Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

„Partí með Pence“

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Íslands næstkomandi miðvikudag. Hópur grasrótarsamtaka hefur boðað til mótmæla á Austurvelli síðdegis þann sama dag.

 

Dagskrá varaforsetans liggur ekki enn fyrir og verður hún ekki gerð opinber fyrr en rétt áður en Pence lendir. Gera má ráð fyrir að Air Force Two lendi að morgni miðvikudags. Fram hefur komið að forseti Íslands muni bjóða til hádegisverðar á Bessastöðum ásamt fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi.

Þá hefur Mannlíf upplýsingar um að haldið verði viðskiptaþing þar sem tvíhliða samskipti ríkjanna verða til umfjöllunar. Málefni norðurslóða verða einnig rædd en í frétt Reuters í vikunni kom fram að Pence muni ræða síaukin inngrip Rússlands og Kína á svæðinu við íslenska ráðamenn.

Það liggur ekki enn fyrir hvort Katrín Jakobsdóttir fái tækifæri til að setjast niður með Pence en það veltur á því hvort varaforsetinn sé tilbúinn til að framlengja dvöl sína, en héðan heldur hann í heimsókn til Bretlands og Írlands. Það vakti athygli fjölmiðla víða um heim að Katrín hafi valið að taka fund Norræna verkalýðssambandsins í Svíþjóð fram yfir heimsókn Pence.

Dagskrá á Austurvelli

Gera má ráð fyrir mikilli öryggisgæslu í kringum heimsókn Pence líkt og venjan er með heimsóknir æðstu ráðamanna Bandaríkjanna. Hópur grasrótarsamtaka hefur boðað til samkomu á Austurvelli klukkan 17.30 á miðvikudaginn til að mótmæla bæði viðhorfum Pence og stefnu Bandaríkjanna. Yfirskrift mótmælanna er „Partí með Pence – stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð“.

Að mótmælunum standa Samtök hernaðarandstæðinga, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, VG og Pírata, Menningar- og friðarsamtök kvenna, Samtökin 78, Trans Ísland og Femínistafélag HÍ. Að sögn Guttorms Þorsteinssonar, formanns Samtaka hernaðarandstæðinga, verða meginþemu mótmælanna friðarmál, málefni flóttamanna, umhverfsvernd, kvenréttindi og réttindi hinsegin fólks. Verið að er púsla saman dagskrá sem samanstendur af ræðum og tónlistaratriðum. Dagskráin verður kynnt frekar á næstu dögum.

Annar úr ríkisstjórn Trump

Sjaldgæft er að svo háttsettir embættismenn heimsæki Ísland. Þannig var Ronald Reagan síðasti forsetinn til að heimsækja Ísland á meðan hann sat í embætti. Það var árið 1986 en þremur árum áður hafði varaforsetinn George Bush eldri heimsótt landið. Bush kom reyndar aftur til Íslands eftir að hann lét af embætti forseta, rétt eins og Clinton-hjónin árið 2004. Pence er annar háttsetti embættismaðurinn úr ríkisstjórn Donalds Trump til að heimsækja landið en utanríkisráðherrann Mike Pompeo kom í opinbera heimsókn í byrjun árs.

Útgáfupartí vegna Úrkomu

Regn heldur útgáfupartí vegna plötunnar Úrkomu.

 

Dúettinn Regn var að senda frá sér plötuna Úrkoma og verður henni fagnað rækilega á Loft annað kvöld, laugardaginn 31. ágúst. Sveitin spilar hipphopp í bland við djass með old school-ívafi.

Frítt er inn og hefst fjörið klukkan 21.

„Hélt ég myndi aldrei segja: Ég er ólétt“

Mynd / Unnur Magna

Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason eru nýgift og eiga von á sínu fyrsta barni. Hamingjan er algjör en það hefur tekið þau þrjú ár og kostað blóð, svita og tár, djúpa sorg og mikla erfiðleika að ná þessu markmiði.

 

Salka og Arnar Freyr Frostason giftu sig fyrir nokkrum vikum og eiga, eins og alþjóð veit, von á sínu fyrsta barni, dóttur. Það hefur verið langt og strangt ferli að verða barnshafandi og Salka Sól hefur tjáð sig um sorgina sem fylgir því að geta ekki orðið ólétt í einlægum færslum á samfélagsmiðlum. En hversu langt og erfitt hefur það ferli verið og eru þau ekki að springa úr hamingju yfir að því skuli vera lokið?

„Ég er bara á bleiku skýi, annað er ekki hægt,“ segir Salka Sól og bókstaflega ljómar öll. „Maður þyrfti eiginlega að taka sér svona mánaðarfrí eftir brúðkaup bara til að ná sér niður. Við erum reyndar ekki búin að fara í brúðkaupsferðina, ætlum að bíða með það þangað til litli lurkurinn mætir en þá ætlum við að fara til Balí og reyna að vera þar í einhvern tíma í húsi sem vinur okkar á, vitum ekki alveg enn þá hversu lengi. En við förum örugglega. Það hafa margir sagt mér að þeir hafi ætlað að bíða með brúðkaupsferðina og séu ekki enn farnir tuttugu árum síðar þannig að við ætlum að passa að það gerist ekki.“

Salka Sól er nýgift og á von á sínu fyrsta barni. Hamingjan er algjör en það hefur tekið hana þrjú ár og kostað mikla erfiðleika að ná þessu markmiði.

Spurð hvenær von sé á erfingjanum í heiminn dregur Salka Sól við sig svarið, en segir svo að það verði í lok árs, hún vilji þó ekki gefa neina opinberlega yfirlýsingu um nákvæma tímasetningu. „Ég er að reyna að halda einhverju prívat,“ segir hún og hlær.

Rosalegur kvíði og andlegur sársauki

Salka Sól og Arnar Freyr byrjuðu saman fyrir fjórum árum, en höfðu vitað hvort af öðru áður verandi í sama bransa.

„Við áttum fjögurra ára skotafmæli á sunnudeginum um verslunarmannahelgina,“ segir hún. „Við könnuðumst við hvort annað en þessa verslunarmannahelgi vorum við að spila á sama giggi á Akureyri og þá urðum við skotin hvort í öðru. Þannig að sunnudagurinn um versló er alltaf svolítið dagurinn okkar og við reynum að verja honum saman þótt það sé oft mjög erfitt þar sem við erum alltaf að spila hvort á sínum endanum á landinu um þá helgi. Það er eiginlega óheppilegasti dagur ársins fyrir okkur tónlistarverkafólkið.“

Fljótlega eftir að alvara var komin í sambandið fóru Salka og Arnar að leggja drög að því að eignast barn en það gekk ekki átakalaust fyrir sig.

„Við vissum alveg frá byrjun að okkur langaði til að vera saman og stofna fjölskyldu,“ útskýrir Salka. „Mig hafði reyndar grunað í þónokkurn tíma að ég gæti átt erfitt með að verða ólétt, en ég hafði aldrei látið reyna á það. Þegar við Arnar byrjuðum saman sagði ég honum fljótlega frá því og þegar við vorum búin að vera saman í um það bil ár ákváðum við að þetta mætti alveg gerast. Það hins vegar gerðist ekki neitt þannig að ég fór að fara til kvensjúkdómalæknisins míns en hann fann aldrei neitt að.

„Það var orðið mjög erfitt að upplifa þessa sorg á fjögurra vikna fresti og ég fékk enn fleiri lyf…“

Ég var alveg hætt að trúa honum svo ég ákvað að fara til annars læknis og þá var ég send í aðgerð á eggjaleiðurunum því þeir voru alveg stíflaðir. Þá héldum við að þetta myndi nú gerast en ekkert gerðist þannig ég fór á alls kyns hormónalyf og töflur og sprautur sem var alveg hrikalegt álag. Í hverjum einasta mánuði mætti túrinn hins vegar á hárréttum tíma og mér leið eins og ég væri í ástarsorg í hvert einasta skipti. Það var orðið mjög erfitt að upplifa þessa sorg á fjögurra vikna fresti og ég fékk enn fleiri lyf, alls kyns meðöl sem áttu að vera kraftaverkaformúlur en ekkert gerðist. Þetta var farið að taka svo mikið á og ferlið þegar maður var að uppgötva ófrjósemina var hræðilega langt. Þá fer maður að lesa sér til og því fylgir rosalegur kvíði því þá fær maður sögurnar af öllum pörunum sem hættu saman eftir að hafa farið í fimmtán aðgerðir og tæknifrjóvgun og allt það. Maður varð bara alveg skíthræddur við þetta allt saman og kvíðinn og andlegi sársaukinn varð nánast óbærilegur, fyrir nú utan allt þetta hormónafokk sem ég var að sprauta í mig og taka inn.

Á þessum tímapunkti vorum við Arnar alveg viss um að okkur langaði til að eignast barn og mjög upptekin af því. Það kom samt að því að ég hugsaði að ég gæti ekki meira og stakk upp á því að við færum á fund hjá Íslenskri ættleiðingu til að athuga hvort sú leið væri fær, ég bara gat ekki látið líkama minn ganga í gegnum meira. Gat ekki hugsað mér að ganga í gegnum tæknifrjóvgunarferlið, hvorki andlega né líkamlega. Þótt Arnar stæði við hliðina á mér eins og algjör klettur þá gat ég bara ekki lagt þessar endalausu skapsveiflur á sambandið. Og þessa ástarsorg, ég get ekki lýst tilfinningunni betur, ég hef verið í ástarsorg og þetta var nákvæmlega sama tilfinningin.“

Reyndi að eignast frjósemisstyttu

Þau Salka og Arnar mættu því á fund hjá Íslenskri ættleiðingu en komust þá að því að sú leið var hvorki auðveld né fljótfarin.

„Þá rákumst við á nýjan vegg,“ segir Salka og andvarpar. „Til að mega sækja um þurftum við að hafa verið skráð í sambúð í fimm ár eða gift í þrjú ár þannig að við sáum fram á að það gæti hugsanlega gerst eftir sjö ár að við fengjum að ættleiða barn. Það var ekki beint það sem okkur langaði til. Þá kom í mig uppgjöf, ég bara sá ekki leið út úr þessu.“

Spurð hvort hún hafi þá verið búin að sætta sig við að þetta myndi aldrei ganga neitar Salka því.

„Ég bara skil ekki hvernig konur geta beðið eftir barninu svona lengi, ég vil fá að sjá hana núna,“ segir Salka full tilhlökkunar.

„Nei, nei, það gerði ég nú aldrei,“ segir hún. „Ég vissi að þetta myndi ganga einhvern veginn, einhvern tímann, en vá, hvað það var erfitt að byrja að sætta sig við það að þetta gæti tekið mjög langan tíma. Ég var alltaf að lesa mér til um reynslu annarra af þessu en ég veit ekki hversu mikið það hjálpaði að lesa allar hryllingssögurnar.

Ég var komin á það stig að ég var farin að reyna að redda mér frjósemisstyttum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hafði heyrt af einhverri konu sem hafði eignast þríbura eftir að hafa eignast frjósemisstyttu og var handviss að það væri það sem ég þyrfti. Svo sá ég grein um einhverja styttu í Flórída sem hafði þann töframátt að pör sem snertu hana urðu ólétt á stundinni og vildi endilega að við færum til Flórída. Ég var orðin svo þreytt á að eitra fyrir líkama mínum og koma honum úr jafnvægi og vildi bara finna einhverja aðra lausn.“

Ákváðu á staðnum að fara í tæknifrjóvgun

Svo kom að því að þau ákváðu að hætta að vera svona upptekin af því að eignast barn og fara bara að njóta þess að vera par aðeins lengur. Málin eru þó engan veginn svo einföld.

„Eins mikið og maður reynir að hætta að hugsa um þetta þá er það bara ekkert hægt,“ útskýrir Salka. „Þú ert bara stanslaust að ljúga að sjálfri þér að þú sért hætt því. Ég veit ekki hversu margir hafa sagt mér sögur af því þegar einhver frænka þeirra var að reyna að eignast barn og hætti svo að hugsa um það og þá það. Ég var orðin mjög þreytt á þeirri sögu. Maður hættir ekkert bara allt í einu að hugsa um þetta. Á þessum tíma ákváðum við að gifta okkur með pompi og prakt og biðja fólk að gefa okkur ekki gjafir heldur leggja pening í frjósemissjóð og stefna að tæknifrjóvgun. Ég var búin að reyna öll trixin í bókinni; breyta mataræðinu, hætta að drekka, borða ekki kolvetni og svo framvegis, og svo framvegis, ég var búin að prófa allt, en ekkert gekk og varð að sætta mig við að tæknifrjóvgun væri eina leiðin, ég var bara ekki tilbúin í hana strax.“

Þegar hér var komið komið sögu gripu örlögin í taumana og Salka og Arnar ákváðu að láta slag standa og reyna tæknifrjóvgun.

„Já, það var vegna þess að vinafók okkar tilkynnti að þau ættu von á barni – alveg óvart,“ segir Salka og hlær. „Ég man að við Arnar litum hvort á annað og bara ákváðum á staðnum að fara á fund um tæknifrjóvgun og kynna okkur ferlið. Ég var búin að núllstilla líkama minn aðeins og alveg tilbúin að fara í það ferli þannig að við ákváðum að láta reyna á þetta fyrir brúðkaupið. Við byrjuðum á því að fara á fund í október á síðasta ári. Ég setti mig líka í samband við stelpu sem ég þekki ekki neitt en hafði séð á Instagram að væri að ganga í gegnum þetta ferli og við fórum og hittum það par. Þau sögðu okkur frá því hvernig þetta hefði verið hjá þeim og við ákváðum að láta reyna á þetta. Og það gekk upp í fyrstu tilraun! Þetta var samt enginn hægðarleikur, þetta var erfitt ferli og maður var bara á nálum í nokkra mánuði og alveg óskaplega hræddur. Svo þurftu allir að vera að segja manni endalausar sögur af frænda systur mömmu sinnar sem hafði gengið í gegnum þetta og lent í þessu og hinu og það er ekki beint það sem maður vill heyra á þessum tímapunkti. Ég var farin að segja fólki að sleppa þessum sögum, ég þyrfti ekkert á því að halda að heyra þær. Mér finnst fínt að ræða þetta við fólk sem hefur sjálft gengið í gegnum þetta en ég nenni ekki að heyra sögur af einhverjum fjarskyldum ættingja sem gerði þetta einhvern tímann. Ég veit alveg að fólk meinar þetta vel, en þetta er bara svo innilega ekki það sem maður vill heyra.“

Trúði ekki að hún hefði sagt „ég er ólétt“

Spurð hvernig tilfinning það hafi verið þegar kom í ljós að uppsetningin hafði tekist fer Salka öll á flug.

„Þetta var þannig að við fórum í uppsetningu og það náðist bara eitt egg í frysti,“ útskýrir hún. „Og ef það hefði ekki tekist hefðum við þurft að ganga í gegnum allt hormónaferlið aftur. Ég hélt reyndar að það myndi fara verr í mig en það gerði en ég held að spenningurinn og æðruleysið hafi hjálpað mér í gegnum það.

„Ég var svo ofboðslega hrædd um að ég myndi missa fóstrið. Eiginlega alveg skelfingu lostin.“

Eftir uppsetninguna fórum við í fjölskylduferð til Berlínar með fjölskyldunni hans Arnars. Við þurftum að bíða í tvær vikur áður en ég mátti pissa á óléttupróf og sjá hvort eggið hefði fest sig. Við vorum auðvitað á nálum, ég held að þetta séu erfiðustu tvær vikur sem við höfum þurft að lifa. Einn daginn gat ég ekki beðið lengur og stalst til að nota óléttuprófið aðeins fyrr en ég átti að gera og fékk jákvætt svar. Við bara trúðum þessu ekki! En gleðin var svakaleg. Svo komu tólf vikur af kvíðakasti hjá mér. Ég var svo ofboðslega hrædd um að ég myndi missa fóstrið. Eiginlega alveg skelfingu lostin. Margir reyndu að róa mig með því að sá ótti væri nú bara eðlilegur, og það er sjálfsagt rétt, en þetta er samt ógeðslega óþægilegt því þráin og löngunin eftir því að þetta myndi gerast var svo sterk. Ég trúði ekki fyrst að ég hefði sagt upphátt að ég væri ólétt, ég hélt ég myndi aldrei fá að segja það. Við vorum búin að bíða svo lengi og þetta var efst á óskalistanum okkar. En eftir þrjá mánuði jafnaði ég mig nú, sem betur fer.“

„Ég trúði ekki fyrst að ég hefði sagt upphátt að ég væri ólétt, ég hélt ég myndi aldrei fá að segja það.“

Salka segir meðgönguna hafa gengið eins og í sögu og hún ekki fengið neina meðgöngukvilla.

„Ég var auðvitað gríðarlega þreytt þarna fyrstu þrjá mánuðina,“ segir hún. „Það voru nokkrar sýningar á Ronju sem ég þurfti virkilega að harka af mér til að komast í gegnum. Á einni sýningunni var ég næstum búin að leika að það liði yfir mig til að tjaldið yrði dregið fyrir, en sem betur fer gerði ég það nú ekki, ég náði að halda þetta út. Annars hefur allt gengið vel og allt er eins og það á að vera eftir því sem ljósmóðirin segir.“

Spurð hvort þetta ferli sé ekki hræðilega dýrt viðurkennir Salka að vissulega kosti þetta mikið og ekki hafi bætt úr skák að á meðan þau voru í ferlinu hafi lögum um niðurgreiðslur verið breytt.

„Við byrjuðum í ferlinu fyrir áramótin síðustu og um áramótin var lögunum breytt þannig að niðurgreiðslur til fólks sem fer í tæknifrjóvgun voru felldar niður,“ segir hún. „Ég skil það að vissu leyti. Það eru forréttindi að eignast barn, það eru ekki mannréttindi. En á sama tíma eru það bara einkareknar stofur sem bjóða upp á tæknifrjóvgun hér heima sem hækkar auðvitað verðið. Mér finnst þetta vera lýðheilsumál vegna þess að þetta fer afskaplega illa í mann. Maður er brjálaður í skapinu, óskaplega kvíðinn og þetta veldur ótrúlegri vanlíðan, bæði að komast að því að maður geti ekki eignast barn eftir venjulegum leiðum og að ganga í gegnum tæknifrjóvgunarferlið.

„Maður er brjálaður í skapinu, óskaplega kvíðinn og þetta veldur ótrúlegri vanlíðan…“

Ég treysti mér aldrei til að tala um þetta á meðan ég var í ferlinu, ég gat ekki hugsað mér það vegna þess að ég var svo hrædd um að þetta myndi ekki ganga. Svo ákvað ég bara mjög meðvitað að fyrst að þetta gekk nú hjá okkur þá væri rétt að segja frá því. Líka vegna þess að það undirbýr mann enginn undir þetta, maður lærir bara að fólk verði ástfangið og ákveði að vera saman og eignast barn, en það er bara alls ekkert svo einfalt. Ég hef uppgötvað mjög margt í gegnum þessa reynslu og fannst rétt að deila því vegna þess að ég veit að það eru mörg pör í sömu stöðu og við vorum.“

Vildi ekki bera harm sinn í hljóði

Þrátt fyrir óttann við að missa fóstrið fyrstu þrjá mánuðina segist Salka hafa ákveðið að segja öllum sem skiptu hana máli frá því að hún ætti von á barni og takast ekki ein á við óttann.

„Ég var ótrúlega opin með þetta, veit að ég er opinber manneskja og allt sem segi á Twitter og Instagram fer í fréttir, en ég ákvað að vera ekki í neinum feluleik. Ég hafði til dæmis komist að því í gegnum allan aðdragandann að 15-20 prósent þungana enda í fósturláti, sú tala er ótrúlega há og mér finnst ekki rétt að það sé aldrei talað um það hvað þetta er algeng reynsla. Ég vildi geta sagt fólkinu mínu frá þessu og ef eitthvað hefði komið upp á hefði ég bara sagt þeim það líka í staðinn fyrir að bera harm minn í hljóði. Ég held að það sé hollara.“

„Ég talaði ekki um sorgina opinberlega en ég var mjög opin um hana við fólkið mitt, það vissu allir af þessu.“

Salka sagði frá því í Instagram-færslu eftir að hún varð ólétt að hún hefði aldrei talað um sorgina sem fylgdi því að verða ekki ólétt, bar hún þann harm alveg í hljóði?

„Nei, ég gerði það nú ekki,“ segir hún. „Ég talaði ekki um sorgina opinberlega en ég var mjög opin um hana við fólkið mitt, það vissu allir af þessu. Og foreldrar mínir og nánustu vinir hafa vitað af óléttunni alveg síðan við pissuðum á prófið. Ferðin til Berlínar breyttist í algjöra gleðisprengju við þær fréttir. Það var æðislegt.“

Verður þráhyggja á háu stigi

Salka segir reynsluna af því að takast á við ófrjósemina og síðan upplifa það að verða ólétt að mörgu leyti hafa breytt sýn hennar á lífið.

„Auðvitað breytir þetta manni,“ segir hún hálfhneyksluð á svona fáránlegri spurningu. „En ófrjósemin er bara eitt af þeim áföllum sem maður tekst á við í lífinu. Það er hins vegar áfall sem ég bjóst aldrei við að þurfa að takast á við og ég hafði aldrei heyrt um. Maður heyrir af því þegar einhver í fjölskyldunni veikist en það er ekki mikið talað um það að geta ekki eignast börn. Það eru hins vegar ótrúlega margir sem ganga í gegnum þetta og mér finnst alveg kominn tími til að við förum að tala um það. Þetta hefur svo djúpstæð áhrif á mann. Maður sér börn út um allt og finnst allir vera að óléttir eða nýbúnir að eignast barn. Svo verður maður pínu reiður við fólk sem hefur eignast börn utan sambands án þess að vera neitt að reyna það, maður hugsar ekki voðalega rökrétt. Það var til dæmis ótrúlega erfitt að samgleðjast vinum sínum sem urðu óléttir. Maður gerði það auðvitað en samt var maður pirraður út í þau og píndist yfir þessu. En það hafði líka þær jákvæðu afleiðingar, eins og ég sagði áðan, að ýta okkur af stað í tæknifrjóvgunina. Þetta verður nefnilega þráhyggja á háu stigi og yfirtekur allt líf manns meira og minna.“

Það eru enn nokkrir mánuðir í fæðingu dótturinnar, hvernig ætlar Salka að verja þeim tíma? Er hún byrjuð á hinni frægu hreiðurgerð?

Mynd / Unnur Magna

„Já, ég er aðeins byrjuð,“ segir hún hlæjandi. „Ég leyfði mér ekki að kaupa neitt sem tengdist barninu fyrr en eftir rúmar tuttugu vikur, en er að byrja á því. Ég bara skil ekki hvernig konur geta beðið eftir barninu svona lengi, ég vil fá að sjá hana núna! Ég veit alltaf af henni, sé hana þegar ég lít í spegil, finn fyrir henni og er alltaf að hugsa um hana. Eina ráðið til að geta þraukað þessa mánuði er að halda mér upptekinni. Ég er hress og elska að geta gert það sem mér finnst skemmtilegast að gera og er að „performera“ á fullu.

Ég nýt þess í botn að vera með bumbuna út í loftið, er búin að draga fram alla þröngu kjólana mína og ber hana eins og heiðursverðlaun. Ég hef alveg fengið nóg að gera þótt konur í bransanum væru búnar að segja mér að bíða með að tilkynna óléttuna eins lengi og ég gæti, því þegar fólk veit að þú ert ólétt hættir síminn að hringja. Það er sjálfsagt rétt hjá þeim í mörgum tilfellum en ég hef verið dugleg að láta fólkið sem ræður mig í vinnu vita að ég sé við góða heilsu og alveg nógu hraust til að vinna og syngja. Það hafa flestir verið alveg ótrúlega almennilegir og ég ætla rétt að vona að síminn hætti ekki að hringja þótt maður sé óléttur. Ef ég treysti mér ekki til að vinna þá segi ég bara nei, ekki flóknara en það. Ég verð svo með eineltisverkefnið okkar í skólum í haust og mun leika Ronju fyrsta mánuðinn eftir að sýningar hefjast aftur, þannig að tíminn verður vonandi fljótur að líða þótt ég sé svona spennt fyrir að fá að sjá dóttur mína.“

Myndir / Unnur Magna
Förðun / Hildur Emilsdóttir, förðunarfræðingur fyrir Urban Decay á Íslandi

„Edrúmennska er ofurkraftur“

||
Hildur Eir Bolladóttir

Við spurðum þau Huldu Sif Hermannsdóttur, Hildi Eir Bolladóttur og Hall Hallsson út í helgarplönin.

 

Fagnar fjögurra ára edrúafmæli

Hildur Eir Bolladóttir, prestur og rithöfundur, ætlar í sumarbústað um helgina austur í Lundsskógi. „Skríða upp í fangið á móður náttúru og tína af henni ber og fara í göngur, fagna fjögurra ára edrúafmæli með því að borða góðan mat og eiga alvöru gefandi samskipti við fólk sem ég elska. Edrúmennska er ofurkraftur sem maður viðheldur aðeins með því að þakka hvern dag. Hver veit nema ég hlaupi svo nokkra kílómetra um skóginn til að endurnærast enn frekar.“

Nýtur nú Akureyrarvöku í stað þess að skipuleggja

Hulda Sif Hermannsdóttir.

Hulda Sif Hermannsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri, segir að fram undan sé ljúf og góð helgi enda Akureyrarvaka frá föstudegi til laugardagskvölds.

„Ég var lengi vel við verkefnastjórn á þessum árlega viðburði en nú fletti ég einfaldlega í gegnum dagskrána og vel úr það sem mig og fjölskylduna langar til að sjá og njóta. Við erum meðal annars búin að setja x við brúðuleikrit um Einar Áskel, ég er til að sjá Högna Egilsson & Sinfonia Nord Kvartett í Listasafninu og auðvitað opnanir tveggja sýninga á sama stað. Við förum í tvítugsafmæli hjá félaga okkar og auðvitað í bæinn á tónleika og Friðarvökuna í kirkjutröppunum.“

Stefnir á þær allar

Hallur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, ætlar að njóta menningar og lista á Akureyrarvöku um helgina.

Hallur Hallsson.

„Það eru tvær opnanir í Listasafninu á laugardaginn, Eiríkur Arnar Magnússon með ný verk á svölunum og Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter í sal 07 sem verður gaman að sjá. Ég ætla á tónleika Högna Egilssonar ásamt strengjakvartett Sinfonia Nord á föstudagskvöld í Listasafninu. Það eru margar sýningaropnanir út um allt um helgina sem ég stefni á að sjá allar. Á sunnudaginn ætla ég svo á að taka því rólega með fjölskyldunni en vera líka með listamannaspjall með Hrafnhildi um sýninguna hennar seinnipartinn.“

Íslandi í leiðtogahlutverki á spennuþrungnusvæði

Norðmenn hafa vaxandi áhyggjur af miklum umsvifum Rússa, einkum í norðri. Á sama tíma berast fréttir af því að Bandaríkin vilji kaupa Grænland. Eitthvað sem gert er grín að í fjölmiðlum í Danmörku, og leiddi til þess að opinber heimsókn Trumps til Danmerkur var blásin af.

 

En undir niðri er hafið vígbúnaðarkapphlaup á Norðurslóðum, hvort sem íslenskum stjórnvöldum líkar það betur eða verra. Stórveldin Bandaríkin, Rússland og Kína hafa öll verið að gæta sinna hagsmuna.

Þessi staða er liður í miklum breytingum á norðuslóðum, ekki síst samhliða opnunum á flutningaleiðum til austurs og vesturs, og möguleika á nýtingu mikilla auðlinda á svæðinu, meðals orkuauðlinda.

Heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands í byrjun september skoðast ekki síst í þessu ljósi.

Nánar á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Bragðgóður veganborgari fyrir sælkera

|
|

Hér kemur gómsæt uppskrift úr nýjustu vöru Anamma, bragðgóður veganborgari með bjórsteiktum lauk og borgarasósu.

 

Hugmyndafræðin á bak við merkið hefur alla tíð snúist um að framleiða bragðgóðan mat sem öllum líkar við, sama hvort þeir séu vegan eða ekki. Allar vörurnar frá Anamma eru framleiddar í þeirra eigin verksmiðjum í Suður-Svíþjóð.

Að sjálfsögðu innihalda vörurnar engar dýraafurðir og lögð er áhersla á að halda aukaefnum í vörunum í algjöru lágmarki. Einnig er mikið lagt upp úr að lágmarka umhverfisáhrif í bæði framleiðslu og flutningum, og einnig eru umbúðirnar unnar að miklum hluta til úr sykurreyr í stað plasts. Ósk Anamma er að aðstoða fólk við að elda fljótlegan og ljúffengan veganmat, og stuðla þannig að minnkuðum umhverfisáhrifum og sjálfbærari framtíð.

Ósk Anamma er að aðstoða fólk við að elda fljótlegan og ljúffengan veganmat…

Þess má geta að Anamma býður upp á fjölbreytt vöruúrval í frosnum vörum og má þar nefna bollur, snitsel, pylsur, falafel og mótanlegt hakk.

Systurnar og sælkerarnir Helga María og Júlía Sif halda úti vefsíðunni veganistur.is þar sem þær veita öðrum hugmyndir og innblástur þegar kemur að veganmatargerð, en þær segja mikilvægt að útrýma þeirri hugsun að veganfólk geti ekki notið þess að borða góðan sælkeramat. Meðfylgjandi uppskrift úr smiðju þeirra systra sannar það svo um munar. Hún er unnin í samstarfi við Anamma, en vörumerkið Anamma kom til sögunnar í Svíþjóð fyrir um 20 árum síðan, löngu áður en vegan varð á allra vörum.

Veganborgarar með bjórsteiktum lauk og borgarasósu
4 hamborgarar

440 g mótanlegt hakk frá Anamma (Formbar Färs)
1 msk. laukduft
1 msk. hvítlauksduft
1-2 tsk. sojasósa
1 tsk. gróft sinnep eða dijon-sinnep
2 tsk. kjöt- og grillkrydd
salt og pipar
BBQ-sósa til að pensla yfir (má sleppa)

Takið hakkið úr frysti um það bil klukkutíma áður en matreiða á borgarana. Setjið öll kryddin út í þegar hakkið hefur aðeins fengið að þiðna. Mótið 4 buff út hakkinu (u.þ.b. 110 g hvert buff) og steikið eða grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Penslið með BBQ sósu áður en borgararnir eru matreiddir ef þið kjósið. Það er alls engin nauðsyn en okkur þykir það svakalega gott.

Mótanlega hakkið frá Anamma (Formbar Färs).

Borgarasósa

1-1 1/2 dl veganmajónes
1/2 dl tómatsósa
1/2 dl mjög smátt saxaðar súrar gúrkur
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. laukduft
salt

Saxið súru gúrkurnar mjög smátt. Hrærið öll hráefnin saman í skál

Bjórsteiktur laukur

2 stórir laukar
1 msk. sykur
1 msk. sojasósa
salt og pipar
2-3 msk. bjór

Skerið laukinn í frekar þunnar sneiðar. Steikið hann upp úr smávegis olíu þar til hann fer að brúnast vel. Bætið salti og pipar, sykri og sojasósu út í og steikið í nokkrar mínútur í viðbót. Bætið bjórnum út í og steikið í góðar 5 til 10 mínútur.

Stúdíó Birtíngur
Í samstarfi við Anamma
Uppskrift og myndir / www.veganistur.is

Heimildamyndin Kaf fjallar um frumkvöðul í ungbarnasundi á Íslandi

Snorri Magnússon þroskaþjálfi hefur kennt ungbarnasund í 28 ár. Heimildamyndin Kaf veitir innsýn inn í starf hans.

 

Kaf er ný heimildamynd eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur sem verður frumsýnd 5. september í Bíó Paradís. Myndin gefur áhorfendum innsýn inn í starf Snorra Magnússonar þroskaþjálfa sem kennir ungbarnasund sex daga vikunnar.

Snorri er talinn mikill frumkvöðull í ungbarnasundi á Íslandi og hefur verið í lauginni samfellt í 28 ár við góðan orðstír. Myndin er tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ.

Stiklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.

Spennandi bók um mikilvægi plantna

Síðustu ár hefur plöntutískan verið mjög áberandi í innanhússhönnun en einnig sem hluti af arkitektúr.

Plöntutískan er ansi lífseig sem orskast líklega ef þeim jákvæðu áhrifum sem plöntur hafa á líðan fólks og ganga tískuspekúlantar svo langt að segja að plöntutískan muni aldrei deyja. Það er mikið til í því enda eykst þörf mannsins fyrir tengslum við náttúruna stöðugt þar sem stækkandi borgir og fólksfjölgun valda því að fjarlægðin milli manns og náttúru er sífellt að aukast.

Arkitektar víðsvegar um heiminn eru margir hverjir farnir að bregðast við þessu og gera því ráð fyrir plöntum í hönnun sinni þá sér í lagi þar sem mengun er mikil. Er það hugsað sem einn þátt af mörgum sem eru mikilvægir í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Bókin Evergreen: Living with plants frá árinu 2016, sem gefin er út af þýska bókaútgefandanum Gestalten, fjallar um mikilvægi plantna í daglegu lífi og gerir tilvist þeirra hátt undir höfði. Plöntur eru sem ferskur andblær á hverju heimili og sýnir bókin hvernig hægt er að gera inni rými áhugaverðari með þeim.

Bókin Evergreen: Living with plants frá árinu 2016, sem gefin er út af þýska bókaútgefandanum Gestalten.

Einnig er sýnt hvernig hægt er að gera svalirnar meira spennandi sem og þakgarða af ýmsum gerðum. Í rýmum þar sem beinar línur og hrein form eru ríkjandi er fátt fallegra en að nota plöntur til þess að gera umhverfið líflegra.

Úr bókinni Bókin Evergreen: Living with plants.

Fjölbreyttir litir plantnanna, lögun þeirra og áferð gera hvern íverustað notalegri. Mikilvægt er að vanda valið vel og sýna fyrirhyggju þegar kemur að staðsetningu þeirra, þá sér í lagi hvað varðar ákjósanlegt hitastig og birtu.

Myndir / Gestalten

Bókin er hafsjór fróðleiks, tilvalin fyrir plöntuunnendur og hefur hún fengist í HAF Store hér heima en einnig er hægt að panta bókina á Amazon.

Myndir / Gestalten

Myndir / Gestalten

Fyrsti skóladagur Karlottu prinsessu fer fram í næstu viku

||
||

Karlotta prinsessa, dóttir hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge, mun hefja skólagöngu sína í Thomas Battersea í haust. Fyrsti skóladagurinn fer fram eftir viku, fimmtudaginn 5. september. Þá munu hertogahjónin fylgja dóttur sinni í skólann.

Samkvæmt heimildum Mirror mun konungsfjölskyldan birta vel valdar myndir af Karlottu í tilefni dagsins.

Þetta er annað barn þeirra hjóna sem hefur skólagöngu sína en fyrsti dagur Georg prins var um haustið 2017 í sama skóla. Katrín, hertogaynja af Cambridge, missti af fyrsta skóladegi prinsins en þá gekk hún með þriðja barn þeirra, Louis prins, og þjáðist af mikilli morgunógleði. Vilhjálmur bretaprins fór fyrir hönd þeirra beggja.

Skólagjöld í Thomas Battersea eru 2,9 milljónir á ári.

Hugmyndablaðið er komið út – stútfullt af ferskum hugmyndum fyrir haustið

Innanhússarkitektar og hönnuðir gefa góð ráð og Rut Kára sýnir nýja hönnun í húsi frá 1960.

 

Meðal efnis í þessu fjölbreytta blaði er að finna nokkur spennandi og fjölbreytt innlit. Leirlistamaðurinn Bjarni Viðar opnar vinnustofu sína og heimili en hann býr í afar skemmtilegu húsi í Hafnarfirði.

Heimili leirlistamannsins Bjarna Viðars er ansi skemmtilegt. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Við kíktum í heimsókn í smekklega og vel hannaða íbúð á Tjarnargötunni. Forsíðumyndin er úr áhugaverðu innliti í stíl sjöunda áratugarins sem bræðurnir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir teiknuðu en þeir hönnuðu meðal annars Útvarpshúsið í Efstaleiti ásamt fjölda annarra húsa.

Einnig er að finna í blaðinu afar fallega hönnun innanhússarkitektsins Rut Káradóttur þar sem léttleikinn svífur yfir vötnum.

Innanhússarkitektar og hönnuðir gefa lesendum góðar hugmyndir og ráð, þetta og margt, margt fleira.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Fyrsta lagið sem A$AP Rocky gefur út eftir dóminn

A$AP Rocky var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í Svíþjóð fyrr í mánuðinum. Nú hefur hann sent frá sér nýtt lag og myndband.

 

Rapparinn A$AP Rocky var að gefa út nýtt lag og myndband. Þetta er fyrsta lagið sem hann sendir frá sér eftir að hann var sakfelldur í sænskum rétti fyrr í mánuðinum.

Rapparinn og tveir aðrir menn sættu ákæru fyrir að hafa gengið í skrokk á karlmanni eftir tónleika í Stokkhólmi þann 30. júní. Þeir vildu meina að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Dómari keypti þá skýringu ekki og dæmdi A$AP í tveggja ára fangelsi og er dómurinn að fullu skilorðsbundinn.

Nýja lagið ber heitið Babushka Boi. Nadia Lee Cohen leikstýrði myndbandinu, þar koma glæpir og flótti undan lögreglunni við sögu.

Sjá einnig: Rapparinn A$AP sakfelldur í sænskum rétti

Matthew McConaughey nýr kennari við Háskólann í Texas

Háskólinn í Texas hefur ráðið Matthew McConaughey, leikara og óskarsverðlaunahafa, sem kennara á kvikmynda-, sjónvarps og útvarpssviði. Þá mun hann kenna áfanga í handritaskrifum. Mirror greinir frá.

 

McConaughey hefur verið gestakennari áfangans síðan 2015 og aðstoðaði meðal annars við uppsetningu á námsskránni. Þá er orðrómur um að í áfanganum verði tvær af myndum leikarans teknar fyrir: The Gentleman, sem er væntanleg 2020, og Mud sem kom út 2012.

Leikarinn sagði í yfirlýsingu að þessi áfangi hefði komið sér vel þegar hann var sjálfur í námi. „Þetta gefur mér tækifæri til að undirbúa nemendur mína betur,” bætti hann við.

McConaughey útskrifaðist með Kvikmyndagráðu frá Háskólanum í Texas árið 1993. Hann hefur leikið í yfir fimmtíu myndum síðan þá. Þar á meðal Interstellar, The Wolf of Wall Street og Dallas Buyers Club sem landaði honum Óskarsverðlaun og Golden Globe.

Nú má heita Mordekaí, Kiddi og Frostúlfur

Myndin er úr safni

Mannanafnanefnd samþykkti tólf beiðnir um ný nöfn fyrr í mánuðinum. Nefndin hafnaði þremum beiðnum.

 

Mannanafnanefnd samþykkti átta beiðnir um ný eiginnöfn og fjórar beiðnir um ný millinöfn með útskurðum 7. ágúst. Það eru eiginnöfnin Maya, Mordekaí, Ynda, Kiddi, Frostúlfur, Dynja, Rúnel og Brandr og millinöfnin Eldborg, Grjótgarð, Vatneyr og Ljónshjarta.

Nefndin hafnaði þá þremur beiðnum með útskurðum 7. ágúst. Beiðnum um millinöfnin Borgfjöð og Vatneyrr var hafnað ásamt beiðni um eiginnafnið Lady.

„Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð, nafnið Lady. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703–1920. Þess vegna getur nafnið ekki talist hafa áunnið sér hefð í íslensku máli,“ segir meðal annars í útskurði um nafnið Lady.

Lesa má um úrskuði nefndarinnar á vef Stjórnarráðs Íslands.

Bleiki skatturinn fellur niður um mánaðarmót

Svokallaður túrskattur verður felldur niður 1. september næstkomandi. Virðisaukaskattur á tíðavörum mun lækka úr 24% í 11%. Þá verða vörurnar skilgreindar sem nauðsynjavara en ekki munaðarvara.

Alþingi samþykkti fyrr í ár frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörum og getnaðarvörnum. Einnota og margnota tíðavörur þar með talin dömubindi, tíðatappar, álfabikarar, ásamt öllum tegundum getnaðarvarna, munu falla í lægra þrep virðisaukaskatts.

Erindið var fyrst flutt af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata. Í greinagerð frumvarpsins segir: „Markmið frumvarpsins er stuðla að bættri lýðheilsu með því að draga úr kostnaði vegna nauðsynlegra hreinlætisvara, ásamt því að jafna aðstöðumun notanda mismunandi forma getnaðarvarna. Með þessum leiðréttingum færist Ísland nær þeirri þróun sem hefur orðið í öðrum ríkjum með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum á undanförnum árum.”

Enginn kostnaður er áætlaður vegna breytinganna en áætlað tekjutap ríkisins er um 37,9 milljónir á ári. Á móti skilar bætt lýðheilsa sparnaði í heilbrigðiskerfinu.

Hagkaup hefur tedrykk í sölu með allt að 4% áfengismagni

|
Mynd: Hagkaup.is|Drykkurinn sem um ræðir.

Lífrænt te sem inniheldur allt að 4% áfengismagn er til sölu í verslunum Hagkaups. Áfengismagnið næst þegar teið gerjast ofan í flöskunni. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum telja sölu Hagkaups á drykknum í andstöðu við lög. Hagkaup hefur ekki vínveitingaleyfi og er versluninni því ekki heimilt að selja drykki með svo miklu áfengismagni.

 

Vísir greinir frá.  Drykkurinn, sem heitir GT’s Kombucha, er flokkaður sem heilsudrykkur í verslunum Hagkaups. Aftan á flöskunni koma fram upplýsingar um gerjunina og hugsanlegt áfengismagn. Þá stendur framan á flöskunum að kaupandi þarf að hafa náð 21 árs aldri.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa borist ábendingar um vöruna. „Við í foreldrasamtökunum fórum í Hagkaup í Garðabæ til að sannreyna að þessi vara stæði öllum til boða,” sagði Árni Guðmundsson, formaður samtakanna, í samtali við Vísi. „Þarna fer að okkar mati fram ólögleg sala áfengra drykkja og því höfum til tilkynnt þetta til lögreglu. Hagkaup hefur hvorki vínveitingaleyfi né leyfi til sölu áfengis.“

„Það skiptir miklu máli að menn fari eftir lögum og reglum þegar áfengir drykkir eru annars vegar. Þarna getur hver sem er og börn þar á meðal nálgast áfenga drykki. Því viljum við að lögregla skoði málið alvarlega,“ bætti Árni við.

Drykkurinn sem um ræðir.

Líkamsárás í Breiðholti: Ráðist á ungling með kylfu og belti

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Tilkynnt var um líkamsárás í Breiðholti í gærkvöldi. Hópur manna réðst á 17 ára dreng með kylfu og belti. Árásarþoli var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Þá var móður hans tilkynnt um málið.

Ölvaður maður var handtekinn í verslun í gærkvöldi. Hann var gripinn við þjófnað og hafði ráðist á starfsmenn verslunarinnar. Þá var hann færður á lögreglustöð og var síðan laus eftir viðtal.

Maður var handtekinn í Ægisgarði brugghúsi á sjöunda tímanum í gær. Hann er grunaður um að stjórna skipi undir áhrifum áfengis. Þá var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í bifreiðar í miðbænum í nótt. Brotist var inn í fjölda bifreiða, ýmsir munir skemmdir eða stolið. Klukkustund síðar var maður handtekinn grunaður um innbrotin og er búið að endurheimta mikið af þýfinu. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls  í fangageymslu lögreglu

Bifreið var stöðvuð í Kópavogi í gærkvöldi. Ökumaðurinn, ung kona, reyndi fyrst að stinga lögreglu af. Hún er grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Þá hefur hún ítrekað verið stöðvuð við akstur bifreiðar án þess að hafa öðlast ökuréttindi.

Ekið var á unga hjólreiðakonu á bifreiðastæði í Árbæ á sjöunda tímanum í gær. Hún féll í jörðina við áreksturinn. Þá kenndi henni eymsla í læri og mjöðm og var hún flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Slysadeild.

Taktu þátt í plastlausum september

Strigapokar frá Now Designs í stað plasts.

Tími uppskerunnar er hafinn og nýtt íslenskt grænmeti og kartöflur því komnar í verslanir. Þar sem plastið er á undanhaldi er tilvalið að fjárfesta í góðum strigapoka og taka með í matvöruverslanir. Pokarnir henta einnig vel til þess að geyma hráefnið í og halda því fersku og má geyma í þeim kartöflur, lauk og engifer svo eitthvað sé nefnt. Pokarnir eru mjög léttir og þá má setja í þvottavél. Þeir koma í nokkrum stærðum og fást í Kokku á Laugavegi.

Pokarnir fást í nokkrum stærðum.

Aðdáendur Írafárs frá unga aldri

Eyþór Úlfar Þórisson og Andri Þór Jónsson, sem skipa lagahöfunda- og framleiðsluteymið September, voru að gefa út nýtt lag með Birgittu Haukdal. 

„Um daginn vorum við Eyþór í stúdíóinu að pæla hvaða listamönnum við værum til í að gera lag með,“ segir Andri Þór en síðastliðin þrjú ár hafa þeir fengið þekkta íslenska söngvara til liðs við sig, þ.á.m. Jón Jónsson og Steinar. „Sú hugmynd kom þá upp hjá okkur hvað það væri mikil gargandi snilld að gera lag með Birgittu Haukdal þar sem hún er ákveðin táknmynd í íslensku poppi og við báðir vægast sagt súper-fans þegar við vorum litlir. Það sama kvöld sömdum við lagið sem rann tiltölulega fljótt frá okkur og við sendum henni demóið. Nokkrir dagar liðu þar til hún svaraði okkur og sagðist vera til. Hún kom til okkar upp í stúdíó og söng allt lagið inn á einu kvöldi. Frá demói yfir í lokaútgáfu lagsins liðu einungis 2 vikur,“ segir Andri Þór. 

„Frá demói yfir í lokaútgáfu lagsins liðu einungis 2 vikur.“

„Það var mikið fagnaðarefni að hitta Birgittu Haukdal þegar lagið Aðeins nær þér varð til, enda Birgitta ein af goðsögnum íslenskrar popptónlistar.“

Írafár kom aftur saman eftir margra ára hlé í Eldborg í fyrrasumar og vakti mikla lukku. Það mátti með sanni segja að aðdáendur hljómsveitarinnar höfðu engu gleymt og muni því vonandi kætast þegar Birgitta sendir frá sér nýtt efni. Hér má hlusta á nýja lagið.

Sér rómantík og ást í öllu

Kolfinna Mist Austfjörð er á forsíðu nýjustu Vikunnar en hún tekur þátt í keppninni Miss Universe Iceland í ár og er náskyld Lindu Pétursdóttur fyrrum alheimsfegurðardrottningu sem hefur alltaf verið Kolfinnu Mist mikil fyrirmynd.

Í viðtalinu segir hún frá baráttu kærasta síns við heilakrabbamein og hvernig þau hafa ákveðið að takast á við veikindin af yfirvegun og kjarki. Aðaláhugamál Kolfinnu Mistar er hins vegar söngur og tónlistarsköpun. Hana dreymir um að búa og starfa í Nashville í Bandaríkjunum, Mekka sveitatónlistarinnar.

Í blaðinu er einnig að finna þríeykið Línu Rut Olgeirsdóttur, Kristínu Ólafsdóttur og Guðmund Val Viðarsson en þau vinna hörðum höndum að því að stofnsetja Spæjaraskóla fyrir íslenska krakka. Stella Vestmann segir frá Belgíu og Belgum en þeir eru miklir lífsnautnamenn og fagurkerar. Við fræðumst um hvernig er að vinna í Buckingham-höll og kveðjum rithöfundinn Toni Morrison. Margt fleira spennandi er að finna í nýrri Viku sem kemur á sölustaði í fyrramálið.

Vikan sem kemur í verslanir á morgun. Mynd/Unnur Magna

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

OMAM fór á kostum hjá IheartRadio í gærkvöldi

Í gærkvöldi kom hljómsveitin Of Monsters and Men fram á tónleikum á vegum útvarpsstöðvarinnar Iheart Radio.

Hægt var að horfa á tónleikana í beinni útsendingu á Youtube-rás stöðvarinnar og horfðu fleiri þúsund manns á herlegheitin. Sveitin sendi nýverið frá sér plötuna Fever Dream og hefur hún verið að fá glimrandi dóma út um allan heim. Á dögunum náði lagið Alligator toppsætinu á Billboard all-rock-format-listanum, alls ekki slæmt það.

OMAM er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku en næstu tónleikar sveitarinnar fara fram í The Anthem í Washington, DC. OMAM er hreint út sagt frábær tónleikasveit og voru tónleikarnir í gærkvöldi engin undantekning. Við mælum með að þú skellir löppunum upp á borð, ýtir á „play“ og hækkir í botn. 

„Partí með Pence“

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Íslands næstkomandi miðvikudag. Hópur grasrótarsamtaka hefur boðað til mótmæla á Austurvelli síðdegis þann sama dag.

 

Dagskrá varaforsetans liggur ekki enn fyrir og verður hún ekki gerð opinber fyrr en rétt áður en Pence lendir. Gera má ráð fyrir að Air Force Two lendi að morgni miðvikudags. Fram hefur komið að forseti Íslands muni bjóða til hádegisverðar á Bessastöðum ásamt fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi.

Þá hefur Mannlíf upplýsingar um að haldið verði viðskiptaþing þar sem tvíhliða samskipti ríkjanna verða til umfjöllunar. Málefni norðurslóða verða einnig rædd en í frétt Reuters í vikunni kom fram að Pence muni ræða síaukin inngrip Rússlands og Kína á svæðinu við íslenska ráðamenn.

Það liggur ekki enn fyrir hvort Katrín Jakobsdóttir fái tækifæri til að setjast niður með Pence en það veltur á því hvort varaforsetinn sé tilbúinn til að framlengja dvöl sína, en héðan heldur hann í heimsókn til Bretlands og Írlands. Það vakti athygli fjölmiðla víða um heim að Katrín hafi valið að taka fund Norræna verkalýðssambandsins í Svíþjóð fram yfir heimsókn Pence.

Dagskrá á Austurvelli

Gera má ráð fyrir mikilli öryggisgæslu í kringum heimsókn Pence líkt og venjan er með heimsóknir æðstu ráðamanna Bandaríkjanna. Hópur grasrótarsamtaka hefur boðað til samkomu á Austurvelli klukkan 17.30 á miðvikudaginn til að mótmæla bæði viðhorfum Pence og stefnu Bandaríkjanna. Yfirskrift mótmælanna er „Partí með Pence – stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð“.

Að mótmælunum standa Samtök hernaðarandstæðinga, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, VG og Pírata, Menningar- og friðarsamtök kvenna, Samtökin 78, Trans Ísland og Femínistafélag HÍ. Að sögn Guttorms Þorsteinssonar, formanns Samtaka hernaðarandstæðinga, verða meginþemu mótmælanna friðarmál, málefni flóttamanna, umhverfsvernd, kvenréttindi og réttindi hinsegin fólks. Verið að er púsla saman dagskrá sem samanstendur af ræðum og tónlistaratriðum. Dagskráin verður kynnt frekar á næstu dögum.

Annar úr ríkisstjórn Trump

Sjaldgæft er að svo háttsettir embættismenn heimsæki Ísland. Þannig var Ronald Reagan síðasti forsetinn til að heimsækja Ísland á meðan hann sat í embætti. Það var árið 1986 en þremur árum áður hafði varaforsetinn George Bush eldri heimsótt landið. Bush kom reyndar aftur til Íslands eftir að hann lét af embætti forseta, rétt eins og Clinton-hjónin árið 2004. Pence er annar háttsetti embættismaðurinn úr ríkisstjórn Donalds Trump til að heimsækja landið en utanríkisráðherrann Mike Pompeo kom í opinbera heimsókn í byrjun árs.

Útgáfupartí vegna Úrkomu

Regn heldur útgáfupartí vegna plötunnar Úrkomu.

 

Dúettinn Regn var að senda frá sér plötuna Úrkoma og verður henni fagnað rækilega á Loft annað kvöld, laugardaginn 31. ágúst. Sveitin spilar hipphopp í bland við djass með old school-ívafi.

Frítt er inn og hefst fjörið klukkan 21.

„Hélt ég myndi aldrei segja: Ég er ólétt“

Mynd / Unnur Magna

Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason eru nýgift og eiga von á sínu fyrsta barni. Hamingjan er algjör en það hefur tekið þau þrjú ár og kostað blóð, svita og tár, djúpa sorg og mikla erfiðleika að ná þessu markmiði.

 

Salka og Arnar Freyr Frostason giftu sig fyrir nokkrum vikum og eiga, eins og alþjóð veit, von á sínu fyrsta barni, dóttur. Það hefur verið langt og strangt ferli að verða barnshafandi og Salka Sól hefur tjáð sig um sorgina sem fylgir því að geta ekki orðið ólétt í einlægum færslum á samfélagsmiðlum. En hversu langt og erfitt hefur það ferli verið og eru þau ekki að springa úr hamingju yfir að því skuli vera lokið?

„Ég er bara á bleiku skýi, annað er ekki hægt,“ segir Salka Sól og bókstaflega ljómar öll. „Maður þyrfti eiginlega að taka sér svona mánaðarfrí eftir brúðkaup bara til að ná sér niður. Við erum reyndar ekki búin að fara í brúðkaupsferðina, ætlum að bíða með það þangað til litli lurkurinn mætir en þá ætlum við að fara til Balí og reyna að vera þar í einhvern tíma í húsi sem vinur okkar á, vitum ekki alveg enn þá hversu lengi. En við förum örugglega. Það hafa margir sagt mér að þeir hafi ætlað að bíða með brúðkaupsferðina og séu ekki enn farnir tuttugu árum síðar þannig að við ætlum að passa að það gerist ekki.“

Salka Sól er nýgift og á von á sínu fyrsta barni. Hamingjan er algjör en það hefur tekið hana þrjú ár og kostað mikla erfiðleika að ná þessu markmiði.

Spurð hvenær von sé á erfingjanum í heiminn dregur Salka Sól við sig svarið, en segir svo að það verði í lok árs, hún vilji þó ekki gefa neina opinberlega yfirlýsingu um nákvæma tímasetningu. „Ég er að reyna að halda einhverju prívat,“ segir hún og hlær.

Rosalegur kvíði og andlegur sársauki

Salka Sól og Arnar Freyr byrjuðu saman fyrir fjórum árum, en höfðu vitað hvort af öðru áður verandi í sama bransa.

„Við áttum fjögurra ára skotafmæli á sunnudeginum um verslunarmannahelgina,“ segir hún. „Við könnuðumst við hvort annað en þessa verslunarmannahelgi vorum við að spila á sama giggi á Akureyri og þá urðum við skotin hvort í öðru. Þannig að sunnudagurinn um versló er alltaf svolítið dagurinn okkar og við reynum að verja honum saman þótt það sé oft mjög erfitt þar sem við erum alltaf að spila hvort á sínum endanum á landinu um þá helgi. Það er eiginlega óheppilegasti dagur ársins fyrir okkur tónlistarverkafólkið.“

Fljótlega eftir að alvara var komin í sambandið fóru Salka og Arnar að leggja drög að því að eignast barn en það gekk ekki átakalaust fyrir sig.

„Við vissum alveg frá byrjun að okkur langaði til að vera saman og stofna fjölskyldu,“ útskýrir Salka. „Mig hafði reyndar grunað í þónokkurn tíma að ég gæti átt erfitt með að verða ólétt, en ég hafði aldrei látið reyna á það. Þegar við Arnar byrjuðum saman sagði ég honum fljótlega frá því og þegar við vorum búin að vera saman í um það bil ár ákváðum við að þetta mætti alveg gerast. Það hins vegar gerðist ekki neitt þannig að ég fór að fara til kvensjúkdómalæknisins míns en hann fann aldrei neitt að.

„Það var orðið mjög erfitt að upplifa þessa sorg á fjögurra vikna fresti og ég fékk enn fleiri lyf…“

Ég var alveg hætt að trúa honum svo ég ákvað að fara til annars læknis og þá var ég send í aðgerð á eggjaleiðurunum því þeir voru alveg stíflaðir. Þá héldum við að þetta myndi nú gerast en ekkert gerðist þannig ég fór á alls kyns hormónalyf og töflur og sprautur sem var alveg hrikalegt álag. Í hverjum einasta mánuði mætti túrinn hins vegar á hárréttum tíma og mér leið eins og ég væri í ástarsorg í hvert einasta skipti. Það var orðið mjög erfitt að upplifa þessa sorg á fjögurra vikna fresti og ég fékk enn fleiri lyf, alls kyns meðöl sem áttu að vera kraftaverkaformúlur en ekkert gerðist. Þetta var farið að taka svo mikið á og ferlið þegar maður var að uppgötva ófrjósemina var hræðilega langt. Þá fer maður að lesa sér til og því fylgir rosalegur kvíði því þá fær maður sögurnar af öllum pörunum sem hættu saman eftir að hafa farið í fimmtán aðgerðir og tæknifrjóvgun og allt það. Maður varð bara alveg skíthræddur við þetta allt saman og kvíðinn og andlegi sársaukinn varð nánast óbærilegur, fyrir nú utan allt þetta hormónafokk sem ég var að sprauta í mig og taka inn.

Á þessum tímapunkti vorum við Arnar alveg viss um að okkur langaði til að eignast barn og mjög upptekin af því. Það kom samt að því að ég hugsaði að ég gæti ekki meira og stakk upp á því að við færum á fund hjá Íslenskri ættleiðingu til að athuga hvort sú leið væri fær, ég bara gat ekki látið líkama minn ganga í gegnum meira. Gat ekki hugsað mér að ganga í gegnum tæknifrjóvgunarferlið, hvorki andlega né líkamlega. Þótt Arnar stæði við hliðina á mér eins og algjör klettur þá gat ég bara ekki lagt þessar endalausu skapsveiflur á sambandið. Og þessa ástarsorg, ég get ekki lýst tilfinningunni betur, ég hef verið í ástarsorg og þetta var nákvæmlega sama tilfinningin.“

Reyndi að eignast frjósemisstyttu

Þau Salka og Arnar mættu því á fund hjá Íslenskri ættleiðingu en komust þá að því að sú leið var hvorki auðveld né fljótfarin.

„Þá rákumst við á nýjan vegg,“ segir Salka og andvarpar. „Til að mega sækja um þurftum við að hafa verið skráð í sambúð í fimm ár eða gift í þrjú ár þannig að við sáum fram á að það gæti hugsanlega gerst eftir sjö ár að við fengjum að ættleiða barn. Það var ekki beint það sem okkur langaði til. Þá kom í mig uppgjöf, ég bara sá ekki leið út úr þessu.“

Spurð hvort hún hafi þá verið búin að sætta sig við að þetta myndi aldrei ganga neitar Salka því.

„Ég bara skil ekki hvernig konur geta beðið eftir barninu svona lengi, ég vil fá að sjá hana núna,“ segir Salka full tilhlökkunar.

„Nei, nei, það gerði ég nú aldrei,“ segir hún. „Ég vissi að þetta myndi ganga einhvern veginn, einhvern tímann, en vá, hvað það var erfitt að byrja að sætta sig við það að þetta gæti tekið mjög langan tíma. Ég var alltaf að lesa mér til um reynslu annarra af þessu en ég veit ekki hversu mikið það hjálpaði að lesa allar hryllingssögurnar.

Ég var komin á það stig að ég var farin að reyna að redda mér frjósemisstyttum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hafði heyrt af einhverri konu sem hafði eignast þríbura eftir að hafa eignast frjósemisstyttu og var handviss að það væri það sem ég þyrfti. Svo sá ég grein um einhverja styttu í Flórída sem hafði þann töframátt að pör sem snertu hana urðu ólétt á stundinni og vildi endilega að við færum til Flórída. Ég var orðin svo þreytt á að eitra fyrir líkama mínum og koma honum úr jafnvægi og vildi bara finna einhverja aðra lausn.“

Ákváðu á staðnum að fara í tæknifrjóvgun

Svo kom að því að þau ákváðu að hætta að vera svona upptekin af því að eignast barn og fara bara að njóta þess að vera par aðeins lengur. Málin eru þó engan veginn svo einföld.

„Eins mikið og maður reynir að hætta að hugsa um þetta þá er það bara ekkert hægt,“ útskýrir Salka. „Þú ert bara stanslaust að ljúga að sjálfri þér að þú sért hætt því. Ég veit ekki hversu margir hafa sagt mér sögur af því þegar einhver frænka þeirra var að reyna að eignast barn og hætti svo að hugsa um það og þá það. Ég var orðin mjög þreytt á þeirri sögu. Maður hættir ekkert bara allt í einu að hugsa um þetta. Á þessum tíma ákváðum við að gifta okkur með pompi og prakt og biðja fólk að gefa okkur ekki gjafir heldur leggja pening í frjósemissjóð og stefna að tæknifrjóvgun. Ég var búin að reyna öll trixin í bókinni; breyta mataræðinu, hætta að drekka, borða ekki kolvetni og svo framvegis, og svo framvegis, ég var búin að prófa allt, en ekkert gekk og varð að sætta mig við að tæknifrjóvgun væri eina leiðin, ég var bara ekki tilbúin í hana strax.“

Þegar hér var komið komið sögu gripu örlögin í taumana og Salka og Arnar ákváðu að láta slag standa og reyna tæknifrjóvgun.

„Já, það var vegna þess að vinafók okkar tilkynnti að þau ættu von á barni – alveg óvart,“ segir Salka og hlær. „Ég man að við Arnar litum hvort á annað og bara ákváðum á staðnum að fara á fund um tæknifrjóvgun og kynna okkur ferlið. Ég var búin að núllstilla líkama minn aðeins og alveg tilbúin að fara í það ferli þannig að við ákváðum að láta reyna á þetta fyrir brúðkaupið. Við byrjuðum á því að fara á fund í október á síðasta ári. Ég setti mig líka í samband við stelpu sem ég þekki ekki neitt en hafði séð á Instagram að væri að ganga í gegnum þetta ferli og við fórum og hittum það par. Þau sögðu okkur frá því hvernig þetta hefði verið hjá þeim og við ákváðum að láta reyna á þetta. Og það gekk upp í fyrstu tilraun! Þetta var samt enginn hægðarleikur, þetta var erfitt ferli og maður var bara á nálum í nokkra mánuði og alveg óskaplega hræddur. Svo þurftu allir að vera að segja manni endalausar sögur af frænda systur mömmu sinnar sem hafði gengið í gegnum þetta og lent í þessu og hinu og það er ekki beint það sem maður vill heyra á þessum tímapunkti. Ég var farin að segja fólki að sleppa þessum sögum, ég þyrfti ekkert á því að halda að heyra þær. Mér finnst fínt að ræða þetta við fólk sem hefur sjálft gengið í gegnum þetta en ég nenni ekki að heyra sögur af einhverjum fjarskyldum ættingja sem gerði þetta einhvern tímann. Ég veit alveg að fólk meinar þetta vel, en þetta er bara svo innilega ekki það sem maður vill heyra.“

Trúði ekki að hún hefði sagt „ég er ólétt“

Spurð hvernig tilfinning það hafi verið þegar kom í ljós að uppsetningin hafði tekist fer Salka öll á flug.

„Þetta var þannig að við fórum í uppsetningu og það náðist bara eitt egg í frysti,“ útskýrir hún. „Og ef það hefði ekki tekist hefðum við þurft að ganga í gegnum allt hormónaferlið aftur. Ég hélt reyndar að það myndi fara verr í mig en það gerði en ég held að spenningurinn og æðruleysið hafi hjálpað mér í gegnum það.

„Ég var svo ofboðslega hrædd um að ég myndi missa fóstrið. Eiginlega alveg skelfingu lostin.“

Eftir uppsetninguna fórum við í fjölskylduferð til Berlínar með fjölskyldunni hans Arnars. Við þurftum að bíða í tvær vikur áður en ég mátti pissa á óléttupróf og sjá hvort eggið hefði fest sig. Við vorum auðvitað á nálum, ég held að þetta séu erfiðustu tvær vikur sem við höfum þurft að lifa. Einn daginn gat ég ekki beðið lengur og stalst til að nota óléttuprófið aðeins fyrr en ég átti að gera og fékk jákvætt svar. Við bara trúðum þessu ekki! En gleðin var svakaleg. Svo komu tólf vikur af kvíðakasti hjá mér. Ég var svo ofboðslega hrædd um að ég myndi missa fóstrið. Eiginlega alveg skelfingu lostin. Margir reyndu að róa mig með því að sá ótti væri nú bara eðlilegur, og það er sjálfsagt rétt, en þetta er samt ógeðslega óþægilegt því þráin og löngunin eftir því að þetta myndi gerast var svo sterk. Ég trúði ekki fyrst að ég hefði sagt upphátt að ég væri ólétt, ég hélt ég myndi aldrei fá að segja það. Við vorum búin að bíða svo lengi og þetta var efst á óskalistanum okkar. En eftir þrjá mánuði jafnaði ég mig nú, sem betur fer.“

„Ég trúði ekki fyrst að ég hefði sagt upphátt að ég væri ólétt, ég hélt ég myndi aldrei fá að segja það.“

Salka segir meðgönguna hafa gengið eins og í sögu og hún ekki fengið neina meðgöngukvilla.

„Ég var auðvitað gríðarlega þreytt þarna fyrstu þrjá mánuðina,“ segir hún. „Það voru nokkrar sýningar á Ronju sem ég þurfti virkilega að harka af mér til að komast í gegnum. Á einni sýningunni var ég næstum búin að leika að það liði yfir mig til að tjaldið yrði dregið fyrir, en sem betur fer gerði ég það nú ekki, ég náði að halda þetta út. Annars hefur allt gengið vel og allt er eins og það á að vera eftir því sem ljósmóðirin segir.“

Spurð hvort þetta ferli sé ekki hræðilega dýrt viðurkennir Salka að vissulega kosti þetta mikið og ekki hafi bætt úr skák að á meðan þau voru í ferlinu hafi lögum um niðurgreiðslur verið breytt.

„Við byrjuðum í ferlinu fyrir áramótin síðustu og um áramótin var lögunum breytt þannig að niðurgreiðslur til fólks sem fer í tæknifrjóvgun voru felldar niður,“ segir hún. „Ég skil það að vissu leyti. Það eru forréttindi að eignast barn, það eru ekki mannréttindi. En á sama tíma eru það bara einkareknar stofur sem bjóða upp á tæknifrjóvgun hér heima sem hækkar auðvitað verðið. Mér finnst þetta vera lýðheilsumál vegna þess að þetta fer afskaplega illa í mann. Maður er brjálaður í skapinu, óskaplega kvíðinn og þetta veldur ótrúlegri vanlíðan, bæði að komast að því að maður geti ekki eignast barn eftir venjulegum leiðum og að ganga í gegnum tæknifrjóvgunarferlið.

„Maður er brjálaður í skapinu, óskaplega kvíðinn og þetta veldur ótrúlegri vanlíðan…“

Ég treysti mér aldrei til að tala um þetta á meðan ég var í ferlinu, ég gat ekki hugsað mér það vegna þess að ég var svo hrædd um að þetta myndi ekki ganga. Svo ákvað ég bara mjög meðvitað að fyrst að þetta gekk nú hjá okkur þá væri rétt að segja frá því. Líka vegna þess að það undirbýr mann enginn undir þetta, maður lærir bara að fólk verði ástfangið og ákveði að vera saman og eignast barn, en það er bara alls ekkert svo einfalt. Ég hef uppgötvað mjög margt í gegnum þessa reynslu og fannst rétt að deila því vegna þess að ég veit að það eru mörg pör í sömu stöðu og við vorum.“

Vildi ekki bera harm sinn í hljóði

Þrátt fyrir óttann við að missa fóstrið fyrstu þrjá mánuðina segist Salka hafa ákveðið að segja öllum sem skiptu hana máli frá því að hún ætti von á barni og takast ekki ein á við óttann.

„Ég var ótrúlega opin með þetta, veit að ég er opinber manneskja og allt sem segi á Twitter og Instagram fer í fréttir, en ég ákvað að vera ekki í neinum feluleik. Ég hafði til dæmis komist að því í gegnum allan aðdragandann að 15-20 prósent þungana enda í fósturláti, sú tala er ótrúlega há og mér finnst ekki rétt að það sé aldrei talað um það hvað þetta er algeng reynsla. Ég vildi geta sagt fólkinu mínu frá þessu og ef eitthvað hefði komið upp á hefði ég bara sagt þeim það líka í staðinn fyrir að bera harm minn í hljóði. Ég held að það sé hollara.“

„Ég talaði ekki um sorgina opinberlega en ég var mjög opin um hana við fólkið mitt, það vissu allir af þessu.“

Salka sagði frá því í Instagram-færslu eftir að hún varð ólétt að hún hefði aldrei talað um sorgina sem fylgdi því að verða ekki ólétt, bar hún þann harm alveg í hljóði?

„Nei, ég gerði það nú ekki,“ segir hún. „Ég talaði ekki um sorgina opinberlega en ég var mjög opin um hana við fólkið mitt, það vissu allir af þessu. Og foreldrar mínir og nánustu vinir hafa vitað af óléttunni alveg síðan við pissuðum á prófið. Ferðin til Berlínar breyttist í algjöra gleðisprengju við þær fréttir. Það var æðislegt.“

Verður þráhyggja á háu stigi

Salka segir reynsluna af því að takast á við ófrjósemina og síðan upplifa það að verða ólétt að mörgu leyti hafa breytt sýn hennar á lífið.

„Auðvitað breytir þetta manni,“ segir hún hálfhneyksluð á svona fáránlegri spurningu. „En ófrjósemin er bara eitt af þeim áföllum sem maður tekst á við í lífinu. Það er hins vegar áfall sem ég bjóst aldrei við að þurfa að takast á við og ég hafði aldrei heyrt um. Maður heyrir af því þegar einhver í fjölskyldunni veikist en það er ekki mikið talað um það að geta ekki eignast börn. Það eru hins vegar ótrúlega margir sem ganga í gegnum þetta og mér finnst alveg kominn tími til að við förum að tala um það. Þetta hefur svo djúpstæð áhrif á mann. Maður sér börn út um allt og finnst allir vera að óléttir eða nýbúnir að eignast barn. Svo verður maður pínu reiður við fólk sem hefur eignast börn utan sambands án þess að vera neitt að reyna það, maður hugsar ekki voðalega rökrétt. Það var til dæmis ótrúlega erfitt að samgleðjast vinum sínum sem urðu óléttir. Maður gerði það auðvitað en samt var maður pirraður út í þau og píndist yfir þessu. En það hafði líka þær jákvæðu afleiðingar, eins og ég sagði áðan, að ýta okkur af stað í tæknifrjóvgunina. Þetta verður nefnilega þráhyggja á háu stigi og yfirtekur allt líf manns meira og minna.“

Það eru enn nokkrir mánuðir í fæðingu dótturinnar, hvernig ætlar Salka að verja þeim tíma? Er hún byrjuð á hinni frægu hreiðurgerð?

Mynd / Unnur Magna

„Já, ég er aðeins byrjuð,“ segir hún hlæjandi. „Ég leyfði mér ekki að kaupa neitt sem tengdist barninu fyrr en eftir rúmar tuttugu vikur, en er að byrja á því. Ég bara skil ekki hvernig konur geta beðið eftir barninu svona lengi, ég vil fá að sjá hana núna! Ég veit alltaf af henni, sé hana þegar ég lít í spegil, finn fyrir henni og er alltaf að hugsa um hana. Eina ráðið til að geta þraukað þessa mánuði er að halda mér upptekinni. Ég er hress og elska að geta gert það sem mér finnst skemmtilegast að gera og er að „performera“ á fullu.

Ég nýt þess í botn að vera með bumbuna út í loftið, er búin að draga fram alla þröngu kjólana mína og ber hana eins og heiðursverðlaun. Ég hef alveg fengið nóg að gera þótt konur í bransanum væru búnar að segja mér að bíða með að tilkynna óléttuna eins lengi og ég gæti, því þegar fólk veit að þú ert ólétt hættir síminn að hringja. Það er sjálfsagt rétt hjá þeim í mörgum tilfellum en ég hef verið dugleg að láta fólkið sem ræður mig í vinnu vita að ég sé við góða heilsu og alveg nógu hraust til að vinna og syngja. Það hafa flestir verið alveg ótrúlega almennilegir og ég ætla rétt að vona að síminn hætti ekki að hringja þótt maður sé óléttur. Ef ég treysti mér ekki til að vinna þá segi ég bara nei, ekki flóknara en það. Ég verð svo með eineltisverkefnið okkar í skólum í haust og mun leika Ronju fyrsta mánuðinn eftir að sýningar hefjast aftur, þannig að tíminn verður vonandi fljótur að líða þótt ég sé svona spennt fyrir að fá að sjá dóttur mína.“

Myndir / Unnur Magna
Förðun / Hildur Emilsdóttir, förðunarfræðingur fyrir Urban Decay á Íslandi

„Edrúmennska er ofurkraftur“

||
Hildur Eir Bolladóttir

Við spurðum þau Huldu Sif Hermannsdóttur, Hildi Eir Bolladóttur og Hall Hallsson út í helgarplönin.

 

Fagnar fjögurra ára edrúafmæli

Hildur Eir Bolladóttir, prestur og rithöfundur, ætlar í sumarbústað um helgina austur í Lundsskógi. „Skríða upp í fangið á móður náttúru og tína af henni ber og fara í göngur, fagna fjögurra ára edrúafmæli með því að borða góðan mat og eiga alvöru gefandi samskipti við fólk sem ég elska. Edrúmennska er ofurkraftur sem maður viðheldur aðeins með því að þakka hvern dag. Hver veit nema ég hlaupi svo nokkra kílómetra um skóginn til að endurnærast enn frekar.“

Nýtur nú Akureyrarvöku í stað þess að skipuleggja

Hulda Sif Hermannsdóttir.

Hulda Sif Hermannsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri, segir að fram undan sé ljúf og góð helgi enda Akureyrarvaka frá föstudegi til laugardagskvölds.

„Ég var lengi vel við verkefnastjórn á þessum árlega viðburði en nú fletti ég einfaldlega í gegnum dagskrána og vel úr það sem mig og fjölskylduna langar til að sjá og njóta. Við erum meðal annars búin að setja x við brúðuleikrit um Einar Áskel, ég er til að sjá Högna Egilsson & Sinfonia Nord Kvartett í Listasafninu og auðvitað opnanir tveggja sýninga á sama stað. Við förum í tvítugsafmæli hjá félaga okkar og auðvitað í bæinn á tónleika og Friðarvökuna í kirkjutröppunum.“

Stefnir á þær allar

Hallur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, ætlar að njóta menningar og lista á Akureyrarvöku um helgina.

Hallur Hallsson.

„Það eru tvær opnanir í Listasafninu á laugardaginn, Eiríkur Arnar Magnússon með ný verk á svölunum og Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter í sal 07 sem verður gaman að sjá. Ég ætla á tónleika Högna Egilssonar ásamt strengjakvartett Sinfonia Nord á föstudagskvöld í Listasafninu. Það eru margar sýningaropnanir út um allt um helgina sem ég stefni á að sjá allar. Á sunnudaginn ætla ég svo á að taka því rólega með fjölskyldunni en vera líka með listamannaspjall með Hrafnhildi um sýninguna hennar seinnipartinn.“

Íslandi í leiðtogahlutverki á spennuþrungnusvæði

Norðmenn hafa vaxandi áhyggjur af miklum umsvifum Rússa, einkum í norðri. Á sama tíma berast fréttir af því að Bandaríkin vilji kaupa Grænland. Eitthvað sem gert er grín að í fjölmiðlum í Danmörku, og leiddi til þess að opinber heimsókn Trumps til Danmerkur var blásin af.

 

En undir niðri er hafið vígbúnaðarkapphlaup á Norðurslóðum, hvort sem íslenskum stjórnvöldum líkar það betur eða verra. Stórveldin Bandaríkin, Rússland og Kína hafa öll verið að gæta sinna hagsmuna.

Þessi staða er liður í miklum breytingum á norðuslóðum, ekki síst samhliða opnunum á flutningaleiðum til austurs og vesturs, og möguleika á nýtingu mikilla auðlinda á svæðinu, meðals orkuauðlinda.

Heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands í byrjun september skoðast ekki síst í þessu ljósi.

Nánar á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Bragðgóður veganborgari fyrir sælkera

|
|

Hér kemur gómsæt uppskrift úr nýjustu vöru Anamma, bragðgóður veganborgari með bjórsteiktum lauk og borgarasósu.

 

Hugmyndafræðin á bak við merkið hefur alla tíð snúist um að framleiða bragðgóðan mat sem öllum líkar við, sama hvort þeir séu vegan eða ekki. Allar vörurnar frá Anamma eru framleiddar í þeirra eigin verksmiðjum í Suður-Svíþjóð.

Að sjálfsögðu innihalda vörurnar engar dýraafurðir og lögð er áhersla á að halda aukaefnum í vörunum í algjöru lágmarki. Einnig er mikið lagt upp úr að lágmarka umhverfisáhrif í bæði framleiðslu og flutningum, og einnig eru umbúðirnar unnar að miklum hluta til úr sykurreyr í stað plasts. Ósk Anamma er að aðstoða fólk við að elda fljótlegan og ljúffengan veganmat, og stuðla þannig að minnkuðum umhverfisáhrifum og sjálfbærari framtíð.

Ósk Anamma er að aðstoða fólk við að elda fljótlegan og ljúffengan veganmat…

Þess má geta að Anamma býður upp á fjölbreytt vöruúrval í frosnum vörum og má þar nefna bollur, snitsel, pylsur, falafel og mótanlegt hakk.

Systurnar og sælkerarnir Helga María og Júlía Sif halda úti vefsíðunni veganistur.is þar sem þær veita öðrum hugmyndir og innblástur þegar kemur að veganmatargerð, en þær segja mikilvægt að útrýma þeirri hugsun að veganfólk geti ekki notið þess að borða góðan sælkeramat. Meðfylgjandi uppskrift úr smiðju þeirra systra sannar það svo um munar. Hún er unnin í samstarfi við Anamma, en vörumerkið Anamma kom til sögunnar í Svíþjóð fyrir um 20 árum síðan, löngu áður en vegan varð á allra vörum.

Veganborgarar með bjórsteiktum lauk og borgarasósu
4 hamborgarar

440 g mótanlegt hakk frá Anamma (Formbar Färs)
1 msk. laukduft
1 msk. hvítlauksduft
1-2 tsk. sojasósa
1 tsk. gróft sinnep eða dijon-sinnep
2 tsk. kjöt- og grillkrydd
salt og pipar
BBQ-sósa til að pensla yfir (má sleppa)

Takið hakkið úr frysti um það bil klukkutíma áður en matreiða á borgarana. Setjið öll kryddin út í þegar hakkið hefur aðeins fengið að þiðna. Mótið 4 buff út hakkinu (u.þ.b. 110 g hvert buff) og steikið eða grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Penslið með BBQ sósu áður en borgararnir eru matreiddir ef þið kjósið. Það er alls engin nauðsyn en okkur þykir það svakalega gott.

Mótanlega hakkið frá Anamma (Formbar Färs).

Borgarasósa

1-1 1/2 dl veganmajónes
1/2 dl tómatsósa
1/2 dl mjög smátt saxaðar súrar gúrkur
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. laukduft
salt

Saxið súru gúrkurnar mjög smátt. Hrærið öll hráefnin saman í skál

Bjórsteiktur laukur

2 stórir laukar
1 msk. sykur
1 msk. sojasósa
salt og pipar
2-3 msk. bjór

Skerið laukinn í frekar þunnar sneiðar. Steikið hann upp úr smávegis olíu þar til hann fer að brúnast vel. Bætið salti og pipar, sykri og sojasósu út í og steikið í nokkrar mínútur í viðbót. Bætið bjórnum út í og steikið í góðar 5 til 10 mínútur.

Stúdíó Birtíngur
Í samstarfi við Anamma
Uppskrift og myndir / www.veganistur.is

Heimildamyndin Kaf fjallar um frumkvöðul í ungbarnasundi á Íslandi

Snorri Magnússon þroskaþjálfi hefur kennt ungbarnasund í 28 ár. Heimildamyndin Kaf veitir innsýn inn í starf hans.

 

Kaf er ný heimildamynd eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur sem verður frumsýnd 5. september í Bíó Paradís. Myndin gefur áhorfendum innsýn inn í starf Snorra Magnússonar þroskaþjálfa sem kennir ungbarnasund sex daga vikunnar.

Snorri er talinn mikill frumkvöðull í ungbarnasundi á Íslandi og hefur verið í lauginni samfellt í 28 ár við góðan orðstír. Myndin er tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ.

Stiklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.

Spennandi bók um mikilvægi plantna

Síðustu ár hefur plöntutískan verið mjög áberandi í innanhússhönnun en einnig sem hluti af arkitektúr.

Plöntutískan er ansi lífseig sem orskast líklega ef þeim jákvæðu áhrifum sem plöntur hafa á líðan fólks og ganga tískuspekúlantar svo langt að segja að plöntutískan muni aldrei deyja. Það er mikið til í því enda eykst þörf mannsins fyrir tengslum við náttúruna stöðugt þar sem stækkandi borgir og fólksfjölgun valda því að fjarlægðin milli manns og náttúru er sífellt að aukast.

Arkitektar víðsvegar um heiminn eru margir hverjir farnir að bregðast við þessu og gera því ráð fyrir plöntum í hönnun sinni þá sér í lagi þar sem mengun er mikil. Er það hugsað sem einn þátt af mörgum sem eru mikilvægir í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Bókin Evergreen: Living with plants frá árinu 2016, sem gefin er út af þýska bókaútgefandanum Gestalten, fjallar um mikilvægi plantna í daglegu lífi og gerir tilvist þeirra hátt undir höfði. Plöntur eru sem ferskur andblær á hverju heimili og sýnir bókin hvernig hægt er að gera inni rými áhugaverðari með þeim.

Bókin Evergreen: Living with plants frá árinu 2016, sem gefin er út af þýska bókaútgefandanum Gestalten.

Einnig er sýnt hvernig hægt er að gera svalirnar meira spennandi sem og þakgarða af ýmsum gerðum. Í rýmum þar sem beinar línur og hrein form eru ríkjandi er fátt fallegra en að nota plöntur til þess að gera umhverfið líflegra.

Úr bókinni Bókin Evergreen: Living with plants.

Fjölbreyttir litir plantnanna, lögun þeirra og áferð gera hvern íverustað notalegri. Mikilvægt er að vanda valið vel og sýna fyrirhyggju þegar kemur að staðsetningu þeirra, þá sér í lagi hvað varðar ákjósanlegt hitastig og birtu.

Myndir / Gestalten

Bókin er hafsjór fróðleiks, tilvalin fyrir plöntuunnendur og hefur hún fengist í HAF Store hér heima en einnig er hægt að panta bókina á Amazon.

Myndir / Gestalten

Myndir / Gestalten

Fyrsti skóladagur Karlottu prinsessu fer fram í næstu viku

||
||

Karlotta prinsessa, dóttir hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge, mun hefja skólagöngu sína í Thomas Battersea í haust. Fyrsti skóladagurinn fer fram eftir viku, fimmtudaginn 5. september. Þá munu hertogahjónin fylgja dóttur sinni í skólann.

Samkvæmt heimildum Mirror mun konungsfjölskyldan birta vel valdar myndir af Karlottu í tilefni dagsins.

Þetta er annað barn þeirra hjóna sem hefur skólagöngu sína en fyrsti dagur Georg prins var um haustið 2017 í sama skóla. Katrín, hertogaynja af Cambridge, missti af fyrsta skóladegi prinsins en þá gekk hún með þriðja barn þeirra, Louis prins, og þjáðist af mikilli morgunógleði. Vilhjálmur bretaprins fór fyrir hönd þeirra beggja.

Skólagjöld í Thomas Battersea eru 2,9 milljónir á ári.

Hugmyndablaðið er komið út – stútfullt af ferskum hugmyndum fyrir haustið

Innanhússarkitektar og hönnuðir gefa góð ráð og Rut Kára sýnir nýja hönnun í húsi frá 1960.

 

Meðal efnis í þessu fjölbreytta blaði er að finna nokkur spennandi og fjölbreytt innlit. Leirlistamaðurinn Bjarni Viðar opnar vinnustofu sína og heimili en hann býr í afar skemmtilegu húsi í Hafnarfirði.

Heimili leirlistamannsins Bjarna Viðars er ansi skemmtilegt. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Við kíktum í heimsókn í smekklega og vel hannaða íbúð á Tjarnargötunni. Forsíðumyndin er úr áhugaverðu innliti í stíl sjöunda áratugarins sem bræðurnir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir teiknuðu en þeir hönnuðu meðal annars Útvarpshúsið í Efstaleiti ásamt fjölda annarra húsa.

Einnig er að finna í blaðinu afar fallega hönnun innanhússarkitektsins Rut Káradóttur þar sem léttleikinn svífur yfir vötnum.

Innanhússarkitektar og hönnuðir gefa lesendum góðar hugmyndir og ráð, þetta og margt, margt fleira.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Fyrsta lagið sem A$AP Rocky gefur út eftir dóminn

A$AP Rocky var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í Svíþjóð fyrr í mánuðinum. Nú hefur hann sent frá sér nýtt lag og myndband.

 

Rapparinn A$AP Rocky var að gefa út nýtt lag og myndband. Þetta er fyrsta lagið sem hann sendir frá sér eftir að hann var sakfelldur í sænskum rétti fyrr í mánuðinum.

Rapparinn og tveir aðrir menn sættu ákæru fyrir að hafa gengið í skrokk á karlmanni eftir tónleika í Stokkhólmi þann 30. júní. Þeir vildu meina að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Dómari keypti þá skýringu ekki og dæmdi A$AP í tveggja ára fangelsi og er dómurinn að fullu skilorðsbundinn.

Nýja lagið ber heitið Babushka Boi. Nadia Lee Cohen leikstýrði myndbandinu, þar koma glæpir og flótti undan lögreglunni við sögu.

Sjá einnig: Rapparinn A$AP sakfelldur í sænskum rétti

Matthew McConaughey nýr kennari við Háskólann í Texas

Háskólinn í Texas hefur ráðið Matthew McConaughey, leikara og óskarsverðlaunahafa, sem kennara á kvikmynda-, sjónvarps og útvarpssviði. Þá mun hann kenna áfanga í handritaskrifum. Mirror greinir frá.

 

McConaughey hefur verið gestakennari áfangans síðan 2015 og aðstoðaði meðal annars við uppsetningu á námsskránni. Þá er orðrómur um að í áfanganum verði tvær af myndum leikarans teknar fyrir: The Gentleman, sem er væntanleg 2020, og Mud sem kom út 2012.

Leikarinn sagði í yfirlýsingu að þessi áfangi hefði komið sér vel þegar hann var sjálfur í námi. „Þetta gefur mér tækifæri til að undirbúa nemendur mína betur,” bætti hann við.

McConaughey útskrifaðist með Kvikmyndagráðu frá Háskólanum í Texas árið 1993. Hann hefur leikið í yfir fimmtíu myndum síðan þá. Þar á meðal Interstellar, The Wolf of Wall Street og Dallas Buyers Club sem landaði honum Óskarsverðlaun og Golden Globe.

Nú má heita Mordekaí, Kiddi og Frostúlfur

Myndin er úr safni

Mannanafnanefnd samþykkti tólf beiðnir um ný nöfn fyrr í mánuðinum. Nefndin hafnaði þremum beiðnum.

 

Mannanafnanefnd samþykkti átta beiðnir um ný eiginnöfn og fjórar beiðnir um ný millinöfn með útskurðum 7. ágúst. Það eru eiginnöfnin Maya, Mordekaí, Ynda, Kiddi, Frostúlfur, Dynja, Rúnel og Brandr og millinöfnin Eldborg, Grjótgarð, Vatneyr og Ljónshjarta.

Nefndin hafnaði þá þremur beiðnum með útskurðum 7. ágúst. Beiðnum um millinöfnin Borgfjöð og Vatneyrr var hafnað ásamt beiðni um eiginnafnið Lady.

„Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð, nafnið Lady. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703–1920. Þess vegna getur nafnið ekki talist hafa áunnið sér hefð í íslensku máli,“ segir meðal annars í útskurði um nafnið Lady.

Lesa má um úrskuði nefndarinnar á vef Stjórnarráðs Íslands.

Bleiki skatturinn fellur niður um mánaðarmót

Svokallaður túrskattur verður felldur niður 1. september næstkomandi. Virðisaukaskattur á tíðavörum mun lækka úr 24% í 11%. Þá verða vörurnar skilgreindar sem nauðsynjavara en ekki munaðarvara.

Alþingi samþykkti fyrr í ár frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörum og getnaðarvörnum. Einnota og margnota tíðavörur þar með talin dömubindi, tíðatappar, álfabikarar, ásamt öllum tegundum getnaðarvarna, munu falla í lægra þrep virðisaukaskatts.

Erindið var fyrst flutt af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata. Í greinagerð frumvarpsins segir: „Markmið frumvarpsins er stuðla að bættri lýðheilsu með því að draga úr kostnaði vegna nauðsynlegra hreinlætisvara, ásamt því að jafna aðstöðumun notanda mismunandi forma getnaðarvarna. Með þessum leiðréttingum færist Ísland nær þeirri þróun sem hefur orðið í öðrum ríkjum með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum á undanförnum árum.”

Enginn kostnaður er áætlaður vegna breytinganna en áætlað tekjutap ríkisins er um 37,9 milljónir á ári. Á móti skilar bætt lýðheilsa sparnaði í heilbrigðiskerfinu.

Hagkaup hefur tedrykk í sölu með allt að 4% áfengismagni

|
Mynd: Hagkaup.is|Drykkurinn sem um ræðir.

Lífrænt te sem inniheldur allt að 4% áfengismagn er til sölu í verslunum Hagkaups. Áfengismagnið næst þegar teið gerjast ofan í flöskunni. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum telja sölu Hagkaups á drykknum í andstöðu við lög. Hagkaup hefur ekki vínveitingaleyfi og er versluninni því ekki heimilt að selja drykki með svo miklu áfengismagni.

 

Vísir greinir frá.  Drykkurinn, sem heitir GT’s Kombucha, er flokkaður sem heilsudrykkur í verslunum Hagkaups. Aftan á flöskunni koma fram upplýsingar um gerjunina og hugsanlegt áfengismagn. Þá stendur framan á flöskunum að kaupandi þarf að hafa náð 21 árs aldri.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa borist ábendingar um vöruna. „Við í foreldrasamtökunum fórum í Hagkaup í Garðabæ til að sannreyna að þessi vara stæði öllum til boða,” sagði Árni Guðmundsson, formaður samtakanna, í samtali við Vísi. „Þarna fer að okkar mati fram ólögleg sala áfengra drykkja og því höfum til tilkynnt þetta til lögreglu. Hagkaup hefur hvorki vínveitingaleyfi né leyfi til sölu áfengis.“

„Það skiptir miklu máli að menn fari eftir lögum og reglum þegar áfengir drykkir eru annars vegar. Þarna getur hver sem er og börn þar á meðal nálgast áfenga drykki. Því viljum við að lögregla skoði málið alvarlega,“ bætti Árni við.

Drykkurinn sem um ræðir.

Líkamsárás í Breiðholti: Ráðist á ungling með kylfu og belti

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Tilkynnt var um líkamsárás í Breiðholti í gærkvöldi. Hópur manna réðst á 17 ára dreng með kylfu og belti. Árásarþoli var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Þá var móður hans tilkynnt um málið.

Ölvaður maður var handtekinn í verslun í gærkvöldi. Hann var gripinn við þjófnað og hafði ráðist á starfsmenn verslunarinnar. Þá var hann færður á lögreglustöð og var síðan laus eftir viðtal.

Maður var handtekinn í Ægisgarði brugghúsi á sjöunda tímanum í gær. Hann er grunaður um að stjórna skipi undir áhrifum áfengis. Þá var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í bifreiðar í miðbænum í nótt. Brotist var inn í fjölda bifreiða, ýmsir munir skemmdir eða stolið. Klukkustund síðar var maður handtekinn grunaður um innbrotin og er búið að endurheimta mikið af þýfinu. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls  í fangageymslu lögreglu

Bifreið var stöðvuð í Kópavogi í gærkvöldi. Ökumaðurinn, ung kona, reyndi fyrst að stinga lögreglu af. Hún er grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Þá hefur hún ítrekað verið stöðvuð við akstur bifreiðar án þess að hafa öðlast ökuréttindi.

Ekið var á unga hjólreiðakonu á bifreiðastæði í Árbæ á sjöunda tímanum í gær. Hún féll í jörðina við áreksturinn. Þá kenndi henni eymsla í læri og mjöðm og var hún flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Slysadeild.

Taktu þátt í plastlausum september

Strigapokar frá Now Designs í stað plasts.

Tími uppskerunnar er hafinn og nýtt íslenskt grænmeti og kartöflur því komnar í verslanir. Þar sem plastið er á undanhaldi er tilvalið að fjárfesta í góðum strigapoka og taka með í matvöruverslanir. Pokarnir henta einnig vel til þess að geyma hráefnið í og halda því fersku og má geyma í þeim kartöflur, lauk og engifer svo eitthvað sé nefnt. Pokarnir eru mjög léttir og þá má setja í þvottavél. Þeir koma í nokkrum stærðum og fást í Kokku á Laugavegi.

Pokarnir fást í nokkrum stærðum.

Aðdáendur Írafárs frá unga aldri

Eyþór Úlfar Þórisson og Andri Þór Jónsson, sem skipa lagahöfunda- og framleiðsluteymið September, voru að gefa út nýtt lag með Birgittu Haukdal. 

„Um daginn vorum við Eyþór í stúdíóinu að pæla hvaða listamönnum við værum til í að gera lag með,“ segir Andri Þór en síðastliðin þrjú ár hafa þeir fengið þekkta íslenska söngvara til liðs við sig, þ.á.m. Jón Jónsson og Steinar. „Sú hugmynd kom þá upp hjá okkur hvað það væri mikil gargandi snilld að gera lag með Birgittu Haukdal þar sem hún er ákveðin táknmynd í íslensku poppi og við báðir vægast sagt súper-fans þegar við vorum litlir. Það sama kvöld sömdum við lagið sem rann tiltölulega fljótt frá okkur og við sendum henni demóið. Nokkrir dagar liðu þar til hún svaraði okkur og sagðist vera til. Hún kom til okkar upp í stúdíó og söng allt lagið inn á einu kvöldi. Frá demói yfir í lokaútgáfu lagsins liðu einungis 2 vikur,“ segir Andri Þór. 

„Frá demói yfir í lokaútgáfu lagsins liðu einungis 2 vikur.“

„Það var mikið fagnaðarefni að hitta Birgittu Haukdal þegar lagið Aðeins nær þér varð til, enda Birgitta ein af goðsögnum íslenskrar popptónlistar.“

Írafár kom aftur saman eftir margra ára hlé í Eldborg í fyrrasumar og vakti mikla lukku. Það mátti með sanni segja að aðdáendur hljómsveitarinnar höfðu engu gleymt og muni því vonandi kætast þegar Birgitta sendir frá sér nýtt efni. Hér má hlusta á nýja lagið.

Sér rómantík og ást í öllu

Kolfinna Mist Austfjörð er á forsíðu nýjustu Vikunnar en hún tekur þátt í keppninni Miss Universe Iceland í ár og er náskyld Lindu Pétursdóttur fyrrum alheimsfegurðardrottningu sem hefur alltaf verið Kolfinnu Mist mikil fyrirmynd.

Í viðtalinu segir hún frá baráttu kærasta síns við heilakrabbamein og hvernig þau hafa ákveðið að takast á við veikindin af yfirvegun og kjarki. Aðaláhugamál Kolfinnu Mistar er hins vegar söngur og tónlistarsköpun. Hana dreymir um að búa og starfa í Nashville í Bandaríkjunum, Mekka sveitatónlistarinnar.

Í blaðinu er einnig að finna þríeykið Línu Rut Olgeirsdóttur, Kristínu Ólafsdóttur og Guðmund Val Viðarsson en þau vinna hörðum höndum að því að stofnsetja Spæjaraskóla fyrir íslenska krakka. Stella Vestmann segir frá Belgíu og Belgum en þeir eru miklir lífsnautnamenn og fagurkerar. Við fræðumst um hvernig er að vinna í Buckingham-höll og kveðjum rithöfundinn Toni Morrison. Margt fleira spennandi er að finna í nýrri Viku sem kemur á sölustaði í fyrramálið.

Vikan sem kemur í verslanir á morgun. Mynd/Unnur Magna

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

OMAM fór á kostum hjá IheartRadio í gærkvöldi

Í gærkvöldi kom hljómsveitin Of Monsters and Men fram á tónleikum á vegum útvarpsstöðvarinnar Iheart Radio.

Hægt var að horfa á tónleikana í beinni útsendingu á Youtube-rás stöðvarinnar og horfðu fleiri þúsund manns á herlegheitin. Sveitin sendi nýverið frá sér plötuna Fever Dream og hefur hún verið að fá glimrandi dóma út um allan heim. Á dögunum náði lagið Alligator toppsætinu á Billboard all-rock-format-listanum, alls ekki slæmt það.

OMAM er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku en næstu tónleikar sveitarinnar fara fram í The Anthem í Washington, DC. OMAM er hreint út sagt frábær tónleikasveit og voru tónleikarnir í gærkvöldi engin undantekning. Við mælum með að þú skellir löppunum upp á borð, ýtir á „play“ og hækkir í botn. 

Raddir