Föstudagur 20. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Verkefni sem þetta tekur yfir líf allra sem að því koma

Hera Hilmarsdóttir er ein þeirra íslensku stjarna sem náð hafa hvað lengst á sviði leiklistar en hún fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Mortal Engines. Myndin var frumsýnd í lok nóvember í Bretlandi en kemur í íslensk kvikmyndahús þann 14. desember næstkomandi.

Til að undirbúa sig sem best fyrir hlutverkið sökkti Hera sér í mikla rannsóknarvinnu. „Ég las allt sem ég gat fundið sem tengdist sögunni en fyrst og fremst handritið sjálft að myndinni og fyrstu bókina. Eftir það varð ég að finna út hvernig ég gæti stigið inn í líkama og höfuð Hester sem þýddi að ég varð að leita í ákveðin frumefni í sjálfri mér sem eru kannski aðeins meira félagsfælin en önnur.“

Auk þess er Hester með ansi góða sjálfsbjargarhæfni, hún getur klifrað í klettum, hlaupið um, notað hnífa og hreinlega komist af í ómögulegum aðstæðum.

„Það skiptir miklu máli að skilja það. Ég sótti mikið í náttúruna á Nýja-Sjálandi þar sem ég gat verið ein og ímyndað mér hvernig það er að vera einangruð öllum stundum. Sérstaklega í villtri óvæginni náttúru og hvernig maður lifir það af, bæði andlega og líkamlega.“

Áskorun að vera á þeim stað sem Hester er alla daga

Hera segir vinnuna hafa gengið vel og þegar hún líti til baka komi upp góðar tilfinningar frá ferlinu í heild sinni, hún viðurkennir þó að verkefnið hafi reynt verulega á. „Þetta var mikil áskorun, bæði að vera á þeim stað sem Hester er alla daga, andlega og líkamlega, en auk þess voru tökudagar langir og margir. Á sama tíma var þetta virkilega skemmtilega krefjandi ferli, fólkið sem ég vann með var allt saman frábært og yndislegt að dvelja á Nýja-Sjálandi.“

Upplifunin var því virklega góð. Peter og Fran, Philippa og Christian, pössuðu upp á að ég hefði það sem best og buðu mig strax velkomna inn í þeirra líf, mér þótti mjög vænt um það.

„Verkefni sem þetta tekur gjörsamlega yfir líf allra sem eru hluti af því. Auðvitað er ekkert hlutverk eins en Hester er virkilega sérstakur karakter. Það að vinna í verkefni á þessum skala, sérstaklega verandi í aðalhlutverki er eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður en lærði fullt á því.“

Á endanum er þetta bara bíó

Myndin var frumsýnd örfáum dögum áður en viðtalið fór í prent og því var ekki úr vegi að spyrja Heru hvernig tilfinningin hafi verið á frumsýningardegi? „Tilfinningin er bara góð myndi ég segja. Það er virkilega gaman að verkefni sem maður leikur í fái þá athygli sem þessi mynd fær. Auðvitað er það alltaf takmarkið enda gerir maður þetta fyrir fólk til að sjá.“

Að einhverju leyti má segja að þetta sé draumur sem sé að rætast, að vinna með fólki af þessari stærðargráðu og sjá eitthvað sem maður gerir ná svona langt, auðvitað er það algjör draumur. Ég held ég haldi mér á jörðinni með því að minna mig á að á endanum er þetta bara bíó.

„Þetta er ekki einhver stund sem ákvarðar hver þú ert eða hvað í þér býr. Ég reyni alltaf að gera mitt allra besta í tökunum en eftir það er það úr mínum höndum. Þá er bara að læra að njóta þess góða sem kemur í kjölfarið og leiða hitt hjá sér, hvort sem það er meiri athygli eða eitthvað annað. Maður að reyna sitt besta, dag frá degi, verkefni eftir verkefni og svo sér maður bara hvað gerist í framhaldinu. Og heldur vonandi áfram að njóta stundarinnar.“

Viðtalið í heild má lesa í 48.tbl Vikunnar.

Mikið úrval heilsurúma við allra hæfi

Það er afar einstaklingsbundið hvernig rúm og dýnu ber að velja. Dýna þarf að henta líkamsbyggingu og að sjálfsögðu smekk hvers og eins. Í Vogue fyrir heimilið er stefnan því að bjóða upp á úrval af bæði stillanlegum rúmum og mismunandi dýnum.

Kolbrún Birna Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Vogue fyrir heimilið. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

„Við bjóðum upp á allt frá einföldum gormadýnum yfir í hágæða latexdýnur, allt eftir því sem hentar best,“ segir Kolbrún Birna Halldórsdóttir rekstrarstjóri. „Ennfremur bjóðum við fólki að fá aðstoð sjúkraþjálfara við val á rúmi og dýnu svo faglega sé staðið að valinu.“

Þjónustuna er hægt að fá á fimmtudögum milli kl. 16 og 18 og mælir Kolbrún Birna með að fólk hiki ekki við að nýta sér hana. „Hér hjá okkur færðu allt frá einföldum stillanlegum rúmum yfir í mjög tæknilega fullkomin rúm. Þau fást inndraganleg, rúmið er á sleða sem heldur því eins nálægt veggnum í uppréttri stöðu og hægt er, með sérstökum mjóbaksstuðningi, nuddi, næturlýsingu, sérstakri höfuðlyftu og „zero gravity“ svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún. „Úrvalið er fjölbreytt og auðvelt að missa yfirsýnina. Þá er um að gera að fá alla þá aðstoð sem við höfum upp á að bjóða og leyfa sérfræðingunum okkar að leiða þig gegnum valið.“

Mynd/Hákon Davíð Björnsson

En af hverju stillanleg rúm? Svarið er einfalt: heilsunnar vegna. „Stillanleg rúm geta aðstoðað fólk með bakflæði við að ná bata og einnig fólk við að hrjóta síður,“ segir Kolbrún Birna. „Ennfremur hjálpa þau þeim sem eiga við stoðkerfisvandamál að stríða. Rúmin sem við seljum reisa þig ennfremur mjög hátt sem gerir einstaklega auðvelt að fara úr rúmunum, sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt með að hreyfa sig. Svo fylgja þessu líka þægindi fyrir þá sem lesa uppi í rúmi eða horfa á sjónvarp.“

Öll stillanlegu rúmin sem fást í Vogue fyrir heimilið eru frá bandaríska fyrirtækinu Ergomotion sem seld hafa verið á Íslandi til margra ára og hefur verið gerður mjög góður rómur að þeim. Þau eru einstaklega sterkbyggð og áreiðanleg.

Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Tíu ára ábyrgð er á mótorum sem eru bæðir öflugir en fyrst og fremst hljóðlátir. Á burðarvirki rúmanna er tuttugu ára ábyrgð, en það er gert úr tvíhertu sérvöldu stáli.

Öll tannhjól, fóðringar og festingar eru úr næloni en það þýðir að ekkert þarf að smyrja og bjástra við að liðka þær. Rúmin eru því í raun viðhaldsfrí.

„Svefn á að vera áhyggjulaus og ánægjulegur,“  segir Kolbrún Birna að lokum. „Og við leggjum mikið upp úr því að þjónusta okkar og vörur endurspegli það.“

 

VOGUE FYRIR HEIMILIÐ

SÍÐUMÚLA 30

108 REYKJAVÍK

SÍMI: 553 3500

WWW.VOGUE.IS

 

VOGUE FYRIR HEIMILIÐ

HOFSBÓT 4

600 AKUREYRI

SÍMI: 462 3504

WWW.VOGUE.IS

 

Einkvæðing banka framundan

|
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd/ Bára Huld Beck

Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu og meira en 98 prósent af hlutafé Landsbankans. Framundan er sala á eignarhlutum í bönkunum, ef stjórnvöld ákveða að fara eftir því sem starfshópur stjórnvalda segir í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

En hvernig er best að standa að því? Hvað kemur upp í huga almennings þegar bankakerfið er annars vegar? Er skynsamlegt að selja banka sem starfa aðeins á hinu örsmáa íslenska markaðssvæði?

Í Mannlífi í dag er ítarlega fjallað um Hvítbók stjórnvalda og tilraunir stjórnvalda, á liðnum árum, til að selja Íslandsbanka til erlendra fjárfesta. Eigið fé ríkisbankanna nemur um 450 milljörðum króna um þessar mundir, og því eru mikil verðmæti undir þegar kemur að sölu þeirra.

Ítarleg fréttaskýring um málið er í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Indigo kemur með 9,3 milljarða inn í WOW air

Mynd/Isavia

Bandaríska fyrirtækið Indigo Partners mun leggja 75 milljónir dollara, andvirði 9,3 milljarða króna, inn í WOW air. Kaupin eru háð ákveðnum skilyrðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air. Þar segir að Indigo muni kaupa ótilgreindan fjölda hlutabréfa í WOW air auk þess sem bandaríska félagið leggur til fjármagn til að koma að endurreisn félagsins. Stofnað verður sérstakt félag utan um fjárfestinguna sem stýrt verður af Indigo Partners.

111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í gær samhliða því að tilkynnt var um samdrátt í leiðarkerfi félagsins. Þotum á vegum félagsins fækkar úr 20 í 11. Kom fram í máli Skúla Mogensen, forstjóra WOW, að mistök hafi verið gerð í rekstri félagsins, meðal annars með útþenslu leiðarkerfis og framboði sæta á betra farrými. Félagið stefni á að leita aftur til upprunans og verða hreinræktað lággjaldaflugfélag.

Ekki liggur fyrir hverjar fyrirætlanir Indigo Partners með WOW air eru né hvort Skúli Mogensen verði áfram forstjóri félagsins.

 

Viðurinn enn að þorna á Sauðárkróki

Norður á Sauðárkróki bíður jatoba-harðviður eftir því að þorna. Viðinn á að nota í smíði á nýju fundarborði í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23. Vandað skal til verksins enda kostar borðið yfir 20 milljónir króna.

Síðsumars greindi Morgunblaðið frá að kostnaðaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir smíði borðsins hljóðaði upp á 27,5 milljónir. Verkið var boðið út og bárust tvö tilboð í verkið; tilboð frá HBH byggi ehf. þótti of hátt og var því hafnað. Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki var hitt fyrirtækið sem sendi inn tilboð, það náði ekki yfir alla þætti verksins og var því einnig hafnað. Í kjölfarið var samið við Trésmiðjuna Borg um trésmíðahluta borðsins og samsetningu þess, upp á 15,7 milljónir króna.

Verkinu átti upphaflega að ljúka í desember en nú er ljóst að verkið mun tefjast fram yfir áramót. Þetta staðfestir Ólafur I. Halldórsson, byggingafræðingur hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Mannlíf. „Það er búið að smíða stálgrindina, en borðið verður á hjólum svo auðveldara verði að færa það til og breyta forminu á salnum,“ segir hann en kostnaður við vinnu við stál- og rafmagnshluta borðsins var áætlaður á bilinu 4-6 milljónir króna. Borðið verður í tveimur hlutum, í innri og ytri skeifu þannig að rými sé fyrir alla borgarfulltrúa við borðið. „Það sem tefur verklok er að viðurinn sem pantaður var inn fyrir verkið er ekki orðin þurr. Ég geri ekki ráð fyrir að smíðunum ljúki fyrir áramót úr þessu,“ segir Ólafur og bætir við: „Það er von okkar og ósk en við erum háð þessum duttlungum með þurrkinn og ætlum að vanda okkur og í rauninni er ekkert að brenna. Núna erum við að skipta um ljós í salnum þannig að það kom sér reyndar vel að borðið er ekki komið.“

Undir þetta tekur Sigurgísli Kolbeinsson, framleiðslustjóri Trésmiðjunnar Borgar á Sauðárkróki. „Þetta er í smíðum hjá okkur en við erum aðeins í vandræðum vegna þess hvað hann þornar hægt harðviðurinn hjá okkur þannig að þetta dregst frekar en hitt. En við erum vongóð um að þetta sé að koma.“

Sigurgísli segir að harðviðurinn sem notaður er í smíðina sé sérinnfluttur jatoba-viður en tekur fram að það sé víða hægt að fá við þessarar tegund á Íslandi en lítið hafi verið til af honum þegar pantað var í verkið. „Það var erfitt að fá þennan við, þess vegna fengum við hann ekki þurrkaðan,“ segir hann og leggur áherslu á að harðvið megi alls ekki þurrka of hratt. „Það má ekki þurrka þetta of hratt því þá fer viðurinn að springa, en ég reikna með að verkinu ljúki fljótlega eftir áramót,“ segir Sigurgísli.

Stílisti um gallabuxur á Alþingi

Skiptar skoðanir eru á hvort gallabuxur séu viðeigandi klæðnaður á Alþingi. En hvað finnst stílista?

Reglulega kemur upp sú umræða um hvort gallabuxur séu viðeigandi klæðnaður á Alþingi. Núna seinast var það Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lýsti yfir áhyggjum sínum yfir gallabuxnaklæddum þingmönnum. Hann sagði að ekki væri við hæfi að klæðast gallabuxum í þingsal líkt og var greint frá á mbl.is í vikunni.

Skiptar skoðanir eru um málið. En hvað finnst stílista um málið?

„Að mínu mati á fólk á að geta klætt sig hvernig sem er hvenær sem er, og það á við um bæði konur og karla,“ segir stílistinn Ellen Loftsdóttir. Hún bætir við að henni þyki mikilvægast að fólki líði vel í því sem það klæðist, líka þeim sem starfa á Alþingi.

„Mér finnst eiginlega meira áhyggjuefni hér að sitjandi þingmaður sé að velta sér upp úr þessu á vinnutíma. Að ræða gallabuxur er klárlega ekki það sem maðurinn var kosin í að gera,“ segir hún.

Þess má geta að árið 2013 var Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áminnt fyrir að klæðast gallabuxum og upphófst mikil umræða í kjölfarið. Nokkru síðar fór Elín þá yfir sögu gallabuxna á Alþingi og lýsti yfir undrun sinni á að gallabuxur þættu ekki í lagi á Alþingi.

Alls óvíst hvað veggjöld þýða

Mynd / vegagerdin.is

„Við lýsum yfir áhyggjum yfir þeim áformum að fara yfir í nýja skatta á fjölskyldurnar í landinu og höfum fyrir okkur í þeim efnum þær forsendur að nú þegar er verið innheimta af bílaeigendum 80 milljarða í formi skatta og gjalda. Við höfum tekið sérstaklega út þann hluta þessara skatta sem eru hrein notendagjöld, sem bera ekki virðisaukaskatt og eru tæpir 40 milljarðar áætlaðir samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þessi gjöld, eldsneytis- og bifreiðagjöld til dæmis, höfum við tekið út fyrir og sagt að það væri eðlilegt að þessir fjármunir rynnu til framkvæmda hjá Vegagerðinni,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í þættinum 21 á Hringbraut vegna fyrirhugða upptöku veggjalda til að standa straum af aðkallandi samgönguúrbótum.

Með Runólfi var Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd og hefur haft forgöngu um upptöku veggjalda ásamt Jóni Gunnarssyni, starfandi formanni nefndarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra.

Mun ekki auka álögur

„Þessi gjaldtaka mun ekki auka álögur á bifreiðaeigendur,“ fullyrðir Vilhjálmur og bendir í því samhengi á að álögur muni ekki fara umfram áætlaðan ávinning af orkuskiptum í samgöngum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram drög að nefndaráliti vegna samgönguáætlunar til næstu 15 ára. Þar er kveðið á um upptöku vegtolla sem yrðu innheimtir á stofnbrautum frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins í þeim tilgangi að auka fjármagn til samgöngumála og flýta þar með fyrir brýnum framkvæmdum og bæta við nýjum ef þarf.

Engin kostnaðargreining

Runólfur gagnrýnir harðlega að ekki sé til kostnaðargreining á því hvað kosti að setja upp, innleiða og reka innheimtukerfi. Þar þurfi að líta til þátta eins og virðisaukaskatts veggjalda, innheimtuþóknunar, utanumhalds og rekstrarkostnaðar. Því sé alls óvíst hvað veggjöld muni þýða og kosta ríkissjóð. „Ég hef ekki einu sinni séð útfærsluna á þessu,“ segir Runólfur.

Lagt var upp með að afgreiða samgönguáætlun úr umhverfis- og samgöngunefnd  fyrir áramót en þingið tekur sér jólahlé föstudaginn 14. desember og stjórnarandstæðingar eru æfir yfir þeim knappa tíma sem málið átti að fá og nefndarmenn ekki tilbúnir að klára það nú. Afgreiðslu áætlunarinnar hefur því verið frestað til 1. febrúar á næsta ári.

Sértæk veggjöld

Ætlunin er, eftir því sem komist er næst, að þá verði ekki rukkuð sértæk veggjöld eins og um ræðir allt árið um kring. Áætlað er að rukka veggjöldin í takmarkaðan tíma í senn þar til tilteknar framkvæmdir séu fullu greiddar með þeim.

Njósnað um náungann

Björgvin Guðmundsson skrifar,

Frá lokum nóvember hefur mörgum verið tíðrætt um að við ættum að tala vel um hvert annað í stað þess að níða skóinn af náunganum. Þessum skjótfengna náungakærleik hefur síðan vaxið ásmegin eftir því sem liðið hefur á umræðu um uppákomuna á Klaustur bar sem gerð var opinber eftir að ólöglegri hljóðupptöku var lekið í fjölmiðla. Við eigum auðvelt með að setja okkur á háan stall þegar aðrir hafa fallið af honum.

Þótt flestir venji sig ekki á að fara niðrandi orðum um annað fólk óska þess þó fáir að samtöl þeirra við vini eða samstarfsmenn séu hljóðrituð og prentuð til opinberrar birtingar. Við kjósum að njóta ákveðinnar friðhelgi þegar kemur að persónulegum samræðum og upplýsingum um einkahagi. Í því felst ekki endilega að við höfum eitthvað að fela.

Um þetta eru flestir sammála enda hefur íslensk löggjöf byggt á því sjónarmiði að vernda okkur fyrir hvers kyns hnýsni og söfnun persónulegra upplýsinga. Til dæmis gilda ákveðnar reglur um svokallaða hlustun símtala sem eiga einungis að vera á valdi stjórnvalda, þótt þeim heimildum hafi verið beitt frjálslega gegn borgurunum. Slíkt eftirlit þarf að rökstyðja með vísan til hugsanlegra lögbrota.

Við erum að feta varasama slóð ef við sýnum ákveðið umburðarlyndi gagnvart því að fylgst sé með okkur ef ske kynni að ósæmileg umræða eða hegðun ætti sér stað. Skiptir þá engu þótt slíkt sé réttlætt með vísun til göfugra hagsmuna heildarinnar, hvernig sem það er svo skilgreint. Til dæmis að fá innsýn í hugarheim fólks sem viðrar skoðanir sem við jafnvel fyrirlítum og erum hjartanlega ósammála. Þá fyrst reynir á umburðarlyndi þeirra umburðarlyndu.

Sé slíkt hins vegar samþykkt er réttindum borgaranna fórnað fyrir einhverja heildarhyggju, svipað og ráðstjórnarríkin réttlættu umfangsmikið eftirlit með fólki í þágu kerfisins. Í slíku andrúmslofti voru þeir, sem voru á skjön við ríkjandi viðhorf, ógn við samfélagið og án réttinda. Til að hafa upp á þeim voru borgararnir sjálfir gerðir að njósnurum.

Þessi hugmyndafræði birtist til dæmis í viðhorfi fólks til þess hvort birta eigi tekjuupplýsingar einstaklinga opinberlega. Tilgangurinn er sagður helga meðalið og aðferðin hafi fælingarmátt gegn skattsvikum. Aðhaldið á að felast í því að við getum klagað nágranna okkar til yfirvalda ef við teljum að þeir lifi um efni fram miðað við uppgefnar tekjur. Kannað hvort hjólhýsið í bílastæðinu og utanlandsferðir fjölskyldunnar á síðasta ári samræmist innkomu fjölskyldunnar. Ekki er slík hugsun líkleg til að auka samheldni, samkennd og virðingu fólks á milli. Hún elur á sundrungu, illmælgi og öfund. Eitthvað sem allir vilja nú sporna gegn.

Í þessu viðhorfi felst enginn stuðningur við hótanir og lítilsvirðingu eða skattsvik og ójafna tekjuskiptingu. Við höfum bara aðferðir til að tækla þessa hluti. Án þess að fórna friðhelgi einstaklingsins með vísan til hagsmuna heildarinnar. Og njósna um náungann.

Höfundur er meðeigandi KOM ráðgjafar.

„Hvað fær menn til að kaupa vændi?“

Mynd/Hallur Karlsson

Fyrir tveimur árum sagði Eva Dís Þórðardóttir fyrst frá því opinberlega að hún hefði stundað vændi um nokkurra mánaða skeið í Danmörku árið 2004. Vændið var afleiðing kynferðisofbeldis sem hún hafði ítrekað orðið fyrir. Hún kallar eftir breyttum viðhorfum til vændiskvenna sem nánast allar stunda vændi af neyð og hún hefur áhuga á að skilja hvað einkennir hugarheim karla sem kaupa vændi.

„Ég tek því alls ekki sem sjálfsögðum hlut að ég lifði þetta af. Þetta var tvísýnt á tímabili en ég er þakklát fyrir að vera á góðum stað í dag,“ segir Eva Dís. Þarna á hún ekki við tímabilið sjálft þegar hún var í vændi heldur tímana sem komu á eftir. „Á meðan á vændinu stóð náði ég alveg að ljúga því að mér að þetta væri bara æðislegt, sjálfsvígshugsanirnar komu síðar, þegar ég fór að óttast hvað gerðist ef þetta kæmist upp. Hugsanir mínar gagnvart því að segja einhverjum frá voru að þar með væri ég að loka þeim samskiptum. Hugmyndir mínar samræmdust því ekki að fólk gæti þekkt mig áfram ef það vissi þetta, skömmin var svo svakaleg. Ég sá fyrir mér að ef þetta fréttist þá yrðu það endalokin. Gæti ég farið í ástarsamband án þess að verða heiðarleg við maka minn? Hvað með foreldra mína og systkini, myndu þau enn samþykkja mig?“

Leyndarmálið burðaðist Eva Dís með árum saman eða þar til hún fyrir röð atvika rataði til Stígamóta í ráðgjöf árið 2012. Þá voru níu ár síðan vændinu lauk og vanlíðan Evu hafði vaxið með hverju árinu sem leið. „Árið 2011 var mikið áfallaár. Faðir minn svipti sig lífi í maí eftir að hafa fallið eftir langa edrúmennsku og vanlíðan yfir því bættist ofan á allt annað sem ég hafði aldrei unnið úr. Ég var alveg brjáluð út í lífið, tilveruna og heiminn allan. Ég fór að fá kvíðaköst í vinnunni þar sem ég náði ekki andanum og það láku oft niður tár þó að ég væri ekki að gráta, þetta voru reiðitár, ég nötraði bara af reiði. Systir mín sem ég var mikið í samvistum við á þessum tíma benti mér á að hún gæti ekki umgengist mig svona uppfulla af heift. Ég yrði að gera eitthvað í málunum. Úr varð að ég fór að hitta séra Önnu Sigríði Pálsdóttur sem er vel að sér varðandi meðvirkni og alkóhólisma og hefur verið ráðgjafi hjá Lausninni. Hún mælti með því að ég færi á námskeið hjá þeim í september en þá hafði ég engan tíma til þess,“ segir Eva sem var á þessum tíma verslunarstjóri í Heilsuhúsinu.

„… hann útskýrði fyrir mér að ég væri brotin kona og hann þyrfti að gera þetta til að opna orkubrautirnar mínar. Svo nauðgaði hann mér,“

Nauðgað af meðhöndlara

Í október 2011 fór hún svo í endajaxlatöku sem hún var búin að fresta lengi. „Það verða einhver mistök í aðgerðinni, tengd taugaendum, sem tannlæknirinn vildi ekki viðurkenna. Hann rétti mér nafnspjald hjá meðhöndlara sem hann sagði mér að hitta og ég gerði. Meðhöndlarinn lagaði á mér kjálkann en vildi svo fá mig í annan tíma því hann sagðist þurfa að skoða á mér axlirnar og úlnliðina líka. Ég mætti í þann tíma og hann útskýrði fyrir mér að ég væri brotin kona og hann þyrfti að gera þetta til að opna orkubrautirnar mínar. Svo nauðgaði hann mér,“ segir Eva. Hún labbaði út frá honum eins og vofa af sjálfri sér, keyrði af stað og lenti í bílslysi. Hún hlaut nokkra áverka. Þremur vikum seinna lenti hún aftur í bílslysi, á aðfangadag 2011, þá velti hún bílnum og slasaðist enn meira. „Fyrir mér var þetta nokkurs konar „game over“ og þessi bílvelta eins og mín síðasta aðvörun – ef ég gerði ekki eitthvað í mínum málum þá myndi ég deyja,“ segir Eva sem í kjölfarið missti einnig vinnuna þar sem hún gat ekki sagt vinnuveitandanum hve lengi hún yrði að ná sér eftir slysin.

„Níunda janúar 2012 mætti ég á námskeið hjá Lausninni í Skálholti og ráðgjafi þar sendi mig í Stígamót í kjölfarið. Þar hitti ég magnaða konu, hana Dóru, og þar fór ég smám saman að vinna í öllu sem hafði hent mig frá barnsaldri. Ég var hins vegar búin að vera hjá henni í næstum því heilt ár þegar ég opnaði mig loksins um vændið.“

Gerði allt til að verða samþykkt

Vændi er eitt af afleiðingum kynferðisofbeldis og þannig var það einnig hjá Evu Dís. „Fyrst þegar ég kom í viðtal hjá Stígamótum var ég látin fylla út spurningalista þar sem meðal annars átti að haka við hvaða afleiðingar ég hefði glímt við eftir kynferðisofbeldið. Einn af möguleikunum var vændi en ég hakaði ekki í hann, enginn mátti vita um það. Ég tel að margar aðrar konur í minni stöðu hugsi eins þegar þær mæta í viðtal til Stígamóta og því sé tölfræðin um þessi mál skökk.“

„Fyrst þegar ég kom í viðtal hjá Stígamótum var ég látin fylla út spurningalista þar sem meðal annars átti að haka við hvaða afleiðingar ég hefði glímt við eftir kynferðisofbeldið. Einn af möguleikunum var vændi en ég hakaði ekki í hann, enginn mátti vita um það.“

Eva Dís varð fyrst fyrir kynferðisofbeldi þegar hún var 10 ára en hún telur að einelti sem hún varð fyrir alla sína grunnskólagöngu hafi líka haft sitt að setja. „Það var mikil útskúfun í eineltinu og ég upplifði ekki samþykki. Strax og ég tók mín fyrstu skref í ástarsamböndum var komin þessi tilfinning að ég þyrfti að vera spennandi kynferðislega, til að vera samþykkt. Þegar eldri áhugaverður einstaklingur sýndi mér áhuga gerði ég allt til að halda í athyglina. Ég gerði mér enga grein fyrir að ég mætti sjálf ráða hvað mér fyndist spennandi og hvað ég vildi gera. Þannig fór ég út í lífið og upplifði oft kynferðislegt ofbeldi í samböndunum sem ég var í án þess að hafa hugmynd um það. Ég var með alls kyns furðulegar hugmyndir – sagði að fólk ætti ekki að takmarka hvort annað í samböndum – ég ætti að vera tilbúin til að upplifa hluti með maka mínum sem mig langaði ekkert endilega sjálf og gerði þá kröfu á móti. Ofbeldið var á báða bóga. Ég þráði að vera samþykkt þannig að ég var alveg tilbúin að fara yfir mörkin mín, án þess að vera meðvituð um það, ég hunsaði þau bara. Fyrsti kærastinn minn hélt fram hjá mér, foreldrar mínir skildu í kjölfar þess að pabbi hélt fram hjá mömmu og fyrir mér var það slæmt. Ég gerði því allt til að koma í veg fyrir framhjáhald eða að vera yfirgefin.“

Kenndi sér sjálfri um

Eva hélt áfram að upplifa sig utangátta í framhaldsskóla og flosnaði um tíma upp úr skóla. Hún kláraði samt að lokum stúdentsprófið. Á þessum árum var Evu nauðgað eftir að hafa farið heim með strák af djamminu. „Það sá verulega á mér á eftir en ég fór strax að kenna sjálfri mér um; ég var of drukkin, í of stuttum kjól og það hafði sést til okkar í sleik á dansgólfinu fyrr um kvöldið. Ég tók alla skömmina á mig og fannst ég ekki hafa neina haldbæra sönnun til að kæra, enda var þetta hvort sem er í raun mín eigin sök. Ég var yfirhöfuð uppfull af sjálfshatri, sektarkennd og skömm.“

Tvítug að aldri kynntist Eva 46 ára manni í gegnum einkamál.is sem kynnti hana fyrir BDSM sem henni fannst spennandi og tekur fram að hún hafi ekki fordóma fyrir. „Eftir á að hyggja hef ég sennilega verið að fá útrás fyrir sjálfshatur og sjálfsskaða með þessum hætti en ég var að auki með átröskun á þessum tíma. Í kjölfarið kynntist ég svo dönskum manni í gegnum BDSM-síðu sem bauð mér að koma til sín til Danmerkur. Ég laug að fólkinu mínu að ég væri farin í Kaupmannahafnar að vinna á hóteli en staðreyndin var sú að ég hafði gert samning við þennan mann um að stunda með honum BDSM gegn ókeypis fæði og húsnæði. Þegar til kom var þetta öðruvísi en ég hafði gert mér hugmyndir um og kannski var þarna einhver arða af sjálfsvirðingu sem gerði að verkum að ég vildi ekki finna mig í hverju sem var. Ég rauf því samninginn, fór sjálf að leigja og fann mér vinnu við uppvask.“

Sambandið varð strax sjúkt og ég sætti mig við alls konar skrítnar aðstæður og uppákomur. Eftir einhvern tíma reddaði hann mér vinnu á símanum í vændishúsi í útjaðri Kaupmannahafnar, en þetta var árið 2004.“

Starfaði á vændishúsum

Ekki leið á löngu uns Eva kynntist manninum sem átti eftir að hafa meiri áhrif á líf hennar en hana óraði fyrir, fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hún heillaðist af því hve sætur og sjarmerandi hann var, hve fallega hann talaði við hana og um hana. Hann var nýskilinn og átti tvö börn sem Eva gekk í móðurstað. „Ég var bara saklaus ung stúlka frá Íslandi og gerði mér ekki grein fyrir stöðu hans í samfélaginu. Hann var í ýmsum vafasömum viðskiptum og rak meðal annars fylgdarþjónustu. Löngu eftir að við byrjuðum að vera saman sagði hann mér til dæmis frá því að hann hefði verið í fangelsi og mörgum árum seinna komst ég fyrst að raunverulegri ástæðu þess að hann sat inni. Sambandið varð strax sjúkt og ég sætti mig við alls konar skrítnar aðstæður og uppákomur. Eftir einhvern tíma reddaði hann mér vinnu á símanum í vændishúsi í útjaðri Kaupmannahafnar, en þetta var árið 2004. Þegar ég var búin að vinna þar um tíma komst ég að því að hann hafði haldið fram hjá mér, meira en venjulega. Það hafði verið þögult samkomulag um að hann væri stundum með öðrum konum en ekkert meira en það, ekki annað samband. Þegar upp komst að hann hafi haldið við konu í einhvern tíma sveið það svo mikið að ég flutti út. Þegar konurnar á vændishúsinu fóru svo að spyrja mig af hverju ég væri ekki frekar að selja mig en að vera á símanum, það væri miklu meira upp úr því að hafa, þá lét ég bara slag standa. Vildi með því líka særa sambýlismanninn minn.“

Eva vann á þremur vændishúsum þetta ár en endaði svo á að taka aftur saman við manninn. „Honum sárnaði að ég hefði verið í vændinu en það kom samt ekki í veg fyrir að hann bæði mig um að taka nokkur „gigg“ í fylgdarþjónustunni fyrir sig. Hann hafði klúðrað málunum þar, hafði verið að sofa hjá stelpunum sem unnu fyrir hann og þær fóru að svíkja hann um að taka vaktir. Þá reddaði ég auðvitað málunum.

„Honum sárnaði að ég hefði verið í vændinu en það kom samt ekki í veg fyrir að hann bæði mig um að taka nokkur „gigg“ í fylgdarþjónustunni fyrir sig.“

Við fengum svo einhverjar háleitar hugmyndir um að verða „venjuleg“ fjölskylda. Hann hætti með fylgdarþjónustuna og ég hætti í vændinu. Við fórum að reyna að eignast saman barn. Ég varð nokkrum sinnum barnshafandi en missti alltaf fóstrið. Þetta var erfiður tími í öllum skilningi en börnin hans gáfu mér mikið og mér þótti vænt um þau. Vorið 2008 var lengsta meðgangan mín en þá missti ég fóstrið eftir 16 vikur. Þegar ég komst að enn einu framhjáhaldinu ákvað ég að losa mig úr sambandinu fyrir fullt og allt og flutti heim.“

Kynlíf ekki grunnþörf

Eva gerði það sem hún gat til að lifa eðlilegu lífi eftir heimkomuna. En stóra leyndarmálið nagaði hana að innan auk þess sem hún hafði ekki unnið úr öllu kynferðisofbeldinu. Það var henni því mikið lán að rata til Stígamóta. Þegar hún loksins opnaði sig um vændið við ráðgjafann hjá Stígamótum var henni boðið að fara í sjálfshjálparhóp með öðrum konum sem áttu sömu reynslu að baki, svokallaðan Svanshóp. Eva þurfti hins vegar að bíða talsvert eftir því að tækist að safna í slíkan hóp. Annað stórt verkefni beið hennar 2013. „Í febrúar það ár fór ég til læknis þar sem mér var búið að líða illa lengi. Læknarnir vildu meina að ég þyrfti bara að borða hollan mat og hreyfa mig. Þegar það datt út úr mér að ég hafði ekki farið á túr í þrjá mánuði var ákveðið að athuga með blóðgildi. Ég var send beint á bráðamóttöku þar sem kom í ljós að ég var við dauðans dyr vegna blóðleysis,“ segir Eva sem fór í alls konar rannsóknir en var svo send heim á járnkúr. Stuttu seinna var hún aftur komin á bráðamóttöku vegna yfirliðs og vanlíðunar en þá var ástandið enn hættulegra en síðast. Aftur hófust miklar rannsóknir, að lokum var ákveðið að taka sneiðmynd og í ljós kom risastórt æxli í maganum á henni. „Sextánda apríl 2013 fór ég í aðgerð þar sem tekið var heilmikið af innri líffærum; miltað alveg tekið, ⅓ af brisinu, 10 cm af ristlinum, hluti af maganum og hluti af þindinni. Ég fór svo inn og út af spítala þetta árið. En það náðist að skera allt meinið í burtu og því slapp ég við lyfjameðferð sem var mikill léttir.“

Ég komst að því að kynlíf er ekki grunnþörf en hins vegar notum við kynlíf til að uppfylla fullt af þörfum. Það er misjafnt milli persóna til hvers við notum kynlíf og það fer eftir því hvar einstaklingurinn er staddur á hverjum tíma.

Eftir að hún fékk krabbameinið ákvað hún að breyta algerlega um lífsstíl – meðal annars næringunni og viðmótinu gagnvart sjálfri sér. Eva hefur þurft að byggja sig upp líkamlega með fram hinni andlegu uppbyggingu undanfarin ár meðal annars í Virk, á Heilsustofnun í Hveragerði og á Reykjalundi sem hún segir vera himnaríki á jörðu. Einnig hefur hún verið í 12 spora samtökum við meðvirkni, verið hjá sálfræðingum og geðlæknum. „Ég er búin að fara alls konar leiðir. Fara á geðlyf, í samtalsmeðferðir, í Áfalla- og sálfræðimiðstöðina, Kvíðameðferðastöðina, í alla mögulega sjúkraþjálfun, í verkjaskóla, til heilara, hnykkjara, í dáleiðslur og nálastungur, bara nefndu það. Það breytti líka miklu þegar ég fór á námskeið hjá Umhyggjuríkjum samskiptum en þá opnaðist nýr heimur fyrir mér, ekki síst hvernig ég talaði um og við sjálfa mig. Ég fór að skilja betur hvað ég hef þörf fyrir og það byggðist á þarfalíkani. Það er munur á því hvers við þörfnumst og aðferðunum sem við notum til að uppfylla þarfirnar. Ég komst að því að kynlíf er ekki grunnþörf en hins vegar notum við kynlíf til að uppfylla fullt af þörfum. Það er misjafnt milli persóna til hvers við notum kynlíf og það fer eftir því hvar einstaklingurinn er staddur á hverjum tíma. Kynlíf getur til dæmis verið notað til að uppfylla nánd, tengsl, samveru, innileika og ást. Svo getur það verið notað til að uppfylla samþykki, virðingu og viðurkenningu. Það eru grunnþarfir að fá samþykki, viðurkenningu og kærleika. Kynlíf er ekki grunnþörf, það er alveg hægt að vera án þess. Þegar ég byrjaði hjá Stígamótum ráðlagði ráðgjafinn mér að prófa að loka á allt varðandi karlmenn og kynlíf í sex mánuði meðan ég væri að vinna í sjálfri mér og finna mörkin mín. Síðan eru liðin sex eða sjö ár og mig hefur annað slagið langað að prófa einhver náin samskipti, ekkert endilega kynferðisleg, heldur nánd, traust og innileika. Svo hef ég ekki verið tilbúin,“ segir Eva.

Frelsi að koma fram undir nafni

Í janúar 2016 var búið safna í Svanahóp í Stígamótum en að ganga í svona hóp er ekki sjálfgefið og því var oft löng bið á milli hópa en það hefur breyst. „Þarna hitti ég æðislegar konur, algerar hetjur. Það var frelsandi að geta rætt þetta á jafningagrundvelli, jafnvel gert grín. Sjá að allar vorum við að glíma við sömu afleiðingarnar. Meira að segja sjálfsvígshugsanirnar urðu á einhvern hátt eðlilegri. Hjá mér notaði ég þær eins og ventil. Ég gat lifað í dag því ég þurfti ekkert endilega að lifa á morgun og þannig komst ég í gegnum daginn. Ég lærði að hætta að dæma mig fyrir þessar hugsanir og það gaf mér aukið frelsi líka. Hins vegar eru ekkert allar konur sem lifa þetta af og ein kona sem var í hópnum 2016 er dáin.“

„Eftirspurnin eftir vændi hér á landi er mikil og óvægin. Menn sækjast jafnvel eftir að kaupa konur sem eru ekki í slíkum hugleiðingum. Þeir eru ófeimnir við að senda þeim skilaboð á samfélagsmiðlum og bjóða þeim fjárhæðir.“

Haustið 2016 þegar Eva var búin með vinnuna í Svanahópnum var fjáröflunarþáttur í sjónvarpinu fyrir Stígamót. Evu var boðið að taka þátt. „Starfskonur Stígamóta voru nærgætnar og vildu alls ekki að ég gerði þetta nema ég væri alveg viss og buðu mér að koma fram nafnlaust. Ég var hins vegar búin að ákveða að ef ég kæmi fram þá yrði það undir nafni. Það væri kominn tími til að skila skömminni. Þarna var ég líka í fyrsta sinn tilbúin að láta mína nánustu vita og ég sagði þeim frá vændinu fyrir þáttinn. Viðbrögðin voru ofboðslegur skilningur, það var sýnilega búið að vera mikið að hjá mér lengi og fólk skildi ekki af hverju ég væri að glíma við allt þetta myrkur. Ég fékk miklu meiri skilning og samþykki en ég hafði haldið. Inn í það spilaði öll sjálfsvinnan þar sem ég var meðal annars búin að læra að tjá mig. Ég gat sagt frá á yfirvegaðan, kærleiksríkan og virðingarfullan hátt. Gat sagt fólki að það mætti hafa sínar skoðanir og mætti líða eins og því liði og mér mátti líða eins og mér leið. Við gátum átt samskipti með gagnkvæmri virðingu. Áður var svo miklu meiri sársauki í kringum þetta og ég svo viss um að enginn myndi samþykkja mig. En á þessum tímapunkti var ég komin á þann stað að þurfa ekki samþykki frá öðrum því ég var farin að samþykkja sjálfa mig,“ segir Eva og bætir við að önnur ástæða hafi orðið til þess að hún ákvað að koma fram undir nafni. „Ef það að ég stíg fram hjálpar bara einni konu þá er það þess virði og það hefur nú þegar gerst. Það hafði kona samband við mig eftir söfnunarþáttinn og sagði mér að hún hefði verið búin að taka ákvörðun um sjálfsvíg en hætt við eftir að hún sá viðtalið við mig. Við grétum saman í símann.“

Eva starfar nú sjálf sem leiðbeinandi hjá Stígmótum og stýrir sjálfshjálparhópum bæði vegna vændis og kynferðislegs ofbeldis. „Eftirspurnin eftir vændi hér á landi er mikil og óvægin. Menn sækjast jafnvel eftir að kaupa konur sem eru ekki í slíkum hugleiðingum. Þeir eru ófeimnir við að senda þeim skilaboð á samfélagsmiðlum og bjóða þeim fjárhæðir. Þar með eykst hættan á að fleiri dragist út í vændi því þegar er búið er að fara yfir þessi mörk einu sinni er ekkert aftur snúið. Ég veit einnig að menn sem hafa keypt ákveðnar konur eru oft ekkert tilbúnir að sleppa af þeim tökunum þó þær vilji draga sig út úr samskiptunum. Þeir sitja jafnvel um þær og eru tilbúnir að skipta um símanúmer og þess háttar ef þær reyna að blokka þá. Konur gera sér ekki alltaf grein fyrir hvers konar ormagryfju þær lenda í þegar þær leiðast út í vændi,“ segir Eva.

Vill skilja karla sem kaupa vændi

Eva segist hafa velt því töluvert fyrir sér hvað fái karlmenn til að kaupa vændi og hana langi að reyna að skilja það. „Ég væri svo til í að eiga samtal við vændiskaupendur. Hvað er svona heillandi við að eiga þessi nánu innilegu samskipti við einhvern sem þú ert algerlega aftengdur tilfinningalega? Ég skil ekki þessa grimmd, að meiða svona og svo útskúfa fólki úr samfélaginu okkar. Mig langar að sjá sjálfshjálparhópa fyrir karlmenn sem eru tilbúnir að skoða sína eigin hegðun og eigin sársauka. Ekki bara þann sársauka sem þeir valda til dæmis vændiskonunni. Hvað er þeim svo sárt og óheilað? Hvað þurfa þeir að laga til að geta farið að njóta samskipta við aðra, orðið betri menn og farið að blómstra í lífi sínu? Það eru til hópar fyrir karlmenn sem hafa beitt ofbeldi og vilja hætta því, af hverju ættu ekki að vera til hópar fyrir menn sem vilja hætta að kaupa vændi? Í framtíðinni væri gaman að geta litið til baka og sagt; „hey, manstu einu sinni var hægt að kaupa kynlíf af annarri manneskju“, eða „spáið í það að einu sinni fannst fólki allt í lagi að stunda kynlíf með einhverjum sem kannski vildi það ekki alveg“. Ég held við séum á leiðinni þangað, öll þessi umræða gerir þetta svo miklu opnara.

Það eru til hópar fyrir karlmenn sem hafa beitt ofbeldi og vilja hætta því, af hverju ættu ekki að vera til hópar fyrir menn sem vilja hætta að kaupa vændi?“

Meðan samfélagið er ekki tilbúið að bera virðingu fyrir konum sem stunda eða hafa stundað vændi þá er skiljanlegt að þær séu ekki tilbúnar til að ræða opinskátt um reynslu sína. Hugmyndin um hamingjusömu hóruna er ekki sá innri sannleikur sem ég kannast við, ef hún er til ber ég virðingu fyrir henni. En við getum ekki tekið hana fram fyrir þær þúsundir vændiskvenna sem þjást í þögninni.“

Sjá líka: „Ætlaði bara að prufa og bakka út þegar ég vildi“

Vændismálum á borði lögreglu fækkar þrátt fyrir „sprengingu“

Mynd / Hallur Karlsson

Helst vonandi í jólagírnum fram í janúar

Sjónvarpsstjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir prófar ávallt nýjar uppskriftir fyrir hver jól í bland við hinar gömlu góðu sem hún segir ómissandi yfir hátíðina. Hún segir sörur, piparkökur og marenstoppa þó alltaf njóta mestra vinsælda á heimilinu.

Eva Laufey segir mikið hafa verið bakað á sínu æskuheimili og minnist hún ljúfra stunda með mömmu sinni og ömmu í eldhúsinu á aðventunni. „Mér fannst æðislega gaman að fylgjast með þeim baka loftkökur, ég veit ekki af hverju en í minningunni er það mesta sportið. Ég hef sjálf ekki prófað að baka þær en ég þarf klárlega að gera það einn daginn. Ég var og er mjög mikið fyrir smákökur og vissi nákvæmlega hvar kökuboxin voru geymd þegar ég var lítil enda var ég ansi lunkin við að ná mér í eina og eina köku.

Ég var og er mjög mikið fyrir smákökur og vissi nákvæmlega hvar kökuboxin voru geymd þegar ég var lítil.

Að mínu mati er bakstur eitt af því sem er ómissandi hefð á aðventunni, og nóg af kertum. Það er svo notalegt að baka á aðventunni og ég byrja yfirleitt í nóvember að baka og skreyti svo heimilið strax í byrjun desember. Ég setti meira að segja jólatréð okkar upp í byrjun desember sem manninum mínum fannst til að byrja með svolítið galið en ég náði að sannfæra hann að þessi tími er stuttur og það er einstaklega notalegt að leyfa heimilinu að vera í jólabúningi. Sérstaklega þegar dagarnir eru dimmir og kaldir eigum við að njóta þess að hafa svolítið huggulegt í kringum okkur. Þess vegna ættum við að vera óhrædd við að skreyta miklu fyrr, ég las það í grein fyrir stuttu að þeir sem skreyttu fyrr væri hamingjusamari en aðrir. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það, ekki færi Internetið að ljúga þessu.“

Aðspurð hvað kalli fram jólaskapið nefnir Eva Laufey fyrst jólasnjóinn.

„Bakstur og heitt súkkulaði með rjóma, og jólalög koma mér í jólaskapið. Það er ótrúlega fyndið, einn daginn ertu í engu jólaskapi og skilur ekkert í þessu áreiti frá búðum að auglýsa jólavörur og annað slíkt, fussar yfir því hvað þetta byrjar snemma og hinn daginn ertu skælbrosandi í bílnum að hlusta á hugljúf jólalög að plana jólabaksturinn og auglýsingar um jólaseríur hitta beint í mark og þú ert rokin í næstu verslun að kaupa jólagjafir. Ég er sem sagt komin í þann gír og vonandi helst hann alveg fram í janúar.“

Bakstur og heitt súkkulaði með rjóma, og jólalög koma mér í jólaskapið.

Eva deilir með lesendum uppskrift að þessari ljúffenfu marenstertu.

Marensterta með ljúffengri Mars-súkkulaðisósu og ferskum berjum

Þetta er uppskrift að eftirlætismarenstertunni minni en mér þykir hún einstaklega góð og svo er hún afskaplega þægileg sem er mjög mikill kostur, sérstaklega um jólin og í rauninni bara þegar mann langar að gera vel við sig. Þessi terta slær alltaf í gegn og er skotheld. Ég vona að þið eigið eftir að njóta hennar í botn. Svo er hún líka bara svo falleg og jólaleg.

MARENSBOTN

4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
2 dl Rice Krispies

Hitið ofninn í 150°C með blæstri. Þeytið eggjahvítur þar til byrjar að freyða í skálinni, bætið þá sykrinum smám saman við og þeytið vel saman þar til
marensblandan er orðin stíf. Merjið Rice Krispies og blandið varlega saman við deigið í lokin. Setjið marensblönduna á pappírsklædda ofnplötu og myndið hring. Bakið við 150°C í 45-50 mínútur.

MARSKREM

4 eggjarauður
3 msk. sykur
150 g Mars-súkkulaði
70 g suðusúkkulaði
70 g smjör

OFAN Á KÖKUNA

300 ml rjómi
fersk ber
Mars-súkkulaði

Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður mjög létt og ljós. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita, kælið aðeins og bætið síðan saman við eggjarauðurnar. Setjið kremið yfir marensbotninn og síðan fer þeyttur rjómi yfir og í lokin er kakan skreytt með ferskum berjum og smátt skornu Mars-súkkulaði.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Kryddaður kakóbolli

Eitt af því sem margir tengja við jólahátíðina er heitt súkkulaði. Þá er gaman að bjóða upp á kakó með ekta súkkulaði og þeyttum rjóma. Hér er uppskrift að krydduðu kakói fyrir þá sem vilja prófa slíkt og nokkrar tillögur að annars konar bragðefni.

Kryddað kakó
fyrir 4

½ lítri nýmjólk
2 dl vatn
150 g súkkulaði 56 %
1 msk. sykur
1/8 tsk. múskat
½ tsk. kanill
1 kanilstöng
½ tsk. kardimommuduft

Hitið mjólk og vatn að suðu og bætið síðan restinni af hráefninu saman við. Hrærið rólega í blöndunni þar til súkkulaðið hefur bráðnað og kryddið hefur samlagast. Til þess að fá meira bragð af kakóinu er gott að leyfa því að malla rólega á vægum hita í u.þ.b. 20 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma.

Tillögur að annars konar bragðefni og þá er kryddinu sleppt úr grunnuppskriftinni

  • Piparmyntudropar
  • Kanill og ferskur chili-pipar
  • Hnetusmjör
  • Karamellusósa eða heilar karamellur látnar bráðna með súkkulaðinu
  • Smávegis skvetta af rjómalíkjör, t.d. Bayley‘s eða Amarula

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

„Allt sem ég geri, geri ég fyrir hana“

Með sitt síða ljósa hár, tindrandi blá augu, bros og hlátur sem var bjartari en sólin, segir Hrönn Ásgeirsdóttir, móðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttur, að þannig hafi hún lýst allt upp hvert sem hún fór. Rúm fimm ár eru nú liðin frá því að Lovísa Hrund lést í hræðilegu slysi og myrkrið dundi yfir.  Hrönn hefur síðastliðin ár unnið að því að endurbyggja líf sitt eftir að það hrundi til grunna. Hún prýðir nýjustu forsíðu Vikunnar og dregur ekkert undan í einstöku viðtali.

,,Saga Lovísu Hrundar er í raun mjög merkileg,“ segir Hrönn. „Hún var svo góð stelpa, mikill húmoristi, brosmild og falleg sál. Það var svo gaman að vera með henni. Öll börn eru að sjálfsögðu æðisleg, og öll mín börn eru það. En Lovísa Hrund var einstakur karakter. Hún var ofboðslega barngóð, það var eins og hún væri með innbyggt aðdráttarafl og börn hreinlega soguðust að henni. En hún sagði alltaf að sjálf fengi hún ekki að eignast börn. Það var ótrúlega skrítið, eins og hún vissi,“ segir Hrönn hugsandi. „Hún sagði: „Lífið sér um það.“ Það var eins og hún hafi fundið á sér að hún fengi ekki mörg ár. Elsku Lovísan mín, fagri engillinn minn, sem stoppaði svo stutt hér á jörð.“

 Þetta þurfti ekki að gerast

Lovísa Hrund Svavarsdóttir var aðeins 17 ára gömul þegar hún lést.

Lovísa Hrund átti einstaklega gott samband við foreldra sína, og voru þær mæðgur sérstaklega nánar. „Við vorum algjörar samlokur, vorum alltaf saman, hún var mín besta vinkona. Hún var svakalegur knúsari og var alltaf að finna upp á einhverju til að gleðja aðra. Daginn sem hún lést knúsaði hún mig innilega í síðasta skiptið. Hún gekk á móti mér með útbreiddan faðminn og ég man að ég sagði við sjálfa mig að taka nú almennilega á henni, því það færi að styttast í að hún hætti að nenna þessu. Við áttum mjög fallega stund, stóðum lengi og knúsuðumst, ég vaggaði henni fram og til baka. Svona var hún, alltaf að reyna að fá fólk til að líða vel. Allir sem þekktu hana tala um hana á sama hátt, og lýsa henni sem þessari einstöku, hlýju og góðhjörtuðu manneskju sem hún var. Enda varð svo mikil sorg í bænum þegar hún dó, samfélagið hér á Akranesi var sem lamað. Það var líka hvernig þetta gerðist, þetta var svo ósanngjarnt. Þetta þurfti ekki að gerast. Hún var búin að hægja á sér, hún var komin niður í 60 kílómetra hraða og komin út í kant. Hún vissi hvað var að fara að gerast. Þetta var allt svo ósanngjarnt. Þeirri staðreynd er erfitt að lifa með.“

Daginn sem hún lést knúsaði hún mig innilega í síðasta skiptið. Hún gekk á móti mér með útbreiddan faðminn og ég man að ég sagði við sjálfa mig að taka nú almennilega á henni, því það færi að styttast í að hún hætti að nenna þessu.

Það sem Hrönn vísar hér til er slysið örlagaríka, þann 6. apríl árið 2013. Lovísa Hrund var á leið heim frá vinnu, þegar ölvaður ökumaður úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir bifreið hennar á Akrafjallsvegi. Lovísa Hrund sem var aðeins 17 ára gömul, lést samstundis.

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Hrönn, en viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar. Meðal þess sem Hrönn ræðir er reiðin sem hún ákvað að takast á við og verðlaunarannsókn hennar á gleymdum hópi í kerfinu; foreldrum sem missa börn af slysförum. Hún segir einnig frá merkjum sem henni hafa borist frá Lovísu Hrund sem sannfærðu hana um að til sé líf eftir þetta líf.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Hrönn Ásgeirsdóttir prýðir forsíðu jólablaðs Vikunnar

Gjörbreyttur eftir lýtaaðgerðina

Förðunarfræðingurinn Alexis Stone er gjörbreyttur í útliti eftir að hann gekkst undir stóra lýtaaðgerð.

Breski förðunarfræðingurinn Alexis Stone, skírður Elliot Rentz, gat sér góðs orðs á seinasta ári fyrir förðunarsnilligáfu sína en hann er þeim hæfileikum gæddur að geta breytt sér í hvern sem er með réttri förðun.

Stone, sem hefur sérhæft sig í að breyta sér í fræga einstaklinga, hefur til dæmis breytt sér í Angelinu Jolie, Cher, Elísabetu Englandsdrottningu og Jennifer Lawrence.

En ferill Stone hefur tekið u-beygju eftir að hann gekkst undir stóra fegrunaraðgerð og lét breyta andliti sínu. Stone hefur fjallað mikið um aðgerðirnar sem hann gefur gengist undir á samfélagsmiðlum. Hann segist vera himinlifandi með útkomuna þó að hann hafi vissulega fengið mikla gagnrýni. „Áður en ég fór í aðgerðirnar þá var ég uppnefndur og ég mun áfram verða uppnefndur,“ sagði hann meðal annars í myndbandinu þar sem hann afhjúpaði nýja útlitið.

Þess má geta að Stone er 23 ára.

Síðan Stone fór í aðgerðirnar umdeildu er hann hættur að breyta sér í frægt fólk með förðun, mörgum aðdáendum hans til mikillar mæðu. Áhugasamir geta fylgst með Stone á Instagram, þar er hægt að sjá hvernig hann hefur breytt sér ótal fræga einstaklinga.

Svona leit hann út áður en hann fór í stóru aðgerðina:

Svona lítur Stone út eftir aðgerðina:

Fólk kaupir jólagjafir og jólaföt á netinu í auknum mæli

Á undanförnum árum hefur fólk sóst í auknum mæli í að versla jólagjafir og jólaföt erlendis frá í gegnum netverslanir.

Margt fólk kýs að versla jólafötin og jólagjafirnar á netinu þetta árið, líkt og fyrri ár, af vefverslunum á borð við ASOS. Starfsfólk TVG Xpress hefur orðið vart við það. „Undanfarið höfum orðið vör við mikla aukningu af ASOS sendingum til landsins en einnig sendingum frá öðrum stórum keðjum eins og House of Fraser, Miss Selfridges og JD Sport,“ segir Sif Rós Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri TVG Xpress enTVG Xpress sér meðal annars um dreifingu ASOS sendinga sem koma með hraðsendingu til landsins.

Hún segir starfsfólk sitt hafa í nógu að snúast, sérstaklega þegar jólin nálgast.

Hraðinn orðinn mikill

Sif segir augljóst að mögum þykir þægilegt að versla á netinu og þannig sleppa við búðarráp í desember. „Fólki finnst virkilega þægilegt að fá þessar hraðsendingar heim að dyrum á mettíma og nýtir sér það óspart. Hraðinn er orðinn mikill og fólk er að fá sendingar heim til sín innan örfárra daga frá pöntun erlendis. Fólk verslar mikið jólafötin af erlendum netverslunum og treystir því að fötin berist í tíma,“ segir hún.

En það er ekki bara mikið að gera í dreifingu sendinga að utan í desember. Sif segir mikið að gera allan ársins hring. „Aukningin hjá okkur það sem af er ári er hátt í 20% ef miðað er við árið 2017. Við erum að flytja tugi þúsunda af hraðsendingum fyrir ýmsa aðila,“

Þess má geta að mikill vöxtur hefur verið í netverslun síðustu mánuði, ekki bara erlendis frá heldur einnig í innlendum netverslunum. Á vef Samtaka verslunar og þjónustu kemur fram að innlend netverslun hafi aukist mikið að undanförnu þó að  Ísland sé enn þá langt á eftir nágrannaríkjum.

 

Risauppsögn hjá WOW air – Skúli gengst við mistökum

Um það bil hundrað starfsmönnum var sagt upp störfum hjá WOW air í morgun. Flugvélum undir merkjum félagsins fækkar úr 20 í 11. Forstjórinn Skúli Mogensen viðurkennir að hann hafi gert mistök við stjórnun félagsins.

Starfsfólkinu sem var sagt upp fékk uppsagnarbréf í hendur í morgun og taka uppsagnirnar strax gildi. Uppsagnirnar þurfa í sjálfu sér ekki að koma á óvart enda reksturinn verið á vonarvöl undanfarna mánuði. Þótt viðræður við Indigo partners um kaup á WOW standa yfir var ljóst að hagræða þyrfti í rekstri félagsins enda rekstrarmódel félaganna tveggja gjörólíkt. Um 1.000 starfsmenn munu starfa hjá WOW air eftir uppsagnirnar. Boðað hefur verið til starfsmannafundar klukkan 13 í dag þar sem Skúli mun sitja fyrir svörum starfsmanna.

Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsmönnum í morgun harmar hann að grípa hafi til þessara aðgerða. Þær séu hins vegar eina trúverðuga leiðin til að bjarga fyrirtækinu. Auk uppsagna fela þær í sér að fækka flugvélum í flota félagsins úr 20 í 11 auk þess sem félagið mun ekki veita fjórum A330 vélum viðtöku eins og til stóð.

Skúli segir að WOW air muni leita aftur til upprunans sem hafi gefist vel á fyrstu árum félagsins, það er að vera „ofurlággjaldaflugfélag“. Hann viðurkennir að hafa beygt af leið og misst sjónar á upphaflegu markmiði félagsins. Til að mynda þegar ákveðið var að bæta breiðþotum í flotann og bjóða upp á Premium sæti um borð.

„Í stuttu máli þá misstum við fókusinn og fórum að haga okkur eins og hefðbundið flugfélag. Þessi mistök hafa nærri kostað okkur fyrirtækið og tap okkar hefur margfaldast á árinu. Það er mikilvægt að halda því til haga að ég get ekki kennt neinum öðum um nema sjálfum mér fyrir þessi mistök…“.

Skúli vonast til að yfirtaka Indigo muni hjálpa til við að færa félagið aftur til upprunans.

Svo gæti farið að þetta sé aðeins byrjunin á sársaukafullum aðgerðum hjá WOW. Fyrir liggur að rekstrarmódel Indigo er gjörólíkt, sé litið til þeirra félaga sem bandaríska félagið rekur, svo sem Wizz Air og JetSmart. Þetta eru hreinræktuð lággjaldaflugfélög þar sem rekstrarkostnaði er haldið í lágmarki, þar með talið launakostnaður. Erfitt er að sjá að íslenskt launaumhverfi falli inn í þá mynd og hefur Drífa Snædal, forseti ASÍ, þegar lýst yfir áhyggjum af aðkomu Indigo.

Þá birtist grein í vikunni á vef Forbes þar sem því var velt upp hvort WOW air yrði rekið áfram sem „sýndarflugfélag“, eða beinlínis ferðaskrifstofa undir merkjum WOW. Það er að farþegar kaupi farmiða hjá WOW en fljúgi með öðrum flugfélögum, til að mynda JetSmart og Wizz Air. Slíkt myndi kalla á enn frekari samdrátt.

Á sama tíma og fréttir bárust af uppsögnum hjá WOW tóku hlutabréf í Icelandair að rjúka upp og nemur hækkunin 15,5% það sem af er degi.

Uppfært 12:17: Í tilkynningu frá WOW er staðfest að 111 fastráðnum starfsmönnum hafi verið sagt upp í morgun. Að auki missa á þriðja hundrað verktakar og lausir starfsmenn störf sín. Enn fremur er tilkynnt um breytingar á leiðakerfi félagsins. Til að mynda verður hætt að fljúga til Delhi á Indlandi en ekki eru nema nokkrir dagar síðan fyrsta ferðin þangað var farin. Þá verður hætt að fljúga til nokkurra áfangastaða í Bandaríkjunum, svo sem Los Angeles og Chicago.

„Hentar vel fyrir hvern einasta Gáttaþef og aðra sælkera-þef-grísi“

||||
||||

Á tímaritinu Vikunni starfa miklir fagurkerar sem eru með puttann á púlsinum á öllu er varðar tísku, heilsu og menningu svo eitthvað sé nefnt. Við fengum Írisi Hauksdóttur, blaðakonu Vikunnar, til að segja okkur frá óskalistanum hennar fyrir þessi jól.

Borð fyrir bókaorm

Efst á óskalistanum fyrir jólin er brakandi nýtt sófaborð en þetta bráðfagra borð úr Snúrunni inniheldur allt sem gott sófaborð þarf helst að hafa. Það er ekki bara forkunnarfagurt heldur líka með nægilegu plássi fyrir allar þær kræsingar sem góðu kósíkvöldi fylgir svo ekki sé minnst á tímaritastandinn sem er bráðnauðsynlegur á heimili bókaorms og blaðamanns.

Glæsilegt borð úr Snúrunni.

Angan af jólum

Jólin eru tími ljóss og friðar en að bakstursilmi undaskildum skapa ilmkerti undursamlega jólastemningu. Holiday-ilmurinn frá Ralph Lauren er í algjörum sérflokki en kertið er ekki bara í einkar hátíðlegum umbúðum heldur ber ilmurinn líka guðdómlegan keim af kanil og eplum. Samkvæmt góðvini mínum, Kertasníki, fæst gossið í Húsgagnahöllinni og hentar vel fyrir hvern einasta Gáttaþef sem og aðra sælkera-þef-grísi.

Holiday-ilmurinn frá Ralph Lauren er í algjörum sérflokki að sögn Írisar.

Hugguleg heimaklæði

Þessi jólalegi sloppur fæst í versluninni Selena.

Desember er einn annasamasti mánuður ársins en þegar verkefnum dagsins er lokið er fátt betra en að bregða sér í bað og finna jólastressið leka út í froðuvatnið. Þegar hiti er aftur kominn í kroppinn er um að gera að bregða sér í þægileg heimaklæði en sjálf stenst ég sjaldnast fallega sloppa sem sameina bæði fegurð og notagildi. Þessi jólalegi sloppur mætti vel verða minn en hann má finna í versluninni Selena.

Kinnbein í boði Becca

Aðventan er tími samverustunda þar sem flestir vilja sýna sig og sjá aðra í sínu besta ljósi. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi snyrtivöruframleiðandans Becca enda eru highlighter-arnir þeirra í algjörum sérflokki. Þegar kemur að hátíðarförðun aðhyllist ég hugmyndafræðina því meira því betra, svo að með háglansandi kinnbeinum verða mér allir vegir færir yfir hátíðirnar. Kæri jólasveinn, Becca-pallettuna í pakkann minn.

Fallegur highlighter setur punktinn yfir i-ið.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

 

 

 

Ef þetta fréttist þá yrðu það endalokin

Þrátt fyrir sprengingu í eftirspurn eftir vændi hafa vændiskaupamál á borði lögreglu sjaldan verið færri og verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að tilfinning þeirra sem vinna við málaflokkinn bendi til þess að margar íslenskar konur stundi vændi. Í úttekt um vændi í Mannlífi, sem kemur út í fyrramálið, verður meðal annars rætt við tvær fyrrverandi íslenskar vændiskonur sem gefa innsýn í hugarheim þessara kvenna, kynferðisofbeldið sem oftast einkennir fortíð þeirra og afleiðingar vændisins. Önnur þeirra, Eva Dís Þórðardóttir, kemur fram undir nafni en hin kýs nafnleynd vegna barna sinna.

Eva Dís stundaði vændi um nokkurra mánaða skeið árið 2004 í Danmörku og glímir enn við afleiðingarnar. Hún segist ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að hafa lifað vændið af en er þakklát fyrir að vera á góðum stað í dag.

Á meðan á vændinu stóð náði ég alveg að ljúga því að mér að þetta væri bara æðislegt, sjálfsvígshugsanirnar komu síðar.

„Á meðan á vændinu stóð náði ég alveg að ljúga því að mér að þetta væri bara æðislegt, sjálfsvígshugsanirnar komu síðar, þegar ég fór að óttast hvað gerðist ef þetta kæmist upp. Hugsanir mínar gagnvart því að segja einhverjum frá voru að þar með væri ég að loka þeim samskiptum. Hugmyndir mínar samræmdust því ekki að fólk gæti þekkt mig áfram ef það vissi þetta, skömmin var svo svakaleg. Ég sá fyrir mér að ef þetta fréttist þá yrðu það endalokin.“

Vill skilja karla sem kaupa vændi

Eva segist hafa velt því töluvert fyrir sér hvað fái karlmenn til að kaupa vændi og hana langi að reyna að skilja það. „Ég væri svo til í að eiga samtal við vændiskaupendur. Hvað er svona heillandi við að eiga þessi nánu innilegu samskipti við einhvern sem þú ert algerlega aftengdur tilfinningalega? Ég skil ekki þessa grimmd, að meiða svona og svo útskúfa fólki úr samfélaginu okkar. Mig langar að sjá sjálfshjálparhópa fyrir karlmenn sem eru tilbúnir að skoða sína eigin hegðun og eigin sársauka. Ekki bara þann sársauka sem þeir valda til dæmis vændiskonunni. Hvað er þeim svo sárt og óheilað? Það eru til hópar fyrir karlmenn sem hafa beitt ofbeldi og vilja hætta því, af hverju ættu ekki að vera til hópar fyrir menn sem vilja hætta að kaupa vændi?“ segir Eva.

Hún segir að hugmyndin um hamingjusömu hóruna er ekki sá innri sannleikur sem hún kannist við. „En ef hún er til þá ber ég virðingu fyrir henni. En við getum ekki tekið hana fram fyrir þær þúsundir vændiskvenna sem þjást í þögninni.“

Lestu nánar um málið í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Hallur Karlsson

Sjúkleg súkkulaðikaka með lakkríssírópi

13. tbl
|

Íslendingar eru margir sólgnir í lakkrís og því vinsælt að blanda honum saman við ýmislegt góðgæti eins og súkkulaði. Hér er yndisleg kaka fyrir þá sem elska lakkrís og súkkulaði.

Gott er að bera kökuna fram með hindberjum.

Frönsk súkkulaðikaka með lakkríssírópi
4 egg
2 dl sykur
200 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
1 dl hveiti

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði. Hellið súkkulaðiblöndunni út í sykurblönduna í mjórri bunu. Klæðið form með bökunarpappír eða notið sílíkonform. Hellið deiginu í formið og bakið í 25 mín. Kælið kökuna, losið hana úr forminu og setjið á tertudisk. Hellið lakkríssírópinu yfir og skreytið með hindberjum.

Lakkríssíróp
2 tsk. lakkrísduft, Raw powder Johan Bulow
1 msk. síróp, Sweet liqurice-síróp Johan Bulow
1 dl vatn
2 msk. sykur
3 tsk. maizena-mjöl
2 tsk. vatn
200 g fersk hindber

Setjið lakkrísduft og síróp í pott ásamt vatni og sykri. Hrærið maizena-mjöl og vatn saman í lítilli skál. Þegar suðan kemur upp er maizena-blöndunni bætt út í og hrært á meðan. Bíðið eftir að suðan komi aftur upp, takið af hita og kælið.

Texti/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Myndir/Rut Sigurðardóttir

Flugfreyja með látlausan stíl

Í hvítu og bláu fjölbýli við Boðagrandann í Vesturbænum, rétt við sjóinn, býr Erna Viktoría Jansdóttir, flugfreyja og smekkpía, ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan er alsæl í Vesturbænum.

Spurð út í hvað það er sem heillar hana mest við íbúðina segir hún: „Hvað hún er björt, það eru stórir stofugluggar og útsýnið út um eldhúsgluggann er æðislegt því við horfum beint út á sjóinn. Staðsetningin hentar okkur líka mjög vel því fjölskyldur okkar beggja búa hér í Vesturbænum. Ég er samt fædd og uppalin í Danmörku og bjó í Kaupmannahöfn fyrstu 11 árin.

Mér finnst líka sérlega gaman að heyra dönskuna og nota hvert tækifæri sem gefst til að tala hana.

Fyrir mér er Kaupmannahöfn mitt annað heimili og ég reyni að fara einu sinni til tvisvar á ári þangað. Þar er meiri stórborgarstemning en hér í Reykjavík en samt er lífið í Köben einhvern veginn miklu afslappaðara en hér. Mér finnst líka sérlega gaman að heyra dönskuna og nota hvert tækifæri sem gefst til að tala hana, eins og þegar ég er að fljúga og hitti Dani um borð. Það er eitthvað við Köben sem heillar mig, hún og New York eru  í uppáhaldi hjá mér,“ segir hún dreymin og þá leikur okkur forvitni á að vita hvort það séu alls engir gallar við að búa í Vesturbænum?

Jólatréð er úr Garðheimum og dúkurinn undir því er frá ömmu Ernu en tréð er svo stórt að hann sést ekki.

„Eini gallinn er að það er stundum rok hérna við sjóinn en á móti kemur að hér er allt í göngufjarlægð. Við erum mjög dugleg að rölta í sund, bæði í Vesturbæjarlaugina og Neslaugina sem er alveg æðisleg. Svo finnst okkur ljúft að geta gengið í hverfisbúðina sem er Melabúðin og á sumrin er líka voða þægilegt að geta gengið í miðbæinn og þurfa ekki að leita að bílastæði, eins og til dæmis á menningarnótt.“

Borðstofuborðið er úr hnotu og er frá Tekk Company, bekkurinn er frá Happy Furniture og stólarnir eru úr Húsgagnahöllinni.

Gaman að eiga húsgögn sem ekki eru fjöldaframleidd

Hvernig myndir þú lýsa stílnum á heimilinu?

„Ég er örugglega svolítið minimalísk því ég vil ekki hafa heimilið ofhlaðið af dóti, ég vil frekar að þeir hlutir og húsgögn sem eru á heimilinu fái að njóta sín. Mér finnst rosalega gaman að kaupa nýja muni sem eru í tísku en mér finnst líka gaman að eiga hluti með sögu. Við erum til að mynda með grænan flauelsbekk og stól í stíl frá ömmu og afa Kristjáns sem okkur þykir mjög vænt um.

Við erum til að mynda með grænan flauelsbekk og stól í stíl frá ömmu og afa Kristjáns sem okkur þykir mjög vænt um.

Fengum það og kistuna undir hansahillunum í arf frá þeim. Hansahillurnar fengum við svo hjá tengdamömmu, hún var með þær í geymslunni og okkur langaði svo að leyfa þeim að njóta sín uppi við og fengum þær. Mér finnst gaman að vera með húsgögn sem eru ekki fjöldaframleidd, eins og til dæmis sófaborðið og bekkinn við borðstofuborðið sem frændi minn, Hafsteinn Halldórsson hjá Happy Furniture, sérsmíðaði fyrir okkur. Borðstofuborðið okkar er úr hnotu en það keyptum við á lagersölu hjá Tekk Company og við vorum lengi að leita að bekk við það. Ég sendi svo Hafsteini mynd af borðinu og hann smíðaði bekk sem smellpassar við það.“

Grænu bekkurinn er arfur og málverkið er eftir Auði Marinósdóttur.

Fannst hún ekki falleg í fyrstu en þykir vænt um hana núna

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar kemur að heimilinu; lýsingin, litirnir eða uppröðun hluta og húsgagna? „Ég er voða mikið fyrir að færa til hluti og held mér finnist uppröðunin skipta mestu máli. Á óskalistanum núna, eða þegar við flytjum næst, er Butterfly-stóll úr Casa, það væri draumur að eignast hann þegar við förum í stærra húsnæði. Mig langar líka að eignast ljós frá secto yfir borðstofuborðið og svo væri æðislegt að fá nýtt risastórt rúm svo við getum öll kúrt saman. En okkur vantar svo sem ekki neitt og erum ótrúlega ánægð. Það hefur alveg komið upp sú hugmynd að taka eldhúsið í gegn en það er alveg fínt þótt það sé orðið gamalt, það er meira bara pjatt að vilja skipta því út. Mér þykir bara vænt um það sem við höfum. Fyrst þegar ég kom hingað og sá svalahurðina fannst mér hún alls ekki falleg en með tímanum fór mér að þykja vænt um hana. Mér finnst einhver sjarmi yfir því að hafa hlutina ekki fullkomna. Í dag myndi aldrei vilja skipta um svalahurð.“

Baðið var nýlega tekið í gegn. Innréttingin er úr IKEA, spegillinn úr Esju Dekor.

Með glasa-„fetish“

Hvar finnst þér skemmtilegast að versla hluti og annað fyrir heimilið? „Mér finnst rosalega gaman að kíkja í alls konar verslanir, ég er ekki háð því að hluturinn sé einhver merkjavara. Ég kaupi bara það sem heillar mig. Módern finnst mér rosalega falleg búð og ég viðurkenni að mér finnst Illum Bolighus í Kaupmannahöfn líka æðisleg, sérstaklega fyrir jólin, það eru svo fallegar útstillingar í gluggunum og í Kaupmannahöfn fær maður jólastemninguna beint í æð. Ég er að verða meira jólabarn með aldrinum og sérstaklega eftir að ég eignaðist son minn. Honum fannst til dæmis æðislegt að við skyldum skreyta jólatréð svona snemma í ár,“ segir Erna brosandi og þegar við spyrjum hana hvar hún fái helst innblástur fyrir heimilið segist hún skoða Pinterest mjög mikið.

Ég er að verða meira jólabarn með aldrinum og sérstaklega eftir að ég eignaðist son minn.

„Svo skoða ég líka oft tímarit eins og Bo Bedre og Hús og híbýli, Instagram-síður  og hönnunar- og lífsstílsblogg.“

Málverkið í herberginu hans Jóhannesar Inga er af fjölskyldukettinum Týra. Sigurður Sævar málaði það og gaf þeim en eiginmaður Ernu var sundþjálfari málarans til margra ára.

En hverju tekur þú helst eftir þegar þú kemur inn á önnur heimili? „Persónulegum stíl þeirra sem þar búa en mér finnst öll heimili hafa sinn sjarma,“ svarar hún einlæg en ætli Erna sé að safna einhverju sérstöku fyrir heimlið? „Ég safna kannski helst fallegum glösum, ég er með eitthvað glasa-„fetish“ og safna sérstaklega rauðvínsglösum.“

Sörubakstur og kósíkvöld í desember

Erna segist byrja að skreyta í byrjun desember og hún keypti á hverju ári nýtt skraut á jólatréð þar til í fyrra þegar hún keypti gylltar og silfraðar kúlur og ákvað að þær yrðu notaðar hér eftir. „Ég vil ekki vera með of mikið jólaskraut, frekar færri hluti og vandaðari. Mér þykir sérlega vænt um stjörnuna á toppnum því þessi stjarna var alltaf á jólatrénu þegar ég var að alast upp en mamma gaf mér hana svo fyrir nokkrum árum“.

„Ég safna kannski helst fallegum glösum, ég er með eitthvað glasa-„fetish“ og safna sérstaklega rauðvínsglösum.“

En hvað finnst þér ómissandi á aðventunni? „Ég og mamma reynum alltaf að baka saman sörur, mér finnst æðislegt að eiga sörur í frystinum. Á Þorláksmessu finnst okkur svo gaman að labba Laugaveginn og alltaf á föstudögum í desember höfum við kósíkvöld og horfum saman á jólabíómyndir.“

Hvernig eru svo jólin hjá ykkur? „Á aðfangadag erum við með tengdafjölskyldunni, við erum stór hópur saman sem mér finnst rosalega gaman, örugglega vegna þess að ég er sjálf einkabarn. Á gamlárskvöld ætlum við að vera hér heima og foreldrar mínir koma til okkar. Pabbi minn hefur alla tíð verið mikil sprengjukall.“

Og þá verðum við að vita hvað kemur þér í jólaskap? „Að kíkja á jólamarkaði í Kaupmannahöfn og fara í jólatívolí og fá sér heitt súkkulaði,“ svarar hún að bragði.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

 

Vantrausttillaga gegn Theresu May

Theresa May.

Theresa May mun standa frammi fyrir vantrausttillögu þingmanna síns eigins flokks, breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt reglum flokksins þurfa 15% meðlima hans að skrifa til sérstakar nefndar sem ákveður að setja af stað atkvæðagreiðslu um forystuna og þeim skilyrðum var fullnægt í gær. Talið er að það sem hafi fyllt mælin hafi verið ákvörðun May um að hætta við þingkosningu um Brexit.

Atkvæðagreiðsla þingmanna mun fara fram milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Mun niðurstaðan verða tilkynnt skömmu síðar. Ef hún er rekin með þessum hætti mun taka um sex vikur fyrir breska íhaldsflokkinn að velja sér nýjan leiðtoga.

Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kjölfarið kvaðst hún ætla að berjast gegn vantrausttillögunni. Vantrauststillagan kemur eins og köld tuska í andlitið á May sem hingað til hefur staðið sig nokkuð vel við erfiðar aðstæður og tekið á sig mikla ábyrgð vegna Brexit. Tillagan er komin frá þeim meðlimum sem styðja Brexit hvað harðast. Það er því ekki aðeins sótt að May frá þeim sem vilja ekki úr ESB, heldur einnig af hálfu hennar eigin flokksmanna sem vilja harðlínu Brexit.

Forsætisráðherra þarf 158 atkvæði sér í vil til að standast vantrausttillöguna, og er hún þá örugg í 12 mánuði í viðbót. Spurningin er hins vegar sú hvort henni er stætt að sitja áfram í embætti eftir þessa aðför og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir Brexit samninginn. Tíminn tifar og útganga Breta er áætluð í lok mars á næsta ári.

Mögulegir arftakar hafa verið nefndir Boris Johnsson, fyrrum utanríkisráðherra, Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, Sajid Javid, innanríkisráðherra og Penny Mordaunt, þróunarmálaráðherra.

Verkefni sem þetta tekur yfir líf allra sem að því koma

Hera Hilmarsdóttir er ein þeirra íslensku stjarna sem náð hafa hvað lengst á sviði leiklistar en hún fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Mortal Engines. Myndin var frumsýnd í lok nóvember í Bretlandi en kemur í íslensk kvikmyndahús þann 14. desember næstkomandi.

Til að undirbúa sig sem best fyrir hlutverkið sökkti Hera sér í mikla rannsóknarvinnu. „Ég las allt sem ég gat fundið sem tengdist sögunni en fyrst og fremst handritið sjálft að myndinni og fyrstu bókina. Eftir það varð ég að finna út hvernig ég gæti stigið inn í líkama og höfuð Hester sem þýddi að ég varð að leita í ákveðin frumefni í sjálfri mér sem eru kannski aðeins meira félagsfælin en önnur.“

Auk þess er Hester með ansi góða sjálfsbjargarhæfni, hún getur klifrað í klettum, hlaupið um, notað hnífa og hreinlega komist af í ómögulegum aðstæðum.

„Það skiptir miklu máli að skilja það. Ég sótti mikið í náttúruna á Nýja-Sjálandi þar sem ég gat verið ein og ímyndað mér hvernig það er að vera einangruð öllum stundum. Sérstaklega í villtri óvæginni náttúru og hvernig maður lifir það af, bæði andlega og líkamlega.“

Áskorun að vera á þeim stað sem Hester er alla daga

Hera segir vinnuna hafa gengið vel og þegar hún líti til baka komi upp góðar tilfinningar frá ferlinu í heild sinni, hún viðurkennir þó að verkefnið hafi reynt verulega á. „Þetta var mikil áskorun, bæði að vera á þeim stað sem Hester er alla daga, andlega og líkamlega, en auk þess voru tökudagar langir og margir. Á sama tíma var þetta virkilega skemmtilega krefjandi ferli, fólkið sem ég vann með var allt saman frábært og yndislegt að dvelja á Nýja-Sjálandi.“

Upplifunin var því virklega góð. Peter og Fran, Philippa og Christian, pössuðu upp á að ég hefði það sem best og buðu mig strax velkomna inn í þeirra líf, mér þótti mjög vænt um það.

„Verkefni sem þetta tekur gjörsamlega yfir líf allra sem eru hluti af því. Auðvitað er ekkert hlutverk eins en Hester er virkilega sérstakur karakter. Það að vinna í verkefni á þessum skala, sérstaklega verandi í aðalhlutverki er eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður en lærði fullt á því.“

Á endanum er þetta bara bíó

Myndin var frumsýnd örfáum dögum áður en viðtalið fór í prent og því var ekki úr vegi að spyrja Heru hvernig tilfinningin hafi verið á frumsýningardegi? „Tilfinningin er bara góð myndi ég segja. Það er virkilega gaman að verkefni sem maður leikur í fái þá athygli sem þessi mynd fær. Auðvitað er það alltaf takmarkið enda gerir maður þetta fyrir fólk til að sjá.“

Að einhverju leyti má segja að þetta sé draumur sem sé að rætast, að vinna með fólki af þessari stærðargráðu og sjá eitthvað sem maður gerir ná svona langt, auðvitað er það algjör draumur. Ég held ég haldi mér á jörðinni með því að minna mig á að á endanum er þetta bara bíó.

„Þetta er ekki einhver stund sem ákvarðar hver þú ert eða hvað í þér býr. Ég reyni alltaf að gera mitt allra besta í tökunum en eftir það er það úr mínum höndum. Þá er bara að læra að njóta þess góða sem kemur í kjölfarið og leiða hitt hjá sér, hvort sem það er meiri athygli eða eitthvað annað. Maður að reyna sitt besta, dag frá degi, verkefni eftir verkefni og svo sér maður bara hvað gerist í framhaldinu. Og heldur vonandi áfram að njóta stundarinnar.“

Viðtalið í heild má lesa í 48.tbl Vikunnar.

Mikið úrval heilsurúma við allra hæfi

Það er afar einstaklingsbundið hvernig rúm og dýnu ber að velja. Dýna þarf að henta líkamsbyggingu og að sjálfsögðu smekk hvers og eins. Í Vogue fyrir heimilið er stefnan því að bjóða upp á úrval af bæði stillanlegum rúmum og mismunandi dýnum.

Kolbrún Birna Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Vogue fyrir heimilið. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

„Við bjóðum upp á allt frá einföldum gormadýnum yfir í hágæða latexdýnur, allt eftir því sem hentar best,“ segir Kolbrún Birna Halldórsdóttir rekstrarstjóri. „Ennfremur bjóðum við fólki að fá aðstoð sjúkraþjálfara við val á rúmi og dýnu svo faglega sé staðið að valinu.“

Þjónustuna er hægt að fá á fimmtudögum milli kl. 16 og 18 og mælir Kolbrún Birna með að fólk hiki ekki við að nýta sér hana. „Hér hjá okkur færðu allt frá einföldum stillanlegum rúmum yfir í mjög tæknilega fullkomin rúm. Þau fást inndraganleg, rúmið er á sleða sem heldur því eins nálægt veggnum í uppréttri stöðu og hægt er, með sérstökum mjóbaksstuðningi, nuddi, næturlýsingu, sérstakri höfuðlyftu og „zero gravity“ svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún. „Úrvalið er fjölbreytt og auðvelt að missa yfirsýnina. Þá er um að gera að fá alla þá aðstoð sem við höfum upp á að bjóða og leyfa sérfræðingunum okkar að leiða þig gegnum valið.“

Mynd/Hákon Davíð Björnsson

En af hverju stillanleg rúm? Svarið er einfalt: heilsunnar vegna. „Stillanleg rúm geta aðstoðað fólk með bakflæði við að ná bata og einnig fólk við að hrjóta síður,“ segir Kolbrún Birna. „Ennfremur hjálpa þau þeim sem eiga við stoðkerfisvandamál að stríða. Rúmin sem við seljum reisa þig ennfremur mjög hátt sem gerir einstaklega auðvelt að fara úr rúmunum, sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt með að hreyfa sig. Svo fylgja þessu líka þægindi fyrir þá sem lesa uppi í rúmi eða horfa á sjónvarp.“

Öll stillanlegu rúmin sem fást í Vogue fyrir heimilið eru frá bandaríska fyrirtækinu Ergomotion sem seld hafa verið á Íslandi til margra ára og hefur verið gerður mjög góður rómur að þeim. Þau eru einstaklega sterkbyggð og áreiðanleg.

Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Tíu ára ábyrgð er á mótorum sem eru bæðir öflugir en fyrst og fremst hljóðlátir. Á burðarvirki rúmanna er tuttugu ára ábyrgð, en það er gert úr tvíhertu sérvöldu stáli.

Öll tannhjól, fóðringar og festingar eru úr næloni en það þýðir að ekkert þarf að smyrja og bjástra við að liðka þær. Rúmin eru því í raun viðhaldsfrí.

„Svefn á að vera áhyggjulaus og ánægjulegur,“  segir Kolbrún Birna að lokum. „Og við leggjum mikið upp úr því að þjónusta okkar og vörur endurspegli það.“

 

VOGUE FYRIR HEIMILIÐ

SÍÐUMÚLA 30

108 REYKJAVÍK

SÍMI: 553 3500

WWW.VOGUE.IS

 

VOGUE FYRIR HEIMILIÐ

HOFSBÓT 4

600 AKUREYRI

SÍMI: 462 3504

WWW.VOGUE.IS

 

Einkvæðing banka framundan

|
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd/ Bára Huld Beck

Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu og meira en 98 prósent af hlutafé Landsbankans. Framundan er sala á eignarhlutum í bönkunum, ef stjórnvöld ákveða að fara eftir því sem starfshópur stjórnvalda segir í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

En hvernig er best að standa að því? Hvað kemur upp í huga almennings þegar bankakerfið er annars vegar? Er skynsamlegt að selja banka sem starfa aðeins á hinu örsmáa íslenska markaðssvæði?

Í Mannlífi í dag er ítarlega fjallað um Hvítbók stjórnvalda og tilraunir stjórnvalda, á liðnum árum, til að selja Íslandsbanka til erlendra fjárfesta. Eigið fé ríkisbankanna nemur um 450 milljörðum króna um þessar mundir, og því eru mikil verðmæti undir þegar kemur að sölu þeirra.

Ítarleg fréttaskýring um málið er í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Indigo kemur með 9,3 milljarða inn í WOW air

Mynd/Isavia

Bandaríska fyrirtækið Indigo Partners mun leggja 75 milljónir dollara, andvirði 9,3 milljarða króna, inn í WOW air. Kaupin eru háð ákveðnum skilyrðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air. Þar segir að Indigo muni kaupa ótilgreindan fjölda hlutabréfa í WOW air auk þess sem bandaríska félagið leggur til fjármagn til að koma að endurreisn félagsins. Stofnað verður sérstakt félag utan um fjárfestinguna sem stýrt verður af Indigo Partners.

111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í gær samhliða því að tilkynnt var um samdrátt í leiðarkerfi félagsins. Þotum á vegum félagsins fækkar úr 20 í 11. Kom fram í máli Skúla Mogensen, forstjóra WOW, að mistök hafi verið gerð í rekstri félagsins, meðal annars með útþenslu leiðarkerfis og framboði sæta á betra farrými. Félagið stefni á að leita aftur til upprunans og verða hreinræktað lággjaldaflugfélag.

Ekki liggur fyrir hverjar fyrirætlanir Indigo Partners með WOW air eru né hvort Skúli Mogensen verði áfram forstjóri félagsins.

 

Viðurinn enn að þorna á Sauðárkróki

Norður á Sauðárkróki bíður jatoba-harðviður eftir því að þorna. Viðinn á að nota í smíði á nýju fundarborði í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23. Vandað skal til verksins enda kostar borðið yfir 20 milljónir króna.

Síðsumars greindi Morgunblaðið frá að kostnaðaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir smíði borðsins hljóðaði upp á 27,5 milljónir. Verkið var boðið út og bárust tvö tilboð í verkið; tilboð frá HBH byggi ehf. þótti of hátt og var því hafnað. Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki var hitt fyrirtækið sem sendi inn tilboð, það náði ekki yfir alla þætti verksins og var því einnig hafnað. Í kjölfarið var samið við Trésmiðjuna Borg um trésmíðahluta borðsins og samsetningu þess, upp á 15,7 milljónir króna.

Verkinu átti upphaflega að ljúka í desember en nú er ljóst að verkið mun tefjast fram yfir áramót. Þetta staðfestir Ólafur I. Halldórsson, byggingafræðingur hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Mannlíf. „Það er búið að smíða stálgrindina, en borðið verður á hjólum svo auðveldara verði að færa það til og breyta forminu á salnum,“ segir hann en kostnaður við vinnu við stál- og rafmagnshluta borðsins var áætlaður á bilinu 4-6 milljónir króna. Borðið verður í tveimur hlutum, í innri og ytri skeifu þannig að rými sé fyrir alla borgarfulltrúa við borðið. „Það sem tefur verklok er að viðurinn sem pantaður var inn fyrir verkið er ekki orðin þurr. Ég geri ekki ráð fyrir að smíðunum ljúki fyrir áramót úr þessu,“ segir Ólafur og bætir við: „Það er von okkar og ósk en við erum háð þessum duttlungum með þurrkinn og ætlum að vanda okkur og í rauninni er ekkert að brenna. Núna erum við að skipta um ljós í salnum þannig að það kom sér reyndar vel að borðið er ekki komið.“

Undir þetta tekur Sigurgísli Kolbeinsson, framleiðslustjóri Trésmiðjunnar Borgar á Sauðárkróki. „Þetta er í smíðum hjá okkur en við erum aðeins í vandræðum vegna þess hvað hann þornar hægt harðviðurinn hjá okkur þannig að þetta dregst frekar en hitt. En við erum vongóð um að þetta sé að koma.“

Sigurgísli segir að harðviðurinn sem notaður er í smíðina sé sérinnfluttur jatoba-viður en tekur fram að það sé víða hægt að fá við þessarar tegund á Íslandi en lítið hafi verið til af honum þegar pantað var í verkið. „Það var erfitt að fá þennan við, þess vegna fengum við hann ekki þurrkaðan,“ segir hann og leggur áherslu á að harðvið megi alls ekki þurrka of hratt. „Það má ekki þurrka þetta of hratt því þá fer viðurinn að springa, en ég reikna með að verkinu ljúki fljótlega eftir áramót,“ segir Sigurgísli.

Stílisti um gallabuxur á Alþingi

Skiptar skoðanir eru á hvort gallabuxur séu viðeigandi klæðnaður á Alþingi. En hvað finnst stílista?

Reglulega kemur upp sú umræða um hvort gallabuxur séu viðeigandi klæðnaður á Alþingi. Núna seinast var það Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lýsti yfir áhyggjum sínum yfir gallabuxnaklæddum þingmönnum. Hann sagði að ekki væri við hæfi að klæðast gallabuxum í þingsal líkt og var greint frá á mbl.is í vikunni.

Skiptar skoðanir eru um málið. En hvað finnst stílista um málið?

„Að mínu mati á fólk á að geta klætt sig hvernig sem er hvenær sem er, og það á við um bæði konur og karla,“ segir stílistinn Ellen Loftsdóttir. Hún bætir við að henni þyki mikilvægast að fólki líði vel í því sem það klæðist, líka þeim sem starfa á Alþingi.

„Mér finnst eiginlega meira áhyggjuefni hér að sitjandi þingmaður sé að velta sér upp úr þessu á vinnutíma. Að ræða gallabuxur er klárlega ekki það sem maðurinn var kosin í að gera,“ segir hún.

Þess má geta að árið 2013 var Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áminnt fyrir að klæðast gallabuxum og upphófst mikil umræða í kjölfarið. Nokkru síðar fór Elín þá yfir sögu gallabuxna á Alþingi og lýsti yfir undrun sinni á að gallabuxur þættu ekki í lagi á Alþingi.

Alls óvíst hvað veggjöld þýða

Mynd / vegagerdin.is

„Við lýsum yfir áhyggjum yfir þeim áformum að fara yfir í nýja skatta á fjölskyldurnar í landinu og höfum fyrir okkur í þeim efnum þær forsendur að nú þegar er verið innheimta af bílaeigendum 80 milljarða í formi skatta og gjalda. Við höfum tekið sérstaklega út þann hluta þessara skatta sem eru hrein notendagjöld, sem bera ekki virðisaukaskatt og eru tæpir 40 milljarðar áætlaðir samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þessi gjöld, eldsneytis- og bifreiðagjöld til dæmis, höfum við tekið út fyrir og sagt að það væri eðlilegt að þessir fjármunir rynnu til framkvæmda hjá Vegagerðinni,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í þættinum 21 á Hringbraut vegna fyrirhugða upptöku veggjalda til að standa straum af aðkallandi samgönguúrbótum.

Með Runólfi var Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd og hefur haft forgöngu um upptöku veggjalda ásamt Jóni Gunnarssyni, starfandi formanni nefndarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra.

Mun ekki auka álögur

„Þessi gjaldtaka mun ekki auka álögur á bifreiðaeigendur,“ fullyrðir Vilhjálmur og bendir í því samhengi á að álögur muni ekki fara umfram áætlaðan ávinning af orkuskiptum í samgöngum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram drög að nefndaráliti vegna samgönguáætlunar til næstu 15 ára. Þar er kveðið á um upptöku vegtolla sem yrðu innheimtir á stofnbrautum frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins í þeim tilgangi að auka fjármagn til samgöngumála og flýta þar með fyrir brýnum framkvæmdum og bæta við nýjum ef þarf.

Engin kostnaðargreining

Runólfur gagnrýnir harðlega að ekki sé til kostnaðargreining á því hvað kosti að setja upp, innleiða og reka innheimtukerfi. Þar þurfi að líta til þátta eins og virðisaukaskatts veggjalda, innheimtuþóknunar, utanumhalds og rekstrarkostnaðar. Því sé alls óvíst hvað veggjöld muni þýða og kosta ríkissjóð. „Ég hef ekki einu sinni séð útfærsluna á þessu,“ segir Runólfur.

Lagt var upp með að afgreiða samgönguáætlun úr umhverfis- og samgöngunefnd  fyrir áramót en þingið tekur sér jólahlé föstudaginn 14. desember og stjórnarandstæðingar eru æfir yfir þeim knappa tíma sem málið átti að fá og nefndarmenn ekki tilbúnir að klára það nú. Afgreiðslu áætlunarinnar hefur því verið frestað til 1. febrúar á næsta ári.

Sértæk veggjöld

Ætlunin er, eftir því sem komist er næst, að þá verði ekki rukkuð sértæk veggjöld eins og um ræðir allt árið um kring. Áætlað er að rukka veggjöldin í takmarkaðan tíma í senn þar til tilteknar framkvæmdir séu fullu greiddar með þeim.

Njósnað um náungann

Björgvin Guðmundsson skrifar,

Frá lokum nóvember hefur mörgum verið tíðrætt um að við ættum að tala vel um hvert annað í stað þess að níða skóinn af náunganum. Þessum skjótfengna náungakærleik hefur síðan vaxið ásmegin eftir því sem liðið hefur á umræðu um uppákomuna á Klaustur bar sem gerð var opinber eftir að ólöglegri hljóðupptöku var lekið í fjölmiðla. Við eigum auðvelt með að setja okkur á háan stall þegar aðrir hafa fallið af honum.

Þótt flestir venji sig ekki á að fara niðrandi orðum um annað fólk óska þess þó fáir að samtöl þeirra við vini eða samstarfsmenn séu hljóðrituð og prentuð til opinberrar birtingar. Við kjósum að njóta ákveðinnar friðhelgi þegar kemur að persónulegum samræðum og upplýsingum um einkahagi. Í því felst ekki endilega að við höfum eitthvað að fela.

Um þetta eru flestir sammála enda hefur íslensk löggjöf byggt á því sjónarmiði að vernda okkur fyrir hvers kyns hnýsni og söfnun persónulegra upplýsinga. Til dæmis gilda ákveðnar reglur um svokallaða hlustun símtala sem eiga einungis að vera á valdi stjórnvalda, þótt þeim heimildum hafi verið beitt frjálslega gegn borgurunum. Slíkt eftirlit þarf að rökstyðja með vísan til hugsanlegra lögbrota.

Við erum að feta varasama slóð ef við sýnum ákveðið umburðarlyndi gagnvart því að fylgst sé með okkur ef ske kynni að ósæmileg umræða eða hegðun ætti sér stað. Skiptir þá engu þótt slíkt sé réttlætt með vísun til göfugra hagsmuna heildarinnar, hvernig sem það er svo skilgreint. Til dæmis að fá innsýn í hugarheim fólks sem viðrar skoðanir sem við jafnvel fyrirlítum og erum hjartanlega ósammála. Þá fyrst reynir á umburðarlyndi þeirra umburðarlyndu.

Sé slíkt hins vegar samþykkt er réttindum borgaranna fórnað fyrir einhverja heildarhyggju, svipað og ráðstjórnarríkin réttlættu umfangsmikið eftirlit með fólki í þágu kerfisins. Í slíku andrúmslofti voru þeir, sem voru á skjön við ríkjandi viðhorf, ógn við samfélagið og án réttinda. Til að hafa upp á þeim voru borgararnir sjálfir gerðir að njósnurum.

Þessi hugmyndafræði birtist til dæmis í viðhorfi fólks til þess hvort birta eigi tekjuupplýsingar einstaklinga opinberlega. Tilgangurinn er sagður helga meðalið og aðferðin hafi fælingarmátt gegn skattsvikum. Aðhaldið á að felast í því að við getum klagað nágranna okkar til yfirvalda ef við teljum að þeir lifi um efni fram miðað við uppgefnar tekjur. Kannað hvort hjólhýsið í bílastæðinu og utanlandsferðir fjölskyldunnar á síðasta ári samræmist innkomu fjölskyldunnar. Ekki er slík hugsun líkleg til að auka samheldni, samkennd og virðingu fólks á milli. Hún elur á sundrungu, illmælgi og öfund. Eitthvað sem allir vilja nú sporna gegn.

Í þessu viðhorfi felst enginn stuðningur við hótanir og lítilsvirðingu eða skattsvik og ójafna tekjuskiptingu. Við höfum bara aðferðir til að tækla þessa hluti. Án þess að fórna friðhelgi einstaklingsins með vísan til hagsmuna heildarinnar. Og njósna um náungann.

Höfundur er meðeigandi KOM ráðgjafar.

„Hvað fær menn til að kaupa vændi?“

Mynd/Hallur Karlsson

Fyrir tveimur árum sagði Eva Dís Þórðardóttir fyrst frá því opinberlega að hún hefði stundað vændi um nokkurra mánaða skeið í Danmörku árið 2004. Vændið var afleiðing kynferðisofbeldis sem hún hafði ítrekað orðið fyrir. Hún kallar eftir breyttum viðhorfum til vændiskvenna sem nánast allar stunda vændi af neyð og hún hefur áhuga á að skilja hvað einkennir hugarheim karla sem kaupa vændi.

„Ég tek því alls ekki sem sjálfsögðum hlut að ég lifði þetta af. Þetta var tvísýnt á tímabili en ég er þakklát fyrir að vera á góðum stað í dag,“ segir Eva Dís. Þarna á hún ekki við tímabilið sjálft þegar hún var í vændi heldur tímana sem komu á eftir. „Á meðan á vændinu stóð náði ég alveg að ljúga því að mér að þetta væri bara æðislegt, sjálfsvígshugsanirnar komu síðar, þegar ég fór að óttast hvað gerðist ef þetta kæmist upp. Hugsanir mínar gagnvart því að segja einhverjum frá voru að þar með væri ég að loka þeim samskiptum. Hugmyndir mínar samræmdust því ekki að fólk gæti þekkt mig áfram ef það vissi þetta, skömmin var svo svakaleg. Ég sá fyrir mér að ef þetta fréttist þá yrðu það endalokin. Gæti ég farið í ástarsamband án þess að verða heiðarleg við maka minn? Hvað með foreldra mína og systkini, myndu þau enn samþykkja mig?“

Leyndarmálið burðaðist Eva Dís með árum saman eða þar til hún fyrir röð atvika rataði til Stígamóta í ráðgjöf árið 2012. Þá voru níu ár síðan vændinu lauk og vanlíðan Evu hafði vaxið með hverju árinu sem leið. „Árið 2011 var mikið áfallaár. Faðir minn svipti sig lífi í maí eftir að hafa fallið eftir langa edrúmennsku og vanlíðan yfir því bættist ofan á allt annað sem ég hafði aldrei unnið úr. Ég var alveg brjáluð út í lífið, tilveruna og heiminn allan. Ég fór að fá kvíðaköst í vinnunni þar sem ég náði ekki andanum og það láku oft niður tár þó að ég væri ekki að gráta, þetta voru reiðitár, ég nötraði bara af reiði. Systir mín sem ég var mikið í samvistum við á þessum tíma benti mér á að hún gæti ekki umgengist mig svona uppfulla af heift. Ég yrði að gera eitthvað í málunum. Úr varð að ég fór að hitta séra Önnu Sigríði Pálsdóttur sem er vel að sér varðandi meðvirkni og alkóhólisma og hefur verið ráðgjafi hjá Lausninni. Hún mælti með því að ég færi á námskeið hjá þeim í september en þá hafði ég engan tíma til þess,“ segir Eva sem var á þessum tíma verslunarstjóri í Heilsuhúsinu.

„… hann útskýrði fyrir mér að ég væri brotin kona og hann þyrfti að gera þetta til að opna orkubrautirnar mínar. Svo nauðgaði hann mér,“

Nauðgað af meðhöndlara

Í október 2011 fór hún svo í endajaxlatöku sem hún var búin að fresta lengi. „Það verða einhver mistök í aðgerðinni, tengd taugaendum, sem tannlæknirinn vildi ekki viðurkenna. Hann rétti mér nafnspjald hjá meðhöndlara sem hann sagði mér að hitta og ég gerði. Meðhöndlarinn lagaði á mér kjálkann en vildi svo fá mig í annan tíma því hann sagðist þurfa að skoða á mér axlirnar og úlnliðina líka. Ég mætti í þann tíma og hann útskýrði fyrir mér að ég væri brotin kona og hann þyrfti að gera þetta til að opna orkubrautirnar mínar. Svo nauðgaði hann mér,“ segir Eva. Hún labbaði út frá honum eins og vofa af sjálfri sér, keyrði af stað og lenti í bílslysi. Hún hlaut nokkra áverka. Þremur vikum seinna lenti hún aftur í bílslysi, á aðfangadag 2011, þá velti hún bílnum og slasaðist enn meira. „Fyrir mér var þetta nokkurs konar „game over“ og þessi bílvelta eins og mín síðasta aðvörun – ef ég gerði ekki eitthvað í mínum málum þá myndi ég deyja,“ segir Eva sem í kjölfarið missti einnig vinnuna þar sem hún gat ekki sagt vinnuveitandanum hve lengi hún yrði að ná sér eftir slysin.

„Níunda janúar 2012 mætti ég á námskeið hjá Lausninni í Skálholti og ráðgjafi þar sendi mig í Stígamót í kjölfarið. Þar hitti ég magnaða konu, hana Dóru, og þar fór ég smám saman að vinna í öllu sem hafði hent mig frá barnsaldri. Ég var hins vegar búin að vera hjá henni í næstum því heilt ár þegar ég opnaði mig loksins um vændið.“

Gerði allt til að verða samþykkt

Vændi er eitt af afleiðingum kynferðisofbeldis og þannig var það einnig hjá Evu Dís. „Fyrst þegar ég kom í viðtal hjá Stígamótum var ég látin fylla út spurningalista þar sem meðal annars átti að haka við hvaða afleiðingar ég hefði glímt við eftir kynferðisofbeldið. Einn af möguleikunum var vændi en ég hakaði ekki í hann, enginn mátti vita um það. Ég tel að margar aðrar konur í minni stöðu hugsi eins þegar þær mæta í viðtal til Stígamóta og því sé tölfræðin um þessi mál skökk.“

„Fyrst þegar ég kom í viðtal hjá Stígamótum var ég látin fylla út spurningalista þar sem meðal annars átti að haka við hvaða afleiðingar ég hefði glímt við eftir kynferðisofbeldið. Einn af möguleikunum var vændi en ég hakaði ekki í hann, enginn mátti vita um það.“

Eva Dís varð fyrst fyrir kynferðisofbeldi þegar hún var 10 ára en hún telur að einelti sem hún varð fyrir alla sína grunnskólagöngu hafi líka haft sitt að setja. „Það var mikil útskúfun í eineltinu og ég upplifði ekki samþykki. Strax og ég tók mín fyrstu skref í ástarsamböndum var komin þessi tilfinning að ég þyrfti að vera spennandi kynferðislega, til að vera samþykkt. Þegar eldri áhugaverður einstaklingur sýndi mér áhuga gerði ég allt til að halda í athyglina. Ég gerði mér enga grein fyrir að ég mætti sjálf ráða hvað mér fyndist spennandi og hvað ég vildi gera. Þannig fór ég út í lífið og upplifði oft kynferðislegt ofbeldi í samböndunum sem ég var í án þess að hafa hugmynd um það. Ég var með alls kyns furðulegar hugmyndir – sagði að fólk ætti ekki að takmarka hvort annað í samböndum – ég ætti að vera tilbúin til að upplifa hluti með maka mínum sem mig langaði ekkert endilega sjálf og gerði þá kröfu á móti. Ofbeldið var á báða bóga. Ég þráði að vera samþykkt þannig að ég var alveg tilbúin að fara yfir mörkin mín, án þess að vera meðvituð um það, ég hunsaði þau bara. Fyrsti kærastinn minn hélt fram hjá mér, foreldrar mínir skildu í kjölfar þess að pabbi hélt fram hjá mömmu og fyrir mér var það slæmt. Ég gerði því allt til að koma í veg fyrir framhjáhald eða að vera yfirgefin.“

Kenndi sér sjálfri um

Eva hélt áfram að upplifa sig utangátta í framhaldsskóla og flosnaði um tíma upp úr skóla. Hún kláraði samt að lokum stúdentsprófið. Á þessum árum var Evu nauðgað eftir að hafa farið heim með strák af djamminu. „Það sá verulega á mér á eftir en ég fór strax að kenna sjálfri mér um; ég var of drukkin, í of stuttum kjól og það hafði sést til okkar í sleik á dansgólfinu fyrr um kvöldið. Ég tók alla skömmina á mig og fannst ég ekki hafa neina haldbæra sönnun til að kæra, enda var þetta hvort sem er í raun mín eigin sök. Ég var yfirhöfuð uppfull af sjálfshatri, sektarkennd og skömm.“

Tvítug að aldri kynntist Eva 46 ára manni í gegnum einkamál.is sem kynnti hana fyrir BDSM sem henni fannst spennandi og tekur fram að hún hafi ekki fordóma fyrir. „Eftir á að hyggja hef ég sennilega verið að fá útrás fyrir sjálfshatur og sjálfsskaða með þessum hætti en ég var að auki með átröskun á þessum tíma. Í kjölfarið kynntist ég svo dönskum manni í gegnum BDSM-síðu sem bauð mér að koma til sín til Danmerkur. Ég laug að fólkinu mínu að ég væri farin í Kaupmannahafnar að vinna á hóteli en staðreyndin var sú að ég hafði gert samning við þennan mann um að stunda með honum BDSM gegn ókeypis fæði og húsnæði. Þegar til kom var þetta öðruvísi en ég hafði gert mér hugmyndir um og kannski var þarna einhver arða af sjálfsvirðingu sem gerði að verkum að ég vildi ekki finna mig í hverju sem var. Ég rauf því samninginn, fór sjálf að leigja og fann mér vinnu við uppvask.“

Sambandið varð strax sjúkt og ég sætti mig við alls konar skrítnar aðstæður og uppákomur. Eftir einhvern tíma reddaði hann mér vinnu á símanum í vændishúsi í útjaðri Kaupmannahafnar, en þetta var árið 2004.“

Starfaði á vændishúsum

Ekki leið á löngu uns Eva kynntist manninum sem átti eftir að hafa meiri áhrif á líf hennar en hana óraði fyrir, fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hún heillaðist af því hve sætur og sjarmerandi hann var, hve fallega hann talaði við hana og um hana. Hann var nýskilinn og átti tvö börn sem Eva gekk í móðurstað. „Ég var bara saklaus ung stúlka frá Íslandi og gerði mér ekki grein fyrir stöðu hans í samfélaginu. Hann var í ýmsum vafasömum viðskiptum og rak meðal annars fylgdarþjónustu. Löngu eftir að við byrjuðum að vera saman sagði hann mér til dæmis frá því að hann hefði verið í fangelsi og mörgum árum seinna komst ég fyrst að raunverulegri ástæðu þess að hann sat inni. Sambandið varð strax sjúkt og ég sætti mig við alls konar skrítnar aðstæður og uppákomur. Eftir einhvern tíma reddaði hann mér vinnu á símanum í vændishúsi í útjaðri Kaupmannahafnar, en þetta var árið 2004. Þegar ég var búin að vinna þar um tíma komst ég að því að hann hafði haldið fram hjá mér, meira en venjulega. Það hafði verið þögult samkomulag um að hann væri stundum með öðrum konum en ekkert meira en það, ekki annað samband. Þegar upp komst að hann hafi haldið við konu í einhvern tíma sveið það svo mikið að ég flutti út. Þegar konurnar á vændishúsinu fóru svo að spyrja mig af hverju ég væri ekki frekar að selja mig en að vera á símanum, það væri miklu meira upp úr því að hafa, þá lét ég bara slag standa. Vildi með því líka særa sambýlismanninn minn.“

Eva vann á þremur vændishúsum þetta ár en endaði svo á að taka aftur saman við manninn. „Honum sárnaði að ég hefði verið í vændinu en það kom samt ekki í veg fyrir að hann bæði mig um að taka nokkur „gigg“ í fylgdarþjónustunni fyrir sig. Hann hafði klúðrað málunum þar, hafði verið að sofa hjá stelpunum sem unnu fyrir hann og þær fóru að svíkja hann um að taka vaktir. Þá reddaði ég auðvitað málunum.

„Honum sárnaði að ég hefði verið í vændinu en það kom samt ekki í veg fyrir að hann bæði mig um að taka nokkur „gigg“ í fylgdarþjónustunni fyrir sig.“

Við fengum svo einhverjar háleitar hugmyndir um að verða „venjuleg“ fjölskylda. Hann hætti með fylgdarþjónustuna og ég hætti í vændinu. Við fórum að reyna að eignast saman barn. Ég varð nokkrum sinnum barnshafandi en missti alltaf fóstrið. Þetta var erfiður tími í öllum skilningi en börnin hans gáfu mér mikið og mér þótti vænt um þau. Vorið 2008 var lengsta meðgangan mín en þá missti ég fóstrið eftir 16 vikur. Þegar ég komst að enn einu framhjáhaldinu ákvað ég að losa mig úr sambandinu fyrir fullt og allt og flutti heim.“

Kynlíf ekki grunnþörf

Eva gerði það sem hún gat til að lifa eðlilegu lífi eftir heimkomuna. En stóra leyndarmálið nagaði hana að innan auk þess sem hún hafði ekki unnið úr öllu kynferðisofbeldinu. Það var henni því mikið lán að rata til Stígamóta. Þegar hún loksins opnaði sig um vændið við ráðgjafann hjá Stígamótum var henni boðið að fara í sjálfshjálparhóp með öðrum konum sem áttu sömu reynslu að baki, svokallaðan Svanshóp. Eva þurfti hins vegar að bíða talsvert eftir því að tækist að safna í slíkan hóp. Annað stórt verkefni beið hennar 2013. „Í febrúar það ár fór ég til læknis þar sem mér var búið að líða illa lengi. Læknarnir vildu meina að ég þyrfti bara að borða hollan mat og hreyfa mig. Þegar það datt út úr mér að ég hafði ekki farið á túr í þrjá mánuði var ákveðið að athuga með blóðgildi. Ég var send beint á bráðamóttöku þar sem kom í ljós að ég var við dauðans dyr vegna blóðleysis,“ segir Eva sem fór í alls konar rannsóknir en var svo send heim á járnkúr. Stuttu seinna var hún aftur komin á bráðamóttöku vegna yfirliðs og vanlíðunar en þá var ástandið enn hættulegra en síðast. Aftur hófust miklar rannsóknir, að lokum var ákveðið að taka sneiðmynd og í ljós kom risastórt æxli í maganum á henni. „Sextánda apríl 2013 fór ég í aðgerð þar sem tekið var heilmikið af innri líffærum; miltað alveg tekið, ⅓ af brisinu, 10 cm af ristlinum, hluti af maganum og hluti af þindinni. Ég fór svo inn og út af spítala þetta árið. En það náðist að skera allt meinið í burtu og því slapp ég við lyfjameðferð sem var mikill léttir.“

Ég komst að því að kynlíf er ekki grunnþörf en hins vegar notum við kynlíf til að uppfylla fullt af þörfum. Það er misjafnt milli persóna til hvers við notum kynlíf og það fer eftir því hvar einstaklingurinn er staddur á hverjum tíma.

Eftir að hún fékk krabbameinið ákvað hún að breyta algerlega um lífsstíl – meðal annars næringunni og viðmótinu gagnvart sjálfri sér. Eva hefur þurft að byggja sig upp líkamlega með fram hinni andlegu uppbyggingu undanfarin ár meðal annars í Virk, á Heilsustofnun í Hveragerði og á Reykjalundi sem hún segir vera himnaríki á jörðu. Einnig hefur hún verið í 12 spora samtökum við meðvirkni, verið hjá sálfræðingum og geðlæknum. „Ég er búin að fara alls konar leiðir. Fara á geðlyf, í samtalsmeðferðir, í Áfalla- og sálfræðimiðstöðina, Kvíðameðferðastöðina, í alla mögulega sjúkraþjálfun, í verkjaskóla, til heilara, hnykkjara, í dáleiðslur og nálastungur, bara nefndu það. Það breytti líka miklu þegar ég fór á námskeið hjá Umhyggjuríkjum samskiptum en þá opnaðist nýr heimur fyrir mér, ekki síst hvernig ég talaði um og við sjálfa mig. Ég fór að skilja betur hvað ég hef þörf fyrir og það byggðist á þarfalíkani. Það er munur á því hvers við þörfnumst og aðferðunum sem við notum til að uppfylla þarfirnar. Ég komst að því að kynlíf er ekki grunnþörf en hins vegar notum við kynlíf til að uppfylla fullt af þörfum. Það er misjafnt milli persóna til hvers við notum kynlíf og það fer eftir því hvar einstaklingurinn er staddur á hverjum tíma. Kynlíf getur til dæmis verið notað til að uppfylla nánd, tengsl, samveru, innileika og ást. Svo getur það verið notað til að uppfylla samþykki, virðingu og viðurkenningu. Það eru grunnþarfir að fá samþykki, viðurkenningu og kærleika. Kynlíf er ekki grunnþörf, það er alveg hægt að vera án þess. Þegar ég byrjaði hjá Stígamótum ráðlagði ráðgjafinn mér að prófa að loka á allt varðandi karlmenn og kynlíf í sex mánuði meðan ég væri að vinna í sjálfri mér og finna mörkin mín. Síðan eru liðin sex eða sjö ár og mig hefur annað slagið langað að prófa einhver náin samskipti, ekkert endilega kynferðisleg, heldur nánd, traust og innileika. Svo hef ég ekki verið tilbúin,“ segir Eva.

Frelsi að koma fram undir nafni

Í janúar 2016 var búið safna í Svanahóp í Stígamótum en að ganga í svona hóp er ekki sjálfgefið og því var oft löng bið á milli hópa en það hefur breyst. „Þarna hitti ég æðislegar konur, algerar hetjur. Það var frelsandi að geta rætt þetta á jafningagrundvelli, jafnvel gert grín. Sjá að allar vorum við að glíma við sömu afleiðingarnar. Meira að segja sjálfsvígshugsanirnar urðu á einhvern hátt eðlilegri. Hjá mér notaði ég þær eins og ventil. Ég gat lifað í dag því ég þurfti ekkert endilega að lifa á morgun og þannig komst ég í gegnum daginn. Ég lærði að hætta að dæma mig fyrir þessar hugsanir og það gaf mér aukið frelsi líka. Hins vegar eru ekkert allar konur sem lifa þetta af og ein kona sem var í hópnum 2016 er dáin.“

„Eftirspurnin eftir vændi hér á landi er mikil og óvægin. Menn sækjast jafnvel eftir að kaupa konur sem eru ekki í slíkum hugleiðingum. Þeir eru ófeimnir við að senda þeim skilaboð á samfélagsmiðlum og bjóða þeim fjárhæðir.“

Haustið 2016 þegar Eva var búin með vinnuna í Svanahópnum var fjáröflunarþáttur í sjónvarpinu fyrir Stígamót. Evu var boðið að taka þátt. „Starfskonur Stígamóta voru nærgætnar og vildu alls ekki að ég gerði þetta nema ég væri alveg viss og buðu mér að koma fram nafnlaust. Ég var hins vegar búin að ákveða að ef ég kæmi fram þá yrði það undir nafni. Það væri kominn tími til að skila skömminni. Þarna var ég líka í fyrsta sinn tilbúin að láta mína nánustu vita og ég sagði þeim frá vændinu fyrir þáttinn. Viðbrögðin voru ofboðslegur skilningur, það var sýnilega búið að vera mikið að hjá mér lengi og fólk skildi ekki af hverju ég væri að glíma við allt þetta myrkur. Ég fékk miklu meiri skilning og samþykki en ég hafði haldið. Inn í það spilaði öll sjálfsvinnan þar sem ég var meðal annars búin að læra að tjá mig. Ég gat sagt frá á yfirvegaðan, kærleiksríkan og virðingarfullan hátt. Gat sagt fólki að það mætti hafa sínar skoðanir og mætti líða eins og því liði og mér mátti líða eins og mér leið. Við gátum átt samskipti með gagnkvæmri virðingu. Áður var svo miklu meiri sársauki í kringum þetta og ég svo viss um að enginn myndi samþykkja mig. En á þessum tímapunkti var ég komin á þann stað að þurfa ekki samþykki frá öðrum því ég var farin að samþykkja sjálfa mig,“ segir Eva og bætir við að önnur ástæða hafi orðið til þess að hún ákvað að koma fram undir nafni. „Ef það að ég stíg fram hjálpar bara einni konu þá er það þess virði og það hefur nú þegar gerst. Það hafði kona samband við mig eftir söfnunarþáttinn og sagði mér að hún hefði verið búin að taka ákvörðun um sjálfsvíg en hætt við eftir að hún sá viðtalið við mig. Við grétum saman í símann.“

Eva starfar nú sjálf sem leiðbeinandi hjá Stígmótum og stýrir sjálfshjálparhópum bæði vegna vændis og kynferðislegs ofbeldis. „Eftirspurnin eftir vændi hér á landi er mikil og óvægin. Menn sækjast jafnvel eftir að kaupa konur sem eru ekki í slíkum hugleiðingum. Þeir eru ófeimnir við að senda þeim skilaboð á samfélagsmiðlum og bjóða þeim fjárhæðir. Þar með eykst hættan á að fleiri dragist út í vændi því þegar er búið er að fara yfir þessi mörk einu sinni er ekkert aftur snúið. Ég veit einnig að menn sem hafa keypt ákveðnar konur eru oft ekkert tilbúnir að sleppa af þeim tökunum þó þær vilji draga sig út úr samskiptunum. Þeir sitja jafnvel um þær og eru tilbúnir að skipta um símanúmer og þess háttar ef þær reyna að blokka þá. Konur gera sér ekki alltaf grein fyrir hvers konar ormagryfju þær lenda í þegar þær leiðast út í vændi,“ segir Eva.

Vill skilja karla sem kaupa vændi

Eva segist hafa velt því töluvert fyrir sér hvað fái karlmenn til að kaupa vændi og hana langi að reyna að skilja það. „Ég væri svo til í að eiga samtal við vændiskaupendur. Hvað er svona heillandi við að eiga þessi nánu innilegu samskipti við einhvern sem þú ert algerlega aftengdur tilfinningalega? Ég skil ekki þessa grimmd, að meiða svona og svo útskúfa fólki úr samfélaginu okkar. Mig langar að sjá sjálfshjálparhópa fyrir karlmenn sem eru tilbúnir að skoða sína eigin hegðun og eigin sársauka. Ekki bara þann sársauka sem þeir valda til dæmis vændiskonunni. Hvað er þeim svo sárt og óheilað? Hvað þurfa þeir að laga til að geta farið að njóta samskipta við aðra, orðið betri menn og farið að blómstra í lífi sínu? Það eru til hópar fyrir karlmenn sem hafa beitt ofbeldi og vilja hætta því, af hverju ættu ekki að vera til hópar fyrir menn sem vilja hætta að kaupa vændi? Í framtíðinni væri gaman að geta litið til baka og sagt; „hey, manstu einu sinni var hægt að kaupa kynlíf af annarri manneskju“, eða „spáið í það að einu sinni fannst fólki allt í lagi að stunda kynlíf með einhverjum sem kannski vildi það ekki alveg“. Ég held við séum á leiðinni þangað, öll þessi umræða gerir þetta svo miklu opnara.

Það eru til hópar fyrir karlmenn sem hafa beitt ofbeldi og vilja hætta því, af hverju ættu ekki að vera til hópar fyrir menn sem vilja hætta að kaupa vændi?“

Meðan samfélagið er ekki tilbúið að bera virðingu fyrir konum sem stunda eða hafa stundað vændi þá er skiljanlegt að þær séu ekki tilbúnar til að ræða opinskátt um reynslu sína. Hugmyndin um hamingjusömu hóruna er ekki sá innri sannleikur sem ég kannast við, ef hún er til ber ég virðingu fyrir henni. En við getum ekki tekið hana fram fyrir þær þúsundir vændiskvenna sem þjást í þögninni.“

Sjá líka: „Ætlaði bara að prufa og bakka út þegar ég vildi“

Vændismálum á borði lögreglu fækkar þrátt fyrir „sprengingu“

Mynd / Hallur Karlsson

Helst vonandi í jólagírnum fram í janúar

Sjónvarpsstjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir prófar ávallt nýjar uppskriftir fyrir hver jól í bland við hinar gömlu góðu sem hún segir ómissandi yfir hátíðina. Hún segir sörur, piparkökur og marenstoppa þó alltaf njóta mestra vinsælda á heimilinu.

Eva Laufey segir mikið hafa verið bakað á sínu æskuheimili og minnist hún ljúfra stunda með mömmu sinni og ömmu í eldhúsinu á aðventunni. „Mér fannst æðislega gaman að fylgjast með þeim baka loftkökur, ég veit ekki af hverju en í minningunni er það mesta sportið. Ég hef sjálf ekki prófað að baka þær en ég þarf klárlega að gera það einn daginn. Ég var og er mjög mikið fyrir smákökur og vissi nákvæmlega hvar kökuboxin voru geymd þegar ég var lítil enda var ég ansi lunkin við að ná mér í eina og eina köku.

Ég var og er mjög mikið fyrir smákökur og vissi nákvæmlega hvar kökuboxin voru geymd þegar ég var lítil.

Að mínu mati er bakstur eitt af því sem er ómissandi hefð á aðventunni, og nóg af kertum. Það er svo notalegt að baka á aðventunni og ég byrja yfirleitt í nóvember að baka og skreyti svo heimilið strax í byrjun desember. Ég setti meira að segja jólatréð okkar upp í byrjun desember sem manninum mínum fannst til að byrja með svolítið galið en ég náði að sannfæra hann að þessi tími er stuttur og það er einstaklega notalegt að leyfa heimilinu að vera í jólabúningi. Sérstaklega þegar dagarnir eru dimmir og kaldir eigum við að njóta þess að hafa svolítið huggulegt í kringum okkur. Þess vegna ættum við að vera óhrædd við að skreyta miklu fyrr, ég las það í grein fyrir stuttu að þeir sem skreyttu fyrr væri hamingjusamari en aðrir. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það, ekki færi Internetið að ljúga þessu.“

Aðspurð hvað kalli fram jólaskapið nefnir Eva Laufey fyrst jólasnjóinn.

„Bakstur og heitt súkkulaði með rjóma, og jólalög koma mér í jólaskapið. Það er ótrúlega fyndið, einn daginn ertu í engu jólaskapi og skilur ekkert í þessu áreiti frá búðum að auglýsa jólavörur og annað slíkt, fussar yfir því hvað þetta byrjar snemma og hinn daginn ertu skælbrosandi í bílnum að hlusta á hugljúf jólalög að plana jólabaksturinn og auglýsingar um jólaseríur hitta beint í mark og þú ert rokin í næstu verslun að kaupa jólagjafir. Ég er sem sagt komin í þann gír og vonandi helst hann alveg fram í janúar.“

Bakstur og heitt súkkulaði með rjóma, og jólalög koma mér í jólaskapið.

Eva deilir með lesendum uppskrift að þessari ljúffenfu marenstertu.

Marensterta með ljúffengri Mars-súkkulaðisósu og ferskum berjum

Þetta er uppskrift að eftirlætismarenstertunni minni en mér þykir hún einstaklega góð og svo er hún afskaplega þægileg sem er mjög mikill kostur, sérstaklega um jólin og í rauninni bara þegar mann langar að gera vel við sig. Þessi terta slær alltaf í gegn og er skotheld. Ég vona að þið eigið eftir að njóta hennar í botn. Svo er hún líka bara svo falleg og jólaleg.

MARENSBOTN

4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
2 dl Rice Krispies

Hitið ofninn í 150°C með blæstri. Þeytið eggjahvítur þar til byrjar að freyða í skálinni, bætið þá sykrinum smám saman við og þeytið vel saman þar til
marensblandan er orðin stíf. Merjið Rice Krispies og blandið varlega saman við deigið í lokin. Setjið marensblönduna á pappírsklædda ofnplötu og myndið hring. Bakið við 150°C í 45-50 mínútur.

MARSKREM

4 eggjarauður
3 msk. sykur
150 g Mars-súkkulaði
70 g suðusúkkulaði
70 g smjör

OFAN Á KÖKUNA

300 ml rjómi
fersk ber
Mars-súkkulaði

Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður mjög létt og ljós. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita, kælið aðeins og bætið síðan saman við eggjarauðurnar. Setjið kremið yfir marensbotninn og síðan fer þeyttur rjómi yfir og í lokin er kakan skreytt með ferskum berjum og smátt skornu Mars-súkkulaði.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Kryddaður kakóbolli

Eitt af því sem margir tengja við jólahátíðina er heitt súkkulaði. Þá er gaman að bjóða upp á kakó með ekta súkkulaði og þeyttum rjóma. Hér er uppskrift að krydduðu kakói fyrir þá sem vilja prófa slíkt og nokkrar tillögur að annars konar bragðefni.

Kryddað kakó
fyrir 4

½ lítri nýmjólk
2 dl vatn
150 g súkkulaði 56 %
1 msk. sykur
1/8 tsk. múskat
½ tsk. kanill
1 kanilstöng
½ tsk. kardimommuduft

Hitið mjólk og vatn að suðu og bætið síðan restinni af hráefninu saman við. Hrærið rólega í blöndunni þar til súkkulaðið hefur bráðnað og kryddið hefur samlagast. Til þess að fá meira bragð af kakóinu er gott að leyfa því að malla rólega á vægum hita í u.þ.b. 20 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma.

Tillögur að annars konar bragðefni og þá er kryddinu sleppt úr grunnuppskriftinni

  • Piparmyntudropar
  • Kanill og ferskur chili-pipar
  • Hnetusmjör
  • Karamellusósa eða heilar karamellur látnar bráðna með súkkulaðinu
  • Smávegis skvetta af rjómalíkjör, t.d. Bayley‘s eða Amarula

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

„Allt sem ég geri, geri ég fyrir hana“

Með sitt síða ljósa hár, tindrandi blá augu, bros og hlátur sem var bjartari en sólin, segir Hrönn Ásgeirsdóttir, móðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttur, að þannig hafi hún lýst allt upp hvert sem hún fór. Rúm fimm ár eru nú liðin frá því að Lovísa Hrund lést í hræðilegu slysi og myrkrið dundi yfir.  Hrönn hefur síðastliðin ár unnið að því að endurbyggja líf sitt eftir að það hrundi til grunna. Hún prýðir nýjustu forsíðu Vikunnar og dregur ekkert undan í einstöku viðtali.

,,Saga Lovísu Hrundar er í raun mjög merkileg,“ segir Hrönn. „Hún var svo góð stelpa, mikill húmoristi, brosmild og falleg sál. Það var svo gaman að vera með henni. Öll börn eru að sjálfsögðu æðisleg, og öll mín börn eru það. En Lovísa Hrund var einstakur karakter. Hún var ofboðslega barngóð, það var eins og hún væri með innbyggt aðdráttarafl og börn hreinlega soguðust að henni. En hún sagði alltaf að sjálf fengi hún ekki að eignast börn. Það var ótrúlega skrítið, eins og hún vissi,“ segir Hrönn hugsandi. „Hún sagði: „Lífið sér um það.“ Það var eins og hún hafi fundið á sér að hún fengi ekki mörg ár. Elsku Lovísan mín, fagri engillinn minn, sem stoppaði svo stutt hér á jörð.“

 Þetta þurfti ekki að gerast

Lovísa Hrund Svavarsdóttir var aðeins 17 ára gömul þegar hún lést.

Lovísa Hrund átti einstaklega gott samband við foreldra sína, og voru þær mæðgur sérstaklega nánar. „Við vorum algjörar samlokur, vorum alltaf saman, hún var mín besta vinkona. Hún var svakalegur knúsari og var alltaf að finna upp á einhverju til að gleðja aðra. Daginn sem hún lést knúsaði hún mig innilega í síðasta skiptið. Hún gekk á móti mér með útbreiddan faðminn og ég man að ég sagði við sjálfa mig að taka nú almennilega á henni, því það færi að styttast í að hún hætti að nenna þessu. Við áttum mjög fallega stund, stóðum lengi og knúsuðumst, ég vaggaði henni fram og til baka. Svona var hún, alltaf að reyna að fá fólk til að líða vel. Allir sem þekktu hana tala um hana á sama hátt, og lýsa henni sem þessari einstöku, hlýju og góðhjörtuðu manneskju sem hún var. Enda varð svo mikil sorg í bænum þegar hún dó, samfélagið hér á Akranesi var sem lamað. Það var líka hvernig þetta gerðist, þetta var svo ósanngjarnt. Þetta þurfti ekki að gerast. Hún var búin að hægja á sér, hún var komin niður í 60 kílómetra hraða og komin út í kant. Hún vissi hvað var að fara að gerast. Þetta var allt svo ósanngjarnt. Þeirri staðreynd er erfitt að lifa með.“

Daginn sem hún lést knúsaði hún mig innilega í síðasta skiptið. Hún gekk á móti mér með útbreiddan faðminn og ég man að ég sagði við sjálfa mig að taka nú almennilega á henni, því það færi að styttast í að hún hætti að nenna þessu.

Það sem Hrönn vísar hér til er slysið örlagaríka, þann 6. apríl árið 2013. Lovísa Hrund var á leið heim frá vinnu, þegar ölvaður ökumaður úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir bifreið hennar á Akrafjallsvegi. Lovísa Hrund sem var aðeins 17 ára gömul, lést samstundis.

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Hrönn, en viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar. Meðal þess sem Hrönn ræðir er reiðin sem hún ákvað að takast á við og verðlaunarannsókn hennar á gleymdum hópi í kerfinu; foreldrum sem missa börn af slysförum. Hún segir einnig frá merkjum sem henni hafa borist frá Lovísu Hrund sem sannfærðu hana um að til sé líf eftir þetta líf.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Hrönn Ásgeirsdóttir prýðir forsíðu jólablaðs Vikunnar

Gjörbreyttur eftir lýtaaðgerðina

Förðunarfræðingurinn Alexis Stone er gjörbreyttur í útliti eftir að hann gekkst undir stóra lýtaaðgerð.

Breski förðunarfræðingurinn Alexis Stone, skírður Elliot Rentz, gat sér góðs orðs á seinasta ári fyrir förðunarsnilligáfu sína en hann er þeim hæfileikum gæddur að geta breytt sér í hvern sem er með réttri förðun.

Stone, sem hefur sérhæft sig í að breyta sér í fræga einstaklinga, hefur til dæmis breytt sér í Angelinu Jolie, Cher, Elísabetu Englandsdrottningu og Jennifer Lawrence.

En ferill Stone hefur tekið u-beygju eftir að hann gekkst undir stóra fegrunaraðgerð og lét breyta andliti sínu. Stone hefur fjallað mikið um aðgerðirnar sem hann gefur gengist undir á samfélagsmiðlum. Hann segist vera himinlifandi með útkomuna þó að hann hafi vissulega fengið mikla gagnrýni. „Áður en ég fór í aðgerðirnar þá var ég uppnefndur og ég mun áfram verða uppnefndur,“ sagði hann meðal annars í myndbandinu þar sem hann afhjúpaði nýja útlitið.

Þess má geta að Stone er 23 ára.

Síðan Stone fór í aðgerðirnar umdeildu er hann hættur að breyta sér í frægt fólk með förðun, mörgum aðdáendum hans til mikillar mæðu. Áhugasamir geta fylgst með Stone á Instagram, þar er hægt að sjá hvernig hann hefur breytt sér ótal fræga einstaklinga.

Svona leit hann út áður en hann fór í stóru aðgerðina:

Svona lítur Stone út eftir aðgerðina:

Fólk kaupir jólagjafir og jólaföt á netinu í auknum mæli

Á undanförnum árum hefur fólk sóst í auknum mæli í að versla jólagjafir og jólaföt erlendis frá í gegnum netverslanir.

Margt fólk kýs að versla jólafötin og jólagjafirnar á netinu þetta árið, líkt og fyrri ár, af vefverslunum á borð við ASOS. Starfsfólk TVG Xpress hefur orðið vart við það. „Undanfarið höfum orðið vör við mikla aukningu af ASOS sendingum til landsins en einnig sendingum frá öðrum stórum keðjum eins og House of Fraser, Miss Selfridges og JD Sport,“ segir Sif Rós Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri TVG Xpress enTVG Xpress sér meðal annars um dreifingu ASOS sendinga sem koma með hraðsendingu til landsins.

Hún segir starfsfólk sitt hafa í nógu að snúast, sérstaklega þegar jólin nálgast.

Hraðinn orðinn mikill

Sif segir augljóst að mögum þykir þægilegt að versla á netinu og þannig sleppa við búðarráp í desember. „Fólki finnst virkilega þægilegt að fá þessar hraðsendingar heim að dyrum á mettíma og nýtir sér það óspart. Hraðinn er orðinn mikill og fólk er að fá sendingar heim til sín innan örfárra daga frá pöntun erlendis. Fólk verslar mikið jólafötin af erlendum netverslunum og treystir því að fötin berist í tíma,“ segir hún.

En það er ekki bara mikið að gera í dreifingu sendinga að utan í desember. Sif segir mikið að gera allan ársins hring. „Aukningin hjá okkur það sem af er ári er hátt í 20% ef miðað er við árið 2017. Við erum að flytja tugi þúsunda af hraðsendingum fyrir ýmsa aðila,“

Þess má geta að mikill vöxtur hefur verið í netverslun síðustu mánuði, ekki bara erlendis frá heldur einnig í innlendum netverslunum. Á vef Samtaka verslunar og þjónustu kemur fram að innlend netverslun hafi aukist mikið að undanförnu þó að  Ísland sé enn þá langt á eftir nágrannaríkjum.

 

Risauppsögn hjá WOW air – Skúli gengst við mistökum

Um það bil hundrað starfsmönnum var sagt upp störfum hjá WOW air í morgun. Flugvélum undir merkjum félagsins fækkar úr 20 í 11. Forstjórinn Skúli Mogensen viðurkennir að hann hafi gert mistök við stjórnun félagsins.

Starfsfólkinu sem var sagt upp fékk uppsagnarbréf í hendur í morgun og taka uppsagnirnar strax gildi. Uppsagnirnar þurfa í sjálfu sér ekki að koma á óvart enda reksturinn verið á vonarvöl undanfarna mánuði. Þótt viðræður við Indigo partners um kaup á WOW standa yfir var ljóst að hagræða þyrfti í rekstri félagsins enda rekstrarmódel félaganna tveggja gjörólíkt. Um 1.000 starfsmenn munu starfa hjá WOW air eftir uppsagnirnar. Boðað hefur verið til starfsmannafundar klukkan 13 í dag þar sem Skúli mun sitja fyrir svörum starfsmanna.

Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsmönnum í morgun harmar hann að grípa hafi til þessara aðgerða. Þær séu hins vegar eina trúverðuga leiðin til að bjarga fyrirtækinu. Auk uppsagna fela þær í sér að fækka flugvélum í flota félagsins úr 20 í 11 auk þess sem félagið mun ekki veita fjórum A330 vélum viðtöku eins og til stóð.

Skúli segir að WOW air muni leita aftur til upprunans sem hafi gefist vel á fyrstu árum félagsins, það er að vera „ofurlággjaldaflugfélag“. Hann viðurkennir að hafa beygt af leið og misst sjónar á upphaflegu markmiði félagsins. Til að mynda þegar ákveðið var að bæta breiðþotum í flotann og bjóða upp á Premium sæti um borð.

„Í stuttu máli þá misstum við fókusinn og fórum að haga okkur eins og hefðbundið flugfélag. Þessi mistök hafa nærri kostað okkur fyrirtækið og tap okkar hefur margfaldast á árinu. Það er mikilvægt að halda því til haga að ég get ekki kennt neinum öðum um nema sjálfum mér fyrir þessi mistök…“.

Skúli vonast til að yfirtaka Indigo muni hjálpa til við að færa félagið aftur til upprunans.

Svo gæti farið að þetta sé aðeins byrjunin á sársaukafullum aðgerðum hjá WOW. Fyrir liggur að rekstrarmódel Indigo er gjörólíkt, sé litið til þeirra félaga sem bandaríska félagið rekur, svo sem Wizz Air og JetSmart. Þetta eru hreinræktuð lággjaldaflugfélög þar sem rekstrarkostnaði er haldið í lágmarki, þar með talið launakostnaður. Erfitt er að sjá að íslenskt launaumhverfi falli inn í þá mynd og hefur Drífa Snædal, forseti ASÍ, þegar lýst yfir áhyggjum af aðkomu Indigo.

Þá birtist grein í vikunni á vef Forbes þar sem því var velt upp hvort WOW air yrði rekið áfram sem „sýndarflugfélag“, eða beinlínis ferðaskrifstofa undir merkjum WOW. Það er að farþegar kaupi farmiða hjá WOW en fljúgi með öðrum flugfélögum, til að mynda JetSmart og Wizz Air. Slíkt myndi kalla á enn frekari samdrátt.

Á sama tíma og fréttir bárust af uppsögnum hjá WOW tóku hlutabréf í Icelandair að rjúka upp og nemur hækkunin 15,5% það sem af er degi.

Uppfært 12:17: Í tilkynningu frá WOW er staðfest að 111 fastráðnum starfsmönnum hafi verið sagt upp í morgun. Að auki missa á þriðja hundrað verktakar og lausir starfsmenn störf sín. Enn fremur er tilkynnt um breytingar á leiðakerfi félagsins. Til að mynda verður hætt að fljúga til Delhi á Indlandi en ekki eru nema nokkrir dagar síðan fyrsta ferðin þangað var farin. Þá verður hætt að fljúga til nokkurra áfangastaða í Bandaríkjunum, svo sem Los Angeles og Chicago.

„Hentar vel fyrir hvern einasta Gáttaþef og aðra sælkera-þef-grísi“

||||
||||

Á tímaritinu Vikunni starfa miklir fagurkerar sem eru með puttann á púlsinum á öllu er varðar tísku, heilsu og menningu svo eitthvað sé nefnt. Við fengum Írisi Hauksdóttur, blaðakonu Vikunnar, til að segja okkur frá óskalistanum hennar fyrir þessi jól.

Borð fyrir bókaorm

Efst á óskalistanum fyrir jólin er brakandi nýtt sófaborð en þetta bráðfagra borð úr Snúrunni inniheldur allt sem gott sófaborð þarf helst að hafa. Það er ekki bara forkunnarfagurt heldur líka með nægilegu plássi fyrir allar þær kræsingar sem góðu kósíkvöldi fylgir svo ekki sé minnst á tímaritastandinn sem er bráðnauðsynlegur á heimili bókaorms og blaðamanns.

Glæsilegt borð úr Snúrunni.

Angan af jólum

Jólin eru tími ljóss og friðar en að bakstursilmi undaskildum skapa ilmkerti undursamlega jólastemningu. Holiday-ilmurinn frá Ralph Lauren er í algjörum sérflokki en kertið er ekki bara í einkar hátíðlegum umbúðum heldur ber ilmurinn líka guðdómlegan keim af kanil og eplum. Samkvæmt góðvini mínum, Kertasníki, fæst gossið í Húsgagnahöllinni og hentar vel fyrir hvern einasta Gáttaþef sem og aðra sælkera-þef-grísi.

Holiday-ilmurinn frá Ralph Lauren er í algjörum sérflokki að sögn Írisar.

Hugguleg heimaklæði

Þessi jólalegi sloppur fæst í versluninni Selena.

Desember er einn annasamasti mánuður ársins en þegar verkefnum dagsins er lokið er fátt betra en að bregða sér í bað og finna jólastressið leka út í froðuvatnið. Þegar hiti er aftur kominn í kroppinn er um að gera að bregða sér í þægileg heimaklæði en sjálf stenst ég sjaldnast fallega sloppa sem sameina bæði fegurð og notagildi. Þessi jólalegi sloppur mætti vel verða minn en hann má finna í versluninni Selena.

Kinnbein í boði Becca

Aðventan er tími samverustunda þar sem flestir vilja sýna sig og sjá aðra í sínu besta ljósi. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi snyrtivöruframleiðandans Becca enda eru highlighter-arnir þeirra í algjörum sérflokki. Þegar kemur að hátíðarförðun aðhyllist ég hugmyndafræðina því meira því betra, svo að með háglansandi kinnbeinum verða mér allir vegir færir yfir hátíðirnar. Kæri jólasveinn, Becca-pallettuna í pakkann minn.

Fallegur highlighter setur punktinn yfir i-ið.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

 

 

 

Ef þetta fréttist þá yrðu það endalokin

Þrátt fyrir sprengingu í eftirspurn eftir vændi hafa vændiskaupamál á borði lögreglu sjaldan verið færri og verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að tilfinning þeirra sem vinna við málaflokkinn bendi til þess að margar íslenskar konur stundi vændi. Í úttekt um vændi í Mannlífi, sem kemur út í fyrramálið, verður meðal annars rætt við tvær fyrrverandi íslenskar vændiskonur sem gefa innsýn í hugarheim þessara kvenna, kynferðisofbeldið sem oftast einkennir fortíð þeirra og afleiðingar vændisins. Önnur þeirra, Eva Dís Þórðardóttir, kemur fram undir nafni en hin kýs nafnleynd vegna barna sinna.

Eva Dís stundaði vændi um nokkurra mánaða skeið árið 2004 í Danmörku og glímir enn við afleiðingarnar. Hún segist ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að hafa lifað vændið af en er þakklát fyrir að vera á góðum stað í dag.

Á meðan á vændinu stóð náði ég alveg að ljúga því að mér að þetta væri bara æðislegt, sjálfsvígshugsanirnar komu síðar.

„Á meðan á vændinu stóð náði ég alveg að ljúga því að mér að þetta væri bara æðislegt, sjálfsvígshugsanirnar komu síðar, þegar ég fór að óttast hvað gerðist ef þetta kæmist upp. Hugsanir mínar gagnvart því að segja einhverjum frá voru að þar með væri ég að loka þeim samskiptum. Hugmyndir mínar samræmdust því ekki að fólk gæti þekkt mig áfram ef það vissi þetta, skömmin var svo svakaleg. Ég sá fyrir mér að ef þetta fréttist þá yrðu það endalokin.“

Vill skilja karla sem kaupa vændi

Eva segist hafa velt því töluvert fyrir sér hvað fái karlmenn til að kaupa vændi og hana langi að reyna að skilja það. „Ég væri svo til í að eiga samtal við vændiskaupendur. Hvað er svona heillandi við að eiga þessi nánu innilegu samskipti við einhvern sem þú ert algerlega aftengdur tilfinningalega? Ég skil ekki þessa grimmd, að meiða svona og svo útskúfa fólki úr samfélaginu okkar. Mig langar að sjá sjálfshjálparhópa fyrir karlmenn sem eru tilbúnir að skoða sína eigin hegðun og eigin sársauka. Ekki bara þann sársauka sem þeir valda til dæmis vændiskonunni. Hvað er þeim svo sárt og óheilað? Það eru til hópar fyrir karlmenn sem hafa beitt ofbeldi og vilja hætta því, af hverju ættu ekki að vera til hópar fyrir menn sem vilja hætta að kaupa vændi?“ segir Eva.

Hún segir að hugmyndin um hamingjusömu hóruna er ekki sá innri sannleikur sem hún kannist við. „En ef hún er til þá ber ég virðingu fyrir henni. En við getum ekki tekið hana fram fyrir þær þúsundir vændiskvenna sem þjást í þögninni.“

Lestu nánar um málið í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Hallur Karlsson

Sjúkleg súkkulaðikaka með lakkríssírópi

13. tbl
|

Íslendingar eru margir sólgnir í lakkrís og því vinsælt að blanda honum saman við ýmislegt góðgæti eins og súkkulaði. Hér er yndisleg kaka fyrir þá sem elska lakkrís og súkkulaði.

Gott er að bera kökuna fram með hindberjum.

Frönsk súkkulaðikaka með lakkríssírópi
4 egg
2 dl sykur
200 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
1 dl hveiti

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði. Hellið súkkulaðiblöndunni út í sykurblönduna í mjórri bunu. Klæðið form með bökunarpappír eða notið sílíkonform. Hellið deiginu í formið og bakið í 25 mín. Kælið kökuna, losið hana úr forminu og setjið á tertudisk. Hellið lakkríssírópinu yfir og skreytið með hindberjum.

Lakkríssíróp
2 tsk. lakkrísduft, Raw powder Johan Bulow
1 msk. síróp, Sweet liqurice-síróp Johan Bulow
1 dl vatn
2 msk. sykur
3 tsk. maizena-mjöl
2 tsk. vatn
200 g fersk hindber

Setjið lakkrísduft og síróp í pott ásamt vatni og sykri. Hrærið maizena-mjöl og vatn saman í lítilli skál. Þegar suðan kemur upp er maizena-blöndunni bætt út í og hrært á meðan. Bíðið eftir að suðan komi aftur upp, takið af hita og kælið.

Texti/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Myndir/Rut Sigurðardóttir

Flugfreyja með látlausan stíl

Í hvítu og bláu fjölbýli við Boðagrandann í Vesturbænum, rétt við sjóinn, býr Erna Viktoría Jansdóttir, flugfreyja og smekkpía, ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan er alsæl í Vesturbænum.

Spurð út í hvað það er sem heillar hana mest við íbúðina segir hún: „Hvað hún er björt, það eru stórir stofugluggar og útsýnið út um eldhúsgluggann er æðislegt því við horfum beint út á sjóinn. Staðsetningin hentar okkur líka mjög vel því fjölskyldur okkar beggja búa hér í Vesturbænum. Ég er samt fædd og uppalin í Danmörku og bjó í Kaupmannahöfn fyrstu 11 árin.

Mér finnst líka sérlega gaman að heyra dönskuna og nota hvert tækifæri sem gefst til að tala hana.

Fyrir mér er Kaupmannahöfn mitt annað heimili og ég reyni að fara einu sinni til tvisvar á ári þangað. Þar er meiri stórborgarstemning en hér í Reykjavík en samt er lífið í Köben einhvern veginn miklu afslappaðara en hér. Mér finnst líka sérlega gaman að heyra dönskuna og nota hvert tækifæri sem gefst til að tala hana, eins og þegar ég er að fljúga og hitti Dani um borð. Það er eitthvað við Köben sem heillar mig, hún og New York eru  í uppáhaldi hjá mér,“ segir hún dreymin og þá leikur okkur forvitni á að vita hvort það séu alls engir gallar við að búa í Vesturbænum?

Jólatréð er úr Garðheimum og dúkurinn undir því er frá ömmu Ernu en tréð er svo stórt að hann sést ekki.

„Eini gallinn er að það er stundum rok hérna við sjóinn en á móti kemur að hér er allt í göngufjarlægð. Við erum mjög dugleg að rölta í sund, bæði í Vesturbæjarlaugina og Neslaugina sem er alveg æðisleg. Svo finnst okkur ljúft að geta gengið í hverfisbúðina sem er Melabúðin og á sumrin er líka voða þægilegt að geta gengið í miðbæinn og þurfa ekki að leita að bílastæði, eins og til dæmis á menningarnótt.“

Borðstofuborðið er úr hnotu og er frá Tekk Company, bekkurinn er frá Happy Furniture og stólarnir eru úr Húsgagnahöllinni.

Gaman að eiga húsgögn sem ekki eru fjöldaframleidd

Hvernig myndir þú lýsa stílnum á heimilinu?

„Ég er örugglega svolítið minimalísk því ég vil ekki hafa heimilið ofhlaðið af dóti, ég vil frekar að þeir hlutir og húsgögn sem eru á heimilinu fái að njóta sín. Mér finnst rosalega gaman að kaupa nýja muni sem eru í tísku en mér finnst líka gaman að eiga hluti með sögu. Við erum til að mynda með grænan flauelsbekk og stól í stíl frá ömmu og afa Kristjáns sem okkur þykir mjög vænt um.

Við erum til að mynda með grænan flauelsbekk og stól í stíl frá ömmu og afa Kristjáns sem okkur þykir mjög vænt um.

Fengum það og kistuna undir hansahillunum í arf frá þeim. Hansahillurnar fengum við svo hjá tengdamömmu, hún var með þær í geymslunni og okkur langaði svo að leyfa þeim að njóta sín uppi við og fengum þær. Mér finnst gaman að vera með húsgögn sem eru ekki fjöldaframleidd, eins og til dæmis sófaborðið og bekkinn við borðstofuborðið sem frændi minn, Hafsteinn Halldórsson hjá Happy Furniture, sérsmíðaði fyrir okkur. Borðstofuborðið okkar er úr hnotu en það keyptum við á lagersölu hjá Tekk Company og við vorum lengi að leita að bekk við það. Ég sendi svo Hafsteini mynd af borðinu og hann smíðaði bekk sem smellpassar við það.“

Grænu bekkurinn er arfur og málverkið er eftir Auði Marinósdóttur.

Fannst hún ekki falleg í fyrstu en þykir vænt um hana núna

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar kemur að heimilinu; lýsingin, litirnir eða uppröðun hluta og húsgagna? „Ég er voða mikið fyrir að færa til hluti og held mér finnist uppröðunin skipta mestu máli. Á óskalistanum núna, eða þegar við flytjum næst, er Butterfly-stóll úr Casa, það væri draumur að eignast hann þegar við förum í stærra húsnæði. Mig langar líka að eignast ljós frá secto yfir borðstofuborðið og svo væri æðislegt að fá nýtt risastórt rúm svo við getum öll kúrt saman. En okkur vantar svo sem ekki neitt og erum ótrúlega ánægð. Það hefur alveg komið upp sú hugmynd að taka eldhúsið í gegn en það er alveg fínt þótt það sé orðið gamalt, það er meira bara pjatt að vilja skipta því út. Mér þykir bara vænt um það sem við höfum. Fyrst þegar ég kom hingað og sá svalahurðina fannst mér hún alls ekki falleg en með tímanum fór mér að þykja vænt um hana. Mér finnst einhver sjarmi yfir því að hafa hlutina ekki fullkomna. Í dag myndi aldrei vilja skipta um svalahurð.“

Baðið var nýlega tekið í gegn. Innréttingin er úr IKEA, spegillinn úr Esju Dekor.

Með glasa-„fetish“

Hvar finnst þér skemmtilegast að versla hluti og annað fyrir heimilið? „Mér finnst rosalega gaman að kíkja í alls konar verslanir, ég er ekki háð því að hluturinn sé einhver merkjavara. Ég kaupi bara það sem heillar mig. Módern finnst mér rosalega falleg búð og ég viðurkenni að mér finnst Illum Bolighus í Kaupmannahöfn líka æðisleg, sérstaklega fyrir jólin, það eru svo fallegar útstillingar í gluggunum og í Kaupmannahöfn fær maður jólastemninguna beint í æð. Ég er að verða meira jólabarn með aldrinum og sérstaklega eftir að ég eignaðist son minn. Honum fannst til dæmis æðislegt að við skyldum skreyta jólatréð svona snemma í ár,“ segir Erna brosandi og þegar við spyrjum hana hvar hún fái helst innblástur fyrir heimilið segist hún skoða Pinterest mjög mikið.

Ég er að verða meira jólabarn með aldrinum og sérstaklega eftir að ég eignaðist son minn.

„Svo skoða ég líka oft tímarit eins og Bo Bedre og Hús og híbýli, Instagram-síður  og hönnunar- og lífsstílsblogg.“

Málverkið í herberginu hans Jóhannesar Inga er af fjölskyldukettinum Týra. Sigurður Sævar málaði það og gaf þeim en eiginmaður Ernu var sundþjálfari málarans til margra ára.

En hverju tekur þú helst eftir þegar þú kemur inn á önnur heimili? „Persónulegum stíl þeirra sem þar búa en mér finnst öll heimili hafa sinn sjarma,“ svarar hún einlæg en ætli Erna sé að safna einhverju sérstöku fyrir heimlið? „Ég safna kannski helst fallegum glösum, ég er með eitthvað glasa-„fetish“ og safna sérstaklega rauðvínsglösum.“

Sörubakstur og kósíkvöld í desember

Erna segist byrja að skreyta í byrjun desember og hún keypti á hverju ári nýtt skraut á jólatréð þar til í fyrra þegar hún keypti gylltar og silfraðar kúlur og ákvað að þær yrðu notaðar hér eftir. „Ég vil ekki vera með of mikið jólaskraut, frekar færri hluti og vandaðari. Mér þykir sérlega vænt um stjörnuna á toppnum því þessi stjarna var alltaf á jólatrénu þegar ég var að alast upp en mamma gaf mér hana svo fyrir nokkrum árum“.

„Ég safna kannski helst fallegum glösum, ég er með eitthvað glasa-„fetish“ og safna sérstaklega rauðvínsglösum.“

En hvað finnst þér ómissandi á aðventunni? „Ég og mamma reynum alltaf að baka saman sörur, mér finnst æðislegt að eiga sörur í frystinum. Á Þorláksmessu finnst okkur svo gaman að labba Laugaveginn og alltaf á föstudögum í desember höfum við kósíkvöld og horfum saman á jólabíómyndir.“

Hvernig eru svo jólin hjá ykkur? „Á aðfangadag erum við með tengdafjölskyldunni, við erum stór hópur saman sem mér finnst rosalega gaman, örugglega vegna þess að ég er sjálf einkabarn. Á gamlárskvöld ætlum við að vera hér heima og foreldrar mínir koma til okkar. Pabbi minn hefur alla tíð verið mikil sprengjukall.“

Og þá verðum við að vita hvað kemur þér í jólaskap? „Að kíkja á jólamarkaði í Kaupmannahöfn og fara í jólatívolí og fá sér heitt súkkulaði,“ svarar hún að bragði.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

 

Vantrausttillaga gegn Theresu May

Theresa May.

Theresa May mun standa frammi fyrir vantrausttillögu þingmanna síns eigins flokks, breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt reglum flokksins þurfa 15% meðlima hans að skrifa til sérstakar nefndar sem ákveður að setja af stað atkvæðagreiðslu um forystuna og þeim skilyrðum var fullnægt í gær. Talið er að það sem hafi fyllt mælin hafi verið ákvörðun May um að hætta við þingkosningu um Brexit.

Atkvæðagreiðsla þingmanna mun fara fram milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Mun niðurstaðan verða tilkynnt skömmu síðar. Ef hún er rekin með þessum hætti mun taka um sex vikur fyrir breska íhaldsflokkinn að velja sér nýjan leiðtoga.

Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kjölfarið kvaðst hún ætla að berjast gegn vantrausttillögunni. Vantrauststillagan kemur eins og köld tuska í andlitið á May sem hingað til hefur staðið sig nokkuð vel við erfiðar aðstæður og tekið á sig mikla ábyrgð vegna Brexit. Tillagan er komin frá þeim meðlimum sem styðja Brexit hvað harðast. Það er því ekki aðeins sótt að May frá þeim sem vilja ekki úr ESB, heldur einnig af hálfu hennar eigin flokksmanna sem vilja harðlínu Brexit.

Forsætisráðherra þarf 158 atkvæði sér í vil til að standast vantrausttillöguna, og er hún þá örugg í 12 mánuði í viðbót. Spurningin er hins vegar sú hvort henni er stætt að sitja áfram í embætti eftir þessa aðför og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir Brexit samninginn. Tíminn tifar og útganga Breta er áætluð í lok mars á næsta ári.

Mögulegir arftakar hafa verið nefndir Boris Johnsson, fyrrum utanríkisráðherra, Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, Sajid Javid, innanríkisráðherra og Penny Mordaunt, þróunarmálaráðherra.

Raddir