Miðvikudagur 23. október, 2024
2.8 C
Reykjavik

Kostnaður við þjálfun áhafna Icelandair óljós

Kostnaður vegna þjálfunar starfsfólks Icelandair í tengslum við leiguvélar félagsins liggur ekki enn fyrir.

Áætlað er að sautján flugmenn Icelandair þurfi að fara í flughermi í byrjun maí vegna vegna flugvéla sem félagið hefur tekið á leigu vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla félagsins. Námskeið fyrir flugáhafnir, um 50 manns, er þegar hafið. Alls eru þetta tæplega 70 manns. Kostnaður vegna þjálfunar starfsfólksins liggur ekki enn fyrir, en Icelandair útvegar kennslustofur og mun eigandi vélanna sjálfur sjá um þjálfun. Þetta kemur fram í skriflegu svari Icelandair til Mannlífs þegar ritstjórn spurðist fyrir um þjálfun starfsfólksins vegna þriggja véla sem félagið tók á leigu í kjölfars kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla.

Eins og kunnugt er kyrrsetti félagið, líkt og flugfélög víða um heim, allar Boeing 737 MAX  vélar sínar eftir að í ljós kom að galli í hugbúnaði þeirra var orsakavaldur tveggja mannskæðra flugslysa. Í kjölfarið gekk félagið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem tilkynnt var um þann 1. apríl síðastliðinn og 10. apríl gekk félagið frá leigu á þriðju vélinni en hún er af gerðinni Boeing 757-200 og er 184 sæta. Hún verður í rekstri frá 15. maí fram í lok september 2019. Eru þetta vélarnar sem nú er verið að þjálfa starfsfólk Icelandair fyrir.

„Við fylgjumst vel með gangi mála og allar ákvarðanir verða teknar í samráði við flugyfirvöl, þar á meðal hvenær vélarnar verða teknar í notkun.“

 

Þegar ritstjórn falaðist eftir því að fá að vita hversu mikill kostnaður væri áætlaður vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla félagsins, var svar Icelandair eftirfarandi: „Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar eru óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggur fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.“

Þegar ritsjórn spurði hvenær Boeing 737 MAX flugvélar félagsins kæmu til með að verða teknar aftur í notkun, var svarið að uppfærð flugáætlun Icelandair miði enn við að Boeing 737 MAX flugvélar félagsins verði kyrrsettar til 16. júní n.k. „Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til með því að bæta leiguvélum við flota félagsins hefur tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega,“ segir í svarinu. „Við fylgjumst vel með gangi mála og allar ákvarðanir verða teknar í samráði við flugyfirvöld, þar á meðal hvenær vélarnar verða teknar í notkun.“

Rúmur mánuður er liðinn frá því að Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar. Hefur kyrrsetningin haft víðtæk áhrif á rekstur margra flugfélaga, þ.m.t. Icelandair.

Grænmetispaté á veisluborðið

Það er góð regla að bjóða ávallt upp á eitthvað sem grænmetisætur geta borðað í veislum og matarboðum þó svo að allir réttirnir þurfi kannski ekkert endilega að vera úr grænmeti, gaman er að blanda saman og gefa fólki val. Hér kemur uppskrift að grænmetispaté sem er fullkomið á veisluborðið.

Grænmetispaté
u.þ.b. 12 sneiðar

2 msk. olía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
2 sellerístönglar, smátt saxaðir
1 msk. hveiti
200 g tómatmauk (tómarpúrra)
125 g heilkorna brauðrasp
5 meðalstórar gulrætur, rifnar eða skornar smátt
100 g heslihnetur, ristaðar og malaðar
1 msk. sojasósa
2 msk. ferskur kóríander, saxaður
1 egg, pískað
1 tsk. sjávarsalt
2 tsk. nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 180°C. Steikið laukinn upp úr olíunni í nokkrar mínútur, passið að hann brúnist ekki, bætið selleríi út í og steikið í 1-2 mín. með lauknum. Setjið hveiti saman við ásamt tómatmaukinu og hrærið vel saman.

Takið af hellunni. Setjið brauðrasp, gulrætur, hnetur, sojasósu og kóríander í skál og blandið því sem er á pönnunni saman við ásamt eggi. Bragðbæætið með salti og pipar.

Setjið deigið í 22 cm formkökuform sem hefur verið klætt með bökunarpappír eða smurt með smjöri. Setjið álpappír yfir og bakið í 1 klst.

Kælið og takið síðan úr forminu. Þetta paté er gott að bera fram með sýrðum rjóma og söxuðum kóríander eða hummus.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Vigdís Hauksdóttir vill standa með „stóra meirihlutanum“ og „almennri skynsemi“

Vigdís Hauksdóttir

„Ég hef sagt það áður – lokunarmálin í miðborginni eru löngu orðin þráhyggja og á ekkert skylt við almenna skynsemi” skrifaði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, á Facebook í morgun. Þá skoðun tjáir Vigdís vegna fyrirhugaðar lokunnar hluta Laugavegs fyrir bifreiðaumferð.

Um leið lýsir Vigdís þeirri sýn sinni að hún sé hér talsmaður hins „stóra meirihluta” og „almennrar skynsemi“ borgarbúa í málinu, þvert á fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem mynda meirihluta í borgarstjórn. „Ég er mjög afdráttarlaus í þessu máli – ég stend með stóra meirihlutanum sem vill ekki lokun”. Þá nefnir Vigdís að við talningu í gær standi 20 verslunar- og þjónusturými auð í miðbænum.

Vigdís lýsir vonbrigðum yfir þeirri ákvörðun Morgunblaðsins að birta ekki viðtal sem blaðið tók við hana vegna málefna Laugavegs, þá með stærri umfjöllun blaðsins, um fyrirætlanir um lokun sem birtist í blaðinu í dag. „Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna – ég vil að fjölbreytileikinn í samgöngum sé sem mestur og eitt útilokar ekki annað”.

Demókratar æfir og telja Trump ætla að grafa undan Mueller-skýrslu um samskipti við Rússland fyrir birtingu

Skýrsla Robert Mueller, um rannsókn á tengslum Trump við Rússland, verður opinberuð bandaríska þinginu á Skírdag eftir tveggja ára rannsóknarvinnu. Hvíta húsið hefur þegar fengið að sjá hluta skýrslunnar og vakti það mikla reiði og óánægju meðal Demókrata sem saka Trump-stjórnina um tilraunir til að grafa undan skýrslu Mueller.

Allt frá kosningabaráttu og síðar kjöri Donald Trump til forseta Bandaríkjanna hefur því ítrekað verið haldið fram að Rússar hafi blandað sér í forsetakosningarnar árið 2016. Eru starfsmenn Donald Trumps og forsetinn sjálfur sakaðir um að vinna náið með rússneskum yfirvöldum og þegið aðstoð við kosningabaráttuna. Í Bandaríkjunum eru afskipti erlendra ríkja að kosningum óheimil og það er brot á kosningalögum þar í landi að taka við fjárhagslegum stuðning vegna kosninga.

Blaðamannafundur á vegum dómsmálaráðherrans, William Barr, verður haldinn fyrir opinberun skýrslunnar og hefur forsetinn sagst íhuga að fylgja á eftir. Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd enda fer fundurinn fram áður en skýrslan hefur verið birt þinginu og hvað þá síður almenningi. CNN bendir á að þetta geti haft áhrif á upplifun almennings á skýrslunni. CNN hefur áður greint frá áætlun Trumps og stjórnar hans um birtingu sérvalinna kafla úr skýrslunni og eigin túlkana áður en hún er gerð opinber. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og fordæma aðgerðir Hvíta hússins í málinu.

Umfjöllun á CNN Politics má lesa hér.

 

Bingó í Grafarvogi fór úr böndunum og kalla þurfti til lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á bingókvöld sem fram fór á barnum Gullöldin Grafarvogi í gærkvöldi. Þáttakandi var ósáttur við bingóstjóra kvöldsins og sakaði hann um svindl. Annar þátttakandi kom bingóstjóranum til varnar en var fyrir vikið sleginn í andlitið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem Morgunblaðið greinir frá.

 

Blásið var til Páskabingós Gullaldarinnar í gærkvöldi en í auglýsingu viðburðarins á síðu barsins kemur fram að heildarverðmæti vinninga hlaupi á hundruð þúsunda. Þá fylgdi páskaegg með öllum verðlaunum. Það var því til mikils að vinna.

Nóttin var að öðru leiti róleg hjá lögreglu en níu voru teknir við akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Fjórir voru sviptir ökuréttindum og þrír voru án réttinda. Þá voru tveir aðilar með fíkniefni í fórum sér.

Samkomulag WOW og Isavia vegna milljarð króna skuldar stóðst allt fram í febrúar

Wow og Isavia lögðu drög að samkomulagi í lok september 2018 vegna milljarð króna skuld flugfélagsins á þeim tíma, sem greiða átti í 13 aðskildum afborgunum sem myndu teygja sig yfir síðustu tvo mánuði ársins 2018 og fyrstu 11 mánuði ársins 2019. Skilum samkvæmt samkomulaginu stóðu fram í febrúar. Morgunblaðið greindi frá.

 

Eitt af skilyrðum samningsins var að minnsta kosti ein flugvél á flugrekstarleyfi félagsins þyrfti að vera til staðar á vellinum eða að vél á sama leyfi væri á leið til Keflavíkurflugvallar. Nauðsynlegt yrði að vélin væri með staðfestan komutíma til vallarins.

Vegna samkomulagsins var vél á vegum Wow air kyrrsett frá 18. mars þar til flugfélagið lýsti yfir gjaldþroti 28. mars. Eigendur flugvélarinnar, Air Lease Corporation, höfðu ekki verið upplýstir um samkomulagið milli Wow air og Isavia og vissu ekki að flugvél í þeirra eigu væri trygging fyrir skuld.

 

Þeim fjölgar sem snappa undir stýri

Fjölgað hefur í hópi framhaldsskólanema sem nota Snapchat undir stýri, miðaða við árið 2016, samkvæmt rannsókn sem tryggingarfélagið Sjóva lét framkvæma. Sömu sögu má segja um þá sem leita upplýsinga á netinu samhliða því að keyra. Þó kemur fram að fækkað hefur í hópi þeirra sem almennt nota síma undir stýri og færri senda eða skrifa skilaboð á meðan þau keyra.

Það er Rannsóknir og greining við Háskóla Reykjavíkur sem framkvæmir könnunina fyrir Sjóvá. Sam­bæri­leg rann­sókn var unnin árið 2016. Árið 2016 svöruðu 83% nem­enda að þeir notuðu sím­ann stundum eða oftar undir stýri, árið 2018 lækkaði þessi tala niður í 79%. Hlutfall þeirra sem nota símtæki undir stýri er því nokkuð hátt.

„Þó að notk­unin sé enn þá mikil þá erum við í fyrsta skipti að sjá notk­un­ina drag­ast saman. Það voru til að mynda 14% fleiri nem­endur sem sögðust aldrei tala í sím­ann án hand­frjáls búnaðar nú en árið 2016. 6% fleiri segj­ast þá aldrei senda eða svara skilaboðum undir stýri en fyrir þremur árum,“ segir í færslu á vef Sjóvá vegna málsins.

„Það er vissu­lega gott að við séum að sjá ein­hverja já­kvæða þróun í þessum efnum,“ segir Karlotta Hall­dórs­dóttir, verkefnisstjóri for­varna hjá Sjóvá. „Það hvetur okkur áfram í bar­átt­unni gegn sím­anotkun undir stýri. Um leið og það er ánægju­legt að sjá að for­varn­ar­starf og aukin umræða sé að skila ár­angri þá getum við öku­menn hins vegar gert mun betur og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ein­fald­ast og ör­ugg­ast er að sleppa bara al­veg að nota sím­ann í um­ferðinni, þannig tryggjum við okkar eigið ör­yggi og annarra sem best.“

Rann­sóknin var unnin af Rann­sóknum og grein­ingu við Há­skól­ann í Reykja­vík og náði til allra fram­halds­skóla­nema á land­inu. Sam­bæri­leg rann­sókn var unnin árið 2016.

Vera Illugadóttir lagði fæð á séra George sem barn

|
|Illugi Jökulsson. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Illugi Jökulsson tók dóttur sína úr Landakotsskóla.

Illugi Jökulsson. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„Sem betur fór virðist stúlkan sjálf hafa skynjað illskuna því hún lagði fæð á séra Georg og sneri sér alltaf undan þegar hann kom inn í bekkinn og neitaði að snúa sér aftur fram fyrr en hann var farinn.”

Þetta skrifar fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson á Facebook, þar sem hann segist hafa farið með fimm ára dóttur sína í Landakotsskóla árið 1995. Enginn hafi sagt þeim foreldrunum hvað var gangi. Enginn. En með því er Illugi að vísa í skefjalaust ofbeldið sem þáverandi skólastjóri Landakotsskóla, séra Ágústus George og þýski kennarinn  Margrét Muller beittu börn við skólann árum og áratugum saman áður en upp komst um ódæðisverkin.

„Sem betur fór virðist stúlkan sjálf hafa skynjað illskuna því hún lagði fæð á séra Georg og sneri sér alltaf undan þegar hann kom inn í bekkinn og neitaði að snúa sér aftur fram fyrr en hann var farinn.”

Umrædd dóttir Illuga er engin önnur en útvarpskonan góðkunna Vera, sem hefur vakið athygli fyrir þættina Í ljósi sögunnar á RÚV þar sem atburðir og málefni líðandi stundar eru skoðaðir í sögulegu samhengi.

Fjöldi fólks hefur stigið fram undanfarið og minnst Landakotsskóla með óhug í kjölfar fréttar um vinnslu nýrra heimildaþátta um voðaverkin sem voru framin í skólanum. Þar á meðal rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir, leikkonan Edda Björgvinsdóttir og söngvarinn Krummi Björgvinsson, Krummi í Mínus sem hefur lýst ofbeldinu sem séra George og Margrét beittu hann í æsku. Saga Krumma er tilefni skrifa Illuga, sem kveðst hafa forðað barnungri dóttur sinni úr skólanum. „Við tókum hana úr skólanum eftir einn vetur.”

Þakkar Illugi Krumma fyrir að opna sig um málið eins og söngvarinn hefur gert á samfélagsmiðlum. „Að stíga fram með þeim hætti sem þú gerir hér er eitt skrefið enn í þá átt að svona endurtaki sig ekki. Takk!”

Sjóðheitt sumar framundan á Havarí

Havarí á Karlsstöðum kynnir dagskrá sumarsins 2019.

Á Karlsstöðum búa hjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson. Þar starfrækja þau, gistiheimili, tónleikastað, matstofu, snakkgerð og menningarstarfsemi undir merki Havarí.

Laugardagur 15. júní:
Hjálmar ræsa sumarið og fylla hlöðuna af gleði og hamingju.
Föstudagur 5. júlí:
Ein af okkar allra mögnuðustu listakonum, Mr. Silla, heldur tónleika ásamt Jae Tyler. Prins Póló hitar upp.
Laugardagur 6. júlí:

Búkalú um lönd og lendar. Fullorðins fjölbragðasýning með fjölda innlendra og erlendra kabarettlistamanna.

Föstudagur: 26. júlí:
Sveitaball með hinum óviðjafnanlegu og óútrýmanlegu Geirfuglum. Þetta verður eitthvað!!

Laugardagur 17. ágúst:
Hinir árlegu tónleikar FM Belfast í Havarí eru löngu orðnir goðsögn. Þau slá botninn í sumarið og rífa þakið endanlega af hlöðunni!

„Við finnum angan af vori getum ekki beðið eftir að njóta þessara viðburða með ykkur í taumlausri sveitasælu.“ – Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson

Forsala á alla viðburðina er á tix.is

Stjórnmálaflokkum boðið að kaupa umfjöllun um pólitískt hitamál

DV bauð þeim stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi að kaupa umfjöllun um þriðja orkupakkann sem er eitt heitasta deilumálið í pólitíkinni um þessar mundir. Slíkt tilboð er líklegt til að brjóta í bága við siðareglur blaðamanna.

Mannlíf hefur undir höndum töluvpóst frá markaðsráðgjafa Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV, og sendur var á framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna. Í póstinum er greint frá því að DV hyggist ráðast í útgáfu sérblaðs um þriðja orkupakkann sem gefið verður út þann 3. maí. Í póstinum segir jafnframt:

“Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna frá ykkur. Þetta verður flott umfjöllun þar sem flokkar gera kynnt sína afstöðu gagnvart 3. Orkupakkans og gert grein fyrir plúsum eða mínusum.”

Heilsíðu umfjöllun er verðlögð á 70 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Samkvæmt heimildum Mannlífs ræddu framkvæmdastjórarnir tilboð DV sín á milli og settu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, VG, Pírata og Samfylkingar strax fram afdráttarlausa afstöðu um að ekki væri verjandi að ganga að þessu tilboði. Mannlífi er ekki kunnugt um afstöðu annarra flokka.

Ef siðareglur Blaðamannafélags Íslands eru skoðaðar er ljóst að tilboð DV er á mjög gráu svæði. Í 5. grein, sem fjallar um hagsmunaágreining, segir meðal annars:

„Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli.“

Visir, sem greindi fyrst frá málinu, hefur eftir Einari Þór Sigurðssyni sem er starfandi ritstjóri DV að málið hafi aldrei komið inn á borð ritstjórnar. Var Einari ekki kunnugt um að til stæði að gefa út umrætt sérblað og sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að tilboðið orki tvímælis.

Það er í sjálfu sér ekki nýtt að fjölmiðlar birti kostaðar umfjallanir í sérstökum sérblöðum en þá eru slíkar umfjallanir tengdar sölu á varningi og/eða þjónustu og merktar sem slíkar. Fáheyrt er að fjölmiðlar bjóði upp á kostaðar umfjallanir um pólitísk efni.

Birgitta Líf valdi hlýlega liti á íbúðina með hjálp fylgjenda sinna

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlafulltrúi World Class, hefur nostrað mikið við nýju íbúðina sína í Skuggahverfinu. Hún valdi réttu litina á íbúðina með hjálp fylgjenda sinna á Instagram.

Málningarverslunin Slippfélagið birti myndir af glæsilegri íbúð Birgittu á Facebook í dag, þar kemur fram að Birgitta valdi hlýlega en hlutlausa liti á íbúðina sína. Báðir litirnir eru brúntóna og ljósir og taka enga athygli frá húsgögnum og öðrum munum sem prýða íbúðina.

Litina valdi Birgitta með hjálp fylgjenda sinna á Instagram en á blogginu hennar kemur fram að rúmlega 2.000 manns hafi gefið sitt álit á hvaða liti hún ætti að velja.

Meðfylgjandi er færsla Slippfélagsins, í henni má sjá nokkrar myndir af heimili Birgittu.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Fannst Berlín fyrst grá og guggin

Þó að Margrét Rós Harðardóttir sé ávallt kennd við hóp sem kallar sig Berlínur í samnefndri borg þá var hún ekki spennt fyrir borginni í upphafi.

„Matthias maðurinn minn vildi fara til Berlínar. Ég var hins vegar ekki alveg á því, fannst hún allt of stór og mér fannst hún grá og guggin. En þá vildi það þannig til að við skruppum til New York og dvöldum þar í rúmar tvær vikur með strákinn okkar, þá átta mánaða. Þar gerðist það að ég gjörsamlega heillaðist af borginni og stórborgarlífinu og fékk löngun til að setjast að í stórborg. Þannig atvikaðist það að við fluttum til Berlínar. Það má því segja að ástin hafi leitt mig hingað til Berlínar,“ segir Margrét Rós sem stofnaði Berlínur árið 2014 með Katrínu Árnadóttur og síðan hefur fyrirtækið dafnað vel og stækkað. Fyrirtækið stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum ferðum fyrir Íslendinga um Berlín, hjólaferðum, matarferðum, sögutúrum og árshátíðarferðum, svo fátt eitt sé nefnt.

Mundir þú segja eftir sjö ára búsetu í borginni að Berlín væri orðin þinn hjartastaður?

Það stendur ekki á svarinu. „Já svo sannarlega er hún það.“

Hvaða staðir eru það í Berlín sem þú mundir ráðleggja öllum að koma á?

„Ég mundi segja að heimsókn í Clärchens Ballhaus í Auguststrasse í Mitte sé eitthvað sem fólk megi bara ekki missa af,“ segir Margrét og hrifningin leynir sér ekki. „Þetta er sögufrægt og fallegt danshús. Skemmtilegar skreytingar á veggjum og stórsjarmerandi speglasalur á efri hæðinni. Þarna  dansar alla daga fólk af öllum þjóðernum og á öllum aldri. Þetta er yndisleg upplifun og maður þarf ekki að kunna neitt. Bara að vera með. Vissa daga er það tangó eða swing og á laugardagskvöldum er alveg klikkað diskó í gangi með hljómsveit. Á sunnudögum er bara kaffi og kökur og þá eru dansaðir valsar. Það er hægt að fá sér eitthvað gott í gogginn, fylgjast með og fá sér snúning. Stórkostleg skemmtun þar sem Berlínarbúar hittast, ungir og gamlir. Þarna er þversniðið af Berlín. Það er flest fólk um helgar og þá sér í lagi á laugardögum en á virkum dögum eru færri og þá er rólegra.

„Svo hef ég sérstakt dálæti á því hvernig Berlín sameinar náttúru og borg.“

Ég ráðlegg fólki líka að fara inn í hverfin og kanna þau, því hvert hverfi er heimur út af fyrir sig. Finna alla litlu staðina sem eru á hverju strái. Ég held líka mikið upp á Kollwitz Platz. Á torginu blasir við gríðarstór stytta af Käte Kollwitz sem var fyrst þýskra kvenna til að vera tekin inn í myndlistarakademíuna. Hún var róttækur mannvinur sem barðist allaf fyrir fátæka í Berlín eins og frábærar grafíkmyndir hennar og teikningar sýna.

Olga Björt prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Vikunnar.

Svo hef ég sérstakt dálæti á því hvernig Berlín sameinar náttúru og borg. Það eru margar strendur í Berlín við vötn sem leynast hér og þar. Á sumrin eru þetta unaðsreitir þar sem hægt er að kæla sig aðeins í vatninu og njóta þess að vera úti í náttúrunni, þó í borg sé. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á mat mæli ég með ferð á Markthalle Neun í Kreutzberg. Þar er t.d. á fimmtudögum einstakur streetfood-markaður.“

Lestu viðtalið við Margréti í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar sem er í verslunum til 24. apríl.

Texti / Svala Arnardóttir

Þingmaður varð fyrir aðkasti í Hagkaup

Guðmundur Andri Thorsson

„Aldrei áður hafði ég staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum. Svona leit hann þá út, reiði maðurinn í athugasemdakerfunum.“

Þetta segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem varð fyrir aðkasti í Hagkaup í Garðabæ í fyrrakvöld. Þingmaðurinn lýsir atvikinu á Facebook-síðu sinni. Hefst frásögn hans á lýsingu á þeim sem veittist að honum. Sá hafi verið í fallegum ullarjakka, með vandaðan gráan trefil vafinn um hálsinn, í hvítum jogging-buxum og með hannaða hárklippingu.

„Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður – þeir gangast upp í að vera vonda fólkið og eru fullir af pólitískum rangtrúnaði, en eru ekki slæmir náungar í rauninni. Held ég. Að minnsta kosti yfirleitt í góðu skapi – held ég.“

Segist Guðmundur Andri hafa verið nýstiginn inn í verslunina þegar hann heyrir kallað „Samfylkingardrulla“. Honum hafi brugðið við þessi hóp og hans fyrstu viðbrögð voru að horfa strangur á hóp saklausra unglinga. Hann hélt hins vegar för sinni um verslunina áfram þar til hann heyrir aftur ókvæðisorð. Þá hafi hann komið auga á umræddan mann.

„„Ertu að tala við mig?“ spurði ég og þá kom ný gusa um það hvílíkur lygari ég væri og viðbjóður, ég vildi flytja inn í landið barnaníðinga frá Svíþjóð, hvort ég vissi ekki hvernig ástandið væri í Svíþjóð. Hann titraði af reiði. Hann var svo hræddur við alla múslimana sem hingað væru á leiðinni frá Svíþjóð og reiður mér fyrir að standa fyrir þessum innflutningi.“

Segist Guðmundur Andri ekki hafa lagt í að spyrja manninn hvað honum fyndist um 3. orkupakkann en bað manninn um að hætta að áreita sig. Að öðrum kosti myndi hann kalla á öryggisvörð.

„Það var einhver óhugur í mér. Aldrei áður hafði ég staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum. Svona leit hann þá út, reiði maðurinn í athugasemdakerfunum. Kannski var þetta veikur maður en það sem vall upp úr honum var sami reiðilesturinn og við getum daglega séð á netmiðlum og heyrt skötuhjúin á útvarpi Sögu draga upp úr viðmælendum sínum til að eitra hugi vesalings gamla fólksins sem hefur ekki lengur Sagnaslóð í útvarpinu að hlusta á.“

Að lokum segir þingmaðurinn:

„Það er ábyrgðarhluti að næra reiði af þessu tagi eins og maður sér stundum stjórnmálamenn gera á kaldrifjaðan hátt til að valdefla sig. Það er hættulegt. Þetta er vissulega sálsýkisþrugl en sett saman úr einföldum staðhæfingum sem beinast að djúprættum kenndum í okkur, ótta og reiði og vanþekkingu í jöfnum hlutföllum og löngun til að finna reiðikróka til að hengja vanlíðan okkar á.“

Mikilvægri nýrnaaðgerð á sjö mánaða gömlu barni ítrekað frestað sökum plássleysis

Heilbrigðisstarfsmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint

Sóllilja Ásgeirsdóttir, sjö mánaða stúlka sem fæddist með nýrnagalla vegna þrengingar í þvagleiðara, kemst ekki í aðgerð fyrr en í lok mánaðar sökum plássleysis á gjörgæslu Landspítalans. Vísir greinir frá.

Faðir Sóllilju, Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, segir í viðtali við Vísi að fyrirvarinn hafi verið góður. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu”.

Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að hægt væri að framkvæma aðgerðina, var hún því bókuð í mars síðastliðnum en henni síðar frestað sökum þess að Sóllilja veiktist nóttina fyrir aðgerðardag. Var foreldrum hennar sagt að mæta með hana á mánudegi en var þá vísað frá vegna plássleysis.

Aðgerðinni fylgir talsvert umstang, en mikilvægt er fyrir Sóllilju að vera frísk og mæta í blóðprufur nokkrum dögum fyrir. Nóttina fyrir aðgerðina þarf hún svo að fasta. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni” var haft eftir Ásgeiri. Fjölskyldan er búsett í Borgarfirði og getur því fylgt talsverður kostnaður að ferðast til Reykjavíkur með reglulegu millibili.

Ástæður þess að WOW söfnun hluthafa.com helst opin þrátt fyrir kröfur FME um lokun

Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi krafist þess á dögunum að WOW söfnun hluthafi.com loki er söfnunarsíðan enn opin. Formi söfnunarinnar er breytt til að hún standist kröfur um rétta upplýsingagjöf. Ekki er lengur gefið til kynna að um almennt útboð sé að ræða og því ekki gefið til kynna að fjárfestar njóti verndar sem við á í almennu útboði verðbréfa. Fjármálaeftirlitið vekur þó athygli á að almennir fjárfestar njóta ekki sömu verndar vegna kaupa í einkahlutafélagi og þegar þeir taka þátt í almennu útboði.

 

Sjá einnig: „Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW“

„Á síðunni kemur fram að óskað sé eftir hlutafjárloforði a.m.k. tíu til tuttugu þúsund hluthafa í þeim tilgangi að endurreisa flugfélagið WOW eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag.“ segir í tilkynningu eftirlitsins. Upplýsingar á vef hluthafi.com gáfu upphaflega til kynna að um væri að ræða „almennt útboð verðbréfa“ en slík starfsemi fellur undi lög um verðbréfaviðskipti. „Með almennu útboði er átt við hvers konar boð til almennings um kaup á verðbréfum. Áður en farið er í almennt útboð verðbréfa þarf að gefa út lýsingu í samræmi við 1. mgr. 44. gr. laga um verðbréfaviðskipti,“ segir í tlkynningunni eftirlitsins.

Ástæða þess að söfnunin er þó enn uppi og ekki er gerð krafa um lokun hennar er að forsvarsmenn hennar hafa nú breytt formi söfnunarinnar. Söfnunin er nú kynnt sem sala á hlutaskírteinum í einkahlutafélagi. Slík sala fer ekki eftir sömu reglum og kaupendur njóta minni verndar en í almennu útboði. Þátttakendur geta nú metið áhættuna með bættri upplýsinggjöf og vitneskju um að vernd er minni en áður var gefið út.

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipta þarf að gefa út lýsingu áður en farið er í það sem kallað er almennt útboð verðbréfa. Þær lýsingar eru staðfestar af Fjármálaeftirlitinu sem gengur úr skugga um að útboðið uppfylli körfur um form og efni þeirra. Þar á meðal eru kröfur um að fjárfestar hafi allar nauðsynlegar upplýsingar um útgefandann og verðbréfin. Það þýðir hverjir eru ábyrgir aðilar útboðsins, fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um verðbréfin sem á að bjóða og skilyrði fyrir útboðinu.

Um leið hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með útboðinu og getur beitt sér ef rökstuddur grunur er um að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. Beita má stjórnvalssektum og eftirlitið getur kært brot til lögreglu. Að lokum má benda á að umsjón með almennu útboði verðbréfa er starfsleyfisskyld starfssemi og einungis heimil lögaðilum sem hlotið hafa til þess leyfi frá Fjármálaeftirlitinu samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Í tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu vegna málsins er sérstök athygli þeirra sem áhuga hafa á að taka þátt í söfnun líkt og hluthafi.com að þeir sem slíkt gera teljast almennir fjárfestar og njóta ekki sömu verndar og þeir sem taka þátt í almennu hlutafjárútboði.

Forsvarsmenn hluthafa.com gáfu sér upphaflega 90 daga til að safna vilyrðum. 86 dagar eru nú til stefnu.

Íslenska landsliðið í krikket vekur undrun í Ástralíu

|
Mynd: Felix for rawpixel.com|Búningur íslenska landsliðsins í krikket. Mynd: Krikket.is

Íslenska krikketlandsliðið hefur vakið áhuga ástralska blaðsins Newcastle Herald og virðast menn þar gáttaðir á tilvist liðsins. Viðtal við Jakob Víking Wayne Robertson, fyrirliða og einn stofnanda landsliðsins, var birt á síðu blaðsins í gær en Jakob á rætur að rekja til Íslands og Ástralíu.

Jakob er fæddur og uppalinn í Ástralíu en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Íslands árið 2001, þá 12 ára gamall. Á þeim tíma var ekkert um krikket á Íslandi og lið ekki stofnað fyrr en á árunum 2014-2015, meðal stofnenda voru Abhishek Chauhan og bræðurnir Lakmal og Dushan Bandara. Árið 2015 hófust í fyrsta sinn reglulegar æfingar í krikket og stuttu síðar var Krikketsambandi Íslands komið á legg.

„Í dag eru fimm krikketlið á Íslandi sem keppa sín á milli í íslensku meistaradeildinni,“ segir Jakob við ástralska blaðið og bætir við; „Við höfum keppt á móti Svisslendingum, höfum verið að ferðast á hverju ári síðastliðin fjögur ár, meðal annars til Prag og Englands. Núna erum við komin með vefsíðu og þjálfara. Þetta er að komast á skrið”.

Spurður út í liðið segir Jakob að „Flestir liðsmennirnir eru af erlendu bergi brotnir og hafa flutt til Íslands vegna þess að Íslendingar hafa ekki sýnt íþróttinni jafn mikinn áhuga”.

Íslenska landsliðið krikket lék sinn fyrsta landsleik í Bretlandi um mitt ár 2018. Það var þökk hópfjármögnun og spjallhópi krikketáhugamanna á samfélagsmiðlinum Reddit. Um 300 þúsund krónur söfnuðust á hálfum mánuði samkvæmt frétt RÚV af málinu. Fyrsti landsleikur Íslands var gegn Sviss og fór fram í Bretlandi. Þetta kemur fram á vef BBC sem fjallaði um liðið árið 2018. Tæplega 470 þúsund söfnuðust að lokum í gegnum hópfjármögnunina en fyrir vikið er Reddit-spjallþráðurinn þar sem áhuginn hófst styrktaraðili liðsins.

Liðið stefnir á ferð til Bretlands í ágúst þar sem keppni milli Póllands eða Tékklands mun fara fram að því er kemur fram í frétt blaðsins. Eru vonir einnig bundnar við að liðið muni taka þátt í Evrópska landsliðsmótinu í ár.

Búningur íslenska landsliðsins í krikket. Mynd: Krikket.is

Frú Ragnheiður ánægð með matargjafir

|
Mynd: Rauð krossinn/Frú Ragnheiður|Hér á myndinni eru sjálfboðaliðarnir Þórunn Sigríður félagsráðgjafi og Ásrún Þóra hjúkrunarfræðingur að raða mat í poka sem gefinn er þeim sem leita til Frú Ragnheiðar. Mynd: Rauð krossinn/Frú Ragnheiður

Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður fær reglulega matargjafir frá fólki og fyrirtækjum sem nýttar eru til handa umbjóðendum verkefnisins. „Einstaklingar hafa verið að koma með dýrindis mat úr veislum til okkar, eins og pönnukökur, flatkökur með hangikjöti, snittur og litla kökubita.“ segir í þakkarpóst frá verkefninu á Facebook til hinna gjafmildu aðila. Þá er að finna upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa á að aðstoða með matargjöfum.

Markmið Frú Raghneiðar er að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, þar á meðal heimilislausra og fólks með vímuefnavanda, og bjóða almenna heilsuvernd án fordóma eða kvaða og þá í nærumhverfi fólks. Verkefnið er hópur sjálfboðaliða sem skipta með sér vöktum og reka grunnþjónustu heilsuverndar á bíl sem keyrir um borgina.

Sjá einnig: Hvers vegna að viðhalda helvíti á jörðu?

„Jafnframt gaf Ísam heildsali okkur þrjú bretti af mat og drykkjum, við fengum hafragraut, súkkulaði- og kremkex, ólífur og ávaxtasafa frá þeim. Þessar vörur nýtast okkur afar vel og geta skjólstæðingar m.a. tekið þær með sér í poka,“ segir í færslu Frú Ragnheiðar.

Bent er á að hafi fólk áhuga á að gefa Frú Ragnheiði mat eða drykk er hægt að koma á skrifstofu Rauða krossins fyrir kl 16:00 eða milli 17:30-18:00. „Þá er vaktin í Frú Ragnheiði að undirbúa sig. Rauði krossinn er í Efstaleiti 9, 103 Rvk. Einnig er hægt að hafa samband við okkur á [email protected].“ segir á síðu verkefnisins.

Hér á myndinni eru sjálfboðaliðarnir Þórunn Sigríður félagsráðgjafi og Ásrún Þóra hjúkrunarfræðingur að raða mat í poka sem gefinn er þeim sem leita til Frú Ragnheiðar. Mynd: Rauð krossinn/Frú Ragnheiður

„Í Frú Ragnheiði er annars vegar starfrækt hjúkrunarmóttaka þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf. Hins vegar er boðið upp á nálaskiptaþjónustu, þar sem einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í nálaskiptaþjónustunni er einnig aðgengi að smokkum og skaðaminnkandi ráðgjöf um öruggari leiðir í sprautunotkun og smitleiðir á HIV og lifrarbólgu. Að auki eru hægt að skila notuðum nálaboxum í bílinn til förgunar. Frú Ragnheiður er í samstarfi við Landspítalann um förgun á nálaboxum,“ segir í verkefnalýsingu Rauða krossins. Þá kemur fram að eitt meginmarkmið verkefnisins er að draga úr sýkingum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda einstaklingum aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og öðrum sprautubúnaði og almennri fræðslu um skaðaminnkun. „Þannig er hægt með einföldum og ódýrum hætti að draga verulega úr líkum á því að einstaklingur þurfi í framtíðinni á kostnaðarsamri heilbrigðisþjónustu að halda, sem og auka lífsgæði hans miðað við aðstæður.“

Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 2009. Frú Ragnheiður er á ferðinni alla daga nema laugardaga frá 18.00 – 21.00. Frú Ragnheiður byggi á sjálfboðastarfi. Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumiklir einstaklingar.

Svala um ofbeldi Margrétar og séra Georges: Eins og þau vissu hvaða börn væru auðveld bráð

|
|

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hrósar bróður sínum Krumma fyrir að opna sig um ofbeldið sem hann mátti þola af hálfu séra Ágústusar Georges og Margrétar Müller.

„Ég man hve skíthrædd við þau ég var og ég fann að þau lögðu suma í einelti og aðra ekki. Það var eins og þau vissu hvaða börn væru auðveldari til að beita ofbeldi,” skrifar söngkonan Svala Björgvinsdóttir á Facebook. Tilfefnið er færsla bróður hennar Krumma Björgvinssonar þar sem hann lýsir því hvernig Séra Ágústus George, fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla og kennarinn Margrét Müller beittu hann ofbeldi þegar hann var barn.

„Ótrúlega sikk einstaklingar og glæpamenn. Að þetta hafi viðgengst þarna er svo sorglegt,“

Rifjar söngkonan upp tímann sem þegar hún fór sjálf í altarisgöngu í Landakotsskóla á aldursbilinu 9 til 10 ára og kennsluna í kringum hana en hún var í höndum fyrrnefnds séra Georges og Margrétar, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum beittu þau skötuhjú börn þar líkamlega, andlegu og kynferðislegu ofbeldi um ára og áratuga skeið. „Ótrúlega sikk einstaklingar og glæpamenn. Að þetta hafi viðgengst þarna er svo sorglegt,“ segir Svala.

Ýmsir hafa stigið fram og minnst þessara ára með óhug, þar á meðal rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir sem kenndi einn vetur við Landakotsskóla og blöskraði svo framkoma Margrétar í garð barnanna að hún reyndi að koma í veg fyrir hana með því að leita til skólastjórans, séra Georges, algjörlega ómeðvituð um að hann væri engu skárri.

Þá hafa skrif Krumma orðið til þess að frænka hans, leikkonan Edda Björgvinsdóttir minntist ofbeldisins í Landakotsskóla. „Ég marg reyndi að klaga í fræðsluyfirvöld þegar Róbert var þarna og þessi vonda kerling níddist á öllum börnunum í bekknum hans,” skrifaði hin ástsæla leikkona um Margréti á Facebook, en Róbert er yngri sonur hennar og Gísla Rúnars Jónssonar leikara.

Bæði Edda og Svala hafa hrósað Krumma fyrir að stíga fram og tjá sig um ofbeldið sem hann varð fyrir í æsku. „Hann bróðir minn Krummi Bjorgvinsson er hetja,” skrifar söngkonan í færslu á Facebook.

Ein mest selda „ambient„“ platan á Bandcamp

Nú er rúm vika liðin frá útgáfu Effects of clouds með íslenska raftónlistarmanninum Futuregrapher & Eric ‘The’ Taylor og hefur platan slegið í gegn á Bandcamp, einni stærstu tónlistarsíðu heimsins.

Platan situr nú í 7. sæti á Bandcamp yfir mest seldu ambientplötuna en hún fór hæst í 2. sæti og fyrir aftan goðsagnirnar í bresku sveitinni Coil.

Platan kom út á vegum Möller Records í fyrra, en fékk fallega endurútgáfu í ár á Neotantra forlaginu en á plötunni er nýtt 25 mínútna verk Part 2 af Effects of Clouds.

Neotantra er dóttur útgáfufélag hins virta tónlistarfyrirtækis Neo Quija. Eigandinn er enginn annar en Lee Norris, en hann hefur gefið út raftónlist í mörg ár undir nöfnum eins og Man-Q-Neon, Metamatics, Nacht Plank og Norken.

Effects Of Clouds by Futuregrapher & Eric ‘the’ Taylor

Jenna Jameson er mikilll talsmaður ketó

Leikkonan Jenna Jameson hefur verið ötull talsmaður ketó-mataræðisins undanfarið. Hún segir ketó hafa gert kraftaverk fyrir sig.

Reglulega birtir Jenna myndir af sér á Instagram til að sýna hvaða breytingum líkami hennar hefur tekið eftir að hún byrjaði á ketó.

Jenna gaf áfengisdrykkju einnig upp á bátinn og hún segir það hafa breytt miklu.

Hún viðurkennir í sinni nýjustu Instagram-færslu að það sé svo sannarlega krefjandi að birta gamlar myndir af sér, frá þeim tíma sem hún var ósátt við sjálfa sig, en að hún vilji gera það til að veita öðrum innblástur. Hún mælir þá eindregið með að fólk taki ljósmyndir af sér áður en það byrjar á ketó.

„Ég hataði að sjá þessar myndir áður en ég fór að sjá árangur. En ef þú ert að hefja þína vegferð eða að íhuga að byrja á ketó þá ráðlegg ég þér að taka myndir.“

View this post on Instagram

Here goes nothing. #motivationmonday UUUGH. I didn’t want to post this before picture. But once I mulled it over in my mind, I realized how important normalizing women’s true bodies is. This is normal. This is beautiful. My transition to health has helped me realize a lot of my connection to “skinniness” was unhealthy. It’s very possible to be thin and frightening unhealthy. So thickness does not equate to being sick, but mine was. I was pre diabetic, and a literal sloth. I remember back when I weighed 80 lbs and was starving myself… I thought that was pretty at the time but had no clue. I’m now a healthy size 4 and can keep up with my kids. Hallelujah! So remember these #beforeandafter pictures aren’t just to show the esthetics of being slim, they show hard work and attention to my inside health. This is a years worth of recalibration and focus. So in closing, remember how important your precious health is… don’t stress on what is staring back at you in that mirror. #ketotransformation #ketodiet #beforeandafterweightloss #cellulite #keto #weightlosstransformation #weightlossjourney #intermittentfasting

A post shared by Jenna Jameson Bitton (@jennacantlose) on

View this post on Instagram

Now that my three stepsons are here for the next few months, it’s so important I focus and keep on track. Preparing meals for kids while avoiding excessive carbs isn’t easy. So I make sure I make meals that we all can enjoy together, while the carbs are easily subtracted for me! I love making spaghetti bolognese for them, and I just eat mine with zucchini noodles! Also I will roast chicken or brisket with potatoes and I’ll forgo the spuds. Moral of this post is, being a #keto mom is quite doable! Make sure you keep up with my stories to see my amazing boys from Israel 🇮🇱 #beforeandafterweightloss #momlife #beforeandafter #weightlosstransformation #weightlossjourney #ketotransformation #ketodiet #ketosis #intermittentfasting #ketomom

A post shared by Jenna Jameson Bitton (@jennacantlose) on

Kostnaður við þjálfun áhafna Icelandair óljós

Kostnaður vegna þjálfunar starfsfólks Icelandair í tengslum við leiguvélar félagsins liggur ekki enn fyrir.

Áætlað er að sautján flugmenn Icelandair þurfi að fara í flughermi í byrjun maí vegna vegna flugvéla sem félagið hefur tekið á leigu vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla félagsins. Námskeið fyrir flugáhafnir, um 50 manns, er þegar hafið. Alls eru þetta tæplega 70 manns. Kostnaður vegna þjálfunar starfsfólksins liggur ekki enn fyrir, en Icelandair útvegar kennslustofur og mun eigandi vélanna sjálfur sjá um þjálfun. Þetta kemur fram í skriflegu svari Icelandair til Mannlífs þegar ritstjórn spurðist fyrir um þjálfun starfsfólksins vegna þriggja véla sem félagið tók á leigu í kjölfars kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla.

Eins og kunnugt er kyrrsetti félagið, líkt og flugfélög víða um heim, allar Boeing 737 MAX  vélar sínar eftir að í ljós kom að galli í hugbúnaði þeirra var orsakavaldur tveggja mannskæðra flugslysa. Í kjölfarið gekk félagið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem tilkynnt var um þann 1. apríl síðastliðinn og 10. apríl gekk félagið frá leigu á þriðju vélinni en hún er af gerðinni Boeing 757-200 og er 184 sæta. Hún verður í rekstri frá 15. maí fram í lok september 2019. Eru þetta vélarnar sem nú er verið að þjálfa starfsfólk Icelandair fyrir.

„Við fylgjumst vel með gangi mála og allar ákvarðanir verða teknar í samráði við flugyfirvöl, þar á meðal hvenær vélarnar verða teknar í notkun.“

 

Þegar ritstjórn falaðist eftir því að fá að vita hversu mikill kostnaður væri áætlaður vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla félagsins, var svar Icelandair eftirfarandi: „Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar eru óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggur fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.“

Þegar ritsjórn spurði hvenær Boeing 737 MAX flugvélar félagsins kæmu til með að verða teknar aftur í notkun, var svarið að uppfærð flugáætlun Icelandair miði enn við að Boeing 737 MAX flugvélar félagsins verði kyrrsettar til 16. júní n.k. „Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til með því að bæta leiguvélum við flota félagsins hefur tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega,“ segir í svarinu. „Við fylgjumst vel með gangi mála og allar ákvarðanir verða teknar í samráði við flugyfirvöld, þar á meðal hvenær vélarnar verða teknar í notkun.“

Rúmur mánuður er liðinn frá því að Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar. Hefur kyrrsetningin haft víðtæk áhrif á rekstur margra flugfélaga, þ.m.t. Icelandair.

Grænmetispaté á veisluborðið

Það er góð regla að bjóða ávallt upp á eitthvað sem grænmetisætur geta borðað í veislum og matarboðum þó svo að allir réttirnir þurfi kannski ekkert endilega að vera úr grænmeti, gaman er að blanda saman og gefa fólki val. Hér kemur uppskrift að grænmetispaté sem er fullkomið á veisluborðið.

Grænmetispaté
u.þ.b. 12 sneiðar

2 msk. olía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
2 sellerístönglar, smátt saxaðir
1 msk. hveiti
200 g tómatmauk (tómarpúrra)
125 g heilkorna brauðrasp
5 meðalstórar gulrætur, rifnar eða skornar smátt
100 g heslihnetur, ristaðar og malaðar
1 msk. sojasósa
2 msk. ferskur kóríander, saxaður
1 egg, pískað
1 tsk. sjávarsalt
2 tsk. nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 180°C. Steikið laukinn upp úr olíunni í nokkrar mínútur, passið að hann brúnist ekki, bætið selleríi út í og steikið í 1-2 mín. með lauknum. Setjið hveiti saman við ásamt tómatmaukinu og hrærið vel saman.

Takið af hellunni. Setjið brauðrasp, gulrætur, hnetur, sojasósu og kóríander í skál og blandið því sem er á pönnunni saman við ásamt eggi. Bragðbæætið með salti og pipar.

Setjið deigið í 22 cm formkökuform sem hefur verið klætt með bökunarpappír eða smurt með smjöri. Setjið álpappír yfir og bakið í 1 klst.

Kælið og takið síðan úr forminu. Þetta paté er gott að bera fram með sýrðum rjóma og söxuðum kóríander eða hummus.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Vigdís Hauksdóttir vill standa með „stóra meirihlutanum“ og „almennri skynsemi“

Vigdís Hauksdóttir

„Ég hef sagt það áður – lokunarmálin í miðborginni eru löngu orðin þráhyggja og á ekkert skylt við almenna skynsemi” skrifaði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, á Facebook í morgun. Þá skoðun tjáir Vigdís vegna fyrirhugaðar lokunnar hluta Laugavegs fyrir bifreiðaumferð.

Um leið lýsir Vigdís þeirri sýn sinni að hún sé hér talsmaður hins „stóra meirihluta” og „almennrar skynsemi“ borgarbúa í málinu, þvert á fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem mynda meirihluta í borgarstjórn. „Ég er mjög afdráttarlaus í þessu máli – ég stend með stóra meirihlutanum sem vill ekki lokun”. Þá nefnir Vigdís að við talningu í gær standi 20 verslunar- og þjónusturými auð í miðbænum.

Vigdís lýsir vonbrigðum yfir þeirri ákvörðun Morgunblaðsins að birta ekki viðtal sem blaðið tók við hana vegna málefna Laugavegs, þá með stærri umfjöllun blaðsins, um fyrirætlanir um lokun sem birtist í blaðinu í dag. „Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna – ég vil að fjölbreytileikinn í samgöngum sé sem mestur og eitt útilokar ekki annað”.

Demókratar æfir og telja Trump ætla að grafa undan Mueller-skýrslu um samskipti við Rússland fyrir birtingu

Skýrsla Robert Mueller, um rannsókn á tengslum Trump við Rússland, verður opinberuð bandaríska þinginu á Skírdag eftir tveggja ára rannsóknarvinnu. Hvíta húsið hefur þegar fengið að sjá hluta skýrslunnar og vakti það mikla reiði og óánægju meðal Demókrata sem saka Trump-stjórnina um tilraunir til að grafa undan skýrslu Mueller.

Allt frá kosningabaráttu og síðar kjöri Donald Trump til forseta Bandaríkjanna hefur því ítrekað verið haldið fram að Rússar hafi blandað sér í forsetakosningarnar árið 2016. Eru starfsmenn Donald Trumps og forsetinn sjálfur sakaðir um að vinna náið með rússneskum yfirvöldum og þegið aðstoð við kosningabaráttuna. Í Bandaríkjunum eru afskipti erlendra ríkja að kosningum óheimil og það er brot á kosningalögum þar í landi að taka við fjárhagslegum stuðning vegna kosninga.

Blaðamannafundur á vegum dómsmálaráðherrans, William Barr, verður haldinn fyrir opinberun skýrslunnar og hefur forsetinn sagst íhuga að fylgja á eftir. Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd enda fer fundurinn fram áður en skýrslan hefur verið birt þinginu og hvað þá síður almenningi. CNN bendir á að þetta geti haft áhrif á upplifun almennings á skýrslunni. CNN hefur áður greint frá áætlun Trumps og stjórnar hans um birtingu sérvalinna kafla úr skýrslunni og eigin túlkana áður en hún er gerð opinber. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og fordæma aðgerðir Hvíta hússins í málinu.

Umfjöllun á CNN Politics má lesa hér.

 

Bingó í Grafarvogi fór úr böndunum og kalla þurfti til lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á bingókvöld sem fram fór á barnum Gullöldin Grafarvogi í gærkvöldi. Þáttakandi var ósáttur við bingóstjóra kvöldsins og sakaði hann um svindl. Annar þátttakandi kom bingóstjóranum til varnar en var fyrir vikið sleginn í andlitið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem Morgunblaðið greinir frá.

 

Blásið var til Páskabingós Gullaldarinnar í gærkvöldi en í auglýsingu viðburðarins á síðu barsins kemur fram að heildarverðmæti vinninga hlaupi á hundruð þúsunda. Þá fylgdi páskaegg með öllum verðlaunum. Það var því til mikils að vinna.

Nóttin var að öðru leiti róleg hjá lögreglu en níu voru teknir við akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Fjórir voru sviptir ökuréttindum og þrír voru án réttinda. Þá voru tveir aðilar með fíkniefni í fórum sér.

Samkomulag WOW og Isavia vegna milljarð króna skuldar stóðst allt fram í febrúar

Wow og Isavia lögðu drög að samkomulagi í lok september 2018 vegna milljarð króna skuld flugfélagsins á þeim tíma, sem greiða átti í 13 aðskildum afborgunum sem myndu teygja sig yfir síðustu tvo mánuði ársins 2018 og fyrstu 11 mánuði ársins 2019. Skilum samkvæmt samkomulaginu stóðu fram í febrúar. Morgunblaðið greindi frá.

 

Eitt af skilyrðum samningsins var að minnsta kosti ein flugvél á flugrekstarleyfi félagsins þyrfti að vera til staðar á vellinum eða að vél á sama leyfi væri á leið til Keflavíkurflugvallar. Nauðsynlegt yrði að vélin væri með staðfestan komutíma til vallarins.

Vegna samkomulagsins var vél á vegum Wow air kyrrsett frá 18. mars þar til flugfélagið lýsti yfir gjaldþroti 28. mars. Eigendur flugvélarinnar, Air Lease Corporation, höfðu ekki verið upplýstir um samkomulagið milli Wow air og Isavia og vissu ekki að flugvél í þeirra eigu væri trygging fyrir skuld.

 

Þeim fjölgar sem snappa undir stýri

Fjölgað hefur í hópi framhaldsskólanema sem nota Snapchat undir stýri, miðaða við árið 2016, samkvæmt rannsókn sem tryggingarfélagið Sjóva lét framkvæma. Sömu sögu má segja um þá sem leita upplýsinga á netinu samhliða því að keyra. Þó kemur fram að fækkað hefur í hópi þeirra sem almennt nota síma undir stýri og færri senda eða skrifa skilaboð á meðan þau keyra.

Það er Rannsóknir og greining við Háskóla Reykjavíkur sem framkvæmir könnunina fyrir Sjóvá. Sam­bæri­leg rann­sókn var unnin árið 2016. Árið 2016 svöruðu 83% nem­enda að þeir notuðu sím­ann stundum eða oftar undir stýri, árið 2018 lækkaði þessi tala niður í 79%. Hlutfall þeirra sem nota símtæki undir stýri er því nokkuð hátt.

„Þó að notk­unin sé enn þá mikil þá erum við í fyrsta skipti að sjá notk­un­ina drag­ast saman. Það voru til að mynda 14% fleiri nem­endur sem sögðust aldrei tala í sím­ann án hand­frjáls búnaðar nú en árið 2016. 6% fleiri segj­ast þá aldrei senda eða svara skilaboðum undir stýri en fyrir þremur árum,“ segir í færslu á vef Sjóvá vegna málsins.

„Það er vissu­lega gott að við séum að sjá ein­hverja já­kvæða þróun í þessum efnum,“ segir Karlotta Hall­dórs­dóttir, verkefnisstjóri for­varna hjá Sjóvá. „Það hvetur okkur áfram í bar­átt­unni gegn sím­anotkun undir stýri. Um leið og það er ánægju­legt að sjá að for­varn­ar­starf og aukin umræða sé að skila ár­angri þá getum við öku­menn hins vegar gert mun betur og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ein­fald­ast og ör­ugg­ast er að sleppa bara al­veg að nota sím­ann í um­ferðinni, þannig tryggjum við okkar eigið ör­yggi og annarra sem best.“

Rann­sóknin var unnin af Rann­sóknum og grein­ingu við Há­skól­ann í Reykja­vík og náði til allra fram­halds­skóla­nema á land­inu. Sam­bæri­leg rann­sókn var unnin árið 2016.

Vera Illugadóttir lagði fæð á séra George sem barn

|
|Illugi Jökulsson. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Illugi Jökulsson tók dóttur sína úr Landakotsskóla.

Illugi Jökulsson. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„Sem betur fór virðist stúlkan sjálf hafa skynjað illskuna því hún lagði fæð á séra Georg og sneri sér alltaf undan þegar hann kom inn í bekkinn og neitaði að snúa sér aftur fram fyrr en hann var farinn.”

Þetta skrifar fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson á Facebook, þar sem hann segist hafa farið með fimm ára dóttur sína í Landakotsskóla árið 1995. Enginn hafi sagt þeim foreldrunum hvað var gangi. Enginn. En með því er Illugi að vísa í skefjalaust ofbeldið sem þáverandi skólastjóri Landakotsskóla, séra Ágústus George og þýski kennarinn  Margrét Muller beittu börn við skólann árum og áratugum saman áður en upp komst um ódæðisverkin.

„Sem betur fór virðist stúlkan sjálf hafa skynjað illskuna því hún lagði fæð á séra Georg og sneri sér alltaf undan þegar hann kom inn í bekkinn og neitaði að snúa sér aftur fram fyrr en hann var farinn.”

Umrædd dóttir Illuga er engin önnur en útvarpskonan góðkunna Vera, sem hefur vakið athygli fyrir þættina Í ljósi sögunnar á RÚV þar sem atburðir og málefni líðandi stundar eru skoðaðir í sögulegu samhengi.

Fjöldi fólks hefur stigið fram undanfarið og minnst Landakotsskóla með óhug í kjölfar fréttar um vinnslu nýrra heimildaþátta um voðaverkin sem voru framin í skólanum. Þar á meðal rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir, leikkonan Edda Björgvinsdóttir og söngvarinn Krummi Björgvinsson, Krummi í Mínus sem hefur lýst ofbeldinu sem séra George og Margrét beittu hann í æsku. Saga Krumma er tilefni skrifa Illuga, sem kveðst hafa forðað barnungri dóttur sinni úr skólanum. „Við tókum hana úr skólanum eftir einn vetur.”

Þakkar Illugi Krumma fyrir að opna sig um málið eins og söngvarinn hefur gert á samfélagsmiðlum. „Að stíga fram með þeim hætti sem þú gerir hér er eitt skrefið enn í þá átt að svona endurtaki sig ekki. Takk!”

Sjóðheitt sumar framundan á Havarí

Havarí á Karlsstöðum kynnir dagskrá sumarsins 2019.

Á Karlsstöðum búa hjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson. Þar starfrækja þau, gistiheimili, tónleikastað, matstofu, snakkgerð og menningarstarfsemi undir merki Havarí.

Laugardagur 15. júní:
Hjálmar ræsa sumarið og fylla hlöðuna af gleði og hamingju.
Föstudagur 5. júlí:
Ein af okkar allra mögnuðustu listakonum, Mr. Silla, heldur tónleika ásamt Jae Tyler. Prins Póló hitar upp.
Laugardagur 6. júlí:

Búkalú um lönd og lendar. Fullorðins fjölbragðasýning með fjölda innlendra og erlendra kabarettlistamanna.

Föstudagur: 26. júlí:
Sveitaball með hinum óviðjafnanlegu og óútrýmanlegu Geirfuglum. Þetta verður eitthvað!!

Laugardagur 17. ágúst:
Hinir árlegu tónleikar FM Belfast í Havarí eru löngu orðnir goðsögn. Þau slá botninn í sumarið og rífa þakið endanlega af hlöðunni!

„Við finnum angan af vori getum ekki beðið eftir að njóta þessara viðburða með ykkur í taumlausri sveitasælu.“ – Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson

Forsala á alla viðburðina er á tix.is

Stjórnmálaflokkum boðið að kaupa umfjöllun um pólitískt hitamál

DV bauð þeim stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi að kaupa umfjöllun um þriðja orkupakkann sem er eitt heitasta deilumálið í pólitíkinni um þessar mundir. Slíkt tilboð er líklegt til að brjóta í bága við siðareglur blaðamanna.

Mannlíf hefur undir höndum töluvpóst frá markaðsráðgjafa Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV, og sendur var á framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna. Í póstinum er greint frá því að DV hyggist ráðast í útgáfu sérblaðs um þriðja orkupakkann sem gefið verður út þann 3. maí. Í póstinum segir jafnframt:

“Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna frá ykkur. Þetta verður flott umfjöllun þar sem flokkar gera kynnt sína afstöðu gagnvart 3. Orkupakkans og gert grein fyrir plúsum eða mínusum.”

Heilsíðu umfjöllun er verðlögð á 70 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Samkvæmt heimildum Mannlífs ræddu framkvæmdastjórarnir tilboð DV sín á milli og settu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, VG, Pírata og Samfylkingar strax fram afdráttarlausa afstöðu um að ekki væri verjandi að ganga að þessu tilboði. Mannlífi er ekki kunnugt um afstöðu annarra flokka.

Ef siðareglur Blaðamannafélags Íslands eru skoðaðar er ljóst að tilboð DV er á mjög gráu svæði. Í 5. grein, sem fjallar um hagsmunaágreining, segir meðal annars:

„Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli.“

Visir, sem greindi fyrst frá málinu, hefur eftir Einari Þór Sigurðssyni sem er starfandi ritstjóri DV að málið hafi aldrei komið inn á borð ritstjórnar. Var Einari ekki kunnugt um að til stæði að gefa út umrætt sérblað og sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að tilboðið orki tvímælis.

Það er í sjálfu sér ekki nýtt að fjölmiðlar birti kostaðar umfjallanir í sérstökum sérblöðum en þá eru slíkar umfjallanir tengdar sölu á varningi og/eða þjónustu og merktar sem slíkar. Fáheyrt er að fjölmiðlar bjóði upp á kostaðar umfjallanir um pólitísk efni.

Birgitta Líf valdi hlýlega liti á íbúðina með hjálp fylgjenda sinna

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlafulltrúi World Class, hefur nostrað mikið við nýju íbúðina sína í Skuggahverfinu. Hún valdi réttu litina á íbúðina með hjálp fylgjenda sinna á Instagram.

Málningarverslunin Slippfélagið birti myndir af glæsilegri íbúð Birgittu á Facebook í dag, þar kemur fram að Birgitta valdi hlýlega en hlutlausa liti á íbúðina sína. Báðir litirnir eru brúntóna og ljósir og taka enga athygli frá húsgögnum og öðrum munum sem prýða íbúðina.

Litina valdi Birgitta með hjálp fylgjenda sinna á Instagram en á blogginu hennar kemur fram að rúmlega 2.000 manns hafi gefið sitt álit á hvaða liti hún ætti að velja.

Meðfylgjandi er færsla Slippfélagsins, í henni má sjá nokkrar myndir af heimili Birgittu.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Fannst Berlín fyrst grá og guggin

Þó að Margrét Rós Harðardóttir sé ávallt kennd við hóp sem kallar sig Berlínur í samnefndri borg þá var hún ekki spennt fyrir borginni í upphafi.

„Matthias maðurinn minn vildi fara til Berlínar. Ég var hins vegar ekki alveg á því, fannst hún allt of stór og mér fannst hún grá og guggin. En þá vildi það þannig til að við skruppum til New York og dvöldum þar í rúmar tvær vikur með strákinn okkar, þá átta mánaða. Þar gerðist það að ég gjörsamlega heillaðist af borginni og stórborgarlífinu og fékk löngun til að setjast að í stórborg. Þannig atvikaðist það að við fluttum til Berlínar. Það má því segja að ástin hafi leitt mig hingað til Berlínar,“ segir Margrét Rós sem stofnaði Berlínur árið 2014 með Katrínu Árnadóttur og síðan hefur fyrirtækið dafnað vel og stækkað. Fyrirtækið stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum ferðum fyrir Íslendinga um Berlín, hjólaferðum, matarferðum, sögutúrum og árshátíðarferðum, svo fátt eitt sé nefnt.

Mundir þú segja eftir sjö ára búsetu í borginni að Berlín væri orðin þinn hjartastaður?

Það stendur ekki á svarinu. „Já svo sannarlega er hún það.“

Hvaða staðir eru það í Berlín sem þú mundir ráðleggja öllum að koma á?

„Ég mundi segja að heimsókn í Clärchens Ballhaus í Auguststrasse í Mitte sé eitthvað sem fólk megi bara ekki missa af,“ segir Margrét og hrifningin leynir sér ekki. „Þetta er sögufrægt og fallegt danshús. Skemmtilegar skreytingar á veggjum og stórsjarmerandi speglasalur á efri hæðinni. Þarna  dansar alla daga fólk af öllum þjóðernum og á öllum aldri. Þetta er yndisleg upplifun og maður þarf ekki að kunna neitt. Bara að vera með. Vissa daga er það tangó eða swing og á laugardagskvöldum er alveg klikkað diskó í gangi með hljómsveit. Á sunnudögum er bara kaffi og kökur og þá eru dansaðir valsar. Það er hægt að fá sér eitthvað gott í gogginn, fylgjast með og fá sér snúning. Stórkostleg skemmtun þar sem Berlínarbúar hittast, ungir og gamlir. Þarna er þversniðið af Berlín. Það er flest fólk um helgar og þá sér í lagi á laugardögum en á virkum dögum eru færri og þá er rólegra.

„Svo hef ég sérstakt dálæti á því hvernig Berlín sameinar náttúru og borg.“

Ég ráðlegg fólki líka að fara inn í hverfin og kanna þau, því hvert hverfi er heimur út af fyrir sig. Finna alla litlu staðina sem eru á hverju strái. Ég held líka mikið upp á Kollwitz Platz. Á torginu blasir við gríðarstór stytta af Käte Kollwitz sem var fyrst þýskra kvenna til að vera tekin inn í myndlistarakademíuna. Hún var róttækur mannvinur sem barðist allaf fyrir fátæka í Berlín eins og frábærar grafíkmyndir hennar og teikningar sýna.

Olga Björt prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Vikunnar.

Svo hef ég sérstakt dálæti á því hvernig Berlín sameinar náttúru og borg. Það eru margar strendur í Berlín við vötn sem leynast hér og þar. Á sumrin eru þetta unaðsreitir þar sem hægt er að kæla sig aðeins í vatninu og njóta þess að vera úti í náttúrunni, þó í borg sé. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á mat mæli ég með ferð á Markthalle Neun í Kreutzberg. Þar er t.d. á fimmtudögum einstakur streetfood-markaður.“

Lestu viðtalið við Margréti í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar sem er í verslunum til 24. apríl.

Texti / Svala Arnardóttir

Þingmaður varð fyrir aðkasti í Hagkaup

Guðmundur Andri Thorsson

„Aldrei áður hafði ég staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum. Svona leit hann þá út, reiði maðurinn í athugasemdakerfunum.“

Þetta segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem varð fyrir aðkasti í Hagkaup í Garðabæ í fyrrakvöld. Þingmaðurinn lýsir atvikinu á Facebook-síðu sinni. Hefst frásögn hans á lýsingu á þeim sem veittist að honum. Sá hafi verið í fallegum ullarjakka, með vandaðan gráan trefil vafinn um hálsinn, í hvítum jogging-buxum og með hannaða hárklippingu.

„Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður – þeir gangast upp í að vera vonda fólkið og eru fullir af pólitískum rangtrúnaði, en eru ekki slæmir náungar í rauninni. Held ég. Að minnsta kosti yfirleitt í góðu skapi – held ég.“

Segist Guðmundur Andri hafa verið nýstiginn inn í verslunina þegar hann heyrir kallað „Samfylkingardrulla“. Honum hafi brugðið við þessi hóp og hans fyrstu viðbrögð voru að horfa strangur á hóp saklausra unglinga. Hann hélt hins vegar för sinni um verslunina áfram þar til hann heyrir aftur ókvæðisorð. Þá hafi hann komið auga á umræddan mann.

„„Ertu að tala við mig?“ spurði ég og þá kom ný gusa um það hvílíkur lygari ég væri og viðbjóður, ég vildi flytja inn í landið barnaníðinga frá Svíþjóð, hvort ég vissi ekki hvernig ástandið væri í Svíþjóð. Hann titraði af reiði. Hann var svo hræddur við alla múslimana sem hingað væru á leiðinni frá Svíþjóð og reiður mér fyrir að standa fyrir þessum innflutningi.“

Segist Guðmundur Andri ekki hafa lagt í að spyrja manninn hvað honum fyndist um 3. orkupakkann en bað manninn um að hætta að áreita sig. Að öðrum kosti myndi hann kalla á öryggisvörð.

„Það var einhver óhugur í mér. Aldrei áður hafði ég staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum. Svona leit hann þá út, reiði maðurinn í athugasemdakerfunum. Kannski var þetta veikur maður en það sem vall upp úr honum var sami reiðilesturinn og við getum daglega séð á netmiðlum og heyrt skötuhjúin á útvarpi Sögu draga upp úr viðmælendum sínum til að eitra hugi vesalings gamla fólksins sem hefur ekki lengur Sagnaslóð í útvarpinu að hlusta á.“

Að lokum segir þingmaðurinn:

„Það er ábyrgðarhluti að næra reiði af þessu tagi eins og maður sér stundum stjórnmálamenn gera á kaldrifjaðan hátt til að valdefla sig. Það er hættulegt. Þetta er vissulega sálsýkisþrugl en sett saman úr einföldum staðhæfingum sem beinast að djúprættum kenndum í okkur, ótta og reiði og vanþekkingu í jöfnum hlutföllum og löngun til að finna reiðikróka til að hengja vanlíðan okkar á.“

Mikilvægri nýrnaaðgerð á sjö mánaða gömlu barni ítrekað frestað sökum plássleysis

Heilbrigðisstarfsmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint

Sóllilja Ásgeirsdóttir, sjö mánaða stúlka sem fæddist með nýrnagalla vegna þrengingar í þvagleiðara, kemst ekki í aðgerð fyrr en í lok mánaðar sökum plássleysis á gjörgæslu Landspítalans. Vísir greinir frá.

Faðir Sóllilju, Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, segir í viðtali við Vísi að fyrirvarinn hafi verið góður. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast fljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu”.

Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að hægt væri að framkvæma aðgerðina, var hún því bókuð í mars síðastliðnum en henni síðar frestað sökum þess að Sóllilja veiktist nóttina fyrir aðgerðardag. Var foreldrum hennar sagt að mæta með hana á mánudegi en var þá vísað frá vegna plássleysis.

Aðgerðinni fylgir talsvert umstang, en mikilvægt er fyrir Sóllilju að vera frísk og mæta í blóðprufur nokkrum dögum fyrir. Nóttina fyrir aðgerðina þarf hún svo að fasta. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni” var haft eftir Ásgeiri. Fjölskyldan er búsett í Borgarfirði og getur því fylgt talsverður kostnaður að ferðast til Reykjavíkur með reglulegu millibili.

Ástæður þess að WOW söfnun hluthafa.com helst opin þrátt fyrir kröfur FME um lokun

Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi krafist þess á dögunum að WOW söfnun hluthafi.com loki er söfnunarsíðan enn opin. Formi söfnunarinnar er breytt til að hún standist kröfur um rétta upplýsingagjöf. Ekki er lengur gefið til kynna að um almennt útboð sé að ræða og því ekki gefið til kynna að fjárfestar njóti verndar sem við á í almennu útboði verðbréfa. Fjármálaeftirlitið vekur þó athygli á að almennir fjárfestar njóta ekki sömu verndar vegna kaupa í einkahlutafélagi og þegar þeir taka þátt í almennu útboði.

 

Sjá einnig: „Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW“

„Á síðunni kemur fram að óskað sé eftir hlutafjárloforði a.m.k. tíu til tuttugu þúsund hluthafa í þeim tilgangi að endurreisa flugfélagið WOW eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag.“ segir í tilkynningu eftirlitsins. Upplýsingar á vef hluthafi.com gáfu upphaflega til kynna að um væri að ræða „almennt útboð verðbréfa“ en slík starfsemi fellur undi lög um verðbréfaviðskipti. „Með almennu útboði er átt við hvers konar boð til almennings um kaup á verðbréfum. Áður en farið er í almennt útboð verðbréfa þarf að gefa út lýsingu í samræmi við 1. mgr. 44. gr. laga um verðbréfaviðskipti,“ segir í tlkynningunni eftirlitsins.

Ástæða þess að söfnunin er þó enn uppi og ekki er gerð krafa um lokun hennar er að forsvarsmenn hennar hafa nú breytt formi söfnunarinnar. Söfnunin er nú kynnt sem sala á hlutaskírteinum í einkahlutafélagi. Slík sala fer ekki eftir sömu reglum og kaupendur njóta minni verndar en í almennu útboði. Þátttakendur geta nú metið áhættuna með bættri upplýsinggjöf og vitneskju um að vernd er minni en áður var gefið út.

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipta þarf að gefa út lýsingu áður en farið er í það sem kallað er almennt útboð verðbréfa. Þær lýsingar eru staðfestar af Fjármálaeftirlitinu sem gengur úr skugga um að útboðið uppfylli körfur um form og efni þeirra. Þar á meðal eru kröfur um að fjárfestar hafi allar nauðsynlegar upplýsingar um útgefandann og verðbréfin. Það þýðir hverjir eru ábyrgir aðilar útboðsins, fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um verðbréfin sem á að bjóða og skilyrði fyrir útboðinu.

Um leið hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með útboðinu og getur beitt sér ef rökstuddur grunur er um að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. Beita má stjórnvalssektum og eftirlitið getur kært brot til lögreglu. Að lokum má benda á að umsjón með almennu útboði verðbréfa er starfsleyfisskyld starfssemi og einungis heimil lögaðilum sem hlotið hafa til þess leyfi frá Fjármálaeftirlitinu samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Í tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu vegna málsins er sérstök athygli þeirra sem áhuga hafa á að taka þátt í söfnun líkt og hluthafi.com að þeir sem slíkt gera teljast almennir fjárfestar og njóta ekki sömu verndar og þeir sem taka þátt í almennu hlutafjárútboði.

Forsvarsmenn hluthafa.com gáfu sér upphaflega 90 daga til að safna vilyrðum. 86 dagar eru nú til stefnu.

Íslenska landsliðið í krikket vekur undrun í Ástralíu

|
Mynd: Felix for rawpixel.com|Búningur íslenska landsliðsins í krikket. Mynd: Krikket.is

Íslenska krikketlandsliðið hefur vakið áhuga ástralska blaðsins Newcastle Herald og virðast menn þar gáttaðir á tilvist liðsins. Viðtal við Jakob Víking Wayne Robertson, fyrirliða og einn stofnanda landsliðsins, var birt á síðu blaðsins í gær en Jakob á rætur að rekja til Íslands og Ástralíu.

Jakob er fæddur og uppalinn í Ástralíu en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Íslands árið 2001, þá 12 ára gamall. Á þeim tíma var ekkert um krikket á Íslandi og lið ekki stofnað fyrr en á árunum 2014-2015, meðal stofnenda voru Abhishek Chauhan og bræðurnir Lakmal og Dushan Bandara. Árið 2015 hófust í fyrsta sinn reglulegar æfingar í krikket og stuttu síðar var Krikketsambandi Íslands komið á legg.

„Í dag eru fimm krikketlið á Íslandi sem keppa sín á milli í íslensku meistaradeildinni,“ segir Jakob við ástralska blaðið og bætir við; „Við höfum keppt á móti Svisslendingum, höfum verið að ferðast á hverju ári síðastliðin fjögur ár, meðal annars til Prag og Englands. Núna erum við komin með vefsíðu og þjálfara. Þetta er að komast á skrið”.

Spurður út í liðið segir Jakob að „Flestir liðsmennirnir eru af erlendu bergi brotnir og hafa flutt til Íslands vegna þess að Íslendingar hafa ekki sýnt íþróttinni jafn mikinn áhuga”.

Íslenska landsliðið krikket lék sinn fyrsta landsleik í Bretlandi um mitt ár 2018. Það var þökk hópfjármögnun og spjallhópi krikketáhugamanna á samfélagsmiðlinum Reddit. Um 300 þúsund krónur söfnuðust á hálfum mánuði samkvæmt frétt RÚV af málinu. Fyrsti landsleikur Íslands var gegn Sviss og fór fram í Bretlandi. Þetta kemur fram á vef BBC sem fjallaði um liðið árið 2018. Tæplega 470 þúsund söfnuðust að lokum í gegnum hópfjármögnunina en fyrir vikið er Reddit-spjallþráðurinn þar sem áhuginn hófst styrktaraðili liðsins.

Liðið stefnir á ferð til Bretlands í ágúst þar sem keppni milli Póllands eða Tékklands mun fara fram að því er kemur fram í frétt blaðsins. Eru vonir einnig bundnar við að liðið muni taka þátt í Evrópska landsliðsmótinu í ár.

Búningur íslenska landsliðsins í krikket. Mynd: Krikket.is

Frú Ragnheiður ánægð með matargjafir

|
Mynd: Rauð krossinn/Frú Ragnheiður|Hér á myndinni eru sjálfboðaliðarnir Þórunn Sigríður félagsráðgjafi og Ásrún Þóra hjúkrunarfræðingur að raða mat í poka sem gefinn er þeim sem leita til Frú Ragnheiðar. Mynd: Rauð krossinn/Frú Ragnheiður

Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður fær reglulega matargjafir frá fólki og fyrirtækjum sem nýttar eru til handa umbjóðendum verkefnisins. „Einstaklingar hafa verið að koma með dýrindis mat úr veislum til okkar, eins og pönnukökur, flatkökur með hangikjöti, snittur og litla kökubita.“ segir í þakkarpóst frá verkefninu á Facebook til hinna gjafmildu aðila. Þá er að finna upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa á að aðstoða með matargjöfum.

Markmið Frú Raghneiðar er að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, þar á meðal heimilislausra og fólks með vímuefnavanda, og bjóða almenna heilsuvernd án fordóma eða kvaða og þá í nærumhverfi fólks. Verkefnið er hópur sjálfboðaliða sem skipta með sér vöktum og reka grunnþjónustu heilsuverndar á bíl sem keyrir um borgina.

Sjá einnig: Hvers vegna að viðhalda helvíti á jörðu?

„Jafnframt gaf Ísam heildsali okkur þrjú bretti af mat og drykkjum, við fengum hafragraut, súkkulaði- og kremkex, ólífur og ávaxtasafa frá þeim. Þessar vörur nýtast okkur afar vel og geta skjólstæðingar m.a. tekið þær með sér í poka,“ segir í færslu Frú Ragnheiðar.

Bent er á að hafi fólk áhuga á að gefa Frú Ragnheiði mat eða drykk er hægt að koma á skrifstofu Rauða krossins fyrir kl 16:00 eða milli 17:30-18:00. „Þá er vaktin í Frú Ragnheiði að undirbúa sig. Rauði krossinn er í Efstaleiti 9, 103 Rvk. Einnig er hægt að hafa samband við okkur á [email protected].“ segir á síðu verkefnisins.

Hér á myndinni eru sjálfboðaliðarnir Þórunn Sigríður félagsráðgjafi og Ásrún Þóra hjúkrunarfræðingur að raða mat í poka sem gefinn er þeim sem leita til Frú Ragnheiðar. Mynd: Rauð krossinn/Frú Ragnheiður

„Í Frú Ragnheiði er annars vegar starfrækt hjúkrunarmóttaka þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf. Hins vegar er boðið upp á nálaskiptaþjónustu, þar sem einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í nálaskiptaþjónustunni er einnig aðgengi að smokkum og skaðaminnkandi ráðgjöf um öruggari leiðir í sprautunotkun og smitleiðir á HIV og lifrarbólgu. Að auki eru hægt að skila notuðum nálaboxum í bílinn til förgunar. Frú Ragnheiður er í samstarfi við Landspítalann um förgun á nálaboxum,“ segir í verkefnalýsingu Rauða krossins. Þá kemur fram að eitt meginmarkmið verkefnisins er að draga úr sýkingum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda einstaklingum aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og öðrum sprautubúnaði og almennri fræðslu um skaðaminnkun. „Þannig er hægt með einföldum og ódýrum hætti að draga verulega úr líkum á því að einstaklingur þurfi í framtíðinni á kostnaðarsamri heilbrigðisþjónustu að halda, sem og auka lífsgæði hans miðað við aðstæður.“

Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 2009. Frú Ragnheiður er á ferðinni alla daga nema laugardaga frá 18.00 – 21.00. Frú Ragnheiður byggi á sjálfboðastarfi. Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumiklir einstaklingar.

Svala um ofbeldi Margrétar og séra Georges: Eins og þau vissu hvaða börn væru auðveld bráð

|
|

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hrósar bróður sínum Krumma fyrir að opna sig um ofbeldið sem hann mátti þola af hálfu séra Ágústusar Georges og Margrétar Müller.

„Ég man hve skíthrædd við þau ég var og ég fann að þau lögðu suma í einelti og aðra ekki. Það var eins og þau vissu hvaða börn væru auðveldari til að beita ofbeldi,” skrifar söngkonan Svala Björgvinsdóttir á Facebook. Tilfefnið er færsla bróður hennar Krumma Björgvinssonar þar sem hann lýsir því hvernig Séra Ágústus George, fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla og kennarinn Margrét Müller beittu hann ofbeldi þegar hann var barn.

„Ótrúlega sikk einstaklingar og glæpamenn. Að þetta hafi viðgengst þarna er svo sorglegt,“

Rifjar söngkonan upp tímann sem þegar hún fór sjálf í altarisgöngu í Landakotsskóla á aldursbilinu 9 til 10 ára og kennsluna í kringum hana en hún var í höndum fyrrnefnds séra Georges og Margrétar, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum beittu þau skötuhjú börn þar líkamlega, andlegu og kynferðislegu ofbeldi um ára og áratuga skeið. „Ótrúlega sikk einstaklingar og glæpamenn. Að þetta hafi viðgengst þarna er svo sorglegt,“ segir Svala.

Ýmsir hafa stigið fram og minnst þessara ára með óhug, þar á meðal rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir sem kenndi einn vetur við Landakotsskóla og blöskraði svo framkoma Margrétar í garð barnanna að hún reyndi að koma í veg fyrir hana með því að leita til skólastjórans, séra Georges, algjörlega ómeðvituð um að hann væri engu skárri.

Þá hafa skrif Krumma orðið til þess að frænka hans, leikkonan Edda Björgvinsdóttir minntist ofbeldisins í Landakotsskóla. „Ég marg reyndi að klaga í fræðsluyfirvöld þegar Róbert var þarna og þessi vonda kerling níddist á öllum börnunum í bekknum hans,” skrifaði hin ástsæla leikkona um Margréti á Facebook, en Róbert er yngri sonur hennar og Gísla Rúnars Jónssonar leikara.

Bæði Edda og Svala hafa hrósað Krumma fyrir að stíga fram og tjá sig um ofbeldið sem hann varð fyrir í æsku. „Hann bróðir minn Krummi Bjorgvinsson er hetja,” skrifar söngkonan í færslu á Facebook.

Ein mest selda „ambient„“ platan á Bandcamp

Nú er rúm vika liðin frá útgáfu Effects of clouds með íslenska raftónlistarmanninum Futuregrapher & Eric ‘The’ Taylor og hefur platan slegið í gegn á Bandcamp, einni stærstu tónlistarsíðu heimsins.

Platan situr nú í 7. sæti á Bandcamp yfir mest seldu ambientplötuna en hún fór hæst í 2. sæti og fyrir aftan goðsagnirnar í bresku sveitinni Coil.

Platan kom út á vegum Möller Records í fyrra, en fékk fallega endurútgáfu í ár á Neotantra forlaginu en á plötunni er nýtt 25 mínútna verk Part 2 af Effects of Clouds.

Neotantra er dóttur útgáfufélag hins virta tónlistarfyrirtækis Neo Quija. Eigandinn er enginn annar en Lee Norris, en hann hefur gefið út raftónlist í mörg ár undir nöfnum eins og Man-Q-Neon, Metamatics, Nacht Plank og Norken.

Effects Of Clouds by Futuregrapher & Eric ‘the’ Taylor

Jenna Jameson er mikilll talsmaður ketó

Leikkonan Jenna Jameson hefur verið ötull talsmaður ketó-mataræðisins undanfarið. Hún segir ketó hafa gert kraftaverk fyrir sig.

Reglulega birtir Jenna myndir af sér á Instagram til að sýna hvaða breytingum líkami hennar hefur tekið eftir að hún byrjaði á ketó.

Jenna gaf áfengisdrykkju einnig upp á bátinn og hún segir það hafa breytt miklu.

Hún viðurkennir í sinni nýjustu Instagram-færslu að það sé svo sannarlega krefjandi að birta gamlar myndir af sér, frá þeim tíma sem hún var ósátt við sjálfa sig, en að hún vilji gera það til að veita öðrum innblástur. Hún mælir þá eindregið með að fólk taki ljósmyndir af sér áður en það byrjar á ketó.

„Ég hataði að sjá þessar myndir áður en ég fór að sjá árangur. En ef þú ert að hefja þína vegferð eða að íhuga að byrja á ketó þá ráðlegg ég þér að taka myndir.“

View this post on Instagram

Here goes nothing. #motivationmonday UUUGH. I didn’t want to post this before picture. But once I mulled it over in my mind, I realized how important normalizing women’s true bodies is. This is normal. This is beautiful. My transition to health has helped me realize a lot of my connection to “skinniness” was unhealthy. It’s very possible to be thin and frightening unhealthy. So thickness does not equate to being sick, but mine was. I was pre diabetic, and a literal sloth. I remember back when I weighed 80 lbs and was starving myself… I thought that was pretty at the time but had no clue. I’m now a healthy size 4 and can keep up with my kids. Hallelujah! So remember these #beforeandafter pictures aren’t just to show the esthetics of being slim, they show hard work and attention to my inside health. This is a years worth of recalibration and focus. So in closing, remember how important your precious health is… don’t stress on what is staring back at you in that mirror. #ketotransformation #ketodiet #beforeandafterweightloss #cellulite #keto #weightlosstransformation #weightlossjourney #intermittentfasting

A post shared by Jenna Jameson Bitton (@jennacantlose) on

View this post on Instagram

Now that my three stepsons are here for the next few months, it’s so important I focus and keep on track. Preparing meals for kids while avoiding excessive carbs isn’t easy. So I make sure I make meals that we all can enjoy together, while the carbs are easily subtracted for me! I love making spaghetti bolognese for them, and I just eat mine with zucchini noodles! Also I will roast chicken or brisket with potatoes and I’ll forgo the spuds. Moral of this post is, being a #keto mom is quite doable! Make sure you keep up with my stories to see my amazing boys from Israel 🇮🇱 #beforeandafterweightloss #momlife #beforeandafter #weightlosstransformation #weightlossjourney #ketotransformation #ketodiet #ketosis #intermittentfasting #ketomom

A post shared by Jenna Jameson Bitton (@jennacantlose) on

Raddir