Hinsegin dagar, sem hófust í vikunni, eru fyrir löngu búnir að festa sig í sessi sem ein fjölsóttustu hátíðarhöld á landinu. Það að um það bil einn þriðji hluti Íslendinga skuli taka þátt í Gleðigöngunni ár hvert er út af fyrir sig grámagnað og sýnir vel hvað staðan hefur breyst á þeim 20 árum frá því hátíðin var fyrst haldin undir yfirskriftinni Hinsegin helgi á Ingólfstorgi og um 1.200 manns mættu til að fylgjast með. Sá fjöldi sem nú tekur þátt sýnir einfaldlega þá breytingu sem hefur orðið á afstöðu þjóðarinnar til réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi.
Í dag er ótrúlegt að hugsa til þess að einhvern tíma skuli hafa gilt lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða. Fjarstæðukennt að fólk hafi átt hættu á að missa vinnuna eða leiguhúsnæði við það að koma út úr skápnum. Að viðkomandi hafi getað átt von á að vera hafnað af fjölskyldunni. Og það hér á Íslandi. Að einungis séu níu ár síðan ein hjúskaparlög fyrir alla tóku gildi. Og ekki sé lengra síðan en í júní á þessu ári að samþykkt var frumvarp um kynrænt sjálfræði sem gerir fólki kleift að skilgreina kyn sitt sjálft. Nokkuð sem er mikil réttarbót fyrir trans og kynsegin fólk.
Já það má segja að það séu viss forréttindi að búa í því samfélagi sem Ísland er orðið í dag og alls ekki sjálfsagt. Reglulega berast skelfilegar fréttir frá löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin. Sums staðar úti í heimi er til dæmis lagt blátt bann við hátíðarhöldum eins og Gleðigöngunni. Annars staðar hefur orðið bakslag í baráttunni og yfirvöld ríkja, sem eiga að heita þróuð, hafa afnumið réttindi sem barist hafði verið ötullega fyrir. Enn annars staðar sætir hinsegin fólk ofsóknum og grófu ofbeldi og er jafnvel tekið af lífi með samþykki stjórnvalda.
„Viðhorf meirihluta Íslendinga til hinsegin fólks hefur vissulega tekið miklum breytingum á síðustu árum og áratugum, en þótt stórir áfangar hafi náðst er ekki þar með sagt að vinnunni sé lokið. Að fullnaðarsigri sé náð.“
Viðhorf meirihluta Íslendinga til hinsegin fólks hefur vissulega tekið miklum breytingum á síðustu árum og áratugum, en þótt stórir áfangar hafi náðst er ekki þar með sagt að vinnunni sé lokið. Að fullnaðarsigri sé náð. Enn eimir eftir af fordómum í þjóðfélaginu. Enn eru fyrir hendi þau viðhorf að það sé bara í fínasta lagi að gera lítið úr hinsegin fólki og níða það niður og engin ástæða sé til að æsa sig yfir því. Enn eru til staðar öfl sem ýta undir andúð á því og reyna að standa í vegi fyrir baráttu þess. Og slíkum öflum hefur vaxið ásmegin. Sjáum bara Miðflokkinn. Hann mælist nú með 13,4 prósenta fylgi og er þar með orðinn þriðji stærsti flokkur landsins.
Í ljósi þess má kannski segja að sjaldan hafi verið eins góð ástæða og einmitt nú til að halda Hinsegin daga hátíðlega. Eitt skýrasta dæmi um árangurinn sem náðst hefur í mannréttindabaráttu á Íslandi. Í raun hátíð allrar þjóðarinnar, ekki síður en baráttufólks fyrir bættum réttindum hinsegin fólks og samherjum þeirra. Já það er full ástæða til að fagna á næstu dögum. Fagna auknu viðsýni og frjálslyndi. Og muna hversu mikilvægt er að standa vörð um slík gildi. Þau eru langt frá því að vera sjálfgefin.
Birgitta Jónsdóttir segir það vissulega hafa verið áfall að hlusta á fyrrverandi samstarfsfólk úthúða sér á opinberum fundi en hún hafi tekist á við erfiðari hluti í lífinu og hafi ekki áhuga á að munnhöggvast opinberlega. Pólitík sé brútal vinnuumhverfi og þeir sem ekki geti tekið því endist ekki lengi.
„Þegar ég hætti á þingi var ég algjörlega útbrunnin, ég gaf allt sem ég átti og miklu meira en það þannig að ég bara hrundi,“ svarar Birgitta aðspurð hvað hún hafi verið að gera síðan hún hætti sem þingmaður Pírata haustið 2017.
„Það tók mig langan tíma að finna aftur eitthvað sem mér fannst spennandi. Mér hafa aldrei fundist hefðbundin flokksstjórnmál spennandi fyrirbæri, bara alls ekki. Núna undanfarið hefur hellst yfir mig rosalega sterk þörf fyrir að skrifa drápuljóð á íslensku, ég er alveg andsetin af því sem er það besta sem ég veit. Þegar þetta kemur yfir mig skrifa ég bara og skrifa og get ekki hætt. Þar fyrir utan hef ég verið að vinna í alls konar verkefnum sem er dálítið erfitt að útskýra. Ég hef verið að vinna með upplýsingaaktífistum, fólki sem er að búa til ný kerfi fyrir blaðamenn sem eru í rannsóknarblaðamennsku og svo hef ég fengið að njóta mín dálítið sem rithöfundur erlendis. Mér hefur alltaf gengið það illa hérna heima að passa inn sem rithöfundur þannig að ég fengi tækifæri til þess að koma fram. Ég er nefnilega ágætur „performer“ og finnst það mjög gaman.“
Það er ekki bara sem rithöfundur sem Birgittu hefur ekki fundist hún passa inn, hún segist alltaf hafa verið á jaðrinum.
„Ég hef aldrei passað inn í neitt, hvorki fyrir né eftir minn þingskáldaferil,“ segir hún og hlær. „Ég er reyndar nýlega komin með mjög spennandi vinnu sem ég get ekki alveg sagt frá strax, við eigum eftir að senda út fréttatilkynningu, en ég var fengin til að vinna fyrir Internet Arhives í samstarfi við stærstu réttindasamtök fyrir stafrænum mannréttindum í heiminum. Aðalstarfssvið mitt verður að kynna fyrir fólki hvað Internet Archives er, það eru svo margir sem vita ekki hvað það er. Ég hlakka mikið til að taka þátt í því.“
Heiftin kom á óvart
Birgitta segir að hún sé að rísa upp úr kulnuninni, en hún verði þó að viðurkenna það að uppákoman á fundi Pírata fyrir skemmstu þar sem þingmenn flokksins tóku hana fyrir í opinberum ræðum hafi verið bakslag í batanum.
„Það var ákveðið áfall,“ viðurkennir hún. „Það hefði verið í lagi ef þetta hefði bara verið þessi fundur, en þetta virðist ekkert ætla að hætta. Ég hef verið að vanda mig rosalega mikið að fara ekki í manneskjurnar sem sögðu þetta, mér finnst bara asnalegt að vera í opinberum rifrildum við fyrrverandi samstarfsfólk.
Auðvitað gæti ég sagt alls konar hluti en ég bara sé ekki tilganginn með því. Ef fólk á eitthvað ósagt við mig þá er síminn minn alltaf opinn og ég er mjög aðgengileg manneskja. Ég hef sagt við allan þann fjölda af fólki sem hefur sett sig í samband við mig eftir þetta að þetta sé nú bara eins og kattarklór. Ég hef farið í gegnum svo erfiða hluti í lífinu að ég hef mun stærri verkefni að vinna úr heldur en þetta. Það er hins vegar ágætt að fólk átti sig á því að þó svo að ég hafi farið inn í stjórnmál þá er ég ekki stjórnmálamanneskja og hef aldrei verið. Ég upplifði mig aldrei sem valdamanneskju og ber mjög litla virðingu fyrir valdi af öllu tagi og mér fannst það mjög óþægilegt á meðan ég var að vinna inni á þingi að upplifa alla þessa yfirfærslu á valdi á mig án þess að ég vissi það.
Mig hefur aldrei dreymt um að vera einhver leiðtogi eða ráðherra eða eitthvað slíkt, það bara er ekki í mér. Ég uppgötvaði það þegar ég fór í gegnum mína fyrstu erfiðu reynslu að ég hafði þann valkost að láta erfiðleikana brjóta mig niður eða reyna að skilja hvað ég gæti lært af þessu til þess að verða betri manneskja. Ég tekst eins á við þetta mál; reyni að skilja hvað ég gerði til þess að eiga þetta skilið.“
Spurð hvort henni finnist hún hafa átt eitthvað af því sem sagt var skilið verður Birgitta hugsi.
„Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög margt af því sem þarna kom fram virka þannig að ég veit ekki hvað fólk er að tala um. Það kom mér rosalega á óvart að upplifa þessa heift frá fyrrum starfsfélaga mínum vegna þess að við áttum mjög fína tíma hjá vinnustaðasálfræðingnum á sínum tíma og ég vissi ekki að viðkomandi væri með svona rosalega mikla reiði gagnvart mér. Ég vildi óska þess að viðkomandi hefði bara hringt í mig og beðið mig að hitta sig og við hefðum talað saman um þetta.
Það er það sem mér finnst erfitt, ég skil ekki alveg hvað það er sem ég gerði þessu fólki. Eina skýringin sem ég fékk var að ég hefði mikinn sannfæringarkraft og einn þingmaðurinn kvartaði yfir því að ég notaði hann á þingmennina líka. Ég bað viðkomandi bara að láta mig vita ef ég væri að því, en mér fannst óþægilegt að heyra þetta og mér fannst svo margt sem var verið að vísa í á þessum fundi vera hlutir sem við vorum búin að ræða saman um og ég hélt að væru leystir. Þegar maður er verkstjóri þarf maður auðvitað stundum að segja fólki að standa sig, þannig að ég veit ekki alveg um hvað þetta snýst hjá þeim. En ég ber engan kala til þessa fólks eða heift eða neitt í þá áttina, ég melti þetta og hélt bara mína leið og vissi ekki annað en þessu væri lokið.“
„Ber litla virðingu fyrir fólki sem hótar mér“
Eftir uppþotið á fundinum margumtalaða hefur Birgitta líka fengið mikinn stuðning frá samstarfsfólki og óviðkomandi aðilum og hún segist óendanlega þakklát fyrir það.
„Það hefur verið alveg ótrúlegt,“ segir hún. „Mér þykir vænt um að hafa fengið stuðning frá og heyrt í fólki sem ég hef unnið með miklu lengur en þessu fólki sem þarna er um að ræða. Það streyma til mín fallegar hugsanir og hlýjar kveðjur og ég finn að fólki er dálítið misboðið vegna þess að þetta virðist ekki ætla að taka neinn enda. Ég hef ítrekað sagt við blaðamenn að ég vilji ekki tala um þetta, ég hef engan áhuga á að fara á þetta plan. Auðvitað hafa allir eitthvert álit á framkomu fólks en þegar maður er í pólitík þá er það ofboðslega brútal vinnuumhverfi og maður verður að vera mjög sterkur til þess að geta náð árangri þar, sérstaklega þar sem ég og nánast allir sem ég var með á þingi voru nýliðar.
„Ég ber sérstaklega litla virðingu fyrir fólki sem hótar mér og það var mjög skrýtið að þurfa að vera í samstarfi við fólk sem maður myndi aldrei tala við annars.“
Maður þarf að læra þetta allt saman jafnóðum og það sem mér finnst bagalegast við það hvernig þingið er orðið núna er hve ofboðslega hröð endurnýjun er þar. Þeir sem eru búnir að vera þar lengst kunna á kerfið þannig að það er afskaplega auðvelt að afvegaleiða nýja fólkið svo að það nær ekki að sinna því sem það brennur fyrir og var kosið til að koma í framkvæmd. Þegar það eru svo komnir átta flokkar inn á þing þá er þetta orðið svo brotakennt að það myndast ekki einu sinni sterk stjórnarandstaða sem nær saman um mál. Það eru engir sammála um neitt og allir fullir af óþoli gagnvart öðrum. Ég lenti sjálf í því á mínu fyrsta kjörtímabili að vera í stjórnarandstöðu með Bjarna Ben og Sigmundi Davíð sem var auðvitað fáránlegt. Ég man að við í Borgarahreyfingunni móðguðum Sjálfstæðisflokkinn rosalega mikið og ég fékk hótanir um að þetta yrði mér dýrt, þegar við ákváðum að fara í nefndarsamstarf við meirihlutann. Ég ber sérstaklega litla virðingu fyrir fólki sem hótar mér og það var mjög skrýtið að þurfa að vera í samstarfi við fólk sem maður myndi aldrei tala við annars. Ég hef reyndar komist að því og finnst það ógeðslega fyndið að bók sem ég þýddi einu sinni og heitir Lífsreglurnar fjórar er bók sem mínir pólitísku andstæðingar vitna mikið í og flestir þeirra virðast ekki vita að ég þýddi hana. Ég held reyndar að þeir þurfi að lesa hana aftur af meiri kostgæfni. Ein reglan er til dæmis sú að vera flekklaus í orðum og gæta að sannleikanum. Það er ekki í miklum heiðri haft.“
Var eitt af þessum skrýtnu börnum
Spurð hvað hafi valdið því að hún fór út í pólitík, hvað hafi heillað hana við þann vettvang er Birgitta eldsnögg til svars: „Ekki neitt!“ segir hún og útskýrir að það hafi verið fyrir algjöra tilviljun að hún endaði inni á þingi. Hún hafi verið að vinna fyrir Borgarahreyfingu þegar hún var stofnuð eftir hrunið og komið upp sú staða að það vantaði fleiri konur til að leiða lista. Hún hafi látið tilleiðast að taka það að sér og síðan bara „vaknað inni á þingi einn morguninn,“ eins og hún orðar það. Hún hafi hins vegar verið mjög ung þegar hún ákvað að verða skáld sem hafi verið fyrir áhrif frá móður hennar Bergþóru Árnadóttur sem var iðin við að semja lög við ljóð stórskáldanna.
„Ég fékk þannig æðisleg ljóð með móðurmjólkinni,“ útskýrir hún. „Ég var eitt af þessum skrýtnu börnum sem las alls kyns skrýtna hluti, þar á meðal mikið ljóð og fór snemma að skrifa sjálf. Það er fyndin saga, sem sýnir hvað mig dreymdi lítið um að verða stjórnmálamaður, hvernig fyrsta ljóðið sem ég fékk birt varð til. Þá vorum við í skólanum í vettvangsferð á Alþingi og ég hafði engan áhuga á því að fara þar inn, enda orðin bullandi pönkari á þeim tíma. Ég sat þess vegna úti í rútu og skrifaði fyrsta almennilega ljóðið mitt sem hét Svartar rósir og fjallaði um eftirmála kjarnorkustríðs. Svo fékk ég þetta ljóð birt í Helgarpóstinum og fékk mjög góð viðbrögð frá fólki þannig að ég hugsaði með mér að ég gæti kannski bara orðið skáld. Svo var ég svo heppin að forpokaðir fyrrverandi framkvæmdastjórar tóku mig sem dæmi um ömurlegt skáld í löngum greinum og dálkum og það eiginlega landaði mér bókasamningi hjá Almenna bókafélaginu á útgáfu fyrstu ljóðabókar minnar. Þá var ég tuttugu og eins árs og hugsaði með mér; vá ég er strax búin að ná markmiðinu mínu um að fá fyrstu ljóðabókina gefna út hjá stóru forlagi, hvað á ég nú að gera?
„Ég hef gert alveg ótrúlega mikið af mögnuðum hlutum og fengið að vinna með fólki sem ég ber mikla virðingu fyrir sem er alveg ómetanlegt.“
Og þá fór ég að gera eitthvað allt annað, fór að mála og gera tilraunir með alls konar hluti. Svo datt ég óvart inn á Internetið 1995 og kolféll um leið fyrir því. Ég byrjaði strax að vefa og bjó til minn eigin vef. Ég tók svo þátt í verkefni 1996 um fyrstu beinu myndútsendinguna frá Íslandi og skipulagði ásamt öðrum fyrstu marmiðlunarhátíð á Íslandi með ljóðið í forgrunni. Á þeim tíma var auðvitað miklu minna úrval af efni á Internetinu og allt í einu fór vefurinn að fá alls konar verðlaun, var meðal annars valinn „cool site of the day“ og við fengum svo mikla traffík inn á vefinn að við þurftum að dreifa efninu á nokkra servera. Þessu fylgdi að ég komst á radarinn hjá ótrúlega áhugaverðu fólki sem var að vinna við tæknisamfélag og list og fékk fullt af tækifærum, en ég hef ekki mikla þörf fyrir að vera alltaf að segja öllum frá því sem ég er að gera þannig að þetta vita fáir. Ég hef gert alveg ótrúlega mikið af mögnuðum hlutum og fengið að vinna með fólki sem ég ber mikla virðingu fyrir sem er alveg ómetanlegt. Hér heima finnst mér ég alltaf vera svona litli ljóti andarunginn, sem er allt í lagi, en það þýðir að flest mín verkefni hafa verið og verða erlendis, þótt ég geti unnið þau héðan. Mér finnst vera mjög lítill farvegur fyrir mína þekkingu og reynslu hérna heima, hvað þá skilningur á því hvaða tengsl ég hef náð að búa til erlendis sem mig langaði að færa þjóðinni minni. En þegar maður kemur að landi og sér að það er enginn til að taka við aflanum þá verður maður að fara með hann eitthvert annað. Þess vegna er ég núna komin með annan fótinn úr landi sem er allt í fína lagi. Eins og sagt er; það er enginn spámaður í sínu heimalandi, þannig að það er ekkert áfall.“
Samband fólks við vald óheilbrigt
En er Birgitta þá alveg hætt í pólitíkinni eða hefur hún í hyggju að setja saman nýja hreyfingu og hasla sér völl á þeim vettvangi aftur?
„Nei, ekki stjórnmálahreyfingu, alls ekki,“ segir hún ákveðin. „Og ástæðan fyrir því að ég get sagt alveg hart nei við þeirri spurningu er að í fyrsta lagi er það mjög slæmt fyrir hvaða hreyfingu sem er sem vill vinna að breytingum á samfélaginu að hafa það sem aðalmarkmið að ná fólki í valdastöður, það er mjög óhollt og vont vegna þess að samband fólks við vald er mjög óheilbrigt. Mesta óhamingja Pírata var þegar við fórum að skora svona hátt í skoðanakönnunum. Þá fór fólk allt í einu að hafa rosalegar áhyggjur af því að einhver segði eða gerði eitthvað sem gæti hugsanlega fælt mögulega tilvonandi kjósendur frá. Það er ekki hægt að keyra róttæka grasrótarhreyfingu á þeim hugsunarhætti, það verður að leyfa fólki að vera í þessari hvatvísu orku.
„Mesta óhamingja Pírata var þegar við fórum að skora svona hátt í skoðanakönnunum.“
Fyrir fólk eins og mig sem gengur út á að lesa í samfélagið, sem ég er ágæt í, er það mjög óþægilegt að mega ekki vera í því flæði. Þú veist ekki hvað ég eyddi miklum tíma í að reyna að útskýra fyrir fólki að ég hefði ekki tíma til að tala við hvern einasta útlenska fjölmiðil sem tók upp á því að kalla mig formann Pírata. Ég sagði alltaf við þá að við hefðum ekki formann, þetta væri flatur strúktúr, en þeir kölluðu mig samt alltaf formann. Það var bara ekkert hlustað á mig. Ef maður ætlar að byggja upp eitthvert byltingarafl verður markmiðið að vera það að valdefla almenning og ef fólk er ekki ánægt með hlutina eins og þeir eru þá eru nú þegar til ótrúlega góð verkfæri til að hafa áhrif. Og ef manni er alvara með að vilja breyta samfélaginu og skapa grasrótarlýðræði, verður maður að fara um landið og tala við almenning um hverju hann vilji breyta og hvetja hann til að nýta þessi verkfæri til breytinga, til dæmis Betra Ísland. Það hefur mig lengi dreymt um að gera og kannski læt ég verða af því einhvern tíma.“
En sérðu eftir þessum átta árum á þingi? Hefðirðu frekar viljað nýta þau í eitthvað annað?
„Alls ekki,“ segir Birgitta ákveðin. „Það sem mér þótti svo magnað og ég er óendanlega þakklát fyrir er það traust sem fólk sýndi mér. Ég hefði bara viljað geta gert miklu meira. Ég hefði viljað geta verið öflugri. Ég veit að ég sáði alls konar fræjum og það eru alls konar hlutir sem hafa lagast en mér finnst það bara ekki nóg því nú erum við aftur að fara inn í tíma sem verða erfiðir og við erum ekki með nein verkfæri til að takast á við þá. Umræðan verður alltaf svo svarthvít og fólk er annaðhvort með eða á móti öllum hlutum sem er fáránlegt. Við erum öll eitt risastórt blæbrigði og það er mjög óhollt að vera alltaf að þvinga aðra inn í eitthvað sem er ekki þeir í staðinn fyrir að fólk reyni að finna einhverjar sameiginlegar lausnir.“
„Nokkuð viss um að ég er með Asberger“
Að spyrja Birgittu um einkalíf hennar og nánasta fólk er eins og að ganga á vegg. Hún segist alltaf hafa passað vel upp á það að blanda ekki einkamálum sínum í opinbera umræðu.
„Ég er mikill varðhundur friðhelgi einkalífsins,“ segir hún hlæjandi. „En ég hef verið í flóknu sambandi við sjálfa mig alllengi og þegar maður fer í svona brjálæði eins og ég hef verið í er enginn tími fyrir eitthvert tilhugalíf, en ég á þrjú börn sem eru öll orðin meira en átján ára og tókst það sem fáum sem hafa verið áberandi í stjórnmálum hefur tekist að passa vel upp á þau og blanda þeim ekki inn í það drullusvað sem pólitíkin er. Það er eitt af því sem fólk gleymir þegar það segir ógeðslega ljóta hluti um aðra, oft án þess að hafa nokkurn tíma átt í samskiptum við viðkomandi, að þessir aðilar sem verið er að viðhafa svona stór orð um eiga sitt líf og sínar fjölskyldur. Það má vera með harða gagnrýni á verk stjórnmálamanna en þegar farið er að sjúkdómsgreina aðra opinberlega má fólk aðeins fara að hugsa sinn gang. Hafi fólk eitthvað út á mann að setja sem manneskju er lágmarkskrafa að það sé tilbúið að segja það við mann augliti til auglitis í einkasamtali. Ef fólk er ekki tilbúið til þess þá blokkera ég það, alveg án þess að hika. Fólk verður að geta staðið undir því sem það segir.“
Birgitta hefur unnið mikið í sjálfri sér og sínum vandamálum í gegnum árin og segir það gjörsamlega hafa bjargað sér.
„Ég var svo heppin að detta inn í prógramm fyrir aðstandendur alkóhólista og það hefur algjörlega bjargað mér,“ útskýrir hún. „Það er erfitt að búa í litla samfélaginu þar sem allir þekkja alla og allir hafa skoðanir á öllum og sú sjálfsvinna sem fylgir því að fara í gegnum 12 spora kerfið hefur hjálpað mér óendanlega mikið. Eftir að hafa gengið í gegnum Asberger-greiningu með yngsta son minn er ég nokkuð viss um að ég er með Asberger. Ég get ekki logið og trúi alltaf að annað fólk meini það sem það segir. Verð svo rosalega hissa þegar það stendur ekki við það. Margir hafa sagt að ég sé óskaplega naív, en ég er bara svona og hef ekki áhuga á því breyta því. Eitt af því sem er erfitt hér á Íslandi er hvað fólk sem er öðruvísi hefur litla möguleika á að blómstra og við sem þjóð þurfum að læra að vera umburðarlyndari gagnvart fjölbreytileikanum. Það eru nefnilega allir öðruvísi, ég hef aldrei hitt venjulega manneskju. Hún er bara mýta.“
Myndir / Hákon Davíð Björnsson Förðun / Hildur Emilsdóttir, förðunarfræðingur fyrir Urban Decay á Íslandi
Mannlíf er fríblað sem er borið út á höfuðborgarsvæðinu og einnig í eftirfarandi verslanir á landsbyggðinni:
Ákveðnar reglur gilda í samfélaginu sem almennt er farið eftir og eru þær nokkurs konar sáttmáli sem fólk tekur mið af í hegðun sinni og gjörðum. Í ætt við þennan sáttmála eru siðareglur sem fólk fer allajafna eftir í hinu daglega lífi. Þegar þessi samfélagssáttmáli er síðan rofinn geta ýmsar afleiðingar hlotist af en misjafnar skoðanir eru á því hverjar þær ættu að vera.
Siðareglur starfsstétta eru 20. alda fyrirbæri sem ruddi sér til rúms þegar samræma þurfti það hyggjuvit og skynsemi sem fólk allajafna ber. Fjölmargar starfsstéttir hafa komið sér upp siðareglum til að skýra hlutverk þeirra og setja almennar reglur sem fólk getur litið til ef vafi leikur á hvað rétt og rangt sé að gera.
Margir hafa þó efast um gildi siðareglna – sérstaklega í ljósi þess að erfitt hefur reynst að fá sátt um siðareglur og þá sérstaklega siðanefndir. Gríðarlega mikil umræða hefur sprottið upp í kjölfar nýlegra niðurstaðna forsætisnefndar þar sem hún féllst á álit siðanefndar í nokkrum umdeildum málum.
Þar sem siðareglur alþingismanna voru sérstaklega settar á laggirnar til að byggja upp traust alþingismanna er vert að kanna hver tilgangur þeirra sé – hvort raunhæft þyki að setja slíkar reglur ef almenningur og þingmennirnir sjálfir taka ekki mark á niðurstöðum nefnda sem telja að brot hafi átt sér stað. Og það sem meira er – hvernig verður hægt að taka mark á niðurstöðum siðanefndar og forsætisnefndar í framtíðinni?
Siðareglur eiga að bæta menningu innan hóps
Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, hefur skrifað bók og greinar um siðareglur til fjölda ára. Hann segir í samtali við Kjarnann að tilgangurinn með siðareglum sé margvíslegur. Að hans mati er þó mikilvægasti tilgangur skráðra siðareglna sá að bæta menningu innan hópsins sem setur sér reglunar. Það þýði að þessi hópur hagi samskiptum sínum og vinnubrögðum á betri hátt með tilliti til tilgangs hópsins.
Þá sé hægt að spyrja sig hvort „dýnamíkin“ innan hóps hjálpi honum að sinna hlutverki sínu vel og ef svo er ekki þá þurfi að bæta menninguna innan hans. Að setja siðareglur væri þá að aðferð til að gera hann betur færan til að sinna sínu hlutverki og gætu þær jafnframt miðlað uppsafnaðri þekkingu. Þá sé hægt að læra af mistökum, til að mynda er varða samskipti og freistnivanda.
Brooke Houts, sem heldur úti vinsælli Youtube-rás, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir myndband sem hún birti á dögunum. Þar sést hún slá og skyrpa á hundinn sinn. Brooke hefur nú beðist afsökunar á atvikinu og segist ekki vera dýraníðingur.
Samkvæmt BBC sýnir myndbandið Brooke skamma Doberman hundinn sinn Sphinx áður en hún löðrungar og skyrpir á hann. Í lokin á myndbandinu tuktar hún svo Sphinx harkalega til. Myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube-rásinni þar sem yfir 300 þúsund manns fylgja henni. Þá hefur Instagram-síðu Brooke verið lokað.
Margir hafa gagnrýnt hana fyrir atvikið en hún sendi frá sér afsökunarbeiðni á Twitter í gær. Þar segist hún meðal annars ætla á hundanámskeið með Sphinx til að bæta uppeldisaðferðir. „Ég er alltaf að reyna læra nýjar aðferðir til að geta þjálfað hann heima,” segir í afsökunarbeiðninni.
Fjöldi fólks hafa nú skilið eftir athugasemdir á Twitter færslunni. Þá hafa PETA-samtökin gagnrýnt hana opinberlega á Twitter þar sem þau biðla til Youtube að fjarlægja reikninginn hennar.
We have called on YouTube to remove Brooke Houts from the platform.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tómasi Má Sævarssyni, fæddum 93. Tómas er skolhærður, 1.74cm á hæð, klæddur í gráar joggingbuxur, gráa joggingpeysu sem er rennd að framan og í íþróttaskó.
Hafi einver upplýsingar um hvar Tómas sé niðurkominn þá má hafa samband í síma 444-1000 eða senda skilaboð í gegnum fébóksíðu lögreglunnar.
BrianScottCampbell sýnir tíu ný málverk í Harbinger.
Bandaríski listamaðurinn BrianScottCampbell opnar einkasýningu sína, LikeAShip, í sýningarýmiHarbinger á Freyjugötu 1 á laugardaginn klukkan 16.00.
Brian sýnir tíu ný málverk á sýningunni. Verkin vann hann í sumar á Íslandi. Þau eru að mestu í gráum tónum og sýna landslag að einhverju tagi.
BrianScottCampbell er fæddur 1983 í Bandaríkjunum. Brian hefur sýnt víða um heim og fjallað hefur verið um verk hans í WhitehotMagazine, i–DMagazine og Vice svo nokkur dæmi séu tekin.
Hugurinn er öflugasta „líffæri“ mannsins og sannarlega margt til í því að hann haldi ávallt mest aftur af okkur þegar kemur að því að láta draumana rætast.
Ásdís Ósk Valsdóttir fékk hugljómun undir fyrirlestri Davids Goggins árið 2017. Hann hafði spurt sig hvort ævisaga hans yrði áhugaverð og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Þess vegna hóf hann að endurskrifa hana. Og Ásdís Ósk ákvað að gera það sama. Hún var orðin þreytt og leið á að vera alltaf pirruð og reið, svekkt út í sjálfa sig og lífið. Í hennar tilviki gerði aukin hreyfing og sjálfsvinna hjá sálfræðingi kraftaverk. Hún gat leyft fortíðinni að vera liðinni og notið augnabliksins. Þetta er iðulega hægara sagt en gert vegna þess að mörg okkar eiga stórra harma að hefna.
Í sumum tilfellum hafa aðrar manneskjur gert svo gróflega á hlut okkar að það lamar sálina og engin von er um réttlæti. Ásdís Ósk hafði til dæmis þurft að ganga í gegnum þrjú fósturlát. Tvö þeirra hefði mátt forðast ef læknirinn hennar hefði gert viðeigandi rannsóknir. Í hroka sínum og ofdrambi kvaðst hann ekki gera rannsóknir á konum fyrr en eftir að þær hefðu gengið þrisvar í gegnum þessa sársaukafullu reynslu. Hann hafði síðan ekki meiri þekkingu en svo að hann skildi ekki hvað var að þótt rannsóknir lægju fyrir. Þetta er auðvitað ekki eina dæmið um að læknar telji sig yfir skjólstæðinga sína hafna og því miður eru afleiðingarnar oftast þær að þeir skaðast.
„Ef við erum ekki sátt við aðstæður okkar er svo auðvelt að hverfa í huganum aftur til betri og hamingjuríkari tíma.“
Ásdís Ósk var einnig föst í ákveðinni fortíðarþrá, líkt og við öll einhvern tíma. Ef við erum ekki sátt við aðstæður okkar er svo auðvelt að hverfa í huganum aftur til betri og hamingjuríkari tíma, velta fyrir okkur hvað hafi orðið um manneskjuna sem við vorum þá og hvenær gleðineistinn slokknaði. Enginn hefur hins vegar gott af því að festast þarna og komast ekki upp úr hjólfarinu. Stundum þarf góðan vin eða skynsaman fyrirlesara til að ýta við manni. Þótt vissulega sé það svo að ótalmargt geti hamlað og komið í veg fyrir að manneskjur geti látið drauma sína rætast eru þeir samt sveigjanlegir.
Allir geta eitthvað og enginn getur allt. Með því að temja hugann og opna fyrir nýjum áhrifum er aldrei að vita nema maður geti öðlast þann lífskraft og hamingju sem geislar af Ásdísi Ósk. Til allrar lukku er lífið ekki búið eftir fertugt og fimmtugur er fljúgandi fær og svo einstaklega víðsýnn af sjónarhóli sextugra.
Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Votlendissjóð. Vala segir frá þessu í langri færslu á Facebook og líkir þar ástandi jarðarinnar við veikindi ástvins.
„Ef við eigum ástvin sem er lífshættulega veikur, þá viljum við vita hvernig veikindin haga sér, hvers eðlis þau eru og hvað er hægt að gera. Við upplifum hræðslu og vanmáttartilfinningu en svo hysjum við upp um okkur og gerum það sem gera þarf, sama hversu svart útlitið er. Jafnvel í allra verstu tilvikum sem engin ein manneskja getur leyst gerum við það pínulitla sem við þó getum til að lengja lífið eða gera það skörinni betra. Vegna þess að við veljum að halda í vonina. Við missum vonina, reiðumst, óttumst, jafnvel panikkum en þegar tilfinningarússíbaninn klárast þá tökum við vonina aftur upp þar sem við skildum hana eftir og höldum áfram, alveg þar til yfir lýkur.
Ég held að umræðan um hlýnun jarðar gæti verið miklu gagnlegri ef við hugsum okkur sem aðstandendur jarðarinnar og jörðin er veik,“ skrifar hún meðal annars og minnir á að það sé ekki gagnlegt að kenna öðrum um ástandið, skammast sín fyrir ástandið eða fara í afneitun.
Vala segir að það sé til einföld, ódýr, fjótvirk leið til að bæta ástandið og draga úr kolefnislosun á Íslandi, sú leið snýst um að fulla upp í skurði.
„Það má hugsa þessa skurði eins og blæðandi sár. Frá þessum skurðum sem spanna ótrúlegt flatarmál gubbast út kolefni í magni sem er margfalt á við kolefnislosun alls bílaflota Íslands.“
Vala hvetur fólk til að kynna sér málið. „Horfumst í augu við þetta, gerum það sem við getum, hversu stórt eða smátt, peppum hvort annað, munum að velja gleðina og vonina og höldum í hvoru tveggja svo lengi sem við lifum.“
Borgaryfirvöld í spænsku borginni Barcelona hafa sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að konum sé frjálst að vera berbrjósta í sundlaugum borgarinnar ef þær kjósi svo.
Tilkynningin kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna MugronsLliures fyrr á árinu um að ósamræmi væri reglum sundlauga þegar að þessu kemur.
MugronsLliures er hópur berst gegn kynjamismun í hvaða formi sem hún tekur. Í kjölfar kvörtun samtakanna hófu borgaryfirvöld rannsókn á málinu. Í lok júní birtu yfirvöld svo skýrslu vegna málsins. Í henni kom fram að allnokkur fjöld almennningslauga mismunuðu á grundvelli kyns með reglum sínum.
Jafnréttisstjórn borgarinnar ákvað í kjölfar niðurstöðunnar að árétta við stjórnendur allra laugar borgarinnar að virða í reglum sínum jafnan rétt kynja og heimila konum að njóta lauganna berbrjósta.
Í samtali við CNNsegir talsmaður borgaryfirvalda að engar miðlægar reglur séu hjá borgaryfirvöldum um umgengnisreglur sundlauga borgarinnar. Þær séu á valdi stjórnenda lauganna en að óheimilt sé að viðhafa reglur sem mismuni kynjum. Þá kom fram í máli talsmannsins að það séu ekki ný tíðindi fyrir borgaryfirvöld að konur nýti laugar borgarinnar berbrjósta. Slíkt sé eðlilegt í flestum laugum og hafi tíðkast lengi.
MugronsLliures hafa fagnað niðurstöðunni og segja Barcelona nú frjálsari en áður og ríkari af jafnrétti.
Nýjasta myndband Bjarkar Guðmundsdóttur er við lagið Losss.
Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Losss sem er af plötunni Utopia sem kom út í nóvember árið 2017.
Það er listamaðurinn Tobias Gremmler sem vann myndbandið með Björk.
Með myndbandinu deilir Björk þá dagsetningum og staðsetningum og minnir á sviðslistasýninguna Cornucopia sem verður haldin áfram í ágúst og nóvember. Sýningin var frumflutt í tónlistarhúsinu The Shed í New York í maí og hefur fengið góða dóma.
08-17 Mexico City, Mexico – Parque Bicentenario 08-20 Mexico City, Mexico – Parque Bicentenario 08-23 Mexico City, Mexico – Parque Bicentenario 08-27 Mexico City, Mexico – Parque Bicentenario 11-13 Brussels, Belgium – Forest National 11-16 Esch-sur-Alzette, Luxembourg – Rockhal 11-19 London, England – O2 Arena 11-25 Glasgow, Scotland – SSE Hydro 11-28 Dublin, Ireland – 3Arena
Blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um skaðlegan nútímalífsstíl og vanmetna göngutúra í pistil sem birtist í Fréttablaðinu í morgun.
Kolbrún er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum og skrifar hispurslaust um offitu, símafíkn, þunglyndi og ofát nútímamannsins. Hún segir nútímamanninn kalla yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegum lífsstíl.
„Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun!,“ skrifar Kolbrún meðan annars.
„…því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun!“
Hún heldur áfram og segir nútímamanninn vera latan að hreyfa sig og nota bílinn við hvert tækifæri. Eins getur hann ekki lagt símann frá sér og þarf lyf til að sofa. „Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund.“
Í pistlinum minnir Kolbrún á ágætir göngutúra sem hún segir vanmetna. „Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum.“
Hinsegin dagar hefjast í dag. Hefð hefur skapast undanfarin ár að opna hátíðina með því að mála regnboga í Reykjavík. Árið 2015 var regnbogi málaður á Skólavörðustíg og allt síðan hefur hátíðin opnað með regnbogamálun. Í ár verður götumálunin á Klapparstíg frá Laugavegi upp að Grettisgötu.
Regnboginn verður málaður á Klapparstíg klukkan tólf í dag. Götumálunin er unnin í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu í miðborg Reykjavíkur. Sjálfboðaliðar sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta með eigin pensla.
Sjálf opnunarhátíðin fer fram í Háskólabíói klukkan 21.00 í kvöld. Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli í ár. Á vef Hinsegin daga segir að opnunarhátíðin sé hið eina sanna „ættarmót“ hinsegin fólks. „Hér kemur fjölskyldan saman og á þessum merku tímamótum verður litið um öxl og þess minnst sem á daga okkar hefur drifið frá því að fyrsta hinsegin hátíðin var haldin á Ingólfstorgi 26. júní árið 1999. Við skyggnumst í fjölskyldualbúmið og að venju mun hópur framúrskarandi listafólks stíga á stokk og færa okkur söng, dans og gleði í hæsta gæðaflokki,“ segir í tilkynningu Hinsegin daga.
Hátíðarhöld Hinsegin daga standa yfir í viku frá 8.- 17. ágúst. Tugir viðburða verða á næstu dögum. Meðal viðburða eru fræðslugöngur og fyrirlestrar, viðburðir tengdir listum og menningu auk skemmtanahalds og tónleika.
Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, fer fram laugardaginn 17. ágúst klukkan 14.00. „Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví– og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni,“ segir í tilkynningu Hinsegin daga um viðburðinn.
Söng- og leikkonan Silja Rós frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband við lagið sitt Who am I sem er af fyrstu plötu söngkonunnar sem kom út árið 2017.
Síðastliðið ár hefur verið ansi viðburðarríkt hjá Silju en hún hefur starfað sem söng- og leikkona í Hollywood.
„Margir hafa spurt mig hvort ég sé meiri leikkona eða söngkona en ég hef aldrei getað valið á milli og mér finnst ég ekki þurfa þess. Báðar starfsgreinarnar haldast mjög vel í hendur. Mér finnst ég hafa meiri stjórn þegar kemur að tónlistinni þar sem ég er óháðari öðru fólki. Ég sem alla mína tónlist og texta sjálf og hef svo ráðið upptökustjóra til að hjálpa til við það ferli.
„Báðar starfsgreinarnar haldast mjög vel í hendur.“
Leiklistarverkefnin koma meira í bylgjum og ég var í rauninni bara mjög heppin að hafa fengið nóg af verkefnum meðan ég bjó í Hollywood. En það komu alltaf einhverjar vikur inn á milli þar sem var rólegt og þá gat ég einbeitt mér að því að semja tónlist. Maður getur alveg gert bæði, maður þarf bara að skipuleggja sig vel,” segir Silja Rós en síðastliðið ár tók hún meðal annars þátt í tveimur söngleikjum, lék í stuttmyndum og tók þátt í uppsetningu af Macbeth.
Silja Rós vinnur nú hörðum höndum að nýrri plötu. „Við erum byrjuð að taka upp plötuna, en hún verður töluvert ólík fyrri plötunni minni. Ég vil aldrei standa í stað, mér finnst gaman að prófa ólíkar stefnur og þróa mig sem listamann. Ég er ótrúlega spennt að gefa út nýja efnið en fyrstu lögin á plötunni verða þó ekki væntanleg fyrr en seinna á árinu. Þangað til mun ég þó gefa út efni sem ég vann úti í LA sem er ennþá í sama stíl og fyrri platan mín. Það má segja að ég sé að ljúka þeim kafla og fara yfir í næsta.“
„…mér finnst gaman að prófa ólíkar stefnur og þróa mig sem listamann.“
Myndbandið við lagið Who am I hefur verið í vinnslu í töluverðan tíma en tökur hófust árið 2017 og kláruðust nú í ár. Silja segir að það flækti örlítið hlutina að vera búsett í LA en að lokum tóks þetta.
Kvikmyndakonan Katla Líndal sá um gerð myndbandsins. En Katla lærði kvikmyndagerð í Bond University ásamt því að vera kvikmyndafræðingur. „Þetta er annað myndbandið sem Katla gerir fyrir mig og það þriðja er á leiðinni. Við erum einmitt með tónleika og frumsýningu á tónlistarmyndbandinu við nýjasta lagið mitt All I Can See næsta föstudag 9. ágúst kl 20:30 á Loft Hostel,” segir Silja Rós að lokum.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna Silence.
Tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson var að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið Stories To Tell ásamt myndbandi við lagið.
Lagið er tekið af væntanlegri sólóplötu Krumma sem er enn í vinnslu en lítur dagsins ljós á næstunni.
Að sögn Krumma fjallar lagið um að trúa á eigin getu og reyna að upplifa innri ró í lífsins ólgusjó.
Eins og flest allir vita var Krummi í goðsagnakenndu rokkhljómsveitinni Mínus en nýja lagið er talsvert rólegra en tónlist Mínus.
Rödd Krumma er hreint út sagt frábær og lagið grípandi. „Lagið fjallar einnig um að að þiggja og hafna án eftirsjár. Vatn er líf og lífið er lyf. Hvort það sé gott eða slæmt lyf er undir okkur komið,” segir Krummi.
Það var Frosti Jón Runólfsson sem leikstýrði, tók upp og klippri myndbandið. Eftirvinnsla var í höndunum á Jóni Má.
Plágan, þriðji hluti heimildamyndarinnar Svona Fólk, verður frumsýndur á Hinsegin dögum.
Eftir að hafa safnað heimildum í um 26 ár frumsýndi kvikmyndagerðakonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir loksins fyrsta hluta kvikmyndarinnar Svona fólk í nóvember. Svona fólk fjallar um líf og reynslu homma og lesbía á Íslandi og spannar frásögnin fjóra áratugi.
Þriðji þáttur kvikmyndarinnar, Plágan, verður frumsýndur á Hinsegin dögum, sunnudaginn 11. ágúst klukkan 20.00 í Bíó Paradís.
Plágan fjallar um alnæmi og áhrif þess á samfélag samkynhneigðra. Árið 1983 fór að bera á áður óþekktum sjúkdómi – AIDS og virtist leggjast helst á homma. Ein afleiðing þess var að samkynhneigðir urðu að takast á við holskeflu fordóma sem þó voru miklir fyrir. Aukinn sýnileiki homma í baráttunni við alnæmi varð þess valdandi að löggjafavaldið varð að taka mark á veruleika samkynhneigðra og hópurinn varð sýnilegri sem aldrei fyrr. Alnæmi skipti því sköpum í baráttunni fyrir jafnrétti og almennum lýðréttindum. Svona fólk – Plágan er áhrifamikil heimild um þær hörmungar sem dundu á samfélagi samkynhneigðra á árum alnæmis, baráttu þeirra og þolgæði.
Spurð úr í hvernig gekk að fá fólk til að tjá sig um þetta erfiða málefni fyrir framan myndavél segir Hrafnhildur: „Það gekk vel. Ég var að tala við vini mína um erfið mál en það ríkti gagnkvæmt traust.“
Að sýningu lokinni í Bíó Paradís verða pallborðsumræður um efni þáttarins. Viðar Eggertsson leikstjóri og útvarpsmaður stjórnar umræðum og þátttakendur í pallborðinu eru: Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland, Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og klínískur kynfræðingur, Sigurður Guðmundsson fyrrum landlæknir, og Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og fyrrum formaður Samtakanna ’78 og Hinsegin daga í Reykjavík.
„Þetta er hópur fólks sem kom að alnæmismálum á þessum erfiðu árum. Alnæmi hefur ekki verið gert upp í íslensku samfélagi og það er von mín að þátturinn verði upphafið á því uppgjöri,“ segir Hrafnhildur.
Svona fólk verður sent út á RÚV í lok september.
Svona fólk skiptist í fimm þætti: 1970–1978 – Þögnin 1978–1983 – Úr felum 1983–1995 – Plágan 1990–1999 – Annars flokks 1999–2016 – Jafnrétti náð?
Hinsegin dagar, sem hófust í vikunni, eru fyrir löngu búnir að festa sig í sessi sem ein fjölsóttustu hátíðarhöld á landinu. Það að um það bil einn þriðji hluti Íslendinga skuli taka þátt í Gleðigöngunni ár hvert er út af fyrir sig grámagnað og sýnir vel hvað staðan hefur breyst á þeim 20 árum frá því hátíðin var fyrst haldin undir yfirskriftinni Hinsegin helgi á Ingólfstorgi og um 1.200 manns mættu til að fylgjast með. Sá fjöldi sem nú tekur þátt sýnir einfaldlega þá breytingu sem hefur orðið á afstöðu þjóðarinnar til réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi.
Í dag er ótrúlegt að hugsa til þess að einhvern tíma skuli hafa gilt lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða. Fjarstæðukennt að fólk hafi átt hættu á að missa vinnuna eða leiguhúsnæði við það að koma út úr skápnum. Að viðkomandi hafi getað átt von á að vera hafnað af fjölskyldunni. Og það hér á Íslandi. Að einungis séu níu ár síðan ein hjúskaparlög fyrir alla tóku gildi. Og ekki sé lengra síðan en í júní á þessu ári að samþykkt var frumvarp um kynrænt sjálfræði sem gerir fólki kleift að skilgreina kyn sitt sjálft. Nokkuð sem er mikil réttarbót fyrir trans og kynsegin fólk.
Já það má segja að það séu viss forréttindi að búa í því samfélagi sem Ísland er orðið í dag og alls ekki sjálfsagt. Reglulega berast skelfilegar fréttir frá löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin. Sums staðar úti í heimi er til dæmis lagt blátt bann við hátíðarhöldum eins og Gleðigöngunni. Annars staðar hefur orðið bakslag í baráttunni og yfirvöld ríkja, sem eiga að heita þróuð, hafa afnumið réttindi sem barist hafði verið ötullega fyrir. Enn annars staðar sætir hinsegin fólk ofsóknum og grófu ofbeldi og er jafnvel tekið af lífi með samþykki stjórnvalda.
„Viðhorf meirihluta Íslendinga til hinsegin fólks hefur vissulega tekið miklum breytingum á síðustu árum og áratugum, en þótt stórir áfangar hafi náðst er ekki þar með sagt að vinnunni sé lokið. Að fullnaðarsigri sé náð.“
Viðhorf meirihluta Íslendinga til hinsegin fólks hefur vissulega tekið miklum breytingum á síðustu árum og áratugum, en þótt stórir áfangar hafi náðst er ekki þar með sagt að vinnunni sé lokið. Að fullnaðarsigri sé náð. Enn eimir eftir af fordómum í þjóðfélaginu. Enn eru fyrir hendi þau viðhorf að það sé bara í fínasta lagi að gera lítið úr hinsegin fólki og níða það niður og engin ástæða sé til að æsa sig yfir því. Enn eru til staðar öfl sem ýta undir andúð á því og reyna að standa í vegi fyrir baráttu þess. Og slíkum öflum hefur vaxið ásmegin. Sjáum bara Miðflokkinn. Hann mælist nú með 13,4 prósenta fylgi og er þar með orðinn þriðji stærsti flokkur landsins.
Í ljósi þess má kannski segja að sjaldan hafi verið eins góð ástæða og einmitt nú til að halda Hinsegin daga hátíðlega. Eitt skýrasta dæmi um árangurinn sem náðst hefur í mannréttindabaráttu á Íslandi. Í raun hátíð allrar þjóðarinnar, ekki síður en baráttufólks fyrir bættum réttindum hinsegin fólks og samherjum þeirra. Já það er full ástæða til að fagna á næstu dögum. Fagna auknu viðsýni og frjálslyndi. Og muna hversu mikilvægt er að standa vörð um slík gildi. Þau eru langt frá því að vera sjálfgefin.
Birgitta Jónsdóttir segir það vissulega hafa verið áfall að hlusta á fyrrverandi samstarfsfólk úthúða sér á opinberum fundi en hún hafi tekist á við erfiðari hluti í lífinu og hafi ekki áhuga á að munnhöggvast opinberlega. Pólitík sé brútal vinnuumhverfi og þeir sem ekki geti tekið því endist ekki lengi.
„Þegar ég hætti á þingi var ég algjörlega útbrunnin, ég gaf allt sem ég átti og miklu meira en það þannig að ég bara hrundi,“ svarar Birgitta aðspurð hvað hún hafi verið að gera síðan hún hætti sem þingmaður Pírata haustið 2017.
„Það tók mig langan tíma að finna aftur eitthvað sem mér fannst spennandi. Mér hafa aldrei fundist hefðbundin flokksstjórnmál spennandi fyrirbæri, bara alls ekki. Núna undanfarið hefur hellst yfir mig rosalega sterk þörf fyrir að skrifa drápuljóð á íslensku, ég er alveg andsetin af því sem er það besta sem ég veit. Þegar þetta kemur yfir mig skrifa ég bara og skrifa og get ekki hætt. Þar fyrir utan hef ég verið að vinna í alls konar verkefnum sem er dálítið erfitt að útskýra. Ég hef verið að vinna með upplýsingaaktífistum, fólki sem er að búa til ný kerfi fyrir blaðamenn sem eru í rannsóknarblaðamennsku og svo hef ég fengið að njóta mín dálítið sem rithöfundur erlendis. Mér hefur alltaf gengið það illa hérna heima að passa inn sem rithöfundur þannig að ég fengi tækifæri til þess að koma fram. Ég er nefnilega ágætur „performer“ og finnst það mjög gaman.“
Það er ekki bara sem rithöfundur sem Birgittu hefur ekki fundist hún passa inn, hún segist alltaf hafa verið á jaðrinum.
„Ég hef aldrei passað inn í neitt, hvorki fyrir né eftir minn þingskáldaferil,“ segir hún og hlær. „Ég er reyndar nýlega komin með mjög spennandi vinnu sem ég get ekki alveg sagt frá strax, við eigum eftir að senda út fréttatilkynningu, en ég var fengin til að vinna fyrir Internet Arhives í samstarfi við stærstu réttindasamtök fyrir stafrænum mannréttindum í heiminum. Aðalstarfssvið mitt verður að kynna fyrir fólki hvað Internet Archives er, það eru svo margir sem vita ekki hvað það er. Ég hlakka mikið til að taka þátt í því.“
Heiftin kom á óvart
Birgitta segir að hún sé að rísa upp úr kulnuninni, en hún verði þó að viðurkenna það að uppákoman á fundi Pírata fyrir skemmstu þar sem þingmenn flokksins tóku hana fyrir í opinberum ræðum hafi verið bakslag í batanum.
„Það var ákveðið áfall,“ viðurkennir hún. „Það hefði verið í lagi ef þetta hefði bara verið þessi fundur, en þetta virðist ekkert ætla að hætta. Ég hef verið að vanda mig rosalega mikið að fara ekki í manneskjurnar sem sögðu þetta, mér finnst bara asnalegt að vera í opinberum rifrildum við fyrrverandi samstarfsfólk.
Auðvitað gæti ég sagt alls konar hluti en ég bara sé ekki tilganginn með því. Ef fólk á eitthvað ósagt við mig þá er síminn minn alltaf opinn og ég er mjög aðgengileg manneskja. Ég hef sagt við allan þann fjölda af fólki sem hefur sett sig í samband við mig eftir þetta að þetta sé nú bara eins og kattarklór. Ég hef farið í gegnum svo erfiða hluti í lífinu að ég hef mun stærri verkefni að vinna úr heldur en þetta. Það er hins vegar ágætt að fólk átti sig á því að þó svo að ég hafi farið inn í stjórnmál þá er ég ekki stjórnmálamanneskja og hef aldrei verið. Ég upplifði mig aldrei sem valdamanneskju og ber mjög litla virðingu fyrir valdi af öllu tagi og mér fannst það mjög óþægilegt á meðan ég var að vinna inni á þingi að upplifa alla þessa yfirfærslu á valdi á mig án þess að ég vissi það.
Mig hefur aldrei dreymt um að vera einhver leiðtogi eða ráðherra eða eitthvað slíkt, það bara er ekki í mér. Ég uppgötvaði það þegar ég fór í gegnum mína fyrstu erfiðu reynslu að ég hafði þann valkost að láta erfiðleikana brjóta mig niður eða reyna að skilja hvað ég gæti lært af þessu til þess að verða betri manneskja. Ég tekst eins á við þetta mál; reyni að skilja hvað ég gerði til þess að eiga þetta skilið.“
Spurð hvort henni finnist hún hafa átt eitthvað af því sem sagt var skilið verður Birgitta hugsi.
„Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög margt af því sem þarna kom fram virka þannig að ég veit ekki hvað fólk er að tala um. Það kom mér rosalega á óvart að upplifa þessa heift frá fyrrum starfsfélaga mínum vegna þess að við áttum mjög fína tíma hjá vinnustaðasálfræðingnum á sínum tíma og ég vissi ekki að viðkomandi væri með svona rosalega mikla reiði gagnvart mér. Ég vildi óska þess að viðkomandi hefði bara hringt í mig og beðið mig að hitta sig og við hefðum talað saman um þetta.
Það er það sem mér finnst erfitt, ég skil ekki alveg hvað það er sem ég gerði þessu fólki. Eina skýringin sem ég fékk var að ég hefði mikinn sannfæringarkraft og einn þingmaðurinn kvartaði yfir því að ég notaði hann á þingmennina líka. Ég bað viðkomandi bara að láta mig vita ef ég væri að því, en mér fannst óþægilegt að heyra þetta og mér fannst svo margt sem var verið að vísa í á þessum fundi vera hlutir sem við vorum búin að ræða saman um og ég hélt að væru leystir. Þegar maður er verkstjóri þarf maður auðvitað stundum að segja fólki að standa sig, þannig að ég veit ekki alveg um hvað þetta snýst hjá þeim. En ég ber engan kala til þessa fólks eða heift eða neitt í þá áttina, ég melti þetta og hélt bara mína leið og vissi ekki annað en þessu væri lokið.“
„Ber litla virðingu fyrir fólki sem hótar mér“
Eftir uppþotið á fundinum margumtalaða hefur Birgitta líka fengið mikinn stuðning frá samstarfsfólki og óviðkomandi aðilum og hún segist óendanlega þakklát fyrir það.
„Það hefur verið alveg ótrúlegt,“ segir hún. „Mér þykir vænt um að hafa fengið stuðning frá og heyrt í fólki sem ég hef unnið með miklu lengur en þessu fólki sem þarna er um að ræða. Það streyma til mín fallegar hugsanir og hlýjar kveðjur og ég finn að fólki er dálítið misboðið vegna þess að þetta virðist ekki ætla að taka neinn enda. Ég hef ítrekað sagt við blaðamenn að ég vilji ekki tala um þetta, ég hef engan áhuga á að fara á þetta plan. Auðvitað hafa allir eitthvert álit á framkomu fólks en þegar maður er í pólitík þá er það ofboðslega brútal vinnuumhverfi og maður verður að vera mjög sterkur til þess að geta náð árangri þar, sérstaklega þar sem ég og nánast allir sem ég var með á þingi voru nýliðar.
„Ég ber sérstaklega litla virðingu fyrir fólki sem hótar mér og það var mjög skrýtið að þurfa að vera í samstarfi við fólk sem maður myndi aldrei tala við annars.“
Maður þarf að læra þetta allt saman jafnóðum og það sem mér finnst bagalegast við það hvernig þingið er orðið núna er hve ofboðslega hröð endurnýjun er þar. Þeir sem eru búnir að vera þar lengst kunna á kerfið þannig að það er afskaplega auðvelt að afvegaleiða nýja fólkið svo að það nær ekki að sinna því sem það brennur fyrir og var kosið til að koma í framkvæmd. Þegar það eru svo komnir átta flokkar inn á þing þá er þetta orðið svo brotakennt að það myndast ekki einu sinni sterk stjórnarandstaða sem nær saman um mál. Það eru engir sammála um neitt og allir fullir af óþoli gagnvart öðrum. Ég lenti sjálf í því á mínu fyrsta kjörtímabili að vera í stjórnarandstöðu með Bjarna Ben og Sigmundi Davíð sem var auðvitað fáránlegt. Ég man að við í Borgarahreyfingunni móðguðum Sjálfstæðisflokkinn rosalega mikið og ég fékk hótanir um að þetta yrði mér dýrt, þegar við ákváðum að fara í nefndarsamstarf við meirihlutann. Ég ber sérstaklega litla virðingu fyrir fólki sem hótar mér og það var mjög skrýtið að þurfa að vera í samstarfi við fólk sem maður myndi aldrei tala við annars. Ég hef reyndar komist að því og finnst það ógeðslega fyndið að bók sem ég þýddi einu sinni og heitir Lífsreglurnar fjórar er bók sem mínir pólitísku andstæðingar vitna mikið í og flestir þeirra virðast ekki vita að ég þýddi hana. Ég held reyndar að þeir þurfi að lesa hana aftur af meiri kostgæfni. Ein reglan er til dæmis sú að vera flekklaus í orðum og gæta að sannleikanum. Það er ekki í miklum heiðri haft.“
Var eitt af þessum skrýtnu börnum
Spurð hvað hafi valdið því að hún fór út í pólitík, hvað hafi heillað hana við þann vettvang er Birgitta eldsnögg til svars: „Ekki neitt!“ segir hún og útskýrir að það hafi verið fyrir algjöra tilviljun að hún endaði inni á þingi. Hún hafi verið að vinna fyrir Borgarahreyfingu þegar hún var stofnuð eftir hrunið og komið upp sú staða að það vantaði fleiri konur til að leiða lista. Hún hafi látið tilleiðast að taka það að sér og síðan bara „vaknað inni á þingi einn morguninn,“ eins og hún orðar það. Hún hafi hins vegar verið mjög ung þegar hún ákvað að verða skáld sem hafi verið fyrir áhrif frá móður hennar Bergþóru Árnadóttur sem var iðin við að semja lög við ljóð stórskáldanna.
„Ég fékk þannig æðisleg ljóð með móðurmjólkinni,“ útskýrir hún. „Ég var eitt af þessum skrýtnu börnum sem las alls kyns skrýtna hluti, þar á meðal mikið ljóð og fór snemma að skrifa sjálf. Það er fyndin saga, sem sýnir hvað mig dreymdi lítið um að verða stjórnmálamaður, hvernig fyrsta ljóðið sem ég fékk birt varð til. Þá vorum við í skólanum í vettvangsferð á Alþingi og ég hafði engan áhuga á því að fara þar inn, enda orðin bullandi pönkari á þeim tíma. Ég sat þess vegna úti í rútu og skrifaði fyrsta almennilega ljóðið mitt sem hét Svartar rósir og fjallaði um eftirmála kjarnorkustríðs. Svo fékk ég þetta ljóð birt í Helgarpóstinum og fékk mjög góð viðbrögð frá fólki þannig að ég hugsaði með mér að ég gæti kannski bara orðið skáld. Svo var ég svo heppin að forpokaðir fyrrverandi framkvæmdastjórar tóku mig sem dæmi um ömurlegt skáld í löngum greinum og dálkum og það eiginlega landaði mér bókasamningi hjá Almenna bókafélaginu á útgáfu fyrstu ljóðabókar minnar. Þá var ég tuttugu og eins árs og hugsaði með mér; vá ég er strax búin að ná markmiðinu mínu um að fá fyrstu ljóðabókina gefna út hjá stóru forlagi, hvað á ég nú að gera?
„Ég hef gert alveg ótrúlega mikið af mögnuðum hlutum og fengið að vinna með fólki sem ég ber mikla virðingu fyrir sem er alveg ómetanlegt.“
Og þá fór ég að gera eitthvað allt annað, fór að mála og gera tilraunir með alls konar hluti. Svo datt ég óvart inn á Internetið 1995 og kolféll um leið fyrir því. Ég byrjaði strax að vefa og bjó til minn eigin vef. Ég tók svo þátt í verkefni 1996 um fyrstu beinu myndútsendinguna frá Íslandi og skipulagði ásamt öðrum fyrstu marmiðlunarhátíð á Íslandi með ljóðið í forgrunni. Á þeim tíma var auðvitað miklu minna úrval af efni á Internetinu og allt í einu fór vefurinn að fá alls konar verðlaun, var meðal annars valinn „cool site of the day“ og við fengum svo mikla traffík inn á vefinn að við þurftum að dreifa efninu á nokkra servera. Þessu fylgdi að ég komst á radarinn hjá ótrúlega áhugaverðu fólki sem var að vinna við tæknisamfélag og list og fékk fullt af tækifærum, en ég hef ekki mikla þörf fyrir að vera alltaf að segja öllum frá því sem ég er að gera þannig að þetta vita fáir. Ég hef gert alveg ótrúlega mikið af mögnuðum hlutum og fengið að vinna með fólki sem ég ber mikla virðingu fyrir sem er alveg ómetanlegt. Hér heima finnst mér ég alltaf vera svona litli ljóti andarunginn, sem er allt í lagi, en það þýðir að flest mín verkefni hafa verið og verða erlendis, þótt ég geti unnið þau héðan. Mér finnst vera mjög lítill farvegur fyrir mína þekkingu og reynslu hérna heima, hvað þá skilningur á því hvaða tengsl ég hef náð að búa til erlendis sem mig langaði að færa þjóðinni minni. En þegar maður kemur að landi og sér að það er enginn til að taka við aflanum þá verður maður að fara með hann eitthvert annað. Þess vegna er ég núna komin með annan fótinn úr landi sem er allt í fína lagi. Eins og sagt er; það er enginn spámaður í sínu heimalandi, þannig að það er ekkert áfall.“
Samband fólks við vald óheilbrigt
En er Birgitta þá alveg hætt í pólitíkinni eða hefur hún í hyggju að setja saman nýja hreyfingu og hasla sér völl á þeim vettvangi aftur?
„Nei, ekki stjórnmálahreyfingu, alls ekki,“ segir hún ákveðin. „Og ástæðan fyrir því að ég get sagt alveg hart nei við þeirri spurningu er að í fyrsta lagi er það mjög slæmt fyrir hvaða hreyfingu sem er sem vill vinna að breytingum á samfélaginu að hafa það sem aðalmarkmið að ná fólki í valdastöður, það er mjög óhollt og vont vegna þess að samband fólks við vald er mjög óheilbrigt. Mesta óhamingja Pírata var þegar við fórum að skora svona hátt í skoðanakönnunum. Þá fór fólk allt í einu að hafa rosalegar áhyggjur af því að einhver segði eða gerði eitthvað sem gæti hugsanlega fælt mögulega tilvonandi kjósendur frá. Það er ekki hægt að keyra róttæka grasrótarhreyfingu á þeim hugsunarhætti, það verður að leyfa fólki að vera í þessari hvatvísu orku.
„Mesta óhamingja Pírata var þegar við fórum að skora svona hátt í skoðanakönnunum.“
Fyrir fólk eins og mig sem gengur út á að lesa í samfélagið, sem ég er ágæt í, er það mjög óþægilegt að mega ekki vera í því flæði. Þú veist ekki hvað ég eyddi miklum tíma í að reyna að útskýra fyrir fólki að ég hefði ekki tíma til að tala við hvern einasta útlenska fjölmiðil sem tók upp á því að kalla mig formann Pírata. Ég sagði alltaf við þá að við hefðum ekki formann, þetta væri flatur strúktúr, en þeir kölluðu mig samt alltaf formann. Það var bara ekkert hlustað á mig. Ef maður ætlar að byggja upp eitthvert byltingarafl verður markmiðið að vera það að valdefla almenning og ef fólk er ekki ánægt með hlutina eins og þeir eru þá eru nú þegar til ótrúlega góð verkfæri til að hafa áhrif. Og ef manni er alvara með að vilja breyta samfélaginu og skapa grasrótarlýðræði, verður maður að fara um landið og tala við almenning um hverju hann vilji breyta og hvetja hann til að nýta þessi verkfæri til breytinga, til dæmis Betra Ísland. Það hefur mig lengi dreymt um að gera og kannski læt ég verða af því einhvern tíma.“
En sérðu eftir þessum átta árum á þingi? Hefðirðu frekar viljað nýta þau í eitthvað annað?
„Alls ekki,“ segir Birgitta ákveðin. „Það sem mér þótti svo magnað og ég er óendanlega þakklát fyrir er það traust sem fólk sýndi mér. Ég hefði bara viljað geta gert miklu meira. Ég hefði viljað geta verið öflugri. Ég veit að ég sáði alls konar fræjum og það eru alls konar hlutir sem hafa lagast en mér finnst það bara ekki nóg því nú erum við aftur að fara inn í tíma sem verða erfiðir og við erum ekki með nein verkfæri til að takast á við þá. Umræðan verður alltaf svo svarthvít og fólk er annaðhvort með eða á móti öllum hlutum sem er fáránlegt. Við erum öll eitt risastórt blæbrigði og það er mjög óhollt að vera alltaf að þvinga aðra inn í eitthvað sem er ekki þeir í staðinn fyrir að fólk reyni að finna einhverjar sameiginlegar lausnir.“
„Nokkuð viss um að ég er með Asberger“
Að spyrja Birgittu um einkalíf hennar og nánasta fólk er eins og að ganga á vegg. Hún segist alltaf hafa passað vel upp á það að blanda ekki einkamálum sínum í opinbera umræðu.
„Ég er mikill varðhundur friðhelgi einkalífsins,“ segir hún hlæjandi. „En ég hef verið í flóknu sambandi við sjálfa mig alllengi og þegar maður fer í svona brjálæði eins og ég hef verið í er enginn tími fyrir eitthvert tilhugalíf, en ég á þrjú börn sem eru öll orðin meira en átján ára og tókst það sem fáum sem hafa verið áberandi í stjórnmálum hefur tekist að passa vel upp á þau og blanda þeim ekki inn í það drullusvað sem pólitíkin er. Það er eitt af því sem fólk gleymir þegar það segir ógeðslega ljóta hluti um aðra, oft án þess að hafa nokkurn tíma átt í samskiptum við viðkomandi, að þessir aðilar sem verið er að viðhafa svona stór orð um eiga sitt líf og sínar fjölskyldur. Það má vera með harða gagnrýni á verk stjórnmálamanna en þegar farið er að sjúkdómsgreina aðra opinberlega má fólk aðeins fara að hugsa sinn gang. Hafi fólk eitthvað út á mann að setja sem manneskju er lágmarkskrafa að það sé tilbúið að segja það við mann augliti til auglitis í einkasamtali. Ef fólk er ekki tilbúið til þess þá blokkera ég það, alveg án þess að hika. Fólk verður að geta staðið undir því sem það segir.“
Birgitta hefur unnið mikið í sjálfri sér og sínum vandamálum í gegnum árin og segir það gjörsamlega hafa bjargað sér.
„Ég var svo heppin að detta inn í prógramm fyrir aðstandendur alkóhólista og það hefur algjörlega bjargað mér,“ útskýrir hún. „Það er erfitt að búa í litla samfélaginu þar sem allir þekkja alla og allir hafa skoðanir á öllum og sú sjálfsvinna sem fylgir því að fara í gegnum 12 spora kerfið hefur hjálpað mér óendanlega mikið. Eftir að hafa gengið í gegnum Asberger-greiningu með yngsta son minn er ég nokkuð viss um að ég er með Asberger. Ég get ekki logið og trúi alltaf að annað fólk meini það sem það segir. Verð svo rosalega hissa þegar það stendur ekki við það. Margir hafa sagt að ég sé óskaplega naív, en ég er bara svona og hef ekki áhuga á því breyta því. Eitt af því sem er erfitt hér á Íslandi er hvað fólk sem er öðruvísi hefur litla möguleika á að blómstra og við sem þjóð þurfum að læra að vera umburðarlyndari gagnvart fjölbreytileikanum. Það eru nefnilega allir öðruvísi, ég hef aldrei hitt venjulega manneskju. Hún er bara mýta.“
Myndir / Hákon Davíð Björnsson Förðun / Hildur Emilsdóttir, förðunarfræðingur fyrir Urban Decay á Íslandi
Mannlíf er fríblað sem er borið út á höfuðborgarsvæðinu og einnig í eftirfarandi verslanir á landsbyggðinni:
Ákveðnar reglur gilda í samfélaginu sem almennt er farið eftir og eru þær nokkurs konar sáttmáli sem fólk tekur mið af í hegðun sinni og gjörðum. Í ætt við þennan sáttmála eru siðareglur sem fólk fer allajafna eftir í hinu daglega lífi. Þegar þessi samfélagssáttmáli er síðan rofinn geta ýmsar afleiðingar hlotist af en misjafnar skoðanir eru á því hverjar þær ættu að vera.
Siðareglur starfsstétta eru 20. alda fyrirbæri sem ruddi sér til rúms þegar samræma þurfti það hyggjuvit og skynsemi sem fólk allajafna ber. Fjölmargar starfsstéttir hafa komið sér upp siðareglum til að skýra hlutverk þeirra og setja almennar reglur sem fólk getur litið til ef vafi leikur á hvað rétt og rangt sé að gera.
Margir hafa þó efast um gildi siðareglna – sérstaklega í ljósi þess að erfitt hefur reynst að fá sátt um siðareglur og þá sérstaklega siðanefndir. Gríðarlega mikil umræða hefur sprottið upp í kjölfar nýlegra niðurstaðna forsætisnefndar þar sem hún féllst á álit siðanefndar í nokkrum umdeildum málum.
Þar sem siðareglur alþingismanna voru sérstaklega settar á laggirnar til að byggja upp traust alþingismanna er vert að kanna hver tilgangur þeirra sé – hvort raunhæft þyki að setja slíkar reglur ef almenningur og þingmennirnir sjálfir taka ekki mark á niðurstöðum nefnda sem telja að brot hafi átt sér stað. Og það sem meira er – hvernig verður hægt að taka mark á niðurstöðum siðanefndar og forsætisnefndar í framtíðinni?
Siðareglur eiga að bæta menningu innan hóps
Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, hefur skrifað bók og greinar um siðareglur til fjölda ára. Hann segir í samtali við Kjarnann að tilgangurinn með siðareglum sé margvíslegur. Að hans mati er þó mikilvægasti tilgangur skráðra siðareglna sá að bæta menningu innan hópsins sem setur sér reglunar. Það þýði að þessi hópur hagi samskiptum sínum og vinnubrögðum á betri hátt með tilliti til tilgangs hópsins.
Þá sé hægt að spyrja sig hvort „dýnamíkin“ innan hóps hjálpi honum að sinna hlutverki sínu vel og ef svo er ekki þá þurfi að bæta menninguna innan hans. Að setja siðareglur væri þá að aðferð til að gera hann betur færan til að sinna sínu hlutverki og gætu þær jafnframt miðlað uppsafnaðri þekkingu. Þá sé hægt að læra af mistökum, til að mynda er varða samskipti og freistnivanda.
Brooke Houts, sem heldur úti vinsælli Youtube-rás, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir myndband sem hún birti á dögunum. Þar sést hún slá og skyrpa á hundinn sinn. Brooke hefur nú beðist afsökunar á atvikinu og segist ekki vera dýraníðingur.
Samkvæmt BBC sýnir myndbandið Brooke skamma Doberman hundinn sinn Sphinx áður en hún löðrungar og skyrpir á hann. Í lokin á myndbandinu tuktar hún svo Sphinx harkalega til. Myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube-rásinni þar sem yfir 300 þúsund manns fylgja henni. Þá hefur Instagram-síðu Brooke verið lokað.
Margir hafa gagnrýnt hana fyrir atvikið en hún sendi frá sér afsökunarbeiðni á Twitter í gær. Þar segist hún meðal annars ætla á hundanámskeið með Sphinx til að bæta uppeldisaðferðir. „Ég er alltaf að reyna læra nýjar aðferðir til að geta þjálfað hann heima,” segir í afsökunarbeiðninni.
Fjöldi fólks hafa nú skilið eftir athugasemdir á Twitter færslunni. Þá hafa PETA-samtökin gagnrýnt hana opinberlega á Twitter þar sem þau biðla til Youtube að fjarlægja reikninginn hennar.
We have called on YouTube to remove Brooke Houts from the platform.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tómasi Má Sævarssyni, fæddum 93. Tómas er skolhærður, 1.74cm á hæð, klæddur í gráar joggingbuxur, gráa joggingpeysu sem er rennd að framan og í íþróttaskó.
Hafi einver upplýsingar um hvar Tómas sé niðurkominn þá má hafa samband í síma 444-1000 eða senda skilaboð í gegnum fébóksíðu lögreglunnar.
BrianScottCampbell sýnir tíu ný málverk í Harbinger.
Bandaríski listamaðurinn BrianScottCampbell opnar einkasýningu sína, LikeAShip, í sýningarýmiHarbinger á Freyjugötu 1 á laugardaginn klukkan 16.00.
Brian sýnir tíu ný málverk á sýningunni. Verkin vann hann í sumar á Íslandi. Þau eru að mestu í gráum tónum og sýna landslag að einhverju tagi.
BrianScottCampbell er fæddur 1983 í Bandaríkjunum. Brian hefur sýnt víða um heim og fjallað hefur verið um verk hans í WhitehotMagazine, i–DMagazine og Vice svo nokkur dæmi séu tekin.
Hugurinn er öflugasta „líffæri“ mannsins og sannarlega margt til í því að hann haldi ávallt mest aftur af okkur þegar kemur að því að láta draumana rætast.
Ásdís Ósk Valsdóttir fékk hugljómun undir fyrirlestri Davids Goggins árið 2017. Hann hafði spurt sig hvort ævisaga hans yrði áhugaverð og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Þess vegna hóf hann að endurskrifa hana. Og Ásdís Ósk ákvað að gera það sama. Hún var orðin þreytt og leið á að vera alltaf pirruð og reið, svekkt út í sjálfa sig og lífið. Í hennar tilviki gerði aukin hreyfing og sjálfsvinna hjá sálfræðingi kraftaverk. Hún gat leyft fortíðinni að vera liðinni og notið augnabliksins. Þetta er iðulega hægara sagt en gert vegna þess að mörg okkar eiga stórra harma að hefna.
Í sumum tilfellum hafa aðrar manneskjur gert svo gróflega á hlut okkar að það lamar sálina og engin von er um réttlæti. Ásdís Ósk hafði til dæmis þurft að ganga í gegnum þrjú fósturlát. Tvö þeirra hefði mátt forðast ef læknirinn hennar hefði gert viðeigandi rannsóknir. Í hroka sínum og ofdrambi kvaðst hann ekki gera rannsóknir á konum fyrr en eftir að þær hefðu gengið þrisvar í gegnum þessa sársaukafullu reynslu. Hann hafði síðan ekki meiri þekkingu en svo að hann skildi ekki hvað var að þótt rannsóknir lægju fyrir. Þetta er auðvitað ekki eina dæmið um að læknar telji sig yfir skjólstæðinga sína hafna og því miður eru afleiðingarnar oftast þær að þeir skaðast.
„Ef við erum ekki sátt við aðstæður okkar er svo auðvelt að hverfa í huganum aftur til betri og hamingjuríkari tíma.“
Ásdís Ósk var einnig föst í ákveðinni fortíðarþrá, líkt og við öll einhvern tíma. Ef við erum ekki sátt við aðstæður okkar er svo auðvelt að hverfa í huganum aftur til betri og hamingjuríkari tíma, velta fyrir okkur hvað hafi orðið um manneskjuna sem við vorum þá og hvenær gleðineistinn slokknaði. Enginn hefur hins vegar gott af því að festast þarna og komast ekki upp úr hjólfarinu. Stundum þarf góðan vin eða skynsaman fyrirlesara til að ýta við manni. Þótt vissulega sé það svo að ótalmargt geti hamlað og komið í veg fyrir að manneskjur geti látið drauma sína rætast eru þeir samt sveigjanlegir.
Allir geta eitthvað og enginn getur allt. Með því að temja hugann og opna fyrir nýjum áhrifum er aldrei að vita nema maður geti öðlast þann lífskraft og hamingju sem geislar af Ásdísi Ósk. Til allrar lukku er lífið ekki búið eftir fertugt og fimmtugur er fljúgandi fær og svo einstaklega víðsýnn af sjónarhóli sextugra.
Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Votlendissjóð. Vala segir frá þessu í langri færslu á Facebook og líkir þar ástandi jarðarinnar við veikindi ástvins.
„Ef við eigum ástvin sem er lífshættulega veikur, þá viljum við vita hvernig veikindin haga sér, hvers eðlis þau eru og hvað er hægt að gera. Við upplifum hræðslu og vanmáttartilfinningu en svo hysjum við upp um okkur og gerum það sem gera þarf, sama hversu svart útlitið er. Jafnvel í allra verstu tilvikum sem engin ein manneskja getur leyst gerum við það pínulitla sem við þó getum til að lengja lífið eða gera það skörinni betra. Vegna þess að við veljum að halda í vonina. Við missum vonina, reiðumst, óttumst, jafnvel panikkum en þegar tilfinningarússíbaninn klárast þá tökum við vonina aftur upp þar sem við skildum hana eftir og höldum áfram, alveg þar til yfir lýkur.
Ég held að umræðan um hlýnun jarðar gæti verið miklu gagnlegri ef við hugsum okkur sem aðstandendur jarðarinnar og jörðin er veik,“ skrifar hún meðal annars og minnir á að það sé ekki gagnlegt að kenna öðrum um ástandið, skammast sín fyrir ástandið eða fara í afneitun.
Vala segir að það sé til einföld, ódýr, fjótvirk leið til að bæta ástandið og draga úr kolefnislosun á Íslandi, sú leið snýst um að fulla upp í skurði.
„Það má hugsa þessa skurði eins og blæðandi sár. Frá þessum skurðum sem spanna ótrúlegt flatarmál gubbast út kolefni í magni sem er margfalt á við kolefnislosun alls bílaflota Íslands.“
Vala hvetur fólk til að kynna sér málið. „Horfumst í augu við þetta, gerum það sem við getum, hversu stórt eða smátt, peppum hvort annað, munum að velja gleðina og vonina og höldum í hvoru tveggja svo lengi sem við lifum.“
Borgaryfirvöld í spænsku borginni Barcelona hafa sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að konum sé frjálst að vera berbrjósta í sundlaugum borgarinnar ef þær kjósi svo.
Tilkynningin kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna MugronsLliures fyrr á árinu um að ósamræmi væri reglum sundlauga þegar að þessu kemur.
MugronsLliures er hópur berst gegn kynjamismun í hvaða formi sem hún tekur. Í kjölfar kvörtun samtakanna hófu borgaryfirvöld rannsókn á málinu. Í lok júní birtu yfirvöld svo skýrslu vegna málsins. Í henni kom fram að allnokkur fjöld almennningslauga mismunuðu á grundvelli kyns með reglum sínum.
Jafnréttisstjórn borgarinnar ákvað í kjölfar niðurstöðunnar að árétta við stjórnendur allra laugar borgarinnar að virða í reglum sínum jafnan rétt kynja og heimila konum að njóta lauganna berbrjósta.
Í samtali við CNNsegir talsmaður borgaryfirvalda að engar miðlægar reglur séu hjá borgaryfirvöldum um umgengnisreglur sundlauga borgarinnar. Þær séu á valdi stjórnenda lauganna en að óheimilt sé að viðhafa reglur sem mismuni kynjum. Þá kom fram í máli talsmannsins að það séu ekki ný tíðindi fyrir borgaryfirvöld að konur nýti laugar borgarinnar berbrjósta. Slíkt sé eðlilegt í flestum laugum og hafi tíðkast lengi.
MugronsLliures hafa fagnað niðurstöðunni og segja Barcelona nú frjálsari en áður og ríkari af jafnrétti.
Nýjasta myndband Bjarkar Guðmundsdóttur er við lagið Losss.
Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Losss sem er af plötunni Utopia sem kom út í nóvember árið 2017.
Það er listamaðurinn Tobias Gremmler sem vann myndbandið með Björk.
Með myndbandinu deilir Björk þá dagsetningum og staðsetningum og minnir á sviðslistasýninguna Cornucopia sem verður haldin áfram í ágúst og nóvember. Sýningin var frumflutt í tónlistarhúsinu The Shed í New York í maí og hefur fengið góða dóma.
08-17 Mexico City, Mexico – Parque Bicentenario 08-20 Mexico City, Mexico – Parque Bicentenario 08-23 Mexico City, Mexico – Parque Bicentenario 08-27 Mexico City, Mexico – Parque Bicentenario 11-13 Brussels, Belgium – Forest National 11-16 Esch-sur-Alzette, Luxembourg – Rockhal 11-19 London, England – O2 Arena 11-25 Glasgow, Scotland – SSE Hydro 11-28 Dublin, Ireland – 3Arena
Blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um skaðlegan nútímalífsstíl og vanmetna göngutúra í pistil sem birtist í Fréttablaðinu í morgun.
Kolbrún er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum og skrifar hispurslaust um offitu, símafíkn, þunglyndi og ofát nútímamannsins. Hún segir nútímamanninn kalla yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegum lífsstíl.
„Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun!,“ skrifar Kolbrún meðan annars.
„…því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun!“
Hún heldur áfram og segir nútímamanninn vera latan að hreyfa sig og nota bílinn við hvert tækifæri. Eins getur hann ekki lagt símann frá sér og þarf lyf til að sofa. „Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund.“
Í pistlinum minnir Kolbrún á ágætir göngutúra sem hún segir vanmetna. „Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum.“
Hinsegin dagar hefjast í dag. Hefð hefur skapast undanfarin ár að opna hátíðina með því að mála regnboga í Reykjavík. Árið 2015 var regnbogi málaður á Skólavörðustíg og allt síðan hefur hátíðin opnað með regnbogamálun. Í ár verður götumálunin á Klapparstíg frá Laugavegi upp að Grettisgötu.
Regnboginn verður málaður á Klapparstíg klukkan tólf í dag. Götumálunin er unnin í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu í miðborg Reykjavíkur. Sjálfboðaliðar sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta með eigin pensla.
Sjálf opnunarhátíðin fer fram í Háskólabíói klukkan 21.00 í kvöld. Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli í ár. Á vef Hinsegin daga segir að opnunarhátíðin sé hið eina sanna „ættarmót“ hinsegin fólks. „Hér kemur fjölskyldan saman og á þessum merku tímamótum verður litið um öxl og þess minnst sem á daga okkar hefur drifið frá því að fyrsta hinsegin hátíðin var haldin á Ingólfstorgi 26. júní árið 1999. Við skyggnumst í fjölskyldualbúmið og að venju mun hópur framúrskarandi listafólks stíga á stokk og færa okkur söng, dans og gleði í hæsta gæðaflokki,“ segir í tilkynningu Hinsegin daga.
Hátíðarhöld Hinsegin daga standa yfir í viku frá 8.- 17. ágúst. Tugir viðburða verða á næstu dögum. Meðal viðburða eru fræðslugöngur og fyrirlestrar, viðburðir tengdir listum og menningu auk skemmtanahalds og tónleika.
Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, fer fram laugardaginn 17. ágúst klukkan 14.00. „Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví– og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni,“ segir í tilkynningu Hinsegin daga um viðburðinn.
Söng- og leikkonan Silja Rós frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband við lagið sitt Who am I sem er af fyrstu plötu söngkonunnar sem kom út árið 2017.
Síðastliðið ár hefur verið ansi viðburðarríkt hjá Silju en hún hefur starfað sem söng- og leikkona í Hollywood.
„Margir hafa spurt mig hvort ég sé meiri leikkona eða söngkona en ég hef aldrei getað valið á milli og mér finnst ég ekki þurfa þess. Báðar starfsgreinarnar haldast mjög vel í hendur. Mér finnst ég hafa meiri stjórn þegar kemur að tónlistinni þar sem ég er óháðari öðru fólki. Ég sem alla mína tónlist og texta sjálf og hef svo ráðið upptökustjóra til að hjálpa til við það ferli.
„Báðar starfsgreinarnar haldast mjög vel í hendur.“
Leiklistarverkefnin koma meira í bylgjum og ég var í rauninni bara mjög heppin að hafa fengið nóg af verkefnum meðan ég bjó í Hollywood. En það komu alltaf einhverjar vikur inn á milli þar sem var rólegt og þá gat ég einbeitt mér að því að semja tónlist. Maður getur alveg gert bæði, maður þarf bara að skipuleggja sig vel,” segir Silja Rós en síðastliðið ár tók hún meðal annars þátt í tveimur söngleikjum, lék í stuttmyndum og tók þátt í uppsetningu af Macbeth.
Silja Rós vinnur nú hörðum höndum að nýrri plötu. „Við erum byrjuð að taka upp plötuna, en hún verður töluvert ólík fyrri plötunni minni. Ég vil aldrei standa í stað, mér finnst gaman að prófa ólíkar stefnur og þróa mig sem listamann. Ég er ótrúlega spennt að gefa út nýja efnið en fyrstu lögin á plötunni verða þó ekki væntanleg fyrr en seinna á árinu. Þangað til mun ég þó gefa út efni sem ég vann úti í LA sem er ennþá í sama stíl og fyrri platan mín. Það má segja að ég sé að ljúka þeim kafla og fara yfir í næsta.“
„…mér finnst gaman að prófa ólíkar stefnur og þróa mig sem listamann.“
Myndbandið við lagið Who am I hefur verið í vinnslu í töluverðan tíma en tökur hófust árið 2017 og kláruðust nú í ár. Silja segir að það flækti örlítið hlutina að vera búsett í LA en að lokum tóks þetta.
Kvikmyndakonan Katla Líndal sá um gerð myndbandsins. En Katla lærði kvikmyndagerð í Bond University ásamt því að vera kvikmyndafræðingur. „Þetta er annað myndbandið sem Katla gerir fyrir mig og það þriðja er á leiðinni. Við erum einmitt með tónleika og frumsýningu á tónlistarmyndbandinu við nýjasta lagið mitt All I Can See næsta föstudag 9. ágúst kl 20:30 á Loft Hostel,” segir Silja Rós að lokum.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna Silence.
Tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson var að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið Stories To Tell ásamt myndbandi við lagið.
Lagið er tekið af væntanlegri sólóplötu Krumma sem er enn í vinnslu en lítur dagsins ljós á næstunni.
Að sögn Krumma fjallar lagið um að trúa á eigin getu og reyna að upplifa innri ró í lífsins ólgusjó.
Eins og flest allir vita var Krummi í goðsagnakenndu rokkhljómsveitinni Mínus en nýja lagið er talsvert rólegra en tónlist Mínus.
Rödd Krumma er hreint út sagt frábær og lagið grípandi. „Lagið fjallar einnig um að að þiggja og hafna án eftirsjár. Vatn er líf og lífið er lyf. Hvort það sé gott eða slæmt lyf er undir okkur komið,” segir Krummi.
Það var Frosti Jón Runólfsson sem leikstýrði, tók upp og klippri myndbandið. Eftirvinnsla var í höndunum á Jóni Má.
Plágan, þriðji hluti heimildamyndarinnar Svona Fólk, verður frumsýndur á Hinsegin dögum.
Eftir að hafa safnað heimildum í um 26 ár frumsýndi kvikmyndagerðakonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir loksins fyrsta hluta kvikmyndarinnar Svona fólk í nóvember. Svona fólk fjallar um líf og reynslu homma og lesbía á Íslandi og spannar frásögnin fjóra áratugi.
Þriðji þáttur kvikmyndarinnar, Plágan, verður frumsýndur á Hinsegin dögum, sunnudaginn 11. ágúst klukkan 20.00 í Bíó Paradís.
Plágan fjallar um alnæmi og áhrif þess á samfélag samkynhneigðra. Árið 1983 fór að bera á áður óþekktum sjúkdómi – AIDS og virtist leggjast helst á homma. Ein afleiðing þess var að samkynhneigðir urðu að takast á við holskeflu fordóma sem þó voru miklir fyrir. Aukinn sýnileiki homma í baráttunni við alnæmi varð þess valdandi að löggjafavaldið varð að taka mark á veruleika samkynhneigðra og hópurinn varð sýnilegri sem aldrei fyrr. Alnæmi skipti því sköpum í baráttunni fyrir jafnrétti og almennum lýðréttindum. Svona fólk – Plágan er áhrifamikil heimild um þær hörmungar sem dundu á samfélagi samkynhneigðra á árum alnæmis, baráttu þeirra og þolgæði.
Spurð úr í hvernig gekk að fá fólk til að tjá sig um þetta erfiða málefni fyrir framan myndavél segir Hrafnhildur: „Það gekk vel. Ég var að tala við vini mína um erfið mál en það ríkti gagnkvæmt traust.“
Að sýningu lokinni í Bíó Paradís verða pallborðsumræður um efni þáttarins. Viðar Eggertsson leikstjóri og útvarpsmaður stjórnar umræðum og þátttakendur í pallborðinu eru: Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland, Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og klínískur kynfræðingur, Sigurður Guðmundsson fyrrum landlæknir, og Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og fyrrum formaður Samtakanna ’78 og Hinsegin daga í Reykjavík.
„Þetta er hópur fólks sem kom að alnæmismálum á þessum erfiðu árum. Alnæmi hefur ekki verið gert upp í íslensku samfélagi og það er von mín að þátturinn verði upphafið á því uppgjöri,“ segir Hrafnhildur.
Svona fólk verður sent út á RÚV í lok september.
Svona fólk skiptist í fimm þætti: 1970–1978 – Þögnin 1978–1983 – Úr felum 1983–1995 – Plágan 1990–1999 – Annars flokks 1999–2016 – Jafnrétti náð?