Nýjasta viðbótin við safn Kay Bojesen er sæt og pattaraleg panda. Henni fylgja mikilvæg skilaboð.
Kay Bojesen er eflaust þekktastur fyrir apann sem hannaður var árið 1951. Enn bætist í safn Kay Bojesen en nýjasta viðbótin er sæt panda, pöndunni fylgja mikilvæg skilaboð.
Pandan varð til í samstarfi við WWF (World Wildlife Fund) sem er Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn sem vinnur að rannsóknum, verndun og viðreisn umhverfis um allan heim.
Dásamlegt samstarf Kay Bojesen sem hefur í áratugi hannað einfaldar og skemmtilegar tréfígúrur sem prýða ófá heimili í dag.
Þegar þú kaupir pöndu hjálpar þú til við að styðja dýrmætan stofn dýra um allan heim. Bo Øksnebjerg sem starfar fyrir samtökin segist vonast til þess að pandan muni standa á heimilum fólks og minna það á að það sé eitthvað þarna úti sem sé þess virði að berjast fyrir.
Blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um „dólgsfemínisma“ í leiðara Fréttablaðsins í dag.
Kolbrún Bergþórsdóttir skifar um þá femínista sem skaða femíniska málstaðinn í staðin fyrir að vinna honum gagn með því að setja sig strax í „árásarstellingar“.
Hún kallar þessa femínista „dólgafemínistar“ og tekur Hildi Lilliendahl sem dæmi um einn slíkan. „Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi,“ skrifar Kolbrún meðal annars.
Kolbrún endar leiðara sinn á að minnast á Twitter-færslu Hildar þar sem hún birtir myndir af fyrrverandi ráðherrum undir yfirskriftinni „Ríða, drepa, giftast?“.
„Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karlmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort.“
Um 6200 manns eru atvinnulaus en skráð störf eru aðeins rétt rúmur helmingur þess fjölda eða 3500. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka á fyrsta ársfjórðungi ársins var að jafnaði átta af hverjum tíu íbúum landsins. Atvinnuleysi er um 3% að jafnaði undanfarinn ársfjórðung.
Atvinnuleysi stóð nokkurn veginn í stað frá fyrsta ársfjórðungi 2018. Mælt atvinnuleysi var 0,1 prósentustigi hærra, sem er innan skekkjumarka. Hlutfall starfandi stóð einnig í stað frá síðasta ári. Um 48.900 mannst töldust utan vinnumarkaðar á fyrsta ársfjórðungi 2019. Um 30% þeirra voru eftirlaunaþegar eða um 14.400 manns. Þar á eftir voru námsmenn, um 12.000 manns að meðaltali eða um fjórðungur.
Á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru að jafnaði 183.100 manns á aldrinum 16-74 ára við vinnu í hverri viku ársfjórðungsins og var meðalheildarfjöldi vinnustunda þeirra 38,8 klukkustundir. Þeir sem voru í fullu starfi unnu þó ívið meira eða að meðaltali um 44 stundir í viðmiðunarvikunni, en heildarfjöldi vinnustunda í hlutastarfi var að meðaltali um 22,6 klukkustundir.
Allir starfandi dómarar við Hæstarétt Íslands og Landsrétt hafa undirritað nýrri útgáfu drengskaparheits dómara þar sem þeir heita að „að halda stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“. Þetta er í stað eldra drengskaparheits sem lofar að dómari verði „trú/r og hlýðin/n stjórnvöldum“ 17 starfandi héraðsdómarar hafa hins vegar undirritað heit um hlýðni við yfirvöld.
Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Þór Ólafssonar, þingmanns Pírata. Það er þó ekki þar með sagt að dómararnir 17 skuli sitja og standa í samræmi við óskir yfirvalda. Stjórnarskrá Íslands kveður á um að dómendur skuli einungis fara að lögum í embættisverkum sínum. Þá segir í lögum um dómstóla að dómarar séu sjálfstæðir í stöfum sínum og leysi þau af hendi á eigin ábyrgð.
„Það er afstaða ráðherra að dómurum beri í störfum sínum að halda trúnað við stjórnarskrá lýðveldisins og landslög öll. Það er ekki afstaða ráðherra að dómarar hafi trúnaðar- eða hlýðniskyldum að gegna gagnvart honum. Í því sambandi skal áréttað að í 2. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um þrískiptingu ríkisvalds. Af því leiðir að ekki er á valdsviði ráðherra að gefa dómurum fyrirmæli um störf sín og bæri þeim engin skylda til að gegna slíkum fyrirmælum væru þau gefin. Texti í drengskaparheiti um að dómari heiti að vera stjórnvöldum landsins trúr og hlýðinn víkur fyrir ákvæðum stjórnarskrár og landslaga samræmist hann þeim ekki,“ segir í svari ráðherra til þingmanns Pírata um hvort ráðherra líti svo á að þeir dómarar sem ekki hafa undirritað nýtt drengskaparheit „skuli vera trúir og hlýðnir ráðherra?“
Ráðherra lítur ekki svo á að leysa þurfi héraðsdómara sem undirrituðu eldri útgáfu af drengskaparheiti undan því. Dómurum sé tryggt sjálfstæði í stjórnarskrá og lögum um dómstóla.
„Ég styð Báru Halldórsdóttur, sem í dag er krossfari öryrkja ofsótt af valdhöfum sem í fáránleika sínum og örvæntingu hamast við að reyna að draga athygli almennings frá þeirri ömurlegu staðreynd að þau opinberuðu níðingshátt sinn og halda honum svo áfram” skrifar Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, á Facebook.
„Þessu fólki treysti íslensk þjóð fyrir atkvæðum og treysti því að sómi væri að þeim fulltrúum sem svo settust á hið háa Alþingi.“ skrifar Þuríður sem gagnrýnir framferði Klaustursþingmanna sem hafa höfðað mál gegn Báru Halldórsdóttur. „Hörmulegast er að ekkert þeirra sá sóma sinn í að segja af sér”. Miðjan greinir upphaflega frá.
Bára birti nýlega reikningsyfirlit sitt eftir að lögmaður þingmannanna lagði inn beiðni til Persónuverndar. Sóttist hann eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember. „Við sitjum uppi með fólk sem nýtir sér stöðu sína til að viðhalda fordæmalausu ofbeldi gagnvart sínum minnsta bróður. Ekkert breytir þeirri staðreynd að þau sem fyrirmyndir, valdhafar og manneskjur töluðu með óafsakanlegum og óafturkræfum hætti þetta kvöld!“ segir Þuríður á síðu sinni.
Reikningsyfirlit Báru sýndi að engar háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum bárust til hennar á tímabilinu sem um ræðir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Klaustursþingmaður, hefur ítrekað sakað Báru um skipulagða starfsemi. Hefur hann haldið því fram að upptökurnar hafi verið hluti af skipulögðum verknað í persónulegri aðförð gegn stjórmálamönnum. Klaustursþingmennirnir eru allir sammála því að um umfangsmikla starfsemi sé að ræða og líklega hafi fleiri en Bára verið að verki. „Fleiri en einn hafi þurft til þar sem fylgjast hafi þurft með ferðum manna, afla sér búnaðar, læra á hann og útfæra og æfa aðgerðir. Slíkt sé tæpast á færi einnar manneskju“ hefur Stundin eftir Reymari Péturssyni, lögmanni Klaustursþingmanna.
Bára sökuð um ósannindi
Í kvörtun til Persónuverndar er Bára sökuð um ósannindi og að frásögn hennar sögð samhengislaus auk þess sem fullyrt er að aðgerðir hennar hafi verið með þeim hætti að „fleiri en einn hafi þurft til þar sem fylgjast hafi þurft með ferðum manna, afla sér búnaðar, læra á hann og útfæra og æfa aðgerðir. Slíkt sé tæpast á færi einnar manneskju“.
Sex þingmenn úr Miðflokknum og Flokk fólksins náðust á upptökur við drykkju á barnum Klaustri 20. nóvember síðast liðinn. Þingmennirnir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Á upptökunni heyrast þingmennirnir fara með niðrandi ummæli um kvenkyns þingmenn, fatlaða og hinsegin fólk. Auk þess sem þau játuðu að hafa misnotað stöðu sína á þinginu. Tveimur þingmönnum var vísað úr Flokki fólksins. Síðan hafa þeir báðir gengið í Miðflokkinn.
Boðað hefur verið til kröfugöngu laugardaginn 4. maí til að mótmæla framgöngu dómsmálaráðherra í garð flóttamanna og berjast fyrir bættari kjörum. Flóttamenn á Íslandi og No borders Iceland standa fyrir mótmælunum. Gangan mun hefjast 8:15 í húsnæði flóttamanna í Ásbrú og verður gengið að Austurvelli.
Aðstandendur mótmælanna eru gagnrýnin á framgöngur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðhera í málefnum flóttamanna. Þau segja viðbrögð ráðherra við gagnrýni á meðferð flóttafóllks annarsvegar „opinber yfirlýsing um það að það sé ómögulegt að stöðva brottvísanir vegna alþjóðlegra skuldbindinga og hinsvegar bréf til flóttafólks sem segir nú þegar hafa komist til móts við kröfur þeirra um fund og því sé ástæðulaust að halda annan slíkan á næstunni. Fundurinn sem Þórdís Kolbrún vísar hér í var hálftíma langur fundur sem átti sér stað fyrir 2 mánuðum síðan, ekki hefur verið fylgt eftir því sem fjallað var um á fundinum. Ásamt því hefur Þórdís Kolbrún staðið með harðneskjulegu frumvarpi um breytingu á útlendingalögum sem fer fram á frekari notkun dyflinnarreglugerðarinnar og gerir endurupptöku mála erfiðari auk þess að takmarka lagalegan rétt flóttamanna.“
Þá segir hópurinn ráðherra hunsa stöðu mála. „Á meðan dómsmálaráðherra kýs að hunsa kröfur flóttafólks og stendur sem fastast með fyrrnefndu frumvarpi hafa aðstæður flóttafólks síður en svo skánað á síðustu vikum” segir á Facebook síðu viðburðarins. „Í rúma tvo mánuði hafa flóttamenn á Íslandi staðið fyrir bréfaskriftum til yfirvalda, mótmælum og haldið kyrrsetu á Austurvelli, allar þessar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að þrýsta á dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu, að svari kalli þeirra um bætta lifnaðarhætti og sanngjarnari málsmeðferð á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd”.
Kröfur sem hópurinn gerir:
Ekki fleiri brottvísanir — Til að byrja með þarf að binda enda á brottvísanir til Ítalíu og Grikklands.
Allir ættu að fá efnismeðferð í umsóknum sínum – Sér í lagi þeir flóttamenn sem hafa nú þegar fengið neitun frá öðrum löndum og eiga í hættu á að vera vísað áfram til landa þar sem þeim bíða ofsóknir og dauði.
Réttur til vinnu — bráðabirgðakennitala sem leyfir okkur að vinna meðan við bíðum afgreiðslu hjá Útlendingastofnun. Við viljum vinna!
Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Allir ættu að fá hlúð að meinum sínum, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg. Útlendingastofnun hindrar aðgang margra flóttamanna að heilbrigðisþjónustu.
Lokum einangruðum flóttamannabúðum við Ásbrú. Það hefur vond sálfræðileg áhrif að vera einangraður frá samfélagi og stofnunum.
Flóttamenn hafa harðlega gagnrýnt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir framgöngu sína í málsmeðferð flóttamanna. Hefur hún lýst því opinberlega að ómögulegt sé að stöðva brottvísanir vegna alþjóðlegra skuldbindingar. Þórdís hefur einnig sent frá sér bréf til flóttamanna sem segir að „nú þegar hafa komist til móts við kröfur þeirra um fund og því sé ástæðulaust að halda annan slíkan á næstunni”. Fundurinn sem um ræðir var 30 mínútna fundur sem átti sér stað í mars. Kemur fram á síðu viðburðarins að „ekki hefur verið fylgt eftir því sem fjallað var um á fundinum”.
Keflavíkurganga flóttamanna
„Ástæðan fyrir því að ákváðum að ganga þessa leið er sú að á 6.-10. áratugum síðustu aldar héldu Íslenskir hernaðarandstæðingar 11. Keflavíkurgöngur sem gengnar voru sömu leið, frá Herstöðvinni á Miðnesheiði til Reykjavíkur til þess að mótmæla veru bandarísks setuliðs á Íslandi, og þáttöku Íslands í NATO“ segir á síðu viðburðarins.
„Við hvetjum alla til þess að slást í lið með okkur og ganga fylgtu liði frá Ásbrú til Reykjavíkur til samstöðu þeirra flóttamanna sem neyðast til þess að ganga langar vegalengdir í átt að mannsæmandi lífi. Gerum samningaviðræður og kröfur flóttamanna að veruleika!”
Sjálfvirkt greiðslukerfi Vaðlaheiðaganga gengur illa að lesa gamlar númeraplötur. Bifreiðar með eldri gerð númeraplata með hvítum stöfum á svörtum fleti geta hugsanlega farið í gegnum göngin án greiðslu.
Fréttablaðið greinir frá. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðaganga, við Fréttablaðið.
Valgeir segir alltaf eitthvað um að fólk reyni að komast hjá greiðslu. Það sé þekkt vandamál víða um heim. Þannig hafi komið upp dæmi þar sem númeraplata er ekki til staðar. Það segir hann þó hlutfallslega fáa bíla. „Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir.
Tónlistarmaðurinn, hárgreiðslumaðurinn, plötusnúðurinn og lífskúnstnerinn Jón Atli Helgason er margt til lista lagt en hann var ásamt danska tónlistarmanninum Kasper Bjørke, sem margir þekkja úr hljómsveitinni Filur, að senda frá sér EP-plötuna Queen of the night.
Drengirnir ganga undir nafninu Mansisters en þeir hafa þekkst lengi eða allt frá því þegar Jón Atli flutti til Danmerkur fyrir átta árum. „Ég hef spilað inn bassa við nokkur af hans eldri lögum og einnig höfum við plötusnúðast saman,“ segir Jón. „Þannig að það var rökrétt að við byggjum til einhvers konar hliðarverkefni.“
Aðspurður hverskonar tónlist þetta sé svarar hann einfaldlega: „Þetta er danstónlist sem er oftast skilgreind sem „indie dance“ eða „leftfiled house“ hvað sem það nú þýðir. Eitthvað svona til að dilla sér við.“
Nóg er fram undan hjá köppunum en Jón Atli og Kasper ætla að halda áfram að gefa út sína eigin tónlist sem og tónlist eftir aðra listamenn hjá hfn music, sem er útgáfufyrirtæki þeirra félaga í Hamborg. Einnig ætlar sveitin að koma fram á nokkrum vel völdum tónleikum, þó svo að Jón Atli vilji ekki kalla þá tónleika.
„Nei, ég myndi ekki kalla þetta tónleika þar sem við spilum ekki lifandi tónlist, heldur erum að dj-a. En jú það eru nokkur klúbba og „festivala“ gigg í deiglunni.“
Maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið bróður sínum að bana í Noregi segir að um slys hafi verið að ræða.
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, bróður sinn til bana í norska smábænum Mehamn í aðfaranótt laugardags, neitaði í dag sök í yfirheyrslu hjá lögreglu. Segir Gunnar að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn og að um slys hafi verið að ræða.
RÚV hefur þetta eftir verjanda Gunnars, Vidar Zahl Arntzen sem segir jafnframt að Gunnar sé mjög leiður og niðurbrotinn vegna málsins. Í yfirheyrslunni hafi Gunnar hins vegar getað varpað ljósi á það sem gerðist kvöldið örlagaríka. Áður leit allt út fyrir að Gunnar hefði játað verknaðinn í Facebook-færslu á laugardagsmorgun og í norskum fjölmiðlum kom fram að hann hefði játað við handtöku.
Að sögn Arntzen var Gunnar yfirheyrður í fyrsta sinn í dag. Stóð yfirheyrslan yfir frá klukkan 10 til 16.30.
Á RÚV segir að fréttastofu hafi ekki tekist að ná tali af Jens Bernhard Herstad, verjanda hins Íslendingsins, en til stóð að lögreglan yfirheyrði hann einnig í dag. Sá hefur líka neitað sök í málinu.
Hollendingurinn og grafíski hönnuðurinn Theo-Bert Pot heldur úti vefsíðunni The Nice Stuff Collector þar sem hann fjallar meðal annars um hönnuði og segir frá og sýnir myndir af heimili sínu sem er algjörlega einstakt og veitir mikinn innblástur.
Vefsíðuna opnaði hann sem viðbót við Instagram-síðu sína sem hlotið hafði mikil og góð viðbrögð. Hann hefur einnig mikla ástríðu fyrir ljósmyndun og tekur allar myndir sjálfur. Á heimili hans er að finna fallega hluti og húsgögn frá þekktustu hönnuðum heims, hann er djarfur í litavali og óhræddur við að fara eigin leiðir.
Í kjölfarið birtist heimilið hans meðal annars í Elle Decoration UK, Elle Decoration French og Rum Hemma. Hann hefur einnig komið fram í sjónvarpsþáttum og haldið fyrirlestra um hönnun, stíl og litaval og samspil þess við samfélagsmiðla.
Hann hefur unnið með mörgum hönnuðum og fyrirtækjum og er stofnandi og annar meðeigandi grafíska hönnunarstúdíósins Pot & van der Velden.
Síðan er á hollensku en myndirnar tala sínu máli og gott betur en það. Sjón er sögu ríkari.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pírati og formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segist elska fólk meira en einkabílinn. Skellt var í lás fyrir bílaumferð á Laugaveginum í dag.
„Áfram Laugavegurinn, áfram verslun og áfram fjölbreytt mannlíf!“ skrifar Sigurborg á Facebook í kjölfar þess að hún læsti bílahliði á Laugarvegi. „Ég er oft spurð af hverju ég hati einkabílinn svona mikið. Svarið er einfalt, ég elska fólk meira,“ skrifar hún á Facebook.
Meirihlutayfirlýsing Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG kveður á um að Laugavegur verði göngugata allt árið. „Við ætlum að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið og fjölga göngusvæðum í Kvosinni. Við endurhönnun gatna og annars borgarrýmis verða gangandi og hjólandi vegfarendur settir í forgang og sérstök áhersla verður lögð á fjölbreyttan trjágróður.“
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í fyrra að fela skipulagsráð að gera útfærslu að Laugavegi og Bankastræti sem göngugötu allt árið.
Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, var á miðvikudag dæmdur í 50 vikna fangelsi. Hann hlýtur dóminn fyrir að skila sér ekki til lögreglu árið 2012 eftir kæru. NBC News greinir frá.
Þegar kæran var lögð inn sótti Assange hæli hjá sendiráði Ekvador í London og hefur haldið sig þar síðast liðinn sjö ár. Friðhelgin var afturkölluð í síðasta mánuði og hann dreginn út úr sendiráðinu af lögreglunni. Kæran fól í sér framsalsbeiðni til Svíþjóðar en Assange sagðist hafa óttast mögulegt framsal til Bandaríkjanna. Assange er ákærður í Bandaríkjunum vegna starfa sinna fyrir Wikileaks.
Aðgerðir lögregluyfirvalda vegna eftirlits með Assange í kjölfar þess að hann fékk hæli í sendiáði Ekvádor. Hýsing Assange í sendiráðinu hefur kostað breska skattgreiðendur sex milljón pund. Stuðningsmenn Assange voru viðstaddir í dómsal og mótmæltu þegar dómurinn var kveðinn og Assange leiddur út. Stóðu fleiri fyrir utan með spjöld sem stóð á „Sleppið Julian Assange“ og „Frelsi Assange er frelsið okkar“.
Eins og hefur komið fram stendur Assange einnig frammi fyrir ákæru í Bandaríkjunum fyrir stórfelldan leka trúnaðarskjala Bandaríska hersins. Verði hann framseldur þangað gæti hann átt að höfði sér fimm ára fangelsisvist. Í ákærunni kemur fram að Chelsea Manning, fyrrum starfsmaður í greiningardeild hersins, hafi aðstoðað Assange með lekann. Manning hlaut 35 ára fangelsisdóm árið 2010 fyrir að hafa misnotað stöðu sína og lekið gögnunum. Barack Obama mildaði dóminn og var hún látin laus í maí 2017.
Assange mun mæta fyrir dóm á morgun, fimmtudag, þegar kveðið verður um framsalið og aftur 12. júní. Ferlið getur tekið réttarkerfið í Bretlandi allt að tvö ár, jafnvel lengur. Þá hefur Brexit möguleg áhrif á áfrýjunarrétt Assange, enda óljóst hver staða mannréttindadómstóls Evrópu verður eftir útgöngu Bretlands úr ESB. Margir þingmenn Breska íhaldsflokksins hafa talað fyrir því að Bretland segi sig úr lögsögu mannréttindadómstólsins.
Góð ástæða til að hreinsa til í baðskápnum og snyrtibuddunni er að skapa meira pláss og skipulag. Önnur, og mögulega betri ástæða, er sú að eftir að vara hefur verið opnuð kemst súrefni að henni sem gerir það að verkum að hún fer að skemmast, innihaldsefnin tapa virkni sinni auk þess sem að bakteríur og örverur af fingrum okkar og úr umhverfinu komast í vöruna. Allt þetta getur valdið ertingu eða jafnvel sýkingu í húð okkar. Þess vegna er mikilvægt að gera reglulega rassíu og henda útrunnum snyrtivörum.
Allar snyrtivörur renna út en eftir mislangan tíma. Vandinn er að fæstar vörur eru merktar með ákveðinni dagsetningu, það á í raun eingöngu við um sólarvörn og vörur sem eru fengnar með lyfseðli. Þó að varan sé ekki merkt með dagsetningu er yfirleitt önnur merking á henni sem miðast við hvenær varan er opnuð, en hún kallast í PAO meðal framleiðanda eða „Period After Opening“.
PAO-merkinguna er að finna á næröllum vörum sem seldar eru í Evrópu. Merkingin er tölustafur, bókstafurinn M og svo opin krukka. Tölustafurinn segir til um líftíma vörunnar eftir að hún hefur verið opnuð í mánuðum talið. Þessi tala er ekki pottþétt, en gott viðmið. Vandinn er að við munum oft ekki hvenær við opnuðum vöruna og ættum í raun að venja okkur á að merkja á vörur dagsetninguna sem hún var opnuð.
Vertu vakandi
Vara þarf ekki að vera orðin gömul til þess að verða ónýt eða hafa orðið bakteríum að bráð, því er mikilvægt að vera stöðugt á varðbergi. Ef litur, lykt eða áferð vöru breytist þá getur það verið merki um að varan sé skemmd. Til dæmis getur hún dökknað á lit, komið þráalykt af henni eða hún getur skilið sig, þá er tími til kominn að hún fari beinustu leið í ruslið. Einnig geta umbúðirnar bólgnað eða bognað sem er líka vísbending að ekki sé allt með feldu.
Náttúruleg innihaldsefni
Góð þumalputtaregla segir að allar vörur með vatn sem megininnihaldsefni hafa stystan líftíma eftir opnun því bakteríur og örverur þurfa á rakanum að halda til að þrífast. Náttúruleg innihaldsefni úr plöntum hafa einnig stuttan líftíma, rétt eins og ávextir á eldhúsborði.
Engin rotvarnarefni
Ef vara er sögð vera án rotvarnarefna ber að fara mjög varlega með hana því án rotvarnarefna þrífast bakteríur óhindrað. Þó að það hljómi öruggara að nota náttúruleg rotvarnarefni þá eru þau samt sem áður ekki jafnskilvirk. Gott er að klára slíkar vörur með því að nota þær á hverjum degi í nokkra mánuði frekar en að nota þær endrum og sinnum í lengri tíma, einnig má lengja líftímann með því að geyma vörurnar í ísskápnum.
Áður en varan skemmist
Stundum kaupum við vörur sem við erum ekki nógu hrifnar af og notum þar af leiðandi ekki. Þær safnast þá fyrir í skápnum hjá okkur og renna smám saman út. Það er góð regla að reyna að losa sig við slíkar vörur strax. Það þýðir þó ekki að þú verðir að henda þeim heldur getur þú gefið vinkonu þinni eða fjölskyldumeðlim þær eða gefið til Kvennakots.
Líftími förðunarvara
Púður (augnskuggar, kinnalitir o.s.frv.): Tvö ár, eða lengur ef vel er hugsað um vörurnar.
Kremkenndar vörur: Eitt til eitt og hálft ár.
Farði: Eitt ár til eitt og hálft ár.
Hyljari: Eitt ár til eitt og hálft ár.
Varalitur: Eitt ár.
Varablýantur: Eitt ár til eitt og hálft ár.
Varagloss: Eitt og hálft til tvö ár.
Augnblýantur: Tvö ár
Augnlínupenni eða -gel: Sex til átta mánuðir.
Maskari: Þrír til sex mánuðir.
Líftími húðvara
Andlitshreinsir: Eitt ár
Andlitsvatn: Hálft til eitt ár
Vörur sem innihalda AHA- eða BHA-sýrur: Eitt ár
Rakakrem og serum: Hálft til eitt ár
Varasalvi: Eitt ár
Prufur: Einn til þrír dagar
Húðvörur – Nokkrar góðar reglur til að hafa í huga
Geymdu vörurnar í lokuðum skáp eða skúffu.
Þvoðu hendur vandlega áður en þú notar vörur.
Passaðu að skrúfa tappa eða lok vel á eftir hverja notkun.
Gefðu gaum að því að raki og hiti hefur áhrif á vörur.
Skrifaðu dagsetninguna sem þú opnaðir vöruna með tússpenna á umbúðirnar.
Fylgstu vel með breytingum á lit eða lykt.
Fylgdu dagsetningunum sem standa á sólarvörnum, því virku efnin sem eiga að vernda þig hafa mjög takmarkaðan líftíma og að honum loknum verður sólavörnin að venjulegu „body lotion“.
Kauptu vörur í túbu eða pumpu frekar en í krukku. Það er 100% hætta á bakteríusmiti í krukkum því maður er stöðugt að opna og loka þeim, svo ekki sé minnst á að stinga fingrunum ofan í þær.
Ekki geyma vörur þar sem sólin skín á þær.
Ekki deila húðvörum með vinum þínum.
Ekki gleyma að þrífa tappann eða lokið vel ef þú missir það á gólfið, þá með sápu og heitu vatni eða hreinsispritti og leyfa því að þorna áður en þú skrúfar það aftur á.
Förðunarvörur – Nokkrar góðar reglur til að hafa í huga
Þrífðu bursta og áhöld reglulega því annars gætu þau borið húðfitu og bakteríur í vörurnar þínar.
Ekki deila maskara með neinum.
Þú finnur það strax á lyktinni ef varalitur er orðinn skemmdur, fitan í honum þránar.
Ef áferðin er orðin þykk eða kekkjótt þá er varan skemmd.
Vörur sem innihalda olíur geta farið að skilja sig eftir smátíma og þá er ekki aftur snúið.
Yddaðu blýanta reglulega því það heldur þeim ferskum.
Geymdu kremvörur á hvolfi til að sporna gegn því að þær þorni upp.
Byrjaðu alltaf á því að þvo á þér hendurnar áður en þú notar förðunarvörur.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ætlar að sniðganga verslanir sem gera út sérstök tilboð á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar.
Rúmfatalagerinn og Húsgagnahöllin birtu í Fréttablaðinu í dag auglýsingar þar sem sérstök 1. maí tilboð eru auglýst. Dagurinn er almennur frídagur og alþjóðlegur baráttudagur verka- og launafólks.
„Forsvarsmenn og eigendur fyrirtækja sem gera út á sérstakan tilboðsdag á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar eru samfélaginu til háborinnar skammar,“ segir Ragnar. „Lágkúran og virðingarleysið er algjört. Ég hef tekið þá persónulegu ákvörðun að stíga ekki fæti framar inn í ákveðnar verslanir.“
Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni Murder Mystery. Netflix hefur birt stiklu úr myndinni þar sem Ólafur Darri kemur fyrir stuttlega. Auk Ólafs Darra eru þau Jennifer Aniston, Adam Sandler og Luke Evans í aðalhlutverkum.
Murder Mystery fjallar um bandarísk hjón sem ákveða að reyna lappa upp á hjónabandið sitt með því að fara í frí til Evrópu. Með hlutverk hjónanna fara Sandler og Aniston. Þau hitta dularfullan mann, leikinn af Luke Evans, sem býður þeim að koma með sér á snekkju í eigu eldri milljarðarmærings. Eigandi snekkjunnar er myrtur skömmu eftir komu hjónanna. Von þeirra hjóna um rólegt frí fer því í vaskinn enda liggja þau nú undir grun.
Ólafur Darri er einn farsælasti leikari okkar Íslendinga. Vinsældir hans erlendis hafa aukist hratt. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við The Meg, Fantastic beasts: Crimes of Grindelwald og How to train your dragon. The Meg skartar Jason Statham í aðahlutverki. Fantastic beasts: Crimes of Grindelwald gerist í Harry Potter heiminum. Þá ljáði Ólafur Darri sögupersónunni Ragnar the Rock rödd sína í myndinni um tannlausa drekann, How to train you dragon. Þá hefur stórleikur Ólafs Darra í þáttaröðinni Ófærð vakið mikla athygli, á Íslandi og erlendis.
Vinsælt er að halda svokölluð Murder mystery boð þar sem gestir mæta og taka þátt í hlutverkaleik út kvöldið. Slík boð eru þekkt um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi. Hlutverkaleikurinn fer þannig fram að einn gestanna er morðingi og það er hlutverk hinna gestanna að leysa morðgátuna. Þáttakendur fá úthlutað sögupersónur sem þeim er ætlað að leika yfir kvöldið. Oft fylgir leiknum ákveðið þema. Gestir geta átt von á leiðbeiningum um búningaval og vísbendingum sem þau eiga að fylgja í leit sinni að morðingjanum.
Kvikmyndin Murder Mystery, sem tekin var upp í Kanada og á Ítalíu síðast liðið sumar, verður frumsýnd á Netflix í júní.
Maísmjöl er frekar fínkornað mjöl sem unnið er úr maískorni. Það er mjög algengt í Suðurríkjum Ameríku en einnig í Afríku, og Ítalir nota það í polentugerð. Á Íslandi er lítil hefð fyrir notkun þess en við þekkjum það einna helst í gegnum mexíkóska matargerð því maísmjöl er notað í tortillur og tacos og svo í ýmiskonar snakk sem við getum keypt í stórmörkuðunum.
Maísmjölið sem ég notaði í brauðin fékk ég í Afrísku búðinni í Efra-Breiðholti, Afrozone, en samskonar tegund fæst einnig í búðinni Fisku og Mai Thai og eflaust einhverjum fleiri búðum. Best er að nota svokallað Masa-maísmjöl í brauðgerð, eins og þessa sem hér er gerð, slíkt mjöl er einnig notað í tortillugerð.
Oftast þarf að leggja leið sína í sérbúðir til að finna það en það er alveg þess virði, svo er líka gaman að hvíla sig frá hveitinu og nota eitthvað annað í staðinn og kynnast hefðum og annarri matarmenningu í leiðinni.
Maísbrauð – arepas 8-10 stykki
Arepas eru brauð sem eiga rætur að rekja til Venesúela og Kólumbíu og eru mjög vinsæl þar. Ég þekki unga stelpu sem fór sem skiptinemi til Venesúela og segir hún að brauðin séu nær undantekningalaust borin fram með öllum mat.
Annaðhvort eru brauðin skorin eins og pítubrauð og álegg sett inn í brauðin eða eitthvað er sett ofan á þau. Við fylltum þau með salati, avókadó, skinku, lauk, tómötum og chili-majónessósu og kom það vel út en hægt er að fylla þau með hverju sem er.
500 ml heitt vatn 1 tsk. salt 250 g P.A.N hvítt masa-maísmjöl eða Ma Se Ca olía til að steikja upp úr
Blandið vatni og salti saman og hrærið þar til saltið leysist upp. Blandið maísmjölinu saman við í skömmtum og vinnið með höndunum þar til deigið verður að frekar mjúku og blautu deigi.
Skiptið því í 8 hluta á stærð við gólfkúlur og fletjið út í litlar kökur sem eru um 1 cm að þykkt. Steikið á t.d. pönnukökupönnu í 4-5 mín. á hvorri hlið við meðalhita eða þar til kakan er orðin gullinbrún að lit.
Hægt er að nota brauðin sem samlokur, grunn í pítsubotn eða eins og pítubrauð og fylla með allskonar fyllingum eins og gert er hér.
Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi. Dagurinn varð lögskipaður frídagur árið 1966 á fimmtíu ára afmæli ASÍ. Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er samofinn baráttu verkafólks fyrir styttingu vinnutíma og helgarfríi.
Vökulögin á 1. maí
Saga 1. maí um allan heim er nátengd baráttunni fyrir styttingu vinnutímans; átta tíma vinnudag og helgarfríi. Þann 1. maí árið 1886 gengu 300 þúsund starfsmenn 13000 bandarískra fyrirtækja frá störfum og fylktu liði í nafni verkalýðs, sósíalisma og bættra kjara. Mánuðum saman höfðu verkalýðsfélög í Bandaríkjunum, einkum í Chicago borg háð erfiða baráttu fyrir bættum kjörum og átta stunda vinnudag.
Hér á Íslandi sækir dagurinn uppruna sinn einnig í það baráttumál. Árið 1921 voru vökulögin, sem tryggðu íslenskum sjómönnum sex tíma hvíld á sólarhring, eru eitt fyrsta dæmið hér á landi um réttindi sem áunnist hafa vegna verkalýðsbaráttu. „Hér skal orðtakið það: Fylgjumst einhuga að!“ segir í auglýsingu á Kröfugöngunefndar á forsíðu Alþýðublaðsins 1. maí árið 1923.
Fjallað var um hátíðarhöldin í blaðinu daginn eftir 2. maí 1923 og þeim lýst sem vinnandi fólki til sóma. „Kröfugangan í gær varð alþýðunni til sóma og heppnaðist fullkomlega eins vel og menn höfðu gert sér vonir um, þar sem þetta var í fyrsta skiptið, sem slíkt fer fram hér.“ Þá segir blaðið að hvarvetna í fylkingunni hafi mátt sjá fána jafnaðarmanna borna. Meðal þeirra krafa sem göngumenn báru í Reykjavík var krafan um átta tíma vinnu og átta tíma hvíld og slagorðið fátækt er enginn glæpur og vinnan ein skapar auðinn. Hefð er fyrir því að launafólk gangi undir rauðum fána og leikinn er alþjóðasöngur verkalýðsins, Internasjónalinn, sem einnig kallast Nallinn.
1. maí er ekki frídagur í Bandaríkjunum þótt landið spili lykilhlutverk í sögu hans.
Aðalkrafa mótmælanna þann 1. maí árið 1886 var átta stunda vinnudagur. Krafa sem hafði verið að gerjast meðal verkalýðsfélaga um heim allan frá miðri 19. öld. Í Chicago, þar sem baráttan var afar hörð eftir langvarandi verkföll var gangan að auki upphaf nokkurra daga aðgerða til stuðnings starfsmönnum McCormick Harvesting Machine Company sem höðu þá verið í verkfalli frá því í byrjun febrúar sama ár.
Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að Bandaríkin spili svo stóra rullu í sögu 1. maí. Dagurinn er ekki frídagur í Bandaríkjunum og raunar þekkja fáir í landinu uppruna dagsins. Það á sér þó sögulegar og pólitískar skýringar. Dagurinn á sér sósíalískar og anarkískar rætur. Andúð auðvalds og yfirvalda á deginum varð til þess að í gegnum áratugina var háð einskonar menningarstríð gegn því að dagurinn festi rætur. Bandarísk yfirvöld gerðu þrjár tilraunir til að breyta deginum úr degi andófs og baráttu verkalýðs í fögnuð lög og reglu, amerísks stolts og tryggð. Þá var kommúnistaandúðin og hræðslan við sósíalisma á tímum kalda stríðsins til þess að draga verulega úr þátttöku á deginum. Þrátt fyrir það er talsvert um dýrðir og fögnuð hjá stéttar og verkalýðsfélögum í Bandaríkjunum á þessum degi en lögformlegur frídagur verkalýðsins er fyrsti mánudagur í september.
Það á sér langa sögu í Bandaríkjunum að fagna verkalýðsbaráttunni í byrjun september eða allt frá því í kringum 1894. Þá þegar vildu verkalýðsfélög í Bandaríkjunum að dagurinn yrði fyrsta maí en september varð fyrir valinu meðal annars vegna ríks vilja til að minna ekki um of á blóðuga sögu maí mótmælanna í Chicago og pólitískra réttarhalda sem á eftir fylgdu og vöktu heimsathygli og hneykslun.
Saga 1. maí er saga stórra sigra og samfélag réttlætis en hún er um leið blóði drifin. Hvorki helgin né átta stunda vinnuvika var afhent almenningi án baráttu.
Minningardagur fyrir verkafólk sem lést í Chicago mótmælunum
Árið 1889 hittust fulltrúar alþjóðasamtaka kommúnista á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París. Þar var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks og baráttudagur hreyfingarinnar. Valið á þessum degi styðst við rótgróna hefð í sunnanverðri Evrópu þar sem menn tóku sér oft frí þennan dag. Í heiðnum sið var hann táknrænn fyrir endalok vetrarins og upphaf sumarsins. Á Norðurlöndunum var 1. maí fyrsti dagur sumars. Í Rómarveldi var 1. maí vetrarlokahátíð og hátíð frjósemi og vaxtar. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum. Þingið kallaði eftir því að hátíðarhöldin um allan heim yrðu haldin í minningu verkamannanna sem létust í Chicago 4. maí árið 1886 þegar lögreglan hóf að skjóta inn í hóp mótmælenda.
Mótmælin höfðu farið friðsamlega fram og voru raunar farin að síga á seinni part þegar sprengju var kastað í hóp lögreglumanna sem svöruðu með því að skjóta á verkamennina. Enn þann dag í dag er ekki vitað hver kastaði sprengjunni.
Haymarket átta: Réttarmorðið sem vakti heimsathygli
Í kjölfarið voru átta anarkistar sóttir til saka fyrir morðin. Aðeins þrír þeirra voru á staðnum þegar blóðbaðið átti sér stað. Réttarhöldin vöktu athygli og hneykslun um allan heim. Kviðdómurinn var handvalinn, dómarinn lýsti margsinnis yfir andúð sinni á sakborningum og þrátt fyrir að ákæran væri fyrir morð lýstu yfirvöld og saksóknarar því ítrekað yfir að hér væri réttað yfir anarkisma. Réttarhöldin væru réttarhöld samfélags laga og reglu yfir hugmyndafræði stjórnleysis. Mennirnir átta voru allir fundir sekir og sjö þeirra voru dæmdir til dauða.
Í nóvember árið 1887 voru fjórir mannana hengdir en einn hafði framið sjálfsmorð daginn áður. Á meðan á réttarhöldunum stóð höfðu 100 þúsund skrifað undir áskorun til yfirvalda um að sýna mönnum vægð.
Réttarhöldin gengu svo nærri siðferðiskennd fólks um allan heim að rithöfundar og ljóðskáld heimshorna á milli fjölluðu um réttarhöldin. Þar á meðal Oscar Wilde og George Bernard Shaw. Árið 1893 voru þrír mannanna náðaðir af John Peter Altgeld, fylkisstjóra Illinois.
Mótaði sögu dagsins
Það er ekki svo einfalt að 1. maí sé haldinn eingöngu vegna mótmælanna í Chicago heldur mótaði áfallið sögu dagsins og alþjóðlega baráttu verkalýðsins. Hörmulegar aðstæður verkafólks í Evrópu urðu til þess að mikill fjöldi þeirra leitaði til Bandaríkjanna í von um betra líf. Í Chicago var stórt samfélag þýskra, írskra og skandinavískra innflytjenda sem fluttu með sér evrópskar hefðir og 1. maí.
Í sögu ASÍ kemur fram að þingið í París árið 1889 á 100 ára afmæli frönsku byltingarinnar hafi verið var ákveðið að gera kröfuna um átta stunda vinnudag að helstu kröfu verkafólks á alþjóðlegum baráttudegi, 1. maí. „Þegar árið eftir voru haldnar kröfugöngur 1. maí víða í Evrópu og Norður-Ameríku til þess að leggja áherslu á kröfuna um átta stunda vinnudag. Árið 1889 var einnig ákveðið á þingi Annars alþjóðasambandsins að rauði fáninn skyldi verða tákn fyrir baráttu verkamanna og sameiningarmerki þeirra, en rauði fáninn hafði einmitt verið tákn byltingarsinna í febrúarbyltingunni í Frakklandi árið 1848 og síðar tákn Parísarkommúnunnar 1871. Á fyrri hluta þriðja áratugarins var farið að nota rauða fánann á fundum Alþýðusambandsins og þá varð einnig til fáni og merki sambandsins, rauður fáni með þremur örvum sem voru tákn frelsis, jafnréttis og bræðralags.“
Á Íslandi, eins og áður segir, var dagurinn haldinn hátíðlegur árið 1923. „Hátíðahöldin í Reykjavík voru skipulögð af nefnd á vegum fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Formælendur þess munu m.a. hafa verið Ólafur Friðriksson og Hendrik Ottósson og voru þeir félagar skipaðir í undirbúningsnefnd auk Þuríðar Friðriksdóttur og fleiri félaga. Við ramman reip var að draga því að 1. maí 1923 var virkur dagur og fólk þurfti að taka sér frí úr vinnu ef það vildi taka þátt. Hendrik skrifaði brýningargrein í Alþýðublaðið og erindrekar fóru um til þess að safna saman fólki; tókst það „furðanlega … þrátt fyrir hótanir og illyrði sumra verkstjóra. … Nokkrir danskir og sænskir smiðir, sem unnu í Hamri neituðu afdráttarlaust að vinna 1. maí. Það væri ekki siður í löndum þeirra“. Einn „erindrekanna“ sem stóð í að fá fólk í gönguna var móðir Hendriks, Carolíne Siemsen, en hún fór um og skoraði á meðlimi verkakvennafélagsins að hætta að vinna á hádegi og taka þátt í kröfugöngunni.“ Þess má geta að árið 1923 var 1. maí einnig fagnað í fyrsta sinn í Indlandi.
Sovíetríkin tóku upp tákn verkalýðsins
Einhverjir hugsa kannski um Sovétríkin sálugu og alræðisvald kommúnistastjórna þegar þeir sjá fánann og heyra sönginn, en upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst krafa um breytingar og réttlátara þjóðfélag. Rauði liturinn táknar uppreisn gegn óréttlæti. Hann þýðir að nú sé nóg komið og er um leið tákn nýrra tíma. Barátta verka- og launafólks og táknin sem hreyfingin notar á sér langa sögu og í gegnum alla þá sögu hafa yfirvöld, stjórnmálahreyfingar og fjármagn gert tilraunir til að tala baráttuna niður eða baða sig merkjum hennar.
Í um hundrað löndum er 1. maí hátíðisdagur verkalýðsins og opinber frídagur. Þá er honum víðast hvar fagnað af stéttarfélögum.
Suður-afrísku hlaupakonan CasterSemenya tapaði máli gegn Alþjóða frjálsíþróttasambandinu í dag.
Suður-afrísku hlaupakonan CasterSemenya hefur undanfarið barist fyrir því að geta hlaupið án þess að vera neydd til að gangast undir lyfjagjöf til að bæla niður testósterónmagn líkamans.
Caster freistaði þess að fá nýjum reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hnekkt en reglurnar kveða á um að sambandið geti farið fram á að konur með óeðlilega hátt testósterónmagn bæli niður testósterónið með lyfjum til að geta keppt í kvennaflokki í hlaupum frá 400 metrum og upp í eina mílu.
Mál Caster var tekið fyrir hjá CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum, í Sviss í dag og tapaði hún málinu. Það þýðir að Alþjóða frjálsíþróttasambandið getur farið fram á að Caster og fleiri gangist undir lyfjagjöf til að bæla niður magn testósteróns.
„FrökenSemenya berst nú fyrir rétti sínum að geta hlaupið án þess að vera neydd til þess að gangast undir óþarfa lyfjagjöf – hún berst fyrir því að geta hlaupið áfram frjáls,“ sagði í yfirlýsingu lögmanna Semenya sem send var út í febrúar.
Sjálf sagði Caster að nýju reglurnar væru óréttlátar.
Caster komst í kastljósið árið 2009 þegar henni var gert að gangast undir kynjapróf til þess að skera úr um kyn hennar. „Það er enginn vafi á því að fröken Semenya sé kona,“ er meðal þess sem fram kom í yfirlýsingu lögmanna Semenya í febrúar.
„Misrétti hefur aukist til muna síðustu áratugi. Framleiðni í heiminum hefur þrefaldast á síðustu 20 árum en þessi auður hefur ekki skilað sér til vinnandi fólks í gegnum laun eða bætta innviði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í 1. maí ávarpi sínu.
„Þvert á móti hafa möguleikar til auðsöfnunar og skattaundanskota aukist hjá fáum ofur ríkum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Fólk, þjóðir og samfélög sem farið hafa halloka kenna stjórnmálunum eðlilega um sem hefur leitt til þess að traust til stjórnmálamanna fer stöðugt minnkandi. Það sem verra er; traust til lýðræðis fer þverrandi. Einhverjir sjá sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu og jafnvel að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum. Baráttan hlýtur alltaf að snúast um að auðnum sé skipt með sanngjörnum hætti og að stórfyrirtæki og auðmenn greiði sinn sanngjarna skerf til samfélagsins,“ segir forseti ASÍ.
Hún segir áherslur Alþýðusambandsins og aðildarfélaga á breytt samfélag í gegnum skatta og önnur stjórnvaldstæki hafi vakið athygli út fyrir landsteina. „Þegar verkalýðshreyfingin allt í kringum okkur berst í bökkum og háir varnarbaráttu fyrir áunnum réttindum þá sækjum við fram með miklar kröfur á stjórnvöld um jafnara og betra samfélag fyrir alla. Í aðdraganda kjarasamninga fáum við að heyra að lægstu laun séu há hér á landi í samanburði við önnur lönd og jöfnuður hvergi meiri. Gott og vel, en önnur lönd eiga ekki endilega að vera viðmiðið heldur það sem okkur sjálfum þykir sanngjarnt og réttlátt. Við erum því í forystu annarra landa um þessar mundir og bræður okkar og systur um heim allan fylgjast með.“
Hún segir verkalýðshreyfinguna aldrei mega gefa afslátt af áunnum réttindum. „Það eru stór verkefni sem bíða okkar en verkalýðshreyfingin á Íslandi er vel skipulögð grasrótarhreyfing og tilbúin í það sem koma skal. Krafa okkar í dag er meiri jöfnuður og samfélag þar sem allir fá tækifæri til að blómstra. Förum þangað og öllum farnast betur.“
Sænsku húsgagnakeðjunni IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um að börn hafi dottið af Sundvik skiptiborðinu þegar plata á borðinu losnaði.
IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um atvik þar sem plata á Sundvik skiptiborði hefur losnað og barn dottið af skiptiborðinu. Þetta kemur fram á vef IKEA. Þar segir einnig að í öllum tilvikum hafi öryggisfestingar ekki verið notaðar eins og tiltekið er í leiðbeiningum.
„Vöruöryggi er okkur gríðarlega mikilvægt hjá IKEA og okkur þykir afar leitt að heyra af þessum atvikum. Við erum jafnframt þakklát fyrir að börnin slösuðust ekki alvarlega. Við höfum gripið til fyrirbyggjandi aðgerða og gerum leiðbeiningar enn skýrari,“ segir yfirmaður Barna IKEA, Emilie Knoester.
Í tilkynningu frá IKEA er fólk sem notar Sundvik skiptiborðið hvatt til að kanna hvort skiptiborðsplatan sé fest rétt á. Hafi öryggisfestingarnar, sem notaðar eru til að festa plötuna á borðið, týnst geta viðskiptavinir haft samband við þjónustuver IKEA.
Nýjasta viðbótin við safn Kay Bojesen er sæt og pattaraleg panda. Henni fylgja mikilvæg skilaboð.
Kay Bojesen er eflaust þekktastur fyrir apann sem hannaður var árið 1951. Enn bætist í safn Kay Bojesen en nýjasta viðbótin er sæt panda, pöndunni fylgja mikilvæg skilaboð.
Pandan varð til í samstarfi við WWF (World Wildlife Fund) sem er Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn sem vinnur að rannsóknum, verndun og viðreisn umhverfis um allan heim.
Dásamlegt samstarf Kay Bojesen sem hefur í áratugi hannað einfaldar og skemmtilegar tréfígúrur sem prýða ófá heimili í dag.
Þegar þú kaupir pöndu hjálpar þú til við að styðja dýrmætan stofn dýra um allan heim. Bo Øksnebjerg sem starfar fyrir samtökin segist vonast til þess að pandan muni standa á heimilum fólks og minna það á að það sé eitthvað þarna úti sem sé þess virði að berjast fyrir.
Blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um „dólgsfemínisma“ í leiðara Fréttablaðsins í dag.
Kolbrún Bergþórsdóttir skifar um þá femínista sem skaða femíniska málstaðinn í staðin fyrir að vinna honum gagn með því að setja sig strax í „árásarstellingar“.
Hún kallar þessa femínista „dólgafemínistar“ og tekur Hildi Lilliendahl sem dæmi um einn slíkan. „Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi,“ skrifar Kolbrún meðal annars.
Kolbrún endar leiðara sinn á að minnast á Twitter-færslu Hildar þar sem hún birtir myndir af fyrrverandi ráðherrum undir yfirskriftinni „Ríða, drepa, giftast?“.
„Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karlmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort.“
Um 6200 manns eru atvinnulaus en skráð störf eru aðeins rétt rúmur helmingur þess fjölda eða 3500. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka á fyrsta ársfjórðungi ársins var að jafnaði átta af hverjum tíu íbúum landsins. Atvinnuleysi er um 3% að jafnaði undanfarinn ársfjórðung.
Atvinnuleysi stóð nokkurn veginn í stað frá fyrsta ársfjórðungi 2018. Mælt atvinnuleysi var 0,1 prósentustigi hærra, sem er innan skekkjumarka. Hlutfall starfandi stóð einnig í stað frá síðasta ári. Um 48.900 mannst töldust utan vinnumarkaðar á fyrsta ársfjórðungi 2019. Um 30% þeirra voru eftirlaunaþegar eða um 14.400 manns. Þar á eftir voru námsmenn, um 12.000 manns að meðaltali eða um fjórðungur.
Á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru að jafnaði 183.100 manns á aldrinum 16-74 ára við vinnu í hverri viku ársfjórðungsins og var meðalheildarfjöldi vinnustunda þeirra 38,8 klukkustundir. Þeir sem voru í fullu starfi unnu þó ívið meira eða að meðaltali um 44 stundir í viðmiðunarvikunni, en heildarfjöldi vinnustunda í hlutastarfi var að meðaltali um 22,6 klukkustundir.
Allir starfandi dómarar við Hæstarétt Íslands og Landsrétt hafa undirritað nýrri útgáfu drengskaparheits dómara þar sem þeir heita að „að halda stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“. Þetta er í stað eldra drengskaparheits sem lofar að dómari verði „trú/r og hlýðin/n stjórnvöldum“ 17 starfandi héraðsdómarar hafa hins vegar undirritað heit um hlýðni við yfirvöld.
Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Þór Ólafssonar, þingmanns Pírata. Það er þó ekki þar með sagt að dómararnir 17 skuli sitja og standa í samræmi við óskir yfirvalda. Stjórnarskrá Íslands kveður á um að dómendur skuli einungis fara að lögum í embættisverkum sínum. Þá segir í lögum um dómstóla að dómarar séu sjálfstæðir í stöfum sínum og leysi þau af hendi á eigin ábyrgð.
„Það er afstaða ráðherra að dómurum beri í störfum sínum að halda trúnað við stjórnarskrá lýðveldisins og landslög öll. Það er ekki afstaða ráðherra að dómarar hafi trúnaðar- eða hlýðniskyldum að gegna gagnvart honum. Í því sambandi skal áréttað að í 2. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um þrískiptingu ríkisvalds. Af því leiðir að ekki er á valdsviði ráðherra að gefa dómurum fyrirmæli um störf sín og bæri þeim engin skylda til að gegna slíkum fyrirmælum væru þau gefin. Texti í drengskaparheiti um að dómari heiti að vera stjórnvöldum landsins trúr og hlýðinn víkur fyrir ákvæðum stjórnarskrár og landslaga samræmist hann þeim ekki,“ segir í svari ráðherra til þingmanns Pírata um hvort ráðherra líti svo á að þeir dómarar sem ekki hafa undirritað nýtt drengskaparheit „skuli vera trúir og hlýðnir ráðherra?“
Ráðherra lítur ekki svo á að leysa þurfi héraðsdómara sem undirrituðu eldri útgáfu af drengskaparheiti undan því. Dómurum sé tryggt sjálfstæði í stjórnarskrá og lögum um dómstóla.
„Ég styð Báru Halldórsdóttur, sem í dag er krossfari öryrkja ofsótt af valdhöfum sem í fáránleika sínum og örvæntingu hamast við að reyna að draga athygli almennings frá þeirri ömurlegu staðreynd að þau opinberuðu níðingshátt sinn og halda honum svo áfram” skrifar Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, á Facebook.
„Þessu fólki treysti íslensk þjóð fyrir atkvæðum og treysti því að sómi væri að þeim fulltrúum sem svo settust á hið háa Alþingi.“ skrifar Þuríður sem gagnrýnir framferði Klaustursþingmanna sem hafa höfðað mál gegn Báru Halldórsdóttur. „Hörmulegast er að ekkert þeirra sá sóma sinn í að segja af sér”. Miðjan greinir upphaflega frá.
Bára birti nýlega reikningsyfirlit sitt eftir að lögmaður þingmannanna lagði inn beiðni til Persónuverndar. Sóttist hann eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember. „Við sitjum uppi með fólk sem nýtir sér stöðu sína til að viðhalda fordæmalausu ofbeldi gagnvart sínum minnsta bróður. Ekkert breytir þeirri staðreynd að þau sem fyrirmyndir, valdhafar og manneskjur töluðu með óafsakanlegum og óafturkræfum hætti þetta kvöld!“ segir Þuríður á síðu sinni.
Reikningsyfirlit Báru sýndi að engar háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum bárust til hennar á tímabilinu sem um ræðir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Klaustursþingmaður, hefur ítrekað sakað Báru um skipulagða starfsemi. Hefur hann haldið því fram að upptökurnar hafi verið hluti af skipulögðum verknað í persónulegri aðförð gegn stjórmálamönnum. Klaustursþingmennirnir eru allir sammála því að um umfangsmikla starfsemi sé að ræða og líklega hafi fleiri en Bára verið að verki. „Fleiri en einn hafi þurft til þar sem fylgjast hafi þurft með ferðum manna, afla sér búnaðar, læra á hann og útfæra og æfa aðgerðir. Slíkt sé tæpast á færi einnar manneskju“ hefur Stundin eftir Reymari Péturssyni, lögmanni Klaustursþingmanna.
Bára sökuð um ósannindi
Í kvörtun til Persónuverndar er Bára sökuð um ósannindi og að frásögn hennar sögð samhengislaus auk þess sem fullyrt er að aðgerðir hennar hafi verið með þeim hætti að „fleiri en einn hafi þurft til þar sem fylgjast hafi þurft með ferðum manna, afla sér búnaðar, læra á hann og útfæra og æfa aðgerðir. Slíkt sé tæpast á færi einnar manneskju“.
Sex þingmenn úr Miðflokknum og Flokk fólksins náðust á upptökur við drykkju á barnum Klaustri 20. nóvember síðast liðinn. Þingmennirnir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Á upptökunni heyrast þingmennirnir fara með niðrandi ummæli um kvenkyns þingmenn, fatlaða og hinsegin fólk. Auk þess sem þau játuðu að hafa misnotað stöðu sína á þinginu. Tveimur þingmönnum var vísað úr Flokki fólksins. Síðan hafa þeir báðir gengið í Miðflokkinn.
Boðað hefur verið til kröfugöngu laugardaginn 4. maí til að mótmæla framgöngu dómsmálaráðherra í garð flóttamanna og berjast fyrir bættari kjörum. Flóttamenn á Íslandi og No borders Iceland standa fyrir mótmælunum. Gangan mun hefjast 8:15 í húsnæði flóttamanna í Ásbrú og verður gengið að Austurvelli.
Aðstandendur mótmælanna eru gagnrýnin á framgöngur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðhera í málefnum flóttamanna. Þau segja viðbrögð ráðherra við gagnrýni á meðferð flóttafóllks annarsvegar „opinber yfirlýsing um það að það sé ómögulegt að stöðva brottvísanir vegna alþjóðlegra skuldbindinga og hinsvegar bréf til flóttafólks sem segir nú þegar hafa komist til móts við kröfur þeirra um fund og því sé ástæðulaust að halda annan slíkan á næstunni. Fundurinn sem Þórdís Kolbrún vísar hér í var hálftíma langur fundur sem átti sér stað fyrir 2 mánuðum síðan, ekki hefur verið fylgt eftir því sem fjallað var um á fundinum. Ásamt því hefur Þórdís Kolbrún staðið með harðneskjulegu frumvarpi um breytingu á útlendingalögum sem fer fram á frekari notkun dyflinnarreglugerðarinnar og gerir endurupptöku mála erfiðari auk þess að takmarka lagalegan rétt flóttamanna.“
Þá segir hópurinn ráðherra hunsa stöðu mála. „Á meðan dómsmálaráðherra kýs að hunsa kröfur flóttafólks og stendur sem fastast með fyrrnefndu frumvarpi hafa aðstæður flóttafólks síður en svo skánað á síðustu vikum” segir á Facebook síðu viðburðarins. „Í rúma tvo mánuði hafa flóttamenn á Íslandi staðið fyrir bréfaskriftum til yfirvalda, mótmælum og haldið kyrrsetu á Austurvelli, allar þessar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að þrýsta á dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu, að svari kalli þeirra um bætta lifnaðarhætti og sanngjarnari málsmeðferð á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd”.
Kröfur sem hópurinn gerir:
Ekki fleiri brottvísanir — Til að byrja með þarf að binda enda á brottvísanir til Ítalíu og Grikklands.
Allir ættu að fá efnismeðferð í umsóknum sínum – Sér í lagi þeir flóttamenn sem hafa nú þegar fengið neitun frá öðrum löndum og eiga í hættu á að vera vísað áfram til landa þar sem þeim bíða ofsóknir og dauði.
Réttur til vinnu — bráðabirgðakennitala sem leyfir okkur að vinna meðan við bíðum afgreiðslu hjá Útlendingastofnun. Við viljum vinna!
Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Allir ættu að fá hlúð að meinum sínum, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg. Útlendingastofnun hindrar aðgang margra flóttamanna að heilbrigðisþjónustu.
Lokum einangruðum flóttamannabúðum við Ásbrú. Það hefur vond sálfræðileg áhrif að vera einangraður frá samfélagi og stofnunum.
Flóttamenn hafa harðlega gagnrýnt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir framgöngu sína í málsmeðferð flóttamanna. Hefur hún lýst því opinberlega að ómögulegt sé að stöðva brottvísanir vegna alþjóðlegra skuldbindingar. Þórdís hefur einnig sent frá sér bréf til flóttamanna sem segir að „nú þegar hafa komist til móts við kröfur þeirra um fund og því sé ástæðulaust að halda annan slíkan á næstunni”. Fundurinn sem um ræðir var 30 mínútna fundur sem átti sér stað í mars. Kemur fram á síðu viðburðarins að „ekki hefur verið fylgt eftir því sem fjallað var um á fundinum”.
Keflavíkurganga flóttamanna
„Ástæðan fyrir því að ákváðum að ganga þessa leið er sú að á 6.-10. áratugum síðustu aldar héldu Íslenskir hernaðarandstæðingar 11. Keflavíkurgöngur sem gengnar voru sömu leið, frá Herstöðvinni á Miðnesheiði til Reykjavíkur til þess að mótmæla veru bandarísks setuliðs á Íslandi, og þáttöku Íslands í NATO“ segir á síðu viðburðarins.
„Við hvetjum alla til þess að slást í lið með okkur og ganga fylgtu liði frá Ásbrú til Reykjavíkur til samstöðu þeirra flóttamanna sem neyðast til þess að ganga langar vegalengdir í átt að mannsæmandi lífi. Gerum samningaviðræður og kröfur flóttamanna að veruleika!”
Sjálfvirkt greiðslukerfi Vaðlaheiðaganga gengur illa að lesa gamlar númeraplötur. Bifreiðar með eldri gerð númeraplata með hvítum stöfum á svörtum fleti geta hugsanlega farið í gegnum göngin án greiðslu.
Fréttablaðið greinir frá. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðaganga, við Fréttablaðið.
Valgeir segir alltaf eitthvað um að fólk reyni að komast hjá greiðslu. Það sé þekkt vandamál víða um heim. Þannig hafi komið upp dæmi þar sem númeraplata er ekki til staðar. Það segir hann þó hlutfallslega fáa bíla. „Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir.
Tónlistarmaðurinn, hárgreiðslumaðurinn, plötusnúðurinn og lífskúnstnerinn Jón Atli Helgason er margt til lista lagt en hann var ásamt danska tónlistarmanninum Kasper Bjørke, sem margir þekkja úr hljómsveitinni Filur, að senda frá sér EP-plötuna Queen of the night.
Drengirnir ganga undir nafninu Mansisters en þeir hafa þekkst lengi eða allt frá því þegar Jón Atli flutti til Danmerkur fyrir átta árum. „Ég hef spilað inn bassa við nokkur af hans eldri lögum og einnig höfum við plötusnúðast saman,“ segir Jón. „Þannig að það var rökrétt að við byggjum til einhvers konar hliðarverkefni.“
Aðspurður hverskonar tónlist þetta sé svarar hann einfaldlega: „Þetta er danstónlist sem er oftast skilgreind sem „indie dance“ eða „leftfiled house“ hvað sem það nú þýðir. Eitthvað svona til að dilla sér við.“
Nóg er fram undan hjá köppunum en Jón Atli og Kasper ætla að halda áfram að gefa út sína eigin tónlist sem og tónlist eftir aðra listamenn hjá hfn music, sem er útgáfufyrirtæki þeirra félaga í Hamborg. Einnig ætlar sveitin að koma fram á nokkrum vel völdum tónleikum, þó svo að Jón Atli vilji ekki kalla þá tónleika.
„Nei, ég myndi ekki kalla þetta tónleika þar sem við spilum ekki lifandi tónlist, heldur erum að dj-a. En jú það eru nokkur klúbba og „festivala“ gigg í deiglunni.“
Maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið bróður sínum að bana í Noregi segir að um slys hafi verið að ræða.
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, bróður sinn til bana í norska smábænum Mehamn í aðfaranótt laugardags, neitaði í dag sök í yfirheyrslu hjá lögreglu. Segir Gunnar að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn og að um slys hafi verið að ræða.
RÚV hefur þetta eftir verjanda Gunnars, Vidar Zahl Arntzen sem segir jafnframt að Gunnar sé mjög leiður og niðurbrotinn vegna málsins. Í yfirheyrslunni hafi Gunnar hins vegar getað varpað ljósi á það sem gerðist kvöldið örlagaríka. Áður leit allt út fyrir að Gunnar hefði játað verknaðinn í Facebook-færslu á laugardagsmorgun og í norskum fjölmiðlum kom fram að hann hefði játað við handtöku.
Að sögn Arntzen var Gunnar yfirheyrður í fyrsta sinn í dag. Stóð yfirheyrslan yfir frá klukkan 10 til 16.30.
Á RÚV segir að fréttastofu hafi ekki tekist að ná tali af Jens Bernhard Herstad, verjanda hins Íslendingsins, en til stóð að lögreglan yfirheyrði hann einnig í dag. Sá hefur líka neitað sök í málinu.
Hollendingurinn og grafíski hönnuðurinn Theo-Bert Pot heldur úti vefsíðunni The Nice Stuff Collector þar sem hann fjallar meðal annars um hönnuði og segir frá og sýnir myndir af heimili sínu sem er algjörlega einstakt og veitir mikinn innblástur.
Vefsíðuna opnaði hann sem viðbót við Instagram-síðu sína sem hlotið hafði mikil og góð viðbrögð. Hann hefur einnig mikla ástríðu fyrir ljósmyndun og tekur allar myndir sjálfur. Á heimili hans er að finna fallega hluti og húsgögn frá þekktustu hönnuðum heims, hann er djarfur í litavali og óhræddur við að fara eigin leiðir.
Í kjölfarið birtist heimilið hans meðal annars í Elle Decoration UK, Elle Decoration French og Rum Hemma. Hann hefur einnig komið fram í sjónvarpsþáttum og haldið fyrirlestra um hönnun, stíl og litaval og samspil þess við samfélagsmiðla.
Hann hefur unnið með mörgum hönnuðum og fyrirtækjum og er stofnandi og annar meðeigandi grafíska hönnunarstúdíósins Pot & van der Velden.
Síðan er á hollensku en myndirnar tala sínu máli og gott betur en það. Sjón er sögu ríkari.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pírati og formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segist elska fólk meira en einkabílinn. Skellt var í lás fyrir bílaumferð á Laugaveginum í dag.
„Áfram Laugavegurinn, áfram verslun og áfram fjölbreytt mannlíf!“ skrifar Sigurborg á Facebook í kjölfar þess að hún læsti bílahliði á Laugarvegi. „Ég er oft spurð af hverju ég hati einkabílinn svona mikið. Svarið er einfalt, ég elska fólk meira,“ skrifar hún á Facebook.
Meirihlutayfirlýsing Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG kveður á um að Laugavegur verði göngugata allt árið. „Við ætlum að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið og fjölga göngusvæðum í Kvosinni. Við endurhönnun gatna og annars borgarrýmis verða gangandi og hjólandi vegfarendur settir í forgang og sérstök áhersla verður lögð á fjölbreyttan trjágróður.“
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í fyrra að fela skipulagsráð að gera útfærslu að Laugavegi og Bankastræti sem göngugötu allt árið.
Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, var á miðvikudag dæmdur í 50 vikna fangelsi. Hann hlýtur dóminn fyrir að skila sér ekki til lögreglu árið 2012 eftir kæru. NBC News greinir frá.
Þegar kæran var lögð inn sótti Assange hæli hjá sendiráði Ekvador í London og hefur haldið sig þar síðast liðinn sjö ár. Friðhelgin var afturkölluð í síðasta mánuði og hann dreginn út úr sendiráðinu af lögreglunni. Kæran fól í sér framsalsbeiðni til Svíþjóðar en Assange sagðist hafa óttast mögulegt framsal til Bandaríkjanna. Assange er ákærður í Bandaríkjunum vegna starfa sinna fyrir Wikileaks.
Aðgerðir lögregluyfirvalda vegna eftirlits með Assange í kjölfar þess að hann fékk hæli í sendiáði Ekvádor. Hýsing Assange í sendiráðinu hefur kostað breska skattgreiðendur sex milljón pund. Stuðningsmenn Assange voru viðstaddir í dómsal og mótmæltu þegar dómurinn var kveðinn og Assange leiddur út. Stóðu fleiri fyrir utan með spjöld sem stóð á „Sleppið Julian Assange“ og „Frelsi Assange er frelsið okkar“.
Eins og hefur komið fram stendur Assange einnig frammi fyrir ákæru í Bandaríkjunum fyrir stórfelldan leka trúnaðarskjala Bandaríska hersins. Verði hann framseldur þangað gæti hann átt að höfði sér fimm ára fangelsisvist. Í ákærunni kemur fram að Chelsea Manning, fyrrum starfsmaður í greiningardeild hersins, hafi aðstoðað Assange með lekann. Manning hlaut 35 ára fangelsisdóm árið 2010 fyrir að hafa misnotað stöðu sína og lekið gögnunum. Barack Obama mildaði dóminn og var hún látin laus í maí 2017.
Assange mun mæta fyrir dóm á morgun, fimmtudag, þegar kveðið verður um framsalið og aftur 12. júní. Ferlið getur tekið réttarkerfið í Bretlandi allt að tvö ár, jafnvel lengur. Þá hefur Brexit möguleg áhrif á áfrýjunarrétt Assange, enda óljóst hver staða mannréttindadómstóls Evrópu verður eftir útgöngu Bretlands úr ESB. Margir þingmenn Breska íhaldsflokksins hafa talað fyrir því að Bretland segi sig úr lögsögu mannréttindadómstólsins.
Góð ástæða til að hreinsa til í baðskápnum og snyrtibuddunni er að skapa meira pláss og skipulag. Önnur, og mögulega betri ástæða, er sú að eftir að vara hefur verið opnuð kemst súrefni að henni sem gerir það að verkum að hún fer að skemmast, innihaldsefnin tapa virkni sinni auk þess sem að bakteríur og örverur af fingrum okkar og úr umhverfinu komast í vöruna. Allt þetta getur valdið ertingu eða jafnvel sýkingu í húð okkar. Þess vegna er mikilvægt að gera reglulega rassíu og henda útrunnum snyrtivörum.
Allar snyrtivörur renna út en eftir mislangan tíma. Vandinn er að fæstar vörur eru merktar með ákveðinni dagsetningu, það á í raun eingöngu við um sólarvörn og vörur sem eru fengnar með lyfseðli. Þó að varan sé ekki merkt með dagsetningu er yfirleitt önnur merking á henni sem miðast við hvenær varan er opnuð, en hún kallast í PAO meðal framleiðanda eða „Period After Opening“.
PAO-merkinguna er að finna á næröllum vörum sem seldar eru í Evrópu. Merkingin er tölustafur, bókstafurinn M og svo opin krukka. Tölustafurinn segir til um líftíma vörunnar eftir að hún hefur verið opnuð í mánuðum talið. Þessi tala er ekki pottþétt, en gott viðmið. Vandinn er að við munum oft ekki hvenær við opnuðum vöruna og ættum í raun að venja okkur á að merkja á vörur dagsetninguna sem hún var opnuð.
Vertu vakandi
Vara þarf ekki að vera orðin gömul til þess að verða ónýt eða hafa orðið bakteríum að bráð, því er mikilvægt að vera stöðugt á varðbergi. Ef litur, lykt eða áferð vöru breytist þá getur það verið merki um að varan sé skemmd. Til dæmis getur hún dökknað á lit, komið þráalykt af henni eða hún getur skilið sig, þá er tími til kominn að hún fari beinustu leið í ruslið. Einnig geta umbúðirnar bólgnað eða bognað sem er líka vísbending að ekki sé allt með feldu.
Náttúruleg innihaldsefni
Góð þumalputtaregla segir að allar vörur með vatn sem megininnihaldsefni hafa stystan líftíma eftir opnun því bakteríur og örverur þurfa á rakanum að halda til að þrífast. Náttúruleg innihaldsefni úr plöntum hafa einnig stuttan líftíma, rétt eins og ávextir á eldhúsborði.
Engin rotvarnarefni
Ef vara er sögð vera án rotvarnarefna ber að fara mjög varlega með hana því án rotvarnarefna þrífast bakteríur óhindrað. Þó að það hljómi öruggara að nota náttúruleg rotvarnarefni þá eru þau samt sem áður ekki jafnskilvirk. Gott er að klára slíkar vörur með því að nota þær á hverjum degi í nokkra mánuði frekar en að nota þær endrum og sinnum í lengri tíma, einnig má lengja líftímann með því að geyma vörurnar í ísskápnum.
Áður en varan skemmist
Stundum kaupum við vörur sem við erum ekki nógu hrifnar af og notum þar af leiðandi ekki. Þær safnast þá fyrir í skápnum hjá okkur og renna smám saman út. Það er góð regla að reyna að losa sig við slíkar vörur strax. Það þýðir þó ekki að þú verðir að henda þeim heldur getur þú gefið vinkonu þinni eða fjölskyldumeðlim þær eða gefið til Kvennakots.
Líftími förðunarvara
Púður (augnskuggar, kinnalitir o.s.frv.): Tvö ár, eða lengur ef vel er hugsað um vörurnar.
Kremkenndar vörur: Eitt til eitt og hálft ár.
Farði: Eitt ár til eitt og hálft ár.
Hyljari: Eitt ár til eitt og hálft ár.
Varalitur: Eitt ár.
Varablýantur: Eitt ár til eitt og hálft ár.
Varagloss: Eitt og hálft til tvö ár.
Augnblýantur: Tvö ár
Augnlínupenni eða -gel: Sex til átta mánuðir.
Maskari: Þrír til sex mánuðir.
Líftími húðvara
Andlitshreinsir: Eitt ár
Andlitsvatn: Hálft til eitt ár
Vörur sem innihalda AHA- eða BHA-sýrur: Eitt ár
Rakakrem og serum: Hálft til eitt ár
Varasalvi: Eitt ár
Prufur: Einn til þrír dagar
Húðvörur – Nokkrar góðar reglur til að hafa í huga
Geymdu vörurnar í lokuðum skáp eða skúffu.
Þvoðu hendur vandlega áður en þú notar vörur.
Passaðu að skrúfa tappa eða lok vel á eftir hverja notkun.
Gefðu gaum að því að raki og hiti hefur áhrif á vörur.
Skrifaðu dagsetninguna sem þú opnaðir vöruna með tússpenna á umbúðirnar.
Fylgstu vel með breytingum á lit eða lykt.
Fylgdu dagsetningunum sem standa á sólarvörnum, því virku efnin sem eiga að vernda þig hafa mjög takmarkaðan líftíma og að honum loknum verður sólavörnin að venjulegu „body lotion“.
Kauptu vörur í túbu eða pumpu frekar en í krukku. Það er 100% hætta á bakteríusmiti í krukkum því maður er stöðugt að opna og loka þeim, svo ekki sé minnst á að stinga fingrunum ofan í þær.
Ekki geyma vörur þar sem sólin skín á þær.
Ekki deila húðvörum með vinum þínum.
Ekki gleyma að þrífa tappann eða lokið vel ef þú missir það á gólfið, þá með sápu og heitu vatni eða hreinsispritti og leyfa því að þorna áður en þú skrúfar það aftur á.
Förðunarvörur – Nokkrar góðar reglur til að hafa í huga
Þrífðu bursta og áhöld reglulega því annars gætu þau borið húðfitu og bakteríur í vörurnar þínar.
Ekki deila maskara með neinum.
Þú finnur það strax á lyktinni ef varalitur er orðinn skemmdur, fitan í honum þránar.
Ef áferðin er orðin þykk eða kekkjótt þá er varan skemmd.
Vörur sem innihalda olíur geta farið að skilja sig eftir smátíma og þá er ekki aftur snúið.
Yddaðu blýanta reglulega því það heldur þeim ferskum.
Geymdu kremvörur á hvolfi til að sporna gegn því að þær þorni upp.
Byrjaðu alltaf á því að þvo á þér hendurnar áður en þú notar förðunarvörur.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ætlar að sniðganga verslanir sem gera út sérstök tilboð á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar.
Rúmfatalagerinn og Húsgagnahöllin birtu í Fréttablaðinu í dag auglýsingar þar sem sérstök 1. maí tilboð eru auglýst. Dagurinn er almennur frídagur og alþjóðlegur baráttudagur verka- og launafólks.
„Forsvarsmenn og eigendur fyrirtækja sem gera út á sérstakan tilboðsdag á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar eru samfélaginu til háborinnar skammar,“ segir Ragnar. „Lágkúran og virðingarleysið er algjört. Ég hef tekið þá persónulegu ákvörðun að stíga ekki fæti framar inn í ákveðnar verslanir.“
Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni Murder Mystery. Netflix hefur birt stiklu úr myndinni þar sem Ólafur Darri kemur fyrir stuttlega. Auk Ólafs Darra eru þau Jennifer Aniston, Adam Sandler og Luke Evans í aðalhlutverkum.
Murder Mystery fjallar um bandarísk hjón sem ákveða að reyna lappa upp á hjónabandið sitt með því að fara í frí til Evrópu. Með hlutverk hjónanna fara Sandler og Aniston. Þau hitta dularfullan mann, leikinn af Luke Evans, sem býður þeim að koma með sér á snekkju í eigu eldri milljarðarmærings. Eigandi snekkjunnar er myrtur skömmu eftir komu hjónanna. Von þeirra hjóna um rólegt frí fer því í vaskinn enda liggja þau nú undir grun.
Ólafur Darri er einn farsælasti leikari okkar Íslendinga. Vinsældir hans erlendis hafa aukist hratt. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við The Meg, Fantastic beasts: Crimes of Grindelwald og How to train your dragon. The Meg skartar Jason Statham í aðahlutverki. Fantastic beasts: Crimes of Grindelwald gerist í Harry Potter heiminum. Þá ljáði Ólafur Darri sögupersónunni Ragnar the Rock rödd sína í myndinni um tannlausa drekann, How to train you dragon. Þá hefur stórleikur Ólafs Darra í þáttaröðinni Ófærð vakið mikla athygli, á Íslandi og erlendis.
Vinsælt er að halda svokölluð Murder mystery boð þar sem gestir mæta og taka þátt í hlutverkaleik út kvöldið. Slík boð eru þekkt um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi. Hlutverkaleikurinn fer þannig fram að einn gestanna er morðingi og það er hlutverk hinna gestanna að leysa morðgátuna. Þáttakendur fá úthlutað sögupersónur sem þeim er ætlað að leika yfir kvöldið. Oft fylgir leiknum ákveðið þema. Gestir geta átt von á leiðbeiningum um búningaval og vísbendingum sem þau eiga að fylgja í leit sinni að morðingjanum.
Kvikmyndin Murder Mystery, sem tekin var upp í Kanada og á Ítalíu síðast liðið sumar, verður frumsýnd á Netflix í júní.
Maísmjöl er frekar fínkornað mjöl sem unnið er úr maískorni. Það er mjög algengt í Suðurríkjum Ameríku en einnig í Afríku, og Ítalir nota það í polentugerð. Á Íslandi er lítil hefð fyrir notkun þess en við þekkjum það einna helst í gegnum mexíkóska matargerð því maísmjöl er notað í tortillur og tacos og svo í ýmiskonar snakk sem við getum keypt í stórmörkuðunum.
Maísmjölið sem ég notaði í brauðin fékk ég í Afrísku búðinni í Efra-Breiðholti, Afrozone, en samskonar tegund fæst einnig í búðinni Fisku og Mai Thai og eflaust einhverjum fleiri búðum. Best er að nota svokallað Masa-maísmjöl í brauðgerð, eins og þessa sem hér er gerð, slíkt mjöl er einnig notað í tortillugerð.
Oftast þarf að leggja leið sína í sérbúðir til að finna það en það er alveg þess virði, svo er líka gaman að hvíla sig frá hveitinu og nota eitthvað annað í staðinn og kynnast hefðum og annarri matarmenningu í leiðinni.
Maísbrauð – arepas 8-10 stykki
Arepas eru brauð sem eiga rætur að rekja til Venesúela og Kólumbíu og eru mjög vinsæl þar. Ég þekki unga stelpu sem fór sem skiptinemi til Venesúela og segir hún að brauðin séu nær undantekningalaust borin fram með öllum mat.
Annaðhvort eru brauðin skorin eins og pítubrauð og álegg sett inn í brauðin eða eitthvað er sett ofan á þau. Við fylltum þau með salati, avókadó, skinku, lauk, tómötum og chili-majónessósu og kom það vel út en hægt er að fylla þau með hverju sem er.
500 ml heitt vatn 1 tsk. salt 250 g P.A.N hvítt masa-maísmjöl eða Ma Se Ca olía til að steikja upp úr
Blandið vatni og salti saman og hrærið þar til saltið leysist upp. Blandið maísmjölinu saman við í skömmtum og vinnið með höndunum þar til deigið verður að frekar mjúku og blautu deigi.
Skiptið því í 8 hluta á stærð við gólfkúlur og fletjið út í litlar kökur sem eru um 1 cm að þykkt. Steikið á t.d. pönnukökupönnu í 4-5 mín. á hvorri hlið við meðalhita eða þar til kakan er orðin gullinbrún að lit.
Hægt er að nota brauðin sem samlokur, grunn í pítsubotn eða eins og pítubrauð og fylla með allskonar fyllingum eins og gert er hér.
Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi. Dagurinn varð lögskipaður frídagur árið 1966 á fimmtíu ára afmæli ASÍ. Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er samofinn baráttu verkafólks fyrir styttingu vinnutíma og helgarfríi.
Vökulögin á 1. maí
Saga 1. maí um allan heim er nátengd baráttunni fyrir styttingu vinnutímans; átta tíma vinnudag og helgarfríi. Þann 1. maí árið 1886 gengu 300 þúsund starfsmenn 13000 bandarískra fyrirtækja frá störfum og fylktu liði í nafni verkalýðs, sósíalisma og bættra kjara. Mánuðum saman höfðu verkalýðsfélög í Bandaríkjunum, einkum í Chicago borg háð erfiða baráttu fyrir bættum kjörum og átta stunda vinnudag.
Hér á Íslandi sækir dagurinn uppruna sinn einnig í það baráttumál. Árið 1921 voru vökulögin, sem tryggðu íslenskum sjómönnum sex tíma hvíld á sólarhring, eru eitt fyrsta dæmið hér á landi um réttindi sem áunnist hafa vegna verkalýðsbaráttu. „Hér skal orðtakið það: Fylgjumst einhuga að!“ segir í auglýsingu á Kröfugöngunefndar á forsíðu Alþýðublaðsins 1. maí árið 1923.
Fjallað var um hátíðarhöldin í blaðinu daginn eftir 2. maí 1923 og þeim lýst sem vinnandi fólki til sóma. „Kröfugangan í gær varð alþýðunni til sóma og heppnaðist fullkomlega eins vel og menn höfðu gert sér vonir um, þar sem þetta var í fyrsta skiptið, sem slíkt fer fram hér.“ Þá segir blaðið að hvarvetna í fylkingunni hafi mátt sjá fána jafnaðarmanna borna. Meðal þeirra krafa sem göngumenn báru í Reykjavík var krafan um átta tíma vinnu og átta tíma hvíld og slagorðið fátækt er enginn glæpur og vinnan ein skapar auðinn. Hefð er fyrir því að launafólk gangi undir rauðum fána og leikinn er alþjóðasöngur verkalýðsins, Internasjónalinn, sem einnig kallast Nallinn.
1. maí er ekki frídagur í Bandaríkjunum þótt landið spili lykilhlutverk í sögu hans.
Aðalkrafa mótmælanna þann 1. maí árið 1886 var átta stunda vinnudagur. Krafa sem hafði verið að gerjast meðal verkalýðsfélaga um heim allan frá miðri 19. öld. Í Chicago, þar sem baráttan var afar hörð eftir langvarandi verkföll var gangan að auki upphaf nokkurra daga aðgerða til stuðnings starfsmönnum McCormick Harvesting Machine Company sem höðu þá verið í verkfalli frá því í byrjun febrúar sama ár.
Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að Bandaríkin spili svo stóra rullu í sögu 1. maí. Dagurinn er ekki frídagur í Bandaríkjunum og raunar þekkja fáir í landinu uppruna dagsins. Það á sér þó sögulegar og pólitískar skýringar. Dagurinn á sér sósíalískar og anarkískar rætur. Andúð auðvalds og yfirvalda á deginum varð til þess að í gegnum áratugina var háð einskonar menningarstríð gegn því að dagurinn festi rætur. Bandarísk yfirvöld gerðu þrjár tilraunir til að breyta deginum úr degi andófs og baráttu verkalýðs í fögnuð lög og reglu, amerísks stolts og tryggð. Þá var kommúnistaandúðin og hræðslan við sósíalisma á tímum kalda stríðsins til þess að draga verulega úr þátttöku á deginum. Þrátt fyrir það er talsvert um dýrðir og fögnuð hjá stéttar og verkalýðsfélögum í Bandaríkjunum á þessum degi en lögformlegur frídagur verkalýðsins er fyrsti mánudagur í september.
Það á sér langa sögu í Bandaríkjunum að fagna verkalýðsbaráttunni í byrjun september eða allt frá því í kringum 1894. Þá þegar vildu verkalýðsfélög í Bandaríkjunum að dagurinn yrði fyrsta maí en september varð fyrir valinu meðal annars vegna ríks vilja til að minna ekki um of á blóðuga sögu maí mótmælanna í Chicago og pólitískra réttarhalda sem á eftir fylgdu og vöktu heimsathygli og hneykslun.
Saga 1. maí er saga stórra sigra og samfélag réttlætis en hún er um leið blóði drifin. Hvorki helgin né átta stunda vinnuvika var afhent almenningi án baráttu.
Minningardagur fyrir verkafólk sem lést í Chicago mótmælunum
Árið 1889 hittust fulltrúar alþjóðasamtaka kommúnista á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París. Þar var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks og baráttudagur hreyfingarinnar. Valið á þessum degi styðst við rótgróna hefð í sunnanverðri Evrópu þar sem menn tóku sér oft frí þennan dag. Í heiðnum sið var hann táknrænn fyrir endalok vetrarins og upphaf sumarsins. Á Norðurlöndunum var 1. maí fyrsti dagur sumars. Í Rómarveldi var 1. maí vetrarlokahátíð og hátíð frjósemi og vaxtar. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum. Þingið kallaði eftir því að hátíðarhöldin um allan heim yrðu haldin í minningu verkamannanna sem létust í Chicago 4. maí árið 1886 þegar lögreglan hóf að skjóta inn í hóp mótmælenda.
Mótmælin höfðu farið friðsamlega fram og voru raunar farin að síga á seinni part þegar sprengju var kastað í hóp lögreglumanna sem svöruðu með því að skjóta á verkamennina. Enn þann dag í dag er ekki vitað hver kastaði sprengjunni.
Haymarket átta: Réttarmorðið sem vakti heimsathygli
Í kjölfarið voru átta anarkistar sóttir til saka fyrir morðin. Aðeins þrír þeirra voru á staðnum þegar blóðbaðið átti sér stað. Réttarhöldin vöktu athygli og hneykslun um allan heim. Kviðdómurinn var handvalinn, dómarinn lýsti margsinnis yfir andúð sinni á sakborningum og þrátt fyrir að ákæran væri fyrir morð lýstu yfirvöld og saksóknarar því ítrekað yfir að hér væri réttað yfir anarkisma. Réttarhöldin væru réttarhöld samfélags laga og reglu yfir hugmyndafræði stjórnleysis. Mennirnir átta voru allir fundir sekir og sjö þeirra voru dæmdir til dauða.
Í nóvember árið 1887 voru fjórir mannana hengdir en einn hafði framið sjálfsmorð daginn áður. Á meðan á réttarhöldunum stóð höfðu 100 þúsund skrifað undir áskorun til yfirvalda um að sýna mönnum vægð.
Réttarhöldin gengu svo nærri siðferðiskennd fólks um allan heim að rithöfundar og ljóðskáld heimshorna á milli fjölluðu um réttarhöldin. Þar á meðal Oscar Wilde og George Bernard Shaw. Árið 1893 voru þrír mannanna náðaðir af John Peter Altgeld, fylkisstjóra Illinois.
Mótaði sögu dagsins
Það er ekki svo einfalt að 1. maí sé haldinn eingöngu vegna mótmælanna í Chicago heldur mótaði áfallið sögu dagsins og alþjóðlega baráttu verkalýðsins. Hörmulegar aðstæður verkafólks í Evrópu urðu til þess að mikill fjöldi þeirra leitaði til Bandaríkjanna í von um betra líf. Í Chicago var stórt samfélag þýskra, írskra og skandinavískra innflytjenda sem fluttu með sér evrópskar hefðir og 1. maí.
Í sögu ASÍ kemur fram að þingið í París árið 1889 á 100 ára afmæli frönsku byltingarinnar hafi verið var ákveðið að gera kröfuna um átta stunda vinnudag að helstu kröfu verkafólks á alþjóðlegum baráttudegi, 1. maí. „Þegar árið eftir voru haldnar kröfugöngur 1. maí víða í Evrópu og Norður-Ameríku til þess að leggja áherslu á kröfuna um átta stunda vinnudag. Árið 1889 var einnig ákveðið á þingi Annars alþjóðasambandsins að rauði fáninn skyldi verða tákn fyrir baráttu verkamanna og sameiningarmerki þeirra, en rauði fáninn hafði einmitt verið tákn byltingarsinna í febrúarbyltingunni í Frakklandi árið 1848 og síðar tákn Parísarkommúnunnar 1871. Á fyrri hluta þriðja áratugarins var farið að nota rauða fánann á fundum Alþýðusambandsins og þá varð einnig til fáni og merki sambandsins, rauður fáni með þremur örvum sem voru tákn frelsis, jafnréttis og bræðralags.“
Á Íslandi, eins og áður segir, var dagurinn haldinn hátíðlegur árið 1923. „Hátíðahöldin í Reykjavík voru skipulögð af nefnd á vegum fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Formælendur þess munu m.a. hafa verið Ólafur Friðriksson og Hendrik Ottósson og voru þeir félagar skipaðir í undirbúningsnefnd auk Þuríðar Friðriksdóttur og fleiri félaga. Við ramman reip var að draga því að 1. maí 1923 var virkur dagur og fólk þurfti að taka sér frí úr vinnu ef það vildi taka þátt. Hendrik skrifaði brýningargrein í Alþýðublaðið og erindrekar fóru um til þess að safna saman fólki; tókst það „furðanlega … þrátt fyrir hótanir og illyrði sumra verkstjóra. … Nokkrir danskir og sænskir smiðir, sem unnu í Hamri neituðu afdráttarlaust að vinna 1. maí. Það væri ekki siður í löndum þeirra“. Einn „erindrekanna“ sem stóð í að fá fólk í gönguna var móðir Hendriks, Carolíne Siemsen, en hún fór um og skoraði á meðlimi verkakvennafélagsins að hætta að vinna á hádegi og taka þátt í kröfugöngunni.“ Þess má geta að árið 1923 var 1. maí einnig fagnað í fyrsta sinn í Indlandi.
Sovíetríkin tóku upp tákn verkalýðsins
Einhverjir hugsa kannski um Sovétríkin sálugu og alræðisvald kommúnistastjórna þegar þeir sjá fánann og heyra sönginn, en upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst krafa um breytingar og réttlátara þjóðfélag. Rauði liturinn táknar uppreisn gegn óréttlæti. Hann þýðir að nú sé nóg komið og er um leið tákn nýrra tíma. Barátta verka- og launafólks og táknin sem hreyfingin notar á sér langa sögu og í gegnum alla þá sögu hafa yfirvöld, stjórnmálahreyfingar og fjármagn gert tilraunir til að tala baráttuna niður eða baða sig merkjum hennar.
Í um hundrað löndum er 1. maí hátíðisdagur verkalýðsins og opinber frídagur. Þá er honum víðast hvar fagnað af stéttarfélögum.
Suður-afrísku hlaupakonan CasterSemenya tapaði máli gegn Alþjóða frjálsíþróttasambandinu í dag.
Suður-afrísku hlaupakonan CasterSemenya hefur undanfarið barist fyrir því að geta hlaupið án þess að vera neydd til að gangast undir lyfjagjöf til að bæla niður testósterónmagn líkamans.
Caster freistaði þess að fá nýjum reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hnekkt en reglurnar kveða á um að sambandið geti farið fram á að konur með óeðlilega hátt testósterónmagn bæli niður testósterónið með lyfjum til að geta keppt í kvennaflokki í hlaupum frá 400 metrum og upp í eina mílu.
Mál Caster var tekið fyrir hjá CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum, í Sviss í dag og tapaði hún málinu. Það þýðir að Alþjóða frjálsíþróttasambandið getur farið fram á að Caster og fleiri gangist undir lyfjagjöf til að bæla niður magn testósteróns.
„FrökenSemenya berst nú fyrir rétti sínum að geta hlaupið án þess að vera neydd til þess að gangast undir óþarfa lyfjagjöf – hún berst fyrir því að geta hlaupið áfram frjáls,“ sagði í yfirlýsingu lögmanna Semenya sem send var út í febrúar.
Sjálf sagði Caster að nýju reglurnar væru óréttlátar.
Caster komst í kastljósið árið 2009 þegar henni var gert að gangast undir kynjapróf til þess að skera úr um kyn hennar. „Það er enginn vafi á því að fröken Semenya sé kona,“ er meðal þess sem fram kom í yfirlýsingu lögmanna Semenya í febrúar.
„Misrétti hefur aukist til muna síðustu áratugi. Framleiðni í heiminum hefur þrefaldast á síðustu 20 árum en þessi auður hefur ekki skilað sér til vinnandi fólks í gegnum laun eða bætta innviði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í 1. maí ávarpi sínu.
„Þvert á móti hafa möguleikar til auðsöfnunar og skattaundanskota aukist hjá fáum ofur ríkum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Fólk, þjóðir og samfélög sem farið hafa halloka kenna stjórnmálunum eðlilega um sem hefur leitt til þess að traust til stjórnmálamanna fer stöðugt minnkandi. Það sem verra er; traust til lýðræðis fer þverrandi. Einhverjir sjá sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu og jafnvel að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum. Baráttan hlýtur alltaf að snúast um að auðnum sé skipt með sanngjörnum hætti og að stórfyrirtæki og auðmenn greiði sinn sanngjarna skerf til samfélagsins,“ segir forseti ASÍ.
Hún segir áherslur Alþýðusambandsins og aðildarfélaga á breytt samfélag í gegnum skatta og önnur stjórnvaldstæki hafi vakið athygli út fyrir landsteina. „Þegar verkalýðshreyfingin allt í kringum okkur berst í bökkum og háir varnarbaráttu fyrir áunnum réttindum þá sækjum við fram með miklar kröfur á stjórnvöld um jafnara og betra samfélag fyrir alla. Í aðdraganda kjarasamninga fáum við að heyra að lægstu laun séu há hér á landi í samanburði við önnur lönd og jöfnuður hvergi meiri. Gott og vel, en önnur lönd eiga ekki endilega að vera viðmiðið heldur það sem okkur sjálfum þykir sanngjarnt og réttlátt. Við erum því í forystu annarra landa um þessar mundir og bræður okkar og systur um heim allan fylgjast með.“
Hún segir verkalýðshreyfinguna aldrei mega gefa afslátt af áunnum réttindum. „Það eru stór verkefni sem bíða okkar en verkalýðshreyfingin á Íslandi er vel skipulögð grasrótarhreyfing og tilbúin í það sem koma skal. Krafa okkar í dag er meiri jöfnuður og samfélag þar sem allir fá tækifæri til að blómstra. Förum þangað og öllum farnast betur.“
Sænsku húsgagnakeðjunni IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um að börn hafi dottið af Sundvik skiptiborðinu þegar plata á borðinu losnaði.
IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um atvik þar sem plata á Sundvik skiptiborði hefur losnað og barn dottið af skiptiborðinu. Þetta kemur fram á vef IKEA. Þar segir einnig að í öllum tilvikum hafi öryggisfestingar ekki verið notaðar eins og tiltekið er í leiðbeiningum.
„Vöruöryggi er okkur gríðarlega mikilvægt hjá IKEA og okkur þykir afar leitt að heyra af þessum atvikum. Við erum jafnframt þakklát fyrir að börnin slösuðust ekki alvarlega. Við höfum gripið til fyrirbyggjandi aðgerða og gerum leiðbeiningar enn skýrari,“ segir yfirmaður Barna IKEA, Emilie Knoester.
Í tilkynningu frá IKEA er fólk sem notar Sundvik skiptiborðið hvatt til að kanna hvort skiptiborðsplatan sé fest rétt á. Hafi öryggisfestingarnar, sem notaðar eru til að festa plötuna á borðið, týnst geta viðskiptavinir haft samband við þjónustuver IKEA.