Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Flugfélagið Transavia bregst við gjaldþroti WOW

Hollenska flugfélagið Transavia bregst við gjaldþroti WOW air og byrjar að fljúga frá Schiphol til Keflavíkur í sumar.

Hollenska flugfélagið Transavia mun fljúga á frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku, frá og með 5. júlí. Þetta kemur fram á vef Transavia. Þar kemur fram að þetta séu viðbrögð þeirra vegna gjaldþrots WOW air. Eins gefi þetta Transavia tækifæri til þess að stækka leiðakerfi sitt til norðurs.

Í frétt Vísis segir að flugmiðarnir verði ódýrir en miði aðra leið mun kosta því sem nemur 5.300 krónum.

Í tillynningu frá Isavia segir að flogið verði frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku, það er á mánudögum, klukkan korter í sjö að morgni og á miðvikudögum og föstudögum klukkan korter yfir fjögur síðdegis.

Eltihrellar konungsfjölsyldunnar aldrei verið fleiri

Eltihrellum bresku konungsfjölskyldunnar hefur fjölgað töluvert eftir að Meghan Markle giftist inn í fjölskylduna.

Síðan Harry Bretaprins og Meghan Markle gegnu í hjónaband í maí á síðasta ári hafa eltihrellum konungsfjölskyldunnar fjölgað til muna og hafa þeir aldrei verið fleiri heldur en núna.

Þessu er greint frá á vef The Sun. Þar er talað um að 25% aukning hafi orðið á eltihrellum sem ofsækja bresku konungsfjölskylduna síðan Harry og Meghan giftu sig.

Núna munu eltihrellarnir vera 160 talsins en talið er að konungsfjölskyldunni gæti staðið veruleg ógn af fimm þeirra.

Dai Davies, fyrrverandi öryggisvörður úr teymi konungsfjölskyldunnar, segir að að sú staðreynd að Meghan sé dökk á hörund og fædd og uppalin í Bandaríkjunum trufli allra íhaldssömustu eltihrellana sem öryggisverðir konungsfjölskyldunnar fylgjast með.

Þess má geta að þúsundir bréfa berast í konungshöllina á ári og inniheldur ákveðinn hluti af þeim hótanir af ýmsum toga. Fyrir rúmu ári barst Meghan og Harry þá til að mynda bréf í Kens­ingt­on-höll sem innihélt hvítt duft og skilaboð sem einkenndust af kynþáttahatri. Í ljós kom að duftið var ekki skaðlegt.

Mávagarg í stað iðandi bæjarlífs

Nýverið opnaði ljósmyndasýning Braga Þórs Jósefssonar KRUMMASKUÐ.

Bragi hefur verið lengi í ljósmyndabransanum og það er gaman að geta þess að hann var eiginlega hirðljósmyndari Húsa og híbýla hér á árum áður. Bragi útskrifaðist frá Rochester Institute of Technology í New York árið 1986.

Hvað segir Bragi sjálfur um sýninguna KRUMMASKUÐ: „Ég hef alltaf heillast af þorpum á landsbyggðinni, sérstaklega stöðum þar sem hrikaleg náttúran rammar inn drauma genginna kynslóða: Stöðum sem við borgarbúar köllum stundum krummaskuð í hroka okkar og þröngsýni – en þorpin okkar eru þjóðargersemi. Steinn Steinarr orti: „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“ og það má oft heimfæra við mannvirki í krummaskuðum nútímans, mannvirki sem stórhuga menn byggðu þegar vel áraði og framtíðin var björt. Nú standa mörg þeirra auð og yfirgefin, fáir sjást á ferli og mávagarg hefur komið í stað iðandi bæjarlífs.“

Við eigum öll uppruna okkar í krummaskuðum.

Bragi segir að fyrir ljósmyndara séu öll þessi þorp, kaupstaðirnir og litlu þorpin, myndrænn fjársjóður sem tengir saman nútíð og fortíð.

„Hvert sem litið er birtist vitnisburður um stórhuga framtíðarsýn eða listræna þörf. Við sjáum minnisvarða mælda í húsakosti með persónuleika og í atvinnutækjum sem sum hver gegna öðru hlutverki í dag en þeim var ætlað í upphafi. Í þeim birtast persónuleg sérkenni sem við höfuðborgarbúar fáum ekki að tjá í okkar kassalaga húsum í kassalaga skipulagi. Við eigum öll uppruna okkar í krummaskuðum, við höfum bara gleymt því,“ segir Bragi.

Myndirnar á sýningunni eru svipmyndir frá nokkrum kaupstöðum og þorpum sem Bragi hefur átt leið um á undanförnum árum og hluti af stærra verkefni sem hann hefur verið að vinna að um skeið.

„Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þetta verkefni verður stærra eða viðameira eða hvert það leiðir mig,“ segir hann að endingu og við hvetjum alla til að kíkja á sýninguna KRUMMASKUÐ sem mun standa til 14. apríl og er í Ramskram, Njálsgötu 49. Þar er opið er um helgar, milli klukkan 14 og 17.

Varð fyrir einelti í skóla

Sara Pétursdóttir, eða Glowie eins og flestir þekkja hana, er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir en hún var að senda frá sér lagið Cruel.

Lagið Cruel fylgir fast á eftir laginu Body sem kom út fyrir skömmu og fékk frábærar viðtökur. Cruel er annað lagið sem hún sendir frá sér undir merkjum Columbia Records en útgáfurisinn gerði nýlega samning við hana.

Glowie vinnur náið með Tayla Parx en hún hefur samið marga smelli fyrir ekki ómerkara fólk en Ariana Grande, Anderson Paak og Khalid svo nokkrir séu nefndir. Cruel fjallar um hvað krakkar geta verið grimmir en sjálf lenti Glowie í einelti í skóla fyrir að vera of grönn. Hún varð mjög óörugg með eigin líkama en í dag er hún sátt við sjálfa sig og vill miðla reynslu sinni áfram í gegnum tónlist sína.

Gísli Marteinn skerst í leikinn: „PLEASE! Ertu að djóka Sigmar?“

Myndir sem Elísabet birti á Twitter.

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson blandar sér í rökræður Sóleyjar Tómasdóttur og Sigmars Vilhjálmssonar á Twitter.

Færsla sem Sóley Tómasdóttir birti á Twitter á fimmtudaginn fór fyrir brjóstið á mörgum. Í færslunni ýjar Sóley að því að ofvaxið egó Skúla Mogensen hafi valdið gjaldþrot WOW air. Sóley birti færsluna undir myllumerkjunum #wow og #karlmennskan.

Síðan færslan birtist hefur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson og Sóley Tómasdóttir tekist á um innihald færslunnar og femínisma á Twitter.

„Áttu erfitt með að sætta þig við að einhver sé ósáttur við framsetningu þína? Þú gerir þér grein fyrir því að ég er eingöngu ósáttur við tengingu þína á Wow Air og Karlmennsku Egói. Burt séð frá því hver skoðun þín á Skúla sé og hvernig hann er. Hef ekki skoðun a því,“ skrifaði Sigmar meðal annars.

…ég á erfitt með að karlar sem aldrei hafa sýnt femínisma áhuga spretti fram sem málsvarar málstaðarins.

Sóley svaraði þá: „Nei. En ég á erfitt með að karlar sem aldrei hafa sýnt femínisma áhuga spretti fram sem málsvarar málstaðarins í stað þess að spyrja bara í einlægni hvernig standi á þessari tengingu.“

Þáttastjórnandinn Gísli Marteinn hefur þá skorist í leikinn og viðurkennir að upprunaleg færsla Sóleyjar hafi „stuðað“ hann en tekur fram að með slíku „stuði“ hafi femínistar „bylt samfélaginu til batnaðar“.

„Kommentið um Skúla stuðaði mig líka eins og fjölmargt sem femínistar hafa sagt sl. ár. En ég hef séð að með slíku ‘stuði’ hafa þær bylt samfélaginu til batnaðar. Mér dettur því ekki í hug að kenna þeim hvað er málstaðnum gott. Yfir og út,“ skrifaði Gísli í svari sínu til Sigmars.

Þegar Sóley gerir tilraun til að enda rökræðurnar sem hafa staðið yfir í nokkra daga virðist Sigmar ekki vera tilbúinn til að sleppa takinu og skrifar: „En svona aftur að upphafinu, hvert er þitt mat á ábyrgð stjórnarformanns og stjórnar fyrirtækja.“

Gísli svara þá „PLEASE! Ertu að djóka Sigmar? Farðu með þetta yfir á Facebook. Ertu ekki hvort sem er að fjalla um Sóleyju þar?“

Slæmar hugmyndir deyja aldrei

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Skoðun

Eftir / Ásgeir Jónsson, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands

Árið 1955 var haldið mikið málþing í Mílanó undir yfirskriftinni; „Stjórnmál framtíðar“. Niðurstaða fundarmanna var skýr. Sá hugmyndafræðilegi ágreiningur sem lengi hafði hrjáð Vesturlönd var leystur. Nasisminn hafði verið kveðinn niður. Stalín var dauður og nær allir vissu að Sovét var ekkert draumaland. Gagnrýni á kapítalismann hafði verið svarað með velferðarkerfinu. Hagvöxtur mjög ör – og lífskjör tóku stórstígum framförum. Þannig hillti undir almenna velmegun sem gerði tal um byltingu að óráðshjali.

„Öld hugmyndafræðinnar er liðin,” lýsti Daníel Bell yfir í bók sinni The End of Ideology árið 1960. „Allt sem þarf nú að ræða er hvort verkamenn eigi að fá tíkalli meira á tímann, hversu mikið eigi að niðurgreiða mjólk og á hvaða aldri fólk kemst á eftirlaun.” Þessi spádómur var þó fljótlega afsannaður, því strax eftir 1960 hófst ný hugmyndafræðileg orrahríð með nýrri kynslóð sem nú er kennd við hippa.

Um 35 árum síðar virtust þessi sömu sannindi einnig blasa við. Árið 1992 gaf heimspekingurinn Francis Fukuyama út bók undir titlinum „The end of history and the last man“. Bókin kom út rétt eftir hrun kommúnismans í Evrópu; fall Berlínarmúrsins  og upplausn Sovétríkjanna. Fukuyama hélt því fram að ekki þyrfti frekar vitnanna við – frjálslynt lýðræði ásamt frjálsum mörkuðum hefði nú sannað sig sem langbesta þjóðskipulagið og hlyti að verða tekið upp af öllum löndum heimsins, eða eins og segir orðrétt í bók hans:

Það sem við erum nú að verða vitni að eru ekki aðeins lok kalda stríðsins, eða kaflaskipti í sögu eftirstríðsáranna, heldur lok mannkynssögunnar sem slíkrar. Það er endir á hugmyndafræðilegri þróun mannsins þar sem vestrænt frjálslynt lýðræði hefur verið staðfest sem hæsta þróunarstig fyrir mannlegt stjórnarfar.

Lengi vel leit út að Fukuyama væri sannspár. Alþjóðaviðskipti jukust hröðum skrefum samhliða því að lýðræði breiddist út um heiminn. Árið 1992 – þegar bók Fukuyama kom út – bjuggu um 2 milljarðar manna við sárafátækt (extreme poverty) sem er skilgreint sem lífsviðurværi undir 1,9 kaupmáttarleiðréttum Bandaríkjadollurum á dag. Árið 2015 hafði svo fátæku fólki fækkað niður í um 700 milljónir.

Hins vegar, hefur sláttur tímans snúist við. Lýðræði á undir högg að sækja víða um heiminn – sem og frjáls markaðsviðskipti. Öfgaöfl bæði til hægri og vinstri eru nú í vaxandi sókn – sem best má sjá af gulvestingum í Frakklandi. Svo er sem staðreyndir og tölur skipti ekki máli  – við lifum nú á tímum „mér finnst“-rökfærslu og gagnstaðreynda (alternative facts).

Haft var á orði að sú kynslóð sem fæddist eftir stríðið hafi talið efnahagslega velmegun sjálfsagða, næstum leiðinlega. Þetta æskufólk hafi þyrst eftir einhverju nýju og æsilegu – það hafi verið það sem rak hippana áfram. Ef til vill er sagan nú að endurtaka sig. Ljóst er þó að slæmar hugmyndir deyja ekki, heldur birtast ávallt aftur með nýju fólki.

Mynd / Haraldur Guðjónsson

Búist við meiri röskun seinnipartinn

Upplýsingafulltrúi Strætó býst við meiri röskun síðdegis.

Tíu leiðir Strætó stöðvuðust klukk­an 07:00 í morgun og hófust aftur klukkan 09:00 vegna verk­falls bíl­stjóra sem keyra fyrir Strætó og vinna fyrir Almenningsvagna Kynnisferða.

Bílstjórar munu aftur leggja niður vinnu frá klukkan 16:00 til klukkan 18:00 síðdegis. Í samtali við mbl.is sagði Guðmund­ur Heiðar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, morguninn hjá Strætó hafa gengið „þokkalega“ en að búist sé við meiri röskun síðdegis, á háannatíma dagsins.

Þess má geta að verkföllin hafa áhrif á leiðir 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36. Nánari upplýsingar má finna á vef Strætó.

Á vef Eflingar má lesa nánar um verkfallsaðgerðirnar.

Varað við svikahröppum vegna WOW

Óprúttnir aðilar reyna á græða á farmiðum flugfélagsins WOW air.

Á vef kortafyrirtækisins Valitor er nú varað við óprúttnum aðilum sem hafa verið að hringja í fólk, sem er að reyna að fá farmiða sína með WOW air endurgreidda. Valitor hefur fengið spurnir af því að hringt hafi verið í fólk í nafni Valitor og beðið um kortaupplýsingar, að sögn til að flýta fyrir endurkröfuferli,“ segir í tilkynningu á vefnum.

Valitor varar fólk við því að gefa upplýsingarnar þar sem það sé ekki venja hjá fyrirtækinu að hringja í fólk til að falast eftir kortaupplýsingum þess. Þarna séu því að öllum líkindum svikahrappar á ferð.

Nískan drap ástina

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Vinkona mín var með sérlega nískum manni í eitt og hálft ár. Hún áttaði sig ekki sjálf á því hvað hann var samansaumaður fyrr en þau fóru saman í sumarfrí til útlanda.

Ég kynntist Benna aldrei mjög vel, jafnvel þótt ég væri öll af vilja gerð, hann var jú kærasti einnar af bestu vinkonum mínum. Þau bjuggu aldrei saman en líklega hefði sambandið ekki staðið jafnlengi og það gerði ef þau hefðu farið í sambúð.

Ásta er vön að hugsa um sig sjálf og hefur aldrei fengið neitt upp í hendurnar í lífinu. Hún hafði búið ein með syni sínum frá því hann var ársgamall, eftir að sambandi hennar og barnsföður hennar lauk. Henni tókst þó að mennta sig og var ágætlega stödd í lífinu, í eigin íbúð og góðu starfi þegar þau Benni kynntust. Það hefði þó seint verið hægt að segja að hún hefði það gott fjárhagslega þótt hún ætti fyrir reikningunum um hver mánaðamót.

Erfitt að deila með öðrum

Benni var nokkuð frábrugðinn þeim ábyrgðarlausu mönnum sem hún hafði stundum hitt. Hann var barnlaus, hafði það mjög gott í lífinu og var í frábæru starfi. Hann virtist einhvern veginn svo pottþéttur og það kunni Ásta að meta.

Fyrstu kynni okkar Benna voru í matarboði heima hjá Ástu. Við vorum mörg og öll tókum við með okkur drykkjarföng, rauðvín, hvítvín eða bjór, sem við komum fyrir á borði í borðstofunni. Allir nema Benni. Hann hafði tekið með sér eitthvert fínt rauðvín og til að enginn annar fengi sér af því geymdi hann það inni í svefnherbergi Ástu. Venjan var þó í boðum að allir gátu fengið sér það sem þeir vildu; við færðum Ástu þetta vín og það var ætlað öllum.

Benni gat alveg verið skemmtilegur, en samt var hann svolítið „ferkantaður“ í hugsun, skorti víðsýni, að mínu mati. Ég ákvað með sjálfri mér að dæma hann ekki fyrir að passa svona upp á rauðvínið sitt en ég hafði lúmskt gaman af þessu.

Þegar ég hélt matarboð nokkrum mánuðum seinna mætti hann með Ástu og tók með sér fínt vín. Hann spurði mig hvort hann mætti ekki geyma það afsíðis svo að hann gæti haft það í friði. Ég hváði og fór að hlæja en sagði það ekkert mál, en yfirleitt væri það þannig að allir mættu með eitthvað sem væri ætlað fyrir allan hópinn. Það gat Benni greinilega ekki hugsað sér, sagði að þá gætu hinir komið með ódýrt og vont vín en samt drukkið bara dýra vínið hans. „Við höfum nú ekki lent í því enn,“ sagði ég hissa og bætti við að það væri samt bara allt í lagi.

Ég sýndi honum skáp sem hann kom flöskunni sinni fyrir í og þangað fór hann og sótti sér vín í glasið um kvöldið. Ásta kom með vínflösku sem hún setti á borðið hjá hinum flöskunum. Henni var greinilega ekki boðið upp á vín kærastans.

Benni passaði mjög vel upp á sitt. Það var eins og hann óttaðist að einhver hefði gott af honum. Benni hafði víst alist upp við mikið dekur. Hann var langyngstur systkina sinna og það hefur greinilega steingleymst að kenna honum að deila með öðrum þar sem hann átti bara miklu eldri systkini.

Samband Ástu og Benna virtist ganga vel. Þau hittust reglulega og þegar ég spurði hana einn daginn hvort þau ætluðu ekkert að fara að búa saman sagði hún að það lægi ekkert á. Hún væri sátt við þetta fyrirkomulag og hann líka. Að öðru leyti talaði hún ekki mikið um hann og ég spurði ekki.

Uppnám á veitingahúsi

Annað sumarið þeirra stakk Benni upp á því að þau færu saman í sumarfrí til Frakklands í hálfan mánuð. Ásta var alls ekki til í það í fyrstu, enda hafði hún nóg með sig, einstæð móðirin og að auki ekki í vellaunuðu starfi eins og Benni. Hann lagði fast að henni, sagði að þetta yrði svo gaman, þau myndu skipta öllu jafnt og þannig kæmi þetta vel út fyrir þau.

Hann fór til dæmis í gönguferð með hann einn daginn og keypti ís handa honum. Svo rukkaði hann Ástu um ísinn á eftir og hún borgaði þegjandi og hljóðalaust en svolítið hissa.

Ásta á vinkonu í Frakklandi og hafði samband við hana. Vinkonan bauðst til að hýsa þau aðra vikuna sem varð til þess að Ásta samþykkti að fara í ferðina og keypti miðana fyrir sig og son sinn.

Einn fagran júnídag lögðu þau af stað til Frakklands. Allt gekk ljómandi vel, þau skiptu öllu hnífjafnt, nema Ásta borgaði bæði fyrir sig og barnið sem var nú ekki þungt á fóðrum. Það kom auðvitað ekki til mála að Benni borgaði fyrir barn sem hann átti ekkert í. Hann var góður við strákinn en passaði upp á sitt. Hann fór til dæmis í gönguferð með hann einn daginn og keypti ís handa honum. Svo rukkaði hann Ástu um ísinn á eftir og hún borgaði þegjandi og hljóðalaust en svolítið hissa.

Eitt kvöldið bauðst vinkona Ástu til að passa drenginn svo að þau gætu farið ein út að borða á verulega fínan matsölustað. Staðurinn olli engum vonbrigðum, var einstaklega fallegur og rómantískur.

Á veitingastaðnum fékk Benni matseðil með verði á réttunum en ekki Ásta. Greinilega var gert ráð fyrir því að karlinn borgaði.

Þau pöntuðu og nutu þess síðan að tala saman yfir góðum mat og kertaljósum.

Í lok máltíðar bað Benni um reikninginn … sundurliðaðan og skipt í tvennt. Það varð nánast uppnám á veitingastaðnum, það var eins og þjónarnir skildu ekki hvað Benni meinti. Ætlaði maðurinn virkilega að láta þessa fallegu kona borga?

Þarna ofbauð Ástu og sagði Benna að hún tæki ekki þátt í svona bulli. Hann skyldi borga fyrir matinn. Hann gerði það en þessi leiðindauppákoma eyðilagði kvöldið algjörlega fyrir Ástu. Kvöldið eyðilagðist eðlilega hjá Benna þegar hann þurfti að borga fyrir þau bæði. Hann reyndi þó ekki að rukka hana eftir á fyrir þessa máltíð, þá einu sem hann borgaði fyrir hana allan þann tíma sem þau voru saman.

Sundurliðaður reikningur

Ásta er ekki langrækin, þótt henni hefði misboðið framkoma Benna þetta kvöld var allt gleymt daginn eftir. Þau tóku bíl á leigu, sem þau borguðu auðvitað hnífjafnt fyrir, og ferðuðust aðeins um Frakkland seinni vikuna þeirra og gistu á ódýrum gistihúsum. Ferðin var hin ágætasta þrátt fyrir uppákomuna á veitingastaðnum.

Ég hitti Ástu skömmu eftir að hún kom heim og hún var í sjöunda himni eftir ferðina, sólbrún og sæl. Hún sagði mér hlæjandi frá atvikinu á veitingastaðnum og ég gat ekki stillt mig um að segja að mér fyndist Benni ansi hreint nískur. „Já, hann á þetta alveg til,“ samþykkti hún og sýndi mér sundurliðaðan reikning frá honum þar sem fram kom að hún skuldaði honum 20 evrur eftir ferðina. Ástu fannst þetta nokkuð fyndið og var búin að borga honum en þarna virtist hún þó vera farin að átta sig betur á því hversu ótrúlega nískur Benni var. Ég spurði hana hvort ekki hefði verið ráð að senda honum til baka reikning fyrir gistinguna sem hún útvegaði þeim frítt, hvort Benni væri ekki í raun í stórri skuld við hana. Ásta hló bara og sagði að þau  hefðu nú skipst á að kaupa í matinn hjá vinkonu hennar og líklega hefði hann litið á það sem hæfilega borgun fyrir gistinguna.

Örfáum vikum seinna voru þau hætt saman. Ásta sagði mér að níska hans hefði eflaust átt þá í því að gera út af við ástina. Hann væri góður maður á margan hátt en hana langaði ekki að verja ævinni með svona manni. Frekar vildi hún berjast í fátækt með berklaveiku ljóðskáldi sem gæfi af sér, bætti hún við og hló.

Þó fyrr hefði verið, hugsaði ég. Níska er eitthvað það mesta „turn off“ sem ég veit. Mér finnst ekkert sjálfsagt að karlar borgi allt og ég reyndi lengi vel að fá að borga helminginn þegar við Gunni, maðurinn minn, vorum í tilhugalífinu og fórum út að borða. Það kom aldrei til greina af hans hálfu, og svo bara hætti ég að nenna að berjast við hann. Hann var svo miklu efnaðri en ég, einstæð tveggja barna móðirin, og sagði alltaf að það væri hann sem hefði boðið mér út að borða og því hans að borga. Hann er samt engin karlremba, síður en svo og fannst að jafnréttisbaráttan ætti ekki að fara fram þarna, væri ekki nær að laga fyrst launamisrétti kynjanna? Jamm, ekkert skrítið þótt ég elski þennan mann.

 

Icelandair glímir við annars háttar vanda en WOW

Icelandair hefur gengið í gegnum töluverða erfiðleika að undanförnu og tap félagsins á síðustu þremur mánuðum síðasta árs upp á 6,8 milljarða króna gefur vísbendingu um harða samkeppni í flugiðnaði í heiminum um þessar mundir.

Slök afkoma Icelandair gerði það að verkum að það virkjuðust ákvæði gagnvart eigendum skuldabréfaflokka félagsins sem ekki tókst að endursemja við. Því fékk Icelandair um tíu milljarða króna að láni frá ríkisbankanum Landsbankanum í byrjun árs 2019 til að gera upp við þá. Í raun var Landsbankinn að taka yfir þann hluta fjármögnunar Icelandair vegna þess að skuldabréfaeigendurnir vildu ekki halda á henni lengur.

Undanfarnir mánuðir hafa líka leitt af sér aðrar ófyrirséðar áskoranir og bann við notkun á 737 Max 8-vélum Boeing, eftir hörmuleg flugslys í Indónesíu og Eþíópíu sem urðu samtals 346 að bana, öllum um borð í báðum vélum, hefur haft neikvæð áhrif á starfsemina. Í tilkynningum frá Icelandair hefur þó komið fram að félagið geti til skamms tíma leyst þann vanda sem fylgir því að þurfa að taka þrjár vélar af fyrrnefndri gerð úr umferð, en til lengri tíma þarf að finna varanlega lausn á málunum, ef bannið við notkun á vélunum dregst á langinn.

Icelandair er þó í sterkri fjárhagsstöðu þegar kemur að eigið fé. Í lok árs í fyrra nam eigið fé 55 milljörðum króna, en skuldirnar voru 992 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 110 milljörðum króna. Búast má við því að næstu mánuðir verði krefjandi fyrir íslensku flugfélögin. Þrátt fyrir að á þriðja tug flugfélaga fljúgi til Íslands og tengi landið við um 100 áfangastaði þá eru Icelandair og WOW air mikilvægustu flugfélögin þegar kemur að íslenskri ferðaþjónustu.

Öll greinin birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Einlæg afsökunarbeiðni og bjargað í horn

Í hverri viku útnefnir Mannlíf þá aðila sem hafa blómstrað í vikunni sem nú er að líða og þá sem hafa átt betri daga. Í síðarnefnda flokknum var valið nokkuð augljóst enda ekki á hverjum degi sem heilt flugfélag fer á hausinn. Fyrrnefnda flokkinn skipar maður sem tókst að bjarga verkföllum fyrir horn, í bili.

Góð vika – Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA

Eftir erfiða umfjöllun undanfarið fengu álitsgjafar uppreist æru í vikunni þegar Reykjavíkurborg leitaði til þriggja slíkra og borgaði þeim fyrir að auglýsa verkefnið „hverfið mitt“. En fegnastur allra hlýtur að vera Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sem tókst á elleftu stundu að koma í veg fyrir tveggja sólarhringa verkfall hjá starfsmönnum í ferðaþjónustu. Þótt forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki virkað sérlega spenntir fyrir því að aflýsa verkföllum á að setjast niður og gera alvöruatlögu að kjarasamningum.

Slæm vika – Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air

Eftir margra mánaða baráttu þurfti Skúli Mogensen loksins að leggja árar í bát. WOW air er fallið. Vissulega gerði Skúli margháttuð mistök í rekstri sínum en hann verður ekki sakaður um að hafa hlaupist frá borði á ögurstundu. Hann barðist fram á síðustu stundu, lagði sínar persónulegar eignir að veði og tjónið fyrir hann persónulega er gríðarlegt. Ólíkt mörgum viðskiptamönnum sem létu sig hverfa þegar bankakerfið hrundi eins og það lagði sig, steig Skúli fram fyrir skjöldu, bað starfsfólk og farþega einlæglega fyrirgefningar og tók fulla ábyrgð á því hvernig fór.

Brast í grát við að heyra fréttirnar

|
|

Nara Walker fékk óvænta heimsókn í fangelsið.

Nara Walker.

Nara Walker, áströlsk kona sem var dæmd í 18 mánaða fangelsi hérlendis fyrir að bíta hluta tungunnar úr eiginmanni sínum, ætlar að freista þess að fá málið tekið upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Hún gæti átt yfir höfði sér brottvísun eftir að afplánun lýkur. Þetta segir Jane Lumeah, móðir Nöru, en Fangelsismálastofnun hafnaði beiðni Mannlífs um að ræða við Nöru og var vísað til hagsmuna brotaþola, það er eiginmanns hennar, við þá ákvörðun og þess hversu stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn.

Þrátt fyrir að dvöl Nöru á Íslandi hafi verið þyrnum stráð segir Jane hana tala vel um land og þjóð. Hér hafi hún eignast góða vini og fengið stuðning úr mörgum ólíkum áttum. „Hún hefur fengið stuðning frá mörgu dásamlegu fólki. Til dæmis þeim sem mættu fyrir utan fangelsið og forsetafrúnni, Elízu Reid, sem heimsótti hana sem almennur borgari, þessir hlutir skipta hana svo miklu máli. Nara hafði hitt forstafrúna áður en hún var sakfelld og ég brast í grát þegar ég heyrði að hún hefði heimsótt hana. Það er svo mikil viðurkenning fyrir dóttur mína og endurspeglar það sem er svo gott við Ísland. Ég og Nara erum svo þakklátar fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur, bæði á Íslandi og annars staðar.“

„Nara hafði hitt forstafrúna áður en hún var sakfelld og ég brast í grát þegar ég heyrði að hún hefði heimsótt hana. Það er svo mikil viðurkenning fyrir dóttur mína … “

Jane segir að fangelsisvistin hafi vissulega tekið á Nöru en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig. „Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar. Hún hefur nýtt tímann vel, hún hefur skrifað, æft og málað. Hún fær að hringja í mig á Skype einu sinni í viku. Það er eins og veisla fyrir mér. Þegar við tölum saman sé ég að hún er að reyna að gera það besta úr stöðunni en ég sé líka að þetta er henni erfitt, að vera aðskilin frá vinum sínum, einangruð, ófrjáls.“

Jane segir að til að bæta enn á óvissuna hafi Nöru borist bréf þar sem henni var tilkynnt að hafið sé ferli um mögulega brottvísun úr landi eftir að afplánun lýkur. Slík niðurstaða gæti þýtt miklar hömlur á ferðafrelsi hennar í Evrópu, segir Jane sem býst þó við að Nara snúi aftur til Ástralíu eftir að hún hefur setið af sér dóminn.  Jane býst þó ekki við að hún verði heima lengi. Eitt af fyrstu verkum Nöru verði að fara með málið skrefi lengra, til Strassborgar. „Hún ætlar með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún vill gera það, ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir þær konur sem hafa þurft að ganga í gegnum sömu reynslu. Hún vill að lögin veiti konum sem hafa þurft að sæta heimilisofbeldi meiri vernd.“

Lestu viðtalið í heild sinni.

Spennandi áfangastaðir fyrir brúðhjón

|
|Alda Rose Cartwright

Eitt af því sem margir eiga í vandræðum með að taka ákvörðun um er hvert skuli halda í brúðkaupsferðina. Skal engan undra, enda gríðarlegt úrval spennandi áfangastaða í boði. Hér eru nokkrir.

Svalasta borgin

Canberra í Ástralíu hefur upp á síðkastið fengið viðurnefnið svalasta höfuðborg í heimi. Og það ekki vegna hitastigs, en meðalhitinn yfir árið er um 15 gráður. Í Canberra má finna menningarlega fjársjóði á hverju horni en á sama tíma standa þeir framarlega í öllum nýjungum, svo sem í matargerð og list. „Hipsterar“ samtímans flykkjast til Canberra og einstakt andrúmsloft og gleði einkenna stemninguna þar.

Detroit snýr vörn í sókn

Detroit hefur ekki fengið verðskuldaða athygli undanfarin ár eða verið ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna. En upp á síðkastið hafa ungir listamenn umbreytt ásýnd borgarinnar með því að breyta yfirgefnum byggingum í listasöfn, hótel, hjólabrettagarða og ýmis konar starfsemi. Listrænn andi og nýstárlegheit liggja í loftinu og ættu allir sem vilja fyllast innblæstri að gera sér ferð til Detroit.

Eitthvað alveg nýtt

Fyrir þá sem eru tilbúnir að prófa eitthvað alveg nýtt er Kaohsiung í Taívan þess virði að skoða. Gríðarhá búddalíkneski og önnur listaverk má finna út um alla borg. Ekkert hefur verið til sparað við gerð bygginga og lestarstöð borgarinnar hefur til að mynda verið kosin sú fallegasta í heimi. Næturmarkaðir njóta mikilla vinsælda en íbúar Kaohsiung virðast telja næturnar besta tíma sólarhringsins til að kaupa sér ferska matvöru. Á daginn ætti engum að leiðast í Kaohsiung en dýragarða, þemagarða og tívolí má finna á hverju horni.

Nágrannaríkið

Óperuhúsið í Osló.

Fyrir þá sem vilja halda sig við Norðurlöndin, er Ósló í Noregi spennandi valkostur. Í ár fagna konungshjónin 50 ára brúðkaupsafmæli og mikið um dýrðir af því tilefni. Eitt helsta kennileiti borgarinnar, Óperuhúsið, er að auki tíu ára um þessar mundir og hafa fjöldamargir viðburðir verið skipulagðir í tengslum við það. Árið 2018 er því einstaklega gott til að láta verða af því að heimsækja Ósló.

Náttúruperla

Ein elsta lifandi höfuðborg heims, Matera, höfuðborg Basilicata-héraðsins á Suður-Ítalíu, er byggð í fjallshlíð með yfirnáttúrulegum gljúfrum allt í kring. Stórkostlegar byggingar, hellar og völundarhús einkenna svæðið, en Matera hefur verið í mikilli sókn undanfarið og hafa nýtískuleg hótel, veitingastaðir og barir sprottið upp undanfarin ár. Við hvetjum alla til að heimsækja þessa einstöku borg því gera má ráð fyrir að þetta verði einn heitasti ferðamannastaðurinn á komandi árum – og því um að gera að vera á undan straumnum!

Eitthvað fyrir alla – Sevilla  

Hin einstaklega fagra höfuðborg Andalúsíu, Sevilla á Spáni. Rómantísk og falleg borg með merkilega sögu. Þar skín sól í allt að 300 daga á ári og að þessu sinni er þetta sú borg sem vermir toppsætið á lista Lonely Planet árið 2018. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Menning, þröngar götur, verslanir, tapas, sólríkar strendur og vinalegt fólk er það sem einkennir þessa dásamlegu borg.

Þetta er ömurlegt og á ekki að þurfa að gerast

Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali og skólasystkini þeirra berjast fyrir því að skólasystir þeirra, Zainab Safari og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi.

Elín segir að markmiðið með aðgerðum sé einfalt. „Við viljum bara halda þeim á Íslandi, til þess að þeim líði vel og að þau séu örugg.“ Sindri bendir á að fyrir þeim sé þetta einmitt hlutverk réttindaráðsins. í Hagaskóla, sem hann og Elín eiga sæti í „Þar er markmiðið að stuðla að réttindum barna og reyna að sjá til þess að íslensk stjórnvöld starfi eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland er aðili að þessum sáttmála og á þar af leiðandi að fara alltaf eftir honum.“

Amíra Snærós var ein af þeim sem kom að undirskriftasöfnununni og hún segir að þau hafi mikið hugsað um hvernig mætti ná til stjórnvalda og fá þau til þess að taka mark á því sem þau voru að koma á framfæri. „Við ákváðum að gera þetta svona formlega en ekki bara á Facebook til þess að það leyndi sér ekki að okkur er alvara og við söfnuðum 6200 undirskriftum.“ Aðspurð um hvað þeim hafi fundist um að það hafi borist athugasemdir við þetta frá einhverjum foreldrum þá stendur ekki á svari: „Við vorum fyrst og fremst vonsvikin. Undarlegt að einhverjum finnist að við megum ekki hafa okkar skoðun og leggja einhverjum lið sem skiptir okkur máli. Það var ekki heldur þannig, eins og einhverjir hafa haldið fram, að foreldrar okkar stýrðu okkur í þessu. Það var alls ekki þannig. Við erum alveg með okkar skoðanir og getum komið þeim á framfæri sjálf.”

„Ég held að við getum í fyrsta lagi tekið á móti miklu fleirum en við gerum núna. Það er eitt að taka ekki við flóttamönnum en annað að senda þá úr landi eftir að þeir hafa dvalið hér í nokkurn tíma og þá jafnvel gengið hér í skóla og eignast eitthvað líf eins og Zainab.“

En hvað getið þið gert fleira til þess að leggja ykkar af mörkum? „Hvað getum við gert? Hvað getum við ekki gert?“ svara þau nánast einum rómi og það leynir sér ekki að þau hafa langt frá því lagt árar í bát í baráttunni fyrir Zainab.

Aðspurð um hvort þau telji að það sé hlustað á það sem þau hafi fram að færa segja þau að það sé vissulega tekið eftir þeim ef eitthvað er að marka fjölmiðla, en eins og Sindri segir „á svo eftir að koma í ljós hvort það er hlustað af þeim sem ráða.“ Elín tekur undir þetta og minnir á að það sé dapurlegt að hugsa til þess að Zainab verði kannski send í burtu með skömmum fyrirvara og sé þá allt í einu komin á götuna í Grikklandi. „Það er ömurlegt og á ekki að þurfa að gerast.“

Við þetta berst talið að því að sumir hafi haft á orði að Íslendingar geti einfaldlega ekki tekið við öllum sem hingað leita og þess vegna séu hælisleitendur sendir aftur burt. Að Íslendingar geti einfaldlega ekki tekið að sér að bjarga öllum en um það hefur Sindri sitthvað að segja. „Ég held að við getum í fyrsta lagi tekið á móti miklu fleirum en við gerum núna. Það er eitt að taka ekki við flóttamönnum en annað að senda þá úr landi eftir að þeir hafa dvalið hér í nokkurn tíma og þá jafnvel gengið hér í skóla og eignast eitthvað líf eins og Zainab.“

Skólasystur hans taka undir þetta og minna á að þetta hljóti að horfa öðruvísi við þegar um börn er að ræða. Þau eru líka öll sammála um það að stjórnvöld þurfi að standa sig miklu betur. „Við þurfum að koma betur fram við þá sem vilja, nei, ég meina neyðast, til þess að koma til Íslands og vilja eiga hér friðsamlegt líf. Við þurfum líka að leyfa fólki að vinna og bæta þannig sinn eigin hag og okkar sem samfélags. Það er gott fyrir alla.“

Myndatexti: Vinkonurnar og skólasysturnar Zainab Safari og Elín Sara Richter.
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Svartasta sviðsmyndin verður að veruleika

Íslenskt hagkerfi stefnir hraðri leið í sitt fyrsta samdráttarskeið í 10 ár. Fall WOW air gerir það að verkum að svartasta sviðsmyndin sem teiknuð var upp í nýrri hagspá Arion banka virðist ætla að ganga eftir.

Hvert áfallið á fætur öðru rekur á fjörur íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Vinnumarkaðurinn er í uppnámi og ef ekki semst fljótlega skellur á hrina verkfalla í apríl og maí, tap af loðnubresti miðað við útflutningstekjur í fyrra jafngildir því að ferðamönnum fækki um 124 þúsund og fall WOW air í gær er svo þyngsta höggið til þessa. Arion banki kynnti í vikunni nýja hagspá og í ljósi þeirrar stöðu sem WOW var í ákvað greiningardeild bankans að kynna tvær hagspár, eina þar sem gert er ráð fyrir að WOW lifði af og aðra þar sem WOW hyrfi af markaði. Því miður hefur síðari valmöguleikinn raungerst.

Samkvæmt spánni hafði verið gert ráð fyrir 0,8 prósenta samdrætti landsframleiðslu og fækkun ferðamanna um níu prósent hefði WOW lifað af. En með falli WOW hljóðar spáin upp á nærri tveggja prósenta samdrátt og fækkun ferðamanna um 16 prósent. Gera má ráð fyrir að þessi mikla fækkun ferðamanna hafi áhrif á störf víðar en bara hjá WOW og þeirra helstu viðskiptavinum. Ferðaþjónusta er vinnuaflsfrek atvinnugrein og fyrir hverja 110 ferðamenn hefur orðið til eitt nýtt starf. Er það mat bankans að störfum geti fækkað um allt að 2.500 á næstu 12 mánuðum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki standa nú þegar höllum fæti og óvíst hvort þau geti staðið af sér fall WOW ofan í fyrirséðar launahækkanir.

Góðu fréttirnar eru þær að hagkerfið er mun betur í stakk búið til að takast á við áfall nú en það var árið 2008. Skuldastaða ríkissjóðs, fyrirtækja og heimila er almennt góð og erlend staða þjóðarbúsins „ævintýraleg“ eins og Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur Arion banka, orðaði það. Þá á Seðlabanki Íslands 750 milljarða króna í hreinum gjaldeyrisforða.

Reiðarslag

Leiðari

Óumflýjanlegt gjaldþrot WOW air er reiðarslag fyrir íslenskt samfélag. 1.100 starfsmenn WOW standa frammi fyrir skyndilegum atvinnumissi og röskun hefur orðið á fyrirætlunum þúsunda flugfarþega. Gjaldþrotið hefur áhrif á fjölda fyrirtækja sem annaðhvort hafa átt í viðskiptum við WOW eða reitt sig á farþega þeirra. Þetta eru fjármálafyrirtæki, hótel, hópferðafyrirtæki, bílaleigur, verslanir, flugvallarþjónusta, og svo mætti lengi telja.

Ekki bara áttu mörg þessara fyrirtækja beinar kröfur á WOW heldur mun stórfelld fækkun ferðamanna skila sér í verri afkomu. Þetta er líka högg fyrir neytendur sem hafa vanist því að geta bókað sér flug til Evrópu á þriðjungi þess verðs sem það kostar að fljúga til Akureyrar. Þetta hljómaði of gott til að vera satt og það var það líka. Rekstrarumhverfi flugfélaga hefur hríðversnað og WOW hefur undanfarin misseri verið að borga með hverjum farþega sem félagið hefur ferjað.

Á næstu vikum og mánuðum munum við svo sjá víðtækari áhrif af gjaldþroti WOW. Samkvæmt hagspá Arion banka mun það hafa í för með sér 16 prósenta fækkun erlendra ferðamanna til landsins og allt að 2 prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Samfellt 7 ára hagvaxtarskeið er á enda. Hætt er við að atvinnuleysi fari hratt vaxandi og að krónan veikist með tilheyrandi verðbólguskoti. Blessunarlega hafa stjórnvöld og heimilin í landinu búið vel í haginn þannig að það ætti ekki að taka langan tíma að snúa vörn í sókn. En árið verður svo sannarlega þungt hjá mörgum.

„Verkalýðshreyfingin verður einfaldlega að lesa landslagið rétt, draga úr kröfum sínum og blása til sóknar þegar betur árar.“

Fall WOW  mun einnig hafa víðtæk áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður. Verkalýðshreyfingin hefur hingað til kosið að beina spjótum sínum að ferðaþjónustunni og ekki hlustað á varnaðarorð atvinnurekenda sem hafa sagt að staðan í þeim geira sé hreint ekki góð. Gjaldþrot WOW hefur slegið mörg vopn úr hendi verkalýðshreyfingarinnar og hætt er við að það fjari hratt undan þeim meðbyr sem hún hefur notið þegar fréttir fara að berast af fjöldauppsögnum og gjaldþrotum. Verkalýðshreyfingin verður einfaldlega að lesa landslagið rétt, draga úr kröfum sínum og blása til sóknar þegar betur árar.

Loks verður að hrósa ríkisstjórninni fyrir að standast þrýsting um að grípa inn í og koma WOW til bjargar. Fréttir síðustu daga hafa leitt í ljós að staða WOW var orðin með öllu óbærileg. Heildarskuldir félagsins námu 24 milljörðum króna og þrátt fyrir að kröfuhafar hafi fallist á afskriftir voru útistandandi skuldir það miklar að gríðarlegt fjármagn hefði þurft til að koma félaginu í rekstrarhæft ástand. Ekkert í ytra umhverfi flugfélaga bendir til þess að bjartari tímar séu fram undan og það hefði verið vítaverð meðferð á almannafé að leggja ógjaldfæru og nær eignalausu félagi til fjármuni sem nær öruggt er að myndu aldrei endurheimtast.

„Hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði“

|||
Daníel Wirkner

Jane Lumeah, móðir Nöru Walker, segir að fangelsisvistin á Íslandi hafi vissulega tekið á dóttur sína en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig.

Nara Walker, áströlsk kona sem var dæmd í 18 mánaða fangelsi hérlendis fyrir að bíta hluta tungunnar úr eiginmanni sínum, ætlar að freista þess að fá málið tekið upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Hún gæti átt yfir höfði sér brottvísun eftir að afplánun lýkur. Þetta segir Jane Lumeah, móðir Nöru, en Fangelsismálastofnun hafnaði beiðni Mannlífs um að ræða við Nöru og var vísað til hagsmuna brotaþola, það er eiginmanns hennar, við þá ákvörðun og þess hversu stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn.

Jane segir að fangelsisvistin hafi vissulega tekið á Nöru en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig. „Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar. Hún hefur nýtt tímann vel, hún hefur skrifað, æft og málað. Hún fær að hringja í mig á Skype einu sinni í viku. Það er eins og veisla fyrir mér. Þegar við tölum saman sé ég að hún er að reyna að gera það besta úr stöðunni en ég sé líka að þetta er henni erfitt, að vera aðskilin frá vinum sínum, einangruð, ófrjáls.“

Jane segir að til að bæta enn á óvissuna hafi Nöru borist bréf þar sem henni var tilkynnt að hafið sé ferli um mögulega brottvísun úr landi eftir að afplánun lýkur. Slík niðurstaða gæti þýtt miklar hömlur á ferðafrelsi hennar í Evrópu, segir Jane sem býst þó við að Nara snúi aftur til Ástralíu eftir að hún hefur setið af sér dóminn. „Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði. Hún hefur þurft að glíma við aukin einkenni áfallastreituröskunar, áralangt ofbeldi og nú síðast réttarhöldin sem virðast framlenging á misnotkuninni.“

„Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði.“

Jane býst þó ekki við að hún verði heima lengi. Eitt af fyrstu verkum Nöru verði að fara með málið skrefi lengra, til Strassborgar. „Hún ætlar með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún vill gera það, ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir þær konur sem hafa þurft að ganga í gegnum sömu reynslu. Hún vill að lögin veiti konum sem hafa þurft að sæta heimilisofbeldi meiri vernd.“

Lestu lengra viðtal við Jane hér.

„Gefur rými þess aukið aðdráttarafl“

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis. Linda Jóhannsdóttir, hönnuður og eigandi PASTELPAPER, frumsýnir borð á sýningunni.

„Ég frumsýni B38 sem er sófaborð,“ segir Linda.

„Húsgögn hafa lengi verið á teikniborðinu hjá mér og þetta er fyrsta húsgagnið í fyrirhugaðri húsgagna- og heimilislínu. Ég hef áður unnið mikið með form, liti og áferð og einkennist B38 af því. Skemmtilegt form borðsins gefur rými þess aukið aðdráttarafl enda rík áhersla lögð á efnisval, einfaldleika og gæði. Ég vinn yfirleitt mest með pappír þar sem PASTELPAPER er þekktast fyrir myndir og póstkort og því skemmtilegt að fá að vinna með önnur hráefni. B38 er 38×90, er úr gleri og stáli og er íslensk framleiðsla.“

Sýningin ber nafnið Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd og aðrir hönnuðir eru til dæmis: Anna Thorunn, Bryndís Bolladóttir, Guðmundur Lúðvík, Heiðdís Halla, Hlynur Atlason og Sigga Heimis.
HönnunarMars í Epal, Skeifunni stendur yfir dagana 28.-31. mars 2019 og eru allir velkomnir.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Kominn tími til að spila nýju lögin

Fluttur frá Súðavík til Ísafjarðar.

Mugison í Bæjarbíói.

„Eitt af áramótaheitunum var að spila oftar með hljómsveitinni, til hvers að vera með bestu hljómsveit í heimi ef hún spilar ekkert opinberlega? Það er náttúrlega bara rugl. Svo er ég búinn að semja slatta nýjum lögum á íslensku sem við þurfum að fá að spila fyrir ykkur sem allra allra fyrst, hananú.“

Þetta segir tónlistarmaðurinn Mugison sem ætlar að blása til heljarinnar tónleika í Bæjarbíói, í kvöld, laugardaginn 30. mars.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is, en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21.

Veit ekkert um afdrif föður síns

|
|

Zainab Safari, tólf ára bróðir hennar og móðir þeirra þrá að setjast að á Íslandi eftir líf á flótta. Von þeirra um það fer hins vegar ört þverrandi, eftir að að íslensk stjórnvöld hafa  hafnað því að taka mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar og þar með að skoða möguleikann á því að þau eigi þess kost að setjast að hér á landi.  Nú eru líkur á að fjölskyldan endi á götum Grikklands.

Zainab Safari komst til Íslands eftir miklar hrakningar.

Zainab er afgönsk að uppruna en hefur þó aldrei búið í sínu stríðshrjáða heimalandi, heldur er hún fædd á flótta í Íran árið 2004. Hún bendir reyndar á að eftir þarlendu tímatali sé hún fædd árið 1384. „Þegar ég fæddist í Íran voru foreldrar mínir á flótta undan stríðinu í Afganistan og þar er enn stríð. Þannig að það er fátt sem bendir til þess að það komi til með að breytast. Við vorum í tólf ár í Íran og Amir bróðir minn er líka fæddur þar en hann er tveimur árum yngri en ég. Lífið í Íran var skelfilegt og þess vegna ákváðu foreldrar mínir að leggja á flótta til Evrópu í von um betra líf og einhverja framtíð, sérstaklega fyrir mig og bróður minn.“

Ferðin frá Íran til Evrópu var gríðarlega erfið enda fóru þau fyrst fótgangandi frá Norður-Íran eftir erfiðum vegum og fjallendi til Tyrklands en þaðan tókst þeim svo að komast með báti til Grikklands. Þegar þangað var loksins komið tók þó ekkert annað við en vonbrigði og skelfilegar aðstæður. Zainab segir að fyrst eftir að þau komu til Grikklands hafi þau verið sett á hótelherbergi en það hafi aðeins varað í nokkra mánuði á meðan verið var að setja upp flóttamannabúðir þangað sem þau voru svo flutt í framhaldinu. En lífið í flóttamannabúðunum reyndist vera í alla staði skelfilegt. „Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

„Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum beri ríkjum að sinna þeim flóttamönnum sem hafa fengið alþjóðlega vernd til jafns við eigin þegna er það þó alls ekki raunin í Grikklandi. Herfilegt efnahagsástand í landinu á síðustu árum á sinn þátt í því og við slíkar aðstæður blossa oft upp kynþáttafordómar, skipulögð glæpastarfsemi með fíkniefnasölu og vændi á götum borganna og þannig mætti áfram telja. Staðreyndin er að þetta eru að öllum líkindum þær götur og þær aðstæður sem bíða Zainab og fjölskyldu hennar verði þau send aftur til Grikklands.

Aðspurð um hvað henni finnist um Ísland og það sem á daga hennar hefur drifið síðan hún kom hingað í september segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.“

Zainab segir að stuðningur skólasystkina hennar, sem hrintu af stað undirskriftasöfnun svo að fjölskyldunni yrði ekki vísað úr landi, hafi glatt hana mikið. „Þetta gerir mig hamingjusama. Það er gott að finna stuðning og að allt þetta fólk reynir að hjálpa til. Núna vona ég bara að ég og mamma og bróðir minn fáum að vera hérna áfram og eignast framtíð. Það er draumurinn.“

Zainab segir að óneitanlega sé hún hrædd við það sem gerist næst. „Ef við verðum send aftur til Grikklands eigum við okkur ekkert líf. Þar eigum við enga framtíð. Það er eflaust fínt að koma til Grikklands sem ferðamaður og skoða landið, eiga peninga og vera að ferðast, en það er ekki það sem bíður okkar. Það Grikkland sem bíður okkar er allt annað og þar er ekki gott að búa.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Flugfélagið Transavia bregst við gjaldþroti WOW

Hollenska flugfélagið Transavia bregst við gjaldþroti WOW air og byrjar að fljúga frá Schiphol til Keflavíkur í sumar.

Hollenska flugfélagið Transavia mun fljúga á frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku, frá og með 5. júlí. Þetta kemur fram á vef Transavia. Þar kemur fram að þetta séu viðbrögð þeirra vegna gjaldþrots WOW air. Eins gefi þetta Transavia tækifæri til þess að stækka leiðakerfi sitt til norðurs.

Í frétt Vísis segir að flugmiðarnir verði ódýrir en miði aðra leið mun kosta því sem nemur 5.300 krónum.

Í tillynningu frá Isavia segir að flogið verði frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku, það er á mánudögum, klukkan korter í sjö að morgni og á miðvikudögum og föstudögum klukkan korter yfir fjögur síðdegis.

Eltihrellar konungsfjölsyldunnar aldrei verið fleiri

Eltihrellum bresku konungsfjölskyldunnar hefur fjölgað töluvert eftir að Meghan Markle giftist inn í fjölskylduna.

Síðan Harry Bretaprins og Meghan Markle gegnu í hjónaband í maí á síðasta ári hafa eltihrellum konungsfjölskyldunnar fjölgað til muna og hafa þeir aldrei verið fleiri heldur en núna.

Þessu er greint frá á vef The Sun. Þar er talað um að 25% aukning hafi orðið á eltihrellum sem ofsækja bresku konungsfjölskylduna síðan Harry og Meghan giftu sig.

Núna munu eltihrellarnir vera 160 talsins en talið er að konungsfjölskyldunni gæti staðið veruleg ógn af fimm þeirra.

Dai Davies, fyrrverandi öryggisvörður úr teymi konungsfjölskyldunnar, segir að að sú staðreynd að Meghan sé dökk á hörund og fædd og uppalin í Bandaríkjunum trufli allra íhaldssömustu eltihrellana sem öryggisverðir konungsfjölskyldunnar fylgjast með.

Þess má geta að þúsundir bréfa berast í konungshöllina á ári og inniheldur ákveðinn hluti af þeim hótanir af ýmsum toga. Fyrir rúmu ári barst Meghan og Harry þá til að mynda bréf í Kens­ingt­on-höll sem innihélt hvítt duft og skilaboð sem einkenndust af kynþáttahatri. Í ljós kom að duftið var ekki skaðlegt.

Mávagarg í stað iðandi bæjarlífs

Nýverið opnaði ljósmyndasýning Braga Þórs Jósefssonar KRUMMASKUÐ.

Bragi hefur verið lengi í ljósmyndabransanum og það er gaman að geta þess að hann var eiginlega hirðljósmyndari Húsa og híbýla hér á árum áður. Bragi útskrifaðist frá Rochester Institute of Technology í New York árið 1986.

Hvað segir Bragi sjálfur um sýninguna KRUMMASKUÐ: „Ég hef alltaf heillast af þorpum á landsbyggðinni, sérstaklega stöðum þar sem hrikaleg náttúran rammar inn drauma genginna kynslóða: Stöðum sem við borgarbúar köllum stundum krummaskuð í hroka okkar og þröngsýni – en þorpin okkar eru þjóðargersemi. Steinn Steinarr orti: „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“ og það má oft heimfæra við mannvirki í krummaskuðum nútímans, mannvirki sem stórhuga menn byggðu þegar vel áraði og framtíðin var björt. Nú standa mörg þeirra auð og yfirgefin, fáir sjást á ferli og mávagarg hefur komið í stað iðandi bæjarlífs.“

Við eigum öll uppruna okkar í krummaskuðum.

Bragi segir að fyrir ljósmyndara séu öll þessi þorp, kaupstaðirnir og litlu þorpin, myndrænn fjársjóður sem tengir saman nútíð og fortíð.

„Hvert sem litið er birtist vitnisburður um stórhuga framtíðarsýn eða listræna þörf. Við sjáum minnisvarða mælda í húsakosti með persónuleika og í atvinnutækjum sem sum hver gegna öðru hlutverki í dag en þeim var ætlað í upphafi. Í þeim birtast persónuleg sérkenni sem við höfuðborgarbúar fáum ekki að tjá í okkar kassalaga húsum í kassalaga skipulagi. Við eigum öll uppruna okkar í krummaskuðum, við höfum bara gleymt því,“ segir Bragi.

Myndirnar á sýningunni eru svipmyndir frá nokkrum kaupstöðum og þorpum sem Bragi hefur átt leið um á undanförnum árum og hluti af stærra verkefni sem hann hefur verið að vinna að um skeið.

„Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þetta verkefni verður stærra eða viðameira eða hvert það leiðir mig,“ segir hann að endingu og við hvetjum alla til að kíkja á sýninguna KRUMMASKUÐ sem mun standa til 14. apríl og er í Ramskram, Njálsgötu 49. Þar er opið er um helgar, milli klukkan 14 og 17.

Varð fyrir einelti í skóla

Sara Pétursdóttir, eða Glowie eins og flestir þekkja hana, er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir en hún var að senda frá sér lagið Cruel.

Lagið Cruel fylgir fast á eftir laginu Body sem kom út fyrir skömmu og fékk frábærar viðtökur. Cruel er annað lagið sem hún sendir frá sér undir merkjum Columbia Records en útgáfurisinn gerði nýlega samning við hana.

Glowie vinnur náið með Tayla Parx en hún hefur samið marga smelli fyrir ekki ómerkara fólk en Ariana Grande, Anderson Paak og Khalid svo nokkrir séu nefndir. Cruel fjallar um hvað krakkar geta verið grimmir en sjálf lenti Glowie í einelti í skóla fyrir að vera of grönn. Hún varð mjög óörugg með eigin líkama en í dag er hún sátt við sjálfa sig og vill miðla reynslu sinni áfram í gegnum tónlist sína.

Gísli Marteinn skerst í leikinn: „PLEASE! Ertu að djóka Sigmar?“

Myndir sem Elísabet birti á Twitter.

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson blandar sér í rökræður Sóleyjar Tómasdóttur og Sigmars Vilhjálmssonar á Twitter.

Færsla sem Sóley Tómasdóttir birti á Twitter á fimmtudaginn fór fyrir brjóstið á mörgum. Í færslunni ýjar Sóley að því að ofvaxið egó Skúla Mogensen hafi valdið gjaldþrot WOW air. Sóley birti færsluna undir myllumerkjunum #wow og #karlmennskan.

Síðan færslan birtist hefur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson og Sóley Tómasdóttir tekist á um innihald færslunnar og femínisma á Twitter.

„Áttu erfitt með að sætta þig við að einhver sé ósáttur við framsetningu þína? Þú gerir þér grein fyrir því að ég er eingöngu ósáttur við tengingu þína á Wow Air og Karlmennsku Egói. Burt séð frá því hver skoðun þín á Skúla sé og hvernig hann er. Hef ekki skoðun a því,“ skrifaði Sigmar meðal annars.

…ég á erfitt með að karlar sem aldrei hafa sýnt femínisma áhuga spretti fram sem málsvarar málstaðarins.

Sóley svaraði þá: „Nei. En ég á erfitt með að karlar sem aldrei hafa sýnt femínisma áhuga spretti fram sem málsvarar málstaðarins í stað þess að spyrja bara í einlægni hvernig standi á þessari tengingu.“

Þáttastjórnandinn Gísli Marteinn hefur þá skorist í leikinn og viðurkennir að upprunaleg færsla Sóleyjar hafi „stuðað“ hann en tekur fram að með slíku „stuði“ hafi femínistar „bylt samfélaginu til batnaðar“.

„Kommentið um Skúla stuðaði mig líka eins og fjölmargt sem femínistar hafa sagt sl. ár. En ég hef séð að með slíku ‘stuði’ hafa þær bylt samfélaginu til batnaðar. Mér dettur því ekki í hug að kenna þeim hvað er málstaðnum gott. Yfir og út,“ skrifaði Gísli í svari sínu til Sigmars.

Þegar Sóley gerir tilraun til að enda rökræðurnar sem hafa staðið yfir í nokkra daga virðist Sigmar ekki vera tilbúinn til að sleppa takinu og skrifar: „En svona aftur að upphafinu, hvert er þitt mat á ábyrgð stjórnarformanns og stjórnar fyrirtækja.“

Gísli svara þá „PLEASE! Ertu að djóka Sigmar? Farðu með þetta yfir á Facebook. Ertu ekki hvort sem er að fjalla um Sóleyju þar?“

Slæmar hugmyndir deyja aldrei

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Skoðun

Eftir / Ásgeir Jónsson, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands

Árið 1955 var haldið mikið málþing í Mílanó undir yfirskriftinni; „Stjórnmál framtíðar“. Niðurstaða fundarmanna var skýr. Sá hugmyndafræðilegi ágreiningur sem lengi hafði hrjáð Vesturlönd var leystur. Nasisminn hafði verið kveðinn niður. Stalín var dauður og nær allir vissu að Sovét var ekkert draumaland. Gagnrýni á kapítalismann hafði verið svarað með velferðarkerfinu. Hagvöxtur mjög ör – og lífskjör tóku stórstígum framförum. Þannig hillti undir almenna velmegun sem gerði tal um byltingu að óráðshjali.

„Öld hugmyndafræðinnar er liðin,” lýsti Daníel Bell yfir í bók sinni The End of Ideology árið 1960. „Allt sem þarf nú að ræða er hvort verkamenn eigi að fá tíkalli meira á tímann, hversu mikið eigi að niðurgreiða mjólk og á hvaða aldri fólk kemst á eftirlaun.” Þessi spádómur var þó fljótlega afsannaður, því strax eftir 1960 hófst ný hugmyndafræðileg orrahríð með nýrri kynslóð sem nú er kennd við hippa.

Um 35 árum síðar virtust þessi sömu sannindi einnig blasa við. Árið 1992 gaf heimspekingurinn Francis Fukuyama út bók undir titlinum „The end of history and the last man“. Bókin kom út rétt eftir hrun kommúnismans í Evrópu; fall Berlínarmúrsins  og upplausn Sovétríkjanna. Fukuyama hélt því fram að ekki þyrfti frekar vitnanna við – frjálslynt lýðræði ásamt frjálsum mörkuðum hefði nú sannað sig sem langbesta þjóðskipulagið og hlyti að verða tekið upp af öllum löndum heimsins, eða eins og segir orðrétt í bók hans:

Það sem við erum nú að verða vitni að eru ekki aðeins lok kalda stríðsins, eða kaflaskipti í sögu eftirstríðsáranna, heldur lok mannkynssögunnar sem slíkrar. Það er endir á hugmyndafræðilegri þróun mannsins þar sem vestrænt frjálslynt lýðræði hefur verið staðfest sem hæsta þróunarstig fyrir mannlegt stjórnarfar.

Lengi vel leit út að Fukuyama væri sannspár. Alþjóðaviðskipti jukust hröðum skrefum samhliða því að lýðræði breiddist út um heiminn. Árið 1992 – þegar bók Fukuyama kom út – bjuggu um 2 milljarðar manna við sárafátækt (extreme poverty) sem er skilgreint sem lífsviðurværi undir 1,9 kaupmáttarleiðréttum Bandaríkjadollurum á dag. Árið 2015 hafði svo fátæku fólki fækkað niður í um 700 milljónir.

Hins vegar, hefur sláttur tímans snúist við. Lýðræði á undir högg að sækja víða um heiminn – sem og frjáls markaðsviðskipti. Öfgaöfl bæði til hægri og vinstri eru nú í vaxandi sókn – sem best má sjá af gulvestingum í Frakklandi. Svo er sem staðreyndir og tölur skipti ekki máli  – við lifum nú á tímum „mér finnst“-rökfærslu og gagnstaðreynda (alternative facts).

Haft var á orði að sú kynslóð sem fæddist eftir stríðið hafi talið efnahagslega velmegun sjálfsagða, næstum leiðinlega. Þetta æskufólk hafi þyrst eftir einhverju nýju og æsilegu – það hafi verið það sem rak hippana áfram. Ef til vill er sagan nú að endurtaka sig. Ljóst er þó að slæmar hugmyndir deyja ekki, heldur birtast ávallt aftur með nýju fólki.

Mynd / Haraldur Guðjónsson

Búist við meiri röskun seinnipartinn

Upplýsingafulltrúi Strætó býst við meiri röskun síðdegis.

Tíu leiðir Strætó stöðvuðust klukk­an 07:00 í morgun og hófust aftur klukkan 09:00 vegna verk­falls bíl­stjóra sem keyra fyrir Strætó og vinna fyrir Almenningsvagna Kynnisferða.

Bílstjórar munu aftur leggja niður vinnu frá klukkan 16:00 til klukkan 18:00 síðdegis. Í samtali við mbl.is sagði Guðmund­ur Heiðar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, morguninn hjá Strætó hafa gengið „þokkalega“ en að búist sé við meiri röskun síðdegis, á háannatíma dagsins.

Þess má geta að verkföllin hafa áhrif á leiðir 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36. Nánari upplýsingar má finna á vef Strætó.

Á vef Eflingar má lesa nánar um verkfallsaðgerðirnar.

Varað við svikahröppum vegna WOW

Óprúttnir aðilar reyna á græða á farmiðum flugfélagsins WOW air.

Á vef kortafyrirtækisins Valitor er nú varað við óprúttnum aðilum sem hafa verið að hringja í fólk, sem er að reyna að fá farmiða sína með WOW air endurgreidda. Valitor hefur fengið spurnir af því að hringt hafi verið í fólk í nafni Valitor og beðið um kortaupplýsingar, að sögn til að flýta fyrir endurkröfuferli,“ segir í tilkynningu á vefnum.

Valitor varar fólk við því að gefa upplýsingarnar þar sem það sé ekki venja hjá fyrirtækinu að hringja í fólk til að falast eftir kortaupplýsingum þess. Þarna séu því að öllum líkindum svikahrappar á ferð.

Nískan drap ástina

Lífsreynslusaga úr Vikunni

Vinkona mín var með sérlega nískum manni í eitt og hálft ár. Hún áttaði sig ekki sjálf á því hvað hann var samansaumaður fyrr en þau fóru saman í sumarfrí til útlanda.

Ég kynntist Benna aldrei mjög vel, jafnvel þótt ég væri öll af vilja gerð, hann var jú kærasti einnar af bestu vinkonum mínum. Þau bjuggu aldrei saman en líklega hefði sambandið ekki staðið jafnlengi og það gerði ef þau hefðu farið í sambúð.

Ásta er vön að hugsa um sig sjálf og hefur aldrei fengið neitt upp í hendurnar í lífinu. Hún hafði búið ein með syni sínum frá því hann var ársgamall, eftir að sambandi hennar og barnsföður hennar lauk. Henni tókst þó að mennta sig og var ágætlega stödd í lífinu, í eigin íbúð og góðu starfi þegar þau Benni kynntust. Það hefði þó seint verið hægt að segja að hún hefði það gott fjárhagslega þótt hún ætti fyrir reikningunum um hver mánaðamót.

Erfitt að deila með öðrum

Benni var nokkuð frábrugðinn þeim ábyrgðarlausu mönnum sem hún hafði stundum hitt. Hann var barnlaus, hafði það mjög gott í lífinu og var í frábæru starfi. Hann virtist einhvern veginn svo pottþéttur og það kunni Ásta að meta.

Fyrstu kynni okkar Benna voru í matarboði heima hjá Ástu. Við vorum mörg og öll tókum við með okkur drykkjarföng, rauðvín, hvítvín eða bjór, sem við komum fyrir á borði í borðstofunni. Allir nema Benni. Hann hafði tekið með sér eitthvert fínt rauðvín og til að enginn annar fengi sér af því geymdi hann það inni í svefnherbergi Ástu. Venjan var þó í boðum að allir gátu fengið sér það sem þeir vildu; við færðum Ástu þetta vín og það var ætlað öllum.

Benni gat alveg verið skemmtilegur, en samt var hann svolítið „ferkantaður“ í hugsun, skorti víðsýni, að mínu mati. Ég ákvað með sjálfri mér að dæma hann ekki fyrir að passa svona upp á rauðvínið sitt en ég hafði lúmskt gaman af þessu.

Þegar ég hélt matarboð nokkrum mánuðum seinna mætti hann með Ástu og tók með sér fínt vín. Hann spurði mig hvort hann mætti ekki geyma það afsíðis svo að hann gæti haft það í friði. Ég hváði og fór að hlæja en sagði það ekkert mál, en yfirleitt væri það þannig að allir mættu með eitthvað sem væri ætlað fyrir allan hópinn. Það gat Benni greinilega ekki hugsað sér, sagði að þá gætu hinir komið með ódýrt og vont vín en samt drukkið bara dýra vínið hans. „Við höfum nú ekki lent í því enn,“ sagði ég hissa og bætti við að það væri samt bara allt í lagi.

Ég sýndi honum skáp sem hann kom flöskunni sinni fyrir í og þangað fór hann og sótti sér vín í glasið um kvöldið. Ásta kom með vínflösku sem hún setti á borðið hjá hinum flöskunum. Henni var greinilega ekki boðið upp á vín kærastans.

Benni passaði mjög vel upp á sitt. Það var eins og hann óttaðist að einhver hefði gott af honum. Benni hafði víst alist upp við mikið dekur. Hann var langyngstur systkina sinna og það hefur greinilega steingleymst að kenna honum að deila með öðrum þar sem hann átti bara miklu eldri systkini.

Samband Ástu og Benna virtist ganga vel. Þau hittust reglulega og þegar ég spurði hana einn daginn hvort þau ætluðu ekkert að fara að búa saman sagði hún að það lægi ekkert á. Hún væri sátt við þetta fyrirkomulag og hann líka. Að öðru leyti talaði hún ekki mikið um hann og ég spurði ekki.

Uppnám á veitingahúsi

Annað sumarið þeirra stakk Benni upp á því að þau færu saman í sumarfrí til Frakklands í hálfan mánuð. Ásta var alls ekki til í það í fyrstu, enda hafði hún nóg með sig, einstæð móðirin og að auki ekki í vellaunuðu starfi eins og Benni. Hann lagði fast að henni, sagði að þetta yrði svo gaman, þau myndu skipta öllu jafnt og þannig kæmi þetta vel út fyrir þau.

Hann fór til dæmis í gönguferð með hann einn daginn og keypti ís handa honum. Svo rukkaði hann Ástu um ísinn á eftir og hún borgaði þegjandi og hljóðalaust en svolítið hissa.

Ásta á vinkonu í Frakklandi og hafði samband við hana. Vinkonan bauðst til að hýsa þau aðra vikuna sem varð til þess að Ásta samþykkti að fara í ferðina og keypti miðana fyrir sig og son sinn.

Einn fagran júnídag lögðu þau af stað til Frakklands. Allt gekk ljómandi vel, þau skiptu öllu hnífjafnt, nema Ásta borgaði bæði fyrir sig og barnið sem var nú ekki þungt á fóðrum. Það kom auðvitað ekki til mála að Benni borgaði fyrir barn sem hann átti ekkert í. Hann var góður við strákinn en passaði upp á sitt. Hann fór til dæmis í gönguferð með hann einn daginn og keypti ís handa honum. Svo rukkaði hann Ástu um ísinn á eftir og hún borgaði þegjandi og hljóðalaust en svolítið hissa.

Eitt kvöldið bauðst vinkona Ástu til að passa drenginn svo að þau gætu farið ein út að borða á verulega fínan matsölustað. Staðurinn olli engum vonbrigðum, var einstaklega fallegur og rómantískur.

Á veitingastaðnum fékk Benni matseðil með verði á réttunum en ekki Ásta. Greinilega var gert ráð fyrir því að karlinn borgaði.

Þau pöntuðu og nutu þess síðan að tala saman yfir góðum mat og kertaljósum.

Í lok máltíðar bað Benni um reikninginn … sundurliðaðan og skipt í tvennt. Það varð nánast uppnám á veitingastaðnum, það var eins og þjónarnir skildu ekki hvað Benni meinti. Ætlaði maðurinn virkilega að láta þessa fallegu kona borga?

Þarna ofbauð Ástu og sagði Benna að hún tæki ekki þátt í svona bulli. Hann skyldi borga fyrir matinn. Hann gerði það en þessi leiðindauppákoma eyðilagði kvöldið algjörlega fyrir Ástu. Kvöldið eyðilagðist eðlilega hjá Benna þegar hann þurfti að borga fyrir þau bæði. Hann reyndi þó ekki að rukka hana eftir á fyrir þessa máltíð, þá einu sem hann borgaði fyrir hana allan þann tíma sem þau voru saman.

Sundurliðaður reikningur

Ásta er ekki langrækin, þótt henni hefði misboðið framkoma Benna þetta kvöld var allt gleymt daginn eftir. Þau tóku bíl á leigu, sem þau borguðu auðvitað hnífjafnt fyrir, og ferðuðust aðeins um Frakkland seinni vikuna þeirra og gistu á ódýrum gistihúsum. Ferðin var hin ágætasta þrátt fyrir uppákomuna á veitingastaðnum.

Ég hitti Ástu skömmu eftir að hún kom heim og hún var í sjöunda himni eftir ferðina, sólbrún og sæl. Hún sagði mér hlæjandi frá atvikinu á veitingastaðnum og ég gat ekki stillt mig um að segja að mér fyndist Benni ansi hreint nískur. „Já, hann á þetta alveg til,“ samþykkti hún og sýndi mér sundurliðaðan reikning frá honum þar sem fram kom að hún skuldaði honum 20 evrur eftir ferðina. Ástu fannst þetta nokkuð fyndið og var búin að borga honum en þarna virtist hún þó vera farin að átta sig betur á því hversu ótrúlega nískur Benni var. Ég spurði hana hvort ekki hefði verið ráð að senda honum til baka reikning fyrir gistinguna sem hún útvegaði þeim frítt, hvort Benni væri ekki í raun í stórri skuld við hana. Ásta hló bara og sagði að þau  hefðu nú skipst á að kaupa í matinn hjá vinkonu hennar og líklega hefði hann litið á það sem hæfilega borgun fyrir gistinguna.

Örfáum vikum seinna voru þau hætt saman. Ásta sagði mér að níska hans hefði eflaust átt þá í því að gera út af við ástina. Hann væri góður maður á margan hátt en hana langaði ekki að verja ævinni með svona manni. Frekar vildi hún berjast í fátækt með berklaveiku ljóðskáldi sem gæfi af sér, bætti hún við og hló.

Þó fyrr hefði verið, hugsaði ég. Níska er eitthvað það mesta „turn off“ sem ég veit. Mér finnst ekkert sjálfsagt að karlar borgi allt og ég reyndi lengi vel að fá að borga helminginn þegar við Gunni, maðurinn minn, vorum í tilhugalífinu og fórum út að borða. Það kom aldrei til greina af hans hálfu, og svo bara hætti ég að nenna að berjast við hann. Hann var svo miklu efnaðri en ég, einstæð tveggja barna móðirin, og sagði alltaf að það væri hann sem hefði boðið mér út að borða og því hans að borga. Hann er samt engin karlremba, síður en svo og fannst að jafnréttisbaráttan ætti ekki að fara fram þarna, væri ekki nær að laga fyrst launamisrétti kynjanna? Jamm, ekkert skrítið þótt ég elski þennan mann.

 

Icelandair glímir við annars háttar vanda en WOW

Icelandair hefur gengið í gegnum töluverða erfiðleika að undanförnu og tap félagsins á síðustu þremur mánuðum síðasta árs upp á 6,8 milljarða króna gefur vísbendingu um harða samkeppni í flugiðnaði í heiminum um þessar mundir.

Slök afkoma Icelandair gerði það að verkum að það virkjuðust ákvæði gagnvart eigendum skuldabréfaflokka félagsins sem ekki tókst að endursemja við. Því fékk Icelandair um tíu milljarða króna að láni frá ríkisbankanum Landsbankanum í byrjun árs 2019 til að gera upp við þá. Í raun var Landsbankinn að taka yfir þann hluta fjármögnunar Icelandair vegna þess að skuldabréfaeigendurnir vildu ekki halda á henni lengur.

Undanfarnir mánuðir hafa líka leitt af sér aðrar ófyrirséðar áskoranir og bann við notkun á 737 Max 8-vélum Boeing, eftir hörmuleg flugslys í Indónesíu og Eþíópíu sem urðu samtals 346 að bana, öllum um borð í báðum vélum, hefur haft neikvæð áhrif á starfsemina. Í tilkynningum frá Icelandair hefur þó komið fram að félagið geti til skamms tíma leyst þann vanda sem fylgir því að þurfa að taka þrjár vélar af fyrrnefndri gerð úr umferð, en til lengri tíma þarf að finna varanlega lausn á málunum, ef bannið við notkun á vélunum dregst á langinn.

Icelandair er þó í sterkri fjárhagsstöðu þegar kemur að eigið fé. Í lok árs í fyrra nam eigið fé 55 milljörðum króna, en skuldirnar voru 992 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 110 milljörðum króna. Búast má við því að næstu mánuðir verði krefjandi fyrir íslensku flugfélögin. Þrátt fyrir að á þriðja tug flugfélaga fljúgi til Íslands og tengi landið við um 100 áfangastaði þá eru Icelandair og WOW air mikilvægustu flugfélögin þegar kemur að íslenskri ferðaþjónustu.

Öll greinin birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Einlæg afsökunarbeiðni og bjargað í horn

Í hverri viku útnefnir Mannlíf þá aðila sem hafa blómstrað í vikunni sem nú er að líða og þá sem hafa átt betri daga. Í síðarnefnda flokknum var valið nokkuð augljóst enda ekki á hverjum degi sem heilt flugfélag fer á hausinn. Fyrrnefnda flokkinn skipar maður sem tókst að bjarga verkföllum fyrir horn, í bili.

Góð vika – Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA

Eftir erfiða umfjöllun undanfarið fengu álitsgjafar uppreist æru í vikunni þegar Reykjavíkurborg leitaði til þriggja slíkra og borgaði þeim fyrir að auglýsa verkefnið „hverfið mitt“. En fegnastur allra hlýtur að vera Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sem tókst á elleftu stundu að koma í veg fyrir tveggja sólarhringa verkfall hjá starfsmönnum í ferðaþjónustu. Þótt forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki virkað sérlega spenntir fyrir því að aflýsa verkföllum á að setjast niður og gera alvöruatlögu að kjarasamningum.

Slæm vika – Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air

Eftir margra mánaða baráttu þurfti Skúli Mogensen loksins að leggja árar í bát. WOW air er fallið. Vissulega gerði Skúli margháttuð mistök í rekstri sínum en hann verður ekki sakaður um að hafa hlaupist frá borði á ögurstundu. Hann barðist fram á síðustu stundu, lagði sínar persónulegar eignir að veði og tjónið fyrir hann persónulega er gríðarlegt. Ólíkt mörgum viðskiptamönnum sem létu sig hverfa þegar bankakerfið hrundi eins og það lagði sig, steig Skúli fram fyrir skjöldu, bað starfsfólk og farþega einlæglega fyrirgefningar og tók fulla ábyrgð á því hvernig fór.

Brast í grát við að heyra fréttirnar

|
|

Nara Walker fékk óvænta heimsókn í fangelsið.

Nara Walker.

Nara Walker, áströlsk kona sem var dæmd í 18 mánaða fangelsi hérlendis fyrir að bíta hluta tungunnar úr eiginmanni sínum, ætlar að freista þess að fá málið tekið upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Hún gæti átt yfir höfði sér brottvísun eftir að afplánun lýkur. Þetta segir Jane Lumeah, móðir Nöru, en Fangelsismálastofnun hafnaði beiðni Mannlífs um að ræða við Nöru og var vísað til hagsmuna brotaþola, það er eiginmanns hennar, við þá ákvörðun og þess hversu stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn.

Þrátt fyrir að dvöl Nöru á Íslandi hafi verið þyrnum stráð segir Jane hana tala vel um land og þjóð. Hér hafi hún eignast góða vini og fengið stuðning úr mörgum ólíkum áttum. „Hún hefur fengið stuðning frá mörgu dásamlegu fólki. Til dæmis þeim sem mættu fyrir utan fangelsið og forsetafrúnni, Elízu Reid, sem heimsótti hana sem almennur borgari, þessir hlutir skipta hana svo miklu máli. Nara hafði hitt forstafrúna áður en hún var sakfelld og ég brast í grát þegar ég heyrði að hún hefði heimsótt hana. Það er svo mikil viðurkenning fyrir dóttur mína og endurspeglar það sem er svo gott við Ísland. Ég og Nara erum svo þakklátar fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur, bæði á Íslandi og annars staðar.“

„Nara hafði hitt forstafrúna áður en hún var sakfelld og ég brast í grát þegar ég heyrði að hún hefði heimsótt hana. Það er svo mikil viðurkenning fyrir dóttur mína … “

Jane segir að fangelsisvistin hafi vissulega tekið á Nöru en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig. „Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar. Hún hefur nýtt tímann vel, hún hefur skrifað, æft og málað. Hún fær að hringja í mig á Skype einu sinni í viku. Það er eins og veisla fyrir mér. Þegar við tölum saman sé ég að hún er að reyna að gera það besta úr stöðunni en ég sé líka að þetta er henni erfitt, að vera aðskilin frá vinum sínum, einangruð, ófrjáls.“

Jane segir að til að bæta enn á óvissuna hafi Nöru borist bréf þar sem henni var tilkynnt að hafið sé ferli um mögulega brottvísun úr landi eftir að afplánun lýkur. Slík niðurstaða gæti þýtt miklar hömlur á ferðafrelsi hennar í Evrópu, segir Jane sem býst þó við að Nara snúi aftur til Ástralíu eftir að hún hefur setið af sér dóminn.  Jane býst þó ekki við að hún verði heima lengi. Eitt af fyrstu verkum Nöru verði að fara með málið skrefi lengra, til Strassborgar. „Hún ætlar með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún vill gera það, ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir þær konur sem hafa þurft að ganga í gegnum sömu reynslu. Hún vill að lögin veiti konum sem hafa þurft að sæta heimilisofbeldi meiri vernd.“

Lestu viðtalið í heild sinni.

Spennandi áfangastaðir fyrir brúðhjón

|
|Alda Rose Cartwright

Eitt af því sem margir eiga í vandræðum með að taka ákvörðun um er hvert skuli halda í brúðkaupsferðina. Skal engan undra, enda gríðarlegt úrval spennandi áfangastaða í boði. Hér eru nokkrir.

Svalasta borgin

Canberra í Ástralíu hefur upp á síðkastið fengið viðurnefnið svalasta höfuðborg í heimi. Og það ekki vegna hitastigs, en meðalhitinn yfir árið er um 15 gráður. Í Canberra má finna menningarlega fjársjóði á hverju horni en á sama tíma standa þeir framarlega í öllum nýjungum, svo sem í matargerð og list. „Hipsterar“ samtímans flykkjast til Canberra og einstakt andrúmsloft og gleði einkenna stemninguna þar.

Detroit snýr vörn í sókn

Detroit hefur ekki fengið verðskuldaða athygli undanfarin ár eða verið ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna. En upp á síðkastið hafa ungir listamenn umbreytt ásýnd borgarinnar með því að breyta yfirgefnum byggingum í listasöfn, hótel, hjólabrettagarða og ýmis konar starfsemi. Listrænn andi og nýstárlegheit liggja í loftinu og ættu allir sem vilja fyllast innblæstri að gera sér ferð til Detroit.

Eitthvað alveg nýtt

Fyrir þá sem eru tilbúnir að prófa eitthvað alveg nýtt er Kaohsiung í Taívan þess virði að skoða. Gríðarhá búddalíkneski og önnur listaverk má finna út um alla borg. Ekkert hefur verið til sparað við gerð bygginga og lestarstöð borgarinnar hefur til að mynda verið kosin sú fallegasta í heimi. Næturmarkaðir njóta mikilla vinsælda en íbúar Kaohsiung virðast telja næturnar besta tíma sólarhringsins til að kaupa sér ferska matvöru. Á daginn ætti engum að leiðast í Kaohsiung en dýragarða, þemagarða og tívolí má finna á hverju horni.

Nágrannaríkið

Óperuhúsið í Osló.

Fyrir þá sem vilja halda sig við Norðurlöndin, er Ósló í Noregi spennandi valkostur. Í ár fagna konungshjónin 50 ára brúðkaupsafmæli og mikið um dýrðir af því tilefni. Eitt helsta kennileiti borgarinnar, Óperuhúsið, er að auki tíu ára um þessar mundir og hafa fjöldamargir viðburðir verið skipulagðir í tengslum við það. Árið 2018 er því einstaklega gott til að láta verða af því að heimsækja Ósló.

Náttúruperla

Ein elsta lifandi höfuðborg heims, Matera, höfuðborg Basilicata-héraðsins á Suður-Ítalíu, er byggð í fjallshlíð með yfirnáttúrulegum gljúfrum allt í kring. Stórkostlegar byggingar, hellar og völundarhús einkenna svæðið, en Matera hefur verið í mikilli sókn undanfarið og hafa nýtískuleg hótel, veitingastaðir og barir sprottið upp undanfarin ár. Við hvetjum alla til að heimsækja þessa einstöku borg því gera má ráð fyrir að þetta verði einn heitasti ferðamannastaðurinn á komandi árum – og því um að gera að vera á undan straumnum!

Eitthvað fyrir alla – Sevilla  

Hin einstaklega fagra höfuðborg Andalúsíu, Sevilla á Spáni. Rómantísk og falleg borg með merkilega sögu. Þar skín sól í allt að 300 daga á ári og að þessu sinni er þetta sú borg sem vermir toppsætið á lista Lonely Planet árið 2018. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Menning, þröngar götur, verslanir, tapas, sólríkar strendur og vinalegt fólk er það sem einkennir þessa dásamlegu borg.

Þetta er ömurlegt og á ekki að þurfa að gerast

Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali og skólasystkini þeirra berjast fyrir því að skólasystir þeirra, Zainab Safari og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi.

Elín segir að markmiðið með aðgerðum sé einfalt. „Við viljum bara halda þeim á Íslandi, til þess að þeim líði vel og að þau séu örugg.“ Sindri bendir á að fyrir þeim sé þetta einmitt hlutverk réttindaráðsins. í Hagaskóla, sem hann og Elín eiga sæti í „Þar er markmiðið að stuðla að réttindum barna og reyna að sjá til þess að íslensk stjórnvöld starfi eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland er aðili að þessum sáttmála og á þar af leiðandi að fara alltaf eftir honum.“

Amíra Snærós var ein af þeim sem kom að undirskriftasöfnununni og hún segir að þau hafi mikið hugsað um hvernig mætti ná til stjórnvalda og fá þau til þess að taka mark á því sem þau voru að koma á framfæri. „Við ákváðum að gera þetta svona formlega en ekki bara á Facebook til þess að það leyndi sér ekki að okkur er alvara og við söfnuðum 6200 undirskriftum.“ Aðspurð um hvað þeim hafi fundist um að það hafi borist athugasemdir við þetta frá einhverjum foreldrum þá stendur ekki á svari: „Við vorum fyrst og fremst vonsvikin. Undarlegt að einhverjum finnist að við megum ekki hafa okkar skoðun og leggja einhverjum lið sem skiptir okkur máli. Það var ekki heldur þannig, eins og einhverjir hafa haldið fram, að foreldrar okkar stýrðu okkur í þessu. Það var alls ekki þannig. Við erum alveg með okkar skoðanir og getum komið þeim á framfæri sjálf.”

„Ég held að við getum í fyrsta lagi tekið á móti miklu fleirum en við gerum núna. Það er eitt að taka ekki við flóttamönnum en annað að senda þá úr landi eftir að þeir hafa dvalið hér í nokkurn tíma og þá jafnvel gengið hér í skóla og eignast eitthvað líf eins og Zainab.“

En hvað getið þið gert fleira til þess að leggja ykkar af mörkum? „Hvað getum við gert? Hvað getum við ekki gert?“ svara þau nánast einum rómi og það leynir sér ekki að þau hafa langt frá því lagt árar í bát í baráttunni fyrir Zainab.

Aðspurð um hvort þau telji að það sé hlustað á það sem þau hafi fram að færa segja þau að það sé vissulega tekið eftir þeim ef eitthvað er að marka fjölmiðla, en eins og Sindri segir „á svo eftir að koma í ljós hvort það er hlustað af þeim sem ráða.“ Elín tekur undir þetta og minnir á að það sé dapurlegt að hugsa til þess að Zainab verði kannski send í burtu með skömmum fyrirvara og sé þá allt í einu komin á götuna í Grikklandi. „Það er ömurlegt og á ekki að þurfa að gerast.“

Við þetta berst talið að því að sumir hafi haft á orði að Íslendingar geti einfaldlega ekki tekið við öllum sem hingað leita og þess vegna séu hælisleitendur sendir aftur burt. Að Íslendingar geti einfaldlega ekki tekið að sér að bjarga öllum en um það hefur Sindri sitthvað að segja. „Ég held að við getum í fyrsta lagi tekið á móti miklu fleirum en við gerum núna. Það er eitt að taka ekki við flóttamönnum en annað að senda þá úr landi eftir að þeir hafa dvalið hér í nokkurn tíma og þá jafnvel gengið hér í skóla og eignast eitthvað líf eins og Zainab.“

Skólasystur hans taka undir þetta og minna á að þetta hljóti að horfa öðruvísi við þegar um börn er að ræða. Þau eru líka öll sammála um það að stjórnvöld þurfi að standa sig miklu betur. „Við þurfum að koma betur fram við þá sem vilja, nei, ég meina neyðast, til þess að koma til Íslands og vilja eiga hér friðsamlegt líf. Við þurfum líka að leyfa fólki að vinna og bæta þannig sinn eigin hag og okkar sem samfélags. Það er gott fyrir alla.“

Myndatexti: Vinkonurnar og skólasysturnar Zainab Safari og Elín Sara Richter.
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Svartasta sviðsmyndin verður að veruleika

Íslenskt hagkerfi stefnir hraðri leið í sitt fyrsta samdráttarskeið í 10 ár. Fall WOW air gerir það að verkum að svartasta sviðsmyndin sem teiknuð var upp í nýrri hagspá Arion banka virðist ætla að ganga eftir.

Hvert áfallið á fætur öðru rekur á fjörur íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Vinnumarkaðurinn er í uppnámi og ef ekki semst fljótlega skellur á hrina verkfalla í apríl og maí, tap af loðnubresti miðað við útflutningstekjur í fyrra jafngildir því að ferðamönnum fækki um 124 þúsund og fall WOW air í gær er svo þyngsta höggið til þessa. Arion banki kynnti í vikunni nýja hagspá og í ljósi þeirrar stöðu sem WOW var í ákvað greiningardeild bankans að kynna tvær hagspár, eina þar sem gert er ráð fyrir að WOW lifði af og aðra þar sem WOW hyrfi af markaði. Því miður hefur síðari valmöguleikinn raungerst.

Samkvæmt spánni hafði verið gert ráð fyrir 0,8 prósenta samdrætti landsframleiðslu og fækkun ferðamanna um níu prósent hefði WOW lifað af. En með falli WOW hljóðar spáin upp á nærri tveggja prósenta samdrátt og fækkun ferðamanna um 16 prósent. Gera má ráð fyrir að þessi mikla fækkun ferðamanna hafi áhrif á störf víðar en bara hjá WOW og þeirra helstu viðskiptavinum. Ferðaþjónusta er vinnuaflsfrek atvinnugrein og fyrir hverja 110 ferðamenn hefur orðið til eitt nýtt starf. Er það mat bankans að störfum geti fækkað um allt að 2.500 á næstu 12 mánuðum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki standa nú þegar höllum fæti og óvíst hvort þau geti staðið af sér fall WOW ofan í fyrirséðar launahækkanir.

Góðu fréttirnar eru þær að hagkerfið er mun betur í stakk búið til að takast á við áfall nú en það var árið 2008. Skuldastaða ríkissjóðs, fyrirtækja og heimila er almennt góð og erlend staða þjóðarbúsins „ævintýraleg“ eins og Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur Arion banka, orðaði það. Þá á Seðlabanki Íslands 750 milljarða króna í hreinum gjaldeyrisforða.

Reiðarslag

Leiðari

Óumflýjanlegt gjaldþrot WOW air er reiðarslag fyrir íslenskt samfélag. 1.100 starfsmenn WOW standa frammi fyrir skyndilegum atvinnumissi og röskun hefur orðið á fyrirætlunum þúsunda flugfarþega. Gjaldþrotið hefur áhrif á fjölda fyrirtækja sem annaðhvort hafa átt í viðskiptum við WOW eða reitt sig á farþega þeirra. Þetta eru fjármálafyrirtæki, hótel, hópferðafyrirtæki, bílaleigur, verslanir, flugvallarþjónusta, og svo mætti lengi telja.

Ekki bara áttu mörg þessara fyrirtækja beinar kröfur á WOW heldur mun stórfelld fækkun ferðamanna skila sér í verri afkomu. Þetta er líka högg fyrir neytendur sem hafa vanist því að geta bókað sér flug til Evrópu á þriðjungi þess verðs sem það kostar að fljúga til Akureyrar. Þetta hljómaði of gott til að vera satt og það var það líka. Rekstrarumhverfi flugfélaga hefur hríðversnað og WOW hefur undanfarin misseri verið að borga með hverjum farþega sem félagið hefur ferjað.

Á næstu vikum og mánuðum munum við svo sjá víðtækari áhrif af gjaldþroti WOW. Samkvæmt hagspá Arion banka mun það hafa í för með sér 16 prósenta fækkun erlendra ferðamanna til landsins og allt að 2 prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Samfellt 7 ára hagvaxtarskeið er á enda. Hætt er við að atvinnuleysi fari hratt vaxandi og að krónan veikist með tilheyrandi verðbólguskoti. Blessunarlega hafa stjórnvöld og heimilin í landinu búið vel í haginn þannig að það ætti ekki að taka langan tíma að snúa vörn í sókn. En árið verður svo sannarlega þungt hjá mörgum.

„Verkalýðshreyfingin verður einfaldlega að lesa landslagið rétt, draga úr kröfum sínum og blása til sóknar þegar betur árar.“

Fall WOW  mun einnig hafa víðtæk áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður. Verkalýðshreyfingin hefur hingað til kosið að beina spjótum sínum að ferðaþjónustunni og ekki hlustað á varnaðarorð atvinnurekenda sem hafa sagt að staðan í þeim geira sé hreint ekki góð. Gjaldþrot WOW hefur slegið mörg vopn úr hendi verkalýðshreyfingarinnar og hætt er við að það fjari hratt undan þeim meðbyr sem hún hefur notið þegar fréttir fara að berast af fjöldauppsögnum og gjaldþrotum. Verkalýðshreyfingin verður einfaldlega að lesa landslagið rétt, draga úr kröfum sínum og blása til sóknar þegar betur árar.

Loks verður að hrósa ríkisstjórninni fyrir að standast þrýsting um að grípa inn í og koma WOW til bjargar. Fréttir síðustu daga hafa leitt í ljós að staða WOW var orðin með öllu óbærileg. Heildarskuldir félagsins námu 24 milljörðum króna og þrátt fyrir að kröfuhafar hafi fallist á afskriftir voru útistandandi skuldir það miklar að gríðarlegt fjármagn hefði þurft til að koma félaginu í rekstrarhæft ástand. Ekkert í ytra umhverfi flugfélaga bendir til þess að bjartari tímar séu fram undan og það hefði verið vítaverð meðferð á almannafé að leggja ógjaldfæru og nær eignalausu félagi til fjármuni sem nær öruggt er að myndu aldrei endurheimtast.

„Hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði“

|||
Daníel Wirkner

Jane Lumeah, móðir Nöru Walker, segir að fangelsisvistin á Íslandi hafi vissulega tekið á dóttur sína en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig.

Nara Walker, áströlsk kona sem var dæmd í 18 mánaða fangelsi hérlendis fyrir að bíta hluta tungunnar úr eiginmanni sínum, ætlar að freista þess að fá málið tekið upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Hún gæti átt yfir höfði sér brottvísun eftir að afplánun lýkur. Þetta segir Jane Lumeah, móðir Nöru, en Fangelsismálastofnun hafnaði beiðni Mannlífs um að ræða við Nöru og var vísað til hagsmuna brotaþola, það er eiginmanns hennar, við þá ákvörðun og þess hversu stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn.

Jane segir að fangelsisvistin hafi vissulega tekið á Nöru en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig. „Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar. Hún hefur nýtt tímann vel, hún hefur skrifað, æft og málað. Hún fær að hringja í mig á Skype einu sinni í viku. Það er eins og veisla fyrir mér. Þegar við tölum saman sé ég að hún er að reyna að gera það besta úr stöðunni en ég sé líka að þetta er henni erfitt, að vera aðskilin frá vinum sínum, einangruð, ófrjáls.“

Jane segir að til að bæta enn á óvissuna hafi Nöru borist bréf þar sem henni var tilkynnt að hafið sé ferli um mögulega brottvísun úr landi eftir að afplánun lýkur. Slík niðurstaða gæti þýtt miklar hömlur á ferðafrelsi hennar í Evrópu, segir Jane sem býst þó við að Nara snúi aftur til Ástralíu eftir að hún hefur setið af sér dóminn. „Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði. Hún hefur þurft að glíma við aukin einkenni áfallastreituröskunar, áralangt ofbeldi og nú síðast réttarhöldin sem virðast framlenging á misnotkuninni.“

„Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði.“

Jane býst þó ekki við að hún verði heima lengi. Eitt af fyrstu verkum Nöru verði að fara með málið skrefi lengra, til Strassborgar. „Hún ætlar með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún vill gera það, ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir þær konur sem hafa þurft að ganga í gegnum sömu reynslu. Hún vill að lögin veiti konum sem hafa þurft að sæta heimilisofbeldi meiri vernd.“

Lestu lengra viðtal við Jane hér.

„Gefur rými þess aukið aðdráttarafl“

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis. Linda Jóhannsdóttir, hönnuður og eigandi PASTELPAPER, frumsýnir borð á sýningunni.

„Ég frumsýni B38 sem er sófaborð,“ segir Linda.

„Húsgögn hafa lengi verið á teikniborðinu hjá mér og þetta er fyrsta húsgagnið í fyrirhugaðri húsgagna- og heimilislínu. Ég hef áður unnið mikið með form, liti og áferð og einkennist B38 af því. Skemmtilegt form borðsins gefur rými þess aukið aðdráttarafl enda rík áhersla lögð á efnisval, einfaldleika og gæði. Ég vinn yfirleitt mest með pappír þar sem PASTELPAPER er þekktast fyrir myndir og póstkort og því skemmtilegt að fá að vinna með önnur hráefni. B38 er 38×90, er úr gleri og stáli og er íslensk framleiðsla.“

Sýningin ber nafnið Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd og aðrir hönnuðir eru til dæmis: Anna Thorunn, Bryndís Bolladóttir, Guðmundur Lúðvík, Heiðdís Halla, Hlynur Atlason og Sigga Heimis.
HönnunarMars í Epal, Skeifunni stendur yfir dagana 28.-31. mars 2019 og eru allir velkomnir.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Kominn tími til að spila nýju lögin

Fluttur frá Súðavík til Ísafjarðar.

Mugison í Bæjarbíói.

„Eitt af áramótaheitunum var að spila oftar með hljómsveitinni, til hvers að vera með bestu hljómsveit í heimi ef hún spilar ekkert opinberlega? Það er náttúrlega bara rugl. Svo er ég búinn að semja slatta nýjum lögum á íslensku sem við þurfum að fá að spila fyrir ykkur sem allra allra fyrst, hananú.“

Þetta segir tónlistarmaðurinn Mugison sem ætlar að blása til heljarinnar tónleika í Bæjarbíói, í kvöld, laugardaginn 30. mars.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is, en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21.

Veit ekkert um afdrif föður síns

|
|

Zainab Safari, tólf ára bróðir hennar og móðir þeirra þrá að setjast að á Íslandi eftir líf á flótta. Von þeirra um það fer hins vegar ört þverrandi, eftir að að íslensk stjórnvöld hafa  hafnað því að taka mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar og þar með að skoða möguleikann á því að þau eigi þess kost að setjast að hér á landi.  Nú eru líkur á að fjölskyldan endi á götum Grikklands.

Zainab Safari komst til Íslands eftir miklar hrakningar.

Zainab er afgönsk að uppruna en hefur þó aldrei búið í sínu stríðshrjáða heimalandi, heldur er hún fædd á flótta í Íran árið 2004. Hún bendir reyndar á að eftir þarlendu tímatali sé hún fædd árið 1384. „Þegar ég fæddist í Íran voru foreldrar mínir á flótta undan stríðinu í Afganistan og þar er enn stríð. Þannig að það er fátt sem bendir til þess að það komi til með að breytast. Við vorum í tólf ár í Íran og Amir bróðir minn er líka fæddur þar en hann er tveimur árum yngri en ég. Lífið í Íran var skelfilegt og þess vegna ákváðu foreldrar mínir að leggja á flótta til Evrópu í von um betra líf og einhverja framtíð, sérstaklega fyrir mig og bróður minn.“

Ferðin frá Íran til Evrópu var gríðarlega erfið enda fóru þau fyrst fótgangandi frá Norður-Íran eftir erfiðum vegum og fjallendi til Tyrklands en þaðan tókst þeim svo að komast með báti til Grikklands. Þegar þangað var loksins komið tók þó ekkert annað við en vonbrigði og skelfilegar aðstæður. Zainab segir að fyrst eftir að þau komu til Grikklands hafi þau verið sett á hótelherbergi en það hafi aðeins varað í nokkra mánuði á meðan verið var að setja upp flóttamannabúðir þangað sem þau voru svo flutt í framhaldinu. En lífið í flóttamannabúðunum reyndist vera í alla staði skelfilegt. „Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

„Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum beri ríkjum að sinna þeim flóttamönnum sem hafa fengið alþjóðlega vernd til jafns við eigin þegna er það þó alls ekki raunin í Grikklandi. Herfilegt efnahagsástand í landinu á síðustu árum á sinn þátt í því og við slíkar aðstæður blossa oft upp kynþáttafordómar, skipulögð glæpastarfsemi með fíkniefnasölu og vændi á götum borganna og þannig mætti áfram telja. Staðreyndin er að þetta eru að öllum líkindum þær götur og þær aðstæður sem bíða Zainab og fjölskyldu hennar verði þau send aftur til Grikklands.

Aðspurð um hvað henni finnist um Ísland og það sem á daga hennar hefur drifið síðan hún kom hingað í september segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.“

Zainab segir að stuðningur skólasystkina hennar, sem hrintu af stað undirskriftasöfnun svo að fjölskyldunni yrði ekki vísað úr landi, hafi glatt hana mikið. „Þetta gerir mig hamingjusama. Það er gott að finna stuðning og að allt þetta fólk reynir að hjálpa til. Núna vona ég bara að ég og mamma og bróðir minn fáum að vera hérna áfram og eignast framtíð. Það er draumurinn.“

Zainab segir að óneitanlega sé hún hrædd við það sem gerist næst. „Ef við verðum send aftur til Grikklands eigum við okkur ekkert líf. Þar eigum við enga framtíð. Það er eflaust fínt að koma til Grikklands sem ferðamaður og skoða landið, eiga peninga og vera að ferðast, en það er ekki það sem bíður okkar. Það Grikkland sem bíður okkar er allt annað og þar er ekki gott að búa.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Raddir