Fimmtudagur 16. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Paunk á Laugarbakka

Bagdad Borothers, Kælan Mikla, Godchilla, Gróa og fleiri spila á Norðanpaunk um helgina.

Tónlistarhátíðin Norðanpaunk fer fram 2.-4. ágúst á Laugarbakka rétt fyrir utan Akureyri. Dagskráin í ár er vægast sagt frábær en fram koma til dæmis Bagdad Borothers, Kælan Mikla, Godchilla og Gróa svo fátt sé nefnt. Hægt er að nálgast miða á Nordanpaunk.org.

Segir Sigmund Davíð gera út á hina firrtu og vonlausu

Kári Stefánsson Mynd / Íslensk erfðagreining

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson reka sömu pólitík og öfgaflokkar í Evrópu og Donald Trump. Hann ali á firringu og vonleysi og leiti stöðugt að annarra manna þaðan sem hann situr á eigin bjálka.

Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs sem hann birtir á Facebook-síðu sinni og í Fréttablaðinu. Hann segir bréfið fjalla „um manninn sem er stöðugt að leita að annarra manna flísum, sitjandi á eigin bjálka“.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður mIðflokksins. Mynd: Johannes Jansson/norden.org

Máli sínu til stuðnings rifjar Kári upp að Sigmundur Davíð hafi sem forsætisráðherra samið við kröfuhafa í þrotabú íslensku bankana, á sama tíma og hann leyndi því fyrir þjóðinni að hann væri sjálfur kröfuhafi. Í stað þess að skammast sín hafi Sigmundur Davíð agnúast út í blaðamennina sem sögðu jóðinni frá þessu og hélt því fram að um væri að ræða samsæri gegn honum. Þjóðin hafi hins vegar litið svo á að þetta væri samsæri gegn henni.

Kári víkur því næst að Klaustursmálinu sem hann telur að hafi í raun ekki verið svo merkilegt. Áfengi sé eitur sem brengli starfsemi heilans og flestir hafi lent í viðlíka uppákomu. Það merkilega við Klaustursmálið sé hins vegar hvernig viðbrögð þingmannanna voru þegar upptakan var gerð opinber. „Í stað þess að viðurkenna einfaldlega að þeir hafi verið fullir og sagt alls konar vitleysu sem þeir allsgáðir meini ekki og skammist sín fyrir mátti á þeim skiljast að sá sem tók upp samtalið væri ábyrgur orða þeirra en ekki þeir sjálfir. Samkvæmt þessari nýstárlegu túlkun á tilvistarhyggjunni væru allir þeir sem horfa á tré falla í skóginum í raun réttri skógarhöggsmenn. Sigmundur Davíð þú ert einn af þingmönnunum á Klausturbarnum og sá sem leiddi þá í tilraunum til þess að kenna konunni sem tók up samtalið um ykkar eigin sóðaskap.“

Kári gerir líka tvær nýlegar greinar sem Sigmundur Davíð skrifaði í Morgunblaðið á dögunum. Sú fyrri fjallaði um loftlagsmál og sú síðari um málefni flóttamanna, en Sigmundur Davíð vill meina að aðgerðir í þessum málaflokkum séu sýndarmennska. Kári segir hins vegar að sýndarmennskan sé öll Sigmundar.

Það er ljóst á þeim orðum sem þú birtir í greinunum tveimur í Morgunblaðinu að í leit þinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu ert þú að gera út á þá vonlausu og fIrrtu og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi ertu að ala á vonleysinu og fIrringunni.

„Þú gengur meira að segja svo langt að hæðast að lítilli stúlku sænskri sem hefur náð athygli heimsbyggðarinnar fyrir það hversu skýrlega hún hefur tjáð áhyggjur sínar af framtíðinni. Það er niðurstaða mælinga að hnötturinn er að hitna. Þess vegna er hnattræn hlýnun ekki kenning heldur staðreynd.“

Kári bætir við:

„Það er ljóst á lestri greinar þinnar Sigmundur Davíð að þú ert einn af þeim sem vilt ekki miklu fórna og síðan hitt að sú fyrirlitning sem þú sýnir hugmyndinni um endurheimt votlendis bendir til þess að þú búir ekki að miklum skilningi á líffræði, efnafræði eða þeirri almennri þekkingu sem býr að baki hugmyndum annarra um það hvernig best sé að taka vandanum. Þú dæmir hugmyndir annarra sem sýndarmennsku án þess að benda á aðrar betri sem er bara ein aðferðin við að hvetja til þess að ekkert sé að gert.“

Um síðari greinina lýsir Kári sig alfarið mótfallinn þeirri hugmynd Sigmundar Davíðs að það eigi að taka á móti flóttafólki af meiri hörku. Ekki megi skilja grein Sigmundar Davíðs öðruvísi en að hann styðji hugmyndir Donalds Trump um að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Í niðurlaginu skrifar Kári:

„Það er ljóst á þeim orðum sem þú birtir í greinunum tveimur í Morgunblaðinu að í leit þinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu ert þú að gera út á þá vonlausu og firrtu og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi ertu að ala á vonleysinu og firringunni. Þú ert að fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum. Þetta er langt fyrir neðan virðingu þess Sigmundar Davíðs sem kom eins og ferskur blær inn í íslensk stjórnmál fyrir nokkrum árum. Hann barðist fyrir hugsjónum sínum. Í dag er býsna erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara nema það sé, hvað sem er fyrir hvaða stuðning sem er.“

 

Smurolía og majónes

Skoðun eftir Elliða Vignisson

Hægrimennska rúmar ekki rasisma (kynþáttahyggju). Stefna okkar hægrimanna getur aldrei af neinum sannindum verið orðuð við slíkt. Það samræmist ekki afstöðu okkar að sjá kynþátt sem einkennandi fyrir einstakling. Við, þvert á móti, furðum okkur á því að einhverjum detti í hug að einlæg trú okkar á einstaklinginn og frelsi hans, einstaklingshyggjan, gæti tengst fordæmingu á forsendum kynþáttar.

Rasismi …

… rúmast ekki innan hugmyndafræði einstaklingshyggjunnar. Hún sér hvern einstakling sem sjálfstæða einingu með ríkan rétt til að ráða eigum sínum og gjörðum. Þennan rétt teljum við ekki léttvægan. Við teljum hann þvert á móti helgan rétt sem á rætur sínar í þeirri mannvirðingu sem allir eiga jafnan rétt á. Þann rétt getur enginn tekið og enginn framselt. Einstaklingshyggjufólk trúir því að samfélag manna virki best þegar unnið er að sameiginlegum markmiðum á forsendum frelsis hvers einstaklings. Að tilvera hópsins byggi á þörfum einstaklinganna en ekki öfugt.

Rasismi …

… er hluti af hóphyggju (collectivism) sem er andstæð einstaklingshyggjunni. Sú trú að hópurinn sé mikilvægari en einstaklingurinn. Að taka beri þarfir hópsins fram yfir þarfir einstaklingsins. Að veraldlegar eignir og jafnvel hugmyndir eigi að tilheyra hópi fremur en einstaklingum. Eitt af sterkari einkennum hóphyggjunnar er sú trú að heildin sé annað og æðra en summa eininganna. Að einstaklingurinn sé afurð hópsins en ekki öfugt. Að einkenni hópsins séu einkenni hvers einstaklings.

Rasismi …

… er eitt lægsta og viðbjóðslegasta form hóphyggju. Í honum er fólgið það viðhorf að einstakling beri ekki að meta eftir hans eigin getu, hegðun, eðli og persónueinkennum heldur eftir einhverjum óljósum uppsöfnuðum einkennum hópsins eða kynþættinum sem hann tilheyrir.

Rasismi …

… er fullkomið og algert brot á rétti einstaklingsins. Hann gengur þvert gegn mannvirðingu. Hann sviptir einstaklinginn þeim meðfædda rétti sem hann hefur sem einstaklingur og gerir hann að afurð kynþáttarins sem hann tilheyrir. Ekki eingöngu skerðir hann möguleika eins einstaklingsins til lífsgæða heldur eykur hann samhliða möguleika þeirra sem annars hafa ekkert til slíkra réttinda unnið um fram það að tilheyra forréttindahópi.

Rasismi …

… er eitur í beinum okkar sem aðhyllumst frelsi einstaklingsins. Við sjáum það sem baráttumál okkar að vinna að einstaklings- og atvinnufrelsi og því samræmist það ekki hugmyndafræði okkar að leggja dóm á einstaklinga úr frá því hvaða hópi þeir tilheyra. Við teljum að á forsendum frelsis einstaklingsins megi helst virkja sköp­un­ar­gáfu og at­hafnaþrá hvers og eins og þannig að tryggja umhverfi sem einkennist af dugnaði og krafti. Rasismi hefur andstæð áhrif. Við trúum því af einlægni að einstaklingurinn sé best til þess fallinn að ráða eigum sínum, orðum og gjörðum óháð kyni, kynþætti eða hvers konar hópahyggju. Við teljum að með því að tryggja rétt einstaklingsins tryggjum við þau mannréttindi sem fólgin eru í jöfnum rétti allra.

Rasismi …

… fer því jafn vel með einstaklingshyggju okkar hægrimanna og smurolía og majónes. Það er ósamrýmanlegt.

Innipúkinn um helgina

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um helgina og aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld.

 

Á Innipúkanum verður einnig boðið upp á hátíðarstemningu úti, kringum tónleikastaðina en þar má búast við gömlum vinum Innipúkans eins og listamarkaðinum sívinsæla, fatamarkaði og plötusnúðum.

Eftir nokkur góð ár í Kvosinni verða hátíðarhöldin færð út á Granda, nánar tiltekið Grandagarð 8, 101 Reykjavik. Miðasala er á Tix.is.

Sjá einnig: Hægt að versla myndlist milliliðalaust á markaði Innipúkans

Ísland gæti tekið þátt í innviða- og fjárfestingaverkefni kínverskra stjórnvalda

Forseti Kína

Þátttaka í kínverska innviða- og fjárfestingaverkefninu Belti og braut stendur Íslandi til boða. Þátttaka gæti aukið aðgengi að innviðafjárfestingu og skapað ýmis viðskiptatækifæri fyrir landið. Belti og braut er þó afar umdeilt vegna ásakana um að kínversk stjórnvöld nýti sér verkefnið í herstjórnarlegum tilgangi og varpi þátttökuríkjum þess í skuldagildru.

 

Innviða- og fjárvestingaverkefnið Belti og braut (Belt and Road Initiative) er verkefni sem einkennt hefur utanríkisstefnu Kína frá árinu 2013 undir stjórn forseta landsins, Xi Jinping. Með Belti og braut er vísað til hinnar fornu Silkileiðar sem tengdi Kína við umheiminn og vill Xi Jinping endurvekja hana undir formerkjum Beltis og brautar. Belti og braut – eða Silkileið 21. aldarinnar – skiptist í stuttu máli í svokallaðan silkiveg eða „belti“ á landi, til dæmis í formi lestarteina og hraðbrauta. Hinn hlutinn er silkileið á sjó eða „braut“ – til dæmis í formi hafna sem þar að auki tengir Kína við umheiminn.

Verkefnið er afar víðfeðmt og nær frá Kína til Evrópu og Austur-Afríku, auk þess sem það nær til fjölmargra Asíuríkja. Að minnsta kosti 68 ríki hafa skrifað undir þátttöku í verkefninu og saman mynda ríkin um 40 prósent landsframleiðslu heimsins.

Margir hafa þó gagnrýnt verkefnið og telja sumir að kínversk stjórnvöld vilji nota það til þess að auka stjórnmálaleg áhrif sín í heiminum. Bandaríkin eru eflaust það ríki sem er opinberlega hvað mest mótfallið verkefninu. Bæði varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, og utanríkisráðherra, Mike Pompeo, hafa gagnrýnt framtakið og sagt það varpa ríkjum í skuldagildru.

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans. 

Fyrsta transkonan á forsíðu breska Vogue

Leikkonan Laverne Cox er fyrsta transkonan sem prýðir forsíðu breska Vogue í 103 ára sögu tímaritsins.

 

Laverne Cox prýðir forsíðuna ásamt 14 öðrum konum á tölublaðinu sem Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, ritstýrir ásamt aðalritstjóra blaðsins, Edw­ard Enningful.

Laverne Cox sagði þetta vera mikinn heiður þegar blaðamaður Vogue náði tali af henni daginn sem Peter Lindbergh myndaði hana fyrir forsíðuna.

Þegar blaðamaður spurði hana hvernig tilfinningin væri þurfti hún að halda aftur af tárunum. „Vá. Þetta er stór dagur fyrir mig,“ sagði hún.

„En ég er ekki fyrsta transkonan til að prýða forsíðu Vogue. Valentina Sampaio á forsíðu franska Vogue á heiðurinn að því og Indya Moore á forsíðu Teen Vogue. Það er dásamlegt að ég skuli ekki vera súr fyrsta. Ég elska þessa sögu. Ég fylgi í fótspor þeirra.“

View this post on Instagram

Introducing the September 2019 issue of #BritishVogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex @SussexRoyal. Entitled #ForcesForChange, the cover features 15 world-leading women who are reshaping public life for global good, and were personally chosen by The Duchess of Sussex, and British Vogue’s editor-in-chief @Edward_Enninful. The 16th slot – which, in print, appears as a mirror – is intended by The Duchess to show how you are part of this collective moment of change too. Click the link in bio to read about how The #DuchessOfSussex became the first guest editor of the September issue in the magazine’s 103-year history. Photographed in New York, Stockholm, London and Auckland by @TheRealPeterLindbergh, with fashion editors @Edward_Enninful and @TheRealGraceCoddington, hair by @BartPumpkin and @SergeNormant, make-up by @TheValGarland and @Diane.Kendal, nails by @LorraineVGriffin and @YukoTsuchihashi. On newsstands Friday 2 August. Starring: @AdwoaAboah @AdutAkech @SomaliBoxer @JacindaArdern @TheSineadBurke @Gemma_Chan @LaverneCox @JaneFonda @SalmaHayek @FrankieGoesToHayward @JameelaJamilOfficial @Chimamanda_Adichie @YaraShahidi @GretaThunberg @CTurlington

A post shared by British Vogue (@britishvogue) on

Sjá einnig: Meghan Markle gestaritstjóri Vogue

Ótrúlegt myndband: Hjólar á mikilli ferð í veg fyrir bíl

Myndbandið sýnir hjólreiðamann koma á fleygiferð út úr runna og stökkva af gangstétt í veg fyrir bíl.

 

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hjólreiðamann koma á mikilli ferð inn á gangbraut á Urðarbraut í Kópavogi og verða fyrir bíl. Mbl.is greindi fyrst frá. Atvikið átti sér stað í síðustu viku.

Í frétt mbl.is segir að meiðsli mannsins séu minni háttar en maðurinn var ekki með hjálm. Þar er haft eftir Heim­i Rík­arðssyni, lög­reglu­full­trúa hjá lög­regl­unni í Kópa­vogi, að málið sé til rannsóknar. Hjólið og bíllinn skemmdust.

Suddenly – contusions

Kötturinn Óskar treystir því að ökumenn aki varlega og verndi lífríkið

Á Facebook síðu Samgöngustofu má sjá köttinn Óskar biðla til landsmanna að fara varlega í umferðinni. „Hann, eins og aðrir kettir, er ekki hannaður til að lúta umferðarreglum,” segir í færslunni. „Hann treystir því algjörlega á að ökumenn aki varlega og verndi lífríkið.”

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir kettir vera klassískt dæmi um vegfarendur sem tileinka sér ekki að fara eftir annarra manna reglum. „Við ákváðum að taka smá syrpu í aðdraganda þessara miklu ferðahelgi til að hvetja ökumenn til að fara varlega,” segir Þórhildur. Þannig hafi Óskar fengið þetta ágæta hlutverk. „Samstarfskona mín, hérna á Samgöngustofu, er mamma hans. Þetta er því raunverulegur Óskar og hann býr raunverulega í Hafnarfirði.”

„Hann er á tilvöldum aldri til að vera alger vitleysingur, en hann er það ekkert, ekkert frekar en aðrir kettir,” segir Þórhildur en Óskar er rúmlega eins og hálfs árs gamall fress. „Hann fer bara sínar eigin leiðir og kærir sig ekkert um að það sé verið að reyna setja hömlur á það hvert hann fer og hvenær. Bara eins og aðrir kettir eru,” segir hún og bætir við að kettir eigi það til að skjótast undan bílum og ákveða í skyndi að fara hinum megin við götuna.

Samgöngustofa hefur einnig hvatt ökumenn til að varast nýfleyga fuglsunga og skyndiákvarðanir sauðfés á vegkantinum. „Þessar þrjár dýrategundir sem eru svo áberandi hjá okkur, kettir, fuglar og kindur, koma sjálfum sér í stórhættu af þekkingarleysi en líka fólki sem er að keyra. Það er auðvitað hættulegast að keyra á stærri dýr,” segir Þórhildur en bætir við að tilfinningalega tjónið getur líka verið mikið. „Að hafa orðið bani einhvers sem þú ætlaðir ekki að gera.”

Kindur þekktar fyrir skyndiákvarðanir á vegkantinum

Þórhildur segir hafa séð fyrir stuttu viðtal við lögreglumann á Suðurlandi þar sem fjallað var um fjölda þeirra kinda sem verður fyrir bíl. „Lausaganga búfjár hefur náttúrulega ýmsar afleiðingar. Það að keyra á kind, það er auðvitað lífshættulegt fyrir kindina en það getur líka verið lífshættulegt fyrir ökumanninn.”

„Kindur hafa þennan eiginlega að taka þessar skyndiákvarðanir. Þær eru öðru megin, svo nálgast bíllinn og þá ákveða þær að forða sér með því að bruna yfir veginn. Sérstaklega getur þetta gerst ef að lambið hefur komið sér fyrir öðru megin við veginn og mamman hinum megin.” Þá vilja þau gjarnan sameinast ef að hætta steðjar að. Þá veit maður ekki hvor

Svona slys geta haft flókna og leiðinlega eftirmála. „Þetta er auðvitað hrikalegt fyrir skepnurnar, þetta er tjón fyrir bóndann en síðast en ekki síst er þetta stórhættulegt fyrir ökumanninn. Það að keyra á sauðkind er meiriháttar hættulegt. Missa stjórn á ökutækinu, slasa sig bara við áreksturinn og svo er þetta líka tjón á ökutækinu. Þetta er allra tjón,” segir Þórhildur.

„Ungir vegfarendur” sem bregða ökumönnum

Guðrún Lára Pálmadóttir, umhverfisfræðingur á Hellissandi, hefur talað um slysahættur sem fylgja fuglsungum sem flögra í vegkantinum. „Hún benti á það um daginn hversu margir Kríuungar yrðu fórnarlömb umferðarslysa. Það væri keyrt á unga sem væru að taka sín fyrstu flugtök, segir Þórhildur og bætir við: „Við getum kallað þá unga vegfarendur. Þetta er auðvitað þeim dauðadómur og svo er þetta líka gríðarlega hættulegt fyrir ökumenn af því að þeir fipast þegar þeir verða fyrir því að keyra á fugl.” 

Ekki er vitað hversu stórt hlutfall þessara unga verða fyrir bílum en Þórhildur vitnar í Guðrúnu Láru: „Hún telur að þetta sé í þúsundavís. Allavega á þessum litla vegaspotta þarna í Kríuvarpinu milli Hellisands og Rifs.” Vegalengdin milli bæjanna eru tæpir þrír kílómetrar. „Við getum gert ráð fyrir því að þetta séu mikil afföll.”

Grundvallaratriði að hægja ferðina

„Ef það er gróður einhversstaðar í grennd að þá veitir manni ekkert af því að hafa athyglina á svona skyndihugdettum þessara dýra sem eru á ferðinni.” Hún bendir á að mikilvægt sé að hafa athyglina í lagi en grundvallaratriðið er að hægja ferðina. „Ef að fólk er á milli ferð að þá er ráðrúmið til að bregðast við eiginlega nánast ekki neitt.” 

„Fólk heldur oft að það sé að spara sér tíma með því að keyra greitt. Raunveruleikinn er sá að það sparast mjög lítill tími við að keyra yfir hámarkshraða. Sumstaðar eru aðstæður þannig að þó að hámarkshraði sé 90 að þá er ástandið þannig á veginum, jafnvel þó að veðrið sé gott og skyggnið sé gott og vegurinn þurr, þá getur ástandið verið þannig að það býður ekki upp á að fólk nýti sér hámarkshraðann.”

Nýtt og glæsilegt hótel við Geysi tekið í notkun í dag

Í dag, 1. ágúst, var glæsileg nýbygging Hótel Geysis í Haukadal tekin í notkun. Framkvæmdir hafa tekið um sex ár.

 

Nýja hótelið er hið glæsilegasta en Leifur Welding sá um innanhússhönnunina. Alls eru 77 herbergi á hótelinu og sex svítur. Í herbergjunum er að finna kaffivélar frá Sjöstrand og snyrtivörur frá Sóley Organics.

Áhersla var lögð á að að hótelið væri í takti við náttúruna sem umlykur það. Stórir gluggar einkenna bygginguna þannig að falleg útsýni blasir alltaf við hótelgestum.

Skemmtilegt samspil lita og áferða.

Lúsmýið sækir í Vinstri græn en er síst fyrir Pírata

Lúsmý

Tæplega fjórðungur landsmanna hafa verið bitnir af lúsmýi síðastliðna tólf mánuði. Þá þekkja 59% einhvern sem hefur verið bitinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir stóðu fyrir. Vísir greinir frá.

Í könnuninni var hægt að taka fram stjórnmálaskoðanir og er athyglisvert að sjá mismunandi niðurstöður eftir skoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna virðast líklegastir til að vera bitnir en 34% sögðust hafa orðið fyrir barðinu á lúsmý. Stuðningsmenn Viðreisnar og Framsóknarmanna eru einnig líklegir til að fá bit en um þriðjungur beggja hópa hefur verið bitinn.

„Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ hefur Vísir eftir Kolbeini Óttarsyni Proppé, varaformanni þingflokks Vinstri grænna. Þá hefur hann sjálfur ekki verið bitinn af lúsmýi í sumar þrátt fyrir tíða dvöl í sumarbústað í Þjórsárdal. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“

Stuðningsmenn Pírata virðast hafa sloppið best enn um 16% sögðust hafa fengið bit. Þá svöruðu 19% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins játandi, 22% Samfylkingarinnar og um fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins.

Fyrst vart við lúsmý árið 2015

Landsmenn urði fyrst varir við lúsmýið í Hvalfirði 2015. Nú hefur það gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sumarbústaðafólk hefur þurft að yfirgefa bústaði sína víða á Suðurlandi vegna ónæðis frá mýinu en stungur þess geta valdið svæsnum ofnæmisviðbrögðum. Til eru dæmi um fólk sem hefur selt sumarbústaði sína vegna faraldursins svo ljóst er að smádýrin valda miklum usla.

Sjá einnig: Heitar teskeiðar og laukur í baráttunni gegn lúsmýi

Lúsmýið er rúmur millimetri að stærð og sést vart með berum augum en líkist helst frjókornum sem virðast fjúka um loftið en stekkur á menn og dýr, nærist á blóði og skilur svo eftir sig ljót sár. Mýið bítur jafnt utan- sem innandyra og smýgur inn í fatnað sem og í hársvörð svo erfitt er að verjast bitum. Húðin verður rauð, bólgin og hnúðakennd en mikill kláði fylgir í kjölfarið. Að öðru leyti ættu bitsár ekki að valda óþægindum nema viðkomandi hafi ofnæmi fyrir skordýrabiti.

Faraldur á Facebook

„Lúsmýið er komið og greinilega til að vera. Slæm sending og virkilega aggresíft kvikindi. Síðasta nótt var erfið og ég kvíði sannarlega komandi nætur. Þessi mynd af handlegg mínum er nánast að endurtaka sig.“ Þetta skrifaði Karl Tómasson, trymbill Gildrunnar og bæjarstjórnarmaður í Mosfellsbæ, á Facebook síðu sinni. „Hún réðist beint á æðina á handlegg mínum. Þetta er svakalega slæm sending. Bitin eru vond, maður finnur fyrir þeim og kláðinn er mikill.“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur einnig greint frá því að vera bitinn af lúsmý. Þá hefur Hildur Helga Sigurðardóttir fjölmiðlakona lýsti yfir komu lúsmýsins til Hveragerðis: „Illa innrætt lúsmý sækir nú á Hvergerðinga, ekki síst um kyrrar nætur,“ skrifaðir Hildur Helga á Facebook. „Kemur, að sögn spakra manna, úr Biskupstungum, herjar nú á Hveró og sækir til Reykjavíkur. Þessi óféti bíta allt sem fyrir verður, en eru sem næst ósýnileg berum augum. Er sjálf tilvonandi ofurfyrirsæta í virtum læknatímaritum, þar sem hjúkrunarvaktin baðst góðfúslega leyfis til myndatöku í morgun, „til að sýna læknunum í hádeginu“. Hefði gjarnan viljað vera án þessarar upphefðar, en hvað samþykkir kona ekki í þágu vísindanna.“

Landsmenn sem hafa orðið fyrir barðinu á lúsmýinu geta leitað ráða í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi. Meðlimir eru um 2500 íslendingas sem skiptast á öllum mögulegum upplýsingum um smádýrin. Þar má finna reynslusögur af bitum, úrræðum og kortlagningu á útbreiðslu vargsins.

Játaði að hafa myrt Instagram-stjörnuna sem fannst í ferðatösku

Lík Ekaterinu Karaglanovu fannst ofan í ferðatösku.

Lík rússnesku Instagram-stjörnunnar Ekaterinu Karaglanovu fannst ofan í ferðatösku á heimili hennar í Moskvu í síðustu viku. 33 ára gamall maður hefur játað að hafa myrt Karaglanovu.

Maður að nafni Maxim Gareev var handtekinn í gær grunaður um morðið. Hann hefur játað.

Hann játaði að hafa stungið Karaglanovu minnst fimm sinnum. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar kemur fram að Karaglanova og Gareev hafi eitt sinn átt í ástarsambandi. Í fréttinni er einnig talað um myndband sem Rússnesk yfirvöld hafa birt, þar segir Gareev að hann hafi reiðst þegar Karaglanova „móðgaði og niðurlægði“ hann. Það hafi hann ekki þolað.

Karaglanova var einn af kunnari áhrifavöldum Moskvu-borgar með um 85 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún vakti athygli fyrir útlit sitt sem þótti um margt svipa til Audrey Hepburn en hún var líka skarpgrein og hafði nýverið útskrifast sem læknir.

Sjá einnig: Lík Instagram-stjörnu fannst ofan í ferðatösku

Neytendastofa sektaði Heimkaup um 400 þúsund krónur

Neytendastofa sektaði Heimkaup um 400 þúsund krónur. Sektin skal greiðast innan þriggja mánaða.

 

Neytendastofa gerði nýverið athugasemdir við auglýsingar Heimkaupa þar sem auglýstur var Tax Free-afsláttur án þess að prósentuhlutfall afsláttarins væri tekið fram. Neytendastofa hefur áður bannað Heimkaup að auglýsa Tax Free-afslátt með þessum hætti .

Í svari Heimkaupa kom fram að um mistök hafi verið að ræða og að félaginu væri kunnugt um að geta þurfi prósentuhlutfalls afsláttar þegar orðin „Tax Free“ séu notuð en í þetta sinn hafi það gleymst.

Í ljósi þess að Heimkaup hafi brotið gegn fyrri ákvörðunum Neytendastofu, árið 2015, taldi stofnunin nauðsynlegt að sekta félagið. Var því lögð 400.000 kr. stjórnvaldsekt á Heimkaup fyrir brotið.

„Sektina skal greiða í ríkisjóð innan þriggja mánaða frá dagsetningu ákvörðunarinnar,“ segir í ákvörðun Neytendastofu.

Nánar um þessa ákvörðun Neytendastofu hérna.

Innbrotsþjófur sem klifraði upp á svalir í Reykjavík reyndist húsráðandi sem læst hafði sig úti

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vera að klifra upp á svalir í gærkvöldi. Maðurinn var að fara inn í íbúð í fjölbýlishúsi. Ekki reyndist vera um innbrotsþjóf að ræða eins og talið var í fyrstu heldur hafði húsráðandi læst sig úti.

75 mál voru skráð milli 17:00 – 05:00 í dagbók lögreglu. Tilkynnt var um ölvaðan mann sem hafi stokkið upp á bifreið og hoppað á þaki hennar svo hún skemmdist. Atvikið átti sér stað rétt eftir miðnætti í miðbænum. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang.

Fjórir ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum í gærkvöldi. Einn ökumaður var stöðvaður á Kringlumýrarbraut vegna hraðaksturs. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna, með fíkniefni meðferðis og á ótryggðri bifreið. Þá voru þrír aðrir ökumenn stöðvaður í akstri vegna gruns um að aka undir áhrifum. Tveir þeirra voru vistaðir í fangageymslu.

Þegar reykvísk húsmóðir læsti sig úti, skrúfaði í sundur gluggafestingu og festist með rassinn út um glugga

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lögreglan á höfuðborgasvæðinu fær tilkynningu um húsráðanda að brjótast inn á eigið heimili. Kona sem læsti sig utan eigin heimilis í vor sendi lögreglunni skilaboð í gegnum Facebook síðu sveitarinnar. Hún vildi koma í veg fyrir að lögreglubíll yrði sendur á staðinn ef ske kynni að nágrannar hefðu orðið varir við uppátækið. Skilaboðin vöktu talsverða athygli meðal starfsfólks lögreglu sem deildi þeim á vefsíðu embættisins. „Sá sem þau sendi gaf góðfúslega leyfi sitt og gat hlegið, eftir á, að þeim aðstæðum sem þarna kom upp.”

Í skilaboðunum sagði; „Ég vildi bara láta ykkur vita, ef ske kynni að fengjuð tilkynningu um innbrot í hús við **********, að ég húsmóðirin á heimilinu, læsti mig úti og brá á það ráð að skrúfa gluggafestinguna upp með bíllyklinum mínum og klifra inn um gluggann.” Þá kemur fram að innbrotið hafi gengið brösulega og hún hafi setið föst í glugganum í dágóða stund. „Ég hef smá áhyggjur af því að gangandi vegfarendur kunni að hafa séð til mín með rassinn út um gluggann og tilkynnt herlegheitin. En þetta var ekki það sem það leit út fyrir að vera.”

Konan endar skilaboðin á léttu gríni og segir innbrotið hafa verið árangursríkt þrátt fyrir brösuglega byrjun. „Ég komst óslösuð frá þessu öllu saman, náði að grípa veskið mitt og láta mig hverfa, allt áður en lögregla mætti á staðinn.”

Úr þungarokki yfir í diskó

Hugrún Britta og Erik Sjöstedt eru ný í popp-tónlistarheiminum.

Þau gáfu út lagið „Heart Crimes” í vikunni sem er innblásið af 80’s poppi. Þau vinna nú saman að nýju efni sem verður vonandi gefið út ekki seinna en í haust.

Erik Sjöstedt er sænskur þungarokkari sem nýlega byrjaði að semja diskó-popp. Heart Crimes lofar afar góðu og það verður gaman að heyra meira frá þessu hæfileikaríka tónlistarfólki.

Sjö áhugaverðar staðreyndir um Andy Warhol

Andy Warhol er einn af þekktustu listamönnum 20. aldarinnar en hann er talinn brautryðjandi í popplistinni.

 

  1. Foreldrar Andy Warhol voru innflytjendur frá Slóvakíu en hann var yngstur þriggja bræðra.
  2. Hann breytti nafni sínu eins og svo margir listamenn, þó einungis um einn staf. Hann tók a-ið aftan af ættarnafninu og hét því Warhol í stað Warhola.
  3. Andy Warhol var frá Pittsburgh í Pennsylvaníu en hann hafði ekki hátt um þá staðreynd. Safn tileinkað honum og hans minningu var reist í borginni og opnað þann 13. maí 1994. Warhol-safnið er stærsta listasafn í heimi sem tileinkað er einum listamanni en þar eru 17 salir á sjö hæðum ásamt yfir 900 málverkum, og fjöldanum öllum af myndum, teikningum og málverkum.
  4. Listamaðurinn hafði dálæti á skærum frumlitum sem hann notaði mikið í listaverk sín. Uppáhaldslitirnir hans voru rauður, gulur og blár en hann notaði þá oft saman.
  5. Andy Warhol tók upp nánast allar samræður sem hann átti við fólk og stundum kallaði hann upptökutækið eiginkonu sína en Andy var samkynhneigður.
  6. Árið 1968 var Andy Warhol skotinn í búkinn af öfgafullri konu en hann hafði hafnað handriti sem hún hafði skrifað. Hann lifði árásina af en þurfti að fara í margar aðgerðir og þurfti að ganga með lífstykki alla ævi.
  7. Andy dó ungur, eða 58 ára að aldri, en hann fór í hjartastopp þegar hann var í aðgerð. Læknirinn sem skar hann upp, Björn Þorbjarnarson, var yfirlæknir á New York Hospital á þessum tíma. Þess má geta að hann er móðurafi rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar.

Fágæt en afar spennandi vín fyrir lengra komna

Loire-dalurinn í Frakklandi (eða Leirárdalur, eins og við höfum þýtt á íslensku, sem er einstaklega viðeigandi miðað við leirbakkana sem einkenna ána) liggur þvert um Mið-Frakkland, frá eldfjallagarðinum Massif Central að Atlantshafi fyrir sunnan Bretaníu-skagann. Sagt er að Loire-dalurinn sé „garður Frakklands“ svo milt er loftslagið, enda sérstaklega eftirsótt hérað af mörgum konungum Frakklands sem byggðu þar glæsilegar hallir þar sem garðlistin náði nýjum hæðum.

 

Loire-dalurinn býður einnig bestu skilyrðin fyrir vínrækt, annars vegar vegna loftslags, sem er temprað, og hins vegar vegna jarðvegs og bergmyndana, sem eru afar fjölbreyttar frá uppsprettu Loire til hafsins. Efst í dalnum eru vínin Sancerre og Pouilly Fumé framleidd úr sauvignon blanc- og pinot noir-þrúgum. Síðan taka við mörg undirhéruð sem eru lítt þekkt hér heima: Touraine, Vouvray, Chinon, Bourgueil, Saumur, Saumur Champigny og Anjou, þar sem chenin, cabernet franc og gamay skiptast á milli staða, og næst ósnum eru Muscadet-hvítvínin. Fjölbreytnin er mikil og fyrir stuttu var boðið upp á smökkun hér á landi, á vínum frá tveimur af þessum héruðum, Chinon og Pouilly Fuissé.

Loire-dalurinn býður einnig bestu skilyrðin fyrir vínrækt.

Í Chinon-vínin eru einungis notaðar tvær þrúgur, cabernet franc fyrir rauðvín og chenin fyrir hvítvín. Jarðvegurinn er að mestu kalksteinn og leir frá árfarveginum og bestu vínin þarf að geyma því þau eru lengi að opna sig. Cabernet franc er einstaklega elegant þrúga, með angan af fjólum og hindberjum, en vínin geta verið tannísk og geymast lengi. Í Chinon, sem og í Saumur, eru klettar í kalkberginu algengir og þar hefur maðurinn grafið sér húsakynni, sum enn notuð, en flestir hellar eru í dag notaðir sem „vínkjallarar“, þrátt fyrir að „rigni“ nokkuð oft inni. Chinon-vínin verður að framreiða við hitastig nær 16°C en 20°C til að njóta sem best: fágun þrúgunnar og hin viðkvæmu og rokgjörnu ilmefni koma þá best fram.

Ofar í dalnum, beint á móti Sancerre, er lítið hérað að nafni Pouilly Fumé, á hæðunum við Loire sem snúa í vestur, en jarðvegurinn þar er allt annar. Hér finnast tinnusteinar í öllum stærðum í leir frá ánni og kemur nafnið Pouilly Fumé („reyktur“) af þessum steinum. Sauvignon blanc er eina þrúgan í Pouilly Fumé og eru vínin steinefnarík, einmitt með keim af reyk, fíngerð, skörp og langlíf. Hér finnast líklega bestu sauvignon blanc-vínin í Frakklandi.

Það er alveg þess virði að smakka Chinon-vín frá Couly-Dutheil, besta framleiðanda Chinon, og Pouilly Fumé-vín frá Château de Tracy.

Texti / Dominique Plédel Jónsson og Eymar Plédel Jónsson

 

Sonurinn fékk heilablóðfall vegna hlaupabóluvírusins

Ólöf Helga Pálsdóttir Woods móðir fjögurra ára drengs sem fékk heilablóðfall vegna hlaupabóluvírusins mælir með bólusetningum gegn hlaupabólu í færslu á Facebook.

Í færslunni sem hún birtir í hópnum Mæðra tips segir hún sögu sonar síns. „Þetta er hann Palli minn. Ótrúlega hraustur og duglegur strákur. Hann er með ótrúlega rýmisgreind og hefur verið mikill íþróttagarpur frá unga aldri. Í mars, um þremur vikum fyrir 4 ára afmælið hans, fékk hann heilablóðfall. Ástæðan var hlaupabóluvírusinn,“ segir Ólöf Helga en hann var í kjölfarið á spítala í tvær vikur og í heimahjúkrun í eina viku. Hann þurfti zovir beint í æð þrisvar sinnum á dag í eina til tvær klukkustundir.

„Ég vildi að ég hefði bólusett hann við vírusnum því þá hefði hann ekki þurft að ganga í gegnum þetta.“

„Hreyfigetan hans fór nánast öll úr vinstri hlið líkamans en Palli er töffari og hetja og hefur hann náð sér nánast að fullu fyrir utan kippi sem hann fær í útlimi og andlit og auðvitað getur hann ekki allt sem hann gat áður en hann verður betri með hverjum deginum. Ég vildi að ég hefði bólusett hann við vírusnum því þá hefði hann ekki þurft að ganga í gegnum þetta,“ segir Ólöf að lokum í pistlunum og vona að saga þeirra hjálpi foreldrum sem eru í vafa um hvort þeir eigi að láta bólusetja börnin sín við hlaupabólu.

Á heimasíðu landlæknis má kynna sér allt varðandi bólusetningar hér á landi.

Getur ekki beðið eftir að fá nýja ljósalampa á Vökudeildina

Sigríður María Atladóttir. Fyrir aftan hana má sjá ljóslampana sem eru notaðir núna

Aðstoðardeildarstjóri Vökudeildar Barnaspítala Hringsins getur ekki beðið eftir að nýir ljósalampar verði keyptir á deildina. Gömlu lamparnir eru 20 ára gamlir og fyrirferðamiklir.

 

Sigríður María Atladóttir, aðstoðardeildarstjóri á Vökudeild, ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst. Hún hleypur fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins en markmiðið er að kaupa nýja ljósalampa fyrir nýbura fyrir söfnunarféð.

„Þetta eru ljósalampar sem nýtast við meðferð á nýburagulu,“ segir Sigríður María.

„Ég er sjálf kjánalega spennt fyrir nýjum lömpunum.“

Hún segir lampana sem núna séu í notkun á Vökudeild vera komna til ára sinna en þeir eru um 20 ára gamlir. „Ég er sjálf kjánalega spennt fyrir nýjum lömpunum. Það er kúnst að koma þessum gömlu lömpum fyrir í kringum þann búnað sem fylgir umhverfinu á Vökudeildinni. Þeir eru stórir og fyrirferðamiklir. Einn nettur lampi getur komið í stað þriggja stórra því stundum þarf að koma 3-4 ljósgjöfum fyrir í kringum barnið. Þetta verður því ótrúlega mikil bót í okkar starfsumhverfi. Þetta mun létta mikið á bæði fyrir okkur sem störfum hérna en ekki síst fyrir foreldrana sem munu komast nær barninu sínu í ljósameðferð.“

Þess má geta að úr Barnaspítalasjóði Hringsins eru árlega veittir styrkir til að bæta aðbúnað barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Eitt af aðalverkefnum sjóðsins síðustu ár hefur verið að styrkja Vökudeildina svo aðbúnaður þar sé sá allra besti sem völ er á fyrir þau börn og foreldra sem þurfa að nýta þjónustu Vökudeildar.

Hægt er að leggja Sigríði lið hérna

Nýtt Hús og híbýli er komið út – íslensk sveitarómantík svífur yfir vötnum

Íslenski sendiherrabústaðurinn í Berlín ásamt dásamlegum burstabæ og margt fleira spennandi í nýju blaði.

 

Í nýja blaðinu er að finna fjölbreytt efni og afar spennandi og öðruvísi innlit, allt frá Berlín til Lauga í Reykjadal. Lesendur fá líka að kíkja í heimsókn til frístundabænda sem byggðu rómantískt hús á Vesturlandi frá grunni.

Við skoðum bústaðinn fyrir sendiherra Íslands í Berlín. Mynd / Kasper Jensen

Gullfallegur draumabústaður í Borgarfirði sem byggður var úr gömlu húsi sem eigendur fengu gefins. Innlit í skemmtilegan skúr í Hafnarfirði og viðtal við Sigurð Atla myndlistamann er meðal efnis og margt, margt fleira.

Hjónin Ýr og Anthony hafa síðan í október unnið hörðum höndum við að umbreyta tæplega 40 fermetra bílskúr í verslunar- og vinnurými. Við heimsækjum þau. Mynd / Unnur Magna

Ekki láta 8. tölublaði Húsa og híbýla fram hjá þér fara.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Myndband: OMAM tróð upp hjá Jimmy Kimmel í gær

Hljómsveitin Of Monsters And Men sendi nýverið frá sér plötuna Fever Dream og hefur platan verið að fá glimrandi dóma út um allan heim.

Jimmy Kimmel, einn vinsælasti spjallþáttarstjórnandi heims, heldur úti tónleikaseríu sem nefnist einfaldlega Jimmy Kimmel Live. Í gær tróð íslenska hljómsveitin Of Monsters And Men upp og spiluðu nokkur af sínu helstu lögum, eldri lög í bland við ný.

Það er greinilegt að sveitin nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Sveitin er að leggja af stað í tónlekaferð og kemur næst fram 2. ágúst  í Los Angeles, og 3. ágúst á Long Beach í Kaliforníu.

Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af tónleikunum hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi.

Paunk á Laugarbakka

Bagdad Borothers, Kælan Mikla, Godchilla, Gróa og fleiri spila á Norðanpaunk um helgina.

Tónlistarhátíðin Norðanpaunk fer fram 2.-4. ágúst á Laugarbakka rétt fyrir utan Akureyri. Dagskráin í ár er vægast sagt frábær en fram koma til dæmis Bagdad Borothers, Kælan Mikla, Godchilla og Gróa svo fátt sé nefnt. Hægt er að nálgast miða á Nordanpaunk.org.

Segir Sigmund Davíð gera út á hina firrtu og vonlausu

Kári Stefánsson Mynd / Íslensk erfðagreining

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson reka sömu pólitík og öfgaflokkar í Evrópu og Donald Trump. Hann ali á firringu og vonleysi og leiti stöðugt að annarra manna þaðan sem hann situr á eigin bjálka.

Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs sem hann birtir á Facebook-síðu sinni og í Fréttablaðinu. Hann segir bréfið fjalla „um manninn sem er stöðugt að leita að annarra manna flísum, sitjandi á eigin bjálka“.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður mIðflokksins. Mynd: Johannes Jansson/norden.org

Máli sínu til stuðnings rifjar Kári upp að Sigmundur Davíð hafi sem forsætisráðherra samið við kröfuhafa í þrotabú íslensku bankana, á sama tíma og hann leyndi því fyrir þjóðinni að hann væri sjálfur kröfuhafi. Í stað þess að skammast sín hafi Sigmundur Davíð agnúast út í blaðamennina sem sögðu jóðinni frá þessu og hélt því fram að um væri að ræða samsæri gegn honum. Þjóðin hafi hins vegar litið svo á að þetta væri samsæri gegn henni.

Kári víkur því næst að Klaustursmálinu sem hann telur að hafi í raun ekki verið svo merkilegt. Áfengi sé eitur sem brengli starfsemi heilans og flestir hafi lent í viðlíka uppákomu. Það merkilega við Klaustursmálið sé hins vegar hvernig viðbrögð þingmannanna voru þegar upptakan var gerð opinber. „Í stað þess að viðurkenna einfaldlega að þeir hafi verið fullir og sagt alls konar vitleysu sem þeir allsgáðir meini ekki og skammist sín fyrir mátti á þeim skiljast að sá sem tók upp samtalið væri ábyrgur orða þeirra en ekki þeir sjálfir. Samkvæmt þessari nýstárlegu túlkun á tilvistarhyggjunni væru allir þeir sem horfa á tré falla í skóginum í raun réttri skógarhöggsmenn. Sigmundur Davíð þú ert einn af þingmönnunum á Klausturbarnum og sá sem leiddi þá í tilraunum til þess að kenna konunni sem tók up samtalið um ykkar eigin sóðaskap.“

Kári gerir líka tvær nýlegar greinar sem Sigmundur Davíð skrifaði í Morgunblaðið á dögunum. Sú fyrri fjallaði um loftlagsmál og sú síðari um málefni flóttamanna, en Sigmundur Davíð vill meina að aðgerðir í þessum málaflokkum séu sýndarmennska. Kári segir hins vegar að sýndarmennskan sé öll Sigmundar.

Það er ljóst á þeim orðum sem þú birtir í greinunum tveimur í Morgunblaðinu að í leit þinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu ert þú að gera út á þá vonlausu og fIrrtu og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi ertu að ala á vonleysinu og fIrringunni.

„Þú gengur meira að segja svo langt að hæðast að lítilli stúlku sænskri sem hefur náð athygli heimsbyggðarinnar fyrir það hversu skýrlega hún hefur tjáð áhyggjur sínar af framtíðinni. Það er niðurstaða mælinga að hnötturinn er að hitna. Þess vegna er hnattræn hlýnun ekki kenning heldur staðreynd.“

Kári bætir við:

„Það er ljóst á lestri greinar þinnar Sigmundur Davíð að þú ert einn af þeim sem vilt ekki miklu fórna og síðan hitt að sú fyrirlitning sem þú sýnir hugmyndinni um endurheimt votlendis bendir til þess að þú búir ekki að miklum skilningi á líffræði, efnafræði eða þeirri almennri þekkingu sem býr að baki hugmyndum annarra um það hvernig best sé að taka vandanum. Þú dæmir hugmyndir annarra sem sýndarmennsku án þess að benda á aðrar betri sem er bara ein aðferðin við að hvetja til þess að ekkert sé að gert.“

Um síðari greinina lýsir Kári sig alfarið mótfallinn þeirri hugmynd Sigmundar Davíðs að það eigi að taka á móti flóttafólki af meiri hörku. Ekki megi skilja grein Sigmundar Davíðs öðruvísi en að hann styðji hugmyndir Donalds Trump um að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Í niðurlaginu skrifar Kári:

„Það er ljóst á þeim orðum sem þú birtir í greinunum tveimur í Morgunblaðinu að í leit þinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu ert þú að gera út á þá vonlausu og firrtu og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi ertu að ala á vonleysinu og firringunni. Þú ert að fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum. Þetta er langt fyrir neðan virðingu þess Sigmundar Davíðs sem kom eins og ferskur blær inn í íslensk stjórnmál fyrir nokkrum árum. Hann barðist fyrir hugsjónum sínum. Í dag er býsna erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara nema það sé, hvað sem er fyrir hvaða stuðning sem er.“

 

Smurolía og majónes

Skoðun eftir Elliða Vignisson

Hægrimennska rúmar ekki rasisma (kynþáttahyggju). Stefna okkar hægrimanna getur aldrei af neinum sannindum verið orðuð við slíkt. Það samræmist ekki afstöðu okkar að sjá kynþátt sem einkennandi fyrir einstakling. Við, þvert á móti, furðum okkur á því að einhverjum detti í hug að einlæg trú okkar á einstaklinginn og frelsi hans, einstaklingshyggjan, gæti tengst fordæmingu á forsendum kynþáttar.

Rasismi …

… rúmast ekki innan hugmyndafræði einstaklingshyggjunnar. Hún sér hvern einstakling sem sjálfstæða einingu með ríkan rétt til að ráða eigum sínum og gjörðum. Þennan rétt teljum við ekki léttvægan. Við teljum hann þvert á móti helgan rétt sem á rætur sínar í þeirri mannvirðingu sem allir eiga jafnan rétt á. Þann rétt getur enginn tekið og enginn framselt. Einstaklingshyggjufólk trúir því að samfélag manna virki best þegar unnið er að sameiginlegum markmiðum á forsendum frelsis hvers einstaklings. Að tilvera hópsins byggi á þörfum einstaklinganna en ekki öfugt.

Rasismi …

… er hluti af hóphyggju (collectivism) sem er andstæð einstaklingshyggjunni. Sú trú að hópurinn sé mikilvægari en einstaklingurinn. Að taka beri þarfir hópsins fram yfir þarfir einstaklingsins. Að veraldlegar eignir og jafnvel hugmyndir eigi að tilheyra hópi fremur en einstaklingum. Eitt af sterkari einkennum hóphyggjunnar er sú trú að heildin sé annað og æðra en summa eininganna. Að einstaklingurinn sé afurð hópsins en ekki öfugt. Að einkenni hópsins séu einkenni hvers einstaklings.

Rasismi …

… er eitt lægsta og viðbjóðslegasta form hóphyggju. Í honum er fólgið það viðhorf að einstakling beri ekki að meta eftir hans eigin getu, hegðun, eðli og persónueinkennum heldur eftir einhverjum óljósum uppsöfnuðum einkennum hópsins eða kynþættinum sem hann tilheyrir.

Rasismi …

… er fullkomið og algert brot á rétti einstaklingsins. Hann gengur þvert gegn mannvirðingu. Hann sviptir einstaklinginn þeim meðfædda rétti sem hann hefur sem einstaklingur og gerir hann að afurð kynþáttarins sem hann tilheyrir. Ekki eingöngu skerðir hann möguleika eins einstaklingsins til lífsgæða heldur eykur hann samhliða möguleika þeirra sem annars hafa ekkert til slíkra réttinda unnið um fram það að tilheyra forréttindahópi.

Rasismi …

… er eitur í beinum okkar sem aðhyllumst frelsi einstaklingsins. Við sjáum það sem baráttumál okkar að vinna að einstaklings- og atvinnufrelsi og því samræmist það ekki hugmyndafræði okkar að leggja dóm á einstaklinga úr frá því hvaða hópi þeir tilheyra. Við teljum að á forsendum frelsis einstaklingsins megi helst virkja sköp­un­ar­gáfu og at­hafnaþrá hvers og eins og þannig að tryggja umhverfi sem einkennist af dugnaði og krafti. Rasismi hefur andstæð áhrif. Við trúum því af einlægni að einstaklingurinn sé best til þess fallinn að ráða eigum sínum, orðum og gjörðum óháð kyni, kynþætti eða hvers konar hópahyggju. Við teljum að með því að tryggja rétt einstaklingsins tryggjum við þau mannréttindi sem fólgin eru í jöfnum rétti allra.

Rasismi …

… fer því jafn vel með einstaklingshyggju okkar hægrimanna og smurolía og majónes. Það er ósamrýmanlegt.

Innipúkinn um helgina

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um helgina og aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld.

 

Á Innipúkanum verður einnig boðið upp á hátíðarstemningu úti, kringum tónleikastaðina en þar má búast við gömlum vinum Innipúkans eins og listamarkaðinum sívinsæla, fatamarkaði og plötusnúðum.

Eftir nokkur góð ár í Kvosinni verða hátíðarhöldin færð út á Granda, nánar tiltekið Grandagarð 8, 101 Reykjavik. Miðasala er á Tix.is.

Sjá einnig: Hægt að versla myndlist milliliðalaust á markaði Innipúkans

Ísland gæti tekið þátt í innviða- og fjárfestingaverkefni kínverskra stjórnvalda

Forseti Kína

Þátttaka í kínverska innviða- og fjárfestingaverkefninu Belti og braut stendur Íslandi til boða. Þátttaka gæti aukið aðgengi að innviðafjárfestingu og skapað ýmis viðskiptatækifæri fyrir landið. Belti og braut er þó afar umdeilt vegna ásakana um að kínversk stjórnvöld nýti sér verkefnið í herstjórnarlegum tilgangi og varpi þátttökuríkjum þess í skuldagildru.

 

Innviða- og fjárvestingaverkefnið Belti og braut (Belt and Road Initiative) er verkefni sem einkennt hefur utanríkisstefnu Kína frá árinu 2013 undir stjórn forseta landsins, Xi Jinping. Með Belti og braut er vísað til hinnar fornu Silkileiðar sem tengdi Kína við umheiminn og vill Xi Jinping endurvekja hana undir formerkjum Beltis og brautar. Belti og braut – eða Silkileið 21. aldarinnar – skiptist í stuttu máli í svokallaðan silkiveg eða „belti“ á landi, til dæmis í formi lestarteina og hraðbrauta. Hinn hlutinn er silkileið á sjó eða „braut“ – til dæmis í formi hafna sem þar að auki tengir Kína við umheiminn.

Verkefnið er afar víðfeðmt og nær frá Kína til Evrópu og Austur-Afríku, auk þess sem það nær til fjölmargra Asíuríkja. Að minnsta kosti 68 ríki hafa skrifað undir þátttöku í verkefninu og saman mynda ríkin um 40 prósent landsframleiðslu heimsins.

Margir hafa þó gagnrýnt verkefnið og telja sumir að kínversk stjórnvöld vilji nota það til þess að auka stjórnmálaleg áhrif sín í heiminum. Bandaríkin eru eflaust það ríki sem er opinberlega hvað mest mótfallið verkefninu. Bæði varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, og utanríkisráðherra, Mike Pompeo, hafa gagnrýnt framtakið og sagt það varpa ríkjum í skuldagildru.

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans. 

Fyrsta transkonan á forsíðu breska Vogue

Leikkonan Laverne Cox er fyrsta transkonan sem prýðir forsíðu breska Vogue í 103 ára sögu tímaritsins.

 

Laverne Cox prýðir forsíðuna ásamt 14 öðrum konum á tölublaðinu sem Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, ritstýrir ásamt aðalritstjóra blaðsins, Edw­ard Enningful.

Laverne Cox sagði þetta vera mikinn heiður þegar blaðamaður Vogue náði tali af henni daginn sem Peter Lindbergh myndaði hana fyrir forsíðuna.

Þegar blaðamaður spurði hana hvernig tilfinningin væri þurfti hún að halda aftur af tárunum. „Vá. Þetta er stór dagur fyrir mig,“ sagði hún.

„En ég er ekki fyrsta transkonan til að prýða forsíðu Vogue. Valentina Sampaio á forsíðu franska Vogue á heiðurinn að því og Indya Moore á forsíðu Teen Vogue. Það er dásamlegt að ég skuli ekki vera súr fyrsta. Ég elska þessa sögu. Ég fylgi í fótspor þeirra.“

View this post on Instagram

Introducing the September 2019 issue of #BritishVogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex @SussexRoyal. Entitled #ForcesForChange, the cover features 15 world-leading women who are reshaping public life for global good, and were personally chosen by The Duchess of Sussex, and British Vogue’s editor-in-chief @Edward_Enninful. The 16th slot – which, in print, appears as a mirror – is intended by The Duchess to show how you are part of this collective moment of change too. Click the link in bio to read about how The #DuchessOfSussex became the first guest editor of the September issue in the magazine’s 103-year history. Photographed in New York, Stockholm, London and Auckland by @TheRealPeterLindbergh, with fashion editors @Edward_Enninful and @TheRealGraceCoddington, hair by @BartPumpkin and @SergeNormant, make-up by @TheValGarland and @Diane.Kendal, nails by @LorraineVGriffin and @YukoTsuchihashi. On newsstands Friday 2 August. Starring: @AdwoaAboah @AdutAkech @SomaliBoxer @JacindaArdern @TheSineadBurke @Gemma_Chan @LaverneCox @JaneFonda @SalmaHayek @FrankieGoesToHayward @JameelaJamilOfficial @Chimamanda_Adichie @YaraShahidi @GretaThunberg @CTurlington

A post shared by British Vogue (@britishvogue) on

Sjá einnig: Meghan Markle gestaritstjóri Vogue

Ótrúlegt myndband: Hjólar á mikilli ferð í veg fyrir bíl

Myndbandið sýnir hjólreiðamann koma á fleygiferð út úr runna og stökkva af gangstétt í veg fyrir bíl.

 

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hjólreiðamann koma á mikilli ferð inn á gangbraut á Urðarbraut í Kópavogi og verða fyrir bíl. Mbl.is greindi fyrst frá. Atvikið átti sér stað í síðustu viku.

Í frétt mbl.is segir að meiðsli mannsins séu minni háttar en maðurinn var ekki með hjálm. Þar er haft eftir Heim­i Rík­arðssyni, lög­reglu­full­trúa hjá lög­regl­unni í Kópa­vogi, að málið sé til rannsóknar. Hjólið og bíllinn skemmdust.

Suddenly – contusions

Kötturinn Óskar treystir því að ökumenn aki varlega og verndi lífríkið

Á Facebook síðu Samgöngustofu má sjá köttinn Óskar biðla til landsmanna að fara varlega í umferðinni. „Hann, eins og aðrir kettir, er ekki hannaður til að lúta umferðarreglum,” segir í færslunni. „Hann treystir því algjörlega á að ökumenn aki varlega og verndi lífríkið.”

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir kettir vera klassískt dæmi um vegfarendur sem tileinka sér ekki að fara eftir annarra manna reglum. „Við ákváðum að taka smá syrpu í aðdraganda þessara miklu ferðahelgi til að hvetja ökumenn til að fara varlega,” segir Þórhildur. Þannig hafi Óskar fengið þetta ágæta hlutverk. „Samstarfskona mín, hérna á Samgöngustofu, er mamma hans. Þetta er því raunverulegur Óskar og hann býr raunverulega í Hafnarfirði.”

„Hann er á tilvöldum aldri til að vera alger vitleysingur, en hann er það ekkert, ekkert frekar en aðrir kettir,” segir Þórhildur en Óskar er rúmlega eins og hálfs árs gamall fress. „Hann fer bara sínar eigin leiðir og kærir sig ekkert um að það sé verið að reyna setja hömlur á það hvert hann fer og hvenær. Bara eins og aðrir kettir eru,” segir hún og bætir við að kettir eigi það til að skjótast undan bílum og ákveða í skyndi að fara hinum megin við götuna.

Samgöngustofa hefur einnig hvatt ökumenn til að varast nýfleyga fuglsunga og skyndiákvarðanir sauðfés á vegkantinum. „Þessar þrjár dýrategundir sem eru svo áberandi hjá okkur, kettir, fuglar og kindur, koma sjálfum sér í stórhættu af þekkingarleysi en líka fólki sem er að keyra. Það er auðvitað hættulegast að keyra á stærri dýr,” segir Þórhildur en bætir við að tilfinningalega tjónið getur líka verið mikið. „Að hafa orðið bani einhvers sem þú ætlaðir ekki að gera.”

Kindur þekktar fyrir skyndiákvarðanir á vegkantinum

Þórhildur segir hafa séð fyrir stuttu viðtal við lögreglumann á Suðurlandi þar sem fjallað var um fjölda þeirra kinda sem verður fyrir bíl. „Lausaganga búfjár hefur náttúrulega ýmsar afleiðingar. Það að keyra á kind, það er auðvitað lífshættulegt fyrir kindina en það getur líka verið lífshættulegt fyrir ökumanninn.”

„Kindur hafa þennan eiginlega að taka þessar skyndiákvarðanir. Þær eru öðru megin, svo nálgast bíllinn og þá ákveða þær að forða sér með því að bruna yfir veginn. Sérstaklega getur þetta gerst ef að lambið hefur komið sér fyrir öðru megin við veginn og mamman hinum megin.” Þá vilja þau gjarnan sameinast ef að hætta steðjar að. Þá veit maður ekki hvor

Svona slys geta haft flókna og leiðinlega eftirmála. „Þetta er auðvitað hrikalegt fyrir skepnurnar, þetta er tjón fyrir bóndann en síðast en ekki síst er þetta stórhættulegt fyrir ökumanninn. Það að keyra á sauðkind er meiriháttar hættulegt. Missa stjórn á ökutækinu, slasa sig bara við áreksturinn og svo er þetta líka tjón á ökutækinu. Þetta er allra tjón,” segir Þórhildur.

„Ungir vegfarendur” sem bregða ökumönnum

Guðrún Lára Pálmadóttir, umhverfisfræðingur á Hellissandi, hefur talað um slysahættur sem fylgja fuglsungum sem flögra í vegkantinum. „Hún benti á það um daginn hversu margir Kríuungar yrðu fórnarlömb umferðarslysa. Það væri keyrt á unga sem væru að taka sín fyrstu flugtök, segir Þórhildur og bætir við: „Við getum kallað þá unga vegfarendur. Þetta er auðvitað þeim dauðadómur og svo er þetta líka gríðarlega hættulegt fyrir ökumenn af því að þeir fipast þegar þeir verða fyrir því að keyra á fugl.” 

Ekki er vitað hversu stórt hlutfall þessara unga verða fyrir bílum en Þórhildur vitnar í Guðrúnu Láru: „Hún telur að þetta sé í þúsundavís. Allavega á þessum litla vegaspotta þarna í Kríuvarpinu milli Hellisands og Rifs.” Vegalengdin milli bæjanna eru tæpir þrír kílómetrar. „Við getum gert ráð fyrir því að þetta séu mikil afföll.”

Grundvallaratriði að hægja ferðina

„Ef það er gróður einhversstaðar í grennd að þá veitir manni ekkert af því að hafa athyglina á svona skyndihugdettum þessara dýra sem eru á ferðinni.” Hún bendir á að mikilvægt sé að hafa athyglina í lagi en grundvallaratriðið er að hægja ferðina. „Ef að fólk er á milli ferð að þá er ráðrúmið til að bregðast við eiginlega nánast ekki neitt.” 

„Fólk heldur oft að það sé að spara sér tíma með því að keyra greitt. Raunveruleikinn er sá að það sparast mjög lítill tími við að keyra yfir hámarkshraða. Sumstaðar eru aðstæður þannig að þó að hámarkshraði sé 90 að þá er ástandið þannig á veginum, jafnvel þó að veðrið sé gott og skyggnið sé gott og vegurinn þurr, þá getur ástandið verið þannig að það býður ekki upp á að fólk nýti sér hámarkshraðann.”

Nýtt og glæsilegt hótel við Geysi tekið í notkun í dag

Í dag, 1. ágúst, var glæsileg nýbygging Hótel Geysis í Haukadal tekin í notkun. Framkvæmdir hafa tekið um sex ár.

 

Nýja hótelið er hið glæsilegasta en Leifur Welding sá um innanhússhönnunina. Alls eru 77 herbergi á hótelinu og sex svítur. Í herbergjunum er að finna kaffivélar frá Sjöstrand og snyrtivörur frá Sóley Organics.

Áhersla var lögð á að að hótelið væri í takti við náttúruna sem umlykur það. Stórir gluggar einkenna bygginguna þannig að falleg útsýni blasir alltaf við hótelgestum.

Skemmtilegt samspil lita og áferða.

Lúsmýið sækir í Vinstri græn en er síst fyrir Pírata

Lúsmý

Tæplega fjórðungur landsmanna hafa verið bitnir af lúsmýi síðastliðna tólf mánuði. Þá þekkja 59% einhvern sem hefur verið bitinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir stóðu fyrir. Vísir greinir frá.

Í könnuninni var hægt að taka fram stjórnmálaskoðanir og er athyglisvert að sjá mismunandi niðurstöður eftir skoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna virðast líklegastir til að vera bitnir en 34% sögðust hafa orðið fyrir barðinu á lúsmý. Stuðningsmenn Viðreisnar og Framsóknarmanna eru einnig líklegir til að fá bit en um þriðjungur beggja hópa hefur verið bitinn.

„Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ hefur Vísir eftir Kolbeini Óttarsyni Proppé, varaformanni þingflokks Vinstri grænna. Þá hefur hann sjálfur ekki verið bitinn af lúsmýi í sumar þrátt fyrir tíða dvöl í sumarbústað í Þjórsárdal. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“

Stuðningsmenn Pírata virðast hafa sloppið best enn um 16% sögðust hafa fengið bit. Þá svöruðu 19% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins játandi, 22% Samfylkingarinnar og um fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins.

Fyrst vart við lúsmý árið 2015

Landsmenn urði fyrst varir við lúsmýið í Hvalfirði 2015. Nú hefur það gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sumarbústaðafólk hefur þurft að yfirgefa bústaði sína víða á Suðurlandi vegna ónæðis frá mýinu en stungur þess geta valdið svæsnum ofnæmisviðbrögðum. Til eru dæmi um fólk sem hefur selt sumarbústaði sína vegna faraldursins svo ljóst er að smádýrin valda miklum usla.

Sjá einnig: Heitar teskeiðar og laukur í baráttunni gegn lúsmýi

Lúsmýið er rúmur millimetri að stærð og sést vart með berum augum en líkist helst frjókornum sem virðast fjúka um loftið en stekkur á menn og dýr, nærist á blóði og skilur svo eftir sig ljót sár. Mýið bítur jafnt utan- sem innandyra og smýgur inn í fatnað sem og í hársvörð svo erfitt er að verjast bitum. Húðin verður rauð, bólgin og hnúðakennd en mikill kláði fylgir í kjölfarið. Að öðru leyti ættu bitsár ekki að valda óþægindum nema viðkomandi hafi ofnæmi fyrir skordýrabiti.

Faraldur á Facebook

„Lúsmýið er komið og greinilega til að vera. Slæm sending og virkilega aggresíft kvikindi. Síðasta nótt var erfið og ég kvíði sannarlega komandi nætur. Þessi mynd af handlegg mínum er nánast að endurtaka sig.“ Þetta skrifaði Karl Tómasson, trymbill Gildrunnar og bæjarstjórnarmaður í Mosfellsbæ, á Facebook síðu sinni. „Hún réðist beint á æðina á handlegg mínum. Þetta er svakalega slæm sending. Bitin eru vond, maður finnur fyrir þeim og kláðinn er mikill.“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur einnig greint frá því að vera bitinn af lúsmý. Þá hefur Hildur Helga Sigurðardóttir fjölmiðlakona lýsti yfir komu lúsmýsins til Hveragerðis: „Illa innrætt lúsmý sækir nú á Hvergerðinga, ekki síst um kyrrar nætur,“ skrifaðir Hildur Helga á Facebook. „Kemur, að sögn spakra manna, úr Biskupstungum, herjar nú á Hveró og sækir til Reykjavíkur. Þessi óféti bíta allt sem fyrir verður, en eru sem næst ósýnileg berum augum. Er sjálf tilvonandi ofurfyrirsæta í virtum læknatímaritum, þar sem hjúkrunarvaktin baðst góðfúslega leyfis til myndatöku í morgun, „til að sýna læknunum í hádeginu“. Hefði gjarnan viljað vera án þessarar upphefðar, en hvað samþykkir kona ekki í þágu vísindanna.“

Landsmenn sem hafa orðið fyrir barðinu á lúsmýinu geta leitað ráða í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi. Meðlimir eru um 2500 íslendingas sem skiptast á öllum mögulegum upplýsingum um smádýrin. Þar má finna reynslusögur af bitum, úrræðum og kortlagningu á útbreiðslu vargsins.

Játaði að hafa myrt Instagram-stjörnuna sem fannst í ferðatösku

Lík Ekaterinu Karaglanovu fannst ofan í ferðatösku.

Lík rússnesku Instagram-stjörnunnar Ekaterinu Karaglanovu fannst ofan í ferðatösku á heimili hennar í Moskvu í síðustu viku. 33 ára gamall maður hefur játað að hafa myrt Karaglanovu.

Maður að nafni Maxim Gareev var handtekinn í gær grunaður um morðið. Hann hefur játað.

Hann játaði að hafa stungið Karaglanovu minnst fimm sinnum. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar kemur fram að Karaglanova og Gareev hafi eitt sinn átt í ástarsambandi. Í fréttinni er einnig talað um myndband sem Rússnesk yfirvöld hafa birt, þar segir Gareev að hann hafi reiðst þegar Karaglanova „móðgaði og niðurlægði“ hann. Það hafi hann ekki þolað.

Karaglanova var einn af kunnari áhrifavöldum Moskvu-borgar með um 85 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún vakti athygli fyrir útlit sitt sem þótti um margt svipa til Audrey Hepburn en hún var líka skarpgrein og hafði nýverið útskrifast sem læknir.

Sjá einnig: Lík Instagram-stjörnu fannst ofan í ferðatösku

Neytendastofa sektaði Heimkaup um 400 þúsund krónur

Neytendastofa sektaði Heimkaup um 400 þúsund krónur. Sektin skal greiðast innan þriggja mánaða.

 

Neytendastofa gerði nýverið athugasemdir við auglýsingar Heimkaupa þar sem auglýstur var Tax Free-afsláttur án þess að prósentuhlutfall afsláttarins væri tekið fram. Neytendastofa hefur áður bannað Heimkaup að auglýsa Tax Free-afslátt með þessum hætti .

Í svari Heimkaupa kom fram að um mistök hafi verið að ræða og að félaginu væri kunnugt um að geta þurfi prósentuhlutfalls afsláttar þegar orðin „Tax Free“ séu notuð en í þetta sinn hafi það gleymst.

Í ljósi þess að Heimkaup hafi brotið gegn fyrri ákvörðunum Neytendastofu, árið 2015, taldi stofnunin nauðsynlegt að sekta félagið. Var því lögð 400.000 kr. stjórnvaldsekt á Heimkaup fyrir brotið.

„Sektina skal greiða í ríkisjóð innan þriggja mánaða frá dagsetningu ákvörðunarinnar,“ segir í ákvörðun Neytendastofu.

Nánar um þessa ákvörðun Neytendastofu hérna.

Innbrotsþjófur sem klifraði upp á svalir í Reykjavík reyndist húsráðandi sem læst hafði sig úti

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vera að klifra upp á svalir í gærkvöldi. Maðurinn var að fara inn í íbúð í fjölbýlishúsi. Ekki reyndist vera um innbrotsþjóf að ræða eins og talið var í fyrstu heldur hafði húsráðandi læst sig úti.

75 mál voru skráð milli 17:00 – 05:00 í dagbók lögreglu. Tilkynnt var um ölvaðan mann sem hafi stokkið upp á bifreið og hoppað á þaki hennar svo hún skemmdist. Atvikið átti sér stað rétt eftir miðnætti í miðbænum. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang.

Fjórir ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum í gærkvöldi. Einn ökumaður var stöðvaður á Kringlumýrarbraut vegna hraðaksturs. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna, með fíkniefni meðferðis og á ótryggðri bifreið. Þá voru þrír aðrir ökumenn stöðvaður í akstri vegna gruns um að aka undir áhrifum. Tveir þeirra voru vistaðir í fangageymslu.

Þegar reykvísk húsmóðir læsti sig úti, skrúfaði í sundur gluggafestingu og festist með rassinn út um glugga

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lögreglan á höfuðborgasvæðinu fær tilkynningu um húsráðanda að brjótast inn á eigið heimili. Kona sem læsti sig utan eigin heimilis í vor sendi lögreglunni skilaboð í gegnum Facebook síðu sveitarinnar. Hún vildi koma í veg fyrir að lögreglubíll yrði sendur á staðinn ef ske kynni að nágrannar hefðu orðið varir við uppátækið. Skilaboðin vöktu talsverða athygli meðal starfsfólks lögreglu sem deildi þeim á vefsíðu embættisins. „Sá sem þau sendi gaf góðfúslega leyfi sitt og gat hlegið, eftir á, að þeim aðstæðum sem þarna kom upp.”

Í skilaboðunum sagði; „Ég vildi bara láta ykkur vita, ef ske kynni að fengjuð tilkynningu um innbrot í hús við **********, að ég húsmóðirin á heimilinu, læsti mig úti og brá á það ráð að skrúfa gluggafestinguna upp með bíllyklinum mínum og klifra inn um gluggann.” Þá kemur fram að innbrotið hafi gengið brösulega og hún hafi setið föst í glugganum í dágóða stund. „Ég hef smá áhyggjur af því að gangandi vegfarendur kunni að hafa séð til mín með rassinn út um gluggann og tilkynnt herlegheitin. En þetta var ekki það sem það leit út fyrir að vera.”

Konan endar skilaboðin á léttu gríni og segir innbrotið hafa verið árangursríkt þrátt fyrir brösuglega byrjun. „Ég komst óslösuð frá þessu öllu saman, náði að grípa veskið mitt og láta mig hverfa, allt áður en lögregla mætti á staðinn.”

Úr þungarokki yfir í diskó

Hugrún Britta og Erik Sjöstedt eru ný í popp-tónlistarheiminum.

Þau gáfu út lagið „Heart Crimes” í vikunni sem er innblásið af 80’s poppi. Þau vinna nú saman að nýju efni sem verður vonandi gefið út ekki seinna en í haust.

Erik Sjöstedt er sænskur þungarokkari sem nýlega byrjaði að semja diskó-popp. Heart Crimes lofar afar góðu og það verður gaman að heyra meira frá þessu hæfileikaríka tónlistarfólki.

Sjö áhugaverðar staðreyndir um Andy Warhol

Andy Warhol er einn af þekktustu listamönnum 20. aldarinnar en hann er talinn brautryðjandi í popplistinni.

 

  1. Foreldrar Andy Warhol voru innflytjendur frá Slóvakíu en hann var yngstur þriggja bræðra.
  2. Hann breytti nafni sínu eins og svo margir listamenn, þó einungis um einn staf. Hann tók a-ið aftan af ættarnafninu og hét því Warhol í stað Warhola.
  3. Andy Warhol var frá Pittsburgh í Pennsylvaníu en hann hafði ekki hátt um þá staðreynd. Safn tileinkað honum og hans minningu var reist í borginni og opnað þann 13. maí 1994. Warhol-safnið er stærsta listasafn í heimi sem tileinkað er einum listamanni en þar eru 17 salir á sjö hæðum ásamt yfir 900 málverkum, og fjöldanum öllum af myndum, teikningum og málverkum.
  4. Listamaðurinn hafði dálæti á skærum frumlitum sem hann notaði mikið í listaverk sín. Uppáhaldslitirnir hans voru rauður, gulur og blár en hann notaði þá oft saman.
  5. Andy Warhol tók upp nánast allar samræður sem hann átti við fólk og stundum kallaði hann upptökutækið eiginkonu sína en Andy var samkynhneigður.
  6. Árið 1968 var Andy Warhol skotinn í búkinn af öfgafullri konu en hann hafði hafnað handriti sem hún hafði skrifað. Hann lifði árásina af en þurfti að fara í margar aðgerðir og þurfti að ganga með lífstykki alla ævi.
  7. Andy dó ungur, eða 58 ára að aldri, en hann fór í hjartastopp þegar hann var í aðgerð. Læknirinn sem skar hann upp, Björn Þorbjarnarson, var yfirlæknir á New York Hospital á þessum tíma. Þess má geta að hann er móðurafi rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar.

Fágæt en afar spennandi vín fyrir lengra komna

Loire-dalurinn í Frakklandi (eða Leirárdalur, eins og við höfum þýtt á íslensku, sem er einstaklega viðeigandi miðað við leirbakkana sem einkenna ána) liggur þvert um Mið-Frakkland, frá eldfjallagarðinum Massif Central að Atlantshafi fyrir sunnan Bretaníu-skagann. Sagt er að Loire-dalurinn sé „garður Frakklands“ svo milt er loftslagið, enda sérstaklega eftirsótt hérað af mörgum konungum Frakklands sem byggðu þar glæsilegar hallir þar sem garðlistin náði nýjum hæðum.

 

Loire-dalurinn býður einnig bestu skilyrðin fyrir vínrækt, annars vegar vegna loftslags, sem er temprað, og hins vegar vegna jarðvegs og bergmyndana, sem eru afar fjölbreyttar frá uppsprettu Loire til hafsins. Efst í dalnum eru vínin Sancerre og Pouilly Fumé framleidd úr sauvignon blanc- og pinot noir-þrúgum. Síðan taka við mörg undirhéruð sem eru lítt þekkt hér heima: Touraine, Vouvray, Chinon, Bourgueil, Saumur, Saumur Champigny og Anjou, þar sem chenin, cabernet franc og gamay skiptast á milli staða, og næst ósnum eru Muscadet-hvítvínin. Fjölbreytnin er mikil og fyrir stuttu var boðið upp á smökkun hér á landi, á vínum frá tveimur af þessum héruðum, Chinon og Pouilly Fuissé.

Loire-dalurinn býður einnig bestu skilyrðin fyrir vínrækt.

Í Chinon-vínin eru einungis notaðar tvær þrúgur, cabernet franc fyrir rauðvín og chenin fyrir hvítvín. Jarðvegurinn er að mestu kalksteinn og leir frá árfarveginum og bestu vínin þarf að geyma því þau eru lengi að opna sig. Cabernet franc er einstaklega elegant þrúga, með angan af fjólum og hindberjum, en vínin geta verið tannísk og geymast lengi. Í Chinon, sem og í Saumur, eru klettar í kalkberginu algengir og þar hefur maðurinn grafið sér húsakynni, sum enn notuð, en flestir hellar eru í dag notaðir sem „vínkjallarar“, þrátt fyrir að „rigni“ nokkuð oft inni. Chinon-vínin verður að framreiða við hitastig nær 16°C en 20°C til að njóta sem best: fágun þrúgunnar og hin viðkvæmu og rokgjörnu ilmefni koma þá best fram.

Ofar í dalnum, beint á móti Sancerre, er lítið hérað að nafni Pouilly Fumé, á hæðunum við Loire sem snúa í vestur, en jarðvegurinn þar er allt annar. Hér finnast tinnusteinar í öllum stærðum í leir frá ánni og kemur nafnið Pouilly Fumé („reyktur“) af þessum steinum. Sauvignon blanc er eina þrúgan í Pouilly Fumé og eru vínin steinefnarík, einmitt með keim af reyk, fíngerð, skörp og langlíf. Hér finnast líklega bestu sauvignon blanc-vínin í Frakklandi.

Það er alveg þess virði að smakka Chinon-vín frá Couly-Dutheil, besta framleiðanda Chinon, og Pouilly Fumé-vín frá Château de Tracy.

Texti / Dominique Plédel Jónsson og Eymar Plédel Jónsson

 

Sonurinn fékk heilablóðfall vegna hlaupabóluvírusins

Ólöf Helga Pálsdóttir Woods móðir fjögurra ára drengs sem fékk heilablóðfall vegna hlaupabóluvírusins mælir með bólusetningum gegn hlaupabólu í færslu á Facebook.

Í færslunni sem hún birtir í hópnum Mæðra tips segir hún sögu sonar síns. „Þetta er hann Palli minn. Ótrúlega hraustur og duglegur strákur. Hann er með ótrúlega rýmisgreind og hefur verið mikill íþróttagarpur frá unga aldri. Í mars, um þremur vikum fyrir 4 ára afmælið hans, fékk hann heilablóðfall. Ástæðan var hlaupabóluvírusinn,“ segir Ólöf Helga en hann var í kjölfarið á spítala í tvær vikur og í heimahjúkrun í eina viku. Hann þurfti zovir beint í æð þrisvar sinnum á dag í eina til tvær klukkustundir.

„Ég vildi að ég hefði bólusett hann við vírusnum því þá hefði hann ekki þurft að ganga í gegnum þetta.“

„Hreyfigetan hans fór nánast öll úr vinstri hlið líkamans en Palli er töffari og hetja og hefur hann náð sér nánast að fullu fyrir utan kippi sem hann fær í útlimi og andlit og auðvitað getur hann ekki allt sem hann gat áður en hann verður betri með hverjum deginum. Ég vildi að ég hefði bólusett hann við vírusnum því þá hefði hann ekki þurft að ganga í gegnum þetta,“ segir Ólöf að lokum í pistlunum og vona að saga þeirra hjálpi foreldrum sem eru í vafa um hvort þeir eigi að láta bólusetja börnin sín við hlaupabólu.

Á heimasíðu landlæknis má kynna sér allt varðandi bólusetningar hér á landi.

Getur ekki beðið eftir að fá nýja ljósalampa á Vökudeildina

Sigríður María Atladóttir. Fyrir aftan hana má sjá ljóslampana sem eru notaðir núna

Aðstoðardeildarstjóri Vökudeildar Barnaspítala Hringsins getur ekki beðið eftir að nýir ljósalampar verði keyptir á deildina. Gömlu lamparnir eru 20 ára gamlir og fyrirferðamiklir.

 

Sigríður María Atladóttir, aðstoðardeildarstjóri á Vökudeild, ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst. Hún hleypur fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins en markmiðið er að kaupa nýja ljósalampa fyrir nýbura fyrir söfnunarféð.

„Þetta eru ljósalampar sem nýtast við meðferð á nýburagulu,“ segir Sigríður María.

„Ég er sjálf kjánalega spennt fyrir nýjum lömpunum.“

Hún segir lampana sem núna séu í notkun á Vökudeild vera komna til ára sinna en þeir eru um 20 ára gamlir. „Ég er sjálf kjánalega spennt fyrir nýjum lömpunum. Það er kúnst að koma þessum gömlu lömpum fyrir í kringum þann búnað sem fylgir umhverfinu á Vökudeildinni. Þeir eru stórir og fyrirferðamiklir. Einn nettur lampi getur komið í stað þriggja stórra því stundum þarf að koma 3-4 ljósgjöfum fyrir í kringum barnið. Þetta verður því ótrúlega mikil bót í okkar starfsumhverfi. Þetta mun létta mikið á bæði fyrir okkur sem störfum hérna en ekki síst fyrir foreldrana sem munu komast nær barninu sínu í ljósameðferð.“

Þess má geta að úr Barnaspítalasjóði Hringsins eru árlega veittir styrkir til að bæta aðbúnað barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Eitt af aðalverkefnum sjóðsins síðustu ár hefur verið að styrkja Vökudeildina svo aðbúnaður þar sé sá allra besti sem völ er á fyrir þau börn og foreldra sem þurfa að nýta þjónustu Vökudeildar.

Hægt er að leggja Sigríði lið hérna

Nýtt Hús og híbýli er komið út – íslensk sveitarómantík svífur yfir vötnum

Íslenski sendiherrabústaðurinn í Berlín ásamt dásamlegum burstabæ og margt fleira spennandi í nýju blaði.

 

Í nýja blaðinu er að finna fjölbreytt efni og afar spennandi og öðruvísi innlit, allt frá Berlín til Lauga í Reykjadal. Lesendur fá líka að kíkja í heimsókn til frístundabænda sem byggðu rómantískt hús á Vesturlandi frá grunni.

Við skoðum bústaðinn fyrir sendiherra Íslands í Berlín. Mynd / Kasper Jensen

Gullfallegur draumabústaður í Borgarfirði sem byggður var úr gömlu húsi sem eigendur fengu gefins. Innlit í skemmtilegan skúr í Hafnarfirði og viðtal við Sigurð Atla myndlistamann er meðal efnis og margt, margt fleira.

Hjónin Ýr og Anthony hafa síðan í október unnið hörðum höndum við að umbreyta tæplega 40 fermetra bílskúr í verslunar- og vinnurými. Við heimsækjum þau. Mynd / Unnur Magna

Ekki láta 8. tölublaði Húsa og híbýla fram hjá þér fara.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Myndband: OMAM tróð upp hjá Jimmy Kimmel í gær

Hljómsveitin Of Monsters And Men sendi nýverið frá sér plötuna Fever Dream og hefur platan verið að fá glimrandi dóma út um allan heim.

Jimmy Kimmel, einn vinsælasti spjallþáttarstjórnandi heims, heldur úti tónleikaseríu sem nefnist einfaldlega Jimmy Kimmel Live. Í gær tróð íslenska hljómsveitin Of Monsters And Men upp og spiluðu nokkur af sínu helstu lögum, eldri lög í bland við ný.

Það er greinilegt að sveitin nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Sveitin er að leggja af stað í tónlekaferð og kemur næst fram 2. ágúst  í Los Angeles, og 3. ágúst á Long Beach í Kaliforníu.

Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af tónleikunum hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi.

Raddir