Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Myndband: Sjúklegur sælkerahamborgari á grillið

Allir elska hamborgara enda fátt þægilegra og betra en góður hamborgari á grillið.

Hammari er ný tegund hamborgara frá SS en þeir eru lausmótaðir og innihalda 20% fitu sem gerir þá einstaklega safaríka og bragðgóða. Hægt er að fá þá í þremur stærðum, í 90 g, 120 g eða 140 g sem er hagkvæmt enda sumir sem vilja þykka borgarar á meðan aðrir vilja þunna. Lausmótunin tryggir betri steikingu því hitadreifingin er jafnari hvort sem borgararnir eru steiktir á grilli eða pönnu.

En það sem gerir góðan borgara framúrskarandi er það sem sett er á milli með honum. Við á Gestgjafanum tókum þennan borgara upp á næsta stig og gerðum hann að algjörum sælkeraborgara.

Hamborgari með Havarti osti og lúxus beikoni
fyrir 2

Hamborgarasósa

¼ haus jöklasalat (Iceberg), fínt skorið
2 msk. mæjónes
1 msk. tómatsósa
1 tsk. tabasco chipotle / eða chipotle-mauk
1 tsk. Worcestershire sósa

Blandið öllum hráefnum saman í skál og setjið til hliðar.

Sýrður rauðlaukur

1 lítill rauðlaukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
2 msk. eplaedik
1 tsk. sjávarsalt

Setjið skorinn rauðlauk í skál og blandið ediki saman við ásamt sjávarsalti. Látið standa í 10 mín. áður en hann er borinn fram.

Hamborgari

2 sneiðar lúxus beikon
2 stk. Hammari 120 g eða 140 g lausmótaðir frá SS
1-2 msk. ólífuolía
1-2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
1-2 tsk. dijon sinnep
2 stk. góð hamborgarabrauð
2 þykkar sneiðar af Havarti osti frá Bió búi
1 buffalótómatur, skorinn í miðlungsþykkar sneiðar

Hitið grill og hafið á háum hita. Grillið beikonið í 5-10 mín. eða þar til það er orðið stökkt og setjið á pappír til hliðar. Grillið hamborgarabrauðin með beikoninu þar til það hefur hitnað og látið til hliðar.

Penslið hamborgarana með olíu og sáldrið yfir salti og pipar. Setjið hamborgarana á grillið og grillið í 1 mín. snúið þeim því næst við og penslið grilluðu hliðina með ½ tsk. af dijon-sinnepi. Grillið áfram í 1 mín. snúið hamborgurunum við og grillið áfram í 1. mín. penslið hina hliðina með ½ tsk. af dijon-sinnepi. Leggið sneiðar af osti ásamt beikoni ofan á hamborgarana og eldið áfram í 1 mín. eða þar til osturinn er byrjaður að bráðna og hamborgarinn er eldaður.

Setjið hamborgarasósu á botninn á hamborgarabrauði, leggið tómatsneið ofan á ásamt hamborgara með osti og beikoni, sýrðum rauðlauk og meira af hamborgarasósu. Berið fram með meðlæti eftir smekk.

Við pöruðum þennan rétt með áhugaverðu áströlsku rauðvíni sem heitir því skemmtilega nafni 19 Crimes, The uprising. Vínið er látið liggja í romm tunnum sem gefur því gott bragð, það er kröftugt með svolitla sætu. Vínið passar vel með grilluðu kjötinu og beikoninu.

Matreiðsla / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisering og ritstjórn / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndataka/  Hallur Karlsson og Hákon Davíð Björnsson
Klipping / Hallur Karlsson

Miðflokkurinn rýkur upp í fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokks

Sigmundur Davíð

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í júlíkönnun MMR en virðist tapa umtalsverðu fylgi yfir til Miðflokksins.

Könnunin var gerð dagana 4. til 17. Júlí. Samkvæmt henni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 19 prósenta fylgi samanborið við 22,1 prósent í síðustu könnun.

Píratar eru næst stærstir og mælast með 14,9 sem er 0,5 prósentustiga aukning frá því áður.

Miðflokkurinn er hástökkvari könnunarinnar, mælist nú með 14,4 prósent borið saman við 10,6 prósent áður.

VG tapar fylgi, fer úr 11,3 niður í 10,3 prósent , rétt eins og Samfylkingin sem fer úr 14,4 prósent niður í 13,5.

Framsókn bætir við sig, fer úr 7,7 upp í 8,4 prósent á meðan Viðreisn stendur nokkurn veginn í stað með 9,7 prósent.

Flokkur fólksins mælist með 4,8 prósent og Sósíalistaflokkurinn 4,3. Samkvæmt þessu næði hvorugur flokkur manni á þing.

Nánar um könnunina.

 

Júní sá heitasti á jörðinni frá upphafi mælinga

Meðalhiti á heimsvísu í júní var sá heitasti frá upphafi mælinga. Á sama tíma hefur íshellan á Suðurskautslandinu aldrei mælst minni.

Bandaríska haf- og loftlagsstofnunin greinir frá því að meðalhiti á jörðinni hafi mælst 16,4 gráður í júní og hefur hitinn aldrei mælst hærri. Þetta er rakið til mikilla hita í hluta Evrópu, Rússlandi, Kanada og Suður-Ameríku.

Útlit er fyrir heitan júlímánuð líka því von er á mikilli hitabylgju í Bandaríkjunum á næstu dögum aþr sem hitinn getur náð upp í 44 gráður.

Mælingarnar hófust árið 1880 og var fyrra hitamet slegið í júní 2016. Raunar hafa níu af 10 heitustu júnímánuðum verið á undanförnum níu árum og segja vísindamenn að ekkert lát verði á hlýnunni vegna loftlagsbreytinga.

Bjarni segist alls ekki á útleið

|
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd/ Bára Huld Beck

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki ætla að hætta í stjórnmálum, þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir þess efnis.

„Það er enginn fótur fyrir þessum endurteknu sögusögnum. Þessar sögusagnir eða slúður má að mínu mati rekja til andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, sem óska þess helst að ég hætti. Ég lít einfaldlega á slíkar óskir sem hrós, en þeim mun ekki verða að ósk sinni, því það er ekki að fara að gerast að ég hætti sem formaður flokksins,“ segir Bjarni í viðtalið við Morgunblaðið.

Bjarni segist orðinn þreyttur á að svara þessari spurningu enda hafi hann verið spurður að þessu í vor og þá hafi svörin verið á sömu leið. Það dugði þó ekki til að kveða niður sögusagnirnar.

Tóku upp klámmyndband á göngum hótelsins

Hótelið The Cliff er rekið í húsinu í sumar. Mynd / Booking.com

Klámmyndband sem tekið var upp á göngum sumarhótelsins The Cliff á Neskaupstað rataði á vinsæla klámsíðu.

Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað var birt á vinsælli klámvefsíðu í lok júní. Myndbandið hefur verið fjarlægt af síðunni. Þetta kemur fram í grein á Austurfrétt.

Í greininni er haft eftir einum sem sá myndbandið að í fyrstu hafi myndbandið virst saklaust. „…svo verður það sífellt blárra og loks alveg dökkblátt.“

Í myndbandinu mátti sjá par ganga nakið um ganga hótelsins „áður en það heldur inn í ákveðin rými hússins þar sem leikar taka að æsast,“ eins og segir á vef Austurfréttar. Þar kemur fram að sama par hafi gert önnur sambærileg myndbönd á ferðalögum sínum.

Þess má geta að parið í myndbandinu starfaði á sumarhótelinu The Cliff sem er rekið í heimavistarhúsinu í sumar. Fólkinu var sagt upp um leið og stjórnendur hótelsins fréttu af myndbandinu.

Fjölbreyttar krásir á Götubitahátíðinni um helgina

Götubitahátíð á Miðbakkanum dagana 19. til 21. júlí.

Fyrsta Götubitahátíðin á Íslandi (Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík um helgina. Á hátíðinni verða ýmsar kræsingar frá mismunandi söluaðilum seldar í gámum og matarvögnum.

Samhliða hátíðinni verða verðlaunin Götubitinn 2019 veitt. Sigurvegarinn mun í framhaldi keppa fyrir hönd Íslands í keppninna European Street Food Awards þar sem leitað er að besta götubita Evrópu. Keppnin verður haldiðn í Malmö í Svíþjóð í lok september. og kynna þar í

Gestir og gangandi munu finna veitingar frá meðal annars þessum stöðum: Lobster Hut, Gastrotruck, Tasty, Reykjavik Chips, JÖMM, Lamb Street Food, Búrró og Pönnukökuvagninn. Þetta og miklu, miklu fleira.

Opnunartími er frá 12-21 á föstudag og laugardag og 12 til 18 á sunnudag.

 

Logi Pedro með nýtt lag

Logi Pedro sendi frá sér lagið Svarta ekkja í dag.

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro var að senda frá sér lagið Svarta ekkja á streymisveitunni Spotify. Lagið var tekin upp í 101derland-hljóðverinu og er samið af Loga Pedro og Arnari Inga (Young Nazareth).

Í fyrrasumar gaf Logi Pedro út sína fyrstu sólóplötu Litlir svartir strákar. Platan naut mikilla vinsælda á árinu og er komin yfir tvær miljónir spilana á Spotify.

Nýjasta lag Loga er að finna hér fyrir neðan.

Mistök sem margir gera en er mögulegt að leiðrétta

Þetta eru nokkur algeng mistök sem fólk gerir hvað líkama, sál og samskipti varðar. Þá er gott að vera meðvitaður og reyna að breyta rétt.

Líkaminn

Þú sefur of lítið. Svefnleysi veldur þreytu, veikindum og jafnvel offitu. Reyndu að fara klukkutíma fyrr að sofa.

Þú sleppir morgunmat. Morgunmaturinn er oft sögð mikilvægasta máltíð dagsins. Borði maður morgunmat fara efnaskiptin strax í gang, skapið verður betra og líkurnar á að maður fari að narta í einhverja vitleysu minnka.

Þú húkir inni. Líkaminn og sálin þurfa á dagsbirtu að halda. Farðu í tuttugu mínútna göngutúr í hádegishléinu. Farðu í lengri göngutúra á kvöldin og þegar þú ert í fríi.

Þú drekkur sykurskerta drykki. Sykurskertar vörur innihalda oft glúkósa sem insúlínið brýtur niður. Á meðan insúlínið er upptekið við að brjóta niður glúkósann fer fitan úr matnum beint í fituforða líkamans, að því er sérfræðingar segja. Drekktu heldur vatn.

Þú borðar of lítið af grænmeti og ávöxtum. Grænmeti og ávextir innihalda mikið af vítamínum sem gefa þér orku og trefjar fyrir daginn.

Þú borðar of litla fitu. Fita er ekki óvinur þinn. Sérfræðingar fullyrða að ef maður útilokar alla fitu hætti líkaminn að brenna henni og bindi í staðinn þá fitu sem fyrir er til þess að þú sveltir ekki til bana.

Þú stundar ekki líkamsrækt. Þú verður sterkari og hressari af því að styrkja líkamann. Það er nóg að gera líkamsæfingar í þrjátíu mínútur þrisvar sinnum í viku. Sviti og púl getur hreinlega virkað sem gleðilyf á suma.

Þú borðar of mikinn sykur. Ef þú borðar of mikinn sykur framleiðir brisið meira insúlín en við það eykst fituforðinn.

Sálin

Þú lærir ekkert nýtt. Það er ekki bara líkaminn sem þarf leikfimi til þess að vera í formi, heldur einnig heilinn. Þjálfaðu hann með því að leysa krossgátur, lestu bækur eða farðu á námskeið.

Þú ert aldrei ein. Ef þú leyfir þér stöku sinnum að fara ein í göngutúr eða sitja ein og hlusta á lækjarnið slakarðu vel á.

Þú grætur sjaldan. Líkaminn losnar við streitu ef þú grætur.

Þú leyfir þér aldrei að reiðast. Það er erfitt að ganga um með innibyrgða reiði. Slíkt getur meðal annars leitt til þunglyndis.

Þú berð þig saman við aðra. „Allir hinir” eru ekki hamingjusamari en þú. Hafðu hugann við þína eigin færni í stað þess að vera alltaf að fylgjast með öðrum.

Þú reynir alltaf að vera dugleg. Þú þarft ekki að vera góð í öllu. Það er allt í lagi að vera stundum í meðallagi og það má alveg stundum vera drasl heima hjá þér.

Vinnan

Starfið og þú eruð eitt. Ef þú einbeitir þér bara að vinnunni kann þér að þykja lífið tilgangslaust einhvern daginn. Reyndu að finna þér eitthvert áhugamál til að einbeita þér að utan vinnu.

Þig langar til að skipta um starf. Ef þú hugsar sífellt um að skipta um starf ættirðu kannski að drífa í því. Sæktu um annað starf eða farðu að læra eitthvað.

Þú þorir ekki að biðja um hærri laun. Konur fá lægri laun en karlar. Hafðu í huga að þú ert jafnverðmætur vinnukraftur og karlarnir í vinnunni þinni og minntu þig á það þegar þú pantar launaviðtal.

Tengsl við aðra

Þú slítur ekki slæmu sambandi. Gagnkvæm virðing þarf að ríkja í sambandi, hvort sem um er að ræða ástarsamband eða samband á milli vina og ættingja.

Þú hefur áhyggjur af öllu. Hafðu ekki of miklar áhyggjur af vandamálum allra annarra, flestum duga sínar eigin.

Þú væntir of mikils. Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum ef þú væntir alltaf mikils af bæði fólki og samkomum.

Nýir og spennandi litir fyrir Montana

Í ár kynnir fyrirtækið 30 glænýja liti.

Á átta ára fresti kynnir Montana nýja liti fyrir hillukerfið sem Peter J. Lassen hannaði árið 1982.

Í ár kynnir fyrirtækið 30 nýja liti í samstarfi við hönnuðinn og litasérfræðinginn Margarethe Odgaard.

Nýju litirnir koma í stað þeirra gömlu en fyrirtækið tryggir þó að gömlu litirnir verði áfram fáanlegir fyrir þá viðskiptavini sem vilja bæta nýjum einingum við þær sem þeir hafa keypt áður.

Nýju litirnir tóna vel saman svo auðvelt er að blanda nokkrum saman og verða þeir fáanlegir frá og með ágúst næstkomandi.

Epal er söluaðili Montana á Íslandi.

Óttast að Rússar komist yfir gögn úr FaceApp

Mynd/FaceApp

Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings vill að Alríkislögreglan, FBI, og Bandaríska Neytendasamtökin, FTC, rannsaki FaceApp, forritið sem tröllriðið hefur samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Notendur samfélagsmiðla keppast nú við að birta myndir sem sýna hvernig viðkomandi koma til með að líta út eftir 50 ár. Til þess nota þeir forritið, FaceApp þar sem þeir hlaða upp mynd af sjálfum sér í gegnum forritið sem síðan skilar myndinni tilbaka, nema hvað notandinn lítur út fyrir að vera mun eldri.

Vinsældir forritsins hafa vakið upp spurningar um persónuvernd, það er hvað fyrirtækið FaceApp gerir við myndirnar. Ekki síst þar sem FaceApp er rússneskt og með höfuðstöðvar í St. Pétursborg. Stjórnvöld í Rússlandi sem og fyrirtæki þar í landi hafa margoft orðið uppvís að hvers kyns netglæpum og vafasömu háttalagi á netinu og þess vegna óttast margir að myndirnar kunni að enda í gagnabanka stjórnvalda í Rússlandi.

Það er einmitt það sem forsvarsmenn Demókrataflokksins óttast og hefur Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, skrifað stjórnendum FBI og FTC bréf þar sem farið er fram á að hægt verði að nota þær upplýsingar sem FaceApp hefur undir höndum sem vopn gegn bandarískum almenningi. „Það væri mikið áhyggjuefni ef viðkvæmar persónuupplýsingar bandarískra ríkisborgara lentu í höndum óvinveittra ríka sem nú þegar eiga í nethernaði gegn Bandaríkjunum,“ segir í bréfinu.

Stjórn Demókrataflokksins hefur þegar sent bréf til þeirra rúmlega 20 einstaklinga sem bjóða sig fram í forvali flokksins til forseta og hvatt þá til að nota ekki forritið og að þeir sem þegar hafa halað því niður skuli eyða því.

Framkvæmdastjóri FaceApp, Yaroslav Goncharov, segir í tölvupósti til Washington Post að myndirnar sem færu í gegnum FaceApp væru aðeins notaðar í einum tilgangi, að láta fólk líta út fyrir að vera eldra en það er og að myndunum væri eitt úr gagnagrunnum fyrirtækisins 48 klukkustundum eftir að þeim er hlaðið upp. Hann fullyrðir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki aðgang að myndunum og að FaceApp hvorki selji né deili myndunum til þriðja aðila.

Jómfrúarferð nýs Herjólfs frestað: Höfnin ekki tilbúin

Mynd/vegagerdin.is

Bið verður á því að nýr Herjólfur hefji siglingar á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Fara átti fyrstu ferðina í dag en nú er ljóst að það tefst um nokkrar vikur.

Á Facebook síðu Herjófs segir að prófanir á ferjunni hafi farið fram síðustu daga. Eftir „yfirferð og rýnun í alla þætti“ hafi verið ákveðið að fresta innsetningu nýju ferjunnar.

RÚV greinir frá því að komið hafi í ljós að aðbúnaður við höfnina í Vestmannaeyjum henti ekki hinu nýja skipi og hætta er á að það laskist þegar það leggur að bryggju. Svokallaður viðlegukantur mun vera of lágur fyrir nýja skipið.

Haft er eftir Jónasi Snæbjörnssyni, framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar að verið sé að kanna hvort hægt sé að útvega bráðabirgðalausnir með skömmum fyrirfara. Getur viðgerð tekið eina og allt upp í þrjár vikur og hleypur kostnaðurinn á milljónum.

 

Slagsmálahamstur í vörslu lögreglunnar

Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum fékk heldur betur óvæntan gest á lögreglustöðina í morgun og bíður þess nú að hann verði sóttur af eiganda sínum. Allt hófst þetta með slagsmálum í bakgarði í Keflavík.

Lögreglan lýsir atburðarásinni í bakgarðinum svona:

„Annar aðilinn lenti að sjálfsögðu undir eins og gengur og gerist. En það sem er einkennilegt við þessi slagsmál er að sigurvegarinn bar þann sem varð undir í kjaftinum heim til sín, sigri hrósandi, og sýndi eiganda sínum hversu megnugur hann var. Þarna slógust semsagt köttur og hamstur.“

Eigandi kattarins náði hamstrinum frá kettinum og fór með hann á lögreglustöðina í Reykjanesbæ og lýsir lögreglan nú eftir eiganda hamstursins sem fengið hefur viðurnefnið Hamstur McGregor í skýrslum embættisins. „Að sögn lögreglumanna á vakt þá er hamsturinn talsvert æstur eftir átökin og heimtar re-match við kattarófétið (eins og hann orðar það),“ segir enn fremur í færslu lögreglunnar.

 

Um kvíðaviðbrögðin þrjú

|
|

Höfundur / Þóra Sigfríð Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Í síðasta pistli var fjallað almennt um kvíða og kom fram að allir finna fyrir kvíða öðru hvoru, í mismiklu mæli þó. Að þessu sinni er athyglinni beint að því sem gerist í líkama okkar þegar kvíði kviknar.

Í raun er kvíði frábært fyrirbæri, að minnsta kosti ef hann virkar eins og til er ætlast. Hann varar okkur við yfirvofandi hættu og hjálpar okkur að takast á við hana. Enn viðbragðið er líka óþægilegt og við finnum fyrir ákveðnum einkennum í líkamanum. Hjartað fer að slá örar, við getum átt erfitt með draga andann djúpt og finnum oft fyrir óþægindum í magann. En hvers vegna gerist þetta?

Þegar okkur er ógnað á einhvern hátt, tekur ósjálfráða taugkerfið yfir og virkjar varnarviðbrögðin okkar þrjú; flótta, árás eða það að frjósa.

Þetta eru frumstæð viðbrögð sem hafa fylgt manninum svo lengi sem hann hefur gengið á þessari jörð. Aðstæður okkar hafa breyst mikið en þessi viðbrögð hafa ekki gert það og miðast við það að við búum við takmarkað skjól og gætum hvenær sem er verið ógnað af rándýrum.

Við ráðum litlu um hvaða viðbragð verður fyrir valinu, ósjálfráða taugakerfið ákveður á sekúndubroti hvað viðbragð er vænlegast til árangurs og gæti orðið til þess að við komumst frá hættunni með sem minnstum skaða.

Kvíðaviðbrögðin þrjú eru líka á ákveðinni vídd, þau eru ekki alltaf jafn sterk. Árásarviðbragðið getur til dæmis falist í því að setja í brýrnar og dýpka röddinni, svona til þess að láta viðkomandi ógn vita að það er hingað og ekki lengra og vona að viðkomandi bakki. En svo getur árásarviðbragðið líka falist í því  að við ráðumst á það sem ógnar okkur með hnúum og hnefum.

Að forðast getur verið allt frá því að sleppa því að opna gluggaumslög eða ferðast ekki með flugvélum, allt til þess að hlaupa eins og fætur toga.

Til þess að geta ráðist á það sem ógnar okkur eða flúið hættuna þarf líkaminn okkar að vera eins sterkur og mögulegt er.  Margir kannast við það að verða andstuttir þegar þeir eru hræddir.  Vöðvarnir okkar þurfa á súrefni að halda og til að svo megi verða förum við að anda hraðar og grynnra.

Hjartað okkar slær líka hraðar til að pumpa blóðinu um líkamann sem hraðast svo vöðvarnir okkar fáisúrefnið sem við erum að anda að okkur og ýmis boðefni sem við þurfum á að halda og ferðast líka með blóði um líkamann, til dæmis adrenalín. Blóðflæðinu er forgangsraðað til stóru vöðvana og því finna margir fyrir svima, óraunveruleikatilfinningu og/eða dofa í tám og fingrum.

Kælikerfi líkamans fer í gang og við förum að svitna. Meltingin kemst í uppnám og margir fái í magann þegar kvíðinn lætur á sér kræla.

Það er því óhætt að segja að varnarviðbrögðin valdi okkur óþægindum. Það sem meira er, þá fer þetta kerfi alltaf í gang þegar okkur er ógnað, hvort sem við erum að mæta ljóni eða bara fara í atvinnuviðtal.

Þegar líkaminn okkar bregst við á þennan hátt við minnstu ógn er ágætt að minna sig á hvað er að gerast. Það er verið að undirbúa líkamann til takast á við lífshættulegar aðstæður. Oftar en ekki eru þessi aldargömlu viðbrögð ekki  í samræmi við það sem ógnar okkur í dag. Það getur verið hjálplegt að minna sig á þetta þegar við verðum vör við ofangreind einkenni.

Í næsta pistli verður fjallað um ofsakvíða þar sem líkamleg einkenni kvíða eru áberandi.

Sjá einnig: Kvíðinn á ekki að trufla daglegt líf

Ákæra á hendur Kevin Spacey felld niður

Saksóknarar í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum hafa fallið frá rannsókn í máli leikarans Kevin Spacey.

Leikarinn var sakaður um að hafa áreitt 18 ára pilt, Mtichell Garabedian, kynferðislega á bar á eyjunni Nantucket árið 2016. Þegar MeToo-bylgjan fór af stað stigu nokkrir karlmenn fram og sökuðu Spacey um kynferðislega áreitni en þetta var eina málið sem tekið var til rannsóknar í Bandaríkjunum.

Verjendur Spaceys vildu meina að textaskilaboð í síma Garabedians sýndu fram á sakleysi leikarans. Þegar til kastanna kom sagðist Garabedian hafa týnt símanum og neitaði hann að bera vitni fyrir dómi. Það var þá sem saksóknarar ákváðu að fella niður málið.

Þótt Spacey sé laus allra mála í Bandaríkjunum þá rannsaka lögregluyfirvöld í Bretlandi ásakanir á hendur honum þar í landi, einnig vegna kynferðislegrar áreitni.  Þá hefur ferill hans farið hratt niður á við frá því fyrstu ásakanirnar á hendur honum komu fram. Hann var rekinn úr hlutverki sínu úr House of Cards og klipptur út úr kvikmyndinni All the Money in the World.

Í október í fyrra steig leikarinn Anthony Rapp fram og sagði að Spacey hafði áreitt hann kynferðislega árið 1986, þegar hann var aðeins 14 ára. Spacey bað leikarann afsökunar í yfirlýsingu á Twitter en sagðist ekki muna eftir atvikinu sökum ölvunar.

Kerfils- og rabarbara-chutney – sæla í krukku!

Þetta æðislega kerfils- og rabarbara-chutney er gott með t.d. indverskum mat, frábært í samlokur, vefjur og á brúskettur. Gott með allskonar kjöti, t.d. kjúklingi eða svínakjöti.

 

Kerfils- og rabarbara-chutney
3-4 krukkur

olía til steikingar
1 rauðlaukur, saxaður smátt
2 skalotlaukar, saxaðir smátt
2-3 tsk. ferskt engifer, rifið fínt
1 ½ dl eplaedik
1 dl balsamedik
200 g döðlur, saxaðar gróft
1 grænt epli, afhýtt og rifið gróft
2 tsk. svört sinnepsfræ
2 tsk. garam masala-kryddblanda
1 tsk. túrmerik
400 g rabarbari, skorinn í bita
170 g fíngerðir kerfilsstilkar, sneiddir þunnt
3 dl sykur

Hitið olíu í potti og steikið laukinn í nokkrar mín. ásamt engifer. Bætið edikinu saman við og látið sjóða saman í nokkrar mín.

Bætið þá döðlum og epli út í og látið sjóða saman í 5-10 mín. ásamt kryddi. Setjið að lokum rabarbara og kerfil út í og látið allt malla saman undir loki í 40-50 mín.

Hrærið reglulega í pottinum. Takið lokið af undir lok suðutímans ef maukið er of vatnsmikið. Sjóðið þar til það er hæfilega þykkt.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Myndband: Stuðningsmenn Trump taka heilshugar undir rasisma hans

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum dögum svipt hulunni af kynþáttafordómum sínum og stuðningsmenn hans taka heilshugar undir.

Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli á Twitter þar sem hann sagði að fjórar þingkonur Demókrataflokksins, sem hafa verið mjög gagnrýnar á stefnu hans, ættu að fara aftur til heimalanda sinna ef þær væru óánægðar með ástand mála. Þrjár þessara kvenna eru fæddar í Bandaríkjunum en sú fjórða fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 2000.

Fulltrúadeild bandaríska þingsins fordæmdi ummælin en aðeins fjórir þingmenn Repúblíkanaflokksins greiddu atkvæði gegn forsetanum.

Trump hélt á kosningafund í Norður-Karólínu í gær og þar var ekki annað að heyra en að stuðningsmenn forstans séu hæstánægðir með hin rasísku ummæli. Þegar Trump gerði eina þessara þingkvenna, Ilhan Omar, að umræðuefni tóku stuðningsmennirnir undir og kyrjuðu „sendið hana aftur [e. send her back]“.

Auk Demókrata hafa þjóðarleiðtogar og stjórnmálamen víða um heim fordæmt rasísk ummæli Trumps. Það bítur þó ekki á forsetann sem bæði þrætir fyrir að ummælin séu rasísk, þrátt fyrir augljósan rasisma, heldur hefur hann hert á árásum á þingkonurnar fjórar. Segir hann þær hatursfulla öfgamenn sem hati Bandaríkin. Má ætla að Trump sé kominn í kosningaham og taktík hans sú að reka enn harðari og grimmari kynþáttahyggju en fram til þessa.

Viðbrögð við ummælum Trump og stuðningsmanna hans hafa verið mikil líkt og sjá má hér að neðan.

Instagram felur lækfjölda

Fjöldi læka falinn hjá Instagram.

Tilraunaverkefni hjá samfélagsmiðlinum Instagram hefst í dag þar sem fjöldi læka á hverja og eina færslu er falinn. Tilraunin nær til notenda í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Írlandi, Japan, Ítalíu og Brasilíu. Þessu er sagt frá í frétt BBC.

Þar kemur fram að notendur geta áfram séð hversu mörg læk þeirra eigin myndir fá en fjöldi læka verður ekki sýnilegur öðrum notendum.

Þessi tilraun er gerð í von um að draga úr streitu sem margt fólk finnur fyrir þegar það setur inn færslur á Instagram.

Skaðleg áhrif samfélagsmiðla á andlega líðan fólks hefur verið til umræðu undanfarið og er tilraunaverkefnið sprottið úr frá þeirri umræðu. Samskonar tilraun var gerð í Kanada í maí.

Fyrir þá sem vilja hleypa litum í líf sitt

Falleg bók sem veitir innblástur og upplýsingar mikilvægi lita í innanhússhönnun.

Bókin In the mood for colour er þriðja bók innanhússhönnuðarins Hans Blomquist. Hún fjallar um mikilvægi lita í innanhússhönnun og gefur hugmyndir að fallegum litasamsetningum.

Bókinni er skipt upp í fimm hluta eftir litatónum: dökkir, ljósir, mjúkir, náttúrulegir og bjartir tónar. Bókin er tilvalin fyrir þá sem vilja hleypa litum í líf sitt og vera djarfari þegar kemur að litavali fyrir heimilið.

Í bókinni er að finna fróðleik og fallegar ljósmyndir.

Hans Blomquist hefur mikla ástríðu fyrir litum og skilar það sér vel í bókinni. Þar sýnir hann hvernig litir geta haft áhrif á tilfinningar en litir geta vakið upp bæði góðar og slæmar tilfinningar. Því skiptir miklu máli á hvaða hátt þeir eru notaðir og hvernig þeim er teflt saman.

In the mood for colour er þriðja bók innanhússhönnuðarins Hans Blomquist.

Bókin fæst meðal annars á Amazon.

Myndir / Frá framleiðanda

Fólki gefst nú kostur á að panta borð á Netinu

Dineout er ný vefsíða þar sem fólki gefst kostur á að panta borð á Netinu. Þjónustan er ný sinnar tegundar á Íslandi.

Þarna inni er fjöldinn allur af veitingastöðum á sama stað sem auðveldar viðskiptavininum að fá það sem hann vill. Hægt er að velja staðsetningu og hvernig mat fólk kýs, það upp koma valmöguleikar um veitingastaði og hvenær laust er á viðkomandi veitingastað. Svona síður eru þekktar víðsvegar um heiminn og þykja yfirleitt afar nútímalegar og handhægar.

Þeir sem standa að þjónustunni og reka dineout.is eru Inga Tinna Sigurðardóttir rekstrarfræðingur, Viktor Blöndal Pálsson forritari og hönnuður, Magnús Björn Sigurðsson rekstrarverkfræðingur og forritari, Gylfi Ásbjörnsson matreiðslumaður og Sindri Már Finnbogason.

Haldin var heilmikil opnunarhátíð vefsíðunnar Dineout.is á dögunum á Hótel Borg. Nánar um Dineout og fleiri myndir úr opnunarpartýinu í 7. tölublaði Gestgjafans.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

 

Þjóðverjar skylda foreldra til að bólusetja börnin sín

Mynd/Pixabay

Þýska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem skyldar foreldra til að bólusetja börnin sín gegn mislingum. Þeir foreldrar sem trassa þessa skyldu geta átt von á sekt sem nemur allt að 350 þúsund krónum.

Frá og með mars á næsta ári verða allir foreldrar að leggja fram sönnun þess efnis að börnin hafa verið bólusett áður en þau eru innrituð í skóla eða leikskóla. Það sama á við alla umsækjendur um störf í barnaummönnun, hvort sem það er á daggæsluheimilum, heilbrigðisstofnunum eða flóttamannamiðstöðvum.

Þann 31. júlí árið 2021 eiga allir nemendur, kennarar og starfsfólk í skólum og leikskólum landsins að vera bólusettir og geta lagt fram sönnun þess efnis.

Lögin eru viðbrögð við útbreiðslu mislinga í landinu. Í fyrra greindust 543 einstaklingar með mislinga sem var 350 prósent aukning frá árinu áður. Það sem af er þessu ári hafa 400 greinst með mislinga. Heilbrigðisráðherrann, Jens Spahn, vonast til þess að með þessu fari bólusetningahlutfall upp í 95 prósent.

Frumvarpið verður lagt fyrir þingið til samþykktar en samkvæmt frétt The Local er ekki búist við að það mæti andstöðu þar.

Myndband: Sjúklegur sælkerahamborgari á grillið

Allir elska hamborgara enda fátt þægilegra og betra en góður hamborgari á grillið.

Hammari er ný tegund hamborgara frá SS en þeir eru lausmótaðir og innihalda 20% fitu sem gerir þá einstaklega safaríka og bragðgóða. Hægt er að fá þá í þremur stærðum, í 90 g, 120 g eða 140 g sem er hagkvæmt enda sumir sem vilja þykka borgarar á meðan aðrir vilja þunna. Lausmótunin tryggir betri steikingu því hitadreifingin er jafnari hvort sem borgararnir eru steiktir á grilli eða pönnu.

En það sem gerir góðan borgara framúrskarandi er það sem sett er á milli með honum. Við á Gestgjafanum tókum þennan borgara upp á næsta stig og gerðum hann að algjörum sælkeraborgara.

Hamborgari með Havarti osti og lúxus beikoni
fyrir 2

Hamborgarasósa

¼ haus jöklasalat (Iceberg), fínt skorið
2 msk. mæjónes
1 msk. tómatsósa
1 tsk. tabasco chipotle / eða chipotle-mauk
1 tsk. Worcestershire sósa

Blandið öllum hráefnum saman í skál og setjið til hliðar.

Sýrður rauðlaukur

1 lítill rauðlaukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
2 msk. eplaedik
1 tsk. sjávarsalt

Setjið skorinn rauðlauk í skál og blandið ediki saman við ásamt sjávarsalti. Látið standa í 10 mín. áður en hann er borinn fram.

Hamborgari

2 sneiðar lúxus beikon
2 stk. Hammari 120 g eða 140 g lausmótaðir frá SS
1-2 msk. ólífuolía
1-2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
1-2 tsk. dijon sinnep
2 stk. góð hamborgarabrauð
2 þykkar sneiðar af Havarti osti frá Bió búi
1 buffalótómatur, skorinn í miðlungsþykkar sneiðar

Hitið grill og hafið á háum hita. Grillið beikonið í 5-10 mín. eða þar til það er orðið stökkt og setjið á pappír til hliðar. Grillið hamborgarabrauðin með beikoninu þar til það hefur hitnað og látið til hliðar.

Penslið hamborgarana með olíu og sáldrið yfir salti og pipar. Setjið hamborgarana á grillið og grillið í 1 mín. snúið þeim því næst við og penslið grilluðu hliðina með ½ tsk. af dijon-sinnepi. Grillið áfram í 1 mín. snúið hamborgurunum við og grillið áfram í 1. mín. penslið hina hliðina með ½ tsk. af dijon-sinnepi. Leggið sneiðar af osti ásamt beikoni ofan á hamborgarana og eldið áfram í 1 mín. eða þar til osturinn er byrjaður að bráðna og hamborgarinn er eldaður.

Setjið hamborgarasósu á botninn á hamborgarabrauði, leggið tómatsneið ofan á ásamt hamborgara með osti og beikoni, sýrðum rauðlauk og meira af hamborgarasósu. Berið fram með meðlæti eftir smekk.

Við pöruðum þennan rétt með áhugaverðu áströlsku rauðvíni sem heitir því skemmtilega nafni 19 Crimes, The uprising. Vínið er látið liggja í romm tunnum sem gefur því gott bragð, það er kröftugt með svolitla sætu. Vínið passar vel með grilluðu kjötinu og beikoninu.

Matreiðsla / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisering og ritstjórn / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndataka/  Hallur Karlsson og Hákon Davíð Björnsson
Klipping / Hallur Karlsson

Miðflokkurinn rýkur upp í fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokks

Sigmundur Davíð

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í júlíkönnun MMR en virðist tapa umtalsverðu fylgi yfir til Miðflokksins.

Könnunin var gerð dagana 4. til 17. Júlí. Samkvæmt henni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 19 prósenta fylgi samanborið við 22,1 prósent í síðustu könnun.

Píratar eru næst stærstir og mælast með 14,9 sem er 0,5 prósentustiga aukning frá því áður.

Miðflokkurinn er hástökkvari könnunarinnar, mælist nú með 14,4 prósent borið saman við 10,6 prósent áður.

VG tapar fylgi, fer úr 11,3 niður í 10,3 prósent , rétt eins og Samfylkingin sem fer úr 14,4 prósent niður í 13,5.

Framsókn bætir við sig, fer úr 7,7 upp í 8,4 prósent á meðan Viðreisn stendur nokkurn veginn í stað með 9,7 prósent.

Flokkur fólksins mælist með 4,8 prósent og Sósíalistaflokkurinn 4,3. Samkvæmt þessu næði hvorugur flokkur manni á þing.

Nánar um könnunina.

 

Júní sá heitasti á jörðinni frá upphafi mælinga

Meðalhiti á heimsvísu í júní var sá heitasti frá upphafi mælinga. Á sama tíma hefur íshellan á Suðurskautslandinu aldrei mælst minni.

Bandaríska haf- og loftlagsstofnunin greinir frá því að meðalhiti á jörðinni hafi mælst 16,4 gráður í júní og hefur hitinn aldrei mælst hærri. Þetta er rakið til mikilla hita í hluta Evrópu, Rússlandi, Kanada og Suður-Ameríku.

Útlit er fyrir heitan júlímánuð líka því von er á mikilli hitabylgju í Bandaríkjunum á næstu dögum aþr sem hitinn getur náð upp í 44 gráður.

Mælingarnar hófust árið 1880 og var fyrra hitamet slegið í júní 2016. Raunar hafa níu af 10 heitustu júnímánuðum verið á undanförnum níu árum og segja vísindamenn að ekkert lát verði á hlýnunni vegna loftlagsbreytinga.

Bjarni segist alls ekki á útleið

|
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd/ Bára Huld Beck

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki ætla að hætta í stjórnmálum, þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir þess efnis.

„Það er enginn fótur fyrir þessum endurteknu sögusögnum. Þessar sögusagnir eða slúður má að mínu mati rekja til andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, sem óska þess helst að ég hætti. Ég lít einfaldlega á slíkar óskir sem hrós, en þeim mun ekki verða að ósk sinni, því það er ekki að fara að gerast að ég hætti sem formaður flokksins,“ segir Bjarni í viðtalið við Morgunblaðið.

Bjarni segist orðinn þreyttur á að svara þessari spurningu enda hafi hann verið spurður að þessu í vor og þá hafi svörin verið á sömu leið. Það dugði þó ekki til að kveða niður sögusagnirnar.

Tóku upp klámmyndband á göngum hótelsins

Hótelið The Cliff er rekið í húsinu í sumar. Mynd / Booking.com

Klámmyndband sem tekið var upp á göngum sumarhótelsins The Cliff á Neskaupstað rataði á vinsæla klámsíðu.

Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað var birt á vinsælli klámvefsíðu í lok júní. Myndbandið hefur verið fjarlægt af síðunni. Þetta kemur fram í grein á Austurfrétt.

Í greininni er haft eftir einum sem sá myndbandið að í fyrstu hafi myndbandið virst saklaust. „…svo verður það sífellt blárra og loks alveg dökkblátt.“

Í myndbandinu mátti sjá par ganga nakið um ganga hótelsins „áður en það heldur inn í ákveðin rými hússins þar sem leikar taka að æsast,“ eins og segir á vef Austurfréttar. Þar kemur fram að sama par hafi gert önnur sambærileg myndbönd á ferðalögum sínum.

Þess má geta að parið í myndbandinu starfaði á sumarhótelinu The Cliff sem er rekið í heimavistarhúsinu í sumar. Fólkinu var sagt upp um leið og stjórnendur hótelsins fréttu af myndbandinu.

Fjölbreyttar krásir á Götubitahátíðinni um helgina

Götubitahátíð á Miðbakkanum dagana 19. til 21. júlí.

Fyrsta Götubitahátíðin á Íslandi (Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík um helgina. Á hátíðinni verða ýmsar kræsingar frá mismunandi söluaðilum seldar í gámum og matarvögnum.

Samhliða hátíðinni verða verðlaunin Götubitinn 2019 veitt. Sigurvegarinn mun í framhaldi keppa fyrir hönd Íslands í keppninna European Street Food Awards þar sem leitað er að besta götubita Evrópu. Keppnin verður haldiðn í Malmö í Svíþjóð í lok september. og kynna þar í

Gestir og gangandi munu finna veitingar frá meðal annars þessum stöðum: Lobster Hut, Gastrotruck, Tasty, Reykjavik Chips, JÖMM, Lamb Street Food, Búrró og Pönnukökuvagninn. Þetta og miklu, miklu fleira.

Opnunartími er frá 12-21 á föstudag og laugardag og 12 til 18 á sunnudag.

 

Logi Pedro með nýtt lag

Logi Pedro sendi frá sér lagið Svarta ekkja í dag.

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro var að senda frá sér lagið Svarta ekkja á streymisveitunni Spotify. Lagið var tekin upp í 101derland-hljóðverinu og er samið af Loga Pedro og Arnari Inga (Young Nazareth).

Í fyrrasumar gaf Logi Pedro út sína fyrstu sólóplötu Litlir svartir strákar. Platan naut mikilla vinsælda á árinu og er komin yfir tvær miljónir spilana á Spotify.

Nýjasta lag Loga er að finna hér fyrir neðan.

Mistök sem margir gera en er mögulegt að leiðrétta

Þetta eru nokkur algeng mistök sem fólk gerir hvað líkama, sál og samskipti varðar. Þá er gott að vera meðvitaður og reyna að breyta rétt.

Líkaminn

Þú sefur of lítið. Svefnleysi veldur þreytu, veikindum og jafnvel offitu. Reyndu að fara klukkutíma fyrr að sofa.

Þú sleppir morgunmat. Morgunmaturinn er oft sögð mikilvægasta máltíð dagsins. Borði maður morgunmat fara efnaskiptin strax í gang, skapið verður betra og líkurnar á að maður fari að narta í einhverja vitleysu minnka.

Þú húkir inni. Líkaminn og sálin þurfa á dagsbirtu að halda. Farðu í tuttugu mínútna göngutúr í hádegishléinu. Farðu í lengri göngutúra á kvöldin og þegar þú ert í fríi.

Þú drekkur sykurskerta drykki. Sykurskertar vörur innihalda oft glúkósa sem insúlínið brýtur niður. Á meðan insúlínið er upptekið við að brjóta niður glúkósann fer fitan úr matnum beint í fituforða líkamans, að því er sérfræðingar segja. Drekktu heldur vatn.

Þú borðar of lítið af grænmeti og ávöxtum. Grænmeti og ávextir innihalda mikið af vítamínum sem gefa þér orku og trefjar fyrir daginn.

Þú borðar of litla fitu. Fita er ekki óvinur þinn. Sérfræðingar fullyrða að ef maður útilokar alla fitu hætti líkaminn að brenna henni og bindi í staðinn þá fitu sem fyrir er til þess að þú sveltir ekki til bana.

Þú stundar ekki líkamsrækt. Þú verður sterkari og hressari af því að styrkja líkamann. Það er nóg að gera líkamsæfingar í þrjátíu mínútur þrisvar sinnum í viku. Sviti og púl getur hreinlega virkað sem gleðilyf á suma.

Þú borðar of mikinn sykur. Ef þú borðar of mikinn sykur framleiðir brisið meira insúlín en við það eykst fituforðinn.

Sálin

Þú lærir ekkert nýtt. Það er ekki bara líkaminn sem þarf leikfimi til þess að vera í formi, heldur einnig heilinn. Þjálfaðu hann með því að leysa krossgátur, lestu bækur eða farðu á námskeið.

Þú ert aldrei ein. Ef þú leyfir þér stöku sinnum að fara ein í göngutúr eða sitja ein og hlusta á lækjarnið slakarðu vel á.

Þú grætur sjaldan. Líkaminn losnar við streitu ef þú grætur.

Þú leyfir þér aldrei að reiðast. Það er erfitt að ganga um með innibyrgða reiði. Slíkt getur meðal annars leitt til þunglyndis.

Þú berð þig saman við aðra. „Allir hinir” eru ekki hamingjusamari en þú. Hafðu hugann við þína eigin færni í stað þess að vera alltaf að fylgjast með öðrum.

Þú reynir alltaf að vera dugleg. Þú þarft ekki að vera góð í öllu. Það er allt í lagi að vera stundum í meðallagi og það má alveg stundum vera drasl heima hjá þér.

Vinnan

Starfið og þú eruð eitt. Ef þú einbeitir þér bara að vinnunni kann þér að þykja lífið tilgangslaust einhvern daginn. Reyndu að finna þér eitthvert áhugamál til að einbeita þér að utan vinnu.

Þig langar til að skipta um starf. Ef þú hugsar sífellt um að skipta um starf ættirðu kannski að drífa í því. Sæktu um annað starf eða farðu að læra eitthvað.

Þú þorir ekki að biðja um hærri laun. Konur fá lægri laun en karlar. Hafðu í huga að þú ert jafnverðmætur vinnukraftur og karlarnir í vinnunni þinni og minntu þig á það þegar þú pantar launaviðtal.

Tengsl við aðra

Þú slítur ekki slæmu sambandi. Gagnkvæm virðing þarf að ríkja í sambandi, hvort sem um er að ræða ástarsamband eða samband á milli vina og ættingja.

Þú hefur áhyggjur af öllu. Hafðu ekki of miklar áhyggjur af vandamálum allra annarra, flestum duga sínar eigin.

Þú væntir of mikils. Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum ef þú væntir alltaf mikils af bæði fólki og samkomum.

Nýir og spennandi litir fyrir Montana

Í ár kynnir fyrirtækið 30 glænýja liti.

Á átta ára fresti kynnir Montana nýja liti fyrir hillukerfið sem Peter J. Lassen hannaði árið 1982.

Í ár kynnir fyrirtækið 30 nýja liti í samstarfi við hönnuðinn og litasérfræðinginn Margarethe Odgaard.

Nýju litirnir koma í stað þeirra gömlu en fyrirtækið tryggir þó að gömlu litirnir verði áfram fáanlegir fyrir þá viðskiptavini sem vilja bæta nýjum einingum við þær sem þeir hafa keypt áður.

Nýju litirnir tóna vel saman svo auðvelt er að blanda nokkrum saman og verða þeir fáanlegir frá og með ágúst næstkomandi.

Epal er söluaðili Montana á Íslandi.

Óttast að Rússar komist yfir gögn úr FaceApp

Mynd/FaceApp

Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings vill að Alríkislögreglan, FBI, og Bandaríska Neytendasamtökin, FTC, rannsaki FaceApp, forritið sem tröllriðið hefur samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Notendur samfélagsmiðla keppast nú við að birta myndir sem sýna hvernig viðkomandi koma til með að líta út eftir 50 ár. Til þess nota þeir forritið, FaceApp þar sem þeir hlaða upp mynd af sjálfum sér í gegnum forritið sem síðan skilar myndinni tilbaka, nema hvað notandinn lítur út fyrir að vera mun eldri.

Vinsældir forritsins hafa vakið upp spurningar um persónuvernd, það er hvað fyrirtækið FaceApp gerir við myndirnar. Ekki síst þar sem FaceApp er rússneskt og með höfuðstöðvar í St. Pétursborg. Stjórnvöld í Rússlandi sem og fyrirtæki þar í landi hafa margoft orðið uppvís að hvers kyns netglæpum og vafasömu háttalagi á netinu og þess vegna óttast margir að myndirnar kunni að enda í gagnabanka stjórnvalda í Rússlandi.

Það er einmitt það sem forsvarsmenn Demókrataflokksins óttast og hefur Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, skrifað stjórnendum FBI og FTC bréf þar sem farið er fram á að hægt verði að nota þær upplýsingar sem FaceApp hefur undir höndum sem vopn gegn bandarískum almenningi. „Það væri mikið áhyggjuefni ef viðkvæmar persónuupplýsingar bandarískra ríkisborgara lentu í höndum óvinveittra ríka sem nú þegar eiga í nethernaði gegn Bandaríkjunum,“ segir í bréfinu.

Stjórn Demókrataflokksins hefur þegar sent bréf til þeirra rúmlega 20 einstaklinga sem bjóða sig fram í forvali flokksins til forseta og hvatt þá til að nota ekki forritið og að þeir sem þegar hafa halað því niður skuli eyða því.

Framkvæmdastjóri FaceApp, Yaroslav Goncharov, segir í tölvupósti til Washington Post að myndirnar sem færu í gegnum FaceApp væru aðeins notaðar í einum tilgangi, að láta fólk líta út fyrir að vera eldra en það er og að myndunum væri eitt úr gagnagrunnum fyrirtækisins 48 klukkustundum eftir að þeim er hlaðið upp. Hann fullyrðir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki aðgang að myndunum og að FaceApp hvorki selji né deili myndunum til þriðja aðila.

Jómfrúarferð nýs Herjólfs frestað: Höfnin ekki tilbúin

Mynd/vegagerdin.is

Bið verður á því að nýr Herjólfur hefji siglingar á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Fara átti fyrstu ferðina í dag en nú er ljóst að það tefst um nokkrar vikur.

Á Facebook síðu Herjófs segir að prófanir á ferjunni hafi farið fram síðustu daga. Eftir „yfirferð og rýnun í alla þætti“ hafi verið ákveðið að fresta innsetningu nýju ferjunnar.

RÚV greinir frá því að komið hafi í ljós að aðbúnaður við höfnina í Vestmannaeyjum henti ekki hinu nýja skipi og hætta er á að það laskist þegar það leggur að bryggju. Svokallaður viðlegukantur mun vera of lágur fyrir nýja skipið.

Haft er eftir Jónasi Snæbjörnssyni, framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar að verið sé að kanna hvort hægt sé að útvega bráðabirgðalausnir með skömmum fyrirfara. Getur viðgerð tekið eina og allt upp í þrjár vikur og hleypur kostnaðurinn á milljónum.

 

Slagsmálahamstur í vörslu lögreglunnar

Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum fékk heldur betur óvæntan gest á lögreglustöðina í morgun og bíður þess nú að hann verði sóttur af eiganda sínum. Allt hófst þetta með slagsmálum í bakgarði í Keflavík.

Lögreglan lýsir atburðarásinni í bakgarðinum svona:

„Annar aðilinn lenti að sjálfsögðu undir eins og gengur og gerist. En það sem er einkennilegt við þessi slagsmál er að sigurvegarinn bar þann sem varð undir í kjaftinum heim til sín, sigri hrósandi, og sýndi eiganda sínum hversu megnugur hann var. Þarna slógust semsagt köttur og hamstur.“

Eigandi kattarins náði hamstrinum frá kettinum og fór með hann á lögreglustöðina í Reykjanesbæ og lýsir lögreglan nú eftir eiganda hamstursins sem fengið hefur viðurnefnið Hamstur McGregor í skýrslum embættisins. „Að sögn lögreglumanna á vakt þá er hamsturinn talsvert æstur eftir átökin og heimtar re-match við kattarófétið (eins og hann orðar það),“ segir enn fremur í færslu lögreglunnar.

 

Um kvíðaviðbrögðin þrjú

|
|

Höfundur / Þóra Sigfríð Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Í síðasta pistli var fjallað almennt um kvíða og kom fram að allir finna fyrir kvíða öðru hvoru, í mismiklu mæli þó. Að þessu sinni er athyglinni beint að því sem gerist í líkama okkar þegar kvíði kviknar.

Í raun er kvíði frábært fyrirbæri, að minnsta kosti ef hann virkar eins og til er ætlast. Hann varar okkur við yfirvofandi hættu og hjálpar okkur að takast á við hana. Enn viðbragðið er líka óþægilegt og við finnum fyrir ákveðnum einkennum í líkamanum. Hjartað fer að slá örar, við getum átt erfitt með draga andann djúpt og finnum oft fyrir óþægindum í magann. En hvers vegna gerist þetta?

Þegar okkur er ógnað á einhvern hátt, tekur ósjálfráða taugkerfið yfir og virkjar varnarviðbrögðin okkar þrjú; flótta, árás eða það að frjósa.

Þetta eru frumstæð viðbrögð sem hafa fylgt manninum svo lengi sem hann hefur gengið á þessari jörð. Aðstæður okkar hafa breyst mikið en þessi viðbrögð hafa ekki gert það og miðast við það að við búum við takmarkað skjól og gætum hvenær sem er verið ógnað af rándýrum.

Við ráðum litlu um hvaða viðbragð verður fyrir valinu, ósjálfráða taugakerfið ákveður á sekúndubroti hvað viðbragð er vænlegast til árangurs og gæti orðið til þess að við komumst frá hættunni með sem minnstum skaða.

Kvíðaviðbrögðin þrjú eru líka á ákveðinni vídd, þau eru ekki alltaf jafn sterk. Árásarviðbragðið getur til dæmis falist í því að setja í brýrnar og dýpka röddinni, svona til þess að láta viðkomandi ógn vita að það er hingað og ekki lengra og vona að viðkomandi bakki. En svo getur árásarviðbragðið líka falist í því  að við ráðumst á það sem ógnar okkur með hnúum og hnefum.

Að forðast getur verið allt frá því að sleppa því að opna gluggaumslög eða ferðast ekki með flugvélum, allt til þess að hlaupa eins og fætur toga.

Til þess að geta ráðist á það sem ógnar okkur eða flúið hættuna þarf líkaminn okkar að vera eins sterkur og mögulegt er.  Margir kannast við það að verða andstuttir þegar þeir eru hræddir.  Vöðvarnir okkar þurfa á súrefni að halda og til að svo megi verða förum við að anda hraðar og grynnra.

Hjartað okkar slær líka hraðar til að pumpa blóðinu um líkamann sem hraðast svo vöðvarnir okkar fáisúrefnið sem við erum að anda að okkur og ýmis boðefni sem við þurfum á að halda og ferðast líka með blóði um líkamann, til dæmis adrenalín. Blóðflæðinu er forgangsraðað til stóru vöðvana og því finna margir fyrir svima, óraunveruleikatilfinningu og/eða dofa í tám og fingrum.

Kælikerfi líkamans fer í gang og við förum að svitna. Meltingin kemst í uppnám og margir fái í magann þegar kvíðinn lætur á sér kræla.

Það er því óhætt að segja að varnarviðbrögðin valdi okkur óþægindum. Það sem meira er, þá fer þetta kerfi alltaf í gang þegar okkur er ógnað, hvort sem við erum að mæta ljóni eða bara fara í atvinnuviðtal.

Þegar líkaminn okkar bregst við á þennan hátt við minnstu ógn er ágætt að minna sig á hvað er að gerast. Það er verið að undirbúa líkamann til takast á við lífshættulegar aðstæður. Oftar en ekki eru þessi aldargömlu viðbrögð ekki  í samræmi við það sem ógnar okkur í dag. Það getur verið hjálplegt að minna sig á þetta þegar við verðum vör við ofangreind einkenni.

Í næsta pistli verður fjallað um ofsakvíða þar sem líkamleg einkenni kvíða eru áberandi.

Sjá einnig: Kvíðinn á ekki að trufla daglegt líf

Ákæra á hendur Kevin Spacey felld niður

Saksóknarar í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum hafa fallið frá rannsókn í máli leikarans Kevin Spacey.

Leikarinn var sakaður um að hafa áreitt 18 ára pilt, Mtichell Garabedian, kynferðislega á bar á eyjunni Nantucket árið 2016. Þegar MeToo-bylgjan fór af stað stigu nokkrir karlmenn fram og sökuðu Spacey um kynferðislega áreitni en þetta var eina málið sem tekið var til rannsóknar í Bandaríkjunum.

Verjendur Spaceys vildu meina að textaskilaboð í síma Garabedians sýndu fram á sakleysi leikarans. Þegar til kastanna kom sagðist Garabedian hafa týnt símanum og neitaði hann að bera vitni fyrir dómi. Það var þá sem saksóknarar ákváðu að fella niður málið.

Þótt Spacey sé laus allra mála í Bandaríkjunum þá rannsaka lögregluyfirvöld í Bretlandi ásakanir á hendur honum þar í landi, einnig vegna kynferðislegrar áreitni.  Þá hefur ferill hans farið hratt niður á við frá því fyrstu ásakanirnar á hendur honum komu fram. Hann var rekinn úr hlutverki sínu úr House of Cards og klipptur út úr kvikmyndinni All the Money in the World.

Í október í fyrra steig leikarinn Anthony Rapp fram og sagði að Spacey hafði áreitt hann kynferðislega árið 1986, þegar hann var aðeins 14 ára. Spacey bað leikarann afsökunar í yfirlýsingu á Twitter en sagðist ekki muna eftir atvikinu sökum ölvunar.

Kerfils- og rabarbara-chutney – sæla í krukku!

Þetta æðislega kerfils- og rabarbara-chutney er gott með t.d. indverskum mat, frábært í samlokur, vefjur og á brúskettur. Gott með allskonar kjöti, t.d. kjúklingi eða svínakjöti.

 

Kerfils- og rabarbara-chutney
3-4 krukkur

olía til steikingar
1 rauðlaukur, saxaður smátt
2 skalotlaukar, saxaðir smátt
2-3 tsk. ferskt engifer, rifið fínt
1 ½ dl eplaedik
1 dl balsamedik
200 g döðlur, saxaðar gróft
1 grænt epli, afhýtt og rifið gróft
2 tsk. svört sinnepsfræ
2 tsk. garam masala-kryddblanda
1 tsk. túrmerik
400 g rabarbari, skorinn í bita
170 g fíngerðir kerfilsstilkar, sneiddir þunnt
3 dl sykur

Hitið olíu í potti og steikið laukinn í nokkrar mín. ásamt engifer. Bætið edikinu saman við og látið sjóða saman í nokkrar mín.

Bætið þá döðlum og epli út í og látið sjóða saman í 5-10 mín. ásamt kryddi. Setjið að lokum rabarbara og kerfil út í og látið allt malla saman undir loki í 40-50 mín.

Hrærið reglulega í pottinum. Takið lokið af undir lok suðutímans ef maukið er of vatnsmikið. Sjóðið þar til það er hæfilega þykkt.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Myndband: Stuðningsmenn Trump taka heilshugar undir rasisma hans

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum dögum svipt hulunni af kynþáttafordómum sínum og stuðningsmenn hans taka heilshugar undir.

Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli á Twitter þar sem hann sagði að fjórar þingkonur Demókrataflokksins, sem hafa verið mjög gagnrýnar á stefnu hans, ættu að fara aftur til heimalanda sinna ef þær væru óánægðar með ástand mála. Þrjár þessara kvenna eru fæddar í Bandaríkjunum en sú fjórða fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 2000.

Fulltrúadeild bandaríska þingsins fordæmdi ummælin en aðeins fjórir þingmenn Repúblíkanaflokksins greiddu atkvæði gegn forsetanum.

Trump hélt á kosningafund í Norður-Karólínu í gær og þar var ekki annað að heyra en að stuðningsmenn forstans séu hæstánægðir með hin rasísku ummæli. Þegar Trump gerði eina þessara þingkvenna, Ilhan Omar, að umræðuefni tóku stuðningsmennirnir undir og kyrjuðu „sendið hana aftur [e. send her back]“.

Auk Demókrata hafa þjóðarleiðtogar og stjórnmálamen víða um heim fordæmt rasísk ummæli Trumps. Það bítur þó ekki á forsetann sem bæði þrætir fyrir að ummælin séu rasísk, þrátt fyrir augljósan rasisma, heldur hefur hann hert á árásum á þingkonurnar fjórar. Segir hann þær hatursfulla öfgamenn sem hati Bandaríkin. Má ætla að Trump sé kominn í kosningaham og taktík hans sú að reka enn harðari og grimmari kynþáttahyggju en fram til þessa.

Viðbrögð við ummælum Trump og stuðningsmanna hans hafa verið mikil líkt og sjá má hér að neðan.

Instagram felur lækfjölda

Fjöldi læka falinn hjá Instagram.

Tilraunaverkefni hjá samfélagsmiðlinum Instagram hefst í dag þar sem fjöldi læka á hverja og eina færslu er falinn. Tilraunin nær til notenda í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Írlandi, Japan, Ítalíu og Brasilíu. Þessu er sagt frá í frétt BBC.

Þar kemur fram að notendur geta áfram séð hversu mörg læk þeirra eigin myndir fá en fjöldi læka verður ekki sýnilegur öðrum notendum.

Þessi tilraun er gerð í von um að draga úr streitu sem margt fólk finnur fyrir þegar það setur inn færslur á Instagram.

Skaðleg áhrif samfélagsmiðla á andlega líðan fólks hefur verið til umræðu undanfarið og er tilraunaverkefnið sprottið úr frá þeirri umræðu. Samskonar tilraun var gerð í Kanada í maí.

Fyrir þá sem vilja hleypa litum í líf sitt

Falleg bók sem veitir innblástur og upplýsingar mikilvægi lita í innanhússhönnun.

Bókin In the mood for colour er þriðja bók innanhússhönnuðarins Hans Blomquist. Hún fjallar um mikilvægi lita í innanhússhönnun og gefur hugmyndir að fallegum litasamsetningum.

Bókinni er skipt upp í fimm hluta eftir litatónum: dökkir, ljósir, mjúkir, náttúrulegir og bjartir tónar. Bókin er tilvalin fyrir þá sem vilja hleypa litum í líf sitt og vera djarfari þegar kemur að litavali fyrir heimilið.

Í bókinni er að finna fróðleik og fallegar ljósmyndir.

Hans Blomquist hefur mikla ástríðu fyrir litum og skilar það sér vel í bókinni. Þar sýnir hann hvernig litir geta haft áhrif á tilfinningar en litir geta vakið upp bæði góðar og slæmar tilfinningar. Því skiptir miklu máli á hvaða hátt þeir eru notaðir og hvernig þeim er teflt saman.

In the mood for colour er þriðja bók innanhússhönnuðarins Hans Blomquist.

Bókin fæst meðal annars á Amazon.

Myndir / Frá framleiðanda

Fólki gefst nú kostur á að panta borð á Netinu

Dineout er ný vefsíða þar sem fólki gefst kostur á að panta borð á Netinu. Þjónustan er ný sinnar tegundar á Íslandi.

Þarna inni er fjöldinn allur af veitingastöðum á sama stað sem auðveldar viðskiptavininum að fá það sem hann vill. Hægt er að velja staðsetningu og hvernig mat fólk kýs, það upp koma valmöguleikar um veitingastaði og hvenær laust er á viðkomandi veitingastað. Svona síður eru þekktar víðsvegar um heiminn og þykja yfirleitt afar nútímalegar og handhægar.

Þeir sem standa að þjónustunni og reka dineout.is eru Inga Tinna Sigurðardóttir rekstrarfræðingur, Viktor Blöndal Pálsson forritari og hönnuður, Magnús Björn Sigurðsson rekstrarverkfræðingur og forritari, Gylfi Ásbjörnsson matreiðslumaður og Sindri Már Finnbogason.

Haldin var heilmikil opnunarhátíð vefsíðunnar Dineout.is á dögunum á Hótel Borg. Nánar um Dineout og fleiri myndir úr opnunarpartýinu í 7. tölublaði Gestgjafans.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

 

Þjóðverjar skylda foreldra til að bólusetja börnin sín

Mynd/Pixabay

Þýska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem skyldar foreldra til að bólusetja börnin sín gegn mislingum. Þeir foreldrar sem trassa þessa skyldu geta átt von á sekt sem nemur allt að 350 þúsund krónum.

Frá og með mars á næsta ári verða allir foreldrar að leggja fram sönnun þess efnis að börnin hafa verið bólusett áður en þau eru innrituð í skóla eða leikskóla. Það sama á við alla umsækjendur um störf í barnaummönnun, hvort sem það er á daggæsluheimilum, heilbrigðisstofnunum eða flóttamannamiðstöðvum.

Þann 31. júlí árið 2021 eiga allir nemendur, kennarar og starfsfólk í skólum og leikskólum landsins að vera bólusettir og geta lagt fram sönnun þess efnis.

Lögin eru viðbrögð við útbreiðslu mislinga í landinu. Í fyrra greindust 543 einstaklingar með mislinga sem var 350 prósent aukning frá árinu áður. Það sem af er þessu ári hafa 400 greinst með mislinga. Heilbrigðisráðherrann, Jens Spahn, vonast til þess að með þessu fari bólusetningahlutfall upp í 95 prósent.

Frumvarpið verður lagt fyrir þingið til samþykktar en samkvæmt frétt The Local er ekki búist við að það mæti andstöðu þar.

Raddir