Miðvikudagur 23. október, 2024
4.8 C
Reykjavik

Yfirvöld í Sri Lanka staðfesta að 290 eru þegar látin og vara við að talan fari hækkandi

|||||
|Shangri-La hótelið.||||St. Anthony í Colombo

Ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Sri Lanka hafa fengið heimild til að bera kennsl á ástvini síni sem létust í árásunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Staðfest tala látinna í Sri Lanka eru 290 manns auk þess að um fimm hundruð eru slasaðir. Tala látinna er líkleg til að hækka. Yfirvöld í Sri Lanka telja lítt þekkt hryðjuverkasamtök National Thoweed Jamath standa að baki árásunum. Samtökin eru talin eiga uppruna sinn frá öðrum hóp Sri Lanka Thowheed Jamath, sem er islamskur harðlínuhópur.. Lítið er vitað um NTJ en samtökin eru talin tengjast röð skemmdaverka gegn hofum búddista í landinu. 24 hafa verið handteknir vegna hryðjuverkanna.

 

Sjá einnig: Ritstjóri Gestgjafans í hringiðu hryðjuverkaárása í Sri Lanka.

Rajitja Seneratne, talsmaður yfirvalda í Sri Lanka, staðfesti á fréttamannafundi að yfirvöld hefðu ítrekað fengið fregnir af því að NTJ hefði árás í hyggju. Þá virðist lögregla hafa haft grun um að samtökin væru að skipuleggja árás.

Maithripala Sirisena, forseti Sri Lanka

Þrátt fyrir að hryðjuverkin séu nú talin vera á ábyrgð innlendra samtaka hefur Maithripala Sirisena, forseti Sri Lanka, óskað eftir alþjóðlegri aðstoð við rannsókn á því hvort samtökin hafi notið stuðnings erlendra samtaka. Talsmaður yfirvalda sagði við fréttamenn fyrr í dag að yfirvöld telji hryðjuverkamennina hafa notið aðstoðar. Árásin sé á slíkum skala að ólíklegt sé að samtökin hafi skipulagt þau ein og óstudd. Vert er að taka fram að árásirnar eru enn til rannsóknar. Yfirvöld telja NJT að baki þeim.

Samhæfð árás var framin á átta stöðum. Hryðjuverkin beindust gegn kirkjum þar sem fólk tók þátt í páskamessum og hótelum. Ferðaþjónusta er ein stoð efnahags Sri Lanka. Rúmlega sjö prósent íbúa landsins eru kristnir.

Shangri-La hótelið.

Meðal hinna látnu eru auk ríkisborgara Sri Lanka einstaklingar frá Bretlandi, Indlandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Kína, Tyrklandi, Ástralíu, Portúgal, Hollandi, Bangladess, og Japan. Þá eru ríkisborgarar frá Ítalíu, Sádí-Arabíu, Pakistan, Póllandi og Marokó taldir meðal hinna særðu. CNN segir að um 250 hinna látnu séu frá Sri Lanka.

Shantha Mayadunne sjónvarpskokkur frá Sri Lanka er meðal hinna látnu. Skömmu fyrir árásina sem varð henni að bana deildi dóttir hennar mynd af fjölskyldunni að njóta morgunmat saman. Shanta er afar þekkt í heimalandinu. Hún hefur gefið út tvær bækur, stýrir sjónvarpsþætti og heldur námskeið í matreiðslu.

Cinnamon Grand hótel er eitt skotmarka. Hótelið hefur staðfest að fjórir þjónar á veitingastað hótelsins létust. Shang-La hótelið tilkynnti á Facebook að þrír starfsmenn hafi látist í sprengingunni.

Talsmaður danska milljónamæringsins Anders Holch Povlsen staðfesti við BBC að þrjú barna hans hefðu látist í árásunum.

Rasina, kona frá Kerala í Indlandi, lést í árásunum en hún bjó ásamt eiginmanni sínum í Dubai. Hjónin voru í Sri Lanka til að heimsækja ættinga. Eiginmaður Rasinu hafði flogið heim til Dubai fyrr um daginn.

Fimm starfsmenn Janata Dal flokksins í Indlandi létust einnig í sprengingunni. Starfsfólkið var í leyfi frá flokknum í Sri Lanka til að jafna sig eftir kosningar sem fram fóru í landinu þann 18. apríl síðastliðinn.

Tyrkneskir verkfræðingar, Serhan Selcuk Narici og Yigit Ali Cavus, eru meðal hinna látnu en BBC hefur eftir föður Serhan að sonur hans hafi verið við störf tengd sendiráði Bandaríkjanna.

Scott Morrisson, sendiherra Ástralíu hefur staðfest að allavega tveir Ástralar hafi látist í árásinni. Barnabarn Sheikh Fazlul Karim Selim, þingmanns frá Bangladess, er einnig meðal hinna látnu.

St. Anthony í Colombo

Sprengingarnar áttu sér stað milli 8.45 og 9.30 á staðartíma á Sunnudag. Árásir áttu sér stað í þremur Borgum höfuðborginni Colombo. Negombo og Battacaloa. Þrjá kirkjur og þrjú hótel voru skotmörk í fyrstu. Fimm klukkustundum síða sprungu tvær sprengjur til viðbótar rétt utan Colombo á gistiheimili og í þyrpingu íbúðarhúsa.

Þekkt vörumerki loka þúsundum verslana

Mynd/Pixabay

Smásölumarkaðurinn vestanhafs gengur nú í gegnum miklar breytingar. Nokkur vel þekkt fyrirtæki hafa lýst yfir gjaldþroti á meðan önnur fyrirhuga að loka þúsundum verslana. Það sem af er þessu ári hafa fleiri verslanir lokað en allt árið í fyrra.

Hrina gjaldþrota gengur nú yfir á smásölumarkaði í Bandaríkjunum að því er fram kemur á vef CNN. Þekkt vörumerki á borð við Payless. Gymboree, Charlotte Russe og Shopko hafa öll farið fram á gjaldþrotaskipti. Þessi fyrirtæki munu þurfa að loka 3.720 verslunum. Payless eitt og sér mun loka 2.100 verslunum.

Önnur fyrirtæki eru í óða önn að loka ósjálfbærum einingum. Á þessu ári hefur 5.994 verslunum verið lokað samanborið við 5.864 allt árið í fyrra.

Family Dollar, GNC, Walgreens, Signet Jewelers, Victoria´s Secret og JC Penney eru sögð glíma við rekstrarvanda og hyggjast loka hundruðum verslana. Meira að segja risar á borð við Target og Walmart eru að draga saman seglin rétt eins og Nordstrom, Kohl´s og Macy´s.

Þetta er einungis forsmekkurinn að því sem koma skal því áætlað er að alls muni 75 þúsund verslanir loka fram til loka árs 2026. Ástæðan er fyrst og fremst aukin netverslun. Í dag 16 prósent viðskipta í smásölu fram í gegnum netið en árið 2026 er áætlað að hlutfallið verði komið upp í 25 prósent.

Samkvæmt spám munu ríflega 2.600 nýjar verslanir opna í ár. Eru það fyrst og fremst lággjaldaverslanir á borð við Dollar General, Ollie´s Bargain Outlet, Five Below, Aldi og Lidl sem hyggjast færa út kvíarnar.

Sigurðu Ingi segir ekki hafa tekist að sannfæra meirihluta þjóðarinnar um fyrirvara við þriðja orkupakkann

„Þrátt fyrir álit fjöl­margra lög­spek­inga þá hefur ekki náðst að sann­færa meiri­hluta þjóð­ar­innar um að nóg sé að gert með þeim fyr­ir­vörum sem kynntir hafa ver­ið,“ skrifar Sigurður Ingi  Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu– og sveitastjórnarráðherra, í aðsendri grein á Kjarnanum. „Hefur rík­is­stjórnin reynt að koma til móts við þá sem harð­ast hafa gagn­rýnt pakk­ann með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem og fleiru sem á að taka af allan vafa um að orku­auð­lindir Íslands verði undir yfir­ráðum Íslend­inga og engra ann­arra.“

Sigurður segir að þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem mestar efasemdir hafi ekki tekist að ná sátt um málið. „Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar. Er það að mörgu leyti skilj­an­legt enda um eitt af fjöreggjum íslensku þjóð­ar­innar að ræða og lík­lega sú auð­lind sem á eftir að skipta mestu máli fyrir lífs­gæði kom­andi kyn­slóða. Það er því mik­il­vægt að leitað sé sáttar og nið­ur­stöðu sem almenn­ingur trúir og treystir að gæti hags­muna þjóð­ar­innar í bráð og lengd.“

Formaður Framsóknarflokksins bendir á hrunið sem rót almenns vantrausts í samfélaginu en um leið hafi fólk horft upp á Evrópusambandið taka sér stöðu með fjármála- og vðskiptavaldi. „Þótt ríf­lega ára­tugur sé lið­inn frá hruni þá hefur þjóðin ekki gleymt. Sárin eru ekki gró­in. Stofn­anir sam­fé­lags­ins, stjórn­mál og stjórn­sýsla, hafa ekki end­ur­heimt traust almenn­ings. Fólk hefur auk þess horft upp á til­hneig­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins að taka sér stöðu með fjár­mála- og viðskiptavaldinu gegn lýð­ræð­inu eins og við kynnt­umst í Ices­a­ve-­mál­inu og sést einnig vel í ofbeld­is­kenndri fram­komu Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart grísku þjóð­inni. Það er því ekki skrýtið að íslenskur almenn­ingur vilji hafa varan á þegar kemur að sam­skiptum við þetta stóra veldi sem er reyndar drauma­land ein­staka stjórn­mála­hreyf­inga hér á Íslandi.“

Sigurður fer yfir stöðu stjórnmálanna og segir frá störfum sínum að undanförnu og bendir á að með sumrinu komi önnur umræða. Þannig séu Íslendingar hættir að ræða um klukkuna af sama hita og áhuga og í vetur. „Og meðan sólar nýtur mestan hluta sól­ar­hrings­ins þá höfum við ekki áhyggjur af því hvort klukkan er hálf eitt eða hálf tvö á hádegi.“

Sigurður segir ríkisstjórnina hafa unnið samhent af krafti og ábyrgð. Hann þakkar ríkisstjórninni árangur vegna kjarasamninga. „Það hlýtur flestum að vera ljóst að sá árangur sem náð­ist með lífs­kjara­samn­ingi á almennum mark­aði með ábyrgri og fram­sýnni aðkomu stjórn­valda er stórt skref í því að bæta lífs­gæði á Íslandi og tryggja betri afkomu þeirra sem eru á lægstu laun­unum í sam­fé­lag­in­u. Flestum hlýtur einnig að vera ljóst að þessi árangur hefði ekki náðst án sterkrar rík­is­stjórnar sem spannar lit­róf stjórn­mál­anna frá vinstri til hægri með sterkri áherslu á miðj­una.“ Ráðherra fer yfir kjarasamninga og stefnumál Framsóknarflokksins fyrir síðustu þingkosningar. „Áherslu­mál Fram­sóknar í síð­ustu kosn­ingum eru áber­andi í aðgerðum stjórn­valda vegna kjara­samn­inga. Fyrst ber að nefna „sviss­nesku leið­ina“ sem felst í því að fyrstu kaup­endum sé gert kleift að nýta hluta af líf­eyr­is­sparn­aði sínum til að kaupa sér íbúð­ar­hús­næði. Sér­stakt bar­áttu­mál okkar í Fram­sókn í langan tíma, það að hús­næð­islið­ur­inn sé tek­inn út úr vísi­töl­unni, er að verða að veru­leika fyrir ný neyt­enda­lán og skref sem svo gott sem tryggja að verð­trygg­ingin sé úr Íslands­sög­unni verða að veru­leika á næstu miss­er­um.“

Að byggja hús á sandi

Höfundur / Eva H. Baldursdóttir

Þú hefur rétt á eigin skoðunum, en ekki eigin staðreyndum sagði Daniel nokkur Moyhan, fyrrum þingmaður, sendherra og pólitískur ráðgjafi fjögurra bandaríkjaforseta. Þó heimurinn sé eflaust um margt flóknari en sá ytri heimur sem við skynjum með skynfærunum fimm, eru sumir hlutir hafnir yfir nokkurn vafa. Þannig erum við sammála um að jörðin sé kringlótt, þyngdarafl sé til staðar, við þurfum súrefni til að lifa, og svo framvegis.

 

Þegar ég fylgist með umræðu um þriðja orkupakkann á Íslandi, verður mér iðulega hugsað til þessara fleygu orða. Í stuttu máli er þar farið með ýmsar rangfærslur – búið að spinna söguþráð sem er tiltölulega algengur hjá sumum stjórnmálamönnum. Í stuttu máli gengur það út á að taka nokkuð flókin mál, taka málið úr réttu samhengi og búa til óvin sem oft er útlenskur. Í tilviki orkupakkans er söguþráðurinn að hann sé forsendann fyrir því að útlendingurinn geti komið og tekið orkuauðlindina okkar.

Svo eru týnd til atriði til að skapa vafa eða beinlínis prjónuð vitleysa – og úr verður óttablandinn kokteill. Ekkert í orkupakkanum þriðja veitir hins vegar tilefni til yfirráða ESB eða útlendinga yfir orkuauðlindum Íslands. Að byggja sæstreng yrði alltaf sjálfstæð ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar, hverju sem orkupakkanum líður. Ekkert framsal íslenskra orkuauðlinda er að finna í þriðja orkupakkanum.

Þessi umræða minnir á aðra ringulreið sem varð til m.a. á pólitískri vegferð sem byggði á rangfærslum og hreinum lygum. Menn fara í ímyndaðan leiðangur um að alþjóðasamvinna sé eitthvað sem haldi aftur af þeim og láta ýmislegt út úr sér til að reyna skaða þau samskipti. Besta dæmið er Brexit.

Breska ríkisstjórnin er í dag klofin, virkar óhæf og satt best að segja – niðurlægð vegna þeirrar vegferðar. Skal engan undra enda ekki eftirsóknarvert að standa í brúnni og tala fyrir útgöngu úr ESB, sem er ekki í samræmi við yfirlýsingar um þýðingu þess fyrir kosninguna. Boris Johnson hélt ýmsu fram, t.d. árið 2016 fullyrti hann að áfram yrðu frjáls og ótakmörkuðu viðskipti fyrir Breta innan Evrópu eftir sem áður, þá yrði liðkað fyrir innflytjendum frá öðrum löndum en Evrópu (til þess að selja breskum innflytjendum að kjósa með) og það væri lítið mál að gera allskonar tvíhliðasamninga við ýmsar Evrópuþjóðir. Allar þessar fullyrðingar voru ósannindi. Þá var því haldið fram að kostnaður við Brexit yrði nánast enginn. Lord Digby Jones sagði að engin störf myndu glatast og svona má lengi telja.

Brexit í núverandi mynd er hins vegar án aðgangs að innri markaðnum, enda ekki vilji fyrir því hjá Bretum, sem leiðir til þess að þeir njóta ekki frjálsra óheftra viðskipta lengur. Þrjár skýrslur, gefnar út í lok árs 2018, staðfestu allar að útganga muni hafa slæm áhrif á breska hagkerfið. Þúsundir starfa munu hverfa til annarra Evrópulanda og ríkisstjórnin spáir sjálf 9,3% höggi á hagkerfið ef Bretar ganga út án samnings.+

Þá dældi Daily Mail út allskonar skapandi fréttum og berum lygum um Evrópusambandið á pari við að gerðar væru kröfur um sérstaklega beygða banana, mjólkurflöskur yrðu bannaðar, kýr væru þvingaðar til að ganga með bleyjur og svo framvegis. Allt til að mála myndina af kjánalegu Evrópusambandi. Bretar standa hins vegar einir eftir kjánalegir í sjálfskapaðri kaótík á meðan talsmenn Evrópusambandsins virka yfirvegaðir, við stjórn og kurteisir – lausir við yfirgengilegar yfirlýsingar í fjölmiðlum.

Brexit var því eins og að byggja hús á sandi – rétt eins og umræða fólks gegn þriðja orkupakkanum á Íslandi. Undirstaðan var lítil sem engin, eins og gengur þegar stjórnmál byggja á rangfærslum og geta leitt til þess að stórar, afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar.

Ef við viljum byggja hús á góðum grunni í stjórnmálum, þá byrjum við á byrjuninni. Það upphaf er t.d í íslensku stjórnarskránni en ekki í því að fara stofna EES-samstarfinu í hættu. Sé fólki alvara með að vernda íslenskar auðlindir fyrir ágangi og gróðarfíkn mannsins á kostnað almennings og náttúrunnar sjálfrar þarf að leggja ákveðnar lágmarksreglur í stjórnarskrá. Slíkt ákvæði er þegar til en deilan hefur almennt snúist um orðalagið sem varðar gjald til almennings fyrir notkun auðlinda. Hvort það eigi að koma til fullt gjald eða sanngjarnt gjald hefur t.d. verið ein umræðan. Hérna liggur aðalpólitík málsins. Í auðlindaákvæði í stjórnarskrá mætti ennfremur ákveða að umhverfið nyti vafans og hagsmuni komandi kynslóða og svona má lengi telja.

Alþjóðasamvinna byggir á því að þjóðir með sameiginlega hagsmuni græði á því að starfa saman. Það er engin þjóð þvinguð til að vera í Evrópusambandinu heldur er sérstakt ákvæði í stofnsáttmálanum sem kveður á um útgöngu, sem Brexit hefur fylgt. Það eru engar þjóðir kúgaðar til samstarfs. ESB er samstarfsvettvangur frjálsra og fullvalda þjóða um frið og alþjóðasamvinnu og innri markað. Að sama skapi er engin þjóð þvinguð til að vera í EES. Við erum í samstarfinu við ESB í gegnum þann samning af því að við græðum einfaldlega mikið á því fjárhagslega og með ýmsum öðrum beinum og óbeinum hætti. Að stofna slíku samstarfi í hættu með falsupplýsingum eins og í tilviki orkupakkans fylgir mikil ábyrgð. Í því gildir lögmálið um orsök og afleiðingu eins og í öðru í þessu lífi.

Í tilviki Brexit hafa margir velt því upp hvort útganga Breta muni veikja ESB. Í fyrstu virtist svo vera en að endingu kann því að vera öfugt farið. Þannig mun kaótík Breta verða öðrum þjóðum vitnisburður um ágæti aðildar að Evrópusambandinu. Nú eru kostir þess mun sýnilegri. Í öllu falli hafa efasemdarraddir frá öðrum Evrópuþjóðum svo gott sem koðnað niður. Þó Evrópusambandið sé ekki gallalaust samband fremur en nokkurt annað mannanna verk virðist að endingu betra að vera í því, en að standa fyrir utan. Einkum ef fólk hefur áhuga á að vera aðili sem mótar sameiginlega stefnu fyrir álfuna sem þeir tilheyra.

Þá er áhugavert að velta því fyrir sér hvort útganga Breta kunni að leiða til þess að Stóra-Bretland liðist hreinlega í sundur. Hvort það yrði afleiðing þess að leggja upp í vegferð byggða á rangfærslum. Skotar eru almennt hrifnir af því að vera í Evrópusambandinu og Brexit kann að vekja upp kröfu um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. Þá kann Brexit að leiða til sameiningu Írlands. Eftir stæði þá England, leifarnar af breska stórveldinu.

Óværa vinnur að sinni fyrstu plötu og myndband væntanlegt

Hljómsveitin Óværa vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu EP plötu.

Það er Halldór Á. Björnsson sem sér um upptökur en margir ættu að þekkja hann úr sveitum eins og Legend og Esju svo dæmi séu nefnd.

Platan kemur út á næstu vikum en glæsilegt myndband er einnig í vinnslu og verður það frumsýnt á vef Albumm.

Fyrir skömmu sendi sveitin frá sér lagið „Part Time Whore” sem er fyrsta lagið sem heyrist af komandi EP plötu, það er að finna hér fyrir neðan.

„Ég taldi mig vera að velja ör­ugg­an stað“

Ritstjóri Gestgjafans í hringiðu hryðjuverkaárása í Sri Lanka.

„Sri Lanka var val­inn ferðamannastaður árs­ins 2019 af Lonely Pla­net, þannig að ég taldi mig vera að velja ör­ugg­an stað til að heimsækja,“ segir Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, ritstjóri Gestgjafans sem var ásamt dóttur sinni Viktoríu Kjartansdóttur stödd í Negombo í gær, en þar var framin hryðjuverkaárás í kirkjunni í morgun með þeim afleiðingum að 67 manns lét­ust.

Samkvæmt fréttastofunni AFP var árásin hluti af röð sprengjuárása sem gerðar voru í Sri Lanka í morgun, en talið er að minnst 207 manns hafi látið lífið í þeim og fleiri hundruð særst. Virðast árásirnar hafa beinst gegn kristn­u fólki og ferðamönn­um, þar sem hótel og kirkjur í landinu voru helstu skotmörkin. Liggur grunur á að öfgaíslamistar, kenndir við NTJ (National Thowheeth Jama’ath), hafi verið að verki. Hefur fréttastofan eftir lögreglunni að minnst 25 hafi látist í árásinni á kirkjuna í Batticaloa, 45 í Kólombór og 67 í Negombo þar sem mæðgurnar Hanna og Viktoría voru staddar daginn áður.

Hanna, sem hefur skrifað töluvert um ferðalög bæði fyrir Gestgjafann og Mannlíf, segist ekki hafa lent í neinu í líkingu við þetta áður. Dagarnir fram að ódæðisverkinu hafi verið yndislegir í Sri Lanka og þær mæðgur hafi, þrátt fyrir að hafa lent í ýmsu, ekki upplifað sig óöruggar.

Nú séu þær komnar til Maldavíeyja eftir erfitt ferðalag og muni verja þar nokkrum dögum áður en haldið er til Íslands. Fram að því ætlar hún að fylgjast vel með gangi mála og ráðfæra sig við ferðaskrifstofuna, enda þurfi þær að millilenda í Kólombo á leiðinni heim. Hanna segir að á þessari stundu sé hugur þeirra mæðgna hjá íbúum Sri Lanka og fórnarlömbum árásanna.

Fjórir af fimmtán hæstu útsvarsgreiðendum í Garðabæ búa beinlínis hlið við hlið

Fjórir af fimmtán þeirra sem hæstar útsvarsgreiðslur greiða í Garðabæ búa beinlínis hliðin á hvor öðrum samkvæmt athugun Stundarinnar. Þá búa tíu þeirra í sama hverfinu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstýra Stundarinnar, gerir aukna stéttaskiptingu á Íslandi og hraða samþjöppun auðs að umfjöllunarefni í nýjum leiðara Stundarinnar.

Hún bendir á að Íslensk yfirsétt sé einsleit með eindæmum. „Í rannsókn á elítu Íslands kom í ljós að fólk sem tilheyrir elítunni er líklegra til að bía á sama svæði. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi búa 2,5 sinnum fleiri úr viðskipta- og atvinnuelítunni en annars staðar, þeirra á meðal framkvæmdastjórar stærstu fyrirtækja landsins,“ segir í leiðara Stundarinnar. Ingibjörg bendir á að búseta myndi innbyrðis tengsl „sem viðhalda elítunni, meðlimir í framkvæmdastjórnum fyrirtækja er líklegri til að velja nágranna sína með sér í stjórn. Eftir því sem menn eru virkari í stjórnmála- og íþróttastarfi aukast líkurnar á því að stjórnarmenn fyrirtækja komi úr sama póstnúmeri.“

Ingibjörg nefnir dæmi um tekjur ríkasta Íslendingsins sem kemur úr röðum útgerðarmanna. Sá aðili þénar slíkar tekjur að það tæki lækni með 1.5 milljón á mánuði 117 ár að þéna sömu upphæð. „Manneskja á lágmarkslaunum væri 576 ár að ná því.“

Þá gerir hún hagsmunabaráttu efstu laga samfélagsins að umfjöllunarefni í leiðaranum og nefnir þar meðal annars baráttu útgerðarmanna gegn sérstöku veiðigjaldi. Gjaldi sem hefur að markmiði að skila rentu vegna takmarkaðs aðgengis að auðlindum til samfélagsins í stað þess að skilja rentu eftir hjá útgerðinni sjálfri. „Veiðileyfagjaldi var harðlega mótmælt, enda fullyrtu hagsmunasamtök útgerðarmanna að þau myndi valda fjöldagjaldþoti í greininni. Sama ár skiluðu útgerðirnar methagnaði. Á fundi með íbúum í litlu sjávarplássi birti forstjóri útgerðarinnar mynd af börnum sínum og spurði hvað yrði um framtíð þeirra, ef veiðileyfagjöldum yrði komið á. Því var hótað að auknum álögum ríkisins yrði velt yfir á sjómennina sjálfa, sem áttu ekki aðeins að bera kostnaðinn heldur einnig mótmæla þessum áformum.“

Ritstýra Stundarinnar nefnir fleiri dæmi um hvernig efsta lag samfélagsins hefur komið sér hjá því að standa sína plikt og hvernig kerfið virðist beinlínis hannað til að aðrar reglur gildi um hópinn en aðra. „Fyrrverandi borgarfulltrúi viðurkenndi skattalagabrot en brot hans voru fyrnd. Hann var síðan dæmdur fyrir peningaþvætti,“ skrifar Ingibjörg. Þar á hún við málefni Júlíus Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem faldi fé frá fjölskyldu sinni og skattyfirvöldum auk þess að þvætta féð og nota í eigin þágu. Júlíus var dæmdur fyrir peningaþvætti en fékk að halda fénu. Saksóknari gerði ekki kröfu um upptöku fársins þrátt fyrir að slíkt tíðkist. Þá nefnir hún dóma sem féllu vegna bankahrunsins og hvernig sömu aðlar og hlotið höfðu dóma gátu haldið viðskiptum með aflandsfélögum áfram innan veggja fangelsisins auk þess að fjárfestingaleið Seðlabankans stóð þeim til boða.

„Einstaka sinnum fáum við innsýn í valdastrúktúr samfélagsins. Hvernig fámennir hópar beita áhrifum sínum eigin þágu en ekki samfélagsins. Við vitum að þeir sem fara með völd í íslensku samfélagi, hafa peninga og stöðu til, hafa tilhneigingu til að beta áhrifum sínum til að styrkja stöðu sína. Við vitum líka að það þjónar ekki endilega hagsmunum okkar sem samfélags að eftirláta þeim þetta vald.“

Vandaðri föt endast lengur

Guðný Ásberg hefur mikinn áhuga á öllu tengdu tísku og förðun en innblástur sækir hún bæði frá Instagram og Pinterest. Guðný segist sjaldan standast fallega skó en leiðinlegast sé að máta samfestinga og buxur sem þó séu skyldueign í alla fataskápa.

„Ég elska að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum en ég hef einnig mjög gaman af tísku og förðun. Sjálf lærði ég förðun í Reykjavík makeup school og útskrifaðist þaðan í apríl 2016.“

Aðspurð hvernig hún lýsir sínum persónulega stíl segir Guðný hann fyrst og fremst stílhreinan.

Dökkblár er fallegasti fataliturinn að mati Guðnýjar.

„Ég heillast mjög af tímalausum flíkum og vel oftast gæði umfram magn þar sem vandaðri föt endast lengur. Stíllinn minn er oftast mjög stílhreinn en ég versla mikið erlendis. Ég elska að kíkja í second hand shops en ein af mínum eftirlætisbúðum er Wasteland í Los Angeles. Ég sæki sömuleiðis innblástur mikið í götutískuna ásamt því að kíkja reglulega á Instagram og Pinterest.“

„…ein af mínum eftirlætisbúðum er Wasteland í Los Angeles.“

Þegar talið berst að furðulegustu kaupunum nefnir Guðný stuttbuxur undir áhrifum diskótískunnar en skemmtilegast sé að kaupa fallega skó.

Guðnýju þykir skemmtilegast að versla sér skó.

„Þessa stundina dreymir mig um fallega kápu sem kæmi sér vel yfir kaldasta tímann. Einhverra hluta vegna fell ég alltaf fyrir loðjökkum, ætli einhver slíkur verði ekki fyrir valinu.“

„Uppáhaldsflíkin mín er Allsaint-leðurjakkinn minn en hann fann ég á markaði úti LA. Lítið sem ekkert notaður og í minni stærð. Góður leðurjakki er eitthvað sem maður verður að eiga í fataskápnum, það má segja að ég hafi fundið hinn fullkomna leðurjakka þarna, enda gæti ég ekki verið ánægðari með hann.“

Fullt nafn: Guðný Ásberg
Aldur: 22 ára
Fallegasti fataliturinn? Dökkblár
Besta lykt í heimi? Tom ford – Oud kwood
More is less eða Less is more? Klárlega less is more.
Þægindi eða útlit? Ég verð að segja hvorutveggja.
Áhugamál: Ferðast og njóta lífsins.

„Sú flík sem hefur hvað mesta tilfinningalega gildið er þessi pels sem ég fékk í gjöf frá ömmu minni fyrir nokkrum árum. Hann er úr rauðrefi og var keyptur í Kaupmannahöfn árið 1984 af afa mínum.“
„Gucci-taskan mín er ein af mínum uppahaldstöskum, hún er svo klassísk.“

Myndir / Hallur Karlsson

Grænkeri með húðflúr af slátursvíni: „Það er alveg hægt að breytast“

Ágúst Már Garðarsson, kokkur hjá verkfræðistofunni Eflu, ákvað að gerast grænkeri eftir að hann ásamt Sigurði Lofti Thorlacius, umhverfisverkfræðingi, hófu að mæla dýpt kolefnisspora þess matar sem boðið er upp á í mötuneyti Eflu.

Ágúst viðurkennir að hann takist nú á við krefjandi lífsstílsbreytingu en að hann geti ekki haldið áfram að borða dýraafurðir með góðri samvisku eftir að hann kynnti sér málið.

„Ég er í grunninn kjötæta, ég er alinn upp í sveit, hef slátrað dýrum og veiddi minka sem barn,“ segir Ágúst sem er nú orðinn vegan.

„…ég er alinn upp í sveit, hef slátrað dýrum og veiddi minka sem barn.“

Ágúst segist hafa verið mikil kjötæta og aldrei íhugað að hætta að borða kjöt áður en hann fór að skoða muninn á kolefnisspori kjötfæðis annars vegar og grænmetisfæðis hins vegar.

„Ég var ekkert að fara að breytast. Ég hafði litla löngun til að breyta mataræðinu. En fyrir þremur vikum hófst umhverfisvikan í Eflu og við fórum að prufukeyra mælingarforritið. Ég hélt að þetta myndi ekki hafa mikil áhrif á mig en þegar dagarnir liðu og ég fór að stimpla hráefnin inn og sjá tölurnar sem komu upp þá brá mér svolítið,“ útskýrir Ágúst. Í kjölfarið fór hann að lesa sér til um kjötframleiðslu og landbúnað.

„Það er alveg hægt að breytast, ég meina, þetta er hálf vandræðalegt fyrir mig því ég er með slátursvín húðflúrað á framhandlegginn,“ segir hann og skellir upp úr.

„Ég vissi ekki að ég væri svona háður osti“

Spurður út í hvort að hann sé orðinn vegan til frambúðar svarar hann játandi. „Já, alveg hiklaust. Ég er enn þá að læra inn á þetta. Ég var til dæmis að komast að því að það er býflugnavax í rauðum Ópal og þess vegna er hann ekki í boði lengur. En ég ætla að gera mitt besta.“

Aðspurður hvort það sé einhver ákveðinn matur sem hann hefur saknað eftir að hann gerðist vegan segir hann: „Ostar. Ég vissi ekki að ég væri svona háður osti. Ég var til dæmis að baka pítsur fyrir stelpurnar mínar á föstudaginn og mér fannst ég vera að fara á mis við eitthvað í lífinu, að geta ekki fengið mér pítsu með osti“ segir Ágúst og hlær.

Í dag er fjölbreytt úrval veganosta til í verslunum en Ágúst hefur ekki fundið veganost sem hann er hrifinn af enn þá. „Þeir eru bara ekki nógu góðir að mínu mati. En maður veit ekki, vísindunum fleytir fram og kannski tekst einhverjum að búa til fullkominn veganost.“

Krefjandi en skemmtilegt verkefni

Ágúst viðurkennir að það sé krefjandi að gera svona mikla breytingu á mataræði sínu. „Þetta er svo margbrotið. Þetta reynir vissulega á en það er gaman að takast á við svona verkefni. Maður þarf að hugsa svo margt upp á nýtt. En þegar ég sá að veganmatur getur líka verið sveittur með majónesi, þá fór ég að trúa að þetta sé hægt,“ segir hann og hlær.

„Þegar ég sá að veganmatur getur líka verið sveittur með majónesi, þá fór ég að trúa að þetta sé hægt.“

Ágúst tekur fram að úrval alls kyns matar sem unninn er úr jurtaríkinu en líkist kjöti komi sér vel í eldamennskuna. „Þessi veganmatur sem notaður er sem staðgengill fyrir kjöt er að ná auknum vinsældum og úrvalið er orðið mikið. Í gamla daga var þetta algjört „no no“ og það þótti bara hallærislegt,“ segir Ágúst sem mælir eindregið með að fólk kynni sér vegan lífsstílinn.

Fyrir áhugasama er hér fyrir neðan tafla um kolefnisspor þeirra máltíða sem starfsfólki Eflu var boðið upp á þann 17. apríl.

Hin íslenska Miss Marple tekur frummyndinni fram

Hún Edda á Birkimelnum, söguhetjan í Eddubókum Jónínu Leósdóttur, hefur unnið hugi og hjörtu íslenskra lesenda með vasklegri framgöngu við lausn sakamála, óseðjandi forvitni og hressilega hreinskilnislegum skoðunum á hinu og þessu í samfélaginu.

Hún er eiginlega frekar óþolandi persóna sem lesendur myndu kannski forðast ef hún væri raunveruleg en sem sögupersóna hittir hún í mark og minnir um margt á eina ástsælustu persónu glæpabókmenntanna, hina hnýsnu slettireku Miss Marple sem Agatha Christie gerði ódauðlega í hverri metsölubókinni af annarri á síðustu öld. Það er eitthvað við þessar afskiptasömu eldri dömur sem er einfaldlega ómótstæðilegt.

Í einni bókinni um Eddu ásakar Snorri, hinn önuglyndi sonur hennar, hana um að vera haldin „Miss Marple-komplex“ og hann hefur ýmislegt til síns máls. Eins og Miss Marple er Edda bráðskörp, hefur óþrjótandi áhuga á umhverfi sínu og öðru fólki og er glúrin við að finna þræðina sem leiða til þess að glæpamaðurinn finnst. Edda er hins vegar auðvitað mun nútímalegri persóna en Miss Marple, enda kom sú góða kona fyrst fram á sjónarsviðið árið 1927 og er skilgetið afkvæmi síns tíma. Í fyrstu bókinni, Morðið á prestsetrinu, er hún reyndar hvorki vinsæl né aðdáunarverð persóna, mikil slúðurkerling með nefið ofan í hvers manns koppi, smjattandi á óförum annarra og lesendur voru frekar ósáttir við hana en Agatha Christie gerði hana viðkunnanlegri í seinni bókum og það endaði auðvitað með því að lesendur voru farnir að elska og dá þessa gömlu piparjúnku sem endalaust skipti sér af lífi annarra.

„Ekki svo að skilja að Edda taki meðvitaða ákvörðun um það að gerast einhver Miss Marple, forvitni hennar og löngun til að hjálpa náunganum leiða hana óvart út á þessa braut og eftir fyrsta málið verður ekki aftur snúið. Hún verður að leysa gáturnar.“

Miss Marple hefur aldrei unnið utan heimilis, og reyndar varla innan heimilis heldur, þar sem hún hefur alltaf þjónustustúlkur á heimilinu, en Edda er hins vegar fyrrverandi verslunarstjóri bókabúðar og fullkomlega fær um að sjá um sig sjálf. Í fyrstu bókinni, Konan í blokkinni, er hún nýkomin á eftirlaun og pínulítið áttavillt í tilverunni, verandi íðilhress kona á besta aldri þarf hún augljóslega á því að halda að finna lífi sínu tilgang og fylla dagana af einhverju áhugaverðu og þar koma sakamálin til sögunnar. Ekki svo að skilja að Edda taki meðvitaða ákvörðun um það að gerast einhver Miss Marple, forvitni hennar og löngun til að hjálpa náunganum leiða hana óvart út á þessa braut og eftir fyrsta málið verður ekki aftur snúið. Hún verður að leysa gáturnar.

Kafað í samfélagið

Þrátt fyrir ýmis líkindi þeirra stallsystra Eddu og Jane Marple er þó miklu fleira sem er ólíkt með þeim, sérstaklega í einkalífi þeirra og aðstæðum. Jane Marple hefur aldrei gifst, á engin börn né nána ættingja og virðist verja meirihlutanum af lífi sínu í heimsóknum hjá fólki sem hún þekkir mismikið. Edda, hins vegar, á hjónaband að baki, hún á tvö börn, tvo tengdasyni og tvö barnabörn og stærðarinnar tengslanet.

Hún er vön því að bjarga sér sjálf og þótt samskiptin við börnin séu svona upp og niður eru þau þó snar þáttur í lífi hennar og engan veginn hægt að segja að hún sé ein í lífsbaráttunni. Ein skemmtilegasta aukapersóna bókanna er svo tengdasonurinn Viktor, en hann og Edda eru miklir vinir og hittast oft til að slúðra og drekka rauðvín saman. Samræður þeirra eru oft stórskemmtilegar og sýna hlið á Eddu sem hún birtir ekki oft í samskiptum við aðra.

Það sem bókaflokkarnir um Eddu og Miss Marple eiga þó enn frekar sameiginlegt en líkindin milli aðalpersónanna, er að höfundarnir eru miklir mannþekkjarar og sögur persónanna sem blandast í málin sem þær stöllur leysa eru djúpar og vel byggðar.

Ólíkt því sem oft gerist í glæpasögum fáum við að kynnast þeim sem viðkomandi glæpir snerta mest og um leið verða sögurnar samfélagsrýni sem skiptir máli, ekki bara einfaldar morðgátur sem öll frásögnin gengur út á að leysa.

Jónína Leósdóttir hefur í bókum sínum um Eddu tekið fyrir ýmis mál sem eru áberandi í samfélagsumræðunni og í nýjustu bókinni, Barnið sem hrópaði í hljóði, er meginþemað heimilisofbeldi og þá ekki síst áhrif þess á börn að alast upp við slíkt.

Óhemju sterkir kaflar eru sagðir í fyrstu persónu af barni sem horfir upp á föður sinn misþyrma móður sinni og það er hjartalaus manneskja sem ekki verður djúpt snortin af þeim lestri. Í bókinni er sjónum einnig beint að hlutskipti trans barna í íslensku samfélagi og sú saga er ekki síður hugvekjandi. Því þótt yfirbragð bókanna um Eddu sé léttleikandi og oft og tíðum drepfyndið þá er hér samt tekist á við alvarleg samfélagsmein með afgerandi hætti og lesandinn neyddur til að horfast í augu við ýmislegt óþægilegt sem oft er sópað undir teppi. Og það án þess að nokkurs staðar örli á predikun eða tilraunum til að troða boðskapnum upp á lesandann. Þetta er skemmtilestur með grafalvarlegum undirtóni.

„Í einni bókinni um Eddu ásakar Snorri, hinn önuglyndi sonur hennar, hana um að vera haldna „Miss Marple-komplex“ og hann hefur ýmislegt til síns máls. Eins og Miss Marple er Edda bráðskörp, hefur óþrjótandi áhuga á umhverfi sínu og öðru fólki og er glúrin við að finna þræðina sem leiða til þess að glæpamaðurinn finnst.“

Jónína hefur gefið það í skyn að næsta bók um Eddu verði sú síðasta í bókaflokknum en aðdáendur Eddu eru síður en svo sáttir við það. Okkur finnst eiginlega lágmark að Edda fái tólf bækur um sig eins og Miss Marple vinkona hennar og að við fáum að fylgjast með henni eldast. Það væri ekki sanngjarnt að láta okkur elska hana meira með hverri bók og taka hana síðan frá okkur. Við þurfum okkar árlega Edduskammt. Hún er nefnilega skuggalega ávanabindandi.

Sólveig Anna „pínku glöð“ forstjóra ÍSAM fyrir að „afhjúpa sig og sinn þankagang svona rösklega“

||
||

ÍSAM auðvaldið útvegar kennsluefnið í viðvarandi kennslustundina sem við sitjum öll um þessar mundir,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á Facebook vegna tilkynningar ÍSAM um verðhækkanir fyrirtækja í eigu félagsins verði kjarasamningar samþykktir. „Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem hefur verið troðið ofan í okkur eins og kássu búinni til úr grænum baunum, sírópi, franskbrauði, kexi, síld og tannkremi (og argað um leið og við kúgumst: Þetta er víst gott, aumingi!) hefur sem grundvallarlygi að ekkert sé betra fyrir lýðræðið en óheft markaðsfrelsi.“

Fréttablaðið sagði frá því í morgunÍsam, heildsölu og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boði nú verðhækkanir á öllum vörum fyrirtækjanna ef samningar verða samþykktir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við RÚV það vera einsdæmi að fyrirtæki boði verðhækkanir ef kjarasamningar verði samþykktir. Björn Snæbjörnsson sagði við Morgunblaðið að hann telji klofning innan raða Samtaka atvinnulífsins og að ákveðin fyrirtæki vilji fella samninginn. „Mér finnst eins og fyr­ir­tæki inn­an Sam­tak at­vinnu­lífs­ins séu að hvetja til þess að kjara­samn­ing­arn­ir séu felld­ir. Það er eins og það sé ákveðinn klofn­ing­ur inn­an sam­tak­anna.“

Sjá einnig: Eins og fyrirtæki séu að „hvetja til þess að kjarasamningarnir séu felldir“

Sólveig segir ekkert jafn andlýðræðislegt og auðvaldið og vill meina að hugmyndir um markaðsfrelsi og lýðræði séu lygi haldið að fólki. „það er gömul saga og glæný. Ætli við verðum ekki bara að vera pínku glöð yfir því að Hermann [Stefánsson] afhjúpar sig og sinn þankagang svona rösklega. Það hlýtur að færa okkur endurnýjaðan baráttuanda og skarpan fókus á það hvers vegna breytingar eru nauðsynlegar í samfélaginu.“

Eins og fyrirtæki séu að „hvetja til þess að kjarasamningarnir séu felldir“

Mynd: Eining-Iðja

„Mér finnst eins og fyr­ir­tæki inn­an Sam­tak at­vinnu­lífs­ins séu að hvetja til þess að kjara­samn­ing­arn­ir séu felld­ir. Það er eins og það sé ákveðinn klofn­ing­ur inn­an sam­tak­anna,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður starfsgreinasambandsins, við Morgunblaðið í kjölfar tilkynninga um verðhækkanir sökum kjarasamninga. Björn segir við blaðið að framsetning þeirra sem tilkynn hafa um hækkanir sé ósmekkleg. Ríki og sveitarfélög hafa þega gefið út að þau muni halda aftur af verðhækkunum.

Fréttablaðið sagði frá því í morgunÍsam, heildsölu og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boði nú verðhækkanir á öllum vörum fyrirtækjanna ef samningar verða samþykktir. Þá segir Fréttablaðið frá fyrirhugaðri hækkun Gæðabaksturs vegna samninganna. Fyrirtækið boðar 6.2% hækkun gengishækkunar á hveiti og vegna samninganna. Í fréttinni kemur fram að hækkun vegna hveitis sé um þrjú prósent.

„Ég er ekki að segja það að fólk eigi ekki skilið það sem það fær í laun. En ef við fáum á okkur þessa hækkun þá verðum við að setja það út í verðlagið til að mæta þessu,“ segir Vilhjálmur Þorláksson,framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, við Fréttablaðið.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við RÚV það vera einsdæmi að fyrirtæki boði verðhækkanir ef kjarasamningar verði samþykktir, líkt og ÍSAM gerði í gær. „Við erum með endurskoðunarákvæði sem snúa að því að kaupmáttur launa verði tryggður og vextir lækki. Ég tel að þetta ógni því að svo geti orðið. Þá munu kjarasamningar væntanlega losna og við munum sækja þær kaupmáttarkrónur, eða þær kjarabætur sem við töldum okkur gefa eftir til þess að ná niður vöxtum, af mikilli hörku ef það kemur til þess að samningar losni,“ segir Ragnar.

Formaður Starfsgreinasambandsins segir við Morgunblaðið að Brauðgerð Kristjáns Jónssonar á Akureyri hafi tilkynnt sambandinu að þeirra vörur muni hækka um 6.2%

Kjarasamningar verslunar- og verkafólks eru til rúmlega þriggja ára. Þeir gilda frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 verði þeir samþykktir. Lægstu laun munu hækka mest en sú hækkun nemur 30% á lægstu taxta. Útfærsla er í samningnum til styttri vinnuviku. Þá fylgir þeim eingreiðsla upp á kr. 26 þúsund sem greidd er út í byrjun maí 2019. Ein forsenda samninganna er að skattbyrði tekjulægstu hópa lækkar um kr. tíu þúsund á mánuði.

„Ég átti rosalega erfitt fyrst eftir að hann dó“

Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir fylgdi föður sínum, Sveinbirni Bjarkasyni, í gegnum stigvaxandi alkóhólisma sem að lokum dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Sú reynsla hefur markað líf Guðrúnar Láru alla tíð en fyrir jólin sendi hún frá sér bókina Orðlaus þar sem hún kallast á við ljóð föður síns með upprifjunum á eigin reynslu. Hún segir vinnuna við bókina að mörgu leyti hafa verið frelsandi en hún glími þó enn við meðvirkni og aðrar afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma foreldris.

Guðrún Lára var ættleidd af Sveinbirni Bjarkasyni og Kristjönu Þráinsdóttur ásamt systur sinni sem er tveimur árum eldri. Hún þekkti aldrei kynföður sinn en hefur alltaf vitað af kynmóður sinni og verið í sambandi við hana annað slagið í gegnum tíðina. Framan af átti hún litríka og áfallalausa æsku og segist bara eiga góðar minningar um foreldra sína frá þeim tíma.

„Við pabbi vorum mjög náin,“ segir Guðrún Lára, sem reyndar er alltaf kölluð Lára, spurð um samband sitt við föður sinn. „Pabbi var hálfgerð ævintýrapersóna og náði vel til barna og við systurnar áttum margar eftirminnilegar og góðar stundir með honum í æsku. Þegar ég var sex ára missti pabbi fyrirtækið sitt og varð gjaldþrota og upp úr því byrjaði hann að drekka stíft. Hann hafði drukkið áður, en ég man ekki eftir því að það hafi verið einhver vandræði. Mamma var flugfreyja og mikið að heiman, þannig að pabbi var mikið með okkur systurnar. En í kjölfar gjaldþrotsins misstu foreldrar mínir íbúðina sína í Árbænum og fluttu í miðbæinn í leiguíbúð. Pabbi átti erfitt með að sætta sig við þetta og deyfði hugann í drykkju sem ágerðist og var orðin dagleg. Það var eins og hann hefði verið rændur karakternum sínum. Hann stjórnaði okkur tilfinningalega og beitti okkur alvarlegu andlegu ofbeldi á þessum tíma. Þetta voru erfiðir tímar fyrir okkur öll þar sem við héldum alltaf í vonina um að hann myndi taka sig á, eins og hann lofaði svo oft. Því miður gerðist það ekki og drykkjan var orðin stjórnlaus. Hann hvarf heilu vikurnar og hann var farinn að beita mömmu líkamlegu ofbeldi þegar þau skildu. Þá hef ég verið níu ára.“

Reyndi að stjórna drykkju föðurins
Eftir að foreldrar hennar skildu umgekkst Lára föður sinn stopulla, en þær systurnar fóru þó alltaf til hans annað slagið og sóttu mikið í nærveru hans, að hennar sögn. „Ég sótti mikið í pabba,“ segir hún. „Hann drakk líka þegar við vorum hjá honum en hann reyndi að halda því innan marka á meðan. Ég vorkenndi honum og var einhvern veginn alltaf að reyna að passa upp á hann. Hélt að ef ég væri með honum þá myndi hann ekki drekka, en það var auðvitað ekki þannig. Ég sé það í dag að þetta var rosaleg meðvirkni, maður sækir í einhvern sem maður er að reyna að stjórna með því að koma inn hjá honum samviskubiti. Ég tuðaði oft í honum að hætta að drekka eins og ég veit að aðstandendur gera. Ég man vel eitt sinn þegar ég bað hann að gefa mér það í afmælisgjöf að hætta að drekka og hann svaraði því að hann skyldi hætta að drekka ef ég myndi hætta að borða nammi. Ég sé það auðvitað núna hvað hann var orðinn rosalega veikur, að segja þetta við við mig.“

„Ég kom oft þreytt og tætt í skólann þegar mamma og pabbi voru enn saman og var orðin félagslega einangruð. Sagði fátt og var orðin bæld í samræðum við vinkonur mínar. Það hafði áhrif á vináttuna og tengsl við skólafélaga.“

Spurð hvaða áhrif skilnaðurinn og ástand föðurins hafi haft á hana, hvort það hafi til dæmis haft áhrif á árangur hennar í skóla, segir Lára að það hafi sjálfsagt gert það að einhverju leyti, hún hafi verið berskjölduð og lent í hálfgerðu einelti af hendi nokkurra skólafélaga þegar verst stóð á heima fyrir. „Ég kom oft þreytt og tætt í skólann þegar mamma og pabbi voru enn saman og var orðin félagslega einangruð. Sagði fátt og var orðin bæld í samræðum við vinkonur mínar. Það hafði áhrif á vináttuna og tengsl við skólafélaga. Það endaði svo á því að ég var skilin út undan og gert grín að því hvernig ég hagaði mér.

Eftir að mamma og pabbi skildu og ég var hjá pabba kom ég líka oft seint eða mætti ekki þar sem pabbi var ekki í standi til að keyra mig í skólann, þá hringdum við inn veikindi. Þetta hafði þau áhrif að ég var óörugg með sjálfa mig og fannst eins og allir sæju í gegnum mig, vandamálin urðu stærri og ég gat ekki tjáð mig um þau.

Framan af átti Guðrún Lára litríka og áfallalausa æsku og segist bara eiga góðar minningar um foreldra sína frá þeim tíma.

Ég held að það gerist oft með krakka sem búa við slæmar heimilisaðstæður, þeir verða berskjaldaðir, þá er léttara fyrir hina krakkana að atast í þeim.

Ég skammaðist mín líka oft fyrir pabba og fékk síðan samviskubit yfir því. Það fylgdi þessu endalaus togstreita. Einu sinni var ég að keppa í fótbolta og pabbi kom á leikinn. Hann var fullur og gólaði og öskraði inn á völlinn. Honum fannst hann vera hvetjandi og gerði sér enga grein fyrir því hvað þetta var orðið skammarlegt. Ég skammaðist mín mikið fyrir hvernig hann hegðaði sér og fann hvernig liðið mitt og þjálfarinn vorkenndu mér.“

Lára segist ekki hafa fengið mikla aðstoð við að takast á við þessar stríðandi tilfinningar, það hafi einhvern veginn ekki verið venjan á þeim tíma. „Kennarinn minn hafði samband við mömmu um að koma okkur systrum að hjá félagsráðgjafa í skólanum og við fórum þangað. Ég hefði örugglega þurft að ganga til sálfræðings á þessum tíma líka en þetta var bara öðruvísi í gamla daga, það var ekki eins aðgengilegt að fara til sálfræðings eins og er í dag.

Eftir að mamma og pabbi skildu giftist mamma öðrum manni og við fluttum í Mosfellsbæ. Þar fann ég meiri stöðugleika heima fyrir og átti auðveldara með sjálfa mig. Eignaðist yndislega vini sem ég held enn sambandi við og sjálfsmyndin efldist.“

Líka reið við mömmu
„Mamma var ekkert voðalega hrifin af því að við værum svona mikið hjá pabba, en við vildum alltaf fara til hans og hann var yfirleitt edrú þegar hann kom að sækja okkur, svo hún gat lítið gert. Ég laug líka að mömmu, sagði að hann hefði verið edrú þótt hann hefði verið fullur og svona. Við vorum oft mjög tættar þegar við komum heim og vildum ekki ræða neitt um það hvernig dvölin hjá pabba hefði verið. En þetta var allt svo flókið, ég var eiginlega bálreið út í mömmu líka. Hún átti í fyrsta lagi ekkert að vera að skipta sér af þessu, þetta var pabbi okkar, en svo vildi maður líka að hún myndi taka utan um mann og hugga mann. Þetta var algjör tilfinningarússíbani.“

Lára segist hafa brenglaða mynd af nánum samböndum og það hafi kannski markað hana hvernig samskiptin við föður hennar voru. Hún eigi erfitt með að treysta og viti eiginlega ekkert hvað eðlilegt samband sé. „Mamma mín og stjúppabbi minn áttu vinalegt samband og það er ágætt viðmið. En það er eins og ég kunni ekki að meta þannig sambönd sjálf og ég finn það alveg að ég hrífst af mönnum sem eru líkari pabba. Það er eitthvað sem ég er að vinna í og er mjög sátt við að vera ein í dag.“

Um það bil að gefast upp
Þegar Lára var í framhaldsskóla var pabbi hennar nánast kominn á götuna og orðinn útigangsmaður, eða það sem kallað var á þeim tíma að vera að róni. Það hlýtur að hafa verið erfið reynsla. „Pabbi eignaðist líka aðra konu sem var okkur systur minni mjög góð og við eigum enn í dag í góðu sambandi við. Þau voru saman í nokkur ár en undir það síðasta var samband þeirra slitrótt og átakanlegt. Pabbi var orðinn mjög veruleikafirrtur og illa haldinn af sínum sjúkdómi. Eftir að þau skildu var niðurleiðin hröð. Hann fluttist milli íbúða en gat ekki staðið í skilum með leiguna og kom sér fjárhagslega og andlega á mun verri stað. Hann bjó oftast nálægt miðbænum og umgekkst fólk sem var í slæmu ástandi líka. Um þetta leyti hætti ég að mestu að fara heim til hans, en ég reyndi samt að halda sambandi við hann þótt það væri erfitt. Hann var oft týndur eða hafði lent í slagsmálum og lenti stundum upp á spítala nær dauða en lífi af drykkju og vímuefnum. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar hann hafði verið lagður inn með gröft í lungunum og eitrun í blóðinu og læknarnir sögðu okkur að það væri óvissa um ástand hans. Ég vonaði þó að hann myndi fara í meðferð. En daginn eftir mætti ég upp á spítala og þá var hann farinn, hann hafði farið í spítalasloppnum með æðalegginn hangandi framan á sér. Þá fékk ég nánast taugaáfall. Ég skildi ekki hvernig hægt var að hleypa manninum út og átti áhrifaríkt samtal við hjúkrunarkonu. Hún benti mér á að það væri ekki hægt að halda fólki óviljugu á spítalanum en ég gæti mögulega farið fram á að svipta hann sjálfræði tímabundið. Ég fór heim til hans til að athuga hvort hann væri þar og það reyndist rétt. Hann leit hræðilega illa út, var gulleitur á hörund og gröftur lak úr hendinni á honum. Hann gat ekki talað og augnaráð hans var fjarrænt. Ég bað hann að koma með mér aftur upp á spítala en hann hlustaði ekki. Hann gekk út í átt að Austurvelli. Ég gekk á eftir honum og sá hvernig fólk starði á hann. Hann gekk beint inn í ríkið og reyndi að kaupa sér áfengi en hafði bara tekið notað símafrelsiskort með sér. Ég borgaði fyrir hann og hljóp í burtu. Þessum tímapunkti í lífi mínu gleymi ég aldrei. Pabbi sagði mér þó síðar að hann hefði farið aftur upp á spítala um nóttina og svo í framhaldinu á geðdeild.“

„Það var partí heima hjá honum þar sem 16 ára stúlku var nauðgað hrottalega af tveimur mönnum inni á baðherbergi. Hann sjálfur var áfengisdauður inni í svefnherberginu á meðan því stóð og mundi ekkert.“

Lára segist á þessum tíma hafa verið um það bil að gefast upp á föður sínum og það sama hafi gilt um alla aðra sem þekktu hann. „Vinur minn sagði mér einu sinni af því þegar hann hitti pabba niðri í bæ í slæmum fráhvörfum og gaf honum peninga fyrir afréttara og mat. Frænka mín grét eitt sinn í jólaboði eftir að hafa hitt pabba á bekk í bænum. Sumir sem þekktu hann vildu ekki sjá hann, urðu reiðir og kölluðu hann aumingja. Ég gerði allt þetta líka. Ég hitti hann líka stundum í misjöfnu ásigkomulagi. það var sárt að sjá hann og ég skammaðist mín fyrir hann. En það erfiðasta var að hann vildi ekki hjálp og ég gat ekkert gert sama hvað ég reyndi.“

Lára segir fyrstu árin eftir að faðir hennar dó hafa einkennst af því að hún hafi keppst við að gera hluti sem hún vissi að hann hefði orðið stoltur af.

Sveinbjörn dó af völdum alkóhólismans þegar Lára var tuttugu og fjögurra ára, en áður hafði hann náð að vera edrú í tvö ár og þau ár voru afar mikilvæg fyrir Láru. „Pabbi var á botninum þegar hann tók þá ákvörðun að verða edrú. Nánustu ættingjar og vinir voru alveg búnir að loka á hann og það hefði ekki komið mörgum á óvart að hann hefði dáið á þessum tíma. Hann bjó á Snorrabrautinni þegar hræðilegur atburður gerðist sem varð til þess að hann tók sig á og varð edrú,“ segir Lára og þagnar. „Það var partí heima hjá honum þar sem 16 ára stúlku var nauðgað hrottalega af tveimur mönnum inni á baðherbergi. Hann sjálfur var áfengisdauður inni í svefnherberginu á meðan því stóð og mundi ekkert. Hann kenndi þó sjálfum sér um þetta og sá að hann vildi ekki lifa svona lengur. Hann hafði oft farið í meðferð áður en aldrei náð tökum á edrúmennskunni en í þetta sinn fór hann í gegnum allan meðferðarpakkann og var edrú í tvö ár eftir það. Sá tími var okkur dýrmætur og hann vildi allt fyrir okkur systur og barnabörn gera, enda var hann ljúfur og góður maður. Þetta var eins og fá pabba aftur.“

Gat loks fyrirgefið mér
Sælan entist ekki lengi og Sveinbjörn fór að drekka aftur, sú drykkja dró hann hratt til dauða. Meðan hann var edrú hafði hann ætlað sér að gefa út ljóðabók eftir sig og aðra sem höfðu gefið honum ljóð á förnum vegi. Sú bók átti að heita Orð. „Ég hafði hvatt hann árum saman til að safna ljóðum sínum og halda utan um þau og hann gerði það. Hann var kominn langt á leið með að setja ljóðin sín saman í bók áður en hann datt í það. Þegar hann var svo fallinn reyndi ég að fá hann til að verða edrú aftur og lofaði að aðstoða hann með bókina. Þá sagði hann kaldhæðnislega að ef hann lifði það ekki að bókin kæmi út ætti hún að heita Orðlaus. Þegar hann dó sat ég uppi með heilan helling af ljóðum, bæði eftir hann og aðra. Ég tók þau ljóð sem ég vissi að voru hans en það eru þrjú ljóð í bókinni sem gætu mögulega verið annarra en þau fylgdu honum og eiga greinilega erindi hvort sem þau eru hans eða annarra.

Daginn fyrir afmælið hans, 25. október 2007, var ég að bíða eftir honum heima hjá honum. Þegar hann kom heim var hann með kippur af bjór og orðinn léttur. Hann hafði verið á brúninni með að falla og hafði dottið tvisvar í það áður en þarna vissi ég að hann var fallinn. Ég varð gjörsamlega eyðilögð. Ég gekk út frá honum eftir að hafa sagt alls konar leiðinlega og særandi hluti við hann. Hann reyndi að hringja í mig en í fyrsta sinn ákvað ég að loka á hann og svaraði honum ekki. Ég hélt þá að ég væri að gera rétt og þetta myndi jafnvel hafa áhrif á að hann hætti. Ég hitti hann einu sinni aftur áður en hann dó. Þá kom hann í vinnuna til mín fullur og ég vildi ekki sjá hann. Ég heyrði af honum og þá var hann á stanslausu fylliríi og orðinn illa haldinn á sál og líkama. Ef ég ætti að ráðleggja sjálfri mér í dag, myndi ég ekki loka á hann. Ég hefði viljað svara símanum og segja honum að ég elskaði hann, þótt ég gæti ekki talað við hann núna.“

Spurð hvort hún hafi leitað sér hjálpar við að vinna úr tilfinningunum sem þessi reynsla hefur valdið segist Lára ekki hafa gert mikið af því. „Ég hef ekki farið til sálfræðings en ég hef verið að vinna úr þessu með góðri konu og mér hefur loksins tekist að fyrirgefa sjálfri mér,“ segir Lára og greinilega er stutt í kökkinn í hálsinum. „Það tók mig alveg svakalega langan tíma að fyrirgefa mér.“

Forðaðist sjálfa sig
Lára segir fyrstu árin eftir að faðir hennar dó hafa einkennst af því að hún hafi keppst við að gera hluti sem hún vissi að hann hefði orðið stoltur af. Hún fór til dæmis í íþróttafræði og útskrifaðist sem íþróttafræðingur, vann við að kenna súlufimi og líkamsrækt í nokkur ár.

„Ég gerði þessi ár eiginlega að keppni við sjálfa mig,“ útskýrir hún. „Ég var alltaf að ögra sjálfri mér og flýta mér að klára þetta eða hitt. Ég held að það hafi verið mín leið til að reyna að komast undan sorginni. Ég átti rosalega erfitt fyrst eftir að hann dó, en ég einhvern veginn lokaði á allar tilfinningar, ég gat til dæmis ekki grátið, ég hló bara þegar eitthvað var sorglegt. Fólki fannst þetta mjög skrítið og ég stóð mig að því að gera mér upp grát þegar ég vissi að maður ætti að gráta. Seinna kom það svo aftan að mér, ég var orðin rosalega þung og eirðarlaus en djöflaðist bara áfram og lét eins og þetta væri ekkert mál. Ég gleymdi alveg að líta inn á við og þekkti ekki sjálfa mig, var bara svakalega hörð og lét eins og ég gæti allt. Síðan kom að því að ég meiddist illa í vinnu og gat ekki lengur gert það sem ég var vön að gera og þá breyttist allt. Þótt það hafi verið vont að meiðast var þetta samt gott fyrir mig. Ég neyddist til að stoppa og fara að skoða sjálfa mig og hvernig mér leið í raun og veru.“

„Ég átti rosalega erfitt fyrst eftir að hann dó, en ég einhvern veginn lokaði á allar tilfinningar, ég gat til dæmis ekki grátið, ég hló bara þegar eitthvað var sorglegt. Fólki fannst þetta mjög skrítið og ég stóð mig að því að gera mér upp grát þegar ég vissi að maður ætti að gráta.“

Lára var alltaf með það í bakhöndinni að gefa ljóð föður síns út. Hún ætlaði upphaflega að gefa út hefðbundna ljóðabók og fór á námskeið í skapandi skrifum 2012 hjá Þorvaldi Þorsteinssyni. Þar byrjaði hún hins vegar að skrifa sínar eigin minningar út frá ljóðunum sem hún hafði setið á í fimm ár. Þorvaldur og hópurinn hennar hvöttu hana áfram og hún sendi Þorvaldi uppkast að bókinni í febrúar 2013. Þá nótt lést Þorvaldur og hún tók sér langa pásu frá bókinni eftir það. „Árið 2016 var ég nokkurn veginn búin að gefast upp á bókinni. Þá kom vinkona mín í heimsókn til mín til Noregs þar sem ég bjó þá og ég sagði henni frá handritinu. Hún hvatti mig til að klára bókina og fékk tengdamömmu sína, Helgu Haraldsdóttur, til að aðstoða mig. Sú yndislega kona sneri mér í hring og gaf mér ráð sem breytti mörgu fyrir mér. Hún sagði mér að vera ég sjálf í minningunum mínum. Áður hafði ég búið til sögur eða verið einhver annar í minningunum. Það var erfitt að verða ég, en ég er mjög sátt við það í dag.

Að skrifa um mína eigin upplifun var afar hreinsandi fyrir mig. Eins konar heilun og það er meginmarkmið mitt með þessari opinberun að fá börn og unglinga sem eiga erfitt með að tjá sig, til að skrifa og koma hlutunum frá sér. Í dag er ég flugfreyja og einstæð móðir sex ára stelpu. Við mæðgur erum samrýndar og ég geri mitt besta til að sinna móðurhlutverkinu og búa til góðar og eftirminnilegar minningar fyrir hana. Ég skrifa enn og á minn fantasíuheim sem ég hverf inn í öðru hvoru. Það besta við söguheiminn er að hann er óendanlegur og maður getur gert og skapað það sem manni sýnist.“

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Blóm, pastellitir og einfaldar línur

Húðflúrarinn og teiknarinn Auður Ýr Elísabetardóttir notast mikið við blóm, pastelliti og einfaldar línur í verkum sínum, en hún lærði myndskreytingu í Academy of Art University.

Hvernig verk gerir þú aðallega og fyrir hvað?
„Undanfarin ár hef ég aðallega verið í fullri vinnu sem húðflúrari, sem þýðir að ég teikna mikið upp eftir hugmyndum annarra. Blóm eru áberandi í verkunum mínum, bæði þeim sem ég skapa fyrir aðra og fyrir sjálfa mig.“

Hvaðan færðu innblástur?
„Úr náttúrunni, bókum og svo fylgi ég fullt af frábærum listamönnum á Instagram.“

Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna?
„Mér finnst best að vinna upp úr hádegi, ég elska að taka rólegan morgun með kaffibolla og koma mér hægt í gang. Svo vinn ég þar til dóttir mín kemur heim úr skólanum.“

Hvaða litir heilla þig?
„Ég er hrifin af mjög einföldum litapallettum, helst með pastellitum. Ég nota mikið einn til tvo liti í bland við einfaldar línuteikningar.“

Ákvaðst þú á einhverjum tímapunkti að verða listamaður eða gerðist það bara „óvart“?
„Ég hef verið ákveðin í að vinna við að teikna síðan ég var um 8 ára.“

Hefur þú alla tíð haft gaman af því að teikna?
„Já, ég á enn skissubækur og teikningar frá því ég var mjög ung og það er gaman að sjá hvað maður var að pæla þegar maður var yngri. Ímyndunaraflið var svo allt öðruvísi þegar maður var sjö ára og svo líka þegar maður var 15 ára. Ég hef alveg unnið með hugmyndir sem ég hef rekist á í þessum gömlu bókum.“

Hvaða listamenn eru í uppáhaldi hjá þér?
„Ég er ofboðslega hrifin af verkum Alphonse Mucha og Harry Clarke, svo er vinur minn Sölvi Dúnn algjör snillingur.“

Hvað er fram undan á næstu misserum?
„Ég er í fæðingarorlofi eins og er og verð fram á næsta sumar. Mig langar voðalega mikið að ná að skapa eitthvað fyrir mig á þeim tíma þar sem ég mun ekkert vera að flúra og kannski ná að setja upp sýningu. Svo mæti ég fersk til leiks aftur á Íslenzku húðflúrsstofuna.“

Instagram / heimasíða: @auduryre / auduryr.com

Unaðsleg Oreo-ostakaka

Ostakökur eru uppáhald margra. Þeir sem eru fyrir ostakökurnar eru oft ástríðufullir aðdáendur þeirra og nota hvert tækifæri til að gæða sér á þeim. Hér er uppskriftir að einni góðri þar sem Oreo-kex spilar stórt hlutverk.

Oreo-ostakaka
fyrir 8

Botn:

130 g hafrakex
2 msk. púðursykur
1 msk. kakó
6 msk. smjör, brætt

Myljið kex og bætið púðursykri og kakói saman við. Bætið smjöri út í og blandið vel saman. Setjið bökunarpappír á botninn á smelluformi. Það má líka nota bökuform og þá þarf engan pappír. Þrýstið kexmylsnunni á botninn á forminu.

Kakan:

2 matarlímsblöð
500 g rjómaostur
50 g sykur
2 dl rjómi, þeyttur
2 tsk. vanilludropar
8 Oreo-kexkökur, saxaðar
6-8 Oreo-kexkökur, skornar í tvennt, til að skreyta með

Leggið matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn. Hrærið rjómaost og sykur vel saman. Bætið þeyttum rjóma, vanilludropum og söxuðum kexkökum varlega saman við. Bræðið matarlím ásamt 2 msk. af vatni yfir vatnsbaði og hellið því út í blönduna.

Hellið ostablöndunni í formið ofan á kexbotninn. Skreytið með Oreo-kexkökum og kælið.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Karl Petersson

Munurinn á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum getur numið mörg hundruð krónum

´

Átt þú eftir að kaupa páskaeggin? Þá borgar sig að lesa yfir þetta.

Allt að 67% verðmunur var á páskaeggjum mill verlsana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 11. apríl. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef ASÍ á dögunum.

Verðkönnun ASÍ leiddi í ljós að munurinn á hæsta og lægsta verði nam oft mörg hundruð krónum og mest 1.400 krónum á einu og sama páskaegginu.

Bónus var oftast með lægstu verðin á páskaeggjum eða í 28 af 30 tilfellum. Super 1 var oftast með hæstu verðin eða í 13 tilfellum af 30 en Iceland fylgir fast á eftir með hæstu verðin í 11 tilfellum.

3.579 krónur í Bónus en 4.599 krónur í Super 1

Af páskaeggjum var verðmunurinn mestur á litlum rís páskaeggjum frá Freyju, fjórum saman í pakka eða 67% en lægst var verðið í Bónus, 359 kr. en hæst í Hagkaup 599 kr.

Í krónum talið var verðmunurinn mestur á Nóa Siríus risa páskaeggi, 1.401 kr. eða 25%. Lægst var verðið í Bónus 5.598 kr. en hæst var verðið 6.999 kr. í Super 1. Þá var 28% munur á hæsta og lægsta verði á Nóa Siríus eggi nr.7. Lægst var verðið í Bónus, 3.579 kr. en hæst, 4.599 kr. í Super 1 en það gerir 1.020 kr. verðmun.

Sjá einnig: Páskaeggin hækkað í verði á hverju ári frá 2014

„Alltaf verið hugfangin af glæpum og sakamálum“

|
Unnur Arna Borgþórsdóttir.|Unnur Arna Borgþórsdóttir frá Egilsstöðum er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Morðkast en hún er mikil áhugamanneskja um sönn sakamál. Mynd / Aðsend

Morðcastið er nýtt hlaðvarp (e. podcast) úr smiðju Unnar Örnu Borgþórsdóttur sem hefur lokið grunnnámi lögfræði, býr í Kaupmannahöfn og er sérstaklega áhugasöm um íslenskan refsirétt.

„Hugmyndin er nú ekki ný af nálinni,“ segir Unnur í samtali við Mannlíf. „Ég hef alltaf verið hugfangin af glæpum og sakamálum og hef í gegnum tíðina mikið kynnt mér slíkt, meðal annars með því að hlusta af ákafa á erlend hlaðvörp þar sem fjallað er um efnið. Mér hefur hins vegar alltaf fundist slíkt vanta fyrir íslenskan markað og sérstaklega þar sem íslenskir glæpir eru teknir fyrir.“

Í lögfræðináminu hefur Unnur varið miklum tíma í að skoða gömul mál og áhugaverða dóma. „Ég tuðaði mikið um að það vantaði svona íslenskt hlaðvarp og vinkonur mínar sögðu mér að ég ætti þá bara að gera það sjálf. Stuttu seinna voru upptökugræjur á leiðinni og ég á Youtube að finna út úr því hvernig á að klippa saman hlaðvarpsþátt.“

Unnur Arna Borgþórsdóttir frá Egilsstöðum er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Morðcast en hún er mikil áhugamanneskja um sönn sakamál. Mynd / Aðsend

Mál Mary Vincent á toppnum
Í þættinum verða tekin fyrir íslensk og skandinavísk morð- og sakamál á aðeins léttari nótum. „Ég stefni á að kynna hlustendur fyrir tveimur sakamálum í hverjum þætti en það fer eðlilega líka eftir umfangi málanna sem tekin eru fyrir. Einnig koma gestir í þáttinn til mín sem segja frá sínum uppáhaldsmálum en ég vil endilega ná að fræða hlustendur og jafnframt hafa þetta í spjallformi upp að vissu marki,“ segir Unnur sem heillast hefur af fjölmörgum málum í gegnum tíðina.

„Ég er ekki mikið fyrir þessa stærstu raðmorðingja, heldur hef ég heillast meira af því sem endar vel eða eru flókin í sönnunarfærslu eða hinu lagalega umhverfi.“

„Ég er ekki mikið fyrir þessa stærstu raðmorðingja, heldur hef ég heillast meira af málum sem enda vel eða eru flókin í sönnunarfærslu eða hinu lagalega umhverfi. Málið hennar Mary Vincent er alveg vafalaust á toppnum hjá mér þegar talað er um uppáhaldssakamál, en hún einmitt lifði af hrottalega árás. Annars verð ég alltaf mjög heilluð af því sem ég skoða hverju sinni. Íslensk sakamál hafa líka alltaf heillað mig mikið, sérstaklega þar sem mér finnst oft sem það sé látið sem þau hafi hreinlega ekki átt sér stað og umræðan er lítil sem engin um þau. Með Morðcastinu vil ég þess vegna opna um þau umræðuna og gera þeim góð skil.“

Fyndin og hnyttin
Unnur svarar því bæði játandi og neitandi þegar hún er spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir í hlaðvarpsheiminum. „Mér finnst mikilvægt að þátturinn sem ég er að hlusta á grípi mig, hvort sem um er að ræða staka þætti eða heila seríu af þáttum. Serial, Up and Vanished og My Favorite Murder eru vafalaust nokkur af mínum uppáhaldshlaðvörpum og svo finnst mér Snorri Björns mjög góður þáttastjórnandi. Mér þætti þar af leiðandi gaman að vera einhverskonar blanda af þeim öllum. Ná að halda athygli hlustenda, vera fyndin og hnyttin, en samt geta frætt og vera vel upplýst.“

Þátturinn kemur út á hverjum fimmtudegi og hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum eins og iTunes, Apple podcasts, Podbean, Spotify, Podcast Addict, og Pocket casts. Morðcastið er að finna á Instagram og Twitter og svo er hægt að hafa samband við Unni gegnum [email protected].

Gómsætt meðlæti með páskamatnum

Rétt meðlæti er oft það sem gerir máltíðina að sælkeramat. Hér gefum við ykkur uppskriftir að gómsætu meðlæti sem er fullkomið á páskaborðið.

Bakaðar gulrætur með parmesanosti og steinselju
fyrir 4-6

2 msk. smjör, bráðið
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
8-10 heilar gulrætur, burstaðar og þvegnar
gróft sjávarsalt, eftir smekk
svartur nýmalaður pipar, eftir smekk
4 msk. parmesanostur, rifinn
2 msk. steinselja, söxuð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman hvítlauk og smjöri og veltið gulrótunum upp úr því, Bragðbætið með salti og pipar. Bakið í 20 mín. Takið úr ofninum og stráið parmesanosti yfir og bakið áfram í 10 mín.

Stráið saxaðri steinselju yfir eftir að gulræturnar koma úr ofninum. Eldunartíminn fer svolítið eftir stærð á gulrótunum.

Perlulaukar soðnir í epladjús

10-12 stk. perlulaukar
500 ml epladjús
2 tsk. kjúklingakraftur
1 msk. ferskt timjan eða 1 tsk. þurrkað
½ tsk. pipar
½ tsk. salt

Sjóðið laukana í 1 mín. og takið hýðið af, þetta er gert til að auðveldara sé að ná hýðinu af lauknum. Setjið þá síðan á djúpa pönnu eða í pott ásamt öllum innihaldsefnum. Látið malla í 30-40 mín. og hrærið í annað slagið á meðan.

Laukurinn er tilbúinn þegar epladjúsinn hefur breyst í fallega karamellu utan um laukinn.

Steiktar apríkósur með kanil

1 tsk. kanill
2 msk. döðlusykur eða önnur sykurtegund
3 apríkósur, sneiddar í báta
2 msk. smjör

Blandið kanil og sykri saman og veltið apríkósubátunum upp úr blöndunni. Bræðið smjörið á pönnu og steikið bátana upp úr smjörinu í 5 mín.

Veltið þeim til á pönnunni á meðan. Þetta er einstaklega gott meðlæti með kjöti eins og svíni og lambi og jafnvel bragmiklu kjöti eins og villibráð.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir og Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Folda Guðlaugsdóttir  
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Á von á barni

|||
|Samfélagsmiðlaparið Ingólfur og Tinna eiga von og barni í ágúst. |Sigrún Sigurpáls nýtur hér lífsins í Sjóböðunum á Húsavík en páskunum mun hún meðal annars verja í innanhúsframkvæmdir. |Eva Ruza Miljevic

Samfélagsmiðlastjörnurnar hafa í nógu að snúast í páskafríinu, ætla að njóta hátíðarinnar og að sjálfsögðu að fá sér páskaegg.

Sigrún Sigurpáls nýtur hér lífsins í Sjóböðunum á Húsavík en páskunum mun hún meðal annars verja í innanhúsframkvæmdir.

„Sko, mitt páskaegg í ár verður Bailyes-páskaegg. Er hægt að biðja um betra kombó?“ segir Sigrún Sigurpáls snappari frá Egilsstöðum sem nýlega keypti sér gamalt einbýlishús þar eystra ásamt sambýlismanninum Steinþóri Guðna Stefánssyni.

„Við erum náttúrlega að brasa í húsinu sem við vorum að kaupa og munum að einhverju leyti nota páskafríið í það. En aðallega ætla ég að vera með börnunum mínum fjórum, fara með þau út í náttúruna og leyfa þeim að upplifa hana. Það er svo mikilvægt að halda tengslum við náttúruna og kenna börnunum okkar að meta hana. Langbest að byrja á meðan þau eru ung. Þá læra þau frekar að leika sér úti og njóta þess að vera í fersku lofti en ekki lokuð inn í herbergi í tölvum.

Á páskadag fer fram hin árlega páskaeggjaleit og ég mun sem fyrr leggja mikinn metnað í að fela eggið hans Steinþórs. Ég hef falið það á ótrúlegustu stöðum þannig að hann hefur verið að því kominn að gefast upp. Einu sinni límdi ég það til dæmis einu sinni undir lazyboy-stólinn hjá pabba mínum,“ segir hún hlægjandi og bætir við: „Svo á ég afmæli annan í páskum og mun halda upp á það með mínum nánustu.“

Samfélagsmiðlaparið Ingólfur og Tinna Björk Krist­ins­dótt­ir eiga von og barni í ágúst.

Kominn tími til að þroskast
Ingólfur Grétarsson eða Gói Sportrönd eins og hann kallar sig ætlar að nýta páskana til að þroskast örlítið meira eins og hann orðar það sjálfur.

„Ég er að verða pabbi í ágúst þannig að mig langar að fókusa á það yfir páskana. Það er kominn tími til að þroskast aðeins meira,“ segir hann ábyrgðarfullur. „Ég á að vera á vakt föstudaginn en ætla að nota helgina til að koma mér á beinu brautina. Dropbox-, Spotify- og Adobe CC-áskriftirnar mínar voru að klárast og ég þarf að skoða hvernig ég á að haga peningamálunum mínum.“

Hann ætlar svo að fá sér 450 g páskaegg númer 5 frá Góu. „Já, frá Góu því ég er Hafnfirðingur. En var eitthvað að spá hvort ég ætti að fá mér hvítt páskaegg í ár en vildi ekki missa mig í flippinu þannig hefðbundið súkkulaði páskaegg varð ofan á.“

Eva Ruza Miljevic. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Klessa um páskana
„Páskarnir eru klessuhátíð í mínum augum,“ segir Eva Ruza þegar hún er spurð hvað hún ætli að gera um páskana.  „Ég hef hugsað mér að vera klessa um páskana. Ég þarf aðeins að núllstilla mig eftir ansi langa skemmtanatörn og þá er ekkert betra en að liggja upp í sófa, borða súkkulaði og jafnvel horfa á Ryan Reynolds í þröngum, rauðum samfesting – Deadpool. Ég er að vona að það mæti ekki haustlægð yfir páskana svo ég geti aðeins farið út að viðra fjölskyldumeðlimina.“

Nóa páskaeggin hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá Evu en hún er farin að upplifa valkvíða þegar kemur að því að velja rétta páskaeggið. „Á ég að borða venjulegt eða henda mér i óvissuna. Held ég muni splæsa í saltlakkrís og sjávarsalt.“

Þráinn úr Skálmöld kíkti í horn Hljóðfærahússins

Í byrjun apríl mætti enginn annar en Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld í horn Hljóðfærahússins.

Þráinn er að öðrum ólöstuðum ein fremsta gítarhetja landsins. Hann hefur gefið út fjölda platna með Skálmöld og síðasta áratuginn hafa þeir félagar túrað heiminn þveran og endilangan.

Snæbjörn Ragnarsson eða Bibbi eins og flestir þekkja hann er einnig meðlimur Skálmaldar en hann spurði Þráinn spjörunum úr og var ansi kátt í horninu þennan dag.

Heimsókn í Hornið fer fram fyrsta föstudaginn í hverjum mánuði og er spennandi sjá hver mætir næst í Hornið! Albumm mætti að sjálfsögðu á svæðið og úr varð þetta myndband sem unnið er af Thank You Studio fyrir Albumm.is.

Hér fyrir neðan má hlusta á hljóðupptökuna í heild sinni.

https://soundcloud.com/albumm/heimsokn-i-horni-rainn-ur-skalmold

Yfirvöld í Sri Lanka staðfesta að 290 eru þegar látin og vara við að talan fari hækkandi

|||||
|Shangri-La hótelið.||||St. Anthony í Colombo

Ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Sri Lanka hafa fengið heimild til að bera kennsl á ástvini síni sem létust í árásunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Staðfest tala látinna í Sri Lanka eru 290 manns auk þess að um fimm hundruð eru slasaðir. Tala látinna er líkleg til að hækka. Yfirvöld í Sri Lanka telja lítt þekkt hryðjuverkasamtök National Thoweed Jamath standa að baki árásunum. Samtökin eru talin eiga uppruna sinn frá öðrum hóp Sri Lanka Thowheed Jamath, sem er islamskur harðlínuhópur.. Lítið er vitað um NTJ en samtökin eru talin tengjast röð skemmdaverka gegn hofum búddista í landinu. 24 hafa verið handteknir vegna hryðjuverkanna.

 

Sjá einnig: Ritstjóri Gestgjafans í hringiðu hryðjuverkaárása í Sri Lanka.

Rajitja Seneratne, talsmaður yfirvalda í Sri Lanka, staðfesti á fréttamannafundi að yfirvöld hefðu ítrekað fengið fregnir af því að NTJ hefði árás í hyggju. Þá virðist lögregla hafa haft grun um að samtökin væru að skipuleggja árás.

Maithripala Sirisena, forseti Sri Lanka

Þrátt fyrir að hryðjuverkin séu nú talin vera á ábyrgð innlendra samtaka hefur Maithripala Sirisena, forseti Sri Lanka, óskað eftir alþjóðlegri aðstoð við rannsókn á því hvort samtökin hafi notið stuðnings erlendra samtaka. Talsmaður yfirvalda sagði við fréttamenn fyrr í dag að yfirvöld telji hryðjuverkamennina hafa notið aðstoðar. Árásin sé á slíkum skala að ólíklegt sé að samtökin hafi skipulagt þau ein og óstudd. Vert er að taka fram að árásirnar eru enn til rannsóknar. Yfirvöld telja NJT að baki þeim.

Samhæfð árás var framin á átta stöðum. Hryðjuverkin beindust gegn kirkjum þar sem fólk tók þátt í páskamessum og hótelum. Ferðaþjónusta er ein stoð efnahags Sri Lanka. Rúmlega sjö prósent íbúa landsins eru kristnir.

Shangri-La hótelið.

Meðal hinna látnu eru auk ríkisborgara Sri Lanka einstaklingar frá Bretlandi, Indlandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Kína, Tyrklandi, Ástralíu, Portúgal, Hollandi, Bangladess, og Japan. Þá eru ríkisborgarar frá Ítalíu, Sádí-Arabíu, Pakistan, Póllandi og Marokó taldir meðal hinna særðu. CNN segir að um 250 hinna látnu séu frá Sri Lanka.

Shantha Mayadunne sjónvarpskokkur frá Sri Lanka er meðal hinna látnu. Skömmu fyrir árásina sem varð henni að bana deildi dóttir hennar mynd af fjölskyldunni að njóta morgunmat saman. Shanta er afar þekkt í heimalandinu. Hún hefur gefið út tvær bækur, stýrir sjónvarpsþætti og heldur námskeið í matreiðslu.

Cinnamon Grand hótel er eitt skotmarka. Hótelið hefur staðfest að fjórir þjónar á veitingastað hótelsins létust. Shang-La hótelið tilkynnti á Facebook að þrír starfsmenn hafi látist í sprengingunni.

Talsmaður danska milljónamæringsins Anders Holch Povlsen staðfesti við BBC að þrjú barna hans hefðu látist í árásunum.

Rasina, kona frá Kerala í Indlandi, lést í árásunum en hún bjó ásamt eiginmanni sínum í Dubai. Hjónin voru í Sri Lanka til að heimsækja ættinga. Eiginmaður Rasinu hafði flogið heim til Dubai fyrr um daginn.

Fimm starfsmenn Janata Dal flokksins í Indlandi létust einnig í sprengingunni. Starfsfólkið var í leyfi frá flokknum í Sri Lanka til að jafna sig eftir kosningar sem fram fóru í landinu þann 18. apríl síðastliðinn.

Tyrkneskir verkfræðingar, Serhan Selcuk Narici og Yigit Ali Cavus, eru meðal hinna látnu en BBC hefur eftir föður Serhan að sonur hans hafi verið við störf tengd sendiráði Bandaríkjanna.

Scott Morrisson, sendiherra Ástralíu hefur staðfest að allavega tveir Ástralar hafi látist í árásinni. Barnabarn Sheikh Fazlul Karim Selim, þingmanns frá Bangladess, er einnig meðal hinna látnu.

St. Anthony í Colombo

Sprengingarnar áttu sér stað milli 8.45 og 9.30 á staðartíma á Sunnudag. Árásir áttu sér stað í þremur Borgum höfuðborginni Colombo. Negombo og Battacaloa. Þrjá kirkjur og þrjú hótel voru skotmörk í fyrstu. Fimm klukkustundum síða sprungu tvær sprengjur til viðbótar rétt utan Colombo á gistiheimili og í þyrpingu íbúðarhúsa.

Þekkt vörumerki loka þúsundum verslana

Mynd/Pixabay

Smásölumarkaðurinn vestanhafs gengur nú í gegnum miklar breytingar. Nokkur vel þekkt fyrirtæki hafa lýst yfir gjaldþroti á meðan önnur fyrirhuga að loka þúsundum verslana. Það sem af er þessu ári hafa fleiri verslanir lokað en allt árið í fyrra.

Hrina gjaldþrota gengur nú yfir á smásölumarkaði í Bandaríkjunum að því er fram kemur á vef CNN. Þekkt vörumerki á borð við Payless. Gymboree, Charlotte Russe og Shopko hafa öll farið fram á gjaldþrotaskipti. Þessi fyrirtæki munu þurfa að loka 3.720 verslunum. Payless eitt og sér mun loka 2.100 verslunum.

Önnur fyrirtæki eru í óða önn að loka ósjálfbærum einingum. Á þessu ári hefur 5.994 verslunum verið lokað samanborið við 5.864 allt árið í fyrra.

Family Dollar, GNC, Walgreens, Signet Jewelers, Victoria´s Secret og JC Penney eru sögð glíma við rekstrarvanda og hyggjast loka hundruðum verslana. Meira að segja risar á borð við Target og Walmart eru að draga saman seglin rétt eins og Nordstrom, Kohl´s og Macy´s.

Þetta er einungis forsmekkurinn að því sem koma skal því áætlað er að alls muni 75 þúsund verslanir loka fram til loka árs 2026. Ástæðan er fyrst og fremst aukin netverslun. Í dag 16 prósent viðskipta í smásölu fram í gegnum netið en árið 2026 er áætlað að hlutfallið verði komið upp í 25 prósent.

Samkvæmt spám munu ríflega 2.600 nýjar verslanir opna í ár. Eru það fyrst og fremst lággjaldaverslanir á borð við Dollar General, Ollie´s Bargain Outlet, Five Below, Aldi og Lidl sem hyggjast færa út kvíarnar.

Sigurðu Ingi segir ekki hafa tekist að sannfæra meirihluta þjóðarinnar um fyrirvara við þriðja orkupakkann

„Þrátt fyrir álit fjöl­margra lög­spek­inga þá hefur ekki náðst að sann­færa meiri­hluta þjóð­ar­innar um að nóg sé að gert með þeim fyr­ir­vörum sem kynntir hafa ver­ið,“ skrifar Sigurður Ingi  Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu– og sveitastjórnarráðherra, í aðsendri grein á Kjarnanum. „Hefur rík­is­stjórnin reynt að koma til móts við þá sem harð­ast hafa gagn­rýnt pakk­ann með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem og fleiru sem á að taka af allan vafa um að orku­auð­lindir Íslands verði undir yfir­ráðum Íslend­inga og engra ann­arra.“

Sigurður segir að þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem mestar efasemdir hafi ekki tekist að ná sátt um málið. „Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar. Er það að mörgu leyti skilj­an­legt enda um eitt af fjöreggjum íslensku þjóð­ar­innar að ræða og lík­lega sú auð­lind sem á eftir að skipta mestu máli fyrir lífs­gæði kom­andi kyn­slóða. Það er því mik­il­vægt að leitað sé sáttar og nið­ur­stöðu sem almenn­ingur trúir og treystir að gæti hags­muna þjóð­ar­innar í bráð og lengd.“

Formaður Framsóknarflokksins bendir á hrunið sem rót almenns vantrausts í samfélaginu en um leið hafi fólk horft upp á Evrópusambandið taka sér stöðu með fjármála- og vðskiptavaldi. „Þótt ríf­lega ára­tugur sé lið­inn frá hruni þá hefur þjóðin ekki gleymt. Sárin eru ekki gró­in. Stofn­anir sam­fé­lags­ins, stjórn­mál og stjórn­sýsla, hafa ekki end­ur­heimt traust almenn­ings. Fólk hefur auk þess horft upp á til­hneig­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins að taka sér stöðu með fjár­mála- og viðskiptavaldinu gegn lýð­ræð­inu eins og við kynnt­umst í Ices­a­ve-­mál­inu og sést einnig vel í ofbeld­is­kenndri fram­komu Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart grísku þjóð­inni. Það er því ekki skrýtið að íslenskur almenn­ingur vilji hafa varan á þegar kemur að sam­skiptum við þetta stóra veldi sem er reyndar drauma­land ein­staka stjórn­mála­hreyf­inga hér á Íslandi.“

Sigurður fer yfir stöðu stjórnmálanna og segir frá störfum sínum að undanförnu og bendir á að með sumrinu komi önnur umræða. Þannig séu Íslendingar hættir að ræða um klukkuna af sama hita og áhuga og í vetur. „Og meðan sólar nýtur mestan hluta sól­ar­hrings­ins þá höfum við ekki áhyggjur af því hvort klukkan er hálf eitt eða hálf tvö á hádegi.“

Sigurður segir ríkisstjórnina hafa unnið samhent af krafti og ábyrgð. Hann þakkar ríkisstjórninni árangur vegna kjarasamninga. „Það hlýtur flestum að vera ljóst að sá árangur sem náð­ist með lífs­kjara­samn­ingi á almennum mark­aði með ábyrgri og fram­sýnni aðkomu stjórn­valda er stórt skref í því að bæta lífs­gæði á Íslandi og tryggja betri afkomu þeirra sem eru á lægstu laun­unum í sam­fé­lag­in­u. Flestum hlýtur einnig að vera ljóst að þessi árangur hefði ekki náðst án sterkrar rík­is­stjórnar sem spannar lit­róf stjórn­mál­anna frá vinstri til hægri með sterkri áherslu á miðj­una.“ Ráðherra fer yfir kjarasamninga og stefnumál Framsóknarflokksins fyrir síðustu þingkosningar. „Áherslu­mál Fram­sóknar í síð­ustu kosn­ingum eru áber­andi í aðgerðum stjórn­valda vegna kjara­samn­inga. Fyrst ber að nefna „sviss­nesku leið­ina“ sem felst í því að fyrstu kaup­endum sé gert kleift að nýta hluta af líf­eyr­is­sparn­aði sínum til að kaupa sér íbúð­ar­hús­næði. Sér­stakt bar­áttu­mál okkar í Fram­sókn í langan tíma, það að hús­næð­islið­ur­inn sé tek­inn út úr vísi­töl­unni, er að verða að veru­leika fyrir ný neyt­enda­lán og skref sem svo gott sem tryggja að verð­trygg­ingin sé úr Íslands­sög­unni verða að veru­leika á næstu miss­er­um.“

Að byggja hús á sandi

Höfundur / Eva H. Baldursdóttir

Þú hefur rétt á eigin skoðunum, en ekki eigin staðreyndum sagði Daniel nokkur Moyhan, fyrrum þingmaður, sendherra og pólitískur ráðgjafi fjögurra bandaríkjaforseta. Þó heimurinn sé eflaust um margt flóknari en sá ytri heimur sem við skynjum með skynfærunum fimm, eru sumir hlutir hafnir yfir nokkurn vafa. Þannig erum við sammála um að jörðin sé kringlótt, þyngdarafl sé til staðar, við þurfum súrefni til að lifa, og svo framvegis.

 

Þegar ég fylgist með umræðu um þriðja orkupakkann á Íslandi, verður mér iðulega hugsað til þessara fleygu orða. Í stuttu máli er þar farið með ýmsar rangfærslur – búið að spinna söguþráð sem er tiltölulega algengur hjá sumum stjórnmálamönnum. Í stuttu máli gengur það út á að taka nokkuð flókin mál, taka málið úr réttu samhengi og búa til óvin sem oft er útlenskur. Í tilviki orkupakkans er söguþráðurinn að hann sé forsendann fyrir því að útlendingurinn geti komið og tekið orkuauðlindina okkar.

Svo eru týnd til atriði til að skapa vafa eða beinlínis prjónuð vitleysa – og úr verður óttablandinn kokteill. Ekkert í orkupakkanum þriðja veitir hins vegar tilefni til yfirráða ESB eða útlendinga yfir orkuauðlindum Íslands. Að byggja sæstreng yrði alltaf sjálfstæð ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar, hverju sem orkupakkanum líður. Ekkert framsal íslenskra orkuauðlinda er að finna í þriðja orkupakkanum.

Þessi umræða minnir á aðra ringulreið sem varð til m.a. á pólitískri vegferð sem byggði á rangfærslum og hreinum lygum. Menn fara í ímyndaðan leiðangur um að alþjóðasamvinna sé eitthvað sem haldi aftur af þeim og láta ýmislegt út úr sér til að reyna skaða þau samskipti. Besta dæmið er Brexit.

Breska ríkisstjórnin er í dag klofin, virkar óhæf og satt best að segja – niðurlægð vegna þeirrar vegferðar. Skal engan undra enda ekki eftirsóknarvert að standa í brúnni og tala fyrir útgöngu úr ESB, sem er ekki í samræmi við yfirlýsingar um þýðingu þess fyrir kosninguna. Boris Johnson hélt ýmsu fram, t.d. árið 2016 fullyrti hann að áfram yrðu frjáls og ótakmörkuðu viðskipti fyrir Breta innan Evrópu eftir sem áður, þá yrði liðkað fyrir innflytjendum frá öðrum löndum en Evrópu (til þess að selja breskum innflytjendum að kjósa með) og það væri lítið mál að gera allskonar tvíhliðasamninga við ýmsar Evrópuþjóðir. Allar þessar fullyrðingar voru ósannindi. Þá var því haldið fram að kostnaður við Brexit yrði nánast enginn. Lord Digby Jones sagði að engin störf myndu glatast og svona má lengi telja.

Brexit í núverandi mynd er hins vegar án aðgangs að innri markaðnum, enda ekki vilji fyrir því hjá Bretum, sem leiðir til þess að þeir njóta ekki frjálsra óheftra viðskipta lengur. Þrjár skýrslur, gefnar út í lok árs 2018, staðfestu allar að útganga muni hafa slæm áhrif á breska hagkerfið. Þúsundir starfa munu hverfa til annarra Evrópulanda og ríkisstjórnin spáir sjálf 9,3% höggi á hagkerfið ef Bretar ganga út án samnings.+

Þá dældi Daily Mail út allskonar skapandi fréttum og berum lygum um Evrópusambandið á pari við að gerðar væru kröfur um sérstaklega beygða banana, mjólkurflöskur yrðu bannaðar, kýr væru þvingaðar til að ganga með bleyjur og svo framvegis. Allt til að mála myndina af kjánalegu Evrópusambandi. Bretar standa hins vegar einir eftir kjánalegir í sjálfskapaðri kaótík á meðan talsmenn Evrópusambandsins virka yfirvegaðir, við stjórn og kurteisir – lausir við yfirgengilegar yfirlýsingar í fjölmiðlum.

Brexit var því eins og að byggja hús á sandi – rétt eins og umræða fólks gegn þriðja orkupakkanum á Íslandi. Undirstaðan var lítil sem engin, eins og gengur þegar stjórnmál byggja á rangfærslum og geta leitt til þess að stórar, afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar.

Ef við viljum byggja hús á góðum grunni í stjórnmálum, þá byrjum við á byrjuninni. Það upphaf er t.d í íslensku stjórnarskránni en ekki í því að fara stofna EES-samstarfinu í hættu. Sé fólki alvara með að vernda íslenskar auðlindir fyrir ágangi og gróðarfíkn mannsins á kostnað almennings og náttúrunnar sjálfrar þarf að leggja ákveðnar lágmarksreglur í stjórnarskrá. Slíkt ákvæði er þegar til en deilan hefur almennt snúist um orðalagið sem varðar gjald til almennings fyrir notkun auðlinda. Hvort það eigi að koma til fullt gjald eða sanngjarnt gjald hefur t.d. verið ein umræðan. Hérna liggur aðalpólitík málsins. Í auðlindaákvæði í stjórnarskrá mætti ennfremur ákveða að umhverfið nyti vafans og hagsmuni komandi kynslóða og svona má lengi telja.

Alþjóðasamvinna byggir á því að þjóðir með sameiginlega hagsmuni græði á því að starfa saman. Það er engin þjóð þvinguð til að vera í Evrópusambandinu heldur er sérstakt ákvæði í stofnsáttmálanum sem kveður á um útgöngu, sem Brexit hefur fylgt. Það eru engar þjóðir kúgaðar til samstarfs. ESB er samstarfsvettvangur frjálsra og fullvalda þjóða um frið og alþjóðasamvinnu og innri markað. Að sama skapi er engin þjóð þvinguð til að vera í EES. Við erum í samstarfinu við ESB í gegnum þann samning af því að við græðum einfaldlega mikið á því fjárhagslega og með ýmsum öðrum beinum og óbeinum hætti. Að stofna slíku samstarfi í hættu með falsupplýsingum eins og í tilviki orkupakkans fylgir mikil ábyrgð. Í því gildir lögmálið um orsök og afleiðingu eins og í öðru í þessu lífi.

Í tilviki Brexit hafa margir velt því upp hvort útganga Breta muni veikja ESB. Í fyrstu virtist svo vera en að endingu kann því að vera öfugt farið. Þannig mun kaótík Breta verða öðrum þjóðum vitnisburður um ágæti aðildar að Evrópusambandinu. Nú eru kostir þess mun sýnilegri. Í öllu falli hafa efasemdarraddir frá öðrum Evrópuþjóðum svo gott sem koðnað niður. Þó Evrópusambandið sé ekki gallalaust samband fremur en nokkurt annað mannanna verk virðist að endingu betra að vera í því, en að standa fyrir utan. Einkum ef fólk hefur áhuga á að vera aðili sem mótar sameiginlega stefnu fyrir álfuna sem þeir tilheyra.

Þá er áhugavert að velta því fyrir sér hvort útganga Breta kunni að leiða til þess að Stóra-Bretland liðist hreinlega í sundur. Hvort það yrði afleiðing þess að leggja upp í vegferð byggða á rangfærslum. Skotar eru almennt hrifnir af því að vera í Evrópusambandinu og Brexit kann að vekja upp kröfu um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. Þá kann Brexit að leiða til sameiningu Írlands. Eftir stæði þá England, leifarnar af breska stórveldinu.

Óværa vinnur að sinni fyrstu plötu og myndband væntanlegt

Hljómsveitin Óværa vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu EP plötu.

Það er Halldór Á. Björnsson sem sér um upptökur en margir ættu að þekkja hann úr sveitum eins og Legend og Esju svo dæmi séu nefnd.

Platan kemur út á næstu vikum en glæsilegt myndband er einnig í vinnslu og verður það frumsýnt á vef Albumm.

Fyrir skömmu sendi sveitin frá sér lagið „Part Time Whore” sem er fyrsta lagið sem heyrist af komandi EP plötu, það er að finna hér fyrir neðan.

„Ég taldi mig vera að velja ör­ugg­an stað“

Ritstjóri Gestgjafans í hringiðu hryðjuverkaárása í Sri Lanka.

„Sri Lanka var val­inn ferðamannastaður árs­ins 2019 af Lonely Pla­net, þannig að ég taldi mig vera að velja ör­ugg­an stað til að heimsækja,“ segir Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, ritstjóri Gestgjafans sem var ásamt dóttur sinni Viktoríu Kjartansdóttur stödd í Negombo í gær, en þar var framin hryðjuverkaárás í kirkjunni í morgun með þeim afleiðingum að 67 manns lét­ust.

Samkvæmt fréttastofunni AFP var árásin hluti af röð sprengjuárása sem gerðar voru í Sri Lanka í morgun, en talið er að minnst 207 manns hafi látið lífið í þeim og fleiri hundruð særst. Virðast árásirnar hafa beinst gegn kristn­u fólki og ferðamönn­um, þar sem hótel og kirkjur í landinu voru helstu skotmörkin. Liggur grunur á að öfgaíslamistar, kenndir við NTJ (National Thowheeth Jama’ath), hafi verið að verki. Hefur fréttastofan eftir lögreglunni að minnst 25 hafi látist í árásinni á kirkjuna í Batticaloa, 45 í Kólombór og 67 í Negombo þar sem mæðgurnar Hanna og Viktoría voru staddar daginn áður.

Hanna, sem hefur skrifað töluvert um ferðalög bæði fyrir Gestgjafann og Mannlíf, segist ekki hafa lent í neinu í líkingu við þetta áður. Dagarnir fram að ódæðisverkinu hafi verið yndislegir í Sri Lanka og þær mæðgur hafi, þrátt fyrir að hafa lent í ýmsu, ekki upplifað sig óöruggar.

Nú séu þær komnar til Maldavíeyja eftir erfitt ferðalag og muni verja þar nokkrum dögum áður en haldið er til Íslands. Fram að því ætlar hún að fylgjast vel með gangi mála og ráðfæra sig við ferðaskrifstofuna, enda þurfi þær að millilenda í Kólombo á leiðinni heim. Hanna segir að á þessari stundu sé hugur þeirra mæðgna hjá íbúum Sri Lanka og fórnarlömbum árásanna.

Fjórir af fimmtán hæstu útsvarsgreiðendum í Garðabæ búa beinlínis hlið við hlið

Fjórir af fimmtán þeirra sem hæstar útsvarsgreiðslur greiða í Garðabæ búa beinlínis hliðin á hvor öðrum samkvæmt athugun Stundarinnar. Þá búa tíu þeirra í sama hverfinu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstýra Stundarinnar, gerir aukna stéttaskiptingu á Íslandi og hraða samþjöppun auðs að umfjöllunarefni í nýjum leiðara Stundarinnar.

Hún bendir á að Íslensk yfirsétt sé einsleit með eindæmum. „Í rannsókn á elítu Íslands kom í ljós að fólk sem tilheyrir elítunni er líklegra til að bía á sama svæði. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi búa 2,5 sinnum fleiri úr viðskipta- og atvinnuelítunni en annars staðar, þeirra á meðal framkvæmdastjórar stærstu fyrirtækja landsins,“ segir í leiðara Stundarinnar. Ingibjörg bendir á að búseta myndi innbyrðis tengsl „sem viðhalda elítunni, meðlimir í framkvæmdastjórnum fyrirtækja er líklegri til að velja nágranna sína með sér í stjórn. Eftir því sem menn eru virkari í stjórnmála- og íþróttastarfi aukast líkurnar á því að stjórnarmenn fyrirtækja komi úr sama póstnúmeri.“

Ingibjörg nefnir dæmi um tekjur ríkasta Íslendingsins sem kemur úr röðum útgerðarmanna. Sá aðili þénar slíkar tekjur að það tæki lækni með 1.5 milljón á mánuði 117 ár að þéna sömu upphæð. „Manneskja á lágmarkslaunum væri 576 ár að ná því.“

Þá gerir hún hagsmunabaráttu efstu laga samfélagsins að umfjöllunarefni í leiðaranum og nefnir þar meðal annars baráttu útgerðarmanna gegn sérstöku veiðigjaldi. Gjaldi sem hefur að markmiði að skila rentu vegna takmarkaðs aðgengis að auðlindum til samfélagsins í stað þess að skilja rentu eftir hjá útgerðinni sjálfri. „Veiðileyfagjaldi var harðlega mótmælt, enda fullyrtu hagsmunasamtök útgerðarmanna að þau myndi valda fjöldagjaldþoti í greininni. Sama ár skiluðu útgerðirnar methagnaði. Á fundi með íbúum í litlu sjávarplássi birti forstjóri útgerðarinnar mynd af börnum sínum og spurði hvað yrði um framtíð þeirra, ef veiðileyfagjöldum yrði komið á. Því var hótað að auknum álögum ríkisins yrði velt yfir á sjómennina sjálfa, sem áttu ekki aðeins að bera kostnaðinn heldur einnig mótmæla þessum áformum.“

Ritstýra Stundarinnar nefnir fleiri dæmi um hvernig efsta lag samfélagsins hefur komið sér hjá því að standa sína plikt og hvernig kerfið virðist beinlínis hannað til að aðrar reglur gildi um hópinn en aðra. „Fyrrverandi borgarfulltrúi viðurkenndi skattalagabrot en brot hans voru fyrnd. Hann var síðan dæmdur fyrir peningaþvætti,“ skrifar Ingibjörg. Þar á hún við málefni Júlíus Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem faldi fé frá fjölskyldu sinni og skattyfirvöldum auk þess að þvætta féð og nota í eigin þágu. Júlíus var dæmdur fyrir peningaþvætti en fékk að halda fénu. Saksóknari gerði ekki kröfu um upptöku fársins þrátt fyrir að slíkt tíðkist. Þá nefnir hún dóma sem féllu vegna bankahrunsins og hvernig sömu aðlar og hlotið höfðu dóma gátu haldið viðskiptum með aflandsfélögum áfram innan veggja fangelsisins auk þess að fjárfestingaleið Seðlabankans stóð þeim til boða.

„Einstaka sinnum fáum við innsýn í valdastrúktúr samfélagsins. Hvernig fámennir hópar beita áhrifum sínum eigin þágu en ekki samfélagsins. Við vitum að þeir sem fara með völd í íslensku samfélagi, hafa peninga og stöðu til, hafa tilhneigingu til að beta áhrifum sínum til að styrkja stöðu sína. Við vitum líka að það þjónar ekki endilega hagsmunum okkar sem samfélags að eftirláta þeim þetta vald.“

Vandaðri föt endast lengur

Guðný Ásberg hefur mikinn áhuga á öllu tengdu tísku og förðun en innblástur sækir hún bæði frá Instagram og Pinterest. Guðný segist sjaldan standast fallega skó en leiðinlegast sé að máta samfestinga og buxur sem þó séu skyldueign í alla fataskápa.

„Ég elska að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum en ég hef einnig mjög gaman af tísku og förðun. Sjálf lærði ég förðun í Reykjavík makeup school og útskrifaðist þaðan í apríl 2016.“

Aðspurð hvernig hún lýsir sínum persónulega stíl segir Guðný hann fyrst og fremst stílhreinan.

Dökkblár er fallegasti fataliturinn að mati Guðnýjar.

„Ég heillast mjög af tímalausum flíkum og vel oftast gæði umfram magn þar sem vandaðri föt endast lengur. Stíllinn minn er oftast mjög stílhreinn en ég versla mikið erlendis. Ég elska að kíkja í second hand shops en ein af mínum eftirlætisbúðum er Wasteland í Los Angeles. Ég sæki sömuleiðis innblástur mikið í götutískuna ásamt því að kíkja reglulega á Instagram og Pinterest.“

„…ein af mínum eftirlætisbúðum er Wasteland í Los Angeles.“

Þegar talið berst að furðulegustu kaupunum nefnir Guðný stuttbuxur undir áhrifum diskótískunnar en skemmtilegast sé að kaupa fallega skó.

Guðnýju þykir skemmtilegast að versla sér skó.

„Þessa stundina dreymir mig um fallega kápu sem kæmi sér vel yfir kaldasta tímann. Einhverra hluta vegna fell ég alltaf fyrir loðjökkum, ætli einhver slíkur verði ekki fyrir valinu.“

„Uppáhaldsflíkin mín er Allsaint-leðurjakkinn minn en hann fann ég á markaði úti LA. Lítið sem ekkert notaður og í minni stærð. Góður leðurjakki er eitthvað sem maður verður að eiga í fataskápnum, það má segja að ég hafi fundið hinn fullkomna leðurjakka þarna, enda gæti ég ekki verið ánægðari með hann.“

Fullt nafn: Guðný Ásberg
Aldur: 22 ára
Fallegasti fataliturinn? Dökkblár
Besta lykt í heimi? Tom ford – Oud kwood
More is less eða Less is more? Klárlega less is more.
Þægindi eða útlit? Ég verð að segja hvorutveggja.
Áhugamál: Ferðast og njóta lífsins.

„Sú flík sem hefur hvað mesta tilfinningalega gildið er þessi pels sem ég fékk í gjöf frá ömmu minni fyrir nokkrum árum. Hann er úr rauðrefi og var keyptur í Kaupmannahöfn árið 1984 af afa mínum.“
„Gucci-taskan mín er ein af mínum uppahaldstöskum, hún er svo klassísk.“

Myndir / Hallur Karlsson

Grænkeri með húðflúr af slátursvíni: „Það er alveg hægt að breytast“

Ágúst Már Garðarsson, kokkur hjá verkfræðistofunni Eflu, ákvað að gerast grænkeri eftir að hann ásamt Sigurði Lofti Thorlacius, umhverfisverkfræðingi, hófu að mæla dýpt kolefnisspora þess matar sem boðið er upp á í mötuneyti Eflu.

Ágúst viðurkennir að hann takist nú á við krefjandi lífsstílsbreytingu en að hann geti ekki haldið áfram að borða dýraafurðir með góðri samvisku eftir að hann kynnti sér málið.

„Ég er í grunninn kjötæta, ég er alinn upp í sveit, hef slátrað dýrum og veiddi minka sem barn,“ segir Ágúst sem er nú orðinn vegan.

„…ég er alinn upp í sveit, hef slátrað dýrum og veiddi minka sem barn.“

Ágúst segist hafa verið mikil kjötæta og aldrei íhugað að hætta að borða kjöt áður en hann fór að skoða muninn á kolefnisspori kjötfæðis annars vegar og grænmetisfæðis hins vegar.

„Ég var ekkert að fara að breytast. Ég hafði litla löngun til að breyta mataræðinu. En fyrir þremur vikum hófst umhverfisvikan í Eflu og við fórum að prufukeyra mælingarforritið. Ég hélt að þetta myndi ekki hafa mikil áhrif á mig en þegar dagarnir liðu og ég fór að stimpla hráefnin inn og sjá tölurnar sem komu upp þá brá mér svolítið,“ útskýrir Ágúst. Í kjölfarið fór hann að lesa sér til um kjötframleiðslu og landbúnað.

„Það er alveg hægt að breytast, ég meina, þetta er hálf vandræðalegt fyrir mig því ég er með slátursvín húðflúrað á framhandlegginn,“ segir hann og skellir upp úr.

„Ég vissi ekki að ég væri svona háður osti“

Spurður út í hvort að hann sé orðinn vegan til frambúðar svarar hann játandi. „Já, alveg hiklaust. Ég er enn þá að læra inn á þetta. Ég var til dæmis að komast að því að það er býflugnavax í rauðum Ópal og þess vegna er hann ekki í boði lengur. En ég ætla að gera mitt besta.“

Aðspurður hvort það sé einhver ákveðinn matur sem hann hefur saknað eftir að hann gerðist vegan segir hann: „Ostar. Ég vissi ekki að ég væri svona háður osti. Ég var til dæmis að baka pítsur fyrir stelpurnar mínar á föstudaginn og mér fannst ég vera að fara á mis við eitthvað í lífinu, að geta ekki fengið mér pítsu með osti“ segir Ágúst og hlær.

Í dag er fjölbreytt úrval veganosta til í verslunum en Ágúst hefur ekki fundið veganost sem hann er hrifinn af enn þá. „Þeir eru bara ekki nógu góðir að mínu mati. En maður veit ekki, vísindunum fleytir fram og kannski tekst einhverjum að búa til fullkominn veganost.“

Krefjandi en skemmtilegt verkefni

Ágúst viðurkennir að það sé krefjandi að gera svona mikla breytingu á mataræði sínu. „Þetta er svo margbrotið. Þetta reynir vissulega á en það er gaman að takast á við svona verkefni. Maður þarf að hugsa svo margt upp á nýtt. En þegar ég sá að veganmatur getur líka verið sveittur með majónesi, þá fór ég að trúa að þetta sé hægt,“ segir hann og hlær.

„Þegar ég sá að veganmatur getur líka verið sveittur með majónesi, þá fór ég að trúa að þetta sé hægt.“

Ágúst tekur fram að úrval alls kyns matar sem unninn er úr jurtaríkinu en líkist kjöti komi sér vel í eldamennskuna. „Þessi veganmatur sem notaður er sem staðgengill fyrir kjöt er að ná auknum vinsældum og úrvalið er orðið mikið. Í gamla daga var þetta algjört „no no“ og það þótti bara hallærislegt,“ segir Ágúst sem mælir eindregið með að fólk kynni sér vegan lífsstílinn.

Fyrir áhugasama er hér fyrir neðan tafla um kolefnisspor þeirra máltíða sem starfsfólki Eflu var boðið upp á þann 17. apríl.

Hin íslenska Miss Marple tekur frummyndinni fram

Hún Edda á Birkimelnum, söguhetjan í Eddubókum Jónínu Leósdóttur, hefur unnið hugi og hjörtu íslenskra lesenda með vasklegri framgöngu við lausn sakamála, óseðjandi forvitni og hressilega hreinskilnislegum skoðunum á hinu og þessu í samfélaginu.

Hún er eiginlega frekar óþolandi persóna sem lesendur myndu kannski forðast ef hún væri raunveruleg en sem sögupersóna hittir hún í mark og minnir um margt á eina ástsælustu persónu glæpabókmenntanna, hina hnýsnu slettireku Miss Marple sem Agatha Christie gerði ódauðlega í hverri metsölubókinni af annarri á síðustu öld. Það er eitthvað við þessar afskiptasömu eldri dömur sem er einfaldlega ómótstæðilegt.

Í einni bókinni um Eddu ásakar Snorri, hinn önuglyndi sonur hennar, hana um að vera haldin „Miss Marple-komplex“ og hann hefur ýmislegt til síns máls. Eins og Miss Marple er Edda bráðskörp, hefur óþrjótandi áhuga á umhverfi sínu og öðru fólki og er glúrin við að finna þræðina sem leiða til þess að glæpamaðurinn finnst. Edda er hins vegar auðvitað mun nútímalegri persóna en Miss Marple, enda kom sú góða kona fyrst fram á sjónarsviðið árið 1927 og er skilgetið afkvæmi síns tíma. Í fyrstu bókinni, Morðið á prestsetrinu, er hún reyndar hvorki vinsæl né aðdáunarverð persóna, mikil slúðurkerling með nefið ofan í hvers manns koppi, smjattandi á óförum annarra og lesendur voru frekar ósáttir við hana en Agatha Christie gerði hana viðkunnanlegri í seinni bókum og það endaði auðvitað með því að lesendur voru farnir að elska og dá þessa gömlu piparjúnku sem endalaust skipti sér af lífi annarra.

„Ekki svo að skilja að Edda taki meðvitaða ákvörðun um það að gerast einhver Miss Marple, forvitni hennar og löngun til að hjálpa náunganum leiða hana óvart út á þessa braut og eftir fyrsta málið verður ekki aftur snúið. Hún verður að leysa gáturnar.“

Miss Marple hefur aldrei unnið utan heimilis, og reyndar varla innan heimilis heldur, þar sem hún hefur alltaf þjónustustúlkur á heimilinu, en Edda er hins vegar fyrrverandi verslunarstjóri bókabúðar og fullkomlega fær um að sjá um sig sjálf. Í fyrstu bókinni, Konan í blokkinni, er hún nýkomin á eftirlaun og pínulítið áttavillt í tilverunni, verandi íðilhress kona á besta aldri þarf hún augljóslega á því að halda að finna lífi sínu tilgang og fylla dagana af einhverju áhugaverðu og þar koma sakamálin til sögunnar. Ekki svo að skilja að Edda taki meðvitaða ákvörðun um það að gerast einhver Miss Marple, forvitni hennar og löngun til að hjálpa náunganum leiða hana óvart út á þessa braut og eftir fyrsta málið verður ekki aftur snúið. Hún verður að leysa gáturnar.

Kafað í samfélagið

Þrátt fyrir ýmis líkindi þeirra stallsystra Eddu og Jane Marple er þó miklu fleira sem er ólíkt með þeim, sérstaklega í einkalífi þeirra og aðstæðum. Jane Marple hefur aldrei gifst, á engin börn né nána ættingja og virðist verja meirihlutanum af lífi sínu í heimsóknum hjá fólki sem hún þekkir mismikið. Edda, hins vegar, á hjónaband að baki, hún á tvö börn, tvo tengdasyni og tvö barnabörn og stærðarinnar tengslanet.

Hún er vön því að bjarga sér sjálf og þótt samskiptin við börnin séu svona upp og niður eru þau þó snar þáttur í lífi hennar og engan veginn hægt að segja að hún sé ein í lífsbaráttunni. Ein skemmtilegasta aukapersóna bókanna er svo tengdasonurinn Viktor, en hann og Edda eru miklir vinir og hittast oft til að slúðra og drekka rauðvín saman. Samræður þeirra eru oft stórskemmtilegar og sýna hlið á Eddu sem hún birtir ekki oft í samskiptum við aðra.

Það sem bókaflokkarnir um Eddu og Miss Marple eiga þó enn frekar sameiginlegt en líkindin milli aðalpersónanna, er að höfundarnir eru miklir mannþekkjarar og sögur persónanna sem blandast í málin sem þær stöllur leysa eru djúpar og vel byggðar.

Ólíkt því sem oft gerist í glæpasögum fáum við að kynnast þeim sem viðkomandi glæpir snerta mest og um leið verða sögurnar samfélagsrýni sem skiptir máli, ekki bara einfaldar morðgátur sem öll frásögnin gengur út á að leysa.

Jónína Leósdóttir hefur í bókum sínum um Eddu tekið fyrir ýmis mál sem eru áberandi í samfélagsumræðunni og í nýjustu bókinni, Barnið sem hrópaði í hljóði, er meginþemað heimilisofbeldi og þá ekki síst áhrif þess á börn að alast upp við slíkt.

Óhemju sterkir kaflar eru sagðir í fyrstu persónu af barni sem horfir upp á föður sinn misþyrma móður sinni og það er hjartalaus manneskja sem ekki verður djúpt snortin af þeim lestri. Í bókinni er sjónum einnig beint að hlutskipti trans barna í íslensku samfélagi og sú saga er ekki síður hugvekjandi. Því þótt yfirbragð bókanna um Eddu sé léttleikandi og oft og tíðum drepfyndið þá er hér samt tekist á við alvarleg samfélagsmein með afgerandi hætti og lesandinn neyddur til að horfast í augu við ýmislegt óþægilegt sem oft er sópað undir teppi. Og það án þess að nokkurs staðar örli á predikun eða tilraunum til að troða boðskapnum upp á lesandann. Þetta er skemmtilestur með grafalvarlegum undirtóni.

„Í einni bókinni um Eddu ásakar Snorri, hinn önuglyndi sonur hennar, hana um að vera haldna „Miss Marple-komplex“ og hann hefur ýmislegt til síns máls. Eins og Miss Marple er Edda bráðskörp, hefur óþrjótandi áhuga á umhverfi sínu og öðru fólki og er glúrin við að finna þræðina sem leiða til þess að glæpamaðurinn finnst.“

Jónína hefur gefið það í skyn að næsta bók um Eddu verði sú síðasta í bókaflokknum en aðdáendur Eddu eru síður en svo sáttir við það. Okkur finnst eiginlega lágmark að Edda fái tólf bækur um sig eins og Miss Marple vinkona hennar og að við fáum að fylgjast með henni eldast. Það væri ekki sanngjarnt að láta okkur elska hana meira með hverri bók og taka hana síðan frá okkur. Við þurfum okkar árlega Edduskammt. Hún er nefnilega skuggalega ávanabindandi.

Sólveig Anna „pínku glöð“ forstjóra ÍSAM fyrir að „afhjúpa sig og sinn þankagang svona rösklega“

||
||

ÍSAM auðvaldið útvegar kennsluefnið í viðvarandi kennslustundina sem við sitjum öll um þessar mundir,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á Facebook vegna tilkynningar ÍSAM um verðhækkanir fyrirtækja í eigu félagsins verði kjarasamningar samþykktir. „Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem hefur verið troðið ofan í okkur eins og kássu búinni til úr grænum baunum, sírópi, franskbrauði, kexi, síld og tannkremi (og argað um leið og við kúgumst: Þetta er víst gott, aumingi!) hefur sem grundvallarlygi að ekkert sé betra fyrir lýðræðið en óheft markaðsfrelsi.“

Fréttablaðið sagði frá því í morgunÍsam, heildsölu og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boði nú verðhækkanir á öllum vörum fyrirtækjanna ef samningar verða samþykktir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við RÚV það vera einsdæmi að fyrirtæki boði verðhækkanir ef kjarasamningar verði samþykktir. Björn Snæbjörnsson sagði við Morgunblaðið að hann telji klofning innan raða Samtaka atvinnulífsins og að ákveðin fyrirtæki vilji fella samninginn. „Mér finnst eins og fyr­ir­tæki inn­an Sam­tak at­vinnu­lífs­ins séu að hvetja til þess að kjara­samn­ing­arn­ir séu felld­ir. Það er eins og það sé ákveðinn klofn­ing­ur inn­an sam­tak­anna.“

Sjá einnig: Eins og fyrirtæki séu að „hvetja til þess að kjarasamningarnir séu felldir“

Sólveig segir ekkert jafn andlýðræðislegt og auðvaldið og vill meina að hugmyndir um markaðsfrelsi og lýðræði séu lygi haldið að fólki. „það er gömul saga og glæný. Ætli við verðum ekki bara að vera pínku glöð yfir því að Hermann [Stefánsson] afhjúpar sig og sinn þankagang svona rösklega. Það hlýtur að færa okkur endurnýjaðan baráttuanda og skarpan fókus á það hvers vegna breytingar eru nauðsynlegar í samfélaginu.“

Eins og fyrirtæki séu að „hvetja til þess að kjarasamningarnir séu felldir“

Mynd: Eining-Iðja

„Mér finnst eins og fyr­ir­tæki inn­an Sam­tak at­vinnu­lífs­ins séu að hvetja til þess að kjara­samn­ing­arn­ir séu felld­ir. Það er eins og það sé ákveðinn klofn­ing­ur inn­an sam­tak­anna,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður starfsgreinasambandsins, við Morgunblaðið í kjölfar tilkynninga um verðhækkanir sökum kjarasamninga. Björn segir við blaðið að framsetning þeirra sem tilkynn hafa um hækkanir sé ósmekkleg. Ríki og sveitarfélög hafa þega gefið út að þau muni halda aftur af verðhækkunum.

Fréttablaðið sagði frá því í morgunÍsam, heildsölu og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boði nú verðhækkanir á öllum vörum fyrirtækjanna ef samningar verða samþykktir. Þá segir Fréttablaðið frá fyrirhugaðri hækkun Gæðabaksturs vegna samninganna. Fyrirtækið boðar 6.2% hækkun gengishækkunar á hveiti og vegna samninganna. Í fréttinni kemur fram að hækkun vegna hveitis sé um þrjú prósent.

„Ég er ekki að segja það að fólk eigi ekki skilið það sem það fær í laun. En ef við fáum á okkur þessa hækkun þá verðum við að setja það út í verðlagið til að mæta þessu,“ segir Vilhjálmur Þorláksson,framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, við Fréttablaðið.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við RÚV það vera einsdæmi að fyrirtæki boði verðhækkanir ef kjarasamningar verði samþykktir, líkt og ÍSAM gerði í gær. „Við erum með endurskoðunarákvæði sem snúa að því að kaupmáttur launa verði tryggður og vextir lækki. Ég tel að þetta ógni því að svo geti orðið. Þá munu kjarasamningar væntanlega losna og við munum sækja þær kaupmáttarkrónur, eða þær kjarabætur sem við töldum okkur gefa eftir til þess að ná niður vöxtum, af mikilli hörku ef það kemur til þess að samningar losni,“ segir Ragnar.

Formaður Starfsgreinasambandsins segir við Morgunblaðið að Brauðgerð Kristjáns Jónssonar á Akureyri hafi tilkynnt sambandinu að þeirra vörur muni hækka um 6.2%

Kjarasamningar verslunar- og verkafólks eru til rúmlega þriggja ára. Þeir gilda frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 verði þeir samþykktir. Lægstu laun munu hækka mest en sú hækkun nemur 30% á lægstu taxta. Útfærsla er í samningnum til styttri vinnuviku. Þá fylgir þeim eingreiðsla upp á kr. 26 þúsund sem greidd er út í byrjun maí 2019. Ein forsenda samninganna er að skattbyrði tekjulægstu hópa lækkar um kr. tíu þúsund á mánuði.

„Ég átti rosalega erfitt fyrst eftir að hann dó“

Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir fylgdi föður sínum, Sveinbirni Bjarkasyni, í gegnum stigvaxandi alkóhólisma sem að lokum dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Sú reynsla hefur markað líf Guðrúnar Láru alla tíð en fyrir jólin sendi hún frá sér bókina Orðlaus þar sem hún kallast á við ljóð föður síns með upprifjunum á eigin reynslu. Hún segir vinnuna við bókina að mörgu leyti hafa verið frelsandi en hún glími þó enn við meðvirkni og aðrar afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma foreldris.

Guðrún Lára var ættleidd af Sveinbirni Bjarkasyni og Kristjönu Þráinsdóttur ásamt systur sinni sem er tveimur árum eldri. Hún þekkti aldrei kynföður sinn en hefur alltaf vitað af kynmóður sinni og verið í sambandi við hana annað slagið í gegnum tíðina. Framan af átti hún litríka og áfallalausa æsku og segist bara eiga góðar minningar um foreldra sína frá þeim tíma.

„Við pabbi vorum mjög náin,“ segir Guðrún Lára, sem reyndar er alltaf kölluð Lára, spurð um samband sitt við föður sinn. „Pabbi var hálfgerð ævintýrapersóna og náði vel til barna og við systurnar áttum margar eftirminnilegar og góðar stundir með honum í æsku. Þegar ég var sex ára missti pabbi fyrirtækið sitt og varð gjaldþrota og upp úr því byrjaði hann að drekka stíft. Hann hafði drukkið áður, en ég man ekki eftir því að það hafi verið einhver vandræði. Mamma var flugfreyja og mikið að heiman, þannig að pabbi var mikið með okkur systurnar. En í kjölfar gjaldþrotsins misstu foreldrar mínir íbúðina sína í Árbænum og fluttu í miðbæinn í leiguíbúð. Pabbi átti erfitt með að sætta sig við þetta og deyfði hugann í drykkju sem ágerðist og var orðin dagleg. Það var eins og hann hefði verið rændur karakternum sínum. Hann stjórnaði okkur tilfinningalega og beitti okkur alvarlegu andlegu ofbeldi á þessum tíma. Þetta voru erfiðir tímar fyrir okkur öll þar sem við héldum alltaf í vonina um að hann myndi taka sig á, eins og hann lofaði svo oft. Því miður gerðist það ekki og drykkjan var orðin stjórnlaus. Hann hvarf heilu vikurnar og hann var farinn að beita mömmu líkamlegu ofbeldi þegar þau skildu. Þá hef ég verið níu ára.“

Reyndi að stjórna drykkju föðurins
Eftir að foreldrar hennar skildu umgekkst Lára föður sinn stopulla, en þær systurnar fóru þó alltaf til hans annað slagið og sóttu mikið í nærveru hans, að hennar sögn. „Ég sótti mikið í pabba,“ segir hún. „Hann drakk líka þegar við vorum hjá honum en hann reyndi að halda því innan marka á meðan. Ég vorkenndi honum og var einhvern veginn alltaf að reyna að passa upp á hann. Hélt að ef ég væri með honum þá myndi hann ekki drekka, en það var auðvitað ekki þannig. Ég sé það í dag að þetta var rosaleg meðvirkni, maður sækir í einhvern sem maður er að reyna að stjórna með því að koma inn hjá honum samviskubiti. Ég tuðaði oft í honum að hætta að drekka eins og ég veit að aðstandendur gera. Ég man vel eitt sinn þegar ég bað hann að gefa mér það í afmælisgjöf að hætta að drekka og hann svaraði því að hann skyldi hætta að drekka ef ég myndi hætta að borða nammi. Ég sé það auðvitað núna hvað hann var orðinn rosalega veikur, að segja þetta við við mig.“

„Ég kom oft þreytt og tætt í skólann þegar mamma og pabbi voru enn saman og var orðin félagslega einangruð. Sagði fátt og var orðin bæld í samræðum við vinkonur mínar. Það hafði áhrif á vináttuna og tengsl við skólafélaga.“

Spurð hvaða áhrif skilnaðurinn og ástand föðurins hafi haft á hana, hvort það hafi til dæmis haft áhrif á árangur hennar í skóla, segir Lára að það hafi sjálfsagt gert það að einhverju leyti, hún hafi verið berskjölduð og lent í hálfgerðu einelti af hendi nokkurra skólafélaga þegar verst stóð á heima fyrir. „Ég kom oft þreytt og tætt í skólann þegar mamma og pabbi voru enn saman og var orðin félagslega einangruð. Sagði fátt og var orðin bæld í samræðum við vinkonur mínar. Það hafði áhrif á vináttuna og tengsl við skólafélaga. Það endaði svo á því að ég var skilin út undan og gert grín að því hvernig ég hagaði mér.

Eftir að mamma og pabbi skildu og ég var hjá pabba kom ég líka oft seint eða mætti ekki þar sem pabbi var ekki í standi til að keyra mig í skólann, þá hringdum við inn veikindi. Þetta hafði þau áhrif að ég var óörugg með sjálfa mig og fannst eins og allir sæju í gegnum mig, vandamálin urðu stærri og ég gat ekki tjáð mig um þau.

Framan af átti Guðrún Lára litríka og áfallalausa æsku og segist bara eiga góðar minningar um foreldra sína frá þeim tíma.

Ég held að það gerist oft með krakka sem búa við slæmar heimilisaðstæður, þeir verða berskjaldaðir, þá er léttara fyrir hina krakkana að atast í þeim.

Ég skammaðist mín líka oft fyrir pabba og fékk síðan samviskubit yfir því. Það fylgdi þessu endalaus togstreita. Einu sinni var ég að keppa í fótbolta og pabbi kom á leikinn. Hann var fullur og gólaði og öskraði inn á völlinn. Honum fannst hann vera hvetjandi og gerði sér enga grein fyrir því hvað þetta var orðið skammarlegt. Ég skammaðist mín mikið fyrir hvernig hann hegðaði sér og fann hvernig liðið mitt og þjálfarinn vorkenndu mér.“

Lára segist ekki hafa fengið mikla aðstoð við að takast á við þessar stríðandi tilfinningar, það hafi einhvern veginn ekki verið venjan á þeim tíma. „Kennarinn minn hafði samband við mömmu um að koma okkur systrum að hjá félagsráðgjafa í skólanum og við fórum þangað. Ég hefði örugglega þurft að ganga til sálfræðings á þessum tíma líka en þetta var bara öðruvísi í gamla daga, það var ekki eins aðgengilegt að fara til sálfræðings eins og er í dag.

Eftir að mamma og pabbi skildu giftist mamma öðrum manni og við fluttum í Mosfellsbæ. Þar fann ég meiri stöðugleika heima fyrir og átti auðveldara með sjálfa mig. Eignaðist yndislega vini sem ég held enn sambandi við og sjálfsmyndin efldist.“

Líka reið við mömmu
„Mamma var ekkert voðalega hrifin af því að við værum svona mikið hjá pabba, en við vildum alltaf fara til hans og hann var yfirleitt edrú þegar hann kom að sækja okkur, svo hún gat lítið gert. Ég laug líka að mömmu, sagði að hann hefði verið edrú þótt hann hefði verið fullur og svona. Við vorum oft mjög tættar þegar við komum heim og vildum ekki ræða neitt um það hvernig dvölin hjá pabba hefði verið. En þetta var allt svo flókið, ég var eiginlega bálreið út í mömmu líka. Hún átti í fyrsta lagi ekkert að vera að skipta sér af þessu, þetta var pabbi okkar, en svo vildi maður líka að hún myndi taka utan um mann og hugga mann. Þetta var algjör tilfinningarússíbani.“

Lára segist hafa brenglaða mynd af nánum samböndum og það hafi kannski markað hana hvernig samskiptin við föður hennar voru. Hún eigi erfitt með að treysta og viti eiginlega ekkert hvað eðlilegt samband sé. „Mamma mín og stjúppabbi minn áttu vinalegt samband og það er ágætt viðmið. En það er eins og ég kunni ekki að meta þannig sambönd sjálf og ég finn það alveg að ég hrífst af mönnum sem eru líkari pabba. Það er eitthvað sem ég er að vinna í og er mjög sátt við að vera ein í dag.“

Um það bil að gefast upp
Þegar Lára var í framhaldsskóla var pabbi hennar nánast kominn á götuna og orðinn útigangsmaður, eða það sem kallað var á þeim tíma að vera að róni. Það hlýtur að hafa verið erfið reynsla. „Pabbi eignaðist líka aðra konu sem var okkur systur minni mjög góð og við eigum enn í dag í góðu sambandi við. Þau voru saman í nokkur ár en undir það síðasta var samband þeirra slitrótt og átakanlegt. Pabbi var orðinn mjög veruleikafirrtur og illa haldinn af sínum sjúkdómi. Eftir að þau skildu var niðurleiðin hröð. Hann fluttist milli íbúða en gat ekki staðið í skilum með leiguna og kom sér fjárhagslega og andlega á mun verri stað. Hann bjó oftast nálægt miðbænum og umgekkst fólk sem var í slæmu ástandi líka. Um þetta leyti hætti ég að mestu að fara heim til hans, en ég reyndi samt að halda sambandi við hann þótt það væri erfitt. Hann var oft týndur eða hafði lent í slagsmálum og lenti stundum upp á spítala nær dauða en lífi af drykkju og vímuefnum. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar hann hafði verið lagður inn með gröft í lungunum og eitrun í blóðinu og læknarnir sögðu okkur að það væri óvissa um ástand hans. Ég vonaði þó að hann myndi fara í meðferð. En daginn eftir mætti ég upp á spítala og þá var hann farinn, hann hafði farið í spítalasloppnum með æðalegginn hangandi framan á sér. Þá fékk ég nánast taugaáfall. Ég skildi ekki hvernig hægt var að hleypa manninum út og átti áhrifaríkt samtal við hjúkrunarkonu. Hún benti mér á að það væri ekki hægt að halda fólki óviljugu á spítalanum en ég gæti mögulega farið fram á að svipta hann sjálfræði tímabundið. Ég fór heim til hans til að athuga hvort hann væri þar og það reyndist rétt. Hann leit hræðilega illa út, var gulleitur á hörund og gröftur lak úr hendinni á honum. Hann gat ekki talað og augnaráð hans var fjarrænt. Ég bað hann að koma með mér aftur upp á spítala en hann hlustaði ekki. Hann gekk út í átt að Austurvelli. Ég gekk á eftir honum og sá hvernig fólk starði á hann. Hann gekk beint inn í ríkið og reyndi að kaupa sér áfengi en hafði bara tekið notað símafrelsiskort með sér. Ég borgaði fyrir hann og hljóp í burtu. Þessum tímapunkti í lífi mínu gleymi ég aldrei. Pabbi sagði mér þó síðar að hann hefði farið aftur upp á spítala um nóttina og svo í framhaldinu á geðdeild.“

„Það var partí heima hjá honum þar sem 16 ára stúlku var nauðgað hrottalega af tveimur mönnum inni á baðherbergi. Hann sjálfur var áfengisdauður inni í svefnherberginu á meðan því stóð og mundi ekkert.“

Lára segist á þessum tíma hafa verið um það bil að gefast upp á föður sínum og það sama hafi gilt um alla aðra sem þekktu hann. „Vinur minn sagði mér einu sinni af því þegar hann hitti pabba niðri í bæ í slæmum fráhvörfum og gaf honum peninga fyrir afréttara og mat. Frænka mín grét eitt sinn í jólaboði eftir að hafa hitt pabba á bekk í bænum. Sumir sem þekktu hann vildu ekki sjá hann, urðu reiðir og kölluðu hann aumingja. Ég gerði allt þetta líka. Ég hitti hann líka stundum í misjöfnu ásigkomulagi. það var sárt að sjá hann og ég skammaðist mín fyrir hann. En það erfiðasta var að hann vildi ekki hjálp og ég gat ekkert gert sama hvað ég reyndi.“

Lára segir fyrstu árin eftir að faðir hennar dó hafa einkennst af því að hún hafi keppst við að gera hluti sem hún vissi að hann hefði orðið stoltur af.

Sveinbjörn dó af völdum alkóhólismans þegar Lára var tuttugu og fjögurra ára, en áður hafði hann náð að vera edrú í tvö ár og þau ár voru afar mikilvæg fyrir Láru. „Pabbi var á botninum þegar hann tók þá ákvörðun að verða edrú. Nánustu ættingjar og vinir voru alveg búnir að loka á hann og það hefði ekki komið mörgum á óvart að hann hefði dáið á þessum tíma. Hann bjó á Snorrabrautinni þegar hræðilegur atburður gerðist sem varð til þess að hann tók sig á og varð edrú,“ segir Lára og þagnar. „Það var partí heima hjá honum þar sem 16 ára stúlku var nauðgað hrottalega af tveimur mönnum inni á baðherbergi. Hann sjálfur var áfengisdauður inni í svefnherberginu á meðan því stóð og mundi ekkert. Hann kenndi þó sjálfum sér um þetta og sá að hann vildi ekki lifa svona lengur. Hann hafði oft farið í meðferð áður en aldrei náð tökum á edrúmennskunni en í þetta sinn fór hann í gegnum allan meðferðarpakkann og var edrú í tvö ár eftir það. Sá tími var okkur dýrmætur og hann vildi allt fyrir okkur systur og barnabörn gera, enda var hann ljúfur og góður maður. Þetta var eins og fá pabba aftur.“

Gat loks fyrirgefið mér
Sælan entist ekki lengi og Sveinbjörn fór að drekka aftur, sú drykkja dró hann hratt til dauða. Meðan hann var edrú hafði hann ætlað sér að gefa út ljóðabók eftir sig og aðra sem höfðu gefið honum ljóð á förnum vegi. Sú bók átti að heita Orð. „Ég hafði hvatt hann árum saman til að safna ljóðum sínum og halda utan um þau og hann gerði það. Hann var kominn langt á leið með að setja ljóðin sín saman í bók áður en hann datt í það. Þegar hann var svo fallinn reyndi ég að fá hann til að verða edrú aftur og lofaði að aðstoða hann með bókina. Þá sagði hann kaldhæðnislega að ef hann lifði það ekki að bókin kæmi út ætti hún að heita Orðlaus. Þegar hann dó sat ég uppi með heilan helling af ljóðum, bæði eftir hann og aðra. Ég tók þau ljóð sem ég vissi að voru hans en það eru þrjú ljóð í bókinni sem gætu mögulega verið annarra en þau fylgdu honum og eiga greinilega erindi hvort sem þau eru hans eða annarra.

Daginn fyrir afmælið hans, 25. október 2007, var ég að bíða eftir honum heima hjá honum. Þegar hann kom heim var hann með kippur af bjór og orðinn léttur. Hann hafði verið á brúninni með að falla og hafði dottið tvisvar í það áður en þarna vissi ég að hann var fallinn. Ég varð gjörsamlega eyðilögð. Ég gekk út frá honum eftir að hafa sagt alls konar leiðinlega og særandi hluti við hann. Hann reyndi að hringja í mig en í fyrsta sinn ákvað ég að loka á hann og svaraði honum ekki. Ég hélt þá að ég væri að gera rétt og þetta myndi jafnvel hafa áhrif á að hann hætti. Ég hitti hann einu sinni aftur áður en hann dó. Þá kom hann í vinnuna til mín fullur og ég vildi ekki sjá hann. Ég heyrði af honum og þá var hann á stanslausu fylliríi og orðinn illa haldinn á sál og líkama. Ef ég ætti að ráðleggja sjálfri mér í dag, myndi ég ekki loka á hann. Ég hefði viljað svara símanum og segja honum að ég elskaði hann, þótt ég gæti ekki talað við hann núna.“

Spurð hvort hún hafi leitað sér hjálpar við að vinna úr tilfinningunum sem þessi reynsla hefur valdið segist Lára ekki hafa gert mikið af því. „Ég hef ekki farið til sálfræðings en ég hef verið að vinna úr þessu með góðri konu og mér hefur loksins tekist að fyrirgefa sjálfri mér,“ segir Lára og greinilega er stutt í kökkinn í hálsinum. „Það tók mig alveg svakalega langan tíma að fyrirgefa mér.“

Forðaðist sjálfa sig
Lára segir fyrstu árin eftir að faðir hennar dó hafa einkennst af því að hún hafi keppst við að gera hluti sem hún vissi að hann hefði orðið stoltur af. Hún fór til dæmis í íþróttafræði og útskrifaðist sem íþróttafræðingur, vann við að kenna súlufimi og líkamsrækt í nokkur ár.

„Ég gerði þessi ár eiginlega að keppni við sjálfa mig,“ útskýrir hún. „Ég var alltaf að ögra sjálfri mér og flýta mér að klára þetta eða hitt. Ég held að það hafi verið mín leið til að reyna að komast undan sorginni. Ég átti rosalega erfitt fyrst eftir að hann dó, en ég einhvern veginn lokaði á allar tilfinningar, ég gat til dæmis ekki grátið, ég hló bara þegar eitthvað var sorglegt. Fólki fannst þetta mjög skrítið og ég stóð mig að því að gera mér upp grát þegar ég vissi að maður ætti að gráta. Seinna kom það svo aftan að mér, ég var orðin rosalega þung og eirðarlaus en djöflaðist bara áfram og lét eins og þetta væri ekkert mál. Ég gleymdi alveg að líta inn á við og þekkti ekki sjálfa mig, var bara svakalega hörð og lét eins og ég gæti allt. Síðan kom að því að ég meiddist illa í vinnu og gat ekki lengur gert það sem ég var vön að gera og þá breyttist allt. Þótt það hafi verið vont að meiðast var þetta samt gott fyrir mig. Ég neyddist til að stoppa og fara að skoða sjálfa mig og hvernig mér leið í raun og veru.“

„Ég átti rosalega erfitt fyrst eftir að hann dó, en ég einhvern veginn lokaði á allar tilfinningar, ég gat til dæmis ekki grátið, ég hló bara þegar eitthvað var sorglegt. Fólki fannst þetta mjög skrítið og ég stóð mig að því að gera mér upp grát þegar ég vissi að maður ætti að gráta.“

Lára var alltaf með það í bakhöndinni að gefa ljóð föður síns út. Hún ætlaði upphaflega að gefa út hefðbundna ljóðabók og fór á námskeið í skapandi skrifum 2012 hjá Þorvaldi Þorsteinssyni. Þar byrjaði hún hins vegar að skrifa sínar eigin minningar út frá ljóðunum sem hún hafði setið á í fimm ár. Þorvaldur og hópurinn hennar hvöttu hana áfram og hún sendi Þorvaldi uppkast að bókinni í febrúar 2013. Þá nótt lést Þorvaldur og hún tók sér langa pásu frá bókinni eftir það. „Árið 2016 var ég nokkurn veginn búin að gefast upp á bókinni. Þá kom vinkona mín í heimsókn til mín til Noregs þar sem ég bjó þá og ég sagði henni frá handritinu. Hún hvatti mig til að klára bókina og fékk tengdamömmu sína, Helgu Haraldsdóttur, til að aðstoða mig. Sú yndislega kona sneri mér í hring og gaf mér ráð sem breytti mörgu fyrir mér. Hún sagði mér að vera ég sjálf í minningunum mínum. Áður hafði ég búið til sögur eða verið einhver annar í minningunum. Það var erfitt að verða ég, en ég er mjög sátt við það í dag.

Að skrifa um mína eigin upplifun var afar hreinsandi fyrir mig. Eins konar heilun og það er meginmarkmið mitt með þessari opinberun að fá börn og unglinga sem eiga erfitt með að tjá sig, til að skrifa og koma hlutunum frá sér. Í dag er ég flugfreyja og einstæð móðir sex ára stelpu. Við mæðgur erum samrýndar og ég geri mitt besta til að sinna móðurhlutverkinu og búa til góðar og eftirminnilegar minningar fyrir hana. Ég skrifa enn og á minn fantasíuheim sem ég hverf inn í öðru hvoru. Það besta við söguheiminn er að hann er óendanlegur og maður getur gert og skapað það sem manni sýnist.“

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Blóm, pastellitir og einfaldar línur

Húðflúrarinn og teiknarinn Auður Ýr Elísabetardóttir notast mikið við blóm, pastelliti og einfaldar línur í verkum sínum, en hún lærði myndskreytingu í Academy of Art University.

Hvernig verk gerir þú aðallega og fyrir hvað?
„Undanfarin ár hef ég aðallega verið í fullri vinnu sem húðflúrari, sem þýðir að ég teikna mikið upp eftir hugmyndum annarra. Blóm eru áberandi í verkunum mínum, bæði þeim sem ég skapa fyrir aðra og fyrir sjálfa mig.“

Hvaðan færðu innblástur?
„Úr náttúrunni, bókum og svo fylgi ég fullt af frábærum listamönnum á Instagram.“

Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna?
„Mér finnst best að vinna upp úr hádegi, ég elska að taka rólegan morgun með kaffibolla og koma mér hægt í gang. Svo vinn ég þar til dóttir mín kemur heim úr skólanum.“

Hvaða litir heilla þig?
„Ég er hrifin af mjög einföldum litapallettum, helst með pastellitum. Ég nota mikið einn til tvo liti í bland við einfaldar línuteikningar.“

Ákvaðst þú á einhverjum tímapunkti að verða listamaður eða gerðist það bara „óvart“?
„Ég hef verið ákveðin í að vinna við að teikna síðan ég var um 8 ára.“

Hefur þú alla tíð haft gaman af því að teikna?
„Já, ég á enn skissubækur og teikningar frá því ég var mjög ung og það er gaman að sjá hvað maður var að pæla þegar maður var yngri. Ímyndunaraflið var svo allt öðruvísi þegar maður var sjö ára og svo líka þegar maður var 15 ára. Ég hef alveg unnið með hugmyndir sem ég hef rekist á í þessum gömlu bókum.“

Hvaða listamenn eru í uppáhaldi hjá þér?
„Ég er ofboðslega hrifin af verkum Alphonse Mucha og Harry Clarke, svo er vinur minn Sölvi Dúnn algjör snillingur.“

Hvað er fram undan á næstu misserum?
„Ég er í fæðingarorlofi eins og er og verð fram á næsta sumar. Mig langar voðalega mikið að ná að skapa eitthvað fyrir mig á þeim tíma þar sem ég mun ekkert vera að flúra og kannski ná að setja upp sýningu. Svo mæti ég fersk til leiks aftur á Íslenzku húðflúrsstofuna.“

Instagram / heimasíða: @auduryre / auduryr.com

Unaðsleg Oreo-ostakaka

Ostakökur eru uppáhald margra. Þeir sem eru fyrir ostakökurnar eru oft ástríðufullir aðdáendur þeirra og nota hvert tækifæri til að gæða sér á þeim. Hér er uppskriftir að einni góðri þar sem Oreo-kex spilar stórt hlutverk.

Oreo-ostakaka
fyrir 8

Botn:

130 g hafrakex
2 msk. púðursykur
1 msk. kakó
6 msk. smjör, brætt

Myljið kex og bætið púðursykri og kakói saman við. Bætið smjöri út í og blandið vel saman. Setjið bökunarpappír á botninn á smelluformi. Það má líka nota bökuform og þá þarf engan pappír. Þrýstið kexmylsnunni á botninn á forminu.

Kakan:

2 matarlímsblöð
500 g rjómaostur
50 g sykur
2 dl rjómi, þeyttur
2 tsk. vanilludropar
8 Oreo-kexkökur, saxaðar
6-8 Oreo-kexkökur, skornar í tvennt, til að skreyta með

Leggið matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn. Hrærið rjómaost og sykur vel saman. Bætið þeyttum rjóma, vanilludropum og söxuðum kexkökum varlega saman við. Bræðið matarlím ásamt 2 msk. af vatni yfir vatnsbaði og hellið því út í blönduna.

Hellið ostablöndunni í formið ofan á kexbotninn. Skreytið með Oreo-kexkökum og kælið.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Karl Petersson

Munurinn á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum getur numið mörg hundruð krónum

´

Átt þú eftir að kaupa páskaeggin? Þá borgar sig að lesa yfir þetta.

Allt að 67% verðmunur var á páskaeggjum mill verlsana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 11. apríl. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef ASÍ á dögunum.

Verðkönnun ASÍ leiddi í ljós að munurinn á hæsta og lægsta verði nam oft mörg hundruð krónum og mest 1.400 krónum á einu og sama páskaegginu.

Bónus var oftast með lægstu verðin á páskaeggjum eða í 28 af 30 tilfellum. Super 1 var oftast með hæstu verðin eða í 13 tilfellum af 30 en Iceland fylgir fast á eftir með hæstu verðin í 11 tilfellum.

3.579 krónur í Bónus en 4.599 krónur í Super 1

Af páskaeggjum var verðmunurinn mestur á litlum rís páskaeggjum frá Freyju, fjórum saman í pakka eða 67% en lægst var verðið í Bónus, 359 kr. en hæst í Hagkaup 599 kr.

Í krónum talið var verðmunurinn mestur á Nóa Siríus risa páskaeggi, 1.401 kr. eða 25%. Lægst var verðið í Bónus 5.598 kr. en hæst var verðið 6.999 kr. í Super 1. Þá var 28% munur á hæsta og lægsta verði á Nóa Siríus eggi nr.7. Lægst var verðið í Bónus, 3.579 kr. en hæst, 4.599 kr. í Super 1 en það gerir 1.020 kr. verðmun.

Sjá einnig: Páskaeggin hækkað í verði á hverju ári frá 2014

„Alltaf verið hugfangin af glæpum og sakamálum“

|
Unnur Arna Borgþórsdóttir.|Unnur Arna Borgþórsdóttir frá Egilsstöðum er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Morðkast en hún er mikil áhugamanneskja um sönn sakamál. Mynd / Aðsend

Morðcastið er nýtt hlaðvarp (e. podcast) úr smiðju Unnar Örnu Borgþórsdóttur sem hefur lokið grunnnámi lögfræði, býr í Kaupmannahöfn og er sérstaklega áhugasöm um íslenskan refsirétt.

„Hugmyndin er nú ekki ný af nálinni,“ segir Unnur í samtali við Mannlíf. „Ég hef alltaf verið hugfangin af glæpum og sakamálum og hef í gegnum tíðina mikið kynnt mér slíkt, meðal annars með því að hlusta af ákafa á erlend hlaðvörp þar sem fjallað er um efnið. Mér hefur hins vegar alltaf fundist slíkt vanta fyrir íslenskan markað og sérstaklega þar sem íslenskir glæpir eru teknir fyrir.“

Í lögfræðináminu hefur Unnur varið miklum tíma í að skoða gömul mál og áhugaverða dóma. „Ég tuðaði mikið um að það vantaði svona íslenskt hlaðvarp og vinkonur mínar sögðu mér að ég ætti þá bara að gera það sjálf. Stuttu seinna voru upptökugræjur á leiðinni og ég á Youtube að finna út úr því hvernig á að klippa saman hlaðvarpsþátt.“

Unnur Arna Borgþórsdóttir frá Egilsstöðum er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Morðcast en hún er mikil áhugamanneskja um sönn sakamál. Mynd / Aðsend

Mál Mary Vincent á toppnum
Í þættinum verða tekin fyrir íslensk og skandinavísk morð- og sakamál á aðeins léttari nótum. „Ég stefni á að kynna hlustendur fyrir tveimur sakamálum í hverjum þætti en það fer eðlilega líka eftir umfangi málanna sem tekin eru fyrir. Einnig koma gestir í þáttinn til mín sem segja frá sínum uppáhaldsmálum en ég vil endilega ná að fræða hlustendur og jafnframt hafa þetta í spjallformi upp að vissu marki,“ segir Unnur sem heillast hefur af fjölmörgum málum í gegnum tíðina.

„Ég er ekki mikið fyrir þessa stærstu raðmorðingja, heldur hef ég heillast meira af því sem endar vel eða eru flókin í sönnunarfærslu eða hinu lagalega umhverfi.“

„Ég er ekki mikið fyrir þessa stærstu raðmorðingja, heldur hef ég heillast meira af málum sem enda vel eða eru flókin í sönnunarfærslu eða hinu lagalega umhverfi. Málið hennar Mary Vincent er alveg vafalaust á toppnum hjá mér þegar talað er um uppáhaldssakamál, en hún einmitt lifði af hrottalega árás. Annars verð ég alltaf mjög heilluð af því sem ég skoða hverju sinni. Íslensk sakamál hafa líka alltaf heillað mig mikið, sérstaklega þar sem mér finnst oft sem það sé látið sem þau hafi hreinlega ekki átt sér stað og umræðan er lítil sem engin um þau. Með Morðcastinu vil ég þess vegna opna um þau umræðuna og gera þeim góð skil.“

Fyndin og hnyttin
Unnur svarar því bæði játandi og neitandi þegar hún er spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir í hlaðvarpsheiminum. „Mér finnst mikilvægt að þátturinn sem ég er að hlusta á grípi mig, hvort sem um er að ræða staka þætti eða heila seríu af þáttum. Serial, Up and Vanished og My Favorite Murder eru vafalaust nokkur af mínum uppáhaldshlaðvörpum og svo finnst mér Snorri Björns mjög góður þáttastjórnandi. Mér þætti þar af leiðandi gaman að vera einhverskonar blanda af þeim öllum. Ná að halda athygli hlustenda, vera fyndin og hnyttin, en samt geta frætt og vera vel upplýst.“

Þátturinn kemur út á hverjum fimmtudegi og hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum eins og iTunes, Apple podcasts, Podbean, Spotify, Podcast Addict, og Pocket casts. Morðcastið er að finna á Instagram og Twitter og svo er hægt að hafa samband við Unni gegnum [email protected].

Gómsætt meðlæti með páskamatnum

Rétt meðlæti er oft það sem gerir máltíðina að sælkeramat. Hér gefum við ykkur uppskriftir að gómsætu meðlæti sem er fullkomið á páskaborðið.

Bakaðar gulrætur með parmesanosti og steinselju
fyrir 4-6

2 msk. smjör, bráðið
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
8-10 heilar gulrætur, burstaðar og þvegnar
gróft sjávarsalt, eftir smekk
svartur nýmalaður pipar, eftir smekk
4 msk. parmesanostur, rifinn
2 msk. steinselja, söxuð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman hvítlauk og smjöri og veltið gulrótunum upp úr því, Bragðbætið með salti og pipar. Bakið í 20 mín. Takið úr ofninum og stráið parmesanosti yfir og bakið áfram í 10 mín.

Stráið saxaðri steinselju yfir eftir að gulræturnar koma úr ofninum. Eldunartíminn fer svolítið eftir stærð á gulrótunum.

Perlulaukar soðnir í epladjús

10-12 stk. perlulaukar
500 ml epladjús
2 tsk. kjúklingakraftur
1 msk. ferskt timjan eða 1 tsk. þurrkað
½ tsk. pipar
½ tsk. salt

Sjóðið laukana í 1 mín. og takið hýðið af, þetta er gert til að auðveldara sé að ná hýðinu af lauknum. Setjið þá síðan á djúpa pönnu eða í pott ásamt öllum innihaldsefnum. Látið malla í 30-40 mín. og hrærið í annað slagið á meðan.

Laukurinn er tilbúinn þegar epladjúsinn hefur breyst í fallega karamellu utan um laukinn.

Steiktar apríkósur með kanil

1 tsk. kanill
2 msk. döðlusykur eða önnur sykurtegund
3 apríkósur, sneiddar í báta
2 msk. smjör

Blandið kanil og sykri saman og veltið apríkósubátunum upp úr blöndunni. Bræðið smjörið á pönnu og steikið bátana upp úr smjörinu í 5 mín.

Veltið þeim til á pönnunni á meðan. Þetta er einstaklega gott meðlæti með kjöti eins og svíni og lambi og jafnvel bragmiklu kjöti eins og villibráð.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir og Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Folda Guðlaugsdóttir  
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Á von á barni

|||
|Samfélagsmiðlaparið Ingólfur og Tinna eiga von og barni í ágúst. |Sigrún Sigurpáls nýtur hér lífsins í Sjóböðunum á Húsavík en páskunum mun hún meðal annars verja í innanhúsframkvæmdir. |Eva Ruza Miljevic

Samfélagsmiðlastjörnurnar hafa í nógu að snúast í páskafríinu, ætla að njóta hátíðarinnar og að sjálfsögðu að fá sér páskaegg.

Sigrún Sigurpáls nýtur hér lífsins í Sjóböðunum á Húsavík en páskunum mun hún meðal annars verja í innanhúsframkvæmdir.

„Sko, mitt páskaegg í ár verður Bailyes-páskaegg. Er hægt að biðja um betra kombó?“ segir Sigrún Sigurpáls snappari frá Egilsstöðum sem nýlega keypti sér gamalt einbýlishús þar eystra ásamt sambýlismanninum Steinþóri Guðna Stefánssyni.

„Við erum náttúrlega að brasa í húsinu sem við vorum að kaupa og munum að einhverju leyti nota páskafríið í það. En aðallega ætla ég að vera með börnunum mínum fjórum, fara með þau út í náttúruna og leyfa þeim að upplifa hana. Það er svo mikilvægt að halda tengslum við náttúruna og kenna börnunum okkar að meta hana. Langbest að byrja á meðan þau eru ung. Þá læra þau frekar að leika sér úti og njóta þess að vera í fersku lofti en ekki lokuð inn í herbergi í tölvum.

Á páskadag fer fram hin árlega páskaeggjaleit og ég mun sem fyrr leggja mikinn metnað í að fela eggið hans Steinþórs. Ég hef falið það á ótrúlegustu stöðum þannig að hann hefur verið að því kominn að gefast upp. Einu sinni límdi ég það til dæmis einu sinni undir lazyboy-stólinn hjá pabba mínum,“ segir hún hlægjandi og bætir við: „Svo á ég afmæli annan í páskum og mun halda upp á það með mínum nánustu.“

Samfélagsmiðlaparið Ingólfur og Tinna Björk Krist­ins­dótt­ir eiga von og barni í ágúst.

Kominn tími til að þroskast
Ingólfur Grétarsson eða Gói Sportrönd eins og hann kallar sig ætlar að nýta páskana til að þroskast örlítið meira eins og hann orðar það sjálfur.

„Ég er að verða pabbi í ágúst þannig að mig langar að fókusa á það yfir páskana. Það er kominn tími til að þroskast aðeins meira,“ segir hann ábyrgðarfullur. „Ég á að vera á vakt föstudaginn en ætla að nota helgina til að koma mér á beinu brautina. Dropbox-, Spotify- og Adobe CC-áskriftirnar mínar voru að klárast og ég þarf að skoða hvernig ég á að haga peningamálunum mínum.“

Hann ætlar svo að fá sér 450 g páskaegg númer 5 frá Góu. „Já, frá Góu því ég er Hafnfirðingur. En var eitthvað að spá hvort ég ætti að fá mér hvítt páskaegg í ár en vildi ekki missa mig í flippinu þannig hefðbundið súkkulaði páskaegg varð ofan á.“

Eva Ruza Miljevic. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Klessa um páskana
„Páskarnir eru klessuhátíð í mínum augum,“ segir Eva Ruza þegar hún er spurð hvað hún ætli að gera um páskana.  „Ég hef hugsað mér að vera klessa um páskana. Ég þarf aðeins að núllstilla mig eftir ansi langa skemmtanatörn og þá er ekkert betra en að liggja upp í sófa, borða súkkulaði og jafnvel horfa á Ryan Reynolds í þröngum, rauðum samfesting – Deadpool. Ég er að vona að það mæti ekki haustlægð yfir páskana svo ég geti aðeins farið út að viðra fjölskyldumeðlimina.“

Nóa páskaeggin hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá Evu en hún er farin að upplifa valkvíða þegar kemur að því að velja rétta páskaeggið. „Á ég að borða venjulegt eða henda mér i óvissuna. Held ég muni splæsa í saltlakkrís og sjávarsalt.“

Þráinn úr Skálmöld kíkti í horn Hljóðfærahússins

Í byrjun apríl mætti enginn annar en Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld í horn Hljóðfærahússins.

Þráinn er að öðrum ólöstuðum ein fremsta gítarhetja landsins. Hann hefur gefið út fjölda platna með Skálmöld og síðasta áratuginn hafa þeir félagar túrað heiminn þveran og endilangan.

Snæbjörn Ragnarsson eða Bibbi eins og flestir þekkja hann er einnig meðlimur Skálmaldar en hann spurði Þráinn spjörunum úr og var ansi kátt í horninu þennan dag.

Heimsókn í Hornið fer fram fyrsta föstudaginn í hverjum mánuði og er spennandi sjá hver mætir næst í Hornið! Albumm mætti að sjálfsögðu á svæðið og úr varð þetta myndband sem unnið er af Thank You Studio fyrir Albumm.is.

Hér fyrir neðan má hlusta á hljóðupptökuna í heild sinni.

https://soundcloud.com/albumm/heimsokn-i-horni-rainn-ur-skalmold

Raddir