Fimmtudagur 16. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Nýr íslenskur kántrísöngvari

Kántrísöngvarinn Siggi Guðfinns vinnur nú að sinni annarri sólóplötu hjá ICR Music í Noregi en í fyrra sendi hann frá sér plötuna Á besta veg, til styrktar syni sínum sem fékk heilablóðfall og lamaðist.

Siggi er því með annan fótinn í Noregi en nóg er um að vera hjá kappanum en fyrir ekki svo löngu sendi hann frá sér myndband við lagið Návist sem hægt er að sjá á albumm.is. Siggi var einn af frumkvöðlum Styrktarsveitarinnar sem gaf út plötu árið 2010 til styrktar Mæðrastyrksnefndar.

Trump sniðgengur Danmörku því hann fær ekki að kaupa Grænland

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni Danmerkur. Ástæðan er sú að hann fær ekki að kaupa Grænland.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Trump hafi viðrað þá hugmynd við ráðgjafa sína að kaupa Grænland af Danmörku. Hann staðfesti síðar þann áhuga sinn. Þessum fréttum hefur verið fálega tekið bæði í Grænlandi og Danmörku. Hafa ráðamenn þar ýmist sagsta hafa talið að um grín væri að ræða eða þá að hugmyndin sé fjarstæðukennd.

Í gær útilokaði svo Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að Grænland væri til sölu og sagði einfaldlega að málið væri ekki til umræðu. Trump tók þessum fréttum af eins lítilli reisn og mögulegt er og lýsti því yfir á Twitter síðu sinni að hann væri búinn að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur.

Demi Lovato fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell

Söngkonan Demi Lovato er nýjasta viðbót leikarateymisins í Eurovision mynd Will Ferrell. Tilkynnt var um þáttöku hennar í myndinni á Instagram síðu söngkonunnar fyrir stuttu. Ekki liggur fyrir hvaða hlutverk hún fer með að svo stöddu.

Pierce Brosnan og Dan Stevens fara einnig með hlutverk í myndinni. Brosnan þekkja flestir fyrir hlutverk hans sem James Bond í Golden Eye, Tomorrow Never Dies, The World is Not Enough og Die Another Day. Stevens er einnig þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dýrið í leiknu endurgerð Fríðu og Dýrið sem kom út árið 2017. Þá eru þónokkrir íslendingar í myndinni. Má þar nefna Nínu Dögg Filippusdóttur, Björn Hlyn Haraldsson, Armund Ernst Björnsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson.

Líkt og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um Eurovision keppnina. Ferrell, sem leikstýrir myndinni, og Rachel McAdams fara með aðalhlutverk myndarinnar. Þau leika fulltrúa Íslands í keppninni, þau Lars Ericksong og Sigrit Ericksdottir.

Hér að neðan má sjá tilkynninguna, sem Ferrell sjálfur sér um. Hann óskar Lovato einnig til hamingju með afmælið, en hún fagnaði 27 árum í gær.

Kastaði kókflösku og kaffibolla í bifreið þegar bílstjórinn tók fálega í ábendingar um aksturslag

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Tilkynnt var um eignaspjöll á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í gær. Maður kastaði kaffibolla af bræði í bifreið eftir að hafa gert athugasemdir við aksturslag bílstjórans við litla gleði ökumannsins. Það hafi farið fyrir brjóstið á honum hvernig ökumaðurinn hafi hagað sér í umferðinni. Rifrildið milli ökumannana átti sér stað á rauðu ljósi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af yfir tuttugu ökumönnum í gærkvöldi og nótt. Fjórtán þeirra voru stöðvaðir fyrir notkun á farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Fjórir eru grunaðir um akstur undir áhrifum og þrír grunaðir um akstur án réttinda. Þá voru tvær þessara bifreiða ótryggðar og skráningarnúmerin klippt af.

Tjónþoli kaffibollakastsins hafði ekið á strætóakrein og tekið fram úr fimm bifreiðum. Tjónvaldur furðaði sig á þessu og haft afskipti af manninum sem brást illa við athugasemdunum og benti þeim sem athugasemdir gerði á að hann væri ekki lögreglan. Næst hrækti hann á bifreið tjónvaldsins. Því var þá svarað með því að kasta kókflösku inn í bifreið tjónþola. Þegar kókflöskunni var svo skilað kastaði tjónvaldur kaffibollanum í bifreiðina svo sá á henni.

Tilkynnt var um konu í annarlegu ástandi að lemja í bifreið tilkynnanda. Skemmdir urðu á vélarhlíf. Konan var handtekin síðar og vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Ofurölvi maður var handtekinn á Vitatorgi og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Maðurinn hafði engin skilríki, gat lítið tjáð sig.

Tilkynnt var um lítinn vélarvana bát í Skerjafirði í gærkvöldi. Þrír menn voru í bátnum. Björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði var við æfingar í Hafnarfirði og mætti á vettvang. Sveitin aðstoðaði við að koma bát og mönnum að landi. Mennirnir sögðust hafa ætlað að vitja um krabbagildrur er mótor bátsins bilaði. Báturinn reyndist vera lítill gúmmíbátur sem ber varla meira en tvo menn. Þá voru aðeins tveir þeirra í björgunarvestum.

Baldvin Z leikstýrir myndbandi Zöe Ruth Erwin

Tónlistarkonan Zöe var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið Summer Funeral.

Zöe Ruth Erwin eins og hún heitir fullu nafni er fædd og uppalin í Los Angeles í Kaliforníu en er um þessar mundir búsett í Reykjavík. Tónlist Zöe má lýsa sem dimmu poppi með áhrifum úr kvikmyndatónlist og náttúrunni, alls ekki slæmt það. Myndbandið við Summer Funeral er virkilega glæsilegt en það er enginn annar en einn af okkur fremstu leikstjórum sem sá um leikstjórnina, Baldvin Z. Ekki hika við að skella á „play“, við lofum að þetta frábæra lag eigi eftir að renna ljúflega inn í sálarvitund þína.

Zöe á Facebook
Zöe á Instagram

Zöe á Spotify

 

Hættur að taka mark á „best fyrir“ dagsetningum

Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður er meðvitaður um alvarleika matarsóunar.

„Skilningur minn á þessu vandamáli hefur vaxið hægt yfir nokkurra ára tímabil, samhliða því hef ég tekið lítil skref til að bæta neysluvenjur mínar. Ég hef því aldrei tekið drastíska ákvörðun til að minnka matarsóun, það var bara ferli sem þróaðist náttúrulega. Í upphafi reyndi ég að sóa minna, í kjölfarið byrjaði ég að „dumpster dive-a“ reglulega og þá fyrst fór ég að hætta að taka mark á „best fyrir“ dagsetningum,“ útskýrir Björn en þess má geta að „dumpster diving“ snýst um að leita að ætum mat og öðrum verðmætum í ruslagámum á bak við verslanir. Oft er um útlitsgallaðan mat að ræða eða matvæli sem eru að nálgast síðasta söludag.

„Í upphafi reyndi ég að sóa minna, í kjölfarið byrjaði ég að „dumpster dive-a“ reglulega og þá fyrst fór ég að hætta að taka mark á „best fyrir“ dagsetningum.“

Björn, sem er vöruhönnuður, kveðst hafa fyrst byrjað að hugsa um afleiðingar matarsóunar árið 2013. „Í vöruhönnunarnámi sem ég stundaði var lögð gífurleg áhersla á umhverfis- og loftslagsmál. Þannig kynntist ég alvarleika málsins í fyrsta skipti. Matarsóun gengur í raun gegn öllu sem ég trúi á svo það var rökrétt að byrja á að breyta neysluvenjum mínum.“

Það gleður Björn að sjá að fólk er almennt farið að leiða hugann að því hvernig má draga úr matarsóun. „Ég finn fyrir gífurlegri vakningu í tengslum við öll umhverfis- og loftslagsmálum, ekki síst hvað varðar plast, kolefnislosun og matarsóun. Umræðan í samfélaginu hefur breyst hratt og eingöngu til hins betra.“

Hann hvetur fólk til að kynna sér þau neikvæðu áhrif sem matarsóun hefur í för með sér. „Mikilvægast er að líta ekki fram hjá vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, það er mikilvægt að halda sér upplýstum þó að þetta séu oft íþyngjandi og sorglegar staðreyndir. Það er möguleiki á að knýja fram breytingar ef fólk er tilbúið að meðtaka staðreyndir og er reiðubúið að bregðast við.“

Sjá einnig: Getum ekki borðað uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi

„Samdi lagið til dætra minna þegar þær voru fjarri mér”

Tónlistarmaðurinn Beggi Smári var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið Brostu. Beggi hefur verið að vinna mikið með gítarinn að undanförnu og er lagið fyrsti singúllinn af væntanlegri plötu sem er í vinnslu. „Það er ansi langt síðan ég hef gefið út lag á íslensku en lagið samdi ég til dætra minna þegar þær voru á löngu ferðalagi í útlöndum fjarri mér.” 

Brostu er virkilega þétt lag og er kassagítarinn í aðalhlutverki en laginu má lýsa sem “feel good“ folk/kántrí. „Ég hef verið að spila mikið síðustu mánuði í Skandinavíu og á Englandi. En næst á dagskrá er Melodica Festival í lok ágúst áður en ég held út til Þýskalands með kassagítarinn og hef leikinn á Acoustic Dusseldorf festivalinu og víðar í framhaldinu.” Begga til halds og traust í upptökunum voru Örlygur Smári “pródúsent” og Einar Scheving sem bætti við slagverki. Myndbandið er einkar skemmtilegt en dóttir Begga, Hrönn tók það upp. 

Bubbi, Óværa og skúbbið

Í fréttum vikunnar á albumm.is fer Ásgeir Börkur Ásgeirsson yfir það helsta í íslenskri tónlist og menningu en að þessu sinni verður meðal annars fjallað um Bubba og Óværu. Fréttir vikunnar eru gerðar í samstarfi við Debe.is og skúbb vikunnar er í boði SKÚBB ísgerð. fréttirnar eru framleiddar af Thank You Studios fyrir albumm.is. Tónlist: Anton Ísak Óskarsson.

 

Hvað ræður lyfjaverði á Íslandi?

Úttekt OECD árið 1993 sýndi að lyfjaverð á Íslandi væri með því hæsta í heiminum. Var það meðal annars rekið til þess að álagning smásala og heildsala var meiri en víðast hvar annars staðar. Síðan hafa verið gerðar miklar og róttækar breytingar. Ein sú veigamesta var sú að lyfsala var gefin frjáls en áður höfðu lyfsalar fengið sérleyfi frá stjórnvöldum til að selja lyf á tilteknum svæðum.

Ríkið stýrir að langmestu leyti verðlagningu á lyfseðilsskyldum lyfjum, bæði í heildsölu og smásölu. Hámarksverð á lyfseðilsskyldum lyfjum í heildsölu hér á landi ræðst eingöngu af verði annars staðar á Norðurlöndum, hvort sem um er að ræða almenn lyf sem sjúklingar kaupa sjálfir og borga að hluta úr eigin vasa, mjög dýr lyf sem ríkið borgar að fullu eða sjúkrahúslyf.

Lyfjagreiðslunefnd ákveður hámarksverð í heildsölu og smásölu á lyfjum, sem seld eru gegn lyfseðli. Ef heildsali vill selja lyfseðilsskyld lyf undir hámarksverði verður hann að tilkynna nefndinni það. Verð skal vera það sama um allt land. Smásalar mega veita afslátt en svigrúmið er lítið. Í fyrra var afsláttur á hámarksverði á lyfseðilsskyldum lyfjum í smásölu á bilinu ½ til 2 prósent og veita stærri keðjurnar alla jafna minni afslátt.

Menntaskólinn á Ásbrú býður nú upp á stúdentspróf í tölvuleikjagerð

Fyrsta skólasetning nýrrar námsbrautar Menntaskólans á Ásbrú fór fram í gær. Brautin býður upp á stúdentspróf í tölvuleikjagerð og er fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var viðstödd athöfnina. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins. 

„Tilurð þessarar nýju brautar er gott dæmi um árangurríkt samstarf stjórnvalda, menntakerfisins og atvinnulífsins,” sagði Lilja í ræðu sinni á skólasetningunni. „Ég vil þakka Keili, Samtökum iðnaðarins, Samtökum leikjaframleiðanda og Samtökum verslunar og þjónustu fyrir árangursríka samvinnu við það að koma brautinni á laggirnar.“

„Með þeirri ákvörðun að veita fjármagni til þessa verkefnis standa vonir til þess að með auknu námsframboði á framhaldsskólastigi finni fleiri nemendur nám við hæfi að loknum grunnskóla. Það er fátt eins nauðsynlegt fyrir okkur sem samfélag en að hver og einn fái notið sín í því sem hann tekur sér fyrir hendur.”

Námið byggir á kjarna- og valfögum sem taka á fjölbreyttum þáttum skapandi starfs leikjagerðarfólks. Þar má nefna hönnun, tónlist, hljóðupptökur, verkefnastjórnun og heimspeki. Þá er starfsnám og verkefna- og hópavinna mikilvægur hluti námsins. Alls eru 44 nemendur skráðir á námsbrautina og komust færri að en vildu. 

Farþegi hótaði leigubílstjóra með eggvopni

Leigubílstjóri tilkynnti greiðslusvik og hótanir til lögreglu í nótt. Bílstjórinn hafði ekið karlmanni og konu í Árbæ. Þegar hann óskaði greiðslu brást parið ókvæða við. Maðurinn hótaði bílstjóranum með eggvopni áður en konan hótaði að stinga hann með sprautunál. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum í nótt.  Árásarþoli var með áverka á kviði og fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild. Árásaraðili var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Lögreglunni barst tilkynning um þjófnað í fjölbýlishúsi í Vesturbænum í gærkvöldi. Fjögur reiðhjól voru tekin úr hjólageymslu sameignar. Talið er að þjófurinn hafi komist inn um opinn glugga.

Töluvert var um ofurölvun í gær samkvæmt dagbók lögreglu. Þrír menn voru handteknir og vistaðir sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var bifreið stöðvuð í miðbænum í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og hafði ökuskírteini sitt ekki meðferðis.

Tilkynnt var um umferðaróhapp á Heiðmerkurvegi í gær. Bifreið hafði ekið útaf og sat föst. Ökumaðurinn reyndist vera réttindalaus ung stúlka, hún aldrei öðlast ökuréttindi. Stúlkan hlaut engin meiðsl. Bifreiðin var losuð og færð í bifreiðastæði. Þá var tilkynnt um árekstur tveggja bíla á Dalvegi í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn er aðeins 17 ára og er hann grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Faðir hans var viðstaddur sýnatöku á lögreglustöð.

„Getum ekki borðað uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi“

|
Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari segir minni neyslu almennt vera lykilinn að minni matarsóun. „Lykillinn er að kaupa minna og vera ábyrgur neytandi.“

 

Sjálf notar Hrefna smáforrit í símanum sem heitir Wunderlist, það forðar henni frá því að kaupa óþarflega mikinn mat sem endar á að skemmast inni í ísskáp.

„Ég skrifa jafnóðum inn í forritið það sem vantar úr búðinni og ég reyni að fylgja listanum alveg. Einnig skoða ég vel hvað er til heima og fer oft í búð. Ég kaupi ekki helling í einu heldur fer frekar oftar og kaupi minna magn sem ég veit að mun klárast. Svo reyni ég að elda bara akkúrat það magn sem við borðum. Ef það er afgangur erum við dugleg að taka með nesti í vinnuna eða nýta það daginn eftir. Svo er frystirinn góður vinur þess sem vill draga úr matarsóun. Þegar ég sé fram á að eitthvað verði ekki borðað innan tímamarka þá skelli ég því strax í frystinn svo það skemmist ekki í ísskápnum. Ef ávextir og grænmeti er þar á meðal þá hef ég skorið það niður og soðið í söltu vatni og svo sett í frystinn, þá er maður kominn með forsoðið grænmeti og ávexti í bústið.“

Hrefna segir mannkynið eiga langt í land hvað umhverfismálin varðar en hún segir augu fólks vera að opnast. „Það þarf dálítið að breyta hugarfarinu. Við getum ekki verið að borða uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi. Stundum þarf maður að borða bara það sem er til og svo hlakka til þess að fá sér svo uppáhaldið. Það er líka miklu skemmtilegra.“

Sjá einnig: Mælir með að stunda „dumpster diving“

Skyldusparnaður skattaprinsins

Skoðun
Eftir / Konráð Guðjónsson

Á hátíðis- og tyllidögum, til dæmis á kjördag yfir hnallþórum og rjúkandi heitu kaffi, tala stjórnmálamenn hispurslaust um mikilvægi þess að lækka skatta á landsmenn. Um viljann skal ekki efast, en eins og allir vita sem hafa skemmt sér í góðra vina hópi, eru yfirlýsingar í slíkum gleðskap eitthvað sem ætti að taka með fyrirvara. Daginn eftir bankar raunveruleikinn upp á – málamiðlanir og endalaust áreiti sem þarf að bregðast við.

Hvort sem eitthvað í líkingu við ofangreint sé orsökin eða ekki þá er það staðreynd að skattbyrði Íslendinga hefur farið vaxandi á undangengnum árum. Í nýútgefinni staðreynd Viðskiptaráðs kemur fram að árið 1990 greiddu Meðal-Jón og -Gunna 17% af tekjum sínum í skatta, 21% árið 2000 og loks 24% árið 2018. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra og það sem meira er, eru skattar á einstaklinga hlutfallslega hærri á Íslandi en í öllum hinum OECD-ríkjunum, nema Danmörku. Í Danmörku er skattkerfið nokkuð sérstakt þar sem almannatryggingar og lífeyrisgreiðslur eru að miklu leyti fjármagnaðar með tekjuskatti sem skekkir samanburðinn svo ekki er loku skotið fyrir að Ísland sé skattakóngur OECD en ekki einungis skattaprins.

Á sama tíma og hið opinbera kroppar í fleiri krónur á leiðinni á bankareikning launþega hefur ríkið ásamt öðrum hækkað annan launakostnað. Í nýlegri skýrslu Intellecon kemur til að mynda fram að launatengd gjöld hafi hækkað um 60% frá árinu 2000. Þar vegur þyngst hækkun lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,5% og þar á eftir hækkun tryggingagjalds úr 5% í 6,6%. Það kemur því vart á óvart að launakostnaður á vinnustund á Íslandi hafi verið sá þriðji hæsti í Evrópu árið 2018.

Með breytingum síðustu ára eru iðgjöld í lífeyrissjóði, að meðtöldum séreignasparnaði, því í flestum tilfellum orðin 19,5% af launum. Ekki þarf miklar rannsóknir til að sjá að það er býsna hátt hlutfall eiginlegs skyldusparnaðar og raunhæft er að ráðstöfunartekjur fólks muni í framtíðinni aukast við það að fara á lífeyri. Það er því sífellt verið að draga úr hvata launþega til að spara til efri áranna, með því að fjárfesta sjálft í hluta- og skuldabréfum, sem dregur úr skilvirkni markaða og er jafnvel til þess fallið að draga úr nauðsynlegu einkaframtaki.

Þessi þróun sýnir a.m.k. þrennt. Í fyrsta lagi er gott tilefni til að endurskoða ákveðna þætti lífeyriskerfisins og skapa almenningi hvata til að spara og þar með fjárfesta eitt og sér í íslensku atvinnulífi eða hverju sem fólk telur best. Í öðru lagi er ærið tilefni til að lækka skatta og leita leiða til að draga úr launakostnaði, sérstaklega nú þegar hægir á efnahagslífinu. Í þriðja og síðasta lagi þurfa stjórnmálamenn að fylgja eigin sannfæringu um að draga úr, eða a.m.k. halda aftur af, skattbyrði kjósenda alla daga, ekki bara á hátíðis- og tyllidögum.

Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.

Þjóðsagnaverur kvikna til lífsins í nýrri íslenskri teiknimynd

|
Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir byggir hugmyndina á barnabókinni Ormhildarsögu sem hún skrifaði sjálf og myndskreytti.|Kynningarplakat væntanlegrar teiknimyndar.

Kvikmyndagerðarkonan Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir vinnur að nýrri teiknimynd og teiknimyndaseríu sem sækja í íslenskan þjóðsagnaarf.

„Ég er mjög spennt. Mér líður eins og spretthlaupara í startholunum. Farin að búa til gátlista í huganum yfir allt sem þarf að gera, enda í mörg horn að líta. Já, bara rosalega spennt og tilbúin í slaginn,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir sem er leiðinni til höfuðborgar Póllands, Gdansk, að funda með framleiðslufyrirtæki sem mun koma að gerð nýrrar teiknimyndar og seríu sem Þórey er með í vinnslu.
„Í stuttu máli erum við að hefja framleiðslu á stuttri teiknimynd sem ég mun leikstýra og kallast Allar verur jarðar,“ útskýrir hún. „Pólskir teiknarar og hönnuðir munu koma að henni en persónuhönnun og fleira, hljóðvinnsla, klipping og talsetning verður í höndum Íslendinga auk þess sem ég og Heather Millard, sem er búsett á Íslandi, framleiðum undir merkjum Compass Film. Sem sagt íslensk framleiðsla í samstarfi við pólska meðframleiðendur og gefnar út tvær útgáfur, önnur alþjóðleg og hin með íslensku tali.“

„Þetta verður íslensk framleiðsla í samstarfi við pólska meðframleiðendur.“

Hugmyndin kviknaði í kjölfar barnsburðar
Að sögn Þóreyjar hefur undirbúningsvinna að myndinni staðið yfir í nokkur ár, eða frá árinu 2015, en hugmyndin byggir á barnabókinni Ormhildarsögu sem hún skrifaði sjálf og myndskreytti og var gefin út af bókaforlaginu Sölku árið 2016. „Sú saga gerist í framtíðinni og segir frá því hvernig jöklar heimsins hafa bráðnað með þeim afleiðingum að undan þeim skríða nykrar, skoffín, lyngormar og alls kyns óvættir sem við þekkjum úr þjóðsögunum, á meðan flest fólk hefur drukknað í flóðum. Eftirlifendurnir kúldrast á Breiðholtseyju og mynda þar samfélag sem lifir í stöðugum ótta við þessar skepnur, en aðalsöguhetjan Ormhildur vinnur á Kukl- og galdrarannsóknarsetri ríkisins sem hefur það markmið að kljást við þær og snúa við galdrinum sem hélt þeim föngnum í ísnum. Þegar sú leið uppgötvast hefst æsispennandi ævintýri.“
Þórey segir bókina hafa orðið til út frá smásögu sem hún skrifaði þegar hún var við nám í Háskóla Íslands og fjallar um bókmenntafræðinördinn Ormhildi sem lendir í ævintýrum í þessum svakalega heimi. Dag einn hafi hún bara allt í einu séð persónuna ljóslifandi fyrir sér. „Á þessum tíma var ég líka nýbúin að eignast barn og spáði mikið í framtíðina, hvernig hún liti út meðal annars í ljósi þess skaða sem maðurinn hefur valdið í náttúrunni. Aðalpersónan varð því svolítið eins og þetta nýfædda barn, hálfgerður sakleysingi sem ferðast í gegnum þennan óhuganlega söguheim og er að reyna að finna einhverja fótfestu í tilverunni um leið og hún þarf að kljást við alls kyns hættulegar skepnur. Þetta er sem sagt pólitísk ádeila en sett fram á ævintýralegan og spaugilegan hátt svo lesendur drepist ekki úr leiðindum,“ segir hún og hlær.

Kynningarplakat væntanlegrar teiknimyndar.

Stærsta verkefni sem hún hefur komið nálægt
Spurð hversu vel væntanleg mynd og sería komi til með að fylgja söguþræði bókarinnar, segir Þórey að hvorttveggja muni gerast í sama söguheimi auk þess sem karakterarnir byggi á persónum bókarinnar. Þar sem myndin sé stuttmynd komi hún til með að verða fjórar til fimm mínútur að lengd en þættirnir verði 26 talsins og 22 mínútna langir. Myndin sé raunverulega liður í því að gera þætti upp úr bókinni. „Þannig að núna er ég að fara út til að kynnast betur „crewinu“ þar og skerpa á verkaskiptingunni sem er algjört lykilatriði þegar maður er að vinna svona stórt og dýrt verkefni á milli landa. Það þarf að velja rétta mannskapinn með sér í þetta svo að útkoman verði góð. Allt þarf að vera alveg á kristaltæru, því þótt ég hafi gert stuttmyndir áður er þetta miklu stærri framleiðsla og meiri peningar sem eru í húfi.“

Erlendar aðilar áhugasamir
Þótt framleiðslan sé enn á ákveðnu byrjunarstigi segist Þórey skynja mikinn áhuga á verkefninu, bæði hér heima og erlendis frá. „Við höfum til dæmis þegar farið á nokkra fundi með stórum alþjóðlegum dreifingaraðilum, en því miður get ég ekki sagt hvar þau mál standa, alla vega ekki í bili,“ segir hún leyndardómsfull. „Nú er ég bara með hugann við ferðina til Póllands og hlakka rosalega mikið til enda er mér sagt að Gdansk sé afskaplega falleg borg. Svo er víst maturinn í Póllandi algjört æði.“

Íslendingar hafa gott aðgengi að apótekum

Aðgengi að apótekum er óvíða meira en á Íslandi. Þannig eru apótek og útibú mun fleiri á hvern íbúa hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum.

Munurinn kann að vera strjálbýli landsins en einnig sá að mun strangari reglur gilda um sölu lausasölulyfja á Íslandi en annars staðar. Þannig eru lausasölulyf seld í almennum verslunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en hér má einungis selja níkótín- og flúorlyf í íslenskum verslunum.

Nær alls staðar á höfuðborgarsvæðinu búa íbúar í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð frá næsta apóteki. Undantekningarnar eru Álftanes, innsta byggð í Skerjafirði, lítið svæði milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar og ysti hluti Norðlingaholts. Það sama á við á Suðurnesjum. Íbúar á þessum svæðum njóta þess einnig að opnunartími er lengri og úrvalið meira. Í smáum þéttbýliskjörnum eru oftast útibú frá stærri lyfjaverslunum þar sem opnunartími er skemmri og lyfjaúrval minna.

Frá því rekstur lyfjaverslana var gefinn frjáls árið 1996 hefur apótekum fjölgað allnokkuð þótt fjölgunin hafi að miklum hluta verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Á árunum 1996 til 2002 opnuðu 22 nýjar lyfjabúðir á sama tíma og þrjár hættu rekstri, þar af fjölgaði verslunum um 16 á höfuðborgarsvæðinu. Apótekum á Vestfjörðum hefur hins vegar fækkað frá árinu 2002. Íbúar Vestfjarða eru reyndar svolítið sér á báti í þessum efnum því ekki bara þurfa þeir að leggja á sig lengsta ferðalagið til að komast í apótek því opnunartími þar er alla jafna skemmri en víðast hvar annars staðar, eða að tæplega fimm klukkustundir á virkum degi að jafnaði.

Óverðtryggðir vextir orðnir lægri en verðtryggðir voru 2008

Lánakjör Íslendinga á húsnæðislánamarkaði hafa gjörbreyst á örfáum árum. Í dag eru bestu verðtryggðu vextir undir tvö prósent.

Óverðtryggðir vextir hafa líka lækkað mjög skarpt. Lífeyrissjóður verzlunarmanna lækkaði til að mynda fasta óverðtryggða vexti sína um miðjan síðasta mánuð og fóru þeir þá úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent, sem þýðir um 16 prósent lækkun.
Eftir þá breytingu eru þeir vextir hagstæðustu föstu óverðtryggðu vextir sem standa íslenskum íbúðarkaupendum til boða. Birta býður hins vegar upp á betri breytilega óverðtryggða vexti til þeirra sjóðsfélaga sem uppfylla skilyrði til lántöku. Þeir geta fengið allt að 65 prósent af kaupverði á 4,85 prósent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyting átti sér stað í byrjun júlí.

Viðskiptabankarnir eru eftir sem áður eftirbátar lífeyrisjóðanna þegar kemur að vaxtakjörum. Bestu verðtryggðu vextir sem viðskiptabanki býður eru hjá Landsbankanum, sem lánar grunnlán á 3,25 prósent vöxtum. Hann býður líka best allra viðskiptabankanna þegar kemur að óverðtryggðum vöxtum, eða 5,58 prósent. Því munar tæplega 77 prósentum á bestu vaxtakjörum lífeyrissjóðs á verðtryggðum lánum og því besta sem viðskiptabanki getur boðið. Á óverðtryggðu kjörunum á sambærilegum lánum hjá lífeyrirssjóði annars vegar og viðskiptabanka hins vegar er mun minni munur, en samt tæp níu prósent.

Ítarleg fréttaskýringu um máli má lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vefsíðu Kjarnans.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill loka mötuneytum starfsmanna til að styðja við bakið á veitingastöðum

Mynd xd.is

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgin loki mötuneytum starfsmanna til að styðja veitingahús í Reykjavík. Hildur telur að lokun mötuneyta verði til þess að hundruðir opinbera starfsmanna versli við veitingahús í borginni. „Borgaryfirvöld mættu vera atvinnulífi vinveittari,” skrifar hún í skoðanapistli í Fréttablaðinu.

„Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern,” skrifar Hildur og bætir við: „Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi?” Hún segir það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk en miklum ágóða fyrir þá aðila sem stunda rekstur í miðbænum. „Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi.”

Hildur bendir á fleiri þætti sem gera rekstraraðilum erfitt fyrir, þá ekki síst stjórnsýsla borgarinnar: „Síhækkandi fasteignaskattar, svifasein stjórnsýsla og samráðsleysi hafa reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum óþægur ljár í þúfu. Það er tímabært að bregðast við.”

Hún telur framkvæmdir í miðbænum setja strik í reikninginn hjá veitinga- og verslunareigendum. „Gatnaframkvæmdir standa yfir í miðborg. Flestir skilja nauðsyn framkvæmdanna – en þegar aðkomu verslana og veitingastaða er raskað er nauðsyn að eiga í samtali við rekstraraðila.” Þá segir hún að þess hafi ekki verið gætt og margir orðið fyrir verulegu tjóni. „Málið sýnir skilningsleysi og hroka borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum miðborgar. Samráð í tilkynningaformi án fyrirvara og samtals er engum til framdráttar.”

Stöðvaður tvisvar af lögreglu yfr sömu nótt

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögregla gerði tilraun til að stöðva ökumann um tvö í nótt en ökumaðurinn sinnti stöðvunarmerkjum ekki. Í ljós kom að hann hafði fyrr um kvöldið verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og þá sviptur ökuréttindum.

Ökumaðurinn komst undan í fyrstu en var síðar handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði. Kona sló mann í höfuðið með glasi með þeim afleiðingum að manninum blæddi mikið. Árásarþoli fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Árásaraðili vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Trúir ekki að þetta hafi verið viljaverk

Heiða Þórðardóttir segir sorgina eftir að bróðir hennar, Gísli Þór Þórarinsson, var skotinn af bróður þeirra, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, hafa verið þá þyngstu sem hún hefur upplifað. Spurð hvort hún hafi átt von á því að Gunnar gæti látið verða af þeirri hótun sinni að drepa Gísla, miðað við langa ofbeldissögu hans, svarar Heiða að hún hafi aldrei trúað því og hún trúi því ekki enn að það hafi verið ætlun hans.

„Þessa fjóra daga sem hann var á geðdeild, algjörlega niðurbrotinn, og ég var að reyna að tala hann til, datt mér aldrei í hug að þetta myndi enda svona hræðilega,“ segir hún. „Hann sagðist myndu loka á samskipti við mig ef ég tæki afstöðu með Gísla en ég tók enga afstöðu, sagði honum bara að jafna sig, þessi kona væri ekki þess virði að splundra samstöðu okkar þriggja.

Varðandi fyrri brot hans þá vil ég taka fram að þau áttu sér alltaf stað þegar hann var í harðri neyslu. Ekki að það sé afsökun, en það er skýring. Eftir að hann kom út af geðdeildinni féll hann og fór heim til Gísla með kunningja sínum og þeim bræðrunum lenti saman sem lauk með því að Gunnar skaut Gísla í lærið, skotið fór í slagæð og honum blæddi út. Löggæslumennirnir sem komu á vettvang voru með bundnar hendur vegna þess að þeir máttu ekki fara inn á undan sjúkrabílnum og því fór sem fór.“

„Þessa fjóra daga sem hann var á geðdeild, algjörlega niðurbrotinn, og ég var að reyna að tala hann til, datt mér aldrei í hug að þetta myndi enda svona hræðilega.“

Spurð hvort hún sé reið yfir því að Gísli hafi verið látinn liggja einn þar til honum blæddi út tekur Heiða sér örlítinn umhugsunartíma til að svara.

„Jú,“ segir hún svo. „Ég er reið, það hefði verið hægt að bjarga honum. En samt hef ég eiginlega ekki orðið reið í þessu sorgarferli, nema auðvitað við fólkið í kringum mig sem sýndi af sér virkilegan ótuktarskap gagnvart mér vegna þess að ég vildi ekki taka þá afstöðu að kalla Gunnar morðingja. Ég þekki hann ekki sem slíkan.

Ég veit auðvitað að hann hefur gert hræðilega hluti, þótt ég hafi ekki lesið öll málsskjöl í þeim málum sem hann hefur verið dæmdur fyrir en mér finnst það ekki vera mitt að dæma hann. Ég get ekki einu sinni verið reið við hann í þessu tilfelli, hann þarf að lifa með því alla sína ævi að hafa drepið bróður sinn og besta vin. Þeir höfðu búið saman, unnið saman og áttu mjög vel saman þegar Gunnar var í toppstandi, sem hann var miklu oftar en í neyslu.

Þótt ég syrgi auðvitað Gísla bróður minn óskaplega mikið þá er Gunnar líka bróðir minn og ég get ekki hatað hann fyrir þetta slys. Ég er bara svo ofboðslega sorgmædd. Ég er búin að missa alla þá sem hafa verið mér kærkomnastir, mömmu, pabba, vini og ömmur en þetta er mesta sorg sem ég hef upplifað.

Þegar lögreglan kom til að segja mér frá þessu var mér boðin hjálp sem ég afþakkaði með þeim orðum að ég væri vön þessu en málið er að þetta er það svakalegasta högg sem ég hef fengið. Sorgin var svo mikil að ég fann líkamlegan sársauka. Ég svaf ekki, ég borðaði ekki og ég get svarið að ég man ekkert eftir fyrstu dögunum á eftir.“

Mynd / Hallur Karlsson

„Morgunblaðið er ekki svipur hjá sjón“

Í hverri viku tekur Mannlíf saman eftirminnileg ummæli. Óhætt er að segja að nokkrar sleggjur hafi fallið í vikunni.

„Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum.“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, lætur þung orð falla í kjölfar birtingar niðurstaða úr nýrri skýrslu sambandsins um brotastarsemi á vinnumarkaði.

„Morgunblaðið er ekki svipur hjá sjón.“
Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir störf Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, skrif blaðsins um Evrópska efnahagssvæðið og þriðja orkupakkann og veltir því fyrir sér hvar blaðið fór út af sporinu.

„Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda.“
Guðmundur Steingrímsson um íslenskan landbúnað og Alþingi sem hann uppnefnir hagsmunagæslustofu bænda.

„Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum.“
Guðfinna Harpa Árnadóttir, sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, lætur Guðmund heyra það.

„Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands.“
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins en sá hefur leynt og ljóst staðið upp á móti réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum.

„Þótt ég sé einlægur stuðningsmaður réttinda samkynhneigðra (og allra annarra einstaklinga) þá er ég hér mjög ósammála þessari ágætis konu. Maður getur ekki kallað eftir opinni umræðu og viljað samtímis þagga niður í þeim sem eru manni mest ósammála.“
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, gagnrýnir Þorbjörgu fyrir að mótmæla komu Pence.

„Sá stóri hluti kjósenda sem telur spillingu í stjórnmálum og fjármálakerfinu stærstu ógnina á sviði þjóðmálanna á það skilið að fleiri flokkar tali hans máli í þingsal.“
Guðmundur Hörður umhverfisfræðingur hefur áhyggjur af innleiðingu þriðja orkupakkans.

„Menn eru með munninn fullan af lýðræðistali svo út af flóir. Svo þegar á hólminn er komið virðist það engu skipta nema það gagnist manni sjálfum hér og nú.“
Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtakerfi, segir óboðlegt að flokksforystan skuli ætla að hunsa vilja flokksmanna í þriðja orkupakkamálinu.

Nýr íslenskur kántrísöngvari

Kántrísöngvarinn Siggi Guðfinns vinnur nú að sinni annarri sólóplötu hjá ICR Music í Noregi en í fyrra sendi hann frá sér plötuna Á besta veg, til styrktar syni sínum sem fékk heilablóðfall og lamaðist.

Siggi er því með annan fótinn í Noregi en nóg er um að vera hjá kappanum en fyrir ekki svo löngu sendi hann frá sér myndband við lagið Návist sem hægt er að sjá á albumm.is. Siggi var einn af frumkvöðlum Styrktarsveitarinnar sem gaf út plötu árið 2010 til styrktar Mæðrastyrksnefndar.

Trump sniðgengur Danmörku því hann fær ekki að kaupa Grænland

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni Danmerkur. Ástæðan er sú að hann fær ekki að kaupa Grænland.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Trump hafi viðrað þá hugmynd við ráðgjafa sína að kaupa Grænland af Danmörku. Hann staðfesti síðar þann áhuga sinn. Þessum fréttum hefur verið fálega tekið bæði í Grænlandi og Danmörku. Hafa ráðamenn þar ýmist sagsta hafa talið að um grín væri að ræða eða þá að hugmyndin sé fjarstæðukennd.

Í gær útilokaði svo Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að Grænland væri til sölu og sagði einfaldlega að málið væri ekki til umræðu. Trump tók þessum fréttum af eins lítilli reisn og mögulegt er og lýsti því yfir á Twitter síðu sinni að hann væri búinn að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur.

Demi Lovato fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell

Söngkonan Demi Lovato er nýjasta viðbót leikarateymisins í Eurovision mynd Will Ferrell. Tilkynnt var um þáttöku hennar í myndinni á Instagram síðu söngkonunnar fyrir stuttu. Ekki liggur fyrir hvaða hlutverk hún fer með að svo stöddu.

Pierce Brosnan og Dan Stevens fara einnig með hlutverk í myndinni. Brosnan þekkja flestir fyrir hlutverk hans sem James Bond í Golden Eye, Tomorrow Never Dies, The World is Not Enough og Die Another Day. Stevens er einnig þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dýrið í leiknu endurgerð Fríðu og Dýrið sem kom út árið 2017. Þá eru þónokkrir íslendingar í myndinni. Má þar nefna Nínu Dögg Filippusdóttur, Björn Hlyn Haraldsson, Armund Ernst Björnsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson.

Líkt og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um Eurovision keppnina. Ferrell, sem leikstýrir myndinni, og Rachel McAdams fara með aðalhlutverk myndarinnar. Þau leika fulltrúa Íslands í keppninni, þau Lars Ericksong og Sigrit Ericksdottir.

Hér að neðan má sjá tilkynninguna, sem Ferrell sjálfur sér um. Hann óskar Lovato einnig til hamingju með afmælið, en hún fagnaði 27 árum í gær.

Kastaði kókflösku og kaffibolla í bifreið þegar bílstjórinn tók fálega í ábendingar um aksturslag

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Tilkynnt var um eignaspjöll á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í gær. Maður kastaði kaffibolla af bræði í bifreið eftir að hafa gert athugasemdir við aksturslag bílstjórans við litla gleði ökumannsins. Það hafi farið fyrir brjóstið á honum hvernig ökumaðurinn hafi hagað sér í umferðinni. Rifrildið milli ökumannana átti sér stað á rauðu ljósi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af yfir tuttugu ökumönnum í gærkvöldi og nótt. Fjórtán þeirra voru stöðvaðir fyrir notkun á farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Fjórir eru grunaðir um akstur undir áhrifum og þrír grunaðir um akstur án réttinda. Þá voru tvær þessara bifreiða ótryggðar og skráningarnúmerin klippt af.

Tjónþoli kaffibollakastsins hafði ekið á strætóakrein og tekið fram úr fimm bifreiðum. Tjónvaldur furðaði sig á þessu og haft afskipti af manninum sem brást illa við athugasemdunum og benti þeim sem athugasemdir gerði á að hann væri ekki lögreglan. Næst hrækti hann á bifreið tjónvaldsins. Því var þá svarað með því að kasta kókflösku inn í bifreið tjónþola. Þegar kókflöskunni var svo skilað kastaði tjónvaldur kaffibollanum í bifreiðina svo sá á henni.

Tilkynnt var um konu í annarlegu ástandi að lemja í bifreið tilkynnanda. Skemmdir urðu á vélarhlíf. Konan var handtekin síðar og vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Ofurölvi maður var handtekinn á Vitatorgi og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Maðurinn hafði engin skilríki, gat lítið tjáð sig.

Tilkynnt var um lítinn vélarvana bát í Skerjafirði í gærkvöldi. Þrír menn voru í bátnum. Björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði var við æfingar í Hafnarfirði og mætti á vettvang. Sveitin aðstoðaði við að koma bát og mönnum að landi. Mennirnir sögðust hafa ætlað að vitja um krabbagildrur er mótor bátsins bilaði. Báturinn reyndist vera lítill gúmmíbátur sem ber varla meira en tvo menn. Þá voru aðeins tveir þeirra í björgunarvestum.

Baldvin Z leikstýrir myndbandi Zöe Ruth Erwin

Tónlistarkonan Zöe var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið Summer Funeral.

Zöe Ruth Erwin eins og hún heitir fullu nafni er fædd og uppalin í Los Angeles í Kaliforníu en er um þessar mundir búsett í Reykjavík. Tónlist Zöe má lýsa sem dimmu poppi með áhrifum úr kvikmyndatónlist og náttúrunni, alls ekki slæmt það. Myndbandið við Summer Funeral er virkilega glæsilegt en það er enginn annar en einn af okkur fremstu leikstjórum sem sá um leikstjórnina, Baldvin Z. Ekki hika við að skella á „play“, við lofum að þetta frábæra lag eigi eftir að renna ljúflega inn í sálarvitund þína.

Zöe á Facebook
Zöe á Instagram

Zöe á Spotify

 

Hættur að taka mark á „best fyrir“ dagsetningum

Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður er meðvitaður um alvarleika matarsóunar.

„Skilningur minn á þessu vandamáli hefur vaxið hægt yfir nokkurra ára tímabil, samhliða því hef ég tekið lítil skref til að bæta neysluvenjur mínar. Ég hef því aldrei tekið drastíska ákvörðun til að minnka matarsóun, það var bara ferli sem þróaðist náttúrulega. Í upphafi reyndi ég að sóa minna, í kjölfarið byrjaði ég að „dumpster dive-a“ reglulega og þá fyrst fór ég að hætta að taka mark á „best fyrir“ dagsetningum,“ útskýrir Björn en þess má geta að „dumpster diving“ snýst um að leita að ætum mat og öðrum verðmætum í ruslagámum á bak við verslanir. Oft er um útlitsgallaðan mat að ræða eða matvæli sem eru að nálgast síðasta söludag.

„Í upphafi reyndi ég að sóa minna, í kjölfarið byrjaði ég að „dumpster dive-a“ reglulega og þá fyrst fór ég að hætta að taka mark á „best fyrir“ dagsetningum.“

Björn, sem er vöruhönnuður, kveðst hafa fyrst byrjað að hugsa um afleiðingar matarsóunar árið 2013. „Í vöruhönnunarnámi sem ég stundaði var lögð gífurleg áhersla á umhverfis- og loftslagsmál. Þannig kynntist ég alvarleika málsins í fyrsta skipti. Matarsóun gengur í raun gegn öllu sem ég trúi á svo það var rökrétt að byrja á að breyta neysluvenjum mínum.“

Það gleður Björn að sjá að fólk er almennt farið að leiða hugann að því hvernig má draga úr matarsóun. „Ég finn fyrir gífurlegri vakningu í tengslum við öll umhverfis- og loftslagsmálum, ekki síst hvað varðar plast, kolefnislosun og matarsóun. Umræðan í samfélaginu hefur breyst hratt og eingöngu til hins betra.“

Hann hvetur fólk til að kynna sér þau neikvæðu áhrif sem matarsóun hefur í för með sér. „Mikilvægast er að líta ekki fram hjá vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, það er mikilvægt að halda sér upplýstum þó að þetta séu oft íþyngjandi og sorglegar staðreyndir. Það er möguleiki á að knýja fram breytingar ef fólk er tilbúið að meðtaka staðreyndir og er reiðubúið að bregðast við.“

Sjá einnig: Getum ekki borðað uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi

„Samdi lagið til dætra minna þegar þær voru fjarri mér”

Tónlistarmaðurinn Beggi Smári var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið Brostu. Beggi hefur verið að vinna mikið með gítarinn að undanförnu og er lagið fyrsti singúllinn af væntanlegri plötu sem er í vinnslu. „Það er ansi langt síðan ég hef gefið út lag á íslensku en lagið samdi ég til dætra minna þegar þær voru á löngu ferðalagi í útlöndum fjarri mér.” 

Brostu er virkilega þétt lag og er kassagítarinn í aðalhlutverki en laginu má lýsa sem “feel good“ folk/kántrí. „Ég hef verið að spila mikið síðustu mánuði í Skandinavíu og á Englandi. En næst á dagskrá er Melodica Festival í lok ágúst áður en ég held út til Þýskalands með kassagítarinn og hef leikinn á Acoustic Dusseldorf festivalinu og víðar í framhaldinu.” Begga til halds og traust í upptökunum voru Örlygur Smári “pródúsent” og Einar Scheving sem bætti við slagverki. Myndbandið er einkar skemmtilegt en dóttir Begga, Hrönn tók það upp. 

Bubbi, Óværa og skúbbið

Í fréttum vikunnar á albumm.is fer Ásgeir Börkur Ásgeirsson yfir það helsta í íslenskri tónlist og menningu en að þessu sinni verður meðal annars fjallað um Bubba og Óværu. Fréttir vikunnar eru gerðar í samstarfi við Debe.is og skúbb vikunnar er í boði SKÚBB ísgerð. fréttirnar eru framleiddar af Thank You Studios fyrir albumm.is. Tónlist: Anton Ísak Óskarsson.

 

Hvað ræður lyfjaverði á Íslandi?

Úttekt OECD árið 1993 sýndi að lyfjaverð á Íslandi væri með því hæsta í heiminum. Var það meðal annars rekið til þess að álagning smásala og heildsala var meiri en víðast hvar annars staðar. Síðan hafa verið gerðar miklar og róttækar breytingar. Ein sú veigamesta var sú að lyfsala var gefin frjáls en áður höfðu lyfsalar fengið sérleyfi frá stjórnvöldum til að selja lyf á tilteknum svæðum.

Ríkið stýrir að langmestu leyti verðlagningu á lyfseðilsskyldum lyfjum, bæði í heildsölu og smásölu. Hámarksverð á lyfseðilsskyldum lyfjum í heildsölu hér á landi ræðst eingöngu af verði annars staðar á Norðurlöndum, hvort sem um er að ræða almenn lyf sem sjúklingar kaupa sjálfir og borga að hluta úr eigin vasa, mjög dýr lyf sem ríkið borgar að fullu eða sjúkrahúslyf.

Lyfjagreiðslunefnd ákveður hámarksverð í heildsölu og smásölu á lyfjum, sem seld eru gegn lyfseðli. Ef heildsali vill selja lyfseðilsskyld lyf undir hámarksverði verður hann að tilkynna nefndinni það. Verð skal vera það sama um allt land. Smásalar mega veita afslátt en svigrúmið er lítið. Í fyrra var afsláttur á hámarksverði á lyfseðilsskyldum lyfjum í smásölu á bilinu ½ til 2 prósent og veita stærri keðjurnar alla jafna minni afslátt.

Menntaskólinn á Ásbrú býður nú upp á stúdentspróf í tölvuleikjagerð

Fyrsta skólasetning nýrrar námsbrautar Menntaskólans á Ásbrú fór fram í gær. Brautin býður upp á stúdentspróf í tölvuleikjagerð og er fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var viðstödd athöfnina. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins. 

„Tilurð þessarar nýju brautar er gott dæmi um árangurríkt samstarf stjórnvalda, menntakerfisins og atvinnulífsins,” sagði Lilja í ræðu sinni á skólasetningunni. „Ég vil þakka Keili, Samtökum iðnaðarins, Samtökum leikjaframleiðanda og Samtökum verslunar og þjónustu fyrir árangursríka samvinnu við það að koma brautinni á laggirnar.“

„Með þeirri ákvörðun að veita fjármagni til þessa verkefnis standa vonir til þess að með auknu námsframboði á framhaldsskólastigi finni fleiri nemendur nám við hæfi að loknum grunnskóla. Það er fátt eins nauðsynlegt fyrir okkur sem samfélag en að hver og einn fái notið sín í því sem hann tekur sér fyrir hendur.”

Námið byggir á kjarna- og valfögum sem taka á fjölbreyttum þáttum skapandi starfs leikjagerðarfólks. Þar má nefna hönnun, tónlist, hljóðupptökur, verkefnastjórnun og heimspeki. Þá er starfsnám og verkefna- og hópavinna mikilvægur hluti námsins. Alls eru 44 nemendur skráðir á námsbrautina og komust færri að en vildu. 

Farþegi hótaði leigubílstjóra með eggvopni

Leigubílstjóri tilkynnti greiðslusvik og hótanir til lögreglu í nótt. Bílstjórinn hafði ekið karlmanni og konu í Árbæ. Þegar hann óskaði greiðslu brást parið ókvæða við. Maðurinn hótaði bílstjóranum með eggvopni áður en konan hótaði að stinga hann með sprautunál. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum í nótt.  Árásarþoli var með áverka á kviði og fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild. Árásaraðili var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Lögreglunni barst tilkynning um þjófnað í fjölbýlishúsi í Vesturbænum í gærkvöldi. Fjögur reiðhjól voru tekin úr hjólageymslu sameignar. Talið er að þjófurinn hafi komist inn um opinn glugga.

Töluvert var um ofurölvun í gær samkvæmt dagbók lögreglu. Þrír menn voru handteknir og vistaðir sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var bifreið stöðvuð í miðbænum í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og hafði ökuskírteini sitt ekki meðferðis.

Tilkynnt var um umferðaróhapp á Heiðmerkurvegi í gær. Bifreið hafði ekið útaf og sat föst. Ökumaðurinn reyndist vera réttindalaus ung stúlka, hún aldrei öðlast ökuréttindi. Stúlkan hlaut engin meiðsl. Bifreiðin var losuð og færð í bifreiðastæði. Þá var tilkynnt um árekstur tveggja bíla á Dalvegi í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn er aðeins 17 ára og er hann grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Faðir hans var viðstaddur sýnatöku á lögreglustöð.

„Getum ekki borðað uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi“

|
Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari segir minni neyslu almennt vera lykilinn að minni matarsóun. „Lykillinn er að kaupa minna og vera ábyrgur neytandi.“

 

Sjálf notar Hrefna smáforrit í símanum sem heitir Wunderlist, það forðar henni frá því að kaupa óþarflega mikinn mat sem endar á að skemmast inni í ísskáp.

„Ég skrifa jafnóðum inn í forritið það sem vantar úr búðinni og ég reyni að fylgja listanum alveg. Einnig skoða ég vel hvað er til heima og fer oft í búð. Ég kaupi ekki helling í einu heldur fer frekar oftar og kaupi minna magn sem ég veit að mun klárast. Svo reyni ég að elda bara akkúrat það magn sem við borðum. Ef það er afgangur erum við dugleg að taka með nesti í vinnuna eða nýta það daginn eftir. Svo er frystirinn góður vinur þess sem vill draga úr matarsóun. Þegar ég sé fram á að eitthvað verði ekki borðað innan tímamarka þá skelli ég því strax í frystinn svo það skemmist ekki í ísskápnum. Ef ávextir og grænmeti er þar á meðal þá hef ég skorið það niður og soðið í söltu vatni og svo sett í frystinn, þá er maður kominn með forsoðið grænmeti og ávexti í bústið.“

Hrefna segir mannkynið eiga langt í land hvað umhverfismálin varðar en hún segir augu fólks vera að opnast. „Það þarf dálítið að breyta hugarfarinu. Við getum ekki verið að borða uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi. Stundum þarf maður að borða bara það sem er til og svo hlakka til þess að fá sér svo uppáhaldið. Það er líka miklu skemmtilegra.“

Sjá einnig: Mælir með að stunda „dumpster diving“

Skyldusparnaður skattaprinsins

Skoðun
Eftir / Konráð Guðjónsson

Á hátíðis- og tyllidögum, til dæmis á kjördag yfir hnallþórum og rjúkandi heitu kaffi, tala stjórnmálamenn hispurslaust um mikilvægi þess að lækka skatta á landsmenn. Um viljann skal ekki efast, en eins og allir vita sem hafa skemmt sér í góðra vina hópi, eru yfirlýsingar í slíkum gleðskap eitthvað sem ætti að taka með fyrirvara. Daginn eftir bankar raunveruleikinn upp á – málamiðlanir og endalaust áreiti sem þarf að bregðast við.

Hvort sem eitthvað í líkingu við ofangreint sé orsökin eða ekki þá er það staðreynd að skattbyrði Íslendinga hefur farið vaxandi á undangengnum árum. Í nýútgefinni staðreynd Viðskiptaráðs kemur fram að árið 1990 greiddu Meðal-Jón og -Gunna 17% af tekjum sínum í skatta, 21% árið 2000 og loks 24% árið 2018. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra og það sem meira er, eru skattar á einstaklinga hlutfallslega hærri á Íslandi en í öllum hinum OECD-ríkjunum, nema Danmörku. Í Danmörku er skattkerfið nokkuð sérstakt þar sem almannatryggingar og lífeyrisgreiðslur eru að miklu leyti fjármagnaðar með tekjuskatti sem skekkir samanburðinn svo ekki er loku skotið fyrir að Ísland sé skattakóngur OECD en ekki einungis skattaprins.

Á sama tíma og hið opinbera kroppar í fleiri krónur á leiðinni á bankareikning launþega hefur ríkið ásamt öðrum hækkað annan launakostnað. Í nýlegri skýrslu Intellecon kemur til að mynda fram að launatengd gjöld hafi hækkað um 60% frá árinu 2000. Þar vegur þyngst hækkun lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,5% og þar á eftir hækkun tryggingagjalds úr 5% í 6,6%. Það kemur því vart á óvart að launakostnaður á vinnustund á Íslandi hafi verið sá þriðji hæsti í Evrópu árið 2018.

Með breytingum síðustu ára eru iðgjöld í lífeyrissjóði, að meðtöldum séreignasparnaði, því í flestum tilfellum orðin 19,5% af launum. Ekki þarf miklar rannsóknir til að sjá að það er býsna hátt hlutfall eiginlegs skyldusparnaðar og raunhæft er að ráðstöfunartekjur fólks muni í framtíðinni aukast við það að fara á lífeyri. Það er því sífellt verið að draga úr hvata launþega til að spara til efri áranna, með því að fjárfesta sjálft í hluta- og skuldabréfum, sem dregur úr skilvirkni markaða og er jafnvel til þess fallið að draga úr nauðsynlegu einkaframtaki.

Þessi þróun sýnir a.m.k. þrennt. Í fyrsta lagi er gott tilefni til að endurskoða ákveðna þætti lífeyriskerfisins og skapa almenningi hvata til að spara og þar með fjárfesta eitt og sér í íslensku atvinnulífi eða hverju sem fólk telur best. Í öðru lagi er ærið tilefni til að lækka skatta og leita leiða til að draga úr launakostnaði, sérstaklega nú þegar hægir á efnahagslífinu. Í þriðja og síðasta lagi þurfa stjórnmálamenn að fylgja eigin sannfæringu um að draga úr, eða a.m.k. halda aftur af, skattbyrði kjósenda alla daga, ekki bara á hátíðis- og tyllidögum.

Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.

Þjóðsagnaverur kvikna til lífsins í nýrri íslenskri teiknimynd

|
Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir byggir hugmyndina á barnabókinni Ormhildarsögu sem hún skrifaði sjálf og myndskreytti.|Kynningarplakat væntanlegrar teiknimyndar.

Kvikmyndagerðarkonan Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir vinnur að nýrri teiknimynd og teiknimyndaseríu sem sækja í íslenskan þjóðsagnaarf.

„Ég er mjög spennt. Mér líður eins og spretthlaupara í startholunum. Farin að búa til gátlista í huganum yfir allt sem þarf að gera, enda í mörg horn að líta. Já, bara rosalega spennt og tilbúin í slaginn,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir sem er leiðinni til höfuðborgar Póllands, Gdansk, að funda með framleiðslufyrirtæki sem mun koma að gerð nýrrar teiknimyndar og seríu sem Þórey er með í vinnslu.
„Í stuttu máli erum við að hefja framleiðslu á stuttri teiknimynd sem ég mun leikstýra og kallast Allar verur jarðar,“ útskýrir hún. „Pólskir teiknarar og hönnuðir munu koma að henni en persónuhönnun og fleira, hljóðvinnsla, klipping og talsetning verður í höndum Íslendinga auk þess sem ég og Heather Millard, sem er búsett á Íslandi, framleiðum undir merkjum Compass Film. Sem sagt íslensk framleiðsla í samstarfi við pólska meðframleiðendur og gefnar út tvær útgáfur, önnur alþjóðleg og hin með íslensku tali.“

„Þetta verður íslensk framleiðsla í samstarfi við pólska meðframleiðendur.“

Hugmyndin kviknaði í kjölfar barnsburðar
Að sögn Þóreyjar hefur undirbúningsvinna að myndinni staðið yfir í nokkur ár, eða frá árinu 2015, en hugmyndin byggir á barnabókinni Ormhildarsögu sem hún skrifaði sjálf og myndskreytti og var gefin út af bókaforlaginu Sölku árið 2016. „Sú saga gerist í framtíðinni og segir frá því hvernig jöklar heimsins hafa bráðnað með þeim afleiðingum að undan þeim skríða nykrar, skoffín, lyngormar og alls kyns óvættir sem við þekkjum úr þjóðsögunum, á meðan flest fólk hefur drukknað í flóðum. Eftirlifendurnir kúldrast á Breiðholtseyju og mynda þar samfélag sem lifir í stöðugum ótta við þessar skepnur, en aðalsöguhetjan Ormhildur vinnur á Kukl- og galdrarannsóknarsetri ríkisins sem hefur það markmið að kljást við þær og snúa við galdrinum sem hélt þeim föngnum í ísnum. Þegar sú leið uppgötvast hefst æsispennandi ævintýri.“
Þórey segir bókina hafa orðið til út frá smásögu sem hún skrifaði þegar hún var við nám í Háskóla Íslands og fjallar um bókmenntafræðinördinn Ormhildi sem lendir í ævintýrum í þessum svakalega heimi. Dag einn hafi hún bara allt í einu séð persónuna ljóslifandi fyrir sér. „Á þessum tíma var ég líka nýbúin að eignast barn og spáði mikið í framtíðina, hvernig hún liti út meðal annars í ljósi þess skaða sem maðurinn hefur valdið í náttúrunni. Aðalpersónan varð því svolítið eins og þetta nýfædda barn, hálfgerður sakleysingi sem ferðast í gegnum þennan óhuganlega söguheim og er að reyna að finna einhverja fótfestu í tilverunni um leið og hún þarf að kljást við alls kyns hættulegar skepnur. Þetta er sem sagt pólitísk ádeila en sett fram á ævintýralegan og spaugilegan hátt svo lesendur drepist ekki úr leiðindum,“ segir hún og hlær.

Kynningarplakat væntanlegrar teiknimyndar.

Stærsta verkefni sem hún hefur komið nálægt
Spurð hversu vel væntanleg mynd og sería komi til með að fylgja söguþræði bókarinnar, segir Þórey að hvorttveggja muni gerast í sama söguheimi auk þess sem karakterarnir byggi á persónum bókarinnar. Þar sem myndin sé stuttmynd komi hún til með að verða fjórar til fimm mínútur að lengd en þættirnir verði 26 talsins og 22 mínútna langir. Myndin sé raunverulega liður í því að gera þætti upp úr bókinni. „Þannig að núna er ég að fara út til að kynnast betur „crewinu“ þar og skerpa á verkaskiptingunni sem er algjört lykilatriði þegar maður er að vinna svona stórt og dýrt verkefni á milli landa. Það þarf að velja rétta mannskapinn með sér í þetta svo að útkoman verði góð. Allt þarf að vera alveg á kristaltæru, því þótt ég hafi gert stuttmyndir áður er þetta miklu stærri framleiðsla og meiri peningar sem eru í húfi.“

Erlendar aðilar áhugasamir
Þótt framleiðslan sé enn á ákveðnu byrjunarstigi segist Þórey skynja mikinn áhuga á verkefninu, bæði hér heima og erlendis frá. „Við höfum til dæmis þegar farið á nokkra fundi með stórum alþjóðlegum dreifingaraðilum, en því miður get ég ekki sagt hvar þau mál standa, alla vega ekki í bili,“ segir hún leyndardómsfull. „Nú er ég bara með hugann við ferðina til Póllands og hlakka rosalega mikið til enda er mér sagt að Gdansk sé afskaplega falleg borg. Svo er víst maturinn í Póllandi algjört æði.“

Íslendingar hafa gott aðgengi að apótekum

Aðgengi að apótekum er óvíða meira en á Íslandi. Þannig eru apótek og útibú mun fleiri á hvern íbúa hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum.

Munurinn kann að vera strjálbýli landsins en einnig sá að mun strangari reglur gilda um sölu lausasölulyfja á Íslandi en annars staðar. Þannig eru lausasölulyf seld í almennum verslunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en hér má einungis selja níkótín- og flúorlyf í íslenskum verslunum.

Nær alls staðar á höfuðborgarsvæðinu búa íbúar í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð frá næsta apóteki. Undantekningarnar eru Álftanes, innsta byggð í Skerjafirði, lítið svæði milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar og ysti hluti Norðlingaholts. Það sama á við á Suðurnesjum. Íbúar á þessum svæðum njóta þess einnig að opnunartími er lengri og úrvalið meira. Í smáum þéttbýliskjörnum eru oftast útibú frá stærri lyfjaverslunum þar sem opnunartími er skemmri og lyfjaúrval minna.

Frá því rekstur lyfjaverslana var gefinn frjáls árið 1996 hefur apótekum fjölgað allnokkuð þótt fjölgunin hafi að miklum hluta verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Á árunum 1996 til 2002 opnuðu 22 nýjar lyfjabúðir á sama tíma og þrjár hættu rekstri, þar af fjölgaði verslunum um 16 á höfuðborgarsvæðinu. Apótekum á Vestfjörðum hefur hins vegar fækkað frá árinu 2002. Íbúar Vestfjarða eru reyndar svolítið sér á báti í þessum efnum því ekki bara þurfa þeir að leggja á sig lengsta ferðalagið til að komast í apótek því opnunartími þar er alla jafna skemmri en víðast hvar annars staðar, eða að tæplega fimm klukkustundir á virkum degi að jafnaði.

Óverðtryggðir vextir orðnir lægri en verðtryggðir voru 2008

Lánakjör Íslendinga á húsnæðislánamarkaði hafa gjörbreyst á örfáum árum. Í dag eru bestu verðtryggðu vextir undir tvö prósent.

Óverðtryggðir vextir hafa líka lækkað mjög skarpt. Lífeyrissjóður verzlunarmanna lækkaði til að mynda fasta óverðtryggða vexti sína um miðjan síðasta mánuð og fóru þeir þá úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent, sem þýðir um 16 prósent lækkun.
Eftir þá breytingu eru þeir vextir hagstæðustu föstu óverðtryggðu vextir sem standa íslenskum íbúðarkaupendum til boða. Birta býður hins vegar upp á betri breytilega óverðtryggða vexti til þeirra sjóðsfélaga sem uppfylla skilyrði til lántöku. Þeir geta fengið allt að 65 prósent af kaupverði á 4,85 prósent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyting átti sér stað í byrjun júlí.

Viðskiptabankarnir eru eftir sem áður eftirbátar lífeyrisjóðanna þegar kemur að vaxtakjörum. Bestu verðtryggðu vextir sem viðskiptabanki býður eru hjá Landsbankanum, sem lánar grunnlán á 3,25 prósent vöxtum. Hann býður líka best allra viðskiptabankanna þegar kemur að óverðtryggðum vöxtum, eða 5,58 prósent. Því munar tæplega 77 prósentum á bestu vaxtakjörum lífeyrissjóðs á verðtryggðum lánum og því besta sem viðskiptabanki getur boðið. Á óverðtryggðu kjörunum á sambærilegum lánum hjá lífeyrirssjóði annars vegar og viðskiptabanka hins vegar er mun minni munur, en samt tæp níu prósent.

Ítarleg fréttaskýringu um máli má lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vefsíðu Kjarnans.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill loka mötuneytum starfsmanna til að styðja við bakið á veitingastöðum

Mynd xd.is

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgin loki mötuneytum starfsmanna til að styðja veitingahús í Reykjavík. Hildur telur að lokun mötuneyta verði til þess að hundruðir opinbera starfsmanna versli við veitingahús í borginni. „Borgaryfirvöld mættu vera atvinnulífi vinveittari,” skrifar hún í skoðanapistli í Fréttablaðinu.

„Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern,” skrifar Hildur og bætir við: „Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi?” Hún segir það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk en miklum ágóða fyrir þá aðila sem stunda rekstur í miðbænum. „Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi.”

Hildur bendir á fleiri þætti sem gera rekstraraðilum erfitt fyrir, þá ekki síst stjórnsýsla borgarinnar: „Síhækkandi fasteignaskattar, svifasein stjórnsýsla og samráðsleysi hafa reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum óþægur ljár í þúfu. Það er tímabært að bregðast við.”

Hún telur framkvæmdir í miðbænum setja strik í reikninginn hjá veitinga- og verslunareigendum. „Gatnaframkvæmdir standa yfir í miðborg. Flestir skilja nauðsyn framkvæmdanna – en þegar aðkomu verslana og veitingastaða er raskað er nauðsyn að eiga í samtali við rekstraraðila.” Þá segir hún að þess hafi ekki verið gætt og margir orðið fyrir verulegu tjóni. „Málið sýnir skilningsleysi og hroka borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum miðborgar. Samráð í tilkynningaformi án fyrirvara og samtals er engum til framdráttar.”

Stöðvaður tvisvar af lögreglu yfr sömu nótt

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögregla gerði tilraun til að stöðva ökumann um tvö í nótt en ökumaðurinn sinnti stöðvunarmerkjum ekki. Í ljós kom að hann hafði fyrr um kvöldið verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og þá sviptur ökuréttindum.

Ökumaðurinn komst undan í fyrstu en var síðar handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði. Kona sló mann í höfuðið með glasi með þeim afleiðingum að manninum blæddi mikið. Árásarþoli fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Árásaraðili vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Trúir ekki að þetta hafi verið viljaverk

Heiða Þórðardóttir segir sorgina eftir að bróðir hennar, Gísli Þór Þórarinsson, var skotinn af bróður þeirra, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, hafa verið þá þyngstu sem hún hefur upplifað. Spurð hvort hún hafi átt von á því að Gunnar gæti látið verða af þeirri hótun sinni að drepa Gísla, miðað við langa ofbeldissögu hans, svarar Heiða að hún hafi aldrei trúað því og hún trúi því ekki enn að það hafi verið ætlun hans.

„Þessa fjóra daga sem hann var á geðdeild, algjörlega niðurbrotinn, og ég var að reyna að tala hann til, datt mér aldrei í hug að þetta myndi enda svona hræðilega,“ segir hún. „Hann sagðist myndu loka á samskipti við mig ef ég tæki afstöðu með Gísla en ég tók enga afstöðu, sagði honum bara að jafna sig, þessi kona væri ekki þess virði að splundra samstöðu okkar þriggja.

Varðandi fyrri brot hans þá vil ég taka fram að þau áttu sér alltaf stað þegar hann var í harðri neyslu. Ekki að það sé afsökun, en það er skýring. Eftir að hann kom út af geðdeildinni féll hann og fór heim til Gísla með kunningja sínum og þeim bræðrunum lenti saman sem lauk með því að Gunnar skaut Gísla í lærið, skotið fór í slagæð og honum blæddi út. Löggæslumennirnir sem komu á vettvang voru með bundnar hendur vegna þess að þeir máttu ekki fara inn á undan sjúkrabílnum og því fór sem fór.“

„Þessa fjóra daga sem hann var á geðdeild, algjörlega niðurbrotinn, og ég var að reyna að tala hann til, datt mér aldrei í hug að þetta myndi enda svona hræðilega.“

Spurð hvort hún sé reið yfir því að Gísli hafi verið látinn liggja einn þar til honum blæddi út tekur Heiða sér örlítinn umhugsunartíma til að svara.

„Jú,“ segir hún svo. „Ég er reið, það hefði verið hægt að bjarga honum. En samt hef ég eiginlega ekki orðið reið í þessu sorgarferli, nema auðvitað við fólkið í kringum mig sem sýndi af sér virkilegan ótuktarskap gagnvart mér vegna þess að ég vildi ekki taka þá afstöðu að kalla Gunnar morðingja. Ég þekki hann ekki sem slíkan.

Ég veit auðvitað að hann hefur gert hræðilega hluti, þótt ég hafi ekki lesið öll málsskjöl í þeim málum sem hann hefur verið dæmdur fyrir en mér finnst það ekki vera mitt að dæma hann. Ég get ekki einu sinni verið reið við hann í þessu tilfelli, hann þarf að lifa með því alla sína ævi að hafa drepið bróður sinn og besta vin. Þeir höfðu búið saman, unnið saman og áttu mjög vel saman þegar Gunnar var í toppstandi, sem hann var miklu oftar en í neyslu.

Þótt ég syrgi auðvitað Gísla bróður minn óskaplega mikið þá er Gunnar líka bróðir minn og ég get ekki hatað hann fyrir þetta slys. Ég er bara svo ofboðslega sorgmædd. Ég er búin að missa alla þá sem hafa verið mér kærkomnastir, mömmu, pabba, vini og ömmur en þetta er mesta sorg sem ég hef upplifað.

Þegar lögreglan kom til að segja mér frá þessu var mér boðin hjálp sem ég afþakkaði með þeim orðum að ég væri vön þessu en málið er að þetta er það svakalegasta högg sem ég hef fengið. Sorgin var svo mikil að ég fann líkamlegan sársauka. Ég svaf ekki, ég borðaði ekki og ég get svarið að ég man ekkert eftir fyrstu dögunum á eftir.“

Mynd / Hallur Karlsson

„Morgunblaðið er ekki svipur hjá sjón“

Í hverri viku tekur Mannlíf saman eftirminnileg ummæli. Óhætt er að segja að nokkrar sleggjur hafi fallið í vikunni.

„Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum.“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, lætur þung orð falla í kjölfar birtingar niðurstaða úr nýrri skýrslu sambandsins um brotastarsemi á vinnumarkaði.

„Morgunblaðið er ekki svipur hjá sjón.“
Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir störf Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, skrif blaðsins um Evrópska efnahagssvæðið og þriðja orkupakkann og veltir því fyrir sér hvar blaðið fór út af sporinu.

„Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda.“
Guðmundur Steingrímsson um íslenskan landbúnað og Alþingi sem hann uppnefnir hagsmunagæslustofu bænda.

„Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum.“
Guðfinna Harpa Árnadóttir, sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, lætur Guðmund heyra það.

„Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands.“
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins en sá hefur leynt og ljóst staðið upp á móti réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum.

„Þótt ég sé einlægur stuðningsmaður réttinda samkynhneigðra (og allra annarra einstaklinga) þá er ég hér mjög ósammála þessari ágætis konu. Maður getur ekki kallað eftir opinni umræðu og viljað samtímis þagga niður í þeim sem eru manni mest ósammála.“
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, gagnrýnir Þorbjörgu fyrir að mótmæla komu Pence.

„Sá stóri hluti kjósenda sem telur spillingu í stjórnmálum og fjármálakerfinu stærstu ógnina á sviði þjóðmálanna á það skilið að fleiri flokkar tali hans máli í þingsal.“
Guðmundur Hörður umhverfisfræðingur hefur áhyggjur af innleiðingu þriðja orkupakkans.

„Menn eru með munninn fullan af lýðræðistali svo út af flóir. Svo þegar á hólminn er komið virðist það engu skipta nema það gagnist manni sjálfum hér og nú.“
Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtakerfi, segir óboðlegt að flokksforystan skuli ætla að hunsa vilja flokksmanna í þriðja orkupakkamálinu.

Raddir