Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Kominn tími til að spila nýju lögin

Fluttur frá Súðavík til Ísafjarðar.

Mugison í Bæjarbíói.

„Eitt af áramótaheitunum var að spila oftar með hljómsveitinni, til hvers að vera með bestu hljómsveit í heimi ef hún spilar ekkert opinberlega? Það er náttúrlega bara rugl. Svo er ég búinn að semja slatta nýjum lögum á íslensku sem við þurfum að fá að spila fyrir ykkur sem allra allra fyrst, hananú.“

Þetta segir tónlistarmaðurinn Mugison sem ætlar að blása til heljarinnar tónleika í Bæjarbíói, í kvöld, laugardaginn 30. mars.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is, en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21.

Veit ekkert um afdrif föður síns

|
|

Zainab Safari, tólf ára bróðir hennar og móðir þeirra þrá að setjast að á Íslandi eftir líf á flótta. Von þeirra um það fer hins vegar ört þverrandi, eftir að að íslensk stjórnvöld hafa  hafnað því að taka mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar og þar með að skoða möguleikann á því að þau eigi þess kost að setjast að hér á landi.  Nú eru líkur á að fjölskyldan endi á götum Grikklands.

Zainab Safari komst til Íslands eftir miklar hrakningar.

Zainab er afgönsk að uppruna en hefur þó aldrei búið í sínu stríðshrjáða heimalandi, heldur er hún fædd á flótta í Íran árið 2004. Hún bendir reyndar á að eftir þarlendu tímatali sé hún fædd árið 1384. „Þegar ég fæddist í Íran voru foreldrar mínir á flótta undan stríðinu í Afganistan og þar er enn stríð. Þannig að það er fátt sem bendir til þess að það komi til með að breytast. Við vorum í tólf ár í Íran og Amir bróðir minn er líka fæddur þar en hann er tveimur árum yngri en ég. Lífið í Íran var skelfilegt og þess vegna ákváðu foreldrar mínir að leggja á flótta til Evrópu í von um betra líf og einhverja framtíð, sérstaklega fyrir mig og bróður minn.“

Ferðin frá Íran til Evrópu var gríðarlega erfið enda fóru þau fyrst fótgangandi frá Norður-Íran eftir erfiðum vegum og fjallendi til Tyrklands en þaðan tókst þeim svo að komast með báti til Grikklands. Þegar þangað var loksins komið tók þó ekkert annað við en vonbrigði og skelfilegar aðstæður. Zainab segir að fyrst eftir að þau komu til Grikklands hafi þau verið sett á hótelherbergi en það hafi aðeins varað í nokkra mánuði á meðan verið var að setja upp flóttamannabúðir þangað sem þau voru svo flutt í framhaldinu. En lífið í flóttamannabúðunum reyndist vera í alla staði skelfilegt. „Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

„Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum beri ríkjum að sinna þeim flóttamönnum sem hafa fengið alþjóðlega vernd til jafns við eigin þegna er það þó alls ekki raunin í Grikklandi. Herfilegt efnahagsástand í landinu á síðustu árum á sinn þátt í því og við slíkar aðstæður blossa oft upp kynþáttafordómar, skipulögð glæpastarfsemi með fíkniefnasölu og vændi á götum borganna og þannig mætti áfram telja. Staðreyndin er að þetta eru að öllum líkindum þær götur og þær aðstæður sem bíða Zainab og fjölskyldu hennar verði þau send aftur til Grikklands.

Aðspurð um hvað henni finnist um Ísland og það sem á daga hennar hefur drifið síðan hún kom hingað í september segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.“

Zainab segir að stuðningur skólasystkina hennar, sem hrintu af stað undirskriftasöfnun svo að fjölskyldunni yrði ekki vísað úr landi, hafi glatt hana mikið. „Þetta gerir mig hamingjusama. Það er gott að finna stuðning og að allt þetta fólk reynir að hjálpa til. Núna vona ég bara að ég og mamma og bróðir minn fáum að vera hérna áfram og eignast framtíð. Það er draumurinn.“

Zainab segir að óneitanlega sé hún hrædd við það sem gerist næst. „Ef við verðum send aftur til Grikklands eigum við okkur ekkert líf. Þar eigum við enga framtíð. Það er eflaust fínt að koma til Grikklands sem ferðamaður og skoða landið, eiga peninga og vera að ferðast, en það er ekki það sem bíður okkar. Það Grikkland sem bíður okkar er allt annað og þar er ekki gott að búa.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Aldís Pálsdóttir réttur ljósmyndari

Leiðrétting.

Þau leiðu mistök urðu við prentun síðasta Mannlífs að rangt var farið með nafn ljósmyndara á mynd af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það var Aldís Pálsdóttir sem tók þessa dásamlegu mynd af ráðherranum fyrir Mannlíf síðasta sumar. Myndin var tilnefnd í flokki portrettmynda á árlegri sýningu blaðaljósmyndara sem nú fer fram í Smáralind, Myndir ársins 2018. Sýningin stendur til 4. apríl og við hvetjum alla til að fara og skoða.

Katrín Jakobsdóttir, svo einlæg og eðlileg, sitjandi við tröppur Stjórnarráðsins. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Hún sagði mér að fangelsið væri öruggara en hjónabandið

Mynd úr einkasafni.

Móðir Nöru Walker, sem var dæmd í 18 mánaða fangelsi hérlendis fyrir að bíta hluta tungunnar úr þáverandi eiginmanni sínum, segist hafa verið lömuð af ótta þegar hún fékk fréttir af því að dóttir hennar sæti í fangelsi hinu meginn á hnettinum. Þrátt fyrir að vera ósátt við þá meðferð sem Nara fékk frammi fyrir íslenskum dómstólum er hún mjög hrifin af Íslandi og íslenskri þjóð.

Umrætt atvik átti sér stað í byrjun nóvember 2017. Nara og þáverandi eiginmaður hennar höfðu boðið ónefndri konu og bandarískum ferðamanni heim til sín eftir að þau höfðu verið úti að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur. Staðfest er að til ósættis hafi komið milli eiginmannsins og bandaríska ferðamannsins sem endaði með því að þeim síðarnefnda var vísað á dyr. Sagði bandaríski ferðamaðurinn fyrir dómi að maðurinn hafi verið mjög æstur og fleygt honum niður stiga með ókvæðisorðum. Þá hafi Nara og eiginmaður hennar rifist þegar hann forðaði sér út úr húsinu.

Nara hélt því fram fyrir dómi að eiginmaður hennar og hin konan í samkvæminu hafi veist að henni og að hún hafi bitið hluta úr tungu hans í nauðvörn. Læknisvottorð sem lagt var fyrir dóminn sýndi að Nara hafði hlotið áverka. Bæði eiginmaðurinn þáverandi og umrædd kona, sem nú eru í sambúð samkvæmt dómnum, sögðu hins vegar að Bandaríkjamaðurinn hafi farið í mesta bróðerni og það hafi ekki verið fyrr en eftir að hann var farinn sem Nara hafi veist að þeim báðum.

Nara var dæmd í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur þyngdi dóminn í 18 mánuði, þar af voru þrír mánuðir óskilorðsbundnir. Mál Nöru hefur vakið mikla athygli og söfnuðust vinir hennar saman fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði þegar hún hóf afplánun í febrúar til að sýna henni stuðning. Vinir Nöru í Ástralíu hófu undirskriftasöfnun til stuðnings henni sem um 43 þúsund manns hafa skrifað undir og sjálf hefur Jane skrifað bréf til forseta Íslands, forsætisráðherra og dómsmálaráðherra þar sem farið er fram á að hún verði náðuð.

Heillaði hana upp úr skónum

Mannlíf ræddi við Jane Lumeah, móður Nöru, sem er sérstaklega gagnrýnin á málsmeðferðina frammi fyrir dómsólum, þá sérstaklega að ekki hafi verið tekið tillit til þess að hún hafi löngum sætt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns. Segist Jane hafa vitað að þannig væri ástatt í hjónabandi þeirra. „Það voru viðvörunarljós. Ég man eftir einu tilviki, í Brisban, þar sem hún endaði á sjúkrahúsi með brákuð bein í andliti. Nara hafði sofnað á sófanum og hann missti hana þegar hann bar hana í rúmið. Þau á sjúkrahúsinu spurðu hvort hann hafi gert þetta. þau vildu að hún kæmi aftur daginn eftir en hann leyfði henni það ekki.“

Það var hins vegar ekki fyrr en tveimur mánuðum fyrir kvöldið örlagaríka sem Nara trúði móður sinni fyrir því að hún væri beitt ofbeldi. Þá voru þær staddar í Hong Kong og átti Jane flug heim til Ástralíu daginn eftir. „Hann virkaði svo veraldarvanur og heillandi og hann heillaði hana upp úr skónum. Hún elskaði hann og fluttist til Evrópu með honum. Nara varð vör við að hann varð uppstökkur, drykkja hans jókst, aðrar konur og svo framvegis. En hún studdi hann alltaf, hún virkilega elskaði hann. Hún trúir á fólk, hún trúði á hann og var var tilbúin til að fyrirgefa honum. Hún sér það góða í fólki. “

Fangelsið öruggara en hjónabandið

Jane komst að því að Nara hafi verið handtekin þegar hún fékk skilaboð frá eiginmanninum þáverandi. „Ég fékk skilaboð frá eiginmanni hennar sem sagði að Nara væri „…í fangelsi þar sem hún ætti heima“ og að ég „ætti að sjá hvað dóttir mín hafi gert honum“. Ég var leið fyrir hans hönd og skelfingu lostin fyrir hönd Nöru.

Ég hringdi á lögreglustöð í Reykjavík og talaði við vingjarnlegan fulltrúa. Hann sagði að Nara væri við góða heilsu og að ég gæti talað við hana daginn eftir. Ég sagði honum að eiginmaðurinn hennar hafi margoft beitt hana ofbeldi. Ég spurði hvort hún væri meidd. Mér leið virkilega illa. Þegar ég hringdi daginn eftir hafði henni verið sleppt og ég vissi ekkert hvar hún var. Það var ekki fyrr en ég talaði við Nöru nokkrum tímum síðar að ég frétti hvað raunverulega gerðist. Lögreglan hafði skutlað henni aftur til eiginmannsins og tekið vegabréfið af henni. Svo fór ég að sjá fyrirsagnir í fjölmiðlum. Ég óttaðist mjög um öryggi hennar og hún var ein á báti.“

Landsréttur þyngdi dóm Nöru Walker úr 12 mánuðum í 18.

Jane er sannfærð um að dóttir hennar hafi verið beitt óréttlæti við málsmeðferðina. „Í öllum öðrum Schengen-löndum hefði frumkvæðismaðurinn að ofbeldinu, sá sem hefur beitt heimilisofbeldi árum saman, verið látinn bera sök á því sem átti sér stað þetta kvöld. Ég skil ekki hvers vegna áralangt heimilisofbeldi var ekki tekið til greina, að ekki hafi verið hlustað á dóttur mína. Ég er mjög leið yfir því.“

Jane segir að fangelsisvistin hafi vissulega tekið á Nöru en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig. „Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar. Hún hefur nýtt tímann vel, hún hefur skrifað, æft og málað. Hún fær að hringja í mig á Skype einu sinni í viku. Það er eins og veisla fyrir mér. Þegar við tölum saman sé ég að hún er að reyna að gera það besta úr stöðunni en ég sé líka að þetta er henni erfitt, að vera aðskilin frá vinum sínum, einangruð, ófrjáls.“

Jane segir að til að bæta enn á óvissuna hafi Nöru borist bréf þar sem henni var tilkynnt að hafið sé ferli um mögulega brottvísun úr landi eftir að afplánun lýkur. Slík niðurstaða gæti þýtt miklar hömlur á ferðafrelsi hennar í Evrópu, segir Jane sem býst þó við að Nara snúi aftur til Ástralíu eftir að hún hefur setið af sér dóminn. „Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði. Hún hefur þurft að glíma við aukin einkenni áfallastreituröskunar, áralangt ofbeldi og nú síðast réttarhöldin sem virðast framlenging á misnotkuninni.“

Jane býst þó ekki við að hún verði heima lengi. Eitt af fyrstu verkum Nöru verði að fara með málið skrefi lengra, til Strassborgar. „Hún ætlar með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún vill gera það, ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir þær konur sem hafa þurft að ganga í gegnum sömu reynslu. Hún vill að lögin veiti konum sem hafa þurft að sæta heimilisofbeldi meiri vernd.“

Fékk heimsókn frá forsetafrúnni

Þrátt fyrir að dvöl Nöru á Íslandi hafi verið þyrnum stráð segir Jane hana tala vel um land og þjóð. Hér hafi hún eignast góða vini og fengið stuðning úr mörgum ólíkum áttum. „Hún hefur fengið stuðning frá mörgu dásamlegu fólki. Til dæmis þeim sem mættu fyrir utan fangelsið og forsetafrúnni, Elízu Reid, sem heimsótti hana sem almennur borgari, þessir hlutir skipta hana svo miklu máli. Nara hafði hitt forstafrúna áður en hún var sakfelld og ég brast í grát þegar ég heyrði að hún hefði heimsótt hana. Það er svo mikil viðurkenning fyrir dóttur mína og endurspeglar það sem er svo gott við Ísland. Ég og Nara erum svo þakklátar fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur, bæði á Íslandi og annars staðar.“

Nara Walker hóf þriggja mánaða afplánun í febrúar.

Jane býst þó ekki við að dóttir hennar staldri lengi við í Ástralíu. „Ég held að hún óttist hvaða áhrif dómurinn og möguleg brottvikning hafi á hennar ferðafrelsi og atvinnu. Það munu verða margar hindranir. Hún mun koma aftur til Ástralíu og tengjast landinu og fjölskyldunni á ný. Við erum mjög náin en ég veit að hún mun fara aftur þegar henni er batnað. Hennar atvinna er alþjóðleg, hún nærist á öllum menningarkimum. Hún hefur myndað djúp og einlæg tengsl við landið ykkar. Hún hefur kynnst fólki sem eru orðnir henni eins og fjölskyldumeðlimir og það er á Íslandi sem hún hefur komist í raunveruleg kynni við sjálfa sig. Arfleifð okkar er evrópsk og Ísland er orðið eins og annað heimili. Ég hef tvívegis heimsótt Nöru til Íslands og þótt tilgangurinn hafi verið í tengslum við þennan skelfilega atburð þá var ég hrærð yfir þeim móttökum sem ég fékk frá fólkinu. “

Fangelsismálastofnun hafnaði beiðni Mannlífs um að ræða við Nöru og var vísað til hagsmuna brotaþola, það er eiginmanns hennar, við þá ákvörðun og þess hversu stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn.

 

 

Fleiri gætu fylgt í kjölfar WOW

Mynd: Ísavía
Mynd: / Isavía

Fall WOW kann að vera undanfari þess sem koma skal á evrópskum flugmarkaði. Í máli Elvars Inga kom fram að evrópskur flugmarkaður stendur á krossgötum og fram undan kann að vera tímabil gjaldþrota og sameininga líkt og gerðist í Bandaríkjunum árið 2005.

Flugmarkaðurinn í Evrópu hefur einkennst af miklum vexti undanfarin ár en hagnaður á hvern farþega er umtalsvert minni en hjá bandarískum flugfélögum. Sem dæmi má nefna að Norwegian, sem hefur verið frekt til fjörsins síðustu ár, hefur horfið frá áherslum um frekari vöxt.

Tuttugu og sjö prósent komu með WOW til Íslands
Ferðaþjónustan hefur á nokkrum árum orðið ein allra mikilvægasta atvinnugrein Íslands og nemur hlutur hennar af landsframleiðslu 11 prósentum. Alls heimsóttu 2,3 milljónir ferðamanna Ísland í fyrra og miðað við spá Arion banka um samdrátt vegna falls WOW má gera ráð fyrir að þeir verði færri en tvær milljónir í ár. Þá komu 27 prósent allra ferðamanna til landsins með WOW í fyrra, 42 prósent með Icelandair og 31 prósent með öðrum flugfélögum.

Níu af hverjum tíu eiga aðra kosti en WOW
Auk Icelandair fljúga 25 flugfélög til og frá Keflavík í ár. Sumaráætlun WOW gerði ráð fyrir 24 reglulegum áfangastöðum í sumar, 18 í Evrópu og sex í Ameríku. Af þessum stöðum flýgur Icelandair til 10 áfangastaða í Evrópu og fimm í Ameríku. Séu öll flugfélög tekin með í reikninginn er flogið til Íslands frá 16 af 18 áfangastöðum WOW. Þetta þýðir að í langflestum tilfellum hafa þeir sem ætluðu að fljúga með WOW aðra möguleika í stöðunni og aðeins Lyon og Detroit falla út af Evrópu- og Ameríkumarkaði sem og Tel Aviv í Ísrael.

Fargjöld munu hækka
Hinn kaldi veruleiki er hins vegar sá að til skemmri tíma litið munu fargjöld líklega hækka, að minnsta kosti til skemmri tíma. Flugfargjöld til og frá Íslandi hafa lækkað mjög undanfarin fimm ár og hefur flugmiðinn verið að meðaltali 40 prósentum lægri en hann var árið 2014. WOW hafði að stórum hluta leitt þessa lækkun og kom fram í erindi Elvars Inga Möller, sérfræðings hjá Arion banka, að WOW hafi að meðaltali greitt 1.000 krónur með hverjum farþega í leiðarkerfi sínu. Það var þannig ekki innistæða fyrir svo lágum fargjöldum.

Mynd / Isavia

Dýrt að veikjast á Íslandi

||
Ingibjörg Rósa og Linda Sæberg.||Ingibjörg Rósa er búsett í Edinborg

Sláandi munur er á kostnaði vegna krabbameinsmeðferða á Íslandi og í Skotlandi.Tvær íslenskar konur sem hafa sótt læknismeðferð vegna krabbameins annars vegar í Reykjavík og hins vegar í Edinborg greina frá þessu. Á meðan konan á Íslandi hefur orðið að greiða yfir 800 þúsund krónur, hefur sú í Skotlandi ekki þurft að bera neinn beinan kostnað af meðferðinni.

Linda Sæberg Þorgeirsdóttir og Ingibjörg Rósa eru ungar konur sem greindust sama dag með brjóstakrabbamein, þann 20. desember. Þær hafa haldið sambandi hvor við aðra á Instagram og leyft fylgjendum sínum að fylgjast með baráttu sinni við þennan erfiða sjúkdóm.

Linda Sæberg Þorgeirsdóttir hefur greitt 379.661 kr. í lækniskostnað síðan hún greindist með krabbamein.

Saga þeirra er að mörgu leyti lík, báðar hafa farið í fleygskurð þar sem meinin voru fjarlægð, eru búnar með tvær lyfjagjafir af sex og síðan taka við 15 geislameðferðir; saga þeirra eru aftur á móti sögð hvor af sínu sviðinu. Ingibjörg Rósa býr í Edinborg í Skotlandi og fellur því undir skoska NHS-heilbrigðiskerfið sem er gjaldfrjálst. Hún hefur því ekki greitt krónu fyrir þá heilbrigðisþjónustu og lyfjameðferðir sem hún hefur þurft á að halda. Öðru máli gegnir um Lindu Sæberg. Hún býr á Egilsstöðum og eins og fram kemur hér til hliðar eru fjárútlát hennar umtalsvert hærri, eða yfir 800 þúsund krónur frá greiningu.

Linda viðurkennir í samtali við Mannlíf að það hafi aldrei hvarflaði að sér þegar hún fékk greininguna að hún þyrfti að leggja út fyrir svo miklum kostnaði. „Ég hélt að ég þyrfti bara að mæta og láta mér batna,“ segir hún og bætir við að hún eyði dýrmætri orku í hluti sem hún ætti alls ekki að þurfa hugsa um. „Ég viðurkenni alveg að mesta orkan og áhyggjurnar fara í pappíra, umsóknir, fjármál og þess háttar.“

Ég viðurkenni alveg að mesta orkan og áhyggjurnar fara í pappíra, umsóknir, fjármál og þess háttar.

Sérstaklega íþyngjandi fyrir Lindu eru öll ferðalögin á milli Egilsstaða og Reykjavíkur en hún hefur þurft að dvelja í Reykjavík alls sex sinnum frá greiningu. Allt frá fjórum nóttum upp í tvær vikur. „Ég á tveggja og tólf ára börn og stuðningsnetið mitt er ekki hér fyrir austan. Yngri sonur minn fylgir okkur því alltaf og eldri stelpan kemur þegar við erum að fara í lengri ferðir með aðgerðum, lyfjameðferðum og slíku. Annars hefur hún gist hjá bekkjarsystur sinni til að missa sem minnst úr skóla,“ útskýrir hún.

Linda segir að vel hafi verið haldið utan um sig eftir greininguna og eftirfylgni verið til fyrirmyndar og tekur sérstaklega fram að sálfræði- og ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins hafi stutt mjög vel við bakið á sér og fjölskyldunni. „Ég hef líka hitt sálfræðing eftir greiningu í Reykjavík enda enginn sálfæðingur á mínu svæði. Hún hefur ekki viljað þiggja greiðslu fyrir okkar hittinga heldur óskað þess að ég nýti þá frekar í að gera eitthvað gott fyrir sjálfa mig.“

Ingibjörg Rósa býr í Skotlandi og hefur ekki þurft að greiða eina krónu í lækniskostnað síðan hún greindinst með krabbamein.

Allt ókeypis í Skotlandi

Ingibjörg Rósa býr í 45 mínútna akstursfjarlægð frá spítalanum sem þjónustar hana í Edinborg og eini kostnaðurinn sem hún þarf að leggja út fyrir er fyrir strætó- og leigubílaferðum. Auk þess sækir hún ráðgjöf og þjónustu. „Ég fæ ýmsa ráðgjöf og þjónustu í sérstakri ráðgjafaþjónustu fyrir sjúklinga með krabbameinsgreiningu og aðstandendur sem líkja má við ráðgjafamiðstöðina í Skógarhlíð en þessi þjónusta er nálægt spítalanum.

„Þar er t.d. hægt að fá leiðsögn um fjármál og möguleika á bótum og styrkjum, aðstoð við útfyllingu umsókna, sækja fræðslufundi um hármissi og förðunarkennslu, mæta í slökunartíma, jóga og hugleiðslu og sækja stuðningsfundi með öðrum í svipuðum sporum. Alltaf boðið upp á kaffi, te og snarl og allt ókeypis,“ segir Ingibjörg Rósa og bætir við að það muni miklu að fá allt greitt. „Ég myndi ekki vilja þurfa að velja milli þess að fá ógleðilyf, ná upp hvítu blóðkornunum milli lyfjagjafa eða geta borðað næringarríkan mat meðan á meðferðinni stæði. En á Íslandi þyrfti ég sennilega að fórna einhverju af þessu vegna mikils kostnaðar.“

Samantekt á kostnaði Ingibjargar Rósu
Í breska heilbrigðiskerfinu, NHS, eru engin komugjöld á heilsugæslustöðvar og ekki þarf að borga fyrir myndatökur, blóðprufur eða lyfseðla. Lyfseðilsskyld lyf í Englandi, þar sem Ingibjörg Rósa bjó áður, kosta að hámarki 1.500 kr. hver skammtur. Í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi eru öll lyfseðilsskyld lyf ókeypis, þ.e. að fullu greidd niður af NHS. Ingibjörg Rósa býr í Edinborg og er því í NHS Scotland kerfinu.

2. nóvember 2018: Heimsókn til heimilislæknis sem pantar skoðun á brjóstakrabbameinsdeild Western General Hospital. 0 kr.
13. desember 2018: Viðtal við sérfræðing. Myndataka, ómun og vefjasýnataka. 0 kr.
20. desember 2018: Viðtal við sérfræðing þar sem Ingibjörg fékk greiningu, viðtal við krabbameinshjúkrunarfræðing í kjölfarið. 0 kr.
24. desember 2018: Ómun á eitlum í holhönd, vefsýnataka, viðtal við sérfræðing með nánari niðurstöðum á tegund krabbameins. 0 kr.
3. janúar 2019: Viðtal við sérfræðing, niðurstöður úr vefjasýnum, meðferð ákveðin í grófum dráttum og aðgerðardagur ákveðinn. 0 kr.
16. janúar 2019: Forskoðun vegna aðgerðar, blóðprufur teknar. 0 kr.
18. janúar 2019: Fleygskurður á vinstra brjósti, dvöl á sjúkrahúsi í átta klukkutíma. 0 kr.
23. janúar 2019: Viðtal hjá sérfræðingum á frjósemislækningadeild Royal Infirmary. Eggjastokkar ómaðir og blóðprufa tekin. 0 kr.
30. janúar 2019: Sálfræðiráðgjöf hjá frjósemislækningadeild Royal Infirmary. 0 kr.
1. febrúar 2019: Skyndiheimsókn á brjóstalækningadeildina vegna gruns um vökvasöfnun í brjósti, stutt skoðun og umbúðaskipti. 0 kr.
7. febrúar 2019: Eftirskoðun og framvísun til krabbameinslæknis til að ákveða framhald meðferðar. 0 kr.
14. febrúar 2019: Viðtal við krabbameinslækni, kostir skoðaðir og lyfjameðferð skipulögð. Blóðprufur teknar og farið yfir heilsufarssögu. 0 kr.
23. febrúar 2019: Hárkollukaup, einni hárkollu er ávísað af NHS. 0 kr.
25. febrúar 2019: Skoðun hjá tannlækni vegna fyrirhugaðrar lyfjameðferðar. 0 kr.
26. febrúar 2019: Hjartaómun á WGH vegna fyrirhugaðrar lyfjameðferðar. 0 kr.
27. febrúar 2019: Blóðprufur á heilsugæslustöð vegna fyrirhugaðrar lyfjagjafar. Steralyf til undirbúnings. 0 kr.
1. mars 2019: Fyrsta lyfjagjöf. Send heim með meiri stera, ógleðilyf og 10 sprautur til að örva beinmerg. 0 kr.
4. mars 2019: Skyndiskoðun á krabbameins-meðferðareftirliti WGH (Cancer Assessment Unit) og teknar blóðprufur. Fékk að fara eftir fimm klst. bið eftir niðurstöðum, send heim með lyf við sveppasýkingu í munni og hægðalyf. 0 kr.
5. mars 2019: Kölluð inn í stutta skoðun á brjóstakrabbameinsdeildina á WG til að skoða annan skurðinn, sem var ástæða skyndiskoðunarkvöldinu áður. 0 kr.
14. mars 2019: Heimsókn til heimilislæknis vegna kinnholusýkingar og mögulegra aukaverkana, sett á fimm daga sýklalyfjakúr og send heim með sterakrem og krem við sveppasýkingu í munni. 0 kr.
20. mars: Blóðprufur á heilsugæslustöð vegna fyrirhugaðrar lyfjagjafar. Steralyf til undirbúnings. 0 kr.
22. mars: Önnur lyfjagjöf. Send heim með meiri stera, ógleðilyf og 10 sprautur til að örva beinmerg, meiri hægðalyf, munnskol vegna slímhúðarbólgu og kódeinlyf við beinverkjum. 0 kr.

Lækniskostnaður alls: 0 kr. 

Ingibjörg Rósa býr í 45 mínútna akstursfjarlægð frá spítalanum og fjárfesti í mánaðarkorti í strætó sem kostar rúmar 9.000 krónur en á rétt á endurgreiðslu af hluta af þeim kostnaði.
Nú þegar hefur Ingibjörg tekið leigubíl fjórum sinnum á sjúkrahús og er heildarkostnaður vegna þess um 10.500 kr. Hún segist eiga rétt á akstri hjá góðgerðarsamtökum og hugleiðir að nýta sér það þegar sjúkrahúsferðir verða daglegar vegna geislameðferðar.

Samantekt á útlögðum kostnaði Lindu
1. desember 2018:
Heimsókn til heimilislæknis á Egilsstöðum. 1.200 kr.
3. desember 2018: Heimsókn til kvensjúkdómalæknis á Norðfirði. 6.788 kr.
15. desember: Klínísk rannsókn á brjósti í Domus Medica. 15.323 kr.
20. desember 2018: Tími hjá heimilislækni til að fá niðurstöður klínískar rannsóknar sem leiddi í ljós brjóstakrabbamein. 0 kr. (komin í þak)
26. desember – 4. janúar 2019: Íbúð hjá AFL sem er stéttarfélag Steinars, unnusta Lindu, neitaði að endurgreiða þegar fjölskyldan fékk óvænt íbúð hjá Krabbameinsfélaginu. Krabbameinsfélag Austurlands styrkti fjölskylduna um þessa upphæð að lokum. 34.649 kr.
27. desember 2018: Viðtal á Brjóstamiðstöðinni . 0 kr. (komin í þak)30. desember 2018:
Viðtal við lækni hjá Læknavakt vegna andlegrar líðan eftir greiningu. 1.993 kr.
30. desember 2018: Lyf til að aðstoða við svefn eftir greiningu. 1.317 kr.
2. janúar 2019: Myndtaka á brjóstum á Landspítala. Myndataka og nánari ómskoðun hjá Leitarstöð krabbameinsfélagsins. 5.350 kr
22. janúar 2019: Varðeitlaskanni til að staðsetja eitla fyrir aðgerð. 0 kr.
24. janúar 2019: Aðgerð – fleygskurður og eitlataka. Ein nótt inni á Landspítalanum. 0 kr. Þurfti að kaupa verkjalyfin sjálf.
24. janúar 2019: Gjöld fyrir vefjasýni á æxli sem var tekið í aðgerð. 2.700 kr.
12. febrúar 2019: Fyrsta viðtal við krabbameinslækni. 4.350 kr.
1. febrúar 2019: Lyf vegna IVF-meðferðar. 33.72 kr. 6.725. kr. 992 kr. 5.306 kr.
13. febrúar 2019: Endajaxlataka vegna yfirvofandi lyfjameðferðar. 80.000 kr.
19. – 25. febrúar 2019: Íbúð á vegum Krabbameinsfélagsins/Barnaspítala Hringsins. 11.000 kr.
20. febrúar 2019: IVF-frjósemisaðgerð. 143.400 kr. (Fékk styrk upp á 27.500 kr. eftir skatt frá BHM).
22. febrúar 2019: Aðgerð þar sem lyfjabrunnur var settur í Lindu. 0 kr.
25. febrúar 2019: Nauðsynleg lyf eftir lyfjagjöf til að halda niðri aukaverkunum. Velgjulyf, sterar og sprauta sem hjálpa eiga hvítum blóðkornum. 998 kr.
26. febrúar 2019: Lyf úr apóteki til að aðstoða við svefn eftir lyfjagjöf. 2.000 kr.
1. mars 2019: Lyf vegna beinverkja sökum lyfjameðferðar. 1.297 kr.
11. mars 2019: Milliblóðprufa til að athuga stöðu á hvítum blóðkornum. 1.950 kr.
14. mars 2019: Tölvusneiðmyndataka á Landspítalanum. 0. kr.
15. mars 2019: Viðtal við sálfræðing hjá Landspítalanum. 11.000 kr.
18. mars 2019: Nauðsynleg lyf eftir lyfjagjöf gegn aukaverkunum. Velgjulyf, sterar og sprauta sem hjálpa eiga hvítum blóðkornum. 1.714 kr.
20. mars 2019: Histasín og magalyf vegna aukaverkana við sprautu sem Linda sprautar sig sjálf með eftir lyfjagjöf. 2.318 kr.
25. mars 2019: Lyf vegna sára í slímhúð sökum lyfjameðferðar. 3.564 kr.

Lækniskostnaður alls: 379.661 kr.

Linda fær 77.000 kr. í styrk á ári fyrir hárhjálpatæki. Strkurinn er þó langt kominn nú þegar.
Tattú á augabrúnir vegna mögulegs hármissir. 56.000 kr.
Hárkollur pantaðar á Netinu (þar sem þær kosta um 100.000 hér á landi). 6.000 kr.
Klútar. 5. 661 kr.
Linda þarf að leggja út fyrir kostnað við flugi. Hún fær sín flug endurgreidd frá Tryggingastofnun og einnig flug eiginmannsins ef hann flýgur með sömu vél. Flug barnanna fást ekki endurgreidd en þau eiga tvö börn, tveggja og tólf ára.

Oft þarf að bíða vikum saman eftir endurgreiðslum.

Fluggjöldin skiptast á þennan veg:
Linda –247.442 kr.
Steinar – 170.841 kr.
Anja – 133.820 kr.
Esjar – 86.766 kr.
Samtals: 638.869 krónur í ferðakostnað síðan við greiningu.

Vonbrigði þegar lagið var fjarlægt af plötu Spice Girls

Tónlistarkonan og lagasmiðurinn Heiðrún Anna Björnsdóttir kom heim á klakann til að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagi sínu Helgi eða Sunday Boy. Nú vinnur hún að því að klára tvær smáskífur og er auk þess með nýja plötu í smíðum.

„Í augnablikinu er ég að vinna í því að klára tvær smáskífur. Veit ekki hvora þeirra ég ætla að gefa út fyrst, rólega bíómyndalagið eða danslagið. Stefni alla vega að því að gefa annað þeirra út eftir tvo mánuði, vonandi bara stenst það,“ segir Heiðrún Anna, sem vinnur nú einnig hörðum höndum að útgáfu nýrrar plötu undir listamannsnafninu Lúlla sem er gælunafn Heiðrúnar innan fjölskyldunnar.

„Þetta er electronic-popplata sem hefur verið í vinnslu undanfarið tvö og hálft ár. Við gáfum út sex lög af plötunni í fyrra, nýjasti „síngúllinn“ heitir Nothing Changes. Það er hægt að nálgast öll lögin á Spotify. Restin af plötunni kemur út þegar við höfum tíma, að öllum líkindum seinna á árinu.“

Ég var boðuð á fund hjá Simon Fuller eftir að hann i hlustaði á lögin mín. Hann varð yfir sig hrifinn af einu þeirra, Angels, og vildi fá að nota það sem endurkomulag fyrir Spice Girls.

Boðið að vera með á Spice Girls-plötu

Heiðrún hefur búið í Englandi síðustu 23 ár og á að baki farsælan feril í tónlist. Hún var á samningi hjá Universal Publishing til margra ára og hefur unnið með ýmsum þekktum listamönnum, þar á meðal Swedish House Mafia sem gerði remix af lagi hennar Beating of my Heart sem hún gaf út með þáverandi hljómsveit sinni Cicada. Einnig var hún fengin til að semja fyrir Spice Girls þegar sveitin hugði á endurkomu fyrir tíu árum. „Ég var boðuð á fund hjá Simon Fuller eftir að hann i hlustaði á lögin mín. Hann varð yfir sig hrifinn af einu þeirra, Angels, og vildi fá að nota það sem endurkomulag fyrir Spice Girls. Þær voru að gefa út „best of“-plötu og þar áttu að vera tvö ný lög. Þær tóku lagið mitt upp og allt var tilbúið þegar mér var tilkynnt að gamli pródúserinn þeirra fengi mitt pláss, hans lag var allt í einu komið á plötuna,“ segir hún og viðurkennir að það hafi verið hræðileg vonbrigði þegar lagið var fjarlægt af plötunni á síðustu stundu.

Semur bara fyrir sjálfa sig

Heiðrún Anna hefur samið fyrir fleiri stóra aðila á ferlinum og var til að mynda fengin til að semja tónlist fyrir erlenda stórstjörnu, sem hún vill ekki nefna á nafn, fyrir tilstuðlan bresku útgáfunnar EMI. EMI var að hennar sögn ánægt með lagið en stórstjarnan ákvað á endanum að nota það ekki. „Svona er þetta, maður er svo oft næstum búinn að meika það,“ segir hún og hlær. „Ég er alls ekki bitur eða leið en ég missti samt einhvern veginn áhugann á þessu harki. Var líka komin með stóra fjölskyldu og fleira að hugsa um. Þannig að núna, í þessum breytta tónlistarheimi þar sem hver sem er getur gefið út eigið efni, þá sem ég bara fyrir sjálfa mig og það sem ég fíla.“

Svona er þetta, maður er svo oft næstum búinn að meika það.

Horfir meira til Íslands en áður

Eins og fyrr sagði tók Heiðrún Anna þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hún hafði gaman af og segir að eftir keppnina hafi sér fundist vera rétti tíminn til að gefa út nokkur lög úr eigin smiðju, bæði gömul og ný. Eins sé hún farin að horfa meira til Íslands en áður. Hana langi mikið til að fara að gera tónlist með tónlistarfólki hér og styrka tengslin við íslensku senuna. „Já, ég er alltaf til í samstarf. Til dæmis gera remix af lögunum mínum. Það væri mjög gaman,“ segir hún.

Hægt er að lesa lengra viðtal við Heiðrúnu Önnu á albumm.is

Skoða hvort Skúli hafi blekkt kröfuhafa

Samkvæmt heimildum Mannlífs eru kröfuhafar WOW nú að skoða lagalega stöðu sína vegna útgáfu skuldabréfa fyrirtækisins í september 2018. WOW skilaði 22 milljarða króna tapi á síðasta ári og telja aðilar innan kröfuhafahóps fyrirtækisins ekki hafa fengið rétta mynd af fjárhagslega stöðu fyrirtækisins þegar þeir tóku þátt í skuldabréfaútgáfu WOW og lögðu um sjö milljarða króna til rekstursins (50 milljónir evra).

Umsjónaraðili útboðsins ásamt forstjóra WOW, Skúla Mogensen, kynntu framtíðarsýn WOW og fjárhagsáætlanir fyrir fjárfestum á þessum tíma. Mannlíf fjallaði fyrst um málið á þriðjudag að kröfuhafar myndu skoða lagalega stöðu sína.

Í hádegisfréttum RÚV var haft eftir Guðmundi Ingva Sigurðssyni lögmanni kröfuhafa WOW að of snemmt væri að segja til um hvort kröfuhafar skoði lagalega stöðu sína. Hann árettaði að umbreyting krafna í hlutafé gengi nú til baka, þannig að skuldabréfaeigendur geri nú kröfur í þrotabúið ásamt öðrum. Talið er að mun meira fé hafi þurft inn í rekstur WOW en gefið var til kynna við skuldabréfaútgáfu flugfélagsins.

Í september 2018 tilkynnti WOW um útgáfu skuldabréfaflokks, þar sem 50 milljónir evra voru seldar fjárfestum og tilkynnt var að 10 milljónir evra til viðbótar yrðu seldar. Skuldabréfaflokkurinn var til þriggja ára og vextir níu prósent ofan á þriggja mánaða Euribor vexti.

Í tilkynningu WOW á þessum tíma sagði: „Par­eto Securities hefur fyrir hönd WOW air umsjón með skulda­bréfa­út­boð­inu ásamt Arct­ica Fin­ance. Bréfin verða gefin út með raf­rænum hætti í Vær­dipap­ir­sentra­len ASA í Nor­egi og verða í kjöl­farið skráð til við­skipta í Nas­daq kaup­höll­inni í Stokk­hólmi. Þátt­tak­endur voru bæði inn­lendir og erlendir fjár­fest­ar.“

Skúli Mogensen, for­stjóri og eig­andi WOW air sagði við sama tilefni að niðurstaðan hafi verið mikil  hvatn­ing og þakkar fyrir þann góða stuðn­ing sem félagið hafi fengið í „gegnum þetta ferli sem og öllum þeim sem tóku þátt í útboð­in­u.“

22 milljarða taprekstur kom markaðsaðilum á óvart

Í kjölfar útboðsins var fljótlega ljóst fyrir markaðsaðilum að fjárhagsleg staða fyrirtækisins væri mun veikari en gefið hafði verið til kynna af stjórnendum WOW, bæði í fjölmiðlum sem og í kynningu til fjárfesta. Þá kom það mörgum markaðsaðilum á óvart þegar tilkynnt var um 22 milljarða króna tap WOW á síðasta ári sem gaf skýrt til kynna að mun meira fé hefði þurft inn í reksturinn en áður var gefið til kynna.

Stjórnendur Icelandair hafa komið í tvígang að samningaborðinu við WOW á síðustu vikum og mánuðum og ef marka má yfirlýsingar forstjóra og stjórnarformanns Icelandair þá virðist rekstrarstaða WOW hafa komið mönnum á óvart og mun meiri áhætta væri fólgin í aðkomu Icelandair að félaginu en talið var. Ef kröfuhafar telja sig hafa verið blekkta við útgáfu skuldabréfa með rangri upplýsingagjöf þá myndi sú málsókn væntanlega beinast að Skúla Mogensen forstjóra og stjórnarmönnum WOW.

Í viðtali við Fréttablaðið sagði Úlfar Steindórsson þann 30.nóvember 2018: „Annars vegar var ljóst að skilyrðin yrðu ekki uppfyllt og hins vegar teiknaðist upp sú staða að það var töluvert meiri áhætta en menn töldu þegar þeir lögðu af stað. Þegar þetta tvennt lagðist saman þá var niðurstaðan augljós.“

Við niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW í september fékkst ekki uppgefið hvaða fjárfestar tóku þátt í útboðinu en þó hefur Mannlíf áður fjallað að Skúli Mogensen hafi lagt nýja fjármuni inn á þeim tíma í formi persónulegs láns. Því til tryggingar hafi hann lagt heimili sitt og jörð í Hvalfirði að veði. Í viðtali við RÚV í gærdag sagði Skúli að hann hefði sett allt sitt í WOW: „Í setti aleiguna í þennan rekstur.“

790 milljónir króna í ný veð á fasteignir Skúla

Í umfjöllun Stundarinnar í desember var greint frá skuldastöðu Skúla Mogensen. Þar var sagt frá því að 5,7 milljónum evra (um 790 milljónum króna) hafi verið þinglýst á fasteignir í eigu Skúla og tengdum félögum í september 2018, á sama tíma og skuldabréfaútgáfa WOW fór fram. Arion banki á veð í helstu eignum Skúla samkvæmt heimildum Mannlífs.

Helstu kröfuhafar WOW air

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er eftirfarandi sundurliðin á stærstu kröfuhöfum WOW um síðustu mánaðarmót:

Skráð skuldabréf: 6,9 milljarðar króna

Lán frá Arion banka (þrjú aðskilin lán): 1,6 milljarðar króna

IBM Financing: 14,5 milljónir króna

Dell Financing: 4,6 milljónir króna

Isavia: 1,8 milljarðar króna

Avalon: 1,9 milljarðar

ALC: 1,7 milljarðar króna

ICBC: 400 milljónir króna

Goshawk: 250 milljónir króna

Rolls Royce: 446 milljónir króna

Títan Fjárfestingafélag: 769 milljónir króna

Janus Rasmussen sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu

Færeyski raftónlistarmaðurinn Janus Rasmussen sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, Vín, í dag, föstudaginn 29. mars. Fyrsta smáskífan af Vín ber nafnið Lilla og fór í spilun 8. mars. Lagið hefur þegar fengið um 250.000 spilanir á Spotify, hvorki meira né minna.

Janus hefur starfað á Íslandi frá árinu 2004 og komið að fjölda verkefna í íslensku tónlistarlífi. Á dögunum hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir framlag sitt sem meðhöfundur og meðútsetjari lagsins Stone by stone í flutningi Arnórs Dan. Lagið var valið besta lagið í opnum flokki.

Þekktastur er Janus þó eflaust sem annar helmingur tvíeykisins KIASMOS, þar sem hann og Ólafur Arnalds hafa á undanförnum áratug spilað fyrir aðdáendur í öllum heimsálfum og á þeim tíma getið sér gott orð í hinni evrópsku raftónlistarsenu. Þá var Janus stofnandi og meðlimur poppsveitarinnar Bloodgroup og hefur auk þess unnið með ýmsum tónlistarmönnum, svo sem Heidriki, Hildi og Emmsjé Gauta. Hann var einnig annar meðlima færeyska rafpopp-dúósins Byrtu.

Vín kemur út hjá útgáfufyrirtækinu KI- records sem sérhæfir sig í raftónlist, en meðal annarra þekktra listamanna hjá útgáfunni eru Christian Löffler og Stimming. Janus stefnir á að fylgja útgáfu plötunnar eftir með tveggja vikna tónleikaferð þar sem þeir Christian Löffler munu einmitt leiða saman hesta sína í sameiginlegum Evróputúr.

Woooow

|
|

Ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstólinn

|
|

Fékk heimsókn frá forsetafrúnni í fangelsið.

Nara Walker, áströlsk kona sem var dæmd í 18 mánaða fangelsi hérlendis fyrir að bíta hluta tungunnar úr eiginmanni sínum, ætlar að freista þess að fá málið tekið upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Hún gæti átt yfir höfði sér brottvísun eftir að afplánun lýkur. Þetta segir Jane Lumeah, móðir Nöru, en Fangelsismálastofnun hafnaði beiðni Mannlífs um að ræða við Nöru og var vísað til hagsmuna brotaþola, það er eiginmanns hennar, við þá ákvörðun og þess hversu stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn.

Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar.

Mál Nöru hefur vakið mikla athygli og söfnuðust vinir hennar saman fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði þegar hún hóf afplánun og mótmæltu. Vinir Nöru í Ástralíu hófu undirskriftasöfnun til stuðnings henni sem um 43 þúsund manns hafa skrifað undir og sjálf hefur Jane skrifað bréf til forseta Íslands, forsætisráðherra og dómsmálaráðherra þar sem farið er fram á að hún verði náðuð.

Fjölskylda Nöru er sérstaklega gagnrýnin á niðurstöðu Landsréttar, sem þyngdi dóm héraðsdóms úr 12 mánuðum í 18, og gagnrýndi að ekki hafi verið tekið tillit til þess að hún hafi löngum sætt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi einnig sætt ofbeldi kvöldið afdrifaríka líkt og áverkar á Nöru og vitnisburður gefa sterklega til kynna. Sjálf er Jane sannfærð um að dóttir hennar hafi verið beitt óréttlæti. „Í öllum öðrum Schengen-löndum hefði frumkvæðismaðurinn að ofbeldinu, sá sem hefur beitt heimilisofbeldi árum saman, verið látinn bera sök á því sem átti sér stað þetta kvöld. Ég skil ekki hvers vegna áralangt heimilisofbeldi var ekki tekið til greina, að ekki hafi verið hlustað á dóttur mína. Ég er mjög leið yfir því.“

Ég skil ekki hvers vegna áralangt heimilisofbeldi var ekki tekið til greina, að ekki hafi verið hlustað á dóttur mína. Ég er mjög leið yfir því.

Nara Walker ætlar að freista þess að fá málið tekið upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu.

Mannréttindadómstóllinn næsta skref

Jane segir að fangelsisvistin hafi vissulega tekið á Nöru en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig. „Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar. Hún hefur nýtt tímann vel, hún hefur skrifað, æft og málað. Hún fær að hringja í mig á Skype einu sinni í viku. Það er eins og veisla fyrir mér. Þegar við tölum saman sé ég að hún er að reyna að gera það besta úr stöðunni en ég sé líka að þetta er henni erfitt, að vera aðskilin frá vinum sínum, einangruð, ófrjáls.“
Jane segir að til að bæta enn á óvissuna hafi Nöru borist bréf þar sem henni var tilkynnt að hafið sé ferli um mögulega brottvísun úr landi eftir að afplánun lýkur. Slík niðurstaða gæti þýtt miklar hömlur á ferðafrelsi hennar í Evrópu, segir Jane sem býst þó við að Nara snúi aftur til Ástralíu eftir að hún hefur setið af sér dóminn. „Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði. Hún hefur þurft að glíma við aukin einkenni áfallastreituröskunar, áralangt ofbeldi og nú síðast réttarhöldin sem virðast framlenging á misnotkuninni.“

Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði.

Jane býst þó ekki við að hún verði heima lengi. Eitt af fyrstu verkum Nöru verði að fara með málið skrefi lengra, til Strassborgar. „Hún ætlar með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún vill gera það, ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir þær konur sem hafa þurft að ganga í gegnum sömu reynslu. Hún vill að lögin veiti konum sem hafa þurft að sæta heimilisofbeldi meiri vernd.“

Fékk heimsókn frá forsetafrúnni

Þrátt fyrir að dvöl Nöru á Íslandi hafi verið þyrnum stráð segir Jane hana tala vel um land og þjóð. Hér hafi hún eignast góða vini og fengið stuðning úr mörgum ólíkum áttum. „Hún hefur fengið stuðning frá mörgu dásamlegu fólki. Til dæmis þeim sem mættu fyrir utan fangelsið og forsetafrúnni, Elízu Reid, sem heimsótti hana sem almennur borgari, þessir hlutir skipta hana svo miklu máli. Nara hafði hitt forstafrúna áður en hún var sakfelld og ég brast í grát þegar ég heyrði að hún hefði heimsótt hana. Það er svo mikil viðurkenning fyrir dóttur mína og endurspeglar það sem er svo gott við Ísland. Ég og Nara erum svo þakklátar fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur, bæði á Íslandi og annars staðar.“

„Hér er friður eins og ég hef aldrei upplifað áður“

|||||||
|||||||

Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali og skólasystkini þeirra berjast nú fyrir því að skólasystir þeirra, Zainab Safari og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi. Fjölskyldan þráir að setjast hér að eftir líf á flótta en von hennar um mannsæmandi líf fer ört þverrandi.

Þegar blaðamann ber að garði í Hagaskóla eru þar þrjú ungmenni á sínu síðasta ári við skólann. Það er bjart yfir þeim og þau hafa margt að ræða sín á milli enda eru þau þessa dagana að velja hvaða framhaldsskóla þau vilja sækja að grunnskólanum loknum. Þetta er um margt fyrsta stóra ákvörðunin í lífinu sem er þeirra, ekki síður en foreldranna, en það er líka ákveðinn skuggi yfir þessu spjalli um bjarta framtíðardrauma því þeir eru ekki ætlaðir öllum skólasystkinunum. Ungmennin eru þau Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali en öll þrjú hafa þau ásamt fleiri skólasystkinum komið að undirskriftasöfnun og baráttu fyrir því að skólasystur þeirra, Zainab Safari, og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi.

Sindri Bjarkason er meðal þeirra sem eiga sæti í réttindaráði Hagaskóla. „Þar er markmiðið að stuðla að réttindum barna og reyna að sjá til þess að íslensk stjórnvöld starfi eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Forsenda undirskriftasöfnunarinnar er að íslensk stjórnvöld hafa í tvígang hafnað því að taka mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar og þar með að skoða möguleikann á því að þau eigi þess kost að setjast að hér á landi. Að halda áfram að ganga hér í skóla, lifa, starfa og verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Forsenda höfnunarinnar er að fjölskyldan hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi en þar sem málið er ekki tekið til skoðunar er ekki horft til þess hvaða líf og framtíð bíður þeirra þar. Fjölskyldan sem um ræðir samanstendur af Zainab, Shahnaz, móður hennar, og Amir, tólf ára gömlum bróður hennar, og er einsdæmi að kærunefnd útlendingamála staðfesti höfnun á efnislegri meðferð á máli einstæðrar móður. Von fjölskyldunnar um mannsæmandi líf fer því ört þverrandi.

Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi

Líf á eilífum flótta
Fljótlega bætist Zainab í hópinn og sest hjá skólasystkinum sínum sem taka vel á móti henni. Hún virðist vera frekar feimin og döpur en það er engu að síður eftirtektarvert að hinir krakkarnir virðast eiga á ágætt með að ná til hennar og fá hana til þess að brosa. Zainab er afgönsk að uppruna en hefur þó aldrei búið í sínu stríðshrjáða heimalandi, heldur er hún fædd á flótta í Íran árið 2004. Hún bendir reyndar á að eftir þarlendu tímatali sé hún fædd árið 1384.

Amíra Snærós Jabali, Elín Sara Richter, Zainab Safari og Sindri Bjarkason hittu ljósmyndara og blaðamann Mannlífs í Hagaskóla. Mynd / Aldís Pálsdóttir

„Þegar ég fæddist í Íran voru foreldrar mínir á flótta undan stríðinu í Afganistan og þar er enn stríð. Þannig að það er fátt sem bendir til þess að það komi til með að breytast. Við vorum í tólf ár í Íran og Amir bróðir minn er líka fæddur þar en hann er tveimur árum yngri en ég. Lífið í Íran var skelfilegt og þess vegna ákváðu foreldrar mínir að leggja á flótta til Evrópu í von um betra líf og einhverja framtíð, sérstaklega fyrir mig og bróður minn.“

Ferðin frá Íran til Evrópu var gríðarlega erfið enda fóru þau fyrst fótgangandi frá Norður-Íran eftir erfiðum vegum og fjallendi til Tyrklands en þaðan tókst þeim svo að komast með báti til Grikklands. Þegar þangað var loksins komið tók þó ekkert annað við en vonbrigði og skelfilegar aðstæður.
Zainab segir að fyrst eftir að þau komu til Grikklands hafi þau verið sett á hótelherbergi en það hafi aðeins varað í nokkra mánuði á meðan verið var að setja upp flóttamannabúðir þangað sem þau voru svo flutt í framhaldinu. En lífið í flóttamannabúðunum reyndist vera í alla staði skelfilegt. „Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

Skólasysturnar Zainab Safari og Elín Sara Richter. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Hér á hún gott líf
Á meðan Zainab segir frá hlusta hin ungmennin af athygli og það leynir sér ekki að þau finna til með henni en á sama tíma er þetta líf eitthvað sem er þeim ákaflega framandi. Aðspurð um hvaða áhrif það hafi á þau að hlusta á sögu skólasystur sinnar segir Amíra Snærós að óneitanlega geri þetta þau döpur. „Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta og í raun að nokkurt barn þurfi að þola það sem hún og bróðir hennar hafa mátt þola.“

Undarlegt að einhverjum finnist að við megum ekki hafa okkar skoðun og leggja einhverjum lið sem skiptir okkur máli. Það var ekki heldur þannig, eins og einhverjir hafa haldið fram, að foreldrar okkar stýrðu okkur í þessu.

Sindri bætir því við að þó að þau hafi hugsað út í þessi mál áður en þau kynntust Zainab hafi kynnin við hana breytt miklu. „Maður hefur aldrei upplifað þetta svona nálægt sér áður en það að heyra svona sögu frá einhverjum sem maður er farinn að þekkja breytir svo ótrúlega miklu.“
Elín tekur undir þetta og segir að það geri þetta raunverulegt. „Svona er þetta komið svo nálægt að það gerir þetta raunverulegt og að vanda okkar allra en er ekki bara eitthvað sem við sjáum í fréttunum eða aðrir tala um.“

Aðspurð um hvernig þeim hafi orðið við þegar þau fréttu að Zainab og fjölskylda hennar yrðu að öllum líkindum send aftur til Grikklands, stendur ekki á svari hjá Elínu. „Fyrst og fremst urðum við leið og vonsvikin vegna þess að hér á hún loksins gott líf, ekki síst þegar maður hugsar um allt sem hún hefur þurft að ganga í gegnum og hvað bíður hennar ef hún verður send aftur til Grikklands.“

Amíra Snærós bætir við: „Það gerir mig líka þakkláta fyrir það líf sem ég hef alist upp við þegar maður kynnist einhverjum sem hefur mátt þola það sem hún hefur mátt þola, og þá langar mann líka til þess að reyna að hjálpa fleirum sem eru í sömu aðstæðum.“

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Okkar réttur og skoðanir
Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum beri ríkjum að sinna þeim flóttamönnum sem hafa fengið alþjóðlega vernd til jafns við eigin þegna er það þó alls ekki raunin í Grikklandi. Herfilegt efnahagsástand í landinu á síðustu árum á sinn þátt í því og við slíkar aðstæður blossa oft upp kynþáttafordómar, skipulögð glæpastarfsemi með fíkniefnasölu og vændi á götum borganna og þannig mætti áfram telja.

Þar er markmiðið að stuðla að réttindum barna og reyna að sjá til þess að íslensk stjórnvöld starfi eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland er aðili að þessum sáttmála og á þar af leiðandi að fara alltaf eftir honum.

Staðreyndin er að þetta eru að öllum líkindum þær götur og þær aðstæður sem bíða Zainab og fjölskyldu hennar verði þau send aftur til Grikklands og þess vegna ákváðu samnemendur hennar í Hagaskóla að grípa til sinna ráða. Amíra Snærós segir að það sé ekki boðlegt að leggja á Zainab að hverfa aftur til þessa lífs í Grikklandi. Sindri og Elín taka undir þetta en bæði eiga þau sæti í réttindaráði Hagaskóla. Elín segir að markmiðið með aðgerðum sé einfalt. „Við viljum bara halda þeim á Íslandi, til þess að þeim líði vel og að þau séu örugg.“
Sindri bendir á að fyrir þeim sé þetta einmitt hlutverk réttindaráðsins. „Þar er markmiðið að stuðla að réttindum barna og reyna að sjá til þess að íslensk stjórnvöld starfi eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland er aðili að þessum sáttmála og á þar af leiðandi að fara alltaf eftir honum.“

Amíra Snærós var ein af þeim sem kom að undirskriftasöfnununni. Hér eru þær vinonurnar, hún og Zainab. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Amíra Snærós var ein af þeim sem kom að undirskriftasöfnununni og hún segir að þau hafi mikið hugsað um hvernig mætti ná til stjórnvalda og fá þau til þess að taka mark á því sem þau voru að koma á framfæri. „Við ákváðum að gera þetta svona formlega en ekki bara á Facebook til þess að það leyndi sér ekki að okkur er alvara og við söfnuðum 6200 undirskriftum.“ Aðspurð um hvað þeim hafi fundist um að það hafi borist athugasemdir við þetta frá einhverjum foreldrum þá stendur ekki á svari: „Við vorum fyrst og fremst vonsvikin. Undarlegt að einhverjum finnist að við megum ekki hafa okkar skoðun og leggja einhverjum lið sem skiptir okkur máli. Það var ekki heldur þannig, eins og einhverjir hafa haldið fram, að foreldrar okkar stýrðu okkur í þessu. Það var alls ekki þannig. Við erum alveg með okkar skoðanir og getum komið þeim á framfæri sjálf.”

Gott fyrir alla
Á meðan krakkarnir segja frá baráttu sinni fyrir Zainab horfir hún þögul í gaupnir sér og lætur lítið fyrir sér fara. Aðspurð um hvað henni finnist um Ísland og það sem á daga hennar hefur drifið síðan hún kom hingað í september segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.

Það er eflaust fínt að koma til Grikklands sem ferðamaður og skoða landið, eiga peninga og vera að ferðast, en það er ekki það sem bíður okkar. Það Grikkland sem bíður okkar er allt annað og þar er ekki gott að búa.

Það er svo margt sem er öðruvísi en það sem ég hef átt að venjast hingað til. Eins og þegar ég kom í skólann fannst mér skrítið að hér væri kennari fyrir hvert og eitt fag. Einn kennari kom og kenndi ensku, annar stærðfræði o.s.frv. Það hef ég aldrei upplifað áður. Í Íran og á Grikklandi var alltaf bara einn kennari sem kenndi allt, en við bróðir minn fengum reyndar ekki að vera í skóla í Grikklandi nema í nokkra mánuði.“

Aðspurð um íslensku krakkana stendur ekki á svari. „Þau eru góð,“ og svo hlæja þau öll eins og að annað svar hefði verið útilokað. „Ég var auðvitað feimin við þau fyrst en mér hefur verið vel tekið. Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi, finnst mér.“

„Hvað getum við gert? Hvað getum við ekki gert?“ svara þau nánast einum rómi og það leynir sér ekki að þau hafa langt frá því lagt árar í bát í baráttunni fyrir Zainab. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Við þetta berst talið að því að sumir hafi haft á orði að Íslendingar geti einfaldlega ekki tekið við öllum sem hingað leita og þess vegna séu hælisleitendur sendir aftur burt. Að Íslendingar geti einfaldlega ekki tekið að sér að bjarga öllum en um það hefur Sindri sitthvað að segja. „Ég held að við getum í fyrsta lagi tekið á móti miklu fleirum en við gerum núna. Það er eitt að taka ekki við flóttamönnum en annað að senda þá úr landi eftir að þeir hafa dvalið hér í nokkurn tíma og þá jafnvel gengið hér í skóla og eignast eitthvað líf eins og Zainab.“ Skólasystur hans taka undir þetta og minna á að þetta hljóti að horfa öðruvísi við þegar um börn er að ræða. Þau eru líka öll sammála um það að stjórnvöld þurfi að standa sig miklu betur. „Við þurfum að koma betur fram við þá sem vilja, nei, ég meina neyðast, til þess að koma til Íslands og vilja eiga hér friðsamlegt líf. Við þurfum líka að leyfa fólki að vinna og bæta þannig sinn eigin hag og okkar sem samfélags. Það er gott fyrir alla.“

Að eiga sér framtíð eða ekki
En hvað getið þið gert fleira til þess að leggja ykkar af mörkum? „Hvað getum við gert? Hvað getum við ekki gert?“ svara þau nánast einum rómi og það leynir sér ekki að þau hafa langt frá því lagt árar í bát í baráttunni fyrir Zainab.

Aðspurð um hvort þau telji að það sé hlustað á það sem þau hafi fram að færa segja þau að það sé vissulega tekið eftir þeim ef eitthvað er að marka fjölmiðla, en eins og Sindri segir „á svo eftir að koma í ljós hvort það er hlustað af þeim sem ráða.“ Elín tekur undir þetta og minnir á að það sé dapurlegt að hugsa til þess að Zainab verði kannski send í burtu með skömmum fyrirvara og sé þá allt í einu komin á götuna í Grikklandi. „Það er ömurlegt og á ekki að þurfa að gerast.“

Amíra Snærós og Zainab í Hagaskóla. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Zainab segir að óneitanlega sé hún hrædd við það sem gerist næst. „Ef við verðum send aftur til Grikklands eigum við okkur ekkert líf. Þar eigum við enga framtíð. Það er eflaust fínt að koma til Grikklands sem ferðamaður og skoða landið, eiga peninga og vera að ferðast, en það er ekki það sem bíður okkar. Það Grikkland sem bíður okkar er allt annað og þar er ekki gott að búa.“
Zainab segir að stuðningur skólasystkinanna hafi glatt hana mikið. „Þetta gerir mig hamingjusama. Það er gott að finna stuðning og að allt þetta fólk reynir að hjálpa til. Núna vona ég bara að ég og mamma og bróðir minn fáum að vera hérna áfram og eignast framtíð. Það er draumurinn.“

Gott í matinn gefur góðar hugmyndir fyrir brúðkaupsveisluna

Vefsíðan gottimatinn.is er uppskriftasíða Mjólkursamsölunnar en hún er góður staður til að byrja á þegar kemur að því að huga að veitingum fyrir brúðkaupsveisluna.

Á síðunni eru alls kyns flokkar á borð við köku-, kjöt- og ostaflokka en jafnframt er þar að finna sérstakan flokk tileinkaðan veislum þar sem finna má margskonar uppskriftir sem henta fullkomlega fyrir stóra daginn. Brúðkaupsveislur nú til dags eru af ýmsum stærðum og gerðum og eru eins ólíkar og þær eru margar – rétt eins og brúðhjónin hverju sinni.
„Að mörgu er að huga fyrir stóra daginn og í flestum tilfellum skiptir maturinn miklu máli en þá er líka gott að hafa í huga að það er engin ein rétt uppskrift að fullkominni brúðkaupsveislu heldur skiptir mestu máli að brúðhjónin hafi hlutina eins og þau vilja,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS.

Mögulega er mexíkóskur matur, ostar og ostakökur í miklu uppáhaldi hjá verðandi brúðhjónum. Hví ekki að ganga út frá því og bjóða upp á mexíkóska kjúklingasúpu, ljúffenga ostaköku og girnilegan ostabakka í veislunni. „Hvort sem brúðhjónin langar að bjóða upp á smárétti og ljúffenga osta, súpu og snittur, heitt matarhlaðborð eða dýrindis kökuveislu er valið þeirra og heimasíða Gott í matinn getur án nokkurs efa aðstoðað við undirbúninginn,“ segir Gréta og deilir hér með lesendum nokkrum vel völdum uppskriftum af síðunni.

Mexíkósk kjúklingasúpa
400 g kjúklingakjöt
1 msk. olía
1 laukur
6 plómutómatar, skornir í bita
100 g blaðlaukur smátt saxaður
1 rauð paprika smátt söxuð
1 grænt chili, fínt saxað
2 tsk. paprikuduft
3 msk. tómatpúrra
1½ l kjúklingasoð (vatn og teningur)
2 dl salsa-sósa
100 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn

Meðlæti í súpuna
sýrður rjómi frá Gott í matinn
nachos-flögur
rifinn ostur frá Gott í matinn

Aðferð:

1. Steikið saman í olíu kjúklingakjötið, laukinn, blaðlaukinn, paprikuna, grænt chili og plómutómatana.
2. Bætið í paprikudufti og tómatpúrru, blandið vel saman. Hellið saman við kjúklingasoðið og látið sjóða í 15-20 mín. við vægan hita.
3. Bætið salsa-sósu í súpuna ásamt klípum af rjómaostinum. Látið sjóða í 3-5 mín. við vægan hita.
4. Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, nachos-flögum og rifnum osti.

Ofnbakaðar brauðsnittur með Dala-Camembert
1 snittubrauð
Dala-Camembert
mangó-chutney
steinselja
pistasíur

Aðferð:
1. Skerið snittubrauðið í jafnstórar sneiðar.
2. Leggið eina til tvær sneiðar af Dala-Camembert yfir hverja brauðsneið.
3. Setjið góða matskeið af mangó-chutney yfir ostinn.
4. Bakið við 180°C í 5-7 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.
5. Skreytið snitturnar með steinselju og pistasíum og berið strax fram.

Ostasalat
1 Mexíkóostur
1 Hvítlauksostur
180 g sýrður rjómi frá Gott í matinn 18% (1 dós)
1½ msk. grísk jógúrt frá Gott í matinn
1 rauð paprika, smátt söxuð
¼ blaðlaukur, smátt saxaður
rauð vínber, magn eftir smekk

Aðferð:
1. Hrærið sýrðan rjóma og gríska jógúrt saman.
2. Skerið ostana í litla bita og blandið saman við sósuna.
3. Skerið papriku og blaðlauk smátt og blandið saman við.
4. Skerið að lokum nokkur vínber, magn fer eftir smekk.
5. Blandið þeim saman við og hrærið vel í salatinu.
6. Salatið er betra ef það fær að standa í nokkrar klukkustundir í ísskápnum áður en það er borið fram.

Ostabakki með ítölsku ívafi
1 stk. Dala-Camembert
1 stk. Ljótur
1 stk. Gullostur

Meðlæti:
parmaskinka eða önnur hráskinka
grænar ólífur
salami, kryddpylsa eða annað kjötálegg
fersk jarðarber sett ofan á Gullostinn
fersk bláber
kex

Oreo-ostakaka
Botn:
320 g Oreo-kexkökur
100 g smjör

Fylling:
600 g hreinn rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn, við stofuhita
3 msk. flórsykur
200 g hvítt súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði
300 ml rjómi
1 tsk. vanilla
Oreo-kexkökur

Aðferð:
1. Myljið kexið í matvinnsluvél. Blandið smjörinu saman við og þrýstið kexblöndunni í botninn á bökuformi og upp með börmum. Kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.
2. Þeytið rjómaostinn í smástund, bætið flórsykrinum, rjómanum og vanillu saman við og hrærið.
3. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, kælið aðeins og hellið út í ostablönduna í mjórri bunu.
4. Hellið blöndunni ofan á kexbotninn og setjið inn í kæli. Geymið kökuna í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
5. Myljið að lokum nokkrar kexkökur og sáldrið yfir kökuna. Einnig er fallegt að skreyta kökuna með berjum.

 

Vaxtaverkir og nýr veruleiki íslenskrar ferðaþjónustu

Uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefur verið ævintýri líkastur á undanförnum árum. Óhætt er að tala um að gengið hafi verið hratt um gleðinnar dyr í greininni.

Víða er nú hagræðing í kortunum og útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins á þessu ári. Það er ekki aðeins gjaldþrot WOW air í gær sem er til merkis um breytta tíma, heldur einnig fleiri þættir. Hvernig sköpuðust þessar aðstæður? Hvað er framundan?

Í nóvember 2011 stofnaði Skúli Mogensen WOW air. Seint í þeim mánuði opnaði Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og fitnessmeistari, miðasöluvef fyrirtækisins og 31. maí 2012 fór það í jómfrúarflug sitt til Parísar. Strax í byrjun var ljóst að Skúli Mogensen, maðurinn á bakvið WOW air og eini eigandi fyrirtækisins, ætlaði sér að fara óhefðbundnar leiðir. Ástæða þess að hann fékk Jónu Lovísu til að hefja starfsemina var sú að Skúli vildi brjóta upp þá hefð að ráðamenn væru fengnir til slíkra verka.

WOW air hefði viljað leitað til einhvers sem hefði dugnað, kjark og þor til að ögra sjálfum sér og viðteknum venjum. Það yrði líka leiðarljós WOW air í starfsemi fyrirtækisins. Starfsemi sem lauk í gærmorgun með gjaldþroti.

Á þessum tíma var efnahagur landsins byrjaður að taka kröftuglega við sér eftir hrun fjármálakerfisins og dramatískan tíma í þjóðlífinu, ekki síst eftir að eldgos hófst í Eyjafjallajökli í apríl 2010 og olli gífurlega kostnaðarsamri röskun á flugi í Evrópu, vegna öskunnar sem fauk yfir álfuna.

Ísland var á þessum tíma sífellt í fréttum og á sjónvarpsskjám, og líklega hefur landið aldrei fengið aðra eins auglýsingu á erlendum vettvangi, þó margir hafi verið æfir vegna þess hve mikil áhrif gosið hafði á flugumferð.

Ítarlega er fjallað um vöxt íslenskrar ferðaþjónustu, áhrif gjaldþrots WOW air á stöðu hennar og stöðu annarra mikilvægra hluta geirans í Mannlífí í dag.  

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Krúnudjásn íslenskrar rappflóru

Úlfur úlfur með tónleika.

Rappsveitin Úlfur Úlfur ætti að vera flestum Reykvíkingum kunn enda fyrir löngu orðin krúnudjásn íslenskrar rappflóru. Föstudaginn 15. mars gaf Úlfur Úlfur út fyrsta lagið í hartnær tvö ár, eftir að hafa gefið út hvern stórsmellinn á fætur öðrum fram að því og í tilefni af því treður hún upp á Húrra í kvöld, laugardaginn 30. mars. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Miða má nálgast á Tix.is.

Hvetja fólk til að gera heiminn betri

Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 taka höndum saman.

„Við notum þá rödd sem tískan hefur gefið okkur til að mennta, upplýsa og hvetja fólk til að gera heiminn betri,“ segir í sameiginlegri tilkynningu Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 um bol sem þau hafa hannað í sameiningu með boðskap sem stendur hjarta þeirra nærri. Katharine Hamnett er brautryðjandi í sjálfbærri hugsun, framleiðslu og samfélagsábyrgð innan tískuheimsins.

Hún verður í Stefánsbúð/p3 í dag, föstudaginn 29. mars klukkan 17, þar mun hún taka á móti gestum og kynna nýju bolina sem verða frumsýndir á HönnunarMars.

„Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi”

Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali ásamt skólasystkinum þeirra berjast nú fyrir því að skólasystur þeirra, Zainab Safari, og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi. Fjölskyldan þráir að setjast hér að eftir líf á flótta en von hennar um mannsæmandi líf fer ört þverrandi.

Elín, Sindri og Amíara ásamt Zainab eru í forsíðuviðtali Mannlífs sem kemur út í fyrramálið.

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans.

Í viðtalinu segja Elín, Sindri og Amíara frá því hvaða áhrif það hafi á þau að hlusta á sögu skólasystur sinnar. Amíra Snærós segir að óneitanlega geri þetta þau döpur. „Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta og í raun að nokkurt barn þurfi að þola það sem hún og bróðir hennar hafa mátt þola.“

Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta.

Þegar Zainab eru spurð út í hennar upplifun af Íslandi segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.“

Aðspurð um íslensku krakkana stendur ekki á svari. „Þau eru góð,“ og svo hlæja þau öll eins og að annað svar hefði verið útilokað. „Ég var auðvitað feimin við þau fyrst en mér hefur verið vel tekið. Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi, finnst mér.“

Lestu viðtalið við Zainab í heild sinni í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

„Situr lengi í manni“

Gerður Kristný segir slaufunarmenningu bara réttláta þegar karldónar eiga í hlut

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, segir að bókasafn Norræna hússins sjái henni aðallega fyrir lesefni en hún les mest ljóðabækur, skáldsögur og góðar ævisögur. Eftirtalin verk segir hún hafa haft mest áhrif á sig.

Beckomberga-geðsjúkrahúsið

„Sara Stridsberg er stórkostlegur sænskur rithöfundur og ég mæli með Beckomberga-geðsjúkrahúsinu, sterkri, hrífandi og ljóðrænni skáldsögu sem kom út í eðalþýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur í fyrra. Bókin fjallar um stúlku sem fer reglulega í heimsókn til pabba síns sem dvelur á fyrrnefndu sjúkrahúsi. Sagan situr lengi í manni eftir að lestri lýkur. Myndin á kápunni tengist bókinni ekki beint því þegar ég spurði Söru hvaða fólk þetta væri svaraði hún því til að þetta væri kærastinn hennar og barn nokkurt á gangi í Los Angeles. Henni hafði bara fundist þetta flott mynd og þess vegna viljað hafa hana framan á bókinni.“

Boken om Blanche och Marie

„Við erum enn stödd í geðbatteríinu því á Pitié-Salpêtrière-spítalanum í París dvaldi kona að nafni Blanche Wittman í lok 19. aldar. Hún varð mikil stjarna í vinsælum dáleiðslusýningum sem yfirlæknirinn Jean-Martin Charcot hélt á sjúklingunum. Þegar Blanche var útskrifuð gerðist hún aðstoðarkona á tilraunastofu Marie Curie.

Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu.

Sænski höfundurinn Per Olov Enquist skrifaði magnað verk, Boken om Blanche och Marie, um samband þessara tveggja kvenna. Lítið var vitað um skaðsemi geislavirkni á þeim tíma og stórsködduðust þær báðar. Taka þurfti báða fætur og annan handlegginn af Blanche en Marie annaðist hana þar til hún lést. Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu. Fyrir ættfræðiáhugafólk skal tekið fram að Jean-Martin Charcot var faðir Jean-Baptiste Charcot skipstjóra á Pourquois-Pas?“

Det er berre eit spørsmål om tid

„Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Norðmenn leggja fram ljóðabálkinn Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eldrid Lunden. Ég er hrifin! Bálkinn skrifar Eldrid í minningu eiginmanns síns sem lést fyrir nokkru. Þetta er kynngimagnaður og harmrænn bálkur, stráður óvæntum myndum. Svona yrkja aðeins þau bestu.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

„Situr lengi í manni eftir að lestri lýkur“

Gerður Kristný segir slaufunarmenningu bara réttláta þegar karldónar eiga í hlut

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, segir að bókasafn Norræna hússins sjái henni aðallega fyrir lesefni en hún les mest ljóðabækur, skáldsögur og góðar ævisögur. Eftirtalin verk segir hún hafa haft mest áhrif á sig.

Beckomberga-geðsjúkrahúsið

„Sara Stridsberg er stórkostlegur sænskur rithöfundur og ég mæli með Beckomberga-geðsjúkrahúsinu, sterkri, hrífandi og ljóðrænni skáldsögu sem kom út í eðalþýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur í fyrra. Bókin fjallar um stúlku sem fer reglulega í heimsókn til pabba síns sem dvelur á fyrrnefndu sjúkrahúsi. Sagan situr lengi í manni eftir að lestri lýkur. Myndin á kápunni tengist bókinni ekki beint því þegar ég spurði Söru hvaða fólk þetta væri svaraði hún því til að þetta væri kærastinn hennar og barn nokkurt á gangi í Los Angeles. Henni hafði bara fundist þetta flott mynd og þess vegna viljað hafa hana framan á bókinni.“

Boken om Blanche och Marie

„Við erum enn stödd í geðbatteríinu því á Pitié-Salpêtrière-spítalanum í París dvaldi kona að nafni Blanche Wittman í lok 19. aldar. Hún varð mikil stjarna í vinsælum dáleiðslusýningum sem yfirlæknirinn Jean-Martin Charcot hélt á sjúklingunum. Þegar Blanche var útskrifuð gerðist hún aðstoðarkona á tilraunastofu Marie Curie.

Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu.

Sænski höfundurinn Per Olov Enquist skrifaði magnað verk, Boken om Blanche och Marie, um samband þessara tveggja kvenna. Lítið var vitað um skaðsemi geislavirkni á þeim tíma og stórsködduðust þær báðar. Taka þurfti báða fætur og annan handlegginn af Blanche en Marie annaðist hana þar til hún lést. Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu. Fyrir ættfræðiáhugafólk skal tekið fram að Jean-Martin Charcot var faðir Jean-Baptiste Charcot skipstjóra á Pourquois-Pas?“

Det er berre eit spørsmål om tid

„Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Norðmenn leggja fram ljóðabálkinn Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eldrid Lunden. Ég er hrifin! Bálkinn skrifar Eldrid í minningu eiginmanns síns sem lést fyrir nokkru. Þetta er kynngimagnaður og harmrænn bálkur, stráður óvæntum myndum. Svona yrkja aðeins þau bestu.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

Fórnarlamb R. Kelly: „Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína“

Lanita Carter, ein þeirra kvenna sem hefur sakað tónlistarmanninn R. Kelly um kynferðisbrot, steig fram í viðtali við CBS Morning í dag. Hingað til hefur Carter ekki viljað tjá sig undir nafni en ákvað að stíga fram eftir að R. Kelly hélt fram sakleysi sínu í viðtali við CBS.

Lanita er ein þeirra fjögurra kvenna sem R. Kelly var ákærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn á árunum 1998 til 2010.

Lanita var hárgreiðslukona R. Kelly þegar hann braut gegn henni árið 2003, þá var hún 24 ára. Hún hefur ekki treyst sér til að stíga fram opinberlega og segja frá fyrr en núna. Hún segir viðtalið sem R. Kelly fór í 7. mars hafi orðið til þess að hún ákvað að stíga fram og segja sögu sína.

„Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína,“ sagði Lanita í viðtali við CBS.

Í viðtalinu greinir hún frá að henni hafi líkað vel við R. Kelly á þeim tíma sem hún vann fyrir hann og að hún hafi litið á hann sem bróður. „Tvö orð: fullkominn herramaður,“ sagði Lanita.

Í viðtalinu lýsir hún svo deginum þegar allt breyttist og R. Kelly braut gegn henni. Lanita hringdi í lögregluna samdægurs en R. Kelly var ekki ákærður. „Frægt fólk er svo valdamikið,“ sagði Lanita.

Tíu mánuðum síðar skrifaði Lanita undir samkomulag á milli hennar og R. Kelly og fékk 650 þúsund Bandaríkjadali greidda fyrir að þaga.

Þess má geta að R. Kelly var ákærður í mars á þessu ári fyr­ir tíu al­var­leg kyn­ferðis­brot gegn fjór­um kon­um í kjölfar þess að heimildarmyndin Survivin R. Kelly var sýnd í janúar.

Viðtalið við Lanitu má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: „Ég hef verið tekinn af lífi“

Kominn tími til að spila nýju lögin

Fluttur frá Súðavík til Ísafjarðar.

Mugison í Bæjarbíói.

„Eitt af áramótaheitunum var að spila oftar með hljómsveitinni, til hvers að vera með bestu hljómsveit í heimi ef hún spilar ekkert opinberlega? Það er náttúrlega bara rugl. Svo er ég búinn að semja slatta nýjum lögum á íslensku sem við þurfum að fá að spila fyrir ykkur sem allra allra fyrst, hananú.“

Þetta segir tónlistarmaðurinn Mugison sem ætlar að blása til heljarinnar tónleika í Bæjarbíói, í kvöld, laugardaginn 30. mars.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is, en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21.

Veit ekkert um afdrif föður síns

|
|

Zainab Safari, tólf ára bróðir hennar og móðir þeirra þrá að setjast að á Íslandi eftir líf á flótta. Von þeirra um það fer hins vegar ört þverrandi, eftir að að íslensk stjórnvöld hafa  hafnað því að taka mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar og þar með að skoða möguleikann á því að þau eigi þess kost að setjast að hér á landi.  Nú eru líkur á að fjölskyldan endi á götum Grikklands.

Zainab Safari komst til Íslands eftir miklar hrakningar.

Zainab er afgönsk að uppruna en hefur þó aldrei búið í sínu stríðshrjáða heimalandi, heldur er hún fædd á flótta í Íran árið 2004. Hún bendir reyndar á að eftir þarlendu tímatali sé hún fædd árið 1384. „Þegar ég fæddist í Íran voru foreldrar mínir á flótta undan stríðinu í Afganistan og þar er enn stríð. Þannig að það er fátt sem bendir til þess að það komi til með að breytast. Við vorum í tólf ár í Íran og Amir bróðir minn er líka fæddur þar en hann er tveimur árum yngri en ég. Lífið í Íran var skelfilegt og þess vegna ákváðu foreldrar mínir að leggja á flótta til Evrópu í von um betra líf og einhverja framtíð, sérstaklega fyrir mig og bróður minn.“

Ferðin frá Íran til Evrópu var gríðarlega erfið enda fóru þau fyrst fótgangandi frá Norður-Íran eftir erfiðum vegum og fjallendi til Tyrklands en þaðan tókst þeim svo að komast með báti til Grikklands. Þegar þangað var loksins komið tók þó ekkert annað við en vonbrigði og skelfilegar aðstæður. Zainab segir að fyrst eftir að þau komu til Grikklands hafi þau verið sett á hótelherbergi en það hafi aðeins varað í nokkra mánuði á meðan verið var að setja upp flóttamannabúðir þangað sem þau voru svo flutt í framhaldinu. En lífið í flóttamannabúðunum reyndist vera í alla staði skelfilegt. „Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

„Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum beri ríkjum að sinna þeim flóttamönnum sem hafa fengið alþjóðlega vernd til jafns við eigin þegna er það þó alls ekki raunin í Grikklandi. Herfilegt efnahagsástand í landinu á síðustu árum á sinn þátt í því og við slíkar aðstæður blossa oft upp kynþáttafordómar, skipulögð glæpastarfsemi með fíkniefnasölu og vændi á götum borganna og þannig mætti áfram telja. Staðreyndin er að þetta eru að öllum líkindum þær götur og þær aðstæður sem bíða Zainab og fjölskyldu hennar verði þau send aftur til Grikklands.

Aðspurð um hvað henni finnist um Ísland og það sem á daga hennar hefur drifið síðan hún kom hingað í september segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.“

Zainab segir að stuðningur skólasystkina hennar, sem hrintu af stað undirskriftasöfnun svo að fjölskyldunni yrði ekki vísað úr landi, hafi glatt hana mikið. „Þetta gerir mig hamingjusama. Það er gott að finna stuðning og að allt þetta fólk reynir að hjálpa til. Núna vona ég bara að ég og mamma og bróðir minn fáum að vera hérna áfram og eignast framtíð. Það er draumurinn.“

Zainab segir að óneitanlega sé hún hrædd við það sem gerist næst. „Ef við verðum send aftur til Grikklands eigum við okkur ekkert líf. Þar eigum við enga framtíð. Það er eflaust fínt að koma til Grikklands sem ferðamaður og skoða landið, eiga peninga og vera að ferðast, en það er ekki það sem bíður okkar. Það Grikkland sem bíður okkar er allt annað og þar er ekki gott að búa.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Aldís Pálsdóttir réttur ljósmyndari

Leiðrétting.

Þau leiðu mistök urðu við prentun síðasta Mannlífs að rangt var farið með nafn ljósmyndara á mynd af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það var Aldís Pálsdóttir sem tók þessa dásamlegu mynd af ráðherranum fyrir Mannlíf síðasta sumar. Myndin var tilnefnd í flokki portrettmynda á árlegri sýningu blaðaljósmyndara sem nú fer fram í Smáralind, Myndir ársins 2018. Sýningin stendur til 4. apríl og við hvetjum alla til að fara og skoða.

Katrín Jakobsdóttir, svo einlæg og eðlileg, sitjandi við tröppur Stjórnarráðsins. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Hún sagði mér að fangelsið væri öruggara en hjónabandið

Mynd úr einkasafni.

Móðir Nöru Walker, sem var dæmd í 18 mánaða fangelsi hérlendis fyrir að bíta hluta tungunnar úr þáverandi eiginmanni sínum, segist hafa verið lömuð af ótta þegar hún fékk fréttir af því að dóttir hennar sæti í fangelsi hinu meginn á hnettinum. Þrátt fyrir að vera ósátt við þá meðferð sem Nara fékk frammi fyrir íslenskum dómstólum er hún mjög hrifin af Íslandi og íslenskri þjóð.

Umrætt atvik átti sér stað í byrjun nóvember 2017. Nara og þáverandi eiginmaður hennar höfðu boðið ónefndri konu og bandarískum ferðamanni heim til sín eftir að þau höfðu verið úti að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur. Staðfest er að til ósættis hafi komið milli eiginmannsins og bandaríska ferðamannsins sem endaði með því að þeim síðarnefnda var vísað á dyr. Sagði bandaríski ferðamaðurinn fyrir dómi að maðurinn hafi verið mjög æstur og fleygt honum niður stiga með ókvæðisorðum. Þá hafi Nara og eiginmaður hennar rifist þegar hann forðaði sér út úr húsinu.

Nara hélt því fram fyrir dómi að eiginmaður hennar og hin konan í samkvæminu hafi veist að henni og að hún hafi bitið hluta úr tungu hans í nauðvörn. Læknisvottorð sem lagt var fyrir dóminn sýndi að Nara hafði hlotið áverka. Bæði eiginmaðurinn þáverandi og umrædd kona, sem nú eru í sambúð samkvæmt dómnum, sögðu hins vegar að Bandaríkjamaðurinn hafi farið í mesta bróðerni og það hafi ekki verið fyrr en eftir að hann var farinn sem Nara hafi veist að þeim báðum.

Nara var dæmd í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur þyngdi dóminn í 18 mánuði, þar af voru þrír mánuðir óskilorðsbundnir. Mál Nöru hefur vakið mikla athygli og söfnuðust vinir hennar saman fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði þegar hún hóf afplánun í febrúar til að sýna henni stuðning. Vinir Nöru í Ástralíu hófu undirskriftasöfnun til stuðnings henni sem um 43 þúsund manns hafa skrifað undir og sjálf hefur Jane skrifað bréf til forseta Íslands, forsætisráðherra og dómsmálaráðherra þar sem farið er fram á að hún verði náðuð.

Heillaði hana upp úr skónum

Mannlíf ræddi við Jane Lumeah, móður Nöru, sem er sérstaklega gagnrýnin á málsmeðferðina frammi fyrir dómsólum, þá sérstaklega að ekki hafi verið tekið tillit til þess að hún hafi löngum sætt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns. Segist Jane hafa vitað að þannig væri ástatt í hjónabandi þeirra. „Það voru viðvörunarljós. Ég man eftir einu tilviki, í Brisban, þar sem hún endaði á sjúkrahúsi með brákuð bein í andliti. Nara hafði sofnað á sófanum og hann missti hana þegar hann bar hana í rúmið. Þau á sjúkrahúsinu spurðu hvort hann hafi gert þetta. þau vildu að hún kæmi aftur daginn eftir en hann leyfði henni það ekki.“

Það var hins vegar ekki fyrr en tveimur mánuðum fyrir kvöldið örlagaríka sem Nara trúði móður sinni fyrir því að hún væri beitt ofbeldi. Þá voru þær staddar í Hong Kong og átti Jane flug heim til Ástralíu daginn eftir. „Hann virkaði svo veraldarvanur og heillandi og hann heillaði hana upp úr skónum. Hún elskaði hann og fluttist til Evrópu með honum. Nara varð vör við að hann varð uppstökkur, drykkja hans jókst, aðrar konur og svo framvegis. En hún studdi hann alltaf, hún virkilega elskaði hann. Hún trúir á fólk, hún trúði á hann og var var tilbúin til að fyrirgefa honum. Hún sér það góða í fólki. “

Fangelsið öruggara en hjónabandið

Jane komst að því að Nara hafi verið handtekin þegar hún fékk skilaboð frá eiginmanninum þáverandi. „Ég fékk skilaboð frá eiginmanni hennar sem sagði að Nara væri „…í fangelsi þar sem hún ætti heima“ og að ég „ætti að sjá hvað dóttir mín hafi gert honum“. Ég var leið fyrir hans hönd og skelfingu lostin fyrir hönd Nöru.

Ég hringdi á lögreglustöð í Reykjavík og talaði við vingjarnlegan fulltrúa. Hann sagði að Nara væri við góða heilsu og að ég gæti talað við hana daginn eftir. Ég sagði honum að eiginmaðurinn hennar hafi margoft beitt hana ofbeldi. Ég spurði hvort hún væri meidd. Mér leið virkilega illa. Þegar ég hringdi daginn eftir hafði henni verið sleppt og ég vissi ekkert hvar hún var. Það var ekki fyrr en ég talaði við Nöru nokkrum tímum síðar að ég frétti hvað raunverulega gerðist. Lögreglan hafði skutlað henni aftur til eiginmannsins og tekið vegabréfið af henni. Svo fór ég að sjá fyrirsagnir í fjölmiðlum. Ég óttaðist mjög um öryggi hennar og hún var ein á báti.“

Landsréttur þyngdi dóm Nöru Walker úr 12 mánuðum í 18.

Jane er sannfærð um að dóttir hennar hafi verið beitt óréttlæti við málsmeðferðina. „Í öllum öðrum Schengen-löndum hefði frumkvæðismaðurinn að ofbeldinu, sá sem hefur beitt heimilisofbeldi árum saman, verið látinn bera sök á því sem átti sér stað þetta kvöld. Ég skil ekki hvers vegna áralangt heimilisofbeldi var ekki tekið til greina, að ekki hafi verið hlustað á dóttur mína. Ég er mjög leið yfir því.“

Jane segir að fangelsisvistin hafi vissulega tekið á Nöru en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig. „Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar. Hún hefur nýtt tímann vel, hún hefur skrifað, æft og málað. Hún fær að hringja í mig á Skype einu sinni í viku. Það er eins og veisla fyrir mér. Þegar við tölum saman sé ég að hún er að reyna að gera það besta úr stöðunni en ég sé líka að þetta er henni erfitt, að vera aðskilin frá vinum sínum, einangruð, ófrjáls.“

Jane segir að til að bæta enn á óvissuna hafi Nöru borist bréf þar sem henni var tilkynnt að hafið sé ferli um mögulega brottvísun úr landi eftir að afplánun lýkur. Slík niðurstaða gæti þýtt miklar hömlur á ferðafrelsi hennar í Evrópu, segir Jane sem býst þó við að Nara snúi aftur til Ástralíu eftir að hún hefur setið af sér dóminn. „Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði. Hún hefur þurft að glíma við aukin einkenni áfallastreituröskunar, áralangt ofbeldi og nú síðast réttarhöldin sem virðast framlenging á misnotkuninni.“

Jane býst þó ekki við að hún verði heima lengi. Eitt af fyrstu verkum Nöru verði að fara með málið skrefi lengra, til Strassborgar. „Hún ætlar með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún vill gera það, ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir þær konur sem hafa þurft að ganga í gegnum sömu reynslu. Hún vill að lögin veiti konum sem hafa þurft að sæta heimilisofbeldi meiri vernd.“

Fékk heimsókn frá forsetafrúnni

Þrátt fyrir að dvöl Nöru á Íslandi hafi verið þyrnum stráð segir Jane hana tala vel um land og þjóð. Hér hafi hún eignast góða vini og fengið stuðning úr mörgum ólíkum áttum. „Hún hefur fengið stuðning frá mörgu dásamlegu fólki. Til dæmis þeim sem mættu fyrir utan fangelsið og forsetafrúnni, Elízu Reid, sem heimsótti hana sem almennur borgari, þessir hlutir skipta hana svo miklu máli. Nara hafði hitt forstafrúna áður en hún var sakfelld og ég brast í grát þegar ég heyrði að hún hefði heimsótt hana. Það er svo mikil viðurkenning fyrir dóttur mína og endurspeglar það sem er svo gott við Ísland. Ég og Nara erum svo þakklátar fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur, bæði á Íslandi og annars staðar.“

Nara Walker hóf þriggja mánaða afplánun í febrúar.

Jane býst þó ekki við að dóttir hennar staldri lengi við í Ástralíu. „Ég held að hún óttist hvaða áhrif dómurinn og möguleg brottvikning hafi á hennar ferðafrelsi og atvinnu. Það munu verða margar hindranir. Hún mun koma aftur til Ástralíu og tengjast landinu og fjölskyldunni á ný. Við erum mjög náin en ég veit að hún mun fara aftur þegar henni er batnað. Hennar atvinna er alþjóðleg, hún nærist á öllum menningarkimum. Hún hefur myndað djúp og einlæg tengsl við landið ykkar. Hún hefur kynnst fólki sem eru orðnir henni eins og fjölskyldumeðlimir og það er á Íslandi sem hún hefur komist í raunveruleg kynni við sjálfa sig. Arfleifð okkar er evrópsk og Ísland er orðið eins og annað heimili. Ég hef tvívegis heimsótt Nöru til Íslands og þótt tilgangurinn hafi verið í tengslum við þennan skelfilega atburð þá var ég hrærð yfir þeim móttökum sem ég fékk frá fólkinu. “

Fangelsismálastofnun hafnaði beiðni Mannlífs um að ræða við Nöru og var vísað til hagsmuna brotaþola, það er eiginmanns hennar, við þá ákvörðun og þess hversu stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn.

 

 

Fleiri gætu fylgt í kjölfar WOW

Mynd: Ísavía
Mynd: / Isavía

Fall WOW kann að vera undanfari þess sem koma skal á evrópskum flugmarkaði. Í máli Elvars Inga kom fram að evrópskur flugmarkaður stendur á krossgötum og fram undan kann að vera tímabil gjaldþrota og sameininga líkt og gerðist í Bandaríkjunum árið 2005.

Flugmarkaðurinn í Evrópu hefur einkennst af miklum vexti undanfarin ár en hagnaður á hvern farþega er umtalsvert minni en hjá bandarískum flugfélögum. Sem dæmi má nefna að Norwegian, sem hefur verið frekt til fjörsins síðustu ár, hefur horfið frá áherslum um frekari vöxt.

Tuttugu og sjö prósent komu með WOW til Íslands
Ferðaþjónustan hefur á nokkrum árum orðið ein allra mikilvægasta atvinnugrein Íslands og nemur hlutur hennar af landsframleiðslu 11 prósentum. Alls heimsóttu 2,3 milljónir ferðamanna Ísland í fyrra og miðað við spá Arion banka um samdrátt vegna falls WOW má gera ráð fyrir að þeir verði færri en tvær milljónir í ár. Þá komu 27 prósent allra ferðamanna til landsins með WOW í fyrra, 42 prósent með Icelandair og 31 prósent með öðrum flugfélögum.

Níu af hverjum tíu eiga aðra kosti en WOW
Auk Icelandair fljúga 25 flugfélög til og frá Keflavík í ár. Sumaráætlun WOW gerði ráð fyrir 24 reglulegum áfangastöðum í sumar, 18 í Evrópu og sex í Ameríku. Af þessum stöðum flýgur Icelandair til 10 áfangastaða í Evrópu og fimm í Ameríku. Séu öll flugfélög tekin með í reikninginn er flogið til Íslands frá 16 af 18 áfangastöðum WOW. Þetta þýðir að í langflestum tilfellum hafa þeir sem ætluðu að fljúga með WOW aðra möguleika í stöðunni og aðeins Lyon og Detroit falla út af Evrópu- og Ameríkumarkaði sem og Tel Aviv í Ísrael.

Fargjöld munu hækka
Hinn kaldi veruleiki er hins vegar sá að til skemmri tíma litið munu fargjöld líklega hækka, að minnsta kosti til skemmri tíma. Flugfargjöld til og frá Íslandi hafa lækkað mjög undanfarin fimm ár og hefur flugmiðinn verið að meðaltali 40 prósentum lægri en hann var árið 2014. WOW hafði að stórum hluta leitt þessa lækkun og kom fram í erindi Elvars Inga Möller, sérfræðings hjá Arion banka, að WOW hafi að meðaltali greitt 1.000 krónur með hverjum farþega í leiðarkerfi sínu. Það var þannig ekki innistæða fyrir svo lágum fargjöldum.

Mynd / Isavia

Dýrt að veikjast á Íslandi

||
Ingibjörg Rósa og Linda Sæberg.||Ingibjörg Rósa er búsett í Edinborg

Sláandi munur er á kostnaði vegna krabbameinsmeðferða á Íslandi og í Skotlandi.Tvær íslenskar konur sem hafa sótt læknismeðferð vegna krabbameins annars vegar í Reykjavík og hins vegar í Edinborg greina frá þessu. Á meðan konan á Íslandi hefur orðið að greiða yfir 800 þúsund krónur, hefur sú í Skotlandi ekki þurft að bera neinn beinan kostnað af meðferðinni.

Linda Sæberg Þorgeirsdóttir og Ingibjörg Rósa eru ungar konur sem greindust sama dag með brjóstakrabbamein, þann 20. desember. Þær hafa haldið sambandi hvor við aðra á Instagram og leyft fylgjendum sínum að fylgjast með baráttu sinni við þennan erfiða sjúkdóm.

Linda Sæberg Þorgeirsdóttir hefur greitt 379.661 kr. í lækniskostnað síðan hún greindist með krabbamein.

Saga þeirra er að mörgu leyti lík, báðar hafa farið í fleygskurð þar sem meinin voru fjarlægð, eru búnar með tvær lyfjagjafir af sex og síðan taka við 15 geislameðferðir; saga þeirra eru aftur á móti sögð hvor af sínu sviðinu. Ingibjörg Rósa býr í Edinborg í Skotlandi og fellur því undir skoska NHS-heilbrigðiskerfið sem er gjaldfrjálst. Hún hefur því ekki greitt krónu fyrir þá heilbrigðisþjónustu og lyfjameðferðir sem hún hefur þurft á að halda. Öðru máli gegnir um Lindu Sæberg. Hún býr á Egilsstöðum og eins og fram kemur hér til hliðar eru fjárútlát hennar umtalsvert hærri, eða yfir 800 þúsund krónur frá greiningu.

Linda viðurkennir í samtali við Mannlíf að það hafi aldrei hvarflaði að sér þegar hún fékk greininguna að hún þyrfti að leggja út fyrir svo miklum kostnaði. „Ég hélt að ég þyrfti bara að mæta og láta mér batna,“ segir hún og bætir við að hún eyði dýrmætri orku í hluti sem hún ætti alls ekki að þurfa hugsa um. „Ég viðurkenni alveg að mesta orkan og áhyggjurnar fara í pappíra, umsóknir, fjármál og þess háttar.“

Ég viðurkenni alveg að mesta orkan og áhyggjurnar fara í pappíra, umsóknir, fjármál og þess háttar.

Sérstaklega íþyngjandi fyrir Lindu eru öll ferðalögin á milli Egilsstaða og Reykjavíkur en hún hefur þurft að dvelja í Reykjavík alls sex sinnum frá greiningu. Allt frá fjórum nóttum upp í tvær vikur. „Ég á tveggja og tólf ára börn og stuðningsnetið mitt er ekki hér fyrir austan. Yngri sonur minn fylgir okkur því alltaf og eldri stelpan kemur þegar við erum að fara í lengri ferðir með aðgerðum, lyfjameðferðum og slíku. Annars hefur hún gist hjá bekkjarsystur sinni til að missa sem minnst úr skóla,“ útskýrir hún.

Linda segir að vel hafi verið haldið utan um sig eftir greininguna og eftirfylgni verið til fyrirmyndar og tekur sérstaklega fram að sálfræði- og ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins hafi stutt mjög vel við bakið á sér og fjölskyldunni. „Ég hef líka hitt sálfræðing eftir greiningu í Reykjavík enda enginn sálfæðingur á mínu svæði. Hún hefur ekki viljað þiggja greiðslu fyrir okkar hittinga heldur óskað þess að ég nýti þá frekar í að gera eitthvað gott fyrir sjálfa mig.“

Ingibjörg Rósa býr í Skotlandi og hefur ekki þurft að greiða eina krónu í lækniskostnað síðan hún greindinst með krabbamein.

Allt ókeypis í Skotlandi

Ingibjörg Rósa býr í 45 mínútna akstursfjarlægð frá spítalanum sem þjónustar hana í Edinborg og eini kostnaðurinn sem hún þarf að leggja út fyrir er fyrir strætó- og leigubílaferðum. Auk þess sækir hún ráðgjöf og þjónustu. „Ég fæ ýmsa ráðgjöf og þjónustu í sérstakri ráðgjafaþjónustu fyrir sjúklinga með krabbameinsgreiningu og aðstandendur sem líkja má við ráðgjafamiðstöðina í Skógarhlíð en þessi þjónusta er nálægt spítalanum.

„Þar er t.d. hægt að fá leiðsögn um fjármál og möguleika á bótum og styrkjum, aðstoð við útfyllingu umsókna, sækja fræðslufundi um hármissi og förðunarkennslu, mæta í slökunartíma, jóga og hugleiðslu og sækja stuðningsfundi með öðrum í svipuðum sporum. Alltaf boðið upp á kaffi, te og snarl og allt ókeypis,“ segir Ingibjörg Rósa og bætir við að það muni miklu að fá allt greitt. „Ég myndi ekki vilja þurfa að velja milli þess að fá ógleðilyf, ná upp hvítu blóðkornunum milli lyfjagjafa eða geta borðað næringarríkan mat meðan á meðferðinni stæði. En á Íslandi þyrfti ég sennilega að fórna einhverju af þessu vegna mikils kostnaðar.“

Samantekt á kostnaði Ingibjargar Rósu
Í breska heilbrigðiskerfinu, NHS, eru engin komugjöld á heilsugæslustöðvar og ekki þarf að borga fyrir myndatökur, blóðprufur eða lyfseðla. Lyfseðilsskyld lyf í Englandi, þar sem Ingibjörg Rósa bjó áður, kosta að hámarki 1.500 kr. hver skammtur. Í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi eru öll lyfseðilsskyld lyf ókeypis, þ.e. að fullu greidd niður af NHS. Ingibjörg Rósa býr í Edinborg og er því í NHS Scotland kerfinu.

2. nóvember 2018: Heimsókn til heimilislæknis sem pantar skoðun á brjóstakrabbameinsdeild Western General Hospital. 0 kr.
13. desember 2018: Viðtal við sérfræðing. Myndataka, ómun og vefjasýnataka. 0 kr.
20. desember 2018: Viðtal við sérfræðing þar sem Ingibjörg fékk greiningu, viðtal við krabbameinshjúkrunarfræðing í kjölfarið. 0 kr.
24. desember 2018: Ómun á eitlum í holhönd, vefsýnataka, viðtal við sérfræðing með nánari niðurstöðum á tegund krabbameins. 0 kr.
3. janúar 2019: Viðtal við sérfræðing, niðurstöður úr vefjasýnum, meðferð ákveðin í grófum dráttum og aðgerðardagur ákveðinn. 0 kr.
16. janúar 2019: Forskoðun vegna aðgerðar, blóðprufur teknar. 0 kr.
18. janúar 2019: Fleygskurður á vinstra brjósti, dvöl á sjúkrahúsi í átta klukkutíma. 0 kr.
23. janúar 2019: Viðtal hjá sérfræðingum á frjósemislækningadeild Royal Infirmary. Eggjastokkar ómaðir og blóðprufa tekin. 0 kr.
30. janúar 2019: Sálfræðiráðgjöf hjá frjósemislækningadeild Royal Infirmary. 0 kr.
1. febrúar 2019: Skyndiheimsókn á brjóstalækningadeildina vegna gruns um vökvasöfnun í brjósti, stutt skoðun og umbúðaskipti. 0 kr.
7. febrúar 2019: Eftirskoðun og framvísun til krabbameinslæknis til að ákveða framhald meðferðar. 0 kr.
14. febrúar 2019: Viðtal við krabbameinslækni, kostir skoðaðir og lyfjameðferð skipulögð. Blóðprufur teknar og farið yfir heilsufarssögu. 0 kr.
23. febrúar 2019: Hárkollukaup, einni hárkollu er ávísað af NHS. 0 kr.
25. febrúar 2019: Skoðun hjá tannlækni vegna fyrirhugaðrar lyfjameðferðar. 0 kr.
26. febrúar 2019: Hjartaómun á WGH vegna fyrirhugaðrar lyfjameðferðar. 0 kr.
27. febrúar 2019: Blóðprufur á heilsugæslustöð vegna fyrirhugaðrar lyfjagjafar. Steralyf til undirbúnings. 0 kr.
1. mars 2019: Fyrsta lyfjagjöf. Send heim með meiri stera, ógleðilyf og 10 sprautur til að örva beinmerg. 0 kr.
4. mars 2019: Skyndiskoðun á krabbameins-meðferðareftirliti WGH (Cancer Assessment Unit) og teknar blóðprufur. Fékk að fara eftir fimm klst. bið eftir niðurstöðum, send heim með lyf við sveppasýkingu í munni og hægðalyf. 0 kr.
5. mars 2019: Kölluð inn í stutta skoðun á brjóstakrabbameinsdeildina á WG til að skoða annan skurðinn, sem var ástæða skyndiskoðunarkvöldinu áður. 0 kr.
14. mars 2019: Heimsókn til heimilislæknis vegna kinnholusýkingar og mögulegra aukaverkana, sett á fimm daga sýklalyfjakúr og send heim með sterakrem og krem við sveppasýkingu í munni. 0 kr.
20. mars: Blóðprufur á heilsugæslustöð vegna fyrirhugaðrar lyfjagjafar. Steralyf til undirbúnings. 0 kr.
22. mars: Önnur lyfjagjöf. Send heim með meiri stera, ógleðilyf og 10 sprautur til að örva beinmerg, meiri hægðalyf, munnskol vegna slímhúðarbólgu og kódeinlyf við beinverkjum. 0 kr.

Lækniskostnaður alls: 0 kr. 

Ingibjörg Rósa býr í 45 mínútna akstursfjarlægð frá spítalanum og fjárfesti í mánaðarkorti í strætó sem kostar rúmar 9.000 krónur en á rétt á endurgreiðslu af hluta af þeim kostnaði.
Nú þegar hefur Ingibjörg tekið leigubíl fjórum sinnum á sjúkrahús og er heildarkostnaður vegna þess um 10.500 kr. Hún segist eiga rétt á akstri hjá góðgerðarsamtökum og hugleiðir að nýta sér það þegar sjúkrahúsferðir verða daglegar vegna geislameðferðar.

Samantekt á útlögðum kostnaði Lindu
1. desember 2018:
Heimsókn til heimilislæknis á Egilsstöðum. 1.200 kr.
3. desember 2018: Heimsókn til kvensjúkdómalæknis á Norðfirði. 6.788 kr.
15. desember: Klínísk rannsókn á brjósti í Domus Medica. 15.323 kr.
20. desember 2018: Tími hjá heimilislækni til að fá niðurstöður klínískar rannsóknar sem leiddi í ljós brjóstakrabbamein. 0 kr. (komin í þak)
26. desember – 4. janúar 2019: Íbúð hjá AFL sem er stéttarfélag Steinars, unnusta Lindu, neitaði að endurgreiða þegar fjölskyldan fékk óvænt íbúð hjá Krabbameinsfélaginu. Krabbameinsfélag Austurlands styrkti fjölskylduna um þessa upphæð að lokum. 34.649 kr.
27. desember 2018: Viðtal á Brjóstamiðstöðinni . 0 kr. (komin í þak)30. desember 2018:
Viðtal við lækni hjá Læknavakt vegna andlegrar líðan eftir greiningu. 1.993 kr.
30. desember 2018: Lyf til að aðstoða við svefn eftir greiningu. 1.317 kr.
2. janúar 2019: Myndtaka á brjóstum á Landspítala. Myndataka og nánari ómskoðun hjá Leitarstöð krabbameinsfélagsins. 5.350 kr
22. janúar 2019: Varðeitlaskanni til að staðsetja eitla fyrir aðgerð. 0 kr.
24. janúar 2019: Aðgerð – fleygskurður og eitlataka. Ein nótt inni á Landspítalanum. 0 kr. Þurfti að kaupa verkjalyfin sjálf.
24. janúar 2019: Gjöld fyrir vefjasýni á æxli sem var tekið í aðgerð. 2.700 kr.
12. febrúar 2019: Fyrsta viðtal við krabbameinslækni. 4.350 kr.
1. febrúar 2019: Lyf vegna IVF-meðferðar. 33.72 kr. 6.725. kr. 992 kr. 5.306 kr.
13. febrúar 2019: Endajaxlataka vegna yfirvofandi lyfjameðferðar. 80.000 kr.
19. – 25. febrúar 2019: Íbúð á vegum Krabbameinsfélagsins/Barnaspítala Hringsins. 11.000 kr.
20. febrúar 2019: IVF-frjósemisaðgerð. 143.400 kr. (Fékk styrk upp á 27.500 kr. eftir skatt frá BHM).
22. febrúar 2019: Aðgerð þar sem lyfjabrunnur var settur í Lindu. 0 kr.
25. febrúar 2019: Nauðsynleg lyf eftir lyfjagjöf til að halda niðri aukaverkunum. Velgjulyf, sterar og sprauta sem hjálpa eiga hvítum blóðkornum. 998 kr.
26. febrúar 2019: Lyf úr apóteki til að aðstoða við svefn eftir lyfjagjöf. 2.000 kr.
1. mars 2019: Lyf vegna beinverkja sökum lyfjameðferðar. 1.297 kr.
11. mars 2019: Milliblóðprufa til að athuga stöðu á hvítum blóðkornum. 1.950 kr.
14. mars 2019: Tölvusneiðmyndataka á Landspítalanum. 0. kr.
15. mars 2019: Viðtal við sálfræðing hjá Landspítalanum. 11.000 kr.
18. mars 2019: Nauðsynleg lyf eftir lyfjagjöf gegn aukaverkunum. Velgjulyf, sterar og sprauta sem hjálpa eiga hvítum blóðkornum. 1.714 kr.
20. mars 2019: Histasín og magalyf vegna aukaverkana við sprautu sem Linda sprautar sig sjálf með eftir lyfjagjöf. 2.318 kr.
25. mars 2019: Lyf vegna sára í slímhúð sökum lyfjameðferðar. 3.564 kr.

Lækniskostnaður alls: 379.661 kr.

Linda fær 77.000 kr. í styrk á ári fyrir hárhjálpatæki. Strkurinn er þó langt kominn nú þegar.
Tattú á augabrúnir vegna mögulegs hármissir. 56.000 kr.
Hárkollur pantaðar á Netinu (þar sem þær kosta um 100.000 hér á landi). 6.000 kr.
Klútar. 5. 661 kr.
Linda þarf að leggja út fyrir kostnað við flugi. Hún fær sín flug endurgreidd frá Tryggingastofnun og einnig flug eiginmannsins ef hann flýgur með sömu vél. Flug barnanna fást ekki endurgreidd en þau eiga tvö börn, tveggja og tólf ára.

Oft þarf að bíða vikum saman eftir endurgreiðslum.

Fluggjöldin skiptast á þennan veg:
Linda –247.442 kr.
Steinar – 170.841 kr.
Anja – 133.820 kr.
Esjar – 86.766 kr.
Samtals: 638.869 krónur í ferðakostnað síðan við greiningu.

Vonbrigði þegar lagið var fjarlægt af plötu Spice Girls

Tónlistarkonan og lagasmiðurinn Heiðrún Anna Björnsdóttir kom heim á klakann til að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagi sínu Helgi eða Sunday Boy. Nú vinnur hún að því að klára tvær smáskífur og er auk þess með nýja plötu í smíðum.

„Í augnablikinu er ég að vinna í því að klára tvær smáskífur. Veit ekki hvora þeirra ég ætla að gefa út fyrst, rólega bíómyndalagið eða danslagið. Stefni alla vega að því að gefa annað þeirra út eftir tvo mánuði, vonandi bara stenst það,“ segir Heiðrún Anna, sem vinnur nú einnig hörðum höndum að útgáfu nýrrar plötu undir listamannsnafninu Lúlla sem er gælunafn Heiðrúnar innan fjölskyldunnar.

„Þetta er electronic-popplata sem hefur verið í vinnslu undanfarið tvö og hálft ár. Við gáfum út sex lög af plötunni í fyrra, nýjasti „síngúllinn“ heitir Nothing Changes. Það er hægt að nálgast öll lögin á Spotify. Restin af plötunni kemur út þegar við höfum tíma, að öllum líkindum seinna á árinu.“

Ég var boðuð á fund hjá Simon Fuller eftir að hann i hlustaði á lögin mín. Hann varð yfir sig hrifinn af einu þeirra, Angels, og vildi fá að nota það sem endurkomulag fyrir Spice Girls.

Boðið að vera með á Spice Girls-plötu

Heiðrún hefur búið í Englandi síðustu 23 ár og á að baki farsælan feril í tónlist. Hún var á samningi hjá Universal Publishing til margra ára og hefur unnið með ýmsum þekktum listamönnum, þar á meðal Swedish House Mafia sem gerði remix af lagi hennar Beating of my Heart sem hún gaf út með þáverandi hljómsveit sinni Cicada. Einnig var hún fengin til að semja fyrir Spice Girls þegar sveitin hugði á endurkomu fyrir tíu árum. „Ég var boðuð á fund hjá Simon Fuller eftir að hann i hlustaði á lögin mín. Hann varð yfir sig hrifinn af einu þeirra, Angels, og vildi fá að nota það sem endurkomulag fyrir Spice Girls. Þær voru að gefa út „best of“-plötu og þar áttu að vera tvö ný lög. Þær tóku lagið mitt upp og allt var tilbúið þegar mér var tilkynnt að gamli pródúserinn þeirra fengi mitt pláss, hans lag var allt í einu komið á plötuna,“ segir hún og viðurkennir að það hafi verið hræðileg vonbrigði þegar lagið var fjarlægt af plötunni á síðustu stundu.

Semur bara fyrir sjálfa sig

Heiðrún Anna hefur samið fyrir fleiri stóra aðila á ferlinum og var til að mynda fengin til að semja tónlist fyrir erlenda stórstjörnu, sem hún vill ekki nefna á nafn, fyrir tilstuðlan bresku útgáfunnar EMI. EMI var að hennar sögn ánægt með lagið en stórstjarnan ákvað á endanum að nota það ekki. „Svona er þetta, maður er svo oft næstum búinn að meika það,“ segir hún og hlær. „Ég er alls ekki bitur eða leið en ég missti samt einhvern veginn áhugann á þessu harki. Var líka komin með stóra fjölskyldu og fleira að hugsa um. Þannig að núna, í þessum breytta tónlistarheimi þar sem hver sem er getur gefið út eigið efni, þá sem ég bara fyrir sjálfa mig og það sem ég fíla.“

Svona er þetta, maður er svo oft næstum búinn að meika það.

Horfir meira til Íslands en áður

Eins og fyrr sagði tók Heiðrún Anna þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hún hafði gaman af og segir að eftir keppnina hafi sér fundist vera rétti tíminn til að gefa út nokkur lög úr eigin smiðju, bæði gömul og ný. Eins sé hún farin að horfa meira til Íslands en áður. Hana langi mikið til að fara að gera tónlist með tónlistarfólki hér og styrka tengslin við íslensku senuna. „Já, ég er alltaf til í samstarf. Til dæmis gera remix af lögunum mínum. Það væri mjög gaman,“ segir hún.

Hægt er að lesa lengra viðtal við Heiðrúnu Önnu á albumm.is

Skoða hvort Skúli hafi blekkt kröfuhafa

Samkvæmt heimildum Mannlífs eru kröfuhafar WOW nú að skoða lagalega stöðu sína vegna útgáfu skuldabréfa fyrirtækisins í september 2018. WOW skilaði 22 milljarða króna tapi á síðasta ári og telja aðilar innan kröfuhafahóps fyrirtækisins ekki hafa fengið rétta mynd af fjárhagslega stöðu fyrirtækisins þegar þeir tóku þátt í skuldabréfaútgáfu WOW og lögðu um sjö milljarða króna til rekstursins (50 milljónir evra).

Umsjónaraðili útboðsins ásamt forstjóra WOW, Skúla Mogensen, kynntu framtíðarsýn WOW og fjárhagsáætlanir fyrir fjárfestum á þessum tíma. Mannlíf fjallaði fyrst um málið á þriðjudag að kröfuhafar myndu skoða lagalega stöðu sína.

Í hádegisfréttum RÚV var haft eftir Guðmundi Ingva Sigurðssyni lögmanni kröfuhafa WOW að of snemmt væri að segja til um hvort kröfuhafar skoði lagalega stöðu sína. Hann árettaði að umbreyting krafna í hlutafé gengi nú til baka, þannig að skuldabréfaeigendur geri nú kröfur í þrotabúið ásamt öðrum. Talið er að mun meira fé hafi þurft inn í rekstur WOW en gefið var til kynna við skuldabréfaútgáfu flugfélagsins.

Í september 2018 tilkynnti WOW um útgáfu skuldabréfaflokks, þar sem 50 milljónir evra voru seldar fjárfestum og tilkynnt var að 10 milljónir evra til viðbótar yrðu seldar. Skuldabréfaflokkurinn var til þriggja ára og vextir níu prósent ofan á þriggja mánaða Euribor vexti.

Í tilkynningu WOW á þessum tíma sagði: „Par­eto Securities hefur fyrir hönd WOW air umsjón með skulda­bréfa­út­boð­inu ásamt Arct­ica Fin­ance. Bréfin verða gefin út með raf­rænum hætti í Vær­dipap­ir­sentra­len ASA í Nor­egi og verða í kjöl­farið skráð til við­skipta í Nas­daq kaup­höll­inni í Stokk­hólmi. Þátt­tak­endur voru bæði inn­lendir og erlendir fjár­fest­ar.“

Skúli Mogensen, for­stjóri og eig­andi WOW air sagði við sama tilefni að niðurstaðan hafi verið mikil  hvatn­ing og þakkar fyrir þann góða stuðn­ing sem félagið hafi fengið í „gegnum þetta ferli sem og öllum þeim sem tóku þátt í útboð­in­u.“

22 milljarða taprekstur kom markaðsaðilum á óvart

Í kjölfar útboðsins var fljótlega ljóst fyrir markaðsaðilum að fjárhagsleg staða fyrirtækisins væri mun veikari en gefið hafði verið til kynna af stjórnendum WOW, bæði í fjölmiðlum sem og í kynningu til fjárfesta. Þá kom það mörgum markaðsaðilum á óvart þegar tilkynnt var um 22 milljarða króna tap WOW á síðasta ári sem gaf skýrt til kynna að mun meira fé hefði þurft inn í reksturinn en áður var gefið til kynna.

Stjórnendur Icelandair hafa komið í tvígang að samningaborðinu við WOW á síðustu vikum og mánuðum og ef marka má yfirlýsingar forstjóra og stjórnarformanns Icelandair þá virðist rekstrarstaða WOW hafa komið mönnum á óvart og mun meiri áhætta væri fólgin í aðkomu Icelandair að félaginu en talið var. Ef kröfuhafar telja sig hafa verið blekkta við útgáfu skuldabréfa með rangri upplýsingagjöf þá myndi sú málsókn væntanlega beinast að Skúla Mogensen forstjóra og stjórnarmönnum WOW.

Í viðtali við Fréttablaðið sagði Úlfar Steindórsson þann 30.nóvember 2018: „Annars vegar var ljóst að skilyrðin yrðu ekki uppfyllt og hins vegar teiknaðist upp sú staða að það var töluvert meiri áhætta en menn töldu þegar þeir lögðu af stað. Þegar þetta tvennt lagðist saman þá var niðurstaðan augljós.“

Við niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW í september fékkst ekki uppgefið hvaða fjárfestar tóku þátt í útboðinu en þó hefur Mannlíf áður fjallað að Skúli Mogensen hafi lagt nýja fjármuni inn á þeim tíma í formi persónulegs láns. Því til tryggingar hafi hann lagt heimili sitt og jörð í Hvalfirði að veði. Í viðtali við RÚV í gærdag sagði Skúli að hann hefði sett allt sitt í WOW: „Í setti aleiguna í þennan rekstur.“

790 milljónir króna í ný veð á fasteignir Skúla

Í umfjöllun Stundarinnar í desember var greint frá skuldastöðu Skúla Mogensen. Þar var sagt frá því að 5,7 milljónum evra (um 790 milljónum króna) hafi verið þinglýst á fasteignir í eigu Skúla og tengdum félögum í september 2018, á sama tíma og skuldabréfaútgáfa WOW fór fram. Arion banki á veð í helstu eignum Skúla samkvæmt heimildum Mannlífs.

Helstu kröfuhafar WOW air

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er eftirfarandi sundurliðin á stærstu kröfuhöfum WOW um síðustu mánaðarmót:

Skráð skuldabréf: 6,9 milljarðar króna

Lán frá Arion banka (þrjú aðskilin lán): 1,6 milljarðar króna

IBM Financing: 14,5 milljónir króna

Dell Financing: 4,6 milljónir króna

Isavia: 1,8 milljarðar króna

Avalon: 1,9 milljarðar

ALC: 1,7 milljarðar króna

ICBC: 400 milljónir króna

Goshawk: 250 milljónir króna

Rolls Royce: 446 milljónir króna

Títan Fjárfestingafélag: 769 milljónir króna

Janus Rasmussen sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu

Færeyski raftónlistarmaðurinn Janus Rasmussen sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, Vín, í dag, föstudaginn 29. mars. Fyrsta smáskífan af Vín ber nafnið Lilla og fór í spilun 8. mars. Lagið hefur þegar fengið um 250.000 spilanir á Spotify, hvorki meira né minna.

Janus hefur starfað á Íslandi frá árinu 2004 og komið að fjölda verkefna í íslensku tónlistarlífi. Á dögunum hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir framlag sitt sem meðhöfundur og meðútsetjari lagsins Stone by stone í flutningi Arnórs Dan. Lagið var valið besta lagið í opnum flokki.

Þekktastur er Janus þó eflaust sem annar helmingur tvíeykisins KIASMOS, þar sem hann og Ólafur Arnalds hafa á undanförnum áratug spilað fyrir aðdáendur í öllum heimsálfum og á þeim tíma getið sér gott orð í hinni evrópsku raftónlistarsenu. Þá var Janus stofnandi og meðlimur poppsveitarinnar Bloodgroup og hefur auk þess unnið með ýmsum tónlistarmönnum, svo sem Heidriki, Hildi og Emmsjé Gauta. Hann var einnig annar meðlima færeyska rafpopp-dúósins Byrtu.

Vín kemur út hjá útgáfufyrirtækinu KI- records sem sérhæfir sig í raftónlist, en meðal annarra þekktra listamanna hjá útgáfunni eru Christian Löffler og Stimming. Janus stefnir á að fylgja útgáfu plötunnar eftir með tveggja vikna tónleikaferð þar sem þeir Christian Löffler munu einmitt leiða saman hesta sína í sameiginlegum Evróputúr.

Woooow

|
|

Ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstólinn

|
|

Fékk heimsókn frá forsetafrúnni í fangelsið.

Nara Walker, áströlsk kona sem var dæmd í 18 mánaða fangelsi hérlendis fyrir að bíta hluta tungunnar úr eiginmanni sínum, ætlar að freista þess að fá málið tekið upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Hún gæti átt yfir höfði sér brottvísun eftir að afplánun lýkur. Þetta segir Jane Lumeah, móðir Nöru, en Fangelsismálastofnun hafnaði beiðni Mannlífs um að ræða við Nöru og var vísað til hagsmuna brotaþola, það er eiginmanns hennar, við þá ákvörðun og þess hversu stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn.

Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar.

Mál Nöru hefur vakið mikla athygli og söfnuðust vinir hennar saman fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði þegar hún hóf afplánun og mótmæltu. Vinir Nöru í Ástralíu hófu undirskriftasöfnun til stuðnings henni sem um 43 þúsund manns hafa skrifað undir og sjálf hefur Jane skrifað bréf til forseta Íslands, forsætisráðherra og dómsmálaráðherra þar sem farið er fram á að hún verði náðuð.

Fjölskylda Nöru er sérstaklega gagnrýnin á niðurstöðu Landsréttar, sem þyngdi dóm héraðsdóms úr 12 mánuðum í 18, og gagnrýndi að ekki hafi verið tekið tillit til þess að hún hafi löngum sætt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi einnig sætt ofbeldi kvöldið afdrifaríka líkt og áverkar á Nöru og vitnisburður gefa sterklega til kynna. Sjálf er Jane sannfærð um að dóttir hennar hafi verið beitt óréttlæti. „Í öllum öðrum Schengen-löndum hefði frumkvæðismaðurinn að ofbeldinu, sá sem hefur beitt heimilisofbeldi árum saman, verið látinn bera sök á því sem átti sér stað þetta kvöld. Ég skil ekki hvers vegna áralangt heimilisofbeldi var ekki tekið til greina, að ekki hafi verið hlustað á dóttur mína. Ég er mjög leið yfir því.“

Ég skil ekki hvers vegna áralangt heimilisofbeldi var ekki tekið til greina, að ekki hafi verið hlustað á dóttur mína. Ég er mjög leið yfir því.

Nara Walker ætlar að freista þess að fá málið tekið upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu.

Mannréttindadómstóllinn næsta skref

Jane segir að fangelsisvistin hafi vissulega tekið á Nöru en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig. „Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar. Hún hefur nýtt tímann vel, hún hefur skrifað, æft og málað. Hún fær að hringja í mig á Skype einu sinni í viku. Það er eins og veisla fyrir mér. Þegar við tölum saman sé ég að hún er að reyna að gera það besta úr stöðunni en ég sé líka að þetta er henni erfitt, að vera aðskilin frá vinum sínum, einangruð, ófrjáls.“
Jane segir að til að bæta enn á óvissuna hafi Nöru borist bréf þar sem henni var tilkynnt að hafið sé ferli um mögulega brottvísun úr landi eftir að afplánun lýkur. Slík niðurstaða gæti þýtt miklar hömlur á ferðafrelsi hennar í Evrópu, segir Jane sem býst þó við að Nara snúi aftur til Ástralíu eftir að hún hefur setið af sér dóminn. „Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði. Hún hefur þurft að glíma við aukin einkenni áfallastreituröskunar, áralangt ofbeldi og nú síðast réttarhöldin sem virðast framlenging á misnotkuninni.“

Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði.

Jane býst þó ekki við að hún verði heima lengi. Eitt af fyrstu verkum Nöru verði að fara með málið skrefi lengra, til Strassborgar. „Hún ætlar með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún vill gera það, ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir þær konur sem hafa þurft að ganga í gegnum sömu reynslu. Hún vill að lögin veiti konum sem hafa þurft að sæta heimilisofbeldi meiri vernd.“

Fékk heimsókn frá forsetafrúnni

Þrátt fyrir að dvöl Nöru á Íslandi hafi verið þyrnum stráð segir Jane hana tala vel um land og þjóð. Hér hafi hún eignast góða vini og fengið stuðning úr mörgum ólíkum áttum. „Hún hefur fengið stuðning frá mörgu dásamlegu fólki. Til dæmis þeim sem mættu fyrir utan fangelsið og forsetafrúnni, Elízu Reid, sem heimsótti hana sem almennur borgari, þessir hlutir skipta hana svo miklu máli. Nara hafði hitt forstafrúna áður en hún var sakfelld og ég brast í grát þegar ég heyrði að hún hefði heimsótt hana. Það er svo mikil viðurkenning fyrir dóttur mína og endurspeglar það sem er svo gott við Ísland. Ég og Nara erum svo þakklátar fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur, bæði á Íslandi og annars staðar.“

„Hér er friður eins og ég hef aldrei upplifað áður“

|||||||
|||||||

Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali og skólasystkini þeirra berjast nú fyrir því að skólasystir þeirra, Zainab Safari og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi. Fjölskyldan þráir að setjast hér að eftir líf á flótta en von hennar um mannsæmandi líf fer ört þverrandi.

Þegar blaðamann ber að garði í Hagaskóla eru þar þrjú ungmenni á sínu síðasta ári við skólann. Það er bjart yfir þeim og þau hafa margt að ræða sín á milli enda eru þau þessa dagana að velja hvaða framhaldsskóla þau vilja sækja að grunnskólanum loknum. Þetta er um margt fyrsta stóra ákvörðunin í lífinu sem er þeirra, ekki síður en foreldranna, en það er líka ákveðinn skuggi yfir þessu spjalli um bjarta framtíðardrauma því þeir eru ekki ætlaðir öllum skólasystkinunum. Ungmennin eru þau Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali en öll þrjú hafa þau ásamt fleiri skólasystkinum komið að undirskriftasöfnun og baráttu fyrir því að skólasystur þeirra, Zainab Safari, og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi.

Sindri Bjarkason er meðal þeirra sem eiga sæti í réttindaráði Hagaskóla. „Þar er markmiðið að stuðla að réttindum barna og reyna að sjá til þess að íslensk stjórnvöld starfi eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Forsenda undirskriftasöfnunarinnar er að íslensk stjórnvöld hafa í tvígang hafnað því að taka mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar og þar með að skoða möguleikann á því að þau eigi þess kost að setjast að hér á landi. Að halda áfram að ganga hér í skóla, lifa, starfa og verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Forsenda höfnunarinnar er að fjölskyldan hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi en þar sem málið er ekki tekið til skoðunar er ekki horft til þess hvaða líf og framtíð bíður þeirra þar. Fjölskyldan sem um ræðir samanstendur af Zainab, Shahnaz, móður hennar, og Amir, tólf ára gömlum bróður hennar, og er einsdæmi að kærunefnd útlendingamála staðfesti höfnun á efnislegri meðferð á máli einstæðrar móður. Von fjölskyldunnar um mannsæmandi líf fer því ört þverrandi.

Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi

Líf á eilífum flótta
Fljótlega bætist Zainab í hópinn og sest hjá skólasystkinum sínum sem taka vel á móti henni. Hún virðist vera frekar feimin og döpur en það er engu að síður eftirtektarvert að hinir krakkarnir virðast eiga á ágætt með að ná til hennar og fá hana til þess að brosa. Zainab er afgönsk að uppruna en hefur þó aldrei búið í sínu stríðshrjáða heimalandi, heldur er hún fædd á flótta í Íran árið 2004. Hún bendir reyndar á að eftir þarlendu tímatali sé hún fædd árið 1384.

Amíra Snærós Jabali, Elín Sara Richter, Zainab Safari og Sindri Bjarkason hittu ljósmyndara og blaðamann Mannlífs í Hagaskóla. Mynd / Aldís Pálsdóttir

„Þegar ég fæddist í Íran voru foreldrar mínir á flótta undan stríðinu í Afganistan og þar er enn stríð. Þannig að það er fátt sem bendir til þess að það komi til með að breytast. Við vorum í tólf ár í Íran og Amir bróðir minn er líka fæddur þar en hann er tveimur árum yngri en ég. Lífið í Íran var skelfilegt og þess vegna ákváðu foreldrar mínir að leggja á flótta til Evrópu í von um betra líf og einhverja framtíð, sérstaklega fyrir mig og bróður minn.“

Ferðin frá Íran til Evrópu var gríðarlega erfið enda fóru þau fyrst fótgangandi frá Norður-Íran eftir erfiðum vegum og fjallendi til Tyrklands en þaðan tókst þeim svo að komast með báti til Grikklands. Þegar þangað var loksins komið tók þó ekkert annað við en vonbrigði og skelfilegar aðstæður.
Zainab segir að fyrst eftir að þau komu til Grikklands hafi þau verið sett á hótelherbergi en það hafi aðeins varað í nokkra mánuði á meðan verið var að setja upp flóttamannabúðir þangað sem þau voru svo flutt í framhaldinu. En lífið í flóttamannabúðunum reyndist vera í alla staði skelfilegt. „Þetta var ekki gott líf. Það var mikið um drykkju í flóttamannabúðunum og var stöðugt verið að slást og berjast um alla hluti. Það var ömurlegt.“

Skólasysturnar Zainab Safari og Elín Sara Richter. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Hér á hún gott líf
Á meðan Zainab segir frá hlusta hin ungmennin af athygli og það leynir sér ekki að þau finna til með henni en á sama tíma er þetta líf eitthvað sem er þeim ákaflega framandi. Aðspurð um hvaða áhrif það hafi á þau að hlusta á sögu skólasystur sinnar segir Amíra Snærós að óneitanlega geri þetta þau döpur. „Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta og í raun að nokkurt barn þurfi að þola það sem hún og bróðir hennar hafa mátt þola.“

Undarlegt að einhverjum finnist að við megum ekki hafa okkar skoðun og leggja einhverjum lið sem skiptir okkur máli. Það var ekki heldur þannig, eins og einhverjir hafa haldið fram, að foreldrar okkar stýrðu okkur í þessu.

Sindri bætir því við að þó að þau hafi hugsað út í þessi mál áður en þau kynntust Zainab hafi kynnin við hana breytt miklu. „Maður hefur aldrei upplifað þetta svona nálægt sér áður en það að heyra svona sögu frá einhverjum sem maður er farinn að þekkja breytir svo ótrúlega miklu.“
Elín tekur undir þetta og segir að það geri þetta raunverulegt. „Svona er þetta komið svo nálægt að það gerir þetta raunverulegt og að vanda okkar allra en er ekki bara eitthvað sem við sjáum í fréttunum eða aðrir tala um.“

Aðspurð um hvernig þeim hafi orðið við þegar þau fréttu að Zainab og fjölskylda hennar yrðu að öllum líkindum send aftur til Grikklands, stendur ekki á svari hjá Elínu. „Fyrst og fremst urðum við leið og vonsvikin vegna þess að hér á hún loksins gott líf, ekki síst þegar maður hugsar um allt sem hún hefur þurft að ganga í gegnum og hvað bíður hennar ef hún verður send aftur til Grikklands.“

Amíra Snærós bætir við: „Það gerir mig líka þakkláta fyrir það líf sem ég hef alist upp við þegar maður kynnist einhverjum sem hefur mátt þola það sem hún hefur mátt þola, og þá langar mann líka til þess að reyna að hjálpa fleirum sem eru í sömu aðstæðum.“

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Okkar réttur og skoðanir
Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum beri ríkjum að sinna þeim flóttamönnum sem hafa fengið alþjóðlega vernd til jafns við eigin þegna er það þó alls ekki raunin í Grikklandi. Herfilegt efnahagsástand í landinu á síðustu árum á sinn þátt í því og við slíkar aðstæður blossa oft upp kynþáttafordómar, skipulögð glæpastarfsemi með fíkniefnasölu og vændi á götum borganna og þannig mætti áfram telja.

Þar er markmiðið að stuðla að réttindum barna og reyna að sjá til þess að íslensk stjórnvöld starfi eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland er aðili að þessum sáttmála og á þar af leiðandi að fara alltaf eftir honum.

Staðreyndin er að þetta eru að öllum líkindum þær götur og þær aðstæður sem bíða Zainab og fjölskyldu hennar verði þau send aftur til Grikklands og þess vegna ákváðu samnemendur hennar í Hagaskóla að grípa til sinna ráða. Amíra Snærós segir að það sé ekki boðlegt að leggja á Zainab að hverfa aftur til þessa lífs í Grikklandi. Sindri og Elín taka undir þetta en bæði eiga þau sæti í réttindaráði Hagaskóla. Elín segir að markmiðið með aðgerðum sé einfalt. „Við viljum bara halda þeim á Íslandi, til þess að þeim líði vel og að þau séu örugg.“
Sindri bendir á að fyrir þeim sé þetta einmitt hlutverk réttindaráðsins. „Þar er markmiðið að stuðla að réttindum barna og reyna að sjá til þess að íslensk stjórnvöld starfi eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland er aðili að þessum sáttmála og á þar af leiðandi að fara alltaf eftir honum.“

Amíra Snærós var ein af þeim sem kom að undirskriftasöfnununni. Hér eru þær vinonurnar, hún og Zainab. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Amíra Snærós var ein af þeim sem kom að undirskriftasöfnununni og hún segir að þau hafi mikið hugsað um hvernig mætti ná til stjórnvalda og fá þau til þess að taka mark á því sem þau voru að koma á framfæri. „Við ákváðum að gera þetta svona formlega en ekki bara á Facebook til þess að það leyndi sér ekki að okkur er alvara og við söfnuðum 6200 undirskriftum.“ Aðspurð um hvað þeim hafi fundist um að það hafi borist athugasemdir við þetta frá einhverjum foreldrum þá stendur ekki á svari: „Við vorum fyrst og fremst vonsvikin. Undarlegt að einhverjum finnist að við megum ekki hafa okkar skoðun og leggja einhverjum lið sem skiptir okkur máli. Það var ekki heldur þannig, eins og einhverjir hafa haldið fram, að foreldrar okkar stýrðu okkur í þessu. Það var alls ekki þannig. Við erum alveg með okkar skoðanir og getum komið þeim á framfæri sjálf.”

Gott fyrir alla
Á meðan krakkarnir segja frá baráttu sinni fyrir Zainab horfir hún þögul í gaupnir sér og lætur lítið fyrir sér fara. Aðspurð um hvað henni finnist um Ísland og það sem á daga hennar hefur drifið síðan hún kom hingað í september segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.

Það er eflaust fínt að koma til Grikklands sem ferðamaður og skoða landið, eiga peninga og vera að ferðast, en það er ekki það sem bíður okkar. Það Grikkland sem bíður okkar er allt annað og þar er ekki gott að búa.

Það er svo margt sem er öðruvísi en það sem ég hef átt að venjast hingað til. Eins og þegar ég kom í skólann fannst mér skrítið að hér væri kennari fyrir hvert og eitt fag. Einn kennari kom og kenndi ensku, annar stærðfræði o.s.frv. Það hef ég aldrei upplifað áður. Í Íran og á Grikklandi var alltaf bara einn kennari sem kenndi allt, en við bróðir minn fengum reyndar ekki að vera í skóla í Grikklandi nema í nokkra mánuði.“

Aðspurð um íslensku krakkana stendur ekki á svari. „Þau eru góð,“ og svo hlæja þau öll eins og að annað svar hefði verið útilokað. „Ég var auðvitað feimin við þau fyrst en mér hefur verið vel tekið. Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi, finnst mér.“

„Hvað getum við gert? Hvað getum við ekki gert?“ svara þau nánast einum rómi og það leynir sér ekki að þau hafa langt frá því lagt árar í bát í baráttunni fyrir Zainab. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Við þetta berst talið að því að sumir hafi haft á orði að Íslendingar geti einfaldlega ekki tekið við öllum sem hingað leita og þess vegna séu hælisleitendur sendir aftur burt. Að Íslendingar geti einfaldlega ekki tekið að sér að bjarga öllum en um það hefur Sindri sitthvað að segja. „Ég held að við getum í fyrsta lagi tekið á móti miklu fleirum en við gerum núna. Það er eitt að taka ekki við flóttamönnum en annað að senda þá úr landi eftir að þeir hafa dvalið hér í nokkurn tíma og þá jafnvel gengið hér í skóla og eignast eitthvað líf eins og Zainab.“ Skólasystur hans taka undir þetta og minna á að þetta hljóti að horfa öðruvísi við þegar um börn er að ræða. Þau eru líka öll sammála um það að stjórnvöld þurfi að standa sig miklu betur. „Við þurfum að koma betur fram við þá sem vilja, nei, ég meina neyðast, til þess að koma til Íslands og vilja eiga hér friðsamlegt líf. Við þurfum líka að leyfa fólki að vinna og bæta þannig sinn eigin hag og okkar sem samfélags. Það er gott fyrir alla.“

Að eiga sér framtíð eða ekki
En hvað getið þið gert fleira til þess að leggja ykkar af mörkum? „Hvað getum við gert? Hvað getum við ekki gert?“ svara þau nánast einum rómi og það leynir sér ekki að þau hafa langt frá því lagt árar í bát í baráttunni fyrir Zainab.

Aðspurð um hvort þau telji að það sé hlustað á það sem þau hafi fram að færa segja þau að það sé vissulega tekið eftir þeim ef eitthvað er að marka fjölmiðla, en eins og Sindri segir „á svo eftir að koma í ljós hvort það er hlustað af þeim sem ráða.“ Elín tekur undir þetta og minnir á að það sé dapurlegt að hugsa til þess að Zainab verði kannski send í burtu með skömmum fyrirvara og sé þá allt í einu komin á götuna í Grikklandi. „Það er ömurlegt og á ekki að þurfa að gerast.“

Amíra Snærós og Zainab í Hagaskóla. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Zainab segir að óneitanlega sé hún hrædd við það sem gerist næst. „Ef við verðum send aftur til Grikklands eigum við okkur ekkert líf. Þar eigum við enga framtíð. Það er eflaust fínt að koma til Grikklands sem ferðamaður og skoða landið, eiga peninga og vera að ferðast, en það er ekki það sem bíður okkar. Það Grikkland sem bíður okkar er allt annað og þar er ekki gott að búa.“
Zainab segir að stuðningur skólasystkinanna hafi glatt hana mikið. „Þetta gerir mig hamingjusama. Það er gott að finna stuðning og að allt þetta fólk reynir að hjálpa til. Núna vona ég bara að ég og mamma og bróðir minn fáum að vera hérna áfram og eignast framtíð. Það er draumurinn.“

Gott í matinn gefur góðar hugmyndir fyrir brúðkaupsveisluna

Vefsíðan gottimatinn.is er uppskriftasíða Mjólkursamsölunnar en hún er góður staður til að byrja á þegar kemur að því að huga að veitingum fyrir brúðkaupsveisluna.

Á síðunni eru alls kyns flokkar á borð við köku-, kjöt- og ostaflokka en jafnframt er þar að finna sérstakan flokk tileinkaðan veislum þar sem finna má margskonar uppskriftir sem henta fullkomlega fyrir stóra daginn. Brúðkaupsveislur nú til dags eru af ýmsum stærðum og gerðum og eru eins ólíkar og þær eru margar – rétt eins og brúðhjónin hverju sinni.
„Að mörgu er að huga fyrir stóra daginn og í flestum tilfellum skiptir maturinn miklu máli en þá er líka gott að hafa í huga að það er engin ein rétt uppskrift að fullkominni brúðkaupsveislu heldur skiptir mestu máli að brúðhjónin hafi hlutina eins og þau vilja,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS.

Mögulega er mexíkóskur matur, ostar og ostakökur í miklu uppáhaldi hjá verðandi brúðhjónum. Hví ekki að ganga út frá því og bjóða upp á mexíkóska kjúklingasúpu, ljúffenga ostaköku og girnilegan ostabakka í veislunni. „Hvort sem brúðhjónin langar að bjóða upp á smárétti og ljúffenga osta, súpu og snittur, heitt matarhlaðborð eða dýrindis kökuveislu er valið þeirra og heimasíða Gott í matinn getur án nokkurs efa aðstoðað við undirbúninginn,“ segir Gréta og deilir hér með lesendum nokkrum vel völdum uppskriftum af síðunni.

Mexíkósk kjúklingasúpa
400 g kjúklingakjöt
1 msk. olía
1 laukur
6 plómutómatar, skornir í bita
100 g blaðlaukur smátt saxaður
1 rauð paprika smátt söxuð
1 grænt chili, fínt saxað
2 tsk. paprikuduft
3 msk. tómatpúrra
1½ l kjúklingasoð (vatn og teningur)
2 dl salsa-sósa
100 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn

Meðlæti í súpuna
sýrður rjómi frá Gott í matinn
nachos-flögur
rifinn ostur frá Gott í matinn

Aðferð:

1. Steikið saman í olíu kjúklingakjötið, laukinn, blaðlaukinn, paprikuna, grænt chili og plómutómatana.
2. Bætið í paprikudufti og tómatpúrru, blandið vel saman. Hellið saman við kjúklingasoðið og látið sjóða í 15-20 mín. við vægan hita.
3. Bætið salsa-sósu í súpuna ásamt klípum af rjómaostinum. Látið sjóða í 3-5 mín. við vægan hita.
4. Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, nachos-flögum og rifnum osti.

Ofnbakaðar brauðsnittur með Dala-Camembert
1 snittubrauð
Dala-Camembert
mangó-chutney
steinselja
pistasíur

Aðferð:
1. Skerið snittubrauðið í jafnstórar sneiðar.
2. Leggið eina til tvær sneiðar af Dala-Camembert yfir hverja brauðsneið.
3. Setjið góða matskeið af mangó-chutney yfir ostinn.
4. Bakið við 180°C í 5-7 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.
5. Skreytið snitturnar með steinselju og pistasíum og berið strax fram.

Ostasalat
1 Mexíkóostur
1 Hvítlauksostur
180 g sýrður rjómi frá Gott í matinn 18% (1 dós)
1½ msk. grísk jógúrt frá Gott í matinn
1 rauð paprika, smátt söxuð
¼ blaðlaukur, smátt saxaður
rauð vínber, magn eftir smekk

Aðferð:
1. Hrærið sýrðan rjóma og gríska jógúrt saman.
2. Skerið ostana í litla bita og blandið saman við sósuna.
3. Skerið papriku og blaðlauk smátt og blandið saman við.
4. Skerið að lokum nokkur vínber, magn fer eftir smekk.
5. Blandið þeim saman við og hrærið vel í salatinu.
6. Salatið er betra ef það fær að standa í nokkrar klukkustundir í ísskápnum áður en það er borið fram.

Ostabakki með ítölsku ívafi
1 stk. Dala-Camembert
1 stk. Ljótur
1 stk. Gullostur

Meðlæti:
parmaskinka eða önnur hráskinka
grænar ólífur
salami, kryddpylsa eða annað kjötálegg
fersk jarðarber sett ofan á Gullostinn
fersk bláber
kex

Oreo-ostakaka
Botn:
320 g Oreo-kexkökur
100 g smjör

Fylling:
600 g hreinn rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn, við stofuhita
3 msk. flórsykur
200 g hvítt súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði
300 ml rjómi
1 tsk. vanilla
Oreo-kexkökur

Aðferð:
1. Myljið kexið í matvinnsluvél. Blandið smjörinu saman við og þrýstið kexblöndunni í botninn á bökuformi og upp með börmum. Kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.
2. Þeytið rjómaostinn í smástund, bætið flórsykrinum, rjómanum og vanillu saman við og hrærið.
3. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, kælið aðeins og hellið út í ostablönduna í mjórri bunu.
4. Hellið blöndunni ofan á kexbotninn og setjið inn í kæli. Geymið kökuna í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
5. Myljið að lokum nokkrar kexkökur og sáldrið yfir kökuna. Einnig er fallegt að skreyta kökuna með berjum.

 

Vaxtaverkir og nýr veruleiki íslenskrar ferðaþjónustu

Uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefur verið ævintýri líkastur á undanförnum árum. Óhætt er að tala um að gengið hafi verið hratt um gleðinnar dyr í greininni.

Víða er nú hagræðing í kortunum og útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins á þessu ári. Það er ekki aðeins gjaldþrot WOW air í gær sem er til merkis um breytta tíma, heldur einnig fleiri þættir. Hvernig sköpuðust þessar aðstæður? Hvað er framundan?

Í nóvember 2011 stofnaði Skúli Mogensen WOW air. Seint í þeim mánuði opnaði Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og fitnessmeistari, miðasöluvef fyrirtækisins og 31. maí 2012 fór það í jómfrúarflug sitt til Parísar. Strax í byrjun var ljóst að Skúli Mogensen, maðurinn á bakvið WOW air og eini eigandi fyrirtækisins, ætlaði sér að fara óhefðbundnar leiðir. Ástæða þess að hann fékk Jónu Lovísu til að hefja starfsemina var sú að Skúli vildi brjóta upp þá hefð að ráðamenn væru fengnir til slíkra verka.

WOW air hefði viljað leitað til einhvers sem hefði dugnað, kjark og þor til að ögra sjálfum sér og viðteknum venjum. Það yrði líka leiðarljós WOW air í starfsemi fyrirtækisins. Starfsemi sem lauk í gærmorgun með gjaldþroti.

Á þessum tíma var efnahagur landsins byrjaður að taka kröftuglega við sér eftir hrun fjármálakerfisins og dramatískan tíma í þjóðlífinu, ekki síst eftir að eldgos hófst í Eyjafjallajökli í apríl 2010 og olli gífurlega kostnaðarsamri röskun á flugi í Evrópu, vegna öskunnar sem fauk yfir álfuna.

Ísland var á þessum tíma sífellt í fréttum og á sjónvarpsskjám, og líklega hefur landið aldrei fengið aðra eins auglýsingu á erlendum vettvangi, þó margir hafi verið æfir vegna þess hve mikil áhrif gosið hafði á flugumferð.

Ítarlega er fjallað um vöxt íslenskrar ferðaþjónustu, áhrif gjaldþrots WOW air á stöðu hennar og stöðu annarra mikilvægra hluta geirans í Mannlífí í dag.  

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Krúnudjásn íslenskrar rappflóru

Úlfur úlfur með tónleika.

Rappsveitin Úlfur Úlfur ætti að vera flestum Reykvíkingum kunn enda fyrir löngu orðin krúnudjásn íslenskrar rappflóru. Föstudaginn 15. mars gaf Úlfur Úlfur út fyrsta lagið í hartnær tvö ár, eftir að hafa gefið út hvern stórsmellinn á fætur öðrum fram að því og í tilefni af því treður hún upp á Húrra í kvöld, laugardaginn 30. mars. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Miða má nálgast á Tix.is.

Hvetja fólk til að gera heiminn betri

Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 taka höndum saman.

„Við notum þá rödd sem tískan hefur gefið okkur til að mennta, upplýsa og hvetja fólk til að gera heiminn betri,“ segir í sameiginlegri tilkynningu Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 um bol sem þau hafa hannað í sameiningu með boðskap sem stendur hjarta þeirra nærri. Katharine Hamnett er brautryðjandi í sjálfbærri hugsun, framleiðslu og samfélagsábyrgð innan tískuheimsins.

Hún verður í Stefánsbúð/p3 í dag, föstudaginn 29. mars klukkan 17, þar mun hún taka á móti gestum og kynna nýju bolina sem verða frumsýndir á HönnunarMars.

„Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi”

Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali ásamt skólasystkinum þeirra berjast nú fyrir því að skólasystur þeirra, Zainab Safari, og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi. Fjölskyldan þráir að setjast hér að eftir líf á flótta en von hennar um mannsæmandi líf fer ört þverrandi.

Elín, Sindri og Amíara ásamt Zainab eru í forsíðuviðtali Mannlífs sem kemur út í fyrramálið.

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans.

Í viðtalinu segja Elín, Sindri og Amíara frá því hvaða áhrif það hafi á þau að hlusta á sögu skólasystur sinnar. Amíra Snærós segir að óneitanlega geri þetta þau döpur. „Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta og í raun að nokkurt barn þurfi að þola það sem hún og bróðir hennar hafa mátt þola.“

Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta.

Þegar Zainab eru spurð út í hennar upplifun af Íslandi segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.“

Aðspurð um íslensku krakkana stendur ekki á svari. „Þau eru góð,“ og svo hlæja þau öll eins og að annað svar hefði verið útilokað. „Ég var auðvitað feimin við þau fyrst en mér hefur verið vel tekið. Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi, finnst mér.“

Lestu viðtalið við Zainab í heild sinni í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

„Situr lengi í manni“

Gerður Kristný segir slaufunarmenningu bara réttláta þegar karldónar eiga í hlut

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, segir að bókasafn Norræna hússins sjái henni aðallega fyrir lesefni en hún les mest ljóðabækur, skáldsögur og góðar ævisögur. Eftirtalin verk segir hún hafa haft mest áhrif á sig.

Beckomberga-geðsjúkrahúsið

„Sara Stridsberg er stórkostlegur sænskur rithöfundur og ég mæli með Beckomberga-geðsjúkrahúsinu, sterkri, hrífandi og ljóðrænni skáldsögu sem kom út í eðalþýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur í fyrra. Bókin fjallar um stúlku sem fer reglulega í heimsókn til pabba síns sem dvelur á fyrrnefndu sjúkrahúsi. Sagan situr lengi í manni eftir að lestri lýkur. Myndin á kápunni tengist bókinni ekki beint því þegar ég spurði Söru hvaða fólk þetta væri svaraði hún því til að þetta væri kærastinn hennar og barn nokkurt á gangi í Los Angeles. Henni hafði bara fundist þetta flott mynd og þess vegna viljað hafa hana framan á bókinni.“

Boken om Blanche och Marie

„Við erum enn stödd í geðbatteríinu því á Pitié-Salpêtrière-spítalanum í París dvaldi kona að nafni Blanche Wittman í lok 19. aldar. Hún varð mikil stjarna í vinsælum dáleiðslusýningum sem yfirlæknirinn Jean-Martin Charcot hélt á sjúklingunum. Þegar Blanche var útskrifuð gerðist hún aðstoðarkona á tilraunastofu Marie Curie.

Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu.

Sænski höfundurinn Per Olov Enquist skrifaði magnað verk, Boken om Blanche och Marie, um samband þessara tveggja kvenna. Lítið var vitað um skaðsemi geislavirkni á þeim tíma og stórsködduðust þær báðar. Taka þurfti báða fætur og annan handlegginn af Blanche en Marie annaðist hana þar til hún lést. Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu. Fyrir ættfræðiáhugafólk skal tekið fram að Jean-Martin Charcot var faðir Jean-Baptiste Charcot skipstjóra á Pourquois-Pas?“

Det er berre eit spørsmål om tid

„Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Norðmenn leggja fram ljóðabálkinn Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eldrid Lunden. Ég er hrifin! Bálkinn skrifar Eldrid í minningu eiginmanns síns sem lést fyrir nokkru. Þetta er kynngimagnaður og harmrænn bálkur, stráður óvæntum myndum. Svona yrkja aðeins þau bestu.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

„Situr lengi í manni eftir að lestri lýkur“

Gerður Kristný segir slaufunarmenningu bara réttláta þegar karldónar eiga í hlut

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, segir að bókasafn Norræna hússins sjái henni aðallega fyrir lesefni en hún les mest ljóðabækur, skáldsögur og góðar ævisögur. Eftirtalin verk segir hún hafa haft mest áhrif á sig.

Beckomberga-geðsjúkrahúsið

„Sara Stridsberg er stórkostlegur sænskur rithöfundur og ég mæli með Beckomberga-geðsjúkrahúsinu, sterkri, hrífandi og ljóðrænni skáldsögu sem kom út í eðalþýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur í fyrra. Bókin fjallar um stúlku sem fer reglulega í heimsókn til pabba síns sem dvelur á fyrrnefndu sjúkrahúsi. Sagan situr lengi í manni eftir að lestri lýkur. Myndin á kápunni tengist bókinni ekki beint því þegar ég spurði Söru hvaða fólk þetta væri svaraði hún því til að þetta væri kærastinn hennar og barn nokkurt á gangi í Los Angeles. Henni hafði bara fundist þetta flott mynd og þess vegna viljað hafa hana framan á bókinni.“

Boken om Blanche och Marie

„Við erum enn stödd í geðbatteríinu því á Pitié-Salpêtrière-spítalanum í París dvaldi kona að nafni Blanche Wittman í lok 19. aldar. Hún varð mikil stjarna í vinsælum dáleiðslusýningum sem yfirlæknirinn Jean-Martin Charcot hélt á sjúklingunum. Þegar Blanche var útskrifuð gerðist hún aðstoðarkona á tilraunastofu Marie Curie.

Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu.

Sænski höfundurinn Per Olov Enquist skrifaði magnað verk, Boken om Blanche och Marie, um samband þessara tveggja kvenna. Lítið var vitað um skaðsemi geislavirkni á þeim tíma og stórsködduðust þær báðar. Taka þurfti báða fætur og annan handlegginn af Blanche en Marie annaðist hana þar til hún lést. Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu. Fyrir ættfræðiáhugafólk skal tekið fram að Jean-Martin Charcot var faðir Jean-Baptiste Charcot skipstjóra á Pourquois-Pas?“

Det er berre eit spørsmål om tid

„Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Norðmenn leggja fram ljóðabálkinn Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eldrid Lunden. Ég er hrifin! Bálkinn skrifar Eldrid í minningu eiginmanns síns sem lést fyrir nokkru. Þetta er kynngimagnaður og harmrænn bálkur, stráður óvæntum myndum. Svona yrkja aðeins þau bestu.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

Fórnarlamb R. Kelly: „Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína“

Lanita Carter, ein þeirra kvenna sem hefur sakað tónlistarmanninn R. Kelly um kynferðisbrot, steig fram í viðtali við CBS Morning í dag. Hingað til hefur Carter ekki viljað tjá sig undir nafni en ákvað að stíga fram eftir að R. Kelly hélt fram sakleysi sínu í viðtali við CBS.

Lanita er ein þeirra fjögurra kvenna sem R. Kelly var ákærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn á árunum 1998 til 2010.

Lanita var hárgreiðslukona R. Kelly þegar hann braut gegn henni árið 2003, þá var hún 24 ára. Hún hefur ekki treyst sér til að stíga fram opinberlega og segja frá fyrr en núna. Hún segir viðtalið sem R. Kelly fór í 7. mars hafi orðið til þess að hún ákvað að stíga fram og segja sögu sína.

„Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína,“ sagði Lanita í viðtali við CBS.

Í viðtalinu greinir hún frá að henni hafi líkað vel við R. Kelly á þeim tíma sem hún vann fyrir hann og að hún hafi litið á hann sem bróður. „Tvö orð: fullkominn herramaður,“ sagði Lanita.

Í viðtalinu lýsir hún svo deginum þegar allt breyttist og R. Kelly braut gegn henni. Lanita hringdi í lögregluna samdægurs en R. Kelly var ekki ákærður. „Frægt fólk er svo valdamikið,“ sagði Lanita.

Tíu mánuðum síðar skrifaði Lanita undir samkomulag á milli hennar og R. Kelly og fékk 650 þúsund Bandaríkjadali greidda fyrir að þaga.

Þess má geta að R. Kelly var ákærður í mars á þessu ári fyr­ir tíu al­var­leg kyn­ferðis­brot gegn fjór­um kon­um í kjölfar þess að heimildarmyndin Survivin R. Kelly var sýnd í janúar.

Viðtalið við Lanitu má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: „Ég hef verið tekinn af lífi“

Raddir