Hljóðfærahúsið birti í dag skemmtilega myndagátu á Facebook-síðu sinni.
Gátan er skemmtileg og flækist líklega ekki fyrir neinum sem fylgst hefur með fréttum.
Gátan er skemmtileg og flækist líklega ekki fyrir neinum sem fylgst hefur með fréttum.
Keppendurnir koma frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi, Belgíu, Hong Kong, Póllandi, Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Svíþjóð, Litháen, Hollandi, Slóveníu, Finnlandi, Noregi, Rúmeniníu Slóvakíu og auðvitað Íslandi.
Hundrað kílómetra hlaupararnir verða ræstir klukkan 20 á föstudagskvöldið fyrir framan Skyrðgerðina í Hveragerði og geta allir sem hafa áhuga á að sjá alvöru ofurmenni með berum augum komið og fylgst með ræsingunni. Þeir hlauparar hlaupa svo í gegnum nóttina og verða að koma í mark milli klukkan 14 og 18 daginn eftir. Fimmtíu kílómetra hlaupararnir ræsa klukkan 8 á laugardagsmorgun og svo tuttugu og fimm kílómetrarnir klukkan 13 og 10 og 5 kílómetra hlaupararnir klukkan 14. Það verður því mikið húllum hæ alla helgina í Hveragerði þar sem öflugustu utan vegahlauparar landsins og þó víða væri leitað koma saman og taka á því.
Hengill Ultra er lengsta utanvegahlaup á Íslandi, en býður þó upp á sex mismunandi keppnisleiðir og möguleika. 100 kílómetra, 50, 25, 10 og svo 5 kílómetra, en síðan er 4 x 25 kílómetra boðhlaup sem er nýjung í mótinu í ár. Þannig er 25 kílómetra braut Hengils Ultra hlaup í gegnum Reykjadalinn, þá fallegu náttúrperlu og upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. Gárungarnir segja að sú hlaupaleið sé eina utanvega hlaupaleiðin í heiminum með innbyggðum heitum pottum.
LÝSA – Rokkhátíð samtalsins fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri næstkomandi föstudag og laugardag. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og eru skráðir viðburðir komnir yfir 50 talsins.
Dagskrá LÝSU hefst á föstudagsmorgni með Stórþingi ungmenna og málþingi BHM um fjórðu iðnbyltinguna. Setning LÝSU fer fram um hádegisbilið þar sem Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, setur hátíðina og skemmtikrafturinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr flytur ávarp.
Jón segir samkomu eins og LÝSU mikilvæga: „Hugmyndir verða oft til í samtali. Við Íslendingar erum rosa góð í að halda ræður en við þurfum að læra betur að tala saman. Umræður um stjórnmál og lýðræði eiga að vera skemmtilegar. Fólk heyrir og man betur eftir því sem er skemmtilegt heldur en leiðinlegt.“
Eftir hádegi standa til að mynda SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir viðburðum en klukkan 15:30 fær fjölmiðlakonan, Guðrún Sóley Gestsdóttir, til sín góða gesti í sófaspjall undir yfirskriftinni Speglar listin samfélagið? Í sófann mæta Jón Gnarr, Matthías Tryggvi Haraldsson, listamaður og Hatari, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari og tónlistarskona og Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. Tónlistarmaðurinn Mugison tekur svo nokkur lög.
Laugardagurinn hefst með krafti á fyrirlestrinum Fljúgðu inn í haustið með Sölva Tryggva. Líkt og með aðra viðburði Lýsu er fyrirlestur Sölva opinn öllum. Barnaheill, Landvernd, Umboðsmaður barna, Iðnfélögin, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsbanki og Alþingi eru á meðal viðburðahaldara á laugardeginum en í hádeginu er komið að spennandi Myndasögusmiðju Lóu Hjálmtýs. Smiðjan fer fram á Nönnu.
Klukkan 16 verður sófaspjall Sölva Tryggva sem fær til sín skemmtilega gesti til að ræða umdeild málefni. Eftir sófaspjallið er komið að uppistandi Snjólaugar Lúðvíksdóttur og svo upphitun Stefáns Hilmarssonar og Jóns Ólafssonar sem verða með spjalltónleika í Hamraborg um kvöldið.
Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi á LÝSU en nákvæma dagskrá er að finna á heimasíðu LÝSU.
Birti Emmsjé Gauti mynd af þeim á Facebook með orðunum: „Við náðum loksins að losa Frikka frá þungum samningum við Bo og bjóðum hann velkominn í Jülevenner teamið.“
Á plakatinu voru aðrir gestir huldir, og gátu aðdáendur aðeins giskað á hverjir myndu koma fram, þar til í dag. Aron Can og Salka Sól koma fram, en þau voru einnig fyrri tvö árin. Í ár bætast síðan Ragga Gísla, Páll Óskar, Bríet og Friðrik Dór í hópinn.
Mikill viðbúnaður er við Höfða vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Leyniskyttur eru uppi á húsþökum í Borgartúni og þyrla Landhelgisgæslunnar er á sveimi yfir Höfða svo dæmi séu tekin. Þá er tímabundið bann við drónaflugi yfir Höfða í Borgartúni og nágrenni til klukkan 17 í dag.
Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir í samtali við mbl.is að öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í vegna heimsóknar Pence séu í „efstu stærðargráðu“.
Þess má geta að lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar frá hádegi til síðdegis í dag vegna heimsóknar Pence og því má búast við umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu.
Sjá einnig: Advania flaggar regnbogafánum í tilefni heimsóknar Mike Pence
Sjá einnig: „Partí með Pence“
Þess má geta að Samtökin ’78 hafa mótmælt heimsókn Pence til Íslands harðlega. Formaður samtakanna, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, segir að Pence hafi allan stjórnmálaferil sinn barist af fullum krafti gegn réttindum hinsegin fólks. Hún skrifaði pistil um málið.
„Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð,“ skrifaði hún meðal annars í pistli sínum.
Sjá einnig: Mike Pence telur samkynja hjónabönd valda „samfélagslegu hruni”
Sem minnir óneitanlega á Birgittu, sem er fædd og uppalin á Húsavík og tók þátt í keppninni árið 2003 með laginu Open Your Heart þar sem hún lenti í 8. Sæti.
„Ég held að það sé algjör tilviljun að myndin eigi að gerast árið 2003 og sé um stúlku frá Húsavík,“ segir Birgitta. „Það hefði verið gaman ef að ég hefði fengið að vera með puttana í þessu.“
Seigr hún að það væri gaman að hitta Will og ræða þetta við hann og fá boðsmiða á myndina.
„Þetta var voða óspennandi hjá mér, ég fór bara að sofa klukkan níu á kvöldin og mætti á æfingar,“ segir Birgitta og sagðist ekki hafa ætlað að missa röddina í einhverju partýi á að syngja fram á kvöld. „Ég get gert það alla aðra daga. Þegar þú ert í svona stóru verkefni, ertu að vanda þig. Ef myndin verður um mig þá verður þetta hræðilega leiðinleg mynd.“
„Það eiga allir íslendingar eftir að hópast í bíó,“ segir Birgitta og segist bíða spennt eftir myndinni.
Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Og til að rifja upp framlag okkar árið 2003.
Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er í hópi þess íþróttafólks sem situr fyrir í myndaþáttum sem birtast í nýjasta Body Issue ESPN tímaritsins. Um glæsilegar og smekklegar nektarmyndir er að ræða.
Myndirnar af Katrínu eru teknar á Íslandi af ljósmyndaranum Benedict Evans. Myndaþættinum fylgir svo einnig viðtal.
„Ég er svo stolt af líkama mínum og hverjum einasta vöðva líkamans, ég þurfti að hafa fyrir þessu,“ segir Katrín meðal annars.
Hrannar var aðstoðarmaður ráðherra þegar Lilja Alfreðsdóttir gegndi embætti utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hrannar hefur starfað sjálfstætt undanfarin ár við rekstrar- og almannatengslaráðgjöf. Hann hefur áður starfað í forsætisráðuneytinu, var framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Vodafone, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík og fréttamaður á Ríkissjónvarpinu.
Hafþór Eide Hafþórsson er einnig aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram 6.-9. nóvember og nú er komið í ljós hvaða tónlistarfólk og hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Lokatilkynning hátíðarinnar var birt fyrr í dag og þar kemur fram að Hjaltalín, sir Was, Pétur Ben, Madame Gandhi, Self Esteem, Daði Freyr, Bushar Murad, Nina Las Vegas og fleiri hafi nú bæst í hóp þeirra sem koma fram á hátíðinni.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að þýski rafdúettinn Booka Shade spili á hátíðinni.
Afar fjölbreytt dagskrá verður í boði en lista yfir það tónlistarfólk og hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves má sjá í heild sinni á vef hátíðarinnar.
Lífsreynslusaga úr Vikunni
Vera systir þoldi ekki að ég fengi að fara út á kvöldin en hún ekki, að ég væri farin að mála mig en henni bannað það því hún var barn, og fleira í þeim dúr. Ég man þó eftir að hafa farið í bíó með vinkonum mínum og verið neydd til af mömmu að taka Veru með, þá bara 12 ára, þrátt fyrir að myndin væri bönnuð innan 16. Vera hafði grátið í klukkutíma og mamma gefist upp á endanum. Hún var þó frekar ströng við okkur og leyfði Veru yfirleitt ekki að komast upp með neina vitleysu.
Það gladdi mig þegar Vera valdi sér sömu námsgrein og ég í háskóla og örfáum árum eftir útskrift hafði hún unnið sig upp í yfirmannsstöðu. Ég var hreykin af henni og sagði henni það en hún hló og sagðist vera viss um að ég væri að farast úr öfundsýki. Hún setti þetta fram eins og grín og við hlógum báðar.
Við systur giftum okkur með ársmillibili og eigum tvö börn hvor. Hjónaband mitt varði í tólf ár en þá fór maðurinn minn frá mér fyrir aðra konu. Það var eins og Vera hlakkaði yfir því þótt hún segði það ekki beint út, hún hefur alltaf notað óbein skilaboð og ef ég reyni að spyrja hvað hún meini, verður hún annaðhvort reið eða þykist ekkert skilja.
Ef ég keypti eitthvað fallegt til heimilisins hér áður fyrr brást ekki að Vera keypti eitthvað sem var enn fínna og dýrara. Þótt heimili okkar væru ólík, ég meira fyrir þægindi en útlit, fann ég alltaf þörf hennar fyrir samanburð við mig og heimili hennar hafði svo sannarlega vinninginn. Ég var ánægð með mitt svo samkeppnin var alveg einhliða.
Sumarbústaðaferð
Eitt sinn buðu Vera og maður hennar mér að koma með í sumarbústað í viku. Börnin okkar voru þá orðin uppkomin og flutt að heiman og ég bjó í ágætri íbúð í næstu götu við mömmu.
Þetta var skemmtileg vika en þegar mágur minn skrapp óvænt í bæinn einn seinnipartinn og fram á næsta dag vegna vinnu, varð Vera þegjandaleg og vildi bara liggja í sófanum og lesa. Mér var sama og fór ein í gönguferðina sem við höfðum ætlað saman í. Ég hitaði síðan upp afganga handa okkur og kvöldið var rólegt. Þegar ég vaknaði næsta morgun heyrði ég að hún var sýsla í eldhúsinu, hita kaffi og annað. Ég bauð góðan dag og dreif mig í snögga sturtu. Þegar ég kom fram sat hún við borðið með kaffibolla og ristað brauð og var að lesa. Hún hafði búið til kaffi, fengið sér, skolað könnuna og slökkt á henni, ásamt því að ganga vandlega frá brauði og áleggi inn í ísskáp þótt hún vissi vel að örstutt væri í að ég kæmi fram. Það átti aldeilis ekki að stjana við stórusystur. Ég fékk mér að borða og hellti upp á – en áður en ég gekk frá gat ég ekki stillt mig um að spyrja hana hvort hún vildi meira kaffi eða brauð, svona eins og eðlilegt fólk gerir. Hún þáði ábót á kaffið og hélt áfram að lesa. Þegar maðurinn hennar kom breyttist hún og lék á als oddi.
„Það átti aldeilis ekki að stjana við stórusystur.“
Einhvern tíma fór ég með hjónunum í helgarferð til London. Þetta var fín ferð, systir mín var óvenjumild í framkomu við mig. En þegar við vorum á heimleið og ókum inn í hverfið okkar mömmu, sagði Vera sem sat undir stýri að þau hjónin ætluðu beint til mömmu í heimsókn. Ég kæmi bara með þangað og færi þaðan gangandi heim til mín til að ná í bílinn minn svo ég gæti sótt farangurinn. „Ekkert mál,“ sagði ég hissa. En þá sagði maðurinn hennar stórhneykslaður: „Auðvitað keyrum við hana heim með töskurnar og förum svo í heimsókn til mömmu þinnar. Hvaða vitleysa er þetta?“ Vera herpti saman varirnar og þagði, og ók sem leið lá heim til mín. Hún kvaddi varla.
Breytingar
Nokkru eftir lát mömmu flutti ég út á land. Ég elti ástina, má segja, en maðurinn reyndist annar en hann virtist fyrst, svo sambandið stóð ekki lengi. Þá var ég orðin yfir mig hrifin af þessum bæ, fólkinu þar og vinnustaðnum svo ég fann mér góða íbúð þar á leigu.
Annað slagið skrapp ég til Reykjavíkur yfir helgi og í eitt skipti bað ég um gistingu hjá Veru systur sem þá bjó í Vesturbænum, í göngufæri við miðbæinn.
Ég nýtti þessar helgar vel, heimsótti börnin mín, fór í leikhús, bíó, út að borða, á tónleika. Vinkona mín sagði eitt sinn að ég gerði meira á einni helgi en hún á mörgum mánuðum.
Systir mín er gestrisin en ég naut ekki sama viðmóts og aðrir gestir hennar. Þetta skipti sem ég gisti hjá henni hafði ég verið á síðustu stundu, færðin var slæm og ég hafði rétt tíma til að henda inn töskunni minni og snyrta mig örlítið áður en ég rauk út að borða og síðan út á lífið. Vera rétti mér útidyralykil áður en ég fór.
Við vinkonurnar skemmtum okkur vel og ég var ekki komin heim til Veru fyrr en rúmlega þrjú um nóttina. Allt var dimmt og ég læddist inn. Vera hafði sagt að ég ætti að sofa í sjónvarpsherberginu svo ég paufaðist þangað og kveikti á lampa. Ég átti von á að finna sæng og kodda á sófanum en þarna var bara þunnt silkiteppi og nokkrir skrautpúðar. Ég lagði ekki í að læðast upp á efri hæðina í leit að rúmfötum og vekja óvart heimilisfólkið svo ég reyndi að koma mér fyrir með þetta.
„Ég átti von á að finna sæng og kodda á sófanum en þarna var bara þunnt silkiteppi og nokkrir skrautpúðar.“
Mér var ískalt þegar ég vaknaði en náði að brjóta saman teppið og setja fínu púðana á sinn stað áður en aðrir komu á fætur. Vera spurði mig ekki einu sinni hvernig ég hefði sofið. Ég þakkaði bara fyrir mig og dreif mig út.
Það hafði margt rifjast upp fyrir mér þennan morgun, eins og uppábúin rúm fyrir aðra gesti, t.d. bróður okkar sem bjó fyrir austan. Ekki að ég hefði ætlast til þess að hún byggi um mig, það hefði bara verið sjálfsagt að skilja eftir sæng og kodda ásamt sængurfötum. Þegar ég bjó fyrir norðan gistu hún og maðurinn hennar hjá mér og ég bjó að sjálfsögðu um þau í rúminu mínu, svaf á meðan í stofunni sem mér fannst alveg sjálfsagt.
Hæðnisbros eða geispi
Í gegnum tíðina hef ég auðvitað sagt við Veru: „Af hverju læturðu svona?“ eða „Þetta var andstyggilega sagt!“ en þá er ég búin að missa húmorinn, að hennar sögn. „Húmor“ sem hún notar sjaldnast þegar aðrir heyra til. Ef ég reyndi að telja allt upp sem hún hefur sagt eða gert, myndi það eflaust kosta leiðindi af hennar hálfu. Auk þess leyfir stolt mitt það ekki, ég vil ekki að hún viti að þetta snertir mig, ekki eftir öll þessi ár. Ég gæti sagt allt við vinkonur mínar, bara alla aðra, hreinsað andrúmsloftið ef þyrfti, en það á alls ekki við um Veru. Hún vill á einhvern hátt smækka mig, eins og sanna fyrir mér að hún sé miklu klárari, flottari, sætari og duglegri en ég … sem hún eflaust er. Hvort hún er einfaldlega andstyggileg að upplagi eða með svona mikla minnimáttarkennd gagnvart mér, veit ég ekki. Hún getur verið mjög kaldhæðin en aldrei á eigin kostnað, bara annarra.
Á yfirborðinu virðumst við vera í góðu sambandi. Það er erfitt fyrir aðra að sjá nokkuð, hún gætir þess vel, og börnin mín dýrka hana. Hæðnisbros eða þreytulegur geispi þegar ég er í miðri frásögn er alvanalegt. Þetta slær mig þó minna út af laginu en áður, ég hef alltaf haft ágætt sjálfstraust og er orðin vön framkomu hennar. En sama hvort ég reyni að vera góð við hana eða svara henni fullum hálsi, virkar hvorugt. Svo er hún auðvitað ekki alltaf leiðinleg. Mér þykir vænt um hana en líkar ekki við hana.
Ég hef frábært fólk í kringum mig, góða vini og yndislega ættingja, og þyrfti ekki að svekkja mig á þessu. Ég geri það samt, þetta er systir mín og mig langar til að við séum vinkonur.
„Ég hef verið með þessar pílagrímagöngur á heilanum síðan um aldamótin,“ segir Steinunn. „Þá fékk ég þær upplýsingar frá ítölskum leiðsögumanni að þetta væri þekkt leið meðal þeirra sem þekktu til pílagrímaleiða í Evrópu. Ég er með kort þar sem sýndar eru leiðir, til dæmis Via Francigena, sem er leiðin sem liggur frá Kantaraborg og svo er það Munaþverárleiðin sem er leiðin sem Nikulás ábóti gekk frá Íslandi til Rómar og síðan til Jerúsalem um 1150. Nikulás lýsti leiðinni svo vel í ritinu „Leiðarlýsing og borgarskipulag“ að hægt er að fylgja henni enn í dag og hún er mikið gengin. Ég skammaðist mín fyrir að láta ítalskan leiðsögumann kenna mér íslenska sögu, kynnti mér málin og komst að því að auk Nikulásar og Guðríðar Þorbjarnardóttur sem margir vita að gekk til Rómar, voru íslensku Rómarfararnir svo margir að Páll Jónsson biskup sem dó 1211 á að hafa sagt að það þyrfti að draga úr suðurgöngum presta þar sem það væri að verða kennimannalaust í landinu.“
„Ég skammaðist mín fyrir að láta ítalskan leiðsögumann kenna mér íslenska sögu…“
Spurð hvort slíkar pílagrímagöngur séu ekki trúarlegs eðlis neitar Steinunn því. „Þetta hefur ekkert með trú að gera,“ segir hún.
„Ég er hins vegar orðin dálítið trúuð á þessar leiðir. Tilfinningin að vera að ganga í fótspor þessa fólks sem gekk þarna í gegnum árhundruðin er orðin dálítið ávanabindandi. Ég gekk til dæmis frá Þingvöllum í Skálholt í nokkur ár en það var á sama hátt alveg óháð kristinni trú. Það er bara svo heillandi að ganga svona og hafa söguna sem bakgrunn.“
Ferðalag í tíma og rúmi
Steinunn hefur skipulagt pílagrímsgöngu frá Montefiascone til Rómar, sem er um hundrað kílómetra leið, en auk þess hefur hún gengið pílagrímaleiðina frá Lucca til Siena, sem er hluti af leiðinni til Rómar og þá leið var fyrsta nútímapílagrímaferðin gengin árið 1913. Hvað er það sem gerir þessar göngur svona heillandi og sérstakar að hennar mati?
„Pílagrímagöngurnar voru náttúrlega ferðaþjónusta síns tíma, það þurfti auðvitað að veita öllum þessum pílagrímum sem röltu þarna niður eftir þjónustu. Ég tek það fram að þessar ferðir eru ekki fjallgöngur, þetta er frekar slétt landslag, en hitt allt saman vegur upp á móti því.
Það er bæði þetta sem ég lýsti áðan, að ganga í fótspor forfeðranna og svo að ganga í gegnum þetta söguríka landslag á Ítalíu,“ útskýrir hún. „Ég er búin að ganga út um allt síðan 1996 og hef upplifað margt stórkostlegt en þessar ferðir eru allt öðruvísi en allar aðrar. Í fyrstu ferðinni sem ég fór árið 2017 var líka annarri vídd bætt við upplifunina af leiðsögumanninum, Magnúsi Jónssyni sagnfræðingi sem og því hvernig hann matreiddi söguna ofan í okkur. Ég hef þekkt Magnús lengi og farið í fjölmargar göngur með honum um íslenskar söguslóðir en þarna toppaði hann sig.
Á hverjum degi fengum við fróðleik um einn eða fleiri Íslendinga sem fóru til Rómar á miðöldum. Við veltum fyrir okkur hvenær kirkjur sem við heimsóttum voru byggðar og hvort til dæmis Nikulás, Guðríður Þorbjarnardóttir eða Sturla Sighvatsson hafi séð þær. Litlu miðaldabæirnir sem við gistum í og fórum um voru lítið breyttir frá því þeir höfðu gegnt mikilvægu hlutverki fyrir pílagríma miðalda og götur voru jafnvel nefndar eftir þeim. Það var líka sérstakt að halda alltaf áfram, ganga frá einum bænum í annan gegnum fjölbreytt menningarlandslagið. Við fórum eftir Via Cassia sem er frá því fyrir Krist, skoðuðum rómverskan leikvang og grafhýsi sem voru grafin inn í mjúka móbergskletta og heimsóttum safn með einstökum munum frá tímum Etrúska. Þannig var þetta ferðalag bæði í tíma og rúmi og allur hópurinn lifir sig inn í stemninguna.“
Steinunn á heldur ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa þeirri upplifun að ganga inn í ýmis þorp á leiðinni sem hún segir lítið hafa þróast og það sé eins og ganga inn í miðaldir að koma þar.
„Sum þorpin eru flott, eins og San Gimignano sem er náttúrlega orðinn túristabær,“ segir hún. „En önnur þorp sem standa uppi á hæðum hafa mjög lítið breyst, þar eru pílagrímagatan og gömlu gistihúsin enn við lýði. Pílagrímagöngurnar voru náttúrlega ferðaþjónusta síns tíma, það þurfti auðvitað að veita öllum þessum pílagrímum sem röltu þarna niðureftir þjónustu. Ég tek það fram að þessar ferðir eru ekki fjallgöngur, þetta er frekar slétt landslag, en hitt allt saman vegur upp á móti því. Maður er bara að ganga og njóta þess að ganga nánast í gegnum alla menningarsögu Vesturlanda, alveg frá Etrúskum og Rómverjum þannig að þetta er mjög djúp reynsla. Þegar ég fer til dæmis í Pyreneafjöllin og labba þar um þá er engin saga í kringum mig, bara fjallastígar og fegurð, sem er auðvitað yndislegt og æðislegt, en það hafa söguna á hverju strái bætir við nýrri vídd.“
Ekki komin með Sturlukomplexinn
Spurð hvort það hafi ekki verið hluti af yfirbót pílagrímanna á sínum tíma að ganga þessa leið berfættir segir Steinunn þá skoðun á dálitlum misskilningi byggða.
„Nei, fólk þurfti ekki að vera berfætt,“ segir hún. „Þegar það kom til Rómar átti það að ganga milli höfuðkirknanna, sem eru fimm tilteknar kirkjur, en í okkar ferðum höfum við beygt það ritúal svolítið og valið þrjár kirkjur til að ganga á milli og ímynda okkur að við séum að loka pílagrímagöngu með því að ganga milli höfuðkirkna.“
Spurð hvort þau taki þetta kannski alla leið í fótspor forfeðranna og láti húðstrýkja einhvern þátttakendanna fyrir utan eina kirkjuna svarar Steinunn hlæjandi að þau gangi reyndar ekki svo langt.
„En, jú, jú, það var gert við Sturlu Sighvatsson þegar hann var að gera yfirbótina,“ segir hún. „Og fólk gat ekki hamið sig fyrir sorg yfir því að svona fallegur maður væri svona illa leikinn. En hann ofmetnaðist náttúrlega og kom heim og hélt hann gæti stjórnað Íslandi eftir að hafa fengið aflátsbréf frá páfa. Ég er ekki enn komin með þann komplex en það er aldrei að vita hvað gerist, ég er náttúrulega komin með þennan komplex að finna nýjar leiðir. Mér finnst svo leiðinlegt að allir skuli vita af Santiago de Compostela, þótt auðvitað sé ekkert að því að fólk þekki, en nánast enginn viti um þessa íslensku pílagrímaleið sem allir íslenskir pílagrímar fóru, meira að segja þeir tveir Íslendingar sem fóru til Santiago á þessum tíma fóru líka til Rómar, þannig að þetta er svo djúpur þáttur í okkar sögu og ég er mjög mikið fyrir það að skoða ræturnar.“
Ferðinni lýkur svo með því að skundað er á skrifstofu páfa og gegn framvísun á stimplum því til sönnunar að fólk hafi gengið leiðina fær það viðurkenningarskjal eða aflátsbréf páfa. En getur hver sem er farið í þessar ferðir, er ekki skilyrði að fólk sé sæmilega vel á sig komið til að taka þátt í svona langri gönguferð?
„Nei, ég hef einmitt lagt áherslu á að allir geti gert þetta,“ segir Steinunn ákveðin. „Þetta er ekki eins og pílagrímagangan til Santiago de Compostela, þar sem gengnir eru kannski þrjátíu kílómetrar á dag, heldur er áherslan á að ganga í gegnum þetta sögulega landslag á Ítalíu þannig að við erum alltaf með bíl með okkur sem getur tekið fólk upp í ef það er orðið þreytt eða eitthvað kemur upp á. Þannig að fólk sem er kannski ekki tilbúið að ganga tuttugu til tuttugu og fimm kílómetra getur samt komið með vitandi að bíllinn mun bjarga því.“
Næsta pílagrímaganga til Rómar verður í október en í hana er löngu uppselt og verið er að hefja sölu á ferð næsta ár. Fjöldi þátttakenda er mjög takmarkaður í hverja ferð og það helgast ekki síst af framboði á gistirými á leiðinni.
Myndir / Hákon Davíð Björnsson og úr einkasafni
Það fór lítið fyrir annars þýðingarmiklu atviki í dag þegar þingmaðurinn Phillip Lee gekk úr klefa íhaldsflokksins yfir til frjálslyndra demókrata (Lib Dem) í breska þinginu. Boris Johnson var í miðri þingræðu og þurfti því að horfa á upp á að missa þingmeirihluta sinn í beinni útsendingu.
Atvikið er táknrænt en með því gekk Lee formlega í raðir frjálslyndra. Lee, sem sagði upp á síðasta ári sem aðstoðar dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May vegna Brexit stefnunnar, gaf út yfirlýsingu í dag. Þar kom fram að hann gæti ekki lengur stutt ríkistjórn Johnsons sem stefndi á útgöngu úr Evrópusambandinu sem væri hreinlega eyðileggjandi fyrir Bretland – pólitík sem væri byggð á lygum og kúgunum – og stefndi lífi fólks í hættu. Þannig væri núverandi stefna að grafa undan lýðræði, hagkerfi og hlutverki Bretlands í heiminum.
Lee fylgir þar með tveimur öðrum þingmönnum breska íhaldsflokksins sem gengu úr flokknun yfir til frjálslyndra. Ríkisstjórnin hefur nú 319 þingsæti en stjórnarandstaðan 320.
Í breska þinginu standa nú yfir harðar viðræður þar sem stjórnarandstaðan með Corbyn í fararbroddi er að reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings, eða no-deal Brexit.
Ljóst er að andstaðan er nú orðin mun sterkari enda með meirihluta. Líklegt er að almennar kosningar verði vegna þessa í Bretlandi áður en settur útgöngudagur verður þann 31. október.
Eskomi Casting leitar að fólki á breiðu aldursbili til að leika aukahlutverk í kvikmynd fyrir streymisveituna Netflix sem stórleikarinn George Clooney leikstýrir.
„Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í færslunni. Þá er tekið fram að reyndir leikarar sem og fólk með enga reynslu í leiklist geti sótt um. Tökudagar eru frá 20. október til 7. nóvember í nágrenni Hafnar í Hornafirði.
Áhugasamir eru þá beðnir um að senda Eskimo Casting tölvupóst með nýlegri mynd og upplýsingum. Sjá færsluna hér fyrir neðan.
Leitum að fólki fyrir tökur á kvikmynd leikstýrð af George Clooney-tekin í nágrenni Hafnar í Hornafirði!Við leitum að…
Posted by Eskimo Casting on Þriðjudagur, 3. september 2019
Sjá einnig: George Clooney til Íslands
Flugfélagið Icelandair hefur nú skipt um auglýsingastofu eftir rúma þrjá áratugi í viðskiptum við Íslensku auglýsingastofuna. Þessu er greint frá á Túristi.is.
Þar segir að samkvæmt heimildum Túrista.is þá hafa viðskipti Icelandair við Íslensku auglýsingastofuna numið vel á annað hundrað milljónum á ári. Því er ljóst að Icelandair er eftirsóttur viðskiptavinur meðal auglýsingastofa.
Auglýsingastofan sem tekur við viðskiptum Icelandair er Hvíta húsið. Þess má geta að Gísli S. Brynjólfsson tók við sem markaðsstjóri Icelandair í vor. Hann var áður framkvæmdastjóri Hvíta hússins og einn af eigendum stofunnar.
„Eftir langt og farsælt samstarf við Íslensku ákváðum við að endurskoða þessi mál,” er haft eftir Ásdísi Ýri Pétursdóttur, upplýsingafulltrúi Icelandair, í frétt Túrista.is
Skegg Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, var ekki að slá í gegn ef marka má færslu sem hann birti á Facebook fyrr í dag. Þar segir Guðlaugur að skeggið sem hann skartaði hafi fengið dræmar undirtektir og því hafi hann látið það fjúka.
„Ég lét því undan þrýstingnum og gafst upp,“ skrifaði Guðlaugur og birti þrjár myndir af sér í stólum hjá Ævar Østerby á hárgreiðslustofunni Slippnum.
Vinir Guðlaugs virðast flestir ánægðir með þessa ákvörðun hans. „Gulli menn eins og þú eiga ekki að hylja þetta andlit,“ skrifar einn við færsluna. „Þá getur maður látið sjá sig með þér aftur á almannafæri,“ skrifar annar.
Hjónin fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmæli í ágúst, en það var faðir Góa, Karl Sigurbjörnsson prestur og fyrrum biskup sem gaf þau saman 22. ágúst 2009.
Bergið headspace er stofnað af grasrótarsamtökum, Samtök um stuðningssetur fyrir ungt fólk, sem stofnuð voru 17. september 2018. Samtökin vilja brúa bil í þjónustu við ungt fólk þar sem of margir detta á milli kerfa. Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur sækir sér ekki mikla hjálp fyrr en vandinn er orðinn mikill. Kerfin geta líka verið flókin og afmörkuð við tilteknar greiningar eða vanda sem gerir það að verkum að erfitt er að fá heildstæða þjónustu.
„Bergið vill ná til ungmenna fljótt og vel, helst áður en vandinn er orðinn mikill eða flókinn,“
segir í tilkynningu frá Berginu.
Við mótun starfs Bergsins hafa stofnendur verið í samstarfi við slíkar þjónustur erlendis, það er Headspace í Ástralíu og Headspace í Danmörku.
Þjónusta miðuð við ungmenni 25 ára og yngri
Þjónusta Bergsins er þannig uppbyggð að ungmenni, upp að 25 ára, geta komið, hringt, haft samband í vefspjalli eða óskað rafrænt eftir þjónustu. Þau fá viðtal við ráðgjafa sem að metur vandann, aðstoðar ungmennið við að átta sig á því hver vandinn er, ráðleggja um það sem þau geta gert og ef þörf er á, hjálpað ungmennum við að fá meðferð eða aðstoð annars staðar í kerfunum.
Einnig verður boðið upp á ýmis konar hópastarf og fræðslu sniðna að þörfum ungmennanna okkar.
Áhersla lögð á virkt samstarf við aðra aðila
Áhersla er lögð á að vera með gott og virkt samstarf við aðila innan kerfa, svo sem félagsþjónustur sveitafélaga, barnaverndir, heilbrigðiskerfi, framhaldasskóla, lögreglu og starfsendurhæfingar. Bergið hefur verið í sambandi við og farið af stað í samstarf við marga aðila innan þessara kerfa. Sem dæmi þá er farið af stað samstarfsverkefni milli barnaverndar Reykjavíkur og Bergsins um verkferla og verklag. Einnig eru mörg önnur samstartsverkefni í burðarliðnum.
Tveggja ára tilraunaverkefni – 30 milljónir í úthlutun árlega
Fimm ráðuneyti hafa skuldbundið sig til að styðja við Bergið, sem tveggja ára tilraunaverkefni um 30 milljónir á ári. Þau ráðuneyti eru Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Mennta og menningarmálaráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytið. Að auki styrkti Reykjavíkurborg verkefnið um 9 milljónir á þessu ári.
Bergið headspace er til húsa að Suðurgötu 10 í Reykjavík og geta ungmenni sótt þjónustu þangað en einnig er boðið upp á fjarþjónustu í gegnum fjarþjónustuforritið Kara connect.
Starfandi ráðgjafar eru með breiða fagþekkingu og reynslu, einnig munu sjálfboðaliðar koma að starfi Bergsins.
„Við teljum að Bergið headspace sé að fylla í skarð til að mæta þjónustuþörf við ungt fólk á Íslandi. Með því að bjóða upp á aðgengilega og faglega þjónustu fyrir þennan hóp teljum við að hægt sé að koma í veg fyrir að ýmiskonar vandi verði óviðráðanlegri. Rannsóknir og reynsla annarra styðja við þessa nálgun okkar,“ segir í tilkynningu Bergsins.
Voru þau á meðal áhorfenda á hnefaleikabardaga Hughie Fury og Alexander Povetkin. Parið lét vel að hvort öðru að sögn sjónarvotta og tóku einhverjir myndir af parinu og birtu á samfélagsmiðlum.
@DavidKHarbour When on earth did this happen!? 🤔 I’m baffled! Hahaaa 🤣 #LilyAllen Thought I knew all the gossip! pic.twitter.com/DxDndVPo1M
— EmmaGee (@GeeEmma20) August 31, 2019
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem parið sést saman opinberlega, en þau sáust saman í West End hverfinu í London fyrr í ágúst.
Lily Allen hangs with ‘Stranger Things’ star David Harbour in London https://t.co/3dTY3CSI4p pic.twitter.com/hOIY81lxDQ
— Page Six (@PageSix) August 6, 2019
Eitthvað sem sumum getur þótt fyndinn hrekkur, en er athæfi sem skapað getur verulega hættu og haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir þann sem notar reiðhjólið.
Sonur hennar, 13 ára gamall, er tvíhandleggsbrotinn eftir hjólaferð með vinum hans á fimmtudag. Aftara dekkið datt af hjólinu, með þeim afleiðingum að hann datt og braut handlegginn.
„Kolla mínum líður mun betur núna, þó enn sé stuðst við einhver saklaus verkjalyf. Við erum komin heim, beinin komin aftur í réttar skorður og gróa vonandi fljótt,“ segir Þórunn.
Gátan er skemmtileg og flækist líklega ekki fyrir neinum sem fylgst hefur með fréttum.
Keppendurnir koma frá Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi, Belgíu, Hong Kong, Póllandi, Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Svíþjóð, Litháen, Hollandi, Slóveníu, Finnlandi, Noregi, Rúmeniníu Slóvakíu og auðvitað Íslandi.
Hundrað kílómetra hlaupararnir verða ræstir klukkan 20 á föstudagskvöldið fyrir framan Skyrðgerðina í Hveragerði og geta allir sem hafa áhuga á að sjá alvöru ofurmenni með berum augum komið og fylgst með ræsingunni. Þeir hlauparar hlaupa svo í gegnum nóttina og verða að koma í mark milli klukkan 14 og 18 daginn eftir. Fimmtíu kílómetra hlaupararnir ræsa klukkan 8 á laugardagsmorgun og svo tuttugu og fimm kílómetrarnir klukkan 13 og 10 og 5 kílómetra hlaupararnir klukkan 14. Það verður því mikið húllum hæ alla helgina í Hveragerði þar sem öflugustu utan vegahlauparar landsins og þó víða væri leitað koma saman og taka á því.
Hengill Ultra er lengsta utanvegahlaup á Íslandi, en býður þó upp á sex mismunandi keppnisleiðir og möguleika. 100 kílómetra, 50, 25, 10 og svo 5 kílómetra, en síðan er 4 x 25 kílómetra boðhlaup sem er nýjung í mótinu í ár. Þannig er 25 kílómetra braut Hengils Ultra hlaup í gegnum Reykjadalinn, þá fallegu náttúrperlu og upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. Gárungarnir segja að sú hlaupaleið sé eina utanvega hlaupaleiðin í heiminum með innbyggðum heitum pottum.
LÝSA – Rokkhátíð samtalsins fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri næstkomandi föstudag og laugardag. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og eru skráðir viðburðir komnir yfir 50 talsins.
Dagskrá LÝSU hefst á föstudagsmorgni með Stórþingi ungmenna og málþingi BHM um fjórðu iðnbyltinguna. Setning LÝSU fer fram um hádegisbilið þar sem Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, setur hátíðina og skemmtikrafturinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr flytur ávarp.
Jón segir samkomu eins og LÝSU mikilvæga: „Hugmyndir verða oft til í samtali. Við Íslendingar erum rosa góð í að halda ræður en við þurfum að læra betur að tala saman. Umræður um stjórnmál og lýðræði eiga að vera skemmtilegar. Fólk heyrir og man betur eftir því sem er skemmtilegt heldur en leiðinlegt.“
Eftir hádegi standa til að mynda SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir viðburðum en klukkan 15:30 fær fjölmiðlakonan, Guðrún Sóley Gestsdóttir, til sín góða gesti í sófaspjall undir yfirskriftinni Speglar listin samfélagið? Í sófann mæta Jón Gnarr, Matthías Tryggvi Haraldsson, listamaður og Hatari, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari og tónlistarskona og Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands. Tónlistarmaðurinn Mugison tekur svo nokkur lög.
Laugardagurinn hefst með krafti á fyrirlestrinum Fljúgðu inn í haustið með Sölva Tryggva. Líkt og með aðra viðburði Lýsu er fyrirlestur Sölva opinn öllum. Barnaheill, Landvernd, Umboðsmaður barna, Iðnfélögin, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsbanki og Alþingi eru á meðal viðburðahaldara á laugardeginum en í hádeginu er komið að spennandi Myndasögusmiðju Lóu Hjálmtýs. Smiðjan fer fram á Nönnu.
Klukkan 16 verður sófaspjall Sölva Tryggva sem fær til sín skemmtilega gesti til að ræða umdeild málefni. Eftir sófaspjallið er komið að uppistandi Snjólaugar Lúðvíksdóttur og svo upphitun Stefáns Hilmarssonar og Jóns Ólafssonar sem verða með spjalltónleika í Hamraborg um kvöldið.
Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi á LÝSU en nákvæma dagskrá er að finna á heimasíðu LÝSU.
Birti Emmsjé Gauti mynd af þeim á Facebook með orðunum: „Við náðum loksins að losa Frikka frá þungum samningum við Bo og bjóðum hann velkominn í Jülevenner teamið.“
Á plakatinu voru aðrir gestir huldir, og gátu aðdáendur aðeins giskað á hverjir myndu koma fram, þar til í dag. Aron Can og Salka Sól koma fram, en þau voru einnig fyrri tvö árin. Í ár bætast síðan Ragga Gísla, Páll Óskar, Bríet og Friðrik Dór í hópinn.
Mikill viðbúnaður er við Höfða vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Leyniskyttur eru uppi á húsþökum í Borgartúni og þyrla Landhelgisgæslunnar er á sveimi yfir Höfða svo dæmi séu tekin. Þá er tímabundið bann við drónaflugi yfir Höfða í Borgartúni og nágrenni til klukkan 17 í dag.
Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir í samtali við mbl.is að öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í vegna heimsóknar Pence séu í „efstu stærðargráðu“.
Þess má geta að lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar frá hádegi til síðdegis í dag vegna heimsóknar Pence og því má búast við umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu.
Sjá einnig: Advania flaggar regnbogafánum í tilefni heimsóknar Mike Pence
Sjá einnig: „Partí með Pence“
Þess má geta að Samtökin ’78 hafa mótmælt heimsókn Pence til Íslands harðlega. Formaður samtakanna, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, segir að Pence hafi allan stjórnmálaferil sinn barist af fullum krafti gegn réttindum hinsegin fólks. Hún skrifaði pistil um málið.
„Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð,“ skrifaði hún meðal annars í pistli sínum.
Sjá einnig: Mike Pence telur samkynja hjónabönd valda „samfélagslegu hruni”
Sem minnir óneitanlega á Birgittu, sem er fædd og uppalin á Húsavík og tók þátt í keppninni árið 2003 með laginu Open Your Heart þar sem hún lenti í 8. Sæti.
„Ég held að það sé algjör tilviljun að myndin eigi að gerast árið 2003 og sé um stúlku frá Húsavík,“ segir Birgitta. „Það hefði verið gaman ef að ég hefði fengið að vera með puttana í þessu.“
Seigr hún að það væri gaman að hitta Will og ræða þetta við hann og fá boðsmiða á myndina.
„Þetta var voða óspennandi hjá mér, ég fór bara að sofa klukkan níu á kvöldin og mætti á æfingar,“ segir Birgitta og sagðist ekki hafa ætlað að missa röddina í einhverju partýi á að syngja fram á kvöld. „Ég get gert það alla aðra daga. Þegar þú ert í svona stóru verkefni, ertu að vanda þig. Ef myndin verður um mig þá verður þetta hræðilega leiðinleg mynd.“
„Það eiga allir íslendingar eftir að hópast í bíó,“ segir Birgitta og segist bíða spennt eftir myndinni.
Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Og til að rifja upp framlag okkar árið 2003.
Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er í hópi þess íþróttafólks sem situr fyrir í myndaþáttum sem birtast í nýjasta Body Issue ESPN tímaritsins. Um glæsilegar og smekklegar nektarmyndir er að ræða.
Myndirnar af Katrínu eru teknar á Íslandi af ljósmyndaranum Benedict Evans. Myndaþættinum fylgir svo einnig viðtal.
„Ég er svo stolt af líkama mínum og hverjum einasta vöðva líkamans, ég þurfti að hafa fyrir þessu,“ segir Katrín meðal annars.
Hrannar var aðstoðarmaður ráðherra þegar Lilja Alfreðsdóttir gegndi embætti utanríkisráðherra árin 2016-2017. Hrannar hefur starfað sjálfstætt undanfarin ár við rekstrar- og almannatengslaráðgjöf. Hann hefur áður starfað í forsætisráðuneytinu, var framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Vodafone, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík og fréttamaður á Ríkissjónvarpinu.
Hafþór Eide Hafþórsson er einnig aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram 6.-9. nóvember og nú er komið í ljós hvaða tónlistarfólk og hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Lokatilkynning hátíðarinnar var birt fyrr í dag og þar kemur fram að Hjaltalín, sir Was, Pétur Ben, Madame Gandhi, Self Esteem, Daði Freyr, Bushar Murad, Nina Las Vegas og fleiri hafi nú bæst í hóp þeirra sem koma fram á hátíðinni.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að þýski rafdúettinn Booka Shade spili á hátíðinni.
Afar fjölbreytt dagskrá verður í boði en lista yfir það tónlistarfólk og hljómsveitir sem koma fram á Iceland Airwaves má sjá í heild sinni á vef hátíðarinnar.
Lífsreynslusaga úr Vikunni
Vera systir þoldi ekki að ég fengi að fara út á kvöldin en hún ekki, að ég væri farin að mála mig en henni bannað það því hún var barn, og fleira í þeim dúr. Ég man þó eftir að hafa farið í bíó með vinkonum mínum og verið neydd til af mömmu að taka Veru með, þá bara 12 ára, þrátt fyrir að myndin væri bönnuð innan 16. Vera hafði grátið í klukkutíma og mamma gefist upp á endanum. Hún var þó frekar ströng við okkur og leyfði Veru yfirleitt ekki að komast upp með neina vitleysu.
Það gladdi mig þegar Vera valdi sér sömu námsgrein og ég í háskóla og örfáum árum eftir útskrift hafði hún unnið sig upp í yfirmannsstöðu. Ég var hreykin af henni og sagði henni það en hún hló og sagðist vera viss um að ég væri að farast úr öfundsýki. Hún setti þetta fram eins og grín og við hlógum báðar.
Við systur giftum okkur með ársmillibili og eigum tvö börn hvor. Hjónaband mitt varði í tólf ár en þá fór maðurinn minn frá mér fyrir aðra konu. Það var eins og Vera hlakkaði yfir því þótt hún segði það ekki beint út, hún hefur alltaf notað óbein skilaboð og ef ég reyni að spyrja hvað hún meini, verður hún annaðhvort reið eða þykist ekkert skilja.
Ef ég keypti eitthvað fallegt til heimilisins hér áður fyrr brást ekki að Vera keypti eitthvað sem var enn fínna og dýrara. Þótt heimili okkar væru ólík, ég meira fyrir þægindi en útlit, fann ég alltaf þörf hennar fyrir samanburð við mig og heimili hennar hafði svo sannarlega vinninginn. Ég var ánægð með mitt svo samkeppnin var alveg einhliða.
Sumarbústaðaferð
Eitt sinn buðu Vera og maður hennar mér að koma með í sumarbústað í viku. Börnin okkar voru þá orðin uppkomin og flutt að heiman og ég bjó í ágætri íbúð í næstu götu við mömmu.
Þetta var skemmtileg vika en þegar mágur minn skrapp óvænt í bæinn einn seinnipartinn og fram á næsta dag vegna vinnu, varð Vera þegjandaleg og vildi bara liggja í sófanum og lesa. Mér var sama og fór ein í gönguferðina sem við höfðum ætlað saman í. Ég hitaði síðan upp afganga handa okkur og kvöldið var rólegt. Þegar ég vaknaði næsta morgun heyrði ég að hún var sýsla í eldhúsinu, hita kaffi og annað. Ég bauð góðan dag og dreif mig í snögga sturtu. Þegar ég kom fram sat hún við borðið með kaffibolla og ristað brauð og var að lesa. Hún hafði búið til kaffi, fengið sér, skolað könnuna og slökkt á henni, ásamt því að ganga vandlega frá brauði og áleggi inn í ísskáp þótt hún vissi vel að örstutt væri í að ég kæmi fram. Það átti aldeilis ekki að stjana við stórusystur. Ég fékk mér að borða og hellti upp á – en áður en ég gekk frá gat ég ekki stillt mig um að spyrja hana hvort hún vildi meira kaffi eða brauð, svona eins og eðlilegt fólk gerir. Hún þáði ábót á kaffið og hélt áfram að lesa. Þegar maðurinn hennar kom breyttist hún og lék á als oddi.
„Það átti aldeilis ekki að stjana við stórusystur.“
Einhvern tíma fór ég með hjónunum í helgarferð til London. Þetta var fín ferð, systir mín var óvenjumild í framkomu við mig. En þegar við vorum á heimleið og ókum inn í hverfið okkar mömmu, sagði Vera sem sat undir stýri að þau hjónin ætluðu beint til mömmu í heimsókn. Ég kæmi bara með þangað og færi þaðan gangandi heim til mín til að ná í bílinn minn svo ég gæti sótt farangurinn. „Ekkert mál,“ sagði ég hissa. En þá sagði maðurinn hennar stórhneykslaður: „Auðvitað keyrum við hana heim með töskurnar og förum svo í heimsókn til mömmu þinnar. Hvaða vitleysa er þetta?“ Vera herpti saman varirnar og þagði, og ók sem leið lá heim til mín. Hún kvaddi varla.
Breytingar
Nokkru eftir lát mömmu flutti ég út á land. Ég elti ástina, má segja, en maðurinn reyndist annar en hann virtist fyrst, svo sambandið stóð ekki lengi. Þá var ég orðin yfir mig hrifin af þessum bæ, fólkinu þar og vinnustaðnum svo ég fann mér góða íbúð þar á leigu.
Annað slagið skrapp ég til Reykjavíkur yfir helgi og í eitt skipti bað ég um gistingu hjá Veru systur sem þá bjó í Vesturbænum, í göngufæri við miðbæinn.
Ég nýtti þessar helgar vel, heimsótti börnin mín, fór í leikhús, bíó, út að borða, á tónleika. Vinkona mín sagði eitt sinn að ég gerði meira á einni helgi en hún á mörgum mánuðum.
Systir mín er gestrisin en ég naut ekki sama viðmóts og aðrir gestir hennar. Þetta skipti sem ég gisti hjá henni hafði ég verið á síðustu stundu, færðin var slæm og ég hafði rétt tíma til að henda inn töskunni minni og snyrta mig örlítið áður en ég rauk út að borða og síðan út á lífið. Vera rétti mér útidyralykil áður en ég fór.
Við vinkonurnar skemmtum okkur vel og ég var ekki komin heim til Veru fyrr en rúmlega þrjú um nóttina. Allt var dimmt og ég læddist inn. Vera hafði sagt að ég ætti að sofa í sjónvarpsherberginu svo ég paufaðist þangað og kveikti á lampa. Ég átti von á að finna sæng og kodda á sófanum en þarna var bara þunnt silkiteppi og nokkrir skrautpúðar. Ég lagði ekki í að læðast upp á efri hæðina í leit að rúmfötum og vekja óvart heimilisfólkið svo ég reyndi að koma mér fyrir með þetta.
„Ég átti von á að finna sæng og kodda á sófanum en þarna var bara þunnt silkiteppi og nokkrir skrautpúðar.“
Mér var ískalt þegar ég vaknaði en náði að brjóta saman teppið og setja fínu púðana á sinn stað áður en aðrir komu á fætur. Vera spurði mig ekki einu sinni hvernig ég hefði sofið. Ég þakkaði bara fyrir mig og dreif mig út.
Það hafði margt rifjast upp fyrir mér þennan morgun, eins og uppábúin rúm fyrir aðra gesti, t.d. bróður okkar sem bjó fyrir austan. Ekki að ég hefði ætlast til þess að hún byggi um mig, það hefði bara verið sjálfsagt að skilja eftir sæng og kodda ásamt sængurfötum. Þegar ég bjó fyrir norðan gistu hún og maðurinn hennar hjá mér og ég bjó að sjálfsögðu um þau í rúminu mínu, svaf á meðan í stofunni sem mér fannst alveg sjálfsagt.
Hæðnisbros eða geispi
Í gegnum tíðina hef ég auðvitað sagt við Veru: „Af hverju læturðu svona?“ eða „Þetta var andstyggilega sagt!“ en þá er ég búin að missa húmorinn, að hennar sögn. „Húmor“ sem hún notar sjaldnast þegar aðrir heyra til. Ef ég reyndi að telja allt upp sem hún hefur sagt eða gert, myndi það eflaust kosta leiðindi af hennar hálfu. Auk þess leyfir stolt mitt það ekki, ég vil ekki að hún viti að þetta snertir mig, ekki eftir öll þessi ár. Ég gæti sagt allt við vinkonur mínar, bara alla aðra, hreinsað andrúmsloftið ef þyrfti, en það á alls ekki við um Veru. Hún vill á einhvern hátt smækka mig, eins og sanna fyrir mér að hún sé miklu klárari, flottari, sætari og duglegri en ég … sem hún eflaust er. Hvort hún er einfaldlega andstyggileg að upplagi eða með svona mikla minnimáttarkennd gagnvart mér, veit ég ekki. Hún getur verið mjög kaldhæðin en aldrei á eigin kostnað, bara annarra.
Á yfirborðinu virðumst við vera í góðu sambandi. Það er erfitt fyrir aðra að sjá nokkuð, hún gætir þess vel, og börnin mín dýrka hana. Hæðnisbros eða þreytulegur geispi þegar ég er í miðri frásögn er alvanalegt. Þetta slær mig þó minna út af laginu en áður, ég hef alltaf haft ágætt sjálfstraust og er orðin vön framkomu hennar. En sama hvort ég reyni að vera góð við hana eða svara henni fullum hálsi, virkar hvorugt. Svo er hún auðvitað ekki alltaf leiðinleg. Mér þykir vænt um hana en líkar ekki við hana.
Ég hef frábært fólk í kringum mig, góða vini og yndislega ættingja, og þyrfti ekki að svekkja mig á þessu. Ég geri það samt, þetta er systir mín og mig langar til að við séum vinkonur.
„Ég hef verið með þessar pílagrímagöngur á heilanum síðan um aldamótin,“ segir Steinunn. „Þá fékk ég þær upplýsingar frá ítölskum leiðsögumanni að þetta væri þekkt leið meðal þeirra sem þekktu til pílagrímaleiða í Evrópu. Ég er með kort þar sem sýndar eru leiðir, til dæmis Via Francigena, sem er leiðin sem liggur frá Kantaraborg og svo er það Munaþverárleiðin sem er leiðin sem Nikulás ábóti gekk frá Íslandi til Rómar og síðan til Jerúsalem um 1150. Nikulás lýsti leiðinni svo vel í ritinu „Leiðarlýsing og borgarskipulag“ að hægt er að fylgja henni enn í dag og hún er mikið gengin. Ég skammaðist mín fyrir að láta ítalskan leiðsögumann kenna mér íslenska sögu, kynnti mér málin og komst að því að auk Nikulásar og Guðríðar Þorbjarnardóttur sem margir vita að gekk til Rómar, voru íslensku Rómarfararnir svo margir að Páll Jónsson biskup sem dó 1211 á að hafa sagt að það þyrfti að draga úr suðurgöngum presta þar sem það væri að verða kennimannalaust í landinu.“
„Ég skammaðist mín fyrir að láta ítalskan leiðsögumann kenna mér íslenska sögu…“
Spurð hvort slíkar pílagrímagöngur séu ekki trúarlegs eðlis neitar Steinunn því. „Þetta hefur ekkert með trú að gera,“ segir hún.
„Ég er hins vegar orðin dálítið trúuð á þessar leiðir. Tilfinningin að vera að ganga í fótspor þessa fólks sem gekk þarna í gegnum árhundruðin er orðin dálítið ávanabindandi. Ég gekk til dæmis frá Þingvöllum í Skálholt í nokkur ár en það var á sama hátt alveg óháð kristinni trú. Það er bara svo heillandi að ganga svona og hafa söguna sem bakgrunn.“
Ferðalag í tíma og rúmi
Steinunn hefur skipulagt pílagrímsgöngu frá Montefiascone til Rómar, sem er um hundrað kílómetra leið, en auk þess hefur hún gengið pílagrímaleiðina frá Lucca til Siena, sem er hluti af leiðinni til Rómar og þá leið var fyrsta nútímapílagrímaferðin gengin árið 1913. Hvað er það sem gerir þessar göngur svona heillandi og sérstakar að hennar mati?
„Pílagrímagöngurnar voru náttúrlega ferðaþjónusta síns tíma, það þurfti auðvitað að veita öllum þessum pílagrímum sem röltu þarna niður eftir þjónustu. Ég tek það fram að þessar ferðir eru ekki fjallgöngur, þetta er frekar slétt landslag, en hitt allt saman vegur upp á móti því.
Það er bæði þetta sem ég lýsti áðan, að ganga í fótspor forfeðranna og svo að ganga í gegnum þetta söguríka landslag á Ítalíu,“ útskýrir hún. „Ég er búin að ganga út um allt síðan 1996 og hef upplifað margt stórkostlegt en þessar ferðir eru allt öðruvísi en allar aðrar. Í fyrstu ferðinni sem ég fór árið 2017 var líka annarri vídd bætt við upplifunina af leiðsögumanninum, Magnúsi Jónssyni sagnfræðingi sem og því hvernig hann matreiddi söguna ofan í okkur. Ég hef þekkt Magnús lengi og farið í fjölmargar göngur með honum um íslenskar söguslóðir en þarna toppaði hann sig.
Á hverjum degi fengum við fróðleik um einn eða fleiri Íslendinga sem fóru til Rómar á miðöldum. Við veltum fyrir okkur hvenær kirkjur sem við heimsóttum voru byggðar og hvort til dæmis Nikulás, Guðríður Þorbjarnardóttir eða Sturla Sighvatsson hafi séð þær. Litlu miðaldabæirnir sem við gistum í og fórum um voru lítið breyttir frá því þeir höfðu gegnt mikilvægu hlutverki fyrir pílagríma miðalda og götur voru jafnvel nefndar eftir þeim. Það var líka sérstakt að halda alltaf áfram, ganga frá einum bænum í annan gegnum fjölbreytt menningarlandslagið. Við fórum eftir Via Cassia sem er frá því fyrir Krist, skoðuðum rómverskan leikvang og grafhýsi sem voru grafin inn í mjúka móbergskletta og heimsóttum safn með einstökum munum frá tímum Etrúska. Þannig var þetta ferðalag bæði í tíma og rúmi og allur hópurinn lifir sig inn í stemninguna.“
Steinunn á heldur ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa þeirri upplifun að ganga inn í ýmis þorp á leiðinni sem hún segir lítið hafa þróast og það sé eins og ganga inn í miðaldir að koma þar.
„Sum þorpin eru flott, eins og San Gimignano sem er náttúrlega orðinn túristabær,“ segir hún. „En önnur þorp sem standa uppi á hæðum hafa mjög lítið breyst, þar eru pílagrímagatan og gömlu gistihúsin enn við lýði. Pílagrímagöngurnar voru náttúrlega ferðaþjónusta síns tíma, það þurfti auðvitað að veita öllum þessum pílagrímum sem röltu þarna niðureftir þjónustu. Ég tek það fram að þessar ferðir eru ekki fjallgöngur, þetta er frekar slétt landslag, en hitt allt saman vegur upp á móti því. Maður er bara að ganga og njóta þess að ganga nánast í gegnum alla menningarsögu Vesturlanda, alveg frá Etrúskum og Rómverjum þannig að þetta er mjög djúp reynsla. Þegar ég fer til dæmis í Pyreneafjöllin og labba þar um þá er engin saga í kringum mig, bara fjallastígar og fegurð, sem er auðvitað yndislegt og æðislegt, en það hafa söguna á hverju strái bætir við nýrri vídd.“
Ekki komin með Sturlukomplexinn
Spurð hvort það hafi ekki verið hluti af yfirbót pílagrímanna á sínum tíma að ganga þessa leið berfættir segir Steinunn þá skoðun á dálitlum misskilningi byggða.
„Nei, fólk þurfti ekki að vera berfætt,“ segir hún. „Þegar það kom til Rómar átti það að ganga milli höfuðkirknanna, sem eru fimm tilteknar kirkjur, en í okkar ferðum höfum við beygt það ritúal svolítið og valið þrjár kirkjur til að ganga á milli og ímynda okkur að við séum að loka pílagrímagöngu með því að ganga milli höfuðkirkna.“
Spurð hvort þau taki þetta kannski alla leið í fótspor forfeðranna og láti húðstrýkja einhvern þátttakendanna fyrir utan eina kirkjuna svarar Steinunn hlæjandi að þau gangi reyndar ekki svo langt.
„En, jú, jú, það var gert við Sturlu Sighvatsson þegar hann var að gera yfirbótina,“ segir hún. „Og fólk gat ekki hamið sig fyrir sorg yfir því að svona fallegur maður væri svona illa leikinn. En hann ofmetnaðist náttúrlega og kom heim og hélt hann gæti stjórnað Íslandi eftir að hafa fengið aflátsbréf frá páfa. Ég er ekki enn komin með þann komplex en það er aldrei að vita hvað gerist, ég er náttúrulega komin með þennan komplex að finna nýjar leiðir. Mér finnst svo leiðinlegt að allir skuli vita af Santiago de Compostela, þótt auðvitað sé ekkert að því að fólk þekki, en nánast enginn viti um þessa íslensku pílagrímaleið sem allir íslenskir pílagrímar fóru, meira að segja þeir tveir Íslendingar sem fóru til Santiago á þessum tíma fóru líka til Rómar, þannig að þetta er svo djúpur þáttur í okkar sögu og ég er mjög mikið fyrir það að skoða ræturnar.“
Ferðinni lýkur svo með því að skundað er á skrifstofu páfa og gegn framvísun á stimplum því til sönnunar að fólk hafi gengið leiðina fær það viðurkenningarskjal eða aflátsbréf páfa. En getur hver sem er farið í þessar ferðir, er ekki skilyrði að fólk sé sæmilega vel á sig komið til að taka þátt í svona langri gönguferð?
„Nei, ég hef einmitt lagt áherslu á að allir geti gert þetta,“ segir Steinunn ákveðin. „Þetta er ekki eins og pílagrímagangan til Santiago de Compostela, þar sem gengnir eru kannski þrjátíu kílómetrar á dag, heldur er áherslan á að ganga í gegnum þetta sögulega landslag á Ítalíu þannig að við erum alltaf með bíl með okkur sem getur tekið fólk upp í ef það er orðið þreytt eða eitthvað kemur upp á. Þannig að fólk sem er kannski ekki tilbúið að ganga tuttugu til tuttugu og fimm kílómetra getur samt komið með vitandi að bíllinn mun bjarga því.“
Næsta pílagrímaganga til Rómar verður í október en í hana er löngu uppselt og verið er að hefja sölu á ferð næsta ár. Fjöldi þátttakenda er mjög takmarkaður í hverja ferð og það helgast ekki síst af framboði á gistirými á leiðinni.
Myndir / Hákon Davíð Björnsson og úr einkasafni
Það fór lítið fyrir annars þýðingarmiklu atviki í dag þegar þingmaðurinn Phillip Lee gekk úr klefa íhaldsflokksins yfir til frjálslyndra demókrata (Lib Dem) í breska þinginu. Boris Johnson var í miðri þingræðu og þurfti því að horfa á upp á að missa þingmeirihluta sinn í beinni útsendingu.
Atvikið er táknrænt en með því gekk Lee formlega í raðir frjálslyndra. Lee, sem sagði upp á síðasta ári sem aðstoðar dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May vegna Brexit stefnunnar, gaf út yfirlýsingu í dag. Þar kom fram að hann gæti ekki lengur stutt ríkistjórn Johnsons sem stefndi á útgöngu úr Evrópusambandinu sem væri hreinlega eyðileggjandi fyrir Bretland – pólitík sem væri byggð á lygum og kúgunum – og stefndi lífi fólks í hættu. Þannig væri núverandi stefna að grafa undan lýðræði, hagkerfi og hlutverki Bretlands í heiminum.
Lee fylgir þar með tveimur öðrum þingmönnum breska íhaldsflokksins sem gengu úr flokknun yfir til frjálslyndra. Ríkisstjórnin hefur nú 319 þingsæti en stjórnarandstaðan 320.
Í breska þinginu standa nú yfir harðar viðræður þar sem stjórnarandstaðan með Corbyn í fararbroddi er að reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings, eða no-deal Brexit.
Ljóst er að andstaðan er nú orðin mun sterkari enda með meirihluta. Líklegt er að almennar kosningar verði vegna þessa í Bretlandi áður en settur útgöngudagur verður þann 31. október.
Eskomi Casting leitar að fólki á breiðu aldursbili til að leika aukahlutverk í kvikmynd fyrir streymisveituna Netflix sem stórleikarinn George Clooney leikstýrir.
„Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í færslunni. Þá er tekið fram að reyndir leikarar sem og fólk með enga reynslu í leiklist geti sótt um. Tökudagar eru frá 20. október til 7. nóvember í nágrenni Hafnar í Hornafirði.
Áhugasamir eru þá beðnir um að senda Eskimo Casting tölvupóst með nýlegri mynd og upplýsingum. Sjá færsluna hér fyrir neðan.
Leitum að fólki fyrir tökur á kvikmynd leikstýrð af George Clooney-tekin í nágrenni Hafnar í Hornafirði!Við leitum að…
Posted by Eskimo Casting on Þriðjudagur, 3. september 2019
Sjá einnig: George Clooney til Íslands
Flugfélagið Icelandair hefur nú skipt um auglýsingastofu eftir rúma þrjá áratugi í viðskiptum við Íslensku auglýsingastofuna. Þessu er greint frá á Túristi.is.
Þar segir að samkvæmt heimildum Túrista.is þá hafa viðskipti Icelandair við Íslensku auglýsingastofuna numið vel á annað hundrað milljónum á ári. Því er ljóst að Icelandair er eftirsóttur viðskiptavinur meðal auglýsingastofa.
Auglýsingastofan sem tekur við viðskiptum Icelandair er Hvíta húsið. Þess má geta að Gísli S. Brynjólfsson tók við sem markaðsstjóri Icelandair í vor. Hann var áður framkvæmdastjóri Hvíta hússins og einn af eigendum stofunnar.
„Eftir langt og farsælt samstarf við Íslensku ákváðum við að endurskoða þessi mál,” er haft eftir Ásdísi Ýri Pétursdóttur, upplýsingafulltrúi Icelandair, í frétt Túrista.is
Skegg Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, var ekki að slá í gegn ef marka má færslu sem hann birti á Facebook fyrr í dag. Þar segir Guðlaugur að skeggið sem hann skartaði hafi fengið dræmar undirtektir og því hafi hann látið það fjúka.
„Ég lét því undan þrýstingnum og gafst upp,“ skrifaði Guðlaugur og birti þrjár myndir af sér í stólum hjá Ævar Østerby á hárgreiðslustofunni Slippnum.
Vinir Guðlaugs virðast flestir ánægðir með þessa ákvörðun hans. „Gulli menn eins og þú eiga ekki að hylja þetta andlit,“ skrifar einn við færsluna. „Þá getur maður látið sjá sig með þér aftur á almannafæri,“ skrifar annar.
Hjónin fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmæli í ágúst, en það var faðir Góa, Karl Sigurbjörnsson prestur og fyrrum biskup sem gaf þau saman 22. ágúst 2009.
Bergið headspace er stofnað af grasrótarsamtökum, Samtök um stuðningssetur fyrir ungt fólk, sem stofnuð voru 17. september 2018. Samtökin vilja brúa bil í þjónustu við ungt fólk þar sem of margir detta á milli kerfa. Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur sækir sér ekki mikla hjálp fyrr en vandinn er orðinn mikill. Kerfin geta líka verið flókin og afmörkuð við tilteknar greiningar eða vanda sem gerir það að verkum að erfitt er að fá heildstæða þjónustu.
„Bergið vill ná til ungmenna fljótt og vel, helst áður en vandinn er orðinn mikill eða flókinn,“
segir í tilkynningu frá Berginu.
Við mótun starfs Bergsins hafa stofnendur verið í samstarfi við slíkar þjónustur erlendis, það er Headspace í Ástralíu og Headspace í Danmörku.
Þjónusta miðuð við ungmenni 25 ára og yngri
Þjónusta Bergsins er þannig uppbyggð að ungmenni, upp að 25 ára, geta komið, hringt, haft samband í vefspjalli eða óskað rafrænt eftir þjónustu. Þau fá viðtal við ráðgjafa sem að metur vandann, aðstoðar ungmennið við að átta sig á því hver vandinn er, ráðleggja um það sem þau geta gert og ef þörf er á, hjálpað ungmennum við að fá meðferð eða aðstoð annars staðar í kerfunum.
Einnig verður boðið upp á ýmis konar hópastarf og fræðslu sniðna að þörfum ungmennanna okkar.
Áhersla lögð á virkt samstarf við aðra aðila
Áhersla er lögð á að vera með gott og virkt samstarf við aðila innan kerfa, svo sem félagsþjónustur sveitafélaga, barnaverndir, heilbrigðiskerfi, framhaldasskóla, lögreglu og starfsendurhæfingar. Bergið hefur verið í sambandi við og farið af stað í samstarf við marga aðila innan þessara kerfa. Sem dæmi þá er farið af stað samstarfsverkefni milli barnaverndar Reykjavíkur og Bergsins um verkferla og verklag. Einnig eru mörg önnur samstartsverkefni í burðarliðnum.
Tveggja ára tilraunaverkefni – 30 milljónir í úthlutun árlega
Fimm ráðuneyti hafa skuldbundið sig til að styðja við Bergið, sem tveggja ára tilraunaverkefni um 30 milljónir á ári. Þau ráðuneyti eru Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Mennta og menningarmálaráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytið. Að auki styrkti Reykjavíkurborg verkefnið um 9 milljónir á þessu ári.
Bergið headspace er til húsa að Suðurgötu 10 í Reykjavík og geta ungmenni sótt þjónustu þangað en einnig er boðið upp á fjarþjónustu í gegnum fjarþjónustuforritið Kara connect.
Starfandi ráðgjafar eru með breiða fagþekkingu og reynslu, einnig munu sjálfboðaliðar koma að starfi Bergsins.
„Við teljum að Bergið headspace sé að fylla í skarð til að mæta þjónustuþörf við ungt fólk á Íslandi. Með því að bjóða upp á aðgengilega og faglega þjónustu fyrir þennan hóp teljum við að hægt sé að koma í veg fyrir að ýmiskonar vandi verði óviðráðanlegri. Rannsóknir og reynsla annarra styðja við þessa nálgun okkar,“ segir í tilkynningu Bergsins.
Voru þau á meðal áhorfenda á hnefaleikabardaga Hughie Fury og Alexander Povetkin. Parið lét vel að hvort öðru að sögn sjónarvotta og tóku einhverjir myndir af parinu og birtu á samfélagsmiðlum.
@DavidKHarbour When on earth did this happen!? 🤔 I’m baffled! Hahaaa 🤣 #LilyAllen Thought I knew all the gossip! pic.twitter.com/DxDndVPo1M
— EmmaGee (@GeeEmma20) August 31, 2019
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem parið sést saman opinberlega, en þau sáust saman í West End hverfinu í London fyrr í ágúst.
Lily Allen hangs with ‘Stranger Things’ star David Harbour in London https://t.co/3dTY3CSI4p pic.twitter.com/hOIY81lxDQ
— Page Six (@PageSix) August 6, 2019
Eitthvað sem sumum getur þótt fyndinn hrekkur, en er athæfi sem skapað getur verulega hættu og haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir þann sem notar reiðhjólið.
Sonur hennar, 13 ára gamall, er tvíhandleggsbrotinn eftir hjólaferð með vinum hans á fimmtudag. Aftara dekkið datt af hjólinu, með þeim afleiðingum að hann datt og braut handlegginn.
„Kolla mínum líður mun betur núna, þó enn sé stuðst við einhver saklaus verkjalyf. Við erum komin heim, beinin komin aftur í réttar skorður og gróa vonandi fljótt,“ segir Þórunn.
© 2023 Mannlíf.is. Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.