Miðvikudagur 23. október, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þreföldun í framleiðni heimsins á tuttugu árum skilar sér ekki til launafólks

„Misrétti hefur aukist til muna síðustu áratugi. Framleiðni í heiminum hefur þrefaldast á síðustu 20 árum en þessi auður hefur ekki skilað sér til vinnandi fólks í gegnum laun eða bætta innviði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í 1. maí ávarpi sínu.

„Þvert á móti hafa möguleikar til auðsöfnunar og skattaundanskota aukist hjá fáum ofur ríkum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Fólk, þjóðir og samfélög sem farið hafa halloka kenna stjórnmálunum eðlilega um sem hefur leitt til þess að traust til stjórnmálamanna fer stöðugt minnkandi. Það sem verra er; traust til lýðræðis fer þverrandi. Einhverjir sjá sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu og jafnvel að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum. Baráttan hlýtur alltaf að snúast um að auðnum sé skipt með sanngjörnum hætti og að stórfyrirtæki og auðmenn greiði sinn sanngjarna skerf til samfélagsins,“ segir forseti ASÍ.

Hún segir áherslur Alþýðusambandsins og aðildarfélaga á breytt samfélag í gegnum skatta og önnur stjórnvaldstæki hafi vakið athygli út fyrir landsteina. „Þegar verkalýðshreyfingin allt í kringum okkur berst í bökkum og háir varnarbaráttu fyrir áunnum réttindum þá sækjum við fram með miklar kröfur á stjórnvöld um jafnara og betra samfélag fyrir alla. Í aðdraganda kjarasamninga fáum við að heyra að lægstu laun séu há hér á landi í samanburði við önnur lönd og jöfnuður hvergi meiri. Gott og vel, en önnur lönd eiga ekki endilega að vera viðmiðið heldur það sem okkur sjálfum þykir sanngjarnt og réttlátt. Við erum því í forystu annarra landa um þessar mundir og bræður okkar og systur um heim allan fylgjast með.“

Hún segir verkalýðshreyfinguna aldrei mega gefa afslátt af áunnum réttindum.  „Það eru stór verkefni sem bíða okkar en verkalýðshreyfingin á Íslandi er vel skipulögð grasrótarhreyfing og tilbúin í það sem koma skal. Krafa okkar í dag er meiri jöfnuður og samfélag þar sem allir fá tækifæri til að blómstra. Förum þangað og öllum farnast betur.“

Þrjú börn dottið af Sundvik skiptiborðum þegar plötur losnuðu

Sænsku húsgagnakeðjunni IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um að börn hafi dottið af Sundvik skiptiborðinu þegar plata á borðinu losnaði.

IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um atvik þar sem plata á Sundvik skiptiborði hefur losnað og barn dottið af skiptiborðinu. Þetta kemur fram á vef IKEA. Þar segir einnig að í öllum tilvikum hafi öryggisfestingar ekki verið notaðar eins og tiltekið er í leiðbeiningum.

„Vöruöryggi er okkur gríðarlega mikilvægt hjá IKEA og okkur þykir afar leitt að heyra af þessum atvikum. Við erum jafnframt þakklát fyrir að börnin slösuðust ekki alvarlega. Við höfum gripið til fyrirbyggjandi aðgerða og gerum leiðbeiningar enn skýrari,“ segir yfirmaður Barna IKEA, Emilie Knoester.

Í tilkynningu frá IKEA er fólk sem notar Sundvik skiptiborðið hvatt til að kanna hvort skiptiborðsplatan sé fest rétt á. Hafi öryggisfestingarnar, sem notaðar eru til að festa plötuna á borðið, týnst geta viðskiptavinir haft samband við þjónustuver IKEA.

Svona lítur skiptiborðið úr Sundvik línunni út.

Glittir í nýtt vinnumarkaðsmódel?

Höfundur / Ólafur Stephensen

Íslenzka vinnumarkaðsmódelið – hvernig atvinnurekendur og launþegar nálgast það að semja um kaup og kjör – hefur verið týnt í nokkur ár. Það er ekki úr vegi að velta því fyrir sér á baráttudegi verkalýðsins hvort horfur hafi farið batnandi á að það finnist aftur.

Þjóðarsátt tók við af kollsteypum

Áratugum saman var ekki nokkurt einasta vit í kjaraviðræðum á íslenzkum vinnumarkaði. Samið var um nafnlaunahækkanir sem engin innistæða var fyrir hjá atvinnulífinu og allir vissu að myndu ekki skila sér til launafólks. Þrátt fyrir að vera stundum upp á tugi prósenta, brunnu þær upp í gengisfellingum og óðaverðbólgu.

Breyting varð á þessu með þjóðarsáttarsamningunum 1990, þegar tókst að ná saman um hóflegar launahækkanir og ná verðbólgunni niður í eins stafs tölu. Það sem ekki tókst að breyta var að opinberir starfsmenn fengu áratugina á eftir almennt talsvert meiri launahækkanir en fólk á almennum vinnumarkaði. Óhætt er að segja að sú þróun hafi farið úr böndunum á árunum 2014-2015 þegar opinberir starfsmenn knúðu fram launahækkanir sem settu allan vinnumarkaðinn á annan endann.

Stefnt að norræna módelinu

Með SALEK-samkomulaginu svokallaða 2015 því átti að reyna að innleiða nýtt vinnumarkaðsmódel að norrænni fyrirmynd. Ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið skrifuðu undir SALEK var að menn sáu að það gekk ekki upp að samtök opinberra starfsmanna yrðu leiðandi í launahækkunum á vinnumarkaði. Að baki þeirri vissu liggur sú einfalda staðreynd að einkageirinn stendur undir rekstri opinbera geirans. Ef fyrirtækin ganga ekki nógu vel til að greiða starfsfólki sínu hærri laun, er fráleitt að þau og starfsmenn þeirra fjármagni launahækkanir opinberra starfsmanna.

Segja má að með SALEK hafi menn hafi sætt sig við orðinn hlut – að samið hefði verið um of miklar hækkanir við opinbera starfsmenn og bæta yrði stéttarfélögum á almenna markaðnum það upp – en jafnframt ákveðið að læra af mistökunum og taka upp ný vinnubrögð.

Hagur atvinnulífsins ráði

Samkomulagið kvað líka á um að bæta ætti þekkingu og vinnubrögð við undirbúning og gerð kjarasamninga með Norðurlöndin sem fyrirmynd. Markmiðið var að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. „Á hinum Norðurlöndunum hefur tekist að auka kaupmátt tvisvar sinnum meira á ári síðustu 15 árin en hér á landi. Auk þess er samkomulaginu ætlað að stuðla að friði á vinnumarkaði og auknum stöðugleika,“ sagði í kynningu ASÍ á samkomulaginu.

Meiningin var að reyna að greina hver framleiðniaukningin væri í hagkerfinu og við hvaða launahækkanir útflutningsgreinarnar réðu, og láta svo launastefnuna almennt ráðast af því – eins og gerist í öðrum norrænum ríkjum.

Raunveruleikatenging með falli WOW

SALEK stóð frá upphafi veikum fótum vegna þess að hluti samtaka opinberra starfsmanna vildi ekki skrifa undir það og taldi sig ekki fá nóg út úr því. Úrskurðir kjararáðs um laun embættismanna vorið 2017 greiddu því svo náðarhöggið. Þar við bættist að til valda í verkalýðshreyfingunni komust nýir forystumenn, sem töluðu á þann veg að það væri ekki geta atvinnuveganna til að greiða laun sem ætti að ráða launahækkunum, heldur þeirra eigin skilgreining á hvað fólk þyrfti að fá í laun til að ná endum saman.

Um tíma leit út fyrir að við værum að fara aftur í sama gamla farið, þar sem vinnuveitendur sæju sig tilneydda að semja um launahækkanir sem ekki væri innstæða fyrir og yrðu hafðar af launþegum með verðhækkunum og gengislækkun. Fall WOW air varð hins vegar til þess að veruleikatengja kjaraviðræðurnar býsna snögglega – fólk sá að greinin, sem verkfallsaðgerðir stéttarfélaga höfðu beinzt að, ferðaþjónustan, hafði fengið stóran skell. Niðurstaðan, lífskjarasamningurinn svokallaði, er að mörgu leyti miklu fremur í anda SALEK-samkomulagsins en hinna digru yfirlýsinga nýrrar verkalýðsforystu fyrir nokkrum mánuðum.

Sanngjörn skipting, lágir vextir og verðbólga

Þannig kveður samningurinn á um hóflegar launahækkanir, þótt vissulega fái þeir lægst launuðu drjúga hækkun í prósentum talið. Í honum er jafnframt bein tenging á milli launahækkana og gengis atvinnulífsins – ef hagvöxtur fer yfir tiltekin mörk, hækka laun meira en ella. Þannig er samið um sanngjarna skiptingu ávinningsins af rekstri fyrirtækjanna á milli eigenda þeirra og launþega. Á meðal markmiða samningsins er verðlagsstöðugleiki. Samtök atvinnurekenda og launþega hafa staðið saman að því að hvetja fyrirtæki eindregið til að halda verðhækkunum í skefjum eftir að samningurinn var gerður. Lífskjarasamningurinn á líka að stuðla að vaxtalækkun. Seðlabankastjórinn benti á það í grein í Morgunblaðinu í vikunni að verðbólguvæntingar – sem höfðu rokið upp eftir að kröfugerð stéttarfélaga varð opinber – hefðu aftur tekið dýfu eftir að samningurinn var gerður. Þess vegna væri nú svigrúm til vaxtalækkunar.

Þetta er mun jákvæðari mynd af ástandi efnahagslífsins en margir þorðu að vona fyrir fáeinum vikum. Það er ekki þar með sagt að nýtt vinnumarkaðsmódel sé fundið – en það grillir mögulega í útlínur þess. Ýmislegt getur komið í veg fyrir að það finnist, til dæmis að þau stéttarfélög á almenna markaðnum sem eiga eftir að semja, geri óraunhæfar kröfur sem þau fylgi eftir með verkfallsaðgerðum, eða að opinberir starfsmenn vilji hefja nýtt „höfrungahlaup“ sem leiðir okkur í enn einar ógöngurnar. Það er heldur ekki hægt að útiloka að einhvers staðar í stórfyrirtækjunum leynist enn sú ranghugmynd að það sé sniðugt að hækka forstjóra eða stjórnarmenn í launum um nokkur hundruð þúsund eftir að aðrir hafa fengið sautjánþúsundkall. Við skulum samt vona ekki.

Sameiginlegir hagsmunir

Ég leyfi mér að efast um að nokkur hafi skrifað á kröfuspjaldið sitt í dag „Við viljum nýtt SALEK-samkomulag“. Það er samt alveg ástæða til að ræða hvernig við þokum okkur aftur í átt að nýju vinnumarkaðsmódeli í norrænum stíl. Það er alveg áreiðanlega hagstæðara hagsmunum jafnt launafólks og atvinnurekenda en gamla kollsteypuaðferðin.

Alltaf verið óhræddur við að fara öðruvísi leiðir

Sýningin LIFANDI HEIMILI 2019 verður haldin í Laugardalshöll 17. til 19. maí. Sýningunni verður skipt upp í sýningarnar Nútímaheimilið og Barnið. Arnar Gauti Sverrisson er listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Sýningin Lifandi heimili er sölusýning þar sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér allt það helsta sem húsgagnaverslanir, hönnuðir og fyrirtæki sem tengjast heimilinu hafa upp á að bjóða.

Hlutverk Arnars Gauta er meðal annars að tryggja góða upplifun gesta. Spurður nánar út í hans hlutverk segir hann: „Mitt hlutverk er að halda utan um alla hugmyndavinnu í samstarfi við sýningarhaldara hjá Vista Expo. Stór þáttur í því er að hugsa út fyrir kassann hvað upplifun gesta varðar. Ég hef alltaf verið óhræddur við að fara nýjar og öðruvísi leiðir,“ segir Arnar sem er afar spenntur fyrir sýningunni.

Sérstakt fagráð hefur verið Arnari Gauta innan handar í hugmyndavinnu og skipulagi. Fagráðið samanstendur af Hallgrími Friðgeirssyni, innanhússarkitekt, og Sigríði Elínu Ásmundsdóttur, ritstjóra Húsa og híbýla, ásamt Arnari. „Þau koma með mikilvægt innleg inn í hugmyndavinnuna um hvernig er hægt að gera sýninguna sem besta. Þau koma svo til með að vera í dómnefnd sem velur frumlegasta sýningarstandinn, flottasta standinn og fleira,“ útskýrir Arnar Gauti.

Hægt að gera góð kaup á sýningunni

Spurður út í hvað sé það skemmtilegasta við það að undirbúa sýningu sem þessa segir Arnar Gauti: „Ég verð að segja að það sé skemmtilegasta við þetta er að sjá sýninguna vaxa ár frá ári. Það var mjög vinsælt hérna áður fyrr að fara á heimilissýninguna og er Vista Expo að endurvekja þennan áhuga hjá bæði sýnendum og gestum með þessari sýningu. Árið 2017 var fyrsta heimilissýningin haldin á þeirra vegum og tókst hún mjög vel.“

Arnar segir að verkefnið sé skemmtilegt en einnig krefjandi: „Það sem er mest krefjandi er að sjá til þess að öll plön gangi upp, sérstaklega þau sem snúa að því að setja upp sýningastandana. Þetta er stórt tækifæri fyrir fyrirtæki að sýna andlit sitt fyrir um það bil 35.000 manns á tveimur dögum.“

Arnar lofar miklu lífi og fjöri í Laugardalshöllinni þessa helgi: „Þarna verður margt fólk og flott fyrirtæki að sýna allt það helsta og flottasta sem tengist heimilinu. Þarna verður hægt að gera góð kaup.“

Arnar segir að gestir sýningarinnar geti látið sér hlakka til ákveðins „wow factors“, eins og hann kallar það, sem mun setja sterkan svip á helgina: „Ég get ekki sagt hver þessi „wow factor“ eins og er, ekki fyrr en ég er búinn að hnýta síðustu hnútana. En við skulum segja að það ætti ekki að fara fram hjá neinum þegar þetta atriði verður kynnt,“ segir Arnar að lokum.

Áhugasamir geta kynnt sér Lifandi heimili nánar hérna.

Sjá einnig:  „Stærsta sýningin sem haldin er fyrir almenning hér á landi“

Dásamlegt og öðruvísi sumarhús í Kjós

Í Kjós í Hvalfirðinum er fjöldi fallegra sumarhúsa sem snúa í átt til sjávar en útsýnið er afar fallegt. Eitt sumarhúsanna er í eigu Hildu Allansdóttur sem við heimsóttum í fyrra.

Hilda er hárgreiðslukona og blómaskreytir að mennt en ásamt því að starfa við hárgreiðslu hefur hún keppt í fitness og unnið til fjölda verðlauna.

Gamlir hlutir með góðar minningar

Hilda á íslenska móður en faðir hennar er frá Palestínu. Sem barn ferðaðist Hilda með fjölskyldunni í þónokkur skipti til Palestínu en vegna veikinda föður hennar ákváðu þau að setjast alfarið að á Íslandi.

Í frítíma sínum hefur Hilda lagt stund á að gera upp sumarhúsið sitt í Kjós.

Stærsta áhugamál Hildu er hreyfing og heilbrigður lífsstíll en hún hefur einnig mikinn áhuga á eldamennsku. Í frítíma sínum hefur Hilda lagt stund á að gera upp sumarhúsið sitt í Kjós. Hún segir að uppáhaldslitur sinn sé svartur og bústaðurinn ber þess merki. Hann er sérstakur fyrir þær sakir að ólíkt mörgum öðrum bústöðum er hann málaður grár að utan en svartur að innan en yfirleitt er því öfugt farið.

Uppáhaldslitur Hildu er svartur og bústaðurinn ber þess merki.

Hún hefur einnig sankað að sér ýmsum hlutum í gegnum árin og kýs að blanda saman nýjum hlutum og gömlum með góðar minningar. Gott dæmi um það er skemmtilegt reiðhjól á efri hæðinni en á því reiðhjóli hjólaði pabbi hennar uppi við Rauðavatn þar sem þau bjuggu þegar Hilda var barn. Hún, ásamt systkinum sínum, sat svo í körfunni framan á hjólinu meðan pabbi hennar hjólaði og þannig ferðuðust þau um svæðið.

Hjólið hefur fylgt Hildu frá barnæsku og hefur mikið tilfinningalegt gildi.

Fallegt útsýni yfir fjörðinn

Húsið samanstendur af tveimur svefnherbergjum, baðherbergi, eldhúsi, stofu og forstofu ásamt svefnlofti sem er líka nokkurs konar setustofa. Gólfið á svefnloftinu er svartmálað með mattri áferð og loftin hvít sem er sniðug leið til þess að ýkja lofthæðina.

Á efri hæðinni eru einnig svalir með dásamlegu útsýni yfir allan Hvalfjörðinn og fjallgarðinn í kring og segist Hilda njóta þess mjög, fjarri amstri borgarinnar.

Ullarpeysan sem hangir á veggnum átti Hilda þegar hún var barn.
Í Kjós í Hvalfirðinum er fjöldi fallegra sumarhúsa.

Húsgögnin eru héðan og þaðan en Hilda segist kaupa það sem henni þykir fallegt óháð því hvar það fáist, hún eltist ekki við  merkjavörur. Einnig er hún dugleg að búa til hluti sjálf en menntun og reynsla hennar úr blómaskreytingunum kemur sér þar vel.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Eldhúsið er virkilega flott.
Myndirnar tók Aldís Pálsdóttir.

Hvetja fólk til að sniðganga Ömmubakstur

Gulu vestin hvetja almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri.

„Kapítalisminn hefur mörg andlit en aðeins eitt eðli, eiginhagsmuni. Ömmubakstur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur lýst því yfir að vilja taka strax af láglaunafólki allan ávinning af launahækkunum nýgerðra kjarasamninga. Það eru ekki góðlegar ömmur sem standa að þessu fyrirtæki, eldri konur sem hafa lært það af reynslunni að ekkert er mikilvægara en að hlúa að ungviðinu og þeim sem eru fátæk, lasin eða standa af öðrum ástæðum veikt í samfélaginu. Ó, nei, Ömmubakstur er í reynd ömurlegt kapítalískt fyrirtæki sem er skítsama um neytendur og launafólk en hefur þann eina tilgang að gera eigendur sína enn ríkari.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá Gulu vestunum á Facebook, þar sem hreyfingin hvetur almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri. Tilefnið virðast vera fullyrðingar forsvarsmanna fyrirtækisins um að þeir muni hækka verð á öll­um vör­um Ömmu­bakst­urs. Gæðabaksturs og Kristjáns­baka­rís um 6,2% frá og með 1. maí vegna launahækkana kjarasamninga.

Í ljósi þessara fyrirætluðu hækkana sagði Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, við Vísi að fyrirtækið væri einfaldlega knúið til að hækka verð. Það væri ekki aðeins vegna kjarasamninga heldu einnig vegna hækkunar á hráefni. „Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ sagði Vilhjálmur ennfremur.

Eins og Mannlíf greindi frá, fyrst fjölmiðla, sýnir ársreikningur félagsins hins vegar að það er ágætlega statt. Árið 2017 hagnaðist Gæðabakstur til dæmis um rúmlega 87 milljónir og greiddi félagið um 60 milljónir í arð.

Númeraður vínyll í takmörkuðu upplagi

Skuggasveinn var að senda frá sér EP plötuna Lifandi. Um er að ræða fjögurra laga plötu hlaðna af hljóðgervlum og söng.

Platan mun koma út í mjög takmörkuðu upplagi í númeruðum vínyl (30 eintök) og verður afhent á næstu tíu dögum en það er Studio Fræ sem hannar plötuumslagið. „Platan er eins konar intro að Skuggadansi, sem er LP platan sem ég hef verið að vinna að í nokkur ár og kemur út í lok þessa árs eða byrjun næsta,“ útskýrir hann.

Útgáfutónleikarnir verða á Kex Hostel 25. maí þar sem Lifandi verður spiluð ásamt smá broti af Skuggadans.

Mikil reynsla og ákveðin áskorun

Tónlistarkonan gyda gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Andartak. Platan var unnin í samstarfi við pródúserinn Fannar Frey en saman sömdu þau og útsettu öll lögin á plötunni.

„Við byrjuðum að semja saman lög fyrir ellefu mánuðum síðan. Í gegnum þessa ellefu mánuði og fram að okkar elleftu laga plötu, Andartak, sem kom út þann 29. mars hefur þetta verið mikil reynsla og ákveðin áskorun þar sem við vorum bæði að prófa okkur áfram með allskyns hluti sem við höfðum hvorug gert áður. Við byrjuðum á því að semja fimm grunna að lögum og röðuðum þeim í röð sem myndi passa í sögulegu samhengi um unga ást. Við gáfum síðan út hvert lag með þriggja vikna millibili,“ útskýrir hún.

Eftir þetta ákváðu þau að klára bara heila plötu fyrst þau voru ennþá með fullt af hugmyndum í höndunum og fengu með sér frábært lið af fólki í ferlið.

„Textarnir fjalla ýmist um mjög persónulega hluti eða hugmyndir sem við fengum, en alla textana sömdum við í sameiningu. Platan myndir heild og hvert lag er púsluspil í þeirri heild.“

Samherjamenn kæra Má og aðra starfsmenn Seðlabankans til lögreglu

Már Guðmundsson

Þorsteinn Már Baldvinsson og stjórn Samherja hafa kært Má Guðmundsson og þrjá aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn Seðlabanka Íslands til lögreglu. Tilefnið er málarekstur Seðlabankans vegna meintra gjaldeyrislagabrota Samherja.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, á vef fyrirtækisins. Sem kunnugt er réðist Seðlabankinn í umfangsmikla rannsókn á Samherja vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Hófst rannsóknin með umfangsmikilli húsleit og áralangri rannsókn en öllum málum gegn fyrirtækinu hefur verið vísað frá af þar til bærum yfirvöldum.

Í yfirlýsingu Samherja segir að Seðlabankinn hafi formlega hafnað beiðni Samherja um sáttafund til að ákvarða bætur og málalok vegna „tilhæfulausra aðgerða bankans gegn Samherja sem staðið hafa í rúm sjö ár.“ Þetta hafi bankinn ákveðið þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi tjáð Alþingi að hann teldi slíkan sáttafund eðlilegan af hálfu bankans og að umboðsmaður Alþingis telji að bankinn eigi að eiga frumkvæði að því að enduregreiða álagða sekt.

„Aðgerðir Seðlabanka Íslands gegn Samherja eru fordæmalausar. Bankinn fór í húsleit án þess að hafa rökstuddan grun um brot, upplýsti fjölmiðlamenn um fyrirhugaða húsleit og sendi út fréttatilkynningu um víða veröld þar að lútandi þegar húsleitin var rétt byrjuð. Ekki nóg með að húsleitin byggðist á órökstuddum grun og kolröngum útreikningum sem dómstólar staðfestu seinna að hefðu verið rangir, heldur var seðlabankastjóra á þessum tíma kunnugt um veikan grundvöll gjaldeyrisreglna enda örfáum mánuðum áður búinn að ræða það sérstaklega á blaðamannafundi. Allt kom fyrir ekki, reitt var hátt til höggs og vorið 2013 kærði bankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir ætluð brot upp á tugi milljarða,“

segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að Samherji hafi reynt að ljúka málinu frá því í ársbyrjun 2017. Seðlabankanum hafi verið boðið til viðræðna um að bæta Samherja hluta þess kostnaðar sem hlaust af málinu en að seðalbankastjóri hafi kosið að hundsa það erindi. Það var svo 15. þessa mánaðar sem lögmaður Seðlabankans hafnaði formlegri beiðni um slíkt bréfleiðis. Aukinheldur hafi bankinn sent Þorsteini bréf þar sem bankinn kvaðst ekki ætla að endurgreiða þá sekt sem lögð var á Þorstein. Segir Þorsteinn að þessi tvö bréf séu lýsandi fyrir framkomu stjórnenda Seðlabankans og að málareksturinn hafi verið rekinn á annarlegum sjónarmiðum.

Vegna þessa muni Samherji höfða skaðabótamál gegn Seðlabankanum.

Enn fremur er fullyrt í yfirlýsingunni að starfsmenn Seðlabankans hafi tekið fjölmargar ákvarðanir um aðgerðir gegn Samherja „í vondri trú og gegn betri vitund.“ Slík háttsemi varði við refsilög og feli í sér ásetningsbrot um rangar sakargiftir. Þar sem almennir borgarar séu látnir sæta refsingu fyrir slíka framkomu sé rétt að starfsmenn Seðlabankans sitji við sama borð í þeim efnum.

„Stjórn Samherja og ég persónulega höfum því talið nauðsynlegt að beina kæru til lögreglu á hendur Má Guðmundssyni, Arnóri Sighvatssyni, Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, Rannveigu Júníusdóttur og Sigríði Logadóttur. Hefur kæra verið lögð fram hjá lögreglu. Þetta er ekki sú leið sem við hefðum kosið og höfum reynt að forðast en eins og hér hefur verið rakið er hún óhjákvæmileg,“

segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar. Már er sem kunnugt seðlabankastjóri en embættistími hans rennur út í lok sumars og er ráðningarferlið fyrir eftirmann hans þegar hafið. Arnór Sighvatsson er á meðal umsækjenda en hann var aðstoðarseðlabankastjóri um árabil. Ingibjörg Guðbjartsdóttir var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans áður en Rannveig Júníusdóttir tók við starfi hennar og Sigríður Logadóttir er yfirlögfræðingur Seðlabankans.

 

Vandamálið með Valitor

||
||

Arion banki á greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor í gegnum dótturfélag og ætlar sér að selja Valitor á árinu 2019. Til þess hefur bankinn ráðið alþjóð­lega bank­ann Citi til að veita sölu­ráð­gjöf.

Í fjár­festa­kynn­ingu bank­ans vegna árs­reikn­ings hans kemur fram að Valitor sé nú flokkað „sem starf­semi til sölu frá og með fjórða árs­fjórð­ung­i.“ Þar segir enn fremur að fyr­ir­hugað sölu­ferli Valitor sé komið á næsta stig og stefnt sé að því að mark­aðs­setn­ing hefj­ist á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019. Það þýðir fyrir mars­lok.

Vandamálið er að Valitor lítur að mörgu leyti ekkert sérstaklega vel út um þessar mundir. Valitor Holding, dótturfélag Arion banka sem heldur á eignarhaldinu, tap­aði 1,9 millj­arði króna í fyrra. Félagið hafði skilað um 940 milljón króna hagn­aði ári áður. Í árs­reikn­ingi Arion banka kom fram að tapið sé vegna fjár­fest­ingar í alþjóð­legri starf­semi Valitors og að það hafi haft tölu­verð áhrif á lak­ari afkomu sam­stæðu Arion banka. „Valitor er í mik­illi upp­bygg­ingu erlendis og hefur í þeim fasa verið rekið með rekstr­ar­tapi,“ segir í árs­reikn­ingn­um. Í þeirri upp­bygg­ingu hefur meðal ann­ars falist að ná í stóra við­skipta­vini á Írlandi og í Bret­landi.

Það er þó fleira sem tel­ur. Einn stærsti við­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færsluhirðingarviðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­skipta Valitor á árin­u.“

Til viðbótar var greint frá því í vikunni að héraðsdómur Reykjavíkur hafi gert Valitor að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) 1,2 millj­arða króna í skaða­bætur fyrir að slíta samn­ingi um greiðslu­gátt fyr­ir­vara­laust. Fjöl­mið­ill­inn Wikileaks tók við styrkjum fyrir starf­semi sína í gegnum greiðslu­gátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslu­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samn­ingnum fyr­ir­vara­laust.

 

Glæsilegur tískuþáttur í brúðkaupsblaði Vikunnar

Brúðkaupsblað Vikunnar kom út í mars en blaðið verður í verslunum út sumarið.

Í blaðinu er að finna spennandi viðtöl og fjölbreyttan fróðleik um brúðkaup. Í blaðinu er einnig glæsilegur tískuþáttur sem ætti að gefa mörgum verðandi brúðum hugmyndir.

Mynd / Aldís Pálsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Það var Aldís Pálsdóttir sem tók tískuþáttinn í Gamla rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal.

Myndir og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir
Förðun og stílísering: Natalie Kristín Hamzehpour
Fatnaður og fylgihlutir: Begga Bridals
Stílísering og umsjón fatnaðar: Laufey Finnbogadóttir
Hár: Íris Sveinsdóttir, með vörum frá Oolaboo
Módel: Hanna Rakel Barker og Þórhildur Steinunn
Brúðarvendir: Garðheimar

Lag í kjölfar ástvinamissis

Love & Light er nýtt lag sem tónlistarkonan Lexzi var að senda frá sér.

„Eina nótt var ég mikið að hugsa um ástvini sem ég hef misst og mikill söknuður helltist yfir mig og alls konar vangaveltur um líf og dauða. Ég settist við píanóið grátandi og þessi melódía kom um leið,“ segir Lexzi, sem samdi texta við lagið nokkrum dögum seinna.

Í fyrstu var hún ekki viss hvort hún vildi gefa lagið út, þar sem textinn var svo persónulegur en skipti um skoðun eftir að hafa spilað það fyrir nokkra vel valda aðila. „Ég er rosalega sátt við útkomuna,“ segir hún um lagið.

Gísli Þór lýsti erfiðum uppvaxtarárum í viðtali við Vikuna

||
|Gísli prýddi forsíðu Vikunnar í janúar árið 2009.|Gísli Þór lýsti erfiðum uppvaxtarárum í viðtali við Vikuna árið 2009.

Gísli Þór Þórarinsson, maðurinn sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt laugardags í þorpinu Mehamn í Noregi, sagði sögu sína í viðtali við Vikuna árið 2009. Þar lýsti hann uppvaxtarárum sínum og hvernig drykkja og fátækt einkenndi heimilislífið þegar hann bjó hjá móður sinni.

Gísli var þrítugur þegar viðtalið birtist. Hann lýsti því hvernig hann hafi búið hjá mömmu sinni en farið til pabba síns tvær helgar á ári, fyrir utan það var faðir hans ekki til staðar.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, maðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Noregi, grunaður um að hafa skotið Gísla til bana, er hálfbróðir Gísla. Þeir Gísli og Gunnar voru sammæðra og bjuggu þeir hjá móður sinni í æsku.

Í viðtalinu, sem Hrund Þórsdóttir tók, lýsti Gísli því að hann hafi oft þurft að fara svangur í skólann vegna þess að þeir peningar sem voru til á heimilinu voru notaðir til að kaupa áfengi og sígarettur í staðin fyrir mat. Þetta hafði áhrif á frammistöðu hans í skóla og var hann álitinn erfiður nemandi. „Ef enginn matur var í boði varð ég reiður og var álitinn erfiður, en ég var bara svangur,“ útskýrði hann.

Í viðtalinu kemur einnig fram að ýmis áföll í æsku hafi haft mikil áhrif á líf Gísla og systkina hans. „Þetta bitnaði á okkur systkinunum og í kjölfarið mynduðust sár sem aldrei munu gróa,“ sagði Gísli.

Í lok viðtalsins greindi Gísli frá því að hann hafi verið kominn á betri stað eftir að hafa unnið í sjálfum sér. „Ég hef látið þetta marka líf mitt töluvert og ákvað síðasta sumar að byggja líf mitt upp frá grunni. Ég fór að lesa mér til um alkóhólisma og afleiðingar hans, sbr. meðvirkni, og í kjölfarið fór ég að stunda líkamsrækt af kappi,“

Framtíð nýs Herjólfs í algjöru uppnámi

Gamli Herjólfur við bryggju í Landeyjahöfn.

Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna smíði nýs Herjólfs sem ætlað er að sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Svo gæti farið að samningum um smíði ferjunnar verði rift.

Íslenska ríkið og pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. sem var falið að smíða nýjan Herjólf hafa deilt hart um lokauppgjör vegna smíði ferjunnar. Til stóð að afhenda skipið um mitt síðasta ár en það hefur dregist vegna deilunnar. Pólska fyrirtækið telur sig eiga heimtingu á um milljarðs króna aukagreiðslu vegna breytinga sem gerðar voru að beiðni Vegagerðarinnar en íslenska ríkið telur ekki stoð fyrir slíkri greiðslu í samningum.

Fréttavefurinn Eyjar.net greindi frá því fyrr í dag að búið væri að rifta samningnum við Crist S.A. og að næsta skref fyrirtækisins væri að markaðssetja skipið til sölu. Er haft eftir Bjögvini Ólafssyni, umboðsmanni skipasmíðastöðvarinnar, að ríkið hafi gert kröfu á endurgreiðslu úr ábyrgðinni og túlkar hann það sem svo að ríkið sé í raun að rifta samningnum.

Eftir að fréttin fór í loftið sendi Vegagerðin frá sér tilkynningu þar sem segir að þetta sé ekki rétt túlkun. Hins vegar hafi Vegagerðin innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. Það komi í ljós í dag hvort Crist S.A. framlengi ábyrgðirnar. „Vegagerðin átti engan annan kost in innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Dásamlegt að klæðast silkináttkjól eftir langan dag

Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir verslar mest í second hand-búðum en skemmtilegast finnst henni að finna flíkur sem eru ekki endilega í tísku og gera þær að sínum eigin. Við fengum að skyggnast inn í fataskáp Söru.

„Ég myndi lýsa mínum persónulega stíl sem bæði töff og krúttlegum. Oftast mjög einföldum og þægilegum ofar öllu. Ég elska, sem dæmi, silkináttkjólinn minn sem er yfirburða þægilegur. Það er ekkert betra en að klæða sig í hann eftir langan dag,“ segir Sara en hún úskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2017 og hefur síðan skipst á að ferðast og vinna en hún stefnir nú á skiptinám.

„Ég tók sex mánuði í að vinna og ferðast en ég vann sem verslunarstjóri hjá Brauð&Co en fór svo í sex vikna ferðalag um Asíu. Í dag stunda ég nám við Háskóla Íslands þar sem ég er að læra félagsráðgjöf. Ég veit fátt skemmtilegra en að skoða heiminn og er spennt að læra meira og komast vonandi út í frekara nám.“

„Eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð.“

Spurð hvaðan Sara sæki innblástur nefnir hún fyrst nágranna okkar á Norðurlöndum. „Það eru margar töff skandínavískar stelpur á Instagram en annars finnst mér mest gaman að finna eitthvað sem er ekki endilega í tísku og gera það að mínu. Ég versla mest í second hand-búðum, Fatamarkaðinum og Gyllta kettinum en eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð. Að því sögðu kaupi ég sjaldan hluti sem hafa lítið notagildi en ég fell oftast fyrir hvítum skyrtum og drapplituðum fötum. Mér finnst langskemmtilegast að kaupa buxur enda eru þær svolítið krefjandi, maður þarf að koma sér í ákveðinn gír og máta óteljandi buxur þangað til maður finnur hið fullkomna snið.“

„Nýjustu kaupin í fataskápnum mínum eru þessi rúskinnsjakki en hann hékk uppi á vegg í versluninni Gyllta kettinum og starði svo stíft á mig að ég einfaldlega varð að taka hann með mér heim.“
„Uppáhaldsflíkin mín er silkisloppurinn og silkináttkjóllinn sem ég keypti af yndislegri konu í Hoi An í Víetnam.“
„Uppáhaldsfylgihluturinn minn er þetta hálsmen sem ég fékk í útskriftargjöf frá mömmu og er úr Milagros-línunni frá Orra Finn.“
„Svo eru það eyrnalokkar úr Ouroboros-línunni, einnig frá Orra Finn, sem ég keypti fyrir sjálfa mig í útskriftargjöf, og Marc Jacobs-taskan. Sólgleraugun eru líka skemmtileg en þau fann ég í lítilli búð í London og skilst að þau séu frá sjöunda áratugnum.“
Marc Jacobs taskan er í uppáhaldi hjá Söru.
„Þessar leðurbuxur átti mamma þegar hún var jafngömul mér en þær hafa mikið tilfinningalegt gildi í mínum huga. Eins þykir mér vænt um veggteppið frá society 6, beltið úr Geysi sem og þessar Sexy/bitch-spennur sem hægt er að fá í Spútnik.“

Fullt nafn: Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir.
Starfsheiti: Námskona og brauðsölukona.
Aldur: 20 ára.
Fallegasti fataliturinn: Náttúrulegir tónar, sérstaklega drapplitað.
Besta lykt í heimi: Dark rum-lyktin frá malin + goetz.
More is less eða Less is more: Less is more.
Áhugamál: Pimple popping-myndbönd eru áhugamálið mitt.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Óþekkta konan knúsaði Báru og fór

Bára Halldórsdóttir.

Í bréfi lögmanns þingmanns Miðflokksins til Persónuverndar segir að óþekkt kona hafi komið inn á Klausturbar og hitt Báru Halldórsdóttur kvöldið margrædda þegar Bára sat þar og tók upp sam­töl sex þing­manna.

Konan mun hafa afhent Báru ljósan hlut og tekið við einhverjum smágerðum hlut sem Bára hafi rétt henni. Óþekkta konan sem um ræðir mun vera Ragnheiður Erla Björnsdóttir, tónskáld og rithöfundur, er fram kemur í frétt Fréttablaðsnins.

„Ég var með litla skopparakringlu. Þeir segja að það sé vafasamt. Ég myndi ekki segja að skopparakringla væri vafasöm,“ segir Ragnheiður í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.

Í bréfi lögmannsins kemur þá fram að Ragnheiður mun hafa gengið fram hjá Klausturbar með „mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu.“ Ragnheiður staðfestir að umræddur hlutur muni hafa verið fartölva hennar eða ljóðabók.

Hún segist þá ekki hafa rétt Báru neitt, aðeins knúsað hana og farið um leið og Bára sagðist vera upptekin.

Ragnheiður segir að þetta sé enn önnur tilraun Miðflokksmanna til að draga athygli frá frá „óviðeigandi og óafsakandi hegðun þeirra“. Þá kemur fram að Ragnheiður hafi áhyggjur af heilsu Báru og hún segir Miðflokksmenn níðast á henni.

Sjá einnig: Bára fegin að kröfum Miðflokksmanna hafi verið hafnað

Leiga hefur hækkaði um 0,4% í febrúar og árshækkunin er 5,7%

|
Mynd úr safni|Skýringarmynd af Borgarlínunni

Leiguverð hefur hækkað um 5,7% á síðustu12 mánuðum á sama tíma og kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,5%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í morgun.

Vitnað er til talnagagna frá Þjóðskrá en þar kemur fram að á milli febrúar og mars hafi leiga á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 0.4%. Þjóðskrá birtir mánaðarlegar tölur um leiguverð og hefur gert frá árinu 2011.

4000 á fermetra í Garðabæ

„Sé litið á leiguverð á 2ja og 3ja herbergja íbúðum í mars 2019 má sjá að hæsta verðið er á 3ja herbergja íbúðum í Garðabæ og Hafnarfirði, rúmar 4 þús. kr. á m2. Þessi tala er reyndar óeðlilega há, bæði miðað við önnur tímabil og þessi svæði. Annars eru hæstu verðin fyrir 2ja herbergja íbúðir í vesturhluta Reykjavíkur  og Breiðholti. Lægsta fermetraverðið er á 3ja herbergja íbúðum á Suðurnesjum og á Akureyri.“

Kaupverð ekki hækkað jafnt og leiga að undanförnu

„Kaupverð íbúða tók að hækka mun meira en leiguverð á árinu 2016 og hélt sú þróun áfram allt fram á sumar 2017. Þannig hækkaði leiguverð um 70% frá upphafi ársins 2011 fram til júní 2017 á meðan kaupverð fjölbýlis hækkaði um 97%. Frá júní 2017 hefur leiguverð hins vegar hækkað um 14,7% á meðan kaupverð hækkaði um 6,2%. Það er því verulegur munur á þessum tveimur tímabilum,“ segir í samantekt Landsbankans.

Brexit fyrirferðamikið í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis

|||
|Utanríkisráðherra á fundið með EES-ráðinu|Guðlaugur Þór Þórðarson með Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands.|Samráð vegna Brexit

Utanríkisráðherra mun í dag kynna skýrslu um stöðu Íslenskrar utanríkisþjónustu fyrir þinginu. Skýrslan var birt á vef þingsins í gær en umræða um hana fer fram á á þingfundi um klukkan tvö í dag.

 

Mikið áunnist að mati ráðherra

„Þegar ég tók við embætti utanríkisráðherra á sínum tíma einsetti ég mér að gera umbætur á íslenskri utanríkisþjónustu svo hún yrði enn betur í stakk búin til að mæta áskorunum samtímans,“ segir utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, í inngangi skýrslunnar. Þá segir ráðherra að hann sjái glöggt nú þegar hann skila skýrslunni hve mikið hafi áunnist í ráðherratíð sinni. „Þær skipulags- og áherslubreytingar sem ég setti í forgang á fyrstu vikum mínum í embætti hafa þegar skilað árangri og fyrirhuguð forystuverkefni Íslands á alþjóðavettvangi eru að verða að veruleika hvert af öðru.“

Utanríkisráðherra á fundið með EES-ráðinu

Framlag Íslands vel metið
„Það hefur komið mér þægilega á óvart hversu vel framlag okkar á alþjóðavísu er metið. Til okkar er horft þegar fjallað er um mannréttindi um allan heim, ekki síst jafnan rétt kvenna og karla. Íslendingar hafa um árabil verið í fararbroddi þeirra ríkja sem nýta auðlindir hafs og lands með sjálfbærum hætti og frá þeirri stefnu verður ekki hvikað. Bætt hefur verið um betur með takmarki ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040, enda höfum við forsendur til að verða einnig leiðandi á því sviði,“ segir í skýrslunni.

Skýrslan er ítarleg og fer yfir samskipti Íslands við mikilvægustu viðskiptaþjóðir auk þess að lista flest verkefni utanríkisþjónustunnar.

Samráð vegna Brexit

Brexit forgangsverkefni
Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu er eitt viðamesta verkefni utanríkisþjónustunnar um þessar mundir. Ítarlega er fjallað um vinnu vegna þess í sérstökum kafla skýrslunnar. „Frá því að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu (ESB) í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016 hefur umfangsmikið starf verið unnið innan utanríkisþjónustunnar og víðar í stjórnkerfinu til að gæta hagsmuna Íslands vegna Brexit. Útganga Bretlands úr ESB hefur í för með sér að samningar Íslands við ESB ná ekki lengur yfir Bretland en þar skiptir samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) mestu máli. Umfangsmikil viðskipti og náin samskipti eru á milli Íslands og Bretlands á mörgum sviðum sem grundvallast að miklu leyti á EES-samningnum og öðrum samningum við ESB.“

Vinnan hefur að mestu gengið út á að tryggja að útgönguskilmálar sem Bretar hafa samið um við ESB gildi um Ísland og önnur EFTA-ríki innan EES. „Þá hefur mikil vinna farið í að tryggja kjarnahagsmuni ef svo færi að Bretar gengju úr ESB án samnings. Að sama skapi hefur víðtækt undirbúningsstarf verið unnið til að skilgreina hagsmuni og markmið Íslands þegar kemur að framtíðarsamskiptum við Bretland.“ Á meðan Bretland er aðildarríki ESB hafa þeir ekki umboð til að gera framtíðarsamninga við önnur ríki. Í skýrslunni kemur fram að samskipti Íslands og Bretlands í framtíðinni muni taka mið af samskiptum ESB og Bretlands. Þær samningaviðræður hefjast ekki formlega fyrr en eftir útgöngu landsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson með Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands.

Um 3000 Íslendingar búa í Bretlandi
Ráðherra segir í skýrslunni að Bretland sé meðal mikilvægustu vinaþjóða Íslands og einn af stærri mörkuðum fyrir útflutningsvörur. „Það er því forgangsverkefni íslenskra stjórnvalda að tryggja að tengsl Íslands og Bretlands verði áfram sterk og að íslenskir aðilar hafi greiðan aðgang að Bretlandi og breskum mörkuðum, eins og þeir hafa notið í krafti EES-samningsins og annarra samninga Íslands við ESB.“

Brexit stöðugt á dagskrá
Í skýrslunni kemur fram að málefni Bretlands og Evrópusambandsins séu stöðugt á dagskrá. „Frá ársbyrjun 2017 hefur utanríkisráðherra átt 17 fundi með breskum ráðherrum og þingmönnum, þar af 10 á undanförnu ári, og embættismenn ríkjanna átt um 300 fundi. Meðal funda utanríkisráðherra undanfarið má nefna fundi með Dominic Raab, þáverandi útgöngumálaráðherra Bretlands, Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, og Michael Gove, ráðherra umhverfis-, byggða- og matvælamála, í London síðastliðið haust. Einnig átti utanríkisráðherra fund með Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, fyrr um haustið. Utanríkisráðherra átti annan tvíhliða fund með Jeremy Hunt í mars 2019 þar sem undirritað var samkomulag á sviði öryggismála. Mikill samhljómur er um að tryggja áframhaldandi góð samskipti Íslands og Bretlands og tryggja að hagstæð viðskipti geti haldið áfram. Þá hafa ráðherrar EFTA-ríkjanna innan EES fundað reglulega með Michel Barnier, aðalsamningamanni ESB, í nóvember síðastliðnum og utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með öðrum úr framkvæmdastjórn ESB. Þá ber Brexit iðulega á góma á fundum með evrópskum ráðamönnum.

Ríkulegt samráð hefur verið átt við Alþingi, bæði í umræðum í þingsal og í utanríkismálanefnd. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa mætt tíu sinnum fyrir nefndina frá því í ársbyrjun árið 2017 og þar af hefur utanríkisráðherra komið fyrir nefndina fimm sinnum. Þá hefur verið haft samráð við íslenska hagsmunaaðila í gegnum vinnuhópana, eins og greint er frá hér að ofan, og á fjölsóttum upplýsingafundum sem utanríkis- ráðuneytið hefur staðið fyrir.“

Aðstoðarmaður þingflokks Pírata sakar Miðflokkinn um nasískar aðferðir

„Að magna upp hræðsluna við eitthvað óskilgreint, flókið og útlenskt er sama taktík og nasistar notuðu við að útrýma gyðingum, sósíalistum, hommum og fötluðum,“ skrifar Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata á hópa sem kallast Pírataspjallið. Facebook-hópurinn er óformlegur umræðuvettvangur flokksins með tæplega þrettán þúsund meðlimi.

Eiríkur segir umræðu um þriðja orkupakkann einkennast af hræðsluáróðri og lygum. Hann gefur um leið í og setur málið í samhengi við aðferðir Nasista.

Sjá einnig: Orkupakkinn skekur stjórnmálin

„Þjóðernispopúlistahræðsluáróðri Miðflokksins“ vill hann að verði hafnað og þriðji orkupakkinn ræddur á grunni staðreynda. „Hver sá sem segir þér að þriðji orkupakkinn snúist um valdaafsal Íslands til Evrópu, nauðungarsölu á Landsvirkjun, sjálfkrafa samþykki fyrir lagningu sæstrengs eða að það þurfi að virkja hvern einasta bæjarlæk samkvæmt skipunum frá ESB…. ER AÐ LJÚGA AÐ ÞÉR!“

Sjá einnig: Þórdís Kolbrún hjólar í andstæðinga þriðja orkupakkans og segir þá fara með „hrein ósannindi“

Í gær birtist umsögn ASÍ vegna málsins þar sem Alþýðusambandið lýsir sig andsnúið samþykkt þriðja orkupakkans. Andstæðingar málsins hafa því fengið öflugan stuðning. „Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks,“ segir í umsögn ASÍ.

Katrín og Sturgeon funda um Brexit, norðurslóðamál og tengsl Skotlands og Norðurlanda

Althingi.is/Ríkisstjórn Skotlands

Forsætisráðherra Íslands og fyrsti ráðherra Skotlands munu funda í Edinborg í dag. BBC greinir frá fundinum og segir líklegt að Katrín Jakobsdóttir og Nicola Sturgeon muni ræða norðurslóðamálefni skosku ríkisstjórnarinnar, Brexit og tengsl Skotlands við Norðurlöndin.

Bæði Katrín og Sturgeon eru staddar á fundi Wellbeing Economy Governments goup sem er hluti af OECD World Forum. Sturgeon segir margt aðdáunarvert við Ísland og þá sérstaklega launajafnrétti kynjanna og sterk jafnréttislöggjöf á vinnumarkaði.

Þess má geta að fyrsti ráðherra Skotlands lýsti á sínum tíma yfir stuðning með landsliði Íslands í fótbolta. Sturgeon dró Ísland í vinnustaðaleik vegna heimsmeistaramóts karla í fótbolta. Skoska landsliðið hefur ekki verið á mótinu síðan 1998.

Þreföldun í framleiðni heimsins á tuttugu árum skilar sér ekki til launafólks

„Misrétti hefur aukist til muna síðustu áratugi. Framleiðni í heiminum hefur þrefaldast á síðustu 20 árum en þessi auður hefur ekki skilað sér til vinnandi fólks í gegnum laun eða bætta innviði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í 1. maí ávarpi sínu.

„Þvert á móti hafa möguleikar til auðsöfnunar og skattaundanskota aukist hjá fáum ofur ríkum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Fólk, þjóðir og samfélög sem farið hafa halloka kenna stjórnmálunum eðlilega um sem hefur leitt til þess að traust til stjórnmálamanna fer stöðugt minnkandi. Það sem verra er; traust til lýðræðis fer þverrandi. Einhverjir sjá sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu og jafnvel að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum. Baráttan hlýtur alltaf að snúast um að auðnum sé skipt með sanngjörnum hætti og að stórfyrirtæki og auðmenn greiði sinn sanngjarna skerf til samfélagsins,“ segir forseti ASÍ.

Hún segir áherslur Alþýðusambandsins og aðildarfélaga á breytt samfélag í gegnum skatta og önnur stjórnvaldstæki hafi vakið athygli út fyrir landsteina. „Þegar verkalýðshreyfingin allt í kringum okkur berst í bökkum og háir varnarbaráttu fyrir áunnum réttindum þá sækjum við fram með miklar kröfur á stjórnvöld um jafnara og betra samfélag fyrir alla. Í aðdraganda kjarasamninga fáum við að heyra að lægstu laun séu há hér á landi í samanburði við önnur lönd og jöfnuður hvergi meiri. Gott og vel, en önnur lönd eiga ekki endilega að vera viðmiðið heldur það sem okkur sjálfum þykir sanngjarnt og réttlátt. Við erum því í forystu annarra landa um þessar mundir og bræður okkar og systur um heim allan fylgjast með.“

Hún segir verkalýðshreyfinguna aldrei mega gefa afslátt af áunnum réttindum.  „Það eru stór verkefni sem bíða okkar en verkalýðshreyfingin á Íslandi er vel skipulögð grasrótarhreyfing og tilbúin í það sem koma skal. Krafa okkar í dag er meiri jöfnuður og samfélag þar sem allir fá tækifæri til að blómstra. Förum þangað og öllum farnast betur.“

Þrjú börn dottið af Sundvik skiptiborðum þegar plötur losnuðu

Sænsku húsgagnakeðjunni IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um að börn hafi dottið af Sundvik skiptiborðinu þegar plata á borðinu losnaði.

IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um atvik þar sem plata á Sundvik skiptiborði hefur losnað og barn dottið af skiptiborðinu. Þetta kemur fram á vef IKEA. Þar segir einnig að í öllum tilvikum hafi öryggisfestingar ekki verið notaðar eins og tiltekið er í leiðbeiningum.

„Vöruöryggi er okkur gríðarlega mikilvægt hjá IKEA og okkur þykir afar leitt að heyra af þessum atvikum. Við erum jafnframt þakklát fyrir að börnin slösuðust ekki alvarlega. Við höfum gripið til fyrirbyggjandi aðgerða og gerum leiðbeiningar enn skýrari,“ segir yfirmaður Barna IKEA, Emilie Knoester.

Í tilkynningu frá IKEA er fólk sem notar Sundvik skiptiborðið hvatt til að kanna hvort skiptiborðsplatan sé fest rétt á. Hafi öryggisfestingarnar, sem notaðar eru til að festa plötuna á borðið, týnst geta viðskiptavinir haft samband við þjónustuver IKEA.

Svona lítur skiptiborðið úr Sundvik línunni út.

Glittir í nýtt vinnumarkaðsmódel?

Höfundur / Ólafur Stephensen

Íslenzka vinnumarkaðsmódelið – hvernig atvinnurekendur og launþegar nálgast það að semja um kaup og kjör – hefur verið týnt í nokkur ár. Það er ekki úr vegi að velta því fyrir sér á baráttudegi verkalýðsins hvort horfur hafi farið batnandi á að það finnist aftur.

Þjóðarsátt tók við af kollsteypum

Áratugum saman var ekki nokkurt einasta vit í kjaraviðræðum á íslenzkum vinnumarkaði. Samið var um nafnlaunahækkanir sem engin innistæða var fyrir hjá atvinnulífinu og allir vissu að myndu ekki skila sér til launafólks. Þrátt fyrir að vera stundum upp á tugi prósenta, brunnu þær upp í gengisfellingum og óðaverðbólgu.

Breyting varð á þessu með þjóðarsáttarsamningunum 1990, þegar tókst að ná saman um hóflegar launahækkanir og ná verðbólgunni niður í eins stafs tölu. Það sem ekki tókst að breyta var að opinberir starfsmenn fengu áratugina á eftir almennt talsvert meiri launahækkanir en fólk á almennum vinnumarkaði. Óhætt er að segja að sú þróun hafi farið úr böndunum á árunum 2014-2015 þegar opinberir starfsmenn knúðu fram launahækkanir sem settu allan vinnumarkaðinn á annan endann.

Stefnt að norræna módelinu

Með SALEK-samkomulaginu svokallaða 2015 því átti að reyna að innleiða nýtt vinnumarkaðsmódel að norrænni fyrirmynd. Ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið skrifuðu undir SALEK var að menn sáu að það gekk ekki upp að samtök opinberra starfsmanna yrðu leiðandi í launahækkunum á vinnumarkaði. Að baki þeirri vissu liggur sú einfalda staðreynd að einkageirinn stendur undir rekstri opinbera geirans. Ef fyrirtækin ganga ekki nógu vel til að greiða starfsfólki sínu hærri laun, er fráleitt að þau og starfsmenn þeirra fjármagni launahækkanir opinberra starfsmanna.

Segja má að með SALEK hafi menn hafi sætt sig við orðinn hlut – að samið hefði verið um of miklar hækkanir við opinbera starfsmenn og bæta yrði stéttarfélögum á almenna markaðnum það upp – en jafnframt ákveðið að læra af mistökunum og taka upp ný vinnubrögð.

Hagur atvinnulífsins ráði

Samkomulagið kvað líka á um að bæta ætti þekkingu og vinnubrögð við undirbúning og gerð kjarasamninga með Norðurlöndin sem fyrirmynd. Markmiðið var að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. „Á hinum Norðurlöndunum hefur tekist að auka kaupmátt tvisvar sinnum meira á ári síðustu 15 árin en hér á landi. Auk þess er samkomulaginu ætlað að stuðla að friði á vinnumarkaði og auknum stöðugleika,“ sagði í kynningu ASÍ á samkomulaginu.

Meiningin var að reyna að greina hver framleiðniaukningin væri í hagkerfinu og við hvaða launahækkanir útflutningsgreinarnar réðu, og láta svo launastefnuna almennt ráðast af því – eins og gerist í öðrum norrænum ríkjum.

Raunveruleikatenging með falli WOW

SALEK stóð frá upphafi veikum fótum vegna þess að hluti samtaka opinberra starfsmanna vildi ekki skrifa undir það og taldi sig ekki fá nóg út úr því. Úrskurðir kjararáðs um laun embættismanna vorið 2017 greiddu því svo náðarhöggið. Þar við bættist að til valda í verkalýðshreyfingunni komust nýir forystumenn, sem töluðu á þann veg að það væri ekki geta atvinnuveganna til að greiða laun sem ætti að ráða launahækkunum, heldur þeirra eigin skilgreining á hvað fólk þyrfti að fá í laun til að ná endum saman.

Um tíma leit út fyrir að við værum að fara aftur í sama gamla farið, þar sem vinnuveitendur sæju sig tilneydda að semja um launahækkanir sem ekki væri innstæða fyrir og yrðu hafðar af launþegum með verðhækkunum og gengislækkun. Fall WOW air varð hins vegar til þess að veruleikatengja kjaraviðræðurnar býsna snögglega – fólk sá að greinin, sem verkfallsaðgerðir stéttarfélaga höfðu beinzt að, ferðaþjónustan, hafði fengið stóran skell. Niðurstaðan, lífskjarasamningurinn svokallaði, er að mörgu leyti miklu fremur í anda SALEK-samkomulagsins en hinna digru yfirlýsinga nýrrar verkalýðsforystu fyrir nokkrum mánuðum.

Sanngjörn skipting, lágir vextir og verðbólga

Þannig kveður samningurinn á um hóflegar launahækkanir, þótt vissulega fái þeir lægst launuðu drjúga hækkun í prósentum talið. Í honum er jafnframt bein tenging á milli launahækkana og gengis atvinnulífsins – ef hagvöxtur fer yfir tiltekin mörk, hækka laun meira en ella. Þannig er samið um sanngjarna skiptingu ávinningsins af rekstri fyrirtækjanna á milli eigenda þeirra og launþega. Á meðal markmiða samningsins er verðlagsstöðugleiki. Samtök atvinnurekenda og launþega hafa staðið saman að því að hvetja fyrirtæki eindregið til að halda verðhækkunum í skefjum eftir að samningurinn var gerður. Lífskjarasamningurinn á líka að stuðla að vaxtalækkun. Seðlabankastjórinn benti á það í grein í Morgunblaðinu í vikunni að verðbólguvæntingar – sem höfðu rokið upp eftir að kröfugerð stéttarfélaga varð opinber – hefðu aftur tekið dýfu eftir að samningurinn var gerður. Þess vegna væri nú svigrúm til vaxtalækkunar.

Þetta er mun jákvæðari mynd af ástandi efnahagslífsins en margir þorðu að vona fyrir fáeinum vikum. Það er ekki þar með sagt að nýtt vinnumarkaðsmódel sé fundið – en það grillir mögulega í útlínur þess. Ýmislegt getur komið í veg fyrir að það finnist, til dæmis að þau stéttarfélög á almenna markaðnum sem eiga eftir að semja, geri óraunhæfar kröfur sem þau fylgi eftir með verkfallsaðgerðum, eða að opinberir starfsmenn vilji hefja nýtt „höfrungahlaup“ sem leiðir okkur í enn einar ógöngurnar. Það er heldur ekki hægt að útiloka að einhvers staðar í stórfyrirtækjunum leynist enn sú ranghugmynd að það sé sniðugt að hækka forstjóra eða stjórnarmenn í launum um nokkur hundruð þúsund eftir að aðrir hafa fengið sautjánþúsundkall. Við skulum samt vona ekki.

Sameiginlegir hagsmunir

Ég leyfi mér að efast um að nokkur hafi skrifað á kröfuspjaldið sitt í dag „Við viljum nýtt SALEK-samkomulag“. Það er samt alveg ástæða til að ræða hvernig við þokum okkur aftur í átt að nýju vinnumarkaðsmódeli í norrænum stíl. Það er alveg áreiðanlega hagstæðara hagsmunum jafnt launafólks og atvinnurekenda en gamla kollsteypuaðferðin.

Alltaf verið óhræddur við að fara öðruvísi leiðir

Sýningin LIFANDI HEIMILI 2019 verður haldin í Laugardalshöll 17. til 19. maí. Sýningunni verður skipt upp í sýningarnar Nútímaheimilið og Barnið. Arnar Gauti Sverrisson er listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Sýningin Lifandi heimili er sölusýning þar sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér allt það helsta sem húsgagnaverslanir, hönnuðir og fyrirtæki sem tengjast heimilinu hafa upp á að bjóða.

Hlutverk Arnars Gauta er meðal annars að tryggja góða upplifun gesta. Spurður nánar út í hans hlutverk segir hann: „Mitt hlutverk er að halda utan um alla hugmyndavinnu í samstarfi við sýningarhaldara hjá Vista Expo. Stór þáttur í því er að hugsa út fyrir kassann hvað upplifun gesta varðar. Ég hef alltaf verið óhræddur við að fara nýjar og öðruvísi leiðir,“ segir Arnar sem er afar spenntur fyrir sýningunni.

Sérstakt fagráð hefur verið Arnari Gauta innan handar í hugmyndavinnu og skipulagi. Fagráðið samanstendur af Hallgrími Friðgeirssyni, innanhússarkitekt, og Sigríði Elínu Ásmundsdóttur, ritstjóra Húsa og híbýla, ásamt Arnari. „Þau koma með mikilvægt innleg inn í hugmyndavinnuna um hvernig er hægt að gera sýninguna sem besta. Þau koma svo til með að vera í dómnefnd sem velur frumlegasta sýningarstandinn, flottasta standinn og fleira,“ útskýrir Arnar Gauti.

Hægt að gera góð kaup á sýningunni

Spurður út í hvað sé það skemmtilegasta við það að undirbúa sýningu sem þessa segir Arnar Gauti: „Ég verð að segja að það sé skemmtilegasta við þetta er að sjá sýninguna vaxa ár frá ári. Það var mjög vinsælt hérna áður fyrr að fara á heimilissýninguna og er Vista Expo að endurvekja þennan áhuga hjá bæði sýnendum og gestum með þessari sýningu. Árið 2017 var fyrsta heimilissýningin haldin á þeirra vegum og tókst hún mjög vel.“

Arnar segir að verkefnið sé skemmtilegt en einnig krefjandi: „Það sem er mest krefjandi er að sjá til þess að öll plön gangi upp, sérstaklega þau sem snúa að því að setja upp sýningastandana. Þetta er stórt tækifæri fyrir fyrirtæki að sýna andlit sitt fyrir um það bil 35.000 manns á tveimur dögum.“

Arnar lofar miklu lífi og fjöri í Laugardalshöllinni þessa helgi: „Þarna verður margt fólk og flott fyrirtæki að sýna allt það helsta og flottasta sem tengist heimilinu. Þarna verður hægt að gera góð kaup.“

Arnar segir að gestir sýningarinnar geti látið sér hlakka til ákveðins „wow factors“, eins og hann kallar það, sem mun setja sterkan svip á helgina: „Ég get ekki sagt hver þessi „wow factor“ eins og er, ekki fyrr en ég er búinn að hnýta síðustu hnútana. En við skulum segja að það ætti ekki að fara fram hjá neinum þegar þetta atriði verður kynnt,“ segir Arnar að lokum.

Áhugasamir geta kynnt sér Lifandi heimili nánar hérna.

Sjá einnig:  „Stærsta sýningin sem haldin er fyrir almenning hér á landi“

Dásamlegt og öðruvísi sumarhús í Kjós

Í Kjós í Hvalfirðinum er fjöldi fallegra sumarhúsa sem snúa í átt til sjávar en útsýnið er afar fallegt. Eitt sumarhúsanna er í eigu Hildu Allansdóttur sem við heimsóttum í fyrra.

Hilda er hárgreiðslukona og blómaskreytir að mennt en ásamt því að starfa við hárgreiðslu hefur hún keppt í fitness og unnið til fjölda verðlauna.

Gamlir hlutir með góðar minningar

Hilda á íslenska móður en faðir hennar er frá Palestínu. Sem barn ferðaðist Hilda með fjölskyldunni í þónokkur skipti til Palestínu en vegna veikinda föður hennar ákváðu þau að setjast alfarið að á Íslandi.

Í frítíma sínum hefur Hilda lagt stund á að gera upp sumarhúsið sitt í Kjós.

Stærsta áhugamál Hildu er hreyfing og heilbrigður lífsstíll en hún hefur einnig mikinn áhuga á eldamennsku. Í frítíma sínum hefur Hilda lagt stund á að gera upp sumarhúsið sitt í Kjós. Hún segir að uppáhaldslitur sinn sé svartur og bústaðurinn ber þess merki. Hann er sérstakur fyrir þær sakir að ólíkt mörgum öðrum bústöðum er hann málaður grár að utan en svartur að innan en yfirleitt er því öfugt farið.

Uppáhaldslitur Hildu er svartur og bústaðurinn ber þess merki.

Hún hefur einnig sankað að sér ýmsum hlutum í gegnum árin og kýs að blanda saman nýjum hlutum og gömlum með góðar minningar. Gott dæmi um það er skemmtilegt reiðhjól á efri hæðinni en á því reiðhjóli hjólaði pabbi hennar uppi við Rauðavatn þar sem þau bjuggu þegar Hilda var barn. Hún, ásamt systkinum sínum, sat svo í körfunni framan á hjólinu meðan pabbi hennar hjólaði og þannig ferðuðust þau um svæðið.

Hjólið hefur fylgt Hildu frá barnæsku og hefur mikið tilfinningalegt gildi.

Fallegt útsýni yfir fjörðinn

Húsið samanstendur af tveimur svefnherbergjum, baðherbergi, eldhúsi, stofu og forstofu ásamt svefnlofti sem er líka nokkurs konar setustofa. Gólfið á svefnloftinu er svartmálað með mattri áferð og loftin hvít sem er sniðug leið til þess að ýkja lofthæðina.

Á efri hæðinni eru einnig svalir með dásamlegu útsýni yfir allan Hvalfjörðinn og fjallgarðinn í kring og segist Hilda njóta þess mjög, fjarri amstri borgarinnar.

Ullarpeysan sem hangir á veggnum átti Hilda þegar hún var barn.
Í Kjós í Hvalfirðinum er fjöldi fallegra sumarhúsa.

Húsgögnin eru héðan og þaðan en Hilda segist kaupa það sem henni þykir fallegt óháð því hvar það fáist, hún eltist ekki við  merkjavörur. Einnig er hún dugleg að búa til hluti sjálf en menntun og reynsla hennar úr blómaskreytingunum kemur sér þar vel.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Eldhúsið er virkilega flott.
Myndirnar tók Aldís Pálsdóttir.

Hvetja fólk til að sniðganga Ömmubakstur

Gulu vestin hvetja almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri.

„Kapítalisminn hefur mörg andlit en aðeins eitt eðli, eiginhagsmuni. Ömmubakstur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur lýst því yfir að vilja taka strax af láglaunafólki allan ávinning af launahækkunum nýgerðra kjarasamninga. Það eru ekki góðlegar ömmur sem standa að þessu fyrirtæki, eldri konur sem hafa lært það af reynslunni að ekkert er mikilvægara en að hlúa að ungviðinu og þeim sem eru fátæk, lasin eða standa af öðrum ástæðum veikt í samfélaginu. Ó, nei, Ömmubakstur er í reynd ömurlegt kapítalískt fyrirtæki sem er skítsama um neytendur og launafólk en hefur þann eina tilgang að gera eigendur sína enn ríkari.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá Gulu vestunum á Facebook, þar sem hreyfingin hvetur almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri. Tilefnið virðast vera fullyrðingar forsvarsmanna fyrirtækisins um að þeir muni hækka verð á öll­um vör­um Ömmu­bakst­urs. Gæðabaksturs og Kristjáns­baka­rís um 6,2% frá og með 1. maí vegna launahækkana kjarasamninga.

Í ljósi þessara fyrirætluðu hækkana sagði Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, við Vísi að fyrirtækið væri einfaldlega knúið til að hækka verð. Það væri ekki aðeins vegna kjarasamninga heldu einnig vegna hækkunar á hráefni. „Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ sagði Vilhjálmur ennfremur.

Eins og Mannlíf greindi frá, fyrst fjölmiðla, sýnir ársreikningur félagsins hins vegar að það er ágætlega statt. Árið 2017 hagnaðist Gæðabakstur til dæmis um rúmlega 87 milljónir og greiddi félagið um 60 milljónir í arð.

Númeraður vínyll í takmörkuðu upplagi

Skuggasveinn var að senda frá sér EP plötuna Lifandi. Um er að ræða fjögurra laga plötu hlaðna af hljóðgervlum og söng.

Platan mun koma út í mjög takmörkuðu upplagi í númeruðum vínyl (30 eintök) og verður afhent á næstu tíu dögum en það er Studio Fræ sem hannar plötuumslagið. „Platan er eins konar intro að Skuggadansi, sem er LP platan sem ég hef verið að vinna að í nokkur ár og kemur út í lok þessa árs eða byrjun næsta,“ útskýrir hann.

Útgáfutónleikarnir verða á Kex Hostel 25. maí þar sem Lifandi verður spiluð ásamt smá broti af Skuggadans.

Mikil reynsla og ákveðin áskorun

Tónlistarkonan gyda gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Andartak. Platan var unnin í samstarfi við pródúserinn Fannar Frey en saman sömdu þau og útsettu öll lögin á plötunni.

„Við byrjuðum að semja saman lög fyrir ellefu mánuðum síðan. Í gegnum þessa ellefu mánuði og fram að okkar elleftu laga plötu, Andartak, sem kom út þann 29. mars hefur þetta verið mikil reynsla og ákveðin áskorun þar sem við vorum bæði að prófa okkur áfram með allskyns hluti sem við höfðum hvorug gert áður. Við byrjuðum á því að semja fimm grunna að lögum og röðuðum þeim í röð sem myndi passa í sögulegu samhengi um unga ást. Við gáfum síðan út hvert lag með þriggja vikna millibili,“ útskýrir hún.

Eftir þetta ákváðu þau að klára bara heila plötu fyrst þau voru ennþá með fullt af hugmyndum í höndunum og fengu með sér frábært lið af fólki í ferlið.

„Textarnir fjalla ýmist um mjög persónulega hluti eða hugmyndir sem við fengum, en alla textana sömdum við í sameiningu. Platan myndir heild og hvert lag er púsluspil í þeirri heild.“

Samherjamenn kæra Má og aðra starfsmenn Seðlabankans til lögreglu

Már Guðmundsson

Þorsteinn Már Baldvinsson og stjórn Samherja hafa kært Má Guðmundsson og þrjá aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn Seðlabanka Íslands til lögreglu. Tilefnið er málarekstur Seðlabankans vegna meintra gjaldeyrislagabrota Samherja.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, á vef fyrirtækisins. Sem kunnugt er réðist Seðlabankinn í umfangsmikla rannsókn á Samherja vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Hófst rannsóknin með umfangsmikilli húsleit og áralangri rannsókn en öllum málum gegn fyrirtækinu hefur verið vísað frá af þar til bærum yfirvöldum.

Í yfirlýsingu Samherja segir að Seðlabankinn hafi formlega hafnað beiðni Samherja um sáttafund til að ákvarða bætur og málalok vegna „tilhæfulausra aðgerða bankans gegn Samherja sem staðið hafa í rúm sjö ár.“ Þetta hafi bankinn ákveðið þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi tjáð Alþingi að hann teldi slíkan sáttafund eðlilegan af hálfu bankans og að umboðsmaður Alþingis telji að bankinn eigi að eiga frumkvæði að því að enduregreiða álagða sekt.

„Aðgerðir Seðlabanka Íslands gegn Samherja eru fordæmalausar. Bankinn fór í húsleit án þess að hafa rökstuddan grun um brot, upplýsti fjölmiðlamenn um fyrirhugaða húsleit og sendi út fréttatilkynningu um víða veröld þar að lútandi þegar húsleitin var rétt byrjuð. Ekki nóg með að húsleitin byggðist á órökstuddum grun og kolröngum útreikningum sem dómstólar staðfestu seinna að hefðu verið rangir, heldur var seðlabankastjóra á þessum tíma kunnugt um veikan grundvöll gjaldeyrisreglna enda örfáum mánuðum áður búinn að ræða það sérstaklega á blaðamannafundi. Allt kom fyrir ekki, reitt var hátt til höggs og vorið 2013 kærði bankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir ætluð brot upp á tugi milljarða,“

segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að Samherji hafi reynt að ljúka málinu frá því í ársbyrjun 2017. Seðlabankanum hafi verið boðið til viðræðna um að bæta Samherja hluta þess kostnaðar sem hlaust af málinu en að seðalbankastjóri hafi kosið að hundsa það erindi. Það var svo 15. þessa mánaðar sem lögmaður Seðlabankans hafnaði formlegri beiðni um slíkt bréfleiðis. Aukinheldur hafi bankinn sent Þorsteini bréf þar sem bankinn kvaðst ekki ætla að endurgreiða þá sekt sem lögð var á Þorstein. Segir Þorsteinn að þessi tvö bréf séu lýsandi fyrir framkomu stjórnenda Seðlabankans og að málareksturinn hafi verið rekinn á annarlegum sjónarmiðum.

Vegna þessa muni Samherji höfða skaðabótamál gegn Seðlabankanum.

Enn fremur er fullyrt í yfirlýsingunni að starfsmenn Seðlabankans hafi tekið fjölmargar ákvarðanir um aðgerðir gegn Samherja „í vondri trú og gegn betri vitund.“ Slík háttsemi varði við refsilög og feli í sér ásetningsbrot um rangar sakargiftir. Þar sem almennir borgarar séu látnir sæta refsingu fyrir slíka framkomu sé rétt að starfsmenn Seðlabankans sitji við sama borð í þeim efnum.

„Stjórn Samherja og ég persónulega höfum því talið nauðsynlegt að beina kæru til lögreglu á hendur Má Guðmundssyni, Arnóri Sighvatssyni, Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, Rannveigu Júníusdóttur og Sigríði Logadóttur. Hefur kæra verið lögð fram hjá lögreglu. Þetta er ekki sú leið sem við hefðum kosið og höfum reynt að forðast en eins og hér hefur verið rakið er hún óhjákvæmileg,“

segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar. Már er sem kunnugt seðlabankastjóri en embættistími hans rennur út í lok sumars og er ráðningarferlið fyrir eftirmann hans þegar hafið. Arnór Sighvatsson er á meðal umsækjenda en hann var aðstoðarseðlabankastjóri um árabil. Ingibjörg Guðbjartsdóttir var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans áður en Rannveig Júníusdóttir tók við starfi hennar og Sigríður Logadóttir er yfirlögfræðingur Seðlabankans.

 

Vandamálið með Valitor

||
||

Arion banki á greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor í gegnum dótturfélag og ætlar sér að selja Valitor á árinu 2019. Til þess hefur bankinn ráðið alþjóð­lega bank­ann Citi til að veita sölu­ráð­gjöf.

Í fjár­festa­kynn­ingu bank­ans vegna árs­reikn­ings hans kemur fram að Valitor sé nú flokkað „sem starf­semi til sölu frá og með fjórða árs­fjórð­ung­i.“ Þar segir enn fremur að fyr­ir­hugað sölu­ferli Valitor sé komið á næsta stig og stefnt sé að því að mark­aðs­setn­ing hefj­ist á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019. Það þýðir fyrir mars­lok.

Vandamálið er að Valitor lítur að mörgu leyti ekkert sérstaklega vel út um þessar mundir. Valitor Holding, dótturfélag Arion banka sem heldur á eignarhaldinu, tap­aði 1,9 millj­arði króna í fyrra. Félagið hafði skilað um 940 milljón króna hagn­aði ári áður. Í árs­reikn­ingi Arion banka kom fram að tapið sé vegna fjár­fest­ingar í alþjóð­legri starf­semi Valitors og að það hafi haft tölu­verð áhrif á lak­ari afkomu sam­stæðu Arion banka. „Valitor er í mik­illi upp­bygg­ingu erlendis og hefur í þeim fasa verið rekið með rekstr­ar­tapi,“ segir í árs­reikn­ingn­um. Í þeirri upp­bygg­ingu hefur meðal ann­ars falist að ná í stóra við­skipta­vini á Írlandi og í Bret­landi.

Það er þó fleira sem tel­ur. Einn stærsti við­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færsluhirðingarviðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­skipta Valitor á árin­u.“

Til viðbótar var greint frá því í vikunni að héraðsdómur Reykjavíkur hafi gert Valitor að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) 1,2 millj­arða króna í skaða­bætur fyrir að slíta samn­ingi um greiðslu­gátt fyr­ir­vara­laust. Fjöl­mið­ill­inn Wikileaks tók við styrkjum fyrir starf­semi sína í gegnum greiðslu­gátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslu­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samn­ingnum fyr­ir­vara­laust.

 

Glæsilegur tískuþáttur í brúðkaupsblaði Vikunnar

Brúðkaupsblað Vikunnar kom út í mars en blaðið verður í verslunum út sumarið.

Í blaðinu er að finna spennandi viðtöl og fjölbreyttan fróðleik um brúðkaup. Í blaðinu er einnig glæsilegur tískuþáttur sem ætti að gefa mörgum verðandi brúðum hugmyndir.

Mynd / Aldís Pálsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Það var Aldís Pálsdóttir sem tók tískuþáttinn í Gamla rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal.

Myndir og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir
Förðun og stílísering: Natalie Kristín Hamzehpour
Fatnaður og fylgihlutir: Begga Bridals
Stílísering og umsjón fatnaðar: Laufey Finnbogadóttir
Hár: Íris Sveinsdóttir, með vörum frá Oolaboo
Módel: Hanna Rakel Barker og Þórhildur Steinunn
Brúðarvendir: Garðheimar

Lag í kjölfar ástvinamissis

Love & Light er nýtt lag sem tónlistarkonan Lexzi var að senda frá sér.

„Eina nótt var ég mikið að hugsa um ástvini sem ég hef misst og mikill söknuður helltist yfir mig og alls konar vangaveltur um líf og dauða. Ég settist við píanóið grátandi og þessi melódía kom um leið,“ segir Lexzi, sem samdi texta við lagið nokkrum dögum seinna.

Í fyrstu var hún ekki viss hvort hún vildi gefa lagið út, þar sem textinn var svo persónulegur en skipti um skoðun eftir að hafa spilað það fyrir nokkra vel valda aðila. „Ég er rosalega sátt við útkomuna,“ segir hún um lagið.

Gísli Þór lýsti erfiðum uppvaxtarárum í viðtali við Vikuna

||
|Gísli prýddi forsíðu Vikunnar í janúar árið 2009.|Gísli Þór lýsti erfiðum uppvaxtarárum í viðtali við Vikuna árið 2009.

Gísli Þór Þórarinsson, maðurinn sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt laugardags í þorpinu Mehamn í Noregi, sagði sögu sína í viðtali við Vikuna árið 2009. Þar lýsti hann uppvaxtarárum sínum og hvernig drykkja og fátækt einkenndi heimilislífið þegar hann bjó hjá móður sinni.

Gísli var þrítugur þegar viðtalið birtist. Hann lýsti því hvernig hann hafi búið hjá mömmu sinni en farið til pabba síns tvær helgar á ári, fyrir utan það var faðir hans ekki til staðar.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, maðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Noregi, grunaður um að hafa skotið Gísla til bana, er hálfbróðir Gísla. Þeir Gísli og Gunnar voru sammæðra og bjuggu þeir hjá móður sinni í æsku.

Í viðtalinu, sem Hrund Þórsdóttir tók, lýsti Gísli því að hann hafi oft þurft að fara svangur í skólann vegna þess að þeir peningar sem voru til á heimilinu voru notaðir til að kaupa áfengi og sígarettur í staðin fyrir mat. Þetta hafði áhrif á frammistöðu hans í skóla og var hann álitinn erfiður nemandi. „Ef enginn matur var í boði varð ég reiður og var álitinn erfiður, en ég var bara svangur,“ útskýrði hann.

Í viðtalinu kemur einnig fram að ýmis áföll í æsku hafi haft mikil áhrif á líf Gísla og systkina hans. „Þetta bitnaði á okkur systkinunum og í kjölfarið mynduðust sár sem aldrei munu gróa,“ sagði Gísli.

Í lok viðtalsins greindi Gísli frá því að hann hafi verið kominn á betri stað eftir að hafa unnið í sjálfum sér. „Ég hef látið þetta marka líf mitt töluvert og ákvað síðasta sumar að byggja líf mitt upp frá grunni. Ég fór að lesa mér til um alkóhólisma og afleiðingar hans, sbr. meðvirkni, og í kjölfarið fór ég að stunda líkamsrækt af kappi,“

Framtíð nýs Herjólfs í algjöru uppnámi

Gamli Herjólfur við bryggju í Landeyjahöfn.

Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna smíði nýs Herjólfs sem ætlað er að sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Svo gæti farið að samningum um smíði ferjunnar verði rift.

Íslenska ríkið og pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. sem var falið að smíða nýjan Herjólf hafa deilt hart um lokauppgjör vegna smíði ferjunnar. Til stóð að afhenda skipið um mitt síðasta ár en það hefur dregist vegna deilunnar. Pólska fyrirtækið telur sig eiga heimtingu á um milljarðs króna aukagreiðslu vegna breytinga sem gerðar voru að beiðni Vegagerðarinnar en íslenska ríkið telur ekki stoð fyrir slíkri greiðslu í samningum.

Fréttavefurinn Eyjar.net greindi frá því fyrr í dag að búið væri að rifta samningnum við Crist S.A. og að næsta skref fyrirtækisins væri að markaðssetja skipið til sölu. Er haft eftir Bjögvini Ólafssyni, umboðsmanni skipasmíðastöðvarinnar, að ríkið hafi gert kröfu á endurgreiðslu úr ábyrgðinni og túlkar hann það sem svo að ríkið sé í raun að rifta samningnum.

Eftir að fréttin fór í loftið sendi Vegagerðin frá sér tilkynningu þar sem segir að þetta sé ekki rétt túlkun. Hins vegar hafi Vegagerðin innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. Það komi í ljós í dag hvort Crist S.A. framlengi ábyrgðirnar. „Vegagerðin átti engan annan kost in innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Dásamlegt að klæðast silkináttkjól eftir langan dag

Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir verslar mest í second hand-búðum en skemmtilegast finnst henni að finna flíkur sem eru ekki endilega í tísku og gera þær að sínum eigin. Við fengum að skyggnast inn í fataskáp Söru.

„Ég myndi lýsa mínum persónulega stíl sem bæði töff og krúttlegum. Oftast mjög einföldum og þægilegum ofar öllu. Ég elska, sem dæmi, silkináttkjólinn minn sem er yfirburða þægilegur. Það er ekkert betra en að klæða sig í hann eftir langan dag,“ segir Sara en hún úskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2017 og hefur síðan skipst á að ferðast og vinna en hún stefnir nú á skiptinám.

„Ég tók sex mánuði í að vinna og ferðast en ég vann sem verslunarstjóri hjá Brauð&Co en fór svo í sex vikna ferðalag um Asíu. Í dag stunda ég nám við Háskóla Íslands þar sem ég er að læra félagsráðgjöf. Ég veit fátt skemmtilegra en að skoða heiminn og er spennt að læra meira og komast vonandi út í frekara nám.“

„Eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð.“

Spurð hvaðan Sara sæki innblástur nefnir hún fyrst nágranna okkar á Norðurlöndum. „Það eru margar töff skandínavískar stelpur á Instagram en annars finnst mér mest gaman að finna eitthvað sem er ekki endilega í tísku og gera það að mínu. Ég versla mest í second hand-búðum, Fatamarkaðinum og Gyllta kettinum en eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð. Að því sögðu kaupi ég sjaldan hluti sem hafa lítið notagildi en ég fell oftast fyrir hvítum skyrtum og drapplituðum fötum. Mér finnst langskemmtilegast að kaupa buxur enda eru þær svolítið krefjandi, maður þarf að koma sér í ákveðinn gír og máta óteljandi buxur þangað til maður finnur hið fullkomna snið.“

„Nýjustu kaupin í fataskápnum mínum eru þessi rúskinnsjakki en hann hékk uppi á vegg í versluninni Gyllta kettinum og starði svo stíft á mig að ég einfaldlega varð að taka hann með mér heim.“
„Uppáhaldsflíkin mín er silkisloppurinn og silkináttkjóllinn sem ég keypti af yndislegri konu í Hoi An í Víetnam.“
„Uppáhaldsfylgihluturinn minn er þetta hálsmen sem ég fékk í útskriftargjöf frá mömmu og er úr Milagros-línunni frá Orra Finn.“
„Svo eru það eyrnalokkar úr Ouroboros-línunni, einnig frá Orra Finn, sem ég keypti fyrir sjálfa mig í útskriftargjöf, og Marc Jacobs-taskan. Sólgleraugun eru líka skemmtileg en þau fann ég í lítilli búð í London og skilst að þau séu frá sjöunda áratugnum.“
Marc Jacobs taskan er í uppáhaldi hjá Söru.
„Þessar leðurbuxur átti mamma þegar hún var jafngömul mér en þær hafa mikið tilfinningalegt gildi í mínum huga. Eins þykir mér vænt um veggteppið frá society 6, beltið úr Geysi sem og þessar Sexy/bitch-spennur sem hægt er að fá í Spútnik.“

Fullt nafn: Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir.
Starfsheiti: Námskona og brauðsölukona.
Aldur: 20 ára.
Fallegasti fataliturinn: Náttúrulegir tónar, sérstaklega drapplitað.
Besta lykt í heimi: Dark rum-lyktin frá malin + goetz.
More is less eða Less is more: Less is more.
Áhugamál: Pimple popping-myndbönd eru áhugamálið mitt.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Óþekkta konan knúsaði Báru og fór

Bára Halldórsdóttir.

Í bréfi lögmanns þingmanns Miðflokksins til Persónuverndar segir að óþekkt kona hafi komið inn á Klausturbar og hitt Báru Halldórsdóttur kvöldið margrædda þegar Bára sat þar og tók upp sam­töl sex þing­manna.

Konan mun hafa afhent Báru ljósan hlut og tekið við einhverjum smágerðum hlut sem Bára hafi rétt henni. Óþekkta konan sem um ræðir mun vera Ragnheiður Erla Björnsdóttir, tónskáld og rithöfundur, er fram kemur í frétt Fréttablaðsnins.

„Ég var með litla skopparakringlu. Þeir segja að það sé vafasamt. Ég myndi ekki segja að skopparakringla væri vafasöm,“ segir Ragnheiður í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.

Í bréfi lögmannsins kemur þá fram að Ragnheiður mun hafa gengið fram hjá Klausturbar með „mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu.“ Ragnheiður staðfestir að umræddur hlutur muni hafa verið fartölva hennar eða ljóðabók.

Hún segist þá ekki hafa rétt Báru neitt, aðeins knúsað hana og farið um leið og Bára sagðist vera upptekin.

Ragnheiður segir að þetta sé enn önnur tilraun Miðflokksmanna til að draga athygli frá frá „óviðeigandi og óafsakandi hegðun þeirra“. Þá kemur fram að Ragnheiður hafi áhyggjur af heilsu Báru og hún segir Miðflokksmenn níðast á henni.

Sjá einnig: Bára fegin að kröfum Miðflokksmanna hafi verið hafnað

Leiga hefur hækkaði um 0,4% í febrúar og árshækkunin er 5,7%

|
Mynd úr safni|Skýringarmynd af Borgarlínunni

Leiguverð hefur hækkað um 5,7% á síðustu12 mánuðum á sama tíma og kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,5%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í morgun.

Vitnað er til talnagagna frá Þjóðskrá en þar kemur fram að á milli febrúar og mars hafi leiga á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 0.4%. Þjóðskrá birtir mánaðarlegar tölur um leiguverð og hefur gert frá árinu 2011.

4000 á fermetra í Garðabæ

„Sé litið á leiguverð á 2ja og 3ja herbergja íbúðum í mars 2019 má sjá að hæsta verðið er á 3ja herbergja íbúðum í Garðabæ og Hafnarfirði, rúmar 4 þús. kr. á m2. Þessi tala er reyndar óeðlilega há, bæði miðað við önnur tímabil og þessi svæði. Annars eru hæstu verðin fyrir 2ja herbergja íbúðir í vesturhluta Reykjavíkur  og Breiðholti. Lægsta fermetraverðið er á 3ja herbergja íbúðum á Suðurnesjum og á Akureyri.“

Kaupverð ekki hækkað jafnt og leiga að undanförnu

„Kaupverð íbúða tók að hækka mun meira en leiguverð á árinu 2016 og hélt sú þróun áfram allt fram á sumar 2017. Þannig hækkaði leiguverð um 70% frá upphafi ársins 2011 fram til júní 2017 á meðan kaupverð fjölbýlis hækkaði um 97%. Frá júní 2017 hefur leiguverð hins vegar hækkað um 14,7% á meðan kaupverð hækkaði um 6,2%. Það er því verulegur munur á þessum tveimur tímabilum,“ segir í samantekt Landsbankans.

Brexit fyrirferðamikið í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis

|||
|Utanríkisráðherra á fundið með EES-ráðinu|Guðlaugur Þór Þórðarson með Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands.|Samráð vegna Brexit

Utanríkisráðherra mun í dag kynna skýrslu um stöðu Íslenskrar utanríkisþjónustu fyrir þinginu. Skýrslan var birt á vef þingsins í gær en umræða um hana fer fram á á þingfundi um klukkan tvö í dag.

 

Mikið áunnist að mati ráðherra

„Þegar ég tók við embætti utanríkisráðherra á sínum tíma einsetti ég mér að gera umbætur á íslenskri utanríkisþjónustu svo hún yrði enn betur í stakk búin til að mæta áskorunum samtímans,“ segir utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, í inngangi skýrslunnar. Þá segir ráðherra að hann sjái glöggt nú þegar hann skila skýrslunni hve mikið hafi áunnist í ráðherratíð sinni. „Þær skipulags- og áherslubreytingar sem ég setti í forgang á fyrstu vikum mínum í embætti hafa þegar skilað árangri og fyrirhuguð forystuverkefni Íslands á alþjóðavettvangi eru að verða að veruleika hvert af öðru.“

Utanríkisráðherra á fundið með EES-ráðinu

Framlag Íslands vel metið
„Það hefur komið mér þægilega á óvart hversu vel framlag okkar á alþjóðavísu er metið. Til okkar er horft þegar fjallað er um mannréttindi um allan heim, ekki síst jafnan rétt kvenna og karla. Íslendingar hafa um árabil verið í fararbroddi þeirra ríkja sem nýta auðlindir hafs og lands með sjálfbærum hætti og frá þeirri stefnu verður ekki hvikað. Bætt hefur verið um betur með takmarki ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040, enda höfum við forsendur til að verða einnig leiðandi á því sviði,“ segir í skýrslunni.

Skýrslan er ítarleg og fer yfir samskipti Íslands við mikilvægustu viðskiptaþjóðir auk þess að lista flest verkefni utanríkisþjónustunnar.

Samráð vegna Brexit

Brexit forgangsverkefni
Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu er eitt viðamesta verkefni utanríkisþjónustunnar um þessar mundir. Ítarlega er fjallað um vinnu vegna þess í sérstökum kafla skýrslunnar. „Frá því að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu (ESB) í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016 hefur umfangsmikið starf verið unnið innan utanríkisþjónustunnar og víðar í stjórnkerfinu til að gæta hagsmuna Íslands vegna Brexit. Útganga Bretlands úr ESB hefur í för með sér að samningar Íslands við ESB ná ekki lengur yfir Bretland en þar skiptir samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) mestu máli. Umfangsmikil viðskipti og náin samskipti eru á milli Íslands og Bretlands á mörgum sviðum sem grundvallast að miklu leyti á EES-samningnum og öðrum samningum við ESB.“

Vinnan hefur að mestu gengið út á að tryggja að útgönguskilmálar sem Bretar hafa samið um við ESB gildi um Ísland og önnur EFTA-ríki innan EES. „Þá hefur mikil vinna farið í að tryggja kjarnahagsmuni ef svo færi að Bretar gengju úr ESB án samnings. Að sama skapi hefur víðtækt undirbúningsstarf verið unnið til að skilgreina hagsmuni og markmið Íslands þegar kemur að framtíðarsamskiptum við Bretland.“ Á meðan Bretland er aðildarríki ESB hafa þeir ekki umboð til að gera framtíðarsamninga við önnur ríki. Í skýrslunni kemur fram að samskipti Íslands og Bretlands í framtíðinni muni taka mið af samskiptum ESB og Bretlands. Þær samningaviðræður hefjast ekki formlega fyrr en eftir útgöngu landsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson með Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands.

Um 3000 Íslendingar búa í Bretlandi
Ráðherra segir í skýrslunni að Bretland sé meðal mikilvægustu vinaþjóða Íslands og einn af stærri mörkuðum fyrir útflutningsvörur. „Það er því forgangsverkefni íslenskra stjórnvalda að tryggja að tengsl Íslands og Bretlands verði áfram sterk og að íslenskir aðilar hafi greiðan aðgang að Bretlandi og breskum mörkuðum, eins og þeir hafa notið í krafti EES-samningsins og annarra samninga Íslands við ESB.“

Brexit stöðugt á dagskrá
Í skýrslunni kemur fram að málefni Bretlands og Evrópusambandsins séu stöðugt á dagskrá. „Frá ársbyrjun 2017 hefur utanríkisráðherra átt 17 fundi með breskum ráðherrum og þingmönnum, þar af 10 á undanförnu ári, og embættismenn ríkjanna átt um 300 fundi. Meðal funda utanríkisráðherra undanfarið má nefna fundi með Dominic Raab, þáverandi útgöngumálaráðherra Bretlands, Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, og Michael Gove, ráðherra umhverfis-, byggða- og matvælamála, í London síðastliðið haust. Einnig átti utanríkisráðherra fund með Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, fyrr um haustið. Utanríkisráðherra átti annan tvíhliða fund með Jeremy Hunt í mars 2019 þar sem undirritað var samkomulag á sviði öryggismála. Mikill samhljómur er um að tryggja áframhaldandi góð samskipti Íslands og Bretlands og tryggja að hagstæð viðskipti geti haldið áfram. Þá hafa ráðherrar EFTA-ríkjanna innan EES fundað reglulega með Michel Barnier, aðalsamningamanni ESB, í nóvember síðastliðnum og utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með öðrum úr framkvæmdastjórn ESB. Þá ber Brexit iðulega á góma á fundum með evrópskum ráðamönnum.

Ríkulegt samráð hefur verið átt við Alþingi, bæði í umræðum í þingsal og í utanríkismálanefnd. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa mætt tíu sinnum fyrir nefndina frá því í ársbyrjun árið 2017 og þar af hefur utanríkisráðherra komið fyrir nefndina fimm sinnum. Þá hefur verið haft samráð við íslenska hagsmunaaðila í gegnum vinnuhópana, eins og greint er frá hér að ofan, og á fjölsóttum upplýsingafundum sem utanríkis- ráðuneytið hefur staðið fyrir.“

Aðstoðarmaður þingflokks Pírata sakar Miðflokkinn um nasískar aðferðir

„Að magna upp hræðsluna við eitthvað óskilgreint, flókið og útlenskt er sama taktík og nasistar notuðu við að útrýma gyðingum, sósíalistum, hommum og fötluðum,“ skrifar Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata á hópa sem kallast Pírataspjallið. Facebook-hópurinn er óformlegur umræðuvettvangur flokksins með tæplega þrettán þúsund meðlimi.

Eiríkur segir umræðu um þriðja orkupakkann einkennast af hræðsluáróðri og lygum. Hann gefur um leið í og setur málið í samhengi við aðferðir Nasista.

Sjá einnig: Orkupakkinn skekur stjórnmálin

„Þjóðernispopúlistahræðsluáróðri Miðflokksins“ vill hann að verði hafnað og þriðji orkupakkinn ræddur á grunni staðreynda. „Hver sá sem segir þér að þriðji orkupakkinn snúist um valdaafsal Íslands til Evrópu, nauðungarsölu á Landsvirkjun, sjálfkrafa samþykki fyrir lagningu sæstrengs eða að það þurfi að virkja hvern einasta bæjarlæk samkvæmt skipunum frá ESB…. ER AÐ LJÚGA AÐ ÞÉR!“

Sjá einnig: Þórdís Kolbrún hjólar í andstæðinga þriðja orkupakkans og segir þá fara með „hrein ósannindi“

Í gær birtist umsögn ASÍ vegna málsins þar sem Alþýðusambandið lýsir sig andsnúið samþykkt þriðja orkupakkans. Andstæðingar málsins hafa því fengið öflugan stuðning. „Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks,“ segir í umsögn ASÍ.

Katrín og Sturgeon funda um Brexit, norðurslóðamál og tengsl Skotlands og Norðurlanda

Althingi.is/Ríkisstjórn Skotlands

Forsætisráðherra Íslands og fyrsti ráðherra Skotlands munu funda í Edinborg í dag. BBC greinir frá fundinum og segir líklegt að Katrín Jakobsdóttir og Nicola Sturgeon muni ræða norðurslóðamálefni skosku ríkisstjórnarinnar, Brexit og tengsl Skotlands við Norðurlöndin.

Bæði Katrín og Sturgeon eru staddar á fundi Wellbeing Economy Governments goup sem er hluti af OECD World Forum. Sturgeon segir margt aðdáunarvert við Ísland og þá sérstaklega launajafnrétti kynjanna og sterk jafnréttislöggjöf á vinnumarkaði.

Þess má geta að fyrsti ráðherra Skotlands lýsti á sínum tíma yfir stuðning með landsliði Íslands í fótbolta. Sturgeon dró Ísland í vinnustaðaleik vegna heimsmeistaramóts karla í fótbolta. Skoska landsliðið hefur ekki verið á mótinu síðan 1998.

Raddir