Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ísrael meinar bandarískum þingkonum inngöngu í landið

Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að heimila tveimur bandarískum þingkonum ekki inngöngu í landið. Þessar sömu þingkonur hafa orðið fyrir rasískum árásum af hendi Donalds Trump.

Þingkonurnar, Rashida Tlaib og Ilhan Omar, áttu að lenda í Ísrael á morgun. Áður höfðu ísraelsk stjórnvöld gefið út að þær myndu fá inngöngu inn í landið en nú síðdegis var greint frá því að það leyfi hafi verið afturkallað. Í millitíðinni hafði Donald Trump úthúðað þingkonunum á Twitter, sagt þær hata gyðinga og Ísrael og að ísraelsk stjórnvöld sýndu veikleikamerki með því að leyfa heimsókina.

Þær Tlaib og Omar voru á meðal þeirra fjögurra þingkvenna sem Trump hvatti til að fara aftur til síns heima ef þeim líkaði ekki við ástandið í Bandaríkjunum. Báðar eru þær bandarískir ríkisborgarar. Árásir Trump voru fordæmdar og þær sagðar opinbera djúpstæða kynþáttafordóma forsetans.

Ekki hefur verið gert opinbert hver það var sem tók ákvörðunina um að koma í veg fyrir heimsóknina. Þær hafa báðar lýst yfir stuðningi við BDS hreyfinguna svokölluðu sem kalla eftir sniðgöngu á ísraelskum vörum vegna framgöngu Ísraels gagnvart Palestínu. Í lögum Ísraels er heimilt að meina þeim sem styðja hreyfinguna inngöngu í landið en erindrekar og stjórnmálamenn fá alla jafna undanþágu.

Mike Pence telur samkynja hjónabönd valda „samfélagslegu hruni”

Mynd: U.S. Department of State

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ótal sinnum talað opinberlega gegn réttindum samkynhneigðra og er samkvæmt eigin skilreiningu: „Kristinn, íhaldssamur og Repúblikani. Í þessari röð.” Þá hefur hann meðal annars haldið því fram að hjónabönd samkynhneigðra boði samfélagslegt hrun og að kynhneigð sé val.

 

Pence mun koma í opinbera heimsókn til Íslands 3. september næstkomandi en Samtökin ‘78 hafa harðlega gagnrýnt heimsóknina. Formaður samtakanna, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur bent á að allan stjórnmálaferil sinn hefur Pence unnið gegn réttindum hinsegin fólks: „Pence kom inn í fulltrúaþing Bandaríkjanna 2001 og varð ríkisstjóri Indiana frá 2013-2016. Allan þann tíma hefur hann unnið gegn hinsegin réttindum beint og óbeint,“ sagði Þorbjörg í Morgunútvarpinu á Rás 2 fyrir stuttu. „Hann er svo sannarlega enginn bandamaður og hreinlega illgjörðamaður.“

Time hefur tekið saman nokkur ummæli og aðgerðir sem Pence hefur framkvæmt gegn réttindum samkynhneigðra.

Í ræðu árið 2006 sagði hann að „samfélagslegt hrun kæmi vegna spillingar á hjónaböndum og fjölskyldu.” Bann gegn hjónaböndum samkynhneigðra væri ekki mismunun heldur í samræmi við „vilja Guðs.” Þá sagði hann samkynhneigð vera val.

Sjá einnig: Mike Pence tilkynnir opinbera heimsókn til Íslands

Kaus gegn vernd gegn mismunun vegna kynhneigðar

Árið 2007 var lagt fram frumvarp á Bandaríska þinginu sem myndi banna mismunun á vinnustöðum á grundvelli kynhneigðar. Pence kaus gegn frumvarpinu og sagði það „stríða gegn trúarfrelsi á vinnustöðum.” Þingið samþykkti að lokum frumvarpið árið 2013 en féll síðar í Hvíta húsinu. Pence fór í gagnstæða átt á tímabili sínu sem ríkisstjóri Indiana. Árið 2015 undirritaði hann lög þar sem fólki var gert frjálst að mismuna samkynhneigðum á grundvelli trúarskoðana.

Vildi reka hinsegin sem opinberar kynhneigð sína úr hernum

Pence var mikill stuðningsmaður stefnu Bandaríska hersins „Dont Ask, Dont Tell.” Stefnan, sem var samþykkt af ríkisstjórn Bill Clinton árið 1994, bannaði samkynheigðum og tvíkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína. Pence sagði í viðtali við CNN árið 2010 að herinn væri ekki vettvangur til að „prófa sig áfram.” Stefnan var felld niður árið 2011.

 

Í maí 2016 skipaði ríkisstjórn Barack Obama skólum að breyta reglum tengdum salernissnotkun. Hvíta húsið fyrirskipaði að óheimilt væri að banna transfólki að nota salerni í samræmi við sjálfsmynd. „Ríkisstjórnin á ekkert með að blanda sér í svona mál,” sagði Pence þegar hann mótmælti aðgerðunum.

Uppsagnir hjá Sýn: Hjörvar kveður Brennsluna

Hjörvar Hafliðason

Þrettán starfsmönnum Sýnar hefur verið sagt upp störfum. Á meðal þeirra sem fengu uppsagnarbréf var Hjörvar Hafliðason sem hefur verið einn af burðarásum útvarpsþáttarins Brennslan á FM957.

Greint er frá uppsögnunum vef Fréttablaðsins. Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar, að uppsagnirnar tengist sameiningu sviða innan fyrirtækisins sem rekur meðal annars Vodafone, Vísir.is, Stöð 2, Bylgjuna, FM957 og fleiri miðla.

Á meðal þeirra sem fengu uppsagnarbréf voru fréttamennirnir Sighvatur Jónsson og Kristín Ýr Gunnarsdóttir. Sá fyrrnefndi staðfestir uppsögnina við mbl.is og segist þegar hættur störfum. Starfsmannafundur hjá Sýn hófst klukkan 14.

Hjörvar Hafliðason staðffestir á Facebook-síðu Brennslunnar að honum hafi verið sagt upp. „Þá er komið að endalokum eftir 4 góð ár í Brennslunni. Hafði illa gaman að þessu og sérstaklega samskiptunum við hina þræleðlilegu hlustendur okkar,“ skrifar Hjörvar.

Angela Merkel heimsækir Ísland í næstu viku

|
|Mynd/Pixabay

Þriðjudaginn 20. ágúst nk. koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins. Þá verður fundað með leiðtogum Álandseyja og Grænlands.

Á fundunum verður m.a. fjallað um loftslagsmál og umhverfismál almennt, nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næstu 10 ára, málefni Norðurslóða, stöðu mannréttindamála, þ.m.t. jafnréttismála, stöðu alþjóðamála og öryggismál. Sérstaklega verður horft til tækifæra til þess að auka samstarf Norðurlandanna og Þýskalands til að takast á við áskoranir á alþjóðavettvangi, ekki hvað síst afleiðingar loftslagsbreytinga og stuðning við sjálfbæra þróun.

Í tengslum við leiðtogafundinn mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, jafnframt eiga nokkra tvíhliða fundi, meðal annars með Þýskalandskanslara. Þá verður fundað með hópi norrænna forstjóra, Nordic CEO’s for Sustainable Future. Í hópnum eru 14 fyrirtæki á Norðurlöndum sem hafa tilkynnt um samstarf sitt um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni „Nordic CEO’s for Sustainable Future“.

Fundirnir og heimsóknir sem þeim tengjast verða m.a. í Hörpu, Viðey, við Hellisheiðarvirkjun, á Þingvöllum og á Gljúfrasteini.

Mynd / World Economic Forum

Hönnunarverðlaun Íslands – óskað eftir ábendingum

Basalt Arkitektar unnu Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir framúrskarandi hönnun baðstaða á Íslandi.

Hönnunarverðlaun Íslands eru þýðingarmikil fyrir íslenskt samfélag. Þótt vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi sé að aukast er mikilvægt að vekja athygli og dýpka skilning á gildi góðrar hönnunar og einnig gildi hönnunar og skapandi hugsunar þvert á atvinnugreinar.

Óskað er eftir ábendingum um framúrskarandi verk á sviði arkitektúrs og hönnunar. Hægt er að benda á eigin verk sem og annarra til miðnættis 11. september og verðlaunin verða afhent 1. nóvember næst komandi við hátíðlega athöfn. Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum: Hönnun ársins 2019 og Besta fjárfesting ársins 2019 í hönnun.

Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu. Til að hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2019 þurfa hönnuðir að vera félagar í einu af aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar Íslands eða vera fagmenn á sínu sviði.

Ný verk teljast til þeirra verka sem lokið hefur verið við á síðustu þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna. Tekið er tillit til eðlismunar á hönnunargreinunum í þessu samhengi þar sem verkefni taka mislangan tíma og í sumum tilfellum mörg ár.
Besta fjárfesting í hönnun 2019 er viðurkenning sem veitt verður fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í grunnstarfsemi sína. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.

Hægt er að senda inn ábendingar hér.

Nauðlent í Stafangri vegna flugránstilraunar Íslendings á sjötugsaldri

Farþegaþota Wizz air nauðlenti í morgun í Stafangri á leið sinni frá Búdapest til Reykjavíkur. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla gerði íslenskur karlmaður tilraun til að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Flugmenn vélarinnar fengu heimild til nauðlendingar eftir að hafa tilkynnt flugránstilraun.

Lögregla var kölluð til vegna málsins og fór um borð um leið og vélin lenti til að handataka manninn. Lögreglan segir á Twitter að málið sé til rannsóknar og að enginn hafi slasast.

Verdens Gang segir vélina hafa lent um tíu leitið á norskum tíma.  Maðurinn hafi að öllum líkindum verið undir áhrifum áfengis og að vel hafi tekist að koma böndum á hann.

Ölvaður hótelgestur í Reykjavík reyndi að stinga lögreglu af á hlaupum

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson|

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi um mann í annarlegu ástandi á hóteli í Reykjavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang töldu þeir manninn vera með þýfi í sinni vörslu. Maðurinn reyndi að hlaupa frá þeim en án árangurs. Þá veitti hann mótspyrnu við handtöku. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um mjög ölvaðan mann í verslun að stela vörum. Þá var hann einnig með hníf í sinni vörslu. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ástands. Þá var annar aðili í annarlegu ástandi handtekinn grunaður um eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Karlmaður var handtekinn á heimili sínu í miðbænum í gærkvöldi grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangaklefa. Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Mike Pence tilkynnir opinbera heimsókn til Íslands

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn til Íslands 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta Hússins. Heimsóknin er hluti af stærra ferðalagi en hann mun einnig fara til Bretlands og Írlands.

Pence mun leggja áherslu á landfræðilegt mikilvægi Íslands á Norðurskautinu og aðgerðir NATO gegn auknum áhrifum Rússa á svæðinu. Þá verður einnig rætt tækifæri í viðskiptum og frekar fjárfestingu milli landanna.

Samtökin ‘78 hafa talað gegn heimsókn Pence til Íslands. Formaður samtakanna, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur bent á að allan stjórnmálaferil sinn hefur Pence unnið gegn réttindum hinsegin fólks.

„Pence kom inn í fulltrúaþing Bandaríkjanna 2001 og varð ríkisstjóri Indiana frá 2013-2016. Allan þann tíma hefur hann unnið gegn hinsegin réttindum beint og óbeint,“ sagði Þorbjörg í Morgunútvarpinu á Rás 2 fyrir stuttu „Hann er svo sannarlega enginn bandamaður og hreinlega illgjörðamaður.“

Fer sínar eigin leiðir

||
||

Ný Vika kemur í búðir á morgun, fimmtudag, uppfull af skemmtilegum fróðleik.

Á forsíðu er María Thelma Smáradóttir leikkona. Hún er lesblind og hugsanlega með athyglisbrest og hefur því alltaf átt erfitt með að læra texta utanbókar en María Thelma er ekkert spennt fyrir að velja auðveldustu leiðirnar í lífinu.

Vikan leit líka inn hjá Veru Sigurðardóttur fasteignasala en hún er ein af þeim sem hefur gaman af að gera upp gamla muni og skapa sér hlýlegt heimili með sérstæðum stíl.

Litið er inn á myndlistarsýningu Margrétar Loftsdóttur þar sem ungbörn eru í aðalhlutverki og spjallað við Kat Deptula, ljósmyndara.

Við skoðum líka einstaklinga sem eitra út frá sér í samskiptum við aðra, stöðu kvenna í Hollywood og þær skringilegu afsakanir sem sumir grípa til þegar þeir nenna ekki á stefnumót.

Vikan er fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Fjölbreytt og lifandi Vika er frábær afþreying.

Mynd / Hallur Karlsson

Getur kynlíf hjálpað þér í vinnunni?

Algengasta umkvörtunarefnið í kynlífsráðgjöf er að fólk gefur sér ekki tíma til kynlífs. Það eru önnur hlutverk sem trompa alltaf það að gefa sér tíma til að hlúa að sambandinu og að stunda kynlíf. Þegar nánar er athugað þá truflar vinnan oft kynlífið, en gæti það truflað vinnuna að stunda ekki kynlíf?

Nú þykir það sjálfsagt og jafnvel forréttindi í vinnu að vinnuveitandi greiðir fyrir síma og net starfsmanna. Fólk upplifir sig þá oftar en ekki skuldbundið til að svara í síma eða tölvupósti utan vinnutíma. Í fyrstu héldum við að þetta væri öllum til góða en núna eru aðrar blikur á lofti. Rannsóknir á því hvernig við náum jafnvægi milli vinnu og heimilis sýna að betra kynlíf heima fyrir skilar afkastameiri og hamingjusamari starfsmönnum.

Þeir sem setja kynlíf í forgang heima fyrir fá ákveðið forskot í vinnu daginn eftir. Það eykur afköst og ánægju með vinnuna að stunda kynlíf daginn fyrir vinnudag. Það er oft grínast með það að fólk sé hressara og glaðara eftir að það hefur stundað kynlíf en öllu gamni fylgir einhver alvara. Það að hlúa að ástarsambandinu sínu og iðka kynheilbrigði gerir starfsmenn hamingjusamari og þeir vinna betur. Þetta er fullkomið dæmi um tvær flugur í einu höggi, bæði starfsmaðurinn og vinnuveitandinn græða.

Það hefur hins vegar neikvæð áhrif á kynlífið ef fólk tekur vinnuálag með sér heim. Ef fólk er að svara tölvupósti eða símtölum utan vinnutíma verður það oft á kostnað kynlífsins. Það hefur síðan neikvæð áhrif á afköst í vinnunni daginn eftir.

Kynlíf losar dópamín og oxytocin, sem eru taugaboðefni sem hafa jákvæð áhrif á skap og styrkja tengsl okkar við aðra. Kynlíf virkar því sem náttúrulegur gleðigjafi og áhrifin vara í að minnsta kosti sólarhring. Þessi jákvæðu áhrif virka óháð kyni, hjónabandshamingju og svefni. En hjónabandshamingja og svefn eru algengir mælikvarðar á líðan okkar.

Það er til mikils að vinna ef við setjum það inn í stundaskrána okkar að stunda kynlíf og hlúa að sambandinu. Það er ekki bara hjálplegt til að viðhalda mannkyninu og heilbrigði heldur líka til að ná meiri árangri í vinnu. Fyrirtæki geta þannig sýnt samfélagslega ábyrgð með því að hvetja fólk til að skilja vinnuna eftir í vinnunni og fara heim til að sinna lífinu. Jafnvel geta fyrirtæki gengið enn lengra og sett það á stefnuskrá sína að auka jafnvægi milli heimilis og vinnu. Ég mæli þó ekki með því að yfirmenn hvetji fólk beint til að stunda kynlíf þegar heim er komið. Slíkt gæti orkað tvímælis.

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð.

Fangelsaðir fyrir umfangsmikið sæðissmygl

Mynd/Pixabay

Tveir danskir svínabændur voru í vikunni úrskurðaðir í fangelsi fyrir ítrekað smygl á svínasæði til Ástralíu. Slík brot eru litin mjög alvarlegum augum í Ástralíu.

Höfuðpaurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en samverkamaður hans tveggja ára. Mennirnir höfðu með reglulegu millibili tekið sæði úr dönskum svínum, dælt því á sjampóbrúsa og flutt með sér til Ástralíu til að sæða ástralskar gyltur.

Mennirnir störfuðu fyrir svínabú sem kallast GD Pork og er staðsett í vesturhluta Ástralíu. Alls sæddu þeir upp undir 200 gyltur með danska sæðinu og gátu þær af sér um 2 þúsund grísi af því er fram kemur á fréttavefnum The Local. Dönsku svínin eru sögð frjósamari og gefa af sér betri afurðir en þau áströlsku.

Í ákæru gegn mönnunum segir að framferði þeirra hafi ógnað bæði áströlskum svínaiðnaði og áströlsku vistkerfi. Með innflutningnum hafi þeir skapað hættu á að flytja nýja og áður óþekkta sjúkdóma til landsins.

Markaðir nötra af ótta við aðra fjármálakreppu

Frá Wall Street í Bandaríkjunum

Nokkur órói hefur verið á fjármálamörkuðum í dag og eru fjárfestar sagðir óttast að önnur fjármálakreppa sé handan við hornið.

Böndin núna beinast að ríkisskuldabréfum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar er nú ódýrara fyrir ríkisstjórnir þessara landa að gefa út skuldabréf til 10 ára heldur en til tveggja ára. Er þetta vísbending um að fjárfestar séu áhyggjufullir um efnahagsþróun til skamms tíma. Þessi þróun er afar óvenjuleg og þegar þetta gerist er það iðulega undanfari kreppu eða stöðnunar í hagkerfinu.

Hlutabréf féllu hratt í morgun við opnun markaða og voru lækkuðu helstu vísitölur um 1,7 til 2,4 prósent.  

Fleira kemur til. Hagkerfið í Bretlandi hefur sýnt merki um stöðnun og nýr forsætisráðherra, Boris Johnson, virðist staðráðinn í að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu þann 31. október, með eða án samnings. Því er spáð að Brexit án samnings hefði geigvænleg áhrif á breskt hagkerfi.

Hagtölur frá Kína gefa heldur ekki góð fyrirheit og ekkert lát er á viðskiptastríði Donalds Trump við Kína sem hamlar enn frekar hagvexti í heiminum. Loks var tilkynnt í morgun að samdráttur hafi orðið í Þýskalandi á öðrum ársfjórðungi.

Rapparinn A$AP sakfelldur í sænskum rétti

Dómstóll í Stokkhólmi hefur fundið bandaríska rapparann A$AP sekan um líkamsárás. Hann sleppur þó við að dúsa í steininum.

Mál rapparans vakti heimsathygli, ekki síst fyrir þær sakir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beitti sér mjög í málinu og hringdi í forsætisráðherra Svíþjóðar til að þrýsta á um að A$AP yrði látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Ráðherrann, Stefan Löfven, vildi ekki verða við þeirri beiðni enda slík afskipti af dómskerfinu í hæsta máta óeðlileg.

A$AP og tveir aðrir úr fylgdarliði hans sættu ákæru fyrir að hafa gengið í skrokk á karlmanni eftir tónleika í Stokkhólmi þann 30. júní. Atvikið náðist á myndband en þar sást einnig að sá sem fyrir árásinni varð hafði ögrað tónlistarmanninum áður. Dómstóllinn féllst þó ekki á röksemdafærslu þremenningana um að um sjálfsvörn hafi verið að ræða, enda barsmíðarnar sem þeir beittu langt umfram það sem eðlilegt getur talist.

Dómarinn dæmdi A$AP, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, í tveggja ára fangelsi og er dómurinn að fullu skilorðsbundinn. Þeir þurfa einnig að greiða þolanda árásarinnar miskabætur og punga út fyrir málskostnaði. A$AP var látinn laus úr gæsluvarðhaldi 2. ágúst og fór hann rakleiðis úr landi.

Sakar eigingjarna bankamenn Kaupþings um að hafa rústað þekktum tískurisum

Pistlahöfundur Fréttablaðsins sakar starfsmenn Kaupþings um að hafa látið eigin hagsmuni ráða för í viðskiptum með tískufyrirtækin Karen Millen og Coast. Afleiðingarnar eru þær að vörumerkin séu stórlöskuð og 1.100 manns missa vinnuna.

Stjórnarmaðurinn er nafnlaus skoðanapistill sem birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti. Oft kemur fyrir að efnistökin tengist viðskiptum með fyrirtæki sem áður voru tengd Baugi, en eigandi Fréttablaðsins er Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona fyrrum Baugsforstjórans Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Pistill dagsins fjallar einmitt um að fréttir þess efnis að netverslunin Boohoo hafi í síðustu viku keypt vörumerkin Karen Millen og Coast. Þessi merki voru í eigu Baugs áður en það fyrirtæki fór í þrot og runnu eignirnar til slitastjórnar Kaupþings árið 2009. Hefur slitastjórnin haft vörumerkin í fangi sínu allar götur síðan, eða allt þar til í síðustu viku. Stjórnarmaðurinn er allt annað en sáttur hvernig slitastjórn Kaupþings hefur farið með eignirnar og sendir starfmönnum hennar væna sneið.

Fulltrúar bankans sátu í stjórn félagsins og virðast reglulegar ferðir til Lundúna til skrafs og ráðagerða hafa farið vel í þá, enda verkefnið áhugavert og vafalaust vel launað.

„Fulltrúar bankans sátu í stjórn félagsins og virðast reglulegar ferðir til Lundúna til skrafs og ráðagerða hafa farið vel í þá, enda verkefnið áhugavert og vafalaust vel launað. Því er spurning hvort varð ofan á, hagsmunir bankans og kröfuhafa hans af því að losa fjárfestinguna hratt og á sómasamlegu verði, eða persónulegir hagsmunir fulltrúa bankans. Miðað við endalokin virðist hið síðara hafa vegið þyngra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Kaupþingi hafi borist fjöldinn allur af tilboðum í fyrirtækin gegnum tíðina. Ekkert þeirra þótti hins vegar ásættanlegt. Alltaf skyldi áfram haldið. Bankamenn gerðust tískumógúlar.“

Pistlahöfundur bætir við að hvorugt þessara vörumerkja hafi náð að halda í þá þróun sem orðið hefur á tískumarkaði á þessum áratug sem slitastjórnin réði yfir merkjunum. Vörumerkin hafi glatað glansinum enda enginn eigandi „að nostra við hönnun, efni og annað sem til þarf.“ Fyrirtækin hafi því dagað uppi eins og nátttröll í höndunum á Kaupþingi. Vísar stjórnarmaðurinn að lokum í Kevin Stanford, annan eigenda vörumerkjanna, sem sagði að félögin hafi verið eyðilögð. „Svona gerist þegar bankar reka tískufyrirtæki.“

Harry Styles hafnaði hlutverki prinsins í endurgerð Disney af Litlu hafmeyjunni

Tónlistarmaðurinn Harry Styles hefur afþakkað hlutverk prinsins Eric í endurgerð Litlu Hafmeyjunnar. Styles hefur verið bendlaður við hlutverkið í nokkurn tíma og fóru fréttir um ráðningu hans af stað í gærkvöldi.

Variety hefur nú staðfest að þær fréttir voru ótímabærar og Styles mun ekki taka að sér hlutverk Disney prinsins.

Halle Bailey mun fara með hlutverk Ariel, hafmeyjunnar sem dreymir um að vera manneskja. Þá mun Melissa McCarthy leika frænku hennar, Úrsúlu. Ráðning Bailey hefur valdið miklum usla og hafa margir lýst yfir óánægju sinni á Twitter undir millumerkinu #NotMyAriel. Umræðan snýst aðallega um húðlit Bailey en hún er dökk á hörund. Í teiknimyndinni, sem kom út árið 1989, er hafmeyjan skjannahvít.

„Ég hlusta ekki á þessar neikvæðnisraddir, þetta hlutverk er stærra en bara ég,” sagði Bailey um lætin vegna ráðningar hennar.

Rob Marshall mun leikstýra endurgerðinni en hann hefur leikstýrt myndum á borð við Into the Woods, Mary Poppins endurgerðinni og Chicago. Þá mun David Magee skrifa handritið. Hann skrifaði meðal annars handrit Mary Poppins, Life of Pi og Finding Neverland.

Neikvæðir vextir á húsnæðisláni í Danmörku – Tímaspursmál hvenær lágur vaxtakostnaður hefur áhrif á Íslandi

Jyske Bank býður nú húsnæðislán til tíu ára með -0.5% vöxtum. Þá hefur Nordea Bank í Danmörku tilkynnt að bankinn muni bjóða 20 ára húsnæðislán á 0% vöxtum og 30 ára húsnæðislán á 0.5% vöxtum.

Talsmaður Jyske Bank bendir þó á að lánin séu skammtímalán og því ekki hentug sem lánveiting til fullnaðarkaupa heldur lán til viðgerðar eða sem uppbótarlán. Þrátt fyrir neikvæða vexti er það ekki svo að bankinn muni greiða lántakendum í hverjum mánuði með innlögn á reikning þeirra. Lántakendur greiða lánin líkt og venjuleg lán en höfuðstóllinn mun lækka örlítið hraðar en uppgreiðslur.

Samdráttur í eftirspurn á erlendum lánamarköðum hefur lækkað vexti talsvert að undanförnu. Neikvæðir vextir fóru fyrst að sjást í Evrópu fyrir fimm árum. Vaxtaþróun hér á landi hefur ekki verið jafn skörp niður en Seðlabankinn lækkaði nýlega vexti um 0.75% úr 4.5% niður í 3.75%.

„Þessa þróun [lækkandi vexti] sáum við upp úr 2014 þegar vextir og verðbólga voru lág á erlendum mörkuðum og það má segja að við höfum flutt inn lága verðbólgu helstu viðskiptaríkjanna,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, í samtali við Fréttablaðið í dag. Á forsíðu blaðsins er fjallað um vaxtaþróun á erlendum mörkuðum og hugsanleg áhrif sem það geti haft hér á landi. Ekki er fjallað sérstaklega um húsnæðislán í Danmörku heldur almenna þróun.

„Ef fram heldur sem horfir gæti fyrirséður samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum haldið niðri verðbólgu hér á landi og aukið svigrúm til frekari vaxtalækkana,“ segir Kristrún.

Hún bendir á að með lækkandi vöxtum erlendis geti fjármagn talið eftirsóknarvert að leita hingað og lána gegn hærri vöxtum.

„Hér eru enn hærri vextir, og þó við séum að vinna okkur út úr ferðaþjónustusjokki eru margir mælikvarðar mjög heilbrigðir, meðal annars hvað varðar skuldsetningu. Margir hafa vonast eftir minnkandi vaxtamun en ef vextir lækka erlendis í svipuðum takti og hér heima helst munurinn óbreyttur. Það gæti laðað að fjármagn, stutt við krónuna, og þar með haldið enn aftur af verðbólgu,“ útskýrir Kristrún.

Hundruð barna misnotuð og beitt ofbeldi á dönskum barnaheimilum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið þau hundruð barna sem máttu sæta grimmu ofbeldi á vistheimilum í þjónustu ríkisins afsökunar.

Málið á sér langan aðdraganda en fyrst var greint frá málinu í heimildamynd sem sýnd var árið 2005 og sagði frá grimmilegu ofbeldi á Godhavn drengjaheimilinu í norðausturhluta Danmerkur. Í kjölfarið létu samtök sem kenna sig við Godhavn-drengina gera óháða rannsókn á ásökunum og var niðurstaðan sú að hundruð barna, drengir og stúlkur, á 19 barnaheimilum víðs vegar um Danmörku hafi sætt líkamlegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi.

Ofbeldið átti sér stað á árunum 1945 til 1976. Þolendurnir, sem nú eru flestir komnir vel á fullorðinsaldur, hafa frá því málið komst í hámæli barist fyrir því að danska ríkið gangist við ábyrgð sinni og biðjist afsökunar. Sú barátta vannst loks í morgun þegar Frederiksen, sem tók við embætti í júní, bauð þolendum á heimili sitt þar sem hún bað þau öll afsökunar. „Ég vil horfast í augu við hvert og eitt ykkar og segja fyrirgefðu. Ég get ekki tekið sökina en ég get axlað ábyrgðina,“ sagði Frederiksen. Hún sagði danska ríkið hafa brugðist þolendunum, það hafi tekið börn af foreldrum sínum og í stað þess að sýna þeim hlýju og stuðning hafi þau þurft að þola niðurlægingu og misnotkun.

Í ofangreindri heimildamynd er sagt frá grimmilegum misnotkunum sem börnin máttu þola. Til að mynda hafi læknar prófað lyf á börnunum, meðal annars LSD. Fjölmargar frásagnir eru af líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi þar sem jafnvel var notast við barefli.

Margir þolendanna hafa aldrei beðið þess bætur eftir vistina á þessum heimilum og eiga mörg þeirra sögu um áfengis- og fíkniefnavanda. Enginn hefur verið látinn svara til saka vegna málsins en talsmaður þolenda vill að sett verði á leggirnar nefnd sem verði ætlað að ákvarða miskabætur til handa þolendum.  

Það deyr engin úr ofsakvíða

|
|

Höfundur / Þóra Sigfríð Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Undanfarið höfum við fjallað um kvíða og kvíðaviðbrögð og höldum því áfram í dag.  Nú fjöllum við um ofsakvíða, kvíðaröskun sem einkennist að endurteknum óvæntum kvíðaköstum sem standa yfirleitt yfir í nokkrar mínútur.

Ofsakvíðaköst geta komið eins og þruma úr heiðskýru lofti, það er að segja án augljósra skýringa og getur gerst hvar og hvenær sem er. Í Kringlunni, á vinnustað, í bílnum eða bara heimafyrir. Þegar þetta gerist finnur fólk fyrir yfirþyrmandi ótta.  Það getur óttast að missa stjórn á sér, óttast að það sé að missa vitið eða sé að fara deyja vegna þeirra sterku líkamlegu einkenna sem eru fylgifiskur ofsakvíða. Í raun eru þessi líkamlegu einkenni ofsakvíðakasts sterkt kvíðaviðbragð (flótta-/árásarviðbragð, sem fjallað var um í síðustu grein) sem kviknar án raunverulegrar hættu. Köstin geta verið mislöng og alvarleg en oft standa þau yfir í kringum 10 mín.

Einnig getur fólk fengið ofsakvíðakast í aðstæðum þar sem það finnur fyrir ótta. Sem dæmi má nefna fólk sem glímir við köngulóafælni. Þá getur það að sjá kónguló orðið til þess að fólk verður hrætt og fær ofsakvíðakast í kjölfarið.

Ofsakvíði skilur sig frá öðrum kvíðaröskunum að því leiti að fólk beinir athyglinni ekki endilega að utanað komandi hættum heldur að því sem er að gerast í eigin líkama. Athyglin beinist sérstaklega að líkamlegum einkennum sem tengjast kvíða, svo sem hröðum og/eða þungum hjartslætti, grunnri öndun, ógleði, óraunveruleikatilfinningu og svimatilfinningu. Þessi einkenni geta valdið verulegum óþægindum og eru stundum það alvarleg að fólk óttast um líf sitt. Því finnst eins og eitthvað alvarlegt hljóti að vera að og algengt að fólk leiti eftir læknishjálp þar sem það óttast að vera fá hjartaáfall.  Að fá ofsakvíðakast er mikil áreynsla fyrir líkamann og fólk er oft þreytt eftir slíkt kast.

Það liggur í augum uppi að það að fá ofsakvíðakast er sérstaklega óþægilegt og getur líka verið óhugnanlegt. Fólk getur því verið hrætt við að fá slíkt kast aftur og reynir að koma í veg fyrir það. Til dæmis draga margir úr hreyfingu og líkamsrækt til að forðast öran hjartslátt sem minnir á ofsakvíðakasti. Aðrir fara að forðast ákveðna staði, einkum þar sem búast má við margmenni, því fólk vill ekki að aðrir sjái það í þessu ástandi.

Því getur það að fá ofsakvíðakast haft veruleg áhrif á hegðun fólks og lífsgæði þess. Margir skammast sín fyrir að hafa ekki stjórn á sér og veigra sér við að tala um líðan sína og leita sér hjálpar. Það er synd því hugræn atferlismeðferð hefur sýnt framúrskarandi árangur við meðferð ofsakvíða. Almennt er gert ráð fyrir 10 til 12 viðtölum en margir ná verulegum árangir á skemmri tíma en það.  Það er því óhætt að hvetja þá sem hafa fundið fyrir ofangreindum einkennum að leita sér hjálpar.

Sjá einnig: Um kvíðaviðbrögðin þrjú

Staðan ekki eins slæm og óttast var

Myndin tengist ekki fréttinni beint

Nýjustu tölur um atvinnuleysi sýna að spár um stóraukið atvinnuleysi séu ekki að raungerast. Þvert á móti hefur atvinnuleysi minnkað.

Með gjaldþroti WOW og samdrætti í ferðaþjónustu birtu greiningaraðilar spár um að atvinnuleysi myndi aukast all verulega þegar líða tæki á ári. Nýjustu tölur Hagstofunnar benda hins vegar til þess að spárnar séu ekki að raungerast.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 6.800 einstaklingar skráðir atvinnulausir í júní sem er um það bil 6 þúsund færri en í mái. Skráð atvinnuleysi var 3,2 prósent. Vissulega eru þetta nokkuð hærri tölur en í upphafi árs en svo virðist sem aukning atvinnleysis hafi stöðvast, í bili hið minnsta. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans segir:

„Í vor var reiknað með að atvinnuleysi myndi aukast eftir því sem liði á árið og staða á vinnumarkaði versna. Nýjustu tölur Hagstofunnar benda ekki til þess að þessar spár séu að raungerast. Þvert á móti hefur atvinnuleysið minnkað, í bili að minnsta kosti,og vinnuaflsnotkun heldur áfram að aukast.“

Þar kemur jafnframt fram að atvinnuleysi hafi komið verst niður á Suðurnesjum. Skráð atvinnuleysi þar er nú 6,3 prósent.

Kolfallinn fyrir súrsuðu grænmeti

|||
|sdkdjs|„Eitt sniðugt ráð er að eiga til vökvann í súrsaða laukinn í 2 lítra plastflösku. Þá er einfalt að setja laukinn í vökvann að morgni eða um hádegi ef á að grilla t.d.hamborgara um kvöldið

Sennilega eru ekki margir ungir menn að fikta við að súrsa grænmeti heima hjá sér á kvöldin en það gerir hann Grettir Gautason. Grettir hefur verið að prófa sig áfram í gerð súrsaðs grænmetis síðustu ár og er eiginlega kolfallinn fyrir þeirri iðju, að hans sögn.

 

Við fréttum af þessu skemmtilega áhugamáli og fengum að koma í heimsókn og smakka. Grettir gefur lesendum uppskriftir að einföldu súrsuðu grænmeti sem tekur enga stund að gera, kostar lítið og allir geta gert.

„Margir veitingastaðir voru með heilu veggina af krukkum af allskonar súrsuðu grænmeti.“

En hvernig hófst þessi áhugi? „Það var þegar við félagarnir fórum í tveggja vikna ferðalag til Austur-Evrópu haustið 2016. Fyrsti viðkomustaðurinn var Varsjá og það gerðist eitthvað á fyrsta veitingastaðnum sem við fórum á. Við pöntuðum okkur snitsel og bjór og svo átti að vera salat með. Þegar salatið kom rákum við upp stór augu því allt salatið var ekki annað en 2 msk. af rifnum súrsuðum gulrótum. En við átum þetta með bestu lyst og fórum strax að spá í hvernig þetta væri gert. Við fórum til staða eins og Krakár, Búdapest, Vínar, Prag og Berlínar og fengum okkur alltaf eitthvað súrsað á hverjum stað, eins og gúrkur, gulrætur, lauk, perlulauk, hvítlauk og papriku. Margir veitingastaðir voru með heilu veggina af krukkum af allskonar súrsuðu grænmeti,“ segir Grettir.

Grettir hefur verið að prófa sig áfram í gerð súrsaðs grænmetis síðustu ár.

Það kom fljótlega í ljós að fyrir utan að kunna að súrsa grænmeti er Grettir mikill matgæðingur og sá sem fær að hafa völdin í eldhúsinu heima hjá sér.

„Þegar ég fór að leigja mér á menntaskólaárunum og þurfti að bjarga mér sjálfur, voru það nú bara hakkréttir og tilbúnir réttir sem lentu á pönnunni en eftir að ég fór að búa með kærustunni minni fór ég að elda fyrir alvöru. Ég er reyndar alinn upp við mikla og góða eldamennsku frá mömmu sem alltaf er að prófa eitthvað nýtt og hef því lært mikið af henni.“

Súrsað chili-aldin

2 ½ -3 dl ferskt chili-aldin, skorið niður í frekar smáa bita
1 msk. salt
1 msk. sykur
1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir, fer eftir hversu mikið bragð hver vill
hvítvínsedik eftir þörfum
1 meðalstór glerkrukka með loki

Setjið chili-aldin í skál ásamt salti, sykri og hvítlauk. Kreistið saman með fingrunum. Gott að nota einnota hanska en ef þeir eru ekki við hendina er gott að muna að þvo sér vel um hendurnar. Hellið yfir það ediki þannig að það fljóti yfir og látið standa í 2 klst. við stofuhita.

Grettir segir okkur frá því að gott sé að hafa súrsað í partíum, t.d. gúrkur og chili, því saltið í leginum virki vel sem mótvægi við víndrykkju.

Ágætt er að nota tímann á meðan og sótthreinsa krukkuna með sjóðandi vatni. Setjið í krukkuna og fyllið upp með ediki. Geymist vel í ísskáp í að minnsta kosti 2 mánuði.

Súrsaður rauðlaukur

1 rauðlaukur, skorinn í 5 mm þykkar sneiðar
1 ½ dl vatn
1 ½ dl hvítvínsedik
1 ½ tsk. salt
nokkur piparkorn
kóríanderfræ eða hvítlaukur, eftir smekk

Setjið laukinn í sjóðandi vatn í eina mínútu, hellið vatninu frá og setjið í sótthreinsaða krukku. Blandið vökva og kryddi saman og hellið yfir laukinn. Lokið krukkunni og geymið í ísskáp. Má geyma allt upp í 2 vikur í kæli.

„Eitt sniðugt ráð er að eiga til vökvann í súrsaða laukinn í 2 lítra plastflösku. Þá er einfalt að setja laukinn í vökvann að morgni eða um hádegi ef á að grilla t.d.hamborgara um kvöldið,“ segir Grettir.

Laukurinn er mjög góður á hamborgara og ýmiskonar steikarsamlokur. Einnig sem meðlæti með kjöti og jafnvel fiski. Grettir hvetur fólk til að prófa ýmis krydd eins og kóríanderfræ eða hvítlauk.

Myndir / Unnur Magna

Þess má geta að í uppskeruhandbók Gestgjafans, sem er nýkomin út, er að finna fjölbreyttar uppskriftir og hugmyndir að súrsuðu og pikkluðu grænmeti og ávöxtum. Tilvalið fyrir þá sem langar til að prófa sig áfram með súrsað og pikklað.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Ísrael meinar bandarískum þingkonum inngöngu í landið

Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að heimila tveimur bandarískum þingkonum ekki inngöngu í landið. Þessar sömu þingkonur hafa orðið fyrir rasískum árásum af hendi Donalds Trump.

Þingkonurnar, Rashida Tlaib og Ilhan Omar, áttu að lenda í Ísrael á morgun. Áður höfðu ísraelsk stjórnvöld gefið út að þær myndu fá inngöngu inn í landið en nú síðdegis var greint frá því að það leyfi hafi verið afturkallað. Í millitíðinni hafði Donald Trump úthúðað þingkonunum á Twitter, sagt þær hata gyðinga og Ísrael og að ísraelsk stjórnvöld sýndu veikleikamerki með því að leyfa heimsókina.

Þær Tlaib og Omar voru á meðal þeirra fjögurra þingkvenna sem Trump hvatti til að fara aftur til síns heima ef þeim líkaði ekki við ástandið í Bandaríkjunum. Báðar eru þær bandarískir ríkisborgarar. Árásir Trump voru fordæmdar og þær sagðar opinbera djúpstæða kynþáttafordóma forsetans.

Ekki hefur verið gert opinbert hver það var sem tók ákvörðunina um að koma í veg fyrir heimsóknina. Þær hafa báðar lýst yfir stuðningi við BDS hreyfinguna svokölluðu sem kalla eftir sniðgöngu á ísraelskum vörum vegna framgöngu Ísraels gagnvart Palestínu. Í lögum Ísraels er heimilt að meina þeim sem styðja hreyfinguna inngöngu í landið en erindrekar og stjórnmálamenn fá alla jafna undanþágu.

Mike Pence telur samkynja hjónabönd valda „samfélagslegu hruni”

Mynd: U.S. Department of State

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ótal sinnum talað opinberlega gegn réttindum samkynhneigðra og er samkvæmt eigin skilreiningu: „Kristinn, íhaldssamur og Repúblikani. Í þessari röð.” Þá hefur hann meðal annars haldið því fram að hjónabönd samkynhneigðra boði samfélagslegt hrun og að kynhneigð sé val.

 

Pence mun koma í opinbera heimsókn til Íslands 3. september næstkomandi en Samtökin ‘78 hafa harðlega gagnrýnt heimsóknina. Formaður samtakanna, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur bent á að allan stjórnmálaferil sinn hefur Pence unnið gegn réttindum hinsegin fólks: „Pence kom inn í fulltrúaþing Bandaríkjanna 2001 og varð ríkisstjóri Indiana frá 2013-2016. Allan þann tíma hefur hann unnið gegn hinsegin réttindum beint og óbeint,“ sagði Þorbjörg í Morgunútvarpinu á Rás 2 fyrir stuttu. „Hann er svo sannarlega enginn bandamaður og hreinlega illgjörðamaður.“

Time hefur tekið saman nokkur ummæli og aðgerðir sem Pence hefur framkvæmt gegn réttindum samkynhneigðra.

Í ræðu árið 2006 sagði hann að „samfélagslegt hrun kæmi vegna spillingar á hjónaböndum og fjölskyldu.” Bann gegn hjónaböndum samkynhneigðra væri ekki mismunun heldur í samræmi við „vilja Guðs.” Þá sagði hann samkynhneigð vera val.

Sjá einnig: Mike Pence tilkynnir opinbera heimsókn til Íslands

Kaus gegn vernd gegn mismunun vegna kynhneigðar

Árið 2007 var lagt fram frumvarp á Bandaríska þinginu sem myndi banna mismunun á vinnustöðum á grundvelli kynhneigðar. Pence kaus gegn frumvarpinu og sagði það „stríða gegn trúarfrelsi á vinnustöðum.” Þingið samþykkti að lokum frumvarpið árið 2013 en féll síðar í Hvíta húsinu. Pence fór í gagnstæða átt á tímabili sínu sem ríkisstjóri Indiana. Árið 2015 undirritaði hann lög þar sem fólki var gert frjálst að mismuna samkynhneigðum á grundvelli trúarskoðana.

Vildi reka hinsegin sem opinberar kynhneigð sína úr hernum

Pence var mikill stuðningsmaður stefnu Bandaríska hersins „Dont Ask, Dont Tell.” Stefnan, sem var samþykkt af ríkisstjórn Bill Clinton árið 1994, bannaði samkynheigðum og tvíkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína. Pence sagði í viðtali við CNN árið 2010 að herinn væri ekki vettvangur til að „prófa sig áfram.” Stefnan var felld niður árið 2011.

 

Í maí 2016 skipaði ríkisstjórn Barack Obama skólum að breyta reglum tengdum salernissnotkun. Hvíta húsið fyrirskipaði að óheimilt væri að banna transfólki að nota salerni í samræmi við sjálfsmynd. „Ríkisstjórnin á ekkert með að blanda sér í svona mál,” sagði Pence þegar hann mótmælti aðgerðunum.

Uppsagnir hjá Sýn: Hjörvar kveður Brennsluna

Hjörvar Hafliðason

Þrettán starfsmönnum Sýnar hefur verið sagt upp störfum. Á meðal þeirra sem fengu uppsagnarbréf var Hjörvar Hafliðason sem hefur verið einn af burðarásum útvarpsþáttarins Brennslan á FM957.

Greint er frá uppsögnunum vef Fréttablaðsins. Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar, að uppsagnirnar tengist sameiningu sviða innan fyrirtækisins sem rekur meðal annars Vodafone, Vísir.is, Stöð 2, Bylgjuna, FM957 og fleiri miðla.

Á meðal þeirra sem fengu uppsagnarbréf voru fréttamennirnir Sighvatur Jónsson og Kristín Ýr Gunnarsdóttir. Sá fyrrnefndi staðfestir uppsögnina við mbl.is og segist þegar hættur störfum. Starfsmannafundur hjá Sýn hófst klukkan 14.

Hjörvar Hafliðason staðffestir á Facebook-síðu Brennslunnar að honum hafi verið sagt upp. „Þá er komið að endalokum eftir 4 góð ár í Brennslunni. Hafði illa gaman að þessu og sérstaklega samskiptunum við hina þræleðlilegu hlustendur okkar,“ skrifar Hjörvar.

Angela Merkel heimsækir Ísland í næstu viku

|
|Mynd/Pixabay

Þriðjudaginn 20. ágúst nk. koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins. Þá verður fundað með leiðtogum Álandseyja og Grænlands.

Á fundunum verður m.a. fjallað um loftslagsmál og umhverfismál almennt, nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næstu 10 ára, málefni Norðurslóða, stöðu mannréttindamála, þ.m.t. jafnréttismála, stöðu alþjóðamála og öryggismál. Sérstaklega verður horft til tækifæra til þess að auka samstarf Norðurlandanna og Þýskalands til að takast á við áskoranir á alþjóðavettvangi, ekki hvað síst afleiðingar loftslagsbreytinga og stuðning við sjálfbæra þróun.

Í tengslum við leiðtogafundinn mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, jafnframt eiga nokkra tvíhliða fundi, meðal annars með Þýskalandskanslara. Þá verður fundað með hópi norrænna forstjóra, Nordic CEO’s for Sustainable Future. Í hópnum eru 14 fyrirtæki á Norðurlöndum sem hafa tilkynnt um samstarf sitt um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni „Nordic CEO’s for Sustainable Future“.

Fundirnir og heimsóknir sem þeim tengjast verða m.a. í Hörpu, Viðey, við Hellisheiðarvirkjun, á Þingvöllum og á Gljúfrasteini.

Mynd / World Economic Forum

Hönnunarverðlaun Íslands – óskað eftir ábendingum

Basalt Arkitektar unnu Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir framúrskarandi hönnun baðstaða á Íslandi.

Hönnunarverðlaun Íslands eru þýðingarmikil fyrir íslenskt samfélag. Þótt vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi sé að aukast er mikilvægt að vekja athygli og dýpka skilning á gildi góðrar hönnunar og einnig gildi hönnunar og skapandi hugsunar þvert á atvinnugreinar.

Óskað er eftir ábendingum um framúrskarandi verk á sviði arkitektúrs og hönnunar. Hægt er að benda á eigin verk sem og annarra til miðnættis 11. september og verðlaunin verða afhent 1. nóvember næst komandi við hátíðlega athöfn. Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum: Hönnun ársins 2019 og Besta fjárfesting ársins 2019 í hönnun.

Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu. Til að hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2019 þurfa hönnuðir að vera félagar í einu af aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar Íslands eða vera fagmenn á sínu sviði.

Ný verk teljast til þeirra verka sem lokið hefur verið við á síðustu þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna. Tekið er tillit til eðlismunar á hönnunargreinunum í þessu samhengi þar sem verkefni taka mislangan tíma og í sumum tilfellum mörg ár.
Besta fjárfesting í hönnun 2019 er viðurkenning sem veitt verður fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í grunnstarfsemi sína. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.

Hægt er að senda inn ábendingar hér.

Nauðlent í Stafangri vegna flugránstilraunar Íslendings á sjötugsaldri

Farþegaþota Wizz air nauðlenti í morgun í Stafangri á leið sinni frá Búdapest til Reykjavíkur. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla gerði íslenskur karlmaður tilraun til að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Flugmenn vélarinnar fengu heimild til nauðlendingar eftir að hafa tilkynnt flugránstilraun.

Lögregla var kölluð til vegna málsins og fór um borð um leið og vélin lenti til að handataka manninn. Lögreglan segir á Twitter að málið sé til rannsóknar og að enginn hafi slasast.

Verdens Gang segir vélina hafa lent um tíu leitið á norskum tíma.  Maðurinn hafi að öllum líkindum verið undir áhrifum áfengis og að vel hafi tekist að koma böndum á hann.

Ölvaður hótelgestur í Reykjavík reyndi að stinga lögreglu af á hlaupum

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson|

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi um mann í annarlegu ástandi á hóteli í Reykjavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang töldu þeir manninn vera með þýfi í sinni vörslu. Maðurinn reyndi að hlaupa frá þeim en án árangurs. Þá veitti hann mótspyrnu við handtöku. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um mjög ölvaðan mann í verslun að stela vörum. Þá var hann einnig með hníf í sinni vörslu. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ástands. Þá var annar aðili í annarlegu ástandi handtekinn grunaður um eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Karlmaður var handtekinn á heimili sínu í miðbænum í gærkvöldi grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangaklefa. Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Mike Pence tilkynnir opinbera heimsókn til Íslands

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn til Íslands 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta Hússins. Heimsóknin er hluti af stærra ferðalagi en hann mun einnig fara til Bretlands og Írlands.

Pence mun leggja áherslu á landfræðilegt mikilvægi Íslands á Norðurskautinu og aðgerðir NATO gegn auknum áhrifum Rússa á svæðinu. Þá verður einnig rætt tækifæri í viðskiptum og frekar fjárfestingu milli landanna.

Samtökin ‘78 hafa talað gegn heimsókn Pence til Íslands. Formaður samtakanna, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur bent á að allan stjórnmálaferil sinn hefur Pence unnið gegn réttindum hinsegin fólks.

„Pence kom inn í fulltrúaþing Bandaríkjanna 2001 og varð ríkisstjóri Indiana frá 2013-2016. Allan þann tíma hefur hann unnið gegn hinsegin réttindum beint og óbeint,“ sagði Þorbjörg í Morgunútvarpinu á Rás 2 fyrir stuttu „Hann er svo sannarlega enginn bandamaður og hreinlega illgjörðamaður.“

Fer sínar eigin leiðir

||
||

Ný Vika kemur í búðir á morgun, fimmtudag, uppfull af skemmtilegum fróðleik.

Á forsíðu er María Thelma Smáradóttir leikkona. Hún er lesblind og hugsanlega með athyglisbrest og hefur því alltaf átt erfitt með að læra texta utanbókar en María Thelma er ekkert spennt fyrir að velja auðveldustu leiðirnar í lífinu.

Vikan leit líka inn hjá Veru Sigurðardóttur fasteignasala en hún er ein af þeim sem hefur gaman af að gera upp gamla muni og skapa sér hlýlegt heimili með sérstæðum stíl.

Litið er inn á myndlistarsýningu Margrétar Loftsdóttur þar sem ungbörn eru í aðalhlutverki og spjallað við Kat Deptula, ljósmyndara.

Við skoðum líka einstaklinga sem eitra út frá sér í samskiptum við aðra, stöðu kvenna í Hollywood og þær skringilegu afsakanir sem sumir grípa til þegar þeir nenna ekki á stefnumót.

Vikan er fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Fjölbreytt og lifandi Vika er frábær afþreying.

Mynd / Hallur Karlsson

Getur kynlíf hjálpað þér í vinnunni?

Algengasta umkvörtunarefnið í kynlífsráðgjöf er að fólk gefur sér ekki tíma til kynlífs. Það eru önnur hlutverk sem trompa alltaf það að gefa sér tíma til að hlúa að sambandinu og að stunda kynlíf. Þegar nánar er athugað þá truflar vinnan oft kynlífið, en gæti það truflað vinnuna að stunda ekki kynlíf?

Nú þykir það sjálfsagt og jafnvel forréttindi í vinnu að vinnuveitandi greiðir fyrir síma og net starfsmanna. Fólk upplifir sig þá oftar en ekki skuldbundið til að svara í síma eða tölvupósti utan vinnutíma. Í fyrstu héldum við að þetta væri öllum til góða en núna eru aðrar blikur á lofti. Rannsóknir á því hvernig við náum jafnvægi milli vinnu og heimilis sýna að betra kynlíf heima fyrir skilar afkastameiri og hamingjusamari starfsmönnum.

Þeir sem setja kynlíf í forgang heima fyrir fá ákveðið forskot í vinnu daginn eftir. Það eykur afköst og ánægju með vinnuna að stunda kynlíf daginn fyrir vinnudag. Það er oft grínast með það að fólk sé hressara og glaðara eftir að það hefur stundað kynlíf en öllu gamni fylgir einhver alvara. Það að hlúa að ástarsambandinu sínu og iðka kynheilbrigði gerir starfsmenn hamingjusamari og þeir vinna betur. Þetta er fullkomið dæmi um tvær flugur í einu höggi, bæði starfsmaðurinn og vinnuveitandinn græða.

Það hefur hins vegar neikvæð áhrif á kynlífið ef fólk tekur vinnuálag með sér heim. Ef fólk er að svara tölvupósti eða símtölum utan vinnutíma verður það oft á kostnað kynlífsins. Það hefur síðan neikvæð áhrif á afköst í vinnunni daginn eftir.

Kynlíf losar dópamín og oxytocin, sem eru taugaboðefni sem hafa jákvæð áhrif á skap og styrkja tengsl okkar við aðra. Kynlíf virkar því sem náttúrulegur gleðigjafi og áhrifin vara í að minnsta kosti sólarhring. Þessi jákvæðu áhrif virka óháð kyni, hjónabandshamingju og svefni. En hjónabandshamingja og svefn eru algengir mælikvarðar á líðan okkar.

Það er til mikils að vinna ef við setjum það inn í stundaskrána okkar að stunda kynlíf og hlúa að sambandinu. Það er ekki bara hjálplegt til að viðhalda mannkyninu og heilbrigði heldur líka til að ná meiri árangri í vinnu. Fyrirtæki geta þannig sýnt samfélagslega ábyrgð með því að hvetja fólk til að skilja vinnuna eftir í vinnunni og fara heim til að sinna lífinu. Jafnvel geta fyrirtæki gengið enn lengra og sett það á stefnuskrá sína að auka jafnvægi milli heimilis og vinnu. Ég mæli þó ekki með því að yfirmenn hvetji fólk beint til að stunda kynlíf þegar heim er komið. Slíkt gæti orkað tvímælis.

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð.

Fangelsaðir fyrir umfangsmikið sæðissmygl

Mynd/Pixabay

Tveir danskir svínabændur voru í vikunni úrskurðaðir í fangelsi fyrir ítrekað smygl á svínasæði til Ástralíu. Slík brot eru litin mjög alvarlegum augum í Ástralíu.

Höfuðpaurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en samverkamaður hans tveggja ára. Mennirnir höfðu með reglulegu millibili tekið sæði úr dönskum svínum, dælt því á sjampóbrúsa og flutt með sér til Ástralíu til að sæða ástralskar gyltur.

Mennirnir störfuðu fyrir svínabú sem kallast GD Pork og er staðsett í vesturhluta Ástralíu. Alls sæddu þeir upp undir 200 gyltur með danska sæðinu og gátu þær af sér um 2 þúsund grísi af því er fram kemur á fréttavefnum The Local. Dönsku svínin eru sögð frjósamari og gefa af sér betri afurðir en þau áströlsku.

Í ákæru gegn mönnunum segir að framferði þeirra hafi ógnað bæði áströlskum svínaiðnaði og áströlsku vistkerfi. Með innflutningnum hafi þeir skapað hættu á að flytja nýja og áður óþekkta sjúkdóma til landsins.

Markaðir nötra af ótta við aðra fjármálakreppu

Frá Wall Street í Bandaríkjunum

Nokkur órói hefur verið á fjármálamörkuðum í dag og eru fjárfestar sagðir óttast að önnur fjármálakreppa sé handan við hornið.

Böndin núna beinast að ríkisskuldabréfum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar er nú ódýrara fyrir ríkisstjórnir þessara landa að gefa út skuldabréf til 10 ára heldur en til tveggja ára. Er þetta vísbending um að fjárfestar séu áhyggjufullir um efnahagsþróun til skamms tíma. Þessi þróun er afar óvenjuleg og þegar þetta gerist er það iðulega undanfari kreppu eða stöðnunar í hagkerfinu.

Hlutabréf féllu hratt í morgun við opnun markaða og voru lækkuðu helstu vísitölur um 1,7 til 2,4 prósent.  

Fleira kemur til. Hagkerfið í Bretlandi hefur sýnt merki um stöðnun og nýr forsætisráðherra, Boris Johnson, virðist staðráðinn í að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu þann 31. október, með eða án samnings. Því er spáð að Brexit án samnings hefði geigvænleg áhrif á breskt hagkerfi.

Hagtölur frá Kína gefa heldur ekki góð fyrirheit og ekkert lát er á viðskiptastríði Donalds Trump við Kína sem hamlar enn frekar hagvexti í heiminum. Loks var tilkynnt í morgun að samdráttur hafi orðið í Þýskalandi á öðrum ársfjórðungi.

Rapparinn A$AP sakfelldur í sænskum rétti

Dómstóll í Stokkhólmi hefur fundið bandaríska rapparann A$AP sekan um líkamsárás. Hann sleppur þó við að dúsa í steininum.

Mál rapparans vakti heimsathygli, ekki síst fyrir þær sakir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beitti sér mjög í málinu og hringdi í forsætisráðherra Svíþjóðar til að þrýsta á um að A$AP yrði látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Ráðherrann, Stefan Löfven, vildi ekki verða við þeirri beiðni enda slík afskipti af dómskerfinu í hæsta máta óeðlileg.

A$AP og tveir aðrir úr fylgdarliði hans sættu ákæru fyrir að hafa gengið í skrokk á karlmanni eftir tónleika í Stokkhólmi þann 30. júní. Atvikið náðist á myndband en þar sást einnig að sá sem fyrir árásinni varð hafði ögrað tónlistarmanninum áður. Dómstóllinn féllst þó ekki á röksemdafærslu þremenningana um að um sjálfsvörn hafi verið að ræða, enda barsmíðarnar sem þeir beittu langt umfram það sem eðlilegt getur talist.

Dómarinn dæmdi A$AP, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, í tveggja ára fangelsi og er dómurinn að fullu skilorðsbundinn. Þeir þurfa einnig að greiða þolanda árásarinnar miskabætur og punga út fyrir málskostnaði. A$AP var látinn laus úr gæsluvarðhaldi 2. ágúst og fór hann rakleiðis úr landi.

Sakar eigingjarna bankamenn Kaupþings um að hafa rústað þekktum tískurisum

Pistlahöfundur Fréttablaðsins sakar starfsmenn Kaupþings um að hafa látið eigin hagsmuni ráða för í viðskiptum með tískufyrirtækin Karen Millen og Coast. Afleiðingarnar eru þær að vörumerkin séu stórlöskuð og 1.100 manns missa vinnuna.

Stjórnarmaðurinn er nafnlaus skoðanapistill sem birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti. Oft kemur fyrir að efnistökin tengist viðskiptum með fyrirtæki sem áður voru tengd Baugi, en eigandi Fréttablaðsins er Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona fyrrum Baugsforstjórans Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Pistill dagsins fjallar einmitt um að fréttir þess efnis að netverslunin Boohoo hafi í síðustu viku keypt vörumerkin Karen Millen og Coast. Þessi merki voru í eigu Baugs áður en það fyrirtæki fór í þrot og runnu eignirnar til slitastjórnar Kaupþings árið 2009. Hefur slitastjórnin haft vörumerkin í fangi sínu allar götur síðan, eða allt þar til í síðustu viku. Stjórnarmaðurinn er allt annað en sáttur hvernig slitastjórn Kaupþings hefur farið með eignirnar og sendir starfmönnum hennar væna sneið.

Fulltrúar bankans sátu í stjórn félagsins og virðast reglulegar ferðir til Lundúna til skrafs og ráðagerða hafa farið vel í þá, enda verkefnið áhugavert og vafalaust vel launað.

„Fulltrúar bankans sátu í stjórn félagsins og virðast reglulegar ferðir til Lundúna til skrafs og ráðagerða hafa farið vel í þá, enda verkefnið áhugavert og vafalaust vel launað. Því er spurning hvort varð ofan á, hagsmunir bankans og kröfuhafa hans af því að losa fjárfestinguna hratt og á sómasamlegu verði, eða persónulegir hagsmunir fulltrúa bankans. Miðað við endalokin virðist hið síðara hafa vegið þyngra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Kaupþingi hafi borist fjöldinn allur af tilboðum í fyrirtækin gegnum tíðina. Ekkert þeirra þótti hins vegar ásættanlegt. Alltaf skyldi áfram haldið. Bankamenn gerðust tískumógúlar.“

Pistlahöfundur bætir við að hvorugt þessara vörumerkja hafi náð að halda í þá þróun sem orðið hefur á tískumarkaði á þessum áratug sem slitastjórnin réði yfir merkjunum. Vörumerkin hafi glatað glansinum enda enginn eigandi „að nostra við hönnun, efni og annað sem til þarf.“ Fyrirtækin hafi því dagað uppi eins og nátttröll í höndunum á Kaupþingi. Vísar stjórnarmaðurinn að lokum í Kevin Stanford, annan eigenda vörumerkjanna, sem sagði að félögin hafi verið eyðilögð. „Svona gerist þegar bankar reka tískufyrirtæki.“

Harry Styles hafnaði hlutverki prinsins í endurgerð Disney af Litlu hafmeyjunni

Tónlistarmaðurinn Harry Styles hefur afþakkað hlutverk prinsins Eric í endurgerð Litlu Hafmeyjunnar. Styles hefur verið bendlaður við hlutverkið í nokkurn tíma og fóru fréttir um ráðningu hans af stað í gærkvöldi.

Variety hefur nú staðfest að þær fréttir voru ótímabærar og Styles mun ekki taka að sér hlutverk Disney prinsins.

Halle Bailey mun fara með hlutverk Ariel, hafmeyjunnar sem dreymir um að vera manneskja. Þá mun Melissa McCarthy leika frænku hennar, Úrsúlu. Ráðning Bailey hefur valdið miklum usla og hafa margir lýst yfir óánægju sinni á Twitter undir millumerkinu #NotMyAriel. Umræðan snýst aðallega um húðlit Bailey en hún er dökk á hörund. Í teiknimyndinni, sem kom út árið 1989, er hafmeyjan skjannahvít.

„Ég hlusta ekki á þessar neikvæðnisraddir, þetta hlutverk er stærra en bara ég,” sagði Bailey um lætin vegna ráðningar hennar.

Rob Marshall mun leikstýra endurgerðinni en hann hefur leikstýrt myndum á borð við Into the Woods, Mary Poppins endurgerðinni og Chicago. Þá mun David Magee skrifa handritið. Hann skrifaði meðal annars handrit Mary Poppins, Life of Pi og Finding Neverland.

Neikvæðir vextir á húsnæðisláni í Danmörku – Tímaspursmál hvenær lágur vaxtakostnaður hefur áhrif á Íslandi

Jyske Bank býður nú húsnæðislán til tíu ára með -0.5% vöxtum. Þá hefur Nordea Bank í Danmörku tilkynnt að bankinn muni bjóða 20 ára húsnæðislán á 0% vöxtum og 30 ára húsnæðislán á 0.5% vöxtum.

Talsmaður Jyske Bank bendir þó á að lánin séu skammtímalán og því ekki hentug sem lánveiting til fullnaðarkaupa heldur lán til viðgerðar eða sem uppbótarlán. Þrátt fyrir neikvæða vexti er það ekki svo að bankinn muni greiða lántakendum í hverjum mánuði með innlögn á reikning þeirra. Lántakendur greiða lánin líkt og venjuleg lán en höfuðstóllinn mun lækka örlítið hraðar en uppgreiðslur.

Samdráttur í eftirspurn á erlendum lánamarköðum hefur lækkað vexti talsvert að undanförnu. Neikvæðir vextir fóru fyrst að sjást í Evrópu fyrir fimm árum. Vaxtaþróun hér á landi hefur ekki verið jafn skörp niður en Seðlabankinn lækkaði nýlega vexti um 0.75% úr 4.5% niður í 3.75%.

„Þessa þróun [lækkandi vexti] sáum við upp úr 2014 þegar vextir og verðbólga voru lág á erlendum mörkuðum og það má segja að við höfum flutt inn lága verðbólgu helstu viðskiptaríkjanna,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, í samtali við Fréttablaðið í dag. Á forsíðu blaðsins er fjallað um vaxtaþróun á erlendum mörkuðum og hugsanleg áhrif sem það geti haft hér á landi. Ekki er fjallað sérstaklega um húsnæðislán í Danmörku heldur almenna þróun.

„Ef fram heldur sem horfir gæti fyrirséður samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum haldið niðri verðbólgu hér á landi og aukið svigrúm til frekari vaxtalækkana,“ segir Kristrún.

Hún bendir á að með lækkandi vöxtum erlendis geti fjármagn talið eftirsóknarvert að leita hingað og lána gegn hærri vöxtum.

„Hér eru enn hærri vextir, og þó við séum að vinna okkur út úr ferðaþjónustusjokki eru margir mælikvarðar mjög heilbrigðir, meðal annars hvað varðar skuldsetningu. Margir hafa vonast eftir minnkandi vaxtamun en ef vextir lækka erlendis í svipuðum takti og hér heima helst munurinn óbreyttur. Það gæti laðað að fjármagn, stutt við krónuna, og þar með haldið enn aftur af verðbólgu,“ útskýrir Kristrún.

Hundruð barna misnotuð og beitt ofbeldi á dönskum barnaheimilum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið þau hundruð barna sem máttu sæta grimmu ofbeldi á vistheimilum í þjónustu ríkisins afsökunar.

Málið á sér langan aðdraganda en fyrst var greint frá málinu í heimildamynd sem sýnd var árið 2005 og sagði frá grimmilegu ofbeldi á Godhavn drengjaheimilinu í norðausturhluta Danmerkur. Í kjölfarið létu samtök sem kenna sig við Godhavn-drengina gera óháða rannsókn á ásökunum og var niðurstaðan sú að hundruð barna, drengir og stúlkur, á 19 barnaheimilum víðs vegar um Danmörku hafi sætt líkamlegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi.

Ofbeldið átti sér stað á árunum 1945 til 1976. Þolendurnir, sem nú eru flestir komnir vel á fullorðinsaldur, hafa frá því málið komst í hámæli barist fyrir því að danska ríkið gangist við ábyrgð sinni og biðjist afsökunar. Sú barátta vannst loks í morgun þegar Frederiksen, sem tók við embætti í júní, bauð þolendum á heimili sitt þar sem hún bað þau öll afsökunar. „Ég vil horfast í augu við hvert og eitt ykkar og segja fyrirgefðu. Ég get ekki tekið sökina en ég get axlað ábyrgðina,“ sagði Frederiksen. Hún sagði danska ríkið hafa brugðist þolendunum, það hafi tekið börn af foreldrum sínum og í stað þess að sýna þeim hlýju og stuðning hafi þau þurft að þola niðurlægingu og misnotkun.

Í ofangreindri heimildamynd er sagt frá grimmilegum misnotkunum sem börnin máttu þola. Til að mynda hafi læknar prófað lyf á börnunum, meðal annars LSD. Fjölmargar frásagnir eru af líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi þar sem jafnvel var notast við barefli.

Margir þolendanna hafa aldrei beðið þess bætur eftir vistina á þessum heimilum og eiga mörg þeirra sögu um áfengis- og fíkniefnavanda. Enginn hefur verið látinn svara til saka vegna málsins en talsmaður þolenda vill að sett verði á leggirnar nefnd sem verði ætlað að ákvarða miskabætur til handa þolendum.  

Það deyr engin úr ofsakvíða

|
|

Höfundur / Þóra Sigfríð Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Undanfarið höfum við fjallað um kvíða og kvíðaviðbrögð og höldum því áfram í dag.  Nú fjöllum við um ofsakvíða, kvíðaröskun sem einkennist að endurteknum óvæntum kvíðaköstum sem standa yfirleitt yfir í nokkrar mínútur.

Ofsakvíðaköst geta komið eins og þruma úr heiðskýru lofti, það er að segja án augljósra skýringa og getur gerst hvar og hvenær sem er. Í Kringlunni, á vinnustað, í bílnum eða bara heimafyrir. Þegar þetta gerist finnur fólk fyrir yfirþyrmandi ótta.  Það getur óttast að missa stjórn á sér, óttast að það sé að missa vitið eða sé að fara deyja vegna þeirra sterku líkamlegu einkenna sem eru fylgifiskur ofsakvíða. Í raun eru þessi líkamlegu einkenni ofsakvíðakasts sterkt kvíðaviðbragð (flótta-/árásarviðbragð, sem fjallað var um í síðustu grein) sem kviknar án raunverulegrar hættu. Köstin geta verið mislöng og alvarleg en oft standa þau yfir í kringum 10 mín.

Einnig getur fólk fengið ofsakvíðakast í aðstæðum þar sem það finnur fyrir ótta. Sem dæmi má nefna fólk sem glímir við köngulóafælni. Þá getur það að sjá kónguló orðið til þess að fólk verður hrætt og fær ofsakvíðakast í kjölfarið.

Ofsakvíði skilur sig frá öðrum kvíðaröskunum að því leiti að fólk beinir athyglinni ekki endilega að utanað komandi hættum heldur að því sem er að gerast í eigin líkama. Athyglin beinist sérstaklega að líkamlegum einkennum sem tengjast kvíða, svo sem hröðum og/eða þungum hjartslætti, grunnri öndun, ógleði, óraunveruleikatilfinningu og svimatilfinningu. Þessi einkenni geta valdið verulegum óþægindum og eru stundum það alvarleg að fólk óttast um líf sitt. Því finnst eins og eitthvað alvarlegt hljóti að vera að og algengt að fólk leiti eftir læknishjálp þar sem það óttast að vera fá hjartaáfall.  Að fá ofsakvíðakast er mikil áreynsla fyrir líkamann og fólk er oft þreytt eftir slíkt kast.

Það liggur í augum uppi að það að fá ofsakvíðakast er sérstaklega óþægilegt og getur líka verið óhugnanlegt. Fólk getur því verið hrætt við að fá slíkt kast aftur og reynir að koma í veg fyrir það. Til dæmis draga margir úr hreyfingu og líkamsrækt til að forðast öran hjartslátt sem minnir á ofsakvíðakasti. Aðrir fara að forðast ákveðna staði, einkum þar sem búast má við margmenni, því fólk vill ekki að aðrir sjái það í þessu ástandi.

Því getur það að fá ofsakvíðakast haft veruleg áhrif á hegðun fólks og lífsgæði þess. Margir skammast sín fyrir að hafa ekki stjórn á sér og veigra sér við að tala um líðan sína og leita sér hjálpar. Það er synd því hugræn atferlismeðferð hefur sýnt framúrskarandi árangur við meðferð ofsakvíða. Almennt er gert ráð fyrir 10 til 12 viðtölum en margir ná verulegum árangir á skemmri tíma en það.  Það er því óhætt að hvetja þá sem hafa fundið fyrir ofangreindum einkennum að leita sér hjálpar.

Sjá einnig: Um kvíðaviðbrögðin þrjú

Staðan ekki eins slæm og óttast var

Myndin tengist ekki fréttinni beint

Nýjustu tölur um atvinnuleysi sýna að spár um stóraukið atvinnuleysi séu ekki að raungerast. Þvert á móti hefur atvinnuleysi minnkað.

Með gjaldþroti WOW og samdrætti í ferðaþjónustu birtu greiningaraðilar spár um að atvinnuleysi myndi aukast all verulega þegar líða tæki á ári. Nýjustu tölur Hagstofunnar benda hins vegar til þess að spárnar séu ekki að raungerast.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 6.800 einstaklingar skráðir atvinnulausir í júní sem er um það bil 6 þúsund færri en í mái. Skráð atvinnuleysi var 3,2 prósent. Vissulega eru þetta nokkuð hærri tölur en í upphafi árs en svo virðist sem aukning atvinnleysis hafi stöðvast, í bili hið minnsta. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans segir:

„Í vor var reiknað með að atvinnuleysi myndi aukast eftir því sem liði á árið og staða á vinnumarkaði versna. Nýjustu tölur Hagstofunnar benda ekki til þess að þessar spár séu að raungerast. Þvert á móti hefur atvinnuleysið minnkað, í bili að minnsta kosti,og vinnuaflsnotkun heldur áfram að aukast.“

Þar kemur jafnframt fram að atvinnuleysi hafi komið verst niður á Suðurnesjum. Skráð atvinnuleysi þar er nú 6,3 prósent.

Kolfallinn fyrir súrsuðu grænmeti

|||
|sdkdjs|„Eitt sniðugt ráð er að eiga til vökvann í súrsaða laukinn í 2 lítra plastflösku. Þá er einfalt að setja laukinn í vökvann að morgni eða um hádegi ef á að grilla t.d.hamborgara um kvöldið

Sennilega eru ekki margir ungir menn að fikta við að súrsa grænmeti heima hjá sér á kvöldin en það gerir hann Grettir Gautason. Grettir hefur verið að prófa sig áfram í gerð súrsaðs grænmetis síðustu ár og er eiginlega kolfallinn fyrir þeirri iðju, að hans sögn.

 

Við fréttum af þessu skemmtilega áhugamáli og fengum að koma í heimsókn og smakka. Grettir gefur lesendum uppskriftir að einföldu súrsuðu grænmeti sem tekur enga stund að gera, kostar lítið og allir geta gert.

„Margir veitingastaðir voru með heilu veggina af krukkum af allskonar súrsuðu grænmeti.“

En hvernig hófst þessi áhugi? „Það var þegar við félagarnir fórum í tveggja vikna ferðalag til Austur-Evrópu haustið 2016. Fyrsti viðkomustaðurinn var Varsjá og það gerðist eitthvað á fyrsta veitingastaðnum sem við fórum á. Við pöntuðum okkur snitsel og bjór og svo átti að vera salat með. Þegar salatið kom rákum við upp stór augu því allt salatið var ekki annað en 2 msk. af rifnum súrsuðum gulrótum. En við átum þetta með bestu lyst og fórum strax að spá í hvernig þetta væri gert. Við fórum til staða eins og Krakár, Búdapest, Vínar, Prag og Berlínar og fengum okkur alltaf eitthvað súrsað á hverjum stað, eins og gúrkur, gulrætur, lauk, perlulauk, hvítlauk og papriku. Margir veitingastaðir voru með heilu veggina af krukkum af allskonar súrsuðu grænmeti,“ segir Grettir.

Grettir hefur verið að prófa sig áfram í gerð súrsaðs grænmetis síðustu ár.

Það kom fljótlega í ljós að fyrir utan að kunna að súrsa grænmeti er Grettir mikill matgæðingur og sá sem fær að hafa völdin í eldhúsinu heima hjá sér.

„Þegar ég fór að leigja mér á menntaskólaárunum og þurfti að bjarga mér sjálfur, voru það nú bara hakkréttir og tilbúnir réttir sem lentu á pönnunni en eftir að ég fór að búa með kærustunni minni fór ég að elda fyrir alvöru. Ég er reyndar alinn upp við mikla og góða eldamennsku frá mömmu sem alltaf er að prófa eitthvað nýtt og hef því lært mikið af henni.“

Súrsað chili-aldin

2 ½ -3 dl ferskt chili-aldin, skorið niður í frekar smáa bita
1 msk. salt
1 msk. sykur
1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir, fer eftir hversu mikið bragð hver vill
hvítvínsedik eftir þörfum
1 meðalstór glerkrukka með loki

Setjið chili-aldin í skál ásamt salti, sykri og hvítlauk. Kreistið saman með fingrunum. Gott að nota einnota hanska en ef þeir eru ekki við hendina er gott að muna að þvo sér vel um hendurnar. Hellið yfir það ediki þannig að það fljóti yfir og látið standa í 2 klst. við stofuhita.

Grettir segir okkur frá því að gott sé að hafa súrsað í partíum, t.d. gúrkur og chili, því saltið í leginum virki vel sem mótvægi við víndrykkju.

Ágætt er að nota tímann á meðan og sótthreinsa krukkuna með sjóðandi vatni. Setjið í krukkuna og fyllið upp með ediki. Geymist vel í ísskáp í að minnsta kosti 2 mánuði.

Súrsaður rauðlaukur

1 rauðlaukur, skorinn í 5 mm þykkar sneiðar
1 ½ dl vatn
1 ½ dl hvítvínsedik
1 ½ tsk. salt
nokkur piparkorn
kóríanderfræ eða hvítlaukur, eftir smekk

Setjið laukinn í sjóðandi vatn í eina mínútu, hellið vatninu frá og setjið í sótthreinsaða krukku. Blandið vökva og kryddi saman og hellið yfir laukinn. Lokið krukkunni og geymið í ísskáp. Má geyma allt upp í 2 vikur í kæli.

„Eitt sniðugt ráð er að eiga til vökvann í súrsaða laukinn í 2 lítra plastflösku. Þá er einfalt að setja laukinn í vökvann að morgni eða um hádegi ef á að grilla t.d.hamborgara um kvöldið,“ segir Grettir.

Laukurinn er mjög góður á hamborgara og ýmiskonar steikarsamlokur. Einnig sem meðlæti með kjöti og jafnvel fiski. Grettir hvetur fólk til að prófa ýmis krydd eins og kóríanderfræ eða hvítlauk.

Myndir / Unnur Magna

Þess má geta að í uppskeruhandbók Gestgjafans, sem er nýkomin út, er að finna fjölbreyttar uppskriftir og hugmyndir að súrsuðu og pikkluðu grænmeti og ávöxtum. Tilvalið fyrir þá sem langar til að prófa sig áfram með súrsað og pikklað.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Raddir