Miðvikudagur 23. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Skúli kemur af fjöllum

Skúli Mogensen segist ekki kannast við fjármögnunarsíðu fyrir nýtt flugfélag. Lögreglan hyggst rannsaka málið.

Fyrr í kvöld var greint frá því að vefsíða um stofnun nýs flugfélags væri farin í loftið á slóðinni hlutahafi.com. Á síðunni kemur fram að þeir sem standi á bakvið hana séu fyrrverandi viðskiptavinir WOW Air, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði og annarra flugfélaga. Er það skoðun aðstandendana nafnlausu að ef Skúli og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi landsmenn að leggja hönd á plóg. „Við teljum að ef við náum að safna minnst 10-20 þúsund hluthöfum þá sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjalda flugfélagi. Þá mætti hugsa sér að krefjast þess að hið nýja almenningshlutafélag fengi mann í stjórn til að tryggja hinum almenna hluthafa vernd.

Á vefsíðunni er hægt að skrá sig fyrir bindandi hlutafjárloforði í 90 daga og lagt til að þeir sem ekki hafa eignast hlut í félagi áður eigi helst ekki að lofa meira hlutafé en sem nemi fimmtungi af mánaðarlaunum. Fram kemur að fjárfestar þurfa að vera fjárráða og ekki yngri en átján ára. Ekki fæst hins vegar uppgefið á vefsíðunni hverjir standa að baki henni og væntanlegs almenningshlutafélags annað en að þeir aðilar hafi ekki unnið hjá WOW Air og séu heldir ekki tengdir félaginu með nokkrum hætti. Segjast þeir þó vera „hollvinir almennrar samkeppni“. Þá er ekki gefið upp hvað stefnt er að því að safna miklum fjármunum.

Skúli Mogensen segist hins vegar ekki þekkja nein deila á þeim sem standa að baki vefsíðunni. Þetta kom fram þegar fréttastofa RÚV leitaði svara hjá fyrrverandi forstjóra WOW air. Netafbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hyggst rannsaka málið á morgun.

Kjötsúpa með lambaskönkum og perlubyggi

|
Mynd / Hallur Karlsson|Mynd / Hallur KArlsson

Kjötsúpa er í augum margra dæmigerður íslenskur matur og er alltaf vinsæl, bæði hjá ungum sem öldnum. Algengast er að nota gulrófur, gulrætur og hvítkál í súpuna, annað hvort haframjöl eða hrísgrjón og bæta síðan þurrkuðum súpujurtum saman við.

Súpan er næringarík og saðsöm og hentar því einnig vel í útilegur og alla útvist og verður bara betri með hverjum deginum. Mikið er til af sniðugum boxum til að setja súpuna í og hita svo upp.
Ég ákvað að búa til kjötsúpu með lambaskönkum og hráefni eins og íslensku perlubyggi, perlulauk og kryddi sem ekki eru í þeirri hefðbundnu. Þetta kom ljómandi vel út. Kjötið og grænmetið var eldað í ofni en að sjálfsögðu má skella öllu saman í pott og útbúa súpuna á gamla mátann. Ef hún er elduð í ofninum er gott að nota pottjárnspott sem má fara í ofn.

Mynd / Hallur Karlsson

Kjötsúpa með lambaskönkum

fyrir 6-8

3 lambaskankar
2 msk. smjör
4 tsk. timían, þurrkað
2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. pipar
1,5 l vatn
60 ml fljótandi grænmetiskraftur, t.d. frá Tasty
1 búnt steinselja, saxað
8-10 perlulaukar, má vera annar laukur
4 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
½-1 sellerírót, skorin í teninga
2 lárviðarlauf
250 g kartöflur að eigin vali, skornar í bita
salt og pipar

Hitið ofninn í 170°C. Steikið skankana í smjöri á pönnu eða í potti sem má fara í ofn í nokkrar mínútur. Kryddið með timíani og pipar og saltið. Hellið 200 ml af grænmetissoði í pottinn og setjið í ofninn í klst. Setjið grænmetið og kartöflurnar í pottinn ásamt steinselju og bakið áfram í 40 mín. Sjóðið perlubyggið í 15 mín. Takið pottinn úr ofninum og bætið afganginum af vatninu saman við ásamt perlubygginu. Hitið allt saman og bragðbætið með salti og pipar.

Fjármögnunarsíða fyrir nýtt flugfélag farin í loftið

Vefsíða um stofnun nýs flugfélags er farin í loftið á slóðinni hlutahafi.com. Ekkert kemur fram um það hverjir standa að baki síðunni eða hversu miklum fjármunum á að safna.

Á vefsíðunni hluthafi.com segir að þeir sem standi á bakvið hana séu fyrrverandi viðskiptavinir WOW Air, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði og annarra flugfélaga. Þar segir ennfremur: „Við vitum að ef samkeppni minnkar eða fellur niður í samkeppnisumhverfi þá töpum við til lengri tíma. Auk þess vitum við að ferðaþjónusta á Íslandi hefur aukið hagvöxt og lífsgæði á undanförnum árum og viljum við tryggja þau gæði áfram.“

Er það skoðun aðstandendana nafnlausu að ef Skúli og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi landsmenn að leggja hönd á plóg. „Við teljum að ef við náum að safna minnst 10-20 þúsund hluthöfum þá sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjalda flugfélagi. Þá mætti hugsa sér að krefjast þess að hið nýja almenningshlutafélag fengi mann í stjórn til að tryggja hinum almenna hluthafa vernd.

„Við teljum að ef við náum að safna minnst 10-20 þúsund hluthöfum þá sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjalda flugfélagi.“

Hægt er að skrá sig fyrir bindandi hlutafjárloforði í 90 daga og lagt til að þeir sem ekki hafa eignast hlut í félagi áður eigi helst ekki að lofa meira hlutafé en sem nemi fimmtungi af mánaðarlaunum. Fram kemur að fjárfestar þurfa að vera fjárráða og ekki yngri en átján ára.

Ekki fæst hins vegar uppgefið á vefsíðunni hverjir standa að baki henni og væntanlegs almenningshlutafélags annað en að þeir aðilar hafi ekki unnið hjá WOW Air og séu heldir ekki tengdir félaginu með nokkrum hætti. Segjast þeir þó vera „hollvinir almennrar samkeppni“. Annað um þá er á huldu. Þá kemur ekki fram á síðunni hvað stefnt er að því að safna miklum fjármunum.

 

Í fjölskylduboðum með átrúnaðargoðinu

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir

Söngkonurnar Jóhanna Guðrún og Birgitta Haukdal voru í guðatölu hjá tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir þegar hún var yngri.

Þessu segir hún frá í viðtali sem birtist í Mannlífi sem kom út á föstudaginn.

Þegar hún var spurð hvaða söngkonur séu hennar helstu fyrirmyndir, hvaða söngkonum hún hafi verið hrifnust af þegar hún var yngri var Guðrún fljót að svara. „Ég var rosalega hrifin af Birgittu Haukdal og Jóhönnu Guðrúnu.

„Sko, pabbi kærastans míns er bróðir Birgittu Haukdal.“

Þær voru alveg í guðatölu. Ég man að á tímabili var Jóhanna Guðrún oft í Stundinni okkar og ég lá alveg heilluð fyrir framan sjónvarpið og spurði mömmu hvort hún héldi að ég mætti fara að syngja í Stundinni okkar líka. Hún benti mér á að ég yrði allavega að verða aðeins eldri fyrst, en útilokaði það ekki. Svo var Birgitta Haukdal alveg rosalega fræg á þessum tíma og ég var alltaf að hlusta á hana og Jónsa í Grease. Ég átti lítinn geislaspilara með heyrnartólum og hjólaði um allt hverfið með Írafár alveg á blasti. Mér fannst Birgitta svo æðisleg.“

Spurð hvort hún hafi hitt Birgittu eftir að hún fór sjálf út í tónlistarbransann fór Guðrún að skellihlæja og sagði: „Sko, pabbi kærastans míns er bróðir Birgittu Haukdal.“

„Þannig að ég er alltaf að hitta hana í fjölskylduboðum. Það finnst mér ótrúlega skemmtileg tilviljun. Þegar ég hitti hana fyrst var ég auðvitað með smá stjörnur í augunum eftir að hafa litið svona mikið upp til hennar þegar ég var lítil, en það vandist fljótt. Hún er líka alveg frábær og hefur gefið mér fullt af góðum ráðum fyrir tónlistarbransann.“

Lestu viðtalið við Guðrúnu í heild sinni hérna.

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Hlutur ríkisins í fyrirtækjum vel yfir 1.000 milljörðum: Vilja flokkarnir selja?

Eftir hrun fjármálakerfisins hefur átt sér stað mikil umbreyting á íslenska hagkerfinu. Eitt af því sem gerst hefur er að eignir íslenska ríkisins – þar með talið eignarhlutir í fyrirtækjum – hafa margfaldast. Fylgja þessu einhver vandamál? Hvaða stefnu hafa stjórnmálaflokkarnir?

Sé horft til stefnu stjórnmálaflokkanna, þá er ekki mikill áhugi hjá þeim á því að selja eignir í þessum fyrrnefndu ríkisfyrirtækjum, þá helst hjá Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Aðrir flokkar hafa ekki haft það að stefnu að selja eignarhluti í þessum fyrrnefndu fyrirtækjum, hvorki bönkunum né öðrum.

Hins vegar er það engu að síður á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, samkvæmt stjórnarsáttmála, að minnka eignarhluti ríkissjóðs í bönkunum.

Horft hefur verið til þess að selja Íslandsbanka að öllu leyti og að ríkið geti haldið eftir 30 til 40 prósenta eignarhlut í Landsbankanum en söluferli er ekki komið af stað og ólíklegt að það gerist á þessu kjörtímabili úr þessu.

Þó geta hlutirnir hreyfst hratt ef það finnst einhver áhugasamur kaupandi, eins og t.d. einn stóru bankanna á Norðurlöndunum.

Í Evrópu hafa bankar ekki mikið verið að kaupa aðra banka og stækka þannig þessi misserin og hingað til hefur ekki verið auðvelt að fá erlenda fjárfesta að íslenska bankakerfinu.

Þrátt fyrir að tvíhliða skráning Arion banka, á Íslandi og í Svíþjóð, hafi heppnast að mörgu leyti vel þá er samt ljóst af þeirri reynslu að undirbúa þarf vel sölu á bönkunum ef það á að gera það í gegnum skráningu á markað, og það er ekki heldur auðvelt að selja of mikið í einu með þeim hætti þar sem hætta er á því að það bitni á verðinu. Markaðsvirði Arion banka hefur frá skráningu verið töluvert fyrir neðan eigið fé, svo dæmi sé tekið, en það er nú um 150 milljarðar en eigið fé var í árslok 200,9 milljarðar króna.

Pólitískt er því ekki mikill áhugi á því að losa um eignarhluti ríkisins í þessum fyrrnefndu fyrirtækjum, jafnvel þó að áhugi sé á því innan Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar en áhuginn er þó helst bundinn við bankanna.

Til þess að það geti orðið að veruleika þarf samþykki annarra flokka til og eins og mál standa nú er sala á eignum ekki á forgangslista Miðflokksins, Framsóknarflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Hundruð starfsmanna WOW í óvissu

|
|

Um 700 starfsmenn WOW skráðu sig hjá Vinnumálastofnun nú um síðustu mánaðamót, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofunun. Einhverjir þeirra eru þó þegar komnir í nýtt starf og farnir af lista. En fyrir marga er þó ekki hlaupið að því að fara í nýtt starf og á það ekki síst við um sérhæfðara starfsfólk, til að mynda flugmenn.

Flugmenn í föstu starfi hjá WOW air voru 188 talsins þegar félagið var lýst gjaldþrota. Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins, segir að þessi hópur sé í þröngri stöðu. Fáir möguleikar séu í boði hérlendis og er það einna helst í Asíu sem eitthvað er að hafa. „Það er ekkert í Ameríku og Evrópa er nánast mettuð því þar er búið að ráða fyrir sumarið, það er kannski eitt og eitt starf í boði.“

Vignir bendir á að umsóknarferlið sé bæði langt og strangt og því geti liðið einhver tími þar til umræddir einstaklingar byrja að fljúga á ný. Þá sé það heldur engin óskastaða fyrir flugmenn að þurfa að leita út fyrir landsteinana eftir vinnu. „Menn gera það af illri nauðsyn því menn þurfa annaðhvort að leggja land undir fót í formi túra eða flytja búferlum með fjölskylduna. Menn réðu sig til WOW air einmitt upp á öryggið – voru að sækja í stöðugleika en svo var því bara kippt undan mönnum á einni nóttu,“ segir Vignir.

Flugfreyjustarfið hefur löngum verið aðlaðandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt rannsókn sem var gerð árið 2017 starfaði 61 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27 til 43 ára, sem völdu sér annað starf en hjúkrun, við flugfreyjustörf. Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur verið viðvarandi á Landspítalanum og var talað um eftir fall WOW að fjöldi flugfreyja þar gæti gengið í störf á spítalanum.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir hins vegar að staða WOW hafi ekki haft nein sérstök áhrif umfram fyrirspurnir eða einstaka ráðningar. Gæti það stafað af því að hjúkrunarfræðingar hafi frekar valist til starfa hjá Icelandair en WOW. „Við vitum ekki hversu margir starfa hjá Icelandair né hversu margir störfuðu hjá WOW. Okkur vantar hins vegar ríflega 100 hjúkrunarfræðinga svo við gerðum ekki ráð fyrir neinni meiriháttar breytingu. En við fögnum öllum.“

Nýtt íslenskt flugfélag með aðkomu Keahótela?

Skúli Mogensen og eigendur Keahótela í viðræðum.

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW air, hefur í vikunni fundað með eigendum Keahótela. Vill forstjórinn fá eigendurna með í stofnun nýs flugfélags á grunni WOW, en frá þessu var greint í kvölfréttum á RÚV.

Eftir að WOW air varð gjaldþrota í síðasta mánuði hefur Skúli leitað fjármögnunar fyrir nýtt flugfélag upp á 40 milljónir dala, eða jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstri félagsins fyrstu misserin. Stendur til að reka lággjaldastefnu í líkingu við þá sem WOW air rak, áður en félagið varð gjaldþrota í síðasta mánuði.

Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að nýja félagið muni til að byrja með reka fimm Airbus-farþegaþotur og sinna leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag. Samkvæmt frétt Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsis fyrr í mánuðinum munu Skúli og aðrir sem koma að stofnun nýja félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu eiga 49 prósenta hlut.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV átti Skúli nú fund með fulltrúum eigenda Keahótelanna í byrjun þessarar viku. „Bandaríska fjárfestingarfélagið PT Capital í Alaska á helming í félaginu K acquisition sem á Keahótelin. Hótelin eru ellefu, meðal annars nýja Exeter-hótelið við Tryggvagötu, Hótel Borg, Apótek hótel og Hótel Kea. PT Capital á ekki aðeins hlut í Keahótelunum heldur á líka stærstan hlut í Nova og hefur átt síðan síðla árs 2016,“ segir í frétt RÚV, en ekki hefur náðst í Skúla vegna málsins.

Hverjir eiga lífeyrissjóðina?

|||
|||

Nýlega skrifaði ég um reynslu okkar hjóna af því að sækja um skiptingu lífeyrisréttinda og fór í kjölfarið í viðtal á Hringbraut. Síðan þá hafa ótalmargir haft samband við mig og sagt sínar farir ekki sléttar í viðskiptum við lífeyrissjóði.

Lífeyrir er hluti af launum vinnandi fólks og Íslendingar leggja fyrir alla starfsævina og meðan þessi 15 prósent eru samviskusamlega dregin af er fólki talin trú um að þetta sé gott kerfi, gæti hagsmuna okkar og tryggi góð lífskjör á efri árum. En þegar kemur að því að nálgast þessa peninga kveður við annan tón. Sjóðsfélagi rekst hvarvetna á hindranir og ef hann vill eitthvað hafa að segja um hvernig peningum hans er ráðstafað. Þess vegna er kannski ekki nema von að menn spyrji reglulega, hverjir eiga lífeyrissjóðina? Þeir virðast nefnilega eiga sig sjálfir.

Í það minnsta er það mín tilfinning eftir að hafa fengið í hendur það heilbrigðisvottorð sem sjóðirnir krefjast að lagt sé fram til að fá leyfi til að skipta lífeyrisréttindum með maka.

Er það einhver hemja að til þess að hjón geti skipt með sér lífeyrisréttindum sínum sé þeim gert að skilar ítarlegri og nærgöngulli skýrslu um heilsufarssögu sína? Tíunda vöðvabólguna í hálsinum, smitsjúkdómana, þursabitið og fleira og fleira. Hvað ef bankar tækju upp á að spyrja fólk hversu taugaveiklað það væri áður en það fengi ráðstöfunarrétt yfir peningunum á innlánsreikninum sínum? Og hvernig á að mæla taugaveiklun? Er það gert á skalanum 1-10 eða er Richter-kvarðinn heppilegur? Ef rétt er að spyrja alls þess, verða þá ekki rökin fyrir spurningunum að vera auðskiljanleg og gagnsæ þeim sem þurfa að undirgangast þær? Og hvað með öll þau veikindi sem menn hafa náð fullum bata við? Eiga þau að há fólki alla ævi? Margir glíma tímabundið við þunglyndi, meðal annars konur eftir fæðingu barns, en verða allra kerlinga og karla elstir þrátt fyrir það.

Mér finnst mjög erfitt að ímynda mér að allar þessar ágengu og undarlegu spurningar séu nauðsynlegar til að meta almennar lífslíkur fólks og þess vegna ætti að nægja að heimilislæknir skilaði vottorði um að viðkomandi sé heilsuhraustur. Þegar sótt er um ábyrgðarmikil störf eins og flugstjórn eða skipstjórnarstöðu er sú leið farin. Lækninum er treyst til að vinna sitt starf. Þess vegna er engu líkara en lífeyrissjóðirnir hafi tekið sig saman um að gera ríkari kröfur til félaga sinna. Er það eitthvað sem þeir eru tilbúnir að sætta sig við? Er kannski kominn tími til að við fáum að hafa meira um það að segja hvað verður um lífeyrisréttindi okkar?

Meðalaldur Íslendinga er með því hæsta sem þekkist í heiminum og heilsufar almennt gott. Við viljum þess vegna geta notið efri áranna. Það er ekki hægt ef tekjurnar hrapa eftir að eftirlaunaaldri er náð. Þess vegna er nauðsynlegt að fólki opnist leið til að skipuleggja starfslok sín fram í tímann og það án þess að þurfa að opna sjúkraskýrslur sínar og gangast undir vafasamt mat á andlegri heilsu sinni.

Aldrei verið mismunað vegna kyns

Oft hefur verið talað um að tónlistarheimurinn sé karllægur og erfitt fyrir stelpur að komast þar inn, en Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, segir það ekki sína reynslu. Hún sagði frá þessu í viðtali við Mannlíf sem kom út á föstudaginn.

„Það hefur orðið mikil vitundarvakning í samfélaginu og bæði strákar og stelpur í tónlistarbransanum eru meðvituð um að það þarf að breyta og bæta viðhorfin í garð stelpna. Ég fæ þessa spurningu oft en ég get svarað því alveg hreinskilnislega að ég hef í rauninni hingað til ekki upplifað neina mismunun vegna kyns míns, sem er mjög jákvætt og ég vona að sú þróun haldi áfram og opni dyr fyrir aðrar stelpur að koma inn í fordómalaust tónlistarsamfélag. Við erum á leið þangað, eitt skref í einu, held ég.“

Guðrún hefur unnið mikið með karlmönnum úr rappbransanum, sem hefur sérstaklega illt orð á sér í þessum málum, vera kvenfjandsamlegur, en hún segist ekki hafa orðið vör við það.

„Ég hef verið að syngja inn á fullt á plötum hjá röppurum og auðvitað eru þeir misfróðir um kvenréttindi en mér finnst margir þeirra hafa tekið vel á þeim málum, eins og til dæmis Logi Pedro og Unnsteinn og Emmsjé Gauti, sem hafa verið mjög kraftmiklir í femínismanum. Svo ég held að þetta orðspor eigi ekki lengur við rök að styðjast.“

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Vígdís minnist Landakotsskóla með óhug

|
|

Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir tjáir sig um Margréti Müller og séra Ágúst George.

Vigdís Grímsdóttur hefur skrifað færslu á Facebook þar sem hún þakkar þeim Gunnþórunni Jónsdóttur, Þóru Tómasdóttur, Margréti Örnólfsdóttur og Kristínu Andreu Þórðardóttur fyrir vinnslu að nýjum heimildarþáttum um voðverkin í Landakotsskóla, sem áttu sér stað á árunum 1954 til 1990 þegar skólastjórinn, kaþólski presturinn séra Ágúst George og kennarinn Margrét Muller beittu þar börn kynferðislegu og andlegu ofbeldi. Tilefnið er grein um þættina í Fréttablaðinu í dag.

Segist Vigdís hafa kennt við Landakotsskóla einn vetur og ofboðið hegðun Margrétar M Müller. „Ég kenndi einn vetur í skólanum fyrir 45 árum og gleymi aldrei, reyndi hvað ég gat að leita réttlætis vegna barna sem MM sá um í 8 ára bekk, kærði hana m.a. til yfirvaldsins sem hét því að breytingar yrðu á, ég gæti treyst því. Ég var tvítug manneskja og treysti loforðum. Yfirvaldið var séra G.“

„Nauðsynlegt uppgjör vegna voðans í Landakotsskóla.“

Það er engum blöðum að fletta um það að þar á Vigdís við ofangreindan séra Ágúst George, eða séra George eins og skólastjórinn illræmdi var gjarnan kallaður.

Árum saman höfðu gengið sögusagnir um slæma meðferð Margrétar og séra Georges á börnunum í Landakotsskóla og árið 2011 komu þessar sögur loks upp á yfiborðið, eftir að bæði séra George og Margrét voru látin. Þá stigu nokkrir þolendanna fram í Fréttatímanum, sem var og hét og lýstu þar hræðilegu og skefjalausu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, sem þeir höfðu mátt þola af hálfu bæði Margrétar og séra Georges.

Í kjölfarið setti kaþólska kirkjan á laggirnar rannsóknarnefnd til að rannsaka voðaverkin Þann 2. nóvember árið 2012 gaf  kirkjan út skýrslu um glæpi þeirra og árið 2015 samþykkti Alþingi að greiða út sanngirnisbætur til þolenda. Þær Gunnþórunn, Þóra, Margrét og Andrea segja í Fréttablaðiu í dag að málinu sé þó engan veginn nærri lokið og kann Vigdís þeim þakkir fyrir að ætla að halda áfram að fjalla um það.

Eða eins og Vigdís segir á Facebook: „Þökk sé Gunnþórunni, Þóru, Margréti og Andreu. Baráttukveðjur inn í nauðsynlegt uppgjör vegna voðans í Landakotsskóla.“

Mynd: Skjáskot af RÚV

Blúshátíð í Reykjavík hefst með skrúðgöngu

Mynd/Pixabay

Blúshátíð í Reykjavík 2019 hefst í dag, laugardaginn 13. apríl, með Blúsdegi í miðborginni þar sem Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig.

Hátíðin hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju en þá verður gengið niður Skólavörðustíginn í skrúðgöngu við undirleik Lúðrasveitarinnar Svans og Krúser. Klúbburinn verður að venju með bílasýningu á öllum stígnum. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2019.

Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14. Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira. Tónleikar verða á Borgarbókasafni klukkan 16. Miðasala er á aðalsviðið á Hilton á www.midi.is. Nánar á www.blues.is.

Bíða átekta fram yfir sumarleyfi

Staða þeirra fjölda einstaklinga sem misstu vinnuna í fjöldauppsögnum marsmánaðar skýrist væntanlega ekki að fullu fyrr en að loknum sumarleyfum. Nýundirritaðir kjarasamningar vekja upp vonir um að niðursveiflan í efnahagslífinu verði ekki langvinn og að vinnumarkaðurinn rétti úr sér fyrr en ella.

„Við höfum verið að aðstoða fólk við að skipuleggja sig í atvinnuleitinni. Það er nokkuð um laus störf þótt það hafi heldur verið að kólna að undanförnu en við erum líka að leiðbeina fólki um nám og atvinnumöguleika erlendis,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun. Þangað hefur fjöldi fólks leitað eftir uppsagnahrinuna í lok mars og fékk stofnunin 80 milljóna króna aukaframlag úr ríkissjóði til að bregðast við stórauknu atvinnuleysi.

Eftir bankahrunið héldu fjölmargir Íslendingar til Norðurlanda í leit að vinnu en ólíklegt er að það sama verði uppi á teningnum núna. „Það getur hentað mörgum að fara þangað tímabundið og þar er alltaf eitthvað að finna. Það var mikill uppgangur í Noregi á sama tíma og hrunið varð hér en þetta er ekki jafnklippt og skorið núna. Það er samkeppni um sama fólkið víða – verkfræðinga, heilbrigðisstarfsfólk og tölvumenntaða – en þetta eru ekki hóparnir sem eru að missa vinnuna núna,“ segir Karl.

Fara af stað eftir sumarfrí

Fjöldi fólks hefur sömuleiðis leitað á náðir ráðningarfyrirtækja og var Hagvangur eitt þeirra fyrirtækja sem opnuðu dyr sínar fyrir starfsfólki WOW. „Við buðum upp á opið hús og það var fullur salur þar sem okkar fólk miðlaði reynslu sinni og þekkingu. Það var almennt gott hljóð í fólki,“ segir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, sem er bjartsýn fyrir hönd þeirra sem mættu. „Þetta er flest mjög vel menntað fólk og getur gengið í þau störf sem það hefur menntað sig til. Svo er spurning með aðra sem hafa ekki að einhverju sérstöku að hverfa en það er alltaf eftirspurn eftir fólki í mennta- og heilbrigðiskerfinu.“

Þrátt fyrir skyndilegan atvinnumissi sagðist Katrín samt skynja að fólk sé rólegt yfir stöðunni. Þar spili tímasetningin inn í. „Það er stutt í páskafrí og sumarfrí mjög fljótlega eftir það, á meðan margir eru á launum á uppsagnarfresti. Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem vilja ekki vera án vinnu í einn dag en svo eru aðrir sem vilja taka sér langt sumarfrí og byrja af krafti þegar líða fer að ágúst. Þetta er sá tónn sem maður heyrir þannig að ég tel að áhrifin komi ekki að fullu í ljós fyrr en að loknum sumarleyfum.“

Kjarasamningar gefa góð fyrirheit

Hagkerfið hefur tekið að snöggkólna á undanförnum mánuðum og í ár stefnir í samdrátt landsframleiðslu í fyrsta skipti frá árinu 2011. Katrín segist vissulega hafa fundið fyrir því. „Það er alltaf eitthvað um laus störf en heilt yfir hefur það verið minna en við erum vön. Frá því kjaraviðræðurnar fóru af stað í haust hafa fyrirtæki haldið að sér höndum og svo kom stór skellur núna í mars og það setur strik í reikninginn.“

Katrín segir hins vegar að undirritun kjarasamninga í síðustu viku veki upp vonir um að bjartara sé fram undan. „Við skynjum það að þau sem reka fyrirtæki eru bjartsýn vegna þess að kjarsamningar leggjast ekki með ofurþunga á fyrirtækin. Samningarnir taka til lægstu launa og það eru allir sáttir við það. Háar hækkanir yfir línuna hefðu þýtt að margir hefðu haldið áfram að sér höndum. Þannig að ég hef trú á því að þetta leysist á farsælli hátt en margir áttu von á.“

Þorsteinn Sæmundsson mætti vopnalaus í Kastljósumræður

Í hverju tölublaði tiltekur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góða viku og slæma viku. Að þessu sinni eru það Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annars vegar og Þorsteinn Sæmundsson hinsvegar sem eru hin útnefndu.

Góð vika – Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata

Allnokkrir hafa haft ástæðu til að kætast þessa vikuna. Ólafur Jóhannesson krækti í einn allra feitasta bitann á leikmannamarkaðinum þegar landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir hjá Val, Síminn krækti í Eið Smára Guðjohnsen og fleiri stjörnur til að lýsa enska boltanum á næsta tímabili og Sævar Helgi Bragason og fleiri stjörnuáhugamenn fengu að sjá svarthol í fyrsta skipti.

Loks má nefna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, en Evrópuráðsþingið samþykkti í vikunni tillögu hennar um aðgerðir til þess að berjast gegn kynferðislegri mismunun kvenna í pólitík í allri Evrópu.

Slæm vika – Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins

Íslenska handboltalandsliðið sýndi fádæma klaufaskap þegar það kastaði frá sér leiknum gegn Norður-Makedóníu en sem oftar trompa Miðflokksmenn flesta aðra í þessum efnum.

Annars vegar Bergþór Ólason sem gerði Klaustursmálið að útflutningsvöru með ræðu sinni á þingi Evrópuráðsins.

Hins vegar var það Þorsteinn Sæmundsson sem mætti vopnalaus í Kastljósumræður um þriðja orkupakkann og var kaffærður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Ekki löngu síðar skrifuðu þeir sérfræðingar sem Þorsteinn hefur iðulega vísað til í umræðunni opið bréf þar sem þeir áréttuðu að það sem Þorsteinn lagði þeim í munn var bara alls ekki rétt.

„Ég er köttur í eðli mínu“

Ragnheiður var að gefa út nýja plötu

Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal sendi nýverið frá sér plötuna Töfrabörn. Mikil vinna fór í gerð plötunnar og ekki síst plötuumslagið.

„Platan var tvö ár í vinnslu en fimm ár í sköpun. Ég held að hún sé mjög flott þó ég ætli ekki að vera að gorta mig neitt,“ segir Ragnheiður ánægð með útkomuna. Plata hennar Töfrabörn er komin út á Spotify og hægt að kaupa hana í gegnum heimasíðu Ragnheiðar. Einnig er hægt að kaupa diskinn í Eymundsson bráðlega. „Fyrir þá sem vilja vera meðvitaðir kaupendur þá fæ ég meira út úr því fjárhagslega ef fólk kaupir af mér disk. Diskurinn er líka eins og hálfgerð ljóðabók, hvert ljóð fær mikið pláss,“ útskýrir Ragnheiður, en maður hennar, Guðmundur Pétursson, tók flestar ljósmyndirnar sem prýða bæklinginn með disknum. „Hann er fallegur og eigulegur gripur,“ segir hún og bætir við að sig langi líka að koma Töfrabörnum út á vínyl sem verði vonandi síðar á þessu ári.

Söngurinn alltaf verið ástríða

Móðir Ragnheiðar segir að söngur hafi verið ástríða hennar frá því hún var eins og hálfs árs gömul. „Ég man ekki eftir því en mamma segir að ég hafi lifað mig svo mikið inn í lagið Frost er úti fuglinn minn, sungið það og grátið mikið því ég vorkenndi fuglinum svo að fá ekkert að borða. Þannig að ég hef alltaf elskað að tjá mig í gegnum söng og segja sögur á þann hátt.“ Síðar fór Ragnheiður í kór og kveðst hafa átt erfitt með að fá ekki að syngja einsöng. „Eftir þá reynslu hef ég aldrei enst neitt sérstaklega í of miklum hópaverkefnum. Ég er köttur í eðli mínu og hef aldrei getað hlustað á ráðleggingar annarra. Það er afar sterkt eðli í mér sem hefur mjög oft komið mér í koll og unnið gegn mér en líka verið minn helsti styrkur í tónlistinni þegar upp er staðið.“

Hverskonar tónlist hefur heillað Ragnheiði í gegnum tíðina og hvaðan sækir hún sinn innblástur? „Djasstónlist, þjóðlagatónlist, gæða popp, Joni Mitchell, Sögumenn, Egill Ólafsson og ótrúlega margir íslenskir tónlistarmenn og konur sem og sterkar fígúrur eins og saxófónleikarinn Wayne Shorter sem ég lít á sem mikinn meistara,“ segir hún. „Björn Jörundur er eitt okkar flottasta ljóðskáld. Einnig Megas og fólk sem hefur eitthvað að segja með tónlistinni sinni. Bergþóra Árnadóttir sem var frumkvöðull. Ravel, Debussy, Svavar Knútur, djasssöngkonur og svokallaðir „vocalists.“ Það orð er ekki til á íslensku, en það er einhver sem hefur mikið vald á röddinni sinni – eiginlega raddlistmaður eða kona, t.d. eins og Eivör, Mari Boine, fado-söngkonur, Theo Bleckmann og Meredith Monk. Ég gæti haldið endalaust áfram. Ég held að ég sæki innblástur alls staðar. Í mínu tilfelli er tónlistarsköpun úrvinnsla á upplifunum og sýn minni á veruleikann sem ég er stödd í.“

Mikið andlegt álag að koma plötu frá sér

Spurð út í hvort tónlistarsköpun hennar hafi breyst í gegnum árin, svarar Ragnheiður að hún hafi breyst heilan helling. „Tónlist fyrir mér hefur alltaf verið flókið og heilagt fyrirbæri sem ég þrái að komast til botns í. Þar af leiðandi hef ég breyst alveg svakalega mikið frá því ég byrjaði að iðka tónlist og hef aðra hugmyndafræði og hugmyndir í dag heldur en ég hafði kannski fyrir 5 árum, 10 árum eða guð veit hvað. Hugmyndir manns og sköpun breyt ast stöðugt, jafnvel frá degi til dags,“ útskýrir hún.

„Það getur verið mikið andlegt álag að koma plötu frá sér og koma fram á tónleikum,“ svarar hún þegar hún er spurð að því hvernig það sé að spila á tónleikum og semja tónlist. „Hluti af mér reynir að forðast það eins og heitan eldinn því heilsan er það dýrmætasta sem maður á og oft finn ég fyrir mikilli innri togstreitu því ég er ekki athyglissjúk að eðlisfari, eða ef ég er það, þá allavega skammast ég mín fyrir það eða eitthvað og þess vegna finnst mér erfitt að taka þátt í þeim leik sem tónlistarbransinn er og hefur alltaf verið,“ segir hún. „Ég elska að fá að vera í friði heima hjá mér og spila á píanóið fyrir sjálfa mig. En jafnframt finnst mér eitthvað rétt við það þegar ég stilli mér upp fyrir framan fólk og syng og spila fyrir það. Ég virðist hafa einhverja innri þörf til að vera farvegur fyrir tónlist og það knýr mig áfram til að feta þessa mjög svo þyrnum stráðu braut. Og ég held að mörgum tónlistarmönnum líði nákvæmlega svona. Við erum orkídeur.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Heiða Helgadóttir

 

Sveinn Andri fer ekki neitt

|
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/ Rakel Ósk Sigurðardóttir

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins­son þarf ekki að víkja sem skipta­stjóri þrotabús­ WOW air. Héraðsdómari Símon Sigvaldason komst að þessari niðurstöðu í málinu í dag.

Arionbanki, sem er einn af stærstu kröfubúum í þrotabú WOW air, hafði óskað eftir því að Sveinn Andri yrði settur af sem skiptastjóri þess vegna vanhæfis. Í samtali við Mannlíf í síðustu viku staðfesti Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, þetta og ennfremur að það tengdist ágreiningi bankans við bústjóra þrotabús tölvufyrirtækisins Data Cell þar sem Arion er stærsti kröfuhafinn. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi.

Í máli lög­manns Ari­on banka í dag kom fram að Sveinn Andri hefði beitt sér með óeðli­legum hætti í mála­ferl­um Suns­hine press og Datacell gegn Valitor, þar sem 16 millj­arða er krafist í bæt­ur eft­ir að Valitor lokaði greiðslugátt sem hafði verið til stuðnings Wiki­leaks. Lögmaðurinn hélt því fram að Sveinn Andri hefði komið fram í eig­in nafni og beitt sér gegn Valitor og Ari­on banka en ekki fyr­ir hönd skjól­stæðinga sinna, meðal ann­ars með því að hafa reynt að hindra skrán­ingu Ari­on banka á markað. Þessu vísaði Sveinn Andri alfarið á bug í dag.

Fyrrnefndur dóm­ari í málinu, Símaon Sigvaldason sá ekki ástæðu til að víkja Sveini Andra þrátt fyr­ir kröfu Ari­on. Lög­menn bank­ans ætla nú að fara yfir niður­stöðuna, að því er fram kemur á mbl.is, en ekki hefur verið ákveðið hvort niður­stöðunni verði skotið til Lands­rétt­ar.

Börnum á landsbyggðinni hafnað á grunni búsetu

Ingunn Bylgja Einarsdóttir

Börn á landsbyggðinni með fjölþættan vanda, eins og þroska- og geðraskanir, einhverfurófseinkenni eða ADHD, þurfa í mörgum tilfellum að reiða sig á þjónustu hjá einkastofum með tilheyrandi kostnaði. Ástæðan er einföld: Opinbera heilbrigðiskerfið hefur ekki fjármagn eða mannafla til að veita börnum á landsbyggðinni sömu þjónustu og börnum sem búa nær þjónustukjörnunum.

Ingunn Bylgja Einarsdóttir, búsett á Egilsstöðum, hefur lengi barist við kerfið til þess að fá viðeigandi úrræði fyrir tvö börn sín. Hún skrifaði nýlega pistil og birti á Facebook þar sem hún gagnrýnir opinbera kerfið harðlega og lýsir þrautagöngu sinni við að koma barninu í greiningarferli hjá BUG á Akureyri. Henni var ítrekað synjað í 6-7 ár.

Konan leitaði að lokum til sálfræði- og læknisþjónustunnar Sólar í Reykjavík þar sem hún borgaði háar fjárhæðir fyrir. Þar hafi hún fengið skjóta og góða þjónustu og viðeigandi greiningar en tekur fram að ekki allir foreldrar séu í þeirri aðstöðu að geta greitt fyrir slíka þjónustu.

„Ég hringdi í yfirsálfræðing BUG í dag og þakkaði henni fyrir ítrekaða höfnun í sex eða sjö ár.“

„Ég hringdi í yfirsálfræðing BUG í dag og þakkaði henni fyrir ítrekaða höfnun í sex eða sjö ár. Sagði henni frá greiningum frá SÓL og spurði hana hvað henni fyndist um að loksins hefðum við fengið hjálp, loksins löngu seinna gætu drengirnir okkar notið lífsins, staðið sig vel í skóla og í raun væri lífi þeirra mögulega loksins borgið og þeir gætu náð góðum árangri félagslega og námslega,“ skrifar Ingunn.

Hún segir jafnframt frá því að skýringarnar sem hún hafi fengið hefðu verið á þá leið að börnum á Austurlandi sé frekar hafnað um þjónustu en börnum í nágrenni Akureyrar vegna þess að ekki sé til fjármagn til að senda sérfræðinga austur til að fylgjast með börnum í leik og starfi, en slíkt sé forsenda fyrir nákvæmu greiningarferli.

Ingunn leggur þó áherslu á að félagsþjónustan á staðnum og starfsfólk skólans sem börnin sækja hafi staðið sig óaðfinnanlega þrátt fyrir að fá ekki aukafjármagn til að takast á við vandann og hafi lagt á sig ómælanlega vinnu.

Enginn barnageðlæknir á Austurlandi

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, segir í samtali við Mannlíf að þörf sé á betri úrræðum í heilbrigðiskerfinu fyrir börn á landsbyggðinni með fjölþættan vanda. „Við erum með skólaþjónustu þar sem börn fara í frumgreiningu ef við teljum að um sé að ræða einhverjar raskanir og í kjölfarið er foreldrum bent á að fara með málið áfram þó að það sé alls ekki einfalt,“ segir hún og leggur áherslu á að sárlega vanti barnageðlækni sem þjónusti Austurland.

„Hjá okkur er um 12 mánaða bið eftir frumgreiningu, þar sem barn fær m.a. þroskamat. Ef talið er að um einhverfurófsröskun sé að ræða er barninu vísað á Greiningarstöð og þá tekur aftur við 12-14 mánaða bið. Þannig að við erum að tala um allt að tveggja ára bið eftir að óskað hefur verið eftir þjónustunni,“ útskýrir hún.

Ef grunur er um ADHD er foreldrum bent á að fá tíma hjá barnageðlækni. „Það sárvantar betra aðgengi að þeirri þjónustu hér.“

Mannlíf hefur haft af því spurnir að þegar barnageðlæknir lét af störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri hafi orðið miklar raskanir á þjónustu.

Ruth tekur fram að dæmi séu um að börn hafi farið á BUGL eða BUG á Akureyri og verið undir handleiðslu geðlæknis þar. „Þá höfum við yfirleitt fengið samstarf og eftirfylgni, sem hefur hjálpað og sem þarf að vera.“

Sálfræðingur sem Mannlíf ræddi við og starfar á Norðausturlandi tekur undir að oft sé mjög erfitt að koma börnum á landbyggðinni að í sérúrræði. Sama gildi um fullorðna einstaklinga sem þurfi mikla aðstoð og tók dæmi um skjólstæðing sem hann mat þannig að þyrfti mun meiri aðstoð en hann gat sjálfur veitt skjólstæðingnum. Hann reyndi að vísa honum inn í teymi á geðdeildinni á Akureyri en fékk höfnun. Vandinn þótti ekki nægilega mikill. Eins nefnir hann að það geti verið heilmikið „vesen“ fyrir fólk að ná í endurgreiðslur vegna aksturs og ferða. „Þeir eru ekki með nein útibú á landsbyggðinni, við þurfum alltaf að fara til þeirra,“ segir hann.

BUG-teymið á Akureyri tók á móti fyrirspurn frá Mannlífi um málið en svar hafði ekki borist áður en blaðið fór í prentun.

 

Flytja meistaraverkið The Wall um helgina

Hljómsveitin Dúndurfréttir flytur meistaraverkið The Wall í Hörpu um helgina.

Hljómsveitin Dúndurfréttir kemur saman í Eldborgarsal Hörpu um helgina til að flytja meistaraverkið The Wall sem er 40 ára um þessar mundir. Söngvarinn Matthías Matthíasson verður í eldlínunni.

„Öllu verður tjaldað til þannig að tónleikarnir verði sem flottastir enda hljómsveitin Pink Floyd þekkt fyrir magnað sjónarspil,“ segir Matti.

The Wall kom út árið 1979 og er ein mest selda plata sögunnar. Sinfóníuhljómsveit og kórarnir Hljómeyki og Barnakór Kársnesskóla munu flytja verkið í Hörpu ásamt Dúndurfréttum og því má búast við mikilli veislu fyrir augu og eyru undir stjórn Bernharðar Wilkinssonar og útsetningu Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar.

„The Wall er eitt af þrekvirkjum tónlistarsögunnar og það að geta flutt þetta meistarastykki með um það bil 100 manns á sviðinu þegar mest lætur eru bara einstök forréttindi,“ segir Matti sem hlakkar til helgarinnar.

Páskunum mun hann að mestu leyti verja með erlendum ferðamönnum að sýna þeim einstaka náttúru landsins. „En páskadeginum ver ég í faðmi fjölskyldunnar með páskaeggjum, páskalambi og öllu tilheyrandi.“

Tónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu 12. og 13. apríl, klukkan 19.30. Miðasala á tix.is.

Ekki að ég hati útlendinga…

|
|

Draumurinn sem dó varð kveikjan að tónlistarferlinum

|||||
Mynd / Hallur Karlsson

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, hefur verið á allra vörum undanfarna mánuði eftir að fyrsta plata hennar, Hvað ef, sló hressilega í gegn og sópaði til sín verðlaunum. Velgengnin hefur að sumu leyti komið Guðrúnu á óvart, enda ætlaði hún sér ekki að verða tónlistarkona heldur atvinnufótboltakona þegar hún var yngri. Slitin krossbönd bundu enda á þann draum og það var ekki fyrr en þá sem Guðrún hellti sér af fullum krafti út í tónlistina með þessum glæsilega árangri.

 

Guðrún Ýr hefur búið í Mosfellsbænum síðan hún var fjögurra ára og býr þar enn í foreldrahúsum með foreldrum sínum og tveimur yngri bræðrum. Hún hóf nám í fiðluleik fjögurra ára gömul og stundaði það í ellefu ár en ákvað þá að hætta og sneri sér að námi í djasssöng og seinna djasspíanóleik. Hún hafði þó ekki samið tónlist sjálf fyrr en eftir útskrift úr menntaskóla.

„Ég fór ekki að semja sjálf fyrr en ári eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla,“ segir Guðrún. „Það var ekki fyrr en þá sem ég þorði að prófa að semja tónlist sjálf. Ég átti í rauninni ekki von á þessum góðu móttökum, það er svo erfitt að dæma um það þegar maður hefur verið með hausinn á kafi í einhverju verkefni í meira en ár hvort einhverjum muni finnast það flott eða ekki. En það er óskaplega gaman að fólk skuli hafa tekið plötunni svona vel.“

„Þetta síðasta ár fól í sér rosalega mikið af nýjum verkefnum og giggum þannig að eins og staðan er núna get ég lifað af tónlistinni.“

Guðrún er nýorðin 23 ára, á kærasta og segist vera að reyna að spara til að geta keypt sér íbúð og losnað við leigumarkaðinn, sem sé hægara sagt en gert. Til að byrja með vann hún sem skólaliði í Mosfellsbæ með fram tónlistarsköpuninni en er nýhætt því til að einbeita sér að tónlistinni. „Þetta síðasta ár fól í sér rosalega mikið af nýjum verkefnum og giggum þannig að eins og staðan er núna get ég lifað af tónlistinni,“ útskýrir hún og segist vona að það verði þannig áfram.

Aldrei verið mismunað vegna kyns

En hvernig er að vera ung kona að hasla sér völl í tónlistarheiminum? Mikið hefur verið talað um hvað sá heimur sé karllægur og erfitt fyrir stelpur að komast þar inn, en Guðrún segir það ekki sína reynslu.

„Ég held að ég og fleiri stelpur af minni kynslóð séum að koma af stað nýrri bylgju í tónlist,“ segir hún ákveðin.

„…ég hef í rauninni hingað til ekki upplifað neina mismunun vegna kyns míns, sem er mjög jákvætt.“

„Það hefur orðið mikil vitundarvakning í samfélaginu og bæði strákar og stelpur í tónlistarbransanum eru meðvituð um að það þarf að breyta og bæta viðhorfin í garð stelpna. Ég fæ þessa spurningu oft en ég get svarað því alveg hreinskilnislega að ég hef í rauninni hingað til ekki upplifað neina mismunun vegna kyns míns, sem er mjög jákvætt og ég vona að sú þróun haldi áfram og opni dyr fyrir aðrar stelpur að koma inn í fordómalaust tónlistarsamfélag. Við erum á leið þangað, eitt skref í einu, held ég.“

Guðrún er með nýja plötu í vinnslu og langar að koma henni út sem allra fyrst. „Það er svo erfitt að setja sér „deadline“ þegar maður er tónlistarmaður, manni er alltaf að detta eitthvað nýtt í hug.“

Guðrún hefur unnið mikið með karlmönnum úr rappbransanum, sem hefur sérstaklega illt orð á sér í þessum málum, vera kvenfjandsamlegur, en hún segist ekki hafa orðið vör við það.

„Ég hef verið að syngja inn á fullt á plötum hjá röppurum og auðvitað eru þeir misfróðir um kvenréttindi en mér finnst margir þeirra hafa tekið vel á þeim málum, eins og til dæmis Logi Pedro og Unnsteinn og Emmsjé Gauti, sem hafa verið mjög kraftmiklir í femínismanum. Svo ég held að þetta orðspor eigi ekki lengur við rök að styðjast.“

Stelpur gagnrýnni á sjálfar sig

Guðrún hefur sjálf lagt femínískar áherslur í sinni framkomu, enda segir hún mikilvægt að hvetja stelpur til dáða og sýna þeim að þessi leið sé þeim fær alveg eins og strákunum.

„Foreldrar mínir hafa svolítið alið mig upp í þeirri trú að ég geti gert hvað sem er og ef mann langi að gera eitthvað þá eigi maður bara að gera það. Ég er líka dálítið meðvituð um að það sé nauðsynlegt að hvetja ungar stelpur til að gera það sem þær langar því margar ungar stelpur hafa sent mér skilaboð eða komið til mín og spjallað um hvernig þær komi sér á framfæri því þær þori ekki alveg að taka það skref. Ég held að stelpur séu yfirleitt gagnrýnni á sjálfar sig og það sem þær gera heldur en strákarnir. Ég var það líka þegar ég var að byrja, dauðhrædd við viðbrögð annarra á meðan strákarnir henda sér bara út í djúpu laugina og sjá til hvað flýtur.“

Var ástæðan fyrir því að þú fórst ekki að semja tónlist sjálf fyrr en upp úr tvítugu sem sagt þessi ótti við dóma annarra?

„Að einhverju leyti, kannski, en ég var ekki búin að setja stefnuna beint á einhvern söngferil, þannig að þegar ég útskrifaðist úr MR var ég alveg á því að fara í háskólanám, kannski í læknisfræði, en ég var dálítið óviss um hvað mig langaði að gera. Svo fékk ég styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar sem borgaði upp tónlistarnámið og hafði þess vegna tækifæri til að bæta píanónáminu við. Þá ákvað ég að gefa mér ár til þess að hella mér alveg út í tónlistina og bara njóta þess og svo gæti ég farið í háskólanám. En eftir það ár var boltinn farinn að rúlla í söngferlinum sem tónlistarmaðurinn GDRN, og það varð ekki aftur snúið.“

Martröð fyrir lesblinda

Talandi um listamannsnafnið, sem hefur vafist fyrir mörgum, hvaðan kemur þessi skammstöfun eiginlega? „Heyrðu, það var eiginlega tilviljun,“ segir Guðrún og hlær.

„Um leið og maður útskýrir að þetta sé Guðrún án sérhljóða þá skilur fólk þetta yfirleitt.“

„Ég var að vinna með strákum sem heita Bjarki og Teitur og kalla sig ra:tio þegar við vorum öll nýbyrjuð í bransanum. Við ákváðum að senda fyrsta lagið sem við gerðum saman í mix og masteringu, bara til þess að klára það, og þegar við fengum það til baka hafði sá sem var að mixa og mastera tekið út alla sérhljóðana í nafninu mínu þannig að eftir stóð GDRN. Mér fannst það dálítið skemmtilegt og ákvað að nota það. Ég viðurkenni hins vegar að mörgum finnst þetta nafn mjög flókið og til dæmis fyrir fólk sem er lesblint er þetta algjör martröð. Ég hef verið í sjónvarpsviðtölum þar sem fólk ruglast alveg til hægri og vinstri í þessu, en um leið og maður útskýrir að þetta sé Guðrún án sérhljóða þá skilur fólk þetta yfirleitt. Ég sé það svona eftir á að ég hefði kannski átt að fara aðeins auðveldari leið í nafngiftinni.“

Fyrsta lagið sem Guðrún gaf út undir eigin nafni var Ein, sem kom út sumarið 2017 og fékk góðar viðtökur. Síðan hefur ekkert lát verið á útgáfunni frá henni og nú vinnur hún að plötu númer tvö, það eru ansi mikil afköst á tæpum tveimur árum, ekki satt? „Eftir að fyrsta lagið kom út þarna vorið 2017 gaf ég út annað lag í lok þess árs. Þarnæsta lag kom út sumarið 2018 og svo kom platan mín, Hvað ef, út í ágúst 2018, þetta hefur verið heilmikil keyrsla.“

Fárveik eftir Íslensku tónlistarverðlaunin

Hvað ef fékk geysigóðar viðtökur og Guðrún fór heim með fern verðlaun af Íslensku tónlistarverðlaununum í ár, hún segist hafa verið alveg búin á því eftir það.

„Ég fór í svo mikið spennufall að ég var bara fárveik í þrjár vikur eftir verðlaunaafhendinguna,“ segir hún hlæjandi. „Ég held ég hafi bara aldrei orðið svona veik á ævinni, fór á sýklalyfjakúr og allt, ég bara hrundi.“

Álagið sem fylgir skyndilegri frægð og velgengni getur verið mikið en Guðrún segist ekki hafa lent í neinum óþægilegum atvikum eftir að hún varð þekkt andlit. „Þetta hefur náttúrlega gerst svakalega hratt,“ segir hún.

„Viðbrögðin sem ég hef fengið hafa verið miklu meiri en ég bjóst nokkurn tímann við. Fyrir utan Íslensku tónlistarverðlaunin hef ég fengið alls konar verðlaun sem er í rauninni alveg fáránlegt. Ég fékk bæði Kraumsverðlaunin og tónlistarverðlaun Grapevine og svo var ég tilnefnd til Nordic Music Prize og fór til Óslóar til að taka þátt í verðlaunaafhendingunni. Áhugaverðast þar var að tíu af tólf tilnefndum plötum voru sólóverkefni kvenna, það hafði aldrei gerst áður. Þannig að það er mikill uppgangur í tónlist hjá konum. Það er alda af tónlistarkonum sem ég held að fari að verða mjög áberandi núna. Sem er mjög jákvætt og skemmtilegt.“

Þótt Guðrún hafi lært djasssöng flokkast tónlistin hennar ekki sem djass og hún segir í rauninni dálítið erfitt að setja einhvern ákveðinn stimpil á hana. „Þetta er náttúrlega flokkað sem popp,“ segir hún. „En þetta er mjög mikil blanda af hinu og þessu. Strákarnir sem ég hef verið að vinna með hafa mikið unnið með rapp og R’n’B-tónlist og svo kem ég bæði með klassískan og djassaðan bakgrunn í söng, þannig að ég held að megi flokka mína tónlist sem einhvers konar blöndu af R’n’B, djassi og poppi.“

Í fjölskylduboðum með átrúnaðargoðinu

Spurð hvaða söngkonur séu hennar helstu fyrirmyndir, hvaða söngkonum hún hafi verið hrifnust af þegar hún var yngri er Guðrún fljót að svara. „Ég var rosalega hrifin af Birgittu Haukdal og Jóhönnu Guðrúnu,“ segir hún.

„Þær voru alveg í guðatölu. Ég man að á tímabili var Jóhanna Guðrún oft í Stundinni okkar og ég lá alveg heilluð fyrir framan sjónvarpið og spurði mömmu hvort hún héldi að ég mætti fara að syngja í Stundinni okkar líka. Hún benti mér á að ég yrði allavega að verða aðeins eldri fyrst, en útilokaði það ekki. Svo var Birgitta Haukdal alveg rosalega fræg á þessum tíma og ég var alltaf að hlusta á hana og Jónsa í Grease. Ég átti lítinn geislaspilara með heyrnartólum og hjólaði um allt hverfið með Írafár alveg á blasti. Mér fannst Birgitta svo æðisleg.“

forsíða, GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, Mannlíf, tónlist, tónlistarkona, ML1904035861, Aldís Pálsdóttir

Spurð hvort hún hafi hitt Birgittu eftir að hún fór sjálf út í tónlistarbransann fer Guðrún að skellihlæja og segir að það sé nú gott betur en það. „Sko, pabbi kærastans míns er bróðir Birgittu Haukdal,“ segir hún og hlær enn meira.

„Þannig að ég er alltaf að hitta hana í fjölskylduboðum. Það finnst mér ótrúlega skemmtileg tilviljun. Þegar ég hitti hana fyrst var ég auðvitað með smá stjörnur í augunum eftir að hafa litið svona mikið upp til hennar þegar ég var lítil, en það vandist fljótt. Hún er líka alveg frábær og hefur gefið mér fullt af góðum ráðum fyrir tónlistarbransann.“

Dálítil tilfinningaklausa

Guðrún semur alla sína texta sjálf, hvaðan koma hugmyndirnar að þeim, er einhver sérstakur boðskapur sem hún vill koma á framfæri? „Það er bara voðalega misjafnt,“ segir hún hugsi.

„Þegar ég gerði fyrstu plötuna var mjög lítil pressa, þannig að ég var bara að semja um einhver tilfinningaleg mál, það að hætta með einhverjum eða eitthvað í þá áttina. Það var dálítil tilfinningaklausa í þessum textum. Stundum voru þetta bara einhverjar setningar sem mér duttu í hug, svo skáldaði ég bara í kringum þær. Sumt var rosalega einlægt, annað voru einhverjar hugmyndir héðan og þaðan. Maður fær líka stundum innblástur af því að hlusta á aðra tónlist og fer að semja eitthvað út frá því. Ég hef í rauninni ekkert skýrt markmið með textagerðinni enn þá. Það verður meira í næsta verkefni, bæði tónlistarlega og textalega. Þar er ég að vinna út frá heildarhugmynd, það verður miklu heildstæðari plata en sú fyrsta.“

Margar tónlistarkonur hafa kvartað undan því að karlarnir sem þær hafa unnið með eigni sér oft heiðurinn af verkum þeirra. Guðrún segist aldrei hafa upplifað neitt í þá áttina.

„Við sem vinnum saman erum sem betur fer öll óskaplega ánægð hvert með annað,“ segir hún með sannfæringu. „Þeir eru ekkert að taka kredit fyrir mín verk en það er auðvitað líka þeirra verk að þessi plata varð til og við erum mjög dugleg við að gefa hvert öðru kredit. Það er enginn rígur. Við virðum hvert annað fullkomlega.“

Auk þess að fylgja fyrstu plötunni eftir og vinna að þeirri næstu er Guðrún á fullu við að koma fram við alls konar tækifæri. Hún segir það eiginlega hafa komið sér mest á óvart hvað hún sé oft beðin um að koma fram.

„Það hefur verið alveg ofboðslega mikið af því,“ útskýrir hún. „Ég hef sungið á alls kyns árstíðum og fram undan er söngur í hverju brúðkaupinu af öðru og alls kyns aðrir viðburðir. Ég hef bara alveg brjálað að gera, sem betur fer.“

Slitin krossbönd og draumurinn sem dó

Þótt tónlistin hafi alla tíð verið stór þáttur í lífi Guðrúnar segist hún ekki hafa stefnt að því að leggja hana fyrir sig sem ævistarf þegar hún var yngri. Hana dreymdi um allt aðra frægð og frama en örlögin gripu í taumana.

„Ég byrjaði snemma að æfa og spila fótbolta með Aftureldingu og var mjög efnileg,“ útskýrir hún. „Ég ætlaði mér alltaf að komast í nám út til Bandaríkjanna á skólastyrk út á fótboltann. Ég hafði í rauninni ekki annað markmið á þeim tíma. Rétt áður en ég byrjaði í menntaskólanum sleit ég hins vegar krossband í fætinum og gat ekki spilað um tíma. En ég fór í aðgerð og stefndi alltaf á að koma aftur inn í fótboltann því ég hafði svo mikinn metnað. Stuttu eftir að ég komst aftur að spila gerðist það sama aftur og ég þurfti í aðra aðgerð. Þá var þetta búið. Sá draumur fór í vaskinn.“

Þegar einn draumur endar tekur annar við og það má eiginlega segja að meiðslin hafi orðið til góðs því það var í kjölfar þeirra sem Guðrún ákvað að leggja tónlistina fyrir sig.

„Þá var ég hætt í fiðlunáminu, var búin að missa áhugann þar,“ segir hún. „En eftir seinni meiðslin ákvað ég að breyta um stefnu og fara út í sönginn, þannig að ef ég hefði ekki slasast svona í fótboltanum hefði ég aldrei orðið söngkona.“

Þú talaðir um að þú hefðir verið að hugsa um nám í læknisfræði, var það gamall draumur? „Nei, eða ég veit það ekki. Ég hafði alltaf áhuga á að fara í læknisfræði eða sjúkraþjálfun eða eitthvað annað sem tengdist því að hjálpa fólki,“ útskýrir Guðrún. „Ég fékk mjög mikinn áhuga á sjúkraþjálfun eftir að ég var svona mikið í sjúkraþjálfun en það þróaðist svo út í löngun til að verða læknir. Ég fór í MR þar sem mikil áhersla er lögð á að fólk sé vel statt fyrir læknanám eftir stúdentspróf. Ég var á náttúrufræðibraut þannig að ég hafði einhverja smávegis hugsjón um gaman gæti orðið að verða læknir. En ég veit ekki hvað verður. Eins og staðan er núna á tónlistin hug minn allan og ég er ekkert að velta fyrir mér að gera eitthvað annað á næstunni. Ég bý hins vegar að því að foreldrar mínir hafa kennt mér að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar og maður á aldrei að útiloka neitt, svo við sjáum bara til.“

Mikilvægast að hlusta á sjálfa sig

Þegar ég spyr hvenær nýja platan sé væntanleg, verður Guðrún óákveðin í svörum í fyrsta sinn í viðtalinu, en segir þó að hana langi til þess að koma henni út sem allra fyrst. „Kannski í sumar,“ segir hún.

„Það er ekki alveg ákveðið. Það er svo erfitt að setja sér „deadline“ þegar maður er tónlistarmaður, manni er alltaf að detta eitthvað nýtt í hug og það er alltaf eitthvað sem kemur upp á, en já, ég vil koma henni út eins fljótt og hægt er.“

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Heldurðu að þú verðir ennþá í tónlistarbransanum þegar þú verður fimmtug?

„Ég vona það, en það er aldrei að vita,“ segir Guðrún og brosir breitt. „Það sem mig langar mest til núna er að fara út og í tónleikaferðalag þar, helst að spila á Hróarskeldu, það hefur mig lengi langað til að gera. En ég veit ekki hvernig þetta þróast allt saman. Þegar ég byrjaði hafði ég ekki neinn rosalegan draum um hvað ég vildi, en ég hef mjög mikinn metnað og er alveg heltekin af því sem ég geri. Svo finnst mér gaman að sjá bara hvert það fer, þannig að ég set enga pressu á mig varðandi hvert stefnan er tekin.“

Spurð hvað hafi komið henni mest á óvart í tónlistarbransanum verður Guðrún dálítið hugsi. „Eiginlega það hvað jákvæð viðbrögð geta haft mikil áhrif á mann, bæði til góðs og ills,“ segir hún hægt.

„Það er alltaf verið að minna mann á að vera viðbúinn neikvæðum viðbrögðum og að einhverjir muni ekki fíla tónlistina manns og það gerist auðvitað alveg að maður fái neikvæð skilaboð og athugasemdir. En það er miklu algengara að ég fái jákvæð viðbrögð frá fólki og falleg skilaboð um hvað fólki þyki vænt um tónlistina mína, sem er alveg æðislegt. Því fylgir hins vegar líka ákveðin pressa um að það næsta sem maður gerir verði æðislega gott, að maður þurfi að standa undir einhverjum ákveðnum standard. Það getur ruglað mann en mikilvægasta lexían sem ég hef lært af þessu er að maður á alltaf að hlusta á sjálfan sig, ekki gera hlutina út frá því sem maður heldur að öðrum eigi eftir að finnast. Ef maður er sjálfur ánægður með verkin sín þá er þetta þess virði að gefa út. Það er eina viðmiðunin sem hægt er að hafa.“

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Almenningur með fangið fullt

Mikil verðmæti hafa byggst upp í dótturfélögum íslenska ríkisins, á undanförnum árum, og fyrirsjáanlegt að arðgreiðslur muni skipta tugum milljarða árlega.

Bókfært eigið fé fjögurra stærstu fyrirtækjanna, Landsvirkjunar, Landsbankans, Íslandsbanka og Isavia nemur yfir 650 milljörðum króna.

Þrátt fyrir að horft hafi verið til þess að selja eignarhluti í ríkisbönkunum, þá bendir stefna stjórnmálaflokkanna í landinu, ekki til þess að það mál sé ofarlega í forgangsröðunni.

Sé horft til þess efnahagslega samhengis, sem er á Íslandi, þá geta þessar eignir styrkt efnahagslega stöðu ríkisins verulega, þó þær haldi áfram að vera í eigu almennings.

Nánar um málið á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Skúli kemur af fjöllum

Skúli Mogensen segist ekki kannast við fjármögnunarsíðu fyrir nýtt flugfélag. Lögreglan hyggst rannsaka málið.

Fyrr í kvöld var greint frá því að vefsíða um stofnun nýs flugfélags væri farin í loftið á slóðinni hlutahafi.com. Á síðunni kemur fram að þeir sem standi á bakvið hana séu fyrrverandi viðskiptavinir WOW Air, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði og annarra flugfélaga. Er það skoðun aðstandendana nafnlausu að ef Skúli og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi landsmenn að leggja hönd á plóg. „Við teljum að ef við náum að safna minnst 10-20 þúsund hluthöfum þá sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjalda flugfélagi. Þá mætti hugsa sér að krefjast þess að hið nýja almenningshlutafélag fengi mann í stjórn til að tryggja hinum almenna hluthafa vernd.

Á vefsíðunni er hægt að skrá sig fyrir bindandi hlutafjárloforði í 90 daga og lagt til að þeir sem ekki hafa eignast hlut í félagi áður eigi helst ekki að lofa meira hlutafé en sem nemi fimmtungi af mánaðarlaunum. Fram kemur að fjárfestar þurfa að vera fjárráða og ekki yngri en átján ára. Ekki fæst hins vegar uppgefið á vefsíðunni hverjir standa að baki henni og væntanlegs almenningshlutafélags annað en að þeir aðilar hafi ekki unnið hjá WOW Air og séu heldir ekki tengdir félaginu með nokkrum hætti. Segjast þeir þó vera „hollvinir almennrar samkeppni“. Þá er ekki gefið upp hvað stefnt er að því að safna miklum fjármunum.

Skúli Mogensen segist hins vegar ekki þekkja nein deila á þeim sem standa að baki vefsíðunni. Þetta kom fram þegar fréttastofa RÚV leitaði svara hjá fyrrverandi forstjóra WOW air. Netafbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hyggst rannsaka málið á morgun.

Kjötsúpa með lambaskönkum og perlubyggi

|
Mynd / Hallur Karlsson|Mynd / Hallur KArlsson

Kjötsúpa er í augum margra dæmigerður íslenskur matur og er alltaf vinsæl, bæði hjá ungum sem öldnum. Algengast er að nota gulrófur, gulrætur og hvítkál í súpuna, annað hvort haframjöl eða hrísgrjón og bæta síðan þurrkuðum súpujurtum saman við.

Súpan er næringarík og saðsöm og hentar því einnig vel í útilegur og alla útvist og verður bara betri með hverjum deginum. Mikið er til af sniðugum boxum til að setja súpuna í og hita svo upp.
Ég ákvað að búa til kjötsúpu með lambaskönkum og hráefni eins og íslensku perlubyggi, perlulauk og kryddi sem ekki eru í þeirri hefðbundnu. Þetta kom ljómandi vel út. Kjötið og grænmetið var eldað í ofni en að sjálfsögðu má skella öllu saman í pott og útbúa súpuna á gamla mátann. Ef hún er elduð í ofninum er gott að nota pottjárnspott sem má fara í ofn.

Mynd / Hallur Karlsson

Kjötsúpa með lambaskönkum

fyrir 6-8

3 lambaskankar
2 msk. smjör
4 tsk. timían, þurrkað
2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. pipar
1,5 l vatn
60 ml fljótandi grænmetiskraftur, t.d. frá Tasty
1 búnt steinselja, saxað
8-10 perlulaukar, má vera annar laukur
4 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
½-1 sellerírót, skorin í teninga
2 lárviðarlauf
250 g kartöflur að eigin vali, skornar í bita
salt og pipar

Hitið ofninn í 170°C. Steikið skankana í smjöri á pönnu eða í potti sem má fara í ofn í nokkrar mínútur. Kryddið með timíani og pipar og saltið. Hellið 200 ml af grænmetissoði í pottinn og setjið í ofninn í klst. Setjið grænmetið og kartöflurnar í pottinn ásamt steinselju og bakið áfram í 40 mín. Sjóðið perlubyggið í 15 mín. Takið pottinn úr ofninum og bætið afganginum af vatninu saman við ásamt perlubygginu. Hitið allt saman og bragðbætið með salti og pipar.

Fjármögnunarsíða fyrir nýtt flugfélag farin í loftið

Vefsíða um stofnun nýs flugfélags er farin í loftið á slóðinni hlutahafi.com. Ekkert kemur fram um það hverjir standa að baki síðunni eða hversu miklum fjármunum á að safna.

Á vefsíðunni hluthafi.com segir að þeir sem standi á bakvið hana séu fyrrverandi viðskiptavinir WOW Air, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði og annarra flugfélaga. Þar segir ennfremur: „Við vitum að ef samkeppni minnkar eða fellur niður í samkeppnisumhverfi þá töpum við til lengri tíma. Auk þess vitum við að ferðaþjónusta á Íslandi hefur aukið hagvöxt og lífsgæði á undanförnum árum og viljum við tryggja þau gæði áfram.“

Er það skoðun aðstandendana nafnlausu að ef Skúli og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi landsmenn að leggja hönd á plóg. „Við teljum að ef við náum að safna minnst 10-20 þúsund hluthöfum þá sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjalda flugfélagi. Þá mætti hugsa sér að krefjast þess að hið nýja almenningshlutafélag fengi mann í stjórn til að tryggja hinum almenna hluthafa vernd.

„Við teljum að ef við náum að safna minnst 10-20 þúsund hluthöfum þá sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjalda flugfélagi.“

Hægt er að skrá sig fyrir bindandi hlutafjárloforði í 90 daga og lagt til að þeir sem ekki hafa eignast hlut í félagi áður eigi helst ekki að lofa meira hlutafé en sem nemi fimmtungi af mánaðarlaunum. Fram kemur að fjárfestar þurfa að vera fjárráða og ekki yngri en átján ára.

Ekki fæst hins vegar uppgefið á vefsíðunni hverjir standa að baki henni og væntanlegs almenningshlutafélags annað en að þeir aðilar hafi ekki unnið hjá WOW Air og séu heldir ekki tengdir félaginu með nokkrum hætti. Segjast þeir þó vera „hollvinir almennrar samkeppni“. Annað um þá er á huldu. Þá kemur ekki fram á síðunni hvað stefnt er að því að safna miklum fjármunum.

 

Í fjölskylduboðum með átrúnaðargoðinu

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir

Söngkonurnar Jóhanna Guðrún og Birgitta Haukdal voru í guðatölu hjá tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir þegar hún var yngri.

Þessu segir hún frá í viðtali sem birtist í Mannlífi sem kom út á föstudaginn.

Þegar hún var spurð hvaða söngkonur séu hennar helstu fyrirmyndir, hvaða söngkonum hún hafi verið hrifnust af þegar hún var yngri var Guðrún fljót að svara. „Ég var rosalega hrifin af Birgittu Haukdal og Jóhönnu Guðrúnu.

„Sko, pabbi kærastans míns er bróðir Birgittu Haukdal.“

Þær voru alveg í guðatölu. Ég man að á tímabili var Jóhanna Guðrún oft í Stundinni okkar og ég lá alveg heilluð fyrir framan sjónvarpið og spurði mömmu hvort hún héldi að ég mætti fara að syngja í Stundinni okkar líka. Hún benti mér á að ég yrði allavega að verða aðeins eldri fyrst, en útilokaði það ekki. Svo var Birgitta Haukdal alveg rosalega fræg á þessum tíma og ég var alltaf að hlusta á hana og Jónsa í Grease. Ég átti lítinn geislaspilara með heyrnartólum og hjólaði um allt hverfið með Írafár alveg á blasti. Mér fannst Birgitta svo æðisleg.“

Spurð hvort hún hafi hitt Birgittu eftir að hún fór sjálf út í tónlistarbransann fór Guðrún að skellihlæja og sagði: „Sko, pabbi kærastans míns er bróðir Birgittu Haukdal.“

„Þannig að ég er alltaf að hitta hana í fjölskylduboðum. Það finnst mér ótrúlega skemmtileg tilviljun. Þegar ég hitti hana fyrst var ég auðvitað með smá stjörnur í augunum eftir að hafa litið svona mikið upp til hennar þegar ég var lítil, en það vandist fljótt. Hún er líka alveg frábær og hefur gefið mér fullt af góðum ráðum fyrir tónlistarbransann.“

Lestu viðtalið við Guðrúnu í heild sinni hérna.

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Hlutur ríkisins í fyrirtækjum vel yfir 1.000 milljörðum: Vilja flokkarnir selja?

Eftir hrun fjármálakerfisins hefur átt sér stað mikil umbreyting á íslenska hagkerfinu. Eitt af því sem gerst hefur er að eignir íslenska ríkisins – þar með talið eignarhlutir í fyrirtækjum – hafa margfaldast. Fylgja þessu einhver vandamál? Hvaða stefnu hafa stjórnmálaflokkarnir?

Sé horft til stefnu stjórnmálaflokkanna, þá er ekki mikill áhugi hjá þeim á því að selja eignir í þessum fyrrnefndu ríkisfyrirtækjum, þá helst hjá Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Aðrir flokkar hafa ekki haft það að stefnu að selja eignarhluti í þessum fyrrnefndu fyrirtækjum, hvorki bönkunum né öðrum.

Hins vegar er það engu að síður á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, samkvæmt stjórnarsáttmála, að minnka eignarhluti ríkissjóðs í bönkunum.

Horft hefur verið til þess að selja Íslandsbanka að öllu leyti og að ríkið geti haldið eftir 30 til 40 prósenta eignarhlut í Landsbankanum en söluferli er ekki komið af stað og ólíklegt að það gerist á þessu kjörtímabili úr þessu.

Þó geta hlutirnir hreyfst hratt ef það finnst einhver áhugasamur kaupandi, eins og t.d. einn stóru bankanna á Norðurlöndunum.

Í Evrópu hafa bankar ekki mikið verið að kaupa aðra banka og stækka þannig þessi misserin og hingað til hefur ekki verið auðvelt að fá erlenda fjárfesta að íslenska bankakerfinu.

Þrátt fyrir að tvíhliða skráning Arion banka, á Íslandi og í Svíþjóð, hafi heppnast að mörgu leyti vel þá er samt ljóst af þeirri reynslu að undirbúa þarf vel sölu á bönkunum ef það á að gera það í gegnum skráningu á markað, og það er ekki heldur auðvelt að selja of mikið í einu með þeim hætti þar sem hætta er á því að það bitni á verðinu. Markaðsvirði Arion banka hefur frá skráningu verið töluvert fyrir neðan eigið fé, svo dæmi sé tekið, en það er nú um 150 milljarðar en eigið fé var í árslok 200,9 milljarðar króna.

Pólitískt er því ekki mikill áhugi á því að losa um eignarhluti ríkisins í þessum fyrrnefndu fyrirtækjum, jafnvel þó að áhugi sé á því innan Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar en áhuginn er þó helst bundinn við bankanna.

Til þess að það geti orðið að veruleika þarf samþykki annarra flokka til og eins og mál standa nú er sala á eignum ekki á forgangslista Miðflokksins, Framsóknarflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Hundruð starfsmanna WOW í óvissu

|
|

Um 700 starfsmenn WOW skráðu sig hjá Vinnumálastofnun nú um síðustu mánaðamót, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofunun. Einhverjir þeirra eru þó þegar komnir í nýtt starf og farnir af lista. En fyrir marga er þó ekki hlaupið að því að fara í nýtt starf og á það ekki síst við um sérhæfðara starfsfólk, til að mynda flugmenn.

Flugmenn í föstu starfi hjá WOW air voru 188 talsins þegar félagið var lýst gjaldþrota. Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins, segir að þessi hópur sé í þröngri stöðu. Fáir möguleikar séu í boði hérlendis og er það einna helst í Asíu sem eitthvað er að hafa. „Það er ekkert í Ameríku og Evrópa er nánast mettuð því þar er búið að ráða fyrir sumarið, það er kannski eitt og eitt starf í boði.“

Vignir bendir á að umsóknarferlið sé bæði langt og strangt og því geti liðið einhver tími þar til umræddir einstaklingar byrja að fljúga á ný. Þá sé það heldur engin óskastaða fyrir flugmenn að þurfa að leita út fyrir landsteinana eftir vinnu. „Menn gera það af illri nauðsyn því menn þurfa annaðhvort að leggja land undir fót í formi túra eða flytja búferlum með fjölskylduna. Menn réðu sig til WOW air einmitt upp á öryggið – voru að sækja í stöðugleika en svo var því bara kippt undan mönnum á einni nóttu,“ segir Vignir.

Flugfreyjustarfið hefur löngum verið aðlaðandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt rannsókn sem var gerð árið 2017 starfaði 61 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27 til 43 ára, sem völdu sér annað starf en hjúkrun, við flugfreyjustörf. Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur verið viðvarandi á Landspítalanum og var talað um eftir fall WOW að fjöldi flugfreyja þar gæti gengið í störf á spítalanum.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir hins vegar að staða WOW hafi ekki haft nein sérstök áhrif umfram fyrirspurnir eða einstaka ráðningar. Gæti það stafað af því að hjúkrunarfræðingar hafi frekar valist til starfa hjá Icelandair en WOW. „Við vitum ekki hversu margir starfa hjá Icelandair né hversu margir störfuðu hjá WOW. Okkur vantar hins vegar ríflega 100 hjúkrunarfræðinga svo við gerðum ekki ráð fyrir neinni meiriháttar breytingu. En við fögnum öllum.“

Nýtt íslenskt flugfélag með aðkomu Keahótela?

Skúli Mogensen og eigendur Keahótela í viðræðum.

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW air, hefur í vikunni fundað með eigendum Keahótela. Vill forstjórinn fá eigendurna með í stofnun nýs flugfélags á grunni WOW, en frá þessu var greint í kvölfréttum á RÚV.

Eftir að WOW air varð gjaldþrota í síðasta mánuði hefur Skúli leitað fjármögnunar fyrir nýtt flugfélag upp á 40 milljónir dala, eða jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstri félagsins fyrstu misserin. Stendur til að reka lággjaldastefnu í líkingu við þá sem WOW air rak, áður en félagið varð gjaldþrota í síðasta mánuði.

Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að nýja félagið muni til að byrja með reka fimm Airbus-farþegaþotur og sinna leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag. Samkvæmt frétt Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsis fyrr í mánuðinum munu Skúli og aðrir sem koma að stofnun nýja félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu eiga 49 prósenta hlut.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV átti Skúli nú fund með fulltrúum eigenda Keahótelanna í byrjun þessarar viku. „Bandaríska fjárfestingarfélagið PT Capital í Alaska á helming í félaginu K acquisition sem á Keahótelin. Hótelin eru ellefu, meðal annars nýja Exeter-hótelið við Tryggvagötu, Hótel Borg, Apótek hótel og Hótel Kea. PT Capital á ekki aðeins hlut í Keahótelunum heldur á líka stærstan hlut í Nova og hefur átt síðan síðla árs 2016,“ segir í frétt RÚV, en ekki hefur náðst í Skúla vegna málsins.

Hverjir eiga lífeyrissjóðina?

|||
|||

Nýlega skrifaði ég um reynslu okkar hjóna af því að sækja um skiptingu lífeyrisréttinda og fór í kjölfarið í viðtal á Hringbraut. Síðan þá hafa ótalmargir haft samband við mig og sagt sínar farir ekki sléttar í viðskiptum við lífeyrissjóði.

Lífeyrir er hluti af launum vinnandi fólks og Íslendingar leggja fyrir alla starfsævina og meðan þessi 15 prósent eru samviskusamlega dregin af er fólki talin trú um að þetta sé gott kerfi, gæti hagsmuna okkar og tryggi góð lífskjör á efri árum. En þegar kemur að því að nálgast þessa peninga kveður við annan tón. Sjóðsfélagi rekst hvarvetna á hindranir og ef hann vill eitthvað hafa að segja um hvernig peningum hans er ráðstafað. Þess vegna er kannski ekki nema von að menn spyrji reglulega, hverjir eiga lífeyrissjóðina? Þeir virðast nefnilega eiga sig sjálfir.

Í það minnsta er það mín tilfinning eftir að hafa fengið í hendur það heilbrigðisvottorð sem sjóðirnir krefjast að lagt sé fram til að fá leyfi til að skipta lífeyrisréttindum með maka.

Er það einhver hemja að til þess að hjón geti skipt með sér lífeyrisréttindum sínum sé þeim gert að skilar ítarlegri og nærgöngulli skýrslu um heilsufarssögu sína? Tíunda vöðvabólguna í hálsinum, smitsjúkdómana, þursabitið og fleira og fleira. Hvað ef bankar tækju upp á að spyrja fólk hversu taugaveiklað það væri áður en það fengi ráðstöfunarrétt yfir peningunum á innlánsreikninum sínum? Og hvernig á að mæla taugaveiklun? Er það gert á skalanum 1-10 eða er Richter-kvarðinn heppilegur? Ef rétt er að spyrja alls þess, verða þá ekki rökin fyrir spurningunum að vera auðskiljanleg og gagnsæ þeim sem þurfa að undirgangast þær? Og hvað með öll þau veikindi sem menn hafa náð fullum bata við? Eiga þau að há fólki alla ævi? Margir glíma tímabundið við þunglyndi, meðal annars konur eftir fæðingu barns, en verða allra kerlinga og karla elstir þrátt fyrir það.

Mér finnst mjög erfitt að ímynda mér að allar þessar ágengu og undarlegu spurningar séu nauðsynlegar til að meta almennar lífslíkur fólks og þess vegna ætti að nægja að heimilislæknir skilaði vottorði um að viðkomandi sé heilsuhraustur. Þegar sótt er um ábyrgðarmikil störf eins og flugstjórn eða skipstjórnarstöðu er sú leið farin. Lækninum er treyst til að vinna sitt starf. Þess vegna er engu líkara en lífeyrissjóðirnir hafi tekið sig saman um að gera ríkari kröfur til félaga sinna. Er það eitthvað sem þeir eru tilbúnir að sætta sig við? Er kannski kominn tími til að við fáum að hafa meira um það að segja hvað verður um lífeyrisréttindi okkar?

Meðalaldur Íslendinga er með því hæsta sem þekkist í heiminum og heilsufar almennt gott. Við viljum þess vegna geta notið efri áranna. Það er ekki hægt ef tekjurnar hrapa eftir að eftirlaunaaldri er náð. Þess vegna er nauðsynlegt að fólki opnist leið til að skipuleggja starfslok sín fram í tímann og það án þess að þurfa að opna sjúkraskýrslur sínar og gangast undir vafasamt mat á andlegri heilsu sinni.

Aldrei verið mismunað vegna kyns

Oft hefur verið talað um að tónlistarheimurinn sé karllægur og erfitt fyrir stelpur að komast þar inn, en Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, segir það ekki sína reynslu. Hún sagði frá þessu í viðtali við Mannlíf sem kom út á föstudaginn.

„Það hefur orðið mikil vitundarvakning í samfélaginu og bæði strákar og stelpur í tónlistarbransanum eru meðvituð um að það þarf að breyta og bæta viðhorfin í garð stelpna. Ég fæ þessa spurningu oft en ég get svarað því alveg hreinskilnislega að ég hef í rauninni hingað til ekki upplifað neina mismunun vegna kyns míns, sem er mjög jákvætt og ég vona að sú þróun haldi áfram og opni dyr fyrir aðrar stelpur að koma inn í fordómalaust tónlistarsamfélag. Við erum á leið þangað, eitt skref í einu, held ég.“

Guðrún hefur unnið mikið með karlmönnum úr rappbransanum, sem hefur sérstaklega illt orð á sér í þessum málum, vera kvenfjandsamlegur, en hún segist ekki hafa orðið vör við það.

„Ég hef verið að syngja inn á fullt á plötum hjá röppurum og auðvitað eru þeir misfróðir um kvenréttindi en mér finnst margir þeirra hafa tekið vel á þeim málum, eins og til dæmis Logi Pedro og Unnsteinn og Emmsjé Gauti, sem hafa verið mjög kraftmiklir í femínismanum. Svo ég held að þetta orðspor eigi ekki lengur við rök að styðjast.“

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Vígdís minnist Landakotsskóla með óhug

|
|

Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir tjáir sig um Margréti Müller og séra Ágúst George.

Vigdís Grímsdóttur hefur skrifað færslu á Facebook þar sem hún þakkar þeim Gunnþórunni Jónsdóttur, Þóru Tómasdóttur, Margréti Örnólfsdóttur og Kristínu Andreu Þórðardóttur fyrir vinnslu að nýjum heimildarþáttum um voðverkin í Landakotsskóla, sem áttu sér stað á árunum 1954 til 1990 þegar skólastjórinn, kaþólski presturinn séra Ágúst George og kennarinn Margrét Muller beittu þar börn kynferðislegu og andlegu ofbeldi. Tilefnið er grein um þættina í Fréttablaðinu í dag.

Segist Vigdís hafa kennt við Landakotsskóla einn vetur og ofboðið hegðun Margrétar M Müller. „Ég kenndi einn vetur í skólanum fyrir 45 árum og gleymi aldrei, reyndi hvað ég gat að leita réttlætis vegna barna sem MM sá um í 8 ára bekk, kærði hana m.a. til yfirvaldsins sem hét því að breytingar yrðu á, ég gæti treyst því. Ég var tvítug manneskja og treysti loforðum. Yfirvaldið var séra G.“

„Nauðsynlegt uppgjör vegna voðans í Landakotsskóla.“

Það er engum blöðum að fletta um það að þar á Vigdís við ofangreindan séra Ágúst George, eða séra George eins og skólastjórinn illræmdi var gjarnan kallaður.

Árum saman höfðu gengið sögusagnir um slæma meðferð Margrétar og séra Georges á börnunum í Landakotsskóla og árið 2011 komu þessar sögur loks upp á yfiborðið, eftir að bæði séra George og Margrét voru látin. Þá stigu nokkrir þolendanna fram í Fréttatímanum, sem var og hét og lýstu þar hræðilegu og skefjalausu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, sem þeir höfðu mátt þola af hálfu bæði Margrétar og séra Georges.

Í kjölfarið setti kaþólska kirkjan á laggirnar rannsóknarnefnd til að rannsaka voðaverkin Þann 2. nóvember árið 2012 gaf  kirkjan út skýrslu um glæpi þeirra og árið 2015 samþykkti Alþingi að greiða út sanngirnisbætur til þolenda. Þær Gunnþórunn, Þóra, Margrét og Andrea segja í Fréttablaðiu í dag að málinu sé þó engan veginn nærri lokið og kann Vigdís þeim þakkir fyrir að ætla að halda áfram að fjalla um það.

Eða eins og Vigdís segir á Facebook: „Þökk sé Gunnþórunni, Þóru, Margréti og Andreu. Baráttukveðjur inn í nauðsynlegt uppgjör vegna voðans í Landakotsskóla.“

Mynd: Skjáskot af RÚV

Blúshátíð í Reykjavík hefst með skrúðgöngu

Mynd/Pixabay

Blúshátíð í Reykjavík 2019 hefst í dag, laugardaginn 13. apríl, með Blúsdegi í miðborginni þar sem Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig.

Hátíðin hefst klukkan 14 við Hallgrímskirkju en þá verður gengið niður Skólavörðustíginn í skrúðgöngu við undirleik Lúðrasveitarinnar Svans og Krúser. Klúbburinn verður að venju með bílasýningu á öllum stígnum. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2019.

Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14. Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira. Tónleikar verða á Borgarbókasafni klukkan 16. Miðasala er á aðalsviðið á Hilton á www.midi.is. Nánar á www.blues.is.

Bíða átekta fram yfir sumarleyfi

Staða þeirra fjölda einstaklinga sem misstu vinnuna í fjöldauppsögnum marsmánaðar skýrist væntanlega ekki að fullu fyrr en að loknum sumarleyfum. Nýundirritaðir kjarasamningar vekja upp vonir um að niðursveiflan í efnahagslífinu verði ekki langvinn og að vinnumarkaðurinn rétti úr sér fyrr en ella.

„Við höfum verið að aðstoða fólk við að skipuleggja sig í atvinnuleitinni. Það er nokkuð um laus störf þótt það hafi heldur verið að kólna að undanförnu en við erum líka að leiðbeina fólki um nám og atvinnumöguleika erlendis,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun. Þangað hefur fjöldi fólks leitað eftir uppsagnahrinuna í lok mars og fékk stofnunin 80 milljóna króna aukaframlag úr ríkissjóði til að bregðast við stórauknu atvinnuleysi.

Eftir bankahrunið héldu fjölmargir Íslendingar til Norðurlanda í leit að vinnu en ólíklegt er að það sama verði uppi á teningnum núna. „Það getur hentað mörgum að fara þangað tímabundið og þar er alltaf eitthvað að finna. Það var mikill uppgangur í Noregi á sama tíma og hrunið varð hér en þetta er ekki jafnklippt og skorið núna. Það er samkeppni um sama fólkið víða – verkfræðinga, heilbrigðisstarfsfólk og tölvumenntaða – en þetta eru ekki hóparnir sem eru að missa vinnuna núna,“ segir Karl.

Fara af stað eftir sumarfrí

Fjöldi fólks hefur sömuleiðis leitað á náðir ráðningarfyrirtækja og var Hagvangur eitt þeirra fyrirtækja sem opnuðu dyr sínar fyrir starfsfólki WOW. „Við buðum upp á opið hús og það var fullur salur þar sem okkar fólk miðlaði reynslu sinni og þekkingu. Það var almennt gott hljóð í fólki,“ segir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, sem er bjartsýn fyrir hönd þeirra sem mættu. „Þetta er flest mjög vel menntað fólk og getur gengið í þau störf sem það hefur menntað sig til. Svo er spurning með aðra sem hafa ekki að einhverju sérstöku að hverfa en það er alltaf eftirspurn eftir fólki í mennta- og heilbrigðiskerfinu.“

Þrátt fyrir skyndilegan atvinnumissi sagðist Katrín samt skynja að fólk sé rólegt yfir stöðunni. Þar spili tímasetningin inn í. „Það er stutt í páskafrí og sumarfrí mjög fljótlega eftir það, á meðan margir eru á launum á uppsagnarfresti. Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem vilja ekki vera án vinnu í einn dag en svo eru aðrir sem vilja taka sér langt sumarfrí og byrja af krafti þegar líða fer að ágúst. Þetta er sá tónn sem maður heyrir þannig að ég tel að áhrifin komi ekki að fullu í ljós fyrr en að loknum sumarleyfum.“

Kjarasamningar gefa góð fyrirheit

Hagkerfið hefur tekið að snöggkólna á undanförnum mánuðum og í ár stefnir í samdrátt landsframleiðslu í fyrsta skipti frá árinu 2011. Katrín segist vissulega hafa fundið fyrir því. „Það er alltaf eitthvað um laus störf en heilt yfir hefur það verið minna en við erum vön. Frá því kjaraviðræðurnar fóru af stað í haust hafa fyrirtæki haldið að sér höndum og svo kom stór skellur núna í mars og það setur strik í reikninginn.“

Katrín segir hins vegar að undirritun kjarasamninga í síðustu viku veki upp vonir um að bjartara sé fram undan. „Við skynjum það að þau sem reka fyrirtæki eru bjartsýn vegna þess að kjarsamningar leggjast ekki með ofurþunga á fyrirtækin. Samningarnir taka til lægstu launa og það eru allir sáttir við það. Háar hækkanir yfir línuna hefðu þýtt að margir hefðu haldið áfram að sér höndum. Þannig að ég hef trú á því að þetta leysist á farsælli hátt en margir áttu von á.“

Þorsteinn Sæmundsson mætti vopnalaus í Kastljósumræður

Í hverju tölublaði tiltekur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góða viku og slæma viku. Að þessu sinni eru það Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annars vegar og Þorsteinn Sæmundsson hinsvegar sem eru hin útnefndu.

Góð vika – Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata

Allnokkrir hafa haft ástæðu til að kætast þessa vikuna. Ólafur Jóhannesson krækti í einn allra feitasta bitann á leikmannamarkaðinum þegar landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir hjá Val, Síminn krækti í Eið Smára Guðjohnsen og fleiri stjörnur til að lýsa enska boltanum á næsta tímabili og Sævar Helgi Bragason og fleiri stjörnuáhugamenn fengu að sjá svarthol í fyrsta skipti.

Loks má nefna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, en Evrópuráðsþingið samþykkti í vikunni tillögu hennar um aðgerðir til þess að berjast gegn kynferðislegri mismunun kvenna í pólitík í allri Evrópu.

Slæm vika – Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins

Íslenska handboltalandsliðið sýndi fádæma klaufaskap þegar það kastaði frá sér leiknum gegn Norður-Makedóníu en sem oftar trompa Miðflokksmenn flesta aðra í þessum efnum.

Annars vegar Bergþór Ólason sem gerði Klaustursmálið að útflutningsvöru með ræðu sinni á þingi Evrópuráðsins.

Hins vegar var það Þorsteinn Sæmundsson sem mætti vopnalaus í Kastljósumræður um þriðja orkupakkann og var kaffærður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Ekki löngu síðar skrifuðu þeir sérfræðingar sem Þorsteinn hefur iðulega vísað til í umræðunni opið bréf þar sem þeir áréttuðu að það sem Þorsteinn lagði þeim í munn var bara alls ekki rétt.

„Ég er köttur í eðli mínu“

Ragnheiður var að gefa út nýja plötu

Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal sendi nýverið frá sér plötuna Töfrabörn. Mikil vinna fór í gerð plötunnar og ekki síst plötuumslagið.

„Platan var tvö ár í vinnslu en fimm ár í sköpun. Ég held að hún sé mjög flott þó ég ætli ekki að vera að gorta mig neitt,“ segir Ragnheiður ánægð með útkomuna. Plata hennar Töfrabörn er komin út á Spotify og hægt að kaupa hana í gegnum heimasíðu Ragnheiðar. Einnig er hægt að kaupa diskinn í Eymundsson bráðlega. „Fyrir þá sem vilja vera meðvitaðir kaupendur þá fæ ég meira út úr því fjárhagslega ef fólk kaupir af mér disk. Diskurinn er líka eins og hálfgerð ljóðabók, hvert ljóð fær mikið pláss,“ útskýrir Ragnheiður, en maður hennar, Guðmundur Pétursson, tók flestar ljósmyndirnar sem prýða bæklinginn með disknum. „Hann er fallegur og eigulegur gripur,“ segir hún og bætir við að sig langi líka að koma Töfrabörnum út á vínyl sem verði vonandi síðar á þessu ári.

Söngurinn alltaf verið ástríða

Móðir Ragnheiðar segir að söngur hafi verið ástríða hennar frá því hún var eins og hálfs árs gömul. „Ég man ekki eftir því en mamma segir að ég hafi lifað mig svo mikið inn í lagið Frost er úti fuglinn minn, sungið það og grátið mikið því ég vorkenndi fuglinum svo að fá ekkert að borða. Þannig að ég hef alltaf elskað að tjá mig í gegnum söng og segja sögur á þann hátt.“ Síðar fór Ragnheiður í kór og kveðst hafa átt erfitt með að fá ekki að syngja einsöng. „Eftir þá reynslu hef ég aldrei enst neitt sérstaklega í of miklum hópaverkefnum. Ég er köttur í eðli mínu og hef aldrei getað hlustað á ráðleggingar annarra. Það er afar sterkt eðli í mér sem hefur mjög oft komið mér í koll og unnið gegn mér en líka verið minn helsti styrkur í tónlistinni þegar upp er staðið.“

Hverskonar tónlist hefur heillað Ragnheiði í gegnum tíðina og hvaðan sækir hún sinn innblástur? „Djasstónlist, þjóðlagatónlist, gæða popp, Joni Mitchell, Sögumenn, Egill Ólafsson og ótrúlega margir íslenskir tónlistarmenn og konur sem og sterkar fígúrur eins og saxófónleikarinn Wayne Shorter sem ég lít á sem mikinn meistara,“ segir hún. „Björn Jörundur er eitt okkar flottasta ljóðskáld. Einnig Megas og fólk sem hefur eitthvað að segja með tónlistinni sinni. Bergþóra Árnadóttir sem var frumkvöðull. Ravel, Debussy, Svavar Knútur, djasssöngkonur og svokallaðir „vocalists.“ Það orð er ekki til á íslensku, en það er einhver sem hefur mikið vald á röddinni sinni – eiginlega raddlistmaður eða kona, t.d. eins og Eivör, Mari Boine, fado-söngkonur, Theo Bleckmann og Meredith Monk. Ég gæti haldið endalaust áfram. Ég held að ég sæki innblástur alls staðar. Í mínu tilfelli er tónlistarsköpun úrvinnsla á upplifunum og sýn minni á veruleikann sem ég er stödd í.“

Mikið andlegt álag að koma plötu frá sér

Spurð út í hvort tónlistarsköpun hennar hafi breyst í gegnum árin, svarar Ragnheiður að hún hafi breyst heilan helling. „Tónlist fyrir mér hefur alltaf verið flókið og heilagt fyrirbæri sem ég þrái að komast til botns í. Þar af leiðandi hef ég breyst alveg svakalega mikið frá því ég byrjaði að iðka tónlist og hef aðra hugmyndafræði og hugmyndir í dag heldur en ég hafði kannski fyrir 5 árum, 10 árum eða guð veit hvað. Hugmyndir manns og sköpun breyt ast stöðugt, jafnvel frá degi til dags,“ útskýrir hún.

„Það getur verið mikið andlegt álag að koma plötu frá sér og koma fram á tónleikum,“ svarar hún þegar hún er spurð að því hvernig það sé að spila á tónleikum og semja tónlist. „Hluti af mér reynir að forðast það eins og heitan eldinn því heilsan er það dýrmætasta sem maður á og oft finn ég fyrir mikilli innri togstreitu því ég er ekki athyglissjúk að eðlisfari, eða ef ég er það, þá allavega skammast ég mín fyrir það eða eitthvað og þess vegna finnst mér erfitt að taka þátt í þeim leik sem tónlistarbransinn er og hefur alltaf verið,“ segir hún. „Ég elska að fá að vera í friði heima hjá mér og spila á píanóið fyrir sjálfa mig. En jafnframt finnst mér eitthvað rétt við það þegar ég stilli mér upp fyrir framan fólk og syng og spila fyrir það. Ég virðist hafa einhverja innri þörf til að vera farvegur fyrir tónlist og það knýr mig áfram til að feta þessa mjög svo þyrnum stráðu braut. Og ég held að mörgum tónlistarmönnum líði nákvæmlega svona. Við erum orkídeur.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Heiða Helgadóttir

 

Sveinn Andri fer ekki neitt

|
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/ Rakel Ósk Sigurðardóttir

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins­son þarf ekki að víkja sem skipta­stjóri þrotabús­ WOW air. Héraðsdómari Símon Sigvaldason komst að þessari niðurstöðu í málinu í dag.

Arionbanki, sem er einn af stærstu kröfubúum í þrotabú WOW air, hafði óskað eftir því að Sveinn Andri yrði settur af sem skiptastjóri þess vegna vanhæfis. Í samtali við Mannlíf í síðustu viku staðfesti Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, þetta og ennfremur að það tengdist ágreiningi bankans við bústjóra þrotabús tölvufyrirtækisins Data Cell þar sem Arion er stærsti kröfuhafinn. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi.

Í máli lög­manns Ari­on banka í dag kom fram að Sveinn Andri hefði beitt sér með óeðli­legum hætti í mála­ferl­um Suns­hine press og Datacell gegn Valitor, þar sem 16 millj­arða er krafist í bæt­ur eft­ir að Valitor lokaði greiðslugátt sem hafði verið til stuðnings Wiki­leaks. Lögmaðurinn hélt því fram að Sveinn Andri hefði komið fram í eig­in nafni og beitt sér gegn Valitor og Ari­on banka en ekki fyr­ir hönd skjól­stæðinga sinna, meðal ann­ars með því að hafa reynt að hindra skrán­ingu Ari­on banka á markað. Þessu vísaði Sveinn Andri alfarið á bug í dag.

Fyrrnefndur dóm­ari í málinu, Símaon Sigvaldason sá ekki ástæðu til að víkja Sveini Andra þrátt fyr­ir kröfu Ari­on. Lög­menn bank­ans ætla nú að fara yfir niður­stöðuna, að því er fram kemur á mbl.is, en ekki hefur verið ákveðið hvort niður­stöðunni verði skotið til Lands­rétt­ar.

Börnum á landsbyggðinni hafnað á grunni búsetu

Ingunn Bylgja Einarsdóttir

Börn á landsbyggðinni með fjölþættan vanda, eins og þroska- og geðraskanir, einhverfurófseinkenni eða ADHD, þurfa í mörgum tilfellum að reiða sig á þjónustu hjá einkastofum með tilheyrandi kostnaði. Ástæðan er einföld: Opinbera heilbrigðiskerfið hefur ekki fjármagn eða mannafla til að veita börnum á landsbyggðinni sömu þjónustu og börnum sem búa nær þjónustukjörnunum.

Ingunn Bylgja Einarsdóttir, búsett á Egilsstöðum, hefur lengi barist við kerfið til þess að fá viðeigandi úrræði fyrir tvö börn sín. Hún skrifaði nýlega pistil og birti á Facebook þar sem hún gagnrýnir opinbera kerfið harðlega og lýsir þrautagöngu sinni við að koma barninu í greiningarferli hjá BUG á Akureyri. Henni var ítrekað synjað í 6-7 ár.

Konan leitaði að lokum til sálfræði- og læknisþjónustunnar Sólar í Reykjavík þar sem hún borgaði háar fjárhæðir fyrir. Þar hafi hún fengið skjóta og góða þjónustu og viðeigandi greiningar en tekur fram að ekki allir foreldrar séu í þeirri aðstöðu að geta greitt fyrir slíka þjónustu.

„Ég hringdi í yfirsálfræðing BUG í dag og þakkaði henni fyrir ítrekaða höfnun í sex eða sjö ár.“

„Ég hringdi í yfirsálfræðing BUG í dag og þakkaði henni fyrir ítrekaða höfnun í sex eða sjö ár. Sagði henni frá greiningum frá SÓL og spurði hana hvað henni fyndist um að loksins hefðum við fengið hjálp, loksins löngu seinna gætu drengirnir okkar notið lífsins, staðið sig vel í skóla og í raun væri lífi þeirra mögulega loksins borgið og þeir gætu náð góðum árangri félagslega og námslega,“ skrifar Ingunn.

Hún segir jafnframt frá því að skýringarnar sem hún hafi fengið hefðu verið á þá leið að börnum á Austurlandi sé frekar hafnað um þjónustu en börnum í nágrenni Akureyrar vegna þess að ekki sé til fjármagn til að senda sérfræðinga austur til að fylgjast með börnum í leik og starfi, en slíkt sé forsenda fyrir nákvæmu greiningarferli.

Ingunn leggur þó áherslu á að félagsþjónustan á staðnum og starfsfólk skólans sem börnin sækja hafi staðið sig óaðfinnanlega þrátt fyrir að fá ekki aukafjármagn til að takast á við vandann og hafi lagt á sig ómælanlega vinnu.

Enginn barnageðlæknir á Austurlandi

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, segir í samtali við Mannlíf að þörf sé á betri úrræðum í heilbrigðiskerfinu fyrir börn á landsbyggðinni með fjölþættan vanda. „Við erum með skólaþjónustu þar sem börn fara í frumgreiningu ef við teljum að um sé að ræða einhverjar raskanir og í kjölfarið er foreldrum bent á að fara með málið áfram þó að það sé alls ekki einfalt,“ segir hún og leggur áherslu á að sárlega vanti barnageðlækni sem þjónusti Austurland.

„Hjá okkur er um 12 mánaða bið eftir frumgreiningu, þar sem barn fær m.a. þroskamat. Ef talið er að um einhverfurófsröskun sé að ræða er barninu vísað á Greiningarstöð og þá tekur aftur við 12-14 mánaða bið. Þannig að við erum að tala um allt að tveggja ára bið eftir að óskað hefur verið eftir þjónustunni,“ útskýrir hún.

Ef grunur er um ADHD er foreldrum bent á að fá tíma hjá barnageðlækni. „Það sárvantar betra aðgengi að þeirri þjónustu hér.“

Mannlíf hefur haft af því spurnir að þegar barnageðlæknir lét af störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri hafi orðið miklar raskanir á þjónustu.

Ruth tekur fram að dæmi séu um að börn hafi farið á BUGL eða BUG á Akureyri og verið undir handleiðslu geðlæknis þar. „Þá höfum við yfirleitt fengið samstarf og eftirfylgni, sem hefur hjálpað og sem þarf að vera.“

Sálfræðingur sem Mannlíf ræddi við og starfar á Norðausturlandi tekur undir að oft sé mjög erfitt að koma börnum á landbyggðinni að í sérúrræði. Sama gildi um fullorðna einstaklinga sem þurfi mikla aðstoð og tók dæmi um skjólstæðing sem hann mat þannig að þyrfti mun meiri aðstoð en hann gat sjálfur veitt skjólstæðingnum. Hann reyndi að vísa honum inn í teymi á geðdeildinni á Akureyri en fékk höfnun. Vandinn þótti ekki nægilega mikill. Eins nefnir hann að það geti verið heilmikið „vesen“ fyrir fólk að ná í endurgreiðslur vegna aksturs og ferða. „Þeir eru ekki með nein útibú á landsbyggðinni, við þurfum alltaf að fara til þeirra,“ segir hann.

BUG-teymið á Akureyri tók á móti fyrirspurn frá Mannlífi um málið en svar hafði ekki borist áður en blaðið fór í prentun.

 

Flytja meistaraverkið The Wall um helgina

Hljómsveitin Dúndurfréttir flytur meistaraverkið The Wall í Hörpu um helgina.

Hljómsveitin Dúndurfréttir kemur saman í Eldborgarsal Hörpu um helgina til að flytja meistaraverkið The Wall sem er 40 ára um þessar mundir. Söngvarinn Matthías Matthíasson verður í eldlínunni.

„Öllu verður tjaldað til þannig að tónleikarnir verði sem flottastir enda hljómsveitin Pink Floyd þekkt fyrir magnað sjónarspil,“ segir Matti.

The Wall kom út árið 1979 og er ein mest selda plata sögunnar. Sinfóníuhljómsveit og kórarnir Hljómeyki og Barnakór Kársnesskóla munu flytja verkið í Hörpu ásamt Dúndurfréttum og því má búast við mikilli veislu fyrir augu og eyru undir stjórn Bernharðar Wilkinssonar og útsetningu Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar.

„The Wall er eitt af þrekvirkjum tónlistarsögunnar og það að geta flutt þetta meistarastykki með um það bil 100 manns á sviðinu þegar mest lætur eru bara einstök forréttindi,“ segir Matti sem hlakkar til helgarinnar.

Páskunum mun hann að mestu leyti verja með erlendum ferðamönnum að sýna þeim einstaka náttúru landsins. „En páskadeginum ver ég í faðmi fjölskyldunnar með páskaeggjum, páskalambi og öllu tilheyrandi.“

Tónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu 12. og 13. apríl, klukkan 19.30. Miðasala á tix.is.

Ekki að ég hati útlendinga…

|
|

Draumurinn sem dó varð kveikjan að tónlistarferlinum

|||||
Mynd / Hallur Karlsson

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, hefur verið á allra vörum undanfarna mánuði eftir að fyrsta plata hennar, Hvað ef, sló hressilega í gegn og sópaði til sín verðlaunum. Velgengnin hefur að sumu leyti komið Guðrúnu á óvart, enda ætlaði hún sér ekki að verða tónlistarkona heldur atvinnufótboltakona þegar hún var yngri. Slitin krossbönd bundu enda á þann draum og það var ekki fyrr en þá sem Guðrún hellti sér af fullum krafti út í tónlistina með þessum glæsilega árangri.

 

Guðrún Ýr hefur búið í Mosfellsbænum síðan hún var fjögurra ára og býr þar enn í foreldrahúsum með foreldrum sínum og tveimur yngri bræðrum. Hún hóf nám í fiðluleik fjögurra ára gömul og stundaði það í ellefu ár en ákvað þá að hætta og sneri sér að námi í djasssöng og seinna djasspíanóleik. Hún hafði þó ekki samið tónlist sjálf fyrr en eftir útskrift úr menntaskóla.

„Ég fór ekki að semja sjálf fyrr en ári eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla,“ segir Guðrún. „Það var ekki fyrr en þá sem ég þorði að prófa að semja tónlist sjálf. Ég átti í rauninni ekki von á þessum góðu móttökum, það er svo erfitt að dæma um það þegar maður hefur verið með hausinn á kafi í einhverju verkefni í meira en ár hvort einhverjum muni finnast það flott eða ekki. En það er óskaplega gaman að fólk skuli hafa tekið plötunni svona vel.“

„Þetta síðasta ár fól í sér rosalega mikið af nýjum verkefnum og giggum þannig að eins og staðan er núna get ég lifað af tónlistinni.“

Guðrún er nýorðin 23 ára, á kærasta og segist vera að reyna að spara til að geta keypt sér íbúð og losnað við leigumarkaðinn, sem sé hægara sagt en gert. Til að byrja með vann hún sem skólaliði í Mosfellsbæ með fram tónlistarsköpuninni en er nýhætt því til að einbeita sér að tónlistinni. „Þetta síðasta ár fól í sér rosalega mikið af nýjum verkefnum og giggum þannig að eins og staðan er núna get ég lifað af tónlistinni,“ útskýrir hún og segist vona að það verði þannig áfram.

Aldrei verið mismunað vegna kyns

En hvernig er að vera ung kona að hasla sér völl í tónlistarheiminum? Mikið hefur verið talað um hvað sá heimur sé karllægur og erfitt fyrir stelpur að komast þar inn, en Guðrún segir það ekki sína reynslu.

„Ég held að ég og fleiri stelpur af minni kynslóð séum að koma af stað nýrri bylgju í tónlist,“ segir hún ákveðin.

„…ég hef í rauninni hingað til ekki upplifað neina mismunun vegna kyns míns, sem er mjög jákvætt.“

„Það hefur orðið mikil vitundarvakning í samfélaginu og bæði strákar og stelpur í tónlistarbransanum eru meðvituð um að það þarf að breyta og bæta viðhorfin í garð stelpna. Ég fæ þessa spurningu oft en ég get svarað því alveg hreinskilnislega að ég hef í rauninni hingað til ekki upplifað neina mismunun vegna kyns míns, sem er mjög jákvætt og ég vona að sú þróun haldi áfram og opni dyr fyrir aðrar stelpur að koma inn í fordómalaust tónlistarsamfélag. Við erum á leið þangað, eitt skref í einu, held ég.“

Guðrún er með nýja plötu í vinnslu og langar að koma henni út sem allra fyrst. „Það er svo erfitt að setja sér „deadline“ þegar maður er tónlistarmaður, manni er alltaf að detta eitthvað nýtt í hug.“

Guðrún hefur unnið mikið með karlmönnum úr rappbransanum, sem hefur sérstaklega illt orð á sér í þessum málum, vera kvenfjandsamlegur, en hún segist ekki hafa orðið vör við það.

„Ég hef verið að syngja inn á fullt á plötum hjá röppurum og auðvitað eru þeir misfróðir um kvenréttindi en mér finnst margir þeirra hafa tekið vel á þeim málum, eins og til dæmis Logi Pedro og Unnsteinn og Emmsjé Gauti, sem hafa verið mjög kraftmiklir í femínismanum. Svo ég held að þetta orðspor eigi ekki lengur við rök að styðjast.“

Stelpur gagnrýnni á sjálfar sig

Guðrún hefur sjálf lagt femínískar áherslur í sinni framkomu, enda segir hún mikilvægt að hvetja stelpur til dáða og sýna þeim að þessi leið sé þeim fær alveg eins og strákunum.

„Foreldrar mínir hafa svolítið alið mig upp í þeirri trú að ég geti gert hvað sem er og ef mann langi að gera eitthvað þá eigi maður bara að gera það. Ég er líka dálítið meðvituð um að það sé nauðsynlegt að hvetja ungar stelpur til að gera það sem þær langar því margar ungar stelpur hafa sent mér skilaboð eða komið til mín og spjallað um hvernig þær komi sér á framfæri því þær þori ekki alveg að taka það skref. Ég held að stelpur séu yfirleitt gagnrýnni á sjálfar sig og það sem þær gera heldur en strákarnir. Ég var það líka þegar ég var að byrja, dauðhrædd við viðbrögð annarra á meðan strákarnir henda sér bara út í djúpu laugina og sjá til hvað flýtur.“

Var ástæðan fyrir því að þú fórst ekki að semja tónlist sjálf fyrr en upp úr tvítugu sem sagt þessi ótti við dóma annarra?

„Að einhverju leyti, kannski, en ég var ekki búin að setja stefnuna beint á einhvern söngferil, þannig að þegar ég útskrifaðist úr MR var ég alveg á því að fara í háskólanám, kannski í læknisfræði, en ég var dálítið óviss um hvað mig langaði að gera. Svo fékk ég styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar sem borgaði upp tónlistarnámið og hafði þess vegna tækifæri til að bæta píanónáminu við. Þá ákvað ég að gefa mér ár til þess að hella mér alveg út í tónlistina og bara njóta þess og svo gæti ég farið í háskólanám. En eftir það ár var boltinn farinn að rúlla í söngferlinum sem tónlistarmaðurinn GDRN, og það varð ekki aftur snúið.“

Martröð fyrir lesblinda

Talandi um listamannsnafnið, sem hefur vafist fyrir mörgum, hvaðan kemur þessi skammstöfun eiginlega? „Heyrðu, það var eiginlega tilviljun,“ segir Guðrún og hlær.

„Um leið og maður útskýrir að þetta sé Guðrún án sérhljóða þá skilur fólk þetta yfirleitt.“

„Ég var að vinna með strákum sem heita Bjarki og Teitur og kalla sig ra:tio þegar við vorum öll nýbyrjuð í bransanum. Við ákváðum að senda fyrsta lagið sem við gerðum saman í mix og masteringu, bara til þess að klára það, og þegar við fengum það til baka hafði sá sem var að mixa og mastera tekið út alla sérhljóðana í nafninu mínu þannig að eftir stóð GDRN. Mér fannst það dálítið skemmtilegt og ákvað að nota það. Ég viðurkenni hins vegar að mörgum finnst þetta nafn mjög flókið og til dæmis fyrir fólk sem er lesblint er þetta algjör martröð. Ég hef verið í sjónvarpsviðtölum þar sem fólk ruglast alveg til hægri og vinstri í þessu, en um leið og maður útskýrir að þetta sé Guðrún án sérhljóða þá skilur fólk þetta yfirleitt. Ég sé það svona eftir á að ég hefði kannski átt að fara aðeins auðveldari leið í nafngiftinni.“

Fyrsta lagið sem Guðrún gaf út undir eigin nafni var Ein, sem kom út sumarið 2017 og fékk góðar viðtökur. Síðan hefur ekkert lát verið á útgáfunni frá henni og nú vinnur hún að plötu númer tvö, það eru ansi mikil afköst á tæpum tveimur árum, ekki satt? „Eftir að fyrsta lagið kom út þarna vorið 2017 gaf ég út annað lag í lok þess árs. Þarnæsta lag kom út sumarið 2018 og svo kom platan mín, Hvað ef, út í ágúst 2018, þetta hefur verið heilmikil keyrsla.“

Fárveik eftir Íslensku tónlistarverðlaunin

Hvað ef fékk geysigóðar viðtökur og Guðrún fór heim með fern verðlaun af Íslensku tónlistarverðlaununum í ár, hún segist hafa verið alveg búin á því eftir það.

„Ég fór í svo mikið spennufall að ég var bara fárveik í þrjár vikur eftir verðlaunaafhendinguna,“ segir hún hlæjandi. „Ég held ég hafi bara aldrei orðið svona veik á ævinni, fór á sýklalyfjakúr og allt, ég bara hrundi.“

Álagið sem fylgir skyndilegri frægð og velgengni getur verið mikið en Guðrún segist ekki hafa lent í neinum óþægilegum atvikum eftir að hún varð þekkt andlit. „Þetta hefur náttúrlega gerst svakalega hratt,“ segir hún.

„Viðbrögðin sem ég hef fengið hafa verið miklu meiri en ég bjóst nokkurn tímann við. Fyrir utan Íslensku tónlistarverðlaunin hef ég fengið alls konar verðlaun sem er í rauninni alveg fáránlegt. Ég fékk bæði Kraumsverðlaunin og tónlistarverðlaun Grapevine og svo var ég tilnefnd til Nordic Music Prize og fór til Óslóar til að taka þátt í verðlaunaafhendingunni. Áhugaverðast þar var að tíu af tólf tilnefndum plötum voru sólóverkefni kvenna, það hafði aldrei gerst áður. Þannig að það er mikill uppgangur í tónlist hjá konum. Það er alda af tónlistarkonum sem ég held að fari að verða mjög áberandi núna. Sem er mjög jákvætt og skemmtilegt.“

Þótt Guðrún hafi lært djasssöng flokkast tónlistin hennar ekki sem djass og hún segir í rauninni dálítið erfitt að setja einhvern ákveðinn stimpil á hana. „Þetta er náttúrlega flokkað sem popp,“ segir hún. „En þetta er mjög mikil blanda af hinu og þessu. Strákarnir sem ég hef verið að vinna með hafa mikið unnið með rapp og R’n’B-tónlist og svo kem ég bæði með klassískan og djassaðan bakgrunn í söng, þannig að ég held að megi flokka mína tónlist sem einhvers konar blöndu af R’n’B, djassi og poppi.“

Í fjölskylduboðum með átrúnaðargoðinu

Spurð hvaða söngkonur séu hennar helstu fyrirmyndir, hvaða söngkonum hún hafi verið hrifnust af þegar hún var yngri er Guðrún fljót að svara. „Ég var rosalega hrifin af Birgittu Haukdal og Jóhönnu Guðrúnu,“ segir hún.

„Þær voru alveg í guðatölu. Ég man að á tímabili var Jóhanna Guðrún oft í Stundinni okkar og ég lá alveg heilluð fyrir framan sjónvarpið og spurði mömmu hvort hún héldi að ég mætti fara að syngja í Stundinni okkar líka. Hún benti mér á að ég yrði allavega að verða aðeins eldri fyrst, en útilokaði það ekki. Svo var Birgitta Haukdal alveg rosalega fræg á þessum tíma og ég var alltaf að hlusta á hana og Jónsa í Grease. Ég átti lítinn geislaspilara með heyrnartólum og hjólaði um allt hverfið með Írafár alveg á blasti. Mér fannst Birgitta svo æðisleg.“

forsíða, GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, Mannlíf, tónlist, tónlistarkona, ML1904035861, Aldís Pálsdóttir

Spurð hvort hún hafi hitt Birgittu eftir að hún fór sjálf út í tónlistarbransann fer Guðrún að skellihlæja og segir að það sé nú gott betur en það. „Sko, pabbi kærastans míns er bróðir Birgittu Haukdal,“ segir hún og hlær enn meira.

„Þannig að ég er alltaf að hitta hana í fjölskylduboðum. Það finnst mér ótrúlega skemmtileg tilviljun. Þegar ég hitti hana fyrst var ég auðvitað með smá stjörnur í augunum eftir að hafa litið svona mikið upp til hennar þegar ég var lítil, en það vandist fljótt. Hún er líka alveg frábær og hefur gefið mér fullt af góðum ráðum fyrir tónlistarbransann.“

Dálítil tilfinningaklausa

Guðrún semur alla sína texta sjálf, hvaðan koma hugmyndirnar að þeim, er einhver sérstakur boðskapur sem hún vill koma á framfæri? „Það er bara voðalega misjafnt,“ segir hún hugsi.

„Þegar ég gerði fyrstu plötuna var mjög lítil pressa, þannig að ég var bara að semja um einhver tilfinningaleg mál, það að hætta með einhverjum eða eitthvað í þá áttina. Það var dálítil tilfinningaklausa í þessum textum. Stundum voru þetta bara einhverjar setningar sem mér duttu í hug, svo skáldaði ég bara í kringum þær. Sumt var rosalega einlægt, annað voru einhverjar hugmyndir héðan og þaðan. Maður fær líka stundum innblástur af því að hlusta á aðra tónlist og fer að semja eitthvað út frá því. Ég hef í rauninni ekkert skýrt markmið með textagerðinni enn þá. Það verður meira í næsta verkefni, bæði tónlistarlega og textalega. Þar er ég að vinna út frá heildarhugmynd, það verður miklu heildstæðari plata en sú fyrsta.“

Margar tónlistarkonur hafa kvartað undan því að karlarnir sem þær hafa unnið með eigni sér oft heiðurinn af verkum þeirra. Guðrún segist aldrei hafa upplifað neitt í þá áttina.

„Við sem vinnum saman erum sem betur fer öll óskaplega ánægð hvert með annað,“ segir hún með sannfæringu. „Þeir eru ekkert að taka kredit fyrir mín verk en það er auðvitað líka þeirra verk að þessi plata varð til og við erum mjög dugleg við að gefa hvert öðru kredit. Það er enginn rígur. Við virðum hvert annað fullkomlega.“

Auk þess að fylgja fyrstu plötunni eftir og vinna að þeirri næstu er Guðrún á fullu við að koma fram við alls konar tækifæri. Hún segir það eiginlega hafa komið sér mest á óvart hvað hún sé oft beðin um að koma fram.

„Það hefur verið alveg ofboðslega mikið af því,“ útskýrir hún. „Ég hef sungið á alls kyns árstíðum og fram undan er söngur í hverju brúðkaupinu af öðru og alls kyns aðrir viðburðir. Ég hef bara alveg brjálað að gera, sem betur fer.“

Slitin krossbönd og draumurinn sem dó

Þótt tónlistin hafi alla tíð verið stór þáttur í lífi Guðrúnar segist hún ekki hafa stefnt að því að leggja hana fyrir sig sem ævistarf þegar hún var yngri. Hana dreymdi um allt aðra frægð og frama en örlögin gripu í taumana.

„Ég byrjaði snemma að æfa og spila fótbolta með Aftureldingu og var mjög efnileg,“ útskýrir hún. „Ég ætlaði mér alltaf að komast í nám út til Bandaríkjanna á skólastyrk út á fótboltann. Ég hafði í rauninni ekki annað markmið á þeim tíma. Rétt áður en ég byrjaði í menntaskólanum sleit ég hins vegar krossband í fætinum og gat ekki spilað um tíma. En ég fór í aðgerð og stefndi alltaf á að koma aftur inn í fótboltann því ég hafði svo mikinn metnað. Stuttu eftir að ég komst aftur að spila gerðist það sama aftur og ég þurfti í aðra aðgerð. Þá var þetta búið. Sá draumur fór í vaskinn.“

Þegar einn draumur endar tekur annar við og það má eiginlega segja að meiðslin hafi orðið til góðs því það var í kjölfar þeirra sem Guðrún ákvað að leggja tónlistina fyrir sig.

„Þá var ég hætt í fiðlunáminu, var búin að missa áhugann þar,“ segir hún. „En eftir seinni meiðslin ákvað ég að breyta um stefnu og fara út í sönginn, þannig að ef ég hefði ekki slasast svona í fótboltanum hefði ég aldrei orðið söngkona.“

Þú talaðir um að þú hefðir verið að hugsa um nám í læknisfræði, var það gamall draumur? „Nei, eða ég veit það ekki. Ég hafði alltaf áhuga á að fara í læknisfræði eða sjúkraþjálfun eða eitthvað annað sem tengdist því að hjálpa fólki,“ útskýrir Guðrún. „Ég fékk mjög mikinn áhuga á sjúkraþjálfun eftir að ég var svona mikið í sjúkraþjálfun en það þróaðist svo út í löngun til að verða læknir. Ég fór í MR þar sem mikil áhersla er lögð á að fólk sé vel statt fyrir læknanám eftir stúdentspróf. Ég var á náttúrufræðibraut þannig að ég hafði einhverja smávegis hugsjón um gaman gæti orðið að verða læknir. En ég veit ekki hvað verður. Eins og staðan er núna á tónlistin hug minn allan og ég er ekkert að velta fyrir mér að gera eitthvað annað á næstunni. Ég bý hins vegar að því að foreldrar mínir hafa kennt mér að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar og maður á aldrei að útiloka neitt, svo við sjáum bara til.“

Mikilvægast að hlusta á sjálfa sig

Þegar ég spyr hvenær nýja platan sé væntanleg, verður Guðrún óákveðin í svörum í fyrsta sinn í viðtalinu, en segir þó að hana langi til þess að koma henni út sem allra fyrst. „Kannski í sumar,“ segir hún.

„Það er ekki alveg ákveðið. Það er svo erfitt að setja sér „deadline“ þegar maður er tónlistarmaður, manni er alltaf að detta eitthvað nýtt í hug og það er alltaf eitthvað sem kemur upp á, en já, ég vil koma henni út eins fljótt og hægt er.“

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Heldurðu að þú verðir ennþá í tónlistarbransanum þegar þú verður fimmtug?

„Ég vona það, en það er aldrei að vita,“ segir Guðrún og brosir breitt. „Það sem mig langar mest til núna er að fara út og í tónleikaferðalag þar, helst að spila á Hróarskeldu, það hefur mig lengi langað til að gera. En ég veit ekki hvernig þetta þróast allt saman. Þegar ég byrjaði hafði ég ekki neinn rosalegan draum um hvað ég vildi, en ég hef mjög mikinn metnað og er alveg heltekin af því sem ég geri. Svo finnst mér gaman að sjá bara hvert það fer, þannig að ég set enga pressu á mig varðandi hvert stefnan er tekin.“

Spurð hvað hafi komið henni mest á óvart í tónlistarbransanum verður Guðrún dálítið hugsi. „Eiginlega það hvað jákvæð viðbrögð geta haft mikil áhrif á mann, bæði til góðs og ills,“ segir hún hægt.

„Það er alltaf verið að minna mann á að vera viðbúinn neikvæðum viðbrögðum og að einhverjir muni ekki fíla tónlistina manns og það gerist auðvitað alveg að maður fái neikvæð skilaboð og athugasemdir. En það er miklu algengara að ég fái jákvæð viðbrögð frá fólki og falleg skilaboð um hvað fólki þyki vænt um tónlistina mína, sem er alveg æðislegt. Því fylgir hins vegar líka ákveðin pressa um að það næsta sem maður gerir verði æðislega gott, að maður þurfi að standa undir einhverjum ákveðnum standard. Það getur ruglað mann en mikilvægasta lexían sem ég hef lært af þessu er að maður á alltaf að hlusta á sjálfan sig, ekki gera hlutina út frá því sem maður heldur að öðrum eigi eftir að finnast. Ef maður er sjálfur ánægður með verkin sín þá er þetta þess virði að gefa út. Það er eina viðmiðunin sem hægt er að hafa.“

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Almenningur með fangið fullt

Mikil verðmæti hafa byggst upp í dótturfélögum íslenska ríkisins, á undanförnum árum, og fyrirsjáanlegt að arðgreiðslur muni skipta tugum milljarða árlega.

Bókfært eigið fé fjögurra stærstu fyrirtækjanna, Landsvirkjunar, Landsbankans, Íslandsbanka og Isavia nemur yfir 650 milljörðum króna.

Þrátt fyrir að horft hafi verið til þess að selja eignarhluti í ríkisbönkunum, þá bendir stefna stjórnmálaflokkanna í landinu, ekki til þess að það mál sé ofarlega í forgangsröðunni.

Sé horft til þess efnahagslega samhengis, sem er á Íslandi, þá geta þessar eignir styrkt efnahagslega stöðu ríkisins verulega, þó þær haldi áfram að vera í eigu almennings.

Nánar um málið á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Raddir