Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Skemmtilegar hópferðir við allra hæfi

Árshátíðarferðir og skemmtilegar hópferðir eru sérgrein ferðaskrifstofunnar Visitor.

 

Ferðaskrifstofan Visitor hefur um ellefu ára skeið skipulagt árshátíðarferðir og skemmtilegar hópferðir fyrir fyrirtæki og ýmsa hópa með góðum árangri. Nú er rétti tíminn til að skipuleggja ferðir haustsins og næsta vetrar, segir Guðrún St. Svavarsdóttir, verkefnastjóri hópadeildar Visitor, enda hefur framboð af flugsætum minnkað og þá skiptir máli fyrir hópa að huga sem fyrst að pöntunum áður en allt selst upp eða verð hækkar of mikið.

„Sérsvið okkar snýr að skipulagningu hópferða til útlanda og má þar helst nefna sérsniðnar árshátíðarferðir fyrir stór og smá fyrirtæki og einnig ferðir fyrir vinahópa, félagasamtök, saumaklúbba og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilega daga saman erlendis. Þá sjáum við um ferðina frá a-ö, allt frá því að bóka flug og gistingu, bóka ferðir til og frá flugvelli, sjá um árshátíðarkvöldverð, skemmtiatriði, veislustjóra og tónlistaratriði auk þess að bóka skoðunarferðir fyrir hópinn. Með stærri hópum fylgir starfsmaður Visitor með í ferðina til að vera hópnum innanhandar.“

Vinsælustu árshátíðarferðir síðustu ára hafa verið til Berlínar, Brighton, Dublin og Heidelberg, að sögn Guðrúnar, en einnig hafa Varsjá, Gdansk og Búdapest verið mjög vinsælir viðkomustaðir.

Enski boltinn vinsæll

Þegar kemur að enska boltanum býður Visitor upp á gott úrval fótboltaferða en þær eru alltaf jafnvinsælar, segir Guðrún. „Flestar fótboltaferðirnar eru á leiki með Manchester United, Arsenal og Liverpool. Við getum þó útvegað miða á alla leiki í ensku deildinni en við eigum miða á hvern einasta leik hjá þessum stóru liðum. Á dögunum gerði Arsenalklúbburinn á Íslandi samning við okkur um ferðir á þeirra vegum svo stuðningsmenn þeirra munu hafa gott aðgengi að ferðum á Emirates-leikvanginn á næstu leiktíð. Einnig má nefna að mörg íþróttafélög leita til okkar en þau ferðast mikið með flokkana sína í keppnis- og æfingaferðir á okkar vegum.“

Alltaf uppselt

Tónleikaferðir Visitor hafa verið vinsælar undanfarin ár og verið uppselt í þær allar, að sögn Guðrúnar. „Það eru flottar ferðir fram undan en þar má helst nefna tónleika með Cher sem verða haldnir í Berlín næsta haust. Fararstjórar þar verða engir aðrir en Friðrik Ómar og Jógvan Hansen. Mánuði síðar höldum við svo til Kaupmannahafnar að sjá Michael Bublé en það eru danshjónin Jói og Thea sem verða fararstjórar ferðarinnar.“

Í desember verður hópferð á Heimsmeistaramótið í pílukasti undir stjórn Páls Sævars Guðjónssonar en nú þegar er kominn langur biðlisti á þennan magnaða viðburð. „Svo má nefna eina spennandi nýjung hjá okkur fyrir þá sem vilja komast í sólina en samt hreyfa sig í fríinu. Um er að ræða hreyfiferð með Ólöfu Björnsdóttur til Cambrils Park í Salou á Spáni, dagana 17. -24. september.“

„Við erum á fullu þessa dagana að svara fyrirspurnum um ferðir í haust en einnig eru fyrirspurnir byrjaðar að berast vegna ferða eftir áramót og fram á vor.“

Ferðaskrifstofan Visitor var stofnuð af Þorbjörgu Sigurðardóttur, öðru nafni Obbý, en starfsfólk fyrirtækisins býr yfir 50 ára reynslu í skipulagningu á árshátíðarferðum, tónleikaferðum og íþróttaferðum. „Við erum á fullu þessa dagana að svara fyrirspurnum um ferðir í haust en einnig eru fyrirspurnir byrjaðar að berast vegna ferða eftir áramót og fram á vor.“

Frekari fyrirspurnir má senda á [email protected] og nánari upplýsingar má finna á www.visitor.is.

Studíó Birtíngur
Í samstarfi við Visitor

 

 

 

 

 

Sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum

Mynd úr safni

„Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti sýnir að STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum,” segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem skimað er fyrir þessari eiturmyndandi tegund.”

„Tilgangur skimunarinnar var að kanna stöðu sjúkdómsvaldandi örvera í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur, og fór því sýnatakan fram í verslunum,” segir í tilkynningunni. „Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna frá mars til desember 2018.”

„E. coli. STEC getur valdið alvarlegum veikindum í fólki en algeng sjúkdómseinkenni eru niðurgangur en einnig getur sjúkdómurinn leitt til nýrnaskaða.” Smit getur borist með menguðum matvælum eða vatni. Þá getur bein snerting við smituð dýr eða umhverfi mengað af saur aukið smithættu.

„Skimunin var á vegum Matvælastofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.” Þá var einnig skimað eftir salmonellu og kampýlóbakter í svína- og alifuglakjöti. Hvorugt greindist í kjöti að undanskilinni salmonellu sem fannst í einu sýni af svínakjöti. „Ljóst er að mikill árangur hefur náðst með forvörnum og eftirliti í eldi og við slátrun alifugla og svína.”

Færri Íslendingar með aðildarkort í Costco

|
|Business Insider fjallar um Þóreyju og Ómar og „Costco-barnið“ þeirra.

Um 53% landsmanna eru núna með aðildarkort í Costco. Mun fleiri voru með aðildarkort í fyrra.

 

Vinsældir bandarísku keðjunnar Costco virðast hafa farið dvínandi á Íslandi ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar MMR.

Útibú Costco var opnað hér á landi árið 2017. Þá leiddi könnun, sem gerð var í janúar árið 2018, að 71% landsmanna áttu aðildarkort í Costco. Niðurstöður nýrrar könnunar MMR, sem gerð var í maí á þessu ári, leiddi þá í ljós að núna eiga mun færri Íslendingar kort í Costco, eða um 53% landsmanna.

„Er nú rúmlega helmingur (53%) Íslendinga með virkt aðildarkort í Costco samanborið við 71% landsmanna í upphafi árs 2018. Á sama tíma og þeim hefur fækkað sem eru með virkt Costco aðildarkort hefur hlutfalli þeirra sem hyggjast endurnýja kortið aukist. Hyggjast nú 78% þeirra sem hafa virkt aðildarkort endurnýja kortið þegar þar að kemur samanborið við 60% í janúar 2018,“ segir meðal annars á vef MMR.

Könnunin leiddi einnig í ljós að nokkur munur var á Costco aðild eftir stjórnmálaviðhorfum. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist hvað líklegast til að vera með Costco aðildarkort.

Formannskjör Íhaldsflokksins – Boris Johnson með flest atkvæði eftir fyrstu umferð

Mynd: Annika Haas

Fyrsta umferð í kosningu Íhaldsflokksins í Bretlandi um nýjan formann er lokið. Boris Johnson var með langflest atkvæði. Þá standa sjö frambjóðendur af tíu eftir, að honum meðtöldum.

RÚV greinir frá. Boris fékk 114 atkvæði frá þingmönnum Íhaldsflokksins. Jeremy Hunt, sem var með næst flest atkvæði, fékk 43. Þá var Michael Gove með 37 atkvæði. Þrír frambjóðendur sem helltust úr lestinni fengu færri en sauján atkvæði. Þeir koma því sjálfkrafa ekki lengur til greina. Það eru þau Mark Harper, Andrea Leadsom og Esther McVey. Leadson og McVey voru einu konurnar í framboði.

Í næstu viku verður kosið á milli þeirra sjö sem eftir eru. Þá verða nokkrar umferðir þar til tveir frambjóðendur standa eftir. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 18-20. Júní og mun niðurstaða liggja fyrir 22. júní. Theresa May sem steig til hliðar sem formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands 7. júní síðast liðinn. Þá er nýr formaður flokksins líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra.

Bilun í miðlægum búnaði Vodafone í morgun

Mynd: Vodafone.is

Viðskiptavinir Vodafone gætu hafa lent í vandræðum með nettengingu í morgun. Útfall var á netbúnaði sem hafði áhrif á ýmsa þjónustu. Þetta hefur Mannlíf eftir Kjartani Briem, framkvæmdastjóra tæknisviðs Vodafone.

 

„Í morgun lentum við í útfalli á netbúnaði sem hafði áhrif á ýmsa þjónustu,“ segir Kjartani og útskýrir í hverju það fólst. „Meðal annars gætu einhverjir viðskiptavinir hafa verið netsambandslausir. Um var að ræða bilun í miðlægum búnaði.“

Aðspurður hvort þetta gæti tengst netárásum á íslenskar síður síðast liðna daga segir hann svo ekki vera. „Við erum einnig með sterkar varnir fyrir árásum og fylgjumst grannt með því, og við sjáum ekki að neitt markverkt hafi verið í gangi gagnvart vodafone.is.“ Þá segir hann vefsíðu Vodafone ekki hafa farið niður í morgun.

Vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli, lá niðri í um tvo tíma vegna tölvuárása á mánudag. Samkvæmt tilkynningu Isavia er um að ræða svokallaða ddos árás. Þá er framkölluð umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Með þeim hætti náðu óprúttnir aðilar að gera vefsíðuna óvirka.

Gómsætur glóðaður kúrbítur með fetaosti

Mynd / Kristinn Magnússon

Það eru endalausir möguleikar á því að matreiða kúrbít. Hann er góður hrár, í þunnum sneiðum með góðri salatsósu, steiktur eða grillaður sem meðlæti með kjöti og fiski og síðan frábær í alla mögulega grænmetisrétti að ekki sé talað um brauð og sætabrauð.

 

Glóðaður kúrbítur með fetaosti
forréttur fyrir 4

Þetta er ótrúlega einfaldur og ljúffengur réttur. Grillið eða steikið kúrbítinn vel svo hann brúnist. Fetaosturinn á einstaklega vel við kúrbítinn.

2 kúrbítar
2-4 msk. olía
2 hvítlauksrif, sneidd
salt og pipar
2 msk. fersk steinselja, eða 2 tsk. þurrkuð
1 ½ -2 dl fetaostur

Skerið kúrbítinn í tvennt og síðan í sneiðar. Setjið hvítlaukssneiðarnar í olíuna og penslið kúrbítinn með olíunni. Grillið síðan á heitu grilli. Það má líka steikja kúrbítinn á pönnu í olíunni í þremur umferðum; steikið örlítinn hvítlauk með í hverri umferð.

Setjið kúbítinn í skál, saltið og piprið og blandið steinselju og fetaosti saman við.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Kristinn Magnússon

Fannst látin á baðherbergisgólfinu

Lilya Novikova var nokkuð fræg í pókerheiminum.

Pókerspilarinn Lilya Novikova er talin hafa látist af völdum raflosts.

Rússneski pókerspilarinn Lilya Novikova fannst látin á baðherbergi heimilis síns í Moskvu. Hún lést af völdum raflosts, 26 ára gömul. Þessu er greint frá á vef BBC.

Í rússneskum miðlum er sagt frá því að Lilya hafi verið að nota bilaðan hárblásara þegar hún fékk raflostið og féll í gólfið.

Það voru nágrannar Lilyu sem komu að henni látinni á baðherbergisgólfinu eftir að foreldrar hennar höfðu hringt í þau og beðið þau um að athuga hvort það væri í lagi með hana. Nágrannarnir höfðu lykil að íbúðinni.

Lilya var vinsæl í pókerheiminum en hún spilaði póker á Netinu. Hún lærði verkfræði í Bauman University í Moskvu.

Móðir Hauks gagnrýnir utanríkisráðherra fyrir sterkari viðbrögð vegna landsliðsins en leitar að Hauk

„Þegar fréttist að Haukur hefði farist í loftárás Tyrkja fór ég fram á að Utanríkisráðuneytið hefði samband við ráðamenn í Tyrklandi til að fá það staðfest eða hrakið,“ skrifar Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafi látist í Sýrlandi í fyrra á Facebook síðu Vina Hauks Hilmarssonar.

Hún gefir til kynna að utanríkisráðherra hafi tekið samskipti við Tyrkland vegna landsliðs Íslands í fótbolta alvarlegar en leitina að Hauk. „Ég nefndi m.a. tyrkneska Utanríkisráðneytið og tyrkneska hermálaráðuneytið,”  og bætir við; „Ég fékk þau svör að það væri „ekki hægt“, „þannig væru slík mál ekki unnin“, að allt yrði að fara „eftir diplómatískum kanölum“.”

Eva segist ítrekað reynt að ná fundi með Utanríkisráðherra Tyrklands. Það var ekki fyrr en fleiri fjölskyldumeðlimir Hauks blönduðu sér í málið sem hún fékk loksins jákvæð svör frá ráðherranum. „[Þá] var það svo skyndilega hægt. Síðar komst ég þó að því að símtal Guðlaugs Þórs við Varnarmálaráðherra var ekki að hans undirlagi, heldur hafði Rósa Björk Brynjólfsdóttir gengið í málið og séð til þess að Varnarmálaráðherra hafði samband.”

„En við skulum athuga að í því tilviki var líka bara um að ræða mannslíf. Ekki eitthvað mikilvægt eins og það að láta tyrknesk stjórnvöld vita að ráðherra vildi alls ekki að menn væru að mógða landsliðið,” skrifar Eva að lokum.

„Mikil grundvallarmistök ríkisstjórnarinnar að láta WOW fara í gjaldþrot”

|
Mynd/Isavia

„Í augum undirritaðs voru það mikil grundvallarmistök ríkisstjórnarinnar að láta WOW fara í gjaldþrot,” skrifar Ole Anton Bieltvedt, alþjóðlegur kaupsýslumaður, í skoðanapistli í Fréttablaðinu. Þá segir hann „víðtækar og alvarlegar afleiðingar” fallsins verða sýnilegri með tímanum.

„Eitt er brottfall starfa hjá WOW og þjónustuaðilum þeirra, um 2.500 manns, sem er feikilegur hlutfallslegur fjöldi hér,” skrifar Ole og bætir við; „Jafngildir 42.000 manns í Danmörku og yfir 580.000 manns í Þýzkalandi. Flest þetta fólk fer úr því að vera gildir skattgreiðendur í það að verða atvinnuleysisbótaþegar; tvöföld neikvæð áhrif.”

„Annað eru hin víðtæku óbeinu, neikvæðu áhrif, sem í lok dags munu ná til flestra króka og kima samfélagsins, en við vorum komin á það stig með ferðaþjónustuna, að hún stóð undir um helmingi gjaldeyristekna þjóðarinnar, og WOW flutti nær þriðjung allra ferðamanna til landsins.”

„Fjöldi ferðamanna gæti farið úr um 2,5 milljónum niður í um 2,0 milljónir manna í ár, vegna falls WOW,” skrifar hann og bætir við að fyrrnefndur fjöldi hefði skilað 500 milljörðum í gjaldeyristekjum. Tekjutapið gæti kostað þjóðarbúið 100 milljarða næsta árið, vegna brottfalls WOW. „Þessi gífurlega tekjuskerðing mun bitna á rúturekstri og fólksflutningum, leigubílaakstri, veitingastöðum og hótelum, verzlanarekstri svo og hvers konar starfsemi og þjónustu, að ógleymdri gistiþjónustu bænda, um allt land.”

„Gott að vera vitur eftirá“

„Stærsta fyrirtæki landsins er íslenzka ríkið. Þeir þrír, sem þar eru helzt í fyrirsvari, eru bókmenntafræðingur, lögfræðingur og dýralæknir; allt gott fólk og fært á sínu sviði” skrifar Ole og bætir við; „En aldeilis reynslu- og kunnáttulítið í stjórnun og rekstri fyrirtækja.”

„Það er gott að vera vitur eftir á, kunna menn að segja, en það á ekki við hér; þetta mikla og alvarlega bakslag, í hinu margvíslegasta formi, var fyrirfram augljóst og óhjákvæmilegt,” skrifar Ole. „Skyldi eitthvert hinna stærri fyrirtækja landsins hafa óskað sérstaklega eftir veru þessa fólks í stjórn sinni? Spurning, en svona virkar lýðræðið oft; það er ekki alltaf skilvirkt.”

Fyrsta messa Notre Dame eftir eldsvoðann

Messa verður haldin í Frúarkirkjunni í París, Notre Dame, næstkomandi laugardag. Tveir mánuðir eru liðnir síðan kirkjan stórskemmdist í eldsvoða. Þetta er í fyrsta sinn sem hún verður tekin í notkun eftir brunann.

„Það er mikilvægt að halda messuna til að sýna að dómkirkjan er ennþá lifandi og opin kirkja,“ sagði Monsignor Patrick Chauvet, yfirklerkur Notre Dame, í viðtali við La Croix. „Þetta er táknræn dagsetning.” Tilefnið er vígsludagur altarisins, sem er 16. Júní. Messan fer fram deginum fyrr til þess að minnast eldsvoðans sem átti sér stað 15. apríl.

Messan fer fram í lítill hliðarkapellu þar sem meint þyrnikóróna Krists er varðveitt. Fyrir brunann voru hundruði presta viðstaddir vígsluna. Öryggisástæður gera það að verkum að einungis örfáir útvaldir verða viðstaddir athöfnina. Þá er reiknað með um tuttugu manns en messunni verður líklega streymt á netinu.

Eins og áður segir kviknaði eldur í Notre dame 15. apríl síðast liðinn. Slökkvilið Parísar stóð í ströngu við að slökkva eldana. Þeim tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar, þar á meðal tveimur turnum hennar og ýmsum merkum munum úr kirkjunni. Þak Notre Dame hrundi aftur á móti. Emmanuel Macron, forseti Frakklands hét því að Notre Dame kirkjan í París verði endurreist. Macron kallaði eftir aðstoð hæfleikaríkasta fólks við endurreisn kirkjunnar.

Þrír menn handteknir vegna líkamsárásar í Vesturbænum

Þrír menn voru handteknir í Vesturbænum í gærkvöldi, grunaðir um líkamsárás og brot á vopnalögum. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu.

Bifreið var stöðvuð við Snorrabraur í gærkvöldi. Ökumaðurinn var grunaður um  akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var sviptur ökuréttindum. Þá var hann grunaður um misnotkun á skráninganúmerum og vörslu fíkniefna. Önnur bifreið var stöðvuð í Kópavogi í nótt. Ökumaðurinn var grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Bifhjól var stöðvað á Reykjanesbraut eftir hraðamælingu. Mældist hraðinn 119 kílómetrar á klukkustund. Löglegur hraði er 80 kílómetrar á klukkustund.

Afskipti voru höfð af ungum manni í heimahúsi í Árbænum. Hann var grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Þá voru fíkniefninn haldlögð á vettvangi. Maður var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi. Einnig grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Kópavogi laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Það var ítrekað búið að tilkynna um manninn vera að fara í ólæstar bifreiðar. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í bílskúr í Breiðholti í nótt. Þar var þvingaður upp gluggi og farið inn.  Tilkynnandi kom að manninum og reyndi að stöðva för hans en þá dró maðurinn upp hníf og ógnaði tilkynnanda með honum. Maðurinn komst síðan burt á Vespu og fannst ekki.

Fall WOW air talinn stærsti þáttur í samdrætti erlendrar kortaveltu

Erlend kortavelta nam 16,2 milljörðum króna síðast liðinn maí. Það er 13,1% samdráttur á milli ára. Fall WOW air er talinn vera stærsti einstaki orsakaþátturinn. Þetta kemur fram á síðu Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Tölur setursins sýna kortaveltu án flugsamgangna og mæla því ekki bein áhrif flugmiðakaupa. Þá sýna þau óbein áhrif sem felast í fækkun ferðamanna.

Gengi krónunnar hefur veikst um 12% frá maí i fyrra. Ferðaafurðir sem eru seldar í krónum virðast því hagstæðari í augum ferðamanna en áður. Ef lækkun kortaveltunnar er reiknuð í erlendri mynt er eyðsla hvers ferðamanns sú sama og fyrir ári. Í íslenskum krónum jókst aftur á móti kortavelta á hvern ferðamann um 13,6%.

Samdráttur í posagreiðslum nam tæplega 17% en samdráttur um net var rúmlega 5%. „Verulegur hluti þess sem útlendingar greiða fyrir hérlendis með kortum sínum fer í gegn um netsölu. Sá hluti er oftar en ekki pöntun fram í tímann á þjónustu sem neyta á síðar,” segir í tilkynningu rannsóknarsetursins.

„Stærsti flokkurinn í netsölu, bæði hlutfallslega og mælt í veltu er ýmis ferðaþjónusta en hann inniheldur afþreyingaferðir, ferðaskipuleggjendur og álíka. Um 70% kortaveltu flokksins kemur í gegn um netið (2,5 ma.kr.) og dróst sá hluti einungis saman um tæpt eitt prósent frá fyrra ári, samanborið við ríflega 16% samdrátt sama flokks í gegn um posa.”

Lítið um netárásir tyrkneska hakkara þrátt fyrir sigur Íslenska landsliðsins

Mynd úr safni

„Það var sett af stað ákveðið viðbragð við þessum árásum og tókst bara mjög vel,” segir Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, um netárásir sem herjuðu yfir vefsíðu KSÍ á mánudag.

„Árásirnar fólust í því að framkalla umferð um vefinn. Það er ómögulegt að greina hvaðan þær koma,” segir Þóra og bætir við; „Við erum með varnir gegn þessu og sú vinna hefur gengið vel.“ Tilefni árásanna var þvottaburstinn sem birtist í mynd þegar tekið var viðtal við landsliðsfyrirliðann Emre Belözoglu.

Stuðningsmenn Tyrkja voru ekki par sáttir við uppátækið og sumir þeirra fullyrtu að um klósettbursta væri að ræða. Þeir litu á gjörningin sem gríðarlega móðgun við fyrirliðann og þjóðina. Þá skildu margir eftir athugasemd á Facebook-færslu KSÍ.

Vefsíða Isavia aftur fullvirk eftir tölvuárás

Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, fordæmdi meðferðina sem tyrkneska landsliðið fékk á Keflavíkurflugvelli við komu á sunnudaginn. Hann sagði meðferðina óásættanlega og ekki í takt við góð samskipti milli ríkja. Fyrirliði landsliðsins hélt því fram að þeir hafi tafist um þrjár klukkustundir á flugvellinum vegna sérstakrar öryggisleitar. Síðar kom í ljós að rúm klukkustund leið frá lendingu þar til þeir komust út úr Leifsstöð. Þá var öryggisleitin hluti af almennu verklagi Isavia. Flug tyrknesku leikmanna kom frá flugvelli utan Schengen-svæðisins og því óvottaður.

Vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli, lá niðri í um tvo tíma vegna tölvuárása á mánudag. Samkvæmt tilkynningu Isavia er um að ræða svokallaða ddos árás. Þá er framkölluð umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Með þeim hætti náðu óprúttnir aðilar að gera vefsíðuna óvirka.

„Það er búið að vera vinna í síðunni og setja upp varnir og það hefur verið í gangi síðan á mánudaginn,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Vefsíðan hefur verið fullvirk síðan við fórum af stað í það. Mögulega hafa árásir haldið áfram en við erum þá búnir að hrinda þeim frá.” Hann segist þá ekki hafa fengið neina útlistun á því.

Samkvæmt frétt tyrkneska fjölmiðilsins Yeni akit stóðu tyrkneskir hakkarar á bak við árásina. Hópurinn, sem kallar sig Anka Neferler Tim, hafi með þessu ætlað að hefna fyrir móttökur sem tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta fékk á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Hakkarahópurinn heldur úti Twitter-síðu. Þar má sjá færslur sem fjalla um árásir á síðu Isavia.

Lengsti naflastrengur sem læknar og ljósmæður höfðu séð

Leikarinn Hlynur Þorsteinsson sýndi nýlega einleikinn Iður í Tjarnarbíói við góðar undirtektir. Meðan leikhúsið leggst í dvala yfir sumarið munu svo sjónvarp og bíó taka við. Við fengum Hlyn til að deila með okkur nokkrum staðreyndum um sjálfan sig.

 

  1. Ég byrjaði lífið á því að setja metin. Sögur fara af því að ég hafi fæðst með lengsta naflastreng sem læknar og ljósmæður höfðu séð. Hef ekki enn fengið þetta staðfest frá yfirvöldum en ég státa mig af þessum upplýsingum við útvalda.
  2. Bjó í Þýskalandi sem krakki og spilaði fótbolta með liði sem skipað var einungis innflytjendum. Tvö lið í bænum og annað þeirra einungis fyrir innflytjendur og hitt fyrir innfædda; áhugaverð skipting fyrir 10 ára gutta með ítalskan, keðjureykjandi þjálfara á hliðarlínunni.
  3. Varð fyrir líkamsárás þegar ég var 5 ára. Dádýrsmamma ákvað að ráðast á mig þegar ég ætlaði að klappa kálfinum hennar í dýragarði í Hollandi.
  4. Bjó í gömlu fjárhúsi á unglingsárunum. Gamalt bakhús i miðbænum. Átti kannski einhvern þátt í því hvað ég var lélegur við að klippa á mér hárið.
  5. Bjó í Þýskalandi árið 2010 en vann í sumarhúsaþorpi í Hollandi við þrif og almennar viðgerðir. Fékk daglega far með samstarfsfélaga þar sem við rúntuðum frá Þýskalandi og yfir til Hollands. Kann ekkert í hollensku en táknmálið fyrir „ég þrífa“ og „þú þrífa“ kom mér í gegnum þetta.

Íslenska stuttmyndin Even Asteroids Are Not Alone hlýtur verðlaun Konunglegu mannfræðistofnunarinnar

||
Jón Bjarki Magnússon.

Íslenska stuttmyndin Eve Online, Even Asteroids Are Not Alone, hefur hlotið verðlaun í flokknum Besta mannfræðilega stuttmyndin. Verðlaunin veitir Hin konunglega Mannfræðistofnun Bretlands og Írlands.

Leikstjóri myndarinnar, Jón Bjarki Magnússon, greinir frá sigrinum á Facebook. „Vá, ég verð að viðurkenna að ég varð töluvert hissa þegar ég heyrði af því að stutta heimildamyndin mín um vináttu hefði hlotið sérstök verðlaun fyrir bestu mannfræðilegu stuttmyndina,” skrifar Jón og bætir við; „Þetta er auðvitað mikill heiður, ekki síst fyrir þann sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði heimildamyndagerðar og sjónrænnar mannfræði.”

Hann segist þá vilja tileinka verðlaunin þeim fjórtán Eve Online spilurum sem ljá myndinni rödd sína. „Án þeirra magnaða framlags hefði myndin auðvitað aldrei orðið það sem hún er. Takk.” Kvikmyndin er 17 mínútna stuttmynd sem skoðar hvernig vinátta myndast milli leikmanna Eve Online. Allt myndefni er fengið innan úr leiknum sjálfum.

Eve Online er íslenskur netleikur þróaður og rekinn af fyrirtækinu CCP. Höfuðstöðvar fyrirtækisins er staðsett út á Granda. Yfir 47.000 spilarar eru tengdir leiknum á hverri stundu um allan heim.

Skjáskot úr stuttmyndinni
Skjáskot úr stuttmyndinni

Ísland eignast fulltrúa í stjórn Alþjóða vinnumálastofnunnarinnar

Mynd: ASÍ

Yfirlögfræðingur ASÍ, Magnús Norðdahl, er fyrsti fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóða vinnumálastofnunnarinnar. Stofnunin fagnar 100 árum í ár. Magnús var kjörinn í stjórnina á 108 þingi stofnunarinnar í Genf.

„Fulltrúar íslenskra atvinnurekenda og stjórnvalda eru einnig þátttakendur og félags- og barnamálaráðherra var viðstaddur setningu þingsins,“ segir í tilkynningunni. Ásamt Magnúsi situr Drífa Snædal forseti ASÍ fyrstu daga þingsins Þá tekur Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, þátt í Norrænum ILO skóla og situr þingið sem nemandi Magnúsar.

„Alþýðusamband Íslands mun leggja sitt lóð á vogaskálarnar til að þessi tilmæli, ef þau verða að veruleika, verði fullgilt á Íslandi enda í samræmi við stefnu stéttarfélaganna, samtaka atvinnurekenda og stjórnvalda.“

Alþjóða vinnumálastofnunin var stofnuð á grunni þríhliða samstarfs: Stéttarfélaga, stjórnvalda og atvinnurekenda. „Í gegnum hana hafa verið samþykktir merkustu sáttmálar heims; svo sem bann við nauðungarvinnu, réttinn til þátttöku í stéttarfélögum, réttinn til verkfalla, bann við barnavinnu, bann við mismunum og svo mætti lengi telja. Stofnunin hefur einfaldlega sett viðmið um hvað séu réttar og sanngjarnar reglur á vinnumarkaði heimsins síðustu 100 árin.

Samkvæmt tilkynningu ASÍ er bundið vonir við að á þinginu verði samþykkt ný tilmæli gegn ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfi. „Þetta yrði fyrsti alþjóðasáttmáli sinnar tegundar og markar tímamót í alþjóðlegri baráttu gegn áreiti og ofbeldi. Hvort tekst að samþykkja tilmælin kemur í ljós þann 21. júní en þessar tvær vikur á þinginu verða nýttar til að klára viðræður um orðalag og efni,“ segir í tilkynningu ASÍ.

„Ísland hefur ekki verið neitt sérstaklega duglegt við að fullgilda sáttmála og tilmæli frá ILO, að undanskildum grundvallarsáttmálunum. Betur má ef duga skal.“

Erum við að reka saman fyrirtæki eða ástarsamband?

Höfundur / Íris Eik Ólafsdóttir, réttarfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Ástin er það afl sem gerir pörum kleift að styðja hvort annað, auka hamingju og stofna til fjölskyldu. En í sjálfu sér skapar hún ekki persónulega færni og getu til þess að láta hana vaxa og dafna. Til að þróa hamingjuríkt samband þarf fólk að geta sýnt hlýju, nærgætni, örlæti, áreiðanleika, tryggð og skuldbindingu. En á sama tíma að hafa þrautseigju og geta fyrirgefið.

Pör sem koma til mín í fjölskyldumeðferð nefna oft að þau upplifi sig vera að reka saman fyrirtæki en séu ekki í ástarsambandi. Slíkar aðstæður geta verið einmanalegar og fólk upplifir sig vera að missa af mikilvægum lífsgæðum eins og að eiga einhvern að sem maður getur deilt öllu með, hlýju, nánd og kynlífi.

Stundum upplifir annar aðilinn meiri óánægju við þessar aðstæður á meðan hinn upplifir að þetta hafi þróast með vilja beggja og hafi verið þegjandi samkomulag vegna mikils álags hjá parinu. Því getur það komið öðrum aðilanum á óvart að heyra maka sinn lýsa að sér hafi liðið illa lengi og sé með óuppfylltar þarfir. Þess vegna er mikilvægt fyrir einstaklinga í parsambandi að sofna ekki á verðinum, né taka hvort öðru sem sjálfsögðum hlut heldur ræða reglulega saman um sambandið sitt. Það er vinna að vera í góðu og gefandi ástarsambandi og það dafnar ekki að sjálfu sér.

Vertu forvitinn um makann þinn, sýndu honum áhuga og hlýju, komdu honum reglulega á óvart, daðraðu við hann, láttu hann vita hvað þú kannt að meta við hann, spurðu hann hvaða þrár og langanir hann hefur og deildu þínum með honum. Gagnlegt er fyrir pör að ræða reglulega saman og fara stefnumót, alla vega einu sinni í mánuði, prófa eitthvað nýtt, fara saman í ræktina, gönguferð eða jafnvel borða saman í hádeginu.

En ef fólk á erfitt með að ræða saman getur hugræn atferlismeðferð komið að gagni. Aðferðin er hönnuð til að hjálpa pörum að þjálfa upp þetta samtal sem er lykillinn að því að pör geti átt góð samskipti og fengið ævilangt verkfæri. Aðferðin aðstoðar parið við að gera hugsun þeirra skýrari og þá um leið samskiptin með það að leiðarljósi að fyrirbyggja að gjá myndist á milli þeirra.

Einstaklega einfaldur og bragðgóður kínverskur kjúklingaréttur

Mynd / Karl Petersson

Kjúklingur er hráefni sem tekur mjög vel í sig bragð. Þess vegna er svo gott að nota hann þegar mismunandi krydd eru notuð. Þessi bragðmikli réttur er látinn malla í einum potti sem gerir matseldina einfalda.

 

Kínversk kjúklingalæri
fyrir 4-6

Þessi réttur er búinn að fylgja fjölskyldunni frá því ég man eftir mér. Hann er í uppskrfitabók sem fylgdi Römertopf-pottinum sem mamma keypti í kringum 1970. Mjög fljótlegur og bragðgóður. Ef þið eigið Römertopf-pott þá er náttúrulega tilvalið að nota hann.

5-6 kjúklingalæri, eða 1 kjúklingur hlutaður niður í bita
60 g smjör
salt
pipar
gott karrí
250 g sveppir, skornir í bita
6 stk. skalotlaukur, grófsaxaður langsum
1 dl möndlur, eða möndluflögur
1 dl rúsínur
sojasósa

Brúnið lærin (kjúklingahlutana) á pönnu í smjörinu, saltið og kryddið með pipar og karríi. Leggið lærin í ofnfast fat með loki og hellið safanum yfir. Setjið sveppi og lauk út í. Ef þið notið heilar möndlur, takið þá hýðið af og hlutið í tvennt (má líka nota möndluflögur).

Bætið þá möndlum og rúsínum saman við og að lokum sojasósu yfir allt. Blandið öllu létt saman. Steikið í 40-50 mín. við 220°C. Berið fram með hrísgrjónum.

Umsjón / Guðný Þórarinsdóttir
Myndir / Karl Petersson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Sólrún Diego leyfir ekki myndatökur í athöfninni

||
Mynd / Pixabay|Sólrún svaraði ýmsum spurningum á Instagram í gær.|Sólrún Diego er vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún gaf út bókina Heima árið 2017

Brúðkaupsgestir Sólrúnar Diego mega ekki taka myndir í athöfninni í sumar.

 

Bloggarinn og hreingerningasnapparinn Sólrún Diego og unnusti hennar munu ganga í það heilaga í sumar. Fylgjendur hennar á Instagram spurðu hana úr í brúðkaupið í gær og þá greindi hún frá því að hún mun ekki leyfa myndatökur í athöfninni.

Sólrún, sem er með rúmlega 35 þúsund fylgjendur á Instagram, bauð fylgjendum sínum að senda á sig spurningar í gær. Spurningar í tengslum við brúðkaupið voru algengar. Fólk vildi fá að vita hvenær brúðkaupið verður og hvort fylgjendur hennar fái að fylgjast með brúðkaupsdeginum á samfélagsmiðlum.

„Ég ætla ekki að deila dagsetningunni og myndatökur verða ekki leyfðar í athöfninni. En ég mun líklega deila einhverju á mína miðla daginn eftir,“ skrifaði Sólrún í svari sínu.

Sólrún svaraði ýmsum spurningum á Instagram í gær.

Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur„óraunhæf og óábyrg“

Þorsteinn Víglundsson. Mynd / Viðreisn

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina verði að endurskoða fjármálastefnu sína. „Þær eru enn að okkar mati of bjartsýnar.” Svigrúmið sem ríkisstjórnin ætli sér dugir engann veginn til.

Þetta kom fram á fjölmiðlafundi Viðreisnar sem hófst kl 11:00 í morgun. „Það er gert ráð fyrir að neytendur haldi sínu striki.” Þorsteinn segir fjármálastefnuna vera óraunhæfa og óábyrga. Kólnun hagkerfisins ætti ekki að hafa komið neinum á óvart og bætir við að sveiflurnar eru undirliggjandi vandamál í efnahagslífinu. „Þegar við náum okkar hápunktum er óhjákvæmlega einhverskonar leiðrétting. „Krónan hefur veikst jafnt og þétt undanfarin tvö ár.”

Hann segir vel hægt að aðlaga stefnuna þar sem niðursveifla hefur staðið yfir síðast liðna 18 mánuði. Þá segir hann ríkisstjórnina reka kerfið með 1,3% halla. „Ríkisstjórnin er að draga úr fjárfestingum enn frekar, verða skornar niður um 10 milljónir,” segir Þorsteinn og bætir við að ákvörðunin sé gagnrýnisverð. Hann segir kólnun í hagkerfi vera tími til að auka fjárfestingar. „Það þarf 0,6% vegna viðbótarfjárfestingar ríkissjóðs.” Þá segir hann 0,3% ætlað sem svigrúm fyrir sveitarfélögin. „Það er fjórðungur svigrúmsins.”

Þorsteinn segir ýmis verkefni hægt að hraða og nefnir verkefni tengd Borgarlínunni „Tengingin Hamraborg-Fjörður sem er umfangsmikið verkefni.” Þá telur hann nauðsynlegt að ráðast í vegaframkvæmdir. „Við höfum vanrækt innviðafjárfestingar í samgöngum. Höfum séð mikla og vaxandi slysatíðni samhliða aukningu á ferðamönnum.”

Skemmtilegar hópferðir við allra hæfi

Árshátíðarferðir og skemmtilegar hópferðir eru sérgrein ferðaskrifstofunnar Visitor.

 

Ferðaskrifstofan Visitor hefur um ellefu ára skeið skipulagt árshátíðarferðir og skemmtilegar hópferðir fyrir fyrirtæki og ýmsa hópa með góðum árangri. Nú er rétti tíminn til að skipuleggja ferðir haustsins og næsta vetrar, segir Guðrún St. Svavarsdóttir, verkefnastjóri hópadeildar Visitor, enda hefur framboð af flugsætum minnkað og þá skiptir máli fyrir hópa að huga sem fyrst að pöntunum áður en allt selst upp eða verð hækkar of mikið.

„Sérsvið okkar snýr að skipulagningu hópferða til útlanda og má þar helst nefna sérsniðnar árshátíðarferðir fyrir stór og smá fyrirtæki og einnig ferðir fyrir vinahópa, félagasamtök, saumaklúbba og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilega daga saman erlendis. Þá sjáum við um ferðina frá a-ö, allt frá því að bóka flug og gistingu, bóka ferðir til og frá flugvelli, sjá um árshátíðarkvöldverð, skemmtiatriði, veislustjóra og tónlistaratriði auk þess að bóka skoðunarferðir fyrir hópinn. Með stærri hópum fylgir starfsmaður Visitor með í ferðina til að vera hópnum innanhandar.“

Vinsælustu árshátíðarferðir síðustu ára hafa verið til Berlínar, Brighton, Dublin og Heidelberg, að sögn Guðrúnar, en einnig hafa Varsjá, Gdansk og Búdapest verið mjög vinsælir viðkomustaðir.

Enski boltinn vinsæll

Þegar kemur að enska boltanum býður Visitor upp á gott úrval fótboltaferða en þær eru alltaf jafnvinsælar, segir Guðrún. „Flestar fótboltaferðirnar eru á leiki með Manchester United, Arsenal og Liverpool. Við getum þó útvegað miða á alla leiki í ensku deildinni en við eigum miða á hvern einasta leik hjá þessum stóru liðum. Á dögunum gerði Arsenalklúbburinn á Íslandi samning við okkur um ferðir á þeirra vegum svo stuðningsmenn þeirra munu hafa gott aðgengi að ferðum á Emirates-leikvanginn á næstu leiktíð. Einnig má nefna að mörg íþróttafélög leita til okkar en þau ferðast mikið með flokkana sína í keppnis- og æfingaferðir á okkar vegum.“

Alltaf uppselt

Tónleikaferðir Visitor hafa verið vinsælar undanfarin ár og verið uppselt í þær allar, að sögn Guðrúnar. „Það eru flottar ferðir fram undan en þar má helst nefna tónleika með Cher sem verða haldnir í Berlín næsta haust. Fararstjórar þar verða engir aðrir en Friðrik Ómar og Jógvan Hansen. Mánuði síðar höldum við svo til Kaupmannahafnar að sjá Michael Bublé en það eru danshjónin Jói og Thea sem verða fararstjórar ferðarinnar.“

Í desember verður hópferð á Heimsmeistaramótið í pílukasti undir stjórn Páls Sævars Guðjónssonar en nú þegar er kominn langur biðlisti á þennan magnaða viðburð. „Svo má nefna eina spennandi nýjung hjá okkur fyrir þá sem vilja komast í sólina en samt hreyfa sig í fríinu. Um er að ræða hreyfiferð með Ólöfu Björnsdóttur til Cambrils Park í Salou á Spáni, dagana 17. -24. september.“

„Við erum á fullu þessa dagana að svara fyrirspurnum um ferðir í haust en einnig eru fyrirspurnir byrjaðar að berast vegna ferða eftir áramót og fram á vor.“

Ferðaskrifstofan Visitor var stofnuð af Þorbjörgu Sigurðardóttur, öðru nafni Obbý, en starfsfólk fyrirtækisins býr yfir 50 ára reynslu í skipulagningu á árshátíðarferðum, tónleikaferðum og íþróttaferðum. „Við erum á fullu þessa dagana að svara fyrirspurnum um ferðir í haust en einnig eru fyrirspurnir byrjaðar að berast vegna ferða eftir áramót og fram á vor.“

Frekari fyrirspurnir má senda á [email protected] og nánari upplýsingar má finna á www.visitor.is.

Studíó Birtíngur
Í samstarfi við Visitor

 

 

 

 

 

Sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum

Mynd úr safni

„Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti sýnir að STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum,” segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem skimað er fyrir þessari eiturmyndandi tegund.”

„Tilgangur skimunarinnar var að kanna stöðu sjúkdómsvaldandi örvera í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur, og fór því sýnatakan fram í verslunum,” segir í tilkynningunni. „Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna frá mars til desember 2018.”

„E. coli. STEC getur valdið alvarlegum veikindum í fólki en algeng sjúkdómseinkenni eru niðurgangur en einnig getur sjúkdómurinn leitt til nýrnaskaða.” Smit getur borist með menguðum matvælum eða vatni. Þá getur bein snerting við smituð dýr eða umhverfi mengað af saur aukið smithættu.

„Skimunin var á vegum Matvælastofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.” Þá var einnig skimað eftir salmonellu og kampýlóbakter í svína- og alifuglakjöti. Hvorugt greindist í kjöti að undanskilinni salmonellu sem fannst í einu sýni af svínakjöti. „Ljóst er að mikill árangur hefur náðst með forvörnum og eftirliti í eldi og við slátrun alifugla og svína.”

Færri Íslendingar með aðildarkort í Costco

|
|Business Insider fjallar um Þóreyju og Ómar og „Costco-barnið“ þeirra.

Um 53% landsmanna eru núna með aðildarkort í Costco. Mun fleiri voru með aðildarkort í fyrra.

 

Vinsældir bandarísku keðjunnar Costco virðast hafa farið dvínandi á Íslandi ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar MMR.

Útibú Costco var opnað hér á landi árið 2017. Þá leiddi könnun, sem gerð var í janúar árið 2018, að 71% landsmanna áttu aðildarkort í Costco. Niðurstöður nýrrar könnunar MMR, sem gerð var í maí á þessu ári, leiddi þá í ljós að núna eiga mun færri Íslendingar kort í Costco, eða um 53% landsmanna.

„Er nú rúmlega helmingur (53%) Íslendinga með virkt aðildarkort í Costco samanborið við 71% landsmanna í upphafi árs 2018. Á sama tíma og þeim hefur fækkað sem eru með virkt Costco aðildarkort hefur hlutfalli þeirra sem hyggjast endurnýja kortið aukist. Hyggjast nú 78% þeirra sem hafa virkt aðildarkort endurnýja kortið þegar þar að kemur samanborið við 60% í janúar 2018,“ segir meðal annars á vef MMR.

Könnunin leiddi einnig í ljós að nokkur munur var á Costco aðild eftir stjórnmálaviðhorfum. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist hvað líklegast til að vera með Costco aðildarkort.

Formannskjör Íhaldsflokksins – Boris Johnson með flest atkvæði eftir fyrstu umferð

Mynd: Annika Haas

Fyrsta umferð í kosningu Íhaldsflokksins í Bretlandi um nýjan formann er lokið. Boris Johnson var með langflest atkvæði. Þá standa sjö frambjóðendur af tíu eftir, að honum meðtöldum.

RÚV greinir frá. Boris fékk 114 atkvæði frá þingmönnum Íhaldsflokksins. Jeremy Hunt, sem var með næst flest atkvæði, fékk 43. Þá var Michael Gove með 37 atkvæði. Þrír frambjóðendur sem helltust úr lestinni fengu færri en sauján atkvæði. Þeir koma því sjálfkrafa ekki lengur til greina. Það eru þau Mark Harper, Andrea Leadsom og Esther McVey. Leadson og McVey voru einu konurnar í framboði.

Í næstu viku verður kosið á milli þeirra sjö sem eftir eru. Þá verða nokkrar umferðir þar til tveir frambjóðendur standa eftir. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 18-20. Júní og mun niðurstaða liggja fyrir 22. júní. Theresa May sem steig til hliðar sem formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands 7. júní síðast liðinn. Þá er nýr formaður flokksins líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra.

Bilun í miðlægum búnaði Vodafone í morgun

Mynd: Vodafone.is

Viðskiptavinir Vodafone gætu hafa lent í vandræðum með nettengingu í morgun. Útfall var á netbúnaði sem hafði áhrif á ýmsa þjónustu. Þetta hefur Mannlíf eftir Kjartani Briem, framkvæmdastjóra tæknisviðs Vodafone.

 

„Í morgun lentum við í útfalli á netbúnaði sem hafði áhrif á ýmsa þjónustu,“ segir Kjartani og útskýrir í hverju það fólst. „Meðal annars gætu einhverjir viðskiptavinir hafa verið netsambandslausir. Um var að ræða bilun í miðlægum búnaði.“

Aðspurður hvort þetta gæti tengst netárásum á íslenskar síður síðast liðna daga segir hann svo ekki vera. „Við erum einnig með sterkar varnir fyrir árásum og fylgjumst grannt með því, og við sjáum ekki að neitt markverkt hafi verið í gangi gagnvart vodafone.is.“ Þá segir hann vefsíðu Vodafone ekki hafa farið niður í morgun.

Vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli, lá niðri í um tvo tíma vegna tölvuárása á mánudag. Samkvæmt tilkynningu Isavia er um að ræða svokallaða ddos árás. Þá er framkölluð umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Með þeim hætti náðu óprúttnir aðilar að gera vefsíðuna óvirka.

Gómsætur glóðaður kúrbítur með fetaosti

Mynd / Kristinn Magnússon

Það eru endalausir möguleikar á því að matreiða kúrbít. Hann er góður hrár, í þunnum sneiðum með góðri salatsósu, steiktur eða grillaður sem meðlæti með kjöti og fiski og síðan frábær í alla mögulega grænmetisrétti að ekki sé talað um brauð og sætabrauð.

 

Glóðaður kúrbítur með fetaosti
forréttur fyrir 4

Þetta er ótrúlega einfaldur og ljúffengur réttur. Grillið eða steikið kúrbítinn vel svo hann brúnist. Fetaosturinn á einstaklega vel við kúrbítinn.

2 kúrbítar
2-4 msk. olía
2 hvítlauksrif, sneidd
salt og pipar
2 msk. fersk steinselja, eða 2 tsk. þurrkuð
1 ½ -2 dl fetaostur

Skerið kúrbítinn í tvennt og síðan í sneiðar. Setjið hvítlaukssneiðarnar í olíuna og penslið kúrbítinn með olíunni. Grillið síðan á heitu grilli. Það má líka steikja kúrbítinn á pönnu í olíunni í þremur umferðum; steikið örlítinn hvítlauk með í hverri umferð.

Setjið kúbítinn í skál, saltið og piprið og blandið steinselju og fetaosti saman við.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Kristinn Magnússon

Fannst látin á baðherbergisgólfinu

Lilya Novikova var nokkuð fræg í pókerheiminum.

Pókerspilarinn Lilya Novikova er talin hafa látist af völdum raflosts.

Rússneski pókerspilarinn Lilya Novikova fannst látin á baðherbergi heimilis síns í Moskvu. Hún lést af völdum raflosts, 26 ára gömul. Þessu er greint frá á vef BBC.

Í rússneskum miðlum er sagt frá því að Lilya hafi verið að nota bilaðan hárblásara þegar hún fékk raflostið og féll í gólfið.

Það voru nágrannar Lilyu sem komu að henni látinni á baðherbergisgólfinu eftir að foreldrar hennar höfðu hringt í þau og beðið þau um að athuga hvort það væri í lagi með hana. Nágrannarnir höfðu lykil að íbúðinni.

Lilya var vinsæl í pókerheiminum en hún spilaði póker á Netinu. Hún lærði verkfræði í Bauman University í Moskvu.

Móðir Hauks gagnrýnir utanríkisráðherra fyrir sterkari viðbrögð vegna landsliðsins en leitar að Hauk

„Þegar fréttist að Haukur hefði farist í loftárás Tyrkja fór ég fram á að Utanríkisráðuneytið hefði samband við ráðamenn í Tyrklandi til að fá það staðfest eða hrakið,“ skrifar Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafi látist í Sýrlandi í fyrra á Facebook síðu Vina Hauks Hilmarssonar.

Hún gefir til kynna að utanríkisráðherra hafi tekið samskipti við Tyrkland vegna landsliðs Íslands í fótbolta alvarlegar en leitina að Hauk. „Ég nefndi m.a. tyrkneska Utanríkisráðneytið og tyrkneska hermálaráðuneytið,”  og bætir við; „Ég fékk þau svör að það væri „ekki hægt“, „þannig væru slík mál ekki unnin“, að allt yrði að fara „eftir diplómatískum kanölum“.”

Eva segist ítrekað reynt að ná fundi með Utanríkisráðherra Tyrklands. Það var ekki fyrr en fleiri fjölskyldumeðlimir Hauks blönduðu sér í málið sem hún fékk loksins jákvæð svör frá ráðherranum. „[Þá] var það svo skyndilega hægt. Síðar komst ég þó að því að símtal Guðlaugs Þórs við Varnarmálaráðherra var ekki að hans undirlagi, heldur hafði Rósa Björk Brynjólfsdóttir gengið í málið og séð til þess að Varnarmálaráðherra hafði samband.”

„En við skulum athuga að í því tilviki var líka bara um að ræða mannslíf. Ekki eitthvað mikilvægt eins og það að láta tyrknesk stjórnvöld vita að ráðherra vildi alls ekki að menn væru að mógða landsliðið,” skrifar Eva að lokum.

„Mikil grundvallarmistök ríkisstjórnarinnar að láta WOW fara í gjaldþrot”

|
Mynd/Isavia

„Í augum undirritaðs voru það mikil grundvallarmistök ríkisstjórnarinnar að láta WOW fara í gjaldþrot,” skrifar Ole Anton Bieltvedt, alþjóðlegur kaupsýslumaður, í skoðanapistli í Fréttablaðinu. Þá segir hann „víðtækar og alvarlegar afleiðingar” fallsins verða sýnilegri með tímanum.

„Eitt er brottfall starfa hjá WOW og þjónustuaðilum þeirra, um 2.500 manns, sem er feikilegur hlutfallslegur fjöldi hér,” skrifar Ole og bætir við; „Jafngildir 42.000 manns í Danmörku og yfir 580.000 manns í Þýzkalandi. Flest þetta fólk fer úr því að vera gildir skattgreiðendur í það að verða atvinnuleysisbótaþegar; tvöföld neikvæð áhrif.”

„Annað eru hin víðtæku óbeinu, neikvæðu áhrif, sem í lok dags munu ná til flestra króka og kima samfélagsins, en við vorum komin á það stig með ferðaþjónustuna, að hún stóð undir um helmingi gjaldeyristekna þjóðarinnar, og WOW flutti nær þriðjung allra ferðamanna til landsins.”

„Fjöldi ferðamanna gæti farið úr um 2,5 milljónum niður í um 2,0 milljónir manna í ár, vegna falls WOW,” skrifar hann og bætir við að fyrrnefndur fjöldi hefði skilað 500 milljörðum í gjaldeyristekjum. Tekjutapið gæti kostað þjóðarbúið 100 milljarða næsta árið, vegna brottfalls WOW. „Þessi gífurlega tekjuskerðing mun bitna á rúturekstri og fólksflutningum, leigubílaakstri, veitingastöðum og hótelum, verzlanarekstri svo og hvers konar starfsemi og þjónustu, að ógleymdri gistiþjónustu bænda, um allt land.”

„Gott að vera vitur eftirá“

„Stærsta fyrirtæki landsins er íslenzka ríkið. Þeir þrír, sem þar eru helzt í fyrirsvari, eru bókmenntafræðingur, lögfræðingur og dýralæknir; allt gott fólk og fært á sínu sviði” skrifar Ole og bætir við; „En aldeilis reynslu- og kunnáttulítið í stjórnun og rekstri fyrirtækja.”

„Það er gott að vera vitur eftir á, kunna menn að segja, en það á ekki við hér; þetta mikla og alvarlega bakslag, í hinu margvíslegasta formi, var fyrirfram augljóst og óhjákvæmilegt,” skrifar Ole. „Skyldi eitthvert hinna stærri fyrirtækja landsins hafa óskað sérstaklega eftir veru þessa fólks í stjórn sinni? Spurning, en svona virkar lýðræðið oft; það er ekki alltaf skilvirkt.”

Fyrsta messa Notre Dame eftir eldsvoðann

Messa verður haldin í Frúarkirkjunni í París, Notre Dame, næstkomandi laugardag. Tveir mánuðir eru liðnir síðan kirkjan stórskemmdist í eldsvoða. Þetta er í fyrsta sinn sem hún verður tekin í notkun eftir brunann.

„Það er mikilvægt að halda messuna til að sýna að dómkirkjan er ennþá lifandi og opin kirkja,“ sagði Monsignor Patrick Chauvet, yfirklerkur Notre Dame, í viðtali við La Croix. „Þetta er táknræn dagsetning.” Tilefnið er vígsludagur altarisins, sem er 16. Júní. Messan fer fram deginum fyrr til þess að minnast eldsvoðans sem átti sér stað 15. apríl.

Messan fer fram í lítill hliðarkapellu þar sem meint þyrnikóróna Krists er varðveitt. Fyrir brunann voru hundruði presta viðstaddir vígsluna. Öryggisástæður gera það að verkum að einungis örfáir útvaldir verða viðstaddir athöfnina. Þá er reiknað með um tuttugu manns en messunni verður líklega streymt á netinu.

Eins og áður segir kviknaði eldur í Notre dame 15. apríl síðast liðinn. Slökkvilið Parísar stóð í ströngu við að slökkva eldana. Þeim tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar, þar á meðal tveimur turnum hennar og ýmsum merkum munum úr kirkjunni. Þak Notre Dame hrundi aftur á móti. Emmanuel Macron, forseti Frakklands hét því að Notre Dame kirkjan í París verði endurreist. Macron kallaði eftir aðstoð hæfleikaríkasta fólks við endurreisn kirkjunnar.

Þrír menn handteknir vegna líkamsárásar í Vesturbænum

Þrír menn voru handteknir í Vesturbænum í gærkvöldi, grunaðir um líkamsárás og brot á vopnalögum. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu.

Bifreið var stöðvuð við Snorrabraur í gærkvöldi. Ökumaðurinn var grunaður um  akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var sviptur ökuréttindum. Þá var hann grunaður um misnotkun á skráninganúmerum og vörslu fíkniefna. Önnur bifreið var stöðvuð í Kópavogi í nótt. Ökumaðurinn var grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Bifhjól var stöðvað á Reykjanesbraut eftir hraðamælingu. Mældist hraðinn 119 kílómetrar á klukkustund. Löglegur hraði er 80 kílómetrar á klukkustund.

Afskipti voru höfð af ungum manni í heimahúsi í Árbænum. Hann var grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Þá voru fíkniefninn haldlögð á vettvangi. Maður var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi. Einnig grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Kópavogi laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Það var ítrekað búið að tilkynna um manninn vera að fara í ólæstar bifreiðar. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í bílskúr í Breiðholti í nótt. Þar var þvingaður upp gluggi og farið inn.  Tilkynnandi kom að manninum og reyndi að stöðva för hans en þá dró maðurinn upp hníf og ógnaði tilkynnanda með honum. Maðurinn komst síðan burt á Vespu og fannst ekki.

Fall WOW air talinn stærsti þáttur í samdrætti erlendrar kortaveltu

Erlend kortavelta nam 16,2 milljörðum króna síðast liðinn maí. Það er 13,1% samdráttur á milli ára. Fall WOW air er talinn vera stærsti einstaki orsakaþátturinn. Þetta kemur fram á síðu Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Tölur setursins sýna kortaveltu án flugsamgangna og mæla því ekki bein áhrif flugmiðakaupa. Þá sýna þau óbein áhrif sem felast í fækkun ferðamanna.

Gengi krónunnar hefur veikst um 12% frá maí i fyrra. Ferðaafurðir sem eru seldar í krónum virðast því hagstæðari í augum ferðamanna en áður. Ef lækkun kortaveltunnar er reiknuð í erlendri mynt er eyðsla hvers ferðamanns sú sama og fyrir ári. Í íslenskum krónum jókst aftur á móti kortavelta á hvern ferðamann um 13,6%.

Samdráttur í posagreiðslum nam tæplega 17% en samdráttur um net var rúmlega 5%. „Verulegur hluti þess sem útlendingar greiða fyrir hérlendis með kortum sínum fer í gegn um netsölu. Sá hluti er oftar en ekki pöntun fram í tímann á þjónustu sem neyta á síðar,” segir í tilkynningu rannsóknarsetursins.

„Stærsti flokkurinn í netsölu, bæði hlutfallslega og mælt í veltu er ýmis ferðaþjónusta en hann inniheldur afþreyingaferðir, ferðaskipuleggjendur og álíka. Um 70% kortaveltu flokksins kemur í gegn um netið (2,5 ma.kr.) og dróst sá hluti einungis saman um tæpt eitt prósent frá fyrra ári, samanborið við ríflega 16% samdrátt sama flokks í gegn um posa.”

Lítið um netárásir tyrkneska hakkara þrátt fyrir sigur Íslenska landsliðsins

Mynd úr safni

„Það var sett af stað ákveðið viðbragð við þessum árásum og tókst bara mjög vel,” segir Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, um netárásir sem herjuðu yfir vefsíðu KSÍ á mánudag.

„Árásirnar fólust í því að framkalla umferð um vefinn. Það er ómögulegt að greina hvaðan þær koma,” segir Þóra og bætir við; „Við erum með varnir gegn þessu og sú vinna hefur gengið vel.“ Tilefni árásanna var þvottaburstinn sem birtist í mynd þegar tekið var viðtal við landsliðsfyrirliðann Emre Belözoglu.

Stuðningsmenn Tyrkja voru ekki par sáttir við uppátækið og sumir þeirra fullyrtu að um klósettbursta væri að ræða. Þeir litu á gjörningin sem gríðarlega móðgun við fyrirliðann og þjóðina. Þá skildu margir eftir athugasemd á Facebook-færslu KSÍ.

Vefsíða Isavia aftur fullvirk eftir tölvuárás

Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, fordæmdi meðferðina sem tyrkneska landsliðið fékk á Keflavíkurflugvelli við komu á sunnudaginn. Hann sagði meðferðina óásættanlega og ekki í takt við góð samskipti milli ríkja. Fyrirliði landsliðsins hélt því fram að þeir hafi tafist um þrjár klukkustundir á flugvellinum vegna sérstakrar öryggisleitar. Síðar kom í ljós að rúm klukkustund leið frá lendingu þar til þeir komust út úr Leifsstöð. Þá var öryggisleitin hluti af almennu verklagi Isavia. Flug tyrknesku leikmanna kom frá flugvelli utan Schengen-svæðisins og því óvottaður.

Vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli, lá niðri í um tvo tíma vegna tölvuárása á mánudag. Samkvæmt tilkynningu Isavia er um að ræða svokallaða ddos árás. Þá er framkölluð umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Með þeim hætti náðu óprúttnir aðilar að gera vefsíðuna óvirka.

„Það er búið að vera vinna í síðunni og setja upp varnir og það hefur verið í gangi síðan á mánudaginn,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Vefsíðan hefur verið fullvirk síðan við fórum af stað í það. Mögulega hafa árásir haldið áfram en við erum þá búnir að hrinda þeim frá.” Hann segist þá ekki hafa fengið neina útlistun á því.

Samkvæmt frétt tyrkneska fjölmiðilsins Yeni akit stóðu tyrkneskir hakkarar á bak við árásina. Hópurinn, sem kallar sig Anka Neferler Tim, hafi með þessu ætlað að hefna fyrir móttökur sem tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta fékk á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Hakkarahópurinn heldur úti Twitter-síðu. Þar má sjá færslur sem fjalla um árásir á síðu Isavia.

Lengsti naflastrengur sem læknar og ljósmæður höfðu séð

Leikarinn Hlynur Þorsteinsson sýndi nýlega einleikinn Iður í Tjarnarbíói við góðar undirtektir. Meðan leikhúsið leggst í dvala yfir sumarið munu svo sjónvarp og bíó taka við. Við fengum Hlyn til að deila með okkur nokkrum staðreyndum um sjálfan sig.

 

  1. Ég byrjaði lífið á því að setja metin. Sögur fara af því að ég hafi fæðst með lengsta naflastreng sem læknar og ljósmæður höfðu séð. Hef ekki enn fengið þetta staðfest frá yfirvöldum en ég státa mig af þessum upplýsingum við útvalda.
  2. Bjó í Þýskalandi sem krakki og spilaði fótbolta með liði sem skipað var einungis innflytjendum. Tvö lið í bænum og annað þeirra einungis fyrir innflytjendur og hitt fyrir innfædda; áhugaverð skipting fyrir 10 ára gutta með ítalskan, keðjureykjandi þjálfara á hliðarlínunni.
  3. Varð fyrir líkamsárás þegar ég var 5 ára. Dádýrsmamma ákvað að ráðast á mig þegar ég ætlaði að klappa kálfinum hennar í dýragarði í Hollandi.
  4. Bjó í gömlu fjárhúsi á unglingsárunum. Gamalt bakhús i miðbænum. Átti kannski einhvern þátt í því hvað ég var lélegur við að klippa á mér hárið.
  5. Bjó í Þýskalandi árið 2010 en vann í sumarhúsaþorpi í Hollandi við þrif og almennar viðgerðir. Fékk daglega far með samstarfsfélaga þar sem við rúntuðum frá Þýskalandi og yfir til Hollands. Kann ekkert í hollensku en táknmálið fyrir „ég þrífa“ og „þú þrífa“ kom mér í gegnum þetta.

Íslenska stuttmyndin Even Asteroids Are Not Alone hlýtur verðlaun Konunglegu mannfræðistofnunarinnar

||
Jón Bjarki Magnússon.

Íslenska stuttmyndin Eve Online, Even Asteroids Are Not Alone, hefur hlotið verðlaun í flokknum Besta mannfræðilega stuttmyndin. Verðlaunin veitir Hin konunglega Mannfræðistofnun Bretlands og Írlands.

Leikstjóri myndarinnar, Jón Bjarki Magnússon, greinir frá sigrinum á Facebook. „Vá, ég verð að viðurkenna að ég varð töluvert hissa þegar ég heyrði af því að stutta heimildamyndin mín um vináttu hefði hlotið sérstök verðlaun fyrir bestu mannfræðilegu stuttmyndina,” skrifar Jón og bætir við; „Þetta er auðvitað mikill heiður, ekki síst fyrir þann sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði heimildamyndagerðar og sjónrænnar mannfræði.”

Hann segist þá vilja tileinka verðlaunin þeim fjórtán Eve Online spilurum sem ljá myndinni rödd sína. „Án þeirra magnaða framlags hefði myndin auðvitað aldrei orðið það sem hún er. Takk.” Kvikmyndin er 17 mínútna stuttmynd sem skoðar hvernig vinátta myndast milli leikmanna Eve Online. Allt myndefni er fengið innan úr leiknum sjálfum.

Eve Online er íslenskur netleikur þróaður og rekinn af fyrirtækinu CCP. Höfuðstöðvar fyrirtækisins er staðsett út á Granda. Yfir 47.000 spilarar eru tengdir leiknum á hverri stundu um allan heim.

Skjáskot úr stuttmyndinni
Skjáskot úr stuttmyndinni

Ísland eignast fulltrúa í stjórn Alþjóða vinnumálastofnunnarinnar

Mynd: ASÍ

Yfirlögfræðingur ASÍ, Magnús Norðdahl, er fyrsti fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóða vinnumálastofnunnarinnar. Stofnunin fagnar 100 árum í ár. Magnús var kjörinn í stjórnina á 108 þingi stofnunarinnar í Genf.

„Fulltrúar íslenskra atvinnurekenda og stjórnvalda eru einnig þátttakendur og félags- og barnamálaráðherra var viðstaddur setningu þingsins,“ segir í tilkynningunni. Ásamt Magnúsi situr Drífa Snædal forseti ASÍ fyrstu daga þingsins Þá tekur Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, þátt í Norrænum ILO skóla og situr þingið sem nemandi Magnúsar.

„Alþýðusamband Íslands mun leggja sitt lóð á vogaskálarnar til að þessi tilmæli, ef þau verða að veruleika, verði fullgilt á Íslandi enda í samræmi við stefnu stéttarfélaganna, samtaka atvinnurekenda og stjórnvalda.“

Alþjóða vinnumálastofnunin var stofnuð á grunni þríhliða samstarfs: Stéttarfélaga, stjórnvalda og atvinnurekenda. „Í gegnum hana hafa verið samþykktir merkustu sáttmálar heims; svo sem bann við nauðungarvinnu, réttinn til þátttöku í stéttarfélögum, réttinn til verkfalla, bann við barnavinnu, bann við mismunum og svo mætti lengi telja. Stofnunin hefur einfaldlega sett viðmið um hvað séu réttar og sanngjarnar reglur á vinnumarkaði heimsins síðustu 100 árin.

Samkvæmt tilkynningu ASÍ er bundið vonir við að á þinginu verði samþykkt ný tilmæli gegn ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfi. „Þetta yrði fyrsti alþjóðasáttmáli sinnar tegundar og markar tímamót í alþjóðlegri baráttu gegn áreiti og ofbeldi. Hvort tekst að samþykkja tilmælin kemur í ljós þann 21. júní en þessar tvær vikur á þinginu verða nýttar til að klára viðræður um orðalag og efni,“ segir í tilkynningu ASÍ.

„Ísland hefur ekki verið neitt sérstaklega duglegt við að fullgilda sáttmála og tilmæli frá ILO, að undanskildum grundvallarsáttmálunum. Betur má ef duga skal.“

Erum við að reka saman fyrirtæki eða ástarsamband?

Höfundur / Íris Eik Ólafsdóttir, réttarfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Ástin er það afl sem gerir pörum kleift að styðja hvort annað, auka hamingju og stofna til fjölskyldu. En í sjálfu sér skapar hún ekki persónulega færni og getu til þess að láta hana vaxa og dafna. Til að þróa hamingjuríkt samband þarf fólk að geta sýnt hlýju, nærgætni, örlæti, áreiðanleika, tryggð og skuldbindingu. En á sama tíma að hafa þrautseigju og geta fyrirgefið.

Pör sem koma til mín í fjölskyldumeðferð nefna oft að þau upplifi sig vera að reka saman fyrirtæki en séu ekki í ástarsambandi. Slíkar aðstæður geta verið einmanalegar og fólk upplifir sig vera að missa af mikilvægum lífsgæðum eins og að eiga einhvern að sem maður getur deilt öllu með, hlýju, nánd og kynlífi.

Stundum upplifir annar aðilinn meiri óánægju við þessar aðstæður á meðan hinn upplifir að þetta hafi þróast með vilja beggja og hafi verið þegjandi samkomulag vegna mikils álags hjá parinu. Því getur það komið öðrum aðilanum á óvart að heyra maka sinn lýsa að sér hafi liðið illa lengi og sé með óuppfylltar þarfir. Þess vegna er mikilvægt fyrir einstaklinga í parsambandi að sofna ekki á verðinum, né taka hvort öðru sem sjálfsögðum hlut heldur ræða reglulega saman um sambandið sitt. Það er vinna að vera í góðu og gefandi ástarsambandi og það dafnar ekki að sjálfu sér.

Vertu forvitinn um makann þinn, sýndu honum áhuga og hlýju, komdu honum reglulega á óvart, daðraðu við hann, láttu hann vita hvað þú kannt að meta við hann, spurðu hann hvaða þrár og langanir hann hefur og deildu þínum með honum. Gagnlegt er fyrir pör að ræða reglulega saman og fara stefnumót, alla vega einu sinni í mánuði, prófa eitthvað nýtt, fara saman í ræktina, gönguferð eða jafnvel borða saman í hádeginu.

En ef fólk á erfitt með að ræða saman getur hugræn atferlismeðferð komið að gagni. Aðferðin er hönnuð til að hjálpa pörum að þjálfa upp þetta samtal sem er lykillinn að því að pör geti átt góð samskipti og fengið ævilangt verkfæri. Aðferðin aðstoðar parið við að gera hugsun þeirra skýrari og þá um leið samskiptin með það að leiðarljósi að fyrirbyggja að gjá myndist á milli þeirra.

Einstaklega einfaldur og bragðgóður kínverskur kjúklingaréttur

Mynd / Karl Petersson

Kjúklingur er hráefni sem tekur mjög vel í sig bragð. Þess vegna er svo gott að nota hann þegar mismunandi krydd eru notuð. Þessi bragðmikli réttur er látinn malla í einum potti sem gerir matseldina einfalda.

 

Kínversk kjúklingalæri
fyrir 4-6

Þessi réttur er búinn að fylgja fjölskyldunni frá því ég man eftir mér. Hann er í uppskrfitabók sem fylgdi Römertopf-pottinum sem mamma keypti í kringum 1970. Mjög fljótlegur og bragðgóður. Ef þið eigið Römertopf-pott þá er náttúrulega tilvalið að nota hann.

5-6 kjúklingalæri, eða 1 kjúklingur hlutaður niður í bita
60 g smjör
salt
pipar
gott karrí
250 g sveppir, skornir í bita
6 stk. skalotlaukur, grófsaxaður langsum
1 dl möndlur, eða möndluflögur
1 dl rúsínur
sojasósa

Brúnið lærin (kjúklingahlutana) á pönnu í smjörinu, saltið og kryddið með pipar og karríi. Leggið lærin í ofnfast fat með loki og hellið safanum yfir. Setjið sveppi og lauk út í. Ef þið notið heilar möndlur, takið þá hýðið af og hlutið í tvennt (má líka nota möndluflögur).

Bætið þá möndlum og rúsínum saman við og að lokum sojasósu yfir allt. Blandið öllu létt saman. Steikið í 40-50 mín. við 220°C. Berið fram með hrísgrjónum.

Umsjón / Guðný Þórarinsdóttir
Myndir / Karl Petersson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Sólrún Diego leyfir ekki myndatökur í athöfninni

||
Mynd / Pixabay|Sólrún svaraði ýmsum spurningum á Instagram í gær.|Sólrún Diego er vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún gaf út bókina Heima árið 2017

Brúðkaupsgestir Sólrúnar Diego mega ekki taka myndir í athöfninni í sumar.

 

Bloggarinn og hreingerningasnapparinn Sólrún Diego og unnusti hennar munu ganga í það heilaga í sumar. Fylgjendur hennar á Instagram spurðu hana úr í brúðkaupið í gær og þá greindi hún frá því að hún mun ekki leyfa myndatökur í athöfninni.

Sólrún, sem er með rúmlega 35 þúsund fylgjendur á Instagram, bauð fylgjendum sínum að senda á sig spurningar í gær. Spurningar í tengslum við brúðkaupið voru algengar. Fólk vildi fá að vita hvenær brúðkaupið verður og hvort fylgjendur hennar fái að fylgjast með brúðkaupsdeginum á samfélagsmiðlum.

„Ég ætla ekki að deila dagsetningunni og myndatökur verða ekki leyfðar í athöfninni. En ég mun líklega deila einhverju á mína miðla daginn eftir,“ skrifaði Sólrún í svari sínu.

Sólrún svaraði ýmsum spurningum á Instagram í gær.

Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur„óraunhæf og óábyrg“

Þorsteinn Víglundsson. Mynd / Viðreisn

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina verði að endurskoða fjármálastefnu sína. „Þær eru enn að okkar mati of bjartsýnar.” Svigrúmið sem ríkisstjórnin ætli sér dugir engann veginn til.

Þetta kom fram á fjölmiðlafundi Viðreisnar sem hófst kl 11:00 í morgun. „Það er gert ráð fyrir að neytendur haldi sínu striki.” Þorsteinn segir fjármálastefnuna vera óraunhæfa og óábyrga. Kólnun hagkerfisins ætti ekki að hafa komið neinum á óvart og bætir við að sveiflurnar eru undirliggjandi vandamál í efnahagslífinu. „Þegar við náum okkar hápunktum er óhjákvæmlega einhverskonar leiðrétting. „Krónan hefur veikst jafnt og þétt undanfarin tvö ár.”

Hann segir vel hægt að aðlaga stefnuna þar sem niðursveifla hefur staðið yfir síðast liðna 18 mánuði. Þá segir hann ríkisstjórnina reka kerfið með 1,3% halla. „Ríkisstjórnin er að draga úr fjárfestingum enn frekar, verða skornar niður um 10 milljónir,” segir Þorsteinn og bætir við að ákvörðunin sé gagnrýnisverð. Hann segir kólnun í hagkerfi vera tími til að auka fjárfestingar. „Það þarf 0,6% vegna viðbótarfjárfestingar ríkissjóðs.” Þá segir hann 0,3% ætlað sem svigrúm fyrir sveitarfélögin. „Það er fjórðungur svigrúmsins.”

Þorsteinn segir ýmis verkefni hægt að hraða og nefnir verkefni tengd Borgarlínunni „Tengingin Hamraborg-Fjörður sem er umfangsmikið verkefni.” Þá telur hann nauðsynlegt að ráðast í vegaframkvæmdir. „Við höfum vanrækt innviðafjárfestingar í samgöngum. Höfum séð mikla og vaxandi slysatíðni samhliða aukningu á ferðamönnum.”

Raddir