Þau Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason íhuguðu ættleiðingu þar sem ekki gekk að eignast barn eftir hinni hefðbundnu leið. Þau fóru á fund hjá Íslenskri ættleiðingu en komust þá að því að sú leið var hvorki auðveld né fljótfarin.
„Þá rákumst við á nýjan vegg,“ segir Salka og andvarpar. „Til að mega sækja um þurftum við að hafa verið skráð í sambúð í fimm ár eða gift í þrjú ár þannig að við sáum fram á að það gæti hugsanlega gerst eftir sjö ár að við fengjum að ættleiða barn. Það var ekki beint það sem okkur langaði til. Þá kom í mig uppgjöf, ég bara sá ekki leið út úr þessu.“
Spurð hvort hún hafi þá verið búin að sætta sig við að þetta myndi aldrei ganga neitar Salka því.
„Nei, nei, það gerði ég nú aldrei,“ segir hún. „Ég vissi að þetta myndi ganga einhvern veginn, einhvern tímann, en vá, hvað það var erfitt að byrja að sætta sig við það að þetta gæti tekið mjög langan tíma. Ég var alltaf að lesa mér til um reynslu annarra af þessu en ég veit ekki hversu mikið það hjálpaði að lesa allar hryllingssögurnar.
Ég var komin á það stig að ég var farin að reyna að redda mér frjósemisstyttum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hafði heyrt af einhverri konu sem hafði eignast þríbura eftir að hafa eignast frjósemisstyttu og var handviss að það væri það sem ég þyrfti. Svo sá ég grein um einhverja styttu í Flórída sem hafði þann töframátt að pör sem snertu hana urðu ólétt á stundinni og vildi endilega að við færum til Flórída. Ég var orðin svo þreytt á að eitra fyrir líkama mínum og koma honum úr jafnvægi og vildi bara finna einhverja aðra lausn.“
Þær voru margar sleggjurnar sem féllu í síðustu viku.
„Ég myndi frekar saga af mér höfuðið en hætta að borða kjöt. Ekki af einhverri stælaástæðu, bara því ég er sælkeri og culinary-ævintýri halda mér gangandi. Hinsvegar þykir mér sjálfsagt að taka kjöt alfarið úr skólum.“ Halldór Halldórsson, a.k.a. Dóri DNA, um fyrirætlanir meirihlutans í Reykjavík að draga úr framboði dýraafurða í grunnskólum borgarinnar.
„Það er ekki lengur merki um ríkidæmi að borða kjöt heldur eiginlega öfugt; alþýðan lifir á kjötfarsi og kjúklingum á meðan hin betur settu eru vegan, enda kostar það sitt.“ Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi.
„Mér líður eins og leikara í Groundhog Day.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, segir fátt nýtt hafa komið fram í umræðunni um Þriðja orkupakkann.
„Er ekki fulllangt gengið í meðvirkni þegar talað er um að maður hafi verið dæmdur fyrir samskipti í stað þess að nota réttu orðin og segja eins og er, að hann hafi verið dæmur fyrir líkamsárás.“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýnir orðalag netútgáfuviðtals við Ólaf Hand á útvarpsstöðinni K100. Þar segir að hann hafi hlotið dóm vegna samskipta sinna við fyrrverandi eiginkonu sína, en fjölmiðlar hafa greint frá því að Ólafur hafi verið sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni.
„Samþykktu ráðherrar hinna stjórnarflokkanna í ríkisstjórninni þessa einstæðu forgangsröðun forsætisráðherrans? Þá eru allir spurðir nema utanríkisráðherrann, sem hefur þegar tekið fram í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað neitt um málið. Enda málið á hans verksviði.“ Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, furðar sig á að Katrín Jakobsdóttir skyldi mögulega ekki ætla að hitta á Mike Pence og sendir Guðlaugi Þór í leiðinni sneið.
„Nýleg dæmi eru um að í umræðu í samfélaginu sé gert lítið úr andstæðingunum vegna þess að þeir séu „rugluð gamalmenni“. Er ekki nóg að segja að þeir séu ruglaðir, ef velja þarf niðrandi lýsingu?“ Benedikt Jónsson, stofnandi Viðreisnar, deilir á aldursfordóma.
„Þetta er ekki stór krafa, heldur sjálfsögð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að fólk eigi að fá að reykja kannabis heima hjá sér.
Grænkerar leggja til að hætt verði að skammta skólabörnum kjöt í mötuneytum og fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurborg taka að hluta undir og segja að það liggi í augum uppi að draga verði úr framreiðslu á kjöti í skólamötuneytum enda sé ljóst að minnkuð kjötneysla sé meðal þess sem þarf til að ná markmiðum í loftslagsmálum (les: til þess að hægt verði að lifa á jörðinni áfram).
Og hvað gerist? Jú, fulltrúar minnihlutans búa til úr þessu slag. Halda því fram að meirihlutinn vilji hætta með öllu að skammta börnunum kjöt í mötuneytunum og stuðla að vannæringu þeirra þar með. Er nema von að tiltrú almennings á stjórnmálum sé lítil? Að hluta er minnihlutinn studdur af skólamatráðum og öðru skólafólki sem vex í augum að breyta venjum og halda því fram að börn borði ekki grænmeti. Þá séu skólaeldhúsin ekki nægilega vel búin til þess að þar sé hægt að stunda flóknari eldamennsku en nú er. Auk þess er sett spurningamerki við að innflutt grænmeti sé umhverfisvænna en íslenskt kjöt.
Það er áreiðanlega rétt að í mörgum skólaeldhúsum er erfitt að koma við flóknari matreiðslu en nú er stunduð. Hitt er ekki eins víst að flóknara sé að búa til mat sem byggir meira á grænmeti en þann mat sem börnunum er nú gefinn.
Það mun áreiðanlega taka sum börn tíma að venjast breytingum á skólamat en það er ekki óvinnandi vegur. Bæði börn og fullorðnir verða að laga sig að breyttum neysluvenjum. Við eigum ekki annarra kosta völ.
Þá má benda á að á Íslandi er framleitt mikið af góðu grænmeti og á því sviði er hægt að gefa í. Það er því ekkert sem segir að mötuneytismatur sem byggir meira á grænmeti en nú geti ekki verið ræktaður á Íslandi.Við verðum að draga úr kolefnissporinu. Það verður að gerast á fjölmörgum sviðum daglegs lífs, þar á meðal í mötuneytum skóla. Það ætti ekki að vera tilefni til hártogana og sandkassaláta.
Allir elska súkkulaði, það er bara þannig. Þess vegna er tilvalið að bjóða upp á súkkulaðidásemdir allan ársins hring. Hér er ein verulega góð sem allir ættu að geta hent í og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er eða sem eftirréttur í matarboð.
Súkkulaðikaka með mokkakremi fyrir 12
200 g smjör 1 2/3 dl kakó 4 egg ½ tsk. salt 1 tsk. vanilludropar 3 ½ dl sykur 2 ½ dl hveiti 70 g pekanhnetur, gróft saxaðar 100 g dökkt súkkulaði, gróft saxað
Stillið ofn á 180°C. Bræðið smjör í potti og blandið kakói saman við, látið kólna lítillega. Þeytið eggin og bætið salti og vanilludropum saman við þegar froða fer að myndast. Bætið því næst sykrinum saman við í litlum skömmtun og þeytið vel.
Bætið kakóblöndunni út í. Blandið hveitinu varlega saman við og loks hnetum og súkkulaði. Smyrjið tvö 24 cm lausbotna form og skiptið deiginu á milli þeirra. Bakið í 20-25 mín. Gætið þess að baka botnana ekki of lengi.
Látið kólna áður en mokkakremið er sett á milli og ofan á.
Blandið öllu saman í skál og látið standa í nokkrar mínútur þar til kaffiduftið er nokkurn veginn uppleyst. Þeytið þar til rjómablandan er hæfilega stíf.
Séra Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju segist hafa mest gaman af því sem heitir í erlendum bókarekkum ,,non-fiction books“. Skáldsögur þurfi að hafa mikið aðdráttarafl til að halda honum við efnið. En hvaða bækur skyldu hafa haft mest áhrif á Skúla?
Húslestrarbók Jóns Þorkelssonar Vídalín
„Fyrsta ritið sem kemur upp í hugann í flokki áhrifaríkra bóka er Húslestararbók Jóns Þorkelssonar Vídalín (1666-1720). Postillan kom fyrst út á árunum 1718 og 1720 og var einnig nefnd Vídalínspostilla. Höfundur lauk meistaraprófi með láði, frá Kaupmannahafnarháskóla og var hann eftir það kallaður Meistari Jón. Hann var rómaður fyrir mælsku og andagift og hafði auk þess á yngri árum unnið fyrir sér með erfiðisvinnu, ólíkt öðrum fyrirmönnum þess tíma. Mögulega hafði það einhver áhrif á vinsældir hans, en bókin féll óðara í kramið hjá Íslendingum og eftirprentanir hennar eru fimmtán, hin síðasta frá 1995. Sú mun vera löngu uppseld og nokkurt fágæti. Halldór Laxness lýsir því í Brekkukotsannál að við húslestra hafi fólk nánast tónað textana úr postillunni en þar er lagt út af biblíulestrum hvers helgidags ársins. Sjálfur þaullas ég Vídalínspostillu er ég var að ljúka guðfræðinámi og skrifaði um hana lokaritgerð. Þrátt fyrir að síðari tíma fræðimenn hafi talið sig geta fundið henni og höfundinum ýmislegt til foráttu er bókin mögnuð og fólk getur skemmt sér við að glíma við innblásinn barokktextann.“
Í nafni heilagrar guðdómsins þrenningar
„Næst langar mig að nefna rit sem er einnig tengt meistara Jóni og heitir Í nafni heilagrar guðdómsins þrenningar. Það hefur að geyma dóma sem biskupinn felldi ásamt ráðgjöfum sínum er hann gegndi embætti Skálholtsbiskups frá árinu 1698 til dánardags. Dómskjöl þessi birta lýsingar af lífi fólks um aldamótin 1700 og fyrir þolinmóðan lesanda opnast þar horfinn heimur og mergjaðar lýsingar af lífi fyrirfólks og alþýðu. Már Jónsson sagnfræðingur bauð mér að taka þátt í útgáfu ritsins og var það ferli að sönnu lærdómsríkt.“
Succeed
„Loks langar mig að benda á bókina Succeed eftir sálfræðinginn Heidi Grant Halvorson. Ég er sökker fyrir sjálfshjálparbókum og þessi nýttist mér vel þegar ég var á lokasprettinum í doktorsnámi mínu sem tengdist einmitt Meistara Jóni.“
Skriðuflóðbylgjur þar sem skriða fellur í vatn eða sjó, líkt og gerðist í Öskju, eru fátíðar á Íslandi og hingað til hefur ekki verið talin stafa mikil hætta af þeim.
Alla jafna stafar minni hætta af slíkum flóðbylgjum heldur en stórum bylgjum af völdum jarðskjálfta. Í janúar 1967 féll berg úr Steinholtsjökli niður í lón framan við jökulinn og olli flóðbylgju sem barst marga kílómetra niður Steinholtsdal og kom fram sem hlaup í Krossá og Markarfljóti. Einnig eru dæmi um að flóðbylgjur af völdum snjóflóða hafi valdið skemmdum hér á landi, til að mynda á Suðureyri við Súgandafjörð og á Siglufirði.
Hins vegar eru dæmi um mannskæðar skriðuflóðbylgjur erlendis. Í Noregi hafa skriður valdið stórum flóðbylgjum þegar þær ganga út í þrönga firði eða stöðuvötn og létust samtals 174 í þremur tilfellum, í Loen árin 1905 og 1936 og í Tafjord 1934. Árið 1963 féll skriða í Vajont-uppistöðulónið á Ítalíu og olli 250 metra hárri flóðbylgju sem grandaði tvö þúsund manns í þorpum neðan við stífluvegginn. Ein stærsta þekkta flóðbylgja af völdum berghlaups í sjó varð í Lituya-flóa í Alaska árið 1958. Risastórt berg féll í flóann eftir jarðskjálfta og náði flóðbylgjan sem myndaðist 520 metra upp í hlíðina gegnt upptökum skriðunnar.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Íslands næstkomandi miðvikudag.
Eitt af því sem íslensk stjórnvöld munu vafalítið undirbúa áður en Mike Pence varaforseti kemur til Íslands er hvernig þau eigi að koma fram með sín sjónarmið þegar kemur að stöðu mála á norðurslóðum.
Sem leiðtogaþjóð í Norðurskautsráðinu getur Ísland haft mikil áhrif á það hvernig samstarf þjóða verður á þessu svæði á næstunni. Enginn hefur áhuga á vígbúnaðarkapphlaupi á norðurslóðum, en að hluta til – þegar horft er til stöðunnar í norðurhluta Noregs og Rússlandi, þá er það þegar hafið.
Miklar æfingar rússneska hersins á sjó segja líka sína sögu. Valdabrölt stórvelda heimsins teygir nú anga sína, í það minnsta að hluta, til Íslands. Fyrir friðelskandi smáríki eins og Ísland getur skapast tækifæri til að hafa jákvæð áhrif, með samtölum við Pence og föruneyti hans.
Á sama tíma og rætt er um hvernig megi tryggja hið mikilvæga og ört vaxandi viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna.
Salka Sól Eyfeld segir reynsluna af því að takast á við ófrjósemina og síðan upplifa það að verða ólétt að mörgu leyti hafa breytt sýn hennar á lífið.
„Auðvitað breytir þetta manni,“ segir hún hálfhneyksluð á svona fáránlegri spurningu. „En ófrjósemin er bara eitt af þeim áföllum sem maður tekst á við í lífinu. Það er hins vegar áfall sem ég bjóst aldrei við að þurfa að takast á við og ég hafði aldrei heyrt um. Maður heyrir af því þegar einhver í fjölskyldunni veikist en það er ekki mikið talað um það að geta ekki eignast börn. Það eru hins vegar ótrúlega margir sem ganga í gegnum þetta og mér finnst alveg kominn tími til að við förum að tala um það. Þetta hefur svo djúpstæð áhrif á mann.
„Það var til dæmis ótrúlega erfitt að samgleðjast vinum sínum sem urðu óléttir.“
Maður sér börn út um allt og finnst allir vera að óléttir eða nýbúnir að eignast barn. Svo verður maður pínu reiður við fólk sem hefur eignast börn utan sambands án þess að vera neitt að reyna það, maður hugsar ekki voðalega rökrétt. Það var til dæmis ótrúlega erfitt að samgleðjast vinum sínum sem urðu óléttir. Maður gerði það auðvitað en samt var maður pirraður út í þau og píndist yfir þessu. En það hafði líka þær jákvæðu afleiðingar, eins og ég sagði áðan, að ýta okkur af stað í tæknifrjóvgunina. Þetta verður nefnilega þráhyggja á háu stigi og yfirtekur allt líf manns meira og minna,“ segir Salka Sól í einlægu viðtali sem birtist í Mannlífi sem kom út á föstudaginn.
Hér kemur uppskrift að hollum og góðum pottræetti með bulgur og grænmeti. Bulgur-kornið er trefaríkt því það er unnið úr öllu hveitikorninu og kímið fylgir með, þar er mesta næringin.
Pottréttur með bulgur og grænmeti
2 msk. olía
1 rauðlaukur, sneiddur
2 hvítlauksgeirar, hakkaðir
blaðlaukur, sneiddur
200 g gulrætur, saxaðar gróft
3 meðalstórar rófur, sneiddar
3 sellerí, smátt skorið
100 g bulgur
225 kjúklingabaunir, 1 krukka
400 g niðursoðnir tómatar, 1 dós
2-3 msk. graslaukur, saxaður
2 tsk. kummin
2 tsk. karrí
salt og pipar
Hitið olíu í stórum potti. Steikið allan lauk inn í nokkr rófur og sellerí saman við og steikið áfram í ar mínútur og setjið svo gulrætur, smástund. Setjið þá bulgur, kjúklingabaunir, tómata og graslauk saman við og kryddið með kummin og karríi. Hellið blöndunni í eldfast mót og bakið í 30 mín.
Eftir tíu afkastalítil en að sögn viðbjóðslega skemmtileg ár hyggst þungapönksveitin Grit Teeth segja þetta gott og blása til kveðjutónleika laugardaginn 31. ágúst.
Tónleikarnir verða haldnir í Tólasafni Reykjavíkur (Reykjavík Tool Library) og hefjast upp úr klukkan 20. Einnig koma fram sveitirnar Dauðyflin og Dead Herring. Með þessum tónleikum verður líka haldið upp á útgáfu nýrrar deiliskífu frá Grit Teeth og Dead Herring, en hún kom út í dag, föstudaginn 30. ágúst.
Transformer er málið fyrir Guðjón Orra Gunnarsson sem er tvítugur Reykvíkingur og á eitt stærsta safn Íslands af plastkörlum af tegundinni Transformer auk ýmissa annarra fígúra af svipuðu tagi.
„Transformer eru persónur utan úr geimnum sem hafa hug á að leggja undir sig orkulindir jarðarinnar. Sumir með ofbeldi en aðrir í samstarfi við jarðarbúa. Þeir dulbúa sig sem farartæki á jörðinni til þess að koma áformum sínum í kring,“ segir Guðjón Orri þegar við stöndum saman og skoðum safnið hans.
Hvenær fórstu að safna Transformer-persónum? Blaðamaður spyr andaktugur er hann virðir fyrir sér tilkomumikið safnið af umræddum geimpersónum sem Guðjón geymir á mörgum hillum. Þar er sannarlega marga sérkennilega og jafnvel háskalega náunga að sjá. „Ég var sex ára þegar ég fékk fyrsta Transformer-karlinn. Ég á hann ekki lengur en sá samskonar karl á Netinu. Hann var hins vegar svo dýr að ég lét vera að kaupa hann. Ég fór að safna markvisst Tranfsformer-körlum þegar ég var tíu ára. Safnið mitt hefur að geyma að minnsta kosti þrjú hundruð slíka, suma á ég í ýmsum stærðum,“ bætir Guðjón við.
Hafa í hyggju að drepa alla á jörðinni
Hver úr safninu er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég á dálítið erfitt með að velja – held samt að ég nefni Springer. Hann getur breytt sér bæði í þyrlu og bíl og er einn af þeim góðu úr Transformer-hópnum utan úr geimnum. Aðalpersónan af hinum góðu er Optimus Prime, hann er höfðingi þeirra og vill hjálpa mannfólkinu á jörðinni að nýta orkulindir sínar.“
„Ég fór að safna markvisst Tranfsformer-körlum þegar ég var tíu ára. Safnið mitt hefur geyma að minnsta kosti þrjú hundruð slíka, suma á ég í ýmsum stærðum.“
Hver er höfðingi þeirra vondu? „Hann heitir Megatron og er alltaf grár, hann á ég í nokkrum stærðum. Hann og hjálparmenn hans hafa í hyggju að drepa alla á jörðinni með ofurvopni. Hjálparpersónur Megatrons á ég líka til í safninu mínu.“
Er þetta dýrt tómstundagaman? „Já. Ég held að ég hafi eytt meiripartinum af peningunum mínum undanfarin ár í þetta safn. Ég hef reyndar líka fengið ýmsa Transformer-karla að gjöf.“
Hefurðu verið í sambandi við erlenda safnara? „Nei, en ég er í sambandi við tvo íslenska safnara. Við höfum hist á kaffihúsi. Ég hef ekki enn séð söfnin þeirra, bara heyrt um þau. Við ræddum reyndar meira um spilakvöld þegar við hittumst, við spilum saman borðspil.“
Fann Transformers-borðspil í Góða hirðinum
Hefurðu farið til útlanda til að kaupa í safnið? „Já, ég hef farið margar slíkar ferðir og keypt persónur í safnið sem ekki fást hér heima. Ég hef líka skoðað mikið á Netinu og stundum keypt þar inn í safnið mitt.“
Ertu að hugsa um að halda áfram að safna? „Já, mér finnst þetta mjög gaman og ætla ekki að hætta í bráð. Ég safna reyndar fleiru og hef sjálfur sett saman módel. Þau eru samt ekki af „ætt“ Transformer, heldur Gundam sem eru japönsk módel. Ég leita víða að einhverju í safn mitt. Um daginn var ég heppinn, fann í Góða hirðinum Transformer-borðspil sem er alveg ónotað,“ segir Guðjón, lukkulegur með að hafa fundið þennan dýrgrip.
Garðtónleikar Sprite Zero Klan verða haldnir með pomp og prakt laugardaginn 31. ágúst. Góðir gestir mæta einnig á svæðið, eingöngu til að skapa sturlað partí.
Veitingar verða og allir drykkir í boði CCEP. Sigrún Þ. Geirsdóttir bakar ofan í gesti og gangandi. Tónleikarnir fara fram á Bollatanga 2, Mosfellsbæ, og það er frítt inn.
Það er staðreynd að lífræn ræktun hefur allt of oft verið töluð niður á Íslandi á meðan henni er fagnað í nágrannalöndum okkar og neytendur kalla hástöfum eftir henni. Lífræn vottun er besta vottun sem hægt er að fá, vegna þess að meira að segja þeir sem taka að sér að meta framleiðsluna þurfa að hafa vottun erlendis frá og frá MAST.
Neytendur geta verið vissir um að vel sé staðið að öllu ferlinu í lífrænni ræktun sem gagnast vel jarðveginum jafnt sem neytendum. Við heyrum enn sagt: „Íslenskar afurðir eru næstum því allar lífrænar“ en það er auðvitað langt frá því að vera satt.
Hér á landi eru styrkir aldrei tengdir við framleiðsluaðferðir, eins og t.d. þá að framleiða lífrænt. Hins vegar hefur ESB notað styrki og veitt þá eftir framleiðsluaðferðum og fær lífræn ræktun styrk umfram aðra ræktun á grundvelli umhverfissjónarmiða. Á Íslandi er nær allt ráðstöfunarfé í landbúnaði skilyrt tilteknum fæðutegundum, þar er fyrirferðarmest nautgripa- og lambakjötsrækt og ylrækt.
Aðeins nokkrar gerðir grænmetisræktunar eru styrktar; agúrkur, paprikur og tómatar. Útiræktun er að öllu leyti óstyrkt. Sem er ótrúlegt, þar sem það vinnur augljóslega á móti fjölbreytni. Auk þess ættu bændur að fá styrki eftir prósentum af því sem þeir selja hvort sem það er tómatur eða radísa. Þá borgar ríkið með hverjum mjólkurlítra úr kúm en komi hann úr öðrum dýrum, eins og geitum eða kindum, eru engir styrkir veittir. Þess vegna væri fróðlegt að vita hvað ostur úr íslenskum geitum þarf að kosta til samanburðar við niðurgreiddan skólaost?
Hluti af vandamálinu er að það er nánast ómögulegt fyrir nýja aðila að koma að borðinu; kjötafurðastöðvarnar verða bara stærri og allir þeir sem reyna að breyta til eða koma með nýjungar (bændum og neytendum í hag) er kastað út á mjög vafasaman hátt. Gamla viðmótið: „Þetta hefur alltaf verið gert svona“ tröllríður öllu í afurðastöðunum. Margar ástæður eru fyrir því að sala á lambakjöti dregist saman síðustu ár og sá hugsunarháttur er stór hluti af vandamálinu.
Samruni sláturhúsanna og fækkun þeirra í tvö til þrjú, eins og afurðastöðvarnar vilja, mun gera allt verra, flytja þarf afurðirnar langar leiðir, þótt framleiðni vissulega aukist er gróðinn mestur fyrir afurðastöðvarnar en skilar sér ekki til bænda. Það á að einfalda regluverkið svo bændur geti sett upp litlar kjötvinnslur á sínu búi og slátrað og selt sitt eigið kjöt.
Samkeppni myndi aukast en hún þyrfti ekki að koma utan frá. Að mínu mati á að hefta innflutning á erlendu kjöti því við þurfum það ekki. Ég er heldur ekki fylgjandi því að við göngum í ESB. Við eigum að kaupa staðbundnar vörur eftir því sem við framast getum, en þá þarf líka að búa til hvetjandi kerfi og auka fjölbreytni í stað þess að framleiða bara sömu vörurnar ár eftir ár. Við þurfum að halda áfram, skoða vel aðstæður og spyrja hvernig getur kerfið orðið betra? Möguleikarnir eru endalausir!
Markmiðið ætti að vera að framleiða eins fjölbreytta og holla afurð með eins litlum kolefnisfótsporum og hægt er. Við getum það!
Mannanafnanefnd hefur gætt þess að börn okkar fái ekki að bera neins konar „ónefni“. Nafnareglur eru þó til víðar í heiminum en hér og eru misjafnlega sveigjanlegar.
Konur á Íslandi mega ekki heita Kona en karlar heita margir Karl sem þykir hið besta nafn. Karlar mega heita Víkingur en það nafn, eða Viking, er harðbannað í Portúgal, ásamt nöfnunum Jimmy, Rihanna og Sayonara, og þar í landi er eins gott að stafsetja Katrínarnafnið rétt. Caterina er hin opinbera og leyfilega stafsetning á nafninu. Einnig banna Portúgalar nöfn eins og Emily, George, Thomas og Charlotte sem eru til dæmis afar vinsæl í Bretlandi.
Í Noregi gilda reglur um að ekki megi nota ættarnöfn sem eiginnöfn, til dæmis Hansen, Johansen og Olden. Í Sádi-Arabíu árið 2014 var opinberaður listi yfir 51 bannað nafn og þar má til dæmis ekki heita Alice eða Maya. Danir geta valið nöfn af lista yfir 7.000 leyfð nöfn og ef þeir kjósa nafn utan listans á barn sitt verður nafnið að fara í gegnum sérstakt ferli til samþykkis, ef það verður þá samþykkt. Nýja-Sjáland hefur einnig gefið út lista yfir leyfileg nöfn og sjálfsagt fleiri lönd.
Kynlaus
Margir muna eftir baráttunni fyrir því að stúlka fengi að heita Blær. Fram að því mátti einungis nefna drengi því nafni. Sigur vannst með dómi árið 2013 og nú mega bæði kynin heita Blær. Kynlaus nöfn sem hafa bæst í hópinn síðan þá eru meðal annars Auður, Eir, Elía, Karma, Júlí, Júní og Maríon.
Í Danmörku og Þýskalandi má ekki heita kynlausum nöfnum á borð við Taylor, Ashley, Morgan og Jordan.
Börn fræga fólksins
Hér á landi má víst ekki heita Epli en dóttir leikkonunnar Gwyneth Paltrow ber það nafn, eða Apple. Og hún Norður litla, dóttir Kanye West and Kim Kardashian,heitir fullu nafni North West, eða Norður Vestur. Dóttir söngkonunnar Beyoncé heitir Blue Ivy, eða Blá Bergflétta. Á Íslandi má reyndar alveg nefna dóttur sína nafninu Dimmblá Fura, svo dæmi sé tekið. Sonur Forest Whitaker heitir Ocean, Haf … eða bara Sjór og, eins og þekkt er, ber einn sonur Michaels Jackson nafnið Blanket, eða Teppi.
Trúarleg
Í Sviss er harðbannað að heita Júdas eða öðrum „neikvæðum“ Biblíunöfnum, svo er einnig víða um heim. Ekki er langt síðan þýsk yfirvöld komu í veg fyrir að barn fengi nafnið Lúsífer sem er einnig bannað til dæmis á Nýja-Sjálandi. Malak sem þýðir Engill er bannað í Sádi-Arabíu, ásamt fleiri trúarlegum nöfnum en á Íslandi er nafnið Engill gott og gilt karlmannsnafn. Þeir Íslendingar sem trúa á álfa, og auðvitað fleiri, hafa nú í örfá ár mátt láta dóttur sína heita Álfmey.
Dýr
Dýranöfn eins og Úlfur og Birna eru heldur betur leyfð á Íslandi en í Malasíu þykja þau afar óviðeigandi. Dæmi um bönnuð nöfn þar eru Björn og Snákur.
Öðruvísi
Víða um heim er harðbannað að nefna börn sín skrítnum og óvenjulegum nöfnum. Franska hagstofan lætur yfirvöld hiklaust vita ef undarleg nöfn eru skráð sem þá neita að samþykkja þau. Í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Mexíkó og mörgum fleiri löndum gilda reglur um slík nöfn til að börn verði ekki fyrir einelti vegna þeirra. Hér eru nokkur nöfn sem hlutu ekki náð fyrir augum yfirvalda:
Eftir að hafa lokið námi í ljósmyndun við Tækniskóla Íslands vorið 2018 lagðist ljósmyndarinn Unnur Magna í flakk og ferðaðist ein um Kambódíu og Myanmar í sex vikur með myndavélarnar dinglandi á mjöðminni.
„Ég hafði lengi haft augastað á Kambódíu, en saga landsins, þjáningarnar sem fólkið þar þurfti að ganga í gegnum þegar Rauðu kmerarnir, Khmer Rouge, réð ríkjum og upprisan eftir þær hörmungar fannst mér áhugaverð,“ útskýrir Unnur spurð að því hvers vegna þessi lönd hafi orðið fyrir valinu sem áfangastaðir. „Þannig að ég keypti mér miða, sótti um visa og fyrst ég var á annað borð á leið til Kambódíu fannst mér líka þess virði að bæta aðeins við ferðina og fara til Myanmar og skoða menninguna þar ásamt frumbyggjasvæðum sem voru einungis opnuð almenningi árið 2014.“
„Maður verður talsvert nægjusamari en áður, enda þarf maður að læra það að ferðast einungis með nauðsynjar og stilla öllu í hóf á svona bakpokaferðalagi.“
Var það ekkert erfið ákvörðun að fara ein í svona langt ferðalag á framandi slóðir?
„Nei,“ svarar Unnur snöggt. „Það kom ekki annað til greina en að fara ein í ferðalagið einungis með nauðsynjar og myndavélarnar, enda var tilgangurinn að safna myndefni samhliða því að upplifa eitthvað nýtt og hreinlega finna sjálfa mig pínulítið. Til að allt gengi upp hafði ég samband á Instagram við breskan ljósmyndara sem er búsettur í Kambódíu og ferðaðist ég að hluta til með honum, sem var mikilvægt því að það er nauðsynlegt að fá innsýn í lifnaðarhætti heimamanna frá einhverjum sem þekkir vel til. Til að ég fengi dýpri og betri skilning á Kambódíu byrjaði ég á því að fljúga til Phnom Penh og heimsækja Tuol Sleng Genocide Museum og Killing Fields, þar sem maður er leiddur í gegnum hörmungarnar sem áttu sér stað á tímum Rauðu kmeranna rétt um 1980.
Eftir þá heimsókn varð ég klökk og alveg ofboðslega þakklát fyrir að hafa fæðst á Íslandi. Það var erfitt en gott að byrja þar og vita betur hvað hafði gerst í landinu því ég sat með heimamönnum og -konum eftir það, sem ræddu þetta mikið og höfðu ýmist misst aleiguna, foreldra sína, systkini eða börn í þessum hörmungum, sem marka dálítið andrúmsloftið í landinu. Enn í dag þegar rignir mikið skolast upp úr jarðveginum líkamsleifar og klæði þannig að það eitt að horfa niður fyrir sig er átakanlegt. Svo er þar minnisvarði með þúsundum hauskúpa sem hafa mismunandi áverka sem var hræðilegt að stúdera.“
Ástfangin af innfæddum
Eftir þessa lífsreynslu hélt Unnur ferðinni áfram og sóttist eftir að komast í kynni við almenning í landinu og forðast vinsæla ferðamannastaði. „Ég ferðaðist síðan í þrjár vikur um Kambódíu, frá Phnom Pehn gegnum Kampong Chhanang, Udong, Kampong Thom, Preah Vihear, Battambang og upp til Siem Riep þar sem ég skoðaði Angkor Wat sem er þekktasta og stærsta trúarhof Angor-fornminjagarðsins sem er mikilvægasta fornminjasvæði í Suðaustur-Asíu,“ útskýrir hún.
„Vissulega var áhugavert að skoða það en það heillar mig lítið að vera á sama stað og allir aðrir ferðamenn og það sem stóð upp úr voru til dæmis heimsóknir í földu Búddahofin fjarri almenningi í Udong og Kompong Thom þar sem ég heimsótti munka og nunnur og snæddi með þeim hádegisverð. Svo auðvitað öll litlu stoppin á leiðinni hvort sem það var að heimsækja innfædda í hrörleg híbýli á yfirgefnum lestarteinum eða inn í sveitum þar sem nægjusemin réð ríkjum, skoða markaði og sitja með fólkinu, fara með unglingum að veiða froska, kíkja á kambódíska fimleikasýningu eða einfaldlega bara njóta þess að hlæja með innfæddum og fylgjast með lífi þeirra. Hver einasta manneskja sem ég hitti var ofboðslega hjálpsöm og maður varð mjög fljótt ástfanginn af þessu vinnusama fólki sem flestallt var brosandi og geislaði af einhverju góðu.
Þrátt fyrir fátækt og erfiðleika er fjölskyldusamheldnin samt ofboðslega falleg og þau leggja mikið upp úr góðum tengslum við allt fólkið sitt og hjálpast öll að við að gera lífið bærilegra. Ef ég ætti síðan að nefna eitthvað sem kom mér á óvart í Kambódíu þá var það sýn fólks og trú á æðri anda. Síðan var það umferðin, ég hef aldrei séð annað eins kaos á ævinni. Allt upp í fimm manna fjölskyldur á einni skellinöðru, eða hjón með hálfa búslóð, rúm, skrifborð eða ísskáp á herðunum. Þar sem eiga kannski að vera þrjár akreinar eru sex og að komast fótgangandi yfir götu þarfnast sko hugrekkis því það er hæpið að einhver stoppi. Þannig að maður þarf í raun bara að mjaka sér á milli farartækja, halda niðri í sér andanum og vona það besta. Þetta var orðið ákveðið listform eftir nokkurra daga viðveru, dálítið eins og línudans.“
Eins og að ferðast aftur í tímann
Svo var komið að því að kveðja Kambódíu og halda á nýjar slóðir. „Eftir dásamlegan tíma í Kambódíu flaug ég yfir til Yangon, höfuðborgar Myanmar,“ heldur Unnur ferðasögunni áfram. „Sú borg kom mér mjög á óvart, þar var allt önnur menning en í Kambódíu, allt mjög vestrænt og vel hægt að greina að borgin hafi seint á 19. öld verið bresk nýlenda. Satt best að segja saknaði ég menningarerilsins sem ég upplifði í Kambódíu um stund þannig ég dreif mig burt eftir að hafa skoðað það helsta í borginni, gylltar pagóður og markaði með indversku ívafi. Ég flaug þá til Kyaing Tong, og hélt leið minni áfram um mjög afskekkt svæði innan Gullna þríhyrningsins þar sem landamæri, Taílands, Laos og Myanmar (áður Búrma) mætast. Það er nauðsynlegt að fá tilskilin leyfi frá yfirvöldum til að fara inn á svæðið, maður þarf að vera farinn burt af svæðinu fyrir myrkur á ákveðnum tíma og það er lífsnauðsynlegt að hafa með sér túlk og leiðsögumann.
Á þessu svæði heimsótti ég ættbálkana Wa, Shan, Akha og Lahu. Í raun kemst maður ekkert á milli þessara ættbálka nema fara fótgangandi í gegnum skóglendi og í hitanum er það út af fyrir sig ákveðin þrekraun en svo vel þess virði því þetta var, held ég bara, eitt það merkilegasta sem ég hef upplifað. Það er stórundarlegt að heimsækja svona ættbálka, í raun eins og að ferðast mörg þúsund ár aftur í tímann. Sumir ættbálkarnir stóla ekki á neitt tímatal, einungis þurrkatíð eða rigningartímabil.
Fólkið þarna veit í raun ekkert hvað gerist fyrir utan þorpið þess, það er engin nútímatækni sjáanleg og í raun ekkert af viti inni í húsunum nema risaeldstó í miðjum kofunum og bambusfleti í hornunum þar sem fólkið sefur. Þau ala villisvín og villihunda sem þau ýmist nota sem gjaldmiðil eða æti. Þetta var nokkurra daga upplifun og mig langaði alls ekkert að halda för minni áfram því þetta var svo stórmerkileg menning þarna í földum fjallaþorpum og gaman að fylgjast með fábrotnu lífinu og hlusta á sögur, hlusta á þau spila á hljóðfæri og sjá þau dansa.“
Var kölluð draugur
Það var auðvitað ekki í boði að setjast um kyrrt á þessum tíma ferðalagsins og Unnur hélt ferð sinni áfram. „Ég flaug frá Kyaing Tong til Heho og sigldi á Inle Lake og skoðaði ótrúlegt líf fiskimannanna á leið minni til LoiKaw þar sem ég dvaldi með Kayan-ættbálknum, eða hringhálsum,“ heldur hún áfram.
„Það var líka upplifun að hitta þau, konurnar algjörar drottningar heim að sækja þótt þær í raun eigi ekkert, en innileg nærvera þeirra og húmor er ótrúlegur. Það að dvelja í fábrotnum híbýlum þeirra, fylgjast með þeim berfættum í fjallshlíðunum að sækja eldivið og snæða með þeim hádegisverð var eftirminnilegt. Eftir ótrúlega gestrisni langhálsanna hélt ég ferð minni áfram til Bagan, þar sem ég fylgdist með vinnandi fólki brenna rusl við sólarupprás, skoðaði trúarhof og pagóður en einnig ögraði ég lofthræðslu minni og fór í loftbelg og sá sólarupprásina frá öðruvísi sjónarhorni, sem var mjög skemmtileg upplifun.
„Það kom ekki annað til greina en að fara ein í ferðalagið…“
Ferðalagið endaði svo í borginni Mandalay, sem mér fannst ótrúlega gaman að heimsækja þó að hún væri mjög fábrotin og þar væri sennilega skaðleg mengun í loftinu. Þar sá ég einnig hryllilega fátækt, margt fólk býr bara á ströndinni í einhverju sem verður seint kallað tjald og börnin eru hálfsjálfala á götunum, bleyjulaus að betla mat. Þegar ég síðan gekk eftir ströndinni í Mandalay hópuðust stálpuðu börnin að mér og kölluðu alltaf „t hcay s“ sem ég lærði seinna að þýðir draugur á búrmísku, enda er ekki mikið um vestræna ferðamenn þar í samanburði við t.d. Bagan og fólkið ekki vant því að snjóhvít manneskja með tvær stórar myndavélar á mjöðminni stingi nefinu inn í hrörleg híbýli þess og sýni því og fábrotnu, erfiðu lífi þess áhuga.“
Það er ljóst af þessari ferðasögu að ferðalagið hefur haft djúp áhrif á Unni, en hvað fannst henni sitja sterkast eftir í huganum þegar heim var komið?
„Eftir tæpar sex vikur á ferðalagi verður að segjast að ég fann viðhorf mín til lífsins breytast örlítið eftir dvölina,“ segir hún.
„Maður verður talsvert nægjusamari en áður, enda þarf maður að læra það að ferðast einungis með nauðsynjar og stilla öllu í hóf á svona bakpokaferðalagi. Í raun var líka dálítið erfitt að koma aftur í þessa hröðu vestrænu menningu okkar þar sem mikið stress og mikil neysluhyggja ræður ríkjum.
En ég er líka full af þakklæti fyrir það að búa á Íslandi í hreinu loftslagi, þakklát fyrir að eiga öruggt skjól yfir höfuðið, geta farið í sturtu án þess að taka tímann og súpa hveljur af kulda ásamt því að eiga greiðan aðgang að ótakmörkuðu hreinu, drykkjarhæfu vatni. Nú þarf ég bara að fara að huga að því, þegar tími gefst til, að gera þúsundum ljósmynda góð skil, velja vel og jafnvel halda sýningu. Hugurinn er samt sem áður farinn að leita í annað ljósmyndaferðalag á fjarlægar slóðir, sem ég vona að verði að veruleika fyrr en seinna.“
Flóðbylgjan í Öskjuvatni sem myndaðist í kjölfarið á risavöxnu berghlaupi náði allt að 80 metra hæð yfir vatnsborði Öskjuvatns. Náttúruhamfarir af þessu tagi kunna að færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum. Ferðamenn eru varaðir við að verja of miklum tíma við bakka Öskjuvatns.
Hópur íslenskra vísindamanna notaði líkanreikninga til að herma flóðbylgjuna sem myndaðist eftir gríðarlegt berghlaup í Öskju þann 21. júlí 2014. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkir reikningar eru notaðir hér á landi og munu reikningarnir nýtast til þess að meta hættu af völdum skriðufalla út í vötn og lón. Niðurstöðurnar voru birtar í nýjasta tölublaði Náttúrufræðingsins. „Sögulega er þetta með stærri atburðum sem við höfum upplýsingar um,“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands og einn höfunda greinarinnar. Eitt af því sem kom vísindamönnunum á óvart var hversu stór flóðbylgjan sem myndaðist var. „Af ummerkjum að dæma hefur þetta verið ógurleg flóðbylgja sem reis hæst um 80 metra og náði alla leið upp á barma Vítis. Það er mildi að þetta hafi gerst seint að kvöldi því ferðamenn höfðu verið þarna á ferð aðeins hálftíma áður, þeir hefðu annars verið í bráðri hættu.“ Er ljóst að þarna var bráð hætta á ferð því flóðbylgjan er talin hafa borist yfir vatnið á einungis einni til tveimur mínútum.
Loftlagsbreytingar auka líkurnar
Hættan af stórum berghlaupum kann að fara vaxandi hér á landi samhliða hlýnandi loftslagi og hopun jökla. „Með tilkomu loftslagsbreytinga eiga sér stað miklar breytingar í nánasta umhverfi jökla og við það geta hlíðar orðið óstöðugar þegar jöklar byrja að hopa en nýlegustu dæmin eru hlíðarnar ofan við Svínafellsjökul og Tungnakvíslarjökul. Þar að auki sjáum við ummerki um skriður sem tengja má við bráðnun íss í fjöllum eða sífrera,“ segir Jón Kristinn og rifjar upp nýlegar síferaskriður í Fljótum og Árnestindi á Ströndum. Þá hefur þurft að loka hluta Reynisfjöru vegna skriðufalla en Jón Kristinn segir þau annars eðlis en stóru berghlaupin sem fjallað er um. Þótt þessi hlaup hafi ekki valdið tjóni á fólki eða mannvirkjum þá féllu þau á stöðum þar sem ferðamenn fara gjarnan um. Þróun aðferðafræði sem beitt var við rannsóknir á berghlaupinu í Öskju munu meðal annars nýtast til að meta hættu á öðrum fjölförnum ferðamannastöðum.
Í grein vísindamannanna segir að eðlilegt sé að fólk sem fari að Öskjuvatni sé varað við hættu á skriðuföllum og flóðbylgjum með áberandi hætti þegar það kemur inn á svæðið og að mælt sé með því að það dveljist ekki langdvölum við vatnið. Þá sé rétt að beina tilmælum til ferðaþjónustuaðila að þeir skipuleggi ferðir um svæðið þannig að ekki sé staldrað við niðri við vatnið til að matast. Eftir berghlaupið 2014 var framkvæmt hættumat og skiltum komið upp í samráði við forsvarsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs. „Öskjuvatn er ekki hættulaus staður þótt við eigum ekki von á öðrum atburði á sambærilegum skala á næstunni. Þá eru samt sprungur í brún öskjunnar sem stórar skriður geta fallið um.“
Tónlistarmaðurinn Franz Gunnarsson hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann var að senda frá sér lagið Hjartafleygur, undir verkefninu Paunkholm. Að auki er hann markaðsstjóri fyrir Hús Sjávarklasans sem rekur Hlemm Mathöll og Granda Mathöll.
„Innan klasans starfar fjöldinn allur af spennandi fyrirtækjum og frumkvöðlum með ótrúlega flottar hugmyndir í farteskinu,“ segir Franz. En á árs afmæli Granda Mathallar um daginn var opnað nýtt rými sem kallast Grandi Food Hall & Fishmarket þar sem hægt er að horfa inn í Fiskmarkað Íslands þegar verið er að landa fisknum á bryggjunni fyrir utan Mathöllina.
„Þetta er viðburðarými sem við erum að undirbúa sem tónleikastað og þar er ég klárlega á heimavelli hafandi bókað og auðvitað spilað þúsundir tónleika,“ segir hann og bætir við að staðurinn muni til að byrja með hýsa órafmagnaða eða lágstemmda tónleika. „Svo munum við sjá hvernig rýmið virkar fyrir mismunandi stefnur. Eitt er víst að það verður geggjuð upplifun að hita sig upp með mat og drykk í Mathöllinni og skella sér svo á flottan konsert.“
Hefur ekki breyst í „púða“
Eins og fyrr segir var Franz að senda frá sér lagið Hjartafleygur og segir hann að það hafi verið samið í einni stuttri lotu, reyndar í annarri tóntegund en allt hafi smollið saman hratt og örugglega.
„Textinn tók nokkra daga því ég var ekki með neitt umfjöllunarefni í sigtinu. Svo var ég að skutla stráknum mínum þegar lagið Erase You með Vök kom í útvarpinu og þá fékk ég hugmynd að búa til sögu um viðfangsefnið sem Margrét Rán, söngkona Vök, vill eyða, svona einskonar hin hliðin á hennar texta. Þegar umfjöllunarefnið var komið þá setti ég textann saman á tuttugu mínútum,“ útskýrir hann. „Textinn er sem sagt uppspuni með enga stoð í raunveruleikanum.“
„Ég fæ reyndar enn þá mikla rokkútrás með Dr. Spock þannig að ég hef ekki breyst í algjöran „púða“ þó ég búi til og syngi poppaða músík í hjáverkum.“
Hvernig hann hafi þróast tónlistarlega séð í gegnum árin segist hann hafa mildast með árunum. „Ég kom inn í þennan bransa á síðustu öld sem rosalega harður rokkari með sítt hár og klæddur leðri,“ lýsir hann. En Franz spilaði „thrash metal“ með hljómsveitinni In Memoriam. „Þá var dauðarokkið allsráðandi, svo lá leiðin í fönkað rokk með Quicksand Jesus og svo elektrónískt rokk með Ensími. Ég fæ reyndar enn þá mikla rokkútrás með Dr. Spock þannig að ég hef ekki breyst í algjöran „púða“ þótt ég búi til og syngi poppaða músík í hjáverkum.“
Þjónar sem aukasjálf
Hvernig kom nafnið Paunkholm til? „Nafnið kom til í partíi fyrir margt löngu. Ég var eitthvað að pönkast í glensi við Georg Holm, bassaleikara Sigur Rósar, og þannig fæddist karakterinn Paunkholm. Ég bjó svo til Paunkholm-netfang sem ég nota enn þá og nú þjónar hann sem mitt aukasjálf til að dúndra út í kosmósinn músík sem passar ekki fyrir hin tónlistarverkefnin mín.“
Hvað er svo fram undan hjá þér og Paunkholm? „Hugsanlega kemur plata frá Paunkholm á næsta ári en ég er í gírnum að semja fyrir Paunkholm þessa dagana. Ég mun að öllum líkindum fara í stúdíó fyrir jól og negla inn 3-4 lög og halda svo áfram á næsta ári,“ segir Franz sem er einnig á leiðinni í stúdíó með tónlistarkonu að hljóðrita hennar fyrstu plötu og að fara að hljóðrita með nýju rokkbandi sem rokkunnendur mun heyra meira af á næstunni. „Svo er á dagskrá að gefa út sjöttu plötu með Ensími í nánustu framtíð sem og nýtt efni með Dr. Spock. Já, svo stefni ég að því að gera tvær rokkmessur (tributes) áður en árið er liðið. Að lokum hvet ég bara lesendur Albumm.is að tékka á laginu og ef ykkur líkar að deila því með vinum og vandamönnum.“
Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja slapp vel á meðan Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sló ekki beint í gegn.
Góð vika Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja
Samherjamenn mala gull sem aldrei fyrr og í vikunni var tilkynnt um að hagnaður félagsins af starfsemi þess á Íslandi og í Færeyjum hafi numið 8,7 milljörðum krónum í fyrra. Á þá enn eftir að birta tölur um hagnað yfir erlenda starfsemi Samherja en eigið fé samstæðunnar er nú komið vel yfir 100 milljarða króna.
Samherjamenn höfðu tvöfalda ástæðu til að skála í kampavíni þessa vikuna þegar erkióvinur þeirra, Már Guðmundsson, yfirgaf Seðlabanka Íslands og mun halda alla leið til Malasíu, fjarri allri útgerð fjölskyldunnar.
Slæm vika Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Matarstefna borgarinnar var öskurmál vikunnar en íhaldsmenn töldu sig verða fyrir harðskeyttri árás góða fólksins þegar það átti að fara að troða veganisma ofan í börn borgarinnar. Þetta var hins vegar skoðun eins borgarfulltrúa en ekki yfirlýst matarstefna borgarinnar sem allir flokkar samþykktu nýverið.
Undarlegustu innkomuna í það mál átti Eyþór Arnalds sem fann hjá sér skyndilega og óskiljanlega þörf til að birta mynd af sér á Facebook í kjötbol (hann gerði það í alvöru) og skrifa innblásna reiðipistla þar sem hann virtist ekki vita af tilvist matarstefnunnar sem hans eigin flokkur samþykkti.
Bandaríski körfuboltakappinn Stephen Curry er staddur á Íslandi ásamt eiginkonu sinni, Ayesha Curry.
Ayesha deildi mynd á Instagram í dag þar sem hún greindi frá því að vínið frá Domaine Curry sé nú fáanlegt á Íslandi en merkið er í eigu hennar og Sydel Curry, systur Stephen.
Stephen og Ayesha dvelja á lúxushóteli Bláa lónsins. Í gær gæddu þau sér á kvöldverði á veitingastaðnum Moss og kíktu svo ofan í vínkjallara staðarins.
Íslenski tónlistarmaðurinn Viktor Orri Árnason og Berlínarbúinn Yair Elazar senda í dag frá sér plötuna VAST. Platan er gefin út af íslensku plötuútgáfunni Bedroom Community og inniheldur fimm frumsamin lög.
Þegar VAST kom til sögunnar höfðu Viktor og Yair aldrei hist en þeir unnu saman í gegnum veraldarvefinn að „remixi“ af laginu Solari eftir tónskáldið Jóhann Jóhannson sem lést fyrir ekki svo löngu.
Samstarfið gekk vel og í kjölfarið ákváðu kapparnir að hittast og vinna enn frekar saman. Ekkert var ákveðið, nema að þeir ætluðu að láta straumana flæða og nærast á hæfileikum hvor annars. Í hljóðverinu var glamrað á alls konar hljóðfæri og allt tekið upp, klippt og skorið og ýmsum „effektum“ bætt við. VAST var að fæðast.
Þegar lögin voru nánast tilbúin tók Valgeir Sigurðsson (Greenhouse Recording Studios) við og sá um mix og „masteringu“.
Þau Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason íhuguðu ættleiðingu þar sem ekki gekk að eignast barn eftir hinni hefðbundnu leið. Þau fóru á fund hjá Íslenskri ættleiðingu en komust þá að því að sú leið var hvorki auðveld né fljótfarin.
„Þá rákumst við á nýjan vegg,“ segir Salka og andvarpar. „Til að mega sækja um þurftum við að hafa verið skráð í sambúð í fimm ár eða gift í þrjú ár þannig að við sáum fram á að það gæti hugsanlega gerst eftir sjö ár að við fengjum að ættleiða barn. Það var ekki beint það sem okkur langaði til. Þá kom í mig uppgjöf, ég bara sá ekki leið út úr þessu.“
Spurð hvort hún hafi þá verið búin að sætta sig við að þetta myndi aldrei ganga neitar Salka því.
„Nei, nei, það gerði ég nú aldrei,“ segir hún. „Ég vissi að þetta myndi ganga einhvern veginn, einhvern tímann, en vá, hvað það var erfitt að byrja að sætta sig við það að þetta gæti tekið mjög langan tíma. Ég var alltaf að lesa mér til um reynslu annarra af þessu en ég veit ekki hversu mikið það hjálpaði að lesa allar hryllingssögurnar.
Ég var komin á það stig að ég var farin að reyna að redda mér frjósemisstyttum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hafði heyrt af einhverri konu sem hafði eignast þríbura eftir að hafa eignast frjósemisstyttu og var handviss að það væri það sem ég þyrfti. Svo sá ég grein um einhverja styttu í Flórída sem hafði þann töframátt að pör sem snertu hana urðu ólétt á stundinni og vildi endilega að við færum til Flórída. Ég var orðin svo þreytt á að eitra fyrir líkama mínum og koma honum úr jafnvægi og vildi bara finna einhverja aðra lausn.“
Þær voru margar sleggjurnar sem féllu í síðustu viku.
„Ég myndi frekar saga af mér höfuðið en hætta að borða kjöt. Ekki af einhverri stælaástæðu, bara því ég er sælkeri og culinary-ævintýri halda mér gangandi. Hinsvegar þykir mér sjálfsagt að taka kjöt alfarið úr skólum.“ Halldór Halldórsson, a.k.a. Dóri DNA, um fyrirætlanir meirihlutans í Reykjavík að draga úr framboði dýraafurða í grunnskólum borgarinnar.
„Það er ekki lengur merki um ríkidæmi að borða kjöt heldur eiginlega öfugt; alþýðan lifir á kjötfarsi og kjúklingum á meðan hin betur settu eru vegan, enda kostar það sitt.“ Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi.
„Mér líður eins og leikara í Groundhog Day.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, segir fátt nýtt hafa komið fram í umræðunni um Þriðja orkupakkann.
„Er ekki fulllangt gengið í meðvirkni þegar talað er um að maður hafi verið dæmdur fyrir samskipti í stað þess að nota réttu orðin og segja eins og er, að hann hafi verið dæmur fyrir líkamsárás.“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýnir orðalag netútgáfuviðtals við Ólaf Hand á útvarpsstöðinni K100. Þar segir að hann hafi hlotið dóm vegna samskipta sinna við fyrrverandi eiginkonu sína, en fjölmiðlar hafa greint frá því að Ólafur hafi verið sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni.
„Samþykktu ráðherrar hinna stjórnarflokkanna í ríkisstjórninni þessa einstæðu forgangsröðun forsætisráðherrans? Þá eru allir spurðir nema utanríkisráðherrann, sem hefur þegar tekið fram í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað neitt um málið. Enda málið á hans verksviði.“ Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, furðar sig á að Katrín Jakobsdóttir skyldi mögulega ekki ætla að hitta á Mike Pence og sendir Guðlaugi Þór í leiðinni sneið.
„Nýleg dæmi eru um að í umræðu í samfélaginu sé gert lítið úr andstæðingunum vegna þess að þeir séu „rugluð gamalmenni“. Er ekki nóg að segja að þeir séu ruglaðir, ef velja þarf niðrandi lýsingu?“ Benedikt Jónsson, stofnandi Viðreisnar, deilir á aldursfordóma.
„Þetta er ekki stór krafa, heldur sjálfsögð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að fólk eigi að fá að reykja kannabis heima hjá sér.
Grænkerar leggja til að hætt verði að skammta skólabörnum kjöt í mötuneytum og fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurborg taka að hluta undir og segja að það liggi í augum uppi að draga verði úr framreiðslu á kjöti í skólamötuneytum enda sé ljóst að minnkuð kjötneysla sé meðal þess sem þarf til að ná markmiðum í loftslagsmálum (les: til þess að hægt verði að lifa á jörðinni áfram).
Og hvað gerist? Jú, fulltrúar minnihlutans búa til úr þessu slag. Halda því fram að meirihlutinn vilji hætta með öllu að skammta börnunum kjöt í mötuneytunum og stuðla að vannæringu þeirra þar með. Er nema von að tiltrú almennings á stjórnmálum sé lítil? Að hluta er minnihlutinn studdur af skólamatráðum og öðru skólafólki sem vex í augum að breyta venjum og halda því fram að börn borði ekki grænmeti. Þá séu skólaeldhúsin ekki nægilega vel búin til þess að þar sé hægt að stunda flóknari eldamennsku en nú er. Auk þess er sett spurningamerki við að innflutt grænmeti sé umhverfisvænna en íslenskt kjöt.
Það er áreiðanlega rétt að í mörgum skólaeldhúsum er erfitt að koma við flóknari matreiðslu en nú er stunduð. Hitt er ekki eins víst að flóknara sé að búa til mat sem byggir meira á grænmeti en þann mat sem börnunum er nú gefinn.
Það mun áreiðanlega taka sum börn tíma að venjast breytingum á skólamat en það er ekki óvinnandi vegur. Bæði börn og fullorðnir verða að laga sig að breyttum neysluvenjum. Við eigum ekki annarra kosta völ.
Þá má benda á að á Íslandi er framleitt mikið af góðu grænmeti og á því sviði er hægt að gefa í. Það er því ekkert sem segir að mötuneytismatur sem byggir meira á grænmeti en nú geti ekki verið ræktaður á Íslandi.Við verðum að draga úr kolefnissporinu. Það verður að gerast á fjölmörgum sviðum daglegs lífs, þar á meðal í mötuneytum skóla. Það ætti ekki að vera tilefni til hártogana og sandkassaláta.
Allir elska súkkulaði, það er bara þannig. Þess vegna er tilvalið að bjóða upp á súkkulaðidásemdir allan ársins hring. Hér er ein verulega góð sem allir ættu að geta hent í og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er eða sem eftirréttur í matarboð.
Súkkulaðikaka með mokkakremi fyrir 12
200 g smjör 1 2/3 dl kakó 4 egg ½ tsk. salt 1 tsk. vanilludropar 3 ½ dl sykur 2 ½ dl hveiti 70 g pekanhnetur, gróft saxaðar 100 g dökkt súkkulaði, gróft saxað
Stillið ofn á 180°C. Bræðið smjör í potti og blandið kakói saman við, látið kólna lítillega. Þeytið eggin og bætið salti og vanilludropum saman við þegar froða fer að myndast. Bætið því næst sykrinum saman við í litlum skömmtun og þeytið vel.
Bætið kakóblöndunni út í. Blandið hveitinu varlega saman við og loks hnetum og súkkulaði. Smyrjið tvö 24 cm lausbotna form og skiptið deiginu á milli þeirra. Bakið í 20-25 mín. Gætið þess að baka botnana ekki of lengi.
Látið kólna áður en mokkakremið er sett á milli og ofan á.
Blandið öllu saman í skál og látið standa í nokkrar mínútur þar til kaffiduftið er nokkurn veginn uppleyst. Þeytið þar til rjómablandan er hæfilega stíf.
Séra Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju segist hafa mest gaman af því sem heitir í erlendum bókarekkum ,,non-fiction books“. Skáldsögur þurfi að hafa mikið aðdráttarafl til að halda honum við efnið. En hvaða bækur skyldu hafa haft mest áhrif á Skúla?
Húslestrarbók Jóns Þorkelssonar Vídalín
„Fyrsta ritið sem kemur upp í hugann í flokki áhrifaríkra bóka er Húslestararbók Jóns Þorkelssonar Vídalín (1666-1720). Postillan kom fyrst út á árunum 1718 og 1720 og var einnig nefnd Vídalínspostilla. Höfundur lauk meistaraprófi með láði, frá Kaupmannahafnarháskóla og var hann eftir það kallaður Meistari Jón. Hann var rómaður fyrir mælsku og andagift og hafði auk þess á yngri árum unnið fyrir sér með erfiðisvinnu, ólíkt öðrum fyrirmönnum þess tíma. Mögulega hafði það einhver áhrif á vinsældir hans, en bókin féll óðara í kramið hjá Íslendingum og eftirprentanir hennar eru fimmtán, hin síðasta frá 1995. Sú mun vera löngu uppseld og nokkurt fágæti. Halldór Laxness lýsir því í Brekkukotsannál að við húslestra hafi fólk nánast tónað textana úr postillunni en þar er lagt út af biblíulestrum hvers helgidags ársins. Sjálfur þaullas ég Vídalínspostillu er ég var að ljúka guðfræðinámi og skrifaði um hana lokaritgerð. Þrátt fyrir að síðari tíma fræðimenn hafi talið sig geta fundið henni og höfundinum ýmislegt til foráttu er bókin mögnuð og fólk getur skemmt sér við að glíma við innblásinn barokktextann.“
Í nafni heilagrar guðdómsins þrenningar
„Næst langar mig að nefna rit sem er einnig tengt meistara Jóni og heitir Í nafni heilagrar guðdómsins þrenningar. Það hefur að geyma dóma sem biskupinn felldi ásamt ráðgjöfum sínum er hann gegndi embætti Skálholtsbiskups frá árinu 1698 til dánardags. Dómskjöl þessi birta lýsingar af lífi fólks um aldamótin 1700 og fyrir þolinmóðan lesanda opnast þar horfinn heimur og mergjaðar lýsingar af lífi fyrirfólks og alþýðu. Már Jónsson sagnfræðingur bauð mér að taka þátt í útgáfu ritsins og var það ferli að sönnu lærdómsríkt.“
Succeed
„Loks langar mig að benda á bókina Succeed eftir sálfræðinginn Heidi Grant Halvorson. Ég er sökker fyrir sjálfshjálparbókum og þessi nýttist mér vel þegar ég var á lokasprettinum í doktorsnámi mínu sem tengdist einmitt Meistara Jóni.“
Skriðuflóðbylgjur þar sem skriða fellur í vatn eða sjó, líkt og gerðist í Öskju, eru fátíðar á Íslandi og hingað til hefur ekki verið talin stafa mikil hætta af þeim.
Alla jafna stafar minni hætta af slíkum flóðbylgjum heldur en stórum bylgjum af völdum jarðskjálfta. Í janúar 1967 féll berg úr Steinholtsjökli niður í lón framan við jökulinn og olli flóðbylgju sem barst marga kílómetra niður Steinholtsdal og kom fram sem hlaup í Krossá og Markarfljóti. Einnig eru dæmi um að flóðbylgjur af völdum snjóflóða hafi valdið skemmdum hér á landi, til að mynda á Suðureyri við Súgandafjörð og á Siglufirði.
Hins vegar eru dæmi um mannskæðar skriðuflóðbylgjur erlendis. Í Noregi hafa skriður valdið stórum flóðbylgjum þegar þær ganga út í þrönga firði eða stöðuvötn og létust samtals 174 í þremur tilfellum, í Loen árin 1905 og 1936 og í Tafjord 1934. Árið 1963 féll skriða í Vajont-uppistöðulónið á Ítalíu og olli 250 metra hárri flóðbylgju sem grandaði tvö þúsund manns í þorpum neðan við stífluvegginn. Ein stærsta þekkta flóðbylgja af völdum berghlaups í sjó varð í Lituya-flóa í Alaska árið 1958. Risastórt berg féll í flóann eftir jarðskjálfta og náði flóðbylgjan sem myndaðist 520 metra upp í hlíðina gegnt upptökum skriðunnar.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Íslands næstkomandi miðvikudag.
Eitt af því sem íslensk stjórnvöld munu vafalítið undirbúa áður en Mike Pence varaforseti kemur til Íslands er hvernig þau eigi að koma fram með sín sjónarmið þegar kemur að stöðu mála á norðurslóðum.
Sem leiðtogaþjóð í Norðurskautsráðinu getur Ísland haft mikil áhrif á það hvernig samstarf þjóða verður á þessu svæði á næstunni. Enginn hefur áhuga á vígbúnaðarkapphlaupi á norðurslóðum, en að hluta til – þegar horft er til stöðunnar í norðurhluta Noregs og Rússlandi, þá er það þegar hafið.
Miklar æfingar rússneska hersins á sjó segja líka sína sögu. Valdabrölt stórvelda heimsins teygir nú anga sína, í það minnsta að hluta, til Íslands. Fyrir friðelskandi smáríki eins og Ísland getur skapast tækifæri til að hafa jákvæð áhrif, með samtölum við Pence og föruneyti hans.
Á sama tíma og rætt er um hvernig megi tryggja hið mikilvæga og ört vaxandi viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna.
Salka Sól Eyfeld segir reynsluna af því að takast á við ófrjósemina og síðan upplifa það að verða ólétt að mörgu leyti hafa breytt sýn hennar á lífið.
„Auðvitað breytir þetta manni,“ segir hún hálfhneyksluð á svona fáránlegri spurningu. „En ófrjósemin er bara eitt af þeim áföllum sem maður tekst á við í lífinu. Það er hins vegar áfall sem ég bjóst aldrei við að þurfa að takast á við og ég hafði aldrei heyrt um. Maður heyrir af því þegar einhver í fjölskyldunni veikist en það er ekki mikið talað um það að geta ekki eignast börn. Það eru hins vegar ótrúlega margir sem ganga í gegnum þetta og mér finnst alveg kominn tími til að við förum að tala um það. Þetta hefur svo djúpstæð áhrif á mann.
„Það var til dæmis ótrúlega erfitt að samgleðjast vinum sínum sem urðu óléttir.“
Maður sér börn út um allt og finnst allir vera að óléttir eða nýbúnir að eignast barn. Svo verður maður pínu reiður við fólk sem hefur eignast börn utan sambands án þess að vera neitt að reyna það, maður hugsar ekki voðalega rökrétt. Það var til dæmis ótrúlega erfitt að samgleðjast vinum sínum sem urðu óléttir. Maður gerði það auðvitað en samt var maður pirraður út í þau og píndist yfir þessu. En það hafði líka þær jákvæðu afleiðingar, eins og ég sagði áðan, að ýta okkur af stað í tæknifrjóvgunina. Þetta verður nefnilega þráhyggja á háu stigi og yfirtekur allt líf manns meira og minna,“ segir Salka Sól í einlægu viðtali sem birtist í Mannlífi sem kom út á föstudaginn.
Hér kemur uppskrift að hollum og góðum pottræetti með bulgur og grænmeti. Bulgur-kornið er trefaríkt því það er unnið úr öllu hveitikorninu og kímið fylgir með, þar er mesta næringin.
Pottréttur með bulgur og grænmeti
2 msk. olía
1 rauðlaukur, sneiddur
2 hvítlauksgeirar, hakkaðir
blaðlaukur, sneiddur
200 g gulrætur, saxaðar gróft
3 meðalstórar rófur, sneiddar
3 sellerí, smátt skorið
100 g bulgur
225 kjúklingabaunir, 1 krukka
400 g niðursoðnir tómatar, 1 dós
2-3 msk. graslaukur, saxaður
2 tsk. kummin
2 tsk. karrí
salt og pipar
Hitið olíu í stórum potti. Steikið allan lauk inn í nokkr rófur og sellerí saman við og steikið áfram í ar mínútur og setjið svo gulrætur, smástund. Setjið þá bulgur, kjúklingabaunir, tómata og graslauk saman við og kryddið með kummin og karríi. Hellið blöndunni í eldfast mót og bakið í 30 mín.
Eftir tíu afkastalítil en að sögn viðbjóðslega skemmtileg ár hyggst þungapönksveitin Grit Teeth segja þetta gott og blása til kveðjutónleika laugardaginn 31. ágúst.
Tónleikarnir verða haldnir í Tólasafni Reykjavíkur (Reykjavík Tool Library) og hefjast upp úr klukkan 20. Einnig koma fram sveitirnar Dauðyflin og Dead Herring. Með þessum tónleikum verður líka haldið upp á útgáfu nýrrar deiliskífu frá Grit Teeth og Dead Herring, en hún kom út í dag, föstudaginn 30. ágúst.
Transformer er málið fyrir Guðjón Orra Gunnarsson sem er tvítugur Reykvíkingur og á eitt stærsta safn Íslands af plastkörlum af tegundinni Transformer auk ýmissa annarra fígúra af svipuðu tagi.
„Transformer eru persónur utan úr geimnum sem hafa hug á að leggja undir sig orkulindir jarðarinnar. Sumir með ofbeldi en aðrir í samstarfi við jarðarbúa. Þeir dulbúa sig sem farartæki á jörðinni til þess að koma áformum sínum í kring,“ segir Guðjón Orri þegar við stöndum saman og skoðum safnið hans.
Hvenær fórstu að safna Transformer-persónum? Blaðamaður spyr andaktugur er hann virðir fyrir sér tilkomumikið safnið af umræddum geimpersónum sem Guðjón geymir á mörgum hillum. Þar er sannarlega marga sérkennilega og jafnvel háskalega náunga að sjá. „Ég var sex ára þegar ég fékk fyrsta Transformer-karlinn. Ég á hann ekki lengur en sá samskonar karl á Netinu. Hann var hins vegar svo dýr að ég lét vera að kaupa hann. Ég fór að safna markvisst Tranfsformer-körlum þegar ég var tíu ára. Safnið mitt hefur að geyma að minnsta kosti þrjú hundruð slíka, suma á ég í ýmsum stærðum,“ bætir Guðjón við.
Hafa í hyggju að drepa alla á jörðinni
Hver úr safninu er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég á dálítið erfitt með að velja – held samt að ég nefni Springer. Hann getur breytt sér bæði í þyrlu og bíl og er einn af þeim góðu úr Transformer-hópnum utan úr geimnum. Aðalpersónan af hinum góðu er Optimus Prime, hann er höfðingi þeirra og vill hjálpa mannfólkinu á jörðinni að nýta orkulindir sínar.“
„Ég fór að safna markvisst Tranfsformer-körlum þegar ég var tíu ára. Safnið mitt hefur geyma að minnsta kosti þrjú hundruð slíka, suma á ég í ýmsum stærðum.“
Hver er höfðingi þeirra vondu? „Hann heitir Megatron og er alltaf grár, hann á ég í nokkrum stærðum. Hann og hjálparmenn hans hafa í hyggju að drepa alla á jörðinni með ofurvopni. Hjálparpersónur Megatrons á ég líka til í safninu mínu.“
Er þetta dýrt tómstundagaman? „Já. Ég held að ég hafi eytt meiripartinum af peningunum mínum undanfarin ár í þetta safn. Ég hef reyndar líka fengið ýmsa Transformer-karla að gjöf.“
Hefurðu verið í sambandi við erlenda safnara? „Nei, en ég er í sambandi við tvo íslenska safnara. Við höfum hist á kaffihúsi. Ég hef ekki enn séð söfnin þeirra, bara heyrt um þau. Við ræddum reyndar meira um spilakvöld þegar við hittumst, við spilum saman borðspil.“
Fann Transformers-borðspil í Góða hirðinum
Hefurðu farið til útlanda til að kaupa í safnið? „Já, ég hef farið margar slíkar ferðir og keypt persónur í safnið sem ekki fást hér heima. Ég hef líka skoðað mikið á Netinu og stundum keypt þar inn í safnið mitt.“
Ertu að hugsa um að halda áfram að safna? „Já, mér finnst þetta mjög gaman og ætla ekki að hætta í bráð. Ég safna reyndar fleiru og hef sjálfur sett saman módel. Þau eru samt ekki af „ætt“ Transformer, heldur Gundam sem eru japönsk módel. Ég leita víða að einhverju í safn mitt. Um daginn var ég heppinn, fann í Góða hirðinum Transformer-borðspil sem er alveg ónotað,“ segir Guðjón, lukkulegur með að hafa fundið þennan dýrgrip.
Garðtónleikar Sprite Zero Klan verða haldnir með pomp og prakt laugardaginn 31. ágúst. Góðir gestir mæta einnig á svæðið, eingöngu til að skapa sturlað partí.
Veitingar verða og allir drykkir í boði CCEP. Sigrún Þ. Geirsdóttir bakar ofan í gesti og gangandi. Tónleikarnir fara fram á Bollatanga 2, Mosfellsbæ, og það er frítt inn.
Það er staðreynd að lífræn ræktun hefur allt of oft verið töluð niður á Íslandi á meðan henni er fagnað í nágrannalöndum okkar og neytendur kalla hástöfum eftir henni. Lífræn vottun er besta vottun sem hægt er að fá, vegna þess að meira að segja þeir sem taka að sér að meta framleiðsluna þurfa að hafa vottun erlendis frá og frá MAST.
Neytendur geta verið vissir um að vel sé staðið að öllu ferlinu í lífrænni ræktun sem gagnast vel jarðveginum jafnt sem neytendum. Við heyrum enn sagt: „Íslenskar afurðir eru næstum því allar lífrænar“ en það er auðvitað langt frá því að vera satt.
Hér á landi eru styrkir aldrei tengdir við framleiðsluaðferðir, eins og t.d. þá að framleiða lífrænt. Hins vegar hefur ESB notað styrki og veitt þá eftir framleiðsluaðferðum og fær lífræn ræktun styrk umfram aðra ræktun á grundvelli umhverfissjónarmiða. Á Íslandi er nær allt ráðstöfunarfé í landbúnaði skilyrt tilteknum fæðutegundum, þar er fyrirferðarmest nautgripa- og lambakjötsrækt og ylrækt.
Aðeins nokkrar gerðir grænmetisræktunar eru styrktar; agúrkur, paprikur og tómatar. Útiræktun er að öllu leyti óstyrkt. Sem er ótrúlegt, þar sem það vinnur augljóslega á móti fjölbreytni. Auk þess ættu bændur að fá styrki eftir prósentum af því sem þeir selja hvort sem það er tómatur eða radísa. Þá borgar ríkið með hverjum mjólkurlítra úr kúm en komi hann úr öðrum dýrum, eins og geitum eða kindum, eru engir styrkir veittir. Þess vegna væri fróðlegt að vita hvað ostur úr íslenskum geitum þarf að kosta til samanburðar við niðurgreiddan skólaost?
Hluti af vandamálinu er að það er nánast ómögulegt fyrir nýja aðila að koma að borðinu; kjötafurðastöðvarnar verða bara stærri og allir þeir sem reyna að breyta til eða koma með nýjungar (bændum og neytendum í hag) er kastað út á mjög vafasaman hátt. Gamla viðmótið: „Þetta hefur alltaf verið gert svona“ tröllríður öllu í afurðastöðunum. Margar ástæður eru fyrir því að sala á lambakjöti dregist saman síðustu ár og sá hugsunarháttur er stór hluti af vandamálinu.
Samruni sláturhúsanna og fækkun þeirra í tvö til þrjú, eins og afurðastöðvarnar vilja, mun gera allt verra, flytja þarf afurðirnar langar leiðir, þótt framleiðni vissulega aukist er gróðinn mestur fyrir afurðastöðvarnar en skilar sér ekki til bænda. Það á að einfalda regluverkið svo bændur geti sett upp litlar kjötvinnslur á sínu búi og slátrað og selt sitt eigið kjöt.
Samkeppni myndi aukast en hún þyrfti ekki að koma utan frá. Að mínu mati á að hefta innflutning á erlendu kjöti því við þurfum það ekki. Ég er heldur ekki fylgjandi því að við göngum í ESB. Við eigum að kaupa staðbundnar vörur eftir því sem við framast getum, en þá þarf líka að búa til hvetjandi kerfi og auka fjölbreytni í stað þess að framleiða bara sömu vörurnar ár eftir ár. Við þurfum að halda áfram, skoða vel aðstæður og spyrja hvernig getur kerfið orðið betra? Möguleikarnir eru endalausir!
Markmiðið ætti að vera að framleiða eins fjölbreytta og holla afurð með eins litlum kolefnisfótsporum og hægt er. Við getum það!
Mannanafnanefnd hefur gætt þess að börn okkar fái ekki að bera neins konar „ónefni“. Nafnareglur eru þó til víðar í heiminum en hér og eru misjafnlega sveigjanlegar.
Konur á Íslandi mega ekki heita Kona en karlar heita margir Karl sem þykir hið besta nafn. Karlar mega heita Víkingur en það nafn, eða Viking, er harðbannað í Portúgal, ásamt nöfnunum Jimmy, Rihanna og Sayonara, og þar í landi er eins gott að stafsetja Katrínarnafnið rétt. Caterina er hin opinbera og leyfilega stafsetning á nafninu. Einnig banna Portúgalar nöfn eins og Emily, George, Thomas og Charlotte sem eru til dæmis afar vinsæl í Bretlandi.
Í Noregi gilda reglur um að ekki megi nota ættarnöfn sem eiginnöfn, til dæmis Hansen, Johansen og Olden. Í Sádi-Arabíu árið 2014 var opinberaður listi yfir 51 bannað nafn og þar má til dæmis ekki heita Alice eða Maya. Danir geta valið nöfn af lista yfir 7.000 leyfð nöfn og ef þeir kjósa nafn utan listans á barn sitt verður nafnið að fara í gegnum sérstakt ferli til samþykkis, ef það verður þá samþykkt. Nýja-Sjáland hefur einnig gefið út lista yfir leyfileg nöfn og sjálfsagt fleiri lönd.
Kynlaus
Margir muna eftir baráttunni fyrir því að stúlka fengi að heita Blær. Fram að því mátti einungis nefna drengi því nafni. Sigur vannst með dómi árið 2013 og nú mega bæði kynin heita Blær. Kynlaus nöfn sem hafa bæst í hópinn síðan þá eru meðal annars Auður, Eir, Elía, Karma, Júlí, Júní og Maríon.
Í Danmörku og Þýskalandi má ekki heita kynlausum nöfnum á borð við Taylor, Ashley, Morgan og Jordan.
Börn fræga fólksins
Hér á landi má víst ekki heita Epli en dóttir leikkonunnar Gwyneth Paltrow ber það nafn, eða Apple. Og hún Norður litla, dóttir Kanye West and Kim Kardashian,heitir fullu nafni North West, eða Norður Vestur. Dóttir söngkonunnar Beyoncé heitir Blue Ivy, eða Blá Bergflétta. Á Íslandi má reyndar alveg nefna dóttur sína nafninu Dimmblá Fura, svo dæmi sé tekið. Sonur Forest Whitaker heitir Ocean, Haf … eða bara Sjór og, eins og þekkt er, ber einn sonur Michaels Jackson nafnið Blanket, eða Teppi.
Trúarleg
Í Sviss er harðbannað að heita Júdas eða öðrum „neikvæðum“ Biblíunöfnum, svo er einnig víða um heim. Ekki er langt síðan þýsk yfirvöld komu í veg fyrir að barn fengi nafnið Lúsífer sem er einnig bannað til dæmis á Nýja-Sjálandi. Malak sem þýðir Engill er bannað í Sádi-Arabíu, ásamt fleiri trúarlegum nöfnum en á Íslandi er nafnið Engill gott og gilt karlmannsnafn. Þeir Íslendingar sem trúa á álfa, og auðvitað fleiri, hafa nú í örfá ár mátt láta dóttur sína heita Álfmey.
Dýr
Dýranöfn eins og Úlfur og Birna eru heldur betur leyfð á Íslandi en í Malasíu þykja þau afar óviðeigandi. Dæmi um bönnuð nöfn þar eru Björn og Snákur.
Öðruvísi
Víða um heim er harðbannað að nefna börn sín skrítnum og óvenjulegum nöfnum. Franska hagstofan lætur yfirvöld hiklaust vita ef undarleg nöfn eru skráð sem þá neita að samþykkja þau. Í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Mexíkó og mörgum fleiri löndum gilda reglur um slík nöfn til að börn verði ekki fyrir einelti vegna þeirra. Hér eru nokkur nöfn sem hlutu ekki náð fyrir augum yfirvalda:
Eftir að hafa lokið námi í ljósmyndun við Tækniskóla Íslands vorið 2018 lagðist ljósmyndarinn Unnur Magna í flakk og ferðaðist ein um Kambódíu og Myanmar í sex vikur með myndavélarnar dinglandi á mjöðminni.
„Ég hafði lengi haft augastað á Kambódíu, en saga landsins, þjáningarnar sem fólkið þar þurfti að ganga í gegnum þegar Rauðu kmerarnir, Khmer Rouge, réð ríkjum og upprisan eftir þær hörmungar fannst mér áhugaverð,“ útskýrir Unnur spurð að því hvers vegna þessi lönd hafi orðið fyrir valinu sem áfangastaðir. „Þannig að ég keypti mér miða, sótti um visa og fyrst ég var á annað borð á leið til Kambódíu fannst mér líka þess virði að bæta aðeins við ferðina og fara til Myanmar og skoða menninguna þar ásamt frumbyggjasvæðum sem voru einungis opnuð almenningi árið 2014.“
„Maður verður talsvert nægjusamari en áður, enda þarf maður að læra það að ferðast einungis með nauðsynjar og stilla öllu í hóf á svona bakpokaferðalagi.“
Var það ekkert erfið ákvörðun að fara ein í svona langt ferðalag á framandi slóðir?
„Nei,“ svarar Unnur snöggt. „Það kom ekki annað til greina en að fara ein í ferðalagið einungis með nauðsynjar og myndavélarnar, enda var tilgangurinn að safna myndefni samhliða því að upplifa eitthvað nýtt og hreinlega finna sjálfa mig pínulítið. Til að allt gengi upp hafði ég samband á Instagram við breskan ljósmyndara sem er búsettur í Kambódíu og ferðaðist ég að hluta til með honum, sem var mikilvægt því að það er nauðsynlegt að fá innsýn í lifnaðarhætti heimamanna frá einhverjum sem þekkir vel til. Til að ég fengi dýpri og betri skilning á Kambódíu byrjaði ég á því að fljúga til Phnom Penh og heimsækja Tuol Sleng Genocide Museum og Killing Fields, þar sem maður er leiddur í gegnum hörmungarnar sem áttu sér stað á tímum Rauðu kmeranna rétt um 1980.
Eftir þá heimsókn varð ég klökk og alveg ofboðslega þakklát fyrir að hafa fæðst á Íslandi. Það var erfitt en gott að byrja þar og vita betur hvað hafði gerst í landinu því ég sat með heimamönnum og -konum eftir það, sem ræddu þetta mikið og höfðu ýmist misst aleiguna, foreldra sína, systkini eða börn í þessum hörmungum, sem marka dálítið andrúmsloftið í landinu. Enn í dag þegar rignir mikið skolast upp úr jarðveginum líkamsleifar og klæði þannig að það eitt að horfa niður fyrir sig er átakanlegt. Svo er þar minnisvarði með þúsundum hauskúpa sem hafa mismunandi áverka sem var hræðilegt að stúdera.“
Ástfangin af innfæddum
Eftir þessa lífsreynslu hélt Unnur ferðinni áfram og sóttist eftir að komast í kynni við almenning í landinu og forðast vinsæla ferðamannastaði. „Ég ferðaðist síðan í þrjár vikur um Kambódíu, frá Phnom Pehn gegnum Kampong Chhanang, Udong, Kampong Thom, Preah Vihear, Battambang og upp til Siem Riep þar sem ég skoðaði Angkor Wat sem er þekktasta og stærsta trúarhof Angor-fornminjagarðsins sem er mikilvægasta fornminjasvæði í Suðaustur-Asíu,“ útskýrir hún.
„Vissulega var áhugavert að skoða það en það heillar mig lítið að vera á sama stað og allir aðrir ferðamenn og það sem stóð upp úr voru til dæmis heimsóknir í földu Búddahofin fjarri almenningi í Udong og Kompong Thom þar sem ég heimsótti munka og nunnur og snæddi með þeim hádegisverð. Svo auðvitað öll litlu stoppin á leiðinni hvort sem það var að heimsækja innfædda í hrörleg híbýli á yfirgefnum lestarteinum eða inn í sveitum þar sem nægjusemin réð ríkjum, skoða markaði og sitja með fólkinu, fara með unglingum að veiða froska, kíkja á kambódíska fimleikasýningu eða einfaldlega bara njóta þess að hlæja með innfæddum og fylgjast með lífi þeirra. Hver einasta manneskja sem ég hitti var ofboðslega hjálpsöm og maður varð mjög fljótt ástfanginn af þessu vinnusama fólki sem flestallt var brosandi og geislaði af einhverju góðu.
Þrátt fyrir fátækt og erfiðleika er fjölskyldusamheldnin samt ofboðslega falleg og þau leggja mikið upp úr góðum tengslum við allt fólkið sitt og hjálpast öll að við að gera lífið bærilegra. Ef ég ætti síðan að nefna eitthvað sem kom mér á óvart í Kambódíu þá var það sýn fólks og trú á æðri anda. Síðan var það umferðin, ég hef aldrei séð annað eins kaos á ævinni. Allt upp í fimm manna fjölskyldur á einni skellinöðru, eða hjón með hálfa búslóð, rúm, skrifborð eða ísskáp á herðunum. Þar sem eiga kannski að vera þrjár akreinar eru sex og að komast fótgangandi yfir götu þarfnast sko hugrekkis því það er hæpið að einhver stoppi. Þannig að maður þarf í raun bara að mjaka sér á milli farartækja, halda niðri í sér andanum og vona það besta. Þetta var orðið ákveðið listform eftir nokkurra daga viðveru, dálítið eins og línudans.“
Eins og að ferðast aftur í tímann
Svo var komið að því að kveðja Kambódíu og halda á nýjar slóðir. „Eftir dásamlegan tíma í Kambódíu flaug ég yfir til Yangon, höfuðborgar Myanmar,“ heldur Unnur ferðasögunni áfram. „Sú borg kom mér mjög á óvart, þar var allt önnur menning en í Kambódíu, allt mjög vestrænt og vel hægt að greina að borgin hafi seint á 19. öld verið bresk nýlenda. Satt best að segja saknaði ég menningarerilsins sem ég upplifði í Kambódíu um stund þannig ég dreif mig burt eftir að hafa skoðað það helsta í borginni, gylltar pagóður og markaði með indversku ívafi. Ég flaug þá til Kyaing Tong, og hélt leið minni áfram um mjög afskekkt svæði innan Gullna þríhyrningsins þar sem landamæri, Taílands, Laos og Myanmar (áður Búrma) mætast. Það er nauðsynlegt að fá tilskilin leyfi frá yfirvöldum til að fara inn á svæðið, maður þarf að vera farinn burt af svæðinu fyrir myrkur á ákveðnum tíma og það er lífsnauðsynlegt að hafa með sér túlk og leiðsögumann.
Á þessu svæði heimsótti ég ættbálkana Wa, Shan, Akha og Lahu. Í raun kemst maður ekkert á milli þessara ættbálka nema fara fótgangandi í gegnum skóglendi og í hitanum er það út af fyrir sig ákveðin þrekraun en svo vel þess virði því þetta var, held ég bara, eitt það merkilegasta sem ég hef upplifað. Það er stórundarlegt að heimsækja svona ættbálka, í raun eins og að ferðast mörg þúsund ár aftur í tímann. Sumir ættbálkarnir stóla ekki á neitt tímatal, einungis þurrkatíð eða rigningartímabil.
Fólkið þarna veit í raun ekkert hvað gerist fyrir utan þorpið þess, það er engin nútímatækni sjáanleg og í raun ekkert af viti inni í húsunum nema risaeldstó í miðjum kofunum og bambusfleti í hornunum þar sem fólkið sefur. Þau ala villisvín og villihunda sem þau ýmist nota sem gjaldmiðil eða æti. Þetta var nokkurra daga upplifun og mig langaði alls ekkert að halda för minni áfram því þetta var svo stórmerkileg menning þarna í földum fjallaþorpum og gaman að fylgjast með fábrotnu lífinu og hlusta á sögur, hlusta á þau spila á hljóðfæri og sjá þau dansa.“
Var kölluð draugur
Það var auðvitað ekki í boði að setjast um kyrrt á þessum tíma ferðalagsins og Unnur hélt ferð sinni áfram. „Ég flaug frá Kyaing Tong til Heho og sigldi á Inle Lake og skoðaði ótrúlegt líf fiskimannanna á leið minni til LoiKaw þar sem ég dvaldi með Kayan-ættbálknum, eða hringhálsum,“ heldur hún áfram.
„Það var líka upplifun að hitta þau, konurnar algjörar drottningar heim að sækja þótt þær í raun eigi ekkert, en innileg nærvera þeirra og húmor er ótrúlegur. Það að dvelja í fábrotnum híbýlum þeirra, fylgjast með þeim berfættum í fjallshlíðunum að sækja eldivið og snæða með þeim hádegisverð var eftirminnilegt. Eftir ótrúlega gestrisni langhálsanna hélt ég ferð minni áfram til Bagan, þar sem ég fylgdist með vinnandi fólki brenna rusl við sólarupprás, skoðaði trúarhof og pagóður en einnig ögraði ég lofthræðslu minni og fór í loftbelg og sá sólarupprásina frá öðruvísi sjónarhorni, sem var mjög skemmtileg upplifun.
„Það kom ekki annað til greina en að fara ein í ferðalagið…“
Ferðalagið endaði svo í borginni Mandalay, sem mér fannst ótrúlega gaman að heimsækja þó að hún væri mjög fábrotin og þar væri sennilega skaðleg mengun í loftinu. Þar sá ég einnig hryllilega fátækt, margt fólk býr bara á ströndinni í einhverju sem verður seint kallað tjald og börnin eru hálfsjálfala á götunum, bleyjulaus að betla mat. Þegar ég síðan gekk eftir ströndinni í Mandalay hópuðust stálpuðu börnin að mér og kölluðu alltaf „t hcay s“ sem ég lærði seinna að þýðir draugur á búrmísku, enda er ekki mikið um vestræna ferðamenn þar í samanburði við t.d. Bagan og fólkið ekki vant því að snjóhvít manneskja með tvær stórar myndavélar á mjöðminni stingi nefinu inn í hrörleg híbýli þess og sýni því og fábrotnu, erfiðu lífi þess áhuga.“
Það er ljóst af þessari ferðasögu að ferðalagið hefur haft djúp áhrif á Unni, en hvað fannst henni sitja sterkast eftir í huganum þegar heim var komið?
„Eftir tæpar sex vikur á ferðalagi verður að segjast að ég fann viðhorf mín til lífsins breytast örlítið eftir dvölina,“ segir hún.
„Maður verður talsvert nægjusamari en áður, enda þarf maður að læra það að ferðast einungis með nauðsynjar og stilla öllu í hóf á svona bakpokaferðalagi. Í raun var líka dálítið erfitt að koma aftur í þessa hröðu vestrænu menningu okkar þar sem mikið stress og mikil neysluhyggja ræður ríkjum.
En ég er líka full af þakklæti fyrir það að búa á Íslandi í hreinu loftslagi, þakklát fyrir að eiga öruggt skjól yfir höfuðið, geta farið í sturtu án þess að taka tímann og súpa hveljur af kulda ásamt því að eiga greiðan aðgang að ótakmörkuðu hreinu, drykkjarhæfu vatni. Nú þarf ég bara að fara að huga að því, þegar tími gefst til, að gera þúsundum ljósmynda góð skil, velja vel og jafnvel halda sýningu. Hugurinn er samt sem áður farinn að leita í annað ljósmyndaferðalag á fjarlægar slóðir, sem ég vona að verði að veruleika fyrr en seinna.“
Flóðbylgjan í Öskjuvatni sem myndaðist í kjölfarið á risavöxnu berghlaupi náði allt að 80 metra hæð yfir vatnsborði Öskjuvatns. Náttúruhamfarir af þessu tagi kunna að færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum. Ferðamenn eru varaðir við að verja of miklum tíma við bakka Öskjuvatns.
Hópur íslenskra vísindamanna notaði líkanreikninga til að herma flóðbylgjuna sem myndaðist eftir gríðarlegt berghlaup í Öskju þann 21. júlí 2014. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkir reikningar eru notaðir hér á landi og munu reikningarnir nýtast til þess að meta hættu af völdum skriðufalla út í vötn og lón. Niðurstöðurnar voru birtar í nýjasta tölublaði Náttúrufræðingsins. „Sögulega er þetta með stærri atburðum sem við höfum upplýsingar um,“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands og einn höfunda greinarinnar. Eitt af því sem kom vísindamönnunum á óvart var hversu stór flóðbylgjan sem myndaðist var. „Af ummerkjum að dæma hefur þetta verið ógurleg flóðbylgja sem reis hæst um 80 metra og náði alla leið upp á barma Vítis. Það er mildi að þetta hafi gerst seint að kvöldi því ferðamenn höfðu verið þarna á ferð aðeins hálftíma áður, þeir hefðu annars verið í bráðri hættu.“ Er ljóst að þarna var bráð hætta á ferð því flóðbylgjan er talin hafa borist yfir vatnið á einungis einni til tveimur mínútum.
Loftlagsbreytingar auka líkurnar
Hættan af stórum berghlaupum kann að fara vaxandi hér á landi samhliða hlýnandi loftslagi og hopun jökla. „Með tilkomu loftslagsbreytinga eiga sér stað miklar breytingar í nánasta umhverfi jökla og við það geta hlíðar orðið óstöðugar þegar jöklar byrja að hopa en nýlegustu dæmin eru hlíðarnar ofan við Svínafellsjökul og Tungnakvíslarjökul. Þar að auki sjáum við ummerki um skriður sem tengja má við bráðnun íss í fjöllum eða sífrera,“ segir Jón Kristinn og rifjar upp nýlegar síferaskriður í Fljótum og Árnestindi á Ströndum. Þá hefur þurft að loka hluta Reynisfjöru vegna skriðufalla en Jón Kristinn segir þau annars eðlis en stóru berghlaupin sem fjallað er um. Þótt þessi hlaup hafi ekki valdið tjóni á fólki eða mannvirkjum þá féllu þau á stöðum þar sem ferðamenn fara gjarnan um. Þróun aðferðafræði sem beitt var við rannsóknir á berghlaupinu í Öskju munu meðal annars nýtast til að meta hættu á öðrum fjölförnum ferðamannastöðum.
Í grein vísindamannanna segir að eðlilegt sé að fólk sem fari að Öskjuvatni sé varað við hættu á skriðuföllum og flóðbylgjum með áberandi hætti þegar það kemur inn á svæðið og að mælt sé með því að það dveljist ekki langdvölum við vatnið. Þá sé rétt að beina tilmælum til ferðaþjónustuaðila að þeir skipuleggi ferðir um svæðið þannig að ekki sé staldrað við niðri við vatnið til að matast. Eftir berghlaupið 2014 var framkvæmt hættumat og skiltum komið upp í samráði við forsvarsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs. „Öskjuvatn er ekki hættulaus staður þótt við eigum ekki von á öðrum atburði á sambærilegum skala á næstunni. Þá eru samt sprungur í brún öskjunnar sem stórar skriður geta fallið um.“
Tónlistarmaðurinn Franz Gunnarsson hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann var að senda frá sér lagið Hjartafleygur, undir verkefninu Paunkholm. Að auki er hann markaðsstjóri fyrir Hús Sjávarklasans sem rekur Hlemm Mathöll og Granda Mathöll.
„Innan klasans starfar fjöldinn allur af spennandi fyrirtækjum og frumkvöðlum með ótrúlega flottar hugmyndir í farteskinu,“ segir Franz. En á árs afmæli Granda Mathallar um daginn var opnað nýtt rými sem kallast Grandi Food Hall & Fishmarket þar sem hægt er að horfa inn í Fiskmarkað Íslands þegar verið er að landa fisknum á bryggjunni fyrir utan Mathöllina.
„Þetta er viðburðarými sem við erum að undirbúa sem tónleikastað og þar er ég klárlega á heimavelli hafandi bókað og auðvitað spilað þúsundir tónleika,“ segir hann og bætir við að staðurinn muni til að byrja með hýsa órafmagnaða eða lágstemmda tónleika. „Svo munum við sjá hvernig rýmið virkar fyrir mismunandi stefnur. Eitt er víst að það verður geggjuð upplifun að hita sig upp með mat og drykk í Mathöllinni og skella sér svo á flottan konsert.“
Hefur ekki breyst í „púða“
Eins og fyrr segir var Franz að senda frá sér lagið Hjartafleygur og segir hann að það hafi verið samið í einni stuttri lotu, reyndar í annarri tóntegund en allt hafi smollið saman hratt og örugglega.
„Textinn tók nokkra daga því ég var ekki með neitt umfjöllunarefni í sigtinu. Svo var ég að skutla stráknum mínum þegar lagið Erase You með Vök kom í útvarpinu og þá fékk ég hugmynd að búa til sögu um viðfangsefnið sem Margrét Rán, söngkona Vök, vill eyða, svona einskonar hin hliðin á hennar texta. Þegar umfjöllunarefnið var komið þá setti ég textann saman á tuttugu mínútum,“ útskýrir hann. „Textinn er sem sagt uppspuni með enga stoð í raunveruleikanum.“
„Ég fæ reyndar enn þá mikla rokkútrás með Dr. Spock þannig að ég hef ekki breyst í algjöran „púða“ þó ég búi til og syngi poppaða músík í hjáverkum.“
Hvernig hann hafi þróast tónlistarlega séð í gegnum árin segist hann hafa mildast með árunum. „Ég kom inn í þennan bransa á síðustu öld sem rosalega harður rokkari með sítt hár og klæddur leðri,“ lýsir hann. En Franz spilaði „thrash metal“ með hljómsveitinni In Memoriam. „Þá var dauðarokkið allsráðandi, svo lá leiðin í fönkað rokk með Quicksand Jesus og svo elektrónískt rokk með Ensími. Ég fæ reyndar enn þá mikla rokkútrás með Dr. Spock þannig að ég hef ekki breyst í algjöran „púða“ þótt ég búi til og syngi poppaða músík í hjáverkum.“
Þjónar sem aukasjálf
Hvernig kom nafnið Paunkholm til? „Nafnið kom til í partíi fyrir margt löngu. Ég var eitthvað að pönkast í glensi við Georg Holm, bassaleikara Sigur Rósar, og þannig fæddist karakterinn Paunkholm. Ég bjó svo til Paunkholm-netfang sem ég nota enn þá og nú þjónar hann sem mitt aukasjálf til að dúndra út í kosmósinn músík sem passar ekki fyrir hin tónlistarverkefnin mín.“
Hvað er svo fram undan hjá þér og Paunkholm? „Hugsanlega kemur plata frá Paunkholm á næsta ári en ég er í gírnum að semja fyrir Paunkholm þessa dagana. Ég mun að öllum líkindum fara í stúdíó fyrir jól og negla inn 3-4 lög og halda svo áfram á næsta ári,“ segir Franz sem er einnig á leiðinni í stúdíó með tónlistarkonu að hljóðrita hennar fyrstu plötu og að fara að hljóðrita með nýju rokkbandi sem rokkunnendur mun heyra meira af á næstunni. „Svo er á dagskrá að gefa út sjöttu plötu með Ensími í nánustu framtíð sem og nýtt efni með Dr. Spock. Já, svo stefni ég að því að gera tvær rokkmessur (tributes) áður en árið er liðið. Að lokum hvet ég bara lesendur Albumm.is að tékka á laginu og ef ykkur líkar að deila því með vinum og vandamönnum.“
Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja slapp vel á meðan Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sló ekki beint í gegn.
Góð vika Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja
Samherjamenn mala gull sem aldrei fyrr og í vikunni var tilkynnt um að hagnaður félagsins af starfsemi þess á Íslandi og í Færeyjum hafi numið 8,7 milljörðum krónum í fyrra. Á þá enn eftir að birta tölur um hagnað yfir erlenda starfsemi Samherja en eigið fé samstæðunnar er nú komið vel yfir 100 milljarða króna.
Samherjamenn höfðu tvöfalda ástæðu til að skála í kampavíni þessa vikuna þegar erkióvinur þeirra, Már Guðmundsson, yfirgaf Seðlabanka Íslands og mun halda alla leið til Malasíu, fjarri allri útgerð fjölskyldunnar.
Slæm vika Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Matarstefna borgarinnar var öskurmál vikunnar en íhaldsmenn töldu sig verða fyrir harðskeyttri árás góða fólksins þegar það átti að fara að troða veganisma ofan í börn borgarinnar. Þetta var hins vegar skoðun eins borgarfulltrúa en ekki yfirlýst matarstefna borgarinnar sem allir flokkar samþykktu nýverið.
Undarlegustu innkomuna í það mál átti Eyþór Arnalds sem fann hjá sér skyndilega og óskiljanlega þörf til að birta mynd af sér á Facebook í kjötbol (hann gerði það í alvöru) og skrifa innblásna reiðipistla þar sem hann virtist ekki vita af tilvist matarstefnunnar sem hans eigin flokkur samþykkti.
Bandaríski körfuboltakappinn Stephen Curry er staddur á Íslandi ásamt eiginkonu sinni, Ayesha Curry.
Ayesha deildi mynd á Instagram í dag þar sem hún greindi frá því að vínið frá Domaine Curry sé nú fáanlegt á Íslandi en merkið er í eigu hennar og Sydel Curry, systur Stephen.
Stephen og Ayesha dvelja á lúxushóteli Bláa lónsins. Í gær gæddu þau sér á kvöldverði á veitingastaðnum Moss og kíktu svo ofan í vínkjallara staðarins.
Íslenski tónlistarmaðurinn Viktor Orri Árnason og Berlínarbúinn Yair Elazar senda í dag frá sér plötuna VAST. Platan er gefin út af íslensku plötuútgáfunni Bedroom Community og inniheldur fimm frumsamin lög.
Þegar VAST kom til sögunnar höfðu Viktor og Yair aldrei hist en þeir unnu saman í gegnum veraldarvefinn að „remixi“ af laginu Solari eftir tónskáldið Jóhann Jóhannson sem lést fyrir ekki svo löngu.
Samstarfið gekk vel og í kjölfarið ákváðu kapparnir að hittast og vinna enn frekar saman. Ekkert var ákveðið, nema að þeir ætluðu að láta straumana flæða og nærast á hæfileikum hvor annars. Í hljóðverinu var glamrað á alls konar hljóðfæri og allt tekið upp, klippt og skorið og ýmsum „effektum“ bætt við. VAST var að fæðast.
Þegar lögin voru nánast tilbúin tók Valgeir Sigurðsson (Greenhouse Recording Studios) við og sá um mix og „masteringu“.