útfarir með aukinni þjónustu og auknum gæðum. Þá viljum við einnig taka þátt í samtali og vinna að því að dauðinn verði ekki það tabú sem hann þó er í samfélagi okkar.“

Breyttar áherslur í rekstrinum hafa nú þegar skilað sér að þeirra sögn og segja þær starfsmenn vera umvafða kærleika og þakklæti fyrir þjónustu sína. Það er von og stefna stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins að breytingarnar muni ekki aðeins styrkja starfsemi útfararstofunnar heldur einnig bæta útfararþjónustu almennt í þágu aðstandenda.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.utfor.is. 

Útfararþjónusta Kirkjugarðanna
Í samstarfi við Stúdíó Birtíng

 

Magnús Geir verður þjóðleikhússtjóri

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson í starf þjóðleikhússtjóra. Magnús lætur af störfum sem útvarpsstjóri og hefur störf hjá Þjóðleikhúsinu 1. janúar 2020. Hann verður skipaður til fimm ára.

 

Sjö sóttu um starfið; Ari Matthíasson, núverandi þjóðleikhússtjóri, Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri, Guðbjörg Gústafsdóttir, Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri, Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari og rithöfundur, auk Magnúsar.

Þjóðleikhúsráð veitti umsögn en ráðherra skipaði í kjölfarið hæfisnefnd sem mat fjóra hæfasta. Voru þeir boðaðir í viðtal.

„Ég geri ráð fyr­ir því að fyrstu mánuðirn­ir fari í það að móta áhersl­ur, þó ég sé auðvitað með fullt af hug­mynd­um, þá verður það fyrsta verk­efnið að setja mig bet­ur inn í mál­in og hlusta á það góða fólk sem fyr­ir er í hús­inu og svo í sam­starfi við það móta spenn­andi verk­efni og stefnu til framtíðar,“ sagði Magnús í samtali við mbl.is.

 

„Þurftum á stuðningi hvors annars að halda“

Álftnesingarnir Fannar Ingi Friðþjófsson og Jökull Breki Arnarson úr hljómsveitinni Hipsumhaps eiga eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Lífið sem mig langar í. Kapparnir voru einnig að senda frá sér plötuna Best gleymdu leyndarmálin, sem hefur sömuleiðis fengið frábærar viðtökur. Vinirnir stofnuðu bandið í júlí á síðasta ári þegar þeir voru á vissum tímamótum í lífinu sem varð til þess að þeir ákváðu að gefa tónlistinni séns.

 

„Við vorum báðir að vinna í sjálfum okkur og þurftum á stuðningi hvors annars að halda,“ segir Fannar, en hann og Jökull hafa þekkst síðan sumarið 2013. „Fyrst þegar við vorum að kynnast þá leitaði hann mikið til mín með alls konar vangaveltur. Ég er sjö árum eldri en Jökull og hef alltaf verið til staðar fyrir hann. Svo dag einn vaknaði ég upp við það að hann var orðinn tvítugur og ég áttaði mig á því að ég gat líka leitað ráða hjá honum. Vinátta okkar er einstök og við erum heppnir hvor með annan. Vináttan er grunnurinn að öllu saman. Forsendan fyrir tónlistinni.“

„Vinátta okkar er einstök og við erum heppnir hvor með annan. Vináttan er grunnurinn að öllu saman.“

Aðspurður hvort þeir hafi átt von á þeim góðu viðtökum sem tónlist þeirra hefur hlotið og hvort lífið hafi tekið einhvern snúning í kjölfarið, segir Fannar að svo sé ekki. Fyrir utan að þeim líði betur eftir að hafa komið tónlistinni frá sér.

„Fólki finnst þetta allt saman áhugavert og er ófeimið að spyrja spurninga. Við erum byrjaðir að fá bókanir sem er bara jákvætt en við erum nú hvorugur að fara að segja upp vinnunni, í bili,“ útskýrir hann og bætir við að þeir hafi skilið sáttir við við plötuna eftir mikla vinnu. „Eftir útgáfuna höfum við reynt að halda okkur á jörðinni og hlakkað til að sjá hvernig fólk tengdi við plötuna. Nú mánuði eftir útgáfu er búið að vera magnað að fylgjast með hvað viðtökurnar eru góðar og við erum virkilega þakklátir fyrir alla sem eru að hlusta. Sérstaklega þá sem hafa gefið sér tíma til að hafa beint samband og hrósa okkur.“

Textarnir á plötunni eru allir skrifaðir af Fannari sjálfum, nema í laginu Feika brosið, þar sem Jökull á vers. Aðspurður hvert þeir sæki innblástur í tónlistarsköpun sinni svarar Fannar að það sé misjafnt. „Það er ótæmandi listi af tónlist sem við fílum og við höfum ekki verið feimnir við að blanda saman einhverju tvennu ólíku, útkoman á plötunni var því hipsumhaps,“ segir hann og bætir við að oft fái hann innblástur í aðstæðum sem vekja upp nýjar eða blendnar tilfinningar.

Að sögn Fannars fengu þeir alls konar frábært fólk til liðs við sig við gerð plötunnar. „Við erum með hljóðfæraleikara með okkur „live“. Magga Jó, sem á mikið í plötunni með okkur, Bergur, Óli Alexander, Lexi og Eiki. Allt toppmanneskjur,“ segir hann þakklátur. Hann bætir við að bandið hafi haldið útgáfutónleika 20. október síðastliðinn og þar sem það hafi verið uppselt á þá hafi verið ákveðið að halda aðra tónleika 22. nóvember. Auk þess standi til að koma fram á Airwaves.

„Síðan ætlum við bara að hafa gaman, halda áfram að læra eitthvað nýtt og nýta hvert tækifæri sem gefst. Muna að sýna þakklæti fyrir það sem við erum að gera og að lífið er líka meira en tónlist.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Svanhildur Gréta

Bókin um frú Vigdísi: Tré gróðursett fyrir hvert selt eintak

|||
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands

Vigdís Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring teiknara er komin út.

 

Fjallar bókin eins og nafnið gefur til kynna um frú Vigdísi Finnbogadóttur sem kjörin var forseti Íslands árið 1980, og gegndi hún því embætti í fjögur kjörtímatil til ársins 1996. Frú Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna embætti þjóðhöfðingja.

Bókarkápan.

Rán lýsir sjálf tilurð bókarinnar svona: „Upprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. Hún rekst líka á alvöru sverð frá Finnlandi, lærir hrafl í frönsku og kemst að því að einu sinni bjuggu kindur í Reykjavík. Bók um merkilega konu sem dreymdi um að verða skipstjóri en endaði sem forseti.“

Rán Flygenring
Mynd / Sebastian Ziegler

Fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands.

Rán Flygenring er einn fremsti teiknari landsins. Hún hefur myndlýst fjölmargar bækur og er meðal annars myndhöfundur bókanna um Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen, Fugla og Sögunnar um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins sem Angústúra gaf út.

Opna úr bókinni.

Í bókinni um Frú Vigdísi sem Angústúra gefur einnig út lýsir hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum.

 

Kynjaþing fer fram um helgina: lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning

Mynd þingsins í ár: Öll í sama báti eftir Þóreyju Mjallhvíti.

Á morgun, laugardaginn 2. nóvember, verður  Kynjaþing 2019, samráðsvettvangur samtaka sem starfa að jafnrétti og mannréttindum haldið.

 

Þingið fer fram í Norræna húsinu og hefst dagskrá klukkan 13:00. Ókeypis aðgangur er að kynjaþingi og allir velkomnir.

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Kynjaþing var fyrst haldið 2018, en til stendur að þingið verði haldið árlega.

Fjöldamörg samtök standa fyrir viðburðum á Kynjaþingi eins og kemur fram í tilkynningu frá kynjaþinginu: Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni, ASÍ, Dziewuchy Islandia, Femínistafélag HÍ, Femínísk fjármál, Jafnréttisnefnd SHÍ, Kona er nefnd, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, RVK Feminist Film Festival, Samtökin ’78, Sigrún hannyrðapönkari, SÍBS, Stelpur rokka!, Trans Ísland, UAK og W.O.M.E.N. in Iceland.

Dagskráin er fjölbreytt. Á þinginu er rætt um pólsk-íslenskan femínisma, um tengsl kyns og heilsu, sagt frá nýjustu rannsóknum um ofbeldi á Íslandi, fjallað um femínísk stjórnmál, stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, kynjuð fjármál, kynjafræði á öllum skólastigum, samtvinnun jafnréttisbaráttunnar, og fleira.

Á þinginu verður hægt að taka þátt í upptöku á hlaðvarpinu Kona er nefnd og Kvennasögusafn Íslands stendur fyrir sýningu á úrvalsgripum úr sögu kvenna. Femínískt kaffihús er rekið í Norræna húsinu meðan á þinginu stendur og því lýkur á femínísku hænustéli!

Nánari dagskrá Kynjaþings má finna hér.

Þessar sögur þurfa að heyrast

||||||||
Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|

Þóra Karítas Árnadóttir fór í fyrra í ferð til Malaví á vegum UN Women og tók þar viðtöl við brúðir á barnsaldri. Hún segir sögur um þvinguð hjónabönd og kynferðisofbeldið sem þeim fylgir eiga erindi við íslenskan nútímaveruleika.

 

„Að mínu mati þurfa þessar sögur að heyrast og því miður eiga þessar sögur aðrar birtingarmyndir hér heima,“ segir hún ákveðin.

„Bókaskrifin um mömmu voru í raun undirbúningur fyrir þessi viðtöl en sögurnar hérna heima eru meira faldar á bak við veggi á meðan í Malaví tilheyrir þetta úreltum hefðum sem hafa viðgengist þar til nú. Þannig er þetta bæði tækifæri til að hlusta og líka líta í eigin barm, spegla okkar menningu og hugsa upp leiðir til að hlúa betur að fólkinu okkar á öllum aldri sem glímir við mismunandi áskoranir. Það er dýrmætt að hafa fengið að vera hlekkur í þessari keðju sem miðar að því að búa til farveg fyrir rödd kvenna og miðla sögum þeirra í því skyni að styrkja fólk og hvetja, hlúa að því svo það viti að það sé ekki eitt í heiminum og að fólki standi ekki á sama heldur vilji hlusta og breyta því sem breyta þarf. Það hefur til dæmis skipt sköpum í Malaví að yfirvöld þar á svæðinu í samvinnu við UN Women náðu í gegn lagabreytingu árið 2017, þegar lögræðis- og þar með giftingaraldur var hækkaður í 18 ár, og síðan þá er hægt að rifta þvinguðum barnahjónaböndum með markvissum hætti og koma í veg fyrir þau með einföldum upplýsingum um að þau séu ólögleg.“

„Það er dýrmætt að hafa fengið að vera hlekkur í þessari keðju…“

Þóra Karitas viðurkennir að þessi vinna hafi tekið mikið á, það hafi fallið mörg tár og oft hafi hún þurft að fara afsíðis og púsla sér saman eftir að viðtölunum lauk.

„Stúlkurnar sem við töluðum við áttu ótrúlega ólíkar sögur en allar voru þær magnaðar og erfiðast fannst mér að sjá þegar menningin hélt þeim augljóslega niðri og taldi þeim trú um að þær væru bannfærðar og voru jafnvel útskúfaðar eða lagðar í einelti vegna einhvers sem hafði hent þær,“ segir hún og það er auðheyrt að þetta málefni brennur á henni.

„Þá er ég til að mynda að hugsa um stelpu sem fékk fistil eftir hrikalega erfiða barnsfæðingu og hún var útskúfuð og þótti óhrein í augum þorpsins en fyrir tilstilli bróður hennar sem hafði heyrt fræðslu UN Women um að fistill væri læknisfræðilegt fyrirbæri var henni komið til aðstoðar og þar með var heilt þorp menntað í leiðinni.

Lestu viðtalið við Þóru í nýjasta Mannlífi.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint Laurent á Íslandi

Back to the Metal Roots – tónleikaröð Eistnaflugs

Tónlistarhátíðin Eistnaflug kynnir nýja tónleikaröð Back to the Metal Roots. Eistnaflugshátíðin stækkar og mun nú standa fyrir þungarokksviðburðum allt árið um kring.

 

Fyrstu dagsetningar eru klárar og verður því blásið til tónleika á Dillon þann 1. nóvember, 11. janúar og 22. febrúar. Miðaverð á hverja tónleika er 1.700 krónur. Einnig er í boði passi á alla þrenna tónleikana á 4.000 krónur.

Miðafjöldi er takmarkaður en miðasala fer fram á Tix.is. Nánar um dagkrána á Albumm.is.

Rokkmessa á Gauknum – 50 ár síðan Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan hljómsveitin Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu, samnefnda sveitinni, verður haldin sérstök rokkmessa til heiðurs Black Sabbath á Gauknum í kvöld, föstudaginn 1. nóvember.

 

Black Sabbath er talin vera sú hljómsveit sem skapaði þungarokkið á sínum tíma og síðar tónlistarstefnuna „stoner rock“. Á hálfri öld hefur Black Sabbath gefið út nítján stúdíóplötur, sjö tónleikaplötur og þrettán safnplötur ásamt ógrynni af smáskífum og myndböndum. Forsprakkinn Ozzy Osbourne hefur svo átt farsælan sólóferil.

Mörg þekktustu laga Black Sabbath fá að hljóma á rokkmessunni á Gauknum í kvöld. Það eru reynsluboltar í bransanum sem standa að viðburðinum, söngvarinn Jens Ólafsson mun þenja raddböndin, hljómsveitin Thrill of Confusion hitar upp og að messunni lokinni munu plötusnúðar spila rokktónlist.

Upphitun hefst klukkan 22, en sjálf Black Sabbath-messan klukkan 23. Miðinn kostar 2000 krónur í forsölu á midi.is, en 2500 krónur við inngang.

Klassískur réttur – Boeuf Bourgignon

Boeuf Bourgignon er klassísk frönsk uppskrift þar sem nautakjöt er soðið með rauðvíni og grænmeti.

 

Fyrsta skrásetning á þessari vinsælu kjötkássu er þó ekki fyrr en á 19. öld, seinna birtist uppskrift að réttinum í bók franska kokksins Auguste Escoffier. Rétturinn sem upphaflega var dæmigerður sveitaréttur þróaðist síðan í rétt sem mátti finna á bestu veitingahúsum Frakklands.

Uppskrift Escoffiers var viðmiðið og tíðkaðist þá að hægelda stóran kjötbita og bera fram. Seinna meir gerði Julia Child réttinn frægan vestanhafs en í uppskrift hennar voru notaðir litlir kjötbitar eða gúllas og er það sú nálgun sem sést oftast nú til dags.

Rétturinn er tilvalinn helgarréttur þegar kokkurinn hefur nægan tíma til að nostra við að steikja kjötið og leyfa pottréttinum að malla á hellunni eða inni í ofni. Gott er að bera hann fram með soðnum nýjum kartöflum ásamt góðu rauðvínsglasi.

Boeuf Bourgignon

fyrir 4-6

1 ½ kg nautakjöt, skorið í 3 cm stóra bita, t.d. nautahnakki eða gúllas
1 ½ tsk. salt
½ tsk. pipar
150 g gæða beikon, skorið í bita
1 laukur, saxaður
1 stór gulrót, sneidd
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk. timíanlauf
2 tsk. tómatmauk
2 msk. hveiti
1 flaska (750 ml) rauðvín
1 lárviðarlauf
15 perlulaukar, afhýddir
1 msk. ólífuolía
1 dl nautasoð
30 g smjör
300 g sveppir, skornir í þykkar sneiðar
steinselja, söxuð

Hráefnið.

1 Hitið ofn í 160°C án blásturs. Þerrið kjötbitana og saltið þá og piprið, setjið til hliðar og látið standa við stofuhita í hálftíma. Takið fram góðan pott sem má fara inn í ofn, t.d. steypujárnspott, og setjið yfir meðalháan hita. Steikið beikonið í pottinum þar til það verður fallega brúnað og stökkt, ef það fer að brenna við pottinn er gott að setja smávegis ólífuolíu út í pottinn. Veiðið beikonið upp úr pottinum og leggið á eldhúspappír, skiljið fituna eftir í pottinum.

Nautakjötið steikt.

2 Hækkið hitann lítillega undir pottinum og steikið nautakjötið á öllum hliðum upp úr fitunni. Mikilvægt er að hafa gott bil á milli bitanna og því getur þurft að steikja kjötið í tveimur hollum. Setjið kjötið til hliðar.

Grænmetið steikt.

3 Lækkið hitann undir pottinum og steikið lauk og gulrót þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið hvítlauk og timíani út í og steikið í 1 mín. Hrærið tómatmauk og hveiti saman við þar til það samlagast.

Rauðvíni hellt út í.

4 Hellið síðan rauðvíni út í pottinn. Sjóðið í 2-3 mín. til að vínandinn sé gufaður upp áður en kjötinu er bætt í pottinn.

5 Bætið kjötinu og helmingnum af beikoninu út í pottinn og flytjið inn í ofn ásamt lárviðarlaufi og eldið þar til kjötið er orðið lungamjúkt, í u.þ.b. 2 klst. Gott er að snúa kjötinu eftir tæpa klukkustund.

Perlulaukar og sveppir eldaðir.

6 Á meðan kjötið eldast eru perlulaukar og sveppir eldaðir. Setjið 10 g smjör og 1 msk. af ólífuolíu á pönnu og látið yfir meðalháan hita, bætið perlulauknum út á pönnuna þegar smjörið hefur bráðnað. Steikið í u.þ.b. 10 mín. og hrærið í þeim reglulega svo þeir brúnist á öllum hliðum. Hellið 1 dl af nautasoði eða rauðvíni út á pönnuna og saltið og piprið eftir smekk. Hyljið pönnuna til hálfs með loki eða klippið til smjörpappír til að leggja ofan á pönnuna og eldið þar til laukurinn er orðinn alveg mjúkur, u.þ.b. 40-50 mín. Setjið til hliðar. Notið afanginn af smjörinu til að steikja sveppina og saltið þá og piprið eftir smekk. Setjið til hliðar.

Gott er að bera réttinn fram með t.d. brauði.

7 Takið kjötið úr ofninum og blandið perlulauknum, sveppunum og afganginum af beikoninu saman við. Sáldrið steinselju yfir og berið fram. Gott er að bera réttinn fram með nýjum kartöflum eða góðri kartöflumús og brauði.

Texti / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Unnur Magna

11 vilja verða forstjóri Umhverfisstofnunar

Ellefu umsækjendur voru um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn og var umsóknarfrestur til 28. október.

Umsækjendur eru:

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
Kristján Sverrisson, forstjóri
Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi

Valnefnd mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.

 

Koma ánægjulega á óvart

Mynd / Rut Sigurðardóttir

Brynhildur Björnsdóttir, blaðamaður, kabarettsöngkona og gagnrýnandi, mælir hér með hámglápsefni sem hentar vel um hrekkjavöku, án þess þó að vera of hræðilegt.

 

Lucifer

„Frá því ég datt í Ísfólkið sem unglingur hefur persóna Lucifers verið á uppáhaldslista yfir áhugaverð og misskilin illmenni goðsagnaheimsins. Þættirnir fjalla um það þegar Lucifer er orðinn leiður á Víti, fer í frí til Los Angeles og kann svo vel við sig þar að hann stofnar næturklúbb og sekkur sér ofan í lífsins lystisemdir. Fljótlega hætta þær að vera honum nóg og þegar hann kynnist rannsóknarlögreglukonunni Chloé Decker einhendir hann sér í morðrannsóknir. Ýmsar misþekktar persónur í Biblíunni koma við sögu í þáttunum sem fjalla um eðli trúarbragða, illsku og mennsku á mjög skemmtilegan og hressandi hátt. Þættir sem komu mér mjög ánægjulega á óvart og ég bíð spennt eftir fimmtu seríu.“

The Chilling Adventures of Sabrina

„Þær gleðifregnir voru að berast mér að von er á fleiri þáttaröðum um unglingsnornina Sabrinu, frænkur hennar og vini. Þættirnir eru byggðir á myndasögum frá sjöunda áratugnum sem síðar urðu að teiknimynda- og svo sjónvarpsþáttaröðum fyrir börn. Þessir þættir eru þó sannarlega ekki fyrir mjög ung börn þar sem þeir eru bæði blóðugir og óhugnanlegir. En mjög skemmtilegir og grípandi, einkum þegar Sabrína er milli steins hins venjulega samfélags sem hún býr í og sleggju nornasamfélagsins sem hún tilheyrir líka. Kvikmyndataka og útlit þáttanna er líka mjög vel gerð og grípandi blanda af nútíma og nærþátíð. Og svo bara unglingaástir og drama eins og það gerist safaríkast.“

„…þeir eru bæði blóðugir og óhugnanlegir.“

Dark

„Það er gaman að horfa stundum á efni sem hvorki er framleitt í né gerist í Bandaríkjunum. Þýsku sjónvarpsþættirnir Dark eru bæði glæpaþættir og vísindaskáldskapur og vel skrifaðir, vel leiknir og vel hámverðugir.“

„Er það frétt?“

Eftir / Aldísi Schram

„Heimurinn er hættulegur – ekki vegna verka illra manna, heldur hinna sem láta þau afskiptalaus.“

Þessi fleygu orð, sem eignuð eru Albert Einstein, vil ég gera hér að umtalsefni, jafnframt því sem ég þakka heilbrigðisráðherra Íslands fyrir að veita mér það tækifæri að fá að tala hér í dag um þá valdníðuslu og þöggun sem ég hef látlaust sætt sl. 27 ár ár fyrir þær sakir að segja sannleikann. Sem ég geri þó ekki með glöðu geði, því það fæ ég ekki sannað nema með því að sanna sök á valdníðinginn. Sem svo sorglega vill til, að er sjálfur faðir minn, svokallaður. Það er sú pattstaða sem ég hef lengi verið í, en verði ég að velja á milli ættarklíku og sannleikans, vel ég hann.

Ég er sum sé hin illræmda Aldís, ef marka má þann fagnaðarboðskap sem umræddur ákærandi hefur síðustu mánuðina stritað við að breiða út um dóttur sína, mig, að ég í almætti mínu hafi kúgað 22 konur til að ljúga upp á hann kynferðisglæpum.

Sem er sama rullan sem hinn umræddi (þá) hæstvirti maður, þuldi frammi fyrir alþjóð í febrúar árið 2012, sem meintri sönnun þess að hann væri saklaus af ásökunum Guðrúnar Harðardóttur um kynferðisbrot – með þeim tilætlaða árangri að umræðan í kommentakerfum blaðanna snerist næstu mánuðina um mína meintu „geðveiki.“ Er mér er annars mikill heiður af – því eins og sumir vita kallaðist „geðveikt“ fólk hér á öldum fyrir Krist, Guðsfólk – sem það sannanlega er, af minni reynslu að dæma.

En ef einhver rannsóknarblaðamaðurinn hefði gaumgæft þau perrabréf er umræddur sendiherra sendi Guðrúnu Harðardóttur í nafni Sendiráðs Íslands – sem enginn gerði, hefði snarlega komið í ljós að þessi svokölluðu „elskhugabréf“ karlsins til hins móðurlausa barns – sem eru skólabókardæmi um aðferðir þeirra sem níðast á börnum, sanna per se hvern mann hann hefur að geyma.

Mann sem prédikar fyrir barninu þar sem það er aleitt í útlandinu, hið góða hlutskipti hinna „kátu“ hórkvenna – m.a. í því fátæka landi hvers bjargvættur hann segist vera, þ.e. Litháen, og dýr; nánar tiltekið „geithafur“ sem í órum sínum girnist konur „í draumaheimum,“ þ.e. sofandi. Sem svo vill til að er einmitt það sem 6 börn hafa fengið að reyna á eigin skinni, að því er fram kemur á síðunni metoo-jonbaldvin.

Þetta sönnunargagn sem starað hefur á þjóðina í líki organdi barns, hefur mönnum einhvern veginn yfirsést, og ekki að furða, því umræddur fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins er reyndur í pólitískum vélabrögðum og kann aðferðina ad nominem, þ.e. að knésetja sendiboðann, sem á að heita ég.

Og rembist við það enn í þeim tilgangi að beina athyglinni frá glæpunum sínum tuttugu og þremur og að mér, hinni „veiku“ dóttur, á mannorðsaftökupallinum. Og hefur bara tekist það býsna vel, fyrir aðstoð fjórða valdsins, fjölmiðlanna.

Því viðtöl við hann, mér til höfuðs, og greinarskrif, frá og með árinu 2012, eru a.m.k. 66, en viðtölin við mig tvö. Þ.e. það sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir tók í nafni í DV árið 2013 og það sem hetjurnar Helgi Seljan og Sigmar Gumundsson tóku í trássi við yfirboðara sína á RÚV þann 17. janúar sl.  – sem ég nauðbeygð þáði af því sama tilefni að fá komið vörnum við gegndarlausum lygum „föðurins“ og hefur nú stefnt mér fyrir!

Í umræddu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2, rak ég málavexti – ólíkt honum, með vísan í framlögð gögn, sem í allra stystu máli eru þeir að kynferðisbrotaþoli hefur sætt nauðungarvistun að beiðni gerandans, vegna meints „geðhvarfasjúkdóms“ sem hann sannanlega aldrei hefur verið haldinn. Þ.e. ég! En það er einmitt þessum ranga stimpli, sem geðlæknar Landspítalans færðu kynferðisbrotamanninum á silfurfati, sem hann nú hampar frammi fyrir þjóðinni því til marks að hann sé saklaus af ásökunum allar um kynferðisbrot. Snilld!

Reyndar er hún ekki uppfinning umrædds vélráðamanns, þessi aðferð, en sérlega hentug til að velta úr sessi andstæðingum og er, eins og flestar pólitíkur vita, margnotuð.

„Af hverju hefur þá maðurinn aldrei verið kærður, því við búum jú í réttarríki?,“ spyrja varðhundar umrædds barnaníðings – sem taka hann á orðinu í drottningarviðtalinu á RÚV þann 3. febrúar sl. – þar sem mér reiknast til að hann ljúgi á mínútu fresti, að „þetta“ þ.e. níð hans á börnum hafi „aldrei verið kært“ – sem er auðvitað ekki rétt, því í þrígang hef ég reynt að koma lögum yfir þennan síkynferðisbrotamann.

Í fyrsta sinni þann 19. ágúst árið 1992, þá ég hótaði umræddum þáverandi utanríkisráðherra kæru vegna kynferðisbrots hans gagnvart 14 ára stúlku, með þeim málalyktum að ég, frelsissvipt á geðdeild LSH, var á korteri greind með geðhvörf, og látin sæta nauðungarvistun mánaðarlangt, án lagaheimildar, þar sem hún var ekki borin undir æðri yfirvöld (þ.e. ráðuneyti  og  dóm) eins og bar lögræðislögum samkvæmt.

Í annað sinnið þann 13. 4. 2002, er ég tilkynnti (þá ófyrnt) kynferðisbrot þessa þáverandi sendiherra, gagnvart Guðrúnu Harðardóttur til lögreglunnar, með þeim málalyktum að ég, 10 mínútum seinna, var handtekin fyrir beiðni sendiherrafrúarinnar – sem ég hafði nokkrum dögum áður leitt í allan sannleikann um níð hans gagnvart 6 stúlkubörnum, og síðan nauðungarvistuð vegna meintra ranghugmynda um kynferðisbrot sendiherrans, beiðanda nauðungarvistunarinnar.

Í þriðja sinnið þann 8. 10. 2013, er ég lagði fram kæru á hendur umræddum fyrrverandi sendiherra Íslands vegna meiðyrða- og mannréttindabrota hans, er sætti frávísun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af þeirri yfirlýstu ástæðu að kynferðisbrot kærða féllu ekki undir 22. kafla alm. hgl.“ og „að öðru leyti“ þættu hin kærðu brot (og þ.m.t. ólögmætar frelsissviptingar, sem teljast til alvarlegustu brota alm. hgl.) „ekki efni“ í rannsókn.  Þess valdandi að kæra þessi sætti ekki rannsókn.

Ekki frekar en kæra Guðrúnar Harðardóttur, þáverandi sendiheranum á hendur árið 2005, er sætti frávísun árið 2007, af þeirri uppgefnu ástæðu að hin kærðu brot væru ýmist fyrnd eða ættu ekki undir íslenska refsilögsögu.

 

Ég kenni mönnum hugarhik

og helst að sinna öngu.

Það eru verst hin þöglu svik

að þegja við öllu röngu.

 

Svo kvað Arne Garborg.

Búum í höfðingjasleikjuveldi?

Er nema von að ég spyrji?

Er það frétt, að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu – sem sakamálalögum samkvæmt (52. gr.) skal hefja rannsókn út af vitneskju um refsivert brot, hvort sem honum hefur borist kæra eða ekki, og var upplýstur um það þann 7. júní sl., að umræddur gerandi hefur nú verið borinn sökum um kynferðisbrot af 43 aðilum, lætur það afskiptalaust?

Er það frétt, að Hörður Jóhannesson, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri, varð uppvís að því (vegna uppljóstrunar Jóns Baldvins Hannibalssonar þann 4. 2. 2019) að hafa gefið út skjal í nafni „lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu“ þann 5. 1. 2012, upp á þá lygi, lögreglugögnum samkvæmt, að Jón Baldvin og Bryndís Schram hafi „aldrei kallað á lögreglu eða beðið um aðstoð af neinu tagi“ mín vegna“ – eins og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var gert kunnugt um þann 7. júní sl., er hefur látið það afskiptalaust?

Er það frétt, að rannsóknarlögreglan í „samantekt“ sinni á „aðalatriðum“ kæruskýrslu minnar – sem tekin var upp á myndband – er ég nú loks hef í höndum, hefur gerst sek um að leyna þeim upplýsingum sem ég veitti til sönnunar kærunni, með þeim málalyktum að þáverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, yfirmaður fyrrgreinds Harðar Jóhannessonar, byggði þá ákvörðun sína að vísa frá kærunni – eins og síðan ríkissaksóknari sem staðfesti þá ákvörðun, ýmist á röngum eða ófullunægjandi upplýsingum – eins og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var gert kunnfjugt um þann 16. janúar árið 2018, er látið hefur það afskiptalaust?

Mér – sem hef látið dómsmálaráðherra í té gögn er sanna að ofangreindar staðhæfingar eru réttar, finnst þetta vera fréttir.

En þér? Það er spurningin.

Ræðan var flutt á morgunverðarfundinum „Aðgát skal höfð“ sem heilbrigðisráðuneytið hélt á Grand Hótel 31. október. Umfjöllunarefni fundarins voru viðmið í umfjöllun fjölmiðla um geðheilbrigðismál. Höfundur er lögfræðingur, leikkona, kennari og rithöfundur.

Drápa bauð til hrekkjavökuveislu: Ingunn hlaut þýðingarverðlaun ársins

||
Ingunn með verðlaunin og Ásmundur.|Barþjóninn líklega ódauður að sögn Ásmundar.|B'okin Hin ódauðu.

Drápa forlag bauð til hálfgerðrar hrekkjavökuveislu í gær til að fagna útgáfu bókarinnar Hin ódauðu eftir Johan Egerkrans.

 

Veislan, sem fór fram á Gráa kettinum, hæfði tilefninu og mættu vinir og velunnarar Drápu og skemmtu sér.

Í útgáfuteitinu fékk Ingunn Snædal, þýðandi bókarinnar, Þýðingarverðlaun Drápu 2019 fyrir þýðinguna á bókinni.

„Ingunn er mikilvirkur þýðandi sem hefur vakið athygli fyrir fjölbreyttar þýðingar ólíkra bókmenntagerða undanfarin ár. Ingunn á þennan heiður svo sannarlega skilið,“ segir Ásmundur Helgason einn eigenda Drápu og Gráa kattarins.

B’okin Hin ódauðu.

Drápa forlag hefur gefið út bókina Hin ódauðu, eftir hinn sænska Johan Egerkrans. Í bókinni sýnir Johan lesendum einstakt yfirlit yfir vampírur og afturgöngur frá öllum heimsálfum. Johan skrifar textann og teiknar einstakar myndir af hinum ódauðu, þannig að um síður bókarinnar líða hinar mestu furðuskepnur sem hafa lifað í munnmælum þjóða um allan heim. Þannig fá lesendur að kynnast golem, smámennum, helgleypi og hinu furðulega veltihöfði, svo fátt eitt sé talið.

Mikilvægur kafli í bókinni snýr að vörnum gegn hinum ódauðu en ekki síður mikilvægt er að læra að þekkja hin ódauðu frá hinum lifandi.

Bókin var tilnefnd til sem besta bók almenns efnis fyrir ungmenni í Svíþjóð 2018 og nú fá Íslendingar að kynnast þessari einstaklega fallegu, en jafnframt hræðilegu bók Johans Egerkrans.

Barþjóninn líklega ódauður að sögn Ásmundar.

 

Maus setur ný viðmið í endurútgáfum

Hljómsveitin Maus fagnar í dag 20 ára afmæli breiðskífunnar Í þessi sekúndubrot sem ég flýt, með nýrri endurbættri útgáfu af plötunni á Spotify og á vínylplötu í fyrsta skiptið. Hljóð plötunnar var endurunnið frá grunni af Curver Thoroddsen sem studdist við nýjustu tækninýjungar við vinnuna.

 

„Við vorum aldrei algjörlega sáttir við hljóm plötunnar á sínum tíma,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari en geislaplatan seldist í tæplega 4000 eintökum þegar hún kom út um haustið 1999.  „Við ákváðum því að víst að við ætluðum að vera standa í því að þrykkja plötunni á vínyl upp á annað borð að hér væri komið kjörið tækifæri til þess að endurvinna hljóminn upp á nýtt. Ef einhver væri fimmti meðlimurinn í Maus, þá væri það líklegast Curver, þar sem við erum flestir æskuvinir úr Árbænum. Það lá því beinast við að fá hann í verkið,“ útskýrir hann, og bætir við að þeir grófu upp gömlu teipin og byggðu upp hljóminn upp á nýtt út frá þeim.

Metnaðarfullt verk

Í þessi sekúndubrot sem ég flýt, var fylgifiskur plötunnar Lof mér að falla að þínu eyra, sem kom út árið 1997. Eftirvænting eftir plötunni árið 1999 var því mikil og á henni er að finna nokkur af allra vinsælustu lögum Maus. Má þar nefna Kerfisbundna Þrá, Allt sem þú lest er lygi, Dramafíkil og Báturinn minn lekur. Mikill metnaður var lagður í gerð plötunnar við upptökur en á henni eru fjölda aukahljóðfæraleikara. Þar á meðal; Daníel Ágúst Haraldsson sem söng bakraddir, Hildur Guðnadóttir á selló og Samúel Jón Samúelsson sem spilaði á básúnu og útsetti einnig alla strengi og blásturhljóðfæri. Maus vann tvö verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 1999 fyrir útgáfu plötunnar.

20 ár eru síðan breiðskífan Í þessi sekúndubrot sem ég flýt kom út.

„Við erum flest allir miklir vínylnördar sjálfir og leggjum því mikla áherslu á að búa til grip sem er eigulegur.“

„Síðasta vínylútgáfa hjá okkur er alveg uppseld hjá útgefanda og engin áform eru um að pressa fleiri. Við erum flest allir miklir vínylnördar sjálfir og leggjum því mikla áherslu á að búa til grip sem er eigulegur. Þessi er gerð í takmörkuðu magni á frostglærum vinyl, það eru inngreipt leyni-skilaboð á plötunni sjálfri við lok beggja hliða og aðeins 300 stykki voru pressuð,“ útskýrir hann, en platan er komin út á Spotify og í næstu plötubúð.

Að koma nafnlaus fram

Nýfallinn dómur vekur spurningar um það hvernig sætta má trúnað við þolendur og rétt meints geranda til að bera hönd yfir höfuð sér. Eiga þolendur yfirhöfuð þann rétt að stíga nafnlaust fram með ásakanir sínar?

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðssonar leikara gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra vekur áleitnar spurningar um MeToo-byltinguna. Undir myllumerkinu #metoo stigu íslenskar konur úr ýmsum atvinnugreinum fram og greindu, nafnlaust, frá kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Þeirri spurningu er ósvarað hvort hreyfingunni hafi verið ætlað að tryggja að konur gætu sannarlega stigið fram og sagt frá í skjóli nafnleyndar eða hvort tilgangurinn var að vekja umræðu sem yrði til þess að þær gætu stigið fram undir nafni, án þess að þurfa að óttast um afleiðingarnar.

„Kvörtun eða ábending um einelti, kynferðislega áreitni eða annað ofbeldi á vinnustöðum er alvarlegt eðlis. Þess vegna hafa verið settar ítarlegar reglur um skyldur atvinnurekenda við meðferð slíkra mála,“ segir í dómi héraðsdóms í umræddu máli en það var höfðað af Atla Rafni eftir að honum var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu 16. desember 2017. Ástæðan voru ásakanir á hendur leikaranum um kynferðislegt ofbeldi, m.a. frá starfsmönnum leikhússins. LR og Kristín voru dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur.

Í dóminum kemur fram að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að „móttaka kvartana í trausti trúnaðar og nafnleyndar, meðferð þessara upplýsinga hjá Borgarleikhúsinu og synjun þess að upplýsa stefnanda um nöfn kvartendanna hafi samrýmst lögum um persónuvernd.“ Því hefði leikhússtjóra verið óheimilt að upplýsa stefnanda um hvaða einstaklingar hefðu borið hann sökum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að leikhússtjóra hefði átt að vera ljóst að uppsögnin myndi valda Atla Rafni tjóni.

„Samkvæmt reglunum bar stefndu við meðferð málsins án tvímæla að gæta að hagsmunum hlutaðeigandi starfsmanna og þar með talið að gefa stefnanda kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Að því búnu bar að gera ráðstafanir til að stöðva hegðunina, ef hún átti við rök að styðjast, sem og að koma í veg fyrir að hún endurtæki sig. Til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri bar stefndu að upplýsa stefnanda um það hvers eðlis ásakanirnar væru sem borist höfðu, og enn fremur gefa honum kost á að breyta hegðun ef um slíkt væri að ræða,“ segir í dóminum.

„Samkvæmt reglunum bar stefndu við meðferð málsins án tvímæla að gæta að hagsmunum hlutaðeigandi starfsmanna og þar með talið að gefa stefnanda kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.“

Haft var eftir Kristínu að þeir fjórir einstaklingar sem hefðu starfað í leikhúsinu á þessum tíma og leitað til hennar vegna hegðunar Atla Rafns hefðu sagst upplifa mikinn ótta og vanlíðan við að mæta til vinnu vegna nærveru leikarans. Þeir óttuðust að verða fyrir reiði í samfélaginu og um starfsframa sinn. Dómurinn gefur engar vísbendingar um það hvernig sætta eigi þau sjónarmið sem þarna koma fram; trúnað gagnvart þolendum annars vegar og möguleika meints geranda til að bera hönd fyrir höfuð sér hins vegar.

Eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir sagðist lögmaður Atla Rafns í samtali við Fréttablaðið vonast til að það yrði öðrum stjórnendum áminning til framtíðar. Forsvarsmenn Borgarleikhússins ákváðu hins vegar að áfrýja og sögðu í tilkynningu að niðurstaðan „skapaði sértækar skyldur vinnuveitenda gagnvart meintum gerendum umfram þolendur.“ Þá væri nú einnig uppi óvissa um hvort vinnuveitendum væri yfirhöfuð heimilt að taka við kvörtunum í trúnaði og hvernig bregðast ætti við.

Þannig sitja þær spurningar eftir hvort nafnlausar ásakanir hafi eitthvert gildi og hver vilji löggjafans er í þessum efnum.

Nýjar leikreglur?

Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Atli Rafn að MeToo-byltingin hefði orðið til þess að nýjar leikgreglur giltu í samfélaginu. Vísir.is hafði eftir leikaranum að honum hefði verið haldið í algjöru myrkri um ásakanirnar sem hefðu orðið til þess að honum var sagt upp. Uppsögnin hefði haft gríðarleg áhrif á hann persónulega og atvinnumöguleikar hans væru nú í „ruslflokki“.

Atli Rafn vildi ekki kannast við þá hegðun sem á hann var borin en sagðist kannast við eina „lygasögu“ sem var meðal þeirra frásagna sem settar voru fram undir merkjum MeToo. Sagan hefði verið á þá leið að hann hefði verið drukkinn við tökur á kvikmynd og stungið tungunni upp í meðleikkonu sína. Hann hefði fengið þau svör frá leikhússtjóra að sagan sú væri ekki ástæða uppsagnarinnar en sjálfur taldi hann söguna örugglega hafa haft áhrif.

Steinunn Ólína.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var meðal þeirra sem tjáðu sig opinberlega um málið og sagði MeToo-byltinguna til lítils ef konur gætu nú ekki án ótta og kvíða komið fram undir nafni. „Ef ekki, verður þetta mál aldrei leyst og mannorð Atla Rafns eyðilagt fyrir lífstíð á afar vafasömum forsendum. Sem er ólíðandi og svokallaðri MeToo-byltingu til háðungar,“ sagði hún á Facebook áður en dómur féll.

„Ef ekki, verður þetta mál aldrei leyst og mannorð Atla Rafns eyðilagt fyrir lífstíð…“

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona, notaði hins vegar tækifærið til að gagnrýna dómaframkvæmdina í kynferðisbrotamálum. „Nú eru [Atla Rafni] dæmdar hærri bætur en nokkur nauðgunarbrotaþoli í sögu landsins hefur fengið. Hærri en 17 ára stúlka sem var haldið fanginni og nauðgað heila helgi. Hærri en allir hópnauðgunarþolendur Íslands, líka þær sem smituðust af ólæknandi sjúkdómi við ofbeldið. Hærri en allir sem hafa verið misnotaðir og sviptir æsku sinni. Burtséð frá sekt eða sakleysi einstakra manna er þessi heildarmynd rammskökk.“

Sjá einnig: Atli fær 5,5 milljónir í bætur

Mál Slayer gegn Secret Solstice tekið fyrir í dag

Slayer

Fyrirtaka í máli hljómsveitarinnar Slayer gegn tónlistarhátíðinni Secret Solstice fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Slayer stefndi hátíðinni vegna skuldar upp á tæpar 16 milljónir króna.

Það er umboðsskrifstofan K2 Agency sem höfðaði mál, annars vegar gegn Solstice Productions sem hélt hátíðina árið 2018 þegar Slayer spilaði, og hins vegar gegn Live Events sem tók við rekstrinum. Þeim síðari var stefnt þar sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Víkingur Heiðar Arnórsson, sagði að gert yrði upp við alla listamenn hátíðarinnar árið 2018.

Baráttan um lífeyrissjóðina að hefjast af alvöru

Það sverfur að okurlánurum.

Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu fjárfestar og lánveitendur á Íslandi.

 

Eignir íslenskra lífeyrissjóða voru 4.797 milljarðar króna í lok ágúst síðastliðins. Til að átta sig á því hversu hratt eignir kerfisins eru að vaxa nægir að nefna að þær fóru fyrst yfir eitt þúsund milljarða króna í byrjun árs 2005 og yfir tvö þúsund milljarða króna í byrjun árs 2011. Frá því í nóvember 2012 hafa eignirnar tvöfaldast. Sjóðirnir eiga nú rúmlega þriðjung heildarfjármuna á Íslandi.

Þeir eru í eigu sjóðsfélaga en ný og róttæk verkalýðsforysta er á þeirri skoðun að atvinnurekendur hafi allt of mikil áhrif innan þeirra. Í undirbúningi, og í sumum tilvikum í framkvæmd, er að auka áhrif verkalýðshreytingarinnar og sjóðsfélaga í sjóðunum og láta þá horfa af meiri alvöru til annarra þátta en arðsemi í starfsemi sinni.

Þar verði litið bæði fram á við, með breyttum áherslum í fjárfestingum og beitingu hluthafavalds, og aftur á bak með rannsóknum á gjörningum sem grunur sé um að hafi ekki verið framkvæmdir með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi.

Nánar í nýjasta Mannlífi og á vef Kjarnans.

Greiðslumiðlun hf. bregst við fjársvikamáli

Mynd / Facebook

Greiðslumiðlun hf. hefur lokað tímabundið fyrir notkun íslykils sem auðkenningaraðferð inn í Pei greiðslulausnina.

 

Ákvörðun er tekin í kjölfar fjársvikamáls þar sem ung kona, sem er fíkill, náði að skuldsetja móður sína fyrir milljón krónur. Komst konan yfir íslykils-lykilorð móður sinnar og keypti vörur í Elko fyrir fyrrgreinda fjárhæð.

Sjá einnig: Móðir fíkils situr uppi með milljón króna tjón.

Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær og í dag. Gagnrýnir móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, að svo auðveldlega sé hægt að stofna til reikningsviðskipta með Pei greiðslulausninni.

Um ákvörðun Greiðslumiðlunar eftir að frétt Fréttablaðsins birtist í gær segir hún: „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið.“

Fréttablaðið hefur óskað eftir frekari upplýsingum um fjölda fjársvikamála sem átt hafa sér stað með greiðslulausninni, sem og heildarupphæð þeirra, en Greiðslumiðlun neitaði að veita þær upplýsingar.

Stendur á traustum grunni

Stofnandi Útfararstofu Reykjavíkur hefur starfað í faginu í 27 ár. Aðalsmerki stofunnar er lágt verð, persónuleg þjónusta og að sömu tveir starfsmennirnir sjá um alla þjónustuna frá a-ö.

 

Útfararstofa Reykjavíkur var sett á laggirnar fyrir fimm árum en stendur á mun eldri og traustari grunni. Stofan er í eigu hjónanna Ísleifs Jónssonar og Steinunnar Stefaníu Magnúsdóttur en sjálfur hefur Ísleifur starfað í greininni í 27 ár.

Stofnandi Útfararstofu Reykjavíkur hefur starfað í faginu í 27 ár.

„Það er því óhætt að segja að við búum yfir dýrmætri reynslu sem nýtist öllum vel sem leita til okkar. Aðalsmerki okkar er lágt verð, persónuleg þjónusta og ekki síst sú staðreynd að við bjóðum alltaf upp á tvo sömu starfsmennina, mig og Steinunni. Það þýðir að eftirlifandi fjölskyldumeðlimir eiga alltaf við sömu tvo starfsmennina í stað þess að skipta hugsanlega við nokkra starfsmenn á ólíkum stigum ferlisins. Auk þess leggjum við alltaf áherslu á að hafa tvo útfararstjóra við athafnir okkar en ekki einn.“

„Reynsla okkar sýnir að þessi atriði skipta aðstandendur miklu máli er þeir líta ásýn ástvinar í hinsta sinn.“

Utan þess nefnir hann þann stóra kost að Steinunn hafi starfað á hárgreiðslu- og snyrtistofum í áratug, bæði hérlendis og erlendis. „Hún leggur sig fram um að gera ásýnd hins látna smekklega, virðulega en látlausa og í stíl við persónuleika hins látna. Reynsla okkar sýnir að þessi atriði skipta aðstandendur miklu máli er þeir líta ásýn ástvinar í hinsta sinn.“

Ómetanleg reynsla

Útfararstofa Reykjavíkur annast útfarir á höfuðborgarsvæðinu og veitir aðstandendum mikilvæga aðstoð við undirbúning og framkvæmd útfararinnar.

Stofan er í eigu hjónanna Ísleifs Jónssonar og Steinunnar Stefaníu Magnúsdóttur.

„Við tvö erum þá með aðstandendum allt ferlið, allt frá að hinn látni er sóttur og að greftrun. Hefðbundið ferlið er þannig að hringt er í útfararstjóra þegar viðkomandi deyr á einhverri stofnun. Við sækjum þann látna og færum í líkhús. Daginn eftir tökum við oftast viðtal við ættingja og ræðum skipulag útfararinnar þar sem m.a. er hugað að helstu tímasetningum, eðli útfararinnar, val á presti, snyrtingu á hinum látna og athöfnina eftir útför.“

Hann segir ýmsar breytingar hafa orðið í greininni undanfarin ár. „Það sem hefur helst breyst á undanförnum árum er að kistulagning og útför eru oftar sama daginn. Þá gæti t.d. kistulagning verið klukkan 11.30 með nánustu ættingjum og vinum og svo útförin sjálf klukkan 13.

Annað sem hefur breyst, frá því ég hóf störf í faginu fyrir 27 árum, er að bálfarir eru miklu algengari en áður. Þegar ég byrjaði voru þær um 15% útfara en í dag eru þær rúmlega 50%. Það sem hefur þó ekki breyst á þessum árum er að útfararþjónustan er alltaf jafnviðkvæm þjónusta þar sem ekkert má út af bera og allt verður að standast 100%.

Á starfsferli mínum hef ég haft umsjón með rúmlega 16.000 útförum þannig að reynslan er svo sannarlega til staðar hjá Útfararstofu Reykjavíkur.“

Allar nánari upplýsingar má finna á usr.is.

Útfararstofa Reykjavíkur
í samstarfi við Stúdío Birtíng

 

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

|
Helga Katrín Stefánsdóttir við dragsterinn Batman. Ingólfur Arnarsson er eigandi þessa tryllitækis. Vélin er 11

Virðing fyrir hinum látna er alltaf í forgrunni hjá fjölskyldufyrirtækinu Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar enda er leiðarljós þess hlýja, auðmýkt og virðing.

 

Gott orðspor skiptir mjög miklu máli í útfararþjónustu og það veit Rúnar Geirmundsson mætavel enda starfað í greininni í nær fjóra áratugi. Hann hóf störf hjá Kirkjugörðunum árið 1983 en stofnaði Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar árið 1990.

Rúnar Geirmundsson.

„Virðing fyrir hinum látna er alltaf í forgrunni hjá okkur. Þannig skiptir í raun ekki máli hvaða trú viðkomandi aðhylltist eða hvort viðkomandi hafi verið trúlaus. Leiðarljós okkar er hlýja, auðmýkt og virðing, algjörlega óháð því hvaða einstaklingur á hlut að máli,“ segir hann.

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar er elsta starfandi útfararþjónustan á höfuðborgarsvæðinu og hefur hann veitt fyrirtækinu forstöðu alla tíð. Fyrirtækið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en hann og eiginkona hans, Kristín Sigurðardóttir, eiga það saman. Hjá þeim starfa svo synir þeirra tveir, Elís og Sigurður.

Gott orðspor spyrst út

Þegar andlát ber að garði er mikilvægt að hafa samband við útfararþjónustu sem fyrst að sögn Rúnars. „Fyrsta skrefið er að flytja hinn látna af dánarstað í líkhús og næst hefst undirbúningur kistulagningarinnar. Daginn eftir heimsækir útfararstjórinn oftast aðstandendur sem leggja yfirleitt fram óskir sínar varðandi framkvæmd kistulagningar og síðan jarðarfarar. Um leið er yfirleitt valinn prestur eða athafnarstjóri og allar helstu athafnir eru tímasettar auk þess sem grafartaka eða bálför er bókuð.“

Að því loknu þarf að taka ákvarðanir um hvaða verkefni falla í hlut starfsmanna. „Við sjáum um allt er lýtur að undirbúningi og framkvæmd útfara, t.d. höldum við utan um öll samskipti við aðstandendur, tónlistarfólk, kirkjur, blómabúðir, kirkjugarða og í raun alla þá sem koma að útförinni.“

„Við leggjum mesta áherslu á að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinarmissi.“

Eftir allan þennan tíma í greininni og þá reynslu sem hann og aðrir starfsmenn hafa öðlast gegnum árin, er ekki við öðru að búast en vönduðum vinnubrögðum og fagmannlegri þjónustu. „Ef maður sinnir sínu starfi vel er það fljótt að spyrjast út,“ segir Rúnar. „Við leggjum mesta áherslu á að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinarmissi. Því þurfum við að gæta að því sem við gerum og segjum og eins að nálgast fólk með hlýju og auðmýkt. Það getur t.d. verið mjög erfitt að bjóða fólki þjónustu gegn greiðslu við þessar aðstæður en þetta hefur lærst í gegnum árin og við tökum mikið tillit til þess hvernig aðstæður eru hverju sinni,“ bætir hann við.

Fallegar kistur á góðu verði

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar leggur ekki bara áherslu á vandaða þjónustu heldur líka á fallegar kistur á sanngjörnu verði sem standast ströngustu kröfur um umhverfisvernd að sögn Rúnars. „Hefðbundnu hvítu og umhverfisvænu kisturnar eru algengastar en það er alltaf spurt um harðviðar kistur, t.d. eik eða mahóní.“

Fyrir stuttu síðan létu þau, fyrst íslenskra útfararstofa, hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum viði í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson trésmið. „Um er að ræða sérstaka kistu og duftker sem er hannað út frá hugmyndinni um íslenska kistu úr alíslenskum við til brennslu og jarðsetningar,“ útskýrir Rúnar. „Kisturnar eru úr viði sem er unninn og þurrkaður í Hallormsstaðaskógi. Kistan er mjög falleg, úr grófum viði, ólökkuð og náttúrleg.“

Þekkir ekkert annað

Annar sonar þeirra hjóna er Elís Rúnarsson sem hefur þrátt fyrir ungan aldur starfað hjá fyrirtækinu í rúma tvo áratugi.

Elís Rúnarsson.

„Ég man ekki eftir öðru en að sjá föður minn starfa í þessu fagi enda var fyrirtækið stofnað þegar ég var níu ára gamall. Fyrir mér var þetta því alltaf hefðbundið starf þótt ég hafi vissulega gert mér snemma grein fyrir því að þetta starf væri mjög krefjandi og krefðist vandvirkni.“

Fyrstu verkefni Elísar hjá fjölskyldufyrirtækinu voru að þrífa bíla og annast einföld viðvik. Síðar tók hann þátt í daglegum störfum með föður sínum og Sigurði eldri bróður sínum. Undanfarinn áratug hefur Elís svo starfað daglega við hlið föður síns við útfaraþjónustu og allan almennan rekstur. „Það eru forréttindi að fá að leggja sitt af mörkum við að aðstoða fólk í krefjandi aðstæðum og að geta boðið fram reynslu okkar og persónulegu þjónustu fjölskyldufyrirtækis á erfiðustu stundum í lífi fólks,“ bætir Elís Rúnarsson við.

Siðareglur mikilvægar

Utan rekstur útfararþjónustunnar er Rúnar Geirmundsson einnig formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Félagið hefur verið starfrækt í yfir áratug og hefur Rúnar verið formaður þess allt frá upphafi. Hann segir aðaltilgang félagsins vera að skapa vettvang til að halda utan um siðreglur útfararstjóra. „Starf mitt felst aðallega í því að halda utan um fundastarf og framfylgja reglum og samþykktum aðalfunda. Ég sæki einnig fundi erlendis enda á félagið í talsverðum erlendum samskiptum. Siðareglur evrópskra útfarastjóra eru til að mynda grunnur íslensku siðareglnanna,“ segir Rúnar. Ekki er lagaskylda fyrir útfararstjóra að vera í félaginu að hans sögn en nánast allir starfandi útfarstjórar eru þó félagsmenn og hafa undirritað siðareglur félagsins.

Nánari upplýsingar má finna á utfarir.is eða í síma 567 9110 allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar
í samstarfi við Stúdíó Birtíng

 

Fagmennska og falleg þjónusta 

|
Vonir standa til að samningar náist við kennara fyrir haustið svo ekki komi til verkfalla|Sigríður Björk Einarsdóttir

Fjölþætt útfararþjónusta krefst fagmennsku og nærgætni. Útfararþjónusta Kirkjugarðanna hefur þjónustað landsmenn í 70 ár.

 

Í hröðu nútímasamfélagi er sífellt vaxandi krafa um fagmennsku og góða þjónustu á flestum sviðum og þar er útfararþjónusta ekki undanskilin. Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna er leitast við að svara þeim kröfum og væntingum t.d. með því að leggja áherslu á þær hliðar þjónustunnar sem snúa að tilfinningum og mýkt, enda er þjónustan viðkvæm og mikilvæg að sögn Sigrúnar Óskarsdóttur, guðfræðings og útfararstjóra. „Með aukinni kröfu um fagmennsku á þessum viðkvæmu stundum býður Útfararstofa Kirkjugarðanna upp á þjónustu reynslumikils starfsfólk sem m.a. sækir hin látnu, klæðir þau og snyrtir og veitir þjónustu við kveðjustundirnar. Það er lögð mikil áhersla á hlýjar móttökur og hefur stofan á að skipa sérfræðinga á sviði sálgæslu, félagsráðgjafar og lögfræði. Fyrirmynd að fagmennsku og hlýjum móttökum í fallegu húsnæði sækjum við til kollega okkar á Norðurlöndum en við erum aðilar að norrænu samstarfi og sækjum reglulega fundi og ráðstefnur til að kynna okkur nýjungar.“

Ný hugmyndafræði 

Meðal helstu sérstöðu Útfararstofu Kirkjugarðanna má nefna háskólamenntaða sérfræðinga, stærð stofunnar og þægilega aðstöðu til að taka á móti aðstandendum bætir Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi við. „Stundum eru einstaka mál sérstaklega viðkvæm, t.d. þegar dauðann hefur borið að skyndilega. Þá höfum við fagfólk til ráðgjafar og gefum aðstandendum svigrúm fyrir þann tíma sem þarf. Þá er annað starfsfólk til taks til þess að sinna því sem þarf til þess að halda starfseminni gangandi allan sólarhringinn. Auk þess bjóðum við upp á vaktsíma og stuttan viðbragðstíma.“

Mynd / Hallur Karlsson

Útfararstofa Kirkjugarðanna leggur áherslu á jafnan hlut karla og kvenna í þjónustunni. „Við höfum tileinkað okkur nýja hugmyndafræði er lýtur að þjónustunni. Stofan hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki og sérfræðingum sem eru tilbúin að leiðbeina, aðstoða og þjóna. Það er ekki okkar að segja hvernig kveðjustundirnar eiga að vera, við hlustum og leggjum okkur fram um að nema þarfir og óskir aðstandenda og fylgja þeim eins og mögulegt er,“ bæta þær við.

Hinstu óskir mikilvægar 

Þær segja Útfararstofu Kirkjugarðanna vera einu útfararstofuna hér á landi sem býður upp á lögfræðiþjónustu en það sé innifalið í þjónustunni að hitta lögfræðing eftir útför til að leiðbeina þeim, sem á þurfa að halda, við uppgjör dánarbús. „Einnig veitum við þjónustu sem við köllum Hinstu ósk en þar bjóðum við einstaklingum til samtals um lífslokin. Einhverjum kann að finnast þetta framandi og jafnvel óþægilegt en í raun finnst flestum eftirlifandi gott að hafa einhverja hugmynd um óskir látinna ástvina sinna þegar kemur að skipulagi útfararinnar,“ segir Sigrún.

„Einnig veitum við þjónustu sem við köllum Hinstu ósk en þar bjóðum við einstaklingum til samtals um lífslokin.“

Dauðinn á ekki að vera tabú 

Í raun fer þjónustan þannig fram að allir eru velkomnir í heimsókn í Vesturhlíð 2 í Reykjavík segir Emilía. „Þar bjóðum við upp á gott kaffi og viðkomandi getur sest niður í einrúmi eða þegið aðstoð sérfræðinga við að fylla út bækling sem hefur yfirskriftina Hinsta ósk. Grundvallaratriði á borð við ákvörðun um bálför eða hefðbundna kistugröf er ákvörðun sem mörgum reynist erfið. Þá er gagnlegt að sú umræða hafi átt sér stað fyrir andlát. Það er heldur ekki lengur sjálfgefið hvar fólk á að hvíla þar sem mun algengara er að fólk flytji á milli landshluta og jafnvel landa. Það er því að mörgu að huga enda kjósa sífellt fleiri þessa þjónustu hjá okkur.“

Einnig er akstur mikilvægur þáttur í þjónustunni að þeirra sögn. „Við leggjum því ríka áherslu á bílarnir okkar séu fallegir gæðavagnar í toppstandi. Á þessu ári höfum við keypt tvo nýja bíla, annars vegar Mercedes Benz-flutningsbíl og svo vorum við að fá til landsins sérútbúinn VOLVO 90. Bíllinn er hinn glæsilegasti og mjög frábrugðinn sambærilegum bílum.“

„Bíllinn er hinn glæsilegasti og mjög frábrugðinn sambærilegum bílum.“

Miklar breytingar í vændum 

Þær eru sammála um að miklar breytingar séu í vændum innan útfararþjónustunnar á næstu árum. „Þar munum við kappkosta að mæta þörfum og breytingum varðandi útfarir með aukinni þjónustu og auknum gæðum. Þá viljum við einnig taka þátt í samtali og vinna að því að dauðinn verði ekki það tabú sem hann þó er í samfélagi okkar.“

Breyttar áherslur í rekstrinum hafa nú þegar skilað sér að þeirra sögn og segja þær starfsmenn vera umvafða kærleika og þakklæti fyrir þjónustu sína. Það er von og stefna stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins að breytingarnar muni ekki aðeins styrkja starfsemi útfararstofunnar heldur einnig bæta útfararþjónustu almennt í þágu aðstandenda.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.utfor.is. 

Útfararþjónusta Kirkjugarðanna
Í samstarfi við Stúdíó Birtíng