Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

40% Íslendinga telja öryggi bólusetninga vafamál

Mynd: Landlæknir.is

40% íslendinga telja öryggi bólusetninga vafamál samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun sem birt var í dag. Embætti landlæknis hefur tekið saman niðurstöðurnar.

„Í löndum þar sem að árangur bólusetningar er mikill þá kemur upp þessi vantrú vegna þess að fólk sér ekki þessa sjúkdóma eins mikið og áður,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Á meðan í öðrum löndum, þar sem aðgengi að bólusetningum er ekki eins mikil, er traustið meira.”

Trúa á áhrif bólusetningar en telja þær óöruggar

„Rannsóknir á Íslandi á undanförnum árum um afstöðu almennings til bólusetningar hafa sýnt að yfir 95% almennings ber traust til bólusetninga og árangur þeirra,” segir Þórólfur. „Þessi niðurstaða núna sýnir það líka að fólk trúir því að bólusetningar virki vel og komi í veg fyrir sjúkdóma og telji að bólusetningar eru nauðsynlegar fyrir börn en hafa hins vegar áhyggjur af öryggi þeirra. Þannig túlka ég þessa niðurstöðu.” Niðurstöður Welcome Trust sýna að 97% íslensk almennings telja bólusetningar áhrifaríkar í að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þá telur 99% að bólusetningar séu mikilvægar fyrir börn.

Sífellt fleiri leggja þó spurningu við öryggi bólusetningar og hafa áhyggjur af aukaverkunum. Eins og áður segir hafa 40% íslendinga lýst yfir áhyggjum í garð öryggis bólusetninga. Guðni nefnir að embættið hafi áður vakið athygli á þessari þróun. „Það þarf að koma þeim upplýsingum áleiðis að bóluefni eru örugg.”

Aukin vantrú í öðrum löndum getur haft afleiðingar fyrir Ísland

Þórólfur segir niðurstöðuna betri hér en í öðrum löndum Norður-Evrópu. „Þegar maður ber Ísland saman við N-Evrópu þá er trú almennings á bólusetningum og nauðsyn fyrir börn mikið hærri hér á landi að meðaltali.”

Hann segir alþjóðulegu niðurstöðurnar áhyggjuefni. „Ef að sjúkdómar fara að blossa upp í löndum í kringum okkur þá eykst hættan á því að við förum að sjá tilfelli hér.“ Hann segir þó þáttöku í bólusetningum hér á landi nógu góðar til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu. „Við myndum ekki sjá neina stóra faraldra hér. Við gætum séð stök tilfelli eins og síðast liðinn vetur.“

Alþjóðlega fyrirtækið Welcome Trust stendur fyrir könnuninni sem fór fram 2018. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að í löndum þar sem velmegun er mikil ríkir töluverð vantrú á bólusetningum en í fátækari löndum er traustið almennt meira. Þá mældist traustið hæst í Eþíópíu og Bangladesh. „Þetta sjáum við með þessum mislingafaraldri sem er í Evópu. Þetta er afleiðing af því,” segir Þórólfur en sem dæmi kom Frakkland illa út úr könnuninni. 33% almennings þar í landi telur bólusetningar áhrifalitlar.

Ragnar Önundarson: ,,Þegar konan öðlast jafnan rétt á við karlinn verður hún ráðandi yfir honum”

|
|Myndin sem Ragnar birti

,,Þegar konan öðlast jafnan rétt á við karlinn verður hún ráðandi yfir honum,” skrifar Ragnar Önundarson á Facebook í tilefni Kvenréttindadagsins. Hann segist hafa þetta eftir gríska heimspekingnum Sókrates.

,,Náttúran hefur fært konum svo mikil völd að löggjafinn hefur löngum verið tregur til að auka þar við“ sagði einn lordinn þegar kosningaréttur til handa konum var til umræðu í breska þinginu fyrir einni öld síðan,” skrifar Ragnar og bætir við: „Þetta er búið að vera langt strîð. Ætli sé ekki best að lýsa yfir uppgjöf, í von um mannúðlega meðferð?”

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ragnar lætur athæfi kvenna sig varða. Haustið 2017 gagnrýndi hann Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, fyrir mynd sem hún birti á Facebook: „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konu í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem „prófílmynd“ á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“

Myndin sem Ragnar birti

Samkvæmt Facebook færslu Áslaugar var umrædd mynd gömul. „Hann ákvað að leita að eldri mynd sem væri hentug gagnrýni hans og pósta henni hjá sér. Það er auðvitað ákveðin kirsuberjatýnsla.“ DV greindi frá.

Ragnar endurtók gjörninginn í maí síðast liðinn þegar hann gagnrýndi forrystu Sjálfstæðisflokksins: „Miðaldra, hvítur, kristinn karlmaður, helst reffilegur og peningalegur, er formaður. Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari. Þetta er afleiðing af valdatilfærslu prófkjöranna,“ skrifaði Ragnar í Facebook færslu. Hér á hann við þau Áslaugu Örnu, Bjarna Benediktsson formann og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur varaformann. Tilefnið var barátta Orkunnar okkar gegn innleiðingu þriðja orkupakkans en Ragnar er liðsmaður hópsins.

Hann, hún eða annað?

Gríðarleg réttarbót fyrir trans og intersex fólk samþykkt á Alþingi í gær.

Ein mesta réttarbót sem snýr að friðhelgi einkalífsins var í gær afgreidd sem lög frá Alþingi, þegar 45 þingmenn samþykktu lög um kynrænt sjálfsræði. Ljóst er að mikil samstaða var um málið á þinginu, þar sem þingmenn allra flokka – nema Miðflokksins – veittu málinu brautargengi.

Nýju lögin gera öllum einstaklingum kleift að skilgreina sjálfir kyn sitt, krefjast viðurkenningar opinberra og einkaaðila á kyni sínu, kynvitund og kyntjáningu. Í lögunum er líka kveðið á um rétt einstaklinga, til þess að krefjast þess að vera hvorki skilgreindir sem karlar eða konur – nú geta einstaklingar jafnframt krafist þess að skráning kyns þeirra sé hlutlaus. Í slíkum tilfellum er kyn viðkomandi t.d. í vegabréfum einfaldlega skráð sem „X“.
Framvegis verða allir einka- og opinberir aðilar að gefa fólki kost á því að skrá kyn sitt sem X, í kjölfar opinberrar breytingar þar um (að loknum skömmum aðlögunartíma). Þeir sem óska eftir breytingunni með formlegum hætti snúa sér til Þjóðskrár Íslands, sem gerir þá breytingu á kynskráningu viðkomandi í opinberum skrám. Þeir einstaklingar, sem kjósa að láta leiðrétta kyn sitt eiga þá líka rétt á því að fá endurútgefin t.d. prófskírteini frá skólum, með breyttu nafni sem viðkomandi framkvæmir samhliða breytingunni. Einstaklingar ráða því jafnframt sjálfir hvort þeir taki eignarfallsendingu föður eða móður (sleppi þá -son eða -dóttir í eftirnafninu sínu) eða skipti út -son eða -dóttir fyrir endinguna -bur.

Það er ljóst að engin leikur sér að því að láta leiðrétta kyn sitt eða breyta skráningu á kyni. Kyn hvers einstaklings er einn helsti skilgreinarþáttur nokkurs einstaklings á sjálfum sér. Að þurfa að burðast með þann böggul, að upplifa að manni hafi verið úthlutað röngu kyni í fæðingu, er vafalítið afar erfitt. Með því að færa fólki þetta frelsi, er því stigið gríðarstórt framfararskref og persónufrelsi allra aukið gríðarlega.

Einhverjir kunna vafalítið að velta því fyrir sér, hvernig þessi lagabreyting snýr að friðhelgi einkalífsins. Jú, eins og fram kemur í greinargerð frumvarpsins, sem nú er orðið að lögum, felst í friðhelgi einkalífsins réttur til þess að ráða yfir lífi sínu, líkamanum, lífsháttum og einkahögum. Það, hvort einhver kjósi að skilgreina sig sem karl, konu eða eitthvað annað, varðar ákkúrat ekki nokkurn annan einstakling. Nýju lögin staðfesta þetta og loka á að gerðar séu strangar kröfur til einstaklinga þess efnis, að þeir hafi gengið í gegnum t.d. lyfjameðferð eða „lifað sem“ það kyn sem helst kjósa sér í einhvern tíma, áður en orðið getur að breytingunni. Þessi réttindi flútta því afar vel við ákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um sama efni, sem og alþjóðlega mannréttindasáttmála sem Ísland hefur staðfest að þjóðarrétti og jafnvel innleitt í lög, s.s. samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Það segir sig sjálft, að einstaklingum á að vera heimilt að gera allt sem þeir vilja, svo framarlega sem það hefur ekki neikvæð áhrif á þriðja aðila. Þessi nýju lög eru dæmi um réttarbót sem bætir bara lífsgæði einstaklinga, en hefur ómögulega slæm áhrif á nokkurn mann. Því fagna allir góðir og réttsýnir menn, konur og annað fólk.

Ómar R. Valdimarsson lögmaður

Kynlífsleikföngin særðu blygðunarkennd embættismanna

||||||
Þessi auglýsing

Fyrirtæki að nafni Dame, sem hannar og framleiðir kynlífsleikföng fyrir konur, hefur höfðað mál á hendur samgöngustofu New York borgar. Ástæðan er sú að stofnunin neitaði að birta auglýsingar fyrirtækisins í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar.

Dame, sem er sprotafyrirtæki rekið af konum, réðist í 150 þúsund dollara auglýsingaherferð og var markmiðið að ná til þeirra 5,6 milljóna farþega sem nota lestarkerfi New York borgar daglega. Hönnuð voru veggspjöld með slagorðum sem höfðu bæði vísun til lestarferða og kynlífs. Samgönguyfirvöld í New York neituðu hins vegar að setja upp veggspjöldin vegna þess að þá voru kynferðislegs eðlis.

Stjórnendur Dame sáu sér leik á borði og höfðuðu mál gegn stofnuninni sem vakið hefur mikla athygli vestanhafs og í raun mun meiri athygli en auglýsingaherferðin hefði annars gert. Í stefnunni segir að bannið feli í sér gamaldags viðhorf og að stefna samgöngustofunnar sé sérstaklega beint gegn konum enda hafi auglýsingar um lyf er sporna eiga við risvandamálum karlmanna fengið að standa óáreittar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dame rekst á vegg í markaðsstarfi sínu. Þegar fyrirtækið leitaðist við að koma sinni fyrstu vöru á markað vildi hópfjármögnunarsíðan Kickstarter ekki hýsa söfnunina vegna þess að um kynlífsleikfang var að ræða. Dame sneri sér til Indiegogo og safnaði ríflega hálfri milljón dollara.

Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem mál er höfðað gegn samgöngustofu New York borgar. Reyndar skipta málshöfðinarnar tugum. Ein slík var þegar stofnunin neitaði að birta auglýsingar frá Thinx þar sem undirföt fyrir konur á blæðingum voru auglýst. Eftir mikið fjölmiðlafár skipti stofnunin um skoðun og heimilaði auglýsingarnar.

Hinar umdeildu auglýsingar frá Dame má sjá hér að neðan en yfirlýsingu fyrirtækisins má lesa hér.

Lögðu hald á þrjú kíló af amfetamíni og hundrað e-töflur

Þremenningarnir, sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsókn lögreglu, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, snýr meðal annars að fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Ráðist var í þrjár húsleitir vegna þess. Samkvæmt tilkynningu miðar rannsókn málsins vel.

Lögreglan lagt hald á um þremur kílóum af amfetamíni, 90 grömmum af kókaíni og rúmlega 100 e-töflum. Eignir hafa verið haldlagðar og kyrrsettar en grunur er um að tilurð þeirra megi rekja til ágóða af brotastarfseminni.

Þremenningarnir voru handteknir 14. júní síðast liðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir eru á fertugs- og fimmtugsaldri.

Sælkera-kaka frá Suðurríkjunum

Missisippi mud pie er víðfræg kaka og nafnið vísar líklega til moldarbakka fljótsins. Þessa útgáfu þarf ekki að baka og er hún því fljótleg og hægt að gera hana þar sem ekki er ofn.

Kaka frá Suðurríkjunum.
10 sneiðar

Botn
180 g súkkulaðikex
5 msk. smjör, brætt
Myljið kexið annaðhvort í matvinnsluvél eða setjið það í plastpoka og merjið með kökukefli. Blandið smjöri saman við og setjið á botninn og upp með börmunum á bökuformi. Kælið.

Fylling
1 ¾ dl sykur
¾ dl kakó
¾ dl kartöflumjöl eða maizenamjöl
3 ½ dl mjólk
4 eggjarauður
70 g súkkulaði, saxað
1 tsk. vanilludropar
2 msk. smjör
Setjið sykur, kakó og kartöflumjöl í skál og blandið því saman. Bætið mjólk í og hrærið vel saman. Hitið blönduna í potti þar til hún er þykk og glansandi, passið að hræra í allan tímann svo hún fari ekki í kekki. Bætið eggjarauðum í og látið sjóða áfram þar til þykknar enn meir. Bætið súkkulaði út í og látið bráðna saman við. Takið blönduna af hitanum og hrærið vanillu og smjöri saman við. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir botninn í forminu. Kælið.

Ofan á
2 ½ dl rjómi
1 tsk. sykur
½ tsk. vanilludropar
Þeytið rjóma með sykri og vanillu og breiðið yfir súkkulaðifyllinguna rétt áður en þið ætlið að bera kökuna fram.

Allt hráefni sem er notað í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Sunna Gautadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Krónprinsinn í Sádí Arabíu sagður bera ábyrgð á morðinu á Kashoggi

Jamal Khashoggi.

Rökstuddur grunur er um að Mohamed bin Salman, krónprinsinn í Sádí Arabíu, sé ábyrgur fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi. Mælst er til þess að hert verði á viðskiptaþvingunum gegn prinsinum þangað til hann stendur fyrir máli sínu.

Þetta er niðurstaða 100 blaðsíðna skýrslu Agnesar Callamard, sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Sádí Arabíu fengu skýrsluna áður en hún var birt en ekkert hefur heyrst frá konungsríkinu um efni hennar. Þau neituðu fyrst allri aðild að málinu en viðurkenndu síðar að morðið hafi verið framið án vitneskju krónprinsins.

Jamal Kashoggi sást síðast ganga inn í sendiráð Sádí Arabíu í Istanbúl en þaðan kom hann aldrei aftur. Talið er að hann hafi verið myrtur á grimmilegan hátt og lík hans bútað í sundur. Líkamsleifar hans eru enn ófundnar. Böndin beindust strax að krónprinsinum og mönnum í hans innsta hring enda var Kashoggi ötull gagnrýnandi stjórnvalda í Sádí Arabíu.

Callamard hefur rannsakað hvarf Kashoggis undanfarna sex mánuði og eru niðurstaða hennar sú að sterkar vísbendingar séu um að bin Salman beri beina ábyrgð á morðinu á Kashoggi. Um hreina og þaulskipulagða aftöku hafi verið að ræða. Kallað er eftir formlegri rannsókn á ódæðinu og að ríki heims sameinist um að beita æðstu ráðamenn í Sádí Arabíu viðskiptaþvingunum. Slíkar þvinganir feli meðal annars í frystingu eigna krónprinsins erlendis.

Málið gæti orðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, erfitt en hann hefur lagt ríka áherslu á að rækta samstarfið við stjórnvöld í Sádí Arabíu. Ráðgjafi hans og tengdasonur, Jared Kushner, er sömuleiðis sagður eiga í trúnaðarsambandi við bin Salman. Trump hefur fram til þessa verið ófáanlegur til að saka krónprinsinn um verknaðinn, þvert á ályktanir hans eigin leyniþjónustu.

Stjórnvöld í Sádí Arabíu tilkynntu um að 11 ónefndir embættismenn hafi verið ákærðir fyrir morðið og er krafist dauðarefsingar yfir þeim. Réttað er yfir þeim fyrir luktum dyrum. Callamard segir í skýrslu sinni að réttarhöldin fullnægi ekki alþjóðlegum stöðlum og skorar á stjórnvöld í Sádí Arabíu að stöðva þau og vinna þess í stað með SÞ að rannsókn málsins. Ólíklegt er að það gerist enda neituðu Sádar að vinna með Callamard að rannsókninni.

 

Trúnaðarbrestur í VR vegna stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna

xx

Stjórn VR lýsir yfir trúnaðarbresti á fundi sínum í gær, þar sem samþykkt væri að bera upp tillögu um að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

Stjórn VR segir ákvörðunina komna til vegna þess að stjórn VR telur að trúnaðarbrestur hafi orðið meðal stjórnarmanna VR hjá lífeyrissjóðnum við félagið, stefnu þess og nýgerðan lífskjarasamning og kemur í kjölfar samþykktar stjórnar lífeyrissjóðsins um hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%.

Stjórn VR segir þá ákvörðun óskiljanlega í ljósi þeirra gríðarlega miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningum.

Eins er mótmælt harðlega að samhliða vaxtahækkun hafi einnig verið tekin ákvörðun um að hætta að hafa ákvarðanir um breytingar á vöxtum í föstu opnu ferli og færa það einhliða til stjórnar Lífeyrissjóðsins. Slíkt sé dæmi um spor afturábak.

Boðað verður til fundar í fulltrúaráði VR hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna þar sem lögð verður fram tillaga að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna og ný stjórn verði skipuð til bráðabirgða.

Bifreið endaði í Elliðavatni í morgun

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um bifreið út í Elliðavatni á vatnsverndarsvæði í morgun. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins voru sendir á vettvang. Þá var bifreiðin dregin á brott með kranabifreið.

Tilkynnt var um ölvaðan ökumann í Árbæ á sjöunda tímanum í morgun. Lögregla stöðvaði bifreiðina skömmu síðar. Ökumaðurinn, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, reyndi í fyrstu að ljúga til um hver hann væri.

Prufa var jákvæð fyrir fimm tegundir fíkniefna. Maðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku. Þá var annar maður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í Árbæ. Prufa reyndist jákvæð fyrir þrem tegundum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Tilkynnt var um innbrot í bifreið í Vesturbænum laust fyrir klukkan 10:00 í morgun. 30 mál voru bókuð milli 05:00 og 11:00 í morgun hjá Lögreglunni.

Hæsta hlutfall kvenna í sveitastjórnum frá upphafi

Ásthildur Sturludóttir

Hagstofan birtir frétt í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní þess efnis að hlutfall kvenna í sveitastjórnum landsins hefði aldrei verið hærra, eða 47 prósent allra kjörinna sveitastjórnarfulltrúa.

Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu, 266 karlar og 236 konur. Hefur hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum aldrei verið hærra. Í kosningunum var 59% kjörinna fulltrúa nýkjörnir en 41% höfðu einnig verið kjörnir í kosningunum 2014.

Kosið var til 72 sveitarstjórna í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og var kosningaþátttaka 67,6 prósent og öllu meiri meðal kvenna en karla. Eldri kjósendur skiluðu sér frekar á kjörstað en þeir yngri og þátttaka nýrra kjósenda, sem voru sökum aldurs að kjósa í fyrsta sinn, um 51,5%. Þátttaka kjósenda með erlent ríkisfang var 18%.

Tvö flutt með þyrlu á Landspítalann

Bíll valt út af þjóðveginum austan við Bröttubrekku gatnamótanna um miðnætti í gær. Karl og kona voru flutt alvarlega slösuð með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, greinir frá þessu í samtali við fréttastofu RÚV.

Bílnum var ekið í suðurátt eftir Vesturlandsvegi þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í aflíðandi beygju með þeim afleiðingum að hann valt og endaði utan vegar. Að sögn lögreglu er bifreiðin mikið skemmd. Tveir Íslendingar voru farþegar í bílnum, kona og karl. Þyrlan lenti með hin slösuðu í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Þjóðvegum var lokað á meðan vinna fór fram og þeirri vinnu lauk um klukkan þrjú í nótt. Tildrög slyssins eru ókunn.

Frétt RÚV.

Földu fíkniefnin um allt hús

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á töluvert magn af kókaíni og kannabisefnum við húsleit í fyrrakvöld.

Húsleitin var gerð að undangenginni heimild og höfðu fíkiefnin verið falin um allt húsið, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar. Tveir vorru handteknir vegna málsins og voru þeir í haldi lögreglunnar fram yfir skýrslutökur.

Mjaldrarnir mæta: Litla-Hvít og Litla-Grá á leið til Íslands

Mjaldrasystur tvær, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, lenda á landinu um klukkan tvö í dag eftir um 30 klukkustunda langt flug frá Sjanghæ, en þeir höfðu dvalið í dýragarði þar í borg. Mjaldrar eru tannhvalir af hvíthvalaætt og eru um tonn af þyngd hvor og sérútbúnir tankar sem flytja þá eru um níu tonn hvor, enda fullir af vatni.

Þeir munu á endanum vera færðir í framtíðarheimili í Klettsvík í Vestmanneyjum en munu verða í sóttkví fyrst um sinn auk þess sem þarf að venja þá hægt og rólega við kaldara vatn.

Það er TVG-Zimzen sem sér um flutning mjaldranna hér á landi, þar sem þeim verðum ekið um Suðurstrandarveginn og í Herjólf sem fer með þá síðasta spölin til Vestmanneyja. Það er hins vegar Beluga samtökin um hvalagriðastaði sem standa að verkefninu, en þetta eru samtök sem helga sig því að koma hvölum aftur fyrir í sínu náttúrulega umhverfi.

Báðar eru þær systurnar tólf ára gamlar og ættaðar frá Rússlandi. Þær eru hrifnar af síld og loðnu samkvæmt heimasíðu Beluga, sem taka auk þess fram að sú gráa sé hrekkjótt og gjörn á að spýta vatni á þjálfara sína á meðan Litla-Hvít eru öllu hléldrægari en myndi samt sterk tengsl við þjálfara sína.

Fréttablaðið greinir frá.

Framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins segir jafnrétti ekki verið náð á Íslandi

Mynd: GNU-Frí/Magnus Fröderberg

„Jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð hérna á Íslandi,” segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Í dag er Kvenréttindadagur íslenskra kvenna haldinn hátíðlegur víða um land.

„Núna höfum við setið í rúman áratug á toppnum hjá lista Alþjóðlegu efnahagsstofunni um jafnrétti í heiminum og meira að segja sá listi telur að við höfum bara nnáð 85% jafnrétti,” segir Brynhildur og bætir við: „Það er ekki jafnrétti, það er ójafnrétti.”

„Þessir dagar eru mikilvægir vegna þess að við erum ekki bara að fagna þeim sigrum sem hafa áunnist heldur einnig að minnast þeirra baráttukvenna sem unnu þessa sigra fyrir okkur.” Brynhildur vekur athygli á þeim sigri sem náðist þegar konur á Íslandi fengu kosningarétt en í dag er fagnað 104 ára kosningarétti. „Það líf sem við lifum í dag og það samfélag sem við lifum í í dag væri ekki til staðar nema fyrir þessar konur sem lögðu allt í sölurnar til þess að ná þessum réttindum fyrir okkur.”

„Konur og karlar hafa barist kröftuglega fyrir þeim réttindum sem þegar hafa áunnist en nú er nauðsynlegt að við höldum áfram til að almennt jafnrétti náist á Íslandi.”

Utanríkisráðherra um Miðflokkinn „Til hvers í ósköpunum var þetta málþóf eiginlega?!”

„Til hvers í ósköpunum var þetta málþóf eiginlega?!” spyr Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á Facebook eftir að Miðflokkurinn samþykkti atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.

„Eftir að hafa staðið í ræðupúlti Alþingis í vel á annað hundrað klukkustundir hefur Miðflokkurinn samið um að atkvæðagreiðsla um 3. orkupakkann fari fram 2. september,” skrifar Guðlaugur og bætir við: „Miðflokkurinn hefur þar með fallið frá kröfum um málinu verði frestað fram á næsta þing. hann hefur fallið frá kröfum um að Alþingi skipi sérstakan starfshóp til að fara yfir málið að nýju og hann hefur fallist á að ljúka umræðunni á tveimur dögum.”

Miðflokkurinn stóð fyrir málþófum í maí um þriðja orkupakkann sem voru lengstu umræður þingsins. Þá stóðu þær yfir heilu næturnar og flokkurinn lýsti því yfir að umræðan væri að þeirra mati rétt „að komast almennilega á skrið.“ Stefna Miðflokksins virtist vera að stöðva samþykkt þriðja orkupakkans alfarið og ekki var séð fram á að málamiðlun yrði gerð milli flokksins og stjórnarflokkar. Stöðutakan gæti aukið vald stjórnarandstöðunnar.

Samskonar taktík en ríkisstjórnarflokkum í hag er þegar stjórnarmeirihlutinn sveltir þingið stórum og mikilvægum frumvörpum í upphafi þings og fram eftir en dælir svo miklum fjölda verkefna á þingið rétt fyrir lok þess. Þannig skapast tímaþröng og verkefnafjall sem minnkar um leið yfirlestur og dregur úr getu stjórnarandstöðunnar og óbreyttra þingmanna til að grandskoða mál.

Hildur Lilliendahl ósátt við niðurstöðu „karldómara“ vegna ummæla hennar um Hlíðarmálið

„Í gær komst einhver karldómari við héraðsdóm Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að fjögurra ára gömul tjáning mín á Facebook skyldi teljast dauð og ómerk.” Þetta skrifar Hildur á Facebook síðu sinni í kjölfar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur vegna ummæla Hildar um Hlíðarmálið, svokallaða.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert Hildi Lilliendahl Viggósdóttur að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna ummæla sem hún lét falla haustið 2015. Þá hafa ummælin verið dæmd dauð og ómerk.

Í dómnum segir að eftirfarandi ummæli skuli vera dauð og ómerk: „… þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta  eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“

Hildur furðar sig á niðurstöðu Héraðsdóms þar sem henni er gert að greiða mönnunum tveimur bætur: „Jafnframt ákvað hann að ég skyldi greiða hvorum þessara manna fyrir sig 150.000 krónur fyrir einhvern miska og ofan á það skyldi ég greiða 600.000 krónur í málskostnað í ríkissjóð,” skrifar hún og bætir við: „Svo á ég líka, held ég, að greiða dráttarvexti yfir tveggja og hálfs árs tímabil, frá því að mér var hótað stefnu og þar til mér var stefnt.„

„Forsendur þessa alls eru mjög furðulegar og ég er frekar ringluð. Ég er rétt að byrja að melta þetta allt saman og veit ekki alveg hvernig mér líður. Allavega á ég að borga einhverju fólki milljón fyrir eitthvað sem ég skil ekki alveg.”

Málið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins „Íbúðin var útbúin til nauðgana.“. Greinin ýtti af stað atburðarrás þar sem íbúar hennar, mennirnir sem Hildi var gert að greiða bætur, voru stimplaðir kynferðisbrotamenn.

https://www.mannlif.is/4369

Helgi Seljan ekki sáttur við vinnubrögð Fiskistofu: „Hvers konar rannsókn er þetta?“

Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV, greinir frá því á Facebook að hann hafi fengið símtal frá skipverja, sem hafði tekið upp brottkast á togaranum Kleifabergs RE haustið 2016 og birt var í ítarlegri umfjöllun sjónvarpsþáttsins Kveiks um brottkast ári síðar.

Helgi segir mannninn íhuga alvarlega að stíga opinberlega fram og segja sína hlið af málinu – enda sárni honum hvernig „útgerð Kleifabergsins beitt þeirri málsvörn vegna myndbandsins sem hann tók, að um hefði verið að ræða eignaspjöll.“

Uppreist æraÍ liðinni viku tilkynnti ráðuneyti sjávarútvegsmála niðurstöðu tæplega hálfs árs skoðunar á brottkastmáli…

Posted by Helgi Seljan on Þriðjudagur, 18. júní 2019

Hann sé þó hikandi.

„Hann kvaðst hins vegar eðlilega óttast afleiðingar þess að hann stigi fram með svo afgerandi hætti, ekki síst vegna þess að hann hafði horft upp á þá meðferð sem Trausti Gylfason, fyrrum skipsfélagi hans, fékk eftir að hann kom fram í dagsljósið.“

Sjómaðurinn staðfesti við Helga að rannsóknin hafi verið í skötulíki. „Hann sagði mér að hvorki ráðuneyti sjávarútvegsmála, sem hafði þá kæru vegna ákvörðunar Fiskistofu til meðferðar, né heldur Fiskistofa, hefðu nokkuð rætt við hann eftir að ákvörðunin var kynnt. Jafnvel ekki til þess að bera undir hann hvort eðlilegt væri að Fiskistofa afhenti umræddri útgerð tölvupóst með nafni hans og símanúmeri, eins og Fiskistofa hafði þó spurt mig um. En hann var ekki spurður,“ segir Helgi og bætir við: „Hann tjáði mér að öll samskipti hans við Fiskistofu væru eitt stutt símtal sem hann fékk, á að giska mánuði eftir að Fiskistofustjóra voru afhentar kontakt upplýsingar hans. Það símtal fól að sögn hans í sér það eitt að starfsmaður Fiskistofu spurði hann hvort hann væri tilbúinn til að bera vitni um brottkastið á myndbandinu.“

Þar með lauk hans hluta í rannsókninni.

„Samkvæmt samtali mínu við sjómanninn gerði þessi starfsmaður Fiskistofu enga frekari tilraun til að afla upplýsinga um myndbandið eða tilurð þess, hann bað ekki um að fá taka af manninum skýrslu og óskaði ekki eftir neinum frekari upplýsingum, kvaddi bara kurteislega svo þar við sat.“

Hvorki fiskistofa né ráðuneytið hringdu aftur í manninn og Helgi spyr í tilefni þess: „Hvers konar rannsókn var þetta?“

Í lokin bætir Helgi við að honum þyki fallegt að ættingjar skipverja á Kleifarberginu sé farnir að fagna uppreist æru þeirra – en slær þó varnagla: „En um leið sorglegt að vita til þess að staðfesting á kerfisbundnu brottkasti, en fyrndar refsingar vegna þeirra, séu nóg til að reisa við æru einhvers.“

Helgi Seljan skrifaði þessa ítarlegu fréttaskýringu í dag.Hann skrifar hér um brottkastsmál sem fjallað var umí Kveik í árslok 2017. Eins og sjá má er stjórnkerfið svo gjörspilltog svo hallt undir útgerðarmafíuna að engar sannanirfá haggað niðurstöðum mála..„Uppreist æraÍ liðinni viku tilkynnti ráðuneyti sjávarútvegsmála niðurstöðu tæplega hálfs árs skoðunar á brottkastmáli togarans Kleifabergs RE. Málið á sér reyndar nærri tveggja ára forsögu og snýst um þá ákvörðun Fiskistofu að svipta Kleifabergið veiðileyfi vegna ítrekaðs og stórfellds brottkasts á afla. Sönnunargögnin og frásagnir skipverja sýna svo ekki verður um villst að um borð í Kleifaberginu var ítrekað hent í sjóinn miklu magni af verðmætum fiski; af ýmsum tegundum.Myndbönd frá árunum 2008 til 2010 sýndu brottkast meðafla (karfa, ufsa, ýsu ofl), brottkast á minni þorski og brottkast makríl. Myndband sem tekið var árið 2016 sýndi auk þess hvernig miklu magni – um 2 tonnum að sögn – var spólað upp úr kari í gegnum sérútbúna lúgu á flökunarvélarborði og þaðan á færiband út í sjó. Um var að ræða hausaðan þorsk.Ástæður fyrir brottkastinu voru alltaf þær sömu. Peningar og tími. Að koma með sem mest af verðmætari afla í land á kostnað þess síður verðmæta og að halda uppi hámarks afköstum með sem minnstu stoppi, til dæmis vegna þess að verið er að skipta úr einni tegund í aðra, rétt eins og þegar verið er að losna við afla þar sem fyrirsjáanlegt er að meira og ferskara hráefni er í trollinu.Það er að segja að veitt hefur verið of mikið og umfram afköst.Það er nefnilega fjárhagslegur hvati að baki brottkasti. Framhjá þeirri augljósu staðreynd að hafa menn einhverra hluta vegna litið, oft viljandi að ég held.Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að henda fiski. Engu gildir hvort fiskurinn sé lélegur að mati skipstjóra eða annarra. Skipstjórar eiga að stýra veiðum þannig að takist að vinna afla áður en hann skemmist.Fyrir það fá þeir margfaldan hlut háseta.Ákvæði um algjört bann var styrkt fyrir tæpum tuttugu árum, ekki síst vegna þess að ef menn voru staðnir að brottkasti gátu þeir einfaldlega fullyrt að fiskur hefði verið selbitinn, ónýtur eða skemmdur.Vonlaust var að afsanna þær fullyrðingar.Fiskistofa komst að þeirri niðurstöðu að um borð í Kleifaberginu hefðu menn farið á svig við lög – ítrekað og gróft. Um það vitnuðu myndbönd og frásögn skipverja (seinna hafa fleiri fyrrum skipverjar á Kleifaberginu lýst samskonar reynslu og svo er einnig um kollega þeirra á öðrum skipum)Fyrir þessi lögbrot ákvað Fiskistofa að réttast væri að svipta skipið veiðileyfi í þrjá mánuði nú í byrjun árs. (Það er freistandi að íhuga hér samjöfnuð við það og ef ölvunarakstur bílstjóra leiddi til þess að bílinn sem hann ók yrði tekinn af númerum, en gott og vel)Fiskistofa taldi sumsé brot Kleifabergsins (skipsins þá væntanlega) hafið yfir allan vafa. Því undi útgerðin ekki. Gerði að vísu ekki ágreining um það sem fyrir augu bar í myndböndum og frásögn skipverja af þeim, frá árunum 2008-2010. En útgerðin taldi myndbandið frá árinu 2016 vera falsað.Ekki falsað þannig að þar væri ekki fiskur að fara í sjóinn.Fiskur sem sannarlega var um borð í Kleifaberginu og virtist eiga greiða leið framhjá vinnslulínunni ofan á ruslaband og ofan í sjó, vegna hugkvæmni einhvers slípirokkseiganda við að skera út lúgu í flökunarvélarborðið.Nei, fölsunin var sviðsetning ónefnds skipverja sem svo tók brottkastið upp á myndband. Hann var sumsé að falsa brottkast með því að taka það upp hjá sjálfum sér að spóla í sjóinn ríflega tveimur tonnum af þorski.Án þess að nokkur annar um borð hefði tekið þátt í því eða svo mikið sem vitað af því, eða orðið var við það.Og í því fólust eignaspjöll, að mati útgerðarinnar. Sem kærði þessi meintu eignaspjöll til lögreglu.Og það er hér sem málið verður heimspekilegt í meira lagi. Og ekki síst vegna þess að lögfræðingar sjávarútvegsráðuneytisins hafa nú ákveðið að hirta Fiskistofu fyrir að afsanna ekki þessa órökstuddu kenningu útgerðarinnar um eignaspjöllin.Hvers vegna heimspekilegt?Jú, vegna þess að þó vissulega sé óumdeilt að með því að henda fiski í sjóinn sé sannarlega verið að sólunda verðmætum – og það miklu mun meiri en ég held að fólk geri sér almennt í hugarlund – þá situr eftir þetta með eignina.Hver á fiskinn sem Kleifabergið spólaði í sjóinn, bæði þarna og áður?Það er nefnilega ekki augljóst. Það að hafa kvóta fyrir veiðum á tiltekinni tegund gefur þér rétt til að landa fiski, og fénýta, en eingöngu þeim fiski sem þú landar.Það er þetta með fugl í hendi og fugla í skógi.Fiskur sem aldrei kemur í land – og er þar af leiðandi aldrei færður á móti kvóta – er þar af leiðandi ekki eign Kleifabergsins.Hann getur ekki verið það.Hann getur því einungis verið það að tonnin tvö sem spólað var í sjóinn þarna rétt fyrir hádegi í miðjum sumartúr árið 2016 hafi orðið til þess að sömu tvö tonn voru ekki „veidd aftur“ og ekki færð í land til fénýtingar fyrir útgerðina. Að Kleifabergið hafi landað tveimur tonnum minna af þorski en kvótastaðan gaf til kynna það ár, og það þessum tonnum minna.Fátt ef nokkuð bendir til þess, fyrst ekki nokkur maður vissi af tonnunum tveimur fara í sjóinn.Þetta kann að hljóma eins og einhver útúrsnúningur en athugið að þetta er grundvallaratriði í málflutningi ráðuneytisins.Að Fiskistofa hafi ekki afsannað kenninguna um skemmdarvarginn í áhöfninni. Manninn sem ákvað upp á sitt eindæmi að henda fiskinum hans Guðmundar Kristjánssonar í hafið, að því er virðist til gamans.Að þessu sögðu er athyglisvert að rýna í rannsóknir málsins, hvort heldur sem er hjá Fiskistofu eða ráðuneyti sjávarútvegsmála.Fyrst þetta:Eftir að Kveikur birti myndbönd af brottkasti um borð í Kleifaberginu á árunum 2008-2010 í þætti sínum haustið 2017, virðist sem Fiskistofu hafi snúist hugur.Fiskistofa hafði nefnilega haft umrædd myndbönd í sínum fórum í marga mánuði eða allt frá því snemmsumars. Og það sem meira er: Fiskistofa hafði tjáð skipverjanum sem tók myndböndin að lögmenn Fiskistofu sæju sér ekki fært að gera neitt með málið. Það væri of gamalt.Nú veit ég ekki hvað breyttist við að myndböndin komu fyrir sjónir almennings en í öllu falli kvað við nýjan tón hjá Fiskistofu. Myndböndin voru ekki lengur of gömul. Og rannsókn skyldi fara fram.Degi eftir sýningu Kveiksþáttarins birti Kveikur svo annað myndband í kvöldfréttum Sjónvarps. Myndband sem var rétt ársgamalt, tekið 2016. Um var að ræða myndband sem tekið var af öðrum skipverja en þeim sem stigið hafði fram í Kveik og lýst því sem fram fór á eldri myndböndunum.Sá sem ráðuneyti sjávarútvegsmála brigslar nú um eignaspjöll.Myndbandið hans sýndi líkt og þau fyrri hvernig fiski var spólað út um sömu færibönd, og um sömu lúgu í sjóinn.Viðkomandi skipverji kvaðst ekki treysta sér til að stíga fram sjálfur en lýsti því þannig að honum hefði ofboðið meðferð á fiski um borð í skipinu, bæði í þetta sinn og áður þegar fyrirskipun kom til skipverja um að rýma til fyrir nýrri fiski eins og þarna. Hann hefði því ákveðið að taka brottkastið upp á myndband í þetta skiptið. Með því að bera myndbandið undir aðra áhafnarmeðlimi, fyrrverandi og núverandi, auk manna sem þekkja til um borð og enn fremur með því að ganga úr skugga um að tímakóði (tími og dagsetning) myndbandsins væri rétt, þá var hægt að birta myndbandið og segja til um hvenær það var tekið. Og ekki síst hvar.Eftir sýningu þess hafði forstjóri Fiskistofu samband við Kveik og óskaði eftir því að fá myndbandið og ná tali af manninum sem tók það upp. Í framhaldinu átti ég samtal við viðkomandi mann og sagði honum að Fiskistofustjóri hefði óskað eftir myndbandinu og einnig því að ná af honum tali. Ég hefði sagst myndu bera það undir viðkomandi en að öðru leyti vildi ég ekki hafa frekari afskipti af málinu og ég mundi hvorki hvetja né letja viðkomandi til eins eða neins.Skipverjinn ákvað að verða við beiðni Fiskistofu. Í framhaldinu sendi ég Fiskistofustjóra umbeðnar kontakt-upplýsingar á viðkomandi mann en myndbandið hafði þá verið birt í heild sinni á vef RÚV og var þar aðgengilegt öllum. Með skilaboðunum til Fiskistofustjóra færði ég þau skilaboð mannsins, að hann væri til í að ræða við Fiskistofu og í það minnsta vitna nafnlaust um það sem þar kom fram og veita frekari upplýsingar. Hann væri þó skeptískur á að hann hreinlega þyrði að stíga fram eftir það sem á undan væri gengið og opinbera nafn sitt.Hann væri þó til í að veita allar þær upplýsingar sem hann gæti við rannsókn málsins.Þar með lauk samskiptum mínum við viðkomandi sjómann og Fiskistofu vegna málsins.Allt þar til í janúar á þessu ári. Þá birti Fiskistofa ákvörðun í málinu.Kleifaberg skyldi missa veiðileyfi í þrjá mánuði vegna ítrekaðs og stórfelld brottkasts, samanber myndböndin frá 2008-10 og myndbandið frá sumrinu 2016.Eitt vakti þó undrun mína þegar ég komst loks yfir úrskurð Fiskistofu í málinu. Fiskistofa hafði reyndar neitað að afhenda mér hann. En útgerðin birti hann.Og hvað blasti þá við?Jú, sú staðreynd að þótt Fiskistofa hafði fengið upp í hendurnar brottkastsmyndband frá árinu 2016 og manninn sem tók myndbandið, þá var hans hvergi getið í úrskurðinum. Raunar mátti skilja úrskurð Fiskistofu þannig að Trausti Gylfason, sá maður sem steig fram í Kveiksþættinum 2017 og hafði sannarlega tekið upp myndir af brottkasti 2008-2010, hafi líka tekið upp myndbandið 2016.Og raunar mátti ekki bara skilja það. Heldur var það beinlínis sett þannig fram.Áhafnarmeðlimir og ættingjar annars skipstjórans gripu þessa einkennilegu lýsingu Fiskistofu á lofti og réðust á Trausta Gylfason með skítkasti, lyga- og svikabrigslum. Áður og eftir hefur Trausti reyndar mátt sitja undir óheyrilega rætnu skítkasti vegna þess sem hann gerði.Sem – svo ég ítreki það nú – var að benda á þátttöku sína í lögbrotum.En í öllu falli tvíefldist skítkastið gegn Trausta. Og beindist líka að Kveik, RÚV og mér sjálfum.Í stuttu máli sagt:Nú átti málið að vera þannig vaxið að ég hefði ásamt Trausta birt myndbandið frá 2016 undir því yfirskini að það væri ekki frá honum. Hversu gáfulegt sem það plott væri nú ef þá er hægt að kalla það plott.Og nú væri Trausti farinn að afneita því myndbandi og því að brottkast nokkuð hefði átt sér stað þarna 2016.En auðvitað sór Trausti af sér þetta myndband af þeirri einföldu ástæðu að hann tók það ekki og hafði ekki hugmynd um tilveru þess. Og hann var ekki að kasta neinum fiski í það sinn, en lét vissulega fylgja með í frásögninni að aðferðin sem notast var við í umrætt sinn væri honum ekki ókunnug frá fyrri störfum hans um borð í Kleifaberginu.Á þessum tímapunkti gat ég ómögulega áttað mig á því hvað vakti fyrir Fiskistofu.Af hverju var úrskurðurinn orðaður með svo, í besta falli, slysalegum hætti?En það skýrðist smám saman.Útgerðin kærði strax ákvörðun Fiskistofu þarna í janúar síðastliðnum til sjávarútvegsráðherra. Og strax var tekin ákvörðun um að fresta veiðileyfissviptingu skipsins á meðan kæran væri til rannsóknar í ráðuneytinu.Nokkrum dögum síðar fæ ég erindi frá lögmanni Fiskistofu. Erindið var með þeim sérkennilegri sem ég hef fengið. Í því fólst beiðni Fiskistofu til mín um að fá að afhenda útgerð Kleifabergsins tölvupóst minn til Fiskistofustjóra, þar sem ég tjáði honum að skipverjinn sem tók 2016 myndbandið væri til í að ræða við Fiskistofu.Þeirri beiðni og sömuleiðis síðari beiðnum, sem fólu í sér að persónugreinanlegar upplýsingar yrðu afmáðar úr póstinum og hann síðan afhentur útgerðinni, var hafnað. Eðlilega.Ennfremur óskaði Fiskistofa eftir því að fá að vita hvernig Kveikur hefði gengið úr skugga um hvar og hvenær myndbandið hefði verið tekið!Athugið að þarna var Fiskistofa búinn að vera með málið til rannsóknar í bráðum eitt og hálft ár, og hafði haft 2016-myndbandið (sem og kontakt uppýsingar um manninn sem tók það) undir höndum í rúmt ár.Og ég veit núna hvernig Fiskistofa afgreiddi málið þegar það var í rannsókn. Ég veit það vegna þess að skipverjinn, sem Fiskistofa fékk aðgang að haustið 2017 ásamt myndbandi hans frá árinu áður; hann hringdi í mig fyrir ekki svo löngu. Ástæðan var sú að hann hafði fylgst með umræðu um málið opinberlega og sveið það sárt að bæði þá og áður hafði útgerð Kleifabergsins beitt þeirri málsvörn vegna myndbandsins sem hann tók, að um hefði verið að ræða eignaspjöll (!) og að í raun væri útgerðin, áhöfnin, skipstjórinn og gott ef ekki þjóðin öll fórnarlamb einfarans sem ákvað að henda tveimur tonnum af þorski, svona rétt áður en hann stökk í koju eftir morgunvaktina einn dag þarna sumarið 2016.Í samtali mínu við manninn kvaðst hann nú íhuga það alvarlega að stíga fram og segja sína hlið málsins og varpa um leið ljósi á hvernig snúið hefði verið út úr málinu.Hann kvaðst hins vegar eðlilega óttast afleiðingar þess að hann stigi fram með svo afgerandi hætti, ekki síst vegna þess að hann hafði horft upp á þá meðferð sem Trausti Gylfason, fyrrum skipsfélagi hans, fékk eftir að hann kom fram í dagsljósið.Ég sagðist einfaldlega skilja það viðhorf hans mæta vel. Mér hefði sjálfum orðið hálf hverft við að sjá sumt af því sem fór af stað í kjölfar umfjöllunar Kveiks um þessi mál. Ekki svo að skilja að ég kveinki mér undan því þó menn reiðist slíkri umfjöllun. Skárra væri það nú. Öllu verra var hvernig það birtist.Ég á ekki við skítkastið í garð sendiboðans, eða uppljóstrarans. Það var gamalkunnugt. Það er hefðbundin þjóðaríþrótt Íslendinga að álíta glæpinn veigaminni en það að greina frá honum.Þannig hafði formaður félags skipstjórnarmanna til dæmis risið upp á afturlappirnar í nafni félagsins og ráðist að uppljóstrurunum í málinu, með einhverju sem verður ekki túlkað öðruvísi en hótanir gagnvart þeim sem ætluðu sér að fylgja að fordæmi þeirra.Jafnframt setti þessi leiðtogi skipstjórnarmanna fram þá hreint mögnuðu fullyrðingu að brottkast, eins og það sem sýnt var um borð í Kleifaberginu, sé ekki bara ófrávíkjanlegur hluti fiskveiða heldur beinlínis svo algengt að gott ef ekki allur flotinn þyrfti í land ef Kleifabergið færi í land.Ekki einn einasti skipstjóri andmælti þessu opinberlega.Þeir stóðu samstíga í inniskóna þar blessaðir. Merkilegt nokk.Í sama knérunn hjó svo sjávarútvegsráðherra í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar sagði hann það alvarlegt mál ef einstaklingar „geti eyðilagt fyrir heilu áhöfnunum“ og tók fram að „refsihlutinn í þessari löggjöf sé dálítið strangur“!O, jæja.Og auðvitað fór svo eftir þessar opinberu yfirlýsingar og allt skítkastið sem Trausti Gylfason hefur fengið yfir sig ýmist beint eða óbeint á samfélagsmiðlum að skipverjinn afréð að stíga ekki fram, ekki í bili alla vega.Og lái honum hver sem vill.En það var annað sem mér fannst enn verra sem hann sagði mér í samtali okkar nú á vormánuðum, þessi sjómaður.Hann sagði mér að hvorki ráðuneyti sjávarútvegsmála, sem hafði þá kæru vegna ákvörðunar Fiskistofu til meðferðar, né heldur Fiskistofa, hefðu nokkuð rætt við hann eftir að ákvörðunin var kynnt. Jafnvel ekki til þess að bera undir hann hvort eðlilegt væri að Fiskistofa afhenti umræddri útgerð tölvupóst með nafni hans og símanúmeri, eins og Fiskistofa hafði þó spurt mig um.En hann var ekki spurður.Og það sem meira er. Hann tjáði mér að öll samskipti hans við Fiskistofu væru eitt stutt símtal sem hann fékk, á að giska mánuði eftir að Fiskistofustjóra voru afhentar kontakt upplýsingar hans. Það símtal fól að sögn hans í sér það eitt að starfsmaður Fiskistofu spurði hann hvort hann væri tilbúinn til að bera vitni um brottkastið á myndbandinu.Hann viðurkenndi þá að hann vildi síður gera það opinbert hver hann væri, þó hann gæti auðveldlega staðfest uppruna, ástæður og tímasetningu myndbandsins og veitt aðrar upplýsingar. Samkvæmt samtali mínu við sjómanninn gerði þessi starfsmaður Fiskistofu enga frekari tilraun til að afla upplýsinga um myndbandið eða tilurð þess, hann bað ekki um að fá taka af manninum skýrslu og óskaði ekki eftir neinum frekari upplýsingum, kvaddi bara kurteislega svo þar við sat.Og Fiskistofa hringdi aldrei aftur.Ráðuneytið ekki heldur.Hvers konar rannsókn var þetta?Það er út af fyrir sig jákvætt að allir þeir, sem eiga sitt undir því að Kleifabergið sé á sjó þá þrjá mánuði sem það átti að liggja bundið við bryggju, verði á sjó. Líklegt er, og raunar má lesa það út úr yfirlýsingum útgerðarinnar, að þeim hefði verið hent nær tekjulausum í land stóran hluta þess tíma sem skipið átti að liggja við bryggju.Svo hefði þó tæpast verið um yfirmenn skipsins.Og kvótann hefði mátt færa á annað skip og veiða hann þannig. Enda refsingin skipsins.Ég sá á Facebook að ættingjar skipverja á Kleifaberginu eru nú farinn að fagna uppreistri æru skipstjórnarmanna á Kleifaberginu.Það er fallegt.En um leið sorglegt að vita til þess að staðfesting á kerfisbundnu brottkasti, en fyrndar refsingar vegna þeirra, séu nóg til að reisa við æru einhvers.Það þykir mér lítilþægni.Fyrir svo utan að brottkastið sem sannarlega fór fram um borð í Kleifaberginu sumarið 2016, sé þá hugsanlega minna brottkast, vegna þess að ekki tókst að afsanna kenningar útgerðarinnar um að sjálf útgerðin væri hið raunverulega fórnarlamb, jafnvel þó útgerðin hafi sannarlega engan skaða borið af því að tonnunum tveimur var sturtað í sjóinn!Lögfræðingar ráðuneytisins mátu það öðruvísi. Þess sama ráðuneytis og staðið var að því að afneita í fjölda ára, og af nokkurri hörku, tilvist brottkasts í líkingu við það sem blasti við í myndböndunum af Kleifaberginu, án þess að hafa neitt fyrir sér í því annað en fullyrðingar hagsmunaaðila.Svipaðar fullyrðingar hafa reyndar komið úr ótrúlegustu áttum undanfarin ár.Fyrrverandi ritstjóri Fiskifrétta lét til dæmis þau ummæli falla í einhverju viðhafnarviðtali við sig sjálfan fyrir nokkrum árum að hann teldi að brottkast væri liðin tíð. Að sjómenn hentu ekki fiski, því þá væru þeir að henda eigin launum.Sem er líka fallegt viðhorf. En um leið til marks um litla eða enga þekkingu á gangverki þess iðnaðar sem gæinn hafði varið einhverjum áratugum í að fjalla um.En það má svo sem segja að á meðan þetta sama brottkast er álitið eitthvað annað en brottkast af stjórnvöldum, og ekki dugir að eiga það á mynd eða að menn vitni um það, að brottkast sé ekkert.Sem það þá sjálfsagt er.Ekkert.“Hér er umfjöllun Kveiks um brottkastiðfrá 21. nóvember og 12. desember 2017..

Posted by Lára Hanna Einarsdóttir on Þriðjudagur, 18. júní 2019

Sumarlegur pastaréttur

Ferskar kryddjurtir, pasta og kalt hvítvín, hvað er fullkomnara á fallegum sumardegi. Einfalt, þægilegt og svo ofsalega gott. Það er nánast ómögulegt að gera vondan mat þegar hráefnið er gott, notið því gott pasta, ferskar kryddjurtir og brakandi nýtt grænmeti og þetta getur ekki klikkað.

Sjávarréttapasta
fyrir 2-3

1 dós kirsuberjatómatar (t.d. frá Cirio)
hnefafylli fersk basilíka
2 msk. jómfrúarolía
300 g linguine eða spaghetti
5 hvítlauksgeirar
3/4 dl jómfrúarolía
300 g rækjur og/eða sjávarréttablanda
safi úr 1/2 sítrónu
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Sigtið mesta vökvann frá kirsuberjatómötunum og setjið þá í pott með basilíku og jómfrúarolíu. Látið malla saman í u.þ.b. 20 mín. setjið til hliðar. Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakkningu, sigtið vatnið frá en takið u.þ.b. 1/2 dl af pastavatninu frá. Maukið hvítlaukinn og setjið út í ólífuolíuna. Hitið pönnu og látið hvítlauksolíuna krauma í nokkrar mín. án þess þó að hvítlaukurinn brenni. Bætið sjávarfanginu á pönnuna og steikið í 2-3 mín. Setjið þá tómatmaukið saman við og látið malla í 1-2 mín. Bætið svolitlu af pastavatninu út í ef þar. Setjið pastað á pönnuna og blandið vel. Kreistið sítrónusafa yfir og bragðbætið með salti og pipar. Berið fram með basilíkuolíu.

basilíkuolía:
2 hnefafylli fersk basilíka
4 msk. jómfrúarolía
4 msk. mjúkt eða brætt smjör
1/2 tsk. gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Setjið allt saman í litla matvinnsluvél eða blandara og maukið. Eins má nota töfrasprota eða mortél.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Víóla er litur júnímánaðar

Ljós og lokkandi lillablár litur varð fyrir valinu hjá ritstjórn Húsa og híbýla enda hásumar og náttúran skartar sínu fegursta.

Víóla er ferskur og svolítið nýr litur í litaflóru landsmanna þar sem gráir, brúnir og dökkbláir litir hafa ráðið ríkjum undanfarin misseri. Víólaliturinn er með svolítið muskulegan tón sem gerir hann djúpan og dulúðlegan. Liturinn passar sérlega vel með svörtu, hvítu, brons og gulli en einnig hentar hann vel með dökkgrænum litum sem er að finna í pottaplöntum. Víóla hentar sérlega vel í eldhúsið, á baðið, í barnaherbergið og í falleg hol. Þessi litur fæst í Byko.

Víólaliturinn er með svolítið muskulegan tón sem gerir hann djúpan og dulúðlegan. Liturinn fæst í Byko.

 

Sumarsmellur frá glænýjum Íslenskum tónlistarmönnum

Fyrir stuttu gáfu tónlistarmennirnir Baldur Dýrfjörð og Róbert út sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið Komdu út.

Drengirnir hafa báðir stundað lagasmíðar frá grunnskólaaldri en leiddu saman hesta sína fyrir rúmlega ári og hafa verið að gera saman tónlist síðan. Myndbandið er tekið upp á Suðurlandi og í því er notast frumlega við pallbíl, hoppukastala og fleira sumarlegt. Leikstjórar myndbandsins eru Kjartan Örn Bogason, Sölvi Viggósson Dýrfjörð og Baldur Dýrfjörð. Lagið er væntanlegt á Spotify en hægt er að sjá myndbandið á Albumm.is.

40% Íslendinga telja öryggi bólusetninga vafamál

Mynd: Landlæknir.is

40% íslendinga telja öryggi bólusetninga vafamál samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun sem birt var í dag. Embætti landlæknis hefur tekið saman niðurstöðurnar.

„Í löndum þar sem að árangur bólusetningar er mikill þá kemur upp þessi vantrú vegna þess að fólk sér ekki þessa sjúkdóma eins mikið og áður,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Á meðan í öðrum löndum, þar sem aðgengi að bólusetningum er ekki eins mikil, er traustið meira.”

Trúa á áhrif bólusetningar en telja þær óöruggar

„Rannsóknir á Íslandi á undanförnum árum um afstöðu almennings til bólusetningar hafa sýnt að yfir 95% almennings ber traust til bólusetninga og árangur þeirra,” segir Þórólfur. „Þessi niðurstaða núna sýnir það líka að fólk trúir því að bólusetningar virki vel og komi í veg fyrir sjúkdóma og telji að bólusetningar eru nauðsynlegar fyrir börn en hafa hins vegar áhyggjur af öryggi þeirra. Þannig túlka ég þessa niðurstöðu.” Niðurstöður Welcome Trust sýna að 97% íslensk almennings telja bólusetningar áhrifaríkar í að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þá telur 99% að bólusetningar séu mikilvægar fyrir börn.

Sífellt fleiri leggja þó spurningu við öryggi bólusetningar og hafa áhyggjur af aukaverkunum. Eins og áður segir hafa 40% íslendinga lýst yfir áhyggjum í garð öryggis bólusetninga. Guðni nefnir að embættið hafi áður vakið athygli á þessari þróun. „Það þarf að koma þeim upplýsingum áleiðis að bóluefni eru örugg.”

Aukin vantrú í öðrum löndum getur haft afleiðingar fyrir Ísland

Þórólfur segir niðurstöðuna betri hér en í öðrum löndum Norður-Evrópu. „Þegar maður ber Ísland saman við N-Evrópu þá er trú almennings á bólusetningum og nauðsyn fyrir börn mikið hærri hér á landi að meðaltali.”

Hann segir alþjóðulegu niðurstöðurnar áhyggjuefni. „Ef að sjúkdómar fara að blossa upp í löndum í kringum okkur þá eykst hættan á því að við förum að sjá tilfelli hér.“ Hann segir þó þáttöku í bólusetningum hér á landi nógu góðar til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu. „Við myndum ekki sjá neina stóra faraldra hér. Við gætum séð stök tilfelli eins og síðast liðinn vetur.“

Alþjóðlega fyrirtækið Welcome Trust stendur fyrir könnuninni sem fór fram 2018. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að í löndum þar sem velmegun er mikil ríkir töluverð vantrú á bólusetningum en í fátækari löndum er traustið almennt meira. Þá mældist traustið hæst í Eþíópíu og Bangladesh. „Þetta sjáum við með þessum mislingafaraldri sem er í Evópu. Þetta er afleiðing af því,” segir Þórólfur en sem dæmi kom Frakkland illa út úr könnuninni. 33% almennings þar í landi telur bólusetningar áhrifalitlar.

Ragnar Önundarson: ,,Þegar konan öðlast jafnan rétt á við karlinn verður hún ráðandi yfir honum”

|
|Myndin sem Ragnar birti

,,Þegar konan öðlast jafnan rétt á við karlinn verður hún ráðandi yfir honum,” skrifar Ragnar Önundarson á Facebook í tilefni Kvenréttindadagsins. Hann segist hafa þetta eftir gríska heimspekingnum Sókrates.

,,Náttúran hefur fært konum svo mikil völd að löggjafinn hefur löngum verið tregur til að auka þar við“ sagði einn lordinn þegar kosningaréttur til handa konum var til umræðu í breska þinginu fyrir einni öld síðan,” skrifar Ragnar og bætir við: „Þetta er búið að vera langt strîð. Ætli sé ekki best að lýsa yfir uppgjöf, í von um mannúðlega meðferð?”

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ragnar lætur athæfi kvenna sig varða. Haustið 2017 gagnrýndi hann Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, fyrir mynd sem hún birti á Facebook: „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konu í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem „prófílmynd“ á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“

Myndin sem Ragnar birti

Samkvæmt Facebook færslu Áslaugar var umrædd mynd gömul. „Hann ákvað að leita að eldri mynd sem væri hentug gagnrýni hans og pósta henni hjá sér. Það er auðvitað ákveðin kirsuberjatýnsla.“ DV greindi frá.

Ragnar endurtók gjörninginn í maí síðast liðinn þegar hann gagnrýndi forrystu Sjálfstæðisflokksins: „Miðaldra, hvítur, kristinn karlmaður, helst reffilegur og peningalegur, er formaður. Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari. Þetta er afleiðing af valdatilfærslu prófkjöranna,“ skrifaði Ragnar í Facebook færslu. Hér á hann við þau Áslaugu Örnu, Bjarna Benediktsson formann og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur varaformann. Tilefnið var barátta Orkunnar okkar gegn innleiðingu þriðja orkupakkans en Ragnar er liðsmaður hópsins.

Hann, hún eða annað?

Gríðarleg réttarbót fyrir trans og intersex fólk samþykkt á Alþingi í gær.

Ein mesta réttarbót sem snýr að friðhelgi einkalífsins var í gær afgreidd sem lög frá Alþingi, þegar 45 þingmenn samþykktu lög um kynrænt sjálfsræði. Ljóst er að mikil samstaða var um málið á þinginu, þar sem þingmenn allra flokka – nema Miðflokksins – veittu málinu brautargengi.

Nýju lögin gera öllum einstaklingum kleift að skilgreina sjálfir kyn sitt, krefjast viðurkenningar opinberra og einkaaðila á kyni sínu, kynvitund og kyntjáningu. Í lögunum er líka kveðið á um rétt einstaklinga, til þess að krefjast þess að vera hvorki skilgreindir sem karlar eða konur – nú geta einstaklingar jafnframt krafist þess að skráning kyns þeirra sé hlutlaus. Í slíkum tilfellum er kyn viðkomandi t.d. í vegabréfum einfaldlega skráð sem „X“.
Framvegis verða allir einka- og opinberir aðilar að gefa fólki kost á því að skrá kyn sitt sem X, í kjölfar opinberrar breytingar þar um (að loknum skömmum aðlögunartíma). Þeir sem óska eftir breytingunni með formlegum hætti snúa sér til Þjóðskrár Íslands, sem gerir þá breytingu á kynskráningu viðkomandi í opinberum skrám. Þeir einstaklingar, sem kjósa að láta leiðrétta kyn sitt eiga þá líka rétt á því að fá endurútgefin t.d. prófskírteini frá skólum, með breyttu nafni sem viðkomandi framkvæmir samhliða breytingunni. Einstaklingar ráða því jafnframt sjálfir hvort þeir taki eignarfallsendingu föður eða móður (sleppi þá -son eða -dóttir í eftirnafninu sínu) eða skipti út -son eða -dóttir fyrir endinguna -bur.

Það er ljóst að engin leikur sér að því að láta leiðrétta kyn sitt eða breyta skráningu á kyni. Kyn hvers einstaklings er einn helsti skilgreinarþáttur nokkurs einstaklings á sjálfum sér. Að þurfa að burðast með þann böggul, að upplifa að manni hafi verið úthlutað röngu kyni í fæðingu, er vafalítið afar erfitt. Með því að færa fólki þetta frelsi, er því stigið gríðarstórt framfararskref og persónufrelsi allra aukið gríðarlega.

Einhverjir kunna vafalítið að velta því fyrir sér, hvernig þessi lagabreyting snýr að friðhelgi einkalífsins. Jú, eins og fram kemur í greinargerð frumvarpsins, sem nú er orðið að lögum, felst í friðhelgi einkalífsins réttur til þess að ráða yfir lífi sínu, líkamanum, lífsháttum og einkahögum. Það, hvort einhver kjósi að skilgreina sig sem karl, konu eða eitthvað annað, varðar ákkúrat ekki nokkurn annan einstakling. Nýju lögin staðfesta þetta og loka á að gerðar séu strangar kröfur til einstaklinga þess efnis, að þeir hafi gengið í gegnum t.d. lyfjameðferð eða „lifað sem“ það kyn sem helst kjósa sér í einhvern tíma, áður en orðið getur að breytingunni. Þessi réttindi flútta því afar vel við ákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um sama efni, sem og alþjóðlega mannréttindasáttmála sem Ísland hefur staðfest að þjóðarrétti og jafnvel innleitt í lög, s.s. samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Það segir sig sjálft, að einstaklingum á að vera heimilt að gera allt sem þeir vilja, svo framarlega sem það hefur ekki neikvæð áhrif á þriðja aðila. Þessi nýju lög eru dæmi um réttarbót sem bætir bara lífsgæði einstaklinga, en hefur ómögulega slæm áhrif á nokkurn mann. Því fagna allir góðir og réttsýnir menn, konur og annað fólk.

Ómar R. Valdimarsson lögmaður

Kynlífsleikföngin særðu blygðunarkennd embættismanna

||||||
Þessi auglýsing

Fyrirtæki að nafni Dame, sem hannar og framleiðir kynlífsleikföng fyrir konur, hefur höfðað mál á hendur samgöngustofu New York borgar. Ástæðan er sú að stofnunin neitaði að birta auglýsingar fyrirtækisins í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar.

Dame, sem er sprotafyrirtæki rekið af konum, réðist í 150 þúsund dollara auglýsingaherferð og var markmiðið að ná til þeirra 5,6 milljóna farþega sem nota lestarkerfi New York borgar daglega. Hönnuð voru veggspjöld með slagorðum sem höfðu bæði vísun til lestarferða og kynlífs. Samgönguyfirvöld í New York neituðu hins vegar að setja upp veggspjöldin vegna þess að þá voru kynferðislegs eðlis.

Stjórnendur Dame sáu sér leik á borði og höfðuðu mál gegn stofnuninni sem vakið hefur mikla athygli vestanhafs og í raun mun meiri athygli en auglýsingaherferðin hefði annars gert. Í stefnunni segir að bannið feli í sér gamaldags viðhorf og að stefna samgöngustofunnar sé sérstaklega beint gegn konum enda hafi auglýsingar um lyf er sporna eiga við risvandamálum karlmanna fengið að standa óáreittar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dame rekst á vegg í markaðsstarfi sínu. Þegar fyrirtækið leitaðist við að koma sinni fyrstu vöru á markað vildi hópfjármögnunarsíðan Kickstarter ekki hýsa söfnunina vegna þess að um kynlífsleikfang var að ræða. Dame sneri sér til Indiegogo og safnaði ríflega hálfri milljón dollara.

Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem mál er höfðað gegn samgöngustofu New York borgar. Reyndar skipta málshöfðinarnar tugum. Ein slík var þegar stofnunin neitaði að birta auglýsingar frá Thinx þar sem undirföt fyrir konur á blæðingum voru auglýst. Eftir mikið fjölmiðlafár skipti stofnunin um skoðun og heimilaði auglýsingarnar.

Hinar umdeildu auglýsingar frá Dame má sjá hér að neðan en yfirlýsingu fyrirtækisins má lesa hér.

Lögðu hald á þrjú kíló af amfetamíni og hundrað e-töflur

Þremenningarnir, sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsókn lögreglu, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, snýr meðal annars að fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Ráðist var í þrjár húsleitir vegna þess. Samkvæmt tilkynningu miðar rannsókn málsins vel.

Lögreglan lagt hald á um þremur kílóum af amfetamíni, 90 grömmum af kókaíni og rúmlega 100 e-töflum. Eignir hafa verið haldlagðar og kyrrsettar en grunur er um að tilurð þeirra megi rekja til ágóða af brotastarfseminni.

Þremenningarnir voru handteknir 14. júní síðast liðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir eru á fertugs- og fimmtugsaldri.

Sælkera-kaka frá Suðurríkjunum

Missisippi mud pie er víðfræg kaka og nafnið vísar líklega til moldarbakka fljótsins. Þessa útgáfu þarf ekki að baka og er hún því fljótleg og hægt að gera hana þar sem ekki er ofn.

Kaka frá Suðurríkjunum.
10 sneiðar

Botn
180 g súkkulaðikex
5 msk. smjör, brætt
Myljið kexið annaðhvort í matvinnsluvél eða setjið það í plastpoka og merjið með kökukefli. Blandið smjöri saman við og setjið á botninn og upp með börmunum á bökuformi. Kælið.

Fylling
1 ¾ dl sykur
¾ dl kakó
¾ dl kartöflumjöl eða maizenamjöl
3 ½ dl mjólk
4 eggjarauður
70 g súkkulaði, saxað
1 tsk. vanilludropar
2 msk. smjör
Setjið sykur, kakó og kartöflumjöl í skál og blandið því saman. Bætið mjólk í og hrærið vel saman. Hitið blönduna í potti þar til hún er þykk og glansandi, passið að hræra í allan tímann svo hún fari ekki í kekki. Bætið eggjarauðum í og látið sjóða áfram þar til þykknar enn meir. Bætið súkkulaði út í og látið bráðna saman við. Takið blönduna af hitanum og hrærið vanillu og smjöri saman við. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir botninn í forminu. Kælið.

Ofan á
2 ½ dl rjómi
1 tsk. sykur
½ tsk. vanilludropar
Þeytið rjóma með sykri og vanillu og breiðið yfir súkkulaðifyllinguna rétt áður en þið ætlið að bera kökuna fram.

Allt hráefni sem er notað í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Sunna Gautadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Krónprinsinn í Sádí Arabíu sagður bera ábyrgð á morðinu á Kashoggi

Jamal Khashoggi.

Rökstuddur grunur er um að Mohamed bin Salman, krónprinsinn í Sádí Arabíu, sé ábyrgur fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi. Mælst er til þess að hert verði á viðskiptaþvingunum gegn prinsinum þangað til hann stendur fyrir máli sínu.

Þetta er niðurstaða 100 blaðsíðna skýrslu Agnesar Callamard, sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Sádí Arabíu fengu skýrsluna áður en hún var birt en ekkert hefur heyrst frá konungsríkinu um efni hennar. Þau neituðu fyrst allri aðild að málinu en viðurkenndu síðar að morðið hafi verið framið án vitneskju krónprinsins.

Jamal Kashoggi sást síðast ganga inn í sendiráð Sádí Arabíu í Istanbúl en þaðan kom hann aldrei aftur. Talið er að hann hafi verið myrtur á grimmilegan hátt og lík hans bútað í sundur. Líkamsleifar hans eru enn ófundnar. Böndin beindust strax að krónprinsinum og mönnum í hans innsta hring enda var Kashoggi ötull gagnrýnandi stjórnvalda í Sádí Arabíu.

Callamard hefur rannsakað hvarf Kashoggis undanfarna sex mánuði og eru niðurstaða hennar sú að sterkar vísbendingar séu um að bin Salman beri beina ábyrgð á morðinu á Kashoggi. Um hreina og þaulskipulagða aftöku hafi verið að ræða. Kallað er eftir formlegri rannsókn á ódæðinu og að ríki heims sameinist um að beita æðstu ráðamenn í Sádí Arabíu viðskiptaþvingunum. Slíkar þvinganir feli meðal annars í frystingu eigna krónprinsins erlendis.

Málið gæti orðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, erfitt en hann hefur lagt ríka áherslu á að rækta samstarfið við stjórnvöld í Sádí Arabíu. Ráðgjafi hans og tengdasonur, Jared Kushner, er sömuleiðis sagður eiga í trúnaðarsambandi við bin Salman. Trump hefur fram til þessa verið ófáanlegur til að saka krónprinsinn um verknaðinn, þvert á ályktanir hans eigin leyniþjónustu.

Stjórnvöld í Sádí Arabíu tilkynntu um að 11 ónefndir embættismenn hafi verið ákærðir fyrir morðið og er krafist dauðarefsingar yfir þeim. Réttað er yfir þeim fyrir luktum dyrum. Callamard segir í skýrslu sinni að réttarhöldin fullnægi ekki alþjóðlegum stöðlum og skorar á stjórnvöld í Sádí Arabíu að stöðva þau og vinna þess í stað með SÞ að rannsókn málsins. Ólíklegt er að það gerist enda neituðu Sádar að vinna með Callamard að rannsókninni.

 

Trúnaðarbrestur í VR vegna stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna

xx

Stjórn VR lýsir yfir trúnaðarbresti á fundi sínum í gær, þar sem samþykkt væri að bera upp tillögu um að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

Stjórn VR segir ákvörðunina komna til vegna þess að stjórn VR telur að trúnaðarbrestur hafi orðið meðal stjórnarmanna VR hjá lífeyrissjóðnum við félagið, stefnu þess og nýgerðan lífskjarasamning og kemur í kjölfar samþykktar stjórnar lífeyrissjóðsins um hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%.

Stjórn VR segir þá ákvörðun óskiljanlega í ljósi þeirra gríðarlega miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningum.

Eins er mótmælt harðlega að samhliða vaxtahækkun hafi einnig verið tekin ákvörðun um að hætta að hafa ákvarðanir um breytingar á vöxtum í föstu opnu ferli og færa það einhliða til stjórnar Lífeyrissjóðsins. Slíkt sé dæmi um spor afturábak.

Boðað verður til fundar í fulltrúaráði VR hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna þar sem lögð verður fram tillaga að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna og ný stjórn verði skipuð til bráðabirgða.

Bifreið endaði í Elliðavatni í morgun

|
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um bifreið út í Elliðavatni á vatnsverndarsvæði í morgun. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins voru sendir á vettvang. Þá var bifreiðin dregin á brott með kranabifreið.

Tilkynnt var um ölvaðan ökumann í Árbæ á sjöunda tímanum í morgun. Lögregla stöðvaði bifreiðina skömmu síðar. Ökumaðurinn, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, reyndi í fyrstu að ljúga til um hver hann væri.

Prufa var jákvæð fyrir fimm tegundir fíkniefna. Maðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku. Þá var annar maður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í Árbæ. Prufa reyndist jákvæð fyrir þrem tegundum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Tilkynnt var um innbrot í bifreið í Vesturbænum laust fyrir klukkan 10:00 í morgun. 30 mál voru bókuð milli 05:00 og 11:00 í morgun hjá Lögreglunni.

Hæsta hlutfall kvenna í sveitastjórnum frá upphafi

Ásthildur Sturludóttir

Hagstofan birtir frétt í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní þess efnis að hlutfall kvenna í sveitastjórnum landsins hefði aldrei verið hærra, eða 47 prósent allra kjörinna sveitastjórnarfulltrúa.

Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu, 266 karlar og 236 konur. Hefur hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum aldrei verið hærra. Í kosningunum var 59% kjörinna fulltrúa nýkjörnir en 41% höfðu einnig verið kjörnir í kosningunum 2014.

Kosið var til 72 sveitarstjórna í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og var kosningaþátttaka 67,6 prósent og öllu meiri meðal kvenna en karla. Eldri kjósendur skiluðu sér frekar á kjörstað en þeir yngri og þátttaka nýrra kjósenda, sem voru sökum aldurs að kjósa í fyrsta sinn, um 51,5%. Þátttaka kjósenda með erlent ríkisfang var 18%.

Tvö flutt með þyrlu á Landspítalann

Bíll valt út af þjóðveginum austan við Bröttubrekku gatnamótanna um miðnætti í gær. Karl og kona voru flutt alvarlega slösuð með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, greinir frá þessu í samtali við fréttastofu RÚV.

Bílnum var ekið í suðurátt eftir Vesturlandsvegi þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í aflíðandi beygju með þeim afleiðingum að hann valt og endaði utan vegar. Að sögn lögreglu er bifreiðin mikið skemmd. Tveir Íslendingar voru farþegar í bílnum, kona og karl. Þyrlan lenti með hin slösuðu í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Þjóðvegum var lokað á meðan vinna fór fram og þeirri vinnu lauk um klukkan þrjú í nótt. Tildrög slyssins eru ókunn.

Frétt RÚV.

Földu fíkniefnin um allt hús

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á töluvert magn af kókaíni og kannabisefnum við húsleit í fyrrakvöld.

Húsleitin var gerð að undangenginni heimild og höfðu fíkiefnin verið falin um allt húsið, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar. Tveir vorru handteknir vegna málsins og voru þeir í haldi lögreglunnar fram yfir skýrslutökur.

Mjaldrarnir mæta: Litla-Hvít og Litla-Grá á leið til Íslands

Mjaldrasystur tvær, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, lenda á landinu um klukkan tvö í dag eftir um 30 klukkustunda langt flug frá Sjanghæ, en þeir höfðu dvalið í dýragarði þar í borg. Mjaldrar eru tannhvalir af hvíthvalaætt og eru um tonn af þyngd hvor og sérútbúnir tankar sem flytja þá eru um níu tonn hvor, enda fullir af vatni.

Þeir munu á endanum vera færðir í framtíðarheimili í Klettsvík í Vestmanneyjum en munu verða í sóttkví fyrst um sinn auk þess sem þarf að venja þá hægt og rólega við kaldara vatn.

Það er TVG-Zimzen sem sér um flutning mjaldranna hér á landi, þar sem þeim verðum ekið um Suðurstrandarveginn og í Herjólf sem fer með þá síðasta spölin til Vestmanneyja. Það er hins vegar Beluga samtökin um hvalagriðastaði sem standa að verkefninu, en þetta eru samtök sem helga sig því að koma hvölum aftur fyrir í sínu náttúrulega umhverfi.

Báðar eru þær systurnar tólf ára gamlar og ættaðar frá Rússlandi. Þær eru hrifnar af síld og loðnu samkvæmt heimasíðu Beluga, sem taka auk þess fram að sú gráa sé hrekkjótt og gjörn á að spýta vatni á þjálfara sína á meðan Litla-Hvít eru öllu hléldrægari en myndi samt sterk tengsl við þjálfara sína.

Fréttablaðið greinir frá.

Framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins segir jafnrétti ekki verið náð á Íslandi

Mynd: GNU-Frí/Magnus Fröderberg

„Jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð hérna á Íslandi,” segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Í dag er Kvenréttindadagur íslenskra kvenna haldinn hátíðlegur víða um land.

„Núna höfum við setið í rúman áratug á toppnum hjá lista Alþjóðlegu efnahagsstofunni um jafnrétti í heiminum og meira að segja sá listi telur að við höfum bara nnáð 85% jafnrétti,” segir Brynhildur og bætir við: „Það er ekki jafnrétti, það er ójafnrétti.”

„Þessir dagar eru mikilvægir vegna þess að við erum ekki bara að fagna þeim sigrum sem hafa áunnist heldur einnig að minnast þeirra baráttukvenna sem unnu þessa sigra fyrir okkur.” Brynhildur vekur athygli á þeim sigri sem náðist þegar konur á Íslandi fengu kosningarétt en í dag er fagnað 104 ára kosningarétti. „Það líf sem við lifum í dag og það samfélag sem við lifum í í dag væri ekki til staðar nema fyrir þessar konur sem lögðu allt í sölurnar til þess að ná þessum réttindum fyrir okkur.”

„Konur og karlar hafa barist kröftuglega fyrir þeim réttindum sem þegar hafa áunnist en nú er nauðsynlegt að við höldum áfram til að almennt jafnrétti náist á Íslandi.”

Utanríkisráðherra um Miðflokkinn „Til hvers í ósköpunum var þetta málþóf eiginlega?!”

„Til hvers í ósköpunum var þetta málþóf eiginlega?!” spyr Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á Facebook eftir að Miðflokkurinn samþykkti atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.

„Eftir að hafa staðið í ræðupúlti Alþingis í vel á annað hundrað klukkustundir hefur Miðflokkurinn samið um að atkvæðagreiðsla um 3. orkupakkann fari fram 2. september,” skrifar Guðlaugur og bætir við: „Miðflokkurinn hefur þar með fallið frá kröfum um málinu verði frestað fram á næsta þing. hann hefur fallið frá kröfum um að Alþingi skipi sérstakan starfshóp til að fara yfir málið að nýju og hann hefur fallist á að ljúka umræðunni á tveimur dögum.”

Miðflokkurinn stóð fyrir málþófum í maí um þriðja orkupakkann sem voru lengstu umræður þingsins. Þá stóðu þær yfir heilu næturnar og flokkurinn lýsti því yfir að umræðan væri að þeirra mati rétt „að komast almennilega á skrið.“ Stefna Miðflokksins virtist vera að stöðva samþykkt þriðja orkupakkans alfarið og ekki var séð fram á að málamiðlun yrði gerð milli flokksins og stjórnarflokkar. Stöðutakan gæti aukið vald stjórnarandstöðunnar.

Samskonar taktík en ríkisstjórnarflokkum í hag er þegar stjórnarmeirihlutinn sveltir þingið stórum og mikilvægum frumvörpum í upphafi þings og fram eftir en dælir svo miklum fjölda verkefna á þingið rétt fyrir lok þess. Þannig skapast tímaþröng og verkefnafjall sem minnkar um leið yfirlestur og dregur úr getu stjórnarandstöðunnar og óbreyttra þingmanna til að grandskoða mál.

Hildur Lilliendahl ósátt við niðurstöðu „karldómara“ vegna ummæla hennar um Hlíðarmálið

„Í gær komst einhver karldómari við héraðsdóm Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að fjögurra ára gömul tjáning mín á Facebook skyldi teljast dauð og ómerk.” Þetta skrifar Hildur á Facebook síðu sinni í kjölfar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur vegna ummæla Hildar um Hlíðarmálið, svokallaða.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert Hildi Lilliendahl Viggósdóttur að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna ummæla sem hún lét falla haustið 2015. Þá hafa ummælin verið dæmd dauð og ómerk.

Í dómnum segir að eftirfarandi ummæli skuli vera dauð og ómerk: „… þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta  eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“

Hildur furðar sig á niðurstöðu Héraðsdóms þar sem henni er gert að greiða mönnunum tveimur bætur: „Jafnframt ákvað hann að ég skyldi greiða hvorum þessara manna fyrir sig 150.000 krónur fyrir einhvern miska og ofan á það skyldi ég greiða 600.000 krónur í málskostnað í ríkissjóð,” skrifar hún og bætir við: „Svo á ég líka, held ég, að greiða dráttarvexti yfir tveggja og hálfs árs tímabil, frá því að mér var hótað stefnu og þar til mér var stefnt.„

„Forsendur þessa alls eru mjög furðulegar og ég er frekar ringluð. Ég er rétt að byrja að melta þetta allt saman og veit ekki alveg hvernig mér líður. Allavega á ég að borga einhverju fólki milljón fyrir eitthvað sem ég skil ekki alveg.”

Málið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins „Íbúðin var útbúin til nauðgana.“. Greinin ýtti af stað atburðarrás þar sem íbúar hennar, mennirnir sem Hildi var gert að greiða bætur, voru stimplaðir kynferðisbrotamenn.

https://www.mannlif.is/4369

Helgi Seljan ekki sáttur við vinnubrögð Fiskistofu: „Hvers konar rannsókn er þetta?“

Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV, greinir frá því á Facebook að hann hafi fengið símtal frá skipverja, sem hafði tekið upp brottkast á togaranum Kleifabergs RE haustið 2016 og birt var í ítarlegri umfjöllun sjónvarpsþáttsins Kveiks um brottkast ári síðar.

Helgi segir mannninn íhuga alvarlega að stíga opinberlega fram og segja sína hlið af málinu – enda sárni honum hvernig „útgerð Kleifabergsins beitt þeirri málsvörn vegna myndbandsins sem hann tók, að um hefði verið að ræða eignaspjöll.“

Uppreist æraÍ liðinni viku tilkynnti ráðuneyti sjávarútvegsmála niðurstöðu tæplega hálfs árs skoðunar á brottkastmáli…

Posted by Helgi Seljan on Þriðjudagur, 18. júní 2019

Hann sé þó hikandi.

„Hann kvaðst hins vegar eðlilega óttast afleiðingar þess að hann stigi fram með svo afgerandi hætti, ekki síst vegna þess að hann hafði horft upp á þá meðferð sem Trausti Gylfason, fyrrum skipsfélagi hans, fékk eftir að hann kom fram í dagsljósið.“

Sjómaðurinn staðfesti við Helga að rannsóknin hafi verið í skötulíki. „Hann sagði mér að hvorki ráðuneyti sjávarútvegsmála, sem hafði þá kæru vegna ákvörðunar Fiskistofu til meðferðar, né heldur Fiskistofa, hefðu nokkuð rætt við hann eftir að ákvörðunin var kynnt. Jafnvel ekki til þess að bera undir hann hvort eðlilegt væri að Fiskistofa afhenti umræddri útgerð tölvupóst með nafni hans og símanúmeri, eins og Fiskistofa hafði þó spurt mig um. En hann var ekki spurður,“ segir Helgi og bætir við: „Hann tjáði mér að öll samskipti hans við Fiskistofu væru eitt stutt símtal sem hann fékk, á að giska mánuði eftir að Fiskistofustjóra voru afhentar kontakt upplýsingar hans. Það símtal fól að sögn hans í sér það eitt að starfsmaður Fiskistofu spurði hann hvort hann væri tilbúinn til að bera vitni um brottkastið á myndbandinu.“

Þar með lauk hans hluta í rannsókninni.

„Samkvæmt samtali mínu við sjómanninn gerði þessi starfsmaður Fiskistofu enga frekari tilraun til að afla upplýsinga um myndbandið eða tilurð þess, hann bað ekki um að fá taka af manninum skýrslu og óskaði ekki eftir neinum frekari upplýsingum, kvaddi bara kurteislega svo þar við sat.“

Hvorki fiskistofa né ráðuneytið hringdu aftur í manninn og Helgi spyr í tilefni þess: „Hvers konar rannsókn var þetta?“

Í lokin bætir Helgi við að honum þyki fallegt að ættingjar skipverja á Kleifarberginu sé farnir að fagna uppreist æru þeirra – en slær þó varnagla: „En um leið sorglegt að vita til þess að staðfesting á kerfisbundnu brottkasti, en fyrndar refsingar vegna þeirra, séu nóg til að reisa við æru einhvers.“

Helgi Seljan skrifaði þessa ítarlegu fréttaskýringu í dag.Hann skrifar hér um brottkastsmál sem fjallað var umí Kveik í árslok 2017. Eins og sjá má er stjórnkerfið svo gjörspilltog svo hallt undir útgerðarmafíuna að engar sannanirfá haggað niðurstöðum mála..„Uppreist æraÍ liðinni viku tilkynnti ráðuneyti sjávarútvegsmála niðurstöðu tæplega hálfs árs skoðunar á brottkastmáli togarans Kleifabergs RE. Málið á sér reyndar nærri tveggja ára forsögu og snýst um þá ákvörðun Fiskistofu að svipta Kleifabergið veiðileyfi vegna ítrekaðs og stórfellds brottkasts á afla. Sönnunargögnin og frásagnir skipverja sýna svo ekki verður um villst að um borð í Kleifaberginu var ítrekað hent í sjóinn miklu magni af verðmætum fiski; af ýmsum tegundum.Myndbönd frá árunum 2008 til 2010 sýndu brottkast meðafla (karfa, ufsa, ýsu ofl), brottkast á minni þorski og brottkast makríl. Myndband sem tekið var árið 2016 sýndi auk þess hvernig miklu magni – um 2 tonnum að sögn – var spólað upp úr kari í gegnum sérútbúna lúgu á flökunarvélarborði og þaðan á færiband út í sjó. Um var að ræða hausaðan þorsk.Ástæður fyrir brottkastinu voru alltaf þær sömu. Peningar og tími. Að koma með sem mest af verðmætari afla í land á kostnað þess síður verðmæta og að halda uppi hámarks afköstum með sem minnstu stoppi, til dæmis vegna þess að verið er að skipta úr einni tegund í aðra, rétt eins og þegar verið er að losna við afla þar sem fyrirsjáanlegt er að meira og ferskara hráefni er í trollinu.Það er að segja að veitt hefur verið of mikið og umfram afköst.Það er nefnilega fjárhagslegur hvati að baki brottkasti. Framhjá þeirri augljósu staðreynd að hafa menn einhverra hluta vegna litið, oft viljandi að ég held.Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að henda fiski. Engu gildir hvort fiskurinn sé lélegur að mati skipstjóra eða annarra. Skipstjórar eiga að stýra veiðum þannig að takist að vinna afla áður en hann skemmist.Fyrir það fá þeir margfaldan hlut háseta.Ákvæði um algjört bann var styrkt fyrir tæpum tuttugu árum, ekki síst vegna þess að ef menn voru staðnir að brottkasti gátu þeir einfaldlega fullyrt að fiskur hefði verið selbitinn, ónýtur eða skemmdur.Vonlaust var að afsanna þær fullyrðingar.Fiskistofa komst að þeirri niðurstöðu að um borð í Kleifaberginu hefðu menn farið á svig við lög – ítrekað og gróft. Um það vitnuðu myndbönd og frásögn skipverja (seinna hafa fleiri fyrrum skipverjar á Kleifaberginu lýst samskonar reynslu og svo er einnig um kollega þeirra á öðrum skipum)Fyrir þessi lögbrot ákvað Fiskistofa að réttast væri að svipta skipið veiðileyfi í þrjá mánuði nú í byrjun árs. (Það er freistandi að íhuga hér samjöfnuð við það og ef ölvunarakstur bílstjóra leiddi til þess að bílinn sem hann ók yrði tekinn af númerum, en gott og vel)Fiskistofa taldi sumsé brot Kleifabergsins (skipsins þá væntanlega) hafið yfir allan vafa. Því undi útgerðin ekki. Gerði að vísu ekki ágreining um það sem fyrir augu bar í myndböndum og frásögn skipverja af þeim, frá árunum 2008-2010. En útgerðin taldi myndbandið frá árinu 2016 vera falsað.Ekki falsað þannig að þar væri ekki fiskur að fara í sjóinn.Fiskur sem sannarlega var um borð í Kleifaberginu og virtist eiga greiða leið framhjá vinnslulínunni ofan á ruslaband og ofan í sjó, vegna hugkvæmni einhvers slípirokkseiganda við að skera út lúgu í flökunarvélarborðið.Nei, fölsunin var sviðsetning ónefnds skipverja sem svo tók brottkastið upp á myndband. Hann var sumsé að falsa brottkast með því að taka það upp hjá sjálfum sér að spóla í sjóinn ríflega tveimur tonnum af þorski.Án þess að nokkur annar um borð hefði tekið þátt í því eða svo mikið sem vitað af því, eða orðið var við það.Og í því fólust eignaspjöll, að mati útgerðarinnar. Sem kærði þessi meintu eignaspjöll til lögreglu.Og það er hér sem málið verður heimspekilegt í meira lagi. Og ekki síst vegna þess að lögfræðingar sjávarútvegsráðuneytisins hafa nú ákveðið að hirta Fiskistofu fyrir að afsanna ekki þessa órökstuddu kenningu útgerðarinnar um eignaspjöllin.Hvers vegna heimspekilegt?Jú, vegna þess að þó vissulega sé óumdeilt að með því að henda fiski í sjóinn sé sannarlega verið að sólunda verðmætum – og það miklu mun meiri en ég held að fólk geri sér almennt í hugarlund – þá situr eftir þetta með eignina.Hver á fiskinn sem Kleifabergið spólaði í sjóinn, bæði þarna og áður?Það er nefnilega ekki augljóst. Það að hafa kvóta fyrir veiðum á tiltekinni tegund gefur þér rétt til að landa fiski, og fénýta, en eingöngu þeim fiski sem þú landar.Það er þetta með fugl í hendi og fugla í skógi.Fiskur sem aldrei kemur í land – og er þar af leiðandi aldrei færður á móti kvóta – er þar af leiðandi ekki eign Kleifabergsins.Hann getur ekki verið það.Hann getur því einungis verið það að tonnin tvö sem spólað var í sjóinn þarna rétt fyrir hádegi í miðjum sumartúr árið 2016 hafi orðið til þess að sömu tvö tonn voru ekki „veidd aftur“ og ekki færð í land til fénýtingar fyrir útgerðina. Að Kleifabergið hafi landað tveimur tonnum minna af þorski en kvótastaðan gaf til kynna það ár, og það þessum tonnum minna.Fátt ef nokkuð bendir til þess, fyrst ekki nokkur maður vissi af tonnunum tveimur fara í sjóinn.Þetta kann að hljóma eins og einhver útúrsnúningur en athugið að þetta er grundvallaratriði í málflutningi ráðuneytisins.Að Fiskistofa hafi ekki afsannað kenninguna um skemmdarvarginn í áhöfninni. Manninn sem ákvað upp á sitt eindæmi að henda fiskinum hans Guðmundar Kristjánssonar í hafið, að því er virðist til gamans.Að þessu sögðu er athyglisvert að rýna í rannsóknir málsins, hvort heldur sem er hjá Fiskistofu eða ráðuneyti sjávarútvegsmála.Fyrst þetta:Eftir að Kveikur birti myndbönd af brottkasti um borð í Kleifaberginu á árunum 2008-2010 í þætti sínum haustið 2017, virðist sem Fiskistofu hafi snúist hugur.Fiskistofa hafði nefnilega haft umrædd myndbönd í sínum fórum í marga mánuði eða allt frá því snemmsumars. Og það sem meira er: Fiskistofa hafði tjáð skipverjanum sem tók myndböndin að lögmenn Fiskistofu sæju sér ekki fært að gera neitt með málið. Það væri of gamalt.Nú veit ég ekki hvað breyttist við að myndböndin komu fyrir sjónir almennings en í öllu falli kvað við nýjan tón hjá Fiskistofu. Myndböndin voru ekki lengur of gömul. Og rannsókn skyldi fara fram.Degi eftir sýningu Kveiksþáttarins birti Kveikur svo annað myndband í kvöldfréttum Sjónvarps. Myndband sem var rétt ársgamalt, tekið 2016. Um var að ræða myndband sem tekið var af öðrum skipverja en þeim sem stigið hafði fram í Kveik og lýst því sem fram fór á eldri myndböndunum.Sá sem ráðuneyti sjávarútvegsmála brigslar nú um eignaspjöll.Myndbandið hans sýndi líkt og þau fyrri hvernig fiski var spólað út um sömu færibönd, og um sömu lúgu í sjóinn.Viðkomandi skipverji kvaðst ekki treysta sér til að stíga fram sjálfur en lýsti því þannig að honum hefði ofboðið meðferð á fiski um borð í skipinu, bæði í þetta sinn og áður þegar fyrirskipun kom til skipverja um að rýma til fyrir nýrri fiski eins og þarna. Hann hefði því ákveðið að taka brottkastið upp á myndband í þetta skiptið. Með því að bera myndbandið undir aðra áhafnarmeðlimi, fyrrverandi og núverandi, auk manna sem þekkja til um borð og enn fremur með því að ganga úr skugga um að tímakóði (tími og dagsetning) myndbandsins væri rétt, þá var hægt að birta myndbandið og segja til um hvenær það var tekið. Og ekki síst hvar.Eftir sýningu þess hafði forstjóri Fiskistofu samband við Kveik og óskaði eftir því að fá myndbandið og ná tali af manninum sem tók það upp. Í framhaldinu átti ég samtal við viðkomandi mann og sagði honum að Fiskistofustjóri hefði óskað eftir myndbandinu og einnig því að ná af honum tali. Ég hefði sagst myndu bera það undir viðkomandi en að öðru leyti vildi ég ekki hafa frekari afskipti af málinu og ég mundi hvorki hvetja né letja viðkomandi til eins eða neins.Skipverjinn ákvað að verða við beiðni Fiskistofu. Í framhaldinu sendi ég Fiskistofustjóra umbeðnar kontakt-upplýsingar á viðkomandi mann en myndbandið hafði þá verið birt í heild sinni á vef RÚV og var þar aðgengilegt öllum. Með skilaboðunum til Fiskistofustjóra færði ég þau skilaboð mannsins, að hann væri til í að ræða við Fiskistofu og í það minnsta vitna nafnlaust um það sem þar kom fram og veita frekari upplýsingar. Hann væri þó skeptískur á að hann hreinlega þyrði að stíga fram eftir það sem á undan væri gengið og opinbera nafn sitt.Hann væri þó til í að veita allar þær upplýsingar sem hann gæti við rannsókn málsins.Þar með lauk samskiptum mínum við viðkomandi sjómann og Fiskistofu vegna málsins.Allt þar til í janúar á þessu ári. Þá birti Fiskistofa ákvörðun í málinu.Kleifaberg skyldi missa veiðileyfi í þrjá mánuði vegna ítrekaðs og stórfelld brottkasts, samanber myndböndin frá 2008-10 og myndbandið frá sumrinu 2016.Eitt vakti þó undrun mína þegar ég komst loks yfir úrskurð Fiskistofu í málinu. Fiskistofa hafði reyndar neitað að afhenda mér hann. En útgerðin birti hann.Og hvað blasti þá við?Jú, sú staðreynd að þótt Fiskistofa hafði fengið upp í hendurnar brottkastsmyndband frá árinu 2016 og manninn sem tók myndbandið, þá var hans hvergi getið í úrskurðinum. Raunar mátti skilja úrskurð Fiskistofu þannig að Trausti Gylfason, sá maður sem steig fram í Kveiksþættinum 2017 og hafði sannarlega tekið upp myndir af brottkasti 2008-2010, hafi líka tekið upp myndbandið 2016.Og raunar mátti ekki bara skilja það. Heldur var það beinlínis sett þannig fram.Áhafnarmeðlimir og ættingjar annars skipstjórans gripu þessa einkennilegu lýsingu Fiskistofu á lofti og réðust á Trausta Gylfason með skítkasti, lyga- og svikabrigslum. Áður og eftir hefur Trausti reyndar mátt sitja undir óheyrilega rætnu skítkasti vegna þess sem hann gerði.Sem – svo ég ítreki það nú – var að benda á þátttöku sína í lögbrotum.En í öllu falli tvíefldist skítkastið gegn Trausta. Og beindist líka að Kveik, RÚV og mér sjálfum.Í stuttu máli sagt:Nú átti málið að vera þannig vaxið að ég hefði ásamt Trausta birt myndbandið frá 2016 undir því yfirskini að það væri ekki frá honum. Hversu gáfulegt sem það plott væri nú ef þá er hægt að kalla það plott.Og nú væri Trausti farinn að afneita því myndbandi og því að brottkast nokkuð hefði átt sér stað þarna 2016.En auðvitað sór Trausti af sér þetta myndband af þeirri einföldu ástæðu að hann tók það ekki og hafði ekki hugmynd um tilveru þess. Og hann var ekki að kasta neinum fiski í það sinn, en lét vissulega fylgja með í frásögninni að aðferðin sem notast var við í umrætt sinn væri honum ekki ókunnug frá fyrri störfum hans um borð í Kleifaberginu.Á þessum tímapunkti gat ég ómögulega áttað mig á því hvað vakti fyrir Fiskistofu.Af hverju var úrskurðurinn orðaður með svo, í besta falli, slysalegum hætti?En það skýrðist smám saman.Útgerðin kærði strax ákvörðun Fiskistofu þarna í janúar síðastliðnum til sjávarútvegsráðherra. Og strax var tekin ákvörðun um að fresta veiðileyfissviptingu skipsins á meðan kæran væri til rannsóknar í ráðuneytinu.Nokkrum dögum síðar fæ ég erindi frá lögmanni Fiskistofu. Erindið var með þeim sérkennilegri sem ég hef fengið. Í því fólst beiðni Fiskistofu til mín um að fá að afhenda útgerð Kleifabergsins tölvupóst minn til Fiskistofustjóra, þar sem ég tjáði honum að skipverjinn sem tók 2016 myndbandið væri til í að ræða við Fiskistofu.Þeirri beiðni og sömuleiðis síðari beiðnum, sem fólu í sér að persónugreinanlegar upplýsingar yrðu afmáðar úr póstinum og hann síðan afhentur útgerðinni, var hafnað. Eðlilega.Ennfremur óskaði Fiskistofa eftir því að fá að vita hvernig Kveikur hefði gengið úr skugga um hvar og hvenær myndbandið hefði verið tekið!Athugið að þarna var Fiskistofa búinn að vera með málið til rannsóknar í bráðum eitt og hálft ár, og hafði haft 2016-myndbandið (sem og kontakt uppýsingar um manninn sem tók það) undir höndum í rúmt ár.Og ég veit núna hvernig Fiskistofa afgreiddi málið þegar það var í rannsókn. Ég veit það vegna þess að skipverjinn, sem Fiskistofa fékk aðgang að haustið 2017 ásamt myndbandi hans frá árinu áður; hann hringdi í mig fyrir ekki svo löngu. Ástæðan var sú að hann hafði fylgst með umræðu um málið opinberlega og sveið það sárt að bæði þá og áður hafði útgerð Kleifabergsins beitt þeirri málsvörn vegna myndbandsins sem hann tók, að um hefði verið að ræða eignaspjöll (!) og að í raun væri útgerðin, áhöfnin, skipstjórinn og gott ef ekki þjóðin öll fórnarlamb einfarans sem ákvað að henda tveimur tonnum af þorski, svona rétt áður en hann stökk í koju eftir morgunvaktina einn dag þarna sumarið 2016.Í samtali mínu við manninn kvaðst hann nú íhuga það alvarlega að stíga fram og segja sína hlið málsins og varpa um leið ljósi á hvernig snúið hefði verið út úr málinu.Hann kvaðst hins vegar eðlilega óttast afleiðingar þess að hann stigi fram með svo afgerandi hætti, ekki síst vegna þess að hann hafði horft upp á þá meðferð sem Trausti Gylfason, fyrrum skipsfélagi hans, fékk eftir að hann kom fram í dagsljósið.Ég sagðist einfaldlega skilja það viðhorf hans mæta vel. Mér hefði sjálfum orðið hálf hverft við að sjá sumt af því sem fór af stað í kjölfar umfjöllunar Kveiks um þessi mál. Ekki svo að skilja að ég kveinki mér undan því þó menn reiðist slíkri umfjöllun. Skárra væri það nú. Öllu verra var hvernig það birtist.Ég á ekki við skítkastið í garð sendiboðans, eða uppljóstrarans. Það var gamalkunnugt. Það er hefðbundin þjóðaríþrótt Íslendinga að álíta glæpinn veigaminni en það að greina frá honum.Þannig hafði formaður félags skipstjórnarmanna til dæmis risið upp á afturlappirnar í nafni félagsins og ráðist að uppljóstrurunum í málinu, með einhverju sem verður ekki túlkað öðruvísi en hótanir gagnvart þeim sem ætluðu sér að fylgja að fordæmi þeirra.Jafnframt setti þessi leiðtogi skipstjórnarmanna fram þá hreint mögnuðu fullyrðingu að brottkast, eins og það sem sýnt var um borð í Kleifaberginu, sé ekki bara ófrávíkjanlegur hluti fiskveiða heldur beinlínis svo algengt að gott ef ekki allur flotinn þyrfti í land ef Kleifabergið færi í land.Ekki einn einasti skipstjóri andmælti þessu opinberlega.Þeir stóðu samstíga í inniskóna þar blessaðir. Merkilegt nokk.Í sama knérunn hjó svo sjávarútvegsráðherra í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar sagði hann það alvarlegt mál ef einstaklingar „geti eyðilagt fyrir heilu áhöfnunum“ og tók fram að „refsihlutinn í þessari löggjöf sé dálítið strangur“!O, jæja.Og auðvitað fór svo eftir þessar opinberu yfirlýsingar og allt skítkastið sem Trausti Gylfason hefur fengið yfir sig ýmist beint eða óbeint á samfélagsmiðlum að skipverjinn afréð að stíga ekki fram, ekki í bili alla vega.Og lái honum hver sem vill.En það var annað sem mér fannst enn verra sem hann sagði mér í samtali okkar nú á vormánuðum, þessi sjómaður.Hann sagði mér að hvorki ráðuneyti sjávarútvegsmála, sem hafði þá kæru vegna ákvörðunar Fiskistofu til meðferðar, né heldur Fiskistofa, hefðu nokkuð rætt við hann eftir að ákvörðunin var kynnt. Jafnvel ekki til þess að bera undir hann hvort eðlilegt væri að Fiskistofa afhenti umræddri útgerð tölvupóst með nafni hans og símanúmeri, eins og Fiskistofa hafði þó spurt mig um.En hann var ekki spurður.Og það sem meira er. Hann tjáði mér að öll samskipti hans við Fiskistofu væru eitt stutt símtal sem hann fékk, á að giska mánuði eftir að Fiskistofustjóra voru afhentar kontakt upplýsingar hans. Það símtal fól að sögn hans í sér það eitt að starfsmaður Fiskistofu spurði hann hvort hann væri tilbúinn til að bera vitni um brottkastið á myndbandinu.Hann viðurkenndi þá að hann vildi síður gera það opinbert hver hann væri, þó hann gæti auðveldlega staðfest uppruna, ástæður og tímasetningu myndbandsins og veitt aðrar upplýsingar. Samkvæmt samtali mínu við sjómanninn gerði þessi starfsmaður Fiskistofu enga frekari tilraun til að afla upplýsinga um myndbandið eða tilurð þess, hann bað ekki um að fá taka af manninum skýrslu og óskaði ekki eftir neinum frekari upplýsingum, kvaddi bara kurteislega svo þar við sat.Og Fiskistofa hringdi aldrei aftur.Ráðuneytið ekki heldur.Hvers konar rannsókn var þetta?Það er út af fyrir sig jákvætt að allir þeir, sem eiga sitt undir því að Kleifabergið sé á sjó þá þrjá mánuði sem það átti að liggja bundið við bryggju, verði á sjó. Líklegt er, og raunar má lesa það út úr yfirlýsingum útgerðarinnar, að þeim hefði verið hent nær tekjulausum í land stóran hluta þess tíma sem skipið átti að liggja við bryggju.Svo hefði þó tæpast verið um yfirmenn skipsins.Og kvótann hefði mátt færa á annað skip og veiða hann þannig. Enda refsingin skipsins.Ég sá á Facebook að ættingjar skipverja á Kleifaberginu eru nú farinn að fagna uppreistri æru skipstjórnarmanna á Kleifaberginu.Það er fallegt.En um leið sorglegt að vita til þess að staðfesting á kerfisbundnu brottkasti, en fyrndar refsingar vegna þeirra, séu nóg til að reisa við æru einhvers.Það þykir mér lítilþægni.Fyrir svo utan að brottkastið sem sannarlega fór fram um borð í Kleifaberginu sumarið 2016, sé þá hugsanlega minna brottkast, vegna þess að ekki tókst að afsanna kenningar útgerðarinnar um að sjálf útgerðin væri hið raunverulega fórnarlamb, jafnvel þó útgerðin hafi sannarlega engan skaða borið af því að tonnunum tveimur var sturtað í sjóinn!Lögfræðingar ráðuneytisins mátu það öðruvísi. Þess sama ráðuneytis og staðið var að því að afneita í fjölda ára, og af nokkurri hörku, tilvist brottkasts í líkingu við það sem blasti við í myndböndunum af Kleifaberginu, án þess að hafa neitt fyrir sér í því annað en fullyrðingar hagsmunaaðila.Svipaðar fullyrðingar hafa reyndar komið úr ótrúlegustu áttum undanfarin ár.Fyrrverandi ritstjóri Fiskifrétta lét til dæmis þau ummæli falla í einhverju viðhafnarviðtali við sig sjálfan fyrir nokkrum árum að hann teldi að brottkast væri liðin tíð. Að sjómenn hentu ekki fiski, því þá væru þeir að henda eigin launum.Sem er líka fallegt viðhorf. En um leið til marks um litla eða enga þekkingu á gangverki þess iðnaðar sem gæinn hafði varið einhverjum áratugum í að fjalla um.En það má svo sem segja að á meðan þetta sama brottkast er álitið eitthvað annað en brottkast af stjórnvöldum, og ekki dugir að eiga það á mynd eða að menn vitni um það, að brottkast sé ekkert.Sem það þá sjálfsagt er.Ekkert.“Hér er umfjöllun Kveiks um brottkastiðfrá 21. nóvember og 12. desember 2017..

Posted by Lára Hanna Einarsdóttir on Þriðjudagur, 18. júní 2019

Sumarlegur pastaréttur

Ferskar kryddjurtir, pasta og kalt hvítvín, hvað er fullkomnara á fallegum sumardegi. Einfalt, þægilegt og svo ofsalega gott. Það er nánast ómögulegt að gera vondan mat þegar hráefnið er gott, notið því gott pasta, ferskar kryddjurtir og brakandi nýtt grænmeti og þetta getur ekki klikkað.

Sjávarréttapasta
fyrir 2-3

1 dós kirsuberjatómatar (t.d. frá Cirio)
hnefafylli fersk basilíka
2 msk. jómfrúarolía
300 g linguine eða spaghetti
5 hvítlauksgeirar
3/4 dl jómfrúarolía
300 g rækjur og/eða sjávarréttablanda
safi úr 1/2 sítrónu
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Sigtið mesta vökvann frá kirsuberjatómötunum og setjið þá í pott með basilíku og jómfrúarolíu. Látið malla saman í u.þ.b. 20 mín. setjið til hliðar. Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakkningu, sigtið vatnið frá en takið u.þ.b. 1/2 dl af pastavatninu frá. Maukið hvítlaukinn og setjið út í ólífuolíuna. Hitið pönnu og látið hvítlauksolíuna krauma í nokkrar mín. án þess þó að hvítlaukurinn brenni. Bætið sjávarfanginu á pönnuna og steikið í 2-3 mín. Setjið þá tómatmaukið saman við og látið malla í 1-2 mín. Bætið svolitlu af pastavatninu út í ef þar. Setjið pastað á pönnuna og blandið vel. Kreistið sítrónusafa yfir og bragðbætið með salti og pipar. Berið fram með basilíkuolíu.

basilíkuolía:
2 hnefafylli fersk basilíka
4 msk. jómfrúarolía
4 msk. mjúkt eða brætt smjör
1/2 tsk. gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Setjið allt saman í litla matvinnsluvél eða blandara og maukið. Eins má nota töfrasprota eða mortél.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Víóla er litur júnímánaðar

Ljós og lokkandi lillablár litur varð fyrir valinu hjá ritstjórn Húsa og híbýla enda hásumar og náttúran skartar sínu fegursta.

Víóla er ferskur og svolítið nýr litur í litaflóru landsmanna þar sem gráir, brúnir og dökkbláir litir hafa ráðið ríkjum undanfarin misseri. Víólaliturinn er með svolítið muskulegan tón sem gerir hann djúpan og dulúðlegan. Liturinn passar sérlega vel með svörtu, hvítu, brons og gulli en einnig hentar hann vel með dökkgrænum litum sem er að finna í pottaplöntum. Víóla hentar sérlega vel í eldhúsið, á baðið, í barnaherbergið og í falleg hol. Þessi litur fæst í Byko.

Víólaliturinn er með svolítið muskulegan tón sem gerir hann djúpan og dulúðlegan. Liturinn fæst í Byko.

 

Sumarsmellur frá glænýjum Íslenskum tónlistarmönnum

Fyrir stuttu gáfu tónlistarmennirnir Baldur Dýrfjörð og Róbert út sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið Komdu út.

Drengirnir hafa báðir stundað lagasmíðar frá grunnskólaaldri en leiddu saman hesta sína fyrir rúmlega ári og hafa verið að gera saman tónlist síðan. Myndbandið er tekið upp á Suðurlandi og í því er notast frumlega við pallbíl, hoppukastala og fleira sumarlegt. Leikstjórar myndbandsins eru Kjartan Örn Bogason, Sölvi Viggósson Dýrfjörð og Baldur Dýrfjörð. Lagið er væntanlegt á Spotify en hægt er að sjá myndbandið á Albumm.is.

Raddir