Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Bíl blaðamanns stolið í nótt

|
|

Bíl Jóhönnu Maríu Einarsdóttir, blaðamanns DV, var stolið í nótt eða morgun við Ásvallagötu. Jóhanna segir frá þessu á Facebook og spyr hvort að einhver geti veitt henni upplýsingar.

„Bílnum mínum (YX633) rauður Subaru Impreza var stolið í nótt (milli kl. 23:00 og 10 í morgunn) við Ásvallagötu 13-17. Var einhver var við læti/eitthvað grunsamlegt í nótt á þessum slóðum eða hefur einhver rekist á bílinn minn?“ Þetta skrifar Jóhanna og birtir tvær myndir af samskonar bíl.

Færslu Jóhönnu má sjá hér fyrir neðan.

Vongóð um að E.coli faraldri sé að ljúka

efstidalur
Mynd / Unnur Magna

Heilbrigðisyfirvöld eru vongóð um að E.coli faraldrinum fari senn að ljúka en ekkert tilfelli hefur greinst síðan 19. júlí.  

Á heimasíðu Landlæknsi segir að undanfarna daga hafi saursýnum sem send hafa verið til rannsóknar fækkað umtalsvert. Síðasti einstaklingurinn greindist 19. júlí og hefur enginn einstaklingur greinst eftir að hafa verið í Efstadal eftir 18. júlí, daginn sem gripið var til viðamikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu bakteríunnar.

Ekkert barn er nú innliggjandi á Barnaspítala Hringsins en nokkrum börnum er enn fylgt eftir vegna sýkingarinnar. „Ofangreindar upplýsingar vekja vonir um að faraldrinum sé að ljúka,“ segir á heimasíðu Landlæknis.   

Bubbi sendi frá sér nýtt og rokkað lag í dag

Bubbi sendi í dag frá sér lagið Límdu saman heiminn minn. Lagið er af væntanlegri plötu Bubba, Regnbogans stræti.

Nú þegar hefur Bubbi gefið út önnur tvö lög af plötunni sem hafa fengið góðar viðtökur, það eru lögin Velkominn og Án þín sem hann söng ásamt Katrínu Halldóru Sigurðardóttur.

Regnbogans stræti kemur út 9. ágúst. Í tilefni af útgáfunni mun Bubbi árita plötuna í Lucky Records sama dag milli klukkan 17 og 19. Hann verður líka vís til að grípa í gítarinn og þenja raddböndin.

Plötuna er hægt að tryggja sér í forsölu á heimasíðu Öldu Music hér á LP og CD.

Sex ára Youtube-stjarna kaupir fasteign fyrir milljarð

Youtube-stjarnan Boram.

Fasteignakaup sex ára suður-kóreskrar Youtube-stjörnu hafa vakið heimsathygli, en kaupverðið nam hvorki meira né minna en einum milljarða króna.

Hin kornunga Boram er með 30 milljón fylgjendur á Youtube og hefur frægð hennar gefið afar vel í aðra hönd. Tekjur hennar renna í fjölskyldufyrirtækið Boram Family sem stýrt er af foreldrum hennar. CNN greinir frá því að fyrirtækið hafi nýverið fjárfest í fimm hæða húsi í hinu rómaða Gangnam-hverfi í Seúl og var kaupverðið 9,5 milljarðar won, eða sem nemur 975 milljónum króna.

Boram heldur úti tveimur stöðvum á Youtube. Annars vegar stöð þar sem hún fer yfir og gefur leikföngum einkunn og eru fylgjendur hennar þar 13,6 milljónir. Hins vegar heldur hún úti sérstöku videobloggi þar sem hún sýnir alls kyns uppátæki. Vinsælasta klippan hennar hefur fengið yfir 376 milljón áhorf. Myndbandið er sex og hálf mínúta að lengd og sýnir Boram og vini hennar borða núðlur.

En sum myndböndin sem hún hefur birt eru umdeild og hafa grasrótarsamtök lýst því yfir að þau kunni að hafa slæm áhrif á þroska ungra barna. Þannig sýnir eitt myndband Boram stela peninga úr veski föður síns og keyra bíl á götum úti. Samtökin Save the Children hafa meira að segja kært myndbönd hennar til lögreglu og voru foreldrar hennar skikkaðir á námskeið um barnamisnotkun.

Barnamyndbönd á Youtube eru risastór iðnaður og hafa barnastjörnur sprottið upp eins og gorkúlur. Tekjuhæsta barnastjarnan er hinn 7 ára Ryan Kaji, en tekjur hans í fyrra voru metnar á 22 milljónir dollara. Hann er með tæplega 21 milljón fylgjenda.

Tekjurnar koma af auglýsingum sem sýndar eru áður en myndböndin hefjast og frá stórfyrirtækjum sem borga stjörnunum fyrir að fjalla um eða sýna vörur þeirra. Vinsældir þessara Youtube-barna hafa vakið upp áhyggjur af því að barnaníðingar noti myndböndin til að komast í tæri við börn og til að sporna við þessu ákvað Youtube að loka fyrir ummæli við myndbönd sem skarta börnum.   

Hér að neðan má horfa á vinsælasta myndband Boram.

Íslendingar elska gráa og hvíta bíla

Langflestir nýskráðra bíla á Íslandi í fyrra voru annað hvort gráir eða hvítir.

Á vef FÍB er rýnt í árbók nýskráðra bíla og er niðurstaðan sú að litagleði Íslendinga er af afar skornum skammti, í það minnsta þegar kemur að bílakaupum.

Þar kemur fram að 65 prósent allra bíla sem voru skráðir á síðasta ári voru annað hvort gráir (39,1%) eða hvítir (26%). Þriðji vinsælasti bíllin var svo rauður, en 11 prósent nýskráðra bíla skarta þeim lit.

Því næst komu svartir bílar (8,7%), brúnir (6,9%) og bláir (6,3%). Sérstaklega er tekið fram að ekki einn einasti bíll var bleikur.

Norðlendingar fá leifar af hitabylgjunni í Evrópu

Svæsin hitabylgja hefur gengið yfir Evrópu undanfarna daga og hafa hitametin fallið víða. Angi hitabylgjunnar mun teygja sig til Íslands um helgina.

Hitinn í París mældis 42,6 gráður í gær sem það það heitasta frá upphafi mælinga. Í Belgíu mældist hitinn mest 41,8 gráður, 41,5 gráður í Þýskalandi, 40,8 gráður í Lúxemborg og 40,7 gráður í Hollandi. Í öllum tilvikum er um hitamet að ræða. Í Bretlandi fór hitinn upp í 38,1 gráðu sem er það hæsta sem mælst hefur í júlímánuði.

Nokkur viðbúnaður var í öllum þessum löndum. Í Frakklandi létust fimm manns af völdum hitans, í Þýskalandi hafa vötn og ár þurrkast upp og í Hollandi létust hundruð svína eftir að loftræsting gaf sig í stíu þeirra.

Þetta er önnur hitabygjan sem gengur yfir Evrópu í sumar, en í júní féllu hitamet í Frakklandi, Tékklandi, Slóvakíu,Austurríki, Andorra, Lúxemborg, Póllandi og Þýskalandi. Þótt hitabylgjur séu langt í frá nýtt fyrirbæri þá eru loftlagsbreytingar sagðar gera hitabylgjur bæði tíðari og öfgakenndri.

Leifar hitabylgjunnar munu ná alla leið til Íslands en það eru fyrst og fremst Norðlendingar sem munu njóta góðs af. Þar er spáð um og yfir 21 stigs hita á sunnudaginn. Á Suður- og Suðvesturlandi verður þungbúið og nokkur strekkingur. Haft er eftir Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi, í Morgunblaðinu að afar óvenjulegt sé að heitt loft sunnan úr höfum nái alla leið til Íslands. Reyndar gott betur því heita loftið mun ná alla leið til Grænlands og valda að líkindum mikilli bráðnun á Grænlandsjökli.

Sonia Rykiel í þrot

|
|Rendur voru einkennismerki Soniu Rykiel

Franska tískuhúsið Sonia Rykiel er gjaldþrota. Þetta kemur fram í frétt BBC.

 

Franski hönnuðurinn Sonia Rykiel stofnaði tískuhúsið í mái árið 1968 og var yfirhönnuður til ársins 1995. Merkið naut mikilla vinsælda á sínum tíma.

Yfirhönnuður merkisins, Julie de Libran, sagði upp starfi sínu í mars á þessu ári. Reksturinn hefur gengið illa undanfarin ár og í ljós kom að tískuhúsið færi í þrot þegar ekki tókst að finna fjárfesta.

Sonia lést fyrir tveimur árum, þá 86 ára, eft­ir bar­áttu við park­in­son sjúk­dóm­inn. Hún var oft sögð drottning prjónsins.

Rendur voru einkennismerki Soniu Rykiel, hér má sjá Audrey Hepburn í peysu frá Soniu Rykiel.við

Vantar þig þrælfínar hugmyndir fyrir heimilið?

Vantar þig ferskar hugmyndir og innblástur fyrir heimilið? Þá er þetta myndasafn eitthvað fyrir þig. Hér má sjá brot út áhugaverðum innlitum sem birst hafa á síðum Húsa og híbýla undanfarið.

Frístandandi baðkerið í stofunni hjá Hildi Ársælsdóttur sem við heimsóttum í upphafi árs 2018 er svo eftirminnilegt að við verðum að hafa það með enda frábær og fjörleg hugmynd. Blöndunartækin fara líka út fyrir boxið flott og stíllinn á heimilinu gefur fullt af góðum hugmyndum.
Glerveggir með járnramma eru að verða áberandi lausn til að skilja að rými á nettan og fallegan hátt. Steyptir veggir eru því ekki alltaf hentugasta lausnin, sérstaklega ekki ef rýmið er lítið. Suðulist smíðaði glerjárnsvegginn á Hverfisgötu en Sólveig Andrea innanhússarkitekt teiknaði hann.
Blómaskreyting yfir rúminu er rómantísk og öðruvísi hugmynd. Tökum náttúruna alla leið inn í svefnaherbergi.
Innbyggðar hirslur sem minna á Tetris-leikinn. Fjórir opnir skápar og margir lokaðir sem geyma meðal annars þvottavél og þurrkara. Þetta er hugmynd sem gæti snarvirkað þar sem skápapláss er lítið. Þessi var sérsmíðaður hjá Heggi.
Sonja Björk innanhússarkitekt og vöruhönnuður var frumleg þegar hún útfærði þennan flotta vegg heima hjá sér. Öðruvísi hugmynd sem má útfæra alls konar.
Þurrkuð blóm sem börnin tína úti í náttúrunni getur verið fallegt að setja í ramma og þessir rammar eru sérstaklega fallegir undir blóm.
Tískugúrúinn og ljósmyndarinn Helgi Ómars geymir hjólið sitt inni en falleg hjól fegra bara heimilið og fá mann eflaust til að hjóla meira; stöðug áminning þegar það blasir við manni.
Grænar plöntur eru tískutrend sem hefur lifað góðu lífi undanfarin tvö ár og mun lifa áfram. Plöntur rokka!
Hér eru þrír litir í aðalhlutverki; rauður, bleikur og mintugrænn ásamt þeim hvíta. Flott hugmynd fyrir litaglöðu týpurnar að velja saman sína uppáhaldsliti sem tóna saman og leyfa þeim að njóta sín saman í eldhúsinu til dæmis eins og hér. Baðherbergið eða allt heimilið í sama litaþemanu gæti líka komið hressandi út.
Það er allt hægt í dag og ef þú átt fallega ljósmynd sem þú vilt að njóti sín á heimilinu er kannski góð hugmynd að gera eitthvað í líkingu við þetta. Svæfandi augnaráð hests er fallegt að sjá fyrir svefninn.
Í þessari forstofu spilar allt fallega saman og glervasarnir á veggnum, sem voru keyptir í TIGER, eru falleg hugmynd og það má setja hvað sem er í þá; blóm, banana eða bara hvað sem er!
Hvítar og einlitar flísar eru klassískt val en að blanda saman ólíkum flísum í sama rými er móðins í dag og arfasmart. Hér eru ekki sömu flísar á gólfi og vegg og auk þess er efri partur veggjarins skreyttur með veggfóðri.
Einn litaglaðasti stigi landsins er á milli Pablo Discobar og Burro. Hálfdan Pedersen sá um hönnunina og þessi blanda hjá honum er algjört konfekt. More is more!

Myndir / Ljósmyndarar Birtíngs, Helgi Ómars og Minarc

Gamli og nýi stíllinn spila saman á einstakan hátt

Í ítölsku borginni Arezzo er að finna þetta glæsilega boutique-hótel í byggingu sem var höfðingjasetur á 18 öld. Hótelið heitir Sugar Rooms og er einstakt.

Á hótelinu er að finna 15 herbergi þar sem gamli og nýi stíllinn og ólíkar áferðir spila saman á skemmtilegan hátt.

Það var Roberto Baciocchi sem sá um innanhússhönnunina á Sugar Rooms en Baciocchi er einna þekktastur fyrir hönnun sína í verslunum tískuhúss Prada.

Baciocchi og teymi hans lögðu áherslu á að halda að einhverju leyti í gamla stílinn sem ríkti í byggingunni á sínum tíma.

Þess má geta að svokölluð boutique-hótel hafa notið vinsælda undanfarin ár en það eru yfirleitt mun minni hótel en almennt gerist og oft eru þau sérlega persónuleg og falleg.

Fleiri myndir er að finna á vef Robertos Baciocchi.

http://www.baciocchiassociati.it/
http://www.baciocchiassociati.it/
http://www.baciocchiassociati.it/

Sjá einnig: New York með stæl

Draugagangur í nýrri íbúð

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Við fluttum í nýju íbúðina okkar á sólríkum sumardegi. Veðrið endurspeglaði gleði okkar og tilhlökkun því þetta var fyrsta heimilið sem við hjónin áttum sjálf. Dóttir okkar var yfir sig spennt að eignast sérherbergi eftir að hafa þurft að kúldrast með bróður sínum í pínulítilli kompu. Þarna var stór draumur að rætast en hann átti eftir að breytast í martröð.

Ég og Viðar kynntumst í menntaskóla og byrjuðum að vera saman á lokaárinu okkar. Þaðan lá leiðin í Háskólann og Rósa fæddist þegar ég var á öðru ári í námi. Við lukum okkar prófum hér heima og fluttum út í framhaldsnám í tvö ár. Þar fæddist Benni rétt eftir að námstímanum lauk. Viðar fékk strax góða vinnu eftir að heim kom en mér gekk verr að komast að í mínu fagi enda er það sérhæfðara. Það tókst þó að lokum en í þrjú ár vorum við á hrakningi á leigumarkaði. Íbúðirnar sem við leigðum áttu það sameiginlegt að vera litlar og fremur sjúskaðar. Rósa var orðin sex ára og henni fannst ömurlegt að vera með þriggja ára bróður sínum í herbergi. En það gekk hægt og illa að spara og það var ekki fyrr en foreldrar mínir lögðu okkur til útborgun í íbúð, fyrirframgreiddan arf, að við gátum keypt.

Íbúðin okkar var í nýju hverfi, í glæsilegri blokk, rúmgóð og fín. Síðustu dagana áður en við fluttum inn svaf Rósa ekki fyrir spenningi. Hún var búin að skipuleggja herbergið frá a-ö og raða öllu upp í huganum. Ég var ofboðslega ánægð með að geta loksins veitt dóttur minni þann munað að eiga pláss út af fyrir sig. Svo rann upp þessi gleðidagur og búslóðin borin inn á nýja staðinn. Rósa hófst þegar handa við að draga kassa merkta henni inn í herbergi og taka upp úr þeim. Pabbi hennar hjálpaði henni að koma rúminu fyrir og setja upp hillur og strax þetta kvöld voru bækurnar hennar komnar á sinn stað, styttur í gluggakistuna og nokkur uppáhaldsleikföng. Hún braut einnig vandlega saman fötin sín og raðaði ofan í kommóðuna. Við vorum öll þreytt og en ánægð þegar við fórum að sofa.

Leið illa í herberginu sínu

Um miðja nótt hrökk ég upp við það að Rósa stóð við rúmstokkinn hjá mér. Hún skalf og nötraði og bað um að fá að koma upp í. Ég spurði hvort hana hefði dreymt illa og hún svaraði því játandi. Ég rýmdi til fyrir henni og það sem eftir lifði nætur svaf hún hjá okkur. Morguninn eftir var Rósa alveg búin að jafna sig og við nutum þess að borða saman í eldhúsinu fyrsta sinn. Næstu nótt endurtók sagan sig og svo nóttina þar á eftir. Ég fór líka fljótlega að taka eftir því að Rósa var lítið inni í sínu herbergi. Hún var frammi hjá okkur öllum stundum sem kom á óvart miðað við hve heitt hún þráði að eignast sérherbergi. Ég velti þessu samt ekkert mikið fyrir mér þangað til Benni fór að tala um mann sem hann sæi reglulega í eldhúsinu.

Til að byrja með hélt ég að Benni hefði komið sér upp ímynduðum vini, eins og barna með frjótt ímyndunarafl er siður, en svo fór að koma í ljós að honum var ekki sérlega vel við þennan mann. Hann talaði oft um að maðurinn væri reiður og eitt sinn bað hann mig að reka manninn burtu. Þetta var mjög óhugnanlegt og í kjölfarið gekk ég á Rósu og spurði hana hvers vegna hún vildi ekki vera inni í sínu herbergi. Hún sagði mér að sér liði ekki vel þar. Hvers vegna gat hún ekki skýrt, sagði bara að sér fyndist ekki gott að vera þar. Nokkrum sinnum fór ég með henni inn í herbergið og reyndi að púsla eða teikna með henni en mjög fljótlega varð hún eirðarlaus og vildi komast fram. Hún talaði um að sér væri kalt og það væri vont að vera þarna og bað mig um að flytja dótið fram í stofu.

Ég verð að viðurkenna að þetta fór mjög fljótt að hafa áhrif á mig. Ég var farin að finna fyrir kvíða þegar ég stakk lyklinum í skránna og opnaði fyrir mér og börnunum í eftirmiðdaginn. Ég gerði mitt besta til að leyna þessu og vera glöð og ánægð í kringum þau en ónotatilfinningin jókst með degi hverjum. Viðar fann ekki fyrir neinu og hló að mér þegar ég sagði honum þetta. „Hvað ætti að vera í íbúðinni og hvers vegna vondur andi?“ sagði hann og hló. „Þetta er alveg nýtt hús.“ Jú, ég vissi það og barði þess vegna á sjálfri mér fyrir ímyndunina og vitleysuna. Maður tengir jú draugagang fyrst og fremst við gömul hús.

Maðurinn enn á ferð

Tíminn leið og ekkert breyttist. Rósa hélt áfram að koma inn til okkar á næturnar og forðast herbergið sitt á daginn. Benni talaði af og til um manninn og einn morguninn þegar Viðar var að gefa þeim að borða sneri hann sér við í stólnum og benti aftur fyrir sig. „Pabbi, þarna er maðurinn,“ sagði hann. Viðar hló bara að þessu og hélt áfram að gera grín að mér fyrir vanlíðanina. Ég sagði Dóru, vinkonu minni, frá þessu en hún er ein þeirra er trúir á að ekki sé allt sýnilegt öllum í þessari veröld og hún vildi endilega koma í heimsókn með konu sem hún þekkti, miðil. Ég samþykkti það, enda á þessum tíma eiginlega tilbúin til að gera hvað sem er til að okkur liði betur. Ég sló þó þann varnagla að skipa Dóru að steinþegja um það sem gengið hafði á og hún mætti alls ekki tala um manninn eða að það væri herbergi Rósu sem virtist versti andinn í.

Miðillinn kom og gekk herbergi úr herbergi en staðnæmdist strax í herbergi Rósu. Þar tók hún um hjartað um stund og andaði djúpt nokkrum sinnum með lokuð augu. Svo sagði hún: „Hér er einhver sem fær ekki frið.“ Mér dauðbrá. Þótt ég hefði barist við þessa óljósu og erfiðu óþægindatilfinningu fannst mér beinlínis ógnvekjandi að fá staðfestingu á að eitthvað væri þarna. Við settumst svo saman frammi í stofu og miðillinn tók um hendur okkar beggja og við báðum saman fyrir ráðvilltri sál, eins og hún orðaði það. Eftir komu hennar var friður um stund og Rósa svaf í fyrsta sinn heila nótt í sínu herbergi.

Nokkrum dögum seinna fórum við í ferðalag með krakkana og komum við hjá gamalli frænku Viðars. Hún hafði verið gift breskum manni og eldri bróðir hans var hermaður í seinni heimstyrjöldinni. Uppi á vegg var mynd af honum í herbúningi. Allt í einu benti Benni á myndina og sagði: „Mamma, maðurinn.“ Ég kipptist við og leið ömurlega en Viðar yppti öxlum og útskýrði fyrir frænku sinni að drengurinn hefði komið sér upp ímynduðum vini og greinilega minnti þessi maður eitthvað á hann. Ég á hinn bóginn varð strax sannfærð um að það væri herbúningurinn sem hefði vakið athygli Benna.

Leitað til prests

Róin eftir heimsókn miðilsins varði ekki lengi. Rósa var aftur farin að koma inn til okkar á næturnar og Benni talaði áfram um manninn. Hann var farinn að biðja mig að reka hann burtu þegar hann vildi komast inn á svefnherbergisganginn og alltaf var augljósara að drengnum var alls ekki vel við þennan mann. Hann vældi stundum og bað mig að segja honum að fara og það kom einnig fyrir að hann eins og reyndi að ýta einhverjum frá sér. Rósa á hinn bóginn sá aldrei neitt en vanlíðan hennar magnaðist líka. Henni var illa við þetta tal bróður síns þótt ég reyndi eftir bestu getu að fullvissa hana um að þetta væri bara ímyndun og eitthvað sem væri algengt meðal barna. Ég var orðin örvæntingarfull og fannst hræðilegt að sjá börnin mín í þessum aðstæðum. Að lokum krafðist ég þess við Vidda að við töluðum við prest.

Hann hló að mér til að byrja með en varð svo öskureiður, fannst þetta gersamlega út í hött en ég stóð föst á mínu. Ég fór og talaði við sóknarprestinn og hann tók mér vel, hlustaði en var augljóslega á sama máli og Viðar að ég léti streitu og hugmyndaflugið ná tökum á mér. Hann stakk samt upp á því að hann kæmi heim til okkar og blessaði heimilið ef mér liði betur við það. Ég var tilbúin að reyna hvað sem er og úr varð að hann gerði þetta. Ég fann fyrir ákveðnum létti þegar hann fór en blessun hans breytti engu.

„Við settum íbúðina á sölu skömmu síðar og keyptum aðra langt frá þeirri sem við vorum í.“

Þremur dögum eftir þetta hrökk Viðar upp með andfælum um miðja nótt. Hann stökk fram úr rúminu og ég vaknaði við að hann stóð frammi við dyrnar og skalf. Honum hafði fundist einhver beygja sig yfir sig í rúminu og þrengja að brjóstinu. Honum leið mjög illa og við sátum góða stund frammi í eldhúsi á meðan hann jafnaði sig og hann ætlaði aldrei að þora að fara aftur inn í rúm. Við settum íbúðina á sölu skömmu síðar og keyptum aðra langt frá þeirri sem við vorum í. Eftir að við fluttum þangað hefur Benni ekki minnst á manninn og Rósa er alsæl með herbergið sitt. Mér líður mjög vel og finn ekki fyrir neinum óþægindum. Ég segi ekki að Viðar hafi viðurkennt að eitthvað hafi átt sér stað í hinni íbúðinni en hann er hættur að gera lítið úr orðum mínum þegar ég tala um þetta. Fyrir nokkrum dögum sá ég gamla heimilið mitt á skrá hjá fasteignasala í þriðja sinn á einu ári.

„Okkur langaði að búa til gott sumarlag”

Fyrir skemmstu sendu strákarnir í GDMA og tónlistarmaðurinn Fannar Guðni frá sér lagið Hæ.

Ferlið á bak við lagið var mjög stutt eða um mánuður og segja drengirnir að droppiðí laginu hafi verið það fyrsta sem varð til.

„Okkur í GDMA langaði að búa til eitthvað gott „feel good“ sumarlag og við tókum upp eitthver söngdemo á taktinn. Síðan heyrðum við í Fannari og honum leyst strax mjög vel á það. Út frá því small allt sama.“

16 ára og fyrst kvenna til að ganga hringinn í kringum landið

||||
Mynd/Aðsend|Eva segir að það sé frábært að upplifa landið á þennan hátt og hún hafi séð margar leyndar perlur.|Eva segir að það sé frábært að upplifa landið á þennan hátt og hún hafi séð margar leyndar perlur. |Móðir Evu Bryndísar fylgir henni alla leiðina og þær eru með fína hvíldaraðstöðu í bílnum.|Veðrið hefur leikið við Evu Bryndísi á leiðinni. Hér er hún við Jökulsárlón.

Hin 16 ára gamla Eva Bryndís Ágústsdóttir er nú komin til Borgarness í göngu sinni hringinn í kringum landið og þar með búin að ganga um 1300 kílómetra síðan hún lagði af stað úr Hafnarfirði þann 16. júní síðastliðinn. Tilgangur göngunnar er að safna fé fyrir Barnaspítalann en bróðir Evu er langveikur og því verið viðloðandi spítalann frá fæðingu.

„Mig hefur alltaf dreymt um að gera eitthvað „klikkað“ og í desember síðastliðnum sá ég myndskeið af manni sem synti í kringum Bretland. Það fannst mér ótrúlegt og hugsaði með mér að synda sjálf í kringum mitt eigið land en ég áttaði mig strax á því hversu léleg hugmynd það væri. En hvað með að ganga, hugsaði ég svo með mér. Mér finnst gaman að ganga og hef alltaf verið mikið á ferðinni, það væri því miklu betri hugmynd en að synda,“ segir Eva þegar hún er spurð hvernig hugmyndin að því að ganga hringinn í kringum landið kviknaði. Eva verður 17 ára á þessu ári og býr í Hafnarfirði ásamt foreldrum sínum og systkinum.

„Að alast upp með langveiku systkini er erfitt, ég fékk aldrei athyglina sem ég þurfti.“

„Ég er að safna fyrir Barnaspítalann því Brynjar bróðir minn er langveikur, með hjartagalla og hefur þegið aðstoð frá Barnaspítalanum allt sitt líf. Þessi peningur er hugsaður sem þakkargjöf frá okkur fjölskyldunni fyrir allt það sem spítalinn hefur gert fyrir Brynjar og okkur. Að alast upp með langveiku systkini er erfitt, ég fékk aldrei athyglina sem ég þurfti en vissi að foreldrar mínir höfðu nægar áhyggjur og ég vildi alltaf gera þeim lífið léttara. Þessi hugsunarháttur hefur fest við mig og mig langar alltaf að gera líf annarra léttara og skemmtilegra ef ég get,“ segir Eva einlæg og ljóst að þarna er á ferðinni þroskaður og jákvæður einstaklingur sem segir hlutina eins og þeir eru, án biturðar eða eftirsjár.

Veðrið hefur leikið við Evu Bryndísi á leiðinni. Hér er hún við Jökulsárlón. Mynd/Aðsend

Fengið góðan stuðning
Eva hefur alltaf haft gaman af því að ganga og þáði sjaldan sem krakki far með foreldrum sínum á æfingar eða í skólann auk þess sem hún hefur æft íþróttir frá unga aldri. „Ég hafði því góðan grunn þegar ég ákvað að hella mér út í þetta verkefni. Áður en ég lagði af stað gekk ég mikið og fékk líka sem styrk, áskrift hjá WorldClass og notaði tækin þeirra. Svo fékk ég regnföt frá Didrikson og þrjú pör af skóm frá Víking sem hefur hjálpað ótrúlega mikið,“ segir Eva. Hún segir að foreldrar hennar hafi haft nokkrar efasemdir um ferðalagið í upphafi enda sé hún ung þannig að hún skilji þau alveg. „En þegar þau sáu hversu ákveðin ég var áttuðu þau sig á að ef einhver gæti þetta þá væri það ég. Vinir mínir hafa líka sýnt mér stuðning og ég er afar þakklát fyrir það. Margir af þeim hafa viljað ganga smáspotta með mér sem er gaman. Hún elsku mamma mín hefur svo fylgt mér alla leið sem er alveg ótrúlegt. Ég trúi ekki hversu þolinmóð hún er að bíða eftir mér og ganga með mér þegar hún vill. Hún á virkilega skilið medalíu.“

Móðir Evu Bryndísar fylgir henni alla leiðina og þær eru með fína hvíldaraðstöðu í bílnum. Mynd/Aðsend

Margir bjóða henni far
Ferðalagið hefur gengið vonum framar og Eva er nú komin alla leið í Borgarnes. Hún hefur að meðaltali gengið 35 kílómetra á hverjum degi, tók einn hvíldardag þar sem hún gekk aðeins 12 kílómetra en bætti það upp stuttu síðar með því að fara 46 kílómetra einn daginn.
„Ég hef verið ótrúlega heppin með veður og af þessum 38 dögum sem ég hef gengið hafa aðeins verið þrír rigningardagar. Ég var farin að hugsa að ég væri ekki á Íslandi. Ekkert óvænt hefur komið upp á en mér finnst afar skemmtilegt hversu margir hafa stoppað, oftast túristar, og boðið mér far. En ég útskýri bara að ég sé að ganga hringinn, held reyndar að sumir skilji ekki hversu langt það er. Það er dásamlegt að skoða landið okkar með þessum hætti og sjá alla fallegu staðina sem ég vissi ekkert af. Ég er búin að sjá fullt af fögrum fossum sem ég vissi ekki um og við mamma uppgötvuðum til dæmis heitu laugina Fosslaug í Skagafirði. Hún er við hliðina á Reykjafossi og þarna er afar fallegt,“ segir Eva sem svarar neitandi þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið erfitt. „En sumt hefur verið svolítið leiðinlegt. Það hefur tekið á fyrir mig, 16 ára stelpuna sem elskar að tala, að ganga ein í 9-10 klukkustundir. En ég þrauka og stundum ganga einhverjir með mér, fjölskylda, vinir eða ókunnugir, sem ég er afar þakklát yfir. Það hefur eiginlega komið mér á óvart að ég gæti þetta – gæti gengið 35 kílómetra á dag í rúmlega mánuð, og það meiðslalaus sem er mikil lukka.“

Eva segir að það sé frábært að upplifa landið á þennan hátt og hún hafi séð margar leyndar perlur.

Klárar fyrr en áætlað var
Upphaflega var gengið út frá því að gangan tæki 50 daga en Eva er á undan áætlun og ætti því að ljúka hringnum um eða rétt eftir helgina. Gönguna mun hún enda þar sem hún hófst, við Hafnarfjarðarkirkju. Hún verður þá yngst allra og fyrsta konan til að ganga hringinn í kringum landið. Söfnunin verður síðan opin í nokkra daga í viðbót og þegar henni er lokið mun Eva afhenda Barnaspítlanum peningana.

Hvað á svo að gera að göngunni lokinni? „Góð spurning. Ætla líklega bara að fara að vinna og afla mér einhverra peninga þar sem ég fórnaði megninu af sumarvinnunni fyrir ferðina,“ segir þessi jákvæða og kraftmikla stúlka að lokum.

Hægt er að fylgjast með Evu á Facebook, Instagram og á Snapchat undir nafninu: ArkarinnEva. Hún er með áheitareikning sem hún segir að sé alveg lokaður og einungis bankinn geti tekið út af, allt söfnunarfé renni óskipt til Barnaspítalans.
Bankareikningur: 0545-14-001153. Kennitala: 290802-2290.

Lambakjöt til útlanda á mun lægra verði en íslenskum neytendum stendur til boða

Mynd úr myndabanka

Skortur á lambakjöti í íslenskum verslunum er sagður stafa af því að kjötið er flutt til útlanda í stórum stíl. Verðið á kjötinu erlendis er mun lægra en íslenskum neytendum stendur til boða.

Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu (SE) erindi og farið fram á að eftirlitið taki til skoðunar bæði háttsemi afurðastöðva, sem leitt hefur til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum, og viðbrögð stjórnvalda við fyrirsjáanlegum skorti. Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda.

Í erindinu er bent á að yfirvofandi skortur eigi ekki rætur sínar að rekja til óvenjumikillar neyslu landsmanna á lambakjöti eða framleiðslubrests, heldur til  stórtæks útflutnings afurðastöðva á lambakjöti til útlanda á verði sem er mun lægra en íslenskum verslunum stendur til boða. „Slíkur útflutningur hefur því skapað skort á lambakjöti sem hefur leitt til hækkunar á verði á lambakjöti í innlendum verslunum, neytendum til tjóns. Yfirvofandi skortur hefur verið ljós í marga mánuði enda barst [atvinnuvega]ráðuneytinu beiðni um tímabundinn innflutningskvóta í apríl á þessu ári frá innflutningsaðilum en ekkert var aðhafst fyrr en nú.“

Er þess farið á leit við Samkeppniseftirlitið að hafin verði rannsókn á háttsemi þeirra afurðastöðva sem hlut eiga að máli, enda sé háttsemin gagngert til þess fallin að stuðla að skorti og verðhækkunum hér á landi. Þá vill Félag atvinnurekenda láta rannsaka hvort kjötafurðirnar hafi verið undirverðlagðar í útflutningi til þess að skapa innlendan skort, gagngert til að halda verðlagi hér á landi uppi.

Líklegt er því að á næstu vikum verði skortur, með tilheyrandi verðhækkunum á grillkjöti landans

Enn fremur er biðlað til Samkeppniseftirlitsins að rannsaka hvort afurðastöðvarnar hafi beitt blekkingum þegar ráðuneytið athugaði hvort skortur væri yfirvofandi.

Um leið er kvartað yfir háttsemi hins opinbera og seinagangi í viðbrögðum stjórnvalda við yfirvofandi skorti á lambakjöti. Í erindinu segir: „Augljós teikn voru á lofti um fyrirhugaðan skort á lambakjöti strax í vor, enda fóru innflutningsaðilar þess á leit við ráðuneytið í apríl að heimila tímabundinn innflutningskvóta á lambakjöti en þeirri beiðni var hafnað. Seinagangur stjórnvalda hefur því leitt til þess að innflytjendur munu ekki geta veitt innlendri framleiðslu jafnmikla samkeppni og ef stjórnvöld hefðu brugðist strax við. Opinn tollkvóti, sem ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur nú lagt til að ráðherra gefi út, gildir aðeins í einn mánuð. Tíma tekur fyrir innflutningsfyrirtæki að finna kjöt til innflutnings, sérstaklega af því að það þarf að hafa verið í frysti í 30 daga, en afnám frystiskyldu á innfluttu kjöti kemur ekki til framkvæmda fyrr en í byrjun nóvember. Líklegt er því að á næstu vikum verði skortur, með tilheyrandi verðhækkunum á grillkjöti landans, en um það leyti sem innflytjendum tekst að koma innfluttu lambakjöti á markað, verði sláturtíð um það bil að hefjast.”

 

Trump hrekktur en enginn sá neitt athugavert

||
|Svona lítur skjaldarmerki forsetans út. |Forsetamerkið sem átt hafði verið við. Örninn er orðinn tvíhöfða

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, flutti ræðu á fundi íhaldssamtakanna Turning Point USA í gær. Einhver virðist hafa ákveðið að hrekkja forsetann en enginn tók eftir hrekknum fyrr en fjölmiðlar bentu á hann eftir viðburðinn.

Á sviðinu var búið að koma fyrir tveimur spjöldum með skjaldarmerki forsetaembættisins. Annað skjaldarmerkið var fullkomlega eðlilegt og ekkert út á það að setja.

Svona lítur skjaldarmerki forsetans út.

Glögg augu tóku hins vegar eftir að verulega hafði verið átt við hitt skjaldarmerkið.  Greindi Washington Post fyrst frá þessu. Fyrir það fyrsta hefur öðru höfði verið bætt á örninn og telja sérfræðingar að það sé tilvísun í Rússlandstengsl Trump, enda skartar skjaldamerki Rússlands tvíhöfða erni.

Á borðanum hefur textanum „E pluribus unum“ verið skipt út fyrir „45 es un titere“ sem á spænsku þýðir 45 er strengjabrúða, en Trump er sem kunnugt er 45. forseti Bandaríkjanna. Þá heldur örninn ekki lengur á örvum heldur golfkylfum, en forsetinn hefur varið dágóðum tíma á golfvellinum síðan hann tók við embætti.

Forsetamerkið sem átt hafði verið við. Örninn er orðinn tvíhöfða, textinn er annar og örninn heldur nú á golfkylfum.

Samkvæmt frétt USA Today er ekki vitað hvernig þetta kom til eða hver ber ábyrgð á verknaðinum. Talsmaður Turning Point USA hafði ekki skýringar á reiðum höndum. Trump birti svo sjálfur myndband af viðburðinum á Twitter þar sem umræddu skjaldarmerki sést bregða fyrir.

Æðisleg rabarbaraskúffukaka með kaffinu

|
|Pöntunar númer GE110606262

Rabarbari eða tröllasúra er grænmeti sem er mjög auðvelt að rækta hér á landi. Það er hægt að gæða sér á nýsprottnum rabarbara strax í byrjun júní og hann er einstaklega ljúffengur einmitt þá. Það er um að gera að nýta sér hann allt sumarið því hann vex jafnóðum aftur. Hér kemur uppskrift að æðislegri rabarbaraskúffuköku sem gaman er að bjóða upp á með kaffinu.

 

Rabarbaraskúffukaka
15-18 bitar

Botn:

150 g hveiti
100 g sykur
1 tsk. lyftiduft
2 egg
2 tsk. vanilludropar
60 g smjör, mjúkt

Hitið ofninn í 180°C. Setjið allt í matvinnsluvél eða hrærivél og blandið vel saman. Jafnið deigið í smurða ofnskúffu, 35×25 cm, þetta verður þunnt lag.

Dreifið úr rabarbarafyllingunni ofan á deigið, stráið haframjölsblöndunni ofan á og bakið kökuna í 40 mín.

Kælið aðeins og skerið síðan í bita. Má frysta.

Rabarbarafylling:

500 g rabarbari, skorinn í bita
1 dl sykur
2 tsk. kartöflumjöl
½ tsk. engifer eða 2 tsk. vanillusykur

Setjið allt í skál og blandið saman.

Haframjölsblanda:

80 g haframjöl
110 g hveiti
80 g púðursykur
80 g pekanhnetur, saxaðar
1 tsk. kanill
100 g smjör, brætt

Setjið allt saman í hrærivélarskál og hrærið saman.

Kælið kökuna aðeins og skerið síðan í bita. Má frysta.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Karl Petersson

Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

„Ástarmóðirin“ sem ættleiddi 118 börn dæmd í 20 ára fangelsi

Ástarmóðirin Li Yanxia.

54 ára gömul kínversk kona sem hafði öðlast frægð og frama fyrir meinta umhyggju sína gagnvart börnum, var á dögunum dæmd í 20 ára fangelsi fyrir ýmiss konar fjárplógsstarfsemi.

Saga Li Yanxia er um margt lygileg. Hún öðlaðist frægð árið 2006 þegar kínverskir fjölmiðlar fjölluðu um mannúðarstörf hennar í heimabæ sínum Wu´an, en þar hafði hún ættleit og skotið skjólshúsi yfir tugi barna.

Hún sagðist þá vera fráskilin og að fyrrum eiginmaður hennar hafi selt son þeirra í hendur glæpagengis. Henni hafi hins vegar tekist að endurheimta son sinn og þá hafi hún einsett sér að því að hjálpa öðrum börnum. Í gegnum árin hafi henni áskotnast auður sem hún notaði til að kaupa námufyrirtæki og þegar hún sá umkomulausa stúlku nærri námunni ákvað hún að taka hana að sér. „Faðir hennar hafði látið lífið, móðir hennar strauk í burtu….þannig að ég tók hana að mér. Hún var fyrsta barnið sem ég ættleiddi,“ er haft eftir Li í staðarblaðinu Yanzhao Metropolis Daily.

Þessi umhyggja hennar vatt svo upp á sig og ættleiddi hún tugi barna. Hún setti á fót munaðarleysingjahæli sem kallaðist „Ástarþorpið“ og var hún fyrir vikið kölluð „Ástarmóðirin“. Á hápunkti starfseminnar, árið 2017, bjuggu 118 börn á munaðarleysingjahælinu. Kínverskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um starfsemina og fyrir vikið var fjöldi fólks tilbúinn að leggja starfseminni lið með fjárframlögum.

En ekki var allt sem sýndist. Lögregluyfirvöldum fór að berast ábendingar um að ekki væri allt með felldu í starfseminni. Í maí í fyrra fann lögreglan háar fjárhæðir inni á bankareikningum Li, andvirði 2,4 milljóna króna í dollurum og hvorki meira né minna en andvirði 355 milljóna króna í júan. Hún átti sömuleiðis safn glæsibifreiða á borð við Land Rover og Mercedes Benz.

Við nánari rannsókn kom í ljós að Li hafði stundað hvers kyns fjárplógsstarfsemi allt frá árinu 2011, meðal annars fjárkúgun. Þannig sigaði hún hinum ættleiddu börnum á byggingasvæði til að stöðva vinnu verktaka og sagði þeim meira að segja að leggjast undir vinnuvélarnar. Svo heimtaði hún fé frá verktakafyrirtækjunum svo að þau gætu haldið vinnu sinni áfram. Einnig er hún sögð hafa stungið framlögum til Ástarþorpsins í eigin vasa.

Þegar Li var hneppt í varðhald voru 74 börn í hennar umsjá. Þeim hefur verið komið fyrir á viðeigandi stofnunum.

Li var svo í vikunni dæmd í 20 ára fangelsi og gert að greiða andvirði 48 milljóna króna í sekt. 15 aðrir samverkamenn hlutu einnig dóma, þar á meðal kærasti hennar sem hlaut 12 og hálfs árs fangelsisdóm og sekt sem nemur 30 milljónum króna.

BBC greinir frá.

Missti meðvitund á þrjátíu ára brúðkaupsafmælinu

Ása Tryggvadóttir var í góðu yfirlæti í íbúð sinni á Spáni ásamt eiginmanni sínum, Hólmsteini Björnssyni, að fagna þrjátíu ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna í júní 2016 þegar hún missti meðvitund og rankaði ekki við sér fyrr en fimm vikum síðar. Nú, þremur árum síðar, sér hún loksins fyrir endann á afleiðingum áfallsins.

Eftir að hafa verið á Spáni í þrjá daga, fór Ása að finna fyrir miklum verkjum, sem á endanum leiddu til þess að hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún missti meðvitund og var sett í öndunarvél. Ástæðan var sýking í mjöðm og hjartaloku sem olli blóðtöppum í höfði, á hjartavegg og frekari sýkingum. Henni var ekki hugað líf og tveir af þremur sonum þeirra hjóna, sem voru rétt komnir til Frakklands til að horfa á úrslitakeppni EM, tóku bílaleigubíl strax um kvöldið og keyrðu í fjórtán tíma um nóttina til að vera til staðar hvernig sem allt myndi fara.

„Ég man auðvitað ekkert eftir þessu,“ segir Ása. „En maðurinn minn hélt dagbók um málið og ég hef getað kynnt mér það. Ég var á sjúkrahúsinu í fimm vikur og af þeim var ég fjórar vikur nánast meðvitundarlaus.“

Hjálp að handan

Ása var ekki trúuð fyrir en er það nú. „Það var ekki fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim sem ég rankaði almennilega við mér. Ég hef mikla trú á því að mér hafi verið hjálpað að handan. Það var beðið mjög mikið fyrir mér meðan á þessu stóð og allir miðlarnir alveg á fullu. Ég held að það hafi hjálpað mér mikið. Ég var ekkert sérstaklega trúuð áður en þetta gerðist en ég er orðin það núna eftir þessa reynslu.“

Ása er keramiker og rekur verkstæði og galleríið Stilka á Vatnsstíg 3 ásamt Þóru Björk Schram textílhönnuði. Ása segist telja dagana þangað til hún megi hella sér af fullum krafti út í vinnuna, en hvað er fram undan hjá henni eftir það?

 „Ég var ekkert sérstaklega trúuð áður en þetta gerðist en ég er orðin það núna eftir þessa reynslu.“

Ása prýðir forsíðu 29. tölublaðs Vikunnar.

„Bara að lifa lífinu og hafa það skemmtilegt,“ segir hún hress. „Ég tek bara einn dag í einu og reyni að gera hann góðan, maður veit aldrei hvað bíður manns á morgun. Það eina sem við vitum er að lífið tekur enda einn daginn þannig að það er eins gott að fá sem mest út úr því á meðan maður er á lífi.“

Lestu viðtalið við Ásu í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

Skýrslan hreinsar ekki Trump segir Mueller 

|
|

Robert Mueller, sem skipaður var árið 2017 sem sérstakur rannsakandi vegna meintra áhrifa Rússa á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016, svaraði í gær spurningum þingmanna Bandaríkjanna um rannsóknina. Afurð rannsóknarinnar var 448 bls. skýrsla sem kom út í apríl síðastliðnum. Spurningarnar voru einkum tengdar aðkomu núverandi forseta, Donald Trump.

 

Skýrslan hefur verið í sviðsljósi bandarískra stjórnmála undanfarið. Rannsóknin hefur meðal annars leitt af sér að fimm fyrrum starfsmenn Donald Trump hafa verið sóttir til saka fyrir misferli í aðdraganda forsetakosninganna, þar á meðal Paul Manafort, sem stýrði kosningabaráttu Trump, og Michael Cohen, sem er fyrrum lögmaður Trump.

Skýrslan hreinsar Trump ekki af sekt

Mueller var nokkuð fámáll í svörum og neitaði að svara mörgum spurningum eða þylja upp bálka í skýrslunni. Hann sagði þó margt m.a. aðspurður hvort að skýrslan hreinsaði Trump af mögulegu misferli – sagði hann að skýrslan gerði það ekki.

Býsna þung orð í ljósi þess að forsetinn hefur sjálfur farið mikinn í að halda því fram að skýrslan hreinsi nafn hans af misferli í aðdraganda kosninganna. Mueller staðfesti þannig með orðum sínum í gær að svo er ekki. Þá var Mueller spurður hvort að Trump hefði óheiðarlegur í yfirheyrslum á meðan rannsókninni stóð. Mueller svaraði að almennt hefði það verið raunin. Þá kom einnig fram að Trump hefði reynt að hafa áhrif á rannsóknina, en það sem hefði í raun stoppað þær tilraunir hefðu verið neitanir embættismanna að framfylgja óskum forsetans.

Repúblikanar reyndu ítrekað að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar í gær m.a. með því að vísa til þess að um 14 lögfræðingar í teymi Muellers væru demókratar, einhverjir hefðu gefið í kosningasjóði til Hillary Clinton.

Í bandarískum miðlum er nú deilt um hvort að upplýsingar sem Mueller veitti séu nægar fyrir bandaríska þingið til að taka ákvörðun um saksókn (e. impeachment).

Neðri deild þingsins í Bandaríkjunum hefur valdið

Fyrirkomulagið er þannig að neðri deild þingsins tekur ákvörðun um hvort að forsetinn eða æðri embættismaður sé sóttur til saka vegna mögulegra glæpa. Nú liggur því málið hjá neðri deild þingsins. Ef réttarhöld eru ákveðin fara þau fram í efri deild þingsins. Í dag eru demókratar í meirihluta í neðri deildinni en ekki efri deildinni. Þetta er sambærilegt fyrirkomulag og hér í landi með Landsdóm þar sem Alþingi tekur ákvörðun um saksókn á hendur ráðherra og þarf að leggja mat á hvort það sé nægilega rökstuddur grunur fyrir hendi um hvort að ráðherra hafi gerst sekur um glæp.

Fjárfestir segir Svein Andra siðblindan: Eyddi öllu í sjálfan sig og vini

|
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/ Rakel Ósk Sigurðardóttir

Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir oftast kenndur við Subway, fer ófögrum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson og segir hann siðblindan.

Þeir Skúli og Sveinn Andri hafa lengi átt í útistöðum vegna skipta á þrotabúi heildsöllunnar Eggerts Kristjánssonar sem í dag er nefnd EK 1923 ehf. Skúli átti félagið áður en það varð gjaldþrota í kringum áramótin 2013 og 2014 og var Sveinn Andri skipaður skiptastjóri yfir búinu. Ásakanir hafa gengið á víxl og hafa viðskipti félagsins komið til kasta dómstóla.

Snýr eitt málið að fasteigninni Skútuvogi 3 sem fasteignafélag Skúla keypti af heildsölunni rétt fyrir gjaldþrotið.  Skúli telur sig hafa borgað fasteignina á bókfærðu verði en Sveinn Andri, sem skiptastjóri, vildi að sölunni yrði rift.

„Víkur þá sögunni til Sveins Andra Sveinssonar skiptastjóra sem hófst þegar handa og notaði þá aðferð sem hann kann best, þ.e. að hóta og ógna. Hann hótaði að kæra mig og samstarfsfólk mitt fyrir alla mögulega og ómögulega hluti sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum, ef við ekki greiddum hverja einustu krónu sem honum hugkvæmdist að senda kröfu fyrir. Ekki var léð máls á samningaviðræðum þegar lögmaður minn óskaði eftir því. Sveinn Andri fylgdi hótununum svo eftir með tilhæfulausum kærum,“ skrifar Skúli í grein sem birtist í Fréttalbaðinu. Með þessu móti hafi lögmanninum tekist að sá efa í huga embættismanna og dómara, auk kröfuhafa búsins.

Vísar Skúli þar væntanlega í dóm héraðsdóms sem dæmdi þrotabúinu í hag. Skúli er ósáttur við þá niðurstöðu og segir dómstólana hafa gert Sveini Andra kleyft að maka krókinn því fjárhæðirnar sem Sveini Andra voru dæmdar hafi verið því sem næst jafnháar og þóknun Sveins Andra.

Sveinn Andri er ekki vitlaus maður, þótt siðblindur sé, og veit að náist samningar getur hann ekki skráð á sig vinnustundir við að reka dómsmál.

„Sveinn Andri er ekki vitlaus maður, þótt siðblindur sé, og veit að náist samningar getur hann ekki skráð á sig vinnustundir við að reka dómsmál. Um síðustu áramót var Sveinn Andri búinn að skrá á sig meira en 2.400 klukkustunda vinnu við búskiptin, en það er næstum eitt og hálft ár í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Sveinn Andri rukkar rétt um 50 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund, þannig að kostnaðurinn við eingöngu hans „vinnu“ er kominn í 120 milljónir króna. Það er meira en til var í búinu. Þóknun hans fyrir meinta vinnu við þetta eina þrotabú nam því 4,5 milljónum króna í hverjum mánuði frá því að honum var úthlutað búinu í september 2016 til ársloka 2018. Vitað er að Sveinn Andri sinnti f jölmörgum öðrum lögmannsverkefnum á sama tímabili.“

Segir Skúli að Sveinn Andri eigi mikið undir í þessu máli því hann sé búinn að eyða öllum peningunum sem voru til í þrotabúi EK 1923 ehf., aðallega í sjálfan sig en einnig í vini og kunningja sem hann hefur kallað sér til aðstoðar. Vonast Skúli til að Landsréttur snúi við dómi héraðsdóms. „Ella er hann ábyrgur gagnvart kröfuhöfum EK 1923 ehf., sem ekki fá svo mikið sem túskilding með gati úr búinu, því að skiptastjórinn, sem kallaður hefur verið opinberlega „endaþarmur íslenskrar lög-mennsku“, er búinn að sjúga hvern einasta eyri í eigin rann.“

Sveinn Andri segir kröfuhafa hafa samþykkt allar aðgerðir

Í athugasemd við grein Skúla minnir Sveinn Andri á að Landsréttur hafi þegar staðfest eitt riftunarmál gegn félagi í eigu Skúla og dæmt hann til að greiða þrotabúinu 5 milljónir króna í skaðabætur. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur hafi síðan dæmt annað félag í eigu Skúla til að greiða búinu rúmlega 400 milljónir króna vegna téðra fasteignaviðskipta. Þess utan rannsaki héraðssaksóknari kærur skiptastjóra á hendur honum. „Allar þessar aðgerðir hafa verið samþykktar af kröfuhöfum. Ætli sé ekki rétt í þessu máli eins og svo oft að spyrja að leikslokum.“

Miðflokkurinn uppfullur af hættulegum mini-Trumpum

Mynd: Miðflokkurinn á Facebook

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins segir hættuleg öfl á sveimi í íslensku þjóðfélagi og rekur þau flest til Miðflokksins.

„Hættuleg ölf eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað,“ segir í upphafsorðum leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Tilefnið er að gagnrýni á tillögu Íslands sem samþykkt var í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem krafist var rannsóknar á aftökum án dóms og laga í Filippseyjum.

Kolbrún segir að fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi „tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína“. En hið ótrúlega hafi gerst og það sé uggvænlegt að vita af einstaklingum sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja.

Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump.

Kolbrún minnist einnig á Donald Trump í leiðara sínum. Hann hafi í embætti hatast við alla minnihlutahópa og nýleg ummæli hans um hörundsdökkar þingkonur hafi opinberað rasisma hans og magnað upp kynþáttahatur á meðal stuðningsmanna. Þar að auki beri stjórn hans ábyrgð á því að börn flóttamanna séu aðskilin frá foreldrum sínum við landamærin og þau látin aðhafast við ómannúðlegar aðstæður í sérstökum búðum. „Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt en það vefst ekki fyrir einhverjum Íslendingum,“ skrifar Kolbrún og horfir þar sérstaklega til Miðflokksins.

„Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka.“

Bíl blaðamanns stolið í nótt

|
|

Bíl Jóhönnu Maríu Einarsdóttir, blaðamanns DV, var stolið í nótt eða morgun við Ásvallagötu. Jóhanna segir frá þessu á Facebook og spyr hvort að einhver geti veitt henni upplýsingar.

„Bílnum mínum (YX633) rauður Subaru Impreza var stolið í nótt (milli kl. 23:00 og 10 í morgunn) við Ásvallagötu 13-17. Var einhver var við læti/eitthvað grunsamlegt í nótt á þessum slóðum eða hefur einhver rekist á bílinn minn?“ Þetta skrifar Jóhanna og birtir tvær myndir af samskonar bíl.

Færslu Jóhönnu má sjá hér fyrir neðan.

Vongóð um að E.coli faraldri sé að ljúka

efstidalur
Mynd / Unnur Magna

Heilbrigðisyfirvöld eru vongóð um að E.coli faraldrinum fari senn að ljúka en ekkert tilfelli hefur greinst síðan 19. júlí.  

Á heimasíðu Landlæknsi segir að undanfarna daga hafi saursýnum sem send hafa verið til rannsóknar fækkað umtalsvert. Síðasti einstaklingurinn greindist 19. júlí og hefur enginn einstaklingur greinst eftir að hafa verið í Efstadal eftir 18. júlí, daginn sem gripið var til viðamikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu bakteríunnar.

Ekkert barn er nú innliggjandi á Barnaspítala Hringsins en nokkrum börnum er enn fylgt eftir vegna sýkingarinnar. „Ofangreindar upplýsingar vekja vonir um að faraldrinum sé að ljúka,“ segir á heimasíðu Landlæknis.   

Bubbi sendi frá sér nýtt og rokkað lag í dag

Bubbi sendi í dag frá sér lagið Límdu saman heiminn minn. Lagið er af væntanlegri plötu Bubba, Regnbogans stræti.

Nú þegar hefur Bubbi gefið út önnur tvö lög af plötunni sem hafa fengið góðar viðtökur, það eru lögin Velkominn og Án þín sem hann söng ásamt Katrínu Halldóru Sigurðardóttur.

Regnbogans stræti kemur út 9. ágúst. Í tilefni af útgáfunni mun Bubbi árita plötuna í Lucky Records sama dag milli klukkan 17 og 19. Hann verður líka vís til að grípa í gítarinn og þenja raddböndin.

Plötuna er hægt að tryggja sér í forsölu á heimasíðu Öldu Music hér á LP og CD.

Sex ára Youtube-stjarna kaupir fasteign fyrir milljarð

Youtube-stjarnan Boram.

Fasteignakaup sex ára suður-kóreskrar Youtube-stjörnu hafa vakið heimsathygli, en kaupverðið nam hvorki meira né minna en einum milljarða króna.

Hin kornunga Boram er með 30 milljón fylgjendur á Youtube og hefur frægð hennar gefið afar vel í aðra hönd. Tekjur hennar renna í fjölskyldufyrirtækið Boram Family sem stýrt er af foreldrum hennar. CNN greinir frá því að fyrirtækið hafi nýverið fjárfest í fimm hæða húsi í hinu rómaða Gangnam-hverfi í Seúl og var kaupverðið 9,5 milljarðar won, eða sem nemur 975 milljónum króna.

Boram heldur úti tveimur stöðvum á Youtube. Annars vegar stöð þar sem hún fer yfir og gefur leikföngum einkunn og eru fylgjendur hennar þar 13,6 milljónir. Hins vegar heldur hún úti sérstöku videobloggi þar sem hún sýnir alls kyns uppátæki. Vinsælasta klippan hennar hefur fengið yfir 376 milljón áhorf. Myndbandið er sex og hálf mínúta að lengd og sýnir Boram og vini hennar borða núðlur.

En sum myndböndin sem hún hefur birt eru umdeild og hafa grasrótarsamtök lýst því yfir að þau kunni að hafa slæm áhrif á þroska ungra barna. Þannig sýnir eitt myndband Boram stela peninga úr veski föður síns og keyra bíl á götum úti. Samtökin Save the Children hafa meira að segja kært myndbönd hennar til lögreglu og voru foreldrar hennar skikkaðir á námskeið um barnamisnotkun.

Barnamyndbönd á Youtube eru risastór iðnaður og hafa barnastjörnur sprottið upp eins og gorkúlur. Tekjuhæsta barnastjarnan er hinn 7 ára Ryan Kaji, en tekjur hans í fyrra voru metnar á 22 milljónir dollara. Hann er með tæplega 21 milljón fylgjenda.

Tekjurnar koma af auglýsingum sem sýndar eru áður en myndböndin hefjast og frá stórfyrirtækjum sem borga stjörnunum fyrir að fjalla um eða sýna vörur þeirra. Vinsældir þessara Youtube-barna hafa vakið upp áhyggjur af því að barnaníðingar noti myndböndin til að komast í tæri við börn og til að sporna við þessu ákvað Youtube að loka fyrir ummæli við myndbönd sem skarta börnum.   

Hér að neðan má horfa á vinsælasta myndband Boram.

Íslendingar elska gráa og hvíta bíla

Langflestir nýskráðra bíla á Íslandi í fyrra voru annað hvort gráir eða hvítir.

Á vef FÍB er rýnt í árbók nýskráðra bíla og er niðurstaðan sú að litagleði Íslendinga er af afar skornum skammti, í það minnsta þegar kemur að bílakaupum.

Þar kemur fram að 65 prósent allra bíla sem voru skráðir á síðasta ári voru annað hvort gráir (39,1%) eða hvítir (26%). Þriðji vinsælasti bíllin var svo rauður, en 11 prósent nýskráðra bíla skarta þeim lit.

Því næst komu svartir bílar (8,7%), brúnir (6,9%) og bláir (6,3%). Sérstaklega er tekið fram að ekki einn einasti bíll var bleikur.

Norðlendingar fá leifar af hitabylgjunni í Evrópu

Svæsin hitabylgja hefur gengið yfir Evrópu undanfarna daga og hafa hitametin fallið víða. Angi hitabylgjunnar mun teygja sig til Íslands um helgina.

Hitinn í París mældis 42,6 gráður í gær sem það það heitasta frá upphafi mælinga. Í Belgíu mældist hitinn mest 41,8 gráður, 41,5 gráður í Þýskalandi, 40,8 gráður í Lúxemborg og 40,7 gráður í Hollandi. Í öllum tilvikum er um hitamet að ræða. Í Bretlandi fór hitinn upp í 38,1 gráðu sem er það hæsta sem mælst hefur í júlímánuði.

Nokkur viðbúnaður var í öllum þessum löndum. Í Frakklandi létust fimm manns af völdum hitans, í Þýskalandi hafa vötn og ár þurrkast upp og í Hollandi létust hundruð svína eftir að loftræsting gaf sig í stíu þeirra.

Þetta er önnur hitabygjan sem gengur yfir Evrópu í sumar, en í júní féllu hitamet í Frakklandi, Tékklandi, Slóvakíu,Austurríki, Andorra, Lúxemborg, Póllandi og Þýskalandi. Þótt hitabylgjur séu langt í frá nýtt fyrirbæri þá eru loftlagsbreytingar sagðar gera hitabylgjur bæði tíðari og öfgakenndri.

Leifar hitabylgjunnar munu ná alla leið til Íslands en það eru fyrst og fremst Norðlendingar sem munu njóta góðs af. Þar er spáð um og yfir 21 stigs hita á sunnudaginn. Á Suður- og Suðvesturlandi verður þungbúið og nokkur strekkingur. Haft er eftir Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi, í Morgunblaðinu að afar óvenjulegt sé að heitt loft sunnan úr höfum nái alla leið til Íslands. Reyndar gott betur því heita loftið mun ná alla leið til Grænlands og valda að líkindum mikilli bráðnun á Grænlandsjökli.

Sonia Rykiel í þrot

|
|Rendur voru einkennismerki Soniu Rykiel

Franska tískuhúsið Sonia Rykiel er gjaldþrota. Þetta kemur fram í frétt BBC.

 

Franski hönnuðurinn Sonia Rykiel stofnaði tískuhúsið í mái árið 1968 og var yfirhönnuður til ársins 1995. Merkið naut mikilla vinsælda á sínum tíma.

Yfirhönnuður merkisins, Julie de Libran, sagði upp starfi sínu í mars á þessu ári. Reksturinn hefur gengið illa undanfarin ár og í ljós kom að tískuhúsið færi í þrot þegar ekki tókst að finna fjárfesta.

Sonia lést fyrir tveimur árum, þá 86 ára, eft­ir bar­áttu við park­in­son sjúk­dóm­inn. Hún var oft sögð drottning prjónsins.

Rendur voru einkennismerki Soniu Rykiel, hér má sjá Audrey Hepburn í peysu frá Soniu Rykiel.við

Vantar þig þrælfínar hugmyndir fyrir heimilið?

Vantar þig ferskar hugmyndir og innblástur fyrir heimilið? Þá er þetta myndasafn eitthvað fyrir þig. Hér má sjá brot út áhugaverðum innlitum sem birst hafa á síðum Húsa og híbýla undanfarið.

Frístandandi baðkerið í stofunni hjá Hildi Ársælsdóttur sem við heimsóttum í upphafi árs 2018 er svo eftirminnilegt að við verðum að hafa það með enda frábær og fjörleg hugmynd. Blöndunartækin fara líka út fyrir boxið flott og stíllinn á heimilinu gefur fullt af góðum hugmyndum.
Glerveggir með járnramma eru að verða áberandi lausn til að skilja að rými á nettan og fallegan hátt. Steyptir veggir eru því ekki alltaf hentugasta lausnin, sérstaklega ekki ef rýmið er lítið. Suðulist smíðaði glerjárnsvegginn á Hverfisgötu en Sólveig Andrea innanhússarkitekt teiknaði hann.
Blómaskreyting yfir rúminu er rómantísk og öðruvísi hugmynd. Tökum náttúruna alla leið inn í svefnaherbergi.
Innbyggðar hirslur sem minna á Tetris-leikinn. Fjórir opnir skápar og margir lokaðir sem geyma meðal annars þvottavél og þurrkara. Þetta er hugmynd sem gæti snarvirkað þar sem skápapláss er lítið. Þessi var sérsmíðaður hjá Heggi.
Sonja Björk innanhússarkitekt og vöruhönnuður var frumleg þegar hún útfærði þennan flotta vegg heima hjá sér. Öðruvísi hugmynd sem má útfæra alls konar.
Þurrkuð blóm sem börnin tína úti í náttúrunni getur verið fallegt að setja í ramma og þessir rammar eru sérstaklega fallegir undir blóm.
Tískugúrúinn og ljósmyndarinn Helgi Ómars geymir hjólið sitt inni en falleg hjól fegra bara heimilið og fá mann eflaust til að hjóla meira; stöðug áminning þegar það blasir við manni.
Grænar plöntur eru tískutrend sem hefur lifað góðu lífi undanfarin tvö ár og mun lifa áfram. Plöntur rokka!
Hér eru þrír litir í aðalhlutverki; rauður, bleikur og mintugrænn ásamt þeim hvíta. Flott hugmynd fyrir litaglöðu týpurnar að velja saman sína uppáhaldsliti sem tóna saman og leyfa þeim að njóta sín saman í eldhúsinu til dæmis eins og hér. Baðherbergið eða allt heimilið í sama litaþemanu gæti líka komið hressandi út.
Það er allt hægt í dag og ef þú átt fallega ljósmynd sem þú vilt að njóti sín á heimilinu er kannski góð hugmynd að gera eitthvað í líkingu við þetta. Svæfandi augnaráð hests er fallegt að sjá fyrir svefninn.
Í þessari forstofu spilar allt fallega saman og glervasarnir á veggnum, sem voru keyptir í TIGER, eru falleg hugmynd og það má setja hvað sem er í þá; blóm, banana eða bara hvað sem er!
Hvítar og einlitar flísar eru klassískt val en að blanda saman ólíkum flísum í sama rými er móðins í dag og arfasmart. Hér eru ekki sömu flísar á gólfi og vegg og auk þess er efri partur veggjarins skreyttur með veggfóðri.
Einn litaglaðasti stigi landsins er á milli Pablo Discobar og Burro. Hálfdan Pedersen sá um hönnunina og þessi blanda hjá honum er algjört konfekt. More is more!

Myndir / Ljósmyndarar Birtíngs, Helgi Ómars og Minarc

Gamli og nýi stíllinn spila saman á einstakan hátt

Í ítölsku borginni Arezzo er að finna þetta glæsilega boutique-hótel í byggingu sem var höfðingjasetur á 18 öld. Hótelið heitir Sugar Rooms og er einstakt.

Á hótelinu er að finna 15 herbergi þar sem gamli og nýi stíllinn og ólíkar áferðir spila saman á skemmtilegan hátt.

Það var Roberto Baciocchi sem sá um innanhússhönnunina á Sugar Rooms en Baciocchi er einna þekktastur fyrir hönnun sína í verslunum tískuhúss Prada.

Baciocchi og teymi hans lögðu áherslu á að halda að einhverju leyti í gamla stílinn sem ríkti í byggingunni á sínum tíma.

Þess má geta að svokölluð boutique-hótel hafa notið vinsælda undanfarin ár en það eru yfirleitt mun minni hótel en almennt gerist og oft eru þau sérlega persónuleg og falleg.

Fleiri myndir er að finna á vef Robertos Baciocchi.

http://www.baciocchiassociati.it/
http://www.baciocchiassociati.it/
http://www.baciocchiassociati.it/

Sjá einnig: New York með stæl

Draugagangur í nýrri íbúð

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Við fluttum í nýju íbúðina okkar á sólríkum sumardegi. Veðrið endurspeglaði gleði okkar og tilhlökkun því þetta var fyrsta heimilið sem við hjónin áttum sjálf. Dóttir okkar var yfir sig spennt að eignast sérherbergi eftir að hafa þurft að kúldrast með bróður sínum í pínulítilli kompu. Þarna var stór draumur að rætast en hann átti eftir að breytast í martröð.

Ég og Viðar kynntumst í menntaskóla og byrjuðum að vera saman á lokaárinu okkar. Þaðan lá leiðin í Háskólann og Rósa fæddist þegar ég var á öðru ári í námi. Við lukum okkar prófum hér heima og fluttum út í framhaldsnám í tvö ár. Þar fæddist Benni rétt eftir að námstímanum lauk. Viðar fékk strax góða vinnu eftir að heim kom en mér gekk verr að komast að í mínu fagi enda er það sérhæfðara. Það tókst þó að lokum en í þrjú ár vorum við á hrakningi á leigumarkaði. Íbúðirnar sem við leigðum áttu það sameiginlegt að vera litlar og fremur sjúskaðar. Rósa var orðin sex ára og henni fannst ömurlegt að vera með þriggja ára bróður sínum í herbergi. En það gekk hægt og illa að spara og það var ekki fyrr en foreldrar mínir lögðu okkur til útborgun í íbúð, fyrirframgreiddan arf, að við gátum keypt.

Íbúðin okkar var í nýju hverfi, í glæsilegri blokk, rúmgóð og fín. Síðustu dagana áður en við fluttum inn svaf Rósa ekki fyrir spenningi. Hún var búin að skipuleggja herbergið frá a-ö og raða öllu upp í huganum. Ég var ofboðslega ánægð með að geta loksins veitt dóttur minni þann munað að eiga pláss út af fyrir sig. Svo rann upp þessi gleðidagur og búslóðin borin inn á nýja staðinn. Rósa hófst þegar handa við að draga kassa merkta henni inn í herbergi og taka upp úr þeim. Pabbi hennar hjálpaði henni að koma rúminu fyrir og setja upp hillur og strax þetta kvöld voru bækurnar hennar komnar á sinn stað, styttur í gluggakistuna og nokkur uppáhaldsleikföng. Hún braut einnig vandlega saman fötin sín og raðaði ofan í kommóðuna. Við vorum öll þreytt og en ánægð þegar við fórum að sofa.

Leið illa í herberginu sínu

Um miðja nótt hrökk ég upp við það að Rósa stóð við rúmstokkinn hjá mér. Hún skalf og nötraði og bað um að fá að koma upp í. Ég spurði hvort hana hefði dreymt illa og hún svaraði því játandi. Ég rýmdi til fyrir henni og það sem eftir lifði nætur svaf hún hjá okkur. Morguninn eftir var Rósa alveg búin að jafna sig og við nutum þess að borða saman í eldhúsinu fyrsta sinn. Næstu nótt endurtók sagan sig og svo nóttina þar á eftir. Ég fór líka fljótlega að taka eftir því að Rósa var lítið inni í sínu herbergi. Hún var frammi hjá okkur öllum stundum sem kom á óvart miðað við hve heitt hún þráði að eignast sérherbergi. Ég velti þessu samt ekkert mikið fyrir mér þangað til Benni fór að tala um mann sem hann sæi reglulega í eldhúsinu.

Til að byrja með hélt ég að Benni hefði komið sér upp ímynduðum vini, eins og barna með frjótt ímyndunarafl er siður, en svo fór að koma í ljós að honum var ekki sérlega vel við þennan mann. Hann talaði oft um að maðurinn væri reiður og eitt sinn bað hann mig að reka manninn burtu. Þetta var mjög óhugnanlegt og í kjölfarið gekk ég á Rósu og spurði hana hvers vegna hún vildi ekki vera inni í sínu herbergi. Hún sagði mér að sér liði ekki vel þar. Hvers vegna gat hún ekki skýrt, sagði bara að sér fyndist ekki gott að vera þar. Nokkrum sinnum fór ég með henni inn í herbergið og reyndi að púsla eða teikna með henni en mjög fljótlega varð hún eirðarlaus og vildi komast fram. Hún talaði um að sér væri kalt og það væri vont að vera þarna og bað mig um að flytja dótið fram í stofu.

Ég verð að viðurkenna að þetta fór mjög fljótt að hafa áhrif á mig. Ég var farin að finna fyrir kvíða þegar ég stakk lyklinum í skránna og opnaði fyrir mér og börnunum í eftirmiðdaginn. Ég gerði mitt besta til að leyna þessu og vera glöð og ánægð í kringum þau en ónotatilfinningin jókst með degi hverjum. Viðar fann ekki fyrir neinu og hló að mér þegar ég sagði honum þetta. „Hvað ætti að vera í íbúðinni og hvers vegna vondur andi?“ sagði hann og hló. „Þetta er alveg nýtt hús.“ Jú, ég vissi það og barði þess vegna á sjálfri mér fyrir ímyndunina og vitleysuna. Maður tengir jú draugagang fyrst og fremst við gömul hús.

Maðurinn enn á ferð

Tíminn leið og ekkert breyttist. Rósa hélt áfram að koma inn til okkar á næturnar og forðast herbergið sitt á daginn. Benni talaði af og til um manninn og einn morguninn þegar Viðar var að gefa þeim að borða sneri hann sér við í stólnum og benti aftur fyrir sig. „Pabbi, þarna er maðurinn,“ sagði hann. Viðar hló bara að þessu og hélt áfram að gera grín að mér fyrir vanlíðanina. Ég sagði Dóru, vinkonu minni, frá þessu en hún er ein þeirra er trúir á að ekki sé allt sýnilegt öllum í þessari veröld og hún vildi endilega koma í heimsókn með konu sem hún þekkti, miðil. Ég samþykkti það, enda á þessum tíma eiginlega tilbúin til að gera hvað sem er til að okkur liði betur. Ég sló þó þann varnagla að skipa Dóru að steinþegja um það sem gengið hafði á og hún mætti alls ekki tala um manninn eða að það væri herbergi Rósu sem virtist versti andinn í.

Miðillinn kom og gekk herbergi úr herbergi en staðnæmdist strax í herbergi Rósu. Þar tók hún um hjartað um stund og andaði djúpt nokkrum sinnum með lokuð augu. Svo sagði hún: „Hér er einhver sem fær ekki frið.“ Mér dauðbrá. Þótt ég hefði barist við þessa óljósu og erfiðu óþægindatilfinningu fannst mér beinlínis ógnvekjandi að fá staðfestingu á að eitthvað væri þarna. Við settumst svo saman frammi í stofu og miðillinn tók um hendur okkar beggja og við báðum saman fyrir ráðvilltri sál, eins og hún orðaði það. Eftir komu hennar var friður um stund og Rósa svaf í fyrsta sinn heila nótt í sínu herbergi.

Nokkrum dögum seinna fórum við í ferðalag með krakkana og komum við hjá gamalli frænku Viðars. Hún hafði verið gift breskum manni og eldri bróðir hans var hermaður í seinni heimstyrjöldinni. Uppi á vegg var mynd af honum í herbúningi. Allt í einu benti Benni á myndina og sagði: „Mamma, maðurinn.“ Ég kipptist við og leið ömurlega en Viðar yppti öxlum og útskýrði fyrir frænku sinni að drengurinn hefði komið sér upp ímynduðum vini og greinilega minnti þessi maður eitthvað á hann. Ég á hinn bóginn varð strax sannfærð um að það væri herbúningurinn sem hefði vakið athygli Benna.

Leitað til prests

Róin eftir heimsókn miðilsins varði ekki lengi. Rósa var aftur farin að koma inn til okkar á næturnar og Benni talaði áfram um manninn. Hann var farinn að biðja mig að reka hann burtu þegar hann vildi komast inn á svefnherbergisganginn og alltaf var augljósara að drengnum var alls ekki vel við þennan mann. Hann vældi stundum og bað mig að segja honum að fara og það kom einnig fyrir að hann eins og reyndi að ýta einhverjum frá sér. Rósa á hinn bóginn sá aldrei neitt en vanlíðan hennar magnaðist líka. Henni var illa við þetta tal bróður síns þótt ég reyndi eftir bestu getu að fullvissa hana um að þetta væri bara ímyndun og eitthvað sem væri algengt meðal barna. Ég var orðin örvæntingarfull og fannst hræðilegt að sjá börnin mín í þessum aðstæðum. Að lokum krafðist ég þess við Vidda að við töluðum við prest.

Hann hló að mér til að byrja með en varð svo öskureiður, fannst þetta gersamlega út í hött en ég stóð föst á mínu. Ég fór og talaði við sóknarprestinn og hann tók mér vel, hlustaði en var augljóslega á sama máli og Viðar að ég léti streitu og hugmyndaflugið ná tökum á mér. Hann stakk samt upp á því að hann kæmi heim til okkar og blessaði heimilið ef mér liði betur við það. Ég var tilbúin að reyna hvað sem er og úr varð að hann gerði þetta. Ég fann fyrir ákveðnum létti þegar hann fór en blessun hans breytti engu.

„Við settum íbúðina á sölu skömmu síðar og keyptum aðra langt frá þeirri sem við vorum í.“

Þremur dögum eftir þetta hrökk Viðar upp með andfælum um miðja nótt. Hann stökk fram úr rúminu og ég vaknaði við að hann stóð frammi við dyrnar og skalf. Honum hafði fundist einhver beygja sig yfir sig í rúminu og þrengja að brjóstinu. Honum leið mjög illa og við sátum góða stund frammi í eldhúsi á meðan hann jafnaði sig og hann ætlaði aldrei að þora að fara aftur inn í rúm. Við settum íbúðina á sölu skömmu síðar og keyptum aðra langt frá þeirri sem við vorum í. Eftir að við fluttum þangað hefur Benni ekki minnst á manninn og Rósa er alsæl með herbergið sitt. Mér líður mjög vel og finn ekki fyrir neinum óþægindum. Ég segi ekki að Viðar hafi viðurkennt að eitthvað hafi átt sér stað í hinni íbúðinni en hann er hættur að gera lítið úr orðum mínum þegar ég tala um þetta. Fyrir nokkrum dögum sá ég gamla heimilið mitt á skrá hjá fasteignasala í þriðja sinn á einu ári.

„Okkur langaði að búa til gott sumarlag”

Fyrir skemmstu sendu strákarnir í GDMA og tónlistarmaðurinn Fannar Guðni frá sér lagið Hæ.

Ferlið á bak við lagið var mjög stutt eða um mánuður og segja drengirnir að droppiðí laginu hafi verið það fyrsta sem varð til.

„Okkur í GDMA langaði að búa til eitthvað gott „feel good“ sumarlag og við tókum upp eitthver söngdemo á taktinn. Síðan heyrðum við í Fannari og honum leyst strax mjög vel á það. Út frá því small allt sama.“

16 ára og fyrst kvenna til að ganga hringinn í kringum landið

||||
Mynd/Aðsend|Eva segir að það sé frábært að upplifa landið á þennan hátt og hún hafi séð margar leyndar perlur.|Eva segir að það sé frábært að upplifa landið á þennan hátt og hún hafi séð margar leyndar perlur. |Móðir Evu Bryndísar fylgir henni alla leiðina og þær eru með fína hvíldaraðstöðu í bílnum.|Veðrið hefur leikið við Evu Bryndísi á leiðinni. Hér er hún við Jökulsárlón.

Hin 16 ára gamla Eva Bryndís Ágústsdóttir er nú komin til Borgarness í göngu sinni hringinn í kringum landið og þar með búin að ganga um 1300 kílómetra síðan hún lagði af stað úr Hafnarfirði þann 16. júní síðastliðinn. Tilgangur göngunnar er að safna fé fyrir Barnaspítalann en bróðir Evu er langveikur og því verið viðloðandi spítalann frá fæðingu.

„Mig hefur alltaf dreymt um að gera eitthvað „klikkað“ og í desember síðastliðnum sá ég myndskeið af manni sem synti í kringum Bretland. Það fannst mér ótrúlegt og hugsaði með mér að synda sjálf í kringum mitt eigið land en ég áttaði mig strax á því hversu léleg hugmynd það væri. En hvað með að ganga, hugsaði ég svo með mér. Mér finnst gaman að ganga og hef alltaf verið mikið á ferðinni, það væri því miklu betri hugmynd en að synda,“ segir Eva þegar hún er spurð hvernig hugmyndin að því að ganga hringinn í kringum landið kviknaði. Eva verður 17 ára á þessu ári og býr í Hafnarfirði ásamt foreldrum sínum og systkinum.

„Að alast upp með langveiku systkini er erfitt, ég fékk aldrei athyglina sem ég þurfti.“

„Ég er að safna fyrir Barnaspítalann því Brynjar bróðir minn er langveikur, með hjartagalla og hefur þegið aðstoð frá Barnaspítalanum allt sitt líf. Þessi peningur er hugsaður sem þakkargjöf frá okkur fjölskyldunni fyrir allt það sem spítalinn hefur gert fyrir Brynjar og okkur. Að alast upp með langveiku systkini er erfitt, ég fékk aldrei athyglina sem ég þurfti en vissi að foreldrar mínir höfðu nægar áhyggjur og ég vildi alltaf gera þeim lífið léttara. Þessi hugsunarháttur hefur fest við mig og mig langar alltaf að gera líf annarra léttara og skemmtilegra ef ég get,“ segir Eva einlæg og ljóst að þarna er á ferðinni þroskaður og jákvæður einstaklingur sem segir hlutina eins og þeir eru, án biturðar eða eftirsjár.

Veðrið hefur leikið við Evu Bryndísi á leiðinni. Hér er hún við Jökulsárlón. Mynd/Aðsend

Fengið góðan stuðning
Eva hefur alltaf haft gaman af því að ganga og þáði sjaldan sem krakki far með foreldrum sínum á æfingar eða í skólann auk þess sem hún hefur æft íþróttir frá unga aldri. „Ég hafði því góðan grunn þegar ég ákvað að hella mér út í þetta verkefni. Áður en ég lagði af stað gekk ég mikið og fékk líka sem styrk, áskrift hjá WorldClass og notaði tækin þeirra. Svo fékk ég regnföt frá Didrikson og þrjú pör af skóm frá Víking sem hefur hjálpað ótrúlega mikið,“ segir Eva. Hún segir að foreldrar hennar hafi haft nokkrar efasemdir um ferðalagið í upphafi enda sé hún ung þannig að hún skilji þau alveg. „En þegar þau sáu hversu ákveðin ég var áttuðu þau sig á að ef einhver gæti þetta þá væri það ég. Vinir mínir hafa líka sýnt mér stuðning og ég er afar þakklát fyrir það. Margir af þeim hafa viljað ganga smáspotta með mér sem er gaman. Hún elsku mamma mín hefur svo fylgt mér alla leið sem er alveg ótrúlegt. Ég trúi ekki hversu þolinmóð hún er að bíða eftir mér og ganga með mér þegar hún vill. Hún á virkilega skilið medalíu.“

Móðir Evu Bryndísar fylgir henni alla leiðina og þær eru með fína hvíldaraðstöðu í bílnum. Mynd/Aðsend

Margir bjóða henni far
Ferðalagið hefur gengið vonum framar og Eva er nú komin alla leið í Borgarnes. Hún hefur að meðaltali gengið 35 kílómetra á hverjum degi, tók einn hvíldardag þar sem hún gekk aðeins 12 kílómetra en bætti það upp stuttu síðar með því að fara 46 kílómetra einn daginn.
„Ég hef verið ótrúlega heppin með veður og af þessum 38 dögum sem ég hef gengið hafa aðeins verið þrír rigningardagar. Ég var farin að hugsa að ég væri ekki á Íslandi. Ekkert óvænt hefur komið upp á en mér finnst afar skemmtilegt hversu margir hafa stoppað, oftast túristar, og boðið mér far. En ég útskýri bara að ég sé að ganga hringinn, held reyndar að sumir skilji ekki hversu langt það er. Það er dásamlegt að skoða landið okkar með þessum hætti og sjá alla fallegu staðina sem ég vissi ekkert af. Ég er búin að sjá fullt af fögrum fossum sem ég vissi ekki um og við mamma uppgötvuðum til dæmis heitu laugina Fosslaug í Skagafirði. Hún er við hliðina á Reykjafossi og þarna er afar fallegt,“ segir Eva sem svarar neitandi þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið erfitt. „En sumt hefur verið svolítið leiðinlegt. Það hefur tekið á fyrir mig, 16 ára stelpuna sem elskar að tala, að ganga ein í 9-10 klukkustundir. En ég þrauka og stundum ganga einhverjir með mér, fjölskylda, vinir eða ókunnugir, sem ég er afar þakklát yfir. Það hefur eiginlega komið mér á óvart að ég gæti þetta – gæti gengið 35 kílómetra á dag í rúmlega mánuð, og það meiðslalaus sem er mikil lukka.“

Eva segir að það sé frábært að upplifa landið á þennan hátt og hún hafi séð margar leyndar perlur.

Klárar fyrr en áætlað var
Upphaflega var gengið út frá því að gangan tæki 50 daga en Eva er á undan áætlun og ætti því að ljúka hringnum um eða rétt eftir helgina. Gönguna mun hún enda þar sem hún hófst, við Hafnarfjarðarkirkju. Hún verður þá yngst allra og fyrsta konan til að ganga hringinn í kringum landið. Söfnunin verður síðan opin í nokkra daga í viðbót og þegar henni er lokið mun Eva afhenda Barnaspítlanum peningana.

Hvað á svo að gera að göngunni lokinni? „Góð spurning. Ætla líklega bara að fara að vinna og afla mér einhverra peninga þar sem ég fórnaði megninu af sumarvinnunni fyrir ferðina,“ segir þessi jákvæða og kraftmikla stúlka að lokum.

Hægt er að fylgjast með Evu á Facebook, Instagram og á Snapchat undir nafninu: ArkarinnEva. Hún er með áheitareikning sem hún segir að sé alveg lokaður og einungis bankinn geti tekið út af, allt söfnunarfé renni óskipt til Barnaspítalans.
Bankareikningur: 0545-14-001153. Kennitala: 290802-2290.

Lambakjöt til útlanda á mun lægra verði en íslenskum neytendum stendur til boða

Mynd úr myndabanka

Skortur á lambakjöti í íslenskum verslunum er sagður stafa af því að kjötið er flutt til útlanda í stórum stíl. Verðið á kjötinu erlendis er mun lægra en íslenskum neytendum stendur til boða.

Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu (SE) erindi og farið fram á að eftirlitið taki til skoðunar bæði háttsemi afurðastöðva, sem leitt hefur til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum, og viðbrögð stjórnvalda við fyrirsjáanlegum skorti. Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda.

Í erindinu er bent á að yfirvofandi skortur eigi ekki rætur sínar að rekja til óvenjumikillar neyslu landsmanna á lambakjöti eða framleiðslubrests, heldur til  stórtæks útflutnings afurðastöðva á lambakjöti til útlanda á verði sem er mun lægra en íslenskum verslunum stendur til boða. „Slíkur útflutningur hefur því skapað skort á lambakjöti sem hefur leitt til hækkunar á verði á lambakjöti í innlendum verslunum, neytendum til tjóns. Yfirvofandi skortur hefur verið ljós í marga mánuði enda barst [atvinnuvega]ráðuneytinu beiðni um tímabundinn innflutningskvóta í apríl á þessu ári frá innflutningsaðilum en ekkert var aðhafst fyrr en nú.“

Er þess farið á leit við Samkeppniseftirlitið að hafin verði rannsókn á háttsemi þeirra afurðastöðva sem hlut eiga að máli, enda sé háttsemin gagngert til þess fallin að stuðla að skorti og verðhækkunum hér á landi. Þá vill Félag atvinnurekenda láta rannsaka hvort kjötafurðirnar hafi verið undirverðlagðar í útflutningi til þess að skapa innlendan skort, gagngert til að halda verðlagi hér á landi uppi.

Líklegt er því að á næstu vikum verði skortur, með tilheyrandi verðhækkunum á grillkjöti landans

Enn fremur er biðlað til Samkeppniseftirlitsins að rannsaka hvort afurðastöðvarnar hafi beitt blekkingum þegar ráðuneytið athugaði hvort skortur væri yfirvofandi.

Um leið er kvartað yfir háttsemi hins opinbera og seinagangi í viðbrögðum stjórnvalda við yfirvofandi skorti á lambakjöti. Í erindinu segir: „Augljós teikn voru á lofti um fyrirhugaðan skort á lambakjöti strax í vor, enda fóru innflutningsaðilar þess á leit við ráðuneytið í apríl að heimila tímabundinn innflutningskvóta á lambakjöti en þeirri beiðni var hafnað. Seinagangur stjórnvalda hefur því leitt til þess að innflytjendur munu ekki geta veitt innlendri framleiðslu jafnmikla samkeppni og ef stjórnvöld hefðu brugðist strax við. Opinn tollkvóti, sem ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur nú lagt til að ráðherra gefi út, gildir aðeins í einn mánuð. Tíma tekur fyrir innflutningsfyrirtæki að finna kjöt til innflutnings, sérstaklega af því að það þarf að hafa verið í frysti í 30 daga, en afnám frystiskyldu á innfluttu kjöti kemur ekki til framkvæmda fyrr en í byrjun nóvember. Líklegt er því að á næstu vikum verði skortur, með tilheyrandi verðhækkunum á grillkjöti landans, en um það leyti sem innflytjendum tekst að koma innfluttu lambakjöti á markað, verði sláturtíð um það bil að hefjast.”

 

Trump hrekktur en enginn sá neitt athugavert

||
|Svona lítur skjaldarmerki forsetans út. |Forsetamerkið sem átt hafði verið við. Örninn er orðinn tvíhöfða

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, flutti ræðu á fundi íhaldssamtakanna Turning Point USA í gær. Einhver virðist hafa ákveðið að hrekkja forsetann en enginn tók eftir hrekknum fyrr en fjölmiðlar bentu á hann eftir viðburðinn.

Á sviðinu var búið að koma fyrir tveimur spjöldum með skjaldarmerki forsetaembættisins. Annað skjaldarmerkið var fullkomlega eðlilegt og ekkert út á það að setja.

Svona lítur skjaldarmerki forsetans út.

Glögg augu tóku hins vegar eftir að verulega hafði verið átt við hitt skjaldarmerkið.  Greindi Washington Post fyrst frá þessu. Fyrir það fyrsta hefur öðru höfði verið bætt á örninn og telja sérfræðingar að það sé tilvísun í Rússlandstengsl Trump, enda skartar skjaldamerki Rússlands tvíhöfða erni.

Á borðanum hefur textanum „E pluribus unum“ verið skipt út fyrir „45 es un titere“ sem á spænsku þýðir 45 er strengjabrúða, en Trump er sem kunnugt er 45. forseti Bandaríkjanna. Þá heldur örninn ekki lengur á örvum heldur golfkylfum, en forsetinn hefur varið dágóðum tíma á golfvellinum síðan hann tók við embætti.

Forsetamerkið sem átt hafði verið við. Örninn er orðinn tvíhöfða, textinn er annar og örninn heldur nú á golfkylfum.

Samkvæmt frétt USA Today er ekki vitað hvernig þetta kom til eða hver ber ábyrgð á verknaðinum. Talsmaður Turning Point USA hafði ekki skýringar á reiðum höndum. Trump birti svo sjálfur myndband af viðburðinum á Twitter þar sem umræddu skjaldarmerki sést bregða fyrir.

Æðisleg rabarbaraskúffukaka með kaffinu

|
|Pöntunar númer GE110606262

Rabarbari eða tröllasúra er grænmeti sem er mjög auðvelt að rækta hér á landi. Það er hægt að gæða sér á nýsprottnum rabarbara strax í byrjun júní og hann er einstaklega ljúffengur einmitt þá. Það er um að gera að nýta sér hann allt sumarið því hann vex jafnóðum aftur. Hér kemur uppskrift að æðislegri rabarbaraskúffuköku sem gaman er að bjóða upp á með kaffinu.

 

Rabarbaraskúffukaka
15-18 bitar

Botn:

150 g hveiti
100 g sykur
1 tsk. lyftiduft
2 egg
2 tsk. vanilludropar
60 g smjör, mjúkt

Hitið ofninn í 180°C. Setjið allt í matvinnsluvél eða hrærivél og blandið vel saman. Jafnið deigið í smurða ofnskúffu, 35×25 cm, þetta verður þunnt lag.

Dreifið úr rabarbarafyllingunni ofan á deigið, stráið haframjölsblöndunni ofan á og bakið kökuna í 40 mín.

Kælið aðeins og skerið síðan í bita. Má frysta.

Rabarbarafylling:

500 g rabarbari, skorinn í bita
1 dl sykur
2 tsk. kartöflumjöl
½ tsk. engifer eða 2 tsk. vanillusykur

Setjið allt í skál og blandið saman.

Haframjölsblanda:

80 g haframjöl
110 g hveiti
80 g púðursykur
80 g pekanhnetur, saxaðar
1 tsk. kanill
100 g smjör, brætt

Setjið allt saman í hrærivélarskál og hrærið saman.

Kælið kökuna aðeins og skerið síðan í bita. Má frysta.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Karl Petersson

Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

„Ástarmóðirin“ sem ættleiddi 118 börn dæmd í 20 ára fangelsi

Ástarmóðirin Li Yanxia.

54 ára gömul kínversk kona sem hafði öðlast frægð og frama fyrir meinta umhyggju sína gagnvart börnum, var á dögunum dæmd í 20 ára fangelsi fyrir ýmiss konar fjárplógsstarfsemi.

Saga Li Yanxia er um margt lygileg. Hún öðlaðist frægð árið 2006 þegar kínverskir fjölmiðlar fjölluðu um mannúðarstörf hennar í heimabæ sínum Wu´an, en þar hafði hún ættleit og skotið skjólshúsi yfir tugi barna.

Hún sagðist þá vera fráskilin og að fyrrum eiginmaður hennar hafi selt son þeirra í hendur glæpagengis. Henni hafi hins vegar tekist að endurheimta son sinn og þá hafi hún einsett sér að því að hjálpa öðrum börnum. Í gegnum árin hafi henni áskotnast auður sem hún notaði til að kaupa námufyrirtæki og þegar hún sá umkomulausa stúlku nærri námunni ákvað hún að taka hana að sér. „Faðir hennar hafði látið lífið, móðir hennar strauk í burtu….þannig að ég tók hana að mér. Hún var fyrsta barnið sem ég ættleiddi,“ er haft eftir Li í staðarblaðinu Yanzhao Metropolis Daily.

Þessi umhyggja hennar vatt svo upp á sig og ættleiddi hún tugi barna. Hún setti á fót munaðarleysingjahæli sem kallaðist „Ástarþorpið“ og var hún fyrir vikið kölluð „Ástarmóðirin“. Á hápunkti starfseminnar, árið 2017, bjuggu 118 börn á munaðarleysingjahælinu. Kínverskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um starfsemina og fyrir vikið var fjöldi fólks tilbúinn að leggja starfseminni lið með fjárframlögum.

En ekki var allt sem sýndist. Lögregluyfirvöldum fór að berast ábendingar um að ekki væri allt með felldu í starfseminni. Í maí í fyrra fann lögreglan háar fjárhæðir inni á bankareikningum Li, andvirði 2,4 milljóna króna í dollurum og hvorki meira né minna en andvirði 355 milljóna króna í júan. Hún átti sömuleiðis safn glæsibifreiða á borð við Land Rover og Mercedes Benz.

Við nánari rannsókn kom í ljós að Li hafði stundað hvers kyns fjárplógsstarfsemi allt frá árinu 2011, meðal annars fjárkúgun. Þannig sigaði hún hinum ættleiddu börnum á byggingasvæði til að stöðva vinnu verktaka og sagði þeim meira að segja að leggjast undir vinnuvélarnar. Svo heimtaði hún fé frá verktakafyrirtækjunum svo að þau gætu haldið vinnu sinni áfram. Einnig er hún sögð hafa stungið framlögum til Ástarþorpsins í eigin vasa.

Þegar Li var hneppt í varðhald voru 74 börn í hennar umsjá. Þeim hefur verið komið fyrir á viðeigandi stofnunum.

Li var svo í vikunni dæmd í 20 ára fangelsi og gert að greiða andvirði 48 milljóna króna í sekt. 15 aðrir samverkamenn hlutu einnig dóma, þar á meðal kærasti hennar sem hlaut 12 og hálfs árs fangelsisdóm og sekt sem nemur 30 milljónum króna.

BBC greinir frá.

Missti meðvitund á þrjátíu ára brúðkaupsafmælinu

Ása Tryggvadóttir var í góðu yfirlæti í íbúð sinni á Spáni ásamt eiginmanni sínum, Hólmsteini Björnssyni, að fagna þrjátíu ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna í júní 2016 þegar hún missti meðvitund og rankaði ekki við sér fyrr en fimm vikum síðar. Nú, þremur árum síðar, sér hún loksins fyrir endann á afleiðingum áfallsins.

Eftir að hafa verið á Spáni í þrjá daga, fór Ása að finna fyrir miklum verkjum, sem á endanum leiddu til þess að hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún missti meðvitund og var sett í öndunarvél. Ástæðan var sýking í mjöðm og hjartaloku sem olli blóðtöppum í höfði, á hjartavegg og frekari sýkingum. Henni var ekki hugað líf og tveir af þremur sonum þeirra hjóna, sem voru rétt komnir til Frakklands til að horfa á úrslitakeppni EM, tóku bílaleigubíl strax um kvöldið og keyrðu í fjórtán tíma um nóttina til að vera til staðar hvernig sem allt myndi fara.

„Ég man auðvitað ekkert eftir þessu,“ segir Ása. „En maðurinn minn hélt dagbók um málið og ég hef getað kynnt mér það. Ég var á sjúkrahúsinu í fimm vikur og af þeim var ég fjórar vikur nánast meðvitundarlaus.“

Hjálp að handan

Ása var ekki trúuð fyrir en er það nú. „Það var ekki fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim sem ég rankaði almennilega við mér. Ég hef mikla trú á því að mér hafi verið hjálpað að handan. Það var beðið mjög mikið fyrir mér meðan á þessu stóð og allir miðlarnir alveg á fullu. Ég held að það hafi hjálpað mér mikið. Ég var ekkert sérstaklega trúuð áður en þetta gerðist en ég er orðin það núna eftir þessa reynslu.“

Ása er keramiker og rekur verkstæði og galleríið Stilka á Vatnsstíg 3 ásamt Þóru Björk Schram textílhönnuði. Ása segist telja dagana þangað til hún megi hella sér af fullum krafti út í vinnuna, en hvað er fram undan hjá henni eftir það?

 „Ég var ekkert sérstaklega trúuð áður en þetta gerðist en ég er orðin það núna eftir þessa reynslu.“

Ása prýðir forsíðu 29. tölublaðs Vikunnar.

„Bara að lifa lífinu og hafa það skemmtilegt,“ segir hún hress. „Ég tek bara einn dag í einu og reyni að gera hann góðan, maður veit aldrei hvað bíður manns á morgun. Það eina sem við vitum er að lífið tekur enda einn daginn þannig að það er eins gott að fá sem mest út úr því á meðan maður er á lífi.“

Lestu viðtalið við Ásu í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

Skýrslan hreinsar ekki Trump segir Mueller 

|
|

Robert Mueller, sem skipaður var árið 2017 sem sérstakur rannsakandi vegna meintra áhrifa Rússa á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016, svaraði í gær spurningum þingmanna Bandaríkjanna um rannsóknina. Afurð rannsóknarinnar var 448 bls. skýrsla sem kom út í apríl síðastliðnum. Spurningarnar voru einkum tengdar aðkomu núverandi forseta, Donald Trump.

 

Skýrslan hefur verið í sviðsljósi bandarískra stjórnmála undanfarið. Rannsóknin hefur meðal annars leitt af sér að fimm fyrrum starfsmenn Donald Trump hafa verið sóttir til saka fyrir misferli í aðdraganda forsetakosninganna, þar á meðal Paul Manafort, sem stýrði kosningabaráttu Trump, og Michael Cohen, sem er fyrrum lögmaður Trump.

Skýrslan hreinsar Trump ekki af sekt

Mueller var nokkuð fámáll í svörum og neitaði að svara mörgum spurningum eða þylja upp bálka í skýrslunni. Hann sagði þó margt m.a. aðspurður hvort að skýrslan hreinsaði Trump af mögulegu misferli – sagði hann að skýrslan gerði það ekki.

Býsna þung orð í ljósi þess að forsetinn hefur sjálfur farið mikinn í að halda því fram að skýrslan hreinsi nafn hans af misferli í aðdraganda kosninganna. Mueller staðfesti þannig með orðum sínum í gær að svo er ekki. Þá var Mueller spurður hvort að Trump hefði óheiðarlegur í yfirheyrslum á meðan rannsókninni stóð. Mueller svaraði að almennt hefði það verið raunin. Þá kom einnig fram að Trump hefði reynt að hafa áhrif á rannsóknina, en það sem hefði í raun stoppað þær tilraunir hefðu verið neitanir embættismanna að framfylgja óskum forsetans.

Repúblikanar reyndu ítrekað að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar í gær m.a. með því að vísa til þess að um 14 lögfræðingar í teymi Muellers væru demókratar, einhverjir hefðu gefið í kosningasjóði til Hillary Clinton.

Í bandarískum miðlum er nú deilt um hvort að upplýsingar sem Mueller veitti séu nægar fyrir bandaríska þingið til að taka ákvörðun um saksókn (e. impeachment).

Neðri deild þingsins í Bandaríkjunum hefur valdið

Fyrirkomulagið er þannig að neðri deild þingsins tekur ákvörðun um hvort að forsetinn eða æðri embættismaður sé sóttur til saka vegna mögulegra glæpa. Nú liggur því málið hjá neðri deild þingsins. Ef réttarhöld eru ákveðin fara þau fram í efri deild þingsins. Í dag eru demókratar í meirihluta í neðri deildinni en ekki efri deildinni. Þetta er sambærilegt fyrirkomulag og hér í landi með Landsdóm þar sem Alþingi tekur ákvörðun um saksókn á hendur ráðherra og þarf að leggja mat á hvort það sé nægilega rökstuddur grunur fyrir hendi um hvort að ráðherra hafi gerst sekur um glæp.

Fjárfestir segir Svein Andra siðblindan: Eyddi öllu í sjálfan sig og vini

|
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/ Rakel Ósk Sigurðardóttir

Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir oftast kenndur við Subway, fer ófögrum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson og segir hann siðblindan.

Þeir Skúli og Sveinn Andri hafa lengi átt í útistöðum vegna skipta á þrotabúi heildsöllunnar Eggerts Kristjánssonar sem í dag er nefnd EK 1923 ehf. Skúli átti félagið áður en það varð gjaldþrota í kringum áramótin 2013 og 2014 og var Sveinn Andri skipaður skiptastjóri yfir búinu. Ásakanir hafa gengið á víxl og hafa viðskipti félagsins komið til kasta dómstóla.

Snýr eitt málið að fasteigninni Skútuvogi 3 sem fasteignafélag Skúla keypti af heildsölunni rétt fyrir gjaldþrotið.  Skúli telur sig hafa borgað fasteignina á bókfærðu verði en Sveinn Andri, sem skiptastjóri, vildi að sölunni yrði rift.

„Víkur þá sögunni til Sveins Andra Sveinssonar skiptastjóra sem hófst þegar handa og notaði þá aðferð sem hann kann best, þ.e. að hóta og ógna. Hann hótaði að kæra mig og samstarfsfólk mitt fyrir alla mögulega og ómögulega hluti sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum, ef við ekki greiddum hverja einustu krónu sem honum hugkvæmdist að senda kröfu fyrir. Ekki var léð máls á samningaviðræðum þegar lögmaður minn óskaði eftir því. Sveinn Andri fylgdi hótununum svo eftir með tilhæfulausum kærum,“ skrifar Skúli í grein sem birtist í Fréttalbaðinu. Með þessu móti hafi lögmanninum tekist að sá efa í huga embættismanna og dómara, auk kröfuhafa búsins.

Vísar Skúli þar væntanlega í dóm héraðsdóms sem dæmdi þrotabúinu í hag. Skúli er ósáttur við þá niðurstöðu og segir dómstólana hafa gert Sveini Andra kleyft að maka krókinn því fjárhæðirnar sem Sveini Andra voru dæmdar hafi verið því sem næst jafnháar og þóknun Sveins Andra.

Sveinn Andri er ekki vitlaus maður, þótt siðblindur sé, og veit að náist samningar getur hann ekki skráð á sig vinnustundir við að reka dómsmál.

„Sveinn Andri er ekki vitlaus maður, þótt siðblindur sé, og veit að náist samningar getur hann ekki skráð á sig vinnustundir við að reka dómsmál. Um síðustu áramót var Sveinn Andri búinn að skrá á sig meira en 2.400 klukkustunda vinnu við búskiptin, en það er næstum eitt og hálft ár í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Sveinn Andri rukkar rétt um 50 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund, þannig að kostnaðurinn við eingöngu hans „vinnu“ er kominn í 120 milljónir króna. Það er meira en til var í búinu. Þóknun hans fyrir meinta vinnu við þetta eina þrotabú nam því 4,5 milljónum króna í hverjum mánuði frá því að honum var úthlutað búinu í september 2016 til ársloka 2018. Vitað er að Sveinn Andri sinnti f jölmörgum öðrum lögmannsverkefnum á sama tímabili.“

Segir Skúli að Sveinn Andri eigi mikið undir í þessu máli því hann sé búinn að eyða öllum peningunum sem voru til í þrotabúi EK 1923 ehf., aðallega í sjálfan sig en einnig í vini og kunningja sem hann hefur kallað sér til aðstoðar. Vonast Skúli til að Landsréttur snúi við dómi héraðsdóms. „Ella er hann ábyrgur gagnvart kröfuhöfum EK 1923 ehf., sem ekki fá svo mikið sem túskilding með gati úr búinu, því að skiptastjórinn, sem kallaður hefur verið opinberlega „endaþarmur íslenskrar lög-mennsku“, er búinn að sjúga hvern einasta eyri í eigin rann.“

Sveinn Andri segir kröfuhafa hafa samþykkt allar aðgerðir

Í athugasemd við grein Skúla minnir Sveinn Andri á að Landsréttur hafi þegar staðfest eitt riftunarmál gegn félagi í eigu Skúla og dæmt hann til að greiða þrotabúinu 5 milljónir króna í skaðabætur. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur hafi síðan dæmt annað félag í eigu Skúla til að greiða búinu rúmlega 400 milljónir króna vegna téðra fasteignaviðskipta. Þess utan rannsaki héraðssaksóknari kærur skiptastjóra á hendur honum. „Allar þessar aðgerðir hafa verið samþykktar af kröfuhöfum. Ætli sé ekki rétt í þessu máli eins og svo oft að spyrja að leikslokum.“

Miðflokkurinn uppfullur af hættulegum mini-Trumpum

Mynd: Miðflokkurinn á Facebook

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins segir hættuleg öfl á sveimi í íslensku þjóðfélagi og rekur þau flest til Miðflokksins.

„Hættuleg ölf eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað,“ segir í upphafsorðum leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Tilefnið er að gagnrýni á tillögu Íslands sem samþykkt var í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem krafist var rannsóknar á aftökum án dóms og laga í Filippseyjum.

Kolbrún segir að fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi „tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína“. En hið ótrúlega hafi gerst og það sé uggvænlegt að vita af einstaklingum sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja.

Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump.

Kolbrún minnist einnig á Donald Trump í leiðara sínum. Hann hafi í embætti hatast við alla minnihlutahópa og nýleg ummæli hans um hörundsdökkar þingkonur hafi opinberað rasisma hans og magnað upp kynþáttahatur á meðal stuðningsmanna. Þar að auki beri stjórn hans ábyrgð á því að börn flóttamanna séu aðskilin frá foreldrum sínum við landamærin og þau látin aðhafast við ómannúðlegar aðstæður í sérstökum búðum. „Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt en það vefst ekki fyrir einhverjum Íslendingum,“ skrifar Kolbrún og horfir þar sérstaklega til Miðflokksins.

„Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka.“

Raddir