Föstudagur 20. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Innbrotum fjölgað: 997 innbrot tilkynnt það sem af er ári

Tilkynningum um innbrot hefur fjölgað töluvert undanfarið en 997 innbrot hafa verið tilkynnt það sem af er ári 2018.

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvembermánuð 2018 hefur verið birt. Skýrsluna má sjá á vef lögreglunnar. Í henni er að finna upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðustu 13 mánuður. Tölur skýrslunnar eru þá bornar saman við tölur síðustu þriggja ára.

Í skýrslunni má sjá að tilkynningum um innbrot hefur fjölgað töluvert undanfarið en 997 innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári 2018. Árið 2017 voru 816 innbrot tilkynnt og árið 2016 voru tilkynnt innbrot 792 samkvæmt skýrslunni.

Í nóvember bárust 142 tilkynningar um innbrot til lögreglu sem er óvenjumikið. Til samanburðar var tilkynnt um 101 innbrot í október. Tölurnar taka mið af innbrotum í fyrirtæki og stofnanir, heimahús, ökutæki og það sem er kallað „annað“ í skýrslunni. Hlutfallslega fjölgaði innbrotum í heimahús mest.

„Fjölgunin skýrist að einhverju leiti af fleiri tilkynningum um innbrotum í geymslur og bílskúra,“ segir á vef lögreglu.

Þess má geta að í byrjun desember varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að mögulega væri erlendur brotahópur kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. „Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum og láta vita um grunsamlegar mannaferðir í síma 112,“ segir á vefnum.

BBC fjallar um álfatrú Íslendinga

Í grein á BBC er fjallað um álfatrú Íslendinga og greint frá því að stórt hlutfall landsmanna trúi á álfa ef marka á könnun frá árinu 2007.

Í ferðagrein sem birtist á vef BBC í dag er fjallað um álfatrú Íslendinga. Greinin er byggð að hluta til á könnun frá árinu 2007 sem framkvæmd var af þjóðfræðinemum við Háskóla Íslands. Í umfjöllun BBC segir að niðurstaða könnunarinnar hafi leitt í ljós að um 62% Íslendinga telja að álfar séu til.

Þá er rætt við íslensku tónlistarkonuna Jófríði Ákadóttur og hennar álfatrú.

Jófríður segir blaðamanni frá stórum stein sem stóð á lóð í íbúðarhverfi í Reykjavík. Hún og vinir hennar trúðu að steinninn væri álfasteinn þegar þau voru krakkar. „Við vorum viss um að þetta væri álfasteinn og að við ættum ekki að trufla álfana. Hann var tvistar sinnum stærri en ég,“ sagði Jófríður sem einn daginn klifraði upp á steininn með herkjum.

Þegar ég lenti þá beit ég í vörina á mér og blóðið fossaði.

„Vinir mínir vöruðu mig við og sögðu þetta slæma hugmynd. Ég hoppaði niður og þegar ég lenti þá beit ég í vörina á mér og blóðið fossaði úr munni mínum. Ég hljóp heim grátandi og snerti þennan stein aldrei aftur.“

Blaðamaður BBC segir sögu Jófríðar alls ekki einstaka og að margir Íslendingar hafi svipaðar sögur að segja.

Þá er vísað í álfasögur Magnúsar Skarphéðinssonar og Sigtryggs Baldurssonar.

Greinina má lesa hér.

Oft löng og hlykkjótt leið og miklar tilfinningar

Nýjasta lína Farmers Market leit nýverið dagsins ljós. Bergþóra Guðnadóttir, yfirhönnuður Farmers Market, segir línuna vera ívið rómantískari heldur en eldri línur merkisins.

Aðspurð hvaðan innblásturinn kom segir Bergþóra: „Eins og ég hef gert hingað til held ég áfram að leika mér að arfinum og gera tilraunir með efni, form og mynstur. Litirnir eru sóttir í náttúruna, sem fyrr, en að þessu sinni er ég mjög upptekin af sterkum litum sem finnast á jarðhitasvæðum eins og í Landmannalaugum. Dökkgrænbláir, ryðrauðir og gulbrúnir tónar eru í aðalhlutverki í þessari línu.“

Dökkgrænbláir, ryðrauðir og gulbrúnir tónar eru í aðalhlutverki í nýjustu línu Farmers Market.

Blómamynstur er áberandi í nýju línunni. „Ég er mikið fyrir blóm en hef ekki unnið með þau sem mynstur fyrr en núna. Þannig að nýja línan mín sem ber nafnið Blómsturvellir er í dálitlu uppáhaldi. Þar hef ég látið búa til blómamynstur í jarðhita-litatónunum mínum og prenta á silki og viskós. Þar að auki erum við með nýja spari ullarsokka sem einnig eru blómum prýddir,“ útskýrir Bergþóra.

Nýja línan er ívið rómantískari en eldri línur merkisins.

Dökkgrænbláir, ryðrauðir og gulbrúnir tónar eru í aðalhlutverki í þessari línu.

„Ég hef verið að vinna að þessari línu í eitt og hálft ár og núna seint í haust var hún loks öll tilbúin og komin í verslanir. Það er oft löng og hlykkjótt leið og miklar tilfinningar frá hugmynd að tilbúinni vöru,“ segir Bergþóra.

Taka ekki óþarfa áhættu

Fyrsta lína Farmers Market kom út árið 2005. Síðan þá hefur merkið fest sig í sessi og flestir fagurkerar landsins ættu að kannast við fötin frá Farmers Market.

Flestir fagurkerar landsins ættu að kannast við fötin frá Farmers Market.

Spurð út í hver sé galdurinn að þessum farsæla rekstri segir Bergþóra: „Við höfum alltaf passað okkur á að sníða okkur stakk eftir vexti. Við erum bara tveir eigendur og það vill þannig til að við erum líka hjón svo að það er mikið í húfi fyrir okkur að taka ekki óþarfa áhættu. Þar að auki erum við bæði listamenntuð svo að viðskiptaeðlið er okkur ekki í blóð borið og við höfum orðið að tileinka okkur með tímanum.“

Við höfum alltaf passað okkur á að sníða okkur stakk eftir vexti.

Á þessum 13 árum hefur fyrirtækið vaxið hægt og rólega. „Fyrir utan hönnunarstúdíóið mitt rekum við tvær verslanir og vefverslun þannig að gott starfsfólk er lykilatriði og þar höfum við verið afar lánsöm bæði hvað varðar starfsfólk hér heima og samstarfsfólk erlendis,“ útskýrir Bergþóra. Hún bætir við að á þessu 13 ára tímabili hafi margt breyst í bransanum.

Myndir af nýju línunni tók Ari Magg.

„Það er margt sem hefur breyst frá því að við byrjuðum tveimur árum fyrir hrun. Það hafa orðið til mörg spennandi fyrirtæki og stórir draumar. Sum hafa lifað en önnur ekki svona eins og gengur og gerist. Það jákvæða að mínu mati er að íslenska hönnunarsenan virðist vera að slíta barnsskónum og ég held að hún geti orðið okkur mikilvægari en við gerum okkur grein fyrir núna. Mér finnst alltaf gaman að bera hönnunarsenuna saman við íslensku tónlistarsenuna sem er svona 20 árum á undan og hefur verið okkur afar dýrmæt.“

Myndir af nýjustu línu Farmers Market / Ari Magg

Tíu góð ráð fyrir barnaafmælið

|
|

Matarbloggarinn María Gomez deilir góðum ráðum sem koma sér vel fyrir þá sem eru að halda barnaafmæli.

María Gomez er snillingur í að halda veislur og er gestrisin með eindæmum. Á dögunum hélt hún glæsilegt afmæli fyrir dóttur sína sem varð þriggja ára. Veislan heppnaðist afar vel og fengum við því Maríu til að gefa lesendum góð ráð sem ættu að koma sér vel fyrir þá sem eru að fara að halda barnaafmæli.

„Heimagert gúmmelaði og þema í takt við áhugasvið barnsins er eitthvað sem ég legg ríka áherslu á þegar ég held barnaafmæli,“ segir María.

„Ég spyr kakkana mína alltaf hvernig köku þau vilja hafa og fæ oft mjög skýr svör,“ útskýrir María sem sníðir gjarnan afmælisþema í kringum afmæliskökuna sem börnin hennar biðja um. „Það dugir oft að hafa bara köku og servíettur í saman þema og þá er þetta komið.“

María tekur fram að það sé óþarfi að flækja hlutina. „Mér finnst að fólk eigi að njóta ferlisins og fara sínar leiðir í þessum málum. Ekki láta ýktar veislur, sem sjást oft á samfélagsmiðlum, hafa áhrif á það hvernig þeirra barnaafmæli á að vera.“

Mér finnst að fólk eigi að njóta ferlisins og fara sínar leiðir í þessum málum.

Meðfylgjandi eru tíu góð ráð fyrir barnaafmælið:

1 – Byrjið undirbúninginn snemma, um það bil tveimur vikum fyrr. Þá er gott að vera búin að ákveða hvernig afmælisköku þið ætlið að hafa og svo er tilvalið að kaupa diska, skraut og servíettur í kringum kökuna.

2 – Byrjið að baka kökubotna og annað sem hægt er að frysta snemma. Ég t.d. gerði litlar kjötbollur í viku fyrir afmælið. Þær frysti ég hráar og tók út daginn áður og eldaði á afmælisdaginn í ofni. Takið svo út kökubotnana daginn áður og skreytið kvöldið fyrir veisluna. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta léttir lífið að gera þetta svona.

3 – Ekki vera hrædd við að nota tilbúið kökumix á borð við Betty Crocker. Það er til gott úrval af slíku kökumixi sem bragðast afskaplega vel.

4 – Ef þið eruð ekki góð í að skreyta kökur má kaupa allskyns sniðugar sykurmassamyndir sem sett er ofan á kökuna. Svo er líka hægt að láta prenta mynd á sykurmassa til að setja á kökuna. Þá er líka hægt að kaupa tilbúin smjörkrem. Og ekki örvænta þó að kakan líti ekki út eins og hún sé keypt úti í bakaríi því það er langfallegast að sjá heimagerðar kökur foreldra sem gerðu sitt besta til að búa til fína köku handa barninu sínu.

Ekki örvænta þó að kakan líti ekki út eins og hún sé keypt úti í bakaríi.

5 – Ef þið treystið ykkur ekki í kökubaksturinn sjálf er ekkert að því að kaupa tilbúna köku og annað hvort skreyta sjálf eða kaupa hana tilbúna út í búð.

6 – Hafið meira af heitum réttum en kökum því þeir eru alltaf vinsælastir.

7 – Gerið heitu réttina daginn áður ef það er möguleiki. Ég mæli samt ekki með að gera rúllutertubrauðréttina fyrr en samdægurs.

8 – Dekkið borðið og skreytið ekki seinna en deginum fyrir afmælið.

9 – Leyfið afmælisbarninu að taka sem mestan þátt í undirbúningi og ferlinu því það gerir ofboðslega mikið fyrir barnið. Það skapar fallegar og góðar minningar.

10 – Að lokum reynið að njóta undirbúningsins. Ef þið gerið þetta allt tímanlega þá verður allt ferlið svo miklu skemmtilegra og maður nær að njóta afmælisins betur.

María deilir hér uppskrift að bragðsterkum brauðrétt sem hún segir fullkominn í barnaafmæli.

Bragðsterkur brauðréttur

Þessi réttur hentar vel í barnaafmæli.
  • 1 piparostur
  • 1 mexico-ostur
  • ca 100 gr rjómaostur
  • 4-5 dl matreiðslurjómi
  • 1 box af sveppir (250 gr)
  • 100 gr pepperoni
  • 1 beikonbréf
  • 2 dósir sýrður rjómi
  • 1/2 fransbrauð, tætt niður
  • Ananasdós
  • Rifinn ostur

Aðferð:

  1. Ostarnir og rjóminn eru settir í pott og bræddir, sýrða rjómanum síðan hrært saman við.
  2. Rífið brauðið niður og setjið í eldfast mót.
  3. Sveppir og beikon steikt á pönnu og raðað ofan á brauðið.
  4. Ananas skorin smátt og stráð yfir allt saman
  5. Pepperoni stráð þar ofan á og ostablöndunni hellt yfir.
  6. Að lokum er rifnum osti stráð yfir allt og gott er að setja ögn af papríkudufti yfir
  7. Bakað í ofni við 200°c í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til allt er orðið gyllinbrúnt

Mynd af Maríu / Unnur Magna
Mynd af brauðrétt / María Gomez

Sjá einnig: Kom í jólafrí til Íslands en snéri ekki til baka

„Bara rosalega þakklát og stolt líka“

|
|

Ásta Hafþórsdóttir leikgervahönnuður hefur verið að gera það gott í Noregi síðustu ár og unnið þar að hverju stórverkefninu á fætur öðru. Fram undan eru ýmis spennandi verkefni.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er stórframleiðandinn HBO Nordic um þessar mundir að vinna að nýrri spennuþáttaröð með Ágústu Evu Erlendsdóttur og Jóhannesi Hauki Jóhannssyni, sem kallast Beforeigners (Fremvandrerne). Þetta er ein umfangsmesta sjónvarpsframleiðsla sem Norðmenn hafa ráðist í en þau Ágústa Eva og Jóhannes Haukur eru ekki einu Íslendingarnir sem koma að verkinu því Ásta Hafþórsdóttir leikgervahönnuður vinnur að þáttunum og í samtali við Mannlíf segir hún að hún hafi verið hvort tveggja í senn skapandi og krefjandi ferli.

„Þetta eru náttúrlega 120 leikarar og 2000 aukaleikarar, þannig að getur rétt ímyndað þér það,“ segir hún og hlær. „Fyrir utan það þá koma persónur þáttanna frá mismunandi tímabilum, alveg frá steinöld til dagsins í dag og þ.a.l. liggur heilmikil heimildavinna á bakvið útlit hverrar persónu,“ bætir hún við en í þáttunum leika Jóhannes Haukur og Ágústa Eva víkinga sem skjóta skyndilega upp kollinum í Noregi nútímans og í kjölfarið kemur í ljós að þau eru tímaflakkarar.

Þetta eru náttúrlega 120 leikarar og 2000 aukaleikarar, þannig að getur rétt ímyndað þér það

„Í framrás þáttana aðlagast þau, og fleiri persónur sem koma úr fortíðinni, samfélagi nútímans og einn hluti af minni vinnu var að sýna myndrænt hvernig það gerist, með breytingum á útliti,“ útskýrir Ásta.

Orðuð við Óskarinn

Beforeigners er ekki fyrsta stórverkefnið sem Ásta kemur nálægt því hún á að baki langan og farsælan feril í kvikmyndabransanum, bæði hér á Íslandi og í Noregi þar sem hún hefur verið búsett frá árinu 2010. Hún segir að á þeim tíma séu verkefnin í Noregi mörg hver búin að vera skemmtileg og auk þess mjög ólík, allt frá ævintýramyndum fyrir börn upp í stórslysamyndir (Bølgen/The Wave og Skjelvet). Eiginlega sé erfitt að gera upp á milli þeirra en ef hún eigi að nefna tiltekin verkefni sem standi upp úr þá séu það einna helst tvö.

Annars vegar Netflix-víkinga-þættirnir Norsemen, vegna þess hversu mikla vinna þurfti að leggja í útlit persónanna þrátt fyrir lítið fjármagn, sem hafi verið gríðarleg áskorun. Hins vegar seinni heimsstyrjaldar kvikmyndin The 12th Man (Den 12. Mann) þar sem aðalpersónan, maður á flótta undan nasistum, missir m.a. fingur og tær og léttist um heil 20 kíló sem þurfti allt að leysast með sminki.

Stilla út Netflix-þáttunum Norsemen.

„Ætli The 12th Man sé ekki skemmtilegasta og mest krefjandi verkefni sem ég hef nokkurn tímann tekið mér fyrir hendur,“ segir hún en þess má geta að myndin hefur hlotið góða dóma víða erlendis og hefur Ásta verið orðuð við tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir sinn hlut. Hvort sem af verður eða ekki segir hún það vera mikinn heiður, eiginlega alveg magnað bara það eitt að hún skuli koma til greina. „Ég er bara rosalega þakklát fyrir það og stolt líka.“

Saknar vina og vandamanna á Íslandi

Aðspurð hvað hafi orðið til þess að hún flutti til Noregs á sínum tíma svarar Ásta að rétt eftir hrun hafi sér boðist vinna þar við sjónvarpsþætti sem til stóð að taka í fimm mánuði og hún hafi ákveðið að láta slag standa. Upp úr því sé hún búin að hafa nóg að gera enda þyki hún fær á sínu sviði og svo hafi hún einfaldlega verið „á réttum stað á réttum tíma“ þegar góð tækifæri buðust sem hafi opnað enn fleiri dyr í bransanum.

Síðustu ár sé búið að vera brjálað að gera og nú sé tími til kominn að slaka aðeins á og njóta árangursins, velja verkefnin vel og gefa sér meiri tíma í þau. Nokkur spennandi verk séu fram undan, m.a. vinna við forleik (prequel) Norsemen og endurgerð hinnar rómuðu myndar The Emmigrants (Utvandrarna, 1971). Þess utan segist Ásta ætla að finna stund milli stríða til að sinna betur uppbyggingu eigin fyrirtækis, Makeup design studio (www.makeupdesignstudio.no) sem hún á og rekur ásamt hægri hönd sinni Dimitru Drakopoulo.

En saknar hún þess aldrei að búa og starfa á Íslandi? „Jú, ég sakna vina minna og fjölskyldu mikið, þ.m.t. „bíó-fjölskyldunnar“, sem ég vann með í fimmtán ár og fyrstu árin var ég alltaf á leiðinni heim. En svo eignaðist ég tvíbura og gat ekki hugsað mér að vera einstæð móðir í bransanum heima. Vinnuumhverfið hér úti er bara hentugra, ég þarf t.d. ekki að vera verktaki heldur get ég verið launþegi sem felur í sér mikið öryggi, vinnudagarnir eru styttri og launin betri,“ segir hún en tekur fram Íslendingar séu hins vegar meiri atvinnumenn en Norðmenn á sumum sviðum, m.a. þegar kemur að aðbúnaði starfsmanna.

Í augnablikinu er fremur ólíklegt að ég snúi heim.

„Ég þurfti t.d. að setja það sem skilyrði fyrir þessu verkefni sem ég er í núna að ég fengi smink-rútu,“ segir hún. „Svoleiðis er ekki til í Noregi.“

Ertu þá alveg búin að skjóta rótum þarna úti? „Ja maður veit náttúrlega aldrei hvað gerist en í augnablikinu er fremur ólíklegt að ég snúi heim. Mér sýnist ástandið vera erfitt fyrir marga á Íslandi,“ segir hún en kveðst svo allt eins til í að prófa að búa á einhverjum heitari stað. „Ég er alltaf að skoða þá möguleika.“

Punkturinn yfir i-ið er glimmer og glans

Lily Depp skartaði glæsilegri förðun á rauða dreglinum í Cannes.

Það má með sanni segja að Lily Depp hafi dottið í genalukkupottinn en mamma hennar er Vanessa Paradis og pabbinn Johnny Depp.

Við kolféllum fyrir förðun hennar á rauða dreglinum í Cannes en hversu viðeigandi er gylltur augnskuggi og kattar-eyeliner við nude varir á þessum árstíma? Punkturinn yfir i-ið er svo glimmer og glans á réttum stöðum.

Hér eru þær snyrtivörur sem förðunarfræðingur Vikunnar mælir með til að framkalla þessa kynþokkafullu förðun.

Liturinn Spanish Pink frá Tom Ford er hinn fullkomni nude-varalitur.
Liturinn Moonstone frá Becca er í uppáhaldi hjá mörgum og er hinn fullkomni highlighter litur.
Við elskum Pillow Talk-varablýantinn frá Charlotte Tilbury til að ramma varirnar inn og þær virka stærri.
Fyrsta Naked-augnskuggapallettan frá Urban Decay hættir í framleiðslu. Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í þetta klassíska eintak. Litirnir í henni henta fullkomlega í þetta útlit.
Face and Body frá MAC er léttur og náttúrulegur farði
Lash Paradise er einn mest seldi maskari í heiminum í dag. Augnhárin sýnast þykkari til muna.
Blautur kinnalitur býr til einstaklega frísklegt útlit. Pot Rouge frá Bobbi Brown má nota á varir og kinnar.
Slide On – augnblýanturinn frá Nyx er tilvalinn í vatnslúíu augnanna.
La Base Pro Hydra Glow frá Lancôme er ljómandi farðagrunnur sem nærir húðina.

Játaði að hafa myrt fyrrverandi konu sína og tengdamóður

Maður að nafni Janbaz Tarin hefur játað að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og tengdamóður.

21 árs maður að nafni Janbaz Tarin hefur játað að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, Raneem Oudeh, og tengdamóður sína, Khaola Saleem, í ágúst. Konurnar stakk hann fyrir utan heimili Saleem, í enska bænum Solihull, með þeim afleiðingum að þær létust.

Tarin og Oudeh voru gift en Oudeh sótti um skilnað þegar hún komst að því að eiginmaður hennar átti aðra konu og fjölskyldu í Afganistan. Tarin er sagður hafa verið ofbeldisfullur gagnvart Oudeh á meðan þau voru saman og eftir að Oudeh sleit sambandinu hélt hann áfram að áreita hana. Hún sótti um nálgunarbann á hann. Þess má geta að þau Tarin og Oudeh giftu sig að íslömskum sið en hjónabandið var ekki löggilt í Englandi.

Í frétt BBC segir að Tarin hafi eytt deginum sem morðið átti sér stað í að hafa uppi á mæðgunum. Þær höfðu hringt í lögregluna og óskað eftir aðstoð rétt áður en Tarin réðst á þær. Þegar lögregla kom á vettvang voru mæðgurnar látnar. Oudeh skilur eftir sig tveggja ára son.

Málið er til rannsóknar er Tarin hefur játað verknaðinn.

Mynd / af vef BBC

Segja auglýsinguna vera „alvarlega árás á atvinnurekendur“

Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Samtaka verslunar og þjónustu eru ekki hrifin af nýjustu auglýsingu VR.

Ný auglýsing frá stéttarfélaginu VR fer fyrir brjóstið á Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu og Margréti Sanders stjórnarformanns SVÞ. Að þeirra mati er auglýsingin ekki í takt við raunveruleikann.

Í auglýsingunni má sjá Georg Bjarnfreðarson, karakter sem birtist fyrst í  Næturvaktinni, sem verslunareiganda sem fer heldur illa með starfsmann sinn. Í auglýsingunni er fólk minnt á að kynna sér réttindi sín í desember. Þau Andrés og Margrét segja skilaboð auglýsingarinnar vera „alvarlega árás á atvinnurekendur“. Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Þær sjónvarpsauglýsingar frá VR sem birtast þessa dagana eru að mati SVÞ fjarri öllum raunveruleika um það hvernig vinnuveitendur umgangast starfsfólk sitt. Það handrit að mannlegum harmleik sem sett er á svið á kómískan en um leið gildishlaðinn hátt er verulega vandmeðfarið og ekki til þess fallið að gera gaman að. Við þekkjum a.m.k. ekki þann vinnuveitanda sem vill misbjóða starfsfólki sínu á þann veg sem þar er lýst. Þó að mörgum þyki þessar auglýsingar með þeim hætti að þær nái að kitla hláturtaugar hjá fólki er undirtónn þeirra og þau skilaboð sem þær senda mjög alvarleg árás á atvinnurekendur almennt,“ segir meðal annars í pistlinum.

Pistil Andrésar og Margrétar má lesa í heild sinni á vef SVÞ.

Ekki allir sem halda gleðileg jól

Bloggararnir á Pigment.is standa þessa stundina fyrir jólahappdrætti til styrktar sjálfsvígsforvarnasamtökunum Píeta. Með happdrættinu er vakin athygli á að margir eiga um sárt að binda í kringum jólahátíðina.

„Okkur finnst rosalega gaman að gleðja lesendur en langaði að ganga skrefinu lengra og láta gott af okkur leiða þetta árið,“ segir Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir, stofnandi og eigandi Pigment.is, um jóladagahappadrætti sem bloggarar á Pigment.is standa fyrir.

Um jólahappdrætti til styrktar sjálfsvígsforvarnasamtökunum Píeta er að ræða. Samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur þeirra sem falla fyrir eigin hendi.

„Jólin er tími gjafaleikja og verslanir og áhrifavaldar eru að stofna til margra slíkra. Við höfum alltaf staðið fyrir vinsælu jóladagatali sem þúsundir hafi tekið þátt í en þetta árið langaði okkur að bjóða upp á tilgangsmeiri leik,“ útskýrir Gunnhildur.

Jólin ekki gleðileg hjá öllum

Gunnhildur bendir á að ekki séu allir sem halda gleðileg jól og það má ekki gleymast. „Við höfum það flest blessunarlega gott um jólin en það eru þó margir þarna úti sem finnast þeir vera einir og hafa engan til að tala við. Skammdegið hefur líka slæm áhrif á margt fólk. Við viljum hvetja þá sem þurfa á því að halda að leita sér hjálpar,“ segir hún.

Við viljum hvetja þá sem þurfa á því að halda að leita sér hjálpar.

Sjálf missti Gunnhildur vin árið 2014. Hann svipti sig lífi og þess vegna langaði Gunnhildi að styrkja Píeta samtökin. „Mig langaði að styrkja Píeta, sérstaklega í ljósi þess að þessi vinur minn lagði mikið upp úr því að hjálpa öðrum og vildi vera til staðar fyrir fólk sem leið illa, sérstaklega um jólin. Hann hélt til dæmis tvisvar sinnum jól fyrir fólk sem hafði engan stað til að vera á,“ segir Gunnhildur.

Gunnhildur hvetur fólk til að taka þátt í jólahappdrætti Pigment.is enda sé til mikils að vinna, til dæmis eru úlpur og snyrtivörur meðal vinninga. „Samstarfsaðilar okkar hafa útvegað glæsilega vinninga. En við minnum auðvitað á að þó svo að allir hreppi ekki vinning þá er fólk að styrkja rosalega gott málefni með því að taka þátt,“ segir Gunnhildur glöð í bragði.

Áhugasamir geta lesið leikreglurnar á vef Pigment.is.

Átta milljarðar fram úr áætlun

Aðsend mynd

Vaðlaheiðargöngin verða formlega opnuð 12. janúar nk. en umferð verður hleypt fyrr í gegn. Verklok voru áætluð tveimur árum fyrr en gangagerðin hófst sumarið 2013 og hefur því tekið rúmlega fimm ár. Óvænt fossaði bæði heitt og kalt vatn úr berginu í miðjum framkvæmdum sem stöðvuðust í meira en eitt samfellt ár á tímabilinu.

Kostnaður var metinn 9 milljarðar en nú er búist við að framkvæmdin hafi kostað um 17 milljarða að mati stjórnarformanns Vaðlaheiðarganga hf., Hilmars Gunnlaussonar. Fyrirtækið er að megni til í eigu Akureyrarkaupstaðar og KEA á móti rúmum 40 prósentahlut ríkisins.

Árið 2012 lánaði ríkið til framkvæmdarinnar 8,7 milljarða og síðar aftur 4,7 milljarða. Hilmar sagði í viðtali í 21 að langtímafjármögnun þyrfti og leitað yrði til ýmissa sem hafi trú á verkefninu þegar göngin verða komin í fulla umferð.

Göngin sem eru 7,2 km milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals stytta vegalengdina milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km. Gjald verður 1500 krónur fyrir fólksbíl en frá 700 upp í 1250 séu fleiri ferðir keyptar í einu.

Hvaða menn eru þetta?

LEIÐARI Árið 2009 var gerð breyting á íslenskum hegningarlögum og kaup á vændi gerð ólögleg. Fram að því hafði seljendum verið refsað en þarna varð sú tímamótabreyting á að í stað þess að líta á fólk í vændi sem glæpamenn var hinu ámælisverða snúið upp á þann sem gat hugsað sér að nýta sér neyð þeirra. Þessi leið löggjafans var umdeild og er enn. Þær raddir heyrast enn að vændi sé elsta atvinnugreinin, að fólk eigi að vera frjálst að því að selja líkama sinn, sýnist því svo og mun verra væri fyrir konur að þræla sér út fyrir skítalaun í ömurlegu starfi. Allt ofangreint er hins vegar frámunalega heimskulegt. Í fyrsta lagi eru engar haldbærar sannanir fyrir því að fólk hafi selt aðgang að líkama sínum frá ómunatíð og til eru mörg frumstæð samfélög þar sem vændi er ekki til. Svo er líka undarlegt að telja að vegna þess að eitthvað hafi viðgengist lengi sé það í lagi. Fólki er frjálst að fara með líkama sinn að vild en eftir því sem þekking manna á högum þeirra er stunda vændi eykst því augljósara er að fæstir kjósa þetta. Einhvers konar nauðung er nánast alltaf grundvallarástæða. Sár fátækt býr að baki í mörgum tilfellum, vændi er einnig algeng leið til að fjármagna fíkn og sumir eru gerðir út af samviskulausu fólki sem hirðir stóran hluta ágóðans.

„Fólki er frjálst að fara með líkama sinn að vild en eftir því sem þekking manna á högum þeirra er stunda vændi eykst því augljósara er að fæstir kjósa þetta.“

En hvaða manneskjur eru það sem fara út og geta hugsað sér að kaupa kynlífsþjónustu af niðurbrotnu fólki og horuðum unglingskrökkum með sprautuförin í olnbogabótinni og sársauka í augunum? Ef marka má nýlegar sænskar og bandarískar rannsóknir eru það Jói í næsta húsi sem var svo elskulegar að keyra stelpuna þína á fótboltaæfingu, geðþekki maðurinn í fimmtugsafmæli bestu vinkonu þinnar og hann Nonni sem er alltaf svo hress í vinnunni eða kennari sonar þíns. Einstaklingar sem eiga fjölskyldur, sinna börnunum sínum af kostgæfni, vinna sjálfboðastörf hjá góðgerðafélögum og eru virtir fagmenn. En sjá ekkert athugavert við að draga upp veskið og borga nokkra skitna þúsundkalla fyrir að fá að þröngva sér inn í líkama annarrar manneskju og sumir hverjir telja sig eiga inni að fá að misþyrma þeim í ofanálag.

Líkt og þrælahaldarar fyrri tíma sjá þeir ekkert athugavert við að notfæra sér annað fólk á allan þann máta er hentar þeim. Peningar hafa skipt um hendur og þeim sem lét þá af hendi er þar með veitt frítt spil til að krefjast alls, eira engu og ganga eins langt og honum sýnist. Er eitthvað undarlegt að sjálfsmorð séu algengari meðal kvenna í vændi en nokkurs annars hóps? Er skrýtið að fólk í vændi deyfi sig með vímuefnum? Margar manneskjur ná sér aldrei, hvorki andlega né líkamlega, eftir viðskipti sín við vændiskaupendur. Sama hvað þær reyna þá þeir sitja í tauga- og vöðvaminni líkamans og í sálinni. Þess vegna eru vændiskaup ólögleg á Íslandi, við viljum ekki samfélag þar sem svona ofbeldi líðst.

 

Steik fyrir sælkera

|
|

Jólin eru sá tími sem fólk er hvað vanafastast með sinn mat en alltaf er gaman að reyna að koma á óvart með einhverjum litlum nýjungum, þarf ekki að vera mikið; ný sósa, nýr kryddhjúpur á kjötið eða nýjar kartöflur. Um að gera er að festast ekki alltaf í því sama. Hér er jólasteikin færð í nýjan búning.

Fátt jafnast á við góða lambasteik.

INNBAKAÐ LAMB MEÐ SVEPPUM OG BEIKONI
fyrir 4
Hérna er á ferðinni réttur sem er í líkingu við Wellington-naut sem er vel þekktur nautaréttur en í stað nautsins nota ég lamb og í stað hráskinkunnar nota ég beikon. Þessi réttur er mjög hátíðlegur og fullkominn fyrir fólk sem vill ekki naut eða vill hreinlega breyta aðeins til.

800 g lambainnralæri, í 200 g steikum
1 askja sveppir, saxaðir
200 g þykkar beikonsneiðar, skornar í litla bita
10 g brauðraspur
15 g steinselja
4 blöð smjördeig
1 egg
olía
salt og pipar

Hitið ofn í 200°C. Steikið sveppina og beikonið þar til það verður vel stökkt, bætið brauðraspinum og steinseljunni saman við og kælið þetta síðan. Brúnið lambakjötið vel á heitri pönnunni á öllum hliðum í 3 mín. Takið af og leyfið að rjúka aðeins úr því. Skerið smjördeigið í tvo hluta, þannig að þið fáið 8 bita, og fletjið það örlítið út með kefli. Komið fyllingunni fyrir á smjördeigsbita, leggið steikina ofan á og setjið meiri fyllingu ofan á kjötið. Setjið annan bita af smjördeigi yfir og þéttið vel með endunum allan hringinn. Endurtakið þar til þið hafið fengið nógu margar steikur. Penslið með eggi, setjið á plötu og bakið í 20 mín. Takið út og leyfið að hvíla í 8 mín. áður en skorið.

Umsjón / Hinrik Carl Ellertsson
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Falleg perla í Eyjum

Vestmannaeyjar skörtuðu sínu fegursta þegar okkur bar að garði í reisulegt hús snemma dags í septembermánuði. Það leynir sér ekki þegar inn í húsið er komið að þarna býr mikið smekkfólk. Hugguleg litapalletta og vandað efnisval einkenna heimilið sem skreytt er fallegum málverkum og munum sem margir hverjir hafa tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna.

Berglind Sigmarsdóttir

Frá því að hjónin góðkunnu, Berglind Sigmarsdóttir rithöfundur og Sigurður Gíslason matreiðslumeistari, keyptu húsið fyrir fimm árum hafa þau lagst í ýmiskonar framkvæmdir. Þau hafa meðal annars byggt við húsið til þess að stækka eldhúsið og útkoman er hreint út sagt æðisleg. „Húsið var upphaflega byggt í kringum 1920, síðan var byggt ofan á það árið 1960. Þegar við keyptum húsið árið 2013 var efsta hæðin alveg hrá svo við þurftum að byrja á því að klára hana alla. Eins þurftum við að gera heilmikið á neðstu hæðinni en þar var meira að segja moldargólf í einu herberginu, það hafði aldrei verið steypt,“ segir Berglind brosandi þegar hún rifjar upp framkvæmdirnar sem þau hafa ráðist í undanfarin ár.

Viðbygging og eldhúsinnrétting sem hæfa húsinu
Berglind og Siggi, eins og hann er gjarnan kallaður, eru bæði fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Þau fóru ung að árum á vit ævintýranna en það var ekki fyrr en árið 2013 að þau ákváðu að flytja aftur heim á æskuslóðirnar með börnin sín fjögur. „Mér finnst alveg æðislegt að vera svona nálægt fjölskyldunni, eins er með krakkana, hérna eru þau svo frjáls og geta kíkt yfir til ömmu og afa hvenær sem er,“ segir hún alsæl á heimaslóðum. Hjónin fóru í miklar framkvæmdir síðastliðið sumar þegar þau ákváðu að byggja við húsið til þess að stækka og opna eldhúsið. ,,Okkur fannst mikið atriði að viðbyggingin yrði þannig að það væri eins og hún hefði alltaf verið hluti af húsinu. Við vildum ekki timbur eða eitthvað slíkt heldur er viðbyggingin bara steypt rétt eins og húsið,“ útskýrir Berglind.

Í eldhúsinu eru hvítar flísar lagðar í fiskibeinamynstri upp í loft og borðplata úr carrara-marmara sem fer einstaklega vel með grárri eldhúsinnréttingunni en Berglind segir þau hjónin hafa verið sammála um mikilvægi þess að velja eldhúsinnréttingu sem hæfði húsinu frekar en að finna einhverja nýtískulegri. Þau viti sömuleiðis vel hvað þau vilja enda fer líf þeirra að miklu leyti fram í eldhúsum. ,,Það kom til dæmis ekkert annað til greina en að hafa gas. Okkur finnst lýsingin líka skipta miklu máli og sömuleiðis skipulagið og vinnuaðstaðan.“ Í eldhúsinu, má meðal annars finna krana fyrir ofan eldavélina og uppþvottavél sem þrífur leirtauið á einni mínútu, þetta eru atriði sem mögulega aðeins fólk sem brennur fyrir matargerð og starf sitt hugsar fyrir.

Elda líka heima
Okkur lék forvitni á að vita hvort þetta fallega eldhús væri mikið notað eða hvort maturinn kæmi frekar úr öðrum eldhúsum þeirra hjóna. Berglind og Siggi eiga tvo veitingastaði hérna í bænum, GOTT og Pítsugerðina. Eru þið samt dugleg að elda heima líka? „Já, við erum það. Það er bara hluti af fjölskyldusamfélaginu okkar. Að setjast niður og borða saman eða halda matarboð. Ég er meira í því að baka á meðan Siggi eldar,“ segir Berglind sem vill að allir séu velkomnir inn á heimilið, jafnt vinir þeirra, vinir barnanna, fjölskylda og aðrir.

Bláir tónar og verk sem gefa kraft
Inni í stofunni er sama notalega stemningin og í eldhúsinu. Stofan var nýlega máluð í fölbláum lit en Berglind virðist einstaklega lagin við að skapa hlýlega stemningu þrátt fyrir kalda grunntóna. „Ég elska liti, ég reyni samt að hafa húsgögnin frekar klassísk og skreyta með litum.“ Og það þarf varla að spyrja Berglindi hver hennar uppáhaldslitur sé; „blár, allir bláir tónar,“ segir hún brosandi. Við borðstofuborðið, sem Berglind keypti á markaði í Reykjavík og lét setja á nýtt leður, stendur bókahilla. Þar er bókunum smekklega raðað eftir litum en hver einasta bók í hillunni er matreiðslubók ,,Þetta er svona þegar líf manns snýst um mat,“ segir Berglind sem sjálf hefur gefið út þrjár matreiðslubækur.

Í stofunni er líka að finna fallegan myndavegg en ætli sé saga á bak við allar myndirnar? ,,Já, eiginlega. Prestsfrúin hérna í bænum, Gíslína Dögg, hélt sýningu sem hét Konur í þátíð þar sem hún vildi mála allar þær konur sem ekki hafði verið getið í mannkynssögunni. Það eru til svo margar styttur af karlmönnum en þetta er sagan þeirra, kvennanna. Þar sem ég er jafnréttissinni og femínisti finnst mér myndirnar tvær af konunum gefa mér ákveðinn kraft,“ en á veggnum má eining finna veggspjald eftir listamanninn Odee og fallegt kort, sem yngsti sonur Berglindar gaf henni, í bland við eldri verk.

Texti / Katrín Andrésdóttir
Myndir / Unnur Magna

Vændismálum á borði lögreglu fækkar þrátt fyrir „sprengingu“

Á sama tíma og framboð vændisþjónustu á Íslandi hefur aldrei verið meira hafa vændiskaupamál á borði lögreglu sjaldan verið færri. Augum stjórnvalda hefur fyrst og fremst verið beint gegn mansali og skipulagðri glæpastarfsemi en þrátt fyrir það hefur ekki verið ákært fyrir mansal síðan 2010.

Samkvæmt mati lögreglunnar hefur orðið „sprenging í vændi“ á undanförnum árum. Ástæða þess er tiltölulega borðleggjandi, það er stóraukinn fjöldi ferðamanna og uppgangur í íslensku efnahagslífi. Ísland er vitaskuld engin undantekning að þessu leyti enda gildir lögmálið um framboð og eftirspurn um vændi rétt eins og aðra þjónustu. Samhliða aukningu á bæði framboði og eftirspurn hafa leiðir til að bjóða og verða sér úti um og hýsa þjónustuna orðið fleiri og aðgengilegri.

Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi kemur fram að sala vændis á Íslandi fari meðal annars fram innan lokaðra hópa á samfélagsmiðlum. Hafa miðlar á borð við Facebook, WhatsApp, Instragram og Tinder verið notaðir til þessa. Einnig hafi fjölgað mjög vændisauglýsingum á netsíðum og samfélagsmiðlum sem beint er að Íslandi. Ekki þarf mikla netkunnáttu til að komast inn á slíkar heimasíður því einföld Google-leit vísar á heimasíður sem augljóslega bjóða vændi undir flaggi fylgdarþjónustu. Allar konurnar sem boðnar eru til kaups eru af erlendu bergi brotnar en gefin eru upp íslensk símanúmer til að setja sig í samband við þær.

„Bann við kaupum á vændi sendir jafnframt þau skilaboð í samfélagið að það sé litið alvarlegum augum að kaupa sér aðgang að líkama fólks og að ekki sé ásættanlegt á Íslandi að nýta sér neyð annarra í kynferðislegum tilgangi.“

Í skýrslunni segir einnig að götuvændi sé lítt sjáanlegt á Íslandi en þekkt sé að vændisstarfsemi fari fram á næturklúbbum þar sem boðið er upp á „listrænan dans“ og að á höfuðborgarsvæðinu séu „þrír þekktir næturklúbbar“ starfarandi. Í flestum tilfellum fara viðskiptin fram á stöðunum sjálfum en kaupendum er síðan vísað á húsnæði annars staðar þar sem vændið fer fram. Er þá einkum um að ræða gistiheimili eða íbúðir sem eru leigðar til starfseminnar, en gistiheimilum og íbúðum til útleigu í gegnum forrit eins og Airbnb hefur stórfjölgað á Íslandi á undanförnum árum. Ekki er langt síðan Mannlíf ræddi við eiganda íbúðar sem hann leigði út á Airbnb og grunaði að gestir þar væru viðriðnir vændisstarfsemi.

Sænska leiðin ekki haft áhrif á eftirspurn
Sjaldgæft er að vændismál rati inn á borð lögreglu, þó með einni stórri undantekningu. Fram til ársins 2007 var vændi ólöglegt á Íslandi en það ár samþykkti Alþingi lög sem leyfðu vændisstarfsemi en bönnuðu þriðja aðila að hagnast á henni. Það var gert til að koma í veg fyrir hórmang. Árið 2009 samþykkti Alþingi að fara hina svokölluðu sænsku leið, það er að banna kaup á vændi. Það var með þeim rökum að koma ábyrgðinni af vændi yfir á þann sem borgar fyrir vændið enda almennt litið svo á að þeir sem neyðast út í vændi séu þolendur á meðan kaupendur séu gerendur. Eins og segir í greinargerð frumvarpsins: „Bann við kaupum á vændi sendir jafnframt þau skilaboð í samfélagið að það sé litið alvarlegum augum að kaupa sér aðgang að líkama fólks og að ekki sé ásættanlegt á Íslandi að nýta sér neyð annarra í kynferðislegum tilgangi.“

Skiptar skoðanir eru um hvort sænska leiðin hafi reynst vel eða illa. Hafi sænsku leiðinni verið ætlað að hefta eftirspurnina eftir vændi er ljóst að það hefur mistekist. Tölfræðin hnígur í sömu átt. Frá árinu 2009, þegar lögin voru samþykkt, hefur fjölda skráðra vændisbrota hjá lögreglu fækkað jafnt og þétt og voru þau einungis 5 talsins árið 2017. Undantekningin er árið 2013 þegar 175 mál voru skráð hjá lögreglunni en það ár var farið í sérstakt átak til að sporna við vændiskaupum. Árið eftir var fjöldinn kominn niður í 13 skráð mál.

Nær ekkert hefur verið ákært fyrir vændiskaup undanfarin ár en árið 2015 höfðu alls 85 ákærur verið gefnar út. Í þeim málum sem enduðu með sakfellingu voru viðkomandi aðilar sektaðir um 100 þúsund krónur þótt refsiramminn hljóði upp á allt að eins árs fangelsi.

Lögreglan hefur viðurkennt að hún hafi ekki bolmagn til að fylgja eftir eftirliti og rannsókn með „hefðbundinni“ vændisstarfsemi.

Áherslan á mansal
Lögreglan hefur viðurkennt að hún hafi ekki bolmagn til að fylgja eftir eftirliti og rannsókn með „hefðbundinni“ vændisstarfsemi. Enda spurning hversu mikla áherslu áherslu skuli leggja á málaflokkinn þegar viðurlögin nema einungis 100 þúsund króna sekt. Þess í stað hefur áhersla löggæsluyfirvalda beinst að mansali sem oft er tengt vændi. Í áðurnefndri skýrslu lögreglustjóra segir að líklegt sé að sumar þær erlendu kvenna sem stunda vændi á Íslandi, bæði í lengri og skemmri tíma, búi við nauðung. Í einhverjum tilvikum fylgi erlendir karlmenn konunum og hafi hugsanlega með þeim eftirlit á meðan þær dveljast hér. Þá njóti einhverjar kvennanna aðstoðar og milligöngu fólks sem búsett er á Íslandi.

En rétt eins og í vændismálunum er fátt um ákærur þegar kemur að mansali. Í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal er Ísland sett í 2. flokk af fjórum eftir að hafa skipað 1. flokk um árabil. Gagnrýnt er að ekki hafi verið ákært fyrir mansal síðan 2010 og að þekkingu á málaflokknum sé ábótavant. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði niðurstöðu skýrslunnar byggjast á vanþekkingu á íslensku réttarfari en benti um leið á að löggæsla hafi verið efld til muna og meiri þungi lagður í fræðslu til handa þeim sem fari með rannsókn mála af þessu tagi. Þá stóð til að ný aðgerðaráætlun gegn mansali yrði lögð fram í haust en vinna við hana stendur enn yfir.

Gulu vestin höfðu sitt fram en vilja meira

|||
|||

Þau mótmæltu bensínhækkun og ríkisstjórnin gaf eftir. Þau mótmæltu bágum kjörum lágstéttarinnar og lágmarkslaun voru hækkuð. Þau mótmæltu auknum álögum á eldri borgara og þær voru dregnar til baka. Í flestum meginatriðum hafði hreyfingin sem kennir sig við gulu vestin náð fram breytingum sem voru langt umfram vonir. En gulu vestin vilja meira og óvíst er hvort franskt samfélag og efnahagur þolir meira.

 

Eftir fjögurra vikna mótmæli um allt Frakkland, þar sem tveir lágu í valnum og hundruð særðust, ávarpaði Emmanuel Macron, forseti landsins, þjóð sína á mánudagskvöld og viðurkenndi mistök og lofaði um leið bót og betrun.

Emanuel Macron var kjörinn til valda í fyrra á grundvelli loforða um að nútímavæða franskan efnahag sem hefur glímt við stöðnun í langan tíma. Macron hefur náð árangri en engan veginn í takt við væntingar.

Áður hafði umdeild eldsneytishækkun, sem var rót mótmælanna, verið dregin til baka en það hafði ekkert gert til að draga úr ólgunni sem hafði beinst að öðrum meinum samfélagsins. Í ávarpi sínu fordæmdi Macron það ofbeldi sem fylgdi mótmælunum en um leið sagðist hann skilja djúpstæða reiði almennings sem að mörgu leyti væri lögmæt reiði. Hann viðurkenndi jafnframt að margir þjóðfélagshópar upplifðu sig afskiptalausa og að það hefði í allt of langan tíma verið látið viðgangast.

„Gul vesti og skattaréttlæti. Ef hann vill verða forseti á næsta áratug, þá verður Macron að koma aftur á eignaskatti og nota tekjurnar til þess að koma til móts við þá sem verða verst úti af kolefnisskatti, sem verður að gerast.“
– Thomas Piketty hagfræðingur.

Macron boðaði 7 prósenta hækkun lágmarkslauna, afnám skattahækkana á ellilífeyrisþega, afnám skattheimtu á yfirvinnu og hvatti til þess að launþegar fengju skattfrjálsan jólabónus. Macron ætlar þó ekki að falla frá umdeildu afnámi eignaskatts sem hann segir nauðsynlegt til að örva franskt efnahagslíf. Þetta voru meiri tilslakanir en fyrir fram hafði verið búist við og í raun mikill sigur fyrir gulu vestin sem höfðu kallað fram grundvallarbreytingar á franskri efnahagsstefnu á mettíma. Talað hefur verið um að þetta séu einhver áhrifamestu mótmæli síðari tíma.

Reiðin og óánægjan kraumar enn undir og fleiri hópar hafa hoppað á vagninn.

En reiðin og óánægjan kraumar enn undir og fleiri hópar hafa hoppað á vagninn. Búist er við fimmtu mótmælunum næstkomandi laugardag. Mótmælin hafa þegar kostað Frakkland gríðarlegar fjárhæðir. Pakkinn sem Macron kynnti hljóðar upp á 15 milljarða evra og þá er ótalinn beinn og óbeinn kostnaður vegna mótmælanna sjálfra. Sambærilegar aðstæður – misskipting auðæfa, óþreyja gagnvart elítunni, afskiptalausar milli- og lágstéttir í dreifbýli o.s.frv. – hafa leitt popúlista og öfgamenn til valda annars staðar í heiminum. Í Bandaríkjunum, Ítalíu, Brasilíu, Ungverjalandi, á Filippseyjum og víðar. Þá fyrst kemur í ljós á hversu styrkum stoðum franskt lýðræði hvílir.

Samfélagsmeinin mörg
Fyrstu og fjölmennustu mótmælin, sem fljótt brutust út í óeirðir, þann 17. Nóvember, beindust gegn fyrirhuguðum hækkunum á álögum á eldsneyti sem var ein af aðgerðum ríkisstjórnar Frakklands í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Ríkisstjórnin dró hækkanirnar til baka í byrjun desember en það gerði lítið til að lægja öldurnar því þá þegar höfðu mótmælin einnig tekið að beinast að öðrum vandamálum fransks samfélags. Þar bar hæst aukinn ójöfnuður, bæði á milli hinna best og verst settu sem og milli þéttbýlis og dreifðari byggða. Mótmælin hafa stórskaðað franskan efnahag. Bæði nemur tjónið vegna þeirra skemmda sem mótmælendur urðu valdir af milljónum evra, auk þess sem áætlað er að franskir smásalar hafi tapað upp undir milljarði evra vegna minni sölu í kringum óeirðirnar.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi hafa notað óeirðirnar í París til að hampa eigin pólitískum hagsmunum.

Frakkland er risi í hægagangi
Emanuel Macron var kjörinn til valda í fyrra á grundvelli loforða um að nútímavæða franskan efnahag sem hefur glímt við stöðnun í langan tíma. Macron hefur náð árangri en engan veginn í takt við væntingar. Ríkustu þjóðfélagshóparnir hafa efnast hratt á sama tíma og lágstéttar- og millistéttarhópar hafa setið eftir á sama tíma og framfærslukostnaður hefur hækkað. Hagvöxtur mælist 1,8 prósent en er mikið til bundinn við París og aðrar stórborgir og þótt atvinnuleysi undir stjórn Macrons hafi farið niður í 9,1 prósent úr 10,1 prósenti er það enn tvöfalt meira en í Þýskalandi. Franskur vinnumarkaður er afar ósveigjanlegur og rétt eins og fyrri leiðtogum Frakklands hefur Macron gengið afar illa við að ná fram breytingum sökum harðrar andstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem nota hvert tækifæri til að mótmæla og boða til verkfalla.

Þórðargleði í Washington og Moskvu
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi hafa notað óeirðirnar í París til að hampa eigin pólitískum hagsmunum. Donald Trump sagði mótmælin sýna að ákvörðun hans um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu hafi verið rétt. Eftir ítrekaðar færslur á Twitter sá utanríkisráðherra Frakklands sig tilneyddan til að biðja Trump um að láta af afskiptum á málefnum Frakklands. Rússneskir fjölmiðlar, hliðhollir stjórnvöldum í Kreml, hafa sömuleiðis lagt ofurkapp á að greina frá mótmælunum og flutt margar fréttir sem er beinlínis uppspuni, til að mynda þær að lögreglulið hafi gengið í lið með mótmælendum. Þá rannsakar franska leyniþjónustan hvort að rússneskir Twitter- aðgangar tengdir Kreml hafi kynt undir mótmælunum, en að minnsta kosti 600 slíkir hafa á liðnum vikum dreift linnulausum fréttum af mótmælunum, mörgum hverjum falsfréttum. Það sama hefur öfgahægrið í Bandaríkjunum gert.

„Áhyggjur fólksins spruttu ekki upp í gær. Við höfum orðið samdauna þeim. Þetta eru 40 ár af gremju sem nú er að koma upp á yfirborðið.“
– Emmanuel Macron, forseti Frakklands.

Óreiðukenndar kröfur gulu vestanna
Skoðanakannanir í Frakklandi sem gerðar voru eftir ávarp Macron á mánudagskvöld sýndu að rúmlega helmingur Frakka telur að kominn sé tími til að binda enda á mótmælin. Erfitt er að henda reiður á hvað gerist næst. Aðrir hópar hafa hoppað á vagninn – stúdentar, anarkistar, fasistar og aðrir popúlistar. Einhverjir mótmælenda hafa séð sér hag í að stofna stjórnmálahreyfingu upp úr gulu vestunum og var nokkurs konar stefnuskrá birt á dögunum. Sú stefnuskrá er afar popúlísk og mótsagnakennd og ógjörningur að hrinda henni í framkvæmd án þess að steypa ríkissjóði í glötun. Þannig er bæði talað um gríðarlegar skattalækkanir á sama tíma og stóraukin ríkisútgjöld. Hreyfing gulra vesta hefur sprottið upp í öðrum Evrópuríkjum, svo sem í Belgíu, Hollandi og Serbíu en ekki í viðlíka mæli og í Frakklandi.

 

Ráðin framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada

||
Arna Kristín Einarsdóttir sinfonía Íslands.||

Arna Kristín Einarsdóttir, sem hefur verið framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands undanfarin ár, hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Þjóðarhljómsveitar Kanada, National Arts Centre Orchestra, og hefur hún störf með vorinu.

Texti / Svava Jónsdóttir

Arna Kristín Einarsdóttir var ráðin sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2013 og er ráðið í stöðuna til fjögurra ára í senn. Samkvæmt lögum hljómsveitarinnar er hægt að endurráða í stöðuna í önnur fjögur ár en ekki oftar. Arna Kristín var endurráðin árið 2017 og því farin að leiða hugann að hvað tæki við eftir örfá ár þegar haft var samband við hana í sumar og hún spurð hvort hún hefði áhuga á að sækja um sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveit Kanada, National Arts Centre Orchestra, í Ottawa.
„Ég hugsaði mig aðeins um og sagðist svo vera spennt og hófst þá ferlið þar til ég stóð ein eftir og var ráðin. Það magnaðasta var að það var ekki bara haft samband við mig frá þessari hljómsveit heldur var líka hringt frá skosku þjóðarhljómsveitinni. Ferlið í Kanada var lengra komið og buðu þeir mér á endanum samning sem ég gat eiginlega ekki afþakkað. Þá ákvað ég að draga mig út úr hinu ferlinu en ég var líka komin langt þar. Skoska þjóðarhljómsveitin var líka mjög spennandi kostur.
Stundum finnst manni við á Íslandi vera á jaðrinum og að augu heimsins nái ekki alltaf hingað en þetta kom úr ólíkum áttum þannig að það er greinilegt að það er tekið eftir því sem við erum að gera hérna.“

„Vonandi verður þetta þannig að maður geti látið til sín taka og það þarf alltaf nokkur ár í það; sérstaklega í þessum sinfóníska heimi en það er alltaf skipulagt svo ótrúlega langt fram í tímann,“ segir Arna Kristín. Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir

Getur vonandi látið til sín taka
Arna Kristín segir að National Arts Centre Orchestra sé mjög áhugaverð hljómsveit.
„Hún var stofnuð árið 1969 og tengist því að opnað var menningarsetur, National Arts Center, í Ottawa þar sem hljómsveitin æfir og kemur fram. Þar er líka leikhús – enskt leikhús, franskt leikhús og dansleikhús og núna eru þeir að fara af stað með frumbyggjaleikhús. Ég mun einnig starfa með þessu teymi sem býr til dagskrá fyrir allt þetta hús en þar er viðburður á nær hverju kvöldi.“
Arna Kristín segir að hún geti alveg látið sig dreyma stóra drauma. „Þetta er ótímabundin ráðning og fólkið þarna virðist vera gott fólk. Þetta virðist vera þéttur hópur. Það vinna um 25 manns á skrifstofu hljómsveitarinnar, 10 manns á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en um 300 manns vinna í allri miðstöðinni. Það verður merkilegt að kynnast því. Vonandi verður þetta þannig að maður geti látið til sín taka en það þarf alltaf nokkur ár í það; sérstaklega í þessum sinfóníska heimi en það er alltaf skipulagt svo langt fram í tímann.“

„Hóf nám daginn sem ég átti að eiga son minn“
Arna Kristín byrjaði að læra á þverflautu þegar hún var níu ára og útskrifaðist með einleikarapróf í flautuleik frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1990. Hún stundaði framhaldsnám í flautuleik í Indiana University í Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan með láði árið 1992. Hún hélt svo áfram námi við Royal Northern College of Music í Manchester og lauk þaðan postgraduate diploma árið 1996. Hún gegndi stöðu 2. flautuleikara Sinfóníuhjómsveitar Íslands á árunum 2000-2004.
„Ég bjó í Manchester í sex ár og keypti hús þar og var ekkert á leiðinni heim þegar ég vann prufuspil hjá Sinfóníunni árið 2000 í afleysingastöðu og spilaði með hljómsveitinni næstu árin. Það var æðislegur tími. Fasti flautuleikarinn ákvað svo að gefa frá sér stöðuna og samkvæmt reglum hljómsveitarinnar þurfti að auglýsa hana þar sem þetta var ekki lengur tímabundið heldur föst ráðning. Ég þurfti að fara aftur í prufuspil og var komin sjö mánuði á leið og var ekki alveg nógu mikill nagli. Maður þarf að vera svakalegur nagli til að vinna svona prufuspil.“
Arna Kristín fékk ekki stöðuna sem hún segir að hafi verið heilmikið áfall.
„Ég ákvað þá að fara í meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og hóf nám daginn sem ég átti að eiga eldri son minn.“
Arna Kristín útskrifaðist árið 2007. Hún var tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2007-2013 eða þar til hún hóf störf sem framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar.

Góður árangur
Arna Kristín segir að rekstur hljómsveitarinnar hafi gengið vel undanfarin ár.
„Við höfum náð mjög góðum árangri, bæði hvað varðar reksturinn og listræna þætti. Ég er kannski hvað stoltust af því að á sama tíma og við náðum að rétta af reksturinn og greiða niður umtalsverðar skuldir stofnunarinnar sem er nú skuldlaus þá höfum við styrkt listrænt teymi hljómsveitarinnar og náð auknum, alþjóðlegum sýnileika. Til marks um það erum við nýkomin úr magnaðri tónleikaferð um Japan þar sem við lékum fyrir um 24.000 manns og höfum fengið boð um fleiri tónleikaferðir á næstu starfsárum. Slíkar ferðir eru gríðarleg landkynning fyrir Ísland. Við höfum líka lagt mikla áherslu á að ná til breiðs hóps tónleikagesta með samstarfi við hljómsveitir og listamenn á borð við Skálmöld, Emilíönu Torrini og uppistandarann Ara Eldjárn. Fræðslustarfið hefur líka stóreflst á síðustu árum. Það eru því margir þættir sem spila saman.
Harpa hefur að mörgu leyti komið okkur á kortið, gert okkur sýnilegri og skapað hljómsveitinni kjöraðstæður til að vaxa og dafna í. Við höfum líka verið svo heppin að fá til liðs við okkur tvö tónskáld, Daníel Bjarnason og svo Önnu Þorvaldsdóttur, sem bæði hafa náð ótrúlega langt í list sinni á alþjóðlegum vettvangi. Samvinna við þau hefur gert það að verkum að við erum í samfloti við virtustu hljómsveitir heims á borð við Los Angeles fílharmóníuna og Berlínar fílharmóníuna um að panta tónverk eftir þau. Það skiptir miklu máli að vera nefnd í sömu andrá og í samhengi við þessar hljómsveitir.
Það má heldur ekki gleyma hlut aðalhljómsveitarstjórans, Yan Pascal Tortelier, og heiðursstjórnendanna okkar Osmo Vanska og Vladimir Ashkenazy. Þessir menn gefa hljómsveitinni þann gæðastimpil að hún er eftirsótt af öðrum hljómsveitarstjórnum og einleikurum heim að sækja.
Ég held að það gleymist oft að Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar í raun í alþjóðlegu samhengi og hefur gert alla tíð. Alveg frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1950 hafa hingað komið á hverju starfsári erlendir hljómsveitarstjórar og einleikarar til að starfa með hljómsveitinni.“
Arna Kristín og fjölskylda hennar flytja til Ottawa með vorinu. „Þau bíða eftir mér en ég vil ganga vel frá hlutum hér og það þarf náttúrlega að finna arftaka og koma honum inn í starfið. Hjarta mitt mun alltaf slá fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að vinna með svo frábæru fólki hjá Sinfóníunni og mér finnst ég vera mikillar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að vera á þessu ferðalagi með þeim. Fyrir mér hefur þetta ekki snúist um persónulegan metnað; þetta snýst bara um einhverja dýpri sannfæringu og trú á því sem við erum að gera.“

Mennignarmiðstöðin þar sem Arna Kristín mun starfa. Mynd / Aðsend

„Líður eins og ég sé trúboði“
Arna Kristín segir að starf sitt sé ástríða. „Þetta er ekki bara einhver vinna. Mér líður stundum eins og ég sé í hálfgerðu trúboði; ég þarf svo mikið að segja heiminum hvað tónlist sé magnað fyrirbæri og sinfónísk tónlist mikill galdur en í gegnum hana kynnumst við tónlistarstarfi sem geymir einhver fegurstu listaverk mannsandans; tónlist sem sameinar ólíka menningarheima en allir geta skilið og tengt við.“
Ég hef mætt á alla tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 2007 nema ef ég hef verið í útlöndum. Þetta er þannig vinna. Ef ég er spurð um áhugamál þá svara ég að mér finnst æðislegt að fara á skíði og ég hleyp til að halda mér í formi en maður lifir og hrærist í þessu. Ég hef þurft að gera þetta upp við mig; það er bara vinnan og fjölskyldan. Það hefur því verið minni tími fyrir vinina – ég og vinkona mín höfum þó hlaupið saman og ég er í leikhúsklúbbi og saumaklúbbi – en ég hef ekki getað sótt eins marga tónleika fyrir utan Sinfó-tónleika eins og ég hefði gjarnan viljað.“
Hún segist spila sjaldan á flautuna sína. „Því miður. Það koma stundir þegar mig byrjar að klæja og ef ég fer að spila aftur þá held ég að ég myndi byrja á að æfa Bach-sónöturnar. Ég hef í rauninni aldrei saknað þess að vera hljóðfæraleikari á sviði. Mér finnst mjög gaman að vera framkvæmdastjóri og ég fæ mikla útrás fyrir sköpun í því starfi. Ég kem af stað hlutum og sé til þess að þeir verði að veruleika og ég fæ að horfa á stóru myndina. Og mér finnst stóra myndin vera svo skemmtileg og spennandi.“
Esjan, Akrafjall og Skarðsheiði og hafið bláa blasir við úr skrifstofu Örnu Kristínar í Hörpu. Hún neitar því ekki að hún muni sakna útsýnisins.
„Ég mun auðvitað sakna þess að vera í þessu húsi, Hörpu. Það er enn þannig þegar ég kem í vinnu að ég trúi þessu einhvern veginn ekki; að þessi draumur hafi orðið að veruleika. Að þetta langþráða tónlistarhús hafi risið úr rústum hrunsins og lýsi okkur nú í myrkrinu eins og viti. Mér finnst þetta hús hafa haft svo mikið að segja fyrir íslenskt samfélag. Þess vegna skiptir svo miklu máli hvaða tónn er gefinn hér innanhúss. Harpa þarf að vera trú tónlistinni sem hún var byggð yfir.“

„Ætlaði bara að prufa og bakka út þegar ég vildi“

Það hvarflaði ekki að henni að vændið myndi hafa eins miklar afleiðingar og raun bar vitni. Kona sem stundaði vændi í nokkra mánuði í kringum aldamótin 2000 segir hér sína sögu. Enn þann dag í dag rekst hún reglulega á menn sem keyptu vændi af henni. Hún segir það alltaf jafnerfitt.

„Ég var í láglaunastarfi á þessum tíma og átti engan varasjóð eða neitt,“ segir kona sem stundaði vændi í um átta mánaða skeið í kringum aldamótin 2000. Hún kýs nafnleynd vegna barna sinna.

Hún segir fjárhagsörðugleika hafa verið helstu ástæðuna fyrir því að hún ákvað að fara út í vændi. Konan var að nálgast þrítugt á þessu tímabili.

„Ég upplifði það þannig að ég hefði ekkert bakland og sá fram á að enda á götunni ef ég myndi ekki ná að redda mér pening. Launin mín dekkuðu engan veginn leigu á húsnæði og að lifa á Íslandi,“ útskýrir hún. Hún tekur fram að hún hafi átt góða að en kunni ekki við á þessum tíma að biðja sína nánustu um aðstoð.

„Mér datt þá í huga að prófa að selja mig. Þetta er eitthvað sem ég hafði aldrei leitt hugann að áður. En ég hafði séð kvikmyndir og þætti í gegnum tíðina þar sem líf vændiskonunnar var sett fram sem einhver heillandi heimur. Þannig að mig grunaði ekki að þetta gæti verið eitthvað annað en það.“

Gríðarleg viðbrögð við vændisauglýsingu

Konan segist hafa verið hikandi í fyrstu en ákvað svo að prófa að búa til síðu á Einkamál.is og auglýsa sig þar. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Auglýsingin fékk alveg rosaleg viðbrögð. Skilaboðin hrúguðust inn. Þau voru meira og minna frá giftum mönnum og þeir voru ekkert endilega að hylja sig. Menn voru bara tilbúnir að treysta einhverri manneskju á Netinu fyrir upplýsingum um sig,“ útskýrir konan. Hún tekur fram að meirihluti mannanna sem settu sig í samband við hana og vildu kaupa vændi hafi virkað venjulegir fjölskyldumenn.

Þegar ég lít til baka sé ég hvað ég var saklaus á þessum tíma.

Eftir að hafa spjallað við nokkra menn í gegnum Netið ákvað konan að hitta einn mannanna. „Þegar ég lít til baka sé ég hvað ég var saklaus á þessum tíma. Ég gat engan veginn meðtekið það sem ég var að fara út í. Mér leið bara eins og ég væri að fara á deit.“

Konan segir að fyrstu skiptin hafi verið henni tiltölulega auðveld. Hún hitti mennina ýmist á hótelum eða í bílum til að byrja með.

„Ég var sjálf ekki með húsnæði á þessum tíma. En ég náði að safna mér peningum tiltölulega fljótt og fór þá að leigja dýrt húsnæði hjá einhverju leigufélagi. En ég átti náttúrlega ekkert innbú þannig að ég þurfti að byrja á að kaupa allt svoleiðis og tók það á raðgreiðslum.“

Eftir því sem skiptunum fjölgaði fór þetta að verða óþægilegra.

Hún tekur fram að henni leið ekki illa með að stunda vændi fyrsta einn og hálfan mánuðinn, innst inni vissi hún þó að þetta væri ekki „eðlilegt“, eins og hún orðar það. „En eftir því sem skiptunum fjölgaði fór þetta að verða óþægilegra.“

Festist í skuldasúpu

„Um leið og ég var komin með mitt eigið heimili og fór að taka þessa menn inn á heimilið varð þetta ógeðslegra. Mér fór að líða illa þá. Ég hafði alltaf talið mér trú um að mér þætti í lagi að selja mig en ég gat það ekki um leið og þeir voru komnir inn á heimilið. Þetta voru oft ógeðslegir menn, þó svo að stór hluti hafi bara verið fínustu menn, venjulegir og viðkunnanlegir. En hluti þeirra voru virkilega ógeðslegir menn sem ég var hrædd við. Og það var augljóst að ég var ógeðsleg í þeirra augum, þeir töluðu niður til mín og hringdu jafnvel í aðra menn og töluðu um mig við þá, fyrir framan mig, mæltu með mér og fleira,“ segir konan þegar hún rifjar þetta tímabil upp.

Á þessum tímapunkti langaði hana virkilega að hætta að stunda vændi en dýra leiguhúsnæðið og afborganir af húsgögnum urðu til þess að konan upplifði sig fasta í skuldasúpu og henni fannst hún ekki geta hætt að stunda vændi. „Þetta var dýrt húsnæði, ég þurfti að reka það og borga af húsgögnunum og mér fannst ég þurfa að standa við þessar skuldbindingar. Svo er auðvitað ekkert grín að spjara sig fjárhagslega á Íslandi.“

Mér fannst allt í kringum þetta svo skítugt og ég upplifði mig alltaf skítuga.

Konan náði að leyna því fyrir sínum nánustu að hún stundaði vændi. Spurð út í hvort fólk í kringum hana hafi ekki verið farið að spyrja spurninga segir hún: „Jú, fólk spurði mig hvernig ég gæti verið að kaupa öll þessi húsgögn og leigja svona dýrt húsnæði en ég náði alltaf að klóra mig út úr því án þess að svara.“

Vændinu og feluleiknum í kringum fylgdi mikil vanlíðan sem jókst bara með tímanum. „Mér fannst allt í kringum þetta svo skítugt og ég upplifði mig alltaf skítuga. Ég keypti mér meira að segja einhvern ódýran síma því ég vildi ekki fá símhringingar frá þessum mönnum í farsímann minn sem ég notaði í daglegu lífi.

Þannig að ég var með tvo síma í veskinu og þetta var allt saman mikið laumuspil.“

Konan lýsir því að hún hafði verið orðin mjög taugaveikluð á þessum tíma, alltaf hrædd um að fólk í kringum hana kæmist að leyndarmáli hennar. „Þetta var feluleikur og lygar út í eitt. Ég hætti meira að segja að drekka áfengi. Mér hafði alltaf þótt gaman að fara út og skemmta mér og halda partí en ég hætti því algjörlega. Ég var svo hrædd um að tala af mér. Enda hélt ég að fólk myndi loka á mig ef það kæmist að þessu.“

Svo hafði ég yfirleitt ekki efni á mat því að allur peningur fór í að reka þetta heimili mitt, ég var heppin ef ég fékk matarafganga í vinnunni.

Eftir nokkra mánuði í vændi var konan orðin þunglynd og átti erfitt með svefn. „Ég gat ekki sofið í rúminu mínu, mér fannst það svo ógeðslegt. Þannig að ég reyndi að sofa í stofunni. Ég lokaði bara inn í svefnherbergið og vildi ekki fara þar inn. Svo hafði ég yfirleitt ekki efni á mat því að allur peningur fór í að reka þetta heimili mitt, ég var heppin ef ég fékk matarafganga í vinnunni,“ segir konan þegar hún lýsir dapurlegum raunveruleika sínum á þessum tíma.

Spurð út í hvort hún hafi leitt hugann að því, þegar hún ákvað að byrja að stunda vændi, hvaða afleiðingar það væri haft í för með sér svarar hún neitandi.

„Ég hugsaði alls ekki út í mögulegar afleiðingar. Þetta var bara einhver leikaraskapur. Ég ætlaði bara að prufa og bakka út þegar ég vildi, gera þetta á mínum forsendum og mínum hraða. Ég hélt að ég gæti verið við stjórnvölinn. En það var aldrei þannig. Um leið og ég var stigin inn í þetta var ég búin að missa stjórnina. Ég var alltaf valdalaus í þessum aðstæðum. Ég hélt ég gæti valið kúnnana vel en svo var ekki. Alveg sama hvað ég reyndi að vanda mig, þá var ég alltaf með óbragð í munninum eftir á.“

Um leið og ég var stigin inn í þetta var ég búin að missa stjórnina.

Geðheilsan gaf sig

Eftir um átta mánuði í vændi gaf andlega heilsan sig hjá konunni. „Ég brotnaði niður í vinnunni og yfirmaður minn fór með mig upp á bráðamóttöku geðdeildar. Svo í kjölfarið leitaði ég til Stígamóta. Þá byrjaði ég að tala við mína nánustu um hvað hafði verið í gangi,“ segir konan. Það var fólki mikið áfall að heyra af þessu, að hennar sögn.

„Fólki fannst erfitt að vita af mér í þessum sporum. En það reyndi samt að fela viðbrögðin.“

Konan er þakklát þeim stuðningi sem hún fékk í Stígamótum. „Stærsta hjálpin fyrir mig var að komast í Svanahóp hjá Stígamótum, að sjá að það voru fleiri konur í sömu sporum og ég. Oft leið mér nefnilega eins og ég hlyti að vera eina konan á Íslandi sem hefði farið þessa leið. Þegar ég kom inn í Stígamót sá ég að það var stór hópur kvenna sem í neyð sinni fór þessa leið. Og þær konur sem ég hef kynnst í gegnum hópinn hafa margar svipaða sögu og ég að segja; þær reyndu að telja sér trú um að þetta væri eitthvað sem þær vildu gera en í raun voru þær algjörlega á síðustu bensíndropunum,“ útskýrir hún og tekur fram að vinnan í Svanahópnum geti verið afar krefjandi.

Konan tekur fram að þó að hún hafi verið í vændi í um átta mánuði líði henni eins og þetta hafi verið mun lengri tími. „Mér líður eins og þetta hafi verið mörg ár. Þetta er rosalegur blettur á minni lífssögu.“

Mennirnir skömmustulegir í dag

Konan glímir enn við afleiðingar þess að hafa verið í vændi, næstum tuttugu árum síðar. „Það er erfitt að keyra sumar slóðir og svo framvegis. Staðir og kennileiti vekja upp minningar um þennan tíma.“

Konan þarf einnig að hitta suma þessara manna í sínu daglega lífi. „Suma mennina þekki ég í dag og þarf að hitta reglulega, það er rosalega erfitt. En þetta er ekkert rætt. Það er bara látið eins og ekkert hafi ískorist. Þeir verða samt allir voðalega vandræðalegir og skömmustulegir og ég fer öll í baklás. Það er mjög erfitt að vera minnt á þetta erfiða tímabil reglulega.“

Þeir verða samt allir voðalega vandræðalegir og skömmustulegir og ég fer öll í baklás.

Þegar hún segir blaðamanni frá mönnunum sem um ræðir talar hún um þá sem viðskiptavini en tekur svo fram: „Ég vil samt ekki kalla þá viðskiptavini. Í mínum huga eru þeir bara ofbeldismenn. Fyrir mér er það fólk sem kaupir sér vændi að beita ofbeldi.“

Vændið afleiðing kynferðisofbeldis

Eins og áður hefur komið fram hefur konan leitað sér ráðgjafar hjá Stígamótum ásamt því að vinna í sjálfri sér með sálfræðingi síðan hún hætti að stunda vændi. Hún segir þetta vera stöðuga vinnu sem aldrei ljúki.

Í dag hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að vændið sé afleiðing kynferðisofbeldis sem hún varð fyrir sem barn.

„Sem barn lærði ég að slökkva á tilfinningum mínum þegar var verið að misnota mig kynferðislega. Ég var komin með meistarapróf í því. Þannig að þegar ég byrjaði að stunda vændi var auðvelt fyrir mig að slökkva bara á mér. Ég var engan veginn tengd tilfinningum mínum þegar þeir voru að hamast á mér.  Að sjálfsögðu var ég að leika leikrit fyrir þá en samt algjörlega búin að slökkva á mér. Það var bara eins og ég hefði opnað bringuna á mér og tekið hjartað út og sett það inn í skáp á meðan.“

Ég var engan veginn tengd tilfinningum mínum þegar þeir voru að hamast á mér.

Konan lýsir því hvernig kynferðislega ofbeldið úr æsku hafði áhrif á hugsunarhátt hennar eftir að hún varð fullorðin. „Ég hafði orðið fyrir síendurteknu ofbeldi í gegnum ævina þannig að mér var nokkuð sama þótt einhver ókunnugur maður væri að hamast á mér, ég fékk þá alla vega peninga fyrir það. Þannig leit ég á þetta. Það var hvort sem er búið að brjóta á mér áður þannig að mér fannst ekki skipta neinu máli hver færi upp á mig.“

Hún segist hafa áttað sig á þessari tengingu þegar hún fór að vinna í sér með sálfræðingi. „Þegar ég fór að gróa aðeins sá ég að vændið var afleiðing þess sem ég lenti í sem barn.“

Ekki bara útlenskar konur

Konan segir það stundum trufla sig að í umræðunni um vændi á Íslandi er oft eingöngu talað um konur af erlendum uppruna.

„Það er alltaf talað um útlenskar konur, oft konur sem eru mansalsfórnarlömb. Það er auðvitað hræðilegt en vandamálið er stærra og flóknara en það. Það gleymist oft að það er líka margt íslenskt fólk sem í neyð sinni fer þessa leið. Mér finnst vera kominn tími til að viðurkenna það. Og langstærsti hluti fólks sem fer þessa leið er með kynferðisofbeldissögu á bakinu,“ útskýrir konan sem kallar eftir aukinni fræðslu um vandamálið sem vændi er á Íslandi.

Hún bendir á að það fólk sem fer þessa leið festist oft í vítahring, líkt og hún gerði vegna fjárhagsörðugleika.

Langstærsti hluti fólks sem fer þessa leið er með kynferðisofbeldissögu á bakinu.

„Ég gat þó alla vega hætt eftir þessa átta mánuði. Ég hafði bakland og gat fengið aðstoð. En það eru bara ekki allir sem geta hætt. Ég var heppin en ég veit um konur sem eru alltaf að reyna að hætta en svo koma óvænt útgjöld og þá er þetta leiðin sem þær kunna og þekkja.“

Konan viðurkennir að það hafi hvarflað að henni nokkrum sinnum eftir að hún hætti að stunda vændi að byrja aftur vegna fjárhagsvandræða. „Ef ég lendi í óvæntum útgjöldum er þetta alltaf fyrsta hugsun. Sem betur fer hef ég aldrei látið verða af því. En í eitt skipti bjó ég meira að segja til aðgang á Einkamál.is, en blessunarlega var síðunni minni eytt strax, það er alveg tekið fyrir þetta í dag.“

Vill aukna fræðslu um vændi

Í dag vill konan miðla upplýsingum og fræða fólk. „Mögulega hjálpar mín saga einhverjum. Ég myndi klárlega koma í viðtöl undir nafni ef ekki væri fyrir börnin mín.“

Ég vil að þau frétti það frá mér í staðinn fyrir að heyra þetta úti í bæ.

Hún segir að einn daginn munu börnin hennar þó fá að vita af þessu tímabili í lífi hennar. „Þegar börnin mín eru komin á þann aldur til að skilja þetta mun ég segja þeim frá þessu, ég vil að þau frétti það frá mér í staðinn fyrir að heyra þetta úti í bæ,“ útskýrir konan.

Hún tekur fram að hún hafi lært að tileinka sér jákvæðan hugsunarhátt á seinni árum. „Ég reyni að hugsa á jákvæðum nótum um þetta erfiða tímabil. Reyni að líta á þetta sem tækifæri sem ég fékk til að vinna í sjálfri mér. Og tækifæri til að fræða aðra. Ég væri svo til í að sjá fleiri konur sem hafa verið í þessari stöðu taka sig saman og stíga fram og fræða fólk. Samtakamáttur kvenna er rosalega sterkur og mikill. Ég bíð eftir að sjá stíga fram hóp kvenna sem hafa verið í sömu sporum og ég.“

Mynd / Hallur Karlsson

Sjá líka: „Hvað fær menn til að kaupa vændi?“

Persónuverndin kostar hundruði milljóna

||
||

Hjúkrunarheimili landsins í mikilli óvissu.

Eftir / Lindu Blöndal

Ekki verður hægt reka hjúkrunarrými landsins við óbreyttar aðstæður án viðbótarfjármagns, segja Pétur Magnússon, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, og Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Pétur Magnússon, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Breytt hjúkrunarheimili
Geðhjúkrunarrýmum hefur m.a. fjölgað sem og yngra fólki, eldri einstaklingar eru einnig verr á sig komnir en áður, að sögn Péturs. Samkvæmt tölum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) eru 139 einstaklingar yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum. Pétur segir þennan yngri hóp reyndar fjölmennari en þessar tölur segi til um.

Kostnaður við þjónustuna ekki greindur
2700 hjúkrunarrými eru á landinu öllu og stjórnvöld kostnaðargreina ekki þjónustuna nema takmarkað, líkt og kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem kom út í byrjun árs. Samningurinn við hjúkrunarheimilin er langstærsti samningurinn sem gerður er af hálfu SÍ.

Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Vilja að stjórnvöld leggi til niðurskurðinn
Samninganefndir Samtakanna og Sambandsins krefja SÍ um tillögur um hvar skera eigi niður í þjónustunni. Það sé stjórnvalda að ákveða hvaða þjónustu eigi sleppa í ljósi þess að auknar skyldur eru lagðar á hjúkrunarheimilin með nýjum lögum, m.a. aukin krafa um persónuvernd sem mun kalla á nýtt starfsgildi hjá hjúkrunarheimilum og kosta þau á milli 400 til 800 milljónir.
Valgerður segir að samninganefndirnar hafi fengið afsvar um að fá fund með heilbrigðisráðherra.

„Álfar eru ekki síður spennandi en draugar“

Í bókinni Krossgötur fjalla Bryndís Björgvinsdóttir, þjóðfræðingur og rithöfundur, og Svala Ragnarsdóttir heimildaljósmyndari um álfatrú, álfabyggðir og aðra bannhelga staði á Íslandi, en við slíkum stöðum megum við mannfólkið ekki hrófla samkvæmt þjóðtrúnni. Bókin er einnig ljósmyndaverk þar sem Svala myndaði alla þá 54 staði sem fjallað er um í verkinu.

Bryndís Björgvinsdóttir. Mynd / Leifur Wilberg Orrason

„Ég hafði lengi vel mikinn áhuga á draugum en fannst álfar ekki eins spennandi,“ byrjar Bryndís þegar hún er spurð um tilurð bókarinnar. „Ég hef auðvitað menntun í þjóðfræði og þar stúderum við meðal annars þjóðsögurnar. Það var ekki fyrr en við Svala ákváðum að kortleggja álfabyggðir í Hafnarfirði út frá þjóðsögum sem þessi gríðarlegi áhugi á álfum kviknaði. Það var fyrir fjórum árum síðan. Ég hef komist svo sannarlega að því að álfar eru ekki síður spennandi en draugar. Í gegnum álfatrúna birtast ýmsir áhugaverðir siðir, og ýmislegt sem getur sagt okkur margt um samband manns og náttúru, bókmenntir, brandara, hrylling og sögu lands og þjóðar, svo eitthvað sé nefnt.“
Hún segir að niðurstöðurnar vegna bókarinnar hafi verið nokkrar. „Þær snerta meðal annars á samband kristni og álfa, sambandi drauga, dverga og álfa, og sambandi okkar mannfólksins við náttúruna þar sem við álítum álfana vera okkar næstu nágranna, um leið og þeir tilheyra öðrum heimi. Naktir klettar og hraun eru ekki dauð svæði og með því að líta til álfahefðarinnar sem er mjög forn, má sjá að hægt er að líta á þessa mjög svo íslensku náttúru sem lifandi náttúru – hún er lifandi að innan sem utan.

Við sumarhús rétt við Geysi í Haukadal stendur álfsteinninn Skyggnissteinn upp úr viðarpalli. Þegar húsið var byggt 1993 þurftu húsbyggjendur að lúta því skilyrði að hrófla ekki við steininum á lóðinni. Mynd / Svala Ragnarsdóttir.

Náttúran lifandi
Sjálf trúir Bryndís því að náttúran hafi gildi í sjálfri sér óháð okkur manninum og hún eigi að njóta þess að búa í góðu nágrannasambandi við okkur mannfólkið þar sem tekið sé tillit til hennar óháð okkar þörfum. „Álfatrúin endurspeglar slík viðhorf: að náttúran sé lifandi og að það sé ekki okkar að umbreyta henni í sífellu eftir því sem okkur hentar best hverju sinni. Álfatrúin biður okkur um að staldra við og hugsa til framtíðar og hvaða afleiðingar gjörðir okkar gagnvart stokkum og steinum kunna að hafa í stóra samhenginu. Á þann hátt trúi ég á álfa – sem náttúruvætti eða náttúran sjálf holdgerð. Á myndunum í bókinni okkar Svölu má „sjá“ álfa óbeint, það er að segja þau sýnilegu raunverulegu áhrif sem þessi forna hjátrú hefur á umhverfi okkar – vegalagningu, framkvæmdir, byggingar, sólpalla og slíkt.
Hver er þinn uppáhaldsálfastaður? Nú er stórt spurt. Líklegast Hamarinn í Hafnarfirði, sem lýst hefur verið sem fagurri álfahöll. Þar á að vera hátt til lofts og vítt til veggja. Fólk sem býr við Hamarinn hefur lýst góðum kynnum af álfum og þá sérstaklega sjálfri álfadrottningunni sem þar á að búa. Hún á það meðal annars til að fá lánaða hluti.“

Svala Ragnarsdóttir. Mynd / Richard King

Ýmislegt gert til að raska ekki ró álfanna
Bryndís stundaði alla rannsóknarvinnu með Svölu, þær ferðuðust saman um landið og tóku viðtöl. „Ég sá um textavinnuna en Svala tók myndir. Það var ótrúlega gott uppbrot að fá að ferðast um landið með yfirnáttúrunni og Svölu og kynnast landinu upp á nýtt út frá þessu sjónarhorni bannhelgrar náttúru, sögu og fornrar þjóðtrúar. Spjalla við allskonar fólk og heyra sögur þess.
Við komumst fljótlega að því að ekki var nóg að skoða bara álfasteina. Í bókinni er einnig fjallað um dvergasteina, álagabletti og álagasteina, völvuleiði og fornmannahauga. Í íslenskri þjóðtrú eru ótrúlega mörg fyrirbærin sem gæða landið yfirnáttúrulegu lífi. Skemmtilegast var að sjá hvernig mannfólkið hefur til dæmis lagt girðingar sínar í kringum fornmannahauga til að raska ekki ró hinna látnu, eða girðingar í kringum álfasteina til að halda okkur sjálfum frá álfum. Álfatrúin setur okkur mannfólkið líka í skemmtilegt og oft svolítið fallegt samhengi.“

„Fólk sem kaupir vændi er fólk sem beitir ofbeldi“

|
|

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segir að tilfinning þeirra sem vinna við málaflokkinn bendi til þess að margar íslenskar konur stundi vændi þó að ekki sé til tölfræði um það.

„Við höfum heyrt hjá þeim konum sem leita til okkar og eru að fá hjálp til að komast út úr vændi að það sé mjög mikil eftirspurn. Þær fá skilaboð í langan tíma á eftir og fyrirspurnir um vændið,“ segir Ragna Björg sem starfað hefur fyrir Bjarkarhlíð í tæp tvö ár. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis með það að markmiði að veita stuðning, ráðgjöf, fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Eins og fram kom í inngangi segir Ragna að tilfinning þeirra sem vinna við málaflokkinn bendi til þess að margar íslenskar konur stundi vændi þó að engin tölfræði styðji beint við það og það sama má segja um mansal. Tilfinning þeirra sem vinna í málaflokknum segir að mansal hafi aukist. Það sé líka algengt að konur sem leiti hér hælis hafi reynslu af mansali. En 85% þjónustuþega Bjarkarhlíðar eru Íslendingar.
„Flestar konur sem hafa óskað eftir aðstoð í Bjarkarhlíð vegna vændis hafa unnið á eigin vegum þó að þeim hafi boðist tilboð um að taka þátt í skipulögðu vændi. Allt vændi er í eðli sínu mansal þar sem aðgangur er keyptur að annarri manneskju og hennar frelsi til að ráða yfir eigin líkama og örlögum ekki virt. Neyslutengt vændi er einnig harður heimur þar sem manneskjan hefur að auki ekki fulla meðvitund til að taka ákvörðun um þátttöku sína í vændi.“

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Mynd / Hallur Karlsson

Vændi ein skaðlegasta afleiðing þess að hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi
Ragna segir að bakgrunnur kvenna sem leiðast út í vændi sé eins fjölbreyttur og þess fólks sem kaupir vændi. „Það sem flestar konur eiga þó sameiginlegt eru áföll tengd ofbeldi þar sem kynferðislegt ofbeldi í æsku eða kynferðisbrot eru algeng. Þannig lítum við á vændi sem sjálfskaðandi hegðun og afleiðingu kynferðisofbeldis. Við teljum að engin kona velji að stunda vændi en vegna aðstæðna sinna og neyðar leiðist konur út í vændi. Auk þess sem þetta er ein skaðlegasta afleiðing þess að hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi,“ segir Ragna.
„Vændi er kynlífsvinna „sexworking“ þar sem aðili borgar fyrir aðgang að líkama annarrar manneskju, í þeim tilgangi að stunda kynlíf á hans sínum forsendum. Sem gerir þessa athöfn að kynferðislegu ofbeldi því kynlíf og kynfrelsi er aðeins athöfn þar sem báðir aðilar standa jafnfætis og taka þátt í athöfninni saman. Fólk sem kaupir vændi er fólk sem beitir ofbeldi. Fólk sem virðir ekki mannréttindi og kynferðislegt frelsi fólks.“

Vantar sjóð fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi
Ragna tekur fram að það geti verið gríðarlega erfitt fjárhagslega, andlega og líkamlega fyrir konur að stíga út úr vændi og fá aðstoð. „Það er mikil skömm og vanlíðan sem fylgir vændi, ekki ósvipað og þolendur kynferðislegs ofbeldis þurfa að glíma við. Til að auðvelda konunum þessi erfiðu skref væri nauðsynlegt fyrir þær að hafa aðgang að sjóði sem þær gætu sótt um tímabundinn styrk til þess að koma undir sig fótunum á nýjan leik og vinna úr afleiðingum vændis og kynferðisofbeldis.“

Sjá einnig:

Vændismálum á borði lögreglu fækkar þrátt fyrir „sprengingu“

Innbrotum fjölgað: 997 innbrot tilkynnt það sem af er ári

Tilkynningum um innbrot hefur fjölgað töluvert undanfarið en 997 innbrot hafa verið tilkynnt það sem af er ári 2018.

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvembermánuð 2018 hefur verið birt. Skýrsluna má sjá á vef lögreglunnar. Í henni er að finna upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðustu 13 mánuður. Tölur skýrslunnar eru þá bornar saman við tölur síðustu þriggja ára.

Í skýrslunni má sjá að tilkynningum um innbrot hefur fjölgað töluvert undanfarið en 997 innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári 2018. Árið 2017 voru 816 innbrot tilkynnt og árið 2016 voru tilkynnt innbrot 792 samkvæmt skýrslunni.

Í nóvember bárust 142 tilkynningar um innbrot til lögreglu sem er óvenjumikið. Til samanburðar var tilkynnt um 101 innbrot í október. Tölurnar taka mið af innbrotum í fyrirtæki og stofnanir, heimahús, ökutæki og það sem er kallað „annað“ í skýrslunni. Hlutfallslega fjölgaði innbrotum í heimahús mest.

„Fjölgunin skýrist að einhverju leiti af fleiri tilkynningum um innbrotum í geymslur og bílskúra,“ segir á vef lögreglu.

Þess má geta að í byrjun desember varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að mögulega væri erlendur brotahópur kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. „Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum og láta vita um grunsamlegar mannaferðir í síma 112,“ segir á vefnum.

BBC fjallar um álfatrú Íslendinga

Í grein á BBC er fjallað um álfatrú Íslendinga og greint frá því að stórt hlutfall landsmanna trúi á álfa ef marka á könnun frá árinu 2007.

Í ferðagrein sem birtist á vef BBC í dag er fjallað um álfatrú Íslendinga. Greinin er byggð að hluta til á könnun frá árinu 2007 sem framkvæmd var af þjóðfræðinemum við Háskóla Íslands. Í umfjöllun BBC segir að niðurstaða könnunarinnar hafi leitt í ljós að um 62% Íslendinga telja að álfar séu til.

Þá er rætt við íslensku tónlistarkonuna Jófríði Ákadóttur og hennar álfatrú.

Jófríður segir blaðamanni frá stórum stein sem stóð á lóð í íbúðarhverfi í Reykjavík. Hún og vinir hennar trúðu að steinninn væri álfasteinn þegar þau voru krakkar. „Við vorum viss um að þetta væri álfasteinn og að við ættum ekki að trufla álfana. Hann var tvistar sinnum stærri en ég,“ sagði Jófríður sem einn daginn klifraði upp á steininn með herkjum.

Þegar ég lenti þá beit ég í vörina á mér og blóðið fossaði.

„Vinir mínir vöruðu mig við og sögðu þetta slæma hugmynd. Ég hoppaði niður og þegar ég lenti þá beit ég í vörina á mér og blóðið fossaði úr munni mínum. Ég hljóp heim grátandi og snerti þennan stein aldrei aftur.“

Blaðamaður BBC segir sögu Jófríðar alls ekki einstaka og að margir Íslendingar hafi svipaðar sögur að segja.

Þá er vísað í álfasögur Magnúsar Skarphéðinssonar og Sigtryggs Baldurssonar.

Greinina má lesa hér.

Oft löng og hlykkjótt leið og miklar tilfinningar

Nýjasta lína Farmers Market leit nýverið dagsins ljós. Bergþóra Guðnadóttir, yfirhönnuður Farmers Market, segir línuna vera ívið rómantískari heldur en eldri línur merkisins.

Aðspurð hvaðan innblásturinn kom segir Bergþóra: „Eins og ég hef gert hingað til held ég áfram að leika mér að arfinum og gera tilraunir með efni, form og mynstur. Litirnir eru sóttir í náttúruna, sem fyrr, en að þessu sinni er ég mjög upptekin af sterkum litum sem finnast á jarðhitasvæðum eins og í Landmannalaugum. Dökkgrænbláir, ryðrauðir og gulbrúnir tónar eru í aðalhlutverki í þessari línu.“

Dökkgrænbláir, ryðrauðir og gulbrúnir tónar eru í aðalhlutverki í nýjustu línu Farmers Market.

Blómamynstur er áberandi í nýju línunni. „Ég er mikið fyrir blóm en hef ekki unnið með þau sem mynstur fyrr en núna. Þannig að nýja línan mín sem ber nafnið Blómsturvellir er í dálitlu uppáhaldi. Þar hef ég látið búa til blómamynstur í jarðhita-litatónunum mínum og prenta á silki og viskós. Þar að auki erum við með nýja spari ullarsokka sem einnig eru blómum prýddir,“ útskýrir Bergþóra.

Nýja línan er ívið rómantískari en eldri línur merkisins.

Dökkgrænbláir, ryðrauðir og gulbrúnir tónar eru í aðalhlutverki í þessari línu.

„Ég hef verið að vinna að þessari línu í eitt og hálft ár og núna seint í haust var hún loks öll tilbúin og komin í verslanir. Það er oft löng og hlykkjótt leið og miklar tilfinningar frá hugmynd að tilbúinni vöru,“ segir Bergþóra.

Taka ekki óþarfa áhættu

Fyrsta lína Farmers Market kom út árið 2005. Síðan þá hefur merkið fest sig í sessi og flestir fagurkerar landsins ættu að kannast við fötin frá Farmers Market.

Flestir fagurkerar landsins ættu að kannast við fötin frá Farmers Market.

Spurð út í hver sé galdurinn að þessum farsæla rekstri segir Bergþóra: „Við höfum alltaf passað okkur á að sníða okkur stakk eftir vexti. Við erum bara tveir eigendur og það vill þannig til að við erum líka hjón svo að það er mikið í húfi fyrir okkur að taka ekki óþarfa áhættu. Þar að auki erum við bæði listamenntuð svo að viðskiptaeðlið er okkur ekki í blóð borið og við höfum orðið að tileinka okkur með tímanum.“

Við höfum alltaf passað okkur á að sníða okkur stakk eftir vexti.

Á þessum 13 árum hefur fyrirtækið vaxið hægt og rólega. „Fyrir utan hönnunarstúdíóið mitt rekum við tvær verslanir og vefverslun þannig að gott starfsfólk er lykilatriði og þar höfum við verið afar lánsöm bæði hvað varðar starfsfólk hér heima og samstarfsfólk erlendis,“ útskýrir Bergþóra. Hún bætir við að á þessu 13 ára tímabili hafi margt breyst í bransanum.

Myndir af nýju línunni tók Ari Magg.

„Það er margt sem hefur breyst frá því að við byrjuðum tveimur árum fyrir hrun. Það hafa orðið til mörg spennandi fyrirtæki og stórir draumar. Sum hafa lifað en önnur ekki svona eins og gengur og gerist. Það jákvæða að mínu mati er að íslenska hönnunarsenan virðist vera að slíta barnsskónum og ég held að hún geti orðið okkur mikilvægari en við gerum okkur grein fyrir núna. Mér finnst alltaf gaman að bera hönnunarsenuna saman við íslensku tónlistarsenuna sem er svona 20 árum á undan og hefur verið okkur afar dýrmæt.“

Myndir af nýjustu línu Farmers Market / Ari Magg

Tíu góð ráð fyrir barnaafmælið

|
|

Matarbloggarinn María Gomez deilir góðum ráðum sem koma sér vel fyrir þá sem eru að halda barnaafmæli.

María Gomez er snillingur í að halda veislur og er gestrisin með eindæmum. Á dögunum hélt hún glæsilegt afmæli fyrir dóttur sína sem varð þriggja ára. Veislan heppnaðist afar vel og fengum við því Maríu til að gefa lesendum góð ráð sem ættu að koma sér vel fyrir þá sem eru að fara að halda barnaafmæli.

„Heimagert gúmmelaði og þema í takt við áhugasvið barnsins er eitthvað sem ég legg ríka áherslu á þegar ég held barnaafmæli,“ segir María.

„Ég spyr kakkana mína alltaf hvernig köku þau vilja hafa og fæ oft mjög skýr svör,“ útskýrir María sem sníðir gjarnan afmælisþema í kringum afmæliskökuna sem börnin hennar biðja um. „Það dugir oft að hafa bara köku og servíettur í saman þema og þá er þetta komið.“

María tekur fram að það sé óþarfi að flækja hlutina. „Mér finnst að fólk eigi að njóta ferlisins og fara sínar leiðir í þessum málum. Ekki láta ýktar veislur, sem sjást oft á samfélagsmiðlum, hafa áhrif á það hvernig þeirra barnaafmæli á að vera.“

Mér finnst að fólk eigi að njóta ferlisins og fara sínar leiðir í þessum málum.

Meðfylgjandi eru tíu góð ráð fyrir barnaafmælið:

1 – Byrjið undirbúninginn snemma, um það bil tveimur vikum fyrr. Þá er gott að vera búin að ákveða hvernig afmælisköku þið ætlið að hafa og svo er tilvalið að kaupa diska, skraut og servíettur í kringum kökuna.

2 – Byrjið að baka kökubotna og annað sem hægt er að frysta snemma. Ég t.d. gerði litlar kjötbollur í viku fyrir afmælið. Þær frysti ég hráar og tók út daginn áður og eldaði á afmælisdaginn í ofni. Takið svo út kökubotnana daginn áður og skreytið kvöldið fyrir veisluna. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta léttir lífið að gera þetta svona.

3 – Ekki vera hrædd við að nota tilbúið kökumix á borð við Betty Crocker. Það er til gott úrval af slíku kökumixi sem bragðast afskaplega vel.

4 – Ef þið eruð ekki góð í að skreyta kökur má kaupa allskyns sniðugar sykurmassamyndir sem sett er ofan á kökuna. Svo er líka hægt að láta prenta mynd á sykurmassa til að setja á kökuna. Þá er líka hægt að kaupa tilbúin smjörkrem. Og ekki örvænta þó að kakan líti ekki út eins og hún sé keypt úti í bakaríi því það er langfallegast að sjá heimagerðar kökur foreldra sem gerðu sitt besta til að búa til fína köku handa barninu sínu.

Ekki örvænta þó að kakan líti ekki út eins og hún sé keypt úti í bakaríi.

5 – Ef þið treystið ykkur ekki í kökubaksturinn sjálf er ekkert að því að kaupa tilbúna köku og annað hvort skreyta sjálf eða kaupa hana tilbúna út í búð.

6 – Hafið meira af heitum réttum en kökum því þeir eru alltaf vinsælastir.

7 – Gerið heitu réttina daginn áður ef það er möguleiki. Ég mæli samt ekki með að gera rúllutertubrauðréttina fyrr en samdægurs.

8 – Dekkið borðið og skreytið ekki seinna en deginum fyrir afmælið.

9 – Leyfið afmælisbarninu að taka sem mestan þátt í undirbúningi og ferlinu því það gerir ofboðslega mikið fyrir barnið. Það skapar fallegar og góðar minningar.

10 – Að lokum reynið að njóta undirbúningsins. Ef þið gerið þetta allt tímanlega þá verður allt ferlið svo miklu skemmtilegra og maður nær að njóta afmælisins betur.

María deilir hér uppskrift að bragðsterkum brauðrétt sem hún segir fullkominn í barnaafmæli.

Bragðsterkur brauðréttur

Þessi réttur hentar vel í barnaafmæli.
  • 1 piparostur
  • 1 mexico-ostur
  • ca 100 gr rjómaostur
  • 4-5 dl matreiðslurjómi
  • 1 box af sveppir (250 gr)
  • 100 gr pepperoni
  • 1 beikonbréf
  • 2 dósir sýrður rjómi
  • 1/2 fransbrauð, tætt niður
  • Ananasdós
  • Rifinn ostur

Aðferð:

  1. Ostarnir og rjóminn eru settir í pott og bræddir, sýrða rjómanum síðan hrært saman við.
  2. Rífið brauðið niður og setjið í eldfast mót.
  3. Sveppir og beikon steikt á pönnu og raðað ofan á brauðið.
  4. Ananas skorin smátt og stráð yfir allt saman
  5. Pepperoni stráð þar ofan á og ostablöndunni hellt yfir.
  6. Að lokum er rifnum osti stráð yfir allt og gott er að setja ögn af papríkudufti yfir
  7. Bakað í ofni við 200°c í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til allt er orðið gyllinbrúnt

Mynd af Maríu / Unnur Magna
Mynd af brauðrétt / María Gomez

Sjá einnig: Kom í jólafrí til Íslands en snéri ekki til baka

„Bara rosalega þakklát og stolt líka“

|
|

Ásta Hafþórsdóttir leikgervahönnuður hefur verið að gera það gott í Noregi síðustu ár og unnið þar að hverju stórverkefninu á fætur öðru. Fram undan eru ýmis spennandi verkefni.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er stórframleiðandinn HBO Nordic um þessar mundir að vinna að nýrri spennuþáttaröð með Ágústu Evu Erlendsdóttur og Jóhannesi Hauki Jóhannssyni, sem kallast Beforeigners (Fremvandrerne). Þetta er ein umfangsmesta sjónvarpsframleiðsla sem Norðmenn hafa ráðist í en þau Ágústa Eva og Jóhannes Haukur eru ekki einu Íslendingarnir sem koma að verkinu því Ásta Hafþórsdóttir leikgervahönnuður vinnur að þáttunum og í samtali við Mannlíf segir hún að hún hafi verið hvort tveggja í senn skapandi og krefjandi ferli.

„Þetta eru náttúrlega 120 leikarar og 2000 aukaleikarar, þannig að getur rétt ímyndað þér það,“ segir hún og hlær. „Fyrir utan það þá koma persónur þáttanna frá mismunandi tímabilum, alveg frá steinöld til dagsins í dag og þ.a.l. liggur heilmikil heimildavinna á bakvið útlit hverrar persónu,“ bætir hún við en í þáttunum leika Jóhannes Haukur og Ágústa Eva víkinga sem skjóta skyndilega upp kollinum í Noregi nútímans og í kjölfarið kemur í ljós að þau eru tímaflakkarar.

Þetta eru náttúrlega 120 leikarar og 2000 aukaleikarar, þannig að getur rétt ímyndað þér það

„Í framrás þáttana aðlagast þau, og fleiri persónur sem koma úr fortíðinni, samfélagi nútímans og einn hluti af minni vinnu var að sýna myndrænt hvernig það gerist, með breytingum á útliti,“ útskýrir Ásta.

Orðuð við Óskarinn

Beforeigners er ekki fyrsta stórverkefnið sem Ásta kemur nálægt því hún á að baki langan og farsælan feril í kvikmyndabransanum, bæði hér á Íslandi og í Noregi þar sem hún hefur verið búsett frá árinu 2010. Hún segir að á þeim tíma séu verkefnin í Noregi mörg hver búin að vera skemmtileg og auk þess mjög ólík, allt frá ævintýramyndum fyrir börn upp í stórslysamyndir (Bølgen/The Wave og Skjelvet). Eiginlega sé erfitt að gera upp á milli þeirra en ef hún eigi að nefna tiltekin verkefni sem standi upp úr þá séu það einna helst tvö.

Annars vegar Netflix-víkinga-þættirnir Norsemen, vegna þess hversu mikla vinna þurfti að leggja í útlit persónanna þrátt fyrir lítið fjármagn, sem hafi verið gríðarleg áskorun. Hins vegar seinni heimsstyrjaldar kvikmyndin The 12th Man (Den 12. Mann) þar sem aðalpersónan, maður á flótta undan nasistum, missir m.a. fingur og tær og léttist um heil 20 kíló sem þurfti allt að leysast með sminki.

Stilla út Netflix-þáttunum Norsemen.

„Ætli The 12th Man sé ekki skemmtilegasta og mest krefjandi verkefni sem ég hef nokkurn tímann tekið mér fyrir hendur,“ segir hún en þess má geta að myndin hefur hlotið góða dóma víða erlendis og hefur Ásta verið orðuð við tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir sinn hlut. Hvort sem af verður eða ekki segir hún það vera mikinn heiður, eiginlega alveg magnað bara það eitt að hún skuli koma til greina. „Ég er bara rosalega þakklát fyrir það og stolt líka.“

Saknar vina og vandamanna á Íslandi

Aðspurð hvað hafi orðið til þess að hún flutti til Noregs á sínum tíma svarar Ásta að rétt eftir hrun hafi sér boðist vinna þar við sjónvarpsþætti sem til stóð að taka í fimm mánuði og hún hafi ákveðið að láta slag standa. Upp úr því sé hún búin að hafa nóg að gera enda þyki hún fær á sínu sviði og svo hafi hún einfaldlega verið „á réttum stað á réttum tíma“ þegar góð tækifæri buðust sem hafi opnað enn fleiri dyr í bransanum.

Síðustu ár sé búið að vera brjálað að gera og nú sé tími til kominn að slaka aðeins á og njóta árangursins, velja verkefnin vel og gefa sér meiri tíma í þau. Nokkur spennandi verk séu fram undan, m.a. vinna við forleik (prequel) Norsemen og endurgerð hinnar rómuðu myndar The Emmigrants (Utvandrarna, 1971). Þess utan segist Ásta ætla að finna stund milli stríða til að sinna betur uppbyggingu eigin fyrirtækis, Makeup design studio (www.makeupdesignstudio.no) sem hún á og rekur ásamt hægri hönd sinni Dimitru Drakopoulo.

En saknar hún þess aldrei að búa og starfa á Íslandi? „Jú, ég sakna vina minna og fjölskyldu mikið, þ.m.t. „bíó-fjölskyldunnar“, sem ég vann með í fimmtán ár og fyrstu árin var ég alltaf á leiðinni heim. En svo eignaðist ég tvíbura og gat ekki hugsað mér að vera einstæð móðir í bransanum heima. Vinnuumhverfið hér úti er bara hentugra, ég þarf t.d. ekki að vera verktaki heldur get ég verið launþegi sem felur í sér mikið öryggi, vinnudagarnir eru styttri og launin betri,“ segir hún en tekur fram Íslendingar séu hins vegar meiri atvinnumenn en Norðmenn á sumum sviðum, m.a. þegar kemur að aðbúnaði starfsmanna.

Í augnablikinu er fremur ólíklegt að ég snúi heim.

„Ég þurfti t.d. að setja það sem skilyrði fyrir þessu verkefni sem ég er í núna að ég fengi smink-rútu,“ segir hún. „Svoleiðis er ekki til í Noregi.“

Ertu þá alveg búin að skjóta rótum þarna úti? „Ja maður veit náttúrlega aldrei hvað gerist en í augnablikinu er fremur ólíklegt að ég snúi heim. Mér sýnist ástandið vera erfitt fyrir marga á Íslandi,“ segir hún en kveðst svo allt eins til í að prófa að búa á einhverjum heitari stað. „Ég er alltaf að skoða þá möguleika.“

Punkturinn yfir i-ið er glimmer og glans

Lily Depp skartaði glæsilegri förðun á rauða dreglinum í Cannes.

Það má með sanni segja að Lily Depp hafi dottið í genalukkupottinn en mamma hennar er Vanessa Paradis og pabbinn Johnny Depp.

Við kolféllum fyrir förðun hennar á rauða dreglinum í Cannes en hversu viðeigandi er gylltur augnskuggi og kattar-eyeliner við nude varir á þessum árstíma? Punkturinn yfir i-ið er svo glimmer og glans á réttum stöðum.

Hér eru þær snyrtivörur sem förðunarfræðingur Vikunnar mælir með til að framkalla þessa kynþokkafullu förðun.

Liturinn Spanish Pink frá Tom Ford er hinn fullkomni nude-varalitur.
Liturinn Moonstone frá Becca er í uppáhaldi hjá mörgum og er hinn fullkomni highlighter litur.
Við elskum Pillow Talk-varablýantinn frá Charlotte Tilbury til að ramma varirnar inn og þær virka stærri.
Fyrsta Naked-augnskuggapallettan frá Urban Decay hættir í framleiðslu. Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í þetta klassíska eintak. Litirnir í henni henta fullkomlega í þetta útlit.
Face and Body frá MAC er léttur og náttúrulegur farði
Lash Paradise er einn mest seldi maskari í heiminum í dag. Augnhárin sýnast þykkari til muna.
Blautur kinnalitur býr til einstaklega frísklegt útlit. Pot Rouge frá Bobbi Brown má nota á varir og kinnar.
Slide On – augnblýanturinn frá Nyx er tilvalinn í vatnslúíu augnanna.
La Base Pro Hydra Glow frá Lancôme er ljómandi farðagrunnur sem nærir húðina.

Játaði að hafa myrt fyrrverandi konu sína og tengdamóður

Maður að nafni Janbaz Tarin hefur játað að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og tengdamóður.

21 árs maður að nafni Janbaz Tarin hefur játað að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, Raneem Oudeh, og tengdamóður sína, Khaola Saleem, í ágúst. Konurnar stakk hann fyrir utan heimili Saleem, í enska bænum Solihull, með þeim afleiðingum að þær létust.

Tarin og Oudeh voru gift en Oudeh sótti um skilnað þegar hún komst að því að eiginmaður hennar átti aðra konu og fjölskyldu í Afganistan. Tarin er sagður hafa verið ofbeldisfullur gagnvart Oudeh á meðan þau voru saman og eftir að Oudeh sleit sambandinu hélt hann áfram að áreita hana. Hún sótti um nálgunarbann á hann. Þess má geta að þau Tarin og Oudeh giftu sig að íslömskum sið en hjónabandið var ekki löggilt í Englandi.

Í frétt BBC segir að Tarin hafi eytt deginum sem morðið átti sér stað í að hafa uppi á mæðgunum. Þær höfðu hringt í lögregluna og óskað eftir aðstoð rétt áður en Tarin réðst á þær. Þegar lögregla kom á vettvang voru mæðgurnar látnar. Oudeh skilur eftir sig tveggja ára son.

Málið er til rannsóknar er Tarin hefur játað verknaðinn.

Mynd / af vef BBC

Segja auglýsinguna vera „alvarlega árás á atvinnurekendur“

Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Samtaka verslunar og þjónustu eru ekki hrifin af nýjustu auglýsingu VR.

Ný auglýsing frá stéttarfélaginu VR fer fyrir brjóstið á Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu og Margréti Sanders stjórnarformanns SVÞ. Að þeirra mati er auglýsingin ekki í takt við raunveruleikann.

Í auglýsingunni má sjá Georg Bjarnfreðarson, karakter sem birtist fyrst í  Næturvaktinni, sem verslunareiganda sem fer heldur illa með starfsmann sinn. Í auglýsingunni er fólk minnt á að kynna sér réttindi sín í desember. Þau Andrés og Margrét segja skilaboð auglýsingarinnar vera „alvarlega árás á atvinnurekendur“. Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Þær sjónvarpsauglýsingar frá VR sem birtast þessa dagana eru að mati SVÞ fjarri öllum raunveruleika um það hvernig vinnuveitendur umgangast starfsfólk sitt. Það handrit að mannlegum harmleik sem sett er á svið á kómískan en um leið gildishlaðinn hátt er verulega vandmeðfarið og ekki til þess fallið að gera gaman að. Við þekkjum a.m.k. ekki þann vinnuveitanda sem vill misbjóða starfsfólki sínu á þann veg sem þar er lýst. Þó að mörgum þyki þessar auglýsingar með þeim hætti að þær nái að kitla hláturtaugar hjá fólki er undirtónn þeirra og þau skilaboð sem þær senda mjög alvarleg árás á atvinnurekendur almennt,“ segir meðal annars í pistlinum.

Pistil Andrésar og Margrétar má lesa í heild sinni á vef SVÞ.

Ekki allir sem halda gleðileg jól

Bloggararnir á Pigment.is standa þessa stundina fyrir jólahappdrætti til styrktar sjálfsvígsforvarnasamtökunum Píeta. Með happdrættinu er vakin athygli á að margir eiga um sárt að binda í kringum jólahátíðina.

„Okkur finnst rosalega gaman að gleðja lesendur en langaði að ganga skrefinu lengra og láta gott af okkur leiða þetta árið,“ segir Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir, stofnandi og eigandi Pigment.is, um jóladagahappadrætti sem bloggarar á Pigment.is standa fyrir.

Um jólahappdrætti til styrktar sjálfsvígsforvarnasamtökunum Píeta er að ræða. Samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur þeirra sem falla fyrir eigin hendi.

„Jólin er tími gjafaleikja og verslanir og áhrifavaldar eru að stofna til margra slíkra. Við höfum alltaf staðið fyrir vinsælu jóladagatali sem þúsundir hafi tekið þátt í en þetta árið langaði okkur að bjóða upp á tilgangsmeiri leik,“ útskýrir Gunnhildur.

Jólin ekki gleðileg hjá öllum

Gunnhildur bendir á að ekki séu allir sem halda gleðileg jól og það má ekki gleymast. „Við höfum það flest blessunarlega gott um jólin en það eru þó margir þarna úti sem finnast þeir vera einir og hafa engan til að tala við. Skammdegið hefur líka slæm áhrif á margt fólk. Við viljum hvetja þá sem þurfa á því að halda að leita sér hjálpar,“ segir hún.

Við viljum hvetja þá sem þurfa á því að halda að leita sér hjálpar.

Sjálf missti Gunnhildur vin árið 2014. Hann svipti sig lífi og þess vegna langaði Gunnhildi að styrkja Píeta samtökin. „Mig langaði að styrkja Píeta, sérstaklega í ljósi þess að þessi vinur minn lagði mikið upp úr því að hjálpa öðrum og vildi vera til staðar fyrir fólk sem leið illa, sérstaklega um jólin. Hann hélt til dæmis tvisvar sinnum jól fyrir fólk sem hafði engan stað til að vera á,“ segir Gunnhildur.

Gunnhildur hvetur fólk til að taka þátt í jólahappdrætti Pigment.is enda sé til mikils að vinna, til dæmis eru úlpur og snyrtivörur meðal vinninga. „Samstarfsaðilar okkar hafa útvegað glæsilega vinninga. En við minnum auðvitað á að þó svo að allir hreppi ekki vinning þá er fólk að styrkja rosalega gott málefni með því að taka þátt,“ segir Gunnhildur glöð í bragði.

Áhugasamir geta lesið leikreglurnar á vef Pigment.is.

Átta milljarðar fram úr áætlun

Aðsend mynd

Vaðlaheiðargöngin verða formlega opnuð 12. janúar nk. en umferð verður hleypt fyrr í gegn. Verklok voru áætluð tveimur árum fyrr en gangagerðin hófst sumarið 2013 og hefur því tekið rúmlega fimm ár. Óvænt fossaði bæði heitt og kalt vatn úr berginu í miðjum framkvæmdum sem stöðvuðust í meira en eitt samfellt ár á tímabilinu.

Kostnaður var metinn 9 milljarðar en nú er búist við að framkvæmdin hafi kostað um 17 milljarða að mati stjórnarformanns Vaðlaheiðarganga hf., Hilmars Gunnlaussonar. Fyrirtækið er að megni til í eigu Akureyrarkaupstaðar og KEA á móti rúmum 40 prósentahlut ríkisins.

Árið 2012 lánaði ríkið til framkvæmdarinnar 8,7 milljarða og síðar aftur 4,7 milljarða. Hilmar sagði í viðtali í 21 að langtímafjármögnun þyrfti og leitað yrði til ýmissa sem hafi trú á verkefninu þegar göngin verða komin í fulla umferð.

Göngin sem eru 7,2 km milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals stytta vegalengdina milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km. Gjald verður 1500 krónur fyrir fólksbíl en frá 700 upp í 1250 séu fleiri ferðir keyptar í einu.

Hvaða menn eru þetta?

LEIÐARI Árið 2009 var gerð breyting á íslenskum hegningarlögum og kaup á vændi gerð ólögleg. Fram að því hafði seljendum verið refsað en þarna varð sú tímamótabreyting á að í stað þess að líta á fólk í vændi sem glæpamenn var hinu ámælisverða snúið upp á þann sem gat hugsað sér að nýta sér neyð þeirra. Þessi leið löggjafans var umdeild og er enn. Þær raddir heyrast enn að vændi sé elsta atvinnugreinin, að fólk eigi að vera frjálst að því að selja líkama sinn, sýnist því svo og mun verra væri fyrir konur að þræla sér út fyrir skítalaun í ömurlegu starfi. Allt ofangreint er hins vegar frámunalega heimskulegt. Í fyrsta lagi eru engar haldbærar sannanir fyrir því að fólk hafi selt aðgang að líkama sínum frá ómunatíð og til eru mörg frumstæð samfélög þar sem vændi er ekki til. Svo er líka undarlegt að telja að vegna þess að eitthvað hafi viðgengist lengi sé það í lagi. Fólki er frjálst að fara með líkama sinn að vild en eftir því sem þekking manna á högum þeirra er stunda vændi eykst því augljósara er að fæstir kjósa þetta. Einhvers konar nauðung er nánast alltaf grundvallarástæða. Sár fátækt býr að baki í mörgum tilfellum, vændi er einnig algeng leið til að fjármagna fíkn og sumir eru gerðir út af samviskulausu fólki sem hirðir stóran hluta ágóðans.

„Fólki er frjálst að fara með líkama sinn að vild en eftir því sem þekking manna á högum þeirra er stunda vændi eykst því augljósara er að fæstir kjósa þetta.“

En hvaða manneskjur eru það sem fara út og geta hugsað sér að kaupa kynlífsþjónustu af niðurbrotnu fólki og horuðum unglingskrökkum með sprautuförin í olnbogabótinni og sársauka í augunum? Ef marka má nýlegar sænskar og bandarískar rannsóknir eru það Jói í næsta húsi sem var svo elskulegar að keyra stelpuna þína á fótboltaæfingu, geðþekki maðurinn í fimmtugsafmæli bestu vinkonu þinnar og hann Nonni sem er alltaf svo hress í vinnunni eða kennari sonar þíns. Einstaklingar sem eiga fjölskyldur, sinna börnunum sínum af kostgæfni, vinna sjálfboðastörf hjá góðgerðafélögum og eru virtir fagmenn. En sjá ekkert athugavert við að draga upp veskið og borga nokkra skitna þúsundkalla fyrir að fá að þröngva sér inn í líkama annarrar manneskju og sumir hverjir telja sig eiga inni að fá að misþyrma þeim í ofanálag.

Líkt og þrælahaldarar fyrri tíma sjá þeir ekkert athugavert við að notfæra sér annað fólk á allan þann máta er hentar þeim. Peningar hafa skipt um hendur og þeim sem lét þá af hendi er þar með veitt frítt spil til að krefjast alls, eira engu og ganga eins langt og honum sýnist. Er eitthvað undarlegt að sjálfsmorð séu algengari meðal kvenna í vændi en nokkurs annars hóps? Er skrýtið að fólk í vændi deyfi sig með vímuefnum? Margar manneskjur ná sér aldrei, hvorki andlega né líkamlega, eftir viðskipti sín við vændiskaupendur. Sama hvað þær reyna þá þeir sitja í tauga- og vöðvaminni líkamans og í sálinni. Þess vegna eru vændiskaup ólögleg á Íslandi, við viljum ekki samfélag þar sem svona ofbeldi líðst.

 

Steik fyrir sælkera

|
|

Jólin eru sá tími sem fólk er hvað vanafastast með sinn mat en alltaf er gaman að reyna að koma á óvart með einhverjum litlum nýjungum, þarf ekki að vera mikið; ný sósa, nýr kryddhjúpur á kjötið eða nýjar kartöflur. Um að gera er að festast ekki alltaf í því sama. Hér er jólasteikin færð í nýjan búning.

Fátt jafnast á við góða lambasteik.

INNBAKAÐ LAMB MEÐ SVEPPUM OG BEIKONI
fyrir 4
Hérna er á ferðinni réttur sem er í líkingu við Wellington-naut sem er vel þekktur nautaréttur en í stað nautsins nota ég lamb og í stað hráskinkunnar nota ég beikon. Þessi réttur er mjög hátíðlegur og fullkominn fyrir fólk sem vill ekki naut eða vill hreinlega breyta aðeins til.

800 g lambainnralæri, í 200 g steikum
1 askja sveppir, saxaðir
200 g þykkar beikonsneiðar, skornar í litla bita
10 g brauðraspur
15 g steinselja
4 blöð smjördeig
1 egg
olía
salt og pipar

Hitið ofn í 200°C. Steikið sveppina og beikonið þar til það verður vel stökkt, bætið brauðraspinum og steinseljunni saman við og kælið þetta síðan. Brúnið lambakjötið vel á heitri pönnunni á öllum hliðum í 3 mín. Takið af og leyfið að rjúka aðeins úr því. Skerið smjördeigið í tvo hluta, þannig að þið fáið 8 bita, og fletjið það örlítið út með kefli. Komið fyllingunni fyrir á smjördeigsbita, leggið steikina ofan á og setjið meiri fyllingu ofan á kjötið. Setjið annan bita af smjördeigi yfir og þéttið vel með endunum allan hringinn. Endurtakið þar til þið hafið fengið nógu margar steikur. Penslið með eggi, setjið á plötu og bakið í 20 mín. Takið út og leyfið að hvíla í 8 mín. áður en skorið.

Umsjón / Hinrik Carl Ellertsson
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Falleg perla í Eyjum

Vestmannaeyjar skörtuðu sínu fegursta þegar okkur bar að garði í reisulegt hús snemma dags í septembermánuði. Það leynir sér ekki þegar inn í húsið er komið að þarna býr mikið smekkfólk. Hugguleg litapalletta og vandað efnisval einkenna heimilið sem skreytt er fallegum málverkum og munum sem margir hverjir hafa tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna.

Berglind Sigmarsdóttir

Frá því að hjónin góðkunnu, Berglind Sigmarsdóttir rithöfundur og Sigurður Gíslason matreiðslumeistari, keyptu húsið fyrir fimm árum hafa þau lagst í ýmiskonar framkvæmdir. Þau hafa meðal annars byggt við húsið til þess að stækka eldhúsið og útkoman er hreint út sagt æðisleg. „Húsið var upphaflega byggt í kringum 1920, síðan var byggt ofan á það árið 1960. Þegar við keyptum húsið árið 2013 var efsta hæðin alveg hrá svo við þurftum að byrja á því að klára hana alla. Eins þurftum við að gera heilmikið á neðstu hæðinni en þar var meira að segja moldargólf í einu herberginu, það hafði aldrei verið steypt,“ segir Berglind brosandi þegar hún rifjar upp framkvæmdirnar sem þau hafa ráðist í undanfarin ár.

Viðbygging og eldhúsinnrétting sem hæfa húsinu
Berglind og Siggi, eins og hann er gjarnan kallaður, eru bæði fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Þau fóru ung að árum á vit ævintýranna en það var ekki fyrr en árið 2013 að þau ákváðu að flytja aftur heim á æskuslóðirnar með börnin sín fjögur. „Mér finnst alveg æðislegt að vera svona nálægt fjölskyldunni, eins er með krakkana, hérna eru þau svo frjáls og geta kíkt yfir til ömmu og afa hvenær sem er,“ segir hún alsæl á heimaslóðum. Hjónin fóru í miklar framkvæmdir síðastliðið sumar þegar þau ákváðu að byggja við húsið til þess að stækka og opna eldhúsið. ,,Okkur fannst mikið atriði að viðbyggingin yrði þannig að það væri eins og hún hefði alltaf verið hluti af húsinu. Við vildum ekki timbur eða eitthvað slíkt heldur er viðbyggingin bara steypt rétt eins og húsið,“ útskýrir Berglind.

Í eldhúsinu eru hvítar flísar lagðar í fiskibeinamynstri upp í loft og borðplata úr carrara-marmara sem fer einstaklega vel með grárri eldhúsinnréttingunni en Berglind segir þau hjónin hafa verið sammála um mikilvægi þess að velja eldhúsinnréttingu sem hæfði húsinu frekar en að finna einhverja nýtískulegri. Þau viti sömuleiðis vel hvað þau vilja enda fer líf þeirra að miklu leyti fram í eldhúsum. ,,Það kom til dæmis ekkert annað til greina en að hafa gas. Okkur finnst lýsingin líka skipta miklu máli og sömuleiðis skipulagið og vinnuaðstaðan.“ Í eldhúsinu, má meðal annars finna krana fyrir ofan eldavélina og uppþvottavél sem þrífur leirtauið á einni mínútu, þetta eru atriði sem mögulega aðeins fólk sem brennur fyrir matargerð og starf sitt hugsar fyrir.

Elda líka heima
Okkur lék forvitni á að vita hvort þetta fallega eldhús væri mikið notað eða hvort maturinn kæmi frekar úr öðrum eldhúsum þeirra hjóna. Berglind og Siggi eiga tvo veitingastaði hérna í bænum, GOTT og Pítsugerðina. Eru þið samt dugleg að elda heima líka? „Já, við erum það. Það er bara hluti af fjölskyldusamfélaginu okkar. Að setjast niður og borða saman eða halda matarboð. Ég er meira í því að baka á meðan Siggi eldar,“ segir Berglind sem vill að allir séu velkomnir inn á heimilið, jafnt vinir þeirra, vinir barnanna, fjölskylda og aðrir.

Bláir tónar og verk sem gefa kraft
Inni í stofunni er sama notalega stemningin og í eldhúsinu. Stofan var nýlega máluð í fölbláum lit en Berglind virðist einstaklega lagin við að skapa hlýlega stemningu þrátt fyrir kalda grunntóna. „Ég elska liti, ég reyni samt að hafa húsgögnin frekar klassísk og skreyta með litum.“ Og það þarf varla að spyrja Berglindi hver hennar uppáhaldslitur sé; „blár, allir bláir tónar,“ segir hún brosandi. Við borðstofuborðið, sem Berglind keypti á markaði í Reykjavík og lét setja á nýtt leður, stendur bókahilla. Þar er bókunum smekklega raðað eftir litum en hver einasta bók í hillunni er matreiðslubók ,,Þetta er svona þegar líf manns snýst um mat,“ segir Berglind sem sjálf hefur gefið út þrjár matreiðslubækur.

Í stofunni er líka að finna fallegan myndavegg en ætli sé saga á bak við allar myndirnar? ,,Já, eiginlega. Prestsfrúin hérna í bænum, Gíslína Dögg, hélt sýningu sem hét Konur í þátíð þar sem hún vildi mála allar þær konur sem ekki hafði verið getið í mannkynssögunni. Það eru til svo margar styttur af karlmönnum en þetta er sagan þeirra, kvennanna. Þar sem ég er jafnréttissinni og femínisti finnst mér myndirnar tvær af konunum gefa mér ákveðinn kraft,“ en á veggnum má eining finna veggspjald eftir listamanninn Odee og fallegt kort, sem yngsti sonur Berglindar gaf henni, í bland við eldri verk.

Texti / Katrín Andrésdóttir
Myndir / Unnur Magna

Vændismálum á borði lögreglu fækkar þrátt fyrir „sprengingu“

Á sama tíma og framboð vændisþjónustu á Íslandi hefur aldrei verið meira hafa vændiskaupamál á borði lögreglu sjaldan verið færri. Augum stjórnvalda hefur fyrst og fremst verið beint gegn mansali og skipulagðri glæpastarfsemi en þrátt fyrir það hefur ekki verið ákært fyrir mansal síðan 2010.

Samkvæmt mati lögreglunnar hefur orðið „sprenging í vændi“ á undanförnum árum. Ástæða þess er tiltölulega borðleggjandi, það er stóraukinn fjöldi ferðamanna og uppgangur í íslensku efnahagslífi. Ísland er vitaskuld engin undantekning að þessu leyti enda gildir lögmálið um framboð og eftirspurn um vændi rétt eins og aðra þjónustu. Samhliða aukningu á bæði framboði og eftirspurn hafa leiðir til að bjóða og verða sér úti um og hýsa þjónustuna orðið fleiri og aðgengilegri.

Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi kemur fram að sala vændis á Íslandi fari meðal annars fram innan lokaðra hópa á samfélagsmiðlum. Hafa miðlar á borð við Facebook, WhatsApp, Instragram og Tinder verið notaðir til þessa. Einnig hafi fjölgað mjög vændisauglýsingum á netsíðum og samfélagsmiðlum sem beint er að Íslandi. Ekki þarf mikla netkunnáttu til að komast inn á slíkar heimasíður því einföld Google-leit vísar á heimasíður sem augljóslega bjóða vændi undir flaggi fylgdarþjónustu. Allar konurnar sem boðnar eru til kaups eru af erlendu bergi brotnar en gefin eru upp íslensk símanúmer til að setja sig í samband við þær.

„Bann við kaupum á vændi sendir jafnframt þau skilaboð í samfélagið að það sé litið alvarlegum augum að kaupa sér aðgang að líkama fólks og að ekki sé ásættanlegt á Íslandi að nýta sér neyð annarra í kynferðislegum tilgangi.“

Í skýrslunni segir einnig að götuvændi sé lítt sjáanlegt á Íslandi en þekkt sé að vændisstarfsemi fari fram á næturklúbbum þar sem boðið er upp á „listrænan dans“ og að á höfuðborgarsvæðinu séu „þrír þekktir næturklúbbar“ starfarandi. Í flestum tilfellum fara viðskiptin fram á stöðunum sjálfum en kaupendum er síðan vísað á húsnæði annars staðar þar sem vændið fer fram. Er þá einkum um að ræða gistiheimili eða íbúðir sem eru leigðar til starfseminnar, en gistiheimilum og íbúðum til útleigu í gegnum forrit eins og Airbnb hefur stórfjölgað á Íslandi á undanförnum árum. Ekki er langt síðan Mannlíf ræddi við eiganda íbúðar sem hann leigði út á Airbnb og grunaði að gestir þar væru viðriðnir vændisstarfsemi.

Sænska leiðin ekki haft áhrif á eftirspurn
Sjaldgæft er að vændismál rati inn á borð lögreglu, þó með einni stórri undantekningu. Fram til ársins 2007 var vændi ólöglegt á Íslandi en það ár samþykkti Alþingi lög sem leyfðu vændisstarfsemi en bönnuðu þriðja aðila að hagnast á henni. Það var gert til að koma í veg fyrir hórmang. Árið 2009 samþykkti Alþingi að fara hina svokölluðu sænsku leið, það er að banna kaup á vændi. Það var með þeim rökum að koma ábyrgðinni af vændi yfir á þann sem borgar fyrir vændið enda almennt litið svo á að þeir sem neyðast út í vændi séu þolendur á meðan kaupendur séu gerendur. Eins og segir í greinargerð frumvarpsins: „Bann við kaupum á vændi sendir jafnframt þau skilaboð í samfélagið að það sé litið alvarlegum augum að kaupa sér aðgang að líkama fólks og að ekki sé ásættanlegt á Íslandi að nýta sér neyð annarra í kynferðislegum tilgangi.“

Skiptar skoðanir eru um hvort sænska leiðin hafi reynst vel eða illa. Hafi sænsku leiðinni verið ætlað að hefta eftirspurnina eftir vændi er ljóst að það hefur mistekist. Tölfræðin hnígur í sömu átt. Frá árinu 2009, þegar lögin voru samþykkt, hefur fjölda skráðra vændisbrota hjá lögreglu fækkað jafnt og þétt og voru þau einungis 5 talsins árið 2017. Undantekningin er árið 2013 þegar 175 mál voru skráð hjá lögreglunni en það ár var farið í sérstakt átak til að sporna við vændiskaupum. Árið eftir var fjöldinn kominn niður í 13 skráð mál.

Nær ekkert hefur verið ákært fyrir vændiskaup undanfarin ár en árið 2015 höfðu alls 85 ákærur verið gefnar út. Í þeim málum sem enduðu með sakfellingu voru viðkomandi aðilar sektaðir um 100 þúsund krónur þótt refsiramminn hljóði upp á allt að eins árs fangelsi.

Lögreglan hefur viðurkennt að hún hafi ekki bolmagn til að fylgja eftir eftirliti og rannsókn með „hefðbundinni“ vændisstarfsemi.

Áherslan á mansal
Lögreglan hefur viðurkennt að hún hafi ekki bolmagn til að fylgja eftir eftirliti og rannsókn með „hefðbundinni“ vændisstarfsemi. Enda spurning hversu mikla áherslu áherslu skuli leggja á málaflokkinn þegar viðurlögin nema einungis 100 þúsund króna sekt. Þess í stað hefur áhersla löggæsluyfirvalda beinst að mansali sem oft er tengt vændi. Í áðurnefndri skýrslu lögreglustjóra segir að líklegt sé að sumar þær erlendu kvenna sem stunda vændi á Íslandi, bæði í lengri og skemmri tíma, búi við nauðung. Í einhverjum tilvikum fylgi erlendir karlmenn konunum og hafi hugsanlega með þeim eftirlit á meðan þær dveljast hér. Þá njóti einhverjar kvennanna aðstoðar og milligöngu fólks sem búsett er á Íslandi.

En rétt eins og í vændismálunum er fátt um ákærur þegar kemur að mansali. Í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal er Ísland sett í 2. flokk af fjórum eftir að hafa skipað 1. flokk um árabil. Gagnrýnt er að ekki hafi verið ákært fyrir mansal síðan 2010 og að þekkingu á málaflokknum sé ábótavant. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði niðurstöðu skýrslunnar byggjast á vanþekkingu á íslensku réttarfari en benti um leið á að löggæsla hafi verið efld til muna og meiri þungi lagður í fræðslu til handa þeim sem fari með rannsókn mála af þessu tagi. Þá stóð til að ný aðgerðaráætlun gegn mansali yrði lögð fram í haust en vinna við hana stendur enn yfir.

Gulu vestin höfðu sitt fram en vilja meira

|||
|||

Þau mótmæltu bensínhækkun og ríkisstjórnin gaf eftir. Þau mótmæltu bágum kjörum lágstéttarinnar og lágmarkslaun voru hækkuð. Þau mótmæltu auknum álögum á eldri borgara og þær voru dregnar til baka. Í flestum meginatriðum hafði hreyfingin sem kennir sig við gulu vestin náð fram breytingum sem voru langt umfram vonir. En gulu vestin vilja meira og óvíst er hvort franskt samfélag og efnahagur þolir meira.

 

Eftir fjögurra vikna mótmæli um allt Frakkland, þar sem tveir lágu í valnum og hundruð særðust, ávarpaði Emmanuel Macron, forseti landsins, þjóð sína á mánudagskvöld og viðurkenndi mistök og lofaði um leið bót og betrun.

Emanuel Macron var kjörinn til valda í fyrra á grundvelli loforða um að nútímavæða franskan efnahag sem hefur glímt við stöðnun í langan tíma. Macron hefur náð árangri en engan veginn í takt við væntingar.

Áður hafði umdeild eldsneytishækkun, sem var rót mótmælanna, verið dregin til baka en það hafði ekkert gert til að draga úr ólgunni sem hafði beinst að öðrum meinum samfélagsins. Í ávarpi sínu fordæmdi Macron það ofbeldi sem fylgdi mótmælunum en um leið sagðist hann skilja djúpstæða reiði almennings sem að mörgu leyti væri lögmæt reiði. Hann viðurkenndi jafnframt að margir þjóðfélagshópar upplifðu sig afskiptalausa og að það hefði í allt of langan tíma verið látið viðgangast.

„Gul vesti og skattaréttlæti. Ef hann vill verða forseti á næsta áratug, þá verður Macron að koma aftur á eignaskatti og nota tekjurnar til þess að koma til móts við þá sem verða verst úti af kolefnisskatti, sem verður að gerast.“
– Thomas Piketty hagfræðingur.

Macron boðaði 7 prósenta hækkun lágmarkslauna, afnám skattahækkana á ellilífeyrisþega, afnám skattheimtu á yfirvinnu og hvatti til þess að launþegar fengju skattfrjálsan jólabónus. Macron ætlar þó ekki að falla frá umdeildu afnámi eignaskatts sem hann segir nauðsynlegt til að örva franskt efnahagslíf. Þetta voru meiri tilslakanir en fyrir fram hafði verið búist við og í raun mikill sigur fyrir gulu vestin sem höfðu kallað fram grundvallarbreytingar á franskri efnahagsstefnu á mettíma. Talað hefur verið um að þetta séu einhver áhrifamestu mótmæli síðari tíma.

Reiðin og óánægjan kraumar enn undir og fleiri hópar hafa hoppað á vagninn.

En reiðin og óánægjan kraumar enn undir og fleiri hópar hafa hoppað á vagninn. Búist er við fimmtu mótmælunum næstkomandi laugardag. Mótmælin hafa þegar kostað Frakkland gríðarlegar fjárhæðir. Pakkinn sem Macron kynnti hljóðar upp á 15 milljarða evra og þá er ótalinn beinn og óbeinn kostnaður vegna mótmælanna sjálfra. Sambærilegar aðstæður – misskipting auðæfa, óþreyja gagnvart elítunni, afskiptalausar milli- og lágstéttir í dreifbýli o.s.frv. – hafa leitt popúlista og öfgamenn til valda annars staðar í heiminum. Í Bandaríkjunum, Ítalíu, Brasilíu, Ungverjalandi, á Filippseyjum og víðar. Þá fyrst kemur í ljós á hversu styrkum stoðum franskt lýðræði hvílir.

Samfélagsmeinin mörg
Fyrstu og fjölmennustu mótmælin, sem fljótt brutust út í óeirðir, þann 17. Nóvember, beindust gegn fyrirhuguðum hækkunum á álögum á eldsneyti sem var ein af aðgerðum ríkisstjórnar Frakklands í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Ríkisstjórnin dró hækkanirnar til baka í byrjun desember en það gerði lítið til að lægja öldurnar því þá þegar höfðu mótmælin einnig tekið að beinast að öðrum vandamálum fransks samfélags. Þar bar hæst aukinn ójöfnuður, bæði á milli hinna best og verst settu sem og milli þéttbýlis og dreifðari byggða. Mótmælin hafa stórskaðað franskan efnahag. Bæði nemur tjónið vegna þeirra skemmda sem mótmælendur urðu valdir af milljónum evra, auk þess sem áætlað er að franskir smásalar hafi tapað upp undir milljarði evra vegna minni sölu í kringum óeirðirnar.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi hafa notað óeirðirnar í París til að hampa eigin pólitískum hagsmunum.

Frakkland er risi í hægagangi
Emanuel Macron var kjörinn til valda í fyrra á grundvelli loforða um að nútímavæða franskan efnahag sem hefur glímt við stöðnun í langan tíma. Macron hefur náð árangri en engan veginn í takt við væntingar. Ríkustu þjóðfélagshóparnir hafa efnast hratt á sama tíma og lágstéttar- og millistéttarhópar hafa setið eftir á sama tíma og framfærslukostnaður hefur hækkað. Hagvöxtur mælist 1,8 prósent en er mikið til bundinn við París og aðrar stórborgir og þótt atvinnuleysi undir stjórn Macrons hafi farið niður í 9,1 prósent úr 10,1 prósenti er það enn tvöfalt meira en í Þýskalandi. Franskur vinnumarkaður er afar ósveigjanlegur og rétt eins og fyrri leiðtogum Frakklands hefur Macron gengið afar illa við að ná fram breytingum sökum harðrar andstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem nota hvert tækifæri til að mótmæla og boða til verkfalla.

Þórðargleði í Washington og Moskvu
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi hafa notað óeirðirnar í París til að hampa eigin pólitískum hagsmunum. Donald Trump sagði mótmælin sýna að ákvörðun hans um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu hafi verið rétt. Eftir ítrekaðar færslur á Twitter sá utanríkisráðherra Frakklands sig tilneyddan til að biðja Trump um að láta af afskiptum á málefnum Frakklands. Rússneskir fjölmiðlar, hliðhollir stjórnvöldum í Kreml, hafa sömuleiðis lagt ofurkapp á að greina frá mótmælunum og flutt margar fréttir sem er beinlínis uppspuni, til að mynda þær að lögreglulið hafi gengið í lið með mótmælendum. Þá rannsakar franska leyniþjónustan hvort að rússneskir Twitter- aðgangar tengdir Kreml hafi kynt undir mótmælunum, en að minnsta kosti 600 slíkir hafa á liðnum vikum dreift linnulausum fréttum af mótmælunum, mörgum hverjum falsfréttum. Það sama hefur öfgahægrið í Bandaríkjunum gert.

„Áhyggjur fólksins spruttu ekki upp í gær. Við höfum orðið samdauna þeim. Þetta eru 40 ár af gremju sem nú er að koma upp á yfirborðið.“
– Emmanuel Macron, forseti Frakklands.

Óreiðukenndar kröfur gulu vestanna
Skoðanakannanir í Frakklandi sem gerðar voru eftir ávarp Macron á mánudagskvöld sýndu að rúmlega helmingur Frakka telur að kominn sé tími til að binda enda á mótmælin. Erfitt er að henda reiður á hvað gerist næst. Aðrir hópar hafa hoppað á vagninn – stúdentar, anarkistar, fasistar og aðrir popúlistar. Einhverjir mótmælenda hafa séð sér hag í að stofna stjórnmálahreyfingu upp úr gulu vestunum og var nokkurs konar stefnuskrá birt á dögunum. Sú stefnuskrá er afar popúlísk og mótsagnakennd og ógjörningur að hrinda henni í framkvæmd án þess að steypa ríkissjóði í glötun. Þannig er bæði talað um gríðarlegar skattalækkanir á sama tíma og stóraukin ríkisútgjöld. Hreyfing gulra vesta hefur sprottið upp í öðrum Evrópuríkjum, svo sem í Belgíu, Hollandi og Serbíu en ekki í viðlíka mæli og í Frakklandi.

 

Ráðin framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada

||
Arna Kristín Einarsdóttir sinfonía Íslands.||

Arna Kristín Einarsdóttir, sem hefur verið framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands undanfarin ár, hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Þjóðarhljómsveitar Kanada, National Arts Centre Orchestra, og hefur hún störf með vorinu.

Texti / Svava Jónsdóttir

Arna Kristín Einarsdóttir var ráðin sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2013 og er ráðið í stöðuna til fjögurra ára í senn. Samkvæmt lögum hljómsveitarinnar er hægt að endurráða í stöðuna í önnur fjögur ár en ekki oftar. Arna Kristín var endurráðin árið 2017 og því farin að leiða hugann að hvað tæki við eftir örfá ár þegar haft var samband við hana í sumar og hún spurð hvort hún hefði áhuga á að sækja um sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveit Kanada, National Arts Centre Orchestra, í Ottawa.
„Ég hugsaði mig aðeins um og sagðist svo vera spennt og hófst þá ferlið þar til ég stóð ein eftir og var ráðin. Það magnaðasta var að það var ekki bara haft samband við mig frá þessari hljómsveit heldur var líka hringt frá skosku þjóðarhljómsveitinni. Ferlið í Kanada var lengra komið og buðu þeir mér á endanum samning sem ég gat eiginlega ekki afþakkað. Þá ákvað ég að draga mig út úr hinu ferlinu en ég var líka komin langt þar. Skoska þjóðarhljómsveitin var líka mjög spennandi kostur.
Stundum finnst manni við á Íslandi vera á jaðrinum og að augu heimsins nái ekki alltaf hingað en þetta kom úr ólíkum áttum þannig að það er greinilegt að það er tekið eftir því sem við erum að gera hérna.“

„Vonandi verður þetta þannig að maður geti látið til sín taka og það þarf alltaf nokkur ár í það; sérstaklega í þessum sinfóníska heimi en það er alltaf skipulagt svo ótrúlega langt fram í tímann,“ segir Arna Kristín. Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir

Getur vonandi látið til sín taka
Arna Kristín segir að National Arts Centre Orchestra sé mjög áhugaverð hljómsveit.
„Hún var stofnuð árið 1969 og tengist því að opnað var menningarsetur, National Arts Center, í Ottawa þar sem hljómsveitin æfir og kemur fram. Þar er líka leikhús – enskt leikhús, franskt leikhús og dansleikhús og núna eru þeir að fara af stað með frumbyggjaleikhús. Ég mun einnig starfa með þessu teymi sem býr til dagskrá fyrir allt þetta hús en þar er viðburður á nær hverju kvöldi.“
Arna Kristín segir að hún geti alveg látið sig dreyma stóra drauma. „Þetta er ótímabundin ráðning og fólkið þarna virðist vera gott fólk. Þetta virðist vera þéttur hópur. Það vinna um 25 manns á skrifstofu hljómsveitarinnar, 10 manns á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en um 300 manns vinna í allri miðstöðinni. Það verður merkilegt að kynnast því. Vonandi verður þetta þannig að maður geti látið til sín taka en það þarf alltaf nokkur ár í það; sérstaklega í þessum sinfóníska heimi en það er alltaf skipulagt svo langt fram í tímann.“

„Hóf nám daginn sem ég átti að eiga son minn“
Arna Kristín byrjaði að læra á þverflautu þegar hún var níu ára og útskrifaðist með einleikarapróf í flautuleik frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1990. Hún stundaði framhaldsnám í flautuleik í Indiana University í Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan með láði árið 1992. Hún hélt svo áfram námi við Royal Northern College of Music í Manchester og lauk þaðan postgraduate diploma árið 1996. Hún gegndi stöðu 2. flautuleikara Sinfóníuhjómsveitar Íslands á árunum 2000-2004.
„Ég bjó í Manchester í sex ár og keypti hús þar og var ekkert á leiðinni heim þegar ég vann prufuspil hjá Sinfóníunni árið 2000 í afleysingastöðu og spilaði með hljómsveitinni næstu árin. Það var æðislegur tími. Fasti flautuleikarinn ákvað svo að gefa frá sér stöðuna og samkvæmt reglum hljómsveitarinnar þurfti að auglýsa hana þar sem þetta var ekki lengur tímabundið heldur föst ráðning. Ég þurfti að fara aftur í prufuspil og var komin sjö mánuði á leið og var ekki alveg nógu mikill nagli. Maður þarf að vera svakalegur nagli til að vinna svona prufuspil.“
Arna Kristín fékk ekki stöðuna sem hún segir að hafi verið heilmikið áfall.
„Ég ákvað þá að fara í meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og hóf nám daginn sem ég átti að eiga eldri son minn.“
Arna Kristín útskrifaðist árið 2007. Hún var tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2007-2013 eða þar til hún hóf störf sem framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar.

Góður árangur
Arna Kristín segir að rekstur hljómsveitarinnar hafi gengið vel undanfarin ár.
„Við höfum náð mjög góðum árangri, bæði hvað varðar reksturinn og listræna þætti. Ég er kannski hvað stoltust af því að á sama tíma og við náðum að rétta af reksturinn og greiða niður umtalsverðar skuldir stofnunarinnar sem er nú skuldlaus þá höfum við styrkt listrænt teymi hljómsveitarinnar og náð auknum, alþjóðlegum sýnileika. Til marks um það erum við nýkomin úr magnaðri tónleikaferð um Japan þar sem við lékum fyrir um 24.000 manns og höfum fengið boð um fleiri tónleikaferðir á næstu starfsárum. Slíkar ferðir eru gríðarleg landkynning fyrir Ísland. Við höfum líka lagt mikla áherslu á að ná til breiðs hóps tónleikagesta með samstarfi við hljómsveitir og listamenn á borð við Skálmöld, Emilíönu Torrini og uppistandarann Ara Eldjárn. Fræðslustarfið hefur líka stóreflst á síðustu árum. Það eru því margir þættir sem spila saman.
Harpa hefur að mörgu leyti komið okkur á kortið, gert okkur sýnilegri og skapað hljómsveitinni kjöraðstæður til að vaxa og dafna í. Við höfum líka verið svo heppin að fá til liðs við okkur tvö tónskáld, Daníel Bjarnason og svo Önnu Þorvaldsdóttur, sem bæði hafa náð ótrúlega langt í list sinni á alþjóðlegum vettvangi. Samvinna við þau hefur gert það að verkum að við erum í samfloti við virtustu hljómsveitir heims á borð við Los Angeles fílharmóníuna og Berlínar fílharmóníuna um að panta tónverk eftir þau. Það skiptir miklu máli að vera nefnd í sömu andrá og í samhengi við þessar hljómsveitir.
Það má heldur ekki gleyma hlut aðalhljómsveitarstjórans, Yan Pascal Tortelier, og heiðursstjórnendanna okkar Osmo Vanska og Vladimir Ashkenazy. Þessir menn gefa hljómsveitinni þann gæðastimpil að hún er eftirsótt af öðrum hljómsveitarstjórnum og einleikurum heim að sækja.
Ég held að það gleymist oft að Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar í raun í alþjóðlegu samhengi og hefur gert alla tíð. Alveg frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1950 hafa hingað komið á hverju starfsári erlendir hljómsveitarstjórar og einleikarar til að starfa með hljómsveitinni.“
Arna Kristín og fjölskylda hennar flytja til Ottawa með vorinu. „Þau bíða eftir mér en ég vil ganga vel frá hlutum hér og það þarf náttúrlega að finna arftaka og koma honum inn í starfið. Hjarta mitt mun alltaf slá fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að vinna með svo frábæru fólki hjá Sinfóníunni og mér finnst ég vera mikillar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að vera á þessu ferðalagi með þeim. Fyrir mér hefur þetta ekki snúist um persónulegan metnað; þetta snýst bara um einhverja dýpri sannfæringu og trú á því sem við erum að gera.“

Mennignarmiðstöðin þar sem Arna Kristín mun starfa. Mynd / Aðsend

„Líður eins og ég sé trúboði“
Arna Kristín segir að starf sitt sé ástríða. „Þetta er ekki bara einhver vinna. Mér líður stundum eins og ég sé í hálfgerðu trúboði; ég þarf svo mikið að segja heiminum hvað tónlist sé magnað fyrirbæri og sinfónísk tónlist mikill galdur en í gegnum hana kynnumst við tónlistarstarfi sem geymir einhver fegurstu listaverk mannsandans; tónlist sem sameinar ólíka menningarheima en allir geta skilið og tengt við.“
Ég hef mætt á alla tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 2007 nema ef ég hef verið í útlöndum. Þetta er þannig vinna. Ef ég er spurð um áhugamál þá svara ég að mér finnst æðislegt að fara á skíði og ég hleyp til að halda mér í formi en maður lifir og hrærist í þessu. Ég hef þurft að gera þetta upp við mig; það er bara vinnan og fjölskyldan. Það hefur því verið minni tími fyrir vinina – ég og vinkona mín höfum þó hlaupið saman og ég er í leikhúsklúbbi og saumaklúbbi – en ég hef ekki getað sótt eins marga tónleika fyrir utan Sinfó-tónleika eins og ég hefði gjarnan viljað.“
Hún segist spila sjaldan á flautuna sína. „Því miður. Það koma stundir þegar mig byrjar að klæja og ef ég fer að spila aftur þá held ég að ég myndi byrja á að æfa Bach-sónöturnar. Ég hef í rauninni aldrei saknað þess að vera hljóðfæraleikari á sviði. Mér finnst mjög gaman að vera framkvæmdastjóri og ég fæ mikla útrás fyrir sköpun í því starfi. Ég kem af stað hlutum og sé til þess að þeir verði að veruleika og ég fæ að horfa á stóru myndina. Og mér finnst stóra myndin vera svo skemmtileg og spennandi.“
Esjan, Akrafjall og Skarðsheiði og hafið bláa blasir við úr skrifstofu Örnu Kristínar í Hörpu. Hún neitar því ekki að hún muni sakna útsýnisins.
„Ég mun auðvitað sakna þess að vera í þessu húsi, Hörpu. Það er enn þannig þegar ég kem í vinnu að ég trúi þessu einhvern veginn ekki; að þessi draumur hafi orðið að veruleika. Að þetta langþráða tónlistarhús hafi risið úr rústum hrunsins og lýsi okkur nú í myrkrinu eins og viti. Mér finnst þetta hús hafa haft svo mikið að segja fyrir íslenskt samfélag. Þess vegna skiptir svo miklu máli hvaða tónn er gefinn hér innanhúss. Harpa þarf að vera trú tónlistinni sem hún var byggð yfir.“

„Ætlaði bara að prufa og bakka út þegar ég vildi“

Það hvarflaði ekki að henni að vændið myndi hafa eins miklar afleiðingar og raun bar vitni. Kona sem stundaði vændi í nokkra mánuði í kringum aldamótin 2000 segir hér sína sögu. Enn þann dag í dag rekst hún reglulega á menn sem keyptu vændi af henni. Hún segir það alltaf jafnerfitt.

„Ég var í láglaunastarfi á þessum tíma og átti engan varasjóð eða neitt,“ segir kona sem stundaði vændi í um átta mánaða skeið í kringum aldamótin 2000. Hún kýs nafnleynd vegna barna sinna.

Hún segir fjárhagsörðugleika hafa verið helstu ástæðuna fyrir því að hún ákvað að fara út í vændi. Konan var að nálgast þrítugt á þessu tímabili.

„Ég upplifði það þannig að ég hefði ekkert bakland og sá fram á að enda á götunni ef ég myndi ekki ná að redda mér pening. Launin mín dekkuðu engan veginn leigu á húsnæði og að lifa á Íslandi,“ útskýrir hún. Hún tekur fram að hún hafi átt góða að en kunni ekki við á þessum tíma að biðja sína nánustu um aðstoð.

„Mér datt þá í huga að prófa að selja mig. Þetta er eitthvað sem ég hafði aldrei leitt hugann að áður. En ég hafði séð kvikmyndir og þætti í gegnum tíðina þar sem líf vændiskonunnar var sett fram sem einhver heillandi heimur. Þannig að mig grunaði ekki að þetta gæti verið eitthvað annað en það.“

Gríðarleg viðbrögð við vændisauglýsingu

Konan segist hafa verið hikandi í fyrstu en ákvað svo að prófa að búa til síðu á Einkamál.is og auglýsa sig þar. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Auglýsingin fékk alveg rosaleg viðbrögð. Skilaboðin hrúguðust inn. Þau voru meira og minna frá giftum mönnum og þeir voru ekkert endilega að hylja sig. Menn voru bara tilbúnir að treysta einhverri manneskju á Netinu fyrir upplýsingum um sig,“ útskýrir konan. Hún tekur fram að meirihluti mannanna sem settu sig í samband við hana og vildu kaupa vændi hafi virkað venjulegir fjölskyldumenn.

Þegar ég lít til baka sé ég hvað ég var saklaus á þessum tíma.

Eftir að hafa spjallað við nokkra menn í gegnum Netið ákvað konan að hitta einn mannanna. „Þegar ég lít til baka sé ég hvað ég var saklaus á þessum tíma. Ég gat engan veginn meðtekið það sem ég var að fara út í. Mér leið bara eins og ég væri að fara á deit.“

Konan segir að fyrstu skiptin hafi verið henni tiltölulega auðveld. Hún hitti mennina ýmist á hótelum eða í bílum til að byrja með.

„Ég var sjálf ekki með húsnæði á þessum tíma. En ég náði að safna mér peningum tiltölulega fljótt og fór þá að leigja dýrt húsnæði hjá einhverju leigufélagi. En ég átti náttúrlega ekkert innbú þannig að ég þurfti að byrja á að kaupa allt svoleiðis og tók það á raðgreiðslum.“

Eftir því sem skiptunum fjölgaði fór þetta að verða óþægilegra.

Hún tekur fram að henni leið ekki illa með að stunda vændi fyrsta einn og hálfan mánuðinn, innst inni vissi hún þó að þetta væri ekki „eðlilegt“, eins og hún orðar það. „En eftir því sem skiptunum fjölgaði fór þetta að verða óþægilegra.“

Festist í skuldasúpu

„Um leið og ég var komin með mitt eigið heimili og fór að taka þessa menn inn á heimilið varð þetta ógeðslegra. Mér fór að líða illa þá. Ég hafði alltaf talið mér trú um að mér þætti í lagi að selja mig en ég gat það ekki um leið og þeir voru komnir inn á heimilið. Þetta voru oft ógeðslegir menn, þó svo að stór hluti hafi bara verið fínustu menn, venjulegir og viðkunnanlegir. En hluti þeirra voru virkilega ógeðslegir menn sem ég var hrædd við. Og það var augljóst að ég var ógeðsleg í þeirra augum, þeir töluðu niður til mín og hringdu jafnvel í aðra menn og töluðu um mig við þá, fyrir framan mig, mæltu með mér og fleira,“ segir konan þegar hún rifjar þetta tímabil upp.

Á þessum tímapunkti langaði hana virkilega að hætta að stunda vændi en dýra leiguhúsnæðið og afborganir af húsgögnum urðu til þess að konan upplifði sig fasta í skuldasúpu og henni fannst hún ekki geta hætt að stunda vændi. „Þetta var dýrt húsnæði, ég þurfti að reka það og borga af húsgögnunum og mér fannst ég þurfa að standa við þessar skuldbindingar. Svo er auðvitað ekkert grín að spjara sig fjárhagslega á Íslandi.“

Mér fannst allt í kringum þetta svo skítugt og ég upplifði mig alltaf skítuga.

Konan náði að leyna því fyrir sínum nánustu að hún stundaði vændi. Spurð út í hvort fólk í kringum hana hafi ekki verið farið að spyrja spurninga segir hún: „Jú, fólk spurði mig hvernig ég gæti verið að kaupa öll þessi húsgögn og leigja svona dýrt húsnæði en ég náði alltaf að klóra mig út úr því án þess að svara.“

Vændinu og feluleiknum í kringum fylgdi mikil vanlíðan sem jókst bara með tímanum. „Mér fannst allt í kringum þetta svo skítugt og ég upplifði mig alltaf skítuga. Ég keypti mér meira að segja einhvern ódýran síma því ég vildi ekki fá símhringingar frá þessum mönnum í farsímann minn sem ég notaði í daglegu lífi.

Þannig að ég var með tvo síma í veskinu og þetta var allt saman mikið laumuspil.“

Konan lýsir því að hún hafði verið orðin mjög taugaveikluð á þessum tíma, alltaf hrædd um að fólk í kringum hana kæmist að leyndarmáli hennar. „Þetta var feluleikur og lygar út í eitt. Ég hætti meira að segja að drekka áfengi. Mér hafði alltaf þótt gaman að fara út og skemmta mér og halda partí en ég hætti því algjörlega. Ég var svo hrædd um að tala af mér. Enda hélt ég að fólk myndi loka á mig ef það kæmist að þessu.“

Svo hafði ég yfirleitt ekki efni á mat því að allur peningur fór í að reka þetta heimili mitt, ég var heppin ef ég fékk matarafganga í vinnunni.

Eftir nokkra mánuði í vændi var konan orðin þunglynd og átti erfitt með svefn. „Ég gat ekki sofið í rúminu mínu, mér fannst það svo ógeðslegt. Þannig að ég reyndi að sofa í stofunni. Ég lokaði bara inn í svefnherbergið og vildi ekki fara þar inn. Svo hafði ég yfirleitt ekki efni á mat því að allur peningur fór í að reka þetta heimili mitt, ég var heppin ef ég fékk matarafganga í vinnunni,“ segir konan þegar hún lýsir dapurlegum raunveruleika sínum á þessum tíma.

Spurð út í hvort hún hafi leitt hugann að því, þegar hún ákvað að byrja að stunda vændi, hvaða afleiðingar það væri haft í för með sér svarar hún neitandi.

„Ég hugsaði alls ekki út í mögulegar afleiðingar. Þetta var bara einhver leikaraskapur. Ég ætlaði bara að prufa og bakka út þegar ég vildi, gera þetta á mínum forsendum og mínum hraða. Ég hélt að ég gæti verið við stjórnvölinn. En það var aldrei þannig. Um leið og ég var stigin inn í þetta var ég búin að missa stjórnina. Ég var alltaf valdalaus í þessum aðstæðum. Ég hélt ég gæti valið kúnnana vel en svo var ekki. Alveg sama hvað ég reyndi að vanda mig, þá var ég alltaf með óbragð í munninum eftir á.“

Um leið og ég var stigin inn í þetta var ég búin að missa stjórnina.

Geðheilsan gaf sig

Eftir um átta mánuði í vændi gaf andlega heilsan sig hjá konunni. „Ég brotnaði niður í vinnunni og yfirmaður minn fór með mig upp á bráðamóttöku geðdeildar. Svo í kjölfarið leitaði ég til Stígamóta. Þá byrjaði ég að tala við mína nánustu um hvað hafði verið í gangi,“ segir konan. Það var fólki mikið áfall að heyra af þessu, að hennar sögn.

„Fólki fannst erfitt að vita af mér í þessum sporum. En það reyndi samt að fela viðbrögðin.“

Konan er þakklát þeim stuðningi sem hún fékk í Stígamótum. „Stærsta hjálpin fyrir mig var að komast í Svanahóp hjá Stígamótum, að sjá að það voru fleiri konur í sömu sporum og ég. Oft leið mér nefnilega eins og ég hlyti að vera eina konan á Íslandi sem hefði farið þessa leið. Þegar ég kom inn í Stígamót sá ég að það var stór hópur kvenna sem í neyð sinni fór þessa leið. Og þær konur sem ég hef kynnst í gegnum hópinn hafa margar svipaða sögu og ég að segja; þær reyndu að telja sér trú um að þetta væri eitthvað sem þær vildu gera en í raun voru þær algjörlega á síðustu bensíndropunum,“ útskýrir hún og tekur fram að vinnan í Svanahópnum geti verið afar krefjandi.

Konan tekur fram að þó að hún hafi verið í vændi í um átta mánuði líði henni eins og þetta hafi verið mun lengri tími. „Mér líður eins og þetta hafi verið mörg ár. Þetta er rosalegur blettur á minni lífssögu.“

Mennirnir skömmustulegir í dag

Konan glímir enn við afleiðingar þess að hafa verið í vændi, næstum tuttugu árum síðar. „Það er erfitt að keyra sumar slóðir og svo framvegis. Staðir og kennileiti vekja upp minningar um þennan tíma.“

Konan þarf einnig að hitta suma þessara manna í sínu daglega lífi. „Suma mennina þekki ég í dag og þarf að hitta reglulega, það er rosalega erfitt. En þetta er ekkert rætt. Það er bara látið eins og ekkert hafi ískorist. Þeir verða samt allir voðalega vandræðalegir og skömmustulegir og ég fer öll í baklás. Það er mjög erfitt að vera minnt á þetta erfiða tímabil reglulega.“

Þeir verða samt allir voðalega vandræðalegir og skömmustulegir og ég fer öll í baklás.

Þegar hún segir blaðamanni frá mönnunum sem um ræðir talar hún um þá sem viðskiptavini en tekur svo fram: „Ég vil samt ekki kalla þá viðskiptavini. Í mínum huga eru þeir bara ofbeldismenn. Fyrir mér er það fólk sem kaupir sér vændi að beita ofbeldi.“

Vændið afleiðing kynferðisofbeldis

Eins og áður hefur komið fram hefur konan leitað sér ráðgjafar hjá Stígamótum ásamt því að vinna í sjálfri sér með sálfræðingi síðan hún hætti að stunda vændi. Hún segir þetta vera stöðuga vinnu sem aldrei ljúki.

Í dag hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að vændið sé afleiðing kynferðisofbeldis sem hún varð fyrir sem barn.

„Sem barn lærði ég að slökkva á tilfinningum mínum þegar var verið að misnota mig kynferðislega. Ég var komin með meistarapróf í því. Þannig að þegar ég byrjaði að stunda vændi var auðvelt fyrir mig að slökkva bara á mér. Ég var engan veginn tengd tilfinningum mínum þegar þeir voru að hamast á mér.  Að sjálfsögðu var ég að leika leikrit fyrir þá en samt algjörlega búin að slökkva á mér. Það var bara eins og ég hefði opnað bringuna á mér og tekið hjartað út og sett það inn í skáp á meðan.“

Ég var engan veginn tengd tilfinningum mínum þegar þeir voru að hamast á mér.

Konan lýsir því hvernig kynferðislega ofbeldið úr æsku hafði áhrif á hugsunarhátt hennar eftir að hún varð fullorðin. „Ég hafði orðið fyrir síendurteknu ofbeldi í gegnum ævina þannig að mér var nokkuð sama þótt einhver ókunnugur maður væri að hamast á mér, ég fékk þá alla vega peninga fyrir það. Þannig leit ég á þetta. Það var hvort sem er búið að brjóta á mér áður þannig að mér fannst ekki skipta neinu máli hver færi upp á mig.“

Hún segist hafa áttað sig á þessari tengingu þegar hún fór að vinna í sér með sálfræðingi. „Þegar ég fór að gróa aðeins sá ég að vændið var afleiðing þess sem ég lenti í sem barn.“

Ekki bara útlenskar konur

Konan segir það stundum trufla sig að í umræðunni um vændi á Íslandi er oft eingöngu talað um konur af erlendum uppruna.

„Það er alltaf talað um útlenskar konur, oft konur sem eru mansalsfórnarlömb. Það er auðvitað hræðilegt en vandamálið er stærra og flóknara en það. Það gleymist oft að það er líka margt íslenskt fólk sem í neyð sinni fer þessa leið. Mér finnst vera kominn tími til að viðurkenna það. Og langstærsti hluti fólks sem fer þessa leið er með kynferðisofbeldissögu á bakinu,“ útskýrir konan sem kallar eftir aukinni fræðslu um vandamálið sem vændi er á Íslandi.

Hún bendir á að það fólk sem fer þessa leið festist oft í vítahring, líkt og hún gerði vegna fjárhagsörðugleika.

Langstærsti hluti fólks sem fer þessa leið er með kynferðisofbeldissögu á bakinu.

„Ég gat þó alla vega hætt eftir þessa átta mánuði. Ég hafði bakland og gat fengið aðstoð. En það eru bara ekki allir sem geta hætt. Ég var heppin en ég veit um konur sem eru alltaf að reyna að hætta en svo koma óvænt útgjöld og þá er þetta leiðin sem þær kunna og þekkja.“

Konan viðurkennir að það hafi hvarflað að henni nokkrum sinnum eftir að hún hætti að stunda vændi að byrja aftur vegna fjárhagsvandræða. „Ef ég lendi í óvæntum útgjöldum er þetta alltaf fyrsta hugsun. Sem betur fer hef ég aldrei látið verða af því. En í eitt skipti bjó ég meira að segja til aðgang á Einkamál.is, en blessunarlega var síðunni minni eytt strax, það er alveg tekið fyrir þetta í dag.“

Vill aukna fræðslu um vændi

Í dag vill konan miðla upplýsingum og fræða fólk. „Mögulega hjálpar mín saga einhverjum. Ég myndi klárlega koma í viðtöl undir nafni ef ekki væri fyrir börnin mín.“

Ég vil að þau frétti það frá mér í staðinn fyrir að heyra þetta úti í bæ.

Hún segir að einn daginn munu börnin hennar þó fá að vita af þessu tímabili í lífi hennar. „Þegar börnin mín eru komin á þann aldur til að skilja þetta mun ég segja þeim frá þessu, ég vil að þau frétti það frá mér í staðinn fyrir að heyra þetta úti í bæ,“ útskýrir konan.

Hún tekur fram að hún hafi lært að tileinka sér jákvæðan hugsunarhátt á seinni árum. „Ég reyni að hugsa á jákvæðum nótum um þetta erfiða tímabil. Reyni að líta á þetta sem tækifæri sem ég fékk til að vinna í sjálfri mér. Og tækifæri til að fræða aðra. Ég væri svo til í að sjá fleiri konur sem hafa verið í þessari stöðu taka sig saman og stíga fram og fræða fólk. Samtakamáttur kvenna er rosalega sterkur og mikill. Ég bíð eftir að sjá stíga fram hóp kvenna sem hafa verið í sömu sporum og ég.“

Mynd / Hallur Karlsson

Sjá líka: „Hvað fær menn til að kaupa vændi?“

Persónuverndin kostar hundruði milljóna

||
||

Hjúkrunarheimili landsins í mikilli óvissu.

Eftir / Lindu Blöndal

Ekki verður hægt reka hjúkrunarrými landsins við óbreyttar aðstæður án viðbótarfjármagns, segja Pétur Magnússon, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, og Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Pétur Magnússon, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Breytt hjúkrunarheimili
Geðhjúkrunarrýmum hefur m.a. fjölgað sem og yngra fólki, eldri einstaklingar eru einnig verr á sig komnir en áður, að sögn Péturs. Samkvæmt tölum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) eru 139 einstaklingar yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum. Pétur segir þennan yngri hóp reyndar fjölmennari en þessar tölur segi til um.

Kostnaður við þjónustuna ekki greindur
2700 hjúkrunarrými eru á landinu öllu og stjórnvöld kostnaðargreina ekki þjónustuna nema takmarkað, líkt og kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem kom út í byrjun árs. Samningurinn við hjúkrunarheimilin er langstærsti samningurinn sem gerður er af hálfu SÍ.

Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Vilja að stjórnvöld leggi til niðurskurðinn
Samninganefndir Samtakanna og Sambandsins krefja SÍ um tillögur um hvar skera eigi niður í þjónustunni. Það sé stjórnvalda að ákveða hvaða þjónustu eigi sleppa í ljósi þess að auknar skyldur eru lagðar á hjúkrunarheimilin með nýjum lögum, m.a. aukin krafa um persónuvernd sem mun kalla á nýtt starfsgildi hjá hjúkrunarheimilum og kosta þau á milli 400 til 800 milljónir.
Valgerður segir að samninganefndirnar hafi fengið afsvar um að fá fund með heilbrigðisráðherra.

„Álfar eru ekki síður spennandi en draugar“

Í bókinni Krossgötur fjalla Bryndís Björgvinsdóttir, þjóðfræðingur og rithöfundur, og Svala Ragnarsdóttir heimildaljósmyndari um álfatrú, álfabyggðir og aðra bannhelga staði á Íslandi, en við slíkum stöðum megum við mannfólkið ekki hrófla samkvæmt þjóðtrúnni. Bókin er einnig ljósmyndaverk þar sem Svala myndaði alla þá 54 staði sem fjallað er um í verkinu.

Bryndís Björgvinsdóttir. Mynd / Leifur Wilberg Orrason

„Ég hafði lengi vel mikinn áhuga á draugum en fannst álfar ekki eins spennandi,“ byrjar Bryndís þegar hún er spurð um tilurð bókarinnar. „Ég hef auðvitað menntun í þjóðfræði og þar stúderum við meðal annars þjóðsögurnar. Það var ekki fyrr en við Svala ákváðum að kortleggja álfabyggðir í Hafnarfirði út frá þjóðsögum sem þessi gríðarlegi áhugi á álfum kviknaði. Það var fyrir fjórum árum síðan. Ég hef komist svo sannarlega að því að álfar eru ekki síður spennandi en draugar. Í gegnum álfatrúna birtast ýmsir áhugaverðir siðir, og ýmislegt sem getur sagt okkur margt um samband manns og náttúru, bókmenntir, brandara, hrylling og sögu lands og þjóðar, svo eitthvað sé nefnt.“
Hún segir að niðurstöðurnar vegna bókarinnar hafi verið nokkrar. „Þær snerta meðal annars á samband kristni og álfa, sambandi drauga, dverga og álfa, og sambandi okkar mannfólksins við náttúruna þar sem við álítum álfana vera okkar næstu nágranna, um leið og þeir tilheyra öðrum heimi. Naktir klettar og hraun eru ekki dauð svæði og með því að líta til álfahefðarinnar sem er mjög forn, má sjá að hægt er að líta á þessa mjög svo íslensku náttúru sem lifandi náttúru – hún er lifandi að innan sem utan.

Við sumarhús rétt við Geysi í Haukadal stendur álfsteinninn Skyggnissteinn upp úr viðarpalli. Þegar húsið var byggt 1993 þurftu húsbyggjendur að lúta því skilyrði að hrófla ekki við steininum á lóðinni. Mynd / Svala Ragnarsdóttir.

Náttúran lifandi
Sjálf trúir Bryndís því að náttúran hafi gildi í sjálfri sér óháð okkur manninum og hún eigi að njóta þess að búa í góðu nágrannasambandi við okkur mannfólkið þar sem tekið sé tillit til hennar óháð okkar þörfum. „Álfatrúin endurspeglar slík viðhorf: að náttúran sé lifandi og að það sé ekki okkar að umbreyta henni í sífellu eftir því sem okkur hentar best hverju sinni. Álfatrúin biður okkur um að staldra við og hugsa til framtíðar og hvaða afleiðingar gjörðir okkar gagnvart stokkum og steinum kunna að hafa í stóra samhenginu. Á þann hátt trúi ég á álfa – sem náttúruvætti eða náttúran sjálf holdgerð. Á myndunum í bókinni okkar Svölu má „sjá“ álfa óbeint, það er að segja þau sýnilegu raunverulegu áhrif sem þessi forna hjátrú hefur á umhverfi okkar – vegalagningu, framkvæmdir, byggingar, sólpalla og slíkt.
Hver er þinn uppáhaldsálfastaður? Nú er stórt spurt. Líklegast Hamarinn í Hafnarfirði, sem lýst hefur verið sem fagurri álfahöll. Þar á að vera hátt til lofts og vítt til veggja. Fólk sem býr við Hamarinn hefur lýst góðum kynnum af álfum og þá sérstaklega sjálfri álfadrottningunni sem þar á að búa. Hún á það meðal annars til að fá lánaða hluti.“

Svala Ragnarsdóttir. Mynd / Richard King

Ýmislegt gert til að raska ekki ró álfanna
Bryndís stundaði alla rannsóknarvinnu með Svölu, þær ferðuðust saman um landið og tóku viðtöl. „Ég sá um textavinnuna en Svala tók myndir. Það var ótrúlega gott uppbrot að fá að ferðast um landið með yfirnáttúrunni og Svölu og kynnast landinu upp á nýtt út frá þessu sjónarhorni bannhelgrar náttúru, sögu og fornrar þjóðtrúar. Spjalla við allskonar fólk og heyra sögur þess.
Við komumst fljótlega að því að ekki var nóg að skoða bara álfasteina. Í bókinni er einnig fjallað um dvergasteina, álagabletti og álagasteina, völvuleiði og fornmannahauga. Í íslenskri þjóðtrú eru ótrúlega mörg fyrirbærin sem gæða landið yfirnáttúrulegu lífi. Skemmtilegast var að sjá hvernig mannfólkið hefur til dæmis lagt girðingar sínar í kringum fornmannahauga til að raska ekki ró hinna látnu, eða girðingar í kringum álfasteina til að halda okkur sjálfum frá álfum. Álfatrúin setur okkur mannfólkið líka í skemmtilegt og oft svolítið fallegt samhengi.“

„Fólk sem kaupir vændi er fólk sem beitir ofbeldi“

|
|

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segir að tilfinning þeirra sem vinna við málaflokkinn bendi til þess að margar íslenskar konur stundi vændi þó að ekki sé til tölfræði um það.

„Við höfum heyrt hjá þeim konum sem leita til okkar og eru að fá hjálp til að komast út úr vændi að það sé mjög mikil eftirspurn. Þær fá skilaboð í langan tíma á eftir og fyrirspurnir um vændið,“ segir Ragna Björg sem starfað hefur fyrir Bjarkarhlíð í tæp tvö ár. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis með það að markmiði að veita stuðning, ráðgjöf, fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Eins og fram kom í inngangi segir Ragna að tilfinning þeirra sem vinna við málaflokkinn bendi til þess að margar íslenskar konur stundi vændi þó að engin tölfræði styðji beint við það og það sama má segja um mansal. Tilfinning þeirra sem vinna í málaflokknum segir að mansal hafi aukist. Það sé líka algengt að konur sem leiti hér hælis hafi reynslu af mansali. En 85% þjónustuþega Bjarkarhlíðar eru Íslendingar.
„Flestar konur sem hafa óskað eftir aðstoð í Bjarkarhlíð vegna vændis hafa unnið á eigin vegum þó að þeim hafi boðist tilboð um að taka þátt í skipulögðu vændi. Allt vændi er í eðli sínu mansal þar sem aðgangur er keyptur að annarri manneskju og hennar frelsi til að ráða yfir eigin líkama og örlögum ekki virt. Neyslutengt vændi er einnig harður heimur þar sem manneskjan hefur að auki ekki fulla meðvitund til að taka ákvörðun um þátttöku sína í vændi.“

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Mynd / Hallur Karlsson

Vændi ein skaðlegasta afleiðing þess að hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi
Ragna segir að bakgrunnur kvenna sem leiðast út í vændi sé eins fjölbreyttur og þess fólks sem kaupir vændi. „Það sem flestar konur eiga þó sameiginlegt eru áföll tengd ofbeldi þar sem kynferðislegt ofbeldi í æsku eða kynferðisbrot eru algeng. Þannig lítum við á vændi sem sjálfskaðandi hegðun og afleiðingu kynferðisofbeldis. Við teljum að engin kona velji að stunda vændi en vegna aðstæðna sinna og neyðar leiðist konur út í vændi. Auk þess sem þetta er ein skaðlegasta afleiðing þess að hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi,“ segir Ragna.
„Vændi er kynlífsvinna „sexworking“ þar sem aðili borgar fyrir aðgang að líkama annarrar manneskju, í þeim tilgangi að stunda kynlíf á hans sínum forsendum. Sem gerir þessa athöfn að kynferðislegu ofbeldi því kynlíf og kynfrelsi er aðeins athöfn þar sem báðir aðilar standa jafnfætis og taka þátt í athöfninni saman. Fólk sem kaupir vændi er fólk sem beitir ofbeldi. Fólk sem virðir ekki mannréttindi og kynferðislegt frelsi fólks.“

Vantar sjóð fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi
Ragna tekur fram að það geti verið gríðarlega erfitt fjárhagslega, andlega og líkamlega fyrir konur að stíga út úr vændi og fá aðstoð. „Það er mikil skömm og vanlíðan sem fylgir vændi, ekki ósvipað og þolendur kynferðislegs ofbeldis þurfa að glíma við. Til að auðvelda konunum þessi erfiðu skref væri nauðsynlegt fyrir þær að hafa aðgang að sjóði sem þær gætu sótt um tímabundinn styrk til þess að koma undir sig fótunum á nýjan leik og vinna úr afleiðingum vændis og kynferðisofbeldis.“

Sjá einnig:

Vændismálum á borði lögreglu fækkar þrátt fyrir „sprengingu“

Raddir