Gulu vestin hvetja almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri.
„Kapítalisminn hefur mörg andlit en aðeins eitt eðli, eiginhagsmuni. Ömmubakstur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur lýst því yfir að vilja taka strax af láglaunafólki allan ávinning af launahækkunum nýgerðra kjarasamninga. Það eru ekki góðlegar ömmur sem standa að þessu fyrirtæki, eldri konur sem hafa lært það af reynslunni að ekkert er mikilvægara en að hlúa að ungviðinu og þeim sem eru fátæk, lasin eða standa af öðrum ástæðum veikt í samfélaginu. Ó, nei, Ömmubakstur er í reynd ömurlegt kapítalískt fyrirtæki sem er skítsama um neytendur og launafólk en hefur þann eina tilgang að gera eigendur sína enn ríkari.“
Þetta segir í yfirlýsingu frá Gulu vestunum á Facebook, þar sem hreyfingin hvetur almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri. Tilefnið virðast vera fullyrðingar forsvarsmanna fyrirtækisins um að þeir muni hækka verð á öllum vörum Ömmubaksturs. Gæðabaksturs og Kristjánsbakarís um 6,2% frá og með 1. maí vegna launahækkana kjarasamninga.
Í ljósi þessara fyrirætluðu hækkana sagði Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, við Vísi að fyrirtækið væri einfaldlega knúið til að hækka verð. Það væri ekki aðeins vegna kjarasamninga heldu einnig vegna hækkunar á hráefni. „Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ sagði Vilhjálmur ennfremur.
Skuggasveinn var að senda frá sér EP plötuna Lifandi. Um er að ræða fjögurra laga plötu hlaðna af hljóðgervlum og söng.
Platan mun koma út í mjög takmörkuðu upplagi í númeruðum vínyl (30 eintök) og verður afhent á næstu tíu dögum en það er Studio Fræ sem hannar plötuumslagið. „Platan er eins konar intro að Skuggadansi, sem er LP platan sem ég hef verið að vinna að í nokkur ár og kemur út í lok þessa árs eða byrjun næsta,“ útskýrir hann.
Útgáfutónleikarnir verða á Kex Hostel 25. maí þar sem Lifandi verður spiluð ásamt smá broti af Skuggadans.
Tónlistarkonan gyda gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Andartak. Platan var unnin í samstarfi við pródúserinn Fannar Frey en saman sömdu þau og útsettu öll lögin á plötunni.
„Við byrjuðum að semja saman lög fyrir ellefu mánuðum síðan. Í gegnum þessa ellefu mánuði og fram að okkar elleftu laga plötu, Andartak, sem kom út þann 29. mars hefur þetta verið mikil reynsla og ákveðin áskorun þar sem við vorum bæði að prófa okkur áfram með allskyns hluti sem við höfðum hvorug gert áður. Við byrjuðum á því að semja fimm grunna að lögum og röðuðum þeim í röð sem myndi passa í sögulegu samhengi um unga ást. Við gáfum síðan út hvert lag með þriggja vikna millibili,“ útskýrir hún.
Eftir þetta ákváðu þau að klára bara heila plötu fyrst þau voru ennþá með fullt af hugmyndum í höndunum og fengu með sér frábært lið af fólki í ferlið.
„Textarnir fjalla ýmist um mjög persónulega hluti eða hugmyndir sem við fengum, en alla textana sömdum við í sameiningu. Platan myndir heild og hvert lag er púsluspil í þeirri heild.“
Þorsteinn Már Baldvinsson og stjórn Samherja hafa kært Má Guðmundsson og þrjá aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn Seðlabanka Íslands til lögreglu. Tilefnið er málarekstur Seðlabankans vegna meintra gjaldeyrislagabrota Samherja.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, á vef fyrirtækisins. Sem kunnugt er réðist Seðlabankinn í umfangsmikla rannsókn á Samherja vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Hófst rannsóknin með umfangsmikilli húsleit og áralangri rannsókn en öllum málum gegn fyrirtækinu hefur verið vísað frá af þar til bærum yfirvöldum.
Í yfirlýsingu Samherja segir að Seðlabankinn hafi formlega hafnað beiðni Samherja um sáttafund til að ákvarða bætur og málalok vegna „tilhæfulausra aðgerða bankans gegn Samherja sem staðið hafa í rúm sjö ár.“ Þetta hafi bankinn ákveðið þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi tjáð Alþingi að hann teldi slíkan sáttafund eðlilegan af hálfu bankans og að umboðsmaður Alþingis telji að bankinn eigi að eiga frumkvæði að því að enduregreiða álagða sekt.
„Aðgerðir Seðlabanka Íslands gegn Samherja eru fordæmalausar. Bankinn fór í húsleit án þess að hafa rökstuddan grun um brot, upplýsti fjölmiðlamenn um fyrirhugaða húsleit og sendi út fréttatilkynningu um víða veröld þar að lútandi þegar húsleitin var rétt byrjuð. Ekki nóg með að húsleitin byggðist á órökstuddum grun og kolröngum útreikningum sem dómstólar staðfestu seinna að hefðu verið rangir, heldur var seðlabankastjóra á þessum tíma kunnugt um veikan grundvöll gjaldeyrisreglna enda örfáum mánuðum áður búinn að ræða það sérstaklega á blaðamannafundi. Allt kom fyrir ekki, reitt var hátt til höggs og vorið 2013 kærði bankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir ætluð brot upp á tugi milljarða,“
segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að Samherji hafi reynt að ljúka málinu frá því í ársbyrjun 2017. Seðlabankanum hafi verið boðið til viðræðna um að bæta Samherja hluta þess kostnaðar sem hlaust af málinu en að seðalbankastjóri hafi kosið að hundsa það erindi. Það var svo 15. þessa mánaðar sem lögmaður Seðlabankans hafnaði formlegri beiðni um slíkt bréfleiðis. Aukinheldur hafi bankinn sent Þorsteini bréf þar sem bankinn kvaðst ekki ætla að endurgreiða þá sekt sem lögð var á Þorstein. Segir Þorsteinn að þessi tvö bréf séu lýsandi fyrir framkomu stjórnenda Seðlabankans og að málareksturinn hafi verið rekinn á annarlegum sjónarmiðum.
Vegna þessa muni Samherji höfða skaðabótamál gegn Seðlabankanum.
Enn fremur er fullyrt í yfirlýsingunni að starfsmenn Seðlabankans hafi tekið fjölmargar ákvarðanir um aðgerðir gegn Samherja „í vondri trú og gegn betri vitund.“ Slík háttsemi varði við refsilög og feli í sér ásetningsbrot um rangar sakargiftir. Þar sem almennir borgarar séu látnir sæta refsingu fyrir slíka framkomu sé rétt að starfsmenn Seðlabankans sitji við sama borð í þeim efnum.
„Stjórn Samherja og ég persónulega höfum því talið nauðsynlegt að beina kæru til lögreglu á hendur Má Guðmundssyni, Arnóri Sighvatssyni, Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, Rannveigu Júníusdóttur og Sigríði Logadóttur. Hefur kæra verið lögð fram hjá lögreglu. Þetta er ekki sú leið sem við hefðum kosið og höfum reynt að forðast en eins og hér hefur verið rakið er hún óhjákvæmileg,“
segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar. Már er sem kunnugt seðlabankastjóri en embættistími hans rennur út í lok sumars og er ráðningarferlið fyrir eftirmann hans þegar hafið. Arnór Sighvatsson er á meðal umsækjenda en hann var aðstoðarseðlabankastjóri um árabil. Ingibjörg Guðbjartsdóttir var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans áður en Rannveig Júníusdóttir tók við starfi hennar og Sigríður Logadóttir er yfirlögfræðingur Seðlabankans.
Arion banki á greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor í gegnum dótturfélag og ætlar sér að selja Valitor á árinu 2019. Til þess hefur bankinn ráðið alþjóðlega bankann Citi til að veita söluráðgjöf.
Í fjárfestakynningu bankans vegna ársreiknings hans kemur fram að Valitor sé nú flokkað „sem starfsemi til sölu frá og með fjórða ársfjórðungi.“ Þar segir enn fremur að fyrirhugað söluferli Valitor sé komið á næsta stig og stefnt sé að því að markaðssetning hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2019. Það þýðir fyrir marslok.
Vandamálið er að Valitor lítur að mörgu leyti ekkert sérstaklega vel út um þessar mundir. Valitor Holding, dótturfélag Arion banka sem heldur á eignarhaldinu, tapaði 1,9 milljarði króna í fyrra. Félagið hafði skilað um 940 milljón króna hagnaði ári áður. Í ársreikningi Arion banka kom fram að tapið sé vegna fjárfestingar í alþjóðlegri starfsemi Valitors og að það hafi haft töluverð áhrif á lakari afkomu samstæðu Arion banka. „Valitor er í mikilli uppbyggingu erlendis og hefur í þeim fasa verið rekið með rekstrartapi,“ segir í ársreikningnum. Í þeirri uppbyggingu hefur meðal annars falist að ná í stóra viðskiptavini á Írlandi og í Bretlandi.
Það er þó fleira sem telur. Einn stærsti viðskiptavinur Valitor, Stripe, hætti færsluhirðingarviðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarninn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess að velta fyrirtækisins fluttist frá Valitor sem „hafði talsverð áhrif á vöxt tekna og viðskipta Valitor á árinu.“
Til viðbótar var greint frá því í vikunni að héraðsdómur Reykjavíkur hafi gert Valitor að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) 1,2 milljarða króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrirvaralaust. Fjölmiðillinn Wikileaks tók við styrkjum fyrir starfsemi sína í gegnum greiðslugátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust.
Brúðkaupsblað Vikunnar kom út í mars en blaðið verður í verslunum út sumarið.
Í blaðinu er að finna spennandi viðtöl og fjölbreyttan fróðleik um brúðkaup. Í blaðinu er einnig glæsilegur tískuþáttur sem ætti að gefa mörgum verðandi brúðum hugmyndir.
Það var Aldís Pálsdóttir sem tók tískuþáttinn í Gamla rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal.
Myndir og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir Förðun og stílísering: Natalie Kristín Hamzehpour Fatnaður og fylgihlutir: Begga Bridals Stílísering og umsjón fatnaðar: Laufey Finnbogadóttir Hár: Íris Sveinsdóttir, með vörum frá Oolaboo Módel: Hanna Rakel Barker og Þórhildur Steinunn Brúðarvendir: Garðheimar
Love & Light er nýtt lag sem tónlistarkonan Lexzi var að senda frá sér.
„Eina nótt var ég mikið að hugsa um ástvini sem ég hef misst og mikill söknuður helltist yfir mig og alls konar vangaveltur um líf og dauða. Ég settist við píanóið grátandi og þessi melódía kom um leið,“ segir Lexzi, sem samdi texta við lagið nokkrum dögum seinna.
Í fyrstu var hún ekki viss hvort hún vildi gefa lagið út, þar sem textinn var svo persónulegur en skipti um skoðun eftir að hafa spilað það fyrir nokkra vel valda aðila. „Ég er rosalega sátt við útkomuna,“ segir hún um lagið.
Gísli Þór Þórarinsson, maðurinn sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt laugardags í þorpinu Mehamn í Noregi, sagði sögu sína í viðtali við Vikuna árið 2009. Þar lýsti hann uppvaxtarárum sínum og hvernig drykkja og fátækt einkenndi heimilislífið þegar hann bjó hjá móður sinni.
Gísli var þrítugur þegar viðtalið birtist. Hann lýsti því hvernig hann hafi búið hjá mömmu sinni en farið til pabba síns tvær helgar á ári, fyrir utan það var faðir hans ekki til staðar.
Gunnar Jóhann Gunnarsson, maðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Noregi, grunaður um að hafa skotið Gísla til bana, er hálfbróðir Gísla. Þeir Gísli og Gunnar voru sammæðra og bjuggu þeir hjá móður sinni í æsku.
Í viðtalinu, sem Hrund Þórsdóttir tók, lýsti Gísli því að hann hafi oft þurft að fara svangur í skólann vegna þess að þeir peningar sem voru til á heimilinu voru notaðir til að kaupa áfengi og sígarettur í staðin fyrir mat. Þetta hafði áhrif á frammistöðu hans í skóla og var hann álitinn erfiður nemandi. „Ef enginn matur var í boði varð ég reiður og var álitinn erfiður, en ég var bara svangur,“ útskýrði hann.
Í viðtalinu kemur einnig fram að ýmis áföll í æsku hafi haft mikil áhrif á líf Gísla og systkina hans. „Þetta bitnaði á okkur systkinunum og í kjölfarið mynduðust sár sem aldrei munu gróa,“ sagði Gísli.
Í lok viðtalsins greindi Gísli frá því að hann hafi verið kominn á betri stað eftir að hafa unnið í sjálfum sér. „Ég hef látið þetta marka líf mitt töluvert og ákvað síðasta sumar að byggja líf mitt upp frá grunni. Ég fór að lesa mér til um alkóhólisma og afleiðingar hans, sbr. meðvirkni, og í kjölfarið fór ég að stunda líkamsrækt af kappi,“
Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna smíði nýs Herjólfs sem ætlað er að sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Svo gæti farið að samningum um smíði ferjunnar verði rift.
Íslenska ríkið og pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. sem var falið að smíða nýjan Herjólf hafa deilt hart um lokauppgjör vegna smíði ferjunnar. Til stóð að afhenda skipið um mitt síðasta ár en það hefur dregist vegna deilunnar. Pólska fyrirtækið telur sig eiga heimtingu á um milljarðs króna aukagreiðslu vegna breytinga sem gerðar voru að beiðni Vegagerðarinnar en íslenska ríkið telur ekki stoð fyrir slíkri greiðslu í samningum.
Fréttavefurinn Eyjar.net greindi frá því fyrr í dag að búið væri að rifta samningnum við Crist S.A. og að næsta skref fyrirtækisins væri að markaðssetja skipið til sölu. Er haft eftir Bjögvini Ólafssyni, umboðsmanni skipasmíðastöðvarinnar, að ríkið hafi gert kröfu á endurgreiðslu úr ábyrgðinni og túlkar hann það sem svo að ríkið sé í raun að rifta samningnum.
Eftir að fréttin fór í loftið sendi Vegagerðin frá sér tilkynningu þar sem segir að þetta sé ekki rétt túlkun. Hins vegar hafi Vegagerðin innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. Það komi í ljós í dag hvort Crist S.A. framlengi ábyrgðirnar. „Vegagerðin átti engan annan kost in innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir verslar mest í second hand-búðum en skemmtilegast finnst henni að finna flíkur sem eru ekki endilega í tísku og gera þær að sínum eigin. Við fengum að skyggnast inn í fataskáp Söru.
„Ég myndi lýsa mínum persónulega stíl sem bæði töff og krúttlegum. Oftast mjög einföldum og þægilegum ofar öllu. Ég elska, sem dæmi, silkináttkjólinn minn sem er yfirburða þægilegur. Það er ekkert betra en að klæða sig í hann eftir langan dag,“ segir Sara en hún úskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2017 og hefur síðan skipst á að ferðast og vinna en hún stefnir nú á skiptinám.
„Ég tók sex mánuði í að vinna og ferðast en ég vann sem verslunarstjóri hjá Brauð&Co en fór svo í sex vikna ferðalag um Asíu. Í dag stunda ég nám við Háskóla Íslands þar sem ég er að læra félagsráðgjöf. Ég veit fátt skemmtilegra en að skoða heiminn og er spennt að læra meira og komast vonandi út í frekara nám.“
„Eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð.“
Spurð hvaðan Sara sæki innblástur nefnir hún fyrst nágranna okkar á Norðurlöndum. „Það eru margar töff skandínavískar stelpur á Instagram en annars finnst mér mest gaman að finna eitthvað sem er ekki endilega í tísku og gera það að mínu. Ég versla mest í second hand-búðum, Fatamarkaðinum og Gyllta kettinum en eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð. Að því sögðu kaupi ég sjaldan hluti sem hafa lítið notagildi en ég fell oftast fyrir hvítum skyrtum og drapplituðum fötum. Mér finnst langskemmtilegast að kaupa buxur enda eru þær svolítið krefjandi, maður þarf að koma sér í ákveðinn gír og máta óteljandi buxur þangað til maður finnur hið fullkomna snið.“
Fullt nafn: Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir. Starfsheiti: Námskona og brauðsölukona. Aldur: 20 ára. Fallegasti fataliturinn: Náttúrulegir tónar, sérstaklega drapplitað. Besta lykt í heimi: Dark rum-lyktin frá malin + goetz. More is less eða Less is more: Less is more. Áhugamál: Pimple popping-myndbönd eru áhugamálið mitt.
Í bréfi lögmanns þingmanns Miðflokksins til Persónuverndar segir að óþekkt kona hafi komið inn á Klausturbar og hitt Báru Halldórsdóttur kvöldið margrædda þegar Bára sat þar og tók upp samtöl sex þingmanna.
Konan mun hafa afhent Báru ljósan hlut og tekið við einhverjum smágerðum hlut sem Bára hafi rétt henni. Óþekkta konan sem um ræðir mun vera Ragnheiður Erla Björnsdóttir, tónskáld og rithöfundur, er fram kemur í frétt Fréttablaðsnins.
„Ég var með litla skopparakringlu. Þeir segja að það sé vafasamt. Ég myndi ekki segja að skopparakringla væri vafasöm,“ segir Ragnheiður í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.
Í bréfi lögmannsins kemur þá fram að Ragnheiður mun hafa gengið fram hjá Klausturbar með „mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu.“ Ragnheiður staðfestir að umræddur hlutur muni hafa verið fartölva hennar eða ljóðabók.
Hún segist þá ekki hafa rétt Báru neitt, aðeins knúsað hana og farið um leið og Bára sagðist vera upptekin.
Ragnheiður segir að þetta sé enn önnur tilraun Miðflokksmanna til að draga athygli frá frá „óviðeigandi og óafsakandi hegðun þeirra“. Þá kemur fram að Ragnheiður hafi áhyggjur af heilsu Báru og hún segir Miðflokksmenn níðast á henni.
Leiguverð hefur hækkað um 5,7% á síðustu12 mánuðum á sama tíma og kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,5%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í morgun.
Vitnað er til talnagagna frá Þjóðskrá en þar kemur fram að á milli febrúar og mars hafi leiga á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 0.4%. Þjóðskrá birtir mánaðarlegar tölur um leiguverð og hefur gert frá árinu 2011.
4000 á fermetra í Garðabæ
„Sé litið á leiguverð á 2ja og 3ja herbergja íbúðum í mars 2019 má sjá að hæsta verðið er á 3ja herbergja íbúðum í Garðabæ og Hafnarfirði, rúmar 4 þús. kr. á m2. Þessi tala er reyndar óeðlilega há, bæði miðað við önnur tímabil og þessi svæði. Annars eru hæstu verðin fyrir 2ja herbergja íbúðir í vesturhluta Reykjavíkur og Breiðholti. Lægsta fermetraverðið er á 3ja herbergja íbúðum á Suðurnesjum og á Akureyri.“
Kaupverð ekki hækkað jafnt og leiga að undanförnu
„Kaupverð íbúða tók að hækka mun meira en leiguverð á árinu 2016 og hélt sú þróun áfram allt fram á sumar 2017. Þannig hækkaði leiguverð um 70% frá upphafi ársins 2011 fram til júní 2017 á meðan kaupverð fjölbýlis hækkaði um 97%. Frá júní 2017 hefur leiguverð hins vegar hækkað um 14,7% á meðan kaupverð hækkaði um 6,2%. Það er því verulegur munur á þessum tveimur tímabilum,“ segir í samantekt Landsbankans.
Utanríkisráðherra mun í dag kynna skýrslu um stöðu Íslenskrar utanríkisþjónustu fyrir þinginu. Skýrslan var birt á vef þingsins í gær en umræða um hana fer fram á á þingfundi um klukkan tvö í dag.
Mikið áunnist að mati ráðherra
„Þegar ég tók við embætti utanríkisráðherra á sínum tíma einsetti ég mér að gera umbætur á íslenskri utanríkisþjónustu svo hún yrði enn betur í stakk búin til að mæta áskorunum samtímans,“ segir utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, í inngangi skýrslunnar. Þá segir ráðherra að hann sjái glöggt nú þegar hann skila skýrslunni hve mikið hafi áunnist í ráðherratíð sinni. „Þær skipulags- og áherslubreytingar sem ég setti í forgang á fyrstu vikum mínum í embætti hafa þegar skilað árangri og fyrirhuguð forystuverkefni Íslands á alþjóðavettvangi eru að verða að veruleika hvert af öðru.“
Framlag Íslands vel metið
„Það hefur komið mér þægilega á óvart hversu vel framlag okkar á alþjóðavísu er metið. Til okkar er horft þegar fjallað er um mannréttindi um allan heim, ekki síst jafnan rétt kvenna og karla. Íslendingar hafa um árabil verið í fararbroddi þeirra ríkja sem nýta auðlindir hafs og lands með sjálfbærum hætti og frá þeirri stefnu verður ekki hvikað. Bætt hefur verið um betur með takmarki ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040, enda höfum við forsendur til að verða einnig leiðandi á því sviði,“ segir í skýrslunni.
Skýrslan er ítarleg og fer yfir samskipti Íslands við mikilvægustu viðskiptaþjóðir auk þess að lista flest verkefni utanríkisþjónustunnar.
Brexit forgangsverkefni
Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu er eitt viðamesta verkefni utanríkisþjónustunnar um þessar mundir. Ítarlega er fjallað um vinnu vegna þess í sérstökum kafla skýrslunnar. „Frá því að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu (ESB) í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016 hefur umfangsmikið starf verið unnið innan utanríkisþjónustunnar og víðar í stjórnkerfinu til að gæta hagsmuna Íslands vegna Brexit. Útganga Bretlands úr ESB hefur í för með sér að samningar Íslands við ESB ná ekki lengur yfir Bretland en þar skiptir samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) mestu máli. Umfangsmikil viðskipti og náin samskipti eru á milli Íslands og Bretlands á mörgum sviðum sem grundvallast að miklu leyti á EES-samningnum og öðrum samningum við ESB.“
Vinnan hefur að mestu gengið út á að tryggja að útgönguskilmálar sem Bretar hafa samið um við ESB gildi um Ísland og önnur EFTA-ríki innan EES. „Þá hefur mikil vinna farið í að tryggja kjarnahagsmuni ef svo færi að Bretar gengju úr ESB án samnings. Að sama skapi hefur víðtækt undirbúningsstarf verið unnið til að skilgreina hagsmuni og markmið Íslands þegar kemur að framtíðarsamskiptum við Bretland.“ Á meðan Bretland er aðildarríki ESB hafa þeir ekki umboð til að gera framtíðarsamninga við önnur ríki. Í skýrslunni kemur fram að samskipti Íslands og Bretlands í framtíðinni muni taka mið af samskiptum ESB og Bretlands. Þær samningaviðræður hefjast ekki formlega fyrr en eftir útgöngu landsins.
Um 3000 Íslendingar búa í Bretlandi
Ráðherra segir í skýrslunni að Bretland sé meðal mikilvægustu vinaþjóða Íslands og einn af stærri mörkuðum fyrir útflutningsvörur. „Það er því forgangsverkefni íslenskra stjórnvalda að tryggja að tengsl Íslands og Bretlands verði áfram sterk og að íslenskir aðilar hafi greiðan aðgang að Bretlandi og breskum mörkuðum, eins og þeir hafa notið í krafti EES-samningsins og annarra samninga Íslands við ESB.“
Brexit stöðugt á dagskrá
Í skýrslunni kemur fram að málefni Bretlands og Evrópusambandsins séu stöðugt á dagskrá. „Frá ársbyrjun 2017 hefur utanríkisráðherra átt 17 fundi með breskum ráðherrum og þingmönnum, þar af 10 á undanförnu ári, og embættismenn ríkjanna átt um 300 fundi. Meðal funda utanríkisráðherra undanfarið má nefna fundi með Dominic Raab, þáverandi útgöngumálaráðherra Bretlands, Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, og Michael Gove, ráðherra umhverfis-, byggða- og matvælamála, í London síðastliðið haust. Einnig átti utanríkisráðherra fund með Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, fyrr um haustið. Utanríkisráðherra átti annan tvíhliða fund með Jeremy Hunt í mars 2019 þar sem undirritað var samkomulag á sviði öryggismála. Mikill samhljómur er um að tryggja áframhaldandi góð samskipti Íslands og Bretlands og tryggja að hagstæð viðskipti geti haldið áfram. Þá hafa ráðherrar EFTA-ríkjanna innan EES fundað reglulega með Michel Barnier, aðalsamningamanni ESB, í nóvember síðastliðnum og utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með öðrum úr framkvæmdastjórn ESB. Þá ber Brexit iðulega á góma á fundum með evrópskum ráðamönnum.
Ríkulegt samráð hefur verið átt við Alþingi, bæði í umræðum í þingsal og í utanríkismálanefnd. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa mætt tíu sinnum fyrir nefndina frá því í ársbyrjun árið 2017 og þar af hefur utanríkisráðherra komið fyrir nefndina fimm sinnum. Þá hefur verið haft samráð við íslenska hagsmunaaðila í gegnum vinnuhópana, eins og greint er frá hér að ofan, og á fjölsóttum upplýsingafundum sem utanríkis- ráðuneytið hefur staðið fyrir.“
„Að magna upp hræðsluna við eitthvað óskilgreint, flókið og útlenskt er sama taktík og nasistar notuðu við að útrýma gyðingum, sósíalistum, hommum og fötluðum,“ skrifar Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata á hópa sem kallast Pírataspjallið. Facebook-hópurinn er óformlegur umræðuvettvangur flokksins með tæplega þrettán þúsund meðlimi.
Eiríkur segir umræðu um þriðja orkupakkann einkennast af hræðsluáróðri og lygum. Hann gefur um leið í og setur málið í samhengi við aðferðir Nasista.
„Þjóðernispopúlistahræðsluáróðri Miðflokksins“ vill hann að verði hafnað og þriðji orkupakkinn ræddur á grunni staðreynda. „Hver sá sem segir þér að þriðji orkupakkinn snúist um valdaafsal Íslands til Evrópu, nauðungarsölu á Landsvirkjun, sjálfkrafa samþykki fyrir lagningu sæstrengs eða að það þurfi að virkja hvern einasta bæjarlæk samkvæmt skipunum frá ESB…. ER AÐ LJÚGA AÐ ÞÉR!“
Í gær birtist umsögn ASÍ vegna málsins þar sem Alþýðusambandið lýsir sig andsnúið samþykkt þriðja orkupakkans. Andstæðingar málsins hafa því fengið öflugan stuðning. „Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks,“ segir í umsögn ASÍ.
Forsætisráðherra Íslands og fyrsti ráðherra Skotlands munu funda í Edinborg í dag. BBC greinir frá fundinum og segir líklegt að Katrín Jakobsdóttir og NicolaSturgeon muni ræða norðurslóðamálefni skosku ríkisstjórnarinnar, Brexit og tengsl Skotlands við Norðurlöndin.
Bæði Katrín og Sturgeon eru staddar á fundi WellbeingEconomyGovernmentsgoup sem er hluti af OECDWorld Forum. Sturgeon segir margt aðdáunarvert við Ísland og þá sérstaklega launajafnrétti kynjanna og sterk jafnréttislöggjöf á vinnumarkaði.
Þess má geta að fyrsti ráðherra Skotlands lýsti á sínum tíma yfir stuðning með landsliði Íslands í fótbolta. Sturgeon dró Ísland í vinnustaðaleik vegna heimsmeistaramóts karla í fótbolta. Skoska landsliðið hefur ekki verið á mótinu síðan 1998.
Bára Halldórsdóttir fagnar niðurstöðu stjórnar Persónuverndar, en ítrekar að hún hafi ekkert að fela.
„Ég er bara fegin að niðurstaðan skuli vera sú að gögnin séu ekki talin tengjast upphaflega málinu, sem gengur út á það hvort það hafi verið löglegt eða ekki að taka þetta upp og deila með fjölmiðlum. Það er þægilegt að stjórnin skuli sjá hlutina svipað og við gerum,“ segir Bára Halldórsdóttir í samtali við Mannlíf um þá niðurstöðu að stjórn Persónuverndar hafi hafnað kröfu lögmanns fjögurra þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klausturmálinu.
Krafa lögmanns þingmannanna gekk meðal annars út á það að þingmennirnir vildu fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á tímabilinu 15. nóvember til 15.desember. Eins var krafist upplýsinga um smáskilaboð og símtöl til Báru.
„Ég er bara fegin að niðurstaðan skuli vera sú að gögnin séu ekki talin tengjast upphaflega málinu, sem gengur út á það hvort það hafi verið löglegt eða ekki að taka þetta upp og deila með fjölmiðlum.“
Á vef RÚV er greint frá því að Persónuvernd telji sig einfaldlega ekki hafa heimild til öflunar upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum vegna meðferðar kvörtunarmáls sem varði ekki viðkomandi fyrirtæki heldur í þessu tilviki Báru sjálfa. Stjórn Persónuverndar telji m.a. að atvik málsins verði talin nægilega upplýst til að Persónuvernd geti komist að efnislegri úrlausn. Þess sé krafist að málinu verði í heild sinni vísað frá þar sem inntak þess lúti að mörkunum milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Stofnun eins og Persónuvernd eigi ekki að skera úr um það heldur dómstólar, eins og fram kemur á vef RÚV.
Þrátt fyrir að vera fegin þessari niðurstöðunni ítrekar Bára að hún sjálf hafi ekkert að fela. „Nei, eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum þá hef ég ekkert að fela. Bara ekki neitt. Ef þessir menn vilja vita hvað ég nota stórar nærbuxur, þá get ég alveg upplýst þá um það,“ segir hún yfirveguð.
Þú virðist taka þessu öllu með ótrúlegu jafnaðargeði. „Auðvitað er það ekki þannig að þetta hafi engin áhrif á mig,“ segir hún þá. „En ég verð að halda ró minni sama hvað gengur á. Ég hef bara ekki um annað að velja, til að viðhalda heilsu minni. Það er fyrir öllu.“
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson hálfbróður sinn til bana í Mehamn um helgina, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur.
Þetta var samþykkt þegar beiðni um varðhald var tekin fyrir í dómstóli þar fyrir skemmstu. Miðillinn iFinnmark greinir frá því að Gunnar hafi virst sleginn og byggir það á frásögnum blaðamanna sem voru á staðnum.
Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum á Gunnar að baki langan sakaferil hér á landi. Hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir nauðgun, handrukkun, stórfelldar líkamsárásir, frelsissviptingu, rán umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot, þjófnað og vopnalagabrot.
Þeir Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru hálfbræður og voru þeir báðir búsettir í Mehamn í Noregi þar sem þeir störfuðu í sjávarútvegi. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann hafi í aðdraganda morðsins ítrekað haft í hótunum við Gísla Þór og var hann dæmdur í nálgunarbann vegna þessa um miðjan apríl.
Gunnar kvaðst samþykkur úrskurðinum þegar héraðsdómari innti hann álits í kvöld. Annar maður, sem talinn er hafa verið samverkamaður hans, við kom fyrir dóminn hálftíma síðar.
Hópur í Handprjónasambandi Íslands telja að „íslensk lopapeysa“ ætti að vera verndað afurðarheiti til að koma í veg fyrir að neytendur kaupi eftirlíkingar óafvitandi.
Framleiðendahópur á handprjónuðum og hefðbundnum lopapeysum úr íslenskri ull hefur sótt um vernd fyrir afurðarheitið íslensk lopapeysa. Forsvarsaðilli umsóknarinnar er Handprjónasamband Íslands. Þetta kemur fram á vef MAST.
Í umsókn Handprjónasambands Íslands kemur fram að á undanförnum árum hefur sala og eftirspurn á íslenskum lopapeysum aukist verulega og því sé mikilvægt að tryggja rekjanleika þeirra peysa sem eru seldar sem „íslenskar lopapeysur“. Þá sé mikilvægt að það sé hægt að ganga úr skugga um að peysan sé raunverulega prjónuð úr íslenskum lopa og að hún sé handprjónuð á Íslandi.
„Aukin erlend framleiðsla á „lopapeysum“ úr erlendir ull/gerviefnum þar sem líkt er eftir formi og hefðbundnum lopapeysumynstrum knýr einnig á um að kaupendur hafi möguleika til að gera á milli „íslenskrar lopapeysu“ og eftirlíkinga,“ segir í umsókninni.
Í umsókninni eru þá talin upp nokkur atriði sem gera lopapeysu að hefðbundinni íslenskri lopapeysu.
Fríða Bonnie Andersen, höfundur skáldsögunnar Að eilífu ástin sem hefur vakið mikla lukku, segir að myndmál sé stór hluti af lestrarupplifun sinni. Sjálfsagt eigi hún það móður sinni að þakka þegar hún las fyrir hana The Tall Book of Nursery Tales fyrir svefninn, ævintýri og dæmisögur, sem kenndu góða siði og örvuðu ímyndunaraflið. En hvaða bækur skyldu hafa haft djúpstæðust áhrif á rithöfundinn?
Kunni lengi vel ekki að meta ljóð
„Langir og flúraðir textar hafa ekki átt upp á pallborðið hjá mér. Lengi vel kunni ég heldur ekki að meta ljóð en hef þroskast sem betur fer og á ég Ásdísi Óladóttur og Unni Guttormsdóttur það að þakka. Bók Unnar, Það kviknar í vestrinu, er dæmi um ríkulegt myndmál sem höfðar til mín, glettnin ræður ríkjum þótt einnig megi finna alvarlegan og sáran undirtón.“
Sögurnar sneru öllu á hvolf
„Ég man hvað bók Vigdísar Grímsdóttur, Eldur og regn, hafði mikil áhrif á mig. Sögurnar sneru öllu á hvolf, mér leið eins og hún hefði rétt mér blöðru sem flestir hefðu látið sér nægja að blása upp og binda hnút á. En blöðru Vigdísar mátti fylla af vatni og sulla með, fylla af lofti og hleypa því aftur út og láta ýla í henni eða sleppa blöðrunni án þess að binda fyrir og leyfa henni að flögra stefnulaust út um hvippinn og hvappinn. Sögurnar hennar fóru með mig í óvæntar áttir.“
Ef til vill ekki harðsvíraður morðingi
„Náðarstund eftir Hönnuh Kent í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar fannst mér mögnuð. Ég las hana fyrst og fremst vegna þess að séra Þorvarður sem var langafi konu minnar fékk það erfiða hlutverk að halda í hönd Agnesar á meðan hún var hálshöggvin. Fljótt var það aukaatriði því sagan var svo vel sögð og þýðing Jóns svo afburðavel gerð að ég las sumar setningarnar oft og dvaldi við þær. Sögulok eru líka áhrifarík því við Íslendingar þekkjum þessa sögu vel en ástralska höfundinum tekst að veita mun manneskjulegri sýn á Agnesi og skilur okkur eftir með þá hugsun að ef til vill hafi hún alls ekki verið sá harðsvíraði morðingi sem við töldum hana vera.“
Gleðin var við völd á aldamótatónleikum á föstudaginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Á föstudaginn fór fram heljarinnar ball í Háskólabíói undir yfisrkriftinni aldamótatónleikar. Landslið poppara kom þar fram sem eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í nokkrum af vinsælustu hljómsveitum tíunda áratugarins.
Skítamórall, Írafár, Á móti sól og Land og synir tröllriðu öllu og voru og eru sannkallaðar poppstjörnur!
Öllu var til tjaldað í Háskólabíói en fram komu Magni, Hreimur, Gunni Óla, Einar Ágúst og Birgitta Haukdal. Hljómsveitarstjóri var hinn eini sanni Viggi úr Írafár.
Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á ballið og tók þessar flottu ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is.
Gulu vestin hvetja almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri.
„Kapítalisminn hefur mörg andlit en aðeins eitt eðli, eiginhagsmuni. Ömmubakstur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur lýst því yfir að vilja taka strax af láglaunafólki allan ávinning af launahækkunum nýgerðra kjarasamninga. Það eru ekki góðlegar ömmur sem standa að þessu fyrirtæki, eldri konur sem hafa lært það af reynslunni að ekkert er mikilvægara en að hlúa að ungviðinu og þeim sem eru fátæk, lasin eða standa af öðrum ástæðum veikt í samfélaginu. Ó, nei, Ömmubakstur er í reynd ömurlegt kapítalískt fyrirtæki sem er skítsama um neytendur og launafólk en hefur þann eina tilgang að gera eigendur sína enn ríkari.“
Þetta segir í yfirlýsingu frá Gulu vestunum á Facebook, þar sem hreyfingin hvetur almenning til að sniðganga vörur frá Ömmubakstri. Tilefnið virðast vera fullyrðingar forsvarsmanna fyrirtækisins um að þeir muni hækka verð á öllum vörum Ömmubaksturs. Gæðabaksturs og Kristjánsbakarís um 6,2% frá og með 1. maí vegna launahækkana kjarasamninga.
Í ljósi þessara fyrirætluðu hækkana sagði Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, við Vísi að fyrirtækið væri einfaldlega knúið til að hækka verð. Það væri ekki aðeins vegna kjarasamninga heldu einnig vegna hækkunar á hráefni. „Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ sagði Vilhjálmur ennfremur.
Skuggasveinn var að senda frá sér EP plötuna Lifandi. Um er að ræða fjögurra laga plötu hlaðna af hljóðgervlum og söng.
Platan mun koma út í mjög takmörkuðu upplagi í númeruðum vínyl (30 eintök) og verður afhent á næstu tíu dögum en það er Studio Fræ sem hannar plötuumslagið. „Platan er eins konar intro að Skuggadansi, sem er LP platan sem ég hef verið að vinna að í nokkur ár og kemur út í lok þessa árs eða byrjun næsta,“ útskýrir hann.
Útgáfutónleikarnir verða á Kex Hostel 25. maí þar sem Lifandi verður spiluð ásamt smá broti af Skuggadans.
Tónlistarkonan gyda gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, Andartak. Platan var unnin í samstarfi við pródúserinn Fannar Frey en saman sömdu þau og útsettu öll lögin á plötunni.
„Við byrjuðum að semja saman lög fyrir ellefu mánuðum síðan. Í gegnum þessa ellefu mánuði og fram að okkar elleftu laga plötu, Andartak, sem kom út þann 29. mars hefur þetta verið mikil reynsla og ákveðin áskorun þar sem við vorum bæði að prófa okkur áfram með allskyns hluti sem við höfðum hvorug gert áður. Við byrjuðum á því að semja fimm grunna að lögum og röðuðum þeim í röð sem myndi passa í sögulegu samhengi um unga ást. Við gáfum síðan út hvert lag með þriggja vikna millibili,“ útskýrir hún.
Eftir þetta ákváðu þau að klára bara heila plötu fyrst þau voru ennþá með fullt af hugmyndum í höndunum og fengu með sér frábært lið af fólki í ferlið.
„Textarnir fjalla ýmist um mjög persónulega hluti eða hugmyndir sem við fengum, en alla textana sömdum við í sameiningu. Platan myndir heild og hvert lag er púsluspil í þeirri heild.“
Þorsteinn Már Baldvinsson og stjórn Samherja hafa kært Má Guðmundsson og þrjá aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn Seðlabanka Íslands til lögreglu. Tilefnið er málarekstur Seðlabankans vegna meintra gjaldeyrislagabrota Samherja.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, á vef fyrirtækisins. Sem kunnugt er réðist Seðlabankinn í umfangsmikla rannsókn á Samherja vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Hófst rannsóknin með umfangsmikilli húsleit og áralangri rannsókn en öllum málum gegn fyrirtækinu hefur verið vísað frá af þar til bærum yfirvöldum.
Í yfirlýsingu Samherja segir að Seðlabankinn hafi formlega hafnað beiðni Samherja um sáttafund til að ákvarða bætur og málalok vegna „tilhæfulausra aðgerða bankans gegn Samherja sem staðið hafa í rúm sjö ár.“ Þetta hafi bankinn ákveðið þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi tjáð Alþingi að hann teldi slíkan sáttafund eðlilegan af hálfu bankans og að umboðsmaður Alþingis telji að bankinn eigi að eiga frumkvæði að því að enduregreiða álagða sekt.
„Aðgerðir Seðlabanka Íslands gegn Samherja eru fordæmalausar. Bankinn fór í húsleit án þess að hafa rökstuddan grun um brot, upplýsti fjölmiðlamenn um fyrirhugaða húsleit og sendi út fréttatilkynningu um víða veröld þar að lútandi þegar húsleitin var rétt byrjuð. Ekki nóg með að húsleitin byggðist á órökstuddum grun og kolröngum útreikningum sem dómstólar staðfestu seinna að hefðu verið rangir, heldur var seðlabankastjóra á þessum tíma kunnugt um veikan grundvöll gjaldeyrisreglna enda örfáum mánuðum áður búinn að ræða það sérstaklega á blaðamannafundi. Allt kom fyrir ekki, reitt var hátt til höggs og vorið 2013 kærði bankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir ætluð brot upp á tugi milljarða,“
segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að Samherji hafi reynt að ljúka málinu frá því í ársbyrjun 2017. Seðlabankanum hafi verið boðið til viðræðna um að bæta Samherja hluta þess kostnaðar sem hlaust af málinu en að seðalbankastjóri hafi kosið að hundsa það erindi. Það var svo 15. þessa mánaðar sem lögmaður Seðlabankans hafnaði formlegri beiðni um slíkt bréfleiðis. Aukinheldur hafi bankinn sent Þorsteini bréf þar sem bankinn kvaðst ekki ætla að endurgreiða þá sekt sem lögð var á Þorstein. Segir Þorsteinn að þessi tvö bréf séu lýsandi fyrir framkomu stjórnenda Seðlabankans og að málareksturinn hafi verið rekinn á annarlegum sjónarmiðum.
Vegna þessa muni Samherji höfða skaðabótamál gegn Seðlabankanum.
Enn fremur er fullyrt í yfirlýsingunni að starfsmenn Seðlabankans hafi tekið fjölmargar ákvarðanir um aðgerðir gegn Samherja „í vondri trú og gegn betri vitund.“ Slík háttsemi varði við refsilög og feli í sér ásetningsbrot um rangar sakargiftir. Þar sem almennir borgarar séu látnir sæta refsingu fyrir slíka framkomu sé rétt að starfsmenn Seðlabankans sitji við sama borð í þeim efnum.
„Stjórn Samherja og ég persónulega höfum því talið nauðsynlegt að beina kæru til lögreglu á hendur Má Guðmundssyni, Arnóri Sighvatssyni, Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, Rannveigu Júníusdóttur og Sigríði Logadóttur. Hefur kæra verið lögð fram hjá lögreglu. Þetta er ekki sú leið sem við hefðum kosið og höfum reynt að forðast en eins og hér hefur verið rakið er hún óhjákvæmileg,“
segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar. Már er sem kunnugt seðlabankastjóri en embættistími hans rennur út í lok sumars og er ráðningarferlið fyrir eftirmann hans þegar hafið. Arnór Sighvatsson er á meðal umsækjenda en hann var aðstoðarseðlabankastjóri um árabil. Ingibjörg Guðbjartsdóttir var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans áður en Rannveig Júníusdóttir tók við starfi hennar og Sigríður Logadóttir er yfirlögfræðingur Seðlabankans.
Arion banki á greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor í gegnum dótturfélag og ætlar sér að selja Valitor á árinu 2019. Til þess hefur bankinn ráðið alþjóðlega bankann Citi til að veita söluráðgjöf.
Í fjárfestakynningu bankans vegna ársreiknings hans kemur fram að Valitor sé nú flokkað „sem starfsemi til sölu frá og með fjórða ársfjórðungi.“ Þar segir enn fremur að fyrirhugað söluferli Valitor sé komið á næsta stig og stefnt sé að því að markaðssetning hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2019. Það þýðir fyrir marslok.
Vandamálið er að Valitor lítur að mörgu leyti ekkert sérstaklega vel út um þessar mundir. Valitor Holding, dótturfélag Arion banka sem heldur á eignarhaldinu, tapaði 1,9 milljarði króna í fyrra. Félagið hafði skilað um 940 milljón króna hagnaði ári áður. Í ársreikningi Arion banka kom fram að tapið sé vegna fjárfestingar í alþjóðlegri starfsemi Valitors og að það hafi haft töluverð áhrif á lakari afkomu samstæðu Arion banka. „Valitor er í mikilli uppbyggingu erlendis og hefur í þeim fasa verið rekið með rekstrartapi,“ segir í ársreikningnum. Í þeirri uppbyggingu hefur meðal annars falist að ná í stóra viðskiptavini á Írlandi og í Bretlandi.
Það er þó fleira sem telur. Einn stærsti viðskiptavinur Valitor, Stripe, hætti færsluhirðingarviðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarninn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess að velta fyrirtækisins fluttist frá Valitor sem „hafði talsverð áhrif á vöxt tekna og viðskipta Valitor á árinu.“
Til viðbótar var greint frá því í vikunni að héraðsdómur Reykjavíkur hafi gert Valitor að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) 1,2 milljarða króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrirvaralaust. Fjölmiðillinn Wikileaks tók við styrkjum fyrir starfsemi sína í gegnum greiðslugátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust.
Brúðkaupsblað Vikunnar kom út í mars en blaðið verður í verslunum út sumarið.
Í blaðinu er að finna spennandi viðtöl og fjölbreyttan fróðleik um brúðkaup. Í blaðinu er einnig glæsilegur tískuþáttur sem ætti að gefa mörgum verðandi brúðum hugmyndir.
Það var Aldís Pálsdóttir sem tók tískuþáttinn í Gamla rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal.
Myndir og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir Förðun og stílísering: Natalie Kristín Hamzehpour Fatnaður og fylgihlutir: Begga Bridals Stílísering og umsjón fatnaðar: Laufey Finnbogadóttir Hár: Íris Sveinsdóttir, með vörum frá Oolaboo Módel: Hanna Rakel Barker og Þórhildur Steinunn Brúðarvendir: Garðheimar
Love & Light er nýtt lag sem tónlistarkonan Lexzi var að senda frá sér.
„Eina nótt var ég mikið að hugsa um ástvini sem ég hef misst og mikill söknuður helltist yfir mig og alls konar vangaveltur um líf og dauða. Ég settist við píanóið grátandi og þessi melódía kom um leið,“ segir Lexzi, sem samdi texta við lagið nokkrum dögum seinna.
Í fyrstu var hún ekki viss hvort hún vildi gefa lagið út, þar sem textinn var svo persónulegur en skipti um skoðun eftir að hafa spilað það fyrir nokkra vel valda aðila. „Ég er rosalega sátt við útkomuna,“ segir hún um lagið.
Gísli Þór Þórarinsson, maðurinn sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt laugardags í þorpinu Mehamn í Noregi, sagði sögu sína í viðtali við Vikuna árið 2009. Þar lýsti hann uppvaxtarárum sínum og hvernig drykkja og fátækt einkenndi heimilislífið þegar hann bjó hjá móður sinni.
Gísli var þrítugur þegar viðtalið birtist. Hann lýsti því hvernig hann hafi búið hjá mömmu sinni en farið til pabba síns tvær helgar á ári, fyrir utan það var faðir hans ekki til staðar.
Gunnar Jóhann Gunnarsson, maðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Noregi, grunaður um að hafa skotið Gísla til bana, er hálfbróðir Gísla. Þeir Gísli og Gunnar voru sammæðra og bjuggu þeir hjá móður sinni í æsku.
Í viðtalinu, sem Hrund Þórsdóttir tók, lýsti Gísli því að hann hafi oft þurft að fara svangur í skólann vegna þess að þeir peningar sem voru til á heimilinu voru notaðir til að kaupa áfengi og sígarettur í staðin fyrir mat. Þetta hafði áhrif á frammistöðu hans í skóla og var hann álitinn erfiður nemandi. „Ef enginn matur var í boði varð ég reiður og var álitinn erfiður, en ég var bara svangur,“ útskýrði hann.
Í viðtalinu kemur einnig fram að ýmis áföll í æsku hafi haft mikil áhrif á líf Gísla og systkina hans. „Þetta bitnaði á okkur systkinunum og í kjölfarið mynduðust sár sem aldrei munu gróa,“ sagði Gísli.
Í lok viðtalsins greindi Gísli frá því að hann hafi verið kominn á betri stað eftir að hafa unnið í sjálfum sér. „Ég hef látið þetta marka líf mitt töluvert og ákvað síðasta sumar að byggja líf mitt upp frá grunni. Ég fór að lesa mér til um alkóhólisma og afleiðingar hans, sbr. meðvirkni, og í kjölfarið fór ég að stunda líkamsrækt af kappi,“
Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna smíði nýs Herjólfs sem ætlað er að sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Svo gæti farið að samningum um smíði ferjunnar verði rift.
Íslenska ríkið og pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. sem var falið að smíða nýjan Herjólf hafa deilt hart um lokauppgjör vegna smíði ferjunnar. Til stóð að afhenda skipið um mitt síðasta ár en það hefur dregist vegna deilunnar. Pólska fyrirtækið telur sig eiga heimtingu á um milljarðs króna aukagreiðslu vegna breytinga sem gerðar voru að beiðni Vegagerðarinnar en íslenska ríkið telur ekki stoð fyrir slíkri greiðslu í samningum.
Fréttavefurinn Eyjar.net greindi frá því fyrr í dag að búið væri að rifta samningnum við Crist S.A. og að næsta skref fyrirtækisins væri að markaðssetja skipið til sölu. Er haft eftir Bjögvini Ólafssyni, umboðsmanni skipasmíðastöðvarinnar, að ríkið hafi gert kröfu á endurgreiðslu úr ábyrgðinni og túlkar hann það sem svo að ríkið sé í raun að rifta samningnum.
Eftir að fréttin fór í loftið sendi Vegagerðin frá sér tilkynningu þar sem segir að þetta sé ekki rétt túlkun. Hins vegar hafi Vegagerðin innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. Það komi í ljós í dag hvort Crist S.A. framlengi ábyrgðirnar. „Vegagerðin átti engan annan kost in innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir verslar mest í second hand-búðum en skemmtilegast finnst henni að finna flíkur sem eru ekki endilega í tísku og gera þær að sínum eigin. Við fengum að skyggnast inn í fataskáp Söru.
„Ég myndi lýsa mínum persónulega stíl sem bæði töff og krúttlegum. Oftast mjög einföldum og þægilegum ofar öllu. Ég elska, sem dæmi, silkináttkjólinn minn sem er yfirburða þægilegur. Það er ekkert betra en að klæða sig í hann eftir langan dag,“ segir Sara en hún úskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2017 og hefur síðan skipst á að ferðast og vinna en hún stefnir nú á skiptinám.
„Ég tók sex mánuði í að vinna og ferðast en ég vann sem verslunarstjóri hjá Brauð&Co en fór svo í sex vikna ferðalag um Asíu. Í dag stunda ég nám við Háskóla Íslands þar sem ég er að læra félagsráðgjöf. Ég veit fátt skemmtilegra en að skoða heiminn og er spennt að læra meira og komast vonandi út í frekara nám.“
„Eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð.“
Spurð hvaðan Sara sæki innblástur nefnir hún fyrst nágranna okkar á Norðurlöndum. „Það eru margar töff skandínavískar stelpur á Instagram en annars finnst mér mest gaman að finna eitthvað sem er ekki endilega í tísku og gera það að mínu. Ég versla mest í second hand-búðum, Fatamarkaðinum og Gyllta kettinum en eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð. Að því sögðu kaupi ég sjaldan hluti sem hafa lítið notagildi en ég fell oftast fyrir hvítum skyrtum og drapplituðum fötum. Mér finnst langskemmtilegast að kaupa buxur enda eru þær svolítið krefjandi, maður þarf að koma sér í ákveðinn gír og máta óteljandi buxur þangað til maður finnur hið fullkomna snið.“
Fullt nafn: Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir. Starfsheiti: Námskona og brauðsölukona. Aldur: 20 ára. Fallegasti fataliturinn: Náttúrulegir tónar, sérstaklega drapplitað. Besta lykt í heimi: Dark rum-lyktin frá malin + goetz. More is less eða Less is more: Less is more. Áhugamál: Pimple popping-myndbönd eru áhugamálið mitt.
Í bréfi lögmanns þingmanns Miðflokksins til Persónuverndar segir að óþekkt kona hafi komið inn á Klausturbar og hitt Báru Halldórsdóttur kvöldið margrædda þegar Bára sat þar og tók upp samtöl sex þingmanna.
Konan mun hafa afhent Báru ljósan hlut og tekið við einhverjum smágerðum hlut sem Bára hafi rétt henni. Óþekkta konan sem um ræðir mun vera Ragnheiður Erla Björnsdóttir, tónskáld og rithöfundur, er fram kemur í frétt Fréttablaðsnins.
„Ég var með litla skopparakringlu. Þeir segja að það sé vafasamt. Ég myndi ekki segja að skopparakringla væri vafasöm,“ segir Ragnheiður í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.
Í bréfi lögmannsins kemur þá fram að Ragnheiður mun hafa gengið fram hjá Klausturbar með „mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu.“ Ragnheiður staðfestir að umræddur hlutur muni hafa verið fartölva hennar eða ljóðabók.
Hún segist þá ekki hafa rétt Báru neitt, aðeins knúsað hana og farið um leið og Bára sagðist vera upptekin.
Ragnheiður segir að þetta sé enn önnur tilraun Miðflokksmanna til að draga athygli frá frá „óviðeigandi og óafsakandi hegðun þeirra“. Þá kemur fram að Ragnheiður hafi áhyggjur af heilsu Báru og hún segir Miðflokksmenn níðast á henni.
Leiguverð hefur hækkað um 5,7% á síðustu12 mánuðum á sama tíma og kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,5%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í morgun.
Vitnað er til talnagagna frá Þjóðskrá en þar kemur fram að á milli febrúar og mars hafi leiga á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 0.4%. Þjóðskrá birtir mánaðarlegar tölur um leiguverð og hefur gert frá árinu 2011.
4000 á fermetra í Garðabæ
„Sé litið á leiguverð á 2ja og 3ja herbergja íbúðum í mars 2019 má sjá að hæsta verðið er á 3ja herbergja íbúðum í Garðabæ og Hafnarfirði, rúmar 4 þús. kr. á m2. Þessi tala er reyndar óeðlilega há, bæði miðað við önnur tímabil og þessi svæði. Annars eru hæstu verðin fyrir 2ja herbergja íbúðir í vesturhluta Reykjavíkur og Breiðholti. Lægsta fermetraverðið er á 3ja herbergja íbúðum á Suðurnesjum og á Akureyri.“
Kaupverð ekki hækkað jafnt og leiga að undanförnu
„Kaupverð íbúða tók að hækka mun meira en leiguverð á árinu 2016 og hélt sú þróun áfram allt fram á sumar 2017. Þannig hækkaði leiguverð um 70% frá upphafi ársins 2011 fram til júní 2017 á meðan kaupverð fjölbýlis hækkaði um 97%. Frá júní 2017 hefur leiguverð hins vegar hækkað um 14,7% á meðan kaupverð hækkaði um 6,2%. Það er því verulegur munur á þessum tveimur tímabilum,“ segir í samantekt Landsbankans.
Utanríkisráðherra mun í dag kynna skýrslu um stöðu Íslenskrar utanríkisþjónustu fyrir þinginu. Skýrslan var birt á vef þingsins í gær en umræða um hana fer fram á á þingfundi um klukkan tvö í dag.
Mikið áunnist að mati ráðherra
„Þegar ég tók við embætti utanríkisráðherra á sínum tíma einsetti ég mér að gera umbætur á íslenskri utanríkisþjónustu svo hún yrði enn betur í stakk búin til að mæta áskorunum samtímans,“ segir utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, í inngangi skýrslunnar. Þá segir ráðherra að hann sjái glöggt nú þegar hann skila skýrslunni hve mikið hafi áunnist í ráðherratíð sinni. „Þær skipulags- og áherslubreytingar sem ég setti í forgang á fyrstu vikum mínum í embætti hafa þegar skilað árangri og fyrirhuguð forystuverkefni Íslands á alþjóðavettvangi eru að verða að veruleika hvert af öðru.“
Framlag Íslands vel metið
„Það hefur komið mér þægilega á óvart hversu vel framlag okkar á alþjóðavísu er metið. Til okkar er horft þegar fjallað er um mannréttindi um allan heim, ekki síst jafnan rétt kvenna og karla. Íslendingar hafa um árabil verið í fararbroddi þeirra ríkja sem nýta auðlindir hafs og lands með sjálfbærum hætti og frá þeirri stefnu verður ekki hvikað. Bætt hefur verið um betur með takmarki ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040, enda höfum við forsendur til að verða einnig leiðandi á því sviði,“ segir í skýrslunni.
Skýrslan er ítarleg og fer yfir samskipti Íslands við mikilvægustu viðskiptaþjóðir auk þess að lista flest verkefni utanríkisþjónustunnar.
Brexit forgangsverkefni
Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu er eitt viðamesta verkefni utanríkisþjónustunnar um þessar mundir. Ítarlega er fjallað um vinnu vegna þess í sérstökum kafla skýrslunnar. „Frá því að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu (ESB) í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016 hefur umfangsmikið starf verið unnið innan utanríkisþjónustunnar og víðar í stjórnkerfinu til að gæta hagsmuna Íslands vegna Brexit. Útganga Bretlands úr ESB hefur í för með sér að samningar Íslands við ESB ná ekki lengur yfir Bretland en þar skiptir samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) mestu máli. Umfangsmikil viðskipti og náin samskipti eru á milli Íslands og Bretlands á mörgum sviðum sem grundvallast að miklu leyti á EES-samningnum og öðrum samningum við ESB.“
Vinnan hefur að mestu gengið út á að tryggja að útgönguskilmálar sem Bretar hafa samið um við ESB gildi um Ísland og önnur EFTA-ríki innan EES. „Þá hefur mikil vinna farið í að tryggja kjarnahagsmuni ef svo færi að Bretar gengju úr ESB án samnings. Að sama skapi hefur víðtækt undirbúningsstarf verið unnið til að skilgreina hagsmuni og markmið Íslands þegar kemur að framtíðarsamskiptum við Bretland.“ Á meðan Bretland er aðildarríki ESB hafa þeir ekki umboð til að gera framtíðarsamninga við önnur ríki. Í skýrslunni kemur fram að samskipti Íslands og Bretlands í framtíðinni muni taka mið af samskiptum ESB og Bretlands. Þær samningaviðræður hefjast ekki formlega fyrr en eftir útgöngu landsins.
Um 3000 Íslendingar búa í Bretlandi
Ráðherra segir í skýrslunni að Bretland sé meðal mikilvægustu vinaþjóða Íslands og einn af stærri mörkuðum fyrir útflutningsvörur. „Það er því forgangsverkefni íslenskra stjórnvalda að tryggja að tengsl Íslands og Bretlands verði áfram sterk og að íslenskir aðilar hafi greiðan aðgang að Bretlandi og breskum mörkuðum, eins og þeir hafa notið í krafti EES-samningsins og annarra samninga Íslands við ESB.“
Brexit stöðugt á dagskrá
Í skýrslunni kemur fram að málefni Bretlands og Evrópusambandsins séu stöðugt á dagskrá. „Frá ársbyrjun 2017 hefur utanríkisráðherra átt 17 fundi með breskum ráðherrum og þingmönnum, þar af 10 á undanförnu ári, og embættismenn ríkjanna átt um 300 fundi. Meðal funda utanríkisráðherra undanfarið má nefna fundi með Dominic Raab, þáverandi útgöngumálaráðherra Bretlands, Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, og Michael Gove, ráðherra umhverfis-, byggða- og matvælamála, í London síðastliðið haust. Einnig átti utanríkisráðherra fund með Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, fyrr um haustið. Utanríkisráðherra átti annan tvíhliða fund með Jeremy Hunt í mars 2019 þar sem undirritað var samkomulag á sviði öryggismála. Mikill samhljómur er um að tryggja áframhaldandi góð samskipti Íslands og Bretlands og tryggja að hagstæð viðskipti geti haldið áfram. Þá hafa ráðherrar EFTA-ríkjanna innan EES fundað reglulega með Michel Barnier, aðalsamningamanni ESB, í nóvember síðastliðnum og utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með öðrum úr framkvæmdastjórn ESB. Þá ber Brexit iðulega á góma á fundum með evrópskum ráðamönnum.
Ríkulegt samráð hefur verið átt við Alþingi, bæði í umræðum í þingsal og í utanríkismálanefnd. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa mætt tíu sinnum fyrir nefndina frá því í ársbyrjun árið 2017 og þar af hefur utanríkisráðherra komið fyrir nefndina fimm sinnum. Þá hefur verið haft samráð við íslenska hagsmunaaðila í gegnum vinnuhópana, eins og greint er frá hér að ofan, og á fjölsóttum upplýsingafundum sem utanríkis- ráðuneytið hefur staðið fyrir.“
„Að magna upp hræðsluna við eitthvað óskilgreint, flókið og útlenskt er sama taktík og nasistar notuðu við að útrýma gyðingum, sósíalistum, hommum og fötluðum,“ skrifar Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata á hópa sem kallast Pírataspjallið. Facebook-hópurinn er óformlegur umræðuvettvangur flokksins með tæplega þrettán þúsund meðlimi.
Eiríkur segir umræðu um þriðja orkupakkann einkennast af hræðsluáróðri og lygum. Hann gefur um leið í og setur málið í samhengi við aðferðir Nasista.
„Þjóðernispopúlistahræðsluáróðri Miðflokksins“ vill hann að verði hafnað og þriðji orkupakkinn ræddur á grunni staðreynda. „Hver sá sem segir þér að þriðji orkupakkinn snúist um valdaafsal Íslands til Evrópu, nauðungarsölu á Landsvirkjun, sjálfkrafa samþykki fyrir lagningu sæstrengs eða að það þurfi að virkja hvern einasta bæjarlæk samkvæmt skipunum frá ESB…. ER AÐ LJÚGA AÐ ÞÉR!“
Í gær birtist umsögn ASÍ vegna málsins þar sem Alþýðusambandið lýsir sig andsnúið samþykkt þriðja orkupakkans. Andstæðingar málsins hafa því fengið öflugan stuðning. „Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks,“ segir í umsögn ASÍ.
Forsætisráðherra Íslands og fyrsti ráðherra Skotlands munu funda í Edinborg í dag. BBC greinir frá fundinum og segir líklegt að Katrín Jakobsdóttir og NicolaSturgeon muni ræða norðurslóðamálefni skosku ríkisstjórnarinnar, Brexit og tengsl Skotlands við Norðurlöndin.
Bæði Katrín og Sturgeon eru staddar á fundi WellbeingEconomyGovernmentsgoup sem er hluti af OECDWorld Forum. Sturgeon segir margt aðdáunarvert við Ísland og þá sérstaklega launajafnrétti kynjanna og sterk jafnréttislöggjöf á vinnumarkaði.
Þess má geta að fyrsti ráðherra Skotlands lýsti á sínum tíma yfir stuðning með landsliði Íslands í fótbolta. Sturgeon dró Ísland í vinnustaðaleik vegna heimsmeistaramóts karla í fótbolta. Skoska landsliðið hefur ekki verið á mótinu síðan 1998.
Bára Halldórsdóttir fagnar niðurstöðu stjórnar Persónuverndar, en ítrekar að hún hafi ekkert að fela.
„Ég er bara fegin að niðurstaðan skuli vera sú að gögnin séu ekki talin tengjast upphaflega málinu, sem gengur út á það hvort það hafi verið löglegt eða ekki að taka þetta upp og deila með fjölmiðlum. Það er þægilegt að stjórnin skuli sjá hlutina svipað og við gerum,“ segir Bára Halldórsdóttir í samtali við Mannlíf um þá niðurstöðu að stjórn Persónuverndar hafi hafnað kröfu lögmanns fjögurra þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klausturmálinu.
Krafa lögmanns þingmannanna gekk meðal annars út á það að þingmennirnir vildu fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á tímabilinu 15. nóvember til 15.desember. Eins var krafist upplýsinga um smáskilaboð og símtöl til Báru.
„Ég er bara fegin að niðurstaðan skuli vera sú að gögnin séu ekki talin tengjast upphaflega málinu, sem gengur út á það hvort það hafi verið löglegt eða ekki að taka þetta upp og deila með fjölmiðlum.“
Á vef RÚV er greint frá því að Persónuvernd telji sig einfaldlega ekki hafa heimild til öflunar upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum vegna meðferðar kvörtunarmáls sem varði ekki viðkomandi fyrirtæki heldur í þessu tilviki Báru sjálfa. Stjórn Persónuverndar telji m.a. að atvik málsins verði talin nægilega upplýst til að Persónuvernd geti komist að efnislegri úrlausn. Þess sé krafist að málinu verði í heild sinni vísað frá þar sem inntak þess lúti að mörkunum milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Stofnun eins og Persónuvernd eigi ekki að skera úr um það heldur dómstólar, eins og fram kemur á vef RÚV.
Þrátt fyrir að vera fegin þessari niðurstöðunni ítrekar Bára að hún sjálf hafi ekkert að fela. „Nei, eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum þá hef ég ekkert að fela. Bara ekki neitt. Ef þessir menn vilja vita hvað ég nota stórar nærbuxur, þá get ég alveg upplýst þá um það,“ segir hún yfirveguð.
Þú virðist taka þessu öllu með ótrúlegu jafnaðargeði. „Auðvitað er það ekki þannig að þetta hafi engin áhrif á mig,“ segir hún þá. „En ég verð að halda ró minni sama hvað gengur á. Ég hef bara ekki um annað að velja, til að viðhalda heilsu minni. Það er fyrir öllu.“
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson hálfbróður sinn til bana í Mehamn um helgina, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur.
Þetta var samþykkt þegar beiðni um varðhald var tekin fyrir í dómstóli þar fyrir skemmstu. Miðillinn iFinnmark greinir frá því að Gunnar hafi virst sleginn og byggir það á frásögnum blaðamanna sem voru á staðnum.
Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum á Gunnar að baki langan sakaferil hér á landi. Hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir nauðgun, handrukkun, stórfelldar líkamsárásir, frelsissviptingu, rán umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot, þjófnað og vopnalagabrot.
Þeir Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru hálfbræður og voru þeir báðir búsettir í Mehamn í Noregi þar sem þeir störfuðu í sjávarútvegi. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann hafi í aðdraganda morðsins ítrekað haft í hótunum við Gísla Þór og var hann dæmdur í nálgunarbann vegna þessa um miðjan apríl.
Gunnar kvaðst samþykkur úrskurðinum þegar héraðsdómari innti hann álits í kvöld. Annar maður, sem talinn er hafa verið samverkamaður hans, við kom fyrir dóminn hálftíma síðar.
Hópur í Handprjónasambandi Íslands telja að „íslensk lopapeysa“ ætti að vera verndað afurðarheiti til að koma í veg fyrir að neytendur kaupi eftirlíkingar óafvitandi.
Framleiðendahópur á handprjónuðum og hefðbundnum lopapeysum úr íslenskri ull hefur sótt um vernd fyrir afurðarheitið íslensk lopapeysa. Forsvarsaðilli umsóknarinnar er Handprjónasamband Íslands. Þetta kemur fram á vef MAST.
Í umsókn Handprjónasambands Íslands kemur fram að á undanförnum árum hefur sala og eftirspurn á íslenskum lopapeysum aukist verulega og því sé mikilvægt að tryggja rekjanleika þeirra peysa sem eru seldar sem „íslenskar lopapeysur“. Þá sé mikilvægt að það sé hægt að ganga úr skugga um að peysan sé raunverulega prjónuð úr íslenskum lopa og að hún sé handprjónuð á Íslandi.
„Aukin erlend framleiðsla á „lopapeysum“ úr erlendir ull/gerviefnum þar sem líkt er eftir formi og hefðbundnum lopapeysumynstrum knýr einnig á um að kaupendur hafi möguleika til að gera á milli „íslenskrar lopapeysu“ og eftirlíkinga,“ segir í umsókninni.
Í umsókninni eru þá talin upp nokkur atriði sem gera lopapeysu að hefðbundinni íslenskri lopapeysu.
Fríða Bonnie Andersen, höfundur skáldsögunnar Að eilífu ástin sem hefur vakið mikla lukku, segir að myndmál sé stór hluti af lestrarupplifun sinni. Sjálfsagt eigi hún það móður sinni að þakka þegar hún las fyrir hana The Tall Book of Nursery Tales fyrir svefninn, ævintýri og dæmisögur, sem kenndu góða siði og örvuðu ímyndunaraflið. En hvaða bækur skyldu hafa haft djúpstæðust áhrif á rithöfundinn?
Kunni lengi vel ekki að meta ljóð
„Langir og flúraðir textar hafa ekki átt upp á pallborðið hjá mér. Lengi vel kunni ég heldur ekki að meta ljóð en hef þroskast sem betur fer og á ég Ásdísi Óladóttur og Unni Guttormsdóttur það að þakka. Bók Unnar, Það kviknar í vestrinu, er dæmi um ríkulegt myndmál sem höfðar til mín, glettnin ræður ríkjum þótt einnig megi finna alvarlegan og sáran undirtón.“
Sögurnar sneru öllu á hvolf
„Ég man hvað bók Vigdísar Grímsdóttur, Eldur og regn, hafði mikil áhrif á mig. Sögurnar sneru öllu á hvolf, mér leið eins og hún hefði rétt mér blöðru sem flestir hefðu látið sér nægja að blása upp og binda hnút á. En blöðru Vigdísar mátti fylla af vatni og sulla með, fylla af lofti og hleypa því aftur út og láta ýla í henni eða sleppa blöðrunni án þess að binda fyrir og leyfa henni að flögra stefnulaust út um hvippinn og hvappinn. Sögurnar hennar fóru með mig í óvæntar áttir.“
Ef til vill ekki harðsvíraður morðingi
„Náðarstund eftir Hönnuh Kent í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar fannst mér mögnuð. Ég las hana fyrst og fremst vegna þess að séra Þorvarður sem var langafi konu minnar fékk það erfiða hlutverk að halda í hönd Agnesar á meðan hún var hálshöggvin. Fljótt var það aukaatriði því sagan var svo vel sögð og þýðing Jóns svo afburðavel gerð að ég las sumar setningarnar oft og dvaldi við þær. Sögulok eru líka áhrifarík því við Íslendingar þekkjum þessa sögu vel en ástralska höfundinum tekst að veita mun manneskjulegri sýn á Agnesi og skilur okkur eftir með þá hugsun að ef til vill hafi hún alls ekki verið sá harðsvíraði morðingi sem við töldum hana vera.“
Gleðin var við völd á aldamótatónleikum á föstudaginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Á föstudaginn fór fram heljarinnar ball í Háskólabíói undir yfisrkriftinni aldamótatónleikar. Landslið poppara kom þar fram sem eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í nokkrum af vinsælustu hljómsveitum tíunda áratugarins.
Skítamórall, Írafár, Á móti sól og Land og synir tröllriðu öllu og voru og eru sannkallaðar poppstjörnur!
Öllu var til tjaldað í Háskólabíói en fram komu Magni, Hreimur, Gunni Óla, Einar Ágúst og Birgitta Haukdal. Hljómsveitarstjóri var hinn eini sanni Viggi úr Írafár.
Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á ballið og tók þessar flottu ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is.