Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Hundskammaður og sektaður af lögreglu: Fylgdi sjúkrabifreið eins og skugginn

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglan á Suðurlandi hafði í gær afskipti af ökumanni fólksbifreiðar sem hafði tekið þá ákvörðun að elta sjúkrabifreið sem var í forgangsakstri eftir Suðurlandsvegi.

Sjúkrabifreiðinni var ekið með bláum forgangsljósum og var alveg sama á hvaða hraða sjúkrabifreiðinni var ekið, alltaf fylgdi umræddur ökumaður á eftir eins og skugginn, segir á Facebook-síðu lögreglunnar í umdæminu.

Lögregla hafði afskipti af ökumanni umræddrar bifreiðar og var hann kærður fyrir hraðakstur og fékk hann alvarlegt tiltal vegna athæfisins. „Lögregla lítur málið mjög alvarlegum augum en fyrir utan hraðaksturinn þarf ekki að fjölyrða um þá hættu er umræddur ökumaður skapaði með athæfi sínu.“

Þá stöðvaði Lögreglan á Suðurlandi erlendan ferðamann á 145 km hraða á klst á Suðurlandsvegi milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs síðastliðna nótt. Gaf ökumaður þá skýringu að hann ætti bókað flug frá Íslandi í dag en hann ætlaði að aka hringinn og taka nokkrar ljósmyndir. Þar sem ökumaðurinn var á á leið til austurs var honum bent á að skynsamlegra væri að snúa við og aka til vesturs ef hann ætlaði sér að ná umræddu flugi.

Ókeypis peningar sem (næstum) enginn vill

Höfundur / Gunnar Dofri

Ég ætla að koma út úr skápnum með það að ég hef vandræðalega mikinn áhuga á peningum. Ekki bara þennan áhuga sem flestir hafa um að vilja eiga nóg af peningum til að komast með þokkalega góðum hætti gegnum mánuðinn, árið og lífið. Þessi áhugi ristir dýpra.

Ég er óformlegur leiðsögumaður vinahópsins um þann frumskóg sem húsnæðislánaframboð fjármálastofnana er. Ég bíð spenntur eftir ársfjórðungslegum vaxtaákvörðunum lífeyrissjóðsins sem lánaði mér fyrir íbúðinni minni og reikna út hvort endurfjármögnun borgi sig. Ég hafði það kyrfilega í huga þegar ég keypti rafhjól nýverið að fjármagnskostnaðurinn væri jú hverfandi og að hjólið borgaði sig upp á fáum árum ef ég segði upp áskriftinni minni að Strætó. Ég legg mánaðarlega fyrir áætlaða greiðslubyrði af námslánunum mínum. Hæ. Ég heiti Gunnar og ég hef lúðalegan áhuga á peningum.

Ég geri mér líka grein fyrir að það eru ekki allir eins og ég. Ég held jafnvel að langflestir séu að þessu leyti ekki eins og ég. Ekki það að ég sé eitthvað betri en aðrir. Það vill bara til að ég hef á huga á einhverju sem öðrum finnst mjög leiðinlegt en er að sama skapi mjög praktískt. Sumir vita allt um flugvélar, einhverjir kunna sögu knattspyrnuliðsins Luton utan að og aðrir geta gleymst sér í kenningum Stephen Hawking svo dögum skiptir. Ég pæli í lífeyrissjóðslánavöxtum og séreignarsparnaðarleiðum. Engar áhyggjur, ég hef líka áhuga á skemmtilegum hlutum. En það vill bara svo heppilega til fyrir mig, og óheppilega til fyrir marga aðra, að þessi peningaáhugi getur yfir lengri tíma skilað sér í því að ég muni, óháð öllu öðru, eiga meiri peninga en þau sem hafa ekki áhuga á þessu, Og það er ekki sanngjarnt.

Þess vegna verð ég dálítið leiður þegar ég les viðtöl eins og það sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku þar sem sagði að aðeins um 1 af hverjum 7 á vinnumarkaði nýttu sér þann kost að greiða séreignarsparnaðinn sinn inn á húsnæðislánin sín. [Innsk. höf.: Ef ég er ekki akkúrat núna búinn að missa alla lesendur sem ekki deila mínum furðulega áhuga á peningum yrði ég verulega hissa.]

Til viðbótar bendir ýmislegt til að þau tekjulægstu eru ólíklegust til að nýta þennan valmöguleika. Kostir þessa kerfis eru nefnilega ótvíræðir fyrir launþega. Launagreiðandi greiðir 2% til viðbótar við þau 2-4% sem launþegi greiðir í séreignarsjóð, sem síðan má ráðstafa, skattfrjálst, inn á húsnæðislán eða til að safna fyrir húsnæði. Ég, í þær sekúndur sem ég gleymi að fyrir mörgum eru þessir hlutir stórfenglega leiðinlegir, skil ekki hvers vegna hvert vinnandi mannsbarn nýtir ekki þennan valmöguleika.

Kannski er það vegna þess að sum munar um 2-4% af laununum sínum. Það eru að hámarki um 8.000 krónur í vasann af lægstu launum á mánuði. Þær krónur yrðu hins vegar um 19.000 með mótframlagi launagreiðanda og skattfrelsinu. Mér segir þó svo hugur að stór ástæða þess að fólk hvorki greiðir í séreignarlífeyrissparnað né nýtir hann til að safna fyrir eða greiða upp húsnæði, skattfrjálst, er að einhvern veginn hafi ekki nægilega vel tekist við að kynna þennan borðleggjandi valkost fyrir fólki. Þar þurfum við peningaáhugafólkið að skoða hvað við getum gert öðruvísi til að breiða út það fagnaðarerindi að vera með leiðinlegu en mikilvægu hlutina á tæru.

Veitingastaðurinn Essensia heyrir sögunni til

Ítalska staðnum Essensia hefur verið lokað.

Veitingastaðnum Essensia hefur verið lokað. Þetta kemur fram í frétt Vísis. Þar staðfestir kokkurinn Hákon Már Örvarsson sem rak staðinn að staðnum hafi nýverið verið lokað vegna þess að reksturinn hafði verið „þröngur.“

Essensia var opnaður í ágúst 2016 á Hverfisgötu 6. Þar var ítalskur matur í aðalhlutverki.

 

Segist geta sótt WOW þotuna strax í dag

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi WOW þotunnar sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, beri eingöngu að greiða þær skuldir sem tilheyra umræddri vél. Lögmaður ALC segir félagið geta sótt þotuna strax í dag.

RÚV greinir fyrst frá málinu. Isavia hefur frá því WOW var gjaldþrota haldið þotunni sem tryggingu vegna ógreiddra skulda WOW við Isavia. Skuldirnar eru saðgar nema nærri tveimur milljörðum króna. ALC hefur hins vegar sagt að eingöngu beri að greiða þær skuldir sem til eru komnar vegna þessarar tilteknu þotu. Málið hefur verið rekið fyrir dómstólum æ síðan. Héraðsdómur féllst á rök ALC í morgun.

Lögmaður ALC, Oddur Ástráðsson, segir við RÚV að jafnvel þótt Isavia áfrýji málinu til Landsréttar þá fresti það ekki réttaráhrifum úrskurðarins. Þess vegna geti ALC nálgast þotuna svo snemma sem í dag.

Kartöflumús í kínakáli er sjúklega gott meðlæti

Þessi réttur er einstaklega góður og passar sérlega vel með lambalæri. Svolítið örðuvísi og spennandi meðlæti sem gaman er að bera fram.

 

Kartöflumús í kínakáli
fyrir 4-6

4 stórar bökunarkartöflur
½ dl rjómi
6 döðlur, gróft skornar
salt og nýmalaður svartur pipar
1 haus kínakál
1 msk. hunang
2 msk. ólífuolía

Sjóðið kartöflur og skrælið. Látið í skál, bætið rjómanum smám saman við og stappið saman gróflega.

Bætið döðlunum út í, saltið og kryddið með pipar. Látið í kæli í u.þ.b. 15 mín.

Hitið ofn í 200°C. Takið heil blöð af kínakálinu og látið u.þ.b. 1-2 msk. af kartöflumús inn í hvert þeirra, rúllið upp og leggið varlega á ofnplötu.

Sáldrið yfir hunangi, olíu, salti og pipar. Bakið í u.þ.b. 10-15 mínútur eða þar til blöðin eru orðin svolítið karamelliseruð.

Umsjón / Theódor Gunnar Smith
Stílisiti og texti / Hanna Ingibjörg Arnardóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Undirbúa sig á Íslandi fyrir ferð til Mars

|||
Jeppinn verður látinn aka sjálfur og meta umhverfið án aðkomu manna en einnig verður kannaður vænleiki þess að nota dróna til að skanna svæðið sem fram undan er

Vísindamenn prófa Mars-jeppa á Íslandi fyrir ferð til plánetunnar Mars árið 2020.

Núna standa yfir tilraunir í nágrenni Langjökuls í tengslum við svonefnt SAND-E verkefni sem kostað er af Bandarísku flug- og geimvísindastofnuninni, NASA. Megintilgangur verkefnisins er að prófa vél- og hugbúnað fyrir Mars-jeppa, sem á að nota í leiðangri NASA til Mars árið 2020, við aðstæður sem líkjast aðstæðum á plánetunni Mars.

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Trucks Experience sér um flutning teymisins á þá afskekktu staði þar sem prófanirnar fara fram, og útvegar farartæki og ýmiskonar búnað og þjónustu fyrir rannsóknirnar. Hópur nemenda í verkfræði og tæknifræði við Háskólann í Reykjavík hefur svo verið rannsóknateyminu til aðstoðar.

Bækistöð Mars Rover jeppans sem ekið verður í aðstæðum í íslenskri náttúru sem þykja bera keim af þeim sem tækið á eftir að mæta á plánetunni Mars.

Íslenskar aðstæður sem líkjast aðstæðum á Mars

Vísindamenn SAND-E verkefnisins hafa sérstakan áhuga á að fylgjast með breytingum á eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum jarðvegs þegar hann berst með vatni og vindum. Meðal annars þess vegna fara prófanir fram nærri jökulrönd Langjökuls, því þar er að finna farvegi í sandinum eftir vatn sem kemur undan jöklinum, sem minna á farvegi á Mars. Þar er einnig að finna vindbarið basalt-hraun. Sandurinn er basalt-sandur, líkur sandinum á Mars, sem fyrirfinnst óvíða utan Íslands.

Mars-jeppinn og hópur jarðfræðinga mælir og tekur sýni á þremur stöðum í mismikilli fjarlægð frá jökli. Gögnin og niðurstöður eru svo nýttar í sjálfstýringu Mars-jeppans sem nýtir vélnám og gervigreind til að meta umhverfið sem keyrt er um, bæði jarðfræði þess og hversu öruggt það sé fyrir bílinn.

Mars-jeppinn er hannaður af kanadíska fyrirtækinu Mission Control.

Myndir / Robb Pritchard

Í bikiníform með því að eiga líkama og klæðast sundfötum

|
Ragga nagli Mynd / Rut Sigurðardóttir

Þjálfarinn Ragga Nagli minnir á að til að komast í bikiníform sé nóg að eiga líkama og „strengja Speedo sundspjör yfir hann“.

 

„Naglinn fór á ströndina um helgina. Og það án þess að byrja að undirbúa sig fyrir 14 dögum eins og bleiku miðlarnir hafa hamrað á. Án þess að kolvetnasvelta. Án þess að dítoxa. Án þess að borða bara skyr, kjöt og grænmeti í tvær vikur. Án þess að vatnslosa eða fasta. Án þess að losa út hvern dropa af vessa í skrokknum með spínati og selleríi,“ skrifar þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, nýlega í færslu á Facebook.

Með pistlinum minnir hún á mikilvægi þess að stunda góðar heilsuvenjur án allra öfga. Hún mælir eindregið gegn því að fólk fari í öfgafulla megrunarkúra áður en sundfatatíminn rennur upp.

„Því það er mikilvægara að viðhalda heilbrigðu sambandi við mat allt árið um kring.
Því það er mikilvægara að fokka ekki í grunnbrennslunni bara til að láta glitta í hold á sandi drifnu landi. Því það er mikilvægara að stunda sínar góðu heilsuvenjur án allra öfga. Því þegar við ýtum pendúlnum of fast í eina átt þá kemur hann af öllu afli til baka.“

„Því það er mikilvægara að stunda sínar góðu heilsuvenjur án allra öfga.“

Hún bætir við að skaðleg skilaboð komi úr öllum áttum. „Slík skilaboð geta búið til ævilangt raskað samband við spegilmyndina. Þar sem ‘Ekki-nógan’ lekur útúr hverjum miðlinum af öðrum, ekki nógu grönn, ekki nógu fit, ekki nógu sterk, ekki nógu stór brjóst eða þrýstinn rass, væri fjölmiðlum meira til sóma að hvetja konur til að standa stoltar í eigin skinni í örspjör. Að valdefla frekar konur til að taka meira pláss í veröldinni, en ekki blandast saman við umhverfið eins og rjúpan að fela sig fyrir fálkanum. Og borða fjandakornið það sem þig langar í áður en þú hysjar brók upp yfir rass og strappar brjósthaldara yfir geirvörtur. Þú kemst í bikiníform með að eiga líkama og strengja Speedo sundspjör yfir hann.“

Færslu Röggu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segist vilja gera alla Íslendinga að kapítalistum. Það hyggst hann gera með því að gefa öllum landsmönnum hlut í ríkisbönkunum.

„Í sjálfu sér er ákvörðunin tiltölulega einföld. Meirihluti Alþingis getur sameinast um að afhenda öllum Íslendingum eignarhluti í tveimur bönkum, sem þeir eiga en ríkissjóður heldur á í umboði þeirra. Með því yrði ýtt undir þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og margir fengju tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í átt að því að gerast kapítalistar,“ skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, í Morgunblaðið í dag.

Þessi hugmynd er í sjálfu sér ekki ný enda varpaði formaður Sjálfstæðisflokksins henni fram í ræðu á landsfundi árið 2015. Hún hefur hins vegar lítið verið rædd fram til þessa þótt reglulega skjóti umræða um sölu Landsbankans og Íslandsbanka upp kollinum. Óli Björn segist búa við andstöðu við þessa hugmynd því þeir séu enn til sem trúi því í einlægni að samfélaginu vegni best ef flest atvinnutæki eru í höndum ríkisins.

Samkvæmt samkomulagi milli stjórnarflokkanna er stefna ríkisstjórnarinnar sú að ríkið verði áfram leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum banka. Óli Björn segir þetta sanngjarna málamiðlun en bendir þó á að landsfundur Sjálfstæðisflokksins telji enga þörf á eignarhaldi ríkisisins á fjármálafyrirtækjum til lengri tíma litið.

„Mismunandi áherslur stjórnarflokkanna og ólík viðhorf til hlutverks ríkisins á fjármálamarkaði kemur ekki í veg fyrir að tekin sé ákvörðun um valddreifingu – að afhenda landsmönnum eignarhlut í bönkunum tveimur sem eru í eigu ríkisins. Um leið er fallist á sanngjarna kröfu um að almenningur, sem tók þátt í endurreisn fjármálakerfisins, fái eitthvað í sinn hlut – 10-20% á næstu fjórum til fimm árum, samhliða því sem skipulega er dregið úr eignahaldi ríkisins á fjármálamarkaði,“ skrifar þingmaðurinn að lokum.

Nóg í boði fyrir börnin á heimildamyndahátíð á Akranesi

Heimildamyndahátíðin Iceland Documentary Film Festival, verður haldin á Akranesi dagana, 17. til 21. júlí. Auk hefðbundinna kvikmyndasýninga verða alls kyns spennandi viðburðir í boði, meðal annars skemmtileg barnadagskrá.

Á hátíðinni verða nokkrar stuttar heimildamyndir fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-16 ára sýndar. Dagskránna má sjá á vef hátíðarinnar.

Ýmislegt annað skemmtilegt verður í boði fyrir yngri kynslóðina, til að mynda mætir Húlladúllan og skemmtir. Þá verður krökkunum boðið að skreyta Akratorg með krítalist og blaðrarinn býr til skemmtilega furðuhluti úr blöðrum. Andlitsmálning verður í boði fyrir yngstu börnin svo nokkur dæmi séu tekin.

Sjá einnig: „Fólk er farið að þyrsta í raunverulegra efni“

Flottustu baðherbergin í London fyrir „selfies“

Samfélagsmiðlanotendur hafa margir hverjir masterað listina á bak við það að taka baðherbergis-„selfie“ en til að ná góðri ljósmynd er auðvitað mikilvægt að baðherbergið sem myndin er tekin á sé fallegt.

Blaðamaður Tatler tók nýverið saman fimm almenningssalerni í London sem myndast einstaklega vel og hafa þess vegna verið vinsælir staðir til að taka ljósmyndir á.

Sketch

Baðherbergið á Sketch í London er orðið ansi þekkt en þar eru þúsundir ljósmynda teknar á mánuði. Þetta mun vera eitt frægasta baðherbergið á Instagram enda er um einstaka hönnun að ræða. Klósettbásarnir eru egglaga og litríkt kúpt loftið nýtur sín vel við annars skjannahvítt rýmið.

Staðsetning: 9 Conduit Street, Mayfair, W1S 2XG

https://www.instagram.com/p/BuqNDtIFDBN/

Annabels London

Á þessu baðherbergi ræður bleikur litur og almennur glamúr ríkjum. Sannkallað prinsessubaðherbergi hér á ferðinni.

Staðsetning: 46 Berkeley Square, Mayfair, London W1J 5AT.

https://www.instagram.com/p/Bw-trfMAKcN/

Sexy Fish

Þetta baðherbergi er vinsæll bakgrunnur þegar kemur að sjálfsmyndum. Ótal Instagram-notendur hafa stillt sér upp fyrir framan upplýsta veggina í von um að ná hinni fullkomnu mynd.

Staðsetning: Berkeley Square House, Berkeley Square, Mayfair W1J 6BR

The Ned

Það virðist vera erfitt að standast það að smella myndum af inni á baðherberginu á The Ned. Skemmtilegur stíll sem minnir þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.

Staðsetning:  27 Poultry, The City, EC2R 8AJ

View this post on Instagram

Plush pink in the powder room #TheNed 📷: @itsdanihunter

A post shared by The Ned (@thenedlondon) on

The Ritz

Almenningssalernið á The Ritz í London er eins og bakgrunnur í gamalli rómantískri bíómynd. Einstaklega skemmtilegur stíll og ekki furða að fólk taki gjarnan upp myndavélina inni á þessu baðherbergi.

Staðsetning: 150 Piccadilly, St. James’s, W1J 9BR

Baðherbergið á The Ritz í London.

Netflix fjarlægir umdeilda sjálfsvígssenu

Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlægja þriggja mínútna langt atriði úr sjónvarpsþáttunum 13 Reasons Why þar sem ein af aðalpersónum þeirra sést svipta sig lífi.

Atriðið er úr fyrstu seríu þáttanna sem tekin var til sýninga fyrir tveimur árum. Deilt hefur verið um atriðið allar götur síðan og hafa gagnrýnendur sagt að það sýni sjálfsvíg í rómantísku ljósi. Það er þvert á það sem framleiðandi þáttanna, Brian Yorkey, ætlaði sér. Sagði hann á Twitter að atriðið hafi átt að sýna ljótleika og sársauka á svo grafískan hátt að enginn ætti að vilja leika það eftir.

Netflix segist byggja ákvörðun sína á ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólks og er hún tekin í samráði við Yorkey sem segist hafa endurskoðað hug sinn eftir að hafa hlustað á gagnrýni. „Ekkert atriði er mikilvægara en þættirnir sjálfir og þau skilaboð sem þeir hafa fram að færa, sem eru þau að við verðum að hugsa betur um hvert annað. Við teljum að þessar breytingar séu flestum til heilla á meðan við tökum sérstakt tillit til ungra áhorfenda sem standa höllum fæti,“ segir Yorkey.

Þriðja sería 13 Reasons Why fer í loftið síðar á þessu ári.

Minnisblað um WOW Air fær ekki að líta dagsins ljós

Minnisblað sem sýndi efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW Air mun ekki koma fyrir sjónir almennings. Minnisblaðið varpar ljósi á mögulega atburðarás sem ríkisstjórnin stóð frammi fyrir áður en flugfélagið varð gjaldþrota.

Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en fréttastjóri fjölmiðils hafði kært synjun ráðuneytisins til nefndarinnar. Umrætt minnisblað ber titilinn „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“ og er dagsett 26. mars, tveimur dögum áður en tilkynnt var um gjaldþrot WOW.

Í rökstuðningi fjölmiðilsins segir að ekki sé ástæða til að halda minnisblaðinu leyndu lengur þar sem WOW air hafi farið í þrot. Stjórnvöld hafi því ekki hagsmuni af því að halda umræddum gögnum frá almenningi. Hins vegar sé það mikið hagsmunamál fyrir almenning að geta séð hvaða valkostum stjórnvöld stóðu frammi fyrir í aðdaganda gjaldþrots WOW og hvaða ráðgjöf þau fengu um efnahagslegar afleiðingar mismunandi kosta.

Ráðuneytið byggði synjun sína á 6. grein upplýsingalaga þar sem sérstaklega er tiltekið að aðgangur að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Nefndin fékk umrætt minnisblað til skoðunar og er það niðurstaða hennar að skjalið beri það ótvírætt með sér að hafa verið tekið saman fyrir ráðherranefnd. Þess vegna hafi ráðuneytinu verið heimilt að synja umræddum fjölmiðli um aðgang að því, óháð því hvort efni þess varði almannahagsmuni.

Mislingar greinast á höfuðborgarsvæðinu

Mynd/Pixabay

Fullorðinn einstaklingur búsettur á höfuðborgarsvæðinu, greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum. Hann hafði verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum.

Frá þessu er greint á vef Landlæknis

Sjúklingnum heilsast vel eftir atvikum og ekki er vitað um fleiri smit á þessari stundu. Mislingafaraldur hefur verið í gangi í Úkraínu á undanförnum árum og fyrstu tvo mánuði árins 2019 greindust þar rúmlega 25.000 einstaklingar með mislinga.

Í tengslum við þetta tilfelli er unnið skv. áætlunum sem notaðar voru í mislingafaraldrinum hér á landi í febrúar/mars sl. Haft hefur verið samband við þá einstaklinga sem kunna að hafa smitast af þessum einstaklingi og viðhafðar viðeigandi ráðstafanir eftir atvikum sem geta falist í sóttkví, bólusetningu eða blóðprófum. Einnig hefur heilbrigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatilfellum.

Ekki er búist við að faraldur sé í uppsiglingu þó stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar. Þátttaka í mislingabólusetningu er hér ágæt sem á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Um 95% einstaklinga á aldrinum tveggja til 18 ára hafa verið bólusettir gegn mislingum og rúmlega 50% einstaklinga á aldrinum eins til tveggja ára. Þess ber að geta að mælt er með fyrstu bólusetningu við 18 mánaða aldur. Þátttaka í bólusetningu einstaklinga eldri en 18 ára er ekki þekkt því miðlægar upplýsingar í þessum aldurshópi liggja ekki fyrir.

Almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér á landi 1976 og talið er að flestir fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem hyggja á ferðalag til landa þar sem mislingar geisa að huga vel að bólusetningum áður en ferð er hafin.

Umferð um Vaðlaheiðargöng langt undir væntingum

Aðsend mynd

Mun færri keyrðu í gegnum Vaðlaheiðargöng í júnímánuði en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur eru sömuleiðis langt undir áætlunum.

Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að áætlanir hafi gert ráð fyrir að um 90 prósent allrar bílaumferðar færi í gegnum göngin. Raunin er hins vegar sú að hlutfallið er 70 prósent í júní. Af þessu leiðir að tekjur sumarsins eru 34 til 40 prósent minni en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir ýmsar skýringar kunna að liggja að baki. Framkvæmdir standi enn yfir og að fleiri hafi nýtt sér að fyrirframgreiða ferðir og fengið góðan afslátt. „Reyndin er sú að rútur kjósa að fara um skarðið og spari sér þannig greiðslu í göngin. Við munum þegar líður á sumarið greina þetta betur og finna út af hverju fleiri ákveða að aka um Víkurskarðið en við bjuggumst við. Það er engin ein skýring á þessu og miklu heldur margþættar ástæður.“

Sjá umfjöllun FÍB.

Lögreglan rannsakar hatursglæp í Breiðholti: Hrækti á fólkið og sagði það ekki velkomið á Íslandi

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„Það sem setur þó að mér mestan óhug er að atburður sem þessi eigi sér stað um hábjartan dag í landi sem kennir sig við öryggi og friðsæld,“ segir Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslima sem urðu fyrir árás íslenskrar konu í Breiðholti í gær.

Í dagbók lögreglunnar í morgun sagði frá því að veist hafi verið að þremur múslímskum konum í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær. Var lögregla kölluð á vettvang og málið rannsakað sem hatursglæpur. Frekari lýsingar á atvikinu var ekki að finna í færslu lögreglunnar.

Þórunn Ólafsdóttir lýsir málsatvikum á Facebook síðu sinni, en aðstandandi kvennanna setti sig í samband við hana eftir atvikið. Hún segir svo frá:

„Í ljós kom að árás hafði átt sér stað. Ekki þó í Sýrlandi, heldur um hábjartan dag í Reykjavík. Á hinum enda línunnar var kær vinur okkar, ráðist hafði verið fólskulega á fjölskylduna hans í jafn hversdagslegum aðstæðum og innkaupaferð í Bónus. Fjölskyldan var á leið út úr versluninni þegar kona veittist að þeim, fyrst með ókvæðisorðum en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði tilraunir til að rífa í hijab kvennanna, sem er þekkt aðferð hatursglæpamanna til að niðurlægja múslima. Tilefni árásarinnar var hatur í garð innflytjenda og múslima. Í landinu sem ætlaði sér að veita fjölskyldunni öruggt skjól. Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.“

Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.

Þórunn segir að fólkið hafi hringt á lögreglu sem hafi ekki séð ástæðu til að mæta á staðinn en það hafi ekki verið fyrr en hún hringdi sjálf í lögregluna sem brugðist var við. „Nú ætla ég ekki að þykjast hafa meira vit á vinnubrögðum lögreglunnar en hún sjálf, en hvernig hefði þetta mál endað ef fjölskyldan hefði ekki átt bakland sem gat gengið í málið? Hversu mörgum svona árásum heyrum við aldrei af?“

Þórunn er slegin yfir því að jafn alvarlegur atburður sem þessi geti átt sér stað um hábjartan dag á Íslandi.  Staðreyndin sé hins vegar sú að hatursorðræða, rasismi og íslamófóbía færist á aukanna á Íslandi. „Sú ógnvænlega þróun á sér margar skýringar og fjölmargir sem bera þar mikla ábyrgð – stjórnmálafólk, fjölmiðlar og fólkið sem veitir þessum hugmyndum brautargengi og fjöldinn sem lætur þær óáreittar. Hvernig samfélag viljum við eiginlega vera?“

Lögreglan rannsakar málið.

Þegar ég kom heim seinni partinn í gær var Kinan í símanum. Tónninn í röddinni gaf sterklega til kynna að eitthvað mikið…

Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Þriðjudagur, 16. júlí 2019

Safna fyrir lögfræði- og ferðakostnaði

|
Gömul mynd sem Sarah birti á gofundme.com. Hér er Grant ásamt börnum sínum.|

Dóttir Grant Wagstaff, sem lést í flugslysi á Íslandi árið 2015, safnar nú fyrir lögfræðikostnaði og hyggst stefna Sjóvá.

 

Árið 2015 lést hinn kanadíski Grant Wagstaff í flugslysi á Íslandi þegar sjóflugvél, sem flogið var af Arngrími Jóhannssyni, brotlenti Barkárdal. ​Sarah Wagstaff, dóttir Grants, gagnrýnir meðferð málsins hérlendis.

Nýverið efndi hún til söfnunar á vefnum GoFundMe undir yfirskriftinni „hjálpið kanadískri fjölskyldu að safna fyrir lögfræðikostnaði“. Sarah hyggst stefna Sjóvá sem ekki greiðir bætur vegna slyssins. Eins íhugar hún að stefna Arngrími er fram kemur í frétt Fréttablaðsins.

Á vefnum Gofundme segir Sarah frá máli föður síns sem var 56 ára þegar hann lést. Hún segir frá því að málið hafi verið til rannsóknar í nokkur ár og að fjölskyldan hafi beðið eftir skaðabótum í þann tíma.

Sarah vonast til að ná að safna fyrir lögfræðikostnaði og sömuleiðis ferðakostnaði svo að fjölskyldan geti ferðast til Íslands. „Ég hef ekki haft tök á að fara að slysstaðnum til að kveðja föður minn svo ég er að vonast til þess að geta gert það þegar ég kem til að fylgjast með réttarhöldunum. Mig langar líka að geta komið upp minnismerki um föður minn á staðnum sem hann lést,“ segir Sarah í viðtali við Fréttablaðið.

Hægt er að fylgjast með söfnuninni og leggja Söruh lið á síðunni GoFundMe.com.

Íslenska ríkið braut gegn viðskiptamönnum

||
||

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi ekki veitt þeim Styrmi Þór Bragasyni og Júlíusi Þór Sigurþórssyni réttláta málsmeðferð.

 

Um er að ræða tvö aðskilin mál en málsástæður þær sömu. Styrmir var áður forstjóri MP banka og hlaut eins árs fangelsisdóm í Exeter-málinu svokallaða en Júlíus var framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Húsasmiðjunnar. Báðir höfðu þeir verið sakfelldir í Hæstarétti án þess að vitnaleiðslur hafi farið fram að viðstöddum verjanda og telur Mannréttindadómstóllinn að slíkt sé brot á lögum.

Dómtóllinn gerði einnig ríkinu að greiða Styrmi 7.500 evrur í málskostnað, eða sem nemur einni milljón króna.

Látlausir litir og skemmtilegt samspil áferða á nýju hóteli í London

Danska hönnunarteymið Space Copenhagen sá um innanhússhönnunina á nýju og glæsilegu hóteli sem var opnað í London í maí.

 

Nýverið var hótelið The Stratford opnað í London. Hótelið hefur að geyma 145 glæsileg og nútímaleg herbergi. Samkvæmt frétt Wallpaper tók um áratug að fullkomna hótelið og nú hefur það loks verið opnað.

Danska arkitekta- og hönnunarteymið Space Copenhagen sá um innnahússhönnununa, þau hafa áður lýst stíl sínum sem „ljóðrænum módernisma“.

Látlausir litir og áhugavert samspil áferða spilar stórt hlutverk á hótelinu. Húsgögnin koma úr ýmsum áttum en sum húsgagnanna eru úr smiðju Space Copenhagen í samstarfi við framleiðendur á borð við Gubi, Stellar Works og Benchmark.

Mynd / Space Copenhagen – Rich Stapleton

Fleiri myndir af þessu nýja glæsilega hóteli má sjá á vef Space Copenhagen.

Kylie Jenner er komin með nýja bestu vinkonu

Kylie Jenner og vinkona hennar, Anastasia Karanikolao, virðast verja öllum stundum saman.

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner virðist vera komin með nýja bestu vinkonu eftir að upp úr sauð á milli hennar og Jordyn Woods, fyrrverandi bestu vinkonunnar, en þær voru eitt sinn óaðskiljanlegar.

Upp úr vinskap Jenner og Woods slitnaði eftir að greint var frá því í febrúar að Jordyn hefði haldið við Tristan Thompson. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Tristan Thompson barnsfaðir Khloé Kardashian, hálfsystur Kylie.

En Jenner virðist vera búin að jafna sig og er komin með nýja bestu vinkonu. Sú heitir Anastasia Karanikolao, kölluð Stassie.

Stassie hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum hjá Jenner undanfarið og virðast þær verja öllum stundum saman. Vinátta þeirra er þó ekki ný af nálinni en þær kynntust þegar þær voru 11 ára gamlar.

Stassie er fyrirsæta og er vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún er meðal annars þekkt fyrir að tala opinskátt um þær fegrunaraðgerðir sem hún hefur gengist undir.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem Stassie og Kylie Jenner hafa birt af sér undanfarið.

View this post on Instagram

partners in crime

A post shared by Anastasia Karanikolaou (@stassiebaby) on

View this post on Instagram

22💕

A post shared by Anastasia Karanikolaou (@stassiebaby) on

View this post on Instagram

😛😁😁😁😁🥳

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) on

View this post on Instagram

mi amor

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) on

 

View this post on Instagram

just another twin pic walkin through your feed.. 💍

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) on

Sjá einnig: Hittust á næturklúbb um helgina

Segir fæsta fá fullnægjandi meðferð við þunglyndi

„Þunglyndi er rosalega algengt vandamál en samt fá fæstir fullnægjandi meðferð,“segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sem var að gefa út bókina Náðu tökum á þunglyndi.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarmiðstöðina, hefur sent frá sér nýja bók, Náðu tökum á þunglyndi.

Bókin er góð blanda af fræðslu, uppbyggilegum ráðum og verkefnum sem geta hjálpað. En hver var hvatinn að því að Sóley Dröfn ákvað að skrifa þessa bók?

„Ég hef unnið mikið með þunglyndi í gegnum tíðina meðal annars við Kvíðameðferðarstöðina. Kvíðavandamál geta leitt til þunglyndis og svo fylgir kvíði oft þunglyndi, sem lagast þá þegar þunglyndinu léttir. Þunglyndi er rosalega algengt vandamál en samt fá fæstir fullnægjandi meðferð og lítið verið gefið út um efnið á íslensku. Það er mikil synd því þunglyndi er erfið reynsla sem ná má tökum á með réttri meðferð,“ segir Sóley meðal annars í viðtali sem má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Hundskammaður og sektaður af lögreglu: Fylgdi sjúkrabifreið eins og skugginn

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglan á Suðurlandi hafði í gær afskipti af ökumanni fólksbifreiðar sem hafði tekið þá ákvörðun að elta sjúkrabifreið sem var í forgangsakstri eftir Suðurlandsvegi.

Sjúkrabifreiðinni var ekið með bláum forgangsljósum og var alveg sama á hvaða hraða sjúkrabifreiðinni var ekið, alltaf fylgdi umræddur ökumaður á eftir eins og skugginn, segir á Facebook-síðu lögreglunnar í umdæminu.

Lögregla hafði afskipti af ökumanni umræddrar bifreiðar og var hann kærður fyrir hraðakstur og fékk hann alvarlegt tiltal vegna athæfisins. „Lögregla lítur málið mjög alvarlegum augum en fyrir utan hraðaksturinn þarf ekki að fjölyrða um þá hættu er umræddur ökumaður skapaði með athæfi sínu.“

Þá stöðvaði Lögreglan á Suðurlandi erlendan ferðamann á 145 km hraða á klst á Suðurlandsvegi milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs síðastliðna nótt. Gaf ökumaður þá skýringu að hann ætti bókað flug frá Íslandi í dag en hann ætlaði að aka hringinn og taka nokkrar ljósmyndir. Þar sem ökumaðurinn var á á leið til austurs var honum bent á að skynsamlegra væri að snúa við og aka til vesturs ef hann ætlaði sér að ná umræddu flugi.

Ókeypis peningar sem (næstum) enginn vill

Höfundur / Gunnar Dofri

Ég ætla að koma út úr skápnum með það að ég hef vandræðalega mikinn áhuga á peningum. Ekki bara þennan áhuga sem flestir hafa um að vilja eiga nóg af peningum til að komast með þokkalega góðum hætti gegnum mánuðinn, árið og lífið. Þessi áhugi ristir dýpra.

Ég er óformlegur leiðsögumaður vinahópsins um þann frumskóg sem húsnæðislánaframboð fjármálastofnana er. Ég bíð spenntur eftir ársfjórðungslegum vaxtaákvörðunum lífeyrissjóðsins sem lánaði mér fyrir íbúðinni minni og reikna út hvort endurfjármögnun borgi sig. Ég hafði það kyrfilega í huga þegar ég keypti rafhjól nýverið að fjármagnskostnaðurinn væri jú hverfandi og að hjólið borgaði sig upp á fáum árum ef ég segði upp áskriftinni minni að Strætó. Ég legg mánaðarlega fyrir áætlaða greiðslubyrði af námslánunum mínum. Hæ. Ég heiti Gunnar og ég hef lúðalegan áhuga á peningum.

Ég geri mér líka grein fyrir að það eru ekki allir eins og ég. Ég held jafnvel að langflestir séu að þessu leyti ekki eins og ég. Ekki það að ég sé eitthvað betri en aðrir. Það vill bara til að ég hef á huga á einhverju sem öðrum finnst mjög leiðinlegt en er að sama skapi mjög praktískt. Sumir vita allt um flugvélar, einhverjir kunna sögu knattspyrnuliðsins Luton utan að og aðrir geta gleymst sér í kenningum Stephen Hawking svo dögum skiptir. Ég pæli í lífeyrissjóðslánavöxtum og séreignarsparnaðarleiðum. Engar áhyggjur, ég hef líka áhuga á skemmtilegum hlutum. En það vill bara svo heppilega til fyrir mig, og óheppilega til fyrir marga aðra, að þessi peningaáhugi getur yfir lengri tíma skilað sér í því að ég muni, óháð öllu öðru, eiga meiri peninga en þau sem hafa ekki áhuga á þessu, Og það er ekki sanngjarnt.

Þess vegna verð ég dálítið leiður þegar ég les viðtöl eins og það sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku þar sem sagði að aðeins um 1 af hverjum 7 á vinnumarkaði nýttu sér þann kost að greiða séreignarsparnaðinn sinn inn á húsnæðislánin sín. [Innsk. höf.: Ef ég er ekki akkúrat núna búinn að missa alla lesendur sem ekki deila mínum furðulega áhuga á peningum yrði ég verulega hissa.]

Til viðbótar bendir ýmislegt til að þau tekjulægstu eru ólíklegust til að nýta þennan valmöguleika. Kostir þessa kerfis eru nefnilega ótvíræðir fyrir launþega. Launagreiðandi greiðir 2% til viðbótar við þau 2-4% sem launþegi greiðir í séreignarsjóð, sem síðan má ráðstafa, skattfrjálst, inn á húsnæðislán eða til að safna fyrir húsnæði. Ég, í þær sekúndur sem ég gleymi að fyrir mörgum eru þessir hlutir stórfenglega leiðinlegir, skil ekki hvers vegna hvert vinnandi mannsbarn nýtir ekki þennan valmöguleika.

Kannski er það vegna þess að sum munar um 2-4% af laununum sínum. Það eru að hámarki um 8.000 krónur í vasann af lægstu launum á mánuði. Þær krónur yrðu hins vegar um 19.000 með mótframlagi launagreiðanda og skattfrelsinu. Mér segir þó svo hugur að stór ástæða þess að fólk hvorki greiðir í séreignarlífeyrissparnað né nýtir hann til að safna fyrir eða greiða upp húsnæði, skattfrjálst, er að einhvern veginn hafi ekki nægilega vel tekist við að kynna þennan borðleggjandi valkost fyrir fólki. Þar þurfum við peningaáhugafólkið að skoða hvað við getum gert öðruvísi til að breiða út það fagnaðarerindi að vera með leiðinlegu en mikilvægu hlutina á tæru.

Veitingastaðurinn Essensia heyrir sögunni til

Ítalska staðnum Essensia hefur verið lokað.

Veitingastaðnum Essensia hefur verið lokað. Þetta kemur fram í frétt Vísis. Þar staðfestir kokkurinn Hákon Már Örvarsson sem rak staðinn að staðnum hafi nýverið verið lokað vegna þess að reksturinn hafði verið „þröngur.“

Essensia var opnaður í ágúst 2016 á Hverfisgötu 6. Þar var ítalskur matur í aðalhlutverki.

 

Segist geta sótt WOW þotuna strax í dag

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi WOW þotunnar sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, beri eingöngu að greiða þær skuldir sem tilheyra umræddri vél. Lögmaður ALC segir félagið geta sótt þotuna strax í dag.

RÚV greinir fyrst frá málinu. Isavia hefur frá því WOW var gjaldþrota haldið þotunni sem tryggingu vegna ógreiddra skulda WOW við Isavia. Skuldirnar eru saðgar nema nærri tveimur milljörðum króna. ALC hefur hins vegar sagt að eingöngu beri að greiða þær skuldir sem til eru komnar vegna þessarar tilteknu þotu. Málið hefur verið rekið fyrir dómstólum æ síðan. Héraðsdómur féllst á rök ALC í morgun.

Lögmaður ALC, Oddur Ástráðsson, segir við RÚV að jafnvel þótt Isavia áfrýji málinu til Landsréttar þá fresti það ekki réttaráhrifum úrskurðarins. Þess vegna geti ALC nálgast þotuna svo snemma sem í dag.

Kartöflumús í kínakáli er sjúklega gott meðlæti

Þessi réttur er einstaklega góður og passar sérlega vel með lambalæri. Svolítið örðuvísi og spennandi meðlæti sem gaman er að bera fram.

 

Kartöflumús í kínakáli
fyrir 4-6

4 stórar bökunarkartöflur
½ dl rjómi
6 döðlur, gróft skornar
salt og nýmalaður svartur pipar
1 haus kínakál
1 msk. hunang
2 msk. ólífuolía

Sjóðið kartöflur og skrælið. Látið í skál, bætið rjómanum smám saman við og stappið saman gróflega.

Bætið döðlunum út í, saltið og kryddið með pipar. Látið í kæli í u.þ.b. 15 mín.

Hitið ofn í 200°C. Takið heil blöð af kínakálinu og látið u.þ.b. 1-2 msk. af kartöflumús inn í hvert þeirra, rúllið upp og leggið varlega á ofnplötu.

Sáldrið yfir hunangi, olíu, salti og pipar. Bakið í u.þ.b. 10-15 mínútur eða þar til blöðin eru orðin svolítið karamelliseruð.

Umsjón / Theódor Gunnar Smith
Stílisiti og texti / Hanna Ingibjörg Arnardóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Undirbúa sig á Íslandi fyrir ferð til Mars

|||
Jeppinn verður látinn aka sjálfur og meta umhverfið án aðkomu manna en einnig verður kannaður vænleiki þess að nota dróna til að skanna svæðið sem fram undan er

Vísindamenn prófa Mars-jeppa á Íslandi fyrir ferð til plánetunnar Mars árið 2020.

Núna standa yfir tilraunir í nágrenni Langjökuls í tengslum við svonefnt SAND-E verkefni sem kostað er af Bandarísku flug- og geimvísindastofnuninni, NASA. Megintilgangur verkefnisins er að prófa vél- og hugbúnað fyrir Mars-jeppa, sem á að nota í leiðangri NASA til Mars árið 2020, við aðstæður sem líkjast aðstæðum á plánetunni Mars.

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Trucks Experience sér um flutning teymisins á þá afskekktu staði þar sem prófanirnar fara fram, og útvegar farartæki og ýmiskonar búnað og þjónustu fyrir rannsóknirnar. Hópur nemenda í verkfræði og tæknifræði við Háskólann í Reykjavík hefur svo verið rannsóknateyminu til aðstoðar.

Bækistöð Mars Rover jeppans sem ekið verður í aðstæðum í íslenskri náttúru sem þykja bera keim af þeim sem tækið á eftir að mæta á plánetunni Mars.

Íslenskar aðstæður sem líkjast aðstæðum á Mars

Vísindamenn SAND-E verkefnisins hafa sérstakan áhuga á að fylgjast með breytingum á eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum jarðvegs þegar hann berst með vatni og vindum. Meðal annars þess vegna fara prófanir fram nærri jökulrönd Langjökuls, því þar er að finna farvegi í sandinum eftir vatn sem kemur undan jöklinum, sem minna á farvegi á Mars. Þar er einnig að finna vindbarið basalt-hraun. Sandurinn er basalt-sandur, líkur sandinum á Mars, sem fyrirfinnst óvíða utan Íslands.

Mars-jeppinn og hópur jarðfræðinga mælir og tekur sýni á þremur stöðum í mismikilli fjarlægð frá jökli. Gögnin og niðurstöður eru svo nýttar í sjálfstýringu Mars-jeppans sem nýtir vélnám og gervigreind til að meta umhverfið sem keyrt er um, bæði jarðfræði þess og hversu öruggt það sé fyrir bílinn.

Mars-jeppinn er hannaður af kanadíska fyrirtækinu Mission Control.

Myndir / Robb Pritchard

Í bikiníform með því að eiga líkama og klæðast sundfötum

|
Ragga nagli Mynd / Rut Sigurðardóttir

Þjálfarinn Ragga Nagli minnir á að til að komast í bikiníform sé nóg að eiga líkama og „strengja Speedo sundspjör yfir hann“.

 

„Naglinn fór á ströndina um helgina. Og það án þess að byrja að undirbúa sig fyrir 14 dögum eins og bleiku miðlarnir hafa hamrað á. Án þess að kolvetnasvelta. Án þess að dítoxa. Án þess að borða bara skyr, kjöt og grænmeti í tvær vikur. Án þess að vatnslosa eða fasta. Án þess að losa út hvern dropa af vessa í skrokknum með spínati og selleríi,“ skrifar þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, nýlega í færslu á Facebook.

Með pistlinum minnir hún á mikilvægi þess að stunda góðar heilsuvenjur án allra öfga. Hún mælir eindregið gegn því að fólk fari í öfgafulla megrunarkúra áður en sundfatatíminn rennur upp.

„Því það er mikilvægara að viðhalda heilbrigðu sambandi við mat allt árið um kring.
Því það er mikilvægara að fokka ekki í grunnbrennslunni bara til að láta glitta í hold á sandi drifnu landi. Því það er mikilvægara að stunda sínar góðu heilsuvenjur án allra öfga. Því þegar við ýtum pendúlnum of fast í eina átt þá kemur hann af öllu afli til baka.“

„Því það er mikilvægara að stunda sínar góðu heilsuvenjur án allra öfga.“

Hún bætir við að skaðleg skilaboð komi úr öllum áttum. „Slík skilaboð geta búið til ævilangt raskað samband við spegilmyndina. Þar sem ‘Ekki-nógan’ lekur útúr hverjum miðlinum af öðrum, ekki nógu grönn, ekki nógu fit, ekki nógu sterk, ekki nógu stór brjóst eða þrýstinn rass, væri fjölmiðlum meira til sóma að hvetja konur til að standa stoltar í eigin skinni í örspjör. Að valdefla frekar konur til að taka meira pláss í veröldinni, en ekki blandast saman við umhverfið eins og rjúpan að fela sig fyrir fálkanum. Og borða fjandakornið það sem þig langar í áður en þú hysjar brók upp yfir rass og strappar brjósthaldara yfir geirvörtur. Þú kemst í bikiníform með að eiga líkama og strengja Speedo sundspjör yfir hann.“

Færslu Röggu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segist vilja gera alla Íslendinga að kapítalistum. Það hyggst hann gera með því að gefa öllum landsmönnum hlut í ríkisbönkunum.

„Í sjálfu sér er ákvörðunin tiltölulega einföld. Meirihluti Alþingis getur sameinast um að afhenda öllum Íslendingum eignarhluti í tveimur bönkum, sem þeir eiga en ríkissjóður heldur á í umboði þeirra. Með því yrði ýtt undir þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og margir fengju tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í átt að því að gerast kapítalistar,“ skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, í Morgunblaðið í dag.

Þessi hugmynd er í sjálfu sér ekki ný enda varpaði formaður Sjálfstæðisflokksins henni fram í ræðu á landsfundi árið 2015. Hún hefur hins vegar lítið verið rædd fram til þessa þótt reglulega skjóti umræða um sölu Landsbankans og Íslandsbanka upp kollinum. Óli Björn segist búa við andstöðu við þessa hugmynd því þeir séu enn til sem trúi því í einlægni að samfélaginu vegni best ef flest atvinnutæki eru í höndum ríkisins.

Samkvæmt samkomulagi milli stjórnarflokkanna er stefna ríkisstjórnarinnar sú að ríkið verði áfram leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum banka. Óli Björn segir þetta sanngjarna málamiðlun en bendir þó á að landsfundur Sjálfstæðisflokksins telji enga þörf á eignarhaldi ríkisisins á fjármálafyrirtækjum til lengri tíma litið.

„Mismunandi áherslur stjórnarflokkanna og ólík viðhorf til hlutverks ríkisins á fjármálamarkaði kemur ekki í veg fyrir að tekin sé ákvörðun um valddreifingu – að afhenda landsmönnum eignarhlut í bönkunum tveimur sem eru í eigu ríkisins. Um leið er fallist á sanngjarna kröfu um að almenningur, sem tók þátt í endurreisn fjármálakerfisins, fái eitthvað í sinn hlut – 10-20% á næstu fjórum til fimm árum, samhliða því sem skipulega er dregið úr eignahaldi ríkisins á fjármálamarkaði,“ skrifar þingmaðurinn að lokum.

Nóg í boði fyrir börnin á heimildamyndahátíð á Akranesi

Heimildamyndahátíðin Iceland Documentary Film Festival, verður haldin á Akranesi dagana, 17. til 21. júlí. Auk hefðbundinna kvikmyndasýninga verða alls kyns spennandi viðburðir í boði, meðal annars skemmtileg barnadagskrá.

Á hátíðinni verða nokkrar stuttar heimildamyndir fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-16 ára sýndar. Dagskránna má sjá á vef hátíðarinnar.

Ýmislegt annað skemmtilegt verður í boði fyrir yngri kynslóðina, til að mynda mætir Húlladúllan og skemmtir. Þá verður krökkunum boðið að skreyta Akratorg með krítalist og blaðrarinn býr til skemmtilega furðuhluti úr blöðrum. Andlitsmálning verður í boði fyrir yngstu börnin svo nokkur dæmi séu tekin.

Sjá einnig: „Fólk er farið að þyrsta í raunverulegra efni“

Flottustu baðherbergin í London fyrir „selfies“

Samfélagsmiðlanotendur hafa margir hverjir masterað listina á bak við það að taka baðherbergis-„selfie“ en til að ná góðri ljósmynd er auðvitað mikilvægt að baðherbergið sem myndin er tekin á sé fallegt.

Blaðamaður Tatler tók nýverið saman fimm almenningssalerni í London sem myndast einstaklega vel og hafa þess vegna verið vinsælir staðir til að taka ljósmyndir á.

Sketch

Baðherbergið á Sketch í London er orðið ansi þekkt en þar eru þúsundir ljósmynda teknar á mánuði. Þetta mun vera eitt frægasta baðherbergið á Instagram enda er um einstaka hönnun að ræða. Klósettbásarnir eru egglaga og litríkt kúpt loftið nýtur sín vel við annars skjannahvítt rýmið.

Staðsetning: 9 Conduit Street, Mayfair, W1S 2XG

https://www.instagram.com/p/BuqNDtIFDBN/

Annabels London

Á þessu baðherbergi ræður bleikur litur og almennur glamúr ríkjum. Sannkallað prinsessubaðherbergi hér á ferðinni.

Staðsetning: 46 Berkeley Square, Mayfair, London W1J 5AT.

https://www.instagram.com/p/Bw-trfMAKcN/

Sexy Fish

Þetta baðherbergi er vinsæll bakgrunnur þegar kemur að sjálfsmyndum. Ótal Instagram-notendur hafa stillt sér upp fyrir framan upplýsta veggina í von um að ná hinni fullkomnu mynd.

Staðsetning: Berkeley Square House, Berkeley Square, Mayfair W1J 6BR

The Ned

Það virðist vera erfitt að standast það að smella myndum af inni á baðherberginu á The Ned. Skemmtilegur stíll sem minnir þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.

Staðsetning:  27 Poultry, The City, EC2R 8AJ

View this post on Instagram

Plush pink in the powder room #TheNed 📷: @itsdanihunter

A post shared by The Ned (@thenedlondon) on

The Ritz

Almenningssalernið á The Ritz í London er eins og bakgrunnur í gamalli rómantískri bíómynd. Einstaklega skemmtilegur stíll og ekki furða að fólk taki gjarnan upp myndavélina inni á þessu baðherbergi.

Staðsetning: 150 Piccadilly, St. James’s, W1J 9BR

Baðherbergið á The Ritz í London.

Netflix fjarlægir umdeilda sjálfsvígssenu

Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlægja þriggja mínútna langt atriði úr sjónvarpsþáttunum 13 Reasons Why þar sem ein af aðalpersónum þeirra sést svipta sig lífi.

Atriðið er úr fyrstu seríu þáttanna sem tekin var til sýninga fyrir tveimur árum. Deilt hefur verið um atriðið allar götur síðan og hafa gagnrýnendur sagt að það sýni sjálfsvíg í rómantísku ljósi. Það er þvert á það sem framleiðandi þáttanna, Brian Yorkey, ætlaði sér. Sagði hann á Twitter að atriðið hafi átt að sýna ljótleika og sársauka á svo grafískan hátt að enginn ætti að vilja leika það eftir.

Netflix segist byggja ákvörðun sína á ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólks og er hún tekin í samráði við Yorkey sem segist hafa endurskoðað hug sinn eftir að hafa hlustað á gagnrýni. „Ekkert atriði er mikilvægara en þættirnir sjálfir og þau skilaboð sem þeir hafa fram að færa, sem eru þau að við verðum að hugsa betur um hvert annað. Við teljum að þessar breytingar séu flestum til heilla á meðan við tökum sérstakt tillit til ungra áhorfenda sem standa höllum fæti,“ segir Yorkey.

Þriðja sería 13 Reasons Why fer í loftið síðar á þessu ári.

Minnisblað um WOW Air fær ekki að líta dagsins ljós

Minnisblað sem sýndi efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW Air mun ekki koma fyrir sjónir almennings. Minnisblaðið varpar ljósi á mögulega atburðarás sem ríkisstjórnin stóð frammi fyrir áður en flugfélagið varð gjaldþrota.

Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en fréttastjóri fjölmiðils hafði kært synjun ráðuneytisins til nefndarinnar. Umrætt minnisblað ber titilinn „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“ og er dagsett 26. mars, tveimur dögum áður en tilkynnt var um gjaldþrot WOW.

Í rökstuðningi fjölmiðilsins segir að ekki sé ástæða til að halda minnisblaðinu leyndu lengur þar sem WOW air hafi farið í þrot. Stjórnvöld hafi því ekki hagsmuni af því að halda umræddum gögnum frá almenningi. Hins vegar sé það mikið hagsmunamál fyrir almenning að geta séð hvaða valkostum stjórnvöld stóðu frammi fyrir í aðdaganda gjaldþrots WOW og hvaða ráðgjöf þau fengu um efnahagslegar afleiðingar mismunandi kosta.

Ráðuneytið byggði synjun sína á 6. grein upplýsingalaga þar sem sérstaklega er tiltekið að aðgangur að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Nefndin fékk umrætt minnisblað til skoðunar og er það niðurstaða hennar að skjalið beri það ótvírætt með sér að hafa verið tekið saman fyrir ráðherranefnd. Þess vegna hafi ráðuneytinu verið heimilt að synja umræddum fjölmiðli um aðgang að því, óháð því hvort efni þess varði almannahagsmuni.

Mislingar greinast á höfuðborgarsvæðinu

Mynd/Pixabay

Fullorðinn einstaklingur búsettur á höfuðborgarsvæðinu, greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum. Hann hafði verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum.

Frá þessu er greint á vef Landlæknis

Sjúklingnum heilsast vel eftir atvikum og ekki er vitað um fleiri smit á þessari stundu. Mislingafaraldur hefur verið í gangi í Úkraínu á undanförnum árum og fyrstu tvo mánuði árins 2019 greindust þar rúmlega 25.000 einstaklingar með mislinga.

Í tengslum við þetta tilfelli er unnið skv. áætlunum sem notaðar voru í mislingafaraldrinum hér á landi í febrúar/mars sl. Haft hefur verið samband við þá einstaklinga sem kunna að hafa smitast af þessum einstaklingi og viðhafðar viðeigandi ráðstafanir eftir atvikum sem geta falist í sóttkví, bólusetningu eða blóðprófum. Einnig hefur heilbrigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatilfellum.

Ekki er búist við að faraldur sé í uppsiglingu þó stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar. Þátttaka í mislingabólusetningu er hér ágæt sem á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Um 95% einstaklinga á aldrinum tveggja til 18 ára hafa verið bólusettir gegn mislingum og rúmlega 50% einstaklinga á aldrinum eins til tveggja ára. Þess ber að geta að mælt er með fyrstu bólusetningu við 18 mánaða aldur. Þátttaka í bólusetningu einstaklinga eldri en 18 ára er ekki þekkt því miðlægar upplýsingar í þessum aldurshópi liggja ekki fyrir.

Almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér á landi 1976 og talið er að flestir fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem hyggja á ferðalag til landa þar sem mislingar geisa að huga vel að bólusetningum áður en ferð er hafin.

Umferð um Vaðlaheiðargöng langt undir væntingum

Aðsend mynd

Mun færri keyrðu í gegnum Vaðlaheiðargöng í júnímánuði en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur eru sömuleiðis langt undir áætlunum.

Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að áætlanir hafi gert ráð fyrir að um 90 prósent allrar bílaumferðar færi í gegnum göngin. Raunin er hins vegar sú að hlutfallið er 70 prósent í júní. Af þessu leiðir að tekjur sumarsins eru 34 til 40 prósent minni en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir ýmsar skýringar kunna að liggja að baki. Framkvæmdir standi enn yfir og að fleiri hafi nýtt sér að fyrirframgreiða ferðir og fengið góðan afslátt. „Reyndin er sú að rútur kjósa að fara um skarðið og spari sér þannig greiðslu í göngin. Við munum þegar líður á sumarið greina þetta betur og finna út af hverju fleiri ákveða að aka um Víkurskarðið en við bjuggumst við. Það er engin ein skýring á þessu og miklu heldur margþættar ástæður.“

Sjá umfjöllun FÍB.

Lögreglan rannsakar hatursglæp í Breiðholti: Hrækti á fólkið og sagði það ekki velkomið á Íslandi

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„Það sem setur þó að mér mestan óhug er að atburður sem þessi eigi sér stað um hábjartan dag í landi sem kennir sig við öryggi og friðsæld,“ segir Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslima sem urðu fyrir árás íslenskrar konu í Breiðholti í gær.

Í dagbók lögreglunnar í morgun sagði frá því að veist hafi verið að þremur múslímskum konum í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær. Var lögregla kölluð á vettvang og málið rannsakað sem hatursglæpur. Frekari lýsingar á atvikinu var ekki að finna í færslu lögreglunnar.

Þórunn Ólafsdóttir lýsir málsatvikum á Facebook síðu sinni, en aðstandandi kvennanna setti sig í samband við hana eftir atvikið. Hún segir svo frá:

„Í ljós kom að árás hafði átt sér stað. Ekki þó í Sýrlandi, heldur um hábjartan dag í Reykjavík. Á hinum enda línunnar var kær vinur okkar, ráðist hafði verið fólskulega á fjölskylduna hans í jafn hversdagslegum aðstæðum og innkaupaferð í Bónus. Fjölskyldan var á leið út úr versluninni þegar kona veittist að þeim, fyrst með ókvæðisorðum en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði tilraunir til að rífa í hijab kvennanna, sem er þekkt aðferð hatursglæpamanna til að niðurlægja múslima. Tilefni árásarinnar var hatur í garð innflytjenda og múslima. Í landinu sem ætlaði sér að veita fjölskyldunni öruggt skjól. Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.“

Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.

Þórunn segir að fólkið hafi hringt á lögreglu sem hafi ekki séð ástæðu til að mæta á staðinn en það hafi ekki verið fyrr en hún hringdi sjálf í lögregluna sem brugðist var við. „Nú ætla ég ekki að þykjast hafa meira vit á vinnubrögðum lögreglunnar en hún sjálf, en hvernig hefði þetta mál endað ef fjölskyldan hefði ekki átt bakland sem gat gengið í málið? Hversu mörgum svona árásum heyrum við aldrei af?“

Þórunn er slegin yfir því að jafn alvarlegur atburður sem þessi geti átt sér stað um hábjartan dag á Íslandi.  Staðreyndin sé hins vegar sú að hatursorðræða, rasismi og íslamófóbía færist á aukanna á Íslandi. „Sú ógnvænlega þróun á sér margar skýringar og fjölmargir sem bera þar mikla ábyrgð – stjórnmálafólk, fjölmiðlar og fólkið sem veitir þessum hugmyndum brautargengi og fjöldinn sem lætur þær óáreittar. Hvernig samfélag viljum við eiginlega vera?“

Lögreglan rannsakar málið.

Þegar ég kom heim seinni partinn í gær var Kinan í símanum. Tónninn í röddinni gaf sterklega til kynna að eitthvað mikið…

Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Þriðjudagur, 16. júlí 2019

Safna fyrir lögfræði- og ferðakostnaði

|
Gömul mynd sem Sarah birti á gofundme.com. Hér er Grant ásamt börnum sínum.|

Dóttir Grant Wagstaff, sem lést í flugslysi á Íslandi árið 2015, safnar nú fyrir lögfræðikostnaði og hyggst stefna Sjóvá.

 

Árið 2015 lést hinn kanadíski Grant Wagstaff í flugslysi á Íslandi þegar sjóflugvél, sem flogið var af Arngrími Jóhannssyni, brotlenti Barkárdal. ​Sarah Wagstaff, dóttir Grants, gagnrýnir meðferð málsins hérlendis.

Nýverið efndi hún til söfnunar á vefnum GoFundMe undir yfirskriftinni „hjálpið kanadískri fjölskyldu að safna fyrir lögfræðikostnaði“. Sarah hyggst stefna Sjóvá sem ekki greiðir bætur vegna slyssins. Eins íhugar hún að stefna Arngrími er fram kemur í frétt Fréttablaðsins.

Á vefnum Gofundme segir Sarah frá máli föður síns sem var 56 ára þegar hann lést. Hún segir frá því að málið hafi verið til rannsóknar í nokkur ár og að fjölskyldan hafi beðið eftir skaðabótum í þann tíma.

Sarah vonast til að ná að safna fyrir lögfræðikostnaði og sömuleiðis ferðakostnaði svo að fjölskyldan geti ferðast til Íslands. „Ég hef ekki haft tök á að fara að slysstaðnum til að kveðja föður minn svo ég er að vonast til þess að geta gert það þegar ég kem til að fylgjast með réttarhöldunum. Mig langar líka að geta komið upp minnismerki um föður minn á staðnum sem hann lést,“ segir Sarah í viðtali við Fréttablaðið.

Hægt er að fylgjast með söfnuninni og leggja Söruh lið á síðunni GoFundMe.com.

Íslenska ríkið braut gegn viðskiptamönnum

||
||

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi ekki veitt þeim Styrmi Þór Bragasyni og Júlíusi Þór Sigurþórssyni réttláta málsmeðferð.

 

Um er að ræða tvö aðskilin mál en málsástæður þær sömu. Styrmir var áður forstjóri MP banka og hlaut eins árs fangelsisdóm í Exeter-málinu svokallaða en Júlíus var framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Húsasmiðjunnar. Báðir höfðu þeir verið sakfelldir í Hæstarétti án þess að vitnaleiðslur hafi farið fram að viðstöddum verjanda og telur Mannréttindadómstóllinn að slíkt sé brot á lögum.

Dómtóllinn gerði einnig ríkinu að greiða Styrmi 7.500 evrur í málskostnað, eða sem nemur einni milljón króna.

Látlausir litir og skemmtilegt samspil áferða á nýju hóteli í London

Danska hönnunarteymið Space Copenhagen sá um innanhússhönnunina á nýju og glæsilegu hóteli sem var opnað í London í maí.

 

Nýverið var hótelið The Stratford opnað í London. Hótelið hefur að geyma 145 glæsileg og nútímaleg herbergi. Samkvæmt frétt Wallpaper tók um áratug að fullkomna hótelið og nú hefur það loks verið opnað.

Danska arkitekta- og hönnunarteymið Space Copenhagen sá um innnahússhönnununa, þau hafa áður lýst stíl sínum sem „ljóðrænum módernisma“.

Látlausir litir og áhugavert samspil áferða spilar stórt hlutverk á hótelinu. Húsgögnin koma úr ýmsum áttum en sum húsgagnanna eru úr smiðju Space Copenhagen í samstarfi við framleiðendur á borð við Gubi, Stellar Works og Benchmark.

Mynd / Space Copenhagen – Rich Stapleton

Fleiri myndir af þessu nýja glæsilega hóteli má sjá á vef Space Copenhagen.

Kylie Jenner er komin með nýja bestu vinkonu

Kylie Jenner og vinkona hennar, Anastasia Karanikolao, virðast verja öllum stundum saman.

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner virðist vera komin með nýja bestu vinkonu eftir að upp úr sauð á milli hennar og Jordyn Woods, fyrrverandi bestu vinkonunnar, en þær voru eitt sinn óaðskiljanlegar.

Upp úr vinskap Jenner og Woods slitnaði eftir að greint var frá því í febrúar að Jordyn hefði haldið við Tristan Thompson. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Tristan Thompson barnsfaðir Khloé Kardashian, hálfsystur Kylie.

En Jenner virðist vera búin að jafna sig og er komin með nýja bestu vinkonu. Sú heitir Anastasia Karanikolao, kölluð Stassie.

Stassie hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum hjá Jenner undanfarið og virðast þær verja öllum stundum saman. Vinátta þeirra er þó ekki ný af nálinni en þær kynntust þegar þær voru 11 ára gamlar.

Stassie er fyrirsæta og er vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún er meðal annars þekkt fyrir að tala opinskátt um þær fegrunaraðgerðir sem hún hefur gengist undir.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem Stassie og Kylie Jenner hafa birt af sér undanfarið.

View this post on Instagram

partners in crime

A post shared by Anastasia Karanikolaou (@stassiebaby) on

View this post on Instagram

22💕

A post shared by Anastasia Karanikolaou (@stassiebaby) on

View this post on Instagram

😛😁😁😁😁🥳

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) on

View this post on Instagram

mi amor

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) on

 

View this post on Instagram

just another twin pic walkin through your feed.. 💍

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) on

Sjá einnig: Hittust á næturklúbb um helgina

Segir fæsta fá fullnægjandi meðferð við þunglyndi

„Þunglyndi er rosalega algengt vandamál en samt fá fæstir fullnægjandi meðferð,“segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sem var að gefa út bókina Náðu tökum á þunglyndi.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarmiðstöðina, hefur sent frá sér nýja bók, Náðu tökum á þunglyndi.

Bókin er góð blanda af fræðslu, uppbyggilegum ráðum og verkefnum sem geta hjálpað. En hver var hvatinn að því að Sóley Dröfn ákvað að skrifa þessa bók?

„Ég hef unnið mikið með þunglyndi í gegnum tíðina meðal annars við Kvíðameðferðarstöðina. Kvíðavandamál geta leitt til þunglyndis og svo fylgir kvíði oft þunglyndi, sem lagast þá þegar þunglyndinu léttir. Þunglyndi er rosalega algengt vandamál en samt fá fæstir fullnægjandi meðferð og lítið verið gefið út um efnið á íslensku. Það er mikil synd því þunglyndi er erfið reynsla sem ná má tökum á með réttri meðferð,“ segir Sóley meðal annars í viðtali sem má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Raddir