Sunnudagur 29. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Lengsti naflastrengur sem læknar og ljósmæður höfðu séð

Leikarinn Hlynur Þorsteinsson sýndi nýlega einleikinn Iður í Tjarnarbíói við góðar undirtektir. Meðan leikhúsið leggst í dvala yfir sumarið munu svo sjónvarp og bíó taka við. Við fengum Hlyn til að deila með okkur nokkrum staðreyndum um sjálfan sig.

 

  1. Ég byrjaði lífið á því að setja metin. Sögur fara af því að ég hafi fæðst með lengsta naflastreng sem læknar og ljósmæður höfðu séð. Hef ekki enn fengið þetta staðfest frá yfirvöldum en ég státa mig af þessum upplýsingum við útvalda.
  2. Bjó í Þýskalandi sem krakki og spilaði fótbolta með liði sem skipað var einungis innflytjendum. Tvö lið í bænum og annað þeirra einungis fyrir innflytjendur og hitt fyrir innfædda; áhugaverð skipting fyrir 10 ára gutta með ítalskan, keðjureykjandi þjálfara á hliðarlínunni.
  3. Varð fyrir líkamsárás þegar ég var 5 ára. Dádýrsmamma ákvað að ráðast á mig þegar ég ætlaði að klappa kálfinum hennar í dýragarði í Hollandi.
  4. Bjó í gömlu fjárhúsi á unglingsárunum. Gamalt bakhús i miðbænum. Átti kannski einhvern þátt í því hvað ég var lélegur við að klippa á mér hárið.
  5. Bjó í Þýskalandi árið 2010 en vann í sumarhúsaþorpi í Hollandi við þrif og almennar viðgerðir. Fékk daglega far með samstarfsfélaga þar sem við rúntuðum frá Þýskalandi og yfir til Hollands. Kann ekkert í hollensku en táknmálið fyrir „ég þrífa“ og „þú þrífa“ kom mér í gegnum þetta.

Íslenska stuttmyndin Even Asteroids Are Not Alone hlýtur verðlaun Konunglegu mannfræðistofnunarinnar

||
Jón Bjarki Magnússon.

Íslenska stuttmyndin Eve Online, Even Asteroids Are Not Alone, hefur hlotið verðlaun í flokknum Besta mannfræðilega stuttmyndin. Verðlaunin veitir Hin konunglega Mannfræðistofnun Bretlands og Írlands.

Leikstjóri myndarinnar, Jón Bjarki Magnússon, greinir frá sigrinum á Facebook. „Vá, ég verð að viðurkenna að ég varð töluvert hissa þegar ég heyrði af því að stutta heimildamyndin mín um vináttu hefði hlotið sérstök verðlaun fyrir bestu mannfræðilegu stuttmyndina,” skrifar Jón og bætir við; „Þetta er auðvitað mikill heiður, ekki síst fyrir þann sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði heimildamyndagerðar og sjónrænnar mannfræði.”

Hann segist þá vilja tileinka verðlaunin þeim fjórtán Eve Online spilurum sem ljá myndinni rödd sína. „Án þeirra magnaða framlags hefði myndin auðvitað aldrei orðið það sem hún er. Takk.” Kvikmyndin er 17 mínútna stuttmynd sem skoðar hvernig vinátta myndast milli leikmanna Eve Online. Allt myndefni er fengið innan úr leiknum sjálfum.

Eve Online er íslenskur netleikur þróaður og rekinn af fyrirtækinu CCP. Höfuðstöðvar fyrirtækisins er staðsett út á Granda. Yfir 47.000 spilarar eru tengdir leiknum á hverri stundu um allan heim.

Skjáskot úr stuttmyndinni
Skjáskot úr stuttmyndinni

Ísland eignast fulltrúa í stjórn Alþjóða vinnumálastofnunnarinnar

Mynd: ASÍ

Yfirlögfræðingur ASÍ, Magnús Norðdahl, er fyrsti fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóða vinnumálastofnunnarinnar. Stofnunin fagnar 100 árum í ár. Magnús var kjörinn í stjórnina á 108 þingi stofnunarinnar í Genf.

„Fulltrúar íslenskra atvinnurekenda og stjórnvalda eru einnig þátttakendur og félags- og barnamálaráðherra var viðstaddur setningu þingsins,“ segir í tilkynningunni. Ásamt Magnúsi situr Drífa Snædal forseti ASÍ fyrstu daga þingsins Þá tekur Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, þátt í Norrænum ILO skóla og situr þingið sem nemandi Magnúsar.

„Alþýðusamband Íslands mun leggja sitt lóð á vogaskálarnar til að þessi tilmæli, ef þau verða að veruleika, verði fullgilt á Íslandi enda í samræmi við stefnu stéttarfélaganna, samtaka atvinnurekenda og stjórnvalda.“

Alþjóða vinnumálastofnunin var stofnuð á grunni þríhliða samstarfs: Stéttarfélaga, stjórnvalda og atvinnurekenda. „Í gegnum hana hafa verið samþykktir merkustu sáttmálar heims; svo sem bann við nauðungarvinnu, réttinn til þátttöku í stéttarfélögum, réttinn til verkfalla, bann við barnavinnu, bann við mismunum og svo mætti lengi telja. Stofnunin hefur einfaldlega sett viðmið um hvað séu réttar og sanngjarnar reglur á vinnumarkaði heimsins síðustu 100 árin.

Samkvæmt tilkynningu ASÍ er bundið vonir við að á þinginu verði samþykkt ný tilmæli gegn ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfi. „Þetta yrði fyrsti alþjóðasáttmáli sinnar tegundar og markar tímamót í alþjóðlegri baráttu gegn áreiti og ofbeldi. Hvort tekst að samþykkja tilmælin kemur í ljós þann 21. júní en þessar tvær vikur á þinginu verða nýttar til að klára viðræður um orðalag og efni,“ segir í tilkynningu ASÍ.

„Ísland hefur ekki verið neitt sérstaklega duglegt við að fullgilda sáttmála og tilmæli frá ILO, að undanskildum grundvallarsáttmálunum. Betur má ef duga skal.“

Erum við að reka saman fyrirtæki eða ástarsamband?

Höfundur / Íris Eik Ólafsdóttir, réttarfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Ástin er það afl sem gerir pörum kleift að styðja hvort annað, auka hamingju og stofna til fjölskyldu. En í sjálfu sér skapar hún ekki persónulega færni og getu til þess að láta hana vaxa og dafna. Til að þróa hamingjuríkt samband þarf fólk að geta sýnt hlýju, nærgætni, örlæti, áreiðanleika, tryggð og skuldbindingu. En á sama tíma að hafa þrautseigju og geta fyrirgefið.

Pör sem koma til mín í fjölskyldumeðferð nefna oft að þau upplifi sig vera að reka saman fyrirtæki en séu ekki í ástarsambandi. Slíkar aðstæður geta verið einmanalegar og fólk upplifir sig vera að missa af mikilvægum lífsgæðum eins og að eiga einhvern að sem maður getur deilt öllu með, hlýju, nánd og kynlífi.

Stundum upplifir annar aðilinn meiri óánægju við þessar aðstæður á meðan hinn upplifir að þetta hafi þróast með vilja beggja og hafi verið þegjandi samkomulag vegna mikils álags hjá parinu. Því getur það komið öðrum aðilanum á óvart að heyra maka sinn lýsa að sér hafi liðið illa lengi og sé með óuppfylltar þarfir. Þess vegna er mikilvægt fyrir einstaklinga í parsambandi að sofna ekki á verðinum, né taka hvort öðru sem sjálfsögðum hlut heldur ræða reglulega saman um sambandið sitt. Það er vinna að vera í góðu og gefandi ástarsambandi og það dafnar ekki að sjálfu sér.

Vertu forvitinn um makann þinn, sýndu honum áhuga og hlýju, komdu honum reglulega á óvart, daðraðu við hann, láttu hann vita hvað þú kannt að meta við hann, spurðu hann hvaða þrár og langanir hann hefur og deildu þínum með honum. Gagnlegt er fyrir pör að ræða reglulega saman og fara stefnumót, alla vega einu sinni í mánuði, prófa eitthvað nýtt, fara saman í ræktina, gönguferð eða jafnvel borða saman í hádeginu.

En ef fólk á erfitt með að ræða saman getur hugræn atferlismeðferð komið að gagni. Aðferðin er hönnuð til að hjálpa pörum að þjálfa upp þetta samtal sem er lykillinn að því að pör geti átt góð samskipti og fengið ævilangt verkfæri. Aðferðin aðstoðar parið við að gera hugsun þeirra skýrari og þá um leið samskiptin með það að leiðarljósi að fyrirbyggja að gjá myndist á milli þeirra.

Einstaklega einfaldur og bragðgóður kínverskur kjúklingaréttur

Mynd / Karl Petersson

Kjúklingur er hráefni sem tekur mjög vel í sig bragð. Þess vegna er svo gott að nota hann þegar mismunandi krydd eru notuð. Þessi bragðmikli réttur er látinn malla í einum potti sem gerir matseldina einfalda.

 

Kínversk kjúklingalæri
fyrir 4-6

Þessi réttur er búinn að fylgja fjölskyldunni frá því ég man eftir mér. Hann er í uppskrfitabók sem fylgdi Römertopf-pottinum sem mamma keypti í kringum 1970. Mjög fljótlegur og bragðgóður. Ef þið eigið Römertopf-pott þá er náttúrulega tilvalið að nota hann.

5-6 kjúklingalæri, eða 1 kjúklingur hlutaður niður í bita
60 g smjör
salt
pipar
gott karrí
250 g sveppir, skornir í bita
6 stk. skalotlaukur, grófsaxaður langsum
1 dl möndlur, eða möndluflögur
1 dl rúsínur
sojasósa

Brúnið lærin (kjúklingahlutana) á pönnu í smjörinu, saltið og kryddið með pipar og karríi. Leggið lærin í ofnfast fat með loki og hellið safanum yfir. Setjið sveppi og lauk út í. Ef þið notið heilar möndlur, takið þá hýðið af og hlutið í tvennt (má líka nota möndluflögur).

Bætið þá möndlum og rúsínum saman við og að lokum sojasósu yfir allt. Blandið öllu létt saman. Steikið í 40-50 mín. við 220°C. Berið fram með hrísgrjónum.

Umsjón / Guðný Þórarinsdóttir
Myndir / Karl Petersson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Sólrún Diego leyfir ekki myndatökur í athöfninni

||
Mynd / Pixabay|Sólrún svaraði ýmsum spurningum á Instagram í gær.|Sólrún Diego er vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún gaf út bókina Heima árið 2017

Brúðkaupsgestir Sólrúnar Diego mega ekki taka myndir í athöfninni í sumar.

 

Bloggarinn og hreingerningasnapparinn Sólrún Diego og unnusti hennar munu ganga í það heilaga í sumar. Fylgjendur hennar á Instagram spurðu hana úr í brúðkaupið í gær og þá greindi hún frá því að hún mun ekki leyfa myndatökur í athöfninni.

Sólrún, sem er með rúmlega 35 þúsund fylgjendur á Instagram, bauð fylgjendum sínum að senda á sig spurningar í gær. Spurningar í tengslum við brúðkaupið voru algengar. Fólk vildi fá að vita hvenær brúðkaupið verður og hvort fylgjendur hennar fái að fylgjast með brúðkaupsdeginum á samfélagsmiðlum.

„Ég ætla ekki að deila dagsetningunni og myndatökur verða ekki leyfðar í athöfninni. En ég mun líklega deila einhverju á mína miðla daginn eftir,“ skrifaði Sólrún í svari sínu.

Sólrún svaraði ýmsum spurningum á Instagram í gær.

Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur„óraunhæf og óábyrg“

Þorsteinn Víglundsson. Mynd / Viðreisn

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina verði að endurskoða fjármálastefnu sína. „Þær eru enn að okkar mati of bjartsýnar.” Svigrúmið sem ríkisstjórnin ætli sér dugir engann veginn til.

Þetta kom fram á fjölmiðlafundi Viðreisnar sem hófst kl 11:00 í morgun. „Það er gert ráð fyrir að neytendur haldi sínu striki.” Þorsteinn segir fjármálastefnuna vera óraunhæfa og óábyrga. Kólnun hagkerfisins ætti ekki að hafa komið neinum á óvart og bætir við að sveiflurnar eru undirliggjandi vandamál í efnahagslífinu. „Þegar við náum okkar hápunktum er óhjákvæmlega einhverskonar leiðrétting. „Krónan hefur veikst jafnt og þétt undanfarin tvö ár.”

Hann segir vel hægt að aðlaga stefnuna þar sem niðursveifla hefur staðið yfir síðast liðna 18 mánuði. Þá segir hann ríkisstjórnina reka kerfið með 1,3% halla. „Ríkisstjórnin er að draga úr fjárfestingum enn frekar, verða skornar niður um 10 milljónir,” segir Þorsteinn og bætir við að ákvörðunin sé gagnrýnisverð. Hann segir kólnun í hagkerfi vera tími til að auka fjárfestingar. „Það þarf 0,6% vegna viðbótarfjárfestingar ríkissjóðs.” Þá segir hann 0,3% ætlað sem svigrúm fyrir sveitarfélögin. „Það er fjórðungur svigrúmsins.”

Þorsteinn segir ýmis verkefni hægt að hraða og nefnir verkefni tengd Borgarlínunni „Tengingin Hamraborg-Fjörður sem er umfangsmikið verkefni.” Þá telur hann nauðsynlegt að ráðast í vegaframkvæmdir. „Við höfum vanrækt innviðafjárfestingar í samgöngum. Höfum séð mikla og vaxandi slysatíðni samhliða aukningu á ferðamönnum.”

Þvertekur fyrir að hafa breytt myndinni í Photoshop

Söngkonan Dua Lipa sá sig í gær knúna til að svara nokkrum netverjum sem sökuðu hana um að hafa breytt barnamynd af sér í myndvinnsluforriti.

 

Þegar söngkonan Dua Lipa birti nýverið barnamynd af sér á Instagram fóru athugasemdir á flug frá fólki sem vildi meina að hún hefði breytt myndinni og stækkað varirnar með myndvinnsluforritinu Photoshop.

Söngkonan svaraði athugasemdunum í gær með því að birta fleiri barnamyndir og þvertók fyrir að myndinni hafi verið breytt. „Það fólk sem segir að ég hafi fótósjoppað barnamyndir af mér til að láta varirnar virðast stærri, þið eruð klikkuð,“ skrifaði hún meðal annars.

https://www.instagram.com/p/Byk6kA4hD6O/

Chernobyl ferðamenn taka „sjálfur“ og ögrandi myndir við kjarnorkuverið

Skjáskot úr þættinum

Craig Mazin, höfundur þáttanna Chernobyl, sá ástæðu til að biðla til fólks að sýna Chernobyl svæðinu og sögu virðingu á ferðalögum sínum. Talsvert er um að fólk taki „sjálfur” á slysstaðnum. Þá er dæmi um myndatökur á nærfötunum.

The Guardian greinir frá. Vinsældir Chernobyl meðal ferðamanna hefur aukist um 30-40% síðan HBO þættirnir um kjarnorkuslysið voru frumsýndir í maí. Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum sem hafa heimsótt staðinn hafa sætt talsverðri gagnrýni fyrir myndbirtingar á Instagram. Þá hafa þeir nýtt aukinn áhuga á Chernobyl til að taka tískumyndir.

„Það er frábært að þættirnir hafa vakið áhuga ferðamanna og aukið ferðir á yfirgefna svæðið” tísti Mazin í gær og bætti við; „En já, ég er búinn að sjá myndirnar sem eru í umferð. Ef þú heimsækir staðinn, vinsamlegast hafðu í huga þær hörmungar sem áttu sér stað þarna. Komdu fram af virðingu fyrir alla þá sem þjáðust og var fórnað.”

Ónefnd kona hefur deilt myndum á Instagram teknar í Pripyat, yfirgefinn bær sem stendur næst kjarnorkuverinu. Á myndunum stillir hún sér fyrir framan yfirgefna byggingu í þveng og hvítum varnargalla (e. Hazmat suit). Neikvæðum athugasemdum rignir nú yfir myndirnar.

Algengt er að áhrifavaldar átti sig ekki á því hvernig bera skuli virðingu fyrir stöðum sem þau heimsækja. Þá gera margir sér ekki grein fyrir lögum og reglum á svæðinu sem heimsótt er. Enn aðrir ber einfaldlega ekki næga virðingu fyrir ferðamannastöðunum.

Áhrifavaldurinn Alexander „Sasha“ Tikhomirov er flestum íslendingum kunnugur. Hann var ökumaður bifreiðar sem ekið var utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn og birti af sér mynd við bílinn þar sem hann var fastur. Þá fékk hann háa sekt þar sem ólöglegt er að keyra utanvegar á Íslandi án þess að sérstakt leyfi Umhverfisstofnunnar liggi fyrir.

Rússinn sætti mikillar gagnrýni og var ekki par sáttur með framkomu íslendinga og yfirvalda. „Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ segir við Instagram-mynd Tikhomirov.

Kjarnorkuslys Chernobyl í Úkraínu átti sér stað árið 1986. Tveir einstaklingar létust þegar kjarnorkuofn sprakk í verinu og 28 einstaklingar létust úr eitrun sökum geislunnar. Þá er talið að hátt í þúsund slökkviliðsmenn og viðbragðsaðilar sem unnu á vettvangnum hafi orðið fyrir alvarlegri geislun á þessum tíma.

Heilsar öllum með bros á vör

Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að heimildamynd um Helga Hafnar Gestsson. Helgi hefur verið fastagestur á Prikinu í næstum 50 ár og situr alltaf á sama stað og drekkur úr sama bollanum.

Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur nú að heimildamynd um Helga Hafnar Gestsson sem hefur verið fastagestur á kaffihúsinu Prikinu síðan 1970. Áætlað er að myndin verði frumsýnd seint næsta haust.

 

„Eitt sinn var ég stödd á Hlemmi með manninum mínum sem er alinn upp í miðbænum og hefur alltaf kannast við Helga. Þá datt mér í hug að spyrja Helga hvort hann væri nokkuð mótfallinn því að ég gerði mynd um hann. Að sjálfsögðu var hann til í það, ljúfmennið sem hann er,“ segir Magnea sem er kvikmyndaleikstjóri, leikkona, leiðsögumaður, leiklistarkennari og mamma.

Hún hefur áður gert heimildamyndir um persónur í miðbænum, eða síðan 2011. „Til dæmis fjallaði ein myndin um mann sem einnig heitir Helgi sem er vanur að ganga um og blessa öll húsin á Hverfisgötu. Myndin heitir Hverfisgata og það er hægt að finna hana á Vimeo. Svo hef ég líka gert myndir um konurnar á kassanum í Bónus á Laugavegi og örmynd um Dóru gullsmið á Frakkastíg. En síðasta heimildarmynd sem ég gerði heitir Kanarí.

Helgi hefur verið fastagestur síðan 1970 en hann flutti til Íslands 18 ára gamall frá Danmörku og þurfti þá að byrja að læra íslensku. Prikið á sér merkilega sögu og hefur verið starfrækt síðan 1951. „Helgi gefur lífinu lit, allan regnbogann. Hann geislar af góðmennsku og kærleika. Það er undravert hvað hann gefur sér mikinn tíma í að heilsa fólki á öllum aldri með annaðhvort knúsi eða handabandi og spjalla við það með bros á vör undantekningalaust. Líkt og einn maður sagði við mig um daginn: „Þegar maður hittir Helga hefur maður ósjálfrátt löngun til að vera góður við alla og sýna öðrum kærleika og mildi.““

„Helgi gefur lífinu lit, allan regnbogann.“

Myndin er nú í tökum og verður í sumar en eitt ár er síðan Magnea hóf vinnslu hennar.

„Miðbær Reykjavíkur hefur breyst mikið á undanförnum árum en þar er samt viss þorpsandi. Ég tel mikilvægt að mynda sögu Reykjavíkur og að við fáum að kynnast persónum sem alla jafna fá ekki mikla athygli. Fólki sem er sannkallað krydd í tilveruna. Það er langt ferli að framleiða mynd upp á eigin spýtur en mér finnst gefandi að geta tekið viðtöl, myndað og klippt sjálf – þannig hef ég algjört listrænt frelsi og næ mikilli nánd við aðalpersónurnar. Svo á ég góða og klára vini sem aðstoða mig við eftirvinnslu myndarinnar. Myndin verður væntanlega tilbúin einhvern tíma seint í haust.“

Hægt er að styrkja myndina á söfnunarsíðunni Karolinafund undir nafninu Helgi á Prikinu.

HELGI Á PRIKINU STIKLA from Magnea on Vimeo.

Talsverður eldur í yfirgefnu einbýlishúsi í Fossvogi: Mikill reykur liggur yfir Landspítala og RÚV

Mynd: Google Maps

Tilkynnt var um eld í gömlu, yfirgefnu einbýlishúsi í Fossvogi laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Allt tiltækt lið var sent á vettvang. Slökkvistarf stendur enn yfir þar sem verið er að rífa þak hússins og slökkva í síðustu glæðunum.

RÚV greinir frá. Eldurinn var talsvert mikill þegar komið var á vettvang. Húsið er gjörónýtt og verður rifið. Árni Oddson varðstjóri stjórnaði vinnu slökkviliðs á vettvangi í nótt og segir hann húsið hafa staðið autt um nokkurt skeið. Reykkafarar fóru um allt húsið og viðbyggingu við það og fundu ekki nokkurn mann.

Húsið er gamalt bárujárnsklætt timburhús í niðurníslu. Eins og áður segir er það gjörónýtt eftir eldinn. Talið er að upptök eldsins hafi verið utan hússins við austurenda þess. Árni vildi ekki svara því hvort um íkveikju væri að ræða. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn.

Mikill reykur lagðist yfir næsta nágrenni þegar húsið brann, þar á meðal yfir Landspítalann í Fossvogi og RÚV. Á þriðja tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna voru á vettvangi þegar mest var.

Meðvitundarlaus maður fannst í Elliðaárdal við Stíflu

Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í Elliðaárdal við Stíflu í gærkvöldi. Sjúkrabíll og lögregla var send á vettvang. Maðurinn reyndist vera í annarlegu ástandi sökum fíkniefna eða áfengis.

Eftir skoðun áhafnar sjúkrabifreiðar var hann handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá voru afskipti höfð af konu í Hafnarfirði í annarlegu ástandi þar sem hún stóð við bifreið í innkeyrslu að bílageymslu. Konan var handtekinn og vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Bifreið var stöðvuð í Kópavogi eftir að tilkynnt hafði verið um rásandi aksturslag bifreiðarinnar. , Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Þá er hann grunaður um akstur án réttinda, það er hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Fimm aðrir ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum á Höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þá var einn þeirra grunaður um vörslu fíkniefna.

Tilkynnt var um eld í húsi við Fossvogsblett kl 03:19 í nótt. 

Dulið ofbeldi

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Fyrir nokkrum árum var ég beðin að hjálpa 12 ára bróðurdóttur minni sem stríddi við mikla vanlíðan, ekki síst í skólanum. Eftir að við fundum í sameiningu rót vandans breyttist allt til hins betra.

 

Frænka mín bjó ein með pabba sínum og tveimur yngri systkinum. Þegar pabbi hennar þurfti að taka vinnutarnir, sem gerðist stundum, kom þessi yndislega og hæfileikaríka frænka mín og dvaldi hjá mér. Systkini hennar fóru til ömmu þeirra og afa.

Ári áður hafði ég hjálpað henni, að beiðni bróður míns, að breyta viðhorfi sínu gagnvart náminu. Þar sem henni leið svo illa í skólanum fannst henni allt námsefnið leiðinlegt og þar af leiðandi gekk henni mjög illa. Það tók hátt í ár að fá hana til að hugsa að þetta væri ekki leiðinlegt, heldur mismunandi skemmtilegar þrautir. Einkunnir hennar hækkuðu mikið í kjölfarið og henni fannst lítið að fá 8, hún var oftast með 8,5 til 10 í einkunn.

Ríkar stelpur, fátækar stelpur

Þrátt fyrir aukna velgengni í námi var vanlíðanin enn til staðar og bróðir minn var ráðalaus. Því leitaði hann til mín aftur og bað mig um að aðstoða hana í gegnum þetta erfiða tímabil. Hún var þá byrjuð í áttunda bekk.

Við hittumst oft þennan vetur og hún talaði mikið um hvað henni liði illa í skólanum. Hún átti samt mjög erfitt með að koma orðum að því hvað væri svona erfitt og mér fannst aldrei næg ástæða til þess að hún skipti um skóla en það þráði hún heitast af öllu.

Í samtölum okkar kom þó ýmislegt í ljós. Stelpurnar í bekknum hennar voru frá mismunandi heimilum og frænka mín hélt að þær sem áttu ríku foreldrana, eins og hún orðaði það, hefðu sjálfsagðan rétt á því að ráða öllu.

Það tók mig tíma að leiðrétta það að þótt þær ættu allt til alls og væru flottar í tauinu, með flottar töskur og rándýra síma hefðu þær ekki meiri rétt á nokkru en aðrir. Allir væru jafnir og hefðu sama rétt. Mér virtist á þessu að skrítinn mórall ríkti innan bekkjarins.

Bróðir minn barðist í bökkum en börnin voru aldrei svöng og alltaf sómasamlega til fara, ekki í merkjafötum þó. En hann hafði ekki efni á að borga skólamáltíðir fyrir þau svo þau komu með nesti í skólann sem hefði auðvitað átt að vera allt í lagi en var stór hluti vandans hjá frænku minni. Hún upplifði sig fátæka, útundan og alveg glataða þar sem hún var eina barnið í bekknum sem ekki var í skólamatnum.

Veturinn sem frænka mín var í áttunda bekk ákvað ég að borga sjálf fyrir skólamáltíðir hennar og það breytti miklu fyrir líðan hennar.

Ég hafði reynt að berjast með bróður mínum fyrir því að hann fengi styrk fyrir máltíðunum en án árangurs, bærinn þurfti að fara að lögum og reglum og viðmiðunarupphæðin var ótrúlega lág á meðan ekkert tillit var tekið til skulda, það var bara horft á það sem hann fékk útborgað. Hins vegar, ef hann hefði verið tilkynntur til barnaverndar og málið orðið að barnaverndarmáli, hefði þetta verið greitt fyrir öll börnin ásamt tómstundum en það var engin ástæða til að tilkynna neitt, allt gekk vel nema peningamálin. Samt er ekki hægt að segja að börnunum hafi liðið vel með að vera ekki í skólamat og vera án þess að stunda tómstundir. Þau fóru aldrei í bíó með pabba eða í aðra afþreyingu, það var aldrei afgangur.

Trúði því að hún væri ömurleg

Þessi vetur gekk alveg ágætlega til að byrja með en vanlíðanin hvarf aldrei hjá frænku minni. Hún fór ekki ofan af því að sér liði illa í skólanum og eina lausnin sem hún sá var að skipta um skóla.

Hún sagði að einn daginn væru flestar stelpurnar hinar almennilegustu en þann næsta voru þær leiðinlegar við hana og vildu ekkert með hana hafa. Þær settu út á allt sem hún sagði og gerði og hún tók mark á því og trúði því að hún væri ömurleg. Þrátt fyrir að sumir kennararnir yrðu vitni að þessu gerðu þeir aldrei athugasemdir og heldur ekki þær stelpur sem ekki tóku þátt, enginn tók upp hanskann fyrir hana. Hún fékk skrítin svipbrigði og augngotur sem henni fannst verst og þjáðist yfir því.

Einn daginn þegar við ræddum vanlíðan hennar bað ég hana um að reyna að lýsa þessu betur fyrir mér því ég velti fyrir mér hvað gerðist á góðu dögunum hennar. Þá loks fékk ég skýringuna sem ég þurfti. Hún sagði að þegar hún sæti hjá stelpunum eins og í matartímum og í frímínútum, segði ekki orð og léti ekkert í sér heyra fengi hún frið. Ef hún hló fékk hún athugasemdir frá þeim um að hlátur hennar væri asnalegur eða hávær. Ef hún reyndi að taka þátt í samræðunum, setti einhver upp svip eða sagði henni hreinlega að þegja. Hún vogaði sér einu sinni að segja að einhver frægur, sem barst í tal hjá þeim, væri skyldur sér og svo aftur seinna varðandi þekkta söngkonu sem er líka skyld henni. Það var nóg til að hneyksla þennan leiðinlega stelpnahóp og hún fékk að heyra að það væru nú bara allir skyldir henni.

Á þessum tíma byrjuðu strákarnir að veita henni meiri athygli og það virtist fara illa í stelpuhópinn, enda fannst þeim hún ekki hafa rétt á neinu, bara þær.

Komu af fjöllum

Þetta varð til þess að ég pantaði viðtal hjá skólastjóranum og fór með frænku minni á hans fund. Á fundinum var einnig einn af kennurunum hennar. Þau komu alveg af fjöllum þegar þau heyrðu þetta og héldu að þetta gæti nú varla verið rétt.

Þau spurðu hvers vegna ekki hefði verið búið að tala um þetta áður og voru hissa þegar ég sagði að það hefði oft verið talað við umsjónarkennarann hennar þegar hún var á miðstiginu en það hefði aldrei borið árangur. Mér fannst sá kennari raunar nota sömu taktík og sumar stelpurnar og reyna að halda henni niðri. Henni mátti ekki finnast neitt, hvorki fyndið né sorglegt. Hún mátti ekki einu sinni hlæja án þess að sett væri út á það. Ef þetta væri ekki einelti þá væri ekkert einelti, sagði ég.

Á fundinum var ákveðið að frænka mín skipti um skóla. Það tók nokkra daga og þeir dagar voru notaðir í að reyna að laga það sem fram kom á fundinum. Það gekk ekki betur en svo að það virkaði eins og að stelpurnar héldu að þær hefðu hefðu fengið skotleyfi á frænku mína. Þær ásökuðu hana um að vera að ljúga upp á þær, þær legðu hana ekkert í einelti, hún væri algjör lygari. Þær tvær stelpur sem voru stundum í sambandi við hana hættu alveg að vilja tala við hana og hún var algjörlega útskúfuð.

Í nýja skólanum hóf frænka mín nýtt og hamingjuríkt líf. Hún eignaðist strax vinkonur og hafði þekkt eina stelpuna áður og það mjög vel. Sú stelpa var ástæðan fyrir því að hún valdi þennan skóla sem var mjög langt frá heimili hennar.

Strákarnir í nýja skólanum slógust um félagsskap hennar og góð vinátta á milli hennar og margra þeirra myndaðist. Þetta voru bara vinir hennar, hún var alls ekki tilbúin til að fara á fast.

Þessari vinkonu sem hún þekkti áður datt í hug einn daginn að útiloka frænku mína og byrjaði á að búa til lygasögur um hana. Sem betur fer sagði frænka mín mér strax frá því, hringdi grátandi í mig og fannst allt vera hrunið, nú væri eineltið að byrja aftur og hún væri bara ömurleg og einskis virði. Ég hringdi í kennarann hennar sem tók strax á málunum. Þetta er yndisleg kona með mikla reynslu og hún var ekki lengi að stoppa þetta. Í ljós kom að þessi stúlka lét stjórnast af afbrýðisemi út í vinsældir frænku minnar. Frænka mín ákvað að fyrirgefa vinkonunni en ég ráðlagði henni samt að segja henni ekki hvað sem væri og alls ekki hvaða strák hún væri skotin í.

 Nýi skólinn frábær

Þessi tæpu þrjú ár í nýja skólanum voru yndisleg. Frænka mín fann sig vel innan hópsins og það allir voru vinir, ekki bara strákahópar og stelpuhópar eins og í hinum skólanum. Enginn var meiri eða minni en hinir þrátt fyrir mismunandi stöðu foreldranna og allir höfðu sama rétt á að vera til. Einkunnir hennar héldu áfram að vera háar og hún var alltaf jafnvinsæl.

Í dag er frænka mín á þriðja ári í framhaldsskóla og stendur sig vel. Hún fékk góða vinnu með skólanum og í stað þess að eyða öllu í föt og sælgæti heimtaði hún að fá að borga skólamáltíðirnar fyrir yngri systkini sín og býður þeim reglulega í bíó, keilu eða á skauta einu sinni í mánuði.

Í dag er pabbi hennar kominn í betra starf, hann vinnur minna en fær hærri laun. Honum tókst að nurla saman fyrir tómstundum fyrir yngri börnin vegna mikils þrýstings frá frænku minni.

Krakkarnir í hinum skólanum fóru að líta frænku mína öðrum augum þegar þau sáu hversu vinsæl hún var í nýja skólanum og sumar stelpurnar fóru að reyna að nálgast hana. Frænka mín er ekki langrækin, hún tók þeim vel en með fyrirvara og samskiptin gengu oftast vel. Ef frænku minni fannst eitthvað slæmt vera að fara í gang lét hún sig hverfa og kom þeim ekki upp á neitt. Hún hefur lært mikið á þessu og lætur engan kúga sig lengur. Hún er afskaplega heilsteypt, dugleg og falleg að utan sem innan. Ég skammaðist mín um tíma fyrir að hafa ekki gripið fyrr í taumana, ég hlustaði ekki nógu vel og hélt að frænka mín ætti mikinn þátt í þessu, að hún byði bara upp á þetta án þess að átta sig á því sjálf. Í raun var hún mjög óheppin með bekkjarsystur sem of margar kunnu ekki þá góðu reglu að farsælast sé að koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig.

Með þessari frásögn minni vil ég alls ekki setja út á kennara eða annað starfsfólk í skólum en finnst samt að það þurfi að finna betri leið til að uppræta svona kúgun og hljóðlaust einelti eins og frænka mín lenti í.

Nú geta hundar pantað eigin leikföng á netinu að því gefnu að eigendurnir borgi

|
Pet-Commerce|

Brasilíska dýraverslunin Petz hefur opnað vefsíðu sem gerir hundum kleift að versla á netinu. Gervigreind skynjar viðbrögð hundsins í gegnum vefmyndavél við tilteknum vörum. Ef viðbrögðin eru jákvæð er varan sett í innkaupakerruna á síðunni.

 

Þegar farið er inn á Petz e-commerce koma upp þrír valmöguleikar; Boltar, leikföng og nagbein. Þegar búið er að velja flokk birtast stutt myndbönd þar sem tiltekin vara er sýnd meðan vefmyndavél tekur upp viðbrögð hundsins sem gervigreindin les úr. Eins og áður segir er varan sett í innkaupakerru ef hundurinn sýnir jákvæð viðbrögð. Hundaeigandinn verður þó að ganga frá kaupunum.

Mannlíf setti sig í samband við Heiðrúnu Klöru Johansen, hundaþjálfara og hundaatferlisfræðing, til að fá betri skilning á atferli hunda. „Það sem vekur áhuga hunda er lykt,” segir Heiðrún og bætir við að áferð skipti líka máli. „Segjum að það sé mynd af tveimur hlutum, grænn froskur og bleikur fíll. Ef hann heyrir tíst úr öðru þeirra þá vekur það upp veiðikvöt.” Hún bendir á að hundurinn gæti ekki vitað hvort honum myndi líka við fyrr en hann fengi að snerta og þefa af leikfanginu. „Það vantar lyktina og áferðina.”

Ef að hljóð og lykt eru ekki til staðar gæti formið mögulega haft áhrif. „Til dæmis hundur sem er boltasjúkur,” segir Heiðrún. Þannig gæti hundurinn sýnt boltum aukinn áhuga. „Það er þá lærð hegðun.”

Heiðrún segir gervigreind alveg geta lesið í svipbrigði hunds. „Hún ætti að geta gripið það ef hundurinn sperrir upp augun eða verði almennt spenntari.” Eyrnastaða og höfuðhreyfing er þá einnig sterk vísbending um aukna athygli. „Það eru ekkert allir hundar sem gera það,” segir hún og bætir við að oftast séu höfuðhreyfingar tengdar hljóði. „Þegar þeir reyna til dæmis að skilja mann.”

Tækni sem hægt er að nýta í gróðarskyni

Heiðrún segir hunda hafa ólíkar tilhneigingar og mismunandi smekk. Sumir fýla mjúk og loðin leikföng meðan aðrir vilja gúmmí. „Það myndi þurfa eitthvað á skjánum sem grípur athyglina. Eitthvað sem fer hratt eða gefur hljóð frá sér.”

Þá segir hún hljóð geta verið notuð til að selja dýrari varning. „Hann getur sýnt meiri viðbrögð gagnvart tísti. Það þýðir ekkert að hann hafi meiri áhuga.” Þannig gætu fyrirtæki mögulega notað hljóð til að selja ákveðnar vörur. „Svo kemur bara í ljós hvort að hundurinn vill þetta þegar það kemur heim. Þau þurfa að máta það, svo að segja. Ekki nóg að sjá það.” Þá segir hún áhugavert að sjá hvort tengsl séu á milli dýrari varnings og áhuga hundsins.

„Ef varan framkallar þetta hljóð þegar þau fá vöruna þá er ekkert að þessu. En ef þau setja inn önnur hljóð til að fegra eða blekkja þá er þetta bara vörusvik eins og hvað annað. Það þyrfti bara að koma í ljós. Eins og þegar maður kaupir sjálfur á netinu.” Hún kemur aftur inn á veiðihvöt hundsins og hvernig fyrirtækið getur notað hátíðnihljóð til að vekja sérstakan áhuga. „Veit ekki hvort það sé hægt að gera það í gegnum skjá. en það eru til hátíðniflautur sem við heyrum ekki í.“

Pet-Commerce forritið bara fyrir hunda eins og er

Framkvæmdastjóri Petz, Sergio Zimerman, sagði í yfirlýsingu að hugmyndin „passi vel við það sem fyrirtækið stendur fyrir. Þessi tengsl milli hunds og eiganda geta komið í hvaða formi sem er.“ Þá sagði hann að „dýraást eigi sér engin takmörk og Pet-Commerce sé sönnun þess.“

Því miður er geta forritsins einskorðuð við hunda og því geta kattaeigendur ekki nýtt sér þessa þjónustu, að minnsta kosti eins og er. Zimerman hefur lýst yfir vilja fyrirtækisins að laða forritið að hegðunarmynstri katta í framtíðinni. Hvort það muni takast verður að koma í ljós. Þeir sem þekkja til vita hversu áhugalausir kettir geta virkað í samanburði við hunda.

Prófkjör demókrata er farið á fullt – hver er líklegastur?

|
|

Prófkjör demókrata er farið á fullt. Hvernig virkar kerfið, hver eru málin og hver er líklegastur?

 

Augu margra Bandaríkjamanna eru nú á prófkjöri demókrata þar sem línur eru að skýrast samkvæmt könnunum. En er þó of snemmt að segja hvaða frambjóðandi er líklegur til að verða fyrir valinu. Kosningarnar gætu ráðist á því hverjir demókratar telji líklegastan til að fella Donald Trump fremur en á grunni pólitískra loforða. Sögulega séð er erfitt að fella sitjandi forseta, einkum ef horft er til síðustu áratuga, en forsetatíð Trump verður seint talin hefðbundin né hann sem stjórnmálamaður.

Margir eru í framboði hjá demókrötum, alls 24. Auðvelt er að draga þá ályktun að fjöldinn veiki framboðið. Atkvæðin dreifast víða og erfiðara er að markaðssetja og kynna vel marga frambjóðendur. Á móti kemur að sterkt og fjölmennt prófkjör breikkar þátttakendahópinn sem gæti komið til góðs þegar baráttan um forsetaembættið hefst fyrir alvöru á næsta ári. Nú er að koma í ljós hverjir eiga séns.

Hópurinn er nokkuð fjölbreyttur en má í  grófum dráttum skipta í tvo flokka. Þá frambjóðendur sem eru miðjusinnaðir og meira hefðbundnir og kerfislægir og þá sem eru úr vinstri og/eða breytingasinnaðri ranni flokksins.  Joseph R. Biden, fyrrum varaforseti Obama, flokkast í fyrri flokkinn og leiðir enn sem komið er ef marka má nýlegar kannanir. Biden leiðir með 32% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN sem er 5% fall frá síðasta mánuði. Bernie Sanders mælist með um 18% en engir aðrir frambjóðendur ná tveggja stafa tölu. Kannanir sem eru gerðar í hverju fylki t.d. frá Iowa og California – sýna jafnframt að Biden leiði en að Bernie Sanders, Elisabeth Warren og Pete Buttigeg fylgi fast á eftir með 15-18% fylgi.  Aðrir þátttakendur sem mælast mjög lágir eru líklegir til að melda sig út á næstu mánuðum, en ennþá er þetta galopið.

Biden leiðir með 32% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN

Enn sem komið er er prófkjörið kurteist. Frambjóðendur eru ekki farnir að níða skóinn af hvor öðrum sem kann að aukast eftir því sem nær dregur og harkan um sætið verður meiri. Það gefur þó augaleið að það er mikilvægt fyrir demókrataflokkinn að vera samheldin til að fella Trump. Iðulega er það nefnt sem helsti galli flokksins þessa dagana að hann er býsna klofinn, sem er óheppilegt ef litið er á stóra markmiðið: að fella Trump. Sögulega er það ekkert nýtt, almennt er það einn helsti löstur pólitískra hópa sem skipa sér vinstra megin við miðju að standa ekki saman og skipta sér um of í hólf sem veikir þann hóp sem er raunar allajafna stærri heilt yfir en fólk sem er íhaldsamt og kýs til hægri.

Hvernig virkar kerfið?

Fyrstu rökræður frambjóðenda verða í lok júní. Línur munu skýrast enn betur í kjölfarið en demókrataflokkurinn hefur sett upp 12 rökræður á þessu ári og í byrjun árs 2020. Kerfið virkar þannig að sérstakir umboðsmenn (e. delegates) kjósa um frambjóðendur í hverju fylki fyrir sig í febrúar og mars næsta ári. Mikilvægt er að tryggja sér sigur eða góð úrslit í fylkjunum þar sem kosið er fyrst sem almennt setur tóninn fyrir framhaldið. Alls eru 4051 umboðsmenn í öllu landinu, fjöldinn ræðst af þeim sem hafa aðgang að landsfundi demókrata. Til að vinna þarf frambjóðandi að tryggja sér meirihlutaatkvæða umboðsmanna eða 2026 atkvæði frá 4051 umboðsmönnum sem hafa rétt til setu á landsfundi demókrata.

Hver eru helstu málefnin?

Val á frambjóðanda mun snúast að mestu um hver geti steypt Trump af stóli en málefnin munu hafa einhverja þýðingu. Persónulegur sjarmi og hæfileikinn til að hrífa fólk með sér munu vega þungt. Þegar litið er heilt yfir stefnumál frambjóðenda eru þau í grunninn áherslur skandinavískra jafnaðarmanna – heilbrigðisþjónusta og menntun svo gott sem ókeypis, kvenréttindi og frekari skatta á hina ríku svo eitthvað sé nefnt. Flestir leggja áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum.

Biden og Warren gáfu t.d. í síðustu viku út metnaðarfullar og ítarlegar tillögur í loftslagsmálum sem eru um margt keimlíkar. Warren sigrar raunar þegar kemur að stefnumálum, sem ganga flest út á að eyða ójöfnuði, m.a. að tækla námslánakerfið og fella niður námslán. Sanders ætlar enn fram á hugmyndum um heilbrigðisþjónustu fyrir alla (e. medicare for all), ókeypis háskóla og um 15 dollara lágmarkslaun. Kamala Harris talar um jafnlaunavottun og Pete Buttigeg er nokkuð framsýnn og talar um kerfisbreytingar sem og styður heilbrigðisþjónustu fyrir alla.

Hver eru líklegastur til að vinna?

Það er of snemmt til að segja til um hvaða frambjóðandi muni vinna. Hins vegar er orðið ljóst að aðeins 5-6 frambjóðendur eiga raunverulega möguleika. Biden, Sanders, Warren, Buttigeg sem áður eru nefnd og þá gætu Kamala Harris, Beto O’Rourke og Amy Klobucher jafnframt verið enn inni í myndinni. Enginn frambjóðendum er áberandi langsterkastur og því er líklegt að rökræður flokksins muni setja tóninn fyrir það sem koma skal. Persónusjarmi mun, líkt og áður kom fram skipta máli. Kosningabaráttur snúast talsvert um stemmingu og tímasetningu. T.d. gæti Biden verið að toppa of snemma sem öruggur og þekktur frambjóðandi, vel liðinn innan demókrataflokksins, á meðan öðrum frambjóðendum gæti tekist að skapa stemmningu í kringum sig seinna í keppninni.

Að vinna Trump er ekki aðeins mikilvægt fyrir hagsmuni bandarísku þjóðarinnar heldur skiptir sköpum fyrir heiminn. Ef hann tapar kosningunni er það táknrænt fyrir heiminn – markar ákveðin þáttaskil á popúlísku hægrisveiflunni með tilheyrandi óttastjórnmálum og fordómum. Brexit verandi ákveðinn undanfari í þeim efnum.

Nái demókrötum að finna frambjóðanda sem er nægilega sterkur til að mæta Trump á svellinu ættu þeir að vinna miðað við óvinsældir forsetans núna. Hins vegar er Trump mjög óútreiknanlegur og mun gera allt til að vinna. T.d. gæti hann kastað út pólitískri líflínu eða staðið fyrir aðgerðum sem leiða almennt til vinsælda í Bandaríkjunum. Í öllu falli er næsti vetur pólitískt afar mikilvægur og mun setja tóninn hvernig saga mannkyns spilar sig út.

Hálfbróðir Kim Jong Un var uppljóstrari Bandarísku leyniþjónustunnar

Mynd úr safni

Kim Jong Nam, hálfbróðir Norður-Kóreska leiðtogans Kim Jong Un, starfaði með leyniþjónustu Bandaríkjanna áður en hann var myrtur í Malasíu árið 2017.

The Wall Street Journal greindi frá málinu í gær. Blaðið vitnar til samtala við fyrrverandi starfsmenn hins opinbera sem segja ólíklegt að Nam hafi veit nánar upplýsingar. Nam hafi haft lítið aðgengi að upplýsingum og því ólíklegur til að varpa ljósi á starfsemi innan Norður-Kóreu. Hann hafði lengi búið utan ríkisins og átti því hvergi bækistöðvar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Þá segja þeir Nam hafa að öllum líkindum verið í sambandi við öryggisþjónustur annarra landa og nefndu þeir Kína sérstaklega.

Í bókinni The Great Successor eftir blaðakonuna Anna Fifield er farið yfir tengsl Nam við leyniþjónustan. Þar segir af upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Nam fylgja manni, talinn vera starfsmaður leyniþjónustunnar, inn í hótel lyftu. Á upptökunni sést í bakpoka sem átti að hafa innihaldið 15 milljónir króna. Opinberir starfsmenn Suður-Kóreu og Bandaríkjanna segja að yfirvöld Norður-Kóreu séu á bak við launmorð Nam. Yfirvöld í Pyongyang hafa neitað staðhæfingu.

Tvær konur, Doan Thi Huong og Siti Aisyah, voru sakaður um að eitra fyrir Nam. Þær smurðu andlit hans í VX vökva, ólöglegt efnavopn, á flugvelli í Kuala Lumpur í febrúar 2017. Aisyah, sem er frá Indónesíu, var sleppt úr haldi Malasískra yfirvalda í mars. Huong, sem er frá Víetnam, var sleppt í maí.

Bandaríska leyniþjónustan hefur neitað að tjá sig um Nam. Eðli sambandsins milli hans og leyniþjónustunnar er því enn á huldu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un hafa fundað tvisvar sinnum. Þá hittust þeir í Hanoi í febrúar síðast liðinn og Singapore í júní 2018.

Fornfræg leikföng með áhugaverða sögu

Mörg af þeim leikföngum sem börn leika sér með í dag eiga sér langa og forvitnilega sögu.

 

Tuskudýrin frá Steiff

Árið 1880 stofnaði þýska saumakonan Margarete Steiff sitt eigið fyrirtæki sem bjó til tuskudýr. Fyrst komu fílar og síðan bættust við apar, gíraffar, svín, asnar og fleira. Fyrsti bangsinn leit síðan dagsins ljós árið 1903, en hann var fyrsti sinnar tegundar með hreyfanlegar fætur og hendur. Enn þann dag í dag eru klassísku bangsarnir frá Steiff handsaumaðir og -fylltir en fyrirtækið framleiðir einnig ódýrari bangsa í vélum.

Rubik-kubburinn

Erno Rubik fann upp Rubik-kubbinn.

Arkitektinn og prófessorinn Erno Rubik fann upp Rubik-kubbinn fyrir ríflega 40 árum. Í dag hafa fleiri en 350 milljónir eintaka selst um allan heim, en það gerir hann að einni mest seldu þraut allra tíma. Það eru yfir 43,252,003,274,489,856,000 ólíkar leiðir til að snúa kubbnum og fólk keppist við að geta leyst þrautina á sem skemmstum tíma og með fæstum snúningum.

Viewmaster

Viewmaster var fyrst kynnt árið 1939.

Viewmaster var fyrst kynnt á markað á Heimssýningunni í New York árið 1939. Tækið var hannað af Harold Graves til að gera fólki kleift að sjá myndir af frægum kennileitum borgarinnar í þrívídd. Síðan gerði fyrirtækið sögufrægan samning við Disney og þá fór boltinn að rúlla. Þó svo að tækið sé enn til í einhverri mynd hafa vinsældir þess dalað, það á þó heiðurinn af því að vera fyrirrennari sýndarveruleikabúnaðar samtímans.

Lego

Lego-kubbarnir komu fyrst á markað í Danmörku árið 1958.

Lego er í dag stærsti leikfangaframleiðandi heims. Kubbarnir vinsælu komu fyrst á markað í Danmörku árið 1958. Helsti kostur þeirra er hinn ótakmarkaði fjöldi möguleika, börn geta búið til hvað svo sem þeim dettur í hug. Í dag framleiðir fyrirtækið fjölmargar ólíkar vörulínur fyrir hina ýmsu aldurshópa og áhugasvið.

Jójóið

Jójóið á rætur sínar að rekja allt til Grikklands til forna. Vinsældir þess hófust hins vegar ekki fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar þegar Pedro Flores stofnaði Yo-yo Manufacturing Company í Kaliforníu. Jójó er afar einfalt leikfang sem samanstendur af tveimur diskum með litlum öxli á milli sem í er fast band. Flores fann upp nýja leið til að festa bandið við öxulinn þannig að hægt var að gera meira en að láta jójóið ferðast upp og niður eftir bandinu – til dæmis alls kyns brellur. Árið 1932 var fyrsta jójó-keppnin haldin og þær eru enn haldnar í dag.

„Alls ekkert meðvirk“

Valgerður Björk

Valgerður Björk Pálsdóttir, viðburða- og kynningarstjóri Bókasafns Reykjanesbæjar hlustar daglega á hlaðvörp og hefur gert í nokkur ár. Hún segir að bestu hlaðvörpin segi persónulegar sögur alls konar fólks en annars hlusti hún helst á viðtalsþætti, framhaldssögur sem spinna heila seríu, pólitíska og femíníska umræðuþætti og þætti um foreldrahlutverkið.

 

Strangers

„Ef ég ætti að mæla með einu hlaðvarpi þá væri það Strangers. Reglulegir þættir sem hafa reyndar ekki verið uppfærðir í einhvern tíma en þáttastjórnandinn Lea Thau er ótrúlega góður sögumaður og segir sögur venjulegs fólks sem hefur upplifað eitthvað áhugavert. Lea leyfir hlustandanum að kynnast sér persónulega með því að lýsa sínum eigin upplifunum og erfiðleikum í lífinu og er ekki hrædd við að berskjalda sig. Mæli með að fólk byrji á byrjuninni og vinni sig í gegnum allt. Margir þættir sem eru mér enn í fersku minni.“

„Þáttastjórnandinn Lea Thau er ótrúlega góður sögumaður og segir sögur venjulegs fólks sem hefur upplifað eitthvað áhugavert.“

Fresh Air

„Besti viðtalsþáttur sem ég hef hlustað á enda er þáttastjórnandinn goðsögn í útvarpsbransanum. Terry Gross hefur verið útvarpskona í 42 ár og er magnaður spyrill, alls ekkert meðvirk og spyr viðkvæmar spurningar á virðingarríkan hátt. Hún tekur viðtöl við misfrægt fólk, heimsfræga listamenn eða stjórnmálamenn en uppáhaldið mitt er þegar hún tekur viðtöl við rithöfunda sem hafa nýlega gefið út góðar bækur. Þarna næ ég helst að halda mér upplýstri um það nýjasta í bókabransanum.“

The Longest Shortest Time

„Viðtalshlaðvarp þar sem fjallað er um foreldrahlutverkið á mjög fjölbreyttan og hressandi hátt. Þáttastjórnandinn er ung kona sem hafði unnið í nokkur ár í This American Life (einn vinsælasti útvarsþáttur Bandaríkjanna sem ég mæli að sjálfsögðu með) og upplifði virkilega erfiða fæðingu og í kjölfarið þjáðist hún af verkjum í þrjú ár. Hún ákvað að byrja með sitt eigið hlaðvarp til að tengja við aðrar mæður eftir þessa erfiðu lífsreynslu. Það vatt upp á sig og í dag eru komnir 200 þættir og einn af mínum uppáhalds er einmitt viðtal við fyrrnefnda Terry Gross um ástæður þess af hverju hún ákvað að eignast ekki börn.“

 

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

|
|

Lögreglan á Suðurlandi hefur nú greint frá nöfnum þeirra sem létust í flugslysinu við Múlakot á laugardaginn.

Þrír létust í slysinu. Þau hétu Ægir Ib Wessman, Ellen Dahl Wessman og Jón Emil Wessman.

Sjá einnig: Flugslysið við Múlakot: Hjón létust ásamt syni sínum

Stillti sér upp í íslenskri náttúru

Ir­ina Shayk er á ferðalagi um Ísland þessa dagana.

Rússneska fyrirsætan Ir­ina Shayk nýtur lífsins á Íslandi þessa stundina og hefur hún verið dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlum af því sem á vegi hennar verður á ferðalaginu.

Hún birti til að mynda mynd af sér við Jökulsárlón í fyrradag en nýjasta myndin á Instagram-síðu hennar er mynd af henni í íslenskri náttúru þar sem hún klæðist sundfötum frá ítalska merkinu Intimissimi.

Þess má geta að Irina og bandaríski leikarinn Bradley Cooper er nýskilin. Saman eiga þau eitt barn.

View this post on Instagram

.. @falconeriofficial ❄️

A post shared by irinashayk (@irinashayk) on

Lengsti naflastrengur sem læknar og ljósmæður höfðu séð

Leikarinn Hlynur Þorsteinsson sýndi nýlega einleikinn Iður í Tjarnarbíói við góðar undirtektir. Meðan leikhúsið leggst í dvala yfir sumarið munu svo sjónvarp og bíó taka við. Við fengum Hlyn til að deila með okkur nokkrum staðreyndum um sjálfan sig.

 

  1. Ég byrjaði lífið á því að setja metin. Sögur fara af því að ég hafi fæðst með lengsta naflastreng sem læknar og ljósmæður höfðu séð. Hef ekki enn fengið þetta staðfest frá yfirvöldum en ég státa mig af þessum upplýsingum við útvalda.
  2. Bjó í Þýskalandi sem krakki og spilaði fótbolta með liði sem skipað var einungis innflytjendum. Tvö lið í bænum og annað þeirra einungis fyrir innflytjendur og hitt fyrir innfædda; áhugaverð skipting fyrir 10 ára gutta með ítalskan, keðjureykjandi þjálfara á hliðarlínunni.
  3. Varð fyrir líkamsárás þegar ég var 5 ára. Dádýrsmamma ákvað að ráðast á mig þegar ég ætlaði að klappa kálfinum hennar í dýragarði í Hollandi.
  4. Bjó í gömlu fjárhúsi á unglingsárunum. Gamalt bakhús i miðbænum. Átti kannski einhvern þátt í því hvað ég var lélegur við að klippa á mér hárið.
  5. Bjó í Þýskalandi árið 2010 en vann í sumarhúsaþorpi í Hollandi við þrif og almennar viðgerðir. Fékk daglega far með samstarfsfélaga þar sem við rúntuðum frá Þýskalandi og yfir til Hollands. Kann ekkert í hollensku en táknmálið fyrir „ég þrífa“ og „þú þrífa“ kom mér í gegnum þetta.

Íslenska stuttmyndin Even Asteroids Are Not Alone hlýtur verðlaun Konunglegu mannfræðistofnunarinnar

||
Jón Bjarki Magnússon.

Íslenska stuttmyndin Eve Online, Even Asteroids Are Not Alone, hefur hlotið verðlaun í flokknum Besta mannfræðilega stuttmyndin. Verðlaunin veitir Hin konunglega Mannfræðistofnun Bretlands og Írlands.

Leikstjóri myndarinnar, Jón Bjarki Magnússon, greinir frá sigrinum á Facebook. „Vá, ég verð að viðurkenna að ég varð töluvert hissa þegar ég heyrði af því að stutta heimildamyndin mín um vináttu hefði hlotið sérstök verðlaun fyrir bestu mannfræðilegu stuttmyndina,” skrifar Jón og bætir við; „Þetta er auðvitað mikill heiður, ekki síst fyrir þann sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði heimildamyndagerðar og sjónrænnar mannfræði.”

Hann segist þá vilja tileinka verðlaunin þeim fjórtán Eve Online spilurum sem ljá myndinni rödd sína. „Án þeirra magnaða framlags hefði myndin auðvitað aldrei orðið það sem hún er. Takk.” Kvikmyndin er 17 mínútna stuttmynd sem skoðar hvernig vinátta myndast milli leikmanna Eve Online. Allt myndefni er fengið innan úr leiknum sjálfum.

Eve Online er íslenskur netleikur þróaður og rekinn af fyrirtækinu CCP. Höfuðstöðvar fyrirtækisins er staðsett út á Granda. Yfir 47.000 spilarar eru tengdir leiknum á hverri stundu um allan heim.

Skjáskot úr stuttmyndinni
Skjáskot úr stuttmyndinni

Ísland eignast fulltrúa í stjórn Alþjóða vinnumálastofnunnarinnar

Mynd: ASÍ

Yfirlögfræðingur ASÍ, Magnús Norðdahl, er fyrsti fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóða vinnumálastofnunnarinnar. Stofnunin fagnar 100 árum í ár. Magnús var kjörinn í stjórnina á 108 þingi stofnunarinnar í Genf.

„Fulltrúar íslenskra atvinnurekenda og stjórnvalda eru einnig þátttakendur og félags- og barnamálaráðherra var viðstaddur setningu þingsins,“ segir í tilkynningunni. Ásamt Magnúsi situr Drífa Snædal forseti ASÍ fyrstu daga þingsins Þá tekur Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, þátt í Norrænum ILO skóla og situr þingið sem nemandi Magnúsar.

„Alþýðusamband Íslands mun leggja sitt lóð á vogaskálarnar til að þessi tilmæli, ef þau verða að veruleika, verði fullgilt á Íslandi enda í samræmi við stefnu stéttarfélaganna, samtaka atvinnurekenda og stjórnvalda.“

Alþjóða vinnumálastofnunin var stofnuð á grunni þríhliða samstarfs: Stéttarfélaga, stjórnvalda og atvinnurekenda. „Í gegnum hana hafa verið samþykktir merkustu sáttmálar heims; svo sem bann við nauðungarvinnu, réttinn til þátttöku í stéttarfélögum, réttinn til verkfalla, bann við barnavinnu, bann við mismunum og svo mætti lengi telja. Stofnunin hefur einfaldlega sett viðmið um hvað séu réttar og sanngjarnar reglur á vinnumarkaði heimsins síðustu 100 árin.

Samkvæmt tilkynningu ASÍ er bundið vonir við að á þinginu verði samþykkt ný tilmæli gegn ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfi. „Þetta yrði fyrsti alþjóðasáttmáli sinnar tegundar og markar tímamót í alþjóðlegri baráttu gegn áreiti og ofbeldi. Hvort tekst að samþykkja tilmælin kemur í ljós þann 21. júní en þessar tvær vikur á þinginu verða nýttar til að klára viðræður um orðalag og efni,“ segir í tilkynningu ASÍ.

„Ísland hefur ekki verið neitt sérstaklega duglegt við að fullgilda sáttmála og tilmæli frá ILO, að undanskildum grundvallarsáttmálunum. Betur má ef duga skal.“

Erum við að reka saman fyrirtæki eða ástarsamband?

Höfundur / Íris Eik Ólafsdóttir, réttarfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Ástin er það afl sem gerir pörum kleift að styðja hvort annað, auka hamingju og stofna til fjölskyldu. En í sjálfu sér skapar hún ekki persónulega færni og getu til þess að láta hana vaxa og dafna. Til að þróa hamingjuríkt samband þarf fólk að geta sýnt hlýju, nærgætni, örlæti, áreiðanleika, tryggð og skuldbindingu. En á sama tíma að hafa þrautseigju og geta fyrirgefið.

Pör sem koma til mín í fjölskyldumeðferð nefna oft að þau upplifi sig vera að reka saman fyrirtæki en séu ekki í ástarsambandi. Slíkar aðstæður geta verið einmanalegar og fólk upplifir sig vera að missa af mikilvægum lífsgæðum eins og að eiga einhvern að sem maður getur deilt öllu með, hlýju, nánd og kynlífi.

Stundum upplifir annar aðilinn meiri óánægju við þessar aðstæður á meðan hinn upplifir að þetta hafi þróast með vilja beggja og hafi verið þegjandi samkomulag vegna mikils álags hjá parinu. Því getur það komið öðrum aðilanum á óvart að heyra maka sinn lýsa að sér hafi liðið illa lengi og sé með óuppfylltar þarfir. Þess vegna er mikilvægt fyrir einstaklinga í parsambandi að sofna ekki á verðinum, né taka hvort öðru sem sjálfsögðum hlut heldur ræða reglulega saman um sambandið sitt. Það er vinna að vera í góðu og gefandi ástarsambandi og það dafnar ekki að sjálfu sér.

Vertu forvitinn um makann þinn, sýndu honum áhuga og hlýju, komdu honum reglulega á óvart, daðraðu við hann, láttu hann vita hvað þú kannt að meta við hann, spurðu hann hvaða þrár og langanir hann hefur og deildu þínum með honum. Gagnlegt er fyrir pör að ræða reglulega saman og fara stefnumót, alla vega einu sinni í mánuði, prófa eitthvað nýtt, fara saman í ræktina, gönguferð eða jafnvel borða saman í hádeginu.

En ef fólk á erfitt með að ræða saman getur hugræn atferlismeðferð komið að gagni. Aðferðin er hönnuð til að hjálpa pörum að þjálfa upp þetta samtal sem er lykillinn að því að pör geti átt góð samskipti og fengið ævilangt verkfæri. Aðferðin aðstoðar parið við að gera hugsun þeirra skýrari og þá um leið samskiptin með það að leiðarljósi að fyrirbyggja að gjá myndist á milli þeirra.

Einstaklega einfaldur og bragðgóður kínverskur kjúklingaréttur

Mynd / Karl Petersson

Kjúklingur er hráefni sem tekur mjög vel í sig bragð. Þess vegna er svo gott að nota hann þegar mismunandi krydd eru notuð. Þessi bragðmikli réttur er látinn malla í einum potti sem gerir matseldina einfalda.

 

Kínversk kjúklingalæri
fyrir 4-6

Þessi réttur er búinn að fylgja fjölskyldunni frá því ég man eftir mér. Hann er í uppskrfitabók sem fylgdi Römertopf-pottinum sem mamma keypti í kringum 1970. Mjög fljótlegur og bragðgóður. Ef þið eigið Römertopf-pott þá er náttúrulega tilvalið að nota hann.

5-6 kjúklingalæri, eða 1 kjúklingur hlutaður niður í bita
60 g smjör
salt
pipar
gott karrí
250 g sveppir, skornir í bita
6 stk. skalotlaukur, grófsaxaður langsum
1 dl möndlur, eða möndluflögur
1 dl rúsínur
sojasósa

Brúnið lærin (kjúklingahlutana) á pönnu í smjörinu, saltið og kryddið með pipar og karríi. Leggið lærin í ofnfast fat með loki og hellið safanum yfir. Setjið sveppi og lauk út í. Ef þið notið heilar möndlur, takið þá hýðið af og hlutið í tvennt (má líka nota möndluflögur).

Bætið þá möndlum og rúsínum saman við og að lokum sojasósu yfir allt. Blandið öllu létt saman. Steikið í 40-50 mín. við 220°C. Berið fram með hrísgrjónum.

Umsjón / Guðný Þórarinsdóttir
Myndir / Karl Petersson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Sólrún Diego leyfir ekki myndatökur í athöfninni

||
Mynd / Pixabay|Sólrún svaraði ýmsum spurningum á Instagram í gær.|Sólrún Diego er vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún gaf út bókina Heima árið 2017

Brúðkaupsgestir Sólrúnar Diego mega ekki taka myndir í athöfninni í sumar.

 

Bloggarinn og hreingerningasnapparinn Sólrún Diego og unnusti hennar munu ganga í það heilaga í sumar. Fylgjendur hennar á Instagram spurðu hana úr í brúðkaupið í gær og þá greindi hún frá því að hún mun ekki leyfa myndatökur í athöfninni.

Sólrún, sem er með rúmlega 35 þúsund fylgjendur á Instagram, bauð fylgjendum sínum að senda á sig spurningar í gær. Spurningar í tengslum við brúðkaupið voru algengar. Fólk vildi fá að vita hvenær brúðkaupið verður og hvort fylgjendur hennar fái að fylgjast með brúðkaupsdeginum á samfélagsmiðlum.

„Ég ætla ekki að deila dagsetningunni og myndatökur verða ekki leyfðar í athöfninni. En ég mun líklega deila einhverju á mína miðla daginn eftir,“ skrifaði Sólrún í svari sínu.

Sólrún svaraði ýmsum spurningum á Instagram í gær.

Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur„óraunhæf og óábyrg“

Þorsteinn Víglundsson. Mynd / Viðreisn

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina verði að endurskoða fjármálastefnu sína. „Þær eru enn að okkar mati of bjartsýnar.” Svigrúmið sem ríkisstjórnin ætli sér dugir engann veginn til.

Þetta kom fram á fjölmiðlafundi Viðreisnar sem hófst kl 11:00 í morgun. „Það er gert ráð fyrir að neytendur haldi sínu striki.” Þorsteinn segir fjármálastefnuna vera óraunhæfa og óábyrga. Kólnun hagkerfisins ætti ekki að hafa komið neinum á óvart og bætir við að sveiflurnar eru undirliggjandi vandamál í efnahagslífinu. „Þegar við náum okkar hápunktum er óhjákvæmlega einhverskonar leiðrétting. „Krónan hefur veikst jafnt og þétt undanfarin tvö ár.”

Hann segir vel hægt að aðlaga stefnuna þar sem niðursveifla hefur staðið yfir síðast liðna 18 mánuði. Þá segir hann ríkisstjórnina reka kerfið með 1,3% halla. „Ríkisstjórnin er að draga úr fjárfestingum enn frekar, verða skornar niður um 10 milljónir,” segir Þorsteinn og bætir við að ákvörðunin sé gagnrýnisverð. Hann segir kólnun í hagkerfi vera tími til að auka fjárfestingar. „Það þarf 0,6% vegna viðbótarfjárfestingar ríkissjóðs.” Þá segir hann 0,3% ætlað sem svigrúm fyrir sveitarfélögin. „Það er fjórðungur svigrúmsins.”

Þorsteinn segir ýmis verkefni hægt að hraða og nefnir verkefni tengd Borgarlínunni „Tengingin Hamraborg-Fjörður sem er umfangsmikið verkefni.” Þá telur hann nauðsynlegt að ráðast í vegaframkvæmdir. „Við höfum vanrækt innviðafjárfestingar í samgöngum. Höfum séð mikla og vaxandi slysatíðni samhliða aukningu á ferðamönnum.”

Þvertekur fyrir að hafa breytt myndinni í Photoshop

Söngkonan Dua Lipa sá sig í gær knúna til að svara nokkrum netverjum sem sökuðu hana um að hafa breytt barnamynd af sér í myndvinnsluforriti.

 

Þegar söngkonan Dua Lipa birti nýverið barnamynd af sér á Instagram fóru athugasemdir á flug frá fólki sem vildi meina að hún hefði breytt myndinni og stækkað varirnar með myndvinnsluforritinu Photoshop.

Söngkonan svaraði athugasemdunum í gær með því að birta fleiri barnamyndir og þvertók fyrir að myndinni hafi verið breytt. „Það fólk sem segir að ég hafi fótósjoppað barnamyndir af mér til að láta varirnar virðast stærri, þið eruð klikkuð,“ skrifaði hún meðal annars.

https://www.instagram.com/p/Byk6kA4hD6O/

Chernobyl ferðamenn taka „sjálfur“ og ögrandi myndir við kjarnorkuverið

Skjáskot úr þættinum

Craig Mazin, höfundur þáttanna Chernobyl, sá ástæðu til að biðla til fólks að sýna Chernobyl svæðinu og sögu virðingu á ferðalögum sínum. Talsvert er um að fólk taki „sjálfur” á slysstaðnum. Þá er dæmi um myndatökur á nærfötunum.

The Guardian greinir frá. Vinsældir Chernobyl meðal ferðamanna hefur aukist um 30-40% síðan HBO þættirnir um kjarnorkuslysið voru frumsýndir í maí. Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum sem hafa heimsótt staðinn hafa sætt talsverðri gagnrýni fyrir myndbirtingar á Instagram. Þá hafa þeir nýtt aukinn áhuga á Chernobyl til að taka tískumyndir.

„Það er frábært að þættirnir hafa vakið áhuga ferðamanna og aukið ferðir á yfirgefna svæðið” tísti Mazin í gær og bætti við; „En já, ég er búinn að sjá myndirnar sem eru í umferð. Ef þú heimsækir staðinn, vinsamlegast hafðu í huga þær hörmungar sem áttu sér stað þarna. Komdu fram af virðingu fyrir alla þá sem þjáðust og var fórnað.”

Ónefnd kona hefur deilt myndum á Instagram teknar í Pripyat, yfirgefinn bær sem stendur næst kjarnorkuverinu. Á myndunum stillir hún sér fyrir framan yfirgefna byggingu í þveng og hvítum varnargalla (e. Hazmat suit). Neikvæðum athugasemdum rignir nú yfir myndirnar.

Algengt er að áhrifavaldar átti sig ekki á því hvernig bera skuli virðingu fyrir stöðum sem þau heimsækja. Þá gera margir sér ekki grein fyrir lögum og reglum á svæðinu sem heimsótt er. Enn aðrir ber einfaldlega ekki næga virðingu fyrir ferðamannastöðunum.

Áhrifavaldurinn Alexander „Sasha“ Tikhomirov er flestum íslendingum kunnugur. Hann var ökumaður bifreiðar sem ekið var utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn og birti af sér mynd við bílinn þar sem hann var fastur. Þá fékk hann háa sekt þar sem ólöglegt er að keyra utanvegar á Íslandi án þess að sérstakt leyfi Umhverfisstofnunnar liggi fyrir.

Rússinn sætti mikillar gagnrýni og var ekki par sáttur með framkomu íslendinga og yfirvalda. „Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ segir við Instagram-mynd Tikhomirov.

Kjarnorkuslys Chernobyl í Úkraínu átti sér stað árið 1986. Tveir einstaklingar létust þegar kjarnorkuofn sprakk í verinu og 28 einstaklingar létust úr eitrun sökum geislunnar. Þá er talið að hátt í þúsund slökkviliðsmenn og viðbragðsaðilar sem unnu á vettvangnum hafi orðið fyrir alvarlegri geislun á þessum tíma.

Heilsar öllum með bros á vör

Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að heimildamynd um Helga Hafnar Gestsson. Helgi hefur verið fastagestur á Prikinu í næstum 50 ár og situr alltaf á sama stað og drekkur úr sama bollanum.

Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur nú að heimildamynd um Helga Hafnar Gestsson sem hefur verið fastagestur á kaffihúsinu Prikinu síðan 1970. Áætlað er að myndin verði frumsýnd seint næsta haust.

 

„Eitt sinn var ég stödd á Hlemmi með manninum mínum sem er alinn upp í miðbænum og hefur alltaf kannast við Helga. Þá datt mér í hug að spyrja Helga hvort hann væri nokkuð mótfallinn því að ég gerði mynd um hann. Að sjálfsögðu var hann til í það, ljúfmennið sem hann er,“ segir Magnea sem er kvikmyndaleikstjóri, leikkona, leiðsögumaður, leiklistarkennari og mamma.

Hún hefur áður gert heimildamyndir um persónur í miðbænum, eða síðan 2011. „Til dæmis fjallaði ein myndin um mann sem einnig heitir Helgi sem er vanur að ganga um og blessa öll húsin á Hverfisgötu. Myndin heitir Hverfisgata og það er hægt að finna hana á Vimeo. Svo hef ég líka gert myndir um konurnar á kassanum í Bónus á Laugavegi og örmynd um Dóru gullsmið á Frakkastíg. En síðasta heimildarmynd sem ég gerði heitir Kanarí.

Helgi hefur verið fastagestur síðan 1970 en hann flutti til Íslands 18 ára gamall frá Danmörku og þurfti þá að byrja að læra íslensku. Prikið á sér merkilega sögu og hefur verið starfrækt síðan 1951. „Helgi gefur lífinu lit, allan regnbogann. Hann geislar af góðmennsku og kærleika. Það er undravert hvað hann gefur sér mikinn tíma í að heilsa fólki á öllum aldri með annaðhvort knúsi eða handabandi og spjalla við það með bros á vör undantekningalaust. Líkt og einn maður sagði við mig um daginn: „Þegar maður hittir Helga hefur maður ósjálfrátt löngun til að vera góður við alla og sýna öðrum kærleika og mildi.““

„Helgi gefur lífinu lit, allan regnbogann.“

Myndin er nú í tökum og verður í sumar en eitt ár er síðan Magnea hóf vinnslu hennar.

„Miðbær Reykjavíkur hefur breyst mikið á undanförnum árum en þar er samt viss þorpsandi. Ég tel mikilvægt að mynda sögu Reykjavíkur og að við fáum að kynnast persónum sem alla jafna fá ekki mikla athygli. Fólki sem er sannkallað krydd í tilveruna. Það er langt ferli að framleiða mynd upp á eigin spýtur en mér finnst gefandi að geta tekið viðtöl, myndað og klippt sjálf – þannig hef ég algjört listrænt frelsi og næ mikilli nánd við aðalpersónurnar. Svo á ég góða og klára vini sem aðstoða mig við eftirvinnslu myndarinnar. Myndin verður væntanlega tilbúin einhvern tíma seint í haust.“

Hægt er að styrkja myndina á söfnunarsíðunni Karolinafund undir nafninu Helgi á Prikinu.

HELGI Á PRIKINU STIKLA from Magnea on Vimeo.

Talsverður eldur í yfirgefnu einbýlishúsi í Fossvogi: Mikill reykur liggur yfir Landspítala og RÚV

Mynd: Google Maps

Tilkynnt var um eld í gömlu, yfirgefnu einbýlishúsi í Fossvogi laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Allt tiltækt lið var sent á vettvang. Slökkvistarf stendur enn yfir þar sem verið er að rífa þak hússins og slökkva í síðustu glæðunum.

RÚV greinir frá. Eldurinn var talsvert mikill þegar komið var á vettvang. Húsið er gjörónýtt og verður rifið. Árni Oddson varðstjóri stjórnaði vinnu slökkviliðs á vettvangi í nótt og segir hann húsið hafa staðið autt um nokkurt skeið. Reykkafarar fóru um allt húsið og viðbyggingu við það og fundu ekki nokkurn mann.

Húsið er gamalt bárujárnsklætt timburhús í niðurníslu. Eins og áður segir er það gjörónýtt eftir eldinn. Talið er að upptök eldsins hafi verið utan hússins við austurenda þess. Árni vildi ekki svara því hvort um íkveikju væri að ræða. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn.

Mikill reykur lagðist yfir næsta nágrenni þegar húsið brann, þar á meðal yfir Landspítalann í Fossvogi og RÚV. Á þriðja tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna voru á vettvangi þegar mest var.

Meðvitundarlaus maður fannst í Elliðaárdal við Stíflu

Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í Elliðaárdal við Stíflu í gærkvöldi. Sjúkrabíll og lögregla var send á vettvang. Maðurinn reyndist vera í annarlegu ástandi sökum fíkniefna eða áfengis.

Eftir skoðun áhafnar sjúkrabifreiðar var hann handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá voru afskipti höfð af konu í Hafnarfirði í annarlegu ástandi þar sem hún stóð við bifreið í innkeyrslu að bílageymslu. Konan var handtekinn og vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Bifreið var stöðvuð í Kópavogi eftir að tilkynnt hafði verið um rásandi aksturslag bifreiðarinnar. , Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Þá er hann grunaður um akstur án réttinda, það er hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Fimm aðrir ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum á Höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þá var einn þeirra grunaður um vörslu fíkniefna.

Tilkynnt var um eld í húsi við Fossvogsblett kl 03:19 í nótt. 

Dulið ofbeldi

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Fyrir nokkrum árum var ég beðin að hjálpa 12 ára bróðurdóttur minni sem stríddi við mikla vanlíðan, ekki síst í skólanum. Eftir að við fundum í sameiningu rót vandans breyttist allt til hins betra.

 

Frænka mín bjó ein með pabba sínum og tveimur yngri systkinum. Þegar pabbi hennar þurfti að taka vinnutarnir, sem gerðist stundum, kom þessi yndislega og hæfileikaríka frænka mín og dvaldi hjá mér. Systkini hennar fóru til ömmu þeirra og afa.

Ári áður hafði ég hjálpað henni, að beiðni bróður míns, að breyta viðhorfi sínu gagnvart náminu. Þar sem henni leið svo illa í skólanum fannst henni allt námsefnið leiðinlegt og þar af leiðandi gekk henni mjög illa. Það tók hátt í ár að fá hana til að hugsa að þetta væri ekki leiðinlegt, heldur mismunandi skemmtilegar þrautir. Einkunnir hennar hækkuðu mikið í kjölfarið og henni fannst lítið að fá 8, hún var oftast með 8,5 til 10 í einkunn.

Ríkar stelpur, fátækar stelpur

Þrátt fyrir aukna velgengni í námi var vanlíðanin enn til staðar og bróðir minn var ráðalaus. Því leitaði hann til mín aftur og bað mig um að aðstoða hana í gegnum þetta erfiða tímabil. Hún var þá byrjuð í áttunda bekk.

Við hittumst oft þennan vetur og hún talaði mikið um hvað henni liði illa í skólanum. Hún átti samt mjög erfitt með að koma orðum að því hvað væri svona erfitt og mér fannst aldrei næg ástæða til þess að hún skipti um skóla en það þráði hún heitast af öllu.

Í samtölum okkar kom þó ýmislegt í ljós. Stelpurnar í bekknum hennar voru frá mismunandi heimilum og frænka mín hélt að þær sem áttu ríku foreldrana, eins og hún orðaði það, hefðu sjálfsagðan rétt á því að ráða öllu.

Það tók mig tíma að leiðrétta það að þótt þær ættu allt til alls og væru flottar í tauinu, með flottar töskur og rándýra síma hefðu þær ekki meiri rétt á nokkru en aðrir. Allir væru jafnir og hefðu sama rétt. Mér virtist á þessu að skrítinn mórall ríkti innan bekkjarins.

Bróðir minn barðist í bökkum en börnin voru aldrei svöng og alltaf sómasamlega til fara, ekki í merkjafötum þó. En hann hafði ekki efni á að borga skólamáltíðir fyrir þau svo þau komu með nesti í skólann sem hefði auðvitað átt að vera allt í lagi en var stór hluti vandans hjá frænku minni. Hún upplifði sig fátæka, útundan og alveg glataða þar sem hún var eina barnið í bekknum sem ekki var í skólamatnum.

Veturinn sem frænka mín var í áttunda bekk ákvað ég að borga sjálf fyrir skólamáltíðir hennar og það breytti miklu fyrir líðan hennar.

Ég hafði reynt að berjast með bróður mínum fyrir því að hann fengi styrk fyrir máltíðunum en án árangurs, bærinn þurfti að fara að lögum og reglum og viðmiðunarupphæðin var ótrúlega lág á meðan ekkert tillit var tekið til skulda, það var bara horft á það sem hann fékk útborgað. Hins vegar, ef hann hefði verið tilkynntur til barnaverndar og málið orðið að barnaverndarmáli, hefði þetta verið greitt fyrir öll börnin ásamt tómstundum en það var engin ástæða til að tilkynna neitt, allt gekk vel nema peningamálin. Samt er ekki hægt að segja að börnunum hafi liðið vel með að vera ekki í skólamat og vera án þess að stunda tómstundir. Þau fóru aldrei í bíó með pabba eða í aðra afþreyingu, það var aldrei afgangur.

Trúði því að hún væri ömurleg

Þessi vetur gekk alveg ágætlega til að byrja með en vanlíðanin hvarf aldrei hjá frænku minni. Hún fór ekki ofan af því að sér liði illa í skólanum og eina lausnin sem hún sá var að skipta um skóla.

Hún sagði að einn daginn væru flestar stelpurnar hinar almennilegustu en þann næsta voru þær leiðinlegar við hana og vildu ekkert með hana hafa. Þær settu út á allt sem hún sagði og gerði og hún tók mark á því og trúði því að hún væri ömurleg. Þrátt fyrir að sumir kennararnir yrðu vitni að þessu gerðu þeir aldrei athugasemdir og heldur ekki þær stelpur sem ekki tóku þátt, enginn tók upp hanskann fyrir hana. Hún fékk skrítin svipbrigði og augngotur sem henni fannst verst og þjáðist yfir því.

Einn daginn þegar við ræddum vanlíðan hennar bað ég hana um að reyna að lýsa þessu betur fyrir mér því ég velti fyrir mér hvað gerðist á góðu dögunum hennar. Þá loks fékk ég skýringuna sem ég þurfti. Hún sagði að þegar hún sæti hjá stelpunum eins og í matartímum og í frímínútum, segði ekki orð og léti ekkert í sér heyra fengi hún frið. Ef hún hló fékk hún athugasemdir frá þeim um að hlátur hennar væri asnalegur eða hávær. Ef hún reyndi að taka þátt í samræðunum, setti einhver upp svip eða sagði henni hreinlega að þegja. Hún vogaði sér einu sinni að segja að einhver frægur, sem barst í tal hjá þeim, væri skyldur sér og svo aftur seinna varðandi þekkta söngkonu sem er líka skyld henni. Það var nóg til að hneyksla þennan leiðinlega stelpnahóp og hún fékk að heyra að það væru nú bara allir skyldir henni.

Á þessum tíma byrjuðu strákarnir að veita henni meiri athygli og það virtist fara illa í stelpuhópinn, enda fannst þeim hún ekki hafa rétt á neinu, bara þær.

Komu af fjöllum

Þetta varð til þess að ég pantaði viðtal hjá skólastjóranum og fór með frænku minni á hans fund. Á fundinum var einnig einn af kennurunum hennar. Þau komu alveg af fjöllum þegar þau heyrðu þetta og héldu að þetta gæti nú varla verið rétt.

Þau spurðu hvers vegna ekki hefði verið búið að tala um þetta áður og voru hissa þegar ég sagði að það hefði oft verið talað við umsjónarkennarann hennar þegar hún var á miðstiginu en það hefði aldrei borið árangur. Mér fannst sá kennari raunar nota sömu taktík og sumar stelpurnar og reyna að halda henni niðri. Henni mátti ekki finnast neitt, hvorki fyndið né sorglegt. Hún mátti ekki einu sinni hlæja án þess að sett væri út á það. Ef þetta væri ekki einelti þá væri ekkert einelti, sagði ég.

Á fundinum var ákveðið að frænka mín skipti um skóla. Það tók nokkra daga og þeir dagar voru notaðir í að reyna að laga það sem fram kom á fundinum. Það gekk ekki betur en svo að það virkaði eins og að stelpurnar héldu að þær hefðu hefðu fengið skotleyfi á frænku mína. Þær ásökuðu hana um að vera að ljúga upp á þær, þær legðu hana ekkert í einelti, hún væri algjör lygari. Þær tvær stelpur sem voru stundum í sambandi við hana hættu alveg að vilja tala við hana og hún var algjörlega útskúfuð.

Í nýja skólanum hóf frænka mín nýtt og hamingjuríkt líf. Hún eignaðist strax vinkonur og hafði þekkt eina stelpuna áður og það mjög vel. Sú stelpa var ástæðan fyrir því að hún valdi þennan skóla sem var mjög langt frá heimili hennar.

Strákarnir í nýja skólanum slógust um félagsskap hennar og góð vinátta á milli hennar og margra þeirra myndaðist. Þetta voru bara vinir hennar, hún var alls ekki tilbúin til að fara á fast.

Þessari vinkonu sem hún þekkti áður datt í hug einn daginn að útiloka frænku mína og byrjaði á að búa til lygasögur um hana. Sem betur fer sagði frænka mín mér strax frá því, hringdi grátandi í mig og fannst allt vera hrunið, nú væri eineltið að byrja aftur og hún væri bara ömurleg og einskis virði. Ég hringdi í kennarann hennar sem tók strax á málunum. Þetta er yndisleg kona með mikla reynslu og hún var ekki lengi að stoppa þetta. Í ljós kom að þessi stúlka lét stjórnast af afbrýðisemi út í vinsældir frænku minnar. Frænka mín ákvað að fyrirgefa vinkonunni en ég ráðlagði henni samt að segja henni ekki hvað sem væri og alls ekki hvaða strák hún væri skotin í.

 Nýi skólinn frábær

Þessi tæpu þrjú ár í nýja skólanum voru yndisleg. Frænka mín fann sig vel innan hópsins og það allir voru vinir, ekki bara strákahópar og stelpuhópar eins og í hinum skólanum. Enginn var meiri eða minni en hinir þrátt fyrir mismunandi stöðu foreldranna og allir höfðu sama rétt á að vera til. Einkunnir hennar héldu áfram að vera háar og hún var alltaf jafnvinsæl.

Í dag er frænka mín á þriðja ári í framhaldsskóla og stendur sig vel. Hún fékk góða vinnu með skólanum og í stað þess að eyða öllu í föt og sælgæti heimtaði hún að fá að borga skólamáltíðirnar fyrir yngri systkini sín og býður þeim reglulega í bíó, keilu eða á skauta einu sinni í mánuði.

Í dag er pabbi hennar kominn í betra starf, hann vinnur minna en fær hærri laun. Honum tókst að nurla saman fyrir tómstundum fyrir yngri börnin vegna mikils þrýstings frá frænku minni.

Krakkarnir í hinum skólanum fóru að líta frænku mína öðrum augum þegar þau sáu hversu vinsæl hún var í nýja skólanum og sumar stelpurnar fóru að reyna að nálgast hana. Frænka mín er ekki langrækin, hún tók þeim vel en með fyrirvara og samskiptin gengu oftast vel. Ef frænku minni fannst eitthvað slæmt vera að fara í gang lét hún sig hverfa og kom þeim ekki upp á neitt. Hún hefur lært mikið á þessu og lætur engan kúga sig lengur. Hún er afskaplega heilsteypt, dugleg og falleg að utan sem innan. Ég skammaðist mín um tíma fyrir að hafa ekki gripið fyrr í taumana, ég hlustaði ekki nógu vel og hélt að frænka mín ætti mikinn þátt í þessu, að hún byði bara upp á þetta án þess að átta sig á því sjálf. Í raun var hún mjög óheppin með bekkjarsystur sem of margar kunnu ekki þá góðu reglu að farsælast sé að koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig.

Með þessari frásögn minni vil ég alls ekki setja út á kennara eða annað starfsfólk í skólum en finnst samt að það þurfi að finna betri leið til að uppræta svona kúgun og hljóðlaust einelti eins og frænka mín lenti í.

Nú geta hundar pantað eigin leikföng á netinu að því gefnu að eigendurnir borgi

|
Pet-Commerce|

Brasilíska dýraverslunin Petz hefur opnað vefsíðu sem gerir hundum kleift að versla á netinu. Gervigreind skynjar viðbrögð hundsins í gegnum vefmyndavél við tilteknum vörum. Ef viðbrögðin eru jákvæð er varan sett í innkaupakerruna á síðunni.

 

Þegar farið er inn á Petz e-commerce koma upp þrír valmöguleikar; Boltar, leikföng og nagbein. Þegar búið er að velja flokk birtast stutt myndbönd þar sem tiltekin vara er sýnd meðan vefmyndavél tekur upp viðbrögð hundsins sem gervigreindin les úr. Eins og áður segir er varan sett í innkaupakerru ef hundurinn sýnir jákvæð viðbrögð. Hundaeigandinn verður þó að ganga frá kaupunum.

Mannlíf setti sig í samband við Heiðrúnu Klöru Johansen, hundaþjálfara og hundaatferlisfræðing, til að fá betri skilning á atferli hunda. „Það sem vekur áhuga hunda er lykt,” segir Heiðrún og bætir við að áferð skipti líka máli. „Segjum að það sé mynd af tveimur hlutum, grænn froskur og bleikur fíll. Ef hann heyrir tíst úr öðru þeirra þá vekur það upp veiðikvöt.” Hún bendir á að hundurinn gæti ekki vitað hvort honum myndi líka við fyrr en hann fengi að snerta og þefa af leikfanginu. „Það vantar lyktina og áferðina.”

Ef að hljóð og lykt eru ekki til staðar gæti formið mögulega haft áhrif. „Til dæmis hundur sem er boltasjúkur,” segir Heiðrún. Þannig gæti hundurinn sýnt boltum aukinn áhuga. „Það er þá lærð hegðun.”

Heiðrún segir gervigreind alveg geta lesið í svipbrigði hunds. „Hún ætti að geta gripið það ef hundurinn sperrir upp augun eða verði almennt spenntari.” Eyrnastaða og höfuðhreyfing er þá einnig sterk vísbending um aukna athygli. „Það eru ekkert allir hundar sem gera það,” segir hún og bætir við að oftast séu höfuðhreyfingar tengdar hljóði. „Þegar þeir reyna til dæmis að skilja mann.”

Tækni sem hægt er að nýta í gróðarskyni

Heiðrún segir hunda hafa ólíkar tilhneigingar og mismunandi smekk. Sumir fýla mjúk og loðin leikföng meðan aðrir vilja gúmmí. „Það myndi þurfa eitthvað á skjánum sem grípur athyglina. Eitthvað sem fer hratt eða gefur hljóð frá sér.”

Þá segir hún hljóð geta verið notuð til að selja dýrari varning. „Hann getur sýnt meiri viðbrögð gagnvart tísti. Það þýðir ekkert að hann hafi meiri áhuga.” Þannig gætu fyrirtæki mögulega notað hljóð til að selja ákveðnar vörur. „Svo kemur bara í ljós hvort að hundurinn vill þetta þegar það kemur heim. Þau þurfa að máta það, svo að segja. Ekki nóg að sjá það.” Þá segir hún áhugavert að sjá hvort tengsl séu á milli dýrari varnings og áhuga hundsins.

„Ef varan framkallar þetta hljóð þegar þau fá vöruna þá er ekkert að þessu. En ef þau setja inn önnur hljóð til að fegra eða blekkja þá er þetta bara vörusvik eins og hvað annað. Það þyrfti bara að koma í ljós. Eins og þegar maður kaupir sjálfur á netinu.” Hún kemur aftur inn á veiðihvöt hundsins og hvernig fyrirtækið getur notað hátíðnihljóð til að vekja sérstakan áhuga. „Veit ekki hvort það sé hægt að gera það í gegnum skjá. en það eru til hátíðniflautur sem við heyrum ekki í.“

Pet-Commerce forritið bara fyrir hunda eins og er

Framkvæmdastjóri Petz, Sergio Zimerman, sagði í yfirlýsingu að hugmyndin „passi vel við það sem fyrirtækið stendur fyrir. Þessi tengsl milli hunds og eiganda geta komið í hvaða formi sem er.“ Þá sagði hann að „dýraást eigi sér engin takmörk og Pet-Commerce sé sönnun þess.“

Því miður er geta forritsins einskorðuð við hunda og því geta kattaeigendur ekki nýtt sér þessa þjónustu, að minnsta kosti eins og er. Zimerman hefur lýst yfir vilja fyrirtækisins að laða forritið að hegðunarmynstri katta í framtíðinni. Hvort það muni takast verður að koma í ljós. Þeir sem þekkja til vita hversu áhugalausir kettir geta virkað í samanburði við hunda.

Prófkjör demókrata er farið á fullt – hver er líklegastur?

|
|

Prófkjör demókrata er farið á fullt. Hvernig virkar kerfið, hver eru málin og hver er líklegastur?

 

Augu margra Bandaríkjamanna eru nú á prófkjöri demókrata þar sem línur eru að skýrast samkvæmt könnunum. En er þó of snemmt að segja hvaða frambjóðandi er líklegur til að verða fyrir valinu. Kosningarnar gætu ráðist á því hverjir demókratar telji líklegastan til að fella Donald Trump fremur en á grunni pólitískra loforða. Sögulega séð er erfitt að fella sitjandi forseta, einkum ef horft er til síðustu áratuga, en forsetatíð Trump verður seint talin hefðbundin né hann sem stjórnmálamaður.

Margir eru í framboði hjá demókrötum, alls 24. Auðvelt er að draga þá ályktun að fjöldinn veiki framboðið. Atkvæðin dreifast víða og erfiðara er að markaðssetja og kynna vel marga frambjóðendur. Á móti kemur að sterkt og fjölmennt prófkjör breikkar þátttakendahópinn sem gæti komið til góðs þegar baráttan um forsetaembættið hefst fyrir alvöru á næsta ári. Nú er að koma í ljós hverjir eiga séns.

Hópurinn er nokkuð fjölbreyttur en má í  grófum dráttum skipta í tvo flokka. Þá frambjóðendur sem eru miðjusinnaðir og meira hefðbundnir og kerfislægir og þá sem eru úr vinstri og/eða breytingasinnaðri ranni flokksins.  Joseph R. Biden, fyrrum varaforseti Obama, flokkast í fyrri flokkinn og leiðir enn sem komið er ef marka má nýlegar kannanir. Biden leiðir með 32% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN sem er 5% fall frá síðasta mánuði. Bernie Sanders mælist með um 18% en engir aðrir frambjóðendur ná tveggja stafa tölu. Kannanir sem eru gerðar í hverju fylki t.d. frá Iowa og California – sýna jafnframt að Biden leiði en að Bernie Sanders, Elisabeth Warren og Pete Buttigeg fylgi fast á eftir með 15-18% fylgi.  Aðrir þátttakendur sem mælast mjög lágir eru líklegir til að melda sig út á næstu mánuðum, en ennþá er þetta galopið.

Biden leiðir með 32% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN

Enn sem komið er er prófkjörið kurteist. Frambjóðendur eru ekki farnir að níða skóinn af hvor öðrum sem kann að aukast eftir því sem nær dregur og harkan um sætið verður meiri. Það gefur þó augaleið að það er mikilvægt fyrir demókrataflokkinn að vera samheldin til að fella Trump. Iðulega er það nefnt sem helsti galli flokksins þessa dagana að hann er býsna klofinn, sem er óheppilegt ef litið er á stóra markmiðið: að fella Trump. Sögulega er það ekkert nýtt, almennt er það einn helsti löstur pólitískra hópa sem skipa sér vinstra megin við miðju að standa ekki saman og skipta sér um of í hólf sem veikir þann hóp sem er raunar allajafna stærri heilt yfir en fólk sem er íhaldsamt og kýs til hægri.

Hvernig virkar kerfið?

Fyrstu rökræður frambjóðenda verða í lok júní. Línur munu skýrast enn betur í kjölfarið en demókrataflokkurinn hefur sett upp 12 rökræður á þessu ári og í byrjun árs 2020. Kerfið virkar þannig að sérstakir umboðsmenn (e. delegates) kjósa um frambjóðendur í hverju fylki fyrir sig í febrúar og mars næsta ári. Mikilvægt er að tryggja sér sigur eða góð úrslit í fylkjunum þar sem kosið er fyrst sem almennt setur tóninn fyrir framhaldið. Alls eru 4051 umboðsmenn í öllu landinu, fjöldinn ræðst af þeim sem hafa aðgang að landsfundi demókrata. Til að vinna þarf frambjóðandi að tryggja sér meirihlutaatkvæða umboðsmanna eða 2026 atkvæði frá 4051 umboðsmönnum sem hafa rétt til setu á landsfundi demókrata.

Hver eru helstu málefnin?

Val á frambjóðanda mun snúast að mestu um hver geti steypt Trump af stóli en málefnin munu hafa einhverja þýðingu. Persónulegur sjarmi og hæfileikinn til að hrífa fólk með sér munu vega þungt. Þegar litið er heilt yfir stefnumál frambjóðenda eru þau í grunninn áherslur skandinavískra jafnaðarmanna – heilbrigðisþjónusta og menntun svo gott sem ókeypis, kvenréttindi og frekari skatta á hina ríku svo eitthvað sé nefnt. Flestir leggja áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum.

Biden og Warren gáfu t.d. í síðustu viku út metnaðarfullar og ítarlegar tillögur í loftslagsmálum sem eru um margt keimlíkar. Warren sigrar raunar þegar kemur að stefnumálum, sem ganga flest út á að eyða ójöfnuði, m.a. að tækla námslánakerfið og fella niður námslán. Sanders ætlar enn fram á hugmyndum um heilbrigðisþjónustu fyrir alla (e. medicare for all), ókeypis háskóla og um 15 dollara lágmarkslaun. Kamala Harris talar um jafnlaunavottun og Pete Buttigeg er nokkuð framsýnn og talar um kerfisbreytingar sem og styður heilbrigðisþjónustu fyrir alla.

Hver eru líklegastur til að vinna?

Það er of snemmt til að segja til um hvaða frambjóðandi muni vinna. Hins vegar er orðið ljóst að aðeins 5-6 frambjóðendur eiga raunverulega möguleika. Biden, Sanders, Warren, Buttigeg sem áður eru nefnd og þá gætu Kamala Harris, Beto O’Rourke og Amy Klobucher jafnframt verið enn inni í myndinni. Enginn frambjóðendum er áberandi langsterkastur og því er líklegt að rökræður flokksins muni setja tóninn fyrir það sem koma skal. Persónusjarmi mun, líkt og áður kom fram skipta máli. Kosningabaráttur snúast talsvert um stemmingu og tímasetningu. T.d. gæti Biden verið að toppa of snemma sem öruggur og þekktur frambjóðandi, vel liðinn innan demókrataflokksins, á meðan öðrum frambjóðendum gæti tekist að skapa stemmningu í kringum sig seinna í keppninni.

Að vinna Trump er ekki aðeins mikilvægt fyrir hagsmuni bandarísku þjóðarinnar heldur skiptir sköpum fyrir heiminn. Ef hann tapar kosningunni er það táknrænt fyrir heiminn – markar ákveðin þáttaskil á popúlísku hægrisveiflunni með tilheyrandi óttastjórnmálum og fordómum. Brexit verandi ákveðinn undanfari í þeim efnum.

Nái demókrötum að finna frambjóðanda sem er nægilega sterkur til að mæta Trump á svellinu ættu þeir að vinna miðað við óvinsældir forsetans núna. Hins vegar er Trump mjög óútreiknanlegur og mun gera allt til að vinna. T.d. gæti hann kastað út pólitískri líflínu eða staðið fyrir aðgerðum sem leiða almennt til vinsælda í Bandaríkjunum. Í öllu falli er næsti vetur pólitískt afar mikilvægur og mun setja tóninn hvernig saga mannkyns spilar sig út.

Hálfbróðir Kim Jong Un var uppljóstrari Bandarísku leyniþjónustunnar

Mynd úr safni

Kim Jong Nam, hálfbróðir Norður-Kóreska leiðtogans Kim Jong Un, starfaði með leyniþjónustu Bandaríkjanna áður en hann var myrtur í Malasíu árið 2017.

The Wall Street Journal greindi frá málinu í gær. Blaðið vitnar til samtala við fyrrverandi starfsmenn hins opinbera sem segja ólíklegt að Nam hafi veit nánar upplýsingar. Nam hafi haft lítið aðgengi að upplýsingum og því ólíklegur til að varpa ljósi á starfsemi innan Norður-Kóreu. Hann hafði lengi búið utan ríkisins og átti því hvergi bækistöðvar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Þá segja þeir Nam hafa að öllum líkindum verið í sambandi við öryggisþjónustur annarra landa og nefndu þeir Kína sérstaklega.

Í bókinni The Great Successor eftir blaðakonuna Anna Fifield er farið yfir tengsl Nam við leyniþjónustan. Þar segir af upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Nam fylgja manni, talinn vera starfsmaður leyniþjónustunnar, inn í hótel lyftu. Á upptökunni sést í bakpoka sem átti að hafa innihaldið 15 milljónir króna. Opinberir starfsmenn Suður-Kóreu og Bandaríkjanna segja að yfirvöld Norður-Kóreu séu á bak við launmorð Nam. Yfirvöld í Pyongyang hafa neitað staðhæfingu.

Tvær konur, Doan Thi Huong og Siti Aisyah, voru sakaður um að eitra fyrir Nam. Þær smurðu andlit hans í VX vökva, ólöglegt efnavopn, á flugvelli í Kuala Lumpur í febrúar 2017. Aisyah, sem er frá Indónesíu, var sleppt úr haldi Malasískra yfirvalda í mars. Huong, sem er frá Víetnam, var sleppt í maí.

Bandaríska leyniþjónustan hefur neitað að tjá sig um Nam. Eðli sambandsins milli hans og leyniþjónustunnar er því enn á huldu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un hafa fundað tvisvar sinnum. Þá hittust þeir í Hanoi í febrúar síðast liðinn og Singapore í júní 2018.

Fornfræg leikföng með áhugaverða sögu

Mörg af þeim leikföngum sem börn leika sér með í dag eiga sér langa og forvitnilega sögu.

 

Tuskudýrin frá Steiff

Árið 1880 stofnaði þýska saumakonan Margarete Steiff sitt eigið fyrirtæki sem bjó til tuskudýr. Fyrst komu fílar og síðan bættust við apar, gíraffar, svín, asnar og fleira. Fyrsti bangsinn leit síðan dagsins ljós árið 1903, en hann var fyrsti sinnar tegundar með hreyfanlegar fætur og hendur. Enn þann dag í dag eru klassísku bangsarnir frá Steiff handsaumaðir og -fylltir en fyrirtækið framleiðir einnig ódýrari bangsa í vélum.

Rubik-kubburinn

Erno Rubik fann upp Rubik-kubbinn.

Arkitektinn og prófessorinn Erno Rubik fann upp Rubik-kubbinn fyrir ríflega 40 árum. Í dag hafa fleiri en 350 milljónir eintaka selst um allan heim, en það gerir hann að einni mest seldu þraut allra tíma. Það eru yfir 43,252,003,274,489,856,000 ólíkar leiðir til að snúa kubbnum og fólk keppist við að geta leyst þrautina á sem skemmstum tíma og með fæstum snúningum.

Viewmaster

Viewmaster var fyrst kynnt árið 1939.

Viewmaster var fyrst kynnt á markað á Heimssýningunni í New York árið 1939. Tækið var hannað af Harold Graves til að gera fólki kleift að sjá myndir af frægum kennileitum borgarinnar í þrívídd. Síðan gerði fyrirtækið sögufrægan samning við Disney og þá fór boltinn að rúlla. Þó svo að tækið sé enn til í einhverri mynd hafa vinsældir þess dalað, það á þó heiðurinn af því að vera fyrirrennari sýndarveruleikabúnaðar samtímans.

Lego

Lego-kubbarnir komu fyrst á markað í Danmörku árið 1958.

Lego er í dag stærsti leikfangaframleiðandi heims. Kubbarnir vinsælu komu fyrst á markað í Danmörku árið 1958. Helsti kostur þeirra er hinn ótakmarkaði fjöldi möguleika, börn geta búið til hvað svo sem þeim dettur í hug. Í dag framleiðir fyrirtækið fjölmargar ólíkar vörulínur fyrir hina ýmsu aldurshópa og áhugasvið.

Jójóið

Jójóið á rætur sínar að rekja allt til Grikklands til forna. Vinsældir þess hófust hins vegar ekki fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar þegar Pedro Flores stofnaði Yo-yo Manufacturing Company í Kaliforníu. Jójó er afar einfalt leikfang sem samanstendur af tveimur diskum með litlum öxli á milli sem í er fast band. Flores fann upp nýja leið til að festa bandið við öxulinn þannig að hægt var að gera meira en að láta jójóið ferðast upp og niður eftir bandinu – til dæmis alls kyns brellur. Árið 1932 var fyrsta jójó-keppnin haldin og þær eru enn haldnar í dag.

„Alls ekkert meðvirk“

Valgerður Björk

Valgerður Björk Pálsdóttir, viðburða- og kynningarstjóri Bókasafns Reykjanesbæjar hlustar daglega á hlaðvörp og hefur gert í nokkur ár. Hún segir að bestu hlaðvörpin segi persónulegar sögur alls konar fólks en annars hlusti hún helst á viðtalsþætti, framhaldssögur sem spinna heila seríu, pólitíska og femíníska umræðuþætti og þætti um foreldrahlutverkið.

 

Strangers

„Ef ég ætti að mæla með einu hlaðvarpi þá væri það Strangers. Reglulegir þættir sem hafa reyndar ekki verið uppfærðir í einhvern tíma en þáttastjórnandinn Lea Thau er ótrúlega góður sögumaður og segir sögur venjulegs fólks sem hefur upplifað eitthvað áhugavert. Lea leyfir hlustandanum að kynnast sér persónulega með því að lýsa sínum eigin upplifunum og erfiðleikum í lífinu og er ekki hrædd við að berskjalda sig. Mæli með að fólk byrji á byrjuninni og vinni sig í gegnum allt. Margir þættir sem eru mér enn í fersku minni.“

„Þáttastjórnandinn Lea Thau er ótrúlega góður sögumaður og segir sögur venjulegs fólks sem hefur upplifað eitthvað áhugavert.“

Fresh Air

„Besti viðtalsþáttur sem ég hef hlustað á enda er þáttastjórnandinn goðsögn í útvarpsbransanum. Terry Gross hefur verið útvarpskona í 42 ár og er magnaður spyrill, alls ekkert meðvirk og spyr viðkvæmar spurningar á virðingarríkan hátt. Hún tekur viðtöl við misfrægt fólk, heimsfræga listamenn eða stjórnmálamenn en uppáhaldið mitt er þegar hún tekur viðtöl við rithöfunda sem hafa nýlega gefið út góðar bækur. Þarna næ ég helst að halda mér upplýstri um það nýjasta í bókabransanum.“

The Longest Shortest Time

„Viðtalshlaðvarp þar sem fjallað er um foreldrahlutverkið á mjög fjölbreyttan og hressandi hátt. Þáttastjórnandinn er ung kona sem hafði unnið í nokkur ár í This American Life (einn vinsælasti útvarsþáttur Bandaríkjanna sem ég mæli að sjálfsögðu með) og upplifði virkilega erfiða fæðingu og í kjölfarið þjáðist hún af verkjum í þrjú ár. Hún ákvað að byrja með sitt eigið hlaðvarp til að tengja við aðrar mæður eftir þessa erfiðu lífsreynslu. Það vatt upp á sig og í dag eru komnir 200 þættir og einn af mínum uppáhalds er einmitt viðtal við fyrrnefnda Terry Gross um ástæður þess af hverju hún ákvað að eignast ekki börn.“

 

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

|
|

Lögreglan á Suðurlandi hefur nú greint frá nöfnum þeirra sem létust í flugslysinu við Múlakot á laugardaginn.

Þrír létust í slysinu. Þau hétu Ægir Ib Wessman, Ellen Dahl Wessman og Jón Emil Wessman.

Sjá einnig: Flugslysið við Múlakot: Hjón létust ásamt syni sínum

Stillti sér upp í íslenskri náttúru

Ir­ina Shayk er á ferðalagi um Ísland þessa dagana.

Rússneska fyrirsætan Ir­ina Shayk nýtur lífsins á Íslandi þessa stundina og hefur hún verið dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlum af því sem á vegi hennar verður á ferðalaginu.

Hún birti til að mynda mynd af sér við Jökulsárlón í fyrradag en nýjasta myndin á Instagram-síðu hennar er mynd af henni í íslenskri náttúru þar sem hún klæðist sundfötum frá ítalska merkinu Intimissimi.

Þess má geta að Irina og bandaríski leikarinn Bradley Cooper er nýskilin. Saman eiga þau eitt barn.

View this post on Instagram

.. @falconeriofficial ❄️

A post shared by irinashayk (@irinashayk) on

Raddir