Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ásmundur Einar: Ekkert óeðlilegt við það að skipa nefndir pólitískt

Framsóknarflokkurinn hefur stýrt félagsmálaráðuneytinu í 17 ár, frá árinu 1997. Fjölmargir aðilar tengdir flokknum gegna trúnaðarstörfum fyrir ráðuneytið.

Í samtali við Kjarnann segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra að þegar um er að ræða nefndir, ráð og hópa á vegum ráðuneytisins sem taka stefnumótandi ákvarðanir sem tengjast pólitík þá séu formenn nefndanna pólitískt skipaðir. „Þegar pólitískar nefndir eru skipaðar þá er horft til þess að skipa þær pólitískt, það er ekkert óeðlilegt við það,“ segir Ásmundur Einar.

Hann segir aftur á móti að þegar um er að ræða nefndir sem ekki marka pólitíska stefnu þá séu þær yfirleitt skipaðar embættismönnum. Aðspurður segist hann þó ekki vita í fljótu bragði hversu margar nefndir af þeim 70 sem eru á vegum ráðuneytisins séu svokallaðar pólitískar nefndir en sagði jafnframt að hægt væri að fara yfir það ef þess væri óskað.

Stefna að auknu gagnsæi í allri stjórnsýslunni
Í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að í nýrri ríkisstjórn munu flokkar sem spanna „hið pólitíska litróf allt frá vinstri til hægri“ freista þess að slá nýjan tón, einhenda sér í þau lykilverkefni sem koma Íslandi í fremstu röð og búa þannig um hnútana að hér verði gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna.

„Óvenjulegar aðstæður kalla á breytt vinnubrögð, opnari stjórnsýslu, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess,“ segir í sáttmálanum.

Enn fremur er tekið fram að stefna þurfi að stöðugleika til lengri tíma og auka gagnsæi í athafnalífi og allri stjórnsýslu til að efla traust almennings á rekstri fyrirtækja, fjármálalífi, stjórnmálum og stofnunum samfélagsins. „Frá efnahagshruninu hefur náðst margvíslegur árangur en enn skortir á þá félagslegu sátt sem þjóðin hefur lengi kallað eftir. Að henni þarf að vinna.“

Í nýlegri könnun MMR frá 3. maí 2019 um hvað veldur landsmönnum mestum áhyggjum kom fram að líkt og síðustu þrjú ár voru það spilling í fjármálum og/eða stjórnmálum sem reyndist vera eitt af helstu áhyggjuvöldum þjóðarinnar. Alls svöruðu 44 prósent landsmanna að spilling í fjármálum og/eða stjórnmálum valdi þeim mestum áhyggjum í síðustu könnun.

Fleiri í vanda vegna smá- og skyndilána

Stór hluti skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara (UMS) á í greiðsluvanda vegna skyndi- og smálána.

Í maí sl. bárust embætti Umboðsmanns skuldara (UMS) alls 90 umsóknir um úrræði vegna fjárhagsvanda. Þar af eru 38 umsóknir um greiðsluaðlögun, 35 umsóknir um ráðgjöf og 17 umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það sem af er ári eru umsóknirnar orðnar 545 samkvæmt minnisblaði embættisins frá 1. júní.  Samkvæmt upplýsingum sem Mannlífi bárust frá UMS er stór hluti skjólstæðinga í greiðsluvanda, vegna skyndi- og smálána almennt en tekið var fram að ekki væri búið að greina hversu mörg þeirra lána beri ólögmæta vexti.

Skyndilán eða svokölluð „kaupa núna, borga seinna“ greiðsluleið er þjónusta sem hefur færst mjög í vöxt undanfarin ár en UMS skilgreinir lán sem hægt er að taka á Netinu eða í appi í símanum á skjótan hátt sem skyndilán. Embættið bendir á að oft sé þessi þjónusta auglýst sem kostnaðarlaus fyrir viðskiptavini eða vaxtalaus en að skilmálar séu ólíkir eftir þjónustuaðilum. Kostnaður geti hins vegar hlaðist upp geti viðskiptavinur ekki greitt á umsömdum tíma. Einstaklingar sem leitað hafa eftir aðstoð hafa margir hverjir verið komnir í alvarlegan vanda á mjög stuttum tíma.

Eitt af hlutverkum Umboðsmanns skuldara er að gæta hagsmuna skuldara þegar við á og taka við erindum og ábendingum skuldara um ágalla á lánastarfsemi og senda áfram til viðeigandi eftirlitsstjórnvalds. Frá 1. ágúst 2010 hefur Umboðsmanni skuldara borist 3.880 erindi, þar af voru fjögur erindi stofnuð í maí á þessu ári.

 

Fjölbreyttur hópur fólks skemmtir brúðkaupsgestum Gylfa og Alexöndru

Gylfi Sigurðsson og Helga Alexandra gifta sig við Como-vatn á Ítalíu.

 

Vinir og vandamenn knattspyrnumannsins Gylfa Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur eru staddir við Como-vatn á Ítalíu til að sjá parið ganga í það heilaga. Veislan er hin glæsilegasta og fjölbreyttur hópur hæfileikfólks heldur uppi stuðinu og skemmtir brúðkaupsgestum

Tónlistarkonan Bríet söng til að mynda fyrir gesti fyrr í dag.

Veislustjórn er í höndum bræðranna Friðrik Dórs og Jóns Jónssonar.

Sólmi Hólm var þá með uppistand í kvöld og Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, tók svo lagið.

Ein aðalstjarnan er þó hringberinn í brúðkaupinu, hundur þeirra Gylfa og Alexöndru sem heitir Koby. Gestir brúðkaupsins keppast við að fá mynd af sér með honum.

Hundurinn Koby slær í gegn í brúðkaupai Gylfa og Alexöndru.

Sá ekki dóttur sína í átta ár

Kristinn Þór Sigurjónsson. Mynd/Hallur Karlsson

Í nýjasta tölublaði Mannlífs ræðir Kristinn Þór Sigurjónsson um andlát eiginkonu sinnar, Ingveldar Geirsdóttur, sem lést úr krabbameini í apríl. Í viðtalinu talar Kristinn einnig um erfiða forræðisdeilu sem hann stóð í þar sem hann sá ekki dóttur sína í átta ár.

Hér að neðan er brot úr viðtalinu.

Eftir allt sem á undan er gengið leggur Kristinn áherslu á tvennt, að vera sáttur við lífið og að vera til staðar fyrir börnin. „Að koma í veg fyrir algjört hrun, því ég hef gert það áður,“ segir Kristinn og vísar þar í mál sem hann hefur aldrei áður viljað tala opinskátt um. Árið 1991 eignaðist Kristinn dóttur, Steinunni Helgu, með þáverandi sambýliskonu sinni. Þau slitu samvistum og þremur árum síðar flutti barnsmóðir hans til Bandaríkjanna en Steinunn varð eftir hjá honum á Íslandi. Árið 1997 var gerð dómsátt um að Kristinn fengi fullt forræði en að Steinunn væri hjá móður sinnni í Bandaríkjunum yfir sumartímann. Það gekk eftir fyrstu árin en í ágúst 2000 fór af stað atburðarás sem leiddi til þess að hann fékk ekki að sjá dóttur sína í átta ár.

„Á föstudagskvöldinu áður en ég ætlaði að sækja hana út á Keflavíkurflugvöll hringdi mamma hennar í mig og sagði að hún kæmi ekki aftur. Ég var alltaf viss um að þetta myndi gerast á einhverjum tímapunkti en þarna fór ég í algjöra afneitun. Ég var staddur í sumarbústað á Búðum á Snæfellsnesi og ég brunaði af stað til Keflavíkur og ætlaði að sækja hana út á flugvöll. Ég var þar í 6-7 tíma, bara að bíða eftir að hún kæmi út um hliðið. Ég fór bara í mók.“ Kristinn stóð uppi algjörlega bjargarlaus. Þetta var fyrir tíma samskiptamiðla og í árdaga Internetsins þar sem upplýsingar voru af skornum skammti og allar samskiptaleiðir mun hægari en í dag. „Ég hringdi í sýslumann og þar var bara spurt hvort hún hefði það ekki fínt hjá mömmu sinni. Ég hringdi út um allt – í lögfræðinga, þingmenn, sendiherrann í Bandaríkjunum. Þessi vetur fór í algjört mók hjá mér og ég man satt best að segja ekkert eftir honum. Heimurinn bara hrundi.“

Þessi vetur fór í algjört mók hjá mér og ég man satt best að segja ekkert eftir honum. Heimurinn bara hrundi.

Úr varð að Kristinn fór til Bandaríkjanna þar sem hann fékk að hitta dóttur sína á hótelherbergi undir eftirliti. Hann talaði við lögfræðing sem útskýrði fyrir honum að hann væri í afar þröngri stöðu. „Bandaríkin viðurkenndu ekki Haag-sáttmálann og Texas [þar sem barnsmóðir Kristins bjó] alls ekki. Hún sagði að ef ég færi með málið í gegnum dómskerfið í Bandaríkjunum myndi ég líklega vinna það en til þess þyrfti ég að vera í dómsal í átta ár. Þá yrði hún orðin 18 ára. Þannig að ég gerði samkomulag um að snúa þessu við, að hún myndi búa í Bandaríkjunum og koma til mín á sumrin.“

Úr varð að Steinunn kom til Íslands vorið 2001 en Kristinn segir að andlegt ástand hans hafi verið þannig að hann muni lítið eftir þessum tíma. „Ég man ekki eftir þessu sumari nema á myndum og af þeim að dæma var þetta ágætis sumar. Eftir þetta sumar fékk hún ekki að koma aftur og hún kom ekkert aftur fyrr en 2009 þegar hún var orðin 18 ára og ákvað að koma sjálf. Ég heyrði eða sá lítið af henni í átta ár. Síðan hefur hún komið í heimsóknir og hún bjó hérna hjá okkur einn vetur í hitteðfyrra, hún og afastrákurinn Alan. Það var mjög góður tími. Hún er náttúrlega fullorðin kona núna og kemur bara þegar hún vill koma.“

Allt viðtalið má lesa hér.

Rokkveisla á Hard Rock

Foreign Monkeys, KUL og Blóðmör halda sameiginlega tónleika á Hard Rock í kvöld, laugardagskvöldið 15. júní klukkan 22.

Lofað er kraftmiklum tónleikum og því ljóst að rokkið lifir góðu lífi á Íslandi. Miða er hægt að nálgast á Tix.is. Húsið verður opnað klukkan 21.

Kóróna sköpunarverksins

Sá frasi að samfélag okkar stjórnist af kristnu siðferði heyrist reglulega. Iðulega í tengslum við innflytjendur sem aðhyllast önnur trúarbrögð og þegar menn slengja þessu fram er gjarnan bætt við að þessi eða hinn hópurinn ætti nú að laga sig að okkar siðum.

Því í hugum ansi margra er kristna siðferðið ofar og æðri allri annarri siðmennt mannsins. Þetta er svolítið undarlegt í ljósi þess að í grunninn snúast öll trúarbrögð um að leggja mönnum í hendur lykla til að lifa góðu og gefandi lífi í sátt við aðra. Í Biblíunni er sagt að maðurinn sé skapaður í mynd guðs. Sumir hafa viljað túlka þetta sem svo að hann sé þar með kóróna sköpunarverksins en í því hefur mér fundist felast nokkur hroki.

Guð leit yfir sköpun sína, dýrin, jurtirnar og allt annað á jörðu niðri og sá að það var gott. Hann hafði einnig fyrir því að bjarga dýrunum um borð í Örkina áður en hann sendi flóðið yfir Nóa og meðbræður hans. Bendir það ekki til þess að hann meti dýrin til jafns við mennina? Þrátt fyrir þessar og fleiri augljósar vísbendingar telja sumir menn sig svo hafna yfir dýrin að þeir megi beita þau miskunnarlausum níðingsskap.

Í hvert sinn sem ég verð vitni að slíku fyllist ég yfirgengilegri óbeit og sárum vanmætti. Að hluta til er ég alin upp á sveitabæ og þar varð ég aldrei vitni að hrottaskap gagnvart skepnum. Bændurnir báru virðingu fyrir bústofninum og leituðust við að sinna honum af kostgæfni. Í fjörutíu ár hef ég verið í sambúð með veiðimanni, sá er jafnvígur á troll, flugustöng og byssu og leggur sig alla tíð fram um að aflífa dýr á eins skjótvirkan og mannúðlegan hátt og hægt er. Hann og félagar hans hafa lagt á sig ómælt erfiði við að leita upp fugla sem þeir óttuðust að hafa sært til að forða þeim frá sárauka.

Og hópur fólks óttast áhrif íslamstrúar á menningu hér á landi. Þeim má benda á að í Kóraninum eru dýrin sögð innblásin af anda guðs og manninum leyft að nýta þau aðeins ef hann komi fram við þau af mannúð og miskunnsemi.

Að mínu mati ber það vott um sterka siðferðiskennd, ekki endilega kristna því í mörgum öðrum trúarbrögðum er lögð meiri áhersla á virðingu fyrir dýrum. Hindúatrú er gott dæmi um það. Einmitt af þessum ástæðum hefur leitað sterkt á mig að undanförnu spurningin um hvaða siðferðiskenningar hinn dæmigerði Íslendingur aðhyllist. Hér er fiskimannasamfélag og menn háðir björginni úr sjónum, samt hika þeir ekki við að henda gríðarlega miklum afla í sjóinn til að fá verðmætari samsetningu. Nýlegt myndband sýndi líka skipverja á Bíldsey skera sporð af hákarli og sleppa. Og hópur fólks óttast áhrif íslamstrúar á menningu hér á landi. Þeim má benda á að í Kóraninum eru dýrin sögð innblásin af anda guðs og manninum leyft að nýta þau aðeins ef hann komi fram við þau af mannúð og miskunnsemi.

„Algjörlega óskiljanlegt“

Mynd/Pixabay

Neytendasamtökin fá tugi mála á borð til sín vikulega vegna smálánafyrirtækja þar sem Almenn innheimta sér um innheimtu. Vaxtakostnaður lánanna er ekki í samræmi við íslensk lög og innheimtufyrirtækið hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Neytendasamtakanna.

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir í samtali við Mannlíf að smálánafyrirtækin skýli sér á bak við erlenda starfsemi í Danmörku en það breyti engu í lagalegu tilliti. „Við höfum sent fyrirspurnir á eftirlitsstofnanir í Danmörku og á þeim svörum sem við höfum fengið má skilja að þær telji að málin heyri ekki undir sig,“ útskýrir hún. Í skýrslu sem starfshópur á vegum Atvinnuvegaráðuneytisins skilaði af sér í febrúar kemur skýrt fram að þeim sem lána í íslenskum krónum til íslenskra lántaka beri að lúta íslenskum lögum.

Brynhildur segir að það sé vissulega jákvætt að hér á landi sé lögbundið hámark á vexti ólíkt Danmörku þar sem svo er ekki. Það þurfi hins vegar að vera hægt að framfylgja þessum lögum. „Okkur finnst þessi ólögmæta starfsemi hafa fengið að viðgangast allt of lengi Þessum mikilvægu lögum verður að vera hægt að framfylgja en reynslan sýnir okkur að það er ekki raunin. Þrátt fyrir ótal úrskurði eftirlitsstofnana og niðurstöðu dómstóla um ólögmæti lánanna heldur starfsemin bara áfram. Það er óásættanlegt. Neytendur eiga að geta treyst því að ólögmæt starfsemi á neytendamarkaði sé stöðvuð og stjórnvöld hverju sinni verða að tryggja að það sé gert.

Við sjáum alveg ömurleg mál þar sem fólk í viðkvæmri stöðu tekur smálán í örvæntingu. Oft er um að ræða ungt fólk, fólk sem er á leigumarkaði, hefur misst vinnuna eða er á örorkubótum.

Brynhildur segir aðspurð að á borð samtakanna komi hræðileg mál þar sem smálánin spili stórt hlutverk. „Við sjáum alveg ömurleg mál þar sem fólk í viðkvæmri stöðu tekur smálán í örvæntingu. Oft er um að ræða ungt fólk, fólk sem er á leigumarkaði, hefur misst vinnuna eða er á örorkubótum. Lántakan vindur upp á sig þegar fólk þarf jafnvel að taka annað lán til að borga af fyrri lánum því vaxtakostnaður er náttúrlega í veldisvexti. Þannig að við fáum erfið mál sem við tökum inn á okkur og við erum hreinlega að verða brjáluð á að horfa upp á framgöngu þessara fyrirtækja og innheimtuaðilans sem komast upp með þetta.“

Þá bendir hún á að samtökin hafi sérstaklega skoðað hvort heimilt sé taka út af reikningnum eða kortum lántakenda fyrir skuldinni en hingað til hafi svör verið óljós og hver vísað á annan. „Þessi skuldfærslumál eru bara enn einn angi smálánafargansins. Fólk hefur lent í því að um leið og það fær útborgað eru launin skuldfærð. Í einu dæmi sem við vitum um átti viðkomandi ekki fyrir leigunni. Við eigum enn eftir að sjá að fyrir þessum skuldfærslum sé skýr skuldfærsluheimild. Við höfum auk þess kallað eftir því að Fjármálaeftirlitið skoði þessar skuldfærslur.“

Að sama skapi er erfitt að fá sundurliðaðar upplýsingar um skuldina þegar hún er komin í innheimtu, hver sé upphaflega skuldin, hvað sé búið að greiða inn á hana og svo framvegis. Þá er ólöglegi vaxtakostnaðurinn gjarnan innifalinn í höfuðstóli.

Er viljandi verið að gera ferlið eins óskýrt og mögulegt er fyrir lántakandann?

„Já, það er tilfinningin. En ég veit s.s. ekki hvar í ferlinu smálánafyrirtækin enda og hvar Almenn innheimta tekur við en innheimtufyrirtækið vísar flestum fyrirspurnum á smálánafyrirtækið sem er komið með danskt netfang. Þetta er algjörlega óskiljanlegt, að fyrirtæki sem er með ólöglega vöru á íslenskum neytendamarkaði fái að halda úti starfsemi eins og ekkert sé,“ segir Brynhildur og bætir við að vissulega hafi þó eitthvað verið gert. „Neytendastofa hefur úrskurðað um ólögmætan vaxtakostnað og lagt dagsektir á fyrirtækin. Tvö dómsmál hafa staðfest þá niðurstöðu en nú hafa smálánafyrirtækin áfrýjað seinna málinu, líklega til að kaupa sér tíma.“

Sheryl Crow kom til bjargar í sambandsslitum

Tónlistarmaðurinn Daníel Oliver segist hlusta mest á popp. Annars sé hann hann algjör alæta á tónlist og hlusti á allt frá Bítlunum til Britney Spears. En með hverju mælir hann um helgar?

 

Föstudagur

„Prefab Sproud er bresk hljómsveit sem foreldrar mínir hlustuðu mikið á þegar ég var yngri. From Langley Park To Memphis er líklega þekktasta platan þeirra og alveg frábær föstudagsplata. Hún inniheldur hverja perluna á eftir annarri, frábær lög eins og The King of Rock and Roll og Hey Manhattan!, en uppáhaldslagið mitt er Cars and Girls sem er líklega það lag sem situr mest í æskuminningunum.

Þótt platan sé mjög 80’s, þá er það ekki á svona klisjukenndan hátt. Lagasmíðarnar hafa elst rosalega vel og það er enn gaman að setjast niður á góðu kvöldi og leyfa allri plötunni að renna í gegn. Maður verður ekki leiður á henni.“

Laugardagur

„Laugardagsplatan mín, The Billie Eilish Experience kom út fyrir skemmstu og er framsækin plata en höfundurinn Billie Eilish er bandarísk stúlka og aðeins 17 ára. Platan er, eftir því sem ég best veit, hennar fyrsta og frábær poppplata í dekkri kantinum. Þungur bassinn leikur stórt hlutverk á allri plötunni en Billie semur lögin sjálf og bróðir hennar útsetur þau.

Flest lögin eru frábær, sérstaklega My strange addiction, Bury a friend og You should see me in a crown og yfirveguð og áreynslulaus rödd Eilish gerir plötuna að meistaraverki. Maður fyllist vissu kærusleysi gagnvart lífinu við hlustunina.“

https://www.youtube.com/watch?v=9oNhOZ51TgA

Sunnudagur

„Tuesday Night Music Club með Sheryl Crow er tilvalin á sunnudegi, en hún kom út árið 1993. Ég spilaði þessa plötu í döðlur þegar ég gekk í gegnum sambandsslit en eftir að dramað var búið þá varð þetta ágætis sunnudagsplata. Þarna eru lög sem margir ættu að kannast við, eins og Leaving Las Vegas, Strong Enough og All I wanna do. Léttur kántrífílingur með góðum gítarsólóum og hnyttnum textum. Frábær blanda.“

„Þetta er frekar persónuleg plata“

Hljómsveitin Vök sendi frá sér fyrr á þessu ári plötuna In the Dark en þetta er önnur plata hennar. Platan er nokkuð frábrugðin fyrri plötu sveitarinnar, Figure, sem er meira „mellow electropop“. Albumm hitti á Margréti Rán, söngkonu Vakar, og byrjaði að spyrja hana hvernig það kom til að gera seinni plötuna meira dúndrandi poppsmell.

 

„Mér finnst ótrúlega mikilvægt að fylgja sinni líðan þegar kemur að því að skapa. Þegar við byrjuðum að safna saman demóum og fórum með þau í stúdíóið, mynduðu þau svona ákveðna heild og voru í rauninni bunki af popplögum,“ útskýrir hún, en bætir svo við að þótt hún hafi verið skíthrædd við þetta þá hafi hún svo hugsað með sér að hún væri búin að semja þetta – þetta væri bara annað tímabil hjá bandinu.

„Þannig að það er aldrei að vita hvað kemur næst. Við vorum búin að gera þessar draumkenndu elektrónísku plötur áður, þannig að þetta skref meikar alveg 100% sens,“ segir hún sátt við útkomuna.

Tilfinningar sem þurfti að tjá

Textarnir á plötunni eru um persónulega hluti sem Margrét gekk í gegnum þegar platan var unnin. „Þetta eru tilfinningar sem maður þurfti að losa sig við út í kosmósinn og hlutir sem við Einar þurftum að tjá okkur um,“ segir hún en Einar sem er trommari sveitarinnar vann textana með henni. Þau sátu yfirleitt í stúdíóinu og töluðu um tilfinningar og skrifuðu.

„Eins og Spend the love er um neytandann og að þurfa alltaf að eignast hluti frekar en dreifa ástinni. Fantasía er um samfélagsmiðlanna og fullkomnu ímyndina sem maður fær bara að sjá,“ útskýrir hún.

Um mánuði eftir að platan kom út var pakkað niður í töskur og túr hófst um Evrópu sem Margrét segir að hafi verið sá erfiðasti hingað til, en hljómsveitin hefur túrað mikið um heiminn.

„Það gekk í rauninni mjög vel en þessi túr var með þeim erfiðari sem við höfum farið því hann var svo þétt setinn. Við spiluðum nánast „non stop“ í þrjár vikur og það tók á taugarnar hjá fólki. En öllum heilsaðist vel, við fengum rosalega góð viðbrögð frá fólki og við skiluðum okkar sýningu vel,“ segir hún.

Spurð hvaða borg hafi staðið upp úr segir hún að Berlín hafi verið eftirminnilegust. „Ég elska Berlín. Við komum í sól og 18 stiga hita og náðum að eiga yndislegan dag þar og njóta þess að vera mannleg,“ segir hún og hlær. „Brighton var líka æði, svo mikil hippastemning þar.“

Pródúserer aðra

Spurð hver munurinn sé að spila á Íslandi og úti í heimi, segir hún að einhvern veginn sé hún meðvitaðri um sjálfan sig hérna heima því það klikki yfirleitt ekki að þú þekkir nokkur andlit sem eru að horfa á þig.

Hvað er svo fram undan? „Semja meiri tónlist, ferðast um Ísland og njóta sumarsins, svo spilum við nokkur gigg hérna heima á næstuni,“ segir hún og bætir við að hún sé líka að pródúsera nokkra tónlistarmenn. „Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Sigga Ella

Fáum hefur tekist að snúa almenningsálitinu sér í vil á jafnskömmum tíma

Eric Hamrén átti góða viku.

Í hverri viku velur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góðu gengi að fagna í vikunni og hina sem hafa átt betri vikur. Í þessari viku er það Eric Hamrén, landsliðsþjálfari í knattspyrnu sem fyllir fyrrnefnda dálkinn en Stefán Pálsson sagnfræðingur fær hinn síður eftirsótta.

 

Góð vika: Eric Hamrén, landsliðsþjálfari í knattspyrnu

Svíinn geðþekki fór brösuglega af stað með gulldrengi íslensku þjóðarinnar. Liðið virkaði þungt og áhugalítið í fyrstu leikjunum og þrátt fyrir sigur gegn Andorra í fyrsta leik undankeppni EM fjölgaði stöðugt í hópi efasemdarmanna. Staðan var orðin þannig að ef leikirnir gegn Albaníu og Tyrklandi hefðu tapast væri honum varla stætt í starfi lengur.

En Hamrén galdraði fram magnaða frammistöðu í þessum leikjum og Hamrén-vagninn er óðum að fyllast. Leitun er að manni sem hefur tekist að snúa almenningsálitinu sér í vil á jafnskömmum tíma. Kemur aðeins Ólafur Ragnar Grímsson eftir Icesave-málið upp í hugann.

Slæm vika: Stefán Pálsson sagnfræðingur

Síðustu dagar búnir að vera þjóðinni afar hagfelldir og kandídatarnir fáir. Sigurvíman er enn að renna af landanum eftir sigurinn gegn Tyrkjum og sólin skín sem aldrei fyrr. Nokkrir íþróttafréttamenn fengu að kenna á reiðum Tyrkjum á samfélagsmiðlum en þeir fengu þó að eiga síðasta hláturinn.

Af einskærri meinfýsni útnefnum við hins vegar Stefán Pálsson, helsta talsmann hernaðarandstæðinga og VG-liða. Opinber heimsókn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, ein og sér var vafalaust þyrnir í augum Stefáns en að hafa þurft að horfa upp á formann VG taka á móti honum með virktum hlýtur að hafa sviðið.

Andy Svarthol og Skoffín á KEX í kvöld

Hljómsveitirnar Andy Svarthol og Skoffín munu leiða saman hesta sína á KEX Hostel í dag, föstudaginn 14. júní.

Báðar sveitir sendu nýverið frá sér plötur. Andy Svarthol gaf út plötuna Mörur en tónlist sveitarinnar einkennist af metnaðarfullum lagasmíðum, kaotískum útsetningum og samsöng bræðranna.

Skoffín, sem spilar hressilegt rokk og ról með vissum skírskotunum í pönk og síðpönk, sendi frá sér Skoffín bjargar heiminum.

Tónleikarnir hefjast upp úr 20.30. Enginn aðgangseyrir.

Trassaskapur en ekki fjárdráttur

|
|Ingimar Ingason

Reglulega koma upp tilvik þar sem sjálfstætt starfandi lögmenn trassa að veita upplýsingar um stöðu fjárvörslureikninga í þeirra umsjá. Slíkt getur kostað lögmenn tímabundna niðurfellingu málflutningsréttinda og í alvarlegustu tilfellum sviptingu lögmannsréttinda.

 

Fjárvörslureiknginum er ætlað að varðveita fjármuni skjólstæðinga lögmanna og um þá gilda sérstakar reglur. Innistæður á þessum reikningum eru til að mynda ekki aðfararhæfar, þannig að ef lögmannsstofa verður gjaldþrota er ekki hægt að ganga að þeim fjármunum sem þar liggja.

Markmiðið er að vernda fjármuni skjólstæðinga og tryggja að þeir blandist ekki fjármunum í rekstri lögmannsstofa. Allur gangur er á því hversu miklir fjármunir renna í gegnum þessa reikninga. Hjá sumum lögmönnum er um umtalsverðar upphæðir að ræða á meðan aðrir nota þá lítið sem ekkert. Þessir reikningar eru til dæmis notaðir þegar skjólstæðingar fá greiddar tryggingabætur, við uppgjör á dánarbúum eða við kaup eða yfirtöku á fyrirtækjum eða fasteignum.

Strangt eftirlit er með þessum reikningum og er það í höndum Lögmannafélags Íslands. Sjálfstætt starfandi lögmönnum er skylt að senda félaginu fjárvörsluyfirlýsingu fyrir 1. október hvers árs auk þess sem Lögmannafélagið getur falið trúnaðarendurskoðanda félagsins að kalla eftir upplýsingum frá fjármálastofnunum um meðhöndlun reikinganna.

Í nýjasta tölublaði Lögmannablaðsins er vakin athygli á því að töluverður misbrestur er á því að lögmenn skili inn fjárvörsluyfirlýsingum innan lögbundins frests. Samkvæmt upplýsingum frá Lögmannafélagi Íslands var stjórn félagsins tilneydd til að krefjast niðurfellingar málflutningsréttinda fimm lögmanna vegna vanrækslu þeirra á skilum yfirlýsingar innan þeirra tímamarka sem ákveðin eru í lögum um lögmenn.

Af þeim skiluðu þó þrír lögmenn inn fullnægjandi yfirlýsingu undir rekstri málanna fyrir embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra og kom því aðeins til niðurfellingar málflutningsréttinda tveggja lögmanna.

14 kærur í fyrra

Í framhaldi af þessari niðurstöðu lagði stjórn Lögmannafélagsins fram kærur á hendur 14 lögmönnum til úrskurðarnefndar lögmanna. Í mars síðastliðnum kvað úrskurðarnefndin upp úrskurði í þessum málum, þar sem þremur lögmönnum var veitt áminning vegna vanrækslu á skilum yfirlýsingar og fyrir að bregðast ekki við erindi nefndarinnar, auk þess sem fundið var að störfum 11 lögmanna fyrir að skila félaginu ekki fjárvörsluyfirlýsingu innan lögboðins frests.

Eitt tilvik er metið sérstaklega alvarlegt en í úrskurðarorði segir að viðkomandi lögmaður hafi „sýnt af sér hegðun sem telja verður verulega ámælisverða auk þess sem hún er með öllu ósamboðin lögmannastéttinni.“

Úrskurðarnefndinni þóttu brot lögmannsins svo stórfelld að hún lét sér ekki nægja að veita áminningu heldur mun hún taka til skoðunar hvort lagt verði til við sýslumann að viðkomandi lögmaður verði sviptur lögmannsréttindum.

Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélagsins.

Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélagsins, segir að í flestum tilfellum sé um trassaskap lögmanna að ræða. Árlega sé á þriðja tug mála vísað til embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur með leyfismál lögmanna að gera en fæstum þessara mála ljúki þó með niðurfellingu málflutningsréttinda, þótt slíkt gerist reglulega.

„Oftast eru gerðar úrbætur undir rekstri málanna. Gríðarlegt aðhald felst hins vegar í eftirliti félagsins gagnvart lögmönnum enda eru starfsréttindi og eftir atvikum lífsviðurværi þeirra undir.“

„Gríðarlegt aðhald felst hins vegar í eftirliti félagsins gagnvart lögmönnum enda eru starfsréttindi og eftir atvikum lífsviðurværi þeirra undir.“

Aðspurður hvort í alvarlegustu tilvikunum leiki grunur á að viðkomandi lögmenn hafi ráðstafað fjármunum í eigin þágu segir Ingimar svo ekki vera. Rekur hann minni til þess að eitt slíkt mál hafi komið upp fyrir rúmum áratug. Var viðkomandi lögmaður dæmdur fyrir fjárdrátt og hann sviptur lögmannsréttindum sem hann hefur ekki fengið útgefin að nýju.

Pétur Eggerts leiðir saman fólk og hluti

Í Mengi í kvöld, föstudaginn 14. júní, leiðir Pétur Eggertsson saman allskonar fólk og gefur sýnishorn af verkum sem voru samin á síðustu misserum.

„Verkin eru mennskar raflagnir og forritaðar hljóðhreyfingar. Flytjendur umbreytast í rafala og framleiða hljóð eða önnur efni sem ferðast um margvídda leiðslur. Teikningar, skór og Youtube myndbönd eru flytjendur og hljóðfæri í bland við önnur efni rýmisins.“

Húsið verður opnað klukkan 20.30. Miðaverð er 2.000 krónur.

„Hún lifir í minningum okkar“

||||||
|Kristinn Þór Sigurjónsson ekill krabbamein sérfræðingur í viðskiptagreind|Kristinn Þór Sigurjónsson ekill krabbamein sérfræðingur í viðskiptagreind|Kristinn Þór Sigurjónsson ekill krabbamein sérfræðingur í viðskiptagreind||Kristinn Þór Sigurjónsson. Mynd/Hallur Karlsson|Mynd sem Aldís Pálsdóttir tók af Ingveldi árið 2015 fyrir Vikuna. Kristinn ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem vill svo til að ber upp á brúðkaupsdag hans og Ingveldar

Til að vera sáttur við lífið þarf að sættast við allt sem á undan er gengið, gott eða slæmt, segir Kristinn Þór Sigurjónsson sem nýverið missti eiginkonu sína úr krabbameini. Áralöng forræðisdeila hjálpaði honum að komast í gegnum erfiðustu tímana og undirbúa hann fyrir enn eina áskorunina, að vera ekkill og fjögurra barna faðir.

 

Eiginkona Kristins, Ingveldur Geirsdóttir, lést þann 26. apríl síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein, einungis 41 árs gömul. Hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2014, þá ófrísk að þeirra fyrsta barni en fyrir átti Ingveldur sex ára dreng og Kristinn þrjú börn, eina uppkomna dóttur og tvö börn, níu og tíu ára.

Afstaða og viðhorf Ingveldar til sjúkdómsins vakti víða aðdáun. Hún talaði opinskátt og hispurslaust um sjúkdóminn og mynd sem birtist af henni á forsíðu Sunnudagsmoggans, þar sem hún stóð ber að ofan með myndarlega kúlu og krúnurakað hár, vakti mikla athygli.

Tveimur vikum eftir útför Ingveldar, sem fór fram þann 14. maí, sest Kristinn niður með blaðamanni á heimili þeirra. Rétt eins og Ingveldur, talar hann hreint út og opinskátt, án þess að beygja af.

Eftir marga erfiða daga og nætur á sjúkrahúsi og tilstand við að skipuleggja útförina er lífið smám saman að komast í eðlilegt horf. Hann er búinn að koma börnunum í skóla og leikskóla og fram undan eru fundir í vinnunni. Aðeins á eftir að jarðsetja duftkerið og svo fer fjölskyldan í langþráð frí til Tenerife.

Sá ekki dótturina í átta ár

Eftir allt sem á undan er gengið leggur Kristinn áherslu á tvennt, að vera sáttur við lífið og að vera til staðar fyrir börnin. „Að koma í veg fyrir algjört hrun, því ég hef gert það áður,“ segir Kristinn og vísar þar í mál sem hann hefur aldrei áður viljað tala opinskátt um.

Árið 1991 eignaðist Kristinn dóttur, Steinunni Helgu, með þáverandi sambýliskonu sinni. Þau slitu samvistum og þremur árum síðar flutti barnsmóðir hans til Bandaríkjanna en Steinunn varð eftir hjá honum á Íslandi. Árið 1997 var gerð dómsátt um að Kristinn fengi fullt forræði en að Steinunn væri hjá móður sinnni í Bandaríkjunum yfir sumartímann. Það gekk eftir fyrstu árin en í ágúst 2000 fór af stað atburðarás sem leiddi til þess að hann fékk ekki að sjá dóttur sína í átta ár.

„Á föstudagskvöldinu áður en ég ætlaði að sækja hana út á Keflavíkurflugvöll hringdi mamma hennar í mig og sagði að hún kæmi ekki aftur. Ég var alltaf viss um að þetta myndi gerast á einhverjum tímapunkti en þarna fór ég í algjöra afneitun. Ég var staddur í sumarbústað á Búðum á Snæfellsnesi og ég brunaði af stað til Keflavíkur og ætlaði að sækja hana út á flugvöll. Ég var þar í 6-7 tíma, bara að bíða eftir að hún kæmi út um hliðið. Ég fór bara í mók.“

Draumur þeirra Kristins og Ingveldar var að giftast í Gaulverjabæjarkirkju en þess í stað fór athöfnin fram á deild 11E á Landspítalanum. „Þetta var mjög falleg og góð stund,“ segir Kristinn.

Kristinn stóð uppi algjörlega bjargarlaus. Þetta var fyrir tíma samskiptamiðla og í árdaga Internetsins þar sem upplýsingar voru af skornum skammti og allar samskiptaleiðir mun hægari en í dag. „Ég hringdi í sýslumann og þar var bara spurt hvort hún hefði það ekki fínt hjá mömmu sinni. Ég hringdi út um allt – í lögfræðinga, þingmenn, sendiherrann í Bandaríkjunum. Þessi vetur fór í algjört mók hjá mér og ég man satt best að segja ekkert eftir honum. Heimurinn bara hrundi.“

Úr varð að Kristinn fór til Bandaríkjanna þar sem hann fékk að hitta dóttur sína á hótelherbergi undir eftirliti. Hann talaði við lögfræðing sem útskýrði fyrir honum að hann væri í afar þröngri stöðu.

„Bandaríkin viðurkenndu ekki Haag-sáttmálann og Texas [þar sem barnsmóðir Kristins bjó] alls ekki. Hún sagði að ef ég færi með málið í gegnum dómskerfið í Bandaríkjunum myndi ég líklega vinna það en til þess þyrfti ég að vera í dómsal í átta ár. Þá yrði hún orðin 18 ára. Þannig að ég gerði samkomulag um að snúa þessu við, að hún myndi búa í Bandaríkjunum og koma til mín á sumrin.“

Úr varð að Steinunn kom til Íslands vorið 2001 en Kristinn segir að andlegt ástand hans hafi verið þannig að hann muni lítið eftir þessum tíma. „Ég man ekki eftir þessu sumari nema á myndum og af þeim að dæma var þetta ágætis sumar. Eftir þetta sumar fékk hún ekki að koma aftur og hún kom ekkert aftur fyrr en 2009 þegar hún var orðin 18 ára og ákvað að koma sjálf. Ég heyrði eða sá lítið af henni í átta ár. Síðan hefur hún komið í heimsóknir og hún bjó hérna hjá okkur einn vetur í hitteðfyrra, hún og afastrákurinn Alan. Það var mjög góður tími. Hún er náttúrlega fullorðin kona núna og kemur bara þegar hún vill koma.“

Bar grímu í mörg ár

Kristinn segir að þessi reynsla hafi haft djúpstæð áhrif á hann, bæði til skemmri og lengri tíma. Lífið hafi vissulega haldið áfram en hann hafi mætt því með því að setja upp grímu og látið sem allt væri í lagi.

„Þegar þetta gerðist þá hrundi heimurinn alveg, en ég hélt samt einhvern veginn áfram, var í vinnunni og svoleiðis en samt aldrei almennilega til staðar. Á tímabili vildi maður ekki lifa. Það komu ekki upp sjálfsvígshugleiðingar eða slíkar langanir, einfaldlega af því að ég er svo forvitinn að vita hvað gerist næst. En það var oft sem maður hugsaði hvað það væri nú notalegt ef maður lenti í bílslysi, þá væri þetta bara búið.“ Kristinn segir að næstu árin á eftir hafi hann hrunið niður í tíma og ótíma en eftir því sem lífið vatt upp á sig hafi slíkum augnablikum fækkað. „Það bættust aðrir hlutir inn í lífið. Ég kynntist annarri konu og eignaðist með henni tvö börn, við fórum út til Danmerkur og ég fór í véltæknifræði og kláraði það.“

„En það var oft sem maður hugsaði hvað það væri nú notalegt ef maður lenti í bílslysi, þá væri þetta bara búið.“

Kristinn segir að sú bitra lífsreynsla sem hann gekk í gegnum hafi orðið honum leiðarljós í lífinu. Að líta á lífið sem eina samfellda heild en ekki röð einstakra viðburða. Öðruvísi geti maður ekki orðið sáttur við lífið.

„Ef henni hefði ekki verið rænt af mér hefði ég aldrei eignast næstu börn á eftir og aldrei farið að mennta mig. Ég hefði kannski keypt mér lottómiða og unnið milljarða í lottói, ég veit ekkert um það. En þessi farvegur sem hefur átt sér stað síðan hefði aldrei orðið. Ef ég er sáttur við lífið í dag, sem ég er, þá verð ég að vera sáttur við allt sem á undan er gengið, gott eða slæmt. Ég get ekki sagt að ég sé sáttur í dag en ósáttur við eitthvað sem er búið að gerast. Sú reikniformúla gengur ekki upp.“

Það er einmitt þannig sem Kristinn hefur tekist á við veikindi og andlát Ingveldar. „Ég hef val. Annaðhvort að vera ósáttur við næstu ár eða vera sáttur við næstu ár. Ef ég ætla að vera sáttur næstu ár verð ég að sætta mig við það sem hefur gerst. Ég gæti farið sömu leið og síðast, sett upp grímu og látið eins og allt sé í lagi en hrunið svo niður einhvers staðar. En það er bara vondur farvegur, ég er búinn að prófa það og það virkar ekki. Ég þarf að vera til staðar fyrir börnin og ég vel það.“

Bakslag eftir bata

Ingveldur greindist með illkynja æxli í brjósti haustið 2014. Hún var þá gengin fjóra mánuði á leið og var strax tekin sú ákvörðun að ganga alla leið með barnið. Brjóstið var strax tekið og svo hófst lyfjameðferð sem gert var hlé á fram að fæðingu og hófst að nýju skömmu eftir. Allt gekk að óskum, Ingveldur losnaði við meinið og var farin að vinna í að ná fullum styrk.

„Í febrúar í fyrra var hún ekki alveg eins og hún átti að sér að vera. Hún var þreyttari og fékk oftar höfuðverk. Hún talaði við krabbameinslækninn og bað um að láta skoða sig en það var ekki gert. Þetta hélt áfram og það var ekki fyrr en í júní sem við fórum niður á bráðamóttöku og neituðum að fara út nema að það væri tekin mynd.“

Kristinn annast nú fjögurra ára dóttur hans og Ingveldar, Gerði Freyju, en fyrir á hann tvö börn úr fyrra sambandi sem í dag eru 14 og 15 ára, og uppkomna dóttur. Ingveldur átti einnig fyrir son sem í dag er 11 ára.

Þá kom í ljós þriggja og hálfs sentímetra hraðvaxandi æxli í höfði Ingveldar. Þeim var tjáð að æxlið væri á góðum stað og ekki væri hætta á miklum fylgikvillum af aðgerðinni. Í henni kom hins vegar í ljós að það var komið smit í heilahimnuna og Ingveldur var því send í geislameðferð.

„Það virtist ganga mjög vel og hún var útskrifuð. Við komum heim og hófum okkar uppbyggingarfasa en hún var alltaf með einhvern doða í vinstri hönd og hægri fæti. Læknarnir sögðu að líklegast væri þessi doði tilkominn vegna aðgerðarinnar, að taugaboðin skiluðu sér ekki rétt og þetta myndi mögulega koma til baka. Nema þessi doði jókst bara. Við vorum ekki búin að vera lengi heima, kannski þrjár vikur, þegar við fórum aftur niður á bráðamóttöku og þá kom í ljós að það var komið sáldur í mænuna, krabbameinssáldur.“ Það var á þessum tíma sem þeim var gerð grein fyrir því að meinið yrði ekki læknað. Þetta væri því aðeins spurning um tíma.

Þetta var staða sem Kristinn hafði áður verið í því fjórum árum áður hafði hann fylgt móður sinni til grafar. Banamein hennar, líkt og Ingveldar, var krabbamein. „Mamma greindist 2012 og þá var meinið búið að dreifa sér. Mamma var alltaf brosandi, sama hvað gekk á, en ég man að það fékk mjög á hana þegar Ingveldur greindist. Hún fór svo 1. desember 2015. Ári áður dó frænka mín líka úr brjóstakrabbameini. Hún dó ung frá börnum og útförin var mjög erfið. Það var eftir að brjóstið var tekið af Ingveldi og hún komin í meðferðina. Þarna sá maður hvert þessi meðferð gat leitt.“

Átti ekki að fá að fara á afmælisdaginn

Síðastliðið haust var Ingveldur orðin mjög veik og dvaldi langtímum saman á sjúkrahúsi. Fyrir tilstuðlan Óskars Jóhannssonar krabbameinslæknis fékkst samþykki fyrir að flytja inn sérstakt lyf sem hafði mjög góð áhrif á Ingveldi.

„Hún var orðin þannig að hún þurfti aðstoð við allt en þegar hún fékk þetta lyf fór hún að fá kraftinn smám saman aftur. Hún gat farið í búð og í saumaklúbbinn án þess að nota hjólastól og var orðin sjálfstæð með allt sitt sem var í raun kraftaverk miðað við hvernig staðan var orðin. Þetta var mjög góður tími. En svo kom að því að lyfið hætti að virka. Óskar var búinn að segja okkur að það myndi gerast þar sem lyfið ræðst einungis gegn BRCA-sýktum frumum en hefðbundnar krabbameinsfrumur héldu áfram að fjölga sér. Þetta gerðist í mars og þá var krabbameinið komið í mænuna.“

Í byrjun apríl var staðan orðin afar slæm. Kristinn var staddur í Þýskalandi í vinnuferð þegar hann fékk símtal frá læknum og hann beðinn um að koma með fyrstu vél heim því þetta væri mögulega aðeins spurning um klukkustundir. „Á laugardeginum, á afmælisdegi dóttur okkar, 6. apríl, var hún meðvitundarlaus og svaf allan daginn. Við héldum upp á fjögurra ára afmælið niðri á spítala en Ingveldur vaknaði aldrei þann daginn. Ég hélt þá að hún væri að fara og búið var að segja okkur að það yrði ekki reynd endurlífgun á þessu stigi. Ég var samt alveg ákveðinn í að hún fengi ekki að fara á afmælisdegi dóttur okkar og var tilbúinn til að fara fram á að henni yrði haldið á lífi fram yfir miðnætti alla vega. En svo gerðist það að hún vaknaði daginn eftir og var bara öll hin hressasta.“

Dýrmæt stund á dánarbeðinum

Það kom Kristni ekki á óvart að Ingveldur skyldi hafa vaknað á þessum tímapunkti. Ekki bara hafi hún þurft að gefa stórum vinahópi sínum tækifæri til að kveðja heldur eigi margir í fjölskyldu hennar afmæli í apríl.

„Hún teygði sig fram yfir afmælisdagana í fjölskyldunni í apríl, ferminguna hjá dóttur minni og hún fór ekki fyrr en tveimur dögum eftir síðasta afmælisdag. Þekkjandi hana held ég að það hafi haft eitthvað með það að gera. Hún ætlaði ekki að fara að deyja á einhverjum afmælisdegi hjá einhverjum nánum.“

Dagana eftir að Ingveldur vaknaði tók hún á móti vinum og vandamönnum sem fengu tækifæri til að kveðja hana í hinsta sinn. „Það var alveg merkilegt að þegar gestirnir komu þá setti hún sig í einhvern hærri gír og var alveg með á nótunum. Heimsóknirnar tóku vissulega orku frá henni og hún þurfti að leggja sig á milli þeirra. En hún setti alla sína orku í að kveðja vel og almennilega.“

„Hún ætlaði ekki að fara að deyja á einhverjum afmælisdegi hjá einhverjum nánum.“

En tíminn var að renna út. Ingveldur sýndi lítil viðbrögð, hún var mikið verkjastillt og nærðist lítið. En svo gerðist nokkuð sem kom Kristni algjörlega í opna skjöldu. „Eina nóttina vaknaði hún um sexleytið. Hún var þá stödd í skemmtiferðaskipi og spurði mig hvenær við færum næst í land. Hún var eitthvað óróleg og vildi ekki sofa þannig að ég kveikti á útvarpinu og skömmu síðar byrjaði Jónas Sig að syngja lagið „Dansiði“. Þá byrjaði hún skyndilega að baða út öllum öngum og hún dansaði allt lagið þarna í rúminu. Þarna fór orkan alveg í botn en um leið og lagið kláraðist var hún alveg búin og sofnaði. Þetta var skemmtileg og dýrmæt stund.“ Örfáum dögum síðar lést Ingveldur.

Mamma er núna í hjartanu í mér

Kristinn segir að í öllu þessu hafi bæði hann og Ingveldur verið vel meðvituð um að endalokin væru óumflýjanleg. Þau hafi lagt áherslu á að gera börnunum grein fyrir því líka og alltaf talað hreint út um veikindin við börnin. „Við þá yngstu líka þótt hún hafi ekki enn fangað hugtakið dauðann. Hún fangar þetta svolítið þannig að „nú er mamma ekki lengur á sjúkrahúsinu. Núna er hún í hjartanu í mér. Hún er með hús þar.“ Svo á þetta bara eftir að þróast með hennar þroska. Hún var náttúrlega búin að upplifa það að mamma hennar hafði verið á sjúkrahúsinu í um 100 daga síðastliðna níu mánuði. Þetta var svolítið langur tími sem hún hitti alltaf mömmu sína á spítala. Það kom mér nokkuð í opna skjöldu að hún var vissulega sorgmædd en samt glöð yfir því að nú væri mamma hjá sér. Svo þegar hún er að melta þetta hugtak, dauði, þá koma spurningar eins og „við erum ekki dáin, er það?“ Það þarf bara svolítið að halda henni við efnið og tala um þetta. Að vera ekki að vernda börnin gagnvart þessu. Þetta er bara staðan og ég hef ekkert verið að segja við hana að mamma hennar sé á himnum með englum eða eitthvað svoleiðis. Hún er bara dáin og hún lifir í minningum okkar.“

„Eins og 100 kíló væru tekin af mér“

Útför Ingveldar fór fram frá Grafarvogskirkju þann 14. maí. Kristinn segir að í ágúst, þegar ljóst varð hvert stefndi, hafi þau hafist handa við að undirbúa jarðarförina. En jafnvel þótt allt hafi verið á hreinu og Kristinn vel meðvitaður um hvernig Ingveldur hafi viljað hafa útförina fann hann fyrir miklu stressi.

„Það lá svo þungt á mér að þetta yrði gert eins og hún myndi vilja hafa þetta, helst aðeins umfram það. Svo kom önnur skrítin tilfinning, þegar síðasta atriðinu í útförinni var lokið var léttirinn svo mikill, það var eins og 100 kíló væru tekin af mér. Þetta var fullkomin jarðarför, alveg eins og hún hefði viljað hafa hana og vel það. Ef það hefði ekki verið svona margt fólk þarna hefði ég hoppað upp og gargað „yes!“ Það var mjög skrítin tilfinning að vera, á þessum tíma, jafnglaður og ég var. Eftir á að hyggja getur maður hlegið að þessu, en í mómentinu var maður að hugsa að þetta væri hvorki staðurinn né stundin til að vera glaður.“

„Þetta var fullkomin jarðarför, alveg eins og hún hefði viljað hafa hana og vel það. Ef það hefði ekki verið svona margt fólk þarna hefði ég hoppað upp og gargað „yes!““

Fann sterkt fyrir henni í sveitinni

Ingveldur var fædd og uppalin á Gerðum í Gaulverjabæ og segir Kristinn að hún hafi hvergi notið sín betur en þar. Planið hafi verið að þau myndu gifta sig í Gaulverjabæjarkirkju en þess í stað hafi þau gift sig á kaffistofunni á deild 11E á Landspítalanum. „Okkur var ráðlegt að klára þetta upp á praktísk mál þannig að við giftum okkur 24. ágúst. Þetta var á föstudegi. Við töluðum við Gunnar sjúkrahúsprest og svo var náð í börnin og systur hennar Ingveldar. Þetta var mjög falleg og góð stund, en við höfðum þann fyrirvara að þegar hún væri komin með orkuna aftur ætluðum við að fara með Gunnari í Gaulverjabæjarkirkju og gifta okkur þar. En það varð því miður ekki en Gunnar kemur samt með okkur í Gaulverjabæ þegar duftkerið verður jarðsett í lítilli athöfn.“

„Ég átti svolítið erfitt með mig í gær þar sem ég horfði út um gluggann og … ég nánast sá hana.“

Kristinn var einmitt nýkominn frá Gerðum þegar viðtalið fór fram og sagðist hann hafa fundið sterkt fyrir nærveru Ingveldar þar. „Ég er ekki trúaður á þann hátt að ég haldi að það sé líf eftir dauðann eða að það séu draugar sem ganga hér um. En ég finn sterkt fyrir henni og aldrei eins og í sveitinni. Ég átti svolítið erfitt með mig í gær þar sem ég horfði út um gluggann og … ég nánast sá hana. Ég fann einhvern veginn að hún væri þarna, að fara út í fjósið. Þarna var hennar heimavöllur. Það var mjög skrítin tilfinning og ég hef aldrei upplifað þetta áður. En það var mjög gott að upplifa þetta, að finna hana.“

Ætlar að vinna í sjálfum sér

Eðli málsins samkvæmt hafa undanfarnar vikur verið annasamar hjá Kristni. Auk þess að skipuleggja útförina og ganga frá öðrum praktískum málum hefur verið gestkvæmt á heimilinu. En það er aðeins farið að hægja á og þá vill það oft gerast að sorgin hellist yfir. Kristinn segist mjög meðvitaður um þetta. „Núna hefur lífið snúist um að klára útförina og þessi praktísku mál, taka börnin úr þessu umhverfi og fara með þau til Tenerife og svo í útilegur í sumar. Ég geri alveg ráð fyrir því að það komi skellur í haust. Ég veit að það mun gerast en ég ætla þá alla vega að vera búinn að undirbúa það með því að vera kominn í rútínu með leikskólann, að þetta verði eins og smurð vél. Varðandi framhaldið þá bara er það að halda minningu Ingveldar á lofti fyrir börnunum og ekki reyna að grafa þetta niður til að einfalda lífið. Við tölum bara um þetta, grátum saman þegar þarf að gráta saman. Það er allt í lagi. Það verður erfitt að halda jólin, það verður erfiður aprílmánuður á næsta ári þegar öll barnaafmælin eru. En ég hef ekkert rosalega miklar áhyggjur af því enn þá.“

Mynd sem Aldís Pálsdóttir tók af Ingveldi árið 2015 fyrir Vikuna. Kristinn ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem vill svo til að ber upp á brúðkaupsdag hans og Ingveldar, 24. ágúst.

Í fyrsta skipti ætlar Kristinn svo að vinna skipulega í sjálfum sér. „Ég hef verið að hugsa um það að ég þurfi að finna mér nýjan takt, hvernig ég ætli að hafa hlutina. Ég er búinn að panta mér viðtalstíma hjá Ljósinu eftir að ég kem heim frá Tenerife og þá ætla ég að byrja að spá í mig. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og ég finn að það hjálpar að tala. Bara það að tala opinskátt við börnin hefur verið eins og sálfræðitími fyrir mig. Ég vorkenni stundum fólki sem slysast til að spyrja hvernig ég hafi það því ég segi það bara hreint út. Fólk verður þá bara að taka því og höndla það ef ég fer að gráta.“

Reykjavíkurmaraþonið er fram undan og svo vill til að það ber upp á brúðkaupsdaginn, 24. ágúst. Þar ætlar Kristinn að hlaupa 21 kílómetra í nafni Ljóssins. Hann viðurkennir að langhlaup séu ekki hans sterkasta hlið enda stór og mikill maður. Ástríða hans liggur í ruðningi (rugby) en Kristinn er einn af forvígismönnum íþróttarinnar hér á landi. „Ég fer bara hægt og örugglega yfir. Ég hef engar áhyggjur að komast ekki í endamarkið.“

Myndir / Hallur Karlsson

Ráðuneyti framsóknarmanna

Félagsmálaráðuneytið hefur fallið framsóknarmönnum í skaut í hvert sinn sem þeir hafa tekið þátt í ríkisstjórn frá árinu 1995. Alls hafa ráðherrar úr röðum Framsóknarflokksins stýrt ráðuneytinu í 17 ár á síðustu 23 árum.

 

Í maí síðastliðnum störfuðu 70 nefndir, stjórnir og ráð á vegum félagsmálaráðuneytisins, af þeim eru 21 skipað formönnum, án tilnefningar, sem hafa tengsl við Framsóknarflokkinn. Af þeim skipaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra níu formenn.

Forveri hans Eygló Harðardóttir, sem gegndi embætti félagsmálaráðherra á árunum 2013 til 2017, skipaði hina tólf formennina.

Frá því Ásmundur Einar tók við embættinu hefur hann jafnframt skipað formenn þriggja stjórna á vegum félagsmálaráðuneytisins með tengsl við Framsóknarflokksinn ásamt því að skipa aðstoðarmann sinn formann Tryggingastofnunar ríkisins. Þá hefur Ásmundur Einar verið gagnrýndur fyrir að skipa í þrjár stöður innan félagsmálaráðuneytisins án þess að auglýsa stöðurnar, þar á meðal stöðu ráðuneytisstjóra.

Ásmundar Einar sagði í samtali við Kjarnann að þegar um er að ræða nefndir, ráð og hópa á vegum ráðuneytisins sem taka stefnumótandi ákvarðanir sem tengjast pólitík þá séu formenn nefndanna pólitískt skipaðir. „Þegar pólitískar nefndir eru skipaðar þá er horft til þess að skipa þær pólitískt, það er ekkert óeðlilegt við það.“

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Árið 2039!

|
|

Skemmtilegar hópferðir við allra hæfi

Árshátíðarferðir og skemmtilegar hópferðir eru sérgrein ferðaskrifstofunnar Visitor.

 

Ferðaskrifstofan Visitor hefur um ellefu ára skeið skipulagt árshátíðarferðir og skemmtilegar hópferðir fyrir fyrirtæki og ýmsa hópa með góðum árangri. Nú er rétti tíminn til að skipuleggja ferðir haustsins og næsta vetrar, segir Guðrún St. Svavarsdóttir, verkefnastjóri hópadeildar Visitor, enda hefur framboð af flugsætum minnkað og þá skiptir máli fyrir hópa að huga sem fyrst að pöntunum áður en allt selst upp eða verð hækkar of mikið.

„Sérsvið okkar snýr að skipulagningu hópferða til útlanda og má þar helst nefna sérsniðnar árshátíðarferðir fyrir stór og smá fyrirtæki og einnig ferðir fyrir vinahópa, félagasamtök, saumaklúbba og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilega daga saman erlendis. Þá sjáum við um ferðina frá a-ö, allt frá því að bóka flug og gistingu, bóka ferðir til og frá flugvelli, sjá um árshátíðarkvöldverð, skemmtiatriði, veislustjóra og tónlistaratriði auk þess að bóka skoðunarferðir fyrir hópinn. Með stærri hópum fylgir starfsmaður Visitor með í ferðina til að vera hópnum innanhandar.“

Vinsælustu árshátíðarferðir síðustu ára hafa verið til Berlínar, Brighton, Dublin og Heidelberg, að sögn Guðrúnar, en einnig hafa Varsjá, Gdansk og Búdapest verið mjög vinsælir viðkomustaðir.

Enski boltinn vinsæll

Þegar kemur að enska boltanum býður Visitor upp á gott úrval fótboltaferða en þær eru alltaf jafnvinsælar, segir Guðrún. „Flestar fótboltaferðirnar eru á leiki með Manchester United, Arsenal og Liverpool. Við getum þó útvegað miða á alla leiki í ensku deildinni en við eigum miða á hvern einasta leik hjá þessum stóru liðum. Á dögunum gerði Arsenalklúbburinn á Íslandi samning við okkur um ferðir á þeirra vegum svo stuðningsmenn þeirra munu hafa gott aðgengi að ferðum á Emirates-leikvanginn á næstu leiktíð. Einnig má nefna að mörg íþróttafélög leita til okkar en þau ferðast mikið með flokkana sína í keppnis- og æfingaferðir á okkar vegum.“

Alltaf uppselt

Tónleikaferðir Visitor hafa verið vinsælar undanfarin ár og verið uppselt í þær allar, að sögn Guðrúnar. „Það eru flottar ferðir fram undan en þar má helst nefna tónleika með Cher sem verða haldnir í Berlín næsta haust. Fararstjórar þar verða engir aðrir en Friðrik Ómar og Jógvan Hansen. Mánuði síðar höldum við svo til Kaupmannahafnar að sjá Michael Bublé en það eru danshjónin Jói og Thea sem verða fararstjórar ferðarinnar.“

Í desember verður hópferð á Heimsmeistaramótið í pílukasti undir stjórn Páls Sævars Guðjónssonar en nú þegar er kominn langur biðlisti á þennan magnaða viðburð. „Svo má nefna eina spennandi nýjung hjá okkur fyrir þá sem vilja komast í sólina en samt hreyfa sig í fríinu. Um er að ræða hreyfiferð með Ólöfu Björnsdóttur til Cambrils Park í Salou á Spáni, dagana 17. -24. september.“

„Við erum á fullu þessa dagana að svara fyrirspurnum um ferðir í haust en einnig eru fyrirspurnir byrjaðar að berast vegna ferða eftir áramót og fram á vor.“

Ferðaskrifstofan Visitor var stofnuð af Þorbjörgu Sigurðardóttur, öðru nafni Obbý, en starfsfólk fyrirtækisins býr yfir 50 ára reynslu í skipulagningu á árshátíðarferðum, tónleikaferðum og íþróttaferðum. „Við erum á fullu þessa dagana að svara fyrirspurnum um ferðir í haust en einnig eru fyrirspurnir byrjaðar að berast vegna ferða eftir áramót og fram á vor.“

Frekari fyrirspurnir má senda á [email protected] og nánari upplýsingar má finna á www.visitor.is.

Studíó Birtíngur
Í samstarfi við Visitor

 

 

 

 

 

Sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum

Mynd úr safni

„Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti sýnir að STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum,” segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem skimað er fyrir þessari eiturmyndandi tegund.”

„Tilgangur skimunarinnar var að kanna stöðu sjúkdómsvaldandi örvera í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur, og fór því sýnatakan fram í verslunum,” segir í tilkynningunni. „Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna frá mars til desember 2018.”

„E. coli. STEC getur valdið alvarlegum veikindum í fólki en algeng sjúkdómseinkenni eru niðurgangur en einnig getur sjúkdómurinn leitt til nýrnaskaða.” Smit getur borist með menguðum matvælum eða vatni. Þá getur bein snerting við smituð dýr eða umhverfi mengað af saur aukið smithættu.

„Skimunin var á vegum Matvælastofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.” Þá var einnig skimað eftir salmonellu og kampýlóbakter í svína- og alifuglakjöti. Hvorugt greindist í kjöti að undanskilinni salmonellu sem fannst í einu sýni af svínakjöti. „Ljóst er að mikill árangur hefur náðst með forvörnum og eftirliti í eldi og við slátrun alifugla og svína.”

Færri Íslendingar með aðildarkort í Costco

|
|Business Insider fjallar um Þóreyju og Ómar og „Costco-barnið“ þeirra.

Um 53% landsmanna eru núna með aðildarkort í Costco. Mun fleiri voru með aðildarkort í fyrra.

 

Vinsældir bandarísku keðjunnar Costco virðast hafa farið dvínandi á Íslandi ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar MMR.

Útibú Costco var opnað hér á landi árið 2017. Þá leiddi könnun, sem gerð var í janúar árið 2018, að 71% landsmanna áttu aðildarkort í Costco. Niðurstöður nýrrar könnunar MMR, sem gerð var í maí á þessu ári, leiddi þá í ljós að núna eiga mun færri Íslendingar kort í Costco, eða um 53% landsmanna.

„Er nú rúmlega helmingur (53%) Íslendinga með virkt aðildarkort í Costco samanborið við 71% landsmanna í upphafi árs 2018. Á sama tíma og þeim hefur fækkað sem eru með virkt Costco aðildarkort hefur hlutfalli þeirra sem hyggjast endurnýja kortið aukist. Hyggjast nú 78% þeirra sem hafa virkt aðildarkort endurnýja kortið þegar þar að kemur samanborið við 60% í janúar 2018,“ segir meðal annars á vef MMR.

Könnunin leiddi einnig í ljós að nokkur munur var á Costco aðild eftir stjórnmálaviðhorfum. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist hvað líklegast til að vera með Costco aðildarkort.

Formannskjör Íhaldsflokksins – Boris Johnson með flest atkvæði eftir fyrstu umferð

Mynd: Annika Haas

Fyrsta umferð í kosningu Íhaldsflokksins í Bretlandi um nýjan formann er lokið. Boris Johnson var með langflest atkvæði. Þá standa sjö frambjóðendur af tíu eftir, að honum meðtöldum.

RÚV greinir frá. Boris fékk 114 atkvæði frá þingmönnum Íhaldsflokksins. Jeremy Hunt, sem var með næst flest atkvæði, fékk 43. Þá var Michael Gove með 37 atkvæði. Þrír frambjóðendur sem helltust úr lestinni fengu færri en sauján atkvæði. Þeir koma því sjálfkrafa ekki lengur til greina. Það eru þau Mark Harper, Andrea Leadsom og Esther McVey. Leadson og McVey voru einu konurnar í framboði.

Í næstu viku verður kosið á milli þeirra sjö sem eftir eru. Þá verða nokkrar umferðir þar til tveir frambjóðendur standa eftir. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 18-20. Júní og mun niðurstaða liggja fyrir 22. júní. Theresa May sem steig til hliðar sem formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands 7. júní síðast liðinn. Þá er nýr formaður flokksins líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra.

Ásmundur Einar: Ekkert óeðlilegt við það að skipa nefndir pólitískt

Framsóknarflokkurinn hefur stýrt félagsmálaráðuneytinu í 17 ár, frá árinu 1997. Fjölmargir aðilar tengdir flokknum gegna trúnaðarstörfum fyrir ráðuneytið.

Í samtali við Kjarnann segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra að þegar um er að ræða nefndir, ráð og hópa á vegum ráðuneytisins sem taka stefnumótandi ákvarðanir sem tengjast pólitík þá séu formenn nefndanna pólitískt skipaðir. „Þegar pólitískar nefndir eru skipaðar þá er horft til þess að skipa þær pólitískt, það er ekkert óeðlilegt við það,“ segir Ásmundur Einar.

Hann segir aftur á móti að þegar um er að ræða nefndir sem ekki marka pólitíska stefnu þá séu þær yfirleitt skipaðar embættismönnum. Aðspurður segist hann þó ekki vita í fljótu bragði hversu margar nefndir af þeim 70 sem eru á vegum ráðuneytisins séu svokallaðar pólitískar nefndir en sagði jafnframt að hægt væri að fara yfir það ef þess væri óskað.

Stefna að auknu gagnsæi í allri stjórnsýslunni
Í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að í nýrri ríkisstjórn munu flokkar sem spanna „hið pólitíska litróf allt frá vinstri til hægri“ freista þess að slá nýjan tón, einhenda sér í þau lykilverkefni sem koma Íslandi í fremstu röð og búa þannig um hnútana að hér verði gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna.

„Óvenjulegar aðstæður kalla á breytt vinnubrögð, opnari stjórnsýslu, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með markvissum hætti og auka áhrif þess,“ segir í sáttmálanum.

Enn fremur er tekið fram að stefna þurfi að stöðugleika til lengri tíma og auka gagnsæi í athafnalífi og allri stjórnsýslu til að efla traust almennings á rekstri fyrirtækja, fjármálalífi, stjórnmálum og stofnunum samfélagsins. „Frá efnahagshruninu hefur náðst margvíslegur árangur en enn skortir á þá félagslegu sátt sem þjóðin hefur lengi kallað eftir. Að henni þarf að vinna.“

Í nýlegri könnun MMR frá 3. maí 2019 um hvað veldur landsmönnum mestum áhyggjum kom fram að líkt og síðustu þrjú ár voru það spilling í fjármálum og/eða stjórnmálum sem reyndist vera eitt af helstu áhyggjuvöldum þjóðarinnar. Alls svöruðu 44 prósent landsmanna að spilling í fjármálum og/eða stjórnmálum valdi þeim mestum áhyggjum í síðustu könnun.

Fleiri í vanda vegna smá- og skyndilána

Stór hluti skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara (UMS) á í greiðsluvanda vegna skyndi- og smálána.

Í maí sl. bárust embætti Umboðsmanns skuldara (UMS) alls 90 umsóknir um úrræði vegna fjárhagsvanda. Þar af eru 38 umsóknir um greiðsluaðlögun, 35 umsóknir um ráðgjöf og 17 umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það sem af er ári eru umsóknirnar orðnar 545 samkvæmt minnisblaði embættisins frá 1. júní.  Samkvæmt upplýsingum sem Mannlífi bárust frá UMS er stór hluti skjólstæðinga í greiðsluvanda, vegna skyndi- og smálána almennt en tekið var fram að ekki væri búið að greina hversu mörg þeirra lána beri ólögmæta vexti.

Skyndilán eða svokölluð „kaupa núna, borga seinna“ greiðsluleið er þjónusta sem hefur færst mjög í vöxt undanfarin ár en UMS skilgreinir lán sem hægt er að taka á Netinu eða í appi í símanum á skjótan hátt sem skyndilán. Embættið bendir á að oft sé þessi þjónusta auglýst sem kostnaðarlaus fyrir viðskiptavini eða vaxtalaus en að skilmálar séu ólíkir eftir þjónustuaðilum. Kostnaður geti hins vegar hlaðist upp geti viðskiptavinur ekki greitt á umsömdum tíma. Einstaklingar sem leitað hafa eftir aðstoð hafa margir hverjir verið komnir í alvarlegan vanda á mjög stuttum tíma.

Eitt af hlutverkum Umboðsmanns skuldara er að gæta hagsmuna skuldara þegar við á og taka við erindum og ábendingum skuldara um ágalla á lánastarfsemi og senda áfram til viðeigandi eftirlitsstjórnvalds. Frá 1. ágúst 2010 hefur Umboðsmanni skuldara borist 3.880 erindi, þar af voru fjögur erindi stofnuð í maí á þessu ári.

 

Fjölbreyttur hópur fólks skemmtir brúðkaupsgestum Gylfa og Alexöndru

Gylfi Sigurðsson og Helga Alexandra gifta sig við Como-vatn á Ítalíu.

 

Vinir og vandamenn knattspyrnumannsins Gylfa Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur eru staddir við Como-vatn á Ítalíu til að sjá parið ganga í það heilaga. Veislan er hin glæsilegasta og fjölbreyttur hópur hæfileikfólks heldur uppi stuðinu og skemmtir brúðkaupsgestum

Tónlistarkonan Bríet söng til að mynda fyrir gesti fyrr í dag.

Veislustjórn er í höndum bræðranna Friðrik Dórs og Jóns Jónssonar.

Sólmi Hólm var þá með uppistand í kvöld og Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, tók svo lagið.

Ein aðalstjarnan er þó hringberinn í brúðkaupinu, hundur þeirra Gylfa og Alexöndru sem heitir Koby. Gestir brúðkaupsins keppast við að fá mynd af sér með honum.

Hundurinn Koby slær í gegn í brúðkaupai Gylfa og Alexöndru.

Sá ekki dóttur sína í átta ár

Kristinn Þór Sigurjónsson. Mynd/Hallur Karlsson

Í nýjasta tölublaði Mannlífs ræðir Kristinn Þór Sigurjónsson um andlát eiginkonu sinnar, Ingveldar Geirsdóttur, sem lést úr krabbameini í apríl. Í viðtalinu talar Kristinn einnig um erfiða forræðisdeilu sem hann stóð í þar sem hann sá ekki dóttur sína í átta ár.

Hér að neðan er brot úr viðtalinu.

Eftir allt sem á undan er gengið leggur Kristinn áherslu á tvennt, að vera sáttur við lífið og að vera til staðar fyrir börnin. „Að koma í veg fyrir algjört hrun, því ég hef gert það áður,“ segir Kristinn og vísar þar í mál sem hann hefur aldrei áður viljað tala opinskátt um. Árið 1991 eignaðist Kristinn dóttur, Steinunni Helgu, með þáverandi sambýliskonu sinni. Þau slitu samvistum og þremur árum síðar flutti barnsmóðir hans til Bandaríkjanna en Steinunn varð eftir hjá honum á Íslandi. Árið 1997 var gerð dómsátt um að Kristinn fengi fullt forræði en að Steinunn væri hjá móður sinnni í Bandaríkjunum yfir sumartímann. Það gekk eftir fyrstu árin en í ágúst 2000 fór af stað atburðarás sem leiddi til þess að hann fékk ekki að sjá dóttur sína í átta ár.

„Á föstudagskvöldinu áður en ég ætlaði að sækja hana út á Keflavíkurflugvöll hringdi mamma hennar í mig og sagði að hún kæmi ekki aftur. Ég var alltaf viss um að þetta myndi gerast á einhverjum tímapunkti en þarna fór ég í algjöra afneitun. Ég var staddur í sumarbústað á Búðum á Snæfellsnesi og ég brunaði af stað til Keflavíkur og ætlaði að sækja hana út á flugvöll. Ég var þar í 6-7 tíma, bara að bíða eftir að hún kæmi út um hliðið. Ég fór bara í mók.“ Kristinn stóð uppi algjörlega bjargarlaus. Þetta var fyrir tíma samskiptamiðla og í árdaga Internetsins þar sem upplýsingar voru af skornum skammti og allar samskiptaleiðir mun hægari en í dag. „Ég hringdi í sýslumann og þar var bara spurt hvort hún hefði það ekki fínt hjá mömmu sinni. Ég hringdi út um allt – í lögfræðinga, þingmenn, sendiherrann í Bandaríkjunum. Þessi vetur fór í algjört mók hjá mér og ég man satt best að segja ekkert eftir honum. Heimurinn bara hrundi.“

Þessi vetur fór í algjört mók hjá mér og ég man satt best að segja ekkert eftir honum. Heimurinn bara hrundi.

Úr varð að Kristinn fór til Bandaríkjanna þar sem hann fékk að hitta dóttur sína á hótelherbergi undir eftirliti. Hann talaði við lögfræðing sem útskýrði fyrir honum að hann væri í afar þröngri stöðu. „Bandaríkin viðurkenndu ekki Haag-sáttmálann og Texas [þar sem barnsmóðir Kristins bjó] alls ekki. Hún sagði að ef ég færi með málið í gegnum dómskerfið í Bandaríkjunum myndi ég líklega vinna það en til þess þyrfti ég að vera í dómsal í átta ár. Þá yrði hún orðin 18 ára. Þannig að ég gerði samkomulag um að snúa þessu við, að hún myndi búa í Bandaríkjunum og koma til mín á sumrin.“

Úr varð að Steinunn kom til Íslands vorið 2001 en Kristinn segir að andlegt ástand hans hafi verið þannig að hann muni lítið eftir þessum tíma. „Ég man ekki eftir þessu sumari nema á myndum og af þeim að dæma var þetta ágætis sumar. Eftir þetta sumar fékk hún ekki að koma aftur og hún kom ekkert aftur fyrr en 2009 þegar hún var orðin 18 ára og ákvað að koma sjálf. Ég heyrði eða sá lítið af henni í átta ár. Síðan hefur hún komið í heimsóknir og hún bjó hérna hjá okkur einn vetur í hitteðfyrra, hún og afastrákurinn Alan. Það var mjög góður tími. Hún er náttúrlega fullorðin kona núna og kemur bara þegar hún vill koma.“

Allt viðtalið má lesa hér.

Rokkveisla á Hard Rock

Foreign Monkeys, KUL og Blóðmör halda sameiginlega tónleika á Hard Rock í kvöld, laugardagskvöldið 15. júní klukkan 22.

Lofað er kraftmiklum tónleikum og því ljóst að rokkið lifir góðu lífi á Íslandi. Miða er hægt að nálgast á Tix.is. Húsið verður opnað klukkan 21.

Kóróna sköpunarverksins

Sá frasi að samfélag okkar stjórnist af kristnu siðferði heyrist reglulega. Iðulega í tengslum við innflytjendur sem aðhyllast önnur trúarbrögð og þegar menn slengja þessu fram er gjarnan bætt við að þessi eða hinn hópurinn ætti nú að laga sig að okkar siðum.

Því í hugum ansi margra er kristna siðferðið ofar og æðri allri annarri siðmennt mannsins. Þetta er svolítið undarlegt í ljósi þess að í grunninn snúast öll trúarbrögð um að leggja mönnum í hendur lykla til að lifa góðu og gefandi lífi í sátt við aðra. Í Biblíunni er sagt að maðurinn sé skapaður í mynd guðs. Sumir hafa viljað túlka þetta sem svo að hann sé þar með kóróna sköpunarverksins en í því hefur mér fundist felast nokkur hroki.

Guð leit yfir sköpun sína, dýrin, jurtirnar og allt annað á jörðu niðri og sá að það var gott. Hann hafði einnig fyrir því að bjarga dýrunum um borð í Örkina áður en hann sendi flóðið yfir Nóa og meðbræður hans. Bendir það ekki til þess að hann meti dýrin til jafns við mennina? Þrátt fyrir þessar og fleiri augljósar vísbendingar telja sumir menn sig svo hafna yfir dýrin að þeir megi beita þau miskunnarlausum níðingsskap.

Í hvert sinn sem ég verð vitni að slíku fyllist ég yfirgengilegri óbeit og sárum vanmætti. Að hluta til er ég alin upp á sveitabæ og þar varð ég aldrei vitni að hrottaskap gagnvart skepnum. Bændurnir báru virðingu fyrir bústofninum og leituðust við að sinna honum af kostgæfni. Í fjörutíu ár hef ég verið í sambúð með veiðimanni, sá er jafnvígur á troll, flugustöng og byssu og leggur sig alla tíð fram um að aflífa dýr á eins skjótvirkan og mannúðlegan hátt og hægt er. Hann og félagar hans hafa lagt á sig ómælt erfiði við að leita upp fugla sem þeir óttuðust að hafa sært til að forða þeim frá sárauka.

Og hópur fólks óttast áhrif íslamstrúar á menningu hér á landi. Þeim má benda á að í Kóraninum eru dýrin sögð innblásin af anda guðs og manninum leyft að nýta þau aðeins ef hann komi fram við þau af mannúð og miskunnsemi.

Að mínu mati ber það vott um sterka siðferðiskennd, ekki endilega kristna því í mörgum öðrum trúarbrögðum er lögð meiri áhersla á virðingu fyrir dýrum. Hindúatrú er gott dæmi um það. Einmitt af þessum ástæðum hefur leitað sterkt á mig að undanförnu spurningin um hvaða siðferðiskenningar hinn dæmigerði Íslendingur aðhyllist. Hér er fiskimannasamfélag og menn háðir björginni úr sjónum, samt hika þeir ekki við að henda gríðarlega miklum afla í sjóinn til að fá verðmætari samsetningu. Nýlegt myndband sýndi líka skipverja á Bíldsey skera sporð af hákarli og sleppa. Og hópur fólks óttast áhrif íslamstrúar á menningu hér á landi. Þeim má benda á að í Kóraninum eru dýrin sögð innblásin af anda guðs og manninum leyft að nýta þau aðeins ef hann komi fram við þau af mannúð og miskunnsemi.

„Algjörlega óskiljanlegt“

Mynd/Pixabay

Neytendasamtökin fá tugi mála á borð til sín vikulega vegna smálánafyrirtækja þar sem Almenn innheimta sér um innheimtu. Vaxtakostnaður lánanna er ekki í samræmi við íslensk lög og innheimtufyrirtækið hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Neytendasamtakanna.

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir í samtali við Mannlíf að smálánafyrirtækin skýli sér á bak við erlenda starfsemi í Danmörku en það breyti engu í lagalegu tilliti. „Við höfum sent fyrirspurnir á eftirlitsstofnanir í Danmörku og á þeim svörum sem við höfum fengið má skilja að þær telji að málin heyri ekki undir sig,“ útskýrir hún. Í skýrslu sem starfshópur á vegum Atvinnuvegaráðuneytisins skilaði af sér í febrúar kemur skýrt fram að þeim sem lána í íslenskum krónum til íslenskra lántaka beri að lúta íslenskum lögum.

Brynhildur segir að það sé vissulega jákvætt að hér á landi sé lögbundið hámark á vexti ólíkt Danmörku þar sem svo er ekki. Það þurfi hins vegar að vera hægt að framfylgja þessum lögum. „Okkur finnst þessi ólögmæta starfsemi hafa fengið að viðgangast allt of lengi Þessum mikilvægu lögum verður að vera hægt að framfylgja en reynslan sýnir okkur að það er ekki raunin. Þrátt fyrir ótal úrskurði eftirlitsstofnana og niðurstöðu dómstóla um ólögmæti lánanna heldur starfsemin bara áfram. Það er óásættanlegt. Neytendur eiga að geta treyst því að ólögmæt starfsemi á neytendamarkaði sé stöðvuð og stjórnvöld hverju sinni verða að tryggja að það sé gert.

Við sjáum alveg ömurleg mál þar sem fólk í viðkvæmri stöðu tekur smálán í örvæntingu. Oft er um að ræða ungt fólk, fólk sem er á leigumarkaði, hefur misst vinnuna eða er á örorkubótum.

Brynhildur segir aðspurð að á borð samtakanna komi hræðileg mál þar sem smálánin spili stórt hlutverk. „Við sjáum alveg ömurleg mál þar sem fólk í viðkvæmri stöðu tekur smálán í örvæntingu. Oft er um að ræða ungt fólk, fólk sem er á leigumarkaði, hefur misst vinnuna eða er á örorkubótum. Lántakan vindur upp á sig þegar fólk þarf jafnvel að taka annað lán til að borga af fyrri lánum því vaxtakostnaður er náttúrlega í veldisvexti. Þannig að við fáum erfið mál sem við tökum inn á okkur og við erum hreinlega að verða brjáluð á að horfa upp á framgöngu þessara fyrirtækja og innheimtuaðilans sem komast upp með þetta.“

Þá bendir hún á að samtökin hafi sérstaklega skoðað hvort heimilt sé taka út af reikningnum eða kortum lántakenda fyrir skuldinni en hingað til hafi svör verið óljós og hver vísað á annan. „Þessi skuldfærslumál eru bara enn einn angi smálánafargansins. Fólk hefur lent í því að um leið og það fær útborgað eru launin skuldfærð. Í einu dæmi sem við vitum um átti viðkomandi ekki fyrir leigunni. Við eigum enn eftir að sjá að fyrir þessum skuldfærslum sé skýr skuldfærsluheimild. Við höfum auk þess kallað eftir því að Fjármálaeftirlitið skoði þessar skuldfærslur.“

Að sama skapi er erfitt að fá sundurliðaðar upplýsingar um skuldina þegar hún er komin í innheimtu, hver sé upphaflega skuldin, hvað sé búið að greiða inn á hana og svo framvegis. Þá er ólöglegi vaxtakostnaðurinn gjarnan innifalinn í höfuðstóli.

Er viljandi verið að gera ferlið eins óskýrt og mögulegt er fyrir lántakandann?

„Já, það er tilfinningin. En ég veit s.s. ekki hvar í ferlinu smálánafyrirtækin enda og hvar Almenn innheimta tekur við en innheimtufyrirtækið vísar flestum fyrirspurnum á smálánafyrirtækið sem er komið með danskt netfang. Þetta er algjörlega óskiljanlegt, að fyrirtæki sem er með ólöglega vöru á íslenskum neytendamarkaði fái að halda úti starfsemi eins og ekkert sé,“ segir Brynhildur og bætir við að vissulega hafi þó eitthvað verið gert. „Neytendastofa hefur úrskurðað um ólögmætan vaxtakostnað og lagt dagsektir á fyrirtækin. Tvö dómsmál hafa staðfest þá niðurstöðu en nú hafa smálánafyrirtækin áfrýjað seinna málinu, líklega til að kaupa sér tíma.“

Sheryl Crow kom til bjargar í sambandsslitum

Tónlistarmaðurinn Daníel Oliver segist hlusta mest á popp. Annars sé hann hann algjör alæta á tónlist og hlusti á allt frá Bítlunum til Britney Spears. En með hverju mælir hann um helgar?

 

Föstudagur

„Prefab Sproud er bresk hljómsveit sem foreldrar mínir hlustuðu mikið á þegar ég var yngri. From Langley Park To Memphis er líklega þekktasta platan þeirra og alveg frábær föstudagsplata. Hún inniheldur hverja perluna á eftir annarri, frábær lög eins og The King of Rock and Roll og Hey Manhattan!, en uppáhaldslagið mitt er Cars and Girls sem er líklega það lag sem situr mest í æskuminningunum.

Þótt platan sé mjög 80’s, þá er það ekki á svona klisjukenndan hátt. Lagasmíðarnar hafa elst rosalega vel og það er enn gaman að setjast niður á góðu kvöldi og leyfa allri plötunni að renna í gegn. Maður verður ekki leiður á henni.“

Laugardagur

„Laugardagsplatan mín, The Billie Eilish Experience kom út fyrir skemmstu og er framsækin plata en höfundurinn Billie Eilish er bandarísk stúlka og aðeins 17 ára. Platan er, eftir því sem ég best veit, hennar fyrsta og frábær poppplata í dekkri kantinum. Þungur bassinn leikur stórt hlutverk á allri plötunni en Billie semur lögin sjálf og bróðir hennar útsetur þau.

Flest lögin eru frábær, sérstaklega My strange addiction, Bury a friend og You should see me in a crown og yfirveguð og áreynslulaus rödd Eilish gerir plötuna að meistaraverki. Maður fyllist vissu kærusleysi gagnvart lífinu við hlustunina.“

https://www.youtube.com/watch?v=9oNhOZ51TgA

Sunnudagur

„Tuesday Night Music Club með Sheryl Crow er tilvalin á sunnudegi, en hún kom út árið 1993. Ég spilaði þessa plötu í döðlur þegar ég gekk í gegnum sambandsslit en eftir að dramað var búið þá varð þetta ágætis sunnudagsplata. Þarna eru lög sem margir ættu að kannast við, eins og Leaving Las Vegas, Strong Enough og All I wanna do. Léttur kántrífílingur með góðum gítarsólóum og hnyttnum textum. Frábær blanda.“

„Þetta er frekar persónuleg plata“

Hljómsveitin Vök sendi frá sér fyrr á þessu ári plötuna In the Dark en þetta er önnur plata hennar. Platan er nokkuð frábrugðin fyrri plötu sveitarinnar, Figure, sem er meira „mellow electropop“. Albumm hitti á Margréti Rán, söngkonu Vakar, og byrjaði að spyrja hana hvernig það kom til að gera seinni plötuna meira dúndrandi poppsmell.

 

„Mér finnst ótrúlega mikilvægt að fylgja sinni líðan þegar kemur að því að skapa. Þegar við byrjuðum að safna saman demóum og fórum með þau í stúdíóið, mynduðu þau svona ákveðna heild og voru í rauninni bunki af popplögum,“ útskýrir hún, en bætir svo við að þótt hún hafi verið skíthrædd við þetta þá hafi hún svo hugsað með sér að hún væri búin að semja þetta – þetta væri bara annað tímabil hjá bandinu.

„Þannig að það er aldrei að vita hvað kemur næst. Við vorum búin að gera þessar draumkenndu elektrónísku plötur áður, þannig að þetta skref meikar alveg 100% sens,“ segir hún sátt við útkomuna.

Tilfinningar sem þurfti að tjá

Textarnir á plötunni eru um persónulega hluti sem Margrét gekk í gegnum þegar platan var unnin. „Þetta eru tilfinningar sem maður þurfti að losa sig við út í kosmósinn og hlutir sem við Einar þurftum að tjá okkur um,“ segir hún en Einar sem er trommari sveitarinnar vann textana með henni. Þau sátu yfirleitt í stúdíóinu og töluðu um tilfinningar og skrifuðu.

„Eins og Spend the love er um neytandann og að þurfa alltaf að eignast hluti frekar en dreifa ástinni. Fantasía er um samfélagsmiðlanna og fullkomnu ímyndina sem maður fær bara að sjá,“ útskýrir hún.

Um mánuði eftir að platan kom út var pakkað niður í töskur og túr hófst um Evrópu sem Margrét segir að hafi verið sá erfiðasti hingað til, en hljómsveitin hefur túrað mikið um heiminn.

„Það gekk í rauninni mjög vel en þessi túr var með þeim erfiðari sem við höfum farið því hann var svo þétt setinn. Við spiluðum nánast „non stop“ í þrjár vikur og það tók á taugarnar hjá fólki. En öllum heilsaðist vel, við fengum rosalega góð viðbrögð frá fólki og við skiluðum okkar sýningu vel,“ segir hún.

Spurð hvaða borg hafi staðið upp úr segir hún að Berlín hafi verið eftirminnilegust. „Ég elska Berlín. Við komum í sól og 18 stiga hita og náðum að eiga yndislegan dag þar og njóta þess að vera mannleg,“ segir hún og hlær. „Brighton var líka æði, svo mikil hippastemning þar.“

Pródúserer aðra

Spurð hver munurinn sé að spila á Íslandi og úti í heimi, segir hún að einhvern veginn sé hún meðvitaðri um sjálfan sig hérna heima því það klikki yfirleitt ekki að þú þekkir nokkur andlit sem eru að horfa á þig.

Hvað er svo fram undan? „Semja meiri tónlist, ferðast um Ísland og njóta sumarsins, svo spilum við nokkur gigg hérna heima á næstuni,“ segir hún og bætir við að hún sé líka að pródúsera nokkra tónlistarmenn. „Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Sigga Ella

Fáum hefur tekist að snúa almenningsálitinu sér í vil á jafnskömmum tíma

Eric Hamrén átti góða viku.

Í hverri viku velur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góðu gengi að fagna í vikunni og hina sem hafa átt betri vikur. Í þessari viku er það Eric Hamrén, landsliðsþjálfari í knattspyrnu sem fyllir fyrrnefnda dálkinn en Stefán Pálsson sagnfræðingur fær hinn síður eftirsótta.

 

Góð vika: Eric Hamrén, landsliðsþjálfari í knattspyrnu

Svíinn geðþekki fór brösuglega af stað með gulldrengi íslensku þjóðarinnar. Liðið virkaði þungt og áhugalítið í fyrstu leikjunum og þrátt fyrir sigur gegn Andorra í fyrsta leik undankeppni EM fjölgaði stöðugt í hópi efasemdarmanna. Staðan var orðin þannig að ef leikirnir gegn Albaníu og Tyrklandi hefðu tapast væri honum varla stætt í starfi lengur.

En Hamrén galdraði fram magnaða frammistöðu í þessum leikjum og Hamrén-vagninn er óðum að fyllast. Leitun er að manni sem hefur tekist að snúa almenningsálitinu sér í vil á jafnskömmum tíma. Kemur aðeins Ólafur Ragnar Grímsson eftir Icesave-málið upp í hugann.

Slæm vika: Stefán Pálsson sagnfræðingur

Síðustu dagar búnir að vera þjóðinni afar hagfelldir og kandídatarnir fáir. Sigurvíman er enn að renna af landanum eftir sigurinn gegn Tyrkjum og sólin skín sem aldrei fyrr. Nokkrir íþróttafréttamenn fengu að kenna á reiðum Tyrkjum á samfélagsmiðlum en þeir fengu þó að eiga síðasta hláturinn.

Af einskærri meinfýsni útnefnum við hins vegar Stefán Pálsson, helsta talsmann hernaðarandstæðinga og VG-liða. Opinber heimsókn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, ein og sér var vafalaust þyrnir í augum Stefáns en að hafa þurft að horfa upp á formann VG taka á móti honum með virktum hlýtur að hafa sviðið.

Andy Svarthol og Skoffín á KEX í kvöld

Hljómsveitirnar Andy Svarthol og Skoffín munu leiða saman hesta sína á KEX Hostel í dag, föstudaginn 14. júní.

Báðar sveitir sendu nýverið frá sér plötur. Andy Svarthol gaf út plötuna Mörur en tónlist sveitarinnar einkennist af metnaðarfullum lagasmíðum, kaotískum útsetningum og samsöng bræðranna.

Skoffín, sem spilar hressilegt rokk og ról með vissum skírskotunum í pönk og síðpönk, sendi frá sér Skoffín bjargar heiminum.

Tónleikarnir hefjast upp úr 20.30. Enginn aðgangseyrir.

Trassaskapur en ekki fjárdráttur

|
|Ingimar Ingason

Reglulega koma upp tilvik þar sem sjálfstætt starfandi lögmenn trassa að veita upplýsingar um stöðu fjárvörslureikninga í þeirra umsjá. Slíkt getur kostað lögmenn tímabundna niðurfellingu málflutningsréttinda og í alvarlegustu tilfellum sviptingu lögmannsréttinda.

 

Fjárvörslureiknginum er ætlað að varðveita fjármuni skjólstæðinga lögmanna og um þá gilda sérstakar reglur. Innistæður á þessum reikningum eru til að mynda ekki aðfararhæfar, þannig að ef lögmannsstofa verður gjaldþrota er ekki hægt að ganga að þeim fjármunum sem þar liggja.

Markmiðið er að vernda fjármuni skjólstæðinga og tryggja að þeir blandist ekki fjármunum í rekstri lögmannsstofa. Allur gangur er á því hversu miklir fjármunir renna í gegnum þessa reikninga. Hjá sumum lögmönnum er um umtalsverðar upphæðir að ræða á meðan aðrir nota þá lítið sem ekkert. Þessir reikningar eru til dæmis notaðir þegar skjólstæðingar fá greiddar tryggingabætur, við uppgjör á dánarbúum eða við kaup eða yfirtöku á fyrirtækjum eða fasteignum.

Strangt eftirlit er með þessum reikningum og er það í höndum Lögmannafélags Íslands. Sjálfstætt starfandi lögmönnum er skylt að senda félaginu fjárvörsluyfirlýsingu fyrir 1. október hvers árs auk þess sem Lögmannafélagið getur falið trúnaðarendurskoðanda félagsins að kalla eftir upplýsingum frá fjármálastofnunum um meðhöndlun reikinganna.

Í nýjasta tölublaði Lögmannablaðsins er vakin athygli á því að töluverður misbrestur er á því að lögmenn skili inn fjárvörsluyfirlýsingum innan lögbundins frests. Samkvæmt upplýsingum frá Lögmannafélagi Íslands var stjórn félagsins tilneydd til að krefjast niðurfellingar málflutningsréttinda fimm lögmanna vegna vanrækslu þeirra á skilum yfirlýsingar innan þeirra tímamarka sem ákveðin eru í lögum um lögmenn.

Af þeim skiluðu þó þrír lögmenn inn fullnægjandi yfirlýsingu undir rekstri málanna fyrir embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra og kom því aðeins til niðurfellingar málflutningsréttinda tveggja lögmanna.

14 kærur í fyrra

Í framhaldi af þessari niðurstöðu lagði stjórn Lögmannafélagsins fram kærur á hendur 14 lögmönnum til úrskurðarnefndar lögmanna. Í mars síðastliðnum kvað úrskurðarnefndin upp úrskurði í þessum málum, þar sem þremur lögmönnum var veitt áminning vegna vanrækslu á skilum yfirlýsingar og fyrir að bregðast ekki við erindi nefndarinnar, auk þess sem fundið var að störfum 11 lögmanna fyrir að skila félaginu ekki fjárvörsluyfirlýsingu innan lögboðins frests.

Eitt tilvik er metið sérstaklega alvarlegt en í úrskurðarorði segir að viðkomandi lögmaður hafi „sýnt af sér hegðun sem telja verður verulega ámælisverða auk þess sem hún er með öllu ósamboðin lögmannastéttinni.“

Úrskurðarnefndinni þóttu brot lögmannsins svo stórfelld að hún lét sér ekki nægja að veita áminningu heldur mun hún taka til skoðunar hvort lagt verði til við sýslumann að viðkomandi lögmaður verði sviptur lögmannsréttindum.

Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélagsins.

Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélagsins, segir að í flestum tilfellum sé um trassaskap lögmanna að ræða. Árlega sé á þriðja tug mála vísað til embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur með leyfismál lögmanna að gera en fæstum þessara mála ljúki þó með niðurfellingu málflutningsréttinda, þótt slíkt gerist reglulega.

„Oftast eru gerðar úrbætur undir rekstri málanna. Gríðarlegt aðhald felst hins vegar í eftirliti félagsins gagnvart lögmönnum enda eru starfsréttindi og eftir atvikum lífsviðurværi þeirra undir.“

„Gríðarlegt aðhald felst hins vegar í eftirliti félagsins gagnvart lögmönnum enda eru starfsréttindi og eftir atvikum lífsviðurværi þeirra undir.“

Aðspurður hvort í alvarlegustu tilvikunum leiki grunur á að viðkomandi lögmenn hafi ráðstafað fjármunum í eigin þágu segir Ingimar svo ekki vera. Rekur hann minni til þess að eitt slíkt mál hafi komið upp fyrir rúmum áratug. Var viðkomandi lögmaður dæmdur fyrir fjárdrátt og hann sviptur lögmannsréttindum sem hann hefur ekki fengið útgefin að nýju.

Pétur Eggerts leiðir saman fólk og hluti

Í Mengi í kvöld, föstudaginn 14. júní, leiðir Pétur Eggertsson saman allskonar fólk og gefur sýnishorn af verkum sem voru samin á síðustu misserum.

„Verkin eru mennskar raflagnir og forritaðar hljóðhreyfingar. Flytjendur umbreytast í rafala og framleiða hljóð eða önnur efni sem ferðast um margvídda leiðslur. Teikningar, skór og Youtube myndbönd eru flytjendur og hljóðfæri í bland við önnur efni rýmisins.“

Húsið verður opnað klukkan 20.30. Miðaverð er 2.000 krónur.

„Hún lifir í minningum okkar“

||||||
|Kristinn Þór Sigurjónsson ekill krabbamein sérfræðingur í viðskiptagreind|Kristinn Þór Sigurjónsson ekill krabbamein sérfræðingur í viðskiptagreind|Kristinn Þór Sigurjónsson ekill krabbamein sérfræðingur í viðskiptagreind||Kristinn Þór Sigurjónsson. Mynd/Hallur Karlsson|Mynd sem Aldís Pálsdóttir tók af Ingveldi árið 2015 fyrir Vikuna. Kristinn ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem vill svo til að ber upp á brúðkaupsdag hans og Ingveldar

Til að vera sáttur við lífið þarf að sættast við allt sem á undan er gengið, gott eða slæmt, segir Kristinn Þór Sigurjónsson sem nýverið missti eiginkonu sína úr krabbameini. Áralöng forræðisdeila hjálpaði honum að komast í gegnum erfiðustu tímana og undirbúa hann fyrir enn eina áskorunina, að vera ekkill og fjögurra barna faðir.

 

Eiginkona Kristins, Ingveldur Geirsdóttir, lést þann 26. apríl síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein, einungis 41 árs gömul. Hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2014, þá ófrísk að þeirra fyrsta barni en fyrir átti Ingveldur sex ára dreng og Kristinn þrjú börn, eina uppkomna dóttur og tvö börn, níu og tíu ára.

Afstaða og viðhorf Ingveldar til sjúkdómsins vakti víða aðdáun. Hún talaði opinskátt og hispurslaust um sjúkdóminn og mynd sem birtist af henni á forsíðu Sunnudagsmoggans, þar sem hún stóð ber að ofan með myndarlega kúlu og krúnurakað hár, vakti mikla athygli.

Tveimur vikum eftir útför Ingveldar, sem fór fram þann 14. maí, sest Kristinn niður með blaðamanni á heimili þeirra. Rétt eins og Ingveldur, talar hann hreint út og opinskátt, án þess að beygja af.

Eftir marga erfiða daga og nætur á sjúkrahúsi og tilstand við að skipuleggja útförina er lífið smám saman að komast í eðlilegt horf. Hann er búinn að koma börnunum í skóla og leikskóla og fram undan eru fundir í vinnunni. Aðeins á eftir að jarðsetja duftkerið og svo fer fjölskyldan í langþráð frí til Tenerife.

Sá ekki dótturina í átta ár

Eftir allt sem á undan er gengið leggur Kristinn áherslu á tvennt, að vera sáttur við lífið og að vera til staðar fyrir börnin. „Að koma í veg fyrir algjört hrun, því ég hef gert það áður,“ segir Kristinn og vísar þar í mál sem hann hefur aldrei áður viljað tala opinskátt um.

Árið 1991 eignaðist Kristinn dóttur, Steinunni Helgu, með þáverandi sambýliskonu sinni. Þau slitu samvistum og þremur árum síðar flutti barnsmóðir hans til Bandaríkjanna en Steinunn varð eftir hjá honum á Íslandi. Árið 1997 var gerð dómsátt um að Kristinn fengi fullt forræði en að Steinunn væri hjá móður sinnni í Bandaríkjunum yfir sumartímann. Það gekk eftir fyrstu árin en í ágúst 2000 fór af stað atburðarás sem leiddi til þess að hann fékk ekki að sjá dóttur sína í átta ár.

„Á föstudagskvöldinu áður en ég ætlaði að sækja hana út á Keflavíkurflugvöll hringdi mamma hennar í mig og sagði að hún kæmi ekki aftur. Ég var alltaf viss um að þetta myndi gerast á einhverjum tímapunkti en þarna fór ég í algjöra afneitun. Ég var staddur í sumarbústað á Búðum á Snæfellsnesi og ég brunaði af stað til Keflavíkur og ætlaði að sækja hana út á flugvöll. Ég var þar í 6-7 tíma, bara að bíða eftir að hún kæmi út um hliðið. Ég fór bara í mók.“

Draumur þeirra Kristins og Ingveldar var að giftast í Gaulverjabæjarkirkju en þess í stað fór athöfnin fram á deild 11E á Landspítalanum. „Þetta var mjög falleg og góð stund,“ segir Kristinn.

Kristinn stóð uppi algjörlega bjargarlaus. Þetta var fyrir tíma samskiptamiðla og í árdaga Internetsins þar sem upplýsingar voru af skornum skammti og allar samskiptaleiðir mun hægari en í dag. „Ég hringdi í sýslumann og þar var bara spurt hvort hún hefði það ekki fínt hjá mömmu sinni. Ég hringdi út um allt – í lögfræðinga, þingmenn, sendiherrann í Bandaríkjunum. Þessi vetur fór í algjört mók hjá mér og ég man satt best að segja ekkert eftir honum. Heimurinn bara hrundi.“

Úr varð að Kristinn fór til Bandaríkjanna þar sem hann fékk að hitta dóttur sína á hótelherbergi undir eftirliti. Hann talaði við lögfræðing sem útskýrði fyrir honum að hann væri í afar þröngri stöðu.

„Bandaríkin viðurkenndu ekki Haag-sáttmálann og Texas [þar sem barnsmóðir Kristins bjó] alls ekki. Hún sagði að ef ég færi með málið í gegnum dómskerfið í Bandaríkjunum myndi ég líklega vinna það en til þess þyrfti ég að vera í dómsal í átta ár. Þá yrði hún orðin 18 ára. Þannig að ég gerði samkomulag um að snúa þessu við, að hún myndi búa í Bandaríkjunum og koma til mín á sumrin.“

Úr varð að Steinunn kom til Íslands vorið 2001 en Kristinn segir að andlegt ástand hans hafi verið þannig að hann muni lítið eftir þessum tíma. „Ég man ekki eftir þessu sumari nema á myndum og af þeim að dæma var þetta ágætis sumar. Eftir þetta sumar fékk hún ekki að koma aftur og hún kom ekkert aftur fyrr en 2009 þegar hún var orðin 18 ára og ákvað að koma sjálf. Ég heyrði eða sá lítið af henni í átta ár. Síðan hefur hún komið í heimsóknir og hún bjó hérna hjá okkur einn vetur í hitteðfyrra, hún og afastrákurinn Alan. Það var mjög góður tími. Hún er náttúrlega fullorðin kona núna og kemur bara þegar hún vill koma.“

Bar grímu í mörg ár

Kristinn segir að þessi reynsla hafi haft djúpstæð áhrif á hann, bæði til skemmri og lengri tíma. Lífið hafi vissulega haldið áfram en hann hafi mætt því með því að setja upp grímu og látið sem allt væri í lagi.

„Þegar þetta gerðist þá hrundi heimurinn alveg, en ég hélt samt einhvern veginn áfram, var í vinnunni og svoleiðis en samt aldrei almennilega til staðar. Á tímabili vildi maður ekki lifa. Það komu ekki upp sjálfsvígshugleiðingar eða slíkar langanir, einfaldlega af því að ég er svo forvitinn að vita hvað gerist næst. En það var oft sem maður hugsaði hvað það væri nú notalegt ef maður lenti í bílslysi, þá væri þetta bara búið.“ Kristinn segir að næstu árin á eftir hafi hann hrunið niður í tíma og ótíma en eftir því sem lífið vatt upp á sig hafi slíkum augnablikum fækkað. „Það bættust aðrir hlutir inn í lífið. Ég kynntist annarri konu og eignaðist með henni tvö börn, við fórum út til Danmerkur og ég fór í véltæknifræði og kláraði það.“

„En það var oft sem maður hugsaði hvað það væri nú notalegt ef maður lenti í bílslysi, þá væri þetta bara búið.“

Kristinn segir að sú bitra lífsreynsla sem hann gekk í gegnum hafi orðið honum leiðarljós í lífinu. Að líta á lífið sem eina samfellda heild en ekki röð einstakra viðburða. Öðruvísi geti maður ekki orðið sáttur við lífið.

„Ef henni hefði ekki verið rænt af mér hefði ég aldrei eignast næstu börn á eftir og aldrei farið að mennta mig. Ég hefði kannski keypt mér lottómiða og unnið milljarða í lottói, ég veit ekkert um það. En þessi farvegur sem hefur átt sér stað síðan hefði aldrei orðið. Ef ég er sáttur við lífið í dag, sem ég er, þá verð ég að vera sáttur við allt sem á undan er gengið, gott eða slæmt. Ég get ekki sagt að ég sé sáttur í dag en ósáttur við eitthvað sem er búið að gerast. Sú reikniformúla gengur ekki upp.“

Það er einmitt þannig sem Kristinn hefur tekist á við veikindi og andlát Ingveldar. „Ég hef val. Annaðhvort að vera ósáttur við næstu ár eða vera sáttur við næstu ár. Ef ég ætla að vera sáttur næstu ár verð ég að sætta mig við það sem hefur gerst. Ég gæti farið sömu leið og síðast, sett upp grímu og látið eins og allt sé í lagi en hrunið svo niður einhvers staðar. En það er bara vondur farvegur, ég er búinn að prófa það og það virkar ekki. Ég þarf að vera til staðar fyrir börnin og ég vel það.“

Bakslag eftir bata

Ingveldur greindist með illkynja æxli í brjósti haustið 2014. Hún var þá gengin fjóra mánuði á leið og var strax tekin sú ákvörðun að ganga alla leið með barnið. Brjóstið var strax tekið og svo hófst lyfjameðferð sem gert var hlé á fram að fæðingu og hófst að nýju skömmu eftir. Allt gekk að óskum, Ingveldur losnaði við meinið og var farin að vinna í að ná fullum styrk.

„Í febrúar í fyrra var hún ekki alveg eins og hún átti að sér að vera. Hún var þreyttari og fékk oftar höfuðverk. Hún talaði við krabbameinslækninn og bað um að láta skoða sig en það var ekki gert. Þetta hélt áfram og það var ekki fyrr en í júní sem við fórum niður á bráðamóttöku og neituðum að fara út nema að það væri tekin mynd.“

Kristinn annast nú fjögurra ára dóttur hans og Ingveldar, Gerði Freyju, en fyrir á hann tvö börn úr fyrra sambandi sem í dag eru 14 og 15 ára, og uppkomna dóttur. Ingveldur átti einnig fyrir son sem í dag er 11 ára.

Þá kom í ljós þriggja og hálfs sentímetra hraðvaxandi æxli í höfði Ingveldar. Þeim var tjáð að æxlið væri á góðum stað og ekki væri hætta á miklum fylgikvillum af aðgerðinni. Í henni kom hins vegar í ljós að það var komið smit í heilahimnuna og Ingveldur var því send í geislameðferð.

„Það virtist ganga mjög vel og hún var útskrifuð. Við komum heim og hófum okkar uppbyggingarfasa en hún var alltaf með einhvern doða í vinstri hönd og hægri fæti. Læknarnir sögðu að líklegast væri þessi doði tilkominn vegna aðgerðarinnar, að taugaboðin skiluðu sér ekki rétt og þetta myndi mögulega koma til baka. Nema þessi doði jókst bara. Við vorum ekki búin að vera lengi heima, kannski þrjár vikur, þegar við fórum aftur niður á bráðamóttöku og þá kom í ljós að það var komið sáldur í mænuna, krabbameinssáldur.“ Það var á þessum tíma sem þeim var gerð grein fyrir því að meinið yrði ekki læknað. Þetta væri því aðeins spurning um tíma.

Þetta var staða sem Kristinn hafði áður verið í því fjórum árum áður hafði hann fylgt móður sinni til grafar. Banamein hennar, líkt og Ingveldar, var krabbamein. „Mamma greindist 2012 og þá var meinið búið að dreifa sér. Mamma var alltaf brosandi, sama hvað gekk á, en ég man að það fékk mjög á hana þegar Ingveldur greindist. Hún fór svo 1. desember 2015. Ári áður dó frænka mín líka úr brjóstakrabbameini. Hún dó ung frá börnum og útförin var mjög erfið. Það var eftir að brjóstið var tekið af Ingveldi og hún komin í meðferðina. Þarna sá maður hvert þessi meðferð gat leitt.“

Átti ekki að fá að fara á afmælisdaginn

Síðastliðið haust var Ingveldur orðin mjög veik og dvaldi langtímum saman á sjúkrahúsi. Fyrir tilstuðlan Óskars Jóhannssonar krabbameinslæknis fékkst samþykki fyrir að flytja inn sérstakt lyf sem hafði mjög góð áhrif á Ingveldi.

„Hún var orðin þannig að hún þurfti aðstoð við allt en þegar hún fékk þetta lyf fór hún að fá kraftinn smám saman aftur. Hún gat farið í búð og í saumaklúbbinn án þess að nota hjólastól og var orðin sjálfstæð með allt sitt sem var í raun kraftaverk miðað við hvernig staðan var orðin. Þetta var mjög góður tími. En svo kom að því að lyfið hætti að virka. Óskar var búinn að segja okkur að það myndi gerast þar sem lyfið ræðst einungis gegn BRCA-sýktum frumum en hefðbundnar krabbameinsfrumur héldu áfram að fjölga sér. Þetta gerðist í mars og þá var krabbameinið komið í mænuna.“

Í byrjun apríl var staðan orðin afar slæm. Kristinn var staddur í Þýskalandi í vinnuferð þegar hann fékk símtal frá læknum og hann beðinn um að koma með fyrstu vél heim því þetta væri mögulega aðeins spurning um klukkustundir. „Á laugardeginum, á afmælisdegi dóttur okkar, 6. apríl, var hún meðvitundarlaus og svaf allan daginn. Við héldum upp á fjögurra ára afmælið niðri á spítala en Ingveldur vaknaði aldrei þann daginn. Ég hélt þá að hún væri að fara og búið var að segja okkur að það yrði ekki reynd endurlífgun á þessu stigi. Ég var samt alveg ákveðinn í að hún fengi ekki að fara á afmælisdegi dóttur okkar og var tilbúinn til að fara fram á að henni yrði haldið á lífi fram yfir miðnætti alla vega. En svo gerðist það að hún vaknaði daginn eftir og var bara öll hin hressasta.“

Dýrmæt stund á dánarbeðinum

Það kom Kristni ekki á óvart að Ingveldur skyldi hafa vaknað á þessum tímapunkti. Ekki bara hafi hún þurft að gefa stórum vinahópi sínum tækifæri til að kveðja heldur eigi margir í fjölskyldu hennar afmæli í apríl.

„Hún teygði sig fram yfir afmælisdagana í fjölskyldunni í apríl, ferminguna hjá dóttur minni og hún fór ekki fyrr en tveimur dögum eftir síðasta afmælisdag. Þekkjandi hana held ég að það hafi haft eitthvað með það að gera. Hún ætlaði ekki að fara að deyja á einhverjum afmælisdegi hjá einhverjum nánum.“

Dagana eftir að Ingveldur vaknaði tók hún á móti vinum og vandamönnum sem fengu tækifæri til að kveðja hana í hinsta sinn. „Það var alveg merkilegt að þegar gestirnir komu þá setti hún sig í einhvern hærri gír og var alveg með á nótunum. Heimsóknirnar tóku vissulega orku frá henni og hún þurfti að leggja sig á milli þeirra. En hún setti alla sína orku í að kveðja vel og almennilega.“

„Hún ætlaði ekki að fara að deyja á einhverjum afmælisdegi hjá einhverjum nánum.“

En tíminn var að renna út. Ingveldur sýndi lítil viðbrögð, hún var mikið verkjastillt og nærðist lítið. En svo gerðist nokkuð sem kom Kristni algjörlega í opna skjöldu. „Eina nóttina vaknaði hún um sexleytið. Hún var þá stödd í skemmtiferðaskipi og spurði mig hvenær við færum næst í land. Hún var eitthvað óróleg og vildi ekki sofa þannig að ég kveikti á útvarpinu og skömmu síðar byrjaði Jónas Sig að syngja lagið „Dansiði“. Þá byrjaði hún skyndilega að baða út öllum öngum og hún dansaði allt lagið þarna í rúminu. Þarna fór orkan alveg í botn en um leið og lagið kláraðist var hún alveg búin og sofnaði. Þetta var skemmtileg og dýrmæt stund.“ Örfáum dögum síðar lést Ingveldur.

Mamma er núna í hjartanu í mér

Kristinn segir að í öllu þessu hafi bæði hann og Ingveldur verið vel meðvituð um að endalokin væru óumflýjanleg. Þau hafi lagt áherslu á að gera börnunum grein fyrir því líka og alltaf talað hreint út um veikindin við börnin. „Við þá yngstu líka þótt hún hafi ekki enn fangað hugtakið dauðann. Hún fangar þetta svolítið þannig að „nú er mamma ekki lengur á sjúkrahúsinu. Núna er hún í hjartanu í mér. Hún er með hús þar.“ Svo á þetta bara eftir að þróast með hennar þroska. Hún var náttúrlega búin að upplifa það að mamma hennar hafði verið á sjúkrahúsinu í um 100 daga síðastliðna níu mánuði. Þetta var svolítið langur tími sem hún hitti alltaf mömmu sína á spítala. Það kom mér nokkuð í opna skjöldu að hún var vissulega sorgmædd en samt glöð yfir því að nú væri mamma hjá sér. Svo þegar hún er að melta þetta hugtak, dauði, þá koma spurningar eins og „við erum ekki dáin, er það?“ Það þarf bara svolítið að halda henni við efnið og tala um þetta. Að vera ekki að vernda börnin gagnvart þessu. Þetta er bara staðan og ég hef ekkert verið að segja við hana að mamma hennar sé á himnum með englum eða eitthvað svoleiðis. Hún er bara dáin og hún lifir í minningum okkar.“

„Eins og 100 kíló væru tekin af mér“

Útför Ingveldar fór fram frá Grafarvogskirkju þann 14. maí. Kristinn segir að í ágúst, þegar ljóst varð hvert stefndi, hafi þau hafist handa við að undirbúa jarðarförina. En jafnvel þótt allt hafi verið á hreinu og Kristinn vel meðvitaður um hvernig Ingveldur hafi viljað hafa útförina fann hann fyrir miklu stressi.

„Það lá svo þungt á mér að þetta yrði gert eins og hún myndi vilja hafa þetta, helst aðeins umfram það. Svo kom önnur skrítin tilfinning, þegar síðasta atriðinu í útförinni var lokið var léttirinn svo mikill, það var eins og 100 kíló væru tekin af mér. Þetta var fullkomin jarðarför, alveg eins og hún hefði viljað hafa hana og vel það. Ef það hefði ekki verið svona margt fólk þarna hefði ég hoppað upp og gargað „yes!“ Það var mjög skrítin tilfinning að vera, á þessum tíma, jafnglaður og ég var. Eftir á að hyggja getur maður hlegið að þessu, en í mómentinu var maður að hugsa að þetta væri hvorki staðurinn né stundin til að vera glaður.“

„Þetta var fullkomin jarðarför, alveg eins og hún hefði viljað hafa hana og vel það. Ef það hefði ekki verið svona margt fólk þarna hefði ég hoppað upp og gargað „yes!““

Fann sterkt fyrir henni í sveitinni

Ingveldur var fædd og uppalin á Gerðum í Gaulverjabæ og segir Kristinn að hún hafi hvergi notið sín betur en þar. Planið hafi verið að þau myndu gifta sig í Gaulverjabæjarkirkju en þess í stað hafi þau gift sig á kaffistofunni á deild 11E á Landspítalanum. „Okkur var ráðlegt að klára þetta upp á praktísk mál þannig að við giftum okkur 24. ágúst. Þetta var á föstudegi. Við töluðum við Gunnar sjúkrahúsprest og svo var náð í börnin og systur hennar Ingveldar. Þetta var mjög falleg og góð stund, en við höfðum þann fyrirvara að þegar hún væri komin með orkuna aftur ætluðum við að fara með Gunnari í Gaulverjabæjarkirkju og gifta okkur þar. En það varð því miður ekki en Gunnar kemur samt með okkur í Gaulverjabæ þegar duftkerið verður jarðsett í lítilli athöfn.“

„Ég átti svolítið erfitt með mig í gær þar sem ég horfði út um gluggann og … ég nánast sá hana.“

Kristinn var einmitt nýkominn frá Gerðum þegar viðtalið fór fram og sagðist hann hafa fundið sterkt fyrir nærveru Ingveldar þar. „Ég er ekki trúaður á þann hátt að ég haldi að það sé líf eftir dauðann eða að það séu draugar sem ganga hér um. En ég finn sterkt fyrir henni og aldrei eins og í sveitinni. Ég átti svolítið erfitt með mig í gær þar sem ég horfði út um gluggann og … ég nánast sá hana. Ég fann einhvern veginn að hún væri þarna, að fara út í fjósið. Þarna var hennar heimavöllur. Það var mjög skrítin tilfinning og ég hef aldrei upplifað þetta áður. En það var mjög gott að upplifa þetta, að finna hana.“

Ætlar að vinna í sjálfum sér

Eðli málsins samkvæmt hafa undanfarnar vikur verið annasamar hjá Kristni. Auk þess að skipuleggja útförina og ganga frá öðrum praktískum málum hefur verið gestkvæmt á heimilinu. En það er aðeins farið að hægja á og þá vill það oft gerast að sorgin hellist yfir. Kristinn segist mjög meðvitaður um þetta. „Núna hefur lífið snúist um að klára útförina og þessi praktísku mál, taka börnin úr þessu umhverfi og fara með þau til Tenerife og svo í útilegur í sumar. Ég geri alveg ráð fyrir því að það komi skellur í haust. Ég veit að það mun gerast en ég ætla þá alla vega að vera búinn að undirbúa það með því að vera kominn í rútínu með leikskólann, að þetta verði eins og smurð vél. Varðandi framhaldið þá bara er það að halda minningu Ingveldar á lofti fyrir börnunum og ekki reyna að grafa þetta niður til að einfalda lífið. Við tölum bara um þetta, grátum saman þegar þarf að gráta saman. Það er allt í lagi. Það verður erfitt að halda jólin, það verður erfiður aprílmánuður á næsta ári þegar öll barnaafmælin eru. En ég hef ekkert rosalega miklar áhyggjur af því enn þá.“

Mynd sem Aldís Pálsdóttir tók af Ingveldi árið 2015 fyrir Vikuna. Kristinn ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem vill svo til að ber upp á brúðkaupsdag hans og Ingveldar, 24. ágúst.

Í fyrsta skipti ætlar Kristinn svo að vinna skipulega í sjálfum sér. „Ég hef verið að hugsa um það að ég þurfi að finna mér nýjan takt, hvernig ég ætli að hafa hlutina. Ég er búinn að panta mér viðtalstíma hjá Ljósinu eftir að ég kem heim frá Tenerife og þá ætla ég að byrja að spá í mig. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og ég finn að það hjálpar að tala. Bara það að tala opinskátt við börnin hefur verið eins og sálfræðitími fyrir mig. Ég vorkenni stundum fólki sem slysast til að spyrja hvernig ég hafi það því ég segi það bara hreint út. Fólk verður þá bara að taka því og höndla það ef ég fer að gráta.“

Reykjavíkurmaraþonið er fram undan og svo vill til að það ber upp á brúðkaupsdaginn, 24. ágúst. Þar ætlar Kristinn að hlaupa 21 kílómetra í nafni Ljóssins. Hann viðurkennir að langhlaup séu ekki hans sterkasta hlið enda stór og mikill maður. Ástríða hans liggur í ruðningi (rugby) en Kristinn er einn af forvígismönnum íþróttarinnar hér á landi. „Ég fer bara hægt og örugglega yfir. Ég hef engar áhyggjur að komast ekki í endamarkið.“

Myndir / Hallur Karlsson

Ráðuneyti framsóknarmanna

Félagsmálaráðuneytið hefur fallið framsóknarmönnum í skaut í hvert sinn sem þeir hafa tekið þátt í ríkisstjórn frá árinu 1995. Alls hafa ráðherrar úr röðum Framsóknarflokksins stýrt ráðuneytinu í 17 ár á síðustu 23 árum.

 

Í maí síðastliðnum störfuðu 70 nefndir, stjórnir og ráð á vegum félagsmálaráðuneytisins, af þeim eru 21 skipað formönnum, án tilnefningar, sem hafa tengsl við Framsóknarflokkinn. Af þeim skipaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra níu formenn.

Forveri hans Eygló Harðardóttir, sem gegndi embætti félagsmálaráðherra á árunum 2013 til 2017, skipaði hina tólf formennina.

Frá því Ásmundur Einar tók við embættinu hefur hann jafnframt skipað formenn þriggja stjórna á vegum félagsmálaráðuneytisins með tengsl við Framsóknarflokksinn ásamt því að skipa aðstoðarmann sinn formann Tryggingastofnunar ríkisins. Þá hefur Ásmundur Einar verið gagnrýndur fyrir að skipa í þrjár stöður innan félagsmálaráðuneytisins án þess að auglýsa stöðurnar, þar á meðal stöðu ráðuneytisstjóra.

Ásmundar Einar sagði í samtali við Kjarnann að þegar um er að ræða nefndir, ráð og hópa á vegum ráðuneytisins sem taka stefnumótandi ákvarðanir sem tengjast pólitík þá séu formenn nefndanna pólitískt skipaðir. „Þegar pólitískar nefndir eru skipaðar þá er horft til þess að skipa þær pólitískt, það er ekkert óeðlilegt við það.“

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Árið 2039!

|
|

Skemmtilegar hópferðir við allra hæfi

Árshátíðarferðir og skemmtilegar hópferðir eru sérgrein ferðaskrifstofunnar Visitor.

 

Ferðaskrifstofan Visitor hefur um ellefu ára skeið skipulagt árshátíðarferðir og skemmtilegar hópferðir fyrir fyrirtæki og ýmsa hópa með góðum árangri. Nú er rétti tíminn til að skipuleggja ferðir haustsins og næsta vetrar, segir Guðrún St. Svavarsdóttir, verkefnastjóri hópadeildar Visitor, enda hefur framboð af flugsætum minnkað og þá skiptir máli fyrir hópa að huga sem fyrst að pöntunum áður en allt selst upp eða verð hækkar of mikið.

„Sérsvið okkar snýr að skipulagningu hópferða til útlanda og má þar helst nefna sérsniðnar árshátíðarferðir fyrir stór og smá fyrirtæki og einnig ferðir fyrir vinahópa, félagasamtök, saumaklúbba og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilega daga saman erlendis. Þá sjáum við um ferðina frá a-ö, allt frá því að bóka flug og gistingu, bóka ferðir til og frá flugvelli, sjá um árshátíðarkvöldverð, skemmtiatriði, veislustjóra og tónlistaratriði auk þess að bóka skoðunarferðir fyrir hópinn. Með stærri hópum fylgir starfsmaður Visitor með í ferðina til að vera hópnum innanhandar.“

Vinsælustu árshátíðarferðir síðustu ára hafa verið til Berlínar, Brighton, Dublin og Heidelberg, að sögn Guðrúnar, en einnig hafa Varsjá, Gdansk og Búdapest verið mjög vinsælir viðkomustaðir.

Enski boltinn vinsæll

Þegar kemur að enska boltanum býður Visitor upp á gott úrval fótboltaferða en þær eru alltaf jafnvinsælar, segir Guðrún. „Flestar fótboltaferðirnar eru á leiki með Manchester United, Arsenal og Liverpool. Við getum þó útvegað miða á alla leiki í ensku deildinni en við eigum miða á hvern einasta leik hjá þessum stóru liðum. Á dögunum gerði Arsenalklúbburinn á Íslandi samning við okkur um ferðir á þeirra vegum svo stuðningsmenn þeirra munu hafa gott aðgengi að ferðum á Emirates-leikvanginn á næstu leiktíð. Einnig má nefna að mörg íþróttafélög leita til okkar en þau ferðast mikið með flokkana sína í keppnis- og æfingaferðir á okkar vegum.“

Alltaf uppselt

Tónleikaferðir Visitor hafa verið vinsælar undanfarin ár og verið uppselt í þær allar, að sögn Guðrúnar. „Það eru flottar ferðir fram undan en þar má helst nefna tónleika með Cher sem verða haldnir í Berlín næsta haust. Fararstjórar þar verða engir aðrir en Friðrik Ómar og Jógvan Hansen. Mánuði síðar höldum við svo til Kaupmannahafnar að sjá Michael Bublé en það eru danshjónin Jói og Thea sem verða fararstjórar ferðarinnar.“

Í desember verður hópferð á Heimsmeistaramótið í pílukasti undir stjórn Páls Sævars Guðjónssonar en nú þegar er kominn langur biðlisti á þennan magnaða viðburð. „Svo má nefna eina spennandi nýjung hjá okkur fyrir þá sem vilja komast í sólina en samt hreyfa sig í fríinu. Um er að ræða hreyfiferð með Ólöfu Björnsdóttur til Cambrils Park í Salou á Spáni, dagana 17. -24. september.“

„Við erum á fullu þessa dagana að svara fyrirspurnum um ferðir í haust en einnig eru fyrirspurnir byrjaðar að berast vegna ferða eftir áramót og fram á vor.“

Ferðaskrifstofan Visitor var stofnuð af Þorbjörgu Sigurðardóttur, öðru nafni Obbý, en starfsfólk fyrirtækisins býr yfir 50 ára reynslu í skipulagningu á árshátíðarferðum, tónleikaferðum og íþróttaferðum. „Við erum á fullu þessa dagana að svara fyrirspurnum um ferðir í haust en einnig eru fyrirspurnir byrjaðar að berast vegna ferða eftir áramót og fram á vor.“

Frekari fyrirspurnir má senda á [email protected] og nánari upplýsingar má finna á www.visitor.is.

Studíó Birtíngur
Í samstarfi við Visitor

 

 

 

 

 

Sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum

Mynd úr safni

„Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti sýnir að STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum,” segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem skimað er fyrir þessari eiturmyndandi tegund.”

„Tilgangur skimunarinnar var að kanna stöðu sjúkdómsvaldandi örvera í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur, og fór því sýnatakan fram í verslunum,” segir í tilkynningunni. „Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna frá mars til desember 2018.”

„E. coli. STEC getur valdið alvarlegum veikindum í fólki en algeng sjúkdómseinkenni eru niðurgangur en einnig getur sjúkdómurinn leitt til nýrnaskaða.” Smit getur borist með menguðum matvælum eða vatni. Þá getur bein snerting við smituð dýr eða umhverfi mengað af saur aukið smithættu.

„Skimunin var á vegum Matvælastofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.” Þá var einnig skimað eftir salmonellu og kampýlóbakter í svína- og alifuglakjöti. Hvorugt greindist í kjöti að undanskilinni salmonellu sem fannst í einu sýni af svínakjöti. „Ljóst er að mikill árangur hefur náðst með forvörnum og eftirliti í eldi og við slátrun alifugla og svína.”

Færri Íslendingar með aðildarkort í Costco

|
|Business Insider fjallar um Þóreyju og Ómar og „Costco-barnið“ þeirra.

Um 53% landsmanna eru núna með aðildarkort í Costco. Mun fleiri voru með aðildarkort í fyrra.

 

Vinsældir bandarísku keðjunnar Costco virðast hafa farið dvínandi á Íslandi ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar MMR.

Útibú Costco var opnað hér á landi árið 2017. Þá leiddi könnun, sem gerð var í janúar árið 2018, að 71% landsmanna áttu aðildarkort í Costco. Niðurstöður nýrrar könnunar MMR, sem gerð var í maí á þessu ári, leiddi þá í ljós að núna eiga mun færri Íslendingar kort í Costco, eða um 53% landsmanna.

„Er nú rúmlega helmingur (53%) Íslendinga með virkt aðildarkort í Costco samanborið við 71% landsmanna í upphafi árs 2018. Á sama tíma og þeim hefur fækkað sem eru með virkt Costco aðildarkort hefur hlutfalli þeirra sem hyggjast endurnýja kortið aukist. Hyggjast nú 78% þeirra sem hafa virkt aðildarkort endurnýja kortið þegar þar að kemur samanborið við 60% í janúar 2018,“ segir meðal annars á vef MMR.

Könnunin leiddi einnig í ljós að nokkur munur var á Costco aðild eftir stjórnmálaviðhorfum. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist hvað líklegast til að vera með Costco aðildarkort.

Formannskjör Íhaldsflokksins – Boris Johnson með flest atkvæði eftir fyrstu umferð

Mynd: Annika Haas

Fyrsta umferð í kosningu Íhaldsflokksins í Bretlandi um nýjan formann er lokið. Boris Johnson var með langflest atkvæði. Þá standa sjö frambjóðendur af tíu eftir, að honum meðtöldum.

RÚV greinir frá. Boris fékk 114 atkvæði frá þingmönnum Íhaldsflokksins. Jeremy Hunt, sem var með næst flest atkvæði, fékk 43. Þá var Michael Gove með 37 atkvæði. Þrír frambjóðendur sem helltust úr lestinni fengu færri en sauján atkvæði. Þeir koma því sjálfkrafa ekki lengur til greina. Það eru þau Mark Harper, Andrea Leadsom og Esther McVey. Leadson og McVey voru einu konurnar í framboði.

Í næstu viku verður kosið á milli þeirra sjö sem eftir eru. Þá verða nokkrar umferðir þar til tveir frambjóðendur standa eftir. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 18-20. Júní og mun niðurstaða liggja fyrir 22. júní. Theresa May sem steig til hliðar sem formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands 7. júní síðast liðinn. Þá er nýr formaður flokksins líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra.

Raddir