Fimmtudagur 16. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Fyrirhugaðar framkvæmdir Ratcliffe hafa ekki mikil áhrif á laxastofninn í heild sinni

„Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, í samtali við Fréttablaðið um fyrirhugaðar framkvæmdir Jim Ratcliffe.

Ratcliffe er breskur auðjöfur og landeigandi á Íslandi sem vill stækka hrygnarsvæði laxa á Norðausturlandi. Þá segir hann ástæðu fyrirhugaðra framkvæmda að vernda laxastofna. Stefnt er að byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. „Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám,” sagði Jón Helgi. Hann bendir á að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna.

Í yfirlýsingu segir að Ratcliffe standi að „ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, hefur staðfest að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffe og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi.

Vilja hertari löggjöf um eignarhald á jörðum

Ratcliffe hefur sölsað undir sig jarðir ásamt viðskiptafélögum sínum á Norðausturlandi. Samkvæmt samantekt Morgunblaðsins í fyrra eiga þeir hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þeirra eru í Vopnafirði og liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám. Meðal þeirra eru Selá, Vesturá, Hofsá og Sunnudalsá. Samanlögð stærð landsins, samkvæmt skráningu Nytjalands frá 2006, er ríflega 1000 ferkílómetrar. Það er um 1% alls landsvæðis Íslands.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt,” sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið. „Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu.” Þá segir hann mikilvægt að lagafrumvarp komi fram næsta vetur. Flestir ráðherrar í ríkisstjórn vilja hertari löggjöf um eignarhald á jörðum.

Á meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá, Hofsá og Selá

Ratcliffe keypti eignarhaldsfélagið Grænaþing síðast liðinn nóvember. Með kaupunum eignaðist hann 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf. sem heldur utan um leigu á Selá og Hofsá. Félagið á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Þá á Strengur einnig veglegt veiðihótel við Selá.

RÚV greindi frá kaupum fjárfestingafélagsins Sólarsalir á Brúarlandi 2 í Þistilfirði síðastliðinn júlí. Félagið er í eigu Ratcliffe. Eftir kaupin eiga félög í hans eigu meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá sem er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Fyrir á Ratcliffe jarðirnar Hvamm eitt, þrjú og fjögur í Þistilfirði. Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum og formaður veiðifélags Hafralónsár sagði í samtali við RÚV að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur við kaupin. „Alla vega hefur enginn hugmynd um þetta fyrr en það er búið að ganga frá þessu.”

Eins og þetta með að Brúarland sé byggt út úr Gunnarsstöðum og í óskiptu landi, þá höfum við ekki hugmynd um þetta fyrr en okkur er tilkynnt um þessa sölu,” sagði Jóhannes. „Ég held að skatturinn ætti nú að skoða þessi mál. Það er eini aðilinn sem hefur til þess tæki til hvernig þetta fer fram. Ég held að það sé svolítið mikið um það að þetta sé bara borgað allt með seðlum.“

Keyrði á níu ára dreng og stakk af

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Ekið var á níu ára dreng í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hann var á gangbraut þegar ekið var á hann. Þrátt fyrir minniháttar meiðsli var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ökumaðurinn stakk hinsvegar af. RÚV greinir frá.

Maður var handtekinn í Árbæ í nótt eftir stórfellda líkamsárás. Fórnarlamb árásarinnar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl hans og líðan. Árásarmaðurinn var vistaður í fangaklefa.

Um 70 mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Alls voru fjórir vistaðir í fangageymslu lögreglu á þessum tíma.

Áfall við heimkomu

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Við hjónin bjuggum erlendis í nokkur ár og þegar við fluttum heim aftur hóf sonur okkar nám í átta ára bekk. Ekki átti ég von á öðru en drengurinn fengi góða hjálp í skólanum en sú varð sannarlega ekki raunin og það varð okkur óvænt áfall.

 

Grétar, sonur okkar, var á öðru árinu er við fluttum út. Hann var byrjaður að tala heilmikið en sneri sér alfarið að nýja tungumálinu og neitaði að tala íslensku. Það var eins og hann gæti bara einbeitt sér að einu tungumáli í einu og ef við reyndum að þröngva honum til að tala móðurmálið þagði hann bara. Við vissum að þetta myndi breytast þegar við flyttum heim aftur en það var alltaf ætlunin. Við hjónin stunduðum bæði nám ytra og ég vann um tíma eftir að námi mínu lauk sem var styttra en nám mannsins míns. Við kunnum mjög vel við okkur og gældum við þá hugsun að búa þarna áfram í einhver ár eða lengur en okkur langaði bæði heim og hlökkuðum mikið til að flytja. Bæði vorum við komin með fína vinnu og búin að innrita Grétar í grunnskóla.

Við fluttum heim í ágúst, eða um leið og við fengum húsnæðið okkar. Það var bara til bráðabirgða og í úthverfi í Reykjavík. Grétar var nánast algjörlega mállaus á íslensku en var jákvæður að byrja að tala hana eftir flutningana. Ekki grunaði okkur að hann þyrfti á sértækri aðstoð að halda, ekkert slíkt kom í ljós ytra og hann var mjög ánægður í skólanum. Mér fannst þó alltaf svolítið skrítið að hann skyldi ekki geta talað tvö tungumál, þetta var eitthvað meira en þrjóska hjá honum. Ég var þó vongóð um að hann fengi aðstoð í skólanum eins og um erlendan nemanda væri að ræða.

Vonir mínar rættust ekki, Grétari gekk illa í skólanum og fékk mun minni hjálp en ég átti von á. Hann virtist tapa á því að vera íslenskur og komið var fram við hann eins og hann hlyti að kunna íslensku upp á hár, báðir foreldrar íslenskir og hvaðeina. Ekkert var gert til að hjálpa honum að aðlagast og eignast vini. Krakkarnir í skólanum fóru að stríða honum en eina aðferðin sem Grétar kunni til að bíta frá sér var að slást. Hann lenti nánast daglega í slagsmálum og var vissulega erfiður en viðmótið sem hann fékk í skólanum gerði ekkert annað en að auka á erfiðleikana. Ekki var hlustað á mig þegar ég bað um að honum yrði hjálpað. Hann féll illa inn í kerfið í skólanum og fyrst hann gat ekki aðlagað sig vildi skólinn ekkert gera fyrir hann. Það var að minnsta kosti mín upplifun. Kennarinn hans leit á hann sem vandamál, ekki lítinn dreng sem þyrfti á miklum stuðningi að halda.

Einelti kennarans

Vandræðin hófust þó fyrir alvöru nokkrum mánuðum seinna þegar við fluttum og Grétar þurfti að skipta um skóla. Ég batt miklar vonir við að nýi skólinn yrði betri, ég vissi að skólayfirvöld þar hreyktu sér af því að taka vel á móti nýbúum. En eins og í hinum skólanum virtist sonur minn tapa á því að vera íslenskur og  eiga í erfiðleikum með að tala móðurmál sitt.

Fyrstu tvær annirnar í þessum skóla voru algjör hryllingur, Grétar lenti sífellt í einhverjum vandræðum og ég var endalaust kölluð í viðtöl í skólann vegna  hans. Eitt skiptið þegar ég mætti í viðtal sá ég uppi á vegg í stofunni lista yfir börnin í bekknum og mismargar stjörnur fyrir aftan hvert nafn. Mér til undrunar sá ég hvergi nafn sonar míns á þessum lista og spurði kennarann hans af hverju hann hefði ekki fengið neinar stjörnur. Hann svaraði því til að það tæki því ekki, Grétar hefði ekki einu sinni unnið til þess að komast á listann. Þetta fannst mér illa gert og ekkert annað en einelti í garð drengsins.

„… og spurði kennarann hans af hverju hann hefði ekki fengið neinar stjörnur. Hann svaraði því til að það tæki því ekki.“

Þessi kennari, ung kona, skildi ekki þótt ég reyndi eftir fremsta megni að útskýra að svona gerði maður ekki við nemendur sem ættu í erfiðleikum, það myndi áreiðanlega virka mjög hvetjandi fyrir þá að vera ofarlega á lista og fá margar stjörnur fyrir viðleitnina þótt vinnubrögðin væru kannski ekki upp á sitt besta. „Nei, ekki hjá mér,“ sagði kennarinn og sneri upp á sig. Ekki skrítið þótt sonur minn hafi misst áhugann á náminu hjá þessari konu.

Strok úr viðveru

Við hjónin unnum mikið á þessum tíma, það var dýrt að lifa, leigan há, við stefndum á að kaupa okkur íbúð og byrjuðum að safna peningum inn á reikning. Eftir á að hyggja er ég mjög ánægð með að 100% lánin hafi ekki verið í boði þá því það hefði verið eitthvað sem við hefðum stokkið á.

Við létum fátt eftir okkur en borguðum með gleði fyrir viðveru eftir skóla fyrir Grétar. Þar gæti hann mögulega eignast vini og þyrfti ekki að vera einn heima þar til við foreldrar hans kæmum heim úr vinnunni.

Grétar var hrifinn af viðverunni í fyrstu og við hjónin vorum alsæl en sú sæla stóð ekki lengi. Honum fór að líða illa þar eins og í skólanum.

Grétar hafði náð að vingast við dreng í viðverunni en það var engu líkara en að konan sem var yfir þar reyndi að stía þeim í sundur, miðað við það sem Grétar sagði okkur. Enn skil ég ekki ástæðu þess.

Grétar stakk nokkrum sinnum af úr viðverunni og þá fékk ég símtöl frá mæddri konunni sem sagðist vera að gefast upp á drengnum. Ég spurði hana hvort hann væri óþægari en hinir krakkarnir. Nei, kannski ekki endilega, þetta væri skrautlegur hópur en Grétar væri samt erfiður, sagði hún.

Ég fór einu sinni í viðtal til hennar þar sem átti að ræða þessi vandræði en því miður komst maðurinn minn ekki með. Konan talaði mikið um hegðunarerfiðleika Grétars og að hann virtist oft vera óhamingjusamur. Hvort það gæti verið að hann fengi ekki næga athygli á heimilinu? Kannski þyrfti bara að sinna honum betur. Ég leyfði henni að mala, enda varð ég orðlaus af undrun en svo lét ég heyra í mér. Ég sagði henni að Grétar fengi nóg af ást og umhyggju heima, vandamálið lægi ekki á heimilinu, heldur í skólanum. Og ég varð að bæta því við, í viðverunni þar sem honum liði greinilega illa. Ekki löngu seinna létum við hann hætta í viðverunni, ég var ófrísk að yngra barninu og hafði þurft að hætta að vinna fyrr en ella vegna veikinda á meðgöngu. Grétar var mjög sáttur við þessa breytingu.

Greining

Þegar Grétar var tíu ára fórum við með hann til geðlæknis. Við vorum orðin ráðalaus og ástandið versnaði bara. Því miður var þetta læknir sem hafði tröllatrú á því að lyf læknuðu allt. Hann virtist lítinn áhuga hafa á því að vita hvað raunverulega amaði að og greindi hann samstundis með ADHD. Lítill frændi minn hafði fengið slíka greiningu og ég þekkti fleiri börn með ADHD og fannst sonur minn ekki líkjast þeim á nokkurn hátt þótt hann væri með hegðunarvandamál. Læknirinn hlustaði ekki þótt ég segði að vandamálin hefðu fyrst hafist þegar hann byrjaði í skóla á Íslandi og hefði orðið fyrir einelti. Drengurinn sýndi líka allt aðra hegðun inni á heimilinu og var ljúfur og meðfærilegur en allt kom fyrir ekki. Það endaði með því að ég sagði lækninum að því miður hefði ég enga trú á þessari greiningu og við það sat, barnið fór ekki á lyf við ADHD.

Við gáfumst þó ekki upp við að leita frekari hjálpar og töluðum við fleiri sérfræðinga. Grétar var greindur með vott af athyglisbresti af völdum streitu í skólaumhverfi hans. Einnig kom í ljós að hann var lesblindur.

„Við gáfumst þó ekki upp við að leita frekari hjálpar og töluðum við fleiri sérfræðinga. Grétar var greindur með vott af athyglisbresti af völdum streitu í skólaumhverfi hans.“

Okkur var ráðlagt af fagmanni að láta hann skipta um skóla og það gerðum við. Það passaði vel því stutt var í að við fengjum afhenta íbúðina okkar, reyndar leiguíbúð en hún var til langframa og í draumahverfinu okkar.

Grétar var settur í sérdeild í nýja skólanum. Hann fékk góða kennslu þar en þurfti að auki sérstaka lestrarkennslu hjá sérfræðingi sem við þurftum að greiða fyrir. Hann sýndi gífurlega miklar framfarir á stuttum tíma. Við höfðum því miður ekki efni á því að greiða fyrir nema fimmtán skipti því fjárhagslegar aðstæður okkar voru slæmar á þessum tíma og hver tími dýr. Ég var tekjulaus heima með lítið barn og lengi óvinnufær vegna veikinda sem hófust á meðgöngu.

Þótt Grétari gengi betur og yrði læs á skömmum tíma hafði svo margt slæmt gerst í skólagöngu hans að það virtist vera óbætanlegt. Enn gekk honum illa að eignast vini og alltaf var eitthvert einelti í gangi sem virtist erfitt að uppræta.

Gjörbreyting

Við tókum þá ákvörðun, aðeins nokkrum árum eftir að við fluttum heim, að flytja aftur út á sama stað og við bjuggum áður. Ég vissi að ég ætti eftir að sakna vina og ættingja mikið og ekki yrði víst að við hefðum það svo miklu betra ytra. En við vissum að Grétar fengi betri þjónustu í skólanum og það réð úrslitum.

Grétar varð ofsaglaður þegar við sögðum honum frá því að við ætluðum að flytja og til að gera langa sögu stutta hefur honum gengið allt í haginn síðan hann komst „heim“. Í skólanum ytra var unnið mikið með hann og allir voru svo góðir við hann, jafnvel þótt hann hegðaði sér ekki alltaf vel. Smám saman breyttist það, hann hætti að vera í sífelldri vörn og fór að treysta fólki. Hann eignaðist tvo góða vini sem eru enn í dag bestu vinir hans.

Skólaganga Grétars varð ekki löng, mögulega vegna erfiðleikanna á Íslandi, en hann kláraði sitt með sóma og fór svo út á vinnumarkaðinn. Hann er góður og samviskusamur starfskraftur og nýlega var hann gerður að verkstjóra, sem hann átti fyllilega skilið. Hann er fluttur að heiman og farinn að búa með kærustunni. Hann talar íslenskuna ágætlega þótt hitt málið sé honum tamara en ég átti alveg eins von á því að hann týndi móðurmálinu niður aftur eftir að við fluttum.

Við hjónin erum virkilega ánægð með lífið þó að við finnum alltaf fyrir heimþrá annað slagið. Ég fékk bót meina minna með tímanum og góðri hjálp sjúkraþjálfara og hef getað unnið úti og við höfum það ljómandi gott. Mér finnst ólíklegt að við flytjum heim úr þessu, nema þá kannski í ellinni. Þótt ég sé sátt og hamingjusöm fyllist ég stundum reiði þegar ég hugsa út í það hvernig Grétar var svikinn af íslenska skólakerfinu um þau tækifæri sem hann átti fullan rétt á, bara vegna þess að hann passaði ekki í eitthvert mót.

Skemmtilegt tvist og algjört flæði

Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Hlynur Jakobsson frá sér plötuna Ambono 4 og er þetta fjórða hugleiðsluplata hans sem er öll tekin upp live.

Engin tölva var notuð við gerð hennar og mörg hljóðin eru tekin af gömlum sampling CD’s eða Hljóðsmala diskum sem Hlynur gróf upp úr kjallaranum hjá sér.

„Mér fannst þetta skemmtilegt tvist að taka upp plötuna á eins einfaldan hátt og í eins miklu flæði og hægt var. Platan tók ekki nema viku í vinnslu enda um algjört flæði að ræða.

Hinar ambient plötur Hlyns hafa notið vinsælda í slökunartímum landsins og mun þessi örugglega ná álíka vinsældum.

Sárnaði að vera sökuð um að hafa slæm áhrif

Arna Ýr Jónsdóttir gat ekki orða bundist í gær þegar hún fékk skilaboð frá ónefndri konu sem sakaði hana um að hafa slæm áhrif.

 

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn 21. júní. Arna Ýr hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um meðgönguna, brjóstagjöfina og fæðinguna síðan hún greindi frá því í desember að hún væri ófrísk. Viðbrögðin við þeirri opinskáu umræðu hafa verið jákvæð að mestu.

Í gær greindi Arna Ýr þó frá því að hún hefði fengið skilaboð sem henni sárnaði frá einum fylgjanda sínum á Instagram.

„Ég fékk sem sagt skilaboð um að ég hefði slæm áhrif með því að vera að deila jákvæðri brjóstagjafareynslu minni og jákvæðri fæðingarsögu minni. Vegna þess að þá væri ég að láta öðrum konum að líða illa sem kannski mjólka illa eða eiga slæma fæðingu að baki,“ sagði Arna Ýr á Instagram.

Hún tók fram að vanalega hunsar hún þau neikvæðu skilaboð sem henni kann að berast en í þetta sinn gat hún ekki orða bundist. „Ég veit alveg að allir vita að engin fæðing er eins og engin brjóstagjöf er eins og þetta er erfitt,“ sagði hún.

Arna viðurkenndi að henni hafi sárnað þessi skilaboð. „Mér finnst innilega leiðinlegt og lélegt að fólk vilji bara heyra það sem er erfitt, einhverjar hryllingssögur.“

Þess má geta að tæplega 60 þúsund manns fylgja Örnu á Instagram.

Mynd / Rut Sigurðardóttir

Nýr og formfagur borðlampin frá Gejst

Leery er nýr borðlampi frá danska hönnunarfyrirtækinu Gejst og er hannaður af Kasper Friis Egelund.

 

Kasper Friis Egelund er mastersnemi í húsgagnahönnun við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn og er aðeins 22 ára gamall.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann getið sér gott orð í hönnunarheiminum en Gejst hefur lagt metnað sinn í að gefa ungum og upprennandi hönnuðum tækifæri. Leery er hrár með mínimalisku ívafi og verður fáanlegur nú í ágúst.

Þessi formfagri lampi fékk í upphafi heitið Globe en skömmu áður en hönnunarferlið kláraðist var nafninu breytt í Leery.

Epal er söluaðili Gejst á Íslandi.

Lofar Uxa á næsta ári – „Partýið er fjarri því búið”

Kristinn Sæmundsson eða Kiddi Kanína hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli. Hann kom að hátíðinni Uxa árið 1995 og lofar annarri hátíð á næsta ári.

Kiddi eins og hann er oftast kallaður átti og rak goðsagnakenndu plötubúðina Hljómalind en verlsunin naut gríðarlegra vinsælda á tíunda áratugnum. Einnig hélt kappinn helling af mjög eftirminnilegum tónleikum og oft á tíðum var Brit Pop og Trip Hop í fyrirrúmi. Um verslunarmannahelgina árið 1995 fór tónlistarhátíðin Uxi fram og var hún strax afar umdeild.

Hátíðin var umdeild.

Fram komu nöfn á borð við Drumclub, Prodigy, Underworld, Aphex  Twin, Unun, Lhooq, Bubbleflies, SSSól og Olympiu en aðalnúmer hátíðarinnar var hins vegar Björk.

Eins og margir vita kom Kiddi Kanína að hátíðinni en hann lofar sérstakri afmælishátíð á næsta ári og í Facebook-færslu segist hann vera kominn með staðsetningu. Tónlistarunnendur og allir sem hafa gaman af framúrskarandi skemmtun ættu að setja sig í stellingar því Kiddi veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að tónleikahaldi.

Þangað til verður fólk að láta við heimildarmyndina duga en hana má sjá hér að neðan.

Mikil upplifun að heimsækja eþíópíska veitingastaðinn Minilik

Það var mikil upplifun fyrir blaðamann Gestgjafans og ljósmyndara að hitta Yirga Mekonnen sem rekur eþíópíska veitingastaðinn Minilik á Flúðum ásamt Árna Magnúsi Hannesarsyni manni sínum.

 

Þegar við stigum inn á staðinn upplifðu við okkur eins og við værum að koma inn í Afríku. Yirga tók á móti okkur í hefðbundnum klæðnaði frá heimalandinu, ilmur af mirru, skemmtileg afrísk tónlist og framandi matarlykt ásamt húsbúnaði og hlutum frá Afríku gerði upplifun okkar strax framandi og spennandi.

Í Eþíópíu er það siður að mata gesti meðan á máltíð stendur.

Í hefðbundinni matargerð í Eþíópíu eru margar tegundir af kryddi notaðar og margar þeirra eru ekki til hér á landi. Gaman var að fylgjast með Yirga blanda saman kryddi af natni sem hún notaði svo í sósur og mismunandi rétti. Í kjúklingaréttinn notaði hún kryddblönduna Berbere sem inniheldur 13-14 kryddtegundir. Kryddið er ekki sterkt en bragðmikið og skiptir öllu máli í matargerðinni.

Það sem stóð upp úr hjá okkur í ferðinni var þegar Yirga mataði okkur. Í Eþíópíu er það siður að mata gesti meðan á máltíð stendur. Þetta er gert til að sína viðkomandi virðingu. Á Minilik er þetta stundum gert við gestina og starfsfólkið kennir gestum líka réttu handtökin við að borða með höndunum.

Yirga Mekonnen rekur eþíópíska veitingastaðinn Minilik á Flúðum ásamt manni sínum.

Umfjöllunina um Minilik í heild sinni og fleiri myndir er að finna í 7. tölublaði Gestgjafans. Nældu þér í eintak en 8. tölublað Gestgjafans kemur í verslanir á fimmtudaginn.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

Umdeildur auðjöfur segist aðeins vilja vernda laxastofna

Jim Ratcliffe, breskur auðjöfur og landeigandi á Íslandi, vill stækka hrygnarsvæði laxa á Norðausturlandi. Stefnt er að byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. Þá er áætlað að framkvæmdirnar taki fimm ár.

Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Norðausturlandi. Margar hverjar liggja að gjöfulum laxveiðiám. Samanlögð stærð eignanna er um 1000 ferkílómetrar. Það er um 1% af Íslandi. Samkvæmt yfirlýsingu er ástæða kaupanna og fyrirhugaðra framkvæmda að vernda laxastofna. „Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi,” segir í tilkynningunni. „Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“

„Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars. Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum íþessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánnaum að veiddum fiski sé sleppt aftur.“

Eiga yfir 1% af Íslandi

Eins og áður segir Ratcliffe sölsað undir sig jarðir ásamt viðskiptafélögum sínum á Norðausturlandi. Samkvæmt samantekt Morgunblaðsins í fyrra eiga þeir hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þeirra eru í Vopnafirði og liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám. Meðal þeirra eru Selá, Vesturá, Hofsá og Sunnudalsá. Samanlögð stærð landsins, samkvæmt skráningu Nytjalands frá 2006, er ríflega 1000 ferkílómetrar. Það er um 1% alls landsvæðis Íslands.

Ratcliffe keypti eignarhaldsfélagið Grænaþing síðast liðinn nóvember. Með kaupunum eignaðist hann 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf. sem heldur utan um leigu á Selá og Hofsá. Félagið á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Þá á Strengur einnig veglegt veiðihótel við Selá.

Á meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá, Hofsá og Selá

RÚV greindi frá kaupum fjárfestingafélagsins Sólarsalir á Brúarlandi 2 í Þistilfirði síðastliðinn júlí. Félagið er í eigu Ratcliffe. Eftir kaupin eiga félög í hans eigu meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá sem er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði.

Fyrir á Ratcliffe jarðirnar Hvamm eitt, þrjú og fjögur í Þistilfirði. Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum og formaður veiðifélags Hafralónsár sagði í samtali við RÚV að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur við kaupin. „Alla vega hefur enginn hugmynd um þetta fyrr en það er búið að ganga frá þessu.”

Eins og þetta með að Brúarland sé byggt út úr Gunnarsstöðum og í óskiptu landi, þá höfum við ekki hugmynd um þetta fyrr en okkur er tilkynnt um þessa sölu,” sagði Jóhannes. „Ég held að skatturinn ætti nú að skoða þessi mál. Það er eini aðilinn sem hefur til þess tæki til hvernig þetta fer fram. Ég held að það sé svolítið mikið um það að þetta sé bara borgað allt með seðlum.“

Sjá Einnig: „Þetta er eins mikið kjaftæði og hugsast getur“

Forsetahjónin ánægð með helgina: „Við verðum að huga vel að líkama og sál, sem einstaklingar og sem samfélag”

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid eyddu Verslunarmannahelginni á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði. „Þar var gaman að vera, líf og fjör og allir í fínu skapi,” segir á Facebook síðu forsetans.

„Ég þakka öllum sem komu að skipulagi mótsins og undirbúningi, starfsliði og stjórn UMFÍ undir forystu Hauks Valtýssonar og heimafólki í Ungmennasambandinu Úlfljóti, auk annarra sem lögðu hönd á plóg,” skrifar Guðni og bætir við: „Einnig óska ég keppendum til hamingju með þeirra þátt, bæði þeim sem unnu til verðlauna og hinum sem mættu helst til þess að skemmta sér og reyna á sig í góðra vina hópi.”

Forsetahjónin nýttu tækifærið og kynntu sér mannlífið á Höfn í fylgd Matthildar Ásmundardóttur bæjarstjóra. „Við heimsóttum m.a. fólkið á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Skjólgarði og fórum í skemmtilega sögugöngu. Þá gengum við um vinnslusali hjá Skinney Þinganesi. Fróðlegt var að sjá hvernig nýjasta tækni og hagkvæmni er þar í fyrirrúmi. Ekki var síður notalegt að fara aðeins um borð í Jónu Eðvalds og njóta þar gestrisni skipverja. Þá var gaman að sigla um Hornafjarðarós. Við fórum um í blíðviðri og rólegheitum en auðvelt er að ímynda sér hversu vandasöm innsiglingin er þarna í vályndum veðrum. Heimsókninni lauk svo með því að við kynntum okkur kúabúið mikla á Flatey á Mýrum og nutum þar góðra veitinga.”

„Ég ítreka þakkir okkar til allra sem gerðu ferð okkar eins skemmtilega og raun bar vitni. Næsta unglingalandsmót verður á Selfossi að ári og landsmót fyrir fimmtíu ára og eldri verður í Borgarnesi.” Guðni hvetur unga sem aldna að kynna sér það sem er í boði á þessum viðburðum. Hann endar svo færsluna á skilaboðum um mikilvægi góðrar heilsu „Margt má deila um á vettvangi dagsins en bætt lýðheilsa er eitt helsta mál málanna til lengri tíma litið. Við verðum að huga vel að líkama og sál, sem einstaklingar og sem samfélag.”

Þorsteinn Kári sendir frá sér plötuna Eyland

Nýverið kom út platan Eyland með tónlistarmanninum Þorsteini Kára. Platan var lengi í vinnslu eða í kringum þrjú ár.

Á plötunni spila ýmsir listamenn úr hljómsveitum á borð við Völvu, Hindurvætti og Darth Coyote. Tónlistinni má lýsa sem blöndu af „folk“ og „indie“, en þó með áhrif úr hinum ýmsu áttum. Þorsteinn kemur frá Akureyri og hefur verið talsvert áberandi þar að undanförnu. M.B.S. Skífur gefur plötuna út og er hún aðgengileg á öllum helstu streymisveitum og að sjálfsögðu á Albumm.is.

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir vel ganga að koma fólki heim frá Eyjum eftir Þjóðhátíðarhelgina

|
Vestamannaeyjar - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: vestmannaeyjar.is

„Nóttin fór vel fram hjá okkur núna, öllu rólegri heldur en fyrri nótt,” segir Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, en Þjóðhátíð í Eyjum lauk í nótt.

Almennt gekk hátíðin vel en Tryggvi harmar þó ofbeldisbrotið sem átti sér stað í gær. Hann segir það setja svartan blett á helgina. „Þessi líkamsárás í gærmorgun, það setur svolítið strik í reikninginn. Þetta var alvarleg árás.” Tveir aðilar voru fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi í fyrrinótt eftir alvarlega líkamsárás. Þrír menn eru í haldi vegna rannsóknar á málinu samkvæmt tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt Tryggva gengur vel að ferja fólk frá Vestmannaeyjum. „Það er búið að flytja um 2000 manns frá því tvö í nótt,” segir Tryggvi um umferðina frá Vestmannaeyjum. Þá lítur allt út fyrir að biðlistinn klárist í dag. „Veðrið er flott og þannig að þetta er bara hið besta mál. Fólk fær fína ferð heim.” Þó má búast við einhverjum töfum og þungri umferð um landið, ekki síst á Suðurlandi vegna umferðar frá Landeyjarhöfn. „Við vorum búnir að undirbúa það fyrir helgina,” segir Tryggvi um samstarfið við lögregluna á Suðurlandi. „Þeir eru að láta fólk blása og eru búnir að taka einhverja skilst mér. Þeir passa upp á aksturinn, að menn séu í lagi.”

Kondí bílinn!

|
|

Síðast en ekki síst

Ég man að opið á milli trjánna var rétt nógu stórt. Ég leit aftur fyrir mig og sá rústrauða Fordinn niðri á tjaldstæði og pabba stumra yfir gamla A-tjaldinu frá Tjaldborg.

Ég hvarf í gegnum opið þar sem ævintýrin biðu í næstu laut. Ég lagðist í mosavaxinn skógarbotninn, angan af hálfvotu lyngi fyllti vitin og fuglarnir kitluðu eyrun með huggulegum söng. Býflugur suðuðu hjá og geislar sólar dönsuðu á milli skýjamynda fyrir ofan trjátoppana. Það var sumar, andinn var léttur, geðið var milt, áhyggjurnar áttu heima í háloftunum og ábyrgð var hugtak sem ég hafði ekki aldur til að skilja.

„Kondí bílinn,“ heyrði ég berast eftir blaktandi laufblöðum inn leynilundinn minn. Þetta var mamma. Ég rölti rólega úr himneskri sældinni í átt að tjaldstæðinu fullviss þess að þar biði mín sjóðheitt góðgæti beint af prímusnum. Mamma stóð við bílinn, allt var klárt. Nestið var smurt og töskurnar tetris-raðaðar í fimm sæta fólksbílinn. Ég settist södd og sæl í sætið mitt. Allt var í röð og reglu. Brakandi ferskur nýpúffaður koddi lá í aftursætinu og nýr ruslapoki hékk árvökull á gírstönginni. Ég veitti því ekki athygli þá en man það núna, að mamma var örlítið rjóð í framan, örlítið pirruð en brosti samt. Pabbi fór úr peysunni og dæsti þegar hann settist undir stýri. Svo þögðu þau dágóða stund.

Ég man þetta núna, 30 árum síðar, af því að í dag á ég fjögur börn. Ég skil núna. Ég er í sumarfríi, komin úr peysunni, örlítið rjóð í framan, örlítið pirruð en brosandi samt. Ég sé börnin njóta og ég sé ykkur líka, kæru foreldrar, í sumarfríi. Gangi ykkur rosalega vel og munið að fara öðru hvoru snemma að sofa.

Þrír fluttir á spítala eftir harðan árekstur á Suðurlandsvegi

Þrír slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi skammt austan við Rauðhóla, móts við Fjárborgir, í hádeginu í dag. Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 12:44. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt.

Þrír voru fluttir á Landspítalann, einn með alvarlega áverka en tveir með minni áverka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar slysið og ekkert er hægt að gefa út um ástæður þess að svo stöddu.

Suðurlandsvegur lokaður vegna Umferðaslyss

Suðurlandsvegur milli Hafravatnsvegs og Rauðhóla hefur verið lokað vegna umferðaslyss. Það liggur ekki fyrir að svo stöddu hve lengi lokunin verður. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Fólki er bent á að taka hjáleiðir, um Suðurstrandarveg, Bláfjallaveginn eða Hafravatnsveginn. Þeir  sem taka Hafravatnsveginn skulu passa að fylgja vegi og alls ekki slóða. Mikið umferðaröngþveiti er á slóða út frá Hafravatnsveginum.

Uppfært: Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er búið að opna fyrir alla umferð á Suðurlandsvegi. „Við biðjum ökumenn að sýna þolinmæði – búast má við töfum og hægri umferð þegar komið er til borgarinnar,“ segir í tilkynningunni.

„Upptökuklefinn var gömul Toyota Corolla“

|
Vonir standa til að samningar náist við kennara fyrir haustið svo ekki komi til verkfalla|Sigríður Björk Einarsdóttir

Þorbjörn Einar Guðmundsson sem margir þekkja undir nafninu BLKPRTY hóf tónlistarferilinn á unglingsárunum og hefur samið tónlist fyrir bæði íslenska og erlenda listamenn.

Hæfileikar Þorbjörns liggja þó ekki einungis í tónlistinni en hann hefur alltaf verið að teikna, mála og graffa. Þorbjörn hefur sýnt verk sín víða um heim en það var ekki fyrr en hann fór í sitt fyrsta húðflúr sem hann áttaði sig á því að hann væri á réttum stað á réttum tíma.

„Ég kynnist Jason Thompson á tattústofu sem hann vann á í miðbænum og þá áttaði ég mig á því að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Á þeim tíma voru svo fáar stofur á landinu og erfitt var að komast inn sem lærlingur,“ útskýrir Þorbjörn.

Stuttu seinna ákvað hann að fara í listnám og háskólanám og segist allst ekki sjá eftir því þar sem það hafi gefið honum rosalega mikið. „Eftir að ég útskrifaðist fór ég að starfa sem grafískur hönnuður, vefhönnuður, „animator“ og í allskonar markaðsetningu og á samfélagsmiðlum. Þegar Jason Thompson og Ásthildur konan hans opnuðu Black Kross Tattoo fengu þau mig til að sjá um kynningar og samfélagsmiðla fyrir sig. Að auki gafst mér tækifæri til að læra að flúra og ég stökk á það. Auðvitað er alltaf erfitt að læra eitthvað nýtt en trikkið er að gefast ekki upp og það hefur hjálpað mér í öllu sem ég hef gert,“ segir hann og bætir við að hann hafi mest flúrað í hefðbundnum stíl en sé einnig að prófa sig áfram með „calligraphy“ og „black and grey relistic“ þar sem áhugi hans liggur svolítið núna.

Byrjaði 12-14 ára í tónlistarsköpun

Tónlistarsköpunin er aldrei langt undan en eins og fyrr segir byrjaði hann ungur að fikta við tónlist. Í kringum 1998 kynnti bróðir hans tónlistarforritið FL Studio honum fyrir og þá prófaði hann fyrst að gera sína eigin tónlist sem hann hóf svo að gera fyrir alvöru 12-14 ára gamall. „Þá var ég kominn með góð tök á forritinu og kunni að „sampla“ af plötum og farinn að gefa út lög,“ segir hann. „Garðar frændi minn, betur þekktur sem Kilo, fór semja texta yfir taktana mína og við tókum upp fyrstu lögin okkar uppi á lofti heima hjá mér. Svo kynnumst við fljótlega Ella félaga okkar, betur þekktum sem El Forte, og þá fórum við að taka upp í skúrnum hjá honum nánast daglega, en upptökuklefinn var gömul Toyota Corolla þar sem rapparar þurftu að sitja í aftursætinu í bílnum inni í skúr með hljóðnemann hangandi í loftinu á bílnum,“ útskýrir hann og hlær.

Flakkarinn með efninu hrundi

Í kringum 2009-2010 kynnist hann Emmsjé Gauta og Reddlights og fer að gera tónlist með þeim. Við tökur á tónlistarmyndbandinu Hemmi Gunn með Emmsjé Gauta kynnist hann svo Arnari og Helga í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Stuttu seinna gera þeir lagið Lupus Lupus. „Eftir það buðu þeir mér að koma í bandið og ég gerði með þeim fyrstu plötuna, Föstudagurinn Langi, og sá um að DJ-a á tónleikum. Við gerðum heila plötu eftir það sem fékk aldrei að líta dagsins ljós þar sem flakkarinn okkar hrundi með öllu efninu.“

Í millitíðinni kynnist hann Gísla Pálma og fleiri listamönnum og fór að fókusera meira á sólóefni og pródúsera undir nafninu Blkprty. „Sólóefnið mitt er frekar festival-miðað en blanda af „trap, house, hardstyle, moombathon, psy trans“ og fleiru,“ lýsir hann og bætir við hann hafi spilað á Miami Music Festivali fyrr á árinu við góðar undirtektir þar sem hann kynntist frábæru fólki.

Þorbjörn hefur unnið með og samið tónlist fyrir fjölmarga listamenn bæði hér heima og erlendis. Hann segist mikill aðdáandi útgáfufyrirtækjanna Barong Family og Yellow Claw. „Ég spjallaði við forsvarsmenn þeirra um daginn og við renndum yfir slatta af óútgefnu efni frá mér þannig það er aldrei að vita nema komi eitthvað frá mér þaðan,“ segir hann og glottir.

22 ára afmæli Kylie Jenner fagnað á 30 milljarða króna snekkju

|||||
Jordyn og Kylie voru eitt sinn óaðskiljanlegar.

Raun­veru­leika­stjarn­an og snyrti­vöru­fram­leiðand­inn Kylie Jenner fagnar 22 ára afmæli næstu helgi. Hún ætlar að fagna deginum á 30 milljarða króna risasnekkju. Meðal gesta verður söngkonan Nicki Minaj og fyrirsætan Winni Harlow. Þá má reikna með öllum Kardashian-Jenner fjölskyldumeðlimum.

Tranquility snekkjan er útbúin svítu og einkaklefum fyrir 22 gesti ásamt heilsulind, snyrtistofu bíósal, heilsurækt, sundlaug, útibar og þyrlupall svo fátt eitt sé nefnt. Fríðindunum fylgir svo 29 manna áhöfn. Snekkjan er hönnuð af Winch design og Oceanco.

Samkvæmt the Daily Mail er stefnan tekin á Miðjarðarhafið. Reikna má með að þetta verði eitt stærsta og veglegasta teiti Kardashian-Jenner fjölskyldunnar. Vikuleiga á snekkjunni er um 150 milljónir íslenskra króna. Kylie ætti að eiga fyrir partýinu en hún er yngsti millj­arðamær­ing­ur sögunnar, af eigin ramleik, sam­kvæmt Forbes. Auðæfi hennar eru metin á um milljarð dollara. Hér að neðan má sjá myndir af snekkjunni

Svítan um borð Tranquility
Baðherbergi innan út svítunni
Útilaugin á snekkjunni
Setustofa á efri hæð
Borðstofa á neðri hæð

Hamfarahlýnun á Norðurslóðum

Mynd/Pixabay

Það er ekki bara á Íslandi sem jöklar og ís bráðna í hitanum því á Norðurslóðum stefnir í metbráðnun nú þegar leifarnar af hitabylgjunni í Evrópu ganga yfir Grænland og Norðurheimskautið.

Washington Post fjallaði um málið og segir að veðurfar í ár hafi verið með þeim hætti að búast megi við gríðarlegri bráðnun á öllu svæðinu næstu daga. „Það lítur út fyrir að stórviðburður sé að eiga sér stað á Norðurheimskautinu,“ segir Zack Labe, vísindamaður við Kaliforníuháskóla.

Aðstæður á Norðurslóðum minna vísindamenn um margt á árið 2012 þegar íshellan á Norðurheimskautinu bráðnaði óvenjulega hratt og mældist í lok þess sumars í sögulegu lágmarki. Það sama gerðist á Grænlandsjökli og var talað um hamfarahlýnun í því samhengi. Hvort nýtt og óæskilegt met verði slegið í ár kemur í ljós í september en gervihnattamyndir gefa vísbendingar um að svo verði.

En það er ekki bara bráðnun íss sem veldur áhyggjum því aldrei áður hafa kviknað jafnmargir gróðureldar á Norðurslóðum og hafa yfir 100 slíkir verið skrásettir undanfarna tvo mánuði. Júnímánuður var sá hlýjast sem mælst hefur í Alaska og hafa yfir 800 þúsund hektarar lands orðið eldi að bráð. Á afskekktum svæðum Síberíu hefur gróðurelda einnig orðið vart.

 

Ferðatímaritið Conde Nast fjallar um áhrif falls WOW Air á íslenskt efnahagslíf

Flugsætum til og frá Íslandi hefur fækkað um 27.5% samkvæmt ítarlegri umfjöllun ferðatímaritsins Conde Nast um áhrif falls WOW air á íslenska ferðaþjónustu.

Samkvæmt umfjöllun blaðsins komu 2.3 milljónir til Íslands árið 2018. Ekkert bendir til annars en að gríðarlegur samdráttur verði árið 2019. Þá kemur fram að árið 2013 hafi fjöldi ferðamanna aukist um 25% og vöxtur haldið áfram næstu ár. 2016 hafi ferðamönnum fjölgað um 38%

Conde Nast tengir mikla fjölgun ferðamanna meðal annars við WOW Air og sama á við um hraðan samdrátt. WOW Air hafi boðið ferðir frá bandarískum borgum eins og St. Lois, Cincinnati og Cleveland fyrir allt niður í $99.

Boeing Max kyrrsettning og fall WOW Air

Set Kaplan, fréttamaður sem sérhæfir sig í flugiðnaði, segir WOW air mikilvægustu fréttina í leit að svörum um hvað valdi samdrætti í íslenskum ferðaiðnaði. Kyrrsetning Boeign Max véla Icelandair er einnig nefnd sem hluti af erfiðleikum íslenskar ferðaþjónustu. Icelandair eigi níu vélar sem hafi verið kyrrsettar og því ekki í notkun yfir háannatíma. Bent er á að Icelandair hafi nýlega sagt upp 45 flugmönnum.

Hópur fólks verðlagður burt frá Íslandi

Í umfjöllun Conde Nast er gerð tilraun til að útskýra hvers vegna áhrif falls WOW eru svo mikil. Bent er á að verðlag á Íslandi sé talsvet hærra en almennt gengur og gerist í Evrópu. Hótel séu 10% til 32% dýrari á Íslandi en meðaltalið í Evrópu. Veitingastaðir 44% dýrari og áfengi 123% dýrara en gengur og gerist.

Klósettpappír og kirkjugisting

Chris Gordon hjá fyrirtækinu Icepedition travel segir aðdráttarafl WOW hafa verið mikið og að flugfélagið hafi sótt fjölbreyttan hóp viðskiptavina, þar á meðal hagsýnan hóp ferðalanga. Ein afleiðing þess hafi verið gríðarlegt magn af netsíðum með ráðleggingum um hvernig ferðast mætti um Ísland með ódýrum hætti. Sum þessa ráða hafi ekki endilega verið gagnlegar né sérstaklega sannar. Fólk hafi spurt hvort það ætti að taka með sér granólastykki og hrísgrjón. Þá hafi furðuleg uppátæki átt sér stað sem hafi komið Íslendingum í opna skjöldu. Þannig hafi verið brotist inn í kirkju og sofið í henni. Fólk hafi gengið örna sinna í görðum og fjölfarnir staðir hafi verið útataði klósettpappír.

Hverjir eru valkostir Íslands?

Forseti Kína

Íslandi stendur til boða að taka þátt í Belti og braut, sem er risavaxið innviða- og fjárfestingaverkefni sem kínversk stjórnvöld standa fyrir. Ávinningurnn gæti verið mikill en um leið eru ýmsar ógnanir.

Þetta kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu Kjarnans sem birtist í Mannlífi 2. ágúst.

Í raun er því ekkert til fyrirstöðu og geta íslensk stjórnvöld ákveðið sína stefnu gagnvart verkefninu. Þátttaka gæti aukið fjárfestingar á Íslandi og auðveldað uppbyggingu innviða, einnig gæti þátttaka greitt leið fyrir viðskiptum við Kína og styrkt almenn samskipti við fjölmennasta ríki heims.

Því er ljóst að efnahagslegur hagur gæti orðið af þátttöku í verkefninu en hins vegar gæti þátttaka haft ýmsar ófyrirséðar stjórnmálalegar afleiðingar fyrir Ísland. Ákveði íslensk stjórnvöld að taka þátt í Belti og braut væri skynsamlegt að hafa öll ákvæði skýr hvað varðar fjárfestingar og framkvæmdir, til að mynda að kveða skýrt á um hvernig útboðum sé háttað. Jafnframt er mikilvægt að stíga varlega til jarðar og rýna ítarlega í hverjar afleiðingar þátttöku yrðu fyrir land og þjóð.

Hvað græða þátttökuríki á Belti og braut?

Þátttaka í verkefninu er sem stendur öllum ríkjum opin. Mörg þátttökuríki fagna verkefninu vegna aukinna kínverskra fjárfestinga þar sem mörg hver þeirra hafi þörf á að byggja upp innviði sína, til dæmis hafnir, lestarteina, hraðbrautir eða flugvelli.

Enn fremur gæti þátttaka aukið hraða viðskipta á milli þátttökuríkjanna við Kína og önnur lönd og þar með verið löndum til bóta. Talsmenn verkefnisins segja að það geti gert ríkjum kleift að þróa hagkerfi sín og jafnvel dregið úr fátækt.

Varðandi hvað þátttaka myndi þýða fyrir Ísland og hvaða breytingar það hefði í för með sér segir Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, í svari við fyrirspurn Kjarnans, að Belti og braut geti þjónað sem nýr vettvangur og veitt kínversk-íslenskri samvinnu ný tækifæri. Þátttaka Íslands myndi styrkja tengsl á milli landanna. Með stuðningi Beltis og brautar, AIIB og Silkivegssjóðsins gætu Kína og Ísland unnið betur saman með því að byggja tengslanet á sjó, lofti og á Netinu, auk þess að byggja innviði fyrir ferðamenn, koma á siglingaleiðum um Silkiveg norðurslóða, beinu flugi og 5G-samskiptakerfi.

Sendiherrann segir að þátttaka Íslands gæti aukið samvinnu í viðskiptalífi og verslun á milli landanna tveggja. Það sé vegna þess að hagvöxtur í Kína er stór hluti heimshagkerfisins og þurfi kínverski markaðurinn nú að mæta aukinni eftirspurn á vörum, þar á meðal á vörum frá Íslandi.

„Með batnandi lífskjörum kjósa fleiri og fleiri Kínverjar að ferðast utan landsteinanna. Ísland hefur fengið aukinn fjölda kínverskra ferðamanna árlega sem hefur aukið þjónustuviðskipti á Íslandi. Á sama tíma gæti Belti og braut stutt við fríverslunarsamning landanna okkar tveggja sem myndi efla vöxt tvíhliða viðskipta á vörum og þjónustu og samvinnu í netverslun og auka tvíhliða fjárfestingar,“ segir sendiherrann.

Hvað græðir Kína á Belti og braut?

Kínversk stjórnvöld eru undir formerkjum Beltis og brautar að fjárfesta í innviðum annarra ríkja til þess að vinna að markmiðum verkefnisins og auðvelda allan inn- og útflutning. Með aukinni innviðabyggingu í bæði nær- og fjærríkjum Kína mun flutningsgeta aukast og þar með gætu viðskipti Kína við önnur ríki aukist.

Ýmsir fræðimenn hafa bent á að kínversk stjórnvöld vilji gera Kína tæknivæddara og auka þróun ýmissa héraða ríkisins. Einkaneyslu þurfi einnig að auka til að halda uppi hagvexti ríkisins og verkefnið muni enn fremur styrkja gjaldmiðil ríkisins. Aðrir telja að verkefnið sé að mestu strategískt, til að mynda í Indlandshafi. Stærra net hafna í hafinu tryggi Kína aðgengi að sjóleiðum sem sé bráðnauðsynlegt fyrir ríki eins og Kína sem byggir sinn efnahag á útflutningi.

Alla fréttaskýringuna má lesa hér.

 

Fyrirhugaðar framkvæmdir Ratcliffe hafa ekki mikil áhrif á laxastofninn í heild sinni

„Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, í samtali við Fréttablaðið um fyrirhugaðar framkvæmdir Jim Ratcliffe.

Ratcliffe er breskur auðjöfur og landeigandi á Íslandi sem vill stækka hrygnarsvæði laxa á Norðausturlandi. Þá segir hann ástæðu fyrirhugaðra framkvæmda að vernda laxastofna. Stefnt er að byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. „Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám,” sagði Jón Helgi. Hann bendir á að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna.

Í yfirlýsingu segir að Ratcliffe standi að „ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, hefur staðfest að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffe og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi.

Vilja hertari löggjöf um eignarhald á jörðum

Ratcliffe hefur sölsað undir sig jarðir ásamt viðskiptafélögum sínum á Norðausturlandi. Samkvæmt samantekt Morgunblaðsins í fyrra eiga þeir hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þeirra eru í Vopnafirði og liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám. Meðal þeirra eru Selá, Vesturá, Hofsá og Sunnudalsá. Samanlögð stærð landsins, samkvæmt skráningu Nytjalands frá 2006, er ríflega 1000 ferkílómetrar. Það er um 1% alls landsvæðis Íslands.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt,” sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið. „Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu.” Þá segir hann mikilvægt að lagafrumvarp komi fram næsta vetur. Flestir ráðherrar í ríkisstjórn vilja hertari löggjöf um eignarhald á jörðum.

Á meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá, Hofsá og Selá

Ratcliffe keypti eignarhaldsfélagið Grænaþing síðast liðinn nóvember. Með kaupunum eignaðist hann 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf. sem heldur utan um leigu á Selá og Hofsá. Félagið á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Þá á Strengur einnig veglegt veiðihótel við Selá.

RÚV greindi frá kaupum fjárfestingafélagsins Sólarsalir á Brúarlandi 2 í Þistilfirði síðastliðinn júlí. Félagið er í eigu Ratcliffe. Eftir kaupin eiga félög í hans eigu meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá sem er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Fyrir á Ratcliffe jarðirnar Hvamm eitt, þrjú og fjögur í Þistilfirði. Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum og formaður veiðifélags Hafralónsár sagði í samtali við RÚV að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur við kaupin. „Alla vega hefur enginn hugmynd um þetta fyrr en það er búið að ganga frá þessu.”

Eins og þetta með að Brúarland sé byggt út úr Gunnarsstöðum og í óskiptu landi, þá höfum við ekki hugmynd um þetta fyrr en okkur er tilkynnt um þessa sölu,” sagði Jóhannes. „Ég held að skatturinn ætti nú að skoða þessi mál. Það er eini aðilinn sem hefur til þess tæki til hvernig þetta fer fram. Ég held að það sé svolítið mikið um það að þetta sé bara borgað allt með seðlum.“

Keyrði á níu ára dreng og stakk af

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Ekið var á níu ára dreng í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hann var á gangbraut þegar ekið var á hann. Þrátt fyrir minniháttar meiðsli var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ökumaðurinn stakk hinsvegar af. RÚV greinir frá.

Maður var handtekinn í Árbæ í nótt eftir stórfellda líkamsárás. Fórnarlamb árásarinnar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl hans og líðan. Árásarmaðurinn var vistaður í fangaklefa.

Um 70 mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Alls voru fjórir vistaðir í fangageymslu lögreglu á þessum tíma.

Áfall við heimkomu

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Við hjónin bjuggum erlendis í nokkur ár og þegar við fluttum heim aftur hóf sonur okkar nám í átta ára bekk. Ekki átti ég von á öðru en drengurinn fengi góða hjálp í skólanum en sú varð sannarlega ekki raunin og það varð okkur óvænt áfall.

 

Grétar, sonur okkar, var á öðru árinu er við fluttum út. Hann var byrjaður að tala heilmikið en sneri sér alfarið að nýja tungumálinu og neitaði að tala íslensku. Það var eins og hann gæti bara einbeitt sér að einu tungumáli í einu og ef við reyndum að þröngva honum til að tala móðurmálið þagði hann bara. Við vissum að þetta myndi breytast þegar við flyttum heim aftur en það var alltaf ætlunin. Við hjónin stunduðum bæði nám ytra og ég vann um tíma eftir að námi mínu lauk sem var styttra en nám mannsins míns. Við kunnum mjög vel við okkur og gældum við þá hugsun að búa þarna áfram í einhver ár eða lengur en okkur langaði bæði heim og hlökkuðum mikið til að flytja. Bæði vorum við komin með fína vinnu og búin að innrita Grétar í grunnskóla.

Við fluttum heim í ágúst, eða um leið og við fengum húsnæðið okkar. Það var bara til bráðabirgða og í úthverfi í Reykjavík. Grétar var nánast algjörlega mállaus á íslensku en var jákvæður að byrja að tala hana eftir flutningana. Ekki grunaði okkur að hann þyrfti á sértækri aðstoð að halda, ekkert slíkt kom í ljós ytra og hann var mjög ánægður í skólanum. Mér fannst þó alltaf svolítið skrítið að hann skyldi ekki geta talað tvö tungumál, þetta var eitthvað meira en þrjóska hjá honum. Ég var þó vongóð um að hann fengi aðstoð í skólanum eins og um erlendan nemanda væri að ræða.

Vonir mínar rættust ekki, Grétari gekk illa í skólanum og fékk mun minni hjálp en ég átti von á. Hann virtist tapa á því að vera íslenskur og komið var fram við hann eins og hann hlyti að kunna íslensku upp á hár, báðir foreldrar íslenskir og hvaðeina. Ekkert var gert til að hjálpa honum að aðlagast og eignast vini. Krakkarnir í skólanum fóru að stríða honum en eina aðferðin sem Grétar kunni til að bíta frá sér var að slást. Hann lenti nánast daglega í slagsmálum og var vissulega erfiður en viðmótið sem hann fékk í skólanum gerði ekkert annað en að auka á erfiðleikana. Ekki var hlustað á mig þegar ég bað um að honum yrði hjálpað. Hann féll illa inn í kerfið í skólanum og fyrst hann gat ekki aðlagað sig vildi skólinn ekkert gera fyrir hann. Það var að minnsta kosti mín upplifun. Kennarinn hans leit á hann sem vandamál, ekki lítinn dreng sem þyrfti á miklum stuðningi að halda.

Einelti kennarans

Vandræðin hófust þó fyrir alvöru nokkrum mánuðum seinna þegar við fluttum og Grétar þurfti að skipta um skóla. Ég batt miklar vonir við að nýi skólinn yrði betri, ég vissi að skólayfirvöld þar hreyktu sér af því að taka vel á móti nýbúum. En eins og í hinum skólanum virtist sonur minn tapa á því að vera íslenskur og  eiga í erfiðleikum með að tala móðurmál sitt.

Fyrstu tvær annirnar í þessum skóla voru algjör hryllingur, Grétar lenti sífellt í einhverjum vandræðum og ég var endalaust kölluð í viðtöl í skólann vegna  hans. Eitt skiptið þegar ég mætti í viðtal sá ég uppi á vegg í stofunni lista yfir börnin í bekknum og mismargar stjörnur fyrir aftan hvert nafn. Mér til undrunar sá ég hvergi nafn sonar míns á þessum lista og spurði kennarann hans af hverju hann hefði ekki fengið neinar stjörnur. Hann svaraði því til að það tæki því ekki, Grétar hefði ekki einu sinni unnið til þess að komast á listann. Þetta fannst mér illa gert og ekkert annað en einelti í garð drengsins.

„… og spurði kennarann hans af hverju hann hefði ekki fengið neinar stjörnur. Hann svaraði því til að það tæki því ekki.“

Þessi kennari, ung kona, skildi ekki þótt ég reyndi eftir fremsta megni að útskýra að svona gerði maður ekki við nemendur sem ættu í erfiðleikum, það myndi áreiðanlega virka mjög hvetjandi fyrir þá að vera ofarlega á lista og fá margar stjörnur fyrir viðleitnina þótt vinnubrögðin væru kannski ekki upp á sitt besta. „Nei, ekki hjá mér,“ sagði kennarinn og sneri upp á sig. Ekki skrítið þótt sonur minn hafi misst áhugann á náminu hjá þessari konu.

Strok úr viðveru

Við hjónin unnum mikið á þessum tíma, það var dýrt að lifa, leigan há, við stefndum á að kaupa okkur íbúð og byrjuðum að safna peningum inn á reikning. Eftir á að hyggja er ég mjög ánægð með að 100% lánin hafi ekki verið í boði þá því það hefði verið eitthvað sem við hefðum stokkið á.

Við létum fátt eftir okkur en borguðum með gleði fyrir viðveru eftir skóla fyrir Grétar. Þar gæti hann mögulega eignast vini og þyrfti ekki að vera einn heima þar til við foreldrar hans kæmum heim úr vinnunni.

Grétar var hrifinn af viðverunni í fyrstu og við hjónin vorum alsæl en sú sæla stóð ekki lengi. Honum fór að líða illa þar eins og í skólanum.

Grétar hafði náð að vingast við dreng í viðverunni en það var engu líkara en að konan sem var yfir þar reyndi að stía þeim í sundur, miðað við það sem Grétar sagði okkur. Enn skil ég ekki ástæðu þess.

Grétar stakk nokkrum sinnum af úr viðverunni og þá fékk ég símtöl frá mæddri konunni sem sagðist vera að gefast upp á drengnum. Ég spurði hana hvort hann væri óþægari en hinir krakkarnir. Nei, kannski ekki endilega, þetta væri skrautlegur hópur en Grétar væri samt erfiður, sagði hún.

Ég fór einu sinni í viðtal til hennar þar sem átti að ræða þessi vandræði en því miður komst maðurinn minn ekki með. Konan talaði mikið um hegðunarerfiðleika Grétars og að hann virtist oft vera óhamingjusamur. Hvort það gæti verið að hann fengi ekki næga athygli á heimilinu? Kannski þyrfti bara að sinna honum betur. Ég leyfði henni að mala, enda varð ég orðlaus af undrun en svo lét ég heyra í mér. Ég sagði henni að Grétar fengi nóg af ást og umhyggju heima, vandamálið lægi ekki á heimilinu, heldur í skólanum. Og ég varð að bæta því við, í viðverunni þar sem honum liði greinilega illa. Ekki löngu seinna létum við hann hætta í viðverunni, ég var ófrísk að yngra barninu og hafði þurft að hætta að vinna fyrr en ella vegna veikinda á meðgöngu. Grétar var mjög sáttur við þessa breytingu.

Greining

Þegar Grétar var tíu ára fórum við með hann til geðlæknis. Við vorum orðin ráðalaus og ástandið versnaði bara. Því miður var þetta læknir sem hafði tröllatrú á því að lyf læknuðu allt. Hann virtist lítinn áhuga hafa á því að vita hvað raunverulega amaði að og greindi hann samstundis með ADHD. Lítill frændi minn hafði fengið slíka greiningu og ég þekkti fleiri börn með ADHD og fannst sonur minn ekki líkjast þeim á nokkurn hátt þótt hann væri með hegðunarvandamál. Læknirinn hlustaði ekki þótt ég segði að vandamálin hefðu fyrst hafist þegar hann byrjaði í skóla á Íslandi og hefði orðið fyrir einelti. Drengurinn sýndi líka allt aðra hegðun inni á heimilinu og var ljúfur og meðfærilegur en allt kom fyrir ekki. Það endaði með því að ég sagði lækninum að því miður hefði ég enga trú á þessari greiningu og við það sat, barnið fór ekki á lyf við ADHD.

Við gáfumst þó ekki upp við að leita frekari hjálpar og töluðum við fleiri sérfræðinga. Grétar var greindur með vott af athyglisbresti af völdum streitu í skólaumhverfi hans. Einnig kom í ljós að hann var lesblindur.

„Við gáfumst þó ekki upp við að leita frekari hjálpar og töluðum við fleiri sérfræðinga. Grétar var greindur með vott af athyglisbresti af völdum streitu í skólaumhverfi hans.“

Okkur var ráðlagt af fagmanni að láta hann skipta um skóla og það gerðum við. Það passaði vel því stutt var í að við fengjum afhenta íbúðina okkar, reyndar leiguíbúð en hún var til langframa og í draumahverfinu okkar.

Grétar var settur í sérdeild í nýja skólanum. Hann fékk góða kennslu þar en þurfti að auki sérstaka lestrarkennslu hjá sérfræðingi sem við þurftum að greiða fyrir. Hann sýndi gífurlega miklar framfarir á stuttum tíma. Við höfðum því miður ekki efni á því að greiða fyrir nema fimmtán skipti því fjárhagslegar aðstæður okkar voru slæmar á þessum tíma og hver tími dýr. Ég var tekjulaus heima með lítið barn og lengi óvinnufær vegna veikinda sem hófust á meðgöngu.

Þótt Grétari gengi betur og yrði læs á skömmum tíma hafði svo margt slæmt gerst í skólagöngu hans að það virtist vera óbætanlegt. Enn gekk honum illa að eignast vini og alltaf var eitthvert einelti í gangi sem virtist erfitt að uppræta.

Gjörbreyting

Við tókum þá ákvörðun, aðeins nokkrum árum eftir að við fluttum heim, að flytja aftur út á sama stað og við bjuggum áður. Ég vissi að ég ætti eftir að sakna vina og ættingja mikið og ekki yrði víst að við hefðum það svo miklu betra ytra. En við vissum að Grétar fengi betri þjónustu í skólanum og það réð úrslitum.

Grétar varð ofsaglaður þegar við sögðum honum frá því að við ætluðum að flytja og til að gera langa sögu stutta hefur honum gengið allt í haginn síðan hann komst „heim“. Í skólanum ytra var unnið mikið með hann og allir voru svo góðir við hann, jafnvel þótt hann hegðaði sér ekki alltaf vel. Smám saman breyttist það, hann hætti að vera í sífelldri vörn og fór að treysta fólki. Hann eignaðist tvo góða vini sem eru enn í dag bestu vinir hans.

Skólaganga Grétars varð ekki löng, mögulega vegna erfiðleikanna á Íslandi, en hann kláraði sitt með sóma og fór svo út á vinnumarkaðinn. Hann er góður og samviskusamur starfskraftur og nýlega var hann gerður að verkstjóra, sem hann átti fyllilega skilið. Hann er fluttur að heiman og farinn að búa með kærustunni. Hann talar íslenskuna ágætlega þótt hitt málið sé honum tamara en ég átti alveg eins von á því að hann týndi móðurmálinu niður aftur eftir að við fluttum.

Við hjónin erum virkilega ánægð með lífið þó að við finnum alltaf fyrir heimþrá annað slagið. Ég fékk bót meina minna með tímanum og góðri hjálp sjúkraþjálfara og hef getað unnið úti og við höfum það ljómandi gott. Mér finnst ólíklegt að við flytjum heim úr þessu, nema þá kannski í ellinni. Þótt ég sé sátt og hamingjusöm fyllist ég stundum reiði þegar ég hugsa út í það hvernig Grétar var svikinn af íslenska skólakerfinu um þau tækifæri sem hann átti fullan rétt á, bara vegna þess að hann passaði ekki í eitthvert mót.

Skemmtilegt tvist og algjört flæði

Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Hlynur Jakobsson frá sér plötuna Ambono 4 og er þetta fjórða hugleiðsluplata hans sem er öll tekin upp live.

Engin tölva var notuð við gerð hennar og mörg hljóðin eru tekin af gömlum sampling CD’s eða Hljóðsmala diskum sem Hlynur gróf upp úr kjallaranum hjá sér.

„Mér fannst þetta skemmtilegt tvist að taka upp plötuna á eins einfaldan hátt og í eins miklu flæði og hægt var. Platan tók ekki nema viku í vinnslu enda um algjört flæði að ræða.

Hinar ambient plötur Hlyns hafa notið vinsælda í slökunartímum landsins og mun þessi örugglega ná álíka vinsældum.

Sárnaði að vera sökuð um að hafa slæm áhrif

Arna Ýr Jónsdóttir gat ekki orða bundist í gær þegar hún fékk skilaboð frá ónefndri konu sem sakaði hana um að hafa slæm áhrif.

 

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn 21. júní. Arna Ýr hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um meðgönguna, brjóstagjöfina og fæðinguna síðan hún greindi frá því í desember að hún væri ófrísk. Viðbrögðin við þeirri opinskáu umræðu hafa verið jákvæð að mestu.

Í gær greindi Arna Ýr þó frá því að hún hefði fengið skilaboð sem henni sárnaði frá einum fylgjanda sínum á Instagram.

„Ég fékk sem sagt skilaboð um að ég hefði slæm áhrif með því að vera að deila jákvæðri brjóstagjafareynslu minni og jákvæðri fæðingarsögu minni. Vegna þess að þá væri ég að láta öðrum konum að líða illa sem kannski mjólka illa eða eiga slæma fæðingu að baki,“ sagði Arna Ýr á Instagram.

Hún tók fram að vanalega hunsar hún þau neikvæðu skilaboð sem henni kann að berast en í þetta sinn gat hún ekki orða bundist. „Ég veit alveg að allir vita að engin fæðing er eins og engin brjóstagjöf er eins og þetta er erfitt,“ sagði hún.

Arna viðurkenndi að henni hafi sárnað þessi skilaboð. „Mér finnst innilega leiðinlegt og lélegt að fólk vilji bara heyra það sem er erfitt, einhverjar hryllingssögur.“

Þess má geta að tæplega 60 þúsund manns fylgja Örnu á Instagram.

Mynd / Rut Sigurðardóttir

Nýr og formfagur borðlampin frá Gejst

Leery er nýr borðlampi frá danska hönnunarfyrirtækinu Gejst og er hannaður af Kasper Friis Egelund.

 

Kasper Friis Egelund er mastersnemi í húsgagnahönnun við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn og er aðeins 22 ára gamall.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann getið sér gott orð í hönnunarheiminum en Gejst hefur lagt metnað sinn í að gefa ungum og upprennandi hönnuðum tækifæri. Leery er hrár með mínimalisku ívafi og verður fáanlegur nú í ágúst.

Þessi formfagri lampi fékk í upphafi heitið Globe en skömmu áður en hönnunarferlið kláraðist var nafninu breytt í Leery.

Epal er söluaðili Gejst á Íslandi.

Lofar Uxa á næsta ári – „Partýið er fjarri því búið”

Kristinn Sæmundsson eða Kiddi Kanína hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli. Hann kom að hátíðinni Uxa árið 1995 og lofar annarri hátíð á næsta ári.

Kiddi eins og hann er oftast kallaður átti og rak goðsagnakenndu plötubúðina Hljómalind en verlsunin naut gríðarlegra vinsælda á tíunda áratugnum. Einnig hélt kappinn helling af mjög eftirminnilegum tónleikum og oft á tíðum var Brit Pop og Trip Hop í fyrirrúmi. Um verslunarmannahelgina árið 1995 fór tónlistarhátíðin Uxi fram og var hún strax afar umdeild.

Hátíðin var umdeild.

Fram komu nöfn á borð við Drumclub, Prodigy, Underworld, Aphex  Twin, Unun, Lhooq, Bubbleflies, SSSól og Olympiu en aðalnúmer hátíðarinnar var hins vegar Björk.

Eins og margir vita kom Kiddi Kanína að hátíðinni en hann lofar sérstakri afmælishátíð á næsta ári og í Facebook-færslu segist hann vera kominn með staðsetningu. Tónlistarunnendur og allir sem hafa gaman af framúrskarandi skemmtun ættu að setja sig í stellingar því Kiddi veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að tónleikahaldi.

Þangað til verður fólk að láta við heimildarmyndina duga en hana má sjá hér að neðan.

Mikil upplifun að heimsækja eþíópíska veitingastaðinn Minilik

Það var mikil upplifun fyrir blaðamann Gestgjafans og ljósmyndara að hitta Yirga Mekonnen sem rekur eþíópíska veitingastaðinn Minilik á Flúðum ásamt Árna Magnúsi Hannesarsyni manni sínum.

 

Þegar við stigum inn á staðinn upplifðu við okkur eins og við værum að koma inn í Afríku. Yirga tók á móti okkur í hefðbundnum klæðnaði frá heimalandinu, ilmur af mirru, skemmtileg afrísk tónlist og framandi matarlykt ásamt húsbúnaði og hlutum frá Afríku gerði upplifun okkar strax framandi og spennandi.

Í Eþíópíu er það siður að mata gesti meðan á máltíð stendur.

Í hefðbundinni matargerð í Eþíópíu eru margar tegundir af kryddi notaðar og margar þeirra eru ekki til hér á landi. Gaman var að fylgjast með Yirga blanda saman kryddi af natni sem hún notaði svo í sósur og mismunandi rétti. Í kjúklingaréttinn notaði hún kryddblönduna Berbere sem inniheldur 13-14 kryddtegundir. Kryddið er ekki sterkt en bragðmikið og skiptir öllu máli í matargerðinni.

Það sem stóð upp úr hjá okkur í ferðinni var þegar Yirga mataði okkur. Í Eþíópíu er það siður að mata gesti meðan á máltíð stendur. Þetta er gert til að sína viðkomandi virðingu. Á Minilik er þetta stundum gert við gestina og starfsfólkið kennir gestum líka réttu handtökin við að borða með höndunum.

Yirga Mekonnen rekur eþíópíska veitingastaðinn Minilik á Flúðum ásamt manni sínum.

Umfjöllunina um Minilik í heild sinni og fleiri myndir er að finna í 7. tölublaði Gestgjafans. Nældu þér í eintak en 8. tölublað Gestgjafans kemur í verslanir á fimmtudaginn.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

Umdeildur auðjöfur segist aðeins vilja vernda laxastofna

Jim Ratcliffe, breskur auðjöfur og landeigandi á Íslandi, vill stækka hrygnarsvæði laxa á Norðausturlandi. Stefnt er að byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. Þá er áætlað að framkvæmdirnar taki fimm ár.

Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Norðausturlandi. Margar hverjar liggja að gjöfulum laxveiðiám. Samanlögð stærð eignanna er um 1000 ferkílómetrar. Það er um 1% af Íslandi. Samkvæmt yfirlýsingu er ástæða kaupanna og fyrirhugaðra framkvæmda að vernda laxastofna. „Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi,” segir í tilkynningunni. „Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“

„Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars. Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum íþessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánnaum að veiddum fiski sé sleppt aftur.“

Eiga yfir 1% af Íslandi

Eins og áður segir Ratcliffe sölsað undir sig jarðir ásamt viðskiptafélögum sínum á Norðausturlandi. Samkvæmt samantekt Morgunblaðsins í fyrra eiga þeir hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þeirra eru í Vopnafirði og liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám. Meðal þeirra eru Selá, Vesturá, Hofsá og Sunnudalsá. Samanlögð stærð landsins, samkvæmt skráningu Nytjalands frá 2006, er ríflega 1000 ferkílómetrar. Það er um 1% alls landsvæðis Íslands.

Ratcliffe keypti eignarhaldsfélagið Grænaþing síðast liðinn nóvember. Með kaupunum eignaðist hann 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf. sem heldur utan um leigu á Selá og Hofsá. Félagið á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Þá á Strengur einnig veglegt veiðihótel við Selá.

Á meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá, Hofsá og Selá

RÚV greindi frá kaupum fjárfestingafélagsins Sólarsalir á Brúarlandi 2 í Þistilfirði síðastliðinn júlí. Félagið er í eigu Ratcliffe. Eftir kaupin eiga félög í hans eigu meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá sem er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði.

Fyrir á Ratcliffe jarðirnar Hvamm eitt, þrjú og fjögur í Þistilfirði. Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum og formaður veiðifélags Hafralónsár sagði í samtali við RÚV að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur við kaupin. „Alla vega hefur enginn hugmynd um þetta fyrr en það er búið að ganga frá þessu.”

Eins og þetta með að Brúarland sé byggt út úr Gunnarsstöðum og í óskiptu landi, þá höfum við ekki hugmynd um þetta fyrr en okkur er tilkynnt um þessa sölu,” sagði Jóhannes. „Ég held að skatturinn ætti nú að skoða þessi mál. Það er eini aðilinn sem hefur til þess tæki til hvernig þetta fer fram. Ég held að það sé svolítið mikið um það að þetta sé bara borgað allt með seðlum.“

Sjá Einnig: „Þetta er eins mikið kjaftæði og hugsast getur“

Forsetahjónin ánægð með helgina: „Við verðum að huga vel að líkama og sál, sem einstaklingar og sem samfélag”

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid eyddu Verslunarmannahelginni á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði. „Þar var gaman að vera, líf og fjör og allir í fínu skapi,” segir á Facebook síðu forsetans.

„Ég þakka öllum sem komu að skipulagi mótsins og undirbúningi, starfsliði og stjórn UMFÍ undir forystu Hauks Valtýssonar og heimafólki í Ungmennasambandinu Úlfljóti, auk annarra sem lögðu hönd á plóg,” skrifar Guðni og bætir við: „Einnig óska ég keppendum til hamingju með þeirra þátt, bæði þeim sem unnu til verðlauna og hinum sem mættu helst til þess að skemmta sér og reyna á sig í góðra vina hópi.”

Forsetahjónin nýttu tækifærið og kynntu sér mannlífið á Höfn í fylgd Matthildar Ásmundardóttur bæjarstjóra. „Við heimsóttum m.a. fólkið á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Skjólgarði og fórum í skemmtilega sögugöngu. Þá gengum við um vinnslusali hjá Skinney Þinganesi. Fróðlegt var að sjá hvernig nýjasta tækni og hagkvæmni er þar í fyrirrúmi. Ekki var síður notalegt að fara aðeins um borð í Jónu Eðvalds og njóta þar gestrisni skipverja. Þá var gaman að sigla um Hornafjarðarós. Við fórum um í blíðviðri og rólegheitum en auðvelt er að ímynda sér hversu vandasöm innsiglingin er þarna í vályndum veðrum. Heimsókninni lauk svo með því að við kynntum okkur kúabúið mikla á Flatey á Mýrum og nutum þar góðra veitinga.”

„Ég ítreka þakkir okkar til allra sem gerðu ferð okkar eins skemmtilega og raun bar vitni. Næsta unglingalandsmót verður á Selfossi að ári og landsmót fyrir fimmtíu ára og eldri verður í Borgarnesi.” Guðni hvetur unga sem aldna að kynna sér það sem er í boði á þessum viðburðum. Hann endar svo færsluna á skilaboðum um mikilvægi góðrar heilsu „Margt má deila um á vettvangi dagsins en bætt lýðheilsa er eitt helsta mál málanna til lengri tíma litið. Við verðum að huga vel að líkama og sál, sem einstaklingar og sem samfélag.”

Þorsteinn Kári sendir frá sér plötuna Eyland

Nýverið kom út platan Eyland með tónlistarmanninum Þorsteini Kára. Platan var lengi í vinnslu eða í kringum þrjú ár.

Á plötunni spila ýmsir listamenn úr hljómsveitum á borð við Völvu, Hindurvætti og Darth Coyote. Tónlistinni má lýsa sem blöndu af „folk“ og „indie“, en þó með áhrif úr hinum ýmsu áttum. Þorsteinn kemur frá Akureyri og hefur verið talsvert áberandi þar að undanförnu. M.B.S. Skífur gefur plötuna út og er hún aðgengileg á öllum helstu streymisveitum og að sjálfsögðu á Albumm.is.

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir vel ganga að koma fólki heim frá Eyjum eftir Þjóðhátíðarhelgina

|
Vestamannaeyjar - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: vestmannaeyjar.is

„Nóttin fór vel fram hjá okkur núna, öllu rólegri heldur en fyrri nótt,” segir Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, en Þjóðhátíð í Eyjum lauk í nótt.

Almennt gekk hátíðin vel en Tryggvi harmar þó ofbeldisbrotið sem átti sér stað í gær. Hann segir það setja svartan blett á helgina. „Þessi líkamsárás í gærmorgun, það setur svolítið strik í reikninginn. Þetta var alvarleg árás.” Tveir aðilar voru fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi í fyrrinótt eftir alvarlega líkamsárás. Þrír menn eru í haldi vegna rannsóknar á málinu samkvæmt tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt Tryggva gengur vel að ferja fólk frá Vestmannaeyjum. „Það er búið að flytja um 2000 manns frá því tvö í nótt,” segir Tryggvi um umferðina frá Vestmannaeyjum. Þá lítur allt út fyrir að biðlistinn klárist í dag. „Veðrið er flott og þannig að þetta er bara hið besta mál. Fólk fær fína ferð heim.” Þó má búast við einhverjum töfum og þungri umferð um landið, ekki síst á Suðurlandi vegna umferðar frá Landeyjarhöfn. „Við vorum búnir að undirbúa það fyrir helgina,” segir Tryggvi um samstarfið við lögregluna á Suðurlandi. „Þeir eru að láta fólk blása og eru búnir að taka einhverja skilst mér. Þeir passa upp á aksturinn, að menn séu í lagi.”

Kondí bílinn!

|
|

Síðast en ekki síst

Ég man að opið á milli trjánna var rétt nógu stórt. Ég leit aftur fyrir mig og sá rústrauða Fordinn niðri á tjaldstæði og pabba stumra yfir gamla A-tjaldinu frá Tjaldborg.

Ég hvarf í gegnum opið þar sem ævintýrin biðu í næstu laut. Ég lagðist í mosavaxinn skógarbotninn, angan af hálfvotu lyngi fyllti vitin og fuglarnir kitluðu eyrun með huggulegum söng. Býflugur suðuðu hjá og geislar sólar dönsuðu á milli skýjamynda fyrir ofan trjátoppana. Það var sumar, andinn var léttur, geðið var milt, áhyggjurnar áttu heima í háloftunum og ábyrgð var hugtak sem ég hafði ekki aldur til að skilja.

„Kondí bílinn,“ heyrði ég berast eftir blaktandi laufblöðum inn leynilundinn minn. Þetta var mamma. Ég rölti rólega úr himneskri sældinni í átt að tjaldstæðinu fullviss þess að þar biði mín sjóðheitt góðgæti beint af prímusnum. Mamma stóð við bílinn, allt var klárt. Nestið var smurt og töskurnar tetris-raðaðar í fimm sæta fólksbílinn. Ég settist södd og sæl í sætið mitt. Allt var í röð og reglu. Brakandi ferskur nýpúffaður koddi lá í aftursætinu og nýr ruslapoki hékk árvökull á gírstönginni. Ég veitti því ekki athygli þá en man það núna, að mamma var örlítið rjóð í framan, örlítið pirruð en brosti samt. Pabbi fór úr peysunni og dæsti þegar hann settist undir stýri. Svo þögðu þau dágóða stund.

Ég man þetta núna, 30 árum síðar, af því að í dag á ég fjögur börn. Ég skil núna. Ég er í sumarfríi, komin úr peysunni, örlítið rjóð í framan, örlítið pirruð en brosandi samt. Ég sé börnin njóta og ég sé ykkur líka, kæru foreldrar, í sumarfríi. Gangi ykkur rosalega vel og munið að fara öðru hvoru snemma að sofa.

Þrír fluttir á spítala eftir harðan árekstur á Suðurlandsvegi

Þrír slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi skammt austan við Rauðhóla, móts við Fjárborgir, í hádeginu í dag. Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 12:44. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt.

Þrír voru fluttir á Landspítalann, einn með alvarlega áverka en tveir með minni áverka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar slysið og ekkert er hægt að gefa út um ástæður þess að svo stöddu.

Suðurlandsvegur lokaður vegna Umferðaslyss

Suðurlandsvegur milli Hafravatnsvegs og Rauðhóla hefur verið lokað vegna umferðaslyss. Það liggur ekki fyrir að svo stöddu hve lengi lokunin verður. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Fólki er bent á að taka hjáleiðir, um Suðurstrandarveg, Bláfjallaveginn eða Hafravatnsveginn. Þeir  sem taka Hafravatnsveginn skulu passa að fylgja vegi og alls ekki slóða. Mikið umferðaröngþveiti er á slóða út frá Hafravatnsveginum.

Uppfært: Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er búið að opna fyrir alla umferð á Suðurlandsvegi. „Við biðjum ökumenn að sýna þolinmæði – búast má við töfum og hægri umferð þegar komið er til borgarinnar,“ segir í tilkynningunni.

„Upptökuklefinn var gömul Toyota Corolla“

|
Vonir standa til að samningar náist við kennara fyrir haustið svo ekki komi til verkfalla|Sigríður Björk Einarsdóttir

Þorbjörn Einar Guðmundsson sem margir þekkja undir nafninu BLKPRTY hóf tónlistarferilinn á unglingsárunum og hefur samið tónlist fyrir bæði íslenska og erlenda listamenn.

Hæfileikar Þorbjörns liggja þó ekki einungis í tónlistinni en hann hefur alltaf verið að teikna, mála og graffa. Þorbjörn hefur sýnt verk sín víða um heim en það var ekki fyrr en hann fór í sitt fyrsta húðflúr sem hann áttaði sig á því að hann væri á réttum stað á réttum tíma.

„Ég kynnist Jason Thompson á tattústofu sem hann vann á í miðbænum og þá áttaði ég mig á því að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Á þeim tíma voru svo fáar stofur á landinu og erfitt var að komast inn sem lærlingur,“ útskýrir Þorbjörn.

Stuttu seinna ákvað hann að fara í listnám og háskólanám og segist allst ekki sjá eftir því þar sem það hafi gefið honum rosalega mikið. „Eftir að ég útskrifaðist fór ég að starfa sem grafískur hönnuður, vefhönnuður, „animator“ og í allskonar markaðsetningu og á samfélagsmiðlum. Þegar Jason Thompson og Ásthildur konan hans opnuðu Black Kross Tattoo fengu þau mig til að sjá um kynningar og samfélagsmiðla fyrir sig. Að auki gafst mér tækifæri til að læra að flúra og ég stökk á það. Auðvitað er alltaf erfitt að læra eitthvað nýtt en trikkið er að gefast ekki upp og það hefur hjálpað mér í öllu sem ég hef gert,“ segir hann og bætir við að hann hafi mest flúrað í hefðbundnum stíl en sé einnig að prófa sig áfram með „calligraphy“ og „black and grey relistic“ þar sem áhugi hans liggur svolítið núna.

Byrjaði 12-14 ára í tónlistarsköpun

Tónlistarsköpunin er aldrei langt undan en eins og fyrr segir byrjaði hann ungur að fikta við tónlist. Í kringum 1998 kynnti bróðir hans tónlistarforritið FL Studio honum fyrir og þá prófaði hann fyrst að gera sína eigin tónlist sem hann hóf svo að gera fyrir alvöru 12-14 ára gamall. „Þá var ég kominn með góð tök á forritinu og kunni að „sampla“ af plötum og farinn að gefa út lög,“ segir hann. „Garðar frændi minn, betur þekktur sem Kilo, fór semja texta yfir taktana mína og við tókum upp fyrstu lögin okkar uppi á lofti heima hjá mér. Svo kynnumst við fljótlega Ella félaga okkar, betur þekktum sem El Forte, og þá fórum við að taka upp í skúrnum hjá honum nánast daglega, en upptökuklefinn var gömul Toyota Corolla þar sem rapparar þurftu að sitja í aftursætinu í bílnum inni í skúr með hljóðnemann hangandi í loftinu á bílnum,“ útskýrir hann og hlær.

Flakkarinn með efninu hrundi

Í kringum 2009-2010 kynnist hann Emmsjé Gauta og Reddlights og fer að gera tónlist með þeim. Við tökur á tónlistarmyndbandinu Hemmi Gunn með Emmsjé Gauta kynnist hann svo Arnari og Helga í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Stuttu seinna gera þeir lagið Lupus Lupus. „Eftir það buðu þeir mér að koma í bandið og ég gerði með þeim fyrstu plötuna, Föstudagurinn Langi, og sá um að DJ-a á tónleikum. Við gerðum heila plötu eftir það sem fékk aldrei að líta dagsins ljós þar sem flakkarinn okkar hrundi með öllu efninu.“

Í millitíðinni kynnist hann Gísla Pálma og fleiri listamönnum og fór að fókusera meira á sólóefni og pródúsera undir nafninu Blkprty. „Sólóefnið mitt er frekar festival-miðað en blanda af „trap, house, hardstyle, moombathon, psy trans“ og fleiru,“ lýsir hann og bætir við hann hafi spilað á Miami Music Festivali fyrr á árinu við góðar undirtektir þar sem hann kynntist frábæru fólki.

Þorbjörn hefur unnið með og samið tónlist fyrir fjölmarga listamenn bæði hér heima og erlendis. Hann segist mikill aðdáandi útgáfufyrirtækjanna Barong Family og Yellow Claw. „Ég spjallaði við forsvarsmenn þeirra um daginn og við renndum yfir slatta af óútgefnu efni frá mér þannig það er aldrei að vita nema komi eitthvað frá mér þaðan,“ segir hann og glottir.

22 ára afmæli Kylie Jenner fagnað á 30 milljarða króna snekkju

|||||
Jordyn og Kylie voru eitt sinn óaðskiljanlegar.

Raun­veru­leika­stjarn­an og snyrti­vöru­fram­leiðand­inn Kylie Jenner fagnar 22 ára afmæli næstu helgi. Hún ætlar að fagna deginum á 30 milljarða króna risasnekkju. Meðal gesta verður söngkonan Nicki Minaj og fyrirsætan Winni Harlow. Þá má reikna með öllum Kardashian-Jenner fjölskyldumeðlimum.

Tranquility snekkjan er útbúin svítu og einkaklefum fyrir 22 gesti ásamt heilsulind, snyrtistofu bíósal, heilsurækt, sundlaug, útibar og þyrlupall svo fátt eitt sé nefnt. Fríðindunum fylgir svo 29 manna áhöfn. Snekkjan er hönnuð af Winch design og Oceanco.

Samkvæmt the Daily Mail er stefnan tekin á Miðjarðarhafið. Reikna má með að þetta verði eitt stærsta og veglegasta teiti Kardashian-Jenner fjölskyldunnar. Vikuleiga á snekkjunni er um 150 milljónir íslenskra króna. Kylie ætti að eiga fyrir partýinu en hún er yngsti millj­arðamær­ing­ur sögunnar, af eigin ramleik, sam­kvæmt Forbes. Auðæfi hennar eru metin á um milljarð dollara. Hér að neðan má sjá myndir af snekkjunni

Svítan um borð Tranquility
Baðherbergi innan út svítunni
Útilaugin á snekkjunni
Setustofa á efri hæð
Borðstofa á neðri hæð

Hamfarahlýnun á Norðurslóðum

Mynd/Pixabay

Það er ekki bara á Íslandi sem jöklar og ís bráðna í hitanum því á Norðurslóðum stefnir í metbráðnun nú þegar leifarnar af hitabylgjunni í Evrópu ganga yfir Grænland og Norðurheimskautið.

Washington Post fjallaði um málið og segir að veðurfar í ár hafi verið með þeim hætti að búast megi við gríðarlegri bráðnun á öllu svæðinu næstu daga. „Það lítur út fyrir að stórviðburður sé að eiga sér stað á Norðurheimskautinu,“ segir Zack Labe, vísindamaður við Kaliforníuháskóla.

Aðstæður á Norðurslóðum minna vísindamenn um margt á árið 2012 þegar íshellan á Norðurheimskautinu bráðnaði óvenjulega hratt og mældist í lok þess sumars í sögulegu lágmarki. Það sama gerðist á Grænlandsjökli og var talað um hamfarahlýnun í því samhengi. Hvort nýtt og óæskilegt met verði slegið í ár kemur í ljós í september en gervihnattamyndir gefa vísbendingar um að svo verði.

En það er ekki bara bráðnun íss sem veldur áhyggjum því aldrei áður hafa kviknað jafnmargir gróðureldar á Norðurslóðum og hafa yfir 100 slíkir verið skrásettir undanfarna tvo mánuði. Júnímánuður var sá hlýjast sem mælst hefur í Alaska og hafa yfir 800 þúsund hektarar lands orðið eldi að bráð. Á afskekktum svæðum Síberíu hefur gróðurelda einnig orðið vart.

 

Ferðatímaritið Conde Nast fjallar um áhrif falls WOW Air á íslenskt efnahagslíf

Flugsætum til og frá Íslandi hefur fækkað um 27.5% samkvæmt ítarlegri umfjöllun ferðatímaritsins Conde Nast um áhrif falls WOW air á íslenska ferðaþjónustu.

Samkvæmt umfjöllun blaðsins komu 2.3 milljónir til Íslands árið 2018. Ekkert bendir til annars en að gríðarlegur samdráttur verði árið 2019. Þá kemur fram að árið 2013 hafi fjöldi ferðamanna aukist um 25% og vöxtur haldið áfram næstu ár. 2016 hafi ferðamönnum fjölgað um 38%

Conde Nast tengir mikla fjölgun ferðamanna meðal annars við WOW Air og sama á við um hraðan samdrátt. WOW Air hafi boðið ferðir frá bandarískum borgum eins og St. Lois, Cincinnati og Cleveland fyrir allt niður í $99.

Boeing Max kyrrsettning og fall WOW Air

Set Kaplan, fréttamaður sem sérhæfir sig í flugiðnaði, segir WOW air mikilvægustu fréttina í leit að svörum um hvað valdi samdrætti í íslenskum ferðaiðnaði. Kyrrsetning Boeign Max véla Icelandair er einnig nefnd sem hluti af erfiðleikum íslenskar ferðaþjónustu. Icelandair eigi níu vélar sem hafi verið kyrrsettar og því ekki í notkun yfir háannatíma. Bent er á að Icelandair hafi nýlega sagt upp 45 flugmönnum.

Hópur fólks verðlagður burt frá Íslandi

Í umfjöllun Conde Nast er gerð tilraun til að útskýra hvers vegna áhrif falls WOW eru svo mikil. Bent er á að verðlag á Íslandi sé talsvet hærra en almennt gengur og gerist í Evrópu. Hótel séu 10% til 32% dýrari á Íslandi en meðaltalið í Evrópu. Veitingastaðir 44% dýrari og áfengi 123% dýrara en gengur og gerist.

Klósettpappír og kirkjugisting

Chris Gordon hjá fyrirtækinu Icepedition travel segir aðdráttarafl WOW hafa verið mikið og að flugfélagið hafi sótt fjölbreyttan hóp viðskiptavina, þar á meðal hagsýnan hóp ferðalanga. Ein afleiðing þess hafi verið gríðarlegt magn af netsíðum með ráðleggingum um hvernig ferðast mætti um Ísland með ódýrum hætti. Sum þessa ráða hafi ekki endilega verið gagnlegar né sérstaklega sannar. Fólk hafi spurt hvort það ætti að taka með sér granólastykki og hrísgrjón. Þá hafi furðuleg uppátæki átt sér stað sem hafi komið Íslendingum í opna skjöldu. Þannig hafi verið brotist inn í kirkju og sofið í henni. Fólk hafi gengið örna sinna í görðum og fjölfarnir staðir hafi verið útataði klósettpappír.

Hverjir eru valkostir Íslands?

Forseti Kína

Íslandi stendur til boða að taka þátt í Belti og braut, sem er risavaxið innviða- og fjárfestingaverkefni sem kínversk stjórnvöld standa fyrir. Ávinningurnn gæti verið mikill en um leið eru ýmsar ógnanir.

Þetta kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu Kjarnans sem birtist í Mannlífi 2. ágúst.

Í raun er því ekkert til fyrirstöðu og geta íslensk stjórnvöld ákveðið sína stefnu gagnvart verkefninu. Þátttaka gæti aukið fjárfestingar á Íslandi og auðveldað uppbyggingu innviða, einnig gæti þátttaka greitt leið fyrir viðskiptum við Kína og styrkt almenn samskipti við fjölmennasta ríki heims.

Því er ljóst að efnahagslegur hagur gæti orðið af þátttöku í verkefninu en hins vegar gæti þátttaka haft ýmsar ófyrirséðar stjórnmálalegar afleiðingar fyrir Ísland. Ákveði íslensk stjórnvöld að taka þátt í Belti og braut væri skynsamlegt að hafa öll ákvæði skýr hvað varðar fjárfestingar og framkvæmdir, til að mynda að kveða skýrt á um hvernig útboðum sé háttað. Jafnframt er mikilvægt að stíga varlega til jarðar og rýna ítarlega í hverjar afleiðingar þátttöku yrðu fyrir land og þjóð.

Hvað græða þátttökuríki á Belti og braut?

Þátttaka í verkefninu er sem stendur öllum ríkjum opin. Mörg þátttökuríki fagna verkefninu vegna aukinna kínverskra fjárfestinga þar sem mörg hver þeirra hafi þörf á að byggja upp innviði sína, til dæmis hafnir, lestarteina, hraðbrautir eða flugvelli.

Enn fremur gæti þátttaka aukið hraða viðskipta á milli þátttökuríkjanna við Kína og önnur lönd og þar með verið löndum til bóta. Talsmenn verkefnisins segja að það geti gert ríkjum kleift að þróa hagkerfi sín og jafnvel dregið úr fátækt.

Varðandi hvað þátttaka myndi þýða fyrir Ísland og hvaða breytingar það hefði í för með sér segir Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, í svari við fyrirspurn Kjarnans, að Belti og braut geti þjónað sem nýr vettvangur og veitt kínversk-íslenskri samvinnu ný tækifæri. Þátttaka Íslands myndi styrkja tengsl á milli landanna. Með stuðningi Beltis og brautar, AIIB og Silkivegssjóðsins gætu Kína og Ísland unnið betur saman með því að byggja tengslanet á sjó, lofti og á Netinu, auk þess að byggja innviði fyrir ferðamenn, koma á siglingaleiðum um Silkiveg norðurslóða, beinu flugi og 5G-samskiptakerfi.

Sendiherrann segir að þátttaka Íslands gæti aukið samvinnu í viðskiptalífi og verslun á milli landanna tveggja. Það sé vegna þess að hagvöxtur í Kína er stór hluti heimshagkerfisins og þurfi kínverski markaðurinn nú að mæta aukinni eftirspurn á vörum, þar á meðal á vörum frá Íslandi.

„Með batnandi lífskjörum kjósa fleiri og fleiri Kínverjar að ferðast utan landsteinanna. Ísland hefur fengið aukinn fjölda kínverskra ferðamanna árlega sem hefur aukið þjónustuviðskipti á Íslandi. Á sama tíma gæti Belti og braut stutt við fríverslunarsamning landanna okkar tveggja sem myndi efla vöxt tvíhliða viðskipta á vörum og þjónustu og samvinnu í netverslun og auka tvíhliða fjárfestingar,“ segir sendiherrann.

Hvað græðir Kína á Belti og braut?

Kínversk stjórnvöld eru undir formerkjum Beltis og brautar að fjárfesta í innviðum annarra ríkja til þess að vinna að markmiðum verkefnisins og auðvelda allan inn- og útflutning. Með aukinni innviðabyggingu í bæði nær- og fjærríkjum Kína mun flutningsgeta aukast og þar með gætu viðskipti Kína við önnur ríki aukist.

Ýmsir fræðimenn hafa bent á að kínversk stjórnvöld vilji gera Kína tæknivæddara og auka þróun ýmissa héraða ríkisins. Einkaneyslu þurfi einnig að auka til að halda uppi hagvexti ríkisins og verkefnið muni enn fremur styrkja gjaldmiðil ríkisins. Aðrir telja að verkefnið sé að mestu strategískt, til að mynda í Indlandshafi. Stærra net hafna í hafinu tryggi Kína aðgengi að sjóleiðum sem sé bráðnauðsynlegt fyrir ríki eins og Kína sem byggir sinn efnahag á útflutningi.

Alla fréttaskýringuna má lesa hér.

 

Raddir