Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Horfði á húsið okkar brennt til grunna“

Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur vinnur hægt og bítandi að nýrri skáldsögu, spennusögu, en segir að tími sinn fari hins vegar að mestu leyti í vinnuna á DV þar sem hann starfar sem blaðamaður. Mannlíf fékk Ágúst til að ljóstra upp fimm staðreyndum um sjálfan sig sem eru á fárra vitorði.

1) „Ég er með stórt ör á tungunni. Það er til komið vegna slyss sem ég varð fyrir kornungur, svo ungur að ég man ekki eftir því, en ég mun hafa fallið á stéttina fyrir utan húsið heima. Eðlilega leiði ég nánast aldrei hugann að þessu en örið kemur upp í hugann þegar ég er beðinn um að segja frá fimm staðreyndum um sjálfan mig.“

2) „Ég keyri ekki bíl. Bróðir minn skikkaði mig í ökunám þegar ég var 18 ára. Eftir marga tíma féll ég á fyrsta verklega prófinu vegna þess að ég fór yfir á rauðu beygjuljósi. Í annað sinn féll ég af því ég gerði allt vitlaust. Í þriðja sinn náði ég prófinu. Hins vegar endurnýjaði ég aldrei skírteinið vegna slóðaskapar og áhugaleysis.“

3) „Á afmæli sama dag og Geirfinnur hvarf, 19. nóvember. Skuggalegur dagur. Kvöldið sem hann hvarf var afmælisveisla heima.“

4) „Í æsku bjó ég í húsi sem heitir Eiði og var staðsett þar sem Eiðistorg er núna. Tæplega 18 ára flutti ég upp á Skólavörðustíg. En ég gerði mér ferð vestur eftir og horfði á húsið okkar brennt til grunna, til að rýma fyrir nýbyggingum.“

5) „Er nokkuð sleipur í þýsku þar sem ég bjó í Þýskalandi tvo vetur eftir stúdentspróf og tók síðan að rifja upp kunnáttuna og halda henni við á seinni árum. Get hins vegar ekki bjargað mér á dönsku. Ef ég reyni kemur bara þýska út úr mér.“

Dansunnendur ættu ekki að missa af þessu

Tónlistarmaðurinn YAMBI sendi nýverið frá sér lagið Start With Tonight með systrunum í hljómsveitinni Storm & Stone frá Ástralíu og nú er komið út myndband við lagið.

Myndbandið er unnið af Birgi Ólafi og í því koma fram dansararnir Sandra Björk, Helga Sigrún og Bergdís Rún, sem er jafnframt höfundur dansins. Óhætt er að segja að dansinn komin vel út og því ættu dansunnendur ekki að láta þetta myndband fram hjá sér fara. Hægt er að sjá myndbandið á Albumm.is.

Grænt atvinnulíf

Margir umhverfisverndunarsinnar telja að kapítalismi og markaðshyggja eigi sök á þeirri stöðu í loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Margir punktar eru vissuleg réttir t.d. að kapítalismi stuðli að neysluhyggju. Hámark hagnaðar sé markmið fyrirtækja en ekki samfélagsleg ábyrgð. Vandamálið er þó víðtækara en ein hugmyndafræði og verður ekki leyst með öðru en hugarfarsbreytingu einstaklinga, stjórnvalda og atvinnulífs – um hvernig við umgöngumst jörðina og lifum saman með sjálfbærni að leiðarljósi. Breyting á lifnaðarháttum er lykilatriðið.

Staðan er sú að heimurinn hefur um 10-15 ár til að snúa af kúrs ef það á að halda sig innan skynsamlegra marka við hlýnun jarðarinnar. Ekki mikið meira samkvæmt vísindum sem eflast dag frá degi. Fyrst og fremst þarf að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, bæði fyrirtækja og einstaklinga. Enn eykst losun koltvíoxíðs í andrúmsloftinu ár frá ári þrátt fyrir alþjóðlegar skuldbindingar ríkja til þess að draga úr losun líkt og Parísarsáttmálinn mælir fyrir um. Góðu fréttirnar eru að vitund fólks um stöðuna í umhverfismálum eykst dag frá degi, krafan um aðgerðir er hávær og margir eru að vinna að rannsóknum og tæknilegum lausnum.  Fyrir Ísland er það hægur leikur að setja markið á sjálfbært samfélag með grænt hagkerfi og verða þannig leiðandi á sviði umhverfismála í heiminum og aðlagana sem nauðsynlegar eru vegna loftslagsbreytinga.

Það er ekki nóg að stjórnvöld grípi til aðgerða heldur þarf hugarfarsbreytingu á markaðnum og hjá atvinnulífinu. Ég er ekki þeirrar skoðunar að við getum náð því að verða sjálfbært samfélag án atvinnulífs og markaðarins. Ég er ekki þeirrar skoðunar að það að breyta um stjórnkerfi t.d. í átt að kommúnisma muni leysa loftslagsmálin. Við þurfum á besta fáanlega hugviti og nýsköpun að halda við þetta verkefni. Við þurfum ítarlegt samráð atvinnulífs og stjórnvalda til að stefna að sjálfbæru samfélagi. Við þurfum samstarf allra og markaðurinn spilar stóra rullu enda fjárfestingarþörf í innviðum við að breyta um orkugjafa mikil og margar billjóna gat sem þarf að fylla í á heimsvísu. Það verður ekki aðeins gert með opinberri fjárfestingu, heldur með samstarfi opinbera og einkageirans.

Atvinnulífið er þróttmikið og hreyfir sig hratt. Atvinnulífið hugsar í skapandi til framtíðar. Í flestum tilvikum hraðar en hið opinbera. Markaðurinn er farin að opna augun fyrir nauðsyn þess að fjárfesta í sjálfbærum grænum fjárfestingum til langstíma sem sést m.a. í eftirspurn fjárfesta erlendis. Ríkið getur stutt rækilega við þá þróun með að stíga þar jafnframt fram og skapa hvata og setja regluverk. Til þess höfum við margar leiðir. Í fyrsta lagi eru það ívilnanir í formi fjármagns – t.d. skattahagræðingar sem eru tæki sem ríkið býr við. Í öðru lagi er það löggjöf sem vottar grænar fjárfestingar og kemur á eftirliti til að komast undan grænþvotti. Þá getur ríkið lagt bann við innflutningi á eldsneyti og bílum sem eru knúðir af öðrum orkugjöfum en endurnýjanlegum sem og á meðan stutt ítarlega við fjárfestingar í hágæðaalmenningssamgöngum og deilihagkerfi, sem og rannsóknum á endurnýjanlegum orkugjöfum. Dæmi eru hér borgarlínan, efla deilihagkerfi að öðru leyti og að greiða fólki fyrir að fara til vinnu með öðrum hætti en á bíl. Þá er hægt að fara í ítarlega rannsóknar- og samstarfsvinnu um bestu framkvæmd hjá öðrum löndum. Í þriðja lagi eru það opinberar fjárfestingar bæði í rannsóknum og innviðum, fjármagn í rannsóknarsjóði sem styrkja grænar áherslur og niðurgreiðslur til sjálfbærs landbúnaðar svo dæmi séu tekin.

Atvinnulífið og markaðir þurfa á hinu opinbera að halda og hið opinbera þarf á atvinnulífinu að halda. Að skapa og móta ímynd Íslands, sem framsækið land á sviði umhverfismála, á að vera samstarfsverkefni þessara tveggja aðila miðað við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í loftslags- og umhverfismálum. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir okkur jafnframt á erlendri grund og ekki síður í viðskiptalegu tilliti. Vel kann að vera að atvinnulífið þurfi að sætta sig við jafnan vöxt frekar en hraðan og að horfa fremur til langtímafjárfestinga heldur en til skammstíma gróða en það eru ekki neikvæðar breytingar. Markaður og atvinnulífið lifir ekki án gjöfulla auðlinda jarðarinnar. Vernd jarðarinnar er því jafnmikið hagsmunamál allra sem og komandi kynslóða. Meginverkefnið er nú sjálfbærni alls samfélagsins – fyrir alla – sem trompar hugmyndir um skammtímahagnað.

3000 manns heimsóttu Stjórnarráðið á þjóðhátíðardaginn

Mynd: GNU-Frí/Guðmundur D. Haraldsson

Stjórnarráðið hélt opið hús í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í gær. Um 3200 manns gerðu sér ferð í opna húsið sem var hluti af sérstakri hátíðardagskrá.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.Hluta dagsins tók Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á móti gestum inni á skrifstofu sinni. Alþingi, Hæstaréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun voru opin almenningi milli 14:00 og 18:00 í gær. Í Stjórnarráðinu og á Alþingi voru leiðsagnir um byggingarnar í boði og sérstakt myndband um Stjórnarráðið var sýnt.

Um 3200 manns heimsóttu opið hús í Stjórnarráðinu sem var hluti sérstakrar hátíðardagskrár í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í gær. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stóð vaktina hluta dagsins og tók á móti gestum inni á skrifstofu sinni. Gestir Hæstaréttar voru fræddir um sögu, húsnæði og starfsemi réttarins auk þess að fá leiðsögn um húsið. Þá stóðu lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fyrir sýndarréttarhöldum en Hæstiréttur fagnar 100 árum á næsta ári.

Gullstöng og málverk voru til sýnis í Seðlabanka Íslands ásamt munum tengdum Halldór Kiljan Laxness sem Seðlabankanum var falið að varðveita. Þar á meðal voru Nóbelsverðlaun skáldsins sem honum var veitt af svíakonungi, Gústav Adolf VI, í Stokkhólmi árið 1955. Hafrannsóknastofnun var með fiska til sýnis í körum við Sjávarútvegshúsið, upplýsingasetur á jarðhæð hússins var opið og starfsemi stofnunarinnar kynnt á myndböndum í bíósal.

Á 65 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila við sjóinn á sjötta tímanum í gærkvöldi. Hann væri kominn í sjálfheldu vegna hækkandi sjávarborðs. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist hann vera við veiðar og ekki í nokkrum vandræðum.

Átta ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna í gærkvöldi og nótt. Fjórir þeirra voru grunaðir um akstur án réttinda. Þá var farþegi í einni bifreiðinni grunaður um vörslu fíkniefna og brot gegn vopnalögum. Annar ökumaður var stöðvaður á 65 km hraða þar sem 30 km hámarkshraði er. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Tilkynnt var um ofurölva einstakling liggjandi í götunni í miðbænum laust fyrir sex í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn þó upprisinn og genginn á brott. Þá barst lögreglunni tilkynning um aðila sofandi ölvunarsvefni á grasi í miðbænum. Lögregla vakti aðilann sem reyndist í þokkalegu standi og gekk sína leið. Þá barst lögreglu tilkynning um ósjálfbjarga ölvaðan mann í Hafnarfirðinum í nótt. Aðilinn var aðstoðaður við að komast heim.

Tilkynnt um unglinga að fikta með eld við skóla í miðbænum. Ekki sást til þeirra né nokkur merki um eld við skólann þegar lögregla mætti á svæðið. Tilkynnt var um slagsmál milli aðila við strætóstoppistöðina í Mjódd, er lögreglu bar að skömmu síðar voru aðilar þó á brott og hvergi að finna. Um 80 mál bárust inn á borð lögreglu frá því klukkan 17:00 en flest öll minniháttar og eða aðstoð við borgarann.

Næsti forsætisráðherra Bretlands? Skipulagði barsmíðar, skáldaði fréttir og hefur móðgað næstum alla

Mynd: Annika Haas

Boris Johnson, þingmaður breska Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, er talinn sigurstranglegastur í formannskjöri flokksins. Fari svo er Boris næsti forsætisráðherra Bretlands. Hann er afar umdeildur stjórnmálamaður og þekktur fyrir klaufalega framkomu, niðrandi ummæli og ósannsögli.

Valkvætt samband Boris við sannleikann hefur oftar en einu sinni kostað hann vinnuna. Boris hóf blaðamannaferil sinn á The Times en var látinn fara þaðan þegar upp komst að hann hafði skáldað tilvitnun í forsíðufrétt sem hann skrifaði. Tilvitnunin sem um ræðir átti að koma frá Colin Lucas, sagnfræðingi og guðföður Boris. Fréttin fræga fjallaði um að staðsetning Rósarhallar Eðvalds II væri fundin á bakka Thames. Boris var rekinn þegar upp um málið komst. Stuttu síðar hóf hann störf á The Telegraph sem fréttaritari frá Brussel.

Where is the media scrutiny of Boris Johnson's long history of lies, bigotry and disgusting behaviour?

Boris Johnson described gay people as "bumboys", compared equal marriage to three men marrying a dog, discussed beating up a journalist with a criminal, called black people "piccaninnies" with "watermelon smiles", and was sacked twice for dishonesty.Where is the scrutiny?

Posted by Owen Jones on Sunnudagur, 9. júní 2019

Boris maðurinn á bak við goðsögnina um ESB-banana

Neikvæðar og oft fjarstæðukenndar fréttir Boris frá Evrópusambandinu urðu til þess að Boris varð frægur blaðamaður meðal hægrimanna með efasemdir um Evrópusambandið. Fréttir Boris höfðu gríðarleg áhrif á hvernig almenningur sér Evrópusambandið, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. The Telegraph er eitt af heimsblöðunum og breskir fjölmiðlar hafa mikil áhrif um allan heim. Skrif Boris bera rauna ábyrgð á nokkrum af frægari goðsögnum og villum um gangverk sambandsins. Boris skrifaði meðal annars frétt þar sem hann hélt því fram að Evrópusambandið hefði sett á fót vinnuhóp sem setja á reglur um bogna banana. Í annarri grein vildi hann meina að Brussel ætlaði sér að setja reglur um stærð líkkista í Evrópu sem og að til stæði að banna rækjuflögur.

Skipulagði barsmíðar á blaðamanni

Upptökur af samtali Boris við afbrotamanninn Darius Guppy fóru í dreyfingu árið 2009. Á þeim heyrast þeir félagar skipuleggja barsmíðar á fréttamanni. Guppy ætlaði sér að viðbeinsbrjóta manninn og átti Boris að verða út um heimilisfang hans. Í viðtali við the Independent segir Boris að undirtektirnar hafi verið góðlátlegt grín. Það hafi heldur ekkert orðið að þessu.

Ritstjóri The Spectator gegn því að leggja ekki fyrir sig stjórnmálin

Árið 1999 var Boris gerður að ritstjóra hægriblaðsins The Spectator. Blaðið sem er einskonar Þjóðmál þeirra Breta er eitt allra elsta stjórnmálatímarit í Evrópu. Boris beið ekki lengi með að svíkja loforð sitt við eiganda Spectator því árið 2001 varð hann þingmaður Henley í Oxforskíri á Englandi. Árið 2012 baðst Boris afsökunar á grein sem birtist í blaðinu ritstjóratíð hans. Þar sem ölvuðum Liverpool aðdáendum var gert að hafa valdið Hilborough hörmungunum árið 1989 þar sem rúmlega 96 manns létust og 766 slösuðust þegar áhorfendur á fótboltaleik krömdust. Árið 2012 kom út rannsóknarskýrsla um málið sem leiddi í ljós að vanhæfni lögreglu olli slysinu.

Framhjáhald var til þess að hann missti skuggaráðherrastöðu

Árið 2003 fjölluðu breskir fjölmiðlar um samband Boris og Petronella Wyatt, pistlahöfund Spectator. Boris var þá giftur en í breskum stjórnmálum þykir skortur á tryggð við maka ekki gott veganesti né sterk rök fyrir tryggð manna við trúnaðarstöður. Boris þverneitaði fyrir framhjáhaldið á fundi með Michael Howard, þáverandi formanni Íhaldsflokksins. Þegar formaðurinn komst að því að Boris hefði sagt honum ósatt um málið lét hann Boris fara.

Kallaður fyrir dóm vegna Brexit

Breskur kjósandi kærði Boris vegna fullyrðinga um að aðild Bretlands að Evrópusambandinu kosti breskan almenning 350 milljónir punda í viku hverri. Upphæðin er um 55 milljarðar íslenskra króna. Lögmennir Boris sögðu kæruna tilhæfulausa tilraun til að grafa undan niðurstöðu kosninganna. Stefnan þýðir þó aðeins að Boris er kallaður fyrir réttinn vegna mats um hvort sækja skuli málið áfram. Andstæðingar veru Bretlands í Evrópusambandinu vöktu athygli vegna rútu með áprentun sem sagði kostnaðinn við sambandsaðild £350 milljónir á viku. Boris er sagður maðurinn að baki yfirlýsingarinnar. Ekki hefur tekist að staðfesta réttmæti upphæðarinnar.

Vanvirti þjóðarleiðtoga Tyrklands og sagði Obama mengaðan

Boris samdi niðurlægjandi ljóð í maí 2016 um forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan. Þar ýjar hann að því að Erdoğan stundi kynmök við geitur. Boris neitaði þá að biðja forsetann afsökunar á ljóðinu.

Í apríl 2016 gerði hann lítið úr þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barrack Obama. Hann var þá ósammála Obama um Brexit og sagði skoðun hans „mengaða“ af Kenýskum uppruna hans. Boris vildi þá meina að kenýubúum væru illa við breska heimsveldið og studdu Evrópusambandið. Þá hefur hann borið tilgang og markmið Evrópusambandsins saman við stefnur Hitlers.

Ítrekað gert lítið úr samkynhneigðum

Business Insider rifjaði upp grein Boris þar sem hann lýsti samkynhneigðum karlmönnum sem „vælandi rassastrákum í magabol.” Greinin birtist í Telepgraph árið 1998. Boris gaf út bókina Friends, Voters, Countrymen árið 2001. Þar kemur hann inn á hjónaband samkynhneigðra og ber það saman við kynmök manns við dýr. „Ef að hjónaband samkynhneigðra er í lagi þá sé ég enga ástæðu fyrir því að sameining milli þriggja karlmanna eigi ekki rétt á sér. Jafnvel þriggja karlmanna og hunds.”

Árið 2000 skrifaði Boris grein í Spectator þar sem hann réðst á þáverandi ríkisstjórn Verkalýðsflokksins. Hann sagði fundarefni ríkisstjórnarinnar um fræðslu samkynhneigðar í skólum vera „ógeðslegt”.

Fordómafullur í garð ólíkra þjóðernisflokka

Síðast liðið sumar uppnefndi hann íslamskar konur sem klæðast búrkum „póstkassa” (e. „Letter boxes”). Þá kallaði hann þær einnig bankaræningja. Í kjölfar ummælanna mátti sjá aukningu í árásum á múslima í Bretlandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir lítið úr öðrum þjóðflokkum. Árið 2006 lýsti hann Papúa Nýja-Gíneu sem stað fyrir „Mannátsveislur og dráp á þjóðhöfðingjum.“ Þá lét Boris rasísk ummæli falla í grein Telegraph árið 2002 í garð þjóðfélagsþegna Kongó. Þar líkti hann munnsvipum þeirra við vatnsmelónur.

Boris talaði háðslega um fórnarlömbum borgarstyrjaldarinnar í Libýu. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að fjarlægja líkin og þá mætum við á staðinn,“ sagði hann í gríni á ráðstefnu Íhaldsflokksins árið 2017. Breskir fjárfestar höfðu áður lýst áhuga á fjárfestinu í Libýu. Á ráðstefnu flokksins 2016 vakti Boris athygli þegar hann kallaði Afríku land. Afríka er heimsálfa sem samanstendur af 54 löndum. Hann var þá utanríkisráðherra Bretlands.

Háskólanám gott fyrir konur í karlmannsleit

Þegar Boris tók á móti Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, í London 2013 gerði hann lítið úr háskólagöngu kvenna í þar í landi. Razak benti á að 68% samþykktra umsækjenda væru konur. „Það er góð leið til að finna sér mann,“ svaraði Boris.

Theresa May steig til hliðar sem formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands 7. júní síðast liðinn. Kosningar á nýjum formanni fara fram í mánuðinum. Fyrsta umferð kosningarinnar fór fram síðast liðinn fimmtudag. Boris fékk 114 atkvæði, sem var langstærsti hlutinn. Næst á eftir var Jeremy Hunt með 43 atkvæði.

Í upphafi voru frambjóðendurnir tíu og fækkaði þeim um þrjá í fyrstu umferð. Í næstu viku verður kosið á milli þeirra sjö sem eftir eru. Þá verða nokkrar umferðir þar til tveir frambjóðendur standa eftir. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 18-20. júní og mun niðurstaða liggja fyrir 22. júní. Nýr formaður flokksins tekur þá líklegast við embætti forsætisráðherra en talið er að meðlimir Íhaldsflokksins muni kjósa Boris.

Skrifar um dauðann út frá sjónarhorni barnsins

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti nýlega Auði Stefánsdóttur nýræktarstyrk fyrir verk hennar Í gegnum þokuna, en nýræktarstyrkir eru veittir árlega vegna skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og eru hugsaðir sem hvatning til frekari dáða á þeirri braut.

Í samtali við Mannlíf segist Auður vera himinlifandi en játar að hún hafi ekki endilega búist við þessu. „Það voru auðvitað margar umsóknir og margt hæfileikaríkt fólk sem er að skrifa þannig að ég get ekki sagt að ég hafi gert það, nei. En þetta er mikil viðurkenning og ómetanleg hvatning og bendir til að ég sé að gera eitthvað rétt,“ segir hún glöð.

Í umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið segir að sagan sé fantasíubók fyrir börn um baráttu góðs og ills, dauðann og lífið. Höfundur taki á viðkvæmu málefni á fágaðan hátt og flétti „saman við spennandi atburðarás á flöktandi mörkum raunveruleika og ímyndunar.“ Sjálf segir Auður að sagan snúist um 10 ára stúlku í Reykjavík sem kljáir við dauða tvíburasystur sinnar og fer í kjölfarið yfir í annan heim, þar sem barátta góðs og ills á sér stað, en hugmyndina sækir hún úr eigin lífi. „Á undanförnum árum hef ég horft upp á fólk nákomið mér missa ung börn, síðast góða vinkonu mína sem missti aðra tvíburadóttur sína barnunga að aldri og þótt þessi saga byggi ekki beinlínis á því þá var það kveikjan að henni.“

Er þetta fyrsta bókin þín? „Ja, ég hef nú verið að skrifa frá því að ég var krakki. Var til dæmis staðráðin í að gefa út mína fyrstu bók þegar ég var ellefu ára, svona spæjarasögu í anda Nancy Drew-bókanna en það varð ekkert af því og kannski sem betur fer,“ segir hún og hlær. „Síðan vann ég einu sinni til verðlauna í smásagnakeppni Mímis, félags íslenskunema við HÍ. Annars hef ég verið hálfgert skúffuskáld, þar til nú.“

Auður er íslenskukennari í framhaldsskóla og er í meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands með fram kennslu, en hún segir námið einmitt hafa orðið til þess að hún kláraði fyrsta uppkastið að sögu sinni í vetur. „Námið hefur verið mér mikil hvatning. Það hefur líka kennt mér að skrifa skipulega, vera ekki að bíða eftir að andinn komi yfir mig, heldur koma skrifunum upp í rútínu. Maður þarf auðvitað að vera skipulagður og nýta tímann vel þegar maður er líka í vinnu og námi. Þannig að það hefur nýst mér mjög vel.“

Hvenær stefnirðu á að gefa söguna út? „Ég vonast til að gefa hana út fyrir jól, svona ef allt gengur að óskum.“

Hljóðrituðu alla plötuna upp á nýtt

Nú á dögunum kom út önnur breiðskífa svartmálms-hljómsveitarinnar Misþyrmingar, Algleymi. Platan hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og lenti meðal annars í 11. sæti World Albums-lista Billboard. Þykir Algleymi vera stórt stökk upp frá síðustu plötu hljómsveitarinnar, Söngvum elds og óreiðu (2015), en sveitin, sem hefur verið starfsrækt frá 2014, hefur notið velgengni frá útgáfu hennar.

Upptökur Algleymis hófust árið 2016 en í byrjun árs 2017, þegar platan var tilbúin voru meðlimir Misþyrmingar ekki nógu ánægðir með útkomuna og ákváðu því að hljóðrita alla plötuna upp á nýtt. Varð þetta til þess að gerð plötunnar tók heil þrjú ár. Var Algleymi hljóðrituð af forsprakka hljómsveitarinnar, D.G., sem gengur alla jafnan undir þeirri skammstöfun. Platan var masteruð í Orgone Studios í Bretlandi af Jamie Gomez Arellano og hún er skreytt málverki eftir Manuel Tinnemans, sem hefur unnið með virtu tónlistarfólki innan svarmálmsgeirans, s.s. Deathspell Omega og Urfaust.

Misþyrming kemur fram á Ascension-hátíðinni í Mosfellsbæ en þar munu fremstu svartmálmssveitir Íslands troða upp, sem og erlendar sveitir dagana 13.-15. júní. Hljómsveitin mun síðan halda á tónleikaferðalag um Evrópu í september til að fagna útgáfu Algleymis.

Algleymi er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify, YouTube og á Albumm.is. Einnig kom platan út á vínyl og geisladisk en kassettuútgáfa kemur síðar á árinu.

Fátt um svör frá stjórnvöldum

|
|

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, gagnrýnir aðgerðaleysi gegn smálánafyrirtækjum í leiðaragrein í Neytendablaðinu sem er nýkomið út.

Brynhildur furðar sig á því að þrátt fyrir að lög hafi verið sett árið 2013 sem tryggja eiga að kostnaður vegna neytendalána fari ekki yfir ákveðin viðmið.

Nú þegar hafa tveir dómar fallið gegn smálánafyrirtæki í héraðsdómi Reykjavíkur sem staðfesta ólögmætan lánakostnað, öðru málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Lántakar smálána sem bera ólöglega vexti samkvæmt dóminum hafa sumir hverjir lent á vanskilaskrá og kallar Brynhildur eftir svörum við því hvernig vanskil af ólöglegum lánum geti leitt til vanskilaskráningar.

Þá bendir hún á að Neytendasamtökin hafi ítrekað reynt að fá svör við því hvort dagsektir sem lagðar hafi verið á smálánafyrirtæki hafi verið greiddar og skilað sér í ríkissjóð.

„Fyrirtæki sem svífast einskis hafa allt of lengi komist upp með að herja á fólk sem oft má sín lítils.“

„Fyrirtæki sem svífast einskis hafa allt of lengi komist upp með að herja á fólk sem oft má sín lítils. Það er ólíðandi og löngu tímabært að stjórnvöld geri það sem þarf til að tryggja öfluga neytendavernd á lánamarkaði,“ skrifar Brynhildur.

Hæfni er grunnur að gæðum

Sveinn Aðalsteinsson og María Guðmundsdóttir.

Skoðun

Höfundar /Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Hæfniseturs og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og María Guðmundsdóttir, formaður Hæfniseturs og fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

 

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar var sett á stofn árið 2017 á grundvelli skýrslu Stjórnstöðvar ferðamála sem stjórnvöld og Samtök ferðaþjónustunnar ýttu úr vör um hæfni í ferðaþjónustu. Markmiðið er að auka framleiðni og gæði í ferðaþjónustu sem og starfsánægju og fagmennsku starfsfólks, einkum framlínustarfsmanna og millistjórnenda í þessari mikilvægu atvinnugrein. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) kostar verkefnið til ársloka 2020. Verkefnið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. (FA) sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins.

Í greiningu KPMG, Framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030 – sviðsmyndir og áhættugreining, er skortur á hæfu starfsfólki talinn meðal helstu áhættuþátta. Þar kemur fram að verði vöntun á starfsfólki með viðeigandi menntun eða reynslu í ferðaþjónustu muni það hafa alvarleg langtímaáhrif á upplifun ferðamanna og ímynd landsins.

Árið 2018 hefur Hæfnisetrið unnið hörðum höndum einkum á tveimur verkefnasviðum. Í fyrsta lagi fór fram mikil vinna við að aðstoða og koma á tengslum fræðsluaðila og fyrirtækja. Á árinu var samið við um 70 fyrirtæki í ferðaþjónustu með tæplega 2.000 starfsmenn. Tengt því verkefni er þróun starfsfólks Hæfnisetursins á rafrænum tækjum til að nota í fræðslu, meðal annars með vinnslu fagorðalista, þjálfunarefnis og smáforrita.

Í öðru lagi var fundað með ótal fyrirtækjum í ferðaþjónustu, skólum, stéttarfélögum og starfsfólki í eins konar rýnihópum sem Hæfnisetrið setti á stofn til að meta þarfir ferðaþjónustunnar fyrir breytt eða nýtt nám í formlega skólakerfinu.

Niðurstöður úr vinnu hópanna, sem nýverið voru kynntar í skýrslunni Hæfni er grunnur að gæðum, sýna ótvírætt að atvinnulífið vill staðfesta hæfni til starfa. Þá kom fram að mikilvægt væri að samtalið verði virkt áfram og mörkuð heildstæð stefna fyrir greinina. Skýrslan er innlegg atvinnulífsins í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir ferðaþjónustuna.

Ferðaþjónustan hefur skýra framtíðarsýn um menntun í greininni. Hún byggir á sveigjanlegu og þrepaskiptu námi sem hefur greinilega tengingu við hæfniramma um íslenska menntun. Aðilar samtalsins milli atvinnulífs og menntakerfis eru sammála um eftirfarandi:

  1. Atvinnulíf og menntakerfi vilja vinna saman.
  2. Þörf er á breytingum á námsframboði þannig að það spegli betur þarfir atvinnulífsins.
  3. Raunfærnimat verði útbreidd og viðurkennd aðferð til að meta hæfni.
  4. Vottun á námi/hæfni verði á öllum þrepum og slík vottun hafi gildi á vinnumarkaði og í frekara námi.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem hefur leitt þessa vinnu með öflugum stuðningi ráðuneyta, aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila, skóla og fyrirtækja, er reiðubúið til að koma að þessari vinnu áfram enda er umgjörð og hugmyndafræði Hæfnisetursins vel til þess fallin að stuðla að frekara samstarfi.

Hæfni er grunnur að gæðum og hana þarf að gera sýnilega og styrkja, til góðs fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki.

Pólitískar stöðuveitingar tíðkast enn 

Skiptar skoðanir eru um hvort pólitískar stöðuveitingar viðgangist enn hér á landi en lengi vel voru pólitískar stöðuveitingar meginreglan við ráðningar í störf hjá hinu opinbera.

Stjórnmálaflokkar deildu út störfum og embættum til að styrkja sinn eigin flokk í sessi. Þegar leið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gætti hins vegar við auknum óvinsældum með fyrirgreiðslu flokkanna og dvínandi mikilvægi þeirra fyrir flokkana sjálfa leiddi til þess að aukin áhugi var á faglegum sjónarmiðum við mannaráðningar. Árið 1996 voru síðan ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins samþykkt á Alþingi. Í þeim leysti fimm ára ráðningartími æðstu embættismanna af hólmi æviráðningu og eftirlaunakerfi opinberra starfsmanna breytt.

Í dag eru pólitískar stöðuveitingar ekki opinberlega viðurkenndar hér á landi nema hvað það varðar að hverjum ráðherra er heimilt að ráða sér pólitískan aðstoðarmann sem hverfur úr ráðuneytinu þegar ráðherra lætur af störfum.

Þetta kemur fram í fræðigrein Gunnars Helga Kristinssonar, prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, um umfang og sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Í greininni kemur jafnframt fram að ráðuneytin virðast síður en ýmsar aðrar greinar stjórnsýslunnar hafa þróast í átt að faghyggju á síðustu árum. Gunnar Helgi segir í greininni að það endurspegli eðli þeirra starfa sem þar séu unnin og mikilvægi þeirra fyrir ráðherra. Í ráðuneytunum sé þó ekki gert ráð fyrr því að starfsmenn ráðuneytanna séu pólitískt skipaðir, að frátöldum aðstoðarmanni ráðherra.

Gunnar Helgi segir í samtali við Kjarnann að þó að stjórnsýslan hafi í auknum mæli færst frá hefðbundnum pólitískum stöðuveitingum á síðustu áratugum þá komi þær þó enn fyrir. Að hans mati eiga pólitískar stöðuveitingar nú sér stað í þrengra samhengi elítu stjórnmála. Stjórnmálaflokkar séu nú meiri elítuflokkar sem reknir eru af atvinnumönnum sem fái frekar opinberar stöðuveitingar en óbreyttir flokksmenn.

Gunnar Helgi bendir jafnframt á að auk hefðbundinnar fyrirgreiðslu þá noti stjórnmálaflokkar einnig strategískar stöðuveitinga. Stöðuveitingar af þessu tagi miða ekki að því fyrst og fremst að verðlauna þá einstaklinga sem stöðurnar hljóta heldur að tryggja að einstaklingar sem flokkarnir geti treyst sitji í pólitískt mikilvægum embættum.

Gunnar Helgi segir að rannsóknir hans á síðustu árum hafi bent til þess að stjórnmálamenn noti í vaxandi mæli stragetískar stöðuveitingar til að styrkja stöðu flokksins innan stjórnsýslunnar.

140 þúsund manns skora á íslensk stjórnvöld að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum

Mynd: CC

Náttúruverndarsinnar hafa skorað á íslensk stjórnvöld um að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum. Hátt í 140 þúsund Evrópubúa hafa skrifað undir áskorunina sem er beint til Íslands, Noreg, Skotlands og Írlands.

Fréttablaðið greinir frá. „Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu,” segir Ryan Gellert, framkvæmdarstjóri vöruframleiðandans Patagonia. Fyrirtækið sérhæfir sig í útvistarvörum og er eitt þeirra fjölmargra sem standa á bak við undirskriftarsöfnunina. „Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum.”

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt inn frumvarp um breytingar á 21. grein laga á fiskeldi og standa nú umræður á Alþingi yfir. Verði frumvarpið samþykkt getur ráðherra, að fenginni umsögn Matvælastofnunnar, gefið út bráðabirgðarekstrarleyfi ef fyrra leyfi hefur verið fellt úr gildi. Þá muni það gilda í allt að tíu mánaði. Handhafar niðurfellda leyfisins verða að senda inn umsókn innan þriggja vikna.

Stefnt er að því að afhenda Alþinginu undirskriftarlistann áður en atkvæði verða greidd um frumvarpið. NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, standa á bak við undirskriftarsöfnunina ásamt Patagonia og sambærilegum samtökum í Noregi, Skotlandi og Írlandi.

Líkir Miðflokknum við skítaveður og leiðindi

Mynd: Alþingi

„Skítaveður er eins og Miðflokkurinn. Eyðileggur stemninguna. Minnir okkur á að lífið er ekki eintóm sæla,” skrifar Guðmundur Steingrímsson í skoðanapistli í Fréttablaðinu. Tilefnið er veðurspáin fyrir 17. júní. „Á eftir skemmtun koma leiðindi.”

„Ekki veit ég hvort hún rætist, veðurspáin fyrir daginn, en það yrði vissulega dæmigert,” skrifar Guðmundur og bætir við að spáin hafi hljóðað upp á rigningu við gerð pistilsins. „Auðvitað, hugsar maður. Vitaskuld er alltaf rigning á 17. júní. Leiðindaveður á þjóðhátíðardaginn er fastur liður.”

„Þegar hlutir ganga vel og flest er á þokkalegu róli og þjóðfélagið ætti að geta einbeitt sér að ýmsum uppbyggilegum störfum mun alltaf verða til eitthvað svona afl í tilverunni, uppi í Hádegismóum, á þingi eða annars staðar, sem stendur leiðindavaktina og passar að sátt skapist ekki né heldur friður eða góður andi,” skrifar Guðmundur og bætir við;

„Gott veður í langan tíma er ekki í boði. Það kemur alltaf rigning og rok. Það verður alltaf Sigmundur. Alltaf Davíð.” Líklega á höfundur við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Davíð Oddsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins og núverandi ritsjóra Morgunblaðsins.

„Að vera Íslendingur er að norpa við harðræði. Reyna að gera gott úr hlutunum með setningum eins og: „Veðrið skiptir ekki máli! Það skiptir bara máli hvernig maður klæðir sig!“ Og hlæja svo vandræðalega í kjölfarið.“ Guðmundur nefnir miðaldra menn í kvartbuxum sem kaupa sér kjöt á grillið. „Skjannahvítir og æðaberir leggirnir koma upp um eðlið. Á Íslandi er bara sól stundum. Bóndabrúnka er það eina sem er í boði. Sorrí Stína.“

Bjarna Benediktsson titlaður forsætisráðherra í hátíðardagskrá 17. júní

|
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd/ Bára Huld Beck

Mistök í dagskrárgerð þjóðhátíðardagsins urðu til þess að Bjarni Benediktsson var titlaður forsætisráðherra. Bjarni er fjármála- og efnahagsráðherra. Mistökin komu fram á vefsíðunni 17juni.is en hafa nú verið leiðrétt.

Fraudískur 17. júní á Austurvelli 🙃

Posted by Jæja on Sunnudagur, 16. júní 2019

Hefð er fyrir því að forsætisráðherra flytji hátíðisræðu í morgunathöfn á Austurvelli í tilefni lýðveldis Íslendinga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fer með ræðuna í ár en ekki Bjarni, eins og kom fram í færslu á Facebook síðu Jæja.

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins fer fram 17. júní ár hvert á Austurvelli. Dagskráin hefst 09:45 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni fer fram kl 10:00 og er messunni útvarpað á RÚV. Eftir messuna leggur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Minnisvarðinn stendur á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Þá fer Katrín með hátíðisræðu forsætisráðherra og fjallkonan flytur ávarp.

Lúðrasveitin Svanur stýrir skrúðgöngu frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu og hefst ganga 11:40. Hamrahlíðarkórinn, í stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, og Svanur flytja alla tónlist í morgunathöfninni.

Forsetinn og Raggi Bjarna sungu saman Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig

|
Myndin sem Guðni Th. deildi á Facebook|Mynd: Borgarleikhusid.is

„Við tökum undir þakkir tugþúsunda Íslendinga fyrir frábæra frammistöðu allra þeirra sem að viðburðinum hafa komið,” skrifar Guðni Th. Jóhannesson forseti á Facebook um lokasýningu söngleiksins Ellý.

 

Sýningin fór fram á laugardaginn á stóra sviði Borgarleikhússins. „Á engan er hallað þótt ég þakki Ragga Bjarna sérstaklega fyrir hans þátt og þá ræktarsemi sem hann hefur sýnt minningu Ellýjar með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum Borgarleikhússins,” skrifar Guðni og bætir við; „Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!”

„Myndin að [með fréttinni] er af sjaldgæfum viðburði, og sem betur fer án hljóðs að því er mig varðar: Við Raggi Bjarna að taka saman „Vert‘ ekki að horfa svona alltaf á mig“ á góðum fundi fyrir nokkrum árum. Gott ef Þorgeir Ástvalds lék ekki undir,” skrifar Bjarni og minnir á þjóðhátíðardag íslendinga sem er í dag. „Ég skora á hann og annað gott útvarpsfólk að flytja vel valin lög með Ellý og Ragga núna í vikunni þegar við fögnum 75 ára afmæli lýðveldisins.”

Mynd: Borgarleikhusid.is

Guðni kemur inn á farsælan söngferil Ellýjar og segir varla hægt að halda jól án plötunnar með henni og Vilhjálmi bróður hennar söngkonunnar. „Ég ítreka þakkir okkar hjóna og heillaóskir til fólksins sem stóð að þessum flotta söngleik. Og blessuð sé minning Ellýjar Vilhjálms.” Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór með hlutverk Ellýjar í sýningunni og hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á söngkonunni. Hún fékk Grímuverðlaun í flokki söngvari ársins 2017 fyrir frammistöðu sína.

Takk EllyOkkur Elizu hlotnaðist sá heiður í gærkvöld að sitja lokasýningu söngleiksins um Elly Vilhjálms. Við tökum…

Posted by Forseti Íslands on Sunnudagur, 16. júní 2019

Tíðindalítil nótt hjá lögreglunni

Fimm ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna í gærkvöldi og nótt. Þeir voru allir kærðir fyrir brotið.

Að öðru leiti var kvöldið og nóttin að mestu róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Safna ryki og sýna í Bankastræti

||
|Listamennirnir Kristinn Arnar Sigurðsson og Högna Jónsdóttir standa fyrir vægast sagt óvenjulegri sýningu í Núllinu galleríi

Listamennirnir Kristinn Arnar Sigurðsson og Högna Jónsdóttir standa fyrir vægast sagt óvenjulegri sýningu í Núllinu galleríi, Bankastræti 0, en þar munu þau sýna portrettmyndir sem eru unnar úr ryki frá heimilum fólks.

„Við köllum þetta abstrakt portrett myndir af því að ryk er að hluta til leifar af fólki, húðflögur og hár, þræðir úr fötum og þess háttar. Þess vegna má segja að þetta séu myndir af því,“ lýsir Kristinn og bætir við að hugmyndin á bakvið sýninguna sé að skoða manneskjuna í gegnum ryk. Skoða hvað ryk fólks eigi sameiginlegt og hvað geri ryk þess einstakt.

Hann segir að myndirnar séu unnar úr ryki frá heimilum fólks úr ólíkum áttum, allt frá iðnaðarmönnum upp í stöðumælaverði. Upphaflega hafi þau Högna ætlað að safna rykinu saman með því að fara inn á heimili fólks og ryksuga en fólki hafi nú fundist það aðeins of mikið af því góða. „Lendingin var því sú að það ryksugaði bara sjálft og við fengjum svo að sækja pokana. Ótrúlega margir eru reyndar með svona hreinsiróbóta heima hjá sér í staðinn fyrir ryksugur og það hefur orðið til þess að við mætum bara heim til fólks með poka eða dósir og það fyllir á sjálft,“ segir Kristinn og viðurkennir fúslega að ferlið í kringum þetta sé búið að vera svolítið spaugilegt. „Já já, segir það sig sjálft að það hefur verið svolítið kómískt að standa í þessu.“

„Sumum finnst þetta auðvitað svolítið óvanalegt og skrítið og skilur ekki alveg hvernig þetta komi til með að líta út. En hingað til hefur enginn sagt nei.“

En finnst fólki bara ekkert mál að taka þátt í þessu? „Nei alls ekki. Sumum finnst þetta auðvitað svolítið óvanalegt og skrítið og skilur ekki alveg hvernig þetta komi til með að líta út. En hingað til hefur enginn sagt nei við þessu. Allir hafa tekið vel í þetta og samþykkt að vera með. Enda ekki eins og fólk sé að láta einhver verðmæti af hendi. Ryk er frekar eitthvað sem flestir vilja fegins hendi losna við.“

Vinna verkin fram á síðustu stundu

Listamennirnir Kristinn Arnar Sigurðsson og Högna Jónsdóttir verða með óvenjulega sýningu í Núllinu galleríi, Bankastræti 0.

Að safna ryki er fyrsta sýning sem Kristinn og Högna halda saman, en þau eru bæði myndlistarmenn og hafa í gegnum tíðina fengist við ýmis konar list. Þannig hefur Högna til að mynda hannað og framleitt skartgripi ásamt því að hafa tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis á meðan Kristinn hefur tekið þátt í sýningum og tónlistarútgáfu og unnið við bæði leikstjórn og leikmyndahönnun. Þrátt fyrir að hafa að mörgu leyti fetað ólíkar leiðir í listsköpun sinni eiga þau sameiginlegt að hafa unnið með hluti sem eru þegar til og sett þá í nýtt samhengi. Því má segja að sýningin Að safna ryki, sé rökrétt framhald af því sem þau hafa verið að gera hingað til.

Sýningin verður opnuð í Núllinu galleríi í köld og reiknar Kristinn með að þau Högna verði að vinna verkin fram að því. Hann játar að það sé svolítið stressandi að vera að vinna að sýningunni svona alveg fram á síðustu stundu en hefur þó ekki ýkja miklar áhyggjur af því að það náist þar sem vinnsla verkanna sé tiltölulega einföld. „Um leið og rykið er afhent „steypum“ við það inn í glært sílíkon, sem er ekki flókið tæknilega séð. Auk þess erum við Högna bæði vön því að vinna með mót og mótagerð sem auðveldar verkið. Það hefur eiginlega meiri vinna farið í allt stússið í kringum sýninguna en sjálf verkin, að vekja athygli á henni og svona,“ segir hann og brosir.

En hvað stendur sýningin yfir lengi? „Hún verðuð opnuð núna á sunnudagskvöld, verður opin 17. júní og alveg til 20. júní. Það er því bara um að gera að mæta í Bankastrætið. Allir velkomnir, það verður heitt á könnunni.“

Ætlar að vinna í sjálfum sér

Kristinn Þór Sigurjónsson er ekkill og fjögurra barna faðir eftir að eiginkona hans, Ingveldur Geirsdóttir, lést úr krabbameini í lok apríl. Hann ætlar að halda minningu Ingveldar á lofti fyrir börnunum og ekki reyna að grafa þetta niður til að einfalda lífið. Mikilvægt er að ræða málin opinskátt að hans mati og vinna skipulega í sjálfum sér, en það ætlar Kristinn að gera í fyrsta skipti á ævi sinni.

Kristinn segir að í öllu þessu hafi bæði hann og Ingveldur verið vel meðvituð um að endalokin væru óumflýjanleg. Þau hafi lagt áherslu á að gera börnunum grein fyrir því líka og alltaf talað hreint út um veikindin við börnin. „Við þá yngstu líka þótt hún hafi ekki enn fangað hugtakið dauðann. Hún fangar þetta svolítið þannig að „nú er mamma ekki lengur á sjúkrahúsinu. Núna er hún í hjartanu í mér. Hún er með hús þar.“ Svo á þetta bara eftir að þróast með hennar þroska. Hún var náttúrlega búin að upplifa það að mamma hennar hafði verið á sjúkrahúsinu í um 100 daga síðastliðna níu mánuði. Þetta var svolítið langur tími sem hún hitti alltaf mömmu sína á spítala. Það kom mér nokkuð í opna skjöldu að hún var vissulega sorgmædd en samt glöð yfir því að nú væri mamma hjá sér. Svo þegar hún er að melta þetta hugtak, dauði, þá koma spurningar eins og „við erum ekki dáin, er það?“ Það þarf bara svolítið að halda henni við efnið og tala um þetta. Að vera ekki að vernda börnin gagnvart þessu. Þetta er bara staðan og ég hef ekkert verið að segja við hana að mamma hennar sé á himnum með englum eða eitthvað svoleiðis. Hún er bara dáin og hún lifir í minningum okkar.“

„Ég vorkenni stundum fólki sem slysast til að spyrja hvernig ég hafi það því ég segi það bara hreint út. Fólk verður þá bara að taka því og höndla það ef ég fer að gráta.“

Eðli málsins samkvæmt hafa undanfarnar vikur verið annasamar hjá Kristni. Auk þess að skipuleggja útförina og ganga frá öðrum praktískum málum hefur verið gestkvæmt á heimilinu. En það er aðeins farið að hægja á og þá vill það oft gerast að sorgin hellist yfir. Kristinn segist mjög meðvitaður um þetta. „Núna hefur lífið snúist um að klára útförina og þessi praktísku mál, taka börnin úr þessu umhverfi og fara með þau til Tenerife og svo í útilegur í sumar. Ég geri alveg ráð fyrir því að það komi skellur í haust. Ég veit að það mun gerast en ég ætla þá alla vega að vera búinn að undirbúa það með því að vera kominn í rútínu með leikskólann, að þetta verði eins og smurð vél. Varðandi framhaldið þá bara er það að halda minningu Ingveldar á lofti fyrir börnunum og ekki reyna að grafa þetta niður til að einfalda lífið. Við tölum bara um þetta, grátum saman þegar þarf að gráta saman. Það er allt í lagi. Það verður erfitt að halda jólin, það verður erfiður aprílmánuður á næsta ári þegar öll barnaafmælin eru. En ég hef ekkert rosalega miklar áhyggjur af því enn þá.“

Í fyrsta skipti ætlar Kristinn svo að vinna skipulega í sjálfum sér. „Ég hef verið að hugsa um það að ég þurfi að finna mér nýjan takt, hvernig ég ætli að hafa hlutina. Ég er búinn að panta mér viðtalstíma hjá Ljósinu eftir að ég kem heim frá Tenerife og þá ætla ég að byrja að spá í mig. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og ég finn að það hjálpar að tala. Bara það að tala opinskátt við börnin hefur verið eins og sálfræðitími fyrir mig. Ég vorkenni stundum fólki sem slysast til að spyrja hvernig ég hafi það því ég segi það bara hreint út. Fólk verður þá bara að taka því og höndla það ef ég fer að gráta.“

Reykjavíkurmaraþonið er fram undan og svo vill til að það ber upp á brúðkaupsdaginn, 24. ágúst. Þar ætlar Kristinn að hlaupa 21 kílómetra í nafni Ljóssins. Hann viðurkennir að langhlaup séu ekki hans sterkasta hlið enda stór og mikill maður. Ástríða hans liggur í ruðningi (rugby) en Kristinn er einn af forvígismönnum íþróttarinnar hér á landi. „Ég fer bara hægt og örugglega yfir. Ég hef engar áhyggjur að komast ekki í endamarkið.“

Sjáðu einnig „Hún lifir í minningum okkar“.

Mynd / Hallur Karlsson

Þar sem ólíkir menningarheimar mætast

Sigurbjörg Pálsdóttir innanhússarkitekt starfaði hjá IKEA í mörg herrans ár og ekki bara á Íslandi heldur víða um heiminn. Sigurbjörg býr núna í Leuven í Belgíu ásamt manni sínum Peter Krumhardt sem er danskur arkitekt. Þau hafa búið sér og sínum fallegt og framandi heimili sem litast af flakki þeirra um heiminn. Við heyrðum í Sigurbjörgu og spurðum hana út í lífið í Belgíu og fyrirtækið Pals&Co sem hún stofnaði eftir að hafa búið í Jórdaníu í nokkur ár og heillast af handverkinu, menningunni og fólkinu þar í landi.

,,Ég flutti til Belgíu sumarið 2014, minn elskulegi maður, Peter, hafði þá unnið hjá IKEA í Belgíu í sjö mánuði eftir margra ára starf í Danmörku og Bretlandi. Ég var þarna búin að vera ein í Jórdaníu og Kúveit að setja upp nýjar IKEA-verslanir og þjálfa nýtt starfsfólk í næstum því þrjú ár og mig langaði að fara heim eftir dásamlegan tíma í Mið-Austurlöndum,“ segir hún.

Hvað var það við þessa íbúð í Leuven sem heillaði þig? ,,Ég skoðaði hana á Netinu þegar ég var í Jórdaníu, skipulagið og lofthæðin heillaði mig strax og þessi grófi verksmiðjustíll, gluggarnir eru líka svo fallegir og svo fannst mér heillandi að vera nánast miðsvæðis í svona gamalli, fallegri borg. Húsið er í grunninn gömul vindlaverksmiðja frá 1875 og voru það Jespers-Eyers, arkitektar sem endurhönnuðu húsið,“ segir Sigurbjörg.

Hönnun frá ólíkum löndum
Hvernig myndir þú lýsa stílnum á heimilinu? „Þetta er bara okkar stíll. Við erum með hönnun og hluti frá ólíkum löndum og frá mismunandi tímum, í alls konar litum frá ólíkum stöðum sem við höfum ferðast til og búið í. Ég myndi segja að á heimili okkar hér í Leuven tengist margir menningarheimar í ólíkri hönnun og handverki sem koma alls staðar að úr heiminum nánast. Getum sagt að Ísland og Danmörk mæti Mið- Austurlöndum. Í hillunni okkar erum við til að mynda með Arne Jacobsen og antík frá Jórdaníu og margt fallegt sem ég hef keypt á mörkuðum. En samt er líka stór hluti af okkar heimili hönnun mannsins míns, Peter Krumhardt, eins og til dæmis borðstofuborðið, stólar, vinnuborðið og barstólarnir sem eru framleiðsla Pals&Co. Teppin og púðarnir á heimilinu eru einnig hönnun Pals&Co og flest annað er annaðhvort klassísk hönnun eða hlutir sem við höfum fundið og heillast af á til dæmis mörkuðum.“

Stofnaði eigið hönnunarfyrirtæki
Þegar Sigurbjörg kom til baka til Íslands eftir nám vann hún hjá IKEA sem útstillingarstjóri í sex ár. „Það var dásamlegur tími. Svo vann ég hjá IKEA í mörgum öðrum löndum og það var ótrúleg reynsla að vera hluti af þessu flotta fyrirtæki, ég elskaði hverja stund í vinnunni og fékk flott verkefni sem yfirmaður og starfaði hjá þeim í 26 ár. Ég get ekki ímyndað mér betri skóla en IKEA.“

Sigurbjörg er núna með sitt eigið fyrirtæki ásamt manni sínum. Hvernig kom það til að þið stofnuðuð Pals&Co? ,,Þegar ég opnaði IKEA í Amman árið 2014, hafði ég þjálfað og hitt svo flott ungt fólk í Jórdaníu og þarna prófaði ég að búa í samfélagi sem er svo ólíkt því sem ég var vön og það var oft skrítið og erfitt en ég naut þess líka og lærði mikið. Mig langaði að flytja nær fólkinu mínu sem býr á Íslandi og í London en fannst samt erfitt að skilja alveg við vini mína í Jórdaníu. Ég ákvað því á þessum tímapunkti að hætta hjá IKEA og stofna eigið fyrirtæki og þá hafði ég frelsi og gat áfram átt í samskiptum við hæfileikaríku vini mína í Jórdaníu og komið handverki þeirra og hönnun áfram í gegnum mitt fyrirtæki. Mín hugmyndafræði er svolítið að tengja ólíka menningarheima og í framtíðinni langar mig að vinna miklu meira með íslenskum hönnuðum því það er svo margt frábært í gangi hjá þeim og á Íslandi,“ svarar hún brosandi.

„Það er merkilegt hvað góð hönnun getur hjálpað okkur við að eiga betra líf. Hönnun snýst ekki bara um hvernig þú gerir heimilið fallegra, það snýst líka svo mikið um það hvernig þú gerir líf þitt auðveldara,“ bætir hún við að lokum.

Ljósmyndir / Johan Vancutsem

Ambient í Mengi

Sannkölluð Ambient-stemning verður í Mengi í dag, sunnudaginn 16. júní en þá koma fram: Arnljótur Sigurðsson, Daníel Friðrik Böðvarsson og Ciche Nagrania / Żofia. Tónleikarnir verða mikið sjónarspil en listræn stjórnun verður í höndum Dominika Ożarowska. Ókeypis er inn á tónleikana sem hefjast klukkan 20.

„Horfði á húsið okkar brennt til grunna“

Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur vinnur hægt og bítandi að nýrri skáldsögu, spennusögu, en segir að tími sinn fari hins vegar að mestu leyti í vinnuna á DV þar sem hann starfar sem blaðamaður. Mannlíf fékk Ágúst til að ljóstra upp fimm staðreyndum um sjálfan sig sem eru á fárra vitorði.

1) „Ég er með stórt ör á tungunni. Það er til komið vegna slyss sem ég varð fyrir kornungur, svo ungur að ég man ekki eftir því, en ég mun hafa fallið á stéttina fyrir utan húsið heima. Eðlilega leiði ég nánast aldrei hugann að þessu en örið kemur upp í hugann þegar ég er beðinn um að segja frá fimm staðreyndum um sjálfan mig.“

2) „Ég keyri ekki bíl. Bróðir minn skikkaði mig í ökunám þegar ég var 18 ára. Eftir marga tíma féll ég á fyrsta verklega prófinu vegna þess að ég fór yfir á rauðu beygjuljósi. Í annað sinn féll ég af því ég gerði allt vitlaust. Í þriðja sinn náði ég prófinu. Hins vegar endurnýjaði ég aldrei skírteinið vegna slóðaskapar og áhugaleysis.“

3) „Á afmæli sama dag og Geirfinnur hvarf, 19. nóvember. Skuggalegur dagur. Kvöldið sem hann hvarf var afmælisveisla heima.“

4) „Í æsku bjó ég í húsi sem heitir Eiði og var staðsett þar sem Eiðistorg er núna. Tæplega 18 ára flutti ég upp á Skólavörðustíg. En ég gerði mér ferð vestur eftir og horfði á húsið okkar brennt til grunna, til að rýma fyrir nýbyggingum.“

5) „Er nokkuð sleipur í þýsku þar sem ég bjó í Þýskalandi tvo vetur eftir stúdentspróf og tók síðan að rifja upp kunnáttuna og halda henni við á seinni árum. Get hins vegar ekki bjargað mér á dönsku. Ef ég reyni kemur bara þýska út úr mér.“

Dansunnendur ættu ekki að missa af þessu

Tónlistarmaðurinn YAMBI sendi nýverið frá sér lagið Start With Tonight með systrunum í hljómsveitinni Storm & Stone frá Ástralíu og nú er komið út myndband við lagið.

Myndbandið er unnið af Birgi Ólafi og í því koma fram dansararnir Sandra Björk, Helga Sigrún og Bergdís Rún, sem er jafnframt höfundur dansins. Óhætt er að segja að dansinn komin vel út og því ættu dansunnendur ekki að láta þetta myndband fram hjá sér fara. Hægt er að sjá myndbandið á Albumm.is.

Grænt atvinnulíf

Margir umhverfisverndunarsinnar telja að kapítalismi og markaðshyggja eigi sök á þeirri stöðu í loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Margir punktar eru vissuleg réttir t.d. að kapítalismi stuðli að neysluhyggju. Hámark hagnaðar sé markmið fyrirtækja en ekki samfélagsleg ábyrgð. Vandamálið er þó víðtækara en ein hugmyndafræði og verður ekki leyst með öðru en hugarfarsbreytingu einstaklinga, stjórnvalda og atvinnulífs – um hvernig við umgöngumst jörðina og lifum saman með sjálfbærni að leiðarljósi. Breyting á lifnaðarháttum er lykilatriðið.

Staðan er sú að heimurinn hefur um 10-15 ár til að snúa af kúrs ef það á að halda sig innan skynsamlegra marka við hlýnun jarðarinnar. Ekki mikið meira samkvæmt vísindum sem eflast dag frá degi. Fyrst og fremst þarf að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, bæði fyrirtækja og einstaklinga. Enn eykst losun koltvíoxíðs í andrúmsloftinu ár frá ári þrátt fyrir alþjóðlegar skuldbindingar ríkja til þess að draga úr losun líkt og Parísarsáttmálinn mælir fyrir um. Góðu fréttirnar eru að vitund fólks um stöðuna í umhverfismálum eykst dag frá degi, krafan um aðgerðir er hávær og margir eru að vinna að rannsóknum og tæknilegum lausnum.  Fyrir Ísland er það hægur leikur að setja markið á sjálfbært samfélag með grænt hagkerfi og verða þannig leiðandi á sviði umhverfismála í heiminum og aðlagana sem nauðsynlegar eru vegna loftslagsbreytinga.

Það er ekki nóg að stjórnvöld grípi til aðgerða heldur þarf hugarfarsbreytingu á markaðnum og hjá atvinnulífinu. Ég er ekki þeirrar skoðunar að við getum náð því að verða sjálfbært samfélag án atvinnulífs og markaðarins. Ég er ekki þeirrar skoðunar að það að breyta um stjórnkerfi t.d. í átt að kommúnisma muni leysa loftslagsmálin. Við þurfum á besta fáanlega hugviti og nýsköpun að halda við þetta verkefni. Við þurfum ítarlegt samráð atvinnulífs og stjórnvalda til að stefna að sjálfbæru samfélagi. Við þurfum samstarf allra og markaðurinn spilar stóra rullu enda fjárfestingarþörf í innviðum við að breyta um orkugjafa mikil og margar billjóna gat sem þarf að fylla í á heimsvísu. Það verður ekki aðeins gert með opinberri fjárfestingu, heldur með samstarfi opinbera og einkageirans.

Atvinnulífið er þróttmikið og hreyfir sig hratt. Atvinnulífið hugsar í skapandi til framtíðar. Í flestum tilvikum hraðar en hið opinbera. Markaðurinn er farin að opna augun fyrir nauðsyn þess að fjárfesta í sjálfbærum grænum fjárfestingum til langstíma sem sést m.a. í eftirspurn fjárfesta erlendis. Ríkið getur stutt rækilega við þá þróun með að stíga þar jafnframt fram og skapa hvata og setja regluverk. Til þess höfum við margar leiðir. Í fyrsta lagi eru það ívilnanir í formi fjármagns – t.d. skattahagræðingar sem eru tæki sem ríkið býr við. Í öðru lagi er það löggjöf sem vottar grænar fjárfestingar og kemur á eftirliti til að komast undan grænþvotti. Þá getur ríkið lagt bann við innflutningi á eldsneyti og bílum sem eru knúðir af öðrum orkugjöfum en endurnýjanlegum sem og á meðan stutt ítarlega við fjárfestingar í hágæðaalmenningssamgöngum og deilihagkerfi, sem og rannsóknum á endurnýjanlegum orkugjöfum. Dæmi eru hér borgarlínan, efla deilihagkerfi að öðru leyti og að greiða fólki fyrir að fara til vinnu með öðrum hætti en á bíl. Þá er hægt að fara í ítarlega rannsóknar- og samstarfsvinnu um bestu framkvæmd hjá öðrum löndum. Í þriðja lagi eru það opinberar fjárfestingar bæði í rannsóknum og innviðum, fjármagn í rannsóknarsjóði sem styrkja grænar áherslur og niðurgreiðslur til sjálfbærs landbúnaðar svo dæmi séu tekin.

Atvinnulífið og markaðir þurfa á hinu opinbera að halda og hið opinbera þarf á atvinnulífinu að halda. Að skapa og móta ímynd Íslands, sem framsækið land á sviði umhverfismála, á að vera samstarfsverkefni þessara tveggja aðila miðað við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í loftslags- og umhverfismálum. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir okkur jafnframt á erlendri grund og ekki síður í viðskiptalegu tilliti. Vel kann að vera að atvinnulífið þurfi að sætta sig við jafnan vöxt frekar en hraðan og að horfa fremur til langtímafjárfestinga heldur en til skammstíma gróða en það eru ekki neikvæðar breytingar. Markaður og atvinnulífið lifir ekki án gjöfulla auðlinda jarðarinnar. Vernd jarðarinnar er því jafnmikið hagsmunamál allra sem og komandi kynslóða. Meginverkefnið er nú sjálfbærni alls samfélagsins – fyrir alla – sem trompar hugmyndir um skammtímahagnað.

3000 manns heimsóttu Stjórnarráðið á þjóðhátíðardaginn

Mynd: GNU-Frí/Guðmundur D. Haraldsson

Stjórnarráðið hélt opið hús í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í gær. Um 3200 manns gerðu sér ferð í opna húsið sem var hluti af sérstakri hátíðardagskrá.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.Hluta dagsins tók Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á móti gestum inni á skrifstofu sinni. Alþingi, Hæstaréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun voru opin almenningi milli 14:00 og 18:00 í gær. Í Stjórnarráðinu og á Alþingi voru leiðsagnir um byggingarnar í boði og sérstakt myndband um Stjórnarráðið var sýnt.

Um 3200 manns heimsóttu opið hús í Stjórnarráðinu sem var hluti sérstakrar hátíðardagskrár í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í gær. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stóð vaktina hluta dagsins og tók á móti gestum inni á skrifstofu sinni. Gestir Hæstaréttar voru fræddir um sögu, húsnæði og starfsemi réttarins auk þess að fá leiðsögn um húsið. Þá stóðu lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fyrir sýndarréttarhöldum en Hæstiréttur fagnar 100 árum á næsta ári.

Gullstöng og málverk voru til sýnis í Seðlabanka Íslands ásamt munum tengdum Halldór Kiljan Laxness sem Seðlabankanum var falið að varðveita. Þar á meðal voru Nóbelsverðlaun skáldsins sem honum var veitt af svíakonungi, Gústav Adolf VI, í Stokkhólmi árið 1955. Hafrannsóknastofnun var með fiska til sýnis í körum við Sjávarútvegshúsið, upplýsingasetur á jarðhæð hússins var opið og starfsemi stofnunarinnar kynnt á myndböndum í bíósal.

Á 65 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila við sjóinn á sjötta tímanum í gærkvöldi. Hann væri kominn í sjálfheldu vegna hækkandi sjávarborðs. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist hann vera við veiðar og ekki í nokkrum vandræðum.

Átta ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna í gærkvöldi og nótt. Fjórir þeirra voru grunaðir um akstur án réttinda. Þá var farþegi í einni bifreiðinni grunaður um vörslu fíkniefna og brot gegn vopnalögum. Annar ökumaður var stöðvaður á 65 km hraða þar sem 30 km hámarkshraði er. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Tilkynnt var um ofurölva einstakling liggjandi í götunni í miðbænum laust fyrir sex í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn þó upprisinn og genginn á brott. Þá barst lögreglunni tilkynning um aðila sofandi ölvunarsvefni á grasi í miðbænum. Lögregla vakti aðilann sem reyndist í þokkalegu standi og gekk sína leið. Þá barst lögreglu tilkynning um ósjálfbjarga ölvaðan mann í Hafnarfirðinum í nótt. Aðilinn var aðstoðaður við að komast heim.

Tilkynnt um unglinga að fikta með eld við skóla í miðbænum. Ekki sást til þeirra né nokkur merki um eld við skólann þegar lögregla mætti á svæðið. Tilkynnt var um slagsmál milli aðila við strætóstoppistöðina í Mjódd, er lögreglu bar að skömmu síðar voru aðilar þó á brott og hvergi að finna. Um 80 mál bárust inn á borð lögreglu frá því klukkan 17:00 en flest öll minniháttar og eða aðstoð við borgarann.

Næsti forsætisráðherra Bretlands? Skipulagði barsmíðar, skáldaði fréttir og hefur móðgað næstum alla

Mynd: Annika Haas

Boris Johnson, þingmaður breska Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, er talinn sigurstranglegastur í formannskjöri flokksins. Fari svo er Boris næsti forsætisráðherra Bretlands. Hann er afar umdeildur stjórnmálamaður og þekktur fyrir klaufalega framkomu, niðrandi ummæli og ósannsögli.

Valkvætt samband Boris við sannleikann hefur oftar en einu sinni kostað hann vinnuna. Boris hóf blaðamannaferil sinn á The Times en var látinn fara þaðan þegar upp komst að hann hafði skáldað tilvitnun í forsíðufrétt sem hann skrifaði. Tilvitnunin sem um ræðir átti að koma frá Colin Lucas, sagnfræðingi og guðföður Boris. Fréttin fræga fjallaði um að staðsetning Rósarhallar Eðvalds II væri fundin á bakka Thames. Boris var rekinn þegar upp um málið komst. Stuttu síðar hóf hann störf á The Telegraph sem fréttaritari frá Brussel.

Where is the media scrutiny of Boris Johnson's long history of lies, bigotry and disgusting behaviour?

Boris Johnson described gay people as "bumboys", compared equal marriage to three men marrying a dog, discussed beating up a journalist with a criminal, called black people "piccaninnies" with "watermelon smiles", and was sacked twice for dishonesty.Where is the scrutiny?

Posted by Owen Jones on Sunnudagur, 9. júní 2019

Boris maðurinn á bak við goðsögnina um ESB-banana

Neikvæðar og oft fjarstæðukenndar fréttir Boris frá Evrópusambandinu urðu til þess að Boris varð frægur blaðamaður meðal hægrimanna með efasemdir um Evrópusambandið. Fréttir Boris höfðu gríðarleg áhrif á hvernig almenningur sér Evrópusambandið, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. The Telegraph er eitt af heimsblöðunum og breskir fjölmiðlar hafa mikil áhrif um allan heim. Skrif Boris bera rauna ábyrgð á nokkrum af frægari goðsögnum og villum um gangverk sambandsins. Boris skrifaði meðal annars frétt þar sem hann hélt því fram að Evrópusambandið hefði sett á fót vinnuhóp sem setja á reglur um bogna banana. Í annarri grein vildi hann meina að Brussel ætlaði sér að setja reglur um stærð líkkista í Evrópu sem og að til stæði að banna rækjuflögur.

Skipulagði barsmíðar á blaðamanni

Upptökur af samtali Boris við afbrotamanninn Darius Guppy fóru í dreyfingu árið 2009. Á þeim heyrast þeir félagar skipuleggja barsmíðar á fréttamanni. Guppy ætlaði sér að viðbeinsbrjóta manninn og átti Boris að verða út um heimilisfang hans. Í viðtali við the Independent segir Boris að undirtektirnar hafi verið góðlátlegt grín. Það hafi heldur ekkert orðið að þessu.

Ritstjóri The Spectator gegn því að leggja ekki fyrir sig stjórnmálin

Árið 1999 var Boris gerður að ritstjóra hægriblaðsins The Spectator. Blaðið sem er einskonar Þjóðmál þeirra Breta er eitt allra elsta stjórnmálatímarit í Evrópu. Boris beið ekki lengi með að svíkja loforð sitt við eiganda Spectator því árið 2001 varð hann þingmaður Henley í Oxforskíri á Englandi. Árið 2012 baðst Boris afsökunar á grein sem birtist í blaðinu ritstjóratíð hans. Þar sem ölvuðum Liverpool aðdáendum var gert að hafa valdið Hilborough hörmungunum árið 1989 þar sem rúmlega 96 manns létust og 766 slösuðust þegar áhorfendur á fótboltaleik krömdust. Árið 2012 kom út rannsóknarskýrsla um málið sem leiddi í ljós að vanhæfni lögreglu olli slysinu.

Framhjáhald var til þess að hann missti skuggaráðherrastöðu

Árið 2003 fjölluðu breskir fjölmiðlar um samband Boris og Petronella Wyatt, pistlahöfund Spectator. Boris var þá giftur en í breskum stjórnmálum þykir skortur á tryggð við maka ekki gott veganesti né sterk rök fyrir tryggð manna við trúnaðarstöður. Boris þverneitaði fyrir framhjáhaldið á fundi með Michael Howard, þáverandi formanni Íhaldsflokksins. Þegar formaðurinn komst að því að Boris hefði sagt honum ósatt um málið lét hann Boris fara.

Kallaður fyrir dóm vegna Brexit

Breskur kjósandi kærði Boris vegna fullyrðinga um að aðild Bretlands að Evrópusambandinu kosti breskan almenning 350 milljónir punda í viku hverri. Upphæðin er um 55 milljarðar íslenskra króna. Lögmennir Boris sögðu kæruna tilhæfulausa tilraun til að grafa undan niðurstöðu kosninganna. Stefnan þýðir þó aðeins að Boris er kallaður fyrir réttinn vegna mats um hvort sækja skuli málið áfram. Andstæðingar veru Bretlands í Evrópusambandinu vöktu athygli vegna rútu með áprentun sem sagði kostnaðinn við sambandsaðild £350 milljónir á viku. Boris er sagður maðurinn að baki yfirlýsingarinnar. Ekki hefur tekist að staðfesta réttmæti upphæðarinnar.

Vanvirti þjóðarleiðtoga Tyrklands og sagði Obama mengaðan

Boris samdi niðurlægjandi ljóð í maí 2016 um forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan. Þar ýjar hann að því að Erdoğan stundi kynmök við geitur. Boris neitaði þá að biðja forsetann afsökunar á ljóðinu.

Í apríl 2016 gerði hann lítið úr þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barrack Obama. Hann var þá ósammála Obama um Brexit og sagði skoðun hans „mengaða“ af Kenýskum uppruna hans. Boris vildi þá meina að kenýubúum væru illa við breska heimsveldið og studdu Evrópusambandið. Þá hefur hann borið tilgang og markmið Evrópusambandsins saman við stefnur Hitlers.

Ítrekað gert lítið úr samkynhneigðum

Business Insider rifjaði upp grein Boris þar sem hann lýsti samkynhneigðum karlmönnum sem „vælandi rassastrákum í magabol.” Greinin birtist í Telepgraph árið 1998. Boris gaf út bókina Friends, Voters, Countrymen árið 2001. Þar kemur hann inn á hjónaband samkynhneigðra og ber það saman við kynmök manns við dýr. „Ef að hjónaband samkynhneigðra er í lagi þá sé ég enga ástæðu fyrir því að sameining milli þriggja karlmanna eigi ekki rétt á sér. Jafnvel þriggja karlmanna og hunds.”

Árið 2000 skrifaði Boris grein í Spectator þar sem hann réðst á þáverandi ríkisstjórn Verkalýðsflokksins. Hann sagði fundarefni ríkisstjórnarinnar um fræðslu samkynhneigðar í skólum vera „ógeðslegt”.

Fordómafullur í garð ólíkra þjóðernisflokka

Síðast liðið sumar uppnefndi hann íslamskar konur sem klæðast búrkum „póstkassa” (e. „Letter boxes”). Þá kallaði hann þær einnig bankaræningja. Í kjölfar ummælanna mátti sjá aukningu í árásum á múslima í Bretlandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir lítið úr öðrum þjóðflokkum. Árið 2006 lýsti hann Papúa Nýja-Gíneu sem stað fyrir „Mannátsveislur og dráp á þjóðhöfðingjum.“ Þá lét Boris rasísk ummæli falla í grein Telegraph árið 2002 í garð þjóðfélagsþegna Kongó. Þar líkti hann munnsvipum þeirra við vatnsmelónur.

Boris talaði háðslega um fórnarlömbum borgarstyrjaldarinnar í Libýu. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að fjarlægja líkin og þá mætum við á staðinn,“ sagði hann í gríni á ráðstefnu Íhaldsflokksins árið 2017. Breskir fjárfestar höfðu áður lýst áhuga á fjárfestinu í Libýu. Á ráðstefnu flokksins 2016 vakti Boris athygli þegar hann kallaði Afríku land. Afríka er heimsálfa sem samanstendur af 54 löndum. Hann var þá utanríkisráðherra Bretlands.

Háskólanám gott fyrir konur í karlmannsleit

Þegar Boris tók á móti Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, í London 2013 gerði hann lítið úr háskólagöngu kvenna í þar í landi. Razak benti á að 68% samþykktra umsækjenda væru konur. „Það er góð leið til að finna sér mann,“ svaraði Boris.

Theresa May steig til hliðar sem formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands 7. júní síðast liðinn. Kosningar á nýjum formanni fara fram í mánuðinum. Fyrsta umferð kosningarinnar fór fram síðast liðinn fimmtudag. Boris fékk 114 atkvæði, sem var langstærsti hlutinn. Næst á eftir var Jeremy Hunt með 43 atkvæði.

Í upphafi voru frambjóðendurnir tíu og fækkaði þeim um þrjá í fyrstu umferð. Í næstu viku verður kosið á milli þeirra sjö sem eftir eru. Þá verða nokkrar umferðir þar til tveir frambjóðendur standa eftir. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 18-20. júní og mun niðurstaða liggja fyrir 22. júní. Nýr formaður flokksins tekur þá líklegast við embætti forsætisráðherra en talið er að meðlimir Íhaldsflokksins muni kjósa Boris.

Skrifar um dauðann út frá sjónarhorni barnsins

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti nýlega Auði Stefánsdóttur nýræktarstyrk fyrir verk hennar Í gegnum þokuna, en nýræktarstyrkir eru veittir árlega vegna skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og eru hugsaðir sem hvatning til frekari dáða á þeirri braut.

Í samtali við Mannlíf segist Auður vera himinlifandi en játar að hún hafi ekki endilega búist við þessu. „Það voru auðvitað margar umsóknir og margt hæfileikaríkt fólk sem er að skrifa þannig að ég get ekki sagt að ég hafi gert það, nei. En þetta er mikil viðurkenning og ómetanleg hvatning og bendir til að ég sé að gera eitthvað rétt,“ segir hún glöð.

Í umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið segir að sagan sé fantasíubók fyrir börn um baráttu góðs og ills, dauðann og lífið. Höfundur taki á viðkvæmu málefni á fágaðan hátt og flétti „saman við spennandi atburðarás á flöktandi mörkum raunveruleika og ímyndunar.“ Sjálf segir Auður að sagan snúist um 10 ára stúlku í Reykjavík sem kljáir við dauða tvíburasystur sinnar og fer í kjölfarið yfir í annan heim, þar sem barátta góðs og ills á sér stað, en hugmyndina sækir hún úr eigin lífi. „Á undanförnum árum hef ég horft upp á fólk nákomið mér missa ung börn, síðast góða vinkonu mína sem missti aðra tvíburadóttur sína barnunga að aldri og þótt þessi saga byggi ekki beinlínis á því þá var það kveikjan að henni.“

Er þetta fyrsta bókin þín? „Ja, ég hef nú verið að skrifa frá því að ég var krakki. Var til dæmis staðráðin í að gefa út mína fyrstu bók þegar ég var ellefu ára, svona spæjarasögu í anda Nancy Drew-bókanna en það varð ekkert af því og kannski sem betur fer,“ segir hún og hlær. „Síðan vann ég einu sinni til verðlauna í smásagnakeppni Mímis, félags íslenskunema við HÍ. Annars hef ég verið hálfgert skúffuskáld, þar til nú.“

Auður er íslenskukennari í framhaldsskóla og er í meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands með fram kennslu, en hún segir námið einmitt hafa orðið til þess að hún kláraði fyrsta uppkastið að sögu sinni í vetur. „Námið hefur verið mér mikil hvatning. Það hefur líka kennt mér að skrifa skipulega, vera ekki að bíða eftir að andinn komi yfir mig, heldur koma skrifunum upp í rútínu. Maður þarf auðvitað að vera skipulagður og nýta tímann vel þegar maður er líka í vinnu og námi. Þannig að það hefur nýst mér mjög vel.“

Hvenær stefnirðu á að gefa söguna út? „Ég vonast til að gefa hana út fyrir jól, svona ef allt gengur að óskum.“

Hljóðrituðu alla plötuna upp á nýtt

Nú á dögunum kom út önnur breiðskífa svartmálms-hljómsveitarinnar Misþyrmingar, Algleymi. Platan hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og lenti meðal annars í 11. sæti World Albums-lista Billboard. Þykir Algleymi vera stórt stökk upp frá síðustu plötu hljómsveitarinnar, Söngvum elds og óreiðu (2015), en sveitin, sem hefur verið starfsrækt frá 2014, hefur notið velgengni frá útgáfu hennar.

Upptökur Algleymis hófust árið 2016 en í byrjun árs 2017, þegar platan var tilbúin voru meðlimir Misþyrmingar ekki nógu ánægðir með útkomuna og ákváðu því að hljóðrita alla plötuna upp á nýtt. Varð þetta til þess að gerð plötunnar tók heil þrjú ár. Var Algleymi hljóðrituð af forsprakka hljómsveitarinnar, D.G., sem gengur alla jafnan undir þeirri skammstöfun. Platan var masteruð í Orgone Studios í Bretlandi af Jamie Gomez Arellano og hún er skreytt málverki eftir Manuel Tinnemans, sem hefur unnið með virtu tónlistarfólki innan svarmálmsgeirans, s.s. Deathspell Omega og Urfaust.

Misþyrming kemur fram á Ascension-hátíðinni í Mosfellsbæ en þar munu fremstu svartmálmssveitir Íslands troða upp, sem og erlendar sveitir dagana 13.-15. júní. Hljómsveitin mun síðan halda á tónleikaferðalag um Evrópu í september til að fagna útgáfu Algleymis.

Algleymi er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify, YouTube og á Albumm.is. Einnig kom platan út á vínyl og geisladisk en kassettuútgáfa kemur síðar á árinu.

Fátt um svör frá stjórnvöldum

|
|

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, gagnrýnir aðgerðaleysi gegn smálánafyrirtækjum í leiðaragrein í Neytendablaðinu sem er nýkomið út.

Brynhildur furðar sig á því að þrátt fyrir að lög hafi verið sett árið 2013 sem tryggja eiga að kostnaður vegna neytendalána fari ekki yfir ákveðin viðmið.

Nú þegar hafa tveir dómar fallið gegn smálánafyrirtæki í héraðsdómi Reykjavíkur sem staðfesta ólögmætan lánakostnað, öðru málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Lántakar smálána sem bera ólöglega vexti samkvæmt dóminum hafa sumir hverjir lent á vanskilaskrá og kallar Brynhildur eftir svörum við því hvernig vanskil af ólöglegum lánum geti leitt til vanskilaskráningar.

Þá bendir hún á að Neytendasamtökin hafi ítrekað reynt að fá svör við því hvort dagsektir sem lagðar hafi verið á smálánafyrirtæki hafi verið greiddar og skilað sér í ríkissjóð.

„Fyrirtæki sem svífast einskis hafa allt of lengi komist upp með að herja á fólk sem oft má sín lítils.“

„Fyrirtæki sem svífast einskis hafa allt of lengi komist upp með að herja á fólk sem oft má sín lítils. Það er ólíðandi og löngu tímabært að stjórnvöld geri það sem þarf til að tryggja öfluga neytendavernd á lánamarkaði,“ skrifar Brynhildur.

Hæfni er grunnur að gæðum

Sveinn Aðalsteinsson og María Guðmundsdóttir.

Skoðun

Höfundar /Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Hæfniseturs og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og María Guðmundsdóttir, formaður Hæfniseturs og fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

 

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar var sett á stofn árið 2017 á grundvelli skýrslu Stjórnstöðvar ferðamála sem stjórnvöld og Samtök ferðaþjónustunnar ýttu úr vör um hæfni í ferðaþjónustu. Markmiðið er að auka framleiðni og gæði í ferðaþjónustu sem og starfsánægju og fagmennsku starfsfólks, einkum framlínustarfsmanna og millistjórnenda í þessari mikilvægu atvinnugrein. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) kostar verkefnið til ársloka 2020. Verkefnið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. (FA) sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins.

Í greiningu KPMG, Framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030 – sviðsmyndir og áhættugreining, er skortur á hæfu starfsfólki talinn meðal helstu áhættuþátta. Þar kemur fram að verði vöntun á starfsfólki með viðeigandi menntun eða reynslu í ferðaþjónustu muni það hafa alvarleg langtímaáhrif á upplifun ferðamanna og ímynd landsins.

Árið 2018 hefur Hæfnisetrið unnið hörðum höndum einkum á tveimur verkefnasviðum. Í fyrsta lagi fór fram mikil vinna við að aðstoða og koma á tengslum fræðsluaðila og fyrirtækja. Á árinu var samið við um 70 fyrirtæki í ferðaþjónustu með tæplega 2.000 starfsmenn. Tengt því verkefni er þróun starfsfólks Hæfnisetursins á rafrænum tækjum til að nota í fræðslu, meðal annars með vinnslu fagorðalista, þjálfunarefnis og smáforrita.

Í öðru lagi var fundað með ótal fyrirtækjum í ferðaþjónustu, skólum, stéttarfélögum og starfsfólki í eins konar rýnihópum sem Hæfnisetrið setti á stofn til að meta þarfir ferðaþjónustunnar fyrir breytt eða nýtt nám í formlega skólakerfinu.

Niðurstöður úr vinnu hópanna, sem nýverið voru kynntar í skýrslunni Hæfni er grunnur að gæðum, sýna ótvírætt að atvinnulífið vill staðfesta hæfni til starfa. Þá kom fram að mikilvægt væri að samtalið verði virkt áfram og mörkuð heildstæð stefna fyrir greinina. Skýrslan er innlegg atvinnulífsins í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir ferðaþjónustuna.

Ferðaþjónustan hefur skýra framtíðarsýn um menntun í greininni. Hún byggir á sveigjanlegu og þrepaskiptu námi sem hefur greinilega tengingu við hæfniramma um íslenska menntun. Aðilar samtalsins milli atvinnulífs og menntakerfis eru sammála um eftirfarandi:

  1. Atvinnulíf og menntakerfi vilja vinna saman.
  2. Þörf er á breytingum á námsframboði þannig að það spegli betur þarfir atvinnulífsins.
  3. Raunfærnimat verði útbreidd og viðurkennd aðferð til að meta hæfni.
  4. Vottun á námi/hæfni verði á öllum þrepum og slík vottun hafi gildi á vinnumarkaði og í frekara námi.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem hefur leitt þessa vinnu með öflugum stuðningi ráðuneyta, aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila, skóla og fyrirtækja, er reiðubúið til að koma að þessari vinnu áfram enda er umgjörð og hugmyndafræði Hæfnisetursins vel til þess fallin að stuðla að frekara samstarfi.

Hæfni er grunnur að gæðum og hana þarf að gera sýnilega og styrkja, til góðs fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki.

Pólitískar stöðuveitingar tíðkast enn 

Skiptar skoðanir eru um hvort pólitískar stöðuveitingar viðgangist enn hér á landi en lengi vel voru pólitískar stöðuveitingar meginreglan við ráðningar í störf hjá hinu opinbera.

Stjórnmálaflokkar deildu út störfum og embættum til að styrkja sinn eigin flokk í sessi. Þegar leið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gætti hins vegar við auknum óvinsældum með fyrirgreiðslu flokkanna og dvínandi mikilvægi þeirra fyrir flokkana sjálfa leiddi til þess að aukin áhugi var á faglegum sjónarmiðum við mannaráðningar. Árið 1996 voru síðan ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins samþykkt á Alþingi. Í þeim leysti fimm ára ráðningartími æðstu embættismanna af hólmi æviráðningu og eftirlaunakerfi opinberra starfsmanna breytt.

Í dag eru pólitískar stöðuveitingar ekki opinberlega viðurkenndar hér á landi nema hvað það varðar að hverjum ráðherra er heimilt að ráða sér pólitískan aðstoðarmann sem hverfur úr ráðuneytinu þegar ráðherra lætur af störfum.

Þetta kemur fram í fræðigrein Gunnars Helga Kristinssonar, prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, um umfang og sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Í greininni kemur jafnframt fram að ráðuneytin virðast síður en ýmsar aðrar greinar stjórnsýslunnar hafa þróast í átt að faghyggju á síðustu árum. Gunnar Helgi segir í greininni að það endurspegli eðli þeirra starfa sem þar séu unnin og mikilvægi þeirra fyrir ráðherra. Í ráðuneytunum sé þó ekki gert ráð fyrr því að starfsmenn ráðuneytanna séu pólitískt skipaðir, að frátöldum aðstoðarmanni ráðherra.

Gunnar Helgi segir í samtali við Kjarnann að þó að stjórnsýslan hafi í auknum mæli færst frá hefðbundnum pólitískum stöðuveitingum á síðustu áratugum þá komi þær þó enn fyrir. Að hans mati eiga pólitískar stöðuveitingar nú sér stað í þrengra samhengi elítu stjórnmála. Stjórnmálaflokkar séu nú meiri elítuflokkar sem reknir eru af atvinnumönnum sem fái frekar opinberar stöðuveitingar en óbreyttir flokksmenn.

Gunnar Helgi bendir jafnframt á að auk hefðbundinnar fyrirgreiðslu þá noti stjórnmálaflokkar einnig strategískar stöðuveitinga. Stöðuveitingar af þessu tagi miða ekki að því fyrst og fremst að verðlauna þá einstaklinga sem stöðurnar hljóta heldur að tryggja að einstaklingar sem flokkarnir geti treyst sitji í pólitískt mikilvægum embættum.

Gunnar Helgi segir að rannsóknir hans á síðustu árum hafi bent til þess að stjórnmálamenn noti í vaxandi mæli stragetískar stöðuveitingar til að styrkja stöðu flokksins innan stjórnsýslunnar.

140 þúsund manns skora á íslensk stjórnvöld að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum

Mynd: CC

Náttúruverndarsinnar hafa skorað á íslensk stjórnvöld um að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum. Hátt í 140 þúsund Evrópubúa hafa skrifað undir áskorunina sem er beint til Íslands, Noreg, Skotlands og Írlands.

Fréttablaðið greinir frá. „Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu,” segir Ryan Gellert, framkvæmdarstjóri vöruframleiðandans Patagonia. Fyrirtækið sérhæfir sig í útvistarvörum og er eitt þeirra fjölmargra sem standa á bak við undirskriftarsöfnunina. „Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum.”

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt inn frumvarp um breytingar á 21. grein laga á fiskeldi og standa nú umræður á Alþingi yfir. Verði frumvarpið samþykkt getur ráðherra, að fenginni umsögn Matvælastofnunnar, gefið út bráðabirgðarekstrarleyfi ef fyrra leyfi hefur verið fellt úr gildi. Þá muni það gilda í allt að tíu mánaði. Handhafar niðurfellda leyfisins verða að senda inn umsókn innan þriggja vikna.

Stefnt er að því að afhenda Alþinginu undirskriftarlistann áður en atkvæði verða greidd um frumvarpið. NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, standa á bak við undirskriftarsöfnunina ásamt Patagonia og sambærilegum samtökum í Noregi, Skotlandi og Írlandi.

Líkir Miðflokknum við skítaveður og leiðindi

Mynd: Alþingi

„Skítaveður er eins og Miðflokkurinn. Eyðileggur stemninguna. Minnir okkur á að lífið er ekki eintóm sæla,” skrifar Guðmundur Steingrímsson í skoðanapistli í Fréttablaðinu. Tilefnið er veðurspáin fyrir 17. júní. „Á eftir skemmtun koma leiðindi.”

„Ekki veit ég hvort hún rætist, veðurspáin fyrir daginn, en það yrði vissulega dæmigert,” skrifar Guðmundur og bætir við að spáin hafi hljóðað upp á rigningu við gerð pistilsins. „Auðvitað, hugsar maður. Vitaskuld er alltaf rigning á 17. júní. Leiðindaveður á þjóðhátíðardaginn er fastur liður.”

„Þegar hlutir ganga vel og flest er á þokkalegu róli og þjóðfélagið ætti að geta einbeitt sér að ýmsum uppbyggilegum störfum mun alltaf verða til eitthvað svona afl í tilverunni, uppi í Hádegismóum, á þingi eða annars staðar, sem stendur leiðindavaktina og passar að sátt skapist ekki né heldur friður eða góður andi,” skrifar Guðmundur og bætir við;

„Gott veður í langan tíma er ekki í boði. Það kemur alltaf rigning og rok. Það verður alltaf Sigmundur. Alltaf Davíð.” Líklega á höfundur við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Davíð Oddsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins og núverandi ritsjóra Morgunblaðsins.

„Að vera Íslendingur er að norpa við harðræði. Reyna að gera gott úr hlutunum með setningum eins og: „Veðrið skiptir ekki máli! Það skiptir bara máli hvernig maður klæðir sig!“ Og hlæja svo vandræðalega í kjölfarið.“ Guðmundur nefnir miðaldra menn í kvartbuxum sem kaupa sér kjöt á grillið. „Skjannahvítir og æðaberir leggirnir koma upp um eðlið. Á Íslandi er bara sól stundum. Bóndabrúnka er það eina sem er í boði. Sorrí Stína.“

Bjarna Benediktsson titlaður forsætisráðherra í hátíðardagskrá 17. júní

|
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd/ Bára Huld Beck

Mistök í dagskrárgerð þjóðhátíðardagsins urðu til þess að Bjarni Benediktsson var titlaður forsætisráðherra. Bjarni er fjármála- og efnahagsráðherra. Mistökin komu fram á vefsíðunni 17juni.is en hafa nú verið leiðrétt.

Fraudískur 17. júní á Austurvelli 🙃

Posted by Jæja on Sunnudagur, 16. júní 2019

Hefð er fyrir því að forsætisráðherra flytji hátíðisræðu í morgunathöfn á Austurvelli í tilefni lýðveldis Íslendinga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fer með ræðuna í ár en ekki Bjarni, eins og kom fram í færslu á Facebook síðu Jæja.

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins fer fram 17. júní ár hvert á Austurvelli. Dagskráin hefst 09:45 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni fer fram kl 10:00 og er messunni útvarpað á RÚV. Eftir messuna leggur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Minnisvarðinn stendur á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Þá fer Katrín með hátíðisræðu forsætisráðherra og fjallkonan flytur ávarp.

Lúðrasveitin Svanur stýrir skrúðgöngu frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu og hefst ganga 11:40. Hamrahlíðarkórinn, í stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, og Svanur flytja alla tónlist í morgunathöfninni.

Forsetinn og Raggi Bjarna sungu saman Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig

|
Myndin sem Guðni Th. deildi á Facebook|Mynd: Borgarleikhusid.is

„Við tökum undir þakkir tugþúsunda Íslendinga fyrir frábæra frammistöðu allra þeirra sem að viðburðinum hafa komið,” skrifar Guðni Th. Jóhannesson forseti á Facebook um lokasýningu söngleiksins Ellý.

 

Sýningin fór fram á laugardaginn á stóra sviði Borgarleikhússins. „Á engan er hallað þótt ég þakki Ragga Bjarna sérstaklega fyrir hans þátt og þá ræktarsemi sem hann hefur sýnt minningu Ellýjar með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum Borgarleikhússins,” skrifar Guðni og bætir við; „Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!”

„Myndin að [með fréttinni] er af sjaldgæfum viðburði, og sem betur fer án hljóðs að því er mig varðar: Við Raggi Bjarna að taka saman „Vert‘ ekki að horfa svona alltaf á mig“ á góðum fundi fyrir nokkrum árum. Gott ef Þorgeir Ástvalds lék ekki undir,” skrifar Bjarni og minnir á þjóðhátíðardag íslendinga sem er í dag. „Ég skora á hann og annað gott útvarpsfólk að flytja vel valin lög með Ellý og Ragga núna í vikunni þegar við fögnum 75 ára afmæli lýðveldisins.”

Mynd: Borgarleikhusid.is

Guðni kemur inn á farsælan söngferil Ellýjar og segir varla hægt að halda jól án plötunnar með henni og Vilhjálmi bróður hennar söngkonunnar. „Ég ítreka þakkir okkar hjóna og heillaóskir til fólksins sem stóð að þessum flotta söngleik. Og blessuð sé minning Ellýjar Vilhjálms.” Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór með hlutverk Ellýjar í sýningunni og hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á söngkonunni. Hún fékk Grímuverðlaun í flokki söngvari ársins 2017 fyrir frammistöðu sína.

Takk EllyOkkur Elizu hlotnaðist sá heiður í gærkvöld að sitja lokasýningu söngleiksins um Elly Vilhjálms. Við tökum…

Posted by Forseti Íslands on Sunnudagur, 16. júní 2019

Tíðindalítil nótt hjá lögreglunni

Fimm ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna í gærkvöldi og nótt. Þeir voru allir kærðir fyrir brotið.

Að öðru leiti var kvöldið og nóttin að mestu róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Safna ryki og sýna í Bankastræti

||
|Listamennirnir Kristinn Arnar Sigurðsson og Högna Jónsdóttir standa fyrir vægast sagt óvenjulegri sýningu í Núllinu galleríi

Listamennirnir Kristinn Arnar Sigurðsson og Högna Jónsdóttir standa fyrir vægast sagt óvenjulegri sýningu í Núllinu galleríi, Bankastræti 0, en þar munu þau sýna portrettmyndir sem eru unnar úr ryki frá heimilum fólks.

„Við köllum þetta abstrakt portrett myndir af því að ryk er að hluta til leifar af fólki, húðflögur og hár, þræðir úr fötum og þess háttar. Þess vegna má segja að þetta séu myndir af því,“ lýsir Kristinn og bætir við að hugmyndin á bakvið sýninguna sé að skoða manneskjuna í gegnum ryk. Skoða hvað ryk fólks eigi sameiginlegt og hvað geri ryk þess einstakt.

Hann segir að myndirnar séu unnar úr ryki frá heimilum fólks úr ólíkum áttum, allt frá iðnaðarmönnum upp í stöðumælaverði. Upphaflega hafi þau Högna ætlað að safna rykinu saman með því að fara inn á heimili fólks og ryksuga en fólki hafi nú fundist það aðeins of mikið af því góða. „Lendingin var því sú að það ryksugaði bara sjálft og við fengjum svo að sækja pokana. Ótrúlega margir eru reyndar með svona hreinsiróbóta heima hjá sér í staðinn fyrir ryksugur og það hefur orðið til þess að við mætum bara heim til fólks með poka eða dósir og það fyllir á sjálft,“ segir Kristinn og viðurkennir fúslega að ferlið í kringum þetta sé búið að vera svolítið spaugilegt. „Já já, segir það sig sjálft að það hefur verið svolítið kómískt að standa í þessu.“

„Sumum finnst þetta auðvitað svolítið óvanalegt og skrítið og skilur ekki alveg hvernig þetta komi til með að líta út. En hingað til hefur enginn sagt nei.“

En finnst fólki bara ekkert mál að taka þátt í þessu? „Nei alls ekki. Sumum finnst þetta auðvitað svolítið óvanalegt og skrítið og skilur ekki alveg hvernig þetta komi til með að líta út. En hingað til hefur enginn sagt nei við þessu. Allir hafa tekið vel í þetta og samþykkt að vera með. Enda ekki eins og fólk sé að láta einhver verðmæti af hendi. Ryk er frekar eitthvað sem flestir vilja fegins hendi losna við.“

Vinna verkin fram á síðustu stundu

Listamennirnir Kristinn Arnar Sigurðsson og Högna Jónsdóttir verða með óvenjulega sýningu í Núllinu galleríi, Bankastræti 0.

Að safna ryki er fyrsta sýning sem Kristinn og Högna halda saman, en þau eru bæði myndlistarmenn og hafa í gegnum tíðina fengist við ýmis konar list. Þannig hefur Högna til að mynda hannað og framleitt skartgripi ásamt því að hafa tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis á meðan Kristinn hefur tekið þátt í sýningum og tónlistarútgáfu og unnið við bæði leikstjórn og leikmyndahönnun. Þrátt fyrir að hafa að mörgu leyti fetað ólíkar leiðir í listsköpun sinni eiga þau sameiginlegt að hafa unnið með hluti sem eru þegar til og sett þá í nýtt samhengi. Því má segja að sýningin Að safna ryki, sé rökrétt framhald af því sem þau hafa verið að gera hingað til.

Sýningin verður opnuð í Núllinu galleríi í köld og reiknar Kristinn með að þau Högna verði að vinna verkin fram að því. Hann játar að það sé svolítið stressandi að vera að vinna að sýningunni svona alveg fram á síðustu stundu en hefur þó ekki ýkja miklar áhyggjur af því að það náist þar sem vinnsla verkanna sé tiltölulega einföld. „Um leið og rykið er afhent „steypum“ við það inn í glært sílíkon, sem er ekki flókið tæknilega séð. Auk þess erum við Högna bæði vön því að vinna með mót og mótagerð sem auðveldar verkið. Það hefur eiginlega meiri vinna farið í allt stússið í kringum sýninguna en sjálf verkin, að vekja athygli á henni og svona,“ segir hann og brosir.

En hvað stendur sýningin yfir lengi? „Hún verðuð opnuð núna á sunnudagskvöld, verður opin 17. júní og alveg til 20. júní. Það er því bara um að gera að mæta í Bankastrætið. Allir velkomnir, það verður heitt á könnunni.“

Ætlar að vinna í sjálfum sér

Kristinn Þór Sigurjónsson er ekkill og fjögurra barna faðir eftir að eiginkona hans, Ingveldur Geirsdóttir, lést úr krabbameini í lok apríl. Hann ætlar að halda minningu Ingveldar á lofti fyrir börnunum og ekki reyna að grafa þetta niður til að einfalda lífið. Mikilvægt er að ræða málin opinskátt að hans mati og vinna skipulega í sjálfum sér, en það ætlar Kristinn að gera í fyrsta skipti á ævi sinni.

Kristinn segir að í öllu þessu hafi bæði hann og Ingveldur verið vel meðvituð um að endalokin væru óumflýjanleg. Þau hafi lagt áherslu á að gera börnunum grein fyrir því líka og alltaf talað hreint út um veikindin við börnin. „Við þá yngstu líka þótt hún hafi ekki enn fangað hugtakið dauðann. Hún fangar þetta svolítið þannig að „nú er mamma ekki lengur á sjúkrahúsinu. Núna er hún í hjartanu í mér. Hún er með hús þar.“ Svo á þetta bara eftir að þróast með hennar þroska. Hún var náttúrlega búin að upplifa það að mamma hennar hafði verið á sjúkrahúsinu í um 100 daga síðastliðna níu mánuði. Þetta var svolítið langur tími sem hún hitti alltaf mömmu sína á spítala. Það kom mér nokkuð í opna skjöldu að hún var vissulega sorgmædd en samt glöð yfir því að nú væri mamma hjá sér. Svo þegar hún er að melta þetta hugtak, dauði, þá koma spurningar eins og „við erum ekki dáin, er það?“ Það þarf bara svolítið að halda henni við efnið og tala um þetta. Að vera ekki að vernda börnin gagnvart þessu. Þetta er bara staðan og ég hef ekkert verið að segja við hana að mamma hennar sé á himnum með englum eða eitthvað svoleiðis. Hún er bara dáin og hún lifir í minningum okkar.“

„Ég vorkenni stundum fólki sem slysast til að spyrja hvernig ég hafi það því ég segi það bara hreint út. Fólk verður þá bara að taka því og höndla það ef ég fer að gráta.“

Eðli málsins samkvæmt hafa undanfarnar vikur verið annasamar hjá Kristni. Auk þess að skipuleggja útförina og ganga frá öðrum praktískum málum hefur verið gestkvæmt á heimilinu. En það er aðeins farið að hægja á og þá vill það oft gerast að sorgin hellist yfir. Kristinn segist mjög meðvitaður um þetta. „Núna hefur lífið snúist um að klára útförina og þessi praktísku mál, taka börnin úr þessu umhverfi og fara með þau til Tenerife og svo í útilegur í sumar. Ég geri alveg ráð fyrir því að það komi skellur í haust. Ég veit að það mun gerast en ég ætla þá alla vega að vera búinn að undirbúa það með því að vera kominn í rútínu með leikskólann, að þetta verði eins og smurð vél. Varðandi framhaldið þá bara er það að halda minningu Ingveldar á lofti fyrir börnunum og ekki reyna að grafa þetta niður til að einfalda lífið. Við tölum bara um þetta, grátum saman þegar þarf að gráta saman. Það er allt í lagi. Það verður erfitt að halda jólin, það verður erfiður aprílmánuður á næsta ári þegar öll barnaafmælin eru. En ég hef ekkert rosalega miklar áhyggjur af því enn þá.“

Í fyrsta skipti ætlar Kristinn svo að vinna skipulega í sjálfum sér. „Ég hef verið að hugsa um það að ég þurfi að finna mér nýjan takt, hvernig ég ætli að hafa hlutina. Ég er búinn að panta mér viðtalstíma hjá Ljósinu eftir að ég kem heim frá Tenerife og þá ætla ég að byrja að spá í mig. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og ég finn að það hjálpar að tala. Bara það að tala opinskátt við börnin hefur verið eins og sálfræðitími fyrir mig. Ég vorkenni stundum fólki sem slysast til að spyrja hvernig ég hafi það því ég segi það bara hreint út. Fólk verður þá bara að taka því og höndla það ef ég fer að gráta.“

Reykjavíkurmaraþonið er fram undan og svo vill til að það ber upp á brúðkaupsdaginn, 24. ágúst. Þar ætlar Kristinn að hlaupa 21 kílómetra í nafni Ljóssins. Hann viðurkennir að langhlaup séu ekki hans sterkasta hlið enda stór og mikill maður. Ástríða hans liggur í ruðningi (rugby) en Kristinn er einn af forvígismönnum íþróttarinnar hér á landi. „Ég fer bara hægt og örugglega yfir. Ég hef engar áhyggjur að komast ekki í endamarkið.“

Sjáðu einnig „Hún lifir í minningum okkar“.

Mynd / Hallur Karlsson

Þar sem ólíkir menningarheimar mætast

Sigurbjörg Pálsdóttir innanhússarkitekt starfaði hjá IKEA í mörg herrans ár og ekki bara á Íslandi heldur víða um heiminn. Sigurbjörg býr núna í Leuven í Belgíu ásamt manni sínum Peter Krumhardt sem er danskur arkitekt. Þau hafa búið sér og sínum fallegt og framandi heimili sem litast af flakki þeirra um heiminn. Við heyrðum í Sigurbjörgu og spurðum hana út í lífið í Belgíu og fyrirtækið Pals&Co sem hún stofnaði eftir að hafa búið í Jórdaníu í nokkur ár og heillast af handverkinu, menningunni og fólkinu þar í landi.

,,Ég flutti til Belgíu sumarið 2014, minn elskulegi maður, Peter, hafði þá unnið hjá IKEA í Belgíu í sjö mánuði eftir margra ára starf í Danmörku og Bretlandi. Ég var þarna búin að vera ein í Jórdaníu og Kúveit að setja upp nýjar IKEA-verslanir og þjálfa nýtt starfsfólk í næstum því þrjú ár og mig langaði að fara heim eftir dásamlegan tíma í Mið-Austurlöndum,“ segir hún.

Hvað var það við þessa íbúð í Leuven sem heillaði þig? ,,Ég skoðaði hana á Netinu þegar ég var í Jórdaníu, skipulagið og lofthæðin heillaði mig strax og þessi grófi verksmiðjustíll, gluggarnir eru líka svo fallegir og svo fannst mér heillandi að vera nánast miðsvæðis í svona gamalli, fallegri borg. Húsið er í grunninn gömul vindlaverksmiðja frá 1875 og voru það Jespers-Eyers, arkitektar sem endurhönnuðu húsið,“ segir Sigurbjörg.

Hönnun frá ólíkum löndum
Hvernig myndir þú lýsa stílnum á heimilinu? „Þetta er bara okkar stíll. Við erum með hönnun og hluti frá ólíkum löndum og frá mismunandi tímum, í alls konar litum frá ólíkum stöðum sem við höfum ferðast til og búið í. Ég myndi segja að á heimili okkar hér í Leuven tengist margir menningarheimar í ólíkri hönnun og handverki sem koma alls staðar að úr heiminum nánast. Getum sagt að Ísland og Danmörk mæti Mið- Austurlöndum. Í hillunni okkar erum við til að mynda með Arne Jacobsen og antík frá Jórdaníu og margt fallegt sem ég hef keypt á mörkuðum. En samt er líka stór hluti af okkar heimili hönnun mannsins míns, Peter Krumhardt, eins og til dæmis borðstofuborðið, stólar, vinnuborðið og barstólarnir sem eru framleiðsla Pals&Co. Teppin og púðarnir á heimilinu eru einnig hönnun Pals&Co og flest annað er annaðhvort klassísk hönnun eða hlutir sem við höfum fundið og heillast af á til dæmis mörkuðum.“

Stofnaði eigið hönnunarfyrirtæki
Þegar Sigurbjörg kom til baka til Íslands eftir nám vann hún hjá IKEA sem útstillingarstjóri í sex ár. „Það var dásamlegur tími. Svo vann ég hjá IKEA í mörgum öðrum löndum og það var ótrúleg reynsla að vera hluti af þessu flotta fyrirtæki, ég elskaði hverja stund í vinnunni og fékk flott verkefni sem yfirmaður og starfaði hjá þeim í 26 ár. Ég get ekki ímyndað mér betri skóla en IKEA.“

Sigurbjörg er núna með sitt eigið fyrirtæki ásamt manni sínum. Hvernig kom það til að þið stofnuðuð Pals&Co? ,,Þegar ég opnaði IKEA í Amman árið 2014, hafði ég þjálfað og hitt svo flott ungt fólk í Jórdaníu og þarna prófaði ég að búa í samfélagi sem er svo ólíkt því sem ég var vön og það var oft skrítið og erfitt en ég naut þess líka og lærði mikið. Mig langaði að flytja nær fólkinu mínu sem býr á Íslandi og í London en fannst samt erfitt að skilja alveg við vini mína í Jórdaníu. Ég ákvað því á þessum tímapunkti að hætta hjá IKEA og stofna eigið fyrirtæki og þá hafði ég frelsi og gat áfram átt í samskiptum við hæfileikaríku vini mína í Jórdaníu og komið handverki þeirra og hönnun áfram í gegnum mitt fyrirtæki. Mín hugmyndafræði er svolítið að tengja ólíka menningarheima og í framtíðinni langar mig að vinna miklu meira með íslenskum hönnuðum því það er svo margt frábært í gangi hjá þeim og á Íslandi,“ svarar hún brosandi.

„Það er merkilegt hvað góð hönnun getur hjálpað okkur við að eiga betra líf. Hönnun snýst ekki bara um hvernig þú gerir heimilið fallegra, það snýst líka svo mikið um það hvernig þú gerir líf þitt auðveldara,“ bætir hún við að lokum.

Ljósmyndir / Johan Vancutsem

Ambient í Mengi

Sannkölluð Ambient-stemning verður í Mengi í dag, sunnudaginn 16. júní en þá koma fram: Arnljótur Sigurðsson, Daníel Friðrik Böðvarsson og Ciche Nagrania / Żofia. Tónleikarnir verða mikið sjónarspil en listræn stjórnun verður í höndum Dominika Ożarowska. Ókeypis er inn á tónleikana sem hefjast klukkan 20.

Raddir