Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Fékk nálgunarbann á innbrotsþjófinn

Channing Tatum fékk nálgunarbann yfir konu sem braust inn til hans staðfest í gær.

 

Leikarinn Channing Tatum hefur fengið nálgunarbann staðfest á konu sem braust inn á heimili hans í júní og bjó þar í tíu daga. Tatum var í ferðalagi þegar hún braust inn.

Nálgunarbannið gildir í fimm ár og þýðir að konan má ekki koma nálægt Channing Tatum né eiginkonu hans, Jennu Dewan, og sex ára dóttur þeirra.

Það var starfsfólk Tatum sem uppgötvaði konuna á heimili leikarans og óskaði eftir aðstoð lögreglu við að koma henni út þegar hún neitaði að yfirgefa heimilið.

Þegar konan var handtekin hélt hún því fram að hún hefði ekki brotist inn og að Tatum hefði boðið henni að búa á heimili hans á meðan hann væri í fríi.

Tatum greindi frá því í skýrslutöku að hann þekkti konuna ekki en vissi af henni þar sem hún hefði áður gert tilraunir til að setja sig í samband við hann. Þá hafði hún sent honum bréf í nóvember í fyrra þar sem hún sagði leikaranum að þau hefðu hist fyrir 10 árum síðan.

Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar.

Gamaldags brúnkaka með rúsínum og kanil

 

Hér kemur uppskrift að dásamlegri gamaldags brúnköku með rúsínum og kanil sem fyllir húsið af yndislegum ilmi.

Brúnkaka með kanil.
12 sneiðar

250 g smjör, mjúkt
320 g púðursykur
2 egg
500 g hveiti
1 tsk. matarsódi
2 tsk. kanill
2 tsk. negull
200 g rúsínur
2 ½ dl mjólk

Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír í botn og upp með hliðum á 25 cm löngu jólakökuformi.

Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman.

Blandið hveiti, matarsóda, kanil og negul saman og bætið út í deigið ásamt rúsínum og mjólk, hrærið allt vel saman. Hellið deiginu í formið og sléttið ofan á.

Bakið kökuna í klukkustund og látið hana kólna aðeins í forminu áður en þið losið hana. Kakan geymist í viku í loftþéttum umbúðum. Má frysta.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Karl Petersson

 

Ásgeir Jónsson hefur verið skipaður seðlabankastjóri

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað dr. Ásgeir Jónsson í embætti seðlabankastjóra til næstu fimm ára.

Embætti seðlabankastjóra var auglýst laust til umsóknar hinn 20. febrúar sl. Umsóknir bárust frá 16 umsækjendum og drógu þrír umsækjendur umsókn sína síðar til baka. Alls voru umsækjendur því 13 talsins, ellefu karlar og tvær konur.

Hæfnisnefnd sem skipuð var samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands mat fjóra umsækjendur, þá Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa Magnússon og Jón Daníelsson, mjög vel hæfa til að gegna embættinu.

Forsætisráðherra boðaði alla þessa fjóra umsækjendur, auk þeirra fimm umsækjenda sem metnir höfðu verið vel hæfir, til viðtala þar sem lagðar voru fyrir þá spurningar í fjórum köflum: um reynslu þeirra og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum, breytingar á Seðlabankanum, verkefni Seðlabankans og stjórntæki og loks stöðu efnahagsmála og samspil við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins. Samtals voru lagðar 13 spurningar fyrir umsækjendur í 27 liðum. Í viðtölum við umsækjendur lagði ráðherra, auk þekkingar þeirra á framangreindum atriðum, jafnframt mat á persónubundna þætti umsækjenda, þar með talið stjórnunarhæfileika þeirra og hæfni í mannlegum samskiptum.

Það var mat ráðherra, að loknum viðtölum við umsækjendur og á grundvelli heildarmats á umsóknargögnum þeirra, að framangreindir fjórir umsækjendur, sem hæfnisnefndin hafði metið mjög vel hæfa, stæðu öðrum umsækjendum framar. Í kjölfarið hafði ráðuneytið samband við umsagnaraðila um hvern hinna fjögurra umsækjenda.

Að lokinni þessari skoðun forsætisráðherra og að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtölum og efni umsagna um þá var það mat ráðherra að Ásgeir Jónsson væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra, sbr. meðfylgjandi rökstuðning vegna skipunar í embætti seðlabankastjóra.

Frá stofnun Seðlabankans árið 1961 hafa 19 einstaklingar verið skipaðir seðlabankastjórar. Af þeim hafa níu lokið prófi í viðskipta- eða hagfræði, fjórir í lögfræði, einn í verkfræði en fimm höfðu ekki háskólamenntun. Af 19 seðlabankastjórum höfðu sjö verið þingmenn eða ráðherrar áður en þeir urðu seðlabankastjórar, fjórir verið bankastjórar í Landsbanka Íslands, þrír starfað innan Seðlabanka Íslands, þrír unnið í stjórnsýslu og tveir verið ráðgjafar í atvinnulífinu.

Ásgeir Jónsson lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann hefur verið deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015. Samhliða störfum sínum við Háskóla Íslands hefur Ásgeir meðal annars verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004–2011. Á árunum 2000–2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands.

Keypti skó fyrir andvirði 157 milljónir króna

Tunglskórnir frægu frá Nike.

Skósafnarinn Miles Nadal keypti á dögunum 100 skópör fyrir tæplega 1,3 milljónir dollara, eða sem nemur 157 þúsund krónum. Dýrasta skóparið kostaði litlar 53 milljónir króna.

Dýrustu skórnir, svokallaðir tunglskór frá Nike,  voru boðnir upp hjá Sotheby´s í New York. Skórnir voru hannaðir af Bill Bowerman, annars stofnenda Nike, árið 1972. Aðeins 12 eintök voru framleidd og voru flest pörin gefin þátttakendum á Ólympíuleikunum það sama ár. Skórnir sem Nadal keypti voru þeir einu sem aldrei voru notaðir.

Opnunarboð í skóna var 80 þúsund dollarar og fyrirfram var búist við að þær yrðu slegnir á 160 þúsund. En þegar upp var staðið borgaði Nadal 437 þúsund dollara fyrir parið. Þetta eru langdýrustu strigaskór sem seldir hafa verið en áður höfðu Converse-skór sem Michael Jordan klæddist á Ólympíuleikunum 1984 selst á 190 þúsund dollara árið 2017.

Vikuna áður hafði Nadal keypt 99 skópör fyrir samtals 850 þúsund dollara í gegnum einkasölu. Þar á meðal voru þekkt skópör, til að mynda sjálfreimandi Nike skórnir sem mátti sjá bregða fyrir í myndinni Back to the Future Part II árið 1989. Þar var einnig að finna svokallaða Jeter útgáfu af Air Jordan 11 skóm, einnig frá Nike, en aðeins fimm slík pör voru framleidd.

Skóna ætlar Nadal að hafa til sýnis á einkasafni sínu í Toronto, safni sem nefnist Dare to Dream Automobile Museum.

„Druslugangan bjargaði lífi mínu“

|||
Eva Sigurðardóttir. Mynd/Aðsend|Með aukinni umræðu og sýnileika vinnum við jafnt og þétt að því að útrýma ofbeldi úr samfélaginu.||Brotaþolar eiga greiðari leið að úrræðum og þeim er frekar trúað. Mikilvægi þess að skila skömminni til gerenda hefur fengið meira vægi og samfélagsumræðan orðin þolendavænni.

Druslugangan verður gengin í níunda sinn hér á landi næstkomandi laugardag til að vekja athygli á kynferðisofbeldi og færa ábyrgð kynferðisafbrota frá þolendum yfir á gerendur. Druslugangan sýnir brotaþolum kynferðisofbeldis samstöðu og krefjast betra réttarkerfis og bætts samfélags. Eva Sigurðardóttir er hluti af skipulagsteymi Druslugöngunnar.

„Í rauninni er áherslan að minna á það að við getum öll orðið fyrir ofbeldi óháð kyni, uppruna, aldri, samfélagshópi, stétt og svo framvegis. Megininntak Druslugöngunnar er að kynferðisofbeldi á aldrei rétt á sér og að ábyrgðin er alltaf gerandans. Með aukinni umræðu og sýnileika vinnum við jafnt og þétt að því að útrýma ofbeldi úr samfélaginu,“ segir Eva. „Við erum að sjá í kjölfar aukinnar umræðu um kynferðisofbeldi að varðhundar feðraveldisins hafa risið upp á afturfæturna og berjast með kjafti og klóm. Þess vegna er svo mikilvægt að slaka ekki á í baráttunni og halda áfram að berjast gegn nauðgunarmenningu og feðraveldinu.“

„Með aukinni umræðu og sýnileika vinnum við jafnt og þétt að því að útrýma ofbeldi úr samfélaginu.“ Mynd/Berglaug Petra

„Allir geta orðið fyrir ofbeldi“
Skipulögð dagskrá er öll kvöld vikunnar fyrir gönguna, Eva segir að mætingin hafi verið góð og áhugaverðar umræður hafa skapast. „Í fyrra byrjuðum við með fræðslukvöld með það að leiðarljósi að ná til fleiri samfélagshópa en einungis íslenskra hvítra millistéttarkvenna. Aðrir hópar samfélagsins hafa svolítið orðið útundan í umræðunni. Við sáum það í #metoo-byltingunni að allir geta orðið fyrir ofbeldi og það er mikilvægt að raddir úr öllum kimum samfélagsins fái að heyrast. Við vildum halda þessari vinnu áfram í ár og viljum fókusa á lausnir á þessu mikla samfélagsmeini sem ofbeldi er.“
Peppkvöldið svokallaða verður á sínum stað líkt og síðustu ár. Í ár verður það í Gamla Bíói í kvöld 24. júlí klukkan 20. „Á mánudaginn sýndum við myndina The Bystander Moment í samstarfi við Ofbeldisforvarnarskólann. Á þriðjudaginn héldum við pallborð um ungt fólk og kynferðisofbeldi með áherslu á lausnir. Á morgun kemur Sigrún Bragadóttir og fjallar um hannyrðapönk og stýrir skiltagerð. Fyrir nú utan Peppkvöldið í kvöld og gönguna sjálfa á laugardaginn.“

„Brotaþolar eiga greiðari leið að úrræðum og þeim er frekar trúað. Mikilvægi þess að skila skömminni til gerenda hefur fengið meira vægi og samfélagsumræðan orðin þolendavænni.“ Mynd/Berglaug Petra

„Tölum saman, ekki nauðga“
Eva segir að Druslugangan skipti gríðarlega miklu máli. Hún sé mikilvægt vopn í baráttunni gegn þöggun, drusluskömmun og kynferðisofbeldi. „Fleiri og fleiri stíga fram og segja frá því ofbeldi sem þau urðu fyrir og eru þannig líklegri til að leita sér hjálpar og vinna úr ofbeldinu. Um leið og við sjáum að við erum ekki ein að vinna úr áfalli verður vinnan auðveldari og saman erum við sterkari. Druslugangan hefur fyrst og fremst skilað sér í aukinni umræðu og bættu viðhorfi samfélagsins til þolenda kynferðisofbeldis. Brotaþolar eiga greiðari leið að úrræðum og þeim er frekar trúað. Mikilvægi þess að skila skömminni til gerenda hefur fengið meira vægi og samfélagsumræðan orðin þolendavænni.
Fyrir mig og eflaust marga aðra bjargaði Druslugangan lífi mínu. Ég skilaði skömminni. Teymið sem ég vinn með að skipulagningunni, og allar þessar druslur sem mæta, standa þétt við bakið á mér og öðrum þolendum ofbeldis og þannig erum við sterkari. Saman.“

Fleiri og fleiri stíga fram og segja frá því ofbeldi sem þau urðu fyrir og eru þannig líklegri til að leita sér hjálpar og vinna úr ofbeldinu.

Eva segist vonast eftir því að gangan verði fjölmenn á laugardaginn. „Þetta hafa verið mörg þúsund manns sem hafa mætt síðustu ár og ég vona að enn fleiri mæti í ár. Fólk gleymir oft að slagurinn er ekki búinn og að við þurfum að halda áfram. Mikilvægi þess að mæta og sýna samstöðu og krefjast breytinga er gríðarlegt. Og ég vil hvetja fólk til þess að mæta, hvort sem það verður í gönguna hér í Reykjavík eða á Akureyri, Húsavík eða Borgarfirði Eystri. Allir andstæðingar nauðgunarmenningar og drusluskömmunar eru velkomnir. Stundum virðist baráttan óyfirstíganleg enn í krafti fjöldans færum við fjöll. Verum druslur. Tölum saman, ekki nauðga.“

Svæsin hitabylgja í Evrópu: Metin gætu fallið í hrönnum

Hitabylgja mun ganga yfir meginland Evrópu næstu daga og er útlit fyrir að hitamet falli í hrönnum. Meira að segja í Osló er því spáð að hitinn fari yfir 30 gráður.

Mestur verður hitinn í Mið-Evrópu, frá Hollandi og suður til Spánar. Í Frakklandi hefur verið gefin út veðurviðvörun fyrir nánast allt landið en í gær fór hitinn í Bordeaux í 41,2 gráður sem er það hlýjasta frá upphafi mælinga. Hitametið í París, sem nú er 40,4 gráður, gæti einnig fallið á morgun.

Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í nokkrum löndum til viðbótar. Belgía hefur í fyrsta skipti gefið út rauða viðvörun fyrir allt landið vegna hitans. Það sama er uppi á teningnum í Zaragoza á Spáni þar sem miklar hættur eru á gróðureldum. Stjórnvöld í Hollandi hafa virkjað viðbragðsáætlun og í Bretlandi gæti hitinn farið yfir 35 gráður sem yrði það hæsta sem mælst hefur.

Meira að segja í Skandinavíu er búist við miklum hitum. Í Osló er spáð yfir 30 gráðu hita um helgina og litlu svalara verður í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

Aukning á tilkynningum til lögreglu um netsvindl

Nokkur aukning hefur orðið á tilkynningum til lögreglu um netsvindl þar sem fólk er platað til að senda peninga til „fjárfestingafyrirtækja“ á Netinu. „Þetta eru svikamyllur sem auglýsa mikið á samfélagsmiðlum eins og á Facebook,“ segir í grein á vef lögreglunnar.

 

Í greininni kemur fram að þegar fólk smellir á auglýsingarnar á samfélagsmiðlum er það hvatt til að gefa upp ýmsar upplýsingar og í kjölfarið fær það símtal frá „tunguliprum en ágengum sölumönnum“ sem hvetja fólk til að fjárfesta í „fyrirtækinu“.

„Fólk er beðið að skanna inn og senda myndir af persónuskilríkjum og greiðslukortum. Sumir hafa lent í því að óheimilar úttektir eru gerðar á kortin þeirra enda eru svindlararnir komnir með allar upplýsingar sem að þeir þurfa,“ segir í grein lögreglu.

Þegar meint fyrirtæki eru skoðuð kemur í ljós að erfitt er að sjá hvar þau er skráð og hver er í forsvari. „Ef einhverjar upplýsingar liggja fyrir þá kemur í ljós að fyrirtækið er skráð á eyjum í Karabíuhafi, Indlandshafi eða í Eyjaálfu.“

Á vef lögreglu kemur fram að nokkrir einstaklingar hafa farið illa út úr svindli sem þessu.

Þá er fólk minnt á að fara varlega með allar kortaupplýsingar og skilríki. Eins hvetur lögregla fólk sem rekst á svindlauglýsingar á Facebook til að tilkynna þær til Facebook með því að hægrismella efst á auglýsinguna og velja „Report Ad“.

Fólk sem telur sig hafa orðið fyrir svindli sem þessu getur sent lögreglu tölvupóst [email protected] eða [email protected].

Stórhuga áætlanir nýs eigenda WOW Air

Michele Ballarin, sem keypti eignir WOW Air úr þrotabúi hins gjaldþrota flugfélags, segist vera búin að útvega fjármagn til að reka nýtt flugfélag fyrstu tvö árin. Á þessum tíma sé ætlunin að hafa 12 flugvélar í flota félagsins.

Þetta segir Ballarin í viðtali við Viðskiptamoggann. Þar segir að stefna Ballarin sé að innan 24 mánaða frá stofnun félagsins sé stefnan að vera með 10 til 12 flugvélar í rekstri. Nú þegar sé búið að tryggja 85 milljónir dollara til rekstrarins, eða sem nemur 10,5 milljöðrum króna. Sú upphæð getur farið upp í 12,5 milljarða, ef þörf er talin á því.

„Það er bara eitt sem við viljum tryggja: að það skorti ekki fé. Það er mjög mikilvægt. Það að vera með sjóð upp á 85 milljónir dala, vera íhaldssöm í fjármálum og að hafa vel herta sultaról, þá ættum við að geta forðast augljós vandamál,“ er haft eftir Ballarin.

Æltunin er að keyra flotann á Airbus vélum og hafa nýir eigendur augastað á fyrri áfangastöðum WOW, bæði í Evrópu og vestanhafs.

Hætta á að e.coli baktería geti borist með kjöti

Mynd úr myndabanka

Mikilvægt er að huga vel að hreinlæti og réttri meðhöndlun matvæla til að koma í veg fyrir e.coli smit.

„Það er lykilatriði að þvo sér um hendurnar og þvo þær almennilega, þessi krosssmit eru svo hættuleg.“ Þetta sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sviðsstjóri Mæliþjónustu og innviða hjá Matís, en hún og Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís, voru gestir í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem þær ræddu e.coli bakteríur vegna umræðu síðustu vikna og hvernig hægt væri að fyrirbyggja smit. Sögðu þær hreinlæti vera bestu leiðina til að uppræta e.coli bakteríur ef smit kemur upp. „Oft er hægt að fyrirbyggja þetta með hreinlæti og réttri meðhöndlun matvæla,“ sagði Anna.

Það sem gerir e.coli bakteríuna hættulega er að það þarf lítið til að smita að þeirra sögn. Salmónella þurfi 1000 bakteríur til að valda smiti í manneskju en e.coli-tegundin sem fannst á dögunum þurf aðeins 10 frumur til að smita. Þá sagði Hrönn að það geti vel gerst að e.coli smit geti borist í gegnum dýraafurðir. Í kjöti sé bakterían á yfirborðinu. Hún sé stundum kölluð hamborgarabakterían því um leið og kjötið er hakkað er bakterían komin undir yfirborðið og þá er eldunin orðin svo mikilvæg. „Því er þetta orðin raunveruleg áhætta.“

Þær bentu á að e.coli er náttúruleg baktería sem fyrirfinnst í þörmum allra spendýra. Hún sé sjaldnast sjúkdómsvaldandi og faraldar á borð við þann sem nú geisar sjaldgæfir. Eitt einkenni bakteríunnar sé hins vegar að hún breytist ört og ef hún komi upp í dýrum geti hún smitast í menn. Því skipti hreinlæti höfuðmáli.

Brennum bækur?

Höfundur / Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Eftir að hafa afneitað loftslagsbreytingum af mannavöldum árum, jafnvel áratugum, saman hefur mannkynið nú vaknað við þann vonda draum að við höfum valdið alvarlegum breytingum á náttúru jarðar og veðrakerfum. Hamfarahlýnun er af mannavöldum.

Leiðindafréttum fylgir oft afneitun. En svo tekur skynsemin völdin og við reynum að bregðast við stöðunni og byggjum afstöðu og ákvarðanir á rannsóknum vísindafólks; staðreyndum. Í það minnsta flest okkar. Fyrirtæki sem framleiða og selja jarðefnaeldsneyti hafa augljósa fjárhagslega hagsmuni af því að afneita hamfarahlýnun. Stjórnmálamenn sem sækja aðferðafræði sína til heimsþekktra lýðskrumara hafa hagsmuni af því að segja einungis það sem er líklegt til að afla þeim fylgis en skeyta litlu um innihald og staðreyndir. Stjórnmálamenn lýðskrumsins sækja í mál sem eru sýnileg en tala iðulega gegn „sérfræðingunum að sunnan“. Eitt það fyrsta sem lýðskrumarar gera er því að gera lítið úr þekkingu, menntun og rannsóknum vísindafólks. Það eru bókabrennur nútímans.

Skynsamleg nálgun

Efnahagsleg áhrif þess að afneita hamfarahlýnun og gera ekkert verða meiri en efnahagsleg áhrif þess að bregðast við með skynsamlegum hætti. Tilvera okkar og hagsæld byggir á því að vistkerfið virki, að þurrkar, flóð og fellibylir verði ekki svo tíðir að viðvarandi uppskerubrestur kippi fótunum undan tilveru milljóna manna á stórum landsvæðum. Skynsamleg nálgun á þetta stærsta viðfangsefni samtímans felur í sér meiri stuðning við rannsóknir og tækniþróun þar sem tekist er á við vandann, samstillt átak ríkisstjórna, atvinnulífs, sveitarstjórna og almennings, þar sem allir einsetja sér að gera það sem þeir geta til að hemja losun gróðurhúsalofttegunda.

Það er sannarlega hægt að ná góðum árangri í baráttunni við hamfarahlýnun, en til þess þarf að halda staðreyndum til haga, hlusta á vísindafólk og fjármagna rannsóknir þeirra – og síðast en ekki síst hafa kjark til að grípa til róttækra og skynsamlegra aðgerða.

Lýðræðið í gíslingu

Lýðskrumararnir, einræðisherrar nútímans, þurfa ekki að brenna bækur eða setja íþyngjandi reglur um fjölmiðla til að kæfa raddir þeirra sem eru ósammála þeim, þeir gæta þess bara að halda uppi stöðugu málþófi til þess eins að vera í kastljósi fjölmiðla, taka ræðustóla í gíslingu (allt þó í samræmi við lýðræðislegar venjur og lög þjóðþingsins) og halda að okkur stöðugum hávaða. Með því að öskra svo hátt að raddir skynseminnar drukkna í hávaðanum.

Valdarán einræðisherra nútímans fer ekki fram með vopnaðri uppreisn heldur með notkun  lýðræðislegra stofnana, hvaðan lýðskruminu er dreift af fjölmiðlum og í gegnum samfélagsmiðla, þaðan taka þeir lýðræðið í gíslingu. Lýðskrum þeirra er ekki aðeins hættulegt fyrir lýðræðið heldur er stöðug afbökun staðreynda, sérstaklega hvað varðar loftslagsbreytingar, beinlínis hættuleg fyrir alla tilveru mannkyns.

Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni

„New school trap með hröðu lyrical flæði”

Brandur er rappari á uppleið. Hann var að senda frá sér lagið Væntingar.

Lagið er af væntanlegri plötu sem kemur út seinna í sumar en hann lýsir laginu sem „new school trap með hröðu lyrical flæði.“

Í fyrra sendi Brandur frá sér lagið Geri mitt ásamt myndbandi og fékk það glimrandi viðtökur. Kappinn er iðinn í hljóðverinu um þessar mundir enda plata í vinnslu og hlakkar okkur mikið til að hlýða á hana.

Erna Sóley hlaut brons á Evrópumeistaramóti

Mynd/Af Facebook-síðu FRÍ

Erna Sóley Gunnarsdóttir vann til bronsverðlauna í kúluvarpi á Evrópumeistaramóti undir 20 ára í Borås í Svíþjóð um helgina með því að kasta 15,65 metra.

Hún kastaði 15,41 metra í annarri umferð og var í fjórða sæti fram að síðasta kastinu en þá kastaði hún 15,65 metra og kom sér upp í þriðja sætið. Fram kemur á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands að sú sem var fyrir í þriðja sætinu hafi þá átt eitt kast eftir og því tekið við spennuþrungin bið um hvort Erna myndi halda þriðja sætinu. Sú franska, sem var í þriðja sæti fyrir, kastaði ekki lengra en Erna og því varð bronsið Ernu.

Íslendingar áttu einnig keppenda í kringlukasti í úrslitum en Valdimar Hjalti Erlendsson varð níundi inn í tólf manna úrslit. Í úrslitum kastaði hann 55,75 metra og hafnaði í tólfta sæti.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði fjórða sætinu í 200 metra hlaupi á mótinu og kom í mark á 23,64 sekúndum. Hún var mjög nálægt verðlaunasæti en aðeins 1/100 úr sekúndu munaði á henni og þeirri sem fékk bronsið og 4/100 úr sekúndu í silfrið. Sigurvegarinn í hlaupinu var Amy Hunt frá Bretlandi sem nýverið setti heimsmet stúlkna 16-17 ára í greininni.

„Missti mömmu mína sem tók mig á enn þá verri stað“

Tónlistarmaðurinn Siggi Litli var að senda frá sér nýja plötu sem inniheldur níu lög og ber heitið #13.

Siggi er búinn að vinna að plötunni í meira en ár en með honum á plötunni er pródúserinn Birkir Leó eða BLeo Beats.

„Þessi plata er svolítið tilfinningaflakk, ég byrjaði að semja hana út af erfiðum sambandsslitum. Stuttu eftir sambandsslitið missti ég mömmu mína sem tók mig á enn þá verri stað.“

Siggi Litli segir plötuna þó ekki alla vera sorglega og ættu flestir að ná að tengja við hana á einhvern hátt að hans sögn.

Affallsvatn frá sumarhúsinu nýtt til þess að kynda gróðurhúsið

Margar sniðugar hönnunarlausnir er að finna við glæsilegt sumarhús í Borgarfirði.

Í Borgarfirði eiga hjónin María og Magnús fallegt sumarhús staðsett ofarlega í hlíð með mikilfenglegu útsýni. María er lærður listfræðingur og listmálari ásamt því að vera lærður blómaskreytir og Magnús er rafmagnsverkfræðingur að mennt en hefur gegnt stjórnunarstöðum í upplýsingageiranum síðustu áratugi.

Sumarhús þeirra er afar glæsilegt og sömuleiðis lóðin sem húsið stendur á. Á lóðinni hafa hjónin skapað ýmis skemmtileg afdrep en nefnast þau öll nöfnum sem tengjast goðafræði.

Margar sniðugar hönnunarlausnir er að finna við sumarhúsið en má þar sérstaklega nefna þá lausn sem er til þess fallin að minnka vistsporið en affallsvatn frá húsinu er nýtt til þess að kynda gróðurhúsið. Vatnið rennur þá inn í gamla pottofna í húsinu sem gera þeim kleift að nýta gróðurhúsið allan ársins hring án þess að það hrími. María segir að það sé töfrum líkast að sitja þar inni á veturna í myrkrinu við kertaljós og horfa á norðurljósin.

Nálægðin við villta náttúruna gefur fjölskyldunni mikið. Mynd / Hallur Karlsson

Hvað lóðina sjálfa varðar segir María að þau hafi tekið þá ákvörðun strax í upphafi að leyfa lóðinni að vera í sinni náttúrulegu mynd og þar með algerlega sjálfbær þar sem þau vilja ekki eyða öllum frístundum í garðvinnu. Þau hafi því lítið plantað af trjám og eru sumarblómin í formi fallegra steina sem María tíndi við jökulána í næsta nágrenni.

 Lestu viðtalið við Maríu og sjáðu fleiri myndir í 7. tölublaði Húsa og híbýla.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

„Þetta er nú bara djók“

Mynd / Hrafna Jóna Ágústsdóttir

Höfundur / Bára Halldórsdóttir

Það verður að segjast eins og er að það stakk mig að sjá í gær í einu aðalblaði landsins hæðst að nýlega samþykktu frumvarpi um kynrænt sjálfstæði með skopteikningu af karli í kvennaklefa í sundi. Konan mín er nefnilega trans og þorir ekki enn í sund og barnið mitt sem er líka trans er nýfarið að þora, rétt eins eins og þrír fullorðnir einstaklingar sem ég þekki. Fyrir þeim er það eitt að fara í búningsklefa ótrúlega erfitt skref m.a. af því að þau óttast að viðbrögð annarra kunni að verða eins og á umræddri teikningu. Sami óttinn og sumt fólk með „öðruvísi“ líkama, t.d. vegna fötlunar eða líkamsþyngdar, glímir við og veigrar sér því við að fara í sund.

Þegar umrædd teikning var gagnrýnd sem taktlaust grín fylltust kommentakerfin af ummælum eins og „hvað, eruð þið svona viðkvæm?“ og „þetta er nú bara djók“ og þar fram eftir götunum.

Ég var ekki í formi til að svara þessu.

Seinna sama dag sá ég svo fréttir þess efnis að um 4.000 manns hefðu mótmælt þúsund manna gleðigöngu í Póllandi og ekki bara mómælt heldur beinlínis ráðist á þátttakendur í göngunni.

Við það fann ég aftur illilega fyrir hnút í maganum sem gerði fyrst vart við sig fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég og hinsegin vinir mínir þorðum ekki að fara út af hinsegin skemmtistað í Reykjavík nema para okkur saman, strákur – stelpa, svo við yrðum ekki fyrir áreiti. Þeir sem gengu einir eða með einhverjum af sama kyni áttu á hættu að setið væri fyrir þeim og þeir lamdir. Ég þekkti hann Móða sem var með járnplötu í höfðinu og fatlaður eftir að hópur manna barði hann í klessu fyrir að vera hommi. Vinir mínir Dísa, Örn og nokkrir aðrir kvöddu sjálf þennan heim. Ein vinkona mín varð fyrir stöðugu kynferðislegu áreiti frá yfirmanni sem nuddaði kynfærum sínum utan í hana eftir að hann frétti að hún væri lesbía. Flestir voru í felum nema í eigin hóp. Yndislegt fólk sem hafði ekki gert neitt af sér nema að geta ekki logið að sjálfu sér hver þau væru.

En síðan liðu árin og smám saman fór mér að líða eins og afstaða samfélagins og heimsins alls til hinsegin fólks væri að skána. Að við værum að færast hægt og rólega fram á við í þessum málum. Að fólk gæti verið það sjálft án þess að hafa áhyggjur af því að verða fyrir ofbeldi.

Sú bjartsýni hefur dvínað og undanfarin ár hefur hnúturinn í maganum gert vart við sig með tilkomu manna eins og Trumps og Duertes. Fréttir af ástandinu í Póllandi og teikningin fyrrnefnda bæta ekki úr skák.

Ofbeldi og útilokun byrjar nefnilega með samþykki umhverfisins. Og það byrjar með því að dýfa tánni í laugina með litlum bröndurum sem virðast kannski ekkert voða hættulegir en senda minnihlutahópum þau skilaboð að hafa hægt um sig því umhverfið sé ekki öruggt. Þegar minnihlutahóparnir þora ekki að svara fyrir sig, „rugga bátnum“, „vera friðarspillar“ eða „eyðileggja sakleysislega grínið“ eru aðilar í samfélaginu sem sjá það sem merki um að það sé í lagi að ganga pínulítið lengra og þeir illgjörnustu grípa tækifærið og fara alla leið. Hoppa beint út í laugina með stórum magaskelli án þess að hugsa um fólkið sem er á bakkanum og fær yfir sig ískalda gusuna.

Ofbeldi og mótlæti gegn hinsegin fólk er auðvitað ekkert nýtt af nálinni en svo virðist sem það sé farið að færast í aukana á nýjan leik. Og það skelfilega er að allt getur byrjað með „saklausum“ brandara.

„Ég veit að ég er engin fegurðardís“

Við á Mannlífi tókum Twitter-færslu Brynjars til okkar og völdum þessa fallegu mynd af honum

Brynjar Níelsson vill meina að fjölmiðlar noti gjarnan lélegar ljósmyndir af honum.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekkert sérlega hrifinn af þeim ljósmyndum sem fjölmiðlar nota af honum með fréttum um hann. Þessi segir hann frá í stuttri færslu á Twitter.

Brynjar tekur þó fram að hann viti vel að hann sé enginn „fegurðardís“ eins og hann orðar það.

„Ég veit að ég er engin fegurðardís en eiga þessir fjölmiðlar ekki skárri myndir af mér. Eða nota þeir alltaf eitthvað elli app frá Rússlandi þegar ég á í hlut,“ skrifar Brynjar og á þá við smáforritið FaceApp sem tröllriðið hefur samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Trump sagðist geta þurrkað Afganistan út af kortinu á 10 dögum

|
|

Stjórnvöld í Afganistan eru allt annað en sátt við ummæli sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lét út úr sér á blaðamannafundi með forsætisráðherra Pakistan í gær.

Imran Khan heimsótti Trump í Hvíta húsið í gær og að fundi loknum sátu þeir fyrir svörum fjölmiðla. Bandaríkin hafa þrýst á Pakistan til að leggja vesturvöldunum lið í að ná friðarsamningum við Talíbana, en Bandaríkin hafa verið með herlið í landinu frá árinu 2001. Um 200 þúsund bandarískir hermenn eru nú á afganskri grundu. Stjórnvöldum í Kabúl hefur hins vegar ekki verið hleypt að samningaborðinu.

Trump lagði áherslu á það á fundinum að Bandaríkin ættu ekki í stríði í Afganistan heldur gegndu þau hlutverki lögreglumanns. „Ef við vildum heyja stríð í Afganistan og sigra það, þá gæti ég sigrað það stríð á einni viku. Ég vil hins vegar ekki drepa 10 milljón manns. Ég á plön fyrir Afganistan sem myndu þýða, að ef ég færi í það stríð, að Afganistan yrði þurrkað af yfirborði jarðar. Það væri farið. Því myndi ljúka, bókstaflega, á 10 dögum. En ég vil það ekki, ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump við fréttamenn.

Þessi ummæli hafa farið þveröfugt ofan í stjórnvöld í Kabúl sem hafa krafið bandarísk stjórnvöld skýringa á ummælum forsetans. Í tilkynningu forsetaembættisins segir að afganska þjóðin hafi ekki og muni aldrei leyfa erlendum öflum að ákvarða örlög hennar. „Á meðan ríkisstjórn Afganistan styður áætlanir Bandaríkjanna um að tryggja frið í Afganistan, þá leggur hún áherslu á að erlendir þjóðhöfðingjar geta ekki ráðið örlögum Afganistan án forystu afgönsku þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni.

Þetta eru reyndar ekki einu ummæli Trumps af þessum fundi sem hafa vakið furðu. Hann fullyrti til að mynda að forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, hafi beðið sig um að miðla málum í deilu Indlands og Pakistan um Kasmír hérað. „Ég var hissa á því hversu lengi þessi deila hefur staðið yfir. Ég myndi gjarnan vilja vera sáttasemjari.“

Talsmaður indverska forsætisráðherrans var hins vegar fljótur að draga þessi ummæli tilbaka og sagði að ekkert slíkt boð hafi verið rætt. Þvert á móti hafa indversk stjórnvöld ávallt sagt að Kasmír-deilan, sem hefur staðið yfir í 70 ár, verði eingöngu leyst í samningaviðræðum milli Indlands og Pakistan.

Af ummælum Trump á fundinum má ætla að hann hafi ekki minnstu hugmynd um hvað deilan snýst um. „Ég hef heyrt svo mikið um Kasmír. Svo fallegt nafn. Ég hef heyrt að þetta sé einn af fallegustu stöðum heims. En nú eru þar sprengjur út um allt.“

Enn fremur sagðist Trum hafa einstaklega mikinn skilning á atburðum í Púertó Ríkó, þar sem fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir undanfarna daga gegn ríkisstjóranum Ricardo Rossello. Hann hafi nefnilega í tvígang staðið fyrir fegurðarsamkeppnum í landinu sem nánast öll þjóðin hafi horft á.

Synti Eyjasund fyrst kvenna

||
Sigrún Þuríður Geirsdóttir

Sundkonan Sigrún Þuríður Geirsdóttir syndi í nótt Eyjasundið fyrst kvenna og varð þar með fimmti Íslendingurinn sem syndir þessa leið.

Eyjasundið er um ellefu kílómetra langt og liggur milli Vestamanneyja og Landeyjarsands. Það tók Sigrúnu fjóra og hálfa klukkustund að synda leiðina en hún lagði af stað frá Eiðinu í Heimaey klukkan eitt í nótt. Veðurskilyrði voru hagstæð og sundið gekk vel.

Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð í nótt fyrst íslenskra kvenna til að synda milli lands og Eyja. Mynd/Rut Sigurðardóttir

„Mér leið mjög vel í byrjun sundsins en sjávarföllin, að sögn skipstjórans, voru einkennileg því í austurfallinu rak mig til vesturs en ekki austurs. Mér varð óglatt og kastaði aðeins upp en annars leið mér ágætlega. Hausinn á mér var góður allan tímann og reyndi ég að hugsa alltaf jákvætt, ég söng í huganum og var alltaf að hugsa um hversu langt ég var komin miðað við önnur sund sem ég hef synt,“ segir Sigrún Þuríður í fréttatilkynningu.

„Ég söng í huganum og var alltaf að hugsa um hversu langt ég var komin miðað við önnur sund sem ég hef synt.“

Árið 2015 varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermasundið en hún hefur að auki farið leiðina tvisvar í boðsundi. Í haust ætlar hún enn ná ný að þreyja sundið og nú í boðsundi með nokkrum öflugum sjósundsvinkonum og safna í leiðinni áheitum fyrir fyrir umhverfissamtökin Bláa herinn.

Sigrún Þuríður þegar hún kom í land á Landeyjarsand í morgun. 

Sigrún er frænka sjósundkappans Eyjólfs Jónssonar sem fyrstur syndi Eyjasundið í júlí árið 1959, fyrir 60 árum, en Sigrún segist með sundinu hafa viljað heiðra minningu hans.

Haraldur Geir Hlöðversson úr Vestmannaeyjum, Jóhannes Jónsson eiginmaður Sigrúnar og Harpa Hrund Berndsen fylgdu Sigrúnu á sundinu. Björgunarsveitin Dagrenning frá Hvolsvelli tók á móti heni þegar hún kom í land á Landeyjarsand.

Ein helsta talskona LGBT-fólks í Rússlandi myrt

Einn af ötulustu aðgerðasinnum Rússlands fannst látin nærri heimili sínu í morgun. Hún hafði verið myrt.

Lík hinnar 41 árs Yellenu Grigoryevu fannst  í runna nærri heimili hennar í Pétursborg. Hún hafði verið kyrkt og stungin. Hún var ötull talsmaður réttinda LGBT fólks auk þess sem hún hafði mótmælt innlimun Rússlands á Krímskaga og gagnrýnt meðferð rússneskra stjórnvalda á föngum.

Vinir Grigoryevu, sem staðfestu andlát hennar á samfélagsmiðlum, upplýstu að henni hafi borist morðhótanir nýverið. Á vef BBC segir að einn sé í haldi lögreglu vegna morðsins.

Aðgerðasinnar, stjórnarandstæðingar og fjölmiðlamenn gagnrýnir á stjórnvöld sæta reglulegum árásum og hótunum í Rússlandi. Í janúar var aðgerðasinninn Konstantin Sinitsyn myrtur nærri heimili sínu í Pétursborg en lögreglan úrskurðaði að um rán hafi verið að ræða.

Fjögur ár eru síðan stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov var myrtur í Moskvu. Hann var einarður andstæðingur Vladímírs Pútín forseta og hafði vikurnar fyrir morðið talað um að Pútín ætti eftir að taka hann af lífi. Fimm menn frá Tétsníu voru sakfelldir fyrir morðið en aldrei hefur verið upplýst um hver fékk þá til að fremja það.

Tvíburarnir skírðir á eins árs brúðkaupsafmæli foreldranna

Ragnhildur Steinunn

Tvíburar fjölmiðlakonunnar Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og sálfræðingsins Hauks Inga Guðnasonar voru skírðir í gær.

Tvíburarnir voru skírðir á eins árs brúðkaupsafmæli foreldra sinna. Ragnhildur sagði frá þessu á Facebook og birti myndir úr skírninni.

Drengirnir fengu nöfnin Tindur og Stormur og var athöfnin haldin í garði fjölskyldunnar.

Fyrir eiga Ragnhildur Steinunn og Haukur tvö börn saman, þau Eldeyju og Jökul.

Fékk nálgunarbann á innbrotsþjófinn

Channing Tatum fékk nálgunarbann yfir konu sem braust inn til hans staðfest í gær.

 

Leikarinn Channing Tatum hefur fengið nálgunarbann staðfest á konu sem braust inn á heimili hans í júní og bjó þar í tíu daga. Tatum var í ferðalagi þegar hún braust inn.

Nálgunarbannið gildir í fimm ár og þýðir að konan má ekki koma nálægt Channing Tatum né eiginkonu hans, Jennu Dewan, og sex ára dóttur þeirra.

Það var starfsfólk Tatum sem uppgötvaði konuna á heimili leikarans og óskaði eftir aðstoð lögreglu við að koma henni út þegar hún neitaði að yfirgefa heimilið.

Þegar konan var handtekin hélt hún því fram að hún hefði ekki brotist inn og að Tatum hefði boðið henni að búa á heimili hans á meðan hann væri í fríi.

Tatum greindi frá því í skýrslutöku að hann þekkti konuna ekki en vissi af henni þar sem hún hefði áður gert tilraunir til að setja sig í samband við hann. Þá hafði hún sent honum bréf í nóvember í fyrra þar sem hún sagði leikaranum að þau hefðu hist fyrir 10 árum síðan.

Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar.

Gamaldags brúnkaka með rúsínum og kanil

 

Hér kemur uppskrift að dásamlegri gamaldags brúnköku með rúsínum og kanil sem fyllir húsið af yndislegum ilmi.

Brúnkaka með kanil.
12 sneiðar

250 g smjör, mjúkt
320 g púðursykur
2 egg
500 g hveiti
1 tsk. matarsódi
2 tsk. kanill
2 tsk. negull
200 g rúsínur
2 ½ dl mjólk

Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír í botn og upp með hliðum á 25 cm löngu jólakökuformi.

Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman.

Blandið hveiti, matarsóda, kanil og negul saman og bætið út í deigið ásamt rúsínum og mjólk, hrærið allt vel saman. Hellið deiginu í formið og sléttið ofan á.

Bakið kökuna í klukkustund og látið hana kólna aðeins í forminu áður en þið losið hana. Kakan geymist í viku í loftþéttum umbúðum. Má frysta.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Karl Petersson

 

Ásgeir Jónsson hefur verið skipaður seðlabankastjóri

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað dr. Ásgeir Jónsson í embætti seðlabankastjóra til næstu fimm ára.

Embætti seðlabankastjóra var auglýst laust til umsóknar hinn 20. febrúar sl. Umsóknir bárust frá 16 umsækjendum og drógu þrír umsækjendur umsókn sína síðar til baka. Alls voru umsækjendur því 13 talsins, ellefu karlar og tvær konur.

Hæfnisnefnd sem skipuð var samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands mat fjóra umsækjendur, þá Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa Magnússon og Jón Daníelsson, mjög vel hæfa til að gegna embættinu.

Forsætisráðherra boðaði alla þessa fjóra umsækjendur, auk þeirra fimm umsækjenda sem metnir höfðu verið vel hæfir, til viðtala þar sem lagðar voru fyrir þá spurningar í fjórum köflum: um reynslu þeirra og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum, breytingar á Seðlabankanum, verkefni Seðlabankans og stjórntæki og loks stöðu efnahagsmála og samspil við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins. Samtals voru lagðar 13 spurningar fyrir umsækjendur í 27 liðum. Í viðtölum við umsækjendur lagði ráðherra, auk þekkingar þeirra á framangreindum atriðum, jafnframt mat á persónubundna þætti umsækjenda, þar með talið stjórnunarhæfileika þeirra og hæfni í mannlegum samskiptum.

Það var mat ráðherra, að loknum viðtölum við umsækjendur og á grundvelli heildarmats á umsóknargögnum þeirra, að framangreindir fjórir umsækjendur, sem hæfnisnefndin hafði metið mjög vel hæfa, stæðu öðrum umsækjendum framar. Í kjölfarið hafði ráðuneytið samband við umsagnaraðila um hvern hinna fjögurra umsækjenda.

Að lokinni þessari skoðun forsætisráðherra og að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtölum og efni umsagna um þá var það mat ráðherra að Ásgeir Jónsson væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra, sbr. meðfylgjandi rökstuðning vegna skipunar í embætti seðlabankastjóra.

Frá stofnun Seðlabankans árið 1961 hafa 19 einstaklingar verið skipaðir seðlabankastjórar. Af þeim hafa níu lokið prófi í viðskipta- eða hagfræði, fjórir í lögfræði, einn í verkfræði en fimm höfðu ekki háskólamenntun. Af 19 seðlabankastjórum höfðu sjö verið þingmenn eða ráðherrar áður en þeir urðu seðlabankastjórar, fjórir verið bankastjórar í Landsbanka Íslands, þrír starfað innan Seðlabanka Íslands, þrír unnið í stjórnsýslu og tveir verið ráðgjafar í atvinnulífinu.

Ásgeir Jónsson lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann hefur verið deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015. Samhliða störfum sínum við Háskóla Íslands hefur Ásgeir meðal annars verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004–2011. Á árunum 2000–2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands.

Keypti skó fyrir andvirði 157 milljónir króna

Tunglskórnir frægu frá Nike.

Skósafnarinn Miles Nadal keypti á dögunum 100 skópör fyrir tæplega 1,3 milljónir dollara, eða sem nemur 157 þúsund krónum. Dýrasta skóparið kostaði litlar 53 milljónir króna.

Dýrustu skórnir, svokallaðir tunglskór frá Nike,  voru boðnir upp hjá Sotheby´s í New York. Skórnir voru hannaðir af Bill Bowerman, annars stofnenda Nike, árið 1972. Aðeins 12 eintök voru framleidd og voru flest pörin gefin þátttakendum á Ólympíuleikunum það sama ár. Skórnir sem Nadal keypti voru þeir einu sem aldrei voru notaðir.

Opnunarboð í skóna var 80 þúsund dollarar og fyrirfram var búist við að þær yrðu slegnir á 160 þúsund. En þegar upp var staðið borgaði Nadal 437 þúsund dollara fyrir parið. Þetta eru langdýrustu strigaskór sem seldir hafa verið en áður höfðu Converse-skór sem Michael Jordan klæddist á Ólympíuleikunum 1984 selst á 190 þúsund dollara árið 2017.

Vikuna áður hafði Nadal keypt 99 skópör fyrir samtals 850 þúsund dollara í gegnum einkasölu. Þar á meðal voru þekkt skópör, til að mynda sjálfreimandi Nike skórnir sem mátti sjá bregða fyrir í myndinni Back to the Future Part II árið 1989. Þar var einnig að finna svokallaða Jeter útgáfu af Air Jordan 11 skóm, einnig frá Nike, en aðeins fimm slík pör voru framleidd.

Skóna ætlar Nadal að hafa til sýnis á einkasafni sínu í Toronto, safni sem nefnist Dare to Dream Automobile Museum.

„Druslugangan bjargaði lífi mínu“

|||
Eva Sigurðardóttir. Mynd/Aðsend|Með aukinni umræðu og sýnileika vinnum við jafnt og þétt að því að útrýma ofbeldi úr samfélaginu.||Brotaþolar eiga greiðari leið að úrræðum og þeim er frekar trúað. Mikilvægi þess að skila skömminni til gerenda hefur fengið meira vægi og samfélagsumræðan orðin þolendavænni.

Druslugangan verður gengin í níunda sinn hér á landi næstkomandi laugardag til að vekja athygli á kynferðisofbeldi og færa ábyrgð kynferðisafbrota frá þolendum yfir á gerendur. Druslugangan sýnir brotaþolum kynferðisofbeldis samstöðu og krefjast betra réttarkerfis og bætts samfélags. Eva Sigurðardóttir er hluti af skipulagsteymi Druslugöngunnar.

„Í rauninni er áherslan að minna á það að við getum öll orðið fyrir ofbeldi óháð kyni, uppruna, aldri, samfélagshópi, stétt og svo framvegis. Megininntak Druslugöngunnar er að kynferðisofbeldi á aldrei rétt á sér og að ábyrgðin er alltaf gerandans. Með aukinni umræðu og sýnileika vinnum við jafnt og þétt að því að útrýma ofbeldi úr samfélaginu,“ segir Eva. „Við erum að sjá í kjölfar aukinnar umræðu um kynferðisofbeldi að varðhundar feðraveldisins hafa risið upp á afturfæturna og berjast með kjafti og klóm. Þess vegna er svo mikilvægt að slaka ekki á í baráttunni og halda áfram að berjast gegn nauðgunarmenningu og feðraveldinu.“

„Með aukinni umræðu og sýnileika vinnum við jafnt og þétt að því að útrýma ofbeldi úr samfélaginu.“ Mynd/Berglaug Petra

„Allir geta orðið fyrir ofbeldi“
Skipulögð dagskrá er öll kvöld vikunnar fyrir gönguna, Eva segir að mætingin hafi verið góð og áhugaverðar umræður hafa skapast. „Í fyrra byrjuðum við með fræðslukvöld með það að leiðarljósi að ná til fleiri samfélagshópa en einungis íslenskra hvítra millistéttarkvenna. Aðrir hópar samfélagsins hafa svolítið orðið útundan í umræðunni. Við sáum það í #metoo-byltingunni að allir geta orðið fyrir ofbeldi og það er mikilvægt að raddir úr öllum kimum samfélagsins fái að heyrast. Við vildum halda þessari vinnu áfram í ár og viljum fókusa á lausnir á þessu mikla samfélagsmeini sem ofbeldi er.“
Peppkvöldið svokallaða verður á sínum stað líkt og síðustu ár. Í ár verður það í Gamla Bíói í kvöld 24. júlí klukkan 20. „Á mánudaginn sýndum við myndina The Bystander Moment í samstarfi við Ofbeldisforvarnarskólann. Á þriðjudaginn héldum við pallborð um ungt fólk og kynferðisofbeldi með áherslu á lausnir. Á morgun kemur Sigrún Bragadóttir og fjallar um hannyrðapönk og stýrir skiltagerð. Fyrir nú utan Peppkvöldið í kvöld og gönguna sjálfa á laugardaginn.“

„Brotaþolar eiga greiðari leið að úrræðum og þeim er frekar trúað. Mikilvægi þess að skila skömminni til gerenda hefur fengið meira vægi og samfélagsumræðan orðin þolendavænni.“ Mynd/Berglaug Petra

„Tölum saman, ekki nauðga“
Eva segir að Druslugangan skipti gríðarlega miklu máli. Hún sé mikilvægt vopn í baráttunni gegn þöggun, drusluskömmun og kynferðisofbeldi. „Fleiri og fleiri stíga fram og segja frá því ofbeldi sem þau urðu fyrir og eru þannig líklegri til að leita sér hjálpar og vinna úr ofbeldinu. Um leið og við sjáum að við erum ekki ein að vinna úr áfalli verður vinnan auðveldari og saman erum við sterkari. Druslugangan hefur fyrst og fremst skilað sér í aukinni umræðu og bættu viðhorfi samfélagsins til þolenda kynferðisofbeldis. Brotaþolar eiga greiðari leið að úrræðum og þeim er frekar trúað. Mikilvægi þess að skila skömminni til gerenda hefur fengið meira vægi og samfélagsumræðan orðin þolendavænni.
Fyrir mig og eflaust marga aðra bjargaði Druslugangan lífi mínu. Ég skilaði skömminni. Teymið sem ég vinn með að skipulagningunni, og allar þessar druslur sem mæta, standa þétt við bakið á mér og öðrum þolendum ofbeldis og þannig erum við sterkari. Saman.“

Fleiri og fleiri stíga fram og segja frá því ofbeldi sem þau urðu fyrir og eru þannig líklegri til að leita sér hjálpar og vinna úr ofbeldinu.

Eva segist vonast eftir því að gangan verði fjölmenn á laugardaginn. „Þetta hafa verið mörg þúsund manns sem hafa mætt síðustu ár og ég vona að enn fleiri mæti í ár. Fólk gleymir oft að slagurinn er ekki búinn og að við þurfum að halda áfram. Mikilvægi þess að mæta og sýna samstöðu og krefjast breytinga er gríðarlegt. Og ég vil hvetja fólk til þess að mæta, hvort sem það verður í gönguna hér í Reykjavík eða á Akureyri, Húsavík eða Borgarfirði Eystri. Allir andstæðingar nauðgunarmenningar og drusluskömmunar eru velkomnir. Stundum virðist baráttan óyfirstíganleg enn í krafti fjöldans færum við fjöll. Verum druslur. Tölum saman, ekki nauðga.“

Svæsin hitabylgja í Evrópu: Metin gætu fallið í hrönnum

Hitabylgja mun ganga yfir meginland Evrópu næstu daga og er útlit fyrir að hitamet falli í hrönnum. Meira að segja í Osló er því spáð að hitinn fari yfir 30 gráður.

Mestur verður hitinn í Mið-Evrópu, frá Hollandi og suður til Spánar. Í Frakklandi hefur verið gefin út veðurviðvörun fyrir nánast allt landið en í gær fór hitinn í Bordeaux í 41,2 gráður sem er það hlýjasta frá upphafi mælinga. Hitametið í París, sem nú er 40,4 gráður, gæti einnig fallið á morgun.

Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í nokkrum löndum til viðbótar. Belgía hefur í fyrsta skipti gefið út rauða viðvörun fyrir allt landið vegna hitans. Það sama er uppi á teningnum í Zaragoza á Spáni þar sem miklar hættur eru á gróðureldum. Stjórnvöld í Hollandi hafa virkjað viðbragðsáætlun og í Bretlandi gæti hitinn farið yfir 35 gráður sem yrði það hæsta sem mælst hefur.

Meira að segja í Skandinavíu er búist við miklum hitum. Í Osló er spáð yfir 30 gráðu hita um helgina og litlu svalara verður í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

Aukning á tilkynningum til lögreglu um netsvindl

Nokkur aukning hefur orðið á tilkynningum til lögreglu um netsvindl þar sem fólk er platað til að senda peninga til „fjárfestingafyrirtækja“ á Netinu. „Þetta eru svikamyllur sem auglýsa mikið á samfélagsmiðlum eins og á Facebook,“ segir í grein á vef lögreglunnar.

 

Í greininni kemur fram að þegar fólk smellir á auglýsingarnar á samfélagsmiðlum er það hvatt til að gefa upp ýmsar upplýsingar og í kjölfarið fær það símtal frá „tunguliprum en ágengum sölumönnum“ sem hvetja fólk til að fjárfesta í „fyrirtækinu“.

„Fólk er beðið að skanna inn og senda myndir af persónuskilríkjum og greiðslukortum. Sumir hafa lent í því að óheimilar úttektir eru gerðar á kortin þeirra enda eru svindlararnir komnir með allar upplýsingar sem að þeir þurfa,“ segir í grein lögreglu.

Þegar meint fyrirtæki eru skoðuð kemur í ljós að erfitt er að sjá hvar þau er skráð og hver er í forsvari. „Ef einhverjar upplýsingar liggja fyrir þá kemur í ljós að fyrirtækið er skráð á eyjum í Karabíuhafi, Indlandshafi eða í Eyjaálfu.“

Á vef lögreglu kemur fram að nokkrir einstaklingar hafa farið illa út úr svindli sem þessu.

Þá er fólk minnt á að fara varlega með allar kortaupplýsingar og skilríki. Eins hvetur lögregla fólk sem rekst á svindlauglýsingar á Facebook til að tilkynna þær til Facebook með því að hægrismella efst á auglýsinguna og velja „Report Ad“.

Fólk sem telur sig hafa orðið fyrir svindli sem þessu getur sent lögreglu tölvupóst [email protected] eða [email protected].

Stórhuga áætlanir nýs eigenda WOW Air

Michele Ballarin, sem keypti eignir WOW Air úr þrotabúi hins gjaldþrota flugfélags, segist vera búin að útvega fjármagn til að reka nýtt flugfélag fyrstu tvö árin. Á þessum tíma sé ætlunin að hafa 12 flugvélar í flota félagsins.

Þetta segir Ballarin í viðtali við Viðskiptamoggann. Þar segir að stefna Ballarin sé að innan 24 mánaða frá stofnun félagsins sé stefnan að vera með 10 til 12 flugvélar í rekstri. Nú þegar sé búið að tryggja 85 milljónir dollara til rekstrarins, eða sem nemur 10,5 milljöðrum króna. Sú upphæð getur farið upp í 12,5 milljarða, ef þörf er talin á því.

„Það er bara eitt sem við viljum tryggja: að það skorti ekki fé. Það er mjög mikilvægt. Það að vera með sjóð upp á 85 milljónir dala, vera íhaldssöm í fjármálum og að hafa vel herta sultaról, þá ættum við að geta forðast augljós vandamál,“ er haft eftir Ballarin.

Æltunin er að keyra flotann á Airbus vélum og hafa nýir eigendur augastað á fyrri áfangastöðum WOW, bæði í Evrópu og vestanhafs.

Hætta á að e.coli baktería geti borist með kjöti

Mynd úr myndabanka

Mikilvægt er að huga vel að hreinlæti og réttri meðhöndlun matvæla til að koma í veg fyrir e.coli smit.

„Það er lykilatriði að þvo sér um hendurnar og þvo þær almennilega, þessi krosssmit eru svo hættuleg.“ Þetta sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sviðsstjóri Mæliþjónustu og innviða hjá Matís, en hún og Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís, voru gestir í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem þær ræddu e.coli bakteríur vegna umræðu síðustu vikna og hvernig hægt væri að fyrirbyggja smit. Sögðu þær hreinlæti vera bestu leiðina til að uppræta e.coli bakteríur ef smit kemur upp. „Oft er hægt að fyrirbyggja þetta með hreinlæti og réttri meðhöndlun matvæla,“ sagði Anna.

Það sem gerir e.coli bakteríuna hættulega er að það þarf lítið til að smita að þeirra sögn. Salmónella þurfi 1000 bakteríur til að valda smiti í manneskju en e.coli-tegundin sem fannst á dögunum þurf aðeins 10 frumur til að smita. Þá sagði Hrönn að það geti vel gerst að e.coli smit geti borist í gegnum dýraafurðir. Í kjöti sé bakterían á yfirborðinu. Hún sé stundum kölluð hamborgarabakterían því um leið og kjötið er hakkað er bakterían komin undir yfirborðið og þá er eldunin orðin svo mikilvæg. „Því er þetta orðin raunveruleg áhætta.“

Þær bentu á að e.coli er náttúruleg baktería sem fyrirfinnst í þörmum allra spendýra. Hún sé sjaldnast sjúkdómsvaldandi og faraldar á borð við þann sem nú geisar sjaldgæfir. Eitt einkenni bakteríunnar sé hins vegar að hún breytist ört og ef hún komi upp í dýrum geti hún smitast í menn. Því skipti hreinlæti höfuðmáli.

Brennum bækur?

Höfundur / Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Eftir að hafa afneitað loftslagsbreytingum af mannavöldum árum, jafnvel áratugum, saman hefur mannkynið nú vaknað við þann vonda draum að við höfum valdið alvarlegum breytingum á náttúru jarðar og veðrakerfum. Hamfarahlýnun er af mannavöldum.

Leiðindafréttum fylgir oft afneitun. En svo tekur skynsemin völdin og við reynum að bregðast við stöðunni og byggjum afstöðu og ákvarðanir á rannsóknum vísindafólks; staðreyndum. Í það minnsta flest okkar. Fyrirtæki sem framleiða og selja jarðefnaeldsneyti hafa augljósa fjárhagslega hagsmuni af því að afneita hamfarahlýnun. Stjórnmálamenn sem sækja aðferðafræði sína til heimsþekktra lýðskrumara hafa hagsmuni af því að segja einungis það sem er líklegt til að afla þeim fylgis en skeyta litlu um innihald og staðreyndir. Stjórnmálamenn lýðskrumsins sækja í mál sem eru sýnileg en tala iðulega gegn „sérfræðingunum að sunnan“. Eitt það fyrsta sem lýðskrumarar gera er því að gera lítið úr þekkingu, menntun og rannsóknum vísindafólks. Það eru bókabrennur nútímans.

Skynsamleg nálgun

Efnahagsleg áhrif þess að afneita hamfarahlýnun og gera ekkert verða meiri en efnahagsleg áhrif þess að bregðast við með skynsamlegum hætti. Tilvera okkar og hagsæld byggir á því að vistkerfið virki, að þurrkar, flóð og fellibylir verði ekki svo tíðir að viðvarandi uppskerubrestur kippi fótunum undan tilveru milljóna manna á stórum landsvæðum. Skynsamleg nálgun á þetta stærsta viðfangsefni samtímans felur í sér meiri stuðning við rannsóknir og tækniþróun þar sem tekist er á við vandann, samstillt átak ríkisstjórna, atvinnulífs, sveitarstjórna og almennings, þar sem allir einsetja sér að gera það sem þeir geta til að hemja losun gróðurhúsalofttegunda.

Það er sannarlega hægt að ná góðum árangri í baráttunni við hamfarahlýnun, en til þess þarf að halda staðreyndum til haga, hlusta á vísindafólk og fjármagna rannsóknir þeirra – og síðast en ekki síst hafa kjark til að grípa til róttækra og skynsamlegra aðgerða.

Lýðræðið í gíslingu

Lýðskrumararnir, einræðisherrar nútímans, þurfa ekki að brenna bækur eða setja íþyngjandi reglur um fjölmiðla til að kæfa raddir þeirra sem eru ósammála þeim, þeir gæta þess bara að halda uppi stöðugu málþófi til þess eins að vera í kastljósi fjölmiðla, taka ræðustóla í gíslingu (allt þó í samræmi við lýðræðislegar venjur og lög þjóðþingsins) og halda að okkur stöðugum hávaða. Með því að öskra svo hátt að raddir skynseminnar drukkna í hávaðanum.

Valdarán einræðisherra nútímans fer ekki fram með vopnaðri uppreisn heldur með notkun  lýðræðislegra stofnana, hvaðan lýðskruminu er dreift af fjölmiðlum og í gegnum samfélagsmiðla, þaðan taka þeir lýðræðið í gíslingu. Lýðskrum þeirra er ekki aðeins hættulegt fyrir lýðræðið heldur er stöðug afbökun staðreynda, sérstaklega hvað varðar loftslagsbreytingar, beinlínis hættuleg fyrir alla tilveru mannkyns.

Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni

„New school trap með hröðu lyrical flæði”

Brandur er rappari á uppleið. Hann var að senda frá sér lagið Væntingar.

Lagið er af væntanlegri plötu sem kemur út seinna í sumar en hann lýsir laginu sem „new school trap með hröðu lyrical flæði.“

Í fyrra sendi Brandur frá sér lagið Geri mitt ásamt myndbandi og fékk það glimrandi viðtökur. Kappinn er iðinn í hljóðverinu um þessar mundir enda plata í vinnslu og hlakkar okkur mikið til að hlýða á hana.

Erna Sóley hlaut brons á Evrópumeistaramóti

Mynd/Af Facebook-síðu FRÍ

Erna Sóley Gunnarsdóttir vann til bronsverðlauna í kúluvarpi á Evrópumeistaramóti undir 20 ára í Borås í Svíþjóð um helgina með því að kasta 15,65 metra.

Hún kastaði 15,41 metra í annarri umferð og var í fjórða sæti fram að síðasta kastinu en þá kastaði hún 15,65 metra og kom sér upp í þriðja sætið. Fram kemur á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands að sú sem var fyrir í þriðja sætinu hafi þá átt eitt kast eftir og því tekið við spennuþrungin bið um hvort Erna myndi halda þriðja sætinu. Sú franska, sem var í þriðja sæti fyrir, kastaði ekki lengra en Erna og því varð bronsið Ernu.

Íslendingar áttu einnig keppenda í kringlukasti í úrslitum en Valdimar Hjalti Erlendsson varð níundi inn í tólf manna úrslit. Í úrslitum kastaði hann 55,75 metra og hafnaði í tólfta sæti.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir náði fjórða sætinu í 200 metra hlaupi á mótinu og kom í mark á 23,64 sekúndum. Hún var mjög nálægt verðlaunasæti en aðeins 1/100 úr sekúndu munaði á henni og þeirri sem fékk bronsið og 4/100 úr sekúndu í silfrið. Sigurvegarinn í hlaupinu var Amy Hunt frá Bretlandi sem nýverið setti heimsmet stúlkna 16-17 ára í greininni.

„Missti mömmu mína sem tók mig á enn þá verri stað“

Tónlistarmaðurinn Siggi Litli var að senda frá sér nýja plötu sem inniheldur níu lög og ber heitið #13.

Siggi er búinn að vinna að plötunni í meira en ár en með honum á plötunni er pródúserinn Birkir Leó eða BLeo Beats.

„Þessi plata er svolítið tilfinningaflakk, ég byrjaði að semja hana út af erfiðum sambandsslitum. Stuttu eftir sambandsslitið missti ég mömmu mína sem tók mig á enn þá verri stað.“

Siggi Litli segir plötuna þó ekki alla vera sorglega og ættu flestir að ná að tengja við hana á einhvern hátt að hans sögn.

Affallsvatn frá sumarhúsinu nýtt til þess að kynda gróðurhúsið

Margar sniðugar hönnunarlausnir er að finna við glæsilegt sumarhús í Borgarfirði.

Í Borgarfirði eiga hjónin María og Magnús fallegt sumarhús staðsett ofarlega í hlíð með mikilfenglegu útsýni. María er lærður listfræðingur og listmálari ásamt því að vera lærður blómaskreytir og Magnús er rafmagnsverkfræðingur að mennt en hefur gegnt stjórnunarstöðum í upplýsingageiranum síðustu áratugi.

Sumarhús þeirra er afar glæsilegt og sömuleiðis lóðin sem húsið stendur á. Á lóðinni hafa hjónin skapað ýmis skemmtileg afdrep en nefnast þau öll nöfnum sem tengjast goðafræði.

Margar sniðugar hönnunarlausnir er að finna við sumarhúsið en má þar sérstaklega nefna þá lausn sem er til þess fallin að minnka vistsporið en affallsvatn frá húsinu er nýtt til þess að kynda gróðurhúsið. Vatnið rennur þá inn í gamla pottofna í húsinu sem gera þeim kleift að nýta gróðurhúsið allan ársins hring án þess að það hrími. María segir að það sé töfrum líkast að sitja þar inni á veturna í myrkrinu við kertaljós og horfa á norðurljósin.

Nálægðin við villta náttúruna gefur fjölskyldunni mikið. Mynd / Hallur Karlsson

Hvað lóðina sjálfa varðar segir María að þau hafi tekið þá ákvörðun strax í upphafi að leyfa lóðinni að vera í sinni náttúrulegu mynd og þar með algerlega sjálfbær þar sem þau vilja ekki eyða öllum frístundum í garðvinnu. Þau hafi því lítið plantað af trjám og eru sumarblómin í formi fallegra steina sem María tíndi við jökulána í næsta nágrenni.

 Lestu viðtalið við Maríu og sjáðu fleiri myndir í 7. tölublaði Húsa og híbýla.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

„Þetta er nú bara djók“

Mynd / Hrafna Jóna Ágústsdóttir

Höfundur / Bára Halldórsdóttir

Það verður að segjast eins og er að það stakk mig að sjá í gær í einu aðalblaði landsins hæðst að nýlega samþykktu frumvarpi um kynrænt sjálfstæði með skopteikningu af karli í kvennaklefa í sundi. Konan mín er nefnilega trans og þorir ekki enn í sund og barnið mitt sem er líka trans er nýfarið að þora, rétt eins eins og þrír fullorðnir einstaklingar sem ég þekki. Fyrir þeim er það eitt að fara í búningsklefa ótrúlega erfitt skref m.a. af því að þau óttast að viðbrögð annarra kunni að verða eins og á umræddri teikningu. Sami óttinn og sumt fólk með „öðruvísi“ líkama, t.d. vegna fötlunar eða líkamsþyngdar, glímir við og veigrar sér því við að fara í sund.

Þegar umrædd teikning var gagnrýnd sem taktlaust grín fylltust kommentakerfin af ummælum eins og „hvað, eruð þið svona viðkvæm?“ og „þetta er nú bara djók“ og þar fram eftir götunum.

Ég var ekki í formi til að svara þessu.

Seinna sama dag sá ég svo fréttir þess efnis að um 4.000 manns hefðu mótmælt þúsund manna gleðigöngu í Póllandi og ekki bara mómælt heldur beinlínis ráðist á þátttakendur í göngunni.

Við það fann ég aftur illilega fyrir hnút í maganum sem gerði fyrst vart við sig fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég og hinsegin vinir mínir þorðum ekki að fara út af hinsegin skemmtistað í Reykjavík nema para okkur saman, strákur – stelpa, svo við yrðum ekki fyrir áreiti. Þeir sem gengu einir eða með einhverjum af sama kyni áttu á hættu að setið væri fyrir þeim og þeir lamdir. Ég þekkti hann Móða sem var með járnplötu í höfðinu og fatlaður eftir að hópur manna barði hann í klessu fyrir að vera hommi. Vinir mínir Dísa, Örn og nokkrir aðrir kvöddu sjálf þennan heim. Ein vinkona mín varð fyrir stöðugu kynferðislegu áreiti frá yfirmanni sem nuddaði kynfærum sínum utan í hana eftir að hann frétti að hún væri lesbía. Flestir voru í felum nema í eigin hóp. Yndislegt fólk sem hafði ekki gert neitt af sér nema að geta ekki logið að sjálfu sér hver þau væru.

En síðan liðu árin og smám saman fór mér að líða eins og afstaða samfélagins og heimsins alls til hinsegin fólks væri að skána. Að við værum að færast hægt og rólega fram á við í þessum málum. Að fólk gæti verið það sjálft án þess að hafa áhyggjur af því að verða fyrir ofbeldi.

Sú bjartsýni hefur dvínað og undanfarin ár hefur hnúturinn í maganum gert vart við sig með tilkomu manna eins og Trumps og Duertes. Fréttir af ástandinu í Póllandi og teikningin fyrrnefnda bæta ekki úr skák.

Ofbeldi og útilokun byrjar nefnilega með samþykki umhverfisins. Og það byrjar með því að dýfa tánni í laugina með litlum bröndurum sem virðast kannski ekkert voða hættulegir en senda minnihlutahópum þau skilaboð að hafa hægt um sig því umhverfið sé ekki öruggt. Þegar minnihlutahóparnir þora ekki að svara fyrir sig, „rugga bátnum“, „vera friðarspillar“ eða „eyðileggja sakleysislega grínið“ eru aðilar í samfélaginu sem sjá það sem merki um að það sé í lagi að ganga pínulítið lengra og þeir illgjörnustu grípa tækifærið og fara alla leið. Hoppa beint út í laugina með stórum magaskelli án þess að hugsa um fólkið sem er á bakkanum og fær yfir sig ískalda gusuna.

Ofbeldi og mótlæti gegn hinsegin fólk er auðvitað ekkert nýtt af nálinni en svo virðist sem það sé farið að færast í aukana á nýjan leik. Og það skelfilega er að allt getur byrjað með „saklausum“ brandara.

„Ég veit að ég er engin fegurðardís“

Við á Mannlífi tókum Twitter-færslu Brynjars til okkar og völdum þessa fallegu mynd af honum

Brynjar Níelsson vill meina að fjölmiðlar noti gjarnan lélegar ljósmyndir af honum.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekkert sérlega hrifinn af þeim ljósmyndum sem fjölmiðlar nota af honum með fréttum um hann. Þessi segir hann frá í stuttri færslu á Twitter.

Brynjar tekur þó fram að hann viti vel að hann sé enginn „fegurðardís“ eins og hann orðar það.

„Ég veit að ég er engin fegurðardís en eiga þessir fjölmiðlar ekki skárri myndir af mér. Eða nota þeir alltaf eitthvað elli app frá Rússlandi þegar ég á í hlut,“ skrifar Brynjar og á þá við smáforritið FaceApp sem tröllriðið hefur samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Trump sagðist geta þurrkað Afganistan út af kortinu á 10 dögum

|
|

Stjórnvöld í Afganistan eru allt annað en sátt við ummæli sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lét út úr sér á blaðamannafundi með forsætisráðherra Pakistan í gær.

Imran Khan heimsótti Trump í Hvíta húsið í gær og að fundi loknum sátu þeir fyrir svörum fjölmiðla. Bandaríkin hafa þrýst á Pakistan til að leggja vesturvöldunum lið í að ná friðarsamningum við Talíbana, en Bandaríkin hafa verið með herlið í landinu frá árinu 2001. Um 200 þúsund bandarískir hermenn eru nú á afganskri grundu. Stjórnvöldum í Kabúl hefur hins vegar ekki verið hleypt að samningaborðinu.

Trump lagði áherslu á það á fundinum að Bandaríkin ættu ekki í stríði í Afganistan heldur gegndu þau hlutverki lögreglumanns. „Ef við vildum heyja stríð í Afganistan og sigra það, þá gæti ég sigrað það stríð á einni viku. Ég vil hins vegar ekki drepa 10 milljón manns. Ég á plön fyrir Afganistan sem myndu þýða, að ef ég færi í það stríð, að Afganistan yrði þurrkað af yfirborði jarðar. Það væri farið. Því myndi ljúka, bókstaflega, á 10 dögum. En ég vil það ekki, ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump við fréttamenn.

Þessi ummæli hafa farið þveröfugt ofan í stjórnvöld í Kabúl sem hafa krafið bandarísk stjórnvöld skýringa á ummælum forsetans. Í tilkynningu forsetaembættisins segir að afganska þjóðin hafi ekki og muni aldrei leyfa erlendum öflum að ákvarða örlög hennar. „Á meðan ríkisstjórn Afganistan styður áætlanir Bandaríkjanna um að tryggja frið í Afganistan, þá leggur hún áherslu á að erlendir þjóðhöfðingjar geta ekki ráðið örlögum Afganistan án forystu afgönsku þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni.

Þetta eru reyndar ekki einu ummæli Trumps af þessum fundi sem hafa vakið furðu. Hann fullyrti til að mynda að forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, hafi beðið sig um að miðla málum í deilu Indlands og Pakistan um Kasmír hérað. „Ég var hissa á því hversu lengi þessi deila hefur staðið yfir. Ég myndi gjarnan vilja vera sáttasemjari.“

Talsmaður indverska forsætisráðherrans var hins vegar fljótur að draga þessi ummæli tilbaka og sagði að ekkert slíkt boð hafi verið rætt. Þvert á móti hafa indversk stjórnvöld ávallt sagt að Kasmír-deilan, sem hefur staðið yfir í 70 ár, verði eingöngu leyst í samningaviðræðum milli Indlands og Pakistan.

Af ummælum Trump á fundinum má ætla að hann hafi ekki minnstu hugmynd um hvað deilan snýst um. „Ég hef heyrt svo mikið um Kasmír. Svo fallegt nafn. Ég hef heyrt að þetta sé einn af fallegustu stöðum heims. En nú eru þar sprengjur út um allt.“

Enn fremur sagðist Trum hafa einstaklega mikinn skilning á atburðum í Púertó Ríkó, þar sem fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir undanfarna daga gegn ríkisstjóranum Ricardo Rossello. Hann hafi nefnilega í tvígang staðið fyrir fegurðarsamkeppnum í landinu sem nánast öll þjóðin hafi horft á.

Synti Eyjasund fyrst kvenna

||
Sigrún Þuríður Geirsdóttir

Sundkonan Sigrún Þuríður Geirsdóttir syndi í nótt Eyjasundið fyrst kvenna og varð þar með fimmti Íslendingurinn sem syndir þessa leið.

Eyjasundið er um ellefu kílómetra langt og liggur milli Vestamanneyja og Landeyjarsands. Það tók Sigrúnu fjóra og hálfa klukkustund að synda leiðina en hún lagði af stað frá Eiðinu í Heimaey klukkan eitt í nótt. Veðurskilyrði voru hagstæð og sundið gekk vel.

Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð í nótt fyrst íslenskra kvenna til að synda milli lands og Eyja. Mynd/Rut Sigurðardóttir

„Mér leið mjög vel í byrjun sundsins en sjávarföllin, að sögn skipstjórans, voru einkennileg því í austurfallinu rak mig til vesturs en ekki austurs. Mér varð óglatt og kastaði aðeins upp en annars leið mér ágætlega. Hausinn á mér var góður allan tímann og reyndi ég að hugsa alltaf jákvætt, ég söng í huganum og var alltaf að hugsa um hversu langt ég var komin miðað við önnur sund sem ég hef synt,“ segir Sigrún Þuríður í fréttatilkynningu.

„Ég söng í huganum og var alltaf að hugsa um hversu langt ég var komin miðað við önnur sund sem ég hef synt.“

Árið 2015 varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermasundið en hún hefur að auki farið leiðina tvisvar í boðsundi. Í haust ætlar hún enn ná ný að þreyja sundið og nú í boðsundi með nokkrum öflugum sjósundsvinkonum og safna í leiðinni áheitum fyrir fyrir umhverfissamtökin Bláa herinn.

Sigrún Þuríður þegar hún kom í land á Landeyjarsand í morgun. 

Sigrún er frænka sjósundkappans Eyjólfs Jónssonar sem fyrstur syndi Eyjasundið í júlí árið 1959, fyrir 60 árum, en Sigrún segist með sundinu hafa viljað heiðra minningu hans.

Haraldur Geir Hlöðversson úr Vestmannaeyjum, Jóhannes Jónsson eiginmaður Sigrúnar og Harpa Hrund Berndsen fylgdu Sigrúnu á sundinu. Björgunarsveitin Dagrenning frá Hvolsvelli tók á móti heni þegar hún kom í land á Landeyjarsand.

Ein helsta talskona LGBT-fólks í Rússlandi myrt

Einn af ötulustu aðgerðasinnum Rússlands fannst látin nærri heimili sínu í morgun. Hún hafði verið myrt.

Lík hinnar 41 árs Yellenu Grigoryevu fannst  í runna nærri heimili hennar í Pétursborg. Hún hafði verið kyrkt og stungin. Hún var ötull talsmaður réttinda LGBT fólks auk þess sem hún hafði mótmælt innlimun Rússlands á Krímskaga og gagnrýnt meðferð rússneskra stjórnvalda á föngum.

Vinir Grigoryevu, sem staðfestu andlát hennar á samfélagsmiðlum, upplýstu að henni hafi borist morðhótanir nýverið. Á vef BBC segir að einn sé í haldi lögreglu vegna morðsins.

Aðgerðasinnar, stjórnarandstæðingar og fjölmiðlamenn gagnrýnir á stjórnvöld sæta reglulegum árásum og hótunum í Rússlandi. Í janúar var aðgerðasinninn Konstantin Sinitsyn myrtur nærri heimili sínu í Pétursborg en lögreglan úrskurðaði að um rán hafi verið að ræða.

Fjögur ár eru síðan stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov var myrtur í Moskvu. Hann var einarður andstæðingur Vladímírs Pútín forseta og hafði vikurnar fyrir morðið talað um að Pútín ætti eftir að taka hann af lífi. Fimm menn frá Tétsníu voru sakfelldir fyrir morðið en aldrei hefur verið upplýst um hver fékk þá til að fremja það.

Tvíburarnir skírðir á eins árs brúðkaupsafmæli foreldranna

Ragnhildur Steinunn

Tvíburar fjölmiðlakonunnar Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og sálfræðingsins Hauks Inga Guðnasonar voru skírðir í gær.

Tvíburarnir voru skírðir á eins árs brúðkaupsafmæli foreldra sinna. Ragnhildur sagði frá þessu á Facebook og birti myndir úr skírninni.

Drengirnir fengu nöfnin Tindur og Stormur og var athöfnin haldin í garði fjölskyldunnar.

Fyrir eiga Ragnhildur Steinunn og Haukur tvö börn saman, þau Eldeyju og Jökul.

Raddir