Þriðjudagur 25. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Getur kapítalisminn bjargað sjálfur sér frá kapítalismanum?

Það sverfur að okurlánurum.

Ráðandi kerfi í heiminum síðustu áratugi hefur verið hið kapítalíska markaðshagkerfi, og systir þess vestrænt lýðræði. Þeir sem eru jákvæðir gagnvart þessum kerfum benda á að á grunni þeirra hafi friður ríkt í hinum vestræna heimi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Að mannréttindi hafi sífellt fengið stærri sess í þeim löndum sem umfaðmað hafa kerfin. Frelsi stóraukist, tækni fleytt fram og, síðast en ekki síst, lífsgæði mæld á þeim mælikvarða sem oftast er stuðst við, hagvöxt og kaupmátt, hafi tekið stakkaskiptum.

 

Sögulega má rekja upphaf þessarar viðhorfsbreytingar í viðskiptum til áttunda áratugarins þegar menn eins og hagfræðingurinn Milton Friedman stigu fram á sviðið og boðuðu það sem í dag er best þekkt sem brauðmolakenningin. Friedman skrifaði fræga grein í The New York Times árið 1970 þar sem hann sagði það samfélagslega ábyrgt í viðskiptum að auka gróða.

Hugmyndafræðin varð síðan einkennandi undirstaða stjórnartíðar Ronalds Reagan í Bandaríkjunum og Margaretar Thatcher í Bretlandi, tveggja áhrifamestu leikendanna í alþjóðaviðskiptum á níunda áratug síðustu aldar. Skilaboðin voru minna regluverk, frekari einkavæðing, minna ríkisvald og meiri hagnaður fyrir eigendur fyrirtækja. Hluthafinn, þ.e. fjármagnseigandinn sem fjárfesti í fyrirtækjum, varð það eina sem skipti máli í rekstri fyrirtækja.

Þessi áhersla beið ákveðið skipbrot árið 2008, þegar ríki og seðlabankar víða um heim þurftu að grípa fjármálakerfi sem hafði farið langt fram úr sér. Kapítalisminn kallaði á stórtækustu ríkisafskipti mannkynssögunnar. Þrátt fyrir það hefur efsta lagið í heiminum bara orðið ríkara síðastliðinn áratug. Í fyrra var staðan þannig, samkvæmt árlegri skýrslu Oxfam, að 26 ríkustu einstaklingarnir í heiminum áttu jafnmikið af auði og sá helmingur heimsbyggðarinnar, alls 3,8 milljarðar manna, sem átti minnst. Á sama tíma hafa kröfur um aukna samfélagslega meðvitund fyrirtækja, sérstaklega gagnvart umhverfinu, stóraukist. Vegna þessa hefur þrýstingurinn á breyttar áherslur stigmagnast ár frá ári.

Í ágúst 2019 sendu bandarísku samtökin US Business Roundtable, sem samanstanda af forstjórum allra stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna, frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að fyrri stefna samtakanna, um að hagsmunir hluthafa ættu einir að stýra rekstri fyrirtækja, gæti ekki lengur átt við. Það þyrfti að telja til fleiri þætti eins og starfsfólk, nærsamfélag og náttúru.

Þessi stefnubreyting er í takti við fjárfestingastefnu sem margir af stærstu fjárfestingasjóðum heims hafa sett sér. Við blasir því að fyrirtæki sem horfa ekki til annarra þátta en hagnaðar munu eiga erfiðara með að nálgast fjármagn þegar þeir þurfa á slíku að halda til fjárfestingar.

Meira að segja Financial Times, forystublað kapítalismans, boðaði nýja stefnu (The New Agenda) í september síðastliðnum þar sem blaðið talaði fyrir breyttri tegund kapítalisma. Í yfirlýsingu Lionel Barber, ritstjóra Financial Times, sagði að fyrirtækjalöggjöf, skattastefna, fjölmiðlaumfjöllun og reglugerðarsetningar væru allt svið sem þyrftu að breytast með þeim hætti að samfélagsleg ábyrgð og umhverfið yrðu jafnrétthá hluthöfum. Það þurfi að skila hagnaði en með tilgangi. Fyrirtæki þurfi að skilja að slík blanda muni þjóna þeirra eigin hagsmunum en líka hagsmunum viðskiptavina og starfsmanna.

 

„Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að tíminn væri naumur“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Þóra Karítas Árnadóttir segir ferð á vegum UN Women til Malaví, þar sem hún tók viðtöl við brúðir á barnsaldri, hafa rifjað upp sögu móður hennar sem hún skráði í bókinni Mörk. Kynferðisofbeldi gegn börnum eigi sér engin landamæri.

 

„Mamma greindist með mjög sjaldgæfa heilabilun árið 2014 en þá var bókin Mörk, sem sneri að uppgjöri við illskiljanlegt ofbeldi sem hún sætti í æsku, vel á veg komin. Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að tíminn væri naumur en við fengum fimm ár eftir að hún greindist og hún lést í ágúst síðastliðnum. Ef bókin gagnast einum þá er hún þess virði að hafa verið skrifuð, sagði mamma þegar hún ákvað að treysta mér fyrir verkinu en hana grunaði ekki hve bókin átti eftir að rata víða og að nokkru eftir útgáfu hennar ætti eftir að hellast yfir heiminn flóðbylgja í nafni Metoo-byltingar og að saga hennar ætti eftir að vera gefin út í Englandi sem varð raunin í byrjun árs. Mér sýnist eftir þetta að sögur eigi það til að leita einhvern veginn lesendur sína uppi og fæða af sér ný ferðalög en mér skilst að UN Women hafi meðal annars treyst mér fyrir viðtölunum í Malaví vegna umfjöllunarefnis bókarinnar.

Bókin kom út um vor 2015 og um haustið fæddist svo frumburðurinn minn. Ég er sjálfstætt starfandi og varði seinna fæðingarorlofinu 2018 mikið til inni á elliheimili, skrifaði hverja lausa stund og sagði nei við öllum aukaverkefnum. Ég er heppin með skrifin því ég get fengið útrás fyrir sköpunarkraftinn sem býr sterkt í mér um leið og ég gat komið drengjunum mínum á lappirnar en ég hef ríka tjáningaþörf og þörf til að miðla því sem ég nem og skynja enda er ég í grunninn komin af kennurum.“

Þóra segir að of stuttur tími sé liðinn frá láti móður hennar til að hún treysti sér til að tala um sorgarferlið, hún hafi líka fengið þann arf frá móður sinni að horfa frekar fram á veginn en til baka.

„Mamma var með ótrúlegt lífsviðhorf sem ég bý að, fékk ríkan skammt af gleði í vöggugjöf og fannst að maður eigi að lifa lífinu meðan á því stendur. Tilgangurinn er sá að vera hér í samneyti við gott fólk og gleðjast við hvert tækifæri en hún var alls ekki týpa sem kvartaði, heldur sigurvegari sem naut frelsis við að hafa lagt erfiðleika að baki. Ég er henni sammála í því og finn að ég er kresin á að velja það sem gefur mér gleði í augnablikinu. Ég er ekki alin upp til að velta mér upp úr leiðindum þótt ég sé meðvituð um að sorgin þurfi að fá sína útrás og það er engin spurning, hún finnur sér sína leið og þarf rými og tíma. Ég er í undirbúningi og tökum á sjónvarpsþáttum sem ég er að vinna að í augnablikinu fyrir Sjónvarp Símans og verða sýndir 2020. Nú reyni ég að vera skynsöm og hvíla mig hverja lausa stund en það hleður líka batteríin að fást við það sem manni finnst gefandi og skemmtilegt.

„Ég er ekki alin upp til að velta mér upp úr leiðindum þótt ég sé meðvituð um að sorgin þurfi að fá sína útrás…“

Um leið og tökum er lokið ætla ég að ljúka skáldsögu sem ég hófst handa við ári eftir að ég gaf út mína fyrstu bók og vona innilega að lífið færi mér rými til að binda hnútana á bókinni því það er í mér þrjóska sem gagnast mér þegar kemur að því að ljúka því sem ég hef byrjað á en það er mikill styrkur í því að vita að mamma vildi að gleðin væri ferðafélagi í lífinu og því hef ég fullt leyfi til að skemmta mér eins mikið og ég mögulega get. Svo ég er stödd á tímamótum eftir mikið ummönnunarstarf og á þeim tímamótum hef ég gefið sjálfri mér leyfi til að láta verkin tala um leið og ég held áfram að hlúa að mér og mínum nánustu.“

Lestu viðtalið við Þóru í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Ein lykkja í einu

Síðast en ekki síst

Eftir / Steinunni Stefánsdóttur

Ég prjóna. Og við sem prjónum eigum með okkur einhvers konar leynifélag. Það er svolítið eins og að finna óvænt ættartengsl þegar maður kemst að því að kona, því það er næstum alltaf kona, prjónar líka.

Prjónakona sem ég vann einu sinni með kynnti mér þá kenningu að skipta mætti prjónurum í tvennt. Annars vegar eru prjónarar sem prjóna vegna ferlisins sjálfs, það er sú sem nýtur hverrar lykkju og fyllist jafnvel söknuði þegar verkefninu er lokið. Hins vegar eru prjónarar sem einblína á afurðina og njóta fyrir bragðið kannski ekki eins hverrar lykkju sem þær prjóna. Ég fell afdráttarlaust í síðari flokkinn.

Að þessu kvað rammt, sérstaklega á árum áður. Eitt árið prjónaði ég til dæmis peysur á mig og dætur mínar þrjár. Fallegar peysur og hver dóttir fékk að velja bæði snið og liti. Engin af þessum peysum varð hins vegar almennilega nothæf vegna þess að þær náðu okkur ekki nema niður að nafla. Óþreyjan eftir afurðinni gerði að verkum að ég prjónaði ekki nógu hátt upp áður en ég fór að vinna með ermarnar.

Á þessum árum var ég reyndar í nokkurs konar fíkilsambandi við prjónana. Annaðhvort prjónaði ég alls ekki eða þá að ég prjónaði þannig að ég sat með prjónana í fínum veislum og svo tóku þeir frá mér svefn. Ég gat nefnilega alls ekki hætt á kvöldin, sat í sófanum kvöld eftir kvöld og tók aftur og aftur ákvörðun um að prjóna bara eina umferð í viðbót. Þangað til klukkan var orðin tvö eða þrjú eða jafnvel meira.

Ég hef ekki náð þeim stað að verða ferilprjónari en seinni ár hef ég náð betra jafnvægi í sambandi mínu við prjónana og hefur að mestu tekist að eyðileggja ekki verkefnin mín með óþolinmæði. Ég get líka látið prjónana liggja kvöld og kvöld og læt prjónaskapinn ekki ræna mig svefni, nema kannski stundum.

„Ég er algjört Skunk Anansie fan“

||
Katrín Ýr

Katrín Ýr og Erla Stefánsdóttir heiðra konur í rokki með tónlistarveislu á Hard Rock Café laugardaginn 2. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og árabil lagalistans er mjög breitt og lofa þær veislu.

 

 

„Við höfum þekkst í yfir 20 ár og höfum sungið saman. Erla var í heimsókn hjá mér og við vorum að velta upp hvað við gætum gert saman, sem okkur fyndist gaman og væri ekki búið að gera hér áður,“ segir Katrín Ýr. „Við fórum að rifja upp lög sem við hlustuðum á og fannst skemmtileg og þannig varð hugmyndin að viðburðinum til.“

Katrín Ýr sér að mestu um sönginn, en Erla sem er bassaleikari mun einnig syngja. „Strákarnir í hljómsveitinni syngja líka bakraddir þannig að þetta verður veisla.“

Erla og Katrín Ýr

Árið eina í London er orðið að þrettán

Katrín Ýr býr í London þar sem hún vinnur við tónlist í fullu starfi, upphaflega ætlaði hún að vera í ár, en árin eru orðin þrettán. „Ég flutti út í ársnám, kom heim og fór síðan aftur til að taka þriggja ára tónlistargráðu og kom svo ekkert heim aftur. Ég sá að ég gat unnið við tónlistina í fullu starfi hér úti, sem mér hafði ekki dottið í hug áður. Ég hef ekki, þannig séð, verið mikið í tónlist hér hema fyrir utan að ég söng á Celtic og Hressó fyrir 15 árum.

Breitt laga- og áraval

Á lagalistanum eru meðal annars lög með Janis Joplin, Bonnie Tyler, Skunk Anansie, Evanescence og Paramore, auk Tinu Turner og Anouk, þannig að tímabilið er ekki eitthvað ákveðið að sögn Katrínar Ýrar. „Við vorum með svaðalegan lista sem við höfum minnkað niður og rifjuðum upp lög sem við vorum búnar að gleyma eða ekki heyrt lengi,“ segir Katrín Ýr.

Aðspurð um hvort að hún eigi sér uppáhaldskonu í rokki stendur ekki á svari. „Ég er algjört Skunk Anansie fan, ég hef séð þau „live“ fimm sinnum, mér finnst Skin æðisleg söngkona og þau eru uppáhalds síðan ég var 15 ára. Svo er Tina Turner alltaf algjör drottning.“

Viðburður á Facebook.

„Gott þegar hægt er að fá krakka til að hugsa um dýpri hluti“

|
|Alda Rose Cartwright

Árni Árnason venti kvæði sínu í kross, seldi fyrirtæki sitt og lét gamlan draum rætast um að gefa út bók. Barnabókin Friðbergur forseti, varð að veruleika með dyggri aðstoð Helenu dóttur Árna og hefur bókin um forsetann slegið rækilega í gegn.

 

„Ég er búinn að vera í markaðsgeiranum í 20 ár og seldi fyrr á árinu auglýsingastofuna sem ég hef átt í átta ár, Árnasynir,“ segir Árni eldhress þegar blaðamaður hringir. „Ég fór síðan að eltast við gamlan draum um að skrifa. Ég hef unnið mikið með texta í gegnum árin en löngunin var að taka skriftirnar á nýjan stað.“

Barnabók varð fyrir valinu sem fyrsta bók, þar sem Árna langaði að skrifa bók fyrir og með Helenu, níu ára dóttur sinni, en bækur og lestur eru sameiginlegt áhugamál feðginanna.

„Við lesum mikið saman og ég hef mikla trú á lestri og bókum sem uppeldistæki til að þroska hugann og gagnrýna hugsun. Mig langaði að skrifa barnabók á meðan Helena væri enn á þeim aldri að njóta. Mér finnst líka aldrei nóg af bókum fyrir börn og sérstaklega um hluti sem skipta máli.“

En finnst honum að barnabækur eigi að hafa boðskap?

„Það má bara vera gaman að sjálfsögðu. En mér finnst gott þegar hægt er að fá krakka til að hugsa um dýpri hluti, af því þeir eru oft að pæla í einhverju. Ég frábið mér samt allar predikanir í bókinni.“

Friðbergur forseti fjallar um krakka sem rísa upp þegar réttlætiskennd þeirra er misboðið. „Og gegn forsetanum Friðbergi, sem hefur tekið sér hálfgert einræðisvald og þau finna í hjarta sínu að hlutir eru að gerast sem ættu ekki að eiga sér stað. Síðan fara krakkar að hverfa og fleiri hlutir gerast.“

Hugmyndin varð til í heita pottinum

Feðginin fara í sund daglega og í spjalli í pottinum kom upp hugmyndin að bókinni. „Helena lét mér í té sögupersónurnar og gaf þeim nöfn. Saman þróuðum við grunnþráðinn í sögunni og ég tók hann svo og vann áfram,“ segir Árni.

„Persónurnar eru í rauninni persónur sem hún vildi heyra sögur um. Eru ekki allar persónur byggðar á einhverjum; bæði úr mínu, þínu og okkar allra lífi? Þetta eru persónur sem hún þekkir og við þekkjum saman. Ég er viss um að ég er þarna einhvers staðar,“ svarar Árni aðspurður um hvort Helena hafi byggt persónurnar á einhverjum sem hún þekkir.

Friðbergur forseti fjallar um krakka sem rísa upp þegar réttlætiskennd þeirra er misboðið.

En hvað finnst feðginunum um okkar forseta, Guðna Th. og er hann búinn að fá eintak af bókinni? „Við höfum ekki náð að gera það en fáum vonandi tækifæri til þess. Okkur finnst hann náttúrlega bara frábær og hann er forseti sem við getum verið montin og stolt af,“ segir Árni. „Sagan gerist í náinni framtíð og það má segja að Friðbergur gæti tekið við af Guðna ef við pössum okkur ekki á hvert við erum að fara. Það eru nokkrir samtíma populistar sem  má finna í Friðbergi.“

Bókin hefur farið vel af stað og fór í efsta sæti á sölulista barnabóka í útgáfuviku. „Bókin hefur fengið góðar viðtökur og það er gaman að sjá að bæði börn og fullorðnir taka bókinni vel. Bókin er fyrir aldurinn 8-12 ára og hún hentar vel fyrir börn og foreldra til að lesa saman. Það er margt í henni sem foreldrar geta líka haft gaman af,“ segir Árni. „Það er framhald á teikniborðinu alveg klárlega, sem kemur vonandi á næsta ári. Ég er einnig með fleiri hugmyndir.“

Árni hefur farið með bókina í skóla og lesið fyrir nemendur og segist tilbúinn til að vera með upplestur ef áhugi er fyrir því. „Það er ofsalega skemmtilegt og gaman að hitta væntanlega lesendur. Mjög gefandi.“

Þrefalt útgáfupartý – Epic Rain, Hvörf og Kristofer Rodriguez

Laugardaginn 2. nóvember koma hvorki meira né minna en þrjár plötur út á vegum plötubúðarinnar Lucky Records.

 

Um er að ræða plötur með hljómsveitunum Epic Rain og Hvörf, ásamt sólóplötu listamannsins Kristofer Rodriguez. Útgáfunni verður fagnað með útgáfu-/hlustunarpartíi í versluninni við Rauðarárstíg. Fjörið hefst klukkan 15 og er frítt inn.

Stríðshörmungar og sprunginn magi

|
|Ljóðabók Kristjáns.

Lífshlaup Kristjáns Guðlaugssonar hefur verið viðburðaríkara en flestra Íslendinga. Lengst af bjó hann í Noregi og starfaði við blaðamennsku og heimsótti m.a. stríðshrjáð svæði og varð vitni að ógnum sem flestir hafa aðeins heyrt fréttir af að eigi sér stað. Nýlega gaf hann út ljóðabókina Ullin brók og hangið kjöt, en þar er að finna safn ljóða frá ýmsum tímabilum ævi hans og þar endurspeglast minningar bæði sárar og hlýjar.

 

Þórbergur Þórðarson segir í Bréfi til Láru að sá sem ekki verði sósíalisti af að kynna sér stjórnmál sé fáviti. Ertu kannski sammála honum? „Já, ég er hjartanlega sammála Þórbergi,“ segir Kristján og brosir en hann er meðal þeirra sem rætt er við í heimildamyndinni Bráðum verður bylting eftir Hjálmtý Heiðdal. Þar er telft saman tveimur byltingarkenndum atburðum er settu svip á íslenskt samfélag árið 1970, annar var er þingeyskir bændur sprengdu upp stífluna í Laxá í Aðaldal en hinn var taka sendiráðs Íslands í Stokkhólmi. Ellefu íslenskir námsmenn fóru inn í sendiráðið í 20. apríl 1970 og drógu rauðan fána að húni og lýstu yfir að sósíalísk bylting á Íslandi væri nauðsyn. Kristján var þeirra á meðal. Hvað gekk ykkur til?

„Hér á Íslandi var mikil óðaverðbólga en námslánin héldu sér. Það varð því sífellt erfiðara fyrir námsfólk að lifa af lánunum vegna þess peningarnir urðu minna og minna virði. Það varð til hreyfing meðal námsmanna sérstaklega á Norðurlöndum sem beindist að því að laga þessi mál. Úr varð að ákveðin var setumótstaða eða fólk ætlaði að setjast niður í sendiráðunum til að mótmæla. En við fórum aðeins lengra því við vorum svo róttækir.

Í stað þess að setjast niður fórum við inn og hentum sendiráðsritaranum út. Við tókum yfir sendiráðið.

Þetta varaði reyndar ekki nema tvo tíma og lögreglan kom og tók okkur. Hún vissi ekkert hvað hún átti að gera við okkur en við sátum inni í einhverja fjóra eða fimm tíma. Sendiherrann óskaði ekki eftir að neinir eftirmálar yrðu og bað lögregluna að láta okkur fara.“

Skorinn upp á tréborði í Kína

Hann brosir og það er ekki alveg laust við að glampi kvikni í augum byltingarsinnans við að rifja þetta upp. Á þessum tíma ríkti raunar mikill frelsis- og umbreytingaandi um alla Evrópu. Vorið í Prag átti sér stað árið 1968 og lauk með innrás Sovétmanna, stúdentar mótmæltu í París og hin svokallað 1968 hreyfing hafði gríðarleg áhrif meðal ungs fólks um allan heim. Voruð þið innblásnir af því öllu? „Já, við vorum það og sluppum með skrekkinn,“ heldur Kristján áfram. „Eftir þetta flutti ég til Lundar og nam kínversku og kínverska sagnfræði. Maður fær hins vegar enga vinnu við það. Mig langaði að kynnast kínverskum kommúnisma, sögu landsins og læra tungumálið. Ég fór svo til Kína og var þar í átta mánuði.

 

Þar lenti ég í að maginn á mér sprakk. Ég var tekinn og bundinn niður á tréborði og skorinn upp með acupunktur.

Það leið náttúrlega bara yfir mig um leið og þeir stungu  hnífnum í mig. Þetta voru frábærir læknar engu að síður og gerðu allt rétt.

Það þurfti að taka burtu þrjáfjórðu hluta magans. Upp úr þessu skildi ég við þáverandi konu mína og fór til Noregs, kynntist þar konu sem ég giftist seinna og við bjuggum saman í þrjátíu ár. Stóran hluta þess tíma starfaði ég sem blaðamaður og var fréttastjóri á dagblaði í Stavangri.“

Ljóðabók Kristjáns.

Þótt friður hafi alla tíð ríkt á Norðurlöndunum voru víða umbrot á þessum árum. Þú kynntist því var það ekki? „Já, ég fékk leyfi frá ritstjóranum til að fara til Júgóslavíu þegar stríðið var þar. Ég var í Dubrovnik og þurfti að ganga milli tveggja hótela, yfir brú sem þar var og hún var sprengd svo ég datt niður sjö metra, braut á mér bakið á tveimur stöðum og báða ökklana. Lá hálfan mánuð í kjallara sjúkrahússins í Dubrovnik þar til keyrt var með mig á sendiferðabíl með palli upp til Lieb þaðan sem hægt var að fljúga. Ég á þær minjar frá Júgóslavíu enda er ég heiðursborgari í Dubrovnik. Ég skrifaði mikið um stríðið og um það sem gerðist í borginni. Þeir mátu það svo mikils að þeir gerðu mig að heiðursborgara.“

Pakkaði látnu barni í dagblöð

En hvernig var fyrir mann ofan af Íslandi, lengst af búsettan á Norðurlöndum, þekkjandi ekki annað en frið og að mestu saklausan gagnvart ofbeldinu að koma inn í svona aðstæður? „Alveg hrikalegt,“ segir Kristján. „Ég fór líka í kúrdísku héröðin. Var að læra tyrknesku í Ankara um tíma og fór þaðan með rútu inn í Írak meðan stríðið geisaði þar. Það var alveg hörmulegt. Þeir skutu nú á okkur landamæraverðirnir og þá var ekki annað en að kasta sér niður í drulluna og vona að maður lifði af.

Ég man sérstaklega eftir konu sem ég hitti þar. Hún kom gangandi á móti mér með barnið sitt dáið af hungri. Ég hjálpaði henni að pakka því inn í dagblað og grafa það.

Svona atriði sá ég á hverjum degi meðan ég dvaldi þarna. Ég var þarna bara í tvær vikur, enda mikill matarskortur og ég vildi ekki þiggja mat af þessu fólki. Hafði raunar litla lyst sjálfur. Mér þótti þessi reynsla engu að síður dýrmæt og skrifaði mikið um Kúrdistan og kúrdísku héröðin. Ég á marga kúrdíska vini úti í Noregi. En svo tekur allt enda. Það þarf að skipta um fréttastjóra. Þeir verða gamlir og þreyttir og ég var búinn að vera það lengi að ritstjórinn minn bað mig að víkja. Ég gerði það fúslega og vann sem venjulegur blaðamaður í fimm ár.“

Viðtalið í heild er að finna í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Myndir / Unnur Magna

Sparilegt pasta sem ærir bragðlaukana

Ef þú ert í stuði fyrir smá kolvetni þá er fátt betra en að skella í fljótlegan og góðan pastarétt. Þessi er flottur í helgarmatinn enda humar einstaklega sparilegt hráefni.

 

Humar-tagliatelle
Fyrir 4

5 msk. olía
400 g humar, skelflettur
salt og nýmalaður pipar
3 hvítlauksgeirar
½ chili-pipar, fræhreinsaður og sneiddur
400 g litlir tómatar, saxaðir
1 dl hvítvín
1 dl fiskisoð (vatn og fiskiteningur)
500 g tagliatelle
100 g sýrður rjómi eða 1 dl rjómi
salt og nýmalaður pipar
hnefafylli steinselja, söxuð

Steikið humarinn í 2 msk. af olíu, saltið og piprið og setjið til hliðar. Steikið hvítlauk heilan ásamt chilipipar í 3 msk. olíu. Bætið tómötum út í og látið sjóða þat til tómatarnir hafa mýkst vel upp og samlagast olíunni. Bætið hvítvíni í og látið sjóða í 5 mínútur eða þar til vökvinn hefur minnkað aðeins. Bætið þá fiskisoði í og látið sjóða í aðrar 5 mín. Fjarlægið hvítlaukinn úr sósunni og bætið steiktum humar og sýrðum rjóma í hana, látið hitna í gegn. Smakkið til með salti og pipar. Sjóðið Rana tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkanum og hellið því síðan í gegnum sigti og setjið í skál. Hellið sósunni yfir pastað og stráið ferskri steinselju og parmesanosti yfir.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Bragi Þór Jósepsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Mætti viku of snemma í brúðkaup

Júlli og dóttir hans

Júlíus Sigurjónsson, sem jafnan er kenndur við Júlladiskó, skellir í Hrekkjavöku Júlladiskó um helgina á Ölhúsi Hafnarfjarðar.  Hér ljóstrar hann upp fimm staðreyndum um sjálfan sig.

 

„Ég vann eitt kvöld sem dyravörður á A Hansen í Hafnarfirði.  Sem betur fer fór allt vel fram því ég veit ekkert hvað ég hefði gert annars.“

„Ég átti einkanúmerið Sálin. (Sálin hans Jóns mín). Ég tók það af eftir smátíma þegar kærasta mín hringdi ekki sátt því það var verið að taka myndir af henni í akstri. Flestir héldu að Stefán Hilmarsson ætti bílinn.“

„Ég mætti einu sinni viku of snemma í brúðkaup.  Það var þó skárra en viku of seint.“

„Ég hef aldrei séð kvikmyndina Titanic, en ég hef ætlað að horfa á hana um jólin í um 20 ár. Oftast enda ég á að horfa á Bodyguard, enda ein besta mynd allra tíma.“

„Ég borðaði svo oft á KFC þegar ég var um 25 ára að ég var hættur að þurfa að panta. Starfsfólkið græjaði bara máltíð númer 9 mínus majónes.“

Fékk sendar ótal erfiðar sögur

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Þóra Karítas Árnadóttir viðurkennir að upplifunin við að fara til Malaví hafi fengið hana til að leiða hugann aftur að sögu móður sinnar og viðhorfið til kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi.

 

Rætt er við Þóru í nýútkomnu Mannlífi.

„Það er ólíðandi að þvinguð barnahjónabönd viðgangist enn á ýmsum stöðum í heiminum en það segir sig sjálft að valdaójafnvægi ríkir innan barnahjónabanda þar sem mikill aldursmunur ríkir og því miður er það reynsla flestra kvenna sem eru giftar barnungar að vera beittar nauðgunum í hjónabandinu,“ útskýrir hún.

„Það er því miður líka falinn vandi hér heima og því er ekkert sem heitir við og þær/þau í þessu tilviki. Það sem við fjöllum um í viðtölunum sem tekin eru í Malaví á sér aðrar birtingarmyndir hér, er falið innan veggja heimilanna og því alveg jafnmikilvægt fyrir okkur að sjá í gegnum feðraveldismenninguna eða gömlu hefðirnar hér heima og líta í eigin barm. Þegar ég gaf út bókina Mörk voru mér sendar ótal erfiðar sögur sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn hafa alið af sér börn sem voru fædd vegna kynferðisofbeldis sem þau höfðu verið beitt jafnvel innan fjölskyldunnar. Það er erfitt að horfast í augu við það en það er eina leiðin til að uppræta vandann og vinna með afleiðingarnar.“

En hverju finnst Þóru helst ábótavant í umræðunni um kynferðisofbeldi hér heima og hvaða breytingar myndi hún vilja sjá á umræðunni um slík mál?

„Það brennur kannski pínulítið á mér að gerendaumræðan komist á annað plan hér heima,“ segir hún hugsi. „Ofbeldi er því miður hluti af lífinu og því eitthvað sem við verðum að beita nýjum aðferðum við að tala um og tækla. Þögnin hjá þolendum hefur verið rofin en nú er kannski kominn tími til að sprengja á þögn gerenda og fá fólk til að líta á gerendur eins og hvern þann sem þarf lækningar við og aðstoð við að stjórna hegðun sinni. Gerendur þurfa fyrst og fremst meðferðarúrræði og að þora að horfast í augu við sjálfa sig og axla ábyrgð. Ef enginn gerir það er úrvinnslan í raun ekki til staðar – þótt þolandi geti vissulega unnið með áfallið á eigin vegum svo lengi sem gerandi nær ekki að telja viðkomandi trú um að það hafi aldrei neitt átt sér stað. Ég held það flýti fyrir bata hjá bæði gerenda og þolenda að gerandi taki ábyrgð á eigin þætti og viðurkenni verknaðinn.“

Lestu viðtalið við Þóru Karítas í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Magnús Geir verður þjóðleikhússtjóri

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson í starf þjóðleikhússtjóra. Magnús lætur af störfum sem útvarpsstjóri og hefur störf hjá Þjóðleikhúsinu 1. janúar 2020. Hann verður skipaður til fimm ára.

 

Sjö sóttu um starfið; Ari Matthíasson, núverandi þjóðleikhússtjóri, Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri, Guðbjörg Gústafsdóttir, Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri, Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari og rithöfundur, auk Magnúsar.

Þjóðleikhúsráð veitti umsögn en ráðherra skipaði í kjölfarið hæfisnefnd sem mat fjóra hæfasta. Voru þeir boðaðir í viðtal.

„Ég geri ráð fyr­ir því að fyrstu mánuðirn­ir fari í það að móta áhersl­ur, þó ég sé auðvitað með fullt af hug­mynd­um, þá verður það fyrsta verk­efnið að setja mig bet­ur inn í mál­in og hlusta á það góða fólk sem fyr­ir er í hús­inu og svo í sam­starfi við það móta spenn­andi verk­efni og stefnu til framtíðar,“ sagði Magnús í samtali við mbl.is.

 

„Þurftum á stuðningi hvors annars að halda“

Álftnesingarnir Fannar Ingi Friðþjófsson og Jökull Breki Arnarson úr hljómsveitinni Hipsumhaps eiga eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Lífið sem mig langar í. Kapparnir voru einnig að senda frá sér plötuna Best gleymdu leyndarmálin, sem hefur sömuleiðis fengið frábærar viðtökur. Vinirnir stofnuðu bandið í júlí á síðasta ári þegar þeir voru á vissum tímamótum í lífinu sem varð til þess að þeir ákváðu að gefa tónlistinni séns.

 

„Við vorum báðir að vinna í sjálfum okkur og þurftum á stuðningi hvors annars að halda,“ segir Fannar, en hann og Jökull hafa þekkst síðan sumarið 2013. „Fyrst þegar við vorum að kynnast þá leitaði hann mikið til mín með alls konar vangaveltur. Ég er sjö árum eldri en Jökull og hef alltaf verið til staðar fyrir hann. Svo dag einn vaknaði ég upp við það að hann var orðinn tvítugur og ég áttaði mig á því að ég gat líka leitað ráða hjá honum. Vinátta okkar er einstök og við erum heppnir hvor með annan. Vináttan er grunnurinn að öllu saman. Forsendan fyrir tónlistinni.“

„Vinátta okkar er einstök og við erum heppnir hvor með annan. Vináttan er grunnurinn að öllu saman.“

Aðspurður hvort þeir hafi átt von á þeim góðu viðtökum sem tónlist þeirra hefur hlotið og hvort lífið hafi tekið einhvern snúning í kjölfarið, segir Fannar að svo sé ekki. Fyrir utan að þeim líði betur eftir að hafa komið tónlistinni frá sér.

„Fólki finnst þetta allt saman áhugavert og er ófeimið að spyrja spurninga. Við erum byrjaðir að fá bókanir sem er bara jákvætt en við erum nú hvorugur að fara að segja upp vinnunni, í bili,“ útskýrir hann og bætir við að þeir hafi skilið sáttir við við plötuna eftir mikla vinnu. „Eftir útgáfuna höfum við reynt að halda okkur á jörðinni og hlakkað til að sjá hvernig fólk tengdi við plötuna. Nú mánuði eftir útgáfu er búið að vera magnað að fylgjast með hvað viðtökurnar eru góðar og við erum virkilega þakklátir fyrir alla sem eru að hlusta. Sérstaklega þá sem hafa gefið sér tíma til að hafa beint samband og hrósa okkur.“

Textarnir á plötunni eru allir skrifaðir af Fannari sjálfum, nema í laginu Feika brosið, þar sem Jökull á vers. Aðspurður hvert þeir sæki innblástur í tónlistarsköpun sinni svarar Fannar að það sé misjafnt. „Það er ótæmandi listi af tónlist sem við fílum og við höfum ekki verið feimnir við að blanda saman einhverju tvennu ólíku, útkoman á plötunni var því hipsumhaps,“ segir hann og bætir við að oft fái hann innblástur í aðstæðum sem vekja upp nýjar eða blendnar tilfinningar.

Að sögn Fannars fengu þeir alls konar frábært fólk til liðs við sig við gerð plötunnar. „Við erum með hljóðfæraleikara með okkur „live“. Magga Jó, sem á mikið í plötunni með okkur, Bergur, Óli Alexander, Lexi og Eiki. Allt toppmanneskjur,“ segir hann þakklátur. Hann bætir við að bandið hafi haldið útgáfutónleika 20. október síðastliðinn og þar sem það hafi verið uppselt á þá hafi verið ákveðið að halda aðra tónleika 22. nóvember. Auk þess standi til að koma fram á Airwaves.

„Síðan ætlum við bara að hafa gaman, halda áfram að læra eitthvað nýtt og nýta hvert tækifæri sem gefst. Muna að sýna þakklæti fyrir það sem við erum að gera og að lífið er líka meira en tónlist.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Svanhildur Gréta

Bókin um frú Vigdísi: Tré gróðursett fyrir hvert selt eintak

|||
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands

Vigdís Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring teiknara er komin út.

 

Fjallar bókin eins og nafnið gefur til kynna um frú Vigdísi Finnbogadóttur sem kjörin var forseti Íslands árið 1980, og gegndi hún því embætti í fjögur kjörtímatil til ársins 1996. Frú Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna embætti þjóðhöfðingja.

Bókarkápan.

Rán lýsir sjálf tilurð bókarinnar svona: „Upprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. Hún rekst líka á alvöru sverð frá Finnlandi, lærir hrafl í frönsku og kemst að því að einu sinni bjuggu kindur í Reykjavík. Bók um merkilega konu sem dreymdi um að verða skipstjóri en endaði sem forseti.“

Rán Flygenring
Mynd / Sebastian Ziegler

Fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands.

Rán Flygenring er einn fremsti teiknari landsins. Hún hefur myndlýst fjölmargar bækur og er meðal annars myndhöfundur bókanna um Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen, Fugla og Sögunnar um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins sem Angústúra gaf út.

Opna úr bókinni.

Í bókinni um Frú Vigdísi sem Angústúra gefur einnig út lýsir hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum.

 

Kynjaþing fer fram um helgina: lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning

Mynd þingsins í ár: Öll í sama báti eftir Þóreyju Mjallhvíti.

Á morgun, laugardaginn 2. nóvember, verður  Kynjaþing 2019, samráðsvettvangur samtaka sem starfa að jafnrétti og mannréttindum haldið.

 

Þingið fer fram í Norræna húsinu og hefst dagskrá klukkan 13:00. Ókeypis aðgangur er að kynjaþingi og allir velkomnir.

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Kynjaþing var fyrst haldið 2018, en til stendur að þingið verði haldið árlega.

Fjöldamörg samtök standa fyrir viðburðum á Kynjaþingi eins og kemur fram í tilkynningu frá kynjaþinginu: Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni, ASÍ, Dziewuchy Islandia, Femínistafélag HÍ, Femínísk fjármál, Jafnréttisnefnd SHÍ, Kona er nefnd, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, RVK Feminist Film Festival, Samtökin ’78, Sigrún hannyrðapönkari, SÍBS, Stelpur rokka!, Trans Ísland, UAK og W.O.M.E.N. in Iceland.

Dagskráin er fjölbreytt. Á þinginu er rætt um pólsk-íslenskan femínisma, um tengsl kyns og heilsu, sagt frá nýjustu rannsóknum um ofbeldi á Íslandi, fjallað um femínísk stjórnmál, stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, kynjuð fjármál, kynjafræði á öllum skólastigum, samtvinnun jafnréttisbaráttunnar, og fleira.

Á þinginu verður hægt að taka þátt í upptöku á hlaðvarpinu Kona er nefnd og Kvennasögusafn Íslands stendur fyrir sýningu á úrvalsgripum úr sögu kvenna. Femínískt kaffihús er rekið í Norræna húsinu meðan á þinginu stendur og því lýkur á femínísku hænustéli!

Nánari dagskrá Kynjaþings má finna hér.

Þessar sögur þurfa að heyrast

||||||||
Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|

Þóra Karítas Árnadóttir fór í fyrra í ferð til Malaví á vegum UN Women og tók þar viðtöl við brúðir á barnsaldri. Hún segir sögur um þvinguð hjónabönd og kynferðisofbeldið sem þeim fylgir eiga erindi við íslenskan nútímaveruleika.

 

„Að mínu mati þurfa þessar sögur að heyrast og því miður eiga þessar sögur aðrar birtingarmyndir hér heima,“ segir hún ákveðin.

„Bókaskrifin um mömmu voru í raun undirbúningur fyrir þessi viðtöl en sögurnar hérna heima eru meira faldar á bak við veggi á meðan í Malaví tilheyrir þetta úreltum hefðum sem hafa viðgengist þar til nú. Þannig er þetta bæði tækifæri til að hlusta og líka líta í eigin barm, spegla okkar menningu og hugsa upp leiðir til að hlúa betur að fólkinu okkar á öllum aldri sem glímir við mismunandi áskoranir. Það er dýrmætt að hafa fengið að vera hlekkur í þessari keðju sem miðar að því að búa til farveg fyrir rödd kvenna og miðla sögum þeirra í því skyni að styrkja fólk og hvetja, hlúa að því svo það viti að það sé ekki eitt í heiminum og að fólki standi ekki á sama heldur vilji hlusta og breyta því sem breyta þarf. Það hefur til dæmis skipt sköpum í Malaví að yfirvöld þar á svæðinu í samvinnu við UN Women náðu í gegn lagabreytingu árið 2017, þegar lögræðis- og þar með giftingaraldur var hækkaður í 18 ár, og síðan þá er hægt að rifta þvinguðum barnahjónaböndum með markvissum hætti og koma í veg fyrir þau með einföldum upplýsingum um að þau séu ólögleg.“

„Það er dýrmætt að hafa fengið að vera hlekkur í þessari keðju…“

Þóra Karitas viðurkennir að þessi vinna hafi tekið mikið á, það hafi fallið mörg tár og oft hafi hún þurft að fara afsíðis og púsla sér saman eftir að viðtölunum lauk.

„Stúlkurnar sem við töluðum við áttu ótrúlega ólíkar sögur en allar voru þær magnaðar og erfiðast fannst mér að sjá þegar menningin hélt þeim augljóslega niðri og taldi þeim trú um að þær væru bannfærðar og voru jafnvel útskúfaðar eða lagðar í einelti vegna einhvers sem hafði hent þær,“ segir hún og það er auðheyrt að þetta málefni brennur á henni.

„Þá er ég til að mynda að hugsa um stelpu sem fékk fistil eftir hrikalega erfiða barnsfæðingu og hún var útskúfuð og þótti óhrein í augum þorpsins en fyrir tilstilli bróður hennar sem hafði heyrt fræðslu UN Women um að fistill væri læknisfræðilegt fyrirbæri var henni komið til aðstoðar og þar með var heilt þorp menntað í leiðinni.

Lestu viðtalið við Þóru í nýjasta Mannlífi.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint Laurent á Íslandi

Back to the Metal Roots – tónleikaröð Eistnaflugs

Tónlistarhátíðin Eistnaflug kynnir nýja tónleikaröð Back to the Metal Roots. Eistnaflugshátíðin stækkar og mun nú standa fyrir þungarokksviðburðum allt árið um kring.

 

Fyrstu dagsetningar eru klárar og verður því blásið til tónleika á Dillon þann 1. nóvember, 11. janúar og 22. febrúar. Miðaverð á hverja tónleika er 1.700 krónur. Einnig er í boði passi á alla þrenna tónleikana á 4.000 krónur.

Miðafjöldi er takmarkaður en miðasala fer fram á Tix.is. Nánar um dagkrána á Albumm.is.

Rokkmessa á Gauknum – 50 ár síðan Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan hljómsveitin Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu, samnefnda sveitinni, verður haldin sérstök rokkmessa til heiðurs Black Sabbath á Gauknum í kvöld, föstudaginn 1. nóvember.

 

Black Sabbath er talin vera sú hljómsveit sem skapaði þungarokkið á sínum tíma og síðar tónlistarstefnuna „stoner rock“. Á hálfri öld hefur Black Sabbath gefið út nítján stúdíóplötur, sjö tónleikaplötur og þrettán safnplötur ásamt ógrynni af smáskífum og myndböndum. Forsprakkinn Ozzy Osbourne hefur svo átt farsælan sólóferil.

Mörg þekktustu laga Black Sabbath fá að hljóma á rokkmessunni á Gauknum í kvöld. Það eru reynsluboltar í bransanum sem standa að viðburðinum, söngvarinn Jens Ólafsson mun þenja raddböndin, hljómsveitin Thrill of Confusion hitar upp og að messunni lokinni munu plötusnúðar spila rokktónlist.

Upphitun hefst klukkan 22, en sjálf Black Sabbath-messan klukkan 23. Miðinn kostar 2000 krónur í forsölu á midi.is, en 2500 krónur við inngang.

Klassískur réttur – Boeuf Bourgignon

Boeuf Bourgignon er klassísk frönsk uppskrift þar sem nautakjöt er soðið með rauðvíni og grænmeti.

 

Fyrsta skrásetning á þessari vinsælu kjötkássu er þó ekki fyrr en á 19. öld, seinna birtist uppskrift að réttinum í bók franska kokksins Auguste Escoffier. Rétturinn sem upphaflega var dæmigerður sveitaréttur þróaðist síðan í rétt sem mátti finna á bestu veitingahúsum Frakklands.

Uppskrift Escoffiers var viðmiðið og tíðkaðist þá að hægelda stóran kjötbita og bera fram. Seinna meir gerði Julia Child réttinn frægan vestanhafs en í uppskrift hennar voru notaðir litlir kjötbitar eða gúllas og er það sú nálgun sem sést oftast nú til dags.

Rétturinn er tilvalinn helgarréttur þegar kokkurinn hefur nægan tíma til að nostra við að steikja kjötið og leyfa pottréttinum að malla á hellunni eða inni í ofni. Gott er að bera hann fram með soðnum nýjum kartöflum ásamt góðu rauðvínsglasi.

Boeuf Bourgignon

fyrir 4-6

1 ½ kg nautakjöt, skorið í 3 cm stóra bita, t.d. nautahnakki eða gúllas
1 ½ tsk. salt
½ tsk. pipar
150 g gæða beikon, skorið í bita
1 laukur, saxaður
1 stór gulrót, sneidd
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk. timíanlauf
2 tsk. tómatmauk
2 msk. hveiti
1 flaska (750 ml) rauðvín
1 lárviðarlauf
15 perlulaukar, afhýddir
1 msk. ólífuolía
1 dl nautasoð
30 g smjör
300 g sveppir, skornir í þykkar sneiðar
steinselja, söxuð

Hráefnið.

1 Hitið ofn í 160°C án blásturs. Þerrið kjötbitana og saltið þá og piprið, setjið til hliðar og látið standa við stofuhita í hálftíma. Takið fram góðan pott sem má fara inn í ofn, t.d. steypujárnspott, og setjið yfir meðalháan hita. Steikið beikonið í pottinum þar til það verður fallega brúnað og stökkt, ef það fer að brenna við pottinn er gott að setja smávegis ólífuolíu út í pottinn. Veiðið beikonið upp úr pottinum og leggið á eldhúspappír, skiljið fituna eftir í pottinum.

Nautakjötið steikt.

2 Hækkið hitann lítillega undir pottinum og steikið nautakjötið á öllum hliðum upp úr fitunni. Mikilvægt er að hafa gott bil á milli bitanna og því getur þurft að steikja kjötið í tveimur hollum. Setjið kjötið til hliðar.

Grænmetið steikt.

3 Lækkið hitann undir pottinum og steikið lauk og gulrót þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið hvítlauk og timíani út í og steikið í 1 mín. Hrærið tómatmauk og hveiti saman við þar til það samlagast.

Rauðvíni hellt út í.

4 Hellið síðan rauðvíni út í pottinn. Sjóðið í 2-3 mín. til að vínandinn sé gufaður upp áður en kjötinu er bætt í pottinn.

5 Bætið kjötinu og helmingnum af beikoninu út í pottinn og flytjið inn í ofn ásamt lárviðarlaufi og eldið þar til kjötið er orðið lungamjúkt, í u.þ.b. 2 klst. Gott er að snúa kjötinu eftir tæpa klukkustund.

Perlulaukar og sveppir eldaðir.

6 Á meðan kjötið eldast eru perlulaukar og sveppir eldaðir. Setjið 10 g smjör og 1 msk. af ólífuolíu á pönnu og látið yfir meðalháan hita, bætið perlulauknum út á pönnuna þegar smjörið hefur bráðnað. Steikið í u.þ.b. 10 mín. og hrærið í þeim reglulega svo þeir brúnist á öllum hliðum. Hellið 1 dl af nautasoði eða rauðvíni út á pönnuna og saltið og piprið eftir smekk. Hyljið pönnuna til hálfs með loki eða klippið til smjörpappír til að leggja ofan á pönnuna og eldið þar til laukurinn er orðinn alveg mjúkur, u.þ.b. 40-50 mín. Setjið til hliðar. Notið afanginn af smjörinu til að steikja sveppina og saltið þá og piprið eftir smekk. Setjið til hliðar.

Gott er að bera réttinn fram með t.d. brauði.

7 Takið kjötið úr ofninum og blandið perlulauknum, sveppunum og afganginum af beikoninu saman við. Sáldrið steinselju yfir og berið fram. Gott er að bera réttinn fram með nýjum kartöflum eða góðri kartöflumús og brauði.

Texti / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Unnur Magna

11 vilja verða forstjóri Umhverfisstofnunar

Ellefu umsækjendur voru um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn og var umsóknarfrestur til 28. október.

Umsækjendur eru:

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
Kristján Sverrisson, forstjóri
Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi

Valnefnd mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.

 

Koma ánægjulega á óvart

Mynd / Rut Sigurðardóttir

Brynhildur Björnsdóttir, blaðamaður, kabarettsöngkona og gagnrýnandi, mælir hér með hámglápsefni sem hentar vel um hrekkjavöku, án þess þó að vera of hræðilegt.

 

Lucifer

„Frá því ég datt í Ísfólkið sem unglingur hefur persóna Lucifers verið á uppáhaldslista yfir áhugaverð og misskilin illmenni goðsagnaheimsins. Þættirnir fjalla um það þegar Lucifer er orðinn leiður á Víti, fer í frí til Los Angeles og kann svo vel við sig þar að hann stofnar næturklúbb og sekkur sér ofan í lífsins lystisemdir. Fljótlega hætta þær að vera honum nóg og þegar hann kynnist rannsóknarlögreglukonunni Chloé Decker einhendir hann sér í morðrannsóknir. Ýmsar misþekktar persónur í Biblíunni koma við sögu í þáttunum sem fjalla um eðli trúarbragða, illsku og mennsku á mjög skemmtilegan og hressandi hátt. Þættir sem komu mér mjög ánægjulega á óvart og ég bíð spennt eftir fimmtu seríu.“

The Chilling Adventures of Sabrina

„Þær gleðifregnir voru að berast mér að von er á fleiri þáttaröðum um unglingsnornina Sabrinu, frænkur hennar og vini. Þættirnir eru byggðir á myndasögum frá sjöunda áratugnum sem síðar urðu að teiknimynda- og svo sjónvarpsþáttaröðum fyrir börn. Þessir þættir eru þó sannarlega ekki fyrir mjög ung börn þar sem þeir eru bæði blóðugir og óhugnanlegir. En mjög skemmtilegir og grípandi, einkum þegar Sabrína er milli steins hins venjulega samfélags sem hún býr í og sleggju nornasamfélagsins sem hún tilheyrir líka. Kvikmyndataka og útlit þáttanna er líka mjög vel gerð og grípandi blanda af nútíma og nærþátíð. Og svo bara unglingaástir og drama eins og það gerist safaríkast.“

„…þeir eru bæði blóðugir og óhugnanlegir.“

Dark

„Það er gaman að horfa stundum á efni sem hvorki er framleitt í né gerist í Bandaríkjunum. Þýsku sjónvarpsþættirnir Dark eru bæði glæpaþættir og vísindaskáldskapur og vel skrifaðir, vel leiknir og vel hámverðugir.“

Getur kapítalisminn bjargað sjálfur sér frá kapítalismanum?

Það sverfur að okurlánurum.

Ráðandi kerfi í heiminum síðustu áratugi hefur verið hið kapítalíska markaðshagkerfi, og systir þess vestrænt lýðræði. Þeir sem eru jákvæðir gagnvart þessum kerfum benda á að á grunni þeirra hafi friður ríkt í hinum vestræna heimi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Að mannréttindi hafi sífellt fengið stærri sess í þeim löndum sem umfaðmað hafa kerfin. Frelsi stóraukist, tækni fleytt fram og, síðast en ekki síst, lífsgæði mæld á þeim mælikvarða sem oftast er stuðst við, hagvöxt og kaupmátt, hafi tekið stakkaskiptum.

 

Sögulega má rekja upphaf þessarar viðhorfsbreytingar í viðskiptum til áttunda áratugarins þegar menn eins og hagfræðingurinn Milton Friedman stigu fram á sviðið og boðuðu það sem í dag er best þekkt sem brauðmolakenningin. Friedman skrifaði fræga grein í The New York Times árið 1970 þar sem hann sagði það samfélagslega ábyrgt í viðskiptum að auka gróða.

Hugmyndafræðin varð síðan einkennandi undirstaða stjórnartíðar Ronalds Reagan í Bandaríkjunum og Margaretar Thatcher í Bretlandi, tveggja áhrifamestu leikendanna í alþjóðaviðskiptum á níunda áratug síðustu aldar. Skilaboðin voru minna regluverk, frekari einkavæðing, minna ríkisvald og meiri hagnaður fyrir eigendur fyrirtækja. Hluthafinn, þ.e. fjármagnseigandinn sem fjárfesti í fyrirtækjum, varð það eina sem skipti máli í rekstri fyrirtækja.

Þessi áhersla beið ákveðið skipbrot árið 2008, þegar ríki og seðlabankar víða um heim þurftu að grípa fjármálakerfi sem hafði farið langt fram úr sér. Kapítalisminn kallaði á stórtækustu ríkisafskipti mannkynssögunnar. Þrátt fyrir það hefur efsta lagið í heiminum bara orðið ríkara síðastliðinn áratug. Í fyrra var staðan þannig, samkvæmt árlegri skýrslu Oxfam, að 26 ríkustu einstaklingarnir í heiminum áttu jafnmikið af auði og sá helmingur heimsbyggðarinnar, alls 3,8 milljarðar manna, sem átti minnst. Á sama tíma hafa kröfur um aukna samfélagslega meðvitund fyrirtækja, sérstaklega gagnvart umhverfinu, stóraukist. Vegna þessa hefur þrýstingurinn á breyttar áherslur stigmagnast ár frá ári.

Í ágúst 2019 sendu bandarísku samtökin US Business Roundtable, sem samanstanda af forstjórum allra stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna, frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að fyrri stefna samtakanna, um að hagsmunir hluthafa ættu einir að stýra rekstri fyrirtækja, gæti ekki lengur átt við. Það þyrfti að telja til fleiri þætti eins og starfsfólk, nærsamfélag og náttúru.

Þessi stefnubreyting er í takti við fjárfestingastefnu sem margir af stærstu fjárfestingasjóðum heims hafa sett sér. Við blasir því að fyrirtæki sem horfa ekki til annarra þátta en hagnaðar munu eiga erfiðara með að nálgast fjármagn þegar þeir þurfa á slíku að halda til fjárfestingar.

Meira að segja Financial Times, forystublað kapítalismans, boðaði nýja stefnu (The New Agenda) í september síðastliðnum þar sem blaðið talaði fyrir breyttri tegund kapítalisma. Í yfirlýsingu Lionel Barber, ritstjóra Financial Times, sagði að fyrirtækjalöggjöf, skattastefna, fjölmiðlaumfjöllun og reglugerðarsetningar væru allt svið sem þyrftu að breytast með þeim hætti að samfélagsleg ábyrgð og umhverfið yrðu jafnrétthá hluthöfum. Það þurfi að skila hagnaði en með tilgangi. Fyrirtæki þurfi að skilja að slík blanda muni þjóna þeirra eigin hagsmunum en líka hagsmunum viðskiptavina og starfsmanna.

 

„Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að tíminn væri naumur“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Þóra Karítas Árnadóttir segir ferð á vegum UN Women til Malaví, þar sem hún tók viðtöl við brúðir á barnsaldri, hafa rifjað upp sögu móður hennar sem hún skráði í bókinni Mörk. Kynferðisofbeldi gegn börnum eigi sér engin landamæri.

 

„Mamma greindist með mjög sjaldgæfa heilabilun árið 2014 en þá var bókin Mörk, sem sneri að uppgjöri við illskiljanlegt ofbeldi sem hún sætti í æsku, vel á veg komin. Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að tíminn væri naumur en við fengum fimm ár eftir að hún greindist og hún lést í ágúst síðastliðnum. Ef bókin gagnast einum þá er hún þess virði að hafa verið skrifuð, sagði mamma þegar hún ákvað að treysta mér fyrir verkinu en hana grunaði ekki hve bókin átti eftir að rata víða og að nokkru eftir útgáfu hennar ætti eftir að hellast yfir heiminn flóðbylgja í nafni Metoo-byltingar og að saga hennar ætti eftir að vera gefin út í Englandi sem varð raunin í byrjun árs. Mér sýnist eftir þetta að sögur eigi það til að leita einhvern veginn lesendur sína uppi og fæða af sér ný ferðalög en mér skilst að UN Women hafi meðal annars treyst mér fyrir viðtölunum í Malaví vegna umfjöllunarefnis bókarinnar.

Bókin kom út um vor 2015 og um haustið fæddist svo frumburðurinn minn. Ég er sjálfstætt starfandi og varði seinna fæðingarorlofinu 2018 mikið til inni á elliheimili, skrifaði hverja lausa stund og sagði nei við öllum aukaverkefnum. Ég er heppin með skrifin því ég get fengið útrás fyrir sköpunarkraftinn sem býr sterkt í mér um leið og ég gat komið drengjunum mínum á lappirnar en ég hef ríka tjáningaþörf og þörf til að miðla því sem ég nem og skynja enda er ég í grunninn komin af kennurum.“

Þóra segir að of stuttur tími sé liðinn frá láti móður hennar til að hún treysti sér til að tala um sorgarferlið, hún hafi líka fengið þann arf frá móður sinni að horfa frekar fram á veginn en til baka.

„Mamma var með ótrúlegt lífsviðhorf sem ég bý að, fékk ríkan skammt af gleði í vöggugjöf og fannst að maður eigi að lifa lífinu meðan á því stendur. Tilgangurinn er sá að vera hér í samneyti við gott fólk og gleðjast við hvert tækifæri en hún var alls ekki týpa sem kvartaði, heldur sigurvegari sem naut frelsis við að hafa lagt erfiðleika að baki. Ég er henni sammála í því og finn að ég er kresin á að velja það sem gefur mér gleði í augnablikinu. Ég er ekki alin upp til að velta mér upp úr leiðindum þótt ég sé meðvituð um að sorgin þurfi að fá sína útrás og það er engin spurning, hún finnur sér sína leið og þarf rými og tíma. Ég er í undirbúningi og tökum á sjónvarpsþáttum sem ég er að vinna að í augnablikinu fyrir Sjónvarp Símans og verða sýndir 2020. Nú reyni ég að vera skynsöm og hvíla mig hverja lausa stund en það hleður líka batteríin að fást við það sem manni finnst gefandi og skemmtilegt.

„Ég er ekki alin upp til að velta mér upp úr leiðindum þótt ég sé meðvituð um að sorgin þurfi að fá sína útrás…“

Um leið og tökum er lokið ætla ég að ljúka skáldsögu sem ég hófst handa við ári eftir að ég gaf út mína fyrstu bók og vona innilega að lífið færi mér rými til að binda hnútana á bókinni því það er í mér þrjóska sem gagnast mér þegar kemur að því að ljúka því sem ég hef byrjað á en það er mikill styrkur í því að vita að mamma vildi að gleðin væri ferðafélagi í lífinu og því hef ég fullt leyfi til að skemmta mér eins mikið og ég mögulega get. Svo ég er stödd á tímamótum eftir mikið ummönnunarstarf og á þeim tímamótum hef ég gefið sjálfri mér leyfi til að láta verkin tala um leið og ég held áfram að hlúa að mér og mínum nánustu.“

Lestu viðtalið við Þóru í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Ein lykkja í einu

Síðast en ekki síst

Eftir / Steinunni Stefánsdóttur

Ég prjóna. Og við sem prjónum eigum með okkur einhvers konar leynifélag. Það er svolítið eins og að finna óvænt ættartengsl þegar maður kemst að því að kona, því það er næstum alltaf kona, prjónar líka.

Prjónakona sem ég vann einu sinni með kynnti mér þá kenningu að skipta mætti prjónurum í tvennt. Annars vegar eru prjónarar sem prjóna vegna ferlisins sjálfs, það er sú sem nýtur hverrar lykkju og fyllist jafnvel söknuði þegar verkefninu er lokið. Hins vegar eru prjónarar sem einblína á afurðina og njóta fyrir bragðið kannski ekki eins hverrar lykkju sem þær prjóna. Ég fell afdráttarlaust í síðari flokkinn.

Að þessu kvað rammt, sérstaklega á árum áður. Eitt árið prjónaði ég til dæmis peysur á mig og dætur mínar þrjár. Fallegar peysur og hver dóttir fékk að velja bæði snið og liti. Engin af þessum peysum varð hins vegar almennilega nothæf vegna þess að þær náðu okkur ekki nema niður að nafla. Óþreyjan eftir afurðinni gerði að verkum að ég prjónaði ekki nógu hátt upp áður en ég fór að vinna með ermarnar.

Á þessum árum var ég reyndar í nokkurs konar fíkilsambandi við prjónana. Annaðhvort prjónaði ég alls ekki eða þá að ég prjónaði þannig að ég sat með prjónana í fínum veislum og svo tóku þeir frá mér svefn. Ég gat nefnilega alls ekki hætt á kvöldin, sat í sófanum kvöld eftir kvöld og tók aftur og aftur ákvörðun um að prjóna bara eina umferð í viðbót. Þangað til klukkan var orðin tvö eða þrjú eða jafnvel meira.

Ég hef ekki náð þeim stað að verða ferilprjónari en seinni ár hef ég náð betra jafnvægi í sambandi mínu við prjónana og hefur að mestu tekist að eyðileggja ekki verkefnin mín með óþolinmæði. Ég get líka látið prjónana liggja kvöld og kvöld og læt prjónaskapinn ekki ræna mig svefni, nema kannski stundum.

„Ég er algjört Skunk Anansie fan“

||
Katrín Ýr

Katrín Ýr og Erla Stefánsdóttir heiðra konur í rokki með tónlistarveislu á Hard Rock Café laugardaginn 2. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og árabil lagalistans er mjög breitt og lofa þær veislu.

 

 

„Við höfum þekkst í yfir 20 ár og höfum sungið saman. Erla var í heimsókn hjá mér og við vorum að velta upp hvað við gætum gert saman, sem okkur fyndist gaman og væri ekki búið að gera hér áður,“ segir Katrín Ýr. „Við fórum að rifja upp lög sem við hlustuðum á og fannst skemmtileg og þannig varð hugmyndin að viðburðinum til.“

Katrín Ýr sér að mestu um sönginn, en Erla sem er bassaleikari mun einnig syngja. „Strákarnir í hljómsveitinni syngja líka bakraddir þannig að þetta verður veisla.“

Erla og Katrín Ýr

Árið eina í London er orðið að þrettán

Katrín Ýr býr í London þar sem hún vinnur við tónlist í fullu starfi, upphaflega ætlaði hún að vera í ár, en árin eru orðin þrettán. „Ég flutti út í ársnám, kom heim og fór síðan aftur til að taka þriggja ára tónlistargráðu og kom svo ekkert heim aftur. Ég sá að ég gat unnið við tónlistina í fullu starfi hér úti, sem mér hafði ekki dottið í hug áður. Ég hef ekki, þannig séð, verið mikið í tónlist hér hema fyrir utan að ég söng á Celtic og Hressó fyrir 15 árum.

Breitt laga- og áraval

Á lagalistanum eru meðal annars lög með Janis Joplin, Bonnie Tyler, Skunk Anansie, Evanescence og Paramore, auk Tinu Turner og Anouk, þannig að tímabilið er ekki eitthvað ákveðið að sögn Katrínar Ýrar. „Við vorum með svaðalegan lista sem við höfum minnkað niður og rifjuðum upp lög sem við vorum búnar að gleyma eða ekki heyrt lengi,“ segir Katrín Ýr.

Aðspurð um hvort að hún eigi sér uppáhaldskonu í rokki stendur ekki á svari. „Ég er algjört Skunk Anansie fan, ég hef séð þau „live“ fimm sinnum, mér finnst Skin æðisleg söngkona og þau eru uppáhalds síðan ég var 15 ára. Svo er Tina Turner alltaf algjör drottning.“

Viðburður á Facebook.

„Gott þegar hægt er að fá krakka til að hugsa um dýpri hluti“

|
|Alda Rose Cartwright

Árni Árnason venti kvæði sínu í kross, seldi fyrirtæki sitt og lét gamlan draum rætast um að gefa út bók. Barnabókin Friðbergur forseti, varð að veruleika með dyggri aðstoð Helenu dóttur Árna og hefur bókin um forsetann slegið rækilega í gegn.

 

„Ég er búinn að vera í markaðsgeiranum í 20 ár og seldi fyrr á árinu auglýsingastofuna sem ég hef átt í átta ár, Árnasynir,“ segir Árni eldhress þegar blaðamaður hringir. „Ég fór síðan að eltast við gamlan draum um að skrifa. Ég hef unnið mikið með texta í gegnum árin en löngunin var að taka skriftirnar á nýjan stað.“

Barnabók varð fyrir valinu sem fyrsta bók, þar sem Árna langaði að skrifa bók fyrir og með Helenu, níu ára dóttur sinni, en bækur og lestur eru sameiginlegt áhugamál feðginanna.

„Við lesum mikið saman og ég hef mikla trú á lestri og bókum sem uppeldistæki til að þroska hugann og gagnrýna hugsun. Mig langaði að skrifa barnabók á meðan Helena væri enn á þeim aldri að njóta. Mér finnst líka aldrei nóg af bókum fyrir börn og sérstaklega um hluti sem skipta máli.“

En finnst honum að barnabækur eigi að hafa boðskap?

„Það má bara vera gaman að sjálfsögðu. En mér finnst gott þegar hægt er að fá krakka til að hugsa um dýpri hluti, af því þeir eru oft að pæla í einhverju. Ég frábið mér samt allar predikanir í bókinni.“

Friðbergur forseti fjallar um krakka sem rísa upp þegar réttlætiskennd þeirra er misboðið. „Og gegn forsetanum Friðbergi, sem hefur tekið sér hálfgert einræðisvald og þau finna í hjarta sínu að hlutir eru að gerast sem ættu ekki að eiga sér stað. Síðan fara krakkar að hverfa og fleiri hlutir gerast.“

Hugmyndin varð til í heita pottinum

Feðginin fara í sund daglega og í spjalli í pottinum kom upp hugmyndin að bókinni. „Helena lét mér í té sögupersónurnar og gaf þeim nöfn. Saman þróuðum við grunnþráðinn í sögunni og ég tók hann svo og vann áfram,“ segir Árni.

„Persónurnar eru í rauninni persónur sem hún vildi heyra sögur um. Eru ekki allar persónur byggðar á einhverjum; bæði úr mínu, þínu og okkar allra lífi? Þetta eru persónur sem hún þekkir og við þekkjum saman. Ég er viss um að ég er þarna einhvers staðar,“ svarar Árni aðspurður um hvort Helena hafi byggt persónurnar á einhverjum sem hún þekkir.

Friðbergur forseti fjallar um krakka sem rísa upp þegar réttlætiskennd þeirra er misboðið.

En hvað finnst feðginunum um okkar forseta, Guðna Th. og er hann búinn að fá eintak af bókinni? „Við höfum ekki náð að gera það en fáum vonandi tækifæri til þess. Okkur finnst hann náttúrlega bara frábær og hann er forseti sem við getum verið montin og stolt af,“ segir Árni. „Sagan gerist í náinni framtíð og það má segja að Friðbergur gæti tekið við af Guðna ef við pössum okkur ekki á hvert við erum að fara. Það eru nokkrir samtíma populistar sem  má finna í Friðbergi.“

Bókin hefur farið vel af stað og fór í efsta sæti á sölulista barnabóka í útgáfuviku. „Bókin hefur fengið góðar viðtökur og það er gaman að sjá að bæði börn og fullorðnir taka bókinni vel. Bókin er fyrir aldurinn 8-12 ára og hún hentar vel fyrir börn og foreldra til að lesa saman. Það er margt í henni sem foreldrar geta líka haft gaman af,“ segir Árni. „Það er framhald á teikniborðinu alveg klárlega, sem kemur vonandi á næsta ári. Ég er einnig með fleiri hugmyndir.“

Árni hefur farið með bókina í skóla og lesið fyrir nemendur og segist tilbúinn til að vera með upplestur ef áhugi er fyrir því. „Það er ofsalega skemmtilegt og gaman að hitta væntanlega lesendur. Mjög gefandi.“

Þrefalt útgáfupartý – Epic Rain, Hvörf og Kristofer Rodriguez

Laugardaginn 2. nóvember koma hvorki meira né minna en þrjár plötur út á vegum plötubúðarinnar Lucky Records.

 

Um er að ræða plötur með hljómsveitunum Epic Rain og Hvörf, ásamt sólóplötu listamannsins Kristofer Rodriguez. Útgáfunni verður fagnað með útgáfu-/hlustunarpartíi í versluninni við Rauðarárstíg. Fjörið hefst klukkan 15 og er frítt inn.

Stríðshörmungar og sprunginn magi

|
|Ljóðabók Kristjáns.

Lífshlaup Kristjáns Guðlaugssonar hefur verið viðburðaríkara en flestra Íslendinga. Lengst af bjó hann í Noregi og starfaði við blaðamennsku og heimsótti m.a. stríðshrjáð svæði og varð vitni að ógnum sem flestir hafa aðeins heyrt fréttir af að eigi sér stað. Nýlega gaf hann út ljóðabókina Ullin brók og hangið kjöt, en þar er að finna safn ljóða frá ýmsum tímabilum ævi hans og þar endurspeglast minningar bæði sárar og hlýjar.

 

Þórbergur Þórðarson segir í Bréfi til Láru að sá sem ekki verði sósíalisti af að kynna sér stjórnmál sé fáviti. Ertu kannski sammála honum? „Já, ég er hjartanlega sammála Þórbergi,“ segir Kristján og brosir en hann er meðal þeirra sem rætt er við í heimildamyndinni Bráðum verður bylting eftir Hjálmtý Heiðdal. Þar er telft saman tveimur byltingarkenndum atburðum er settu svip á íslenskt samfélag árið 1970, annar var er þingeyskir bændur sprengdu upp stífluna í Laxá í Aðaldal en hinn var taka sendiráðs Íslands í Stokkhólmi. Ellefu íslenskir námsmenn fóru inn í sendiráðið í 20. apríl 1970 og drógu rauðan fána að húni og lýstu yfir að sósíalísk bylting á Íslandi væri nauðsyn. Kristján var þeirra á meðal. Hvað gekk ykkur til?

„Hér á Íslandi var mikil óðaverðbólga en námslánin héldu sér. Það varð því sífellt erfiðara fyrir námsfólk að lifa af lánunum vegna þess peningarnir urðu minna og minna virði. Það varð til hreyfing meðal námsmanna sérstaklega á Norðurlöndum sem beindist að því að laga þessi mál. Úr varð að ákveðin var setumótstaða eða fólk ætlaði að setjast niður í sendiráðunum til að mótmæla. En við fórum aðeins lengra því við vorum svo róttækir.

Í stað þess að setjast niður fórum við inn og hentum sendiráðsritaranum út. Við tókum yfir sendiráðið.

Þetta varaði reyndar ekki nema tvo tíma og lögreglan kom og tók okkur. Hún vissi ekkert hvað hún átti að gera við okkur en við sátum inni í einhverja fjóra eða fimm tíma. Sendiherrann óskaði ekki eftir að neinir eftirmálar yrðu og bað lögregluna að láta okkur fara.“

Skorinn upp á tréborði í Kína

Hann brosir og það er ekki alveg laust við að glampi kvikni í augum byltingarsinnans við að rifja þetta upp. Á þessum tíma ríkti raunar mikill frelsis- og umbreytingaandi um alla Evrópu. Vorið í Prag átti sér stað árið 1968 og lauk með innrás Sovétmanna, stúdentar mótmæltu í París og hin svokallað 1968 hreyfing hafði gríðarleg áhrif meðal ungs fólks um allan heim. Voruð þið innblásnir af því öllu? „Já, við vorum það og sluppum með skrekkinn,“ heldur Kristján áfram. „Eftir þetta flutti ég til Lundar og nam kínversku og kínverska sagnfræði. Maður fær hins vegar enga vinnu við það. Mig langaði að kynnast kínverskum kommúnisma, sögu landsins og læra tungumálið. Ég fór svo til Kína og var þar í átta mánuði.

 

Þar lenti ég í að maginn á mér sprakk. Ég var tekinn og bundinn niður á tréborði og skorinn upp með acupunktur.

Það leið náttúrlega bara yfir mig um leið og þeir stungu  hnífnum í mig. Þetta voru frábærir læknar engu að síður og gerðu allt rétt.

Það þurfti að taka burtu þrjáfjórðu hluta magans. Upp úr þessu skildi ég við þáverandi konu mína og fór til Noregs, kynntist þar konu sem ég giftist seinna og við bjuggum saman í þrjátíu ár. Stóran hluta þess tíma starfaði ég sem blaðamaður og var fréttastjóri á dagblaði í Stavangri.“

Ljóðabók Kristjáns.

Þótt friður hafi alla tíð ríkt á Norðurlöndunum voru víða umbrot á þessum árum. Þú kynntist því var það ekki? „Já, ég fékk leyfi frá ritstjóranum til að fara til Júgóslavíu þegar stríðið var þar. Ég var í Dubrovnik og þurfti að ganga milli tveggja hótela, yfir brú sem þar var og hún var sprengd svo ég datt niður sjö metra, braut á mér bakið á tveimur stöðum og báða ökklana. Lá hálfan mánuð í kjallara sjúkrahússins í Dubrovnik þar til keyrt var með mig á sendiferðabíl með palli upp til Lieb þaðan sem hægt var að fljúga. Ég á þær minjar frá Júgóslavíu enda er ég heiðursborgari í Dubrovnik. Ég skrifaði mikið um stríðið og um það sem gerðist í borginni. Þeir mátu það svo mikils að þeir gerðu mig að heiðursborgara.“

Pakkaði látnu barni í dagblöð

En hvernig var fyrir mann ofan af Íslandi, lengst af búsettan á Norðurlöndum, þekkjandi ekki annað en frið og að mestu saklausan gagnvart ofbeldinu að koma inn í svona aðstæður? „Alveg hrikalegt,“ segir Kristján. „Ég fór líka í kúrdísku héröðin. Var að læra tyrknesku í Ankara um tíma og fór þaðan með rútu inn í Írak meðan stríðið geisaði þar. Það var alveg hörmulegt. Þeir skutu nú á okkur landamæraverðirnir og þá var ekki annað en að kasta sér niður í drulluna og vona að maður lifði af.

Ég man sérstaklega eftir konu sem ég hitti þar. Hún kom gangandi á móti mér með barnið sitt dáið af hungri. Ég hjálpaði henni að pakka því inn í dagblað og grafa það.

Svona atriði sá ég á hverjum degi meðan ég dvaldi þarna. Ég var þarna bara í tvær vikur, enda mikill matarskortur og ég vildi ekki þiggja mat af þessu fólki. Hafði raunar litla lyst sjálfur. Mér þótti þessi reynsla engu að síður dýrmæt og skrifaði mikið um Kúrdistan og kúrdísku héröðin. Ég á marga kúrdíska vini úti í Noregi. En svo tekur allt enda. Það þarf að skipta um fréttastjóra. Þeir verða gamlir og þreyttir og ég var búinn að vera það lengi að ritstjórinn minn bað mig að víkja. Ég gerði það fúslega og vann sem venjulegur blaðamaður í fimm ár.“

Viðtalið í heild er að finna í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Myndir / Unnur Magna

Sparilegt pasta sem ærir bragðlaukana

Ef þú ert í stuði fyrir smá kolvetni þá er fátt betra en að skella í fljótlegan og góðan pastarétt. Þessi er flottur í helgarmatinn enda humar einstaklega sparilegt hráefni.

 

Humar-tagliatelle
Fyrir 4

5 msk. olía
400 g humar, skelflettur
salt og nýmalaður pipar
3 hvítlauksgeirar
½ chili-pipar, fræhreinsaður og sneiddur
400 g litlir tómatar, saxaðir
1 dl hvítvín
1 dl fiskisoð (vatn og fiskiteningur)
500 g tagliatelle
100 g sýrður rjómi eða 1 dl rjómi
salt og nýmalaður pipar
hnefafylli steinselja, söxuð

Steikið humarinn í 2 msk. af olíu, saltið og piprið og setjið til hliðar. Steikið hvítlauk heilan ásamt chilipipar í 3 msk. olíu. Bætið tómötum út í og látið sjóða þat til tómatarnir hafa mýkst vel upp og samlagast olíunni. Bætið hvítvíni í og látið sjóða í 5 mínútur eða þar til vökvinn hefur minnkað aðeins. Bætið þá fiskisoði í og látið sjóða í aðrar 5 mín. Fjarlægið hvítlaukinn úr sósunni og bætið steiktum humar og sýrðum rjóma í hana, látið hitna í gegn. Smakkið til með salti og pipar. Sjóðið Rana tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkanum og hellið því síðan í gegnum sigti og setjið í skál. Hellið sósunni yfir pastað og stráið ferskri steinselju og parmesanosti yfir.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Bragi Þór Jósepsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Mætti viku of snemma í brúðkaup

Júlli og dóttir hans

Júlíus Sigurjónsson, sem jafnan er kenndur við Júlladiskó, skellir í Hrekkjavöku Júlladiskó um helgina á Ölhúsi Hafnarfjarðar.  Hér ljóstrar hann upp fimm staðreyndum um sjálfan sig.

 

„Ég vann eitt kvöld sem dyravörður á A Hansen í Hafnarfirði.  Sem betur fer fór allt vel fram því ég veit ekkert hvað ég hefði gert annars.“

„Ég átti einkanúmerið Sálin. (Sálin hans Jóns mín). Ég tók það af eftir smátíma þegar kærasta mín hringdi ekki sátt því það var verið að taka myndir af henni í akstri. Flestir héldu að Stefán Hilmarsson ætti bílinn.“

„Ég mætti einu sinni viku of snemma í brúðkaup.  Það var þó skárra en viku of seint.“

„Ég hef aldrei séð kvikmyndina Titanic, en ég hef ætlað að horfa á hana um jólin í um 20 ár. Oftast enda ég á að horfa á Bodyguard, enda ein besta mynd allra tíma.“

„Ég borðaði svo oft á KFC þegar ég var um 25 ára að ég var hættur að þurfa að panta. Starfsfólkið græjaði bara máltíð númer 9 mínus majónes.“

Fékk sendar ótal erfiðar sögur

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Þóra Karítas Árnadóttir viðurkennir að upplifunin við að fara til Malaví hafi fengið hana til að leiða hugann aftur að sögu móður sinnar og viðhorfið til kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi.

 

Rætt er við Þóru í nýútkomnu Mannlífi.

„Það er ólíðandi að þvinguð barnahjónabönd viðgangist enn á ýmsum stöðum í heiminum en það segir sig sjálft að valdaójafnvægi ríkir innan barnahjónabanda þar sem mikill aldursmunur ríkir og því miður er það reynsla flestra kvenna sem eru giftar barnungar að vera beittar nauðgunum í hjónabandinu,“ útskýrir hún.

„Það er því miður líka falinn vandi hér heima og því er ekkert sem heitir við og þær/þau í þessu tilviki. Það sem við fjöllum um í viðtölunum sem tekin eru í Malaví á sér aðrar birtingarmyndir hér, er falið innan veggja heimilanna og því alveg jafnmikilvægt fyrir okkur að sjá í gegnum feðraveldismenninguna eða gömlu hefðirnar hér heima og líta í eigin barm. Þegar ég gaf út bókina Mörk voru mér sendar ótal erfiðar sögur sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn hafa alið af sér börn sem voru fædd vegna kynferðisofbeldis sem þau höfðu verið beitt jafnvel innan fjölskyldunnar. Það er erfitt að horfast í augu við það en það er eina leiðin til að uppræta vandann og vinna með afleiðingarnar.“

En hverju finnst Þóru helst ábótavant í umræðunni um kynferðisofbeldi hér heima og hvaða breytingar myndi hún vilja sjá á umræðunni um slík mál?

„Það brennur kannski pínulítið á mér að gerendaumræðan komist á annað plan hér heima,“ segir hún hugsi. „Ofbeldi er því miður hluti af lífinu og því eitthvað sem við verðum að beita nýjum aðferðum við að tala um og tækla. Þögnin hjá þolendum hefur verið rofin en nú er kannski kominn tími til að sprengja á þögn gerenda og fá fólk til að líta á gerendur eins og hvern þann sem þarf lækningar við og aðstoð við að stjórna hegðun sinni. Gerendur þurfa fyrst og fremst meðferðarúrræði og að þora að horfast í augu við sjálfa sig og axla ábyrgð. Ef enginn gerir það er úrvinnslan í raun ekki til staðar – þótt þolandi geti vissulega unnið með áfallið á eigin vegum svo lengi sem gerandi nær ekki að telja viðkomandi trú um að það hafi aldrei neitt átt sér stað. Ég held það flýti fyrir bata hjá bæði gerenda og þolenda að gerandi taki ábyrgð á eigin þætti og viðurkenni verknaðinn.“

Lestu viðtalið við Þóru Karítas í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Magnús Geir verður þjóðleikhússtjóri

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson í starf þjóðleikhússtjóra. Magnús lætur af störfum sem útvarpsstjóri og hefur störf hjá Þjóðleikhúsinu 1. janúar 2020. Hann verður skipaður til fimm ára.

 

Sjö sóttu um starfið; Ari Matthíasson, núverandi þjóðleikhússtjóri, Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri, Guðbjörg Gústafsdóttir, Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri, Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari og rithöfundur, auk Magnúsar.

Þjóðleikhúsráð veitti umsögn en ráðherra skipaði í kjölfarið hæfisnefnd sem mat fjóra hæfasta. Voru þeir boðaðir í viðtal.

„Ég geri ráð fyr­ir því að fyrstu mánuðirn­ir fari í það að móta áhersl­ur, þó ég sé auðvitað með fullt af hug­mynd­um, þá verður það fyrsta verk­efnið að setja mig bet­ur inn í mál­in og hlusta á það góða fólk sem fyr­ir er í hús­inu og svo í sam­starfi við það móta spenn­andi verk­efni og stefnu til framtíðar,“ sagði Magnús í samtali við mbl.is.

 

„Þurftum á stuðningi hvors annars að halda“

Álftnesingarnir Fannar Ingi Friðþjófsson og Jökull Breki Arnarson úr hljómsveitinni Hipsumhaps eiga eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Lífið sem mig langar í. Kapparnir voru einnig að senda frá sér plötuna Best gleymdu leyndarmálin, sem hefur sömuleiðis fengið frábærar viðtökur. Vinirnir stofnuðu bandið í júlí á síðasta ári þegar þeir voru á vissum tímamótum í lífinu sem varð til þess að þeir ákváðu að gefa tónlistinni séns.

 

„Við vorum báðir að vinna í sjálfum okkur og þurftum á stuðningi hvors annars að halda,“ segir Fannar, en hann og Jökull hafa þekkst síðan sumarið 2013. „Fyrst þegar við vorum að kynnast þá leitaði hann mikið til mín með alls konar vangaveltur. Ég er sjö árum eldri en Jökull og hef alltaf verið til staðar fyrir hann. Svo dag einn vaknaði ég upp við það að hann var orðinn tvítugur og ég áttaði mig á því að ég gat líka leitað ráða hjá honum. Vinátta okkar er einstök og við erum heppnir hvor með annan. Vináttan er grunnurinn að öllu saman. Forsendan fyrir tónlistinni.“

„Vinátta okkar er einstök og við erum heppnir hvor með annan. Vináttan er grunnurinn að öllu saman.“

Aðspurður hvort þeir hafi átt von á þeim góðu viðtökum sem tónlist þeirra hefur hlotið og hvort lífið hafi tekið einhvern snúning í kjölfarið, segir Fannar að svo sé ekki. Fyrir utan að þeim líði betur eftir að hafa komið tónlistinni frá sér.

„Fólki finnst þetta allt saman áhugavert og er ófeimið að spyrja spurninga. Við erum byrjaðir að fá bókanir sem er bara jákvætt en við erum nú hvorugur að fara að segja upp vinnunni, í bili,“ útskýrir hann og bætir við að þeir hafi skilið sáttir við við plötuna eftir mikla vinnu. „Eftir útgáfuna höfum við reynt að halda okkur á jörðinni og hlakkað til að sjá hvernig fólk tengdi við plötuna. Nú mánuði eftir útgáfu er búið að vera magnað að fylgjast með hvað viðtökurnar eru góðar og við erum virkilega þakklátir fyrir alla sem eru að hlusta. Sérstaklega þá sem hafa gefið sér tíma til að hafa beint samband og hrósa okkur.“

Textarnir á plötunni eru allir skrifaðir af Fannari sjálfum, nema í laginu Feika brosið, þar sem Jökull á vers. Aðspurður hvert þeir sæki innblástur í tónlistarsköpun sinni svarar Fannar að það sé misjafnt. „Það er ótæmandi listi af tónlist sem við fílum og við höfum ekki verið feimnir við að blanda saman einhverju tvennu ólíku, útkoman á plötunni var því hipsumhaps,“ segir hann og bætir við að oft fái hann innblástur í aðstæðum sem vekja upp nýjar eða blendnar tilfinningar.

Að sögn Fannars fengu þeir alls konar frábært fólk til liðs við sig við gerð plötunnar. „Við erum með hljóðfæraleikara með okkur „live“. Magga Jó, sem á mikið í plötunni með okkur, Bergur, Óli Alexander, Lexi og Eiki. Allt toppmanneskjur,“ segir hann þakklátur. Hann bætir við að bandið hafi haldið útgáfutónleika 20. október síðastliðinn og þar sem það hafi verið uppselt á þá hafi verið ákveðið að halda aðra tónleika 22. nóvember. Auk þess standi til að koma fram á Airwaves.

„Síðan ætlum við bara að hafa gaman, halda áfram að læra eitthvað nýtt og nýta hvert tækifæri sem gefst. Muna að sýna þakklæti fyrir það sem við erum að gera og að lífið er líka meira en tónlist.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Svanhildur Gréta

Bókin um frú Vigdísi: Tré gróðursett fyrir hvert selt eintak

|||
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands

Vigdís Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring teiknara er komin út.

 

Fjallar bókin eins og nafnið gefur til kynna um frú Vigdísi Finnbogadóttur sem kjörin var forseti Íslands árið 1980, og gegndi hún því embætti í fjögur kjörtímatil til ársins 1996. Frú Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna embætti þjóðhöfðingja.

Bókarkápan.

Rán lýsir sjálf tilurð bókarinnar svona: „Upprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. Hún rekst líka á alvöru sverð frá Finnlandi, lærir hrafl í frönsku og kemst að því að einu sinni bjuggu kindur í Reykjavík. Bók um merkilega konu sem dreymdi um að verða skipstjóri en endaði sem forseti.“

Rán Flygenring
Mynd / Sebastian Ziegler

Fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands.

Rán Flygenring er einn fremsti teiknari landsins. Hún hefur myndlýst fjölmargar bækur og er meðal annars myndhöfundur bókanna um Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen, Fugla og Sögunnar um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins sem Angústúra gaf út.

Opna úr bókinni.

Í bókinni um Frú Vigdísi sem Angústúra gefur einnig út lýsir hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum.

 

Kynjaþing fer fram um helgina: lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning

Mynd þingsins í ár: Öll í sama báti eftir Þóreyju Mjallhvíti.

Á morgun, laugardaginn 2. nóvember, verður  Kynjaþing 2019, samráðsvettvangur samtaka sem starfa að jafnrétti og mannréttindum haldið.

 

Þingið fer fram í Norræna húsinu og hefst dagskrá klukkan 13:00. Ókeypis aðgangur er að kynjaþingi og allir velkomnir.

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Kynjaþing var fyrst haldið 2018, en til stendur að þingið verði haldið árlega.

Fjöldamörg samtök standa fyrir viðburðum á Kynjaþingi eins og kemur fram í tilkynningu frá kynjaþinginu: Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni, ASÍ, Dziewuchy Islandia, Femínistafélag HÍ, Femínísk fjármál, Jafnréttisnefnd SHÍ, Kona er nefnd, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, RVK Feminist Film Festival, Samtökin ’78, Sigrún hannyrðapönkari, SÍBS, Stelpur rokka!, Trans Ísland, UAK og W.O.M.E.N. in Iceland.

Dagskráin er fjölbreytt. Á þinginu er rætt um pólsk-íslenskan femínisma, um tengsl kyns og heilsu, sagt frá nýjustu rannsóknum um ofbeldi á Íslandi, fjallað um femínísk stjórnmál, stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, kynjuð fjármál, kynjafræði á öllum skólastigum, samtvinnun jafnréttisbaráttunnar, og fleira.

Á þinginu verður hægt að taka þátt í upptöku á hlaðvarpinu Kona er nefnd og Kvennasögusafn Íslands stendur fyrir sýningu á úrvalsgripum úr sögu kvenna. Femínískt kaffihús er rekið í Norræna húsinu meðan á þinginu stendur og því lýkur á femínísku hænustéli!

Nánari dagskrá Kynjaþings má finna hér.

Þessar sögur þurfa að heyrast

||||||||
Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|Mynd / Hákon Davíð Björnsson|

Þóra Karítas Árnadóttir fór í fyrra í ferð til Malaví á vegum UN Women og tók þar viðtöl við brúðir á barnsaldri. Hún segir sögur um þvinguð hjónabönd og kynferðisofbeldið sem þeim fylgir eiga erindi við íslenskan nútímaveruleika.

 

„Að mínu mati þurfa þessar sögur að heyrast og því miður eiga þessar sögur aðrar birtingarmyndir hér heima,“ segir hún ákveðin.

„Bókaskrifin um mömmu voru í raun undirbúningur fyrir þessi viðtöl en sögurnar hérna heima eru meira faldar á bak við veggi á meðan í Malaví tilheyrir þetta úreltum hefðum sem hafa viðgengist þar til nú. Þannig er þetta bæði tækifæri til að hlusta og líka líta í eigin barm, spegla okkar menningu og hugsa upp leiðir til að hlúa betur að fólkinu okkar á öllum aldri sem glímir við mismunandi áskoranir. Það er dýrmætt að hafa fengið að vera hlekkur í þessari keðju sem miðar að því að búa til farveg fyrir rödd kvenna og miðla sögum þeirra í því skyni að styrkja fólk og hvetja, hlúa að því svo það viti að það sé ekki eitt í heiminum og að fólki standi ekki á sama heldur vilji hlusta og breyta því sem breyta þarf. Það hefur til dæmis skipt sköpum í Malaví að yfirvöld þar á svæðinu í samvinnu við UN Women náðu í gegn lagabreytingu árið 2017, þegar lögræðis- og þar með giftingaraldur var hækkaður í 18 ár, og síðan þá er hægt að rifta þvinguðum barnahjónaböndum með markvissum hætti og koma í veg fyrir þau með einföldum upplýsingum um að þau séu ólögleg.“

„Það er dýrmætt að hafa fengið að vera hlekkur í þessari keðju…“

Þóra Karitas viðurkennir að þessi vinna hafi tekið mikið á, það hafi fallið mörg tár og oft hafi hún þurft að fara afsíðis og púsla sér saman eftir að viðtölunum lauk.

„Stúlkurnar sem við töluðum við áttu ótrúlega ólíkar sögur en allar voru þær magnaðar og erfiðast fannst mér að sjá þegar menningin hélt þeim augljóslega niðri og taldi þeim trú um að þær væru bannfærðar og voru jafnvel útskúfaðar eða lagðar í einelti vegna einhvers sem hafði hent þær,“ segir hún og það er auðheyrt að þetta málefni brennur á henni.

„Þá er ég til að mynda að hugsa um stelpu sem fékk fistil eftir hrikalega erfiða barnsfæðingu og hún var útskúfuð og þótti óhrein í augum þorpsins en fyrir tilstilli bróður hennar sem hafði heyrt fræðslu UN Women um að fistill væri læknisfræðilegt fyrirbæri var henni komið til aðstoðar og þar með var heilt þorp menntað í leiðinni.

Lestu viðtalið við Þóru í nýjasta Mannlífi.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint Laurent á Íslandi

Back to the Metal Roots – tónleikaröð Eistnaflugs

Tónlistarhátíðin Eistnaflug kynnir nýja tónleikaröð Back to the Metal Roots. Eistnaflugshátíðin stækkar og mun nú standa fyrir þungarokksviðburðum allt árið um kring.

 

Fyrstu dagsetningar eru klárar og verður því blásið til tónleika á Dillon þann 1. nóvember, 11. janúar og 22. febrúar. Miðaverð á hverja tónleika er 1.700 krónur. Einnig er í boði passi á alla þrenna tónleikana á 4.000 krónur.

Miðafjöldi er takmarkaður en miðasala fer fram á Tix.is. Nánar um dagkrána á Albumm.is.

Rokkmessa á Gauknum – 50 ár síðan Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan hljómsveitin Black Sabbath hljóðritaði sína fyrstu breiðskífu, samnefnda sveitinni, verður haldin sérstök rokkmessa til heiðurs Black Sabbath á Gauknum í kvöld, föstudaginn 1. nóvember.

 

Black Sabbath er talin vera sú hljómsveit sem skapaði þungarokkið á sínum tíma og síðar tónlistarstefnuna „stoner rock“. Á hálfri öld hefur Black Sabbath gefið út nítján stúdíóplötur, sjö tónleikaplötur og þrettán safnplötur ásamt ógrynni af smáskífum og myndböndum. Forsprakkinn Ozzy Osbourne hefur svo átt farsælan sólóferil.

Mörg þekktustu laga Black Sabbath fá að hljóma á rokkmessunni á Gauknum í kvöld. Það eru reynsluboltar í bransanum sem standa að viðburðinum, söngvarinn Jens Ólafsson mun þenja raddböndin, hljómsveitin Thrill of Confusion hitar upp og að messunni lokinni munu plötusnúðar spila rokktónlist.

Upphitun hefst klukkan 22, en sjálf Black Sabbath-messan klukkan 23. Miðinn kostar 2000 krónur í forsölu á midi.is, en 2500 krónur við inngang.

Klassískur réttur – Boeuf Bourgignon

Boeuf Bourgignon er klassísk frönsk uppskrift þar sem nautakjöt er soðið með rauðvíni og grænmeti.

 

Fyrsta skrásetning á þessari vinsælu kjötkássu er þó ekki fyrr en á 19. öld, seinna birtist uppskrift að réttinum í bók franska kokksins Auguste Escoffier. Rétturinn sem upphaflega var dæmigerður sveitaréttur þróaðist síðan í rétt sem mátti finna á bestu veitingahúsum Frakklands.

Uppskrift Escoffiers var viðmiðið og tíðkaðist þá að hægelda stóran kjötbita og bera fram. Seinna meir gerði Julia Child réttinn frægan vestanhafs en í uppskrift hennar voru notaðir litlir kjötbitar eða gúllas og er það sú nálgun sem sést oftast nú til dags.

Rétturinn er tilvalinn helgarréttur þegar kokkurinn hefur nægan tíma til að nostra við að steikja kjötið og leyfa pottréttinum að malla á hellunni eða inni í ofni. Gott er að bera hann fram með soðnum nýjum kartöflum ásamt góðu rauðvínsglasi.

Boeuf Bourgignon

fyrir 4-6

1 ½ kg nautakjöt, skorið í 3 cm stóra bita, t.d. nautahnakki eða gúllas
1 ½ tsk. salt
½ tsk. pipar
150 g gæða beikon, skorið í bita
1 laukur, saxaður
1 stór gulrót, sneidd
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk. timíanlauf
2 tsk. tómatmauk
2 msk. hveiti
1 flaska (750 ml) rauðvín
1 lárviðarlauf
15 perlulaukar, afhýddir
1 msk. ólífuolía
1 dl nautasoð
30 g smjör
300 g sveppir, skornir í þykkar sneiðar
steinselja, söxuð

Hráefnið.

1 Hitið ofn í 160°C án blásturs. Þerrið kjötbitana og saltið þá og piprið, setjið til hliðar og látið standa við stofuhita í hálftíma. Takið fram góðan pott sem má fara inn í ofn, t.d. steypujárnspott, og setjið yfir meðalháan hita. Steikið beikonið í pottinum þar til það verður fallega brúnað og stökkt, ef það fer að brenna við pottinn er gott að setja smávegis ólífuolíu út í pottinn. Veiðið beikonið upp úr pottinum og leggið á eldhúspappír, skiljið fituna eftir í pottinum.

Nautakjötið steikt.

2 Hækkið hitann lítillega undir pottinum og steikið nautakjötið á öllum hliðum upp úr fitunni. Mikilvægt er að hafa gott bil á milli bitanna og því getur þurft að steikja kjötið í tveimur hollum. Setjið kjötið til hliðar.

Grænmetið steikt.

3 Lækkið hitann undir pottinum og steikið lauk og gulrót þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið hvítlauk og timíani út í og steikið í 1 mín. Hrærið tómatmauk og hveiti saman við þar til það samlagast.

Rauðvíni hellt út í.

4 Hellið síðan rauðvíni út í pottinn. Sjóðið í 2-3 mín. til að vínandinn sé gufaður upp áður en kjötinu er bætt í pottinn.

5 Bætið kjötinu og helmingnum af beikoninu út í pottinn og flytjið inn í ofn ásamt lárviðarlaufi og eldið þar til kjötið er orðið lungamjúkt, í u.þ.b. 2 klst. Gott er að snúa kjötinu eftir tæpa klukkustund.

Perlulaukar og sveppir eldaðir.

6 Á meðan kjötið eldast eru perlulaukar og sveppir eldaðir. Setjið 10 g smjör og 1 msk. af ólífuolíu á pönnu og látið yfir meðalháan hita, bætið perlulauknum út á pönnuna þegar smjörið hefur bráðnað. Steikið í u.þ.b. 10 mín. og hrærið í þeim reglulega svo þeir brúnist á öllum hliðum. Hellið 1 dl af nautasoði eða rauðvíni út á pönnuna og saltið og piprið eftir smekk. Hyljið pönnuna til hálfs með loki eða klippið til smjörpappír til að leggja ofan á pönnuna og eldið þar til laukurinn er orðinn alveg mjúkur, u.þ.b. 40-50 mín. Setjið til hliðar. Notið afanginn af smjörinu til að steikja sveppina og saltið þá og piprið eftir smekk. Setjið til hliðar.

Gott er að bera réttinn fram með t.d. brauði.

7 Takið kjötið úr ofninum og blandið perlulauknum, sveppunum og afganginum af beikoninu saman við. Sáldrið steinselju yfir og berið fram. Gott er að bera réttinn fram með nýjum kartöflum eða góðri kartöflumús og brauði.

Texti / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Unnur Magna

11 vilja verða forstjóri Umhverfisstofnunar

Ellefu umsækjendur voru um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn og var umsóknarfrestur til 28. október.

Umsækjendur eru:

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
Kristján Sverrisson, forstjóri
Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi

Valnefnd mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.

 

Koma ánægjulega á óvart

Mynd / Rut Sigurðardóttir

Brynhildur Björnsdóttir, blaðamaður, kabarettsöngkona og gagnrýnandi, mælir hér með hámglápsefni sem hentar vel um hrekkjavöku, án þess þó að vera of hræðilegt.

 

Lucifer

„Frá því ég datt í Ísfólkið sem unglingur hefur persóna Lucifers verið á uppáhaldslista yfir áhugaverð og misskilin illmenni goðsagnaheimsins. Þættirnir fjalla um það þegar Lucifer er orðinn leiður á Víti, fer í frí til Los Angeles og kann svo vel við sig þar að hann stofnar næturklúbb og sekkur sér ofan í lífsins lystisemdir. Fljótlega hætta þær að vera honum nóg og þegar hann kynnist rannsóknarlögreglukonunni Chloé Decker einhendir hann sér í morðrannsóknir. Ýmsar misþekktar persónur í Biblíunni koma við sögu í þáttunum sem fjalla um eðli trúarbragða, illsku og mennsku á mjög skemmtilegan og hressandi hátt. Þættir sem komu mér mjög ánægjulega á óvart og ég bíð spennt eftir fimmtu seríu.“

The Chilling Adventures of Sabrina

„Þær gleðifregnir voru að berast mér að von er á fleiri þáttaröðum um unglingsnornina Sabrinu, frænkur hennar og vini. Þættirnir eru byggðir á myndasögum frá sjöunda áratugnum sem síðar urðu að teiknimynda- og svo sjónvarpsþáttaröðum fyrir börn. Þessir þættir eru þó sannarlega ekki fyrir mjög ung börn þar sem þeir eru bæði blóðugir og óhugnanlegir. En mjög skemmtilegir og grípandi, einkum þegar Sabrína er milli steins hins venjulega samfélags sem hún býr í og sleggju nornasamfélagsins sem hún tilheyrir líka. Kvikmyndataka og útlit þáttanna er líka mjög vel gerð og grípandi blanda af nútíma og nærþátíð. Og svo bara unglingaástir og drama eins og það gerist safaríkast.“

„…þeir eru bæði blóðugir og óhugnanlegir.“

Dark

„Það er gaman að horfa stundum á efni sem hvorki er framleitt í né gerist í Bandaríkjunum. Þýsku sjónvarpsþættirnir Dark eru bæði glæpaþættir og vísindaskáldskapur og vel skrifaðir, vel leiknir og vel hámverðugir.“