Föstudagur 17. janúar, 2025
-2.3 C
Reykjavik

Stórþjófnaðurinn á Teigarhorni

Vera landvarðar á Teigarhorni spornar við steinatöku.

Ein umfangsmestu steinatökumál síðari tíma áttu sér stað á Teigarhorni við Djúpavog en þar er að finna gnægð geislasteina (zeolíta) sem eru ásamt silfurbergi frægustu skrautsteinar Íslands. Teigarhorn var friðlýst árið 1975. Árið 2009 var steinasafni Jónínu Ingvarsdóttur, ábúanda á Teigarhorni, stolið á meðan hún var stödd í höfuðborginni. Steinunum hafði safnað í 17 ár og mat hún safnið á þeim tíma á 15 milljónir króna. Málið var aldrei upplýst.

Rúnar Matthíasson, landvörður á Teigarhorni, rifjar upp að árið 2014 hafi komið upp mál þar sem Austurríkismaður var gripinn með fullan bíl af steinum úr íslenskri náttúru. Sést hafði til hans í fjörunni við Teigarhorn með haka og var lögregla kölluð til. Voru steinarnir sem hann tók úr fjörunni gerðir upptækir en Austurríkismaðurinn komst úr landi áður en hægt var að sækja hann til saka.

Rúnar segir að steinataka sé ekki lengur stórt vandamál á Teigarhorni. „Ég hef verið að stoppa af fólk í saklausum tökum þar sem það er að tína upp úr fjörum og taka það sem er laust. Einstaka sinnum krakka með fulla poka af steinum. En almennt ber fólk virðingu fyrir merkingum.“

Rúnar er einn af fáum heilsárs landvörðum á Íslandi og segir hann engan vafa á því að það sporni við steinatöku. „Ekki spurning. Ég bý hérna á staðnum og er með augun á svæðinu nánast allan sólarhringinn þannig að það fælir þá frá sem ætla sér eitthvað misjafnt“.

Var 21 árs, heimilislaus í yfirgefnu húsi

Hljómsveitin Above The Lights var að senda frá sér sína fyrstu EP-plötu og ber hún sama nafn og hljómsveitin.

Lögin eru mjög persónuleg og má segja að platan í heild sé einhvers konar ferðalag úr myrkri yfir í ljósið.

Hljómsveitina skipa þrír einstaklingar, Eyþór Bjarni Sigurðsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir og Kristófer Nökkvi Sigurðsson, og platan var unnin í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson í stúdíó Bambus. „Við vorum með vissan hljóm sem við vildum ná fram og Stefán náði að fanga þann hljóm fullkomlega. Við gætum ekki verið sáttari við útkomuna, hún er á sama tíma bæði dimm og hugljúf. Viðfangsefnin eru þung eins og til dæmis í laginu By The Tower þar sem ég fjalla um upplifun mína af því að vera 21 árs, heimilislaus í yfirgefnu húsi rétt fyrir neðan Hallgrímskirkju. Ég held að hafi aldrei upplifað mig eins einmana á ævinni,“ segir Eyþór.

Stór hluti lífs hans helgaður því að hjálpa öðrum
Eyþór, annar söngvari hljómsveitarinnar, hefur verið edrú til margra ára og segir hugleiðslu og andlega iðkun hafi bjargað lífi sínu. Stór hluti lífs hans sé helgaður því að hjálpa öðrum. Þó að platan sé persónulegt uppgjör við fortíðina og fjalli um erfið viðfangsefni sé hún á sama tíma full af fegurð og von. „Það sem einkennir einna helst þessa fyrstu plötu Above The Lights eru fallegar melódíur en drungalegur undirtónn. Með útgáfu þessarar plötu líður mér eins og vissum kafla í lífi mínu sé lokið og ég geti farið að einbeita mér að öðrum lögum,“ segir Eyþór.

„Þetta er ekki tónlist sem maður ætti að spila í partíum, barnaafmælum eða hressum veislum, heldur meira svona einn með sjálfum sér þegar maður vill láta hugann reika,“ bætir Kolbrún við brosandi og mælir með því að fólk gefi sér tíma til að hlusta á þessa fyrstu EP-plötu Above The Lights. Hægt er að hlusta á plötuna á öllum helstu streymisveitum og auðvitað á albumm.is.

Leiga á íbúð sögð greiðsla á persónulegum kostnaði Skúla

Deloitte telur að „greiðslur WOW vegna reksturs og leigu  íbúðarinnar hafi ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum.

Félag sem heitir WOW air Ltd., og er skráð í Englandi, var lengi vel í persónulegri eigu Skúla Mogensen. Félagið hét áður Mogensen Limited en nafni þess var breytt fyrir nokkrum árum. Starfsemi félagsins fólst aðallega í að leigja íbúð í London. Skúli Mogensen og kærasta hans bjuggu í umræddri íbúð en þau héldu heimili á Íslandi og í London.
Í skýrslu skiptastjóra WOW air segir að flugfélagið hafi greitt 37 milljónir króna í leigu vegna íbúðarinnar á tveggja ára tímabili, frá 28. mars 2017 og þangað til að WOW air fór í þrot. Það þýðir að meðaltalsmánaðarleiga hefur verið rúmlega 1,5 milljón króna á mánuði.
WOW air Ltd. var framselt til WOW air í september 2018, sama mánuði og skuldabréfaútboð félagsins fór fram. Skiptastjórarnir segja að enginn samningur hafi verið í gildi milli WOW air og WOW air Ltd. „vegna þessarar íbúðar og þá voru greiðslur WOW vegna hennar ekki samþykktar í stjórn félagsins.“

Leigugreiðslurnar hafi einfaldlega verið vegna greiðslu á persónulegum kostnaði hluthafa WOW air, Skúla Mogensen. Í skýrslunni segir enn fremur að Deloitte telji, að lokinni athugun sinni, að „greiðslur WOW vegna reksturs og leigu fyrrgreindrar íbúðar hafi ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum enda engar vísbendingar um að íbúðin hafi verið nýtt í þágu starfsmanna WOW, hvorki flugfólks né annarra almennra starfsmana. Skiptastjórar skoða nú að krefjast endurgreiðslu þess fjár sem WOW greiddi vegna fyrrgreindrar íbúðar.“

Skúli Mogensen sagði í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla síðastliðinn mánudag að þegar WOW air hafi farið að leigja íbúðina, í byrjun árs 2017, hafi flugfélagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London eða Dublin og jafnframt verið að skoða mögulega skráningu á markaði í London. „Hvort tveggja kallaði á verulega viðveru forstjóra í London. WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum.“

Trump vill nota kjarnorkusprengjur á fellibyli

|
|

„Af hverju sprengjum við ekki fellibylina með kjarnorku?” Að þessu spurði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á fundi með embættismönnum Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og öryggismálayfirvöldum.

Vefmiðillinn Axios greinir frá. Trump hefur ítrekað stungið upp á notkun kjarnorku á fellibyli. Þannig vilji hann koma í veg fyrir að þeir nái að ströndum Bandaríkjanna. „Fellibylirnir byrja að myndast við vesturströnd Afríku og færast svo vestur yfir Atlantshafið,” á Trump að hafa sagt við ráðgjafa sína. „Á leiðinni ættum við að láta kjarnorkusprengju lenda í auga stormsins og leysa hann þannig upp. Af hverju getum við ekki gert það?”

Samkvæmt heimildarmanni Axios kom þessi spurning flatt upp á viðstadda. Stemningin í herberginu hafi orðið frekar vandræðaleg. Þá hafi ráðgjafar forsetans litlu svarað en sögðust ætla „athuga möguleikana.” Þeir gætu þó ekki ábyrgst neitt.

Þrjú handtekin í nótt vegna líkamsárása

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Tilkynnt var um líkamsárás í gærkvöldi. Árásaraðilar voru tveir menn. Þeir fóru á brott í bifreið en voru handteknir skömmu síðar og vistaðir í fangageymslu lögreglu. Árásarþoli var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar.

Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Skömmu eftir sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás á heimili í Laugardal. Um tvær konur var að ræða. Árásarþoli var fluttur á slysadeild með sár á höfði og árásaraðili var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku á sjötta tímanum í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á ljósastaur. Engin slasaðist. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin burt. Tuttugu mínútum síðar var tilkynnt um svipað umferðaróhapp í Hafnarfirði. Ökumaður bifreiðar ók á ljósastaur en slapp við meiðsl. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin burt af Króki.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum. Ein bifreiðanna reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið á níunda tímanum í gærkvöldi. Brotin rúða og stolið myndavél, linsum, og ýmsum búnaði frá erlendum ferðamönnum.

Fullur þakklætis fyrir heilsuna og lífið

„Já

Ólafur Stephensen missti systur sína úr krabbameini fyrir einu og hálfu ári. Þremur mánuðum eftir að Þóra systir hans lést lenti Ólafur í hjólreiðaslysi, reyndar á afmælisdegi hennar, og hefur síðan farið í hverja aðgerðina á fætur annarri til að ná fullri hreyfigetu á ný. Hver voru tildrög slyssins?

„Á einum af þeim fáu fallegu dögum sem við fengum á höfuðborgarsvæðinu í fyrrasumar vöknuðum við Ragnheiður eldsnemma og ákváðum að nýta morguninn til að fara í hjólatúr,“ segir Ólafur. „Verandi gamall antisportisti lærði ég ekki að hjóla fyrr en ég var tuttugu og átta ára gamall en hef dálítið hjólað síðan. Eftir að ég kynntist Ragnheiði, sem er dálítið hjólaóð, keypti ég mér fjallahjól og fékk svo lánað racer-hjól hjá félaga mínum. Var búinn að prófa það á hjólastígum innanbæjar í einhverja daga og fannst það ógurlega gaman þannig að ég var mjög spenntur fyrir því að hjóla Nesjavallaveginn þennan dag. Þegar við vorum á leiðinni til baka var ég kominn á milli 30 og 40 kílómetra hraða, þegar ég lenti með framdekkið í sprungu á veginum. Síðan tók við lausamöl þegar ég var að reyna að ná jafnvæginu aftur og svo bara man ég ekki meira. Ég flaug af hjólinu og steinrotaðist þannig að þegar Ragnheiður kom að mér andaði ég eitthvað lítið og hægra viðbeinið stóð út í jakkann minn, ég var sem sagt með opið beinbrot í öxlinni. Ef ég hefði ekki verið með hjálm væri ég náttúrlega steindauður, en ég slapp með höfuðhögg og svolítið af beinbrotum.

Viðbeinsbrotið var erfiðast viðureignar en afleiðingarnar af höfuðhögginu voru þær að ég sá tvöfalt til að byrja með. Það gekk yfir á nokkrum vikum og mér var sagt að það væri ekkert óalgengt eftir heilahristing. Ég var frá vinnu í þrjár vikur en skrönglaðist svo af stað aftur og fór kannski of geyst, ég veit það ekki.

„Þegar Ragnheiður kom að mér andaði ég eitthvað lítið og hægra viðbeinið stóð út í jakkann minn, ég var sem sagt með opið beinbrot í öxlinni. Ef ég hefði ekki verið með hjálm væri ég náttúrlega steindauður.“

Viðbeinið var skrúfað saman með stálplötu en sú viðgerð hélt ekki, þannig að ég þurfti að fara í annan uppskurð í desember þar sem sett var í mig veigameiri stálplata. Hún var svo tekin úr mér aftur núna í maí með þriðju skurðaðgerðinni og síðan er ég búinn að vera að reyna að koma mér aftur í form. Ég hef líka verið duglegur að synda og á tímabili vakti ég mikla athygli og fólk gaf sig gjarnan á tal við mig í Laugardalslauginni af því að ég synti bara með annarri hendinni. Nú er ég farinn að geta gert flest sem ég gat fyrir ári. Áhuginn á hjólreiðum hefur þó heldur dalað, ég er búinn að fara í einn hjólatúr í sumar, nokkurn veginn réttu ári eftir að ég datt, og ég verð að viðurkenna að fyrstu kílómetrana var ég bara skíthræddur en það rjátlaðist sem betur fer af mér. En ég hugsa að ég fari voðalega varlega í hjólreiðunum hér eftir. Ég hjólaði í vinnuna einn daginn og tók tímann á mér og niðurstaðan var sú að ég hjóla hægar en ég hleyp, þannig að þú sérð að ég fer óskaplega varlega til að byrja með.“

Ólafur viðurkennir að síðasta eina og hálfa árið hafi verið ansi erfitt en segist hafa tekist á við það sem upp á hefur komið með því að ræða öll mál við sína nánustu. Þessi reynsla hafi þó að ýmsu leyti breytt lífssýn hans.

„Fyrst og fremst finnst manni líf og heilsa ekkert sjálfsagðir hlutir lengur,“ segir hann hugsi. „Ég var mjög heppinn að slasa mig ekki verr í þessari byltu og er líka heppinn að vera laus við alls kyns illvíga sjúkdóma sem fólk er að glíma við allt í kringum mann. Þannig að í rauninni hefur þetta fyllt mig af þakklæti fyrir heilsuna, lífið og það sem ég hef og ég tek hlutunum síður sem sjálfsögðum.“

Mynd / Unnur Magna

Forsætisráðherra sýndi kænsku með því að koma sér undan fundi með Pence

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Það er mál manna að Katrín Jakobsdóttir hafi átt góða viku á meðan áhrifavaldar hlutu skell í tekjublaði ársins.

Góð vika – Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti prýðisviku. Hún tók á móti norrænum kollegum sínum í vikunni og í bónus mætti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á svæðið. Í ofanálag tókst Katrínu með nokkurri kænsku að koma sér undan því að þurfa að sitja fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Enda ekki eftirsóknarvert að þurfa að sitja fund með manni sem á erfitt með að umgangast konur, fyrirlítur samkynhneigða og trans fólk og lítur á sjónvarpsþættina Handmaid´s Tale sem draumkennda útópíu fremur en framtíðarhrollvekju.

Slæm vika – Áhrifavaldar
Landinn elskar fátt meira en Tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í vikunni, jafnvel þótt lesturinn veiti fæstum ánægju. Þeir sem nafngreindir eru í blaðinu kæra sig fæstir um það og hinir bölsótast yfir því hvað Nonni í næsta húsi hefur það gott. Þeir sem hljóta mesta skellinn í tekjublaði ársins eru þó áhrifavaldar sem, miðað við álagningaskrána, lifa margir hverjir við hungurmörk. Jafnvel þeir sem keppast við að baða sig í lúxus á framandi stöðum um allan heim. Skellurinn gæti jafnvel orðið enn þyngri ef útsendarar skattsins létu sig þetta varða.

Gamla konan í hettupeysunni

Síðast en ekki síst

 

Í gær átti ég afmæli. Varð 37 ára sem mér þykir nokkuð vel af sér vikið. Hins vegar finn ég mig í dálítilli tilvistarkreppu þegar kemur að aldri mínum. Gerir sú staðreynd að mér finnst ungt fólk ganga í ljótum buxum og hlusta á leiðinlega tónlist mig að miðaldra herfu? Eða er ég enn þá með þetta, 37 ára gömul konan?

Að fara á djammið og vera kalt á lærunum með uppþembu af ódýru hvítvíni er jafnórafjarri löngun minni og ristilspeglun. Föstudagsmorgnar þykja mér til dæmis töluvert meira spennandi nú til dags heldur en föstudagskvöld. Þá morgna bíð ég æsispennt eftir vikulega uppáhaldsútvarpsþættinum mínum á Rás 1 sem byrjar rétt rúmlega níu. En þá eru yfirleitt þrír klukkutímar síðan ég fór á fætur.

Ég fer reglulega í um tveggja klukkustunda mæðraorlof og fer þá einsömul í sund í hverfislauginni mér til heilsubótar og andlegrar upplyftingar. Sit í funheitu gufubaðinu sem eftir vel heppnaða yfirhalningu lyktar ekki lengur eins og blautur labrador-hundur. Það þykir mér ánægjulegt. Ég fer í kalda pottinn líka þar til ég blána eins og Fridtjof Nansen. Það gerir mér gott. Ég er ekki enn þá farin að gera Mullers-æfingar á bakkanum en það styttist í það.

Það er (vísindalega) sannað að fólk hættir að uppgötva nýja tónlist eftir þrítugt. Þar er ég engin undantekning og þar sem ég stíg á bak settlega konuhjólinu mínu eftir sundferðina, set ég play-lista æsku minnar í eyrun og hjóla heim. Set upp hettuna á peysunni minni enda farið að kula. Ég kem við í sjoppu og kaupi mér bland í poka og appelsínusafa. Rekst á veggjakrot með málfarsvillu í sem ég leiðrétti snarlega með merkitússi.

Ég læsi konuhjólinu mínu niðri í hjólageymslu í þann mund sem meðlimir Rage Against the Machine bjóða mér ítrekað að fara í rassgat, þeir muni ekki fara eftir tilmælum mínum. Ég fer upp í íbúðina mína, kyssi eiginmann og börn. Ég er enn þá með þetta.

Skemmtilega flippað og litríkt heimili

|||||||
||Sesselja Ómarsdóttir

Heimili Áslaugar Snorradóttur ljósmyndara á efstu hæð hússins sem hún fæddist í á Dalbraut endurspeglar vel litríku, hressu týpuna sem hún sjálf er.

Við kíktum í heimsókn til Áslaugar og fengum hana til að sýna okkur nokkra hluti sem eru henni kærir.

Áslaug Snorradóttir við hvítt tré sem hefur staðið í stofunni síðan árið 2007 (sjá mynd að ofan). Þetta tré og fleiri voru borðskreytingar á góðgerðasamkomu Fiðrildahátíðar UNIFEM. Heiða Magnúsdóttir hannaði og lét útfæra þau og hvert tré var tileinkað gyðju. Þar sá Áslaug um matseðilinn. Forsnakkið var til að mynda gull á súkkulaði og kampavínsglas, svo egg á engi og alls konar réttir sem Dóra Svavarsdóttir kokkur útfærði ásamt liði snilldarkokka. Áslaug fékk að eiga þetta tré og þykir mjög vænt um það og minninguna sem því tengist.

Bláa borðið í stóru borðstofustofunni. Stór landslagsljósmynd eftir Pál Stefánsson og minni ljósmynd sem Áslaug tók af sundkonu með flothettu en sjálf á Áslaug tvær slíkar og segist elska flothettusund sem sé slakandi og endurnærandi. Dýrahausarnir tveir koma frá Mumbai, rétt við hverfið þar sem bíómyndin Slumdog Millionaire var tekin upp.

Áslaugu þykir sérlega vænt um gylltu stjörnulaga sprittkertastjakana sem afi hennar bjó til fyrir brúðkaupið hennar sem var haldið þann 28. desember árið 1991. Stjörnubjartur næturhiminn var þemað í brúðkaupinu ásamt flauelsrauðum lit.

Áslaug og Helga Björnsson tískuhönnuður eru að kokka saman hugmyndir þar sem þær hyggjast leiða saman hesta sína og sköpunarkraft í verkefni sem er enn háleynilegt en við munum vonandi sjá verða að veruleika fyrr en síðar. Á bláa sófanum eru skissur þeirra beggja sem er grunnurinn að þessu samstarfi.

Blómamyndin er eftir ömmu Áslaugar sem er henni kær.

Áslaug segist hreinlega elska bækur og tímarit og nóg er af hvoru tveggja á heimili hennar. Hún hefur myndað fyrir margar matreiðslu- og ferðabækur um Ísland og til að mynda komu út þrjár bækur í Þýskalandi nýlega sem Áslaug myndaði fyrir. Við getum kallað þetta bókaaltarið hennar Áslaugar þar sem hringlaga fimm arma kertastjaki með hangandi jólakúlu, glös og skrautmunir poppa upp stemninguna.

Að sjálfsögðu heldur ljósmyndarinn líka upp á ljósmyndir. Þessar prentaði hún nýverið út og hengdi upp enda litfagrar með eindæmum og algjört augnakonfekt eins og svo ótal margt á heimili Áslaugar.

Babúskur, sparistell, lillablár dúkur frá Udaipur á Indlandi en þar er endalaus fegurð og allskonar fínerí. Og uppskriftabókin hennar Ölbu ömmustelpu sem er að verða fimm ára í sumar. Alba býr í næsta húsi við Áslaugu ömmu og þær eru miklar vinkonur og bralla ýmislegt saman eins og þessa litlu uppskriftabók sem hún föndraði. Bóka- og matarást ömmunar hefur ef til vill kveikt áhuga litlu ömmustelpunnar á að búa til uppskriftabók?

Hjartalaga mósaíkspegill sem Kolla dóttir Áslaugar gerði. Faðir hennar gerði teikninguna 1970 en þá var hann fluttur til Stokkhólms í læknanám og Áslaug og mamma hennar fluttu þangað stuttu seinna. Þessi mynd endurspeglar fjölþjóðastemninguna á stúdentagarðinum. Ilmkertið er frá Ralph Laurent og ilmurinn er ómótstæðilegur að mati Áslaugar sem segist dekra við sig með góðum ilmkertum og ferskum blómum.

Rauða borðið þar sem fallegur stafli af matreiðslubókinni Náttúran sér um sína stendur. Þessi bók er í miklu uppáhaldi enda fylgdi gerð hennar skemmtilegur tími í Færeyjum, Flatey, Vatnsdal og á Snæfellsnesi þar sem Áslaug var með kokkinum Rúnari Marvinssyni og tók myndir og fangaði matarstemninguna fyrir bókina. Bókin kom út árið 2008. Gyllti fjögurra hæða kökudiskurinn kemur frá Taílandi þar sem Áslaug segist hafa farið á flug í glingurverslunum.

Flottar ljósmyndir eru í miklu uppáhaldi hjá ljósmyndaranum sjálfum og þarna standa þrjár myndir eftir ljósmyndara sem Áslaug heldur mikið upp á.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air

|
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/ Rakel Ósk Sigurðardóttir

Í skýrslu skiptastjóra þrotabús WOW air kemur fram að það sé enn í viðræðum við nokkra aðila um sölu á vörumerkinu WOW air, lénum félagsins, bókunarvél og ýmsu lausafé sem tengist rekstri félagsins. „Þær viðræður ganga ágætlega og vonast skiptastjórar til þess að ljúka samningum um sölu þeirra eigna.“

Eini áhugasami kaupandinn sem greint hefur verið frá opinberlega er bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin. Hún gerði kaupsamning um valdar eignir úr þrotabúi WOW air í júlí en honum var síðan rift. Hún kom svo í viðtal við ViðskiptaMoggann skömmu síðar og þar fullyrti hún að búið væri að tryggja milljarða króna til reksturs nýs flugfélags á grunni WOW air sem ætti að duga næstu tvö árin.

Í lok júlí var kaupunum hins vegar rift vegna þess að síendurtekið hafði dregist að borga fyrstu greiðslu samkvæmt kaupsamningi sem gerður var milli félags Ballarin og þrotabúsins. Heildarumfang viðskiptanna átti að vera ríflega 180 milljónir króna og sú greiðsla að greiðast í þremur nokkuð jöfnum áföngum.

Ballarin var svo stödd hér á landi á ný um miðjan ágúst. Fréttavefurinn Túristi.is sem sérhæfir sig í ferðaþjónustutengdum fréttum greindi þá frá því að erindi hennar væri að að reyna aftur við stofnun nýs flugfélags á grunni WOW air. Hérlendis voru fulltrúar hennar sagðir almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson og lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson.

Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, sagði á þeim tíma, í samtali við Kjarnann, að Ballarin hefði ekki sett sig í samband við þrotabúið á ný.

Ítarlega fréttaskýringu um málið má lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vefsíðu Kjarnans.

Ásókn ferðamanna alþjóðlegt vandamál

|
|

Ásókn ferðamanna í steina og aðrar náttúruminjar er vandamál víðs vegar um heiminn.

Í vikunni var franskt par handtekið á Sardiníu fyrir að taka sand af ströndum eyjunnar, nánar tiltekið 40 kíló sem búið var að tappa á flöskur. Árið 2017 bönnuðu yfirvöld í Sardiníu sandtöku og eru viðurlögin allt að sex ára fangelsi og sekt sem nemur 415 þúsund krónum. Sambærileg lög voru sett á Havaí árið 2013 og til að mynda er bannað að selja sand þaðan á uppboðssíðunni eBay.

Grísk yfirvöld hafa ítrekað reynt að sporna við steinatöku á Lalaria-ströndinni á eyjunni Skiathos. Þar er að finna egglaga steinvölur sem eru einstakar í heiminum og var ásókn ferðamanna í steinana farin að hafa sjáanleg áhrif á ströndina. Kvikmyndin Mama Mia! var tekin upp á Skiathos og við það margfaldaðist ásókn ferðamanna í steinana. Sambærileg lög hafa verið sett víðar um heiminn, meðal annars í Bretlandi, Filippseyjum, Rússlandi, Ástralíu, Kína og á Ítalíu.

Ekki alls fyrir löngu lenti íslensk fjölskylda í vandræðum í Tyrklandi eftir að þau höfðu keypt marmarastein í túristaverslun í Antalya. Ströng viðurlög gilda við smygli á náttúrusteini og fornminjum í Tyrklandi og var fjölskyldufaðirinn látinn sitja í varðhaldi í tæpan mánuð og síðar úrskurðaður í farbann. Hann var loks dæmdur í rúmlega eins árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt.

Óttinn við krabbamein aldrei nagað

„Já

Ólafur Stephensen hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu í dag til að safna fyrir Ljósið til minningar um systur sína, Þóru Stephensen, sem lést eftir baráttu við krabbamein í apríl 2018. Hann segir dauða systur sinnar þó ekki vera einu ástæðuna fyrir því að hann valdi að styrkja starfsemi Ljóssins.

„Það er lengri saga á bakvið það,“ segir hann. „Ég átti tvær systur, Elínu og Þóru, sem voru þrettán og ellefu árum eldri en ég. Elín greindist með krabbamein í legi árið 2014 en hafði betur í þeirri baráttu og er frísk í dag. Þóra greindist 2016 með brjóstakrabba og það leit út fyrir að hún hefði líka sigrast á sínu meini en svo blossaði það upp aftur árið 2017 og hún dó í apríl í fyrra. Þær leituðu báðar mikið til Ljóssins og höfðu mikinn styrk af þeirri frábæru þjónustu sem þar er í boði. Það vill reyndar líka svo til að nýlega varð konan mín, Ragnheiður Agnarsdóttir, stjórnarformaður Ljóssins og sagan á bakvið það er að hún í fyrsta lagi missti fyrri manninn sinn, Þórð Friðjónsson, úr krabbameini árið 2011 og síðan greindist stjúpmóðir hennar, Rósa Steinsdóttir, með krabbamein 2016 og hefur líka sótt mikið til Ljóssins. Tengdamamma dóttur minnar, Guðrún Kristín Svavarsdóttir, er líka í hópi skjólstæðinga Ljóssins. Þannig að Ljósið á það eiginlega alveg inni hjá mér að ég leggi pínulítið á mig fyrir það.“

Spurður hvernig hann hafi sjálfur tekist á við veikindi systra sinna, hvort hann hafi leitað sér aðstoðar í ferlinu, svarar Ólafur að hann hafi reyndar gert það.

„Eftir að Þóra hafði greinst í annað sinn fór ég í fjölskylduviðtal með Elínu systur minni hjá Ljósinu,“ upplýsir hann. „Það var afskaplega gott og hjálpaði manni að hugsa eftir réttum brautum og vera stuðningur bæði við þann veika og aðra aðstandendur, held ég.“

Það er nærtækt að spyrja hvort Ólafur sé ekki sjálfur hræddur um að greinast með krabbamein eftir þessa reynslu en hann segist reyndar ekki vera sérstaklega hræddur um það, þótt hann geri sér að sjálfsögðu grein fyrir því að hann gæti fengið krabbamein eins og hver annar.

„Systur mínar létu rannsaka það hvort krabbameinið væri að einhverju leyti ættgengt en það kom ekkert í ljós sem bendir til þess,“ útskýrir hann. „Ég er líka undir mjög góðu eftirliti hjá konunni minni sem gengur hart eftir því að ég fari reglulega í alls konar tékk, eins og maður á auðvitað að gera þegar maður er kominn um og yfir fimmtugt, og óttinn við það að fá krabbamein hefur aldrei nagað mig. Það er hins vegar gott að láta fylgjast vel með sér og hafa forvarnirnar í lagi.“

Allt viðtalið við Ólaf má lesa hér.

Fá steina í pósti frá skömmustulegum ferðamönnum

Kristalla úr Helgustaðanámu má finna víða um heim líkt og Rene Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hefur komist að. Bæði hefur hann komið auga á silfurberg til sölu á eBay og þá rakst hann á einn slíkan á markaði í Aþenu.

„Ég er 95 prósent viss um að hann hafi komið úr Helgustaðanámu. Það er ekki bara fólk sem hefur áhuga á jarðfræði sem er að taka þessa steina því þetta er bara bisness. Maður veit í raun aldrei hvenær þessir steinar hafa verið teknir, það gæti hafa verið í fyrra en allt eins fyrir 20 árum.“

En það eru ekki allir sem taka steinana af illum hug. Rene segist hafa fengið sendingar frá útlendingum sem hafi tekið steina úr náttúrunni en síðan lesið sér til eftir að heim var komið að slík steinataka sé með öllu óheimil. Þeir hafi því ákveðið að skila steinunum með pósti til að létta á samviskunni. „Einhver lét meira að segja 30 dollara fylgja með í póstinu til að borga fyrir ómakið,“ segir Rene.

 

Lyktar af þekkingarleysi

Bundið slitlag er nú komið á allan þjóðveg númer 1 eftir að nýr vegakafli við Berufjarðarbotn var vígður fyrir skömmu. Árið 2017 var hringvegurinn færður af malarveginum á Breiðdalsheiði og yfir á Suðurfirðina sem voru með bundnu slitlagi en að öðrum kosti má guð vita hvenær Ísland hefði borið gæfu til að skapa þessar sjálfsögðu aðstæður um allan þjóðveg númer 1.

Nýi vegarspottinn um Berufjarðarbotn er tæplega fimm kílómetra langur en samt sem áður var ekki átakalaust að ná framkvæmdinni í gegn og henni ítrekað frestað. Árið 2017 tóku íbúar Berufjarðar á það ráð að loka veginum í mótmælaskyni við enn eina frestunina.

Sjálf er ég alin upp á sveitabæ í um 100 kílómetra fjarlægð frá næsta kaupstað. Vegurinn var holóttur, grýttur, hlykkjóttur, mjór og á köflum niðurgrafinn malarvegur. Brýrnar voru allar einbreiðar og aðstæður við þær í hálku, til hliðar við snarbrött gilin voru ekki til að hrópa húrra fyrir. Ég gekk í heimavistarskóla frá sjö ára aldri, fór í skólann á mánudegi og kom heim eftir hádegi á föstudögum. Yfir vetrartímann gátu þessar ferðir með skólabílnum verið hreinasta martröð. Ég man eftir atvikum þar sem bíllinn festist svo illa að við þurftum að ganga nokkurra kílómetra leið að næsta bæ. Einu sinni var svo mikil hálka á einni brúnni yfir beljandi jökulána að bíllinn festist á henni miðri og komst hvorki lönd né strönd. Á veturna var ekki hlaupið að því að komast undir læknishendur ef eitthvað óvænt kom upp á og til dæmis snjósleðar notaðir þegar færð var slæm.

Vera má að fólki sem lítið hefur komið út fyrir höfuðborgina þyki rómantískt að skrölta um á illfærum vegum yfir brattar heiðar þegar það fer út á land til að upplifa hvað allt var kúl í gamla daga. Konan sem átti barnið sitt í Oddskarði fyrir tíma Norðfjarðarganganna er líklega ekki sammála.

Góðar samgöngur eru mér því hugleiknar og samgöngumannvirki með fallegri mannvirkjum sem ég veit um – upphækkaðir, beinir og breiðir vegir vekja hjá mér aðdáun, svo ekki sé minnst á brýr og jarðgöng. Miklu hefur verið áorkað í þessum málum síðan ég var að alast upp og hver einasta framkvæmd að sjálfsögðu til bóta, hvort sem er í þéttbýli eða dreifðari byggðum landsins. Hitt er svo annað mál að forgangsröðunin er oft og tíðum undarleg og lyktar af þekkingarleysi.

Vera má að fólki sem lítið hefur komið út fyrir höfuðborgina þyki rómantískt að skrölta um á illfærum vegum yfir brattar heiðar þegar það fer út á land til að upplifa hvað allt var kúl í gamla daga. Konan sem átti barnið sitt í Oddskarði fyrir tíma Norðfjarðarganganna er líklega ekki sammála. Íbúar Seyðisfjarðar sem hafa dögum saman verið innilokaðir vegna ófærðar á Fjarðarheiði eru ekki sammála. Pabbi minn sem þurfti að notast við kláf til að komst yfir Jökulsá á Brú fyrstu 20 ár ævi sinnar er ekki sammála heldur. Þetta fólk skilur þörfina fyrir samgöngubætur sem oftar en ekki snúast um líf og dauða.

Að þessu sögðu mæli ég með að næsta samgöngubót verði hafin sem fyrst. Vegurinn um Fjarðarheiði er einn hæsti þjóðvegur landsins í rúmlega 600 metra hæð. Jarðgöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar eru löngu tímabær til að rjúfa vetrareinangrun og tryggja öryggi bæði íbúa og ferðalanga.

„Af hverju erum við að standa í þessu hljómsveitarbrölti?“

|
Nafnarnir Guðmundur Jónsson og Guðmundur Gunnlaugsson skipa dúettinn GG blús. Mynd / Jón Önfjörð Arnarsson.|GG blús á sviði á Blúshátíð Reykjavíkur. Mynd/ Ásta Magnúsdóttir.

Guðmundur Jónsson, tónlistarmaður og tækniteiknari, var að senda frá sér nýja plötu ásamt félaga sínum og nafna Guðmundi Gunnlaugssyni. Platan heitir Punch, er í rokkuðum blússtíl og flest lögin frumsamin eftir þá félaga.

„Dúettinn heitir GG blús af því að við berum báðir nafnið Guðmundur og grunnstefið í tónlistinni okkar kemur frá blúsnum. Félagi minn Gunnlaugsson spilar á trommur og ég á gítar og svo syngjum við báðir,“ segir Guðmundur sem var í hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns um árabil. Nafni hans gerði garðinn frægan í bítlabandinu Sixtíes og blúsbandinu Kentár, ekta blúsari inn að beini. „Við erum búnir að þekkjast lengi og höfum spilað oft saman í gegnum tíðina, en þetta samstarf hófst 2017, stuttu eftir að ég flutti út á Álftanes þar sem Gummi hefur verið búsettur frá barnæsku. Í einhverju bríaríi og leiðindum ákváðum við að hittast einn daginn í æfingahúsnæðinu hans og fremja einhvern hávaða. Planið var alltaf að fá einhverja aðra með til liðs en fáir eru eins æfingaglaðir og við, þannig að við létum þetta bara virka tveir með þartilgerða gítarfetla og hugvitsemi í útsetningum. Við æfðum slatta af sígrænum ábreiðum af meiði blúsrokksins, tónlistarstefnu sem hugnast okkur báðum og búið er að gera ansi góð skil í gegnum tíðina en fyrir okkur var ferskt að arka þessa margtroðnu slóð svona fámennir. Það lá auðvitað beinast við að nefna dúettinn GG blús og síðan voru knæpur Reykjavíkur og nágrennis heimsóttar og flutningurinn og þel slípað. Hápunktinum var síðan náð er við spiluðum á Blúshátíð Reykjavíkur við góðan orðstír fyrr á þessu ári.“

GG blús á sviði á Blúshátíð Reykjavíkur. Mynd/ Ásta Magnúsdóttir.

„Hvað viljum við fá út úr lífinu?“
Félagarnir í GG blús hafa síðasta hálfa árið unnið að sinni fyrstu plötu. Hún inniheldur sjö frumsamin lög og þrjár ábreiður. Hún skartar þremur góðum gestum, þeim Sigurði Sigurssyni á munnhörpu, Jens Hanssyni á saxófónn og pönk-blús-goðsögninni Mike Pollock, sem syngur og semur einn ópus með þeim. „Á plötunni tekst frasaskotin gítarvinna á við óhaminn trommusláttinn og grípandi sönglínur fljóta yfir með tregafullum enskum textum, ásamt hljóðbrotum og þankagangi úr ýmsum áttum. Við erum trúir blúshefðinni en samt móttækilegir nútímanum,“ segir Guðmundur en textarnir eru allir á ensku þar sem þeir voru með áferðina á verkinu í huga. „Á plötunni eru þrjár ábreiður á ensku og okkur fannst stílbrot að hafa innan um þau lög sungin á íslensku. Textarnir eru viljandi hafðir ansi tregafullir, enda heitir bandið GG blús, þó að stundum komi uppbyggilegur tónn af og til.“

Platan ber heitið Punch, eftir samnefndu lokalagi plötunnar. „Textinn hugnast okkur ágætlega sem lokahnykkur því hann endar á línunum „Your baby‘s smile, your songs and rhymes are the real things you leave behind“, sem eru hugrenningar sem við höfum oft verið að gantast með er við höfum spurt okkur í augnabliks vonleysi, af hverju erum við að standa í þessu hljómsveitarbrölti – hvað er það sem við viljum fá út úr lífinu og komum til með að skilja eftir.“

Sálin var einstök
Nú er þessi tónlist tiltölulega ólík því sem þú hefur gert til dæmis með Sálinni, hefur þú alltaf verið mikill blúsari og rokkari inn við beinið? „Ég held að flestir gítarleikarar og sérstaklega af minni kynslóð hafi óhjákvæmilega orðið fyrir áhrifum af blúsnum. Ég hef kannski núna síðustu árin fyrst leyft mér að sleppa mér lausum, hef komið að fjórum rokkplötum undanfarin misseri, tveimur með hljómsveitinni Nykur og einni með Trúboðunum og svo er það þessi. Sálin var einstök hljómsveit með frábærum listamönnum og það varð alltaf til einhver galdur er við unnum saman. Hún var fyrst og fremst poppband með ræturnar í sálartónlist, en tókst líka á við marga aðra stíla og stundum rokk. Svo er alltaf hollt að taka áskorun reglulega og finna nýja vinkla. Með GG blús var það uppsetningin á bandinu sem heillaði mig strax, okkur langaði til að láta tónlistina virka með því að brúka eingöngu grunnelementin; gítar, trommur og söng. Þá fer maður að hugsa út fyrir kassann og skemmtilegir hlutir gerast; virkja andann í hömlum naumhyggjunnar og þeim spilastíl sem við höfum verið að þróa með okkur við ábreiðuflutningin undanfarin misseri.“

„Sálin var einstök hljómsveit með frábærum listamönnum og það varð alltaf til einhver galdur er við unnum saman.“

„Engin leið að hætta“
Aðspurður um önnur verkefni segist Guðmundur oftast vera á útopnu, með milljón járn í eldinum og þannig vilji hann hafa það. „En fyrst og fremst er ég fjölskyldumaður, á yndislega konu og fjóra stráka. Svo hef ég unnið heiðarlega vinnu undanfarin ár sem tækniteiknari hjá arkitektastofunni Arkís, aldeilis frábæru fyrirtæki og síðan þegar færi gefst þá stelst ég frá og þjóna tónlistargyðjunni. Ég vann í sumar við að teikna og taka upp og hljóðblanda GG blús plötuna, en seinnipartinn í júní fórum við fjölskyldan í frí til Frakklands og London sem var æðislegt – stund milli stríða,“ segir Guðmundur.
Platan er nú þegar komin út á Spotify og síðan er hægt að niðurhala hana frá Bandcamp gegn vægu verði. „Svo er von á geisladisknum á næstu dögum sem fer snarlega í þessar fáu verslanir sem enn selja tónlist í handfjatlandi umbúðum. Útgáfutónleikar verða síðan á Hard Rock Café, Lækjargötu, föstudagskvöldið 30. ágúst næstkomandi.
Hvað annað er fram undan? „Fyrir utan að fleyta þessari plötu áfram niður strauminn og spila í kjölfarið helling af tónleikum, þá er svo sem ekkert fast í hendi, nema auðvitað óvissan og kvíðinn. En ég verð fljótur að leggja við eyru við eitthvað skemmtilegt ef ég þekki mig rétt – það er engin leið að hætta eins og frægur poppari orðaði það svo réttilega hér um árið.“

Grín á Vínstúkunni Tíu sopum

Vínstúkan Tíu sopar í samstarfi við The Secret Cellar standa fyrir uppistandi í portinu fyrir aftan Laugaveg 27 milli klukkan 17-19 í dag.

Hinn eini sanni York Underwood er kynnir viðburðarins og fram koma bæði vel þekktir og minna þekktir grínarar. Hljóðneminn verður líka opinn fyrir grínista sem vilja spreyta sig. Skráning á [email protected]. Á milli atriða og allt í kring stendur DJ Sigrún Skafta við mixerinn og leikur létt lög af plötum.

Hip Hop á Miðbakka á Menningarnótt

Hip Hop-hátíðin verður haldin í fjórða skipti á Menningarnótt og nú á Miðbakka.

Þetta eru einu tónleikarnir á Menningarnótt sem einblína einungis á hip hop-tónlist. Hátíðin hefur verið á mikilli uppleið á milli ára og núna verður engin undantekning þar á. Eftir tvö ár á Ingólfstorgi hefur hátíðin verið færð yfir á Miðbakka þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað í sumar en þar er meðal annars „skatepark“ og körfuboltavöllur.

„Viljum sýna brauðtertunni þann heiður sem hún á skilinn“

||
Erla Hlynsdóttir.

Miðbærinn mun iða af lífi um helgina á Menningarnótt Reykjavíkur og viðburðirnir vægast sagt fjölbreyttir. Einn þeirra er brauðtertukeppni og við spurðum Erlu Hlynsdóttur, annan forsprakka Facebook-hópsins Brauðtertufélag Erlu og Erlu, út í þennan einstaka viðburð.

„Brauðtertan er veigamikill þáttur í íslenskri matarmenningu. Flest höfum við smakkað brauðtertur í fjölskylduveislum eða á tímamótum þegar fólk vill gera vel við sig og aðra. Ekki fyrir löngu mætti segja að brauðterturnar hafi meira eða minna horfið af veisluborðunum en ljóst er að þær eru farnar að njóta sín á ný. Við viljum sýna brauðtertunni þann heiður sem hún á skilinn og boðum því til brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt,“ segir Erla.

Skipuleggjendur keppninnar eru hönnuðirnir Tanja Huld Levý og Valdís Steinarsdóttir í samstarfi við Erlu Hlynsdóttur og Erlu Gísladóttur, forsprakka Facebook-hópsins Brauðtertufélag Erlu og Erlu, sem áhugasamir hafa fjölmennt í frá stofnun. Keppt er í þremur flokkum: Fallegasta brauðtertan, frumlegasta brauðtertan og bragðbesta brauðtertan. Dómarar eru ekki af verri endanum. Margrét D. Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík, Siggi Hall, matgæðingur með meiru, og Erla Hlynsdóttir úr áðurnefndu brauðtertufélagi.

„Vinningar eru margvíslegir. Meiður trésmiðja gefur framreiðslubretti fyrir brauðtertur en fyrirtækið var valið handverksmaður ársins á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágústbyrjun. Pro Gastro gefur skreytingasett, japanskan brauðhníf og grænmetishnífa. Tómatparadísin Friðheimar í Reykholti gefur glæsilega vinninga. Ásbjörn Ólafsson ehf. gefur stálbakka fyrir brauðtertur. Þá verða líka brauðtertuhandklæði sem Tanja Levý hannaði,“ segir Erla.

„Húsið opnar klukkan 14 og fyrsta klukkutímann geta gestir og gangandi komið og skoðað dýrðina. Eftir að dómarar hafa gert upp hug sinn og tilkynnt um sigurvegara býðst gestum að smakka allar brauðterturnar. Við höfum hvatt þátttakendur til að nefna brauðterturnar sínar, til að gera þetta enn skemmtilegra. Öllum er heimil þátttaka en við höfum ekki rými fyrir fleiri en þrjátíu brauðtertur. Þegar hafa um tuttugu staðfest þátttöku en áhugasamir eru hvattir til að senda póst á [email protected] og athuga hvort enn er pláss. Við viljum endilega að sem flestir séu með.“

Steinaþjófar skilja eftir sig laskaðar náttúruperlur

|
Úr Helgustaðanámu. Mynd/visiteskifjordur.is|

Steinataka ferðamanna er viðvarandi vandamál í íslenskri náttúru og eru sumir staðir farnir að láta verulega á sjá. Dæmi eru um mjög einbeittan brotavilja en hægt er að stemma stigu við þjófnaðinum með aukinni landvörslu.

Silfurbergsþjófnaður úr Helgustaðanámu hefur verið viðvarandi vandamál í mörg ár og segir Lára Björnsdóttir, landvörður á Austurlandi, að náman sé verulega farin að láta á sjá. „Það stórsér á þessu. Ef maður talar við bændur hér á svæðinu þá glampaði á silfurbergið allt í kring. Það gerir það ekki í dag. Í námunni er ekki eftir nema ein æð og við erum einmitt að fara að girða þar fyrir í næstu viku.“

Tölur um fjölda ferðamanna sem heimsækja svæðið árlega liggja ekki fyrir en Lára áætlar að fjöldinn skipti þúsundum, bæði innlendir og erlendir ferðamenn. Lára sinnir landvörslu á stóru svæði og hefur því ekki tök á að fylgjast stöðugt með umferð ferðamanna en þar nýtur hún góðs liðsinnis heimamanna. „Heimamenn eru vakandi fyrir því hversu einstakt svæði þetta er og þeir hafa verið að stoppa fólk af og láta mig vita af einstaka tilvikum. Bara um daginn stoppuðu heimamenn fólk sem var komið með bakpoka til að fylla. Það voru Íslendingar þannig að þetta eru ekki bara erlendir ferðamenn. Ég veit að þetta er til sölu í Kolaportinu.“ Það er tilfinning Láru að steinbergsþjófnaður hafi minnkað eftir að landvarsla hófst en að vakta þurfi svæðið enn betur yfir allt árið. „Fyrir nokkrum árum voru menn að mæta með áhöld gagngert til að taka kristalla. Þetta er náttúrlega þekktur staður og hann er að finna í ferðabókum eins og Lonely Planet en flestir erlendir ferðamenn eru meðvitaðir um að það megi ekki taka kristalla úr námunni.“

Búið að taka allt úr Leiðarenda

Annar staður sem hefur orðið fyrir miklu tjóni vegna ágangs ferðamanna er hellirinn Leiðarendi á Reykjanesi. Þar er búið að fjarlægja nánast alla dropasteina úr hellinum. „Það er búið að hreinsa allt út úr Leiðarenda. Það er töluvert um að dropasteinar séu fjarlægðir á Íslandi sem er alvarlegt mál því þeir eru sjaldgæfir og koma aldrei aftur. Það er líka farið að láta verulega á sjá í Hallmundarhrauni,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur í náttúruverndarteymi Umhverfisstofnunar.

Dropasteinar eru frábrugðnir silfurberginu að því leyti að notagildi þeirra er lítið. Þeir eru viðkvæmir og brotna við lítið álag og þess utan þykja þeir lítil stofuprýði. Telur Daníel að í flestum tilfellum rekist fólk í steinana eða taki þá með sér í hugsunarleysi. „Það hefur komið fyrir að stórir steinar, sem vega jafnvel tugi kílóa, hafa verið sagaðir af hellisgólfinu og það er einbeittur brotavilji. En það er mjög sjaldgæft.“

Daníel vill ekki kenna ásókn erlendra ferðamanna um enda fannst Leiðarendi fyrir um 30 árum og var búið að hreinsa hann áður en ferðamannasprengjan hófst eftir hrun. „Ég trúi því samt að þetta sé að breytast og að skilaboðin um fágæti dropasteina hafi náð í gegn.“ Reynslan sýnir í það minnsta að aukin varsla og fræðsla virkar. Í árlegri skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að mikið hafi verið um brottnám steingervinga í Surtarbrandsgili á Vestfjörðum en tekist hafi að koma í veg fyrir það að mestu.

Ein sending gerð upptæk

Lögum samkvæmt er bannað að flytja steina og aðrar náttúruminjar á landi og hefur tollgæslan eftirlit með slíkum útflutningi, bæði í vörusendingum og farangri ferðamanna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur þau verkefni að skrá, varðveita, flokka, rannsaka og kortleggja lífríki og jarðmyndanir landsins og í þeim tilfellum sem útflutningur er á steinum, steingervingum eða eggjum þá hefur tollgæsla samband við sérfræðinga stofnunarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Baldri B. Höskuldssyni aðstoðaryfirtollverði hefur eitt slíkt mál komið upp í sumar. Voru þrír ferðamenn stöðvaðir við brottför í Norrænu og í fórum þeirra fannst óverulegt magn af steinum sem höfðu verið fjarlægðir úr Vatnajökulsþjóðgarði. Hald var lagt á steinana og þeim komið í hendurnar á þjóðgarðsvörðum. „Slík mál hafa komið upp á af og til en einnig hafa komið upp undanfarin ár nokkur mál varðandi útflutning á eggjum þó ekkert á þessu ári. Fyrir tveimur árum kom upp mál þar sem átti að flytja út mikið magn af eggjum í bifreið við brottför Norrænu. Dæmt hefur verið í því máli og fékk viðkomandi fésekt,“ segir Baldur. Ekkert mál af þessu tagi hefur komið upp hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli samkvæmt upplýsingum þaðan.

Úr hugbreytandi efnum í tebolla

Ekki hringja í nótt, er nýjasta lagið hans Joseph Muscat eða Seint en hann hefur verið lengi í tónlistinni, meðal annars í nokkrum harðkjarnahljómsveitum. Þegar Joseph fjárfesti í sinni fyrstu fartölvu árið 2009 kviknaði áhuginn hjá honum að búa til raftónlist. Albumm hitti á kappann og fékk að forvitnast um hvernig allt þetta byrjaði.

„Ég hef verið í metal og harðkjarnanum síðan árið 2003. Þá byrjaði ég að spila á bassa í metal-hetjuhljómsveitinni Brothers Majere sem tók þátt í Músíktilraunum árið 2004. Það var árið sem Mammút sigraði.“

Hljómsveitin lagði í laupana rétt fyrir 2005 og spilaði lokatónleikana í TÞM, Tónlistarþróunarmiðstöðinni, þar sem hún fékk að hita upp fyrir eina af uppáhaldshljómsveitum Josephs í harðkjarnanum, Modern life is war. „Það var heiðarlegur dauðdagi fyrir sveitina. Hún virðist á seinni árum hafa fengið smávegis „cult status“ í metal-senunni hérna heima. Þar sem við vorum einungis 15 ára þegar við gáfum út okkar fyrstu official-útgáfu. En það var 15 mínútna metal-ópera sem kallast Read an ephipany. Hægt er að hlusta á hana á Youtube, þrátt fyrir að ég hafi ekki hugmynd um hvernig hún rataði þangað þar sem engin okkar setti hana upp. En gaman af þessu.“

Úr ösku þeirrar hljómsveitar stofnaði hann Celestine árið 2006. „Hún hefur starfað síðan en með miklum meðlimaskiptum í gegnum árin. Þetta er bara svo inngróinn partur af mér að berja á gítarinn að ég held ég muni aldrei sleppa takinu af honum,“ segir Joseph en hljómsveitin er að vinna að sinni fjórðu plötu og planið er að halda tónleika á næstu mánuðum.

Joseph var svo í goðsagnakenndu harðkjarnahljómsveitinni I adapt árið 2008 og segir hann að sú hljómsveit sé ein ástæða þess að hann ákvað að feta braut tónlistarinnar. „Það var hinn æðsti heiður að hafa fengið að koma fram með henni seinasta hálfa árið sem hljómsveitin var starfandi,“ segir hann. „Hljómsveitin tók ævintýralegan túr um Bandaríkin og endaði á 500 manna troðfullum lokatónleikum í TÞM. Nítján ára ég fékk þennan draum uppfylltan og verð ég ávallt þakklátur fyrir það.“

„Það var hinn æðsti heiður að hafa fengið að koma fram með henni seinasta hálfa árið sem hljómsveitin var starfandi.“

Var ungur og forvitinn
Hvað var það sem fékk þig til að breyta um tónlistarstefnu? „Minn áhugi á að búa til raftónlist kviknaði árið 2009 þegar ég fékk fyrstu fartölvuna mína. En ég hafði hlustað mikið á hljómsveitir á borð við Nine Inch Nails og Massive Attack og síðan á hipp hopp í bland við það. Plús hugbreytandi efni á þeim tíma sem höfðu auðvitað áhrif á hversu glaður ég var að prófa nýja hluti. Enda var ég ungur og forvitinn. Í dag er góður tebolli nóg fyrir mig til að koma mér í sköpunargír,“ segir hann og hlær. „En ég rokkaði alltaf líka og hef sinnt öllum mínum verkefnum í tónlist af jafnmiklum áhuga. Seint kom mun seinna inn í myndina eftir að ég hafði prófað mig áfram í allskonar stefnum,“ útskýrir hann og bætir við að fyrsta platan sem hann gaf út undir því nafni hafi verið á árinu 2015.
Segja má að hljóðheimurinn sem Joseph er búin að skapa sér sé algjörlega sér á báti. Hann segist hafa verið fljótur að finna sig í rokkinu enda aðeins 18 ára þegar Celestine sendi frá sér sína fyrstu plötu sem fékk glimrandi viðtökur um allan heiminn í jaðarsenunni. „Ég var semjandi slík lög á háum skala mjög snemma. Örugglega í svipuðum gír og krakkarnir í hipp hopp og poppinu í dag. Hins vegar tók mig mun lengri tíma að fikra mig áfram í raftónlistinni þar sem ég var í raun aldrei viss hvað það var nákvæmlega sem ég vildi koma áleiðis.“

Texti/Sigrún Guðjohnsen

Stórþjófnaðurinn á Teigarhorni

Vera landvarðar á Teigarhorni spornar við steinatöku.

Ein umfangsmestu steinatökumál síðari tíma áttu sér stað á Teigarhorni við Djúpavog en þar er að finna gnægð geislasteina (zeolíta) sem eru ásamt silfurbergi frægustu skrautsteinar Íslands. Teigarhorn var friðlýst árið 1975. Árið 2009 var steinasafni Jónínu Ingvarsdóttur, ábúanda á Teigarhorni, stolið á meðan hún var stödd í höfuðborginni. Steinunum hafði safnað í 17 ár og mat hún safnið á þeim tíma á 15 milljónir króna. Málið var aldrei upplýst.

Rúnar Matthíasson, landvörður á Teigarhorni, rifjar upp að árið 2014 hafi komið upp mál þar sem Austurríkismaður var gripinn með fullan bíl af steinum úr íslenskri náttúru. Sést hafði til hans í fjörunni við Teigarhorn með haka og var lögregla kölluð til. Voru steinarnir sem hann tók úr fjörunni gerðir upptækir en Austurríkismaðurinn komst úr landi áður en hægt var að sækja hann til saka.

Rúnar segir að steinataka sé ekki lengur stórt vandamál á Teigarhorni. „Ég hef verið að stoppa af fólk í saklausum tökum þar sem það er að tína upp úr fjörum og taka það sem er laust. Einstaka sinnum krakka með fulla poka af steinum. En almennt ber fólk virðingu fyrir merkingum.“

Rúnar er einn af fáum heilsárs landvörðum á Íslandi og segir hann engan vafa á því að það sporni við steinatöku. „Ekki spurning. Ég bý hérna á staðnum og er með augun á svæðinu nánast allan sólarhringinn þannig að það fælir þá frá sem ætla sér eitthvað misjafnt“.

Var 21 árs, heimilislaus í yfirgefnu húsi

Hljómsveitin Above The Lights var að senda frá sér sína fyrstu EP-plötu og ber hún sama nafn og hljómsveitin.

Lögin eru mjög persónuleg og má segja að platan í heild sé einhvers konar ferðalag úr myrkri yfir í ljósið.

Hljómsveitina skipa þrír einstaklingar, Eyþór Bjarni Sigurðsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir og Kristófer Nökkvi Sigurðsson, og platan var unnin í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson í stúdíó Bambus. „Við vorum með vissan hljóm sem við vildum ná fram og Stefán náði að fanga þann hljóm fullkomlega. Við gætum ekki verið sáttari við útkomuna, hún er á sama tíma bæði dimm og hugljúf. Viðfangsefnin eru þung eins og til dæmis í laginu By The Tower þar sem ég fjalla um upplifun mína af því að vera 21 árs, heimilislaus í yfirgefnu húsi rétt fyrir neðan Hallgrímskirkju. Ég held að hafi aldrei upplifað mig eins einmana á ævinni,“ segir Eyþór.

Stór hluti lífs hans helgaður því að hjálpa öðrum
Eyþór, annar söngvari hljómsveitarinnar, hefur verið edrú til margra ára og segir hugleiðslu og andlega iðkun hafi bjargað lífi sínu. Stór hluti lífs hans sé helgaður því að hjálpa öðrum. Þó að platan sé persónulegt uppgjör við fortíðina og fjalli um erfið viðfangsefni sé hún á sama tíma full af fegurð og von. „Það sem einkennir einna helst þessa fyrstu plötu Above The Lights eru fallegar melódíur en drungalegur undirtónn. Með útgáfu þessarar plötu líður mér eins og vissum kafla í lífi mínu sé lokið og ég geti farið að einbeita mér að öðrum lögum,“ segir Eyþór.

„Þetta er ekki tónlist sem maður ætti að spila í partíum, barnaafmælum eða hressum veislum, heldur meira svona einn með sjálfum sér þegar maður vill láta hugann reika,“ bætir Kolbrún við brosandi og mælir með því að fólk gefi sér tíma til að hlusta á þessa fyrstu EP-plötu Above The Lights. Hægt er að hlusta á plötuna á öllum helstu streymisveitum og auðvitað á albumm.is.

Leiga á íbúð sögð greiðsla á persónulegum kostnaði Skúla

Deloitte telur að „greiðslur WOW vegna reksturs og leigu  íbúðarinnar hafi ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum.

Félag sem heitir WOW air Ltd., og er skráð í Englandi, var lengi vel í persónulegri eigu Skúla Mogensen. Félagið hét áður Mogensen Limited en nafni þess var breytt fyrir nokkrum árum. Starfsemi félagsins fólst aðallega í að leigja íbúð í London. Skúli Mogensen og kærasta hans bjuggu í umræddri íbúð en þau héldu heimili á Íslandi og í London.
Í skýrslu skiptastjóra WOW air segir að flugfélagið hafi greitt 37 milljónir króna í leigu vegna íbúðarinnar á tveggja ára tímabili, frá 28. mars 2017 og þangað til að WOW air fór í þrot. Það þýðir að meðaltalsmánaðarleiga hefur verið rúmlega 1,5 milljón króna á mánuði.
WOW air Ltd. var framselt til WOW air í september 2018, sama mánuði og skuldabréfaútboð félagsins fór fram. Skiptastjórarnir segja að enginn samningur hafi verið í gildi milli WOW air og WOW air Ltd. „vegna þessarar íbúðar og þá voru greiðslur WOW vegna hennar ekki samþykktar í stjórn félagsins.“

Leigugreiðslurnar hafi einfaldlega verið vegna greiðslu á persónulegum kostnaði hluthafa WOW air, Skúla Mogensen. Í skýrslunni segir enn fremur að Deloitte telji, að lokinni athugun sinni, að „greiðslur WOW vegna reksturs og leigu fyrrgreindrar íbúðar hafi ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum enda engar vísbendingar um að íbúðin hafi verið nýtt í þágu starfsmanna WOW, hvorki flugfólks né annarra almennra starfsmana. Skiptastjórar skoða nú að krefjast endurgreiðslu þess fjár sem WOW greiddi vegna fyrrgreindrar íbúðar.“

Skúli Mogensen sagði í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla síðastliðinn mánudag að þegar WOW air hafi farið að leigja íbúðina, í byrjun árs 2017, hafi flugfélagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London eða Dublin og jafnframt verið að skoða mögulega skráningu á markaði í London. „Hvort tveggja kallaði á verulega viðveru forstjóra í London. WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum.“

Trump vill nota kjarnorkusprengjur á fellibyli

|
|

„Af hverju sprengjum við ekki fellibylina með kjarnorku?” Að þessu spurði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á fundi með embættismönnum Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og öryggismálayfirvöldum.

Vefmiðillinn Axios greinir frá. Trump hefur ítrekað stungið upp á notkun kjarnorku á fellibyli. Þannig vilji hann koma í veg fyrir að þeir nái að ströndum Bandaríkjanna. „Fellibylirnir byrja að myndast við vesturströnd Afríku og færast svo vestur yfir Atlantshafið,” á Trump að hafa sagt við ráðgjafa sína. „Á leiðinni ættum við að láta kjarnorkusprengju lenda í auga stormsins og leysa hann þannig upp. Af hverju getum við ekki gert það?”

Samkvæmt heimildarmanni Axios kom þessi spurning flatt upp á viðstadda. Stemningin í herberginu hafi orðið frekar vandræðaleg. Þá hafi ráðgjafar forsetans litlu svarað en sögðust ætla „athuga möguleikana.” Þeir gætu þó ekki ábyrgst neitt.

Þrjú handtekin í nótt vegna líkamsárása

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Tilkynnt var um líkamsárás í gærkvöldi. Árásaraðilar voru tveir menn. Þeir fóru á brott í bifreið en voru handteknir skömmu síðar og vistaðir í fangageymslu lögreglu. Árásarþoli var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar.

Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Skömmu eftir sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás á heimili í Laugardal. Um tvær konur var að ræða. Árásarþoli var fluttur á slysadeild með sár á höfði og árásaraðili var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku á sjötta tímanum í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á ljósastaur. Engin slasaðist. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin burt. Tuttugu mínútum síðar var tilkynnt um svipað umferðaróhapp í Hafnarfirði. Ökumaður bifreiðar ók á ljósastaur en slapp við meiðsl. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin burt af Króki.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum. Ein bifreiðanna reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið á níunda tímanum í gærkvöldi. Brotin rúða og stolið myndavél, linsum, og ýmsum búnaði frá erlendum ferðamönnum.

Fullur þakklætis fyrir heilsuna og lífið

„Já

Ólafur Stephensen missti systur sína úr krabbameini fyrir einu og hálfu ári. Þremur mánuðum eftir að Þóra systir hans lést lenti Ólafur í hjólreiðaslysi, reyndar á afmælisdegi hennar, og hefur síðan farið í hverja aðgerðina á fætur annarri til að ná fullri hreyfigetu á ný. Hver voru tildrög slyssins?

„Á einum af þeim fáu fallegu dögum sem við fengum á höfuðborgarsvæðinu í fyrrasumar vöknuðum við Ragnheiður eldsnemma og ákváðum að nýta morguninn til að fara í hjólatúr,“ segir Ólafur. „Verandi gamall antisportisti lærði ég ekki að hjóla fyrr en ég var tuttugu og átta ára gamall en hef dálítið hjólað síðan. Eftir að ég kynntist Ragnheiði, sem er dálítið hjólaóð, keypti ég mér fjallahjól og fékk svo lánað racer-hjól hjá félaga mínum. Var búinn að prófa það á hjólastígum innanbæjar í einhverja daga og fannst það ógurlega gaman þannig að ég var mjög spenntur fyrir því að hjóla Nesjavallaveginn þennan dag. Þegar við vorum á leiðinni til baka var ég kominn á milli 30 og 40 kílómetra hraða, þegar ég lenti með framdekkið í sprungu á veginum. Síðan tók við lausamöl þegar ég var að reyna að ná jafnvæginu aftur og svo bara man ég ekki meira. Ég flaug af hjólinu og steinrotaðist þannig að þegar Ragnheiður kom að mér andaði ég eitthvað lítið og hægra viðbeinið stóð út í jakkann minn, ég var sem sagt með opið beinbrot í öxlinni. Ef ég hefði ekki verið með hjálm væri ég náttúrlega steindauður, en ég slapp með höfuðhögg og svolítið af beinbrotum.

Viðbeinsbrotið var erfiðast viðureignar en afleiðingarnar af höfuðhögginu voru þær að ég sá tvöfalt til að byrja með. Það gekk yfir á nokkrum vikum og mér var sagt að það væri ekkert óalgengt eftir heilahristing. Ég var frá vinnu í þrjár vikur en skrönglaðist svo af stað aftur og fór kannski of geyst, ég veit það ekki.

„Þegar Ragnheiður kom að mér andaði ég eitthvað lítið og hægra viðbeinið stóð út í jakkann minn, ég var sem sagt með opið beinbrot í öxlinni. Ef ég hefði ekki verið með hjálm væri ég náttúrlega steindauður.“

Viðbeinið var skrúfað saman með stálplötu en sú viðgerð hélt ekki, þannig að ég þurfti að fara í annan uppskurð í desember þar sem sett var í mig veigameiri stálplata. Hún var svo tekin úr mér aftur núna í maí með þriðju skurðaðgerðinni og síðan er ég búinn að vera að reyna að koma mér aftur í form. Ég hef líka verið duglegur að synda og á tímabili vakti ég mikla athygli og fólk gaf sig gjarnan á tal við mig í Laugardalslauginni af því að ég synti bara með annarri hendinni. Nú er ég farinn að geta gert flest sem ég gat fyrir ári. Áhuginn á hjólreiðum hefur þó heldur dalað, ég er búinn að fara í einn hjólatúr í sumar, nokkurn veginn réttu ári eftir að ég datt, og ég verð að viðurkenna að fyrstu kílómetrana var ég bara skíthræddur en það rjátlaðist sem betur fer af mér. En ég hugsa að ég fari voðalega varlega í hjólreiðunum hér eftir. Ég hjólaði í vinnuna einn daginn og tók tímann á mér og niðurstaðan var sú að ég hjóla hægar en ég hleyp, þannig að þú sérð að ég fer óskaplega varlega til að byrja með.“

Ólafur viðurkennir að síðasta eina og hálfa árið hafi verið ansi erfitt en segist hafa tekist á við það sem upp á hefur komið með því að ræða öll mál við sína nánustu. Þessi reynsla hafi þó að ýmsu leyti breytt lífssýn hans.

„Fyrst og fremst finnst manni líf og heilsa ekkert sjálfsagðir hlutir lengur,“ segir hann hugsi. „Ég var mjög heppinn að slasa mig ekki verr í þessari byltu og er líka heppinn að vera laus við alls kyns illvíga sjúkdóma sem fólk er að glíma við allt í kringum mann. Þannig að í rauninni hefur þetta fyllt mig af þakklæti fyrir heilsuna, lífið og það sem ég hef og ég tek hlutunum síður sem sjálfsögðum.“

Mynd / Unnur Magna

Forsætisráðherra sýndi kænsku með því að koma sér undan fundi með Pence

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Það er mál manna að Katrín Jakobsdóttir hafi átt góða viku á meðan áhrifavaldar hlutu skell í tekjublaði ársins.

Góð vika – Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti prýðisviku. Hún tók á móti norrænum kollegum sínum í vikunni og í bónus mætti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á svæðið. Í ofanálag tókst Katrínu með nokkurri kænsku að koma sér undan því að þurfa að sitja fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Enda ekki eftirsóknarvert að þurfa að sitja fund með manni sem á erfitt með að umgangast konur, fyrirlítur samkynhneigða og trans fólk og lítur á sjónvarpsþættina Handmaid´s Tale sem draumkennda útópíu fremur en framtíðarhrollvekju.

Slæm vika – Áhrifavaldar
Landinn elskar fátt meira en Tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í vikunni, jafnvel þótt lesturinn veiti fæstum ánægju. Þeir sem nafngreindir eru í blaðinu kæra sig fæstir um það og hinir bölsótast yfir því hvað Nonni í næsta húsi hefur það gott. Þeir sem hljóta mesta skellinn í tekjublaði ársins eru þó áhrifavaldar sem, miðað við álagningaskrána, lifa margir hverjir við hungurmörk. Jafnvel þeir sem keppast við að baða sig í lúxus á framandi stöðum um allan heim. Skellurinn gæti jafnvel orðið enn þyngri ef útsendarar skattsins létu sig þetta varða.

Gamla konan í hettupeysunni

Síðast en ekki síst

 

Í gær átti ég afmæli. Varð 37 ára sem mér þykir nokkuð vel af sér vikið. Hins vegar finn ég mig í dálítilli tilvistarkreppu þegar kemur að aldri mínum. Gerir sú staðreynd að mér finnst ungt fólk ganga í ljótum buxum og hlusta á leiðinlega tónlist mig að miðaldra herfu? Eða er ég enn þá með þetta, 37 ára gömul konan?

Að fara á djammið og vera kalt á lærunum með uppþembu af ódýru hvítvíni er jafnórafjarri löngun minni og ristilspeglun. Föstudagsmorgnar þykja mér til dæmis töluvert meira spennandi nú til dags heldur en föstudagskvöld. Þá morgna bíð ég æsispennt eftir vikulega uppáhaldsútvarpsþættinum mínum á Rás 1 sem byrjar rétt rúmlega níu. En þá eru yfirleitt þrír klukkutímar síðan ég fór á fætur.

Ég fer reglulega í um tveggja klukkustunda mæðraorlof og fer þá einsömul í sund í hverfislauginni mér til heilsubótar og andlegrar upplyftingar. Sit í funheitu gufubaðinu sem eftir vel heppnaða yfirhalningu lyktar ekki lengur eins og blautur labrador-hundur. Það þykir mér ánægjulegt. Ég fer í kalda pottinn líka þar til ég blána eins og Fridtjof Nansen. Það gerir mér gott. Ég er ekki enn þá farin að gera Mullers-æfingar á bakkanum en það styttist í það.

Það er (vísindalega) sannað að fólk hættir að uppgötva nýja tónlist eftir þrítugt. Þar er ég engin undantekning og þar sem ég stíg á bak settlega konuhjólinu mínu eftir sundferðina, set ég play-lista æsku minnar í eyrun og hjóla heim. Set upp hettuna á peysunni minni enda farið að kula. Ég kem við í sjoppu og kaupi mér bland í poka og appelsínusafa. Rekst á veggjakrot með málfarsvillu í sem ég leiðrétti snarlega með merkitússi.

Ég læsi konuhjólinu mínu niðri í hjólageymslu í þann mund sem meðlimir Rage Against the Machine bjóða mér ítrekað að fara í rassgat, þeir muni ekki fara eftir tilmælum mínum. Ég fer upp í íbúðina mína, kyssi eiginmann og börn. Ég er enn þá með þetta.

Skemmtilega flippað og litríkt heimili

|||||||
||Sesselja Ómarsdóttir

Heimili Áslaugar Snorradóttur ljósmyndara á efstu hæð hússins sem hún fæddist í á Dalbraut endurspeglar vel litríku, hressu týpuna sem hún sjálf er.

Við kíktum í heimsókn til Áslaugar og fengum hana til að sýna okkur nokkra hluti sem eru henni kærir.

Áslaug Snorradóttir við hvítt tré sem hefur staðið í stofunni síðan árið 2007 (sjá mynd að ofan). Þetta tré og fleiri voru borðskreytingar á góðgerðasamkomu Fiðrildahátíðar UNIFEM. Heiða Magnúsdóttir hannaði og lét útfæra þau og hvert tré var tileinkað gyðju. Þar sá Áslaug um matseðilinn. Forsnakkið var til að mynda gull á súkkulaði og kampavínsglas, svo egg á engi og alls konar réttir sem Dóra Svavarsdóttir kokkur útfærði ásamt liði snilldarkokka. Áslaug fékk að eiga þetta tré og þykir mjög vænt um það og minninguna sem því tengist.

Bláa borðið í stóru borðstofustofunni. Stór landslagsljósmynd eftir Pál Stefánsson og minni ljósmynd sem Áslaug tók af sundkonu með flothettu en sjálf á Áslaug tvær slíkar og segist elska flothettusund sem sé slakandi og endurnærandi. Dýrahausarnir tveir koma frá Mumbai, rétt við hverfið þar sem bíómyndin Slumdog Millionaire var tekin upp.

Áslaugu þykir sérlega vænt um gylltu stjörnulaga sprittkertastjakana sem afi hennar bjó til fyrir brúðkaupið hennar sem var haldið þann 28. desember árið 1991. Stjörnubjartur næturhiminn var þemað í brúðkaupinu ásamt flauelsrauðum lit.

Áslaug og Helga Björnsson tískuhönnuður eru að kokka saman hugmyndir þar sem þær hyggjast leiða saman hesta sína og sköpunarkraft í verkefni sem er enn háleynilegt en við munum vonandi sjá verða að veruleika fyrr en síðar. Á bláa sófanum eru skissur þeirra beggja sem er grunnurinn að þessu samstarfi.

Blómamyndin er eftir ömmu Áslaugar sem er henni kær.

Áslaug segist hreinlega elska bækur og tímarit og nóg er af hvoru tveggja á heimili hennar. Hún hefur myndað fyrir margar matreiðslu- og ferðabækur um Ísland og til að mynda komu út þrjár bækur í Þýskalandi nýlega sem Áslaug myndaði fyrir. Við getum kallað þetta bókaaltarið hennar Áslaugar þar sem hringlaga fimm arma kertastjaki með hangandi jólakúlu, glös og skrautmunir poppa upp stemninguna.

Að sjálfsögðu heldur ljósmyndarinn líka upp á ljósmyndir. Þessar prentaði hún nýverið út og hengdi upp enda litfagrar með eindæmum og algjört augnakonfekt eins og svo ótal margt á heimili Áslaugar.

Babúskur, sparistell, lillablár dúkur frá Udaipur á Indlandi en þar er endalaus fegurð og allskonar fínerí. Og uppskriftabókin hennar Ölbu ömmustelpu sem er að verða fimm ára í sumar. Alba býr í næsta húsi við Áslaugu ömmu og þær eru miklar vinkonur og bralla ýmislegt saman eins og þessa litlu uppskriftabók sem hún föndraði. Bóka- og matarást ömmunar hefur ef til vill kveikt áhuga litlu ömmustelpunnar á að búa til uppskriftabók?

Hjartalaga mósaíkspegill sem Kolla dóttir Áslaugar gerði. Faðir hennar gerði teikninguna 1970 en þá var hann fluttur til Stokkhólms í læknanám og Áslaug og mamma hennar fluttu þangað stuttu seinna. Þessi mynd endurspeglar fjölþjóðastemninguna á stúdentagarðinum. Ilmkertið er frá Ralph Laurent og ilmurinn er ómótstæðilegur að mati Áslaugar sem segist dekra við sig með góðum ilmkertum og ferskum blómum.

Rauða borðið þar sem fallegur stafli af matreiðslubókinni Náttúran sér um sína stendur. Þessi bók er í miklu uppáhaldi enda fylgdi gerð hennar skemmtilegur tími í Færeyjum, Flatey, Vatnsdal og á Snæfellsnesi þar sem Áslaug var með kokkinum Rúnari Marvinssyni og tók myndir og fangaði matarstemninguna fyrir bókina. Bókin kom út árið 2008. Gyllti fjögurra hæða kökudiskurinn kemur frá Taílandi þar sem Áslaug segist hafa farið á flug í glingurverslunum.

Flottar ljósmyndir eru í miklu uppáhaldi hjá ljósmyndaranum sjálfum og þarna standa þrjár myndir eftir ljósmyndara sem Áslaug heldur mikið upp á.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air

|
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/ Rakel Ósk Sigurðardóttir

Í skýrslu skiptastjóra þrotabús WOW air kemur fram að það sé enn í viðræðum við nokkra aðila um sölu á vörumerkinu WOW air, lénum félagsins, bókunarvél og ýmsu lausafé sem tengist rekstri félagsins. „Þær viðræður ganga ágætlega og vonast skiptastjórar til þess að ljúka samningum um sölu þeirra eigna.“

Eini áhugasami kaupandinn sem greint hefur verið frá opinberlega er bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin. Hún gerði kaupsamning um valdar eignir úr þrotabúi WOW air í júlí en honum var síðan rift. Hún kom svo í viðtal við ViðskiptaMoggann skömmu síðar og þar fullyrti hún að búið væri að tryggja milljarða króna til reksturs nýs flugfélags á grunni WOW air sem ætti að duga næstu tvö árin.

Í lok júlí var kaupunum hins vegar rift vegna þess að síendurtekið hafði dregist að borga fyrstu greiðslu samkvæmt kaupsamningi sem gerður var milli félags Ballarin og þrotabúsins. Heildarumfang viðskiptanna átti að vera ríflega 180 milljónir króna og sú greiðsla að greiðast í þremur nokkuð jöfnum áföngum.

Ballarin var svo stödd hér á landi á ný um miðjan ágúst. Fréttavefurinn Túristi.is sem sérhæfir sig í ferðaþjónustutengdum fréttum greindi þá frá því að erindi hennar væri að að reyna aftur við stofnun nýs flugfélags á grunni WOW air. Hérlendis voru fulltrúar hennar sagðir almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson og lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson.

Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, sagði á þeim tíma, í samtali við Kjarnann, að Ballarin hefði ekki sett sig í samband við þrotabúið á ný.

Ítarlega fréttaskýringu um málið má lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vefsíðu Kjarnans.

Ásókn ferðamanna alþjóðlegt vandamál

|
|

Ásókn ferðamanna í steina og aðrar náttúruminjar er vandamál víðs vegar um heiminn.

Í vikunni var franskt par handtekið á Sardiníu fyrir að taka sand af ströndum eyjunnar, nánar tiltekið 40 kíló sem búið var að tappa á flöskur. Árið 2017 bönnuðu yfirvöld í Sardiníu sandtöku og eru viðurlögin allt að sex ára fangelsi og sekt sem nemur 415 þúsund krónum. Sambærileg lög voru sett á Havaí árið 2013 og til að mynda er bannað að selja sand þaðan á uppboðssíðunni eBay.

Grísk yfirvöld hafa ítrekað reynt að sporna við steinatöku á Lalaria-ströndinni á eyjunni Skiathos. Þar er að finna egglaga steinvölur sem eru einstakar í heiminum og var ásókn ferðamanna í steinana farin að hafa sjáanleg áhrif á ströndina. Kvikmyndin Mama Mia! var tekin upp á Skiathos og við það margfaldaðist ásókn ferðamanna í steinana. Sambærileg lög hafa verið sett víðar um heiminn, meðal annars í Bretlandi, Filippseyjum, Rússlandi, Ástralíu, Kína og á Ítalíu.

Ekki alls fyrir löngu lenti íslensk fjölskylda í vandræðum í Tyrklandi eftir að þau höfðu keypt marmarastein í túristaverslun í Antalya. Ströng viðurlög gilda við smygli á náttúrusteini og fornminjum í Tyrklandi og var fjölskyldufaðirinn látinn sitja í varðhaldi í tæpan mánuð og síðar úrskurðaður í farbann. Hann var loks dæmdur í rúmlega eins árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt.

Óttinn við krabbamein aldrei nagað

„Já

Ólafur Stephensen hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu í dag til að safna fyrir Ljósið til minningar um systur sína, Þóru Stephensen, sem lést eftir baráttu við krabbamein í apríl 2018. Hann segir dauða systur sinnar þó ekki vera einu ástæðuna fyrir því að hann valdi að styrkja starfsemi Ljóssins.

„Það er lengri saga á bakvið það,“ segir hann. „Ég átti tvær systur, Elínu og Þóru, sem voru þrettán og ellefu árum eldri en ég. Elín greindist með krabbamein í legi árið 2014 en hafði betur í þeirri baráttu og er frísk í dag. Þóra greindist 2016 með brjóstakrabba og það leit út fyrir að hún hefði líka sigrast á sínu meini en svo blossaði það upp aftur árið 2017 og hún dó í apríl í fyrra. Þær leituðu báðar mikið til Ljóssins og höfðu mikinn styrk af þeirri frábæru þjónustu sem þar er í boði. Það vill reyndar líka svo til að nýlega varð konan mín, Ragnheiður Agnarsdóttir, stjórnarformaður Ljóssins og sagan á bakvið það er að hún í fyrsta lagi missti fyrri manninn sinn, Þórð Friðjónsson, úr krabbameini árið 2011 og síðan greindist stjúpmóðir hennar, Rósa Steinsdóttir, með krabbamein 2016 og hefur líka sótt mikið til Ljóssins. Tengdamamma dóttur minnar, Guðrún Kristín Svavarsdóttir, er líka í hópi skjólstæðinga Ljóssins. Þannig að Ljósið á það eiginlega alveg inni hjá mér að ég leggi pínulítið á mig fyrir það.“

Spurður hvernig hann hafi sjálfur tekist á við veikindi systra sinna, hvort hann hafi leitað sér aðstoðar í ferlinu, svarar Ólafur að hann hafi reyndar gert það.

„Eftir að Þóra hafði greinst í annað sinn fór ég í fjölskylduviðtal með Elínu systur minni hjá Ljósinu,“ upplýsir hann. „Það var afskaplega gott og hjálpaði manni að hugsa eftir réttum brautum og vera stuðningur bæði við þann veika og aðra aðstandendur, held ég.“

Það er nærtækt að spyrja hvort Ólafur sé ekki sjálfur hræddur um að greinast með krabbamein eftir þessa reynslu en hann segist reyndar ekki vera sérstaklega hræddur um það, þótt hann geri sér að sjálfsögðu grein fyrir því að hann gæti fengið krabbamein eins og hver annar.

„Systur mínar létu rannsaka það hvort krabbameinið væri að einhverju leyti ættgengt en það kom ekkert í ljós sem bendir til þess,“ útskýrir hann. „Ég er líka undir mjög góðu eftirliti hjá konunni minni sem gengur hart eftir því að ég fari reglulega í alls konar tékk, eins og maður á auðvitað að gera þegar maður er kominn um og yfir fimmtugt, og óttinn við það að fá krabbamein hefur aldrei nagað mig. Það er hins vegar gott að láta fylgjast vel með sér og hafa forvarnirnar í lagi.“

Allt viðtalið við Ólaf má lesa hér.

Fá steina í pósti frá skömmustulegum ferðamönnum

Kristalla úr Helgustaðanámu má finna víða um heim líkt og Rene Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hefur komist að. Bæði hefur hann komið auga á silfurberg til sölu á eBay og þá rakst hann á einn slíkan á markaði í Aþenu.

„Ég er 95 prósent viss um að hann hafi komið úr Helgustaðanámu. Það er ekki bara fólk sem hefur áhuga á jarðfræði sem er að taka þessa steina því þetta er bara bisness. Maður veit í raun aldrei hvenær þessir steinar hafa verið teknir, það gæti hafa verið í fyrra en allt eins fyrir 20 árum.“

En það eru ekki allir sem taka steinana af illum hug. Rene segist hafa fengið sendingar frá útlendingum sem hafi tekið steina úr náttúrunni en síðan lesið sér til eftir að heim var komið að slík steinataka sé með öllu óheimil. Þeir hafi því ákveðið að skila steinunum með pósti til að létta á samviskunni. „Einhver lét meira að segja 30 dollara fylgja með í póstinu til að borga fyrir ómakið,“ segir Rene.

 

Lyktar af þekkingarleysi

Bundið slitlag er nú komið á allan þjóðveg númer 1 eftir að nýr vegakafli við Berufjarðarbotn var vígður fyrir skömmu. Árið 2017 var hringvegurinn færður af malarveginum á Breiðdalsheiði og yfir á Suðurfirðina sem voru með bundnu slitlagi en að öðrum kosti má guð vita hvenær Ísland hefði borið gæfu til að skapa þessar sjálfsögðu aðstæður um allan þjóðveg númer 1.

Nýi vegarspottinn um Berufjarðarbotn er tæplega fimm kílómetra langur en samt sem áður var ekki átakalaust að ná framkvæmdinni í gegn og henni ítrekað frestað. Árið 2017 tóku íbúar Berufjarðar á það ráð að loka veginum í mótmælaskyni við enn eina frestunina.

Sjálf er ég alin upp á sveitabæ í um 100 kílómetra fjarlægð frá næsta kaupstað. Vegurinn var holóttur, grýttur, hlykkjóttur, mjór og á köflum niðurgrafinn malarvegur. Brýrnar voru allar einbreiðar og aðstæður við þær í hálku, til hliðar við snarbrött gilin voru ekki til að hrópa húrra fyrir. Ég gekk í heimavistarskóla frá sjö ára aldri, fór í skólann á mánudegi og kom heim eftir hádegi á föstudögum. Yfir vetrartímann gátu þessar ferðir með skólabílnum verið hreinasta martröð. Ég man eftir atvikum þar sem bíllinn festist svo illa að við þurftum að ganga nokkurra kílómetra leið að næsta bæ. Einu sinni var svo mikil hálka á einni brúnni yfir beljandi jökulána að bíllinn festist á henni miðri og komst hvorki lönd né strönd. Á veturna var ekki hlaupið að því að komast undir læknishendur ef eitthvað óvænt kom upp á og til dæmis snjósleðar notaðir þegar færð var slæm.

Vera má að fólki sem lítið hefur komið út fyrir höfuðborgina þyki rómantískt að skrölta um á illfærum vegum yfir brattar heiðar þegar það fer út á land til að upplifa hvað allt var kúl í gamla daga. Konan sem átti barnið sitt í Oddskarði fyrir tíma Norðfjarðarganganna er líklega ekki sammála.

Góðar samgöngur eru mér því hugleiknar og samgöngumannvirki með fallegri mannvirkjum sem ég veit um – upphækkaðir, beinir og breiðir vegir vekja hjá mér aðdáun, svo ekki sé minnst á brýr og jarðgöng. Miklu hefur verið áorkað í þessum málum síðan ég var að alast upp og hver einasta framkvæmd að sjálfsögðu til bóta, hvort sem er í þéttbýli eða dreifðari byggðum landsins. Hitt er svo annað mál að forgangsröðunin er oft og tíðum undarleg og lyktar af þekkingarleysi.

Vera má að fólki sem lítið hefur komið út fyrir höfuðborgina þyki rómantískt að skrölta um á illfærum vegum yfir brattar heiðar þegar það fer út á land til að upplifa hvað allt var kúl í gamla daga. Konan sem átti barnið sitt í Oddskarði fyrir tíma Norðfjarðarganganna er líklega ekki sammála. Íbúar Seyðisfjarðar sem hafa dögum saman verið innilokaðir vegna ófærðar á Fjarðarheiði eru ekki sammála. Pabbi minn sem þurfti að notast við kláf til að komst yfir Jökulsá á Brú fyrstu 20 ár ævi sinnar er ekki sammála heldur. Þetta fólk skilur þörfina fyrir samgöngubætur sem oftar en ekki snúast um líf og dauða.

Að þessu sögðu mæli ég með að næsta samgöngubót verði hafin sem fyrst. Vegurinn um Fjarðarheiði er einn hæsti þjóðvegur landsins í rúmlega 600 metra hæð. Jarðgöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar eru löngu tímabær til að rjúfa vetrareinangrun og tryggja öryggi bæði íbúa og ferðalanga.

„Af hverju erum við að standa í þessu hljómsveitarbrölti?“

|
Nafnarnir Guðmundur Jónsson og Guðmundur Gunnlaugsson skipa dúettinn GG blús. Mynd / Jón Önfjörð Arnarsson.|GG blús á sviði á Blúshátíð Reykjavíkur. Mynd/ Ásta Magnúsdóttir.

Guðmundur Jónsson, tónlistarmaður og tækniteiknari, var að senda frá sér nýja plötu ásamt félaga sínum og nafna Guðmundi Gunnlaugssyni. Platan heitir Punch, er í rokkuðum blússtíl og flest lögin frumsamin eftir þá félaga.

„Dúettinn heitir GG blús af því að við berum báðir nafnið Guðmundur og grunnstefið í tónlistinni okkar kemur frá blúsnum. Félagi minn Gunnlaugsson spilar á trommur og ég á gítar og svo syngjum við báðir,“ segir Guðmundur sem var í hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns um árabil. Nafni hans gerði garðinn frægan í bítlabandinu Sixtíes og blúsbandinu Kentár, ekta blúsari inn að beini. „Við erum búnir að þekkjast lengi og höfum spilað oft saman í gegnum tíðina, en þetta samstarf hófst 2017, stuttu eftir að ég flutti út á Álftanes þar sem Gummi hefur verið búsettur frá barnæsku. Í einhverju bríaríi og leiðindum ákváðum við að hittast einn daginn í æfingahúsnæðinu hans og fremja einhvern hávaða. Planið var alltaf að fá einhverja aðra með til liðs en fáir eru eins æfingaglaðir og við, þannig að við létum þetta bara virka tveir með þartilgerða gítarfetla og hugvitsemi í útsetningum. Við æfðum slatta af sígrænum ábreiðum af meiði blúsrokksins, tónlistarstefnu sem hugnast okkur báðum og búið er að gera ansi góð skil í gegnum tíðina en fyrir okkur var ferskt að arka þessa margtroðnu slóð svona fámennir. Það lá auðvitað beinast við að nefna dúettinn GG blús og síðan voru knæpur Reykjavíkur og nágrennis heimsóttar og flutningurinn og þel slípað. Hápunktinum var síðan náð er við spiluðum á Blúshátíð Reykjavíkur við góðan orðstír fyrr á þessu ári.“

GG blús á sviði á Blúshátíð Reykjavíkur. Mynd/ Ásta Magnúsdóttir.

„Hvað viljum við fá út úr lífinu?“
Félagarnir í GG blús hafa síðasta hálfa árið unnið að sinni fyrstu plötu. Hún inniheldur sjö frumsamin lög og þrjár ábreiður. Hún skartar þremur góðum gestum, þeim Sigurði Sigurssyni á munnhörpu, Jens Hanssyni á saxófónn og pönk-blús-goðsögninni Mike Pollock, sem syngur og semur einn ópus með þeim. „Á plötunni tekst frasaskotin gítarvinna á við óhaminn trommusláttinn og grípandi sönglínur fljóta yfir með tregafullum enskum textum, ásamt hljóðbrotum og þankagangi úr ýmsum áttum. Við erum trúir blúshefðinni en samt móttækilegir nútímanum,“ segir Guðmundur en textarnir eru allir á ensku þar sem þeir voru með áferðina á verkinu í huga. „Á plötunni eru þrjár ábreiður á ensku og okkur fannst stílbrot að hafa innan um þau lög sungin á íslensku. Textarnir eru viljandi hafðir ansi tregafullir, enda heitir bandið GG blús, þó að stundum komi uppbyggilegur tónn af og til.“

Platan ber heitið Punch, eftir samnefndu lokalagi plötunnar. „Textinn hugnast okkur ágætlega sem lokahnykkur því hann endar á línunum „Your baby‘s smile, your songs and rhymes are the real things you leave behind“, sem eru hugrenningar sem við höfum oft verið að gantast með er við höfum spurt okkur í augnabliks vonleysi, af hverju erum við að standa í þessu hljómsveitarbrölti – hvað er það sem við viljum fá út úr lífinu og komum til með að skilja eftir.“

Sálin var einstök
Nú er þessi tónlist tiltölulega ólík því sem þú hefur gert til dæmis með Sálinni, hefur þú alltaf verið mikill blúsari og rokkari inn við beinið? „Ég held að flestir gítarleikarar og sérstaklega af minni kynslóð hafi óhjákvæmilega orðið fyrir áhrifum af blúsnum. Ég hef kannski núna síðustu árin fyrst leyft mér að sleppa mér lausum, hef komið að fjórum rokkplötum undanfarin misseri, tveimur með hljómsveitinni Nykur og einni með Trúboðunum og svo er það þessi. Sálin var einstök hljómsveit með frábærum listamönnum og það varð alltaf til einhver galdur er við unnum saman. Hún var fyrst og fremst poppband með ræturnar í sálartónlist, en tókst líka á við marga aðra stíla og stundum rokk. Svo er alltaf hollt að taka áskorun reglulega og finna nýja vinkla. Með GG blús var það uppsetningin á bandinu sem heillaði mig strax, okkur langaði til að láta tónlistina virka með því að brúka eingöngu grunnelementin; gítar, trommur og söng. Þá fer maður að hugsa út fyrir kassann og skemmtilegir hlutir gerast; virkja andann í hömlum naumhyggjunnar og þeim spilastíl sem við höfum verið að þróa með okkur við ábreiðuflutningin undanfarin misseri.“

„Sálin var einstök hljómsveit með frábærum listamönnum og það varð alltaf til einhver galdur er við unnum saman.“

„Engin leið að hætta“
Aðspurður um önnur verkefni segist Guðmundur oftast vera á útopnu, með milljón járn í eldinum og þannig vilji hann hafa það. „En fyrst og fremst er ég fjölskyldumaður, á yndislega konu og fjóra stráka. Svo hef ég unnið heiðarlega vinnu undanfarin ár sem tækniteiknari hjá arkitektastofunni Arkís, aldeilis frábæru fyrirtæki og síðan þegar færi gefst þá stelst ég frá og þjóna tónlistargyðjunni. Ég vann í sumar við að teikna og taka upp og hljóðblanda GG blús plötuna, en seinnipartinn í júní fórum við fjölskyldan í frí til Frakklands og London sem var æðislegt – stund milli stríða,“ segir Guðmundur.
Platan er nú þegar komin út á Spotify og síðan er hægt að niðurhala hana frá Bandcamp gegn vægu verði. „Svo er von á geisladisknum á næstu dögum sem fer snarlega í þessar fáu verslanir sem enn selja tónlist í handfjatlandi umbúðum. Útgáfutónleikar verða síðan á Hard Rock Café, Lækjargötu, föstudagskvöldið 30. ágúst næstkomandi.
Hvað annað er fram undan? „Fyrir utan að fleyta þessari plötu áfram niður strauminn og spila í kjölfarið helling af tónleikum, þá er svo sem ekkert fast í hendi, nema auðvitað óvissan og kvíðinn. En ég verð fljótur að leggja við eyru við eitthvað skemmtilegt ef ég þekki mig rétt – það er engin leið að hætta eins og frægur poppari orðaði það svo réttilega hér um árið.“

Grín á Vínstúkunni Tíu sopum

Vínstúkan Tíu sopar í samstarfi við The Secret Cellar standa fyrir uppistandi í portinu fyrir aftan Laugaveg 27 milli klukkan 17-19 í dag.

Hinn eini sanni York Underwood er kynnir viðburðarins og fram koma bæði vel þekktir og minna þekktir grínarar. Hljóðneminn verður líka opinn fyrir grínista sem vilja spreyta sig. Skráning á [email protected]. Á milli atriða og allt í kring stendur DJ Sigrún Skafta við mixerinn og leikur létt lög af plötum.

Hip Hop á Miðbakka á Menningarnótt

Hip Hop-hátíðin verður haldin í fjórða skipti á Menningarnótt og nú á Miðbakka.

Þetta eru einu tónleikarnir á Menningarnótt sem einblína einungis á hip hop-tónlist. Hátíðin hefur verið á mikilli uppleið á milli ára og núna verður engin undantekning þar á. Eftir tvö ár á Ingólfstorgi hefur hátíðin verið færð yfir á Miðbakka þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað í sumar en þar er meðal annars „skatepark“ og körfuboltavöllur.

„Viljum sýna brauðtertunni þann heiður sem hún á skilinn“

||
Erla Hlynsdóttir.

Miðbærinn mun iða af lífi um helgina á Menningarnótt Reykjavíkur og viðburðirnir vægast sagt fjölbreyttir. Einn þeirra er brauðtertukeppni og við spurðum Erlu Hlynsdóttur, annan forsprakka Facebook-hópsins Brauðtertufélag Erlu og Erlu, út í þennan einstaka viðburð.

„Brauðtertan er veigamikill þáttur í íslenskri matarmenningu. Flest höfum við smakkað brauðtertur í fjölskylduveislum eða á tímamótum þegar fólk vill gera vel við sig og aðra. Ekki fyrir löngu mætti segja að brauðterturnar hafi meira eða minna horfið af veisluborðunum en ljóst er að þær eru farnar að njóta sín á ný. Við viljum sýna brauðtertunni þann heiður sem hún á skilinn og boðum því til brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt,“ segir Erla.

Skipuleggjendur keppninnar eru hönnuðirnir Tanja Huld Levý og Valdís Steinarsdóttir í samstarfi við Erlu Hlynsdóttur og Erlu Gísladóttur, forsprakka Facebook-hópsins Brauðtertufélag Erlu og Erlu, sem áhugasamir hafa fjölmennt í frá stofnun. Keppt er í þremur flokkum: Fallegasta brauðtertan, frumlegasta brauðtertan og bragðbesta brauðtertan. Dómarar eru ekki af verri endanum. Margrét D. Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík, Siggi Hall, matgæðingur með meiru, og Erla Hlynsdóttir úr áðurnefndu brauðtertufélagi.

„Vinningar eru margvíslegir. Meiður trésmiðja gefur framreiðslubretti fyrir brauðtertur en fyrirtækið var valið handverksmaður ársins á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágústbyrjun. Pro Gastro gefur skreytingasett, japanskan brauðhníf og grænmetishnífa. Tómatparadísin Friðheimar í Reykholti gefur glæsilega vinninga. Ásbjörn Ólafsson ehf. gefur stálbakka fyrir brauðtertur. Þá verða líka brauðtertuhandklæði sem Tanja Levý hannaði,“ segir Erla.

„Húsið opnar klukkan 14 og fyrsta klukkutímann geta gestir og gangandi komið og skoðað dýrðina. Eftir að dómarar hafa gert upp hug sinn og tilkynnt um sigurvegara býðst gestum að smakka allar brauðterturnar. Við höfum hvatt þátttakendur til að nefna brauðterturnar sínar, til að gera þetta enn skemmtilegra. Öllum er heimil þátttaka en við höfum ekki rými fyrir fleiri en þrjátíu brauðtertur. Þegar hafa um tuttugu staðfest þátttöku en áhugasamir eru hvattir til að senda póst á [email protected] og athuga hvort enn er pláss. Við viljum endilega að sem flestir séu með.“

Steinaþjófar skilja eftir sig laskaðar náttúruperlur

|
Úr Helgustaðanámu. Mynd/visiteskifjordur.is|

Steinataka ferðamanna er viðvarandi vandamál í íslenskri náttúru og eru sumir staðir farnir að láta verulega á sjá. Dæmi eru um mjög einbeittan brotavilja en hægt er að stemma stigu við þjófnaðinum með aukinni landvörslu.

Silfurbergsþjófnaður úr Helgustaðanámu hefur verið viðvarandi vandamál í mörg ár og segir Lára Björnsdóttir, landvörður á Austurlandi, að náman sé verulega farin að láta á sjá. „Það stórsér á þessu. Ef maður talar við bændur hér á svæðinu þá glampaði á silfurbergið allt í kring. Það gerir það ekki í dag. Í námunni er ekki eftir nema ein æð og við erum einmitt að fara að girða þar fyrir í næstu viku.“

Tölur um fjölda ferðamanna sem heimsækja svæðið árlega liggja ekki fyrir en Lára áætlar að fjöldinn skipti þúsundum, bæði innlendir og erlendir ferðamenn. Lára sinnir landvörslu á stóru svæði og hefur því ekki tök á að fylgjast stöðugt með umferð ferðamanna en þar nýtur hún góðs liðsinnis heimamanna. „Heimamenn eru vakandi fyrir því hversu einstakt svæði þetta er og þeir hafa verið að stoppa fólk af og láta mig vita af einstaka tilvikum. Bara um daginn stoppuðu heimamenn fólk sem var komið með bakpoka til að fylla. Það voru Íslendingar þannig að þetta eru ekki bara erlendir ferðamenn. Ég veit að þetta er til sölu í Kolaportinu.“ Það er tilfinning Láru að steinbergsþjófnaður hafi minnkað eftir að landvarsla hófst en að vakta þurfi svæðið enn betur yfir allt árið. „Fyrir nokkrum árum voru menn að mæta með áhöld gagngert til að taka kristalla. Þetta er náttúrlega þekktur staður og hann er að finna í ferðabókum eins og Lonely Planet en flestir erlendir ferðamenn eru meðvitaðir um að það megi ekki taka kristalla úr námunni.“

Búið að taka allt úr Leiðarenda

Annar staður sem hefur orðið fyrir miklu tjóni vegna ágangs ferðamanna er hellirinn Leiðarendi á Reykjanesi. Þar er búið að fjarlægja nánast alla dropasteina úr hellinum. „Það er búið að hreinsa allt út úr Leiðarenda. Það er töluvert um að dropasteinar séu fjarlægðir á Íslandi sem er alvarlegt mál því þeir eru sjaldgæfir og koma aldrei aftur. Það er líka farið að láta verulega á sjá í Hallmundarhrauni,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur í náttúruverndarteymi Umhverfisstofnunar.

Dropasteinar eru frábrugðnir silfurberginu að því leyti að notagildi þeirra er lítið. Þeir eru viðkvæmir og brotna við lítið álag og þess utan þykja þeir lítil stofuprýði. Telur Daníel að í flestum tilfellum rekist fólk í steinana eða taki þá með sér í hugsunarleysi. „Það hefur komið fyrir að stórir steinar, sem vega jafnvel tugi kílóa, hafa verið sagaðir af hellisgólfinu og það er einbeittur brotavilji. En það er mjög sjaldgæft.“

Daníel vill ekki kenna ásókn erlendra ferðamanna um enda fannst Leiðarendi fyrir um 30 árum og var búið að hreinsa hann áður en ferðamannasprengjan hófst eftir hrun. „Ég trúi því samt að þetta sé að breytast og að skilaboðin um fágæti dropasteina hafi náð í gegn.“ Reynslan sýnir í það minnsta að aukin varsla og fræðsla virkar. Í árlegri skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að mikið hafi verið um brottnám steingervinga í Surtarbrandsgili á Vestfjörðum en tekist hafi að koma í veg fyrir það að mestu.

Ein sending gerð upptæk

Lögum samkvæmt er bannað að flytja steina og aðrar náttúruminjar á landi og hefur tollgæslan eftirlit með slíkum útflutningi, bæði í vörusendingum og farangri ferðamanna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur þau verkefni að skrá, varðveita, flokka, rannsaka og kortleggja lífríki og jarðmyndanir landsins og í þeim tilfellum sem útflutningur er á steinum, steingervingum eða eggjum þá hefur tollgæsla samband við sérfræðinga stofnunarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Baldri B. Höskuldssyni aðstoðaryfirtollverði hefur eitt slíkt mál komið upp í sumar. Voru þrír ferðamenn stöðvaðir við brottför í Norrænu og í fórum þeirra fannst óverulegt magn af steinum sem höfðu verið fjarlægðir úr Vatnajökulsþjóðgarði. Hald var lagt á steinana og þeim komið í hendurnar á þjóðgarðsvörðum. „Slík mál hafa komið upp á af og til en einnig hafa komið upp undanfarin ár nokkur mál varðandi útflutning á eggjum þó ekkert á þessu ári. Fyrir tveimur árum kom upp mál þar sem átti að flytja út mikið magn af eggjum í bifreið við brottför Norrænu. Dæmt hefur verið í því máli og fékk viðkomandi fésekt,“ segir Baldur. Ekkert mál af þessu tagi hefur komið upp hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli samkvæmt upplýsingum þaðan.

Úr hugbreytandi efnum í tebolla

Ekki hringja í nótt, er nýjasta lagið hans Joseph Muscat eða Seint en hann hefur verið lengi í tónlistinni, meðal annars í nokkrum harðkjarnahljómsveitum. Þegar Joseph fjárfesti í sinni fyrstu fartölvu árið 2009 kviknaði áhuginn hjá honum að búa til raftónlist. Albumm hitti á kappann og fékk að forvitnast um hvernig allt þetta byrjaði.

„Ég hef verið í metal og harðkjarnanum síðan árið 2003. Þá byrjaði ég að spila á bassa í metal-hetjuhljómsveitinni Brothers Majere sem tók þátt í Músíktilraunum árið 2004. Það var árið sem Mammút sigraði.“

Hljómsveitin lagði í laupana rétt fyrir 2005 og spilaði lokatónleikana í TÞM, Tónlistarþróunarmiðstöðinni, þar sem hún fékk að hita upp fyrir eina af uppáhaldshljómsveitum Josephs í harðkjarnanum, Modern life is war. „Það var heiðarlegur dauðdagi fyrir sveitina. Hún virðist á seinni árum hafa fengið smávegis „cult status“ í metal-senunni hérna heima. Þar sem við vorum einungis 15 ára þegar við gáfum út okkar fyrstu official-útgáfu. En það var 15 mínútna metal-ópera sem kallast Read an ephipany. Hægt er að hlusta á hana á Youtube, þrátt fyrir að ég hafi ekki hugmynd um hvernig hún rataði þangað þar sem engin okkar setti hana upp. En gaman af þessu.“

Úr ösku þeirrar hljómsveitar stofnaði hann Celestine árið 2006. „Hún hefur starfað síðan en með miklum meðlimaskiptum í gegnum árin. Þetta er bara svo inngróinn partur af mér að berja á gítarinn að ég held ég muni aldrei sleppa takinu af honum,“ segir Joseph en hljómsveitin er að vinna að sinni fjórðu plötu og planið er að halda tónleika á næstu mánuðum.

Joseph var svo í goðsagnakenndu harðkjarnahljómsveitinni I adapt árið 2008 og segir hann að sú hljómsveit sé ein ástæða þess að hann ákvað að feta braut tónlistarinnar. „Það var hinn æðsti heiður að hafa fengið að koma fram með henni seinasta hálfa árið sem hljómsveitin var starfandi,“ segir hann. „Hljómsveitin tók ævintýralegan túr um Bandaríkin og endaði á 500 manna troðfullum lokatónleikum í TÞM. Nítján ára ég fékk þennan draum uppfylltan og verð ég ávallt þakklátur fyrir það.“

„Það var hinn æðsti heiður að hafa fengið að koma fram með henni seinasta hálfa árið sem hljómsveitin var starfandi.“

Var ungur og forvitinn
Hvað var það sem fékk þig til að breyta um tónlistarstefnu? „Minn áhugi á að búa til raftónlist kviknaði árið 2009 þegar ég fékk fyrstu fartölvuna mína. En ég hafði hlustað mikið á hljómsveitir á borð við Nine Inch Nails og Massive Attack og síðan á hipp hopp í bland við það. Plús hugbreytandi efni á þeim tíma sem höfðu auðvitað áhrif á hversu glaður ég var að prófa nýja hluti. Enda var ég ungur og forvitinn. Í dag er góður tebolli nóg fyrir mig til að koma mér í sköpunargír,“ segir hann og hlær. „En ég rokkaði alltaf líka og hef sinnt öllum mínum verkefnum í tónlist af jafnmiklum áhuga. Seint kom mun seinna inn í myndina eftir að ég hafði prófað mig áfram í allskonar stefnum,“ útskýrir hann og bætir við að fyrsta platan sem hann gaf út undir því nafni hafi verið á árinu 2015.
Segja má að hljóðheimurinn sem Joseph er búin að skapa sér sé algjörlega sér á báti. Hann segist hafa verið fljótur að finna sig í rokkinu enda aðeins 18 ára þegar Celestine sendi frá sér sína fyrstu plötu sem fékk glimrandi viðtökur um allan heiminn í jaðarsenunni. „Ég var semjandi slík lög á háum skala mjög snemma. Örugglega í svipuðum gír og krakkarnir í hipp hopp og poppinu í dag. Hins vegar tók mig mun lengri tíma að fikra mig áfram í raftónlistinni þar sem ég var í raun aldrei viss hvað það var nákvæmlega sem ég vildi koma áleiðis.“

Texti/Sigrún Guðjohnsen

Raddir