Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Krúnudjásn íslenskrar rappflóru

Úlfur úlfur með tónleika.

Rappsveitin Úlfur Úlfur ætti að vera flestum Reykvíkingum kunn enda fyrir löngu orðin krúnudjásn íslenskrar rappflóru. Föstudaginn 15. mars gaf Úlfur Úlfur út fyrsta lagið í hartnær tvö ár, eftir að hafa gefið út hvern stórsmellinn á fætur öðrum fram að því og í tilefni af því treður hún upp á Húrra í kvöld, laugardaginn 30. mars. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Miða má nálgast á Tix.is.

Hvetja fólk til að gera heiminn betri

Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 taka höndum saman.

„Við notum þá rödd sem tískan hefur gefið okkur til að mennta, upplýsa og hvetja fólk til að gera heiminn betri,“ segir í sameiginlegri tilkynningu Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 um bol sem þau hafa hannað í sameiningu með boðskap sem stendur hjarta þeirra nærri. Katharine Hamnett er brautryðjandi í sjálfbærri hugsun, framleiðslu og samfélagsábyrgð innan tískuheimsins.

Hún verður í Stefánsbúð/p3 í dag, föstudaginn 29. mars klukkan 17, þar mun hún taka á móti gestum og kynna nýju bolina sem verða frumsýndir á HönnunarMars.

„Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi”

Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali ásamt skólasystkinum þeirra berjast nú fyrir því að skólasystur þeirra, Zainab Safari, og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi. Fjölskyldan þráir að setjast hér að eftir líf á flótta en von hennar um mannsæmandi líf fer ört þverrandi.

Elín, Sindri og Amíara ásamt Zainab eru í forsíðuviðtali Mannlífs sem kemur út í fyrramálið.

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans.

Í viðtalinu segja Elín, Sindri og Amíara frá því hvaða áhrif það hafi á þau að hlusta á sögu skólasystur sinnar. Amíra Snærós segir að óneitanlega geri þetta þau döpur. „Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta og í raun að nokkurt barn þurfi að þola það sem hún og bróðir hennar hafa mátt þola.“

Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta.

Þegar Zainab eru spurð út í hennar upplifun af Íslandi segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.“

Aðspurð um íslensku krakkana stendur ekki á svari. „Þau eru góð,“ og svo hlæja þau öll eins og að annað svar hefði verið útilokað. „Ég var auðvitað feimin við þau fyrst en mér hefur verið vel tekið. Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi, finnst mér.“

Lestu viðtalið við Zainab í heild sinni í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

„Situr lengi í manni“

Gerður Kristný segir slaufunarmenningu bara réttláta þegar karldónar eiga í hlut

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, segir að bókasafn Norræna hússins sjái henni aðallega fyrir lesefni en hún les mest ljóðabækur, skáldsögur og góðar ævisögur. Eftirtalin verk segir hún hafa haft mest áhrif á sig.

Beckomberga-geðsjúkrahúsið

„Sara Stridsberg er stórkostlegur sænskur rithöfundur og ég mæli með Beckomberga-geðsjúkrahúsinu, sterkri, hrífandi og ljóðrænni skáldsögu sem kom út í eðalþýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur í fyrra. Bókin fjallar um stúlku sem fer reglulega í heimsókn til pabba síns sem dvelur á fyrrnefndu sjúkrahúsi. Sagan situr lengi í manni eftir að lestri lýkur. Myndin á kápunni tengist bókinni ekki beint því þegar ég spurði Söru hvaða fólk þetta væri svaraði hún því til að þetta væri kærastinn hennar og barn nokkurt á gangi í Los Angeles. Henni hafði bara fundist þetta flott mynd og þess vegna viljað hafa hana framan á bókinni.“

Boken om Blanche och Marie

„Við erum enn stödd í geðbatteríinu því á Pitié-Salpêtrière-spítalanum í París dvaldi kona að nafni Blanche Wittman í lok 19. aldar. Hún varð mikil stjarna í vinsælum dáleiðslusýningum sem yfirlæknirinn Jean-Martin Charcot hélt á sjúklingunum. Þegar Blanche var útskrifuð gerðist hún aðstoðarkona á tilraunastofu Marie Curie.

Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu.

Sænski höfundurinn Per Olov Enquist skrifaði magnað verk, Boken om Blanche och Marie, um samband þessara tveggja kvenna. Lítið var vitað um skaðsemi geislavirkni á þeim tíma og stórsködduðust þær báðar. Taka þurfti báða fætur og annan handlegginn af Blanche en Marie annaðist hana þar til hún lést. Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu. Fyrir ættfræðiáhugafólk skal tekið fram að Jean-Martin Charcot var faðir Jean-Baptiste Charcot skipstjóra á Pourquois-Pas?“

Det er berre eit spørsmål om tid

„Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Norðmenn leggja fram ljóðabálkinn Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eldrid Lunden. Ég er hrifin! Bálkinn skrifar Eldrid í minningu eiginmanns síns sem lést fyrir nokkru. Þetta er kynngimagnaður og harmrænn bálkur, stráður óvæntum myndum. Svona yrkja aðeins þau bestu.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

„Situr lengi í manni eftir að lestri lýkur“

Gerður Kristný segir slaufunarmenningu bara réttláta þegar karldónar eiga í hlut

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, segir að bókasafn Norræna hússins sjái henni aðallega fyrir lesefni en hún les mest ljóðabækur, skáldsögur og góðar ævisögur. Eftirtalin verk segir hún hafa haft mest áhrif á sig.

Beckomberga-geðsjúkrahúsið

„Sara Stridsberg er stórkostlegur sænskur rithöfundur og ég mæli með Beckomberga-geðsjúkrahúsinu, sterkri, hrífandi og ljóðrænni skáldsögu sem kom út í eðalþýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur í fyrra. Bókin fjallar um stúlku sem fer reglulega í heimsókn til pabba síns sem dvelur á fyrrnefndu sjúkrahúsi. Sagan situr lengi í manni eftir að lestri lýkur. Myndin á kápunni tengist bókinni ekki beint því þegar ég spurði Söru hvaða fólk þetta væri svaraði hún því til að þetta væri kærastinn hennar og barn nokkurt á gangi í Los Angeles. Henni hafði bara fundist þetta flott mynd og þess vegna viljað hafa hana framan á bókinni.“

Boken om Blanche och Marie

„Við erum enn stödd í geðbatteríinu því á Pitié-Salpêtrière-spítalanum í París dvaldi kona að nafni Blanche Wittman í lok 19. aldar. Hún varð mikil stjarna í vinsælum dáleiðslusýningum sem yfirlæknirinn Jean-Martin Charcot hélt á sjúklingunum. Þegar Blanche var útskrifuð gerðist hún aðstoðarkona á tilraunastofu Marie Curie.

Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu.

Sænski höfundurinn Per Olov Enquist skrifaði magnað verk, Boken om Blanche och Marie, um samband þessara tveggja kvenna. Lítið var vitað um skaðsemi geislavirkni á þeim tíma og stórsködduðust þær báðar. Taka þurfti báða fætur og annan handlegginn af Blanche en Marie annaðist hana þar til hún lést. Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu. Fyrir ættfræðiáhugafólk skal tekið fram að Jean-Martin Charcot var faðir Jean-Baptiste Charcot skipstjóra á Pourquois-Pas?“

Det er berre eit spørsmål om tid

„Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Norðmenn leggja fram ljóðabálkinn Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eldrid Lunden. Ég er hrifin! Bálkinn skrifar Eldrid í minningu eiginmanns síns sem lést fyrir nokkru. Þetta er kynngimagnaður og harmrænn bálkur, stráður óvæntum myndum. Svona yrkja aðeins þau bestu.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

Fórnarlamb R. Kelly: „Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína“

Lanita Carter, ein þeirra kvenna sem hefur sakað tónlistarmanninn R. Kelly um kynferðisbrot, steig fram í viðtali við CBS Morning í dag. Hingað til hefur Carter ekki viljað tjá sig undir nafni en ákvað að stíga fram eftir að R. Kelly hélt fram sakleysi sínu í viðtali við CBS.

Lanita er ein þeirra fjögurra kvenna sem R. Kelly var ákærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn á árunum 1998 til 2010.

Lanita var hárgreiðslukona R. Kelly þegar hann braut gegn henni árið 2003, þá var hún 24 ára. Hún hefur ekki treyst sér til að stíga fram opinberlega og segja frá fyrr en núna. Hún segir viðtalið sem R. Kelly fór í 7. mars hafi orðið til þess að hún ákvað að stíga fram og segja sögu sína.

„Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína,“ sagði Lanita í viðtali við CBS.

Í viðtalinu greinir hún frá að henni hafi líkað vel við R. Kelly á þeim tíma sem hún vann fyrir hann og að hún hafi litið á hann sem bróður. „Tvö orð: fullkominn herramaður,“ sagði Lanita.

Í viðtalinu lýsir hún svo deginum þegar allt breyttist og R. Kelly braut gegn henni. Lanita hringdi í lögregluna samdægurs en R. Kelly var ekki ákærður. „Frægt fólk er svo valdamikið,“ sagði Lanita.

Tíu mánuðum síðar skrifaði Lanita undir samkomulag á milli hennar og R. Kelly og fékk 650 þúsund Bandaríkjadali greidda fyrir að þaga.

Þess má geta að R. Kelly var ákærður í mars á þessu ári fyr­ir tíu al­var­leg kyn­ferðis­brot gegn fjór­um kon­um í kjölfar þess að heimildarmyndin Survivin R. Kelly var sýnd í janúar.

Viðtalið við Lanitu má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: „Ég hef verið tekinn af lífi“

Blandar eldfjallaösku í postulínið

||
||

Í tilefni af HönnunarMars mun Guðbjörg Káradóttir kynna nýtt matarstell og hluti úr handrenndum leir undir nýju vörumerki.

Nýja vörumerki Guðbjargar heitir Ker og verður kynnt í HAF Store á viðburði undir yfirskriftinni Eldhúspartý. Á viðburðinum mun Hönnunarstúdíóið HAF einnig kynna HAF FRONT, nýjar framhliðar á eldhússinnréttingar.

Spurð nánar út í Ker og það sem hún mun sýna á HönnunarMars segir Guðbjörg: „Ég sýni matarstell úr svörtum steinleir og vasa og kertastjaka úr eldfjallaösku-blönduðu postulíni. Svartur steinleir er hráefni sem ég hef unnið mikið með áður. Svo hef ég undanfarið verið að gera tilraunir með eldfjallaösku-blandað postulín eftir að hafa verið að vinna ösku frá suðurnesjunum í öðru verkefni.

Askan finnst mér mjög spennandi hráefni og það er gaman að vinna með innlent hráefni.

Þannig að askan hefur verið svolítið ofarlega í huga mínum undanfarið. Askan finnst mér mjög spennandi hráefni og það er gaman að vinna með innlent hráefni og lífrænt form þar sem útkoman verður ekki alltaf eins. Ég kaus að hafa formin á hlutunum mjúkt sem er hálfgerð andstæða við hráefnið sem er heldur gróft og hrátt,“ útskýrir Guðbjörg sem notar ösku úr Eyjafjallajökli í munina sem hún kynnir á HönnunarMars.

Askan kemur vel út í postulíninu.

Innblástur úr veitingageiranum

Guðbjörg hefur í gegnum tíðina unnið mikið með veitingahúsum og gert borðbúnað fyrir veitingahús á borð við Skál, Grillið, Agern, Matbar og Dill. Hún segir það hafa veitt sér mikinn innblástur.

„Ég hef gaman að því að því að gera nytjahluti og finnst hluturinn í raun ekki vera tilbúinn fyrr en hann er kominn í notkun. Innblásturinn er að hluta kominn frá þessum frábæru matreiðslumönnum sem ég hef verið að vinna með auk þess er svartur steinleir afar skemmtilegt hráefni sem ég hef unnið með í mörg ár.“

Guðbjörg hefur unnið mikið með svartan steinleir í gegnum tíðina og heldur því áfram.

Áhugasömum er bent á viðburðinn Eldhúspartý verður í HAF Store á morgun, föstudaginn klukkan 17.00.

Myndir / Hallur Karlsson

Sérstök orðsending til starfsmanna WOW á vef Vinnumálastofnunar

Þegar vefur Vinnumálastofnunar er opnaður tekur sprettigluggi á móti notendum síðunnar með sérstakri orðsendingu til starfsmanna WOW air.

Í tilkynningunni eru starfsmenn WOW air hvattir til að hefja umsóknarferlið sem fyrst en afgreiðsla umsókna tekur um fjórar til sex vikur eftir að öll gögn berast til Vinnumálastofnunar. Þá kemur fram að ekki sé greitt úr ábyrgðarsjóð launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.

Í tilkynningu Vinnumálastofnunar segir:

Orðsending til starfsmanna WOW air

Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar.  Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist.  

Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.

Allar upplýsingar  er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.

Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú.  Ekki er greitt úr Ábyrgðarsjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.

Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum.  Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska.

Á mbl.is kemur þá fram að Vinnu­mál­astofn­un hafi sett í gang í morgun sér­staka viðbragðsáætl­un vegna WOW air og stöðvun­ar á starf­semi fé­lags­ins.

Mynd / Skjáskot af vef Vinnumálastofnunar

Liðsmenn Sigur Rósar ákærðir í skattsvikamáli

Jónsi

Liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik. Þeim eru gefið að sök að hafa ekki talið fram tekjur eða arðgreiðslur. Sjálfir hafa meðlimir hljómsveitarinnar haldið fram sakleysi sínu í málinu.

Greint er frá málinu á vef RÚV þar sem ákærurnar eru raktar. Þrír hljómsveitarmeðlimir, þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, sem reyndar hefur sagt skilið við hljómsveitina, eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa skilað inn efnislega röngum skattframtölum á árunum 2011 til 2014. Kjartan Sveinsson, sem einnig er hættur í hljómsveitinni, sætir einnig ákæru.

Upphæðirnar sem um ræðir hlaupa á tugum milljóna króna. Fjórmenningarnar hafa allir neitað sök og segjast þeir hafa verið í góðri trú um að þeir sérfræðingar sem þeir höfðu ráðið til að sjá um sín fjármál hafi gert það með réttum hætti. Áður hafði verið greint frá því að eignir Sigur Rósar-liða hafi verið kyrrsettar vegna málsins.

Frumsýndu lundann sem „margir hafa beðið lengi eftir“

|
|

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Sýningin var opnuð í gær og nýr fugl Sigurjóns Pálssonar var frumsýndur.

„Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars og í ár viljum við vekja athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun, því oft gerum við okkur ekki grein fyrir því hversu víða íslensk hönnun berst,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi og eigandi Epal.

Sýningin í Epal var opnuð í gær og þar var nýr fugl eftir Sigurjón Pálsson frumsýndur,  lunda sem framleiddur er af Normann Copenhagen.
„Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundan, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur.

Þeir sem sýna í Epal á HönnunarMars eru Anna Þórunn Hauksdóttir, Bryndís Bolladóttir, Dögg Guðmundsdóttir, Guðmundur Lúðvík, Heiðdís Halla Bjarnadóttir, Hlynur Atlason, Kolbrún Leósdóttir & Leó Jóhannsson, iHanna home, Morra, Sigurjón Pálsson, Hring eftir hring, Pastelpaper, S.Stefánsson & Co. og Sigga Heimis.

Sígild hönnun er ekki bara eitthvað snobb heldur vönduð vara sem stenst tímans tönn.

Eyjólfur hvetur áhugasama að leggja leið sína á sýninguna og sjá hvað er að gerast í hönnunarheiminum. „Sígild hönnun er ekki bara eitthvað snobb heldur vönduð vara sem stenst tímans tönn og gengur jafnvel frá einum ættlið til þess næsta. Í nútímasamfélaginu höfum við vanið okkur á að kaupa lélegari vöru sem síðan er reglulega hent út fyrir aðra, en það er auðvitað bæði umhverfisvænna og hagkvæmara til lengri tíma litið að fjárfesta í gæðum.“

Icelandair býður strandaglópum miða á sérkjörum

Icelandair hefur boðið þeim farþegum WOW air, sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots flugfélagsins, upp á að kaupa flugmiða frá völdum áfangastöðum á sérstöku verði.

Þetta kemur fram á vef Icelandair. Þar segir að boðið verði upp á „sérstakt afsláttarverð“ á economy farrými. Tilboðið nær eingöngu til þeirra farþega sem eiga heimferðarmiða með WOW air á milli 28. mars og 11. apríl 2019.

Nánari upplýsingar má finna á vef Icelandair.  

Ríkisstjórnin lýsir yfir vonbrigðum – Ekki gripið til sértækra aðgerða

|
Mynd/Isavia

Ríkisstjórn Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna falls WOW air. Þar er lýst yfir vonbrigðum með niðurstöðuna en ekki stendur til að leggjast í frekari aðgerðir. Viðbragðshópur á vegum stjórnvalda fylgist með því hvernig heimflutningur farþega gangi fyrir sig.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í heild sinni:

„Ríkisstjórn Íslands lýsir yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air hf. til að tryggja rekstur félagsins skiluðu ekki árangri. Viðbúnaðarhópur stjórnvalda fylgist grannt með því að heimflutningur farþega gangi greiðlega fyrir sig.

Rekstrarstöðvun WOW air hf. er mikið áfall fyrir starfsfólk félagins og aðra þá sem byggt hafa afkomu sína á starfsemi þess.

Staða efnahagsmála er sterk og hagkerfið vel í stakk búið að takast á við þessa áskorun. Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma og kalla á endurmat áætlana en áhrifin til lengri tíma ráðast af þróun á markaði.“

„Ég get aldrei fyrirgefið mér“

Skúli Mogensen harmar að hafa ekki gripið til ráðstafana fyrr.

„Ég get aldrei fyrirgefið mér að hafa ekki gripið til ráðstafana fyrr því það er ljóst að Wow var ótrúlegt flugfélag og við vorum á réttri leið til að gera frábæra hluti á ný,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri í bréfi sem hann hefur sent starfsfólki WOW air. „Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma og gætum gert meira því þið verðskuldið betra en þetta og mér þykir afskaplega leitt að hafa komið ykkur í þessa stöðu.“

Skúli sendi bréfið eftir að ljóst var að flugfélagið WOW hefði hætt starfsemi og segir í því að tíminn hafi runnið út án þess að nægilegt fjármagn fengist.

Segist hann vera stoltur af því hversu þétt starfsfólkið hafi staðið saman að því í vetur að endurskipuleggja rekstur flugfélagsins og gera það aftur að lágfargjaldaflugfélagi. „Ég hefði aldrei trúað því að til þessa kæmist en við höfum neyðst til að hætta starfsemi og skila inn flugrekstrarleyfi okkar.“

„Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW“

Tilkynning birtist á vef Samgöngustofu í morgun vegna frétta um að flugfélagið WOW air hafi sætt starfsemi og að öll flug félagsins falli niður.

Í tilkynningunni eru flugfarþegar WOW air minntir á hver réttindi þeirra gætu verið. Þar kemur fram að farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti ættu að kanna hvort útgefandi kortsins endurgreiði flugmiðann. Eins er tekið fram að flugfarþegar gætu gert kröfu í þrotabúið.

Hér er tilkynning Samgöngustofu í heild sinni:

WOW AIR hefur hætt starfsemi. Öll flug félagsins falla því niður.

Hvernig kemst ég á áfangastað?
Farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum. Athugið að sum flugfélög kunna við þessar aðstæður að bjóða farþegum aðstoð í formi björgunarfargjalda. Upplýsingar um þau félög verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

Hver eru réttindi mín?
Farþegum sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.

Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.

Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW AIR, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.

Hvar fæ ég nýjustu upplýsingar?
Tilkynningin verður birt og uppfærð með nýjustu upplýsingum hverju sinni á eftirtöldum stöðum:

– Vef Samgöngustofu: www.samgongustofa.is / www.icetra.is
– Vef Keflavíkurflugvallar: https://www.isavia.is/
– Vef WOW AIR: www.wowair.com
– Hengd upp á öllum viðeigandi flugvöllum.

WOW air hætt

Rekstri flugfélagsins hefur verið hætt.

Flugfélagið WOW hefur hætt starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent frá sér á vef sínum.

WOW sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem fram kom að félagið hefði stöðvað allt flug, en að gripið hefði verið til þeirrar ráðstöfunar vegna þess að félagið væri á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu“.

Engar skýringar fengust þá á því hvers vegna flug var fellt niður. Var frekari upplýsinga að vænta frá félaginu klukkan níu, en nú liggur hins begar ljóst fyrir að WOW air hefur hætt starfsemi.

Á vef WOW air kemur fram hvert farþegar félagsins geta snúið sér í ljósi þessara tíðinda.

Allt flug WOW stöðvað

Flug stoppað á lokametrum samninga.

Allt flug WOW air hefur verið stöðvað á meðan samningaviðræðum um hlutafjáraukningu lýkur.  WOW sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem fram kemur að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu“. Ekki kemur hins vegar fram hversu langan tíma félagið þurfi til að ljúka viðræðum.

Forsvarsmenn og ráðgjafar WOW hafa kynnt áætlun um endurskipulagningu á rekstri WOW fyrir fjárfestum. Samkvæmt  áætlunum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri WOW strax á næsta ári. Að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um 9 milljónir dollara samanborið við neikvæða stöðu upp á 11 milljónir dollara eins og nú er. Raunar er búist við að staðan verði orðin neikvæð um 45 milljónir króna um mitt þetta ár, segir í Markaðinum, sem svipti hulunni af þessari áætlun í gærmorgun.

Stöðvun fluga WOW air nú kemur illa við farþega. Sex flugvélar áttu að koma frá Bandaríkjunum í nótt. Engin þeirra lagði af stað frá flugvöllum vestanhafs. Í frétt á RÚV er greint frá því að hluti farþega í flugi frá Baltimore til Keflavíkur hafi verið kominn um borð í vélina þegar fluginu var aflýst. Þá áttu sjö flugvélar að halda til Evrópu í morgun en þar sem flestar flugvélarnar voru fastar í Banadríkjunum varð ekkert af því. Fjöldi Twitter-notenda hefur greint frá því að þeir séu fastir á flugvöllum bæði hér á Íslandi og víðar og eru síður en svo ánægðir með stöðuna sem er nú komin upp.

Engar skýringar hafa fengist frá Wow Air um það hvers vegna flug hefur verið fellt niður. Samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu frá félaginu er frekari upplýsinga að vænta frá félaginu klukkan níu á eftir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Á hvað er Bríet að hlusta?

Tónlistarkonan Bríet er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir en hún var valin bjartasta vonin á Íslensku Tónlistaverðlaununum sem fóru fram fyrir skömmu.

Fyrir ekki svo löngu sendi Bríet frá sér lagið Dino en laginu má lýsa sem draumkenndu poppi með R&B áhrifum.  Bríet er með um eina og hálfa milljón spilanir á Spotify og er það bara byrjunin.

Heyrst hefur að Bríet vinnur að sinni fyrstu sóló plötu í fullri lengd og er áætlað að hún komi út seinna á þessu ári.

Bríet er mikill tónlistargrúskari og er því tilvalið að fá hana í topp 10 á Albumm.is. Bríet sagði Albumm á hvaða tíu lög hún er að hlusta á um þessar mundir og er listinn ansi þéttur.

Hægt er að hlusta hér.

Tveggja ára tónlistarverkefni orðið að veruleika

Tónlistarmaðurinn Logi Geimgengill sem margir þekkja úr hljómsveitinni Shades of Reykjavík hefur verið að vinna í tónlistarverkefninu, Polarg4ng project síðastliðin tvö ár. Logi var ekki einsamall að vinna þetta verkefni en ásamt honum voru nokkrir aðilar sem vilja ekki koma fram undir nafni og besti vinur hans Loga, Hafliði Arnar Bjarnason.

Logi hefur reynt að halda þessu verkefni gangandi í tvö ár, eða frá því að vinur hans Hafliði Arnar lést langt fyrir aldur fram. „Ég lofaði honum að ég mundi klára þau lög sem við vorum búnir að vinna í. Hafliði var gull af manni og elskaði ég hann sem bróður.“

Logi hefur farið margar leiðir í lífinu en vegurinn sem hann stendur á í dag er bjartur, leiðin greið og Logi er peppaður fyrir komandi tíma. Kappinn hefur haft mikið fyrir stafni og hefur hann verið að fást við allskonar tónlist. Hann pródúseraði t.d fyrir Shades of Reykjavík á öllum þeirra plötum og gerði stórann part í fyrstu plötunni hans Ella Grill, Þykk Fita.

Ásamt Polarg4ng project var Logi að klára annað tónlistarverkefni sem nefnist Ferðalag en hægt er að hlusta á það einnig hér fyrir neðan.

Mannkynið gengur sofandi inn í stórslys

|
|

Stærsta málið sem heimurinn stendur frammi fyrir eru loftslagsbreytingar. Allt annað bliknar í samanburði þegar mögulegar afleiðingar hlýnunar jarðar yfir 2°eru skoðaðar.

Myndin hér til hliðsjónar gefur ákveðnar vísbendingar, gerð af hópnum CarbonBreif byggt á gögnum frá meðal annars IPCC (International Panel on Climate Change) sem starfrækt er af Sameinuðu þjóðunum.  Sú hækkun dreifist ekki jafnt um heiminn, heldur verða heit svæði hlutfallslega mun heitari. Allt stefnir í að það verði raunin enda eru ríki heimsins ekki að taka þetta nógu föstum tökum og 1,5° viðmið Parísarsamkomulagsins að verða fjarlægari draumur. Með allar þessar upplýsingar mætti halda að við værum að draga úr losun gróðurhúslofttegunda en gögn sína fram á að svo er ekki. Kol eru þó stærsti sökudólgurinn.

Fyrir tveimur mánuðum gaf World Economic Forum út sína árlegu skýrslu um strærstu áhættur sem heimurinn stendur frammi fyrir. Hættur sem leiða af stöðu umhverfismála í heiminum tróna á toppnum. Í inngangi segir beint út að mannkynið gangi sofandi inn í stórslys. Á listanum yfir mestu áhættuna eru loftslagsbreytingar. Hér eru ótaldar áhætturnar vegna breytinga á vistkerfum. Þetta er í samræmi við það sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur kallað helstu ógn við mannkynið. Ekki hungur, ekki stríð – heldur loftslagsbreytingar.

Áhrif hlýnunar jarðar eru fjölbreytt. Mesta hættan er fólgin í ýmis konar ofsaveðri samkvæmt skýrslunni. Athygli vekur að skortur á stefnumótun við að takast á við umhverfismálin fylgir þar fast á eftir. Fæðuöryggi og framleiðsla er annar þáttur. Sérstök athygli er vakin á áhrif hækkunar sjávarmáls fyrir margar borgir heimsins. Um 70% af íbúum heimsins munu búa í borgum árið 2050. Nú þegar er talið að um 800 milljónir manns búi í strandborgum þar sem sjávarmálshækkun er áætluð um hálfur metri árið 2050 sem leiðir af sér margskonar vanda. Rétt er að taka fram að áætluð sjávarmálshækkun árið 2050 er mun meiri en hálfur metri fyrir margar borgir líkt og New York, Miami, Haag, Alexandríu og Hong Kong. Þéttbýlisþróun ýtir svo undir hættuna þar sem innviðir borgar eru mjög tengdir. Hækkun sjávar hefur því smitáhrif svo sem áhrif á mörg vatnsból og innviði sem íbúar eru háðir svo sem vegi, ræsi og skólp, raflagnir og svo framvegis.

Loftslagsbreytingar og aðgerðir sem þarf til að mæta breyttum heimi þurfa sterka pólitíska forystu. Aðgerðir kalla eftir festu, framtíðarsýn og skipulagningu langt fram í tímann. Opinber kerfi eru almennt ekki hönnuð fyrir 50 ára skipulagningu og langtímaáætlunargerð sem loftslagsbreytingar krefjast er ekki beint sá raunveruleiki sem við búum við. Vandinn sem stafar af hlýnun jarðar er af alþjóðlegum toga þar sem ekki er spurt um landamæri og afleiðingar dreifast ójafnt um jörðina. Þær þjóðir sem losa nú mest og sögulega af gróðurhúsalofttegundum eru t.d. ekki að fara upplifa verstu afleiðingarnar.  Lausnirnar – þær þarf hins vegar að inna af hendi á heimavelli. Áherslan á Íslandi er einna helst endurheimt votlendis og orkuskipti í vegasamgöngum, samkvæmt aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Þá er talsvert um tal á sviði umhverfismála en einfaldir hluti – líkt og að banna einnota plastpoka hefur ekki verið klárað. Það mál tengist ekki loftslagsbreytingum en er dæmi um tiltölulega einfalt mál í framkvæmd sem hefur ekki hlotið framgöngu. Vitaskuld á það að vera mun yfirgripsmeira mál en bara að ná til poka, enda erum við að horfa of einangrað á málið með fókusinn þar.  Löggjafinn á að banna allt einnota plast. Styðja við nýsköpun í umbúðum sem brotna niður í umhverfinu í leiðinni og að lokum minnka allar þessar endalausu umbúðir almennt. Plast eður ei.

Forsendur til þess að fara úr jarðefnaeldsneyti á Íslandi eru góðar vegna þess hvað aðgengi að endurnýjanlegri orku er gott. Það eru líka teikn á lofti um að almenningur vilji í auknu mæli kaupa rafbíla, þó þeir séu dýrari í upphafi þá geta þeir verið ódýrari til lengri tíma vegna orkureksturs. Því á að keyra á orkuskipti í vegasamgöngum með mun afgerandi hætti en áætlanir gera ráð fyrir og banna nýskráningar dísel og bensínbíla sem fyrst. Sumir hafa nefnt við mig að það sé róttækt. Það finnst mér ekki. Það er róttækni að taka þetta ekki föstum tökum, sem og mögulega mannréttindabrot gagnvart komandi kynslóðum. Hæstiréttur Hollands komst að þeirri niðurstöðu um daginn að markmið ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun væri ekki nægilega hátt miðað við þau vísindi sem liggja fyrir. Samkvæmt niðurstöðu dómsins þarf ríkið einfaldlega að gera betur. Rétt er að geta þess að fyrirliggjandi markmið voru þó hærri í Hollandi en hér á landi.

Áhrif loftslagsbreytinga verða ekki eins alvarleg og afdrifarík á Íslandi líkt og víða annars staðar samkvæmt sérfræðingum. Þó að Ísland sé eyland, erum við ekki eyland í þeim skilningi að okkar lifnaðarhættir eru háðir ytri aðstæðum, alþjóðasamfélaginu. Í dag byggir okkar lifibrauð að stærstum hluta á auðlindanotkun – komu ferðamanna og sjávarútvegi. Loftslagsbreytingar geta haft skaðleg áhrif á þessa tvo iðnaði.

Það er varla hægt að segja að mannkynið ætli að fara sofandi inn í stórslys, þó að World Economic Forum setji það þannig fram. Ef þetta heldur áfram svona ætlar maðurinn að láta sér í léttu rúmi liggja, eins og við segjum í lögfræðinni, að sigla sofandi inn í stórslys af því hann er ekki að gera nauðsynlegar breytingar á sínum lífshögum, markaðs- og neysluhyggju sem þörf er á í ljósi vísinda. Einkum er það ákvörðunin að fara úr notkun á jarðefnaeldsneyti og undirbúa okkur fyrir kolefnislausa veröld sem þarf sterka forystu og að draga úr neyslu. Ég get persónulega vottað að það er áskorun að breyta lifnaðarháttum sínum í átt að aukinni sjálfbærni á öllum vígstöðvum. Það er hins vegar nokkuð skemmtileg áskorun, þó samviskubitið sé algengara. Það væri þó mun auðveldara ef samfélagið, bæði hið opinbera og einkaaðilar ynnu með markvissum hætti að því markmiði og gerði borgurum auðveldara fyrir með margskonar hætti eins og öflugum samgöngum, frekari uppbyggingu deilihagkerfis, fjárfestingu í tækni sem einblínir á sjálfbærar lausnir, jafnvel með beinum ívilandi hætti svo sem fjármunum til að aðstoða okkur við breytta lifnaðarhætti og öðrum stýringartækjum sem löggjafinn einn hefur yfir að ráða.

Að vera græna landið er líka sjálfstætt, gott og fallegt markmið að stefna að. Gefandi fyrir hjartað. Sjálfbærni á að vera rauði þráðurinn í öllum aðgerðum nú. Hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Að minnsta kosti eru það slæm örlög að vera kynslóðin sem sigldi með opin augun inn í stórslys. Ég fyllist stolti að horfa á ungu kynslóðina sem ætlar að gera sitt til að stoppa það.

 

Afar misvísandi fréttir af stöðu WOW

Enn er unnið að því að halda lífi í WOW air sem barist hefur í bökkum svo mánuðum skiptir. Bandaríska félagið Indigo er sagt komið aftur í spilið en fréttir af björgunarleiðangrinum hafa verið afar misvísandi.

Þeir kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútgáfu WOW í haust tóku yfir félagið í gær eftir kröfunum var breytt í hlutafé. Þar með missti Skúli yfirráð sín yfir félaginu en eins og turisti.is bendir á fer tvennum sögum af því hvernig það kom til. Annars vegar er haft eftir Skúla að kröfuhafarnir hafi samþykkt breytinguna en hins vegar hafi mbl.is sagt að kröfuhafarnir hafi ákveðið að taka félagið yfir.

Í viðtali við RÚV í gær var rætt við Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóra Airport Associates sem er einn af kröfuhöfunum 40.  Sagði hann að fyrirtækið væri komið í rekstrarhæft ástand, að framtíðarhorfur þess væru mjög bjartar og var ekki annað að heyra en að skuldirnar hafi verið þurrkaðar út.

Það er þó ekki alveg svo. Ekkert hefur komið fram um að Isavia sé tilbúið til að slá af 2 milljarða króna skuld WOW við félagið og í raun ólíklegt að svo fari, í ljósi þeirra fordæma sem það myndi setja. Þá segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður sem fer fyrir hópi kröfuhafa, í viðtali við turisti.is að ekki hafi allir samþykkt að breyta skuldum í hlutafé. Segir lögmaðurinn að í hópnum séu aðilar sem séu því mótfallnir. Þeirra á meðal eru eigendur þeirra flugvéla sem WOW leigir.

Markaðurinn, viðskiptarit Fréttablaðsins, svipti í morgun hulunni af áætlun um endurskipulagningu á rekstri WOW sem forsvarsmenn og ráðgjafar WOW hafa verið að kynna fjárfestum. Ekki er hægt að segja annað en að sú áætlun geri ráð fyrir ævintýralegum viðsnúningi. Svipaðan tón mátti raunar greina í áætlunum sem voru kynntar fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboðið í haust en eins og Mannlíf greindi fyrst frá íhuga kröfuhafar að leita réttar síns þar sem þeir telja að áætlanirnar hafi gefið ranga mynd af stöðu fyrirtækisins.

Samkvæmt núgildandi áætlunum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri WOW á næsta ári. Að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um 9 milljónir dollara samanborið við neikvæða stöðu upp á 11 milljónir dollara eins og nú er. Raunar er búist við að staðan verði orðin neikvæð um 45 milljónir króna um mitt þetta ár, segir í Markaðinum.

Þá er gert ráð fyrir 8,7 milljarða króna rekstrarhagnaði í árslok 2021 og að flugvélar í flota félagsins verði orðnar 16 talsins. Vélarnar voru 11 í lok árs í fyrra.

Þá greindi Markaðurinn frá því að Indigo Partners væri komið aftur að samningaborðinu eftir að hafa slitið viðræðum um kaup á WOW á dögunum. Láti Indigo slag standa, og WOW stendur af sér storminn, er stefnan að reka „harða lággjaldastefnu“. Það væri vissulega hvalreki fyrir neytendur en myndi um leið koma illa við Icelandair. Ekki bara hafa hlutabréf í Icelandair farið ört lækkandi samhliða miklu rekstrartapi heldur hafa vandræði Boeing MAX 737 vélanna sett fyrirtækið í afar erfiða stöðu. Þær vélar hafa verið kyrrsettar og alls óvíst hvenær þær hefja sig aftur til flugs. Nú þegar hefur Icelandair hætt við flug til Cleveland og Halifax vegna þessa.

Nýjasta atvikið í Orlando í gær er ekki til þess að auka traust á öryggi vélanna.

Krúnudjásn íslenskrar rappflóru

Úlfur úlfur með tónleika.

Rappsveitin Úlfur Úlfur ætti að vera flestum Reykvíkingum kunn enda fyrir löngu orðin krúnudjásn íslenskrar rappflóru. Föstudaginn 15. mars gaf Úlfur Úlfur út fyrsta lagið í hartnær tvö ár, eftir að hafa gefið út hvern stórsmellinn á fætur öðrum fram að því og í tilefni af því treður hún upp á Húrra í kvöld, laugardaginn 30. mars. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Miða má nálgast á Tix.is.

Hvetja fólk til að gera heiminn betri

Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 taka höndum saman.

„Við notum þá rödd sem tískan hefur gefið okkur til að mennta, upplýsa og hvetja fólk til að gera heiminn betri,“ segir í sameiginlegri tilkynningu Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 um bol sem þau hafa hannað í sameiningu með boðskap sem stendur hjarta þeirra nærri. Katharine Hamnett er brautryðjandi í sjálfbærri hugsun, framleiðslu og samfélagsábyrgð innan tískuheimsins.

Hún verður í Stefánsbúð/p3 í dag, föstudaginn 29. mars klukkan 17, þar mun hún taka á móti gestum og kynna nýju bolina sem verða frumsýndir á HönnunarMars.

„Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi”

Elín Richter, Sindri Bjarkason og Amíra Snærós Jabali ásamt skólasystkinum þeirra berjast nú fyrir því að skólasystur þeirra, Zainab Safari, og fjölskyldu hennar, verði ekki vísað úr landi. Fjölskyldan þráir að setjast hér að eftir líf á flótta en von hennar um mannsæmandi líf fer ört þverrandi.

Elín, Sindri og Amíara ásamt Zainab eru í forsíðuviðtali Mannlífs sem kemur út í fyrramálið.

Zainab, móðir hennar og bróðir komu til Íslands síðastliðið haust en faðir hennar er týndur á götum Grikklands eftir að hafa glímt við alvarlegt þunglyndi um skeið en í raun er ekkert vitað um afdrif hans.

Í viðtalinu segja Elín, Sindri og Amíara frá því hvaða áhrif það hafi á þau að hlusta á sögu skólasystur sinnar. Amíra Snærós segir að óneitanlega geri þetta þau döpur. „Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta og í raun að nokkurt barn þurfi að þola það sem hún og bróðir hennar hafa mátt þola.“

Það gerir okkur leið að hún hafi þurft að ganga í gegnum þetta.

Þegar Zainab eru spurð út í hennar upplifun af Íslandi segir hún að hér hafi henni strax liðið vel. „Hér er friður. Friður eins og ég hef aldrei upplifað áður. Mér finnst líka vera fallegt hérna og að fólkið sé hamingjusamt vegna þess að það brosir og er vinalegt.“

Aðspurð um íslensku krakkana stendur ekki á svari. „Þau eru góð,“ og svo hlæja þau öll eins og að annað svar hefði verið útilokað. „Ég var auðvitað feimin við þau fyrst en mér hefur verið vel tekið. Þau eru heppin að fá að búa hérna í þessu landi, finnst mér.“

Lestu viðtalið við Zainab í heild sinni í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

„Situr lengi í manni“

Gerður Kristný segir slaufunarmenningu bara réttláta þegar karldónar eiga í hlut

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, segir að bókasafn Norræna hússins sjái henni aðallega fyrir lesefni en hún les mest ljóðabækur, skáldsögur og góðar ævisögur. Eftirtalin verk segir hún hafa haft mest áhrif á sig.

Beckomberga-geðsjúkrahúsið

„Sara Stridsberg er stórkostlegur sænskur rithöfundur og ég mæli með Beckomberga-geðsjúkrahúsinu, sterkri, hrífandi og ljóðrænni skáldsögu sem kom út í eðalþýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur í fyrra. Bókin fjallar um stúlku sem fer reglulega í heimsókn til pabba síns sem dvelur á fyrrnefndu sjúkrahúsi. Sagan situr lengi í manni eftir að lestri lýkur. Myndin á kápunni tengist bókinni ekki beint því þegar ég spurði Söru hvaða fólk þetta væri svaraði hún því til að þetta væri kærastinn hennar og barn nokkurt á gangi í Los Angeles. Henni hafði bara fundist þetta flott mynd og þess vegna viljað hafa hana framan á bókinni.“

Boken om Blanche och Marie

„Við erum enn stödd í geðbatteríinu því á Pitié-Salpêtrière-spítalanum í París dvaldi kona að nafni Blanche Wittman í lok 19. aldar. Hún varð mikil stjarna í vinsælum dáleiðslusýningum sem yfirlæknirinn Jean-Martin Charcot hélt á sjúklingunum. Þegar Blanche var útskrifuð gerðist hún aðstoðarkona á tilraunastofu Marie Curie.

Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu.

Sænski höfundurinn Per Olov Enquist skrifaði magnað verk, Boken om Blanche och Marie, um samband þessara tveggja kvenna. Lítið var vitað um skaðsemi geislavirkni á þeim tíma og stórsködduðust þær báðar. Taka þurfti báða fætur og annan handlegginn af Blanche en Marie annaðist hana þar til hún lést. Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu. Fyrir ættfræðiáhugafólk skal tekið fram að Jean-Martin Charcot var faðir Jean-Baptiste Charcot skipstjóra á Pourquois-Pas?“

Det er berre eit spørsmål om tid

„Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Norðmenn leggja fram ljóðabálkinn Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eldrid Lunden. Ég er hrifin! Bálkinn skrifar Eldrid í minningu eiginmanns síns sem lést fyrir nokkru. Þetta er kynngimagnaður og harmrænn bálkur, stráður óvæntum myndum. Svona yrkja aðeins þau bestu.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

„Situr lengi í manni eftir að lestri lýkur“

Gerður Kristný segir slaufunarmenningu bara réttláta þegar karldónar eiga í hlut

Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, segir að bókasafn Norræna hússins sjái henni aðallega fyrir lesefni en hún les mest ljóðabækur, skáldsögur og góðar ævisögur. Eftirtalin verk segir hún hafa haft mest áhrif á sig.

Beckomberga-geðsjúkrahúsið

„Sara Stridsberg er stórkostlegur sænskur rithöfundur og ég mæli með Beckomberga-geðsjúkrahúsinu, sterkri, hrífandi og ljóðrænni skáldsögu sem kom út í eðalþýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur í fyrra. Bókin fjallar um stúlku sem fer reglulega í heimsókn til pabba síns sem dvelur á fyrrnefndu sjúkrahúsi. Sagan situr lengi í manni eftir að lestri lýkur. Myndin á kápunni tengist bókinni ekki beint því þegar ég spurði Söru hvaða fólk þetta væri svaraði hún því til að þetta væri kærastinn hennar og barn nokkurt á gangi í Los Angeles. Henni hafði bara fundist þetta flott mynd og þess vegna viljað hafa hana framan á bókinni.“

Boken om Blanche och Marie

„Við erum enn stödd í geðbatteríinu því á Pitié-Salpêtrière-spítalanum í París dvaldi kona að nafni Blanche Wittman í lok 19. aldar. Hún varð mikil stjarna í vinsælum dáleiðslusýningum sem yfirlæknirinn Jean-Martin Charcot hélt á sjúklingunum. Þegar Blanche var útskrifuð gerðist hún aðstoðarkona á tilraunastofu Marie Curie.

Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu.

Sænski höfundurinn Per Olov Enquist skrifaði magnað verk, Boken om Blanche och Marie, um samband þessara tveggja kvenna. Lítið var vitað um skaðsemi geislavirkni á þeim tíma og stórsködduðust þær báðar. Taka þurfti báða fætur og annan handlegginn af Blanche en Marie annaðist hana þar til hún lést. Ljótleikinn í sögunni er vissulega ómældur en Enquist segir hana af fegurð og virðingu. Fyrir ættfræðiáhugafólk skal tekið fram að Jean-Martin Charcot var faðir Jean-Baptiste Charcot skipstjóra á Pourquois-Pas?“

Det er berre eit spørsmål om tid

„Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Norðmenn leggja fram ljóðabálkinn Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eldrid Lunden. Ég er hrifin! Bálkinn skrifar Eldrid í minningu eiginmanns síns sem lést fyrir nokkru. Þetta er kynngimagnaður og harmrænn bálkur, stráður óvæntum myndum. Svona yrkja aðeins þau bestu.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

Fórnarlamb R. Kelly: „Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína“

Lanita Carter, ein þeirra kvenna sem hefur sakað tónlistarmanninn R. Kelly um kynferðisbrot, steig fram í viðtali við CBS Morning í dag. Hingað til hefur Carter ekki viljað tjá sig undir nafni en ákvað að stíga fram eftir að R. Kelly hélt fram sakleysi sínu í viðtali við CBS.

Lanita er ein þeirra fjögurra kvenna sem R. Kelly var ákærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn á árunum 1998 til 2010.

Lanita var hárgreiðslukona R. Kelly þegar hann braut gegn henni árið 2003, þá var hún 24 ára. Hún hefur ekki treyst sér til að stíga fram opinberlega og segja frá fyrr en núna. Hún segir viðtalið sem R. Kelly fór í 7. mars hafi orðið til þess að hún ákvað að stíga fram og segja sögu sína.

„Ég skammast mín ekki lengur fyrir fortíð mína,“ sagði Lanita í viðtali við CBS.

Í viðtalinu greinir hún frá að henni hafi líkað vel við R. Kelly á þeim tíma sem hún vann fyrir hann og að hún hafi litið á hann sem bróður. „Tvö orð: fullkominn herramaður,“ sagði Lanita.

Í viðtalinu lýsir hún svo deginum þegar allt breyttist og R. Kelly braut gegn henni. Lanita hringdi í lögregluna samdægurs en R. Kelly var ekki ákærður. „Frægt fólk er svo valdamikið,“ sagði Lanita.

Tíu mánuðum síðar skrifaði Lanita undir samkomulag á milli hennar og R. Kelly og fékk 650 þúsund Bandaríkjadali greidda fyrir að þaga.

Þess má geta að R. Kelly var ákærður í mars á þessu ári fyr­ir tíu al­var­leg kyn­ferðis­brot gegn fjór­um kon­um í kjölfar þess að heimildarmyndin Survivin R. Kelly var sýnd í janúar.

Viðtalið við Lanitu má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: „Ég hef verið tekinn af lífi“

Blandar eldfjallaösku í postulínið

||
||

Í tilefni af HönnunarMars mun Guðbjörg Káradóttir kynna nýtt matarstell og hluti úr handrenndum leir undir nýju vörumerki.

Nýja vörumerki Guðbjargar heitir Ker og verður kynnt í HAF Store á viðburði undir yfirskriftinni Eldhúspartý. Á viðburðinum mun Hönnunarstúdíóið HAF einnig kynna HAF FRONT, nýjar framhliðar á eldhússinnréttingar.

Spurð nánar út í Ker og það sem hún mun sýna á HönnunarMars segir Guðbjörg: „Ég sýni matarstell úr svörtum steinleir og vasa og kertastjaka úr eldfjallaösku-blönduðu postulíni. Svartur steinleir er hráefni sem ég hef unnið mikið með áður. Svo hef ég undanfarið verið að gera tilraunir með eldfjallaösku-blandað postulín eftir að hafa verið að vinna ösku frá suðurnesjunum í öðru verkefni.

Askan finnst mér mjög spennandi hráefni og það er gaman að vinna með innlent hráefni.

Þannig að askan hefur verið svolítið ofarlega í huga mínum undanfarið. Askan finnst mér mjög spennandi hráefni og það er gaman að vinna með innlent hráefni og lífrænt form þar sem útkoman verður ekki alltaf eins. Ég kaus að hafa formin á hlutunum mjúkt sem er hálfgerð andstæða við hráefnið sem er heldur gróft og hrátt,“ útskýrir Guðbjörg sem notar ösku úr Eyjafjallajökli í munina sem hún kynnir á HönnunarMars.

Askan kemur vel út í postulíninu.

Innblástur úr veitingageiranum

Guðbjörg hefur í gegnum tíðina unnið mikið með veitingahúsum og gert borðbúnað fyrir veitingahús á borð við Skál, Grillið, Agern, Matbar og Dill. Hún segir það hafa veitt sér mikinn innblástur.

„Ég hef gaman að því að því að gera nytjahluti og finnst hluturinn í raun ekki vera tilbúinn fyrr en hann er kominn í notkun. Innblásturinn er að hluta kominn frá þessum frábæru matreiðslumönnum sem ég hef verið að vinna með auk þess er svartur steinleir afar skemmtilegt hráefni sem ég hef unnið með í mörg ár.“

Guðbjörg hefur unnið mikið með svartan steinleir í gegnum tíðina og heldur því áfram.

Áhugasömum er bent á viðburðinn Eldhúspartý verður í HAF Store á morgun, föstudaginn klukkan 17.00.

Myndir / Hallur Karlsson

Sérstök orðsending til starfsmanna WOW á vef Vinnumálastofnunar

Þegar vefur Vinnumálastofnunar er opnaður tekur sprettigluggi á móti notendum síðunnar með sérstakri orðsendingu til starfsmanna WOW air.

Í tilkynningunni eru starfsmenn WOW air hvattir til að hefja umsóknarferlið sem fyrst en afgreiðsla umsókna tekur um fjórar til sex vikur eftir að öll gögn berast til Vinnumálastofnunar. Þá kemur fram að ekki sé greitt úr ábyrgðarsjóð launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.

Í tilkynningu Vinnumálastofnunar segir:

Orðsending til starfsmanna WOW air

Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar.  Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist.  

Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.

Allar upplýsingar  er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.

Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú.  Ekki er greitt úr Ábyrgðarsjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.

Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum.  Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska.

Á mbl.is kemur þá fram að Vinnu­mál­astofn­un hafi sett í gang í morgun sér­staka viðbragðsáætl­un vegna WOW air og stöðvun­ar á starf­semi fé­lags­ins.

Mynd / Skjáskot af vef Vinnumálastofnunar

Liðsmenn Sigur Rósar ákærðir í skattsvikamáli

Jónsi

Liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik. Þeim eru gefið að sök að hafa ekki talið fram tekjur eða arðgreiðslur. Sjálfir hafa meðlimir hljómsveitarinnar haldið fram sakleysi sínu í málinu.

Greint er frá málinu á vef RÚV þar sem ákærurnar eru raktar. Þrír hljómsveitarmeðlimir, þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, sem reyndar hefur sagt skilið við hljómsveitina, eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa skilað inn efnislega röngum skattframtölum á árunum 2011 til 2014. Kjartan Sveinsson, sem einnig er hættur í hljómsveitinni, sætir einnig ákæru.

Upphæðirnar sem um ræðir hlaupa á tugum milljóna króna. Fjórmenningarnar hafa allir neitað sök og segjast þeir hafa verið í góðri trú um að þeir sérfræðingar sem þeir höfðu ráðið til að sjá um sín fjármál hafi gert það með réttum hætti. Áður hafði verið greint frá því að eignir Sigur Rósar-liða hafi verið kyrrsettar vegna málsins.

Frumsýndu lundann sem „margir hafa beðið lengi eftir“

|
|

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Sýningin var opnuð í gær og nýr fugl Sigurjóns Pálssonar var frumsýndur.

„Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars og í ár viljum við vekja athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun, því oft gerum við okkur ekki grein fyrir því hversu víða íslensk hönnun berst,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi og eigandi Epal.

Sýningin í Epal var opnuð í gær og þar var nýr fugl eftir Sigurjón Pálsson frumsýndur,  lunda sem framleiddur er af Normann Copenhagen.
„Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundan, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur.

Þeir sem sýna í Epal á HönnunarMars eru Anna Þórunn Hauksdóttir, Bryndís Bolladóttir, Dögg Guðmundsdóttir, Guðmundur Lúðvík, Heiðdís Halla Bjarnadóttir, Hlynur Atlason, Kolbrún Leósdóttir & Leó Jóhannsson, iHanna home, Morra, Sigurjón Pálsson, Hring eftir hring, Pastelpaper, S.Stefánsson & Co. og Sigga Heimis.

Sígild hönnun er ekki bara eitthvað snobb heldur vönduð vara sem stenst tímans tönn.

Eyjólfur hvetur áhugasama að leggja leið sína á sýninguna og sjá hvað er að gerast í hönnunarheiminum. „Sígild hönnun er ekki bara eitthvað snobb heldur vönduð vara sem stenst tímans tönn og gengur jafnvel frá einum ættlið til þess næsta. Í nútímasamfélaginu höfum við vanið okkur á að kaupa lélegari vöru sem síðan er reglulega hent út fyrir aðra, en það er auðvitað bæði umhverfisvænna og hagkvæmara til lengri tíma litið að fjárfesta í gæðum.“

Icelandair býður strandaglópum miða á sérkjörum

Icelandair hefur boðið þeim farþegum WOW air, sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots flugfélagsins, upp á að kaupa flugmiða frá völdum áfangastöðum á sérstöku verði.

Þetta kemur fram á vef Icelandair. Þar segir að boðið verði upp á „sérstakt afsláttarverð“ á economy farrými. Tilboðið nær eingöngu til þeirra farþega sem eiga heimferðarmiða með WOW air á milli 28. mars og 11. apríl 2019.

Nánari upplýsingar má finna á vef Icelandair.  

Ríkisstjórnin lýsir yfir vonbrigðum – Ekki gripið til sértækra aðgerða

|
Mynd/Isavia

Ríkisstjórn Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna falls WOW air. Þar er lýst yfir vonbrigðum með niðurstöðuna en ekki stendur til að leggjast í frekari aðgerðir. Viðbragðshópur á vegum stjórnvalda fylgist með því hvernig heimflutningur farþega gangi fyrir sig.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í heild sinni:

„Ríkisstjórn Íslands lýsir yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air hf. til að tryggja rekstur félagsins skiluðu ekki árangri. Viðbúnaðarhópur stjórnvalda fylgist grannt með því að heimflutningur farþega gangi greiðlega fyrir sig.

Rekstrarstöðvun WOW air hf. er mikið áfall fyrir starfsfólk félagins og aðra þá sem byggt hafa afkomu sína á starfsemi þess.

Staða efnahagsmála er sterk og hagkerfið vel í stakk búið að takast á við þessa áskorun. Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma og kalla á endurmat áætlana en áhrifin til lengri tíma ráðast af þróun á markaði.“

„Ég get aldrei fyrirgefið mér“

Skúli Mogensen harmar að hafa ekki gripið til ráðstafana fyrr.

„Ég get aldrei fyrirgefið mér að hafa ekki gripið til ráðstafana fyrr því það er ljóst að Wow var ótrúlegt flugfélag og við vorum á réttri leið til að gera frábæra hluti á ný,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri í bréfi sem hann hefur sent starfsfólki WOW air. „Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma og gætum gert meira því þið verðskuldið betra en þetta og mér þykir afskaplega leitt að hafa komið ykkur í þessa stöðu.“

Skúli sendi bréfið eftir að ljóst var að flugfélagið WOW hefði hætt starfsemi og segir í því að tíminn hafi runnið út án þess að nægilegt fjármagn fengist.

Segist hann vera stoltur af því hversu þétt starfsfólkið hafi staðið saman að því í vetur að endurskipuleggja rekstur flugfélagsins og gera það aftur að lágfargjaldaflugfélagi. „Ég hefði aldrei trúað því að til þessa kæmist en við höfum neyðst til að hætta starfsemi og skila inn flugrekstrarleyfi okkar.“

„Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW“

Tilkynning birtist á vef Samgöngustofu í morgun vegna frétta um að flugfélagið WOW air hafi sætt starfsemi og að öll flug félagsins falli niður.

Í tilkynningunni eru flugfarþegar WOW air minntir á hver réttindi þeirra gætu verið. Þar kemur fram að farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti ættu að kanna hvort útgefandi kortsins endurgreiði flugmiðann. Eins er tekið fram að flugfarþegar gætu gert kröfu í þrotabúið.

Hér er tilkynning Samgöngustofu í heild sinni:

WOW AIR hefur hætt starfsemi. Öll flug félagsins falla því niður.

Hvernig kemst ég á áfangastað?
Farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum. Athugið að sum flugfélög kunna við þessar aðstæður að bjóða farþegum aðstoð í formi björgunarfargjalda. Upplýsingar um þau félög verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

Hver eru réttindi mín?
Farþegum sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.

Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.

Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW AIR, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.

Hvar fæ ég nýjustu upplýsingar?
Tilkynningin verður birt og uppfærð með nýjustu upplýsingum hverju sinni á eftirtöldum stöðum:

– Vef Samgöngustofu: www.samgongustofa.is / www.icetra.is
– Vef Keflavíkurflugvallar: https://www.isavia.is/
– Vef WOW AIR: www.wowair.com
– Hengd upp á öllum viðeigandi flugvöllum.

WOW air hætt

Rekstri flugfélagsins hefur verið hætt.

Flugfélagið WOW hefur hætt starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent frá sér á vef sínum.

WOW sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem fram kom að félagið hefði stöðvað allt flug, en að gripið hefði verið til þeirrar ráðstöfunar vegna þess að félagið væri á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu“.

Engar skýringar fengust þá á því hvers vegna flug var fellt niður. Var frekari upplýsinga að vænta frá félaginu klukkan níu, en nú liggur hins begar ljóst fyrir að WOW air hefur hætt starfsemi.

Á vef WOW air kemur fram hvert farþegar félagsins geta snúið sér í ljósi þessara tíðinda.

Allt flug WOW stöðvað

Flug stoppað á lokametrum samninga.

Allt flug WOW air hefur verið stöðvað á meðan samningaviðræðum um hlutafjáraukningu lýkur.  WOW sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem fram kemur að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu“. Ekki kemur hins vegar fram hversu langan tíma félagið þurfi til að ljúka viðræðum.

Forsvarsmenn og ráðgjafar WOW hafa kynnt áætlun um endurskipulagningu á rekstri WOW fyrir fjárfestum. Samkvæmt  áætlunum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri WOW strax á næsta ári. Að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um 9 milljónir dollara samanborið við neikvæða stöðu upp á 11 milljónir dollara eins og nú er. Raunar er búist við að staðan verði orðin neikvæð um 45 milljónir króna um mitt þetta ár, segir í Markaðinum, sem svipti hulunni af þessari áætlun í gærmorgun.

Stöðvun fluga WOW air nú kemur illa við farþega. Sex flugvélar áttu að koma frá Bandaríkjunum í nótt. Engin þeirra lagði af stað frá flugvöllum vestanhafs. Í frétt á RÚV er greint frá því að hluti farþega í flugi frá Baltimore til Keflavíkur hafi verið kominn um borð í vélina þegar fluginu var aflýst. Þá áttu sjö flugvélar að halda til Evrópu í morgun en þar sem flestar flugvélarnar voru fastar í Banadríkjunum varð ekkert af því. Fjöldi Twitter-notenda hefur greint frá því að þeir séu fastir á flugvöllum bæði hér á Íslandi og víðar og eru síður en svo ánægðir með stöðuna sem er nú komin upp.

Engar skýringar hafa fengist frá Wow Air um það hvers vegna flug hefur verið fellt niður. Samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu frá félaginu er frekari upplýsinga að vænta frá félaginu klukkan níu á eftir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Á hvað er Bríet að hlusta?

Tónlistarkonan Bríet er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir en hún var valin bjartasta vonin á Íslensku Tónlistaverðlaununum sem fóru fram fyrir skömmu.

Fyrir ekki svo löngu sendi Bríet frá sér lagið Dino en laginu má lýsa sem draumkenndu poppi með R&B áhrifum.  Bríet er með um eina og hálfa milljón spilanir á Spotify og er það bara byrjunin.

Heyrst hefur að Bríet vinnur að sinni fyrstu sóló plötu í fullri lengd og er áætlað að hún komi út seinna á þessu ári.

Bríet er mikill tónlistargrúskari og er því tilvalið að fá hana í topp 10 á Albumm.is. Bríet sagði Albumm á hvaða tíu lög hún er að hlusta á um þessar mundir og er listinn ansi þéttur.

Hægt er að hlusta hér.

Tveggja ára tónlistarverkefni orðið að veruleika

Tónlistarmaðurinn Logi Geimgengill sem margir þekkja úr hljómsveitinni Shades of Reykjavík hefur verið að vinna í tónlistarverkefninu, Polarg4ng project síðastliðin tvö ár. Logi var ekki einsamall að vinna þetta verkefni en ásamt honum voru nokkrir aðilar sem vilja ekki koma fram undir nafni og besti vinur hans Loga, Hafliði Arnar Bjarnason.

Logi hefur reynt að halda þessu verkefni gangandi í tvö ár, eða frá því að vinur hans Hafliði Arnar lést langt fyrir aldur fram. „Ég lofaði honum að ég mundi klára þau lög sem við vorum búnir að vinna í. Hafliði var gull af manni og elskaði ég hann sem bróður.“

Logi hefur farið margar leiðir í lífinu en vegurinn sem hann stendur á í dag er bjartur, leiðin greið og Logi er peppaður fyrir komandi tíma. Kappinn hefur haft mikið fyrir stafni og hefur hann verið að fást við allskonar tónlist. Hann pródúseraði t.d fyrir Shades of Reykjavík á öllum þeirra plötum og gerði stórann part í fyrstu plötunni hans Ella Grill, Þykk Fita.

Ásamt Polarg4ng project var Logi að klára annað tónlistarverkefni sem nefnist Ferðalag en hægt er að hlusta á það einnig hér fyrir neðan.

Mannkynið gengur sofandi inn í stórslys

|
|

Stærsta málið sem heimurinn stendur frammi fyrir eru loftslagsbreytingar. Allt annað bliknar í samanburði þegar mögulegar afleiðingar hlýnunar jarðar yfir 2°eru skoðaðar.

Myndin hér til hliðsjónar gefur ákveðnar vísbendingar, gerð af hópnum CarbonBreif byggt á gögnum frá meðal annars IPCC (International Panel on Climate Change) sem starfrækt er af Sameinuðu þjóðunum.  Sú hækkun dreifist ekki jafnt um heiminn, heldur verða heit svæði hlutfallslega mun heitari. Allt stefnir í að það verði raunin enda eru ríki heimsins ekki að taka þetta nógu föstum tökum og 1,5° viðmið Parísarsamkomulagsins að verða fjarlægari draumur. Með allar þessar upplýsingar mætti halda að við værum að draga úr losun gróðurhúslofttegunda en gögn sína fram á að svo er ekki. Kol eru þó stærsti sökudólgurinn.

Fyrir tveimur mánuðum gaf World Economic Forum út sína árlegu skýrslu um strærstu áhættur sem heimurinn stendur frammi fyrir. Hættur sem leiða af stöðu umhverfismála í heiminum tróna á toppnum. Í inngangi segir beint út að mannkynið gangi sofandi inn í stórslys. Á listanum yfir mestu áhættuna eru loftslagsbreytingar. Hér eru ótaldar áhætturnar vegna breytinga á vistkerfum. Þetta er í samræmi við það sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur kallað helstu ógn við mannkynið. Ekki hungur, ekki stríð – heldur loftslagsbreytingar.

Áhrif hlýnunar jarðar eru fjölbreytt. Mesta hættan er fólgin í ýmis konar ofsaveðri samkvæmt skýrslunni. Athygli vekur að skortur á stefnumótun við að takast á við umhverfismálin fylgir þar fast á eftir. Fæðuöryggi og framleiðsla er annar þáttur. Sérstök athygli er vakin á áhrif hækkunar sjávarmáls fyrir margar borgir heimsins. Um 70% af íbúum heimsins munu búa í borgum árið 2050. Nú þegar er talið að um 800 milljónir manns búi í strandborgum þar sem sjávarmálshækkun er áætluð um hálfur metri árið 2050 sem leiðir af sér margskonar vanda. Rétt er að taka fram að áætluð sjávarmálshækkun árið 2050 er mun meiri en hálfur metri fyrir margar borgir líkt og New York, Miami, Haag, Alexandríu og Hong Kong. Þéttbýlisþróun ýtir svo undir hættuna þar sem innviðir borgar eru mjög tengdir. Hækkun sjávar hefur því smitáhrif svo sem áhrif á mörg vatnsból og innviði sem íbúar eru háðir svo sem vegi, ræsi og skólp, raflagnir og svo framvegis.

Loftslagsbreytingar og aðgerðir sem þarf til að mæta breyttum heimi þurfa sterka pólitíska forystu. Aðgerðir kalla eftir festu, framtíðarsýn og skipulagningu langt fram í tímann. Opinber kerfi eru almennt ekki hönnuð fyrir 50 ára skipulagningu og langtímaáætlunargerð sem loftslagsbreytingar krefjast er ekki beint sá raunveruleiki sem við búum við. Vandinn sem stafar af hlýnun jarðar er af alþjóðlegum toga þar sem ekki er spurt um landamæri og afleiðingar dreifast ójafnt um jörðina. Þær þjóðir sem losa nú mest og sögulega af gróðurhúsalofttegundum eru t.d. ekki að fara upplifa verstu afleiðingarnar.  Lausnirnar – þær þarf hins vegar að inna af hendi á heimavelli. Áherslan á Íslandi er einna helst endurheimt votlendis og orkuskipti í vegasamgöngum, samkvæmt aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Þá er talsvert um tal á sviði umhverfismála en einfaldir hluti – líkt og að banna einnota plastpoka hefur ekki verið klárað. Það mál tengist ekki loftslagsbreytingum en er dæmi um tiltölulega einfalt mál í framkvæmd sem hefur ekki hlotið framgöngu. Vitaskuld á það að vera mun yfirgripsmeira mál en bara að ná til poka, enda erum við að horfa of einangrað á málið með fókusinn þar.  Löggjafinn á að banna allt einnota plast. Styðja við nýsköpun í umbúðum sem brotna niður í umhverfinu í leiðinni og að lokum minnka allar þessar endalausu umbúðir almennt. Plast eður ei.

Forsendur til þess að fara úr jarðefnaeldsneyti á Íslandi eru góðar vegna þess hvað aðgengi að endurnýjanlegri orku er gott. Það eru líka teikn á lofti um að almenningur vilji í auknu mæli kaupa rafbíla, þó þeir séu dýrari í upphafi þá geta þeir verið ódýrari til lengri tíma vegna orkureksturs. Því á að keyra á orkuskipti í vegasamgöngum með mun afgerandi hætti en áætlanir gera ráð fyrir og banna nýskráningar dísel og bensínbíla sem fyrst. Sumir hafa nefnt við mig að það sé róttækt. Það finnst mér ekki. Það er róttækni að taka þetta ekki föstum tökum, sem og mögulega mannréttindabrot gagnvart komandi kynslóðum. Hæstiréttur Hollands komst að þeirri niðurstöðu um daginn að markmið ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun væri ekki nægilega hátt miðað við þau vísindi sem liggja fyrir. Samkvæmt niðurstöðu dómsins þarf ríkið einfaldlega að gera betur. Rétt er að geta þess að fyrirliggjandi markmið voru þó hærri í Hollandi en hér á landi.

Áhrif loftslagsbreytinga verða ekki eins alvarleg og afdrifarík á Íslandi líkt og víða annars staðar samkvæmt sérfræðingum. Þó að Ísland sé eyland, erum við ekki eyland í þeim skilningi að okkar lifnaðarhættir eru háðir ytri aðstæðum, alþjóðasamfélaginu. Í dag byggir okkar lifibrauð að stærstum hluta á auðlindanotkun – komu ferðamanna og sjávarútvegi. Loftslagsbreytingar geta haft skaðleg áhrif á þessa tvo iðnaði.

Það er varla hægt að segja að mannkynið ætli að fara sofandi inn í stórslys, þó að World Economic Forum setji það þannig fram. Ef þetta heldur áfram svona ætlar maðurinn að láta sér í léttu rúmi liggja, eins og við segjum í lögfræðinni, að sigla sofandi inn í stórslys af því hann er ekki að gera nauðsynlegar breytingar á sínum lífshögum, markaðs- og neysluhyggju sem þörf er á í ljósi vísinda. Einkum er það ákvörðunin að fara úr notkun á jarðefnaeldsneyti og undirbúa okkur fyrir kolefnislausa veröld sem þarf sterka forystu og að draga úr neyslu. Ég get persónulega vottað að það er áskorun að breyta lifnaðarháttum sínum í átt að aukinni sjálfbærni á öllum vígstöðvum. Það er hins vegar nokkuð skemmtileg áskorun, þó samviskubitið sé algengara. Það væri þó mun auðveldara ef samfélagið, bæði hið opinbera og einkaaðilar ynnu með markvissum hætti að því markmiði og gerði borgurum auðveldara fyrir með margskonar hætti eins og öflugum samgöngum, frekari uppbyggingu deilihagkerfis, fjárfestingu í tækni sem einblínir á sjálfbærar lausnir, jafnvel með beinum ívilandi hætti svo sem fjármunum til að aðstoða okkur við breytta lifnaðarhætti og öðrum stýringartækjum sem löggjafinn einn hefur yfir að ráða.

Að vera græna landið er líka sjálfstætt, gott og fallegt markmið að stefna að. Gefandi fyrir hjartað. Sjálfbærni á að vera rauði þráðurinn í öllum aðgerðum nú. Hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Að minnsta kosti eru það slæm örlög að vera kynslóðin sem sigldi með opin augun inn í stórslys. Ég fyllist stolti að horfa á ungu kynslóðina sem ætlar að gera sitt til að stoppa það.

 

Afar misvísandi fréttir af stöðu WOW

Enn er unnið að því að halda lífi í WOW air sem barist hefur í bökkum svo mánuðum skiptir. Bandaríska félagið Indigo er sagt komið aftur í spilið en fréttir af björgunarleiðangrinum hafa verið afar misvísandi.

Þeir kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútgáfu WOW í haust tóku yfir félagið í gær eftir kröfunum var breytt í hlutafé. Þar með missti Skúli yfirráð sín yfir félaginu en eins og turisti.is bendir á fer tvennum sögum af því hvernig það kom til. Annars vegar er haft eftir Skúla að kröfuhafarnir hafi samþykkt breytinguna en hins vegar hafi mbl.is sagt að kröfuhafarnir hafi ákveðið að taka félagið yfir.

Í viðtali við RÚV í gær var rætt við Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóra Airport Associates sem er einn af kröfuhöfunum 40.  Sagði hann að fyrirtækið væri komið í rekstrarhæft ástand, að framtíðarhorfur þess væru mjög bjartar og var ekki annað að heyra en að skuldirnar hafi verið þurrkaðar út.

Það er þó ekki alveg svo. Ekkert hefur komið fram um að Isavia sé tilbúið til að slá af 2 milljarða króna skuld WOW við félagið og í raun ólíklegt að svo fari, í ljósi þeirra fordæma sem það myndi setja. Þá segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður sem fer fyrir hópi kröfuhafa, í viðtali við turisti.is að ekki hafi allir samþykkt að breyta skuldum í hlutafé. Segir lögmaðurinn að í hópnum séu aðilar sem séu því mótfallnir. Þeirra á meðal eru eigendur þeirra flugvéla sem WOW leigir.

Markaðurinn, viðskiptarit Fréttablaðsins, svipti í morgun hulunni af áætlun um endurskipulagningu á rekstri WOW sem forsvarsmenn og ráðgjafar WOW hafa verið að kynna fjárfestum. Ekki er hægt að segja annað en að sú áætlun geri ráð fyrir ævintýralegum viðsnúningi. Svipaðan tón mátti raunar greina í áætlunum sem voru kynntar fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboðið í haust en eins og Mannlíf greindi fyrst frá íhuga kröfuhafar að leita réttar síns þar sem þeir telja að áætlanirnar hafi gefið ranga mynd af stöðu fyrirtækisins.

Samkvæmt núgildandi áætlunum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri WOW á næsta ári. Að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um 9 milljónir dollara samanborið við neikvæða stöðu upp á 11 milljónir dollara eins og nú er. Raunar er búist við að staðan verði orðin neikvæð um 45 milljónir króna um mitt þetta ár, segir í Markaðinum.

Þá er gert ráð fyrir 8,7 milljarða króna rekstrarhagnaði í árslok 2021 og að flugvélar í flota félagsins verði orðnar 16 talsins. Vélarnar voru 11 í lok árs í fyrra.

Þá greindi Markaðurinn frá því að Indigo Partners væri komið aftur að samningaborðinu eftir að hafa slitið viðræðum um kaup á WOW á dögunum. Láti Indigo slag standa, og WOW stendur af sér storminn, er stefnan að reka „harða lággjaldastefnu“. Það væri vissulega hvalreki fyrir neytendur en myndi um leið koma illa við Icelandair. Ekki bara hafa hlutabréf í Icelandair farið ört lækkandi samhliða miklu rekstrartapi heldur hafa vandræði Boeing MAX 737 vélanna sett fyrirtækið í afar erfiða stöðu. Þær vélar hafa verið kyrrsettar og alls óvíst hvenær þær hefja sig aftur til flugs. Nú þegar hefur Icelandair hætt við flug til Cleveland og Halifax vegna þessa.

Nýjasta atvikið í Orlando í gær er ekki til þess að auka traust á öryggi vélanna.

Raddir