Föstudagur 20. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Marenstoppar með heslihnetum og súkkulaði

Aldís Pálsdóttir

Meðfylgjandi er uppskrift að gómsætum marenstoppum með heslihnetum og súkkulaði. Er ekki tilvalið að baka þessa fyrir jólin?

u.þ.b. 20 marenstoppar
3 eggjahvítur, við stofuhita
¼ tsk. cream of tartar
1/8 tsk. salt
150 g sykur
2 msk. flórsykur
50 g ristaðar hakkaðar heslihnetur
100 g saxað dökkt súkkulaði

Hitið ofninn í 120°C. Leggið smjörpappír ofan á ofnplötu og setjið til hliðar. Notið pískinn á hrærivélinni og þeytið eggjahvíturnar, cream of tartar og salt á meðalháum hraða þar til hvíturnar mynda mjúka toppa, u.þ.b. 3 mín.

Bætið sykrinum saman við smám saman, 1 stór msk. í einu, þar til allur sykurinn er kominn í skálina. Þeytið þar til topparnir eru stífir. Blandið saman flórsykri, heslihnetum og súkkulaði í skál og notið síðan sleikju til að blanda varlega saman við eggjahvíturnar.

Notið matskeið, ísskeið eða sprautupoka til að móta marenstoppa ofan á ofnskúffuna, passið að hafa u.þ.b. 3 cm á milli marenstoppanna. Bakið marensinn í 1 klst. og 15 mín.

Slökkvið á ofninum og skiljið ofnhurðina eftir með smárifu og látið marensinn þorna inni í ofninum í a.m.k. 2 klst., einnig er hægt að skilja hann eftir yfir nótt.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Chanel hættir að nota krókódílaskinn og loðfeld

|
|

Franska tískuhúsið Chanel sendi út tilkynningu á mánudaginn þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta að nota skinn af framandi dýrum í varning Chanel. Sömuleiðis mun tískuhúsið hætta að nota ekta lofeld.

Taska úr 2018 haustlínu Chanel.

Í tilkynningu frá Chanel segir að erfitt sé versla skinn af framandi dýrum sem mæta gæða- og siðferðilegum stöðlum Chanel. Vandamál er tengjast framboði hafi orðið til þess yfirmenn tískuhúss Chanel tóku ákvörðun um að hætta allri notkun á skinni af framandi dýrum. Þetta kemur fram í frétt The Business of fashion.

Krókódílaskinn, eðlu- og snákaskinn og loðfeldur hafa ekki verið sérlega áberandi í Chanel-vörum ef miðað er við mörg önnur tískuhús. En þó er slík skinn að finna í nokkrum handtöskum, skóm og flíkum frá Chanel og er sá varningum mun dýrari en sambærilegar vörur sem eru úr tvíd-efni eða lamba- eða kálfaskinni. Sem dæmi má nefna hefur„classic flap“-taska úr snákaskinni frá Chanel kostað upphæð sem nemur um 1,3 milljónum króna. Samskonar taska úr tvíd-efni kostar nærrum því helmingi minna.

Dýraverndunarsinnar hafa lengi vakið athygli á og fordæmt það þegar stór tískuhús nota skinn af framandi og sjaldgæfum dýrum, jafnvel dýrum í útrýmingarhættu. Svo viðist vera sem sú vinna sé farin að skila sér í því að stór tískuhús og hönnuðir á borð við Tom Ford, Tommy Hilfiger, Vivienne Westwood, Ralph Lauren, Gucci, Armani og nú Chanel eru farin að draga verulega úr notkunn dýraskinna.

Rakst á sjaldgæft hvítt hreindýr

Skjannahvít hreindýr sem þessi eru sögð afar sjaldgæf.

Norski ljósmyndrinn Mads Nordsvee birti myndir af sjaldgæfu skjannahvítu hreindýri á Instagram. Hann rakst á hreindýrið þar sem hann var í gönguferð ásamt nokkrum vinum í norður Noregi. „Það hvarf næstum því alveg í snjóinn,“ skrifaði Mads meðal annars við myndirnar.

Hreindýrið er skjannahvítt vegna gallaðs litagens sem veldur því að ekkert litarefni er í feldinum. Þó er ekki um albínisma að ræða.

Skjannahvít hreindýr sem þessi eru sögð afar sjaldgæf er fram kemur á vef BBC. En árið 2016 sást hvítt hreinddýr hjá sveitabænum Mala í Svíþjóð. Samkvæmt skandinavískri hjatrú boðar það gott að sjá hvítt hreindýr.

Eins og sjá má á myndunum sem Mads deildi var dýrið gæft og kom alveg upp að honum og virtist forvitið um myndavélina.

Mynd / Mads Nordsveen

Varar fólk við eftir mislukkaða fegrunaraðgerð

Andlit breskrar konu að nafni Rachael Knappier afmyndaðist eftir að hún lét snyrtifræðing sprauta fyllingarefni í varir sínar í svokölluðu botox-partýi.

Bresk kona að nafni Rachael Knappier er afar ósátt við vinnubrögð snyrtifræðings sem tekur að sér að setja fyllingarefni í fólk. Varir Knappier urðu afmyndaðar eftir að hún lét sprauta fyllingarefni í þær í svokölluðu botox-partýi sem haldið var heima hjá vinkonu hennar.

Þessu er sagt frá á vef BBC. Þar kemur fram að Knappier hafa öskrað úr sársauka þegar efninu var sprautað í varirnar. Skömmu eftir að efninu var sprautað í varirnar byrjuðu þær að bólgna mikið. Daginn eftir höfðu þær margfaldast í stærð og Knappier fann fyrir miklum slappleika.

Knappier hafði þá samband við snyrtifræðinginn í gegnum FaceTime. Hún segir snyrtifræðinginn hafa tekið andköf þegar hún sá hversu bólgnar varirnar voru. „Hún sagði mér að kæla varirnar.“

Knappier leitaði svo til læknis. Eftir að hafa gengist undir heilsufarsskoðun leysti hjúkrunarkona fyllingarefnið upp og 72 klukkustundum síðar voru varirnar orðnar eðlilegar aftur.

Knappier vill núna vara annað fólk við að kaupa þjónustu snyrtifræðinga sem sprauta fyllingarefni í andlit fólks. Hún bendir á að ekki sé skynsamlegt að kaupa slíka þjónustu af fólki sem er ekki menntað á sviði lýtalækninga. Hún segir að nú sé tími til kominn að herða regluverk um notkun fyllingarefna.

Á vef BBC má sjá myndir sem Knappier tók daginn eftir að fyllingarefninu var sprautað í varir hennar.

Bill Gates prófaði loksins að hugleiða

|
|

Bill Gates hafði ekki áhuga á hugleiðslu á sínum yngri árum en í dag hugleiðir hann nokkrum sinnum í viku.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er farinn að stunda hugleiðslu reglulega. Þessu segir hann frá á vef sínum, Gatesnotes.com.

Gates kveðst ekki hafa haft áhuga á hugleiðslu á sínum yngri árum en fólk í kringum hann hugleiddi töluvert. Í staðin fyrir að hugleiða hætti hann um tíma að horfa á sjónvarp og hlusta á tónlist. Það var hans leið til að núllstilla sig. „Það entist í fimm ár,“ skrifar hann. Í dag er hann mikill aðdáandi þátta á borð við Narcos og hlustar mikið á Bítlana og U2. Hann ákvað svo loksins að gefa hugleiðslu séns og þá var ekki aftur snúið.

„Undanfarið hef ég öðlast betri skilning á hugleiðslu. Ég er alls ekki neinn sérfræðingur en ég hugleiði tvisvar til þrisvar á viku, um tíu mínútur í senn. Ég sé núna að hugleiðsla er einfaldlega æfing fyrir hugann,“ skrifar Gates og líkir áhrifum hugleiðslu á hugann við áhrif íþrótta á vöða líkamans. Hann kveðst þá ýmist hugleiða einn eða með konunni sinni, Melindu. „Við notum þægilega stóla, það er ekki möguleiki fyrir mig að komast í lotusstellinguna,“ tekur hann fram.

Það er ekki möguleiki fyrir mig að komast í lotusstellinguna.

Bill Gates mælir með þessari bók

„Ég veit ekki hversu hjálpleg hugleiðsla hefði verið fyrir mig á Microsoft-árunum vegna þess að ég var algjörlega einbeittur þá. En núna, þegar ég er giftur, á þrjú börn og ég hef breiðara áhugasvið, þá er hugleiðsla frábær leið fyrir mig til að bæta fókusinn,“ skrifar Gates. Hann segir að með hugleiðslunni hafi hann öðlast betri yfirsýn yfir hugsanir sínar og tilfinningar.“

Gates mælir þá með smáforritinu Headspace fyrir byrjendur í hugleiðslu. Sömuleiðis mælir hann með bókinni The Headspace Guide to Meditation and Mindfulness. Hann segir þá bók vera fullkomna í jólapakkann.

„Skrýtin, skemmtileg og dálítið óhugnanleg saga“

||
||

Það er óhætt að segja að nýja barnabókin Milli svefns og Vöku sé öðruvísi en flestar barnabækur. Bókin er fyrsta bók fjölmiðlakonunnar Önnu Margrétar Björnsson og hönnuðarins Laufeyjar Jónsdóttur. Milli svefns og Vöku segir frá dularfullum hlutum sem gerast þegar myrkrið skellur á bókin og inniheldur svarthvítar teikningar eftir Laufeyju.

 

Milli svefns og Vöku er myndskreytt með fallegum teikningum eftir Laufeyju.

Spurð út í hvernig hugmyndin að bókinni kviknaði segir Anna: „Ég var að segja Laufeyju frá því hvernig hún Ása Georgía, yngri dóttir mín sem var fjögurra ára þá, sakaði svokallaðan „leynigest” á heimilinu um allskyns dularfulla hluti sem hún sjálf kannaðist alls ekki við að hafa gert. Við höfðum lengi rætt það að það væri gaman að gera barnabók saman og þarna allt í einu small hugmyndin.  Við notuðum hugmyndina um leynigestinn hennar Ásu, hvernig hún lýsti honum í útliti og gjörðum og unnum út frá því. Úr varð Milli svefns og Vöku, skrýtin, skemmtileg og dálítið óhugnanleg saga um myrkfælna stúlku og samband hennar við dularfulla veru sem býr á heimili hennar en enginn annar sér.“

Mér fannst skemmtilegt að búa til sögu sem fjallar um myrkfælni, sem er eitthvað sem við flest könnumst við held ég.

Að sögn Önnu er bókin skrifuð fyrir börn á aldrinum 6-9 ára en hún tekur fram að fólk á öllum aldri ætti að hafa gaman af henni. „Við vonum að foreldrar hafi gaman af að lesa hana og skoða en myndmálið er gífurlega mikilvægt í bókinni og myndirnar hennar Laufeyjar algjör listaverk.“

Anna kveðst alltaf hafa verið heilluð af myrkrinu og dularfullum sögum. „Mér fannst skemmtilegt að búa til sögu sem fjallar um myrkfælni, sem er eitthvað sem við flest könnumst við held ég. Það er svo oft gert lítið úr myrkfælni barna, þeim er sagt bara að vera ekki hrædd án nokkurra útskýringa. Það voru svo líka mörkin á milli draums og veruleika sem ég var að spá í með söguna, þau geta verið dálítið loðin fyrir börn og jafnvel fullorðna.“

„Vekja vonandi upp nostalgískar tilfinningar“

Anna og Laufey lögðu mikla áherslu á að bókin hefði einstakt útlit og í anda gamalla barnabóka. „Teikningarnar eru að sjálfsögðu frekar óhefðbundnar miðað við það sem gengur og gerist í dag,“ segir Laufey. Hún bætir við: „Teikningarnar vísa, líkt og sagan, til fyrri tíma og vekja vonandi upp nostalgískar tilfinningar hjá fullorðnum lesendum.“

Milli svefns og Vöku segir frá Vöku sem þarf að sigrast á myrkfælni.

Laufey og Anna byrjaði að vinna að bókinni árið 2015. „Ég hóf að skapa persónurnar og myndheiminn 2015 og vann að þróun þeirra þegar færi gafst. Þó maður sé oft ólmur í að klára verkefni held ég að þessi langi tími hafi skilað sér í dýpri heim og þróaðri stíl, en það var örlítið ljúfsárt að leggja loks niður pensilinn og yfirlýsa verkið tilbúið.“

Laufey bendir svo á að aðalsöguhetjan er útsjónarsöm og hugrökk stelpa og það þótti þeim Önnu mikilvægt. „Í bókum finna ungir lesendur sér fyrirmyndir, ég er t.d. mjög þakklát að hafa alist upp með Línu Langsokk og Ronju Ræningjadóttur. En okkur finnst staðalímyndir og skortur á kvenpersónum enn of áberandi í bókmenntum, því þótti okkur mikilvægt að skapa barnabók með hugrakka stúlku í aðalhlutverk, sem ræður eigin örlögum og treystir á gáfur sínar og útsjónarsemi til þess að leysa úr vandamálum.“

Okkur finnst staðalímyndir og skortur á kvenpersónum enn of áberandi í bókmenntum, því þótti okkur mikilvægt að skapa barnabók með hugrakka stúlku í aðalhlutverk.

Spurðar út í hvaða viðbrögð þær hafa fengið við bókinni segir Laufey: „Fyrstu viðbrögð hafa verið framar vonum. Að fá tækifæri til þess að spjalla við börn um bókina hefur verið alveg magnað. Þau eru sérstaklega forvitin um leynigestinn og veltu mörg því mikið fyrir sér hvað hann sé. Hvort hann sé krummi, hundur, mauraæta, skrímsli, draugur, strákur eða stelpa.“

Anna tekur undir það og bætir við: „Þau kannast við ýmislegt í bókinni eins og að vera pínu hrædd við að fara að sofa og að sjá fatahrúgur breytast í eitthvað annað í myrkrinu…þau eru heilluð af þessari dularfullu veru og af þessum fallegu myndum í bókinni og finnst sagan skemmtileg, fyndin og stundum „krípí“.“

Mynd / Saga Sig

Hvetur fólk til að hugsa í umhverfisvænum lausnum

|
|

Í kvöld mun myndlistarkonan Edda Ýr Garðarsdóttir leiða opna smiðju á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Hún mun skoða leiðir til að nýta gamlar bækur, tímarit og jólakort til að pakka inn gjöfum og gera kort og skraut. Einnig verður farið í það hvernig hægt er að nota nánast allt sem til fellur af heimilinu og nýta í eitthvað fallegt fyrir jólin.

Edda Ýr hefur lengi verið mikil áhugamanneskja um endurnýtingu. „Ég hef verið kennari í  leik- og grunnskólum síðan ég útskrifaðist úr Listaháskólanum 2001 og hef alla tíð verið meðvituð um að endurnýta sem mest í listsköpun minni með börnunum. Börn horfa á flest allan efnivið með opnum hug og gefa honum nýjan tilgang í leik sínum og sköpun,“ segir Edda.

Gömul dagblöð nýtast vel sem gjafapappír.

Edda á stóra fjölskyldu og aðfangadagur er fjörugur á hennar heimili. „Pakkaflóðið er gríðarlegt og pappírsrusl, slaufur og skraut út um allt. Okkur blöskrar þetta alltaf jafnmikið og höfum reynt að geyma sem mest af endurnýtanlegum efnivið til innpökkunar eða kortagerðar til næstu jóla. Ein vinkona mín hefur svo verið dugleg að nota falleg bómullarefni sem má nota endalaust og frænka mín hefur notað þykkan handgerðan pappír sem við höfum notað aftur og aftur í örugglega fimm ár,“ segir Edda. Hún vandar valið þegar kemur að því að gefa jólagjafir.

„Við gefum aðeins nánustu ættingjum gjafir og reynum að gefa aðeins það sem hefur notagildi, gefum upplifanir og stundum eitthvað heimagert. En það er auðvelt að gleyma sér í neyslumenningunni og oft erfitt að standast freistingarnar.“

Reynum að gefa aðeins það sem hefur notagildi, gefum upplifanir og stundum eitthvað heimagert.

Spurð út í hvort umhverfisvænu lausnirnar sem hún notar til að pakka inn gjöfum veki ekki lukku segir Edda: „Ég vona að flestir sjái fegurðina í þessu. Þetta þarf hvorki að taka mikinn tíma né vera ofurflókið föndur eða hreinasta listaverk. Þótt tíminn vinni ekki alltaf með manni og sumar gjafir séu óumhverfisvænni en aðrar og jafnvel pakkað inn af verslunarfólki úti í bæ þá skiptir mestu máli að vera meðvitaður og gera sitt besta. Eitt skref í einu er betra en ekkert og um að gera að hvetja sem flesta í kringum sig að hugsa í umhverfisvænum lausnum.“

Skiptir mestu máli að vera meðvitaður og gera sitt besta

Sífellt fleiri afþakka gjafir

Edda tekur fram að hún verði vör við að fólk sé í auknum mæli farið að hugsa út í umhverfisvænar lausnir í kringum allt jólahald. „Ég heyri æ oftar af því að fólk er að afþakka gjafir og gera með sér samkomulag um að fara frekar saman í leikhús eða út að borða. Ég hef heyrt um fjölskyldur sem ákveða að sleppa gjöfunum og eyða kvöldinu frekar í að spila og eiga notalega samverustund. Það er svo margt sem við getum gert umhverfisvænt sem er í anda jólanna, búa okkur öllum til betri heim.“

Þess má geta að viðburðurinn er haldinn frá klukkan 20.00-22.00 í kvöld á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Þátttakendum er bent á að taka með sér gömul jólakort og fallegar bækur til að nýta í tilraunir. Á staðnum verða bækur, tímarit, gömul jólakort, skæri, lím, heftarar, skapalón, og fleira.

„Besta bókin mín alltaf sú næsta“

|
Ragnar Jónasson Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Glæpasögum Ragnars Jónassonar hefur verið vel tekið og þær komið út víða um heim. Einn erlendi útgefand inn vildi skrifa nýjan endi við eina bók Ragnars, honum fannst svo leiðinlegt þegar aðalsögupersónan dó. Nýlega sendi Ragnar frá sér sína tíundu bók, svolítið draugalega spennusögu.

 

Þorpið stendur bara ein og sér og er ekki hluti af syrpu,“ segir Ragnar þegar hann er beðinn um að lýsa nýju bókinni. „Sagan kom bara til mín,“ bætir hann við. „Í mínum huga er þetta spennusaga með smávegis draugagangi en það þarf enginn að óttast að draugurinn myrði, það eru rökréttar skýringar á öllum glæpunum í bókinni.“

Bókin segir frá Unu, kennara sem flytur í afskekkt þorp þar sem aðeins tíu manns búa, þar af tvö börn. Með tímanum fer hana að gruna að þorpsbúar búi yfir stóru leyndarmáli og hún fær á tilfinninguna að hún sé allt annað en velkomin. Sögusviðið eru Skálar á Langanesi, en þorpið þar fór í eyði um miðja
síðustu öld. Bók Ragnars gerist árið 1985 og tekur hann sér þar það skáldaleyfi að halda svæðinu í byggð lengur en raunin var.

Mörgum brá vissulega þegar Hulda dó … og einn útgefandi minn erlendis tók því svo illa að hann skrifaði nýjan endi þar sem hún dó ekki.

„Það var gott að fá svigrúm til að skrifa eitthvað allt annað eftir að bókunum um Huldu lauk.“ Aumingja Huldu sem Ragnar „drap“ með köldu blóði alveg óvænt, ekki við mikla gleði margra lesenda. „Ég er mjög ánægður ef fólk kvartar yfir örlögum sögupersónu, þá veit ég að bókin eða persónan hefur haft áhrif og hrist upp í lesandanum,“ segir Ragnar.

„Mörgum brá vissulega þegar Hulda dó … og einn útgefandi minn erlendis tók því svo illa að hann skrifaði nýjan endi þar sem hún dó ekki. Svo var ég beðinn um samþykki fyrir því en það kom aldrei til greina.“

Mikill aðdáandi Agöthu

Ragnar las mikið í æsku og þegar hann var í tólf ára fór hann að lesa bækur Agöthu Christie. Úrvalið af þýddum bókum eftir hana var ekki mikið svo ef hann langaði að lesa meira varð hann að lesa þær á frummálinu og það gerði hann.

„Það var mjög gott að byrja á Agöthu því hún skrifar frekar einfalt mál og ég veit að margir velja bækur hennar þegar þeir byrja að lesa á ensku. Ég tók upp á því að þýða nokkrar smásögur eftir hana fyrir Vikuna úr ensku á unglingsárunum, en þegar ég var 17 ára, enn ekki kominn með bílpróf, keyrði mamma mig til Björns Eiríkssonar, útgefanda hjá Skjaldborg, en hann gaf Agöthu Christie­bækurnar út. Ég sagði honum að mig langaði til að spreyta mig á því að þýða heila skáldsögu. Björn sem kannaðist við mig sem strákinn sem hringdi reglulega til að spyrja hvenær næsta bók kæmi út og hvaða bók það yrði, tók mér vel og samþykkti að ég þýddi fyrir sig. Ég valdi bókina Endless Night sem var stysta bókin sem ég átti eftir Agöthu. Næstu 15 árin þýddi ég bækur hennar fyrir Skjaldborg og síðar Uglu útgáfu, alls 14 skáldsögur. Þegar sú síðasta sem ég þýddi kom út, árið 2009, kom jafnframt út mín fyrsta skáldsaga, Fölsk nóta.“

Ragnar gat ekki bæði skrifað eigin glæpasögur og þýtt bækur Agöthu og varð að velja. Við lesendur höf um heldur betur grætt á því og ný bók eftir hann komið út á hverju ári. Uppáhaldsbók Agöthu­bók Ragnars er Murder on the Links. „Ég nefni hana alltaf þegar ég fæ þessa spurningu, en hún kom fyrst út á íslensku á fimmta áratug síðustu aldar undir nafninu Dularfullur atburður. Hún var algjörlega ófáanleg í bókasöfnum og bókabúðum svo ég fór með pabba á Landsbókasafnið til að lesa hana þegar ég var eflaust ekki nema tólf eða þrettán ára. Bókin er mjög skemmtileg sakamálasaga, ein af þeim fyrstu sem Agatha Christie skrifaði, og var síðar endurútgefin á íslensku og hét þá Opna gröfin.“

Ragnar hafði ekki verið búsettur í enskumælandi landi en taldi sig þó geta þýtt skáldsögu. „Ég held að lykillinn að þýðingum sé ekki síst tungumálið sem maður þýðir yfir á, og mér fannst alltaf gaman að skrifa og vinna með íslenskuna, en þarna þegar ég var sautján ára hafði ég líka lesið mikið á ensku,“ segir Ragnar. „Ég átti líka góða að, pabbi og mamma lásu yfir þýðingarnar og sömuleiðis amma og afi, allt saman mikið íslenskufólk.“

Iceland Noir í Iðnó

Fyrr í nóvember á þessu ári var haldin glæpasagna hátíð í Iðnó, þriggja daga hátíð sem Ragnar skipu lagði ásamt þremur félögum sínum úr glæpa sagna heim inum, Yrsu Sigurðardóttur, Lilju Sig urð ar dóttur og Óskari Guðmundssyni.

„Árið 2013 vor um við Yrsa á glæpasagnahátíð í Bretlandi, ásamt Quentin Bates, rithöfundi og þýð anda, en hann þýddi síðar bækur eftir mig yfir á ensku. Þar vorum við spurð hvort slík hátíð væri haldin á Íslandi og þá kviknaði hugmyndin. Sex mánuðum síðar var fyrsta Iceland Noir­hátíðin haldin og þar voru þau Ann Cleeves, höfundur bókanna um lögregluforingjann Veru, og Arnaldur Indriðason heiðursgestir. Vinir okkar að utan, hinir ýmsu rithöfundar, skráðu sig og auðvitað Íslendingar líka, og svo var hátíðin haldin aftur á næsta ári. Peter James var einn heiðursgesta þá og tveimur árum seinna voru þau Sara Blædel og Val MacDermid heiðursgestir hátíðarinnar. Í ár kom m.a. Shari Lapena, höfundur metsölubókarinnar Hjónin við hliðina, en auk hennar voru heiðursgestir Sjón, Eliza Reid og Katrín Jakobsdóttir.“

Sjá einnig: Tækifæri til að komast í nálægð við glæpasagnahöfunda

Hátíðir á borð við þessa eru öllum opnar en þá fara fram pallborðsumræður um hin ýmsu efni og höfunda og setið er fyrir svörum. Í ár voru meðal annars umræður sem forsætisráðherrann okkar, Katrín Jakobsdóttir, stjórnaði en Ragnar, Ármann Jakobsson prófessor sem er með sína eigin glæpasögu í ár og Martin Edwards rithöfundur sátu hjá henni uppi á sviði og umræðuefnið var Agatha Christie og bækur hennar. Þarna er einstakt tækifæri fyrir fólk að hitta mögulega uppáhaldsrithöfundinn sinn erlendis frá. Hægt er að kaupa helgarpassa en að sögn Ragnars er sniðugra fyrir landann að kaupa aðgang að þeim viðburði sem mest lokkar, eða viðburðum, og það kostar lítið, en hátíðin er unnin í sjálfboðavinnu og reynt að hafa hana aðgengilega fyrir alla.

Okkur dreymir um að gera hátíðina að árlegum viðburði.

„Næsta hátíð verður árið 2020 og við erum komin með þrjá heiðursgesti, þau Ann Cleeves, Ian Rankin og Louse Penny en hún er vinsælasti glæpasagnahöfundur Kanada og með þeim vinsælli í Bandaríkjunum líka. Okkur dreymir um að gera hátíðina að árlegum viðburði. Í ár héldum við ball þar sem hljómsveit skipuð breskum glæpasagnahöfundum lék fyrir dansi. Svo var Ísnálin veitt fyrir bestu þýðinguna. Bjarni Gunnarsson þýðandi og Jo Nesbø rithöfundur hrepptu Ísnálina að þessu sinni fyrir glæpasöguna Sonurinn, og tók Bjarni við verðlaunum fyrir hönd þeirra tveggja.“

Pressan sem þufti

Ragnar fær hugmyndir alls staðar að, meðal annars úr blaðagreinum.

Glæpasögur njóta mikilla vinsælda um heiminn og á Íslandi eru ekki mörg ár síðan erlendir krimmar í kiljum fóru að koma út allan ársins hring og seljast eins og heitar lummur. Íslenska glæpasagan er heldur ekki mjög gömul því lengi vel þóttu slíkar bækur ekki nógu trúverðugar á litla Íslandi. Ragnar hóf feril sinn á svolítið óvenjulegan hátt, eða tók þátt í samkeppni. Hann vissi fyrirfram að bókin hans myndi ekki sigra en sendi hana samt inn.

„Bókaútgáfan Bjartur auglýsti eftir hinum íslenska Dan Brown, eða bók í anda Browns, árið 2008. Ég var með bók í huga, ekki í þessum anda en notaði tækifærið og sendi hana inn. Þetta var pressan sem ég þurfti til að klára bókina og konan mín ýtti á eftir mér svo að ég skilaði handritinu á réttum tíma. Enginn íslenskur Dan Brown fannst en Veröld, systurforlag Bjarts, gaf bókina mína út og bað um aðra að ári. Þannig að Fölsk nóta sá dagsins ljós og allt fór af stað,“ segir Ragnar og bætir við að fyrsta glæpasaga Lilju Sigurðardóttur hafi einnig sprottið upp úr þessari Dan Brown­samkeppni.

Ragnar fær hugmyndir alls staðar að. „Blaðagreinar sem ég les geta kveikt hugmynd, þarf oft ekki nema eitt orð, einnig fréttir, samtöl þar sem fólk segir mér sögur en það fólk myndi þó aldrei þekkja þær sögur í bókum mínum, enda kveikja þær yfirleitt einfaldlega hugmyndir að einhverju allt öðru,“ segir Ragnar og brosir en hverja af bókum sínum heldur hann mest upp á? „Uppáhaldsbókin mín er yfirleitt alltaf sú nýjasta … og besta bókin alltaf sú næsta.“

Blaðagreinar sem ég les geta kveikt hugmynd, þarf oft ekki nema eitt orð.

Nýr karakter

Ragnar, áminntur um sannsögli, ertu byrjaður á næstu bók og ætlar þú að leyfa aðalpersónunni að tóra eitthvað áfram? „Já, já, ég er byrjaður á nýrri bók og þar er nýr aðalkarakter, lögreglumaður sem fær að lifa,“ lofar Ragnar og bætir við: „Ari lögreglu maður úr fyrstu bókunum er náttúrlega enn á lífi og ég á til einn fjórða úr bók um hann sem ég klára einhvern daginn. Ég er búinn að hugsa þá sögu alveg til enda en hef ekki enn haft tíma til að skrifa hana.“ Ragnar byrjar alltaf á nýrri bók í september, hann þarf að skila handritinu til útgefandans að vori. Það er lesið yfir um sumarið og gerðar athugasemdir, ef þarf. Hann segir að athugasemdum hafi fækkað með hverri bók, ferlið sé mjög lærdómsríkt og hægt að læra af mistökum sínum.

„Ég myndi aldrei senda frá mér bók nema hún fari í gegnum svona nálarauga, þetta er kannski ekki skemmtilegasti tíminn, það eru skrifin sjálf, en hann er býsna mikilvægur. Una hét t.d. stundum Hulda í nýju bókinni en það var auðvitað lagað í yfirlestri,“ segir Ragnar og hlær.

Hann vinnur sem lögmaður á daginn og þá er það samveran með fjölskyldunni. Um tíuleytið á kvöldin, þegar allt er komið í ró, sest hann við tölvuna og galdrar fram alls kyns plott og persónur. Hefði hann trúað því þegar hann sat í háskóla og lærði lögfræðina að ekki svo mörgum árum seinna yrði hann virtur og vinsæll glæpasagnarithöfundur? „Ég sá aldrei sjálfan mig fyrir mér sem rithöfund, ég ætlaði aldrei að skrifa skáldsögur, ég miklaði það fyrir mér en þetta var alltaf draumurinn,“ segir Ragnar einlægur. „Ég ólst upp við bækur, Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi var föðurbróðir minn, og faðir minn, Jónas Ragnarsson, hefur skrifað bækur, m.a. Daga Íslands og Jólaminningar. Afi skrifaði bækur um Siglufjörð og ekki má gleyma mömmu sem er læknaritari, hún hefur verið mjög dugleg að lesa bækurnar mínar yfir.“

Gott skipulag galdurinn

Minnstu munaði að Ragnar færi í íslensku í háskóla en hann valdi lögfræðina og hefur aldrei séð eftir því. Starfið segir hann vera mjög skemmtilegt, en hann sýslar með fjárfestingarsjóði hjá fjármálafyrirtækinu Gamma. „Lögfræðistarfið er mjög fjölbreytilegt en mér finnst gott að hafa þetta tvennt alveg aðskilið, ég reyni til dæmis að hafa sem fæsta lögfræðinga í bókunum mínum.“

Ragnar segir að gott skipulag sé galdurinn við að skrifa bækur. „Best er að hugsa um bókina í nokkur ár, skipuleggja sig vel og setjast við skriftir þegar maður sér fyrir söguna, að minnsta kosti aðalatriði hennar, það virkar best fyrir mig. Ég skrifa endalaust niður hugmyndir í minnisbækur eða sendi sjálfum mér tölvupóst með hugmyndum, og svo renna þær oft saman í eina bók.“

Lögfræðistarfið er mjög fjölbreytilegt en mér finnst gott að hafa þetta tvennt alveg aðskilið.

Ragnar er giftur Maríu Margréti Jóhannsdóttur sem vinnur sem almannatengill hjá Wow air, mest í tengslum við markaði félagsins í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þau eiga dæturnar Kiru, átta ára, og Natalíu, fjögurra ára. Spurning hvort rithöfundurinn segi dætrunum ekki spennandi sögur á kvöldin? „Jú, ég segi þeim oft sögur en skrifa þær ekki niður. Ég var eitt sinn með hugmynd að barnabók en ég verð að viðurkenna að ég ver alltaf öllum þeim tíma sem ég gef mér til skrifta í glæpasögurnar.“

Jólin hjá Ragnari og fjölskyldu eru hefðbundin. „Við verðum heima og með hamborgarhrygg í matinn að vanda. Eftirrétturinn er sjaldnast sá sami en við erum alltaf með möndlugraut í forrétt. Dæturnar fá möndluna ótrúlega oft,“ dæsir Ragnar brosandi og segir að þegar komi að því að kaupa jólatré kaupi hann helst stærra jólatré en komist fyrir í stofunni.

„Skemmtilegast er að þurfa að saga það aðeins til svo það passi akkúrat. Fyrir tveimur árum skar ég reynd ar næstum af mér fingurinn við þær æfingar. Svo horfi ég nú oft á sömu gömlu jólamynd irnar á aðventunni, mæli sérstaklega með Die Hard I og II, og The Man who Came to Dinner frá 1942. Já, svo eru jólakveðjurnar á Rás 1 ómissandi á Þorláksmessu og útvarpsmessan á aðfangadagskvöld, bara allt þetta klassíska íslenska,“ segir Ragnar að lokum.

Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

Kynlífið kryddað fyrir 500.000 krónur

|
|

Leikkonan Gwyneth Paltrow hvetur fólk til að krydda kynlífið með réttu tólunum.

Þetta kynlífstæki er til sölu á vefnum Goop, það kostar 3,490 dollara.

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur sett saman sérvaldan pakka með kynlífstækjum og tengdum varningi fyrir lífsstílsvef sinn. Allar vörurnar í pakkanum eru til sölu á heimasíðunni Goop. Pakkinn, sem Paltrow kallar „dirty weekend sex kit“, kostar í heild sinni upphæð sem nemur um 500.000 krónum.

„Við erum alltaf til í að prófa eitthvað sem gefur okkur meira sjálfsöryggi og ævintýraþrá í svefnherberginu,“ segir í grein þar sem pakkinn er kynntur til leiks.

Pakkinn samanstendur af fimm hlutum sem eiga að krydda kynlífið. Dýrasti hluturinn á listanum er gyllt kynlífstæki frá merkinu Lelo, það kostar 3,490 dollara.

Á listanum er einnig að finna nuddolíu, smokka, fjaðurhring og sleipiefni.

Wall Street bregst við MeToo-byltingunni með því að útiloka konur

Frá Wall Street í Bandaríkjunum

Ekki fleiri kvöldverðir með kvenkyns samstarfsfélögum. Ekki sitja við hlið þeirra í flugi. Bókið hótelherbergi á sitt hvorri hæðinni. Forðist fundi undir fjögur augu.

Þetta er á meðal þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til í fjármálaheiminum vestan hafs í kjölfar MeToo byltingarinnar að því er fram kemur í úttekt Bloomberg. Þar segir að flest öll viðbrögð á Wall Street, þar sem karlamenningin var mjög ríkjandi fyrir, miði beinlínis að því að gera konum lífið enn erfiðara.

Er talað um Pence-áhrifin í því samhengi og vísað til ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem sagðist aldrei snæða máltíð með konu án þess að eiginkona hans sé viðstödd. Í Íslandi gæti þetta útlaggst sem Kristins-áhrifin með vísan í máls Kristins Sigurjónssonar sem var rekinn úr starfi sem lektor við HÍ eftir að hann stakk upp á vinnustaðir landsins yrðu kynjaskiptir.

Úttekt Bloomberg er byggð á viðtölum við 30 hátt setta stjórnendur á Wall Street og kemur þar fram að margir þeirra eigi í vandræðum með að bregðast við MeToo byltingunni. Einn þeirra orðar það sem svo að það felist í því „óþekkt áhætta“ að ráða konur til starfa. Má segja að áhrifin hafi orðið þveröfug við það sem eðlilegt hefði talist, það er að Wall Street sé orðinn meiri „strákaklúbbur“ en fyrir MeToo byltinguna.

Ákveðins ótta gætir meðal karlkyns stjórnenda. Þannig segist einn þeirra ekki halda fundi með konum í gluggalausu herbergi á meðan annar fór að ráðum eiginkonu sinnar og bókar ekki fundi með konum sem eru yngri en 35 ára. Þá er konum sjaldnar boðið í drykki eftir vinnu sem um leið gefur þeim færri tækifæri á að byggja um tengslanet sitt.

Að sama skapi veigra karlmenn sér við að gerast leiðbeinendur ungra kvenna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjármálaheiminum. Það hefur svo enn frekari áhrif á framgang kvenna í metorðastiganum.

Þetta á þó ekki við alls staðar og líklega kemst Ron Biscardi hjá Context Capital Partners að einföldustu nálguninni. Hann segist vissulega hafa íhugað að hætta að bóka fundi með yngri konum eða að skilja eftir hurðina opna og bjóða þriðja aðila til fundarins. En niðurstaðan hans var sú augljósasta. „Bara ekki vera asni. Það er ekki svo flókið.“

„Fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið“

Í nýrri auglýsingu frá Íslenska gámafélaginu er skotið á Sorpu og gefið í skyn að Sorpa vilji „vernda plastið“.

Í nýrri auglýsingu frá Íslenska gámafélaginu eru fjallað um skaðsemi plastsins. Í auglýsisingunni er skotið föstum skotum á Sorpu og umdeild ummæli Björns H. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Sorpu. Hann sagði „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti.“

„Plastmengun en mikið vandamál hér á landi og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir m.a. í auglýsingunni.

Íslenska gámafélagið bendir á að plast brotnar ekki niður í umhverfinu heldur verður að minni einingum og á endanum smýgur inn í vistkerfið.

Birgir Kristjánsson, líffræðingur og umhverfisstjóri íslenska gámafélagsins. „Þar sem plastið er ekki náttúrulegt efni þá getur náttúran ekki brotið þetta almennilega niður og myndar jafnvel örplast eða míkróplast sem að á síðan leið inn í fæðukeðjuna okkar.“

Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan:

„Svolítið skrýtið að sjá sig í fjölmiðlum í öðru landi“

Íslenski klámmyndaleikarinn Stefan Octavian Gheorge fór í viðtal í gær við sjónvarpsþáttinn Antena Stars sem er nokkuð vinsæll í Rúmeníu.

Íslenski klámmyndaleikarinn Stefan Octavian Gheorge er staddur í Rúmeníu þessa stundina til þess meðal annars að heimsækja blóðmóður sína. Stefan á rætur sínar að rekja til Rúmeníu en hann var ættleiddur þaðan árið 2000. Hann hafði upp á blóðmóður sinni í gegnum þáttinn Leitin að upprunanum sem sýndur var á Stöð 2 í fyrra.

Skömmu eftir að hann kom til Rúmeníu á dögunum fékk hann fyrirspurn í gegnum Instagram frá sjónvarpsþættinum Antena Stars sem er nokkuð vinsæll í Rúmeníu. Honum var boðið í viðtal. Stefan þáði það og veitti fylgjendum sínum á Snapchat innýn inn í ferlið í gær. Í viðtalinu var farið yfir sögu Stefans sem rataði í rúmenska fjölmiðla á þeim tíma sem hann fór til Rúmeníu með þann tilgang að finna blóðforeldra sína.

Eftir viðtalið, sem sýnt var í gær, var Stefani svo boðið í slökun í heilsulind og var hann himinlifndi með það. „Það er svolítið skrýtið að sjá sig í fjölmiðlum í öðru landi, pínu skrýtið,“ sagði hann á Snapchat áður en hann skellti sér í sund í heilsulindinni.

Viðskiptavinum Klausturs fjölgað mikið

Viðskiptavinum Klausturs hefur fjölgað mikið síðan barinn rataði í fjölmiðla í tengslum við leyniupptökumálið svokallaða.

Lísa Óskarsdóttir, rekstrarstjóri vínbarsins Klausturs, segir leyniupptökumálið eða klausturgate-málið, sem fjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum undanfarið, hafi svo sannarlega orðið til þess að viðskiptavinum Klausturs hefur fjölgað til muna. „Þetta mál hefur vakið mikla athygli á barnum og við fundum fyrir aukinni aðsókn síðustu helgi. Það var alveg klikkað að gera,“ segir hún.

„Hingað til höfum við verið svolítið falin. Við höfum ekki mikið verið að auglýsa okkur, þetta hefur alltaf verið rólegur bar og fólk hefur getað komið hingað og spjallað án þess að þurfa að öskra yfir borðið.“ Þess má geta að Klaustur bar opnaði árið 2014. „En við erum auðvitað hæstánægð með að fólk viti af okkur núna.“

Hingað til höfum við verið svolítið falin.

Lísa segir marga viðskiptavini vera forvitna um hvar þingmennirnir sem komu að málinu sátu umrætt kvöld. „Fólk sem mætir er forvitið og það er hiklaust gert grín. Fólk reynir að hafa húmor fyrir þessu.“

Starfsmenn Klausturs hafa einnig reynt að slá á létta strengi eftir að upptökur af þingmönnunum rötuðu í fjölmiðla og nýtt sér samfélagsmiðla til að gera grín af málinu. „Það er ekkert annað hægt að gera.“

Mynd / Facebook Klausturs

Sjá einnig: Virðum einkalíf þingmanna en almannahagsmunir vega þyngra

Gerðist Gunnar Bragi sekur um mútuþægni?

||

Höfundur / Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.

Ómar R. Valdimarsson. Mynd / Gassi Ólafsson

Í umræðum um afdrifaríka kvöldið á Klaustri bar hefur verið töluvert fjallað um það þegar Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrum utanríkisráðherra, ræddi við drykkjufélaga sína um skipan Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar í embætti sendiherra. Í umræðunni hefur m.a. verið látið að því liggja, að með embættisfærslum sínum hafi Gunnar Bragi þarna brotið lög, þ.á.m. 128. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í 1. mgr. þeirrar lagagreinar segir:

„Ef opinber starfsmaður, alþingismaður eða gerðarmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“

Þegar fyrri ummælin um skipan sendiherra eru skoðuð, er ólíklegt að hægt sé að fullyrða, að Gunnar Bragi sé að gangast við því að hafa brotið gegn framangreindu hegningarlagaákvæði. Í upptökunni, sem m.a. hafa verið gerð góð skil af Kvennablaðinu, segir Gunnar Bragi í fyrri hluta þessa samtals:

„Þegar ég ákvað það að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington, það var í fyrsta lagi … við ákváðum þetta saman, skilurðu … Ég ræddi það síðan sem … Það hefur ekki skemmt. … Þeim fannst þetta nú ekki … Ég fór og ræddi þetta við náttúrulega, ég ræddi þetta við alla flokka í sjálfu sér. Ég man ekki hvort ég hafi sagt … Ástæðan var sú að ég sá strax það að ég gæti ekki skipað Geir einn sendiherra. Ég gæti ekki … einan. Það yrði of þungur biti fyrir þingið og allt þetta. Þannig að ég gerði Árna Þór að sendiherra.“

Þrátt fyrir að framangreind ummæli teljist varla brjóta gegn ákvæði almennra hegningarlaga, mætti setja þau í samhengi við a-lið 1. mgr. 10. gr. laga um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Í ákvæðinu segir:

„Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum:

  1. a. ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín.“

Framangreint lagaákvæði yrði ávallt að skoða með tilliti til þeirra hátternisreglna, sem um störf ráðherra gilda. Þar er nærtækast að líta til ákvæðna siðareglna ráðherra nr. 360/2011 (sem rétt er að taka fram að aldrei voru staðfestar af ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar). Í framangreindum siðareglum er fjallað með nokkuð ítarlegum hætti um hagsmunatengsl, hagsmunaárekstra, háttsemi og framgöngu ráðherra. Rauður þráður reglnanna er að ekkert skal það aðhafast, sem varpað gæti skugga á trúverðugleika ráðherra, það hvort hann sé öðrum háður eða hvort hann sé að nýta sér stöðu sína til þess að ota sínum tota. Þegar reglurnar eru lesnar með hliðsjón af áðurnefndri lagagrein laga um ráðherraábyrgð, er ekki ónærtækt að telja að annað hafi ráðið för hjá Gunnari Braga en faglegt mat á hæfni Árna Þórs og Geirs Haarde til þess að gegna embættunum.

Gunnar Bragi.

Nú er það hins vegar svo, að sök skv. lögum um ráðherraábyrgð fyrnist á þremur árum og ráðherrar verða aðeins dregnir til ábyrgðar skv. 14. gr. stjórnarskrárinnar, eftir að Alþingi hefur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Með vísan til þessa verður að telja að þessi angi málsins sé úti.

Víkur nú sögunni að því gagngjaldi, sem Gunnar Bragi vildi fá persónulega, fyrir skipun Geirs í embætti sendiherra. Í seinni hluta samtalsins á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi:

„Þegar ég á fund með Bjarna í forsætisráðuneytinu, nei í fjármálaráðuneytinu, og ég segi við Bjarna: Bjarni, algjörlega sjálfsagt, auðvitað geri ég Geir að sendiherra. Hvað segi ég við Bjarna? Bjarni, mér finnst bara sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“

Bjarni, algjörlega sjálfsagt, auðvitað geri ég Geir að sendiherra.

Óhjákvæmilegt er að horfa til áðurnefndrar 128. gr. almennra hegningarlaga þegar þessi orð eru skoðuð. Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu en að þarna sé Gunnar Bragi að greina frá því, að hann hafi verið að láta lofa sér ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns. Brot gegn þessu ákvæði varðar allt að 6 ára fangelsi.

Rétt er að geta þess, að Bjarni Benediktsson segir að þessi frásögn sé þvættingur, a.m.k. að svo miklu leyti sem að Gunnar Bragi eigi nokkuð inni hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir skipan Geirs sem sendiherra. Allt að einu, gæti dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðinu, með því einu að Gunnar Bragi hafi gert kröfu um loforð frá Bjarna Benediktssyni, algjörlega óháð því hvort loforðið hafi verið gefið eða jafnvel að Bjarni hafi sagt honum að éta það sem úti frýs. Ákvæðið yrði tæplega skýrt svo þröngt af dómstól, að til þess að brotið hefði verið gegn því hefði þurft að koma samþykki fyrir kröfunni um ávinninginn.

Að öllu framangreindu sögðu má velta því fyrir sér, hvort það sé enn hægt að ákæra Gunnar Braga fyrir brot gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, að undangenginni rannsókn á brotinu. Gunnar Bragi skipaði Geir og Árna sendiherra 30. júlí 2014. Miðað við frásögn Gunnars Braga sjálfs má gera að því skóna að fundur hans með Bjarna hafi átt sér stað einhvern tíma þar á undan. Brot gegn ákvæði 128. gr. hegningarlaga fyrnist á 10 árum, sbr. 3-lið 1. mgr. 81. gr. laganna. Til þess að rannsókn geti hafist þarf lögreglunni ekki að berast nein kæra frá forsætisnefnd Alþingis, eins og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu virðist halda. Á lögreglu hvílir frumkvæðisskylda til þess að rannsaka þau afbrot sem kunna að vera framin í landinu. Það er ekki nema í undantekningartilvikum sem lögregla rannsakar ekki afbrot nema að undangenginni kæru, s.s. frá Fjármálaeftirlitinu eða Samkeppniseftirlitinu.

Með vísan til alls þessa er ljóst að Gunnar Bragi er ekki hólpinn, vilji rannsakendur skoða málið frekar.

Sjá einnig: Vandræðalegt karlagrobb en kallar ekki á afsagnir

Lýsingin gegnir lykilhlutverki

Sandra Dís Sigurðardóttir er innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður og ein af fáum sem er hvort tveggja hér á landi. Fasteignablaði Mannlífs lék forvitni að vita meira um áherslur og verkefni Söndru Dísar og hvort það væri ekki mikill kostur að samþætta þessi tvö starfsheiti þegar kemur að því að hanna rými.

Getur þú sagt okkur frá nýlegu verkefni sem er þér hugleikið og hvar þú fékkst innblásturinn? „UMI Hótel opnaði í ágúst 2017 en hönnunin á því er mikið til sótt í náttúruna og liti hennar. Ég notaði haustlitina töluvert í hönnuninni ásamt formum og áferð úr náttúrunni eins og til dæmis mosann og stuðlabergið.“

UMI Hótel opnaði í ágúst 2017.

Skiptir lýsing miklu máli? „Hún gegnir lykilhlutverki í hönnun á öllum rýmum. Um leið og rökkva tekur gegnir hún mikilvægu hlutverki í að skapa stemningu. Með réttri lýsingu er sömuleiðis hægt að hafa áhrif á vinnuafköst hjá starfsfólki og nemendum ásamt því að hún getur hjálpað til við bata hjá sjúklingum.“

Hvað hefur þú í huga þegar þú hannar og innréttar með lýsingu í huga? „Ég spyr mig að því hvaða hlutverki þetta rými gegnir, hver muni nota það og hvort sérstakar lýsingarkröfur séu gerðar til þessa rýmis. Með mismunandi lýsingarkröfum á ég við að það eru öðruvísi staðlar ef um er að ræða lýsingu á skrifstofu eða á hjúkrunarheimili, svo dæmi sé tekið.“

Lýsingin setur punktinn yfir i-ið hér.

Ertu hrifin af opnum rýmum þar sem eldhús, stofa og borðstofa tengjast saman? „Ég er persónulega hrifin af þannig rýmum en það hentar ekki öllum. Það getur verið gott fyrir suma ef möguleiki er á að stúka eldhúsið aðeins af. Einnig er hægt að hafa eldhústækin innbyggð að miklu leyti þannig að eldhúsið falli betur inn í stofuna.“

Lumar þú á góðum lausnum þegar velja á lýsingu í hin ýmsu rými? „Það þarf að skoða hvort það séu eitthverjir ákveðnir hlutir sem við viljum lýsa upp, til dæmis málverk eða listaverk. Einnig hvar við viljum geta dimmað lýsinguna. Mikilvægt er að huga að lýsingunni meðal annars inni á baðherbergi þar sem þörf er á góðri og jafnri lýsingu á andlitið fyrir förðun.“

Skiptir máli hvernig lýsing er valin í stofu? „Í stofunni er mest verið að hugsa um stemningslýsingu. Þar skiptir útlitið á lömpunum miklu máli fyrir útlitið á stofunni en nauðsynlegt þykir mér að hægt sé að dimma þá lampa sem þar eru. Einnig er gott að hafa nokkrar týpur af lömpum, til dæmis hangandi, loftlampa og standlampa til að skapa mismunandi stemningu.“

Sandra mælir með að nota nokkrar týpur af ljósgjöfum í stofur.

Skiptir litaval máli hvað varðar lýsingu og stærð? „Endurkast er mismikið eftir litum þannig að ef valdir eru dökkir litir inn í rými draga þeir í sig birtuna og þarf þar af leiðandi meiri lýsingu en ef rýmið er ljóst. Fólk þarf ekki að vera hrætt við að mála í litum heima hjá sér, það gefur oftast meiri hlýju inn í rýmið og minnkar það ekki eins og margir eru hræddir um.“

Mynd / Hallur Karlsson

Sandra Dís útskrifaðist frá Istituto Europeo di Design í Mílanó árið 2011 sem innanhússarkitekt. Að loknu námi fór hún í starfsnám í Helsinki á innanhússarkitektastofu að nafni Studio Arcibella. Eftir að hún flutti heim til Íslands hafði Sandra Dís lokið námi við lýsingarhönnun og vinnur við hana hjá Lisku ásamt því að vinna sjálfstætt sem innanhússarkitekt. Hún heldur úti síðu á Facebook og heimasíðan hennar opnar bráðlega.

Michelle Obama gefur Meghan Markle góð ráð

Michelle Obama ráðleggur Meghan Markle að taka því rólega í nýju hlutverki.

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, gefur Meghan Markle, hertogaynjunni af Sussex, ráðleggingar í viðtali við tímaritið Good Housekeeping. „Líkt og ég, þá hafði Meghan örugglega ekki getað ímyndað sér að hún myndi lifa svona lífi,“ segir Michelle.

„Pressan sem þú ert undir, pressa frá sjálfri þér og öðrum, getur verið yfirþyrmandi. Mitt helsta ráð er að taka sér sinn tíma og ekki flýta sér um of,“ ráðleggur Michelle.

Mitt helsta ráð er að taka sér sinn tíma.

Þá lýsti hún fyrstu mánuðum sínum í Hvíta húsinu og hvernig hún einbeitti sér að því að hugsa um dætur sína tvær áður en hún tók að sér metðanarfull verkefni sem forsetafrú. „Ég held að það sé allt í lagi, gott jafnvel, að gera þetta svona.“

Meghan, sem giftist inn í bresku konungsfjölskylduna í sumar, hefur nú þegar tekið að sér hin ýmsu verkefni síðan hún varð hertogayngja og virðist Michelle hafa einhverjar áhyggjur af henni. Hún benti á að Meghan fái nú endalaus tækifæri til að láta gott af leiða í þessu nýja hlutverki og þurfi að velja vel. Hún tók þá fram að hún hefur fulla trú á Meghan.

Sjá einnig: Karl Bretaprins leiðir Meghan upp að altarinu

Fólkið á Twitter um #klausturgate-málið

Þetta hefur fólk á Twitter að segja um #klausturgate-málið svokallaða.

Undanfarna daga hefur umræðan á Twitter að miklu leyti snúist um gróf og móðgandi ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem náðust á upptöku.

Samræðurnar sem náðust á upptöku eru með ólíkindum og svörin sem þingmennirnir gefa eftir að upptakan rataði í fjölmiðla eru stórfurðuleg.

Landsmenn hafa fylgst undrandi með þróun mála og allir virðast hafa skoðun á því. Málið hefur verið kallað #klausturgate-málið á samfélagsmiðlum.

Hér fyrir neðan er lítið brot af því sem fólk hefur um málið að segja.

https://twitter.com/raggihans/status/1069559517711454208

Ný þingkona hristir upp í húsinu

Alexandria Ocasio-Cortez hefur komið eins og stormsveipur inn í bandarísk stjórnmál.

Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez leiðir nú hóp framsýnna demókrata sem krefjast þess að gerður verði nýr grænn sáttmáli „New Green Deal“ sem gengur út á útfösun jarðefnaeldsneytis og að sköpun umhverfisvænna starfa. Fyrir skömmu tók hún þátt í mótmælum í tengslum við loftslagsbreytingar og skort á aðgerðum demókrata í þinginu á skrifstofu Nancy Pelosi, sem er hennar flokkssystir og leiðir demókrata í húsinu. Sama dag tilkynnti hún að hún myndi í prófkjörum fyrir kosningar 2020 styðja aktívista sem ætla fram úr röðum demókrata. Með því lýsir hún yfir vantrausti á nýja samstarfsmenn sína, núverandi sitjandi fulltrúa demókrata.

Ocasio-Cortez er í hópi sósíal-demókrata enda vann hún í kosningabaráttu Bernie Sanders. Hún var kosin á þing í fjórtánda umdæmi New York borgar. Merkilegt nokk var hún líka kosin sem fulltrúi fimmtánda umdæmis í prófkjöri demókrata, þó hún væri ekki einu sinni í framboði þar. Því þurfti hún að velja um kjördæmi. Augljóst er að hún á sér marga fylgjendur í borginni.

Alin upp af einstæðri móður í Bronx

Þingkonan er nýorðin 29 ára og hefur þar með sett met sem yngsta kjörna þingkonan í ameríska þinginu. Hún er fædd í Bronx, alin upp af einstæðri móður sem þurfti að skrúbba klósett og harka til að eiga fyrir reikningum. Ung fór Ocasio-Cortez að hjálpa við heimilishaldið m.a. með því að vinna á bar. Kosningabarátta hennar hefur mikið snúist um að hún ætli að standa með sinni stétt, færa valdið til fólksins og hún sé málsvari almennings og breytinga í bandarískum stjórnmálum. Andstæðingar hennar hafa þegar ráðist á hana m.a. með því að vega að því að hún sé málsvari láglaunafólks, með því að nota jakka sem hún klæddist í þinginu, með dylgjum um að hann væri of fínn.

Innan Washington hefur hún verið að þyrla upp ríkjandi hefðum, vill opna störf þingsins fyrir almenningi og gera þingið mannlegra með því að nota samfélagsmiðla í meira mæli. Ocasio-Cortez er orðin stjarna á stuttum tíma á smáforritinu Instagram með um milljón fylgjendur. Áðurnefnd Nancy Pelosi, sem hefur í áratugi verið í bandarískum stjórmálum og sem leiðir demókrata í þinginu, hefur til samanburðar aðeins um 130.000 fylgjendur.

Það verður áhugavert að fylgjast með Ocasio-Cortez og nýjum þingmönnum demókrata á næstu misserum, en athygli vekur að sósíalismi er að riðja sér til rúms í bandarískum stjórnmálum. Skilaboð þessa nýju þingmanna eru talin róttæk og ekki kerfislæg, en það var talinn einn helsti styrkleiki Trump og há Hillary Clinton að hún væri of kerfislæg. Hvort sterka mótvægið sem nær að velta Donald Trump úr sessi sé fólgið í sterkum sósíalisma verður að koma í ljós.

Mynd / Af Facebook síðu Alexöndiu

Kápa og strigaskór, skyldueign í skápnum

|||
|||
„Plain gulllituðu hoops-eyrnalokkarnir mínir eru í miklu uppáhaldi og svo Vera Design-eyrnalokkarnir mínir en ég hef notað þá nánast daglega síðan ég fékk þá.“

Sunneva Sif Jónsdóttir bar sigur úr býtum sem fyrsta Queen Beauty Universe og undirbýr sig fyrir keppnina sem haldin verður í Valencia nú í lok nóvember. Að hennar mati þurfa allar konur að eiga fallega kápu og flotta strigaskó.

„Ég hef alltaf verið frekar mikil strákastelpa, elskað hettupeysur og strigaskó,“ segir Sunneva þegar hún er beðin um að lýsa sínum persónulega stíl. „En mér finnst líka alltaf gaman að hafa mig til og vera fín annað slagið.

Efst á mínum óskalista þessa stundina eru Billi bi-ökklaskór sem ég sá í GS skóm nú fyrir stuttu en svo langar mig líka í einhverja fallega kápu fyrir haustið. Að mínu mati ættu allar konur að eiga fallega kápu í fataskápnum sínum sem og flotta strigaskó.

„Leðurjakkinn er óumdeilanlega mín uppáhaldsflík en hann er frá Pull and Bear. Hann er oversized og passar við allt. Leitaði lengi að hinum fullkomna leðurjakka og fann hann svo loksins á Asos og var í skýjunum.“

Hér á Íslandi finnst mér skemmtilegast að versla í Zöru en annars skoða ég líka mikið á Netinu, á Asos. Þegar ég ferðast í útlöndum kíki ég alltaf í Monki, Bershka og Urban Outfitters.“

Aðspurð hvaða konur veiti Sunnevu innblástur nefnir hún fyrst Emmu Watson. „Hún er mögnuð kona en tískulega séð myndi ég segja Gigi Hadid.“


„Sú flík sem hefur mesta tilfinningalega gildið er stúdentskjóllinn minn.“

 

Bannsvæði víða um heim

||||
||||

Þegar við ferðumst viljum við flest reyna að sjá sem mest og fá eins mikið út úr ferðalaginu og hægt er. Sums staðar rekumst við þó á veggi því margir staðir í heiminum hafa takmarkað aðgengi og önnur eru harðlokuð almenningi. Hér má lesa um nokkur þeirra og Ísland á að sjálfsögðu sinn fulltrúa.

 

Bohemian Grove

Bohemian-klúbburinn í Monte Rio, Kaliforníu samanstendur af ríkasta og valdamesta fólki heims. Á stórri og skógivaxinni landareigninni getur það skemmt sér án þess að almúginn flækist fyrir. Það kostar 25 þúsund dollara að ganga í klúbbinn og árgjaldið er 5 þúsund dollarar. Ekki fær þó hver sem er að verða meðlimur og þeir sem reyna að lauma sér óboðnir inn á svæðið verða umsvifalaust handteknir. Athyglisverður klúbbur sem er sagður búa yfir mörgum leyndarmálum.

 

Lascaux-hellamyndirnar

Hinn átján ára Marcel Ravidat, ásamt þremur vinum sínum, fann hellinn með þessum forsögulegu hellamyndum þann 12. september 1940. Átta árum síðar voru hellarnir opnaðir almenningi og allt að 1200 manns heimsótti þá daglega. Um 2000 myndir/fígúrur er að finna á veggjunum, bæði af mönnum og dýrum og einnig abstrakttákn. Myndirnar eru taldar vera rúmlega 17 milljón ára gamlar. Strax árið 1955 var komið í ljós að þessi umgangur fór illa með minjarnar en það var ekki fyrr en árið 1963 sem hellunum var lokað almenningi.

 

Örkin hans Nóa á Svalbarða

Á norsku eyjunni Svalbarða er að finna hvelfingu sem byggð er langt inn í fjall. Hún geymir miklar fræbirgðir í öryggisskyni ef eitthvað alvarlegt gerist í heiminum og hungursneyð blasir við. Aðeins starfsmenn og stöku vísindamenn fá aðgang að hvelfingunni en of áhættusamt þykir að hleypa öðrum þar inn. Um 865 þúsund frætegundir alls staðar að í heiminum er að finna þar. Meira að segja Norður-Kórea á þarna innlegg. Fræhvelfingin var tekin í notkun árið 2008 og þegar hefur ein úttekt farið fram, þegar frægeymsla Sýrlendinga í Aleppo var eyðilögð í sprengjuárás fyrir nokkrum árum.

 

Svæði 51

Bandaríkjamenn hafa loks viðurkennt tilvist þessa staðar í Nevada eftir áralangar klikkaðar samsæriskenningar um hann. Það þýðir þó ekki að almenningur sé velkominn þangað.

 

Menwith Hill 

Vissulega getur maður ekki spígsporað inn í hvaða herstöð sem er. Almenningur er þó sérlega óvelkominn á herstöð breska flughersins í Norður-Yorkshire í Bretlandi þar sem hin bandaríska NSA-leyniþjónusta hefur aðstöðu en leyndin er aðalsmerki hennar. Hún er sögð mikilvægasta herstöð Bandaríkjanna á erlendri grund. Stærsta hlerunarstöð heims?

 

Skjalasafn Vatíkansins

Í þessu leynda safni eru geymd flest þau skjöl sem Páfastóll hefur sankað að sér. Hluti safnsins var opnaður árið 1922 og nokkru síðar sá sem tengist seinni heimstyrjöldinni. Mikil leynd hefur hvílt yfir stærstum hluta safnsins og margar samsæriskenningar hafa orðið til um hvað það hefur að geyma.

 

Surtsey

Eyjan varð til í eldgosi sem hófst árið 1963 og hefur verið friðlýst frá 1965. Markmiðið var að tryggja að þróun eyjarinnar verði eftir lögmálum náttúrunnar, að landnám plantna og dýra, framvinda lífríkis og mótun jarðmyndana verði með sem eðlilegustum hætti og truflun af völdum manna sem minnst. Óheimilt er að fara í land eða kafa við eyna nema til rannsókna og verkefna þeim tengdum og þá aðeins með skriflegu leyfi Umhverfisstofnunar. Siglingar í kringum Surtsey eru þó heimilar. Þess má geta að Vestmannaeyingar vildu ólmir að eyjan fengi nafnið Vesturey en fengu ekki.

 

Hvítukarlaklúbburinn í London

Hann heitir White’s Gentleman’s Club, og þar drekkur og spilar bresk karlkynselíta. Umsækjendur þurfa samþykki 35 meðlima og árgjaldið er himinhátt.

 

Ilha da Queimada Grande

Brasilísk eyja sem er sundurgrafin af nöðrum og þarf ekki annað en að ganga nokkur skref til að eiga á hættu að missa lífið. Aðeins örfáir vísindamenn hafa leyfi til að heimsækja þessa snákaeyju.

 

Niihau

Þessi eyja er ein af Havaí-eyjaklasanum. Ástæðan fyrir því að enginn má koma þangað er sú að hún er í einkaeign. Um 130 manns búa þar en aðeins þeir sem Robinson-fjölskyldan býður mega koma í heimsókn.

 

Jiangsu-alþjóðaleynifræðslusafnið

Jiangsu National Security Education Museum er staðsett í Nanjing í Kína og er eingöngu opið kínverskum almenningi. Öllum öðrum er úthýst vegna viðkvæmra njósnaupplýsinga sem þar er að finna.

 

Heard-eyja

Aðeins 400 manns er leyft að heimsækja þessa áströlsku eyju ár hvert. Bátur fer þangað á tveggja vikna fresti yfir úfinn sjó og veðurfarið er svo ömurlegt að frekar fáir eru hvort eð er spenntir fyrir að berja eyjuna augum.

Marenstoppar með heslihnetum og súkkulaði

Aldís Pálsdóttir

Meðfylgjandi er uppskrift að gómsætum marenstoppum með heslihnetum og súkkulaði. Er ekki tilvalið að baka þessa fyrir jólin?

u.þ.b. 20 marenstoppar
3 eggjahvítur, við stofuhita
¼ tsk. cream of tartar
1/8 tsk. salt
150 g sykur
2 msk. flórsykur
50 g ristaðar hakkaðar heslihnetur
100 g saxað dökkt súkkulaði

Hitið ofninn í 120°C. Leggið smjörpappír ofan á ofnplötu og setjið til hliðar. Notið pískinn á hrærivélinni og þeytið eggjahvíturnar, cream of tartar og salt á meðalháum hraða þar til hvíturnar mynda mjúka toppa, u.þ.b. 3 mín.

Bætið sykrinum saman við smám saman, 1 stór msk. í einu, þar til allur sykurinn er kominn í skálina. Þeytið þar til topparnir eru stífir. Blandið saman flórsykri, heslihnetum og súkkulaði í skál og notið síðan sleikju til að blanda varlega saman við eggjahvíturnar.

Notið matskeið, ísskeið eða sprautupoka til að móta marenstoppa ofan á ofnskúffuna, passið að hafa u.þ.b. 3 cm á milli marenstoppanna. Bakið marensinn í 1 klst. og 15 mín.

Slökkvið á ofninum og skiljið ofnhurðina eftir með smárifu og látið marensinn þorna inni í ofninum í a.m.k. 2 klst., einnig er hægt að skilja hann eftir yfir nótt.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Chanel hættir að nota krókódílaskinn og loðfeld

|
|

Franska tískuhúsið Chanel sendi út tilkynningu á mánudaginn þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta að nota skinn af framandi dýrum í varning Chanel. Sömuleiðis mun tískuhúsið hætta að nota ekta lofeld.

Taska úr 2018 haustlínu Chanel.

Í tilkynningu frá Chanel segir að erfitt sé versla skinn af framandi dýrum sem mæta gæða- og siðferðilegum stöðlum Chanel. Vandamál er tengjast framboði hafi orðið til þess yfirmenn tískuhúss Chanel tóku ákvörðun um að hætta allri notkun á skinni af framandi dýrum. Þetta kemur fram í frétt The Business of fashion.

Krókódílaskinn, eðlu- og snákaskinn og loðfeldur hafa ekki verið sérlega áberandi í Chanel-vörum ef miðað er við mörg önnur tískuhús. En þó er slík skinn að finna í nokkrum handtöskum, skóm og flíkum frá Chanel og er sá varningum mun dýrari en sambærilegar vörur sem eru úr tvíd-efni eða lamba- eða kálfaskinni. Sem dæmi má nefna hefur„classic flap“-taska úr snákaskinni frá Chanel kostað upphæð sem nemur um 1,3 milljónum króna. Samskonar taska úr tvíd-efni kostar nærrum því helmingi minna.

Dýraverndunarsinnar hafa lengi vakið athygli á og fordæmt það þegar stór tískuhús nota skinn af framandi og sjaldgæfum dýrum, jafnvel dýrum í útrýmingarhættu. Svo viðist vera sem sú vinna sé farin að skila sér í því að stór tískuhús og hönnuðir á borð við Tom Ford, Tommy Hilfiger, Vivienne Westwood, Ralph Lauren, Gucci, Armani og nú Chanel eru farin að draga verulega úr notkunn dýraskinna.

Rakst á sjaldgæft hvítt hreindýr

Skjannahvít hreindýr sem þessi eru sögð afar sjaldgæf.

Norski ljósmyndrinn Mads Nordsvee birti myndir af sjaldgæfu skjannahvítu hreindýri á Instagram. Hann rakst á hreindýrið þar sem hann var í gönguferð ásamt nokkrum vinum í norður Noregi. „Það hvarf næstum því alveg í snjóinn,“ skrifaði Mads meðal annars við myndirnar.

Hreindýrið er skjannahvítt vegna gallaðs litagens sem veldur því að ekkert litarefni er í feldinum. Þó er ekki um albínisma að ræða.

Skjannahvít hreindýr sem þessi eru sögð afar sjaldgæf er fram kemur á vef BBC. En árið 2016 sást hvítt hreinddýr hjá sveitabænum Mala í Svíþjóð. Samkvæmt skandinavískri hjatrú boðar það gott að sjá hvítt hreindýr.

Eins og sjá má á myndunum sem Mads deildi var dýrið gæft og kom alveg upp að honum og virtist forvitið um myndavélina.

Mynd / Mads Nordsveen

Varar fólk við eftir mislukkaða fegrunaraðgerð

Andlit breskrar konu að nafni Rachael Knappier afmyndaðist eftir að hún lét snyrtifræðing sprauta fyllingarefni í varir sínar í svokölluðu botox-partýi.

Bresk kona að nafni Rachael Knappier er afar ósátt við vinnubrögð snyrtifræðings sem tekur að sér að setja fyllingarefni í fólk. Varir Knappier urðu afmyndaðar eftir að hún lét sprauta fyllingarefni í þær í svokölluðu botox-partýi sem haldið var heima hjá vinkonu hennar.

Þessu er sagt frá á vef BBC. Þar kemur fram að Knappier hafa öskrað úr sársauka þegar efninu var sprautað í varirnar. Skömmu eftir að efninu var sprautað í varirnar byrjuðu þær að bólgna mikið. Daginn eftir höfðu þær margfaldast í stærð og Knappier fann fyrir miklum slappleika.

Knappier hafði þá samband við snyrtifræðinginn í gegnum FaceTime. Hún segir snyrtifræðinginn hafa tekið andköf þegar hún sá hversu bólgnar varirnar voru. „Hún sagði mér að kæla varirnar.“

Knappier leitaði svo til læknis. Eftir að hafa gengist undir heilsufarsskoðun leysti hjúkrunarkona fyllingarefnið upp og 72 klukkustundum síðar voru varirnar orðnar eðlilegar aftur.

Knappier vill núna vara annað fólk við að kaupa þjónustu snyrtifræðinga sem sprauta fyllingarefni í andlit fólks. Hún bendir á að ekki sé skynsamlegt að kaupa slíka þjónustu af fólki sem er ekki menntað á sviði lýtalækninga. Hún segir að nú sé tími til kominn að herða regluverk um notkun fyllingarefna.

Á vef BBC má sjá myndir sem Knappier tók daginn eftir að fyllingarefninu var sprautað í varir hennar.

Bill Gates prófaði loksins að hugleiða

|
|

Bill Gates hafði ekki áhuga á hugleiðslu á sínum yngri árum en í dag hugleiðir hann nokkrum sinnum í viku.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er farinn að stunda hugleiðslu reglulega. Þessu segir hann frá á vef sínum, Gatesnotes.com.

Gates kveðst ekki hafa haft áhuga á hugleiðslu á sínum yngri árum en fólk í kringum hann hugleiddi töluvert. Í staðin fyrir að hugleiða hætti hann um tíma að horfa á sjónvarp og hlusta á tónlist. Það var hans leið til að núllstilla sig. „Það entist í fimm ár,“ skrifar hann. Í dag er hann mikill aðdáandi þátta á borð við Narcos og hlustar mikið á Bítlana og U2. Hann ákvað svo loksins að gefa hugleiðslu séns og þá var ekki aftur snúið.

„Undanfarið hef ég öðlast betri skilning á hugleiðslu. Ég er alls ekki neinn sérfræðingur en ég hugleiði tvisvar til þrisvar á viku, um tíu mínútur í senn. Ég sé núna að hugleiðsla er einfaldlega æfing fyrir hugann,“ skrifar Gates og líkir áhrifum hugleiðslu á hugann við áhrif íþrótta á vöða líkamans. Hann kveðst þá ýmist hugleiða einn eða með konunni sinni, Melindu. „Við notum þægilega stóla, það er ekki möguleiki fyrir mig að komast í lotusstellinguna,“ tekur hann fram.

Það er ekki möguleiki fyrir mig að komast í lotusstellinguna.

Bill Gates mælir með þessari bók

„Ég veit ekki hversu hjálpleg hugleiðsla hefði verið fyrir mig á Microsoft-árunum vegna þess að ég var algjörlega einbeittur þá. En núna, þegar ég er giftur, á þrjú börn og ég hef breiðara áhugasvið, þá er hugleiðsla frábær leið fyrir mig til að bæta fókusinn,“ skrifar Gates. Hann segir að með hugleiðslunni hafi hann öðlast betri yfirsýn yfir hugsanir sínar og tilfinningar.“

Gates mælir þá með smáforritinu Headspace fyrir byrjendur í hugleiðslu. Sömuleiðis mælir hann með bókinni The Headspace Guide to Meditation and Mindfulness. Hann segir þá bók vera fullkomna í jólapakkann.

„Skrýtin, skemmtileg og dálítið óhugnanleg saga“

||
||

Það er óhætt að segja að nýja barnabókin Milli svefns og Vöku sé öðruvísi en flestar barnabækur. Bókin er fyrsta bók fjölmiðlakonunnar Önnu Margrétar Björnsson og hönnuðarins Laufeyjar Jónsdóttur. Milli svefns og Vöku segir frá dularfullum hlutum sem gerast þegar myrkrið skellur á bókin og inniheldur svarthvítar teikningar eftir Laufeyju.

 

Milli svefns og Vöku er myndskreytt með fallegum teikningum eftir Laufeyju.

Spurð út í hvernig hugmyndin að bókinni kviknaði segir Anna: „Ég var að segja Laufeyju frá því hvernig hún Ása Georgía, yngri dóttir mín sem var fjögurra ára þá, sakaði svokallaðan „leynigest” á heimilinu um allskyns dularfulla hluti sem hún sjálf kannaðist alls ekki við að hafa gert. Við höfðum lengi rætt það að það væri gaman að gera barnabók saman og þarna allt í einu small hugmyndin.  Við notuðum hugmyndina um leynigestinn hennar Ásu, hvernig hún lýsti honum í útliti og gjörðum og unnum út frá því. Úr varð Milli svefns og Vöku, skrýtin, skemmtileg og dálítið óhugnanleg saga um myrkfælna stúlku og samband hennar við dularfulla veru sem býr á heimili hennar en enginn annar sér.“

Mér fannst skemmtilegt að búa til sögu sem fjallar um myrkfælni, sem er eitthvað sem við flest könnumst við held ég.

Að sögn Önnu er bókin skrifuð fyrir börn á aldrinum 6-9 ára en hún tekur fram að fólk á öllum aldri ætti að hafa gaman af henni. „Við vonum að foreldrar hafi gaman af að lesa hana og skoða en myndmálið er gífurlega mikilvægt í bókinni og myndirnar hennar Laufeyjar algjör listaverk.“

Anna kveðst alltaf hafa verið heilluð af myrkrinu og dularfullum sögum. „Mér fannst skemmtilegt að búa til sögu sem fjallar um myrkfælni, sem er eitthvað sem við flest könnumst við held ég. Það er svo oft gert lítið úr myrkfælni barna, þeim er sagt bara að vera ekki hrædd án nokkurra útskýringa. Það voru svo líka mörkin á milli draums og veruleika sem ég var að spá í með söguna, þau geta verið dálítið loðin fyrir börn og jafnvel fullorðna.“

„Vekja vonandi upp nostalgískar tilfinningar“

Anna og Laufey lögðu mikla áherslu á að bókin hefði einstakt útlit og í anda gamalla barnabóka. „Teikningarnar eru að sjálfsögðu frekar óhefðbundnar miðað við það sem gengur og gerist í dag,“ segir Laufey. Hún bætir við: „Teikningarnar vísa, líkt og sagan, til fyrri tíma og vekja vonandi upp nostalgískar tilfinningar hjá fullorðnum lesendum.“

Milli svefns og Vöku segir frá Vöku sem þarf að sigrast á myrkfælni.

Laufey og Anna byrjaði að vinna að bókinni árið 2015. „Ég hóf að skapa persónurnar og myndheiminn 2015 og vann að þróun þeirra þegar færi gafst. Þó maður sé oft ólmur í að klára verkefni held ég að þessi langi tími hafi skilað sér í dýpri heim og þróaðri stíl, en það var örlítið ljúfsárt að leggja loks niður pensilinn og yfirlýsa verkið tilbúið.“

Laufey bendir svo á að aðalsöguhetjan er útsjónarsöm og hugrökk stelpa og það þótti þeim Önnu mikilvægt. „Í bókum finna ungir lesendur sér fyrirmyndir, ég er t.d. mjög þakklát að hafa alist upp með Línu Langsokk og Ronju Ræningjadóttur. En okkur finnst staðalímyndir og skortur á kvenpersónum enn of áberandi í bókmenntum, því þótti okkur mikilvægt að skapa barnabók með hugrakka stúlku í aðalhlutverk, sem ræður eigin örlögum og treystir á gáfur sínar og útsjónarsemi til þess að leysa úr vandamálum.“

Okkur finnst staðalímyndir og skortur á kvenpersónum enn of áberandi í bókmenntum, því þótti okkur mikilvægt að skapa barnabók með hugrakka stúlku í aðalhlutverk.

Spurðar út í hvaða viðbrögð þær hafa fengið við bókinni segir Laufey: „Fyrstu viðbrögð hafa verið framar vonum. Að fá tækifæri til þess að spjalla við börn um bókina hefur verið alveg magnað. Þau eru sérstaklega forvitin um leynigestinn og veltu mörg því mikið fyrir sér hvað hann sé. Hvort hann sé krummi, hundur, mauraæta, skrímsli, draugur, strákur eða stelpa.“

Anna tekur undir það og bætir við: „Þau kannast við ýmislegt í bókinni eins og að vera pínu hrædd við að fara að sofa og að sjá fatahrúgur breytast í eitthvað annað í myrkrinu…þau eru heilluð af þessari dularfullu veru og af þessum fallegu myndum í bókinni og finnst sagan skemmtileg, fyndin og stundum „krípí“.“

Mynd / Saga Sig

Hvetur fólk til að hugsa í umhverfisvænum lausnum

|
|

Í kvöld mun myndlistarkonan Edda Ýr Garðarsdóttir leiða opna smiðju á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Hún mun skoða leiðir til að nýta gamlar bækur, tímarit og jólakort til að pakka inn gjöfum og gera kort og skraut. Einnig verður farið í það hvernig hægt er að nota nánast allt sem til fellur af heimilinu og nýta í eitthvað fallegt fyrir jólin.

Edda Ýr hefur lengi verið mikil áhugamanneskja um endurnýtingu. „Ég hef verið kennari í  leik- og grunnskólum síðan ég útskrifaðist úr Listaháskólanum 2001 og hef alla tíð verið meðvituð um að endurnýta sem mest í listsköpun minni með börnunum. Börn horfa á flest allan efnivið með opnum hug og gefa honum nýjan tilgang í leik sínum og sköpun,“ segir Edda.

Gömul dagblöð nýtast vel sem gjafapappír.

Edda á stóra fjölskyldu og aðfangadagur er fjörugur á hennar heimili. „Pakkaflóðið er gríðarlegt og pappírsrusl, slaufur og skraut út um allt. Okkur blöskrar þetta alltaf jafnmikið og höfum reynt að geyma sem mest af endurnýtanlegum efnivið til innpökkunar eða kortagerðar til næstu jóla. Ein vinkona mín hefur svo verið dugleg að nota falleg bómullarefni sem má nota endalaust og frænka mín hefur notað þykkan handgerðan pappír sem við höfum notað aftur og aftur í örugglega fimm ár,“ segir Edda. Hún vandar valið þegar kemur að því að gefa jólagjafir.

„Við gefum aðeins nánustu ættingjum gjafir og reynum að gefa aðeins það sem hefur notagildi, gefum upplifanir og stundum eitthvað heimagert. En það er auðvelt að gleyma sér í neyslumenningunni og oft erfitt að standast freistingarnar.“

Reynum að gefa aðeins það sem hefur notagildi, gefum upplifanir og stundum eitthvað heimagert.

Spurð út í hvort umhverfisvænu lausnirnar sem hún notar til að pakka inn gjöfum veki ekki lukku segir Edda: „Ég vona að flestir sjái fegurðina í þessu. Þetta þarf hvorki að taka mikinn tíma né vera ofurflókið föndur eða hreinasta listaverk. Þótt tíminn vinni ekki alltaf með manni og sumar gjafir séu óumhverfisvænni en aðrar og jafnvel pakkað inn af verslunarfólki úti í bæ þá skiptir mestu máli að vera meðvitaður og gera sitt besta. Eitt skref í einu er betra en ekkert og um að gera að hvetja sem flesta í kringum sig að hugsa í umhverfisvænum lausnum.“

Skiptir mestu máli að vera meðvitaður og gera sitt besta

Sífellt fleiri afþakka gjafir

Edda tekur fram að hún verði vör við að fólk sé í auknum mæli farið að hugsa út í umhverfisvænar lausnir í kringum allt jólahald. „Ég heyri æ oftar af því að fólk er að afþakka gjafir og gera með sér samkomulag um að fara frekar saman í leikhús eða út að borða. Ég hef heyrt um fjölskyldur sem ákveða að sleppa gjöfunum og eyða kvöldinu frekar í að spila og eiga notalega samverustund. Það er svo margt sem við getum gert umhverfisvænt sem er í anda jólanna, búa okkur öllum til betri heim.“

Þess má geta að viðburðurinn er haldinn frá klukkan 20.00-22.00 í kvöld á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Þátttakendum er bent á að taka með sér gömul jólakort og fallegar bækur til að nýta í tilraunir. Á staðnum verða bækur, tímarit, gömul jólakort, skæri, lím, heftarar, skapalón, og fleira.

„Besta bókin mín alltaf sú næsta“

|
Ragnar Jónasson Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Glæpasögum Ragnars Jónassonar hefur verið vel tekið og þær komið út víða um heim. Einn erlendi útgefand inn vildi skrifa nýjan endi við eina bók Ragnars, honum fannst svo leiðinlegt þegar aðalsögupersónan dó. Nýlega sendi Ragnar frá sér sína tíundu bók, svolítið draugalega spennusögu.

 

Þorpið stendur bara ein og sér og er ekki hluti af syrpu,“ segir Ragnar þegar hann er beðinn um að lýsa nýju bókinni. „Sagan kom bara til mín,“ bætir hann við. „Í mínum huga er þetta spennusaga með smávegis draugagangi en það þarf enginn að óttast að draugurinn myrði, það eru rökréttar skýringar á öllum glæpunum í bókinni.“

Bókin segir frá Unu, kennara sem flytur í afskekkt þorp þar sem aðeins tíu manns búa, þar af tvö börn. Með tímanum fer hana að gruna að þorpsbúar búi yfir stóru leyndarmáli og hún fær á tilfinninguna að hún sé allt annað en velkomin. Sögusviðið eru Skálar á Langanesi, en þorpið þar fór í eyði um miðja
síðustu öld. Bók Ragnars gerist árið 1985 og tekur hann sér þar það skáldaleyfi að halda svæðinu í byggð lengur en raunin var.

Mörgum brá vissulega þegar Hulda dó … og einn útgefandi minn erlendis tók því svo illa að hann skrifaði nýjan endi þar sem hún dó ekki.

„Það var gott að fá svigrúm til að skrifa eitthvað allt annað eftir að bókunum um Huldu lauk.“ Aumingja Huldu sem Ragnar „drap“ með köldu blóði alveg óvænt, ekki við mikla gleði margra lesenda. „Ég er mjög ánægður ef fólk kvartar yfir örlögum sögupersónu, þá veit ég að bókin eða persónan hefur haft áhrif og hrist upp í lesandanum,“ segir Ragnar.

„Mörgum brá vissulega þegar Hulda dó … og einn útgefandi minn erlendis tók því svo illa að hann skrifaði nýjan endi þar sem hún dó ekki. Svo var ég beðinn um samþykki fyrir því en það kom aldrei til greina.“

Mikill aðdáandi Agöthu

Ragnar las mikið í æsku og þegar hann var í tólf ára fór hann að lesa bækur Agöthu Christie. Úrvalið af þýddum bókum eftir hana var ekki mikið svo ef hann langaði að lesa meira varð hann að lesa þær á frummálinu og það gerði hann.

„Það var mjög gott að byrja á Agöthu því hún skrifar frekar einfalt mál og ég veit að margir velja bækur hennar þegar þeir byrja að lesa á ensku. Ég tók upp á því að þýða nokkrar smásögur eftir hana fyrir Vikuna úr ensku á unglingsárunum, en þegar ég var 17 ára, enn ekki kominn með bílpróf, keyrði mamma mig til Björns Eiríkssonar, útgefanda hjá Skjaldborg, en hann gaf Agöthu Christie­bækurnar út. Ég sagði honum að mig langaði til að spreyta mig á því að þýða heila skáldsögu. Björn sem kannaðist við mig sem strákinn sem hringdi reglulega til að spyrja hvenær næsta bók kæmi út og hvaða bók það yrði, tók mér vel og samþykkti að ég þýddi fyrir sig. Ég valdi bókina Endless Night sem var stysta bókin sem ég átti eftir Agöthu. Næstu 15 árin þýddi ég bækur hennar fyrir Skjaldborg og síðar Uglu útgáfu, alls 14 skáldsögur. Þegar sú síðasta sem ég þýddi kom út, árið 2009, kom jafnframt út mín fyrsta skáldsaga, Fölsk nóta.“

Ragnar gat ekki bæði skrifað eigin glæpasögur og þýtt bækur Agöthu og varð að velja. Við lesendur höf um heldur betur grætt á því og ný bók eftir hann komið út á hverju ári. Uppáhaldsbók Agöthu­bók Ragnars er Murder on the Links. „Ég nefni hana alltaf þegar ég fæ þessa spurningu, en hún kom fyrst út á íslensku á fimmta áratug síðustu aldar undir nafninu Dularfullur atburður. Hún var algjörlega ófáanleg í bókasöfnum og bókabúðum svo ég fór með pabba á Landsbókasafnið til að lesa hana þegar ég var eflaust ekki nema tólf eða þrettán ára. Bókin er mjög skemmtileg sakamálasaga, ein af þeim fyrstu sem Agatha Christie skrifaði, og var síðar endurútgefin á íslensku og hét þá Opna gröfin.“

Ragnar hafði ekki verið búsettur í enskumælandi landi en taldi sig þó geta þýtt skáldsögu. „Ég held að lykillinn að þýðingum sé ekki síst tungumálið sem maður þýðir yfir á, og mér fannst alltaf gaman að skrifa og vinna með íslenskuna, en þarna þegar ég var sautján ára hafði ég líka lesið mikið á ensku,“ segir Ragnar. „Ég átti líka góða að, pabbi og mamma lásu yfir þýðingarnar og sömuleiðis amma og afi, allt saman mikið íslenskufólk.“

Iceland Noir í Iðnó

Fyrr í nóvember á þessu ári var haldin glæpasagna hátíð í Iðnó, þriggja daga hátíð sem Ragnar skipu lagði ásamt þremur félögum sínum úr glæpa sagna heim inum, Yrsu Sigurðardóttur, Lilju Sig urð ar dóttur og Óskari Guðmundssyni.

„Árið 2013 vor um við Yrsa á glæpasagnahátíð í Bretlandi, ásamt Quentin Bates, rithöfundi og þýð anda, en hann þýddi síðar bækur eftir mig yfir á ensku. Þar vorum við spurð hvort slík hátíð væri haldin á Íslandi og þá kviknaði hugmyndin. Sex mánuðum síðar var fyrsta Iceland Noir­hátíðin haldin og þar voru þau Ann Cleeves, höfundur bókanna um lögregluforingjann Veru, og Arnaldur Indriðason heiðursgestir. Vinir okkar að utan, hinir ýmsu rithöfundar, skráðu sig og auðvitað Íslendingar líka, og svo var hátíðin haldin aftur á næsta ári. Peter James var einn heiðursgesta þá og tveimur árum seinna voru þau Sara Blædel og Val MacDermid heiðursgestir hátíðarinnar. Í ár kom m.a. Shari Lapena, höfundur metsölubókarinnar Hjónin við hliðina, en auk hennar voru heiðursgestir Sjón, Eliza Reid og Katrín Jakobsdóttir.“

Sjá einnig: Tækifæri til að komast í nálægð við glæpasagnahöfunda

Hátíðir á borð við þessa eru öllum opnar en þá fara fram pallborðsumræður um hin ýmsu efni og höfunda og setið er fyrir svörum. Í ár voru meðal annars umræður sem forsætisráðherrann okkar, Katrín Jakobsdóttir, stjórnaði en Ragnar, Ármann Jakobsson prófessor sem er með sína eigin glæpasögu í ár og Martin Edwards rithöfundur sátu hjá henni uppi á sviði og umræðuefnið var Agatha Christie og bækur hennar. Þarna er einstakt tækifæri fyrir fólk að hitta mögulega uppáhaldsrithöfundinn sinn erlendis frá. Hægt er að kaupa helgarpassa en að sögn Ragnars er sniðugra fyrir landann að kaupa aðgang að þeim viðburði sem mest lokkar, eða viðburðum, og það kostar lítið, en hátíðin er unnin í sjálfboðavinnu og reynt að hafa hana aðgengilega fyrir alla.

Okkur dreymir um að gera hátíðina að árlegum viðburði.

„Næsta hátíð verður árið 2020 og við erum komin með þrjá heiðursgesti, þau Ann Cleeves, Ian Rankin og Louse Penny en hún er vinsælasti glæpasagnahöfundur Kanada og með þeim vinsælli í Bandaríkjunum líka. Okkur dreymir um að gera hátíðina að árlegum viðburði. Í ár héldum við ball þar sem hljómsveit skipuð breskum glæpasagnahöfundum lék fyrir dansi. Svo var Ísnálin veitt fyrir bestu þýðinguna. Bjarni Gunnarsson þýðandi og Jo Nesbø rithöfundur hrepptu Ísnálina að þessu sinni fyrir glæpasöguna Sonurinn, og tók Bjarni við verðlaunum fyrir hönd þeirra tveggja.“

Pressan sem þufti

Ragnar fær hugmyndir alls staðar að, meðal annars úr blaðagreinum.

Glæpasögur njóta mikilla vinsælda um heiminn og á Íslandi eru ekki mörg ár síðan erlendir krimmar í kiljum fóru að koma út allan ársins hring og seljast eins og heitar lummur. Íslenska glæpasagan er heldur ekki mjög gömul því lengi vel þóttu slíkar bækur ekki nógu trúverðugar á litla Íslandi. Ragnar hóf feril sinn á svolítið óvenjulegan hátt, eða tók þátt í samkeppni. Hann vissi fyrirfram að bókin hans myndi ekki sigra en sendi hana samt inn.

„Bókaútgáfan Bjartur auglýsti eftir hinum íslenska Dan Brown, eða bók í anda Browns, árið 2008. Ég var með bók í huga, ekki í þessum anda en notaði tækifærið og sendi hana inn. Þetta var pressan sem ég þurfti til að klára bókina og konan mín ýtti á eftir mér svo að ég skilaði handritinu á réttum tíma. Enginn íslenskur Dan Brown fannst en Veröld, systurforlag Bjarts, gaf bókina mína út og bað um aðra að ári. Þannig að Fölsk nóta sá dagsins ljós og allt fór af stað,“ segir Ragnar og bætir við að fyrsta glæpasaga Lilju Sigurðardóttur hafi einnig sprottið upp úr þessari Dan Brown­samkeppni.

Ragnar fær hugmyndir alls staðar að. „Blaðagreinar sem ég les geta kveikt hugmynd, þarf oft ekki nema eitt orð, einnig fréttir, samtöl þar sem fólk segir mér sögur en það fólk myndi þó aldrei þekkja þær sögur í bókum mínum, enda kveikja þær yfirleitt einfaldlega hugmyndir að einhverju allt öðru,“ segir Ragnar og brosir en hverja af bókum sínum heldur hann mest upp á? „Uppáhaldsbókin mín er yfirleitt alltaf sú nýjasta … og besta bókin alltaf sú næsta.“

Blaðagreinar sem ég les geta kveikt hugmynd, þarf oft ekki nema eitt orð.

Nýr karakter

Ragnar, áminntur um sannsögli, ertu byrjaður á næstu bók og ætlar þú að leyfa aðalpersónunni að tóra eitthvað áfram? „Já, já, ég er byrjaður á nýrri bók og þar er nýr aðalkarakter, lögreglumaður sem fær að lifa,“ lofar Ragnar og bætir við: „Ari lögreglu maður úr fyrstu bókunum er náttúrlega enn á lífi og ég á til einn fjórða úr bók um hann sem ég klára einhvern daginn. Ég er búinn að hugsa þá sögu alveg til enda en hef ekki enn haft tíma til að skrifa hana.“ Ragnar byrjar alltaf á nýrri bók í september, hann þarf að skila handritinu til útgefandans að vori. Það er lesið yfir um sumarið og gerðar athugasemdir, ef þarf. Hann segir að athugasemdum hafi fækkað með hverri bók, ferlið sé mjög lærdómsríkt og hægt að læra af mistökum sínum.

„Ég myndi aldrei senda frá mér bók nema hún fari í gegnum svona nálarauga, þetta er kannski ekki skemmtilegasti tíminn, það eru skrifin sjálf, en hann er býsna mikilvægur. Una hét t.d. stundum Hulda í nýju bókinni en það var auðvitað lagað í yfirlestri,“ segir Ragnar og hlær.

Hann vinnur sem lögmaður á daginn og þá er það samveran með fjölskyldunni. Um tíuleytið á kvöldin, þegar allt er komið í ró, sest hann við tölvuna og galdrar fram alls kyns plott og persónur. Hefði hann trúað því þegar hann sat í háskóla og lærði lögfræðina að ekki svo mörgum árum seinna yrði hann virtur og vinsæll glæpasagnarithöfundur? „Ég sá aldrei sjálfan mig fyrir mér sem rithöfund, ég ætlaði aldrei að skrifa skáldsögur, ég miklaði það fyrir mér en þetta var alltaf draumurinn,“ segir Ragnar einlægur. „Ég ólst upp við bækur, Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi var föðurbróðir minn, og faðir minn, Jónas Ragnarsson, hefur skrifað bækur, m.a. Daga Íslands og Jólaminningar. Afi skrifaði bækur um Siglufjörð og ekki má gleyma mömmu sem er læknaritari, hún hefur verið mjög dugleg að lesa bækurnar mínar yfir.“

Gott skipulag galdurinn

Minnstu munaði að Ragnar færi í íslensku í háskóla en hann valdi lögfræðina og hefur aldrei séð eftir því. Starfið segir hann vera mjög skemmtilegt, en hann sýslar með fjárfestingarsjóði hjá fjármálafyrirtækinu Gamma. „Lögfræðistarfið er mjög fjölbreytilegt en mér finnst gott að hafa þetta tvennt alveg aðskilið, ég reyni til dæmis að hafa sem fæsta lögfræðinga í bókunum mínum.“

Ragnar segir að gott skipulag sé galdurinn við að skrifa bækur. „Best er að hugsa um bókina í nokkur ár, skipuleggja sig vel og setjast við skriftir þegar maður sér fyrir söguna, að minnsta kosti aðalatriði hennar, það virkar best fyrir mig. Ég skrifa endalaust niður hugmyndir í minnisbækur eða sendi sjálfum mér tölvupóst með hugmyndum, og svo renna þær oft saman í eina bók.“

Lögfræðistarfið er mjög fjölbreytilegt en mér finnst gott að hafa þetta tvennt alveg aðskilið.

Ragnar er giftur Maríu Margréti Jóhannsdóttur sem vinnur sem almannatengill hjá Wow air, mest í tengslum við markaði félagsins í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þau eiga dæturnar Kiru, átta ára, og Natalíu, fjögurra ára. Spurning hvort rithöfundurinn segi dætrunum ekki spennandi sögur á kvöldin? „Jú, ég segi þeim oft sögur en skrifa þær ekki niður. Ég var eitt sinn með hugmynd að barnabók en ég verð að viðurkenna að ég ver alltaf öllum þeim tíma sem ég gef mér til skrifta í glæpasögurnar.“

Jólin hjá Ragnari og fjölskyldu eru hefðbundin. „Við verðum heima og með hamborgarhrygg í matinn að vanda. Eftirrétturinn er sjaldnast sá sami en við erum alltaf með möndlugraut í forrétt. Dæturnar fá möndluna ótrúlega oft,“ dæsir Ragnar brosandi og segir að þegar komi að því að kaupa jólatré kaupi hann helst stærra jólatré en komist fyrir í stofunni.

„Skemmtilegast er að þurfa að saga það aðeins til svo það passi akkúrat. Fyrir tveimur árum skar ég reynd ar næstum af mér fingurinn við þær æfingar. Svo horfi ég nú oft á sömu gömlu jólamynd irnar á aðventunni, mæli sérstaklega með Die Hard I og II, og The Man who Came to Dinner frá 1942. Já, svo eru jólakveðjurnar á Rás 1 ómissandi á Þorláksmessu og útvarpsmessan á aðfangadagskvöld, bara allt þetta klassíska íslenska,“ segir Ragnar að lokum.

Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

Kynlífið kryddað fyrir 500.000 krónur

|
|

Leikkonan Gwyneth Paltrow hvetur fólk til að krydda kynlífið með réttu tólunum.

Þetta kynlífstæki er til sölu á vefnum Goop, það kostar 3,490 dollara.

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur sett saman sérvaldan pakka með kynlífstækjum og tengdum varningi fyrir lífsstílsvef sinn. Allar vörurnar í pakkanum eru til sölu á heimasíðunni Goop. Pakkinn, sem Paltrow kallar „dirty weekend sex kit“, kostar í heild sinni upphæð sem nemur um 500.000 krónum.

„Við erum alltaf til í að prófa eitthvað sem gefur okkur meira sjálfsöryggi og ævintýraþrá í svefnherberginu,“ segir í grein þar sem pakkinn er kynntur til leiks.

Pakkinn samanstendur af fimm hlutum sem eiga að krydda kynlífið. Dýrasti hluturinn á listanum er gyllt kynlífstæki frá merkinu Lelo, það kostar 3,490 dollara.

Á listanum er einnig að finna nuddolíu, smokka, fjaðurhring og sleipiefni.

Wall Street bregst við MeToo-byltingunni með því að útiloka konur

Frá Wall Street í Bandaríkjunum

Ekki fleiri kvöldverðir með kvenkyns samstarfsfélögum. Ekki sitja við hlið þeirra í flugi. Bókið hótelherbergi á sitt hvorri hæðinni. Forðist fundi undir fjögur augu.

Þetta er á meðal þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til í fjármálaheiminum vestan hafs í kjölfar MeToo byltingarinnar að því er fram kemur í úttekt Bloomberg. Þar segir að flest öll viðbrögð á Wall Street, þar sem karlamenningin var mjög ríkjandi fyrir, miði beinlínis að því að gera konum lífið enn erfiðara.

Er talað um Pence-áhrifin í því samhengi og vísað til ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem sagðist aldrei snæða máltíð með konu án þess að eiginkona hans sé viðstödd. Í Íslandi gæti þetta útlaggst sem Kristins-áhrifin með vísan í máls Kristins Sigurjónssonar sem var rekinn úr starfi sem lektor við HÍ eftir að hann stakk upp á vinnustaðir landsins yrðu kynjaskiptir.

Úttekt Bloomberg er byggð á viðtölum við 30 hátt setta stjórnendur á Wall Street og kemur þar fram að margir þeirra eigi í vandræðum með að bregðast við MeToo byltingunni. Einn þeirra orðar það sem svo að það felist í því „óþekkt áhætta“ að ráða konur til starfa. Má segja að áhrifin hafi orðið þveröfug við það sem eðlilegt hefði talist, það er að Wall Street sé orðinn meiri „strákaklúbbur“ en fyrir MeToo byltinguna.

Ákveðins ótta gætir meðal karlkyns stjórnenda. Þannig segist einn þeirra ekki halda fundi með konum í gluggalausu herbergi á meðan annar fór að ráðum eiginkonu sinnar og bókar ekki fundi með konum sem eru yngri en 35 ára. Þá er konum sjaldnar boðið í drykki eftir vinnu sem um leið gefur þeim færri tækifæri á að byggja um tengslanet sitt.

Að sama skapi veigra karlmenn sér við að gerast leiðbeinendur ungra kvenna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjármálaheiminum. Það hefur svo enn frekari áhrif á framgang kvenna í metorðastiganum.

Þetta á þó ekki við alls staðar og líklega kemst Ron Biscardi hjá Context Capital Partners að einföldustu nálguninni. Hann segist vissulega hafa íhugað að hætta að bóka fundi með yngri konum eða að skilja eftir hurðina opna og bjóða þriðja aðila til fundarins. En niðurstaðan hans var sú augljósasta. „Bara ekki vera asni. Það er ekki svo flókið.“

„Fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið“

Í nýrri auglýsingu frá Íslenska gámafélaginu er skotið á Sorpu og gefið í skyn að Sorpa vilji „vernda plastið“.

Í nýrri auglýsingu frá Íslenska gámafélaginu eru fjallað um skaðsemi plastsins. Í auglýsisingunni er skotið föstum skotum á Sorpu og umdeild ummæli Björns H. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Sorpu. Hann sagði „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti.“

„Plastmengun en mikið vandamál hér á landi og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir m.a. í auglýsingunni.

Íslenska gámafélagið bendir á að plast brotnar ekki niður í umhverfinu heldur verður að minni einingum og á endanum smýgur inn í vistkerfið.

Birgir Kristjánsson, líffræðingur og umhverfisstjóri íslenska gámafélagsins. „Þar sem plastið er ekki náttúrulegt efni þá getur náttúran ekki brotið þetta almennilega niður og myndar jafnvel örplast eða míkróplast sem að á síðan leið inn í fæðukeðjuna okkar.“

Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan:

„Svolítið skrýtið að sjá sig í fjölmiðlum í öðru landi“

Íslenski klámmyndaleikarinn Stefan Octavian Gheorge fór í viðtal í gær við sjónvarpsþáttinn Antena Stars sem er nokkuð vinsæll í Rúmeníu.

Íslenski klámmyndaleikarinn Stefan Octavian Gheorge er staddur í Rúmeníu þessa stundina til þess meðal annars að heimsækja blóðmóður sína. Stefan á rætur sínar að rekja til Rúmeníu en hann var ættleiddur þaðan árið 2000. Hann hafði upp á blóðmóður sinni í gegnum þáttinn Leitin að upprunanum sem sýndur var á Stöð 2 í fyrra.

Skömmu eftir að hann kom til Rúmeníu á dögunum fékk hann fyrirspurn í gegnum Instagram frá sjónvarpsþættinum Antena Stars sem er nokkuð vinsæll í Rúmeníu. Honum var boðið í viðtal. Stefan þáði það og veitti fylgjendum sínum á Snapchat innýn inn í ferlið í gær. Í viðtalinu var farið yfir sögu Stefans sem rataði í rúmenska fjölmiðla á þeim tíma sem hann fór til Rúmeníu með þann tilgang að finna blóðforeldra sína.

Eftir viðtalið, sem sýnt var í gær, var Stefani svo boðið í slökun í heilsulind og var hann himinlifndi með það. „Það er svolítið skrýtið að sjá sig í fjölmiðlum í öðru landi, pínu skrýtið,“ sagði hann á Snapchat áður en hann skellti sér í sund í heilsulindinni.

Viðskiptavinum Klausturs fjölgað mikið

Viðskiptavinum Klausturs hefur fjölgað mikið síðan barinn rataði í fjölmiðla í tengslum við leyniupptökumálið svokallaða.

Lísa Óskarsdóttir, rekstrarstjóri vínbarsins Klausturs, segir leyniupptökumálið eða klausturgate-málið, sem fjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum undanfarið, hafi svo sannarlega orðið til þess að viðskiptavinum Klausturs hefur fjölgað til muna. „Þetta mál hefur vakið mikla athygli á barnum og við fundum fyrir aukinni aðsókn síðustu helgi. Það var alveg klikkað að gera,“ segir hún.

„Hingað til höfum við verið svolítið falin. Við höfum ekki mikið verið að auglýsa okkur, þetta hefur alltaf verið rólegur bar og fólk hefur getað komið hingað og spjallað án þess að þurfa að öskra yfir borðið.“ Þess má geta að Klaustur bar opnaði árið 2014. „En við erum auðvitað hæstánægð með að fólk viti af okkur núna.“

Hingað til höfum við verið svolítið falin.

Lísa segir marga viðskiptavini vera forvitna um hvar þingmennirnir sem komu að málinu sátu umrætt kvöld. „Fólk sem mætir er forvitið og það er hiklaust gert grín. Fólk reynir að hafa húmor fyrir þessu.“

Starfsmenn Klausturs hafa einnig reynt að slá á létta strengi eftir að upptökur af þingmönnunum rötuðu í fjölmiðla og nýtt sér samfélagsmiðla til að gera grín af málinu. „Það er ekkert annað hægt að gera.“

Mynd / Facebook Klausturs

Sjá einnig: Virðum einkalíf þingmanna en almannahagsmunir vega þyngra

Gerðist Gunnar Bragi sekur um mútuþægni?

||

Höfundur / Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.

Ómar R. Valdimarsson. Mynd / Gassi Ólafsson

Í umræðum um afdrifaríka kvöldið á Klaustri bar hefur verið töluvert fjallað um það þegar Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrum utanríkisráðherra, ræddi við drykkjufélaga sína um skipan Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar í embætti sendiherra. Í umræðunni hefur m.a. verið látið að því liggja, að með embættisfærslum sínum hafi Gunnar Bragi þarna brotið lög, þ.á.m. 128. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í 1. mgr. þeirrar lagagreinar segir:

„Ef opinber starfsmaður, alþingismaður eða gerðarmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“

Þegar fyrri ummælin um skipan sendiherra eru skoðuð, er ólíklegt að hægt sé að fullyrða, að Gunnar Bragi sé að gangast við því að hafa brotið gegn framangreindu hegningarlagaákvæði. Í upptökunni, sem m.a. hafa verið gerð góð skil af Kvennablaðinu, segir Gunnar Bragi í fyrri hluta þessa samtals:

„Þegar ég ákvað það að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington, það var í fyrsta lagi … við ákváðum þetta saman, skilurðu … Ég ræddi það síðan sem … Það hefur ekki skemmt. … Þeim fannst þetta nú ekki … Ég fór og ræddi þetta við náttúrulega, ég ræddi þetta við alla flokka í sjálfu sér. Ég man ekki hvort ég hafi sagt … Ástæðan var sú að ég sá strax það að ég gæti ekki skipað Geir einn sendiherra. Ég gæti ekki … einan. Það yrði of þungur biti fyrir þingið og allt þetta. Þannig að ég gerði Árna Þór að sendiherra.“

Þrátt fyrir að framangreind ummæli teljist varla brjóta gegn ákvæði almennra hegningarlaga, mætti setja þau í samhengi við a-lið 1. mgr. 10. gr. laga um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Í ákvæðinu segir:

„Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum:

  1. a. ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín.“

Framangreint lagaákvæði yrði ávallt að skoða með tilliti til þeirra hátternisreglna, sem um störf ráðherra gilda. Þar er nærtækast að líta til ákvæðna siðareglna ráðherra nr. 360/2011 (sem rétt er að taka fram að aldrei voru staðfestar af ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar). Í framangreindum siðareglum er fjallað með nokkuð ítarlegum hætti um hagsmunatengsl, hagsmunaárekstra, háttsemi og framgöngu ráðherra. Rauður þráður reglnanna er að ekkert skal það aðhafast, sem varpað gæti skugga á trúverðugleika ráðherra, það hvort hann sé öðrum háður eða hvort hann sé að nýta sér stöðu sína til þess að ota sínum tota. Þegar reglurnar eru lesnar með hliðsjón af áðurnefndri lagagrein laga um ráðherraábyrgð, er ekki ónærtækt að telja að annað hafi ráðið för hjá Gunnari Braga en faglegt mat á hæfni Árna Þórs og Geirs Haarde til þess að gegna embættunum.

Gunnar Bragi.

Nú er það hins vegar svo, að sök skv. lögum um ráðherraábyrgð fyrnist á þremur árum og ráðherrar verða aðeins dregnir til ábyrgðar skv. 14. gr. stjórnarskrárinnar, eftir að Alþingi hefur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Með vísan til þessa verður að telja að þessi angi málsins sé úti.

Víkur nú sögunni að því gagngjaldi, sem Gunnar Bragi vildi fá persónulega, fyrir skipun Geirs í embætti sendiherra. Í seinni hluta samtalsins á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi:

„Þegar ég á fund með Bjarna í forsætisráðuneytinu, nei í fjármálaráðuneytinu, og ég segi við Bjarna: Bjarni, algjörlega sjálfsagt, auðvitað geri ég Geir að sendiherra. Hvað segi ég við Bjarna? Bjarni, mér finnst bara sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“

Bjarni, algjörlega sjálfsagt, auðvitað geri ég Geir að sendiherra.

Óhjákvæmilegt er að horfa til áðurnefndrar 128. gr. almennra hegningarlaga þegar þessi orð eru skoðuð. Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu en að þarna sé Gunnar Bragi að greina frá því, að hann hafi verið að láta lofa sér ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns. Brot gegn þessu ákvæði varðar allt að 6 ára fangelsi.

Rétt er að geta þess, að Bjarni Benediktsson segir að þessi frásögn sé þvættingur, a.m.k. að svo miklu leyti sem að Gunnar Bragi eigi nokkuð inni hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir skipan Geirs sem sendiherra. Allt að einu, gæti dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðinu, með því einu að Gunnar Bragi hafi gert kröfu um loforð frá Bjarna Benediktssyni, algjörlega óháð því hvort loforðið hafi verið gefið eða jafnvel að Bjarni hafi sagt honum að éta það sem úti frýs. Ákvæðið yrði tæplega skýrt svo þröngt af dómstól, að til þess að brotið hefði verið gegn því hefði þurft að koma samþykki fyrir kröfunni um ávinninginn.

Að öllu framangreindu sögðu má velta því fyrir sér, hvort það sé enn hægt að ákæra Gunnar Braga fyrir brot gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, að undangenginni rannsókn á brotinu. Gunnar Bragi skipaði Geir og Árna sendiherra 30. júlí 2014. Miðað við frásögn Gunnars Braga sjálfs má gera að því skóna að fundur hans með Bjarna hafi átt sér stað einhvern tíma þar á undan. Brot gegn ákvæði 128. gr. hegningarlaga fyrnist á 10 árum, sbr. 3-lið 1. mgr. 81. gr. laganna. Til þess að rannsókn geti hafist þarf lögreglunni ekki að berast nein kæra frá forsætisnefnd Alþingis, eins og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu virðist halda. Á lögreglu hvílir frumkvæðisskylda til þess að rannsaka þau afbrot sem kunna að vera framin í landinu. Það er ekki nema í undantekningartilvikum sem lögregla rannsakar ekki afbrot nema að undangenginni kæru, s.s. frá Fjármálaeftirlitinu eða Samkeppniseftirlitinu.

Með vísan til alls þessa er ljóst að Gunnar Bragi er ekki hólpinn, vilji rannsakendur skoða málið frekar.

Sjá einnig: Vandræðalegt karlagrobb en kallar ekki á afsagnir

Lýsingin gegnir lykilhlutverki

Sandra Dís Sigurðardóttir er innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður og ein af fáum sem er hvort tveggja hér á landi. Fasteignablaði Mannlífs lék forvitni að vita meira um áherslur og verkefni Söndru Dísar og hvort það væri ekki mikill kostur að samþætta þessi tvö starfsheiti þegar kemur að því að hanna rými.

Getur þú sagt okkur frá nýlegu verkefni sem er þér hugleikið og hvar þú fékkst innblásturinn? „UMI Hótel opnaði í ágúst 2017 en hönnunin á því er mikið til sótt í náttúruna og liti hennar. Ég notaði haustlitina töluvert í hönnuninni ásamt formum og áferð úr náttúrunni eins og til dæmis mosann og stuðlabergið.“

UMI Hótel opnaði í ágúst 2017.

Skiptir lýsing miklu máli? „Hún gegnir lykilhlutverki í hönnun á öllum rýmum. Um leið og rökkva tekur gegnir hún mikilvægu hlutverki í að skapa stemningu. Með réttri lýsingu er sömuleiðis hægt að hafa áhrif á vinnuafköst hjá starfsfólki og nemendum ásamt því að hún getur hjálpað til við bata hjá sjúklingum.“

Hvað hefur þú í huga þegar þú hannar og innréttar með lýsingu í huga? „Ég spyr mig að því hvaða hlutverki þetta rými gegnir, hver muni nota það og hvort sérstakar lýsingarkröfur séu gerðar til þessa rýmis. Með mismunandi lýsingarkröfum á ég við að það eru öðruvísi staðlar ef um er að ræða lýsingu á skrifstofu eða á hjúkrunarheimili, svo dæmi sé tekið.“

Lýsingin setur punktinn yfir i-ið hér.

Ertu hrifin af opnum rýmum þar sem eldhús, stofa og borðstofa tengjast saman? „Ég er persónulega hrifin af þannig rýmum en það hentar ekki öllum. Það getur verið gott fyrir suma ef möguleiki er á að stúka eldhúsið aðeins af. Einnig er hægt að hafa eldhústækin innbyggð að miklu leyti þannig að eldhúsið falli betur inn í stofuna.“

Lumar þú á góðum lausnum þegar velja á lýsingu í hin ýmsu rými? „Það þarf að skoða hvort það séu eitthverjir ákveðnir hlutir sem við viljum lýsa upp, til dæmis málverk eða listaverk. Einnig hvar við viljum geta dimmað lýsinguna. Mikilvægt er að huga að lýsingunni meðal annars inni á baðherbergi þar sem þörf er á góðri og jafnri lýsingu á andlitið fyrir förðun.“

Skiptir máli hvernig lýsing er valin í stofu? „Í stofunni er mest verið að hugsa um stemningslýsingu. Þar skiptir útlitið á lömpunum miklu máli fyrir útlitið á stofunni en nauðsynlegt þykir mér að hægt sé að dimma þá lampa sem þar eru. Einnig er gott að hafa nokkrar týpur af lömpum, til dæmis hangandi, loftlampa og standlampa til að skapa mismunandi stemningu.“

Sandra mælir með að nota nokkrar týpur af ljósgjöfum í stofur.

Skiptir litaval máli hvað varðar lýsingu og stærð? „Endurkast er mismikið eftir litum þannig að ef valdir eru dökkir litir inn í rými draga þeir í sig birtuna og þarf þar af leiðandi meiri lýsingu en ef rýmið er ljóst. Fólk þarf ekki að vera hrætt við að mála í litum heima hjá sér, það gefur oftast meiri hlýju inn í rýmið og minnkar það ekki eins og margir eru hræddir um.“

Mynd / Hallur Karlsson

Sandra Dís útskrifaðist frá Istituto Europeo di Design í Mílanó árið 2011 sem innanhússarkitekt. Að loknu námi fór hún í starfsnám í Helsinki á innanhússarkitektastofu að nafni Studio Arcibella. Eftir að hún flutti heim til Íslands hafði Sandra Dís lokið námi við lýsingarhönnun og vinnur við hana hjá Lisku ásamt því að vinna sjálfstætt sem innanhússarkitekt. Hún heldur úti síðu á Facebook og heimasíðan hennar opnar bráðlega.

Michelle Obama gefur Meghan Markle góð ráð

Michelle Obama ráðleggur Meghan Markle að taka því rólega í nýju hlutverki.

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, gefur Meghan Markle, hertogaynjunni af Sussex, ráðleggingar í viðtali við tímaritið Good Housekeeping. „Líkt og ég, þá hafði Meghan örugglega ekki getað ímyndað sér að hún myndi lifa svona lífi,“ segir Michelle.

„Pressan sem þú ert undir, pressa frá sjálfri þér og öðrum, getur verið yfirþyrmandi. Mitt helsta ráð er að taka sér sinn tíma og ekki flýta sér um of,“ ráðleggur Michelle.

Mitt helsta ráð er að taka sér sinn tíma.

Þá lýsti hún fyrstu mánuðum sínum í Hvíta húsinu og hvernig hún einbeitti sér að því að hugsa um dætur sína tvær áður en hún tók að sér metðanarfull verkefni sem forsetafrú. „Ég held að það sé allt í lagi, gott jafnvel, að gera þetta svona.“

Meghan, sem giftist inn í bresku konungsfjölskylduna í sumar, hefur nú þegar tekið að sér hin ýmsu verkefni síðan hún varð hertogayngja og virðist Michelle hafa einhverjar áhyggjur af henni. Hún benti á að Meghan fái nú endalaus tækifæri til að láta gott af leiða í þessu nýja hlutverki og þurfi að velja vel. Hún tók þá fram að hún hefur fulla trú á Meghan.

Sjá einnig: Karl Bretaprins leiðir Meghan upp að altarinu

Fólkið á Twitter um #klausturgate-málið

Þetta hefur fólk á Twitter að segja um #klausturgate-málið svokallaða.

Undanfarna daga hefur umræðan á Twitter að miklu leyti snúist um gróf og móðgandi ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem náðust á upptöku.

Samræðurnar sem náðust á upptöku eru með ólíkindum og svörin sem þingmennirnir gefa eftir að upptakan rataði í fjölmiðla eru stórfurðuleg.

Landsmenn hafa fylgst undrandi með þróun mála og allir virðast hafa skoðun á því. Málið hefur verið kallað #klausturgate-málið á samfélagsmiðlum.

Hér fyrir neðan er lítið brot af því sem fólk hefur um málið að segja.

https://twitter.com/raggihans/status/1069559517711454208

Ný þingkona hristir upp í húsinu

Alexandria Ocasio-Cortez hefur komið eins og stormsveipur inn í bandarísk stjórnmál.

Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez leiðir nú hóp framsýnna demókrata sem krefjast þess að gerður verði nýr grænn sáttmáli „New Green Deal“ sem gengur út á útfösun jarðefnaeldsneytis og að sköpun umhverfisvænna starfa. Fyrir skömmu tók hún þátt í mótmælum í tengslum við loftslagsbreytingar og skort á aðgerðum demókrata í þinginu á skrifstofu Nancy Pelosi, sem er hennar flokkssystir og leiðir demókrata í húsinu. Sama dag tilkynnti hún að hún myndi í prófkjörum fyrir kosningar 2020 styðja aktívista sem ætla fram úr röðum demókrata. Með því lýsir hún yfir vantrausti á nýja samstarfsmenn sína, núverandi sitjandi fulltrúa demókrata.

Ocasio-Cortez er í hópi sósíal-demókrata enda vann hún í kosningabaráttu Bernie Sanders. Hún var kosin á þing í fjórtánda umdæmi New York borgar. Merkilegt nokk var hún líka kosin sem fulltrúi fimmtánda umdæmis í prófkjöri demókrata, þó hún væri ekki einu sinni í framboði þar. Því þurfti hún að velja um kjördæmi. Augljóst er að hún á sér marga fylgjendur í borginni.

Alin upp af einstæðri móður í Bronx

Þingkonan er nýorðin 29 ára og hefur þar með sett met sem yngsta kjörna þingkonan í ameríska þinginu. Hún er fædd í Bronx, alin upp af einstæðri móður sem þurfti að skrúbba klósett og harka til að eiga fyrir reikningum. Ung fór Ocasio-Cortez að hjálpa við heimilishaldið m.a. með því að vinna á bar. Kosningabarátta hennar hefur mikið snúist um að hún ætli að standa með sinni stétt, færa valdið til fólksins og hún sé málsvari almennings og breytinga í bandarískum stjórnmálum. Andstæðingar hennar hafa þegar ráðist á hana m.a. með því að vega að því að hún sé málsvari láglaunafólks, með því að nota jakka sem hún klæddist í þinginu, með dylgjum um að hann væri of fínn.

Innan Washington hefur hún verið að þyrla upp ríkjandi hefðum, vill opna störf þingsins fyrir almenningi og gera þingið mannlegra með því að nota samfélagsmiðla í meira mæli. Ocasio-Cortez er orðin stjarna á stuttum tíma á smáforritinu Instagram með um milljón fylgjendur. Áðurnefnd Nancy Pelosi, sem hefur í áratugi verið í bandarískum stjórmálum og sem leiðir demókrata í þinginu, hefur til samanburðar aðeins um 130.000 fylgjendur.

Það verður áhugavert að fylgjast með Ocasio-Cortez og nýjum þingmönnum demókrata á næstu misserum, en athygli vekur að sósíalismi er að riðja sér til rúms í bandarískum stjórnmálum. Skilaboð þessa nýju þingmanna eru talin róttæk og ekki kerfislæg, en það var talinn einn helsti styrkleiki Trump og há Hillary Clinton að hún væri of kerfislæg. Hvort sterka mótvægið sem nær að velta Donald Trump úr sessi sé fólgið í sterkum sósíalisma verður að koma í ljós.

Mynd / Af Facebook síðu Alexöndiu

Kápa og strigaskór, skyldueign í skápnum

|||
|||
„Plain gulllituðu hoops-eyrnalokkarnir mínir eru í miklu uppáhaldi og svo Vera Design-eyrnalokkarnir mínir en ég hef notað þá nánast daglega síðan ég fékk þá.“

Sunneva Sif Jónsdóttir bar sigur úr býtum sem fyrsta Queen Beauty Universe og undirbýr sig fyrir keppnina sem haldin verður í Valencia nú í lok nóvember. Að hennar mati þurfa allar konur að eiga fallega kápu og flotta strigaskó.

„Ég hef alltaf verið frekar mikil strákastelpa, elskað hettupeysur og strigaskó,“ segir Sunneva þegar hún er beðin um að lýsa sínum persónulega stíl. „En mér finnst líka alltaf gaman að hafa mig til og vera fín annað slagið.

Efst á mínum óskalista þessa stundina eru Billi bi-ökklaskór sem ég sá í GS skóm nú fyrir stuttu en svo langar mig líka í einhverja fallega kápu fyrir haustið. Að mínu mati ættu allar konur að eiga fallega kápu í fataskápnum sínum sem og flotta strigaskó.

„Leðurjakkinn er óumdeilanlega mín uppáhaldsflík en hann er frá Pull and Bear. Hann er oversized og passar við allt. Leitaði lengi að hinum fullkomna leðurjakka og fann hann svo loksins á Asos og var í skýjunum.“

Hér á Íslandi finnst mér skemmtilegast að versla í Zöru en annars skoða ég líka mikið á Netinu, á Asos. Þegar ég ferðast í útlöndum kíki ég alltaf í Monki, Bershka og Urban Outfitters.“

Aðspurð hvaða konur veiti Sunnevu innblástur nefnir hún fyrst Emmu Watson. „Hún er mögnuð kona en tískulega séð myndi ég segja Gigi Hadid.“


„Sú flík sem hefur mesta tilfinningalega gildið er stúdentskjóllinn minn.“

 

Bannsvæði víða um heim

||||
||||

Þegar við ferðumst viljum við flest reyna að sjá sem mest og fá eins mikið út úr ferðalaginu og hægt er. Sums staðar rekumst við þó á veggi því margir staðir í heiminum hafa takmarkað aðgengi og önnur eru harðlokuð almenningi. Hér má lesa um nokkur þeirra og Ísland á að sjálfsögðu sinn fulltrúa.

 

Bohemian Grove

Bohemian-klúbburinn í Monte Rio, Kaliforníu samanstendur af ríkasta og valdamesta fólki heims. Á stórri og skógivaxinni landareigninni getur það skemmt sér án þess að almúginn flækist fyrir. Það kostar 25 þúsund dollara að ganga í klúbbinn og árgjaldið er 5 þúsund dollarar. Ekki fær þó hver sem er að verða meðlimur og þeir sem reyna að lauma sér óboðnir inn á svæðið verða umsvifalaust handteknir. Athyglisverður klúbbur sem er sagður búa yfir mörgum leyndarmálum.

 

Lascaux-hellamyndirnar

Hinn átján ára Marcel Ravidat, ásamt þremur vinum sínum, fann hellinn með þessum forsögulegu hellamyndum þann 12. september 1940. Átta árum síðar voru hellarnir opnaðir almenningi og allt að 1200 manns heimsótti þá daglega. Um 2000 myndir/fígúrur er að finna á veggjunum, bæði af mönnum og dýrum og einnig abstrakttákn. Myndirnar eru taldar vera rúmlega 17 milljón ára gamlar. Strax árið 1955 var komið í ljós að þessi umgangur fór illa með minjarnar en það var ekki fyrr en árið 1963 sem hellunum var lokað almenningi.

 

Örkin hans Nóa á Svalbarða

Á norsku eyjunni Svalbarða er að finna hvelfingu sem byggð er langt inn í fjall. Hún geymir miklar fræbirgðir í öryggisskyni ef eitthvað alvarlegt gerist í heiminum og hungursneyð blasir við. Aðeins starfsmenn og stöku vísindamenn fá aðgang að hvelfingunni en of áhættusamt þykir að hleypa öðrum þar inn. Um 865 þúsund frætegundir alls staðar að í heiminum er að finna þar. Meira að segja Norður-Kórea á þarna innlegg. Fræhvelfingin var tekin í notkun árið 2008 og þegar hefur ein úttekt farið fram, þegar frægeymsla Sýrlendinga í Aleppo var eyðilögð í sprengjuárás fyrir nokkrum árum.

 

Svæði 51

Bandaríkjamenn hafa loks viðurkennt tilvist þessa staðar í Nevada eftir áralangar klikkaðar samsæriskenningar um hann. Það þýðir þó ekki að almenningur sé velkominn þangað.

 

Menwith Hill 

Vissulega getur maður ekki spígsporað inn í hvaða herstöð sem er. Almenningur er þó sérlega óvelkominn á herstöð breska flughersins í Norður-Yorkshire í Bretlandi þar sem hin bandaríska NSA-leyniþjónusta hefur aðstöðu en leyndin er aðalsmerki hennar. Hún er sögð mikilvægasta herstöð Bandaríkjanna á erlendri grund. Stærsta hlerunarstöð heims?

 

Skjalasafn Vatíkansins

Í þessu leynda safni eru geymd flest þau skjöl sem Páfastóll hefur sankað að sér. Hluti safnsins var opnaður árið 1922 og nokkru síðar sá sem tengist seinni heimstyrjöldinni. Mikil leynd hefur hvílt yfir stærstum hluta safnsins og margar samsæriskenningar hafa orðið til um hvað það hefur að geyma.

 

Surtsey

Eyjan varð til í eldgosi sem hófst árið 1963 og hefur verið friðlýst frá 1965. Markmiðið var að tryggja að þróun eyjarinnar verði eftir lögmálum náttúrunnar, að landnám plantna og dýra, framvinda lífríkis og mótun jarðmyndana verði með sem eðlilegustum hætti og truflun af völdum manna sem minnst. Óheimilt er að fara í land eða kafa við eyna nema til rannsókna og verkefna þeim tengdum og þá aðeins með skriflegu leyfi Umhverfisstofnunar. Siglingar í kringum Surtsey eru þó heimilar. Þess má geta að Vestmannaeyingar vildu ólmir að eyjan fengi nafnið Vesturey en fengu ekki.

 

Hvítukarlaklúbburinn í London

Hann heitir White’s Gentleman’s Club, og þar drekkur og spilar bresk karlkynselíta. Umsækjendur þurfa samþykki 35 meðlima og árgjaldið er himinhátt.

 

Ilha da Queimada Grande

Brasilísk eyja sem er sundurgrafin af nöðrum og þarf ekki annað en að ganga nokkur skref til að eiga á hættu að missa lífið. Aðeins örfáir vísindamenn hafa leyfi til að heimsækja þessa snákaeyju.

 

Niihau

Þessi eyja er ein af Havaí-eyjaklasanum. Ástæðan fyrir því að enginn má koma þangað er sú að hún er í einkaeign. Um 130 manns búa þar en aðeins þeir sem Robinson-fjölskyldan býður mega koma í heimsókn.

 

Jiangsu-alþjóðaleynifræðslusafnið

Jiangsu National Security Education Museum er staðsett í Nanjing í Kína og er eingöngu opið kínverskum almenningi. Öllum öðrum er úthýst vegna viðkvæmra njósnaupplýsinga sem þar er að finna.

 

Heard-eyja

Aðeins 400 manns er leyft að heimsækja þessa áströlsku eyju ár hvert. Bátur fer þangað á tveggja vikna fresti yfir úfinn sjó og veðurfarið er svo ömurlegt að frekar fáir eru hvort eð er spenntir fyrir að berja eyjuna augum.

Raddir