Um sexleytið í morgun fékk lögreglan tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 101.
Um var að ræða einstakling sem var að burðast með ferðatösku milli staða. Við leit að honum fannst ferðataskan sem reyndist í eigu ferðamanns og hafði henni verið stolið af honum skömmu áður. Ferðamaðurinn endurheimti því ferðatöskuna en hann var á heimleið og hélt því sáttur heim á leið. Eigandinn taldi að ekkert hefði verið tekið úr töskunni. Sá sem tók töskuna ófrjálsri hendi fannst hins vegar ekki.
Laufey Ólafsdóttir lýsir eftir dóttur sinni, en ekkert hefur spurst til hennar í rúma tvo sólarhringa. Hvetur Laufey fólk til að láta sig vita ef það veit hvar hún er.
„Það síðasta sem ég veit um ferðir hennar er eldsnemma á sunnudagsmorgun. Ef einhver veit eitthvað eftir þann tíma…. plís láta mig vita.“
Fjöldi einstaklinga hefur deilt færslu Laufeyjar.
Uppfært kl. 10.45: Dóttir Laufeyjar hefur haft samband við móður sína.
Karlmaður var handtekinn í Grafarvogi, laust fyrir klukkan eitt í nótt, vegna líkamsárása og hótana. Var hann vistaður í fangageymslu, en meiðsli þolanda voru minniháttar.
Lögreglan var kölluð út í nótt vegna manns sem hótaði að skaða sjálfan sig. Maðurinn var í annarlegu ástandi með hníf í hendi sem hann hótaði að beita. Var maðurinn færður í fangaklefa þar til af honum rennur.
Tilkynning barst um þrjá menn í garði í Kópavogi. Húsráðandi taldi þá þjófa, en mennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið.
Lögregla hafði afskipti af ökumönnum í gærkvöldi og í nótt, ýmist vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða réttindaleysis til aksturs.
Orkupakki 3 er umræðuefni sem margoft hefur ratað í fréttir og samfélagsumræðuna undanfarnar vikur þó að margir viti ekkert hvað felst í umræðuefninu fyrir utan nafn þess.
Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi í gær og var tillagan samþykkt með 46 atkvæðum gegn 13.
Jóhann Vignir Gunnarsson slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni og segir fyrstu umsókn um lagningu strengs komna.
„Það eru bara liðnar nokkrar klukkustundir frá því að Orkupakki 3 var samþykktur á Alþingi, og er fyrsta umsókn um lagningu strengs milli Íslands og Bretlands (með viðkomu í Færeyjum) strax komin fram. Eigandi strengjaframleiðandans Victo Riassecret hefur óskað eftir því að fá að leggja svokallaðan G-Streng milli landanna. Aðspurður segir hann að það verði létt og þægilegt verk, strengurinn verði þunnur og fari lítið fyrir honum. Einhver hætta er þó að strengurinn festist í veiðarfærum skipa. Því verði að koma í veg fyrir að skip á veiðum fari inn fyrir svokallaða bicini-línu með veiðarfæri sín.“
Færslan hefur vakið mikla kátínu meðal vina Jóhanns. „Mig grunar að einhverjir hafi haldið við fyrsta lestur að þetta hafi verið alvöru frétt,“ segir Jóhann í samtali við Mannlíf.
Til að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að taka fram að hér er einungis um grín að ræða, að minnsta kosti í bili.
Breska fyrirsætan Katie Price fór nýverið í andlitslyftingu en vinkona hennar er ekki hrifin og skrifaði um það pistil.
Breska söng- og fjölmiðlakonan Kerry Katona segir vinkonu sína, glamúrfyrirsætuna Katie Price, hafa farið yfir strikið í fegrunaraðgerðum en sú síðarnefnda gekkst nýverið undir andlitslyftingu.
„Að sjá myndir af vinkonu minni Katie Price eftir nýjustu aðgerða var svakalegt,“ skrifaði Katona meðal annars í pistil sem birtist í new! magazine. „Ég elska Kate í tætlur en mér finnst hún hafa farið yfir strikið.“
Þá bað Katona vinkonu sína um að hugsa sig tvisvar um áður en hún íhugar að fara í aðra fegrunaraðgerð. „Hún er falleg en er greinilega að glíma við óöryggi. Hún þarf að fara varlega núna.“
Sjálf hefur Katona farið í fegrunaraðgerðir í gegnum tíðina en skrifar í pistil sinn að þær aðgerðir hafi allar heppnast vel.
Aðsend grein frá Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
Alþjóðlega hönnunarsýningin Crossover opnar 19. september næst komandi í Old Truman Brewery í London sem hluti af London Design Fair. Á Crossover sýna listamenn frá Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Ítalíu, Mexíkó, Svíþjóð, Sviss, Tyrklandi, Noregi og Íslandi. Átta hönnuðir frá Íslandi taka þátt í sýningunni en sýningarstjórar íslenska hlutans eru þær María Kristín Jónsdóttir og Hlín Helga Guðlaugsdóttir.
Íslensku hönnuðirnir sem taka þátt eru Rúna Thors fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands og Hildur Steinþórsdóttir stundakennari við skólann en samstarf þeirra gengur undir nafninu TOS, Tinna Gunnarsdóttir prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, Björn Steinar Blumenstein fyrrum nemandi og núverandi stundakennari við skólann, Theódóra Alfreðsdóttir stundakennari við Listaháskóla Íslands, Stúdíó Flétta sem samanstendur af Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur fyrrum nemendum við LHÍ, 1+1+1 sem er samstarf Hugdettu frá Íslandi, Petru Lilju frá Svíþjóð og Alto+Alto frá Finnlandi, Ragna Ragnarsdóttir og Studio Hanna Whitehead.
Hönnunarfyrirtækið Adorno stendur fyrir sýningunni en Adorno var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2017 af þeim Kristian Snorre Andersen og Martin Clausen. Adorno leggur upp með alþjóðlegt samstarf sjálfstætt starfandi hönnuða frá ólíkum löndum og skoðar samband hönnunar, handverks og lista.
Í fréttatilkynningu frá Adorno í tengslum við sýninguna er tekið fram að með henni sé lögð áhersla á að auðvelda samtal milli ólíkra menningarhluta heimsins; samtal sem á sér upphaf í hönnun og ákveðinni fagurfræði en kemur óhjákvæmilega til með að hafa áhrif á menningarlega og samfélagslega þætti síðar meir. Með stefnumóti alþjóðlegra hönnuða sé hægt að gefa til kynna strauma og stefnur í hönnun ólíkra landa og endurspegla þannig stöðu hönnunar og handverks samtímans. Þá er einnig talað um vöruna sem safngrip, en undirtitill sýningarinnar er fjölmenningalegt hönnunarferðalag safngripa (e. A cross-cultural collectible design journey). Mikil áhersla er lögð á samtal lista, hönnunar og handverks á sýningunni og áhersla á skapandi þátt hönnunnar. Hugmyndafræði verkanna og hönnunarferlið sjálft er þannig megininntak sýningarinnar en ekki hefðbundin hlutahönnun sem styðst við fjöldaframleiðslu og er miðuð við fjölda neytenda.
Þessi nálgun Adorno á hönnun endurspeglar þær áherslur sem sjá má á hönnunarhátíðum og í hönnunarháskólum víða um heim, meðal annars í Listaháskóla Íslands en á námsbraut í vöruhönnun er mikil áhersla lögð á að skoða ferli sem liggur að baki vöru, möguleg samfélagsleg áhrif sem hönnun getur haft og hvernig nýta megi hönnun til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri eða vekja fólk til umhugsunar um daglegt líf og hvernig hversdagslífið er ætíð hluti af stærra kerfi.
Nemendur kynntir fyrir fjölbreyttum tækjum og tólum
Á námsbraut í vöruhönnun er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum fjölbreytt tæki og tól sem þau geta nýtt til að móta og miðla hugmyndum sínum á skapandi hátt. Meðal þess sem nemendur á námsbrautinni hafa fengist við á undanförnum árum eru verkefni á sviði matarhönnunar, efnisrannsókna og staðbundinnar framleiðslu. Þá er lögð áhersla á að nemendur fái þjálfun við að vinna hönnunarverkefni í samstarfi við stofnanir, félög og samtök í samfélaginu og hafi þannig bein áhrif inn í samfélagið, jafnvel á meðan á námi stendur. Þegar nemendur fá tækifæri til að kynnast ólíkum efnum, tileinka sér nýja tækni, endurskoða ferla og hanna kerfi eða hluti inn í ákveðið samhengi öðlast þeir færni til að nýta hönnun sem afl til umbóta og í samhengi við umhverfi sitt.
Sigrún Alba Sigurðardóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands segir meðal annars: „Á Íslandi eru möguleikar til fjöldaframleiðslu takmarkaðir en margir ónýttir möguleikar í staðbundinni framleiðslu. Á námsbraut í vöruhönnun förum við því í samstarf við íslensk fyrirtæki, með það að leiðarljósi að endurskoða þau ferli og kerfi sem fyrir eru. Við könnum möguleika á viðbótum inn í framleiðsluferlið, breyttum aðferðum eða nýtingu á þeim efnum sem fara til spillis í stað þess að byrja á því að hanna hluti og leita svo að framleiðendum.
Okkar hugsjón er sú að hönnun í samtímanum eigi ekki að stuðla að aukinni neyslu eða byggja á framleiðsluaðferðum sem hafa neikvæð áhrif á umhverfi sitt, heldur þurfi að líta á hönnun sem hluta af lausn á vandanum. Nú á tímum loftslagsbreytinga er ekki að undra að ungir hönnuðir skuli leggja síaukna áherslu á að skoða samhengi þeirra hluta sem þau vinna með, leggjast í rannsóknir til að nýta efni á nýjan hátt, stokka upp manngerð kerfi sem við höfum lengi litið á sem sjálfgefin, og leita leiða til að skapa eitthvað nýtt með því að endurhugsa og endurnýta með umhverfisvæn sjónarmið að leiðarljósi. Í Listaháskóla Íslands er lögð mikil áhersla á að hugsa á gagnrýninn og skapandi hátt um hið viðtekna og leita leiða til að finna skapandi lausnir á einstaka málum og hugsa um heildina út frá nýjum forsendum.“
Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um verkefni sem nemendur við námsbraut í vöruhönnun hafa unnið í sínu námi:
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari í fótbolta er látinn, 62 ára að aldri.
Atli greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli og ræddi hann veikindi sín við fjölmiðla. Þegar hann greindist vildu læknar setja hann á hefðbundinn krabbameinslyf, en Atli kaus að fara óhefðbundnar leiðir og prófaði sig áfram með náttúrulyf.
Í viðtali við Heimi Karlsson á Bylgjunni í fyrra sagði Atli að erfiðast hefði verið að segja sínum nánustu frá veikindunum og hann ætlaði sínar eigin leiðir til að glíma við þau. Allir hefðu þó virt þá ákvörðun hans.
„Þegar maðurinn með ljáinn kemur ætla ég ekki að lúta höfði, ég ætla að fara beint í andlitið á honum.“
Mannlíf vottar ástvinum Atla samúð vegna fráfalls hans.
Landslið Íslands leikur með sorgarbönd gegn Slóvakíu í kvöld vegna fráfalls Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsliðsþjálfara.
Erna Kristín Stefánsdóttir er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar. Hún gaf út bókina Fullkomlega ófullkomin, sem hvetur konur til jákvæðrar líkamsímyndar og er virk á samfélagsmiðlum undir notandanafninu Ernuland.
Í nýjustu færslu sinni á Instagram birtir Erna Kristín nokkrar myndir af sér sem teknar eru með nokkurra ára millibili. Segist Erna Kristín vera þess virði eða „worth it“ eins og hún skrifar á öllum myndum, þrátt fyrir að henni hafi ekki fundist það á þeim tíma sem þær voru teknar.
„Líkaminn breytist með tíð og tíma fram og aftur,“ skrifar Erna Kristín og segir að gott væri ef við gætum hætt að elta hugsanir eins og „eftir 5 kg. er þetta komið.“
Segist hún ekki hafa upplifað sig frjálsa fyrr en hún fór að bera virðingu fyrir öllum formum sem líkami hennar var í.
„Það er svo mikilvægt að læra að bera virðingu fyrir líkamanum eins og hann var eitt sinn. Ekki setja það upp sem niðurlægingu þar sem líkaminn á „fyrri“ myndinni er ekki „worth it,“ skrifar Erna Kristín og segir okkur að vera með líkamanum í liði, sama hvaða formi hann er í, því formið er aldrei það sama og alltaf að breytast.
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fór fram á Alþingi í dag og var tillagan samþykkt með 46 atkvæðum gegn 13.
Margir þingmanna stigu í ræðustól til að gera nánari grein fyrir atkvæði, þar á meðal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður og þingmaður Viðreisnar. Var hún trufluð í ræðu sinni þegar hróp bárust af þingpöllum: „Svikarar! Þetta eru landráð!“
Þorgerður Katrín lét ekki slá sig af laginu, hækkaði róminn og hélt ræðu sinni áfram.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og eiginkona hans, Eliza Reid, voru viðstödd alþjóðlega minningarathöfn í Póllandi í gær, en þann 1. september var þess minnst að 80 ár voru frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar.
„Seinni heimsstyrjöldin mun ætíð teljast til skelfilegustu viðburða í sögu mannkyns. Mikilvægt og sjálfsagt er að minnast nú upphafs þessa hildarleiks hinn 1. september 1939. Með innrás herja nasista í Pólland hófst stríðið en aðdragandinn var langur og hörmungarnar framundan skelfilegri en orð fá lýst. Við hæfi er að koma saman í Póllandi réttum 80 árum eftir að óöldin brast þar á,“ segir Guðni Th. og bendir á að pólska þjóðin var meðal þeirra sem verst urðu úti í styrjöldinni.
„Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helförinni gegn gyðingum auk annarra útrýmingarherferða nasista og handbenda þeirra. Sú saga er gömul og ný að stríðsæsingamenn ala á ótta og illsku, tortryggni og andúð. Þeir misnota ættjarðarást, afflytja þjóðrækni svo að úr verður þjóðremba og hatur í garð annarra. Mörg dæmi eru um þetta, víti til að varast. Þann lærdóm þarf að hafa í huga, nú og endranær.
Megi þessi minningarstund því verða til þess að efla samkennd og samúð innan okkar samfélaga og milli ríkja heimsins. Friður og velferð hvíla á fjölbreytni og frelsi, umburðarlyndi og víðsýni. Saga liðins tíma verður aldrei sögð í eitt skipti fyrir öll. En engum má líðast að afneita glæpum gegn mannkyni. Og enginn má einoka frásagnir fortíðar eða bregða hulu yfir þær, hvorki stjórnvöld né stjórnmálaöfl. Öflugar þjóðir og ríki þola að saga þeirra sé litin gagnrýnum augum, að bent sé á það sem deila megi um og það sem miður fór.
Fyrir hönd okkar Elizu þakka ég Pólverjum gestrisni þeirra og hlýhug. Sömuleiðis færi ég þeim Pólverjum, sem flutt hafa til Íslands og lagt sitt af mörkum til samfélagsins, góðar kveðjur og óska þeim velfarnaðar.“
Athafnamaðurinn Guðjón Már Guðjónsson, sem jafnan er kenndur við Oz, keypti nýverið eitt af fallegri húsum miðbæjarins, Túngötu 34.
Það er Akínita ehf., félag Guðjóns Más, sem er kaupandi hússins, en seljendur eru hjónin Anna Margrét Jónsdóttir og Árni Harðarson. Smartland greindi frá eigendaskiptunum í morgun.
Anna Margrét var kjörin Fegurðardrottning Íslands 1987, en áður var hún valin Stjarna Hollywood og Fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Árni er lögmaður og aðstoðarforstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen.
Hjónin tóku Túngötuna í gegn á fallegan hátt, en þess var gætt að halda í það sem upprunalegt var. Smartland fjallaði um húsið fyrr á árinu þegar það var sett í sölu.
Myndir hér að neðan voru teknar þá af fasteignaljosmyndun.is
Þetta er ekki eina glæsihýsið sem Guðjón Már tengist, en hann hefur búið í Næpunni við Skálholtsstíg 7 um árabil, en þar eru einnig skrifstofur Oz.
2 rauð chili-aldin, fræhreinsuð og skorin í bita
4 hvítlauksgeirar
5 cm fersk engiferrót
1 tsk. kóríanderfræ
40 g ferskur kóríander
3 msk. olía
2 x 400 g dósir kókosmjólk (létt)
6 dl vatn
1 tsk. fiskikraftur
½ dl fiskisósa (thai fish sauce)
400 g fiskur, t.d. lax, skötuselur, langa, keila eða annar fiskur sem er fastur í sér
16-20 risarækjur, ósoðnar
200 g heilhveitinúðlur, soðnar skv. leiðbeiningum á pakka
3 vorlaukar, fínt sneiddir
1 grænt chili-aldin, saxað og fræhreinsað
Maukið chili, hvítlauk, engiferrót, kóríanderfræ og ferskan kóríander saman í matvinnsluvél en takið smávegis frá af ferskum kóríander til að skreyta súpuna. Hitið olíu í rúmgóðum potti og steikið kryddmaukið í 1-2 mín. Bætið kókosmjólk, vatni og fiskikrafti út í og látið sjóða við vægan hita í 10 mín. Bætið fiskisósu út í og síðan fiskinum og látið sjóða í 1-2 mín. Bætið þá rækjum út í og látið sjóða í 1-2 mín. í viðbót. Setjið núðlur í botninn í skálum, ausið súpunni yfir og setjið vorlauk og grænt chili ofan á. Skreytið með ferskum kóríander.
Þjóðarátakinu Á allra vörum 2019 var hrundið af stað með veglegum hætti í Hallgrímskirkju í gær. Tilkynnt var hvaða málefni átakið styrkir í ár og fjöldi listamanna kom fram.
Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir bera veg og vanda af Á allra vörum, sem stofnað var árið 2008. Meðal samtaka sem styrkt hafa verið síðustu ár eru Kvennaathvarfið og Ljósið.
Í ár er það Eitt líf sem nýtur stuðnings Á allra vörum, en félagið er stofnað af foreldrum og systrum Einars Darra Óskarssonar, sem lést á heimili sínu þann 25. maí 2018 eftir neyslu róandi lyfja. Hann var 18 ára gamall. Andlát hans var reiðarslag fyrir fjölskyldu hans og vini, enda ekkert sem bent hafði til að hann væri kominn í lyfjaneyslu.
Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín, foreldrar Einars Darra, og systur hans, Andrea Ýr Arnarsdóttir og Aníta Rún Óskarsdóttir, ákváðu að deila sögu Einars Darra í fræðslu- og forvarnaskyni. Stofnuðu þau minningarsjóð í hans nafni sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda. Sjóðurinn gaf meðal annars út nokkur áhrifarík forvarnarmyndbönd, þar sem vinir, ættingjar og aðrir aðilar sem tengdust Einari Darra komu fram.
Eitt líf hefur einnið unnið óhefðbundið forvarnarstarf í grunnskólum landsins og hefur það vakið mikla athygli.
Auðveldara að panta fíkniefni en pizzu
Markmið Á allra vörum herferðarinnar 2019 er að vekja þjóðina og tala tæpitungulaust um þessi mál og koma með tillögur að lausn við vandamálinu. Á síðasta ári létust 39 einstaklingar vegna ofneyslu lyfja.
„Faraldur virðist geysa á Íslandi og talar lögreglan um að ástandið hafi aldrei verið jafn slæmt og nú. Allskyns efni eru í boði sem auðvelt er að ná í. Sumir segja jafnvel að það sé auðveldara og fljótlegra að panta fíkniefni en pizzu. Enginn virðist ráða neitt við neitt, því þegar einni síðu er lokað er önnur opnuð á meðan. Tækninni fleygir fram og nýtir sölufólkið sér það til hins ýtrasta og er markaðssetningin gagnvart börnum mjög brutal,” segir Elísabet.
Auglýsing átaksins var frumsýnd í gær, en hún er vægast sagt áhrifarík. Blær Hinriksson leikur aðalhlutverkið, ungan dreng sem á framtíðina fyrir sér, en fellur fyrir fíkninni. Blær hlaut Edduverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrri leik sinn í kvikmyndinni Hjartasteinn árið 2016. Linda Ásgeirsdóttir leikur móður hans og Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN) syngur lag auglýsingarinnar, Leiðin okkar allra. Leikstjóri auglýsingarinnar er Daníel Bjarnason hjá Skot Productions.
„Það skiptir öllu máli að þjóðin taki höndum saman og sporni við þessari plágu og leggi sitt af mörkum, svona gengur þetta ekki lengur”, segir Guðný.
Líkt og áður er athygli vakin á málefninu með því að selja Á allra vörum varasett, gloss og varalit saman í pakka. Átakið er einnig hægt að styrkja með því að hringja í 900 númer. Nánari upplýsingar um sölustaði og símanúmer má finna á heimasíðu Á allra vörum.
Blásið verður til heljarinnar Saltfiskviku á veitingastöðum um land allt dagana 4. – 15. september nk. Alls taka 12 veitingastaðir þátt í viðburðinum, allir með a.m.k. einn saltfiskrétt á matseðlinum. Gestakokkar frá Ítalíu, Spáni og Portúgal eru jafnframt væntanlegir sem munu elda á völdum stöðum. Einnig verður spennandi Instagram leikur settur í loftið þar sem hægt er að vinna ferð til Barcelona.
Markmiðið með Saltfiskvikunni er að gera þessari verðmætu útflutningsafurð landsins hærra undir höfði og auka vinsældir hennar hér heima. Löng hefð og saga er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að geyma matvæli. Í dag er saltið hins vegar notað til að framleiða sælkeravöru sem nýtur mikilla vinsælda í mörgum löndum jafnt um jól, páska sem og aðra daga. Það er Íslandsstofa í samstarfi við Íslenska saltfiskframleiðendur (ÍSF), Matís og Kokkalandsliðið sem efna til þessarar skemmtilegu saltfiskhátíðar. Vonir eru bundnar við að landsmenn nýti tækifærið og gefi saltfiskinum séns enda sælkeravara í hæsta gæðaflokki.
Mötuneyti vinnustaða eru hvött til að bjóða upp á saltfisk í hádeginu meðan á Saltfiskvikunni stendur enda á hann ekki síður við þá en á kvöldin. Þegar hafa þó nokkrir vinnustaðir ákveðið að vera með og bjóða upp á saltfisk í hádeginu í Saltfiskvikunni, þ.e.; Arion banki, ITS, Marel, Origo, Orkuveitan, Seðlabankinn, Síminn og VÍS. Börnin á leikskólanum Laufásborg munu einnig bjóða upp á saltfisk meðan á vikunni stendur en þar mun enginn annar en landsliðskokkurinn Lorenzo Alessio elda. Fyrirtækið 1, 2 & ELDA mun bjóða upp á saltfisk einhverjum matarpökkum í Saltfiskvikunni fyrir áhugasama.
Til að taka þátt í Instagam leiknum þá þarf að panta saltfiskrétt hjá þátttakendum Saltfiskvikunnar og setja mynd með myllumerkinu #saltfiskvika á Instagram. Einn heppinn þátttakandi mun verða dreginn út en verðlaunin eru ferð fyrir tvo til Barcelona.
Hér er listi yfir þá veitingastaði sem taka þátt í Saltfiskvikunni. Þá er ekkert annað eftir en að panta sér borð.
Bacalao bar, Hauganesi Einsi Kaldi, Vestmannaeyjum Höfnin, Reykjavík Hótel Selfoss, Selfossi Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Reykjavík Kaffivagninn, Reykjavík Krauma, Reykholti Matur og drykkur, Reykjavík Rub 23, Akureyri Salthúsið, Grindavík Tapasbarinn, Reykjavík Von Mathús, Hafnarfirði
Nína Dagbjört er nítján ára söngkona sem er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún gaf nýverið út sitt fyrsta lag, Prove It, ásamt tónlistarmyndbandi.
Lagið kom út 14. júlí á Spotify. Graffity Soul Records gefur Prove It út en lagið er eftir Jav Valino, textinn er eftir Nínu Dagbjörtu og Thomdary skrifaði spænska rapp textann. Þau vinna nú saman að nýju efni.
Upptökur á myndbandinu fóru fram í Saga Studios. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Það stafar ekki bara hætta af berghruni og flóðbylgjum við Öskjuvatn því Askja er líka virk eldstöð og gaus átta sinnum á 20. öldinni, síðast árið 1961.
Öll þau gos voru smávægileg en frægt er Öskjugosið 1875 sem olli miklu öskufalli og hrakti fólk úr nærliggjandi sveitum. Í grein vísindamannanna er farið nokkrum orðum um mögulegt eldgos í Öskju. Verði sambærilegt gos og árið 1875 eru allir sem staddir eru innan meginöskjunnar í bráðri lífshættu. „Fólki gefst mjög lítill tími til þess að forða sér sökum þess hversu skyndilega gos af þessu tagi geta hafist, nema menn geti brugðist við áður en gosið byrjar,“ segir í greininni. Hættan á slíku gosi er hins vegar hverfandi þar sem einungis eitt sprengigos er þekkt í Öskju fyrir utan gosið 1875.
Enn fremur segir að líklegt sé að eldgos í Öskju hafi nokkurn aðdraganda og að hans verði vart á jarðskjálftamælum og ýmsum öðrum forboðum, þannig að forða megi fólki af svæðinu með góðum fyrirvara. Slíkur fyrirvari gefst þó ekki fyrir berghlaup og flóðbylgju og því er dreifing upplýsinga og viðvarana til ferðafólks og annarra sem um Öskju fara mikilvægari í viðbúnaði vegna flóðbylgjunnar.
Unnar Þór Sæmundsson hefur gegnt störfum sem gjaldkeri Pírata í eitt ár. Á aðalfundi flokksins sem haldinn var laugardaginn 31. ágúst hélt Unnar Þór ræðu, en hann lætur nú af störfum sem gjaldkeri.
„Það sem hefur einkennt fjármál Pírata allt frá upphafi eru stöðugar kosningar og þá meina ég ekki bara að við höfum verið að eyða peningum því það er það sem allir tala um og einblína á heldur höfum við stöðugt verið að fá meira fjármagn,” segir Unnar Þór meðal annars í ræðu sinni.
Bókhald Pírata er nú opið og ársreikningur fyrir árið 2018 hefur verið birtur, en Píratar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki haft bókhaldið opið. Hefur Unnar Þór greint frá því að ein af helstu áherslum hans var að opna bókhaldið, eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Viðurkenndi hann þó að verkefnið hefði verið bæði stærra og flóknara en hann hefði getað ímyndað sér.
„Ég get bara sagt ykkur það strax að þetta er sturlun.“
Kemur hann inn á að vinna og ábyrgð gjaldkera félagsins hefur margfaldast, en ekkert breyst í skipulagi eða vinnu sjálfboðaliða félagins, en starf gjaldkera er sjálfboðaliðastarf.
„Ég get bara sagt ykkur það strax að þetta er sturlun. Það starf sem ég hef verið að sinna er 100%“. Unnar Þór birti ræðuna í heild sinni í Facebook-færslu í gær og segist hann skilja sáttur við embættið, þó vissulega sé margt sem hann hefði viljað gera meira af, en eitt ár sé skammur tími.
Unnar Þór fer yfir stöðu flokksins hvað fjármálin varðar og kemur inn á að í lok árs eru skuldir upp á 22 milljónir. Kemur hann inn á að samkvæmt lögum félagsins má það skuldsetja sig, en einhverjir flokksmenn telja að svo eigi ekki að gera.
„Vandamálið er margþætt og ég hef komið inn á einhverja þætti hér á undan, fjármagn hefur aukist til muna, fjárútlát einnig sem og allur rekstur í félaginu,“ segir Unnar Þór.
Einnig tekur hann fyrir „heitu kartöfluna,“ eins og hann nefnir hana: hvernig fjármagni var formlega deilt niður á aðildarfélög í sveitastjórnarkosningunum og heildarkostnað vegna kosninganna.
„Ef farið er yfir bókhald ársins 2018 sem er nú opið öllum og aðgengilegt í gegnum vefsíðu Pírata undir bókhald, má sjá að fjármunum var ekki dreift jafnt niður á sveitarfélög,“ segir Unnar Þór og segir að lagfæra þurfi ferla svo slíkt komi ekki fyrir aftur. „Hvernig við viljum að hreyfingin okkar virki fyrir alla félagsmenn óháð búsetu eða tækifærum á ferðalögum, það er alveg ljóst að eitthvað er ekki að virka.“
Unnar Þór fer einnig yfir árangur framkvæmdaráðs á liðnu starfsári og segist hann hafa dregið mikinn lærdóm af störfum sínum sem gjaldkeri.
„Mikilvægasti lærdómurinn er að læra að meta allt það óeigingjarna starf sem svo ótrúlega margir hafa tekið að sér og lært að bera meiri virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem eru ósýnileg öðrum,“ segir Unnar Þór að lokum og óskar eftirmanni sínum góðs gengis.
Ljósmyndasýning Krafts verður uppi fram yfir miðjan september.
Á Menningarnótt opnaði Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, glæsilega ljósmyndasýningu fyrir framan Hörpu. Sýningin er samstarfsverkefni Krafts og ljósmyndarans Kára Sverriss og verður uppi fram yfir miðjan september.
Sýningin ber heitið Skapa fötin manninn og eiga fyrirsæturnar það sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein og bera þess merki.
Fjöldi fólks var fyrir utan Hörpu þegar sýningin var opnuð formlega af Huldu Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóra Krafts. Hulda þakkaði sérstaklega þeim tólf hugrökku einstaklingum sem voru tilbúin að opinbera sig og sýna örin sín á ljósmyndum Kára.
„Örin eru eitthvað sem við ættum aldrei að þurfa að fela heldur eru þau partur af okkur,“ sagði Hulda á opnun sýningarinnar. Hún hvetur fólk til að leggja leið sína að Hörpu og skoða sýninguna.
Nóg er um að vera hjá hljómsveitinni Lucy in Blue en fyrir skömmu sendi sveitin frá sér plötuna In Flight.
Norska útgáfufyrirtækið Karisma Records gefur plötuna út og hefur platan fengið góðar viðtökur hjá hlustendum og á ýmsum erlendum miðlum. Í kjölfar útgáfutónleika vegna plötunnar á Roadburn Festival bauðst sveitinni að fara á hljómleikaferðalag með bandarísku hljómsveitinni Sleep sem er brautryðjandi í stoner/dómsdagsrokki. Eftir það vildu meðlimir sveitarinnar breyta til og opna á fleiri möguleika og fluttu á meginland Evrópu, til Hollands. Það verður gaman að fylgjast með þessarri frábæru sveit á næstunni. Hægt er að hlusta á plötuna á öllum helstu streymisveitum og á albumm.is.
Eitt af stóru málunum í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú eru í gangi hjá opinberum starfsmönnum er stytting vinnuvikunnar. Eftir tilraunaverkefni hjá bæði Reykjavíkurborg og ríkinu sem hafa sýnt fram á ótvíræða kosti bæði fyrir launafólk og atvinnurekendur er ekki eftir neinu að bíða.
Í tilraunaverkefnunum hefur vinnuvikan verið stytt um allt að fimm klukkustundir án þess að laun skerðist. Krafa BSRB er 35 stunda vinnuvika og að vinnuvika vaktavinnufólks verði stytt enn meira.
Á flestum vinnustöðum er hægt að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum með því að skipuleggja vinnutímann betur. Það sýna tilraunaverkefnin okkur svart á hvítu. Það á þó ekki við um vaktavinnustaði þar sem manna þarf störf allan sólarhringinn.
En málið er ekki svo einfalt. Þurfi að leggja í einhvern kostnað til að manna vaktir eftir styttingu vinnuvikunnar getur hann komið til baka með öðrum hætti. Starfsfólk í vaktavinnu upplifir gjarnan mikið álag í sinni vinnu. Álagið hefur margvísleg áhrif, til dæmis hærri veikindatíðni en hjá dagvinnufólki og fleiri vinnuslys. Þá veldur álagið einnig einkennum kulnunar hjá sífellt stærri hópi. Þess vegna þurfum við að stytta vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku annarra.
Það tapa allir á auknum veikindum og kulnun. Starfsfólkið tapar heilsunni, atvinnurekendur tapa peningum og samfélagið allt verður fyrir miklum kostnaði. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks getur dregið úr álaginu og minnkað veikindin og einkenni kulnunar. Því ættu atvinnurekendur að líta á hana sem fjárfestingu í sínu góða starfsfólki og leið til að efla vinnustaðinn, ekki hreinan kostnað sem engu skilar.
Stjórnvöld verða að taka skrefið
Álag í starfi og einkenni kulnunar eru alvarlegt vandamál í almannaþjónustunni. Þeir sem sinna almannaþjónustu eru í mörgum tilvikum í miklum samskiptum við fólk. Þar má nefna heilbrigðisstéttir, starfsfólk í skólum, í löggæslu og fleiri. Rannsóknir sýna að hættan á veikindum og kulnun er mun meiri meðal fólks í þjónustustörfum vegna þess álags sem fylgir því að vera í nánum samskiptum við fólk alla daga og oft í krefjandi aðstæðum.
Í ljósi þessa starfsumhverfis þurfa opinberir atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau þurfa að spyrna niður fæti og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr álagi og kulnun. Þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi munu skera úr um hvort stjórnvöld eru tilbúin til að taka skrefið. Stjórnvöld verða að ganga á undan með góðu fordæmi með því að stytta vinnuvikuna og auka þar með lífsgæði og bæta heilsu launafólks.
Um sexleytið í morgun fékk lögreglan tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 101.
Um var að ræða einstakling sem var að burðast með ferðatösku milli staða. Við leit að honum fannst ferðataskan sem reyndist í eigu ferðamanns og hafði henni verið stolið af honum skömmu áður. Ferðamaðurinn endurheimti því ferðatöskuna en hann var á heimleið og hélt því sáttur heim á leið. Eigandinn taldi að ekkert hefði verið tekið úr töskunni. Sá sem tók töskuna ófrjálsri hendi fannst hins vegar ekki.
Laufey Ólafsdóttir lýsir eftir dóttur sinni, en ekkert hefur spurst til hennar í rúma tvo sólarhringa. Hvetur Laufey fólk til að láta sig vita ef það veit hvar hún er.
„Það síðasta sem ég veit um ferðir hennar er eldsnemma á sunnudagsmorgun. Ef einhver veit eitthvað eftir þann tíma…. plís láta mig vita.“
Fjöldi einstaklinga hefur deilt færslu Laufeyjar.
Uppfært kl. 10.45: Dóttir Laufeyjar hefur haft samband við móður sína.
Karlmaður var handtekinn í Grafarvogi, laust fyrir klukkan eitt í nótt, vegna líkamsárása og hótana. Var hann vistaður í fangageymslu, en meiðsli þolanda voru minniháttar.
Lögreglan var kölluð út í nótt vegna manns sem hótaði að skaða sjálfan sig. Maðurinn var í annarlegu ástandi með hníf í hendi sem hann hótaði að beita. Var maðurinn færður í fangaklefa þar til af honum rennur.
Tilkynning barst um þrjá menn í garði í Kópavogi. Húsráðandi taldi þá þjófa, en mennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið.
Lögregla hafði afskipti af ökumönnum í gærkvöldi og í nótt, ýmist vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða réttindaleysis til aksturs.
Orkupakki 3 er umræðuefni sem margoft hefur ratað í fréttir og samfélagsumræðuna undanfarnar vikur þó að margir viti ekkert hvað felst í umræðuefninu fyrir utan nafn þess.
Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi í gær og var tillagan samþykkt með 46 atkvæðum gegn 13.
Jóhann Vignir Gunnarsson slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni og segir fyrstu umsókn um lagningu strengs komna.
„Það eru bara liðnar nokkrar klukkustundir frá því að Orkupakki 3 var samþykktur á Alþingi, og er fyrsta umsókn um lagningu strengs milli Íslands og Bretlands (með viðkomu í Færeyjum) strax komin fram. Eigandi strengjaframleiðandans Victo Riassecret hefur óskað eftir því að fá að leggja svokallaðan G-Streng milli landanna. Aðspurður segir hann að það verði létt og þægilegt verk, strengurinn verði þunnur og fari lítið fyrir honum. Einhver hætta er þó að strengurinn festist í veiðarfærum skipa. Því verði að koma í veg fyrir að skip á veiðum fari inn fyrir svokallaða bicini-línu með veiðarfæri sín.“
Færslan hefur vakið mikla kátínu meðal vina Jóhanns. „Mig grunar að einhverjir hafi haldið við fyrsta lestur að þetta hafi verið alvöru frétt,“ segir Jóhann í samtali við Mannlíf.
Til að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að taka fram að hér er einungis um grín að ræða, að minnsta kosti í bili.
Breska fyrirsætan Katie Price fór nýverið í andlitslyftingu en vinkona hennar er ekki hrifin og skrifaði um það pistil.
Breska söng- og fjölmiðlakonan Kerry Katona segir vinkonu sína, glamúrfyrirsætuna Katie Price, hafa farið yfir strikið í fegrunaraðgerðum en sú síðarnefnda gekkst nýverið undir andlitslyftingu.
„Að sjá myndir af vinkonu minni Katie Price eftir nýjustu aðgerða var svakalegt,“ skrifaði Katona meðal annars í pistil sem birtist í new! magazine. „Ég elska Kate í tætlur en mér finnst hún hafa farið yfir strikið.“
Þá bað Katona vinkonu sína um að hugsa sig tvisvar um áður en hún íhugar að fara í aðra fegrunaraðgerð. „Hún er falleg en er greinilega að glíma við óöryggi. Hún þarf að fara varlega núna.“
Sjálf hefur Katona farið í fegrunaraðgerðir í gegnum tíðina en skrifar í pistil sinn að þær aðgerðir hafi allar heppnast vel.
Aðsend grein frá Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
Alþjóðlega hönnunarsýningin Crossover opnar 19. september næst komandi í Old Truman Brewery í London sem hluti af London Design Fair. Á Crossover sýna listamenn frá Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Ítalíu, Mexíkó, Svíþjóð, Sviss, Tyrklandi, Noregi og Íslandi. Átta hönnuðir frá Íslandi taka þátt í sýningunni en sýningarstjórar íslenska hlutans eru þær María Kristín Jónsdóttir og Hlín Helga Guðlaugsdóttir.
Íslensku hönnuðirnir sem taka þátt eru Rúna Thors fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands og Hildur Steinþórsdóttir stundakennari við skólann en samstarf þeirra gengur undir nafninu TOS, Tinna Gunnarsdóttir prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, Björn Steinar Blumenstein fyrrum nemandi og núverandi stundakennari við skólann, Theódóra Alfreðsdóttir stundakennari við Listaháskóla Íslands, Stúdíó Flétta sem samanstendur af Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur fyrrum nemendum við LHÍ, 1+1+1 sem er samstarf Hugdettu frá Íslandi, Petru Lilju frá Svíþjóð og Alto+Alto frá Finnlandi, Ragna Ragnarsdóttir og Studio Hanna Whitehead.
Hönnunarfyrirtækið Adorno stendur fyrir sýningunni en Adorno var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2017 af þeim Kristian Snorre Andersen og Martin Clausen. Adorno leggur upp með alþjóðlegt samstarf sjálfstætt starfandi hönnuða frá ólíkum löndum og skoðar samband hönnunar, handverks og lista.
Í fréttatilkynningu frá Adorno í tengslum við sýninguna er tekið fram að með henni sé lögð áhersla á að auðvelda samtal milli ólíkra menningarhluta heimsins; samtal sem á sér upphaf í hönnun og ákveðinni fagurfræði en kemur óhjákvæmilega til með að hafa áhrif á menningarlega og samfélagslega þætti síðar meir. Með stefnumóti alþjóðlegra hönnuða sé hægt að gefa til kynna strauma og stefnur í hönnun ólíkra landa og endurspegla þannig stöðu hönnunar og handverks samtímans. Þá er einnig talað um vöruna sem safngrip, en undirtitill sýningarinnar er fjölmenningalegt hönnunarferðalag safngripa (e. A cross-cultural collectible design journey). Mikil áhersla er lögð á samtal lista, hönnunar og handverks á sýningunni og áhersla á skapandi þátt hönnunnar. Hugmyndafræði verkanna og hönnunarferlið sjálft er þannig megininntak sýningarinnar en ekki hefðbundin hlutahönnun sem styðst við fjöldaframleiðslu og er miðuð við fjölda neytenda.
Þessi nálgun Adorno á hönnun endurspeglar þær áherslur sem sjá má á hönnunarhátíðum og í hönnunarháskólum víða um heim, meðal annars í Listaháskóla Íslands en á námsbraut í vöruhönnun er mikil áhersla lögð á að skoða ferli sem liggur að baki vöru, möguleg samfélagsleg áhrif sem hönnun getur haft og hvernig nýta megi hönnun til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri eða vekja fólk til umhugsunar um daglegt líf og hvernig hversdagslífið er ætíð hluti af stærra kerfi.
Nemendur kynntir fyrir fjölbreyttum tækjum og tólum
Á námsbraut í vöruhönnun er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum fjölbreytt tæki og tól sem þau geta nýtt til að móta og miðla hugmyndum sínum á skapandi hátt. Meðal þess sem nemendur á námsbrautinni hafa fengist við á undanförnum árum eru verkefni á sviði matarhönnunar, efnisrannsókna og staðbundinnar framleiðslu. Þá er lögð áhersla á að nemendur fái þjálfun við að vinna hönnunarverkefni í samstarfi við stofnanir, félög og samtök í samfélaginu og hafi þannig bein áhrif inn í samfélagið, jafnvel á meðan á námi stendur. Þegar nemendur fá tækifæri til að kynnast ólíkum efnum, tileinka sér nýja tækni, endurskoða ferla og hanna kerfi eða hluti inn í ákveðið samhengi öðlast þeir færni til að nýta hönnun sem afl til umbóta og í samhengi við umhverfi sitt.
Sigrún Alba Sigurðardóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands segir meðal annars: „Á Íslandi eru möguleikar til fjöldaframleiðslu takmarkaðir en margir ónýttir möguleikar í staðbundinni framleiðslu. Á námsbraut í vöruhönnun förum við því í samstarf við íslensk fyrirtæki, með það að leiðarljósi að endurskoða þau ferli og kerfi sem fyrir eru. Við könnum möguleika á viðbótum inn í framleiðsluferlið, breyttum aðferðum eða nýtingu á þeim efnum sem fara til spillis í stað þess að byrja á því að hanna hluti og leita svo að framleiðendum.
Okkar hugsjón er sú að hönnun í samtímanum eigi ekki að stuðla að aukinni neyslu eða byggja á framleiðsluaðferðum sem hafa neikvæð áhrif á umhverfi sitt, heldur þurfi að líta á hönnun sem hluta af lausn á vandanum. Nú á tímum loftslagsbreytinga er ekki að undra að ungir hönnuðir skuli leggja síaukna áherslu á að skoða samhengi þeirra hluta sem þau vinna með, leggjast í rannsóknir til að nýta efni á nýjan hátt, stokka upp manngerð kerfi sem við höfum lengi litið á sem sjálfgefin, og leita leiða til að skapa eitthvað nýtt með því að endurhugsa og endurnýta með umhverfisvæn sjónarmið að leiðarljósi. Í Listaháskóla Íslands er lögð mikil áhersla á að hugsa á gagnrýninn og skapandi hátt um hið viðtekna og leita leiða til að finna skapandi lausnir á einstaka málum og hugsa um heildina út frá nýjum forsendum.“
Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um verkefni sem nemendur við námsbraut í vöruhönnun hafa unnið í sínu námi:
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari í fótbolta er látinn, 62 ára að aldri.
Atli greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli og ræddi hann veikindi sín við fjölmiðla. Þegar hann greindist vildu læknar setja hann á hefðbundinn krabbameinslyf, en Atli kaus að fara óhefðbundnar leiðir og prófaði sig áfram með náttúrulyf.
Í viðtali við Heimi Karlsson á Bylgjunni í fyrra sagði Atli að erfiðast hefði verið að segja sínum nánustu frá veikindunum og hann ætlaði sínar eigin leiðir til að glíma við þau. Allir hefðu þó virt þá ákvörðun hans.
„Þegar maðurinn með ljáinn kemur ætla ég ekki að lúta höfði, ég ætla að fara beint í andlitið á honum.“
Mannlíf vottar ástvinum Atla samúð vegna fráfalls hans.
Landslið Íslands leikur með sorgarbönd gegn Slóvakíu í kvöld vegna fráfalls Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsliðsþjálfara.
Erna Kristín Stefánsdóttir er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar. Hún gaf út bókina Fullkomlega ófullkomin, sem hvetur konur til jákvæðrar líkamsímyndar og er virk á samfélagsmiðlum undir notandanafninu Ernuland.
Í nýjustu færslu sinni á Instagram birtir Erna Kristín nokkrar myndir af sér sem teknar eru með nokkurra ára millibili. Segist Erna Kristín vera þess virði eða „worth it“ eins og hún skrifar á öllum myndum, þrátt fyrir að henni hafi ekki fundist það á þeim tíma sem þær voru teknar.
„Líkaminn breytist með tíð og tíma fram og aftur,“ skrifar Erna Kristín og segir að gott væri ef við gætum hætt að elta hugsanir eins og „eftir 5 kg. er þetta komið.“
Segist hún ekki hafa upplifað sig frjálsa fyrr en hún fór að bera virðingu fyrir öllum formum sem líkami hennar var í.
„Það er svo mikilvægt að læra að bera virðingu fyrir líkamanum eins og hann var eitt sinn. Ekki setja það upp sem niðurlægingu þar sem líkaminn á „fyrri“ myndinni er ekki „worth it,“ skrifar Erna Kristín og segir okkur að vera með líkamanum í liði, sama hvaða formi hann er í, því formið er aldrei það sama og alltaf að breytast.
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fór fram á Alþingi í dag og var tillagan samþykkt með 46 atkvæðum gegn 13.
Margir þingmanna stigu í ræðustól til að gera nánari grein fyrir atkvæði, þar á meðal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður og þingmaður Viðreisnar. Var hún trufluð í ræðu sinni þegar hróp bárust af þingpöllum: „Svikarar! Þetta eru landráð!“
Þorgerður Katrín lét ekki slá sig af laginu, hækkaði róminn og hélt ræðu sinni áfram.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og eiginkona hans, Eliza Reid, voru viðstödd alþjóðlega minningarathöfn í Póllandi í gær, en þann 1. september var þess minnst að 80 ár voru frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar.
„Seinni heimsstyrjöldin mun ætíð teljast til skelfilegustu viðburða í sögu mannkyns. Mikilvægt og sjálfsagt er að minnast nú upphafs þessa hildarleiks hinn 1. september 1939. Með innrás herja nasista í Pólland hófst stríðið en aðdragandinn var langur og hörmungarnar framundan skelfilegri en orð fá lýst. Við hæfi er að koma saman í Póllandi réttum 80 árum eftir að óöldin brast þar á,“ segir Guðni Th. og bendir á að pólska þjóðin var meðal þeirra sem verst urðu úti í styrjöldinni.
„Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helförinni gegn gyðingum auk annarra útrýmingarherferða nasista og handbenda þeirra. Sú saga er gömul og ný að stríðsæsingamenn ala á ótta og illsku, tortryggni og andúð. Þeir misnota ættjarðarást, afflytja þjóðrækni svo að úr verður þjóðremba og hatur í garð annarra. Mörg dæmi eru um þetta, víti til að varast. Þann lærdóm þarf að hafa í huga, nú og endranær.
Megi þessi minningarstund því verða til þess að efla samkennd og samúð innan okkar samfélaga og milli ríkja heimsins. Friður og velferð hvíla á fjölbreytni og frelsi, umburðarlyndi og víðsýni. Saga liðins tíma verður aldrei sögð í eitt skipti fyrir öll. En engum má líðast að afneita glæpum gegn mannkyni. Og enginn má einoka frásagnir fortíðar eða bregða hulu yfir þær, hvorki stjórnvöld né stjórnmálaöfl. Öflugar þjóðir og ríki þola að saga þeirra sé litin gagnrýnum augum, að bent sé á það sem deila megi um og það sem miður fór.
Fyrir hönd okkar Elizu þakka ég Pólverjum gestrisni þeirra og hlýhug. Sömuleiðis færi ég þeim Pólverjum, sem flutt hafa til Íslands og lagt sitt af mörkum til samfélagsins, góðar kveðjur og óska þeim velfarnaðar.“
Athafnamaðurinn Guðjón Már Guðjónsson, sem jafnan er kenndur við Oz, keypti nýverið eitt af fallegri húsum miðbæjarins, Túngötu 34.
Það er Akínita ehf., félag Guðjóns Más, sem er kaupandi hússins, en seljendur eru hjónin Anna Margrét Jónsdóttir og Árni Harðarson. Smartland greindi frá eigendaskiptunum í morgun.
Anna Margrét var kjörin Fegurðardrottning Íslands 1987, en áður var hún valin Stjarna Hollywood og Fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Árni er lögmaður og aðstoðarforstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen.
Hjónin tóku Túngötuna í gegn á fallegan hátt, en þess var gætt að halda í það sem upprunalegt var. Smartland fjallaði um húsið fyrr á árinu þegar það var sett í sölu.
Myndir hér að neðan voru teknar þá af fasteignaljosmyndun.is
Þetta er ekki eina glæsihýsið sem Guðjón Már tengist, en hann hefur búið í Næpunni við Skálholtsstíg 7 um árabil, en þar eru einnig skrifstofur Oz.
2 rauð chili-aldin, fræhreinsuð og skorin í bita
4 hvítlauksgeirar
5 cm fersk engiferrót
1 tsk. kóríanderfræ
40 g ferskur kóríander
3 msk. olía
2 x 400 g dósir kókosmjólk (létt)
6 dl vatn
1 tsk. fiskikraftur
½ dl fiskisósa (thai fish sauce)
400 g fiskur, t.d. lax, skötuselur, langa, keila eða annar fiskur sem er fastur í sér
16-20 risarækjur, ósoðnar
200 g heilhveitinúðlur, soðnar skv. leiðbeiningum á pakka
3 vorlaukar, fínt sneiddir
1 grænt chili-aldin, saxað og fræhreinsað
Maukið chili, hvítlauk, engiferrót, kóríanderfræ og ferskan kóríander saman í matvinnsluvél en takið smávegis frá af ferskum kóríander til að skreyta súpuna. Hitið olíu í rúmgóðum potti og steikið kryddmaukið í 1-2 mín. Bætið kókosmjólk, vatni og fiskikrafti út í og látið sjóða við vægan hita í 10 mín. Bætið fiskisósu út í og síðan fiskinum og látið sjóða í 1-2 mín. Bætið þá rækjum út í og látið sjóða í 1-2 mín. í viðbót. Setjið núðlur í botninn í skálum, ausið súpunni yfir og setjið vorlauk og grænt chili ofan á. Skreytið með ferskum kóríander.
Þjóðarátakinu Á allra vörum 2019 var hrundið af stað með veglegum hætti í Hallgrímskirkju í gær. Tilkynnt var hvaða málefni átakið styrkir í ár og fjöldi listamanna kom fram.
Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir bera veg og vanda af Á allra vörum, sem stofnað var árið 2008. Meðal samtaka sem styrkt hafa verið síðustu ár eru Kvennaathvarfið og Ljósið.
Í ár er það Eitt líf sem nýtur stuðnings Á allra vörum, en félagið er stofnað af foreldrum og systrum Einars Darra Óskarssonar, sem lést á heimili sínu þann 25. maí 2018 eftir neyslu róandi lyfja. Hann var 18 ára gamall. Andlát hans var reiðarslag fyrir fjölskyldu hans og vini, enda ekkert sem bent hafði til að hann væri kominn í lyfjaneyslu.
Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín, foreldrar Einars Darra, og systur hans, Andrea Ýr Arnarsdóttir og Aníta Rún Óskarsdóttir, ákváðu að deila sögu Einars Darra í fræðslu- og forvarnaskyni. Stofnuðu þau minningarsjóð í hans nafni sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda. Sjóðurinn gaf meðal annars út nokkur áhrifarík forvarnarmyndbönd, þar sem vinir, ættingjar og aðrir aðilar sem tengdust Einari Darra komu fram.
Eitt líf hefur einnið unnið óhefðbundið forvarnarstarf í grunnskólum landsins og hefur það vakið mikla athygli.
Auðveldara að panta fíkniefni en pizzu
Markmið Á allra vörum herferðarinnar 2019 er að vekja þjóðina og tala tæpitungulaust um þessi mál og koma með tillögur að lausn við vandamálinu. Á síðasta ári létust 39 einstaklingar vegna ofneyslu lyfja.
„Faraldur virðist geysa á Íslandi og talar lögreglan um að ástandið hafi aldrei verið jafn slæmt og nú. Allskyns efni eru í boði sem auðvelt er að ná í. Sumir segja jafnvel að það sé auðveldara og fljótlegra að panta fíkniefni en pizzu. Enginn virðist ráða neitt við neitt, því þegar einni síðu er lokað er önnur opnuð á meðan. Tækninni fleygir fram og nýtir sölufólkið sér það til hins ýtrasta og er markaðssetningin gagnvart börnum mjög brutal,” segir Elísabet.
Auglýsing átaksins var frumsýnd í gær, en hún er vægast sagt áhrifarík. Blær Hinriksson leikur aðalhlutverkið, ungan dreng sem á framtíðina fyrir sér, en fellur fyrir fíkninni. Blær hlaut Edduverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrri leik sinn í kvikmyndinni Hjartasteinn árið 2016. Linda Ásgeirsdóttir leikur móður hans og Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN) syngur lag auglýsingarinnar, Leiðin okkar allra. Leikstjóri auglýsingarinnar er Daníel Bjarnason hjá Skot Productions.
„Það skiptir öllu máli að þjóðin taki höndum saman og sporni við þessari plágu og leggi sitt af mörkum, svona gengur þetta ekki lengur”, segir Guðný.
Líkt og áður er athygli vakin á málefninu með því að selja Á allra vörum varasett, gloss og varalit saman í pakka. Átakið er einnig hægt að styrkja með því að hringja í 900 númer. Nánari upplýsingar um sölustaði og símanúmer má finna á heimasíðu Á allra vörum.
Blásið verður til heljarinnar Saltfiskviku á veitingastöðum um land allt dagana 4. – 15. september nk. Alls taka 12 veitingastaðir þátt í viðburðinum, allir með a.m.k. einn saltfiskrétt á matseðlinum. Gestakokkar frá Ítalíu, Spáni og Portúgal eru jafnframt væntanlegir sem munu elda á völdum stöðum. Einnig verður spennandi Instagram leikur settur í loftið þar sem hægt er að vinna ferð til Barcelona.
Markmiðið með Saltfiskvikunni er að gera þessari verðmætu útflutningsafurð landsins hærra undir höfði og auka vinsældir hennar hér heima. Löng hefð og saga er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að geyma matvæli. Í dag er saltið hins vegar notað til að framleiða sælkeravöru sem nýtur mikilla vinsælda í mörgum löndum jafnt um jól, páska sem og aðra daga. Það er Íslandsstofa í samstarfi við Íslenska saltfiskframleiðendur (ÍSF), Matís og Kokkalandsliðið sem efna til þessarar skemmtilegu saltfiskhátíðar. Vonir eru bundnar við að landsmenn nýti tækifærið og gefi saltfiskinum séns enda sælkeravara í hæsta gæðaflokki.
Mötuneyti vinnustaða eru hvött til að bjóða upp á saltfisk í hádeginu meðan á Saltfiskvikunni stendur enda á hann ekki síður við þá en á kvöldin. Þegar hafa þó nokkrir vinnustaðir ákveðið að vera með og bjóða upp á saltfisk í hádeginu í Saltfiskvikunni, þ.e.; Arion banki, ITS, Marel, Origo, Orkuveitan, Seðlabankinn, Síminn og VÍS. Börnin á leikskólanum Laufásborg munu einnig bjóða upp á saltfisk meðan á vikunni stendur en þar mun enginn annar en landsliðskokkurinn Lorenzo Alessio elda. Fyrirtækið 1, 2 & ELDA mun bjóða upp á saltfisk einhverjum matarpökkum í Saltfiskvikunni fyrir áhugasama.
Til að taka þátt í Instagam leiknum þá þarf að panta saltfiskrétt hjá þátttakendum Saltfiskvikunnar og setja mynd með myllumerkinu #saltfiskvika á Instagram. Einn heppinn þátttakandi mun verða dreginn út en verðlaunin eru ferð fyrir tvo til Barcelona.
Hér er listi yfir þá veitingastaði sem taka þátt í Saltfiskvikunni. Þá er ekkert annað eftir en að panta sér borð.
Bacalao bar, Hauganesi Einsi Kaldi, Vestmannaeyjum Höfnin, Reykjavík Hótel Selfoss, Selfossi Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Reykjavík Kaffivagninn, Reykjavík Krauma, Reykholti Matur og drykkur, Reykjavík Rub 23, Akureyri Salthúsið, Grindavík Tapasbarinn, Reykjavík Von Mathús, Hafnarfirði
Nína Dagbjört er nítján ára söngkona sem er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún gaf nýverið út sitt fyrsta lag, Prove It, ásamt tónlistarmyndbandi.
Lagið kom út 14. júlí á Spotify. Graffity Soul Records gefur Prove It út en lagið er eftir Jav Valino, textinn er eftir Nínu Dagbjörtu og Thomdary skrifaði spænska rapp textann. Þau vinna nú saman að nýju efni.
Upptökur á myndbandinu fóru fram í Saga Studios. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Það stafar ekki bara hætta af berghruni og flóðbylgjum við Öskjuvatn því Askja er líka virk eldstöð og gaus átta sinnum á 20. öldinni, síðast árið 1961.
Öll þau gos voru smávægileg en frægt er Öskjugosið 1875 sem olli miklu öskufalli og hrakti fólk úr nærliggjandi sveitum. Í grein vísindamannanna er farið nokkrum orðum um mögulegt eldgos í Öskju. Verði sambærilegt gos og árið 1875 eru allir sem staddir eru innan meginöskjunnar í bráðri lífshættu. „Fólki gefst mjög lítill tími til þess að forða sér sökum þess hversu skyndilega gos af þessu tagi geta hafist, nema menn geti brugðist við áður en gosið byrjar,“ segir í greininni. Hættan á slíku gosi er hins vegar hverfandi þar sem einungis eitt sprengigos er þekkt í Öskju fyrir utan gosið 1875.
Enn fremur segir að líklegt sé að eldgos í Öskju hafi nokkurn aðdraganda og að hans verði vart á jarðskjálftamælum og ýmsum öðrum forboðum, þannig að forða megi fólki af svæðinu með góðum fyrirvara. Slíkur fyrirvari gefst þó ekki fyrir berghlaup og flóðbylgju og því er dreifing upplýsinga og viðvarana til ferðafólks og annarra sem um Öskju fara mikilvægari í viðbúnaði vegna flóðbylgjunnar.
Unnar Þór Sæmundsson hefur gegnt störfum sem gjaldkeri Pírata í eitt ár. Á aðalfundi flokksins sem haldinn var laugardaginn 31. ágúst hélt Unnar Þór ræðu, en hann lætur nú af störfum sem gjaldkeri.
„Það sem hefur einkennt fjármál Pírata allt frá upphafi eru stöðugar kosningar og þá meina ég ekki bara að við höfum verið að eyða peningum því það er það sem allir tala um og einblína á heldur höfum við stöðugt verið að fá meira fjármagn,” segir Unnar Þór meðal annars í ræðu sinni.
Bókhald Pírata er nú opið og ársreikningur fyrir árið 2018 hefur verið birtur, en Píratar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki haft bókhaldið opið. Hefur Unnar Þór greint frá því að ein af helstu áherslum hans var að opna bókhaldið, eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Viðurkenndi hann þó að verkefnið hefði verið bæði stærra og flóknara en hann hefði getað ímyndað sér.
„Ég get bara sagt ykkur það strax að þetta er sturlun.“
Kemur hann inn á að vinna og ábyrgð gjaldkera félagsins hefur margfaldast, en ekkert breyst í skipulagi eða vinnu sjálfboðaliða félagins, en starf gjaldkera er sjálfboðaliðastarf.
„Ég get bara sagt ykkur það strax að þetta er sturlun. Það starf sem ég hef verið að sinna er 100%“. Unnar Þór birti ræðuna í heild sinni í Facebook-færslu í gær og segist hann skilja sáttur við embættið, þó vissulega sé margt sem hann hefði viljað gera meira af, en eitt ár sé skammur tími.
Unnar Þór fer yfir stöðu flokksins hvað fjármálin varðar og kemur inn á að í lok árs eru skuldir upp á 22 milljónir. Kemur hann inn á að samkvæmt lögum félagsins má það skuldsetja sig, en einhverjir flokksmenn telja að svo eigi ekki að gera.
„Vandamálið er margþætt og ég hef komið inn á einhverja þætti hér á undan, fjármagn hefur aukist til muna, fjárútlát einnig sem og allur rekstur í félaginu,“ segir Unnar Þór.
Einnig tekur hann fyrir „heitu kartöfluna,“ eins og hann nefnir hana: hvernig fjármagni var formlega deilt niður á aðildarfélög í sveitastjórnarkosningunum og heildarkostnað vegna kosninganna.
„Ef farið er yfir bókhald ársins 2018 sem er nú opið öllum og aðgengilegt í gegnum vefsíðu Pírata undir bókhald, má sjá að fjármunum var ekki dreift jafnt niður á sveitarfélög,“ segir Unnar Þór og segir að lagfæra þurfi ferla svo slíkt komi ekki fyrir aftur. „Hvernig við viljum að hreyfingin okkar virki fyrir alla félagsmenn óháð búsetu eða tækifærum á ferðalögum, það er alveg ljóst að eitthvað er ekki að virka.“
Unnar Þór fer einnig yfir árangur framkvæmdaráðs á liðnu starfsári og segist hann hafa dregið mikinn lærdóm af störfum sínum sem gjaldkeri.
„Mikilvægasti lærdómurinn er að læra að meta allt það óeigingjarna starf sem svo ótrúlega margir hafa tekið að sér og lært að bera meiri virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem eru ósýnileg öðrum,“ segir Unnar Þór að lokum og óskar eftirmanni sínum góðs gengis.
Ljósmyndasýning Krafts verður uppi fram yfir miðjan september.
Á Menningarnótt opnaði Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, glæsilega ljósmyndasýningu fyrir framan Hörpu. Sýningin er samstarfsverkefni Krafts og ljósmyndarans Kára Sverriss og verður uppi fram yfir miðjan september.
Sýningin ber heitið Skapa fötin manninn og eiga fyrirsæturnar það sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein og bera þess merki.
Fjöldi fólks var fyrir utan Hörpu þegar sýningin var opnuð formlega af Huldu Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóra Krafts. Hulda þakkaði sérstaklega þeim tólf hugrökku einstaklingum sem voru tilbúin að opinbera sig og sýna örin sín á ljósmyndum Kára.
„Örin eru eitthvað sem við ættum aldrei að þurfa að fela heldur eru þau partur af okkur,“ sagði Hulda á opnun sýningarinnar. Hún hvetur fólk til að leggja leið sína að Hörpu og skoða sýninguna.
Nóg er um að vera hjá hljómsveitinni Lucy in Blue en fyrir skömmu sendi sveitin frá sér plötuna In Flight.
Norska útgáfufyrirtækið Karisma Records gefur plötuna út og hefur platan fengið góðar viðtökur hjá hlustendum og á ýmsum erlendum miðlum. Í kjölfar útgáfutónleika vegna plötunnar á Roadburn Festival bauðst sveitinni að fara á hljómleikaferðalag með bandarísku hljómsveitinni Sleep sem er brautryðjandi í stoner/dómsdagsrokki. Eftir það vildu meðlimir sveitarinnar breyta til og opna á fleiri möguleika og fluttu á meginland Evrópu, til Hollands. Það verður gaman að fylgjast með þessarri frábæru sveit á næstunni. Hægt er að hlusta á plötuna á öllum helstu streymisveitum og á albumm.is.
Eitt af stóru málunum í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú eru í gangi hjá opinberum starfsmönnum er stytting vinnuvikunnar. Eftir tilraunaverkefni hjá bæði Reykjavíkurborg og ríkinu sem hafa sýnt fram á ótvíræða kosti bæði fyrir launafólk og atvinnurekendur er ekki eftir neinu að bíða.
Í tilraunaverkefnunum hefur vinnuvikan verið stytt um allt að fimm klukkustundir án þess að laun skerðist. Krafa BSRB er 35 stunda vinnuvika og að vinnuvika vaktavinnufólks verði stytt enn meira.
Á flestum vinnustöðum er hægt að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum með því að skipuleggja vinnutímann betur. Það sýna tilraunaverkefnin okkur svart á hvítu. Það á þó ekki við um vaktavinnustaði þar sem manna þarf störf allan sólarhringinn.
En málið er ekki svo einfalt. Þurfi að leggja í einhvern kostnað til að manna vaktir eftir styttingu vinnuvikunnar getur hann komið til baka með öðrum hætti. Starfsfólk í vaktavinnu upplifir gjarnan mikið álag í sinni vinnu. Álagið hefur margvísleg áhrif, til dæmis hærri veikindatíðni en hjá dagvinnufólki og fleiri vinnuslys. Þá veldur álagið einnig einkennum kulnunar hjá sífellt stærri hópi. Þess vegna þurfum við að stytta vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku annarra.
Það tapa allir á auknum veikindum og kulnun. Starfsfólkið tapar heilsunni, atvinnurekendur tapa peningum og samfélagið allt verður fyrir miklum kostnaði. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks getur dregið úr álaginu og minnkað veikindin og einkenni kulnunar. Því ættu atvinnurekendur að líta á hana sem fjárfestingu í sínu góða starfsfólki og leið til að efla vinnustaðinn, ekki hreinan kostnað sem engu skilar.
Stjórnvöld verða að taka skrefið
Álag í starfi og einkenni kulnunar eru alvarlegt vandamál í almannaþjónustunni. Þeir sem sinna almannaþjónustu eru í mörgum tilvikum í miklum samskiptum við fólk. Þar má nefna heilbrigðisstéttir, starfsfólk í skólum, í löggæslu og fleiri. Rannsóknir sýna að hættan á veikindum og kulnun er mun meiri meðal fólks í þjónustustörfum vegna þess álags sem fylgir því að vera í nánum samskiptum við fólk alla daga og oft í krefjandi aðstæðum.
Í ljósi þessa starfsumhverfis þurfa opinberir atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau þurfa að spyrna niður fæti og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr álagi og kulnun. Þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi munu skera úr um hvort stjórnvöld eru tilbúin til að taka skrefið. Stjórnvöld verða að ganga á undan með góðu fordæmi með því að stytta vinnuvikuna og auka þar með lífsgæði og bæta heilsu launafólks.